Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Size: px
Start display at page:

Download "Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin"

Transcription

1 Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku. Þar rísa Klettafjöllin rúmlega metra yfir sjávarmáli um kílómetrum inn af vesturströndinni. Í hæstu tindum fjallanna er að finna ævafornt berg sem náttúruöflin hafa, með einhverjum óútskýranlegum hætti, þrýst upp á mun yngri bergmyndanir sem mynda neðri hluta fjallanna. Þessu er hinsvegar öfugt farið í Colorado, vestan við Klettafjöllin, en þar er að finna hið mikilfenglega Grand Canyon sem sker sig allt að einn og hálfan kílómeter niður í Colorado hásléttuna. Því dýpra sem ferðast er niður í gilið, því eldra berg, en neðsti hluti gilsins er myndaður af um það bil milljón ára gömlu bergi. Myndun Klettafjallanna og Grand Canyon hefur lengi valdið miklum heilabrotum meðal vísindamanna, enda er þarna um að ræða einstakar jarðmyndanir í sögu jarðarinnar. Stórskorin og gríðarstór, væru án vafa lýsingarorð sem vel væri við hæfi að nota þegar lýsa ætti Klettafjöllunum, enda mikill fjallgarður þar á ferð. Klettafjöllin mynda nánast samfellda fjallakeðju í vestur hluta Norður- Ameríku. Í norðri ná þau frá Alaska og teygja sig svo suður í gegnum Kanada, til Bandaríkjanna og allt niður til Nýju Mexikó. Fjallgarðurinn er um það bil kílómetra langur og breidd hans slagar hátt í 480 kílómetra, en talið er að fjöllin hylji allt að 777 þúsund ferkílómetra svæði. Klettafjöllin eru hluti af Cordillera fjallakerfinu og eru jafnframt austasti hluti þess. Til þessa kerfis teljast einnig Sierra Nevada-, Cascade- og Coast fjallgarðarnir. Fjöldinn allur af gríðarlega stórum ám eiga upptök sín í Klettafjöllunum og má þar nefna Colorado-, Arkansas-, Columbia- og Rio Grande árnar. Í kambi fjallanna er að finna vatnaskilin miklu, þar sem annars vegar skilur á milli vatnsfalla sem falla í Kyrrahaf og hins vegar vatnsfalla sem falla í Atlashaf, Norður- Íshaf eða Mexíkó flóa. Klettafjöllin eru afmörkuð í austri af Grate Plains, sem er gríðarlega stór og þurr slétta, en þurrkurinn er að miklu leyti til kominn vegna regnskuggans sem fellur á svæðið sökum Klettafjallanna. Það sem hins vegar afmarkar fjöllin í vestri er Grate Basin héraðið og Klettfjalla trogið, sem nær allt frá norð-vestur Montana og allt suður til bresku Columbíu. Klettafjöllunum má skipta niður í fjóra hluta. Kanadíska hlutann og norður-, suður- og miðhlutann. Syðsti hluti fjallanna hefur að geyma allra hæstu tinda fjallanna. Þar rís hæstur Mount Elbert sem nær metra hæð. Suðurhluti Klettafjallanna nær frá Nýju Mexíkó, upp í gegnum Colorado og allt norður til Wyoming. Í grófum dráttum er þessi syðsti hluti

2 Klettafjöllin og Grand Canyon 2 fjallanna samansettur af tveimur fjallgörðum með stefnu norður-suður, þar sem inn á milli má sjá áberandi dældir í landslaginu. Veðurfar er mjög breytilegt í Klettafjöllunum eftir staðsetningu. Þú getur annað hvort verið staddur í hitamollu í Nýju Mexíkó og baðað þig í sólskininu eða verið í kuldanum í Kanada, þar sem sumrin eru stutt og veturnir kaldir og langir. Þar sem meirihluti vinda kemur úr vestri er úrkoma í miklum meirihluta vestan fjallanna en austan þeirra myndast eins og áður segir regnskuggi, sem verður til þess að landið þar er að jafnaði mjög þurt. Grand Canyon Myndun Klettafjallanna hefur haft margvísleg áhrif enda engin smásmíð þar á ferð. Vestan megin, við suðurhluta Klettafjallanna, sem jafnframt er hæsti hluti fjallanna, er að finna jarðfræðilegt fyrirbæri sem á enga hliðstæðu hér á jörðinni, enda um eitt af sjö undrum veraldar að ræða. Þetta er hið mikilfenglega Grand Canyon sem hefur að miklu leyti myndast fyrir áhrifum Klettafjallanna (mynd 1). Colorado áin sem átt hefur hvað mestan þátt í myndun Grand Canyon á nefnilega upptök sín í fjöllunum og án hennar hefðum við alls ekkert Grand Canyon. Gljúfrið sker sig niður í gríðarlega þykkan setbergsstafla, sem á sér mjög langa myndunarsögu. Neðst í staflanum er að finna um það bil milljón ára gamalt berg, sem eru leifar mjög forns fjallgarðs, en roföflin hafa með tímanum rofið hann nánast alveg niður. Setið sem svo settist ofaná þetta berg myndaði mörg lárétt og misþykk setlög sem eru á aldrinum frá til 250 milljón ára gömul. Í setbunkanum er setið af mismunandi gerð sem gefur til kynna að mismunandi setumhverfi hafi ríkt á svæðinu við myndun þeirra. Við afflæði settist til sandsteinn eða leirsteinn en í kjölfar áflæðis myndaðist kalksteinn á svæðinu. Við myndun Klettafjallanna fyrir um 75 milljón árum síðan kom svo Colorado áin til sögunnar. Í upphafi flæddi áin í rólegheitum yfir svæðið án þess að grafa sig verulega niður í setstaflann. Svo fyrir 17 milljón árum á sér stað gríðarleg landlyfting á svæðinu, sem verður til þess að Colorado hásléttan myndast, þar sem landið rís um metra, en fyrir þennan tíma var hún ekki í nema 300 metra hæð yfir sjávarmáli. Þrátt fyrir þetta aflöguðust setlögin nánast ekkert og héldu láréttri stöðu sinni áfram, en aftur á móti fór Colorado áin að grafa sig niður í setbunkann af miklum krafi. Mynd 1. Grand Canyon séð frá sporbraut jarðarinnar. (NASA) Grand Canyon eins og við þekkjum það í dag fór hins vegar ekki að myndast fyrir alvöru fyrr en fyrir 5 milljón árum, þegar Kaliforníuflóinn opnaðist. Við myndun hans lækkuðu rofmörk Colorado árinnar verulega, sem varð til þess að hún gróf sig enn dýpra niður í hásléttuna og Grand Canyon, eins og við þekkjum það í dag, fer að myndast. Í milljónir ára héldu svo roföflin áfram vinnu sinni þar sem gilið

3 Klettafjöllin og Grand Canyon 3 breikkaði og dýpkaði enn frekar. Í dag er gilið allt að einn og hálfur kílómetri að dýpt, sem gerir vísindamönnum kleift að skoða setlög sem marka um milljón ár af jarðsögu þessa svæðis, en það er tími sem spannar einn þriðja af aldri jarðarinnar. Saga Klettafjallanna Klettafjöllin eru jarðfræðilega mjög flókið kerfi sem samanstanda af bröttum fjallstindum og háum sléttum, en á svæðinu hefur orðið gríðarleg landlyfting og þá sérstaklega í syðsta hluta fjallanna. Talið er að Klettafjöllin hafi aðallega fengið sína núverandi mynd vegna landlyftingar á þessu svæði seint á Krít og í byrjun Tertíer, en seinna voru þau einnig mótuð af ísaldarjöklum. Klettafjöllin eiga sér langa sögu þó svo að þeirra núverandi útlit hafi verið afleiðing tiltölulega nýliðinna atburða í jarðsögunni. Mest allt það berg sem myndar Klettafjöllin í dag hefur upprunalega verið set sem settist til í grunnum sjó fyrir um 1,8 til 2 milljörðum ára síðan. Þetta set lenti svo á milli tveggja meginlandsfleka fyrir um 1,7 til 1,6 milljörðum ára, sem varð til þess að setið myndbreyttist við gríðarlegan hita og þrýsting sem myndaðist við áreksturinn. Þetta myndbreytta berg myndaði síðan kjarna forns fjallgarðs sem var svo hægt og rólega rofinn niður á tímabilinu fyrir til 500 milljón árum síðan, sem varð svo til þess að myndbreytta bergið og granít, sem hafði myndast í rótum fjallanna, varð aftur sýnilegt á yfirborði. Lítið er annars vitað um jarðsögu þessa tímabils, þar sem allt berg frá þessum tíma hefur fyrir löngu verið rofið í burtu. Fyrir 500 milljón árum varð þetta svæði svo hulið grunnum sjó og næstu 200 milljón árin settist þarna til gríðarlega mikið set, sem svo myndaði þykkan setstafla á svæðinu. Fyrir um 310 milljón árum síðan, eða um mitt Krítar tímabilið, á sér svo stað gríðarleg landlyfting á þessu svæði sem verður til þess að enn annar fjallgarður myndast, en hann hefur verið nefndur Forfaðir Klettafjallanna. Talið er að hæð hans hafi jafnvel verið hærri en sú hæð sem Himalaya fjöllin ná í dag. Allt setið sem áður hafði sest til á svæðinu var nú rofið í burtu en settist svo aftur meðfram austur hlið fjallanna, en í dag mynda þessi setlög svokallaða Fountain Formation. Roföflin héldu áfram vinnu sinni og að lokum náðu þau að rjúfa mest allan fjallgarðinn niður, og í kjölfarið varð hann hulinn sjó á tímabilinu frá mið Perm og þar til í lok Krít fyrir um 65 milljón árum síðan. Mynd 2. Klettafjöllin. Áhrif Laramide myndunarinnar greinileg. Fyrir 75 milljón árum hefst svo Laramide fellingafjallamyndunin en hún verður til þess að Klettafjöllin fara að myndast fyrir alvöru. Vestur hluti Norður-Ameríku verður fyrir gríðarlegum áhrifum, sem ná frá Alaska og allt suður til Nýju Mexíkó. Þessi myndun stendur yfir í 40 milljón ár. Það sem gerir Laramide myndunina einstaka og jafnframt mjög dularfulla er það að Klettafjöllin eru staðsett allt að kílómetrum inn af vestur strönd Norður-Ameríku. Það

4 Klettafjöllin og Grand Canyon 4 sem vekur einnig upp spurningar meðal vísindamanna er það að aðal uppistaða fjallanna er ekki setberg, eins og við væri að búast í fellingafjöllum, heldur eru fjöllin í raun byggð upp af ævagömlu bergi frá Forkambríum og Fornlífsöld. Þetta berg hefur af einhverjum ástæðum risið upp í gegnum setbunkann fyrir áhrifum einhvers gigantísks kraftar(mynd 2). Á meðan á öllu þessu stóð virðist einnig sem öll eldvirkni hafi legið niðri á svæðinu, en það fær vísindamenn til að klóra sér enn frekar í hausnum og spyrja sig hvað í ósköpunum varð til þess að Klettafjöllin urðu til. Mjög skiptar skoðanir meðal vísindamanna hvað varðar myndun Klettafjallanna hafa orðið til þess að enn þann dag í dag er nánast ekkert ljóst um tilurð þeirra. Eftir því sem fleiri kenningar koma upp á yfirborðið verður sagan flóknari og fleiri spurningar vakna. Fjórar kenningar hafa að vísu fengið hvað mestan meðbyr meðal vísindamanna. Shallow subduction Árið 1970 komu jarðfræðingarnir William Dickinson og Walter Snyder fram með kenningu um myndun Klettafjallanna. Þar héldu þeir því fram að Farallon platan, sem á þessum tíma gekk undir vestur strönd Norður- Ameríku, hafi fyrir um 80 milljón árum, skyndilega breytt hegðun sinni með því að ganga nánast lárétt undir meiginlandið, í stað þess að sökkva undir það með miklu horni eins og eðlilegt væri. Við þetta hafi Farallon platan skrapað undirlag Norður- Ameríku plötunnar sem hafi svo orðið til þess að meginlandið aflagaðist og myndaði Klettafjöllin (mynd 3). Lítil eldvirkni á meðan á þessu stóð skýrðu þeir með því að Farallon platan hafi aldrei sokkið nógu djúpt til þess að kvika næði að myndast á yfirborði hennar í einhverju magni. Að lokum hvarf svo Farallon platan undir meginlandið en hélt þó áfram að láta að sér kveða. Margir telja að mikil eldvirkni, sem átti sér stað vestan við Klettafjöllin eftir myndun þeirra, hafi orðið vegna þynningu meginlandsins eftir að Farallon platan skrapaði undirlag þess og hvarf svo niður í möttulinn með allt eldsneytið sem varð svo til þess að gríðarlega mikil kvika braust upp á yfirborð meginlandsins. Mynd 3. Kenning 1. Shallow subduction. Farallon platan gengur nánast lárétt undir Norður-Ameríku plötuna og orsakar þannig myndun Klettafjallanna. Árið 1980 gerði svo jarðeðlisfræðingurinn Peter Bird tölvumódel sem átti eftir að fá mikla athygli. Þetta módel sýndi nefnilega að kenning Dickinson og Snyder var alls ekki svo galin. Módelið sýndi fram á að einungis lítil snerting Farallon plötunnar við Norður-Ameríku plötuna gæti orðið til þess að næg spenna myndaðist til að lyfta meginlandinu upp um 5 til 10 prósent. Þessi spenna hafi þá þrýst heilu bergblokkunum upp í gegnum setstaflann meðfram misgengjum og myndað þessi einkennilegu fjöll sem Klettafjöllin eru. Farallon platan á þá að hafa hegðað sér eins og nokkurskonar færiband, þar sem hún tók brot úr neðri hluta meginlandsskorpunnar og færði þau austar. Þar hlóðust þau upp þar til skorpan þar var orðin 50 prósent þykkari en eðlilegt þykir, en þarna voru þá Klettafjöllin orðin til.

5 Klettafjöllin og Grand Canyon 5 Gravitational potential energy Árið 1996 kom jarðeðlisfræðingurinn Craig Jones fram með tilgátu um tilurð Klettafjallanna. Þar vill hann meina að svokölluð gravitational potential energy eða GPE hafi átt stóran þátt í myndun fjallanna. GPE er orka sem reiknuð er út með því að leggja saman aðdráttarafl þyngdaraflsins á hverja einingu, neðan eins ákveðins punkts í jarðskorpunni. Eðlisþung efni hafa háa GPE, en þar er lóðréttur kraftur ráðandi og efnið flest út í láréttu plani. Mynd 4. Kenning 2. (GPE) Ráðandi láréttir kraftar, lítil eðlisþyngd og lág GPE hefur átt stóran þátt í myndun Hins vegar hafa eðlislétt efni lága GPE, en þar eru láréttir kraftar ráðandi, efnið minnkar flatarmál sitt í láréttu plani og leggst í fellingar, eins og teppi myndi gera ef því væri ýtt saman úr tveimur áttum. Á þennan hátt vilja Jones og félagar hans lýsa myndun Klettafjallanna (mynd 4). Fyrir um 141 milljón árum var svæðið sem Klettafjöllin standa á núna hulið grunnum sjó. Gríðarlegt magn eðlisléttra efna settist svo til á þessu svæði í mikilli dæld sem hafði af einhverjum ástæðum myndast á hafsbotninum. Þetta eðlislétta efni gæti þar af leiðandi hafað orsakað lágt GPEgildi og ríkjandi lárétta krafta. Þessir krafta gætu svo, eins og áður segir, hafað orðið til þess að fjöllin risu. Jones vill þó ekki meina að þessi eðlisfræðilega tilgáta hafi átt allan þátt í myndun Klettafjallanna, heldur að hún hafi líklega átt stóran þátt í myndun þeirra. Hit and Run Jarðfræðingarnir Julie Maxson og Basil Tikof komu fram með tilgátu árið 1997 sem þeir kalla Hit and Run. Hún lýsir því hvernig gríðarlega stór eldfjallakeðja á yfirborði Farallon flekans klessir á vesturströnd Norður-Ameríku og hindrar þar með niðurdrif flekans undir landið. Þetta verður svo til þess að eldvirkni minnkar all verulega á meginlandi Norður-Ameríku. Í þessu klofnar Farallon flekinn í tvo hluta og hefur nyrðri hluti hans verið nefndur Kula flekinn, en hann fer að færast norður á bóginn á meðan syðri hluti flekans heldur áfram ferð sinni niður undir Norður-Ameríku. Eldfjallakeðjan verður fyrir miklu álagi og brotnar að lokum frá Farallon plötunni og ferðast sem sjálfstæður fleki norður á bóginn með Kula plötunni. Þessi fleki hefur verið nefndur Baja BC og er hann talinn hafa verið um kílómetra langur. Maxon og Basil vilja meina að Baja BC flekinn hafi á þessu stigi myndað mikið skerálag við strönd meginlandsins og í kjölfar þess gríðarlegan þrýsting inn í landinu sem hafi svo orðið til þess að Klettafjöllin þrýstust upp í gegnum setbunkann (mynd 5).

6 Klettafjöllin og Grand Canyon 6 Mynd 5. Kenning 3. Hit and Run. Lýsir því hvernig Baja Bc flekinn myndar gríðarlegt innra álag inní meginlandinu og orsakar þanning myndun Klettafjallanna. Þessi kenning hefur fengið þó nokkra athygli meðal vísindamanna en aftur á móti benda rannsóknir til þess að Klettafjöllin hafi byrað að rísa í norðri en ekki suðri eins og þessi kenning gengur í raun út á. Mantle plumes and mountains Brendan Murphy og félagar hans koma fram með tilgátu árið Þar halda þeir fram að ástæða þess að Farallon platan gekk nánast lárétt undir Norður- Ameríku plötuna hafi orsakast af heitum reit. Heiti reiturinn var staðsettur undir niðurstreymisbeltinu fyrir um 55 milljón árum en þá hafi hann hitað úthafsskorpuna sem varð svo til þess að hún öðlaðist meiri flotkraft og sökk þar af leiðandi ekki undir meginlandið með eins stóru horni og vant er. Litla eldvirkni á þessum tíma vilja þeir skýra með því að heiti reiturinn hafi annars vegar valdið gríðarlegri útþennslu á meginlandsskorpunni og hins vegar vegna þess að kvikan þurfti að brjóta sér leið upp í gegnum bæði meginlandsskorpuna og úthafsskorpuna. Svo fyrir um 40 milljón árum náði kvikan að lokum að komast upp á yfirborðið í norður Nevada fylkinu, en þar var einmitt gríðarleg eldvirkni á þessum tíma. Einnig vilja þeir félagar meina að allt það magn af gulli sem fundist hefur á þessu svæði megi rekja beint til virkni heita reitsins. Tognun skorpunnar og eldvirkni í Grate Basin héraðinu fyrir um 30 milljón árum vilja þeir einnig skýra að sé til komin vegna virkni heita reitsins. Þar hafi hann hitað meginladssorpuna verulega og þannig gert hana veikari fyrir álagi sem leiddi að lokum til tognunar á skorpunni og eldvirkni á svæðinu. Einnig sýna þeir félagar fram á að aldur gosefna yngist frá vestri til austurs þar sem heiti reiturinn er einmitt staddur núna, eða nánar tiltekið í Yellowstone þjóðgarðinum. Með þessu vilja þeir einmitt sýna fram á að um eins virkni sé að ræða og þá sem við sjáum svo greinilega í dag á Hawaii, þar sem eyjarnar eldast því fjær sem þær reka frá virkni heita reitsins. Fyrstu ummerki Laramide myndunarinnar benda til þess að hún hafi byrjað fyrir um 75 milljón árum og virðist þessi kenning þess vegna ekki getað staðið undir sér. Aftur á móti hafa Murphy og félagar hans svar við því. Þeir halda því fram að á þessum tíma hafi bæði Kyrrahafsplatan og Norður-Ameríku platan færst í vestur, yfir heita reitinn, í kjölfar þess að Atlashafið var að opnast. Útþensla Kyrrahafsplötunnar vegna heita reitsins hafi orðið til þess að strax fyrir 75 milljón árum hafi áhrif heita reitsins farið að segja til sín við niðurstreymisbeltið. Heiti reiturinn sem slíkur hafi hins vegar fyrir um 55 milljón árum verið staðsettur undir niðurstreymisbeltinu, eins og áður segir. Samantekt Það sem vísindamenn vita með vissu um Laramide myndunina er í raun mjög lítið og jafnvel spurning eins og hvenær Klettafjöllin náðu sinni núverandi hæð hefur ekki enn verið svarað með vissu. Í gegnum tíðina hafa flestir verið hlynntir þeirri tilgátu að fjöllin hafi risið og náð sinni núverandi

7 Klettafjöllin og Grand Canyon 7 hæð löngu eftir Laramide atburðinn eða á tímabilinu fyrir 26 til 5 milljón árum. Fyrir þennan tíma hafi rætur Klettafjallanna einungis náð hæð rétt yfir sjávarmáli og enn verið hulin þykkum setlögum að miklu leyti. Við landlyftinguna sem svo varð, á tímabilinu fyrir um 26 til 5 milljón árum, hafi fjöllin risið upp í gegnum setið og náð sinni núverandi hæð. Ástæða landlyftingarinnar svona löngu eftir Laramide myndunina er með öllu óljós en eins og svo oft áður eru kenningarnar margar og misgóðar. Sumir halda því fram að möttulstrókur hafi valdið henni og enn aðrir að tognun skorpunnar eftir Laramide myndunina, sem varð til þess að Basin and Range héraðið myndaðist, hafi hleypt miklu magni möttulefnis upp á við, sem svo hafi valdið landlyftingu á svæðinu. Í kjölfar fleiri rannsókna vilja þó sumir vísindamenn halda því fram að Klettafjöllin hafi strax í kjölfar Laramide myndunarinnar náð sinni núverandi hæð. Þessi kenning er í raun mun einfaldari skýring, þar sem einungis ein landlyfting hefur átt sér stað og er þess vegna komist hjá því að skýra út aðra landlyftingu á einhvern hátt. Allt eru þetta kenningar og ekkert er í raun ljóst um myndun Klettafjallanna. Eftir því sem fleiri tilgátur líta dagsins ljós flækist sagan í raun enn frekar. Vísindamenn rökræða fram og til baka í von um að komast að sameiginlegri niðurstöðu að lokum. Enn þann dag í dag virðast þeir þó eiga nokkuð í land og eins og Peter Bird orðaði svo skemmtilega, á svo sannarlega við í þessum málum. Heimildaskrá (Bird 1997: 8) Heimasíður skoðaðar 19. apríl geology2.htm arks/romo/ &query=rocky%20mountains& ct= /Rocky_Mountains.html#end ads Stanley, Steven M. Earth system history, W.H. Freeman and co. New York Appell, David What made the rocies?. Current Science. Stamford, Vol.85, Iss. 7; pg. 8. Preiser, Rachel Raising the Rockies. Discover. Vol.18, Iss. 4; pg. 27, 1 pgs. Pendick, Daniel Rocky mountain why. Earth. Vol.6, Iss. 3; pg. 26, 8 pgs. Murphy, JB, Oppliger, GL, Brimhall Jr, GH, Hynes, A Mantle plumes and mountains. American Scientist. Vol.87, Iss. 2; pg. 146, 8 pgs. Einnig var stuðst við glósur úr tímum í Jarðsögu 2. We can t prove a story about the past. We never can. We can only disprove some of them and hope that we have one left

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson*

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* Kortlagning á sigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga Lokaskýrsla 2004 Unnið fyrir Vegagerð ríkisins Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* * Náttúrustofa

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni

Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni 1 Wilson hringrásin og myndun risameginlanda í jarðsögunni Gísli Örn Bragason Gísli Örn Bragason. 2006 (nóvember) Wilson hringrásin og myndun risameginlanda

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið Verknr. 8-720102 Kristján Sæmundsson Guðmundur Ómar Friðleifsson Í Torfajökli Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/036 Maí 2001 ISBN 9979-68-074-1

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili (2004-2008) Ragnar Hlynsson Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2016 Samanburður á milli heildarúrkomu

More information

Hrafnabjörg í Bárðardal

Hrafnabjörg í Bárðardal LV-2004/012 Hrafnabjörg í Bárðardal Jarðfræðiathuganir og jarðfræðikort ÍSOR-2003/024 Janúar 2004 - 3 - UPPLÝSINGABLAÐ Skýrsla nr: LV-2004/012 ÍSOR-2003/024 Dags: Janúar 2004 Fjöldi síðna: 37 Upplag: 25

More information

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir Setdældir í íslenskum gosbeltum Hanna Rósa Hjálmarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2010 Setdældir í íslenskum gosbeltum Hanna Rósa Hjálmarsdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey?

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2011 i Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson 10 eininga ritgerð

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Rannsókn á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit

Rannsókn á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit Rannsókn á fornbýli á Hofstöðum í Mývatnssveit Framvinda rannsókna 1996 - Inngangsorð Adolf Friðriksson og Orri Vésteinsson Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 1996 Inngangur Nú er lokið fyrsta áfanga rannsókna

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni

Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni 1 Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni Sverrir Már Sverrisson Ágrip: Jarðsaga byrkninga er frekar brotakennd í upphafi en þessir hópur plantna varð þó á stuttum tíma áberandi í gróðursamfélögum fornlífsaldar.

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN Ari S. Arnarsson Ari S. Arnarsson - Grafísk hönnun - Op listin og áhrif hennar á hönnun Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Janúar 2010 Efnisyfirlit: 1. kafli - Inngangur...

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú

Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú 1 Heimir Héðinsson Grafísk Hönnun Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú Leiðbeinandi: Úlfhildur Dagsdóttir Janúar, 2010 2 Efnisyfirlit Bls.

More information

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu 1796 1820 Ritgerð til BA-prófs í

More information

Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík.

Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík. Björgunaruppgröftur á lóð Vaktarabæjar við Garðastræti í Reykjavík. Eftir Oddgeir Hansson, með viðbótum eftir Guðrúnu Öldu Gísladóttur og Gavin Lucas FS433-08242 Reykjavík 2009 Forsíðumyndin sýnir kjallara

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík Valdimar Össurarson Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík VÖ/jan/2017 Efni Inngangur... 3 Viðfangsefni og tilgáta... 4 Offjölgun skollakopps...

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information