Fyrstu fjárréttir 2. september

Size: px
Start display at page:

Download "Fyrstu fjárréttir 2. september"

Transcription

1 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr árg. Upplag Meira um dráttarvélarnar í Hrísey á bls. 7. Mynd / ehg Göngur að fara af stað um allt land: Fyrstu fjárréttir 2. september - Ekki ólíklegt að einhverjir bændur fækki fé og búist er við um 600 þúsund fjár til slátrunar í haust Fyrstu fjárréttir á landinu verða sunnudaginn 2. september en samkvæmt upplýsingum Bændasamtakanna verður réttað á þremur stöðum á landinu þann dag. Líkt og oft áður verður réttað fyrst í Baldursheimsrétt í Mývatnssveit en einnig verður réttað í Hlíðarrétt í Mývatnssveit sama dag, sem og í Þverárrétt ytri í Eyjafjarðarsveit. Þá fer fyrsta stóðrétt ársins fram daginn áður, laugardaginn 1. september, en þá verður réttað í Miðfjarðarrétt í Miðfirði í Vestur-Húnavatnssýslu. Áætlað er að hafist verði handa þar klukkan níu að morgni. Síðasta haust var fjölda rétta frestað vegna slæms tíðarfars og átti það einkum við á norðanverðu landinu. Það á ekki við nú og má segja að réttardagar séu á því róli sem algengast hefur verið undanfarin ár. Víða verður smalað og réttað aðra og þriðju helgi mánaðarins. Má benda ökumönnum á að hafa varann á og sýna tillit þar sem víða má búast við að verið sé að reka söfn á þeim tíma. Göngur verða út septembermánuð og fram í október en á þessari stundu liggja ekki fyrir tímasetningar á öllum réttum. Vonandi verður hægt að ráða bót á því í næsta Bændablaði. Á síðasta ári var slátrað fjár á landinu öllu samkvæmt tölum Hagstofunnar. Var kindakjötsframleiðsla þá tonn. Búast má við að um fjár verði slátrað í haust en þurrkar í sumar hafa haft áhrif á heyfeng og ekki er ólíklegt að einhverjir bændur bregðist við með því að fækka í sínum hjörðum. /fr -Listi yfir réttir landsins á bls. 24 Fé á beit í Vestur-Skaftafellssýslu í sumar. Mynd / HKr. Ný verðskrá KS, SKHV og SS: Um 6% hækkun frá grunnverði KS og SKVH gáfu út nýtt verð á kindakjöti á mánudag. SS gaf svo út endurskoðaða afurðarverðskrá í kjölfarið. Í tilkynningu félaganna er ekki tekið fram hver hækkunin er frá fyrra ári, en skv. útreikningum Landssamtaka sauðfjárbænda (LS), er hún um það bil 6,6% frá grunnverði ársins Eins og fyrri ár reiknar LS vegið meðalverð á kindakjöti hjá einstökum afurðastöðvum eftir því sem verðskrár birtast. Meðalverðið miðast við kjötmat og sláturmagn í vikum eins og það var á landinu öllu árið 2011 og innifelur þær álagsgreiðslur sem fyrirtækin bjóða á þessu tímabili. Meðalverð á lambakjöti til bænda var 502 kr./kg í fyrra og meðalverð fyrir annað kindakjöt var 249 kr. Vegið meðalverð á öllu kjöti var skv. því 476 kr./kg. Þetta verð innifelur uppbætur sem greiddar voru fyrr á þessu ári. Viðmiðunarverð LS 2012 er 550 kr. fyrir lambakjöt og 249 kr. fyrir annað kindakjöt. Heildarverð sbr. að ofan er þá 520 kr./kg. Í verðskrá SS er meðalverð fyrir lambakjöt 525 kr./kg og 249 kr./kg fyrir annað kindakjöt. Heildarverð er þá 496 kr. Í verðskrá Norðlenska er meðalverð fyrir lambakjöt 524 kr./kg og 248 kr./kg fyrir annað kindakjöt. Heildarverð er þá 495 kr. Í verðskrá KS og SKVH er meðalverð fyrir lambakjöt 527 kr./kg og 247 kr. fyrir annað kindakjöt. Heildarverð er þá 498 kr. Vonast til að verð hækki Þórarinn Ingi Pétursson formaður Landssamtaka sauðfjárbænda segir að vissulega beri aðeins í milli í viðmiðunarverði LS og afurðastöðvanna. Ég vona að okkur takist að hífa verðið aðeins meira upp þegar líður á. Það munar hins vegar ekki miklu á milli sláturleyfishafa og væntanlega verða þeir allir á svipuðu róli. Það er samkeppni um sláturfé, birgðir eru ekki miklar og eftirspurn hefur aukist hér innanlands. Í því ljósi vonast ég til þess að þetta hækki. Að sögn Þórarins var slátrað á dögunum á Hvammstanga og var það fé vænt. Það sem maður hefur séð af fé hefur verið ágætt en það er ómögulegt að spá fyrir um hvernig fé mun skila sér af fjalli eftir þurrka sumar. Það varð fækkun á fé í fyrra og það er ómögulegt að segja hvað verður núna. Verði menn tæpir á heyjum þá má vera að þeir dragi úr ásetningi. Maður hefur heyrt af bændum sem fyrndu ekkert og uppskeran varð verulega mikið minni en í meðalári. En það er nú bara 22. ágúst í dag og það getur gríðarlega mikið breyst þannig að það er ekki ástæða til annars en að vera bjartsýnn. /fr

2 2 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Jóhannes Torfason á Torfalæk sæmdur Wriedt-skildinum - Æðsta heiðursmerki NÖK, samtaka áhugafólks um nautgriparækt á Norðurlöndum Nýjar markaskrár að koma út Nú í ár verða gefnar út nýjar markaskrár um land allt og í kjölfar þeirra Landsmarkaskrá í netútgáfu. Um verður að ræða samtals 17 skrár en síðast voru markaskrár gefnar út árið Af ýmsum ástæðum hefur útgáfa markaskráa 2012 verið umfangsmeiri og tafsamari en áður. Þótt stefnt sé markvisst að prentun og dreifingu skránna fyrir réttir er ekki víst að það takist alls staðar en í ljósi þess að allur gagnabankinn er vistaður hjá Bændasamtökum Íslands verður hægt að leysa úr vandamálum sem upp kunna að koma varðandi óskilafé og ný bæjarnúmer, að sögn Ólafs Dýrmundssonar sem hefur umsjón með verkinu. Verður greint nánar frá stöðu mála í næsta Bændablaði. Urðunarhólf í Stekkjavík: Tvö tilboð í stækkun - Tekið við sláturúrgangi Tilboð hafa verið opnuð í stækkun urðunarhólfs í Stekkjarvík en tvö tilboð bárust í verkið. Ingileifur Jónsson bauð rúmar 36,6 milljónir króna og Skagfirskir verktakar ehf. buðu 36,8 milljónir króna. Bæði tilboðin voru vel yfir kostnaðaráætlun sem hljóðaði upp á rúmar 25,8 milljónir króna. Byggðasamlagið Norðurá bs. rekur urðunarstaðinn Stekkjarvík og stendur að framkvæmdunum. Verkið er fólgið í stækkun urðunarhólfs í Stekkjarvík til að gera mögulegt að taka við sláturúrgangi og öðrum lífrænum úrgangi til urðunar. Um er að ræða gröft og tilfærslu rúmmetra jarðefna og mótun á sérstöku urðunarhólfi ásamt frágangi siturlagna. Verklok eru 31. ágúst nk. og gert ráð fyrir að hægt verði að taka á móti úrgangi frá sláturhúsum í haust. Styrkir til jarðræktar Umsóknarfrestur til 10. sept. Eins og fram hefur komið í öllum bændablöðum í sumar rennur umsóknarfrestur um styrki til jarðræktar út 10. september. Hægt er að sækja um rafrænt á Bændatorginu fram að þeim tíma, en einnig er hægt að senda viðkomandi ráðunautaþjónustu eyðublað sem finna má á heimasíðu Bændasamtakanna, bondi.is. Sérstaklega skal vakin athygli á því að til að til að standast úttekt þarf umsækjandi að hafa lagt fram túnkort af ræktarlandinu. Þeir sem ekki eiga túnkort ættu því að óska eftir að ráðunautur teikni fyrir þá túnkort hið fyrsta. Þeir sem eiga túnkort annars staðar en í Jörð.is skulu sannreyna að afrit af kortinu sé til hjá viðkomandi ráðunautaþjónustu. Rétt er að benda á að hægt er að sækja um styrk fyrir tilteknar spildur í Jörð.is í rafrænu umsókninni í Bændatorginu. Nánari reglur um framlög til jarðræktar má lesa á bondi.is. Jóhannes Torfason á Torfalæk var í lok júlí sl. sæmdur Wriedtskildinum, æðsta heiðursmerki NÖK, samtaka áhugafólks um nautgriparækt á Norðurlöndum fyrir starf sitt að nautgriparækt á Norðurlöndum. Verðalaunaafhendingin fór fram í lok ráðstefnu samtakanna sem haldin var í landbúnaðarskólanum í Grasten á Suður-Jótlandi. NÖK samtökin voru stofnuð 1948 og á hvert aðildarland rétt á 40 félögum sem tengjast mjólkurframleiðslu og nautgriparækt. Norðurlöndin auk Færeyja og Álandseyja eru aðilar að samtökunum. Annað hvert ár er haldin ráðstefna í einhverju aðildarlandanna og fjallað um það helsta sem er að gerast í nautgriparæktinni á Norðurlöndunum. Alltaf hefur verið lögð mikil áhersla á að ráðstefnurnar séu fjölskylduvænar og er sérdagskrá fyrir maka auk þess sem mikið er lagt upp úr dagskrá fyrir börn og unglinga. Að þessu sinni tóku 232 þátt í ráðstefnunni, þar af 52 ungmenni. Frá Íslandi komu 39 manns, Viðræður við ríkið um nýjan búnaðarlagasamning vel á veg komnar: Aukabúnaðarþing boðað í haust Gert ráð fyrir að þá verði hægt að ganga frá breytingum á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði Stefnt er að því að boða aukabúnaðarþing í október næstkomandi þar sem ganga á frá breyttu formi á ráðgjafarþjónustu í landbúnaði. Vonast er til þess að takast megi að ganga frá nýjum búnaðarlagasamningi við ríkið í september og að því loknu verður hægt að ljúka smíði tillagna að umræddum breytingum. Að svo komnu máli er gert ráð fyrir að aukabúnaðarþing verði boðað í lok október. Jóhannes, lengst til hægri, ásamt þeim Lennart Andersson (f.m.) og Henrik Nygaard (t.v.) sem einnig voru heiðraðir. Ráðgjafaþjónustan sameinuð Á síðasta búnaðarþingi var samþykkt að hefja undirbúning að sameiningu ráðgjafarþjónustu búnaðarsambanda og Bændasamtaka Íslands í eina rekstrareiningu með það að markmiði að efla faglegt starf, auka hagkvæmni og tryggja bændum um allt land aðgang að sambærilegri ráðgjöf á sömu kjörum óháð búsetu. Slíka sameiningu þyrfti óhjákvæmilega að vinna samhliða samningaviðræðum um nýjan búnaðarlagasamning en gildandi samningur rennur út um komandi áramót. Nýtt fyrirkomulag ætti að taka gildi í ársbyrjun 2013 um leið og nýr búnaðarlagasamningur. Samningaviðræður við ríkisvaldið um nýjan búnaðarlagasamning eru vel á veg komnar og er vonast til að þeim ljúki seinnipart septembermánaðar. Aukinn kraftur settur í vinnuna Danski ráðgjafinn Ole Kristensen 15 virkir þátttakendur, 12 makar og 12 ungmenni. Á þessari ráðstefnu var m.a. fjallað um norræna samvinnu, hátæknivæðingu í mjólkurframleiðslu og framtíð nautgriparæktar með hliðsjón af loftslagi og umhverfi. Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir flutti erindi um hlutverk og þýðingu nautgripaskýrsluhalds í framtíðinni, og einnig Eiríkur Blöndal. samantekt Gunnars Guðmundssonar um reynslu okkar af norrænni samvinnu við Norfor. Sæmundur Jón Jónsson flutti einnig erindi um kröfur til menntunar í landbúnaði. /fr vann tillögur að breytingum á ráðgjafarþjónustunni sem voru lagðar til grundvallar samþykkt búnaðarþings. Ágúst Þorbjörnsson ráðgjafi hjá fyrirtækinu Framsækni var svo ráðinn til að vinna að málinu að afloknu þinginu og hefur hann ásamt stýrihópi unnið tillögur sem gert er ráð fyrir að kynna á formannafundi búnaðarsambandanna í lok september, að því gefnu að þá liggi fyrir samkomulag um nýjan búnaðarlagasamning. Eiríkur Blöndal framkvæmdastjóri Bændasamtakanna segir að nú verði aukinn kraftur settur í að undirbúa breytingarnar svo takast megi að klára þær á umræddum tíma. Hann segist jafnframt vonast eftir góðu samstarfi við þá sem málið varðar, hér eftir sem hingað til. /fr Fjölþjóðlegir straumar leika um Rjómabúið á Erpsstöðum Áhugaverðir ostar í undirbúningi Þann 10. ágúst sl. var boðið til ostaog vínkynningar á Rjómabúinu Erpsstöðum í Dölum. Kynntar voru afurðir sem gestaostagerðarmenn Rjómabúsins hafa unnið að í sumar. Kynningin var haldin í samstarfi við Vínskólann sem valdi vínin til að drekka með ostunum. Í sumar hafa þau Karen Staley, frá Michigan í Bandaríkjunum, og Andrea Manola frá Ítalíu leikið lausum hala í ostagerðinni á Rjómabúinu Erpsstöðum. Hafa þau lagað nokkrar mismunandi útgáfur af ostum sem verið er að skoða mögulega framleiðslu á. Ein tegundin er Chaource, hvítmygluostur frá Champagnehéraðinu, sem fékk nafnið Galti. Önnur er af Camembert-tegund og heitir Frændi. Þessir ostar munu væntanlega fara í sölu þegar framleiðslan verður nægileg. Karen og Kúmenosturinn Karen hefur unnið hlutastarf við ostagerð á sveitabæ í sínu héraði. Hún kom fyrst á Erpsstaði sumarið 2010, var þá í tvær vikur og lærði m.a. að gera skyr. Síðan kom hún aftur um áramótin og þá gerði hún Þorgrímur Einar Guðbjartsson, bóndi á Erpsstöðum, Karen Staley frá Michigan og Andrea Manola frá Ítalíu. Myndir /Dominigue Plédel Jónsson í samstarfi við Rjómabúið nokkrar tegundir af ostum, m.a. Gruyère og þann ost sem búið hefur nú hafið framleiðslu á og kallast einfaldlega Kúmenostur. Í sumar hefur Karen að mestu fengist við mygluostagerð og er eftirvænting á búinu að sjá hvernig þeir ostar munu koma út. Andrea hefur unnið í nokkur ár hjá ostaframleiðslufyrirtæki í sínu héraði. Hann kom á Erpsstaði í febrúar sl. og hefur síðan verið aðalostagerðarmaður Rjómabúsins; framleitt Grikkjann og Kúmenostinn, sem og séð um skyrgerðina. /smh

3 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Íslensku steinbitarnir hafa verið í þróun undanfarið ár. Bitarnir hafa verið prófaðir af Nýsköpunarstöð Íslands og staðist allar mælingar um brotþol og styrk á steypu. Bitanir eru 16 sm þykkir og er hægt að fá bitana cm. langa. Breidd bitana er eftirfarandi 32 sm, 2 bitar í fleka 49 sm, 3 bitar í fleka 65 sm, 4 bitar í fleka 82 sm, 5 bitar í fleka

4 4 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Tilraunaverkefnið um vistvænt eldi á grísum Að mestu gengið samkvæmt áætlun hægt verður að fá fram hvað neytendur vilja Framkvæmd CAP orðin Evrópusambandinu dýr: Greiðslustofur ESB landanna vara við auknum kostnaði Nú stendur yfir umfangsmikil endurskoðun á sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB, CAP. Lykilatriði í því verkefni er að gera hana grænni en áður sem þýðir að greiðslur til bænda á í enn meira mæli að tengja meðferð og nýtingu á landi en fyrr. Þessi breyting mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér við framkvæmdina samkvæmt niðurstöðum frá ráðstefnu um greiðslustofur, samkvæmt frétt Agra Focus. Umfangsmikill kostnaður Greiðslustofur eru stofnanir sem sjá um allt sem lýtur að beingreiðslum til bænda í löndum ESB. Þetta á m.a. við alla skráningu og eftirlit með því að uppfyllt séu öll skilyrði til að fá greiddar beingreiðslur frá sambandinu. Þessi breyting mun hafa gríðarlegan kostnað í för með sér við framkvæmdina samkvæmt niðurstöðum frá ráðstefnu um greiðslustofur í löndum ESB sem haldin var í Danmörku í júlí. Meðal annars voru forstjórar greiðslustofanna sammála um að eftirlit með nýjum ákvæðum, svo sem vistfræðilegum áherslusvæðum Leiðrétting Í pistli sem ég skrifaði í síðasta bændablað (15. tbl.) til að kynna nýju nautaskrána var meinleg villa í texta. Sagt var að úr árgangi 2006 hefði nautið Koli frá Berustöðum verið tekið í notkun. Þetta Í síðasta tölublaði Bændablaðsins skrifar Árni Bragason í Sunnuhlíð í Vatnsdal stutta grein varðandi Fjárvís. Ég þakka honum hér með fyrir og get upplýst að litaskráning er eitt af þeim atriðum sem unnið verður að því að bæta í komandi þróun á skýrsluhaldsforritinu Fjárvís. (ecological focus areas), muni kalla á umfangsmikinn kostnað við viðhald gagnagrunna á sama tíma og verulegs aðhalds er þörf í rekstri greiðslustofanna vegna efnahagskreppunnar. Mörg aðildarlönd hafa heldur ekki yfir að ráða þeim gögnum sem þörf er á til að gera ákveðin svæði að vistfræðilegu áherslusvæði. Kalla á endurskoðun landupplýsingakerfis Á ráðstefnunni kom einnig fram að nýju kröfurnar muni kalla á heildstæða endurskoðun á landupplýsingakerfi ESB (LIPs) sem er bæði kostnaðarsöm og tímafrek. Með öðrum orðum: Til að hægt sé að framkvæma endurskoðun á greiðslum til bænda er stórfelldra endurbóta þörf á framkvæmdahliðinni. Forstjórar greiðslustofanna létu heldur ekki hjá líða krefjast tímanlegrar innleiðingar á nýju reglunum og skýrra leiðbeininga til að gera stjórnsýslunni mögulegt að framkvæma nauðsynlegar breytingar. Þeir kröfðust einnig frekari einföldunar á CAP til að draga megi úr stjórnsýslubyrðinni. /EB er alrangt og átti að sjálfsögðu að vera Koli frá Sólheimum í Hrunamannahreppi. Þetta leiðréttist hér með og biðst ég velvirðingar á þessum mistökum. Magnús B. Jónsson Litaskráning í gæðastýringu Hins vegar vil ég koma því á framfæri að litaskráning er ekki nauðsynleg til að standast kröfur gæðastýringar, lámarkskröfur eru eingöngu að allir gripir hafi einkvæmt númer og skráning á lit því valfrjáls hlutur. Eyjólfur Ingvi Bjarnason Sauðfjárræktarráðunautur BÍ Mannabreytingar hjá BV Sigríður Jóhannesdóttir sem verið hefur framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands (BV) frá því í 1. desember 2007, lét af störfum hjá BV þann 1. ágúst. Þann 20. ágúst tók Guðmundur Sigurðsson ráðunautur við stöðu hennar til áramóta. Guðmundur verður í 50% starfi fram að áramótum en hann sinnir jafnframt störfum sínum hjá Vesturlandsskógum áfram í um 50% starfi. Guðmundur er bændum á starfssvæði BV að góðu kunnur. Hann starfaði um árabil hjá Búnaðarsambandi Borgarfjarðar og var síðan framkvæmdastjóri BV frá stofun til ársins Guðmundur verður með viðveru á skrifstofu BV á mánudögum en á öðrum tíma má ná í hann í síma eða hafa samband í gegnum tölvupóst. Helga Halldórsdóttir skrifstofustjóri BV svarar fyrir erindi til samtakanna í fjarveru framkvæmdastjóra. Sigríður fluttist búferlum norður í Þistilfjörð á æskustöðvar sínar. Hún tekur við starfi skrifstofustjóra Langanesbyggðar þann 1. september n.k. að því er fram kemur í tilkynningu frá stjórn BV. Verkefni Svínaræktarfélags Íslands um vistvænt eldi á grísum var hrundið af stað sl. vor og var greint frá því á síðum Bændablaðsins þegar ábúendur á bænum Bjarteyjarsandi á Hvalfjarðarströnd tóku við grísum frá Brúarlandi á Mýrum. Það er almenn ánægja með hvernig þetta hefur gengið. Framundan er að meta hvernig best er að vinna kjötið og hvernig markaðssetningu verður háttað, ýmsir möguleikar í þeim efnum eru til skoðunar. Ég held að þetta hafi að mestu gengið samkvæmt áætlun, segir Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. Grísir hafa mikla aðlögunarhæfni Á endanum voru þetta þrír bæir sem tóku þátt í þessu með okkur; Grænahlíð og Hólsgerði í Eyjafirði og svo Bjarteyjarsandur í Hvalfirði. Grísirnir hafa haft aðstöðu til að vera bæði úti og inni og það var gaman að sjá í Eyjafirði, þar sem þeir gengu með hrossum og kindum, að þar voru þau farin að venjast nærveru grísanna. Það er enda svona dýrum eðlislægt að njóta nærveru við önnur dýr og grísir hafa raunar mjög mikla aðlögunarhæfni. Engin tiltekin vandamál hafa komið upp en það liggur fyrir að svín sem ganga mikið úti þarf að hemja. Þau ganga ekkert sérstaklega vel um landið, ef þau fá að ganga um það eins og þau lystir. Bændurnir geta betur þjónað óskum neytendanna Hörður segir að bændurnir muni meta það hvenær heppilegast er að slátra grísunum, en þeir komu á búin um það bil tveggja mánaða, um mánaðamótin maí-júní. Það fer í raun eftir því hvað bændurnir hafa hugsað sér að gera við skrokkana í haust. Að slátrun lokinni þarf að meta vöðvafyllingu og vinnslu í samræmi við óskir afmarkaðs hóps neytenda sem verið er að höfða til ólíkt því sem tíðkast í hefðbundnu grísaeldi. Þessir bændur njóta þess þá að geta bæði þjónað óskum þeirra neytenda sem eru vanir því að meðhöndla svínakjötsafurðir á ýmsa lund og Steingrímur J. Sigfússon, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur lagt fram svör víð fyrirspurnum Atla Gíslasonar og Jóns Bjarnasonar um opnunarskilyrði ESB vegna samninga um landbúnaðarmál. Og einnig fyrirspurn um samningsafstöðu Íslands varðandi dýra- og plöntuheilbrigði í aðildarviðræðum við Evrópusambandið. Varðandi spurningu Atla og Jóns um hvaða skuldbindingar felast í þeim fyrirheitum sem gefin eru um aðgerðir af hálfu íslenskra stjórnvalda í drögum að svari við fyrrnefndum opnunarskilyrðum, sem hafa verið til kynningar á fundum samningahóps um landbúnað, segir Steingrímur: Vistvænir" grísir í Grænuhlíð í Eyjafjarðarsveit Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands. hinna sem eru nýgræðingar og vilja reyna eitthvað nýtt. Árangurinn verður á endanum metinn út frá holdafari gripanna, vöðvafyllingu, meyrni kjötsins, bragði og ýmsum öðrum atriðum. Það er afstaða íslenskra stjórnvalda að engar breytingar verði gerðar á innlendri landbúnaðarstefnu, Mynd /MÞÞ Loks þarf síðan að meta kostnað vegna eldisins. Það þarf að vega þetta allt og meta í samhengi og á endanum, hvort svona eldi á framtíð fyrir sér á Íslandi. Bændurnir eru nú að leggja það niður fyrir sér hvernig best verði staðið að markaðssetningunni. Komið hefur fram að Bjarteyjarsandur hyggst selja sínar afurðir beint frá býli, en aðstaða er þar öll til staðar. Hinir bæirnir eru komnir í samstarf við kjötiðnaðarmenn í því skyni að ákveða möguleika á skurði á kjötinu og kynningu á afurðunum. Ég reikna með því að þegar kemur að slátrun verði gripunum ekki slátrað öllum í einu heldur prófi fólk sig áfram með þetta og láti á það reyna hvernig neytendum líkar varan sem þá verður í boði. Þannig verður hægt að fá betur fram hverju neytendur sækjast eftir og það er eitt af því sem er mjög áhugavert varðandi þetta verkefni, segir Hörður. Hann segir ekki vera hefð fyrir því að ala grísi með þessum hætti á Íslandi, en með þessari tilraun sé verið að nálgast óskir neytenda sem fram hafi komið um afurðir af þessu tagi. Þó þurfi að fara gætilega af stað í þessa vegferð og fólk verði að þróa með sér færni í að meta vel hvaða markaðsforsendur kunni að vera til staðar til framtíðar. /smh Opnunarskilyrði ESB vegna samninga um landbúnaðarmál: Engar breytingar gerðar á lagaumgjörð landbúnaðarstefnunni, eða stjórnsýslu -fyrr en eftir aðildarsamþykkt segir landbúnaðarráðherra í svari við fyrirspurn Steingrímur J. Sigfússon. lagaumgjörð eða stjórnsýslu, vegna hugsanlegrar aðildar, fyrr en aðildarsamningur hefur verið samþykktur í þjóðaratkvæðagreiðslu. Á þeim grunni byggist umrædd aðgerðaáætlun. Aðgerðaáætlunin felur í sér vilyrði íslenskra stjórnvalda um með hvaða hætti Ísland hyggst haga undirbúningsaðgerðum á næstu missirum og í aðdraganda aðildar. Hvað varðar undirbúning breytinga á löggjöf þá er í áætluninni tiltekið að stjórnvöld muni hlutast til um að vinna nauðsynleg frumvarpsdrög. Þingleg meðferð yrði hins vegar í kjölfar þjóðaratkvæðagreiðslu. Er þetta í samræmi við minnisblað utanríkisráðherra sem lagt var fram í ríkisstjórn 21. janúar /HKr.

5 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Ný greinargerð um vernd vöruheita kynnt á fundi 6. september: Setja þarf lög um verndun á vöruheitum Aukinn þrýstingur á gerð milliríkjasamninga um slíka vernd Vernd vöruheita með upprunaeða staðarvísun er heiti greinargerðar sem Einar Karl Haraldsson hefur tekið saman og kynnt verður fimmtudaginn 6. september. Einar Karl sagði í samtali við Bændablaðið að greinargerðin væri tekin saman að frumkvæði Guðna Ágústssonar, formanns Samtaka mjólkur- og kjötframleiðenda innan Samtaka iðnaðarins (SI). Hafi þessi vinna einnig notið stuðnings Orra Haukssonar framkvæmdastjóra SI. Með aukinni sölu á íslenskum landbúnaðarafurðum undanfarin ár hefur margoft spunnist umræða um hvort Íslendingar ættu ekki að tryggja sér og vernda vöruheiti eins og skyr og íslenskt lambakjöt. Segir Einar að tilgangurinn með greinargerðinni sé að gefa yfirlit um stöðu landfræðilegra merkinga á heimsvísu og leita vísbendinga um framtíðarþýðingu þeirra í viðskiptum með landbúnaðarvörur. Málið sé aðkallandi í tengslum við viðræður Íslands og Evrópusambandsins um viðskipti með landbúnaðarafurðir á grundvelli 19. gr. EES-samningsins, þar sem ESB hefur krafist þess að samið verði um gagnkvæma vernd landfræðilegra merkinga. Áhuginn á vöruheitavernd eykst með auknum útflutningi Það má segja að vernd vöruheita sem hafa einhvern uppruna og staðarvísanir hafi kannski ekki verið mikið áhugamál íslensks landbúnaðar, þar sem útflutningur hefur verið af skornum skammti. Nú hefur á undanförnum árum komið til vaxandi útflutnings. Það er verið að selja lambakjöt, smjör og skyr, m.a. í Bandaríkjunum, flytja íslenskt skyr til Finnlands og framleiða skyr með framleiðsluleyfi í Noregi, Svíþjóð og Danmörku. Þetta gerir það að verkum að menn fara að velta því fyrir sér hvernig við getum verndað þessi heiti okkar fyrir eftirlíkingum eða því að einhverjir fari að villa á sér heimildir með framleiðslu á svipuðum vörum. Líka eru mörg dæmi um að nafn vöru sem á uppruna á einhverju ákveðnu framleiðslusvæði og hefur þróast þar verði bara að almennu heiti. Við getum tekið dæmi um Dijon sinnep, sem heitir bara Dijon sinnep hvar sem það er framleitt. Eins er parmesan víða um lönd bara orðið lýsandi heiti á ákveðinni gerð af osti, þó Parmigiano-Reggiano megi aðeins vera merktur slíku heiti innan ESB ef hann er upprunninn á samnefndu landssvæði, enda er það verndað vöruheiti og eftirlíkingar á slíkum osti innan ríkja Evrópusambandsins bannaðar. Íslensk lagasmíði orðin aðkallandi Einar Karl segir að ef Íslendingar gerist aðilar að ESB verði þeir um leið að taka upp þær reglur um þá vörumerkjavernd sem þar gildi og ná til yfir vöruheita. Því verði t.d. ekki hægt að framleiða hér á landi ost sem heiti t.d. fetaostur, sem er verndað, grískt vöruheiti. Vegna vaxandi þrýstings á gerð milliríkjasamninga um vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísunum sé því orðið mikilvægt að Íslendingar búi til sína eigin löggjöf um þessi mál og vinni að því að tryggja ýmis vöruheiti sem sér-íslensk og/eða staðbundin. Þetta hafi Norðmenn t.d. gert þrátt fyrir að hafa hafnað inngöngu í ESB. Í greinargerðinni lýsir Karl því hvaða leið Norðmenn hafi farið. Í Noregi eru 19 vöruheiti þegar komin á lista yfir vernduð vöruheiti og fimm vöruheiti til viðbótar eru í umsóknarferli. Þá hafa parmaskinkan Prosciutto de parma og parmesanosturinn Parmigiano Reggiano m.a. fengið stöðu sem lögvernduð vöruheiti í Noregi. Eins hefur framkvæmdastjórn ESB farið þess á leit að gerður verði samningur á milli Noregs og ESB um gagnkvæma vernd landfræðilegra merkinga. Telur Einar afar mikilvægt að Íslendingar hugsi sér til hreyfings í þessum efnum, en til þess þurfi að hefja grunnvinnu við samningu laga þar um. Þá sé nauðsynlegt að taka saman lista yfir vöruheiti í landbúnaði, matvælaframleiðslu og fiskeldi sem hugsanlega kæmu til álita í sambandi við uppruna- og staðarvísanir eða hefðartryggingu. Þannig verði hægt að átta sig á umfangi íslensks verndarkerfis og hve þungt það yrði í vöfum í opinberri stjórnsýslu og eftirliti. Þá þurfi að fá fram mat á því hver ávinningurinn yrði af gagnkvæmri vernd landfræðilegra merkinga og hvað muni hugsanlega tapast. /HKr. Dekkjainnflutningur Viltu spara Eigum á lager flestar stærðir traktors, vagna og vinnuvéladekkja á góðu verði. Einnig mikið úrval fólksbíla og jeppadekkja á lager, 10% aukaafsláttur. Verðdæmi: Skotbómulyftaradekk 405/70-24 kr m/vsk Traktorsdekk 380/70 R24 kr m/vsk Traktorsdekk crossply 16,9-34 kr m/vsk Verð gildir á afhendingastöðvar Landflutninga um allt land. Vinsamlegast hafið samband við Ármann Sverrisson manni@gott.is Tryggva Aðalbjörnsson Jason ehf Hafnarstræti 88 Akureyri NÝPRENT ehf Landbúnaðarsýning og bændahátíð Reiðhöllin Svaðastaðir Sauðárkróki, laugardaginn 25. ágúst. Sýningin er opin frá 10:00 19:00 og er aðgangur ókeypis! Dagskrá sýningarinnar 10:00 Sýningarsvæðið opnar 11:00 Setning -Tónlistaratriði - Ásta Björg Pálmadóttir sveitarstjóri Skagafjarðar - Guðrún Lárusdóttir, form. Búnaðarsambands Skagf. -Steingrímur J Sigfússon landbúnaðarráðherra 11:45 Tóti í Keldudal lætur dæluna ganga Sýning á vökvunarbúnaði. 12:00 Smalahundasýning 12:30 Sýning á skeifnasmíði og sjúkrajárningum 13:00 Hrútasýning 13:30 Hæfileikakeppni gröfumannsins 14:00 Leitin að nálinni í heystakknum. Hver er fljótastur að finna heklunál í heystakk, keppni á tíma fyrir 13 ára og yngri. Skráning á staðnum. 14:30 Rúningur og ullarvinnsla 15:00 Kálfasýning 15:30 Dráttarvélasýning, sýning á gömlum vélum 16:00 Klaufskurður á kúm 16:30 Smalahundasýning 16:45 Tóti í Keldudal lætur dæluna ganga Ath. Dagskráin getur tekið breytingum og viljum við því benda gestum á heimsíðuna 17:00 Húsdýrum gefið, mjaltir og almenn umhirða 17-19:00 Meistaramót í óhefðbundnum hestaíþróttum Kvöldvaka 18:30 Veitingasala fyrir kvöldvöku 19:30 Kvöldvaka -Gísli Einarsson sjónvarpsmaður -Bændafitness - Skemmtikraftar Vélasýning skagfirskra bænda og vélasala Opin bú í Skagafirði sunnudaginn 26. ágúst kl Hrossaræktarbúið Hof á Höfðaströnd Loðdýrabúið Urðarköttur á Syðra- Skörðugili Kúabúið Hlíðarenda í Óslandshlíð Sauðfjárbúið Brúnastaðir í Fljótum Það er enn hægt að vera með á Sveitasælu Þeim sem hafa áhuga á að taka þátt í Sveitasælu er bent á að hafa samband við Markvert ehf., Guðnýju í síma eða Karl í síma Einnig í netfangið sveitasaela@markvert.is Verðskráin Sveitamarkaður / handverksmarkaður kr borðið er 70x280 cm. Sýningarsvæði á gólfi kr fermetrinn með rafmagni og netsambandi. Útisvæði kr fermetrinn - Ath. Öll verð eru fyrir utan vsk. Húsdýragarður Sveitamarkaður Handverkssýning Smjör strokkað Skilvinda Smakk á heimagerðu skyri Leiktæki fyrir börn Unnið úr geitafiðu Geitur kembdar Búgreinafélögin í Skagafirði Búnaðarsamband Skagafjarðar

6 6 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjöl margra annarra er tengjast land búnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri og lífeyrisþegar greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Hörður Kristjánsson (ábm.) Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Landsprent og Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins. ISSN LEIÐARINN Öryggismál bænda Bústörf, sem eru mjög fjölbreytt, eru oft unnin við hættulegar aðstæður. Vélavinna, gripahirðing og önnur störf eru oft áhættusöm. Í daglegum önnum leiðum við bændur kannski ekki alltaf hugann að hve mikil áhætta er tekin. Vaninn og fastmótaðar hefðir eru ríkjandi og ef til vill fátt sem bendir endilega til að veruleg áhætta sé tekin. Hins vegar vitum við að stundum er tekin áhætta en meðan ekkert kemur fyrir finnst okkur framkvæmdin kannski alveg í lagi. En slysin gera ekki boð á undan sér. Augnabliks óaðgæsla getur haft alvarlegar afleiðingar. Við sáum og heyrðum í sumar hræðilega erlenda frétt um slys þegar heystæða hrundi. Önnur erlend frétt af hörmulegu slysi greindi frá nauti sem réðst á bónda. Við þekkjum því miður sambærileg slys hér á landi, með hörmulegum afleiðingum. Átak í upplýsingagjöf og öryggismálum Slys við bústörf eru talin vera fleiri en skráningar gefa tilefni til að álykta. Vinnueftirlitið hefur hvatt Bændasamtökin opinberlega til að taka á þessum málum. Þá brýningu ber að taka alvarlega og gera átak í að hvetja bændur til upplýsingagjafar. Slíkt er ekki aðeins mikilvægt vegna hugsanlegra slysavarna, heldur ekki síður vegna afleiðinga slysanna og réttinda bænda. Þá er einnig nauðsynlegt að gera átak í öryggismálum. Áhættugreining eða -mat eiga að leggja grunn að bættum slysavörnum. Nauðsynlegt er að málið sé tekið föstum tökum og hafist handa við að vinna með bændum að slíkum málum. Oft kvörtum við undan eftirliti og eftirlitsaðilum. Slysavarnir og öryggismál bænda eiga skilið meiri athygli. Vinnuvernd er annar þáttur sem áður varð oft útundan við bústörf. Ég segi áður fyrr, því vissulega hefur margs konar ný tækni, sem innleidd hefur verið í landbúnaði, útrýmt líkamserfiði og einhæfum störfum sem gengu nærri stoðkerfi líkamans. Að sama skapi hefur breytt heyverkun ekki síður bætt andrúmsloftið hjá bændum, í orðsins fyllstu merkingu. Samt sem áður eru enn til bústörf sem eru erfið og slítandi. Vaninn oft versti óvinurinn Án þess að styðjast við rannsóknir eða faglega úttekt skal því haldið fram hér að enn finnist vinnuaðstæður sem valda álagi á stoðkerfi. Kannski er vaninn þar líka versti óvinurinn, að við hugum ekki að slíku fyrr en of seint. Ef til vill ekki fyrr en þegar við stöndum frammi fyrir liðskiptaaðgerð eða öðrum erfiðum og alvarlegum afleiðingum þess að hlífa ekki líkamanum, beita honum rétt og ástunda góða líkamsbeitingu. Fjárfesting í bættri vinnuaðstöðu og öryggismálum er örugglega tímabær og nauðsynleg á mörgum bæjum. Um leið er það ein arðsamasta fjárfesting sem hægt er að gera. Leiðbeiningaþjónusta landbúnaðarins getur komið þar að verki með bændum með faglegum hætti. Teikningar og hönnun landbúnaðarbygginga, bútækni og tæki og búnaður eru alltaf í örri þróun. Endurnýting eða endurhönnun eldri húsa er ekki síður vænleg leið. Bændur eru kappsamir að innleiða tækni og gera það fyrst og fremst vegna þess að þeir sjá tækifæri, m.a. í bættri vinnuaðstöðu. Væri samt ekki réttast að byrja á því að tala við ráðunaut um málið? Að sama skapi getur verið mikilvægt að láta skoða með sér vinnuaðstöðuna með tilliti til öryggismála. Gott starf hefur verið unnið í öryggismálum bænda á liðnum árum. Áróður og fræðsla um öryggishlífar á drifsköft og á annan drifbúnað hefur fækkað slysum af þeirra völdum. Að sama skapi varð átak í að setja öryggisgrindur á dráttarvélar til þess að hræðilegum dráttarvélaslysum stórfækkaði. Enn er hægt að gera betur. Búin hafa stækkað, færra fólk er við bústörfin og oft aðeins einn. Við meðhöndlun gripa og stórra heyrúlla eða önnur verk, sem bændur vinna einir, þarf ekki að fara mikið úrskeiðis til að illa fari. Hér er hvatt til að bændur hugleiði og fari yfir vinnuaðstæður á búum sínum með öryggismál og vinnuvernd í huga. /hb LOKAORÐIN Blessuð" tófan Sjálfskipaðir náttúruverndarsinnar sem misskilja hlutverk sitt geta jafnvel verið hættulegri náttúrunni en verstu umhverfissóðar. Þessi fullyrðing er alls ekki út í hött, því ekki er annað að sjá en ótal dæmi á undanförnum vikum og mánuðum hafi staðfest sannleiksgildi hennar. Umhverfisráðherra ætti að vera helsti varðhundur náttúruverndar á Íslandi og reyna að sjá til þess að jafnvægi ríki í náttúrunni, eða því verði í það minnsta ekki raskað vísvitandi, náttúrunni sjálfri í óhag. Reynslan af aðgerðum umhverfisráðuneytisins undanfarin ár og misseri og reyndar líka af aðgerðaleysi sveitarfélaga virðist hins vegar benda til þess að þessu sé þveröfugt farið. Nægir þar að nefna dæmi um tvær dýrategundir, tófu og villimink. Seint á föstudagskvöldið í síðustu viku komust ung hjón í gamalgrónu íbúðahverfi í Hafnarfirði í hann krappan þegar minkur fór inn í íbúð þeirra. Eftir fjögurra klukkutíma baráttu tókst þeim að ráða niðurlögum dýrsins. Konráð Magnússon hjá meindýraeftirlitinu Firringu sagði orðrétt í samtali við Morgunblaðið: Ef þetta er stefna stjórnvalda, að hætta að greiða fyrir veiði á þessum dýrum, mink og tófu sem þarf að halda í skefjum, þá fjölgar dýrunum. Og þau þurfa að borða. Þegar þau eru búin með fuglinn fara þau á lömbin og kindurnar og svo fara þau inn í bæjarfélögin, í ruslið. Í júlí sl. var hér í Bændablaðinu viðtal við Rögnu Aðalsteinsdóttur, sem sagði farir sínar ekki sléttar í baráttu við tófuna og stjórnvöld. Á sex árum hafði tófan drepið hjá henni 173 lömb. Reyndir eggjatökumenn hafa lýst því að refurinn sé farinn að hreinsa fugl og egg af syllum í stærstu fuglabjörgum landsins. Fjölmargar fregnir berast einnig af tófu á suðvesturhorni landsins, meira að segja í mesta þéttbýlinu á höfuðborgarsvæðinu. Offjölgun í tófu- og villiminkastofninum veldur því að þessi dýr flæða nú yfir landið í ætisleit. Bændur og veiðimenn hafa margsinnis bent yfirvöldum á að þessi dýr séu að drepa bæði friðaða fugla sem nytjafugla í stórum stíl. Samt eru engar rannsóknir gerðar af viti til að skoða þessi mál. Þess í stað er stöðugt klifað á því í ráðuneyti umhverfismála að það þurfi bara að friða meira, friða svartfugl, friða rjúpu, gæs og helst allt sem hreyfist, væntanlega til að blessaður refurinn og minkurinn hafi eitthvað til að éta annað en rusl úr tunnum í Reykjavík. /HKr Kristján Albertsson bóndi á Melum á Ströndum sigraði í hrútadómum - Þátttakendur voru 49 Íslandsmót í hrútadómum fór fram á Sauðfjársetri á Ströndum á þann 18. ágúst og tókst afbragðs vel. Þetta er í 10. skipti sem keppni í hrútadómum fer fram og stóð Kristján Albertsson bóndi á Melum í Árneshreppi uppi sem sigurvegari. Þetta er í þriðja skipti sem Kristján vinnur. Alls tóku 49 þátt í keppninni í tveimur flokkum, vanir og óvanir, en yfirdómari var Jón Viðar Jónmundsson. Vegleg verðlaun voru í boði fyrir þá sem stóðu sig best, en þau voru gefin af SAH-afurðum á Blönduósi, Ístex, Fosshótelum, Bændasamtökunum, Sauðfjársetrinu og Sauðfjársæðingastöð Vesturlands. Ýmislegt annað var til gamans gert, kindur voru rúnar með gamla laginu, krökkunum var boðið á rúntinn í kindavagni og dýrindis kaffihlaðborð var á boðstólum. /ES varð í þriðja sæti, í miðjunni er Kristján Albertsson á Melum í Árneshreppi sem sigraði á mótinu í þriðja sinn, og til hægri er Eiríkur Helgason í Stykkishólmi sem varð þriðji. Haukur Vignisson á Hólmavík, í öðru urðu frændurnir son á Kirkjubóli og í þriðja varð Maríus Þorri Ólason í framkvæmdastjóri Sauðfjársetursins lengst til vinstri,

7 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Í umræðunni Þarfasti þjónninn í Hrísey Það er sérstök tilfinning að stíga á land í Hrísey eftir þægilega bátsferð frá Árskógssandi með farþegaskipinu Sævari. Hér stendur tíminn svo sannarlega í stað og ef ekki væri fyrir vingjarnlegt viðmót í Júllabúð eða útsýnisakstur á leigubíl staðarins, sem er að sjálfsögðu vel búin dráttarvél eins og vel flest farartæki eyjarinnar, þá gæti maður allt eins verið kominn úr beinu sambandi við umheiminn. Kyrrðin og hið tæra loft heilla aðkomumanninn. En það er fleira sem heillar í Hrísey og það eru farartækin sem er ekki laust við að færi mann aftur í tímann um allmörg ár, í það minnsta í huganum. Í raun er þó ekki svo langt síðan þessi menning varð til á eyjunni, en upp úr árinu 1990 varð dráttarvélaeign vinsæl meðal íbúanna og hefur vaxið síðan. Ferðamenn taka einna helst eftir dráttarvélamenningunni og götunum við komu í eyjuna. Íbúafjöldinn stendur í 172 manns í dag í Hrísey og varlega má áætla að gamlir, uppgerðir og misviðhaldsmiklir traktorar standi við annaðhvert hús í eyjunni. Þar eru þeir nýttir til ýmissa verka, við áhugamálin og sem farar- og atvinnutæki. Þarfasti þjónninn stendur svo sannarlega fyrir sínu á þessum friðsæla stað. /ehg Segja má að dráttarvélar séu við annað hvert hús í Hrísey. Massey Ferguson hefur vinninginn af tegundum í eynni en þeir eru a.m.k. 15 talsins, síðan leynast einn Deutz, Ford og nokkrir Zetorar á götum hennar. Myndir /ehg Skógarbændur af Vesturlandi á ferð um Norðurland Einn þáttur í starfi Félags skógarbænda á Vesturlandi er að heimsækja aðra skógarbændur, bæði innan og utan starfssvæðis Vesturlandsskóga. Í sumar var stefnan sett á Húnavatnssýslur og Skagafjörð, nánar tiltekið dagana 8. og 9. ágúst. Þátttakendur voru 28, flestir í verkefni hjá Vesturlandsskógum. Lagt var af stað frá Borgarnesi að morgni miðvikudags og ekið um Dali þar sem Dalamenn komu í rútuna og síðan yfir í Hrútafjörð um Laxárdal. Víðáttumikill blæaspareitur að Hofi Fyrsti viðkomustaðurinn var að Hofi í Vatnsdal en Jón Gíslason bóndi á Hofi kom í rútuna við Sveinsstaði og fylgdi okkur um Vatnsdalinn. Á Hofi skoðuðum við skjólbelti úr alaskavíði sem bændur þar hafa klippt til og sveigt þannig að það er sem fjárheld girðing. Blæaspareiturinn að Hofi, sem skoðaður var, er orðinn víðáttumikill en upphaflega voru gróðursettar sjö plöntur í reitinn. Á Hofi er einnig nytjaskógrækt á vegum Norðurlandsskóga og búið að planta rúmlega 70 þúsund plöntum, mest lerki. Eftir kaffistopp á Hrútey við Blönduós, þar sem ferðafélagarnir gæddu sér á nesti sínu, var ekið að Silfrastöðum í Skagafirði. Þar tóku á móti okkur Jóhannes Jóhannesson og Þóra Jóhannesdóttir skógarbændur, einnig var þar mættur Bergsveinn Þórsson svæðisstjóri hjá Norðurlandsskógum. Á Silfrastöðum er búið að gróðursetja yfir eina milljón skógarplantna, aðaltegundin er lerki sem virðist þrífast vel. Hópurinn fór í langa skógargöngu sem endaði með ketilkaffi í skóginum í boði Norðurlandsskóga. Á Silfrastöðum skoðaði hópurinn viðarkyndingu sem búið er að koma þar fyrir og kyndir upp íbúðarhúsið. Áhugaverður útivistarskógur Frá Silfrastöðum var ekið í Hjaltadalinn, komið við hjá Sigurði Þorsteinssyni á Melum og skjólbelti skoðuð en þar er einstaklega gaman að sjá hve vel er staðið að Vestlendingar skoðuðu m.a. gróskumikinn Hólaskóginn, en hann er mikið notaður af ferðafólki. Mynd / Sigurkarl Stefánsson allri ræktun. Hópurinn gisti á Hólum og á fimmtudagsmorgun nutum við leiðsagnar Magnúsar Ástvaldssonar um Hólastað sem fór með okkur um gróskumikinn Hólaskóginn, sem m.a. er mikið notaður af ferðafólki. Á Hólum bættist í hópinn formaður Félags skógarbænda á Norðurlandi, Anna Ragnarsdóttir á Krithóli 2 ásamt Bergsveini Þórssyni frá Norðurlandsskógum og fylgdu þau okkur yfir að Reykjarhóli þar sem Skógrækt ríkisins er með skógrækt. Þar tók á móti okkur Sigurður Skúlason skógarvörður og fylgdi hann okkur um skóginn, en Mynd / Bergþóra Jónsdóttir á Reykjarhóli er mjög áhugaverður útivistarskógur. Skoðuðu jólatrjáarækt Næsti bær var Krithóll 2 hjá Önnu og Ólafi Björnssyni og fór Anna með okkur um lerkiskóg frá 2001 sem hefur vaxið vel, einng skoðuðum við jólatrjáarækt sem Anna er að byrja á. Á Krithóli er búið að gróðursetja um 160 þúsund plöntur. Að lokinni skógargöngu á Krithóli var okkur boðið í ketilkaffi í boði skógarbænda á Norðurlandi. Síðasti bærinn sem við heimsóttum var Hamar í Langadal, þar býr Erlingur Ingvarsson og er hann búinn að gróðursetja vel yfir 700 þúsund plöntur síðan Erlingur fór með okkur í skógargöngu um glæsilegan blandaðan skóg af lerki, furu, ösp og greni. Á heimleiðinni var komið við á Sveitasetrinu Gauksmýri þar sem við fengum okkur kvöldverð í vistlegum veitingastað, skreyttum listaverkum húsfreyjunnar. Bændurnir á Gauksmýri, Jóhann Albertsson og Sigríður Lárusdóttir, eru þátttakendur í Norðurlandsskógum. Heimsóknir mikilvægur þáttur í starfinu Þessi stutta heimsókn tókst vel og við sáum margt sem getur komið að notum í okkar starfi. Ánægjulegt var að hitta skógarbændur af Norðurlandi sem tóku einstaklega vel á móti okkur, sem við þökkum fyrir. Sérstaklega þökkum við Önnu á Krithóli og Bergsveini hjá Norðurlandsskógum fyrir að gefa sér tíma með okkur. Við hjá Félagi skógarbænda á Vesturlandi vonumst til að geta endurgoldið gestristni Norðlendinga síðar. Það að skógarbændur hittist er mjög mikilvægur þáttur í starfinu, bæði að kynnast fólki sem er með sömu áhugamál og eins hitt að læra hvert af öðru. /Guðmundur Sigurðsson MÆLT AF MUNNI FRAM Það stóð á endum, að þegar loks fór að rigna á dögunum, þá hóf Einar Kolbeinsson slátt: Stíganda þó leggi lið, og látlaust starfa megi, ekki slæ ég slöku við slátt á þessum degi. Náttúrunni birginn býð beint mót venjum haga, og verka hey þó vætutíð verði alla daga. Auðvitað mæddist Einar þegar á leið: Æi, það er ógnar bras, sem aldrei held ég batni, það að verða að þurrka gras þegar rignir vatni. Í þessu þurra þokkasumri, er tilvalið er að halda ögn áfram með vísur tengdar heyskap. Næsta vísa Sveinbjarnar Beinteinssonar frá Draghálsi er þó einnig og um leið vísnagáta: Áðan sá ég úti mann egg að stráum bera. Reiðar konur heitir hann -Hvað mun nafnið vera? Símon Dalaskáld orti þessa vísu um bændur í Blönduhlíð. Skýringar eru þar með öllu óþarfar: Blönduhlíðarbúendur binda á sunnudögum, er það ljótur ósiður -á mót kristnum lögum. Sveinn Hannesson frá Elivogum náði jafnan nægum heyforða, þótt enginn væri hann afburða sláttumaður: Mér var aldrei slyngt um slátt, slappur að beita ljánum, en tíðast hef í tóft þó átt tuggu handa ánum. Einhverju sinni var Valdimar Kamillus Benónýsson við slátt, en þrjár vinnukonur rökuðu ljána: Einn ég skára grýtta grund, glymur ljár í steinum. Nauða sára nálgast stund: níðast þrjár á einum. Á dögunum mátti lesa í Morgunblaðinu ítarlegt viðtal við Þórð Pálsson héraðsráðunaut í Húnavatnssýslum. Þórður var á ferð um Hrútafjörð, hvar tún hafa orðið hvað harðast úti í þurrkunum undanfarið. Einar Kolbeinsson í Bólstaðarhlíð fékk pata af ferð Þórðar og þótti sérfræðiþekking hans með nokkrum ólíkindum: Flesta daga drekkur slurk og drýldinn sáir háði, svo ekki hélt að þekkti þurrk Þórður Páls að ráði. Kolbeinn í Kollafirði, sem orti þessa fleygu sláttuvísu undir listilegum líkingum: Sumir dengja launaljá, landssjóðsengi í múga flá. Kreppa engin þjáir þá; þar er lengi hægt að slá. Óðum fækar þó slyngum sláttumönnum, sem áður fyrr voru eins konar goðsagnir í flestum héruðum. Einar H. Guðjónsson á Seyðisfirði á þó í minningunni grænan grasblett: Þegar vítt er vengi sett viðjum klaka og fanna, gott er að eiga grænan blett í garði minninganna. Umsjón: Árni Jónsson kotabyggd1@gmail.com

8 8 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Þakkir fyrir ómetanlegan stuðning Svavar Birkisson bóndi í Birkihlíð í Botni í Súgandafirði slasaðist við vinnu við snjóflóðavarnagarðinum í Bolungarvík fyrir í sumar. Sett var af stað söfnun í því skyni að létta undir með Svavari og fjölskyldu á meðan hann næði bata. Söfnunin fór fram úr björtustu vonum skipurleggjenda. Fór hún þannig fram að fjölskyldu, vinum og kunningjum var boðið á viðburð á fésbókinni undir yfirskriftinni "Svavarman- ofurhetjan ætlar að ná sér að fullu". Þar var hvatt til þess að fólk gæfi 500 kr. eða frjáls framlög. Með þessum hætti safnaðist dágóð upphæð sem er mikil hvatning fyrir fjölskylduna í bataferlinu. Fyrir hönd fjölskyldunnar vilja skipuleggendur söfnunarinnar koma á framfæri þakklæti til allra sem þátt tóku í söfnuninni fyrir ómetanlega stuðning. Náungakærleikurinn hefur sýnt sig í orði og verki. Svavar er á batavegi og stefnir á að ná upp fyrra þreki. Hjörtur Már ásamt dætrum sínum þeim Helgu og Örnu og barnabarninu Katrínu Lindu, sem standa vaktina með honum í Grænmetismarkaðnum þegar mikið er að gera. Mynd / MHH Blátt blómkál, hnúðkál, söl og bjúgu slá í gegn í Hveragerði Bjarni Tryggvason og Lauren Tryggvason með stóðhestinn Andra frá Vatnsleysu á milli sín. Dóttir Bjarna geimfara í starfsnámi í Skagafirði Íslenski geimfarinn Bjarni Tryggvason kom til landsins í lok júlí til að sækja dóttur sína, Lauren Tryggvason, sem dvalið hafði á Vatnsleysu í Skagafirði hjá þeim Birni Friðrik Jónssyni tamningamanni og Arndísi Björk Brynjólfsdóttur í tvær vikur. Lauren er nemandi við dýralækningar í Royal Veterinary College í London, Bretlandi og þurfti að velja sér stað til að vera á við starfsnám í 2 vikur í sumar. Vegna áhuga hennar á hestum og uppruna föður hennar var ákveðið að kynnast íslenskri hrossarækt og starfsemi á slíku búi. Á Vatnsleysu hefur verið stunduð markviss hrossarækt í áratugi, en á bakvið hvern einstakling þar er 45 ára ræktunarstarf. Lauren var alsæl með dvölina á Íslandi og ákveðin í að koma fljótt aftur að Vatnsleysu. Að sögn Björns og Arndísar var hún afar áhugasöm um íslenska hestinn og duglegur starfskraftur. Áður en lagt var í hann frá Vatnsleysu fékk hún að fara í einn lokareiðtúr á stóðhestinum Andra frá Vatnsleysu. Var það mikil upplifun og ekki laust við að búið væri að kveikja verulegan áhuga hjá henni á íslenskum hestum. Svo mikinn reyndar, að hún stefnir að því að nýta sér hann sem viðfangsefni í verkefnum í náminu. Hjörtur Már Benediktsson, garðyrkjubóndi í Hveragerði, gerir það gott í garðyrkjunni því hann er nú með grænmetismarkað starfræktan í bæjarfélaginu þriðja sumarið í röð. Við erum staðsett á leikhúsplaninu við hliðina á gamla Eden og héldum að bruninn á Eden myndi kannski draga úr aðsókninni til okkar, en það hefur aldeilis ekki verið. Enda er fólk að fá hérna grænmeti sem í mörgum tilfellum er skorið samdægurs úti í garði, þannig að ferskara getur það ekki verið, auk þess sem verðið er mjög heiðarlegt. Ég rækta allt útigrænmetið sjálfur en kaupi gróðurhúsaafurðirnar. Við bjóðum einnig upp á bleikju frá Lækjarbotnum í Landsveit og hrossabjúgu frá Böðmóðsstöðum, þetta tvennt hefur slegið í gegn svo ekki sé meira sagt. Svo erum við með söl frá Hrauni og auk þess tegundir af grænmeti. Á meðal tegunda eru blátt blómkál, rauðrófur, hnúðkál og rauðkál ásamt öllu þessu gamla góða, sagði Hjörtur Már. Opið er hjá Hirti föstudaga, laugardaga og sunnudaga frá hádegi og til kl en vaktin verður staðin fram í miðjan september. Já, það er gaman að þessu og hér er líf og fjör enda oft margt um manninn. Þess má geta að við klæðumst yfirleitt bolum sem Félag gulrófnabænda lét framleiða fyrir félagsmenn sína í fyrra, en á þeim stendur: Ertu rófulaus? Við björgum því, sagði Hjörtur ennfremur. /MHH Bændadagur Búnaðarsambands Vestfjarða haldinn í fyrsta sinn á Reykhólum: Ábúendur í Hænuvík fengu hvatningarverðlaun - Hugmyndin að gera störf bænda sýnilegri á bæjarhátíðum á Vestfjörðum Lífland/Kornax: Guðný ráðin framkvæmdastjóri Guðný Benediktsdóttir hefur verið ráðin framkvæmdastjóri Líflands/ Kornax frá og með 1. september næstkomandi. Guðný lauk prófi í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands árið 1989 með áherslu á stjórnun og rekstur og MBA frá Colorado State University árið Hún hefur fjölbreytta stjórnunarreynslu að baki úr ólíkum greinum atvinnulífsins. Síðast gegndi hún starfi forstöðumanns gæða- og öryggismála hjá Sjóvá. Lífland er einn stærsti framleiðandi og þjónustuaðili á hvers konar fóðurvöru á Íslandi. Á undanförnum árum hefur Lífland byggt upp nýja og fullkomna fóðurverksmiðju á Grundartanga, sem verður endanlega öll tekin til starfa nú í haust. Þá er Lífland einnig umsvifamikill innflytjandi og seljandi á vörum tengdum landbúnaði. Lífland á og rekur verslanir í Reykjavík og á Akureyri þar sem þessar vörur eru m.a. seldar en auk þess eru þær verslanir öflugar í sölu á vörum tengdum hestaíþróttum og gæludýrahaldi. Kornax er stærsti framleiðandi og þjónustuaðili hér á landi með kornvörur, hveiti og aðrar vörur tengdar bakaríum og bökun almennt. Kornax á og rekur einu hveitimyllu landsins, sem staðsett er í Reykjavík. Þá er Kornax innflytjandi á fóðri og vörum fyrir Guðný Benediktsdóttir. gæludýr ásamt fleiri vöruflokkum. Félögin hafa á undanförnum árum ráðist í verulegar fjárfestingar til þess að geta boðið framúrskarandi vöru og þjónustu, sem er kjarninn í framtíðarsýn félagsins. Guðný mun veita forystu fjölbreyttri framleiðslu-, sölu- og þjónustustarfsemi Líflands/Kornax og auk þess mun hún í krafti reynslu og þekkingar sinnar leiða áframhaldandi þróun félaganna til að bjóða viðskiptamönnum bestu þjónustu og vörugæði. Guðný er gift Guðna Ingimarssyni, verkfræðingi og eiga þau tvo syni. Bændadagur Búnaðarsambands Vestfjarða (BSV) var haldinn í fyrsta sinn í júlí. Nú varð bæjarhátíðin Reykhóladagar fyrir valinu til að hýsa bændadaginn og ábúendur í Hænuvík hlutu hvatningarverðlaun. Bændadagur BSV var haldinn samkvæmt samþykkt aðalfundar frá 12. apríl sl. þar sem stjórn sambandsins var falið að koma á fót bændadegi og hvatningarverðlaunum á starfssvæðinu. Út frá bændadagshugmyndinni þróaðist síðan sú ákvörðun að gera landbúnað sýnilegan á einni af bæjarhátíðunum sem haldnar eru í þéttbýlisstöðunum á starfssvæði Búnaðarsambandsins á hverju ári. Að sögn Árna Brynjólfssonar, bónda á Vöðlum í Önundarfirði og formanns BSV, er hugmyndin að bændadagur ferðist á milli þeirra bæjarhátíða sem haldnar eru á Vestfjörðum og einn staður tekinn fyrir á hverju ári. Að þessu sinni urðu Reykhólar og Reykhóladagar fyrir valinu, en þeir voru haldnir júlí sl. Þótti þessi fyrsti bændadagur lukkast mjög vel. Grillvagn Landssamtaka sauðfjárbænda var á svæðinu á föstudeginum 27. júlí og nutu um 400 gestir veitinga úr vagninum. Á laugardeginum var opin upplýsingastofa fyrir gesti hátíðarinnar. Þar var stjórnarfólk Búnaðarfélags Reykhólahrepps til skrafs og kynnti m.a. forritin sem bændur nota. Einnig lá frammi ýmislegt fróðlegt efni frá Bændasamtökum Íslands. Vakti þetta Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir í Hænuvík með hvatningarverðlaunin sem Karl Kristjánsson á Kambi, varaformaður BSV, afhenti. mikla athygli og áhuga gesta. Hænuvíkurbændur hlutu hvatningarverðlaun Í aðalveislu Reykhóladaga, sem haldin var í íþróttahúsinu á staðnum, var Felix Bergsson veislustjóri. Í veislunni voru hvatningarverðlaun BSV afhent í fyrsta sinn. Karl Kristjánsson á Kambi, varaformaður BSV, kynnti verðlaunin og afhenti þau ábúendum í Hænuvík. Tóku Guðjón Bjarnason og María Ólafsdóttir við verðlaununum úr hendi Karls. Hlutu þau hvatningarverðlaunin fyrir frumkvæði, snyrtimennsku og eljusemi við fjölbreyttan búskap eins og segir á verðlaunaskjalinu. Þar segir ennfremur: Auk hefbundins sauðfjárbúskapar er þar rekin ferðaþjónusta, handverkshús, golf, heimavirkjun og þátttaka í opnum landbúnaði. Að halda slíkri starfsemi gangandi allt árið, á stað sem ekki getur talist í alfaraleið, krefst áræðis og þrautseigju og má vera öðrum fyrirmynd í viðspyrnu hnignandi byggða. Þegar farið að huga að bændadegi 2013 Að sögn Árna er ekki búið að taka afstöðu til þess hvaða hátíð verði fyrir valinu á næsta ári. Munu vestfirskir bændur væntanlega leggjast undir feld í haust og vetur og taka afstöðu til hverjir verði verðugir fulltrúar vestfirskra bænda til að hljóta hvatningarverðlaun bændadagsins fyrir yfirstandandi ár. Væntanlega verður óskað eftir tilnefningum líkt og gert var nú.

9 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 HJÓLBARÐAÞJÓNUSTA HJÓLBARÐAR FYRIR TRAKTORA, VINNUVÉLAR OG LANDBÚNAÐAR TÆKI VIÐ EIGUM GRÍÐARLEGT ÚRVAL HJÓLBARÐA FYRIR FLESTAR TEGUNDIR VÉLA, TÆKJA OG VAGNA. KÍKTU Á PITSTOP.IS EÐA HAFÐU SAMBAND Í SÍMA BKT MP567 BKT FLOT648 BKT TR459 BKT AGRIMAX RT-657 BKT er einn stærsti framleiðandi hjólbarða fyrir traktora, vinnu- og iðnaðarvélar í heimi. BKT hefur einnig haslað sér völl í framleiðslu á dekkjum fyrir hjólaskóflur og stóra vörubíla (Búkollur). 9 Josera-getraun Landstólpa Búið er að draga út viningshafa í getrun sem Landstólpi stóð að á Landsmóti hestamanna í Víðidalnum fyrr í sumar. Getraunin fólst í því að telja saltog bætiefnasteina sem voru í afgreiðsluborði þeirra í reiðhöllinni. Dregið var eingöngu úr réttum svörum en voru þau fjölmörg. Fjölskyldan á Sunnuhvoli í Ölfusi var heldur betur með heppnina með sér því þau fengu hvorki meira né minna en þrjá vinninga. Glódís Rún, Védís Huld og Arnar Bjarki Sigurðarbörn fengu öll vinning. Glódís með gistingu fyrir tvo m/ morgunverði á Hótel Flúðum. Védís fékk úttekt hjá Landstólpa að verðmæti og Arnar með hestafóðurpoka frá Besterly að eigin vali. Aðrir vinningshafar voru: Vöruúttekt hjá Landstólpa að verðmæti : Gunnar Hugi Halldórsson Iðalind 8 Poki af Besterly hestafóðri að eigin vali: Freyja Sól Bessadóttir, Hofstaðaseli Viðar Hrafn Viktorsson, Álfkonuhvarfi 19 Sólrún Stefánsdóttir, Lágengi 22 Fanney S. Óskarsdóttir, Fálkakletti 15 Eva Óladóttir, Miðleiti 1 Jóna Ingvarsdóttir, Fossmúla. RAUÐHELLU HFJ HELLUHRAUNI HFJ SÍMI DUGGUVOGI RVK AUSTURVEGI SELFOSS PITSTOP.IS WWW Fjárhús - fjós - hesthús Við erum bæði með hugmyndir og lausnir Eigum til á lager. Heitgalvaniseruð grind. Stærð 5m x 6m Færanlegt, með eða án framgafls / m. vsk Stærð 5m x 9m Mænishæð 3, m.vsk Stærð 5m x 9m Mænishæð 3, m.vsk HÝSI-MERKÚR ehf. - Völuteigur 7, Mosfellsbæ - Sími hysi@hysi.is /

10 10 Fréttir Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Guðni Ágústsson framkvæmdastjóri SAM skrifar: Margt er skrýtið í kýrhausnum Nú segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra að gistingin í ferðaþjónustunni sé á ríkisstyrk eða búi við umbun, þar sem hún er í lægsta þrepi í vsk. Því beri að hækka hann úr 7,00% upp í 25,5%, sem yrði á eftir hæsti skattur í Evrópu á sofandi fólk. Ríkisstjórnin ætlar að sækja til ferðaþjónustunnar 3,5 milljarða í viðbót í tekjur í ríkissjóð. Ég sá að forsvarsmaður ferðaþjónustunnar kallaði þetta rothöggið. Hvar liggja þolmörkin í skattlagningu? Þau liggja í veski ferðamannsins, hvort sem hann er Íslendingur eða útlendingur. Veskið er næmasta líffæri mannsins. Engin ölmusa Ég lít ekki á það sem ölmusu ferðaiðnaðarins að Alþingi hafi verðlagt gistingu með þessum hætti. Ég lít heldur ekki svo á að matvælaiðnaðurinn, sjávarútvegurinn eða landbúnaðurinn séu á ölmusu þó matvæli - lífsbjörgin sjálf, mjólkin, kjötið eða fiskurinn - séu í lægsta þrepi í vsk. Að sofa og að borða eru grunnþarfir allra manna. Ég minnist átakanna á Alþingi þegar farið var að skattleggja matinn 1987, þá vildu margir þingmenn keyra hann í hæsta þrep og að ríkið sendi svo barnafólki heim ávísun. Aðrir töldu þá aðferð fásinnu og hún myndi fyrr en varði koma niður á lífi og heilsu fólks, eðlilegt væri að mikilvægustu matvælin væru alltaf sem ódýrust í búðinni og í lægsta skattþrepi. Enn koma þessi átök upp og stjórnmálamenn kokgleypa rökin um einfaldleikann og gerast einfaldir og trúgjarnir. Kennsla í fisktækni í Menntaskólanum á Tröllaskaga hefst haustið Áhersla verður lögð á íslenskan sjávarútveg sem eina af undirstöðu atvinnugreinum Íslendinga og mikilvægan þátt í menningu okkar og arfleið. Í náminu verður auk kjarnagreina boðið upp á áfanga í sjávarútvegsfræðum, vinnuvistfræði, námstækni, fiskvinnslu og rekstri fiskvinnslufyrirtækja. Þá er lögð rík áhersla á vinnustaðanám Skattlagning á sér lögmál og marga svarta skugga. Verði skattlagningin of há er það eins og með maðkinn í þurrkatíð; hann fer dýpra ofan í jörðina. Viljandi eða óviljandi standa menn frammi fyrir því að verða að svíkja undan skatti til að vera með, eða loka búllunni. Þessu rothöggi er enn hægt að verjast í hringnum þegar Alþingi tekur málið fyrir. Þessu fári afstýra menn, það er mikilvægt fyrir þann öfluga atvinnuveg sem ferðaþjónustan er að verða á Íslandi. Jarðabók Skeiðamanna Saga sveitanna, örnefni og mannlíf, höfðar til allra í dag. Uppbyggingar- og atvinnusaga er okkur öllum kær lesning. Því er það mikilvægt að áfram verði saga sveitanna skráð í máli og myndum. Margir fræðimenn, sveitarfélög, búnaðarfélög, kvenfélög og ungmennafélög hafa unnið þrekvirki í þessu efni. Betur má ef duga skal, hugsa ég oft þegar ég sest niður með Sögu Skeiðamanna, skrifaða af Jóni heitnum Eiríkssyni í Vorsabæ. Þvílík heimild um mannlíf og sögu í einum litlum hreppi. Í ein sjötíu ár var Jón vopnaður myndavélinni og myndin segir meira en þúsund orð eins og bókin vitnar um. Jón Eiríksson var athafnasamur fyrir sína sveit, sjálfan sig og hérað sitt og kom víða við en eftir hann hefði legið fullkomið æviverk þó hann hefði ekkert annað gert í lífinu en skrifa þessa einu bók. Ég hvet hugsjónamenn um land allt að fara sömu höndum um sína sögu eins og Skeiðamenn um útgáfu jarðabókar um Skeiðin. Fisktækninám á Tröllaskaga og tengsl við fyrirtæki og stofnanir. Hægt verður að velja áfanga í sjávarlíffræði, umhverfisfræði og matvælafræði. Í boði verður námsleið til stúdentsprófs ásamt styttri námsleið í fiskiðnaði til framhaldsskólaprófs. Námið leggur góðan grunn fyrir starfsfólk í fiskiðnaði, veitir þjálfun til fjölbreyttra starfa sem tengjast sjávarútvegi og er góður undirbúningur fyrir háskólanám. Brák og lömbin fjögur en myndin er tekin núna 14. ágúst. Eigendurnir hlakka til að sjá þau saman í haust. Á bak við Brák er fósturmóðir mórauða hrútlambsins lengst til vinstri á myndinni sem vanið var undir hana til að létta Brák uppeldið á hinum þrem. Mynd /Birgitta Lúðvíksdóttir. Aðeins tveggja vetra en hefur átt 7 lömb Kindin Brák frá Djúpárbakka 2 í Hörgársveit er aðeins tveggja vetra en hefur þrátt fyrir ungan aldur gefið af sér 7 lömb. Hún var gemlingur í fyrra og átti þá þrjú lömb sem komu öll væn af fjalli. Reyndar var eitt lambanna þá vanið undir aðra kind. Svo bar hún fjórum lömbum þann 29. apríl í vor og var eitt þeirra líka vanið undir aðra kind. Eigendur Brákar eru Birgitta Lúðvíksdóttir og Þórður Gunnar Sigurjónsson sem búsett eru á Akureyri. Birgitta segir að þau séu með hobbýbúskap og hafi verið með 54 kindur í vetur og hafi þá leigt húsnæði á Djúpárbakka. Brák er undan sæðishrútnum Kalda og er greinilega með frjósemina frá honum, svokallað þokugen. Við erum að flytja okkur á Möðruvelli í Hörgárdal, og verðum þar næstu árin, segir Birgitta í pósti til blaðsins. /HKr. Myndlistarmaður með stór áform leitar að sveitabæ til afnota: Hefur m.a. fengið tilboð um afnot af þak- og gluggalausum brunarústum Karl E. Austan, listmálari og lífskúnstner, hefur verið að auglýsa úti á landi á liðnum misserum eftir sveitabæ sem hann gæti fengið til afnota í einhvern tíma ásamt eiginkonunni Melkorku Eddu, sem einnig er myndlistarmaður og kennari. Karl hefur m.a. auglýst í Bændablaðinu og fengið fjölda svara en enn engan íverustað sem hentar hans áformum. Karl er fæddur í Hrútafirði og segist enn hafa bóndann í sér þó hann hafi alist upp á Akureyri. Hann hefur víða búið á lífsleiðinni, m.a. í Bandaríkjunum, Kanada og á Ítalíu en er nú nýkominn frá Noregi þar sem hann annaðist tímabundið myndlistarkennslu fyrir rúmenska sendiráðið þar í landi. Ég er að leita mér að sveitabæ sem við gætum sett okkur niður á í einhvern tíma. Þá á ég fimm landnámshænur sem nú eru vistaðar í Skagafirði og ég vildi gjarnan geta haft hjá mér, ásamt ketti til að halda núsum í skefjum og hundi ef mögulegt væri. Ef ég fengi pláss nálægt byggðakjarna eða skóla, þá er konan mín menntaður myndlistarkennari og nuddari. Sjálfur hef ég einnig stundað almenna kennslu og myndlistarkennslu. Við gætum því gefið ýmislegt af okkur og lagt til samfélagsins um leið og við þiggjum. Fékk boð um þak- og gluggalausar brunarústir Karl segir að flestir landshlutar komi til greina varðandi slíkan íverustað. Hingað til hafi hann fengið flest viðbrögð úr Þykkvabænum. Flest húsin sem í boði eru séu þó í algjörri niðurníðslu og jafnvel brunarústir einar. Viðkomandi sagði mér að þetta væri þó ekkert mál, hann væri búinn að fá alla gluggakarma og efni í þakið. Karl segir betra að hægt sé að búa í húsinu, þó það sé kannski ekki í fullkomnu standi. Þá skipti líka máli að allar aðstæður séu þannig að hægt sé að sætta sig við þær til að geta sinnt myndlistinni. Sjálfur segist hann vera vel liðtækur við að lappa Karl E. Austan myndlistarmaður leitar nú að hentugri vinnuaðstöðu á einhverjum sveitabæ úti á landi. Mynd / HKr. upp á það húnsæði sem fengist og óregla sé ekki vandamál. Með heljarmikil áform Áform Karls eru stór í sniðum, því hugmyndin er að geta komið af stað heljarmiklu verkefni í samstarfi við tónskáldið Atla Heimi og skáldið Sjón. Hann segist þó ekki geta haldið áfram með þau áform fyrr en hann hafi tryggt sér íverustað þar sem hægt verði að vinna að verkefninu í ró og næði. Þetta verkefni er upphaf alls, þ.e. upphaf alheims og þróun hans til dagsins í dag og hvað framtíðin bjóði uppá. Ég er búinn að ganga með þetta verkefni í maganum í fjölda ára, segir Karl og vonast til að það sé nú hæft til styrkveitingar frá Úthlutunarnefnd listamanna vegna breyttra reglna. Áður en ég sæki þar um vil ég samt hafa á hreinu að ég geti unnið þetta og hafi aðstöðu til þess. Fyrir áhugasama er ekkert annað að gera en að senda Karli tölvupóst á netfangið k.austan@gmail.com eða slá á þráðinn til hans í síma /HKr.

11 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Tilboð - 4. bindi Sveitir og jarðir í Múlaþingi Bindi 4 er á sérstöku tilboði kr. Vegna þess hve mörg eintök eru til hjá Búnaðarsambandi Austurlands þá hljóta ófullkomin bindasöfn að vera í hillum fólks. Nú fara að verða síðustu forvöð að fullkomna bindasafnið! 4.bindi hefur að geyma yfirlit um sveitir, jarðir og ábúendur í fyrri bindum, sögu Búnaðarsambands Austurlands, land og byggðir í Múlaþingi ásamt lýsingum á veðurfari og árferði. Áhugasamir geta haft samband í síma eða á austur@bondi.is. Sendum í póstkröfu. CLAAS Arion hestöfl DEKK Dráttarvéladekk - Radial Dráttarvéladekk - Nylon Stærð Verð frá m/vsk 320/70 R /85 R /85 R /85 R /70 R /65 R /65 R /65 R /85 R /85 R /65 R /65 R /65 R /85 R /70 R /85 R /85 R /70 R /70 R /85 R /70 R /65 R Stærð Verð frá m/vsk Frum Vökvaskiptur 16/16 gírar 98 lítra vökvadæla Hægt að sameina vökvaflæði fram í mokstursstæki 10 hestafla aflaukning í CIS útfærslu Útskjótanlegur vökvalyftukrókur kg. lyftigeta á beisli Fjögurra hraða aflúttak Rúmgott ökumannshús með frábæru útsýni Fjölstillanlegt sæti með loftfjöðrun Farþegasæti með öryggisbelti Topplúga úr gleri Öll stjórntæki innan seilingar ökumanns CLAAS Arion 400 CIS-EHV Stjórnstöng í sætisarmi fyrir ámoksturstæki og vökvasneiðar Rauður takki á mynd stýrir gírskiptingu +/- 4 vökvasneiðar, 2 rafstýrðar 2 handvirkar Auðvelt og þægilegt í notkun VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími Óseyri Akureyri Dráttavéla framdekk Vagnadekk Stærð Verð frá m/vsk Stærð Verð frá m/vsk / / / / / / / / / / Smádekk - Grasmunstur Stærð Verð frá m/vsk Augl. Stapaprent Nocria Arctic 14 Öflug varmadæla - japönsk gæði! Loft í loft - Loft í vatn! Fujitsu er mun ódýrari í rekstri en flestar aðrar tegundir varmadæla Heldur s jöfnum hita við allar íslenskar aðstæður Sjálfvirk rakavörn, endurræsing og loftsíuhreinsun Framleiðandi: Fujitsu General Kawasaki, Japan Söluaðili á Íslandi með sjö ára reynslu: Stekkjarlundur ehf. - Sjá heimasíðu! Símar: / ára ábyrgð! Varmadælur frá Fujitsu, Panasonic, Mitsubishi og Toshiba Bjóðum upp á VISA og Mastercard raðgreiðslur Fínmunstruð dekk Stærð Verð frá m/vsk Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk x x x x /80 R /55 R 10 C /80 R 12 C /70 R 12 C /80 R 12 C /60 R 12 C /80 R 13 C /80 R 13 C Verð geta breyst án fyrirvara 195/50 R 13 C /80 R 14 C Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi Bílabær Borgarnesi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi KM. Þjónustan Búardal G. Hansen Dekkjaþ. Snæfellsb KB Bílaverkstæði Grundarfirði Dekk og smur Stykkishólmi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Austurland Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bifreiðav. Sigursteins Breiðd.vík / SÍMI x x x x x x x x x x x x x x x x / x x Norðurland Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammst Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu N1 Bíldshöfða Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði Meira í leiðinni

12 12 Fréttir Bændur, vinnuvélaréttindi og áhættumat Nokkurs misskilnings virðist gæta varðandi vinnuvélaréttindi bænda. Bændur hafa ekki sjálfkrafa nein vinnuvélaréttindi. Það er að segja þeir hafa ekki réttindi á Magnús Guðmundsson, vinnuvélar í réttindaflokkum A - P nema að fara á réttindanámskeið eins og aðrir. Bændur mega vinna á dráttarvélum fyrir sjálfa sig, dráttarvélar bænda eru ekki skráðar sem vinnuvélar (I) þótt sumar dráttarvélar (t.d. hjá verktökum) séu skráðar í réttindaflokk (I) að því er fram kemur í tilkynningu frá Vinnueftirlitinu. Með reglum um réttindi til að stjórna vinnuvélum nr. 198/1983 er leitast við að tryggja næga þekkingu, þjálfun og öryggi í meðferð vinnuvéla. Til að geta öðlast réttindi til að stjórna vinnuvél þarf viðkomandi að vera fullra 17 ára, hafa ökuréttindi á bifreið, ljúka tilskildu námskeiði og þjálfun. Námskeiðunum líkur með skriflegu prófi sem veitir rétt til að hefja verklega þjálfun undir umsjón kennara sem er með kennsluréttindi á vinnuvél. Að lokinni verklegri þjálfun sem að öllu jöfnu er ekki minni en 16 klst. fer fram verklegt próf. Hafa þarf samband við Vinnueftirlitið og panta prófdómara. Að loknu verklegu prófi er hægt að sækja um vinnuvélaskírteini hjá Vinnueftirlitinu sem veitir rétt til að stjórna tilgreindri vinnuvél. Boðið hefur verið upp á þrennskonar vinnuvélanámskeið. Frumnámskeið Námskeið haldið af Vinnueftirlitinu á þremur dögum, fyrsti dagur er fornám sem fjallar um vinnuvistfræði en á öðrum og þriðja degi er fjallað um einstaka flokka vinnuvéla. Námskeiðið gildir fyrir eftirtalda vinnuvélaflokka: Lyftara með 10 tonna lyftugetu, skráningarflokk J Jarðvinnuvélar (<4t) og dráttarvélar með tækjabúnaði, skráningarflokk I Körfukrana og steypudælur, skráningarflokk D Hleðslukrana á ökutækjum skráningarflokk P Valtara skráningarflokk L Útlagningarvélar skráningarflokk M Tvær úr Tungunum Sveitaskemmtun, bændaglíma og alvöru sveitaball Það er margt um að vera í menningar- og skemmtanalífi landsmanna þó komið sé fram yfir Verslunarmannahelgi og enn bjóða menn gesti velkomna í heimsókn. Í Reykholti /Aratungu verður brugðið á leik laugardaginn 25. ágúst. Að deginum verður ýmislegt í boði fyrir alla fjölskylduna Krakkarnir geta farið í þróttaþrautir undir stjórn Atla Eðvaldssonar fyrrum landsliðsþjálfara og fólk á öllum aldri lært að spila golf eða brugðið sér í gönguferð með leiðsögn. Keppt verður í gröfuleikni þar sem færustu gröfustjórar sýna ótrúlega færni í ýmsum þrautum og keppa um bikarinn Byggingakrananámskeið Námskeið haldið af Vinnueftirlitinu á þremur dögum, fyrsti dagur er fornám en á öðrum og þriðja degi er fjallað um krana, víra og ásláttarbúnað. Námskeiðið gildir fyrir eftirtalda vélaflokka:. Staðbundna krana og byggingarkrana skráningarflokk A Brúkrana (ekki almennt krafist réttinda) skráningarflokk C Grunnnámskeið Námskeið sem ákveðnir ökuskólar halda og er 80 kennslustundir. Námskeiðið gildir fyrir alla vinnuvélaflokka sem krafist er réttinda á (A-P). Staða bænda Síðustu ár hefur aukist að bændur noti fleiri vinnuvélar en dráttarvélar, t.d. lyftara sem eru í skráningarflokki J og svo eru bændur einnig farnir að nota litlar jarðvinnuvélar í Guðmundur skráningarflokki I. Bændur hafa ekki rétt- Kjerúlf. indi á þessi tæki nema sækja sér þau. Vinnueftirlitið hefur ákveðið að koma á móts við bændur með nýju námskeiði um vinnuvélar og áhættumat. Allir vinnustaðir á Íslandi eiga að gera hjá sér áhættumat starfa þar með taldir bændur (sbr. reglugerð 920/2006). Námskeið fyrir bændur um áhættumat og J og I réttindi Námskeiðið mun fara fram á tveimur dögum (2 x 6 klst) og fjallað verður um: Fyrri dagur, áhættumat fyrir bændur, eðlisfræði og ásláttarbúnaður, vélfræði, vökvafræði, rafgeymar og öryggi við skurðgröft. Seinni dagur, lyftarar, dráttarvélar og jarðvinnuvélar (<4t). Þeir sem standast próf að námskeiðinu loknu fá bókleg J og I réttindi. Ávinningur bænda Þekking og þjálfun við að gera áhættumat starfa og bæta með því vinnuumhverfi sitt við bústörfin. Aukin þekking á vinnuvélum, notkun og meðferð þeirra, bóklegt vinnuvélanámskeið. Nánari upplýsingar um námskeiðin, stað, tíma og verð má nálgast frá og með mars 2012 á heimasíðunni: Bændaglíma Suðurlands verður einnig haldin þennan dag til minningar um Sigurð Greipsson. Um kvöldið verður svo alvöru sveitaball í Aratungu. Þar spilar Geirmundur Valtýsson fyrir dansi og fleiri listamenn koma fram. Söngdúettinn Þú og ég stígur á svið, þau Helga Möller og Jóhann Helgason. Þórhallur Þórhallsson (Laddason) fyndnasti maður Íslands árið 2007 verður með uppistand. Kynnir kvöldsins er Þuríður Sigurðardóttir söngkona og ekki ólíklegt að hún taki lagið. Fjölmargt fleira verður í boði á svæðinu þessa helgi. Allar upplýsingar má finna á Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri á Korpu, í tilraunareit þar sem 102 afbrigði af byggi eru til prófunar. Kornræktin á Íslandi meða augum tilraunastjórans á Korpu Það er nokkuð gott útlit fyrir komandi haust og framtíð greinarinnar Jónatan Hermannsson, tilraunastjóri Landbúnaðarháskóla Íslands á Korpu, segir útlit vera nokkuð gott fyrir kornuppskeru í haust. Hann hefur um áratugaskeið unnið að því að kynbæta bygg og laga að íslenskum aðstæðum og telur að hægt sé að fjórfalda framleiðsluna á fóðurbyggi á næstu árum, auk þess sem korn til manneldis; bygg, hveiti, rúgur og repja, eigi mikla vaxtarmöguleika. Of snemmt að spá metuppskeru Nú hefur veður verið fremur hagstætt í sumar á flestum kornræktarsvæðum landins og af því bárust fréttir fyrir skemmstu að kornskurður væri þegar hafinn í Eyjafirði. Það eru því ákveðinar væntingar í loftinu um að í vændum geti verið gott uppskeruár í kornræktinni jafnvel metár. Í vor var klakalaust um nánast allt land, því mátti sá snemma og stór hluti sáðkorns fór niður fyrir lok apríl. Það er óvenjulegt. Þegar við bætist svo hlýtt sumar er ljóst að korn þroskast fyrr en við höfum átt að venjast. Kostur er að geta byrjað skurðinn snemma og ná sem mestu inn fyrir haustveðrin, en þau koma alveg örugglega. Ég vona að menn reyni að koma kornskurðinum í fullan gang fyrir næstu mánaðamót, segir Jónatan. Útlit fyrir kornuppskeru er nokkuð gott. Ljóst er af framansögðu að líkur eru á góðum kornþroska og allir akrar ættu að koma til nytja. En þurrkurinn í vor og framan af sumri getur hafa skemmt korn á melum og söndum og grunnum jarðvegi. Þess vegna er of fljótt að spá metuppskeru, en reikna má með því að korn verði almennt vel þroskað. Að sögn Jónatans er heildaruppskera af byggi á landinu talin vera um 15 þúsund tonn, þegar vel hefur árað. Hún var talsvert minni í fyrra. Síðust fimm ár hefur korni verið sáð í eitthvað á fimmta þúsund hektara á landinu öllu, um helmingurinn er sunnanlands og þriðjungur norðanlands, afgangurinn er austanlands og vestan. Árið 2008 var korn afar fallegt undir ágústlok en þá ódrýgðist uppskera verulega í tveimur stórviðrum. Uppskera var líka góð 2010, en slök í fyrra. Þá þurfti að taka kornakra sums staðar sem grænfóður þegar korn náði ekki þroska. Kornrækt á Íslandi hagkvæm Jónatan segir að öll rök hnígi til þess að kornrækt á Íslandi sé hagkvæm. Gerð var nokkuð viðamikil rannsókn á hagkvæmni kornræktar árið Þyngstur baggi á kornræktinni er fjárfesting, fyrst og fremst í vélum og tækjum. Ef henni er stillt í hóf eða þess gætt að nýta tækin vel, til dæmis með sameign eða samvinnu, þá er kornrækt hagkvæm í öllum venjulegum árum. Þegar saman fer hátt heimsmarkaðsverð á korni og góðæri eins og nú, þá er kornræktin arðsamari en nokkru sinni fyrr. Að mati Jónatans er talsvert svigrúm til vaxtar í greininni. Við notum um það bil 70 þúsund tonn af korni til fóðurs og er heimaræktaða byggið inni í þeirri tölu en það er um 15 þúsund tonn eins og áður segir. Afganginn flytjum við inn. Í innflutningnum eru meira en 10 þúsund tonn af byggi, það mætti allt rækta hér innanlands og þar með tvöfalda kornræktina strax eða næstum því. Annað fóðurkorn sem flutt er inn er hveiti og maís, íslenskt bygg getur komið í staðinn fyrir sumt af því en ekki allt. Það gengur til dæmis ekki í hænsnafóður. Enn má líka auka korn í fóðri nautgripa frá því sem nú er. Niðurstaðan er því sú að við getum nýtt um það bil fjórum sinnum meira bygg til fóðurs en nú er ræktað hér og kornræktin getur því fjórfaldast þess vegna. Tölur sýna að það eru kúabændur sem standa að stærstum hluta að kornrækt í landinu. Líklega eru um tveir þriðju kúabænda með einhverja kornrækt handa gripum sínum og eins er sennilegt að fóðrun kúnna hafi batnað verulega með tilkomu þessa ódýra heimafengna kjarnfóðurs. Nokkrir svínabændur rækta líka korn fyrir bústofn sinn og jafnvel sauðfjárbændur líka. Ég verð líka að nefna kornrækt til manneldis. Bygg, hveiti, rúgur og repja eru ræktuð hér til framleiðslu á matvöru. Í það fer kannski ekki stór hluti af heildarmagni korns á landinu í tonnum talið, en það er afar verðmætur þáttur kornræktarinnar. Von er til að sá hluti geti aukist verulega á næstu árum, enda eigum við þar einstaklega duglega og einbeitta frumkvöðla. Vantar virkan markað með korn Jónatan segir að það sé fyrst og fremst skortur á verslun með korn, virkum markaði, sem komi í veg fyrir að stórt stökk sé tekið fram á við. Korn rækta menn nú nánast Mynd /smh eingöngu til eigin þarfa og verslun með það er ákaflega vanburða. Þess verður líka að gæta að korn er ódýr vara miðað við þunga og því verður flutningur á því alltaf hlutfallslega kostnaðarsamur. Tvær skýrslur hafa verið unnar þar sem fjallað hefur verið um mögulega aukningu kornræktar á landinu. Hugsanlegt er að hið opinbera geti stutt að aukinni verslun með ráðum og regluverki. Eins er líklegt að þau fyrirtæki sem nú dreifa fóðri geti tekið þátt í þessum viðskiptum. Kynbætur á korni í heiminum hafa skilað gríðarlegum árangri undanfarna áratugi. Ef við tökum byggið sérstaklega, þá höfum við reynt hér til viðmiðunar yrki sem voru í notkun fyrir árum. Varla er hægt að ímynda sér að kornrækt væri stunduð hér ef við hefðum ekki annan efnivið en þann. Mér telst til að framfarir vegna kynbóta undanfarin ár hafi verið um 0,5% árlega í tvíraðabyggi og 1,0% í sexraðabyggi. Þarna eru metin saman áhrif íslenskra og erlendra kynbóta, sem hvor tveggja koma okkur að gangni. Við hjá Landbúnaðarháskóla Íslands stöndum að kynbótum á byggi og höfum gert um áratugaskeið. Við reynum að laga korn að hinum sérstöku aðstæðum sem einkenna náttúrufar hérlendis. Við búum við tiltölulega langt en að öllu jöfnu mjög svalt sumar. Til viðbótar er svo hættan á stórviðrum og slagviðrum á hausti og við leggjum áherslu á að útbúa kornið með styrk og þol til að mæta slíkum ósköpum. En við fylgjumst líka náið með framboði af erlendum yrkjum og ráðleggjum notkun á þeim ekki síður en okkar yrkjum ef þau standa sig vel. Kynbætur á korni eru þolinmæðisvinna og vonast Jónatan til að starf síðustu ára skili nothæfum byggyrkjum á næstunni. Við prófuðum 200 nýjar línur í tilraunum víða um land á árunum Við erum með sjö þær bestu af þeim í framhaldsræktun í Svíþjóð, en þar fer fram fjölgun á því sáðkorni okkar sem á að verða verslunarvara. Ein eða tvær af þeim verða að lokum valdar og skráðar sem yrki. Þær munu koma í sölu í síðasta lagi vorið Í sumar eru til viðbótar 102 kynbótalínur í fyrstu prófun. Ef að vonum fer gæti að minnsta kosti ein þeirra staðið upp úr og orðið grunnur að yrki sem þá kæmi á markað vorið Kornkynbætur taka langan tíma að minnsta kosti í samanburði við mannsævina. /smh

13 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Hópsheiði Grindavík Veitingastaður/sportbar/ veislusalur á fallegum útsýnisstað við hest- Allt til reiðu til að hefja Upplýsingar veitir Snorri í síma eða snorri@hofudborg.is Myndlist og matjurtir Eins konar uppskeruhátíð verður haldin við höfuðstöðvar Ræktunarstöðvar Akureyrarbæjar við Krókeyri næstkomandi sunnudag, 26. ágúst og stendur frá kl. 13 til 17. Opnuð verður sýning utandyra með þátttöku fimm listamanna, tveggja listnema og sagnfræðings. Sýnendur eru: G. Pálína Guðmundsdóttir, Arna G. Valsdóttir, Joris Rademaker, Þórarinn Blöndal, Hlynur Hallsson og sagnfræðingurinn/garðyrkjufræðingurinn Kristín Þóra Kjartansdóttir. Listnemar VMA eru þeir Victor og Ívar Hollanders og leikmaður er handavinnukennarinn Sigrún Á. Héðinsdóttir. Verkin á sýningunni eru af margvíslegum toga og geta gestir barið þau augum um leið og smakkað er á grænmeti, uppskeru sumarsins og/ eða hlýtt á fyrirlestra sem einnig verða fluttir á svæðinu. Markmiðið með verkefninu er að tengja saman myndlistina, náttúruna, gróðurinn og ræktun matvæla. /MÞÞ ím gk sla a. s Alvöru þvottavélar, þurrkarar og strauvélar í öllum stærðum. l v rslu m ð uv gur avogur Bændur að störfum - ljósmyndasamkeppni Samtök ungra bænda efna nú til þriðju ljósmyndasamkeppninnar í tengslum við útgáfu sína á dagatali fyrir árið Í fyrsta sinn verður þema í keppninni. Bændur að störfum er þemað í ár og falast er eftir myndum úr hinum mörgu og fjölþættu verkum bænda og búaliðs. samtakanna, Við bjóðum þér Mynd / MHH Villingaholtskirkja 100 ára Villingaholtskirkja í Flóahreppi var vígð 1912 og er því 100 ára á þessu ári. Í tilefni af því verður hátíðarmessa í kirkjunni sunnudaginn 26. ágúst. kl. 13:30. Villingaholtskirkja stendur rétt fyrir norðaustan Þjórsárver. Núverandi kirkju smíðaði Jón Gestsson í Villingaholti. Villingaholtssókn er nú hluti af Hraungerðisprestakalli. Kirkjan er sérstaklega falleg og vel við haldið. Prestar kirkjunnar, sr. Óskar H. Óskarsson og sr. Kristinn Ágúst Friðfinnsson þjóna, predikun verður á höndum sr. Kristins. Hermundur Guðsteinsson syngur einsöng. Kór kirkjunnar syngur undir stjórn Inga Heiðmars Jónssonar organista. Að lokinni messu býður Kvenfélag Villingaholtshrepps kirkjugestum til kaffisamsætis í Þjórsárveri. /MHH Gæða spennugjafa og rafgirðingarefni Hliðgrindur í miklu úrvali! Gallagher rafgirðingaefni færðu í KS Versluninni Eyri, Kaupfélagi Borgfirðinga KM. þjónustunni, Jötunnvélum Kaupfélagi Vestur Húnvetninga, Bústólpa og verslunum Húsasmiðjunnar um allt land. Leitið upplýsinga um vörur og tilboðsgerð í síma eða

14 14 Nýting berja, horna og beina í Norður-Þingeyjarsýslu: Enginn fjárstuðningur frá Norðurþingi Bæjarráð Norðurþings telur sér ekki fært að styðja fjárhagslega við tvö verkefni sem leitað var eftir stuðningi við, en Fjallalamb hf. hafði óskað eftir samstarfi við bæjarráð um nýtingu atvinnutækifæra. Framfarafélag Öxarfjarðar í samstarfi við fyrirtæki á svæðinu, Atvinnuþróunarfélag Þingeyinga og starfsmenn Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands á Húsavík, hafi farið yfir og metið verkefni sem mögulegt þyki að framkvæma. Tvö verkefni eru nærtæk til framkvæmda en það eru Nýting berja til atvinnusköpunar og Horn og bein til hagvaxtar. Bæði eru verkefnin líkleg til atvinnusköpunar og má gera ráð fyrir a.m.k. einu ársverki í hvoru þeirra. Fyrirspurnir sem Fjallalamb hefur fengið vegna síðarnefnda verkefnisins, Horn og bein til hagvaxtar, sýna að markaður er fyrir hendi. Aðstaða og búnaður eru að mestu til hjá Fjallalambi en verkefnið stuðlar að bættri nýtingu hráefna, minnkun úrgangs og umhverfisvænni vinnslu. Fjallalamb leitaði því eftir samstarfi við sveitarfélagið Norðurþing um að hrinda verkefnunum í framkvæmd. Ráðinn yrði starfsmaður til á bilinu eins til þriggja ára með starfsstöð á Kópaskeri og framlag sveitarfélagsins myndi felast í að tryggja viðkomandi laun. Þegar þar að kæmi að verkefnið skilaði tekjum myndu þær ganga upp í útlagðan kostnað og laun starfsmanns. Framlag sveitarfélagsins yrði því vonandi víkjandi, sagði i erindinu sem var til umfjöllunar á fundi bæjarráðs á dögunum. Óskað var eftir viljayfirlýsingu sveitarfélagsins um framangreint samstarf. Verkefnið er háð því að réttur aðili (starfsmaður) finnist til að leiða, vinna og hrinda því í framkvæmd samkvæmt viðskiptaáætlun. Bæjarráð telur sér ekki fært að styðja fjárhagslega við verkefnið en bendir á að hægt er að sækja í vaxtarsamning og aðra sjóði sem sérstaklega sinna verkefnum á sviði nýsköpunar. Sjálfvirk vigtun og flokkun á sauðfé - KS kynnir nýjan búnað frá Gallagher á Nýja-Sjálandi Kaupfélag Skagfirðinga kynnti á dögunum búnað sem getur vigtað, lesið rafræn merki og flokkað sauðfé í 3 til 9 áttir, bæði sjálfvirkt og handvirkt. Búnaðurinn er frá Gallagher á Nýja-Sjálandi en það fyrirtæki hefur verið þekktast fyrir öfluga spennugjafa og aukahluti fyrir rafmagnsgirðingar. Í dag eru þeir einnig orðnir mjög framarlega í framleiðslu á búnaði fyrir rafrænar merkingar, vigtun o.fl. Á kynninguna mættu nokkrir bændur, merkjasalar, ráðunautarnir Eyþór Einarsson og Eiríkur Loftsson frá Leiðbeiningamiðstöðinni í Skagafirði og Hjálmar Ólafsson forritari hjá upplýsingatæknisviði BÍ. Rætt var um notkunarmöguleika á þessu tæki og veltu menn fyrir sér hvort hægt væri að samnýta vigtina á einhvern hátt af hópi bænda. Fjölþætt skráning upplýsinga Vigtin er nánast eingöngu úr plasti og ætti því að vera nokkuð auðvelt að flytja hana á milli staða og þrífa. Hún mun nýtast best fyrir örmerktar hjarðir. Þá þyrfti ekki að taka á neinum grip og upplýsingar um þunga og gripi söfnuðust sjálfkrafa inn í vigtunartölvuna. Flokkarann mætti nýta til að flokka lömb eftir þunga. Þá væri einnig hægt að setja inn í vigtartölvuna lista yfir gripi sem ætti að flokka samkvæmt annarri skilgreiningu en þunga, t.d. ef ætti að taka úr gimbrar sem kæmu til greina til ásetnings. Flokkarann má bæði nota handvirkt og sjálfvirkt. Þá kom fram að vigtina og flokkarann er hægt að nota þó örmerki séu ekki fyrir hendi, en þá eru númer slegin handvirkt inn í vigtartölvuna. Getur nýst með Ófeig í Fjárvís Upplýsingarnar sem safnast inn í vigtartölvuna er síðan hægt að flytja í venjulega borðtölvu og skoða í Excel. Til þess að hægt sé að lesa þetta sjálfvirkt inn í Fjárvís þarf að framkvæma einhverja forritunarvinnu, að sögn Hjálmars sem er verkefnastjóri Ófeigsverkefnisins. Það verkefni gengur út á að þróa samskiptaforrit er heitir Ófeigur og sér um öll samskipti við miðlægan skýrsluhaldsgrunn fjarvis.is og svo við VasaFjárvísi, sem er handtölvulausn. Að auki er Ófeigur hannaður með það í huga að geta átt samskipti við önnur jaðartæki, en slíka aðlögun þarf að forrita í upphafi. Því mun Ófeigur og/eða VasaFjárvís geta átt samskipti við RFID lesara og vogir frá Gallagher þegar ákveðið hefur verið að fara í þá vinnu. Á kynningunni var sýnt breskt forrit fyrir lófatölvur sem tekur utan um ýmsar skráningar fyrir sauðfjárbændur í Bretlandi, og því velt upp hvort hægt sé að nýta það fyrir íslenskar aðstæður. Það er ljóst að mikil tækifæri í vinnuhagræði og öryggi í skráningu upplýsinga liggja í notkun örmerkja, bæði fyrir bændur og sláturleyfishafa. Búnaður líkt og vigtin sem hér var kynnt vakti jákvæð viðbrögð meðal viðstaddra, enda vel til þess fallinn að auðvelda störfin og auka afköstin. Ýmis atriði voru rædd á þessari kynningu sem ætti að vera innlegg í þá vinnu að allt geti þetta virkað sem best saman, tæknilausnirnar og skýrsluhaldsforritið. Kynnt á Sveitasælu Verður þessi búnaður kynntur á Landbúnaðarsýningunni Sveitasælu 2012 laugardaginn 25. ágúst í Reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki. Þar er ætlunin að sýna hann í notkun. Þrátt fyrir að Þórður Tómasson, safnvörður á Skógasafni, sé orðinn 91 árs tekur hann á móti átta til tíu ferðamannahópum á hverjum degi og leiðir þá um safnið í Skógum. Hann fer með alla hópa í Skógakirkju þar sem hann sést við orgelið og fær gesti til að syngja með sér. Þórður segir að það hafi verið stöðugur straumur ferðamanna í Skóga í sumar og líklegt að aðsóknarmet verið slegið á árinu en alls sóttu um 48 þúsund gestir safnið á síðasta ári. /MHH Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Andrea Vigfúsdóttir og Jón E. Bjarnason við verslunina á Óspakseyri. Myndir / HLJ Ný verslun á Óspakseyri Jóhannes í Iceland er ekki einn um að opna nýjar matvöruverslanir þessa dagana því 1. ágúst opnuðu hjónin Jón E. Bjarnason og Andrea Vigfúsdóttir verslun í hinu gamla verslunarhúsnæði Kaupfélags Bitrufjarðar á Óspakseyri. Hjónin búa í Bræðrabrekku á Ströndum en í stuttu spjalli við Bændablaðið sögðu þau ástæðuna fyrir búðaropnunni hafa verið að þeim hafi leiðst og fundist vanta líf í sveitina. Verslunin heitir Kjörbúðin Óspakseyri og er meiningin að hafa opið alla daga í ágúst, frá 9 til 18. Í vetur verður opið á miðvikudögum og laugardögum frá 13 til 17. Ýmislegt annað en hefðbundnar kjörvörur er til sölu í versluninni, s.s. notaðar vínylplötur, antikvörur og fleira, segir Andrea. Þess má geta í lokin að móðir Jóns vann í búðinni á árum áður þegar þarna var Kaupfélag Bitrufjarðar en því var lokað í september /HLJ Í fullu fjöri 91 árs Fyrstu viðskiptavinirnir. Nú geta viðskiptavinir m.a. keypt sér lauk, kál og banana á Óspakseyri. Þórður Tómasson, 91 árs safnvörður í Skógum. Kúasmalar framtíðarinnar Þessir hressu strákar voru að hjálpa ömmu sinni og afa í sveitinni á Göngustöðum í Svarfaðardal að sækja kýrnar á dögunum. Amma greiddi þeim vel áður en þeir lögðu að stað svo haft var á orði að þetta væru best greiddu kúasmalarnir á landinu. Þeir heita frá vinstri Ragnar Logi, Guðmundur Páll, Magnús Máni og Reynir Yiyou. Myndir / Erla Rebekka Guðmundsdóttir.

15 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst DÆLUR FYRIR SUMARBÚSTAÐAEIGENDUR OG BÆNDUR Stefnum á magninkaupum á Gúmmíbátum fyrir haustið Þeir sem vilja vera með og tryggja sér bát á betra verði, hafið samband. Bjóðum kortalán til allt að 36 mánaða. Uppl. í síma eða DÆLUR Í MIKLU ÚRVALI Ein sú hljóðlátasta á markaðnum Verðvernd BYKO tryggir þér lægsta verðið. Ef þú kaupir vöru hjá okkur og sérð sömu eða sambærilega vöru auglýsta ódýrari annars staðar, innan 20 daga, endurgreiðum við þér mismuninn og 10% af honum að auki! Sjá nánari upplýsingar og skilmála á kr. Vnr DALLMER sandgildrulás, kr. Vnr DAB CS4C-13 bordæla, 750W. Vnr VERTY NOVA 400 brunndæla fyrir ferskvatn, tekur 10 mm agnir kr. Vnr JET 300 þrýstiaukadæla, 175 l/mín við 25 metra lyftihæð. Vnr HD EBS 800 SUPER SILENT sjálfvirk sogþrýstiaukadæla, afköst 60l/mín. við 20 m lyftihæð. Hámarks þrýstingur 3,5 bör kr kr. Öll verð eru birt með fyrirvara um prentvillur og/ eða myndabrengl. Allar vörur fást í BYKO Breidd en minna framboð getur verið í öðrum verslunum. Jörðin Tjörn I í Húnaþingi vestra. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til ábúðar frá 1. október 2012 ríkisjörðina Tjörn I á Vatnsnesi í sveitarfélaginu Húnaþingi vestra, landnr Á jörðinni eru íbúðar- og útihús, samkvæmt fasteignaskrá er ræktað land 9,1 ha. Jörðin er talin u.þ.b. 850 ha. Umsóknarfrestur er til 14. september Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins og í afgreiðslu á 5. hæð, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík. Ef spurningar vakna er hægt að hafa símasamband í síma Frekari upplýsingar birtast á heimasíðu ráðuneytisins, www. landbunadarraduneyti.is Fyrirspurnir sendist á netfangið postur@slr.stjr.is GETUM SÉRPANTAÐ BORHOLUDÆLUR ALLT AÐ 10, HÁMARKS AFKÖST 360 RÚMMETRAR Á KLUKKUSTUND. NÁNARI UPPLÝSINGAR: LAGNADEILD@BYKO.IS, SÍMI

16 16 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Myndir / HKr. Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga - Staðarhaldari hyggst leggja meiri áherslu á ræktun smalahunda og sækir sér aukna þekkingu til Skotlands Það eru ekki mörg býli á Íslandi mikið afskekktari en Dalatangi við utanverðan Mjóafjörð, undir Flatafjalli yst á nesinu milli Seyðisfjarðar og Mjóafjarðar. Austar er ekki hægt að aka á Íslandi. Líkur eru á að fjárbúskapur leggist þar af innan tíðar. Á Dalatanga er fyrst og fremst um að ræða veðurathugunarstöð og vita, en staðarhaldarar hafa þó lengst af verið þar með einhvern búskap. Á Dalatanga var fyrst reistur viti af Otto Wathne árið 1895, hlaðinn úr blágrýti og steinlím á milli. Safnamenn á Austurlandi stóðu að endurbyggingu vitans á árunum og er hann nú í umsjón Sjóminjasafns Austurlands á Eskifirði. Annar og veglegri viti var reistur á Dalatanga árið 1908 og hefur þar verið mönnuð veðurathugunarstöð frá árinu Fædd inn í vitavarðafjölskyldu Marzibil Erlendsdóttir sér um veðurathuganir á Dalatanga og býr þar ásamt eiginmanninum Heiðari W. Jones. Marzibil tók þar við veðurathugunum af föður sínum Erlendi Magnússyni eftir aldarfjórðungs veru hans á staðnum, en hann var áður vitavörður á Siglunesi þar sem hann fæddist. Þar er nú sjálfvirk veðurathugunarstöð. Ein systir Marzibilar, Herdís, býr nú á Sauðanesi við Siglufjörð þar sem einnig er viti svo segja má að þetta sé sannkölluð vitavarðafjölskylda. Eiginkona Erlendar var Elfríð Pálsdóttir, þýsk að uppruna. Lesa má um athyglisverða sögu hennar í bók sem Hólar gáfu út og heitir Elfríð Frá hörmungum Þýskalands til hamingjustrandar. Með um 50 kindur Búskapurinn á Dalatanga er svo sem ekki stór í sniðum. Við erum með um 50 kindur og fimm hross, segir Marzibil. Hún segir engin vandræði með að afla heyja fyrir bústofninn en ágæt tún eru í Daladal utan við Dalaskriður sem ábúendur á Dalatanga hafa að hluta leyft öðrum að nýta. Hún segir að áður fyrr hafi Einn af smalahundum Marzibilar verið mikill búskapur út eftir öllum Mjóafirði og fjöldi býla, þó landrými hafi ekki verið mikið. Er reyndar ótrúlegt að sjá tóftir sumra þessara býla hangandi utan í snarbrattri hlíðinni ofan við þverhnípta sjávarhamra. Þá var heldur enginn vegur hingað úteftir og fólk þurfti að fara fótgangandi um brattar skriðurnar. Það hefur verið ótrúleg harka í þessu fólki. Snýr sér meira að ræktun smalahunda Marzibil hefur verið að rækta upp smalahunda samhliða búskap og veðurathugunum og segist nú gera ráð fyrir að hætta að mestu með kindur þar sem eiginmaðurinn sé orðinn sjúklingur. Hún gerir ráð fyrir að snúa sér frekar að hundaræktuninni. Þegar blaðamaður staldraði þarna við mátti sjá dóttur Marzibilar uppi í fjallinu ofan við bæinn með hund sem verið var að þjálfa við að smala kindum. Fyrir fulltamda og góða smalahunda geta fengist nokkur hundruð þúsund krónur og heyrst hafa tölur um slíka hunda hérlendis sem selst hafa á um eða yfir eina milljón. Sækir aukna þekkingu á hundaræktun til Skotlands Sjálf var Marzibil á leið til Skotlands til að fræðast meira um hundarækt þegar blaðamaður Bændablaðsins átti leið um. Ég er að fara á morgun til Skotlands og verð þar í hálfan mánuð til að læra betur að temja hunda. Það getur tekið nokkurn tíma að þjálfa góða smalahunda. Maður byrjar á þeim þegar þeir eru hvolpar og þegar þeir eru tveggja til tveggja og hálfs árs gamlir eiga þeir að vera orðnir þokkalega góðir. Marzibil segir að þegar einu sinni sé búið að þjálfa upp hund, þá gleymi hann því ekki sem honum hefur verið kennt. Alltaf sé þó betra að halda þekkingu þeirra við með því að leyfa þeim að taka þátt í smölun. Sjaldan gráð á Dalatanga Á Dalatanga kemur úthafsaldan oft óbrotin upp á klappirnar í vondum veðrum. Þegar mest hefur gengið á hefur sjórinn gengið alveg upp að veðurathugunarmælum sem eru rétt neðan við íbúðarhúsið, sem stendur þó tugum metra frá sjó og í um tíu metra hæð. Marzibil segir oft vindasamt á Dalatanga og þar sé afar sjaldan gráð, sem er orð sem veðurathugunarmenn nota um sléttan sjó og ölduhæð frá 0 upp í 10 sentímetra. Gráð er næsta stig við ládautt, spegilsléttan sjó og ölduhæð 0,0 metra, sem ólíklegt er að sjá við útnes á Íslandi. /HKr.

17 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Landsmót hagyrðinga: Bragaþing á Húsavík Árlegt Landsmót hagyrðinga verður haldið á Fosshóteli Húsavík laugardaginn 25. ágúst eins og greint var frá í síðasta blaði. Dagskráin hefst með borðhaldi kl. 20:00 undir yfirskriftinni Bragaþing á Húsavík. Landsmót hagyrðinga eru kvöldsamkomur með borðhaldi og þjóðlegum skemmtiatriðum, sem að hluta eru skipulögð og undirbúin, auk þess sem mótsgestir hafa fram að færa í bundnu máli. Að loknu borðhaldi er svo stiginn dans. Landsmótin eru opin öllu fólki sem ánægju hefur af góðum vísum, hvort sem það telur sig til hagyrðinga eða ekki. Heiðursgestur mótsins er Mývetningurinn Hjálmar Freysteinsson og veislustjóri heimamaðurinn Jóhannes Geir Einarsson. Meðal dagskráratriða mun Kveðandi, vísnafélag Þingeyinga, kveða sér hljóðs og kvæðamenn kveða. Mótsgestum þeim sem það vilja gefst einnig gott færi á að flytja vísur sínar. Því eins og segir í þessari "alkunnu vísu": Hátíð fer að höndum ein", hagyrðingalandsmótið. Að Húsavík er brautin bein, þar brátt má heyra vísnaklið. Vissulega vanda hagyrðingar sig á landsmótum eins og fram kemur hér: Að yrkja fremur lof en last löngum er þar valið, en svona hóflegt hnútukast við hæfi þó er talið! Nemendur aðstoða Sveitarstjórn Flóahrepps Margrét Sigurðard. hefur samþykkt að óska eftir því við nemendur 10. bekkjar í Flóaskóla að þeir aðstoði starfsmenn skólans við gæslu í mötuneyti og í frímínútum skólaárið Samningur við nemendur yrði sambærilegur samningi sem gerður var fyrir skólaárið en það samstarf gekk afar vel og var í alla staði til fyrirmyndar. Í fyrra greiddum við nemendum um krónur á mánuði í 9 mánuði fyrir aðstoð við gæslu í mötuneyti og aðstoð við gæslu í frímínútum með kennurum og/eða öðrum starfsmönnum. Þetta samstarf gekk mjög vel á síðasta skólaári og áhugi er fyrir því að halda því áfram ef nemendur samþykkja það. Peningarnir sem sveitarfélagið greiddi fóru í ferðasjóð 10. bekkinga, sagði Margrét Sigurðardóttir sveitarstjóri aðspurð um málið. /MHH Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! Bændur og búalið Framleiðum hágæða einangrunargler sem sparar orku. Sendum hvert á land sem er - stuttur afhendingartími september Nú höldum við á vit ævintýranna, til Tíróls í Austurríki þar sem fegurð fjallanna umlykur okkur. Eftir flug til München, fáum við okkur hressingu í miðbæ München áður en ekið verður til Walchsee í Tíról. Gistum í 7 nætur í bænum Walchsee við Walchsee vatnið á rómantískum stað við rætur Keisarafjallanna. Farið í skemmtilegar skoðunarferðir, m.a. til tónlistarborgarinnar Salzburg, einnar af perlum landsins og á kúasmölunarhátíð. Þetta er mikil hátíð með bændamarkaði, Tírólatónlist, bjór, mat, dansi og söng. Förum til Kitzbühel þar sem upplagt er að taka kláf upp á Kitzbüheler Horn (1998 m) þaðan sem útsýnið er ægifagurt. Komið að Achensee-vatninu sem er eitt fallegasta vatn Tíróls og til Gramai-Alm þjóðgarðsins í Karwendelfjöllunum, en þar væri upplagt að snæða hádegisverð saman og skoða osta- og pylsusel frá 16. öld. Einnig komið til Kufstein, en þar er frægt turnorgel sem spilað er á fyrir bæjarbúa tvisvar á dag og hljómar um borg og bæ. Auðvitað verður frjáls tími til að taka því rólega við Walchsee og njóta aðstöðunnar við hótelið. Fararstjóri: Guðbjörn Árnason Verð: kr. á mann í tvíbýli Örfá sæti laus! Innifalið: Flug, skattar, hótelgisting, hálft fæði, allar skoðunarferðir með rútu, aðgangur að hátíðarhöldum heimamanna og íslensk fararstjórn. Travel Agency Authorised by Icelandic Tourist Board Haust 2 Hálft fæði og allar skoðunarferðir innifaldar Íslensk framleiðsla. Glerskálinn - Smiðjuvegi 42 - Kópavogi - Sími Vacuum pökkunarvélar Ný sending komin í hús Margar nýjar pokastærðir 2ja ára ábyrgð Öll varahluta og viðgerðaþjónusta Visa / MasterCard / Greiðsludreifing / Póstkröfur Ríkisjörðin Önundarhorn í sveitarfélaginu Rangárþingi eystra til leigu. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið auglýsir til leigu frá 1. júlí 2012 ríkisjörðina Önundarhorn í Rangárþingi eystra, 861 Hvols- gosið í Eyjafjallajökli. Enginn framleiðsluréttur fylgir með í leigunni. Byggingar eru af misjöfnum aldri, íbúðarhús er gott. Umsóknarfrestur er til 18. maí Umsóknareyðublöð eru á heimasíðu ráðuneytisins og í afgreiðslu á bunadarraduneyti.is Tíról & alparósir ALLIR GETA BÓKAÐ SIG Í BÆNDAFERÐIR s: Spör ehf. Weidemann smávélar létta þér verkin Eigum til afgreiðslu með stuttum fyrirvara Weidemann 1140CX30 Verð kr ,- án vsk. Weidemann 1240CX35 Verð kr ,- án vsk. Weidemann 1250CX35 Verð kr ,- án vsk. Nýtið ykkur hagstætt gengi og gerið góð kaup í Weidemann smávélum Dalvegi Kópavogur Sími kraftvelar@kraftvelar.is

18 18 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Benjamín Baldursson bóndi á Ytri-Tjörnum stóð glaðbeittur vaktina við grill Landssambands kúabænda, en sambandið bauð gestum og gangandi upp á heilgrillað naut frá Hvammi í Eyjafjarðarsveit. Myndir / MÞÞ Handverkshátíð og landbúnaðarsýning í blíðskaparveðri á Hrafnagili í Eyjafirði: Enn eitt aðsóknarmetið slegið Mikill fjöldi gesta sótti Handverkshátíð sem haldin var í tuttugasta sinn á Hrafnagili fyrr í ágúst, en Búnaðarsamband Eyjafjarðar stóð samhliða hátíðinni fyrir veglegri landbúnaðarsýningu í tilefni af 80 ára afmæli sínu sem er á árinu. Enn eitt aðsóknarmetið var slegið, en vaxandi fjöldi gesta hefur lagt leið sína að Hrafnagili undanfarin ár. Við erum afar ánægð með að hafa farið út í þetta verkefni í tilefni af afmælisári okkar og sjáum ekki eftir því að hafa gert það í samstarfi við Handverkshátíðina og það fólk og félagasamtök sem að henni standa, segir Vignir Sigurðsson, framkvæmdastjóri Búnaðarsambands Eyjafjarðar. Gestir hafi verið hinir ánægðustu með framtakið og skemmt sér vel og þá hafi þeir sýnendur sem þátt tóku líka verið glaðir með hversu vel tókst til. Veðrið lék við gesti sem nutu þess að ganga um svæðið í yfir 20 stiga hita og kynna sér íslenskt handverk, smakka á góðgæti frá afurðastöðvum sem þátt tóku og fylgjast Eldsmiður að störfum. Margir heilluðust af verklagi eldsmiðsins sem var að störfum á hátíðarsvæði Handverkshátíðarinnar. ingardagana. Brjóstkassinn. Póstkassinn við Sléttu var valinn sá best prýddi í Eyjafjarðarsveit, en ábúendur á Sléttu eru Benedikt Grétarsson og Margrét Benediktsdóttir. með margvíslegum atriðum sem í boði voru. Landssamband kúabænda og Landssamtök sauðfjárbænda buðu gestum að smakka á grilluðu nauta- og lambakjöti og féll það vel í kramið. Viðurkenningar Á laugardagskvöldið var haldin hátíðarkvöldvaka sýninganna við Hrafnagil. Fyrir utan fjölmörg skemmtiatriði fór þar fram verðlaunaafhending handverksfólks og hönnuða. Jón Elvar Gunnarsson, Svertingsstöðum bar sigur úr býtum í keppninni Ungbóndi ársins sem fram fór á hátíðarsvæðinu. J. Vilhjálmsson hjá Icelandic Knives hlaut viðurkenningu fyrir handverk ársins, Koffortteppapeysa hlaut viðurkenningu fyrir hönnun ársins, Hugrún hjá Íslenskt. is átti besta sölubás sýningarinnar og Jenný Karlsdóttir hjá Munstri og menningu hlaut heiðursverðlaun Handverkshátíðarinnar. /MÞÞ

19 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Smíðum glugga, hurðir og opnanleg fög í þeim stærðum og gerðum sem henta þér. Æðardúnsbændur Óska eftir að kaupa fullhreinsaðan æðardún Getum bent á og mælt með hreinsunaraðilum Nú eru góð verð í boði Hafið samband: E.G. Heild ehf. c/o Elías Gíslason Stórhöfða 17, 110 Reykjavík. Símar: , netfang: Heild ehf - Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! INNKÖLLUN Byggingarfélagið Höfn hf í Örlygshöfn (nú Höfn ehf) var stofnað árið 1976 af einstaklingum og félögum í þáverandi Rauðasandshreppi. Eina eign félagsins er verkstæðishús í Örlygshöfn. Ekki er vitað um núverandi eigendur hlutafjár nema að hluta. Eru þeir sem telja sig eigendur hlutafjár (eða vita um eigendur) í félaginu því beðnir um að gefa sig fram við undirritaða fyrir 30. september nk. Valur Thoroddsen s , , valurt@simnet.is Jóhann Ólafsson s , , mons@simnet.is Að sjálfsögðu var grillvagninn frá Landsamtökum sauðfjárbænda á svæðinu. Fólk gleymdi sér auðveldlega við að skoða íslenskt handverk af ýmsu tagi. Fjölmargir komu við á svæði Norðurlandsskóga á landbúnaðarsýningunni og kynntu sér m.a. kosti lerkiborða frá Skógræktinni á Vöglum.

20 20 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Ferðaþjónustan á Mjóeyri við Eskifjörð: Boðið upp á hreindýraveiðileiðsögn, gistingu og fjölbreytta afþreyingu Ferðaþjónustan á Mjóeyri við Eskifjörð er lítið fjölskyldufyrirtæki í eigu hjónanna Sævars Guðjónssonar og Berglindar Ingvarsdóttur. Mikil uppbygging hefur átt sér þar stað á undanförnum árum og bjóða þau hjón m.a. upp á hreindýraveiðileiðsögn, skipulagðar ferðir af ýmsum toga, viðburði, golf, ísklifur, kajakróður, köfun og margt fleira. Þegar tíðindamaður Bændablaðsins átti leið um Eskifjörð fyrir skömmu var hópur ferðamanna niðri á Mjóeyri að fylgjast með börnum gefa heimaalningnum á staðnum mjólk úr pela. Í kringum hópinn vappaði svo ótrúlega gæfur yrðlingur sem staðarhaldarar hafa haft hjá sér til gamans í sumar, en Sævar er ekki óvanur refaveiðum. Mikil uppbygging Hjónin hófu starfsemi á Mjóeyri á árunum 2004 og Berglind segir að þau hafi á undanförnum árum verið að byggja upp gistiaðstöðuna á Mjóeyri. Við erum búin að setja hér upp fimm brasilísk sumarhús og erum að auki með fimm herbergi og gistiskála. Þá reistum við hér baðhús með þvottaaðstöðu fyrir fólk og erum að fara að byggja upp tjaldstæði. Í þessu húsi eru klósett, sturtur og sauna. Þarna er líka heitur pottur. Heiti potturinn sem Berglind minnist á er reyndar afar sérstakur og er komið fyrir í gömlum hraðbát sem staðsettur er við gafl baðhússins. Veitingar í Randulffs-sjóhúsi Berglind og Sævar eru þó víðar með starfsemi en á Mjóeyrinni, því þau eru með veitingarekstur í gamla norska húsinu yst í byggðinni á Eskifirði, sem nefnt er Randulffssjóhús og er í eigu Sjóminjasafns Austurlands. Þetta er gamalt síldarsjóhús sem er algjörlega í sinni upprunalegu mynd. Á neðri hæðinni er veitingastaður þar sem boðið er upp á ferskan fisk, saltfisk, hreindýrakjöt og ýmislegt annað. Á efri hæð hússins er verbúð sjómanna, nákvæmlega eins og þeir fóru frá henni fyrir um 80 árum eða um Þegar sjómennirnir voru farnir var dyrunum einfaldlega læst og enginn fékk að fara þar inn í fjölda ára. Verbúðin var síðan ekki opnuð fyrir almenning fyrr en árið Enn má sjá stígvél sjómannanna við rúmin, koppa til að pissa í og jakkana hangandi á kojunum. Er engu líkara en sjómennirnir hafi rétt skroppið frá og komi að vörmu spori, sem reyndar er eitthvað farið að kólna eftir 80 ára fjarveru. Frá bryggjunni við Randulffshús róa litlir bátar sem ferðamenn geta fengið leigða með veiðistöngum til að veiða sér í soðið. Fiskinn geta þeir svo látið matbúa á veitingastaðnum að veiðiferð lokinni. Heimaalningar, Guðmundur kanína og refurinn Mikki Frá 2007 höfum við verið með heimaalninga hér á Mjóeyri á sumrin til að leyfa útlendingunum að gefa þeim úr pela. Nú eru þeir tveir, Blóm og Snær. Við höfum fengið hingað lömb sem hafa verið hætt komin við burð og vart hugað líf. Þetta hefur verið mjög gaman og vekur alltaf jafn mikla lukku.

21 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Óska eftir að kaupa allar tegundir dráttarvéla og diesel lyftara. Uppl. í síma Gæðadekk fyrir íslenskan landbúnað Í fyrra tókum við svo að okkur yrðling og ákváðum að gera það líka nú í sumar. Þessi sem við erum með núna og við köllum Mikka ref, er ótrúlega skemmtilegur og hlýðir kalli. Við erum líka með kanínuna Guðmund sem gengur hér laus og þau eru miklir vinir, refurinn, kanínan og lömbin tvö. Þegar strákarnir hafa svo verið að leika sér hér í fótbolta skottast refurinn með, segir Berglind. Þó yrðlingurinn sé nú lítill, sætur og leiki sér segir Sævar að alltaf sé stutt í villidýrseðlið. Mikki refur hafi þó engan bitið enda lítill enn sem komið er, en vissara sé þó að gæta sín ef hann glefsar. Þó refurinn sé hjá þeim í sumar munu engin áform vera um að halda honum til frambúðar en ekkert skal samt sagt um hvað um hann verður þegar haustar. Hreindýraveiðar Sævar er þekktur hreindýraveiðaleiðsögumaður á svæðum 4 og 5 og bjóða hjónin á Mjóeyri upp á hreindýraleiðsögn ásamt bíl með bílstjóra. Einnig er boðið upp á aðstöðu fyrir verkun og kælingu og að kjötiðnaðarmaður úrbeini kjötið. Þá geta veiðimenn fengið kjötið sent til síns heima, tilbúið í neytendaumbúðum. Auk þess er gistiskálinn á staðnum sérstaklega hugsaður með þarfir veiðimanna í huga. Frá Mjóeyri er einnig boðið upp á söguferðir enda sagan þar við hvert fótmál. Þar má nefna sögu hvalveiða við Austfirði, hákarlaveiðar, sögu hreindýra og hreindýraveiða, sögu sjóslysa og sögur af hermönnum og hernaðarumsvifum á stríðsárunum. Margt fleira má tína til eins og sögur af Barða landnámsmanni, sögur um búskap á Gerpissvæðinu fyrr á tímum, Nípukerlinguna, Dysina í Dysjarskarði, huldukonuna í Seley og söguna af Magnúsi sterka svo eitthvað sé nefnt. /HKr. Bæjarráð Norðurþings gerir athugasemdir við áætlanir um verndun: Mikilvægt að vita hver er fjárhagslega ábyrgur Bæjarráð Norðurþings telur mikilvægt að fyrir liggi hver er fjárhagslega ábyrgur fyrir framkvæmd verndar- og aðgerðaáætlunar vegna verndunar Mývatns og Laxár, en að ósk umhverfisráðuneytis sendi ráðið inn umsögn um drög að reglugerð um verndun Laxár og Mývatns. Fram kemur í umsögn bæjarráðs Norðurþings að í breyttum drögum sé að hluta til tekið tillit til athugasemda sem komið hafa fram frá sveitarstjórnarmönnum í Þingeyjarsýslu. Ráðið gerir þó athugasemd við elleftu grein reglugerðarinnar líkt og Þingeyjarsveit hafði einnig gert, en þar er fjallað um veiðar á tegundum sem hafa skaðleg áhrif. Í þeirri grein segir að Umhverfisstofnun skuli í samvinnu við viðkomandi sveitarfélög vinna sérstaka aðgerðaáætlun um veiðar á tegundum sem geta haft skaðleg áhrif á verndarstöðu fuglalífs á verndarsvæðinu. Áætlunina á að vinna í samráði við Náttúrurannsóknarstöðina við Mývatn, Náttúrufræðistofnun Íslands og umráðamenn landareigna sem ekki eru í ríkiseigu, og með hliðsjón af niðurstöðum viðeigandi rannsókna á svæðinu. Aðgerðaáætlunin skal vera tímabundin og skal endurskoða hana a.m.k. samhliða verndaráætlun og ætíð ef forsendur áætlunarinnar breytast. Aðgerðaáætlunarinnar skal ætíð getið í verndaráætlun. Bæjarráð Norðurþings setur sem skilyrði að nefnd um aðgerðaáætlun liggi fyrir áður en reglugerðin verði staðfest. Fást hjá umboðsmönnum okkar um land allt ÖRUGGLEGA FYRIR ÞIG! Öllum þykir okkur mikilvægt að finna til öryggis í lífinu. Dynjandi hefur verið leiðandi á sviði öryggisvara síðan Dynjandi örugglega fyrir þig! VANDAÐUR REGNFATNAÐUR FYRIR ALLA! Skeifunni 3 - Sími: dynjandi.is Þekkt fyrir styrkleika og endingu

22 22 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Fróðleiksbásinn Vilmundur Hansen garðyrkjufræðingur Garðyrkja & ræktun Ber úr eigin garði Ber eru góð á bragðið, það er gaman að rækta þau og auðveldara en marga grunar. Flestar berjaplöntur gefa betur af sér séu þær ræktaðar í frjósömum og deigum jarðvegi sem blandaður hefur verið með lífrænum áburði og á sólríkum og skjólgóðum stað. Hæfilegur skammtur af tilbúnum áburði er ein og hálf eða tvær matskeiðar, 25 til 35 grömm á fermetra, gefið tvisvar til þrisvar yfir vaxtartímann. Gott er að vökva með daufri áburðarblöndu í þurrkatíð, sérstaklega meðan á aldinmyndun stendur. Ber úr eigin garði eru góð í munninn beint af plöntunum eða í saft, sultur og til víngerðar. Amerísk bláber (Vaccinium corymbosum var. angustifolium) Skálaplanta sem þrífst illa utandyra og gefur sjaldan ber úti hér á landi. Lágvaxinn runni, 25 til 120 sentímetrar á hæð, sem fær rauða haustliti. Þrífst best í næringarríkum, rökum og súrum jarðvegi, ph 4,5 til 5,5. Klippa skal burt allt kal á hverju vori og gott er að fjarlægja gamlar greinar á nokkurra ára fresti til að örva nývöxt. Bláber eru ekki sjálffrjóvgandi og því þarf tvö yrki sem frjóvgast saman svo að þau myndi ber. Henta vel í potta og ker sem setja má inn í kalt gróðurhús yfir veturinn. Fjölgað með græðlingum. Meðal yrkja sem reynd hafa verið eru Northland, sem gefur meðalstór og sæt ber og er líklega harðgerðasta yrkið hér, Earlyblue, sem myndar aldin snemma og Reka, Patriot og Toro, sem þroska berin á miðju sumri. Berjablátoppur (Lonicera caerulea var. kamtschatica) Upprunninn á Kamtsjaktaskaga. Runni sem verður 1,5 til 2 metrar á hæð. Er í raun undirtegund af blátoppi en með ætum berjum. Fremur sjaldgæfur enn sem komið er, en lofar góðu. Fjölgað með sáningu og græðlingum. Þar sem plantan er ekki sjálffrjóvgandi þarf tvö yrki saman til að tryggja frjóvgun. Gott er að klippa gamlar greinar burt á nokkurra ára fresti til að örva nývöxt. Æskilegt bil á milli plantna er 1,5 til 2 metrar. Gefur besta uppskeru á sólríkum stað. Blárifs (Ribes bracteosum) Harðgerður runni, 1 til 2 metrar á hæð. Fjölgað með græðlingum og sáningu. Fallegur garðrunni með uppréttum, grófum greinum og bláum berjum í stórum klösum sem standa lengi. Berin þokkalega æt. Gott að klippa gamlar greinar burt á nokkurra ára fresti til að örva nývöxt. Perla frá Alaska er algengasta yrkið hér. Brómber (Rubus fruticosum) Skálaplanta og viðkvæm úti. Skriðull runni sem getur náð 2ja til 3ja metra hæð með grind eða stuðningi. Þolir nokkurn skugga. Fjölgað með sáningu og sveiggræðslu. Klippa á tveggja ára greinar niður eftir uppskeru. Yrkið Himalaya hefur reynst ágætlega en það gefur ber á fyrsta árs greinum. Logan-ber (Rubus Lognabery ) og Tay-ber (Rubus fruticosa idaeum) Blendingar af brómberjum og hindberjum sem mynda aldin á tveggja ára greinum en boysen-ber (Rubus fruticosus Boysenberry ) eru blendingar brómberja, hindberja og loganberja. Æskilegt bil á milli plantna 2,5 til 3 metrar. Hafþyrnir (Hippophae rhamnoides) Vex villtur í Evrópu og getur náð 6 metra hæð. Harðgerð og algeng garðplanta sem hægt er að fjölga með sáningu, græðlingum eða rótarskotum. Hæfilegt bil á milli plantna 1 til 2 metrar. Plönturnar eru annaðhvort karl- eða kvenkyns og þarf bæði kynin til að þroska aldin. Berin rauð og sitja á plöntunni langt fram á vetur og getur verið erfitt að tína þau af greinunum. Þau eru mjög C-vítamínrík, römm og henta vel til að bragðbæta líkjöra. Hindber (Rubus idaeus) Planta sem vex villt í Evrópu og getur náð tveggja metra hæð. Hún er fremur viðkvæm hér og þarf stuðning, þar sem greinunum er hætt við að brotna þegar þær verða háar. Fjölgað með rótarskotum sem eiga til að verða til vandræða sé ekki haldið aftur af þeim. Henta vel í ker eða potta. Blómin hvít og smá en berin rauð eða gul og myndast á annars árs greinum. Tveggja ára greinar klipptar burt eftir uppskeru. Æskilegt bil á milli plantna um hálfur metri. Þrífast best í næringarríkum jarðvegi með ph í kringum 6,5. Yrkið Borgund er þyrnalaust og gott vegna þess að það fer seint af stað á vorin, berin stór og sæt. Asker, Varnes og Vene eru einnig ágæt. Veten gefur súr ber en Preussen og Balder sæt. Hélurifs (Ribes laxiflorum) Vex villt í Alaska og Norður-Ameríku. Runni 50 til 100 sentímetrar á hæð og á það til að klifra upp eftir trjám. Fjölgað með sáningu, græðlingum og rótarskotum. Plantan getur þakið marga fermetra á nokkrum árum sé ekki haldið aftur af henni og því góð þekjuplanta. Laufgast og blómstrar snemma og samtímis. Blómin lítil og bleik. Myndar blásvört ber á miðju sumri. Hlíðaramall (Amelanchier alnifolia) Uppruni á vesturströnd Norður- Ameríku og Kanada þar sem berin eru ræktuð í stórum stíl og stundum kölluð kanadísk vínber. Grannvaxinn runni eða lítið tré sem getur náð 5 metra hæð. Fjölgað með sáningu, græðlingum og rótarskotum. Harðgerð planta sem gerir litlar kröfur. Dafnar best á sólríkum stað og í kalkríkum jarðvegi. Gott að klippa gamlar greinar burt til að örva nývöxt. Berin dökkblá og með hátt sykurinnihald, enda var plantan kölluð hunangsviður áður fyrr. Yrkin Thiessen, Northline, Martin og Smoky hafa öll reynst vel. Æskilegt bil á milli plantna er 1 til 2 metrar. Jarðarber (Fragaria ananassa) Eina jurtin í þessum kafla sem ekki er trékennd. Fjölær jurt sem fjölgar sér með ofanjarðarrenglum. Blómin hvít en berin rauð og sæt. Þrífst best á sólríkum stað og í næringarríkum jarðvegi með sýrustig milli 6 og 6,5. Til þess að tryggja góða uppskeru er nauðsynlegt að endurnýja plönturnar á 4 til 6 ára fresti. Einnig er gott að skipta um ræktunarstað þegar plönturnar eru endurnýjaðar til að koma í veg fyrir jarðvegsþreytu. Gott er að rækta jarðarber í hengipottum. Ranabjöllur og sniglar eru sólgin í jarðarber og geta gert mikinn skaða. Yrkin Zephyr, Korona, Glima, Rita og Senga Sengana hafa öll reynst vel. Lögun berjanna er mismunandi milli yrkja. Æskilegt bil á milli plantna í beði er 30 til 40 sentímetrar. Josta-ber (Ribes nigrum Ribes uva-crispa) Blendingur milli sólberja og stikilsberja. Þyrnalaus runni sem nær 2 metra hæð. Fjölgað með græðlingum. Berin svipuð stikilsberjum en minni. Gott að klippa burt gamlar greinar til að örva vöxt. Kattaflétta/mini-kíví (Actinidia kolomikta) Uppruni á norðurhveli og vex villt í Síberíu. Klifurrunni sem er náskyldur kíví-plöntunni og þarf stuðning eða uppbindingu. Sérbýlisplanta og því þarf bæði karl- og kvenplöntur í garðinn til að fá aldin. Kvenplöntur hafa græn blöð en karlplönturnar rauðflekkótt. Kettir eru sólgnir í kattafléttu og naga blöðin á henni til að komast í annarlegt æsingarástand. Berin fremur súr. Yrkin Anna, Paula og Oskar hafa öll reynst harðgerð hér. Logalauf (Aronia melanocarpa) Upprunnin í Norður-Ameríku og geta náð 2ja metra hæð. Berin rauðbrún eða svört. Harðgerð tegund sem fjölga má með sáningu og sumargræðlingum. Fær sterkrauðan haustlit. Gott að klippa gamlar greinar burt til að örva nývöxt. Æskilegt bil á milli plantna 1 til 2 metrar. Yrkið Moskva hefur reynst ágætlega hér. Mórber (Morus nigra) Mórber geta orðið stór tré erlendis, allt að 10 metrum, og 300 ára gömul. Viðkvæm hérlendis og þurfa gott skjól. Dafna best í vel framræstum en deigum og sandblendnum moldarjarðvegi með ph milli 6 og 7. Berin sæt og með kryddkeim. Góð í sultu, saft og til víngerðar. Fara ekki að mynda aldin fyrr en eftir að minnsta kosti tíu ár. Reynir (Sorbus) Fjölbreytt ættkvísl trjáa og runna og eru ber allra tegundanna æt en misgóð á bragðið. Fjölgað með sáningu eða ágræðslu. Ber ilmreynis (S. aucuparia) og úlfareynis (S. hostii) eru ágæt í sultur og líkjöra. Ber úlfareynis með bragð sem minnir á epli. Rifs (Ribes rubrum) Vex villt í Evrópu og mjög algeng garðplanta hér. Grófur, saltþolinn runni sem nær 2ja metra hæð og getur orðið bústinn og fyrirferðarmikill. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin rauð en einnig til hvít og bleik. Góð til átu beint af runnanum eða til sultugerðar. Klippa á gamlar greinar, sem eru dekkri, af til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Rifs er millihýsill fyrir álmlús og því ætti ekki að rækta rifs og álm (Ulmus glabra) nálægt hvort öðru. Yrkið Rauð hollensk er algengast hér á landi. Rósir (Rosa) Fjölbreytt ættkvísl plantna með ólíkt vaxtarlag. Aldinin eru hjúpaldin, kallast stundum nípur og eru æt hjá mörgum tegundum. Ræktuð til Ber ilmreynis. Rifsber. Sólber. manneldis víða um heim. Klippa þarf gamlar greinar burt til að örva nývöxt og aldinmyndun. Blaðlús og fiðrildalirfur eru algengt vandamál. Nípur ígulrósar, Fru Dagmar Hastrup (R. rugosa Fru Dagmar Hastrup ), meyjarrósar (R. moyesii) og hjónarósar (R. sweginzowii) allar góðar til átu. Nauðsynlegt er að hreinsa fræið úr holdi hjúpanna áður en þeirra er neytt eða þau notuð í sultur og súpur. Rósahjúparnir eru mjög C-vítamínríkir. Mulin fræ eru ágætis kláðaduft. Stikilsber (Ribes uva-crispa) Vaxa villt til fjalla í Evrópu og Norður-Ameríku. Þyrnóttur runni með uppsveigðar greinar sem verða um metri á hæð. Fjölgað með græðlingum og æskilegt bil á milli plantna er 1 til 1,5 metrar. Berin stór og bragðgóð, gulgræn, hvít eða rauð. Klippa skal burt gamlar greinar til að örva nývöxt og aldinmyndun. Yfirleitt tekur 2 til 3 ár fyrir stikilsber að fara að mynda ber. Yrkið Hinnomäki, sem er blanda af evrópskum og amerískum stikilsberjum, hefur reynst vel hér. Hinnomäki keltainen gefur gul og sæt ber en Hinnomäki punainen rauð og bragðmikil ber. Sólber (Ribes nigrum) Vaxa villt í Evrópu og eru algeng garðplanta hér. Fjölgað með græðlingum og sveiggræðslu. Berin svört. Klippa þarf burt gamlar greinar, sem eru dekkri að lit og eldri en fimm ára, til að örva nývöxt og auka uppskeruna. Blaðlús og fiðrildalirfur algengt vandamál. Sterk lykt sem minnir á kattahland af blöðunum, séu þau marin. Góð ber til sultugerðar. Yrkin Brödtorp, Öjebyn og Melalahti vel reynd, harðgerð og skila góðri uppskeru flest ár. Vínber (Vitis vinfera) Ævagömul planta í ræktun. Þarf skála eða kalt gróðurhús til að dafna hér á landi en ekki ólíklegt að til séu yrki sem hægt er að rækta úti. Klifurrunni sem getur orðið nokkrir metrar á hæð og þarf því gott rými til að vaxa. Fjölgað með græðlingum. Dafna best í gljúpum jarðvegi. Berin græn og rauð. Þegar vínviður er klipptur niður á haustin skal skilja eftir tvö brum á hverri grein og ekki skal rækta nema einn berjaklasa á hverri grein. Gott er að gefa plöntunum kalkríkan áburð um það leyti sem blómin fara að myndast. Yrki með grænum berjum eru harðgerðari en yrki með rauðum berjum. Meðal yrkja í ræktun hér eru Frankenthaler sem gefur sæt ber, Nimrod sem er með lítil steinlaus ber með kryddkeim, Nordica með blá millisæt ber og Vroege van der Laan sem gefur græn, sæt og miðlungsstór ber.

23 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Á Íslandi verður opið fjós í Stóru- Mörk undir Eyjafjöllum laugardaginn 1. september frá kl Þar var byrjað að mjólka með einum Lely A2 mjaltaþjóni árið Í júní var hann seldur á annan bæ og tveir nýir Lely A4 mjaltaþjónar settir upp í staðinn. Lely fagnar 20 ára afmæli mjaltaþjóna Árið 1992 kynnti Lely tímamótanýjung í landbúnaði: Lely Astronaut mjaltaþjóninn. Mjólkurbændur um allar heim eru sammála um að þetta sé mikilvægasta uppfinning 20. aldar í tengslum við rekstur þeirra og hefur hún gert þeim kleift að ná forystu í framleiðslu á sínu svæði. Í dag hafa meira en mjaltaþjónar verið seldir. Til þess að sýna velgengni þessara einstöku véla hefur Lely ákveðið að halda upp á þessi 20 ára tímamót hjá viðskiptavinunum sjálfum. Lely mun bjóða upp á opna búdaga, með mjaltaþjóna í sviðsljósinu, út um allan heim þann 31. ágúst, 1. og 2. september Í mörgum löndum munu bændur sjálfir auglýsa þennan viðburð og opna býli sín fyrir bændum framtíðarinnar. Gestir munu fá tækifæri til þess að ræða við heimamenn um kosti mjaltaþjóna og hvernig mjaltaþjónar hafa umbreytt þeirra lífi sem og lífi kúnna. Dagskrá og viðmót opnu búdagana verður eins um allan heim. Á Íslandi verður opið fjós í Stóru- Vernd vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Mörk undir Eyjafjöllum laugardaginn 1. september frá kl Í Stóru-Mörk var byrjað að mjólka með einum Lely A2 mjaltaþjóni árið Í júní var hann seldur á annan bæ og tveir nýir Lely A4 mjaltaþjónar settir upp í staðinn. VB Landbúnaður, sem er umboðsaðili fyrir Lely á Íslandi, óskar bændum í Stóru-Mörk innilega til hamingju með nýju Lely A4 mjaltaþjónana. Samtök iðnaðarins, Samtök mjólkur- og kjötvinnslufyrirtækja og Samtök afurðastöðva í mjólkuriðnaði efna til morgunverðarfundar um landfræðilegar merkingar Vinnuþjarkur GRIZZLY 550 GRIZZLY fjórhjól skilar góðu dagsverki - því getur þú treyst! Grizzly er létt, kraftmikið og öruggt. Á því verður vinnan hrein ánægja, þökk sé einstakri hönnun sem hefur þægindi notandans að leiðarljósi. TILBOÐSVERÐ Grizzly 550 IRS kr ,- Grizzly 550 EPS (með aflstýri) kr ,- Kletthálsi Reykjavík sími Grand Hótel Reykjavík, Gullteig mmtudaginn. september kl Dagskrá: Ávarp sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Steingrímur J. Sigfússon Ákvörðun framleiðenda um aðgreiningu á markaði Guðný Káradóttir, markaðsfræðingur, Íslandsstofu Lögverndun vöruheita með uppruna- eða staðarvísun Einar Karl Haraldsson, höfundur greinargerðar um vernd vöruheita Mikilvægi verndar vöruheita fyrir íslenskan landbúnað Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtaka Íslands Umræður Boðið verður upp á morgunverð frá til 8.30 Fundarstjóri er Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI Skráning á Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna 5. gr. Aðlögunarsamningsins Samband garðyrkjubænda auglýsir eftir umsóknum um framlög til þróunar- og rannsóknaverkefna vegna ársins 2013, samkvæmt 5. gr. Aðlögunarsamningsins milli ríkisstjórnar Íslands og Bændasamtaka Íslands/Sambands garðyrkjubænda. Viðmiðunarreglur um kröfur til styrkumsókna og verklagsreglur um úthlutun og afgreiðslumáta umsóknanna má finna á heimasíðu Sambands garðyrkjubænda, Sérstök eyðublöð á heimasíðunni má finna undir hlekknum Aðlögunarsjóður Frekari upplýsingar veitir framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda á netfanginu gardyrkja@gardyrkja.is Umsóknarfrestur er til 1. nóvember Stjórn Sambands garðyrkjubænda

24 24 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Fjár- og stóðréttir haustið 2012 Eins og undanfarin ár hafa Bændasamtökin tekið saman lista yfir helstu fjárréttir og stóðréttir á landinu á komandi hausti. Líkt og vanalega hefur Ólafur Dýrmundsson hjá Bændasamtökunum haft veg og vanda að samantekt listans. Hér að neðan má sjá fjárréttir haustsins í stafrófsröð. Þá hefur Ólafur tekið saman sérstakan lista yfir réttir í Landnámi Ingólfs sem stutt er að fara í fyrir íbúa höfuðborgarsvæðisins. Listi yfir stóðréttir haustsins er síðan tekinn saman eftir tímasetningum. Vert er að taka fram að alltaf geta slæðst villur í lista af þessu tagi. Því er þeim sem hyggjast kíkja í réttir á komandi hausti bent á að gott getur verið að hafa samband við heimamenn og fá staðfestingu á dagsetningum og tímasetningu réttanna. Einnig er fjallskilastjórum, sem og öðrum sem hafa upplýsingar um réttir sem ekki koma fram á listanum eða vilja leiðrétta rangfærslur, bent á að hafa samband við Bændasamtökin í síma eða í tölvupóstfangið Fjárréttir haustið 2012 Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Árhólarétt í Unadal, Skag. Árskógsrétt á Árskógsströnd, Eyf. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Brekkurétt í Saurbæ, Dal. Broddanesrétt í Strandabyggð Brúsastaðarétt í Þingvallasveit, Árn. Dálkstaðarétt á Svalbarðsströnd, S.-Þing Deildardalsrétt í Skagafirði Fellsendarétt í Miðdölum Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Flókadalsrétt í Fljótum, Skag. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. Fossárrétt í A-Hún. Fossvallarétt v/lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Garðsrétt í Þistilfirði Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Gljúfurárrétt í Höfðahverfi, S.-Þing. Grafarrétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Haldréttir í Holtamannaafrétti, Rang. Hallgilsstaðarétt á Langanesi Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Héðinsfjarðarrétt í Héðinsfirði Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing Hlíðarrétt í Skagafirði Hofsrétt í Skagafirði Holtsrétt í Fljótum, Skag. Hólmarétt í Hörðudal Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Hraunarétt í Fljótum, Skag. Hraungerðisrétt í Eyjafjarðarsveit Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hreppsrétt í Skorradal, Borg. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. Húsmúlarétt v/kolviðarhól, Árn. Hvalsárrétt í Hrútafirði, Strand. Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. Innri-Múlarétt á Barðaströnd, V.-Barð. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnappadalssýslu Katastaðarétt í Núpasveit, N-þing. Kálfsárrétt í Ólafsfirði Kinnarstaðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. Kirkjubólsrétt í Steingrímsfirði, Strand. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. Kjósarrétt í Kjós. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Kleifnarétt í Fljótum, Skag. Kollafjarðarrétt í Reykhólahr., A-Barð. Krísuvíkurrétt, Gullbringusýslu Króksfjarðarnesrétt í Reykhólasv., A-Barð. Landréttir við Áfangagil, Rang. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði föstud. 7. sept. og laugard. 8. sept. sunnudag 2. sept. mánudag 10. sept. og laugardag. 8. Sept. Ekki ljóst þriðjudag 18. sept. Ekki ljóst laugardag 22. sept mánudag 17. sept. sunnudag 9. sept. sunnudag 2. sept. fimmtudag 6. sept. sunnudag 9. sept. föstudag 14. sept. Ekki ljóst sunnudag 9. sept. sunnudag 23. sept. laugardag 22. sept. miðvikudag 19. sept laugardag 29. sept. laugardag 22. sept. fimmtudag 20. sept. Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. Mýrdalsrétt í Hnappadal Mælifellsrétt í Skagafirði Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit Nesmelsrétt í Hvítársíðu, Mýr. Núparétt á Melasveit, Borg. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Ósrétt á Langanesi Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reistarárrétt í Hörgársveit, Eyf. Rugludalsrétt í Blöndudal, A-Hún. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Reykjarétt í Ólafsfirði Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. Sandfellshagarétt í Öxarfirði, N.-Þing. Sauðárkróksrétt, Skagafirði Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selárrétt á Skaga, Skag. Selvogsrétt í Selvogi Siglufjarðarrétt í Siglufirði Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. Skeljavíkurrétt í Steingrímsfirði, Strand. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. Staðarbakkarétt í Hörgárdal, Eyf. Staðarrétt í Skagafirði Staðarrétt í Steingrímsfirði, Strand. Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Stíflurétt í Fljótum, Skag. Svarthamarsrétt á Hvalfj.str., Borg. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Teigsrétt, Vopnafirði Tjarnarleitisrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Tungnaréttir í Biskupstungum Tungurétt á Fellsströnd, Dal. Tungurétt í Öxarfirði, N.-Þing. Tungurétt í Svarfaðardal Tunguselsrétt á Langanesi Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt í Fitjárdal, V.-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Víkingavatnsrétt í Kelduhverfi, S-Þing. Þorvaldsdalsrétt í Hörgársveit, Eyf. Þóristunguréttir, Holtamannaafr., Rang Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þórustaðarétt í Hörgárdal, Eyf. Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit, Eyf. Þverárrétt Eyja- og Miklaholtshr, Snæf. Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. Ekki ljóst Ekki ljóst þriðjudag 18. sept. sunnud. 9. sept. og sunnud. 16. sept. miðvikudag 12. sept. Ekki ljóst Ekki ljóst laugardag 22. sept. þriðjudag 11. sept. mánudag 17. sept. föstudag 14. sept. mánudag 17. sept. föstudag 14. sept. laugardag 22. sept. sunnudag 9. sept. sunnudag 9. sept. föstudag 7. sept. mánudag 17. sept. Ekki ljóst sunnudag 9. sept sunnudag 9. sept. Ekki ljóst föstudag 7. sept. og laugardag 18. sept. föstudag 7. sept. laugardag 22. sept. sunnudag 2. sept. mánudag 17. sept. mánudag 17. sept. mánudag 17. sept. Helstu réttir í Landnámi Ingólfs Arnarsonar haustið 2012 Laugardag 15. sept. kl. 15:00 Laugardag 15. sept. Kl. 14:00 Sunnudag 16. sept. kl. 9:00 Sunnudag 16. sept. kl. 11:00 Sunnudag 16. sept. um hádegi Sunnudag 16. sept. um kl. 15:00 Sunnudag 16. sept. kl. 17:00 Mánudag 17. sept. kl. 10:00 Mánudag 17. sept. kl. 14:00 Laugardag 22. sept. kl. 14:00 Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit Húsmúlarétt við Kolviðarhól Selvogsrétt í Selvogi, Árn. Fossvallarétt við Lækjarbotna Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Kjósarrétt í Kjós Brúsastaðarétt í Þingvallasveit Selflatarrétt í Grafningi Ölfusréttir í Ölfusi Þórkötlustaðarétt í Grindavík Laugardag 29. sept. kl. 13:00 Krísuvíkurrétt v. Suðurstrandaveg, Gullbr. Seinni réttir verða tveim vikum síðar á sömu vikudögum, þ.e. dagana 29. september til 1. október. Til að auðvelda hreinsun afrétta og draga úr hættu á ákeyrslum á þjóðvegum í haustmyrkrinu er lögð áhersla á að fé verði haft í haldi eftir réttir. Samkvæmt 5. gr. fjallskilasamþykktar fyrir Landnám Ingólfs Arnarsonar nr. 401/1996 er óheimilt að sleppa aftur fé úr haustréttum á afrétti. Stóðréttir haustið 2012 Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V. - Hún. laugardag 1. sept. kl. 9 Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Staðarrétt í Skagafirði. Skrapatungurétt í A.-Hún. kl. 11 Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 16. Sept. Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. Ekki ljóst Deildardalsrétt í Skagafirði sunnudag 30. sept. Árhólarétt í Unadal, Skag. Ekki ljóst Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Ekki ljóst Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 29. sept. Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Ekki ljóst Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 29. sept. um kl. 13 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 6. okt. kl. 12 Flókadalsrétt, Fljótum, Skag. laugardag 6. okt Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. okt. kl. 10 Þverárrétt ytri, Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 13. okt. kl. 13 Leirhafnarrétt í Núpasveit, N-Þing sunnudag 23. sept.

25 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Ólafsdalshátíðin haldin í fimmta sinn Ólafsdalshátíðin í Ólafsdal var að þessu sinni haldin 12. ágúst sl., en að venju er það Ólafsdalsfélagið sem hefur veg og vanda af árlegri skipulagningu hennar. Félagið var stofnað í júní 2007 og er markmið þess m.a. að Ólafsdalur verði á ný frumkvöðla- og nýsköpunarsetur eins og hann var þegar fyrsti búnaðarskólinn á Íslandi var þar rekinn af Torfa Bjarnasyni á árunum Þaðan útskrifuðumst yfir 150 skólapiltar af öllu landinu. Hátíðin var nú haldin í fimmta sinn. Að sögn Rögnvalds Guðmundssonar, formanns félagsins, var hátíðin mjög vel heppnuð, enda dagskráin fjölbreytt og fjölskylduvæn. Það komu þrjú til fjögur hundruð manns á hátíðina að þessu sinni. Við vorum e.t.v. kannski að vonast eftir heldur fleirum, en líklega hefur spá um votviðri sett strik í reikninginn. Í fyrra komu um fimm hundruð. Það seldist Gönguferð um fræðslustíginn. Guðný Björg seldi happdrættismiða. þó svipað nú og í fyrra af happadrættismiðum og einnig af grænmetinu úr matjurtargarðinum okkar, sem er ánægjulegt. Það kom svo á daginn að blíðviðri var þennan dag og ekkert rigndi. Uppskera í matjurtargarðinum í Ólafsdal. Markviss uppbygging Hann segir að uppbygging á staðnum sé markviss en mætti ganga hraðar. Þar hafi bankakreppan spilað inn í. Áhersla sé lögð á að gera upp húsakost fyrst um sinn. Við erum að koma skólahúsinu í stand; vatnlögn er komin í húsið, rafmagn og nú síðast ofnakerfi. Við sjáum fyrir okkur að hús sem áður var fjós verði byggt upp sem fjölnota menningarhús, þá er tillaga um að svo kallað Vatnshús verði að baðhúsi og að smiðja Torfa Bjarnasonar verði byggð upp að mestu í sinni upprunalegu mynd. Unnið er að fræðslustíg sem liggur í hring út frá skólahúsinu í Ólafsdal með 12 áningarstöðum, þar sem einhvers konar söguminjar eru að finna. Stígurinn er í mótun og er ætlunin að þróa hann áfram á komandi misserum. Um 300 félagsmenn eru í Ólafsdalsfélaginu og fjölgar þeim jafnt og þétt. /smh Félag stofnað um nýsköpun í Mývatnssveit: MýSköpun" er ætlað að stuðla að nýtingu afgangsvarma Stofnfundur MýSköpunar, félags sem verið er að koma á laggirnar að frumkvæði sveitarstjórnar Skútustaðahrepps, verður haldinn í Reykjahlíðarskóla 12. september nk. kl. 16:00. Markmið MýSköpunar er að stuðla að nýtingu afgangsvarma og rannsaka leiðir til að nýta auðlindir okkar án þess að valda spjöllum á náttúrunni. Fulltrúar frá sveitarfélaginu, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólanum á Akureyri og Matís hafa unnið að undirbúningi MýSköpunar. Kynningarfundur sem haldinn var í júní sl. var vel sóttur og þar voru líflegar umræður. Í tilkynningu sem Dagbjört Bjarnadóttir, oddviti Skútustaðahrepps, hefur sent frá sér kemur fram að allt í kring um okkur séu tækifæri. Sum leynast í því sem við sjáum ekki með berum augum, t.d. örverum og þörungum. Einnig er möguleg tínsla og nýting jurta, berja, grasa og fræja fyrir utan fjölmarga ræktunarmöguleika. Vinna og kynningar í þörungarækt við Mývatn eru lengst komnar og hafinn er undirbúningur að stofnun þörungabús. Fleira er til skoðunr og margar frumlegar og spennandi hugmyndir eru ræddar. Fyrsta verkefni MýSköpunar á sviði þörungaræktunar er að ganga frá ítarlegri starfs-, rannsóknar-, viðskipta- og rekstraráætlun sem byggir á sex meginstoðum: a. Ræktun smáþörunga. b. Skimun eftir þörungum í Mývatni til ræktunar. c. Framleiðslu á skilgreindum íblöndunarefnum. d. Framleiðslu á neytendavörum. e. Þjónustu vegna rannsókna og sérfræðivinnu. f. Fræðslu og kynningu fyrir ferðamenn. Þórhallur Geir Arngrímsson verkfræðingur hefur verið ráðinn til félagsins og mun hann hefja störf í lok nóvember. Eftirfarandi aðilar hafa staðfest áform sín um þátttöku í félaginu: Skútustaðahreppur, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Háskólinn á Akureyri, Landsvirkjun, landeigendafélag Reykjahlíðar, landeigendafélag Voga og Orkuveita Húsavíkur. Fleiri hafa lýst áhuga á þátttöku og vænst er góðrar samvinnu við fyrirtæki og íbúa svæðisins og vonast eftir þátttöku þeirra. Þeim sem hafa áhuga á að fá frekari upplýsingar eða vilja gerast stofnaðilar er bent á að senda póst á Þeir sem staðfesta þátttöku fyrir 31. ágúst n.k. verða stofnfélagar. Bændablaðið Smáauglýsingar Hafa áhrif um land allt! ÖFLUG HEILD TIL ALLRA VERKA FRUM Kuhn taðdreifarar BvL TopStar stæðuskerar Kverneland plógar Thaler liðléttingar Haughrærur og mykjudælur Redrock haugsugur og mykjudælur Tanco rúlluskerar og rúllugreipar VERKIN TALA

26 26 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Utan úr heimi Fagferð til Frakklands og Belgíu fyrri hluti Í endaðan júlí hélt hópur íslenskra bænda og bændaefna í landbúnaðarfagferð til Frakklands og Belgíu. Ferðin var farin á vegum GJ Travel og var Snorri Sigurðsson fararstjóri en þetta var jafnframt 20. fagferðin í landbúnaði sem hann kemur að. Áhersla var að vanda lögð á heimsóknir til bænda og annarra aðila í landbúnaði og endaði ferðin á landbúnaðarsýningunni Libramont í Belgíu, sem við greindum einmitt frá í síðasta blaði. Hér á eftir fylgir fyrri hluti ferðalýsingar um þessa ferð, en eins og við er að búast var margt að sjá og skoða. Franskur landbúnaður umsvifamikill Hér á landi þekkja trúlega fleiri til franskra vína en annarra franskra landbúnaðarafurða en franskir bændur geta ýmislegt annað en að framleiða vín. Þannig er Frakkland t.d. næststærsti útflytjandi landbúnaðarafurða í heiminum, en landið er það sjötta stærsta í heiminum þegar horft er til heildarframleiðslu landbúnaðarafurða og langstærsti aðilinn meðal landa Evrópusambandsins, enda með um 17% alls landbúnaðarlands Evrópusambandsins. Í norðurhluta Frakklands er mest um korn-, sykurrófu- og kartöflurækt en í vesturhlutanum meira um mjólkurframleiðslu, svína- og alífuglakjötsframleiðslu ásamt eplaræktun. Í Mið-Frakklandi má finna stóran hluta nautakjötsframleiðslunnar og svo í suðurhluta landsins hina heimsfrægu vínberjaræktun, ávexti og grænmeti. Auk þess er víða í landinu lögð áhersla á skógrækt og í seinni tíð einnig fiskeldi. Rúmlega 700 þúsund bú Það setur hlutina svolítið í samhengi þegar horft er til fjölda þeirra búa sem eru í Frakklandi, en þar má finna u.þ.b. 700 þúsund bú. Vissulega eru mörg þeirra sk. smábýli en þetta eru engu að síður afar mörg bú í landi sem þó er ekki nema um 5,4 sinnum stærra en Ísland. Kornrækt er afar umsvifamikil í Frakklandi og nemur árleg framleiðsla um 65 milljónum tonna. Þá er sykurrófuframleiðsla í Frakklandi sú mesta í Evrópu eða um 35 milljónir tonna. Sé horft til mjólkurframleiðslunnar er Frakkland næststærsta mjólkurframleiðslulandið í Evrópu, á eftir Þýskalandi, með um 24 milljarða lítra innvegna árlega. Umfangsmesta kjötframleiðslan er nautakjötið með um 1,5 milljónir tonna og kemst ekkert land nálægt Frakklandi á þessu sviði. Heildarkjötframleiðslan er hins vegar 3,6 milljónir tonna og þar af nemur lambakjötsframleiðslan aðeins um 83 þúsundum tonna, sem eru ekki nema 11,4% af heildarframleiðslu landa Evrópusambandsins (heimild: Eurostat). París engri lík Ferðin hófst laugardaginn 21. júlí og var þá flogið frá Keflavík til Parísar, þar sem við tóku tveir viðburðaríkir dagar. Byrjað var á því að fara í skoðunarferð um heimsborgina og komið við á helstu stöðum s.s. við Signubakka, Eiffelturninn, farið í Sigurbogann, Notre Dame-kirkjuna, Bastilluhverfið, Père Lachaisekirkjugarðinn, Louvre-safnið og fleiri staði mætti nefna. Restin af deginum var svo tekin rólega enda sat næturflugið í ferðafólkinu. Sunnudagurinn var svo frjáls og nýttu flestir daginn til þess að skoða borgina nánar og njóta dagsins, sem meðal annars bauð upp á æsispennandi lok hinnar heimsfrægu hjólreiðakeppni Tour de France í miðborg Parísar með tilheyrandi uppákomum og skemmtunum. 88 dráttarvélar á dag! Mánudaginn 23. júlí var haldið í norðurátt frá París í blíðskaparveðri Þessi skemmtilega mynd var tekin af ferðafélögunum fyrir utan heimsóknamiðstöð Massey Ferguson i Beauvais og eins og sjá má halda margir á innkaupapokum á myndinni. Mynd / Sigurður Hannes Sigurðsson. Hveiti ræktað í landbúnaðarháskólanum LaSalle í Beauvais. og var fyrsta stopp við Massey Ferguson verksmiðjuna í Beauvais, þar sem farið var í skoðunarferð. Verksmiðjan er gríðarlega stór en þarna starfa manns og er framleiðslugeta verksmiðjunnar mikil, en á degi hverjum renna út frá henni 88 fullbúnar dráttarvélar. Verksmiðjan hefur verið þarna í rúm 50 ár og er í dag í eigu fagfélagsins AGCO, en sem kunnugt er á það félag mörg fyrirtæki í landbúnaði. Því kemur ekki á óvart að þó svo að verksmiðjan sé að stærstum hluta tileinkuð framleiðslu Massey Ferguson, þá eru þar einnig framleiddar aðrar dráttarvélar s.s. Valtra og Challenger. Athygli vakti að framleiðslan var afar fjölbreytt og margvíslegar gerðir af dráttarvélum runnu í röð eftir færibandi verksmiðjunnar. Þannig var í eitt skipti verið að raða saman 65 hestaafla MF vél, næsta vél fyrir aftan var hins vegar stór Valtra og þar aftan við komu aftur nokkrar MF vélar og síðar Challenger. Mikla gæðastýringu þarf eðlilega til, til þess að halda utan um framleiðsluferilinn svo tryggt sé að réttir íhlutir berist starfsfólkinu á réttum tíma og var aðdáunarvert að fylgjast með þessu snurðulausa ferli. Margir áhugasamir um leikföngin Eftir skoðunarferðina var hópnum boðið í glæsilegan hádegisverð í boði Jötuns Véla og Massey Ferguson, og að þeim loknum lá leiðin um Massey Fergusonverslunina. Þar var þó ekki hægt að kaupa dráttarvélar af stærri gerðinni, en hins vegar margs konar smásöluvarning merktan MF módel af mörgum gerðum dráttarvéla frá fyrirtækinu, klukkur, leikföng, föt og derhúfur svo dæmi séu tekin. Þarna runnu allnokkrar evrur úr vösum ferðafélaganna! Landbúnaðarháskólinn LaSalle Því næst lá leiðin í landbúnaðarháskólann LaSalle í Beauvais þar sem Philippe Caron tók á móti hópnum á plöntum til eldsneytisframleiðslu. Margar hverjar af þessum plöntum eru Mynd / Sigurður Hannes Sigurðsson. Hveiti ræktað í landbúnaðarháskólanum LaSalle í Beauvais. en hann er alþjóðafulltrúi skólans. Skólinn stendur á bújörð rétt utan við Beauvais og er bæði með mjólkurframleiðslu og akuryrkju auk skógræktar. Í skólanum eru nemendur og standa þeim til boða nokkrar námsleiðir, allt frá jarðfræði, umhverfisfræði og búvísindum og upp í landbúnaðarverkfræði. Skólinn leggur mikla áherslu á umhverfismál og mörg af rannsóknarverkefnunum lúta að verndun jarðvegs og umhverfisvænum aðferðum til landbúnaðarframleiðslu. Að lokinni góðri kynningu og gönguferð um skólabyggingarnar var svo farið að fjósinu og á leiðinni gengið um akra og m.a. mikið býflugnabú skólans. Búið er eingöngu rekið vegna endurmenntunar- og rannsóknastarfs en býflugnabændur koma þarna reglulega til þess að læra ný vinnubrögð og tækni við starfsemi sína. Auk býflugnanna eru svo nautgripir á búi LaSalle og er fjósið hefðbundið legubásafjós með einum mjaltaþjóni. Þar eru framkvæmdar ýmsar hagrænar rannsóknir s.s. áhrif útiveru á kýr í mjaltaþjónum, hauggasframleiðsla af mismunandi fóðri o.fl. Síðla dags var svo komið í náttstað við Assevillers. Með 7 þúsund varphænur Þriðjudagurinn 24. júlí hófst með heimsókn til alifuglabóndans Adeline sem er með hænsnabú sitt í útjaðri smábæjarins Sancourt á Péronnesvæðinu í Picardie, en í Sancourt búa um 300 manns. Á búinu eru 7 þúsund varphænur í lausagöngu og fékk hópurinn að heimsækja búið og fylgjast með eggjasöfnun, flokkun og pökkun. Alls skila þessar hænur að jafnaði 6 þúsund eggjum daglega, svo nóg var að gera þegar hópinn bar að garði. Um þriðjungur eggjanna stóðst gæðakröfurnar sem Adeline gerir, en til þess að svo megi verða þurfa óþvegin egg að vera hrein, að sjálfsögðu óbrotin og hvorki of smá né of stór. Þessi egg fóru svo eftir færibandi að röðunarvél sem raðaði þeim í bakka og merkti svo með upprunamerki, en af því mátti lesa bæði að þetta voru egg frá þessu búi, úr þessu útihúsi búsins, frá lausagönguhænum og að eggin væru frönsk! Þessi merktu gæðaegg voru svo seld bæði heima á búinu og til verslana

27 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Rannsókna- og þróunarstofnun landbúnaðarins í Frakklandi, er stærsta rannsóknastofnun í landbúnaði í Evrópu og starfa þar um 10 þúsund manns á vegum hins opinbera. Langstærsti hluti fjármögnunarinnar er frá hinu opinbera en stofnunin fær auk þess fjölmarga styrki árlega. Í starfsstöð INRA í Estrées-Mons er mestur kraftur í jarðræktarrannsóknum og umhverfismálum í tengslum við jarðrækt af ýmsum toga. Alifuglabóndinn Adeline er með 7 þúsund varphænur í lausagöngu á hænsnabúi sínu í útjaðri smábæjarins Sancourt á Péronne-svæðinu í Picardie. Alifuglabóndinn Adeline rekur einnig verslun og selur þar margs konar heimaframleiddar vörur. í nágrenninu. Restinni af eggjunum var handraðað á bakka og þau seld til iðnaðarframleiðslu. Einnig með sveitaverslun Auk þessa rekur fjölskyldan, en Adeline er þarna bóndi af sjöttu kynslóð, ferðaþjónustu á búinu með bæði verslun sem selur margs konar heimaframleiddar vörur, og lítinn húsdýragarð með ýmsum fuglategundum, geitum og kanínum Í ár lítur út fyrir samdrátt í kornuppskeru í heiminum, miðað við undanfarandi ár. Ástæðan er einkum óvenjumiklir þurrkar í Bandaríkjunum, Rússlandi, Indlandi og Ástralíu og í hluta af Evrópu, einkum sunnan til. Alþjóðabankinn spáir því að matvælaverð í heiminum hækki af þessum sökum. Að sögn sérfræðinga bankans eru kornbirgðir í heiminum nú litlar. Ef uppskeran minnkar enn frekar er veruleg hætta á miklum verðsveiflum. Óvissan um hver staðan er í raun, dregur einnig úr áhuga á fjárfestingum í landbúnaði, bæði meðal framleiðenda og dreifingaraðila. Alþjóðabankinn upplýsir í fréttatilkynningu að verð á hveiti hafi hækkað um 50% frá því um miðjan júní sl., verð á maís um 46% og sojabaunum um 30%, á sama tíma. Allt fram í júní á þessu ári spáðu sérfræðingar í kornviðskiptum verðlækkun korn- og fóðurvara á þessu ári. Um það leyti voru áhrif þurrka sumarsins ekki komin í ljós. Vegna þeirra og af fleiri ástæðum hefur verð á matvælum síðan rokið upp. Það gildir bæði um brauð og önnur tilbúin matvæli og á jafnframt við um fóður búfjár og kjöt. Í ár eru birgðir af hrísgrjónum taldar viðunandi. Verð á hrísgrjónum er að vísu hátt en hefur verið stöðugt. Verð á hráolíu og áburði og flutningsgjöld hafa hins vegar ekki hækkað að undanförnu. Bankastjóri Alþjóðabankans, Jim Young Kim, óttast þá þróun sem hér hefur verið lýst, en hún bitnar mest á fátækum þjóðum. Hann segir að Alþjóðabankinn fylgist náið með stöðunni og sé viðbúinn að grípa inn í til hjálpar ríkisstjórnum fátækra landa, sem kreppan mun ógna. Í nýjustu spá OECD - FAO, Agricultural Outlook, telja sérfræðingar þessara stofnana að verð búvara verði hátt næsta áratug. Viðvarandi mikil eftirspurn mun valda hinu háa verði, á sama tíma og framboð matvæla mun minnka. svo dæmi séu tekin. Þá var hægt að kaupa sér hestakerrureið, eða gista í einu af þeim sjö herbergjum sem þau leigja út í bændagistingu. Sannarlega fólk sem hefur fundið leið til þess að afla sér fjölþættra tekna. Rannsóknastofnun með 10 þúsund starfsmenn Frá Sancourt var farið um hádegisbil til borgarinnar Saint-Quentin og áð þar en svo haldið til INRA í Estrées- Mons. INRA, sem kalla mætti Alþjóðabankinn spáir hækkun á verði matvæla Þar kemur ýmislegt til. Eftirspurn mun aukast vegna fjölgunar fólks, vaxandi tekna á mann, stækkandi borga, en einnig munu matarvenjur fólks með lágar tekjur breytast. Þá mun aukin eftirspurn verða eftir lífeldsneyti. Í löndum, þar sem lengi hefur verið stundaður útflutningur búvara hefur víða ekki verið brugðist nógu fljótt við þessari þróun. Því mun það kosta umræddar þjóðir töluverðar fjárfestingar að bregðast við aukinni eftirspurn eftir matvælum. Þess er ekki vænst að ræktunarland í heiminum muni stækka að ráði á næsta áratug. Helsti möguleiki á aukinni framleiðslu er því sá að það ræktunarland, sem fyrir er, skili meiri uppskeru. Í skýrslu OECD - FAO er því spáð að uppskera á hektara vaxi um 1,7% á ári næsta áratuginn Mannhæðarháar plöntur Í Picardie-héraði, sem er eitt af 27 héruðum Frakklands, hefur verið mikil ræktun allt frá tímum Rómverja og eftir síðari heimsstyrjöldina má í raun tala um þaulræktun landsins. Þetta hefur leitt til langtímaþreytu jarðvegsins á svæðinu, en þetta svæði er eitt helsta framleiðslusvæði Frakklands á sykurrófum, kartöflum og hveiti. Jarðvegsrannsóknir fylla því vel út í rannsóknarþátt INRA í Estrées-Mons en einnig rannsóknir og kynbætur á plöntum fyrir sk. annarrar kynslóðar lífeldsneyti. Hópurinn fékk að skoða tilraunareiti með slíkum plöntum, sem voru af ýmsum framandi gerðum en áttu það þó sameiginlegt að geta gefið óhemju mikla uppskeru af hverjum hektara lands árlega. Frá Estrées-Mons var svo haldið norður til strandborgarinnar Calais þar sem dvalið var næstu tvær nætur í hreint frábæru veðri sem margir nýttu til strandlegu í stað bændaheimsókna, en nánar verður greint frá þeim heimsóknum sem og öðrum í seinni hluta frásagnarinnar, síðar í Bændablaðinu. Snorri Sigurðsson sns@vfl.dk Þekkingarsetri landbúnaðarins í Danmörku en hún hefur aukist um 2,0% á ári síðustu áratugi. Dýrari aðföng, takmarkandi náttúruauðlindir, vaxandi umhverfisvandamál og breytingar á veðurfari valda því að það hægir á aukningu framleiðslunnar. Það verða líklega einkum lönd þar sem tekjur fólks eru lágar, sem munu sækja sig í útflutningi búvara. FAO vekur einnig athygli á því að brýnt sé að styðja við hvers kyns frumkvæði og nýjungar í framleiðslu matvæla, sem og að takmarka sem mest hindranir á framleiðslu og niðurgreiðslur í landbúnaði en þær skekkja samkeppnisstöðu landa og draga úr áhuga á fjárfestingum í greininni. /Landsbygdens Folk, 31. tbl Það þrengir að efnahag Evrópu Allt frá kreppunni miklu á fjórða áratugi síðustu aldar hefur ástand í atvinnumálum í Evrópu ekki verið jafn slæmt og nú. Spár um efnahag Evrópuþjóða fyrir um áratugi síðan gengu út á það að að fólki yrði tryggður góður efnahagur, lýðræðislegt stjórnarfar og lífsgæði af ýmsu tagi. Raunin hefur hins vegar orðið sú að ríkisskuldir í löndum ESB hafa aukist verulega. Í kjölfar þeirrar aukningar hefur atvinnuleysi í löndunum aukist að mun. Fjöldi atvinnuleysingja nú minnir orðið á kreppuárin á 4. áratugi síðustu aldar, en árið 1932, árið áður en nasistar náðu völdum í Þýskalandi, var atvinnuleysið þar orðið 25%. Atvinnuleysi gríðarlegs fjölda fólks á millistríðsárunum leiddi til þess að hlutabréf hrundu í verði og í kjölfar þess vinnumarkaðurinn. Við tók uppgangur nasista sem endaði með síðari heimsstyrjöldinni. Nú erum við væntanlega reynslunni ríkari. Stríð er engin lausn á efnahagsvandamálum og enn síður leið til að forðast atvinnuleysi og félagslega neyð. Atvinnuleysið er að skapa nýja vígstöðu í Evrópu. Það er best menntaða kynslóð Evrópubúa sem verður atvinnuleysinu að bráð í þeim mæli að það minnir á kreppuna á 4. áratugi síðustu aldar. Evrópski seðlabankinn (Den evropske Sentralbank) hefur lækkað stýrivexti sína niður í 1% án þess að það hafi breytt nokkru um hina efnahagslegu stöðnun né stöðvað fjölgun atvinnulausra launþega. Án tillits til stýrivaxtanna er lausnin fólgin í því hvernig leiðtogum Evrópu tekst að skapa atvinnutækifæri í því kreppuástandi sem nú Í Þýskalandi hefur ræktun á maís til líforkuframleiðslu dregið verulega úr ræktun á hveiti og byggi. Margir bændur í Norður-Þýskalandi hafa tekið akra á leigu í Danmörku, til að rækta maís og það veldur mörgum áhyggjum. Ræktun korns til líforkuframleiðslu nýtur verulegra styrkja í ríkjum ESB en ræktunin eykst mest í Norður- Þýskalandi. Um síðustu áramót höfðu verið reistar verksmiðjur í Þýskalandi, sem framleiða um 2800 megawött af rafmagn úr líforku á ári en það samsvarar framleiðslu tveggja stórra raforkuvera. Hráefni til framleiðslu líforkunnar er einkum úrgangur frá landbúnaði, iðnaði og heimilum en hlutur gróðurs, sem ræktaður er beinlínis til orkuframleiðslu hefur vaxið á síðari árum. Ástæða þess er einkum sú að úrgangur frá landbúnaði er vatnsríkur og því dýrt að flytja hann. Úrgangur frá sláturhúsum og mjólkurbúum nýtist hins vegar betur. Erfitt er orðið að afla hráefnis í alla þá líforku, sem markaður er fyrir. Það hefur beint athyglinni að ræktun á maís, sem er afar hagkvæm í þessu skyni. gengur yfir álfuna. Christine Lagarde, framkvæmdastjóri Alþjóða gjaldeyrissjóðsins, (IMF), er ein af mörgum leiðtogum, sem verða að draga úr væntingum lærðra og leikra til efnahagsástands í heiminum. Nýlega var haft eftir henni: "Framundan eru erfiðir tímar ef evrópskir leiðtogar taka ekki til í eigin ranni". Að "taka til" getur þýtt svo margt í núverandi stöðu efnahagsmála í Evrópu. Nú, nokkrum vikum eftir leiðtogafund ESB, hefur lítið birt yfir. Vonin um að Þýskaland, með hið öfluga hagkerfi sitt, réði við að halda hagkerfum annarra landa ESB á floti, rættist ekki, þó að Þýskaland eitt og sér geti bjargað sér. Um þessar mundir situr stjórnlagadómstóll að störfum í Karlsruhe í Þýskalandi. Hann á að taka afstöðu til þess hvort Þjóðverjar skuli fallast á að eiga aðild að hinum nýstofnaða tryggingasjóði ESB, til styrktar skuldugum ríkjum sambandsins, einkum í Suður-Evrópu. Ríkisstjórn Þýskalands er andvíg þeirri aðild, en ef dómstóllinn dæmir henni í óhag getur það leitt til þjóðaratkvæðagreiðslu í landinu, um stjórnarskrárbreytingu, sem felur það í sér að Þjóðverjar afsali sér æðstu stjórn efnahagsmála sinna í hendur ESB. Það eru mörg sker sem leiðtogar Þýskalands þurfa að forðast. Skuldavandinn er alvarlegur og lausn á honum ekki í augsýn. Á meðan fjölgar fólki án atvinnu en atvinnuleysið í Evrópu er hið nýja afturhvarf til fortíðarinnar. /Nationen, 21. júlí 2012, Ivan Kristoffersen. Vaxandi hluti maísræktunar þýskra bænda fer til líforkuframleiðslu Hin mikla eftirspurn eftir orkumaís hefur skilað sér í verulegri verðhækkun á honum. Það er einkum í norðanverðu Þýskalandi og sunnanverðri Danmörku sem þessi ræktun hefur vaxið. Á sunnanverðu Jótlandi einu eru 180 ferkílómetrar notaðir undir ræktun á maís sem fluttur er til Þýskalands til vinnslu. Þá hafa þýskir bændur tekið á leigu jarðir í Danmörku til að rækta þar orkumaís. Framámenn í dönskum landbúnaði hafa varað við þessari þróun sem talið er að dragi þar úr kornuppskeru sem nemur fjórum milljónum tonna á ári, eða um 10% af kornrækt í Danmörku. Dönsk stjórnvöld hafa lýst því yfir að hráefni líforku í Danmörku skuli fyrst og fremst koma úr búfjáráburði og hvers kyns lífrænum úrgangi. Unnið er að lagabreytingum til að tryggja það. Framleiðendur líforku í Danmörku og Þýskalandi mótmæla þessum ráðagerðum og halda því fram að hagkvæmnin ein skuli ráða því hvernig uppskeran sé notuð. /Landsbygdens Folk, 29. júní 2012.

28 28 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Mörg athyglisverð söfn á Íslandi: Fuglasafn Sigurgeirs fær hæstu einkunn - Safn Ólafs á Þorvaldseyri og fjölskyldu hans fylgir þar fast á eftir Í sumarfríi mínu settist ég upp á mótorhjól og ók stóran hring í kringum Ísland. Á ferðalaginu heimsótti ég nokkur af fjölmörgum söfnum sem urðu á vegi mínum og vert er að benda fólki á að skoða. Fyrst ber að nefna safn Ólafs á Þorvaldseyri og fjölskyldu hans, sem nefnist Eyjafjallajökull. Frábært framtak og vel upplýsandi um hamfarirnar þegar Eyjafjallajökull gaus í apríl fyrir rúmum tveim árum. Þó safnið sé ekki stórt eru bæði aðkoma og snyrtimennska til fyrirmyndar og vel staðið að öllu er við kemur safninu. Á safninu er súynd stuttmynd sem er aðallega samansett úr fréttamyndum. Þegar ég var á ferðinni var verið að sýna útgáfu myndarinnar með þýsku tali, en það kom ekki að sök, þessar myndir sögðu allt sem segja þurfti og mögnuð upplifun að vera á staðnum þar sem þessar hamfarir dundu yfir í svona fallegu umhverfi svo stuttu eftir gosið. Það var einstaklega fræðandi að bera saman útsýnið að gosstöðinni í sumar og myndina, sem tekin var þar sem safnið stendur, þegar fjölskyldan var að flýja heimilið við upphaf goss. Þetta er safn sem enginn má láta framhjá sér fara. Næst var það sérstakt safn í Löngubúð á Djúpavogi, en þar eru í raun þrjú söfn; skáldastofa, Eysteinsstofa Eysteins Jónssonar ráðherra og yfir öllu loftinu í þessu langa húsi er mikið safn gamalla muna sem eru aðallega frá síðustu öld og flestir þekkja frá barnæsku. Hins vegar mætti leggja smá vinnu í að merkja gripina betur og segja frá því hvaða ár þessir munir voru almennt í notkun. Þarna var lægsti aðgangseyririnn, en aðeins kostaði 500 krónur inn á öll söfnin þrjú. að öllum öðrum söfnum ólöstuðum, að gefa þessu safni hæstu einkunn og í mínum huga er það eitt besta safn sem ég hef komið á hingað til. Mótorhjól og falleg listaverk Mótorhjólasafn Íslands er á Akureyri og reist í minningu Heiðars Þ. Jóhannssonar sem lést í mótorhjólaslysi sumarið Vissulega mætti aðkoman að safninu vera betri, en hvorki er búið að malbika planið né klæða húsið að utan. Inni í safninu er búið að opna neðri hæðina, en þar eru um 80 mótorhjól og nokkur mjög sjaldgæf, bæði gömul og alíslensk nýsmíði, en það sem sjaldnast er nefnt við þetta safn eru hin fjölmörgu listaverk sem Heiðar smíðaði (sennilega er hans þekktasta listaverk minnismerki um fórnarlömb bifhjólaslysa, sem stendur við Varmahlíð og heitir Fallið). Flest þessi listaverk gaf Heiðar vinum og ættmennum við hátíðleg tækifæri. Þegar safnið var opnað tóku þessir vinir og ættmenni sig saman og gáfu safninu listaverkin sem eru höfð í sérstöku herbergi er nefnist Heiðarsstofa. Þar eru uppáhalds mótorhjól Heiðars ásamt bikarasafni hans úr ýmsum keppnum í mótorsporti. Ýmislegir munir eru þarna á safninu Fuglasafn Sigurgeirs er í Ytri-Neslöndum við Mývatn. Myndir / HJL Fuglasafn Sigurgeirs fær hæstu einkunn Fuglasafn Sigurgeirs er í Ytri- Neslöndum við Mývatn. Ég á erfitt með að lýsa hrifningu minni á þessu safni með öðrum orðum en að þarna hefur systkinum og vinum Sigurgeirs Stefánssonar frá Ytri-Neslöndum tekist frábærlega að reisa safn utan um þetta mikla fuglasafn sem Sigurgeir hafði komið sér upp áður en hann lést í slysi á Mývatni. Þarna hefði ég getað verið allan daginn. Uppsetningin á safninu er þannig að allir fuglar eru í glerbúrum en fyrir framan hvern fugl er lítill takki. Sé ýtt á takkann kviknar lítið ljós við fætur fuglsins og fyrir ofan mann heyrist hljóð úr viðkomandi fugli. Sé ýtt aftur á takkann sér maður á korti hvert fuglinn fer yfir vetrartímann. Það eru ekki bara fuglar í safninu því þarna má einnig sjá lifandi kúluskít og fullyrði ég að þetta sé eini staðurinn þar sem hægt er að sjá kúluskít lifandi á safni. Í húsi við hlið safnsins er lítið bátaskýli og þar er sögð saga veiði í Mývatni. Ég verð, Eyjafjallajökulssetur Ólafs á Þorvaldseyri. Selasetur Íslands er á Hvammstanga Úr Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn. Þarna mætt setja upplýsingar um verkfærin. Myndir /HJL Greinarhöfundur í Hákarlasafninu í Bjarnarhöfn, nammi namm! Listaverk úr tré á Mótorhjólasafni Íslands. er tengjast mótorhjólum eins og sérstakt leyfisbréf til að keyra mótorhjól, munir sem tengjast Sniglunum o.fl. Það sem mest er að þessu safni er aðkoman, en að bæta hana og klæða húsið að utan væri safninu mikils virði. Mætti vera meira um veiðisögu og nytjar á Selasafni Selasetur Íslands er á Hvammstanga og er ágætlega uppsett safn um hina fallegu ímynd selsins, en fyrir mig, afkomanda manns sem skaut sel í matinn um hávetur og gerði að honum í brunagaddi svo að börn hans fengju eitthvað að borða, fannst mér alveg vanta að lýsa nytjum á sel. Þarna mætti alveg segja frá veiðiaðferðum og verkunaraðferðum á árum áður (myndir af verkun á sel hefði dugað mér). Hins vegar fannst mér sniðugt hvernig litlu kassarnir eru settir upp með spurningunum utan á. Þegar maður opnar dyrnar er svarið inni í skápnum. Þetta var vel gert og sérstaklega hvernig hæðin á kössunum er hugsuð til að henta bæði börnum og fullorðnum. Gaman að koma á Hákarlasafnið Mér fannst gaman að koma í Hákarlasafnið í Bjarnarhöfn á Snæfellsnesi þó það sé svolítið sundurlaust. Þarna er samansafn af ýmsum áhöldum, veiðarfærum, verkfærum o.fl. sem aðallega var notað snemma á síðustu öld, en einnig eru þarna uppstoppuð dýr s.s. fuglar, refir, minkar o.fl. Á safnið vantar sárlega meiri lesningu til að útskýra safnhlutina (hversu gamlir þeir voru og til hvers þeir voru notaðir á sínum tíma). Margir athyglisverðir gripir eru á safninu og góðar myndir sem sýna verkunarferli á hákarli, næstum allt frá bryggju að þorrablóti. Á þetta safn var gaman að koma, aðkoman góð og móttökurnar voru góðar og alúðlegar. Ef ég væri beðinn að raða þessum söfnum í 1. til 6. sæti mundi ég setja Fuglasafn Sigurgeirs í fyrsta sæti, í annað sæti Eyjafjallajökulssetur Ólafs á Þorvaldseyri og síðan get ég ekki gert upp á milli næstu þriggja safna sem eru mislangt komin í uppbyggingu og eiga eflaust eftir að batna mikið á komandi árum. /HLJ

29 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Nokkrar helstu niðurstöðutölur sauðfjárskýrsluhaldsins árið 2011: Aukin frjósemi er lykillinn að bættum afurðum Afurðir árið 2011 voru með besta móti þrátt fyrir kalt og leiðinlegt vor Uppgjör á skýrslum fjárræktarfélaganna fyrir árið 2011 lauk snemma í vor. Afurðir voru með besta móti þrátt fyrir að vorið hafi víða verið mönnum erfitt. Munurinn milli áranna 2010 og 2011 er minni en áður, þegar afurðir eru skoðaðar með tilliti til þess munar sem var í veðurfari áranna 2010 og Lítilsháttar aukning var í þátttöku í skýrsluhaldi, 1696 aðilar skiluðu skýrslum og voru tæp 91% af ásettum ám í landinu á skýrslum. Skýrslufærðar voru ær ( árið 2010) og veturgamlar ær ( árið 2010) eða samtals ær, sem er fjölgun um rúmar ær frá árinu Fullorðnu ærnar Þrátt fyrir rysjótt tíðarfar í maí og júní voru afurðirnar góðar, hver ær skilaði að meðaltali 26,5 kg kjöts eða 300 grömmum minna en árið Breytilegt er eftir landshlutum hvað munurinn er mikill, á Suðurlandi, Vesturlandi og Vestfjörðum er hann víðast hvar óverulegur en þó skila ær í Barðastrandarsýslum hálfu kílói meira en árið 2010 eða 28,3 kg. Á Norðurlandi aukast afurðir í Vestur-Húnavatnssýslu og Eyjafirði en minnka í Skagafirði og Austur- Húnavatnssýslu. Breyting er þó mest á Norðaustur- og Austurlandi. Þar minnka afurðir frá einu og upp í eitt og hálft kíló milli áranna. Á landsvísu fjölgar fæddum lömbum um 0,01 frá árinu 2010, en hver kind átti að jafnaði 1,81 lamb. Aukningin er aðallega fólgin í fleiri fleirlembum (+0,8%) en þeim fjölgaði um rúm þrjú þúsund milli áranna og má leiða líkur að því að jafnbetri hey um allt land eftir gott sumar árið 2010 séu meginástæðan. Að sama skapi eru lambahöld ekki jafn góð og á síðasta ári þar sem fjöldi lamba til nytja er sá sami bæði árin, en hver kind er að skila að jafnaði 1,65 lömbum. Af fjárræktarfélögum þar sem fleiri en 1000 ær eru á skýrslum er frjósemin mest í fjárræktarfélaginu Austra í Mývatnssveit, 1,94 lömb fædd og 1,81 til nytja. Í fjárræktarfélagi Kirkjubólshrepps er næstmesta frjósemin eða 1,93 lömb fædd og 1,79 til nytja. Einnig er góð frjósemi á Vatnsnesi, í Borgarfirði eystri og í Suðursveit. Lambahöld eru síðan hvað best í Öræfum og í Álftaveri en þar koma til nytja að hausti rúmlega 94% af öllum fæddum lömbum, sem er mjög góður árangur. Á meðfylgjandi stöplariti má sjá afurðir fyrir fullorðnar ær eftir sýslum fyrir árin 2010 og Veturgömlu ærnar Sömu sögu er að segja af veturgömlu ánum og þeim fullorðnu. Þær skila að jafnaði 10,4 kg árið 2011 sem er 200 grömmum minna en árið áður. Mestu afurðum skila veturgömlu ærnar í fjárræktarfélagi Kirkjubólshrepps en þær skila að jafnaði 17,4 kg kjöts, eiga að jafnaði 1,28 lömb og skila 0,97 lömbum til nytja. Mestar afurðir á Sauðadalsá Líkt og árið 2010 eru mestar afurðir á búum með fleiri 100 skýrslufærðar ær hjá þeim Þormóði og Borghildi á Sauðadalsá eða 38,6 kg, hjá Eiríki Jónssyni í Gýgjarhólskoti 38,5 kg og 37,3 kg hjá Indriða og Lóu á Skjaldfönn. Yfirlit yfir öll bú sem ná meiru en 29 kg er aðgengilegt á heimasíðu Bændasamtaka Íslands. Gæðamat Meðalþungi þeirra lamba sem hafa skráð kjötmat árið 2011 var 15,82 Sauðfjárrækt Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í sauðfjárrækt Bændasamtökum Íslands Sauðfjárrækt Eyjólfur Ingvi Bjarnason ráðunautur í sauðfjárrækt Bændasamtökum Íslands , , , , , ,5 24 Kjöt - kg eftir hverja á árin 2010 og 2011 kg, samanborið við 16 kg árið Munurinn er breytilegur eftir landsvæðum en mestur er hann í Þingeyjarsýslum þar sem lömb voru 0,6 kg léttari haustið 2011 en árið áður. Samhliða því að lömbin eru léttari er gerðin heldur slakari, 8,54 stig móti 8,71 árið áður og fitan er einnig minni en meðalfitueinkunn í kjötmatinu, var 6,43 stig 2011 en 6,54 stig haustið áður. Meiri frjósemi leiðir af sér bættar afurðir Líkt og vikið var að í byrjun var sveiflan milli áranna 2010 og 2011 mun minni en ætla mætti þegar skoðuð eru ár þar sem miklu hefur munað á veðurfari. Árið 1995 voru afurðir eftir hverja kind 25,8 kg en höfðu verið 27,2 kg árið 1994, munurinn 1,4 kg milli ára. Aðbúnaður og fóðrun sauðfjár hefur því batnað mikið á síðustu árum, sem er ánægjuefni. Á komandi árum eiga sauðfjárbændur að setja markið hátt og auka frjósemi meira til að auka afurðir og þar með tekjur. Oft hefur verið á það bent í greinum sem þessari að sóknarfærin séu mest hjá veturgömlu ánum, með því að auka frjósemi þeirra. Í dag eru rúmlega 13% af veturgömlum kindum vísvitandi höfð geld, sem er alltof hátt hlutfall. Lauslegir útreikningar sýna að með því að auka frjósemina um 10% frá því sem hún er nú myndu tekjur sauðfjárbænda aukast um 604 milljónir. Í útreikningunum er eingöngu miðað við afurðastöðvaverð árið 2011 og óbreytta flokkun og fallþunga. Þetta er vel raunhæft markmið sem þýðir að tæplega 2 lömb þyrftu að fæðast eftir hverja kind og 1,82 lömb að koma til nytja. Mörg af afurðahæstu búum landsins í dag ná þessum árangri og gott betur. Fyrir 400 kinda sauðfjárbú þýðir þetta rúmar 600 þúsund krónur í auknar tekjur. Bændur hafa náð miklum árangri í bættum kjötgæðum á undanförnum árum og á komandi árum er kannski rétt að viðhalda þeim árangri sem þar hefur náðst, en þess í stað leggja áhersluna á aukna frjósemi. Aukin frjósemi ásamt aukinni mjólkurlagni ánna er lykillinn að meiri afurðum og þar með auknum tekjum. Upplýsingatæknibásinn Vefforritið LAMB í gagnið í september Samhæft fyrir hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma Fyrsta útgáfa af nýrri kynslóð vefforrits fyrir sauðfjárbændur, LAMB, tekin í gagnið í september. Forritið er samhæft fyrir hefðbundnar tölvur, spjaldtölvur og snjallsíma. Forritið er samþætt við FJARVIS.IS og verður í fyrstu öll áhersla lögð á að opna fyrir bændur og ráðunauta aðgang að skýrsluhaldsgögnum með aðgengilegum hætti. LAMB er þróað í forritunarmálinu Python, sem hefur verið að sækja á í hugbúnaðarheiminum á undanförnum - GreSQL, byggir á hugmyndafræði opins hugbúnaðar. Með LAMB má segja að vefforrit fyrir sauðfjárbændur verði tvö. FJARVIS.IS heldur gildi sínu sem aðalforritið, þar sem bændur vinna sitt skýrsluhald rafrænt eins og verið hefur undanfarin ár. Forritinu verður haldið við til að bændur geti áfram nýtt sér forritið á allan hátt, en megináhersla verður lögð á framtíðarþróun á LAMB, hvað varðar að gera forritið að öflugri upplýsingaveitu fyrir sauðfjárbændur. Í fyrstu útgáfu, sem kemur í september eins og áður sagði, munu bændur fá aðgang að þungaskýrslu fyrir lömb, en í henni eru upplýsingar sem sauðfjárbændur þurfa á að halda á þessum tíma. Stefnt er að annarri útgáfu í Upplýsingatækni og fjarskipti Jón Baldur Lorange sviðsstjóri tölvudeildar Bændasamtaka Íslands jbl@bondi.is nóvember. Aðgangur að öllum vefforritum Bændasamtakanna er samtengdur í gegnum Bændatorgið, og svo verður um LAMB einnig. Lagður grunnur að öflugri hugbúnaðarþróun Þróun og rekstur sérhæfðra forrita fyrir bændur eru eitt af því sem Bændasamtök Íslands hafa séð um á síðustu árum og áratugum. Bændur hafa verið framarlega í að nýta sér upplýsingatæknina og nú er svo komið að þorri bænda notar vefforrit Bændasamtakanna til að skila skýrslum eða hjarðbók með rafrænum hætti inn í miðlæga gagnagrunna. WorldFengur er fyrir hrossaræktendur, HUPPA fyrir kúabændur og FJARVIS.IS fyrir sauðfjárbændur. Notendur forrita greiða af þróun, rekstri og notendaþjónustu og verður greiðsluseðill sendur til notenda á næstu dögum, fyrir tímabilið 1. júlí 2012 til 30. júní Árgjaldið, sem var sett á síðastliðið haust, hefur treyst rekstrargrundvöll forritaþróunar Bændasamtakanna og lagt traustari grunn að þróun á hugbúnaði fyrir bændur; hugbúnaði sem gefur þeim orðinn ómissandi hjálpartæki í rækt- gerð og gagnagrunnskerfum er ætíð að ryðja sér til rúms, sem nýtir kosti upplýsingatækninnar enn betur, m.a. með tilkomu spjaldtölva og snjallsíma (ipad og Android). Það er þýðingarmikið að slá ekki slöku við í hugbúnaðarþróuninni enda gera bændur sífellt meiri kröfur um aðgengi að upplýsingum og ráðgjöf með aðstoð upplýsingatækninnar. SNATI fyrir Smalahundafélag Íslands Í sumar var tekið í notkun vefforritið smalahunda. Snati er vefforrit Smalahundafélags Íslands (SFÍ) til að halda utan um skráningu smalahunda. Upplýsingatæknisvið Bændasamtakanna smíðaði forritið, og þróar og rekur Öllum félögum í SFÍ sem greitt hafa félagsgjöld stendur til boða aðgangur að Snata, en þeir geta sótt um aðgang á sem er vefslóð forritsins. Einnig er hægt að óska eftir aðgangi í gegnum Bændatorg Bændasamtakanna ( bondi.is), eins og að öðrum vefforritum samtakanna. Sverrir Möller er formaður Smalahundafélags Íslands. Rafræn skráning á kynbóta- og íþróttasýningar nýju vefforriti, ShowFeng, sem býður upp á rafræna skráningu í kynbótaog íþróttasýningum. ShowFengur er samþættur við WorldFeng og Sport- Feng og er forritið samstarfsverkefni Bændasamtakanna og Landssambands hestamannafélaga. Með Show- Feng geta keppendur skráð hross og knapa í sýningar beint á vefnum, og kannar þá ShowFengur hvort öll skilyrði fyrir skráningu í keppni séu uppfyllt. Forsvarmenn keppenda þurfa jafnframt að greiða sýningargjald í gegnum vottaða greiðslugátt kortafyrirtækja til að skráning á hrossi og knapa komist alla leið í World- Feng eða SportFeng. Skipuleggjendur sýninga geta aftur á móti boðið upp á að sýningargjald sé greitt með millifærslu ef svo ber undir, en það kallar á meira utanumhald. Markmiðið með þessari viðbót er að gera allt utanumhald í kringum sýningar þægilegra fyrir þátttakendur sem og að lækka kostnað við sýningarhald. Vefsmiðjan Orion sá um forritun í Bændasamtakanna. Rafrænar umsóknir um jarðræktarstyrki á Bændatorginu Bændur geta nú sótt með rafrænum hætti um jarðræktarstyrki á Bændatorginu undir því sem heitir Umsóknir og Jarðbætur. Tenging er við skráðar spildur í Ráðunautar munu síðan skrá úttektir á Bændatorginu og á grunni þeirra félagssviðs Bændasamtakanna, AF- URÐ, sem heldur utan um greiðslur til bænda samkvæmt búvörusamningum og búnaðarlagasamningi. Þetta þýðir að bændur munu hafa greiðslur til sín þegar þessari forritun er lokið. Sjá nánar umfjöllun um reglur um jarðaræktarstyrki annars staðar í Bændablaðinu.

30 30 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Lesendabás Kátt er í Flóanum Í Bændablaðinu þann 18. apríl sl. birtist grein eftir Geir Ágústsson, bónda í Gerðum í Flóa, undir heitinu Síóánægðu drengirnir. Í henni eru nokkrar fullyrðingar sem standast tæplega skoðun. Fyrir það fyrsta efast greinarhöfundur um að aðild kúabænda að LK sé almenn. Á síðasta ári voru félagsmenn í aðildarfélögum Landssambands kúabænda talsins. Augljóst er því að þorri kúabænda eru meðlimir í félagsskapnum. Það er rétt hjá Geir að LK, sem og flest önnur búgreinafélög, byggir tilvist sína að meira eða minna leyti á búnaðargjaldinu. Gjald það er 1,2% veltuskattur sem lagður er á landbúnaðarstarfsemi og er innheimt af innheimtumönnum ríkissjóðs. Í tilfelli nautgriparæktarinnar fer útgreiðsla þess til búnaðarsambandanna (0,50%), Bændasamtaka Íslands (0,35%), Landssambands kúabænda (0,30%) og Bjargráðasjóðs (0,05%). Eins og gengur nýta kúabændur ráðgjafarþjónustu í mismiklum mæli og eru misjafnlega ánægðir með þá hagsmunagæslu sem framangreind samtök stunda. Þó nokkrir hafa aldrei sótt um bætur í Bjargráðasjóð, og ætla ekki að gera. Allir greiða þeir þó sama búnaðargjaldið. Það er hins vegar ekki rétt að þetta fyrirkomulag innheimtu búnaðargjalds hafi verið dæmt ólögmætt. Svo gildir hins vegar um iðnaðarmálagjald en deilur um innheimtu þess fóru alla leið fyrir Mannréttindadómstól Evrópu. Þá hefur hliðstætt gjald sem smábátasjómenn hafa verið látnir greiða verið dæmt ólögmætt. Engu að síður er innheimta búnaðargjalds í mikilli deiglu og óvissa ríkir um fyrirkomulag hennar í framtíðinni. Afnám búnaðargjalds í núverandi formi myndi hafa víðtækar afleiðingar fyrir félagskerfi bænda. Draga lappirnar? Í grein sinni fullyrðir Geir að þeir sem hafa verið í forsvari fyrir LK á undanförnum árum hafi dregið lappirnar í ræktunarstarfinu á íslenska kúastofninum. Nú vill svo til, að af þeim 20 kúabændum sem komu að stofnun LK 4. apríl 1986, er all stór hópur sem lýst hefur þeirri skoðun sinni að skynsamlegt væri að fá nýtt blóð í íslenska kúastofninn til að hraða erfðaframförum. Eftir því sem ég kemst næst eru þrír úr þeim hópi enn á fullu í búskapnum, Egill Sigurðsson á Berustöðum í Ásahreppi, Jón Gíslason á Lundi í Lundarreykjadal og Benjamín Baldursson á Ytri-Tjörnum í Eyjafirði. Frá þessum þremur stofnaðilum Landssambands kúabænda hefur 31 naut komið til notkunar á Nautastöð BÍ á umliðnum áratugum, auk allmargra gripa sem ekki komust til notkunar af ýmsum ástæðum. Sú fullyrðing að þessir aðilar hafi dregið lappirnar í ræktunarstarfi íslenska kúastofnsins er því ekkert annað en staðlausir stafir. Það mætti jafnvel halda því fram að um væri að ræða nokkra af helstu burðarásum þess. Í hópi þeirra sem síðan hafa verið í forsvari félagsins eru fjölmargir bændur sem tekið hafa virkan þátt í ræktunarstarfinu og lagt þar mikið af mörkum. Ályktun um eflingu ræktunarstarfsins Á síðasta aðalfundi Landssambands kúabænda var samþykkt, samhljóða, ályktun um eflingu ræktunarstarfs íslenska kúastofnsins. Mér sýnist að Geir telji lítið til hennar koma. Í aðalfundarályktuninni er tekið á mörgum þáttum er varða ræktunarstarfið, faglega eflingu þess og hvernig megi auka áhuga bænda á því. Hún hefur verið tekin til meðferðar í fagráði í nautgriparækt, sem í eiga sæti fulltrúar kúabænda og landsráðunautar nautgriparæktarinnar, auk áheyrnarfulltrúa. Eru hlutar hennar nú þegar komnir til framkvæmda, t.d. tíðari útgáfa Nautaskrár, en sumarhefti hennar er nýkomið út. Þá er unnið að gerð pörunaráætlana, en slíkar áætlanir eru sérstaklega mikilvægar hér á landi í okkar litla stofni, þar sem huga þarf samhliða að hámarks erfðaframförum, hæfilegri notkun á ungnautum og lágmarks aukningu í skyldleikarækt. Varðandi innskot á erfðaefni úr öðrum stofnum, hafa ýmis atriði hvað það varðar verið tekin til skoðunar og umræðu, þannig að slíkt innskot megi framkvæma svo vel sé og tillit sé tekið til þeirra álitamála sem upp kunna að koma. Þetta mál er því í góðum farvegi og ætla ég að allir þeir sem að framgangi ályktunarinnar vinna, geri það íslenskum kúabændum til hagsbóta í bráð og lengd. Baldur Helgi Benjamínsson framkvæmdastjóri Landssambands kúabænda ESB - NEI TAKK Magnús Hannesson bóndi á Eystri-Leirárgörðum í Hvalfjarðasveit sendir vegfarendum skýr skilaboð og með mjög skemmtilegum hætti, um afstöðuna til aðildar að Evrópusambandinu sem stjórnvöld eru að hamast við að koma í gegn. Trúlega er þessum jeppa ætlað að gera eitthvað allt annað en að draga vagninn með Jóhönnu og Steingrími til Brussel. Ágangur búfjár Víða um land gætir óánægju vegna ágangs búfjár og þá fyrst og fremst sauðfjár, því stórgripum er víðast hvar haldið innan girðinga. Lög og reglur um þessi mál eru komin til ára sinna og brýnt að endurskoða þau í ljósi mikilla breytinga á landnýtingu á síðari árum. Í sumum héruðum landsins hafa bændur búfé sitt alfarið innan girðinga og á þéttbýlum svæðum er nokkuð um að sett hafi verið upp sameiginleg beitarhólf og lausaganga búfjár bönnuð utan þeirra, svo sem á Reykjanesskaga. Slíkt hefur gefist vel. Enn er þó mikið um að land sé nytjað án heimildar viðkomandi landeigenda. Slík ágangsmál geta haft mikil áhrif á ímynd sauðfjárræktarinnar, og þar með þann velvilja þjóðarinnar sem er forsenda fjárhagslegs stuðnings stjórnvalda við þessa mikilvægu búgrein. Vandamál vegna ágangs eru af ýmsum toga. Mörgum fjárlausum landeigendum gremst ágangur frá öðrum jörðum og telja sauðfjárbændur halda landnotkun sinni í gíslingu. Það á m.a. við um möguleika til skógræktar, akuryrkju og almennra landbóta án mikils girðingakostnaðar. Oft er horft á þá breytingu sem orðið hefur á lausagöngu nautgripa og hrossa á undanförnum áratugum. Nú telst það sjálfsagt að eigendur stórgripa haldi þeim á sínu landi, en sauðfjárræktin hefur setið eftir í slíkri þróun. Beit getur haft afgerandi áhrif á ástand lands, eins og víða sést þar sem land er í framför eftir að dregið hefur úr beitarálagi eða land verið friðað fyrir beit. Því vilja margir nýta mátt sjálfgræðslunnar til að bæta ástand illa farins lands, enda er hún víða hagkvæmasta aðferðin við uppgræðslu vegna mikils kostnaðar sem fylgir öðrum aðferðum. Afurðir ráðast mjög af gæðum beitar og rými í högum. Ef beitt er á lönd annarra sauðfjárbænda geta þeir því orðið fyrir óviðunandi fjárhagstjóni vegna minni fallþunga dilka. Óánægja vegna slíks ágangs fer þó oft hljótt, því menn reyna í lengstu lög að halda frið við granna sína. Vandinn kristallast víðar, en meðal annars í umræðu líðandi stundar um beit á Almenninga, sem er aðliggjandi afrétt að Þórsmörk. Handhafar beitarréttar á Almenningum hafa nú hafið beit þar að nýju eftir áralanga friðun þessa illa farna lands, sem Landbúnaðarháskóli Íslands metur reyndar óbeitarhæft. Girðing er ekki til staðar milli Almenninga og Þórsmerkur. Því blasir við að féð muni leita í Mörkina, líkt og áður var meðan afréttin var nýtt til beitar. Skýrt hefur komið fram í máli forsvarsmanna beitar í Almenninga að þeir líti ekki á ágang fjár í Þórsmörk sem sitt vandamál, heldur sé það alfarið hlutskipti annarra að halda Mörkinni fjárlausri. Þeir sem nýta Almenninga til beitar beri þar enga ábyrgð. Slík viðhorf eru sem steingervingur í nútíma samfélagi. Eigendur beri ábyrgð á fénaði sínum Á undanförnum árum hefur sauðfjárbúum fækkað, en mörg hafa stækkað í viðleitni bænda til að bæta afkomu sína. Í mörgum tilvikum hefur það þó orðið með þeim hætti að bændur hafa byggt upp bú sem eru of stór fyrir viðkomandi jarðir eða það land sem bændur hafa með öðrum hætti til formlegra umráða. Er þá oft treyst á beit á annarra manna löndum án heimildar. Sums staðar er veruleg ólga út af slíkum málum. Því miður hefur gæðastýring í sauðfjárrækt, sem er að hluta grundvöllur fjárframlaga ríkisins til sauðfjárbænda, ekki sett nægar skorður við því að þeir geti nýtt land til beitar í óþökk viðkomandi landeigenda. Elstu lög Íslendinga gerðu ráð fyrir því að eigendur búfjár bæru fulla ábyrgð á fénaði sínum, og voru hörð viðurlög ef út af bar. En nú er öldin önnur og við búum við vægast sagt frjálslegar reglur í þessum efnum. Hjá þeim þjóðum sem við leitum helst samanburðar við er hin almenna regla sú að skylt er að hafa búfé í vörslu á ábyrgð eigenda, en þó gerðar undantekningar þar sem við á. Reyndar virðist vörsluskyldan víða sjálfgefin og óheimilt að láta búfénað ganga utan girðinga, líkt og t.d. á Nýja-Sjálandi. Eignarrétturinn er friðhelgur Óbreytt lagaumhverfi hvað varðar vörslu búfjár er til stórs skaða, bæði fyrir framtíð sauðfjárræktarinnar og möguleika til margvíslegra annarra landnytja og landbóta. Breytinga er þörf. Í því sambandi er fróðlegt að rifja upp tilraun sem var gerð af mikilli framsýni árið 1929 til að auka vörsluskyldu á búfénaði. Þá var lagt fyrir Alþingi þingmannafrumvarp til laga um ágang búfjár (Alþingistíðindi 1929, 41. löggjafaþing. A. Þingskjöl, bls ). Þetta mál varð þó ekki útrætt á því þingi og hlaut sömu örlög er það var lagt fyrir óbreytt að tilhlutan landstjórnarinnar árið eftir. Í 2. gr. þessa frumvarps segir: Gróður lands er friðhelgur, og er því hver búfjáreigandi skyldur að gæta búfjár síns, að það valdi ekki öðrum skaða, með þeim nánari ákvörðunum og takmörkunum, sem lög þessi setja. Í athugasemd um þessa grein í greinargerð sem fylgdi með frumvarpinu kemur fram að: Eignarjetturinn er friðhelgur eftir stjórnarskránni. Gróður lands er eign þess, sem landið á eða hefir umráð yfir. Af þessu leiðir, að sjerhverjum er óheimilt að beita annars manns land. Verður að binda hann þeirri skyldu, ekki einasta að gera það ekki vísvitandi, heldur einnig að girða fyrir, að það geti orðið. Hvílir þessi skylda jafnt á öllum, og verður því engum órjettur ger sjerstaklega. Hér er byggt á þeirri röksemdafærslu að eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar geri ráð fyrir að það sé skylda búfjáreigenda að varna því að búfé gangi á annars manns landi. Verður sú túlkun vart véfengd og á við enn sem fyrr. Reynslan sýnir að afar auðvelt getur verið að stýra því hvar fé gengur, m.a. með því að halda ágangsfé heima eða með förgun þess. Vel færi á því nú í haust að beita slíkum ráðum til að draga úr því að fé leiti endurtekið til beitar þar sem það er öðrum landeigendum til ama. Það væri langtímahagsmunum sauðfjárræktarinnar mjög í hag. Andrés Arnalds Landgræðslu ríkisins

31 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Sendur í sveit Refa- og minkaveiðar eru tekjustofn ríkissjóðs Ég skil ekki af hverju er verið að vernda jafn grimmt dýr og tófuna. Tófunni hefur farið mjög fjölgandi, er nú farin að svelta á Hornströndum og sækir því annað. Hún hefur verið að leika sér hér við bæinn og er að eyðileggja möguleikana á því að vera hér með búskap. Það þýðir ekkert að basla við að búa hér því refurinn er að leggja þetta í eyði. Á síðastliðnum sex árum vantar mig nákvæmlega 173 lömb af fjalli sem tófan hefur hirt. Þannig komst Ragna Aðalsteinsdóttir á Laugabóli við Ísafjarðardjúp að orði í viðtali við Bændablaðið nú nýverið. Þetta rímar ágætlega við þær upplýsingar sem hafa komið fram hjá vísindamönnum um að fjölgun refs hafi verið gríðarleg á síðustu árum. Þannig sagði Ester Rut Unnsteinsdóttir, líffræðingur og forstöðumaður Melrakkaseturs, í viðtali við Ríkisútvarpið þann 25. maí sl. að íslenski refastofninn hefði fjór- eða fimmfaldast að stærð á undanförnum fjórum áratugum. Refum hér á landi hefur fjölgað úr tæplega tvö þúsund á áttunda áratug síðustu aldar í átta til tíu þúsund núna. Hafa ekki frétt af fjölguninni! Því miður virðast þessar upplýsingar ekki hafa komist til skila þar sem þess var þó mikil þörf. Þannig var frá því greint í Morgunblaðinu 16. júní sl. að í umhverfisráðuneytinu væri mönnum ekki kunnugt um mikla fjölgun í refastofninum! Þetta skýrir ef til vill þá stefnu ráðuneytisins að falla frá stuðningi við refaveiðar og leggja þá byrði einvörðungu á sveitarfélögin. Það er þó bæði óréttlátt og lýsir mikilli skammsýni. Mjög íþyngjandi fyrir fámenn og landstór sveitarfélög Þó svo að refaveiðarnar hafi verið á forræði sveitarfélaganna hafa þær notið stuðnings ríkisins um langt árabil. Fyrir því eru margvísleg rök. Hér er um að ræða mál af þeim toga að ljóst er að ríkið hlýtur að hafa að því atbeina. Kostnaðurinn er mikill og fer í rauninni vaxandi. Ljóst er og að hann leggst mjög misjafnlega á sveitarfélög. Landmikil og fámenn sveitarfélög verða þannig harðast úti vegna þessa og dæmi eru um að kostnaður slíkra sveitarfélaga sé umtalsverður hluti útgjalda þeirra. Af því leiðir vitaskuld að fjármuni skortir hjá þessum sveitarfélögum til annarra lögbundinna viðfangsefna, sem getur því leitt til lakari þjónustu og verri fjárhags. Sérstakur tekjustofn ríkisins Jafnframt því að greiða fyrir minkaog refaveiðar þurfa sveitarfélögin að reiða fram virðisaukaskatt af þessari starfsemi til ríkisins, á sama tíma og stuðningur þaðan vegna hennar fer þverrandi. Sérstaklega nú eftir að ákveðið var að leggja af allan ríkisstuðning við refaveiðarnar. Nú má því segja að í stað stuðnings ríkisins við veiðar á ref og mink séu þær orðnar sérstakur tekjustofn fyrir ríkiskassann. Sérstaklega þegar um er að ræða refaveiðar, þar sem þær njóta ekki lengur ríkisstuðnings. Virðisaukaskattinn ber að endurgreiða Vegna þessa og í ljósi þess að stuðningur til þessa málaflokks hefur dregist svo saman sem raun ber vitni, lagði ég fram frumvarp á 139. löggjafarþingi sem fól í sér að sveitarfélögin fengju virðisaukaskattinn endurgreiddan. (Sjá: html.) Þannig yrði tryggt að þau nytu einhvers stuðnings við veiðarnar, jafnvel þó fjárframlögin yrðu skorin niður. Þessi hugmynd fékk mjög góðan hljómgrunn á meðal bænda og sveitarfélaga og fjölmargar ályktanir málinu til stuðnings voru sendar þinginu. Því miður var málið hins vegar ekki afgreitt sem lög frá Alþingi. Og umhverfisráðherra lýsti sig beinlínis andsnúna því. Þingmenn úr þremur stjórnmálaflokkum standa að málinu og ljóst af umfjöllun að það á mikinn stuðning á Alþingi. Nú í haust hyggst ég leggja málið fram að nýju og freista þess enn að fá það afgreitt. Því verður ekki trúað að Alþingi muni svæfa málið eða fella það í ljósi upplýsinga eins og þeirra sem vitnað var til í upphafi greinarinnar. Einar Kristinn Guðfinnsson alþingismaður Kátar konur af Ströndum í orlofsferð Það var glaður og góður hópur kvenna á öllum aldri sem fór í orlofsferð húsmæðra í Strandasýslu þann ágúst sl. Alls skráði 21 kona sig til þátttöku, allt frá fyrrum Bæjarhreppi norður í Árneshrepp. Þrjár konur sem sæti eiga í Orlofsnefndinni skipulögðu ferðina, þær Guðbjörg Jóna Guðmundsdóttir í Guðlaugsvík, Steinunn Hákonardóttir á Skriðnesenni og Ingibjörg Rósa Auðunsdóttir á Kollsá II. Stykkishólmur og nágrenni varð fyrir valinu. Bjarnarhöfn var heimsótt, Leir 7 í Stykkishólmi, farið í sögurölt um gamla bæinn í Hólminum, út að borða um kvöldið (skroppið á krá, hvað annað, ekki bara karlar í því), svo gist á Hótel Breiðafirði. Seinni daginn var siglt út í Flatey, sögurölt um eyna í besta veðri (skoðuð kirkja staðarins, gömlu húsin, sagðar sögur af áhugaverðu mannlífi í eynni o.m.fl.), snætt á hótel Flatey, siglt til baka til Stykkishólms, heimsókn í Gallerý Bragga og Erpsstaði með heimsókn í fjós, ís og fleira góðgæti tekið með á leiðinni heim. Leiðir skildust í Búðardal þar sem norðankonur héldu yfir Arnkötludal en konur úr Hrútafirði fóru yfir Laxárdalsheiði. Allar voru glaðar og ánægðar með vel heppnaða ferð. Eins voru þær hinar sáttustu með Ágúst Þorbjörnsson rútubílstjóra frá Hvammstanga, þolinmóðan mann með afbrigðum, sem sagði að það væri eitt af stærri hlutverkum karla í lífinu að bíða eftir konum. /IRA Ég var sendur í sveit Grímur Atlason, framkvæmdastjóri Iceland Airwaves. Hvar varstu í sveit og hvenær? Fyrstu tvö sumurin, 1977 til 1978, var ég á Egilsá í Skagafirði hjá sómahjónunum Guðmundi L. Friðfinnssyni og Önnu Sigurbjörgu Gunnarsdóttur. Þau höfðu rekið barnaheimili á Egilsá um árabil og ég náði í endann á því tímabili. Þar voru fjölmargir skemmtilegir krakkar en ég man samt mest eftir Guðlaugi L. Rósinkrans sem ég hitti á Egilsá, en hann var tengdasonur Guðmundar og Önnu. Kindur og hestar voru uppistaðan í búskapnum á Egilsá. Sumarið 1979 var ég á Egg í Skagafirði hjá Jóhannesi I. Hannessyni og Jónínu Sigurðardóttur. Egg var tvíbýli þannig að ég kynntist einnig Pálmari Jóhannessyni og hans fjölskyldu. Vinnumaður hjá Pálmari var Ari Edwald sem kenndi mér að Deutz væri eini traktorinn í þessum heimi. Egg var kúabú en mig minnir að þar hafi einnig verið kindur. Sumarið 1980 var ég síðan á Raufarhöfn hjá langömmu minni en ég hafði endað allar sveitadvalir mínar hjá henni árin á undan. Þannig að ég fékk landið og miðin beint í æð í æsku. Að detta í sjóinn, veiða marhnút, horfa á sjómenn detta í það auk þess að borða ís með asíum, af því að amma hélt að þær væru niðursoðnir ávextir, er hinn helmingurinn af sjálfinu mínu. Sumrin 1981 og 83 og um páskana 83 var ég sendur í Jökulsárhlíðina í Hólmatungu. Ég leit líka við í hálft sumar á Kollsá í Hrútafirði sumarið Hólmatunga er mér afar kær enda var ég að breytast í ungling þarna og vel móttækilegur fyrir umhverfinu. Ábúendur í Hólmatungu voru þau hjónin Gunnþórunn Jónsdóttir og Eiríkur Magnússon. Synir þeirra Viggó og Magnús bjuggu enn heima fyrsta sumarið mitt og eldri börnin komu í sauðburð og heyskap. Sauðfjárbúskapur var uppistaða búsins. Eftir fermingu hafði höfuðborgarsorinn náð tökum á mér. Ég réði mig samt sem vinnumann á Litlu Gröf í Skagafirði. Eftir 3 daga í vistinni strauk ég með ævintýralegum hætti um miðja nótt. Gekk í Varmahlíð og lenti í ýmsum hremmingum á leiðinni eiginlega eins og í spennumynd. Þegar ég var kominn í rútuna og hélt að mér væri borgið kom maður inn og spurði mig hvort ég vildi ekki fá far á Sauðárkrók. Ég laug mig út úr þessu og komst til Reykjavíkur. Ég var alinn upp af ömmu minni sem var á sjónum þegar ég kom heim, þannig að ég réði mig bara í unglingavinnuna. Þegar amma kom heim af sjónum hafði ég verið einn í bænum í nokkra daga án þess að hún hefði hugmynd um það. Menn voru ekkert að kippa sér upp við það á þessum árum að drengir á 14. ári væru einir heima í nokkra daga. Grímur Atlason. Hvað var skemmtilegast við dvölina? Það var ótrúlega gaman að vera í sveit. Ég á endalausar góðar minningar frá öllum þeim bæjum sem ég dvaldi á. Að umgangast dýr, náttúruna og auðvitað að fá að keyra traktora var algjör himnasæla. Það var heldur ekkert sjónvarp í júlí á þessum árum og það voru skemmtilegir annálar o.fl. sem ég sökkti mér í lestur á. Kannski liggur þarna grunnurinn að góðum árangri mínum í Trivial Pursuit! Hvað var erfiðast við dvölina? Það gat auðvitað reynt á að vera fjarri fjölskyldu í allt að 3 mánuði í senn. Það komu stöku kvöld sem erfitt var að sofna ég var jú bara 6 ára þegar ég fór fyrst í sveit. En heilt yfir eru bara góðar minningar. Hvaða verk voru á þinni könnu? Ég gerði allt milli himins og jarðar. Fyrstu árin hjálpaði ég til við verkin, var sendur eftir kúnum og ýmislegt smálegt. Eftir því sem ég eltist var hægt að treysta mér fyrir fleiri líkamlegum verkefnum eins og girðingavinnu, baggaburði, að sinna gegningum, drepa sel í soðið, keyra traktorinn og annað sem þótti eðlilegt að ungir vinnumenn gerðu á þeim árum. Geturðu nefnt eftirminnileg atvik? Það eru ótrúlega mörg skemmtileg atvik og eftirminnileg úr sveitinni. Á Egilsá sat ég eitt sinn efst á baggastæðu á vagni sem valt. Við vorum einir 10 krakkar á vagninum og algjört kraftaverk að blóðnasir hafi verið einu meiðslin sem af hlutust þegar við köstuðumst í minningunni tugi metra af vagninum. Þetta var fyrir tíma slysavarna og öryggisbelta. Í Hólmatungu tók ég þátt í að elta og drepa mink eina nóttina. Við höfðum verið að ríða á milli bæja og komið auga á dýrið þar sem það var að atast í gæsahreiðrum. Við vorum vopnaðir stunguskóflu og eltum minkinn í nokkra klukkutíma þangað til okkur tókst að hrekja hann upp í símastaur hvar hann sat og hvæsti á okkur. Við stóðum tveir vörð á meðan Eiríkur bóndi fór heim og sótti riffil. Minkurinn var skotinn og féll af staurnum og okkur tókst loks að drepa hann eftir hreint ótrúlegan eltingaleik. Ég kyssti líka stelpu í fyrsta sinn þegar ég var í sveit undir hlöðugólfinu svoleiðis nokkuð gleymist seint... Skildi dvöl þín í sveitinni eitthvað sérstakt eftir sig? Ég fullyrði að þessi reynsla hafi haft verulega góð og jákvæð áhrif á mig sem einstakling. Hræringur, selkjöt, súrt slátur, sauðburður, sæðingar, geldingar, sviðahausar, fjallgöngur, mjaltir, ein stutt og tvær langar, sumarnætur, jökla, flórinn, hestarnir, kindurnar, lömbin, hundarnir, fólkið, lyktin, útiveran, í stað þess að mæla göturnar í Reykjavík. Ég hugsa bara með hlýju til áranna minna í sveitinni. /fr

32 32 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Markaðsbásinn Samningsafstaða fyrir matvælaöryggi og dýra- og plöntuheilbrigði er á lokastigi Hagræn áhrif landbúnaðar Erna Bjarnadóttir hagfræðingur Bændasamtaka Íslands Í Bændablaðinu þann 28. júní sl. fjallaði ég um gerð samningsafstöðu í 12. kafla samningaviðræðnanna um aðild Íslands að ESB. Drög að samningsafstöðu bárust fulltrúum í samningahópi um þennan kafla þann 15. júní sl. og gefinn var þriggja daga frestur til að gera athugasemdir. Bændasamtök Íslands mótmæltu þessu verklagi harðlega á fundi hópsins þann 21. júní og við utanríkisráðherra með bréfi dagsettu 27. júní. Á sama tíma sendu samtökin formanni hópsins athugasemdir við fyrirliggjandi drög að samningsafstöðu en áskildu sér jafnframt rétt til að koma frekari athugasemdum á framfæri síðar þegar meiri tími hefði gefist til að fara yfir þau. Ein af athugasemdum BÍ laut að því að ekki hefði verið haft samráð við starfshóp á vegum sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytisins sem fjallar um innflutning á lifandi dýrum og hráum afurðum og var svohljóðandi: Þann 7. desember 2011 skipaði sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra samráðshóp sérfræðinga varðandi innflutningsbann á hráum dýraafurðum og lifandi dýrum. Í skipunarbréfi hans segir m.a.: Vinna hópsins mun ennfremur nýtast í væntanlegum aðildarviðræðum Íslands til að ná fram kröfum í samræmi við áherslur Alþingis um matvælaöryggi og mikilvægi þess að íslensk stjórnvöld geti gripið til nauðsynlegra ráðstafana til verndar íslenskum búfjárstofnum og með takmörkun innflutnings á hráum búfjárafurðum og lifandi dýrum, komi til aðildar að Evrópusambandinu. Hópurinn hefur ekki verið kallaður að gerð fyrirliggjandi draga að samningsafstöðu sem hér eru til umfjöllunar. Hann var m.a. sjávarútvegsog landbúnaðarráðuneytinu til ráðgjafar í vetur við að svara bréfi frá Eftirlitsstofnun EFTA sem vitnað er til í næstu þremur athugasemdum. Eftir að Bændasamtökin sendu inn athugasemdir sínar þann 27. júní var haldinn fundur í samningahópnum Kýr undir Eyjafjöllum. þann 4. júlí þar sem farið var yfir þær og viðbrögð við þeim. Skriflegt svar formanns samningahópsins við athugasemdum BÍ frá 27. júní barst síðan þann 6. júlí. Þar var þessari athugasemd varðandi starfshætti við gerð samningsafstöðunnar svarað á þessa leið: Vinsamlegast athugið að formaður samningahóps EES I hlutast ekki til um verklag innan einstakra ráðuneyta við vinnu við samningsafstöður. Ófullnægjandi skýring Þessi skýring formanns samningahópsins er að mati BÍ alls ekki fullnægjandi og rituðu samtökin ráðherra málaflokksins, Steingrími J. Sigfússyni, bréf þann 24. júlí sl. þar sem farið er fram á nánari skýringar á verklagi við gerð samningsafstöðunnar. Svar hefur ekki borist samtökunum. Ný drög að samningsafstöðu voru síðan send til fulltrúa í samningahópnum þann 12. júlí. Í þeim hafði verið tekið tillit til sumra af þeim ábendingum sem fulltrúar BÍ í samningahópnum gerðu við drögin en engu að síður þótti ástæða til að ítreka sumar þeirra og eftir atvikum benda á annað sem betur mátti fara. Var það gert með bréfi til utanríkisráðuneytisins þann 25. júlí. Svar við því barst þann 1. ágúst. Bændasamtökin sendu síðan frekari athugasemdir þann 13. ágúst sl. og svar við þeim barst þann 16. ágúst. Enginn fundur hefur hins vegar verið haldinn í samningahópnum síðan 4. júlí. Utanríkismálanefnd Alþingis fékk hins vegar samningsafstöðuna til umfjöllunar þann 13. ágúst sl. Mikilvægt er einnig að rifja upp að formaður samningahópsins hefur verið í sumarfríi frá 15. júlí til 23. ágúst. Engu að síður hefur vinnan við gerð samningsafstöðunnar haldið áfram. Algerlega er þó óljóst hver hefur haldið um taumana í fjarveru formannsins því öll bréf sem skrifuð eru í utanríkisráðuneytinu eru undirrituð fyrir hennar hönd. Staðan nú er því sú að samningsafstaða í þessum kafla er komin til utanríkismálanefndar en eins og fram kom í fjölmiðlum hefur Gunnar Bragi Sveinsson, formaður þingflokks Framsóknarflokksins, krafist þess að nefndin fundi á ný um samningsafstöðu í þessum kafla þar sem fleiri úr samningahópnum verði kallaðir á fund hennar. Engum blöðum er um það að fletta að ESB, ekki síst framkvæmdastjórnin, hefur illan bifur á því að semja um varanlegar undanþágur frá regluverki sínu í aðildarsamningum við ný lönd. Framkvæmdastjórnin vill hafa reglurnar samræmdar í öllum aðildarlöndum, sjá t.d. vefslóðina Það er því skýlaus krafa Bændasamtaka Íslands að kveðið sé skýrt á um kröfur um varanlegar undanþágur þar sem það á við. /EB Framleiðsla og sala búvara í júlí Framleiðsla á kjöti var 12,4% meiri í júlí en sama mánuði í fyrra. Mest munar um aukna alifuglakjötsframleiðslu. Síðastliðna 12 mánuði var framleiðsla á kjöti 4,3% meiri en næstu 12 mánuði á undan. Athygli vekur mikil aukning í slátrun hrossa eða 45,5% á ársgrundvelli. Sala á kjöti hefur aukist um 5,1% síðustu 12 mánuði. Sala hefur aukist á öllum kjöttegundum nema svínakjöti. Salan í júlí var 12,9% meiri en í sama mánuði í fyrra. Þó góður gangur hafi verið í ferðaþjónustu og margir erlendir ferðamenn tekið til matar síns er ekki ástaða til að álykta annað en að landsmenn séu allir vel saddir og vonandi sælir eftir sólríkt sumar. Sala mjólkur var einnig ágæt í júlí en þó er þess að gæta að virkir dagar voru einum fleiri í ár en sama mánuði í fyrra. Innvigtun síðastliðna 3 mánuði er 3,3% meiri en í fyrra. Síðastliðna 12 mánuði er talsverður munur á framleiðslu annars vegar og sölu hins vegar, um 12,7 milljónir lítra. /EB Mánaðayfirlit yfir framleiðslu og sölu á kjöti BRÁÐABIRGÐATÖLUR JÚLÍ júlí 2012 maí ágúst Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2012 júlí 2012 júlí 2012 janúar mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,1 3,9 14,0 27,0% Hrossakjöt ,9 68,1 45,5 4,2% Nautakjöt ,5 10,9 9,0 14,4% Kindakjöt ,0 0,0 5,0 33,8% Svínakjöt ,1-9,3-3,7 20,6% Samtals kjöt ,4 2,1 7,1 Mjólk ,5 3,3 4,3 Sala innanlands Alifuglakjöt ,7 10,7 9,7 31,0% Hrossakjöt ,2 68,3 15,4 2,3% Nautakjöt ,1 9,5 8,8 16,8% Kindakjöt * ,1 10,1 8,0 26,6% Svínakjöt ,1-4,9-6,0 23,3% Samtals kjöt ,9 6,8 5,1 Mjólk á próteingrunni ,7 2,4 0,5 Mjólk á fitugrunni ,0 2,5 1,5 * Sala á kindakjöti pr. mánuð er sala frá afurðastöðvum til kjötvinnsla og verslana. Innflutt kjöt Árið 2012 Árið 2011 Tímabil janúar - desember Alifuglakjöt Nautakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals

33 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Vélabásinn Það er af sem áður var er aðeins örfáir fólksbílar voru með dísilvélar, sem þá voru frekar kraftlausar, þungar og toguðu lítið, en nú eru flestir bílaframleiðendur komnir með dísilvélar sem eru litlar, léttar og skila góðum krafti. Hjá BL á Sævarhöfðanum er Renault umboðið. Renault er sá bílaframleiðandi sem hefur einna oftast verið kosinn öruggasti bílaframleiðandi heims, en engum öðrum hefur tekist að framleiða alla sína framleiðslulínu í 5 stjörnu öryggi. Renault Mégane var fyrsti bíllinn í sínum flokki til að hljóta hæstu einkun hjá Euro NCAP, 5 stjörnur fyrir öryggi. Ég fékk Renault Megane Sport Tourer, með 1500 cc dísilvél og sjálfskiptan, lánaðan hjá BL til að taka smá hring fyrir skemmstu, en hringurinn varð stærri en upphaflega stóð til þar sem mér fannst ég alltaf vera að finna eitthvað nýtt við bílinn við hvern ekinn kílómetra. Umhverfisvænn en samt sprækur Renault Mégane er sparneytinn og flokkast sem grænn bíll, þ.e.a.s. mengar svo lítið að hann fær frítt í stæði í miðbænum, bifreiðagjöldin af honum eru bara tvisvar sinnum krónur á ári. Strax og bíllinn var opnaður var greinilegt að hurðirnar voru þungar og efnismiklar og þegar ég fór að kynna mér bílinn betur, þá eru allar hurðir sérstaklega styrktar til að verja farþega fyrir hliðarhöggi. Þó að 1500 cc dísilvélin sé ekki nema 110 hestöfl virðist bíllinn vera að skila mun fleiri hestöflum, allavega kom það mér á óvart hversu snöggur bíllinn var að ná umferðarhraða (virkar mjög léttur og sprækur af stað). Stundum jafnvel of snöggur því oftar en einu sinni stóð ég mig að því að vera kominn töluvert upp fyrir hámarkshraða þar sem ég var, þó svo að ég héldi mig vera á réttum hraða, eitthvað sem maður verður að vera vakandi yfir, því maður finnur lítið fyrir hraðanum inni í bílnum. Renault Mégane Sport Tourer dísel: Grænn, sprækur og sparneytinn Sniðug festing fyrir lítinn fraangur. Frekar lágt er undir bílinn, sérstaklega þegar fara þarf um vegi sem eru illa farnir eftir langvarandi viðhaldsleysi. Talsvert veg- og vélarhljóð Það eina sem ég fann neikvætt við vélina er hljóðið í henni, sem var full mikið dísilhljóð (kannski ekki að marka, mér hefur alltaf verið illa við dísilvélarhljóð). Umhverfishljóð inn í bílinn var í meðallagi frá umferð og vindi og hvorki óeðlilega mikið né lítið, en á malarvegi og á hellulögðum vegi var töluvert veghljóð á litlum hraða (20-30), en eins undarlegt og það má vera þá minnkaði þetta veghljóð ef maður fór hraðar (60-80 var þetta í lagi). Það er frekar lágt undir lægsta punkt á bílnum (um cm) og því er hann kannski ekki neitt sérstaklega góður fyrir grófa íslenska malarvegi miðað við það litla viðhald sem þeir fá. Allavega mundi ég reyna að velja annan bíl til að fara að sjá Dettifoss, hvort sem ekið væri að vestan- eða að austanverðu að fossinum frá Ásbyrgi, eða til að skreppa í réttir norður í Árneshrepp á Ströndum. Stórt farangursrými Farangursrýmið er stórt (yfir 500 lítrar) og opnast afturhurðin mjög hátt upp ( kallast af sumum afturhlerinn), sem er mikill kostur að mínu mati. Góðar festingar eru til að krækja í ef festa á farangur vel, en aftast er sniðugur búnaður til að skorða innkaupapoka eða sambærilega smávöru. Aftasti hluti gólfhlerans er settur upp og á þessum Vélaprófanir Hjörtur L. Jónssonson hlj@bondi.is Helstu mál: Lengd: Breidd: Hæð Þyngd: mm mm mm kg hlera er teygja til að bregða utan um farangurinn. Útvarpið er gott og státar af USB-tengi, svo að maður getur verið með uppáhaldstónlistina sína á USB-lykli og hlustað á hana í gegnum útvarpið. Alls ók ég bílnum 75,4 km og var meðalhraðinn 34,5 km og eyddi 4,7 lítrum af dísil, sem gerir eyðslu upp á 6,2 á hundraðið. Allt var þetta innanbæjarakstur, en samkvæmt bæklingi er uppgefin eyðsla á þessum bíl 4,2 í blönduðum akstri. Það sem kemur einna mest á óvart er hversu ódýr bíllinn er, en hann kostar ekki nema kr. Nánar er hægt að lesa um Renault Mégane á vefsíðu BL á slóðinni Laugar landsins Sundlaug Bolungarvíkur Sundlaug Bolungarvíkur er hluti af Íþróttamiðstöðinni Árbæ og stendur við Höfðastíg. Sundlaugin blasir við þegar ekið er inn í bæinn. Laugin var vígð árið 1977 en árið 2007 var útisvæði hennar endurbyggt og meðal annars tekin í notkun þar glæsileg 46 metra vatnsrennibraut. Í sundlaug Bolungarvíkur er 8x16,66 m innilaug en á útisvæðinu 41 C heitur pottur og annar 39 C heitur en sá er jafnframt nuddpottur. Þá er þar einnig vatnsrennibraut eins og áður er getið. Vonast er til þess að innnan skamms verði hægt að hefja framkvæmdir við barnalaug í sundlaugargarðinum og jafnvel að hægt verði að taka hana í notkun vorið Inni í byggingunni er einnig glæsileg saunabaðstofa með góðri hvíldaraðstöðu. Í sundlauginni fer fram sundkennsla Grunnskóla Bolungarvíkur og Ungmennafélag Bolungarvíkur stendur þar fyrir sundæfingum. Á undanförnum árum hefur Íþróttamiðstöðin og þar með talin sundlaugin orðið vettvangur og þátttakandi í ýmsum atburðum tengdum menningu og íþróttum sem bæjarbúar hafa staðið fyrir, s.s. íþróttahátíðum og íþróttakeppnum, kynningarstarfsemi og listviðburðum eins og undirvatnsborðstónleikum, fjölskylduskemmtunum, hljómleikum og fleiru. Á síðasta ári sóttu um gestir sundlaugina og var það um 10 prósenta aukning frá árinu áður. Eftir opnun Bolungarvíkurganga haustið 2010 hefur orðið allnokkur fjölgun gesta, sérstaklega yfir vetrarmánuðina, og ljóst að nágrannar Bolvíkinga sækja sundlaugina heim í auknum mæli með tilkomu bættra og öruggra samgangna. Í sundlaug Bolungarvíkur eru allir dagar skemmtilegir, að sögn heimamanna. Sundlaugargarðurinn þykir mjög skjólsæll, sérstaklega í ríkjandi vindáttum í bænum. Þar er frábær sólbaðsaðstaða og á góðum dögum er boðið upp á rjúkandi kaffi fyrir laugargesti. Eins og títt er með sundlaugar hefur sundlaugin í Bolungarvík á að skipa hópi tryggra gesta, svokallaðra fastagesta. Einn af tryggustu gestum í þessum hópi í Bolungarvík er byggingarmeistari sundlaugarinnar, Jón Friðgeir Einarsson, sem sækir sér þangað heilbrigði og hressingu hvern morgun sem hann er í bænum. Það hefur hann gert frá árinu 1977 eða í 35 ár. Sumaropnun laugarinnar er frá 1. júní til 31. ágúst en þá er opið á virkum dögum frá 8:00 til 21:00. Um helgar er hins vegar opið frá 10:00 til 18:00. Um vetur er laugin opin frá 16:00 til 21:00 á virkum dögum og frá 10:00 til 18:00 um helgar. Þá er boðið upp á morgunsund á miðvikudögum og föstudögum milli 8:00 og 10:00. Frekari upplýsingar má nálgast í síma eða með því að senda póst á netfangið sundlaug@ bolungarvik.is.

34 34 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Líf og lyst BÆRINN OKKAR Eyrún er fædd og uppalin á Syðri-Bakka í Kelduhverfi en Bernharð í Ærlækjarseli II. Þau tóku við búskapnum í Ærlækjarseli haustið 2000 af móður Bernharðs, Erlu Bernharðsdóttur og föðurbróður, Stefáni Jónssyni. Stefán og bróðir hans Grímur B. Jónsson, faðir Bernharðs, bjuggu þar áður félagsbúi. Uppúr 1970 var flest fé á jörðinni eða um 500. Þegar Bernharð og Eyrún tóku við voru þar 160 vetrarfóðraðar ær. Ærlækjarsel II Býli? Ærlækjarsel II. Staðsett í sveit? Öxarfirði, nánar tiltekið í Austursandi. Ábúendur? Bernharð Grímsson og Eyrún Egilsdóttir. Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Við eigum 3 börn sem eru Eva Bryndís 21 árs Heimir 18 ára og Erla 7 ára. Einnig er hundurinn Kolur. Stærð jarðar? Tæpir hektarar, fyrir utan óskipt land. Þar af 40 ha ræktaðir. Tegund býlis? Sauðfjárbú. Fjöldi búfjár og tegundir? Alls 370 kindur, 1 hryssa (hugsanlega með fyli) og 7 hænur. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Á veturna felst aðalvinnan í því að fóðra ærnar 2-3svar á dag og tíminn þá notaður í viðhald á vélum, ásamt því að Bernharð sér um skólaakstur. Einnig vinnur Eyrún utan bús. Á sumrin reynum við að viðhalda byggingum, girðingum o.þ.h ásamt föstum verkum eins og heyskap. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Skemmtilegast er að smala vænum lömbum úr úthaganum og sauðburður í góðri tíð, en leiðinlegast er þegar hann gengur illa. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Með svipuðu sniði og vonandi farin að stunda hestamennskuna aftur. Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Höldum að þau séu í þokkalegu lagi. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Vonandi Stelpu. sem best. Ef auðveldara væri fyrir ungt fólk að hefja búskap þyrftum við ekkert að óttast. Við framleiðum gott kjöt í hreinni náttúru. Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Í lambakjöti, mjólkurvörum og hugsanlega grænmeti. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Ostur, smjörvi, mjólk og hænuegg. Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Lambakjöt af ýmsum toga. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Í augnablikinu er það þegar hænsnakofinn fauk...en allt fór vel að lokum. Lystisemdir náttúrunnar Nú er lag að nýta öll þau góðu hráefni sem náttúran hefur upp á að bjóða á þessum tíma. Þar fara sulturnar fremstar í flokki, en því ekki að safta og jafnvel gera síróp líka? Það er skemmtileg tilbreyting og passar vel með ýmsum mat. Rabarbarasíróp með kanil og stjörnuanís Best er að nota vel rauðan rabarbara í sírópið helst vínrabba 1 kg brytjaður rabarbari 200 g hrásykur (+ 50% á móti vökvanum, sjá neðar) 1 kanilstöng 2-3 stjörnuanís Aðferð: Rabarbarinn, kanilstöngin og 200 g hrásykur eru sett í pott og suðan rétt látin koma upp, en passað að rabarbarinn maukist ekki. Lokið er látið á og þessu leyft að liggja í pottinum í dágóðan tíma, þess vegna yfir nótt. Þá er rabarbarinn MATARKRÓKURINN sigtaður frá (hann má vel nota, til dæmis hræra hann út í jógúrt). Vökvinn er mældur og síaður og meiri sykri er bætt út í. Í 500 ml af vökva er gott að setja 250 g af hrásykri (50%). Vökvi og sykur eru settir saman í pott og soðnir í mínútur, eða þar til vökvinn hefur minnkað um að minnsta kosti þriðjung. Þá er sírópið sett í krukku eða flösku og kanilstöngin og stjörnuanísinn mega endilega fylgja með, það er bara fallegra og bragðið verður sterkara eftir því sem tíminn líður. Þetta er í raun ekki svo ósvipað því að búa til saft bara þykkara og ögn sætara. Það má líka nota hvítan sykur, eða minnka sykurmagnið. Því minna sem notað er af sykri, því þynnra verður sírópið. Sírópið er gott út á vöfflur og pönnukökur eða með ís. Eins má blanda sírópið með vatni eða sódavatni ef maður vill góðan og svalandi rabarbaradrykk. (Úr smiðju Sigurveigar Káradóttur, Sultur allt árið). /ehg Það er skemmtileg tilbreyting frá sultugerðinni að gera sér síróp, passar vel með ýmsu.

35 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst FÓLKIÐ SEM ERFIR LANDIÐ Sýndi ömmu sinni og afa galdra í sumar Katrín Einarsdóttir er nemandi í Auðarskóla í Búðardal og henni finnst skemmtilegast að leika sér í skólanum. Fyrir utan skólatíma æfir hún frjálsar íþróttir og stundar hestamennsku en sumrinu eyddi hún að mestu við að skemmta sér. Nafn: Katrín Einarsdóttir. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Vatnsberi. Búseta: Búðardal Skóli: Auðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Að leika við Eystein, Birnu og Maríu. Hvert er uppáhalds dýrið þitt? Hvolpar og hestar. Uppáhaldsmatur: Bleikja. Uppáhaldshljómsveit: Ríðum og ríðum og rekum yfir sandinn. Uppáhaldskvikmynd: Bolt. Fyrsta minningin þín? Þegar ég var skírð. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Frjálsar íþróttir og reiðnámskeið. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að skrifa. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Leikskólakona. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Að detta af hjólinu mínu. Hvað er það leiðinlegasta sem þú Katrín hefur ansi gott minni því fyrsta minningin hennar er frá því að hún var skírð. hefur gert? Þegar ég er veik og má ekki fara út. Gerðir þú eitthvað sérstakt í sumar? Já, ég fór að veiða, sýndi ömmu og afa galdra og skemmti mér. /ehg PRJÓNAHORNIÐ Hello Kitty-peysa fyrir skólann Margir eru að byrja aftur í leikskólanum og skólanum eftir sumarfrí. Þá er gaman að mæta í nýrri peysu þegar fer aftur að kólna í veðri með haustinu. Þessi er í stærð 4-6 ára. Efni: Gipsy, nýtt garn frá Kartopu sem fæst víða í garnbúðum. Einnig á 4 dokkur rautt K150 1 dokka svart K940 1 dokka hvítt K010 Smávegis af vínrauðu K736 Prjónar: hringprjónar nr. 7x80 cm og sokkaprjónar nr 7. Prjónfesta 10x10 cm = 12 L og 19 umferðir. Aðferð: Peysan er prjónuð í hring, ermarnar og hálsmálið með sokkaprjónunum. Við handveg eru ermar og bolur sameinuð á einn prjón. Mynstrið getur hvort sem er verið prjónað með mynsturprjóni eða saumað í. Í þessari peysu var það saumað í. Bolur: Fitjið upp L og prjónið perluprjón 6 umferðir. Prjónið síðan slétt í hring cm upp að handvegi. Setjið 6 L á hjálparprjón í hvorri hlið, l að framan og L að aftan. Geymið. Ermar: Fitjið upp L með sokkaprjónum. Prjónið 6 umf. perluprjón. Síðan slétt prjón í hring cm. Setjið 6 L á hjálparprjón undir hendi. Prjónið hina ermina eins. Geymið. Axlarstykki: Sameinið á einn hringprjón nr. 7, 26 (30) L á ermi, 38 (41) L á bol, 26 (30) L á ermi og 38 (41) L á bol. Alls L. Nú eru prjónaðar 14 umferðir sléttprjón. Úrtaka. Setja merki við samskeyti erma og bols á 4 stöðum. Byrja úrtöku við hægri ermi. Hægt er fyrir þá sem vilja að taka úr með raglanúrtöku en þessi úrtaka er jafnt yfir eins og á lopapeysunum. 1. úrtaka Byrjar við hægri ermi. Ermi: Prjóna 7 L, 2 L saman, 8 (12 L), 2 L saman, 7 L. Bolur: 2 L saman, 7 (8) L, 2 L saman, 7 (9) L, 2 L saman, 7 (8) L, 2 L saman, 7 (8) L, 2 L saman. Endurtaka á hinni erminni og bolnum. Prjóna 5 umferðir slétt. 2. úrtaka Ermi: 7 (8) L, 2 saman, 6 (8) L, 2 saman, 7 (8) L. Bolur: 2 L saman, 6 (7) L, 2 L saman, 5 (7) L, 2 L saman, 5 (6) L, 2 L saman, 6 (7) L, 2 L saman. Endurtaka. Prjóna 4 umferðir sléttar. 3. úrtaka Ermi: 7 L sl, 2 L saman, 4 (6) L, 2 L saman, 7 L. Bolur: 2 L saman, 5 (6) L, 2 L saman, 4 (5) L, 2 L saman, 4 (5) L, 2 L saman, 4 (6) L, 2 L saman. Endurtaka. Prjóna 3 umferðir sl. Hello Kitty mynstur = Slétt 4. úrtaka Ermi: 6 L, 2 L saman, 4 (6) L, 2 sl. saman, 6 L. Bolur: 2 L saman, 3 (5) L, 2 L saman, 3 (4) L, 2 L saman, 3 (3) L, 2 L saman, 3(5) L, 2 L saman. Endurtaka. Prjóna 1 umferð sl. 5. úrtaka Ermi: 5 (6) L, 2 sl. saman, 4 L, 2 sl. saman, 5 (6) L. Bolur: 2 L saman, 2 (3) L, 2 L saman, 1 (3) L, 2 L saman, 2 (3) L, 2 L saman, 2 (3) L, 2 L saman. Prjónið nú 2 umferðir sléttar og jafnið á prjóninum þannig að verði 54 L í kraganum, sem er prjónaður með perluprjóni 6 umf. Fellið laust af. Saumið nú myndina í eftir mynstrinu og stjörnurnar með lykkjuspori á framstykkið þar sem úrtökurnar byrjuðu. Góða skemmtun Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurn ar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóð rétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari lín um. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni www. sudoku2.com og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

36 36 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Íslensk hönnun Dundar sér við handverkið í ellinni Sigurður K. Eiríksson í Norðurkoti á Reykjanesi hefur stundað áhugamál sitt við útskurð og sögun í tré í um fimm ára skeið. Hann hefur alla tíð verið listrænn í sér og prófað ýmislegt þegar kemur að sköpun, eins og að líma saman fiskibein, búa til gestaþrautir úr tré og mála myndir, aðallega af fuglum, enda mikið fuglalíf í kringum heimili hans. Upphaf: Ég byrjaði fyrir fimm árum að skera út í tré, bý aðallega til fugla og nota bæði sérstök járn og sög við iðjuna. Ég fór ekki á námskeið og því má segja að ég sé sjálflærður í þessu. Þetta kom nú til af því að ég hafði ekkert að gera og því er ágætt að dunda í þessu. Efniviður: Ég nota aðallega linditré í útskurðinum en hef aðeins verið að prófa mig áfram með að skera út andlit, en í það hef ég notað birki. Eftir að ég hef fullunnið fuglana mála ég þá til að fá meira líf í þá. Innblástur: Hér er allt krökkt af fugli þegar ég lít út um gluggana hjá mér, enda blómlegt æðarvarp við bæjarhlaðið. Þannig að í hvert sinn sem ég lít út um gluggann eða fer út að ganga er það mér innblástur. Sigurður og Sigríður dóttir hans virða fyrir sér handverkið í vinnuskúrnum en þar eru fuglar af öllum stærðum og gerðum mest áberandi. Sigurður hefur stundað handverkið mtilegt að hafa eitthvað við að vera. Mestalla starfsævina vann hann á þungavinnuvélum hjá Vegagerðinni. Framundan: Ég er aðeins að líma saman fiskibein og prófa mig áfram með fleiri viðartegundir. Ég hef tvisvar sýnt á jólasýningu Hand- Æðarkollupar sem Sigurður hefur skorið út og málað eftir fullvinnslu með útskurðarjárnunum. verks og hönnunar við hliðina á hönnunarversluninni Kraumi í mjög gefandi að fást við þegar maður hefur ekkert annað að miðbænum í Reykjavík. Þetta er gera. /ehg

37 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Smáauglýsingar DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI TILBOÐS DAGAR 15-30% AFSLÁTTUR AF BLOMBERG HEIMILISTÆKJUM Sími: Netfang: Veffang: Hægt er að skrá auglýsingar og greiða með auðveldum hætti á bbl.is Verð: Textaauglýsing kr m. vsk (innan við 140 slög) og kr texti + mynd. Skilafrestur: Fyrir kl. 16:00 á þriðjudegi fyrir útgáfu. Cemtec sænskar skeifur. Frábærar skeifur og verðin gerast ekki betri. Afsláttur ef keypt er í magni. Sendum um land allt. Brimco ehf. Flugumýri 8. Mos. Sími , opið frá kl Patura P1 rafstöð er bæði fyrir 12V og 230V. 5 km drægni. Frábært verð eða aðeins kr ,- Brimco ehf., Flugumýri 8, Mosf. Sími Opið kl :30 Mikið úrval af rafgirðingarvörum. Skoðið Patura bækling á Til sölu Krone Vario Pack 1800, árg Rúllustærð 90 cm 180 cm. Tandem öxull, 17 hnífar, netbindibúnaður, bakkkeyrslubúnaður. Alltaf geymd inni nema í notkun. Sami eigandi frá upphafi. Uppl. í síma Vökvunarbúnaður fyrir ræktunarsvæði í mörgum útfærslum. Sjálfvirk slöngukefli eða lausar slöngur með kúplingum. Sjálfsogandi, traktorsdrifnar dælur fyrir vatn og mykju. Uppl. í síma / netfang: hak@hak.is / vefsíða: Hliðgrindur. Vandaðar stækkanlegar hliðgrindur frá 1,0-6,0 m í tveimur þéttleikum. Einnig fáanlegar í föstum lengdum. Allir lokur og lamir fylgja. Brimco ehf. Flugumýri 8, Mos. Sími Opið kl :30. Weckman sturtuvagnar 5,0-17 tonn.12 tonn. Verð kr ,- með vsk. Til afgreiðsu um miðjan ágúst. H. Hauksson ehf., sími Seljum vara- og aukahluti í flestar gerðir af kerrum. Sendum um land allt. Brimco ehf. sími , www. brimco.is, opið frá kl :30. Til sölu Honda 500 TRX Foreman ES fjórhjól, árg. 07. Hjólið er ekið km. og er í toppstandi. Gott og vel viðhaldið hjól sem hefur alltaf verið geymt inni. Engin skipti, ásett verð 970 þús. Nánari uppl. í síma , Björgvin. Rafstöðvar Varaafl - Dísel. Eigum á lager Dek 30kw. varaaflsstöðvar 4 cyl díselvatnskældar vélar. Hagstætt verð. Kortalán. eða í símum og Vel með farið götuskráð Endurohjól, árg. 05, ekið 6000 km, Uppl. í síma Til sölu VW Crafter árg. 07. Ekinn 161 þ.km. 9 manna, 6 dyra. Dísel, ssk. Uppl. hjá bílasölu Hölds Akureyr. Pálmi í síma Ásett verð kr. 3.7 m.kr. Tilboð óskast. Vinnuvélar Varahlutir og aukahlutir í flestar gerðir -Gúmmíbelti -Stálbelti -Framhjól -Drifhjól -Rúllur -Hliðardrif -Vökvadælur -Boltar -Fóðringar -Altenatorar -Startarar -Mótor íhlutir -Skóflur -Ripperar -Klær Upplýsingar gefur Bjarki Sími: bjarkifa@simnet.is Til Sölu Man rúta. árg 05. Sætafjöldi Nýlega yfirfarin vél, allt nýtt í kúplingu. Ekin 335 þús km. Uppl. í síma (Árni) eða (Eyjólfur). Bændablaðið Smáauglýsingar Til sölu Göwel 5020 pökkunarvél, árg Pakkar 165 cm rúllum, 2 plastrúllur, alsjálfvirk og tölvustýrð, notendavæn og einföld. Pakkar auðveldlega rúllum af 150 cm á klst. Hægt að hafa hana aftan í rúlluvél. Sami eigandi frá upphafi. Uppl. í síma Verð á helluskeifum: Sumargangur kr , pottaður kr Sjá nánar á helluskeifur.is. Sendum um allt land. Helluskeifur, Stykkishólmi, sími Hannaðu þína eigin mottu og fáðu hana senda heim. Strönd ehf., Suðurlandsbraut 10, 108 Reykjavík. Sími Intek Dual Band 69 rása UHFtalstöðvar. Ganga með öllum UHFstöðvum. Koma með 230v hleðslutæki, rafhl. og headsetti. Verð kr. m/vsk. Einnig á lager fleiri gerðir UHF-stöðva. AMG Aukaraf. Uppl. í síma Vinnuvettlingar Nýr Belarus , verð kr án vsk. Rafvörur ehf. Dalvegur 16c, 201 Kópavogur. Uppl. í síma Hnakkar frá þýska stórfyrirtækinu Sommer. Vandaðir hnakkar, sérhannaðir fyrir íslenska hestinn. Frábært heildsöluverð eða kr Brimco ehf. Sími Opið 13:00-16:30. Til sölu McHale Fusion 2 rúllusamstæða, árg. 09. Verð kr Uppl. í síma Háþrýstidæla 230 bar til sölu. Öflug Oertzen iðnaðardæla bar. Frá Dynjanda. Sérlega hentug fyrir bændur eða verktaka - 15 metra slanga. Kostar ný með slönguhúsi 600 þús. Verð Uppl. í síma Weckman flatvagnar. Verð kr ,- með vsk. H. Hauksson ehf. Sími Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf. s Suzuki Sidekick, árg. 96. Til sölu þessi forláti veiðibíll, árg. 96, ekinn 226 þús. Þarfnast smá lagfæringar til að standast endurskoðun í ágúst. Allar uppl. í síma Bílasala Guðfinns - ásett verð kr. 250 þ. Er með til sölu tvö Beka BekaLuxein rafmagnsrúm,90x200 gæti hentað fyrir ferðaþjónustu eða bændagistingu eða bara sem hjónarúm. Nýjar dýnu síðan í nóvember Uppl. í símum og

38 38 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst 2012 Til sölu Zetor 4718 í ágætis standi. Tilvalinn í bústaðinn. Uppl. í síma Árni. Til sölu MF 33 á glænýjum dekkjum. 1400/r25 vél í góðu standi en bilað framdrif. Er skoðuð Skipti á sjöhundruðþúsund íslenskum krónum koma helst til greina + vsk. Á sama stað óskast gömul fiðla, má vera biluð. Uppl. í síma Víglundur Torfdal. Til sölu Yamaha Grizzly 660, árg. 05, 27"ITP dekk, spil öflugt og gott hjól. Verð kr Uppl. í síma , Árni. Bændur, verktakar, sumarahúsaeigendur o.fl. 30 Kw díselrafstöðvarnar komnar aftur, gott verð og gæði sem fyrr. Nú býðst kortalán á skikkanlegum vöxtum til allt að 3 ára. Verkstæðið Holti í símum og Til sölu Dodge Ram árg. 00. Dísel, 2500, 5.9 l. Bíllinn er ekinn mílur. Er nýlega skoðaður og í topplagi. Einstakt eintak. Verð kr. 1.8.m. Uppl. í síma Til sölu er Glimra frá Stakkhamri, 3. vetra. Vel ættuð undan 1. verðlaunahryssunni Þernu frá Stakkhamri og Hvessi frá Ásbrú. Mikið af sýndum ættingjum í móðurætt, m.a. 1. verðlauna hross. Uppl. á netfanginu kvika04@gmail.com eða í síma Hryssa til sölu. Glódís frá Ósi undan Orrasyninum Þengli frá Ragnheiðarstöðum. Rauðglófext og fínleg hryssa. Hún er 4 vetra, bandvön og gæf í haga. Líka hefur verið settur á hana hnakkur. Gæti verið hæfilegt verkefni fyrir áhugasaman ungling til að temja í vetur. Uppl. á netfanginu kvika04@gmail.com eða í síma Hafið Bláa. Humarhlaðborð öll kvöld - tilvalið fyrir vinnustaðahópa og haustferðir félagasamtaka. Hagstæðar rútuferðir. Uppl. í síma Til sölu kerra. 1,52 x 3 m á 1000kg flexitorum. Opnanlegir gaflar. Verð Uppl. í síma Til sölu Heyhleðsluvagn til sölu. Vel með farinn heyhleðsluvagn til sölu. Uppl. í síma Kia Grand Sportis jeppi, 4x4, árg 99. Ekinn km. Einnig Honda CRV, ekinn km. Báðir 4x4. Uppl. í síma Til sölu sumarhúsalóðir í Kerhrauni / Grímsnesi, hægt að skoða lóðaskipulag á eða fara í deiliskipulag eða hringja í síma Ódýr dekk fyrir alla. Kíkjið á til að sjá verð á dekkjum eða hringjið í okkur í síma Kveðja Gummi í Dekkverk. Til sölu Volvo FM-12, 8 hjóla, árg. 01. Með 20 tonn m. krana og krókheysi. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Man diesel vörubíll árg. 90, 6 tonna með kassa. Uppl. í síma Þanvír Verð kr rl. með vsk. H. Hauksson ehf., sími Dísel rafsuðuvél til sölu. Mosa 270, 220 volt. Uppl. í símum og Tófu skothús á hjólum til sölu, hefur reynst vel, pissufötur fylgja. Tilboð óskast. Uppl. í síma helst á kvöldin. Nokkrir góðir bílar til sölu, allir skoðaðir fyrir árið 2013 og í góðu lagi. Verð frá kr. 250 þús. Uppl. í síma Til sölu Nissan Patrol árg. 95, þetta er kjörinn bíll til uppgerðar fyrir mann með aðstöðu og kunnáttu. Bíllinn er ekinn 340 þúsund km og er í góðu lagi en skipta þarf um sílsa í honum. Fyrir tveimur árum var heilmikið gert fyrir bílinn, hedd var tekið upp og skipt um ventla og voru þá spíssar endurnýjaðir, þá var sett í hann ný túrbína og uppgert olíuverk. Einnig var settur í bílinn nýr þriggja raða vatnskassi og 3 púst. Framhásing var yfirfarin fyrir um þremur árum síðan og skipt um allar legur og þéttingar. Fyrir um ári síðan var gert við grindina í bílnum. Bíllinn er á 38 GrandHawg dekkjum og 14 breiðum felgum, einnig er hann með prófílbeisli að aftan og framan með stýringum fyrir drullutjakk. Nánari uppl. í símum eða Honda rafstöð einfasa, nánast ónotuð, verð Einnig kínverskt barnafjórhjól. Uppl. í síma Polaris Sportsman 700 x2, ek km, árg 08. ný yfirfarið, ný dekk, hlaðið aukahlutum. Uppl. í síma , get sent myndir. Er með Toyota hilux til sölu, árg. 95. Ekinn 210 þús. Vel með farinn og topp eintak af bíl. Uppl. í síma Ómar. Til sölu undirvagn af Nissan Patrol, árg. 95, með öllu; vél, gírkassa, hásingu, olíukæli, olíutanki, vatnskassa og 33 tommu hálfslitnum dekkjum. Er staðsettur í Hveragerði og fæst á 200 þúsund með öllu. Á einnig allar hurðir, vélarhlíf, smurkæli, vatnskassa, tvö frambretti og sæti. Uppl. í síma Til sölu Pottinger 69N árgerð. Sex stjörnu lyftutengd. Uppl. í síma Mitsubishi L-200 árg. 08. Er með pallhúsi. Ekinn 70 þús km. Verð kr. 2.9 millj. Ný Goodyear dekk. Eyðslugrannur og traustur bíll reynirx@gmail.com eða í síma Til sölu Toyota Hilux árg. 08. Ekki með pallhýsi. Uppl. í síma Til sölu Nissan Terrano dísel. árg 97. Ekinn litla Með krók og á tveggja ára dekkjum. Skráður fyrir 6 farþega. Næsta skoðun ágúst Heimir í síma HSUN 12/2010. Tveggja manna bensín slagrými 686 cc. Hlaðinn búnaði: Ssk. fjórhjóladrif, spil, dráttarkúla hátt og lágt drif. Ekinn km. Uppl. í síma kw rafali. Eurogen 1.fasa sn/mín, 2 legu árg. 96 til sölu. Tvö úrtök og öryggi, 63 og 32 Amper. Á sama stað gamall 4 kw, 2 legu rafali frá Lister díselvél sn/mín. Uppl. í símum og Til sölu 20 feta vinnuskúr til sölu. Staðsettur á V-Húnavatnssýslu. Uppl. í síma Til sölu sumarbústaður ásamt hjólhýsi og verkfærahúsi í landi Galtarholti í Borgarnesi. Uppl. gefur Valgeir í síma Til sölu jeppadekk með felgum 33x12,5x17. Einnig PZ sláttuvél. Uppl. í síma Til sölu sendibíll Renault Kangoo árg. 04. Ekinn km. Skoðun Búið að skipta um tímareim. Lítur vel út. Uppl. í síma Til sölu Deutz-Fahr KH-2-52 fjölfætla, lyftutengd. Vinnslubreidd 5,20 m. árg. 94. Einnig heyrúllur í útigang á lægra verði í ágúst. Uppl. í í síma Til sölu 14 ærgildi í sauðfé. Gildistími Verð kr eða tilboð. Uppl. í síma Til sölu hnífaherfi Sonnys árg. 04. Lítið notað. Uppl. í síma Labradorhvolpar til sölu hreinrækt. Labrador hvolpar til sölu undan Skaftár Irish og Lindár Týr. Uppl. í síma , sjá einnig á SkaftarIrishOgLindarTyr?sk=page_ insights#!/abradorhvolparskaftaririshoglindartyr Kornsekkir til sölu. Til sölu kornsekkir. Umbúðasalan, Fornubúðum 5 Hafnarfirði. Uppl. í síma Til sölu litfögur og vel ættuð folöld. Litir: Vindótt, vindskjótt, litförótt ofl. litir. Uppl. í síma Hestakerra hesta til sölu. Nýskoðuð, árg. 95. Kerra í góðu standi. Verð: Tilboð. Einnig gamli bensín gráni árg. 52 til uppgerðar. Uppl. í síma Kynni til sölu. MF-3165 með tvívirkum tækjum. MF-35X. Zetor 5011 og Fjórar dráttarvélar 4x4. Stór mjólkurtankur. Mikið af heyvinnutækjum. Öflug hásing undan mykjutank. Þrjár fram vörubílshásingar undan Volvo. Gamlar kerrur, tætari og að lokum 12 framúrstefnumálverk eftir Eyjólf Guðmundsson hugmyndasmið. Á sama stað óskast MF-375. Uppl. í síma Íslenskur Rokkur. Handsmíðaður úr birki frá um snældur fylgja og snældastokkur. Einstakur gripur. Verð Kr ,- 70,000,-. Uppl. í síma Byssur til sölu. 1) Nýuppgerð Husqvarna haglabyssa cal ) Drífa no. 127 cal. 12. Alveg eins og ný. 3) Krag Jörgenson riffill, 6 skota. cal. 8*58 smíðaður 1892 í toppstandi. Allar byssurnar eru skráðar. Einnig til sölu byssuskápur (150 cm) fyrir 5 byssur. Tilboð óskast í síma eftir kl. 19. Á hagstæðu verði: Jarðtætarar cm. Haughrærur cm spaðar. Tonutti hjólarakstrarvél með vindhlífum vinnslubreidd 6m. Uppl. í símum og Til sölu stærsta samkomutjald landsins ásamt tjaldgrind. Uppl. í símum og eða á netfanginu lonkot@lonkot.com Til sölu í Varmahlíð Skagafirði, stórt hjólhýsi, eignarlóð, gömul dráttarvél, Scodi 4x4 disel, árg 04, selst sem einn pakki eða hvert fyrir sig. Uppl. í síma Til sölu Krone Vario pack 1500, árg. 06. Rúllustærð hnífar,netbindibúnaður, bakkkeyrslubúnaður. Alltaf geymd inni nema í notkun. Sami eigandi frá upphafi. Uppl. í síma Til sölu diskaherfi. Vinnslubreidd 3 metrar Uppl. í síma Til sölu tætari, Maletti vinnslubreidd 250 cm, lítlilsháttar bilaður. Uppl. í síma Til sölu 9 hjóla rakstrarvél árg. 06. Vökvatengd á lyftu og skekkingu. Lítið notuð. Uppl. í síma Chevrolet Captiva 4x4, árg. 07. Frábær alhliða jeppi ek 75þ. ssk, dísel, krókur, einn eigandi. Verð aðeins 3,3m. Stórt tengdm.box fylgir. Einar í síma eða á einar@ mib.is. Massey Ferguson árg. 71 til sölu skráður og tryggður, vél í góðu lagi, er á Suðurlandi. Uppl. í síma eða á mflosi@simnet.is. Hef til sölu öfluga hakkavél. Uppl. í síma Olíuverk. Útvegum olíuverk í flestar gerðir bíla og tækja. Vélavit sími Til sölu Passap prjónavél. Verð kr og sýningartjald 100x150 cm. Verð kr Uppl. í síma Til sölu torfæruskráð Can Am 800XT fjórhjól. Nýskr. 3/2008, árg. 2007, spil, álfelgur, og grindur. Ek km. VSK hjól. Verð 1400 þús kr. m/vsk. Þægilegt hjól sem hefur reynst vel. Uppl. í síma Chervolet Blazer, árg. 96, ekinn km., með 4.3 ltr vél, ssk, á góðum heilsársdekkjum, skoðaður 13. Subaru Legaci, árg. 91, ekinn km., skoðaður 13. Einnig steinsög á vagni, bensín. Uppl. í síma Til sölu Zetor 6811, árg. 79, dettur í gang á 10 metrum. Þarf að lappa upp á ýmislegt. Verð kr Uppl. í síma Uppsláttarskeifur. Eigum til sölu takmarkað magn af skeifum með uppslætti, stærð 120, mjög gott verð, sendum um allt land. Uppl. í síma Til sölu Toyota Hi-Ace, 9 manna, árg. 07. Ekinn km. Tilvalinn í skólaakstur. Uppl. í síma Til sölu 33 jeppadekk, hálfslitin. Einnig eldavél, háfur, vaskur og skrautkappar fyrir gardínur. Uppl. í síma Hey til sölu. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Nalli- 354 með tækjum til sölu. Verð kr kr. Uppl. í síma Til sölu Volvo F616, árg. 82. Ekinn 540 þús. með vírheysi. Bíll í góðu ástandi. Uppl. í síma Til sölu Man , árg. 84, ekinn 405 þús. Framdrif og búkki. Er með Palfinger 24 tonnmetra krana árg. 91. Þráðlaus fjarstýring, Krabbi, 6 metra pallur, niðurfellanleg skjólborð, ný framdekk. Uppl. í síma Til sölu fjórhjól Honda Foreman Rubicon 500, árg. 02. Ekið 5894 mílur. Nánari uppl. í síma Til sölu gámagrind fyrir 20 feta gám, t.d. á Scania 124. Uppl. í síma Claas Seltis 456 RX traktor, árg 05, notaður vinnustundir, einn sá besti á landinu. Taarub Bio rúlluvél, árg. 07, rúllað með henni rúllur, góð vél. Uppl. í símum og Til sölu New Holland TM-135, árg hö. með frambúnaði,framaflúrtaki og fjaðrandi framhásingu. Uppl. í síma Til sölu MF-7495 Vario árg hö. Með frambúnaði,framaflúrtaki,fjaðrandi framhásingu og fjaðrandi húsi. Uppl. í síma Til sölu De Laval mjaltabás 2x3 Tandem (flýtibás, samsvarar 2x5 fiskibeinabás) og u.þ.b. 50 hálsbönd og nemar, tölva og tvöfaldur kjarnfóðurbás. Uppl. í síma Þriggja ára ónotaður X Motos krossari 125 cc fyrir unglinga til sölu. Selst ódýrt. Uppl. í síma Hef til sölu rúlluhey, er á Vestfjörðum. Uppl. í síma Til sölu MF-350, árg. 86. Deutz heyrúllur til uppgræðslu og rýmingarsala úr stofunni. Kondu. Skoðaðu. Keyptu. Uppl. í síma Til sölu Benz 914 með góðum sturtupalli og krana skráður fyrir 6, árg 85, skattlaus v. 850þ, volvo s40, árg 96, með smá tjóni v. 150þ, Musso tilvalinn í veiðina, árg. 98, með vetniskerfi, dísel v. 180þ, Galant, árg. 95, tilvalinn í skólann, v. 180þ, Ford Explorer, árg. 96, flottur í hvað sem er v. 200þ. Á sama stað óskast kettlingur, helst gulbröndótur. Uppl. í síma , Víglundur Torfdal. Óska eftir Kaupi allar tegundir af vínylplötum. Borga toppverð. Sérstaklega íslenskar.vantar 45 snúninga íslenskar Staðgreiði líka vínylplötusöfn. Uppl. gefur Óli í síma eða á olisigur@gmail.com Gamlar vinnuvélar og stærri áhöld óskast. Áttu gamlar vinnuvélar, rakstrarvélar, traktora, akkeri eða annað frá gömlum tíma sem þú ert til í að losna við? Ég get komið og náð í græjurnar. Nánari uppl. í síma Óska eftir að kaupa nothæft orf og ljá. (Ótrúlegt, en þetta fæst hvergi!) Vinsamlega hafa samband við Örn í síma Safnari óskar eftir og vill kaupa útrunnin hlutabréf og víxla, sögulega pappíra og plaköt, ísl. krónumynt, seðla og gamla erlenda mynt - helst danska. Póstkort, orður og minnispeninga, gömul barmmerki, veggplatta 1928, 29 og 30 til eink. ísl. frá Bing og Gröndal, sveitasíma m. bjöllu og sveif. Fjaðurdr. grammarfón og fjölm. aðra gamla muni. Að sjálfssögðu allt staðgreitt. Vinsamlega geymið netf. og símann. flatey48@ hotmail.com eða í síma Með þakkl. Ólafur Ásgeir. Hringar, hálsmen, armbönd, Rolex, Cartier, Patek Philippe o.fl. Hringdu núna og fáðu tilboð þér að kostnaðarlausu! Uppl. í síma Óska eftir að kaupa keðjutalíu með metra keðju. Þarf að lyfta einu tonni. Páll í síma Er á höttunum eftir gamalli en gangfærri og nothæfri skurðgröfu. Fegurð er afstæð en áhersla er lögð á að tækið renni í gang og sé brúkhæft. Hjörleifur, hjollihs@simnet.is í síma Vantar gírkassa í Renault Winnebago húsbíl, árg 83. Uppl. í síma Lumar þú á gömlu cc hjóli í skúrnum? Jafnvel bara einhverjum pörtum úr gömlu hjóli vél, felgur, grind? Hafðu samband á valur@ heimsnet.is í símum og Á einhver gamla New Holland baggabindivél af gerðinni 935? Uppl. í síma Óska eftir að kaupa MF-390 dráttarvél. Jafnframt óska ég eftir MF-135 með tækjum eða sambærilega Ford dráttarvél. Uppl. í síma Lego. 6 ára smið vantar byggingarefni. Allskonar Lego nýtist. Plötur, kubbar og skrítnir kubbar. Gamalt eða nýlegt. Uppl. í síma , Björk. Óska eftir að kaupa 6 hjóla Sprintmaster múgavél. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa gamla Rafha suðupotta og einnig gufusuðupotta með eða án hræru. Uppl. símum og Er að leita að kartöfluupptökuvél, Juko midi lyftutengdri eða sambærilegri vél. Uppl. í símum og Óska eftir að kaupa sturtuvagn 8-10 tonna Uppl. í síma Vantar vörubílsdekk x 20 undir vagn. Þurfa ekki að vera merkileg. Uppl. í síma Óska eftir gamalli kola-eldavél. Get sótt hana hvert á land sem er. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa sturtuvagn. Má þarfnast lagfæringa. Einnig rúllugreip framan á traktor. Uppl. í síma

39 Bændablaðið Fimmtudagur 23. ágúst Atvinna Óska eftri starfsmanni. Langentur maður óskast í álgluggasmíði á Selfossi. Uppl. gefur Gunnar í síma Jökulsárlón ehf. auglýsir eftir starfsfólki í eftirfarandi stöður Eldhús- og afgreiðslu, Skipstjóra til að sigla með farþega á Hjólabátum og Rib bátum og skipstjóra á fylgdarbáta. (engra réttinda er krafist á fylgdarbátana) og leiðsögumenn á báta.tímabilið sem um ræðir er frá september og út nóvember. Til greina kemur að ráða til styttri tíma. Uppl. gefur Ágúst í síma eða í tölvupósti jokulsarlon.is Alberto, 35 ára Spánverji, óskar eftir vinnu á sveitabæ á Íslandi frá októbermánuði. Hefur reynslu af garðyrkjustörfum. Uppl. á netfangið eða í síma Óska eftir að ráða duglegan, áhugasaman mann vanan jarðrækt. Uppl. á Dýrahald Tása gamla á Núpi er orðin amma! Barnabörnin eru ættgöfugir Border Collie hvolpar. Þá prýða hinir bestu kostir, Eru ljúfir, kátir, lítillátir og sérlega vel uppaldir efnilegir smalahundar, gefins handa góðum bændum eða öðrum elskulegum og duglegum heimilum. Uppl. í síma Einnig má hringja í síma eftir kl 20:00. Hef tvo Border Collie-hvolpa (rakkar) 2. mán. til sölu undan Taff (Íslandsmeistari 2011)og Tíkó frá Breiðavaði. Einnig hef ég einn 7 mán. sem lofar góðu. Uppl. í síma Bjarki. Gisting Gisting á Akureyri. Gæludýr leyfð. Uppl. gefur Sigurlína í síma Hagaganga Óska eftir hagagöngu fyrir nokkur hross. Helst nærri Selfossi á sanngjörnu verði. Uppl. í síma Húsnæði í boði Til leigu á Hvanneyri gott og vel staðsett parhús c.a. 140 fermetrar, 3 svefnherbergi og bílskúr. Laust strax. Uppl. í síma Til sölu 144 fm tveggja hæða einbýlishús í HFN m/ sér inngöngum ásamt sérst. 34 fm bílskúr, auðvelt að búa til 3 leiguíb. Óska eftir makaskiptum, verðhugmynd 39 m. Uppl. í síma Jarðir Til sölu smájörð á Vatnsleysuströnd u.þ.b. 25 mín. akstur frá miðbæ Reykjavíkur og 10 mín. til Keflavíkur. Stórt íbúðarhús. Uppl. í síma Ung hjón með tvö börn óska eftir jörð til ábúðar. Skoðum allt með opnum huga. Uppl. í síma Sumarhús Rotþrær - Vatnsgeymar. Rotþrær og siturlagnir. Heildarlausnir - réttar lausnir. Vatnsgeymar frá 300 til l. Lindarbrunnar. Sjá á borgarplast.is - Mosfellsbæ. Uppl. í síma Þjónusta Bændur-verktakar Skerum öriggisgler í bíla,báta og vinnuvélar.sendum hvert á land sem er. Skiptum einnig um rúður í bílum. vinnum fyrir öll tryggingarfélögin. Margra ára reynsla. BílaGlerið ehf. Bíldshöfða 16, 110 Rvk. Sími Bókhald, VSK, laun, skattskýrslur og stofnun fyrirtækja. Fagleg vinnubrögð á sanngjörnu verði. Bókhald og þjónusta ehf. Sími Öll almenn smíðavinna,úti og inni. Sumarhús,sólpallar,nýbyggingar og get tekið að mér byggingarstjórn á breytingum og nýbyggingum. Get farið út á land.tilboð tímavinna.uppl. í síma , Björn. Varahlutir Erum með varahluti fyrir Benz, VW, Skoda, MMC, Hyundai, Peugeot, Renult, Fiat, Suzuki, Dodge, Ford, Land Rover og fl. Kaupum bíla til niðurrifs og uppgerðar. Ísetningar á varahlutum. Eldshöfða 6, 110 RVK. Opið og lau Þvottavél Amerísk gæðavara 12 kg Taka 12 Kg Hljóðlát Stórt op > auðvelt að hlaða Sparneytin amerísk tæki. <Þvottvélin tekur heitt og kalt vatn Afkastamikill þurrkari > DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI Þurrkari Amerísk gæðavara Drög að matsáætlun lögð fram vegna framkvæmda við Vestfjarðaveg: Jarðgöng undir Hjallaháls eða þverun þriggja fjarða Vegagerðin auglýsti í síðasta mánuði drög að tillögu að matsáætlun vegna fyrirhugaðra framkvæmda á Vestfjarðavegi (60) milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi. Ef af verður mun þetta stytta leiðina um Reykhólasveit um 20 kílómetra. Almenningi var gefinn kostur á að gera athugasemdir við áætlunina til 7. ágúst. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni bárust um 30 athugasemdir. Verið er að fara yfir þær og í framhaldinu verður afstaða tekin til þess hvaða stefna verði tekin varandi næstu skref í málinu. Núverandi vegur er 41,6 km langur en nýr vegur verður 19,7-21,7 km langur, háð leiðarvali. Áætlanir eru um að meta umhverfisáhrif þriggja leiða, þ.e. þeirra sem nefndar eru D1, H og leið I. Vegagerð um þetta svæði hefur verið mikið bitbein undanfarin ár og áratugi og þar hafa togast á samgönguhagsmunir íbúa á Vestfjörðum, eignarréttarsjónarmið landeigenda og náttúruverndarsjónarmið. Síðast voru það deilur um vegagerð um Teigsskóg í Þorskafirði, sem leiddu til þess að þeim áformum virðist hafa verið ýtt endanlega út af borðinu. Jarðgöng eða þverun þriggja fjarða Nú stendur valið um tvær jarðgangaleiðir undir Hjallaháls, leið D1 með 3,5 km jarðgöngum og leið H með 3,9 km löngum jarðgöngum. Þriðja leiðin, leið I, er vegagerð út austanverðan Þorskafjörð með veg og brú yfir fjarðarmynnið yfir í Grenitrésnes (Hallsteinsnes) og síðan áfram með veg og brú yfir mynni Djúpafjarðar í Grónes og yfir Gufufjörð í Melanes. Af veginum út austanverðan Þorskafjörð er síðan gert ráð fyrir vegtengingu um Reykjanes til Reykhóla. Samkvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni þykir enn ekki koma til álita að gera veg og brú beint úr Reykjanesi og yfir í Melanes og losna þar með við vegagerð og brýr yfir Djúpafjörð og Gufufjörð. Við slíka vegalagningu hafa einnig verið lagðar fram hugmyndir um að nýta brúargerð við gerð sjávarfallavirkjunar. Fullyrt er af Vegagerðinni að sú leið yrði dýrari kostur en leið 1 sem nú er rætt um, með þverunum þriggja fjarða og þrem brúm, og jafnvel dýrari en jarðgöng. Forsenda byggðar og uppbyggingar Markmið framkvæmdarinnar með fyrirhugaðri vegagerð er að bæta samgöngur um sunnanverða Vestfirði sem kallað hefur verið eftir áratugum saman. Eru endurbætur á veginum um Reykhólasveit og Barðaströnd m.a. talin forsenda aukinnar uppbyggingar laxeldis á sunnanverðum Vestfjörðum sem og fyrir aukinni uppbyggingu ferðaþjónustu á svæðinu. Vilja sumir jafnvel meina að bættar samgöngur séu algjör forsenda þess að byggð leggist hreinlega ekki af á Vestfjörðum, eins og þróunin stefnir í samkvæmt nýlegum úttektum. Um 20 km vegstytting í Reykhólasveit ásamt 27,4 km vegstyttingu við gerð Dýrafjarðarganga gætu líka skipt miklu máli fyrir íbúa á norðanverðum Vestfjörðum. sérhæfum okkur í JCB Hydrema Iveco New Holland og Case JCB Eigum allar síur í New Holland og JCB á lager Oftast ódýrastir! Vélavit Varahlutir - Viðgerðir Skeiðarás 3 Garðabær Sími velavit@velavit.is Framleiðum Vélboða mykjudreifara í mörgum stærðum Heimasíða.

40 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 6. september Landbúnaðurinn hornsteinn í skagfirsku samfélagi Sveitasæla, bændahátíð og landbúnaðarsýning í Skagafirði, verður haldin í reiðhöllinni Svaðastöðum á Sauðárkróki laugardaginn 25. ágúst, en þetta er í sjöunda sinn sem hátíðin er haldin. Líkt og undanfarin ár er sýningin sambland af kynningu söluaðila á því sem nýjast er í framleiðslu á vörum og þjónustu fyrir bændur, auk þess sem bændurnir sýna dýr sín og skemmta jafnt sjálfum sér og gestum sýningarinnar. Framkvæmdaaðili sýningarinnar þetta árið er Markvert ehf. en fyrirtækið er í eigu hjónanna Karls Jónssonar og Guðnýjar Jóhannesdóttur á Sauðárkróki. Aðspurð um hvað beri hæst á sýningunni þetta árið svara þau hjón því til að miðað við umræðu um þurrka og uppskerubrest sökum þeirra séu bændur afar áhugasamir um sýningu Þórarins Leifssonar í Keldudal á vökvunarbúnaði. Við köllum þennan lið Tóti lætur dæluna ganga, en hann mun tvisvar yfir daginn senda gusu yfir afmarkað sýningarsvæði. Þurrkar hafa að undanförnu leikið bændur grátt og er því mikill áhugi á búnaðinum. Þá höfum við heyrt að börnin séu spennt fyrir að leita að nálinni í heystakknum en vegleg verðlaun eru í boði frá versluninni Eyri á Sauðárkróki fyrir þann sem fljótastur er að finna nálina, segja þau Guðný og Karl. Sýningar og skemmtiatriði verða jafnt og þétt yfir daginn en í lok sýningarinnar verður boðið upp á meistaramót í óhefðbundnum hestaíþróttum. Sýningin stendur frá tíu um morguninn og til klukkan sjö. Eftir að sýningu lýkur er gert ráð fyrir að sýningargestir geti keypt sér kvöldmat á staðnum en veitingasala verður í höndum veitingastaðarins Ólafshúss á Sauðárkróki. Um hálf átta verður síðan boðið upp á kvöldvöku þar sem ungir og efnilegir tónlistarmenn í Skagafirði troða upp, auk þess sem búgreinafélögin reyna með sér í keppni í bænda-fitness, en utanumhald kvöldvökunnar verður í höndum Gísla Einarssonar sjónvarpsmanns sem ef að líkum lætur mun láta gamminn geisa. Í fyrra sóttu rúmlega 2000 manns Sveitasælu og segjast þau Guðný og Karl fastlega gera ráð fyrir sama fjölda þetta árið. Sýningin er orðin fastur liður hér í héraði og hefur mikla þýðingu fyrir bændur og framleiðendur í Skagafirði sem þarna fá kærkomið tækifæri til þess að sýna sig og sjá aðra, samhliða því að kynna sjálfir eða fræðast um nýjungar í landbúnaði, en segja má að landbúnaður og störf honum tengd séu hornsteinn í skagfirsku samfélagi. Lífræn mjólk frá Organic Valley þrisvar sinnum dýrari en íslensk nýmjólk: Grasmjólk úr grasétandi kúm Bændablaðið er til margra hluta nytsamlegt. Athugull lesandi Bændablaðsins tók eftir því fyrir skömmu þegar hann átti leið um Ullarselið á Hvanneyri að þar eru notaðir nýstárlegir innkaupapokar sem búnir eru til úr Bændablaðinu. Meðfylgjandi mynd var tekin í Ullarselinu í vikunni. Hér má sjá Mynd / Áskell Bændablaðið nýtt í innkaupapoka Dóru Karen Drexler, sem býr í Bandaríkjunum, með innkaupapoka sem búinn var til úr Bændablaðinu. Það var Ingibjörg Jónasdóttir sem afgreiddi hana. Þess má geta að í pokanum er peysa, en Ullarselið á Hvanneyri er þekkt fyrir óvenju vandað handverk af ýmsu tagi. Þau stórtíðindi berast nú frá Bandaríkjunum að þar sé komin á markað glæný afurð frá lífrænu afurðastöðinni Organic Valley, sem þeir kalla grasmjólk GrassMilk. Greint er frá þessu á vefsíðu Landssambands kúabænda og þar á bæ þykja þetta greinilega vera athyglisverðar fréttir. Á heimasíðu Organic Valley kemur fram að mjólkin sé vottuð sem ferskvara og sagt að hún komi eingöngu frá kúm sem séu fóðraðar á lífrænt ræktuðu grasi sem kýrnar ganga daglangt í, í högum í Humbolt County í Kaliforníu. Fram kemur einnig að kýrnar fái til viðbótar þurrkað fóður eins og hey, en þeim sé aldrei boðið upp á korn eða soyjabaunir. Þá segir að eigendur Organic Valley leggi sig fram um að starfa í góðri sátt við náttúruna. Því séu gerfihormónar, skordýraeitur, fúkkalyf og líftækniafurðir ekki leyfðar í þeirra afurðum. Á boðstólum eru þrjár gerðir mjólkurinnar, þ.e. hefðbundin mjólk, 2% feit og svo undanrenna. Það er svo sem ekki skrítið að Bandaríkjamönnum þyki það tíðindi að bjóða upp á mjólk úr kúm sem eingöngu éta gras, þar sem þeir þekkja vart annað en mjólkurkýr séu fóðraðar á korni, soyjabaunum og öðru slíku. Á Íslandi hefur gras eða öllu heldur hey aftur á móti verið meginuppistaðan í fóðri kúnna en korn aðeins gefið sem fóðurbætir og þá í mismiklum mæli, enda dýrt. Organic Valley gefur upp leiðbeinandi verð á 1,8 lítra umbúðunum: 5,49 dollara eða sem nemur um 367 krónu/ lítrinn. Þessi mjólk fæst m.a. keypt í Whole Foods verslunarkeðjunni, sem m.a. selur íslenskt skyr og lambakjöt. Hér á landi er afurðastöðvaverð til bænda um 80 krónur á lítra. Algengt verð á léttmjólk með 1,5% fituinnihaldi út úr búð er um 115 krónur lítrinn. Sama verð er oftast á nýmjólk með 3,9% fituinnihaldi, eða innan við þriðjungur af verðinu á Grasmjólkinni".

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Réttardagar á komandi hausti

Réttardagar á komandi hausti 20 31 Allt er betra með beikoni! Sérblað í miðju Bleikjueldi í sveitinni Nýja leikskólapeysan 15. tölublað 2014 Fimmtudagur 14. ágúst Blað nr. 424 20. árg. Upplag 32.000 Réttardagar á komandi hausti Undanfarin

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl. 24 25 28 29 32 33 Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng til bænda við Djúp 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 525 24.

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Tómataland í Mosfellsdal. 15. tölublað 2017 Fimmtudagur 3. ágúst Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is

Tómataland í Mosfellsdal. 15. tölublað 2017 Fimmtudagur 3. ágúst Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.is 20-21 28-29 47 Heyannir í íslenskum sveitum Tómataland í Mosfellsdal Royal Enfield mótorhjól í vélabásnum 15. tölublað 2017 Fimmtudagur 3. ágúst Blað nr. 496 23. árg. Upplag 32.000 Vefur: bbl.is Þetta

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Valgerður læknir: Meðferð án landamæra Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni Blað samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 2. tölublað október 2009 BLAÐ IÐ

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS

Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Staðsetningartækni með gervitunglum GNSS Sæmundur E. Þorsteinsson Háskóla Íslands Greipur Gísli Sigurðsson Vegagerðinni 1 GNSS Global Navigation Satellite System GPS = Global Positioning System bandarískt,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM ISSN 1670-021X Miðvikudagur 2. október 2002 40. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Ég fór í þessa

More information