Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Size: px
Start display at page:

Download "Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit"

Transcription

1 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur á áburðarmarkaði. Gríðarlegar hækkanir hafa orðið sl. 12 mánuði á helstu áburðarefnunum; köfnunarefni, fosfór og kalí. Mælt í dollurum skipta þessar hækkanir tugum prósenta samkvæmt heimildum af vefsíðu YARA. Við þetta bætast síðan áhrif af gengisþróun íslensku krónunnar eins og fram kemur í grein Sigurðar Þórs Guðmundssonar. Í viðtali við Esa Härmälä framkvæmdastjóra Evrópusamtaka áburðarframleiðenda á bls. 2 kemur fram að ekki er búist við að hækkanir á áburði eigi eftir að ganga til baka og að markaðsstaðan verði áfram þröng, ekki síst vegna gríðarlega aukinnar eftirspurnar. Aðgangur að hráefnum til framleiðslunnar og aðgerðir til að draga úr losun koltvísýrings í andrúmsloftið skipta einnig máli. Fyrir verðlagsgrundvallarbúið í mjólk þýðir 10% hækkun á áburði um 95 þús. kr hækkun útgjalda. Fyrir 440 kinda sauðfjárbú gæti verið um á að giska 2/3 af þessari upphæð að ræða. Þessi spenna á áburðarmarkaði, sem Esa Härmälä lýsir, á upptök sín fyrst og fremst í aukinni eftirspurn eftir áburði vegna verðhækkana á kornmörkuðum, aukinni framleiðslu á lífeldsneyti og aukinni kjötframleiðslu í löndum eins og Kína. Ljóst er því að miklir hagsmunir eru í húfi fyrir bændur og neytendur hvarvetna í heiminum. EB Sjá bls. 2 og 18. Þrjár nýjar reglugerðir Í síðustu viku birti sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneyti þrjár nýjar reglugerðir varðandi búvöruframleiðsluna. Reglugerð nr. 10/2008 fjallar um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu og kveður á um fyrirframgreiðslu til sauðfjárbænda sem stunda gæðastýrða framleiðslu. Reglugerð nr. 11/2008 er um greiðslumark sauðfjár á lögbýlum Reglugerðin er í meginatriðum samhljóða fyrri reglugerð varðandi beingreiðslur. Í henni er að finna ákvæði um útreikning jöfnunargreiðslna til greiðslumarks. Reglugerð nr. 12/2008 er um beingreiðslur í garðyrkju árið 2008 sem skulu nema 217 milljónum kr. og skiptast á afurðir sem hér segir: a) Tómatar 106 millj. kr. b) Gúrkur 79 millj. kr. c) Paprika 32 millj. kr. Reglugerðirnar má finna í heild sinni á 1. tölublað 2008 Þriðjudagur 15. janúar Blað nr. 274 Upplag Framkvæmdastjóri BÍ kvaddur Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands sést hér á tali við núverandi og fyrrverandi framkvæmdastjóra samtakanna, þá Eirík Blöndal (í miðið) og Sigurgeir Þorgeirsson, í hófi sem haldið var til heiðurs Sigurgeiri á Hótel Sögu síðastliðinn föstudag en hann er að hverfa til starfa sem ráðuneytisstjóri í sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu. Ljósm. Jón Svavarsson. Sjá fleiri myndir á bls. 6. Sláturfélag Austurlands hefur mikinn hug á að byggja upp nýtt sláturhús á Austurlandi, en eins og staðan er nú er engin slátrun á svæðinu frá Húsavík til Hafnar í Hornafirði. Sigurjón Bjarnason, sem verið hefur umsjónarmaður Austurlambs, hefur komið að þessu máli með þeim sláturfélagsmönnum. Hann var nýlega staddur í Reykjavík og hélt þar fund með völdum hópi sérfræðinga til að kanna nýjungar í markaðsmálum fyrir hugsanlegt sláturhús. Margt hægt að gera,,ég er alltaf að leita að upplýsingum í þessum málum því ég er í þekkingaröflun. Það er rétt að ég hélt þennan fund og ég efast um að svona fundur hafi verið haldinn í landbúnaðargeiranum fyrr. Á fundinum með mér voru matvælafræðingur, innkaupastjóri í stórmarkaði, matreiðslumaður og markaðssérfræðingur sem rekur fyrirtæki á því sviði. Auk þess var ég búinn af afla mér upplýsinga frá manni sem stjórnar kjötvinnslu. Eftir þennan fund er ég kominn með býsna góðan pakka af upplýsingum, sagði Sigurjón. Hann sagði að allt þetta snúist um gæðamál í dilkakjöti. Fyrst og fremst um meðferð kjötsins alveg frá því gripurinn er lifandi og þar til hann endar á matarborðinu. Á fundinum komu fram misjöfn viðhorf sem Sigurjón sagði að yrði fróðlegt að sannreyna og fara svo að þjóna þeim í framleiðslunni. Hann sagði að nú muni þeir Þorsteinn Bergsson í Unaósi, formaður Sláturfélags Austurlands, setjast yfir þessar upplýsingar allar og sjá hvernig þetta lítur út. Bragðgæðum hefur hrakað,,mér fannst koma fram á fundinum að ýmislegt nýtt væri hægt að gera til þess að bæta gæði kjötsins. Menn virðast almennt sammála um að bragðgæðum dilkakjöts hér á landi hafi hrakað síðustu 10 til 20 árin. Holdfyllingin hefur aftur á móti stórbatnað. Ástæðan fyrir því að bragðgæðum hefur hrakað er sá mikli flýtir sem er í framleiðslunni. Menn eru bara á hámarka afköst og Næsta Bændablað kemur út þriðjudaginn 29. janúar Nýtt sláturhús í bígerð á Austurlandi Markaðsundirbúningur í fullum gangi nýtingu á kostnað bragðgæðanna, sagði Sigurjón. Hann sagði að þeir Austfirðingar stefndu að því að koma fram með nýjungar og meiri kjötgæði ef farið verður út í að byggja nýtt sláturhús eystra. Nánar er fjallað um þetta mál í viðtali við Þorstein í Unaósi á bls. 12. S.dór 97% bænda lesa Bændablaðið! Skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskólans og að lesendur kunna að meta þá fjölbreytni sem við vann fyrir Bændasamtökin leiðir í ljós að leitumst við að stunda í efnisvali. Útbreiðsla blaðs- 95% bænda eru mjög ánægðir eða frekar ánægðir ins hefur aukist verulega á undanförnum árum en með efni Bændablaðsins. Mikill meirihluti við munum túlka þessar niðurstöður sem hvatningu bænda, eða 86% segist alltaf lesa Bændablaðið, um að koma blaðinu til enn stærri lesendahóps, auk 11% gera það oft eða stundum og þeir sem lesa þess sem við höldum áfram að bæta blaðið. blaðið sjaldan eða aldrei eru einungis 3% af Skoðanakönnunin var unnin í nóvember sl. og í heildinni. úrtakinu voru 900 bændur úr öllum landsfjórðungum. Þetta eru afskaplega ánægjuleg tíðindi fyrir Tilgangurinn var að kanna viðhorf bænda til okkur sem stöndum og höfum staðið að útgáfu hinna ýmsu þátta í starfi Bændasamtakanna, búnaðarsambandanna, Bændablaðsins á þeim tólf árum sem það hefur búgreinafélaga og til félagskerfis komið út, segir Þröstur Haraldsson ritstjóri. Þessar bænda almennt. Nánar má lesa um niðurstöðurnar niðurstöður sýna að við erum á réttri leið með blaðið á bls. 7.

2 2 Fréttir Tveir kaflar á Vestfjarðavegi Búist við að gerð útboðsgagna ljúki í vor og framkvæmdir hefjist í sumar Herdís Þórðardóttir bar fram á dögunum fyrirspurn á Alþingi til samgönguráðherra um hvenær boðnar yrðu út eftirfarandi framkvæmdir á Vestfjarðavegi og hvenær áætlað væri að þeim lyki: a. frá Þorskafirði í Kollafjörð og b. milli Vattarfjarðar og Vatnsfjarðar? Samgönguráðherra sagði að Vegagerðin gerði ráð fyrir í áætlunum sínum að hönnun og gerð útboðsgagna lyki í vor. Tæknilega Slæm afkoma hjá Ístex á síðasta ári Aðalfundur Ístex hf. var haldinn fimmtudaginn 10. janúar sl. í húsnæði félagsins í Mosfellsbæ. Guðjón Kristinsson, framkvæmdastjóri Istex, sagði að afkoman á síðasta ári hefði verið slæm, lakari en áður hefur sést. Tapið á árinu 2007 nam 32,6 milljónum króna á móti 8 milljóna tapi eftir afskriftir árið á undan. Ástæðuna fyri þessari slæmu afkomu sagði Guðjón vara tekjusamdrátt vegna minni sölu á nokkrum mörkuðum og verðlækkun á ull og erfiðleika á ullarmörkuðum. Ofan á þetta bætist svo gengisþróunin. Hann segir að ekki hafi tekist að draga úr tilkostnaði í takt við samdráttinn á mörkuðum. En ekki er um algert svartnætti að ræða því Guðjón segir nokkrar horfur á lofti um betri tíð. Þess má geta að upp úr árinu 2000 komust ullarvörur mjög í tísku bæði austan og vestan hafs en nú virðist sú tískubóla hafa hjaðnað í bili. S.dór Eyrarrósin, viðurkenning fyrir framúrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni, var afhent við hátíðlega athöfn á Bessastöðum þann 10. janúar. Að þessu sinni hlaut ísfirska tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður Eyrarrósina en Guðmundur Kristjánsson, hafnarstjóri Ísafjarðarbæjar og faðir Arnar Elíasar Guðmundssonar, öðru nafni Mugison, tók við viðurkenningunni en þeir feðgar eru upphafsmenn hátíðarinnar. Guðmundur var ákaflega stoltur yfir viðurkenningunni og lýsti fyrir gestum hvernig hugmyndin hefði farið af stað: Við feðgarnir vorum að koma af tónlistarhátíð í Englandi, settumst inn á krá, fengum okkur bjór og vorum fullir innblásturs af tónlistarhátíðinni og veltum fyrir okkur hvort ekki væri hægt að hafa slíka hátíð á Ísafirði. Hafa hátíð þar sem venjulegt fólk væri stjörnurnar, einnig til að laða að fólk vestur og sýna því hversu frábær staður þetta er. Hátíðin byrjaði árið 2004 og vex ár frá ári en þessi viðurkenning veitir okkur byr undir báða vængi og erum við mjög þakklátir og hrærðir, sagði Guðmundur sem bað fyrir kveðju frá syni sínum, Mugison, sem var í lest í Hollandi á leið að spila á tónlistarhátíð þegar viðurkenningin var afhent. Þrjú verkefni voru tilnefnd til ætti þá að vera hægt að hefja framkvæmdir næstkomandi sumar. Gangi það eftir er reiknað með verklokum í lok sumars Hins vegar verður að gera fyrirvara um hversu langan tíma tekur að ná samningum við landeigendur. Eins hversu langan tíma eignarnámsferlið tekur, náist ekki samningar við landeigendur. Þetta eru þeir þættir sem Vegagerðin hefur ekki fulla stjórn á. Einnig verður að gera fyrirvara um niðurstöðu dómsmáls sem höfðað hefur verið til ógildingar á úrskurði umhverfisráðherra um mat á umhverfisáhrifum. Framkvæmd þessi er frá Þórisstöðum í Þorskafirði, um Teigsskóg, Hallsteinsnes, yfir Djúpafjörð, um Grónes, yfir Gufufjörð, um Melanes og fyrir Skálanes í Kollafjörð. Hluti framkvæmdarinnar er einnig tenging af Hallsteinsnesi að Djúpadal í Djúpafirði. Varðandi b-liðinn, þ.e. milli Vattarfjarðar og Vatnsfjarðar, er stefnt að útboði á kaflanum frá Þverá í Kjálkafirði að Þingmannaá í Vatnsfirði í vor. Um er að ræða um það bil 15 kílómetra kafla. Reiknað er með að framkvæmdir hefjist í sumar og ljúki haustið Nýr vegur á þessum kafla mun að mestu verða á sama stað og núverandi vegur. Vegagerðin reiknar ekki með að þessi framkvæmd verði matsskyld. Framkvæmdin verður hins vegar kynnt Skipulagsstofnun til ákvörðunar um matsskyldu. Fjárveiting er til verksins, á árinu 2008 og 2009, 300 millj. kr. hvort ár eða samtals 600 millj. kr. Er þetta ein af flýtiframkvæmdum sem ríkisstjórnin ákvað 10. júlí síðastliðinn sem mótvægisaðgerð vegna aflabrests. Aldrei fór ég suður hlaut Eyrarrósina Eyrarrósarinnar 2008: Safnasafnið, Svalbarðsströnd, Aldrei fór ég suður, tónlistarhátíðin á Ísafirði og Karlakórinn Heimir í Skagafirði. Verðlaunafé, sem forsvarsmenn Aldrei fór ég suður fengu, var 1,5 miljónir króna og einnig verðlaunagripur sem Steinunn Þórarinsdóttir myndlistarkona hafði gert. Verndari Eyrarrósarinnar er Dorrit Moussaieff forsetafrú og afhenti hún viðurkenninguna og verðlaunagripinn í hófi á Bessastöðum. ehg Jólakálfur í Hraunkoti Hann fékk nafnið Andrew, nautkálfurinn sem leit dagsins ljós á annan dag jóla á bænum Hraunkoti í Aðaldal. Heitir hann í höfuðið á tilvonandi tengdasyni ljósmóðurinnar en sá dvaldi á Hraunkoti yfir jólin með Kristel Kristjánsdóttur kærustu sinni. Þau skötuhjú komu frá Lundúnum þar sem þau búa og áttu notaleg jól í sveitinni, en hvorugt hafði áður upplifað fæðingu kálfs og þótti báðum mikið til koma. Það var Kristján Kristjánsson ritstjóri á Akureyri sem tók á móti kálfinum, en hann sá um búið á meðan mágur hans, Kolbeinn Kjartansson, brá sér í jólaferð til Noregs. Kjartan bóndi í Hraunkoti, Björnsson fylgist með að allt fari vel fram. Móður og kálfi heilsast vel. Bændur hér á landi sem og annarsstaðar í heiminum hafa þungar áhyggjur af hækkandi áburðarverði. Heimsmarkaðsverð á áburði hefur hækkað gríðarlega síðastliðna 12 mánuði, eins og lesa má um á síðu 18 í blaðinu. Sem dæmi um hvernig sú hækkun kemur fram gagnvart bændum má nefna að verð á kalí og fosfór til bænda í Svíþjóð hækkaði um 100% á nýliðnu ári og verð á köfnunarefni um 70%. Bændablaðið leitaði til Esa Härmälä, framkvæmdastjóra EFMA (European Fertilizer Manufacturers Association, Evrópusamtaka áburðarframleiðenda) til að fá svör við ýmsum spurningum um stöðu og þróun á áburðarmarkaði um þessar mundir. Esa er fyrrverandi formaður finnsku bændasamtakanna (MTK) og íslenskum bændum að góðu kunnur. Dýrt að auka afköstin Esa var fyrst spurður hvað valdi þeirri auknu spennu sem greinileg hefur verið á áburðarmarkaði undanfarna mánuði. Það er mikil aukning á eftirspurn eftir matvælum og endurnýjanlegum hráefnum um allan heim. Kína og Indland eru að stórauka matvælaframleiðslu og þar með eykst eftirspurn þeirra eftir áburði. Sérstaklega veldur stóraukin framleiðsla á lífrænu etanóli í Bandaríkjunum mikilli aukningu á þörf fyrir áburð. Þá er ESB að taka meira ræktunarland í notkun með því að afleggja, tímabundið að minnsta kosti, fyrirmæli um að taka land úr ræktun. Þetta er einfaldlega spurning um framboð og eftirspurn. Esa sagði jafnframt að búist væri við áframhaldandi aukingu á eftirspurn og að áfram yrði uppi svipuð staða hvað varðar framboð og eftirspurn. Aðspurður um getu áburðariðnaðarins til að mæta aukinni eftirspurn sagði Esa að greinin gerði sitt besta til að þjóna eina viðskiptavini sínum, þ.e.a.s bóndanum. Hins vegar er það stórt og dýrt verkefni að ráðast í að auka Hvað er að gerast á áburðarmarkaði? Rætt við Esa Härmälä, framkvæmdastjóra Evrópusamtaka áburðarframleiðenda Esa Härmälä. Guðmundur Kristjánsson með viðurkenninguna sem hann tók við úr hendi Dorritar Moussaieff forsetafrúar á Bessastöðum. afkastagetu áburðariðnaðarins. Slík verkefni eru fyrst og fremst í gangi utan Evrópu. Jafnframt er verið að fjárfesta í áburðariðnaði í Evrópu en helstu óvissuþættir eru aðgengi og verð á náttúrulegu gasi sem er aðalhráefnið við framleiðslu á köfnunarefnisáburði og fjárhagslegar byrðar vegna aðgerða til að vinna gegn loftslagsbreytinum og á hann þá við kolefniskvóta. Seljendamarkaður Varðandi verðþróun á komandi mánuðum og misserum sagði Esa að vegna löggjafar gegn samkeppnishömlum geri EFMA engar verðspár en einkarekin ráðgjafafyrirtæki kunni að gera það. Hann sagðist hins vegar geta sagt að margir álíti að það sama eigi við hér og á heimsmarkaði fyrir korn þar sem ekkert útlit er fyrir að snúið verði aftur til þess lága verðs sem var á mörkuðum fyrir tveimur árum. Að lokum var Esa spurður hvort séð væri að yfirvofandi sé skortur á einstökum áburðarefnum t.d. fosfór í náinni framtíð og hverjar yrðu afleiðingar þess fyrir litla kaupendur, þróunarlönd o.fl. Einnig um það hvernig staðan væri varðandi kadmíumsnauðar fosfórnámur eins og t.d. í Rússlandi í samanburði við kadmíummengaðri fosfórnámur eins og t.d. í Norður-Afríku? Fyrirtæki inna EFMA segja að sífellt sé erfiðara og dýrara að kaupa þann fosfór og köfnunarefni sem þau þurfa á að halda til framleiðslu sinnar. Þetta er seljendamarkaður. Ég hef lesið í finnska Bændablaðinu að hefðbundnir áburðarbirgjar í Finnlandi bjóði t.d. ekki lengur sérstaka áburðarblöndu fyrir sykurrófur. Ég hef ekki nákvæmar upplýsingar um fosfórnámur í Rússlandi og Bandaríkjunum en eins og ég sagði er markaðsstaðan erfið, sagði Esa Härmälä. EB/ ÞH/ Arnarneshreppur ADSL-væðist Hreppsnefnd Arnarneshrepps stefnir að því að ADSL væða allan hreppinn á þessu ári. Hefur hún tekið frá væna fjárhæð í þetta verkefni á fjárhagsáætlun sinni fyrir árið Hreppsnefndir Arnarneshrepps og Hörgárbyggðar munu hittast á kynningarfundi síðar í þessum mánuði ásamt aðilum frá Tengi ehf. og einhverri Internetveitu til þess að sjá hvernig er best að útfæra þessa hluti í nágrannasveitum Akureyrar. Það er hreppsnefnd Arnarneshrepps sem stendur fyrir fundinum og býður Hörgárbyggð að taka þátt þar sem að væntanlega mun ljósleiðari liggja frá Akureyri í gegnum Hörgárbyggð og þannig í Arnarneshreppinn. MÞÞ

3

4 4 Nýr framkvæmdastjóri tekinn við hjá Bændasamtökum Íslands Geysilega mikilvægt að bændur séu í góðu tölvusambandi Nýr framkvæmdastjóri er tekinn til starfa hjá Bændasamtökum Íslands. Eiríkur Blöndal settist um áramótin í sæti Sigurgeirs Þorgeirssonar sem stýrt hafði daglegum rekstri samtakanna frá stofnun árið Bændablaðið tók nýja framkvæmdastjórann tali og bað hann að segja frá sér og hugmyndum sínum um nýja starfið. Eiríkur er Borgfirðingur, frá Langholti í Bæjarsveit. Þar sleit hann barnsskónum en námsárunum eyddi hann fyrst í Reykjavík þar sem hann gekk í Fjölbrautaskólann í Breiðholti og síðan var hann í sjö ár í Noregi. Fyrsta árið ytra stundaði hann búfræðinám í Öksnevad jordbruksskole, skammt frá Stafangri, en næstu fimm árin var hann í landbúnaðarháskólanum í Ási. Að námi loknu starfaði Eiríkur svo við kennslu í Vinterlandbruksskolen í Osló. Vorið 1997 fluttum við fjölskyldan heim frá Noregi og keyptum gamalt garðyrkjubýli að Jaðri í Bæjarsveit og höfum búið þar síðan. Jaðar er nýbýli út úr Bæ og liggur að Langholti þar sem foreldrar mínir búa. Við feðgar höfum nýtt túnin á báðum jörðum og flutt út hey til Færeyja. Við höfum ekki neinar skepnar ef frá eru taldar nokkrar hænur og kanínur og nýtum gróðurhúsin til lágmarks matvælaframleiðslu til eigin nota. Eiginkona Eiríks er Sigurbjörg Ósk Áskelsdóttir. Hún er landslagsarkitekt og starfrækir fyrirtækið Landlínur ehf. í Borgarnesi. Þau eiga tvö börn, Stellu Dögg sem er tíu ára og Jón Björn sem er fjögurra ára. Frá Hellisheiði í Hornbjarg Fyrsta starf Eiríks hér heima var á Bútæknideild RALA eins og hún hét þá. Þar vann hann við húsvist nautgripa, búvélaprófanir og gerði rannsóknir á vinnumagni í mjólkurframleiðslu og fleiru. Eiríkur Blöndal er nýráðinn framkvæmdastjóri Bændasamtaka Íslands. Ljósm. Jón Svavarsson 1. ágúst 2001 tók ég við starfi framkvæmdastjóra Búnaðarsamtaka Vesturlands og hef verið þar síðan. Skrifstofan var fyrst í Borgarnesi en var flutt að Hvanneyri árið Fljótlega eftir að ég tók til starfa var hafið samstarf við Vestfirðinga. Um áramótin gekk Búnaðarsamband Kjalnesinga inn í samstarfið. Eftir það lýstum við starfssvæðinu þannig að það næði frá Hellisheiði í Hornbjarg því allt Reykjanesið fellur undir Búnaðarsamband Kjalarnessþings, að því frátöldu að Búnaðarsamband Suðurlands sér um kynbótastarf í hrossarækt á svæði Búnaðarsambands Kjalarnesþings. Og nú ertu búinn að bæta við þig afganginum af landinu. Hvað freistaði þín til að taka að þér þetta starf? Mér fannst það spennandi að takast á við ný verkefni og vinna með skemmtilegu fólki. Ég kannaðist svo sem við starfið því það eru mjög mikil samskipti á milli búnaðarsambandanna og Bændasamtaka Íslands. Var ekkert erfitt að kveðja búnaðarsamtökin? Jú, að sjálfsögðu, en þetta veitir mér færi á að vinna með fleira fólki. Það fylgja öllum störfum fyrir samtök bænda þónokkur ferðalög sem gefa okkur kost á að kynnast bændum og öðru fólki um land allt. Eiríkur kvartar ekki undan móttökunum í Bændahöllinni, þar ríkir greinilega góð samstaða í starfsmannahópnum. Fjarskiptamálin brýnasta verkefnið Um áramótin urðu töluverðar breytingar á stjórnsýsluumhverfi landbúnaðarins. Verður ekki erfitt fyrir landbúnaðinn að laga sig að nýju umhverfi þar sem ráðherrann er farinn að hugsa um þorsk, í það minnsta hálfan sólarhringinn? Maður hefði nú kannski kosið að hafa landbúnaðarráðherrann óskiptan,.. En ég held að þetta verði ekkert vandamál í sjálfu sér, ég hef í það minnsta meiri áhyggjur af hækkandi áburðarverði, kjarnfóðurverði og þess háttar hlutum en breytingum á stjórnsýslunni. En hvað er það sem helst brennur á þessum samtökum sem þú ert að taka við? Verkefnin eru mörg. Þar ber hæst hagsmunagæslu fyrir bændur, ráðgjafarstarf og kynningu. Það hefur komið fram í viðhorfskönnunum að staða bænda og landbúnaðar í hugum almennings er sterk og nú hefur hækkandi matvælaverð erlendis opnað augu manna enn frekar fyrir mikilvægi landbúnaðar fyrir samfélagið. Það er ærið verkefni að vinna með þessa stöðu mála. Fjarskiptamálin eru sennilega eitt brýnasta verkefnið sem bændur þurfa að glíma við. Það er geysilega mikilvægt fyrir Bændasamtökin að bændur hafi góðar tölvutengingar því ráðgjafarstarfið byggist í æ meira mæli á tölvusamskiptum. Nýju forritin, sem verið er að koma í gagnið, byggjast á miðlægri gagnavinnslu sem bændur þurfa að vera í jafnvel daglegum samskiptum við. Það á við um Fjárvísi, nýja nautgriparæktarforritið, Veraldar feng, netútgáfu dkbúbót, Mark og fleiri forrit. Og þetta skiptir líka máli fyrir ýmsa aðra þjónustu. Víða í sveitum landsins eru tengingar svo lélegar að bændur geta ekki hlaðið niður einföldum PDF-skjölum, til dæmis húsa- eða jarðateikningum. Þessu þurfum við að koma í lag sem fyrst. Annað mikilvægt verkefni er að auka verðmætasköpun á bújörðum, verkefni sem nefnist Beint frá býli hefur til dæmis vakið væntingar. Einnig má nefna nauðsyn þess að auka þjónustu samtakanna við stærstu búin þar sem eftirspurn er eftir mjög sérhæfðri ráðgjöf. Þessum stóru búum hefur fjölgað og mörg þeirra eru töluvert skuldsett. Þessi bú hafa þannig oft aðrar þarfir en smærri búin og þeim þurfum við að sinna. Samskiptin ganga vel Nú kemur þú frá búnaðarsambandi, finnst þér einhverju þurfa að breyta í samskiptum þeirra við Bændasamtökin? Þessi samskipti ganga að flestu leyti ágætlega. Það mætti hins vegar auka enn samstarf á milli búnaðarsambandanna og þar gætu Bændasamtökin gegnt hlutverki. Sérhæfingin hefur verið að aukast innan búnaðarsambandanna sem er jákvætt. Þau hafa líka verið að sameinast um þjónustustarf og stækka, það hefur verið nauðsynleg þróun. En hvað um samskipti búnaðarsambandanna og búgreinafélaganna? Þau hafa gengið ágætlega. Það er ákveðin verkaskipting á milli þeirra sem er skilgreind í verkaskiptasamningum. Búnaðarsamböndin hafa sinnt ráðgjöfinni og búgreinasamtökin eru meira í hagsmunagæslunni og þetta hefur eftir því sem ég veit gengið vel enda eru öll þessi samtök aðilar að Bændasamtökunum. Í lokin, þú verður áfram búsettur í Borgarfirði og keyrir á milli. Kvíðirðu því ekkert? Nei, í sjálfu sér ekki. Þetta eru um 100 km hvora leið og það eru margir sem búa við slíkt. Þegar ég vann í Osló þurfti ég að keyra talsverða vegalengd en þar var nú vandamálið aðallega löng bið í bílalestum á þeim tímum sem flestir voru að fara til vinnu. Það er ég að mestu laus við núna. Það er líka byggðamál að fólk geti búið úti á landi og stundað vinnu í þéttbýlinu eða annarsstaðar sem það kýs. En til þess þarf að bæta samgöngur og efla fjarskipti, einkum háhraðatengingar heim á hvern bæ, segir Eiríkur Blöndal. ÞH Framkvæmdir við byggingu nýs fjóss hafnar á Stærri-Árskógi Stefnt að því að koma gripum í hús í næsta mánuði Uppbygging stendur nú yfir af fullum krafti á Stærri-Árskógi eftir eldsvoða sem þar varð í nóvember á nýliðnu ári. Í síðustu viku var hafist handa við að reisa nýtt fjós á bænum í stað þess sem brann og risu fyrstu einingarnar um miðja viku, en áætlað er að verkið, þ.e. að koma byggingunni upp, taki um sjö daga. Guðmundur Geir Jónsson bóndi á Stærri-Árskógi segir að mikið sé um að vera þessa dagana, en starfsmenn Landstólpa reisa nýja fjósið og vinna við það hörðum höndum. Að auki fá ábúendur aðstoð frá ættingjum og vinum, það eru allir boðnir og búnir að aðstoða, leggja sitt lóð á vogarskálina og fyrir það erum við afar þakklát, segir hann. Guðmundur segir að þegar húsið er risið muni taka við innivinna og þá skipti veðrið ekki eins miklu máli, en hann vænti þess, þegar Bændablaðið spjallaði við hann í síðastliðinni viku, að veður yrði skaplegt og vel myndi viðra til útivinnu. Við stefnum ótrauð að því að koma gripum í hús í febrúar og byrja þá þegar að mjólka í nýju fjósi, segir Guðmundur. Ábúendur hafa innréttað 40 feta gám sem mjólkurhús og gera ráð fyrir að nota hann eitthvað áfram. Fjósið sem nú er verið að byggja við bæinn er reist á rústum eldra húss og unnt að nota sökkul þess, en næsti áfangi í uppbyggingu að Stærri-Árskógi er ný bygging sem hafist verður handa við í sumar, líklega í ágúst mánuði. Nú er unnið að hönnun þeirrar byggingar, en Guðmundur veltir nú mjög vöngum yfir hvernig fyrirkomulagi innandyra verði best hátttað. Hugurinn fer á flug á kvöldin, um leið og lagst er á koddann koma nýjar hugmyndir og ég er í því þessa dagana að útfæra þær, segir hann, en skili hann inn sínum hugmyndum fyrir mánaðamót, til verkfræðings sem vinnur áfram að málinu, telur Guðmundur líklegt að hægt verði að panta húsið strax næsta vor. Það kemur í einingum frá Hollandi og tekur til þess að gera skamma stund að reisa þá byggingu. Við stefnum að því að taka kvígur inn í húsið Rjúpnaveiðin strax næsta haust og okkar áætlanir ganga út frá því, segir hann. Síðasti áfangi uppbyggingarverkefnisins er svo bygging nýs mjólkurhúss, en Guðmundur segir að aðstaðan sem hann hefur komið sér upp í gámnum sé í ágætu lagi og ekkert því til fyrirstöðu að nýta hana jafnvel næstu tvö ár. Maður verður að passa sig á að sprengja sig ekki, þetta kostar allt mikla peninga og vinnu. MÞÞ Meðalveiði á hvern veiðimann 2,57 rjúpur Í fréttatilkynningu frá Skotveiðifélagi rjúpur frá árinu Hver þeirra væri unnt. Verður ekki annað séð Íslands segir m.a. að félagið hafi nú, þriðja árið í röð, gert könnun á rjúpnaveiði félagsmanna. Helstu niðurstöður eru þær að meðalveiði á hvern veiðimann er veiddi rjúpur voru 2,57 fuglar. 8% þeirra veiddu yfir 10 rjúpur. Sá sem veiddi mest fékk 18 rjúpur. 55% félagsmanna Skotvís gengu til rjúpna nú í haust. 45% félagsmanna fóru hins vegar ekki til rjúpna haustið Þeir félagsmenn sem gengu til rjúpna vörðu að meðaltali 2,6 dögum til veiða. Fjöldi þeirra sem fóru til veiða en fengu ekki fugl var 13%. Haustið 2006 voru það 23%. 3% félagsmanna fóru 7 daga eða fleiri til veiða. Sá sem fór flesta daga fór 12 sinnum. 30% veiðimanna áttu átti að meðaltali 4,16 rjúpur. Sá sem átti flestar rjúpur átti 12 stk. 5% félagsmanna gáfu rjúpur. Hins vegar seldi enginn þeirra rjúpur. Þróun rjúpnaveiða árin 2005, 2006 og 2007 Þá segir í tilkynningunni: Sem kunnugt er, stendur íslenski rjúpnastofninn höllum fæti. Hann er tiltölulega lítill og er nú þegar í niðursveiflu. Sérfræðingar Náttúrufræðistofnunar, stjórn Skotvís og veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar efndu til fundar, að frumkvæði Skotvís, síðastliðið sumar um tilhögun rjúpnaveiðanna haustið Voru fundarmenn sammála um að æskilegt væri að draga úr veiðunum eins mikið og frekast en að það hafi tekist með ágætum. Árið 2005 voru veiðidagar 45 og þá var meðalveiði á hvern félagsmann Skotvís 10,41 fuglar. Árið 2006 voru veiðidagar 26 og þá var meðalveiði á hvern félagsmann 5,35 fuglar. Árið 2007 voru veiðidagar 18 og þá var meðalveiði á hvern félagsmann 2,37 fuglar. Árið 2005 gengu 33% félagsmanna Skotvís ekki til rjúpna. Árið 2006 gengu 40% félagsmanna ekki til rjúpna. En í fyrra, haustið 2007, gengu 45% félagsmanna ekki til rjúpna. Þá fullyrðir Skotveiðifélagið að aldrei hafi verið veitt minna af rjúpum á Íslandi en nú í haust, þ.e.a.s. nema þau ár þegar rjúpnaveiði hefur verið bönnuð. S.dór

5 5 Tilraunaverkefni um eyðingu á skógarkerfli í Eyjafjarðarsveit Leggur undir sig stór landsvæði og er mörgum þyrnir í augum Skógarkerfill hefur á undanförnum árum orðið áberandi á nokkrum stöðum á landinu. Tegundinn barst til landsins sem skrautjurt um 1920 og hefur væntanlega borist úr görðum landsmanna og tekur sér gjarnan bólfestu í vegköntum og berst einnig í ræktað land. Í Eyjafjarðarsveit hefur tegundinn breiðst hratt út og er nú orðin mörgum íbúum afar mikill þyrnir í augum. Umhverfisnefnd sveitarfélagsins hefur því ákveðið að ráðast í aðgerðir gegn útbreiðslu kerfilsins. Fjármagn fékkst á fjárlögum nú í haust til tilraunaverkefnis um eyðingu kerfilsins. Umhverfisnefnd hefur fengið Landbúnaðarháskólann Íslands í lið með sér við skipulagningu verksins. Ætlunin er að nota komandi sumar til að prófa ýmsar aðferðir til að ráða niðurlögum plöntunnar, og nota síðan reynslu sumarsins til áframhaldandi aðgerða. Kerfilinn byrjaði að breiða úr sér fyrir nokkrum árum yst í sveitarfélaginu og hefur nú lagt undir sig stór svæði þar, bæði tún og gróið land. Síðustu ár hefur tegundin síðan verið að skjóta upp kollinum á fleiri stöðum vítt og breitt um sveitarfélagið, segir Valgerður Jónsdóttir sem situr í umhverfisnefnd Eyjafjarðarsveitar. Þetta er í sjálfu sér hin fallegasta planta, en er afar ágeng og þykir íbúum nóg um þar sem kerfillinn er orðin nánast einráður og veður yfir allt. Svona verkefni krefst þess að íbúar, sem kæra sig ekki um að fá kerfilinn inn á sitt land, taki þátt með því að halda vöku sinni og ráða niðurlögum kerfilsins þar sem hann er að skjóta upp kollinum, segir Valgerður, en gert er ráð fyrir að þetta verkefni taki nokkur ár. MÞÞ Gott ár í rekstri Hríseyjarferjunnar Farþegar með Hríseyjarferjunni Sævari hafa aldrei verið fleiri en í fyrra, þeir fóru yfir 60 þúsund í fyrsta sinn í sögu ferjunnar. Alls flutti ferjan tæplega 61 þúsund farþega árið 2007, en undanfarin ár hafa þeir að jafnaði verið á bilinu 55 til 59 þúsund talsins. Ferðamannastraumur til og frá Hrísey var með svipuðum hætti á liðnu ári og þeim sem á undan hafa farið, sama gildir að sögn Smára Thorarensen á Hríseyjarferjunni Sævari um ferðalög eyjarskeggja. Hann telur að bygging íþróttahúss í eynni á liðnu ári skipti mestu um farþegafjölgunina, ýmsir hópar hafi verið mikið á ferðinni í kringum framkvæmdirnar. Smári er að vonum ánægður með gott gengi, en nýliðið ár er hið fyrsta í nýjum samningi við Vegagerðina um rekstur ferjunnar. Bryddað verður upp á þeirri nýbreytni í sumar að bjóða farþegum skemmtiferðaskipa sem sigla inn Eyjafjörð til Akureyrar að kaupa ferð í Hrísey og vænti Smári þess að ferð af því tagi myndi mælast vel fyrir. Munið að panta lambamerkin tímanlega! Plastiðjan Bjarg - Iðjulundur hefur á boðstólnum tvær tegundir lambamerkja MICRO merki frá OS Husdyrmerkefabrikk a/s Lágmarkspöntun 30stk, merkin eru afgreidd 10 saman í röð. Ísetningartöng fylgir ef pöntuð eru 150 merki eða fleiri í fyrsta sinn. Verð á merki með vsk. 31 kr. 10% afsláttur er til 15.febrúar ef pöntuð eru 100 merki eða fleiri í röð. BJARGSMERKI. Hægt er að fá stök merki. Verð með vsk. 32 kr. 10% afsláttur er til 15.febrúar ef pöntuð eru 100 merki eða fleiri í röð. Vinsamlega sendið pantanir í pósti, faxi eða á netfangið pbi@akureyri.is Opnunartími: mánudagar-föstudagar Furuvöllum 1, 600 Akureyri Sími Fax

6 6 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurdór Sigurdórsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Ár kartöflunnar Framkvæmdastjóraskipti hjá BÍ Árið 2008 er ekki bara ár rottunnar sem þeir bíða í ofvæni eftir austur í Kína. Sameinuðu þjóðirnar hafa ákveðið að helga árið einni mikilvægustu matjurt veraldar, kartöflunni, eða jarðeplinu sem einu sinni var reynt að láta okkur kalla hana án árangurs. Fyrir fjórum árum var árið 2004 helgað hrísgrjónunum sem án alls vafa er mikilvægasta fæðutegund heimsins. Næst á eftir þeim kemur hveitið en í sæti sitja kartaflan og maísinn og enginn treystir sér til að gera upp á milli þeirra hvað varðar mikilvægi fyrir mannkynið. Þar erum við Íslendingar þó ekki í vafa. Hér eru kartöflur ræktaðar á 700 hektörum lands og uppskeran að meðaltali um tonn á ári, um það bil átta sinnum meira en af tómötum. Hér á landi hefur þessi ágæta jurt verið ræktuð í slétt 250 ár en árið 1758 mun Hastfer nokkur barón hafa sett niður kartöflur fyrstur manna hér á landi, nánar tiltekið á Bessastöðum. Það var þó ágætur bóndi og prestur vestur á Fjörðum, Björn Halldórsson í Sauðlauksdal, sem fékk heiðursnafnbótina faðir kartöflunnar hér á landi. Fyrsta uppskera hans leit dagsins ljós tveimur árum eftir tilraun barónsins. Kartaflan er upprunnin í Suður-Ameríku en fyrst var farið að rækta hana hátt í hlíðum Andesfjalla á landamærum Bólivíu og Perú fyrir um árum. Þar lifði hún í einangrun þar til evrópskir nýlenduherrar fluttu hana með sér til Evrópu á 16. öld. Frá Evrópu barst hún síðan til Kína, Japan og Indlands á 17. öld. Það var hins vegar komið fram á 18. öld þegar kartaflan lagði leið sína yfir hafið frá Írlandi til að leggja Norður-Ameríku að fótum sér. Í fyrstu voru Evrópubúar ekki sérlega ginnkeyptir fyrir þessum framandi ávexti, töldu hann jafnvel eitraðan og í hæsta lagi nothæfan sem svínafóður. Fátækt fólk gerði kartöflur sér þó að góðu og með tímanum náðu þær almannahylli. Íslendingar voru frekar seinir á sér að taka kartöfluna í sátt því ræktun hennar og neysla breiddist hægt út hér á landi. Íslendingar höfðu yfirhöfuð litla tiltrú á grænmeti og öðrum jarðarávöxtum en töldu þó kartöfluna illskárri en bölvað kálmetið. Má segja að kartaflan hafi ekki orðið fastagestur á borðum landsmanna fyrr en komið var langt fram á 19. öld og sums staðar ekki fyrr en á þeirri tuttugustu. Nú efast enginn lengur um ágæti kartöflunnar. Af henni eru ræktuð á þriðja hundrað milljónir tonna á ári hverju, mest í Kína enda flest fólkið þar. Kartaflan er þeim eiginleikum búin að hana má rækta að heita má hvar sem er og við afar misjöfn skilyrði. Plantan safnar meiri næringu á styttri vaxtartíma og við erfiðari veðurskilyrði en nokkur önnur grunnfæðutegund mannsins. Í hitabeltisloftslagi verða kartöflur fullsprottnar á 50 dögum. Kartöflujurtin framleiðir einnig meiri fæðu en aðrar mikilvægar matjurtir miðað við það vatnsmagn sem hún krefst. Hún er mikilvægur vítamín-, steinefna-, sterkju- og kolvetnisgjafi. Við þetta má bæta að aðlögunarhæfni kartöflunnar er slík að hana má rækta á tímum sem ekki henta hrísgrjóna- eða maísrækt. Í Kína og víðar í Asíu er því stunduð töluverð skiptirækt með kartöflur og bændur hafa þá reynslu að plantan bæti jarðveginn fyrir hinar jurtirnar. Það er því vel við hæfi að helga kartöflunni árið Hún getur gegnt mikilvægu hlutverki við að sporna gegn fátækt og fæðuskorti í heiminum og að því vilja Sameinuðu þjóðirnar stuðla. Ætlunin er að sýna þessari hógværu jurt margvíslegan sóma og Bændablaðið mun taka þátt í því árið á enda. Um nýliðin áramót urðu töluverðar breytingar á stjórnkerfi landbúnaðarmála. Ein breytingin snertir Bændasamtökin beint á þann hátt að Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóri lét af störfum til þess að taka við embætti ráðuneytisstjóra í sameinuðu ráðuneyti landbúnaðar og sjávarútvegs. Stjórn og starfsfólk Bændasamtakanna kvaddi Sigurgeir í hófi nú fyrir helgina og þakkaði honum farsæl störf fyrir samtökin frá því þau voru stofnuð árið Undir þær þakkir vill Bændablaðið taka um leið og það óskar Sigurgeiri velfarnaðar í nýju starfi. Það sama gildir um arftaka hans í stóli framkvæmdastjóra, Eiríkur Blöndal er boðinn velkominn til starfa. ÞH LOKAORÐIN Hver hefur skipulagsvaldið? Það var gaman að fylgjast með málflutningi Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar í Silfri Egils í sjónvarpinu á sunnudaginn. Þar var hann að fjalla um skipulag borga víða um heim og varpa nýju ljósi á umræðuna um íslensk skipulagsmál. Í framhaldi af þessum þætti fór ég að hugsa um það af hverju við erum í þeirri stöðu hér á landi, og alls ekki bara í Reykjavík, að skipulagsvaldið er ekki lengur í höndum íbúanna eða kjörinna fulltrúa þeirra. Það er hvorki í höndum sveitarstjórna né ríkisins heldur verktaka og fjárfesta sem ekki þurfa að taka tillit til neins nema niðurstöðunnar í bókhaldi hlutafélagsins á næsta aðalfundi. Við höfum fylgst með því hvernig stjórnmálamenn úr öllum flokkum í borgarstjórn Reykjavíkur hafa misst kjarkinn frammi fyrir verktökum og fjárfestum og leyft þeim að gera það sem þeim sýnist. Í stað þess að til þess kjörnir fulltrúar móti skipulagið og segi: Hér viljum við hafa svona byggð með þessa starfsemi, þá hafa þeir beðið eftir tillögum frá verktökum og fjárfestum, kannski reynt að sníða af þeim verstu vankantana og samþykkt svo deiliskipulag á grundvelli þessara tillagna. Eftir það eru verktakarnir og fjárfestarnir stikkfrí. Sveitarstjórnin tekur slaginn við íbúana og reynir að þröngva upp á þá þessum tillögum. Oft eru þær svo yfirgengilegar að það þarf að hörfa með þær að hluta til, en þá er reynt að halda í sem mest og barist um hverja hæð. Þetta gildir einnig úti á landi, samanber nýlega deilu um boðað niðurrif í miðbæ Akureyrar sem mun hafa tekist að afstýra. Í sveitum hafa líka komið upp deilur milli sveitarstjórna og fólks sem hefur í krafti eignarhalds viljað taka land úr landbúnaðarnotum og breyta því í frístundabyggðir. Þessi mál sýna að það þarf að styrkja skipulagsvaldið og gera sveitarstjórnum kleift að verja hagsmuni íbúanna. ÞH Sigurgeir kvaddur Starfsmenn og stjórn Bændasamtaka Íslands ásamt mökum komu saman síðastliðinn föstudag til að fagna góðum niðurstöðum úr viðhorfskönnun meðal bænda og til þess að kveðja Sigurgeir Þorgeirsson framkvæmdastjóra sem nú er orðinn ráðuneytisstjóri. Ljósmyndari Bændablaðsins, Jón Svavarsson, var þar og fangaði stemmninguna í meðfylgjandi myndum. Frá útgáfu- og kynningarsviði fékk Sigurgeir ítarlega starfslýsingu ráðuneytisstjóra, bresku sjónvarpsþættina Yes, Minister og Yes, Prime Minister á DVD-diskum. Hlýtt á ræður, frá vinstri: Málfríður Þórarinsdóttir, eiginkona Sigurgeirs, Marta Guðrún Sigurðardóttir, Magnús Sigsteinsson og Sigurgeir. Halldóra Ólafsdóttir ritari Sigurgeirs er hér á milli hjónanna Sigrúnar Gissurardóttur og Sigurdórs Sigurdórssonar blaðamanns á Bændablaðinu. Svana Halldórsdóttir stjórnarmaður í BÍ og eiginmaður hennar Arngrímur Baldursson ræða við Magnús B. Jónsson búfjárráðunaut Bændasamtakanna. Hildur Traustadóttir afhendir Sigurgeiri gjöf frá kjúklingaog eggjabændum.

7 7 Í umræðunni Viðhorfskönnun meðal bænda Bændur eru ánægðir með sín félagasamtök Um 65% bænda eru ánægðir með starfsemi Bændasamtakanna, þriðjungur þeirra segist tilbúinn að starfa innan félagskerfis bænda, 97% lesa Bændablaðið en einungis 6% þekkja úthlutunarreglur sjúkrasjóðs Bændasamtakanna. Þetta kemur m.a. fram í skoðanakönnun sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir Bændasamtökin og kynnt var stjórn og starfsmönnum samtakanna í síðustu viku. Ákveðið var á síðasta Búnaðarþingi að ráðast í viðhorfskönnun meðal bænda þar sem m.a. væri spurt um álit á starfsemi Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna og um almennt viðhorf til félagskerfis bænda. Alls voru 900 bændur í úrtaki sem valið var úr hópi búnaðargjaldsgreiðenda, ferðaþjónustubænda og maka þeirra árið Um símakönnun var að ræða og svörunin var ágæt eða 66% sem þýðir að rúmlega 500 bændur tóku þátt í könnuninni. Karlmenn voru 57% svarenda en konur 43% og hlutfallslega flestir (31%) voru á aldrinum ára. Um helmingur bænda sagði aðalbúgrein sína vera sauðfjárrækt en um fjórðungur mjólkurframleiðslu. Tæpur helmingur bjó eða rak bú sem velti undir fimm milljónum króna á ári en fjórðungur sem velti á bilinu 5-10 milljónir. 35% bænda hafa hringt eða komið á skrifstofu BÍ Þegar spurt var um ánægju með starfsemi Bændasamtakanna í heild svara 65% því til að þeir séu frekar eða mjög ánægðir, 13% eru mjög eða frekar óánægðir. 22% segjast hvorki vera ánægðir né óánægðir með störf samtakanna. Mikill fjöldi hefur hringt eða komið á skrifstofu BÍ síðasta árið eða 35% aðspurðra. Bændur voru almennt ánægðir með þjónustuna sem þeir fengu því 94% sögðust vera mjög eða frekar ánægðir með viðmót starfsfólks á skrifstofunni. Talsmenn Bændasamtakanna, formaður og framkvæmdastjóri, fá góða einkunn hjá bændum því 70% þeirra eru frekar eða mjög ánægðir með störf þeirra. Um 41% svarenda kváðust mjög eða frekar ánægðir með núverandi fyrirkomulag á ráðstöfun búnaðargjalds en 22% voru mjög eða frekar óánægðir með hana. Munur var á afstöðu eftir veltu búa en bændur á þeim veltumeiri voru óánægðari með ráðstöfun búnaðargjaldsins en þeir veltuminni. Ráðgjafarstarfið Stór hluti af könnuninni fjallaði um leiðbeiningaþjónustu við bændur í landinu, bæði á vegum Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna. Nánar verður greint frá þeim þáttum í Bændablaðinu á komandi vikum þegar búið verður að kynna niðurstöður og ræða við hlutaðeigandi aðila. Bændablaðið er víðlesið og 95% lesenda eru ánægðir með blaðið Bændablaðið fær afar góða einkunn hjá bændum en 95% aðspurðra segjast vera mjög ánægðir eða frekar ánægðir með blaðið. Mikill meirihluti bænda, eða 86% segist alltaf lesa Bændablaðið, 11% gera það oft eða stundum og þeir sem lesa blaðið sjaldan eða aldrei eru einungis 3% af heildinni. Almenn ánægja er með efnisþætti blaðsins en á meðal þess efnis sem lesendur vilja auka eru landbúnaðartengdar fréttir og fréttaskýringar, umfjöllun um tækni og nýjungar en einnig mannlífsumfjöllun ýmiss konar, s.s. viðtöl við bændur. 79% vildu halda óbreyttri umfjöllun um stjórnmál Starfsmenn Bændasamtakanna mega almennt vel við una því 94% bænda svöruðu því til að þeir væru mjög eða frekar ánægðir með viðmót starfsfólks á skrifstofunni. Hér sitja fremst þau Daði Már Kristófersson og Jóhanna Lind Elíasdóttir starfsmenn BÍ en með krosslagðar hendur að baki þeirra sitja stjórnarmennirnir Sveinn Ingvarsson og Sigurbjartur Pálsson. Ásdís Aðalbjörg Arnalds frá Félagsvísindastofnun HÍ og Haraldur Benediktsson formaður BÍ kynntu niðurstöður viðhorfskönnunar á meðal bænda og fjölluðu um þær á fundi með stjórn og starfsmönnum Bændasamtakanna í síðustu viku. og landbúnaðarpólitík og svipað hlutfall vildi hafa erlenda umfjöllun á sama róli og verið hefur. Margir sækja sér fróðleik á Netið og veflæg forrit BÍ sækja á Spurt var hvort bændur læsu sér til um landbúnaðarmál á Netinu. Já sögðu 47% en nei 53%. Greinilegt er að yngri kynslóðin er duglegri við að sækja sér fróðleik á Netið því 65% svarenda 40 ára og yngri nýta sér tölvutæknina í því skyni. Vefsíðan bondi.is ber höfuð og herðar yfir aðrar landbúnaðarvefsíður sem bændur skoða en flestir setja hana í fyrsta sæti þegar þeir voru beðnir að nefna þær síður sem þeir heimsóttu oftast. 35% bænda hafa nýtt sér þjónustu tölvudeildar BÍ við búreksturinn á síðustu 12 mánuðum. Spurt var um forritanotkun en hlutfallslega flestir nota bókhaldsforritið dkbúbót eða 35%, forritið MARK nota 29% aðspurðra og 21% WorldFeng. Mesta ánægja bænda er með dkbúbót en 79% voru frekar eða mjög ánægðir með það. 83% segjast ánægðir með nýja sauðfjárforritið Fjárvís og 92% segja það sama um WorldFeng. Minnst Skýr skilaboð um vilja og væntingar bænda segir formaður BÍ Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtakanna var að vonum ánægður með niðurstöður viðhorfskönnunarinnar þegar hann ávarpaði stjórn og starfsmenn BÍ eftir kynningu Ásdísar A. Arnalds fulltrúa Félagsvísindastofnunar HÍ. Hann sagði að samtökin nytu greinilegs velvilja meðal bænda og væru í heild góður samnefnari þeirra. Haraldur sagði að gríðarlega miklar upplýsingar lægju nú fyrir sem vinna þyrfti úr og gögnuðust vel í stefnumótun og starfi framtíðarinnar. Þarna fáum við skýr skilaboð um vilja bænda og væntingar til ýmissa mála. Það er engin spurning að niðurstöðurnar gefa okkur vísbendingar hvernig við eigum að sníða starfsemi okkar að þörfum bænda. Ég tel að áherslur okkar sem störfum í félagskerfinu verði í fyrsta lagi að efla enn frekar ýmis stéttarmálefni. Í öðru lagi eru skýr skilaboð að auka kynningarstarf Bændasamtakanna og stuðla að útbreiðslu á þekkingu um atvinnuveginn. Í þriðja lagi þarf að vinna að frekari kjarabótum bænda, ekki síst með enn öflugra starfi ráðgjafarþjónustunnar, sagði Haraldur og bætti því við að hann væri ánægður með þátttöku bænda í viðhorfskönnuninni og það bæri að þakka. Haraldur sagði jafnframt að einn mikilvægasti lærdómur könnunarinnar væri að efla þyrfti félagsvitund bænda og skerpa á upplýsingagjöf ýmiss konar. Nefndi hann í því sambandi að mikilvægt væri að gera nákvæmt félagatal og auka tengsl við bændur, t.d. með reglulegu upplýsingastreymi og gagnkvæmum samskiptum. Um niðurstöður varðandi skoðanir bænda á eignarhaldi Bændahallarinnar sagði Haraldur að bændur hefðu löngum haft misjafna afstöðu í því máli. Nú væri hins vegar forgangsverkefni að skera úr um framtíð skrifstofu samtakanna því þörf væri á endurbótum á þriðju hæð Bændahallarinnar þar sem samtökin eru til húsa. Taka þyrfti ákvörðun á næstu mánuðum um húsnæðismálin en ekkert væri ákveðið í þeim efnum enn sem komið væri. ánægja er með Ískúna en 30% segjast frekar eða mjög óánægðir með hana. Vinnutími bænda misjafn Hlutfallslega flestir bændur sem tóku þátt í könnuninni vörðu a.m.k. átta tímum á dag í búreksturinn eða 41%. Hins vegar kom einn af hverjum sex lítið sem ekkert að rekstrinum eða varði innan við tveimur klukkustundum á dag við bústörf. Almennt verja sauðfjárbændur minni tíma í búskapinn en bændur úr öðrum búgreinum en 49% þeirra verja minna en fimm tímum á dag við búið. Hafa verður í huga að ekki var sérstaklega verið að spyrja þá sem unnu við búið að staðaldri svo niðurstöðurnar sýna e.t.v. að stór hluti hefur tekjur sínar af öðru en búrekstri. Þriðjungur er tilbúinn til að starfa í félagsmálum Spurt var hvort viðkomandi sæti í stjórn eða nefnd á vegum búnaðarsambanda, búnaðarfélaga, búgreinafélaga eða Bændasamtakanna. Í ljós kom að 19% aðspurðra sitja í stjórnum eða nefndum en 81% gera það ekki. Þeir síðarnefndu segja ástæðurnar áhugaleysi (43%), tímaskort (18%), persónulegar (17%) eða aðrar (25%). Þriðjungur þeirra sem ekki sitja í nefndum og stjórnum er tilbúinn að gera það ef til þeirra væri leitað svo greinilega er nokkur áhugi fyrir hendi að starfa innan félagskerfis bænda. Athygli vekur að ekki er mikill munur á viðhorfum karla og kvenna til starfa innan félagskerfisins. Konur eru hins vegar í minnihluta sem starfa í félagsmálum bænda, eða 8% á meðan 27% karlmanna taka þátt í stjórnum eða nefndum. Fram kemur að kúabændur eru þeir sem helst vilja starfa í þágu málstaðarins eða 43% en svína-, alifuglaog loðdýrabændur síst líklegir til að bjóða sig fram eða 25%. Meiri áhugi er hjá hinum tekjuhærri að gefa kost á sér í stjórnir og nefndir en þeim tekjulægri. Eiga Bændasamtökin að flytja sig um set? Þriðjungur svarenda telur að Bændahöllin sé mikilvæg fyrir ímynd íslenskra bænda á meðan um helmingur telur að svo sé ekki. Um 55% telja að staðsetning BÍ skipti máli fyrir starfsemi þeirra en 31% eru því ósammála. Þegar spurt var um hvort ætti að selja Bændahöllina og flytja höfuðstöðvar Bændasamtakanna voru 38% frekar eða mjög sammála, 21% voru hvorki sammála né ósammála en 41% var frekar eða mjög ósammála. Athygli vakti í könnuninni að tveir af hverjum þremur bændum hafa aldrei nýtt sér svokallaðan bændaafslátt á gistingu hjá Hótel Sögu eða Hótel Íslandi. Yngri svarendur höfðu frekar nýtt sér afsláttinn en þeir eldri. Tæpur fjórðungur bænda með meiri en 20 milljónir króna í ársveltu nýtir sér hótelin en aðeins 6% bænda á búum með minni en 5 milljónir í ársveltu. Kúabændur eru duglegastir að nýta sér gistingu á hótelunum en 30% þeirra hafa nýtt sér bændaafsláttinn tvisvar eða oftar. Lítil þekking á reglum sjúkrasjóðs og orlofssjóðs Einungis 6% svarenda í könnuninni þekktu úthlutunarreglur sjúkrasjóðs Bændasamtakanna. Töluvert stærri hópur þekkti reglur orlofssjóðs eða 20%. Þeir sem tilheyrðu búum sem veltu undir fimm milljónum króna á ári þekktu síður úthlutunarreglur orlofssjóðs en þeir sem reka veltumeiri búin. Texti og myndir: TB MÆLT AF MUNNI FRAM Í bókinni Raddir úr Borgarfirði, sem Dagbjartur Dagbjartsson tók saman á sinni tíð, eru margar góðar vísur. Jakob Jónsson á Varmalæk á að sjálfsögðu margar vísur í bókinni enda var hann snilldar hagyrðingur. Svona orti hann um lýsingu manns á heyvagni sem hann keypti: Kerran var að vonum býsna traust, samt virtist ögn á fullkomleikann bresta. Allt var fast sem átti að vera laust og annað laust sem venjan er að festa. Við Kröflu Næstu vísu nefndi Jakob Við Kröflu: Við Kröflu er unnið í ergi og gríð, menn eflast við hverja raun, svo mannvirkin verði í tæka tíð tilbúin undir hraun. Að bíða álvers Hjálmar Freysteinsson orti þegar álver á Reyðarfirði var í undirbúningi: Hér það bætti held ég meir hagi sérhvers ef biðlaun fengju borguð þeir sem bíða álvers. Yfirfull blöð Kristján Bersi sagðist hafa rekist á 17 ára gamla vísu hjá sér. Hún var um íslensku blöðin. Hann sagði hana eiga jafn vel við í dag og þegar hún var ort: Oft eru blöðin yfirfull af efni fróðlegu og menntandi. En í þeim er líka allskyns bull sem ekki er í rauninni prentandi. Ólafur slær Ólafur bóndi í Brautarholti, faðir þeirra Ólafs fv. landlæknis og Jóns og Páls, bænda og iðnrekenda í Brautarholti, var gildur og góður bóndi og dró sjálfur enga fjöður yfir það, en var ekki hagmæltur. Bjarna Ásgeirssyni var af ýmsum ástæðum, aðallega pólitískum, heldur kalt til Ólafs og óþarfi að rekja það frekar. Bjarni var þarna á ferð eftir að hann flutti í Mosfellssveitina og leit yfir lönd Ólafs bónda sem byrjaður var að slá nokkru fyrr en aðrir og kvað Bjarni þá: Brautarholtstúnið það grænkar og grær, grösin þar leggjast á svig. Ólafur slær og Ólafur slær, Ólafur slær um sig. Kolbeini í Kollafirði, sem var hlýrra til Ólafs en Bjarna, vafalaust einnig af pólitískum ástæðum, þótti þarna heldur lítið leggjast fyrir kappann Bjarna þar sem fyrir lá að Ólafi myndi ekki létt að svara í sömu mynt og kvað þá eftirfarandi vísu. Hafa ber í huga að Bjarni Ásgeirsson þótti ekki fyrirhyggjumaður í fjármálum: Ólafi þarf ekki að lá, aðra menn ég þekki, þeir eru að slá og þeir eru að slá, þótt þeir slái ekki. G. Þorkell Guðbrandsson setti þessa frásögn og vísur á Leirinn. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is

8 8 Gömul þula Þokkapiltarnir sem skipa dúettinn Hundur í óskilum, Hjörleifur Hjartarson og Eiríkur Stephensen, sömdu eftirfarandi þulu eftir að hafa hlerað samræður kúnna á nýársnótt í ónafngreindu fjósi, sennilega á Norðurlandi. Hvað er að tarna? Segir hún Stjarna. Rannsóknarskýrsla, segir hún Mýsla. Hvað er sú að segja? segir hún Freyja. Kanntu ekki að lesa? segir hún Blesa. Hún boðar dóminn kalda, segir hún Skjalda. Evrópustaðla, segir hún Vaðla. Djöful og dauða, segir hún Rauða. Okkar mjók er ekki góð, segir hún Rjóð. Þeir segja hana rýra, segir hún Hýra. Efnarýr og fitusnauð, segir hún Rauð. Þær sænsku mjólka meira, segir hún Dreyra. Með júgrið stinna og stóra, segir hún Flóra. Og alltaf saman standa, segir hún Branda. Og kerfið þekkja í þaula, segir hún Baula. Hvað verður um okkur aumingjana? segir hún Grana. Við erum búnar, segir hún Krúna. En við erum íslensk menning, segir hún Þrenning. Það breytir engu hætishót, segir hún Bót. Þeir vilja græða meira, segir hún Geira. Svo við megum bara snauta, segir hún Skrauta. Er ég þá bara einskis nýt? segir hún Hvít. Jú, þú er góð í slátur! segir bóndinn kátur. Ég hef lesið í síðustu 2-3 blöðum Bændablaðsins umræðuna um íslenska kúakynið og hugsanlegan innflutning á norsku kúakyni, eða NRF, og jafnvel svartskjöldóttum Holstein. Eftir því sem ég best veit er NRF ræktað út frá hinum norræna stofni, sjálfsagt með íblöndun annarra kúakynja. Í Bændablaðinu kemur fram gagnrýni á vísindasamfélagið um áhugaleysi þess á innflutningi á erlendum kúakynjum. Ég styð þá ábendingu Ágústs Sigurðssonar rektors við LbhÍ að nauðsynlegt muni verða að finna íslensku kúnni hlutverk, því hún stenst engan veginn samkeppnissamanburð við erlendar verksmiðjukýr sem er búið að rækta frá náttúrunni. Ég ferðast talsvert um heiminn og smakka á erlendum mjólkurafurðum og þær standast engan veginn samanburð við íslenskar mjólkurafurðir í bragðgæðum og öðrum gæðum. Þá væri gaman að spyrja: Eru þessi gæði tengd kúnni sjálfri, fóðruninni eða mjólkurbúinu? Íslenskt og erlend kúakyn Nautgriparækt Stefán Hrafn Magnússon hreindýrabóndi á Grænlandi Nú er búið að setja í lög í Noregi að allar mjólkurkýr landsins hafi rétt á hagagöngu yfir sumartímann. Er þessi ákvörðun norskra stjórnvalda tekin út frá dýraverndunarsjónarmiðum og eins er talin meiri hollusta í því að rækta, eiga og framleiða með ánægðum dýrum sem líður vel á sálinni. Þessi ákvörðun norskra stjórnvalda, sem skyldar bændur að setja dýr í hagagöngu, tekur peninga frá hagkvæmninni nú þarf kýrin t.d. að nota aðeins meiri orku til að hreyfa sig og halda á sér hita. Það bitnar á framleiðslugetu og skilaverði til mjólkurbónda. Sjálfsagt hafa samtök mjólkurbænda í Noregi samið við stjórnvöld um styrki eða aðrar greiðslubætur fyrir þetta tap. En samfélagið í Noregi er nógu ríkt til að þurfa ekki að kreista út lífshamingju framleiðsludýrsins, að auki á kostnað hollustu afurðanna, þar sem básadýr eru rekin áfram á kraftfóðri. Íslenskt samfélag er nógu ríkt til að geta greitt kúabændum það vel fyrir afurðir sínar að þeir þurfi ekki á að halda að hugsa eins mikið um að skipta um kúastofn. Við eigum Eldvarnir í útihúsum hafa mikið verið ræddar síðustu vikurnar, taldi ég að ég hefði alls ekki verið að finna upp hjólið í þeim efnum ekki síst eftir fjósbrunann á en enginn viðmælenda minna Stærri-Árskógi undir lok síðasta árs. Einn af þeim sem hafa látið sig þessi mál miklu varða og gert góðar ráðstafanir er Hallgrímur Óli Guðmundsson, bóndi í Grímshúsum í Aðaldal. Í bréfi sem hann sendi Kristjáni Gunnarssyni hjá Mjólkureftirliti Akureyrar og Egilsstaða um þessi mál segir hann, og er bréfið birt hér með leyfi Hallgríms:,,Að undanförnu hefur eldvarnir í fjósum oft borið á góma þar sem ég hef komið. Í þau fjölmörgu skipti sem þetta hefur verið rætt hef ég sagt frá því hvernig ég hef reynt hvað ég get í eldvörnum, og hefur kannast við þessa leið sem ég fór í mínum fjósbreytingum svo þess vegna sendi ég þér í máli og myndum stutta útskýringu, og legg í þinn dóm hvort þú sendir þetta á bænda-póstlistann þinn, öðrum til fróðleiks. Þunnir eftirlitsrofar Þegar rafvirkinn (tengdafaðir minn) smíðaði rafmagnstöfluna í fjósið setti hann utan á lekaliðana þunnan rofa sem er samhangandi við lekaliðann við hliðina, þannig að ef sá lekaliði slær út þá gefur þessi þunni viðhengis -rofi merki. Við sem erum með róbót erum með úthringingarkerfi hvort eð er. Í mínum gamla róbót er tveggja rása úthringingarbúnaður og geri ég ráð fyrir að það sé svo hjá þeim sem eru með nýrri róbót en ég. Rafvirkinn setti þessa þunnu eftirlitsrofa í töfluna á alla helstu staði og tengdi þetta svo inn á ónotuðu rásina í úthringingarkerfi róbótsins þannig að ef eitthvað slær út af einhverjum völdum raka, bilunar eða ELDS hringja þeir símar sem ég er búinn að setja inn í úthringikerfið. Það má reikna með að ef það kviknar í út frá rafmagni, í það minnsta, þá slái út. Og þá hringir Brunavarnakerfi, flóttaleiðir og tryggingar Í haust ritaði Jóhannes Símonarson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands grein um eldvarnir á vef BSSL sem hann nefndi Brunavarnir, flóttaleiðir og tryggingar. Greinin er mjög góð ábending til bænda um hvað best er fyrir þá að gera í þessum málum og fer hún hér á eftir:,,víst er að bændur sem aðrir hafa hugsað með hryllingi til eldsvoðans á Stærra-Árskógi sem varð á laugardaginn. Vonandi hefur hann þó orðið til þess að bændur hafi í kjölfarið hugsað um sínar eigin brunavarnir, flóttaleiðir í gripahúsum og tryggingar almennt. Brunaeftirlitskerfi Allmörg kerfi hafa verið reynd í gegnum tíðina en fá verið nothæf vegna þess álags sem fjósloftið hefur á tæki og tól. Jafnvel í vel loftræstu fjósi eyðileggjast skynjarar með ótrúlegum hraða. Hefðbundnir reykskynjarar duga til dæmis alls ekki í útihúsum. Að minnsta kosti þrjú fyrirtæki hérlendis selja öryggiskerfi sem hönnuð eru fyrir erfiðar aðstæður þar sem mikill raki eða kuldi er til staðar. Gripahús falla þar með undir byggingar eins og frystihús, fiskvinnslustöðvar, laxeldisstöðvar, bílaþvottastöðvar o.þ.h. byggingar þegar kemur að brunaeftirlitskerfum. Brunaeftirlitskerfi þessara húsa byggja á sk. loftsogs- eða reyksogskerfi (á ensku nefnt Air sampling smoke detection systems) þar sem brunavarnakerfið sogar loft eftir rörum frá þar til gerðum stútum í Miklar umræður um eldvarnir í útihúsum gegnum síur og loks að reykskynjaranum sjálfum. Kerfið lærir þar með að þekkja fjósloftið og gefur viðvörun þegar breyting verður á. Eitt slíkt kerfi hefur verið í notkun frá því síðasta vetur, á bænum Glitstöðum í Borgarfirði og virkar vel, að sögn ábúenda. Þrjú sams konar kerfi hafa verið sett upp í öðrum fjósum í Borgarfirði í kjölfarið en lítil reynsla er komin á þau. Þrjú eftirlitskerfi í boði Þrjú brunaeftirlitskerfi eru í boði hérlendis sem undirrituðum er kunnugt um. Söluráðgjafar fyrirtækjanna eru án efa fúsir til að veita ítarlegar upplýsingar: Eltek sem fyrirtækið Nortek flytur inn Drengen sem Öryggismiðstöðin flytur inn Harsh sem Securitas flytur inn Kostnaður við hvert kerfi fer eftir fjölda skynjara en ekki er ólíklegt að verð á ágætu kerfi sé á bilinu þúsund krónur. Einnig er vert að vekja athygli bænda á svokölluðum töfluslökkvurum sem virka líkt og sjónvarpsslökkvarar sem margir þekkja. Ef upp kemur eldur í rafmagnstöflunni kviknar jafnframt í þar til gerðum kveikiþræði sem sprengir dufthylki sem slekkur eldinn. Stærð dufthylkisins fer eftir stærð töflunnar en miðað er við að grömm séu ætluð fyrir hvern rúmmetra töflunnar. Flóttaleiðir Allir bændur ættu að nota þetta tilefni til að fara yfir flóttaleiðir úr gripahúsunum. Hvernig er fljótlegast að tæma húsin? Í hvað röð ætti ég að gera það? Get ég aðeins opnað rennihurðirnar á fjósinu innan frá? Hvernig opna ég rennihurðirnar ef ekkert rafmagn er? Opnast milligerðin í stíunum aðeins inn í stíurnar? Verið búin að hugsa þetta, ræða þetta við aðra heimilismenn og jafnvel nágranna. Það er einfaldlega of seint í rassinn gripið ef aðstæðurnar koma upp... Tryggingar Trúlega hafa allir bændur brunatryggingu á húsum sínum sem tekur yfir bygginguna sjálfa enda lögboðin trygging. Þó getur verið eitthvað mismunandi hvað af innanhússbúnaði er tryggt, s.s. vélbúnaður, milligerðir, básadýnur o.þ.h. Spurningar vakna t.d. um hvort bændur, sem nýlega hafa staðið í breytingum á fjósum sínum, hafi látið endurmeta fjósin m.t.t. brunatrygginga. En fleiri tryggingar skipta máli en brunatrygging húsanna. Gripirnir sjálfir skipta bændur verulegu máli hvort heldur sem er tilfinningalega eða peningalega. Peningar bæta ekki tilfinningaleg áföll en það ætti að vera óþarfi að þurfa að hafa peningaáhyggjur í ofanálag. Gripirnir þurfa því einnig að vera vel tryggðir. Ókostir slíkra trygginga eru að gripirnir eru alla jafna tryggðir samkvæmt skattmati en ekki markaðsvirði og farið er eftir síðustu forðagæsluskýrslu. Bændur sem hafa verið að stækka búin sín hratt og lenda í tjóni geta því mögulega fengið illa bætt það sem hún á þó að tryggja. Sérstaka athygli verður að vekja á sk. rekstrarstöðvunartryggingu en það er trygging sem bændur ættu skilyrðislaust að hafa. Misjafnt er hvernig tryggingafélögin standa að þeim málum. Þótt tekjurnar hætti að koma þarf eftir sem áður að borga af lánum og hafa fyrir nauðþurftum. Hefðbundnum tryggingum er aðeins ætlað að bæta fyrir skaðann sem verður á verðmætum en þær taka ekki á þeim tekjumissi sem verður þann tíma sem fer í að ná sér eftir áfallið, koma aðstöðunni upp aftur og ná jafnvægi í framleiðslunni. Slíkt tekur alltaf einhver misseri. Að þessu sögðu eru bændur því eindregið hvattir til að endurskoða tryggingar sínar reglulega, ekki sjaldnar en annaðhvert ár og oftar ef einhverjar breytingar verða í búrekstrinum. Jóhannes Hr. Símonarson, BSSL 1000 ár eftir í ræktun á íslenska kúastofninum. Kannski er hann hæfastur til hagagöngu við íslensk skilyrði, þetta er rannsóknarefni fyrir landbúnaðarvísindasamfélag Íslendinga. Íslenska kýrin á kannski eftir að verða lifandi útflutningsvara eins og íslenski hesturinn sökum þess hversu afurðir frá henni eru bragðgóðar og hollar miðað við afurðir af erlendum kúakynjum. Þessum spurningum getur vísindasamfélagið ef til vill svarað með frekari rannóknum. Einnig á eftir að fá vísindalegar niðurstöður frá norska vísindasamfélaginu til að fá samanburð á kostnaðaraukningu við framleiðslu eftir að hagaganga varð skylda. Ef og þegar íslenskir stjórnmálamenn sjá það siðlega í því að leyfa dýrunum að njóta sumarsins og gera hagagöngu að skyldu, þá mun reikningsdæmið kannski líta öðruvísi út þegar samanburður á erlendum kúakynjum og hinu íslenska á sér stað. hjá mér, hvað svo sem var að slá út; ljós, viftur, fóðurkerfi eða mjólkurtankur. Kostnaður Þegar ég setti þetta saman minnir mig að hver svona rofi hafi kostað á bilinu 150 til 200 kr., sem er ekki mikið, og ég gat notað þann úthringingarbúnað sem fyrir var en ljóst má vera að með þessu móti er komin viss eldvörn fyrir, í mínu tilfelli, innan við 5000 kr. En ljóst má vera að ef menn hafa ekki úthringingarbúnað fyrir, og þurfa að láta rafvirkja hálfsplundra töflunni til að koma þessu á rétta staði, er kostnaðurinn meiri. Ég tel að það megi láta þessa litlu rofa kveikja á hverju sem er; blikkljósi eða sírenu ef mönnum sýnist svo. Að lokum óska ég ábúendum á Stærri-Árskógi alls hins besta í uppbyggingarstarfinu og vona að þeim gangi vel að vinna úr þessu gríðarlega áfalli. Góðar kveðjur, Hallgrímur Óli Guðmundsson, Grímshúsum, Aðaldal. GSM Raki í fjósinu ekki til vandræða Oft hefur verið talað um að raki í útihúsum eyðileggi brunavarnarkerfi í útihúsum. Í samtali við Bændablaðið sagðist Hallgrímur hafa verið með þetta kerfi í fjósinu hjá sér í fjögur ár og raki hefði aldrei valdið neinum vandræðum hvað þetta varðaði. Hann sagði sínar rafmagnstöflur fullkomlega rakaheldar þannig að raki hefði ekki verið neitt vandamál hjá sér. Það var, sem fyrr segir, tengdafaðir Hallgríms sem útbjó þetta kerfi fyrir hann en þá var hann starfsmaður Orkuvirkis. Ástæðan fyrir því að Hallgrímur fór út í þessar framkvæmdir var að rafmagn fór af mjólkurtanki hans eina nóttina og öll mjólkin í honum eyðilagðist. Þá var honum bent á að til væru þessir skynjarar sem létu vita ef svona hlutir gerðust og raunar hvað sem upp kæmi í rafkerfinu, eins og Hallgrímur greinir frá í bréfinu hér að ofan. En eins og menn vita er það bilun í rafmagni sem oftast veldur bruna í útihúsum. Hallgrímur segir að eitt sinn hafi ruglast hjá sér gjafakerfið þannig að tveir mótorar snerust sinn í hvora áttina. Rafmagninu sló út og Hallgrímur fékk viðvörun með það sama. -S.dór

9 9 Búsæld, félag kjötframleiðenda í Eyjafirði, Þingeyjarsýslum og á Austur- og Suðausturlandi hefur keypt öll hlutabréf í Norðlenska. Búsæld átti tæp 40% í félaginu, en keypti nú hlutabréf af KEA, Norðurþingi, Akureyrarbæ og Eignarhaldsfélaginu Samvinnutryggingum. Skrifað var undir samninga þessa efnis skömmu fyrir jól. KEA átti 45,45% hlut í Norðlenska, sveitarfélögin tvö 7,81% og Samvinnutryggingar 7,27% hlut. Bréfin voru keypt á genginu 1,705. Eftir kaupin, sem samtals voru að upphæð 568 milljónir króna, er Norðlenska að fullu í eigu Búsældar. Kaup Búsældar á hlutabréfum KEA í Norðlenska eru samkvæmt hluthafasamkomulagi sem KEA og Búsæld gerðu árið 2004 og kvað á um að Búsæld hefði rétt á kaupum á öllum hlutabréfum KEA í Norðlenska fyrir árslok Landsbankinn, viðskiptabanki Búsældar, fjármagnar kaup félagsins á hlutabréfum í Norðlenska. Þá hefur verið gengið frá samningi við fasteignafélagið Miðpunkt á Akureyri, sem er í eigu Eiðs og Hreins Gunnlaugssona, um kaup þess á öllum fasteignum Norðlenska við Grímseyjargötu á Akureyri og yfirtöku á lóðarleigusamningi. Aðkoma Miðpunkts að málinu með kaupum á fasteignunum á Akureyri skiptir sköpum fyrir Búsæld í kaupum á öllum hlutabréfum í Norðlenska og að framleiðendur eignist þannig félagið að fullu. Stjórn Búsældar kom saman á Akureyri í liðinni viku og fór yfir ýmis málefni er varða reksturinn. Jón Benediktsson á Auðnum, formaður stjórnar, segir að forsögu þess að bændur hafi nú eignast fyrirtækið megi rekja allt aftur til ársins Þá horfði illa fyrir félaginu og ljóst að það þyrfti endurfjármögnunar við. Að frumkvæði KEA og búnaðarsambandanna í Eyjafirði og Suður-Þingeyjarsýslu með liðsauka af Austurlandi voru möguleikar kannaðir á að stofna til félagsskapar bænda á umræddum svæðum, sem hefði að markmiði að kaupa og reka Norðlenska og leggja fram það fé sem nauðsynlegt væri, þannig varð Búsæld ehf. til, segir Jón. Á þessum tíma, sumarið 2003, hafði borist tilboð frá SS um kaup á Norðlenska og má segja að Búsæld hafi orðið til sem viðbrögð heimamanna við því. Forsvarsmenn búnaðarsambandanna á svæðinu fóru þess þá á leit við KEA að það keypti félagið en lýstu um leið vilja til að taka þátt með því að kaupa í fyrstu 100 milljónir króna í félaginu af KEA, en upphæðin yrði fjármögnuð með afurðainnleggi bænda og/ eða með öðrum leiðum sem fyndust. Þá þegar á árinu 2003 var stefnt að því að bændur yrðu aðaleigendur félagsins í framtíðinni. Bændur á Austurlandi komu svo til liðs við félagið og síðar einnig bændur á Suðausturlandi, eftir að Norðlenska tók við slátrun á Höfn í Hornafirði. Félagsmenn eru um 530 talsins, en að baki standa framleiðendur kinda-, nauta- og svínakjöts á svæðinu frá Borgarfirði, norður og austur um allt til Hornafjarðar eða suður fyrir jökla. Fasteignir seldar til að fjármagna kaupin Til stóð að Búsæld myndi kaupa hlut annarra hluthafa í Norðlenska fyrr á síðasta ári, einmitt á þeim tíma sem viðskiptalífið tók dýfu niður á við og segir Jón að við það hafi bankar komist í klípu og ekki auðvelt að útvega lánsfé. Við sáum fram á að örðugt yrði að fjármagna kaupin, segir Jón, en bændur fundu leið, við sáum færa leið, sem var sú að selja fasteignir okkar á Akureyri í því skyni að fjármagna kaupin og hún var farin. Fasteignafélagið Miðpunktur keypti fasteignir okkar á Akureyri á viðunandi verði og niðurstaðan varð því sú að við náðum að skrifa undir þessa samninga skömmu fyrir jól. Við teljum að með því að fara þessa leið náum við að tryggja velferð fyrirtækisins á svæðinu. Í gildi eru og hafa verið viðskiptasamningar milli bænda og Norðlenska sem fela í sér gagnkvæmar skyldur, bændur tryggja félaginu hráefni og Norðlenska tryggir bændum afsetningu og viðunandi verð fyrir afurðir. Sem betur fer hefur vel tekist til, uppgangur félagsins hefur verið ör á liðnum árum og við sjáum ekki annað en að ef rétt er á spöðum haldið verði áfram unnt að halda því á réttri braut. Dæmið hefur gengið upp eins vel og framast var hægt að vona, segir Jón. Umfangsmikill rekstur víða um land Norðlenska er stærsti sláturleyfishafi landsins hvað þrjár kjöttegundir varðar, kinda-, nauta- og svínakjöt. Það má vera að skýringin á því hversu vel hefur tekist til sé sú að við snúum bökum saman kjötframleiðendur af ýmsu tagi og vinnum að sameiginlegu markmiði, það er afskaplega mikilvægt. Markaðurinn er ekki það stór hér á landi að menn geti barist mikið um bitann, segir Jón. Hann bætir við að menn séu reynslunni ríkari eftir mikla niðursveiflu fyrir fáum árum, þegar afurðastöðvar voru reknar með miklu tapi. Félagið hefur jafnt og þétt bætt stöðu sína á markaði og hefur verulegur viðsnúningur orðið í rekstri félagsins síðastliðin tvö ár. Norðlenska rekur stórgripasláturhús á Akureyri og Höfn í Hornafirði og sauðfjársláturhús á Húsavík og Höfn. Þó svo að fasteignir hafi verið seldar á Akureyri verður Norðlenska þar áfram með sína starfsemi, stórgripasláturhús og kjötvinnslu, en mun eftir söluna leigja húsnæðið samkvæmt bindandi tólf ára leigusamningi. Norðlenska mun áfram eiga og reka núverandi fasteignir félagsins á Húsavík, þar sem er sauðfjársláturhús og langstærsta sérhæfða vinnslustöð landsins fyrir kindakjöt. Norðlenska er eitt af stærstu fyrirtækjum á Norðausturlandi. Velta félagsins í ár verður rúmlega þrír milljarðar króna. Hjá félaginu eru um ársverk, þar af um 170 ársverk á Akureyri og Húsavík, 8 á Höfn í Hornafirði og 6 í Reykjavík. Bændur jákvæðir gagnvart Norðlenska Í Búsæld eru nú sem fyrr segir um 530 kjötframleiðendur af Norðurlandi, Austurlandi og Suðausturlandi. Í gegnum félagið hafa tengsl kjötframleiðenda við Norðlenska verið sterk og munu styrkjast enn frekar nú þegar Búsæld á fyrirtækið. Í könnun sem gerð var á viðhorfi bænda til Norðlenska kemur fram að það er almennt mjög jákvætt, bændur eru ánægðir með félagið og þá þjónustu sem það veitir. Langflestir hafa fulla trú á fyrirtækinu og framtíðarmöguleikum þess. Rannsóknaog þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri gerði könnunina í nóvember og desember á nýliðnu ári. Svarendur voru almennt bjartsýnir þegar spurt var um framtíðarhorfur fyrirtækisins, í langflestum tilvikum töldu menn líka mjög eða frekar mikilvægt að bændur ættu sem stærstan hlut í félaginu, eða í 86% tilvika, en 10% svarenda þótti það ekki mikilvægt, einkum voru það karlar og yngra fólk sem var þeirrar skoðunar. Í könnuninni kom einnig fram að bændur voru almennt ánægðir með þjónustu Norðlenska, yfir 90% svarenda voru mjög eða frekar ánægðir með þjónustuna og hjá 87% þeirra stenst þjónustan vel þær væntingar sem þeir gera til fyrirtækisins. Þá eru menn í heildina almennt ánægðir með viðskiptasamning sinn við félagið, 75% svöruðu á þann veg. Jafnframt svöruðu 5% því til að þeir væru ekki ánægðir með viðskiptasamninginn, en fáir tóku nákvæmlega fram hvers vegna, það helsta sem þó kom fram var að hann væri þvingandi, binditími hans of langur og að hann veitti mönnum ekkert umfram aðra innleggendur sem ekki hefðu slíkan samning. Búsæld, félag í eigu bænda hefur keypt öll hlutabréf í Norðlenska : Fögnum því að markmiðið hefur náðst Búsæld, félag í eigu bænda hefur eignast allt hlutafé í Norðlenska en samningar um kaup á hlutafé KEA, Akureyrarbæjar, Norðurþings og Samvinnutrygginga voru undirritaðir fyrir jól. Stjórnin kom saman á Akureyri í liðinni viku og fór yfir hin ýmsu mál; frá vinsti eru Geir Árdal, Dæli, Aðalsteinn Jónsson, Klausturseli, Ingvi Stefánsson, Teigi, Jón Benediktsson, Auðnum, Trausti Þórisson, Hofsá og Þórarinn Ingi Pétursson, Laufási. Á myndina vantar Gróu Jóhannesdóttir í Hlíðarenda, varamann í stjórn Búsældar. Gott veganesti Þessi könnun er gott vegarnesti fyrir okkur, það er ánægjulegt að sjá hversu jákvæðir bændur eru gagnvart fyrirtækinu, segir Jón, en hann fagnar því að Búsæld hefur nú að fullu eignast félagið, svo sem upphaflegt markmið þess var. Hann og aðrir stjórnarmenn, sem fóru yfir málefni félagsins á Akureyri í liðinni viku, segja allt opið hvað framtíðina varðar, en hugmyndin sé þó sú að bjóða bændum og starfsfólki Norðlenska að kaupa hlutafé í félaginu eða auka hlut sinn í því. Það verður viðfangsefni sem við munum takast á við á næstu vikum, segir Jón. Bílskúra- og iðnaðarhurðir Texti og mynd: MÞÞ Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax:

10 10,,Hundrað ára saga landgræðslu er saga um baráttu við nær óyfirstíganlega erfiðleika, vantrú, fátækt og óblíð náttúruöfl. Það hefur löngum verið gæfa landgræðslustarfsins að hafa í þjónustu sinni ósérhlífna og trúa forystumenn, dyggilega studda af starfsmönnum sínum. Þannig kemst Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri að orði í bókinni Sáðmenn sandanna, sem er nýkomin út í tilefni af 100 ára sögu landgræðslu á Íslandi. Sveinn skrifar þar pistil sem hann kallar Fylgt úr hlaði. Aldarafmælis Landgræðslunnar hefur verið minnst á margvíslegan hátt undanfarið. Sem fyrr segir var gefin út sérlega falleg og fróðleg bók sem nefnist Sáðmenn sandanna og er eftir Friðrik G. Olgeirsson. Ákveðið hefur verið að bókin verði þýdd á ensku. Þá gaf Landgræðslan út sérstakt dagatal fyrir árið Einnig hafa verið gefnir út geisladiskar um starfsemi Landgræðslunnar, bæði á íslensku og ensku. Loks ber að geta hins gríðarmikla samráðsþings um jarðveg og jarðvegseyðingu sem haldið var á Selfossi í september sl. Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri telur að þarna hafi farið fram stærsta umhverfisráðstefna sem haldin hefur verið hér á landi, allavega á þessu sviði. Hún fékk gríðarlega mikla og góða umfjöllun erlendis, sem kemur best í ljós ef farið er inn á leitarvél á vefnum og slegið inn nafnið á ráðstefnunni, Soils, Society and Global Change þá birtast hundruð tilvitnana úr erlendum fjölmiðlum. Ráðstefnunni eru einnig gerð góð skil á vefsíðu Landgræðslunnar, land.is. Sveinn segir að enn sé verið að vinna úr niðurstöðum samráðsþingsins.,,við vonum að okkur hafi tekist að opna augu gestanna fyrir okkar dýrmætu reynslu í baráttunni við landhnignun og hve verið er að vinna ötult starf á sviði jarðvegsverndar hér á landi. Þegar þeir gerðu sér grein fyrir því að við vorum áður nýlenduþjóð og að þegar baráttan við sandinn hófst vorum við fátækasta þjóð Evrópu, þá fylltust þeir von og bjartsýni um hvað hægt verði að áorka í þróunarlöndunum. Fjölmargir vísindamenn telja landhnignun og eyðimerkurmyndun nú alvarlegustu ógn jarðarbúa. Sandgræðslustarfið Í samtali við Bændablaðið rifjaði Sveinn upp upphafið að landgræðslu á Íslandi. Árið 1906 og til vetrarloka 1907 var ungur maður, Gunnlaugur Kristmundsson, í Danmörku við nám í sandgræðslu. Þegar hann kom heim var hann sendur á vegum Stjórnarráðsins austur í sveitir til að vinna að sandgræðslu. Með honum var A.F. Kofoed-Hansen, sem síðar varð skógræktarstjóri, á ferð um Árnesog Rangárvallasýslu. Sveinn segir að Gunnlaugur hafi byrjað á Reykjum á Skeiðum og það hafi verið fyrsta alvöru verkefnið sem skilaði árangri. Hann hafði hlaðið smágarð í Landsveit en sinnast við Eyjólf landshöfðingja og fór og sáði litlu magni af fræi á Rangárvöllum sem ekki kom að notum. Hinn 8. júlí 1907 byrjaði hann formlega sandgræðslustarf á vegum ríkisins á Reykjasandi á Skeiðum.,,Um svipað leyti var Hannes Hafstein að fara fram með lagafrumvarp á Alþingi um skógrækt og varnir gegn uppblæstri lands. Það var undirritað af,,hans konunglegu hátign Friðriki VIII konungi af Guðs náð, eins og þar stendur, 22. nóvember 1907 og við þessa lagasetningu miðum við okkar starfsemi. Fram til 1914 heyrði sandgræðslan undir skógræktarstjórann en þá var starfsemin færð undir Búnaðarfélag Íslands. Gunnlaugur Kristmundsson, sandgræðslumaður og síðan sandgræðslustjóri, byrjaði hins vegar að starfa 1907 og starfaði í 40 ár eða til ársloka Stofnunin hét áður Sandgræðsla Íslands, sem mér hefur alltaf þótt mjög fallegt nafn, segir Sveinn, en skipt var um nafn yfir í Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri Barist við nær óyfirstíganlega erfiðleika Landgræðslu ríkisins árið 1965 og starfssvið hennar var aukið. Ótrúlega mikið frumherjastarf,,þegar Gunnlaugur hætti störfum tók Runólfur Sveinsson, sem hafði verið skólastjóri Bændaskólans á Hvanneyri, við störfum landgræðslustjóra. Hann hafði verið í eitt ár, 1943 og 1944, hjá bandarísku landgræðslunni og ferðaðist um Bandaríkin til að kynna sér landgræðslumál. Það virðist sem stefnt hafi verið að því strax 1943 að hann tæki við störfum sandgræðslustjóra þegar Gunnlaugur hætti. Hann flutti frá Hvanneyri í Gunnarsholt en þar var þá lítið annað en svartur sandur og aska frá Heklu og menn áttu bágt með að skilja þessa ákvörðun hans. Runólfur féll frá 1954 og þá tók bróðir hans, Páll Sveinsson, við en hann var fyrsti Íslendingurinn sem útskrifaðist með BS-gráðu í landnýtingu og beitilandafræðum. Páll féll frá 1972 og þá tók ég við landgræðslustjórastarfinu þannig að ég er alveg nýbyrjaður, segir Sveinn hlæjandi. Hann var spurður, ef hann liti nú yfir 100 ára starfsemi Sandgræðslunnar og Landgræðslunnar, hvert hann teldi árangursríkasta starfið sem unnið hefði verið.,,á fyrstu 40 til 50 árunum er það með hreinum ólíkindum hve þessi fáliðaði hópur, sem þurfti að berjast við mikla vantrú og gríðarlega erfiðleika, náði að bjarga mörgum byggðum frá algerri eyðingu. Á fyrstu 50 árunum voru aðeins veittar 50 milljónir króna, á verðgildi ársins 2006, til sandgræðslumála. Starfið á fyrstu áratugunum leiddi til þess að Rangárvöllum, Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. Landsveit, Meðallandi, Álftaveri og Skeiðum var hreinlega forðað frá því að verða sandinum að bráð. Ég fullyrði að tilvist Þorlákshafnar og Víkur í Mýrdal var undir því komin að tækist að stöðva sandfokið sem var á þá byggðarmyndun sem var að eiga sér stað á þeim tíma. Þorlákshöfn tók ekki að byggjast fyrr en um 1950 og það var forsenda þess að hún tækist og útgerð og fiskvinnsla gæti gengið þar, að tækist að stöðva sandfokið. Þetta finnst mér standa upp úr og þegar horft er yfir þessa öld hafa samtals verið veittir 14 milljarðar króna til sandgræðslu og landgræðslu á verðlagi ársins Það getur ekki talist mikið á 100 ára tímabili. Meira grætt upp en það sem eyðist Sveinn segir að meðal þess sem hafi áunnist sé sú staðreynd að í dag sé meira grætt upp og meira grói upp í hlýnandi veðurfari heldur en eyðist á hverju ári og gróður almennt í framför um allt land. Hann segir að þetta sé að þakka gróðurstarfi allra hlutaðeigandi aðila; stofnana, bænda og sjálfboðaliða. Við megum þó aldrei gleyma því að gríðarlegt starf er framundan við að stöðva þá eyðingu sem enn á sér stað og herða róðurinn í endurheimt landgæða. Þjóðargjöfin Árið 1974 var haldin hátíð á Þingvöllum til að minnast 1100 ára byggðar í landinu. Af því tilefni samþykkti Alþingi eins milljarðs kr. framlag til landgræðslu á næstu fimm árum og er þetta framlag jafnan nefnt þjóðargjöfin.,,þessi gjöf hafði gríðarlega mikil áhrif og efldi alla landgræðslu og rannsóknir á okkar sviði, segir Sveinn. Hann segir að áburðardreifing með flugvélum hafi hins vegar byrjað 1958 og þá voru notaðar litlar flugvélar. Þarna var tekið stórt skref en miklu stærra skref var tekið 1973 þegar Douglas-þristurinn kom til sögunnar.,,með þjóðargjöfinni var hægt að bera margfalt meira á af áburði en áður og þetta skilaði miklum árangri. En nú á síðari árum hefur orðið mikil breyting. Áburðardreifingu með flugvélum hefur verið hætt en bændur sem vinna með Landgræðslunni hafa eignast stórar og mjög öflugar dráttarvélar og önnur tæki sem þarf til áburðardreifingar. Bændur hafa tekið við, sem verktakar, hlutverki flugvélanna við áburðardreifingu. Þetta tilkomumikla rofabarð er í Hraunteigi við Heklurætur. Þegar áburðardreifing með flugvélum hófst höfðu menn engin tæki á landi til að komast um eins og þeir gera í dag. Og bændur færast sífellt nær því að verða hinir eiginlegu vörslumenn landsins, segir Sveinn. Landgræðsluskólinn Ein af stóru afmælisgjöfunum sem Landgræðslunni haafa hlotnast á afmælisárinu er að utanríkisráðuneytið hratt af stað þróunarverkefni til að koma hér upp alþjóðlegum landgræðsluskóla. Fyrstu nemendurnir voru hér á landi síðastliðið sumar í sjö vikur. Nemendum við skólann mun fjölga verulega á næstu árum og þeir verða hér á landi í sex mánuði í senn. Um er að ræða háskólamenntað fólk og ef allt gengur upp verður landgræðsluskólinn rekinn á svipaðan hátt og jarðhita- og sjávarútvegsskólinn eru reknir í dag.,,þetta er til marks um að alþjóðleg samtök á sviði jarðvegsverndar viðurkenna þá miklu reynslu og þekkingu sem er til staðar hér á landi. Þetta er gríðarlega mikil viðurkenning fyrir okkur. Grasrótarnálgun Landgræðslunnar við að virkja og hvetja þá sem búa á landinu til landbóta hefur vakið verðskuldaða athygli erlendra sérfræðinga á sviði jarðvegsverndar og landnýtingar. Sveinn var spurður hvar hann teldi þörfina mesta hér á landi varðandi uppgræðslu.,,við leggjum áherslu á það að enn er að eyðast gróður og jarðvegur og þá sérstaklega hér á hálendisbrúninni sunnanlands og allvíða á norðausturlandi, þ.e.a.s. á eldfjallasvæðunum. Við viljum leggja mesta áherslu á að starfa í og við byggðir landsins. Á Norðausturlandi er eyðingin langmest á austurafrétti Mývetninga og á Hólsfjöllum. Við viljum helst ekki starfa hærra en 500 til 600 metra yfir sjó því það eru svo mikil verkefni þar fyrir neðan og betri árangur. Við leggjum áherslu á endurheimt landgæða þar sem búseta okkar og lífsbarátta á liðnum öldum hefur leitt til rýrnunar landkosta og auðna. En ekki er unnið á auðnum sem myndast hafa af náttúruhamförum, nema þá til samgöngubóta eins og á Mýrdalssandi.

11 11 Vistaskiptin Ákveðið hefur verið að um áramótin færist bæði Landgræðslan og Skógræktin frá landbúnaðarráðuneytinu yfir til umhverfisráðuneytisins. Sveinn segir að umræða um þetta hafi komið upp áður og þá sérstaklega þegar umhverfisráðuneytið var stofnað. Þá var það skoðað á faglegan hátt hvort bæri að flytja þessa málaflokka en fallið var frá því. Við myndun núverandi ríkisstjórnar sl. vor var ákveðið að þessar tvær stofnanir skyldu fluttar yfir til umhverfisráðuneytisins. Í undirbúningsvinnu, sem farið hefur fram hjá hlutaðeigandi ráðuneytum varðandi þetta mál, var ákveðið að landshlutaverkefnin í skógrækt yrðu ekki flutt frá landbúnaðarráðuneytinu. Þarna er fyrst og fremst um að ræða skógarbændur og um þá gilda sérstök lög en Skógrækt ríkisins verður flutt yfir í umhverfisráðuneytið.,,varðandi Landgræðsluna sé ég ekki fyrir mér að það verði mikil breyting á starfsháttum stofnunarinnar, a.m.k. ekki til að byrja með. Það ber þó að hafa í huga að lög um landgræðslu eru nærri hálfrar aldar gömul og skógræktarlögin enn eldri. Löngu er tímabært að færa þessa lagabálka til nútímalegri stjórnunarhátta. Bændur eiga eða hafa nýtingarrétt á langstærstum hluta landsins. Það er því engin tilviljun að langstærsta verkefni okkar í dag er samstarfið við bændur í verkefninu,,bændur græða landið. Þar eru 650 bændur í formlegu samstarfi við Landgræðsluna. Það er unnið að sérstöku samkomulag milli umhverfis- og landbúnaðarráðuneytanna um sameiginlega umfjöllun um framkvæmd þessa verkefnis á næstu þremur árum og að það verði aukið að umfangi. Einnig að auglýst verði eftir nýjum þátttakendum í verkefnið enda eru Þessi minnisvarði var reistur á Reykjum á Skeiðum 8. júlí sl. í tilefni af því að þá var ein öld liðin frá því að sandgræðsla hófst hér á landi. bændur okkar langstærsti markhópur til að vinna með og því verður lögð áfram mikil áhersla á samvinnu við bændur og hagsmunasamtök þeirra. Við höfum átt farsælt samstarf við bændur um allt land í gegnum árin og það breytist ekkert þótt við förum í annað ráðuneyti. Loks skal það nefnt að stefnt er að því að árið 2009 verði varið 100 milljónum króna í þetta árangursríka verkefni. Við munum áfram kappkosta að afla sem bestra upplýsinga um landgæði og rannsaka bindingu kolefnis með landgræðslu. Íslendingar einir þjóða telja fram bindingu kolefnis með landgræðslu í Kyoto-samkomulaginu þannig að við byggjum ekki á erlendri reynslu og upplýsingum eins, og í skógræktinni. Sýnt hefur verið fram á að eldfjallajarðvegurinn okkar bindur óvenjumikið kolefni með landgræðslu og brýnt er að sýna fram á það með umfangsmiklum rannsóknum. Við eigum svo mikið af illa förnu landi að við höfum einstakt tækifæri til að binda mikið magn kolefnis í gróðri og jarðvegi. Nú er lag að stórauka uppgræðslu og skógrækt á lítt grónu landi. Ekkert gengur að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið hér á landi og þess vegna m.a. er svo brýnt að auka bindinguna í gróðri og jarðvegi, segir Sveinn Runólfsson landgræðslustjóri. S.dór N1 Akranesi KM. Þjónustan Búardal Dekk og smur Stykkishólmi Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarnesi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu

12 12 Þorsteinn Bergsson, formaður Sláturfélags Austurlands Hefur áhuga á að byggja nýtt sláturhús á Austurlandi Landbúnaður um víða veröld Á hverju ári eru áhugaverðar sýningar og ráðstefnur haldnar um allan heim sem tengjast landbúnaði á einhvern hátt, hvort sem þær snúa að störfum bóndans, framleiðsluaðferðum, tækjakosti eða sjálfum framleiðsluvörunum. Hér er listi yfir nokkrar áhugaverðar sýningar og ráðstefnur sem haldnar verða á þessu ári og slóð á heimasíðu þeirra til frekari upplýsinga. Þess ber að geta að listinn er hvergi nærri tæmandi. Janúar Alþjóðleg matarsýning haldin í Berlín þar sem mörg þúsund matartegunda eru kynntar, slóð á heimasíðu; Febrúar Ráðstefnan er skipulögð af norsku stofnuninni Bioforsk sem stundar rannsóknir á plöntuframleiðslu og lífrænni framleiðslu, fylgist með matvælaöryggi og skráir niðurstöður rannsókna í umhverfismálum. Slóð á dagskrá ráðstefnunnar; /program_2008.pdf Ítalíu febrúar. Þessi sýning er nú haldin í 108. sinn og er alþjóðleg sýning véla, þjónustu og framleiðsluvara sem nýtast í landbúnaði. Slóð á heimasíðu sýningarinnar; Kiev í Úkraínu febrúar. Slóð á heimasíðu sýningarinnar; Mars Agricultural Show verður haldin í Bathurst í Suður-Afríku mars. Síðast þegar sýningin var haldin sóttu hana um 20 þúsund manns, enda margt við að vera eins og hestasýningar, flóamarkaður, skemmtiatriði af ýmsu tagi, dýr verða til sýnis og einnig afrískt handverk svo fátt eitt sé nefnt. Sjá heimasíðu; co.za/event/10/centenary_omnia_bathurst_ Agricultural_Show_2008. Apríl apríl. Hér getur að líta alla nýjustu tækni fyrir landbúnað og skógrækt. Slóð á heimasíðu sýningarinnar; Barcelona á Spáni apríl. Hér verða kynntar allar nýjustu tæknilausnir í landbúnaði þar sem yfir 1200 fyrirtæki sýna vörur sínar á yfir 50 þúsund fermetra sýningarsvæði. Slóð á heimasíðu sýningarinnar; Maí Árósum í Danmörku maí. Slóð á sýninguna; Jönköping í Svíþjóð maí. Slóð á heimasíðu ráðstefnunnar; www1.elmia.se/worldbioenergy í Somerset í Englandi maí. Á sýningunni er lögð áhersla á allt sem tengist nautgripabændum og aðilum sem stunda mjólkurframleiðslu. Slóð á heimasíðu sýningarinnar; Júní Jönköping í Svíþjóð júní. Kjörin uppákoma fyrir dráttarvéla- og bílaáhugamenn því þarna fer fram dráttarvélarall, farið verður í fornbílaskemmtiferð og sænskur meistari í dráttarvélatogi krýndur svo fátt eitt sé nefnt. Slóð á heimasíðu; www1.elmia.se/powerweekend verður haldin í Edinborg í Skotlandi júní. Þetta er mikil matarhátíð og sú stærsta sinnar tegundar í Skotlandi en þar má einnig sjá ýmislegt handverk og margt fleira. Slóð á heimasíðu; www. royalhighlandshow.org Júlí haldin í Warwickshire í Englandi júlí. Þetta er alþjóðleg sýning þar sem hægt er að upplifa margt er tengist breskum landbúnaði og bresku dreifbýli. Sjá heimasíðu; Ágúst í Noregi ágúst. Hér leggja vélasalar áherslu á vörur sínar, ýmis dýr verða til sýnis og einnig verður haldinn skemmtilegur markaður á sýningunni. Slóð á heimasíðu; no September haldin í Fargo í Bandaríkjunum september. Slóð á heimasíðu; ember. Sýning sem á sér hefð allt aftur til ársins sem hefur þróast út í árlega hátíð þar sem búfé, landbúnaður, handverk og matarhefðir er í hávegum haft. Slóð á heimasíðu; Október í Póllandi október. Viðamikil sýning þar sem pólskur landbúnaður er kynntur og vélasalar sýna allt það nýjasta í sínum vörulínum. Sjá heimasíðu; in í Jönköping í Svíþjóð október. Þetta er stærsta landbúnaðarsýningin í Svíþjóð en árið 2006 sóttu nærri 30 þúsund manns sýninguna. Slóð á heimasíðu; www1.elmia.se/lantbrukinomgard Nóvember in í Bologna á Ítalíu nóvember. Á sýningunni, sem ber heitið Eima, má sjá þúsundir tegunda af vélum sem henta til landbúnaðarstarfa og garðyrkju. Sjá heimasíðu; í Danmörku nóvember. Slóð á heimasíðu; nóvember. Hér er aðaláherslan lögð á jarðvinnuvélar og vélvæðingu innandyra fyrir landbúnað. Sjá heimasíðu; Desember desember. Sýningin nefnist The Royal Smithfield Christmas Fair þar sem ýmislegt er tengist landbúnaði er til sýnis. Sjá heimasíðu; (Heimild: Norsk Landbruk og Netið) ehg Þorsteinn Bergsson, bóndi á Unaósi og formaður Sláturfélags Austurlands, hefur lýst yfir miklum áhuga á að byggt verði nýtt sláturhús á Austurlandi í stað þeirra tveggja sem úrelt hafa verið, annars vegar sláturhúsið á Breiðdalsvík og hins vegar á Fossvöllum.,,Það má segja að allt hafi þetta byrjað með Goða-málinu margfræga. Kaupfélag Héraðsbúa var með sláturhús fyrir austan sem sameinaðist Goða en það fór síðan allt saman í loft upp og haustið 2002 lá ekki fyrir að hér yrði neitt slátrað á svæðinu. Þá var stofnað nýtt félag sem heitir Sláturfélag Austurlands. Það sá um slátrun eitt haust, sem var eitthvert versta haust sem komið hafði á þessu sviði. Menn gáfust því upp eftir þetta eina ár. Ég átti sæti í stjórn sláturfélagsins og var á móti því að gefast strax upp en lenti í minnihluta. Síðan var farið í samstarf við Norðlenska og mér þótti þeir svíkja okkur illa. Þeir ætluðu að slátra hér í það minnsta eitt haust en hættu við það í byrjun september og sendu okkur bréf þar sem sagði að við gætum flutt okkar fé til Húsavíkur til slátrunar, annað stæði ekki til boða. Mitt mat er að þeir hafi alltaf ætlað að hafa þetta svona, segir Þorsteinn. Námskeið hjá IMPRU Hann segir að síðan hafi Austurlandsféð verið flutt til Húsavíkur og annarra staða til slátrunar en ekkert gerst í sláturhúsamálum eystra. Sláturfélag Austurlands hafi þó alltaf haft þá stefnu að byggja aftur upp sláturhús og vegna þess hafi miklum gögnum verið safnað en ekkert orðið úr verklegum framkvæmdum. Þó má nefna að verkefnið Austurlamb, sem nú er orðið allvel þekkt, spratt upp úr starfsemi Sláturfélags Austurlands og hafði af því góðan stuðning. Í fyrra tók Þorsteinn við formennsku í félaginu og þá komst meiri hreyfing á málin. Þorsteinn fór á námskeið hjá IMPRU um atvinnusköpun og vann þar verkefni um að endurreisa sláturhús fyrir austan og þannig komst málið í umtal aftur. Þorsteinn Bergsson formaður Sláturfélags Austurlands og bóndi á Unaósi í Eiðaþinghá. Leita fjárfesta,,mín hugmynd er sú að við leitum eftir stuðningi fjárfesta um stofnun eignarhaldsfélags um væntanlegt sláturhús. Við erum nokkrir sem teljum að ef sláturhúsið væri nógu vel búið og hagkvæmt, væri hugsanlega hægt að fá einhverja til að slátra í því, sem hefðu betri markaðsaðgang en við sjáum fram á að geta aflað okkur ef við byrjuðum sjálfir. Spurningin er hvort einhverjir sem þegar eru í slátrun hefðu áhuga á að komast inn á svæði sem áður hefði verið þeim lokað vegna fjarlægðar eða einhverjir nýir aðilar hefðu áhuga á að koma inn í þetta. Við eigum eftir að kanna þetta, segir Þorsteinn. Hann segir að til sé nokkuð góð kostnaðaráætlun varðandi byggingu nýs sláturhúss. Gert er ráð fyrir að húsið myndi kosta fullfrágengið að innan um 130 milljónir króna, sláturlína og ýmis annar búnaður sem þyrfti að kaupa myndi kosta 30 til 40 milljónir og síðan væri spurning hvað frystir myndi kosta og hvernig frystiaðstöðu menn vildu hafa. Kostnaður um 200 milljónir,,samtals hygg ég að sláturhúsið fullbúið myndi kosta um 200 milljónir króna, sagði Þorsteinn. Hann segir að félagar í Sláturfélagi Austurlands séu um 120 og gert væri ráð fyrir að félagið yrði hluthafi í eignarhaldsfélaginu og síðan væri óvíst hvað aðrir hluthafar yrðu margir. Þorsteinn segir að sláturhúsið yrði að vera í nágrenni Egilsstaða og er þá gjarna með Fellabæ í huga. Þar er gott land fyrir iðnaðarhúsnæði og stutt í heitt og kalt vatn. Þorsteinn segir að menn séu að hugsa um sláturhús sem gæti slátrað 15 til 20 þúsund fjár í sláturtíð. Til greina kæmi að hafa möguleika á stórgripaslátrun. Næsta skref í málinu er að huga að stofnun eignarhaldsfélags og kanna hverjir eru tilbúnir að vera með.,,að minnsta kosti vil ég ekki leggja Sláturfélag Austurlands niður án þess að reyna þetta. Takist þetta ekki nær það ekki lengra, segir Þorsteinn Bergsson á Unaósi. S.dór Lifandi landbúnaður og Byggjum-brýr verkefnið standa fyrir fundarhöldum víða um land í kringum næstu mánaðamót þar sem verkefnið Byggjum brýr og ný stjórn grasrótarhreyfingarinnar verða kynnt. Með fundarherferðinni verður smiðshöggið rekið á Leonardoverkefnið Byggjum brýr og lögð drög að næstu skrefum í starfi grasrótarhreyfingar kvenna í landbúnaði, Lifandi landbúnaðar. Fyrsti fundurinn verður haldinn í Skagafirði þann 26 janúar en í framhaldinu verða haldnir kynningarfundir á Norðausturlandi, Austurlandi og Vesturlandi. Sjá nánar í auglýsingum í héraðsfréttablöðum og næsta Bændablaði.

13 13 Kennileiti hverfur Í Belgsholti í Melasveit hefur um árabil staðið hár súrheysturn og sett svip sinn á bæinn og umhverfið. Um miðjan desember skemmdist hann í roki og svo aftur í næstu hrinu. Haraldur bóndi Magnússon sá þá þann kost vænstan að fjarlægja turninn. Það var ákveðin reisn yfir þessu mannvirki og þess vegna eftirsjá að honum. En það er ekki hægt að taka þá áhættu að láta hann hanga uppi, hann var orðinn það illa farinn, sagði Haraldur. Heimilisfólkið myndaði atburðinn og á myndinni hér að ofan er búið að setja taug í turninn en á þeirri til hægri er hann við það að snerta jörðina. Skemmdirnar á turninum voru ekki eini grikkurinn sem desemberrokið Nýtt 2008 Polaris x2 700cc 4x4 gerði heimilisfólki í Belgsholti. Jepplingur sem húsfrúin ók tókst á loft og endaði ofan í skurði. Sem betur fer sakaði ökumann ekki. ÞH Magnús Leópoldsson, lögg. fasteignasali FASTEIGNAMI STÖ IN Stofnsett 1958 jardir.is

14 14 Dagskrá Fræðaþings landbúnaðarins febrúar 2008 Sameiginleg dagskrá: Fimmtudagur 7. febrúar Fundarsalur IE, Sturlugötu 8 Alþjóðleg þróun í landbúnaði Fundarstjóri: NN 08:15 Skráning og afhending gagna 09:00 Setning: NN 09:10 Þróun í alþjóðlegum landbúnaði, jafnvægi framboðs og eftirspurnar í náinni framtíð.,,utviklingen i det internationale landbruket og forholdet mellom tilbud og etterspörsel i tiden fremover Christian Anton Smedshaug, ráðgjafi í stefnumótun og alþjóðaviðskiptum með búvörur hjá Norsku Bændasamtökunum, - Norges Bondelag 09:50 Landbúnaður og umhverfi. Towards an Health Check of the Common Agricultural Policy Luca Montanarella. Director European Soil Bureau, European Commission, Joint Research Centre, Ispra, Ítalíu Kaffihlé 10:50 Leiðin frá Balí: Skógar, landnýting og loftslagsbreytingar Hugi Ólafsson, skrifstofustjóri skrifstofu stefnumótunar- og alþjóðamála í Umhverfisráðuneytinu 11:15 Hvernig tryggjum við landbúnaðinum aðgengi að nægilegu,,landbúnaðarlandi - Reynsla grannþjóða, - hvaða leiðir eru færar fyrir okkur? Guðrún Gauksdóttir, dósent við lagadeild Háskólans í Reykjavík og formaður Rannsóknastofnunar í auðlindarétti 11:40 Almennar umræður Hádegishlé Fimmtudagur 7. febrúar e.h. Fundarsalir á 2. hæð RSHS Þrjár samhliða málstofur: Málstofa A: Landbúnaðarhagfræði Kostir og ókostir mjólkurkvótakerfisins fyrir bændur, neytendur og hið opinbera Fundarstjóri: NN 13:00 Áhrif mjólkurkvótakerfisins á þróun mjólkurframleiðslu, framleiðni og hagræðingu frá 1992 Sveinn Agnarsson 13:30 Kostnaður við mjólkurkvótakerfið og áhrif þess á kostnað við mjólkurframleiðslu Erna Bjarnadóttir og Daði Már Kristófersson 14:00 Leiðir út úr mjólkurkvótakerfinu, aðrar lausnir við framleiðslustýringu og afleiðingar þess að leggja mjólkurkvótakerfið niður Daði Már Kristófersson og Erna Bjarnadóttir 14:30 Hverjir eru helstu kostir kvótakerfis í mjólkurframleiðslu? Baldur Helgi Benjamínsson, Landssambandi kúabænda 15:00 Fyrirspurnir og (pallborðs) umræður 16:00 Veggspjaldasýning og léttar veitingar Málstofa B: Landbúnaður, umhverfi og heilsa Fundarstjóri: NN 13:00 Lýðheilsa og mold Ólafur Arnalds og Rannveig Guicharnaud 13:30 Holl næring fyrir menn og jörð Bryndís Eva Birgisdóttir og Laufey Steingrímsdóttir 14:00 Heilsa bænda Kristinn Tómasson 14:20 Umræður /kaffi 14:35 Skipulag, útivist og heilsa. (Fyrirlestur haldinn á ensku) Hans Jørgen Fisker 15:05 Græðandi garðar og heilnæmt umhverfi Anna María Pálsdóttir 15:30 Tillaga að heilsugarði á Suðurlandi Kristbjörg Traustadóttir 15:45 Umræður og fyrirspurnir 16:00 Veggspjaldasýning og léttar veitingar Málstofa C. Skógrækt Fundarstjóri: NN 13:00 Skógrækt næstu 100 ár Jón Loftsson 13:20 Íslensk skógrækt í samevrópskum samanburði Aðalsteinn Sigurgeirsson, Arnór Snorrason og Þröstur Eysteinsson 13:40 Yndisarður skógræktar Þorbergur Hjalti Jónsson 14:00 Áhrif skógræktar með mismunandi trjátegundum á tíðni og fjölbreytileika mordýra (Collembola) Edda S. Oddsdóttir, Arne Fjellberg og Guðmundur Halldórsson 14:20 Kaffihlé 14:40 Áhrif skógræktar með lerki og birki á þróun og fjölbreytileika svepprótar Brynja Hrafnkelsdóttir 15:00 Áhrif skógræktaraðgerða á viðarvöxt og flæði kolefnis í asparskógi Jón Ágúst Jónsson 15:20 Flokkun íslenskra skóglenda á grundvelli Corine flokkunarkerfisins Björn Traustason 15:40 Fyrirspurnir og (pallborðs) umræður 16:00 Veggspjaldasýning og léttar veitingar 19:30-24:00 Samkoma Föstudagur 8. febrúar. Fundarsalir á 2. hæð RSHS Þrjár samhliða málstofur: Málstofa D. Landgræðsla og önnur landnýting Fundarstjóri: NN 09:00 Landgræðsla í fortíð, nútíð og framtíð Sveinn Runólfsson 09:30 Landgræðsla og önnur umhverfismál Ása L. Aradóttir 10:00 Landgræðsla í alþjóðlegu samhengi Ingibjörg S. Jónsdóttir 10:20 Kaffihlé 10:40 Áhrif beitar á lítt grónu landi gildi beitarstýringar Sigurður H. Magnússon 11:00 Góði hirðirinn um úthagabeit sauðfjár Sigþrúður Jónsdóttir 11:20 Fjölbreytt landnotkun réttur framtíðar Bergur Sigurðsson 11:40 Áhrif landnýtingar á landslag Trausti Baldursson 12:00 Umræður og fyrirspurnir Hádegishlé Málstofa E: Samtengd dagskrá um jarðrækt (f.h.) og búfjárrækt (e.h.) Fundarstjóri: NN 09:00 Fosfór í íslenskri landbúnaðarjörð útdráttur úr MS-verkefni Sigurður Þór Guðmundsson 09:20 Tengsl áburðargjafar, heyefnagreininga og jarðvegsefnagreininga Sigurður Þór Guðmundsson 09:35 Skýrsluhald í jarðrækt Borgar Páll Bragason 09:50 Ráðleggingar í jarðrækt þekkingargrunnurinn hve viss erum við? Ingvar Björnsson, Sigurður Jarlsson, Anna Margrét Jónsdóttir, eða Jóhannes Símonarson 10:10 Kaffihlé 10:30 Verðmæti uppskerunnar kostnaður við heyöflun Ingvar Björnsson, Bjarni Guðmundsson og Runólfur Sigursveinsson 10:50 Nýting túna til hágæðafóðurs eða hámarksuppskeru? Ríkharð Brynjólfsson, Ingvar Björnsson og Guðni Þorvaldsson 11:10 Framleiðslukerfi með belgjurtum-ræktun Áslaug Helgadóttir og Sigríður Dalmannsdóttir 11:30 Umræður og fyrirspurnir 12:00 Hádegishlé Málstofa F: Nýting og vistfræði lífríkis í fersku vatni Fundarstjóri: NN 09:00 Malartekja úr ám Þórólfur Antonsson 09:20 Vatnavistkerfi á jarðhitasvæðum Jón S. Ólafsson 09:40 Endurheimt uppeldissvæða laxfiska í Elliðaám Þórólfur Antonsson og Friðþjófur Árnason 10:00 Vöktun fiskstofna Veiðivatna Magnús Jóhannsson og Benóný Jónsson 10:20 Kaffihlé 10:40 Stofnstærð lax og bleikju og samhengi við veiði Ingi Rúnar Jónsson og Þórólfur Antonsson 11:00 Tengsl stofnstærðar, sóknar og veiðihlutfalls hjá laxi í Elliðaánum Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 11:20 Fóður fyrir bleikju Ólafur Ingi Sigurgeirsson 11:40 Breytileiki í fæðuatferli bleikju Rán Sturlaugsdóttir 12:00 Umræður og fyrirspurnir Hádegishlé Föstudagur 8. febrúar e.h. Málstofa G: Kolefnisbinding Fundarstjóri: NN 13:30 Stefna og alþjóðlegar skuldbindingar Íslands í loftslagsmálum Stefán Einarsson 13:50 Yfirlit um kolefnislosun vegna landnýtingar Jón Guðmundsson 14:10 Kolefnisbinding með landgræðslu. Nýjustu rannsóknir Guðmundur Halldórsson 14:30 Kolefnisjöfnun með nýskógrækt: Á hverju byggir hún? Bjarni D. Sigurðsson Umræður og fyrirspurnir 15:05 Kaffihlé 15:25 Kolefnisbinding í jarðvegi Þorsteinn Guðmundsson 15:45 Endurheimt votlendis möguleg leið til að draga úr kolefnislosun Hlynur Óskarsson 16:05 Kolefnisbinding með skógrækt. Yfirlit og aðferðir Brynhildur Bjarnadóttir 16:25 Líforka möguleikar ræktunar á Íslandi Hólmgeir Björnsson 16:45 Umræður og fyrirspurnir 17:00 Þingslit Málstofa E: Jarðrækt og búfjárrækt (frh.) 13:00 Belgjurtir í túnrækt Jóhannes Sveinbjörnsson 13:20 Dauðfæddir kálfar: Orsakir dauðfæddra kálfa hjá fyrsta kálfs kvígum Magnús B Jónsson 13:40 Dauðfæddir kálfar: Áhrif snefilefna á lífsþrótt kálfa Grétar Hrafn Harðarson 14:00 Þungi og átgeta mjólkurkúa Jóhannes Sveinbjörnsson og Grétar Hrafn Harðarson 14:20 Leyndardómar mjólkurpróteinsins Bragi Líndal Ólafsson 14:40 Kaffihlé 15:00 Fósturlát í sauðfé Sigurður Sigurðarson og Ólafur Vagnsson 15:20 Litir og litaafbrigði íslenska hestsins Guðni Þorvaldsson 15:40 Landnýtingarþáttur gæðastýringar í sauðfjárrækt Gústav Ásbjarnarson 16:00 Hert eftirlit með fóðuröryggi hjá bændum Þuríður E. Pétursdóttir 16:20 Umræður og fyrirspurnir Þingslit Málstofa H: Ferðamál og samfélagsgerð 13:30 Hægur ferðamáti eða slow travel Ósk Vilhjálmsdóttir 13:50 Sjálfsefling samfélaga Margrét Björk Björnsdóttir 14:10 Gönguleiðakort af Tröllaskaga Hjalti Þórðarson 14:30 Landbúnaðartengd ferðaþjónusta Hlín Mainka Jóhannesdóttir 14:50 Ferðaþjónustufyrirtæki sem lífsviðurværi fremur en lífsstíll Ingibjörg Sigurðardóttir 15:10 Byggjum brýr (Leonardo-verkefnið) Ásdís Helga Bjarnadóttir 15:30 Litróf landbúnaðarsamfélagsins Karl Benediktsson, Magnfríður Júlíusdóttir og Anna Karlsdóttir 15:50 Að nálgast neytandann: Viðhorf bænda til beinnar sölu og upprunamerkinga Magnfríður Júlíusdóttir, Annar Karlsdóttir og Jórunn Íris Sindradóttir 16:10 Umræður og fyrirspurnir 17:00 Þingslit Ath. Birt með fyrirvara um breytingar

15 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Geymsluhvelfingar fræbankans á Svalbarða eru vel varðar inni í fjallinu og aðeins inngangurinn er sýnilegur utan frá. Einstætt fræsafn er að verða til á Svalbarða, hin alþjóðlega öryggisgeymsla fyrir fræ af nytjajurtum frá öllum genabönkum heims. Í sífrera og utan alfaraleiðar er Svalbarði hinn fullkomni staður fyrir þess konar fræsafn. Formleg opnun mun fara fram 26. febrúar næstkomandi. Alþjóðlegt fræsafn Í fjalli á Svalbarða er verið að byggja einstætt safn þar sem rúmast á fræ af öllum mat- og fóðurjurtum heims. Það sem knúði á um stofnun safnsins var það að alþjóðleg samtök genabanka í heiminum biðja um öryggisgeymslu fyrir fræsýni af öllum tegundum og stofnum jurta sem hægt er að finna. Mörg lönd reka eigin fræbanka og fjöldi þeirra, ásamt landshlutabönkum og einkabönkum, er alls um 1400 um víða veröld. Þessir fræbankar geyma tegundir og stofna þeirra nytjajurta sem hagnýttar eru í landbúnaði og garðyrkju og fjölga sér með fræjum. Varðveisla erfðaauðlindar hvers lands á aðeins einum stað er töluvert áhættusöm. Nokkur mikilvæg fræsöfn er þar að auki að finna á ótryggum svæðum, bæði hvað varðar stjórnmálaálastand og veðurfar. Þar má nefna lönd eins og Afganistan, Írak og Filippseyjar, þar sem fræbankar hafa eyðilagst vegna stríðsátaka eða fellibylja. Fræbankinn á Svalbarða gegnir þannig hlutverki öryggisnets fyrir alla fræbanka á jörðinni, eins konar öryggisráðstöfun, ef það versta gerðist. Geymsla í sífrera Fræbankinn á Svalbarða er í um eins km loftlínu frá flugvellinum við Longyear-byen og í 130 m hæð yfir sjó. Í safninu eru þrjár hvelfingar, alls um 1000 fermetrar að flatarmáli og 500 rúmmetrar. Þar er rúm fyrir um 5 milljónir fræsýna. Fjallið er úr sandsteini og þar er lág náttúruleg geislun, 130 metra inni í fjallinu í sífrera. Náttúrulegt hitastig þarna er 3-4 C frost. Að auki er kælikerfi í geymslunni sem heldur hitastiginu í 18 C frosti og sá kuldi dreifir sér smám saman um bergið í kring. Það veitir aukalega tryggingu fyrir því að ef kælivélarnar bila þá tæki það nokkur ár fyrir frostið að falla niður í náttúrulegt hitastig, 3-4 C frost. Inngangurinn í geymsluna er 100 m löng stálklædd göng með 5 m lofthæð. Við innganginn verður myndarlegt fordyri, sem verður eini sýnilegi hluti mannvirkisins utan frá. Frægeymslan verður vöktuð með sjónvarpsmyndavélum og þjófavarin. Ábyrgðin á því verður í höndum sýslumannsins á Svalbarða. Svalbarði er á norðurheimskautssvæðinu. Þar er sífreri og svæðið er utan alfaraleiðar. Jens Stoltenberg, forsætisráðherra Noregs, flytur ávarp við táknrænan hornstein byggingarinnar. Það er byggingaeftirlit ríkisins, Statsbygg, sem ber ábyrgð á byggingunni en ráðgjafarfyrirtækið Barling AS í Tromsö annaðist áætlanagerð og arkitektúr. Fyrirtækið Multiconsult AS sá hins vegar um hönnun umhverfisins. Áður en að því om sá Nordagric, sem er stofnun um alþjóðlega þróun og umhverfismál á vegum UMB (landbúnaðarháskóla Noregs) á Ási, um áætlanagerð fyrir fræbankann. Svartir kassar með fræi Fast að því allir genabankar í heimi hafa tilkynnt að þeir vilji geyma sýni af öllu fræsafni sínu á Svalbarða. Fljótlega mun fræbankinn fara að taka á móti öryggissýnum af mikilvægasta jurtaerfðaefni heims. Sérhvert land sem sendir fræ til geymslu þarna mun hafa full ráð yfir eigin erfðaefni. Hornsteinn að alþjóðlega fræbankanum á Svalbarða var lagður sumarið 2006 að viðstöddum öllum forsætisráðherraum á Norðurlöndunum. Í geymslunni eru kassar til afnota fyrir þá sem senda inn fræsýni. Eigandi fræsins verður að greiða sjálfur fyrir pökkun og sendingu fræsins til Svalbarða en fátæk þróunarlönd eiga kost á styrk frá Global Crop Diversety Trust til að standa straum af þeim útgjöldum. Sendandinn ber ábyrgð á að útvega nýtt fræ þegar spírunarprósenta á geymslufræinu fer að lækka í framtíðinni. Það mun taka langan tíma og því góður fyrirvari með það að setja reglur um endurnýjun fræsins. Afhending fræsins skal fara fram eftir viðurkenndum alþjóðlegum reglum, m.a. í samræmi við regluverk FAO, International Treaty on Plant Genetic Resources for Food and Agriculture (ITPGRFA). Samkvæmt núgildandi reglum á ekki að senda erfðabreytt fræ inn til geymslu. Greinarhöfundur, Even Bratberg, með fræsýni sem Norræni genabankinn kom fyrir á Svalbarða árið Öryggisgeymsla Norræna genabankans (NGB) frá árinu 1984 Hér á Norðurlöndunum er meira en 30 ára reynsla af geymslu fræs í sífrera. Þegar árið 1984 tók Norræni genabankinn fyrir nytjajurtir (NGB) í notkun öryggisgeymslu sína fyrir fræ í aflagðri kolanámu (Námu 3) á Svalbarða. Hugmyndina átti Arne Wold, þáverandi forstjóri Fræeftirlitsins í Noregi (Statens frökontroll). Sem stjórnarmaður í NGB var Þorsteinn Tómasson, forstjóri RALA, hvatamaður að verkefninu og skipulagningu þess. Hann tók sæti í stjórn NGB þegar árið 1979 og varð fljótt afar virkur í norrænu samstarfi um erfðaefni jurta. Ásamt með söfnun á fræsýnum af norrænum nytjajurtum var hafin 100 ára tilraun. Ætlunin með henni var að fylgjast með því hvernig spírunarhæfni hinna einstöku frætegunda breyttist í tímans rás, þegar fræið var geymt við fast hitastig, mínus 3-4 C. Um það vitum við lítið enn sem komið er. Verkefnið hefur nú staðið í 23 ár og spírunareiginleikinn er allt að því óbreyttur fyrir flestar tegundirnar. Þó að hér væri einungis um að ræða öryggisgeymslu fyrir fræ af Norðurlöndunum vakti verkefnið mjög mikla alþjóðlega athygli og varð hvatning að heimssafninu sem nú er að verða að veruleika. Fræið í norrænu frægeymslunni á Svalbarða verður smám saman flutt yfir í nýja safnið. Fjármögnun og rekstur Byggingin og geymslan kostaði um 50 millj. nkr. og Noregur lagði að öllu leyti fram það fé og er jafnframt formlegur eigandi mannvirkisins. Norræna genabankanum (NGB) hefur verið falin ábyrgð á daglegum rekstri en Statsbygg, ráðgjafarstofnun norska ríkisins um opinberar byggingar og fasteignir, annast rekstur tæknibúnaðar. Sjóðurinn Global Crop Diversity Trust stendur straum af meginhluta rekstrarkostnaðarins en það sem umfram er fellur á Noreg. Þegar upp er staðið er þetta verkefni sem Noregur hefur tekið ábyrgð á og lagt þannig mikið af mörkum um verndun erfðaauðlindar jurtaríkis jarðar og hlotið viðurkenningu fyrir. Fræbankinn á Svalbarða hefur einnig orðið fyrirmynd í alþjóðlegu samstarfi sem bæði alþjóðleg samtök og einstaklingar vilja tengja nafn sitt við. Þess vegna verður vígsluathöfnin hinn 26. febrúar nk. stóratburður sem mun ekki aðeins draga að sér alþjóðlegar fréttastofur heldur einnig stjórnmálamenn og þekkt fólk víða að komið. Texti og myndir: Even Bratberg.

16 16 Utan úr heimi Þýskur bóndi í málaferlum við líftæknifyrirtækið Syngenta Syngenta er fjölþjóðlegt fyrirtæki í líftækni sem starfar í 90 löndum. Þýskur bóndi að nafni Gottfried Glöckner stendur nú í málaferlum við það þar sem hann heldur því fram að erfðabreyttur maís frá fyrirtækinu hafi eitrað mjólkurkýr hans. Dómstóll í Frankfurt komst að þeirri niðurstöðu að fullnaðarsönnun lægi ekki fyrir um sekt en lagði til þá dómsátt að fyrirtækið greiddi 100 þúsund evrur í skaðabætur. Gottfried Gläckner fóðraði kýr sínar á árunum með fóðri sem innihélt erfðabreyttan maís af stofninum Bt-176, frá Dýrt land á Skáni Verð á ræktunarlandi á Skáni í Suður-Svíþjóð hefur hækkað verulega að undanförnu. Hækkunin er útskýrð með því að fjárfestar telja ræktunarland vænlegan fjárfestingarkost. Áhugi utanaðkomandi fjárfesta þrýstir verðinu upp og gerir bændum, sem vilja stunda landbúnað á þessum slóðum, erfitt fyrir um kaup á jarðnæði. Skánska umboðsfyrirtækið Areal upplýsir að það hafi nú í fyrsta sinn selt jarðnæði á meira en 300 þúsund s.kr. eða um 3 milljónir ísl. kr. á ha. Það er óhugsandi að standa undir slíku verði með búrekstri. Fyrir ári var verðið 230 þúsund sl.kr. á hektara. Buskap/Landbrugsavisen.dk Syngenta. Maísinn átti uppruna sinn úr ræktunartilraun sem gerð hafði verið á jörðinni. Árið 2001 drápust fimm mjólkurkýr á bænum og á árunum eftir það sjö kýr til viðbótar. Grunsemdir vöknuðu hjá Gottfried um það að dauða kúnna mætti rekja til erfðabreytta maísins. Hann taldi að orsökin væri Bt-eitur sem ætlað er til að drepa skaðdýr sem leggjast á maísinn. Kýrnar veiktust rúmlega tveimur árum eftir að fóðrun með Bt-maísnum hófst. Sjúkdómaseinkennin voru m.a. límkennd mykja, vatnssöfnun í liðamótum og blóð í mjólk og þvagi. Margar kúnna hættu að mjólka og vansköpun kom fyrir á kálfum. Þar sem bóndinn hafði dreift mykjunni á akra sína hafði beitilandið einnig eitrast af Bt-eitri. Kýr, sem höfðu gengið þar á beit, drápust síðar. Gottfried Glöckner hafði leitað til ríkisrekinnar rannsóknastofnunar, Robert Koch-institut, um að rannsaka málið. Sérfræðingar hennar töldu sig ekki geta fullyrt það að Bt-eitrið ætti sök á dauða kúnna. Tilraun þeirra stóð hins vegar aðeins í 90 daga og það taldi Glöckner alltof stuttan tíma. Hann var í upphafi eindreginn fylgismaður erfðabreyttrar ræktunar en eftir að hafa neyðst til að slátra öllum kúm sínum, 70 að tölu, skipti hann um skoðun og er kominn í hóp andstæðinga hennar. Maísafbrigðið Bt- 176 hefur hins vegar verið tekið úr ræktun. Gottfried Glöchner fór í mál við Syngenta og krafðist hálfrar milljónar evra frá fyrirtækinu í skaðabætur. Dómstóllinn taldi hins vegar að ekki lægi fyrir fullnaðarsönnun á því að það hafi verið Bt-maísinn sem væri valdur að dauða kúnna. Hins vegar lagði dómstóllinn til að Syngenta greiddi Gottfried Glöckner 100 þúsund evrur í réttarsátt. Syngenta hafnaði hafnaði því og taldi að með því væri það að viðurkenna sekt í málinu. Landsbygdens Folk Viðræður innan WTO sitja fastar Alþjóða viðskiptastofnunin, arlanda. Hér eftir munu viðræður í gegn samninga sem veita þjónustufyrirtækjum WTO, hefur frá því hún hélt innan WTO því aðeins bera árangur iðnríkjanna fullt fund í Doha í Quatar árið 2001 að þróunarlönd hafi einnig hag athafnafrelsi í ríkjum sínum. unnið að því að ná niðurstöðu í svokallaðri Doha - viðræðulotu, en markmiðum hennar var af þeim. Fundur WTO í Hong Kong árið 2005 einkenndist af stöðubaráttu Tillögur framkvæmdastjórnar ESB um breytingar á stuðningi sambandsins við landbúnað sinn geta lýst þannig að með auknu frelsi í og frá sumrinu 2006 hafa viðræðurnar einfaldað samningaviðræðurnar. viðskiptum yrði fátækum löndum tryggð þróun til betra lífs. Í samræmi við það voru viðræðurnar nefndar þróunarlotan. Svo sem venja er innan WTO fara þar fram viðræður um nokkur málefni samtímis. Mikilvægustu viðræðurnar eru um búvöruviðskipti, viðræður um viðskipti með iðnaðarvörur (þar á meðal um fiskafurðir), viðræður um þjónustuviðskipti, verið í sjálfheldu. ESB og Bandaríkin hafa tilkynnt að þau muni ekki leyfa innflutning á fleiri tegundum matvæla ef fátæk lönd lækka ekki tolla á iðnaðarvörum og leyfa ekki þjónustufyrirtækjum iðnríkjanna að starfa í löndum sínum. Flest þróunarlönd hafa öndverða stefnu. Þau krefjast þess að rík lönd afnemi allan útflutn- Hækkandi matvælaverð getur einnig auðveldað það að deiluaðilar finni lausn. Það er teflt djarft á báða bóga. Tíu fjölmenn þróunarlönd, m.a. Kína, Indland, Pakistan, Indónesía, Brasilía, Argentína og Suður- Afríka, lögðu nýlega fram tillögu að samningstexta um þjónustuviðskipti, sem flest önnur þróunarlönd voru tortryggin gagnvart. (GATIS-viðræðurnar), ingsstuðning sinn með búvörum Venesúela og Bólivía gengu lengst svo sem um síma- og fjarskiptaþjónustu, og um einkaleyfisrétt fyrir þau lönd sem eru í forystu í tækniþróun (Trips-viðræðurnar). og lækki verulega annan stuðning sinn við landbúnað. Jafnframt krefjast þau þess að iðnríkin veiti þróunarlöndum rétt til að vernda og lýstu því yfir að þau mundu leggjast gegn sérhverju orðalagi sem veitti erlendum þjónustusamsteypum aukinn aðgang að Doha-viðræðulotan átti eiginlega þá atvinnustarfsemi sína sem er mörkuðum þróunarlanda. Þessi að hefjast í Seattle í desme- mikilvæg fyrir þróun efnahags lönd fengu óbeinan stuðning frá ber 1999, en þá settu bæði mótmælendur þeirra. Washington þegar Bandaríkin og þróunarlönd sig svo upp á móti þeim tillögum, sem þar átti að afgreiða, að þegar táragasskýinu létti þá kom í ljós að þau lönd, sem voru vön að hafa töglin og hagldirnar innan Alþjóða Breiðsíða þróunarlanda, sem stendur æ betur saman, stendur fast á því að reglur WTO um viðskipti og fjárfestingar í þróunarlöndunum veiti ríkum löndum öll forréttindi en ókostirnir bitni svöruðu með því að setja í uppnám frekari viðræður um þjónustuviðskipti með því að leggja fram tillögu um að að aðgangur að markaði fyrir þjónustu verði að lúta sömu reglum og gilda um viðskiptastofnunarinnar (WTO); allir á fátækum löndum. Þau vilja markaðsaðgang fyrir búvörur og Bandaríkin, ESB, Japan og skrifstofa WTO í Genf, fundu að þau höfðu ekki afl til að fá samþykktar ekki veita Bandaríkjunum og ESB enn meira forskot með því að gefa fleiri svið víðskipta frjáls fyrr iðnvarning. Þrjár aðalkröfur Bandaríkjanna tillögur sínar. Vilji þessara landa en meira jafnræði hefur náðst í Öll aðildarlönd WTO skulu til að deila og drottna var hins núgildandi viðskiptareglum WTO. lögfesta varanlega þann markaðsaðgang vegar öllum ljós, sem vita vildu, Samningaviðræður innan erlendra þjónustu- og þeim fjölgaði þarna. Á fundi WTO í Cancun í WTO sitja því fastar þangað til Bandaríkin og ESB hafa komist fyrirtækja í löndum sínum, sem þau hafa í raun leyft. að niðurstöðu um að slaka á Fyrirtæki í öllum löndum WTO Mexikó árið 2003 höfðu mikilvæg þróunarlönd náð vopnum sínum og fundið sameiginlega vígstöðu. reglum sínum um búvöruviðskipti eða þangað til þungavigtarlönd skulu hafa jafnan aðgang að mörkuðum og þau skulu búa Bandaríkinn og ESB fengu skýr meðal þróunarlanda bregðast við sömu réttindi og skyldur og skilaboð frá ýmsum hópum þróun- öðrum þróunarlöndum og þvinga innlend fyrirtæki. Vaxandi ónæmi fyrir fúkkalyfjum Þó að ónæmi gegn fúkkalyfjum sé tiltölulega lítið vandamál í Noregi er þróunin þó niðurávið. Bæði notkun fúkkalyfja og ónæmi gegn þeim fer vaxandi. Fúkkalyfjameðferð á fólki hefur heldur aldrei verið meiri í Noregi en árið Í búfjárrækt fannst á árinu 2006 í fyrsta sinn E.coli-bakteria með ónæmi gegn fjölvirka ónæmislyfinu ESBL fyrir alifugla. Sama baktería hefur einnig fundist í fólki og erfitt hefur verið að lækna það með öðrum lyfjum. Heildarnotkun á fúkkalyfjum í norskum landbúnaði á ári er 6,5 tonn. Notkunin dróst saman á árabilinu og hefur síðan staðið í stað þangað til hún jókst smávegis árið Það er þó jákvætt að notkun á sérhæfðum fúkkalyfjum hefur vaxið. Buskap Ræktunarbelti færast norðar um einn metra á klst. Jordbruksverket í Svíþjóð, sem sér m.a. um ráðgjafarstarfsemi þar í landi, ráðleggur sænskum bændum að búa sig undir hlýnandi veðurfar. Niðurstaða skýrslu, sem stofnunin hefur birt, er sú að ræktunarbeltin flytja sig nú norður um einn metra á klst. eða nálægt því 9 km á ári. Það býður upp á meiri uppskeru og ræktun á nýjum tegundum nytjajurta. Á hina hliðina er það að bændur verða einnig að vera búnir undir meiri úrkomutímabil sem og þurrkatímabil. Buskap/ Aðildarlönd WTO skulu heimila erlendum fyrirtækjum aukinn aðgang að öllum mörkuðum sínum þar sem enn eru viðskiptahindranir. Þessar kröfur Bandaríkjanna fara langt fram úr því sem flest þróunarlönd vilja samþykkja. Þau vilja fyrst ganga frá markaðsaðgangi fyrir búvörur, þar á eftir skal gangið frá viðskiptasamningum um iðnaðarvörur og ef þeir eru viðunandi, er hægt að semja um markaðsaðgang fyrir þjónustugreinar. Brasilía mótmælti 15. nóvember sl. tillögunum harðlega. Í alllangri greinargerð er því haldið fram að frá sjónarhóli Mið- og Suður-Ameríkju, Afríku og flestra landa Asíu þá ríkir mun meira frelsi í milliríkjaviðskiptum í þjónustugreinum en í viðskiptum með matvæli og iðnaðarvörur. Meðan ríku löndin neita að veita upplýsingar um hagnað sinn af viðskiptareglum WTO, hvað varðar matvörur og iðnaðarvörur, er ekki ástæða fyrir þróunarlönd að undirgangast varanlegar skyldur um að hleypa voldugum erlendum fyrirtækjum í þjónusturekstri, (t.d. fjarskiptafyrirtækjum), á markaði sína. Viðskipti með matvæli eru, að áliti Brasilíu, skekkt með stuðningsaðgerðum þar sem sífellt meira hugmyndaflugi er beitt til að fela það að stuðningurinn veitir svigrúm til að undirbjóða matvörur í fátækum löndum og á sama hátt skekkt með háum innflutningstollum á vörum sem þróunarlönd framleiða miklu ódýrara. Stuðningur við baðmullarrækt í Bandaríkjunum, sykursamningurinn í ESB og innflutningstollar í Japan verða að hverfa áður en frekara frelsi verður gefið í þjónustuviðskiptum. Vistvænt umhverfi verður eflt á Nýja-Sjálandi Nýja-Sjáland hefur sett sér það markmið að verða fyrsta koltvísýringsjafnaða land í heimi. Ríkisstjórnin í Wellington vill gera landbúnaðinn umhverfisvænan og þróa aðferðir til að draga úr losun nautgripa- og sauðfjárhjarða landsins á metan en nautgripa- og sauðfjárrækt er þar afar umfangsmikil. Forsætisráðherra Nýja-Sjálands, Helen Clark hefur boðað víðtækar áætlanir um sjálfbært samfélag. Sósíaldemokratísk og græn ríkisstjórn hennar hefur sett sér það markmið að Nýja-Sjáland verði í forystuhlutverki í umhverfis- og veðurfarsvernd í heiminum. Breytingar á veðurfari á síðustu árum hafa leitt til stefnubreytinga landsins í þeim málum. Umfram allt annað vill ríkisstjórnin nú draga úr losun koltvísýrings. Í samræmi við það vill hún draga úr hinu mikla skógarhöggi í landinu sem á þátt í þeirri losun. Í Nýja-Sjálandi er skógurinn ódýr en mjólkin dýr. Skógarnir eru ruddir til að fá beitiland fyrir kýrnar. Ríkisstjórnin hefur nú ákveðið að draga stórlega úr skóarhöggi og rækta 250 þúsund hektara af nýjum skógi. Helmingur af losun gróðurhúsalofttegunda á Nýja-Sjálandi stafar frá landbúnaði. Fimmti hluti losunarinnar er hláturgas (N 2 O) frá búfjáráburði. Með því að nota nýju tækni á að reyna að eyða þeim áhrifum. Meira vandamál er metan frá nautgripum og sauðfé. Ríkisstjórnin vill koma á fót alþjóðlega samstarfi til að ráða bót á því, m.a. með samstarfi við ESB. Stærsta mjólkurfyrirtæki landsins, Fonterra, hefur nú þegar hafið verkefni til að meta losun gróðurhúsalofttegunda í mjólkurframleiðsluferlinum og tekið upp samsatarf við nokkra háskóla í því sambandi. Finna á stærstu losunarstaðina á kúabúinu, í mjólkurbúinu og í dreifingu afurðanna. Niðurstöðuna á að nota til að hanna leiðbeiningakerfi fyrir framleiðendur og neytendur varðandi það sem betur má gera. Ríkisstjórnin á Nýja-Sjálandi hefur sett sér það markmið að 90% af rafmagnsnotkun í landinu verði framleidd með endurnýjanlegum orkugjöfum fyrir árið Í samgöngumálum skal lögð áhersla á líforku og rafknúna bíla, ásamt því að almannasamgöngur verði efldar. Landsbygdens Folk

17 17 ESB herðir baráttuna gegn búfjársjúkdómum Framkvæmdastjórn ESB hefur veitt rúmlega 186 milljónir evra til baráttu gegn súnum (zoonoser). Það eru sjúkdómar sem smitast milli dýra og manna á báða bóga en meðal þeirra eru salmonella og fuglaflensa. Framkvæmdastjórnin veitir á hverju ári fé til að útrýma búfjársjúkdómum, takmarka þá eða hafa eftirlit með þeim. Að þessu sinni er það nýtt að gerð er nokkurra ára áætlun um skipulega útrýmingu á t.d. hundaæði. Um 70 milljónir evra eru veittar til að berjast gegn og útrýma tíu skæðum búfjársjúkdómum, sem er 18 milljón evrum meira en árið áður. Að þessu sinni er sérstaklega veitt fé til baráttu gegn sjúkdómnum blátungu en að öðru leyti eru það sjúkdómar sem smita fólk sem lögð er áhersla á að vinna bug á, svo sem hundaæði og berklar. Mikill árangur hefur náðst í báráttu við hundaæði en sjúkdómurinn er að heita má horfinn í Vestur-Evrópu. Í Austur-Evrópu hefur hann aftur dreift sér meðal smárra rándýra. Baráttan er einkum fólgin í því að dreifa bóluefni gegn sjúkdómnum á svæðum þar sem hann er að finna. Á þessu ári, 2008, á að leggja áherslu á baráttu gegn salmonellu í varphænum. Í það verkefni á að veita 21 milljónum evra í 19 löndum. Það er þreföldun frá árinu áður. Þá verður einnig veitt 21 milljón evra til að fylgjast með hugsanlegu fuglaflensusmiti í alifuglum og villtum fuglum. Upphæðinni verður varið til sýnatöku og rannsókna á rannsóknarstofnun. Framkvæmdastjórnin leggur áherslu á að fyrirbyggjandi eftirlit sé besta leiðin til að halda þessum bráðsmitandi sjúkdómi í skefjum. Reynslan frá árunum 2005 og 2006 sýndi að vökul vöktun er mikilvægasta aðferðin til að koma í veg fyrir að alifuglar smitist. Barátta gegn kúariðu og öðrum hæggengum sjúkdómum hefur borið góðan árangur í kjölfar umfangsmikilla eftirlits- og útrýmingaraðgerða í aðildarlöndum sambandsins. Við erum þar á réttri leið, segir framkvæmdastjórnin. Framlög til þessara varna hefur því verið unnt að lækka úr 88 milljónum í 62 milljónir evra. Í upphæðinni er innifalinn kostnaður við bráðarannsóknir á riðuveiki í nautgripum, sauðfé, geitum og hjartardýrum. Varðandi riðuveiki í sauðfé er haldið áfram að leita að fé sem er með mótstöðu gegn sjúkdómnum. Landsbygdens Folk Skortur á kúm í Evrópu Eftir áratuga stöðuga fækkun mjólkurkúa í aðildarríkjum Evrópusambandsins blasir nú við skortur á kúm, eigi ákvörðun framkvæmdastjórnarinnar um að auka mjólkurkvótann um 2% að ná fram að ganga. Nýútkomin skýrsla um mjólkurframleiðsluna í ESB-ríkjunum leiðir í ljós að til þess að ná því að auka framleiðsluna um 2% þarf að fjölga mjólkurkúnum um í öllum ríkjunum. Í Frakklandi einu þyrfti fjölgunin að vera gripir. Hingað til hefur fækkun mjólkurkúa verið mætt með aukinni nyt svo framleiðslan hefur að heita má verið stöðug. Það dugar hins vegar ekki núna. Landbrugsavisen Að standa við áramótaheit! Um hver áramót strengi ég bara eitt áramótaheit, og það er að gera engin áramótaheit. Í nokkur ár voru mín klassísku áramótaheit að fara í líkamsrækt, mæta oftar á réttum tíma eða bara skila bókasafnsbókunum. Loforðið um líkamsræktina var yfirleitt svikið nokkuð fljótt og það að mæta á réttum tíma jafnvel fyrr. Ég stóð mig best varðandi bókasafnsbækurnar, enda var ég það árið eiginlega alltof upptekin til að fara almennt á bókasafnið. Hmmm... Eftir nokkra legu undir feldi ályktaði ég að það væri ekki sniðugt að hefja nýtt ár með persónulegum svikum. Í staðinn nota ég ýmis skylduverkefni til að líta yfir síðasta ár og velti fyrir mér hvað má gera öðruvísi eða betur á nýju ári. Þetta er líka hægt að gera varðandi rekstur og starfsmannahald. Hvernig verður 2008? Í upphafi hvers árs biður Ríkisskattstjóri atvinnurekendur um að skila sér upplýsingum um laun starfsmanna á árinu. Eflaust er hægt að stynja yfir þessu, en ég er farin að líta á þetta sem tækifæri til að skoða launakostnað á liðnu ári. Jafnframt er þetta tækifæri til að velta fyrir sér áætlunum varðandi nýja árið. Er ástæða til að ætla að launakostnaður verði sá sami á nýju ári = sami fjöldi starfsmanna plús hugsanlegar launahækkanir? Eða er eitthvað sem gefur til kynna að þörf verði á fleiri starfsmönnum? Þrátt fyrir allar fréttirnar af lækkun hlutabréfa í Exista og FL Group er ég tiltölulega bjartsýn varðandi þróun landbúnaðar og ferðaþjónustu á nýju ári. Viðhorf neytenda gagnvart íslenskum landbúnaðarvörum er almennt jákvætt, eftirspurn eftir mjólkurvörum hefur aldrei verið meiri og slegin voru ný met í fyrra í framleiðslu á mjólk. Ferðamönnum hefur fjölgað á ári hverju og ekkert bendir til annars en að svo verði líka á þessu ári. Ferðamannatímabilið hefur líka verið að lengjast, sem þýðir að sumarstarfsmenn þurfa að hefja störf fyrr og hætta seinna. Erlendir starfsmenn í sveit Eygló Harðardóttir Ráðningaþjónustunni Nínukoti eyglo@ninukot.is Þessar forsendur og mjög gott atvinnuástand almennt í landinu þýðir að nauðsynlegt er að huga fyrr að ráðningu starfsmanna en áður. Staðgreiðsla og tryggingagjöld 2008 Vinir mínir hjá Ríkisskattstjóra eru líka búnir að minna mig og aðra sem reikna laun á hver staðgreiðslan og tryggingagjaldið verða á árinu. Skatthlutfall í staðgreiðslu er 35,72%. Skatthlutfall barna, þ.e. þeirra sem fædd eru 1993 eða síðar, er 6% af tekjum umfram frítekjumark barna sem er kr. Persónuafsláttur hækkar lítillega, og verður kr. á mánuði. Heimilt er að nýta allan (100%) ónýttan persónuafslátt maka á árinu Persónuafsláttur fyrir þá sem fá greitt hálfsmánaðarlega (1. og 15. hvers mánaðar) er kr., fyrir þá sem fá greitt á tveggja vikna fresti er persónuafslátturinn kr. og vikulega kr. Ef launatímabil er annað en hér að ofan skal ákvarða persónuafslátt þannig: kr./365 = kr. x dagafjöldi launatímabils. Frádráttarbært iðgjald í lífeyrissjóð er 4% af launum eða reiknuðu endurgjaldi. Heimilt er að auki að færa til frádráttar allt að 4% vegna iðgjalda samkvæmt samningi um viðbótartryggingavernd, ef iðgjöld eru greidd regulega til löglegs lífeyrissjóðs. Tryggingagjald er óbreytt, eða 5,34%. Frekari upplýsingar er hægt að fá á þjónustuvefnum á eða í síma ATHUGA: Skilafrestur á launamiðum á pappír er 28. janúar en á tölvutæku formi 8. febrúar. Árangursrík veðurfarsráðstefna á Bali Um miðjan desember sl. efndu Sameinuðu þjóðirnar til veðurfarsráðstefnu á eynni Bali í Indónesíu. Þátttökuþjóðir voru 187 og verkefni ráðstefnunnar var að leggja línur um hvað við taki þegar Kýótó-bókunin um losun gróðurhúsalofttegunda rennur út árið Verkefni ráðstefnunnar fólst í fleiru en að fjalla um samdrátt á losun þessara lofttegunda. Aðalviðfangsefni hennar varð í raun að ákveða verklag við gerð nýs veðurfarssáttmála en ákvörðun um hann á að taka á framhaldsráðstefnu í Kaupmannahöfn árið Undirbúningsvinnan fer fram í fjórum hópum sem eiga að fjalla um: A Samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda. B Aðlögunaraðgerðir fyrir þróunarlönd. C Eflingu tæknilausna í þróunarlöndum. D Fjármögnun á aðgerðum í þróunarlöndum. Liður A hefur fengið mesta umfjöllun og einkum hafa Bandaríkin verið gagnrýnd fyrir að ganga ekki til liðs við önnur iðnríki um að setja sér markmið um 25-40% samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda fram til ársins Bandaríkin féllust hins vegar á að draga úr losuninni um helming fram til ársins Þá var á ráðstefnunni gerð um það formleg samþykkt að veðurfarsbreytingar eigi sér nú stað á jörðinni og að meginástæða þeirra sé losun mannsins á gróðurhúsalofttegundum. Samþykktin fól það einnig í sér að fallist var á niðurstöður skýrslu Veðurfarsráðs SÞ, IPCC, um veðurfarsbreytingar, ástæður þeirra og meginreglur um hvernig unnt sé að draga úr þeim. Þar með er litið svo á að niðurstaða sé fengin um að breytingar á veðurfari séu fyrir hendi og ástæður þeirra. Menn geti því nú einbeitt sér að því að finna lausnir á þessu vandamáli. Mikil umfjöllun fór fram um það hvernig unnt væri að hjálpa þróunarlöndunum og meira en fram kom í fjölmiðlum. Hvað sem líður sáttmála árið 2009 um aðgerðir þá eiga áhrif veðurfarsbreytinga enn eftir að aukast og að þær munu einkum bitna á fátækum löndum. Þessi lönd finna nú þegar mest fyrir breytingunum þar sem þurrkar hafa hafa verið að aukast þar. Þá hafa þessi lönd ekki bolmagn til að bregðast við afleiðingunum. Við það bætist að efnahagur þessara landa er afar háður landbúnaði og aðrar atvinnugreinar þar eru einnig mjög háðar veðurfari. Á ráðstefnunni á Bali var fjallað um hina gríðarmiklu losun gróðurhúsalofttegunda sem verður í kjölfar skógarhöggs, svo sem í Indónesíu. Eindreginn vilji kom fram um að snúið verði af þeirri braut. Áætlað er að losun gróðurhúsalofttegunda af þessum sökum nemi um fimmtungi af losuninni á heimsvísu. Þar að auki er skógareyðing á þessum slóðum varasöm af öðrum ástæðum, t.d. varðandi útrýmingu tegunda dýra og jurta. Á næsta vori, 2008, verður undirbúningi þess, hvað við tekur af Kýótó-bókuninni, haldið áfram og í desember 2008 verður haldinn stór fundur um málið í Poznan í Póllandi en lokaákvörðun verður tekin á ráðstefnu í Kaupmannahöfn í desember Fram hefur komið að það er ESB sem þrýstir fastast á um raunhæfar aðgerðir gegn hlýnun andrúmsloftsins. Haustið 2009 tekur Svíþjóð við formennsku í ESB og hefur þar með forystu í þessu máli f.h. sambandsins á ráðstefnunni í Kaupmannahöfn. Eftirfarandi málefni mun bera þar hæst: Mikilvægi landbúnaðar og skógræktar. Trygg matvælaöflun. Staða og horfur í þróunarlöndum. Sjálfbær þróun. Vatn. Líforka. Að lokum er vert að geta þess, að þrátt fyrir vonbrigði sumra þá voru mikilvæg skref stigin á Bali. Heimsbyggðin hefur sameinast um fjölda meginatriða, ákveðið næstu skref og stefnir að sama marki. Bandaríkin féllust að vísu ekki á fastákveðna prósentlækkun á losun gróðurhúsalofttegunda en það vó ekki þungt um heildarárangur ráðstefnunnar. Internationella Perspektiv KÚABÆNDUR ATHUGIÐ! ENERGYBALANCE CALCIUMBALANCE DRENCH ENERGYBALANCE og CALCIUMBALANCE eru hágæðavörur frá NutriScan, danskt fyrirtæki sem framleiðir m.a. fæðubótarefni fyrir dýr. Nánari upplýsingar:

18 18 Á markaði Hvað er að gerast í mjólkurframleiðslu í heiminum? Árlega skilar alþjóðlegt teymi sérfræðinga frá 70 löndum, skýrslu NOK/kg, sjá mynd 1 (miðað við Heimsmarkaður til framleiðenda í Suður-Kóreu 4,50 um þróun í framleiðslu og afkomu Erna Bjarnadóttir staðlað orkuinnihald). Í Noregi var í mjólkurframleiðslu. Á heimasíðu meðalverð 3,40 NOK/kg og í ESB NILF, (Norsk Institut var meðalverðið 2,40 en nokkur for Landbruks Forskning) er munur milli landa eins og myndin fjallað um helstu atriði skýrslunnar, sem kom út í árslok framleiðenda undir 2 NOK/kg. sýnir. Í Bandaríkjunum féll verð til Árið 2005 var mjólkurframleiðsla mest á Indlandi, 108 millj. hagfræðingur Bændasamtaka Framleiðslukostnaður tonn, síðan komu Bandaríkin (76 Íslands Framleiðslukostnaður mjólkur millj. tonn). ESB löndin 25 framleiddu alls 153 millj. tonn og Nýja eb@bondi.is Sjáland sem flytur mest allra út, nálægt 16 millj. tonn. Frá var árleg framleiðsluauking á heimsvísu 1,8%. Mest jókst framleiðslan í Kína, um 17,1% á ári en þarlendir framleiða alls um 24,5 millj. tonna á ári. Mestur samdráttur í framleiðslu var hins vegar í Argentínu, 1,7 millj. tonn á fimm ára tímabili. Verðþróun Heimsmarkaðsverð á mjólk hefur farið hækkandi undanfarin ár og meira en tvöfaldast á ári. Verðhækkanir til framleiðenda voru fyrst að skila sér á árinu 2007 en verð til framleiðenda í mörgum helstu framleiðslulöndum s.s. USA, ESB, Nýja Íkr./tonn Sjálandi, Japan og Brasilíu, lækkaði á milli áranna 2005 og Hæsta verð árið 2006 var greitt hækkaði árið 2006 frá fyrra ári. Helstu orsakir voru hækkandi orkuverð, landverð og launakostnaður. Framleiðslukostnaður var lægstur í Argentínu, Ástralíu og Nýja Sjálandi, sjá mynd. Í þessum löndum eru búin stór, hafa yfir nægu jarðnæði að ráða og hægt að beita búfénaði allt árið, litlar kröfur eru til bygginga yfir nautgripi og annarrar aðstöðu. Lág laun í þróunarlöndum eiga hvað stærstan þátt í að framleiðslukostnaður mjólkur er lágur í mörgum þeirra. Í löndum þar sem loftslag er kalt og erfið ræktunarskilyrði verður uppskera lítil, búin vinnufrek og aðkeypt kjarnfóður oft dýrt. Sviss, Austurríki, Noregur og Finnland voru því með hæstan framleiðslukostnað, 5-9 NOK/kg. Kr./kg mjólkur (EKM) Suður-Kórea Japan Kanada Sviss Noregur ESB-15 meðaltal Bandaríkin Ástralía Nýja-Sjáland Argentína 9,00 8,00 7,00 6,00 5,00 4,00 3,00 2,00 1,00 0,00 0 0,5 1 1,5 2 2,5 3 3,5 4 4,5 5 Kr./kg mjólkur (EKM) 150 milljón kúabú í heiminum Í skýrslunni er áætlað að mjólkurframleiðsla sé á 150 milljón búum í heiminum. Stærstur hluti þeirra er í þriðja heiminum og má helst líkja Sviss - 20 Ástralía - 12 Noregur - 19 Finnland - 24 Holland - 57 Svíþjóð - 50 Danm Írland - 51 USA - 80 N-Sjál Indland - 2 Argentína Lönd og hjarðstærðir (kýr) Efri myndin sýnir verð á mjólk til framleiðenda í ýmsum löndum, norskar kr/lítra. Sú neðri sýnir meðalbústærð, fjöldi kúa, í nokkrum löndum og samhengi hennar við framleiðendaverð á mjólk. við sjálfsþurftarbúskap. Í Indlandi einu eru 75 milljón bú, Pakistan 15 millljón bú og Eþíópíu 4,6 milljón bú sem framleiða mjólk. Þá voru 2 milljónir kúabúa í Úkraínu og Tyrklandi. Til samanburðar eru kúabú í Bandaríkjunum, hálf milljón í ESB löndunum 15, í Sviss og í Noregi des Þróun á verði fjögurra áburðarefna frá jólum 2006 til jóla Eins og sjá má hófst hækkanahrinan fyrir alvöru um mitt síðasta ár. Á síðustu tveimur árum hefur verð á ammóníum, í dollurum talið, hækkað um 33,5%, þvagefni um 57,8%, kalkammóníumnítrati um 44,1% og fosfórsýru um 41,1%. Verðmæti áburðarefna og hækkandi áburðarverð Síðustu vikur og mánuði hafa borist fréttir af hækkandi áburðarverði og eru orsakirnar margvíslegar en aðallega aukin matvælaframleiðsla sem birtist í aukinni eftirspurn eftir korn- og sáðvöru ýmis skonar. Ein af orsökunum er sú ákvörðun Evrópusambandsins að hætta að styrkja bændur til að hafa land í tröð eða órækt. Vegna þessa stækkar akurlendið sem bændur ætla sér að bera á og sá í allnokkuð. Samhliða hefur nokkrum áburðarverksmiðjum í heiminum verið lokað og aðrar sameinaðar, þannig að nokkuð hefur dregið úr samkeppni á markaðnum. Allt leiðir þetta til þess að nú reyna áburðarsalar að hækka verð á áburði. Heimsmarkaðsverð á áburði hefur hækkað allnokkuð en sterk staða krónunar dregur að vísu úr þeim áhrifum. Þessi markaður er því miður allt annað en einfaldur því þarna spila saman verðlag á heimsmarkaði sem oftast er í dollurum eða evrum. En svo koma áhrif gengis inn í og geta breytt Jarðrækt Sigurður Þór Guðmundsson ráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands sthg@bondi.is dæminu talsvert. Ef heimsmarkaðsverð á áburðarefnum er skoðað frá desember 2006 til desember 2007 er hækkun á ammóníum, kalkammóníumnítrati og fosfórsýra um 24 til 26% reiknað í krónum. En það þarf ekki nema stytta þetta tímabil um einn mánuð til að fá allt aðra mynd eða frá 26% lækkun á ammóníum, 1% lækkun á kalkammóníumnítrati og 17% hækkun á fosfórsýru. Þessi mynd kemur fram þegar verðbreytingarnar eru reiknaðar í krónum. En áburðarsalar hafa boðað hækkanir á áburði og birtist óvissan meðal annars í því að ekki hafa þeir um langa hríð verið seinni til að birta verðskrár og meira segja vöruframboð. Því er tilefni til að velta fyrir sér hvernig skuli bregðast við. Líklegt er að bændur þurfi að taka talsverðan hlut þessarar hækkunar beint á sig, því ólíklegt verður að teljast að hægt sé að velta henni beint út í afurðarverð. Áburðaráætlun, þar sem höfð er til viðmiðunar fyrri uppskera, jarðvegsgerð og heyöflunaráætlun er nauðsynlegt áhald til að geta beitt sparnaðaraðgerðum í áburðarkaupum. Er ástæða til að hvetja bændur til að gera slíkar áætlanir, má fá til þess aðstoð frá ráðunautaþjónustunni í hverju héraði? Verkfærin plógur og skítadreifari eru jafnframt mikilvæg verkfæri til að ná fram sparnaði í áburðarkaupum og minnka þannig tekjuskerðinguna sem fylgir hækkunum á aðföngum. Plógurinn til að geta sáð uppskerumeiri grösum og þannig aukið uppskeruauka áburðarins. Skítadreifarinn til að auka nýtingu búfjáráburðarins sem dregur beint úr þörfinni á aðkeyptum áburðarefnum. Það er þó alls ekki sama hvernig þessum verkfærum er beitt. Nýtingarhlutfall köfnunarefnis í búfjáráburðinum getur hlaupið frá 20-90% eftir því hvernig tekst til við dreifinguna. Nýtingin er almennt lakari eða allavega viðkvæmari með taðdreifaranum en mykjudreifaranum. Allra best er nýtingin þegar dreift er í röku og lygnu veðri þegar grasið er í sprettu. Jafnframt er hún lökust þegar borið er á í þurrum vindi þegar grasið er ekki í sprettu. Það má færa fyrir því sæmileg rök að verðmæti þess köfnunarefnis sem hægt er að auka nýtingu á sé um kr. á hverja mjólkurkú og 112 kr. á hverja kind. Fosfór og kalí eru ekki nærri eins rokgjörn efni en geta þó skolast af túnum með afrennsli þannig að ekki er hægt að tala um aukna nýtingu á þeim eins og köfnunarefni. Þegar rætt er um verðmæti búfjáráburðar má ekki gleyma því að búfjáráburðurinn er yfirleitt eini snefilefnagjafinn sem notaður er í túnrækt. Bústærð Meðalkúabú í heiminum er með 2,4 mjólkurkýr en breytileikinn er gríðarlegur. Í flestum löndum Asíu, Austur-Evrópu, Afríku og hlutum af latnesku Ameríku er meðalbúið með minna en 10 kýr. Í 15 löndum var meðalbúið stærra en 15 kýr og í sjö löndum stærra en 100 kýr. Þetta eru Nýja Sjáland (315), Ástralía (218), Argentína (153), Tékkland (153), Suður-Afríka (130), Bandaríkin (115) og Ísrael (105). Þá er til þess tekið að 55-60% af kúm í Sádí- Arabíu eru á 28 búum sem eru að meðaltali með 6600 kýr og mjólkurverð heldur hærra en í Noregi. Vaxandi eftirspurn eftir lífrænum mjólkurafurðum Mjólkursamlagið Arla í Svíþjóð ætlar að auka framleiðslu á lífrænum mjólkurafurðum um 20% á ári til ársins Þetta þýðir að að framleiða þarf 266 milljón kíló af lífrænni mjólk árið 2001, um það bil tvöfalt það magn sem framleitt var Endurnýjun og fjölgun á kúabúum í lífrænni framleiðslu heldur því áfram af fullum krafti. Í Danmörku hefur markaður fyrir lífrænar mjólkurafurðir sömuleiðis farið vaxandi. Einnig hefur markaður fyrir þessar afurðir vaxið í öðrum löndum eins og t.d. Bandaríkjunum, sem ekki eru sjálfum sér næg um lífrænt framleidda mjólk. Stefna dönsk mjólkursamlög nú á útflutning á lífrænni mjólk, ostum og smjöri. Stefnir því frekar í skort á lífrænt framleiddri mjólk í Danmörku og hefur Arla hvatt hefðbundna framleiðendur til að skipta um framleiðsluaðferðir og fást jafnframt ríkisstyrkir til aðlögunar að lífrænni framleiðslu.

19 19 Verð á innfluttum hráefnum til kjarnfóðurgerðar 2007 Bygg til fóðurs Maís til fóðurs Janúar 17, , Febrúar 16, , Mars 15, , Apríl 15, , Maí 15, , Júní 15, , Júlí 18, Ágúst 20, , September 22, , Október 25, Nóvember 24, , Eins og Bændablaðið hefur áður greint frá hefur verð á korni hækkað stöðugt á heimsmarkaði undanfarna mánuði. Meðfylgjandi tafla sýnir hækkun á verði helstu hráefna til fóðurs á kr./kg cif-verði samkvæmt innflutningsskýrslum. Bygg og maís hafa þannig hækkað um 45% en innflutningsverð á maís var lægra á seinni hluta ársins. Þetta má sjá að er í takt við verðþróun á heimsmarkaði en maísverð var ívið lægra frá júlí og fram á haust en það var í byrjun árs og aftur nú í upphafi ársins Afkoma kúabúa á breytingatímum Miklar hræringar á fjármálamörkuðum undanfarið koma við allan atvinnurekstur, bændur sem aðra. Fjármálakreppa virðist vera skollin á í heiminum sem teygir anga sína hingað til lands með tilheyrandi áhrifum á aðgengi og kjör á lánsfé. Miklar verðhækkanir hafa einnig orðið síðustu mánuði á korni og áburði á heimsmarkaði. Olíuverð hefur einnig hækkað gríðarlega. Augljóst er að þessar breytingar allar hafa óhjákvæmilega áhrif á framleiðslukostnað búvara. Eins og kunnugt er hækkaði verð á mjólk til kúabænda tvívegis á síðasta ári og síðan 1. janúar sl., eins og hér segir: 1. júní 2007 um 1,19 kr/ltr. 1. nóvember 2007 um 0,62 kr/ltr. 1. janúar 2008 um 0,70 kr/ltr. Samtals hefur mjólkurverðið því hækkað um 2,51 kr/ltr. frá Það samsvarar 5,28 % hækkun. Til samanburðar þá hækkaði vísitala neysluverðs um 5,86% frá október 2006 til desember Í ljósi áðurnefndra hræringa er nokkuð ljóst að kostnaðarhlið verðlagsgrundvallar kúabús mun hækka á næstu mánuðum. Í Svíþjóð hefur verð á kalí og fosfór hækkað um Á að auka mjólkurkvóta í einum áfanga eða mörgum? Stækkun mjólkurkvóta í áföngum frá og með kvótaárinu 2009/2010 er sú leið sem framkvæmdastjórn ESB sér helst fyrir sér til að tryggja mjúka lendingu fyrir afnám mjólkurkvóta innan ESB þann 31. mars 2015, þar sem það sé einfaldasta og sveigjanlegasta aðferðin sem völ er á. Þessu mætti síðan fylgja eftir síðar með lækkun á gjaldi sem lagt er á framleiðslu umfram kvóta. Framkvæmdastjórnin mun þó enn einnig opin fyrir þeim möguleika að auka mjólkurkvótann í einum áfanga árið 2009/2010 með endurskoðun tveimur árum síðar. EB 100% á sl. 12 mánuðum og á köfnunarefni um 70%. Engar áburðarhækkanir eru komnar inn í verðhækkun til bænda nú í vetur en 60% hækkun á áburði ein og sér myndi þýða um 3 kr. á lítra mjólkur á verðlagsgrundvallarbúinu. Þá þýðir 10% hækkun á kjarnfóðurverði um eina krónu á lítra mjólkur. Samtals gæfu hækkanir af þessari stærðargráðu 3,75% hækkun á grundvellinum í heild (806 þúsund kr.). Rétt er að undirstrika að hér er einungis verið að reyna að varpa ljósi á af hvaða stærð áhrif breytinga af þessu tagi eru. Kúabændur finna þó líka fyrir því að með hækkandi heildargreiðslumarki lækka tekjur á lítra. Eins og kunnugt er er heildarfjárhæð beingreiðslna nú föst upphæð, kr. á verðlagi í desember sl. og við það bætast gripagreiðslur kr. Í verðlagsgrundvelli nú er gert ráð fyrir að tekjur af beingreiðslum á lítra nemi 40,46 kr. Miðað við 117 millj. lítra greiðslumark gefa gripaog beingreiðslur samtals um 39,5 kr á lítra, um það bil krónu minna en grundvöllurinn gerir ráð fyrir. EB Nýr framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar ehf. Sigurður Þorsteinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Kraftvélaleigunnar ehf. Sigurður hefur starfað hjá Kraftvélaleigunni undanfarin misseri en áður starfaði hann hjá Kraftvélum ehf. Sigurður er kvæntur Kristínu Gísladóttir og eiga þau þrjú börn. Sigurður tók við starfinu 1. janúar sl. af Ævari Þorsteinssyni, sem verið hefur framkvæmdastjóri félagsins síðastliðin ár eða frá stofnun þess. Ævar, sem er aðaleigandi Kraftvélaleigunnar, tekur sér stöðu stjórnarformanns félagsins. Samhliða þessum breytingum kom Axel Ólafsson inn í stjórn félagsins ásamt Matthíasi Matthíassyni. Kraftvélaleigan ehf. er eitt af stærstu leigufyrirtækjum landsins með vinnuvélar og tæki fyrir jarðvinnslu og byggingariðnað. (Frétt frá Kraftvélaleigunni)

20 20 Líf og starf Er húshitun með eldiviði raunhæfur kostur? Ha með lerki, gróðursett Norðurland Austurland Samtals ha með lerki Rúmmetrar af grisjunarviði við 25 ára aldur Norðurland Austurland Samtals m 3 af grisjunarviði Nú fer að renna upp sá tími að upphitun með innlendum eldiviði verði raunhæfur kostur á nýjan leik. Sérstaklega á þetta við þar sem rafmagn eða olía eru notuð til upphitunar. Árið 1990 höfðu allnokkrir bændur hafið skógrækt á sínum jörðum um land allt og eftir þann tíma hefur umfang bændaskóga vaxið jafnt og þétt. Notkun eldiviðar er stórt hagsmunamál fyrir skógrækt framtíðarinnar. Í fyrsta lagi er mikilvægt að nýta það timbur sem fellur til við fyrstu grisjun skógarins og nýtist ekki til iðnaðar vegna smæðar. Og í öðru lagi er grisjun, a.m.k. lerkiskóganna, nauðsynleg til að tryggja vöxt og viðgang skógarins til lengri tíma þannig að bestu trén fái notið sín. Á Norður- og Austurlandi hafa verið gróðursettir allmiklir lerkiskógar sem hafa vaxið ótrúlega hratt á þurru og erfiðu landi. Við ára aldur er tímabært að grisja þessa skóga til að gefa bestu timburtrjánum rými til vaxtar. Sá grisjunarviður sem fellur til við 25 ára aldurinn er afar breytilegur að gæðum enda er verið að fjarlægja tré sem eru kræklótt, brotin eða hafa orðið undir í samkeppni um ljós og næringu. Við grisjunina eru bolirnir afkvistaðir og greinarnar látnar rotna í skógarbotninum og verða að næringu fyrir eftirstandandi tré. Sumt af því sem fellur til má nota sem girðingarstaura en allt annað efni mætti nýta sem eldivið enda skiptir vaxtarform og gildleiki litlu máli fyrir eldinn. Bændaskógarnir eru dreifðir um land allt og í framtíðinni verður því á flestum stöðum stutt í næsta bændaskóg. Til að hagkvæmt sé að nota eldivið til upphitunar má fjarlægðin að skóginum ekki vera mjög mikil og er gjarna miðað við um km. Viður tekur mikið pláss og er dýr í flutningi. Hagkvæmast er auðvitað að nýta eigin skóg og tæki. Miklar framfarir hafa orðið í þróun viðarkatla til húshitunar. Forsenda fyrir því að kerfið virki vel er að geta geymt orkuna sem losnar við brunann. Einfaldasta leiðin til þess er að nota ofninn til Fjöldi mögulegra heimila með húshitun úr grisjuðum lerkiskógum árabilið Norðurland Austurland Samtals fjöldi heimila að hita vatn í einangraða tanka sem deila hitanum út á vatnsofnakerfi mörgum klukkustundum eftir að eldurinn í katlinum er slokknaður. Mjög mikilvægt er að eldiviðurinn sé þurr til að hámarka orkunýtinguna og lágmarka mengun við brunann. Viðarkatlar eru oft útbúnir þeim möguleika að nota aðra eldsneytisgjafa, s.s. rafmagn eða olíu, sem geta þá tekið við ef ekki er verið að kynda með eldiviði. Upphitun með grisjunarviði er umhverfisvæn því að fyrst og fremst er verið að nýta hráefni sem annars hefði rotnað í skógarbotninum vegna sjálfgrisjunar skógarins í innbyrðis samkeppni trjánna um pláss og næringu. Það kolefni sem losnar við brunann í katlinum hefði að öðrum kosti losnað út í andrúmsloftið á fáum árum vegna rotnunar ef viðurinn hefði verið skilinn eftir í skóginum. Framboð af hráefni á eftir að verða mjög mikið. Ef skoðaðir eru lerkiskógar Norður- og Austurlands eingöngu má ætla að árið 2010 verði 2000 ha af skógi, gróðursettir fyrir og upp úr 1990, komnir í mikla grisjunarþörf. Frá árinu 2010 verður hægt að hita upp um 400 sveitaheimili með grisjunarviði úr lerkiskógunum á þessu svæði og árið 2030 verður framboð af viði nánast ótakmarkað til húshitunar. Það er ástæða til að hvetja alla sem kynda hús sín með t.d. rafmagni eða olíu í dag að hugleiða möguleikann á að nota eldivið til að lækka kyndingarkostnað. Eldri hús sem einhvern tímann hafa haft olíukyndingu og eru með vatnsofnakerfi henta sérstaklega vel til að skipta yfir í eldiviðarkyndingu. Forsendur: Við grisjun á 25 ára lerkiskógi fást að lámarki 25 m 3 /ha Grisjað frá 2500 trjám/ha niður í 1500 tré/ha við 25 ára aldur. Meðaltré 25 lítrar Til heimilisnota þarf 25 m 3 af viði árlega* Þetta gerir að grisja þarf 1 ha árlega til húshitunar og um 20 ha skógur dugar til að jörðin sé sjálfbær með hitaorku til heimilisnota og eftir stendur vel hirtur skógur. * Árleg rafmagnsnotkun til húshitunar á 140 m 2 húsi er um kwh/ári (heimasíða RARIK). Höfundar Brynjar Skúlason, starfsmaður Norðurlandsskóga Jóhann Þórhallsson, starfsmaður Héraðs- og Austurlandsskóga Lárus Heiðarsson, starfsmaður Skógræktar ríkisins Kannar hegðun æðarkolla og varpárangur Þórður Örn Kristjánsson vinnur að meistaraprófsritgerð sinni við líffræðiskor Háskóla Íslands þar sem hann ber saman varphegðun og varpárangur æðarkolla í mismunandi eyjagerðum. Einnig hefur hann kannað áhrif dúntekju á varpárangur og hegðun æðarkollna á legutíma í rannsóknum sínum í Hvallátrum á Breiðafirði. Ég kanna hvaða áhrif það hefur að taka allan dúninn undan kollunni í fyrstu leit og setja hey í staðinn. Ég ber einnig saman hitasveiflur í dún- og heyhreiðrum og sé af þeim hegðun kollunnar, hvenær hún fer af hreiðri og í hversu langan tíma, hvenær hún snýr eggjunum og hvenær hún yfirgefur hreiðrið, segir Þórður Örn en leiðbeinendur hans við líffræðiskorið eru dr. Arnþór Garðarsson og dr. Páll Hersteinsson. Af hverju valdirðu þetta viðfangsefni? Ég hef alla tíð haft áhuga á fuglafræði og ætlað mér í það nám. Ég hef verið viðloðandi dúntekju frá barnsaldri og fannst þetta verkefni því mjög spennandi og sá fyrir mér að það gæti skilað nytsamlegum upplýsingum til æðarbænda og annarra. Æðarfugl er sá fugl sem hefur mest verið rannsakaður á Íslandi en áhrif dúntekju á hegðun og varpárangur hafa ekki verið skoðuð sérstaklega. Einnig má segja að æðarfugl sé sá fugl sem skili mestum tekjum í þjóðarbúið þar sem æðardúnn er dýr lúxusvara og því tel ég að fleiri rannsóknir á þeim fugli séu mjög kærkomnar. Hvernig kom það til að þú fórst út í æðarrannsóknir í Hvallátrum? Foreldrar mínir eiga hlut í Hvallátrum á móti nokkrum góðvinum. Þetta eru allt fjölskyldur sem eiga það sameiginlegt að njóta þess að vera í eyjunum og hlúa að varpinu, með því að laða að fugla og halda varg í skefjum. Æðarvarp í Hvallátrum er töluvert stórt og ég Þórður með föður sínum, Kristjáni Þórðarssyni, í Hvallátrum við rannsóknarvinnu. Kolla á hreiðri í Hvallátrum á Breiðafirði. hef verið í dúntekju þarna á hverju vori síðan ég var barn og komið við það auga á mörg rannsóknarverkefni í sambandi við æðarfugl sem vert væri að skoða. Öll aðstaða í Hvallátrum til uppihalds og rannsókna er mjög góð og mikill áhugi eigenda fyrir rannsóknum á æðarfugli. Ég hef lesið mikið um æðarfuglinn og komist að því að bein áhrif dúntekju á afkomu Hér má sjá eitt kolluhreiðranna sem Þórður rannsakaði og gps-tæki til viðmiðunar. og hegðun hafa aldrei verið skoðuð þó margt sé búið að rannsaka í sambandi við lifnaðarhætti hans. Er þetta sérstakt áhugasvið hjá þér? Ég fékk þennan líffræðiáhuga með móðurmjólkinni en vendipunkturinn var þegar ég var sex ára gamall og fékk í jólagöf frá foreldrum mínum bókina Fuglar í náttúru Íslands eftir Guðmund Þórður með hundinn sinn, hana Skutlu, en málverkið í baksýn fékk hann að gjöf frá ömmu sinni. Pál Ólafsson. Eftir þau jól varð ég fluglæs og hef varla sleppt fuglabók síðan. Móðir mín, Guðrún G. Þórarinsdóttir, er doktor í sjávarlíffræði og fylgdi ég henni oft á sjó sem krakki og unglingur og þótti mér það sem ég upplifði þar heill heimur út af fyrir sig. Hún vann mikið á Breiðafirði við hörpuskelrannsóknir svo ég kynntist firðinum og öllum hans dásemdum snemma. Fuglar hafa alltaf verið mitt uppáhald og ég hef stundað fuglaskoðun mikið frá sjó og landi, farið í fuglatalningar og stundað fuglaveiðar. Einnig hef ég safnað uppstoppuðum fuglum frá sex ára aldri. Hefur eitthvað áhugavert komið fram í rannsóknum þínum? Ég er ekki búinn að fullvinna öll gögn en við fyrstu sýn er það sérstakt að dúntekjan virðist ekki hafa áhrif á varpárangur og hegðun kollunnar í Hvallátrum þessi tvö ár sem ég skoðaði, árin 2005 og Í minni rannsókn var síst lakari árangur hjá kollum í heyhreiðri en dúnhreiðri og hitastigið sem kollan heldur í dún- og heyhreiðri er það sama. Hvernig munu rannsóknir þínar nýtast? Æðardúnn er markaðsettur sem umhverfisvæn vara og hefur fengið grænan stimpil á sig. Það að fá að vita hversu mikil eða hvort dúntekja hafi áhrif á hegðun kollunnar og varpárangur er þannig mikilvægt við markaðssetningu dúnsins. Einnig gætu æðarbændur hagað dúntekju sinni í samræmi við niðurstöður rannsóknanna. Þessa rannsókn þyrfti þó að endurtaka víðsvegar um landið og bera saman niðurstöður eftir landshlutum. Einnig væri mjög eftirsóknarvert að bera saman orkunotkun kolla í hey- og dúnhreiðrum, því þó að árangur í varpi virðist ekki vera mismunandi við þær rannsóknaraðstæður sem ég hafði, gæti það að missa allan dún úr hreiðri gengið nær kollu en ef hún hefur dúninn, þó að það sé ekki sýnilegt í varpárangri og hegðun. Einnig geta niðurstöður um samanburð á varpárangri í melgresis- og graseyjum gagnast þar sem bændur gætu reynt að auka varp sitt í þeirra eyjagerð er skilar meiri árangri. Hvaða viðbrögð hefur þú fengið við rannsóknum þínum? Ég hef fengið mjög góð viðbrögð frá æðarræktarbændum. Menn eru mjög ánægðir með það að einhverjar rannsóknir skuli vera í gangi sem beint geta nýst bændunum. Æðarkollan er dýrmæt fyrir bændurna og vilja þeir hlúa að henni eins vel og mögulegt er. Ég hef haldið tvo fyrirlestra til kynningar á niðurstöðum og var áhugi mikill hjá hlustendum. Hvað muntu gera að námi loknu? Að meistaranámi loknu stefni ég á doktorsnám. Ég get hugsað mér doktorsverkefnið sem framhaldsvinnu af meistaraverkefninu, það er, að rannsaka betur áhrif dúntekju á æðarvarpið. Skoða til dæmis orkunotkun kollunnar í dún- og heyhreiðrum og gera samanburð víðsvegar um landið. ehg

21 21 Naut til notkunar vegna afkvæmarannsókna Seinni hluti nautaárgangsins 2006 er nú kominn á nautastöðina og munu útsendingar sæðis úr þeim hefjast innan tíðar. Hér er um að ræða 12 naut sem fædd eru á síðari hluta árs Fimm þeirra eru undan Umba 98036, þrjú undan Fonti og eitt undan þeim Hersi 97033, Glanna 98026, Þrasa og Þolli Upplýsingar um nautin er bæði að finna á heimasíðu nautgriparæktarinnar á bondi.is og á vefslóðinni Netnautin á heimasíðunni bssl.is. Þá verða nautaspjöldin send út til bænda á næstunni. Á prentuðu spjöldunum eru tvær meinlegar villur og munu leiðréttingar fylgja nautaskránni sem kemur út síðari hluta janúarmánaðar. Villurnar hafa verið leiðréttar í netútgáfunum. Magnús B. Jónsson Fósturvísatalning í sauðfé Síðastliðin ár hafa þó nokkuð margir sauðfjárbændur nýtt sér þá þjónustu að láta telja fóstur í ám og gemlingum. Bændur í nágrannalöndum okkar hafa nýtt sér fósturtalningar um alllangt skeið til hagræðingar á sauðfjárbúum. Þau atriði sem reynslan hefur sýnt að skili hvað mesta hagræðinu eru eftirfarandi: Hægt er að stýra fóðrun áa og gemlinga eftir fjölda fóstra sem þær ganga með, en það stuðlar að jafnari fæðingarþunga lamba og sparar fóður í geldar ær og gemlinga. Möguleiki á vinnuhagræðingu við sauðburð, t.d. við að venja undir. Fósturtalningu er best að framkvæma dögum eftir fang. Líkt og á síðasta ári verður ein ómsjá undir stjórn þeirra Heiðu Guðnýjar Ásgeirsdóttur og Elínar Heiðu Valsdóttur. Önnur undir stjórn Önnu Englund og Gunnars Björnssonar og sú þriðja undir stjórn þeirra Guðbrands Þorkelssonar og Christine Söruh Arndt. Nú fara þau aftur af stað og bjóða upp á þessa þjónustu. Örugg og rétt talning er það sem stefnt er að og víst er að með aukinni þjálfun næst betri árangur. Þrif og flutningur á búnaði verður framkvæmdur eftir reglum yfirdýralæknis. Allar nánari upplýsingar veita: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Ljótarstöðum, Skaftártungu, s , , Elín Heiða Valsdóttir, Úthlíð, Skaftártungu, s , , Gunnar Björnsson, Sandfelli, Norður- Þing. s , , Anna Englund, Sandfelli, Norður-Þing. s , , kopasker.is Guðbrandur Þorkelsson, Skörðum, Dalasýslu, s , , Christine Sarah Arndt, Skörðum, Dalasýslu, s , Þeir bændur sem hafa hug á að láta fósturtelja hjá sér eru hvattir til að hafa samband sem fyrst svo skipuleggja megi skoðunina sem best á svæðunum. Sumarið 2008 Umsókn um orlofsstyrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr á sólarhring við styttri dvöl. Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar að Hólum með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 15. mars (Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofsstyrk á sl. ári og nýttu ekki til fulls þurfa að sækja um að nýju). Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Orlofsdvöl að Hólum Tímabilið Orlofsstyrk Nafn umsækjanda Heimilisfang Póstnúmer og staður Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað? Já Já Nei Nei Orlofsstyrk árið Að Hólum árið Símanúmer Undirskrift og dagsetning Kennitala Hvernig búskap stundar þú? Sendist til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Orlofsdvöl sumarið 2008 fyrir 15. mars nk.

22 22 Bændur í þriðja heiminum hagnast á Fairtrade Sanngjörnum viðskiptum Lydía Geirsdóttir er verkefnisstjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og hefur kynnst lífi og störfum fólks í þriðja heiminum af eigin raun. Nú síðast þegar hún fór snemma árs 2007 til Úganda, Malaví og Mósambík í Afríku fylgdist hún með landbúnaðarstörfum og sá hversu lítið þarf til svo að hægt sé að bæta stöðu bænda í þessum löndum. Ein áhrifaríkasta leiðin til þess eru viðskipti með Fairtrade-vörur þar sem bændur á afskekktum svæðum fá milliliðalausan aðgang að kaupendum sem eru fúsir til að kaupa góða vöru á sanngjörnu verði. Lydía er menntaður þróunarfræðingur frá Háskóla Gautaborgar í Svíþjóð en eftir námið starfaði hún í eitt ár við neyðaraðstoð í Írak eftir stríð og árið 2005 var hún verkefnisstjóri Lækna án landamæra við að byggja upp næringarspítala fyrir börn í Norður-Nígeríu. Áhugi minn á þróunarmálum kom mjög snemma en ég vissi lengi vel ekki hvernig ég átti að komast að þeim, hvort það yrði með því að verða læknir, lögfræðingur, eða eitthvað annað. Síðan fann ég þessa námsleið sem hentaði mér mjög vel. Ég held að allir hafi einhverja réttlætiskennd, bara missterka og því velja sumir sér þessi störf, segir Lydía. Fátækt og lélegar samgöngur Hjá Hjálparstarfi kirkjunnar fer fram margþætt þróunarstarf en meginstörfin eru tengd vatnsverkefnum sem koma öðrum mikilvægum verkefnum af stað. Þegar vatnið er komið hugum við að fæðuöryggi fólks og hjálpum þar almennt til með landbúnað. Einn liður í keðjunni hjá okkur er að bæta það skepnuhald sem er til staðar. Við erum til dæmis með svokallaðan geitabanka þar sem þorp fær úthlutað úr bankanum með þeim skilyrðum að fyrsta kvenkynsafkvæminu verði skilað í bankann þannig að bankinn viðheldur sér og þetta er nokkurs konar hringrás. Einnig útvegum við fræ þannig að fólk geti útbúið litla grænmetisgarða, útskýrir Lydía og segir jafnframt: Í Malaví erum við á uppbyggingarstigi þar sem verið er að grafa brunna og byggja áveitur. Þar sjáum við mjög jákvæðar breytingar varðandi fæðuöryggi. Í Mósambík í Tete-héraðinu þar sem verkefni hafa verið í gangi í 16 ár er fæðuöryggi ekki lengur vandamál og starfið þar hefur í raun þróast út í fræðslu og smálánastarfsemi. Á verkefnasvæðinu er vatn og uppskeran er í lagi en samgöngur eru ómögulegar. Það er ekkert kerfi til til að selja afurðirnar og allir skiptast á hver við annan. Þessi aukageta sem hefur byggst upp með aukinni framleiðslu rotnar og eyðileggst því hún kemst ekki á markað. Okkar verkefni nú er að byggja upp og skipuleggja fólk því við getum ekki byggt vegi eða skapað markað og þar er vandinn. Þetta er staða hundruða milljóna bænda um allan heim þar sem framleiðslan er föst í þeirra höndum vegna fátæktar og lélegra samgangna. Bændur í þriðja heiminum selja afurðir fyrir minna en framleiðslukostnaðinn og það dýpkar í raun bara fátæktina, þeir fá rétt fyrir áburði. Fairtrade Sanngjörn viðskipti Lausnin á ofansögðu vandamáli má finna að hluta í Fairtrade-kerfinu (Sanngjörn viðskipti) eða í raun Maketradefair-kerfinu þar sem neytendur í hinum vestræna heimi Lífræn ræktun í heimilisgörðum Lydía Geirsdóttir er verkefnisstjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar og er umhugað um að hugtakið Fairtrade Sanngjörn viðskipti nái frekari útbreiðslu hérlendis. skipta sköpum. Fairtrade er ekki góðgerðarstarfsemi heldur er verið að byggja upp fyrirtæki þar sem bændur borga fyrir þá þjónustu. Hugtakið með Fairtrade byrjaði með því að kirkjur og kristileg samstarfsfélög tóku með sér vörur til sinna heimalanda, seldu þær þar og sendu síðan peninginn tilbaka þangað sem varan kom frá. Það eru mörg samtök í heiminum sem vinna að Fairtrade en árið Lydía fór til Úganda, Malaví og Mósambík í byrjun árs 2007 og kynntist þar afrískum landbúnaðarstörfum en afrískir bændur eru í flestum tilfellum konur sem hefja störf snemma morguns meðan enn er dimmt og áður en hitastigið verður of hátt. Hér er afrísk bóndakona á maísakrinum voru 19 stærstu Fairtradesamtökin í heiminum sameinuð í Fairtrade Labelling Organizations International og þá fékk þessi hugmynd byr undir báða vængi en hafði verið til í tugi ára. Líkja mætti Fairtrade við gömlu kaupfélögin hér á Íslandi þar sem bændur eru aðstoðaðir með að stofna svokölluð samvinnufélög sem gera langtímasamning við kaupanda. Hugsunin er að framleiðendur og bændur fái sanngjörn laun fyrir vinnu sína og vörur. Þetta hefur þróast mikið til út í lífrænar vörur því það er unnið gegn notkun eiturefna, útskýrir Lydía. Fairtrade geta bæði verið bændur og framleiðslufyrirtæki eins og bómullarþjöppunarverksmiðja eða kaffiþurrkunarverksmiðja svo dæmi séu tekin. Framleiðslufyrirtækin verða að vinna eftir ákveðnum reglum um starfssamninga, veikindaréttindi og lágmarkslaun svo eitthvað sé nefnt. Þetta eru ákveðnir staðlar sem farið er eftir og strangar kröfur eru til dæmis um það að börn hafi ekki komið að framleiðslu vörunnar. Þetta er örugg og trygg vottun á allskyns vörum og nær þetta ekki eingöngu yfir matvörur heldur einnig handverk, leikföng, leirtau Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir Kæru lesendur. Nú í upphafi nýs árs, þegar fólk streymir í líkamsræktina, er vel við hæfi að bjóða upp á stuttar hugleiðingar um það hvernig hægt er rækta í eigin garði á lífrænan máta svona fyrir þá garðræktendur sem hafa áhuga á því að beina ræktuninni inn á þá braut. Almennur áhugi fólks á lífrænum mat og lífrænni ræktun hefur aukist undanfarinn áratug eða svo, en slíkur ræktunarmáti er ekki síst áhugaverður fyrir þá garðeigendur sem rækta grænmeti til heimilisins. En þá er fyrst að spyrja, hvað er eiginlega lífræn ræktun, hverjir eru kostir hennar og hvaða þarf að gera til þess að rækta lífrænt? Helstu atriðin, sem hafa þarf í huga þegar ræktað er á lífrænan hátt, er í fyrsta lagi að notast við lífrænan áburð og forðast algerlega tilbúinn. Huga þarf að sáðskiptum og fjölbreytileika þeirra tegunda sem ræktaðar eru og leiðum til þess að framleiða köfnunarefni úr andrúmsloftinu og binda það í jarðveginum. Vinna þarf að því að fyrirbyggja sýkingar á náttúrulegan hátt. Jafnvægi jarðvegsins Mikilvægt atriði í lífrænni ræktun sem og hefðbundinni er moldin, jarðvegurinn sem ræktað er í. Heilbrigður jarðvegur er næringarríkur, loftkenndur, mátulega rakur og fullur af smáverum sem hjálpa til við niðurbrot og upptöku næringarefna. Í lífrænni ræktun er hugað að því að stuðla að eigin jafnvægi jarðvegsins og að halda því. Ekki er notast við tilbúinn áburð heldur er húsdýraáburði, þara, fiskimjöli Til þess að auka frjósemi jarðvegarins er notuð skiptiræktun þar sem matjurtagarðinum er skipt upp í ræktunarsvæði. Hér sjást kryddjurtir. eða lífrænum úrgangi úr safnhaug (safnhaugamold) blandað saman við moldina. Nokkuð mikilvægt er að koma sér upp safnhaugi. Skiptiræktun Áhersla er lögð á að rækta ekki ár eftir ár sömu tegundirnar á sama stað í matjurtagarðinum, heldur ekki tegundir sömu ættar. Tegundir sömu ættar gera mismunandi kröfur til jarðvegsins og nýta hann á ólíkan máta sér til vaxtar. Þannig er sumar kræfari á nitur og aðrar á magnesium. Einnig eru einhverjar plöntur mjög kræfar á næringu meðan aðrar þurfa lítið. Nú er góður tími til að fara að taka fram klippurnar og sneiða af greinum trjáa og runna í garðinum. Þetta á ekki við um allar tegundir en það er samt þannig að fyrir þær flestar er best að klippa síðla veturs, það er frá janúar og fram í mars, eða áður enn vorið fer að kræla á sér og brum fara að myndast á greinum plantanna. Gerð er fjögurra eða átta ára áætlun um skiptiræktun. Sem dæmi um slíka skiptiræktun, þá er garðinum skipt upp í fjóra reiti. Á þessum fjórum árum er þá aldrei ræktuð sama tegundin í einum og sama reitnum, heldur er hún færð til yfir í næsta reit. Þetta á auðvitað við um einærar jurtir, þær sem sáð er til á hverju vori. Fjölærar jurtir, sem koma upp af sjálfu sér ár eftir ár, eins og rabbabari og berjarunnar þurfa að hafa sinn fasta stað í garðinum eða við hann. En í skiptireitunum er sama tegundin sem sagt ekki ræktuð í sama reiti ár eftir ár. Ef um fjóra reiti er að ræða, þá eru kartöflur ræktaðar í reiti 1 á fyrsta árinu, annað árið kál og rófur, þriðja árið salat og gulrætur, fjórða árið grænáburður. Áburður Húsdýraáburður gefur næringu og eykur smádýraflóru jarðvegsins. Eiginleikar húsdýraáburðar stuðla einnig að heilbrigðu jafnvægi jarðvegsins hvað varðar loftun og raka. Hann er þó mismunandi næringarríkur. Hæsnaskítur er sérlega næringarríkur, svo sauðatað, hrossatað og kúamykja. Betra er að láta húsdýraáburð liggja í nokkurn tíma. Sérstaklega þarf kúamykja að lofta vel áður enn henni er blandað saman við jarðveginn, jafnvel allt upp í tvö ár, þar sem kúamykja inniheldur ammoníak sem brennt getur rætur plantanna. Þang, þaramjöl og skeljaduft er steinefnaríkt og gott að blanda í jarðveginn. Þessi náttúruefni má þó ekki setja beint í jarðveginn, heldur þarf allt þrennt að liggja nokkuð fyrst áður enn því er blandað saman við moldina, helst í safnhaug. Þegar talað er um svokallaðan sagnfræðingur og garðyrkjunemi kristinkj@gmx.net grænáburð, sem ég nefndi einnig hér áðan í tengslum við skiptiræktunina, þá er átt við plöntutegundir sem ræktaðar eru sérstaklega til þess að blanda þeim saman við jarðveginn að hausti. Þetta er gert til þess að bæta köfnunarefnisbúskap jarðvegsins, en hætta er á skorti á köfnunarefni annars ef ekki er gefinn tilbúinn áburður. Oft er notast við belgjurtir eins og lúpínu (fræin tínd af!) og ertur eða þá smára. Þessar jurtir hafa þann eiginleika að geta bundið köfnunarefni úr andrúmsloftinu og komið því í jarðveginn þannig að aðrar plöntur geti einnig nýtt sér það. Plöntuvernd er líka náttúruvernd Mikilvægt er að koma í veg fyrir að plönturnar sýkist á einhvern hátt. Í lífrænni ræktun er ekki notast við eiturefni í þeim tilgangi heldur er unnið að fyrirbyggjandi aðgerðum gegn sjúkdómum meðal annars með því að styrkja plönturnar. Frjósamur jarðvegur eykur mjög á mátt plantanna og styrkir þær í vörnum gegn plágum ýmiss konar. Í lífrænni ræktun er reynt að vinna sem mest í samræmi við náttúruna og er slík plöntuvernd því líka náttúruvernd um leið. Með því að rækta grænmetið okkar heima í garði í lífrænan hátt getum við því lagt okkar skerf að því að minnka mengun og auka lífsgæði okkar.

23 23 Hvað er Fairtrade? Fairtrade þýðir gott verð fyrir góða vöru. Vörur sem merktar eru Fairtrade eru í svipuðum verðflokki og aðrar vörur því búið er að skera niður marga milliliði. Um 200 milljónir manna í þriðja heiminum njóta góðs af Fairtrade. Til eru yfir milljón Fairtrade-framleiðendur í heiminum. Fairtrade er mjög stórt í heiminum nema á Íslandi en þó eru Fairtrade-matvörur seldar í öllum stórverslunum hérlendis. Í Sviss voru 50% seldra banana í fyrra Fairtrade-merktir. Sala á Fairtrade-vörum óx um 40% á heimsvísu í fyrra. Um 10% af öllu kaffi sem selst á Bretlandi er Fairtrade-merkt. Frekari upplýsingar um Fairtrade má finna á heimasíðunni www. fairtrade.net Karlmaður að störfum við kakóplöntu. og annað. Fairtrade-vörumerking er staðfesting á því að í viðskiptum með vöruna hafi sanngirni verið gætt gagnvart framleiðanda. Okkar markmið hérlendis er að fá fyrirtæki til að taka þátt í þessu, til dæmis með því að hafa Fairtrademerkt kaffi á kaffistofunum sínum og sápur undir þessum merkjum á salernunum. Erlendis eru heilu borgirnar sem kalla sig Fairtradeborgir. Á Bretlandi eru um 70 slíkar borgir sem verður til með því að borgarstjórnin gerir sín innkaup fyrir allar stofnanir borgarinnar með Fairtrade-merkið að leiðarljósi, segir Lydía brosandi. Fólkið sem erfir landið Bananatrikkið góða Nú er ekki allskostar víst að allir átti sig á hvernig skipting kökunnar er frá framleiðandanum til neytandans eða velti því yfirleitt fyrir sér hver hafi til dæmis framleitt kaffið sem það drekkur í dag. Því bað blaðamaður Lydíu um að koma með haldbært dæmi til glöggvunar. Þegar við förum og fræðum til dæmis unglinga er mjög áhrifaríkt að nota bananatrikkið svokallaða sem hreyfir við öllum því enginn vill vera ósanngjarn. Þá hugsum við okkur einn banana sem kostar 50 krónur út úr búð og þau eru látin velta því fyrir sér hvað hver aðili fær mikið fyrir bananann, það er, framleiðandinn, milliliðir og síðan verslunareigandinn. Við köllum fimm þátttakendur upp, einn er José, bananabóndinn í Kólumbíu, annar er María sem á trukkinn sem flytur bananana á næsta stað, þriðji er til dæmis David sem stýrir stóra flutningaskipinu, sá fjórði er Kalli heildsali á Íslandi og sá fimmti er Fjóla, kaupmaðurinn á horninu í Reykjavík. Allir þessir aðilar vilja fá í það minnsta 50% af söluverðmæti bananans en svo einfalt er það ekki. Við skerum bananann í bita sem er áhrifarík leið til að sýna hvernig skiptingin er í raun og veru. Fjóla kaupmaður fær 30%, Aðeins ein Fairtrade-verslun er til hérlendis og er hún staðsett í miðbæ Reykjavíkur. Hana reka mæðgurnar Arndís Harpa Einarsdóttir og Ásdís Ósk Einarsdóttir. Verslunin opnaði í júní árið 2007 og þar má finna vörur frá Suður- Ameríku, Afríku og Indlandi svo eitthvað sé nefnt. Á myndinni er Bríet Einarsdóttir dóttir Arndísar Hörpu að störfum í versluninni. Kalli heildsali fær 20%, David á flutningaskipinu fær 20%, María á trukknum fær 26% en bananabóndinn José fær einungis 4% sem þar að auki er hærri tala en gengur og gerist en við verðum hreinlega að hækka töluna til þess að geta skorið eitthvað af banananum. José sem jafnvel er með átta manna fjölskyldu hefur lagt mikla vinnu og fjármuni í að framleiða þennan banana. Þetta er langt því frá að vera réttlát skipting og þetta opnar augu unglinganna fyrir kjörum margs fólks í þriðja heims löndunum, útskýrir Lydía og leggur áherslu á orð sín. ehg Jólakrossgáta Bændablaðsins Á þriðja hundrað lausnir bárust Bændablaðið hélt í heiðri þá hefð að birta verðlaunakrossgátu eftir Hjört Gunnarsson í síðasta blaði fyrir jól. Góð viðbrögð voru meðal lesenda og sendu vel á þriðja hundrað manns lausnir, ýmist í tölvupósti eða bréfi. Lausnarorðið vafðist ekki fyrir mörgum enda ritstjórinn ekkert að rugla fólk með röngum upplýsingum um það eins og í fyrra. Upp var gefið af hálfu höfundar að lausnarorðið væri eyrnamark og reyndist hann þá hafa í huga markið ODDFJAÐRAÐ. Þegar dregið var úr réttum lausnum komu upp tvö nöfn: Auðbjörg K. Magnúsdóttir Hlíðarvegi Hvammstanga og Ósk Ásgeirsdóttir Ekrugötu Kópaskeri Þær fá að launum senda hvor sína bókina. Verðlaunin í ár eru nefnilega bækur eftir tvo öndvegisrithöfunda sem eiga það sameiginlegt að rekja uppruna sinn til Hvítársíðu í Borgarfirði. Þar eru á ferð Böðvar Guðmundsson sem gaf út bókina Sögur úr Síðunni : þrettán myndir úr gleymsku og Jón Kalmann Stefánsson en nýjasta bók hans nefnist Himnaríki og helvíti. Oddfjaðrað er afleitt mark Að vanda komu upp úr stöku umslagi hlý orð í okkar garð hér á Bændablaðinu og einhverjir sendu vísur með lausninni. Einn þeirra, Pálmi Jónsson á Sauðárkróki, sendi tvær vísur svohljóðandi: Enginn skyldi ætla sér einn að stöðva harkið, augljóst þó að ætlum vér oddfjaðrað sé markið. Flækings lömbin fara á slark, fráleitt skortir þorið. Oddfjaðrað er afleitt mark, eyrað sundur skorið. Með þessu fylgir svo mynd af markinu, þessu til staðfestingar. Kona á Akureyri játar að hún hafi ekki hugmynd um hvernig oddfjaðrað mark lítur út en orðið hljómar sannfærandi, segir hún og bætir við: Takk fyrir skemmtilega gátu og ágætis blað. Að þessu sinni, eins og reyndar oftast, var blaðið mér himnasending, því að kerlingar eins og ég, sem er ekki með búskap, lesa frekar mataruppskriftir en smáauglýsingar. Enda hafa uppskriftir úr Bændablaðinu gefið af sér lostæti á veisluborðum hjá mér. Við þökkum mikil og ánægjuleg viðbrögð lesenda og vonum að þeir hafi haft gaman af gátunni og blaðinu. ÞH Stefnir á atvinnumennsku í Englandi Brynjar Snær Pálsson er í fyrsta bekk í Grunnskólanum í Borgarnesi og líkar skólalífið vel, er orðinn fluglæs og reiknar eins og herforingi. Það er þó fótboltinn sem á hug hans allan og er Brynjar Snær gallharður Arsenal-stuðningsmaður. Nafn: Brynjar Snær Pálsson. Aldur: 6 ára. Stjörnumerki: Sporðdreki. Búseta: Borgarnes. Skóli: Grunnskólinn í Borgarnesi. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Íþróttir. Hvert er uppáhaldsdýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Pítsa. Uppáhaldshljómsveit: Lordi. Uppáhaldskvikmynd: Home alone II. Æfir þú íþróttir eða spilarðu á hljóðfæri? Ég æfi fótbolta. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? FIFA-tölvuleikurinn. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Fótboltamaður í Englandi. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Þegar ég fór í vatnsþoturnar í Djuurs Sommerland í Danmörku. Hvað er það leiðinlegasta sem þú hefur gert? Fara í kirkju.

24 24 Líf og lyst Ný og glæsileg 1000 fermetra reiðhöll á Grænhóli í Ölfusi Ræktunarbúið Auðsholtshjáleigu, en eru nú að færa alla starfsemina sem er í eigu Gunnars í Grænhól. Fjörutíu fyrstu verð- Arnarsonar og Kristbjargar launa hestar hafa komið frá búinu, Eyvindsdóttur, hefur opnað nýja og glæsilega reiðhöll á Grænhóli í Ölfusi. Reiðhöllin er um 1000 fermetrar, auk tengibyggingar og hesthúss. Höllin er frá Límtré á Flúðum en fjölmargir verktakar komu að byggingu hennar. Það kom í hlut Einars K. Guðfinnssonar landbúnaðarráðherra að opnu nýju reiðhöllina formlega. Gunnar og Kristbjörg hafa ræktað hross í Auðsholtshjáleigu sl. 15 ár 17 stóðhestar og 23 hryssur. Búið hefur þrisvar hlotið titilinn ræktunarbú ársins; 1999, 2003 og Markmið búsins er að rækta úrvals kynbótagripi og reið- og keppnishross. Þá er búið að flytja út hross, flutti t.d. á nýliðinu ári 845 hross til ýmissa landa, m.a. til Rússlands og Bandaríkjanna. Magnús Hlynur Hreiðarsson var viðstaddur opnun nýju reiðhallarinnar og tók meðfylgjandi myndir. Þrír góðir við vígsluna, Hrafnkell Karlsson, Kristinn Hugason og Sigurbjörn Bárðarson. Reiðhöllin á Grænhóli er glæsileg í alla staði og með þeim allra glæsilegustu sem einkaaðilar hafa byggt hér á landi. Hjónin Gunnar Arnarson og Kristbjörg Eyvindsdóttir hafa gert það gott í hestamennskunni síðustu ár og reka eitt af allra öflugustu ræktunarbúum landsins. Það er spennandi ár fram undan hjá þeim, landsmót á Hellu í sumar þar sem þau ætla sér stóra hluti. Börn Gunnars og Kristbjargar, þau Þórdís Erla og Eyvindur Hrannar, eru á fullu í hestamennskunni með fjölskyldunni. Þau sýndu nokkur falleg töltspor á tveimur efnilegum hryssum við opnun reiðhallarinnar. Einar Kristinn Guðfinnsson landbúnaðarráherra opnaði nýju reiðhöllina á Grænhóli formlega um leið og hann hélt skemmtilega ræðu til heiðurs þeim Gunnari, Kristbjörgu og fjölskyldu þeirra. Hollustan í hávegum Nú verður hollustan við völd, enda margir byrjaðir í heilsuátaki eftir allar kræsingarnar sem voru á borðum um jólin. Uppskriftirnar verða aðeins tvær að þessu sinni því hvor um sig eru þær nokkuð langar en þó tiltölulega einfaldar í lögun og bragðgóðir réttirnir svíkja engan. Grænmetisbaka Botn: 1 dl haframjöl 2 dl hveiti 2 msk. kókosfeiti eða ólífuolía 100 g hreint skyr 2 msk. kalt vatn Fylling: 2 gulrætur, sneiddar í þunnar sneiðar ½ kúrbítur, skorinn í grófa bita 5-7 sveppir, sneiddir ½ eggaldin, skorið í smáar sneiðar ½ blaðlaukur, sneiddur í þunnar sneiðar Sósa: 2 egg 2 ½ msk. mjólk 4 dl rifinn, magur ostur (11%) (helming í sósuna og helming yfir bökuna). MATUR Aðferð: Blandið saman haframjöli, hveiti, kókosfeiti eða ólífuolíu, skyri og vatni. Hrærið vel og hnoðið aðeins. Geymið deigið í ísskáp í að minnsta kosti mínútur. Steikið grænmetið og kryddið með örlitlum pipar og heilsusalti (t.d. Herbamare). Fletjið deigið út í mót, smyrjið með smá kókosfeiti eða ólífuolíu og raðið grænmetinu á. Þeytið lauslega saman eggjum og mjólk. Blandið helmingi af osti saman við. Dreifið afgangnum af ostinum yfir bökuna, hellið sósu yfir og bakið í 30 mínútur við 200 C. Gott er að hafa sósu með, til dæmis úr ab-mjólk og blanda saman við hana salti, pipar og hvítlauks- eða paprikudufti. Einnig er gott að bera fram soðin bygggrjón eða hýðishrísgrjón með bökunni. (Uppskrift fengin af www. cafesigrun.com en þar má finna hollustuuppskriftir sem innihalda hvorki hvítt hveiti, ger né hvítan sykur.) Jarðarberjaterta Botn: g hafrakex ½-1 msk. sykur 1-1½ msk. olía 1 msk. vatn Ostakrem: 200 g léttur rjómaostur (12%) 1 msk. hrásykur ¼ tsk. vanilludropar ¼ tsk. möndludropar Jarðarberjafylling: 300 g fersk jarðarber 1 msk. hrásykur ½ msk. maizena-mjöl 1-2 msk. möndluflögur Aðferð: Myljið hafrakexið í matvinnsluvél og bætið sykrinum út í. Bætið olíunni út í ásamt vatninu og hrærið þar til allt hefur blandast. Þrýstið kexblöndunni í botn og upp kantana á bökuformi og látið standa í kæli á meðan fyllingin er útbúin. Hrærið saman rjómaost, sykur, vanillu- og möndludropa. Dreifið ostablöndunni yfir kexbotninn og sléttið yfirborðið. Látið standa í kæli á meðan jarðarberjafyllingin er gerð. Setjið 100 grömm af jarðarberjum Það er allt í lagi að láta jarðarberjatertu, sem meðal annars er búin til úr hafrakexi, léttum rjómaosti og jarðarberjum, eftir sér í upphafi árs, því hún er að mestu holl. (Mynd: Kristján Maack) í matvinnsluvél og hrærið þar til berin eru orðin að mauki. Setjið jarðarberjamaukið í pott ásamt sykrinum og maizena-mjölinu og hitið þar til blandan þykknar. Kælið. Raðið því sem eftir er af jarðarberjunum yfir ostakremið og dreypið jarðarberjamaukinu yfir. Ristið möndluflögurnar á þurri pönnu og stráið yfir kantinn á kökunni. Geymið í kæli fram að framreiðslu. (Uppskrift fengin úr matreiðslubókinni Hollt og gott úr Matreiðsluklúbbnum Lærum að elda á vegum Eddu útgáfu.) ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

25 25 Einingahús Íslensk framleiðsla fyrir íslenskar aðstæður Farðu á og kynntu þér málið eða hafðu samband við söluaðila í síma Skrifstofur Háholt Mosfellsbær S: Fax: Fyrirtæki til sölu Helluskeifur á Hellu. Um er að ræða rekstur, vélar, tæki og vörubirgðir. Viðskiptasambönd fyrir hendi. Möguleiki á að taka land upp í kaupverð. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Fannbergs fasteignasölu ehf. Íþróttakarl og íþróttakona Árborgar 2007, Sigursteinn Sumarliðason hestamaður og Ágústa Tryggvadóttir frjálsíþróttakona. Heimsmeistarinn í skeiði íþróttakarl Árborgar 2007 Sigursteinn Sumarliðason hestamaður var kjörinn íþróttakarl Sveitarfélagsins Árborgar fyrir árið 2007 á árlegri uppskeruhátíð sveitarfélagsins á milli jóla og nýárs. Þá var Ágústa Tryggvadóttir frjáls - íþróttakona kjörin íþróttakona Árborgar Sigursteinn náði þeim frækilega árangri á síðasta ári að verða heimsmeistari í gæðingaskeiði á heimsmeistaramóti íslenska hestsins í Hollandi á Kolbeini frá Þóroddsstöðum og að lenda í öðru sæti á sama hesti í 250 m skeiði á mótinu, auk þess að ná góðum árangri á fjölmörgum mótum hér á landi. Ágústa stóð sig líka frábærlega á árinu sem var að líða enda er hún í fremstu röð frjálsíþróttakvenna í sjöþraut, hástökki og þrístökki. Hún er í dag í aðallandsliði Íslands í frjálsum íþróttum. MHH FANNBERG FASTEIGNASALA EHF. sími Guðmundur Einarsson lögg. fasteignasali Jón Bergþór Hrafnsson viðskiptafræðingur Varnir ehf. Allur búnaður til meindýravarna í verslun okkar Varnir.is Límbakkar, Safnkassar, Minkagildur, vinnufatnaður, Kuldagallar, Peysur, ofl. Eyði meindýrum, s.s. skordýrum, silfurskottum, músum og rottum. Hægt er að greiða í versluninni, með bankainnleggi eða með kreditkorti á öruggann hátt. Magnús Svavarsson meindýraeyðir Sími og eða á netfanginu:

26 Smá auglýsingar 26 Til sölu Til sölu nýr 15 mm vatnsheldur (brúnn ) krossviður í stærð 150x300. Eigum til 60 plötur, tilvalið í hesthúsið o.fl. Verð kr á stk. Er staðsett í Reykjavík. Frekari uppl. í síma Hitaveita köldu svæðanna. Til sölu tveir jeppar. Dodge Ram, árg. 99 díesl Cummings. Vel með farinn og góður bíll, verð kr Áhv. kr Milligjöf má vera t.d góð 4-5hesta kerra. Einnig Nissan Patrol árg. 91, 33 dísel, verð kr Uppl. í síma, Óskar Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betra verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða og Nýr Þingeyskur verslunarvefur sem höndlar með vörur til vélarekstrar og ræstinga. Hentugt fyrir bændur og búalið. Vélaleiga Húsavíkur ehf. Sími is Til sölu plaströr 310 mm, u.þ.b. 90 m og 220 mm, 40 m. Einnig L-300, árg. 91, til niðurrifs. Á sama stað óskast fjórhjól, Suzuki minkur eða Honda-350. Uppl. í síma Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Ford 7740 SLE árg. 95 með Alö-660 tækjum. Notuð vst. og Ford-350 Pickup, árg. 06. Ekinn km. Vsk. bíll. Uppl. í síma Hestakerra til sölu. Tveggja hesta og tveggja hásinga. Klædd að utan með hvítu áli. Verð kr Uppl. í síma Til sölu úrvalsrúlluhey. Erum í Rangárvallasýslu. Uppl. í síma Til sölu pallur og tjakkur á sturtuvagn, Warfama T80, 12 tonna vagn. Pallur mjög heill og tjakkur þéttur.uppl. Þorbergur S Til sölu Toyota Hi-Lux d/c SR-5, árg. 95, bensín. Ekinn km. Breyttur fyrir 38. Selst á 35. Verð kr Engin skipti. Uppl. í síma Til sölu MF-6455, árg. 07, Dyna-6 skipting. MF-tæki. Notuð 200 vst. Fjaðrandi hús. Uppl. í síma Til sölu Case MXU 125 MAXXUM dráttarvél, árg. 06/ hö, 4x4, kúplingsfrír vendigír, án tækja, 500 vst. Nánari uppl. hjá sölumönnum Þórs hf. í síma Til sölu DEUTZ-FAHR Agroplus 100 dráttarvél, árg. 06/ hö, 4x4, vendigír, án tækja, 1371 vst. Nánari uppl. hjá sölumönnum Þórs hf. í síma Starfsárið hjá Hróknum hófst í Trékyllisvík Skákfélagið Hrókurinn hélt skákmót í félagsheimilinu í Árnesi Trékyllisvík laugardaginn fyrir þrettándann. Tefldar voru 7 umferðir með 10 mínútna umhugsunartíma. Teflt var á 8 borðum og voru 16 þátttakendur, tveir gestir frá Hólmavík tefldu. Úrslit urðu þau að Hrafn Jökulsson var með allar 7 skákirnar unnar, en tók ekki við verðlaunum sem skákstjóri Hróksins. Ingólfur Benediktsson í Árnesi 2 var með 6 unnar skákir af 7 mögulegum og hlaut fyrsta vinning. Björn Torfason á Melum I hlaut annan vinning með Allt að 80% lægri kyndikostnaður á köldum svæðum, www. kynding.is Tilboð óskast í rúmlega lítra greiðslumark í mjólk, þar af um lítra til nýtingar á þessu verðlagsári. Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyrarbraut 3, 311 Borgarnesi, eða á bv@ bondi.is fyrir 25. janúar nk. merkt: Seljandi áskilur sé rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu Steyr- 970 A dráttarvél, árg. 02/ hö, 4x4, án tækja, 4663 vst. Nánari uppl. hjá sölumönnum Þórs hf. í síma Til sölu Subaru Legacy, árg. 04, ekinn km. Á sama stað er til sölu ltr. Muller mjólkurtankur, árg 99, með pressu. Uppl. í síma Rúlluvélar, rúlluplast, sturtuvagnar, lambamerki, afrúllarar, rúlluklær, talíur, ávinnsluherfi. Búvís ehf. sími & Óska eftir Saumar og prjón. Ef þú átt í fórum þínum prjónavél, leðurvél og/eða 5 þráða OL vél sem þú vilt láta fyrir sanngjarnt verð endilega hafðu samband. Erna. ernao@mmedia.is S: Mig vantar gírkassa úr Chevrolet vörubíl árg eða yngri. Hann er fimm gíra merktur NP á loki. Á Hægri hlið er NP C Dugar að fá slátur af svona kassa. Einnig vantar efri tromlu og jóga. Endilega gáið á dótahauginn eða gefið mér leiðbeiningar hvar svona væri að finna. Áramótakveðja, Þórir. Sími Óska eftir að kaupa 7-10 tonna sturtuvagn. Er á Suðurlandi. Uppl. í síma Atvinna Atvinna Ráðskona óskast á gott heimili í Borgarfirði, bæði til inni- og útiverka. Uppl. í síma Frönsk 23 ára kona óskar eftir að komast í vinnu á sauðfjárbú á tímabilinu maí 2008 til nóvember Er í starfsnámi og er verðandi sauðfjárbóndi. Mikill áhugi á kynbótum og hefur búið á sauðfjárbúi foreldra sinna í Ölpunum. Uppl. í síma og í netfanginu roux. audrey@laposte.net (svarar á ensku). Jarðir Óska eftir að taka á leigu jörð á Vesturlandi eða Suðurlandi. Upplýsingar í síma Þjónusta Bændaþjónustan. Viðgerðir, breytingar, afleysingar o.fl. Leitið upplýsinga. Upp. í síma Veðurathuganir, dekkjaviðgerðir og rekaviður Fréttaritari Bændablaðsins skellti sér í helgarferð í Árneshrepp og endaði jólin þar í góðu yfirlæti í sumarbústað við Krossneslaug. Eftir að hafa notið kyrrðarinnar og einhverrar glæsilegustu stjörnu og norðurljósskoðunar sem við höfðum upplifað, skellt okkur á skákmót og notið náttúrufegurðarinnar, var tekið hús á bræðrunum Sigursteini Sveinbjörnssyni og Jóni Guðbirni Guðjónssyni í Litlu-Ávík. Jón Guðbjörn hefur verið við veðurathuganir í Litlu-Ávík síðan 1995 eða í 12 ár. Veðurathugunarstöðin lætur ekki mikið yfir sér, en það er engu að síður töluverð vinna að taka veðrið fimm sinnum á sólarhring, frá kl. 6 á morgnana til kl. 9 á kvöldin, en algengt er að veðurathugunarmenn sendi skeyti fjórum sinnum á sólarhring. Síðan þarf að senda skeytin suður gegnum ISDN plús nettenginu. Jón segir að þegar upp komi bilun á netinu hjá sér þurfi hann að hringja inn tölurnar, því venjulegt mótald dugi engan veginn. Auk veðurathugana fæst hann við póstdreifingu og grípur í dekkjaviðgerðir á sumrin, sem hann segir 5 skákir, síðan voru margir með fjórar unnar skákir af 7 mögulegum, og þeirra á meðal var Kristján Albertsson á Melum II stigahæstur og tók því við þriðju verðlaunum. Yngstu keppendurnir fengu svo litla minjagripi um þátttökuna með hvatningu til áframhaldandi skákiðkunar. Þetta mót markaði upphafið að starfsemi ársins hjá Hróknum en framundan eru skólaheimsóknir, starf með fötluðum, eldri borgunum, föngum og á Barnaspítala Hringsins. Einnig fagnar Hrókurinn 10 ára afmæli með margvíslegum uppákomum á komandi hausti. kse raunar hafa verið með minna móti sl. sumar, en bættir vegir hafi ef til leitt af sér minni skemmdir á dekkjum. Í skemmu sem byggð er úr rekaviði er að finna stóra bandsög sem er í eigu Úlfars í Krossnesi og Sigursteins í Litlu-Ávík og ætluð er til að saga rekavið. Þegar okkur bar að garði var töluvert af niðursöguðum rekavið í skemmunni og Sigursteinn lét vel af eftirspurninni og sagði verðið gott. Rekaviðurinn hefur raunar minnkað töluvert eins og Strandamönnum er kunnugt og þarf stundum að kaupa frá fleiri bæjum til að fylla upp í pantanir frá viðskiptavinum sem eru m.a. frá Ísafirði og Reykjavík. Sögin er knúin með dráttarvél, enda stendur vöntun á þriggja fasa rafmagni iðnaði fyrir þrifum líkt og víða annars staðar til sveita. Rekaviðurinn er að sögn Sigursteins aukabúgrein en hann er einnig með um 250 fjár. Athygli yngstu kynslóðarinnar vakti að féð er allt hvítt eins og algengt er á Ströndum, og aðeins fundust fjórar hyrndar ær í fjárhúsum Sigursteins. Það var virkilega áhugavert að heimsækja þessa fallegu sveit enda gestrisni íbúanna mikil. kse Hrafn Jökulsson etur kappi við Guðmund á Finnbogastöðum. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Næsta Bændablað kemur út 29. janúar GISTIÐ - VIÐ GEYMUM BÍLINN Bjóðum heimilislega gistingu í miðbæ Keflavíkur. Flatskjár og nettenging í hverju herbergi. Morgunmatur og akstur á völlinn. Hagstætt verð. G.G.Guesthouse Sólvallagata 11, Keflavík Sími / Póstfang. gguest@gguest.is Veffang: gguest.is

27 Hvít, hyrnd ær White, horned ewe Svört, kollótt ær Black, polled ewe Mórauð, kollótt lambgimbur Brown, polled ewe lamb Móbotnótt, kollótt ær Brown mouflon, polled ewe Svartkrögubíldótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with dark cheeks and a collar Móhöttótt, kollótt lambgimbur Brown piebald, polled ewe lamb, with a hood Svört, ferhyrnd ær Black fourhorned ewe Gul, hyrnd ær White, horned ewe, with tan fibres Dökkgrá, kollótt ær Dark-grey, polled ewe Mórauð, hyrnd ær Brown, horned ewe Svartgolsóttur, hyrndur lambhrútur með dökkt í svanga Black badgerface, horned ram lamb, with a dark flank spot Svarthöttótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with a hood Móarnhöfðóttur, botnóttur, hyrndur lambhrútur Brown piebald-mouflon, horned ram lamb, with an eagle head Svartflekkóttur, ferhyrndur lambhrútur Black piebald, fourhorned ram lamb, with patches Hvítur, hyrndur hrútur White, horned ram Hvítur, kollóttur hrútur White, polled ram Grámórauður, hyrndur lambhrútur Grey-brown, horned ram lamb Grágolsótt, hyrnd lambgimbur Grey badgerface, horned ewe lamb Svarthálsótt, leggjótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with dark outer socks Svartbotnóttur, blesóttur, leistóttur, hyrndur forystusauður Black mouflon-piebald, horned leader wether, with a blaze and socks Móarnhosótt, hyrnd forystuær með svart- og móarnhosóttar lambgimbrar. Brown piebald, horned leader ewe with black and brown piebald ewe lambs, all with white collars and stockings. PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Gul, kollótt ær með svartan blett White, polled ewe, with tan fibres and a black spot Grá, hyrnd ær Grey, horned ewe Svartbotnótt, hyrnd ær Black mouflon, horned ewe Mógolsótt, hyrnd ær Brown badgerface, horned ewe Svartflekkótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with patches Golbíldótt, hyrnd gimbur Black badgerface-piebald, horned ewe lamb Svartblesótt, hyrnd forystuær með kraga og leista Black piebald, horned leader ewe, with a blaze, a collar and socks Hvítur, hyrndur hrútur með svartan kjamma White, horned ram, with a black cheek Arfhrein grá, kollótt ær Homozygous grey, polled ewe Grábotnótt, hyrnd ær Grey mouflon, horned ewe Svartbaugótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with dark eyerings only Gráflekkótt, hyrnd ær Grey piebald, horned ewe, with patches Mókrúnóttur, leistóttur, ferukollóttur hrútur Brown piebald polled ram, with a head spot and socks, the high crown showing the presence of the gene for fourhornedness Svartleistóttur, hyrndur forystuhrútur með krúnu og lauf á snoppu Black piebald, horned leader ram, with socks, head and nose spots Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Ljósrauð Light red Lyserød Hellrot Rauðhjálmótt Red with white face Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißem Kopf Bleik Dunn Rødskjær Rotbunt Rauðbröndótt Red brindle Rødbrandet Rot gestreift Sægrábröndótt, hálfhryggjótt Dun, brindle, white posterior Grå brandet Graubrun gestreift, mit weißer Rükenstreifen und Unterbauch Svartsíðótt, arfhrein hryggjótt Black sided, homozygous Svartsidet Weiß mit schwarz gesprenkelten Seiten und weißem Rückenstreifen Rauð Red Rødt Rot Rauðkrossótt Red with white face markings Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißgeschekten Kopf Brandskjöldótt Brindle pied Brandet, botet Braunweiß gescheckt gestreift Bröndótt Brindle Brandet Braunschwarz gestreift Kolgrá, huppótt Brown grey, white inguinal region Gråbrun, hvit lyskeflekk Dunkelbraun grau mit weißem Milchspiegel, Euter und Unterbauch Sægrá Dun Grå Graubraun Rauðskjöldótt, ljós Red pied, light Lyserød flekket Helles rotbunt PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Svört Black Svart Schwarz Svarthuppótt Black, with inguinal region Svart, lyskeflekk Schwarz mit weißem Milchspiegel, Euter und Undterbauch Grá, steingrá Grey, blue roan Gråskimlet, mørk Grau, blaugrau gesprenkelt Hvít White Hvitt Weiß Kolótt, ljós Brown, light Brun, lys Hellbraun Sægrá, hryggjótt Dun, white dorsal line Grå, hvit rygglinje Graunbraun mit weißer Rükenlinie Svartskjöldótt Black pied Svart flekket Schwarzbunt Svartskjöldótt, mikið hvít Black pied, extensive white Svartbotet, mye hvitt Schwarzbunt mit viel Wheiß Grá Grey Lys gråskimlet Grau Rauðgrönótt White, red ears and muzzle Hvit, rød mule og ører Weiß, mit roten Ohren und rotem Flotzmaul Kolótt, dökk Brown, dark Brun, mørk Dunkelbraun Kolhjálmótt, leistótt Brown, white face, socks Brun, hvitt ansikt Braun mit weißem Kopf, Unterbauch und weißem Fußgelenken Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Rauðglófext tryppi og rauðjarpt hross heilsast. Fuxfärgad unghäst med ljus man och svans hälsar på en rödbrun häst. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit hellem Langhaar und ein rotbraunes Pferd begrüßen sich. Rauðglófext hross að vetri. Chestnut horse with a flaxen (light) mane in winter Fux med ljus man och svans på vintern. Ein fuchsfarbenes Pferd mit hellem Langhaar im Winter. Brúnskjótt hross á sumarbeit. Piebald horse on summer pasture. Svartskäck häst på sommarbete. Ein Rappschecke auf der Sommerweide. Jarpt tryppi veturgamalt að vetrarlagi. Bay yearling in winter. Brun åring i vintertid. Ein brauner Jährling im Winter. Stóðhross í rétt að hausti. Stud-horses sorted at a round-up in autumn. Avelshästar i fålla på hösten. Pferde im Sammelpferch im Herbst. Rauð stóðhryssa með rauðu folaldi á miðsumri. Chestnut stud-mare with a chestnut foal in mid-summer. Fuxfärgat avelssto med sitt fuxfärgade föl vid midsommartid. Eine Fuchsstute mit einem fuchsfarbenem Fohlen im Hochsommer. Dökkjörplitförótt stóðhryssa með brúnu folaldi að hausti. Dark bay-roan stud-mare with a black foal in autumn. Mörkbrunt konstantskimmelsto med ett svart föl på hösten Eine dunkelbraune Farbwechslerin mit einem Rappfohlen im Herbst. Rautt hross á vetrarbeit. Chestnut horse grazing in winter. Fuxfärgad häst på vinterbete. Ein Fuchs auf der Winterweide. Grátt hross fullorðið. Grey adult horse. Äldre skimmel. Ein erwachsener Schimmel. Rauðtvístjörnótt folald snemmsumars. Chestnut foal with star and snip in early summer. Fuxföl med stärn och snopp på försommaren. Ein fuchsfarbenes Fohlen mit Stern und Schnippe im Frühsommer. Rauðskjótt hross á sumarbeit. Red skewbald horse on summer pasture. Rödskäck på sommarbete. Ein Fuchsschecke auf der Sommerweide. Jarpvindóttur stóðhestur síðla sumars. Silver-dapple bay stallion in late summer. Silverbrun hingst på sensommaren. Ein braunwindfarbener Hengst im Spätsommer. Rauðglófext hross gengur slóð í vetrarsnjónum. Chestnut horse with flaxen (light) mane and tail on a snow-track in winter. Fux med ljus man och svans på en snötäckt väg i vintertid. Ein Fuchs mit hellem Langhaar läuft auf einem Schneepfad im Winter. Brúnt hross drekkur úr læk á hásumri. Black horse drinking from a brook in mid-summer. Svart häst dricker från en bäck vid midsommartid. Ein Rappe aus einem Bach trinkend im Hochsommer. Rauðblesótt glófext tryppi að sumarlagi. Chestnut colt with blaze and flaxen (light) mane in summer. Fuxfärgad unghäst med bläs och ljus man och svans i sommartid. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit Blesse und hellem Langhaar im Sommer. Brúnskjótt höttótt folald að sumarlagi. Piebald foal with a hood in summer. Svartskäckfärgat föl på sommaren. Ein Rappscheckfohlen mit dunklem Kopf im Sommer. Fífilbleik stóðhryssa með fífilbleiku folaldi að sumri. Red-dun stud-mare with a red-dun foal in summer. Rödblackfärgat avelssto med rödblackt föl på sommaren. Eine fuchsfalbene Stute mit fuchsfalbenem Fohlen im Sommer. Rauð stóðhryssa með leirljósu folaldi í sumarhögum. Chestnut stud-mare with a palomino foal on summer pasture. Fuxfärgat avelssto med isabellföl på sommarbete. Eine Fuchsstute mit einem isabellfarbenem Fohlen auf der Sommerweide. Jörp stóðhryssa að sumri. Bay stud-mare in summer. Brunt avelssto på sommaren Eine braune Stute im Sommer. Rauðtvístjörnótt hross með svartan blett í andliti að sumarlagi. Chestnut horse with star, snip and a black face patch in summer. Fux med stärn och snopp och en svart fläck på huvudet i sommartid. Ein Fuchs mit Stern und Schnippe und einem schwarzen Fleck auf dem Kopf im Sommer. Steingrá stóðhryssa með mósótt folald á sumarbeit. Dappled grey stud-mare with a blue-dun foal on summer pasture. Mörkt skimmelfärgat avelssto med musblackt föl på sommarbete. Eine Grauchimmelstute mit mausfalbenem Fohlen auf der Sommerweide. Móvindótt stóðhryssa með brúnu folaldi snemmsumars. Silver dapple stud-mare with a black foal in early summer. Silversvart avelssto med svart föl på försommaren. Rappwindfarbene Stute mit einem Rappfohlen im Frühsommer. Bleikálótt folald með bleikálóttri móður sinni að sumri. Yellow-dun foal with its yellow-dun mother in summer, both with dorsal stripes. Brunblackt föl med sin brunblacka mamma på sommaren. Ein braunfalbenes Fohlen mit seiner braunfalbenen Mutter im Sommer. Moldóttur stóðhestur, brún stóðhryssa í hestalátum og moldótt folald að vori. Buckskin stallion, a black stud-mare in heat and a buckskin foal in spring. Gulbrun hingst, ett svart avelssto i brunst och ett gulbrunt föl på våren Ein erdfarbener Hengst, eine rossige Rappstute und ein erdfarbenes Fohlen im Frühjahr. Ljósmyndir: Jón Eiríksson og Friðþjófur Þorkelsson. Textar: Guðlaugur Antonsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Rebecka Frey og Kristín Halldórsdóttir. Stuðningsaðilar: Nordisk Genbank Husdyr og Erfðanefnd landbúnaðarins. Prentvinnsla: Oddi 27 Veggmyndir af íslensku búfé! Bændasamtök Íslands hafa látið framleiða veggmyndir af íslensku búfé. Hægt er að fá veggmyndir af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Veggmyndirnar eru 88 sm x 61 sm á stærð og með plastáferð til verndunar. Verð veggmyndar er kr. auk sendingarkostnaðar. Hringdu í síma eða sendu tölvubréf á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggmynd. Hægt er að greiða með greiðslukorti (símgreiðsla), eða með greiðsluseðli. Íslenskt sauðfé The Iceland Breed of Sheep Íslenskir kúalitir The Iceland Breed of Cattle Íslensk hross The Iceland Breed of Horses BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS BÆNDASAMTÖK Í SLANDS THE FARMERS ASSOCIATON OF ICELAND Haugsugur, skítadreifarar og sturtuvagnar á góðu verði til afgreiðslu strax HiSpec og Warfama eru þaulreynd gæðamerki Kerrur í miklu úrvali á frábæru verði

28

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016 Flóabandalagið Launakönnun 2016 September október 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014 Flóabandalagið Launakönnun 2014 September - október 2014 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Fyrstu fjárréttir 2. september

Fyrstu fjárréttir 2. september 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr. 377 18. árg. Upplag 24.500

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl. 24 25 28 29 32 33 Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng til bænda við Djúp 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 525 24.

More information