Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Size: px
Start display at page:

Download "Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag"

Transcription

1 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp ríkisstjórnarinnar var lagt fram sl. vetur en vegna margra óánægjuradda var afgreiðslu þess frestað og átti að afgreiða það á septemberþinginu. Það var ekki gert en þess í stað var frumvarpið tekið út úr þinginu og gerðar á því nokkrar breytingar. Síðan á að leggja það aftur fram nú á haustþinginu. Samkvæmt heimildum Bændablaðsins eru helstu breytingar sem gerðar verða á frumvarpinu þessar: Í fyrsta lagi að hætt er við að fella niður vaktsvæði dýralækna eins og gert var ráð fyrir í eldra frumvarpinu og dýralæknar undu illa. Þá er sett inn í frumvarpið skýrt ákvæði um skyldu ráðherra til að setja reglugerð sem tryggi heilbrigði afurða. Þá eru menn að horfa til kamfýlóbakter og annarra slíkra 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag sjúkdóma. Þetta ákvæði er ekki sett í lögin en ráðherra gert skylt að setja reglugerð sem tryggi heilbrigði innfluttra matvæla. Þá er ákvæðum um gjaldskrár breytt lítillega vegna þess að sumir túlkuðu þetta ákvæði í eldra frumvarpinu þannig að ganga ætti lengra í gjaldheimtu en ætlunin er í raun. Skýrari ákvæði eru sett um starfsleyfi þar sem ekki er gert ráð fyrir að búgreinar sem þurfa ekki starfsleyfi í dag þurfi starfsleyfi og að hverju búi nægi eitt starfsleyfi. Í fyrra frumvarpinu mátti skilja það svo að sami bóndi þyrfti fleiri en eitt starfsleyfi og þá alveg sérstaklega til fóðurgerðar. Efnislega eru þetta stærstu breytingarnar en síðan eru nokkrar smábreytingar á frumvarpinu sem ekki skipta miklu máli. S.dór Ullarverð til bænda hækkar um 24% Ákveðið hefur verið að ullarverð til bænda hækki um 24% frá því í fyrra. Sigurður Eyþórsson, framkvæmdastjóri Landssambands Auðhumla sýknuð Hæstiréttur sýknaði fyrir helgi Auðhumlu af kröfum Félagsbúsins á Hálsi í Kjós um að fyrirtækið greiddi eigendum búsins skaðabætur fyrir hafa gert þeim að innleysa eign sína í séreignasjóði Samsölunnar. Áður hafði Héraðsdómur Reykjavíkur dæmt fyrirtækið skaðabótaskylt. Málið snerist um eign bænda í séreignasjóðnum sem þeir á Hálsi fengu greidda árið 2002, en þeir höfðu hætt kúabúskap þremur árum áður. Árið 2004 var ákveðið að færa rúmlega hálfan milljarð af óbundnu fé Samsölunnar og tveimur árum síðar hálfan annan milljarð til viðbótar inn í sérstakan stofnsjóð sem greiða skyldi út til félagsmanna í hlutfalli við sjóðseign í árslok Vildu bændur á Hálsi meina að þeir ættu hlut í þeim sjóði og tók Héraðsdómur undir þá kröfu þeirra. Hæstiréttur komst hins vegar að annarri niðurstöðu. Í úrskurði hans segir að í bréfi sem fylgdi útborgun inneignar á sínum tíma hafi ekki farið milli mála að með henni lyki aðild bændanna á Hálsi að samvinnufélaginu. Hálsbændur hafi tekið við þeirri greiðslu án þess að gera neinn fyrirvara og ekki gert athugasemdir við hana í fimm ár. Því verði að sýkna Auðhumlu af kröfum þeirra. Málskostnaður á báðum dómstigum var felldur niður. ÞH sauðfjárbænda, segir bændur nokkuð ánægða með þetta verð. Hækkunin sé allavega meiri en á dilkakjöti og eins og nú ári geta menn ekki annað en verið ánægðir með þetta. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Ístex, segir í samtali við Bændablaðið að horfurnar í ullarsölunni séu góðar og sala á lopa með besta móti. Hins vegar séu mörg vandkvæði uppi um þessar mundir, eins og allir vita. Guðjón segir að Ístex fái núna engar greiðslur erlendis frá, þar sem allt virðist vera stíflað. Það er mikil óvissa hjá okkur eins og öllum öðrum um þessar mundir en það er góð sala á lopa og ullarvörum almennt, betri en verið hefur í allmörg ár og greinilega mikill áhugi fyrir prjóni. Við erum mun bjartsýnni nú en undanfarin ár, sagði Guðjón Kristinsson. S.dór,,Þetta eru vissulega mikil vonbrigði en við munum samt aldrei gefast upp í þessu máli, sagði Örn Bergsson, bóndi á Hofi I í Öræfum en máli sem hann átti aðild að gegn íslenska ríkinu vegna þjóðlendumála var vísað frá af Mannréttindadómstólnum í Strassburg. Það voru mál eyðijarðanna Breiðamerkur sem tilheyrir Hofi og Fjall sem tilheyrir Kvískerjum sem vísað var frá. Fleiri málshöfðanir bíða úrskurðar Mannréttindadómstólsins í Strassburg. Þótt þessum tveimur málum hafi verið vísað frá er það ekki fordæmisgefandi.,,þessari baráttu er ekki lokið því við munum aldrei viðurkenna að land sem er þinglýst eign og við höfum borgað skatta og skyldur af í yfir 100 sé hægt að taka af mönnum eins og ekkert sé. Það munum við aldrei viðurkenna að sé réttlátur dómur. Þrátt fyrir þessar frávísanir munum við ekki gefast upp í þessu máli en Nemendur og kennarar Þelamerkurskóla í Eyjafirði hafa tekið upp þann sið að taka slátur á haustin. Þá verður töluverður handagangur í öskjunni en allir enda með því að verða saddir og sælir. Sjá nánar á bls. Máli landeigenda vísað frá í Strassburg Við munum samt aldrei gefast upp segir Örn Bergsson, bóndi á Hofi I í Öræfum halda baráttunni áfram af fullum þunga, sagði Örn Bergsson í samtali við Bændablaðið. Ólafur Björnsson hrl. var einn þeirra sem fóru með mál landeigenda. Í samtali við mbl.is segir hann dóminn ekki finna að málsmeðferð Hæstaréttar og ekki gera sérstakar athugasemdir við þjóðlendulögin sem slík. Niðurstaðan er sú að þessar jarðir séu ekki eign í merkingu fyrstu greinar 1. viðauka Mannréttindasáttmála Evrópu. Þá skoða þeir ekkert frekar hvort brotin hafi verið jafnræðisregla eða hvort málsmeðferðin hafi að einhverju leyti ekki staðist, segir Ólafur. Dómurinn hafi ekki mikið fordæmisgildi. Önnur mál geti fallið öðruvísi, t.d. þegar ríkið hefur selt einkaaðilum land. Fleiri málshöfðanir bíða úrskurðar Mannréttindadómstólsins, t.d. hvað varðar Kvísker í Öræfum, Stafafell í Lóni, Mörtungu á Síðu og almenning í Þórsmörk. S.dór Sænsk uppfinning tryggir kjötgæði í verslunum Nú á að vera unnt að koma í veg fyrir að kjöt sé selt í verslunum ef kælingu þess er ábótavant. Merkimiði með innbyggðum hitamæli á kjötumbúðunum er nýtt vopn gegn slælegri meðferð á kjöti í kæliborðinu. Hitamælirinn, sem komið er fyrir í strikamerkinu, eyðir því ef hitastigið er of hátt. Þar með er ekki unnt að skanna það við afgreiðsluborðið og það kemur í veg fyrir að verslunin geti selt gallað kjöt. Uppfinningin hefur verið prófuð í sænskum verslunum í hálft ár og er nú komin á almennan markað í Svíþjóð. Að öllu óbreyttu er ætlunin að koma henni á markað erlendis. LandbrugsAvisen

2 2 Fréttir Rjúpnaveiðin hófst um helgina Veiðimönnum boðin veiðileyfi á netinu Góðar viðtökur við framtaki sem gagnast bændum, landeigendum og veiðimönnum Fyrirtækin Skógráð ehf. og Austurnet ehf. hafa í samvinnu við Skógrækt ríkisins hannað sölukerfi, rjupa.is, þar sem veiðimenn geta keypt veiðileyfi á rafrænan hátt í gegnum veraldarvefinn en Vaxtarsamningur Austurlands styrkti verkefnið. Á vefnum kemur fram stærð og mörk veiðisvæðis á korti og er hægt að hlaða niður mörkum einstakra veiðisvæða á Garmin GPS tæki. Fjöldi veiðileyfa á hvert svæði er takmarkaður, sem kemur í veg fyrir að of margir gangi til rjúpna á veiðisvæðinu samtímis. Til að kaupa veiðileyfi þarf að tilgreina veiðikortanúmer sem verður borið saman við gagnagrunn veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar. Ennfremur er ætlast til þess að veiðimenn skili inn veiðitölum rafrænt að veiði lokinni. Með því móti hjálpa þeir til við að safna upplýsingum um stærð og viðgang rjúpnastofnsins. Á vefnum má líka finna uppskriftir og annan fróðleik. Það var orðin töluverð vinna hjá skógarvörðum að taka við hringingum þar sem óskað var eftir að fá að ganga til rjúpna í landi skógræktarinnar, nú sækja veiðimenn sér hins vegar leyfi, milliliðalaust, í gegnum vefsíðuna Þar sem ekki var mikill tími til stefnu var ákveðið að byrja með landsvæði í eigu Skógræktar ríkisins og eru veiðileyfi seld í Bakkaseli Stofnuð hafa verið áhugamannasamtök í Vík í Mýrdal um bættar samgöngur, jarðgöng um Reynisfjall og byggingu sjóvarnargarða við Vík. Á stofnfund samtakanna komu 70 manns og 65 gerðust stofnfélagar. Jóhannes Kristjánsson, hótelhaldari á Höfðabrekku, er einn af frumkvöðlum þess að samtökin voru stofnuð og var kjörinn í stjórn þeirra. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að menn gerðu sér grein fyrir því að samgöngubætur og göng um Reynisfjall væru ekki alveg á dagskrá en aftur á móti þyldi gerð sjóvarnargarðs enga bið. Engum sögum fer enn af viðtökum rjúpunnar sjálfrar við nýja fyrirkomulaginu. Mynd: Hrafnkell Óskarsson í Fnjóskadal en þar eru seld þrjú leyfi á dag, Hafursá-Gilsárdal á Hallormsstað, sex leyfi á dag, og Haukadalsheiði í Biskupstungum, fjögur leyfi á dag, og jafnvel má reikna með að fleiri jarðir bætist við nú í haust. Rjúpnaveiðimenn fara á vef- Vík í Mýrdal Gerð varnargarðs gegn landbroti þolir enga bið Fjaran hefur minnkað um allt að 11 m á ári Það verður að hefjast handa strax við sjóvarnargarðinn þannig að það sé pláss fyrir veginn. Fjaran minnkar þarna um 5 til 7 metra á ári og hefur einu sinni náð 11 metrum. Það er að verða svo lítið pláss þarna, að ef það minnkar mikið meira er ekkert pláss fyrir sandgirðingar og annað slíkt til þess að hefta sandfok inn í þorpið. Þess vegna þolir það enga bið að setja þarna upp grjótgarð til varnar landbroti og sandgirðingar. Það sem pirrar okkur mjög er að ráðamenn segja alltaf að það liggi ekkert á í Lituð díselolía hefur hækkað tiltölulega meira en ólituð Þegar olíuverð hækkar er það alltaf í krónum talið en ekki í prósentum. Þess vegna hækkar litaða díselolían meira í prósentum talið, af því að hún er ódýrari en venjuleg díselolía. Búum til dæmi: 1 ltr. af litaðari díselolíu kostar 50 kr. 1 ltr. af hreinni díselolíu kostar 100 kr. Hækkun á heimsmarkaði er 20 krónur á lítra af díselolíu. Það eina sem er öðruvísi er að litarefninu er komið fyrir í olíunni hér heima. Verð á lituðu díselolíunni fer þá upp í 70 krónur lítrinn, sem er 40% hækkun. Verð á hreinni díselolíu fer upp í 120 krónur, sem er 20% hækkun. Þann 12. janúar 2007 var verð á litaðri díselolíu 51,16 krónur hver lítri en verð á ólitaðri olíu var 113,5 krónur lítrinn. Þann 20. ágúst 2008 var verð á litaðri olíu komið í 104,9 krónur lítrinn, sem er 105% hækkun. Verð á ólitaðri díselolíu var þá komið í 181,6 krónur lítrinn í sjálfsafgreiðslu, sem er 60% hækkun. Krónutöluhækkunin var hins vegar meiri á hreinu olíunni. S.dór Christoff Wöll segir ánægju ríkja með hinn nýja vef, inn rjupa.is velja kaupa, finna veiðisvæði og síðan sjá þeir hvaða dagar eru lausir á hverju svæði. Veiðimennirnir staðgreiða svo leyfin og fá staðfestingu á því að greiðsla hafi verið innt af hendi sem er síðan notuð sem veiðileyfi á viðkomandi svæði, auk þess sem skógarverðir/landeigendur fá senda lista um hvaða veiðimenn eigi veiðirétt hvern dag. Christoph Wöll starfsmaður Skógráðs segir ánægju með það hvernig tekist hefur til með uppsetningu á vefnum og viðbrögð veiðimanna og þegar þetta er skrifað eru næstum öll veiðileyfi uppseld í Haukadal. Í ljósi þess hversu góð viðbrögð þeir hafa fengið vilja þeir bjóða landeigendum að taka þátt í þessu verkefni að uppfylltum ákveðnum skilyrðum, s.s. að svæðið sé gott rjúpnaland með þekkta veiðisögu og að lágmarki 500 ha. Bændur með minni jarðir geta sameinast og deilt ágóða eftir flatarmáli hverrar landeignar. Eignarréttur veiðisvæðis þarf að vera óumdeildur og engar aðrar hömlur á veiði á svæðinu af hálfu yfirvalda fyrir hendi. Ávinningur veiðimanna sem kaupa sér veiðileyfi á ákveðnum svæðum er að þeir ganga að því vísu að ekki eru fleiri en einn veiðimaður á hverjum 250 ha. Þeir eiga því ekki á hættu að lenda í umferð eins og á Laugaveginum þegar þeir ganga til rjúpna. ÞóraSól þessu máli, en það er nú eitthvað annað, segir Jóhannes. Hann segir liggja fyrir í bréfum það álit manna hjá Siglingamálastofnun að ekkert liggi á. Ástæða þess að ráðist hafi verið í stofnun þessara samtaka sé frétt sem birtist í Glugganum, héraðsblaði á Suðurlandi, þar sem sveitarstjórinn í Vík hafði það eftir mönnum hjá Siglingamálastofnun að eitthvað þyrfti að gera á næstu þremur til fjórum árum, en að öðru leyti lægi ekkert á. Starfsmaður Siglingamálastofnunar hefði jafnvel skrifað grein á Vísi.is og sagt það ástæðu þess, að ekki væri ráðist í gerð varnargarðs, að menn væntu Kötlugoss. Ef Katla færi í sama farveg og síðast myndi hún bera fram svo mikið efni að garðarnir myndu lenda uppi á landi. Heimamenn telja það aftur á móti algert forgangsatriði að sjóvarnargarður og sandgirðingar verði byggðar sem allra fyrst. Kamburinn í fjörunni er hár, úr honum fýkur sandur inn yfir þorpið og sjórinn brýtur land allt að 11 metra á einu ári. S.dór Jötunn Vélar ehf. Flytja út um eitt hundrað notaðar dráttarvélar í ár Fréttir berast af því að menn séu farnir að flytja út notaðar bifreiðar. En það eru ekki bara notaðar bifreiðar sem fluttar eru út heldur líka landbúnaðarvörur og þá fyrst og fremst notaðar dráttarvélar. Finnbogi Magnússon hjá Jötun Vélum ehf., sem þekktur er fyrir að flytja inn nýjar landbúnaðarvélar, er farinn að flytja út notaðar dráttarvélar. Finnbogi segist hafa gert þetta í eitt ár með góðum árangri og áætlar að Jötunn Vélar tengist sölu á um 100 dráttarvélum og rúlluvélum úr landi í ár. Í mörgum tilfellum aðstoða Jötunn Vélar menn við að selja vélarnar úti en eru í raun ekki beinn aðili að sölunni. Gengur vel Þetta hefur gengið mjög vel. Eftirspurnin er mikil, aðallega eftir dráttarvélum frá Austur-Evrópu eins og Zetor og Ursus. Og í dag Verðhækkanir á innfluttu fóðri Þanþol bænda er búið segir Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa Vetur konungur heilsaði á tilsettum tíma á Ströndum og þar hefur verið hvít jörð síðan í kringum fyrsta vetrardag. Þessir krakkar, sem eru á aldrinum ára, nýttu sér það og renndu sér á ýmsum fararskjótum í Klifstúni fyrir neðan Hólmavíkurkirkju, sem stendur á Brennuhól. Þarna stóð áður bærinn Klif og tala Hólmvíkingar gjarnan um fyrir innan og utan Klif þegar verið er að tilgreina ákveðna hluta þorpsins. Tafir á vegaframkvæmdum vestra Framkvæmdir við nýjan veg um Arnkötludal og Gautsdal eru lítillega á eftir áætlun, að sögn Guðmundar Rafns Kristjánssonar, deildarstjóra nýframkvæmda hjá Vegagerðinni á Ísafirði að því er fram kemur á vef Bæjarins besta. Á köflum hafi lakara efni en gert var ráð fyrir tafið verkið, en lagning neðra burðarlags sé komin vel á veg. Samkvæmt verksamningi á því verki að vera lokið 1. desember eða eftir tæpan mánuð, en Guðmundur Rafn segir á mörkunum að það standist. Áformað var að hleypa umferð á veginn í vetur þegar lagningu neðra burðarlags væri lokið. Guðmundur Rafn segir það sína skoðun að ekkert vit sé í slíku. Fyrir utan kostnað við stikun og merkingar sé ekkert grín að aka tugi kílómetra á slíkum vegi og enginn tímasparnaður. Bústólpi á Akureyri hækkaði nýverið verð á innfluttu fóðri. Hólmgeir Karlsson, framkvæmdastjóri Bústólpa, segir þessa verðhækkun Bústólpa vera í samræmi við þá verðhækkun sem varð hjá öðrum fóðurinnflytjendum 10 dögum fyrr. Hólmgeir var spurður hvort hann teldi að vænta mætti enn frekari verðhækkana á fóðri á þessu ári. Það er erfitt að vera spámaður í þessum málum í dag. Það sem ræður mestu um verðið eru gengismálin og hvernig gengisþróunin verður. Nú er allt í lausu lofti varðandi gengismálin. Hins vegar er staðan sú að við erum að komast í ódýrari hráefni á heimsmarkaði að hluta til. Bæði bygg og hveiti hafa lækkað sem einhverju nemur. Ástæðan fyrir þeirri lækkun er einstaklega góð uppskera og þess vegna hefur spákaupmennskan aðeins snúist við og róast. Staðan hjá okkur er sú að hefði gengið verið stöðugt væru nú tilkomnir lækkunarmöguleikar, en í stað þess urðum við að hækka verð, segir Hólmgeir. Staða margra kúabænda alvarleg Hann segir lækkunina ekki gilda um öll hráefni. Sojamjöl, sem er próteingjafi, sé ennþá mjög dýrt en menn séu að vonast eftir einhverri lækkun á því. Þar sem uppskeru sé hefur eftirspurn líka aukist eftir öðrum tegundum dráttarvéla. Við höfum bæði selt okkar eigin vélar og einnig hjálpað mönnum að losna við vélar sem þeir hafa viljað selja með því að koma þeim í samband við erlenda aðila, segir Finnbogi. Finnbogi segir óvenju hátt verð fást fyrir notaðar vélar í Evrópu vegna þess hve vitlaust gengið sé skráð um þessar mundir og að vel gangi að selja þær. Þeir sem selji vélar út séu ýmist að endurnýja vélaflota sinn eða draga úr fjárfestingum í vélum, en að sögn Finnboga er mest um að ræða mikið notaðar vélar. Aðspurður segist hann ekki verða mikið var við það að bændur séu að bregða búi þótt þeir selji notaðar vélar. Finnbogi segir að hér sé um nýja möguleika að ræða fyrir menn sem vilji losna við notaðar vélar, en fram til þessa hefur verið illmögulegt að selja þær hér á landi. S.dór ekki lokið sé þó ekki hægt að segja til um það. Vítamín og steinefni séu enn á mjög háu verði. Aðspurður hvort hann telji kúabændur þola meiri hækkanir á fóðri en þegar eru orðnar, svarar Hólmgeir: Nei, ég tel að þeir þoli ekki frekari hækkanir. Þanþolið er búið og staða margra þeirra er að verða mjög alvarleg. Einkum eru það bændur sem hafa verið í miklum fjárfestingum og verið óheppnir með lánin sín, eins og gengismálin hafa þróast núna. Þetta ræðst allt meira og minna af gengisþróuninni, segir hann. Hólmgeir segist vona að stjórnvöld sjái nú loks mikilvægi landbúnaðarins í réttu ljósi. Kreppan hafi sýnt fólki að án landbúnaðar værum við illa stödd og að menn tali ekki bara um matvælaöryggi í fagurgala á hátíðisdögum. Nú sé mikilvægt að kalla eftir stefnumörkun fyrir íslenskan landbúnað til framtíðar og hefjast handa þegar í stað. S.dór

3 3 Hvað þarf til að gera kvígukálf að góðri mjólkurkú? Fyrirlesarar á fundunum verða fóðursérfræðingar Trouw Nutrition, Astrid Kok og Gerton Huisman. Fyrirlesturinn fer fram á ensku en verður þýddur jafnóðum á íslensku. Efni fundanna er: Áhrif af seleni og E-vítamíni í fóðri. Uppeldi kálfa með tilliti til mjólkurframleiðslu. Niðurstöður heysýna. Fundir verða haldnir á eftirfarandi stöðum. Þriðjudagur 4. nóvember Hádegisfundur á Hótel Flúðum kl.11:00 Kaffifundur á Hótel Hvolsvelli kl.15:30 Miðvikudagur 5. nóvember Hádegisfundur í Landnámssetrinu Borgarnesi kl. 12:00 Fimmtudagur 6. nóvember Hádegisfundur á Hótel KEA kl.12:00 ALLIR VELKOMNIR HAUST-TILBOÐ! Við bjóðum eftirfarandi tæki á góðu verði meðan birgðir endast McCormik hö. Verð frá kr vsk. Warfarma sturtuvagnar Verð frá kr vsk. Breviglieri pinnatætarar Verð frá kr vsk HiSpec haugsugur Verð frá kr vsk. CT0080 CT0082 CT0080C Zagroda flaghefill Verð kr vsk. Tanco rúllugreipar Verð kr vsk. Tanco rúllugreipar Verð kr vsk Kerra (224x115 x40 cm. galv.) Verð kr vsk. Kerra (224x115 x40 cm. galv.) Verð kr vsk. Kerra (244x124 x32 cm. 2ja öxla) Verð kr vsk. Zagroda valtari Verð kr vsk. Stoll brettagaflar Verð frá kr vsk. Stoll blokkskerar Verð kr vsk. Stoll hálmgaflar Verð kr vsk. Gæði á góðu verði Fjölbreyttar fjármögnunarleiðir!

4 4 Gagnaveita Skagafjarðar segir sig frá dreifbýlinu Sigurður Sigurðarson, dýralæknir hjá Matvælastofnun á Selfossi, hefur látið af störfum sem dýralæknir eftir farsælt starf í gegnum árin. Ég hóf störf á Keldum sem dýralæknanemi í fríum 1963 og kom þangað í fullt starf Þetta eru því 45 ár frá upphafi og 40 ár í fullu starfi. Frá dregst tími í framhaldsnámi og við rannsóknir erlendis. Ég er ekki kvíðinn fyrir aðgerðaleysi þó ég sé hættur, ég á mörg áhugamál sem ég gæti farið að sinna betur en ég hefi haft tækifæri til. Ég gæti líka hugsað mér að fara að vinna við eitthvað annað, þar sem ég er furðu hraustur og bjartsýnn, held ég, sagði Sigurður þegar haft var samband við hann og hann spurður út í starfslokin. MHH Skýrt var frá því í Bændablaðinu 14. maí sl. að verið væri að prófa á Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri nýja tegund af áburðardreifara fyrir húsdýraáburð. Haukur Þórðarson, verkefnisstjóri búræktarsviðs á Hvanneyri, stjórnaði prófununum og sagði hann þá að hér væri um mjög áhugavert og spennandi tæki að ræða. Þar sem prófanir voru rétt að hefjast sagði Haukur að of snemmt væri að fella dóm um tækið en að sér litist afar vel á það. Nú er komið haust og því tímabært að spyrja Hauk um útkomuna á prófununum frá því í vor. Hann segir hana býsna góða en tekur fram að þetta hér sé bara um athugun að ræða og því ekki um vísindalegar niðurstöður. Greinilegur munur,,við bárum á ákveðið svæði með hefðbundinni aðferð og svo á annað Gagnaveita Skagafjarðar hefur sent Fjarskiptasjóði bréf þar sem Gagnaveitan lýsir því yfir í ljósi fyrirkomulags á útboði Fjarskiptasjóðs og breytinga á kröfum sjóðsins varðandi farnetþjónustu að félagið er ekki lengur skuldbundið af því að veita þjónustu á áður afmörkuðu svæði. Gagnaveitan afmarkaði sér svæði í Skagafirði á sínum tíma og hugðist fyrirtækið byggja upp háhraðanet á markaðslegum forsendum og sækja til þess styrk til Fjarskiptasjóðs. Ákvörðun stjórnar Fjarskiptasjóðs um að bjóða allt landið út í heild sinni, útilokaði fyrirtækið frá því. Í ljósi upphaflegra skilmála útboðsins þar sem svokölluð háhraðafarnetsþjónusta mátti vera valkvæð til viðbótar við staðbundna háhraðanetþjónustu, ákvað Gagnaveitan að ráðast í kaup á traustum og öflugum búnaði þar sem allar líkur voru á því að það fyrirtæki sem fengi styrk úr sjóðnum myndi einnig byggja upp sínar lausnir með örbylgjusendingum. Það kom því fyrirtækinu nokkuð á óvart að farnetsþjónustan skyldi verða leyfð sem aðallausn, en ekki aðeins sem lausn til viðbótar við staðbundnar lausnir. Þá lágu engar kröfur fyrir um stofnkostnað og mánaðargjald. Aðeins var gerð krafa um að þessari uppbyggingu þyrfti að vera lokið 1. júlí 2008 og hins vegar um hraða sambandanna. Þegar útboðsgögn litu dagsins ljós var hins vegar búið að setja inn kröfur um þátttöku notenda í stofnkostnaði og um mánaðargjald tenginga. Hvort tveggja setti áætlanir Gagnaveitunnar í uppnám og er það niðurstaða fyrirtækisins að það geti ekki boðið upp á þjónustu á samkeppnishæfu verði miðað við þessar forsendur. Sigurður Sigurðarson hættur sem dýralæknir Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem hefur nú látið af störfum og ætlar m.a. að fara að sinna áhugamálum sínum, sem eru af fjölbreyttum toga. Nýr áburðardreifari fyrir húsdýraáburð Fyrstu prófanir sýna framúrskarandi árangur með nýja tækinu og um leið að minnkuðum við áburðarmagnið á tilbúnum áburði. Heyefnagreiningar styðja það að óhætt muni að minnka tilbúna áburðinn verulega ef þessi áburðardreifari er notaður. Ég endurtek hins vegar að þetta er fyrsta athugun og erfitt að fullyrða um niðurstöðurnar. Húsdýraáburður er seinni að virka og utanaðkomandi áhrif geta verið ýmiskonar, segir Haukur. Hann segir að uppskera á þeim túnum sem borið var á með nýja áburðardreifaranum hafi verið meiri en þar sem húsdýraáburður var borinn á með gamla laginu. Hins vegar segir Haukur að þeir hafi ekki getað séð við efnagreiningar að það væri gæðamunur á grasinu sem nokkru næmi en magnið var umtalsvert meira. Getur sinnt bæjum Þessi áburðardreifari er stórt og Sláturtíð er formlega lokið hjá SAH afurðum ehf. en að þessu sinni var slátrað fjár og var meðal fallþungi 15,88 kíló sem er 640 grömmum meira en í fyrra. Sigurður Jóhannesson, framkvæmdastjóri segir á vef Feykis að sláturtíðin hafi gengið vel og slátursala hafi aldrei verið meiri en þetta haustið. Prjónablaðið Ýr er nú nýkomið út blaðið er jafnframt það 40 í röðinni frá upphafi og um leið eru 20 ár síðan að fyrsta blaðið kom út. Ýr er selt í áskrift á is og til garnverslana með Tinnu prjónagarn en frá upphafi hafa verið seld um eintök og upp úr blöðunum hefur verið prjónað um flíkur. Í prjónaklúbbnum Tinnu sem tilheyrir prjónablaðinu dýrt tæki sem kostaði í vor um tuttugu milljónir króna. Haukur segir tækið að sjálfsögðu allt of dýrt fyrir eitt bú en ef um hóp bænda væri að ræða, búnaðarfélög eða verktaka þá gengi dæmið ágætlega upp. Tækið er gríðarlega afkasta mikið og getur hæglega annað allt að 30 til 40 bæjum. Hann segist hafa verið með tækið á Skeiðunum í vor og var ekki nema einn og hálfan dag á hverjum bæ. Aftast á tækinu eru hjól sem fella áburðinn niður í svörðinn þannig að húsdýraáburðurinn liggur ekki ofan á jörðinni eins og ef um venjulega áburðardreifingu væri að ræða. Með þessu móti verður um fullkomna nýtingu á köfnunarefni og fleiri efnum að ræða. Að auki er mjög lítil lykt á túninu öndvert við það þegar húsdýraáburður er borinn á völl. Haukur segir að það sem nú vanti sé fjármagn til þess að hægt sé að ljúka þessum prófunum. Búrekstrardeild Landbúnaðarhá - skólans á Hvanneyri hefur gert tilraunirnar í samstarfi við innflytjanda tækisins, Jötun Vélar á Selfossi.,,Ef einhver vill fjármagna frekari rannsóknir á áburðardreifaranum þá erum við alveg tilbúnir til þess að stýra þeim enda höfum við mikla trú á tækinu, segir Haukur Þórðarson. S.dór Erlendir farandverkamenn sem verið hafa í sláturtíð fara að huga að heimferð. Sigurður segir að þrátt fyrir að samið hafi verið um millifærslu á launum þessa fólks hafi ekki allir treyst því að það gengi eftir og farið daglega með farseðilinn sinn í banka og millifært þær 50 þúsund krónur sem má á dag yfir í evrur. Síðan hefur fólk haft eru yfir 7000 félagar sem fá uppskriftir, fréttir á netfang sitt. Fólk getur skráð sig á S.dór Matís mun þann 5. nóvember opna Matvælasmiðju á Höfn í Hornafirði. Smiðjan er sérstaklega sett upp til að styðja við frumkvöðla og fyrirtæki, sem vilja hefja virðisaukandi smáframleiðslu matvæla úr íslensku hráefni. Í Matvælasmiðjunni er allur helsti búnaður sem þarf til að hefja smáframleiðslu matvæla. Með stofnun Matvælasmiðjunnar er markvisst reynt að efla nýsköpun í matvælaframleiðslu á landsvísu segir í fréttatilkynningu frá Matís. Góðir vinir Það fer vel á með þeim vinunum Huppu og Dreka á Grjótá í Fljótshlíð á þessari ágætu mynd sem Ásta Þorbjörnsdóttir tók í sumar. Sláturtíð lokið á Blönduósi Erlenda farandverkafólkið milifærði daglega Prjónablaðið Ýr á afmæli áhyggjur af því hvert gengið verði við næstu útborgun, enda gengi sveiflast mjög mikið til og frá, og því ákveðinn óróleiki í fólkinu, segir Sigurður sem óttast að ástandið verði til þess að ekki snúi allir aftur að ári en SAH afurðir hafa rekið sláturtíðina mikið til á sömu fjölskyldum í áraraðir. Hvað framhaldið varðar segir Sigurður að engar uppsagnir séu fyrirhugaðar. Fólk þarf áfram að borða og við munum gera okkar til þess að allir hafi nóg að borða. Sala á ódýrara kjöti hefur gengið vel þetta haustið, ekki síst hrossakjöti en dýrara kjötið gengur hægar í sölu. Allt potast þetta þó, segir Sigurður. Matvælasmiðju ætlað að efla nýsköpun í matvælaframleiðslu Matvælasmiðjan mun veita frumkvöðlum og fyrirtækjum aðgang að tækjum og þekkingu til að fara í gegnum vöruþróun og hefja framleiðslu á skilvirkari hátt en áður hefur verið hægt hérlendis. Einar K. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, mun verða viðstaddur formlega opnun Matvælasmiðjunnar miðvikudaginn 5. nóvember. Boðið verður upp á léttar veitingar úr Ríki Vatnajökuls en opnunarathöfnin hefst kl. 13:00. Matvælasmiðjan verður til húsa að Álaleiru 1 á Höfn. Tónlistarskóli Eyfjarðar 20 ára Vinnustaðatónleikarnir haldnir í fjósi Tónlistarskóli Eyjafjarðar er 20 ára um þessar mundir og af því tilefni verður mikið um dýrðir nú í vikunni. Fjögur sveitarfélög standa að skólanum, Eyjafjarðarsveit, Hörgárbyggð, Arnarneshreppur og Grýtubakkahreppur og er kennt í öllum sveitarfélögum. Mikil og góð aðsókn hefur alla tíð verið að skólanum, þannig eru um 12% íbúa í Eyjafjarðarsveit nemendur við skólann og hlutfallið í hinum hreppunum er frá 6-9%. Um 180 nemendur stunda nú nám við Tónlistarskóla Eyjafjarðar. Við vorum að velta fyrir okkur vinnustaðatónleikum og þá kom upp sú hugmynd að efna til tónleika í fjósi, því skólinn er starfræktur í miklu sveitasamfélagi og helsti vinnustaðurinn er fjósið á hverjum bæ. Með þessu viljum við sýna að við erum sveitaskóli, segir Eiríkur Stephensen skólastjóri, en á fimmtudag, 6. nóvember, verður efnt til tónleika í fjósinu í Litla-Dunhaga í Hörgárbyggð. Við komum okkur fyrir í fóðurganginum og nemendur munu leika í svona um það bil hálftíma, segir Eiríkur. Nemendum í yngstu deildum Þelamerkurskóla er sérstaklega boðið á tónleikana, kýrnar í fjósinu verða á meðal áheyrenda og þá er öllum heimilt að koma og hlýða á, við stilltum tímanum upp þannig að sem flestir bændur væru lausir við, en tónleikarnir hefjast kl. 12:15 í hádeginu, segir Eiríkur. Hann kveðst ekki hafa hugmynd um hvernig kýrnar taka tiltækinu en vonar að þeim eins og öðrum líki vel. Í vikunni munu nemendur og kennarar verða á faraldsfæti og leika í grunn- og leikskólum, á Kristnesspítala, og þá hefur söngdeild skólans þegar heimsótt dvalarheimili aldraðra og sjúkradeildir. Tónleikavikunni lýkur með stórum tónleikum í Laugaborg í Eyjafjarðarsveit kl. 14, en þar koma fram nemendur, kennarar og fyrrum nemendur skólans.

5 5 Félagsmálafræðsla um allt land Sýndu hvað í þér býr! Haustfundur Sambands garðyrkjubænda verður haldinn á Hótel Selfossi 7. nóvember næstkomandi. Dagskrá hans er sem hér segir: 13:00-14:00 Umhverfismál garðyrkjunnar, Stefán Gíslason, umhverfisverkfræðingur 14:00-15:25 Áhrif umróts í efnahagsmálum á rekstrarumhverfi, Daði Már Kristófersson, hagfræðingur 15:25-15:40 Kaffihlé 15:40-16:10 Ný rannsókn á lýsingu papriku, Christina Stadler, rannsóknarstjóri LbhÍ 16:10-16:40 Er hægt að búa til sitt eigið eldsneyti? Elfa Dögg Þórðardóttir, garðyrkjufræðingur og MSc. í umhverfis- og auðlindafræðum. 16:40-17:00 Staða garðyrkjunnar, Magnús Á. Ágústsson, ráðunautur Ungmennafélag Íslands í samvinnu við Bændasamtök Íslands og Kvenfélagasamband Íslands standa fyrir félagsmálafræðslu um land allt í vetur undir yfirskriftinni,,sýndu hvað í þér býr. Þessir aðilar skrifuðu undir samstarfssamning þar að lútandi í höfuðstöðvum UMFÍ á dögunum. Hlutverk námskeiðsins er sjá félagsmönnum fyrir fræðslu í fundarsköpum og ræðumennsku. Þátttakendur fá æfingu í framkomu, framsögn og þjálfun í fundarsköpum. Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ og Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, voru kampakát eftir undirritun samkomulags um félagsmálafræðsluna Sýndu hvað í þér býr. Tímasetningin er góð Helga Guðrún Guðjónsdóttir, formaður UMFÍ, sagði eftir undirskriftina vonast eftir því að námskeiðin yrðu þátttakendum skemmtileg og umfram allt gagnleg. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands, tók undir orð formanns UMFÍ og sagði tímasetningu námskeiðanna góða í þeim erfiðleikum sem samfélagið er að fara í gegn um einmitt um þessar mundir. Sigurlaug Viborg, forseti Kvenfélagasambands Íslands, lýsti ánægju sinni með samstarfið sem væri kvenfélagasambandinu ómetanlegt. Hún vonaðist eftir að konur yrðu duglegar að taka þátt í námskeiðunum. Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn til að stjórna félagsmálafræðslunni en hann er íþróttafræðingur að mennt en sem slíkur útskrifaðist hann frá Háskólanum í Reykjavík á sl. vori. Ákvarðanir um fundarstaði í vetur munu birtast í fjölmiðlum og á heimasíðum samstarfsaðila. Áhugasömum er einnig bent á að afla sér frekari upplýsinga um námskeiðið hjá Guðrúnu Snorradóttur landsfulltrúa UMFÍ í síma og á is og Sigurði Guðmundssyni í síma og á Eigenda og ræktendafélag landnámshænsna: Aðalfundur Bændahöllinni við Hagatorg, laugardag 8. nóvember kl. 14 Dagskrá fundarins: 1. Skýrsla stjórnar 2. Reikningar félagsins lagðir fram 3. Kosningar 4. Kaffiveitingar í boði stjórnar 5. Gestur fundarins er Þórunn Þórarinsdóttir, dýralæknir. Hún hefur fallist á að koma og ræða um þörf eigenda fyrir dýralækni sem tilbúinn sé að sinna hænsnum. 6. Önnur mál. Auk þessa verða frumsýndar myndirnar sem verða á plakatinu litir landnámshænunnar.að fundinum loknum verður spjallað og sagðar hænsnasögur eins og venjulega. Fjölmennum og höldum góðan fund! Stjórnin ÍSLENSKA SIA.IS MSA /08 Þökkum frábærar viðtökur Viðtökur við KEA skyrdrykknum fóru fram úr björtustu vonum. Við biðjumst velvirðingar á því að KEA skyrdrykkur hefur ekki verið fáanlegur í sumum verslunum undanfarið. Ástæðan er sú að sala á drykknum var svo gríðarlega mikil að við gátum ekki annað eftirspurn. Unnið er hörðum höndum að því að framleiða nægjanlegt magn og má búast við nýrri sendingu innan skamms. KEA skyrdrykkur fyrir heilbrigðan lífsstíl

6 6 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Sigurdór Sigurdórsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Þegar Bændasamtökin sömdu umsögn sína um matvælafrumvarpið var megináherslan lögð á að skoða ástæður þess að breyta þurfi lögum til að samræma regluverk landbúnaðarins því sem gildir í Evrópusambandinu. Því hefur verið haldið fram að um 80% af allri löggjöf sem Alþingi setur séu þýðingar á löggjöf sem kemur til vegna aðildar okkar að EES-samningnum. Þingmenn hafa oftar en ekki látið þessa löggjöf yfir sig ganga og talið að ekki sé unnt að breyta henni eða laga að íslenskum aðstæðum. Nú stöndum við í ískaldri sturtu fjármálakreppunnar. Án þess að reynt sé að gera einhvern ábyrgan fyrir henni er ljóst að hluti ástæðunnar er sá að menn hafa gengið fram af gáleysi í skjóli þess frjálsræðis sem leitt hefur af EES-samningnum. Erum við ekki að uppgötva þessar vikurnar að við hefðum getað reist okkur styrkari stoðir, hvað sem líður ákvæðum þeirra laga og reglugerða sem við höfum innleitt? Stoðir sem hefðu veitt meira aðhald og gætt betur að íslensku samfélagi? Slíkar stoðir hefðu getað haldið aftur af því gáleysislega framferði sem leitt hefur hörmungar yfir þjóðina. Umsögn Lagastonfunar Háskóla Íslands um matvælafrumvarpið er einmitt vísbending um slíkt. Þar er bent á að þrátt fyrir þá skyldu sem okkur er lögð á herðar að yfirtaka gjörninga ESB stendur EES-samningurinn með sínum ákvæðum styrkum fótum. Meðal þeirra eru ákvæði sem eru til þess fallin að vernda samfélag okkar. Þannig eru í 13. grein hans ákvæði til verndar heilsu manna og dýra, en til þess að þau virki þarf að standa rétt að verki. Með því að beita þeim leikreglum sem eru fyrir hendi er hægt að komast hjá því að þurfa að hleypa hverju sem er inn í landið. Á sama hátt eru þar örugglega ákvæði um rétt þjóðarinnar til að hafna þeirri skyldu að bera ótakmarkaða ábyrgð á áhættusömum rekstri fjármálalífsins. Ekki til þess að skerða athafnafrelsið heldur til að vernda almenning fyrir gjörðum sem ógnað geta sjálfstæði okkar. Það liggur í augum uppi að við höfum verið alltof ógagnrýnin gagnvart öllu sem kemur frá ESB. Landbúnaðurinn er einn af hornsteinum Hlúum að sérstöðunni samfélagsins. Hann hefur ekki farið varhluta af því að hér hafa verið innleiddar ýmsar tilskipanir og reglugerðir ESB. Sumar hafa verið til góðs en aðrar ekki. Oft hefur tilfinningin samt verið sú að verið sé að ganga lengra hér á landi en nauðsyn krefur og gert er annars staðar og að ekki sé gætt nógu vel að því hver sérstaða okkar er. Í ljósi þeirra örðugleika sem nú eru uppi í fjármálalífi landsins og bændur fara ekki varhluta af frekar en aðrir hafa Bændasamtök Íslands átt fundi með stjórnendum Nýja Landsbankans og Nýja Kaupþings banka. Þar hefur verið rætt um þá staðreynd að margir bændur eru verulega skuldsettir. Meginmarkmið BÍ er að tryggja búrekstur og framleiðslu til lengri og skemmri tíma, að búvöruframleiðsla verði ekki látin stöðvast meðan reynt er að greiða úr málum. Bent hefur verið á þá sérstöðu að flest almenn bú eru líka heimili fólks og að þar er búpeningur sem þarf sitt fóður og umhirðu. Matvælaöryggi allrar þjóðarinnar er í húfi. Mestu máli skiptir til skemmri tíma að bú hafi aðgang að rekstrarfjármagni svo þau geti leyst út aðföng og afstýrt því að velferð dýranna sé ógnað. Allar þær almennu aðgerðir sem fyrirhugaðar eru til þess að treysta fjárhagsstöðu heimila þurfa einnig að standa bændum og búum þeirra til boða. Í framhaldi af því þarf að tryggja bændum möguleika á skuldbreytingum og annarri fyrirgreiðslu. Viðbrögð bankanna hafa verið jákvæð. Stjórnendur þeirra hafa skilning á sérstöðu landbúnaðar. Landbúnaður sé traust atvinnugrein sem stendur vel undir langtímalánum. Matvælaframleiðsla er ekki tískubóla heldur lífsnauðsyn hverju samfélagi. Eins og staðan er í þjóðfélaginu í dag er öll framleiðsla mikilvæg. Til að tryggja enn betur þær undirstöður þarf fagleg vinnubrögð. Bændasamtökin leggja nú sérstaka áherslu á ráðgjöf í fjármálum og rekstri. Ennfremur bjóða ráðunautar búnaðarsambanda aðstoð og á milli þeirra og BÍ er reynt að samræma sem best alla ráðgjöf. Staðan er öllum afar óþægileg og óvissan fer illa með fólk. Vonandi styttist nú í að við sjáum til lands. HB LOKAORÐIN Lággróðurinn mun bjarga okkur Ég heyrði í útvarpinu vitnað í ræðu sem Stefán Ólafsson félagsfræðingur hélt þar sem hann greindi frá reynslu Finna af því að vinna sig út úr kreppunni sem þeir lentu í snemma á tíunda áratug síðustu aldar. Það sem þeir gerðu var að auka framboð á menntun og efla nýsköpun eins og hægt var, hlúa að lággróðrinum í finnsku atvinnulífi. Þetta bar þann árangur sem við þekkjum nú. Nokia eru ekki bara stígvél heldur gengur helmingur þjóðarinnar með framleiðslu fyrirtækisins í vasanum um þessar mundir og Finnar eru í fararbroddi á mörgum sviðum tækniframfara. Þetta er sú leið sem lengi hefur verið boðuð í þessu blaði. Landsbyggðin hefur lengi átt við ýmsan vanda að glíma og oft hefur verið talað fyrir því sjónarmiði að nú þurfi að efla frumkvæði fólksins til þess að leysa byggðavandann. Því miður hafa talsmenn hinna stóru pakkalausna verið háværari og lággróðurinn orðið útundan. Nú er kannski von til þess að þetta breytist. Þær raddir sem vildu bregðast við bankahruninu með því að reisa sem flest álver hafa orðið æ meira hjáróma. Hins vegar heyrist meira í þeim sem vilja styðja við nýsköpun frumkvöðla um allt land, hvort sem er í sveit eða borg. Það helst í hendur við þá staðreynd að þegar við búum við góðæri fer stærstur hluti orkunnar í að verja það sem við höfum. Þegar harðnar á dalnum neyðast menn til að leita uppi nýjungar, skapa sér störf í stað þeirra sem kreppan eyðir. Neyðin kennir Smátt er fagurt var eitt sinn vinsælt slagorð sem ýmsir aðhylltust. Nú er tími þess kominn aftur. ÞH Bændafundir haustið 2008 Treystum á landbúnaðinn! Bændasamtökin hefja bændafundaferð á næstu dögum undir yfirskriftinni Treystum á landbúnaðinn. Frummælendur á bændafundum verða formaður og framkvæmdastjóri BÍ ásamt stjórnarmönnum samtakanna. Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, segir að þjóðfélagsumræðan muni setja svip sinn á fundina en einnig sé markmiðið að ræða framtíðina og skiptast á skoðunum. Bændasamtökin þurfa að eiga góð skoðanaskipti við félagsmenn sína núna og því skiptir miklu máli að bændur taki þátt og leggi lið. Auðvitað er margt fleira en efnahagsástandið sem þarf að ræða en yfirskriftin Treystum á landbúnaðinn vísar til þess að mikilvægi starfa bænda hefur ekki í langan tíma verið jafn glöggt. Landsmenn treysta á sterkan landbúnað á erfiðum tímum, segir Haraldur og bendir á að síðasta fundarferð hafi verið haldin í skugga erfiðrar umræðu um matarverð og framtíð atvinnuvegarins. Nú séu breyttir tímar og margt sem brenni á bændum við þá sérstöku stöðu sem uppi er í þjóðfélaginu. Að þessu sinni verða fyrstu fundirnir haldnir 10. nóvember á Kirkjubæjarklaustri og á Hólmavík. Síðan halda þeir áfram eins og sést í meðfylgjandi yfirliti. Eftir áramót verður haldið áfram og fundað á Vesturog Suðurlandi. Boðið verður upp á hressingu á fundunum. 10. nóvember, mánudagur Hótel Klaustur, Kirkjubæjarklaustur, kl. 13:30 Sævangur Hólmavík,. kl. 20: nóvember, fimmtudagur Hótel Ísafjörður, Ísafjörður, kl. 13:00 Hótel Tangi Vopnafjörður, kl. 13:30 Gistihúsið Egilsstöðum Hérað, kl. 20: nóvember, miðvikudagur Birkimelur, Reykhólasveit kl.14: nóvember, þriðjudagur Matstofa Fjallalambs á Kópaskeri Norður-Þing. kl. 13:30 S-Þing., kl. 20:30 * Hótel KEA, Akureyri Eyjafjörður, kl. 20:30 Hótel Varmahlíð, Varmahlíð Skagafjörður, kl. 13: nóvember, fimmtudagur Sjálfstæðishúsið Blönduósi, A-Hún. kl. 13:30 Staðarflöt í Hrútafirði, V-Hún. kl desember, þriðjudagur Nýheimar, Höfn í Hornafirði, kl. 13:30 * staðsetning nánar auglýst síðar. Blessum guð og bændur! Markaðsnefnd kindakjöts efndi til kjötsúpudags í samvinnu við kaupmenn við Skólavörðustíg fyrsta vetrardag. Þetta er orðinn árlegur viðburður þar sem fólk getur yljað sér á kraftmikilli súpu meðan það gerir innkaupin. Kjötsúpustöðvarnar voru þrjár, auk þess sem einnig mátti fá súpu úti fyrir versluninni Yggdrasill en í þeirri súpu var víst ekkert kjöt. Á öllum stöðum mynduðust hins vegar langar biðraðir og þurfti ekki mikið hugmyndaflug til að ímynda sér að svona gæti þetta litið út ef verulega harðnaði á dalnum í íslensku efnahagslífi. Auk súpunnar var boðið upp á harmónikkuspil og þegar ljósmyndari Bændablaðsins var þar á ferð voru dansarar í skrautlegum búningum að búa sig undir að stíga nokkur spor úti á götunni á móts við Sigga Hall þar sem hann jós upp súpunni og spjallaði við fólkið. Það síðasta sem heyrðist í honum var að hann hvatti menn til að gera sér súpuna að góðu og blessa svo guð og bændur fyrir hana! ÞH

7 7 Í umræðunni Bændaforystan gengur á fund bankastjóra Margir bændur í erfiðleikum vegna verðlagsþróunarinnar Bankarnir hafa trú á íslenskum landbúnaði Ástand efnahagsmála hefur komið við bændur rétt eins og aðrar stéttir þjóðfélagsins. Vissulega kemur það misjafnlega niður á fólki, sumir verða ekki mikið varir við versnandi kjör en aðrir, ekki síst þeir sem skulda mikið, verða óþyrmilega fyrir barðinu á lækkun gengis íslensku krónunnar og verðbólgunni sem eykur greiðslubyrði lána. Bændasamtök Íslands hafa brugðist við þessari þróun á ýmsan hátt, ekki síst með því að auka ráðgjöf til bænda, bæði um rekstur og um viðbrögð við snöggversnandi skuldastöðu. Meðal þess sem samtökin hafa gert er að ganga á fund stjórnenda þeirra banka sem bændur skipta hvað mest við. Formaður og framkvæmdastjóri hafa hitt að máli bankastjóra Nýja Landsbankans og Nýja Kaupþings banka, en þessi tveir bankar hafa verið hvað umsvifamestir í þjónustu sinni við landbúnað á undanförnum árum. Auk þess er ætlunin að heimsækja fjármögnunarfyrirtæki sem lagt hafa bændum lið við fjármögnun vélakaupa. Bráðavandinn Að sögn Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtakanna lögðu samtökin upp með það meginmarkmið að tryggja rekstur búanna til skemmri og lengri tíma. Við vitum að vandinn er víða verulegur og teljum mikilvægt að þeir sem glíma við erfiðleika fái hið allra fyrsta aðstoð bankanna sem beini þeim í ákveðið skilgreint ferli. Við lýstum því yfir við bankastjórana að samtökin væru reiðubúin að veita faglega aðstoð við að skilgreina það sem gera þarf og bentum á búnaðarsamböndin um allt land sem eru í nánum tengslum við bændur. Það sem samtökin telja að þurfi að gera til skamms tíma er að tryggja bændum rekstrarfjármagn þannig að búreksturinn geti gengið eðlilega fyrir sig. Það þarf að gera með tvennum hætti, annars vegar að frysta erlend lán eða fresta afborgunum lána svo greiðslubyrðin sligi ekki reksturinn. Hins vegar þarf að tryggja búunum aðgang að skammtímafjármögnun í íslenskum krónum. Í þeim tilvikum þar sem reksturinn stefnir í þrot þarf að efla boðleiðir og lausnir sem koma í veg fyrir að velferð dýranna sé ógnað. Þetta eru undantekningar en þeim þarf að sinna hratt og vel. Lausnir til lengri tíma Til lengri tíma litið þarf að bjóða bændum sem eiga í erfiðum rekstri upp á skuldbreytingur þannig að rekstur sem getur staðið undir sér verði ekki keyrður í þrot vegna skammtíma greiðsluerfiðleika. Það er engum greiði gerður með því að knýja fram gjaldþrot þegar eignaverð er lágt og erfitt að selja eignir. Þar sem skuldsetning er óraunhæf, en rekstur að öðru leyti í lagi, þarf að skoða leiðir til að tryggja áframhaldandi búrekstur. Mjög mikilvægt er að tryggja að slíkar einingar hverfi ekki úr rekstri, enda ljóst að upplausnarvirði eignanna er aðeins brot af virði þeirra í rekstri eins og staðan er á markaði um þessar mundir. Markmiðið hlýtur að vera að viðhalda framleiðslu matvæla í góðum búrekstrareiningum þar sem mun erfiðara og dýrara er að byggja þær upp frá grunni. Samtökin benda á ýmsar fleiri leiðir til að bregðast við vandanum. Ein er sú að athuga hvort Íbúðalánasjóður getur ekki tekið þátt í Vignir Sigurðsson ráðunautur hjá Búgarði Ráðgjafaþjónustu á Norðausturlandi segir að niðurstöður úttektar sem gerð var á skuldastöðu kúabænda á starfssvæði Búgarðs hafi ekki komið sérstaklega á óvart. Könnuð voru 71 bú í Eyjafirði og S-Þingeyjarsýslu. Alls stunda nú 162 bú mjólkurframleiðslu á svæðinu og nær könnunin því til tæplega helmings þeirra. Heildaskuldir þeirra búa sem könnunin náði til voru um síðustu áramót um 3,7 milljarðar eða um 52 milljónir á hvert bú. Heildartekjur búanna árið 2007 námu 23,5 milljónum að meðaltali. Ríflega helmingur þeirra búa sem könnunin nær til, eða 40 talsins, skulda í erlendri mynt. Mjög misjafnt er hversu stórt hlutfall skulda er í slíkum lánum, en nokkur dæmi eru um að bú séu að stærstum hluta þannig fjármögnuð. Heildarupphæð erlendra skulda nam um síðustu áramót 1,4 milljörðum króna. Miðað við gengisvísitölu nú má ætla að erlendar skuldir þessara búa hafi hækkað um ríflega 900 milljónir króna frá áramótum eða sem nemur 23 milljónum á hvert bú sem skuldar í erlendri mynt. Vignir bendir á að ekki sé mjög langt síðan bændur á þessu svæði hafi hafið uppbyggingu búa sinna og endurnýjað fjós og búnað, líklega 3-4 ár og flestir sem hófust handa á þeim tíma hafi tekið lán í erlendri mynt. Það hafa býsna margir hér á svæðinu staðið í miklum framkvæmdum á liðnum misserum eftir langt hlé og standa að tryggja eignarhald bændafjölskyldna á íbúðarhúsum sínum. Jákvæðir bankastjórar Haraldur sagði að viðbrögð bankastjóra hefðu verið jákvæð. Þeir sögðu okkur að þeir hefðu trú á íslenskum landbúnaði. Viðskipti banka við hann hefðu alltaf verið traust og sjaldgæft að þeir hafi tapað á þeim. Eins og staðan væri nú væru þeir ekki að búa sig undir að ganga að bændum sem ættu í kröggum til að gera bú þeirra upp. Hann bætti því við að næsta verkefni væri að fara yfir það hvernig tryggja mætti rekstur bænda í erfiðleikum með því að lengja í lánum, fresta afborgunum eða frysta lánin um skeið. Til þess að efla ráðgjöf til bænda enn frekar hafa Bændasamtökin skipað starfshóp til þess að fara yfir Úttekt á skuldastöðu kúabænda á Norðausturlandi Heildarskuldir námu um 3,7 milljörðum eða um 52 milljónum á bú vissulega frekar illa. Það er ljóst að framundan er erfiður tími, en menn vona auðvitað það besta, sérstaklega að gengismálin lagist sem allra fyrst, segir Vignir. Þeir sem mest skulda á svæðinu er þeir sem hafa byggt upp bú sín af myndarskap og reka stór og öflug bú, en það er yfirleitt fólk í yngri kantinu og þeir sem Vignir segir að samfélagið megi síst af öllu nú missa úr búskap. Það er í rauninni ótrúlega gott hljóð í bændum miðað við þá stöðu sem þeir eru í, þeir hafa örugglega áhyggjur en eru ekki að bera þær mikið á borð, segir Vignir og telur að bændur ætli líkt og aðrir að bíða átekta og sjá hverju fram vindur. Flestir séu því í einskonar skammtímaaðgerðum, að bjarga málum fyrir horn núna, málin, fylgjast með því sem gerist og leita leiða til að sigla í gegnum kreppuna. Á þeim vettvangi hefur verið rætt um að auk fjármálaráðgjafar þyrfti ef til vill að auka framboð á annars konar þjónustu, svo sem lögfræðilegri og tæknilegri aðstoð við einstaka bændur vegna samningsgerðar við banka og birgja. Vandinn er ekki einungis sá að lánin hafi hækkað heldur hefur allur tilkostnaður við aðföng og rekstrarvörur rokið upp á síðustu misserum. Ýmislegt bendir þó til þess að heldur sé að slakna á þeirri þróun, olíuverð hefur farið lækkandi á síðustu dögum, kornverð einnig og teikn á lofti um að lækkun olíuverðs muni fyrr en varir hafa áhrif til lækkunar á áburðarverði. Það má því ætla að við enda þessara ganga sé ljóstýra. ÞH Hópur Íslendinga sótti Tórínó heim til að vera á ráðstefnunni Terra Madre og í tengslum við hana stóra matvælasýningu Salone del Gusto. Hér er hópurinn fyrir framan rútuna sem flutti mannskapinn frá hótelinu að ráðstefnusvæðinu. Tækifæri fyrir íslenskt dreifbýli Hópur Íslendinga sótti fyrir skömmu ráðstefnu sem kölluð er Terra Madre, Móðir Jörð, sem haldinn var í þriðja sinn í Tórínó á Ítalíu. Ráðstefnan er haldin á vegum Slow Food samtakana. Á Terra Madre er gífurlega margt að sjá, heyra og upplifa. Ráðstefnan sjálf er í raun verkefni sem styður við minni sjálfbær hagkerfi. Yfir sexþúsund þátttakendur voru fulltrúar frá matarsamfélögum, eitt þúsund matreiðslumenn og 400 fræðimenn frá 153 löndum tóku þátt. Segja má að Terra Madre sé atburður, heimsfundur matarsamfélaga/framleiðenda sem stuðlar að kynningu þjóða á meðal. Haldnir voru fjölmargir fróðlegir fyrirlestrar meðal annars um framleiðslu, markaðssetningu og sölu á matvælum, gæðastýringu, héraðsframleiðslu, ferðamennsku, hagleikssmiðjur, endurnýjanlega orku og margt fleira. Samhliða Terra Madre er haldin stór matarsýning, Salone del Gusto, en í fyrsta sinn í ár eru þessir viðburðir samtengdir til að leggja áherslu á það sem báðar þessar ráðstefnur standa fyrir eins og staðbundin vistkerfi. Á matvælasýninguna sjálfa komu yfir 180 þúsund gestir, flestir frá Ítalíu en um 45 þúsund frá öðrum löndum. Á slíkri ráðstefnu gefst því minni matarsamfélögum gríðarlega gott tækifæri til að auglýsa sig og kynna framleiðslu sína. Eins og áður segir eru um 1000 matreiðslumenn, matgæðingar, sem sækja Tórínó heim í tengslum við þessa atburði. Fæstir framleiðendanna eru stórir heldur gera út á sérkenni sín, hvar sem þau liggja. Nánar verður skýrt frá heimsókn Bændablaðisins til Tórínó í næstu blöðum. Bgk Vignir Sigurðsson ráðunautur. og svo vonum við að ráðamenn þjóðarinnar grípi til aðgerða og sýni þessari atvinnugrein skilning þannig að bændur komist yfir erfiðasta hjallann. Augu manna hafa opnast fyrir því á þessu síðustu tímum að matvælaöryggi þjóðarinnar getur verið í húfi, segir Vignir. MÞÞ MÆLT AF MUNNI FRAM Bjarni Jónsson, sem var úrsmiður á Akureyri, orti þessa vísu á krepputíma: Hugarvíl og harmur dvín er horfi ég á frúna. Hún er eina eignin mín sem ekki rýrnar núna. Heppni Einhvern tíma á dögum holóttu veganna lenti bíllinn hjá Bjarna svo harkalega ofan í holu að konan hentist upp í bílþakið og fékk gat á höfuðið. Þá orti Bjarni: Aftur í bílnum Ólöf sat, ólmur hossast jeppinn, á hana er komið annað gat, alltaf er Bjarni heppinn. Gleðinnar dyr Bjarni mun líka hafa ort þessa smellnu vísu: Gleðinnar ég geng um dyr, Guð veit hvar ég lendi. En ég hef verið fullur fyrr og farist það vel úr hendi. Ljótur poki Bjarni orti þessa líka: Lífið er eins og ljótur poki sem lafir á snúru í norðanroki. Svo fyllist pokinn og fýkur tuskan og fer einhvern andskotann út í buskann! Fífl og dóni Geir H. Haarde sagði við Urði Gunnarsdóttur upplýsingafulltrúa að Helgi Seljan fréttamaður væri algert fífl og dóni og heyrðist það vel í sjónvarpinu, þótt svo hafi eflaust ekki átt að vera. Þá orti Kristján Bersi: Í viðtölum elginn vaða kann, veldur samt engu tjóni. En jeg er alveg eins og hann, algert fífl og dóni. Ólafur á Hlíðarenda Þessi skemmtilega saga og vísa var birt á Leirnum en til eru fleiri útgáfur af vísunni eins og gengur: Ólafur nokkur keypti sér jörðina Tittling, innst í Kræklingahlíð og hóf þar búskap. Honum þótti nafnið niðrandi og ákvað að finna nýtt. Komst hann að þeirri niðurstöðu að innsta býli í Kræklingahlíð gæti sem best heitið Hlíðarendi. Hann vildi festa nýja nafnið í sessi og leitaði því til besta hagyrðings á Akureyri (og nágrenni), sem á þessum tíma mun hafa verið Jakob Ó. Pétursson, almennt kallaður Peli (af ástæðum sem ég þekki ekki) og bað hann að festa nýja bæjarnafnið í rím. Peli brást vel við og orti: Akureyrar vífum vænum verður margt að bitlingi, þegar ekur út úr bænum Ólafur á Hlíðarenda. Enginn grætur auðkýfing Jón Ingvar Jónsson orti þessa bráðsmellnu vísu sem þarfnast ekki skýringar: Meðan okkar þjóðar þing þarf að halda á lausnum engin grætur auðkýfing einan sér á hausnum. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

8 8 Góður árangur í minkaveiðum á Tjörnesi Að baki liggur mikil vinna og árvekni veiðimanna Bræðurnir Jón og Jóhann Gunnarssynir gerðu samning við Tjörneshrepp árið 2006 um veiðar á mink í hreppnum. Skemmst er frá því að segja að nú, haustið 2008, sést ekki minkur á Tjörnesi. Að baki þessum árangri liggur mikil vinna og árvekni veiðimanna okkar, segir í frétt á vef hreppsins og þess getið að komi ekkert dýr í gildrurnar í október megi sýnt þykja að hægt [sé] að halda útbreiðslu minks í skefjum. Þess er ennfremur getið að Tjörneshreppur sé utan þess svæðis sem ríkið hefur nýlega veitt 160 milljónum króna til, vegna sérstaks átaks í baráttu við minkinn. Jón Gunnarsson segir þá bræður skipta á milli sín svæði á norðaustanverðu landinu hvað vetrarveiðina varðar, en fari svo saman í vorveiðina. Jóhann býr á Hraunbrún í Kelduhverfi og sér um það svæði, Öxarfjörðinn og Núpasveitina, en Jón er með Tjörnes, Húsavík og hluta af Aðaldal. Upphafið má rekja ellefu ár aftur í tímann, en þá tóku þeir að sér veiði í Kelduhverfi og veiddu að sögn Jóns um 80 til 90 minka árlega. Við sáum að eitthvað yrði að breytast, hertum okkur við veiðarnar og það skilaði þeim árangri að við náðum að jafnaði um 130 til 140 dýrum árlega á svæðinu. Svo smám saman fór veiðin að detta niður og eitt árið var svo komið að við náðum þremur minkum, þrátt fyrir að vera töluvert að, segir Jón. Sem fyrr segir tóku þeir við Tjörneshreppi vorið 2006 og náðu þá 35 dýrum í grenjum, frá ágúst og fram til áramóta veiddust svo 20 dýr í gildrur. Í vorleit árið eftir, 2007, fannst ekkert greni en í október sama ár veiddist eitt dýr í gildru. Síðan hafa þeir ekki séð mink á Tjörnesi. Það virðist sem við höfum náð árangri, segir Jón og kveðst vissulega ánægður með það. Árangurinn þakkar hann m.a. því að þeir hafi gengið skipulega til verks og ásamt oddvita, Jóni Heiðari Steinþórssyni, en það er maður sem mér finnst að ætti að skipuleggja minkaveiðar á Íslandi, hann ætti að taka að sér allt landið og þá sæjum við árangur, segir Jón. Hefðir úr héraði Atvinnumál Vaxtarsamningur Suðurlands og Vestmannaeyja styrkir starf við að mynda matarklasa Suðurlands þar sem veitingamenn, bakarar og aðrir þeir sem starfa við fullframleiðslu á matvöru sameina krafta sína við að byggja upp og styrkja þess konar starfsemi á Suðurlandi. Haft hefur verið samband við alla þá sem starfa í þessum greinum vegna safnahelgarinnar Inga Þyrí Kjartansdóttir verkefnisstjóri Matarklasa Suðurlands nóvember nk. og samstarfs veitingahúsa og bakaría að þeirri stóru menningarhátíð, en eflaust hafa einhverjir orðið útundan og þessvegna væri vel þegið ef þið hvert á sínu svæði létuð vita af þeim. Nú erum við að hefja fundarröð þar sem haldnir verða fundir á sjö stöðum á Suðurlandi með aðilum í veitinga og ferðaþjónustu til að finna út hverjir vilja vera með í þessu starfi og til að safna saman hugmyndum að verkefnum og þá með það í huga að vera tilbúin í slaginn næsta vor. Nú sem aldrei fyrr er nauðsynlegt að styrkja undirstöður atvinnulífs Íslendinga, en ferðaþjónustan er vissulega ein af styrkustu stoðum okkur. Gengi íslensku krónunnar gerir Ísland gjaldgengara en áður sem valkost fyrir erlenda ferðamenn og nú þurfum við að vekja athygli á matarmenningu okkar, einstöku hráefni og frábærum matreiðslumönnum sem hafa verið að koma heim með hver verðlaunin á fætur öðrum. Fundirnir verða sem hér segir: Selfoss 10. nóvember kl. 16 Hótel Selfossi Uppsveitir 13. nóvember kl. 16 Hótel Geysi Klaustur 17. nóvember kl. 16 Hótel Klaustri Skógar 18. nóvember kl. 16 Hótel Skógum Rangárþing 24. nóvember kl. 16 Hótel Rangá Vestmannaeyjar 25. nóvember kl. 16 Conero Sameiginlegur fundur 1. desember kl. 16 Hótel Hvolsvelli Væntum við þess að fulltrúar frá atvinnu- og menningarmálanefndum og aðrir þeir sem tengjast matartengdri ferðaþjónustu sjái sér fært að sækja þessa fundi. Við höfum heyrt frá fólki á Suðurlandi sem hefur áhuga á verkefninu Beint frá býli sem vill tengjast þessum hópi en þeirra starfsemi á þarna ágætlega heima. Vitað er að margir aðilar eru að vinna beint og óbeint að því að efla matartengda ferðaþjónustu á Suðurlandi, það þarf bara að sameina krafta þessa fólks til að ná meiri árangri. Hér á Suðurlandi eru ótalmörg tækifæri, þar sem við búum í nálægð við höfuðborgarsvæðið og eigum stærsta matvælaframleiðslusvæði landsins. En ekki síst mikinn mannauð þar sem saman fara afar færir matreiðslumenn, glæsileg hótel og margskonar aðrir gistimöguleikar. Við þurfum að koma saman og mynda aflmikinn hóp fólks sem kemur hugmyndum sínum í framkvæmd með sameinuðum kröftum sínum. Nú sem aldrei fyrr þarf sameinað átak til að lyfta íslendingum upp úr þeim efnahagslega öldudal sem við höfum lent í og erlendir sem íslenskir ferðamenn þurfa að fá skýr skilaboð um að þeir eru velkomnir á Suðurland, þar er margt að skoða, góður og fjölbreyttur matur og viðbrugðið er gestrisni Sunnlendinga. Jón Gunnarsson minkabani með hundana og byssuna. Á minni myndinni er dóttursonur hans, Zakaría, með tvo minka sem Jón felldi á Tjörnesi. Þess duglegri sem veiðimenn eru, því minna fá þeir í kaup! Vitanlega ríkir ánægja með árangurinn, að ekki skuli sjást minkur á svæðinu, en Jón bendir á einn galla og hann vegur þungt fyrir veiðimennina. Sem sé, eftir því sem þeir eru duglegri og framganga þeirra í baráttu við meindýrið kröftugri, þá lækkar bara kaupið okkar, segir Jón. Hann segir að við vorveiði hafi þeir bræður fengið greitt tímakaup og þá fá þeir einnig greitt gjald fyrir bifreið sem þeir nota við veiðina. En svo erum við svo gott sem kauplausir eftir vorveiðina; ef við fáum engan mink fáum við heldur engin laun, þar sem greitt er fyrir hvert veitt dýr, segir hann og bætir við að vinnan sé sú sama og kostnaður við eftirlitið. Fara þurfi á staðina og leita uppi greni og þar fram eftir götunum. Þá nefnir Jón einnig að veiðimenn eigi sjálfir allan útbúnað, gildrur og annað, sem og líka hundana og beri kostnað af þjálfun þeirra og uppihaldi, en að sögn Jóns eru þeir ómissandi við veiðarnar. Þetta kostar allt peninga, ég er sjálfur með þrjá hunda sem ég á sjálfur og sé um, segir hann. Þarf unga menn í þetta Þetta er geysilega mikil vinna og fyrirhöfn og auðvitað stór spurning hvort þetta borgi sig, segir Jón. Hann segir veiðina nú mikið byggjast upp á gömlum köllum, en bráðnauðsynlegt sé að yngja upp, fá unga spræka og áhugasama menn til liðs, en ólíklegt sé að með núverandi launakerfi fáist þeir til starfans. Menn þurfa nánast að borga með sér á þeim svæðum þar sem vel hefur tekist til í baráttunni við minkinn, segir hann. Ungir menn hafa hreinlega ekki efni á því að taka þetta starf að sér. Jón er fæddur og uppalinn í Kelduhverfi og segir að á sínum yngri árum hafi allar ár verið fullar af hornsílum. Þau séu nú svo gott sem horfin. Minkurinn hefur étið þetta allt upp, hann er mikil skaðræðisskepna og drepur ef því er að skipta sér til gamans. Við verðum að gera eitthvað róttækt og árangurinn sem við höfum náð sýnir, að það er hægt með mikilli vinnu og fyrirhöfn að halda stofninum í skefjum. Ef við ætlum að halda laxveiðiám okkar í svipuðu horfi og verið hefur, þá er bráðnauðsynlegt að grípa strax til aðgerða, segir Jón. MÞÞ

9 9 Ekkert krepputal í Rangárvallasýslu og Vestur-Skaftafellssýslu Fimmtudagskvöldið 29. október var haldið málþing um átaksverkefni í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu í gamla Héraðsskólanum í Skógum undir Eyjafjöllum. Um eitthundrað manns mættu á þingið, sem tókst í alla staði mjög vel. Hugmyndin með því var að skerpa línur í atvinnumöguleikum þessara tveggja sýslna, efla og styrkja innlenda sýn og framleiðslu, margháttaða uppbyggingu, þróun, fullvinnslu, nýjungar og bregðast við þeim vanda sem nú blasir um stund við Íslendingum með því að skera upp herör til árangurs og bjartsýni. Það er ekkert krepputal í þessum tveimur sýslum, við viljum líta bjartsýn fram á veginn enda eru gríðarleg tækifæri t.d. í landbúnaðinum á þessum svæðum, ég nefni t.d. kornræktina og hveitiræktina, þar getum við eflt okkur mikið, t.d. með aukinni ræktun á Skógarsandi, sagði Ólafur Eggertsson á Þorvaldseyri, sem fór fyrir málþinginu ásamt Árna Johnsen, alþingismanni, sem var fundarstjóri. Frummælendur voru Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri, Ólafur Eggertsson, Áslaug Helgadóttir prófessor hjá Landbúnaðarháskól anum og Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri. MHH Málþingið hófst á Þorvaldseyri þar sem Ólafur Eggertsson og fjölskylda tóku á móti gestum og buðu upp á brauð og fleira góðgæti bakað úr íslensku hveiti, sem ræktað er á bænum. Ólafur ávarpaði gesti og sagði frá hugmyndinni að málþinginu og frá hveitiræktunnin, sem hefur heldur betur slegið í gegn hjá honum. Ágúst Sigurðsson, rektor Landbúnaðarháskólans kom víða við í erindi sínu og sagði m.a. að skólinn væri tilbúin að leggja fram alla sína aðstoð við átaksverkefni í sýslunum tveimur með það að markmiði að efla búsetu og fjölga störfum. Hann sagði að við ættum að nýta allar þær auðlindir, sem landið gefur. Fjölmenni var á málþinginu, m.a. sveitarstjórnarmenn, alþingismenn og íbúar í Rangárvallasýslu og Vestur Skaftafellssýslu. Árni Johnsen var léttur á málþinginu og stjórnaði því af röggsemi. Eftir heimsóknina á Þorvaldseyri fór hópurinn að Drangshlíð og skoðaði þar nýja og glæsilega kornþurrkstöð. Hér eru feðgarnir í Drangshlíð, Ólafur S. Gunnarsson og Þórarinn Ólafsson, stoltir og ánægðir með nýju stöðina. Þeir rækta korn á 143 ha. Þessi mynd af kornþurrkun feðganna í Drangshlíð var tekin meðan húsið var enn í byggingu á nýliðnu sumri. Ljósm. -smh N1 Akranesi KM. Þjónustan Búardal Dekk og smur Stykkishólmi Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarn Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Kjalfell Blönduósi Bifreiðav. Gunnars Klaustri Bílaverkstæði Óla Blönduósi Framrás Vík Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Gunnar Vilmundar Laugarvatni Pardus Hofsósi Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Hellu Bílaþjónustan Húsavík Hvolsdekk Hvolsvelli N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu

10 10 Við vatnið Loch Lomond er mikil náttúrufegurð en það er stærsta vatn Bretlandseyja. Leiðbeina íslenskum göngugörpum um skosku hálöndin Hjónin Inga Geirsdóttir og Snorri Guðmundsson hafa skipulagt ferðir fyrir Íslendinga um skosku hálöndin um nokkurt skeið við góðan orðstír. Segja má að líf þeirra Snorra Guðmundssonar tölvunarfræðings og Ingu Geirsdóttur dagmóður hafi tekið stakkaskiptum fyrir fimm árum þegar þau ákváðu að flytjast búferlum til Skotlands vegna atvinnu Snorra. Ekki leið á löngu þar til þau fóru að leiðsinna Íslendingum á ferðalögum um Skotland og upp frá því stofnuðu þau eigið fyrirtæki, Skotgöngu, þar sem þau sérhæfa sig í gönguferðum um skosku hálöndin. Í sumar gengu hvorki meira né minna en 200 Íslendingar með þeim Snorra og Ingu sem hafa snúið sér alfarið að fyrirtæki sínu. Hvernig kom það til að þið fluttuð upphaflega til Skotlands? Ég er menntaður tölvunarfræðingur og starfaði í 18 ár hjá tölvufyrirtækinu EJS á Íslandi. Árið 2002 bauðst mér starf hjá dótturfyrirtæki EJS í Skotlandi og við ákváðum að slá til, segir Snorri og Inga bætir við: Rosemarie Þorleifsdóttir, formaður SSK og Halla Aðalsteinsdóttur, sem gerð var að heiðursfélaga á afmælissamkomunni. Samband sunnlenskra kvenna 80 ára Samband sunnlenskra kvenna (SSK) fagnaði 80 ára afmæli sínu með hátíðarkvöldverði á Hótel Selfossi nýlega.yfir 200 gestir komu þar saman og skemmtu sér vel. Sambandið gerði Höllu Aðalsteinsdóttur, Kolsholti, að heiðursfélaga en hún hefur um áratugaskeið verið virk í starfi sambandsins, var formaður í sex ár og hefur setið í ýmsum nefndum fyrir sambandið. Auk þess sat Halla í stjórn Kvenfélagasambands Íslands um tíma. Skessurnar Hrefna og Gilitrutt, sín úr hvorri sýslu, heimsóttu samkomuna að undirlagi kvenfélags Selfoss, Bjarni Harðarson mælti fyrir minni kvenna, eða kellinga eins og hann orðaði það, Henrietta Ósk Gunnarsdóttir söng við undirleik Hilmars Arnar Agnarssonar og félagar úr kvenfélagi Hrunamanna og makar þeirra sýndu Vefaradans, svo eitthvað sé nefnt af hátíðardagskránni. MHH Úr varð að við fluttum til Skotlands í ársbyrjun 2003 með yngsta son okkar, Bjarka, en þau eldri, Daði og Margrét, voru eftir heima á Íslandi þar sem þau voru í námi. Hvenær byrjuðuð þið með ferðir um skosku hálöndin? Fljótlega eftir að við komum út fórum við að fá vini og ættingja í heimsókn sem uppgötvuðu hvað það er þægilegt og fljótlegt að ferðast til Skotlands. Í framhaldinu fórum við að skipuleggja fyrir þau ýmsar ferðir um stórkostlega náttúru Skotlands. Fyrsta gönguferðin um hálöndin var farin árið 2004 og ár frá ári jókst fjöldinn sem vildi koma með í ferðirnar en þetta var okkar áhugamál á þessum tíma, útskýrir Inga brosandi. Árið 2007 var svo komið að við þurftum að taka ákvörðun um það hvort við færum að auglýsa okkur og hella okkur út í þetta af fullum krafti. Við ákváðum að gera það og á þessu ári stofnuðum við fyrirtækið Scot Walks Ltd, (Skotganga), utan um rekstur þessara gönguferða. Ferðirnar eru eingöngu auglýstar á Íslandi og því fyrst og fremst stílað inn á íslenska markaðinn að svo stöddu, segir Snorri. Hvað er í boði hjá ykkur fyrir gönguglaða Íslendinga? Stór hluti fólks sem við fáum til okkar er úr sveitum og af landsbyggðinni á Íslandi og virðist Skotland vera í miklu uppáhaldi hjá þeim, enda Skotar góðir heim að sækja með sitt undurfagra land sem er ekki ólíkt Íslandi með háum fjöllum, djúpum dölum og vötnum. Ferðirnar hjá okkur eru 7-9 daga langar þar sem gengið er í 4-7 daga. Að meðaltali eru gengnir 20 kílómetrar á dag. Gist er á nýjum gististað á hverjum degi og farangur er ferjaður á milli gististaða og því þarf aðeins að ganga með léttan bakpoka með því sem nota þarf yfir daginn, útskýrir Snorri og Inga segir jafnframt: Vinsælasta gönguleið okkar er West Highland Way sem er 153 kílómetra gönguleið frá Glasgow til Fort William. Hægt er að velja um að ganga fyrri hlutann (83 kílómetra) á fjórum dögum, seinni hlutann (70 kílómetra) á fjórum dögum einnig og loks að ganga alla leiðina í einni ferð, en þá er leiðin gengin á sjö dögum. Á þessu ári voru tíu gönguferðir um skosku hálöndin í boði á okkar vegum og tæplega 200 Íslendingar gengu með okkur í sumar. Þannig að óhætt er að segja að vel hafi gengið hjá Skotgöngu þetta árið. Íslenskir göngugarpar í námunda við sæluhús við Loch Lomond. Hvernig er upplifun fólks á ferðunum? Hún er ýmiss konar og má þar helst nefna stórkostlega náttúrufegurð skosku hálandanna og gestrisni og húmor Skotanna sem fellur vel í kramið hjá Íslendingum. Það er jafnan skemmtileg stemning sem myndast í þessum ferðum, enda yfirleitt manns í hverjum hópi. Oft þekkist fólk ekkert við upphaf ferðar en eru orðnir góðir vinir að henni lokinni. Við höfum séð það að í mörgum tilvikum er svona gönguferð upphaf að nýjum lífsstíl hjá fólki sem hreyfir sig reglulega mánuðina fyrir gönguferðina til að vera sem best undirbúið og heldur áfram góðu verki þegar heim er komið, segir Inga. Einnig má nefna það að þar sem frídagar eru í ferðinni á undan og eftir göngunni, þá notar fólk tækifæri til að versla í Glasgow eða að skoða sig um til dæmis með því að skella sér yfir til Edinborgar. Ferðirnar eru fyrst og fremst auglýstar á vefsíðu okkar en auk þess höfum við auglýst eitthvað í blöðum og tímaritum. Afspurnin er þó besta auglýsingin og fólk hefur nær undantekningarlaust verið afskaplega ánægt með gönguferðirnar og gestir okkar hafa verið duglegir við að breiða út fagnaðarerindið, segir Snorri og hlær. En er eitthvað nýtt á döfinni hjá ykkur í sambandi við gönguferðirnar? Á þessu ári fórum við í samstarf við Úrval Útsýn og bjóðum nú upp á vikuferðir í rútu um skosku hálöndin. Framhald verður á því á næsta ári og verða þrjár ferðir í boði. Þá höfum við á vegum fyrirtækisins nýlega boðið upp á skipulagðar golfferðir í Skotlandi. Einnig hefur verið boðið upp á styttri skoðunarferðir í nágrenni Glasgow og Edinborgar og um sveitir landsins fyrir íslenska hópa. Þá hefur færst í aukana ýmiss konar sérhæfð aðstoð við hópa, til dæmis kennarahópa í náms- og kynnisferðum, og hópa í árshátíðar- og skemmtiferðum, útskýrir Snorri. Á næsta ári verður boðið upp á meiri fjölbreytni í gönguferðum með nýjum gönguleiðum um til dæmis Great Glen Way og Hadrian s Wall. Great Glen Way er 123 kílómetra löng gönguleið frá Fort William til Inverness. Gengið er fram hjá hæsta fjalli Bretlandseyja (Ben Nevis), fylgt stærsta jarðfræðilega misgengi Bretlands og meðfram frægasta vatni Bretlands (Loch Ness). Gangan endar í Inverness sem er nyrsta borg Skotlands og höfuðborg Hálandanna. Mikið af göngunni er meðfram siglingaleiðinni Caledonian Canal en smíði hennar þykir eitt mesta verkfræðilega afrek Viktoríutímans í Skotlandi. Leiðin Hadrian s Wall er 95 kílómetra gönguleið skammt sunnan landamæra Skotlands og Englands frá Carlisle til Newcastle meðfram veggnum sem rómverski keisarinn Hadrian lét reisa árið 122. Þarna eru fallegar sveitir og það er kjörið að kynna sér merkilega sögu Rómverja á svæðinu, segir Inga sem ásamt manni sínum hafa byggt upp farsæla og vinsæla ferðaþjónustu í Skotlandi. ehg 300 tré fellu í Ásbyrgi Búið er að hreinsa skóginn í Ásbyrgi eftir mikið stormfall sem varð í september síðastliðnum þegar leyfar af fellibylnum Ike gengu yfir landið. Í Ásbyrgi er lítill lerkireitur sem gróðursettur var á árunum 1951 til 1959 og er hann tæpur einn hektari að flatarmáli. Reiturinn varð fyrir miklum skemmdum þegar um það bil 50 metra breið geil myndaðist í gegnum reitinn í storminum og flest trén rifnuðu upp með rótum. Starfsfólk Skógræktar ríkisins á Norðurlandi hefur á undanförnum vikum unnið að hreinsun í lerkireitnum og er henni nú lokið. Viðurinn hefur verið keyrður út úr reitnum og talið er að alls hafi fallið um 300 tré í hvassviðrinu, eða um það bil 70 m 3. Viðurinn sem til fellur verður nýttur í borðvið, eldivið, staura og trjákurl.

11 11 Bergur Þór Stefánsson Ytri Bægisá, Karen Rut Brynjarsdóttir Birkihlíð, Sindri Snær Jóhannesson Þríhyrningi, kennaraneminn frá HA Sædís Eva Gunnarsdóttir og aðeins grillir í Elínu Maríu Gunnarsdóttur Bitru. Nemendur Þelamerkurskóla í Hörgárbyggð tóku slátur Samvinna af þessu tagi er alltaf skemmtileg Hugmyndin að þessu kviknaði Slátrið var svo haft í matinn í í fyrrahaust eftir að yngstu nemendurnir, í 1. og 2. bekk, bjuggu og borðuðu nemendur með bestu hádeginu daginn eftir sláturgerðina til slátur í heimilisfræði, segir lyst; margir fóru oftar en einu sinni Ingileif Ástvaldsdóttir skólastjóri í Þelamerkurskóla í Hörginn sinn. Síðan var boðið upp á til að fá sér nýjan skammt á diskárbyggð, en þar tóku allir nemendur skólans sig til, brettu upp mjólkurgraut og slátur daginn þar á ermar og tóku slátur. Það var líf og fjör í matsal skólans þegar Bændablaðið bar að garði en þá stóð sláturgerðin sem hæst. Ingileif segir að í fyrrahaust hafi slátrið sem yngstu nemendurnir bjuggu til verið á boðstólum í mötuneyti skólans, og það þótti bragðast svo vel og rann ljúflega niður hjá nemendum, þannig að okkur datt í hug að fá fleiri til verksins og búa til meira slátur, segir hún. Þá nefnir hún að kennarar skólans hafi það að markmiði að fjölga tilefnum í skólastarfinu þar sem nemendur fá tækifæri til að vinna í saman í aldursblönduðum hópum, allt frá 1. og upp í 10. bekk. Svo þegar kennarar fóru að velta sláturgerðinni fyrir sér fannst þeim tilvalið að allur skólinn tæki þátt og að unnið yrði í aldursblönduðum hópum og þetta tókst afar vel. Alls eru 94 nemendur í Þelamerkurskóla og tóku allir þátt í sláturgerðinni. Hóparnir skiptust á að gera slátur, spila saman og að útbúa myndverk þar sem þemað var fæðuöflun. Nú hangir uppi sýning á verkum þeirra í skólanum, afrakstur frá sláturdeginum. Alls voru tekin 25 slátur í skólanum að þessu sinni og segir Ingileif að eftir á að hyggja þykir okkur að við hefðum getað tekið miklu fleiri og sennilega verður það gert á næsta ári. Borðuðu af hjartans lyst Flestum þótti mjög spennandi að taka slátur og fannst dagurinn skemmtilegur, samvinna af þessu tagi og þegar skólastarf er brotið upp þykir oftast skemmtilegast, segir Ingileif og bætir við að sumir krakkana séu vanir sláturgerð að heiman, aðrir höfðu fylgst með slíkri vinnu heima en ekki tekið þátt og svo voru nokkrir sem aldrei höfðu komið nálægt sláturgerð. Þannig að það var svolítið misjafnt hvaða reynslu starfsfólk og nemendur höfðu í farteskinu áður en að sláturgerðinni hjá okkur kom, segir hún. Máni Freyr Helgason Stóra Dunhaga 1 hafði það hlutverk með höndum að brytja mör. eftir og aftur tóku nemendur vel til matar síns. Og við eigun enn eftir slátur í frystinum sem dugar okkur í einhverjar máltíðir í vetur, segir Ingileif hæst ánægð með afrakstur þessa skemmtilega dags. MÞÞ Það var líf og fjör í Þelamerkurskóla í sláturgerðinni. Á myndinni eru Diðrik Kristjánsson, Tréstöðum, Smári Ingvarsson Auðbrekku 2, Benedikt Stefánsson Ytri Bægisá 2, Jósavin Heiðmann Arason Skógarhlíð, Guðrún Erla Bragadóttir Lönguhlíð, Matthías Jensen Syðra-Brekkukoti, Gunnar Andri Gunnarsson Búðarnesi, Róbert Nökkvi Egilsson Fornhaga, Gunnþórunn Elísabet Helgadóttir Syðri Bægisá 1 og Daníel Freyr Sigmarsson Björgum 2. Eva Irena Ingvarsdóttir Bakka og Sólrún Friðlaugsdóttir Akureyri báru sig fagmannlega að við sláturgerðina. Opinberar byggingar á Suðurlandi verðlaunaðar fyrir snyrtilega umgengni Garðyrkjunefnd Sambands sunnlenskra kvenna afhenti garðyrkjuverðlaun sín nýlega fyrir árið 2008 en í ár voru opinberar byggingar á sambandssvæðinu verðlaunaðar. Garðyrkjunefndin, sem er skipuð vöskum konum úr Árnes- og Rangárvallasýslu, notaði tvo daga í sumar til að ferðast um svæðið og skoða byggingar og umhverfi þeirra. Niðurstaða nefndarinnar var að veita fimm stöðum verðlaun úr minningarsjóði Rögnu Sigurðardóttur frá Kjarri Námskeið fyrir þig! Rúningur I Kennari: Guðmundur Hallgrímsson verkefnastjóri á Hvanneyri Tími: 8. nóvember kl. 10:00-18:00 og 9. nóvember kl. 9:00-18:00 Ytri-Sólheimum, V-Skaftafellssýslu. Verð: kr fyrir hvern þátttakanda. Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Boðið verður upp á fjögur námskeið í samstarfi við Bændasamtök Íslands og búnaðarsamböndin Kennarar: Jón Baldur Lorange Bændasamtökum Íslands, Kristján Óttar Eymundsson ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Húnaþings og Stranda, Steinunn Anna Halldórsdóttir ráðunautur hjá Leiðbeiningamiðstöðinni á Sauðárkróki, Elsa Særún Helgadóttir þróunarstjóri FJARVIS.IS, Guðfinna Harpa Árnadóttir ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Austurlands og Þórey Bjarnadóttir ráðunautur hjá Búnaðarsambandi Suðurlands Tími: I: 5. nóvember kl. 10:00-16:30 í Húnavatnssýslu II: 12. nóvember kl. 10:00-16:30 í Skagafirði III: 21. nóvember kl. 10:00-16:30 á Egilsstöðum IV: 28. nóvember kl. 13:00-20:00 á Hellu Verð: kr Notkun varnarefna við eyðingu meindýra Í samstarfi við Umhverfisstofnun Kennarar: Ýmsir sérfræðingar Tími: nóvember í Reykjavík Verð: kr Undirbúningur vetrarþjálfunar Kennari: Reynir Aðalsteinsson tamningameistari Tími: 14. nóvember kl. 15:00-19:00, 15. nóvember kl. 9:00-17:00 og 16. nóvember kl. 9:00-16:00 á Mið-Fossum í Borgarfirði Verð: kr Fóðrun og uppeldi kvígna Kennarar: Grétar Hrafn Harðarson lektor við LbhÍ og Jóhannes Sveinbjörnsson dósent við LbhÍ Tími: 20. nóvember kl. 10:00-16:00 að Reykjum í Ölfusi Verð: kr Aðventuskreytingar Í samstarfi við Skógræktarfélag Reykjavíkur og Endurmenntunarskólann Kennari: Hjördís Reykdal Jónsdóttir stundakennari við blómaskreytingarbraut LbhÍ Tími: 22. nóvember kl. 9:00-16:00 í Reykjavík Verð: kr (efni innifalið) í Ölfusi. Verðlaunin fóru til Byggðasafnsins í Skógum, Kirkjuhvols, dvalarheimilis aldraðra á Hvolsvelli, Landgræðslu ríkisins í Gunnarsholti, Héraðsskólans á Laugarvatni og nýju íþróttamiðstöðvarinnar í Þorlákshöfn. Garðyrkjunefndin hefur ákveðið að verðlauna garða í þéttbýli í Rangárvallasýslu árið 2009, garða í þéttbýli í Árnessýslu árið 2010, snyrtilegustu sveitina árið 2011 og garðyrkjustöðvar á sambandssvæðinu árið MHH Járninganámskeið II Kennari: Sigurður Torfi Sigurðsson járningameistari Tími: 22. nóvember kl. 10:00-18:00 á Mið-Fossum í Borgarfirði Verð: kr (sýnikennsla og fræðsla) Hverju á að sá - Hvað á að bera á? Kennari: Ríkharð Brynjólfsson prófessor við LbhÍ Tími: 26. nóvember kl 13:00-17:00 í félagsheimilinu Ásbyrgi á Laugarbakka Verð: kr Málstofa um kálfadauða Kennarar: Ýmsir sérfræðingar Tími. 28. nóvember kl. 10:00-16:00 á Hótel Sögu, Reykjavík Verð: kr Hagnýt tölfræði Kennari: Dr. Arnar Pálsson erfðafræðingur og lektor við Háskóla Íslands Tími: des., kl. 9:30-16:00 á Hvanneyri Verð: kr Allar nánari upplýsingar má finna á Skráning fer fram á endurmenntun@lbhi.is eða í síma

12 12 Samgönguráðherra segir formlega ákvörðun um frestun Vaðlaheiðaganga ekki liggja fyrir en tafir verði á verkinu Tækifæri fyrir lífeyrissjóði að fjármagna framkvæmdina Kristján Möller samgönguráðherra segir að engar formlegar ákvarðanir hafi verið teknar um frestun framkvæmda við Vaðlaheiðargöng. Staða efnahagsmála sé hins vegar afar viðkvæm um þessar mundir og tími fyrir einkaframkvæmdir óheppilegur, lánsfjármagn af skornum skammti og það sé afar dýrt. Það er ekki verið að hætta við þessa framkvæmd, en ljóst að einhver frestun verður á að verkefnið hefjist. Það var kannski fullmikil bjartsýni að ætla að útboð gæti hafist um mánaðamótin nóvember/desember. Fyrst þarf að fara í forval og dæmin sanna að það getur tekið nokkra mánuði að vinna í slíku, segir Kristján. Hann segir að þó svo að ástandið sér afar ótryggt um þessar mundir, gætu líka legið í því tækifæri með framkvæmdir á borð við Vaðlaheiðargöng sem vinna á í einkaframkvæmd. Hann nefnir í því sambandi lífeyrissjóði landsins, sem eigi mikið fé og þurfi að ávaxta sínar krónur. Ég sé fyrir mér að þetta verkefni gæti verið kjörið fyrir lífeyrissjóði, þeir myndu fá af því pottþétta ávöxtun og góðan skuldara þannig að ég vona að menn þar á bæjum skoði verkefni af þessu tagi og sjái tækifærin sem í þeim felast, segir samgönguráðherra. Kristján segir það hafa verið fullmikla bjartsýni að nefna að útboð færi fram um næstu mánaðamót og ljóst hafi verið áður en áföll dundu yfir þjóðina á liðnum vikum að tafir hefðu orðið á því. Nefndi hann að tafir hefðu orðið á afhendingu gagna frá Greiðri leið til Vegagerðar vegna ágreinings um kaupverð þeirra og þegar í sumar hefði verið ljóst að lánsfjármagn var orðið afar dýrt. Samgönguráðherra segir að mál séu í biðstöðu um þessar mundir og ítrekar að ekki hafi verið hætt við framkvæmdir við Vaðlaheiðagöng, Ég var búin að hafa umsjón með Laufásbænum í 17 ár og það var komið nóg. Ég þekki Hólmfríði sem tók við af mér vel því hún er búin að vinna hérna í nokkur sumur og bærinn er í góðum höndum þar sem hún er, sagði Ingibjörg Svafa Siglaugsdóttir í Laufási þegar tíðindamaður blaðsins hafði samband við hana á dögunum. Ingibjörg hætti sem umsjónarmaður þann 1. október sl. og Hólmfríður Erlingsdóttir á Akureyri tók við. Inga í Laufási, eins og hún er ávallt kölluð, segir að umfangið varðandi Laufásbæinn hafi margfaldast á þessum árum. Fyrsta sumarið voru gestir um tvö þúsund. Þá var hún eini starfsmaðurinn og átti raunar að hafa frí á mánudögum, þá átti einfaldlega að vera lokað. Það gekk raunar þetta verkefni fer örugglega af stað af fullum krafti um leið og sést til sólar á ný, segir Kristján. Sigrún Björk Jakobsdóttir bæjarstjóri á Akureyri segir það vissulega vonbrigði að framkvæmdum við Vaðlaheiðagöng hefur verið frestað. Hún hafi bundið miklar vonir við að verkið yrði boðið út núna í nóvember. Greið leið ehf., sem er sameiginlegt félag allra sveitarfélaga í Eyþing, auk 10 fyrirtækja hafi undirbúið verkefnið eftir bestu getu og Vegagerðin síðan byggt sína vinnu á þeim gögnum og haldið vel áfram. Í ljósi efnahagsaðstæðna er þetta þó skiljanlegt forsendur fyrir einkaframkvæmdinni eru brostnar en ég vonast til að þetta verkefni tefjist ekki lengi og að hægt verði að hefjast handa strax og betur árar, segir Sigrún Björk. Hún segir að hugmyndin hafi verið að fjármagna framkvæmdina að hálfu með veggjöldum þannig að hún væri eins hagkvæm og kostur er. Það er ljóst að það er mikilvægt að göngin komi í tengslum við fyrirhugað álver á Bakka sem myndi efla þetta svæði sem eitt atvinnusvæði. Og ég tel að allar samgöngubætur og stytting vegalengda á milli staða séu mjög mikilvægar fyrir þjóðina í bráð og lengd og verkefni sem við eigum að vera áfram um að ná fram, segir bæjarstjóri. Pétur Þór Jónasson, framkvæmdastjóri Eyþings, samtaka sveitarfélaga í Eyjafirði og Þingeyjarsýslum, segir að til hafi staðið að bjóða hluta verksins út um mánaðamótin nóvember/desember í einkaframkvæmd. Allir skildu að sú staða sem upp er komin nú í efnahagsmálum hefði mikil áhrif. Ekkert fjámagn væri til reiðu þannig að það gæfi augaleið að engar forsendur væru fyrir að ráðast í verkefnið núna. Margt væri þó vel á veg komið og stýrihópur sem ynni að málinu hefði haldið vel á spöðunum. Um leið og rofar til ætti allt að vera tilbúið og hægt að stökkva í verkið með litlum fyrirvara, segir Pétur Þór. Hann bendir einnig á að ýmislegt mæli með framkvæmdinni, eins og að um helmingur kostnaðar verði greiddur með veggjöldum, sem gerir verkefnið hagstætt. Þetta fer vonandi á fulla ferð um leið og sést til sólar. Vissulega er þetta svekkjandi, en það er svo margt sem hægt er að svekkja sig á um þessar mundir, segir hann. MÞÞ Nýr umsjónarmaður í Laufási ekki eftir því gestir komu jafnt og bönkuðu upp á. Fljótlega bættist svo við hálft starf við bæinn og hefur síðan verið að aukast þannig að í sumar voru sjö starfsmenn. Safnið var opið frá 15. maí til 15. september en utan þess tíma hefur verið hægt að skoða bæinn í samráði við umsjónarmann. Inga segir að mikil breyting hafi orðið á starfseminni árið 2001 þegar gamli prestbústaðurinn var tekinn undir veitinga- og minjagripasölu. Árið 2006 var svo tekinn í notkun veitingasalur sem byggður var við hann. Salurinn rúmar 50 manns í sæti. Síðustu ár hafa þúsund manns komið að Laufási árlega. Ein af þeim nýjungum sem Inga gekkst fyrir var svokallaður starfsdagur sem haldinn hefur verið þrisvar á ári, þ.e. að sumri, hausti Veiðisafnið á Stokkseyri Dýrmætir gripir settir upp til sýningar Minning tveggja veiðimanna heiðruð Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sent frá sér eftirfarandi fréttatilkynningu: Veiðisafnið á Stokkseyri hefur sett upp til sýningar byssur og persónulega muni frá tveimur gengnum veiðimönnum, þeim Sigurði Ásgeirssyni í Gunnarsholti og Einari Guðlaugssyni frá Þverá, en þeir létust báðir í apríl á þessu ári. Báðir þessir veiðimenn sköruðu fram úr, að öðrum veiðimönnum ólöstuðum, hvað varðar árangur í refa- og minkaveiðum og eins hvað varðar tækniþekkingu, uppfinninga- og útsjónarsemi á veiðislóð. Veiðisafnið hefur eignast byssur og persónulega muni Sigurðar, sem lést 19. apríl síðastliðinn. Einnig hefur safnið fengið muni og byssur frá Einari heitnum til sýningar samkvæmt sérstökum samningi. Einar lést af slysförum á veiðislóð ásamt veiðifélaga sínum Flosa Ólafssyni þann 2. apríl Stjórn Veiðisafnsins vill þakka aðstandendum beggja þessara manna fyrir samstarfið, sem leiddi til þess að við getum nú heiðrað minningu þessara einstöku skotveiðimanna. og á jólaföstu. Dagurinn hefur ekki síst miðast við að viðhalda gömlum vinnubrögðum og hefðum, svo sem tóvinnu, matargerð, heyskap, leikjum og á aðventu undirbúningi jólanna. Á starfsdeginum hefur fólk, Söfn um allt Suðurland og í Vestmannaeyjum bjóða upp á fjölbreytta menningardagskrá helgina nóvember Yfirskrift dagskrárinnar verður Safnahelgi á Suðurlandi með undirtitilinum Matur og menning úr héraði, því auk hins sögulega og menningarlega hluta dagskrárinnar verður minnt á gamlar og nýjar hefðir í matargerðarlist í héraðinu. Hólmfríður Erlingsdóttir tv. og Inga í Laufási á góðri stund fyrir skömmu. Ljósm. ÖÞ bæði úr nágrenninu og lengra að, komið í Laufás og tekið þátt í vinnunni og félagsskapnum. Ég held að þetta hafi líkað vel og þótt góð tilbreyting við lífið í sveitinni, sagði Inga í Laufási að lokum. ÖÞ Tré missa rótfestu vegna jarðvegshita Jarðhiti hefur valdið því að fjöldi sitkagrenitrjáa í landi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reyjum í Ölfusi hefur misst rótfestuna að undanförnu. Jarðhiti jókst við skólann í kjölfar jarðskjálftans í vor, gróður spilltist og hverir opnuðust á nýjum stöðum. Í haust kom í ljós að jarðvegshiti hefur aukist það mikið í rúmlega fertugum sitkagreniskógi að trén eru að missa rótfestuna. Skammt undir jarðvegsyfirborðinu er hitinn orðinn um C eða nægur til að drepa rætur. Tugir trjáa, um 10 m hárra, með skemmd rótakerfi hafa skekkst eða fallið í hvassviðrinu í haust, eins og sjá má á þessum myndum sem Úlfur Óskarsson lektor við LbhÍ tók. Hann segir að ekkert sé til ráða og mjög líklegt að fleiri tré falli í næsta roki. Hitinn er líklega á um 1000 fermetra svæði þarna í skóginum svo skaðinn er ekki mikill, segir Úlfur. MÞÞ Eins og þessar myndir sýna hafa rætur trjánna skemmst og bera ekki lengur uppi trén sem líða út af. Safnahelgi: Fólkið sem stendur að undirbúningi safnahelgarinnar og á heiðurinn að henni. Frá vinstri; Andrés Sigurvinsson, menningarfulltrúi hjá Árborg; Pétur Andrésson hjá Rauða húsinu; Gísli Sverrir, verkefnisstjóri; Inga Þyri Kjartansdóttir, talsmaður matarklasans; Dorothee Lubecki, menningarfulltrúi Suðurlands; Kristín Jóhannsdóttir, menningarfulltrúi Vestmannaeyja; Anna Árnadóttir hjá Gónhóli á Eyrarbakka og Lýður Pálsson, formaður safnaklasans. Safnahelgi á Suðurlandi nóvember Á annað hundrað viðburða í boði Það eru Safnaklasi Suðurlands og Matarkista Suðurlands sem standa að dagskránni en hátt í eitt hundrað aðilar (söfn og veitingastaðir) eru þátttakendur í þessum tveimur klösum, sem stofnaðir eru með stuðningi Vaxtarsamnings Suðurlands og Vestmannaeyja. Verkefnið nýtur einnig stuðnings Menningarráðs Suðurlands, Atvinnuþróunarfélags Suðurlands og Iðnaðarráðuneytisins. Verkefnið var kynnt á blaðamannafundi í Rauða húsinu á Eyrarbakka þar sem kom fram að boðið yrði upp á annað hundrað viðburða þessa helgina, þar sem öll fjölskyldan ætti að finna eitthvað við sitt hæfi. Hugmyndin að baki Safnahelgi á Suðurlandi er að þjappa hinum mörgu og fjölbreyttu söfnum landshlutans saman um einn sameiginlegan viðburð og bjóða íbúum héraðsins og gestum að njóta þess sem söfnin hafa upp á að bjóða. Matarklasinn kemur einnig að dagskránni með því að fjöldi veitingahúsa býður upp á það besta í sunnlenskri matarhefð. Boðið er upp á dagskrá frá föstudegi til sunnudags, en staðirnir eru þó með mismunandi opnunartíma, sagði Gísli Sverrir Árnason, verkefnisstjóri safnahelgarinnar. Opnuð hefur verið heimasíðan þar sem hægt er að fræðast meira um safnahelgina og skoða dagskrána. Hátíðin hefst fimmtudaginn 6. nóvember þegar hún verður sett formlega í Veiðisafninu á Stokkseyri. MHH

13 13 Heimilisfólk í Höfnum tínir dún úr um 2500 hreiðrum, hér sést yfir hluta æðarvarpsins, en búið er að reisa hús yfir hluta þeirra og kunna kollurnar því vel. Helga Ingimarsdóttir í Höfnum á Skaga tínir dún, hreinsar og býr til sængur Vissum að við vorum með gæða náttúruafurð í höndunum en vildum fá vottun því til staðfestingar Við vissum að við vorum með gæða náttúruafurð í höndunum en ákváðum að sækja um vottun frá Túni því til staðfestingar, segir Helga Ingimarsdóttir í Höfnum á Skaga en þar býr hún ásamt manni sínum, Vigni Á. Sveinssyni, og þremur börnum, en tvö þeirra stunda framhaldsskólanám og eru ekki heimavið yfir veturinn. Helga tók við vottorði frá Vottunarstofunni Túni á dögunum við athöfn á veitingastaðnum Friðrik V á Akureyri ásamt tveimur öðrum, Gígju Kjartansdóttur frá Urtasmiðjunni á Svalbarðsströnd og Gunnbirni Rúnari Ketilssyni bónda á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit. Lífræn framleiðsla og sjálfbær nýting náttúruafurða færist í vöxt hér á landi að því er fram kom í máli Gunnars Á. Gunnarssonar framkvæmdastjóra Túns, en fyrstu 10 framleiðendurnir hlutu vottun fyrir 12 árum, árið Gunnar segir þróunina hafa verið hægari hér á landi en í nágrannalöndum okkar, en þó þokist mál fram á við. Hann segir að vottun samkvæmt alþjóðlegum stöðlum sé undirstaða Stórkostleg hrossaveisla Hrossaveisla Söguseturs íslenska hestsins, sem unnin var í samstarfi við Hótel Varmahlíð og Friðrik V. á Akureyri og fram fór á Hótel Varmahlíð laugardagskvöldið 18. október sl., tókst einstaklega vel og komust færri að en vildu. Friðrik V. og Þórhildur María, matreiðslumeistari á Hótel Varmahlíð, töfruðu ásamt fjölda hjálparkokka fram sjö rétta metnaðarfullan matseðil, í stað fjögurra rétta eins og auglýst var. Gestir voru afar ánægðir með matinn og sérstaka athygli vakti eftirréttur úr kaplamjólk sem bragðaðist einstaklega vel. Hrafnkell Lárusson sagnfræðingur flutti afar fróðlegt erindi um hrossakjötsneyslu landsmanna, frá almennu forboði til daglegrar neyslu. Þá vöktu forboðnar vísur Jóa í Stapa mikla athygli og ánægju meðal gesta. Við lok borðhalds tók Gunnar Rögnvaldsson hið þekkta Skjónukvæði og skemmtileg lög sem tengjast hrossakjötsneyslu og heimaslátrun. Óhætt er að segja að það hafi verið glatt á hjalla á Hótel Varmahlíð þetta kvöld, enda alveg bannað að minnast á kreppuna, að viðlögðu faðmlagi við næsta mann. Ákveðið hefur verið að halda samstarfinu áfram og gera veisluna að árlegum viðburði í Skagafirði. aukinnar verðmætasköpunar og hún tryggi gegnsæi í viðskipti á mörkuðum með gæðavörur. Lífrænar og sjáfbærar aðferðir séu ávísun á aukna tillitssemi framleiðslunnar við umhverfi og lífríki og á aukin vörugæði almennt. Frá því Tún hóf vottun lífrænna afurða á Íslandi fyrir 12 árum hafa alls 76 bændur og fyrirtæki hlotið vottun. Nú eru yfir 18 þúsund ha lands vottaðir hér á landi til lífrænnar ræktunar og söfnunar villtra plantna. Um 60 aðilar stunda vottaða lífræna ræktun, vinnslu lífrænna hráefna og söfnun náttúruafurða og framleiða þeir yfir 300 tegundir vottaðra afurða fyrir markað hér heima og til útflutnings. Höfðum góðan læriföður Helga er alin upp á bænum Árholti skammt frá Blönduósi, en eiginmaður hennar ólst upp á næsta bæ við Hafnir, sá heitir Tjörn. Þau keyptu jörðina fyrir fimm árum og flutti fjölskyldan þá þangað. Áður höfðu þau verið með sauðfé á jörðinni og nytjað hana. Nú búa þau með sauðfé og einnig hross, en Vignir hefur atvinnu af því hluta úr ári að temja fyrir aðra. Þá stunda þau dúntekju á jörðinni, hreinsa hann og búa til sængur. Við þekktum aðeins til verka hvað varðar dúninn því við höfðum verið með hólma á leigu þar sem örlítið æðarvarp var. Við höfðum tínt dúninn en ekki hreinsað hann, þannig að það var nýtt fyrir okkur. En við vorum svo heppin að hafa góðan læriföður sem leiðbeindi okkur við hreinsunina á dúninum. Hann heitir Rögnvaldur og býr hér í nágrenninu á Hrauni á Skaga, segir Helga. Hún segir að þau tíni úr um það bil hreiðrum. Til að hreinsa dúninn þarf þurrkara, krafsara og Helga að störfum við dúntekjuna. Roar Kvam og Gígja Kjartansdóttir frá Utrasmiðjunni, Helga Ingimarsdóttir, Höfnum á Skaga og Dómhildur systir hennar, Gunnbjörn Rúnar Ketilsson og systir hans, Svanhildur Ósk á Finnastöðum í Eyjafjarðarsveit og Gunnar Á. Gunnarsson framkvæmdastjóri vottunarstofunnar Túns við afhendingu vottorða um lífræna framleiðslu og náttúrunytjar við athöfn á Friðrik V. á Akureyri nýlega. fjaðratínsluvél. Svo þarf að sjálfsögðu saumavél til saumaskaparins. Já, það var töluverð fjárfesting í þessu þegar við byrjuðum, segir hún. Þau hjón hafa ekki ráðið til Mikill áhugi virðist vera um þessar mundir á lopa og handverki úr íslenskri ull, sem er fagnaðarefni á þessum síðustu og verstu tímum. Kærkomið innlegg inn í þennan tíðaranda er ný prjónabók eftir Védísi Jónsdóttur, hönnuð hjá Ístex í Mosfellsbæ. Nýja bókin er sú fimmta í röðinni, heitir Lopi 28 og byggir eins og fyrri bækur Védísar á íslenskri handverkshefð. Í bókinni eru uppskriftir fyrir allar gerðir af lopa og er hún ríkulega myndskreytt með góðum leiðbeiningum. Védís segir að áður en hún hafi farið alfarið sjálf að búa til bækur hafi hún tekið þátt í öðrum bókaútgáfum á vegum Ístex og séð um útgáfu og val á hönnun í margar þeirra, auk þess sem hennar eigin hönnun hafi þar birst. Þá hafi hún séð um að hanna alla nýja liti fyrir þær bandtegundir sem Ístex framleiðir. Lopapeysan er sígild, en ný hönnun í fallegum litum og með góðu sniði gerir það að verkum að fólk vill ekki bara eiga eina lopapeysu heldur líka vesti, skokk, pils, slá, jakka, kraga o.s.frv. Að prjóna úr lopa var komið í tísku fyrir kreppuna, en auðvitað veldur hún því að fólk sækir enn meira Alma Dröfn og Maggý Björg að fara út í Landey en þær kunna vel að meta að fá að vera með í öllu. Börnum og fullorðnum finnst þetta ævintýri líkast. sín fólk til dúnhreinsunar, en þegar dúntekja stendur yfir koma vinir og ættingar og hjálpa til. Ég sé alveg um hreinsunina og bý líka til sængurnar. Hreinsuninni er yfirleitt lokið í júlílok. En að vetrinum hef ég tekið að mér hreinsun á dún frá öðrum. Þá er líka rétti tíminn til að huga að markaðssetningu á sængunum, segir Helga. Vaxtarsprotanámskeiðið skilaði árangri Hún segir að í fyrrahaust hafi Impra boðið upp á svokallað vaxtarsprotanámskeið. Og við ákváðum að taka þátt í því. Fórum reyndar af stað með aðra hugmynd en breyttum um og fórum í sængurframleiðslu. Við höfðum mikið gagn og gaman af þessu námskeiði og komum í framkvæmd hugmynd sem við höfðum gengið með í maganum síðan við fluttum hingað en ekki framkvæmt, segir hún og bætir við að fram til þessa hafi þau aðeins selt sængurnar á Íslandi en ætli sér að markaðssetja þær í útlöndum líka. Hún segir að þau hafi verið viss um að þau væru með gæða náttúruafurð í höndunum en hafi viljað fá staðfestingu þar um. Því sóttu þau um vottun frá Túni í apríl á þessu Ný prjónabók eftir Védísi Jónsdóttur Það er eftirsóknarvert að prjóna segir hönnuðurinn í að prjóna, því það er skapandi, gefandi, róandi og ódýrt, segir Védís. Hún segir áherslur í nýju bókinni beinast að flíkum fyrir yngri börnin (á leikskólaaldri) og að herrapeysum. Einnig eru þar peysur úr Létt-lopa, en hann hefur verið gífurlega vinsæll, þótt auðvitað séu líka flíkur úr plötulopa, Álafoss-lopa og Bulky-lopa. -smh ári en fulltrúi vottunarstofunnar kom á staðinn í júní og tók alla starfsemi út. Mánuði seinna barst þeim bréf þar sem tilkynnt var að þau myndu fá vottunina og þyrftu engu að breyta til að hljóta hana. En Helga og fjölskylda eru með fleiri járn í eldinum. Áður en þau keyptu jörðina voru þau búin að flytja þangað sumarbústað sem þau dvöldu í. Þegar við fluttum svo hingað alkomin voru í raun engin not fyrir sumarbústaðinn svo frekar heldur en að láta hann standa auðan fórum við að leigja hann út. Í dag er staðan orðin sú að útleiga er orðin nokkuð góð yfir háönnina, en við leigjum hann út allt árið um kring, segir Helga. Ferðamenn sækjast eftir náttúrufegurð og kyrrð Ferðamenn sem koma á Skaga sækjast eftir náttúrufegurð og kyrrð, segir hún. Nokkuð sem nútímamaðurinn hefur ekki heima hjá sér. Skaginn býr yfir ótrúlegri náttúrfegurð. Hér er fuglalíf líka mikið og fjöldi skemmtilegra gönguleiða. Við settum upp útsýnispall með kíki á þar sem hægt er að kíkja yfir Landeyna þar sem æðarvarpið er. Á þessum palli er skilti með helstu nöfnum á kennileitum sem hægt er að sjá í kring. Einnig erum við að stika gönguleiðir og merkja gamlar verbúðatóftir sem eru hér niður við sjó. Hér á Skaga eru líka ógrynnin öll af vötnum til silungsveiða og það er mikið sótt í þau. Það eru bæði Íslendingar og erlendir ferðamenn sem koma til okkar. Ég myndi segja að þeir erlendu séu að sækja á, segir Helga. MÞÞ

14 Bækurnar að vestan 2008 Kæru bændur, búalið og annað áhugafólk! Við leyfum okkur að vekja athygli ykkar á nýju bókunum að vestan. Okkar er ánægjan að auglýsa þær hér í Bændablaðinu. Bækurnar að vestan fjalla fyrst og fremst um Vestfirði og Vestfirðinga, en eins og allir vita eru Vestfirðingar svolítið sérstakir. Ætli bækurnar um þá séu ekki einnig dálítið sérstæðar? Lítil kvæðabók Eftir Njál Sighvatsson Finnbogi Hermannsson bjó til prentunar. Njáll Sighvatsson var skáld Auðkúluhrepps í Arnarfirði. Njáll var náttúrubarn og skynjaði umhverfi sitt í öðrum víddum en almennt gerðist. Hann var vel lesinn í íslenskum bókmenntum og handgenginn Snorra. Auðvitað var hann líka barn síns veruleika og kemur fram í einlægni hans og fölskvalausu trúnaðartrausti á almættið. Brauðstritið var þó ofar hverri kröfu og Njáll Sighvatsson jafnan fátækur maður samanber hendingarnar: Jeg á ekki neitt til neins núna eins og stendur spýtnalaus og allt er eins aðeins tómar hendur. Þetta er önnur bókin í bókaflokknum Litlu bækurnar. Finnbogi Hermannsson bjó til prentunar Njáll Sighvatsson Lítil kvæðabók Vestfi rska forlagið Verð 800 kr. Húsið Ljósbrot frá Ísafirði Eftir Hörpu Jónsdóttur Sagan af Húsinu fjallar um Hrannargötu 1 á Ísafirði og segir fyrst og fremst frá fólkinu í kringum það, bænum og nánasta umhverfi. Höfundur bregður upp hlýlegum en jafnframt skarpskyggnum myndum af bæjarbrag á Ísafirði og samfélagi séð með augum þess sem tilheyrir því en þó ekki. Fjöldi ljósmynda setur svip á verkið. Þetta er þriðja bókin í bókaflokknum Litlu bækurnar. 99 vestfirskar þjóðsögur Gamanmál að vestan, 3. hefti Finnbogi Hermannsson tók saman. Ef sagan er góð, er hún sönn,var einhverntíma sagt. Svo mun vera almennt um vestfirsku nútíma þjóðsögurnar. Einhver fótur er fyrir þeim öllum og oft rúmlega það. Svo kemur til þess orðatiltækis, að rétt sé að hafa það sem skemmtilegra reynist. Enda er ekki um neina sagnfræði að ræða, í hæsta lagi neftóbakssagnfræði, sem er nýyrði í málinu. 99 vestfirskar þjóðsögur Gamanmál að vestan 3 Finnbogi Hermannsson tók saman Verð 900 kr. Verð kr. Strandamenn í blíðu og stríðu 100 gamansögur af Strandamönnum Kristjón Kormákur Guðjónsson tók saman. Flestar þær gamansögur af Strandamönnum sem hér eru settar á bók, eiga ætt sína að rekja til Árneshrepps. Í ferðabók Eggerts og Bjarna segja þeir um Hornstrendinga sem á jafn vel við um Strandamenn: Við reyndum þetta fólk eigi að öðru en góðmennsku og ráðvendni. Að vísu kunna fúlmenni að hittast hér, en það stafar af því að hér taka menn oft á móti þjófum, landshornamönnum og illvirkjum af einhverskonar misskilinni góðvild. Láta þeir þá vinna fyrir fæði sínu og hjálpa þeim að komast í erlend skip. Orð þeirra standa óhögguð í dag. Kjarninn í þeim er sá að Strandamenn fara ekki í manngreinarálit. Melódíur minninganna Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal segir frá lífshlaupi sínu Hafliði Magnússon tók saman. Jón Kr. Ólafsson söngvari á Bíldudal er landskunnur merkisberi alþýðunnar á listasviðinu. Hann er einnig þekktur fyrir hnyttileg orðatiltæki og fer ekki alltaf eftir uppskriftum. Hann fékk tónlistargáfu og listhneigð í vöggugjöf og hefur ávaxtað það pund vel. Fyrir strák í litlu sjávarþorpi vestur á fjörðum sem var að vaxa úr grasi um miðbik 20. aldar þótti eðlilegast að fara á sjóinn eða verka fisk í landi. Hann tók síðari kostinn, hélt sig heima í þorpinu sínu nærri móður sinni og ól síðan önn fyrir öldruðum stjúpföður þegar starfskraftar hans voru á þrotum. Jón Kr. hefur verið trúr heimahögunum alla tíð og lagt drjúga hönd á margt sem komið hefur samfélaginu til góða. Og hver man ekki eftir hljómsveitinni Facon sem gerði nafn Bíldudals nærri því ódauðlegt? Verð kr. Verð kr

15 Guðshús á grýttri braut Kirkjustaðir á Vestfjörðum Strandasýsla Eftir síra Ágúst Sigurðsson. Guðshús á grýttri braut, sem fjallar um kirkjur og staði í Strandasýslu, er fjórða og síðasta bókin þar sem síra Ágúst segir frá kirkjum og kirkjustöðum á Vestfjörðum í stuttu og hnitmiðuðu máli. Yfir 600 ljósmyndir eru í þessari vestfirsku kirkjusögu. Er ólíklegt að nokkurs staðar séu saman komnar jafn margar myndir af vestfirskum kirkjum, prestum, eiginkonum þeirra og niðjum, leikmönnum, kirkjulegu starfi og athöfnum sem í umræddum bókum. Dugnaður Möðruvellingsins margfróða er dæmafár, en hann á líka hauk í horni þar sem er eiginkona hans Guðrún L. Ásgeirsdóttir, sem styður hann með ráðum og dáð. Verð: kr. Lífvörður Jörundar hundadagakóngs Sagan af Jónasi Jónssyni bónda í Litlu-Ávík á Ströndum, konum hans og börnum Eftir Guðlaug Gíslason Í bók þessari er reynt að segja sögu, sem að ýmsu leyti má kalla einstaka, og gerðist í Árneshreppi á Ströndum og spannar á einhvern hátt alla nítjándu öldina og vel það. Reyndar berst sögusviðið út fyrir mörk Árneshrepps um tíma. Jónas og Sesselja kona hans voru dæmd fyrir sauðaþjófnað og átti hann að erfiða í járnum í Kaupmannahafnar Festingu sína lífstíð, en hún í eitt ár í Íslands Tugthúsi við Arnarhól. Þau urðu bæði innlygsa þar og Jónas varð svo einn af lífvörðum Jörundar hundadagakóngs sem hér ríkti um stutt skeið árið Mega það teljast undarleg örlög. Verð kr. Vaskir menn Eftir Guðmund Guðna Guðmundsson Bókin Vaskir menn eftir fræðimanninn Guðmund Guðna Guðmundsson, sem er nýlega látinn, kemur nú út í annað sinn. Hún hefur að geyma ellefu sagnaþætti. Lesendur kynnast bjarndýrabönum á Ströndum, hrefnudrápi og refaveiðum á Vestfjörðum, björgun úr sjávaháska, byltingu í sjávarútvegi, búskap í Þjórsárhólma og fleiru. Hér er unnt að verða margs vísari um vestfirzku skytturnar Þorlák H. Guðmundsson, Hrefnu Láka og Finnboga Pétursson, sækappann Bjarna Bárðarson frá Hóli, hraustmennið Odd sterka af Skaganum, frumherjann Árna Gíslason yfirfiskimatsmann, bóndann í Traustholtshólma Magnús Guðmundsson, lækninn í Æðey, Halldór Jónsson, sérvitringinn Magnús á Bakka í Langadal, göfugmennið Gest Magnússon Staðarfelli og tryggðatröllið Tómas Jónsson frá Flögu í Vatnsdal. Verð kr. Bær við árnið kenndur Ágrip af sögu og störfum síðustu ábúenda Dynjanda í Jökulfjörðum Eftir Jón Þór Benediktsson. Grunnavíkurhreppur í Jökulfjörðum fór í eyði Á Dynjanda í Leirufiði var jafnan margbýli. Saga þessi nær yfir þrjár kynslóðir og segir frá harðneskju og dugnaði þess fólks sem þar lifði. Unga fólkið fór að heiman til mennta og vinnu utan heimilis og kom ekki aftur til búsetu. Þegar þannig var komið var enginn til að halda við byggðinni, fólkið sá sig knúið til að flytja burt án þess að nokkur kæmi til að taka við æfistarfi þess. Verð kr. Frá Bjargtöngum að Djúpi Nýr flokkur 1. bindi Birta Ástarsaga að vestan Með þessari bók hefst ný ritröð í bókaflokknum Frá Bjargtöngum að Djúpi. Þó ytri búningur sé nokkuð breyttur er efnið það sama og áður: Mannlíf á Vestfjörðum fyrr og nú, í sinni fjölbreytilegu mynd. Mjög aðgengileg bók fyrir alla sem áhuga hafa á vestfirskum fróðleik og unna Vestfjörðum og Vestfirðingum. Eftir Guðrúnu Jónínu Magnúsdóttur. Bók þessi er sjálfstætt framhald af Hörpu og Silju sem komu út hjá Vestfirska forlaginu árin 2006 og Birta er þriðja og síðasta bókin í röðinni og höfundur skilur við þær stöllur með söknuði. Harpa, Silja og Birta búa norður í landi, sennilega einhvers staðar í Húnavatnssýslum. Birta er myndlistarkennari við skólann á Fróðeyri og unir hag sínum vel. En ástin er ekki langt undan og þá verða einföldustu mál oft hræðilega flókin. Verð kr. Verð kr. Bækurnar að vestan eru allar prentaðar á Íslandi. Þær fást í bókaverslunum um land allt. Einnig er hægt að panta þær beint frá okkur. Sendið okkur bara tölvupóst, Við greiðum sendingarkostnað. Við vekjum athygli á því, að Bækurnar að vestan hafa lítið hækkað í verði í nokkur ár, enda eru peningar ekki grunntónninn í okkar starfsemi þó nauðsynlegir séu til síns brúks. Bestu kveðjur til ykkar og hafið það alltaf sem best. Vestfirska forlagið, Hallgrímur Sveinsson.

16 16 Utan úr heimi Landbúnaðarstefna ESB í endurskoðun Samningagerð um breytingar á landbúnaðarstefnu Evrópusambandsins, í daglegu tali oft kölluð læknisskoðun, nálgast nú lokaafgreiðslu, þar sem taka þarf erfiðustu og umdeildustu ákvarðanirnar. Fulltrúar aðildarlanda sambandsins koma saman á næstunni til að semja um tillögur til að leggja fyrir framkvæmdastjórnina síðar í haust. Á fundi framkvæmdastjórnarinnar fyrir nokkru áttu landbúnaðarstjóri sambandsins, Mariann Fischer Boel og landbúnaðarráðherra Frakklands, Michel Barnier (en Frakkland gegnir nú formennsku í sambandinu) einkaviðtöl við sendinefndir aðildarlandanna. Tilgangurinn var að fá á hreint afstöðu þeirra og halda viðræðunum á málefnalegum grundvelli. Sum aðildarlöndin gera kröfur um aukin opinber framlög til landbúnaðar. Þannig krefst Þýskaland aukinna styrkja við mjólkurframleiðendur sína og nýju aðildarlöndin kalla eftir sömu styrkjum við alla mjólkurframleiðendur innan ESB. Engin viðbótarframlög frá ESB Landbúnaðarráðherra Póllands, Marek Sawicki, berst fyrir því að nýju löndin í ESB standi undanbragðalaust jafnt að vígi og hin eldri um styrki við kúabændur. Það þýðir að hækka yrði árlega styrki við landbúnað í sambandinu um 760 milljónir evra. Framkvæmdastjórn ESB vill leysa þetta mál með því að lækka styrki út á bújarðir í löndum Austur-Evrópu um 10% og nota það fé til að styðja kúabú með lélega afkomu. Lönd A-Evrópu fallast ekki á það, þar sem það hægi á því að bændur í nýju löndunum nái sömu kjörum og aðrir bændur. Þau krefjast því sömu verðhækkana á mjólk og aðrir fá, þ.e. 10%, og auk þess sömu styrkja og aðrir út á jarðirnar. Viðbótarféð komi frá sameiginlegum sjóðum ESB. Yfirstandandi matarskortur í mörgum þróunarlöndum, m.a. vegna líforkuframleiðslu á ræktunarlandi, sýnir að aðalástæðurnar fyrir matarskorti eru pólitískar, félagslegar og efnahagslegar. Það skiptir einnig máli á hvern hátt maturinn er framleiddur og þar hefur lífrænn landbúnaður margt fram að færa. Indverski Nóbelsverðlaunahafinn í hagfræði, Amarty Sen, hefur orðað það þannig: Hungur einkennist af því að ákveðið fólk hefur ekki mat að borða, en ekki af því að það sé ekki til matur. Þannig er ekki endilega víst að aukin framleiðsla matvæla fækki hungruðu fólki. Stóra alþjóðlega skýrslan um stöðu matvælaframleiðslu í heiminum, IAASTD-skýrslan, sem birt var í apríl sl. og 400 vísindamenn stóðu að, gaf þá niðurstöðu að hefðbundinn efna- og tæknivæddur landbúnaður með þröng framleiðslumarkmið væri á kostnað Framkvæmdastjórnin fellst ekki á þessa kröfu. Að sögn Fischer Boel eru þeir fjármunir ekki á lausu. Ekki er reiknað með neinum viðbótarfjárveitingum við endurskoðun landbúnaðarstefnunnar. Jafnræði milli austurs og vesturs kemst fyrst á dagskrá við fjárlagagerð eftir árið Þannig eru skilaboðin til Austur-Evrópu. um heil 10%, en Ítalía ein greiðir um fjórðung af refsiálagi fyrir of mikla mjólkurframleiðslu. En Holland vill einnig auka kvótann, um ca. 2-5%. Fischer Boel upplýsir að tillögur aðildarlandanna um hækkun kvótans séu frá 0-10%. Flest löndin leggi þó til meiri aukningu en framkvæmdastjórnin, en tillaga hennar var einnar prósentu aukning á fjórum árum. Framkvæmdastjórnin og Frakkland munu nú vinna tillögur úr þessum hugmyndum fyrir ráðherrafundinn 19. nóvember nk. Formleg atkvæðagreiðsla getur síðan farið Athyglin beinist að mjólkurkvótanum Mjólkurkvótinn er mál málanna í mörgum löndum ESB þegar kemur að endurskoðun landbúnaðarstefnu sambandsins. Landbúnaðarráðherra fram um jól eða snemma í janúar Ítalíu, Luca Zaia, vill auka kvótann nk. Landsbygdens Folk Samstaða bænda um víða veröld er nauðsynleg Því var haldið fram í sænska blaðinu Dagens Näringsliv fyrir nokkrum árum að norskir bændur ógnuðu lífi fátækra bænda í Afríku með öllum þeim opinberu styrkjum sem þeir nytu. Þessu er ekki unnt að svara á annan hátt en þann að sýna fram á að bændur um allan heim eiga sameiginlegra hagsmuna að gæta. Um leið verður ekki lokað augunum fyrir því að á samningafundum innan Alþjóða viðskiptastofnunarinnar, WTO, í Genf í júlí á þessu ári, um nýja alþjóðlasamninga um búvöruviðskipti, skorti á að fulltrúar nokkurra ríkra landa kæmu auga á þessa sameiginlegu hagsmuni. Vaxandi hungur í heiminum Samkvæmt áætlunum FAO skortir nú um 920 milljónir jarðarbúa mat, eða 75 milljón manns fleiri en fyrir ári. Á árabilinu fækkaði sveltandi fólki í heiminum en því hefur fjölgað síðan. Hin mikla verðhækkun á matvælum á síðari hluta síðasta árs, 2007, leiddi til stóraukins matarskorts. Það var engin tilviljun. Flest fátækustu lönd heims fluttu meira út en inn af matvælum fram á miðjan 9. áratug nýliðinnar aldar. Þá gerðist það að alþjóðlegar fjármálastofnanir þvinguðu þau til að leggja niður birgðastöðvar matvæla, sem þau höfðu komið upp sem og uppkaupakerfi matvæla frá bændum í viðkomandi landi, en opna jafnframt fyrir innflutning niðurgreiddra matvæla frá ríkum löndum. Í staðinn áttu þau að auka útflutning á kaffi, te og blómum. Jafnframt drógu ríkisstjórnir þessara landa og hjálparstofnanir ríkra landa úr stuðningi sínum við landbúnað þeirra. Sem betur fer lítur nú út fyrir að þessi lönd séu aftur farin að auka matvælaframleiðslu sína til heimanota. Þörf er á að auka matvælaframleiðslu á komandi árum. Að vísu er nægur matur til til að fæða alla jarðarbúa en framleiðslunni er misskipt eftir löndum. Áður en verð á matvælum stórhækkaði á sl. ári áætlaði Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO, að helmingur þeirra sem byggju við matarskort væru smábændur og fjölskyldur þeirra. Við þann fjölda bættust landlausir landbúnaðarverkamenn, en þeir eru 20% þeirra sem skortir mat. FAO áætlar að auka þurfi matvælaframleiðsluna um 60% fram til ársins 2030, miðað við árið 2000, vegna fólksfjölgunar og breytts mataræðis í kjölfar bættra lífskjara. Réttur til matvælaframleiðslu til eigin þarfa Sérhvert land ætti að hafa rétt og skyldu til að framleiða mat til eigin þarfa. Jafnframt því mun alla tíð mun alla tíð verða þörf fyrir matvælaviðskipti milli landa. Hvert og eitt land verður aldrei fært um að fullnægja eigin þörfum fyrir matvæli á sjálfbæran hátt. Náttúrlegar aðstæður koma í veg fyrir framleiðslu sumra matvæla. Við viljum t.d. eiga kost á suðrænum ávöxtum og að drekka kaffi og te. En til þess að allir eigi kost á nægum og heilnæmum mat er mikilvægt að sérhverju landi gefist kostur á að styðja og vernda landbúnað sinn. Þess vegna styður norski Þróunarsjóðurinn að yfirráð sérhvers lands Það er unnt að sjá jarðarbúum fyrir mat smábænda, landbúnaðarverkamanna, búsetu og umhverfis. Sem dæmi má nefna að 1,9 milljarðar hektara ræktunarlands eru lagðir undir tæknivæddan landbúnað og þar búa um 2,6 milljarðar manns. Áveituvatn verður þar sífellt torfengnara og mikil áburðargjöf hefur leitt til líflausra stranda og hafs í kring, svo sem við Mexíkóflóann. Þar hefur notkun jurtavarnarefna leitt til þess að fjölbreytni lífkerfisins hefur minnkað. Jafnframt er áætlað að um þrjár milljónir landbúnaðarverkamanna í þróunarlöndunum verði fyrir alvarlegri eitrun af völdum jurtavarnarefna, sem kosti árlega manns lífið. Lífrænn landbúnaður eykur matvælaöryggi Hér á eftir verða nefnd nokkur atriði um það hvernig lífrænn landbúnaður eykur matvælaöryggi og verndar jafnframt jarðveg og umhverfi sem náttúruauðlind. Aukin uppskera Árið 2007 birtu Catherine Badgley og fleiri starfsmenn Michiganháskóla í Bandaríkjunum rannsókn sem byggðist á 300 verkefnum þar sem borin var saman framleiðni hefðbundins og lífræns landbúnaðar. Niðurstaðan var sú að í þróunarlöndunum gæfi lífrænn landbúnaður um 80% meiri uppskeru en hefðbundinn. Í iðnríkjunum gaf lífrænn landbúnaður um 92% af uppskeru í hefðbundnum landbúnaði. Aukin frjósemi jarðvegs Sænska náttúruverndarfélagið (Den Svenska Naturskyddsföreningen) gaf nýlega út skýrslu sem sýndi meiri uppskeru og meiri tekjur á lífrænt ræktuðum ökrum en hefðbundnum í Tigray í Eþíópíu. Lífræn ræktun, með m.a. köfnunarefnisbindandi belgjurtum, sáðskiptum og safnhaugum, byggir upp frjósemi jarðvegsins og lífræn efni hans. Uppskera hefur aukist og notkun tilbúins áburðar minnkað. Búskaparreynsla bænda og ódýr og endurnýjanleg gæði náttúrunnar, sem bændurnir hafa sjálfir stjórn á, skila þeim góðum árangri af búskapnum. Ákveðið hefur verið að verkefninu verði hrundið í gang víðar í Eþíópíu. Endurnýjanlegar auðlindir og sjálfbærni Notkun á tilbúnum áburði og jurtavarnarefnum er bönnuð í lífrænum landbúnaði, af góðum ástæðum. Í hefðbundnum landbúnaði fer um 40-60% af orkunotkuninni í framleiðslu tilbúins áburðar (upplýsingar frá Yara). Allt bendir til að orka unnin úr jörðu muni hækka í verði. Auk þess er fosfór mikilvægur hluti af tilbúnum áburði. Með núverandi notkun á fosfór er því spáð að fosfórnámur endist aðeins í ár (sbr. Jordforsk 2005) og að fosfórverð hækki verulega löngu áður. Minni áhætta Lífrænn landbúnaður leggur auk þess sitt af mörkum til að draga úr öfgum í veðurfari. Fyrirséð er að veðurfarsbreytingar muni leiða til aukinna flóða og þurrka. Fjöldi tilrauna í Bandaríkjunum, Evrópu og í hitabeltinu sýna að í lífrænum landbúnaði eru jurtaleifar meiri í jarðvegi og þar með hefur hann meira þol gegn þurrki og jarðvegseyðingu. Aukin tegundafjölbreytni gróðurs eykur einnig uppskeruna, þrátt fyrir óstöðugt veðurfar. Staðbundin þekking á búskap, sem nútíma landbúnaður hefur varpað fyrir róða, nýtist einnig við lífræna búskaparhætti. En hverjir tapa við það að bændur í þróunarlöndum taki upp lífrænan landbúnað? Það eru fyrirtækin sem framleiða tilbúinn áburð, s.s. Yara, jurtavarnarefni, s.s. Monsanto, og erfðabreyttar nytjajurtir, einnig á vegum Monsanto, sem gera fátæka bændur háða sér. Það er ljóst að takist að efla landbúnað í þróunarlöndum, sem væri ekki háður dýrri tækni og innflutningi dýrra rekstrarvara en byggðist hins vegar á nytjajurtum af heimaslóðum, þá minnka viðskipti við fyrirtæki sem framleiða rekstrarvörur fyrir landbúnaðinn, svo sem áburð og jurtavarnarefni. Áðurnefnd skýrsla IAASTD sýnir að hefðbundnar hugmyndir um iðnvæddan landbúnað eru úreltar. Lausnin framundan til að koma í veg fyrir matarskort og koma til móts við þarfir samfélagsins á hverjum stað liggja í litlum rekstrareiningum sem gæta auðlindanna í kringum sig (jarðvegs, vatns, skóga og fjölbreytileika lífkerfisins) og á hinn bóginn þörfinni fyrir fæðu. Lífrænn landbúnaður, vottaður eða óvottaður, sniðinn að náttúru og búsetu á hverjum stað, fellur beint að þeirri mynd. Nationen/Jon Magne Holten hjá Oikos, Samtökum áhugafólks um framleiðslu og neyslu lífrænna matvæla í Noregi yfir eigin matvælaframleiðslu sé forsenda stefnu þeirra í málaflokknum og æðri öllum milliríkjasamningum um viðskipti með mat. Afstaða Noregs í WTO viðræðunum sl. sumar Noregur skipaði sér í hóp þeirra landa sem beittu sér gegn hagsmunum þróunarlandanna í WTO viðræðunum sl. sumar. Ástæðan var sú að útflutningshagsmunir norsks sjávarútvegs réðu þar ferðinni, þ.e. svonefndir NAMA-samningar. Noregur hefur lagt til að enginn tollur, eða sem lægstur, sé lagður á viðskipti með fisk og beitti sér gegn því að fátæk lönd gætu varið fiskiðnað sinn. Um miðjan október á þessu ári munu samtök norskra bænda og dreifbýlis, ásamt Þróunarsjóðnum, efna til átaks um rétt þjóða til eigin matvælaframleiðslu og fyrir alþjóðlegri samstöðu um það málefni. Það gefur okkur kærkomið tækifæri til að samþætta baráttu fyrir norskum landbúnaði og gera átak til að styðja starfsbræður okkar og -systur í þróunarlöndunum. Bonde og Småbruker/Aksel Nærstad, norska Þróunarsjóðnum, stytt Veðurfarsbreytingar ógna búvöruútflutningi Brasilíu Útflutningur Brasilíu á sojabaunum getur átt eftir að dragast mikið saman næsta áratuginn vegna breytinga á veðurfari, að áliti vísindamanna við Unicampháskólann í Sao Paulo, sem og opinberu rannsóknastofnunina Embrapa. Verðmæti framleiðslu Brasilíu á hrísgrjónum, kaffi, tapioka (mjöl unnið úr rótarhnýðum maniokaplöntunnar), maís og sojabaunum getur dregist saman um meira en fjórðung ef meðalhitinn í Brasilíu hækkar um eina til tvær gráður á Celsíus fram til ársins Samanburðartímabilið er hitinn á ýmsum stöðum í Brasilíu á árabilinu Búist er við að skaðinn verði mestur á sojabaunarækt. Áætlað er að land, sem hentar til sojabaunaræktar, minnki um u.þ.b. 21%, ef tekst að halda niðri hlýnuninni, en 24% ef losun gróðurhúsalofttegunda verður ekki hamin. Það drægi úr uppskerunni um 11 milljónir tonna en nú er hún 52 milljónir tonna. Miðað við að flutt verði út framleiðsla umfram þarfir heimamarkaðarins þýðir þetta samdrátt í útflutningi árið 2020 um 30%. Í hinu mikilvæga landbúnaðarfylki Brasilíu, Sao Paulo, hækkaði meðalhitinn um eina gráðu á Celsíus á tímabilinu Internationella Perspektiv

17 17 Felast tækifæri í kreppunni? Það eru ekkert nema neikvæðar fréttir í fjölmiðlum og maður er farinn að spyrja sig hvort það felast engin tækifæri í kreppunni? Er allt bara ómögulegt? spurði Sigurður og var greinilega mikið niðri fyrir. Það getur verið erfitt að horfa bjartsýnum augum til framtíðar þegar neikvæðar fréttir berast daglega og við vitum ekki hvað snýr upp og hvað snýr niður. En já, meira að segja í kreppu felast tækifæri. Þegar gjaldeyrir er orðinn munaðarvara, þá hljótum við að þurfa að hugsa upp nýjar og ferskar leiðir til að reyna að afla sem mest af honum. Í Morgunblaðinu þann 18. október sl. birtust greinar eftir Þorstein Inga Sigfússon, forstjóra Nýsköpunarmiðstöðvar og Ólöfu Ýrr Atladóttur, ferðamálastjóra. Þorsteinn Ingi talaði m.a. um mikilvægi innlendrar matvælaframleiðslu við núverandi aðstæður: Matvælaöryggi miðast við að þjóðin geti sem best brauðfætt sig við allar aðstæður. Þessi þáttur kallar á eflingu matvælaframleiðslu... Þá sagði Ólöf Ýrr: Ferðaþjónustan hefur um árabil verið ein okkar mikilvægasta atvinnugrein og mun á næstu misserum gegna enn stærra hlutverki en hingað til: sem atvinnuskapandi afl úti um allt land, einn af hornsteinum byggðastefnu í landinu en síðast en alls ekki síst ein stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar. Ferðumst í gegnum bragðlaukana Tækifæri liggja í að samþætta þetta tvennt enn frekar, matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Stór hluti Atvinnumál í sveitum Eygló Harðardóttir verkefnastjóri/ráðgjafi af upplifun okkar þegar við ferðumst er maturinn, og er matur talinn vera eitt mikilvægasta aðdráttaraflið fyrir ferðamenn. Við hjónin fórum á nýtt veitingahús á hverju kvöldi þegar við vorum í Portúgal og lögðum mikla áherslu á að bragða helst alltaf nýja saltfiskuppskrift, sagði náin vinkona mín við mig. Það var feiknarstór hluti af upplifuninni. Ég sjálf get aldrei hugsað til Tyrklands og Frakklands án þess að fá vatn í munninn, og gat alls ekki sleppt því að fara á gott steikhús þegar ég heimsótti Texas fyrir nokkrum árum. Góð steik var jafn tengd Texas í mínum huga og JR Ewing Dallas og Southfork. Þurfum aukna vöruþróun Víðs vegar um land hafa menn tekið höndum saman við að kynna og útbúa mat sem byggist á íslenskum hefðum og sögu. Má þar nefna Matarkistan Suðurland, Í ríki Vatnajökulsþjóðgarðs, Þingeyska matarbúrið, Matur úr héraði í Eyjafirði, Matarkistan Skagafjörður, Vaxtarsprotaverkefnið og Beint Sveitateiti haldið í sjötta sinn Bændur á starfssvæði Búnaðarsamtaka Vesturlands halda nú árshátíð sína, Sveitateiti, í sjötta sinn þann 15. nóvember n.k. á Hótel Borgarnesi. Sveitateiti var fyrst haldið árið Búnaðarfélög á starfssvæðinu hafa skipst á að halda teitið og þetta árið er það Búnaðarfélag Eyjaog Miklaholtshrepps sem ber veg og vanda af skipulagningu í samstarfi við skrifstofu BV. Við þetta tækifæri hefur stjórn BV veitt viðurkenningar til bænda fyrir gott starf og frumkvæði í sínum störfum. Teitið hefur alltaf verið vel sótt bæði af bændum og þeim sem sinna störfum tengdum landbúnaði. Einnig hafa fyrrverandi bændur og Formannsskipti urðu í Bondelaget, samtökum bænda í Noregi, fyrr á þessu ári. Nýr formaður er Pål Haugstad, bóndi á Heiðmörk, sem tók við af Bjarne Undheim. Fyrir nokkru flutti hann norskum bændum boðskap sinn í grein í Bondebladet. Hér á eftir fara kaflar úr greininni: Á næsta ári eru Stórþingskosningar í Noregi. Það er mál málanna að nýtt Stórþing marki stefnu um að vernda landbúnað og byggð í öllu landinu, einnig eftir Það er hins vegar ekkert sjálfgefið að málefni dreifbýlis og landbúnaðar verði áberandi í næstu kosningabaráttu. Til að það gerist verðum við sjálf að taka málin í hendur okkar á trúverðugan hátt. Sem samtök verðum við að einbeita okkur að því verkefni. Staða landbúnaðarins og hlutverk hans velunnarar sótt teitið vel undanfarin ár. Dagskrá Sveitateitisins þetta árið verður glæsileg eins og venjulega. Fordrykkur verður í boði Mjaðar, bruggverksmiðju í Stykkishólmi, þriggja rétta máltíð að hætti Hótel Borgarness, skemmtiatriði og að lokum mun hljómsveiti Bít sjá um að allir geti dansað fram á nótt. Þá verður Hótel Borgarnes með tilboð á gistingu fyrir gesti. Stjórn BV og Búnaðarfélags Eyja- og Miklaholtshrepps vonast til að sjá sem flesta á teitinu og hvetur bændur og búalið til að fjölmenna og gera sér glaðan dag saman. Það hafi sjaldan verið eins mikilvægt og nú að koma saman og efla samhug í leik og starfi. í þjóðfélaginu um þessar mundir gefur okkur byr í seglin. Þessi meðvindur gildir jafnt um Noreg og á alþjóðavettvangi. Það verður æ ljósara að heimurinn þarfnast meiri matar og það er ekki sjálfgefið að eiga hann vísan. Sumir trúa því að það gerist með frjálsari viðskiptum, þ.e. með því að sleppa markaðsöflunum lausum. Bændur um víða veröld vita hins vegar að áætlanir til langs tíma og stöðugleiki eru meginatriði í farsælum landbúnaði og að frumframleiðslu búvara, sem byggist á litlum búum og vinnuframlagi fjölskyldunnar, verður að verja fyrir ofurefli fjármagnsins. WTO-samningarnir á sl. sumri strönduðu á rétti þróunarlanda til að vernda eigin matvælaframleiðslu. Það var athyglisvert að verða vitni að því að Indland tók forystu fyrir þróunarlöndin um að þau fengju að verja eigin matvælaframleiðslu og bændur gagnvart óljósum hag af fríverslun. Samningagerð á vegum WTO um búvöruviðskipti hefur lifað sjálfa sig. Hún gengur út frá því frá býli. En nú þurfum við að setja enn meiri kraft í þessi verkefni. Framleiðendur, verslanir, veitingahús og bakarí þurfa að íhuga hvernig þeir geta nýtt sem mest innlent hráefni, hugmyndir og sköpunarkraft við framleiðslu sína og hið opinbera þarf að leita allra leiða til að styðja við þessar atvinnugreinar. Fyrsta skrefið í þá átt verður vonandi tekið með verkefni sem Nýsköpunarmiðstöð Íslands í samstarfi við fjölda aðila hyggst fara af stað með þar sem áhersla verður lögð á að styðja við áframhaldandi vöruþróun í matvælaframleiðslu og ferðaþjónustu. Hugsanlega gætu síðan Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Byggðastofnun, Tækniþróunarsjóður og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fylgt í kjölfarið með fjármagn og enn frekari stuðningi við vaxtarsprota af þessu tagi. Að lokum vil ég hvetja sem flesta til að taka þátt í Safnahelgi Suðurlands þann nóvember þar sem Matarkistan Suðurland hefur tekið höndum saman með Safnaklasa Suðurlands og býður upp á mat byggðan á hefðum úr héraði. Uppákomur og viðburðir verða um allt Suðurland, þar sem gestir og gangandi geta upplifað og smakkað á menningu og sögu Suðurlands. Byggðaráð Húnaþings Ekki áform um fækkun starfsfólks Byggðarráð Húnaþings vestra hefur sent frá sér yfirlýsingu sökum þess ástands sem skapast hefur í efnahagsmálum þjóðarinnar. Er þar meðal annars áréttað að sveitarfélagið skuldi ekki neitt í erlendri mynt auk þess að hafa ekki átt fjármuni inni á peningamarkaðssjóðum. Í ályktun sinni áréttar Byggðarráð að þrátt fyrir fyrirsjáanlegt tekjutap muni sveitarstjórnin af fremsta megni standa vörð um alla grunnþjónustu sveitarfélagsins. Þá hafi sveitarfélagið ekki uppi áform um fækkun starfsfólks. Við þær aðstæður sem uppi eru vekur sveitarstjórn Húnaþings vestra athygli á mögulegum úrræðum félagsþjónustunnar. En öðru fremur eru íbúar hvattir til að sýna samstöðu í yfirstandandi þrengingum og umhyggju hver fyrir öðrum. Samningagerð WTO hefur lifað sjálfa sig ástandi sem ríkti í heiminum á níunda og tíunda áratug síðustu aldar, þegar offramleiðsla búvara ríkti og lágt verð og sölutregða var á mörkuðum. Kannski var það þessi nýja veröld sem rann upp fyrir mönnum í Genf í sumar. Ég hef heldur ekki trú á að yfirstandandi WTO-samningum ljúki í bráð. Stórþingskosningarnar á næsta ári skipta meira máli fyrir norskan landbúnað en WTO-viðræðurnar. Við finnum að það er unnt að hafa áhrif og styrkur samtaka okkar er sá að við höfum baráttuvilja, við erum trúverðug og við eigum ítök um allt land. Stjórn Norges Bondelag hefur samþykkt verkefnaáætlun fyrir samtökin fyrir yfirstandandi starfsár, sjá Ég vek þar einkum athygli á fjölbreyttri atvinnuuppbyggingu á grundvelli þeirra möguleika sem hvert býli hefur upp á að bjóða. Þá munum við fara yfir og endurskoða heildarstefnumarkmið samtaka okkar í virku samstarfi félagsmanna og samtakanna. Bondebladet, stytt FRUM ÁTTU GÓÐA VÉL TIL SÖLU? Höfum kaupendur að eftirtöldum dráttarvélum! MASSEY FERGUSON FORD og 7000 seríu. Áhugasamir hafi samband við Sigurgeir Þórðarson í síma eða með tölvupósti VANTAR VÉLAR VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Ráðstefnan Hrossarækt 2008 Ráðstefnan Hrossarækt 2008 verður haldin á Hótel Sögu, laugardaginn 8. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: 13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt 13:05 Hrossaræktarárið 2008 Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ 13:30 Tilnefningar til ræktunarverðlauna :45 Erindi: - Húsvist hrossa, Sigtryggur Veigar Herbertsson, LbhÍ - Forval í kynbótadómi, Elsa Albertsdóttir, LbhÍ - Vægistuðlar dómstigans, Guðlaugur V. Antonsson, BÍ - Breytt sýningarfyrirkomulag kynbótahrossa, Kristinn Guðnason, Fhrb 15:30 Kaffihlé 16:00 Umræður orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt 17:00 Ráðstefnuslit Fagráð í hrossarækt

18 18 Á markaði Verðbólgan mælist 15,9% síðustu 12 mánuði Eins og óttast var, mælist verðbólga nú vaxandi og sú mesta síðan vorið Hækkun vísitölu neysluverðs frá september til október var 2,16%, sem er ígildi 29,2% verðbólgu á ársgrundvelli. Síðastliðna 12 mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 15,9%. Verðbólga hefur þannig farið stighækkandi allt þetta ár, frá því að vera 5,8% í ársbyrjun og 14,0% í síðasta mánuði. Verð á mat og drykkjarvöru hækkaði um 4,3% (vísitöluáhrif 0,55%) og verð á fötum og skóm um 4,9% (0,22%). Verð á húsgögnum, heimilistækjum, heimilisbúnaði o.fl. hækkaði um 7,1% (0,46%), á varahlutum og hjólbörðum um 19,6% (0,20%), á flugfargjöldum til útlanda um 18,7% (0,20%) og verð á sjónvörpum, dvd-spilurum, tölvum o.fl. hækkaði um 10,6% (0,15%). Verð á bensíni og díselolíu lækkaði um 3,4% (-0,17%). Þegar breytingar á vísitölunni eru skoðaðar eftir eðli og uppruna síðastliðna 12 mánuði (tafla 1) sést að það eru einkum innfluttar vörur sem hafa hækkað í verði umfram Matvælaverð Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands annað verðlag (liðir 5-8). Einnig hafa innlendar mat- og drykkjarvörur og grænmeti hækkað umfram vísitölu neysluverðs. Liðurinn matur og drykkjarvörur hækkaði um 4,34% frá september til október. Aðeins fiskur lækkaði milli mánaða en innfluttar matvörur hækkuðu um 8,34% (ávextir, sykur, kaffi, te, kakó o.fl.). Brauð og kornvörur hækkuðu um 7,39% og grænmeti, kartöflur o.fl. um 8,25%. Hafa verður í huga að um 60% af fersku grænmeti sem landsmenn neyta er innflutt og lækkun krónunnar kemur því fram í hækkunum á grænmeti. Einnig er flutt Breyting Sept-Okt Okt '07- okt '08 Vísitala neysluverðs 2,15% 15,92% 1 Búvörur án grænmetis 1,74% 14,95% 2 Grænmeti 8,80% 32,86% 3 Aðrar innlendar mat- og drykkjarvörur 3,96% 23,62% 4 Aðrar innlendar vörur 4,09% 13,79% 5 Innfluttar mat- og drykkjarvörur 8,23% 43,09% 6 Nýr bíll og varahlutir 2,39% 25,48% 7 Bensín -3,47% 27,81% 8 Innfluttar vörur aðrar 6,25% 20,10% 9 Áfengi og tóbak 1,22% 8,32% 10 Húsnæði -0,55% 10,53% 11 Opinber þjónusta 0,87% 6,88% 12 Önnur þjónusta 2,03% 12,02% Hvar er mjólkurgreiðslumarkið? Verðlagsárið var greiðslumark í mjólk alls 117 milljónir lítra, 14,7% hærra en tíu árum fyrr, verðlagsárið Meðfylgjandi tafla sýnir breytingar á greiðslumarki búmarkssvæða á þessu tíu ára tímabili, að teknu tilliti til aukningar á heildargreiðslumarki. Hlutfallslega hefur aukningin verið mest í A-Barðastrandarsýslu og Breiðdals- og Djúpavogshreppum að því frátöldu að mjólkurframleiðsla hefur lagst af í Norður-Þingeyjasýslu. Í magni talið er mest aukning á mjólkurgreiðslumarki í Árnes- og Rangárvallasýslum en samdráttur mestur í Borgarfirði norðan Skarðsheiðar og Austur-Húnavatnssýslu. EB Svæði 2007/2008 Breyting Gullbringu- og Kjósarsýsla ,41% Borgarfjörður sunnan Skarðsheiðar ,58% Borgarfjörður norðan Skarðsheiðar ,39% Mýrasýsla ,85% Snæfellsnessýsla ,58% Dalasýsla ,65% A-Barðastrandarsýsla ,96% V-Barðastrandarsýsla ,82% V-Ísafjarðarsýsla ,22% N-Ísafjarðarsýsla ,93% Strandasýsla og V-Húnavatnssýsla ,36% A-Húnavatnssýsla ,54% Skagafjörður ,20% Eyjafjörður vestan Fnjóskadals ,29% S-Þingeyjarsýsla austan Fnjóskadals ,91% N-Þingeyjarsýsla 0-100,00% Vopnafjörður ,79% Hérað og Norðfjörður ,37% Breiðdals- og Djúpavogshreppar ,81% A-Skaftafellssýsla ,19% V-Skaftafellssýsla ,48% Rangárvallasýsla ,12% Árnessýsla ,02% Allt landið inn frosið grænmeti. Síðastliðna 12 mánuði hafa innlendar búvörur hækkað um 14,95%. Kjöt hefur aðeins hækkað um 9,9%, en mjólk og mjólkurvörur hafa að meðaltali hækkað um nálægt 21%. Á sama tíma hefur mjólk til framleiðenda hækkað úr 48,64 kr/lítra í 64 kr/lítra eða um 31,6%. Gosdrykkir, safar og vatn Kaffi, te og kakó Drykkjarvörur Aðrar matvörur Sykur, súkkulaði, sælgæti o.fl. Grænmeti, kartöflur o.fl. Ávextir Olíur og feitmeti Mjólk, ostar og egg Fiskur Kjöt Brauð og kornvörur Matur Matur og drykkjarvörur Vísitala neysluverðs Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir september 2008 sep.08 júl.08 okt.07 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2008 sep.08 sep.08 sep.07 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,6-1,2 4,4 28,1% Hrossakjöt ,0-17,3 4,8 3,4% Nautakjöt ,9-1,2 7,0 13,4% Sauðfé * ,9 5,7 3,7 31,9% Svínakjöt ,3 14,1 6,5 23,2% Samtals kjöt ,3 4,4 5,0 Innvegin mjólk ,6 1,4 2,1 Sala innanlands Alifuglakjöt ,1-1,2 5,4 29,9% Hrossakjöt ,6-9,6-13,7 2,4% Nautakjöt ,1-0,3 6,4 14,4% Sauðfé ** ,2 22,3 1,9 28,1% Svínakjöt ,3 15,3 6,6 25,2% Samtals kjöt ,5 9,2 4,3 Mjólk/próteingrunni ,8 3,0 2,6 Mjólk/fitugrunni ,8 3,8 4,0 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana. Framleiðsla og sala búvara í september Þegar horft er til næstu vikna og mánaða er mikil óvissa um þróun gengis og verðbólgu. Hagdeild ASÍ spáir að verðbólga muni aukast á næstu mánuðum og nái hámarki í ársbyrjun Allar áherslur stjórnvalda miða að því að fá gjaldeyrismarkaði aftur í lag og hvernig til tekst ræður miklu um þróun verðlags á neysluvörum næstu vikur. Síðasta verðmæling Hagstofunnar fór fram október og vera kann að enn sé gengisfall krónunnar síðustu vikur ekki komið að fullu fram í verðlagi. Á móti kemur Breytingar á vísitölu milli september og október innan flokksins Matur og drykkjarvörur. síðan lækkandi hrávöruverð á heimsmarkaði. Verð á olíu, málmum og korni hefur farið lækkandi á heimsmarkaði undanfarið og getur þetta átt eftir að koma neytendum hér á landi til góða. EB Heimsmarkaðsverð á korni Heimsmarkaðsverð á korni hefur farið lækkandi síðan í júní. Meðfylgjandi graf sýnir verð á tonni af helstu korntegundum í US$ á kornmarkaðnum í Chicago. Í ESB löndunum er því spáð að kornuppskera í ár verð 19% meiri en í fyrra, eða milljón tonn. Spáð er 22,5% aukningu í hveitiframleiðslu og 29,5% aukningu í maísframleiðslu. Á heimsvísu eru horfur á mikilli framleiðsuaukningu í ár og þar með fallandi verði. Heimild: Internationella Perspektiv. /EB Góð sala var á kjöti í september síðastliðnum. Samanborið við saman tíma í fyrra er aukningin 13,5%. Mest munar um 40% meiri sölu á svínakjöti en á sama tíma í fyrra. Þetta virðist mega skýra í ljósi þess að framleiðsla og sala svínakjöts í september 2007 var mun minni en í ágúst og október sama ár. Framleiðsla og sala svínakjöts í september nú var tonnum meiri en í júlí og ágúst á þessu ári. Skýringin á mikilli framleiðslu og söluaukningu nú virðist því að einhverju leyti liggja í tilfærslum milli mánaða. Sala á kindakjöti var 9,2% meiri en í sama mánuði í fyrra og 7,1% aukning var í sölu alifuglakjöts. Þegar horft er til síðustu tólf mánaða er hefur kjötsala aukist um 4,3%. Á sama tíma er hefur framleiðsla aukist um 5%. Sala mjólkurvara gekk vel í september. Á fitugrunni var mjólkursala 9,8% meiri en í sama mánuði í fyrra og á próteingrunni 6,8% meiri. Sem dæmi var sala osta 6,8% meiri en í sama mánuði í fyrra (á próteingrunni). Undanfarna tólf mánuði hefur sala á mjólk aukist um 0,43%, rjóma um 3,27%, ostum um 6,5% og viðbiti um 3,52%. Hins vegar hefur sala á skyri dregist saman um 7,45% og jógúrt um 3,95%. Heildarsala á próteingrunni sl. 12 mánuði er tæplega 117 milljónir lítra sem er 2,6% aukning miðað við næstu 12 mánuði á undan. Á fitugrunni nemur söluaukningin 2,1% á ársgrundvelli. EB

19 19 Líf og starf Frábær byrjun á nautgriparæktarnámskeiðum á Norðurlandi Bændasamtök Íslands hófu nú á dögunum, námskeiðaröð í nautgriparækt sem skipulögð er í samvinnu við búnaðarsambönd og Endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands. Um er að ræða tveggja daga námskeið sem opið er öllum kúabændum og er þátttakendum að kostnaðarlausu. Á fyrra degi námskeiðsins er farið í nýja skýrsluhaldskerfið HUPPU og NorFor fóðurmatskerfið kynnt fyrir bændum. Það eru þær Berglind Ósk Óðinsdóttir og Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, fóður- og nautgriparáðunautar hjá Bændasamtökum Íslands sem hafa umsjón með þessum hluta námskeiðsins. Seinni dagur námskeiðsins, sem alla jafna er haldinn 3-6 vikum eftir þann fyrri, fjallar um kynbótastarfið þar sem komið verður inn á þætti eins og ræktun og kynbætur, frjósemi nautgripa og þjónustu nautastöðvar BÍ. Sá hluti er í höndum þeirra Magnúsar B. Jónssonar nautgriparæktarráðunauts og Sveinbjörns Eyjólfssonar forstöðumanns Nautastöðvarinnar. Fystu námskeiðin í námskeiðaröðinni voru haldin í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu 20. og 21. október síðastliðinn og í Skagafirði þann 27. október. Óhætt er segja að móttökur bænda á Norðurlandi hafi verið afbragðsgóðar og fór þátttaka á fyrsta námskeiðinu á Akureyri langt fram úr áætlun þar sem yfir 40 kúabændur mættu til leiks. Þurfti á síðustu stundu að færa námskeiðið í stærra húsnæði vegna mikillar þátttöku. Þingeyingar og Skagfirðingar gáfu svo nágrönnum sínum lítið eftir, í Suður-Þingeyjarsýslu sóttu 17 bændur námsekiðið sem haldið Þegar áburðarverð hækkar er um tvennt að ræða. Annað hvort reynir maður að finna ódýrari áburð eða reynir að nýta enn betur en áður þann áburð sem keyptur er. Það er ánægjulegt að sjá að Húnvetningar eru að reyna hið fyrrnefnda og vonandi gengur það dæmi upp, en verður varla að veruleika fyrr en eftir einhver ár. Á meðan er að þrauka þorrann og góuna og vanda áburðarnotkun eins og kostur er. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands og Ráðunautaþjónusta Húnaþings og Stranda standa að námskeiði þann 26. nóvember á Laugarbakka, þar sem fjallað verður um áburðarmál frá sem flestum hliðum: Hvernig er áburðarþörf metin? Hvernig á að túlka jarðvegs- og heyefnagreiningar og hvernig mætum við ætlaðri þörf með búfjáráburði og tilbúnum áburði? Hvaða efnamagn er í búfjáráburði og hvernig nýtast áburðarefnin? Úr hverju er tilbúinn áburður gerður, skiptir leysanleiki fosfórs og hlutfall ammoníum og nítrats einhverju máli? Er raunverulegur gæðamunur á einkorna og fjölkorna áburði? Hvað um hörku áburðarkornanna og leysanleika? Hvað ræður dreifigæðum? Er alltaf til blanda sem passar og hvað þá? Hin hliðin á peningnum er hvaða plöntur eru ræktaðar, er í rauninni eitthvert val um túngrös, eru belgjurtir vænlegur kostur? Og hvað um grænfóður, þar er úrvalið mikið, bæði margar tegundir og stofnar. Hvað segja rannsóknir og reynsla okkur um eiginleika þessara tegunda og stofna og hvernig getum við nýtt okkur þessa eiginleika? var á Narfastöðum og í Skagafirði voru rúmlega 20 þátttakendur á þessum fyrri degi námskeiðsins. Leiðbeinendur voru að vonum ánægðir með mikinn áhuga norðlenskra kúabænda og ekki síður þá miklu og góðu vinnu sem nautgriparæktarráðunautar heima í héraði hafa lagt í undirbúning námskeiðanna. Í allt er áætlað að halda 12 tveggja daga námskeið um allt land enda er markmiðið að gera sem flestum kúabændum fært að sækja námskeiðin sem næst sínu heimili. Staðsetning námskeiðanna er í höndum búnaðarsambanda á hverju svæði fyrir sig og á stóru búnaðarsambandssvæðunum tveimur, Vesturlandi og Suðurlandi, hafa verið skipulögð 3-4 námskeið á hvoru svæði enda fer þar saman mikil landfræðileg stærð og fjöldi kúabænda. Hringferð þeirra Berglindar og Gunnfríðar stendur nú yfir. Í gær var haldið námskeið í Dalabúð og í dag, 4. nóvember, á Blönduósi. Þar næst liggur leiðin í Austur- Skaftafellssýslu þann 10. nóvember og þaðan áfram um Suðurland. Hringferð þeirra Magnúsar og Sveinbjarnar hefst 12. nóvember í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu. Við hvetjum kúabændur til þess að kynna sér dagsetningar námskeiðahaldsins í sínu heimahérði. Hægt er að hafa samband við ráðunauta búnaðarsambanda varðandi nánari upplýsingar eða hafa samband beint við Ásdísi Helgu Bjarnadóttur hjá endurmenntunardeild Landbúnaðarháskóla Íslands í síma: / eða um netfangið Hverju á að sá hvað á að bera á? Leiðbeinandi á námskeiðinu verður Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við LbhÍ, en allar upplýsingar um námskeiðið og skráningar má finna á heimasíðu skólans www. lbhi.is undir stök námskeið eða með sendingu um netfangið HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Öðru hvoru heyrir maður af náttúrulegum lækningaráðum dýra og manna og má þá einu gilda hvort um er að ræða inntöku ýmissa elixíra, eins og stundum er sagt, þ.e. samsuðu ýmissa efna og jurtaseyðis af öllum gerðum, eða þá breytingar á samsetningu almenns fæðis. Í öðru lagi eru náttúrulegar lækningar sem byggjast aðallega á breyttum lífsstíl, hreyfingu og ástundun heilbrigðs lífernis almennt. Það er auðvitað misjafnt hvað menn kjósa að kalla heilbrigt líferni. Frakkar fullyrða t.d. að hjarta- og kransæðasjúkdómum megi fækka með reglulegri neyslu rauðvíns, þ.e. að með því að drekka 1-2 rauðvínsglös á dag megi menn reikna með því að standa síður uppi með það einn daginn, eða öllu heldur að steinliggja með það einn góðan veðurdag, að hjartað er að gefast upp vegna æðaþrengsla. Þessa speki nýti ég mér að sjálfsögðu reglulega, þegar ég kem heim með rauðvínsflösku undir hendinni og konunni finnst frekar stutt síðan síðast þegar ég birtist vopnaður rauðvíni með sömu rökum. Glaðbeittir þingeyskir kúabændur ásamt leiðbeinendunum Berglindi (lengst til vinstri í fremstu röð) og Gunnfríði (nr. 4 frá vinstri í fremstu röð). Fylgst með fróðlegum erindum á námskeiðinu í Eyjafirði. Málstofa um verkefnið Orsakir kálfadauða Á árunum var gerð viðamikil rannsókn á orsökum ungkálfadauða sem verið hefur viðvarandi vandamál í íslenskri nautgriparækt. Að verkefninu stóðu sameiginlega Landbúnaðarháskóli Íslands, Bændasamtök Íslands og Landbúnaðarstofnun (nú Matvælastofnun). Þá var einnig samvinna við búnaðarsamböndin á þeim svæðum sem rannsóknin náði til og einnig við Rannsóknarstöð Háskólans í meinafræði að Keldum um ákveðna verkþætti. Rannsóknin var margþætt og fól í sér alls 6 undirverkefni. Orsakir kálfadauða hjá fyrsts kálfs kvígum Kálfadauði og áhrifaþættir fóðrunar Áhrif verkunar á E-vítamín í heyi Burðaratferli íslenskra kúa og smákálfadauði Áhrif selenáburður í túnrækt og byggrækt Áhrif erfðaþátta á kálfadauða Þann 28. nóvember verður haldin málstofa þar sem meginniðurstöður rannsóknarinnar verða kynntar og þær síðan gefnar út í sérstöku riti frá Landbúnaðarháskóla Íslands. Á málstofunni verða haldin sjö erindi sem öll fjalla um niðurstöður úr rannsókninni og auk þess mun Dr. John Mee sérfræðingur frá Írlandi flytja yfirlitserindi um viðfangsefnið en hann er þekktur fræðimaður á þessu sviði Málstofan verður haldin í húsakynnum Bændahallarinnar og hefst kl. 10 en lýkur kl. 16. Málstofan er öllum opin, þátttökugjald er kr og greiðist við skráningu hjá Endurmenntun LbhÍ, í síma / eða um netfangið endurmenntun@lbhi.is Nauðsynlegt er að skrá sig fyrir 26. nóvember. En hvað um það. Ég hef margsinnis í starfi mínu heyrt af tilraunum og góðum ásetningi bænda við að lækna kýr af allskyns kvillum, s.s. júgurbólgu, lystarleysi og doða, eða losa þær við hildir, með sk. náttúrulegum aðferðum og hjálp ýmissa efna sem ekki flokkast undir hefðbundin lyf á borð við fúkkalyf. Auðvitað gengur þetta upp og niður; sumir eru vissir um góðan árangur og nefna auðskiljanleg dæmi því til staðfestingar. Svo eru aðrir sem gefa skít í slíkar kúnstir, reyna e.t.v. einu sinni og verði ekki vart bata er að þeirra mati fullreynd sú aðferðin. Það er ekki mitt að dæma um gagnsemi slíkra aðferða, en þó er ljóst að ýmsar þær aðferðir og efni sem notuð eru verða seint talin skepnum til skaða. Það sem raunar gæti skaðað í þessu tilfelli er ef viðkomandi bóndi kallar ekki til dýralækni, þegar einsýnt er að aðferðin dugar ekki og skepnan er e.t.v. farin að líða fyrir það að of seint er kallað á aðstoð dýralæknisins. En ég vil trúa því að bændur séu skynsamari en svo að þetta sé vandamál. Rakst á forvitnilega bók á dögunum, sem er kveikjan að þessum háspekilegu hugrenningum mínum um óhefðbundar lækningar. Hún heitir Læknisdómar alþýðunnar og er eftir bandarískan lækni sem hellti sér út í rannsóknir á ýmsum undarlegum kenningum. Hann er þess fullviss eftir margar og merkilegar tilraunir að eplaedik sé kraftaverkameðal og svo mikið fjallar hann um gagnsemi þess við allskyns sjúdómum að maður fer að halda að á næstu blaðsíðu nefni hann dæmi um mann sem reis upp frá dauðum eftir að hellt var ofan í hann eplaediki. Hann nefnir fjölmörg dæmi um góðan árangur júgurbólgulækninga með eplaediki og þegar ég las þetta mundi ég eftir því að hafa á árum áður heyrt af því að Húnvetningar voru að fikta með eplaedik við júgurbólgu og væri nú fróðlegt að heyra af reynslu þeirra. Nú kannski hlæja Húnvetningar og segja: Er maðurinn að uppgötva þetta fyrst núna? En, sem sé; rauðvín og eplaedik í kreppunni. Verst að rauðvínið er dýrara en edikið og svo skal ég hundur heita ef ég skipti úr rauðvíni í eplaedik. Uppeldi og fóðrun kvígna Skiptir hún máli? Mikill breytileiki er í fóðrun og meðferð kálfa og kvígna á Íslandi og víða er vaxtargetan vannýtt. Margt bendir til að almennt sé ekki verið að mæta þörfum kálfa og kvígna í uppeldi. Einkum er ójafnvægi í hlutföllum fóðurefna áberandi. Þetta getur svo leitt til þess að kvígur safni óhóflegum holdum, en stækki ekki sem skyldi. Óhófleg holdsöfnun er mjög óæskileg, sérstaklega á hinu svokallaða krítíska tímabili á aldrinum 5-15 mánaða, þar sem hún leiðir til fitusöfnunar í júgur og lægri ævinytar. Gróffóður er gjarnan of lágt í próteini til að mæta þörfum. Hlutfall steinefna og vítamína í heimaöfluðu fóðri er einnig mjög lágt miðað við þarfir til vaxtar og eðlilegs þroska gripanna. Meðal burðaraldur hjá fyrsta kálfs kvígum er nú rúmir 28 mánuðir. Samkvæmt hagfræðilegum útreikningum er talið hagkvæmast að kvígur beri 24 mánaða gamlar. Það sem lagt er til grundvallar þarna er einkum aukinn kostnaður við húsnæði, viðhaldsfóður og aukna vinnu. Dæmi: Bóndi sem setur á 20 kvígukálfa á ári er með að jafnaði 40 gripi í uppeldi ef burðaraldur er 24 mánuðir. Ef hins vegar burðaraldur er 28 mánuðir er fjöldi gripa að jafnaði 47 eða 7 gripum fleira. Viðhaldsfóður fyrir 20 kvígur í 4 mánuði nemur um 10 þús. fóðureiningum eða rúmlega 40 rúllum. Síðan má áætla hver kostnaðurinn er, en líklegt er að hann sé um 500 þús. kr. á ári miðað við þessar forsendur. Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands býður nú fram námskeið fyrir bændur, sem hefur það að markmiði að gefa markvissar leiðbeiningar um helstu þætti er varða uppeldi á kvígum til viðhalds kúastofninum. Farið verður yfir fóðrun, aðbúnað og sjúkdómavarnir á mismunandi tímaskeiðum í uppeldinu, undirbúning kvígunnar fyrir burð og fóðrun kvígna á 1. mjaltaskeiði. Rætt verður um leiðir til að fullnýta vaxtargetu gripanna miðað við burð um 24 mánaða aldur. Fjallað verður um sumarbeit kvígna í uppeldi. Farið verður yfir aðferðir til að meta árangur uppeldisins á hverjum tíma. Leiðbeinendur námskeiðsins eru þeir Grétar Hrafn Harðarson og Jóhannes Sveinbjörnsson, sérfræðingar hjá LbhÍ. Námskeiðið fer fram fimmtudaginn 20. nóvember næstkomandi að Reykjum í Ölfusi, sjá nánar á eða í símum / Fjörðungar buðu best Þrjú tilboð bárust sveitarstjórn Grýtubakkahrepps sem á dögunum auglýsti eftir tilboðum í leigu á Hvammslandi, ofan girðingar til rjúpnaveiða nú í haust. Fjörðungar buðu 85 þúsund krónur, Loftur Jón Árnason og Jón Þorsteinsson buðu 62 þúsund krónur og Ferðaþjónustubýlið Hléskógar bauð 30 þúsund krónur. Samþykkt var á fundi sveitarstjórnar í vikunni að ganga til samninga við Fjörðunga um leigu á landinu.

20 20 Hvers vegna ekki að útrýma garnaveiki, ef það er hægt? Hvernig miðar bólusetningu gegn garnaveiki? Mikilvægasta vörn gegn garnaveiki er vel og snemma framkvæmd bólusetning ásetningslamba og kiða. Útrýming garnaveiki hefur tekist á einu svæði á fætur öðru, þar sem bólusetningin hefur verið í lagi, en fleira þarf þó til. Nú ætti bólusetning að vera komin vel á veg á garnaveikisvæðunum. Þess er vænst, að bólusetningarmenn hafi tiltækar upplýsingar um það, hvort eftir sé að bólusetja síðheimt lömb eða einstaka hópa á svæði þeirra, þegar eftir verður leitað bráðum hjá héraðsdýralæknum. Fylgt verður nýrri reglugerð um bólusetninguna (Rg. 933/2007). Eigendur bera aðalábyrgð á því, að öll ásetningslömb þeirra séu bólusett í tæka tíð. Bólusetningarmenn bera ábyrgð á því að bólusett sé hjá öllum á því svæði, sem þeim er falið af héraðsdýralækni að bólusetja á og héraðsdýralæknir skipuleggur bólusetninguna þannig að bólusett séu fyrir áramót öll ásetningslömb á öllum bæjum og fylgst sé með síðheimtum lömbum. Sveitarstjórn ber ábyrgð einnig og getur boðið út bólusetninguna. Hvað er garnaveiki? Garnaveiki er smitandi, langvinnur, ólæknandi bakteríusjúkdómur, sem leggst á kindur, geitur, nautgripi og hreindýr. Óvíst er, hvort fólki er hætta búin af garnaveiki (Crohns disease). Úrtrýming hennar er nauðsyn. Hvar er garnaveiki: Suð-Austurland frá Berufirði að Öræfum, Suður- og Vesturland frá Markarfljóti að Gilsfirði, Norðurland frá Hvammstanga að Skjálfandafljóti. Hvar hefur garnaveiki verið upprætt úr sauðfé?: Eyjafjöll, Biskupstungur, Vestfjarðakjálki (Hólf 12), Miðfjarðarhólf, Skjálfandahólf, Austurland suður að Berufjarðarbotni. Sjúkdómavarnir Sigurður Sigurðarson dýralæknir Hvar hefur mistekist að uppræta garnaveiki? Vatnsneshólf. Hvar hefur garnaveiki aldrei fundist? Öræfi, V-Skaft., Vestmannaeyjar, Vestfjarðakjálki (Hólf 9-11, 13 og 14), Grímsey, Mývatnssveit. Hvar má hætta að bólusetja bráðlega? Snæfellsnes, N-Dalahólf. Sveitarstjórnir gætu farið að undirbúa aðgerðir á fleiri svæðum. Hvað þarf að gera til að uppræta garnaveiki? Það virðist augljóst að garnaveiki má útrýma alls staðar, en til þess þarf þekkingu, vilja, skipulag og samstöðu. Sveitarfélög og svæði (varnarhólf), sem telja sér hag í að uppræta veikina, ættu í samráði við héraðsdýralækna að tilnefna mann eða menn til undirbúnings og eftirfylgni eða fela það landbúnaðarnefnd. Ásetningslömb, sem hægt er að velja, ætti að taka undan ánum í fyrstu smölun og setja á tún, sem ekki voru beitt s.l. vor og síðar í hrein hús, nota hrein drykkjarílát og ómengað hey. Bólusetja ætti á garnaveikibæjum sem allra fyrst (í september eða fyrr). Seinna má bólusetja á ósýktum bæjum, en engin kind ætti að vera óbólusett um áramót neins staðar. Látið ekki uppdráttarkindur, hugsanlega garnaveikismitbera, í sömu stíu og lömb. Fjarlægið þær úr hjörðinni og látið rannsaka strax. Tryggið, að garnaveiki leynist ekki í kúm eða geitum. Látið ekki vatn eða fóður óhreinkast af saur. Fræðaþing 2009 í fullum undirbúningi Undirbúningur fyrir Fræðaþing landbúnaðarins 2009 er í fullum gangi. Ákveðið hefur verið að Fræðaþingið fari fram dagana 12. og 13. febrúar nk. og er stefnt að því að dagskrá verði sameiginleg fyrir hádegi fyrri daginn, segir Gunnar Guðmundsson sem situr í undirbúningsnefnd Færðaþings landbúnaðarins 2009 fyrir Bændasamtök Íslands. Gunnar segir að ákveðin mynd sé komin á eftirfarandi fimm málstofur. Matvælaframleiðsla í breyttum heimi. Þar verður fjallað um flæði búfjáráburða, sjúkdómavarnir vegna innflutnings og hættu á að sjúkdómar berist til landsins og svo um upprunamerkingar matvæla. Ennfremur eiga eftir að bætast við nokkur erindi inn í þessa málstofu. Nýsköpun í dreifbýli. Fjallað verður heimavinnslu afurða og matvæla; m.a. um verkefnið Beint frá býli. Veiðimálastofnun mun leggja til efni fyrir málstofuna Vatn og votlendi. Þar eru nokkur erindi um hrygningu, framvindu fiskistofna í stökum vatnasvæðum, þörunga og smádýralíf í Lagarfljóti o.s frv. Um áburð, jarðrækt og nýtingu áburðarefna. Þessi málstofa verður líklega nokkuð stór enda umfjöllunarefnin mikilvæg í nútímanum t.a.m. í umræðunni um áburðaverð. Aðbúnaður og heilbrigði búfjár. Þar verður rætt um unglambadauða, kálfadauða og riðupróf í sauðfé. Þá hefur Matís, sem er nýr aðili að undirbúningnefnd Fræðaþingsins, á sinni könnu erindi sem varða matvælavinnslu, kæliherpingu í sláturhúsum og ýmsa tengda hluti. Þetta er í grófum dráttum þær málstofur sem nokkur mynd er komin á, segir Gunnar. Ein önnur er þó á teikniborðinu; Frá sandi til skógar, en þar eru erindi sem tengjast fyrst og fremst landgræðslu, jarðvegsvernd, landnámi og útbreiðslu einstakra landnámsjurta eins og birkis ofl. Landgræðsla ríkisins ber fyrst og fremst á ábyrgð á þessari málsstofu, bætir hann við. Hann segir að ýmis erindi séu ótalin sem gerð verður grein fyrir í Bændablaðinu þegar þeir efnisþættir hafa að fullu komið fram. Gamalt fyrirbrigði Gunnar segir Fræðaþing landbúnaðarins vera hundgamalt fyrirbrigði. Það fer að nálgast stórafmæli. Samkvæmt þeim heimildum sem ég hef þá var fyrsti Ráðunautafundurinn, sem var forveri Fræðaþingsins, haldinn um mánaðamótin nóvember og desember árið Framan af voru þeir haldnir annað hvert ár, en tilgangur ráðunautafundanna var að Sjúkdómsorsökin, tjón, framkvæmd varna Garnaveikisýklarnir eru skyldir hinum illræmdu berklasýklum og mjög lífseigir. Þeir geta lifað 1 ár í jarðvegi, vatni og taði utan húss og 1½ ár innan húss. Veikin er skæð í sauðfé og geitum 1½ árs og eldri og getur drepið hluta fullorðna ásetningsfjárins árlega, ef ekki er lag og regla á bólusetningunni. Dauðsföll í óbólusettu fé geta verið 10-40% árlega. Aðeins ein bólusetning nógu snemma er nóg til að líftryggja kind gegn garnaveiki. Bólusetning of seint virðist geta bælt niður veikina en hún fjölgar smitberum. Ef veikin nær að magnast getur hún haldið áfram á staðnum, þrátt fyrir bólusetningu. Þá getur þurft að skipta um fjárstofn, fella allt féð, sótthreinsa hús, tæki og búnað, fá ómengað hey og kaupa nýjan fjárstofn frá ósýktum bæ eða svæði. Veikin er fundvís á óbólusettar kindur á hvaða aldri sem er. Hvers vegna er nauðsynlegt að bólusetja snemma? Svar: Lömbin fæðast án mótefna gegn garnaveiki. Þau fá mótefni úr broddinum. Í broddi vel bólusettrar kindar finnast kröftug mótefni gegn garnaveiki. Einni mínútu eftir að lambið hefur fengið brodd úr vel bólusettri móður mælast kröftug garnaveikimótefni í lambinu. Þau mótefni eru skammvinn, endast aðeins fram til haustrétta. Illa bólusett ær gefur lambinu lakari mótefni úr broddi, sem endast skemur(til júlí). Þegar mótefnin eru gengin til þurrðar t.d. í september, þá er lambið óvarið gegn garnaveiki, smitast og veikist eftir 1-2 ár eða verður smitberi árum saman ellegar veikist, þegar á móti blæs. Þá þarf að bólusetja lambið eða taka það úr hjörð, þar sem garnaveikismit leynist. Bólusetning, sem er vel gerð, gefur langvinn mótefni, sem endast til æviloka. Léleg bólusetning gefur ótrygga vörn. Ef veikin er komin langt á leið, þegar bólusett er, getur lambið snarveikst og drepist úr veikinni á stuttum tíma. Ef tengja saman ráðunautastéttina annars vegar og rannsókna- og kennslugeirann hins vegar. Á þeirri tíð var enda talsvert mikil samvinna milli rannsóknarmanna á Atvinnudeild Háskólans annars vegar og landsráðunauta Búnaðarfélags Íslands hins vegar. Þetta samstarf þróaðist svo hægt og bítandi og upp úr 1960 eru Ráðunautafundir árlega og stóðu í nokkra daga allt uppí viku. Þannig hélst fyrirkomulagið til 1980 en þá gerist Stéttarsamband bænda aðili að fundinum og svo Bændaskólinn á Hvanneyri. Árið 2003 er nafninu svo breytt í Fræðaþing landbúnaðarins og þar með fjölgar þeim aðilum sem koma að málunum. Í dag eru svo eftirfarandi aðilar sem að undirbúning Fræðaþings landbúnaðarins standa: Bændasamtök Íslands ásamt búnaðarsamböndunum í landinu, Landbúnaðarháskóli Íslands, Matvælastofnun, Skógrækt ríkisins, Landgræðsla ríkisins, Háskólinn á Hólum, Veiðimálastofnun, Hagþjónusta landbúnaðarins og Matís. Gunnar segir að hefð sé fyrir því að öll erindi sem haldin eru á Fræðaþingi séu gefin út á bók. Ennfremur hefur þeim á seinni árum verið safnað saman rafrænt og þau geymd á vefslóðinni landbunadur. is. Allt áhugafólk um landbúnað, náttúrufræðirannsóknir og náttúruog líffræðirannsóknir er velkomið á þingið, segir Gunnar að lokum. -smh Lömb fæðast án mótefna gegn garnaveiki en fá þau úr broddinum. mikið tjón er af garnaveiki, getur þurft að kaupa að bólusett lömb en setja ekki á lömb fædd á bænum. Hvenær má hætta að bólusetja? Hætt verður að bólusetja um leið og það er talið öruggt. Bólusetningu má leggja af, þegar liðin eru 10 ár frá síðasta garnaveikitilfelli, þegar upplýsingar eru fengnar um öll vanhöld, vanþrif og veikindi í jórturdýrum síðustu árin, sem gætu bent til garnaveiki og þegar samstaða hefur náðst um aðgerðir í heilum varnarhólfum. Ávinningur: Miklum kostnaði yrði létt af sauðfjárbændum, þjáningum af kindum, skemmd á afurðum og slysahættu af bólusetningarmönnum. Áhætta: Ef upplýsingar eru ófullkomnar og veikin leynist á svæðinu getur hún blossað upp og breiðst út á ný og valdið stórtjóni 2-4 árum eftir að hætt var að bólusetja. Aðeins einn maður, sem ekki lætur að stjórn og vísar ekki ásetningslömbum sínum til bólusetningar, getur spillt því að veikin verði upprætt á þeim stað og valdið því að bólusetja verður áfram í 10 ár á öllu svæðinu í stað þess að geta hætt og aflétt ókostunum. Í guðanna bænum látið vita um slíka menn. Við munum taka á þeim mjúkum höndum og laða til samstarfs. Það er allra hagur að þetta takist. Ef fortölur duga ekki yrði bólusett á þeirra kostnað. Það yrði enn dýrara og auk þess geta þeir, sem ekki hafa bólusett misst gæðastýringarálag samkvæmt nýjum reglum. Búfjáreftirlitsmenn eru beðnir um að leggja þessu máli lið og kanna, hvort allt fé er bólusett svo sem vera ber og láta bólusetningarmann, héraðsdýralækni eða Matvælastofnun vita. Meðan enn er hætta á garnaveiki er ráðlegt að ganga þrifalega um, láta skepnurnar ekki óhreinka drykkjarvatn eða fóður, hýsa ekki aðkomufé með eigin fé, versla ekki með fullorðið fé, aðeins bólusett lömb, taka allar vanþrifakindur úr hjörðinni og láta rannsaka þær. Smitefni frá sýktum svæðum eiga greiðari leið en áður með óhreinum tækjum, línubrjótum, heyi, torfi o.fl. til svæða, þar sem ekki er lengur bólusett. Þá reynir meir á heimamenn að verja svæði sitt gegn smiti. Sú hætta er ekki úr sögunni fyrr en veikinni hefur verið útrýmt. Þá þarf enn frekar að verjast smiti erlendis frá. Nautgripir veikjast 2½ árs og eldri og tjón getur orðið mikið á garnaveikibæjum, ef ekki er gripið til varnarráða. Sumir nautgripir geta gengið með garnaveikismit langa ævi og veikst fyrst, þegar aldur eða aðrir sjúkdómar sækja að. Leita má mótefna og þar með smitbera í blóðsýnum eða mjólkursýnun úr öllum gripum 2ja vetra og eldri, einnig með leit að sýklum í saur og slímhúð úr endaþarmi. Þurft getur að prófa hjörðina oftar en einu sinni til að finna smitbera. Farga þarf grunsamlegum gripum og auka þrifnað og sóttvarnaraðgerðir í samráði við dýralækni. Einkum er mikilvægt að verja kálfana gegn smiti. Nautgripir eru ekki bólusettir. Garnaveiki er aðalástæða þess að hömlur eru á flutningi nautgripa milli landshluta, svæða (varnarhólfa) og bæja. Uppræting garnaveiki myndi létta á þessum hömlum. Hreindýr og geitur geta tekið garnaveiki. Hættan er mest, ef þau eru tekin á hús með sauðfé eða nautgripum á sýktum svæðum. Dýrmætt að búa að íslenskum hugbúnaði í dag Það er dýrmætt í dag að Bændasamtök Íslands hafa alltaf lagt áherslu á eigin hugbúnaðargerð fyrir bændur, ráðunauta og aðra. Þannig hefur gengishrunið og vandamálin með gjaldeyrinn ekki áhrif á verð á forritum til bænda. Hins vegar er ýmis hugbúnaður sem keyptur er að utan, svo sem Microsoft hugbúnaður sem flest fyrirtæki nota á Ísland, t.d. ráðuneyti og stofnanir ríkisins, sem er háður gengi og þarf að greiða hugbúnaðarleyfi af. Einnig er ýmis stoðhugbúnaður sem við nýtum okkur svo sem Oracle leyfi keypt að utan. Ef stöðugleiki kemst ekki á í gengismálum á allra næstu mánuðum hefur þetta áhrif á rekstrarkostnað flestra fyrirtækja. Þetta kom fram hjá Jóni Baldri Lorange, forstöðumanni tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, þegar blaðamaður Bændablaðsins innti hann eftir því hvaða áhrif gengismál hefðu á verð á forritum til bænda. Hugbúnaðarflóra Bændasamtakanna byggist upp á veflægum forritum sem eru þróuð í tölvudeildinni eða af innlendum verktökum sem unnið hafa með okkur. Þetta er íslenskt hugverk heimatilbúinn baggi eins og íslenskar búvörur sem er verðmæt auðlind nú á tímum. Síðan erum við að selja þennan hugbúnað áskrifendum erlendis, aðallega WorldFeng, sem er að skila okkur í ár um sex milljónum kr. í gjaldeyristekjum. Við höfum í dag einnig yfir að ráða öflugum veflægum hugbúnaði í sauðfjárog nautgriparækt sem tækifæri eru í að selja erlendis með sama hætti og WorldFeng. Síðan er í smíðum Net-NPK skýrsluhaldskerfi í jarðrækt sem veitir bændum m.a. aðgang að upplýsingum um heysýni og jarðvegssýni, tengist landupplýsingakerfi samtakanna og mun taka við hlutverki gamla NPK hvað varðar áburðaráætlunargerð. Við höfum einnig ávalt reynt að halda verði á forritum í lágmarki. Þetta hefur verið mögulegt með sjálfstæðri og vandaðri hugbúnaðargerð, lítilli starfsmannaveltu í tölvudeild og góðum stuðningi frá ýmsum aðilum svo sem Framleiðnisjóði landbúnaðarins, sagði Jón Baldur.

21 21 Bændahátíð á Austurlandi Verðlaun veitt fyrir góðan árangur í búskap Árleg Bændahátið Búnaðarsambands Austurlands var haldin með viðhöfn síðasta vetrardag í Valaskjálf á Egilsstöðum. Mæting var mjög góð og myndaðist biðlisti þannig að færri komust að en vildu en samt var reynt að þjappa vel í húsið svo flestir kæmust að. Ekki voru menn með neitt krepputal enda fólk komið til að skemmta sér og öðrum með það að leiðarljósi að maður er manns gaman. Á bændahátíðinni voru veitt verðlaun til bænda í kúa-, sauðfjár- og hrossarækt. Í mjólkurframleiðslunni hlutu Sæmundur Guðmundsson og Ellen Tamdrupt viðurkenningu fyrir hæstu meðalnyt á síðasta verðlagsári samkvæmt skýrsluhaldi og er þetta í fyrsta skipti sem þau hljóta þessa viðurkenningu. Viðurkenningu fyrir meðalvigt og gerð í sauðfjárrækt hlaut Félagsbúið að Lundi á Völlum og hlýtur búið þessi verðlaun nú í þriðja sinn. Í Lundi hefur verið rekið afurðarhátt sauðfjárbú til margra ára en í dag standa þeir bræður Sigurhans og Jón Gunnar Jónssynir ásamt Johönnu Henriksson að búinu. Í hrossarækt hlutu þau Magnús Sigurðsson og Sigríður Ólafsdóttir á Úlfsstöðum, viðurkenningu fyrir kynbótahryssuna Birtu frá Fjórða uppskeruhátíð ferðaþjónustufólks á Norðurlandi var haldin í Skagafirði á dögunum. Hátíðin felst í að ferðast er um viðkomandi svæði einn dag, Pétur Bjarni, t.v., og Gunnar Árnason voru heiðraðir fyrir störf í þágu ferðaþjónustunnar. Sigríður Sigurðardóttir safnstjóri með viðurkenningu Byggðasafns Skagfirðinga, sem Pétur Rafnsson, formaður Ferðamálasamtaka Íslands, afhenti. Myndir ÖÞ Uppskeruhátíð norðlensks ferðaþjónustufólks ferðaþjónustuaðilar heimsóttir og síðan er veisla og skemmtun um kvöldið. Þá eru afhentar viðurkenningar til ferðaþjónustuaðila. Sæmundur Guðmundsson og Ellen Tamdrupt taka við viðurkenningu hjá Vigdísi Sveinbjörnsdóttur formanni Búnaðarfélags Austurlands. Kjarkur og Þor sveitanna kom í hlut hjónanna Ólavíu Sigmarsdóttur og Aðalsteins Jónssonar á Klausturseli Jökuldal. Aðalsteinn þakkar Vigdísi fyrir sig eins og herramanni sæmir. Markaðsskrifstofa ferðamála á Norðurlandi heiðraði tvo menn að þessu sinni; Gunnar Árnason leiðsögumann á Akureyri og Pétur Bjarna Gíslason í Mývatnssveit, en hann hefur verið í forustu fyrir byggingu stórmerkilegs fuglasafns á bænum Ytri-Neslöndum. Þá fékk Byggðasafn Skagfirðinga viðurkenningu frá ferðamálasamtökum Íslands. Um 90 manns víðsvegar að af svæðinu tóku þátt í hátíðinni að þessu sinni. ÖÞ Þrjú eyrnamerki í norskum nautgripum Engin áform um slíkt á Íslandi MAST ber þó að gefa út einhverskonar vegabréf verði nýtt matvælafrumvarp samþykkt Í norskri reglugerð er kveðið á um að í nautgrip, sem fluttur er á milli búa í Noregi, skuli sett hvítt eyrnamerki (sjá meðfylgjandi mynd). Þegar nautgripurinn hefur fengið þetta hvíta merki í eyra ber hann því þrjú eyrnamerki. Sú spurning hefur vaknað hér á landi hvort tilfellið sé að fylgja verði sömu reglum hér, taki Íslendingar upp þær reglugerðir sem fylgja viðauka 1 í nýju matvælafrumvarpi, sem nú er til meðferðar hjá landbúnaðarnefnd Alþingis. Að sögn Konráðs Konráðssonar, sérgreinadýralæknis hjá Matvælastofnun, felur norska reglugerðin það í sér að sé nautgripur seldur eða fluttur á milli búa í Noregi, beri að setja í hann hvítt eyrnamerki. Í Noregi er þessu svo háttað að ef til flutnings kemur ber að merkja nautgripi með þriðja merkinu í eyra. En þetta er norsk reglugerð. Hvort viðlíka ákvæði verða sett í íslenska reglugerð, eða hvort ný íslensk reglugerð verður sett, hefur ekki komið til umræðu, segir Konráð. Ef matvælafrumvarpið verður samþykkt á Alþingi í haust munu u.þ.b. tveimur árum seinna taka gildi hér á landi reglugerðir, m.a. um merkingar nautgripa. Í þeim reglugerðum er ekki krafa um þriðja eyrnamerkið en lögbæru yfirvaldi [í þessu tilviki MAST] ber að gefa út vegabréf sem fylgja eiga gripunum við flutning, eða þess í stað Árnór Benediktsson bóndi á Hvanná kom Ladda á óvart þegar hann bað um orðið í miðri sýningu hjá honum. Erindið var að biðja Ladda um að færa Magnúsi bónda markaskránna svo þeir þarna fyrir sunnan lærðu að þekkja mörkin. Úlfsstöðum. Þessi verðlaun eru veitt þeim hrossaræktanda sem á það hross sem hlýtur hæstan kynbótadóm á árinu af þeim hrossum sem koma til dóms í fyrsta skipti. Til gamans má geta þess að þeir bræður Sigurhans og Jón Gunnar í Lundi eru bræðrasynir Magnúsar á Úlfsstöðum og öll býlin er hlutu viðukenningu fyrir framleiðslu eru í Vallahreppi. Á Bændahátíðinni var verðlaunagripurinn Kjarkur og Þor sveitanna, smíðaður af Hlyni Halldórssyni á Miðhúsum og gefinn af Hlyni og Eddu Björnsdóttur konu hans, veittur í ellefta skipti. Verðlaunagripurinn Kjarkur og Þor hefur farið víða og verið veittur fyrir margvíslega starfsemi á svæði Búnaðarfélags Austurlands. Að þessu sinni hlotnaðist þeim hjónum í Klausturseli á Jökuldal, Aðalsteini Jónssyni og Ólavíu Sigmarsdóttur, sá heiður að veita viðtöku Kjarki og Þor sveitanna. Í Klausturseli er stundaður sauðfjárbúskapur með um 450 fjár á fóðrum auk þess sem þau reka sauðfjárbúið á Vaðbrekku með 270 kindur. Þar er rekið gallerí og leðurvinnustofa þar sem aðallega er unnið með hreindýraleður, auk þess sem þar er rekinn lítill dýragarður. Aðalsteinn og Ólavía eru til viðbótar með gisti- og veitingasöluna Á Hreindýraslóðum á Skjöldólfsstöðum. Aðalsteinn starfar líka sem leiðsögumaður með hreindýraveiðimönnum, grípur í rúning og á sæti í nokkrum stjórnum og nefndum. Vinnueftirlit Ríksins veitti sérstök verðlaun til þess býlis sem þykir skara fram úr í að bæta vinnuaðstöðu á bændabýlum í umdæmi Búnaðarsambands Austurlands. Verðlaunin voru veitt hjónunum Ingifinnu Jónsdóttur og Arnóri Benedikssyni á Hvanná. Skemmtunin fór hið besta fram og lauk með fjörugum dansleik þar sem hljómsveitin Von spilaði undir dansi og hélt uppi stuði langt fram á nótt, dansgólfið alltaf troðfullt og ekki ríkti neitt vonleysi á þessari skemmtun. ÞóraSól Gullastokkur gamlingjans Ný bók eftir Vilhjálm Hjálmarsson frá Brekku Bókaútgáfan Hólar hefur gefið út bókina Gullastokk gamlingjans, eftir Vilhjálm Hjálmarsson á Brekku í Mjóafirði. Þar rifjar hann upp bernsku- og ungdómsárin og bregður upp svipmyndum af fjölmörgu fólki sem kom og fór; meðal annars slyngum sláttumönnum og dugmiklum kaupakonum; fólki sem talaði jafnan tæpitungulaust. Þarna segir t.d. frá Birni nokkrum Guðjónssyni sem í mörg ár hjálpaði Vilhjálmi að moka út úr húsunum og aka skít á völl. Það var einhverju sinni að Vilhjálmur var að koma að sunnan eftir þinglok. Hann fór austur með Esjunni og þegar hún var í þann veginn að leggjast að bryggju í Mjóafirði og margir farþegar á þiljum uppi sést hvar Björn kemur askvaðandi niður á bryggju og kallar hátt til þingmannsins: Hæ! Hæ! Skíturinn bíður, Vilhjálmur, skíturinn bíður! Gullastokkur gamlingjans er nítjánda bók Vilhjálms Hjálmarssonar. tryggja að flutningurinn sé skráður í viðurkenndan gagnagrunn sem uppfyllir ákvæði evrópsku reglugerðanna. Ef tölvukerfið MARK verður tilbúið til þessa, þegar viðkomandi reglugerðir taka gildi, þarf ekki að gefa vegabréfið út, segir Konráð Konráðsson. Bændablaðið ræddi einnig við Jón Baldur Lorange, forstöðumann tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, en Bændasamtökin reka MARK. Jón Baldur segir Bændasamtökin hafa unnið með MAST og sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu til að tryggja að unnt sé að þróa MARK áfram, m.a. svo að kerfið uppfylli skilyrði í ESB-reglugerðum ef þær ganga lengra en innlenda reglugerðin um skyldumerkingar nr. 289/2005. Það mál sé í góðum farvegi. Við áttum einnig nýlega fund með ráðherra þar sem við lögðum fram spurningar um hvort og hvaða ESB-reglugerðir tækju hér gildi við innleiðingu á lögum ESB um svonefnt matvælafrumvarp og hvaða áhrif það hefði á merkingarskyldu bænda. Á þeim spurningalista var m.a. spurning um þetta þriggja merkja nautgripamál, sagði Jón Baldur Lorange. -smh

22 22 Hrörnar sú þöll Gamall tannlaus, gisinhærður öldungur situr með staf í hendi innan um tugi barnabarna og barnabarnabarna. Augu hans eru tómleg og maður veltir því fyrir sér hvort hann sé í raun lifandi. Þetta er mynd úr heimsmetabókinni og karlinn var elsti maður í heimi, 120 ára. Oft hef ég séð tré sem minna mikið á þetta gráhærða, vindblásna karlhró. Þetta eru tré sem eru farin að hrörna. Það er flagnaður börkur af hálfum stofninum og aðeins lítill hluti greinanna er skrýddur laufi. Þegar maður sér þessi tré fyrst þá hugsar maður sem svo að þau verði örugglega dauð að ári. En raunin er önnur. Tré geta lifað í áratugi og aldir eftir að þau fara að hrörna. Þessi tré væru varla kölluð augnayndi í görðum. En í skógum gegna þau sínu hlutverki. Gamli lundurinn við þinghúsið Það var þannig fyrir hundrað árum að félagsheimili voru kölluð þinghús. Þetta tiltekna þinghús stendur á Svalbarðsströnd og heitir nú Safnasafn. Þar er ungmenna- og kvenfélagsreitur sem stofnaður var Ég hef fengið þann heiður að snyrta þennan lund annað veifið. Þar má sjá hvernig aldurinn fer misjafnlega með trén. Birkið er farið að falla. Það verður undir hinum stórvaxna reyniviði og er ekki jafn lífseigt. Reynirinn er ótrúlega glæsilegur. Hann er enn í fullu fjöri og ekkert bendir til annars en hann dugi þarna í einhverja áratugi enn. Gulvíðir frá Sörlastöðum stendur ótrúlega vel fyrir sínu þar sem hann hefur næga birtu. Hann hefur örugglega endurnýjast með stofnskotum. Lerki lítur einnig vel út og á mikið eftir. Nokkuð er farið að brotna undan snjó, eitthvað farið að vindfalla og mörg trén eru krónulítil vegna þess hve þéttur lundurinn er. Fara verður varlega með svona reiti. Þetta eru fornminjar og minnisvarðar um unga Ísland. Gróður og garðmenning Helgi Þórsson bú- og garðyrkjufræðingur í Kristnesi Hversu gömul ertu gæskan? Það er nauðsynlegur hluti í trjárækt að velta fyrir sér hversu gamalt tré kunni að verða. Það er bara ekki auðvelt að gefa svar við þessu. Hæsti mældi aldur hjá tegundinni er oftast margfaldur meðalaldur. Hér smelli ég upp nokkrum óábyrgum tölum um aldur lífvera til að gefa einhverja hugmynd: Manneskjan verður svona um það bil 80 ára ef hún deyr ekki miklu fyrr. Hundurinn 10 ára. Músin 1 árs. Kúskel 200 ára (405). Birki ára (180). Reynir ára (200). Greni ára. Fura ára (5000). Lerki ára (1000). Tölur innan sviga eru met eða hugsanleg hámörk. Það er athyglisvert að elstu trén finnast ekki við bestu aðstæður. Það eru ekki trén á hlýju frjósömu stöðunum sem eru elst. Nei, þvert í mót, það eru fjallatrén þar sem köld og þurr veðrátta er við völd. Það er hægt að benda á nokkur atriði sem útskýra þetta. Í fyrsta lagi er starfsemi fúasveppa mun minni í köldu þurru lofti heldur en heitu og röku. Auk þess eru þessi ævafornu fjallatré oft ekki í neinni samkeppni við önnur tré. Þetta eru tré þar sem vöxtur er mældur í millimetrum á ári en ekki tugum sentimetra. Þetta eru oft stök tré ofar hinnar eiginlegu skógarlínu. Mörg barrtré eru með náttúrulega fúavörn í viðnum. Þetta er kallað kjarnaviður. Lerki er dæmi um tré með mikinn kjarnavið enda er lerkiviðurinn frægur fyrir góða Börn leika sér í eldgamalli fallinni eik í Svíþjóð. Það eru nokkur hundruð ár í að við fáum svona gömul tré hér. Mynd Helgi. endingu við erfiðar aðstæður. Birki eða ösp eru hinsvegar alveg laus við kjarna enda þekkja þeir sem girt hafa með óvörðum birkistaurum að þeir eru gegnumfúnir eftir árið á meðan lerkið endist í áratugi. Þetta er einn af þeim þáttum sem ræður aldri trjáa, en þeir eru miklu fleiri. Það er samhengi á milli kynlífshegðunar tegundarinnar og aldurs sem hún er líkleg að ná. Víðiplantan og birkið sem eru skammlíf og mynda gjarnan ógrynni af fræi strax um tíu ára aldurinn. Blágreni fer aftur á móti ekkert að hugsa um kynlíf fyrr en marga áratuga gamalt enda liggur því ekkert á. Svíar svindla Nýlega komu fréttir af tæplega ára rauðgreni í Svíþjóð. Við lestur greinarinnar kom í ljós að enginn stofn trésins var svona gamall, hinsvegar hafði tréð fjölgað sér með kynlausri æxlun (stofnskot eða náttúruleg sveiggræðsla). Það þótti samt sannað að upphaflega tréð hafði komið úr fræi fyrir árum. Með sömu rökum getum við sagt að sums staðar í íslenskum birkiskógum séu amk. 500 ef ekki 1000 ára birkitré. Þetta eru tré sem kynslóð eftir kynslóð hafa vaxið upp af stofnskotum móðurinnar. Þetta er áberandi í hluta Leyningshólaskógar í Eyjafirði svo dæmi séu tekin. Trén sem slík eru hins vegar ekki nema 100 ára. Það sama má segja um hina ýmsustu klónalundi um allan heim. Hvenær spíraði til dæmis það fræ sem myndar blæasparkræðuna í Garði? Vísindamenn hafa fundið út að sumar svona klónabreiður eru tugþúsund ára gamlar. Hinsvegar tóra enn í Klettafjöllum broddfuru trjákræklur á upprunalegum stofni sem eru um 5000 ára. Sú þeirra sem er elst heitir Metúsalem í höfuðið á honum Metúsalem í Biblíunni sem var einmitt mörg hundruð ára gamall. Vísindamenn hafa samt einhverra hluta vegna efast um aldur þessara gömlu biblíu manna. Með öðrum orðum þá er þetta er það vafasamt hjá Svíum að halda því Upplýsingar um ullarmeðferð og móttöku 2008 Undanfarin haust hefur Ullarmatsnefnd birt nokkur minnisatriði í Bændablaðinu varðandi ullarflokkun og frágang. Nefndin vill halda þessum sið og minna enn og aftur á þessi mál ekki síst þar sem haustið hefur nú borið nokkuð brátt að og víða hafa bændur orðið að hýsa fé með stuttum fyrirvara án þess að hafa möguleika á rúningi strax. Því má ljóst vera að ullargæði hafa spillst í mörgum tilfellum og gera má ráð fyrir að húsvistin valdi því að stærri hluti haustullar lendi í öðrum flokk (H-2) en undanfarin ár. Bændur eru beðnir að hafa þetta í huga við flokkun ullar og athuga sérstaklega að ull sem hefur tekið í sig óhreinindi vegna innistöðu fer í H-2 en er hvorki tæk í lambsullarflokk eða H-1 og gildir þá einu hvort ullin er af lömbum eða fullorðnu fé. 1. Flokkun á ull Eftirfarandi eru nokkur atriði sem nauðsynlegt er að hafa í huga við heimaflokkun ullar. Nákvæmari lýsingu á flokkunarreglum ásamt leiðbeiningum um frágang og skráningu er að finna á heimasíðu Ístex: Heppilegast er að flokka ullina um leið og rúið er, því þá er auðveldast að meta ástand hennar. Mjög mikilvægt er að féð sé hreint og þurrt þegar rúið er til þess að tryggja að ullin haldist óskemmd. Hýsing í nokkra daga áður en rúið er getur spillt ullinni verulega og veldur því jafnan að hvít ull lendir í öðrum flokki (H-2). Best er að flokka féð áður en rúið er, þannig að lömb séu sér og mislitt og hvítt fé aðskilið. Auk þess getur verið hentugt að flokka hvíta féð í tvennt, þ.e. vel hvítt fé með gallalitla ull annars vegar, þar sem ullin ætti að flokkast í fyrsta flokk (H-1) og hvítt fé með lakari ull hins vegar þ.e. fé með gula ull, gróft tog eða aðra minni háttar galla en sú ull ætti að flokkast í annan flokk (H-2). Hvíta féð á alltaf að rýja fyrst! Þannig er komið í veg fyrir að hvít ull mengist af dökkum hárum. Réttast er að byrja á hvítum lömbum og taka síðan hvítar ær en allt mislitt fé á eftir. Við rúninginn á að taka kviðull sé kviður rúinn og hnakkaull frá strax og láta aldrei blandast við ullarreyfið sjálft. Ef kviðullin er mjög stutt eða þófin er réttast að fleygja henni. Sama gildir um grófa og rauðgula hnakkaull. Sá sem flokkar ullina þarf að geta tekið hvert reyfi upp á rimlaborð (eða grind sem lögð ofan á garðabönd eða milligerðir) til þess að flokka í sundur betri og lakari ull og taka frá gallaða ull þegar þess gerist þörf. Nauðsynlegt er að hafa gott ljós! Í lambsullarflokk fer hvít óskemmd lambsull. Ef lambsullin er gul eða toggróf flokkast hún í H-2. Í H-1 fer hvít gallalaus og óskemmd ull af fullorðnum kindum. Ull af kindum sem eru gular á haus og fótum getur flokkast í fyrsta flokk ef ekki ber á gulri ull í reyfinu en þá þarf að taka jaðrana af reyfinu og setja í H-2. Gul ull og toggróf ull fer alltaf í H-2 og sömuleiðis mjög þellítil ull. Læraull er oft toggróf og þarf því að fara í H-2 þó að reyfið sé að öðru leyti hæft í H-1. Ull af fullorðnum hrútum fer í H-2. Hvít ull sem hefur tekið í sig óhreinindi (húsagulku) vegna innistöðu fyrir rúning fer í H-2. Taka þarf frá gallaða og skemmda ull og setja í úrkast eða M-2. Í úrkast fer: Heymor og rusl Þófasneplar eða kleprar Mýrarrauði eða önnur mengun Þófin ull Ull með hvítum illhærum Í M-2 fer: Hvít ull með svörtum hárum Dökkir blettir í hvítri ull Mjög gul ull (meira gult en hvítt!) Mislit ull er flokkuð á hliðstæðan hátt. Hreinir sauðalitir eru flokkaðir hver fyrir sig í M-1, svart, grátt eða mórautt en öll önnur óskemmd mislit ull flokkast í M-2 (sjá einnig matsreglur). Athugið að mislit lambsull flokkast með annarri mislitri ull. Almennt er reglan sú að hvert reyfi fer að mestu í sama flokkinn eftir að gölluð ull hefur verið tekin frá. Ef vel er að verki staðið á ekki að þurfa að eyða löngum tíma í hvert reyfi. Ullin er sett jafnóðum í poka eftir flokkum. Þrír pokar eiga að nægja hverju sinni, t.d. H-1, H-2 og M2 (fyrir blettaull og þ.h.) þegar hvít ull er flokkuð, auk úrkasts. Ef ull er send óflokkuð til þvottastöðvar, er óskemmd hvít ull meðhöndluð sem H-2 og sauðalitir sem M-2. Kostnaður fram að þeir eigi elsta tré í heimi ef ekki bara svindl. Það sem Svíarnir vissulega eiga er aldurgreind ára gömul viðarflís úr rót. Það mun vera heimsmet út af fyrir sig en langsótt að kalla það elsta tré í heimi, í mesta lagi elsti staðfesti klónaaldur. Í beinu framhaldi af því er gaman að geta þess að elsta dýr í heimi er Íslenskt og heitir Ming og er 405 ára. Þetta er kúskel (Arctica iclandica) sem veiddist úti fyrir Eyjafirði Ming er náttúrulega dáinn núna því hann lifði ekki af aldursgreininguna, en hann er sannarlega elsta dýr sem aldursgreint hefur verið eitthvað annað en þessi vafasami rauðgreni brúskur í Dölunum í Svíþjóð sem þeir sögðu að væri elsta tré í heimi. Aldur er afstæður. Maður er ekki eldri en manni finnst maður vera, sagði einhver. LEIÐRÉTTING Nordmannsþinur er frá Kákasus en alls ekki N-Ameríku eins og sagt var í síðustu grein. vegna auka meðhöndlunar er dreginn frá verðmæti óflokkaðrar ullar 10 krónur á innlagt kg. 2. Pökkun, frágangur og merking á ullarumbúðum Flokkaðri ull má troða þétt í poka eða pakka í plast, lofttæma og binda utan um. Mikilvægt er að merkja alla ullarpoka sem sendir eru með: Nafn og kennitala innleggjanda. Ullarflokkur. Þyngd. Poki nr. og heildarfjöldi poka. Við afhendingu fylgi seðill er sýni fjölda poka, flokkun þeirra og heildarþunga ullar. 3. Uppgjör Koma þarf upplýsingum um flokkun til Ístex svo hægt sé að undirbúa uppgjör fyrir ullina: Á heimasíðu Ístex: Með tölvupósti: istex@istex.is Með símbréfi: Í síma: Greiðslufyrirkomulag: Haustull: Ef upplýsingar um flokkun hafa verið skráðar fyrir 1. febrúar verði 70% af verðmæti greitt fyrir 1. mars og stefnt skal að lokauppgjöri fyrir 1. september eða í síðasta lagi 1. nóvember. Vetrarull og snoð: Ef upplýsingar um flokkun hafa verið skráðar fyrir 1. september verði 70% af verðmæti greitt fyrir 1. október og lokauppgjör þegar ullin hefur verið þvegin eða í síðasta lagi í janúar árið á eftir. Ullarmatsnefnd skipa þau Emma Eyþórsdóttir, Jóhanna Pálmadóttir og Guðjón Kristinsson

23 23 Héraðssýning lambhrúta á Snæfellsnesi haustið 2008 Haustið 2006 var haldin samsýning á bestu lambhrútum vestan varnargirðingar á Snæfellsnesi. Var sú sýning haldin að frumkvæði fjárræktarfélagsins í Helgafellssveit en var mest á höndum Eiríks Helgasonar í Stykkishólmi og Guðlaugar og Jóhannesar á Hraunhálsi. Þótti sýningin heppnast svo vel að sagan var endurtekin haustið Á þessu hausti var enn ákveðið að halda þessu áfram en um leið að stækka sýninguna og gera hana að héraðssýningu fyrir Snæfellsnes með því að koma á samskonar sýningu austan varnargirðingar. Laugardaginn 18. október fór svo sýningin fram. Vestan girðingar var hún að Gaul í Staðarsveit en austan girðingar í Mýrdal í Hnappadal. Á sýningunni vestan girðingar voru sýndir 54 lambhrútar en austan girðingar 13 eða samtals 67. Vafalítið á þátttaka í þessu sýningarhaldi eftir að stóraukast austan girðingar á næstu árum nú þegar þeir eru komnir á bragðið. Sýningargripunum er skipt í þrjá flokka; mislita hrúta, kollótta hrúta og hyrnda hrúta. Flokkarnir voru nokkuð misstórir, eða 11 kollóttir hrútar, 14 mislitir og 42 hyrndir. Verðlaun voru veitt fyrir þrjá efstu lambhrútana í hverjum flokki. Í heild var þetta glæsilegasti hrútahópur sem hefur mætt til þessarar sýninga nokkru sinni. Einkum vakti athygli hve gríðarlega mikil breidd var í flokki hyrndu hrútanna en þar var mest smekksatriði hvernig skipa skyldi efstu lambhrútunum að undanskildum efsta hrútnum, það jafnglæsilegir voru þessir gripir. Þá var hinn tiltölulega stóri hópur mislitra hrúta gríðarlega öflugur og má fullyrða að tæpast hafi áður mátt sjá jafnstóran og glæsilegan hóp lamba af þessum litarhætti. Verðlaunahrútarnir Mislitir hrútar. Í fyrsta sæti var lamb 191 frá Mávahlíð, sem var undan heimahrút þar sem Herkúles heitir. Þetta er feikilega glæsilegur einstaklingur, gríðarvænn, með þykka vöðva, svartarnhosóttur að lit. Í öðru sæti var lamb 40 á Hraunhálsi. Þessi lamhrútur er sonur Úlfs , en móðurfaðir hans Draupnir Þessi lambhrútur sem er svartbotnóttur að lit hefur gríðarlega þykkan og vel lagaðan bakvöðva og er mjög vel gerður. Þriðja sæti skipar lamb 2675 í Mávahlíð en það er undan Læk sem um árabil hefur verið einn öflugasti kynbótahrútur á Snæfellsnesi og er m.a. faðir Herkúlesar sem að framan er nefndur sem faðir efsta lambsins í flokknum. Þessi lambhrútur sem er fallega svartflekkóttur að lit er ákaflega vel gert lamb að öllu leyti. Kollóttir hrútar. Hér skipaði efsta sætið lamb 16 á Hjarðarfelli, en faðir þess er Örvar en móðurfaðir Dalur Þessi hrútur er mjög bollangur, ákaflega vöðvaþykkur og vel gerður og hreinhvítur. Í öðru sæti var lamb 52 á Hraunhálsi en þar er faðir Yggur (undan Frakkssyni sem stóð efstur í þessum flokki á sýningunni á síðasta ári) og móðurfaðir Spakur Þessi hrútur er ákaflega þéttvaxinn og vel gerður og föngulegur á velli. Þriðja sæti skipaði síðan lamb 153 hjá Eiríki Helgasyni í Stykkishólmi. Þessi hrútur er undan Skrauta (móflekkóttur hrútur frá Hjarðarfelli sem vakti athygli á sýningunni á síðasta ári) og á móðurföður Dropa Hrúturinn er mjög jafnvaxinn, vöðvaþykkur og samanrekinn holdaköggull. Hyrndir hrútar. Efsta sætið skipaði lamb 99 á Bergi í Grundarfirði. Faðir þessa hrúts er Dropi , en móðurfaðir Móri Þetta er ákaflega bollangur hrútur með bakvöðva með því þykkasta sem mælist og gríðarlega mikil lærahold og mjög fágaður og glæsilegur að allri gerð auk þess sem hann er hreinhvítur að lit. Í öðru sæti var lamb 186 í Haukatungu syðri, en faðir þess er Bogi (undan Kveiki og var fádæma glæsilegur lambahópur undan honum í afkvæmarannsókn í haust) og móðurfaðir er Tyson , sem um árabil var aðal kynbótahrútur í Haukatungu. Þetta er einstaklega fágáð og glæsilegt lamb að allri gerð með mikla vöðvasöfnun. Þriðji í röð var lamb 651 á Hjarðarfelli sem er undan Kubbi (undan Ljúfi ) en móðurfaðir þess er Bylur (nú kominn á sæðingastöð með nafnið Ylur). Þetta er mjög þroskamikill, vel gerður hrútur með þykka vöðva. Þegar nánar er hugað að uppruna hrútanna sem mættu til sýningar má benda á að af kollóttu hrútunum voru fjórir synir Örvars Hjá hyrndu hrútunum voru hins vegar 27 synir fimm stöðvahrúta. Flestir voru synir Papa eða níu samtals, Raftur átti sjö syni, Dropi átti fimm syni og þeir Kroppur og Bifur áttu þrjá syni hvor. Búnaðarsamtök Vesturlands ákváðu að í haust, um leið og komið er á slíkri héraðssýningu, yrði hinn glæsilegi farandgripur frá héraðssýningum fyrri ára settur að nýju í umferð. Þetta er útskorinn skjöldur, listaverk eftir Ríkharð Jónsson og var fyrst veittur á héraðssýningu á Snæfellsnesi fyrir meira en hálfri öld (1954) en síðasta héraðssýning á Snæfellsnesi áður en sú sem hér er greint frá var haustið Þau hjón á Bergi í Grundarfirði fengu skjöldinn til varðveislu næsta árið fyrir lamhrút númer 99 sem dæmdur var besti einstaklingur á héraðssýningunni haustið Sýninguna sótti fjöldi fólks. Snæfellskir fjárbændur mega vera stoltir af ræktunarárangri sínum. Sýningar eins og þessar eru mjög vel fallnar til að fá yfirlit um stöðu ræktunarinnar og sjá það sem best er á hverjum tíma um leið og menn koma saman og gleðjast yfir árangursríku starfi. -jvj Aftari röð frá vinstri til hægri: Eiríkur Helgason, Stykkishólmi, Ásbjörn K. Pálsson, Haukatungu-Syðri 2, Jón Bjarni Þorvarðarson, Bergi, Guðbjartur Gunnarsson, Hjarðarfelli. Fremri röð: Guðlaug Sigurðardóttir, Hraunhálsi Herdís Leifsdóttir, Mávahlíð, og Anna Dóra Markúsdóttir, Bergi, með verðlaunaskjöldinn fyrir besta lambhrútinn á Snæfellsnesi. F.v. sá fljótasti og í öðru sæti Trausti Hjálmarsson, Julio Cesar Gutierrez, sigurvegari, og Gísli Þórðarson í þriðja sæti. Julio Cesar Gutierrez bestur Samanlagður árangur þessara þátta var metinn til heildarárangurs og því var sá sigurvegari sem fékk fæst refsistig. Meistaramót Íslands í rúningi fór fram að Skörðum í Miðdölum laugardaginn 25. október. Var keppnin liður í Haustfagnaði Dalamanna sem haldinn var með glæsibrag þessa helgi. Keppni fór þannig fram að keppendur rúðu þrjár kindur á sem skemmstum tíma. Tími á rúningnum vó 40% af heildarmati en gæði rúnings 60%. Fyrir hverjar 10 sekúndur sem rúningurinn tók var gefið eitt refsistig auk þess sem breskur dómari keppninnar (frá breska ullarsambandinu British woolboard) mat gæði rúnings og gaf refsistig ef einhverjir gallar voru á rúningnum. Félag sauðfjárbænda í Dalasýslu efndi nú fjórða árið í röð til glæsilegrar héraðssýningar á lambhrútum í sýslunni laugardaginn 25. október. Sýningin sem hér verður greint frá í stuttu máli er eins og áður á tveim stöðum vegna skiptingar sýslunnar í varnarhólf. Í suðurhólfi var sýningin að Skörðum í Miðdölum þar sem 28 hrútar mættu og í vesturhólfinu var sýningin í Sælingsdalstungu þar sem mættir voru 50 lambhrútar. Viðurkenningar voru veittar fyrir fimm efstu gripina í hverjum flokki og voru það eftirtaldir lambhrútar. Í hópi mislitra hrúta. 1. nr. 6 í Bæ í Miðdölum undan Bifri , svartur að lit 2. nr. 2 í Lyngbrekku undan Bletti , svarthosóttur að lit nr. 67 á Spágilsstöðum undan Biskupi , svartbotnóttur að lit nr. 5 á Dunki undan Örvari , móbíldóttur að lit 5. nr. 566 á Lambeyrum undan hrúti , svartur að lit. Þetta voru allt prýðilega vel gerð og snotur lömb. Ekki er vafamál að í heild hafa gæði mislitu lambanna Meistaramót Íslands í rúningi: Röðin snérist við í úrslitaeinvíginu Í fyrstu umferð mættust tveir og tveir í einu, en keppendur voru 10 talsins. Eftir tvær umferðir var Trausti Hjálmarsson, frá Langsstöðum í Flóahreppi, efstur með 92 stig en Julio Cesar Gutierrez, frá Hávarsstöðum í Svínadal, í öðru með 98 stig. Þeir kepptu svo til úrslita og þar snérist röð þeirra við, Julio fékk 43 stig, þar af 14 refsistig vegna gæða, en Trausti fékk 48 stig, þar af batnað mest á allra síðustu árum sem helgast öðru fremur af því að síðustu tvö ár hafa mjög margir öflugir hrútar verið á sæðingastöðvunum sem eru að gefa mislit lömb. Í hópi kollóttu hrútanna var afrekslistinn þessi. 1. lamb nr. 148 á Lambeyrum, faðir hrútur lamb nr á Sauðafelli, faðir Svanur lamb nr á Lambeyrum, faðir hrútur lamb nr. 954 á Lambeyrum, faðir hrútur lamb nr. 62 á Dunki, faðir Örvar Allt voru þetta væn og mjög vel gerð lömb. Mesta athygli vekur samt að allir rekja þeir ættir sínar að Heydalsá á Ströndum og þar af fjórir í fyrsta eða annan ættlið. 24 refsistig vegna gæða. Trausti átti aftur á móti besta tíma keppninnar 3 mínútur og 20 sek. Röð fimm efstu manna var eftirfarandi: Í fyrsta sæti var Julio Cesar Gutierrez, frá Hávarsstöðum í Svínadal, í öðru sæti var Trausti Hjálmarsson, frá Langsstöðum í Flóahreppi, í þriðja sæti var Gísli Þórðarson, frá Mýrdal í Kolbeinsstaðahreppi, og jafnir í fjórða og fimmta sæti voru þeir Helgi Haukur Hauksson, frá Sandlæk í Gnúpverjahreppi, og Arnór Ragnarsson, frá Hofsstöðum í Gufufirði. -smh Héraðssýning á lambhrútum í Dalasýslu haustið 2008 Lamb nr. 831 frá Höskuldsstöðum. Efst á lista hyrndu hrútanna. Topplistinn hjá hyrndu hrútunum var þessi. 1. lamb nr 831 á Höskuldsstöðum undan Rafti lamb nr. 19 á Geirmundarstöðum undan Spotta lamb nr. 56 í Stóra-Vatnshorni undan Þræði lamb nr. 215 á Kjarláksvöllum undan hrúti lamb nr. 56 á Skörðum undan Þræði Allt voru þetta mjög öflug og prýðilega vel gerð lömb með mjög góða vöðvafyllingu. Búnaðarsamtök Vesturlands hafa nú dregið úr pússi sínum gamlan farandgrip frá héraðssýningum hrúta á sjöunda og áttunda áratugnum í Dalasýslu. Þetta er fagurlega útskorin bók þar sem færðar eru upplýsingar um verðlaunahrútinn hverju sinni. Listaverkið var unnið af Guðmundi Kristjánssyni á Hörðubóli. Bókina varðveita til næsta hausts Magnús og Erla á Höskuldsstöðum vegna lambsins 831 sem var dæmt besti einstaklingurinn á sýningunni. Þetta lamb er samanrekinn holdaköggull með mjög þykkan bakvöðva og gríðarlega öflug lærahold. -jvj Heimsmeistarakeppnin í rúningi Þrettánda heimsmeistarakeppnin Íslendingar eiga fullt erindi í rúningi og ullarmeðhöndlun var haldin dagama október í Bjerkreim í Noregi og var þetta í fyrsta sinn sem heimsmeistarakeppnin var haldin annars staðar Enginn keppandi var frá Íslandi en þeir voru þó a.m.k. tveir á meðal fjölmargra áhorfenda. Það voru þeir Guðmundur Hallgrímsson verkefnisstjóri hjá Búnaðarsamtökum en í enskumælandi landi. Um Vesturlands og umboðsaðili 100 þátttakendur frá 28 þjóðum Heiniger á Íslandi og Borgar kepptu í vélrúningi, rúningi með Páll Bragason ráðunautur hjá skærum og ullarmeðhöndlun. Bændasamtökum Íslands. Það Paul Awery frá Nýja Sjálandi vann einstaklingskeppnina í vélrúningnum var heilmikil stemmning á keppninni og hvatningin mikil sem þátttakendurnir Keppni með skærum. mynd bpb en hann var aðeins 15 mín- Zweliwile Hans frá Suður Afríku vann einstaklingskeppnina þar sem notuð voru skæri en hann rúði 10 kindur á 21 mínútu og 20 sekúndum. Sheree Alabaster frá Nýja Sjálandi vann einstaklingskeppnina í ullarmeðhöndlunútur og 6 sekúndur með 15 kindur. fengu. Hraðinn skiptir ekki öllu. Dómarar fylgjast með rúningnum og gefa refsistig þegar eitthvað fer úrskeiðis, t.d. þegar tvíklippt er í ullarreyfið, eitthvað er skilið eftir eða klippt er í kindina. Það er því ekki fyrr en dómarar eru búnir að yfirfara ærnar eftir rúninginn vissulega miklu máli en þó alls sem úrslitin eru endanlega ráðin, segir Borgar. Guðmundur og Borgar voru einnig á Meistaramóti Íslands í rúningi í Dölum sem haldin var 24. október og var það mat þeirra að Íslendingar eigi fullt erindi á næstu heimsmeistarakeppni sem haldin verður í Wales árið 2010.

24 24 Líf og lyst Á sunnanverðum Austfjörðum, upp af Fossárvík við Berufjörð, er Fossárdalur. Í Fossárdal eru jarðirnar Eyjólfsstaðir, sem foreldrar Guðnýjar eiga, Víðines, sem tilheyrir nágrönnunum í Lindarbrekku og Eiríksstaðir. Árið 1988 byrjuðum við búskap í Fossárdal kaupum við síðan jörðina Eiríksstaði og einnig bústofn og tæki af foreldrum Guðnýjar Grétu, þeim Eyþóri Guðmundssyni og Öldu Jónsdóttur. Alda rekur ferðaþjónustu í gamla íbúðarhúsinu á Eyjólfsstöðum. Frá árinu 1991 höfum við sinnt landpóstaþjónustu í Djúpavogshreppi ásamt því að Hafliði hefur unnið við rúning fyrir aðra bændur. Bærinn okkar Fossárdalur við Berufjörð Býli? Á pappírunum heitir bærinn Eiríksstaðir, en við kennum okkur við Fossárdal. Staðsett í sveit? Í Berufirði, um 18 km austan við Djúpavog. Ábúendur? Guðný Gréta Eyþórsdóttir, uppalin í Fossárdal og Hafliði Sævarsson frá Rauðholti í Hjaltastaðaþinghá. Fjölskyldustærð og gæludýr? Við eigum þrjá syni. Þeir eru: Bjartmar Þorri Hafliðason, 21 árs, nemi í umhverfis- og byggingaverkfræði við Háskóla Íslands; Jóhann Atli Hafliðason, 16 ára, nemi við Menntaskólann á Egilsstöðum; Bergsveinn Ás Hafliðason, 8 ára, nemi í Grunnskóla Djúpavogs. Í nágrenni íbúðarhússins býr kanínan Apríl. Stærð jarðar? Nokkur þúsund hektarar. Jörðin nær frá sjó og inn á Brattháls, frá Fossá og upp á fjallseggjar. Við eigum mikið af grjóti. Ræktunarland um 40 ha. Tegund býlis? Sauðfjárbú, einnig erum við þátttakendur í Héraðs- og Austurlandsskógum. Fjöldi búfjár og tegundir? Síðustu ár hafa verið um 540 vetrarfóðraðar kindur. Hvernig gengur venjulegur vinnudagur fyrir sig? Það er algjörlega árstíðabundið, rétt eins og í öðrum sveitum landsins. Frá því að fé er tekið á hús og rúið í byrjun nóvember gefum við rúlluhey með vagni á garða tvisvar á dag. Helstu viðburðir ársins eru þessir: Desember - fengitími og sæðingar. Janúar - miðsvetrarvigtun. Febrúar - fósturvísatalning. Mars - rúningur. Apríl - vigtun og flokkun eftir burðartíma og frjósemi. Maí - sauðburður hefst um 10. maí. Þá er vaktavinna allan sólarhringinn, áburðardreifing og viðhald girðinga. Júní - fé sleppt á fjall, tré gróðursett, endurvinnsla á Bergsveinn Ás og ærin Mön. Ærin komin með fyrsta lambið. túnum og fóðurkáli sáð. Júlí - heyskapur. Ágúst - dreifing á búfjáráburði og há slegin. Frá miðjum september og út október er verið að smala, flytja fé eða rétta flesta daga. Viðhald véla og húsa dreifist svo á mánuðina eftir því sem tími gefst til. Póstferðir eru á sínum stað alla virka daga. Hver eru skemmtilegustu bústörfin? Flest er skemmtilegt í hófi, vorið og þar með sauðburðurinn hefur alltaf sinn sjarma, þrátt fyrir mikið vinnuálag. Eins er gaman að heyja í góðu veðri og þrátt fyrir gríðarlega smalamennsku er viss spenna sem fylgir þessum tíma; þá sér maður loks hvernig tekist hefur til með ársverkið. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, egg, ostur, grænmeti, ávextir, kavíar, lýsi, rabarbarasulta, hrútaberjahlaup og ýmislegt fleira sem ekki er notað dags daglega. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambahryggur eða læri kemur alltaf sterkt inn, ostabuff og heimagerð pizza, hrísgrjónagrautur með krækiberjasaft. fjölskyldan Fossárdal. Lambið kemur alltaf sterkt inn á matseðilinn. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Það hefur nú ýmislegt verið reynt með misjöfnum árangri. Er ekki vænlegt að halda áfram með markaðssetningu á hreinleika afurða frá Íslandi? Það er líka spurning hvort ekki er rétt að hætta öllum útflutningi tímabundið. Allt sem er forboðið er svo spennandi, ekki satt? Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár og hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef ekkert sérstakt kemur uppá ætti búskapur að vera svipaður að fimm árum liðnum, hvað sem verður síðar. Hvað sauðfjárbændur varðar er lítil sem engin nýliðun, og þegar ábúendum fækkar enn frekar verður erfiðara fyrir sauðfjáreigendur að ná um fé sitt á haustin, svo ekki sé talað um aðra ókosti sem fólksfækkun fylgja. Það er heldur dapurt að horfa upp á draugasveitir landsins, þó svo að ásýnd margra býla hafi batnað til muna með nýjum eigendum. Nýmáluð hús og glæsilegar byggingar veita lítinn félagsskap. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin síðasta ár? Þegar Mön, uppáhaldsærin hans Bergsveins Áss, bar þremur lömbum 17. júní. Ærin var undir töluverðri pressu með að klára þetta, því við vorum að fara í ferðalag til Noregs þann 18. júní. Aldrei áður hefur ein ær hlotið eins mikið eftirlit og Mön, síðustu vikuna fyrir burð. Heimabakað og himneskt - á þessum síðustu og verstu Nú er ekkert annað að gera en að hugsa hagsýnt og spara við sig á ýmsum sviðum og mun það án efa leiða sitthvað jákvætt af sér. Hvers kyns heimabakstur er tilvalinn og hér fylgja því tvær góðar uppskriftir sem henta vel á köldum vetrardögum. Kleinuhringir 4 egg 250 g sykur 1½ dl rjómi 75 smjörlíki, brætt 1 tsk. kardimommur 1 tsk. hjartarsalt um 500 g hveiti um 1½ kg jurtafeiti, til steikingar MATUR Aðferð: Hrærið egg og sykur vel saman. Bætið rjóma, bræddu smjörlíki, hveiti, kardimommum og hjartarsalti við og vinnið deigið hratt saman. Setjið filmu yfir skálina og geymið í kæli í klukkutíma. Að klukkutíma liðnum fletjið þá deigið út svo það verði einn sentímetri á þykkt, mótið kleinuhringi með kleinuhringjaformi eða notið hæfilega stórt glas og gerið gat í miðjuna á hverjum hring. Hafið hveiti við hendina þegar deigið er flatt út. Bræðið jurtafeiti í potti og hafið hitastigið um 180 C þegar byrjað er að steikja hringina. Steikið hvern hring í um fimm mínútur þar til þeir eru ljósbrúnir og steiktir í gegn. Sæt og fyllt smáhorn ½ tsk. salt 1 bolli hveiti 100 g smjör, kalt 125 g hreinn rjómaostur 1 eggjarauða 1 msk. mjólk Fylling: ½ bolli sykur 2 ½ msk. kanill ¼ bolli rúsínur ½ bolli valhnetur, saxaðar Aðferð: Sigtið hveiti og salt. Hnoðið saman hveiti, salt, smjör og rjómaost. Geymið í kæli í eina klukkustund. Hitið ofninn í 175 C. Blandið öllum fyllingarefnunum saman. Fletjið deigið út í tvær kringlóttar kökur, u.þ.b. 20 sentímetra í þvermál. Hrærið saman mjólk og eggjarauðu og penslið deigið með því. Skerið út þríhyrninga, um fimm sentímetra breiða neðst. Jafnið fyllingunni yfir og rúllið þríhyrningunum upp frá breiða endanum. Setjið á plötu klædda bökunarpappír og penslið með eggi. Bakið í mínútur. (Af ehg Heimabakaðir kleinuhringir eru algjört hnossgæti og skemmtilegt er að leyfa börnum að dunda sér með við þá iðju Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

25 25 Fólkið sem erfir landið Ætlar bráðum að fá sér göt í eyrun! Kristín María Kristinsdóttir er 10 ára nemandi í Lýsuhólsskóla í Snæfellsbæ. Hún æfir frjálsar íþróttir og spilar á píanó en stefnir á að verða listmálari þegar hún verður fullorðin. Hún hefur látið þjóðmálaumræðu undanfarinna vikna að mestu fram hjá sér fara en viðurkennir þó að henni leiðist þetta kreppuástand sem nú ríkir. Nafn: Kristín María Kristinsdóttir. Aldur: 10 ára. Stjörnumerki: Krabbinn. Búseta: Akrar, Hellnum, Snæfellsbæ. Skóli: Grunnskóli Snæfellsbæjar, Lýsuhólsskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Myndmennt. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Gíraffi. Uppáhaldsmatur: Kjúklingur. Uppáhaldshljómsveit: Á ekki uppáhaldshljómsveit. Uppáhaldskvikmynd: Á ekki uppáhaldskvikmynd. Fyrsta minningin þín? Þegar mér var sagt að Snati, Opnað hefur verið fyrir skráningu nýnema á vorönn við Háskólann á Hólum. Þetta er meðal annars gert í ljósi breyttra aðstæðna í þjóðfélaginu og vill skólinn með þessu leggja sitt af mörkum til þess að skapa ný tækifæri fyrir þá einstaklinga sem nú standa frammi fyrir miklum breytingum. Frestur til að sækja um skólavist fyrir vorönn rennur út 30. nóvember. Við Háskólann á Hólum er boðið upp á nám í ferðamálafræði, hestafræði, fiskeldisfræði, sjávar- og vatnalíffræði. Atvinnugreinarnar sem Háskólinn á Hólum þjónar vaxa hratt og þörf er á fleira menntuðu fólki til að byggja þær upp. Sérhæfing og gæði einkenna starfið á Hólum. Hestafræðideildin tekur við nemendum á næsta skólaári, en við ferðamáladeild og fiskeldisog fiskalíffræðideild er nýnemum boðin skólavist í janúar. Þetta eru Kristín María er í Lýsuhólsskóla og hefur mest gaman af myndmennt í skólanum. hundurinn minn, væri dáinn. Ég var ekki eldri en fjögurra ára. Æfir þú íþróttir eða spilar á hljóðfæri? Ég æfi frjálsar og spila á píanó. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Fara á YouTube og skoða myndbönd. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Háskólinn á Hólum bætir við nemendum á vorönn fög í mikilli sókn og hafa komið til umræðu í þjóðfélaginu síðustu misserin, meðal annars hjá Þorsteini I. Sigfússyni og Ólöfu Ýrr Atladóttur. Þorsteinn I. Sigfússon forstjóri Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands segir: Matvælaöryggi miðast við að þjóðin geti sem best brauðfætt sig við allar aðstæður. Þessi þáttur kallar á eflingu matvælaframleiðslu og er fiskeldi, einkum þorskeldi, mjög áhugaverður kostur. (Morgunblaðið 18. október 2008 bls. 34). Um ferðaþjónustu segir Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri: Ferðaþjónustan hefur um árabil verið ein okkar mikilvægasta atvinnugreina og mun á næstu misserum gegna enn stærra hlutverki en hingað til: sem atvinnuskapandi afl úti um allt land, einn af hornsteinum byggðastefnu í landinu en síðast en alls ekki síst ein stærsta gjaldeyrisskapandi atvinnugrein þjóðarinnar. (Morgunblaðið 18. október 2008 bls. 34) Ég ætla að verða listmálari. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Ég veit ekki hvar ég á að byrja... Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Fara í Parísarhjól. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í vetur? Fá mér göt í eyrun. ehg Í ferðamáladeild er í boði nám í viðburðastjórnun (diplóma) og ferðamálafræði (diplóma, BA og MA). Unnt er að stunda viðburðastjórnun og diplómanám í ferðamálafræði í fjarnámi. Í fiskeldis- og fiskalíffræðideild er boðið nám í fiskeldisfræði (diplóma) og sjávar- og vatnalíffræði (MS). Nám í fiskeldisfræði er kennt í fjarnámi. Háskólinn á Hólum er staðsettur á sögufrægum og fögrum stað í Hjaltadal í Skagafirði. Þar er góð aðstaða til búsetu og náms. Á Hólum eru nýir stúdentagarðar með glæsilegum íbúðum af ýmsum stærðum. Á Hólum búa um 200 manns og er grunnskóli og leikskóli í göngufæri. Fjölskyldur ættu því að geta fundið sig á staðnum og er kjörið að nýta þetta tækifæri til náms. Frekari upplýsingar má finna á vefsíðu skólans: Vatnsdælur Neysluvatnsdælur, brunndælur, borholudælur Hentugar á heimilið, í garðinn, sumarhúsið eða bátinn GP 60 Garðdæla fyrir aukinn þrýsting BPP 4500 Dæla með þrýstikút og þrýstijafnara SPD 9500 Dæla - fyrir óhreint vatn SPP 60 Inox Ryðfrí og öflug borholu- og brunndæla SCD Dæla - fyrir ferskvatn. Stillanlegur vatnshæðarnemi. Stillanlegur vatnshæðarnemi SKEIFAN 3E-F SÍMI FAX

26 26 Smá ER KÆLIKERFIÐ TILBÚIÐ FYRIR VETURINN? Við seljum Framleiðnisjóður BAR S lekavörn. landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu Ódýrasta forvörnin nýsköpun Hindrar tæringu þróun rannsóknir auglýsingar Heldur kælikerfinu endurmenntun hreinu í þágu landbúnaðar. Sími Fax Kynntu þér málið: Gerir sjálfkrafa við Veffang: Netfang augl@bondi.is flesta smærri leka Netpóstfang: fl@fl.is Kynnið ykkur kostina Sími: Aðsetur: Hvanneyri Til sölu Jarðir hjá okkur eða á 311 Borgarnes næstu þjónustustöð. Til afgreiðslu á hagstæðu verði Joskin galv. haugsugur með eða án sograna, flotdekk. Einnig RECK mykjuhrærur. Uppl. í síma og Bændur. Seljum allan búnað til meindýravarna. Uppl. í síma Firring ehf. Til sölu notaður Avant fjósvél með skóflugreip og brettagaffli. Einnig notaður 96 jarðtætari. Uppl. í símum og Til sölu 2 stk. 6" ónotuð belti í Vermeer rúlluvél. Verð kr Amason áburðardreifari 600 kg, tveggja skífu í lagi. Verð kr Tvö stk. ryðfrí síló u.þ.b. 5 tonna með snigli og u.þ.b.. átta tonna. Verð: Tilboð. Stoll skófla m. hálmklemmu. Verð kr Allt verð án vsk. Uppl. í síma Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betra verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða is Birkikrossviður BB/CP 9 og 12 mm x mm. Einnig Isuzu Crew cab, árg. 01. Uppl. í síma Íslensk-Rússneska ehf. Tilboð óskast í tæplega lítra greiðslumark í mjólk, allt til nýtingar á þessu verðlagsári. Tilboð sendist til: Háttur ehf, Suðurlandsbraut 12, 2. hæð 108 Reykjavík, eða á gg@hattur.is fyrir 15. nóvember Merkt: Mjólkurkvóti. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu Nissan Patrol 38" árg dísel, turbo, ek km. Loftlæsingar aftan og framan, lækkuð hlutföll o.fl. Sjá myndir á raðnr Nánari uppl eða heimir@bilasalinn.is Til sölu 15 v. skjótt meri og 3 v. skjótt trippi. Mjög sanngjarnt verð. Uppl. í síma Til sölu vatnstankur, u.þ.b lítra. Þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Til sölu tveir MF-575. Verð kr og kr ltr. Boða haugtankur Verð kr Tveir gamlir Nallar til uppgerðar, verð kr stk. David Brown. Verð kr Keðjudreifari. Verð kr Case-785 árg. 88. Verð kr Kawasaki snjósleði. Verð kr Kerra. Verð kr Sturtuvagn. Verð kr Dekk sem ný fjögur stk. 900x16. Verð kr stk. og 1400x28 á Zetorfelgu. Verð kr Allt verð án vsk. Einnig ýmsir gamlir antikmunir. Uppl. í síma Til sölu skráð hestakerra fyrir tvo hesta. Einnig varahlutir í Daihatsu Terios. Uppl. í síma Skeifur til sölu. Framleiðum og seljum skeifur og skafla, gott verð. Íslensk framleiðsla. Sendum um allt land. Helluskeifur, sími Veljum íslenskt. Til sölu trésmíðavél með þykktarhefli. Á sama stað óskast keyptir mjólkurmælar. Uppl. í síma eða Tilboð óskast í 192 ærgildi, sem gilda frá 1. jan. 2009, að hluta eða í heild. Tilboð sendist til rhs@bondi. is, í síðasta lagi 12. nóvember. Snjóplógur / Fjölplógur til sölu. Nýr fjölplógur (2,45m br.) frá Alia-Trac fyrir stærri dráttarvélar og Front-Lift búnaður fyrir Case Maxxum 100 til sölu. Öflugur búnaður og öll skipti skoðuð, sérstaklega á vélavagni fyrir dráttarvél eða heyvinnuvélum. Nánari uppl. í síma Til á lager á hagstæðu verði. Snjóblásarar 2,29-2,59-2,74 m. Fjölplógar 3m, skekkjanlegar tennur 2,65m og snjókeðjur. Uppl. í síma og Til sölu á hagstæðu verði Kia Pride, station, árg. 02. Honda CRV, árg. 99. Nissan Navara, árg. 06. Chevrolet Trailblaser, árg. 02. Uppl. í síma og Til sölu fimm mánaða Border Collie hvolpur, hundur. Mjög áhugasamur um fé. Er með annað augað blátt. Nánari uppl. í síma Til sölu Benz 300E, 4matic, árg.'93, einn með öllu. Verð kr Einnig til sölu varahlutir í Nissan Patrol, árg. 91, Scania 81, árg. '79, Bens 1217, árg. '78. Lítið notuð 33 nagladekk, Kawasaki 300 Bayo fjórhjól, árg. '87, Polaris Indy sport 500, langur, árg. '93. Uppl í síma Til sölu Fiat 82-94, árg. 95, í góðu standi. Með Alö-640 tækjum. Notaður u.þ.b vst. Nýtt í kúplingu. Staðsettur á Norðurlandi. Uppl. í síma Til sölu Galoper, árg. 00. Ekinn km. Á sama stað óskast keypt hitatúpa 9-12 kw, eins fasa. Uppl. í síma eða Óska eftir Er að leita af gömlum traktor, árg , gott ef hann væri nálægt Reyðarfirði. Skoða alla sem eru viðgerðarhæfir. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa gamlan Landcrusier, dísel, í varahluti. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa afturdekk á Zetor 16,9/ Uppl. í síma Óska eftir að kaupa sanddreifara með framlyftu og gír (frambúnað á dráttarvél). Má þarfnast lagfæringar. Uppl. í síma Atvinna Fyrrum bóndi, vörubílsstjóri, gröfumaður, lyftaramaður og byggingaverkamaður óskar eftir atvinnu strax. Uppl. gefur Sveinbjörn í síma Ekinn km. Sjálfsk, Upphækkaður, Dráttarkrókur, Loftkæling Skoðaður 2008 Áhvílandi lán Afb. á mán Verð Uppl. í síma Óska eftir að kaupa beitiland (jörð) fyrir sauðfé og einnig beitiland fyrir hross. Uppl. í síma eða á jap@protak.is Þjónusta Rúningsmaður getur bætt við sig verkefnum. Tek að mér rúning á Austurlandi tækifæranna og jafnvel víðar í vetur. Vönduð vinnubrögð og góður félagsskapur. Nánari uppl. gefur Steingrímur í síma ÞURRKUBLÖÐ FYRIR SNJÓ FLESTAR STÆRÐIR BSA VARAHLUTIR Smiðjuveg 4 A Sími: Drykkjarskál með hitaelementi Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Suzuki Grand Vitara árg 2002 Varahlutir ehf Smiðjuveg 4 A Sími: Bændablaðið á netinu... Bílar til sölu Volvo FL 7 árg. ' 92 ek.440 þ. km. Krókheysi pallur 11 tonn m.krani. Ágæt dekk sk ' 09, allur í ágætu lagi. Patrol ' 97 ný 33" dekk. ek. 343 þ.km. Gott body, huggulegur bíll í lagi. Grænn Patrol ' 95 háþekja ný 38" dekk. ek. 200 þ. km. læst drif ofl. Rauður 2 stk. Pajero disel stuttir. Upplýsingar í síma Frostvörn fyrir vatnslagnir. 2m-4m-8m-12m 14m-18m-24m Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Eigum ávallt á lager úrval varahluta í flestar gerðir bifreiða frá Land- Rover. Neyðarþjónusta utan vinnutíma. Varahlutir ehf Símar: Smiðjuveg 4 A Tölvupóstur: bsa@bsa.is

27 27 Þessi frábæra kjötsög með hakkavél frá Dinamix er komin aftur Mikil aðsókn að fjárhundanámskeiðum Endurmenntun Landbúnaðarháskóla Íslands bauð fram nú á haustdögum þrjú tveggja daga grunnnámskeið í tamningu fjárhunda og tvö eins dags framhaldsnámskeið. Kennari á námskeiðunum var fjárhundatemjarinn Gunnar Einarsson á Daðastöðum sem löngu er orðinn landsþekktur fyrir sína vinnu. Selaveisla ársins 2008 Selkjöt, ásamt hreifum og spiki, var mikilvæg fæða í mörgum landshlutum fyrr á tímum. Núorðið eru það fáir sem þekkja þessa fæðu, enda afurðir selsins lítt sýnilegar í hinu mikla fæðuúrvali nútímans. Afurðir selsins eru þó góð viðbót við það fjölbreytta úrval sem nú býðst af sérstæðum veislukosti. Breiðfirðingurinn Guðmundur Ragnarsson frá Vesturbúðum í Flatey hefur í allmörg ár boðið til hinnar sérstæðu Selaveislu og nýtur hún vaxandi vinsælda. Fullyrða má að með þessu hefur hann sýnt athyglisvert framtak og sannað að selkjöt er tilvalið hráefni í hinar bestu veislur. Enn á ný er komið að hinni árlegu Selaveislu. Hún verður haldin laugardaginn 8. nóvember nk. í Nýja Haukahúsinu að Ásvöllum í Hafnarfirði. Húsið opnar kl 19, en borðhald hefst stundvíslega kl. 20. Hver þátttakandi mætti með sinn eigin hund sem þarf að hafa náð sex mánaða aldri, í sameiningu fengu síðan eigandi og hundur leiðsögn frá Gunnari. Mestur hluti námskeiðsins var kenndur úti en þó var farið inn á milli þar sem haldnir voru fyrirlestrar um notkun fjárhunda í landbúnaði. Námskeið sem þetta nýtist afar vel eigendum Landamæra- Collie (Border-Collie) hunda en aðrir hunda eigendur hafa einnig haft gagn af þessum námskeiðum. Gunnnámskeiðin fóru fram á Hesti í Borgarfirði, Hurðarbaki í Árnessýslu og á Grýtubakka I í Eyjafirði við ágætis skilyrði miðað við árstíma. Fullbókað var sem fyrr á öll námskeiðin vel áður en að þeim kom og nokkur biðlisti. Mjög mikið er til orðið af efnilegum hundum, sem gaman er að fá á námskeið og fylgjast með, að sögn Gunnars. Það er því ljóst er að fleiri og fleiri sauðfjárbændur eru farnir að nýta sér eiginleika hundanna og gefa sér tíma í að þjálfa og vinna með þá. Í gegnum tíðina hefur Gunnar haldið fleiri tugi fjárhundanámskeiða á vegum Endurmenntunar LbhÍ. Námskeiðin hafa farið um allt land, allt eftir þörfum. Það er því afar mikilvægt að fá fregnir frá hundaeigendum um það hvar vöntun er helst á námskeiðum. Til að þjónusta hundaeigendur frekar mun Endurmenntun LbhÍ bjóða fram þann 19. febrúar næstkomandi uppá námskeið er nefnist Heilbrigðir og hraustir hundar. Námskeiðið er ætlað öllum hundaeigendurm. Á námskeiðinu verður farið yfir alla helstu þætti er hafa áhrif á heilbrigði hunda. Fjallað verður um almenna daglega umhirðu hunda, sem og um skynfærin, þ.e. augu og eyru, tennur, kynfæri og kynþroska, ormaog ormahreinsun, fóðrun, helstu arfgenga sjúkdóma, ásamt mörgu öðru. Leiðbeinandi námskeiðsins verður dýralæknirinn Helga Finnsdóttir sem lauk sérnámi frá Kaupmannahafanarháskóla í sjúkdómum hunda og katta. Hún er viðurkenndur hvolpaleiðbeinandi (HRFÍ), var ritstjóri Sáms, blaðs Hundaræktarfélags Ísland um 5 ára skeið. Hún hefur einnig skrifað margar greinar um hunda og ketti og sótt fjölmörg námskeið um sjúkdóma hunda og katta og atferli þeirra. Nánari upplýsingar og skráningar hjá Endurmenntun Landbún aðarháskóla Íslands í síma eða senda tölvupóst á netfangið endurmenntun@lbhi.is Ryðfrítt vinnsluborð og bandsagarblað - vinnsluhæð 240 mm vinnslubreidd 250 mm - færanlegt vinnsluborð 470x600 mm - hakkavél - mótor 550 wött - hæð 1470 mm - þyngd 58 kg. Verð aðeins kr , Sendum um land allt Sími Síðumúla 11, 108 Reykjavík. Bændasamtök Íslands Fagráð í hrossarækt Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru: Að veita fé til þróunarverkefna í hrossarækt sem nýtast til styrktar íslenska hrossastofninum. Að veita lán og styrki til kaupa á sérstökum úrvalskynbótagripum ef sannað þykir að þeir verði fluttir úr landi að öðrum kosti. Hér væri um að ræða gripi sem gætu haft úrslitaáhrif á erfðabreytileika í stofninum s.s. litafjölbreytni, eða byggju yfir einstæðu kynbótagildi í þeim eiginleikum sem prýða íslenskan hest. Fagráð tekur ákvörðun um styrkveitingar í desember Nánari upplýsingar fást hjá Bændasamtökunum. Frestur til að skila inn umsóknum er til 1. desember 2008 og skal umsóknum skilað til Fagráðs í hrossarækt, Bændahöllinni v/hagatorg, 107 Reykjavík. Reykjavík 1. nóvember 2008 Fagráð í hrossarækt Matseðill Grillað selkjöt Saltaður selur, soðinn Reyktur selur Siginn fiskur með selspiki og hnoðmör Súrsuð selshreifasulta Glóðasteikt lambalæri með tilheyrandi Léttsöltuð uxabringa Hrár marineraður hvalur að hætti Japana Grillað hvalkjöt Villijurtagrafinn lax með sólberjajógúrtsósu Grafin gæs Hákarl Boðið verður upp á þægilega hljómlist undir borðum. Að borðhaldi loknu verður dansað til kl. 2 eftir miðnætti. Veislustjóri verður Tryggvi Gunnarsson, frá Krákuvör í Flatey. Hann og fleiri munu fara með gamanmál. Miðaverð er kr á mann. Miðana þarf að kaupa fyrirfram. Hallbjörn Bergmann sér að vanda um miðasöluna. Hann mun selja miðana á veitingahúsinu Lauga-Ási, Laugarásvegi 1, Reykjavík, laugardaginn 1. nóvember á milli kl. 14 og 16 og fimmtudaginn 6. nóvember á milli kl. 19 og 21. Takið með ykkur gesti og leyfið sem flestum að kynnast þessum frábæra mat. Þeir sem koma utan af landi geta pantað miða hjá Hallbirni Bergmann í síma og ÁS 120 ár í þjónustu bænda Þessir föngulegu og síungu starfsmenn Bændasamtakanna héldu sameiginlega upp á 120 ára starfsafmæli í Bændahöllinni á dögunum. Frá vinstri er Jóhanna Lúðvíksdóttir sem hóf störf hjá Búnaðarfélagi Íslands fyrir 20 árum, Magnús Sigsteinsson sem á 40 ára starfsafmæli, Sigríður Þorkelsdóttir sem byrjaði á sama tíma og Jóhanna og loks Þorbjörg Oddgeirsdóttir sem staðið hefur vaktina í 40 ár í Bændahöllinni. Það er greinilega gott að vinna fyrir bændur! Snúningsdiskur Ýmsir aukahlutir K 7.80 M Plus Þrýstingur bör max Stillanlegur úði Sápuskammtari Háþrýstidælur Þegar gerðar eru hámarkskröfur K 5.91 M Plus Þrýstingur: bör max Vatnsmagn: 490 ltr/klst Lengd slöngu: 7,5 m Stillanlegur úði Túrbóstútur + 50% Sápuskammtari Vatnsmagn: 600 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m K 7.85 M Plus Þrýstingur: bör max Vatnsmagn: 600 ltr/klst Stillanlegur úði Sápuskammtari Túrbóstútur + 50% 12 m slönguhjól K 6.91 M Plus Þrýstingur: bör max Vatnsmagn: 550 ltr/klst Túrbóstútur + 50% Lengd slöngu: 9 m Sápuskammtari Stillanlegur úði SKEIFAN 3E-F SÍMI FAX

28

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl. 24 25 28 29 32 33 Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng til bænda við Djúp 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 525 24.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Fyrstu fjárréttir 2. september

Fyrstu fjárréttir 2. september 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr. 377 18. árg. Upplag 24.500

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands 14. nóvember 2009 Minnisblað Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands Efni: Icesave skuldbindingar og erlend skuldastaða

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Sæmundur E. Þorsteinsson Háskóla Íslands Greipur Gísli Sigurðsson Vegagerðinni 1 GNSS Global Navigation Satellite System GPS = Global Positioning System bandarískt,

More information

Ef athafnir fylgja ekki orðum!!!

Ef athafnir fylgja ekki orðum!!! ÁGÚST 2009 5. TÖLUBLAÐ 14. ÁRGANGUR Bls. 4 Er verið að spara í reynd? Bls. 6 Ef athafnir fylgja ekki orðum!!! Bls. 29 Gott að slappa af í sveitinni Ný lausn í heimabanka Byrs Þú getur sparað milljooo.ooonir

More information

Réttardagar á komandi hausti

Réttardagar á komandi hausti 20 31 Allt er betra með beikoni! Sérblað í miðju Bleikjueldi í sveitinni Nýja leikskólapeysan 15. tölublað 2014 Fimmtudagur 14. ágúst Blað nr. 424 20. árg. Upplag 32.000 Réttardagar á komandi hausti Undanfarin

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information