Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Size: px
Start display at page:

Download "Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu"

Transcription

1 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega á markað mjólk sem er sérstaklega ætluð eldra fólki. Fram kemur að mjólkin innihaldi mikið af vakanum (hormóninu) melatonin sem er sagður vinna gegn streitu. Neytendur um víða veröld kvarta yfir háu verði á mjólk, en umrætt mjólkurbú hikar ekki við að verðleggja þessa afurð sína hátt. Flaska, sem inniheldur 900 ml af þessari mjólk kostar sem svarar 30 evrum eða um ísl. kr. sem er um 30 sinnum meira en venjuleg mjólk. Markhópur fyrir þessa mjólk er eldra fólk sem býr við mikið álag. Gefið er upp á umbúðunum að mjólkin innihaldi þrisvar til fjórum sinnum meira melatonin en venjuleg mjólk. Mælt er með melatonin gegn svefntruflunum sem er einn af fylgifiskum streitu. Kýrnar, sem þessi mjólk er úr, eru mjólkaðar við sólaruppráðs þar sem melatonin safnast fyrir í mjólkinni yfir nóttina. Mjólkin er sett á flöskur innan 6 klst. eftir mjaltir á kúabúi norðan við Tokyo. Hvort stressaðir Japanir eru tilbúnir til að greiða uppsett verð fyrir þessa mjólk, er ekki komið í ljós. Landsbygdens Folk Bandormurinn kominn fram á þingi Í síðustu viku lagði forsætisráðherra fram á þingi frumvarp sem kallað hefur verið bandormur en þar eru lagðar til breytingar á ýmsum lögum vegna tilfærslu á verkefnum innan stjórnarráðsins. Þar með er komin fram staðfesting á þeim fyrirætlunum nýju stjórnarinnar að færa meðal annars landbúnaðarskólana til menntamálaráðuneytisins og landgræðslu og skógrækt undir umhverfisráðuneyti, þó með þeirri undantekningu að verkefnið Bændur græða landið verði áfram hjá landbúnaðar- og sjávarútvegsráðuneyti. Það ráðuneyti fær einnig fjármuni til að semja um rannsóknir í skógrækt við rannsóknarstöðina á Mógilsá. Frumvarpið staðfestir einnig þann vilja stjórnarinnar að breyta nafni Landbúnaðarstofnunar í Matvælaeftirlitið til samræmis við aukin verkefni. Bændablaðið mun fjalla ítarlega um þessar breytingar í blaðinu sem kemur út 6. nóvember. 18. tölublað 2007 Þriðjudagur 23. október Blað nr. 269 Upplag Fé hraktist undan vonskuveðri og lenti í fönn Fé hraktist undan vonskuveðri sem gekk yfir norðanvert landið nú í byrjun mánaðarins. Þar sem veðrið var verst lenti fé í fönn, t.d. á Fjöllum. Fjallamenn fóru að huga að fé sínu strax um miðjan dag og sáu fljótt að eitthvað af því hafði hrakist í skurði og var að lenda undir snjó. Drifu menn sig því út til að reyna að koma öllu því í hús sem hægt var. Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu svo gæti farið að síðustu refirnir yrðu skornir Nú er svo komið að einungis eitt refabú er eftir á öllu landinu en það er á Hrólfsstöðum á Jökuldal. Þegar best lét voru á milli 150 og 160 refabú hér á landi. Ástæðan fyrir þessari hnignun í refaræktinni er fyrst og fremst algert verðhrun á refaskinnum á heimsmarkaði á sama tíma og verð á minkaskinnum hefur verið í sögulegu hámarki. Guðmundur Ólafsson, bóndi á Hrólfsstöðum, var spurður hvort hann ætlaði að skera þessa síðustu eldisrefi í haust. Hann sagðist ekki hafa tekið um það endanlega ákvörðun en margt benti til þess að svo yrði. Það myndi þá gerast í nóvember en hann er með 150 læður í búrum. Frestaði niðurskurði Í fyrra var hann að hugsa um að í nóvember Á annan tug kinda var dreginn úr sköflum og allt annað fé sem til sást var rekið heim í hús. Var hið versta veður, mikið hvassviðri og úrkoma. Girðingar fóru illa og slitnuðu víða niður. Snjór og ófærð gerðu svo það að verkum að illa gekk að smala þegar farið var í aðrar göngur, daginn eftir hvellinn mikla, og var ekki hægt að fara yfir öll þau svæði sem bregða búi en hætti þá við að skera niður hjá sér. Ástæðan fyrir því að hann er enn hikandi er sú að Finnar hafa alltaf hangið á fjöldanum en nú ætla þeir að skera niður hjá sér. Enginn veit hvaða afleiðingar það gæti haft á verðið enda ræðst það alltaf af framboði og eftirspurn. Hann segist sannfærður um að Finnarnir hafi haft styrk frá ríkinu eða öðrum í einhverju formi, annars hefðu þeir ekki getað hangið svona margir í þessu svona lengi.,,ef ég reyni að þrauka í von um verðhækkun á skinnunum þyrfti ég að hafa aðgang að þolinmóðu fjármagni. Öðruvísi er það ekki hægt, segir Guðmundur. Ekkert upp úr refarækt að hafa í mörg ár Hann segir að ekkert hafi verið upp úr refaræktinni að hafa í ein fjögur til stóð að smala. Að loknum réttarstörfum töldu bændur að þá vantaði fleiri tugi kinda hvern um sig og einhver hundruð ef allt er lagt saman. Það er því ljóst að eftirleitir verða töluverðar í október. Raunar náðust síðar ríflega 80 kindur niður af heiðinni til viðbótar þeim sem fundust óveðurshelgina að því er fram kemur á vefnum kelduhverfi. is MÞÞ til fimm ár og langt frá því að hún beri sig. Guðmundur er ekki með neinn annan búskap og hefur ekki hugsað sér að breyta því ef hann hættir refaræktinni. Aðspurður hvort ekki komi til greina að breyta yfir í minkarækt spyr hann á móti hvort það væri ekki bara að fara úr öskunni í eldinn.,,ég tel mig hafa góða reynslu af loðdýrarækt og það er alltaf þannig að ef verð hefur verið gott um tíma tekur það að lækka vegna þess að framleiðendum fjölgar svo mikið. Nú hefur verið gott verð fyrir minkaskinn um tíma en maður óttast að þau taki nú að lækka aftur, segir Guðmundur. Bíllinn tómur Hann segir að þau hjónin hafi í mörg ár unnið utan heimilis með refabúskapnum. Hann hefur séð um skólaaksturinn en segir að nú sé bíllinn tómur hjá sér því engin börn séu lengur til að aka í skólann. Laxaræktarframkvæmdir hafa staðið yfir í tengslum við Jöklu og hliðarár hennar og segist Guðmundur hafa verið að vinna að þeim verkefnum fyrir Þröst Elliðason sem sé stórhuga í sambandi við laxaræktina á þessu svæði.,,en ég ætla að bíða aðeins og sjá til með refaræktina, segir Guðmundur Ólafsson á Hrólfsstöðum. S.dór Hvað kostar maturinn minn á morgun? Bændasamtök Íslands halda morgunverðarfund þriðjudaginn 6. nóv. í Sunnusal Hótels Sögu þar sem m.a. verður spurt hvaða áhrif stóraukin eftirspurn á matvörum, hækkandi heimsmarkaðsverð á landbúnaðarafurðum og langvarandi þurrkar víða um lönd hafa á landbúnað í heiminum. Eru verðbreytingar varanlegar, ganga þær til baka eða mun ríkja óvissa um matarreikninginn á morgun? Í ljósi þessa má spyrja hvar íslenskir bændur standa í umróti framtíðarinnar. Gestur fundarins verður Bretinn Martin Haworth sem er einn af aðaltalsmönnum Bændasamtaka Englands og Wales (National Farmers Union) í alþjóðamálum og stjórnandi deildar sem fer með stefnumörkun samtakanna. Hann mun m.a. fjalla um þróun landbúnaðar í hinum vestræna heimi, breytingar á heimsmarkaði með matvörur og áhrif aukinnar umhverfisvitundar almennings fyrir evrópskan landbúnað. Fundurinn verður sem fyrr segir í Sunnusal Hótels Sögu og hefst hann stundvíslega kl. 8:15 og stendur til kl. 10:00. Eftir erindi Martins Haworth verða pallborðsumræður. Fundarstjóri verður Ágúst Sigurðsson rektor Landbúnaðarháskóla Íslands. Morgunverðarfundurinn er öllum opinn, aðgangur er ókeypis og veitingar verða í boði BÍ.

2 2 Fréttir Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra 2007 Umhverfisverðlaun Rangárþings eystra voru afhent á árlegri hausthátíð sveitarfélagsins laugardaginn 6. október á Hvolsvelli. Fallegasta garðinn í sveitarfélaginu eiga þau Auður Hermannsdóttir og Magnús Finnbogason, Gilsbakka 2 á Hvolsvelli, fallegasta bændabýlið er í Hildisey I í Austur-Landeyjum en það er í eigu Péturs Guðmundssonar, fegurstu lóðirnar eru við Landsbankann og sýslumannsembættið á Hvolsvelli, og Stóragerði á Hvolsvelli var kosið fallegasta gata sveitarfélagsins árið Á myndinni má sjá verðlaunahafana. MHH Safaspætan í birkitrénu við Engjaveg 26 á Selfossi. Jóhann Óli Hilmarsson, formaður Fuglaverndarfélags Íslands, tók myndina út um eldhúsgluggann hjá Halldóri og Erlu. Safaspæta á Selfossi Í garði Halldórs Magnússonar og Erlu Kristjánsdóttur á Engjavegi 26 á Selfossi hefur safaspæta haldið sig undanfarið og unnið störf sín í 44 ára gömlu birkitré í garði þeirra. Hér er um mjög sérstakan flug að ræða því hann hefur ekki áður sést lifandi á Íslandi. Sást síðast 1961 en þá var hann dauður. Þá er þetta einungis fjórði fuglinn í Evrópu sem sést hefur frá upphafi. Fjöldi fuglafræðinga hefur heimsótt Halldór og Erlu til að berja fuglinn augum. Þetta er afskaplega skemmtilegt og gaman að fylgjast með safaspætunni úti í garði. Hún er alltaf að og finnur sig greinilega vel í þessi tré okkar, sagði Halldór í samtali við blaðið. Talið er að fuglinn hafi borist til landsins með djúpri lægð á dögunum. Vonast er til að hann lifi íslenska veturinn af. Þegar blaðið fór í prentun var fuglinn farinn úr garðinum við Engjaveginn en það hafði sést til hans í þremur öðrum görðum í næsta nágrenni við heimili Halldórs og Erlu. MHH Langflestir eigenda vatnsréttinda við Jökulsá á Dal, 61 talsins hafa ákveðið að una ekki úrskurði matsnefndar um vatnsréttindi vegna Kárahnjúkavirkjunar, sem féll í ágúst síðastliðnum og hyggjast skjóta ágreiningi um verðmæti vatnsréttinda til úrlausnar dómstóla. Regula lögmannsstofu ehf. hefur verið falið að vinna að málinu fyrir vatnsréttarhafa. Landsvirkjun hefur tilkynnt vatnsréttarhöfum að fyrirtækið bjóði þeim sem það kjósa að fá greiðslu fyrir vatnsréttindi í samræmi við niðurstöðu matsnefndar og segja lögmenn vatnsréttarhafa að þannig sé fyrirtækið tilbúið að una niðurstöðu nefndarinnar um verðmæti vatnsréttinda vegna virkjunarinnar, en þau voru metin í heild á um 1,6 milljarða króna. Málskot eigenda vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal til dómstólar miðar að því að fá eignarnámsbætur vegna vatnsréttinda einstakra jarða hækkaðar, þannig að tryggt sé að einstakir vatnsréttarhafar fái fullar bætur fyrir vatnsréttindi í þeirra eigu. Íslenskt hey selt til Færeyja Færeyskir bændur taka íslenskt hey fram yfir danskt Eins og allir vita er ekki mikið undirlendi í Færeyjum og því eru bændur þar ekki allir sjálfum sér nógir um hey. Þeir hafa því í mörg ár keypt hey bæði frá Íslandi og Danmörku og gera það enn. Þeir feðgar Jón Blöndal, bóndi í Langholti, og sonur hans Eiríkur Blöndal, í Bæjarsveit, framkvæmdastjóri Búnaðarsamtaka Vesturlands, hafa selt hey til Færeyja af og til í mörg ár. Eiríkur segir að Færeyingar flytji mest inn af heyi frá Danmörku og svo héðan. Íslenska heyið þykir betra en það danska en það er dýrara. Íslenska heyið er vel verkað og Færeyingarnir vilja það frekar en það danska þótt dýrara sé. 10 gámar á ári Í Langholti var rekið kúabú en nú eru þar fáar skepnur og heyið af túnunum því selt. Eiríkur segir að það sé ekki mikið magn af heyi sem þeir selji til Færeyja en þó um það bil 10 gámar á ári. Heyið er í ferböggum þannig að það fari sem best í gámunum. Hann segir að það sé skemmtileg aukabúgrein að heyja fyrir Færeyjamarkað. Gámarnir fara ekki allir út í einu heldur bara eftir því sem heyið er pantað frá Færeyjum. Stundum kemur fyrir að mestallt heyið fer út strax á haustin en svo eru líka dæmi þess að ekkert af heyinu hafi farið Eigendur vatnsréttinda við Jökulsá á Dal skjóta ágreiningi um verðmæti til dómstóla Annmarkar á úrskurði matsnefndar Mat lögmanna vatnsréttarhafa er það að niðurstaða matsnefndar um fjárhæð eignarnámsbóta vegna vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar hafi ekki verið byggt á viðurkenndum lagareglum um fjárhæð eignarnámsbóta. Þannig hafi niðurstaða matsnefndar hvorki byggt á sjónarmiðum um markaðsverð vatnsréttinda né heldur notagildi umræddra vatnsréttinda. Jafnframt telja lögmenn að aðrir annmarkar séu á úrskurði matsnefnarinnar, s.s. að hún hafi að óverulegu leyti lagt sjálfstætt mat á verðmæti þeirra vatnsréttinda sem um er deilt í málinu. Matsnefndin hafi lagt til grundvallar að verðmæti vatnsréttinda séu hlutfall af stofnkostnaði virkjunar og var vísað til byggingar Blönduvirkjunar í því sambandi, út fyrr en í maí. Sæmilegt verð fæst fyrir heyið í Færeyjum en það fer að sjálfsögðu nokkuð eftir genginu hver útkoman verður. Það var óhagstætt í fyrra en er mun betra í ár. Færeyskir vinnumenn Eiríkur segir að fyrir rúmum 60 árum hafi tengsl Bæsveitunga við Færeyjar myndast með færeyskum vinnumönnum sem komu hingað til lands á þeim tíma. Sértaklega var Ásta R. Jóhannesdóttir hefur lagt fram á Alþingi þingsályktunartillögu um að fela heilbrigðisráðherra að kanna grundvöll fyrir setningu reglna um takmörkun auglýsinga matvöru sem beint er að börnum ef matvaran inniheldur mikla fitu, sykur eða salt, með það að markmiði að sporna við offitu, einkum meðal barna og ungmenna. Ráðherra leitist í þessu skyni m.a. við að ná samstöðu með framleiðendum, innflytjendum og auglýsendum um að þessar vörur verði ekki auglýstar í sjónvarpi þegar barnaefni er á dagskrá og þá ekki en hlutfallið hækkað dálítið frá því sem þar var. Þá nefna lögmenn að matsnefndin leggir til grundvallar aðstæður Landsvirkjunar frá árinu 1997 í mati sínu og byggja á því að ákvarðanir fyrirtækisins um nýtingu vatnsréttinda séu sjálfgefnar og óvéfengjanlegar forsendur verðmats þeirra. Slík sjónarmið séu í ósamræmi við viðurkennd lagasjónarmið eignarnámsréttar. það Meinhard Berg sem var duglegur að koma á þessu sambandi. Í áratugi hefur alltaf eitthvað af heyi verið selt frá Íslandi til Færeyja og það eru nokkrir aðilar sem eru á þessum markaði. Margir bændur um allt land óttuðust að heyfengur yrði með minna móti í ár vegna þurrkanna í sumar. Eiríkur var spurður hvort bændur hefðu ekki leitað til þeirra feðga með heykaup. Hann sagði það ekki vera mikið enn enda sagðist hann halda að ræst hefði eitthvað úr með heyfeng flestra bænda. Þótt það sé enn ekki alveg ljóst virðist vera að allnokkrir hafi fengið ágætan heyfeng og geti því miðlað til þeirra sem telja sig vanta hey. Það er þó mikilvægt nú í haust að menn hugi að heyþörf í tíma og ljóst er að framboð verður minna en áður. S.dór Vill takmarka auglýsingar á óhollri matvöru sem beint er að börnum fyrr en eftir klukkan níu á kvöldin. Í greinargerð er bent á að offita sé hratt vaxandi heilbrigðisvandamál, einkum í hinum vestræna heimi og er Ísland engin undantekning þar á. Í þessu sambandi er sérstaklega brýnt að stjórnvöld beini sjónum að aukinni offitu meðal barna og ungmenna en rannsóknir hafa sýnt svo ekki verður um villst að tíðni offitu hjá þeim eykst hröðum skrefum. Sú staðreynd hlýtur að valda töluverðum áhyggjum enda eykur offita á unga aldri verulega líkur á offitu á fullorðinsárum. S.dór Verulegt vanmat Verðmæti orkuauðlinda er umdeilt, þótt flestir virðast sammála um mikilvægi þeirra og mikið verðmæti í ljósi stöðu orkumála á sl. misserum. Í þeim tilvikum þar sem aðilar hafa notið þeirra mannréttinda að koma orkunýtingarréttindum sínum í verð með frjálsum samningum, hefur verðmyndun verið seljendum hagfelld. Niðurstaða meirihluta matsnefndar vegna Kárahnjúkavirkjunar jafngildir því, að orkunýtingarréttur allra virkjanlegra vatnsfalla, virkjaðra sem óvirkjaðra, sé um 11 milljarðar. Að mati vatnsréttarhafa við Jökulsá á Dal fellst í því verulegt vanmat á réttindunum, sérstaklega með tilliti til þess að Kárahnjúkavirkjun hefur verið talinn einn hagkvæmasti virkjunarkostur á Íslandi, sem er umhverfislega tækur, segir í tilkynningu frá lögmönnum vatnsréttarhafa. Þeir annmarkar sem eru á úrskurði matsnefndar þykja sýna að niðurstaðan feli ekki í sér fullar bætur samkvæmt stjórnarskrá. Sératkvæði eins nefnarmanna fari mun nærri því, en sá komst að þeirri niðurstöðu að verðmæti réttindanna gætu numið 10,5 til 65,5 milljörðum króna. Sératkvæðið byggir á ítarlegu sjálfstæðu mati á Fyrirsjáanlegar tafir á ullaruppgjöri til bænda Vegna erfiðleika á ullarmörkuðum hefur ekki tekist að losna við umframbirgðir af ull eins og að var stefnt. Ístex mun því ekki geta lokið að fullu við greiðslu á eftirstöðvum haustullar fyrr en í desember nk. Greiðsla fyrir eftirstöðvar á vetrarull og snoði verður hins vegar á tilsettum tíma í janúar Beðist er velvirðingar á þessari töf og þeim óþægindum sem hún veldur. Forstöðumaður tölvudeildar BÍ skipaður í stjórn Fjarskiptasjóðs Kristján L. Möller samgönguráðherra hefur skipað Láru Stefánsdóttur, varaþingmann Samfylkingarinnar, og Jón Baldur Lorange, forstöðumann tölvudeildar Bændasamtaka Íslands, í stjórn Fjarskiptasjóð og verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar frá og með 1. október 2007 til 1. október Lára verður varaformaður sjóðsins. Í stjórn Fjarskiptasjóðs eru fimm menn og áfram sitja í henni Friðrik Már Baldursson, prófessor við HÍ, formaður, Adolf H. Berndsen framkvæmdastjóri og Guðbjörg Sigurðardóttir, skrifstofustjóri forsætisráðneytisins, en þau voru skipuð í stjórn sjóðsins árið Hlutverk fjarskiptasjóðs er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta, verkefna sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annarra verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum, eins og segir í lögum um fjarskiptasjóð nr. 132/2005. Stjórn sjóðsins hefur yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs en við sölu Símans voru settir 2,5 milljarðar í sjóðinn til að standa undir starfsemi hans. Jafnframt er stjórn sjóðsins verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar stjórnvalda. notagildi réttindanna, þar sem sjónarmið Landsvirkjunar og vatnsréttarhafa eru skoðuð á gagnrýninn hátt og án þess að vatnsréttarhafar séu látnir sæta takmörkunum vegna þess hvernig réttindin eru nýtt, óháð vilja þeirra, segja lögmennirnir. Skýrar lagareglur til um bætur vegna eignarnáms Þeir nefna einnig í tilkynningu sinni að frá gildistöku raforkulaga hafi orðið til skýr verðmyndun á frjálsum markaði um greiðslur orkufyrirtækja fyrir nýtingu vatnsréttinda, enda ríki nú samkeppni milli orkufyrirtækja. Sú samkeppni snúist að verulegu leyti um sölu til stóriðju og hafi knúið áfram uppbyggingu virkjana af öllum stærðum til að þjóna þeim markaði. Eignarréttur nýtur ríkrar verndar samkvæmt. íslenskri stjórnskipan. Því eru til skýrar lagareglur um það hvernig fullar bætur við eignarnám skuli ákvarðaðar. Á grundvelli þeirra verður það lagt fyrir dómstóla að ákveða fullar bætur fyrir einstaka eigendur vatnsréttinda, sem látin hafa verið af hendi til Landsvirkjunar vegna Kárahnjúkavirkjunar. MÞÞ

3

4 4 Fjarðarárvirkjun Draga ber úr umhverfisáhrifum Starfsmenn Orkustofnunar byggingu stöðvarhúss fyrir hafa nú skilað áliti sínu eftir Gúlsvirkjun og inntaksþróar vettvangsskoðun á vinnusvæði Fjarðarárvirkjunar. Þar kemur meðal annars í ljós að skemmdir hafa orðið í þrýstivatnspípum vegna rangra vinnubragða. Fallið hefur verið frá nokkrum áætlunum um virkjunina sem starfsmenn Orkustofnunar telja af hinu góða og að þær muni draga úr áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið. fyrir Bjólfsvirkjun. Fallið hefur verið frá byggingu stíflu á ármótum Fjarðarár og Stafdalsár sem telja verður að dragi úr áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið. Ekki liggur fyrir á þessu stigi hvort vatn verður nýtt úr Stafdalsá eða ekki. Á ármótum Fjarðarár og Stafdalsár er unnið fyllingarefni sem lagt er með þrýstivatnspípum. Tildrög málsins voru þau að í sumar birtust greinar í fjölmiðlum þar sem talið var að frágangur á virkjanasvæðinu væri óviðunandi og fullyrt að framkvæmdir við virkjunina vikju frá ákvæðum virkjanaleyfa. Þá beindi iðnaðarráðuneytið þeim tilmælum til Orkustofnunar að gengi yrði eftir því að virkjunarleyfishafi afhenti gögn í samræmi við ákvæði regtlugerðar um framkvæmd raforkulaga þrýstivatnspípu er á sumum stöðum breiðara en tilgreint var í gögnum virkjunaraðila (10-11 m). Samkvæmt upplýsingum virkjunaraðila verður land grætt upp með sáningu, áburðargjöf og afgangsheyi strax að framkvæmdum loknum. þrýstivatnspípum er skemmdur. Skemmdirnar eru raktar til og gengið úr skugga um að fyrirækið rangra vinnubragða. Lagðir hefði ekki farið út fyrir þær forsendur sem lágu til grundvallar virkjunarleyfunum. Það er mat iðnaðarráðuneytisins að gripið hafi verið til fullnægjandi aðgerða til að höfðu verið 430 m af þrýstivatnspípum og hefur öll lengdin verið grafin upp og skipt verður um þær pípur sem skemmdar eru. Gengið verður frá þrýstivatnspípum tryggja öryggi Fjarðarárvirkjana og í samræmi við því sé ekkert því til fyrirstöðu að vinna við virkjanirnar haldi áfram. Þó mun Orkustofnun halda áfram að fylgjast með framkvæmdunum í því skyni að tryggja öryggi virkjananna. Niðurstöður starfsmanna Orkustofnunar eru á þessa leið: hönnunarfyrirmæli. ingarleyfi og byggingarfulltrúi Seyðisfjarðarbæjar mun auka eftirlit með framkvæmdum. Þá mun fyrirtækið gera bæjarfélaginu grein fyrir þeim breytingum sem orðið hafa á áætlunum kvæmdir fyrirtækisins, s.s að fella niður eru hafnar við stíflu í útrennsli Heiðarvatns en gert stíflur og lón svo unnt sé að gera breytingar á deiliskipulagi. er ráð fyrir að bygging stíflunnar muni fara fram á næsta virkjunaraðila, sem staðfest- ári. Við Heiðarvatn verður reist jarðvegsstífla með þéttikjarna. Yfirfall verður sprengt í klöpp utan stíflunnar. Botnrásir verða í stíflunni þar sem hún er hægt til ar hafa verið af framleiðanda vatnshverfla, verður afsetning virkjunarinnar ekki umfram það sem tilgreint er í virkjunarleyfum. Verði breyting á afsetningu að unnt sé að tæma lónið. Efni virkjunarinnar umfram þau í stíflu verður að mestu tekið úr lónstæði. Önnur stíflugerð er ekki hafin. tak að Gúlsvirkjun og svokallað jöfnunarlón. Með þessu er fallið frá áætlunum um sérstakt inntakslón sem telja verður að dragi úr áhrifum framkvæmdarinnar á umhverfið. 9,8 MW sem heimild er fyrir í virkjanaleyfum þyrfti það að mati Orkustofnunar að hljóta sömu málsmeðferð og upphafleg umsókn um leyfi. Þess ber að geta að orkuver með 10 MW uppsett rafafl eða meira eru ávallt háð mati á umhverfisáhrifum skv. 2. tl. 1. viðauka með lögum um mat á umhverfisáhrifum. ehg Síminn fær 163 milljónir úr jöfnunarsjóði alþjónustu Úrskurðarnefnd fjarskipta- og póstmála hefur úrskurðað í máli Símans hf. gegn Póst- og fjarskiptastofnun í ágreiningsmáli um framlag úr jöfnunarsjóði vegna kostnaðar við gagnaflutningsþjónustu með 128 Kb/s flutningsgetu í sveitum. Síminn hf. beindi málinu til úrskurðarnefndar 4. janúar Þar var kærð ákvörðun PFS frá 7. desember 2006 um umsókn Símans hf. um framlag úr jöfnunarsjóði alþjónustu vegna ársins Með úrskurði sínum 10. október sl. komst úrskurðarnefnd fjarskiptaog póstmála að þeirri niðurstöðu að kostnaður Símans hf. vegna þeirrar alþjónustukvaðar að veita gagnaflutningsþjónustu með 128 Kb/s flutningsgetu í sveitum á árinu 2005 næmi rúmum 163 milljónum króna. Felldi nefndin úr gildi þann hluta ákvörðunar PFS þar sem Símanum hf. eru ákvarðaðar rúmar 18 milljónir króna í framlag úr jöfnunarsjóði vegna umræddrar alþjónustukvaðar. Úrskurðarnefnd hafnaði aðalkröfu Símans í málinu sem hljóðaði upp á rúmlega eins milljarðs króna eingreiðslu. Varakrafa Símans var að úrskurðarnefndin felldi hina kærðu ákvörðun úr gildi og breytti henni þannig að kostnaður félagsins vegna alþjónustukvaðar á árunum yrði ákvarðaður eigi lægri en kr Jafnframt að lagt yrði fyrir PFS að gera tillögu til samgöngumálaráðherra um breytt gjaldhlutfall til samræmis við hinn ákvarðaða kostnað, sbr. 3. mgr. 22. gr. laga um fjarskipti nr. 81/2003. Var þess krafist í báðum tilvikum að væri ekki fallist á tilgreindar fjárhæðir felldi nefndin ákvörðun PFS engu að síður úr gildi og ákvarðaði aðra lægri fjárhæð að mati nefndarinnar. Á þessa kröfu féllst úrskurðarnefndin að því undanskildu að upphæðin var lækkuð úr rúmum 240 milljónum í rúmar 163 milljónir króna. Að lokum lagði úrskurðarnefnd fyrir Póst- og fjarskiptastofnun að gera tillögu til samgönguráðherra um hækkað gjaldhlutfall fjarskiptafyrirtækja í jöfnunarsjóð til samræmis við hinn ákvarðaða kostnað, sbr. 3. mgr. 22. gr. fjarskiptalaga. Að óbreyttu má því reikna með að gjaldhlutfall það sem fjarskiptafyrirtæki þurfa að greiða til jöfnunarsjóðs hækki verulega á næsta ári. Hægt er að sjá nánar um úrskurðinn á heimasíðu Póst- og fjarskiptastofnunar Kjúklingabændur hafa ekki farið varhluta af þeim hækkunum sem orðið hafa á kjarnfóðri á síðastliðnu ári. Nú er svo komið að hækkunin mun skila sér alla leið til neytenda því kjúklingabændur komast ekki hjá því að hækka verð um allt að 10%. Á þessu ári hefur kjarnfóðurverðið hækkað um 18%, sem er mjög mikil hækkun með tilliti til þess að um helmingur af útgjöldum kjúklingabænda liggur í kjarnfóðrinu. Við gætum því þurft að hækka verð til neytenda um allt að 10%, segir Þorsteinn Sigmundsson, alifuglabóndi í Elliðahvammi í Reykjavík. Borga helmingi meira en kollegar á Norðurlöndunum Þessar verðhækkanir á kjarnfóðri skýrast af miklum hækkunum á hráefnum til fóðurgerðar en heimsmarkaðsverð á hveiti hefur hækkað um 84% á síðustu mánuðum. Einnig hefur verð á byggi og soja hækkað í kjölfarið. Þetta fer klárlega upp í verðið til neytenda og það er að skríða af stað. Kjúklingarnir eru farnir að hækka og nú er verðhækkun einnig að verða á eggjunum. Hækkunin verður staðreynd á næstu vikum, segir Þorsteinn og bendir einnig á að laun hafi hækkað á árinu og að samkeppni um vinnuafl sé orðin Dýrbitið lamb Það hefur líklega ekki átt sjö dagana sæla þetta lamb sem kom fram í Tjarnarleitisrétt í liðnum mánuði, en það er greinilega dýrbitið. Hafði dýrbíturinn farið í snoppuna og bitið burt töluverðan hluta hennar. Án efa hefur bitið valdið lambinu kvölum og gert því erfitt fyrir að kroppa. Var mál manna, að því er fram kemur á vefnum kelduhverfi.is, að nábýlið við þjóðgarðinn yki líkur á að slíkt kæmi fyrir þar sem bannað væri að veiða ref í þjóðgörðum og þeir refir sem þar kæmust á legg ættu greiða leið í afréttarlönd. Ekki væri hægt að halda þeim innan þjóðgarðsins með girðingum þótt hægt væri að halda sauðfénu utan garðs með þeim. Lambið er frá Sigurði bónda á Tóvegg. Hækkandi kjarnfóðurverð hefur víða áhrif: 10% hækkun kjúklingakjöts til neytenda Dökkar horfur hjá svínabændum Svínafóður hefur hækkað um 80% það sem af er árinu mesta verðhækkun sem bændur hafa séð, segir Ingvi Stefánsson, formaður Svínaræktarfélagsins Að sögn Ingva Stefánssonar, bónda á Teigi í Eyjafirði og formanns Svínaræktarfélags Íslands, hefur heimsmarkaðsverð á hveiti hækkað um 80% það sem af er þessu ári, sem er meira stökk en menn hafa nokkru sinni séð áður. Fóðrið er langstærsti kostnaðarliðurinn í svínaræktinni eða um 40% af kostnaði búsins, að sögn Ingva, og því kemur verðhækkun á fóðri langverst við svínakjötsframleiðendur af öllum kjötframleiðendum. Aðspurður hvort svínabændur gætu komist hjá því að hækka verð á kjöti hjá sér á næstunni sagði hann að smávægilegar hækkanir væru framundan á næstunni. Þær væru samt svo litlar að þær einar og sér myndu hvergi duga til að mæta þessari gríðarlegu hækkun á fóðrinu. Allt gert til að halda verðinu niðri,,það verður allt gert til að halda verðinu niðri því við erum ekki bara í samkeppni við aðrar kjöttegundir hér innanlands heldur innflutt kjöt líka. Samkvæmt nýjustu tölum voru fluttar inn um 50 lestir af svínakjöti í ágúst þannig að samkeppnin er bæði innlend og útlend, sagði Ingvi. Það sem veldur þessari miklu hækkun á fóðri um allan heim er uppskerubrestur, ekki síst vegna flóða, og svo er það aukin eftirspurn eftir korni til lífrænnar olíu- og etanólframleiðslu. Þar fæst Ingvi Stefánsson formaður Svínaræktarfélags Íslands. miklu hærra verð fyrir kornið en bændur hafa átt að venjast í fóðurframleiðslu. Hækkuninni veldur því bæði minnkandi framleiðsla á korni og aukin eftirspurn á heimsmarkaði. Svínabændur víða illa leiknir,,maður sér hvernig þetta ástand leikur svínabændur í löndunum í kringum okkur. Í Danmörku, Svíþjóð og fleiri löndum eru svínabændur í mjög erfiðri stöðu vegna þessara ótrúlegu verðhækkana á fóðri. Og menn vita ekkert mun meiri en áður var. Íslenska krónan er mjög sterk en samt er kjarnfóðrið svona dýrt. Það er flókið að flytja þetta inn því það eru strangar öryggisreglur vegna smithættu. Það væri forvitnilegt að vita hvað bóndinn í Færeyjum, Danmörku og til dæmis í Svíþjóð borgar fyrir fóðrið sitt heimkomið í síló en við heyrum af því að íslenskir bændur borgi allt að helmingi meira fyrir sitt fóður. Það læðist að mér sá grunur að hækkandi heimsmarkaðsverð á hveiti sé ekki eini orsakavaldurinn því ég held að um spákaupmennsku sé að ræða þar sem nokkrir einstaklingar græða á fjöldanum, segir Þorsteinn. ehg um framhaldið; hvort toppnum er náð eða hvort verðhækkanir halda áfram. Fyrir okkur er ekki um annað að ræða en að bíða og sjá hvað setur, sagði Ingvi. Hann bendir á að eins og staðan sé nú sé íslensk kornrækt orðin miklu raunhæfari og vænlegri kostur en verið hefur enda þótt kornrækt hér á landi sé miklu minna styrkt en kornrækt í ESB-löndunum. Menn hljóti að huga að þessu ef fóðurverð lækkar ekki á heimsmarkaði. S.dór Skoðanakönnun Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands hefur tekið að sér framkvæmd skoðanakönnunar fyrir Bændasamtökin. Um er að ræða símakönnun meðal bænda sem framkvæmd verður á næstu vikum. Í úrtaki verða 900 manns en markmiðið er að kanna viðhorf bænda til þjónustu og starfsemi Bændasamtakanna og búnaðarsambandanna. Meðal annars verður spurt um notkun og viðhorf til forrita og tímarita sem gefin eru út af Bændasamtökunum. Jafnframt verður kannað viðhorf til félagskerfis bænda almennt. Auk þess verða þátttakendur spurðir nokkurra almennra spurninga er við koma rekstri búsins sem notaðar verða við úrvinnslu könnunarinnar. Bændur geta átt von á símhringingu í nóvembermánuði og er það von okkar að sem flestir sjái sér fært að taka þátt í könnuninni. Mikilvægt er að góð svörun náist svo Bændasamtökin geti sniðið rekstur sinn betur að þörfum félagsmanna. Fyrir hönd Félagsvísindastofnunar, Ásdís Aðalbjörg Arnalds

5 5

6 6 LEIÐARINN Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurdór Sigurdórsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Beint frá býli er vígorð sem æ oftar heyrist nú á dögum en það þýðir að draumur Andra Snæs Magnasonar í Framtíðarlandinu er byrjaður að rætast, að fólk geti gert sér grein fyrir því hvar maturinn sem það neytir er upprunninn. Hér í blaðinu kemur fram að þegar séu fimmtán bændur formlegir aðilar að verkefni sem ber þetta nafn og er á vegum samtaka bænda í samvinnu við Nýsköpunarmiðstöð Íslands, afurðastöðvar og fleiri. Flestir eru sammála um að þetta sé einn jákvæðasti vaxtarsproti íslensks landbúnaðar sem gæti, ef vel tekst til, lagt fram drjúgan skerf til að brúa bilið milli landsbyggðar og þéttbýlis sem hefur farið vaxandi. Og það er bara einn af mörgum jákvæðum þáttum sem þetta verkefni gefur fyrirheit um. Það er sprottið upp úr alþjóðlegum jarðvegi sem meðal annars hefur alið af sér hreyfinguna Slow food til mótvægis við ægivald skyndibitans yfir matarvenjum nútímamannsins. Eins og á svo mörgum öðrum sviðum hefur alþjóðavæðingin kallað á nýjar áherslur á gömul gildi, oft af þjóðlegum toga. Þetta eru í sjálfu sér vel skiljanleg viðbrögð þegar bilið breikkar á milli hins hefðbundna, sem er hluti af menningarlegum uppvexti okkar allra, og sífelldra nýjunga markaðssamfélagsins sem birtast með vaxandi hraða og gauragangi. Eins og þeir vita sem lásu sunnudagsútgáfu Morgunblaðsins getur verkefnið Beint frá býli einnig lagt fram sinn skerf til andófsins gegn loftslagsbreytingum. Ef hægt er að auka hlut þeirrar framleiðslu sem neytt er í næsta nágrenni við upprunann er hægt að draga úr flutningum sem eiga stóran hlut í losun kolefna úti í andrúmsloftið. Það segir sig sjálft að kjöt af búfé sem alið hefur aldur sinn í næsta nágrenni við markaðinn hlýtur að vera umhverfisvænni kostur en það sem flutt er inn yfir þveran hnöttinn frá Nýja-Sjálandi eða Argentínu. Þar fyrir utan er íslensk búvöruframleiðsla afar umhverfisvæn þegar litið er til flestra þátta, ekki síst efna- og orkunotkunar. Orkan sem Lífsverkefni okkar Hinn 12. október sl. tilkynnti að draga úr losun hinna óæskilegu Nóbelsnefnd Norska Stórþingsins efna út í andrúmsloftið. að Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna, (Intergovernmental Panel draga úr olíunotkun, svo sem bíla, Og hvernig þá? Með því að on Climate Changes), IPCC, og flugvéla og skipa, og hætta að Al Gore, fyrrverandi varaforseti hugsa í undanþágum og kaupum á Bandaríkjanna, deildu með sér losunarkvótum. Allar aðgerðir til Friðarverðlaunum Nóbels í ár. að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda eru af hinu góða og eiga Veðurfarsráðið, sem stofnað var árið 1988, fékk verðlaunin fyrir að gagnast umhverfinu en ekki sem skýrslur sínar um afleiðingar talnaleikur til að ýta á undan sér loftslagsbreytinga á náttúru og vandamálinu. samfélagi, en yfir 2000 vísindamenn hafa komið að þeirri vinnu til að taka á sig þær lífskjaraskerð- En er nokkur leið til að fá fólk hjá ráðinu, og Al Gore fyrir kvikmynd sína Óþægilegur sann- leiðir? ingar og þrengingar sem af þessu leikur. Já, það er einmitt í eðli fólks að Eins og endranær skiptir máli vilja búa í haginn fyrir sig og sína. um trúverðugleika málstaðar hver Fólk, einkum ungt fólk, er sífellt eða hverjir standa á bak við hann að gera kröfur til sjálfs sín um að og Nóbelsnefndin, Veðurfarsráðið leggja á sig erfiði fyrir þau laun, og Al Gore, með kvikmynd sinni, efniskennd eða óefniskennd, sem er þar þungaviktarþríeyki. það sækist eftir; með námi, líkamsþjálfun eða öðru. Að þessu sinni Þó að skilaboðin um það sem framundan er í loftslagsmálum séu er það hvorki íþróttaafrek né embættispróf sem er á ferð heldur þess svartsýn gefur það ekki tilefni til að láta hendur fallast, hvað þá til eigin framtíð, fjölskyldu og skyldfólks, þjóðar og jarðarbúa. að hlaupast undan merkjum, heldur safna liði og spyrja hvað sé til Vera má að einhverjir haldi því ráða. Svarið er augljóst, það þarf fram að við séum búin að hafa það Beint frá býli fer í að framleiða jarðarber í janúar í löndum þar sem endurnýjanlegir orkugjafar eru ekki til staðar hlýtur að valda meiri kolefnislosun en paprika sem ræktuð er með aðstoð vistvænnar orku í íslensku gróðurhúsi, svo ekki sé minnst á flutninginn frá sunnanverðri Evrópu eða Ísrael. Hluti verkefnisins Beint frá býli felst í því að athuga hvort ekki sé raunhæft að túlka reglur um framleiðslu búvara sem ættaðar eru frá Evrópusambandinu með þeim hætti sem gert er til dæmis í Austurríki og Þýskalandi. Þar í landi hafa sprottið upp þúsundir smárra sláturhúsa og sláturhús á hjólum aka milli bæja og annast slátrun fyrir bændur. Afurðirnar verða eftir heima á bænum þar sem bændur fullvinna þær og selja ýmist heima við eða á nálægum bænda- og sveitamarkaði. Það er einkum tvennt sem reynst hefur bændum erfitt í þessari þróun en það er kostnaður við þjónustu dýralækna og förgun úrgangs. Eins og þeir sem fylgst hafa með þróun landbúnaðar vita hefur hún miðast við að fækka sláturhúsum og afurðastöðvum og stækka þær sem eftir eru. Það hefur verið gert í nafni hagræðingar í því augnamiði að draga úr kostnaði við slátrun og kjötvinnslu og þar með að stuðla að lægra matarverði. Enginn vafi leikur svo gott og orðin svo kröfuhörð og værukær að svona boðskapur höfði ekki til fólks. Það þurfi í það minnsta að gerast alvarlegri skellir í umhverfismálum en hingað til, svo að fólki verði ekið úr sæti. Á hitt er að líta að erfðagrunnur þjóðarinnar, sem og annarra þjóða, er í meginatriðum hinn sami og fyrr. Við erum afkomendur þjóðarinnar sem lifði af ótrúleg harðindi á fyrri öldum, farsóttir og afleiðingar eldgosa. Við varðveittum ritlistina og bókmenntirnar allan tímann og vorum tilbúin að tileinka á því að sú þróun hefur skilað miklum árangri og verið bæði bændum og neytendum að flestu leyti hagstæð. Afleiðingin hefur þó orðið sú að flutningur á sláturgripum og afurðum hefur aukist til muna. Nú er til dæmis ekkert almennt sláturhús lengur starfandi á svæðinu frá Selfossi vestur um og norður á Hvammstanga. Í ljósi þessarar þróunar er eðlilegt að sú spurning hafi vaknað til hvers sé verið að snúa við blaðinu. Á nú að dreifa sláturhúsum aftur um land allt með tilheyrandi kostnaði og óhagkvæmni? Þeirri spurningu er hægt að svara neitandi vegna þess að verkefnið Beint frá býli hefur þann tilgang að sinna nýjum markaði sem aðferðir fjöldaframleiðslunnar og stóru eininganna geta ekki tekist á við. Allir þekkja það af sjálfum sér að flesta daga ársins vilja þeir hafa kjötfarsið og soðninguna eins ódýra og mögulegt er. Hið daglega brauð má helst ekki kosta neitt og það er keppikefli stóriðjunnar í matvælaframleiðslu að reyna að svara þeirri kröfu. En nokkrum sinnum á ári á stórhátíðum, afmælum og við önnur slík tækifæri spyrjum við ekki um verð heldur fyrst og fremst gæði. Við viljum geta boðið gestum okkar upp á það besta, Hólsfjallahangikjöt, kæfuna hennar Guðrúnar á Hóli, læri af völdu lambi sem alið hefur verið á hvönn, lífræna grænmetið frá honum Jóni í Hvammi og svo framvegis. Með vaxandi velmegun hefur þetta horn af markaðnum verið að styrkjast og eflast. Í þessu markaðshorni liggja ýmsir möguleikar fyrir bændur. Þeir geta tekið til sín stærri hluta af virðisaukanum sem verður til á leiðinni frá haga í maga og þar með aukið tekjurnar af afurðum sínum. Þetta mun hins vegar aldrei verða stór markaðshluti sem skiptir sköpum fyrir alla bændur. En hjá þeim bændum sem fara inn á þessa braut getur þetta ráðið úrslitum um áframhaldandi búskap. Auk þess sem það bætir ímynd bændastéttarinnar í heild að geta boðið þéttbýlisbúum heim til sín og sýnt þeim stoltir framleiðslu heimilisins. ÞH okkur verklegar framfarir þegar tækifærið kom. Kannski var aldrei meira gaman að vera Íslendingur en snemma á síðustu öld, fátæktin mikil og tæknibyltingin vart hafin, en skáldin ortu ættjarðarljóð, sem enn eru sungin og kváðu í þjóðina kjark; Ég vil elska mitt land, Þú álfu vorrar yngsta land, Vort land er í dögun af annarri öld og fleira og fleira. Er okkur vandara nú að takast á við lífsverkefni okkar, maður með manni, þjóð með þjóð? Hvaða vælugangur er þetta? M.E. LOKAORÐIN Dekrum við of mikið við ríka menn? Í umræðum síðustu vikna um atburði í borgarstjórn Reykjavíkur hefur oftar en ekki heyrst sú röksemd að uppákoman í stjórn Orkuveitu Reykjavíkur sé dæmi um það sem gerist þegar siðferði og aðferðir einkageirans og hins opinbera rekast á. Mennirnir úr atvinnulífinu stjórni bara eins og þeir séu vanir og að fulltrúar almennings í stjórninni hafi einfaldlega látið þá ráða ferðinni. Þetta er alveg áreiðanlega rétt. En hvað um þessar aðferðir einkageirans, eru þær fullkomlega eðlilegar? var spurt í samkvæmi sem undirritaður sat um helgina. Eru fjárfestar og stórvesírar útrásarinnar undanþegnir því að til þeirra séu gerðar kröfur um siðferðiskennd? Er það bara allt í lagi að ásælast eignir sem alla tíð hafa tilheyrt almenningi í landinu, þjóðinni í heild? Einn veislugesturinn hvatti til þess að rituð væru á blað boðorð fjárfestanna þar sem brýnt væri fyrir þeim að ásælast ekki sólina og vatnið, að jöklana ættum við öll saman og að réttur þeirra til þess að lenda á þyrlu í garði nágrannans væri ekki heilagur. Þessi tónn heyrist nú æ víðar í samfélaginu. Það er greinilegt að fólki eru farin að ofbjóða umsvif útrásargreifanna. Dæmi um þetta má lesa í grein Bolla Héðinssonar hagfræðings í Morgunblaðinu í gær, mánudag, en þar segir meðal annars: Því miður hefur ríkra-mannadekur aukist svo í samfélaginu að öllu venjulegu fólki þykir nóg um. Dekur sem er fólgið í því að gapað er upp í og öllu trúað sem hinir nýríku segja og gera, fullkomlega gagnrýnislaust. Lítið er við ríkramanna-dekrinu að gera þótt slíkt sé daglegt brauð í fjölmiðlum en með öllu óþolandi að stjórnvöld, hvort sem það er ríkisstjórn, forsetaembættið eða borgarstjórn, sýni sama undirlægjuhátt. Svo mörg voru orð hagfræðingsins og eflaust hafa margir kinkað kolli yfir morgunkaffinu. Þótt deilurnar um það sem gerðist í stjórn OR á dögunum hafi farið um víðan völl og valdið pólitískum jarðskjálftum megum við ekki missa sjónir á þeim grundvallaratriðum sem þar er tekist á um. Það hefur margoft komið fram að þjóðin, almenningur í landinu, vill viðhalda því fyrirkomulagi að auðlindir landsins séu sameiginleg eign okkar sem í landinu búa. Það vantar hins vegar töluvert upp á að stjórnmálamenn átti sig á því hvað í þessu felst. Sameign þjóðarinnar á orkunni og öðrum auðlindum felur í sér þá kröfu til stjórnmálamanna að þeir standi í lappirnar gagnavart þeim sem ásælast þessar auðlindir. Það hefur skort á það að þessi einbeitti vilji þjóðarinnar endurspeglist í lögum og reglugerðum sem kveða skýrt á um sameignarréttinn. Með slíkum reglum er hægt að segja við fjárfestana að hér drögum við mörkin, yfir þessa tilteknu línu fari þeir ekki, þjóðin fallist einfaldlega ekki á það. Með þessu er ekki verið að loka á samstarf hins opinbera við markaðsöflin, síður en svo. Þau eru velkomin til samstarfs, svo fremi þau fallist á að virða þær siðferðiskröfur sem ríkja í samfélaginu, þar á meðal almannaréttinn. ÞH

7 7 Í umræðunni 8-9% jarða skiptu um eigendur 2006 Skýrsla um breytingar á eignarhaldi bújarða á lokastigi Eins og frá var greint á þessum stað í síðasta tölublaði Bændablaðsins hafa starfsmenn Bændasamtaka Íslands unnið að gerð skýrslu um jarðakaup og breytingar á eignarhaldi bújarða. Skýrslan er unnin í samræmi við samþykkt Búnaðarþings 2006 í því skyni að meta umsvif breytinganna og áhrif þeirra á búsetu og byggðaþróun. Þetta er gert með tvennum hætti, hin leiðin er fólgin í viðhorfskönnun meðal bænda sem fjallað var um hér í blaðinu fyrir mánuði. Í upphafi skýrslu þeirra Ernu Bjarnadóttur, Daða Más Kristóferssonar og Ómars S. Jónssonar eru raktar þær miklu breytingar sem orðið hafa á íslenskum landbúnaði undanfarin ár. Þar kemur fram að lögbýlum með greiðslumark í mjólk hefur fækkað úr árið 1997 í 796 árið Á sama tíma hefur meðalinnlegg hvers býlis aukist úr 82 þúsund lítrum í 148 þúsund lítra. Breytingarnar hafa verið heldur hægari í sauðfjárræktinni en á sama árabili fækkaði þó sauðfjárbúum með greiðslumark úr í en heildarframleiðsla kindakjöts jókst úr tonnum í Jarðeigendum fjölgar Í síðasta blaði var greint frá því að mjög hefði hægt á fækkun jarða í ábúð eftir aldamót. Samhliða því hefur sú þróun orðið að töluverð fjölgun hefur orðið á eigendum jarða, bæði þegar litið er á öll lögbýli og lögbýli í ábúð. Jörðum í eigu sveitarfélaga hefur fækkað töluvert en fjöldi jarða í eigu fyrirtækja tvötil þrefaldast. Þar er þó ekki endilega um það að ræða að fyrirtæki í óskyldum rekstri hafi fjárfest í bújörðum, þótt eitthvað sé um það, heldur endurspeglar þessi breyting fyrst og fremst þá þróun að æ fleiri bændur hafa valið þann kost að breyta rekstri búa sinna úr einstaklingsrekstri í einkahlutafélög. Þetta síðarnefnda skýrir einnig að miklum hluta þá breytingu sem orðið hefur á fjölda jarða í ábúð þar sem ábúandi er meðal eigenda. Eins og sjá má í töflu 4 hefur þeim jörðum fækkað um 11% frá aldamótum. Kippur í jarðasölu 2006 Fjölgun einkahlutafélaga í landbúnaði gera skýrsluhöfundum erfitt fyrir um að leggja mat á það hvort jarðasöfnun hafi átt sér stað í jafnmiklum mæli og um hefur verið rætt undanfarin misseri. Það er þó ljóst að þegar litið er á öll lögbýli landsins hefur þeim sem eiga fleiri en eina jörð fjölgað úr í 1.448, eða um tæp 18%. Þeim sem eiga þrjú lögbýli eða fleiri hefur hins vegar fjölgað úr 221 í 280, eða um tæp 27%. Þessi breyting er mun minni þegar einungis er litið á lögbýli í ábúð. Höfundar reyndu að ná utan um það hversu mörg lögbýli eða hlutar af þeim skiptu um eigendur á hverju ári. Niðurstöðuna má sjá í töflu 5. Það reyndist nokkuð snúið en helsta viðmiðunin var sú að lögbýli taldist hafa skipt um eigendur ef ný kennitala birtist meðal skráðra eigenda milli ára. Sú athugun leiddi í ljós að þrátt fyrir mikið umtal um jarðakaup og hátt jarðaverð varð ekki umtalsverður kippur í jarðasölu á árunum Á þessum tíma skiptu 5-6% jarða um eigendur og á það bæði við allar jarðir og jarðir í ábúð. Árið 2006 varð hins vegar breyting á þessu, þá skiptu 8% allra jarða um eigendur og 9% jarða í ábúð. Eigendaskipti á jörðum eru mismikil eftir landshlutum og kemur Tafla 4. Fjöldi jarða í ábúð þar sem ábúandi er meðal eigenda Ár Fjöldi lögbýla í ábúð Ábúandi meðal eigenda eflaust engum á óvart. Í kippnum sem varð árið 2006 skiptu 13% jarða í ábúð á höfuðborgarsvæðinu um eigendur og 11% jarða á Suðurog Austurlandi. Í öðrum landshlutum voru jarðasölur minni. Hvað er til ráða? Þótt jarðaverð sé utan verkahrings þremenninganna er því samt slegið föstu að það hafi hækkað verulega á undanförnum árum. Fyrir því eru ýmsar orsakir og nefna þau til sögu aukið verðmæti hlunninda í jörðu á Tafla 1. Fjöldi lögbýla í ábúð eftir landshlutum borð við vatn og jarðhita og námaréttindi. Þá hafi umræða um verndun og nýtingu lands eflaust einnig haft áhrif. Síðan segir í skýrslunni: Sífellt fleiri sækjast eftir að eiga land eins og sést af fjölgun eigenda að lögbýlum. Ótaldar eru breytingar sem orðið hafa við að landspildum er skipt út úr lögbýlum til margvíslegra nota, þ. á m. frístundanota. Sú spurning hefur vaknað hvort þörf sé á að gera einhverjar ráðstafanir til að tryggja að ekki verði Óvarlega að farið í loftslagsmálum Skýrslur Alþjóða veðurfarsráðsins, stefna er áhættusöm, bæði vistunda eykst hins vegar svo mikið IPCC, og breska hagfræði- og hagfræðilega séð. að meðalhiti á jörðinni vaxi um fræðingsins Nicolas Stern eru Magn gróðurhúsalofttegunda 5 C þá kostar það 10-20% af BNP uggvænlegur lestur. Niðurstöður í andrúmsloftinu, umreiknað í að berjast gegn afleiðingunum. þeirra beggja eru þær að yfirgnæfandi koltvísýringsgildi, hefur aukist Það yrði hagkerfi margra ríkja afar líkur séu á að afleið- ingarnar verði alvarlegar ef mannkynið breytir ekki lífsháttum sínum. Fram að þessu hafa ráðamenn á mörgum sviðum, einnig þeir sem hafa viðurkennt að þessar breytingar séu yfirvofandi, haldið því fram að það sé of kostnaðarsamt að snúast gegn þeim. Í málflutningi manna hefur borið á sjónarmiðunum bíðum og sjáum til, vonandi finnast ódýrar og árangursríkar aðferðir til að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda. Skýrslur þær, sem bæði IPCC og Stern hafa frá 280 ppm (milljónustu hlutum) fyrir iðnbyltingu upp í 420 ppm nú og IPCC spáir því að við óbreyttar aðstæður hækki gildið upp í ppm fram til ársins 2050 en það leiði aftur til hlýnunar andrúmslofts um 2,5 C. Að áliti Nicolas Sterns ætti að stefna að því að halda magninu í 450 ppm fram til 2020 en hann telur það þó mjög erfitt og að það muni kosta um 3% af samanlögðum þjóðartekjum, BNP, í heiminum. Stern telur þó raunsærra að setja markið við ppm árið 2020 en það mundi kosta 1% af BNP heimsins. þungt í skauti. Sérfræðingar IPCC telja að bráðnun íss á norðlægum slóðum og hátt til fjalla aukist um 10-40% fram til 2050 og einnig aukist úrkoma á votviðrasömum svæðum í hitabeltinu. Hins vegar minnki úrkoma um 10-30% á sama tíma í tempraða beltinu og á þurrlendum svæðum á jörðinni. Bráðnun jökla er nú veruleg og má ætla að um aldamótin 2100 verði farið að draga umtalsvert úr rennsli jökuláa á svæði þar sem sjötti hluti mannkyns býr. Jafnvel er talið að með 2-3 C hækkun lagt fram, sýna hins vegar að þessi Ef magn gróðurhúsaloftteg- meðalhita muni fjórir milljarðar Breyting Höfuðborgarsvæðið ,37% Suðurnes ,34% Vesturland ,16% Vestfirðir ,95% Norðurland ,31% vestra Norðurland ,70% eystra Austurland ,81% Suðurland ,07% Alls Tafla 2. Eignarhald að lögbýlum í ábúð Ár Einstaklingar Fyrirtæki Sveitarfélög Samtals Tafla 3. Skipting eigenda að lögbýlum í ábúð eftir fjölda lögbýla sem þeir eiga Eigendur að 1 lögbýli Eigendur að 2 lögbýlum Eigendur að 3 lögbýlum Eigendur að 4 eða fleiri lögbýlum Samtals Tafla 5. Viðskipti með jarðir í ábúð hlutfall af heild Höfuðborgarsvæðið 7% 4% 9% 7% 10% 13% Suðurnes 8% 2% 6% 20% 6% 9% Vesturland 4% 4% 5% 6% 6% 7% Vestfirðir 4% 4% 5% 6% 3% 7% Norðurland vestra 3% 3% 4% 5% 5% 7% Norðurland eystra 4% 5% 4% 5% 5% 6% Austurland 5% 4% 7% 4% 6% 11% Suðurland 6% 7% 8% 6% 6% 11% Alls 5% 5% 6% 5% 6% 9% gengið á besta landbúnaðarlandið og það skipulagt og tekið undir önnur not. Þessar áhyggjur eru ekki séríslenskar. Nefna má að norsku bændasamtökin hafa óskað eftir því við stjórnvöld að skipuð verði nefnd sem fjalli um vernd landbúnaðarlands. Á móti kemur eignarrétturinn. Ef takmarka á möguleika landeigenda til að selja eða skipuleggja land sitt til þeirra nota sem gefur þeim mest í aðra hönd verður það væntanlega að vera vel rökstutt. ÞH jarðarbúa verða fyrir tímabundnum vatnsskorti á hverju ári. Aukning koltvísýrings leiðir til þess að sýrustig úthafanna lækkar, þ.e. þau verða súrari, en það hefur aftur slæm áhrif á lífverur í sjónum. Möguleikar náttúrunnar til að binda koltvísýring fara líklega að minnka um 2050, og það herðir á gróðurhúsaáhrifunum. Uppskera nytjajurta mun aukast nokkuð á norðlægum slóðum og hærra yfir sjávarmáli við hlýnun sem nemur 1-3 C, en við meiri hlýnun minnkar hún aftur. Nær miðbaug dregst uppskeran aftur saman við hlýnun, einkum vegna þurrka. Með jurtakynbótum og breyttum sáðtíma má reikna með að kornuppskera haldist í horfinu við 1-3 C hækkun hitastigs. Strandhéröð og lönd lágt yfir sjó verða í hættu þegar sjávarborð hækkar. Hætt er við að flóttamönnum muni fjölga af þeim sökum og vegna matarskorts. Landsbygdens Folk MÆLT AF MUNNI FRAM Nokkrar perlur Sigurður Sigurðarson dýralæknir sendir oft inn á Leir perlur eins og þessar sögur og vísur sem ortar eru undir hakabrag.,,maður var kallaður Siggi kaggi. Hann var vinnumaður hjá síra Eggert á Breiðabólstað í Fljótshlíð. Líklega hefur Eggert ýtt undir kveðskapartilraunir hans. Hann bað Sigga um að yrkja um kynbótahrút, sem hann hafði fengið og var stoltur af. Siggi hafði aðra skoðun á hrútnum en eigandinn og yrkir um hrútinn: Illa líst mér á þann hrút, allvel þótt hann dafni. Dregur annað augað í pung og glennir svo upp kjaftinn. Siggi kaggi orti svo um Þríhyrning, sem er ofan byggðar í Fljótshlíð: Þríhyrningur þrekinn og blár, er hann foldu ofar, en hærra var hann í himnakór, þegar hann skapaði lönd og sjó. Heimir Pálsson bætti við vísum og lagði fram spurningu í lokin:,,í Mývatnssveit var snillingur á dögum um aldamótin 1900 og eitthvað síðar og hét Salómon Pétursson eða Sali Péturs. Hann orti listaverk eins og þetta: Stóð ég á klett og horfði yfir klett, sá ég hvar ærnar dreifðu sér þétt. Þá flaug það í hug minn, og það er nú rétt, að þetta væri sú léttasta stétt. Í Reykjadal var Guðmundur í Narfastaðaseli. Hann orti m.a.: Gamla Grána sperrir sig, henni ferst það ekki, hún er að verða ellihnig, aumingja kerlingarhróið. Í Köldukinn var Jónas Friðmundsson og ég veit að Valdimar Gunnarsson frá Bringu hefur safnað og sinnt kveðskap hans. Jónas orti m.a. þessa fallegu vísu: Þjónaði ég með trú og tryggð öllu þessu fólki. Enginn hafði á mér andstyggð frekar en góðum tólki. Það má bæta við þessari vísu eftir Jónas, (S.dór): Ekki er ég ennþá vitlaus en aðrir virðast, hér um kring, hafa tapað eða misst haus og trúa mest á sálfræðing. Í Skagafirði var Jón boli, sem var sannur snillingur og orti m.a.: Vetur, sumar, vor og haust vil ég draga ýsur. Það er ekki vandalaust að yrkja góða bögu. Og nú kemur spurningin: Hvað kunnið þið um önnur skáld en þessi? Ég á kvæðabók Guðmundar, held ég hafi heyrt að einhver Mývetningur væri að safna Sala Péturs. Finnst ykkur ekki eins og mér að það sé brýnt að halda þessum eldfasta leir saman? Úr skólastofunni Bókmenntir: Spurning: Skýrðu orðasambandið tungu geymdu þína. Svar: Það þýðir að maður eigi ekki að gretta sig og reka út úr sér tunguna. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson ss@bondi.is

8 8 Fyrir réttu ári samþykkti ríkisstjórnin aðgerðaáætlun um Einfaldara Ísland sem koma skyldi til framkvæmda á árunum Samkvæmt henni ber ráðuneytunum að gera langtímaáætlanir um það hvernig þau hyggist einfalda stjórnsýslu á sínu málefnasviði. Nú hafa þessar áætlanir litið dagsins ljós og á næstu dögum má búast við því að fyrstu breytingarnar líti dagsins ljós. Áætlun landbúnaðarráðuneytisins er með þeim viðameiri, enda eru þar talin upp 24 atriði í sjö málaflokkum sem ástæða er til þess að skoða. Ekki er endilega víst að sú skoðun leiði í öllum tilvikum til breytinga, en þessi 24 atriði þykir rétt að taka til endurskoðunar. Mörg þessara atriða eru smá í sniðum og í nokkrum tilvikum er einungis um að ræða hreinsun í laga- og þó aðallega reglugerðasafni ráðuneytisins. Þar leynast ýmsar reglugerðir sem ekki hafa lengur neitt gildi, aðrar reglugerðir hafa leyst þær af hólmi en af einhverjum ástæðum hefur farist fyrir að nema þær gömlu formlega úr gildi. Þetta síðastnefnda á til dæmis við um reglugerð frá 1975 sem veitti Stofnlánadeild landbúnaðarins heimild til að gefa út verðtryggð skuldabréf til að breyta lausaskuldum bænda í föst lán. Þessi reglugerð er með öllu úrelt, enda var umrædd Stofnlánadeild lögð inn í Lánasjóð landbúnaðarins árið 1998 og sá sjóður seldur árið Landbúnaðarstofnun styrkist Í öðrum tilvikum er ætlunin að gera breytingar á reglum um stjórnsýslu ráðuneytisins og annarra stofnana sem fást við landbúnaðarmál. Þetta á ekki hvað síst við um ýmsar reglur sem varða aðbúnað búfjár, heilbrigði dýra og varnir gegn búfjársjúkdómum. Þar er meðal annars lagt til að lög um búfjáreftirlit og dýrahald verði endurskoðuð til að skýra valdmörk og mögulega fela Hreinsað til í reglugerðasafninu landbúnaðarráðuneytið hefur eins og önnur ráðuneyti lagt fram áætlun um einföldun á stjórnsýslunni eftirlit með dýravernd einni stofnun sem heyrir undir eitt ráðuneyti, eins og segir í áætluninni. Sumar þessara tillagna snerta þær breytingar sem nú er verið að gera með tilflutningi verkefna milli ráðuneyta en þeim er þó að mestu haldið utan við áætlunina. Þarna eru þó ýmsar veigamiklar breytingar. Til dæmis er ætlunin að skoða hvort ekki sé rétt að færa búfjáreftirlitið frá sveitarfélögunum (og Bændasamtökunum að hluta) til Landbúnaðarstofnunar. Með því móti yrði allt eftirlit með búfé á forræði stofnunarinnar eins og segir í áætluninni og við það myndi starfsemi hennar á landsbyggðinni eflast. Þarna og í fleiri atriðum er augsýnilega verið að styrkja stoðir Landbúnaðarstofnunar enda er stefnt að því að hún verði hryggsúlan í hinni nýju matvælastofnun sem stjórnvöld hyggjast efla til dáða. Annað dæmi um þetta er að lagt er til að eftirlit með flutningum og slátrun búfjár verði flutt frá Umhverfisstofnun til Landbúnaðarstofnunar. Riðuveiki og fjallskil Eins og fram hefur komið í Bændablaðinu hafa orðið nokkrar umræður um reglur um flutning búfjár upp á síðkastið. Endurskoðun sem lögð er til á þeim er dæmi um að í áætlun ráðuneytisins er lagt til atlögu við ýmsar reglur og fyrirkomulag sem verið hefur við lýði en ekki verið full sátt um. Önnur dæmi um slíkt eru verkferlar í riðuveikimálum og reglur um eftirlit og varnir gegn búfjársjúkdómum, ekki síst um legu varnarhólfa. Á síðum Bændablaðsins hefur því verið haldið fram að það ferli sem fer af stað þegar ákveðið er að grípa til niðurskurðar búfjár vegna riðuveiki sé allt fremur laust í reipunum. Réttarstaða bænda sem lenda í slíku sé óljós og ekki alltaf ljóst hver eigi að gera hvað. Talin er ástæða til að fara yfir þetta svið, m.a. skýra hlutverk hvers og eins aðila sem að málum kemur. Enn eitt dæmið um mál sem verið hafa til umræðu er gerð fjallskilasamþykkta. Slíkar samþykktir eiga sér langa sögu og hafa verið gerðar fyrir flestöll upprekstrarsvæði landsins en margar þeirra hafa sætt endurskoðun á síðustu árum. Nokkurs misræmis gætir í því hvernig samþykktirnar eru settar fram og til hvaða efnisatriða þær taka. Þess vegna telur ráðuneytið æskilegt að samin verði fyrirmynd að fjallskilasamþykktum, líkt og gert hefur verið með samþykktir fyrir veiðifélög, sem héraðsnefndir geta stuðst við. Það sama gæti raunar einnig gilt fyrir samþykktir sveitarfélaga um búfjárhald. Lögbýli á hrakhólum Í áætluninni er lagt til að tekin verði til endurskoðunar lög og reglur um lögbýli og um landskipti og lausn úr landbúnaðarnotum. Þessi málefni falla undir jarða- og ábúðarlög og hafa einnig verið mikið til umræðu, ekki síst í ljósi þeirra miklu hræringa sem verið hafa á eignarhaldi á jörðum. Þarna sér ráðuneytið fyrir sér að þurfi að skýra margt svo komið verði á eðlilegu jafnvægi milli löggjafar og framkvæmdar. Tilgangurinn er sá að treysta réttaröryggið, minnka skriffinnsku og gera stjórnsýsluna einfaldari og gagnsærri. Síðast en ekki síst er í áætluninni að finna atriði sem varða framleiðslu- og markaðsmál í landbúnaði en á þeim hefur líka orðið töluverð breyting á síðari árum. Í áætluninni er lagt til að verðskerðingargjald á kindakjöti og hrossakjöti verði tekið til endurskoðunar og lagt mat á hvort þörf sé á að innheimta það lengur. Hvað kindakjötið áhrærir nam þetta gjald 14,3 milljónum króna í fyrra og rann það fé til Markaðsráðs kindakjöt sem úthlutaði því til markaðsstarfa. Bent er á að í sauðfjársamningi sem tók gildi í fyrra sé gert ráð fyrir framlögum til markaðsmála og því sé þessari gjaldtöku mögulega ofaukið. Hvað hrossakjötið snertir þá nemur innheimtan innan við tveimur milljónum og skiptir ekki miklu máli fyrir markaðsstarfið. Síðast en ekki síst er svo lagt til að reglur um verðmiðlunargjald af mjólk verði endurskoðaðar. Segir í áætluninni að með sameiningu afurðastöðva í mjólkuriðnaði um síðustu áramót hafi allar forsendur fyrir álagningu og greiðslu verðmiðlunargjalds brostið. Samráð skal haft Eins og áður segir er ætlunin að þessi atriði og önnur sem nefnd eru í einföldunaráætluninni verði til lykta leidd í síðasta lagi árið Haft verður samráð við hagsmunaaðila um þau atriði sem þurfa þykir áður en reglum verður breytt. Þar verður væntanlega fylgt leiðbeiningum sem til stendur að gefa út um samráð við hagsmunaaðila en gerð slíkra leiðbeininga er einmitt einnig meðal viðfangsefna verkefnisins um Einfaldara Ísland. ÞH Allt frá því Alþingi samþykkti fjarskiptaáætlunina árið 2005 hafa fjarskiptafyrirtækin og stjórnvöld unnið að því að ná þeim markmiðum sem að er stefnt í fjarskiptaáætlun. Að gefnu tilefni og vegna þess að seinni áfangi útboðs á GSM sendum á þjóðvegum liggur nú fyrir vil ég í þessari grein fara yfir helstu markmið sem sett voru fram í fjarskiptaáætlun. Framvinda þeirra er auðvitað háð því að fjarskiptafyrirtækin vinni með stjórnvöldum að settum markmiðum í þágu notenda fjarskiptanna. Einkaréttur á fjarskiptum afnuminn Fjarskipti hafa þróast ört síðasta áratuginn. Sú þróun varðar bæði þær tæknilegu framfarir sem gera fjarskiptum, tölvutækni og fjölmiðlun kleift að renna saman, sem og hið lagalega markaðsumhverfi fjarskipta sem tekur mið af samræmdum reglum Evrópusambandsins. Frá byrjun síðustu aldar voru öll fjarskipti á forræði ríkisins. Landssíma Íslands, og þar áður Póst- og símamálastofnun, var falið að framfylgja stefnu stjórnvalda og byggja upp fjarskiptakerfi um allt land í takt við þróun hvers tíma. Stofnunin hafði einkarétt til fjarskipta og var um leið stjórnvald á því sviði. Samræmd Evrópulöggjöf hefur kallað á víðtækar breytingar, m.a. aukna samkeppni og afnám einkaréttar á fjarskiptamarkaði. Þær breytingar lögðu grunn að einkavæðingu ríkisrekinna símafyrirtækja og var sala Landsíma Íslands eðlilegt framhald af því. Stjórnvöld geta ekki lengur falið Símanum að framkvæma stefnumið sín enda fleiri fjarskiptafyrirtæki komin á markaðinn. Í kjölfar þess að Síminn var seldur var því nauðsynlegt að setja fram með skýrum hætti stefnuna í fjarskiptaáætlun og tryggja með því móti að Íslendingar verði í fremstu röð þjóða með hagkvæma, örugga, aðgengilega og framsækna fjarskiptaþjónustu fyrir alla landsmenn. Árið 2000 tóku gildi ný fjarskiptalög. Með þeirri löggjöf voru gerðar grundvallarbreytingar sem stuðla áttu að aukinni samkeppni í fjarskiptum auk þess sem tryggja átti aðgang allra landsmanna að ákveðinni lágmarksþjónustu, svokallaðri alþjónustu. Opnað var fyrir númeraflutning og notendum gert mögulegt að halda símanúmeri sínu ef þeir vilja skipta um fyrirtæki sem verslað er við, ákvæði um reikisamninga þegar uppbygging eigin nets er talin óraunhæf var innleitt, fjarskiptafyrirtækjum var heimilaður aðgangur að heimtaug fyrirtækis með umtalsverða markaðshlutdeild, stigið var skref í að afnema aðgangshindranir nýrra fjarskiptafyrirtækja inn á markaðinn með því að afnema rekstrarleyfi fyrir ákveðnar tegundir af fjarskiptaþjónustu auk þess sem mælt var fyrir um opinn aðgang að fjarskiptanetum og skyldu til samtengingar fjarskiptaneta. Þeirri löggjöf var síðan breytt árið 2003 í kjölfar mikilla breytinga á markaði og nýrra krafna innan EES svæðisins. Markmiðum fjarskiptaáætlunar verður að ná sem fyrst Fjarskipti Sturla Böðvarsson forseti Alþingis og fyrsti þingmaður Norðvesturkjördæmis Háhraðavæðing Fjarskiptaáætlunar eru mjög metnaðarfullar. Megin markmiðin í áætluninni er að allir landsmenn sem þess óska geti tengst háhraðaneti og notið hagkvæmrar og öruggrar fjarskiptaþjónustu. Menntastofnanir og helstu stofnanir ríkisins verði tengdar öflugu háhraðaneti. Þessum markmiðum var síðan fylgt eftir með tímasetningu hvers verkefnis innan áætlunartímabilsins sem var tímabilið Væntingar landsmanna eru miklar gagnvart þessu verkefni. Ég tel að símafyrirtækin hafi í flestum tilvikum staðið sig vel í því að hrinda þessum markmiðum í framkvæmd enda skapa þau mikil viðskiptatækifæri. Engu að síður er dreifbýlið á eftir í þessari mikilvægu þróun. Þar sem uppbygging háhraðanetanna verður ekki framkvæmd á markaðslegum forsendum kemur til kasta Fjarskiptasjóðs. Þess er að vænta að Fjarskiptasjóður láti sitt ekki eftir liggja og stjórn sjóðsins hefur sýnt vilja sinn til þess að skipuleggja verkefni sjóðsins þannig að sem mestur árangur náist. Farsamband Fjarskiptaáætlun gerir ráð fyrir því að öryggi vegfarenda verði bætt með auknu aðgengi að farsímaþjónustu á þjóðvegum landsins og helstu ferðamannastöðum. Auk þess verði háhraðafarþjónusta byggð upp um allt land. Mikilvægur hluti þessara markmiða er að GSM-farsímaþjónusta verði aðgengileg á þjóðvegi 1 og öðrum helstu stofnvegum, á helstu ferðamannastöðum og minni þéttbýlisstöðum. Jafnframt verði byggð upp langdræg stafræn farsímakerfi til að þjóna landinu öllu og taki við af gamla NMT bílasímakerfinu sem hefur þjónað svo vel. Samkeppni fjarskiptafyrirtækjanna sem mótuð var með lögunum sem ég mælti fyrir haustið 1999 og tóku gildi hefur leitt til þess að uppbygging farsímakerfanna hefur orðið hraðari hér á landi en búast mátti við í svo dreifbýlu landi. Til þess að ná framangreindum markmiðum var Fjarskiptasjóði gert að kosta uppbyggingu á svæðum sem símafyrirtækin voru ekki tilbúin til að byggja upp á markaðslegum forsendum. Útboð Fjarskiptasjóðs á þessum verkefnum fór af stað á síðasta ári og er komið vel á veg. Þess er að vænta að Fjarskiptasjóði verði tryggt fjármagn svo ljúka megi uppsetningu GSM kerfanna í samræmi við fyrri áætlanir. Tilboðin í síðari áfanga útboðsins sem sett var af stað í mars s.l. virðast ver mjög hagkvæm og því ætti að vera hægt að ljúka því verkefni fyrr en ella hefði verið. Stafrænt sjónvarp og hljóðvarp Fjarskiptaáætlun gerir ráð fyrir að allir landsmenn hafi aðgengi að gagnvirku stafrænu sjónvarpi. Útvarpað verði um gervihnött fyrir landið allt og næstu mið. Sá mikilvægi áfangi hefur nú náðst að sjófarendur geta náð sjónvarpssendingum. Fjarskiptasjóður Þann 9. desember 2005 samþykkti Alþingi lög um fjarskiptasjóð sem ætlað er að styðja við uppbyggingu fjarskiptakerfa á svæðum þar sem fjarskiptafyrirtæki hafa ekki treyst sér í uppbyggingu á markaðslegum forsendum. Sjóðnum er ætlað til ráðstöfunar 2,5 milljarðar króna af söluandvirði Símans. Fjármununum verður varið til að bæta fjarskiptakerfin um landið allt. Á árinu 2006 var einum milljarði króna varið til uppbyggingar og síðan er gert ráð fyrir að 500 milljónir króna komi í sjóðinn árlega Hlutverk sjóðsins er að úthluta fjármagni til verkefna sem miða að uppbyggingu stofnkerfa fjarskipta. Um er að ræða verkefni sem stuðla að öryggi og samkeppnishæfni þjóðfélagsins á sviði fjarskipta og annara verkefna, enda sé kveðið á um þau í fjarskiptaáætlun, og ætla má að ekki verði í þau ráðist á markaðsforsendum. Stjórn sjóðsins, sem ég skipaði frá 1. febrúar 2006, hefur yfirumsjón með fjármálum fjarskiptasjóðs í samræmi við hlutverk hans. Stjórn sjóðsins er jafnframt verkefnastjórn fjarskiptaáætlunar og skal hún skila skýrslu um starfsemi sjóðsins til samgönguráðherra sem leggur hana fyrir Alþingi til upplýsinga. Skýrslu samgönguráðherra má finna á vef Alþingis. Öllum má ljóst vera að þessi uppbygging tekur tíma. Það er engu að síður von undirritaðs að markmiðum fjarskiptaáætlunar verði náð sem fyrst svo fjarskiptin nýtist einstaklingum hvar sem er á landinu. Það er jafnframt von mín að samgönguráðherra fái allan þann stuðning sem þarf til þess að að halda þessu mikilvæga starfi áfram svo Ísland verði ALTENGT eins og starfsfólk samgönguráðuneytis, Póst og fjarskiptastofnunar og stjórn Fjarskiptasjóðs hefur unnið svo ágætlega að.

9 9 Suzuki King Quad 700 er fullvaxið fjórhjóladrifið fjórhjól. Tilbúið að takast á við allt sem þér dettur í hug, hvort sem er í leik eða stafi. Verðlækkun Nú aðeins kr verð áður kr Hausttilboð Örfáar McCormick CXL 85 á hausttilboði 81 hö. Sérlega létt og lágbyggð Verð kr Með Stoll Robust 8 moksturstæki Verð kr Eigum ávalt fyrirliggjandi: C-MAX 105, CX-105, MC-115, MC-135, MTX-150 Mjóar vélar fyrir bæjarfélög: F-95 og F-90

10 10 Óbyggðanefnd í skoðunarferð um svæði 6, sem er á austanverðu Norðurlandi Nú bíðum við bara eftir úrskurði! Einn málsaðila, Þórarinn Jónsson bóndi í Skörðum, spjallar við nefndarmenn í rútunni. Það fór nú bara vel á með okkur og mér fannst fólk virkilega reyna að setja sig inn í hlutina, segir Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri í Grýtubakkahreppi, en hún tók á móti meðlimum Óbyggðanefndar á dögunum og fór með þeim um heimahérað sitt. Óbyggðanefnd hefur nú til meðferðar alls fimm mál er varða landssvæði á austanverðu Norðurlandi, svonefnt 6. svæði, og fór aðalmeðferð þeirra fram í liðnum mánuði. Í því felst að farið er á vettvang undir leiðsögn heimamanna, teknar skýrslur af aðilum og vitnum og loks er málið flutt munlega. Reynt er að haga málum svo að aðalmeðferð fari fram eins nálægt vettvangi hvers máls og mögulegt er, bæði til að Óbyggðanefnd geti notið aðstoðar heimamanna við að upplýsa málið og til að þeir eigi þess kost að fylgjast með því sem fram fer. Að lokinni aðalmeðferð er málið svo tekið til úrskurðar og er hans að vænta hvað varðar umrætt 6. svæði. Uni menn ekki úrskurði nefndarinnar hafa þeir þann kost að höfða einkamál og leggja málið til úrlausnar fyrir dómstólum. Víða farið För Óbyggðanefndar hófst í byrjun september og var fyrst farið um Mývatnsöræfi og Ódáðahraun. Síðan tók við ferð um Tjörnes og Þeystareyki og þá lá leiðin um Þingeyjarsveit sunnan Ljósavatnsskarðs og vestan Skjálfandafljóts. Í lok mánaðarins var svo farið um Kinnar- og Víknafjöll, Grýtubakkahrepp ásamt Flateyjardalsheiði, en farið var út að Brettingsstöðum og til baka, þá ekið í Kinnina og nefndarmenn kynntu sér hvar kröfulínur liggja. Þá var farið um slóða hjá Granastöðum, ekið út í fjöru þar sem sást yfir til Naustavíkur og Vargsnes. Eins var farið út Leirdalsheiði og loks farið með bát frá Grenivík og siglt út með ströndinni að Látri. Að síðustu var svo ekið frá Grenivík um Dalsmynnið þar sem heimamenn sýndu Óbyggðanefnd merki kröfulína. Ferðalangarnir skoða landið og beita við það ýmsum hjálpargögnum. Reyna að knýja fram breytingar á lögunum Nú bíðum við bara eftir úrskurði, segir Guðný, sem einnig er formaður Landssamtaka landeigenda sem stofnuð voru í upphafi árs. Stjórn samtakanna hefur nú í hyggju að kynna fyrir þingmönnum hugmyndir sínar um breytingu á lögum um þjóðlendur. Við ætlum að kynna okkar hugmyndir og væntum þess auðvitað að fá góðar undirtektir, segir hún. Að hennar mati þykja henni lögin umræddu verða vitlausari og vitlausari eins og hún orðar það. Nefnir í því sambandi rök sem nýlega var farið að hamra á í þessu sambandi og ganga út á að Guðný Sverrisdóttir sveitarstjóri ásamt óbyggðanefnd. Á myndinni eru f.v. Stefán Kristjánsson, Hulda Árnadóttir, Karl Axelsson, Guðný og Benedikt Bogason. Myndir: Hjörleifur Guttormsson þó í fyrndinni hafi búfénaður bænda gengið í land nágranna eigi sá hinn sami ekki fullan rétt, þessum rökum er nú mjög haldið á lofti núna og okkur þykja þau arfavitlaus, segir hún. Hið sama megi segja um svonefnda fjallatoppakenningu, þ.e. að bændur og landeigendur hafi ekki numið land ofar en 500 metra yfir sjávarmáli og þá skuli svæðið þar ofan við kallast þjóðlenda. Við munum reyna allt sem í okkar valdi stendur til að ná fram breytingu á lögunum og munum kynna okkar hugmyndir fyrir þingmönnum. Í hnotskurn má segja að okkar hugmyndir um breytingar gangi út á að jörð með athugunarlausu þinglýstu landabréfi teljist eignarland. Hver sá sem haldi öðru fram hafi sönnunarbyrði í málinu. Þá höfum við einnig áhuga fyrir að sjá inni í lögunum bráðabirgðaákvæði sem gildi um þær jarðir sem þegar er búið að taka og á hvern hátt farið verður með þær, Landgræðsla á Vopnafjarðarheiði og Jökuldal Rúmlega þrjú hundruð heyrúllum dreift á mela og rofabörð Upprekstrar- og landbótafélag Vopnfirðinga og Landbótafélag Norðurhéraðs hafa á undanförnum árum staðið fyrir uppgræðslu lands á Vopnafjarðarheiði og Jökuldal. Í haust var rúmlega 300 heyrúllum dreift á mela og rofabörð á þessum svæðum. Verkefnið var styrkt úr Pokasjóði. Jón Björgvin Vernharðsson í Möðrudal á Fjöllum tók að sér heyrúlludreifinguna í haust en hann hefur ásamt félaga sínum keypt vélaútgerð sem nýtist meðal annars til landgræðslustarfa. Hann sagði í samtali við Bændablaðið að þeir félagar væru fyrstu verktakarnir í landuppgræðslu á Austurlandi. Þeir eru í samvinnu við Landbótafélag Norðurhéraðs en það á rúllutætara sem þeir vinna á í verktöku. Síðan taka þeir að sér hvers konar verktakavinnu fyrir bændur. Jón Björgvin segir að það hafi í nokkur ár verið unnið við að tæta niður rúllur og dreifa þeim til landgræðslu og segir hann það bera mjög góðan árangur. Ef heyið nær að rigna niður eftir að það hefur verið tætt úr rúllunum verður árangurinn alltaf góður. Mesta hættan er ef hvessir, þá fýkur allt burt. Eins er gott ef það snjóar ofan á heyið því að þá verður til molta sem fýkur ekki burt næsta vor, heldur græðir landið það vel að það er uppgróið eftir þrjú til fjögur ár. Þess vegna er unnið við þessa landgræðslu á haustin með von um úrkomu en ekki þýðir að tæta heyið niður eftir að snjór er fallinn. Fyrir utan Vopnafjarðarheiðina fara þeir félagar með tætarann á mela niðri á Jökuldal. Bændur gefa þessar rúmlega 300 heyrúllur sem notaðar eru til verkefnisins í haust en sem fyrr segir styrkir Pokasjóður verkefnið. Sunnanlands hefur verið mikið um það undanfarin ár að menn hafi tætt niður gamlar heyrúllur og dreift þeim á rofabörð og mela á afrétti með mjög góðum árangri. S.dór

11 11 Haustþing AkureyrarAkademíunnar Sauðkindarseiður í ull og orðum Á haustþingi AkureyrarAkademíunnar sem haldið verður í húsnæði akademíunnar, Þórunnarstræti 99, laugardaginn 3. nóvember frá kl , verður fjallað um íslensku sauðkindina af ýmsum sérfræðingum. Forystusauður er Viðar Hreinsson, framkvæmdastjóri Reykjavíkur- Akademíunnar. Að setningu lokinni flytur Árni Daníelsson sagnfræðingur erindi sem hann nefnir Bar sauðféð ábyrgð á landeyðingunni? Klukkan 14 flytur Jón Jónsson, þjóðfræðingur erindi sem hann nefnir Sauðfé og seiður. Guðrún Hadda Bjarnadóttir, listakona og formaður Laufáshópsins, flytur erindi klukkan 14:30 sem heitir því blíðlega nafni Blessuð sauðkindin. Klukkan 15 verður svo kaffihlé, sýning og spjall. Guðríður Baldvinsdóttir, sauðfjárbóndi flytur Óð til sauðkindarinnar klukkan 15:45 og klukkan 16:15 flytur Jóhanna Pálmadóttir erindi sem hún nefnir Fólk og fénaður til framtíðar. Pallborðsumræður hefjast klukkan 16:45 með þátttöku fyrirlesara og klukkan 17:30 verða almennar umræður og lokaorð. Haustblót næring seidd fram úr sauðfé í umsjá Halastjörnunnar hefst svo klukkan 18. DEUTZ Agrotron K alvöru þýsk dráttarvél! Námskeið fyrir þig! Grunnatriði í bókhaldi og dkbúbót Kennari: Stefanía Nindel, kennari við LbhÍ. Tími: Mið. 31. okt. kl 10:00-16:00 á Hvanneyri. Verð: kr. Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræðing Kennari: Sigurður Þór Guðmundsson, ráðunautur hjá BÍ. Tími: Mán. 5. nóv. kl. 10:00-17:30 á Egilsstöðum. Verð: kr. Upplýsingaleit í rafrænum gagnagrunnum Kennari: Steinunn S. Ingólfsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur hjá LbhÍ. Tími: Þri. 6. nóv. kl. 10:00 14:00 á Hvanneyri. Verð: kr. Jarðvegur, áburður og áburðarnotkun Kennari: Ríkharð Brynjólfsson, prófessor við LbhÍ. Tími: Þri. 13. nóv. kl. 10:00-16:30 á Stóra Ármóti. Verð: kr. Sauðfjárræktarkerfið Fjarvis.is Kennari: Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ. Tími: Mið. 14. nóv. kl. 10:00-16:30 á Hvanneyri. Verð: kr. Er hægt að lækka fjármagnskostnaðinn? Kennari: Jóhannes Hr. Símonarson ráðunautur hjá BSSL. Tími: Fim. 15. nóv. kl 10:00-16:00 á Hvanneyri. Verð: kr. Skráning á námskeið er á vefsíðunni eða í síma DEUTZ-FAHR Agrotron K110 býðst nú á sérstöku tilboðsverði fram að 30. nóvember n.k. Nú í takmarkaðan tíma bjóðum við þýsku DEUTZ-FAHR Agrotron K-110 dráttarvélarnar á sérstöku tilboðsverði sem er um krónum undir venjulegu verði! Agrotron K-110 dráttarvélarnar eru löngu búnar að sanna sig hér á landi þar sem saman fer einstaklega sparneytinn og kraftmikill 6 strokka DEUTZ díselmótor og níðsterk vökvaskipting frá ZF. Ökumannshúsið er eitt það besta og þægilegasta sem völ er á í dag. Og lipurð vélarinnar er ótrúleg. Bændur, látið ekki þetta einstaka tækifæra ganga ykkur úr greipum. Hafið samband sem fyrst og kynnið ykkur nánar þetta frábæra tilboð okkar á þýsku DEUTZ-FAHR Agrotron K-110 dráttarvélunum. Verð aðeins kr *) ProfiLine lúxuspakki kr *) )Verð til bænda á lögbýlum. T án vsk án vsk dir til 30. nóvember 2007 eða meðan birgðir endast. 118 ha 6 strokka sparneytinn DEUTZ mótor Vökvaskiptur ZF gírkassi (24x8) Öflugur kúplingsfrír vökvavendigír Vökvakerfi samtals 83 lítrar, 200 bar. Lyftigeta beislislyftu 6220 kg Þrjár vökvasneiðar (6 vökvaúrtök) Vökvavagnbremsutengi Lyftutengdur vökvaskotkrókur Rafstýrt beisli með EHR stýrikerfi. 4ra hraða aflúrtak, 540/540E/1000/1000E 180 lítra eldsneytisgeymir 6 pósta ökumannshús með fjöðrun Loftpúðasæti með öryggisbelti. Farþegasæti. Öflug miðstöð með loftkælingu (A/C) Útvarp með geislaspilara Loftlúga úr gleri. 10 öflugir ljóskastarar. Afturrúðuþurrka Flothjólbarðar: 540/65R24 & 540/65R38 ProfLine lúxuspakki: 85 lítra álagsstýrð vökvadæla 33 lítra sérbyggð stýrisdæla PowerCom rafstýrikerfi APS sjálfskipting á alla milligíra Fjórar rafstýrðar vökvasneiðar (8 úrtök) Tölvustýrð miðstöð með A/C ÞÓR HF Reykjavík: Ármúla 11 Sími Akureyri: Lónsbakka Sími

12 12 Maturinn frá Lostæti á Akureyri virðist standa undir nafni. Þau höfðu í nógu að snúast Skagfirðingarnir sem kynntu Eyfirðingum Matarkistu sína því að bás þeirra lögðu fjölmargir leið sína til að fá sér hollan og bragðgóðan bita. Sýningin Matur-inn haldin á Akureyri: Yfir 10 þúsund gestir luku lofsorði á norðlenska matargerð Talið er að yfir 10 þúsund manns hafi lagt leið sína á sýninguna MATUR-INN 2007 sem haldin var í Verkmenntaskólanum á Akureyri nú fyrir skömmu. Sýningin var helguð norðlenskum mat og matarmenningu. Fyrir sýningunni stóð félagið Matur úr héraði Local Food og tóku um 60 norðlenskir sýnendur þátt í henni. Sýning með sama nafni var haldin fyrir tveimur árum en bæði sýnendafjöldi og aðsókn var tvöfalt meira í ár. Einar Kr. Guðfinnsson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, opnaði sýninguna formlega og lýsti yfir mikilli ánægju með það sem fyrir augu hans bar á sýningarsvæðinu. Ýmiss konar keppni og viðburðir fóru fram samhliða sýningunni og vöktu mikla athygli sýningargesta. Við getum ekki annað en verið í skýjunum með sýninguna. Aldrei áður hafa jafn margir norðlenskir aðilar sem koma að mat og matarmenningu komið saman á einum viðburði og allir eru hæstánægðir með hvernig til tókst. Allir lögðust á eitt um að gera sýninguna sem veglegasta og faglegasta og við heyrðum glögglega á sýningargestum að þeim fannst mikið til koma. Markmiðið er að festa MATUR- INN sýninguna í sessi sem fastan lið annað hvert ár og viðtökurnar um helgina gefa okkur, samstarfi Norðlendinga á matvælasviðinu og þessu unga félagi að baki sýningunni, Matur úr héraði Local Food, sannarlega byr í seglin, segir Júlíus Júlíusson, talsmaður sýningarinnar og stjórnarmaður í félaginu Matur úr héraði. Kjötið boðið upp Fjölmargir viðburðir fóru fram samhliða sýningunni. Á laugardag var úrslitakeppni Klúbbs matreiðslumeistara um titilinn Matreiðslumaður ársins 2007 og kepptu fimm landskunnir matreiðslumenn til úrslita. Sigurvegari varð Þráinn Freyr Vigfússon, matreiðslumaður á Grillinu á Hótel Sögu. Á laugardag fór einnig fram keppni nema í kjötiðn og fékk hver um sig það verkefni að vinna úr einum lambsskrokk. Sigurvegari varð Jón Þór Guðmundsson, nemi hjá Kjarnafæði á Akureyri. Að keppninni lokinni var hráefnið boðið upp og nam hæsta boð í kjöt sigurvegarans 20 þúsund krónum. Ágóðinn af uppboðinu rann til Hetjanna, félags aðstandenda langveikra barna á Norðurlandi. Þjóðþekktir elduðu Á sunnudag vakti matreiðslukeppni þjóðþekktra einstaklinga mikla athygli sýningargesta. Þátttakendur voru þau Kristján Möller samgönguráðherra, Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, Magnús Geir Þórðarson, leikhússtjóri LA, Ágúst Ólafsson, forstöðumaður RÚV Akureyri, og Þorvaldur Lúðvík Sigurjónsson, forstjóri Saga Capital. Þau fengu það verkefni að elda veislumat fyrir fjóra úr nautalund og ýmsu öðru hráefni og eftir harða keppni stóð Ágúst Ólafsson uppi sem sigurvegari. Frumkvöðlaverðlaun til Ektafisks Í lok sýningarinnar veitti Matur úr héraði Local Food frumkvöðlaverðlaun félagsins í annað sinn. Þau hlaut fyrirtækið Ektafiskur á Hauganesi sem hefur vakið mikla athygli á undanförnum árum fyrir stöðuga uppbyggingu í vinnslu á saltfiski og fjölbreyttum saltfiskréttum. Sigrún Björk Jakobsdóttir, bæjarstjóri á Akureyri, veitti viðurkenninguna fyrir hönd félagsins og við henni tóku eigendur fyrirtækisins, þau Elvar Reykjalín og Guðlaug J. Carlsdóttir. Báða sýningardagana fóru fram uppboð á matarkörfum með framleiðslu norðlenskra matvælaframleiðenda. Ágóði af uppboðunum, 230 þúsund krónur, rennur til Hetjanna aðstandendafélags langveikra barna á Norðurlandi. Kjarnafæðisbásinn vakti athygli gesta. Þar varð fyrir svörum framkvæmdastjóri félagsins, Eiður Gunnlaugsson (t.v.), sem lýsti úrbeiningu og vinnslu á lambakjöti af miklum móð, raunar af svo miklu kappi að hann var úrvinda eftir helgina. Það virtist leikur einn fyrir nema í kjötiðn að úrbeina lambsskrokk! Það sýndu þeir gestum á sýningunni mæta vel eins og sjá má á þessum myndum af tveimur keppendanna. Sýningargestum bauðst að kaupa ýmis norðlensk matvæli, svo sem reyktan silung, kartöflur, grænmeti, fisk og sultu, en hér er verið að höndla með úrvals paprikur frá Brúnalaug í Eyjafjarðarsveit.

13 13 Sendum frítt um land allt! Heilsársdekk 31" kr (31x10.50R15) 33" kr (33x12.50R15) Úrval annarra stærða upp í 38". Felgustærð 15", 16" 17" og 18". Nánar á jeppadekk.is Við mælum með míkróskurði PIPAR SÍA Frábært verð! argus Alorka Vagnhöfða 6 Sími Kraftvélar ehf. //// Dalvegi 6-8 //// 201 Kópavogi //// Sími //// Fax ////

14 14 Nýverið kom út barna- og unglingabókin Með hetjur á heilanum eftir Guðjón Ragnar Jónasson kennara en bókin er nútímaleg sveitasaga sem gerist í Fljótshlíðinni. Þar segir frá ungum dreng sem flyst austur í Fljótshlíð þar sem hann lendir í ýmsum ævintýrum og fléttast meðal annars inn í Njálssögu. Hugmyndin að bókinni kviknaði þegar ég var í tímanum Fornar sagnir hjá Kristjáni Jóhanni Jónssyni lektor í Kennaraháskólanum. Þar gerði ég lokaverkefni sem nefndist Bleikir eru akrar og má segja að sé upphafið að bókinni. Síðar var það Þórður Helgason dósent í íslensku við KHÍ sem var mér mjög hjálpsamur og lyfti grettistaki til þess að saga mín yrði að veruleika, útskýrir Guðjón sem einnig er búfræðingur að mennt, með M.Paed-próf í íslensku og stundar nú MA-nám við Háskóla Íslands í íslensku. Guðjón með Sigríði Sigurjónsdóttur dósent við Háskóla Íslands sem var leiðbeinandi hans við gerð kennsluefnis sem tengist bókinni. Rammíslensk og nútímaleg sveitasaga fyrir börn og unglinga koma til skila þeim breytingum sem hér hafa orðið síðastliðin 100 ár. Hér birtast tveir heimar, gamla sveitin og sú nýja og í bókinni eru skilgreindar rætur hinnar íslensku menningar. Það má segja að hún myndi brú milli tveggja heima, það er, frá kyrrstöðusamfélagi sveita yfir til nútímans sem einkennist af síaukinni hnattvæðingu þar sem mörkin milli menningarheima verða sífellt óskýrari, útskýrir Guðjón. Brú milli tveggja heima Guðjón vann einnig kennsluefni fyrir Með hetjur á heilanum í tengslum við mastersritgerð sína við Háskóla Íslands. Leiðbeinandi Guðjóns þar var Sigriður Sigurjónsdóttir dósent. Með hetjur á heilanum segir frá ungum dreng sem flyst austur í Fljótshlíð. Þar drífur ýmislegt á daga hans og leikar berast meðal annars inn að Hlíðarenda þar sem pilturinn verður í gegnum draum þátttakandi í aðförinni að Gunnari Hámundarsyni. Í bókinni er dregin upp mynd af nútímasveit þar sem stórvirkar heyvinnuvélar spýta út úr sér stórböggum til að geyma heyið í stað orfs og ljás, segir Guðjón sem hefur unnið hjá Vinnuskóla Reykjavíkur í tengslum við verkefnið Nýir ungir Íslendingar. Þar er ákveðin málræktaráhersla viðhöfð og hefur bókin ákveðið hlutverk þar en reiknað er með að hún verði notuð næsta sumar sem kennsluefni fyrir nýja Íslendinga. Kennsluefnið sem Guðjón hefur unnið samhliða bókinni nefnist Hetjuspegill sem er nútímamálfræðibók þar sem sjónum er beint að talmáli og ritmáli og nemendur geta unnið verkefni upp úr henni. Í bókinni er ég að skrifa sögu íslensku þjóðarinnar og reyni að Skrifar sig frá Fljótshlíðinni Guðjón lauk búfræðiprófi frá Hvanneyri árið 1996 en þar byrjaði hann að skrifa og á nokkrar smásögur frá þeim tíma. Að námi loknu starfaði hann sem bóndi í Fljótshlíðinni í fjögur ár en atburðarrás sögunnar gerist að mestu þar. Fljótshlíðin er fallegasta sveit landsins og undanfarin ár hafa verið miklar breytingar þar og fleiri sem dvelja á því svæði vegna aukins áhuga á frístundabyggð. Bókin Með hetjur á heilanum er fyrsta skáldsaga Guðjóns en hann byrjaði að skrifa smásögur þegar hann stundaði búfræðinám á Hvanneyri fyrir um tíu árum. Með bókinni er ég að skrifa mig frá Fljótshlíðinni því eftir að ég fluttist þaðan saknaði ég margs úr þeirri sveit, segir Guðjón. Áhugasvið Guðjóns er íslenska tungumálið og að tengja það við fornan menningararf en honum finnst mikilvægt að gera ferðaþjónustu hérlendis menningartengdari. Það vantar meiri víðsýni í sveitum og að auka aðdráttarafl byggða. Íslensk fræði geta skipt máli í að efla byggð í dreifðum hlutum landsins. Það þarf einnig að endurvekja íslenska matarhefð fyrir ferðamenn og hægt væri til dæmis að endurreisa gamla bæi til að skapa réttu stemninguna. Einnig finnst mér við Íslendingar of lítið spá í að kynna byggingarsögu landsins en við þurfum að fara í rætur hinnar íslensku menningar og kynna hana, útskýrir Guðjón. ehg Póst- og fjarskiptastofnun leggur til að þak verði sett á kostnað Símans Póst- og fjarskiptastofnun (PFS) birti 16. maí 2007 samráðsskjal vegna útnefningar fjarskiptafyrirtækis með alþjónustuskyldur. Með skjalinu vildi PFS fá fram sjónarmið notenda, markaðsaðila og annarra sem telja sig hafa hagsmuna að gæta til að taka upplýsta ákvörðun um hvernig haga ætti þessum málum í framtíðinni. PFS leggur til í samráðsskjalinu að sett verði viðmiðunarmörk um það hver hámarkskostnaður alþjónustuveitanda skal vera að því er varðar einstakar beiðnir um aðgang að talsímaþjónustu og aðgang að almennum gagnaflutningi með allt að 128 Kb/s flutningsgetu. Þá kemur fram að kostnaður við hverja tengingu geti verið frá nokkrum þúsundum og upp í nokkrar milljónir. Síminn/Míla leggur til í sínu áliti að þetta viðmið eða þak verði 500 þúsund krónur og kostnaður umfram það verði greiddur af notanda. Hér er bæði átt við nýjar tengingar og endurnýjun á tengingum. Athugasemdir frá BÍ Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, sendi inn athugasemdir fyrir hönd Bændasamtaka Íslands við samráðsskjalið þar sem hann bendir meðal annars á að samtökin séu alfarið á móti því að þak verði sett á kostnað alþjónustuhafa og að samtökin telji að þær áskriftarleiðir sem Síminn býður þeim sem eingöngu eiga kost á tengingu með 128 Kb/s gagnaflutningshraða mæti ekki þörfum notenda. Jafnframt leggja Bændasamtökin áherslu á að stjórnvöld skoði hvort ekki sé rétt að hækka alþjónustukröfur til gagnaflutningsþjónustu úr 128 Kb/s í kröfur sem telja verður að samræmist betur nútímakröfum til lágmarks gagnaflutnings í dag. Þá segir í áliti Bændasamtakanna: Bændasamtökin hafa sterkar efasemdir um að alþjónustuveitandi sé tilnefndur til þriggja ára um næstu áramót með sömu kröfum og settar voru að grunni árið Alþjónustuveitandi útnefndur á næstu vikum Bændablaðið hafði samband við Friðrik Pétursson, lögfræðing hjá Póst- og fjarskiptastofnun, og ræddi við hann um samráðsskjalið og hvort breytingar yrðu með nýjum alþjónustuveitanda. Það verður útnefndur alþjónustuveitandi á næstu vikum og það ferli mun klárast á þessu ári. Meginstefnan er að þessu eigi ekki að fylgja breytingar og að þjónusta verði söm og áður, segir Friðrik. Nú hafa menn hnotið um lið samráðsskjalsins er varðar þak á kostnað alþjónustuhafa varðandi nýja tengingu eða endurnýjun á eldri tengingum við almenna talsímanetið og eru ekki allir á eitt sáttir um að þetta sé heppilegt fyrirkomulag ef af því verður. Hvaðan kemur þessi hugmyndafræði? Þetta er eingöngu hugmynd sem var varpað út á markaðinn til að fá viðbrögð við því hvort þetta sé hægt hérlendis. Þetta hefur verið gert á Írlandi og Bretlandi en þar hefur verið sett viðmiðunarþak. Því var ákveðið að kalla eftir umræðu um þetta sem við teljum af hinu góða. Síminn lagði til að þakið yrði 500 þúsund krónur en það er ekki búið að taka ákvörðun um það og í raun er ekki búið að ákveða hvert endanlegt fyrirkomulag verður. Alþjónusta fyrir alla Alþjónusta snýst um möguleika allra notenda á að hafa aðgang að tiltekinni lágmarksþjónustu eins og hún er skilgreind í lögum um fjarskipti, óháð því hvar þeir búa eða kringumstæðum að öðru leyti, til dæmis fjárhagslegum. Hér að neðan má sjá þær athugasemdir sem Jón Baldur Lorange, forstöðumaður tölvudeildar BÍ, sendi inn til Póst- og fjarskiptastofnunar varðandi þætti samráðsskjalsins, annars vegar um þak á kostnaði alþjónustuhafa og hins vegar varðandi áskriftarleiðir sem Síminn býður þeim sem eingöngu eiga kost á tengingu með 128 Kb/s gagnaflutningshraða. Þak á kostnað alþjónustuhafa: Bændasamtökin leggjast eindregið gegn því að núverandi fyrirkomulagi á þessum þætti verði breytt, enda væri það andstætt 6. tl. 3. gr. fjarskiptalaga nr. 81/2003 en þar segir: Alþjónusta: Afmarkaðir þættir fjarskipta af tilteknum lágmarksgæðum sem boðnir eru öllum notendum á viðráðanlegu verði, óháð landfræðilegri staðsetningu þeirra. Jafnframt skal vísað í niðurlag 3. mgr. 20. gr. fjarskiptalaga: Sama gjaldskrá skal gilda fyrir alþjónustu alls staðar á landinu. Þannig er það ljóst að alþjónustuveitandi tekur á sig þessa kvöð sem fylgir því að veita alþjónustu fyrir alla íbúa landsins. Jafnframt er gert ráð fyrir því í núverandi fyrirkomulagi að alþjónustuveitandi geti sótt um framlög úr jöfnunarsjóði til að uppfylla kvaðir til alþjónustu. Þá má nefna að út frá byggðarsjónarmiði er þak á kostnað til þessarar grunnþjónustu í upplýsingasamfélaginu mjög neikvæður þáttur. Áskriftarleiðir Símans Bændasamtök Íslands telja að þær áskriftarleiðir sem Síminn býður í dag mæti ekki þörfum notenda og stangist á við vilja stjórnvalda um að sama gjald skuli greitt fyrir alþjónustu alls staðar á landinu og kemur m.a. fram í 3. mgr. 20. gr. fjarskiptalaga (sjá hér að ofan í 1. spurningu). Jafnframt vísast í 3. gr. reglugerðar um alþjónustu nr. 641/2000 í þessu sambandi. Þó segja megi að verð á ISDNþjónustu sé alls staðar það sama er hvergi minnst á ISDN í fjarskiptalögum né í reglum um alþjónustu. Samkvæmt áskriftarleið sem Síminn býður í dag ISDN-notendum, greiða þeir 62 sinnum hærra verð pr. bita gagnaflutnings en ADSL-notandi í þéttbýli. Þá er rétt að halda til haga að íbúi í dreifbýli sem aðeins á kost á ISDN-þjónustu alþjónustuveitanda (Símans) býr við 100 sinnum lélegra gagnaflutningssamband en venjulegur ADSLnotandi. Það er þannig ljóst að þeir íbúar landsins sem hafa einungis aðgang að ISDN-tengingum (um 40% íbúa allra lögbýla landsins) greiða umtalsvert hærra gjald að netinu þrátt fyrir að þessi þjónusta sé hluti af alþjónustu. Bændasamtökin telja þannig mikilvægt að Póst- og fjarskiptastofnun tryggi með öllum ráðum að sama gjald sé greitt fyrir alþjónustu alls staðar á landinu eða að sett verði þak á gjald til notenda fyrir gagnaflutningsþjónustu. Núverandi fyrirkomulag stangast á við stefnu stjórnvalda (og Evrópusambandsins) um jafnt aðgengi að upplýsingasamfélaginu. Útboð varðandi háhraðatengingar hefur skapað óvissu Jón Baldur sagði í viðtali við Bændablaðið að þessi mál hefðu meðal annars verið rædd á fundi með Kristjáni L. Möller samgönguráðherra og Hrafnkeli V. Gíslasyni, forstjóra Póst- og fjarskiptastofnunar, í byrjun mánaðarins. Það er á verksviði Póst- og fjarskiptastofnunar að útnefna alþjónustuveitanda til næstu þriggja ára eftir að þeir hafa tekið tillit til þeirra athugasemda sem komið hafa fram við samráðsskjalið sem birt var 16. maí sl. Þá nefndi Jón Baldur að hann hefði átt fund með Símanum í síðustu viku til að leggja áherslu á hinn hróplega aðstöðumun sem ISDNnotendur byggju við í verðlagningu og hann hefði hvatt Símann til að bjóða fast áskriftargjald með sama hætti og ADSL-notendum byðist. Síminn benti hins vegar réttilega á að fyrirtækið yrði að reka þessa þjónustu á viðskiptagrundvelli en ekki út frá byggðarsjónarmiðum. Ég fann þó fyrir meiri skilningi hjá Símanum að þessu sinni. Það má þó vissulega segja að biðin langa eftir útboði fjarskiptasjóðs varðandi háhraðatengingar á landsbyggðinni hafi skapað óvissu og tafið úrlausnir. Þaðan er tíðinda að vænta á næstu vikum og þá komast þessi mál á hreyfingu, sagði Jón Baldur að lokum. Frekari upplýsingar um samráðsskjalið og athugasemdir við það má finna á vef PFS ehg

15 15 Nýr starfsmaður BÍ Anna Guðrún Grétarsdóttir hefur hafið störf hjá Bændasamtökum Íslands sem þjónustufulltrúi í tölvudeild með aðsetur í Búgarði á Akureyri. Hún tekur við starfi Lindu Karenar Gunnarsdóttur sem hóf nám í hestafræðum við LBHÍ í haust. Anna Guðrún mun aðallega sinna skýrsluhaldsþjónustu við hrossaræktendur við skráningu í WorldFeng, upprunaættbók íslenska hestsins, en einnig aðstoð við sauðfjárbændur vegna nýja veflæga sauðfjárkerfisins FJARVIS.IS. Anna Guðrún hefur unnið undanfarin 10 ár hjá Eimskip á Akureyri, við inn- og útflutningsfarmskrár skipa, tollskýrslugerð o.fl. Jafnhliða hefur hún verið fréttaritari hestatímaritsins/vefsvæðisins Eiðfaxa sl. 6 ár. Hún er mikil áhugamanneskja um ljósmyndun, hefur tekið hestaljósmyndir frá árinu 2001 og verið í miklum tengslum við hestamenn og hrossaræktendur á þessum tíma. Anna Guðrún er búsett á Fornhaga II í Hörgárbyggð. Félag skógarbænda á Suðurlandi: Hugmyndasamkeppni um merki Félag skógarbænda á Suðurlandi efnir til hugmyndasamkeppni um merki fyrir félagið. Merkið þarf að vera í litunum pantone 343,356,368 en að öðru leyti algjörlega frjálst. Þátttakendur skili tillögum sínum á skrifstofu Suðurlandsskóga undir dulnefni ásamt réttu nafni í lokuðu umslagi. Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi áskilur sér allan rétt til að taka hvaða tillögu sem er eða hafna þeim öllum. Verðlaun verða veitt fyrir fyrsta, annað og þriðja sætið. Skilafrestur er til 15. nóvember Stjórn Félags skógarbænda á Suðurlandi JARÐIR LANDSPILDUR SUMARHÚS YFIR 90 BÚJARÐIR OG LANDSPILDUR OG UM 50 SUMARHÚS Á SÖLUSKRÁ FM EINNIG Á SÖLUSKRÁ MIKILL FJÖLDI EIGNA Á HÖFUÐBORGARSVÆÐINU. AUK ÞESS GLÆSIEIGNIR Í FLORÍDA. Sjá nánar: N1 Akranesi KM. Þjónustan Búardal Dekk og smur Stykkishólmi Bifreiðaþjónusta Harðar Borgarnesi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Bifreiðav. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Bíley Reyðarfirði Réttingav. Sveins Neskaupsstað Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli N1 Mosfellsbæ N1 Réttarhálsi N1 Fellsmúla N1 Reykjavíkurvegi N1 Ægissíðu

16 16 Fyrir hálfum öðrum mánuði var Strandamaðurinn Jón Jónsson ráðinn í starf menningarfulltrúa Vestfjarða. Menningarráð Vestfjarða tók til starfa í vor eftir að undirritaður var menningarsamningur milli menntamálaráðuneytis og samgönguráðuneytis annars vegar og sveitarfélaga á Vestfjörðum hins vegar. Þrátt fyrir að starfið sé nýtt eru menningarmálin Jóni ekki ókunnug. Ég hef mjög mikla reynslu af menningarmálum og hef unnið sem ráðgjafi við menningarverkefni á landsbyggðinni síðastliðin 13 ár á vegum Sögusmiðjunnar. Þannig hef ég tekið mikinn þátt í uppbyggingu á t.d. Galdrasýningunni og Sauðfjársetri á Ströndum. Þegar ég leit yfir ferilskrána við gerð umsóknar um starfið fannst mér eins og ég hefði verið að þjálfa mig fyrir einmitt þetta starf síðustu árin. Síðan verður að koma í ljós hvort það er rétt mat hjá mér eða ekki. Jón segir að fyrstu sex vikurnar hafi einkum farið í að setja sig inn í starfið. Á þessum tíma hefur hann farið um svæðið og kynnt sig og menningarráðið fyrir sveitarstjórnarmönnum og fyrirtækjum. Hann segist nú þegar vera búinn að fara einn hring um svæðið og vera á leiðinni annan. Þá tekur hann þátt í fundum um einstök verkefni í menningarlífinu á svæðinu. Einnig hefur menningarvefur Vestfjarða verið opnaður á slóðinni vestfirskmenning.is. Vefurinn verður að sögn Jóns tæki til að hafa yfirsýn yfir menningarlíf svæðisins og þar er að finna atburðadagatal og fréttir úr menningarlífinu. Jón segir að þótt starfið sé nýtt og í þróun hafi sambærileg störf verið til á Austurlandi síðan árið 2002 og á Vesturlandi síðan í fyrra. Á öðrum svæðum landsins hafi Sit ekki og bíð á skrifstofunni segir Jón Jónsson nýráðinn menningarfulltrúi Vestfjarða Jón flytur erindi við opnun vefsíðunnar vestfirskmenning.is sem fram fór á Héraðsbókasafni Strandasýslu. 4. bekkur í Grunnskólanum á Hólmavík ásamt Jón Jónssyni menningarfulltrúa Vestfjarða og Arnari S Jónssyni fulltrúa Stranda og Reykhólahrepps í Menningarráði Vestfjarða menningarsamningar verið gerðir á þessu ári og menningarfulltrúar á landsbyggðinni séu nú orðnir sjö. Í lok þessa mánaðar munu þeir hittast á ráðstefnu í Bifröst og eiga fund um hvort formlegt samstarf verði tekið upp þeirra á meðal. Ég held að það væri mjög gagnlegt að taka upp samstarf og menn geti nýtt sér styrkleika hver annars sem eru á ólíkum sviðum. Menningarsamningar byggja á samstarfi innan svæðanna en ég sé ekkert því til fyrirstöðu að taka upp samstarf þvert á svæðin, segir Jón. Menningarlegt ævintýri Jón telur að starfsemi menningarráðs og menningarfulltrúa, ásamt þeim fjármunum sem veittir eru í málaflokkinn með menningarsamningi, skipti mjög miklu máli. Þótt menningarlífið á svæðinu sé mjög öflugt á mörgum sviðum þá er þetta svið líka töluvert frumstætt og samstarf ekki mjög mikið. Það þarf að efla fagmennsku og umræðu og tengja menn meira saman. Menningarstarf er mjög háð einstaklingsframtaki og skortir á að þessir aðilar fái hrós í samfélaginu og klapp á bakið. Það er meðal annars þetta sem menningarfulltrúi þarf að gera. Ég held að það sé menningarlegt ævintýri framundan á Vestfjörðum. Það er uppbygging og þróun á mörgum sviðum. Menningararfur og listir gefa líka óþrjótandi möguleika án þess að gengið sé á einhverjar auðlindir. Störfum sem byggja á menningu mun líka fjölga. Þetta eru auðlindir sem vaxa bara og eflast eftir því sem á þær er gengið. Auglýst var eftir styrkumsóknum til menningarverkefna í byrjun mánaðarins og segir Jón að umsóknir séu þegar farnar að berast og mikið hafi verið hringt til að spyrja út í úthlutunarreglur og hvernig staðið verði að úthlutun. Jón segist vonast eftir mörgum umsóknum og telur allt útlit fyrir það, enda hafi verið veruleg þörf á fjármagni inn í þennan geira. Umsóknarfrestur um styrki rennur út 2. nóvember og stefnt er að úthlutun kringum 1. desember. Umsóknareyðublöð og nánari upplýsingar er að finna á vefnum. Blómleg menning, en köflótt Þá hafa margir óskað eftir heimsókn menningarfulltrúa þegar hann er á ferðinni á viðkomandi svæði. Ég stefni að því að heimsækja fólk á þeirra heimasvæði, segir Jón. Ég ætla að vera svona menningarfulltrúi sem bankar jafnvel upp á heima hjá fólki á sunnudegi. Ég mun ekki bíða á einhverri skrifstofu eftir að menn komi þangað. Svo verður bara að koma í ljós hvort þetta vex manni strax yfir höfuð. Enn er þó skrifstofuaðstaða Jóns heima hjá honum að Kirkjubóli við Steingrímsfjörð, þar sem Sögusmiðjan hefur haft aðsetur. Hann segir að því standi til að breyta fljótlega og höfuðstöðvar menningarfulltrúa Vestfjarða muni verða á Hólmavík. Jón telur menningarlíf á Vestfjörðum þegar vera mjög blómlegt á ákveðnum sviðum og á ákveðnum svæðum sé mikið um að vera. Ég nefni sem dæmi tónlistarlífið á Ísafirði sem er einstakt. Þar er líka starfandi atvinnuleikhús, kómedíuleikhúsið. Þá er mjög mikil uppbygging í menningartengdri ferðaþjónustu og vestfirsk verkefni sem standa framarlega á því sviði. Að þeim orðum töluðum var Jón á leið í ferð um norðanverða Vestfirði þar sem fjölmargir hafa þegar mælt sér mót við hann. Fyrstu vikurnar í starfinu hafa verið annasamar og er engu líkara en að svo verði áfram. kse Þegar einhver tiltekin stöð er valin á gagnavefsjánni birtist tafla fyrir neðan myndina þar sem gefið er upp staðarnúmer og meðalvindhraði á áætlaða orkuframleiðslu miðað við tvær gerðir af vindtúrbínum. Undir staðarnúmeri á hverri stöð koma fram nánari upplýsingar um stöðina. Með þessum niðurstöðum er hægt að áætla þá möguleika sem viðkomandi staður Marta Birgisdóttir landfræðingur hefur rannsakað hvar hægt er að nýta býður upp á miðað við 1 km radíus frá mælistöð og/eða myllu. vindorku til framleiðslu raforku á Íslandi. Góðir möguleikar á að virkja vindorkuna Marta Birgisdóttir landfræðingur hefur nýlokið mastersritgerð sinni í landafræði við Kaupmannahafnarháskóla í Danmörku þar sem hún kannaði hverjir möguleikar væru á Íslandi til að nýta vindorku til framleiðslu á raforku. Marta bjó til svokallaðan vindatlas svo nú er hægt að kanna nánar álitleg landsvæði og rannsaka svæðin nánar til mögulegrar orkuöflunar. Verkefni Mörtu hefur staðið yfir síðastliðin fjögur ár og er samstarfsverkefni Veðurstofu Íslands og Orkustofnunar en Marta hefur starfað á báðum stöðum. Á vef Gagnavefsjár Orkustofnunar www. gagnavefsja.is er nú hægt að sjá vindhraða í þremur hæðum og spá fyrir um mögulega ársframleiðslu raforku alls staðar á landinu sem Marta hefur kortlagt. Þegar ég starfaði á Veðurstofunni árið 2001 kom þessi hugmynd fyrst upp og ég sló til. Þetta er búið að vera stórt og fjölbreytt verkefni sem fólst í rannsóknarvinnu, því að fara á staðina, punktamæla, skrá niðurstöður og vinna úr þeim. Ég notaði gögn frá hátt í 200 sjálfvirkum veðurstöðvum um allt land. Í rannsókninni notaðist ég við forrit sem kallast WAsP (Wind Atlas and Analysis Program). WAsP er vel þekkt danskt líkan þar sem notast er við veðurfarsleg og landfræðileg gögn til útreikninga á vindorkuspám, segir Marta. Gæti nýst bændum vel Tilgangur rannsóknarinnar er að sýna fram á að vindorka gæti orðið nýr orkugjafi á Íslandi og niðurstöður rannsóknarinnar auka við þekkingu okkar á auðlindum landsins. Vindorka er endurnýjanleg orkulind og virkjun hennar er afturkræf og mengunarlaus. Við höfum verið með og erum með ódýra raforku í vatnsafli og jarðvarma og þess vegna hefur sennilega ekki verið hugsað til þess möguleika áður hérlendis að virkja vindinn, það hefur ekki verið þörf fyrir þetta. Þetta er grunnrannsókn um vindorku og við verðum að byrja einhvers staðar, segir Marta. Spurð hverjum niðurstöðurnar gætu komið að góðum notum svarar hún: Það sem hefur breyst með nýjum raforkulögum er að nú geta menn farið að framleiða sjálfir heima og selt inn á netið, sem var ekki í boði áður. Upplýsingarnar gætu nýst bændum vel og fólki sem býr á afskekktum stöðum því það gæti lækkað raforkukostnaðinn verulega að virkja vindinn hjá sér. Eins væri hægt að hafa þetta sem aukabúgrein og selja inn á netið. Það eru t.d. margir bændur í ferðaþjónustu eða með litlar verksmiðjur og því fylgir mikill raforkukostnaður svo þetta væri ekki slæmur kostur fyrir þessa aðila. Margir ákjósanlegir staðir á landinu Nú þegar vindatlas Mörtu er tilbúinn er sá möguleiki fyrir hendi að kanna nánar svæðin sem koma til greina og rannsaka þau betur til mögulegrar orkuöflunar. Vindatlasinn sýnir uppreiknuð gögn, meðalhraða og þéttleika vindsins miðað við grunngögn. Það eru margir staðir ákjósanlegir á landinu og erfitt að benda á einhvern einn sem heppilegastan til virkjunar á vindorku en Suðurlandsundirlendið og Snæfellsnes komu vel út í mælingum. Meðalvindur stöðva sem mældar voru liggur á bilinu 5-11,5 m/s. Meirihluti stöðva, eða um 86%, eru á bilinu 6-10 m/s. Telja má þessar niðurstöður jákvæðar þar sem stórar myllur þurfa að lágmarki 7 m/s meðalvindhraða til keyrslu. Hægt er að starfrækja minni myllur (30 m) í minni meðalvindhraða eða allt frá 5 m/s. Næsta skref til að þessi rannsóknarvinna nýtist liggur hjá einstaklingum ef þeir hafa svæði og áhuga á að setja upp vindmyllur hjá sér, útskýrir Marta og nefnir dæmi: Sem dæmi má nefna veðurstöðina í Þykkvabæ á Suðurlandi. Kortlagður meðalvindhraði á svæðinu er frá 7,2 m/s upp í 9,3 m/s. Uppreiknaður meðalvindhraði á þeirri stöð í 55 m hæð er 8,52 m/s. Nýtingarhlutfall myllunar á þessum stað er 56% af uppsettu afli og sé miðað við að sett yrði upp 850 kw mylla frá Vestas á þessum stað, sýnir vindatlasinn að mögulegt væri að framleiða um 3,2 GWh rafmagns á ári. Þegar gert er ráð fyrir að meðalheimili noti um 4,5 MWh á ári, gæti ein slík mylla séð 711 heimilum fyrir raforku. Til dæmis eru 289 heimili á Hellu og 306 á Hvolsvelli þannig að ein 850 kw vindmylla við Þykkvabæ gæti fræðilega framleitt raforku fyrir öll heimili þessara tveggja sveitarfélaga. (Allar nánari upplýsingar um verkefnið og framkvæmd veitir Sigurður Ingi Friðleifsson, framkvæmdastjóri Orkuseturs á Akureyri.) ehg

17 17 Aðsókn að minjasafninu með besta móti Ný safnstýra á Hnjóti í Örlygshöfn tekin tali Í vor tók Sigurbjörg Ásgeirsdóttir við sem safnstýra á Hnjóti í Örlygshöfn. Sigurbjörg er frá bænum Víghólsstöðum í Dalasýslu. Hún lauk BA-prófi í stjórnmála- og atvinnulífsfræði við Háskóla Íslands árið 2003 og hefur síðan stundað þar MA-nám í opinberri stjórnsýslu og kynjafræði. Tíðindamaður blaðsins leit inn í Minjasafnið á Hnjóti á dögunum og spurði Sigurbjörgu hvernig hún hefði fengið þetta starf.,,ástæðan er sú að sumarið 2006 var vinkona mín, Birna Lárusdóttir frá Efri-Brunná, safnstjóri hér. Hana vantaði starfsfólk og það varð til þess að ég kom hingað og vann við safnið í sumarfríinu mínu. Svo þegar í ljós kom að Birna ætlaði ekki að halda áfram hér, var mér boðið starfið í eitt ár og er ráðin fram í mars á næsta ári. Við vinnum hérna sex yfir háannatímann, frá miðjum júní og fram í miðjan ágúst. Í sumar hafa þetta eingöngu verið stúlkur og allar nema ein héðan úr sveitinni. En auk þess að sýna fólki safnið erum við með veitingasölu; kaffi, gos og sér-vestfirska framleiðslu, hveitikökur sem eru bakaðar á Patreksfirði og einnig rúgkökur sem koma frá Tálknafirði. Fundir framundan hjá hrossaræktendum Aðalfundur Félags hrossabænda verður haldinn í Sunnusal Hótel Sögu, föstudaginn 9. nóvember nk. Á dagskrá verða hefðbundin aðalfundarstörf, auk þess sem flutt verða fróðleg erindi er varða málefni hrossaræktarinnar. Rétt til fundarsetu eiga fulltrúar frá öllum aðildarfélögum FHB, sem eru níu talsins víðs vegar um land. Dagskrá aðalfundarins verður birt á heimasíðu félagsins, www. fhb.is þegar nær dregur. Daginn eftir aðalfundinn verður svo hin árlega hrossaræktarráðstefna fagráðs haldin, en þar verða að venju fluttir fyrirlestrar og fjallað um rannsóknir innan greinarinnar. Þar verða einnig veitt verðlaun fyrir hryssur sem hlotið hafa heiðursverðlaun fyrir afkvæmi samkvæmt útreikningum kynbótamats. Þessi verðlaun hafa áður verið veitt á Landsmótum hestamanna, en nú hefur fagráð í hrossarækt ákveðið að fella þann lið niður á LM enda oft erfitt að fá hryssurnar og afkvæmi þeirra á mótsstað til sýningar. Að kvöldi 10. nóvember munu hestamenn svo gleðjast saman á uppskeruhátíð á Broadway þar sem útnefndir verða knapar ársins í öllum flokkum og ræktunarbú ársins. Af vettvangi Félags tamningamanna er það að frétta að þar er unnið að undirbúningi vetrardagskrár á sviði námskeiða og endurmenntunar og stefnt er að því að halda aðalfund FT laugardaginn 8. desember nk. á Hótel Sögu, en nánara fyrirkomulag þess fundar verður kynnt síðar. HGG Svo er auðvitað með þessu álegg, hangikjöt og reyktur silungur. Þetta eru svona þjóðlegar veitingar, en aðeins gos og lítilsháttar af sælgæti með. Við erum líka með svolítið af minjagripum og einnig nokkrar bækur sem tengjast þessu svæði. Auk minjasafnsins sýnum við fólki flugminjasafnið ef það óskar eftir, en það er alveg sér í flugskýli og flugstöðvum hér örskammt frá. Hvernig hefur aðsóknin verið í sumar?,,það hefur verið alveg einstök veðrátta hér í sumar. Aðsókn hefur verið með mesta móti, milli fjögur og fimm þúsund manns. Mér skilst að aðsókn hafi oft verið um fjögur þúsund. Það fer alltaf svolítið eftir veðrinu hér hvort straumur ferðafólks liggur hingað. Ég held að ferðaþjónustuaðilum hér vestra beri Birna Þórðardóttir frá Geirmundarstöðum á Skarðsströnd tv. og Sigurbjörg Ásgeirsdóttir safnstjóri í safninu á Hjóti í sumar. Ljósm. ÖÞ saman um að mjög margir hafa lagt leið sína hingað vestur í sumar. Eru einhverjar nýjungar í starfsemi safnsins?,,það má alveg segja frá samstarfsverkefni sem við erum í ásamt nokkrum ríkjum við norðanvert Atlantshaf. Markmiðið með þessu er að varðveita strandmenningu. Það kom í okkar hlut að smíða bát. Hann var smíðaður í Sjóminjasafninu í Reykjavík og það gerði Agnar Jónsson bátasmiður. Margrét Gunnlaugsdóttir, þjóðfræðingur og hönnuður, handsaumaði svo seglið á bátinn. Og það er gríðarlega fallegt. Bátinn settum við svo upp fyrir safnadaginn í sumar; höfðum hann hér til sýnis og hann hefur vakið mikla athygli enda er þetta mjög fallegur gripur og handbragðið á smíðinni listilegt. Svo eru alltaf að bætast við gripir í safnið. Fólk finnur sífellt eitthvað í gömlu dóti sem jafnvel hefur ekki verið hreyft um árabil, jafnvel áratugi. Þarna leynast oft skemmtilegir munir og sem betur fer man fólk hér á svæðinu eftir minjasafninu og hringir þá gjarna og spyr hvort við höfum áhuga á að fá viðkomandi grip. Þetta á í raun líka við brottflutt fólk sem oft kemur færandi hendi hingað, sagði Sigurbjörg safnstýra að lokum. ÖÞ

18 18 Móttökustaðir fyrir ull og afhending umbúða Söfnunarstaður Flutningsaðili Sími Ullarpokar fást hjá Mosfellsbær Ístex hf. Völuteig Ístex hf. Völuteig 6. Borgarnes Magnús Kristjánsson KB. Byggingavörur s Snæfellsnes Velverk. Ystu Görðum Ragnar og Ásgeir, Grundarfirði s Búðardalur KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Saurbær KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Króksfjarðarnes KM þjónustan Búðardal KM þjónustan Búðardal Barðaströnd Barði Sveinsson / Nanna á Patró Barða Sveinssyni, Innri-Múla Þingeyri Löndunarþjónustan Ísafirði Neðri Hjarðardalur s Flateyri Löndunarþjónustan Ísafirði Löndunarþjónustan Ísafirði Ísafjarðardjúp Löndunarþjónustan Ísafirði Löndunarþjónustan Ísafirði Hólmavík Strandafrakt Kaupfélag Str. Hólmavík, Norðurf. og Drangsn. Bitrufjörður Strandafrakt Borðeyri Strandafrakt Þórarinn Ólafsson, Bæ 1 Hvammstangi Ullarþvottastöð Kaupfélag V-Hún, pakkhús. S Blönduós Ullarþvottastöð Vörumiðlun á Blönduósi Sauðárkrókur Ullarþvottastöð Kaupfélag Skagfirðinga, Verslunin Eyri. Akureyri Vökvaþjónusta Eyþórs: hofnin@kopasker.is Bústólpi- Haukur. Oddeyrargötu Húsavík Vökvaþjónusta Eyþórs: hofnin@kopasker.is Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti Mývatn Vökvaþjónusta Eyþórs: hofnin@kopasker.is Úddi Fóðurvöruverslun. Trausti Kópasker Vökvaþjónusta Eyþórs: hofnin@kopasker.is Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri Þórshöfn Vökvaþjónusta Eyþórs: hofnin@kopasker.is Vökvaþjónusta Eyþórs, Kópaskeri Vopnafjörður Anton Gunnarsson Anton Gunnarsson Egilsstaðir / Austfirðir Baldur Grétarsson Fóðurblandan, Egilsstöðum Höfn Eimskip. Höfn Eimskip. Höfn Vík Auðbert og Vigfús Auðbert og Vigfús Hvolsvöllur Þórður Jónsson Flytjandi Þórður Jónsson. Flytjandi Flúðir Flytjandi Flúðaleið Selfoss Fóðurblandan s Veruleg gæðavandamál í ull af lömbum Eins og ullarmatsnefnd greindi frá í Bændablaðinu fyrr á þessu ári hefur mikið borið á göllum í lambaull sem bændur hafa sent til vinnslu hjá Ístex. Það lætur nærri að um helmingur hennar hafi verið felldur í annan flokk H-2. Margir virðast pakka lambaullinni án þess að flokka hana og það veldur vandræðum í þvotti og vinnslu. Til þess að hægt sé að halda uppi gæðum lambaullar er nauðsynlegt að fara yfir alla poka og tína frá gallaða ull áður en ullin fer í þvott. Þetta skapar aukna vinnu og tafir við þvottinn. Oftast er aðeins hluti af lambaullinni gallað en í sumum tilfellum er óhjákvæmilegt að fella alla lambaull frá viðkomandi innleggjanda niður í annan flokk (H2). Af þessu tilefni er rétt að minna á að sérstök flokkun lambaullar var tekin upp haustið 2004 sem tilraun til að halda til haga bestu ullinni. Samkvæmt lýsingu á lambaullarflokknum á eingöngu að setja Ráðstefnan Hrossarækt 2006 Ráðstefnan Hrossarækt 2007 verður haldin í Súlnasal, Hótel Sögu, laugardaginn 10. nóvember og hefst kl. 13:00. Ráðstefnan er öllum opin sem láta sig íslenska hrossarækt varða jafnt fagfólki sem áhugamönnum. Ráðstefnustjóri: Víkingur Gunnarsson. Dagskrá: 13:00 Setning - Kristinn Guðnason formaður Fagráðs í hrossarækt 13:05 Hrossaræktarárið 2007 Niðurstöður kynbótamats - Guðlaugur V. Antonsson, hrossaræktarráðunautur BÍ 13:30 Heiðursverðlaunahryssur :00 Tilnefningar til ræktunarverðlauna :15 Erindi: - Uppruni íslenska hestsins, Gunnfríður Elín Hreiðarsdóttir, LBHÍ - Fortamningar hrossa, Anton Páll Níelsson, Háskólanum á Hólum - Litir og litbrigði íslenska hestsins, Guðni Þorvaldsson, LBHÍ og Guðrún Stefánsdóttir, Háskólanum á Hólum 15:30 Kaffihlé 16:00 Umræður orðið laust um erindin og ræktunarmál almennt 17:00 Ráðstefnuslit Fagráð í hrossarækt Svona lítur hrein og falleg lambaull út. í þann flokk vel hvíta ull sem er algerlega laus við rusl, heymor eða húsagulku. Á þessu hefur orðið misbrestur, sérstaklega varðandi óhreinindi, húsagulku og jafnvel klepra. Einnig hefur borið á ull með litamerkingum (úðabrúsalitur). Þessi litur fer ekki úr í þvotti þrátt fyrir fullyrðingar þar um á umbúðum. Þegar þannig háttar til að menn neyðast til að hýsa vegna óveðurs og þurfa e.t.v að bíða eftir rúningi, þá er alveg nauðsynlegt að yfirfara öll reyfi og taka frá jaðra með óhreinindum og öðrum göllum. Stundum eru húsvistarskemmdir orðnar það áberandi að ull af lömbum verður að fara í annan flokk (H2). Nær aldrei er hægt að reikna með því að öll reyfi geti farið athugasemdalaust í lambsullarflokkinn. Hrein og óskemmd lambaull er án efa allra besta ull sem völ er á til vinnslu hér á landi enda er hún bæði fínni og mýkri en ull af fullorðnu fé. Nauðsynlegt er að vanda flokkun til þess að þessi ull nýtist sem slík og því hvetur ullarmatsnefnd bændur til að vanda sig sérstaklega við flokkun lambaullar. Fræddust um tölvur og tölvumál BÍ Á dögunum komu vaskir piltar úr 10. bekk í Austurbæjarskóla í starfsþjálfun til tölvudeildar BÍ þar sem þeir fræddust um starfsemina. Hér eru þeir með Jóni Baldri Lorange, forstöðumanni tölvudeildar, talið frá vinstri: Sverrir Páll Sverrisson, Hannes Linh Trong Nguyen, Róbert Aceto, Ragnar Bjarni Stefánsson og Helgi Helgason. Sköpunargleði ungra kokka nýtur sín Nýverið kom út hjá Fjölva Matreiðslubók barnanna sem er mjög aðgengileg og skilvirk matreiðslubók fyrir börn á öllum aldri og fyrir kokka sem eru að stíga sín fyrstu skref í eldhúsinu. Farið er yfir mikilvægi þess að hugsa vel um líkamann og passa upp á að hann fái öll þau næringarefni sem eru honum nauðsynleg. Einnig má finna í bókinni útskýringar á algengum eldhúsorðum, fróðleik og fræðslu um hugtök og hráefni. Bókin skiptist í fimm meginkafla; morgunmat, léttar máltíðir, aðalrétti, eftirrétti og bakstur. Áhersla er lögð á einfaldan og hollan mat en auðvitað líka það sem börnum finnst girnilegt og gott. Hver uppskrift er útskýrð skref fyrir skref með myndum og þægilegum texta sem talar beint til barnanna. Gefin eru góð ráð og ýtt undir sköpunargleði og sjálfstæði því smekkur barna er misjafn og auðvitað mega þau sjálf velja uppáhaldsávextina sína í salatið og sleppa rúsínunum í lummurnar. Kóngsvegurinn merktur Árnesingafélagið í Reykjavík hefur sent sveitarstjórn Hrunamannahrepps erindi um Kóngsveginn þar sem félagið leitar eftir samstarfi og áliti sveitarstjórna, m.a. um merkingu vegarins. Hreppsnefnd lýsti yfir ánægju sinni með framtakið á síðasta fundi sínum og óskaði eftir samstarfi um staðsetningu merkisins og vísaði málinu til ferða-, menningar- og æskulýðsnefndar sveitarfélagins. Í tilefni af heimsókn Friðriks VII, Danakonungs til Íslands 1907 var dýrasti vegur Íslandssögunnar, Kóngsvegurinn, lagður um uppsveitir Árnessýslu sem nú stendur til að merkja í bak og fyrir. MHH

19 19 Haustþing Sambands garðyrkjubænda: Samband garðyrkjubænda auglýsir:,,framtíð garðyrkjunnar á Íslandi HAUSTFUND GARÐYRKJUNNAR nóv kl. 12:00-18:00 í Iðusölum, Lækjargötu 2a, Reykjavík, 4. hæð (Nýja Bíó) Dagskrá: 12:00 Setning þingsins Ávarp Guðna Ágústssonar, landbúnaðarráðherra Garðyrkja á Íslandi staða og framtíð Magnús Á. Ágústsson garðyrkjuráðunautur gerir grein fyrir stöðu einstakra greina garðyrkjunnar. Hvernig kemur garðyrkjan út úr líklegum breytingum á nær- og fjarumhverfi hennar? Forskning i Finland - teori och praktik Mona-Anitta Riihimäki frá tilraunastöð Martens Trädgårdsstiftelse í Finnlandi, um reynslu og framtíðarsýn í tilraunamálum í Finnlandi Stefna LBHÍ í tilraunamálum garðyrkju Áslaug Helgadóttir, aðstoðarrektor rannsóknarmála við LBHÍ 14:10 Kaffihlé Viðskipta- og tollaumhverfi garðyrkjunnar Ólafur Friðriksson um aðkomu stjórnvalda að garðyrkjunni Hva skjer i norsk gartnerinæring - hvordan møter vi konkurransen fra utlandet? Jon Röine, frkvstj. Norsk gartnerforbund um þróunina í garðyrkjugreinunum í Noregi, samkeppni frá innflutningi, tollamál, útlitið framundan, WTO og ESB 16:00 Pallborðsumræður og fyrirspurnir 17:00 Kokteill í boði Landbúnaðarráðuneytisins og léttar veitingar Fundarstjóri: Þórhallur Bjarnason, form. SG Vinsamlegast tilkynnið þátttöku Skráning á netfanginu helgahauks@gardyrkja.is eða í síma Setning fundarins Staða garðyrkjunnar Veðurspá fram eftir öldinni Kaffihlé Sóknarfæri ylræktarbænda í lífrænni aðlögun Umræður og önnur mál Léttar veitingar Vallagerðisbræður Land/jörð óskast Hef kaupanda að jörð/landi á Suðurlandi fyrir skógrækt. Lágmarksstærð er 70 hektarar. Má vera án húsa. Staðgreiðsla. Upplýsingar veitir: Ragnar Tómasson Sími

20 20 Utan úr heimi Aukin áhersla á matvælaöryggi í ESB Kýr í ESB verða örmerktar ESB hefur unnið að því nú um nokkurra ára skeið að koma á fót sínu eigin staðsetningarkerfi til mótvægis við bandaríska GPSstaðsetningarkerfið. Evrópska kerfið hefur fengið nafnið Galileó og samanstendur af 30 gervihnöttum. Tilgangurinn með því er að gera Evrópu óháða bandaríska kerfinu, sem nú er eitt um hituna. Þá er ætlunin að Galileó-kerfið verði mun nákvæmara en GPS-kerfið, þannig að jafnvel verði unnt að láta dráttarvélar stjórnast af því svo sem við sáningu og áburðardreifingu. Áætlað er að kostnaður við Galileó-kerfið muni verða um 3,4 milljarðar evra og af þeirri upphæð vantar enn 2,4 milljarða. Samkvæmt upphaflegum áætlunum var gert ráð fyrir að fyrirtæki í Evrópu legðu fram þá upphæð en þau hafa nú gefið það frá sér. Yfirmaður samgöngumála í framkvæmdastjórn ESB, Jacques Barrot, hefur nú lagt fram þá hugmynd að féð verði tekið af ónotuðum framlögum til landbúnaðar hjá ESB. Jacques Barrot bendir á að þessi lækkun framlaga muni í ár nema 1,7 milljörðum evra og á næsta ári væntanlega 0,5 milljörðum, þannig að viðbótarframlag ESB yrði aðeins 0,3 milljarðar evra. Hann bendir á að lægri framlög til landbúnaðar megi rekja til hækkandi verðs á búvörum en ekki minni stuðnings við hann. Framkvæmdir við Galileóverkefnið hafi tafist verulega. Upphaflega var áætlað að kerfið yrði tekið í notkun árið 2008 en fyrsti gervihnötturinn var sendur á loft árið Nú er stefnt á að kerfið verði tilbúið árið Skekkjumörk þess á staðsetningum eiga einungis að vera fáeinir sentimetrar. Landsbygdens Folk Framkvæmdastjóri ESB vill Tillagan um rafrænar merkingar feta í fótspor Bandaríkjanna og Ástralíu og taka í notkun rafræna skráningu á jórturdýrum. Unnt er að koma við þessari skráningu með því að örmerkja gripina. Framkvæmdanefndin mun nú forma reglurnar í smáatriðum. Tillagan fellur að áætlun ESB um bætt heilbrigði búfjár. Sambandið hefur ákveðið að á árabilinu verði efldar fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir að búfjársjúkdómar nái að dreifa sér og lágmarka afleiðingarnar ef þeir stinga sér niður. er ein af mörgum atriðum í framkvæmdaáætluninni. Framkvæmdastjóri heilbrigðismála hjá ESB, Markos Kyprinaou, telur að víðtækt rafrænt merkingakerfi sé lykillinn að öruggri og fljótvirkri skráningu gripanna. Kerfið á í upphafi að ná yfir nautgripi, sauðfé og geitur. Upplýsingum verður safnað í miðlægan gagnagrunn. Skepnan fær örmerki sem komið er fyrir undir húð hennar. Við greininguna er síðan notaður skanni sem komið er fyrir t.d. þar sem gripurinn er rekinn inn í slát- Nýtt evrópskt gervihnattakerfi urhús. Þá er einnig unnt að greina gripinn með handskanna úti á beit og við flutninga. Fyrirbyggjandi aðgerðir til að koma í veg fyrir búfjársjúkdóma Kerfið býður upp á að skrá allar upplýsingar sem máli skipta í lífsferli skepnunnar. Nokkur býli í Þýskalandi og Austurríki eru þegar farin að setja örmerki í gripi. Markos Kyprinaou bendir á að almenningur verði sér æ meðvitaðri um mikilvægi heilbrigðis búfjárins. Það hefur víða áhrif, svo sem á heilsu fólks, matvælaöryggi, afkomu og siðferðileg viðhorf, svo sem hvað varðar dýravelferð. Nýju reglurnar taka tillit til nýrra strauma í þjóðfélaginu, svo sem stækkunar ESB, nýrra búfjársjúkdóma innan sambandsins og vaxandi viðskipta með búfé og búfjárafurðir. Með nýju reglunum vill ESB gera varúðarráðstafanir til að draga úr áhættu fyrir þjóðfélagið. EFSA, matvælaöryggisstofnun ESB, verða þannig falin aukin verkefni og núverandi skipulag rannsókna- og efnagreiningarstofa verður endurskoðað. Þá fá opinber rannsóknaverkefni aukinn stuðning, svo sem til að þróa ný bóluefni. Að lokum má geta þess að Framkvæmdastjórnin hyggst efla rannsóknir á sjúkdómum sem geta borist frá fjarlægum stöðum og geta skaðað heilsu fólks. Evrópuþingið og ráðherraráð ESB munu fjalla um að taka afstöðu til þessa verkefnis fyrir lok þessa árs. Landsbygdens Folk Lítið um hjónaskilnaði og veikindaforföll í norskum landbúnaði Samkvæmt viðhorfskönnun eru níu af hverjum tíu bændum í Noregi ánægðir með starf sitt og þeir koma einnig vel út í samanburði við aðrar stéttir að öðru leyti. Þannig er þar minna um hjónaskilnaði en í öðrum stéttum. Í hópi karlmanna í bændastétt var skilnaðarprósentan 0,5 árið 2005, samkvæmt upplýsingum frá hagstofu Noregs. Í öðrum stéttum var hún 0,7-0,9%. Skilnaður meðal kvenna í bændastétt var enn minni þetta ár, eða 0,3%, en meðal flestra annarra stétta var þetta hlutfall 0,7-0,9%. Næst komu konur sem unnu verslunarstörf og á veitingahúsum og hótelum. Þar var skilnaðarhlutfall 0,6% eða tvöfalt hærra en meðal bænda. Í öðrum stéttum var skilnaðarhlutfall kvenna 0,7-1,0%. Heilsufar bænda Veikindaforföll meðal bænda eru einnig minni en í öðrum stéttum, samkvæmt upplýsingum frá eftirlitsstofnun landbúnaðarins, Statens landbruksforvaltning, SLF. Bændur eiga rétt á forfallaþjónustu þegar þeir veikjast og samkvæmt skýrslum um þessa þjónustu frá SLF var fjarvera norskra bænda vegna veikinda innan við 2,7% árið Skýrslur sýna að fjarvera annarra stétta frá vinnu var um 6% á fyrri helmingi ársins 2006, samkvæmt upplýsingum frá Hagstofu Noregs. Bændur sem sjálfstæðir atvinnurekendur eru ekki með í yfirliti Hagstofunnar en launamenn sem starfa í landbúnaði eru þar meðtaldir og veikindafjarvera þeirra er mun minni en meðal annarra launastétta. Aage Ramsfjell, sem sér um greiðslur hjá SFL vegna veikindafjarveru í landbúnaði, telur að ánægja manna með starf sitt hafi áhrif á hve veikindafjarvera í landbúnaði er lítil. Nationen Sláturþjónn, sbr. mjaltaþjónn Í Þýskalandi er nú verið að hanna næstum því alsjálfvirka slátrunarflæðilínu með hjálp róbóta. Sláturhúsið Weissfleisch, sem sérhæfir sig á slátrun svína, er langt komið með að hanna slíka línu, ásamt róbótaframleiðandanum Kuka, að sögn blaðsins Jordbrugsaktuelt. Grísirnir koma á færibandi þar sem fjórir róbótar taka við þeim. Lasergeislakerfi er tengt framleiðslulínunni gefur róbótunum upplýsingar um grísinn og tölva reiknar eldsnöggt út hvernig fara eigi með hann og hluta hann í stykki. Róbótarnir eru einnig á leið út á akrana. Á rannsóknamiðstöðinni Bygholm í Danmörku var nýlega kynntur róbót sem sér bæði um áburðardreifingu á akra og að sprauta þá. Þessi gerð af róbóti nefnist Hortibot og er hannaður fyrir bændur sem stunda lífræna ræktun. Þó er áætlað að nokkur ár líði áður en hann verður tekinn í almenna notkun á dönskum ökrum. Nationen Verksmiðjubú í landbúnaði standast ekki Verksmiðjubúskapur í búfjárrækt hófst snemma á síðustu öld í Bandaríkjunum þegar búfé frá Vesturríkjunum var flutt í sláturhús nær austurströndinni þar sem kjötvinnslan fór einnig fram. Önnur tímamót urðu þegar John Tyson í Arkansas hóf að flytja kjúklinga sína árið 1936 um þúsund km vegalengd norður á bóginn til Chicago, þar sem verðið var hærra. Hann lagði grunninn að því allur framleiðsluferillinn væri á einni hendi, þ.e. allt frá fóðurframleiðslu, fóðrun, flutningum, slátrun og kjötvinnsla. Fyrirtækið Tyson Foods varð seinna eitt stærsta fyrirtæki á þessu sviði í Bandaríkjunum, en þarlendir kjúklingabændur urðu fyrstir til að verksmiðjuvæða búskap sinn, reisa gríðarstórar byggingar fyrir fuglana með raflýsingu, koma upp sjálfvirkri fóðrun og stytta eldistímann eftir því sem unnt var. Snemma á 7. áratugi síðustu aldar voru síðan stofnuð verksmiðjubú í svínarækt og holdanautarækt í Bandaríkjunum. Ríkisstyrkir og ódýr maís og sojabaunir hafa stuðlað að hagkvæmni verksmiðjubúskapar. Jafnframt hefur sameining allra framleiðsluþátta undir einn hatt valdið því að fyrirtækjum í þessari grein hefur fækkað um leið og þau hafa stækkað. Tyson Food er stærsta kjötframleiðslufyrirtæki í heimi með 26 milljarða dollara ársveltu og starfsemi í fjölda landa, bæði iðnríkjum og þróunarlöndum. Annað bandarískt fyrirtæki í sömu grein. Smithfield Food, hefur komið sér fyrir í Póllandi, þar sem það rekur 29 svínabúgarða og slátrar þar 1,3 milljón svínum árlega. Þessi starfsemi hefur hins vegar ekki verið hagstæð fyrir Pólverja. Verksmiðjubúin hafa valdið miklum skaða á umhverfinu, sem og offramleiðslu á svínakjöti í landinu. Verð á svínakjöti í Póllandi hefur hríðfallið og valdið því að margir smáframleiðendur hafa gefist upp. Á hinn bóginn hafa Þjóðverjar og Hollendingar stofnað verksmiðjubú í svínarækt í Bandaríkjunum, þar sem minni kröfur eru gerðar í umhverfismálum og um notkun hjálparefna í framleiðslunni en í Evrópu. Verksmiðjubú nota mikið af vatni, orku úr jörðu, korni, sojabaunum og öðru hágæðapróteini. Af sojabaunaframleiðslu í heiminum fara nú 80% í fóður búfjár. Í Brasilíu eru regnskógar ruddir til að afla fóðurs fyrir nautakjötsframleiðslu. Afleiðingin er jarðvegseyðing. Verksmiðjubú þurfa að losa sig við óhemjumagn af úrgangi, skít og þvagi, sem inniheldur köfnunarefni, fosfór og fleiri efni sem menga umhverfið og grunnvatnið. Þá berst mikið af metan og N-samböndum frá þeim út í andrúmsloftið og veldur þar gróðurhúsaáhrifum. Verksmiðjubú nota mikið af fúkkalyfjum, hormónum og fleiri tilbúnum efnum sem menga umhverfið og skaða heilsu manna og dýra. Jafnframt fjölgar í umhverfinu sýklum sem eru ónæmir fyrir lyfjum. Verksmiðjubú valda streitu meðal búfjárins, mótstaða þess gegn sjúkdómum minnkar og afurðir þeirra að versna að gæðum. Ljóst er að verksmiðjubú eru á margan hátt ekki sjálfbær. Bóndi með gyltur getur ráðstafað áburðinum frá þeim á sjálfbæran hátt, en bóndi með 500 gyltur, hvað þá 20 þúsund getur það ekki. Í Bandaríkjunum eru til heil stöðuvötn með úrgangi frá svínabúum. Þar hafa varnargarðar brostið og úrgangurinn dreifst um stór svæði með skelfilegum afleiðingum, m.a. fyrir grunnvatnið. Sem betur fer vex nú áhugi á því að snúist verði gegn þessari þróun. Þannig hefur ESB bannað notkun á vaxtaraukandi fúkkalyfjum og hormónum í búfjárrækt og hertar hafa verið reglur um meðferð búfjáráburðar og aðbúnað búfjárins. Þá styður Alþjóðabankinn ekki lengur stofnun verksmiðjubúa í þróunarlöndum. Hins vegar skortir enn harðar reglur um hámarksstærð verksmiðjubúa. Ljóst er að fyrir hendi er ónýttur markaður fyrir kjöt, mjólk og egg sem framleitt er á sjálfbæran hátt. Framleiðendur þessara vara þurfa hins vegar að skipuleggja sig betur, bæta vottun varanna og vinna nánar með samtökum neytenda og verslanakeðjum. Verksmiðjubúskapur hefur verið hagkvæmur hingað til þar sem sá skaði sem hann veldur á umhverfinu kemur ekki fram í verðinu. En þetta er að breytast og það bætir samkeppnisstöðu sjálfbærs búskapar innan ramma fjölskyldubúrekstrar. Landsbygdens Folk

21 21 Starfsmaður óskast í sveit Það er mánudagsmorgunn og síminn hringir. Eruð þið ekki með svona ráðningarþjónustu, segir röddin í símanum. Ég er nefni- lega að leita eftir starfsmanni. Eftir að ég hef svarað játandi, heldur viðmælandi minn áfram: Ég þarf helst að fá einhvern sem getur mjólkað, og svo væri ekki verra ef viðkomandi kynni að keyra traktor. Það liggur soldið á þessu, þar sem fyrri starfsmaður er að hætta. Best væri því ef viðkomandi gæti byrjað fljótlega og helst verið sem lengst. Ég hika augnablik og hef svo að útskýra ráðningaferlið fyrir viðmælanda mínum. Engar grænmetisætur, takk! Eitt fyrsta skrefið í ráðningaferli er að skrá niður upplýsingar um býlið, t.d. fjölda dýra. Starfsmaður í sveit býr yfirleitt hjá fjölskyldunni og því er spurt um fjölskylduaðstæður s.s. hversu mörg börn eru á heimilinu og húsnæði. Næst eru teknar niður upplýsingar um starfið sjálft og hvers ætlast er til af starfsmanninum. Vegna þess að starfsmaðurinn býr hjá fjölskyldunni koma oft fram séróskir, t.d. að viðkomandi reyki ekki, sé barngóður eða kunni að elda. Grænmetisætur eru ekki vinsælar, enda gott íslenskt lambakjöt algengt á borðum íslenskra sveitabýla. Fjölhæfni kvenna Íslenskir bændur hafa einnig ákveðnar skoðanir á hvort kynið sé betra til landbúnaðarstarfa og ólíkt starfsbræðrum þeirra í öðrum löndum, eru konur miklu vinsælli en Gjafagrindur Erlendir starfsmenn í sveit Eygló Harðardóttir Ráðningaþjónustunni Nínukoti karlar. Kannski hefur það eitthvað með fjölhæfni íslenskra kvenna að gera, þar sem þær skutlast leikandi á milli heyskaparins og eldamennskunnar og því gert ráð fyrir að allar konur séu svona fjölhæfar. Ekki er óalgengt að það geti tekið 6-8 vikur að finna starfsmann og lengur ef kröfurnar eru miklar. Ráðningaþjónustur hafa yfirleitt gagnagrunn með upplýsingum um umsækjendur og er jafnan byrjað á að fara í gegnum hann til að finna rétta starfsmanninn. Ef það tekst ekki er auglýst í blöðum, á vefsíðum eða leitað til samstarfsaðila. Oft hafa bændur líka auglýst sjálfir í blöðum, áður en ákveðið er að leita til vinnumiðlunar. Rétti starfsmaðurinn Þegar fleiri en einn koma til greina í starfið er þeim yfirleitt forgangsraðað á grundvelli starfsreynslu og meðmæla og sá besti beðinn um að koma í viðtal og þá oft símleiðis. Ef allt gengur að óskum er gengið frá ráðningunni. Annars er talað við þann næsta og svo koll af kolli þar til að sá rétti finnst. Þegar samkomulag er komið ÁRMÚLA 11 Sími Lónsbakka Sími á um ráðningu á milli bónda og starfsmanns, er kominn á ráðningarsamningur því samkvæmt íslenskum lögum er munnlegur samningur jafngildur skriflegum. Því hefur bóndinn tekið á sig skyldur atvinnurekanda gagnvart launþega og umsækjandinn skyldur launþega gagnvart atvinnurekenda, jafnvel þótt ekki liggi fyrir skriflegur ráðningarsamningur. Skyldur bónda og starfsmanns Ef ætlunin er að ráðningin standi lengur en einn mánuð þarf að gera skriflegan ráðningarsamning. Hægt er að nálgast ráðningarsamning á bæði íslensku og ensku hjá Vinnumálastofnun, Samningur á milli starfsmanns bónda felur í sér bæði réttindi og skyldur. Starfsmaður lofar að vera á staðnum, vera tiltækur fyrir vinnuveitandann (ekki uppi í rúmi eða úti að njóta náttúrunnar), vinna vinnuna og helst allt þetta samtímis. Starfsmaður lofar einnig að hlýða bóndanum (innan skynsamlegra marka) og halda trúnað við hann. Trúnaðarskylda getur verið sérstaklega mikilvæg á sveitabæjum, þar sem starfsmaðurinn veit nánast allt um fjölskylduna og því áríðandi að ítreka þann þátt. Bóndi tekur á sig að greiða umsamin laun á réttum tíma og afhenda starfsmanni sundurliðaðan launaseðil. Almennur taxti Bændasamtakanna og Starfs greinasambandsins árið 2007 er kr. fyrir 173,33 stundir á mánuði. Hægt er að nálgast upplýsingar um launakjör á undir Félagssvið og á is undir Fyrir atvinnurekendur. Launaseðla er hægt að kaupa í flestum bókabúðum. Einnig getur verið hentugt að nota launaforrit og bjóða bæði DK hugbúnaður (www. dk.is) og HugurAx ( is) upp á hentug og tiltölulega ódýr forrit til að reikna út laun. SALA Tilboð óskast í lögbýlið Kollafjarðarnes á Ströndum ásamt 5.3 ærgildum. DÆLUR SEM DUGA Sala Kollafjarðarnes á Ströndum ásamt 5.3 ærgildum. Robin vatnsdælur eru léttar sjálfsogandi dælur á góðu verði. Afkastagetan er allt að lítrar á mínútu. Dælurnar eru fáanlegar með bensín- og díselmótor í stærðum frá 1 4 Um er að ræða lögbýlið Kollafjarðarnes á Ströndum ásamt 5.3 ærgildum. Um er að ræða landmikla hlunnindajörð og á henni er einbýlishús byggt úr steinsteypu árið 1925 stærð talin vera samkv. FMR 195.3m2 auk hálfbyggðs einbýlishúss sem byrjað var að byggja árið 1988 talið vera 197 m2 auk ýmissa annarra útihúsa (sjá upplýsingar og myndir á heimasíðu Ríkiskaupa, ). Kirkja og kirkjugarður sem áður voru á jörðinni hafa fengið afmarkað land úr jörðinni sem ekki fylgir en áskilinn er aðgangur að kirkju og kirjkugarði ásamt aðstöðu til þeirra endurbóta sem þörf verður talin á vegna viðhalds og endurbóta á vegi sem liggur að landi kirkjunnar. Á jörðini er lítið fjarskiptahús. Jörðin og húsakosturinn eru til sýnis í samráði við Ríkiskaup, Borgartúni 7, 105 Reykjavík í síma , en einnig má hafa samband við Björn Pálsson, s: og ef menn vilja skoða jörðina. Tilboðseyðublöð liggja frammi á sama stað ásamt reglum um frágang og útfyllingu á tilboðseyðublaði. Tilboð skulu berast á þar til gerðum tilboðseyðublöðum fyrir kl þann 7. nóvember 2007 þar sem þau verða opnuð í viðurvist þeirra bjóðenda er þess óska. Klettagarðar Reykjavík - Sími:

22 22 Á markaði Afkoma kúa- og sauðfjárbúa í 16 ár Búreikningar frá bændum hafa nú verið gerðir upp hjá Hagþjónustu landbúnaðarins í samfellt 16 ár. Fróðlegt er að skoða þróunina á þessum tíma frá ýmsum sjónarhornum. Umfjöllunin hér á eftir miðast við meðaltal allra búa sem komu til uppgjörs ár hvert og flokkuðust annars vegar sem hrein kúabú og hins vegar sem hrein sauðfjárbú. Fjárhæðir voru reiknaðar til verðlags ársin 2006 með vísitölu neysluverðs. Sem dæmi voru kúabúin 1991 að meðaltali með tæplega 86 þús. lítra fullvirðisrétt en rösklega 179 þús. lítra árið Bústærðin hefur þannig rétt rösklega tvöfaldast. Sauðfjárbúin voru með 313,5 ærgilda fullvirðisrétt eða kg að meðaltali árið 1991 en kg árið 2006 og framleiðsla þeirra það ár nam kg. EB Þús. kr. Úthlutun ESB tollkvóta fyrir tímabilið október 2007 til mars 2008 Breytt fyrirkomulag lofar góðu Miðvikudaginn 10. október sl. rann út tilboðsfrestur í endurúthlutaðan tollkvóta vegna innflutnings á landbúnaðarafurðum frá ESB fyrir tímabilið október 2007 til mars Fyrir nautakjöt var tekið tilboðum frá fimm fyrirtækjum um innflutning á kg á meðalverðinu 388 kr/kg. Fyrir svínakjöt var tekið tilboðum frá þremur fyrirtækjum um innflutning á kg á meðalverðinu 334 kr/kg. Tilboðum var tekið frá sjö fyrirtækjum í innflutning á kg á alifuglakjöti á meðalverðinu 367 kr/kg. Tilboðum var tekið frá sex fyrirtækjum í innflutning á kjöti í vöruliðum ex 0210 (kjöt og ætir hlutar af dýrum, saltað í saltlegi, þurkkað eða reykt o.s.frv), alls á kg á meðalverðinu 160 kr/kg. Þá var tekið tilboðum frá fjórum fyrirtækjum í innflutning á kg á osti og ystingi á meðalverðinu 437 kr/kg. Fyrir pylsur og þess háttar vörur úr kjöti (vörulið 1601) var tekið tilboðum frá fimm fyrirtækjum alls í kg á meðalverðinu 159 kr/kg. Í innflutning á öðru kjöti, hlutum af dýrum o.s.frv. (vöruliður 1602) var tekið tilboðum frá þremur fyrirtækjum alls í kg á meðalverinu 575 kr/kg. Nánari upplýsingar um niðurstöður útboðsins er að finna á heimasíðu landbúnaðarráðuneytisins, EB Breytt fyrirkomulag á úthlutun tollkvóta lofar góðu Við úthlutun á tollkvótum vegna innflutnings á landbúnaðarvörum frá ESB löndunum sl. vor kom í ljós að nokkur brögð voru að því að fyrirtæki buðu háar upphæðir í tollkvótann en stóðu síðan ekki við tilboð sín þegar til átti að taka. Þannig bauð t.d. eitt fyrirtæki 207 m.kr. en innleysti ekki kvótann. Leiddi þetta til þess að neytendur fengu ekki að fullu notið aukins vöruúrvals né hagstæðari viðskiptakjara eins og að var stefnt með útboðinu. Þetta kom sér einnig illa fyrir þau fyrirtæki sem þurftu á tollkvótanum halda en gátu ekki flutt landbúnaðarvörur inn á lægri gjöldum þar sem kvótinn var tepptur af þeim sem hæst buðu. Landbúnaðarráðuneytið, að tillögu ráðgjafanefndar inn- og útflutnings á landbúnaðarvörum, breytti því fyrirkomulagi útboðsins á þann veg, að til þess að tilboð teljist gilt skuli fylgja því ábyrgðaryfirlýsing banka, sparisjóðs eða vátryggingafélags, þar sem fram komi að viðkomandi ábyrgðarveitandi tryggi að tilboðsgjafi geti staðið við tilboð sitt. Þá þarf tilboðsgjafi sá er hæst býður að leysa til sín úthlutaðan tollkvóta með greiðslu andvirðis hans innan sjö daga frá dagsetningu tilkynningar um niðurstöðu útboðs. Hafi tilboðsgjafi ekki leyst til sín tollkvótann innan þessa tímafrests, er landbúnaðarráðherra heimilt að bjóða næstbjóðanda óinnleystan tollkvóta. Í lok síðustu viku fór fram end- urúthlutun á ESB tollkvótanum og var sú úthlutun gerð á grundvelli þessara nýju reglna. Niðurstaðan var sú að nítján tilboð bárust í tollkvótann, þar af voru sjö fyrirtæki sem ekki uppfylltu útboðsreglur varðandi ábyrgðaryfirlýsingu banka, sparisjóðs eða vátrygginga- g félags. Í útboðinu kom greinilega í ljós að fyrirtækin vönduðu sig betur og voru tilboðin einnig umtalsvert lægri en hafði verið í fyrri útboðum. Heildarfjárhæð útboðsins nam 144 m.kr. Þau tilboð sem nú bárust voru allt að 66% lægri nú en í vor og ætti það að skila sér í lægra verði til neytenda á þessum innfluttu vörum. Frétt frá landbúnaðarráðuneytinu Aðrar stærðir í rekstri og efnahag hafa síðan einnig tekið ýmsum breytingum. Á kúabúum virðist sem nokkur kyrrstaða hafi ríkt til 1998 þegar nýr samningur um mjólkurframleiðsluna tók gildi. Þá tóku fjárfestingar að aukast og jafnframt skuldir. Greiðslumark verður um og yfir 30% fjárfestinga frá og með árinu Skuldir vaxa samhliða en heldur hallar undan í afkomu mældri sem hagnaður fyrir laun eigenda. Aukning skulda og fjárfestingar taka síðan stökk frá og með árinu Kemur þar eflaust margt til. Í fyrsta lagi var lokið gerð nýs samnings um mjólkurframleiðsluna vorið Á þessum tíma var Lánasjóður landbúnaðarins einnig lagður niður og margir bændur endurfjármögnuðu rekstur sinn og breyttu um leið greiðslubyrði. Aðgangur að lánsfé á langtímavöxtum batnaði einnig. Ekki síst skipti þar máli aukin eftirspurn eftir landi og jörðum og verulega hækkað jarðverð. Jarðir urðu við þetta traust og eftirsótt veð sem var lykillinn að hagstæðu lánsfé. Þús. kr. Hvað sauðfjárbúin varðar er þróunin með öðrum hætti. Fjárfestingar hafa verið nokkuð jafnar þó minnstar 2000 og 2001 enda voru á skil milli sauðfjársamninga og óvissa um framtíðina. Hagnaður fyrir laun eigenda hefur haldist nokkuð svipaður þó áraskipti eins og vænta má. Skuldir hafa ýmist hækkað eða lækkað milli ára en sömu þróunar sér stað frá 2004 eða svo og á kúabúum, þ.e. heldur meiri skuldaaukning. Framleiðsla og sala ýmissa búvara í september sep.07 júl.07 okt.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 sep.07 sep.07 sept mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,4 16,0 20,9 28,3% Hrossakjöt ,2 9,5 9,0 3,4% Kindakjöt * ,3-2,6 2,1 32,3% Nautgripakjöt ,5 10,8 11,4 13,1% Svínakjöt ,1 3,0 9,0 22,9% Samtals kjöt ,7 4,0 10,0 Innvegin mjólk** ,6% 6,0% 8,3% Sala innanlands Alifuglakjöt ,0 16,5 16,3 29,6% Hrossakjöt ,6 5,1 9,8 2,9% Kindakjöt ,9-3,0-5,9 28,8% Nautgripakjöt ,8 12,9 11,6 14,2% Svínakjöt ,5 3,0 9,0 24,6% Samtals kjöt ,4 6,4 6,5 Mjólk á próteingrunni** ,6% 1,0% 1,4% Mjólk á fitugrunni** ,4% 4,7% 5,0% * Kindakjöt lagt inn samkvæmt útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Framleiðsla og sala mjólkur frá Mjólku ehf er ekki meðtalin.

23 23 HAS tekur við Helgafelli Ákveðið hefur verið að fela Heilbrigðisstofnun Austurlands að ganga til samningaviðræðna við ríkið um að HAS taki að sér rekstur Dvalarheimilisins Helgafells, að gerðum ákveðnum breytingum á tekjumöguleikum stofnunarinnar. Stefnir í að HAS taki við rekstri dvalarheimilisins 1. janúar næstkomandi, að því er fram kemur í bókun frá fundi sveitarstjórnar Djúpavogs. Á sama fundi var rætt um ósk vistmanna á Helgafelli um lengri viðveru starfsmanna. Að höfðu samráði við væntanlegan nýjan rekstraraðila telur sveitarstjórn ekki unnt að verða við erindinu á meðan unnið er að endurskipulagningu á starfseminni og telur eðlilegra að allar breytingar á fyrirkomulagi verði á hendi HSA. Selaveisla 2007 Árleg selaveisla verður haldin í Haukahúsinu að Ásvöllum laugardaginn 10. nóvember nk. Húsið opnar kl. 19:00. Miðar verða að venju seldir að Lauga-Ási, Laugarásvegi 1, laugardaginn 3. nóvember á milli kl. 14:00 og 16:00 og fimmtudaginn 8. nóvember á milli kl. 19:00 og 21:00. Einnig er hægt að kaupa miða hjá Hallbirni Bermann í síma og Sjá ítarlegri kynningu í Bændablaðinu sem kemur út 6. nóvember. Guðmundur Ragnarsson AUÐSSTAÐIR - BORGARBYGGÐ Erum með til sölu jörðina Auðsstaði í Reykholtsdal. Á jörðinni eru eldri byggingar útihús og íbúðarhús. Land jarðarinar er talið vera um 900 ha. Nánari uppl á skrifst FM sími Verð: 90millj Öflugar amerískar rafhlöðusmursprautur Þetta vinsæla fjórhjól er nú fáanlegt á sama frábæra verðinu. Aðeins kr ,- án vsk.* Frum Eigum til nokkrar gerðir af smursprautum með hleðslurafhlöðum. Verð frá kr. *Verð m/vsk. kr. kr VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is án vsk. Auðveldaðu þér verkið. Auktu á hagkvæmni í rekstri með Grillo vinnuvélum. Hjá DeDion færðu breiða línu sláttuvéla og burðarvagna á beltum og hjólum. frá hinum þekkta smávélaframleiðanda Grillo á Ítalíu. Aflaðu þér nánari upplýsinga Kíktu á netið: DeDion Draupnisgötu 7L 603 Akureyri Sími dedion@dedion.is Smávélar & Þjónusta

24 24 Líf og starf Martröðinni lokið Sænsk hjón unnu stríð gegn skriffinnum ESB Jaroslav Stalenga lýsir tilraunum í lífrænni ræktun í Pulawy. Francis Blake Sáðskiptatilraunir í Pulawy samkvæmt líkfrænum reglum; korn til vinstri, formaður hópsins í hvítu skyrtunni. Myndir. Ó.R.D. belgjurtir til hægri. Frá Evrópusambandshópi lífrænna landbúnaðarhreyfinga Evrópusambandshópur lífrænna landbúnaðarhreyfinga (IFOAM EU Regional Group) fundaði á Búvísindastofnuninni í Pulawy í Suðaustur-Póllandi dagana júlí sl. Stofnun þessi sinnir einkum rannsóknum á jarðvegi og ræktun nytjajurta, þar með lífrænni ræktun á annan tug ára, en Pulawy er manna borg í fögru umhverfi um 130 km suður af Varsjá. Fundinn, og málþing í tengslum við hann um stefnu Evrópusambandsins í lífrænum landbúnaði, hina nýju reglugerð um þau efni og mikið kynningarátak sem ESB er að hleypa af stokkunum til að efla lífræna búskaparhætti og matvælaframleiðslu, sátu um 40 manns þegar flest var að meðtöldum þremur gestafyrirlesurum. Þetta var þriðji fundur minn á öðru kjörtímabili en á því fyrsta, , sat ég átta af 10 fundum sem þá voru haldnir sem fulltrúi Íslandsdeildar Evrópusambandshóps IFOAM. Forseti hópsins, Francis Blake (Bretlandi) og varaforseti hans, Alessandro Triandafyllidis (Ítalíu), stýrðu fundinum, en fundarritari var Marco Schlüter skrifstofustjóri á skrifstofu hópsins í Brussel. Pólverjar góðir gestgjafar Urszula Soltysiak, fulltrúi Póllands í hópnum, skipulagði fundinn og málþingið í nánu samstarfi við Jaroslav Stalenga og fleira starfsfólk Búvísindastofnunarinnar í Pulawy, svo og starfsfólk skrifstofu hópsins í Brussel. Var aðstaða öll og aðbúnaður til mikillar fyrirmyndar. Við fengum að kynnast tilraunastarfseminni með heimsókn á akrana, þar sem ræktunartilraunir á korni, kartöflum, belgjurtum o.fl. hafa farið fram síðan 1994 samkvæmt reglum lífrænnar ræktunar, og síðan var haldið í heimsókn á myndarlegt lífrænt garðyrkjubýli en frá henni var greint í Bændablaðinu 28. ágúst s.l., bls. 26. Veðrið lék við okkur, nær þurrt og hæfilega heitt eftir skúrasamt sumar en í fyrra varð uppskerubrestur á þessu svæði vegna langvarandi þurrka. Víða voru bændur að slá tún og horfur voru á góðri kornuppskeru. Reglur um lífrænan búskap í endurskoðun Dagskráin var ítarleg að venju, er reyndar í mjög föstum skorðum. Á milli funda er unnið mikið starf með tölvusamskiptum, stöðugt upplýsingaflæði er frá skrifstofunni í Brussel og sumir fulltrúarnir taka að auki þátt í ýmsum fundarhöldum og sækja málþing og ráðstefnur á vegum hópsins, í Brussel og víðar í Evrópu. Sem fyrr var fundað í undirnefndum, þ.e. um reglugerð ESB, stefnumál og rannsóknarverkefni sem tengjast þróun lífræns landbúnaðar í álfunni. Auk þess funduðum við saman í einum hópi, bæði framan af og í lokin, auk þess að sitja áðurnefnt málþing. Líkt og á síðasta fundi hópsins sem haldinn var í Bari á Suður- Ítalíu í mars 2007 var haldið áfram að vinna að nánari útfærslu á hinni nýju reglugerð ESB um lífræna landbúnaðarframleiðslu en grunntexti hennar var samþykktur í desember sl. Hún var staðfest 28. júní sl. og stefnt er að útgáfu nýrra viðauka með margvíslegum nánari útfærslum 1. janúar Það var því mjög við hæfi að Isabelle Peutz, sem veitir forstöðu þeirri deild hjá ESB í Brussel sem fer með málefni lífræns landbúnaðar, væri í hópi gestafyrirlesara á málþinginu. Hún rakti all ítarlega gang mála við reglugerðarsmíðina, ræddi ýmis tæknileg og lagaleg atriði og sagði m.a. að engar breytingar yrðu á afstöðu ESB til erfðabreyttra lífvera (GMO) í landbúnaði þannig að ekki yrðu lagðar frekari byrðar á herðar lífrænna bænda vegna hættu á mengun með erfðabreyttu efni. Í hefðbundnum landbúnaði væri miðað við mengunarstigið 0.9% í matvælum og fóðri og áfram yrði bannað að nota hverskonar erfðabreyttar lífverur í lífrænum búskap. Isabelle svaraði mörgum fyrirspurnum frá fulltrúum í hópnum og sagðist fagna því góða framlagi sem kæmi frá honum í stóru og smáu við mótun hinna nýju reglna. Þá flutti hún einnig yfirlitserindi um reynsluna af þeim breytingum sem gerðar voru á landbúnaðarstefnu ESB 2003 (CAP) en hún er nú í endurskoðun sem á að ljúka Meðal annars væri í umræðunni að skerða mjög eða fella alveg niður stuðningsgreiðslur til stærstu búanna sem njóta mikillar stærðarhagkvæmni í rekstri en áfram mætti reikna með góðum stuðningi við aðlögun að lífrænum búskap sem stuðlaði að sjálfbærri þróun með ýmsum hætti. Nokkrir úr okkar hópi bentu á að ýmsar mótsagnir væru í stefnumótun og stuðningsgreiðslum ESB þannig að enn væri verið að styrkja framleiðsluhætti sem væru ósjálfbærir og sköðuðu umhverfi, byggðajafnvægi og velferð búfjár en ekki væri lögð nægileg áhersla á að nýta möguleika lífræns landbúnaðar sem fæli í sér sjálfbærustu búskaparhættina. Isabelle sagði vaxandi skilning á gildi lífræns landbúnaðar meðal ráðamanna í Brussel, ekki síst í ljósi hækkandi orkuverðs og mótvægisaðgerða vegna loftslagsbreytinga. Lífrænn búskapur Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur í lífrænun búskap og landnýtingu hjá BÍ og fulltrúi Íslandsdeildar ESB-hóps IFOAM Kynningarátak í gangi Annar fyrirlesari, Nancy Windisch, frá almannatengslafyrirtækinu Media Consulta, greindi frá miklu upplýsinga- og kynningarátaki sem ESB beitir sér nú fyrir og fjármagnar og er einkum beint að sívaxandi hópi neytenda lífrænna afurða. Um er að ræða þriggja ára verkefni sem hófst í desember 2006 og mun efnið koma út á 22 tungumálum í Evrópusambandinu. Það sem við fengum að sjá lofar góðu og vísa ég þeim sem vilja kynna sér málið á vefsíðuna Þriðji fyrirlesarinn, Matthias Fecht frá höfuðstöðvum IFOAM í Bonn, greindi okkur frá endurskoðun sem nú fer fram á vottunarkerfum lífrænnar framleiðslu, þar með á faggildingu, bæði hjá sjálfstætt starfandi vottunarstofum og hjá þeim ríkisreknu. Fulltrúar frá ýmsum löndum færðu okkur fréttir og upplýsingar um margvíslegt sem er að gerast í framþróun lífræns landbúnaðar, bæði í Evrópu og á heimsvísu. Stöðugt eru að bætast við svæði sem hafna erfðabreyttri ræktun, vaxandi eftirspurn eftir lífrænt vottuðum matvælum og fleiri vörum tengist mikilli andstöðu neytenda við erfðabreyttar lífverur og ljóst er að lífrænn búskapur á bjarta framtíð fyrir sér. Þetta endurspeglaðist m.a. í viðurkenningu FAO Matvæla- og landbúnaðarstofnunar Sameinuðu þjóðanna sem hélt ráðstefnu í maí sl. um hlutverk lífræns landbúnaðar í fæðuframleiðslu og matvælaöryggi í heiminum. Jákvæð ímynd og andstaða gegn erfðabreyttum lífverum Í umræðum um ýmis landbúnaðarkerfi kom fram að hin jákvæða ímynd neytenda til lífræns búskapar og annarra sjálfbærra búskaparhátta helgaðist m.a. af gagnsæi og greiðu aðgengi að þessum búum. Búfé sæist á beit, oft í náttúrulegu umhverfi, opnir dagar og kynningar á búunum væru traustvekjandi fyrir neytendur en hið gagnstæða gilti um verksmiðjubúin sem væru mjög tækni- og jafnvel lyfjavædd og lokuð almenningi. Þau væru að framleiða ódýrustu matvælin en oftast á kostnað umhverfisins og velferðar búfjár sem aldrei sæi dagsins ljós og væri haldið við mjög þéttbær skilyrði. Sem sagt, alger andstæða lífrænna búskaparhátta og víðsfjarri því að geta talist sjálfbærir framleiðsluhættir. Einnig var minnt á að notkun erfðabreyttra lífvera væri aðeins tilbrigði við þann efna- og lyfjavædda landbúnað sem hefur þróast á undanförnum árum. Breytingin væri ekki í átt til sjálfbærni, orkunotkunin minnkaði ekki enda enn byggt á orkukrefjandi framleiðslu tilbúins áburðar og eiturefna. Nú vildu fjölþjóðafyrirtækin líka ná yfirráðum yfir fræframleiðslunni í heiminum og því væri með sanni hægt að segja að í uppsiglingu væri heimsvaldastefna í matvælaframleiðslu sem m.a. nyti stuðnings sterkra afla innan WTO Alþjóða viðskiptastofnunarinnar. Lífrænir bændur og samtök þeirra myndu að sjálfsögðu berjast gegn slíkri atlögu að matvælaöryggi, framleiðslu hollra matvæla og viðhaldi sveitarbyggða, ekki síst á jaðarsvæðum sem víða eiga í vök að verjast. Ekki bætti úr skák að landverð hefði hækkað verulega á seinni árum víða um lönd m.a. vegna eftirspurnar auðmanna eftir landi til fjárfestingar sem væri í engu samræmi við verðmæti landsins til landbúnaðarframleiðslu, miðað við verð á matvælum. Mér var hugsað til Íslands, vissulega eru augljós merki þessarar þróunar hér á landi sem ég tel að þurfi að ræða með miklu markvissari og upplýstari hætti en hingað til hefur tíðkast. Tekið hart á svikum og prettum Umfjöllun í reglugerðanefndinni snerist að mestu um nánari útfærslu á hinni nýju reglugerð ESB og viðaukum hennar eins og áður var vikið að. Það sem helst varðar Ísland í þeirri umfjöllun eru ákvæði um sveigjanleika og þar með svæðabundinn breytileika (regional variation), m.a. vegna loftslagsskilyrða. Undir þau falla skilgreiningar á hugtakinu smábýli, reglur um básafjós, grindagólf í fjárhúsum o.fl. Töluvert var fjallað um tíðni skoðana við vottun en venjulega eru lífræn bú skoðuð einu sinni á ári. Mikilvægt er að koma í veg fyrir svik og pretti til að vernda hina góðu ímynd. Nefnd voru dæmi um slík brot, sem venjulega varða sviptingu á vottun og notkun merkis vottunarstofunnar og hins viðurkennda vottunarmerkis ESB, og eru brotin litin mjög alvarlegum augum. Gott dæmi um tæknilegt mál, sem tekið var fyrir, er merking á fræblöndum. Vegna erfiðleika við að fá viðunandi lífrænt vottað fræ þurfa margir lífrænir ræktendur að nota fræ úr hefðbundinni ræktun. Sennilega mun hópurinn leggja til að í fræblöndu megi vera allt að 25% hefðbundið fræ en fyrir 2013 verði hlutföllin 95% lífrænt og 5% hefðbundið að hámarki. Dæmi um grundvallaratriði í reglum um lífræna ræktun sem hópurinn tók fyrir er lengd aðlögunartíma og skilgreining á honum. Venjulega er miðað við tvö ár fyrir land en í búfjárframleiðslu hefur sveigjanleiki verið meiri. Samstaða var um að aðlögunartíminn teljist hafinn þegar bóndinn undirritar samkomulag við vottunarstofu. Síðan gætu komið upp aðstæður þar sem hægt væri að stytta aðlögunartíma lands, jafnvel niður í eitt ár, t.d. ef bóndinn gæti fært sönnur á að spildurnar hefðu ekki fengið neinn tilbúinn áburð eða verið úðaðar með eiturefnum um undanfarið þriðja ára skeið. Umræðum um málið verður fram haldið á næstu fundum. Þess má geta að Evrópusambandshópur lífrænna landbúnaðarhreyfinga beitir sér fyrir ráðstefnu um framtíð lífræns búskapar í Evrópu, í Brussel í byrjun desember. Þrjóska getur borgað sig, það sýndu Lars og Maria Oleträ frá Kungsbacka í Svíþjóð. Með aðdáunarverðu hugrekki héldu þau lífi í fjárstofninun sínum ásamt því að bjarga sögulegum útihúsum frá niðurrifi. Haustið 2004 fengu þau Lars og Maria skilaboð um að príonbreytingin Nor-98 hefði fundist í kind sem þau áttu og hafði verið slátrað. Þá voru í gildi sömu reglur fyrir riðu (scrapie) og Nor-98: Öllum fjárstofninum skyldi fargað og búið sótthreinsað og standa fjárlaust næstu sjö árin. Útihúsin voru frá 1853 og það hefði varla verið hægt að sótthreinsa þau heldur hefði orðið að rífa þau. Þeim fannst framtíð sinni sem fjárbændur lokið. En þau kynntu sér málið og ákváðu að kæra niðurstöðuna. Strax þá settu margir sérfræðingar spurningarmerki við aðgerðirnar. Flestir voru sammála um að Nor-98 væri ekki jafn alvarlegur sjúkdómur og riða, hefði í raun bara lent á röngum stað í reglukerfinu. Vinna hófst innan Evrópusambandsins við endurskoðun reglna um svokallaða TSEsjúkdóma eða riðusjúkdóma. Í skrifræðinu í ESB tekur slík vinna yfirleitt langan tíma en hjónin ákváðu að berjast. Fjárstofninn var einangraður og ánum ekki haldið. Á hverju ári var elstu ánum lógað og próf tekin úr þeim, en ekki fundust frekari merki um Nor- 98. Hópurinn, sem upphaflega var 38 ær, minnkaði niður í 18. Það var ekki auðvelt að horfa á hópinn minnka stöðugt á meðan niðurstöðu var beðið en 16. júlí í ár varð árangur af baráttunni. Þau fengu skilaboð frá sænsku landbúnaðarstofnuninni, Jordbruksverket, um að það hefði orðið lagabreyting og öllum skilmálum gagnvart býlinu væri aflétt. Bærinn verður undir auknu eftirliti næstu tvö ár en annars hvíla engar kvaðir á honum. Þá skáluðu hjónin í kampavíni. Þetta er frábært, segir Lars. Við erum mjög ánægð með að hafa tekið slaginn og erum að leita að hrúti. Loksins eygjum við framtíð á ný. Við eigum héraðsdýralækninum okkar mikið að þakka, segir Maria. Hann studdi okkur allan tímann og skrifaði meðal annars forstjóra Landbúnaðarstofnunar og studdi okkar málstað. Án hans hefðum við ekki getað þetta. Við ásökum ekki starfsmenn Landbúnaðarstofnunar fyrir þeirra þátt, segir Lars. Þeir þurfa að framfylgja lögum, hafa tekið okkur vel og hjálpað eins og þeir gátu. Stór hluti smitsjúkdómadeildarinnar kom hingað í skoðunarferð til að kynna sér málið þannig að öll þeirra aðkoma var góð en þeir þurftu að bíða eftir niðurstöðu frá Brussel. Oleträ-hjónin vonast eftir rólegari framtíð þar sem þau geta beint kröftum sínum að sauðfénu í stað þess að berjast við stofnanir. (Úr Fårskötsel 5/2007, Einar de Wit)

25 25 Vísindasamstarf norrænna dýralækna 30 ára Hinn 23. september sl. var haldinn hátíðarfundur á Kolle Kolleráðstefnusetrinu á Sjálandi í Danmörku í tilefni af því að 30 ár eru liðin frá stofnun NKVet sem er Norræn nefnd um vísindasamstarf dýralækna. Dýralæknafélögin á Norðurlöndum stofnuðu NKVet 11. nóvember 1977 og sömdu við Norrænu samvinnunefndina um landbúnaðarrannsóknir, NKJ, um fjárhagslegan stuðning, en NKJ fær stuðning frá Norrænu ráðherranefndinni. Tilgangur NKVet er að auka vísindasamstarf dýralækna og vísindamanna í dýralæknisfræði. NKVet er mikilvægur samstarfsvettvangur dýralækna á Norðurlöndum vegna sérstöðu svæðisins. Norrænu þjóðirnar búa að svipuðu félagslegu kerfi, skyldum tungumálum, menningu og loftslagi. Brautryðjendurnir sem sátu í fyrstu stjórninni voru frá Danmörku Peter Höegh og Folke Rasmussen, frá Finnlandi Esko Nurmi og Kaarlo Kallela, frá Íslandi Guðbrandur Hlíðar, frá Noregi Oalv Sandvik og Ola Onstad og frá Svíþjóð Hans- Jörgen Hansen og Ingmar Månsson. Fyrsti ritarinn var Svein Kvalöy frá Noregi. NKVet virkar eins og vísindanet sem styður við bakið á rannsóknafólki og fólki í framhaldsnámi á Norðurlöndum og einnig í Eystrasaltslöndunum og Norðvestur-Rússlandi. Í reynd hefur NKVet leitast við að stofna til og hvetja til samstarfs um rannsóknarverkefni á sviði dýraheilbrigði, sjúkdóma sem berast milli dýra og manna (súnur) og umhverfisþætti sem skipta máli í dýralæknisfræði. NKVet hefur lagt áherslu á að halda ráðstefnur til skiptis á Norðurlöndunum, framan af með þátttöku í norrænum dýralæknaþingum sem haldin voru fjórða hvert ár, en hafa því miður lagst af á seinni árum. Hingað til hefur verið haldin 21 ráðstefna í nafni NKVet auk samstarfs um þrjár aðrar ráðstefnur. Nú síðast var haldin ráðstefna í Danmörku í september um hlutverk dýralækna sem snýr að velferð dýra og í apríl sl. á Íslandi um andvana burð búfjár. Næsta ráðstefna verður haldin í Finnlandi í september að ári um sníkjudýr í búfé á Norðurlöndum í ljósi breytinga á Beint frá býli Stýrihópur verkefnisins Beint frá býli vinnur nú að því að setja fram tillögur um næstu áherslur og verkefni. Jafnframt því stendur yfir leit að bændum sem hafa áhuga á að taka þátt í verkefninu en nú þegar eru 15 bændur formlegir þátttakendur í því. Þátttakendum býðst að sækja kynningarfundi og námskeið um framleiðslu matvæla og sölu beint frá býlinu. Innihald þeirra verður fjölbreytt: almenn meðferð matvæla, rekstaráætlanir, yfirlit yfir lög og reglugerðir vegna matvælaframleiðslu, yfirlit yfir styrkjakerfið, markaðssetning og vöruhönnun ásamt fleiru er tengist verkefninu. Margir aðilar tengjast málinu á einn eða annan hátt: Bændasamtökin, Félag ferðaþjónustubænda, Framleiðnisjóður landbúnaðarins, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Lifandi landbúnaður, Byggjum brýr verkefnið, matvælaklasar, sveita- og bændamarkaðir og afurðastöðvar. umhverfi. Á hátíðarfundinum hélt Tryggvi Felixson, deildarstjóri í Norrænu ráðherranefndinni, hátíðarræðu og Prófessor Hans Kindahl rakti sögu NKVet. Stjórn NKVet skipa nú Vibeke Dantzer og Vibeke Sörensen, Danmörku, Tuula Honkanen- Buzalski og Terttu Katila, Finnlandi, Þorsteinn Ólafsson, Íslandi, Ann Margaret Gröndal formaður og Tore Tollersrud, Noregi, og Anders Engvall og Hans Kindahl, Svíþjóð. Ritari er Ola Nyberg, Noregi. Þorsteinn Ólafsson Setið að hátíðarkvöldverði. Þrír fyrrverandi stjórnarmenn í NKVet, dr. Eggert Gunnarsson ásamt leiðbeinendum sínum í doktorsnámi, Björn Næss og Olav Sandvik. Stýrihópur verkefnisins Beint frá býli, talið frá vinstri: Árni Jósteinsson ráðunautur BÍ sem er starfsmaður verkefnisins, Marteinn Njálsson, Suður-Bár á Grundarfirði, Ólöf Hallgrímsdóttir, Vogafjósi í Mývatnssveit og Þorgrímur Guðbjartsson, Erpsstöðum í Dalabyggð. Vélfang Notaðar vélar Nánari upplýsingar veita sölumenn okkar Fent 309 Árg: 2001 Notkun: 4000 vst. Terex 980 Traktorsgrafa Árg: 2006 Notkun: vstd. M. Benz Actros Árg: 1999 Notkun: 290 þús. km. NC haugsuga STÆRÐ: 5000 lítra. Frum Valtra A 90 Árg: 2005 Notkun: 1600 vst. Stærð: 95 hö Drif: 4wd Búnaður: Ámoksturstæki Snjótönn Framl: Vélsmiðja Guðmundar Festingar fyrir: Terex eða Fermec Fent 309 CA Árg: 2001 Notkun: 4000 vst. Búnaður: Trima ámoksturstæki. VERKIN TALA Fermec 860 Traktorsgrafa Árg: 2000 Notkun: 4500 vst. Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is

26 26 Garðurinn í Eichstätt Kæru lesendur. verkinu er að finna koparstungur af Gróður og garðmenning Síðastliðið sumar heimsótti ég garðinn í Eichstätt, sem staðsettur er Kristín Þóra Kjartansdóttir voru í garðinum. Þar er þeim raðað meira en eitt þúsund plöntum sem við samnefnda borg í Bæjaralandi. Borgin liggur rétt norðan við München, en þangað er svo sem klukkutíma ferð í lest. Garðurinn í Eichstätt eða Hortus Eichstettensis er vel þekktur meðal Þjóðverja og upp eftir árstíðum, þannig að byrjað er á þeim plöntum sem eru í blóma að vori. Bókin þykir enn í dag vera mikið meistaraverk og augnayndi og einnig heimild um slíkan garð á þessum tíma, það er í kringum þá sérstaklega garðaáhugafólks og sagnfræðingur og garðyrkjunemi 1600 þegar byrjað var að flytja bókasafnara. Það sem er sérstakt plöntur úr öðrum heimsálfum til við þennan garð er það að hann er Evrópu til ræktunar þar. Í bókinni frægur fyrir bók sem um hann var gerð og fyrir það að garður þessi var síðan endurgerður eftir þeirri sömu bók. Garðurinn er því bæði meira en 400 ára ef horft er til upprunalega garðsins, en hins vegar um tíu ára ef litið er til endurgerðrar myndar hans. Biskupsgarður um 1600 Sögu garðsins í Eichstätt má rekja aftur til loka 16. aldar þegar biskupinn á staðnum fékk apótekarann og grasafræðinginn Basilius Besler í Nürnberg til þess að gera tíu ár stríðinu ( ) fór hann mjög illa. Talið er að eftir það hafi minna verið unnið að því að rækta garðinn og bæta þær skemmdir sem urðu í stríðinu. Garðurinn varð því að engu með árunum og lagðist endanlega af sem slíkur um Hins vegar hafði biskupinn beðið Basilius apótekara um að gera bók um garðinn. Árið 1613, eða um tveimur áratugum fyrir stríðið, hafði því komið út í Eichstätt og Nürnberg bókin Hortus Eichstettensis. Í bók- eru því fólgin ákveðin menningarverðmæti. Í dag eru til færri en tíu eintök af upprunalegu bókinni og er eitt þeirra að finna í Musée national d histoire naturell í París. Gerðar hafa verið fjölmargar eftirprentanir sem auðvelt er að nálgast og eins hafa verið prentuð póstkort og örbækur, litlar endurprentanir sem handhægar eru fyrir ferðalanginn, enda bókin öll engin smásmíði. Garðurinn endurgerður Árið 1962 kom upp sú umræða að mögulegt væri að endurgera garðinn sem næst þeirri mynd sem hann garð við biskupssetrið. Setrið var þá og er enn í dag staðsett á hæðinni Willibaldsburg við Eichstätt. Nú er góður tími til að hver var kveikjan að þeirri umræðu, var upprunalega. Ekki er alveg ljóst Biskupinn sjálfur hafði þá í nokkur ár safnað saman staðbundnum plöntum en einnig plöntum víðsvegar að úr heiminum, frá löndum eins og Indlandi, álfum eins og Asíu og Ameríku og Afríku. Þegar Basilius gekk í það verk að gera garðinn var þessum plöntum svo komið fyrir þar ásamt fjölda annarra nytjajurta, skrautjurta og lækningajurta. Í garðinum voru meðal annars plöntur sem þóttu afar fágætar á þeim tíma, eins og túlípanar og goðaliljur. ganga endanlega frá í garðinum fyrir veturinn. Að ýmsu þarf að huga, allt eftir því þó hvernig garðurinn er gerður. Það þarf að pakka saman garðverkfærum, tólum, skóflum og slöngum, ganga frá gróðurhúsum og skýlum. Svo er nauðsynlega að huga að gróðrinum sjálfum, jafnvel vefja viðkvæmar og ungar plöntur inn í striga. Þar sem ekki er komið frost í jörðu er enn hægt að hella kindablóði blönduðu vatni á rósirnar, en það finnst þeim sérlega gott og en líklegt er að hugmyndin hafi komið upp í tengslum við það að eignarhald á biskupssetrinu færðist þá í hendur Bæjaralands. Það var þó ekki strax hafist handa við verkið, en byrjað var á endurgerðinni upp úr 1990 og garðurinn opnaður almenningi Garðinum var valin staðsetning þar sem talið er að hann hafi verið á sínum tíma og var þá stuðst við ferðalýsingar listaverkasölumannsins Philipp Hainhofers frá 1611, en þar er gróf lýsing á garðinum og sú eina sem fundist hefur fram að þessu. Eyðileggst í stríði en bjargast á bók endurgjalda slíka umhyggju Garðurinn er því nú staðsettur Garðurinn átti þó ekki mjög langa lífdaga fyrst um sinn, því að í þrjá- ríkulega næsta sumar. nokkurn veginn á sínum upprunalega stað á hæðinni Willibaldsburg Séð yfir garðinn fræga við borgina Eichstätt í Bæjaralandi. við Eichstätt, með fallegu útsýni yfir dalinn Altmühltal. Plöntunum í garðinum var komið fyrir þar eftir teikningunum í bókinni og því raðað eftir árstíðum. Byrjað er í norðvesturhorni garðins á þeim plöntum sem eru í blóma að vori. Þá koma sumarplönturnar og því næst þær sem standa í blóma að hausti. Svo eru vetrarplönturnar í suðvesturhorninu. Margar plönturnar voru fluttar úr grasagarðinum í München en einnig frá plöntusöfnurum annars staðar í Þýskalandi og víðar. Boðið er upp á leiðsagnir um garðinn en hann er annars opinn fyrir fólk að skoða. Fyrir þá sem hafa áhuga á að skoða garðinn, þá má mæla með gistingu hjá nunnunum í klaustrinu Abtei St. Walburg og upplifa þannig um leið hluta af þeirri klausturstemmningu sem garðurinn miðlar óneitanlega. Ekki spillir umhverfið fyrir en þar á svæðinu er fjöldi gönguleiða og hjólreiðastíga sem tilvaldir eru fyrir styttri og lengri skoðunarferðir innan um gróskumikinn og villtari heiðargróður. Gróskumikil skjólbelti á Héraði Myndirnar sem hér sjást tók Sigurður Blöndal fyrrverandi skógræktarstjóri en þær sýna hversu gróskumikil skjólbeltin eru orðin í Vallanesi á Héraði. Sigurður skrifaði grein um þessi skjólbelti í Frey fyrir nokkrum árum en hann hefur fylgst með þeim frá því hjónin Eymundur Magnússon og Kristbjörg Kristmundsdóttir hófu ræktun þeirra árið Skjólbeltin hafa dafnað vel en þau eru 5,2 km að lengd og veita skjól ræktarlandi sem þekur 38 hektara. Þar af er korn ræktað á 22 hektörum en á sex hektörum eru kartöflur, kál og rófur. Þegar Sigurður var þarna á ferð fyrir nokkru voru ábúendur búnir að þreskja 20 tonn af korni en áttu eitthvað eftir óskorið. Eymundur er kunnur sem brautryðjandi í lífrænni ræktun á Íslandi og selur korn og garðyrkjuafurðir undir vörumerkinu Móðir jörð. Skjólbeltin eru blanda af ýmsum trjátegundum en algengastar eru reyniviður, alaskavíðir, alaskaösp og sitkagreni.

27 27 Hrútadagurinn á Raufarhöfn var haldinn í þriðja sinn nú í byrjun október í Faxahöllinni. Þar voru til sölu hrútar frá um 20 bæjum úr Öxarfirði, Sléttu, Þistilfirði og Langanesi, sannkölluð norðurþingeysk vöðvabúnt, en yfirdýralæknisembættið gaf út 156 leyfi til líffjársölu af þessu svæði. Auk þess sem menn börðu hrútana augum, þukluðu og þreifuðu gafst gestum kostur á að kynna sér úrval ullarvöru af svæðinu, fylgjast með Íslandsmeistarakeppni í kjötsúpugerð og um kvöldið var efnt til hagyrðingakvölds og loks var stiginn dans á Hótel Norðurljósi fram á nótt. Lengi hefur verið leyfð sala á líffé úr Þistilfirði og Langanesi, en fyrir fáum árum var lífsölusvæðið stækkað, þannig að Öxfirðingar og Sléttubændur fengu einnig leyfi til sölu. Það var því orðið úr mörgum bæjum að velja fyrir kaupendur og ljóst að þeir sem voru í kauphugleiðingum gætu ekki skoðað á mörgum bæjum þegar þeir kæmu í héraðið. Það var hópur framtakssamra bænda í Þistilfirði, Sléttu og Öxarfirði sem ákváðu að safna þeim hrútum saman á einn stað sem bændum á þessu svæði þóttu söluhæfir. Þetta var gert m.a. til að auðvelda kaupendum valið, þ.e.a.s. að hafa hrútana alla á einum stað og geta borið þá saman. Faxahöllin á Raufarhöfn var ákjósanlegur staður, miðsvæðis á sölusvæðinu og góð aðstaða fyrir bæði menn og fé. En einnig er þetta gert til að koma saman, bændur af svæðinu og þeir sem eru lengra að komnir í kauphugleiðingum, ásamt öðrum sem eru áhugasamir um ræktun á sauðfé. Þetta tókst í heildina bara alveg ljómandi vel og það seldust rúmlega 100 hrútar, sagði Gunnar Guðmundsson í Sveinungsvík í Þistilfirði og einn upphafsmanna Hrútadagsins. Hann nefnir að óneitanlega hafi veðrið þó sett sitt strik í reikninginn, bæði hvað varðar kaupendur og seljendur, stíf norðanátt, snjókoma og kalsaveður geisaði um norðanvert landið þegar efnt var til Hrútadagsins á Raufarhöfn og urðu því margir sem ætluðu sér að taka þátt frá að hverfa. Gott verð fyrir hrúta á uppboði Þónokkuð var samt sem áður um bændur á svæðinu og komu þeir víða að að sögn Gunnars, frá Suðurog Austurlandi, úr Dölunum, Skagafirði, Húnavatnssýslum og Borgarfirði. Það gekk allt ljómandi vel, nema hvað veðrið var með leiðindi, segir hann. Ríflega 100 hrútar seldust á velheppnuðum Hrútadögum sem efnt var til á Raufarhöfn fyrir skömmu. Kaupendur skoðuðu skepnurnar vel og vandlega áður, en allir áttu þó hrútarnir það sameiginlegt að vera mössuð norðurþingeysk vöðvabúnt. Myndir: Elísabet Gunnarsdóttir. Ríflega 100 hrútar seldir á Hrútadögum á Raufarhöfn Sterk hefð fyrir ræktun sauðfjár á norðausturhorni landsins Böðvar Pétursson bóndi í Baldurheimi í Mývatnssveit þuklar af mikilli kunnáttu. Gunnar í Sveinungsvík heldur í hornin. Í lok dags voru boðnir upp tveir hrútar, eðalskepnur miklar. Annar, mislitur, var sleginn bónda í Grímsnesi á 44 þúsund krónur og hinn, sem er skyldur mér, segir Gunnar, sonarsonur CAT, sem er að verða stórfrægur, fór á 50 þúsund krónur. Fjárræktarmaðurinn Jökull Helgason á Ósabakka keypti. Hrútar undan þeim fræga hrúti sem áður er nefndur hafa verið seldir víða um land og reynst einstaklega vel að sögn Gunnars. Helstu eiginleikar þessa kyns er mikil vöðvasöfnun og lítil fita, þannig að ekki er að undra að vel sé boðið. Varðandi reglur um val á hrútum, var sú regla nú viðhöfð að þegar salan byrjaði gátu kaupendur farið í hrútasafnið og valið sér hrút, en hver bær hafði afmarkað svæði. Þegar kaupandinn hefur valið sér hrút, verður að taka hann úr sölustíunum, setja hann í stíu með seldum hrútum og skrá hrútinn hjá ritara Faxahallar. Dýralæknir var á staðnum og sprautaði þá hrúta sem keyptir voru út af svæðinu, þannig að kaupendur gátu farið með hrútana til síns heima. Á staðnum voru einnig sérfræðingar í sauðfjárrækt sem tilbúnir voru að veita alla þá aðstoð sem óskað var eftir við val á lífhrútum. Handverk og kjötsúpa Handverksfólk á svæðinu, frá Þórshöfn að Húsavík, var með ullarvörur til sölu í höllinni og einnig mátti þar líta klaufsnyrtistól og sundurdráttarrennu sem hönnuð er af hugvitsmanni á Melrakkasléttu. Þá voru til sölu litabelti á hrúta til notkunar á fengitíð ásamt litum. Innflutningsfyrirtækið Búvís, sem flytur inn ýmsar vörur til notkunar í landbúnaði, var með vörur til sýnis. Það var svo fimmtán ára strákur, Brynjar Þór Ríkarðsson nemandi í grunnskólanum á Raufarhöfn sem hreppti titilinn Íslandsmeistari í kjöt- súpugerð og var að vonum ánægður með nafnbótina. Uppskriftin á Kjötsúpumeistarinn Brynjar Þór Ríkharðsson 15 ára gamall grunnskólanemi á Raufarhöfn notaðist við uppskrift ættaða frá afa sínum. rætur að rekja til afa Brynjars, sem býr á Flögu í Þistilfirði. Gestir voru afar hrifnir af kjötsúpu stráksins og hann himinlifandi með nafnbótina Kjötsúpumeistari Íslands! Snýst meira og minna um sauðkindina Að lokinni dagskrá í Faxahöll fór fram hagyrðingakeppni á Hótel Norðurljósum þar sem landsþekktir hagyrðingar öttu kappi en mættir voru tveir heimamenn, Jónas Friðrik, Raufarhöfn, Jóhannes Sigfússon á Gunnarsstöðum og örlítið lengra að kominn var Ágúst Marinó Ágústsson Sauðanesi og síðast en ekki síst kvað Friðrik Steingrímsson úr Mývatnssveit óspart. Eftir mikil hlátrasköll, kátínu og gleði var boðið upp á dunandi dans fram á nótt. Mér finnst líklegt að Hrútadagar verði árviss viðburður héðan í frá og sé fram á að umfangið vaxi ár frá ári. Það er mikil stemmning fyrir þessu og menn hafa gaman af. Hér á þessum landshluta snýst lífið meira og minna um sauðkindina, margir geta rakið ættir einstakra kinda af meira öryggi en sínar eigin, enda líka heimildirnar öruggari! Hér um slóðir er líka mjög sterk hefð fyrir ræktun sauðfjár og um að gera að halda því svolítið á lofti, sagði Gunnar. MÞÞ Handverkskonurnar Stella Þorláksdóttir og Svava Árnadóttir á Raufarhöfn sýndu varning sinn og buðu til sölu. Forsprakkarnir kampakátir. Gunnar Guðmundsson í Sveinungsvík í Þistilfirði, Einar Sigurðsson staðarhaldari í Faxahöll og Helgi Árnason á Snartarstöðum við Kópasker.

28 28 Líf og lyst Að sjálfsögðu var boðið upp á kjötsúpu á hátíðinni. Hér eru þær Sigurlín Sigurðardóttir frá Hvolsvelli og Ásta Sveinbjörnsdóttir á Núpi undir Vestur-Eyjafjöllum að fá sér súpu. Hlynur Snær Theodórsson (í hjólbörunum) og félagi hans stóðu sig vel í hjólbörukeppninni. Þeir kepptu fyrir hönd Austur-Landeyjahrepps hins forna og fögnuðu sigri sínum vel. Glæsileg hausthátíð á Hvolsvelli Veðrið lék við hátíðargesti í byrjun mánaðarins þegar íbúar í Rangárþingi eystra fögnuðu haustinu með hinni árlegu hausthátíð, sem haldin var í Sögusetrinu á Hvolsvelli. Góð aðsókn var að hátíðinni og voru mótshaldarar hæstánægðir með útkomu dagsins. Boðið var upp á fjölbreytta dagskrá allan daginn, sem féll vel í kramið hjá gestunum. Mesta athygli vakti hreystikeppni á milli allra gömlu hreppanna í Rangárþingi eystra, sem endurvöktu gamla hrepparíginn í spennandi keppni. Hlutskarpastir urðu bændur undir Austur-Eyjafjöllum með Ólaf Eggertsson, bónda á Þorvaldseyri og oddvita Rangárþings eystra, í fararbroddi. Inni á Sögusetrinu var boðið upp á hinar ýmsu veitingar. Þar varð kjötsúpan frá SS hlutskörpust og má áætla að um 500 skammtar hafi farið afgreiddir. Fjölbreytt dagskrá fór fram inni á setrinu og þar voru afhent verðlaun í hinum ýmsu keppnum sem fram fóru í tilefni hátíðarinnar. Í ljósmyndasamkeppninni varð efstur Þorsteinn Jónsson á Hvolsvelli. Besti rabarbararétturinn, rabarbaraávextir, kom frá Jónu Vigdísi Jónsdóttur í Hallgeirsey. Á hátíðinni var keppt um besta vísubotninn. Fyrripörtum var dreift um svæðið og gátu gestir spreytt sig á að botna vísurnar. Dómnefnd sat svo við undir lok hátíðar og valdi besta botninn. Bestur þótti þessi botn eftir Agní: Ég yrki vísur enn á ný þótt andagiftin þverri. Braglistin er fyrir bí og bölvuð giktin verri. Magnús Hlynur Hreiðarsson tók meðfylgjandi myndir á hátíðinni. Óli á Eyri, eins og hann er oftast nefndur, eða Ólafur Eggertsson, stórbóndi á Þorvaldseyri undir Eyjafjöllum, fór á kostum í hreystikeppninni. Hér er hann að rúlla gjörð, varð langfyrstur í þeirri keppni. Gestir hausthátíðarinnar fengu að fylgjast með sýningu Smalahundafélags Íslands þar sem einn hundur smalaði nokkrum ám á svæði í kringum Sögusetrið með stjórnanda sínum. Sýningin gerði mikla lukku. Matarmikil grænmetisbaka og mandarínuostakaka Nú verður hollusta í bland við sætindi en réttirnir eiga það sammerkt að vera innihaldsríkir og þeir fara vel í maga. Einnig eru þeir tilvaldir jafnt hversdags sem/og á frídögum og auðveldir að útbúa. Matarmikil grænmetisbaka 350 g hveiti 250 g smjör 4 msk. vatn 1 msk. smjör 1 blaðlaukur 1 gul paprika 100 ferskir sveppir 400 g nautahakk 1 dós sýrður rjómi (18%) 3 hvítlauksrif 2 tsk. bergmynta (oregano) 1 tsk. seasoned pepper 1 tsk. laukduft 3 msk. tómatmauk 10 g púðursykur MATUR Aðferð: Hnoðið deigið saman í botninn og kælið í eina klukkustund. Skerið púrruna í sneiðar og paprikuna í strimla og látið krauma í smjöri. Bætið sveppunum út í og látið krauma með. Takið af pönnunni og brúnið kjötið ásamt hvítlauk, bergmyntu, pipar og laukdufti. Bætið tómatmauki og púðursykri út í og látið krauma um stund. Setjið grænmetið og sýrðan rjóma út í og sjóðið við vægan hita í u.þ.b. 10 mínútur. Fletjið 2/3 af deiginu út í kringlótta köku og setjið í smurt lausbotna mót, vel upp með börmum. Pikkið með gaffli og bakið við 225 C í u.þ.b. 10 mínútur. Takið út úr ofninum og setjið fyllinguna í. Fletjið afganginn af deiginu út í kringlótta köku og pikkið vel. Skerið mynstur ef vill. Penslið hliðar og barma á kökunni með eggjablöndu. Leggið kökuna yfir fyllinguna og þrýstið vel saman á börmum, penslið lokið vel. Bakið við 225 C í mínútur. Gott með grænmeti, til dæmis papriku og lauk. (Af vefnum Hollar haframjölsbollur 4 dl vatn 50 g pressuger 1 dl jógúrt/súrmjólk 2 tsk. salt 2 tsk. sykur 700 g hveiti 100 g haframjöl 45 g rapsolía Aðferð: Setjið vatnið (um 27 gráðu heitt) í skál og leysið gerið upp í því. Bætið jógúrt/súrmjólk, salti og sykri út í. Hrærið hveiti og haframjöli út í vökvann og bætið að lokum olíunni saman við. Hnoðið vel. Látið hefast í 20 mínútur. Mótið bollur úr deiginu. Látið bollurnar hefast undir klút í mínútur. Bakið við 190 gráður í mínútur eða þar til bollurnar eru ljós brúnar. (Af vefnum Mandarínuostakaka 200 g hafrakex 75 g smjör 200 g rjómaostur (ekki kaldur) 3 dl g-mjólk 5 msk. ferskur sítrónusafi 300 g niðursoðnar mandarínur Aðferð: Brjóttu kexið í bita, settu það í plastpoka og myldu það niður með því að slá á pokann með kökukefli. Bræddu smjörið varlega yfir lágum hita, slökktu undir og bættu kexinu vel saman við. Helltu blöndunni í bökuform (um 20 cm í þvermál) og breiddu jafnt úr hrærunni með skeið þar til hún þekur bæði botn og hliðar. Pískaðu rjómaostinn og bættu síðan g-mjólkinni og sítrónusafanum út í. Þeyttu allt saman þangað til mjúkt og létt. Helltu safanum af mandarínunum, skerðu þær í litla bita og dreifðu þeim yfir kældan kexbotninn. Helltu fyllingunni yfir og notaðu sleikjuna til að breiða og jafna úr blöndunni. Kældu í 2-3 tíma eða yfir nótt. Athugið að gott er að nota ýmsa niðursoðna ávexti eins ferskjur, ananas eða hvað sem þér dettur í hug. (Úr bókinni Matreiðslubók barnanna) ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

29 29

30 Smá auglýsingar 30 Til sölu Afrúllarar, talíur, rúlluklær, kerrur og sturtuvagnar. Búvís ehf. Sími , eða Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf., Bíldshöfða 16. S: eða Tilboð óskast í 300 rúllur af kúgæfu heyi. Sími Til sölu Wenling fjórhjól árg. 06. Ekið 50 km. Beinskipt. Uppl. í síma eða Til sölu hakkavél með tvöföldu setti. Mjög góð vél. Uppl. í síma eftir kl Óli. Sauðfjárgreiðslumark. Tilboð óskast í 246,4 ærgilda greiðslumark í sauðfé til nýtingar frá 1.janúar Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist Búnaðarsambandi Suðurlands í síðasta lagi 5. nóvember nk., merkt Sauðfjárkvóti 246 eða í tölvupósti til bssl.is Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi sími Snjóblásari til sölu. Ýmis skipti koma til greina, t.d. á fjórhjóli og fl. Uppl. í síma eða Gunnlaugur. Til sölu fasanar, hænur og hanar. Fuglarnir eru 1-2 ára og staðsettir í Kelduhverfi. Kauptilboð óskast. Einnig til sölu egg fyrir safnara. Nánari uppl. í símum: og Ólafur Sími Fax Netfang Aliendur og ísl. hænuungar. Er með til sölu aliendur(ekki Peking). Stórir, fallegir og mjög skrautlegir fuglar. Góðir varpfuglar sem stofn eða í hátíðarmatinn. Er einnig með 10 vikna ísl. hænuunga, kyngreindir og mjög fjölbreyttir litir. Ath. takmarkað magn af hvoru. Geymið auglýsinguna. Uppl. í síma e. kl.19 eða á Traktorsdekk, Michelin 600/65R 38, XM108. Nývirði kr. Ásett verð kr. Uppl. gefur Gunnar í s Til sölu 10 hryssur með skjóttum og rauðum folöldum. Fyljaðar undir brúnlitföróttum hesti. Trippi frá tveggja til 5 v. og sex tamin hross sex til níu v. Einnig Atlas 1001 bílkrani. Uppl. í síma eða Til sölu ltr. Muller mjólkurtankur árgerð 1995 í góðu lagi. Selst ódýrt. Uppl. í síma Netfang: sirek@simnet.is Til sölu greiðslumark í sauðfé 160 ærgildi sem gildir frá 1. jan Tilboðum skal skilað fyrir 15.nóv. til Búnaðarsambands Húnaþings og Stranda á netfangið rhs@bondi.is. Áskilinn er réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Til sölu Skiold kornvals árg. 02 með þriggja fasa mótor. Hentar í þurrt korn. Uppl. í síma Til sölu MF 35, árg 58. Vélin er með tækjum og er í notkun. Staðsetning SV-land. Verð kr Uppl. í síma Til sölu Avant fjósvél árg. 00. Vél í góðu lagi. Uppl. í síma Afmælisdagabók Guðmundar Inga gefin út á aldarafmæli skáldsins Á þessu ári eru liðin 100 ár frá fæðingu Guðmundar Inga Kristjánssonar, skálds, bónda og kennara á Kirkjubóli í Bjarnardal Önundarfirði. Hann fæddist á Kirkjubóli og ól allan sinn aldur í Önundarfirði og lést haustið Guðmundur Ingi kom víða við á sinni löngu ævi og hafði áhrif á samtíð sína bæði í félags- og menningarmálum. Fyrstu ljóðabókina gaf hann út árið 1938 og vakti þá strax athygli og hlaut fljótt viðurkenningu sem gott ljóðskáld. Í tilefni þessara tímamóta hefur ýmislegt verið gert á árinu til að minnast skáldsins, meðal annars var hátíð í Holti á afmælisdegi hans 15. janúar og hagyrðinga- og söngskemmtun á Flateyri 1. apríl. Ljóðasafn hans var endurútgefið fyrr á árinu en það hafði verið ófáanlegt um langt skeið. Einnig mun koma út í nóvember næstkomandi afmælisdagabók þar sem Guðmundur Ingi samdi ljóð við hvern dag ársins. Ljóðin samdi hann langflest á árunum Ljóðin eru öll handskrifuð af skáldinu og er því haldið í útgáfunni og auk þess bætt inn myndum frá Kirkjubóli frá þessum tíma. Kona Inga, Þuríður Gísladóttir, saumaði fallega kápu utanum bókina og verður útlit hennar einnig látið halda sér. Stuttan formála ritar Valdimar Gíslason Mýrum í Dýrafirði mágur Guðmundar Inga. Línur eru við hvern dag þar sem fólk getur ritað nöfn sín. Til hliðar eru ljóðin einnig prentuð svo auðveldara er til lestrar og myndirnar sem teknar eru af Sigríði Guðmundsdóttir ljósmyndara eru skemmtilegar mannlífsmyndir af fólki við leik og störf í sveit á fyrri hluta síðustu aldar. Stefnt er að því að bókin komi út 18. nóvember næstkomandi en þann dag mun Vestfjarðarakademían standa fyrir dagskrá í Holti um vestfirsk skáld í minningu Guðmundar Inga. Utgefandi er Holt friðarsetur, Ingastofa en í útgáfunefnd eru þau Sigríður Magnúsdóttir Kirkjubóli, Ásvaldur Magnússon Tröð og Halla Signý Kristjánsdóttir. Bæði afmælisdagabókin og ljóðasafnið munu fást í öllum bókabúðum Pennanns en einnig hjá útgáfunefnd sem tekur á móti pöntunum í síma Til sölu Bens vörubíll 1418, árg. 66, MF-135, árg. 72, Toyota Hilux, árg. 91. Einnig tjónaður Isuzu Trooper, árg. 99 og lyftutengd múgavél. Uppl. í síma Til sölu Deutz DX-3,5 dráttarvél, 4X4, árg. 87 án tækja. Góð dekk, lítur vel út en þarf smá viðhald. Verð kr án vsk. Uppl. í síma Óska eftir Óska eftir árgangi 1957 af tímaritinu Heima er best og nokkrum stökum tölublöðum úr árgöngum Uppl. í síma Óska eftir að kaupa framleiðslurétt í mjólk. Uppl. í síma Atvinna Vantar ykkur starfsfólk? Við útvegum starfsfólk af EESsvæðinu í landbúnað, ferðaþjónustu, garðyrkju og sem heimilishjálp um land allt. Áratuga reynsla! Göngum frá skráningu! Gerið verðsamanburð! Nínukot, Skeggjastöðum, 861 Hvolsvöllur, sími , netfang ninukot@ninukot.is, vefsíða Sambýliskona/ráðskona óskast. Óska eftir skapgóðri og skemmtilegri sambýlis-/ráðskonu, reyklausri og reglusamri. Er búsettur í Mývatnssveit. Uppl. í síma Þjónusta Tek að mér uppstoppun á fuglum og dýrum. Kristján frá Gilhaga, Laugavegi 13, 560 Varmahlíð. Sími Mjólkurkvóti Stórsekkir Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Hellas ehf Skútuvogi 10F Símar og Netfang: hellas@simnet.is GISTIÐ - VIÐ GEYMUM BÍLINN Bjóðum heimilislega gistingu í miðbæ Keflavíkur. Flatskjár og nettenging í hverju herbergi. Morgunmatur og akstur á völlinn. Hagstætt verð. G.G.Guesthouse Sólvallagata 11, Keflavík Sími / Póstfang. gguest@gguest.is Veffang: gguest.is Óskað er eftir tilboðum í lítra mjólkurkvóta. Tilboð sem greini verð pr. líter og lítramagn, ásamt greiðslufyrirkomulagi og upplýsingum um bjóðanda óskast send til vidskiptahusid@vidskiptahusid.is fyrir 1. nóvember n.k. Skrifstofuhúsnæði til leigu Á annari hæð að Óseyri 2 Akureyri, Búgarði, eru lausar til útleigu nokkrar skrifstofur. Í Búgarði eru fyrir 5 stofnanir sem flestar tengjast landbúnaði og/eða þjónustu við dreifbýli. Nánari upplýsingar veitir Vignir Sigurðsson í síma , netfang: vignir@bugardur.is Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Næsta Bændablað kemur út 23. október

31 Hvít, hyrnd ær White, horned ewe Svört, kollótt ær Black, polled ewe Mórauð, kollótt lambgimbur Brown, polled ewe lamb Móbotnótt, kollótt ær Brown mouflon, polled ewe Svartkrögubíldótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with dark cheeks and a collar Móhöttótt, kollótt lambgimbur Brown piebald, polled ewe lamb, with a hood Svört, ferhyrnd ær Black fourhorned ewe Gul, hyrnd ær White, horned ewe, with tan fibres Dökkgrá, kollótt ær Dark-grey, polled ewe Mórauð, hyrnd ær Brown, horned ewe Svartgolsóttur, hyrndur lambhrútur með dökkt í svanga Black badgerface, horned ram lamb, with a dark flank spot Svarthöttótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with a hood Móarnhöfðóttur, botnóttur, hyrndur lambhrútur Brown piebald-mouflon, horned ram lamb, with an eagle head Svartflekkóttur, ferhyrndur lambhrútur Black piebald, fourhorned ram lamb, with patches Hvítur, hyrndur hrútur White, horned ram Hvítur, kollóttur hrútur White, polled ram Grámórauður, hyrndur lambhrútur Grey-brown, horned ram lamb Grágolsótt, hyrnd lambgimbur Grey badgerface, horned ewe lamb Svarthálsótt, leggjótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with dark outer socks Svartbotnóttur, blesóttur, leistóttur, hyrndur forystusauður Black mouflon-piebald, horned leader wether, with a blaze and socks Móarnhosótt, hyrnd forystuær með svart- og móarnhosóttar lambgimbrar. Brown piebald, horned leader ewe with black and brown piebald ewe lambs, all with white collars and stockings. PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Gul, kollótt ær með svartan blett White, polled ewe, with tan fibres and a black spot Grá, hyrnd ær Grey, horned ewe Svartbotnótt, hyrnd ær Black mouflon, horned ewe Mógolsótt, hyrnd ær Brown badgerface, horned ewe Svartflekkótt, kollótt ær Black piebald, polled ewe, with patches Golbíldótt, hyrnd gimbur Black badgerface-piebald, horned ewe lamb Svartblesótt, hyrnd forystuær með kraga og leista Black piebald, horned leader ewe, with a blaze, a collar and socks Hvítur, hyrndur hrútur með svartan kjamma White, horned ram, with a black cheek Arfhrein grá, kollótt ær Homozygous grey, polled ewe Grábotnótt, hyrnd ær Grey mouflon, horned ewe Svartbaugótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with dark eyerings only Gráflekkótt, hyrnd ær Grey piebald, horned ewe, with patches Mókrúnóttur, leistóttur, ferukollóttur hrútur Brown piebald polled ram, with a head spot and socks, the high crown showing the presence of the gene for fourhornedness Svartleistóttur, hyrndur forystuhrútur með krúnu og lauf á snoppu Black piebald, horned leader ram, with socks, head and nose spots Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Ljósrauð Light red Lyserød Hellrot Rauðhjálmótt Red with white face Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißem Kopf Bleik Dunn Rødskjær Rotbunt Rauðbröndótt Red brindle Rødbrandet Rot gestreift Sægrábröndótt, hálfhryggjótt Dun, brindle, white posterior Grå brandet Graubrun gestreift, mit weißer Rükenstreifen und Unterbauch Svartsíðótt, arfhrein hryggjótt Black sided, homozygous Svartsidet Weiß mit schwarz gesprenkelten Seiten und weißem Rückenstreifen Rauð Red Rødt Rot Rauðkrossótt Red with white face markings Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißgeschekten Kopf Brandskjöldótt Brindle pied Brandet, botet Braunweiß gescheckt gestreift Bröndótt Brindle Brandet Braunschwarz gestreift Kolgrá, huppótt Brown grey, white inguinal region Gråbrun, hvit lyskeflekk Dunkelbraun grau mit weißem Milchspiegel, Euter und Unterbauch Sægrá Dun Grå Graubraun Rauðskjöldótt, ljós Red pied, light Lyserød flekket Helles rotbunt PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Svört Black Svart Schwarz Svarthuppótt Black, with inguinal region Svart, lyskeflekk Schwarz mit weißem Milchspiegel, Euter und Undterbauch Grá, steingrá Grey, blue roan Gråskimlet, mørk Grau, blaugrau gesprenkelt Hvít White Hvitt Weiß Kolótt, ljós Brown, light Brun, lys Hellbraun Sægrá, hryggjótt Dun, white dorsal line Grå, hvit rygglinje Graunbraun mit weißer Rükenlinie Svartskjöldótt Black pied Svart flekket Schwarzbunt Svartskjöldótt, mikið hvít Black pied, extensive white Svartbotet, mye hvitt Schwarzbunt mit viel Wheiß Grá Grey Lys gråskimlet Grau Rauðgrönótt White, red ears and muzzle Hvit, rød mule og ører Weiß, mit roten Ohren und rotem Flotzmaul Kolótt, dökk Brown, dark Brun, mørk Dunkelbraun Kolhjálmótt, leistótt Brown, white face, socks Brun, hvitt ansikt Braun mit weißem Kopf, Unterbauch und weißem Fußgelenken Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Rauðglófext tryppi og rauðjarpt hross heilsast. Fuxfärgad unghäst med ljus man och svans hälsar på en rödbrun häst. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit hellem Langhaar und ein rotbraunes Pferd begrüßen sich. Rauðglófext hross að vetri. Chestnut horse with a flaxen (light) mane in winter Fux med ljus man och svans på vintern. Ein fuchsfarbenes Pferd mit hellem Langhaar im Winter. Brúnskjótt hross á sumarbeit. Piebald horse on summer pasture. Svartskäck häst på sommarbete. Ein Rappschecke auf der Sommerweide. Jarpt tryppi veturgamalt að vetrarlagi. Bay yearling in winter. Brun åring i vintertid. Ein brauner Jährling im Winter. Stóðhross í rétt að hausti. Stud-horses sorted at a round-up in autumn. Avelshästar i fålla på hösten. Pferde im Sammelpferch im Herbst. Rauð stóðhryssa með rauðu folaldi á miðsumri. Chestnut stud-mare with a chestnut foal in mid-summer. Fuxfärgat avelssto med sitt fuxfärgade föl vid midsommartid. Eine Fuchsstute mit einem fuchsfarbenem Fohlen im Hochsommer. Dökkjörplitförótt stóðhryssa með brúnu folaldi að hausti. Dark bay-roan stud-mare with a black foal in autumn. Mörkbrunt konstantskimmelsto med ett svart föl på hösten Eine dunkelbraune Farbwechslerin mit einem Rappfohlen im Herbst. Rautt hross á vetrarbeit. Chestnut horse grazing in winter. Fuxfärgad häst på vinterbete. Ein Fuchs auf der Winterweide. Grátt hross fullorðið. Grey adult horse. Äldre skimmel. Ein erwachsener Schimmel. Rauðtvístjörnótt folald snemmsumars. Chestnut foal with star and snip in early summer. Fuxföl med stärn och snopp på försommaren. Ein fuchsfarbenes Fohlen mit Stern und Schnippe im Frühsommer. Rauðskjótt hross á sumarbeit. Red skewbald horse on summer pasture. Rödskäck på sommarbete. Ein Fuchsschecke auf der Sommerweide. Jarpvindóttur stóðhestur síðla sumars. Silver-dapple bay stallion in late summer. Silverbrun hingst på sensommaren. Ein braunwindfarbener Hengst im Spätsommer. Rauðglófext hross gengur slóð í vetrarsnjónum. Chestnut horse with flaxen (light) mane and tail on a snow-track in winter. Fux med ljus man och svans på en snötäckt väg i vintertid. Ein Fuchs mit hellem Langhaar läuft auf einem Schneepfad im Winter. Brúnt hross drekkur úr læk á hásumri. Black horse drinking from a brook in mid-summer. Svart häst dricker från en bäck vid midsommartid. Ein Rappe aus einem Bach trinkend im Hochsommer. Rauðblesótt glófext tryppi að sumarlagi. Chestnut colt with blaze and flaxen (light) mane in summer. Fuxfärgad unghäst med bläs och ljus man och svans i sommartid. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit Blesse und hellem Langhaar im Sommer. Brúnskjótt höttótt folald að sumarlagi. Piebald foal with a hood in summer. Svartskäckfärgat föl på sommaren. Ein Rappscheckfohlen mit dunklem Kopf im Sommer. Fífilbleik stóðhryssa með fífilbleiku folaldi að sumri. Red-dun stud-mare with a red-dun foal in summer. Rödblackfärgat avelssto med rödblackt föl på sommaren. Eine fuchsfalbene Stute mit fuchsfalbenem Fohlen im Sommer. Rauð stóðhryssa með leirljósu folaldi í sumarhögum. Chestnut stud-mare with a palomino foal on summer pasture. Fuxfärgat avelssto med isabellföl på sommarbete. Eine Fuchsstute mit einem isabellfarbenem Fohlen auf der Sommerweide. Jörp stóðhryssa að sumri. Bay stud-mare in summer. Brunt avelssto på sommaren Eine braune Stute im Sommer. Rauðtvístjörnótt hross með svartan blett í andliti að sumarlagi. Chestnut horse with star, snip and a black face patch in summer. Fux med stärn och snopp och en svart fläck på huvudet i sommartid. Ein Fuchs mit Stern und Schnippe und einem schwarzen Fleck auf dem Kopf im Sommer. Steingrá stóðhryssa með mósótt folald á sumarbeit. Dappled grey stud-mare with a blue-dun foal on summer pasture. Mörkt skimmelfärgat avelssto med musblackt föl på sommarbete. Eine Grauchimmelstute mit mausfalbenem Fohlen auf der Sommerweide. Móvindótt stóðhryssa með brúnu folaldi snemmsumars. Silver dapple stud-mare with a black foal in early summer. Silversvart avelssto med svart föl på försommaren. Rappwindfarbene Stute mit einem Rappfohlen im Frühsommer. Bleikálótt folald með bleikálóttri móður sinni að sumri. Yellow-dun foal with its yellow-dun mother in summer, both with dorsal stripes. Brunblackt föl med sin brunblacka mamma på sommaren. Ein braunfalbenes Fohlen mit seiner braunfalbenen Mutter im Sommer. Moldóttur stóðhestur, brún stóðhryssa í hestalátum og moldótt folald að vori. Buckskin stallion, a black stud-mare in heat and a buckskin foal in spring. Gulbrun hingst, ett svart avelssto i brunst och ett gulbrunt föl på våren Ein erdfarbener Hengst, eine rossige Rappstute und ein erdfarbenes Fohlen im Frühjahr. Ljósmyndir: Jón Eiríksson og Friðþjófur Þorkelsson. Textar: Guðlaugur Antonsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Rebecka Frey og Kristín Halldórsdóttir. Stuðningsaðilar: Nordisk Genbank Husdyr og Erfðanefnd landbúnaðarins. Prentvinnsla: Oddi 31 Svona sýningu mætti halda oftar Helgina október síðastliðinn var sýningin HANDVERK OG HÖNNUN haldin í Ráðhúsi Reykjavíkur þar sem ýmsir listmunir og handverk voru til sýnis og sölu. Óhætt er að segja að sýningin hafi tekist vel og var stöðugur straumur fólks sem kom að skoða munina þessa fjóra daga sem hún stóð yfir. Þetta gekk rosalega vel; við bættum við heilum degi frá því í fyrra og það virtist virka því við fengum jafna og góða aðsókn. Það voru margir sem komu oftar en einu sinni sem stafar sjálfsagt af því að frítt var inn en þeir sögðu mér í Ráðhúsinu að þetta væri sú sýning sem drægi flesta inn í húsið. Þátttakendur voru mjög ánægðir en í framhaldinu ætlum við að gera könnun hjá þeim um þeirra upplifun og hvað mætti ef til vill betur fara. Það virðist vera ótrúlega mikill áhugi á íslensku handverki, segir Sunneva Hafsteinsdóttir, framkvæmdastjóri Handverks og hönnunar. Bændablaðið fór á stúfana og ræddi við nokkra sýningargesti um það sem fyrir augu bar í Ráðhúsinu. Elín Magnúsdóttir Mér líst rosalega vel á þetta hér og ég er sérstaklega hrifin af mósaíkmyndum Fannýjar Jónmundsdóttur. Grænni skógar á Norðurlandi Hinn 5. október 2007 var námskeiðsröðinni Grænni skógum 1 hleypt af stokkunum á Norðurlandi. Voru 30 áhugasamir skógræktendur mættir á Akureyri til að læra um skóga og vistkerfi. Tókst námskeiðið í alla staði vel, góð stemning var í hópnum og nemendur áhugasamir. Slík námskeið veita skógarbændum ómetanleg tækifæri til að kynnast, skiptast á skoðunum, fræðast og efla tengslin innan ungrar búgreinar. Næsta námskeið verður haldið október í Ljósheimum í Skagafirði og mun það fjalla um undirbúning lands til skógræktar. Er stefnt að því að halda námskeiðin innan Grænni skóga sem víðast um starfssvæði Norðurlandsskóga. Námskeiðin eru alls 14 auk valnámskeiða og skiptast niður á þrjá vetur. Þetta er annar hópurinn sem hefur þetta nám á Norðurlandi, sá fyrri útskrifaðist vorið Haustfagnaður í lopapeysu og gúmmískóm Laugardaginn 27. október verður haldinn haustfagnaður í Dölum og margt áhugavert verður á dagskrá. Dagskráin byrjar klukkan 10 með lambhrútasýningu í fjárhúsunum í Sælingsdalstungu og á sama tíma verður knattspyrnumót á Laugum í Sælingsdal. Eftir hádegi verða svo fjárhúsin á Háafelli í Suðurdölum opin fyrir gestum og eftir það verður fjölbreytt dagskrá að Árbliki í Suðurdölum með óvæntum uppákomum. Kvölddagskráin fer einnig fram í Árbliki þar sem slegið verður upp risa grillveislu og reynt við fjöldasöng en haustfagnaðurinn endar síðan með ekta sveitaballi undir tónum hljómsveitarinnar Úlfar. Forsvarsmenn haustfagnaðarins leggja á það áherslu að viðeigandi klæðnaður sé lopapeysa og gúmmískór. Bryndís (t.v.) og Elín. Bryndís Jóhannsdóttir Þetta er frábær sýning og maður sér hér hvað við eigum mikið af flottum hönnuðum og listamönnum. Auður Eyjólfsdóttir Ég ætlaði að koma hérna í fyrra en missti þá af sýningunni en þetta er mjög flott og gott framtak. María Kristinsdóttir Ég kom á sýninguna í fyrra og Þátttakendur staddir í Grundarreit í Eyjafirði. Veggmyndir af íslensku búfé! Bændasamtök Íslands hafa látið framleiða veggmyndir af íslensku búfé. Hægt er að fá veggmyndir af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Veggmyndirnar eru 88 sm x 61 sm á stærð og með plastáferð til verndunar. Verð veggmyndar er kr. auk sendingarkostnaðar. Hringdu í síma eða sendu tölvubréf á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggmynd. Hægt er að greiða með greiðslukorti (símgreiðsla), eða með greiðsluseðli. Íslenskt sauðfé The Iceland Breed of Sheep BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS fannst það svo skemmtilegt að ég ákvað að koma aftur. Ég er ekki mikið í handverki sjálf en dúlla mér heima við að prjóna og sauma. Sigríður Bragadóttir og Steinar Bragi Sigurjónsson Mér finnst þessi sýning alveg trufluð og þetta ætti að vera oftar. Mig langar í eitthvað á hverjum bás og er hrifnust af jóladótinu en það er sennilega af því það er kominn örlítill jólafiðringur í mig. ehg Íslenskir kúalitir The Iceland Breed of Cattle BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Margmenni kom að skoða og kaupa handverk og listmuni á sýningunni HANDVERK OG HÖNNUN í Ráðhúsi Reykjavíkur helgina október síðastliðinn. Þær voru fallegar þessar englastyttur eftir Pál S. Garðarsson hjá Himneskum herskörum þar sem tálgað er í tré og unnið með pappír og vír. Héraðsvaka Rangæinga október Héraðsvaka Rangæinga er að þessu sinni haldin í Rangárþingi eystra og stendur hún dagana 24. til 28. október. Dagskráin er fjölbreytt og hefst með tónleikum hjónanna Guðjóns Halldórs Óskarssonar organista og kórstjóra og Sigríðar Viðarsdóttur sópransöngkonu í Stórólfshvolskirkju á morgun, 24. október, kl Á fimmtudagskvöldið kl verður vaka tileinkuð skáldinu Þorsteini Erlingssyni í Skógum. Á föstudaginn kl verður gamla hrepparígnum haldið við þar sem fulltrúar hreppanna takast á í spurningakeppni í félagsheimilinu Hvoli. Á laugardaginn verður áframhaldandi fjölbreytt dagskrá í Hvoli. Má þar nefna einsöng, kórsöng, upplestur o.fl. Þá sýna áhugalistamenn í sveitarfélaginu verk sín. Ókeypis kaffiveitingar. Héraðsvökunni lýkur svo á sunnudaginn en kl. 14 verður dagskrá í Sögusetrinu á Hvolsvelli helguð börnum. Allir eru velkomnir og ókeypis er á alla dagskrárliði. MHH Íslensk hross The Iceland Breed of Horses BÆNDASAMTÖK Í SLANDS THE FARMERS ASSOCIATON OF ICELAND

32

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Bifröst Journal of Social Science 2 (2008) 125 WORKING PAPER Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Kolfinna Jóhannesdóttir Ágrip: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 17. febrúar 217 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Mikil umsvif eru í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir en neysla, fjárfesting og utanríkisverslun hafa

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl. 24 25 28 29 32 33 Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng til bænda við Djúp 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 525 24.

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ

Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ VIÐSKIPTASVIÐ Kostnaður og viðhorf vegna búsetu hælisleitenda í Reykjanesbæ Ritgerð til BS gráðu Nafn nemanda: Jóhanna María Jónsdóttir Leiðbeinandi: Kári Joensen (Haustönn 2014) 2 Jóhanna María Jónsdóttir

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information