Brennisteinsvetni í Hveragerði

Size: px
Start display at page:

Download "Brennisteinsvetni í Hveragerði"

Transcription

1 Þróun Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS

2 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð: SÓ

3 Skráningarblað skýrslna Skýrsla nr. Útgáfudagur Útgáfustaður September 2014 Reykjavík Heiti skýrslu Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Upplag Fjöldi síðna Dreifing 3 + pdf 19 Höfundur Snjólaug Ólafsdóttir Unnið fyrir Orkuveitu Reykjavíkur Verknúmer Samvinnuaðilar Útdráttur Orkuveita Reykjavíkur mælir styrk brennisteinsvetnis (H 2 S) í Hveragerði, Norðlingaholti, við Hellisheiðarvirkjun og við Nejsavallavirkjun. Hér eru mælingar í Hveragerði á tímabilinu 1. september 2012 til 31. mars 2014 skoðaðar m.t.t. reglugerðar nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti og m.t.t. veðurfarsþátta. Niðurstöður sýna að ekki var farið yfir reglugerðarmörk á tímabilinu. Styrkur H 2 S í Hveragerði fór yfir lyktarmörk í mismunandi vindáttum miðað við vindátt mælda á Hellisskarði. Þetta gefur til kynna fleiri en eina uppsprettu H 2 S á svæðinu, styrkur reyndist þó almennt hærri á bilinu 298 til 344 (norðvestanátt) sem gefur til kynna áhrif frá jarðvarmavirkjununum. Hæstur styrkur í norðvestan átt mældist þegar vindhraði var undir 6 m/s, hitastig yfir frostmarki en undir 4 C, andrúmsloft var stöðugt og úrkomulaust. Ekki var um að ræða jafn afgerandi niðurstöður um áhrif veðurfars eins og sýnt hefur verið fram á fyrir Reykjavík. Nokkrar ástæður geta verið fyrir þessu t.d. eru náttúrulegar uppsprettur H 2 S í Hveragerði sem ekki eru í Reykjavík og geta þær verið nokkuð nálægt mælinum, landslag milli virkjana og mælis er flóknara á leið til Hveragerðis en Reykjavíkur og veður sem að öllu jöfnu myndi gefa háan styrk H 2 S í Reykjavík er ekki eins algengt í þeim vindáttum þar sem strókur jarðhitagasa stendur að Hveragerði. Úrkoma hefur áhrif á styrk brennisteinsvetnis í Hveragerði sem ekki greindist á höfuðborgarsvæðinu, þetta gæti verið vegna þess að náttúrulegar uppsprettur lokist í úrkomu. Efnisorð Brennisteinsvetni, Hveragerði, Nesjavallavirkjun, Hellisheiðarvirkjun, útblástur, áhrif veðurfars Yfirfarið HHT

4 Efnisyfirlit 1. INNGANGUR MÆLINGAR BRENNISTEINSVETNISMÆLINGAR VEÐURMÆLINGAR BRENNISTEINSVETNI Í HVERAGERÐI NÁTTÚRULEGAR UPPSPRETTUR H 2 S Í NÁGRENNI HVERAGERÐIS STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI OG REGLUGERÐARMÖRK STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI Í TÍMA TENGSL VEÐURFARS OG STYRKS H 2 S Í HVERAGERÐI ÁHRIF VINDÁTTAR ÁHRIF VINDHRAÐA ÁHRIF HITASTIGS ÁHRIF STÖÐUGLEIKA ANDRÚMSLOFTS ÁHRIF ÚRKOMU ÁHRIF VEÐURS SAMANTEKT STYRKUR H 2 S EFTIR MÁNUÐUM SAMANTEKT HEIMILDIR Töflur TAFLA 1. HELSTU UPPLÝSINGAR UM STYRK BRENNISTEINSVETNIS Í HVERAGERÐI TAFLA 2. HÆSTA GILDI, MEÐALGILDI OG MIÐGILDI AF STYRK H2S [µg/m 3 ] Í HVERAGERÐI FYRIR ALLAR VINDÁTTIR OG FYRIR NV-ÁTT Myndir MYND 1. AFSTAÐA HVERAGERÐIS OG JARÐVARMAVIRKJANA MYND 2. KLUKKUSTUNDARGILDI AF STYRK H 2 S Á HVERJA KLST. Í SÓLARHRING. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 3. KLUKKUSTUNDARGILDI AF STYRK H 2 S Í HVERJUM MÁNUÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 4. VINDRÓSIR FRÁ HELLISSKARÐI FRÁ JANÚAR OG FEBRÚAR 2013 OG 2014 ANNARSVEGAR OG SEPTEMBER, OKTÓBER OG NÓVEMBER 2012 OG 2013 HINSVEGAR MYND 5. STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI SEM FALL AF VINDÁTT Á HELLISSKARÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 6. STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI SEM FALL AF VINDHRAÐA Á HELLISSKARÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 7. STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI SEM FALL AF HITASTIGI Á HELLISSKARÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 8. STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI SEM FALL AF HITASTIGSMUN Á SKARÐSMÝRARFJALLI OG HELLISSKARÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR MYND 9. STYRKUR H 2 S Í HVERAGERÐI SEM FALL AF ÚRKOMU Á HELLISSKARÐI. BLÁAR LÍNUR ERU 90 OG 50 HUNDARÐSHLUTA LÍNUR

5 1. Inngangur Við opnun Hellisheiðarvirkjunar árið 2006 varð brennisteinsvetnis útblástur sýnilegri, bæði er virkjunin staðsett við Suðurlandsveg og því sýnilegri almenningi en Nesjavallavirkjun en einnig jókst lykt í nágrannasveitarfélögum. Í samræmi við ákvæði í starfsleyfi vaktar Orkuveita Reykjavíkur styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti á virkjunarsvæðum og í byggð. Settar hafa verið upp fjórar síritandi loftgæðamælistöðvar sem reknar eru í samstarfi við Heilbrigðiseftirlit Suðurlands. Mælarnir eru staðsettir í Hveragerði, í Norðlingaholti í Reykjavík, við Hellisheiðarvirkjun og við Nesjavallavirkjun. Um mitt ár 2012 tók nýr aðili við rekstri mælistöðvanna, betrumbætur voru gerðar á mælunum og eru mælingar aðeins áreiðanlegar frá þeim tíma. Verkfræðistofan Vista hefur umsjón með mælingunum en mælarnir eru kvarðaðir á Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Í þessari skýrslu eru mælingar á brennisteinsvetni (H 2 S) í Hveragerði frá 1. september 2012 til 31. mars 2014 skoðaðar og bornar saman við veðurfar. Sambærilegar mælingar hafa verið gerðar á höfuðborgarsvæðinu frá árinu 2006 og hafa greiningar á þeim leitt í ljós að hæstur styrkur þar er í austlægri átt, hægum vindi, þegar hitastig er undir frostmarki og hitaskiptalag er til staðar (Olafsdottir og Gardarsson, 2013, Thorsteinsson o.fl., 2013). Þann 1. júlí 2010 tók í gildi reglugerð nr. 514/2010 um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti. Þar eru heilsuverndarmörk sett við 50 µg/m 3 fyrir 24-stunda hlaupandi meðaltal og 5 µg/m 3 fyrir ársmeðaltal. Ekki er leyfilegt að fara yfir mörkin frá 1. júlí 2014 en fyrir þann tíma var leyfilegt að fara yfir 24-stunda heilsuverndarmörkin fimm sinnum á ári. Tilkynningamörk voru við 150 µg/m 3 fyrir 3 samfelldar klst. til 1. júlí 2014 en eru eftir það við 50 µg/m 3 í 3 samliggjandi klst. Orkuveita Reykjavíkur fékk tímabundna undanþágu, með takmörkunum, til 1. júlí 2016 meðan unnið er að tilraunaverkefni í niðurdælingu brennisteinsvetnis aftur niður í jarðhitageyminn við Hellisheiðarvirkjun. Verkefnið nefnist Sulfix og er meginmarkmið þess að þróa varanlega, hagkvæma lausn svo að styrkur brennisteinsvetnis í andrúmslofti frá jarðvarmavirkjununum sé í samræmi við reglugerðir hverju sinni (Verkefnisáætlun Sulfix). Hafin er niðurdæling á um 20-30% þess brennisteinsvetnis sem kemur frá Hellisheiðarvirkjun. Síða 5 af 19

6 2. Mælingar Mælingar á brennisteinsvetni í Hveragerði og veðurmælingar á Hellisskarði og í Skarðsmýrarfjalli voru notaðar til greininganna Brennisteinsvetnismælingar Mælingar á brennisteinsvetni eru gerðar með Thermo 450 mæli. Mælirinn greinir brennisteinsdíoxíð (SO 2 ) og H 2 S en gerir ekki greinamun á H 2 S og öðrum afoxuðum brennisteinssamböndum (e. reduced sulfur compounds). Ekki er búist við að þau hafi áhrif á niðurstöður mælinga þar sem stórar uppsprettur eru ekki í nágrenninu. Mælirinn mælir 10 mínútur í senn. Verkfræðistofan Vista sér um og heldur utanum gagnasöfnun mælisins en hann er kvarðaður hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Gögnin eru yfirfarin og meðalgildi tekin saman hjá Nýsköpunarmiðstöð Íslands. Klukkustundargildi eru meðaltöl 10 mín. gilda frá tíu mínútum yfir heila tíman þar til á næsta heila tíma þ.e. gildið gefið á klst. XX:00 er meðaltal frá XX:10 til og með XX+1: Veðurmælingar Veðurmælingar notaðar til samanburðar við brennisteinsvetnismælingarnar eru frá Hellisskarði og Skarðsmýrarfjalli. Veðurstofa Íslands veitti aðgang að gögnunum. Veðurmælingar eru gerðar á heila tímanum, hitastig er 1 mínútna meðalgildi en vindmælingar 10 mín. meðalgildi. Úrkoma er mæld sem uppsöfnuð úrkoma síðustu klukkustund. Til að samanburður gagnanna væri réttur voru klukkustundarmeðalgildi af H 2 S frá Nýsköpunarmiðstöð Íslands færð aftur um eina klst. svo að gildið á tímanum XX:00 væri frá XX-1:10 til og með XX: Brennisteinsvetni í Hveragerði Í nágrenni Hveragerðis eru margar náttúrulegar uppsprettur jarðhitagasa. Stærstu nálægu uppspretturnar eru þó jarðvarmavirkjanirnar á Nesjavöllum og Hellisheiði en samanlagt útstreymi H 2 S frá þeim var tonn árið Hellisheiðarvirkjun er u.þ.b. 11 km vestan Hveragerðis en Nesjavallavirkjun u.þ.b. 12 km norðvestan við bæinn (sjá Mynd 1). Strax austan Hellisheiðarvirkjunar stendur Reykjafell og þá Hellisheiðin, Hveragerði stendur í Ölfusdal austan Hellisheiðar. Brennisteinsvetnið þarf því að rísa yfir heiðina og svo síga ofan í Ölfusdalinn til að ná til Hveragerðis. Nesjavallavirkjun er staðsett í dal við suðvestur enda Þingvallavatns og þarf brennisteinsvetnið því einnig að rísa til að ná til Hveragerðis. Því er ekki um það að ræða að brennisteinsvetnið sígi með landslagi eins og talað er um frá Hellisheiðarvirkjun til Reykjavíkur. Engar sírita H 2 S mælingar voru gerðar í Hveragerði áður en Hellisheiðarvirkjun tók til starfa svo ekki er vitað með vissu hversu mikið styrkur H 2 S í Hveragerði hefur breyst með tilkomu virkjananna. Síða 6 af 19

7 Mynd 1. Afstaða Hveragerðis og jarðvarmavirkjana Náttúrulegar uppsprettur H 2 S í nágrenni Hveragerðis Töluverður yfirborðsjarðhiti er á Hengilsvæðinu og norðan Hveragerðis í Reykjadal, Grændal og Gufudal. Auk þess er yfirborðsjarðhiti vel þekktur á Hengilsvæðinu. Þessum yfirborðsjarðhita hefur verið lýst í skýrslum OR (Gretar Ívarsson o.fl., 2011a-2011d). Einnig eru náttúrulegar uppsprettur innan bæjarmarkanna, til að mynda hinn ferðamannavæni Geothermal Park í hjarta bæjarins. Auk þess er nokkuð um borholur í eigu Orkuveitu Reykjavíkur og minni borholur í einkaeigu þar sem gufa er notuð til upphitunar á köldu vatni. 4. Styrkur H 2 S í Hveragerði og reglugerðarmörk Á tímabilinu, 1. september 2012 til 31. mars 2014, fór 24-stunda hlaupandi meðaltalsstyrkur yfir 50 µg/m 3 einu sinni á 24-stunda tímabili. Það varði í 17 samliggjandi klukkustundir þann 18. desember Hæsta 24-stunda hlaupandi meðaltalsgildið var 66 µg/m 3 en hæsta meðal klukkustundar gildið var 205 µg/m 3, það er töluvert hærra en næst hæsta gildið sem var 153 µg/m 3. Styrkur fór aðeins yfir 150 µg/m 3 í 2 klst. á tímabilinu Á tímabilinu fór styrkur alls sjö sinnum yfir 50 µg/m 3 í 3 klst eða lengur. Lengsti atburðurinn með styrk yfir 50 µg/m 3 varði í 14 klst. Styrkur fór aldrei yfir 150 µg/m 3 í 3 klst. eða lengur. Tímaserían nær aðeins yfir eitt heilt ár á tímabilinu þ.e en þá var meðaltalstyrkur 4,2 µg/m 3 sem er undir árs heilsuverndarmörkum (5 µg/m 3 ). Á tímabili þessarar skýrslu var leyfilegt að fara yfir 24-stunda heilsuverndarmörk 5 sinnum á ári og tilkynningarmörk voru við 150 µg/m 3. Því var ekki farið yfir reglugerðarmörk nr. 514/2000 á tímabilinu. Síða 7 af 19

8 Tafla 1. Helstu upplýsingar um styrk brennisteinsvetnis í Hveragerði. #24klst 50 #3klst 50 #3klst 150 Hæsta 24- µg/m 3 µg/m 3 µg/m 3 stunda gildi [µg/m 3 ] Hæsta klst gildi [µg/m 3 ] Meðaltal 2013 [µg/m 3 ] ,2 5. Styrkur H 2 S í Hveragerði í tíma Mynd 2 sýnir klukkustundargildi H 2 S á móti tíma á sólarhring, hér er klukkustundargildi meðaltal H 2 S síðustu klukkustundar (sjá kafla 2.2). Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50 % allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 1 klst. millibili). 90 hundraðshluta línan sýnir hámark undir morgun en tekur að lækka við tíma 06:00, lágmark er við 14:00 og hækkar styrkur aftur jafnt og þétt til miðnættis. 50 hundraðshluta línan er nokkuð jöfn en er þó í lágmarki kl. 13:00. Mynd 3 sýnir klukkustundar gildi af brennisteinsvetni í hverjum mánuði fyrir sig. Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur, þ.e. 90 og 50 % allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 1 mánaðar millibili). 90 hundraðshlutalínan er lægst í janúar og febrúar en hæst að hausti þ.e. frá september til nóvember. Mynd 4 sýnir vindrósir fyrir fyrstu tvo mánuði ársins og fyrir haustmánuðina september til nóvember fyrir tímabilið. Fyrri vindrósin sýnir að austan og norðaustanáttir voru ráðandi á fyrstu tveimur mánuðum áranna 2013 og 2014 en seinni vindrósin sýnir að á haustmánuðum tímabilsins (þ.e. september til nóvember 2012 og 2013) voru norðvestanáttir algengar. Það að 90 hundraðshlutalínan sé hærri á haustmánuðum en í janúar og febrúar (Mynd 3) gefur þannig til kynna að H 2 S styrkur sé hærri þegar vindur stendur af virkjununum (sem eru vestan og norðvestan við Hveragerði). Síða 8 af 19

9 Mynd 2. Klukkustundargildi af styrk H 2 S á hverja klst. í sólarhring. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Mynd 3. Klukkustundargildi af styrk H 2 S í hverjum mánuði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Síða 9 af 19

10 Mynd 4. Vindrósir frá Hellisskarði frá janúar og febrúar 2013 og 2014 annarsvegar og september, október og nóvember 2012 og 2013 hinsvegar. Síða 10 af 19

11 6. Tengsl veðurfars og styrks H 2 S í Hveragerði Veðurfar getur haft afgerandi áhrif á dreifingu efna í andrúmslofti og þar af leiðandi styrk þeirra. Hér verður styrkur brennisteinsvetnis í Hveragerði borinn saman við helstu veðurfarsbreytur Áhrif vindáttar Á Mynd 5 eru klukkustundargildi brennisteinsvetnis teiknuð á móti vindátt á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50% allra mæligilda eru undir línunni (reiknað með 5 millibili). 90% línan fer yfir lyktarmörk (7 µg/m 3 )(Alþjóða heilbrigðisstofnunin, 2000) í mörgum mismunandi áttum. Þetta bendir til þess að uppsprettur H 2 S aðrar en jarðvarmavirkjanirnar séu þó nokkrar og í mismunandi áttum miðað við H 2 S mælinn. 50% línan sýnir aftur hækkaðan styrk í norðvestan átt (NV-átt) þ.e. frá 298 til 344 sem bendir frekar til að um áhrif frá virkjununum sé að ræða. Því er þetta vindáttarbil skoðað sérstaklega með tilliti til veðurfars í köflunum hér á eftir. Mynd 5. Styrkur H 2 S í Hveragerði sem fall af vindátt á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Síða 11 af 19

12 6.2. Áhrif vindhraða Á Mynd 6 eru klukkustundargildi brennisteinsvetnis í NV-átt teiknuð á móti vindhraða á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50% allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 1,5 m/s millibili). 50 hundarðshluta línan lækkar að 10 m/s en virðist hækka aftur um 13 m/s. 90 hundarðshluta línan lækkar hægt en stöðugt að 6 m/s en tekur þá dýfu en virðist halda sér nokkuð yfir milli 8 og 16 m/s en lækkar við hærri vindhraða og hratt eftir 20 m/s. Þessi lækkun virðist nokkuð hæg miðað við niðurstöður úr Reykjavík en hér er notast við vindhraða á Hellisskarði og samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu er vindhraði á Hellisheiði að jafnaði 70% hærri en í Reykjavík (Þórður Arason og Torfi Karl Antonsson, 2003) og því líklegt að vindhraði í Hveragerði sé öllu hægari en á Hellisskarði. Mynd 6. Styrkur H 2 S í Hveragerði sem fall af vindhraða á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Síða 12 af 19

13 6.3. Áhrif hitastigs Á Mynd 7 eru klukkustundargildi brennisteinsvetnis í NV-átt teiknuð á móti hitastigi á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50 % allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 2 C millibili). 50 hundraðshluta línan lækkar hratt að -2 C, hækkar svo aftur en lækkar hratt eftir 4 C. 90 hundraðshluta línan lækkar í fyrstu en hækkar aftur yfir frostmarki og hefur hámark við 4 C en lækkar hratt eftir það. Mynd 7. Styrkur H 2 S í Hveragerði sem fall af hitastigi á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Síða 13 af 19

14 6.4. Áhrif stöðugleika andrúmslofts Stöðugleika andrúmslofts má meta út frá lóðréttri hitastigsdreifingu andrúmslofts. Á Mynd 8 eru klukkustundargildi brennisteinsvetnis teiknuð á móti hitastigsmun á Skarðsmýrarfjalli og Hellisskarði. Veðurstöðin á Skarðsmýrarfjalli stendur 217 m hærra en Hellisskarð og telst loftið því óstöðugt þegar hitastigsmunurinn en minni en -2,2 C (ath. þetta er einungis viðmið til að meta stöðugleika loftsins) en verður stöðugra eftir því sem hitastigsmunurinn er meiri. Hitaskiptalag er til staðar ef hitamunurinn er meiri en 0 C. Bláar línur á Mynd 4 eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50 % allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 0.8 C millibili). Báðar línur sýna hækkaðan styrk með stöðugra andrúmslofti. Styrkur virðist fara lækkandi þegar hitastigsmunur er meiri en 0 C sem gæti bent til þess að jarðhitagasið eigi ekki greiða leið frá virkjununum til Hveragerðis í mjög stöðugu lofti en mælipunktar með hitastigsmun meiri en 0 C eru of fáir til að segja til um það með afgerandi hætti. Mynd 8. Styrkur H 2 S í Hveragerði sem fall af hitastigsmun á Skarðsmýrarfjalli og Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur. Síða 14 af 19

15 6.5. Áhrif úrkomu Mynd 9 sýnir klukkustundargildi brennisteinsvetnis í NV-átt teiknuð á móti úrkomu á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundraðshluta línur þ.e. 90 og 50 % allra mæligilda eru undir hvorri línu fyrir sig (reiknað með 0,5 mm millibili). Styrkur fer hratt lækkandi með úrkomu milli 0 mm og 0,5 mm en á milli 0,5 og 1 mm virðist aukin úrkoma hafa lítilsháttar áhrif til hækkunar en styrkur fer svo aftur lækkandi með aukinni úrkomu frá 1 að 3 mm. Eftir það virðist styrkur H 2 S ekki fara yfir lyktarmörk, fleiri mælipunkta með því úrkomumagni þyrfti þó til að segja til um það afdráttarlaust. Ekki fannst samband milli úrkomu og styrk á höfuðborgarsvæðinu sjá Olafsdottir, Gardarsson (2013) og Olafsdottir, Gardarsson, Andradottir (2014). Mögulegar ástæður fyrir þessum mun eru að náttúrulegar uppsprettur norðan og norðvestan við Hveragerði lokist í úrkomu og því minna brennisteinsvetni í andrúmsloftinu. Ekki er um náttúrulegar uppsprettur að ræða á höfuðborgarsvæðinu. Úrkoma í Hellisskarði er þó líkleg til að vera nokkru meiri en í Hveragerði þar sem úrkoma á Hellisheiði er um þreföld á við Reykjavík (Þórður Arason og Torfi Karl Antonsson, 2003). Mynd 9. Styrkur H 2 S í Hveragerði sem fall af úrkomu á Hellisskarði. Bláar línur eru 90 og 50 hundarðshluta línur Áhrif veðurs samantekt Mælingar á styrk brennisteinsvetnis í Hveragerði sýna að styrkur þess fer yfir lyktarmörk í mismunandi vindáttum miðað við vind mældan á Hellisskarði. Þetta gefur til kynna að uppsprettur brennisteinsvetnis í Hveragerði séu fleiri en ein og að þær séu dreifðar. Hæstur styrkur mælist í norðvestan átt sem bendir til áhrifa frá jarðvarmavirkjununum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Styrkur brennisteinsvetnis var því borinn saman við aðrar veðurbreytur í norðvestanátt. Hæstur styrkur mældist þegar vindhraði var undir 6 m/s, hitastig var undir 4 C, og andrúmsloft var stöðugt og úrkomulaust. Síða 15 af 19

16 Tengsl styrks H 2 S í Hveragerði við veðurfar virðist ekki jafn skýrt og sýnt hefur verið fram á fyrir Reykjavík. Skýringar á þessu eru nokkrar. Brennisteinsvetnið á til að mynda ekki jafn greiða leið frá Hellisheiðarvirkjun til Hveragerðis og til Reykjavíkur vegna landslags, þrátt fyrir að vera nær. Nálægð Hveragerðis við aðrar uppsprettur H 2 S hefur einnig áhrif. Vindrósir á Mynd 4 sýna að norðvestan átt var ekki algeng yfir köldustu vetrarmánuðina á tímabili þessarar skýrslu. Í skýrslu veðurstofunnar, Veðurmælingar á Hellisheiði (Þórður Arason og Torfi Karl Antonsson, 2003) sem unnin var fyrir Orkuveitu Reykjavíkur má finna vindrósir fyrir Hellisskarð frá apríl 2001 til og með mars Vindrósirnar sýna að á veturinn var norðaustanátt algengust en norðvestanátt yfir sumarið. Þetta gefur til kynna að þær veðurfarsaðstæður sem sem sýnt var fram á að hefðu áhrif í Reykjavík séu ekki jafn algengar í Hveragerði þegar vindur blæs frá virkjununum þ.e. stöðugt kalt andrúmsloft og hægur vindur er sjaldgæfari í vindátt frá virkjunum að Hveragerði en frá virkjunum að Reykjavík. Áhrif veðurfars á styrk H 2 S í Hveragerði þar sem ekki var tekið tillit til vindáttar var einnig skoðað (myndir ekki sýndar) en fyrir allar vindáttir fengust sömu eða svipaðar niðurstöður. Lækkun styrkst með vindhraða var þó meira afgerandi og lækkaði styrkur ákveðið að 9 m/s en var stöðugur eftir það, eins var hækkun styrks greinilegri þegar mjög stöðugt loft (hitahvörf) var til staðar. 7. Styrkur H 2 S eftir mánuðum Tafla 2 sýnir hæsta gildi, meðaltal og miðgildi hvers mánaðar fyrir sig bæði þegar ekki er tekið tillit til vindáttar og í NV-átt eins og skilgreind er í kafla 5.1. Við samanburð þessara taflna sést að munur á meðal og miðgildum eru lægri þegar allar vindáttir eru skoðaðar en bara í NV-átt. Það bendir til þess að styrkur brennisteinsvetnis sé að öllu jöfnu hærri í NV-átt en öðrum áttum á öllum árstíðum. Tafla 2. Hæsta gildi, meðalgildi og miðgildi af styrk H2S [µg/m 3 ] í Hveragerði fyrir allar vindáttir og fyrir NV-átt. Allar mælingar Mælingar í NV-átt ( ) Mánuður Hæsta gildi Meðaltal Miðgildi Hæsta gildi Meðaltal Miðgildi jan 75,7 3,1 1,1 36,1 11,4 9,9 feb 112,7 1,9 0,8 112,7 11,7 4,5 mar 70,2 3,3 0,8 70,2 11,5 7 apr 49,6 4,6 0,9 49,6 12,2 8,2 maí 45,6 3,2 0,9 37,3 11,1 8,0 jún 69,3 3,3 1,2 69,3 10,3 4,3 júl 126,3 5,1 1,2 53,8 9,3 4,7 ágú 75 4,6 0, ,6 7,2 sep 66,9 6,9 1,1 66,1 15,3 11,9 okt 103,4 7,5 1,7 103,4 15,4 10,8 nóv 106,5 6 1,4 97,1 16,5 12 des 204,9 4,4 1,2 204,9 15,6 7,8 Síða 16 af 19

17 8. Samantekt Frá opnun Hellisheiðarvirkjunar árið 2006 hefur athygli almennings beinst meira að útblæstri brennisteinsvetnis á Hengilsvæðinu. Árið 2010 kom út reglugerð um styrk brennisteinsvetnis í andrúmslofti þar sem sett voru bæði 24-stunda og árs heilsuverndarmörk. Orkuveita Reykjavíkur mælir styrk H 2 S í Hveragerði, í Norðlingaholti í Reykjavík og við Nesjavalla- og Hellisheiðarvirkjun. Í þessari skýrslu var farið yfir mælingar í Hveragerði frá 1. september 2012 til 31. mars Mælingarnar sýndu að ekki var farið yfir reglugerðarmörk á tímabilinu. Greining á mælingunum með tilliti til veðurfarsþátta sýndi að styrkur H 2 S fór yfir lyktarmörk í mismunandi vindáttum miðað við vind mældan á Hellisskarði sem gefur til kynna að uppsprettur í Hveragerði séu fleiri en ein. Hæstur styrkur mælist þó í norðvestan átt sem bendir til áhrifa frá jarðvarmavirkjununum á Nesjavöllum og Hellisheiði. Í norðvestan átt mældist hæstur styrkur þegar vindhraði var undir 6 m/s, hitastig var undir 4 C, þegar andrúmsloft var stöðugt og það var úrkomulaust. Niðurstöður eru ekki eins afgerandi og sýnt var fram á fyrir Reykjavík. Þetta getur stafað af fleiri uppsprettum H 2 S í Hveragerði en í Reykjavík, meiri nálægð við þær, flóknara landslagi milli virkjana og mælis og að veður sem að öllu jöfnu myndi gefa háan styrk H 2 S er ekki eins algengt í þeim vindáttum þar sem strókur jarðhitagasa stendur að Hveragerði frá virkjunum. Úrkoma hefur áhrif á styrk brennisteinsvetnis í Hveragerði sem ekki greindist á höfuðborgarsvæðinu, þetta gæti verið vegna þess að náttúrulegar uppsprettur, sem eru fyrir hendi í Hveragerði en ekki í Reykjavík, lokist í úrkomu. Síða 17 af 19

18 Heimildir Alþjóða heilbrigðisstofnunin (WHO). (2000). Air Quality Guidelines for Europe (2. útgáfa). Efni af geisladisk. Bjarni Már Júlíusson (verkefnisstjóri). Verkefnisáætlun SulFix. Um förgun brennisteinsvetnis frá jarðgufuvirkjunum. Reykjavík: Orkuveita Reykjavíkur Landsvirkjun HS Orka. Gretar Ívarsson, Ásgerður Sigurðardóttir, Birna Kristinsdóttir, Einar Örn Þrastarson, Sindri Gretarsson, Þór Þorsteinsson (2011a). Yfirborðsjarðhiti á Hengilsvæðinu I. Kortlagning, lýsing, efnafræði gass og náttúrulegt varmatap. Norður-Hengill: Nesjavellir, Nesjalaugagil, Köldulaugagil og Hagavíkurlaugar. Reykjavík: Orkuveita Reykjavíkur. Gretar Ívarsson, Ásgerður Sigurðardóttir, Birna Kristinsdóttir, Einar Örn Þrastarson, Sindri Gretarsson, Þór Þorsteinsson (2011b). Yfirborðsjarðhiti á Hengilsvæðinu II. Kortlagning, lýsing, efnafræði gass og náttúrulegt varmatap. Mið-Hengill: Fremstidalur, Miðdalur, Innstidalur og Engjadalur. Suður-Hengill: Sleggjubeinsdalur, Skarðsmýrarfjall, Skíðaskáli og Hverahlíð. Reykjavík: Orkuveita Reykjavíkur. Gretar Ívarsson, Ásgerður Sigurðardóttir, Birna Kristinsdóttir, Einar Örn Þrastarson, Sindri Gretarsson, Þór Þorsteinsson (2011c). Yfirborðsjarðhiti á Hengilsvæðinu III. Kortlagning, lýsing, efnafræði gass og náttúrulegt varmatap. Ölkelduháks og nágrenni: Lakaskörð, Ölkelduháls og Kýrgil. Reykjavík: Orkuveita Reykjavíkur. Gretar Ívarsson, Ásgerður Sigurðardóttir, Birna Kristinsdóttir, Einar Örn Þrastarson, Sindri Gretarsson, Þór Þorsteinsson (2011d). Yfirborðsjarðhiti á Hengilsvæðinu IV. Kortlagning, lýsing, efnafræði gass og náttúrulegt varmatap. Hveragerði og nágrenni: Reykjadalur, Grændalur og Gufudalur. Reykjavík: Orkuveita Reykjavíkur. Olafsdottir, S., Gardarsson, S. M., Andradottir, H. O. (2014). Natural near field sinks of hydrogen sulfide from two geothermal power plants in Iceland. Atmospheric environment 96, Olafsdottir, S., Gardarsson, S. M. (2013). Impacts of meteorological factors of hydrogen sulfide concentration downwind of geothermal power plants. Atmospheric environment 77, Thorsteinsson, T., Hackenbruch, J., Sveinbjornsson, E., Johannsson, T. (2013). Statistical assessment and modeling of the effects of weather conditions on H 2 S plume dispersal from Icelandic geothermal power plants. Geothermics 45, Síða 18 af 19

19 Þórður Arason, Torfi Karl Antonsson. (2003). Veðurmælingar á Hellisheiði Reykjavík: Veðurstofa Íslands. Síða 19 af 19

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO

Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO Nóvember 2014 SKÝRSLA - UPPLÝSINGABLAÐ Titill skýrslu Tegund skýrslu Mat á nothæfisstuðli Reykjavíkurflugvallar samkvæmt viðmiði ICAO Verkheiti

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

Veðurathuganir og mat á veðurfari á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til flugvallarkosta. Guðrún Nína Petersen, Veðurstofu Íslands.

Veðurathuganir og mat á veðurfari á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til flugvallarkosta. Guðrún Nína Petersen, Veðurstofu Íslands. Veðurathuganir og mat á veðurfari á höfuðborgarsvæðinu með tilliti til flugvallarkosta Guðrún Nína Petersen, Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 7 9 IS 150 Reykjavík +354 522 60 00 vedur@vedur.is

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson

rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi /02 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson rn ORKUSTOFNUN Gaslosun jarovarmavirkjana a islandi 1970-2009 ivar Baldvinsson, JJora H. JJorisdottir, Jonas Ketilsson 05-2011/02 Gaslosun jarðvarmavirkjana á Íslandi 1970 2009 Ívar Baldvinsson Þóra H.

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa

Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Hafnarfjarðarbær Beiðni um stuðning við rannsóknir á styrk þungmálma og brennisteins í mosa Upphæð sem óskað er eftir: Árið 2015 kr. 175.000 Árið 2016 kr. 175.000 Sjá nánar í meðfylgjandi kostnaðaráætlun.

More information

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Ecotourism: effects on wildlife behaviour Verkefni í þremur þáttum, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2008. Þáttur I Hafa hvalaskoðunarbátar áhrif á hegðun

More information

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055. VMST/1455 Gljúf Gljúfurá 214 Samantekt um fiskirannsóknir Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/1455 Gljúfurá 214

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Styrkur radons í húsum á Íslandi

Styrkur radons í húsum á Íslandi GR 14:01 Styrkur radons í húsum á Íslandi Óskar Halldórsson Sigurður M. Magnússon Róbert Karl Lárusson Gísli Jónsson Júlí 2014 Geislavarnir ríkisins Rauðarárstíg 10 105 Reykjavík Sími 440 8200 http://www.gr.is

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið. BLÝ Í NEYSLUVATNI Í HÚSUM 41 Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi Lárus Rúnar Ástvaldsson lauk B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og M.Sc. í umhverfis- og auðlindafræði frá Umhverfis-

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) Greinargerð 07002 Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) VÍ-VS-02 Reykjavík Febrúar 2007 Greinargerð um veðurfar og hafís

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 LV-2017-126 ORK-1702 Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 4 Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá... 7 1 Inngangur... 9 2 Mat á rennsli í Jökulkvísl... 12 2.1 Mælingar í Jökulkvísl

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili (2004-2008) Ragnar Hlynsson Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2016 Samanburður á milli heildarúrkomu

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information