Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Size: px
Start display at page:

Download "Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal"

Transcription

1 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag Nýir pistlar Ærslafull ágústnótt,,ein frostnótt og nánast öll kartöflugrös eru fallin í Þykkvabænum. Þar með er ljóst að uppskerubrestur verður hjá okkur og skortur á íslenskum kartöflum fyrirsjáanlegur á næsta ári. Þetta gerðist aðfaranótt laugardagsins 18. ágúst, sagði Sigurbjartur Pálsson, bóndi á Skarði í Þykkvabæ og stjórnarmaður í Landssambandi kartöflubænda. Hann segir að í örfáa daga eftir að grösin eru fallin bæti kartöflurnar við sig en það sé afar lítið. Aftur á móti sé skynsamlegt að bíða nokkra daga með að taka kartöflurnar upp og leyfa þessu að jafna sig, eins og hann komst að orði. Varðandi kartöflustærðina, nú þegar spretta er hætt, sagði Sigurbjartur að hann efaðist um að gullauga og íslenskar rauðar kartöflur næðu meðalstærð, þær hefðu þurft að fá að vaxa í svo sem tvær vikur í viðbót. Það munaði svo mikið um síðustu vikurnar varðandi sprettuna.,,sumarið hefur verið hlýtt og gott en það hefur ekki nýst vegna Þessi húnvetnsku hross brugðu á leik fyrir Jón Eiríksson bónda á Búrfelli í Miðfirði sem er oftar en ekki með myndavélina á lofti þegar mikið liggur við í náttúrunni. Bændasamtök Íslands geyma ljósmyndasafn Jóns en í sumar var unnið að flokkun og varðveislu safnsins. Myndirnar eru allar á skyggnuformi en unnið er að því jafnt og þétt að koma þeim á stafrænt form til þess að gera þær aðgengilegri. Ljósm. Jón Eiríksson. Uppskerubrestur á kartöflum í Þykkvabæ Skortur á íslenskum kartöflum fyrirsjáanlegur á næsta ári þess að vætuna hefur alveg vantað, sem að sjálfsögðu kemur niður á vexti kartaflnanna. Það hefur ekki rignt hér síðan snemma í vor og allt sem grær líður fyrir það. Enda þótt uppskeran verði ekki hörmung þá verður hún afar döpur og ljóst að kartöflubændur verða fyrir miklu tjóni, sagði Sigurbjartur. Sumarið hefur verið yndislega gott veðurfarslega séð og það hefur verið gott veður á hverjum degi. Það var tregt fyrst í vor í ferðamennskunni og framan af sumri. Það hefur verið töluverð aukning milli ára hjá okkur og okkur sýnist að umfjöllunin um Um 70% í Þykkvabæ Í Þykkvabæ eru ræktuð um 70% af kartöfluframleiðslunni í landinu og því alveg ljóst að skortur á íslenskum kartöflum verður hér á næsta ári. Þegar kartöfluuppskeran er í góðu meðallagi dugar það ekki fyrir innanlandsmarkað. Sigurbjartur segir að ástandið sé Breiðavíkurdrengina hafi ekki mikil áhrif. Veðurblíðan vegur þyngst í góðri aðsókn, segir Keran St. Ólason, ferðaþjónustubóndi í Breiðavík. heldur ekki gott í kartöfluræktinni fyrir norðan því þar hafi verið bæði þurrt og kalt í sumar og sprettan því verið fremur lítil. Ef veður hlýnar og eitthvað vætir á næstunni geta næstu tvær vikur bjargað miklu á Norðurlandi á meðan grös falla ekki. S.dór Innlendar bílaleigur vara við Vestfjörðunum Ferðasumarið í Breiðavík á Barðaströnd hefur verið mjög gott að sögn staðarhaldara sem undrast jafnframt þá umfjöllun og slæm meðmæli sem Vestfirðir virðast fá hjá sumum bílaleigum. Gróður og garðamenning er heitið á nýjum pistlum sem hefja göngu sína í þessu Bændablaði. Höfundur þeirra er Kristín Þóra Kjartansdóttir sagn- og félagsfræðingur í Akureyrarakademíunni sem nú stundar garðyrkjunám við Landbúnaðarháskóla Íslands. Í pistlunum verður víða leitað fanga, bæði í tíma og rúmi. Garðrækt er gömul listgrein sem á sér mikla sögu en jafnframt ný á hverju vori. Í fyrsta pistli Kristínar er fjallað um fjölmenningargarða í Berlín sem gegna veigamiklu hlutverki í aðlögun innflytjenda frá framandi löndum að þýsku samfélagi. Sjá bls. 34 Skagafjörður Bændur fá að flytja eigið fé til slátrunar Í viðtali sem Bændablaðið átti við Jóhann Má Jóhannsson, bónda í Keflavík í Skagafirði, í vor er leið kom fram að bændur í Skagafirði mættu ekki flytja fé sitt til slátrunar á Sauðárkróki þótt þeir hefðu til þess fullkomin flutningatæki. Fyrir tæpum tveimur mánuðum var Jóhann boðaður á fund hjá Kaupfélagi Skagfirðinga til skrafs og ráðagerða um þetta mál. Í framhaldi af því var boðaður fundur með stjórn Félags sauðfjárbænda og sláturhúsráði þar sem tilkynnt var að ákveðið hefði verið að snúa af þessari braut vegna óánægju bænda með að mega ekki aka sjálfir fé sínu til slátrunar ef þeir hefðu tæki og tól til þess.,,niðurstaðan varð sú að tilkynnt var á fundi með viðskiptavinum kaupfélagsins nokkru síðar að nú mættu allir bændur aka með sitt fé til slátrunar, hefðu þeir til þess rétt tól og tæki, sagði Jóhann Már þegar Bændablaðið leitaði frétta af þessu máli á dögunum. Hann sagði bændur þakkláta fyrir að hlustað var á það sem þeir sögðu og fóru fram á í þessu máli. Jóhann sagði það til fyrirmyndar hjá kaupfélaginu. S.dór Gáttaður á skilaboðunum Í sumar kom svissneskur ferðamaður í Breiðavík og greindi Keran frá því að á bílaleigunni hefði honum verið ráðið frá því að fara á Vestfirði. Þetta er hlutur sem ég hefði viljað að yrði tekið á af einhverjum eins og til dæmis Ferðaþjónustu bænda. Það eru náttúrlega forkastanleg vinnubrögð að innlendar bílaleigur vari ferðamenn við að fara á Vestfirði vegna vega, eða ég vona að það sé ekki vegna annars. Við höfum heyrt áður ávæning af þessu en nú fengum við þetta beint í æð frá ferðamanninum. Hann hafði kjark til að koma á Vestfirði og var alveg gáttaður á þessum skilaboðum sem hann fékk og sagðist ekki skilja hvað væri að óttast, segir Keran sem ekki vildi nafngreina bílaleiguna en hann hyggst tilkynna þetta til aðila sem hafa með þessi mál að gera. ehg

2 Fréttir Sigurður Jóhannesson, formaður Landssambands sláturleyfishafa: Aukinn þrýstingur á innflutning á kjöti Sigurður Jóhannesson, formaður Landssamtaka sláturleyfishafa, segist eiga von á því að álíka mörgu fé verði slátrað í haust og í fyrra en það var um 550 þúsund fjár sem gáfu um tonn af kjöti. Verð til bænda telur hann að muni hækka um 5,1 5,2% frá því verði sem greitt var í fyrra. Þar með takist að halda í við verðlagsþróunina frá í fyrra og segir Sigurður það í sjálfu sér ágætan árangur. Sumarslátrun hófst í síðustu viku og stutt er í að almenn haust Landeigendur í Nesjum stefna Vegagerðinni Hópur bænda og annarra land eigenda í Nesjum í Hornafirði hefur stefnt Vegagerðinni og íslenska ríkinu og krefst þess að úrskurður umhverfisráðherra frá 11. maí 2007 um matsáætlun vegna mats á umhverfisáhrif um lagningar hringvegar um Hornafjarðarfljót verði felldur úr gildi. Framkvæmdir við hringveg inn í Hornafirði hafa lengi stað ið til. Með nýjum vegi á að bæta samgöngur á Suðausturlandi og styrkja byggðarlög á Suðaustur- og Austurlandi. Vegagerðin hefur lagt fram tillögur um þrjár veglínur yfir Hornafjarðarfljót vegna fyrirhug aðra framkvæmda nr. 1, 2 og 3. Munu þær stytta hringveginn um km. eftir því hvaða leið verður valin. Landeigendur eru óánægðir með allar þessar leiðir og segja til að mynda að leiðir 2 og 3, sem myndu að stórum hluta liggja um votlendi, myndu hafa í för með sér meiriháttar umhverfis- og nátt úruspjöll. Allar leiðirnar þrjár telja þeir ótækar og segja að þær myndu hafa í för með sér stórfellda röskun fyrir landeigendur. Fyrirhuguð vegarstæði munu m.a. skerða eignarlönd og rýra möguleika til landnýtingar, valda spjöllum á ræktunarlöndum, raska rannsóknar- og tilraunalandi í skógfræði, stefna kartöflurækt í hættu og spilla beitilöndum allt eftir því hvaða leið yrði valin. Fleiri kosti Af þessum sökum telja stefnend ur nauðsynlegt að taka fleiri kosti til umhverfismats og hafa því lagt fram tvær tillögur að veglínum til viðbótar, nr. 4 og 5, sem uppfylla markmiðin með gerð nýs vegar en hafa hins vegar ekki þá ókosti sem tillögur Vegagerðarinnar hafa. Vegagerðin hafnaði því að veglínur 4 og 5 yrðu metnar umhverfismati en í ákvörðun Skipulagsstofnunar 5. desember 2006, um matsáætl un vegna umhverfismats, var lagt fyrir Vegagerðina að meta allar veglínurnar fimm, auk þess sem meta skyldi endurbyggingu núver andi vegar. Vegagerðin kærði þessa ákvörðun til ráðuneytisins sem úrskurðaði að þeir kostir sem stefn endur lögðu til yrðu ekki metnir umhverfismati. Það veldur því að þeir koma ekki til álita þegar end anleg ákvörðun um vegarstæði verður tekin. Með málssókn sinni vonast stefnendur til þess að geta hindrað stórfellt umhverfis- og skipulagsslys í Hornafirði. S.dór slátrun hefjist. Ferskt lambakjöt ætti því að vera komið á markaðinn þegar þetta tbl. af Bændablaðinu kemur út. Sigurður segir að erfitt sé að spá fyrir um sölumálin næstu 12 mán uðina því að vaxandi þrýstingur sé á innflutning á kjöti til landsins. Að vísu er ekki mikið flutt inn af kindakjöti ennþá en þrýstingur fer vaxandi á að fá að flytja það inn. Innflutningur á öðrum kjöttegund um hefur að sjálfsögðu áhrif á sölu á kindakjöti. Aukið framboð af svínakjöti,,menn eru nú að spá auknu fram boði af svínakjöti enn einu sinni og mun það án efa hafa áhrif á verðþróun á öðrum kjöttegund um. En ef við horfum einangrað á lambakjöt tel ég að horfurnar séu ágætar. Við verðum þó ávallt að gæta þess að ofgera ekki mark aðnum. Það er hins vegar ljóst að verð hér á landi, bæði á nautakjöti og svínakjöti, er orðið mjög hátt og umtalsvert hærra en annars staðar á Norðurlöndunum, segir Sigurður. Því er nú haldið fram að búast megi við auknum áhuga Bandaríkjamanna á fersku íslensku lambakjöti. Sigurður bendir á að unnið hafi verið að markaðssetn ingu á lambakjöti í Bandaríkjunum í mörg ár. Stundum hafi gengið vel og stundum síður. Hann bend ir einnig á að gengisþróunin hafi gríðarlega mikil áhrif á afkomu þegar um útflutning er að ræða. Sömuleiðis skiptir miklu máli hver dreifingarkostnaðurinn er og eftir hvaða leiðum er flutt út, hvort það er með flugi eða skipum. Eins og er sé ekki til nóg lambakjöt ef stórauknar óskir kæmu um það frá Bandaríkjunum eða öðrum lönd S.dór um. Á myndinni eru við minnisvarðan, talið frá vinstri; Guðmundur Sigurðsson og Bergljót Þorsteinsdóttir á Reykhól, Katrín Þ. Andrésdóttir og Sveinn Ingvarsson, Reykjahlíð, Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri og Rúnar Bjarnason og Birna Þorsteinsdóttir, Reykjum. 100 ár frá því að sandgræðsla á vegum ríkisins hófst Fyrr í sumar voru liðin 100 ár frá því að sandgræðsla á vegum ríkisins hófst hér á landi og af því tilefni var afhjúpaður minn isvarði á Reykjum á Skeiðum. Þann 8. júlí 1907 var byrjað að byggja grjótgarða á Reykjasandi á Skeiðum til að hefta sandfok sem þá ógnaði miklum hluta sveitarinn ar. Fyrsta sumarið voru gerðir 700 faðmar af grjótgörðum, sem voru einhlaðnir, 3 fet á hæð, og þurfti Tómas Grétar Gunnarsson fuglafræðingur Í erfiðu árferði geta mófuglar farið snemmsumars Margir hafa haft samband við Bændablaðið og sagt að óvenju lítið sé um mófugl í ár og hafi raunar verið í fyrra líka. Margir vilja kenna um fjölgun tófu í byggð og jafnvel minks líka. Tómas Grétar Gunnarsson, fuglafræðingur hjá Náttúrustofu Vesturlands, er manna fróðastur um mófugla. Hann var spurður hverja hann teldi ástæðuna fyrir fækkun mófugla. Hann sagði að þetta færi nokk uð eftir tegundum en hins vegar vantaði alla vöktun á mófugli hér á landi eins og svo mörgu öðru í náttúrunni hjá okkur því að auð vitað væri hægt að telja mófugla eins og annað. Hins vegar tækju glöggir menn eftir því ef stór fækkun yrði á fuglum. Þurrkarnir slæmir Varðandi árið í ár sagði hann að sunnan fjalla hefðu þurrkarnir haft sitt að segja. Flestir mófuglar væru mjög háðir vatni og sumarið hefði verið óvenju þurrt. Hann tók dæmi af jaðrakan, sem fær sína fæðu úr votlendi eins og stelkur og hrossa gaukur. Þessir fuglar hafa átt mjög erfitt uppdráttar í sumar sökum þess að votlendi hefur þornað upp. Fyrir aðra fugla er mun dýpra í ánamaðka í túnum en í venjulegu ári og fæðuöflun því erfið.,,ef veður eða aðrar aðstæður eru vondar á vorin gefast fuglarnir upp við varpið og fara niður á leir ur að leita að fæðu og margir þeirra eru svo farnir aftur til útlanda um miðjan júní. Tímaramminn virðist vera svo knappur hjá mófuglinum að vitað er til þess að þegar síðustu spóarnir voru að koma til landsins í maí voru þeir sem fyrstir komu að fara aftur til útlanda, búnir að gefast upp á að reyna varp vegna Fyrsta skilarétt í Önundarfirði senn fullbyggð Í Önundarfirði hafa bændur verið að byggja fjárrétt í sumar og er áætlað að hún rúmi hundruð fjár. Réttin er byggð í landi jarðarinnar Traðar og það merkilega við þessa fram kvæmd er að þetta er fyrsta skilarétt sem byggð er í gamla Mosvallahreppi. Tíðindamaður blaðsins heilsaði upp á réttarsmiðina á dögunum og þá var verkið langt komið. Réttin er öll byggð úr timbri, 43x24 metr ar??? að stærð og uppistöður steypt ar niður. Um helmingur er almenn ingur og hinn hlutinn skiptist í átta dilka. Í réttinni er 45 sm breiður gangur sem ætlunin er að féð renni að flytja grjótið langan veg á hest vögnum. Grjótgarðanna sér enn stað á Reykjasandi, sagði Sveinn Runólfsson, landgræðslustjóri í samtali við blaðið. MHH einhverra ytri aðstæðna í nátt úrunni. Stofninn er því aldrei allur á einum tímapunkti á óðölum í einu, sagði Tómas. Mikil afföll í fyrra Hann benti hins vegar á að í maí 2006 hefðu margir fullorðnir mófuglar, og jafnvel stærri fuglar, hreinlega drepist úr kulda, einkum á Norðurlandi. Fuglar reyna að þrauka á hreiðrum fram í rauðan dauðann. Fugladauðinn í þessu mikla kuldakasti segir Tómas að hafi komið í ljós við talningu á vetrarstöðum fugla í fyrrahaust. Spurður hvort fjölgun tóf unnar hefði mikið að segja varð andi fækkun mófugla sagði hann að vissulega æti tófan nokkuð af eggjum og ungum en hann sagðist efast um að það hefði úrslitaáhrif.,,meðal mófugl verpir 40 til 50 eggjum yfir ævina og af þeim þurfa ekki nema tveir eða þrír ungar að ná fullorðinsaldri til þess að viðhalda stöðugleika í stofn inum. Þess vegna er það hættulítið þótt tófan éti mikið undan þeim. Stofninn þolir vel afföll af eggj um og ungum en illa breytingar á lífslíkum fullorðinna fugla, sagði Tómas Grétar Gunnarsson. S.dór Dettifossvegur og Lyngdalsheiðarvegur boðnir út í haust Þeir unnu að réttarbyggingunni: Kristján Ástvaldsson, Þingeyri, Karl Bjarna son, bóndi í Neðri-Hjarðardal, og Ásvaldur Magnússon í Tröð. Mynd ÖÞ. eftir og svo opni hver eigandi fyrir sinni kind þegar hún kemur eftir ganginum. Ásvaldur Magnússon, bóndi í Tröð, stjórnar byggingu réttarinnar. Hann sagði að bændur vildu prófa þetta fyrirkomulag við fjárdráttinn og í þeim tilgangi yrði settur upp hringur í réttinni sem tæki fjár og úr honum ætti féð svo að renna í ganginn. Þeir teldu það a.m.k. mun léttara fyr irkomulag en það hefðbundna en það krefðist þess að vísu að menn væru allir samtímis við réttarstörf in. Ásvaldur sagði að hingað til hefðu menn rekið féð inn á vissum bæjum og dregið í sundur en nú væri svo komið að það kæmist ekki inn í hús og því væri nú farið út í réttarbyggingu. Ásvaldur sagði að fé úr Önundarfirði yrði rekið þarna til réttar og auk þess talsvert margt úr Dýrafirði sem sækti í auknum mæli yfir Gemlufallsheiðina. Það er Ísafjarðarbær sem kostar bygg ÖÞ ingu réttarinnar. Rauða strikið sýnir veglínuna yfir Lyngdalsheiði. Efst í vinstra horni sér í Þingvallavatn en efst til vinstri má eygja smáhorn af Laugarvatni. Kort frá Vegagerð ríkisins. Tveir mjög umdeildir veg arkaflar eru nú komnir á útboðslista Vegagerðarinnar og verða boðnir út í haust. Um er að ræða Dettifossveg (862) og Lyngdalsheiðarveg (365) sem nær frá Laugarvatni að Miðfelli. Í nýjustu Framkvæmdafréttum Vegagerðarinnar er greint frá því að þessir vegarkaflar séu komnir á útboðslista en ekki tekið fram hvenær í haust útboð ið fari fram. Miklar deilur hafa staðið um legu beggja þessara vegarkafla. Varðandi Dettifossveg er það leið B á kortinu sem hér fylgir sem farin verður en á kortinu yfir vega gerð á Lyngdalsheiði er það leið 7 á kortinu sem valin hefur verið. Heimamenn segja nýjan veg yfir Lyngdalsheiði breyta mjög miklu fyrir þá enda styttist leiðin til höfuðborgarinnar umtalsvert frá því sem nú er. Allmargir eiga heimili í Bláskógabyggð en vinna í Reykjavík.Varðandi Dettifossveg, sem nær frá þjóðvegi 1 niður á þjóðveg 85, eru það þeir sem ann ast ferðamannaþjónustu sem fagna gerð hans.

3

4 Landið er blátt af berjum Svo virðist sem í ár ætli að verða eitt besta berjaár sem komið hefur í áraraðir hér á landi og það lítur út fyrir að sama sé hvar borið er niður. Víðast hvar voru berin fullsprottin um miðjan ágúst, bæði bláber og krækiber. Ég hef ekki séð svona mikið af berjum undanfarið eins og nú blasir við. Við fórum til berja, ég og dóttir mín, í gær (12. ágúst) eftir vinnu um klukkan og tíndum 11 til 12 lítra af stórum og fallegum aðalbláberjum, þeim fallegustu sem ég hef séð í mörg ár, sagði Stefán V. Ólafsson, kunnur berjatínslumaður í Ólafsfirði, í samtali við Bændablaðið. Bjartir dagar en þoka um nætur Hann sagðist telja ástæðurnar fyrir því hvað berin eru falleg og snemmsprottin vera þær að enda þótt ekki hafi verið hlýtt í veðri í sumar hafi veðrið verið sólríkt og rakt í næturþokunni. Hann sagði að þar sem hann hefði haft samband Frá því í mars á þessu ári hefur sérstakt minkaveiðiátak verið í gangi í Eyjafirði, á svæði sem nær yfir sveitarfélögin Dalvíkurbyggð, Arnarneshrepp, Hörgárbyggð, Eyjafjarðarsveit, Akureyrarkaupstað, Svalbarðsstrandarhrepp og Grýtubakkahrepp. Svæðið afmarkast við austan- og vestanverðan Eyjafjörð frá botni og til norðurs að Kaldbaki að austan og að Ólafsfjarðarmúla að vestan, þar með taldir þverdalir: Hörgárdalur, Öxnadalur og Svarfaðardalur. Nefnd á vegum umhverfisráðuneytisins hefur umsjón með veiðiátakinu og er tilgangur þess að kanna möguleika á útrýmingu minks á tveimur svæðum á landinu, Snæfellsnesi og Eyjafirði, með það í huga að ráðast í landsátak í framhaldinu gefi niðurstaða tilefni til. Umhverfisstofnun hefur umsjón með veiðunum og réð veiðimenn til að sinna þeim. Samhliða veiðunum eru í gangi rannsóknir sem ætlað er m.a. að meta árangur veiðiátaksins og eru þær unnar af Náttúrustofu Vesturlands í samvinnu við Náttúrufræðistofnun Íslands. við menn væru svörin á einn veg, mikið af fallegum berjum. Stefán segir að það sé mjög mikið um að íbúar í Ólafsfirði fari og tíni ber og sjálfsagt sé það svo annars staðar þar sem góð berjalönd er að finna. Stefán segist fara eftir vinnu á hverjum degi meðan hægt er að tína berin. Hann segist safta allmikið og eins segist hann frysta berin til vetrarins, auk þess sem alltaf sé til berjasulta á heimilinu. Þá njóta ættingjar og vinir, sem ekki komast í ber, góðs af elju Stefáns við berjatínsluna. Minkaveiðiátak í Eyjafirði Fáðu þér sæti Talið er að veiðar hafi gengið vel það sem af er árinu og hefur stóraukinn fjöldi gildra verið lagður á svæðinu, auk þess sem minkaleit með hundum hefur verið meiri en áður. Þrátt fyrir þessar auknu veiðar eru einhverjir minkar sem hafa komist undan og læður náð að Frosin krækiber út á heitan hafragraut Enda þótt skyr og bláber sá mikið sælgæti þá er það líka afar gott að setja frosin krækiber út í heitan hafragraut á morgnana og það geri ég oft, sagði Stefán V. Ólafsson. Góð berjalönd á Snæfellsnesi Á Snæfellsnesi er mikið um góð berjalönd. Þar er sömu sögu að segja og fyrir norðan, mikið af berjum og þau fullsprottin. Ólína Gunnlaugsdóttir, bóndi á Ökrum, sagði í samtali við Bændablaðið að berjasprettan væri mjög góð, allavega á sunnanverðu Snæfellsnesi þar sem hún býr. Bláberin séu áberandi falleg orðin. Hún segir fólk sækja mjög mikið á Snæfellsnesið til berjatínslu. Stundum þykir mér fólk byrja of snemma að tína berin, þau eru oft ekki fullsprottin þegar fólk byrjar að tína. Nú er það hins vegar ekki svo enda berin fullsprottin, sagði Ólína Gunnlaugsdóttir. gjóta. Nú í ágúst fara hvolpar sem komist hafa á legg að verða sýnilegir og því mikilvægt að fá upplýsingar um hvar þeir sjást. Því vilja þeir sem að veiðiátakinu standa fara þess á leit við bændur og almenning að þeir láti vita ef sést til minka á ofangreindu svæði. Hægt er að hafa samband við Veiðistjórnunarsvið Umhverfisstofnunar í síma og láta vita af því. Frá þessu er greint á heimasíðu Dalvíkurbyggðar. Sótt um úreldingu sláturhússins í Króksfjarðarnesi Á aðalfundi Kaupfélags Króksfjarðar, sem haldinn var mánudaginn 30. júlí síðastliðinn, ályktaði fundurinn að fela stjórn kaupfélagsins að sækja eftir úreldingu á sláturhúsi kaupfélagsins í Króksfjarðarnesi. Bændablaðið sagði frá því í vor að uppi væru hugmyndir fyrir vestan um að bændur þar sæktu um aðild að Kaupfélagi Skagfirðinga. Bergsveinn Reynisson, sem verið hefur einn af forsvarsmönnum sláturhússins í Króksfjarðarnesi, sagði að sú hugmynd hefði dofnað mjög þegar í ljós kom að Kaupfélag Króksfjarðar eignaðist peninga þegar Samvinnutryggingum var skipt upp og peningum sem þar lágu var skipt upp.,,þar komu peningar sem hægt var að nota til að greiða upp allar bráðaskuldir sem hvíldu á sláturhúsinu, sagði Bergsveinn. Aðspurður hvar því fé sem annars hefði verið slátrað í Króksfjarðarnesi yrði slátrað í haust sagði Bergsveinn að um væri að ræða 10 þúsund fjár. Helmingur þess færi til slátrunar á Hvammstanga, fjórðungur til Sauðárkróks og fjórðungur eitthvað annað. Þannig sagði Bergsveinn að sitt mat væri á stöðunni nú. S.dór Akur í Biskupstungum með nýtt grænmeti: Sæt paprika og plómulaga kirsuberjatómatar Garðyrkjubændurnir Þórður Halldórsson og Karólína Gunnarsdóttir á Akri í Laugarási í Biskupstungum stunda fjölbreytta ræktun á grænmeti þar sem allt er lífrænt ræktað. Þau hafa nýlega sett á markaðinn tvær nýjar tegundir af grænmeti, annars vegar sæta papriku og hins vegar plómulaga kirsuberjatómata. Báðar þessar tegundir hafa fengið mjög góða dóma hjá neytendum. Grænmetið á Akri er m.a. selt í áskrift um allt land en stöðin er í sambandi við fjóra aðra lífræna bændur í því verkefni. Þá er pantað í gegnum netið á heimasíðunni Fjölmargir nýta sér þessa leið og fá því alltaf ferskt og nýtt grænmeti beint frá bóndanum. Fimm starfsmenn vinna á Akri. MHH Vöxtur trjágróðurs hefur verið með allra besta móti í sumar. Vexti er langt frá því að vera lokið og má reikna með að margar tegundir haldi áfram að bæta við sig síðvexti fram í september ef hiti helst sæmilegur. Sitkagreni, stafafura og alaskaösp vaxa mest (sprotar frá cm), en margar aðrar tegundir, s.s. reyniviður, rauðgreni, víðitegundir og birki hafa vaxið mjög vel (50-70 cm). Það sem er athyglisverðast er að á hálendinu, t.d. í Veiðivötnum, hefur víðir vaxið sem aldrei fyrr og má á mörgum stöðum finna cm sprota á loð- og grávíði á þessum slóðum. Hiti á hálendinu hefur líklega verið töluvert yfir meðallagi án þess að ég hafi tölur til að sanna þá fullyrðingu, sagði Hreinn Óskarsson, skógarvörður Spáð góðri sveppasprettu víða um land Nýju paprikurnar frá Akri hafa komið mjög vel út enda mjög góðar á bragðið. Þær eru ólíkar öðrum paprikum í laginu eins og sjá má. Þetta eru nýju tómatarnir frá Akri, plómulagaðir kirsuberjatómatar. Þeim er pakkað í sérstakar umbúðir sem hafa verið þróaðar á Akri og eru gerðar úr sterkju. Mikill vöxtur trjágróðurs Það fer vaxandi hér á landi að fólk læri að þekkja ætisveppi og notfæri sér síðan kunnáttuna og fari út í náttúruna, tíni sveppi og gangi frá þeim til geymslu fyrir veturinn. Í ár er spáð góðri sveppasprettu víða um land en best er hún þar sem var bæði hlýtt og rakt. Ása M. Ásgrímsdóttir, höfundur bókarinnar,,villtir matarsveppir á Íslandi, sagði í samtali við Bændablaðið að mikið væri í sig hringt síðsumars og hún spurð ráða um hvernig fólk ætti að bera sig að varðandi sveppatínslu og frágang þeirra fyrir veturinn, sem er annað hvort að steikja þá eða þurrka. Ása sagði að það væri misjafnt eftir landshlutum hvernig sveppasprettan væri í ár. Hún sagðist Stórir og langir árssprotar hafa myndast á trjám í sumar, eins og t.d. á þessu grenitré sem stendur á lóð Fjölbrautaskóla Suðurlands á Selfossi. Skógræktar ríkisins á Suðurlandi, þegar hann var spurður út í vöxt trjáa í sumar. Hann sagðist ekki geta sagt um það hvort þetta yrði metsumar í sumar, sumarið 2004 hefði t.d. verið mjög gott. MHH hafa farið upp í Heiðmörk nýlega og það væri greinilegt að þurrkarnir sunnan fjalla í sumar hefðu dregið úr vaxtarhraða sveppanna. Allmikið væri af þeim en þeir þyrftu hins vegar rakatíð til að spretta vel. Alltaf er mikið um lerkisveppi í Hallormsstað á hverju ári. Ása sagði að aðstæður á Austurlandi hefðu verið góðar í sumar, hlýtt og rakt, og því gæti sveppavöxtur þar orðið góður. Óbreytt verð í 5 ár kr m/vsk Fleiri gerðir á lager Skeifan Reykjavík S: Fax: Heyfengur mjög misjafn um allt land Sumir bændur óttast að fá ekki nægan heyjaforða Eftir þetta mikla þurrkasumar er ljóst að heyfengur er afar misjafn um allt land. Það fer ekki eftir héruðum heldur eftir því hvernig túnin á jörðunum eru. Tún sem gerð hafa verið á uppþurrkuðu mýrlendi og hafa oft þótt hvað lélegust eru nú langbest en tún sem gerð eru á þurrlendi, svo ekki sé talað um þar sem jörð er sendin, gefa mjög lítið af sér í ár. Þá kunna allir sögur af því að í þurrkatíðinni í sumar hafi stöku sinnum komið góðar hitaskúrir, en svo staðbundnar að mikið hafi rignt á tveimur eða þremur jörðum en ekkert á öðrum í sömu sveit. Þá er það samdóma álit þeirra sem Bændablaðið ræddi við að grænfóðursræktin um allt land sé með lakasta móti í ár vegna þurrkanna. Óttast heyleysi Sérfræðingar búnaðarsambandanna sem fylgjast með þessum málum segja að allmargir bændur óttist nú að fá ekki nægan heyjaforða fyrir veturinn. Til eru þeir bændur sem telja sig þurfa að fækka kúm vegna heyskorts. Runólfur Sigursveinsson hjá Búnaðarsambandi Suðurlands sagði að það væri nokkuð algengt á Suðurlandi að menn teldu sig verða knappa með hey í vetur. Það væri samt mjög mismunandi milli bæja og færi mjög eftir jarðvegi túnanna. Þá sagði Runólfur að fyrningar væru víðast hvar litlar á Suðurlandi nú. Hann benti á að ekki væri þó öll nótt úti enn því ef háin sprytti vel gæti staðan breyst mjög til batnaðar. Háin sprettur líka misvel Friðrik Jónsson hjá Búnaðarsamtökum Vesturlands hafði mjög svipaða sögu að segja og Runólfur. Það væri afar breytilegt eftir bæjum hvernig heyfengur væri og færi mest eftir túngerðinni. Þá sagði hann að sumir bændur létu vel af sprettu háarinnar en aðrir ekki. Best væri ástandið syðst í Borgarfirði en til að mynda í Norðurárdalnum væri lítil sem engin háarspretta. Eiríkur Loftsson hjá Leiðbeiningarstöðinni í Skagafirði sagði að á hans svæði væri heyfengur mjög misjafn eftir bæjum og færi að mestu leyti eftir jarðvegi túnanna. Hann sagði að þar sem tún væru á sendnum jarðvegi hefði gras brunnið í þurrkinum og það sögðu líka aðrir sem rætt var við. Eiríkur sagði bændur byrjaða að slá há og væri árangurinn misjafn eins og var með fyrri slátt. Þokkalegur fyrri sláttur Guðmundur Steindórsson hjá Búgarði á Akureyri sagði að á heildina litið hefði útkoman verið þokkaleg úr fyrri slættinum en háin hefði sprottið mjög misvel og færi eftir túngerðinni vegna þurrkanna. Hann sagði að nokkrir bændur óttuðust að fá ekki nægan heyfeng. Það væri þó ekki alveg útséð um það enn þá ef rættist úr með hána. Þórarinn Lárusson hjá Búnaðarsambandi Austurlands sagði það sama og aðrir sem rætt var við. Heyfengur væri afar misjafn milli bæja og að sumir bændur væru smeykir um að ná ekki nægum heyjaforða en aðrir teldu sig þokkalega stadda. S.dór

5 Hausttilboð á Krone, McHale og Stoll heyvinnuvélum meðan birgðir endast Krone Vario Pack 1500 Fastkjarnavélar Stillanleg rúllustærð Ath! engar gúmmíteygjur Stoll og Krone stjörnumúga- og sláttuvélar McHale 991b Rúllupökkunarvélar Rúllu- og stórbaggagreipar til afgreiðslu af lager Aðeins örfá eintök í boði Höldur á Akureyri er söluaðili V&Þ á Norðurlandi, sími

6 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Blaðamenn: Erla Hjördís Gunnarsdóttir Margrét Þóra Þórsdóttir Sigurdór Sigurdórsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN LEIÐARINN Ýmsar blikur eru á lofti um að verulegar breytingar séu nú í gangi á veðurfari á jörðinni. Almenn sátt er um að orsakavaldurinn sé hlýnun á lofthjúpi jarðar. Hvað valdi hlýjunni er aftur ekki full samstaða um, Veðurfarsráð Sameinuðu þjóðanna, með vísindaheiminn á bak við sig, telur að lofttegundir sem valdi sk. gróðurhúsaáhrifum, einkum koltvísýringar, en einnig metan og hláturgas (N 2 O), og fleiri lofttegundir, séu hér að verki, en einnig eru uppi kenningar um að hér séu á ferð náttúrulegar sveiflur, t.d. af völdum sólbletta. Á Íslandi og í norðanverðri Skandínavíu hefur í ár verið þurrkasumar, en sunnar á Norðurlöndum, á Bretlandseyjum og norðanverðu meginlandi Evrópu hefur verið óvenju úrkomusamt. Hins vegar hafa verið miklir hitar í suðaustanverðri Evrópu; Rúmeníu, Búlgaríu og í löndum við austanvert Miðjarðarhafið. Víðsvegar að úr heiminum hafa borist fregnir um annars vegar mikinn hita og þurrka eða hins vegar flóð. Í ljós hefur komið að stríðsátök í Darfur héraði í Súdan eru a.m.k. að hluta vegna þess að áður byggð landsvæði eru orðin óbyggileg vegna þurrka. (Fréttablaðið 30. júlí 2007, bls. 18). Skaði vegna flóða er hins vegar mestur að þessu sinni í Suður- og Suðaustur- Asíu þar sem um 40 milljón manns hafa orðið fórnarlamb þeirra. Ein af afleiðingunum af þessu ójafnvægi er uppskerubrestur á korni og öðrum jarðargróða sem hefur nú þegar leitt til aukinnar eftirspurnar og hækkandi heimsmarkaðsverðs á búvörum. Þetta bætist ofan á aukna eftirspurn fjölmennra ríkja á matvælum, eins og Kína og Indlands. Jafnframt þessu hefur það gerst að hafin er framleiðsla á lífeldsneyti á bíla til að draga Kátt var í Kjósinni Þann 22. júlí fór fram sumarhátíð Kjósverja þegar haldinn var bændadagurinn Kátt í Kjósinni. Þar opnuðu nokkrir bændur dyr sínar fyrir gestum og einnig var haldinn sveitamarkaður í Félagsgarði þar sem matvæli, listmunir og handverk úr Kjósinni voru til sölu. Dagurinn þótti takast með eindæmum vel og verður án efa árlegur hér eftir. Þetta tókst mjög vel og það var stöðugur straumur gesta allan daginn. Viðtökurnar voru mjög góðar og fólk var ánægt með þetta framtak. Það var skemmtilegt hvað fólk dreifðist á marga bæi. Sveitamarkaðurinn gekk mjög vel og ég hugsa að það hafi farið um þrjú þúsund manns þar í gegn. Það er krafa núna að hafa þetta árlegt og þá mun þetta verða öflugra því fleiri vilja bætast við, segir Sigurbjörn Hjaltason, oddviti Kjósarhrepps. úr notkun á olíu en bruni olíu er valdur að verulegum hluta af auknum koltvísýringi í andrúmsloftinu. Bandaríkin eru stórtækust í þessum efnum en þar hafa nú þegar verið reistar 110 etanólverksmiðjur og stefnt er að því að þær verði 180 fyrir lok næsta árs, Til að framleiðsla 100 lítra af etanóli þarf 240 kg af maís, en það fullnægir á hinn bóginn Framtíðin er íslensks landbúnaðar ársþörf eins manns fyrir orku. Bush, forseti Bandaríkjanna, boðar að etanólframleiðsla verði þrefölduð þar frá því sem nú er fram til 2017 og að þá fari helmingur maísuppskeru Bandaríkjanna til þeirrar framleiðslu. Brasilía er einnig jafn stórtæk í etanólframleiðslu og Bandaríkin og samanlagt framleiðsla þau 90% af heimsframleiðslunni af etanóli. Í Evrópu er aftur einkum framleidd lífdíselolía, en hún nemur þó aðeins um 10% af etanólframleiðslu í heiminum. Lífeldsneytisframleiðsla úr hráefnum, sem Margt var um manninn í Félagsgarði þar sem sveitamarkaður Kjósverja fór fram en talið er að um þrjú þúsund manns hafi lagt leið sína á markaðinn. Djassbandið Mímósa spilaði í Mjólku-tjaldinu við Meðalfellsvatn og gerði mikla lukku. Tríóið skipa Gunnar Hilmarsson á gítar, Hjörtur Snorrason á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. nota má sem fæðu fyrir fólk eða fóðurs fyrir búfé, er gagnrýnd fyrir það að hækka verð á matvælum og auka á hungur í heiminum. Hvaða ályktanir má draga af þessu varðandi íslenskan landbúnað? Þann að mikilvægi íslensks landbúnaðar mun vaxa, eins og hvarvetna annars staðar. Ekki eru merki um að hlýnun veðurfars sé að láta sig hvað þá að henni sé lokið. Landbúnaður á norðlægum slóðum þolir hlýnunina að ákveðnu marki og jafnvel nýtur hennar. Hér á landi eru miklir möguleikar á að auka búvöruframleiðslu, bæði vegna landrýmis og framleiðsluskilyrða. Frá því framboð af matvælum á Íslandi fór fram úr eftirspurn, en það gerðist um 1960, hafa íslenskir bændur háð varnarbaráttu og íslenskur landbúnaður setið undir gagnrýni einstaklinga, fjölmiðla og stjórnmálaflokka um að vera á opinberri framfærslu og dragbítur á hagvöxt þjóðarinnar. Hátt verð á innlendum búvörum er gagnrýnt, en 8% af ráðstöfunartekjum heimilanna fara til kaupa á þeim. Hlutverk landbúnaðarins í að halda uppi matvælaöryggi þjóðarinnar, tryggja byggð í dreifbýli og að bera menningararf þjóðarinnar í víðum skilningi áfram til komandi kynslóða, hefur þá jafnframt á stundum verið vegið og léttvægt fundið. Leiða má rök að því að vegur íslensks landbúnaðar muni vaxa í nálægri jafnt og fjarlægri framtíð. Við það munu hagsmunamál hans breytast. Íslandssagan greinir bæði frá tímabilum þegar bændur áttu jarðir sínar sjálfir en einnig þegar jarðir söfnuðust á hendur fárra. Af sögunni má læra það að eign bænda á jörðum sínum er landi og þjóð til mestrar farsældar. Það þurfa bændur og samtök þeirra að standa dyggan vörð um. M.E. Krakkarnir nutu sín við að prófa dráttarvélar af ýmsum gerðum á búvélasafninu á Kiðafelli. Fyrir utan Félagsgarð var hinn gríðarstóri Gabríel frá Hálsi til sýnis en hann er af Galloway-kyni og vegur rúm 900 kíló. Þær vöktu athygli, landnámshænurnar í Miðdal, en haninn á bænum spígsporaði einnig tignarlega um. LOKAORÐIN Hafið þið heyrt í hrossagauknum? Þar sem ég flatmagaði á veröndinni í sumarbústaðnum norður í Svarfaðardal og undraðist þögn mófuglanna hringdi í mig góður og gegn bóndi í sveitinni, Þorgils á Sökku, og vildi einmitt ræða við mig þögn mófuglanna. Við skruppum í kaffi til þeirra hjóna og ræddum um þetta undarlega ástand í náttúrunni. Ég hafði saknað fuglanna, ekki síst hrossagauksins, sem settu svip á sumarið í dalnum. Að þessu sinni hafði ég varla séð spóa eða nokkurn annan mófugl að frátöldum nokkrum skógarþröstum sem voru komnir í berin og byrjaðir að mála veröndina bláa. Þorgils hafði ákveðna kenningu um þetta. Sem gamalreyndur veiðimaður hafði hann að sjálfsögðu mestar áhyggjur af rjúpunni sem hann sagði að væri farin að verpa meira á láglendi en áður. Um það vildi hann kenna refnum sem fjölgaði ört til fjalla. Á láglendinu hitti rjúpan fyrir nýja óvini sem eru mávarnir. Hann sagðist hafa fylgst með rjúpnahópi sem verpti skammt frá bænum og séð hvernig mávarnir komu og hirtu hvern ungann á fætur öðrum þar til hreiðrin voru öll tóm. Ástæðuna fyrir þessari ásókn mávanna í ungana sagði hann vera hið undarlega hvarf sandsílisins úr sjónum. Enda hurfu þeir allir eins og dögg fyrir sólu þegar fréttist af sandsílinu aftur, þar væri fréttaþjónustan sko í lagi. Hann sagðist hins vegar hafa komist að því þegar hann hafði þann starfa að eyða vargfugli í Hrísey fyrr á árum að hluti hettumávastofnsins væri greinilega sólginn í unga því þeir hefðu legið í mófuglinum í eynni meðan hinir sóttu sjóinn. Þetta sagðist Þorgils hafa sagt fuglafræðingum en þeir hefðu hrist hausinn og ekki viljað kannast við þessa drápsfýsn í hettumávinum. Þá varð nú undirrituðum hugsað til Tjarnarinnar í Reykjavík. En fuglafræðingar virðast ekki vera sammála Þorgils af hverju móarnir eru svo þöglir í ár sem raun ber vitni. Ævar Petersen kennir um slæmu vorhreti í fyrra sem hefði leikið mófugla grátt á Norðurlandi, víða hefði mikið drepist af fullorðnum fugli og ungar ekki komist upp. Fuglshræ hefðu verið hundruðum saman á túnum bænda. Hann segir að þetta eigi ekki við um aðra landshluta, sums staðar hefði mófuglinum fjölgað. Tómas Grétar Gunnarsson segir í samtali við Bændablaðið (bls. 2) að kuldinn í vor hefði orðið til þess að margir mófuglar hefðu snúið við og hætt við að verpa. Hann kannast við vorhretið í fyrra sem hefði farið illa með fugla á Norðurlandi. Kannski eru skýringarnar á þögn mófuglanna í sumar margar og mismunandi eftir landshlutum. En það kannast fleiri en Norðlendingar við þessa þögn. Ég hitti konu undir Eyjafjöllum sem hafði nákvæmlega sömu sögu að segja, hún hefði varla heyrt í hrossagauk í sumar og gamall mýrarfláki neðan við bæinn hefði verið líflaus framan af vori þangað til hópur af hettumávum hreiðraði þar um sig í bókstaflegri merkingu og tók að verpa. Hann hafði greinilega gefist upp á söndunum sem voru hans hefðbundni varpstaður. Ætli næsta frétt verði ekki um að það hafi verið ernir sem hröktu mávinn upp á land! Það væri eftir öðru í náttúrunni. ÞH

7 Í umræðunni Búnaðarsamband Vestfjarða Afmælishátíðin tókst eins og best verður á kosið Laugardaginn 18. ágúst sl. hélt Búnaðarsamband Vestfjarða upp á 100 ára afmæli sitt á Núpi í Dýrafirði. Var afmælishátíðin vel sótt og sagði Árni Brynjólfsson á Vöðlum, formaður sambandsins, að hún hefði tekist vel og farið hið besta fram. Á hátíðarfundinum færði Haraldur Benediktsson, formaður Bændasamtakanna, BsV afmælisgjöf. Sett var upp sýning á gömlum vinnubrögðum í landbúnaði. Til að mynda var bundið hey upp á hest eins og gert var í gamla daga og sýndar gamlar búvélar. Einnig var stillt upp hlið við hlið gamalli dráttarvél og nýrri og var munurinn að sjálfsögðu mikill eins og á öllum gömlum og nýjum tækjum í landbúnaði. Skjólskógar voru með sýningu og reistu m.a. stöng sem var jafnhá hæsta tré á Vestfjörðum. Handverksfólk frá Vestfjörðum sýndi verk sín og fólki gafst kostur á að fara á hestbak. Harmóníkuklúbbur spilaði fyrir gesti og gangandi og konur frá Flateyri, allar á besta aldri, sýndu línudans. Um kvöldið var svo haldið hið árlega rjómaball og var uppselt á dansleikinn sem tókst mjög vel eins og allt annað á afmælishátíðinni.,,við sem stóðum að hátíðinni erum í skýjunum yfir því hvað hún tókst í alla staði vel, sagði Árni Brynjólfsson. Harmónikuleikarar léku út undir vegg en inni fyrir gerðu menn sér veitingarnar að góðu. Allar myndirnar á síðunni tók Páll Önundarson. Mælt af munni fram Á Hagyrðingakvöldi, sem haldið var á Borgarfirði eystra í sumar, fór Hjálmar Freysteinsson með þetta kvæði um þann fræga hund á Akureyri, Lúkas: Á Akureyri er ögurstund og ógurlegur voði. Íbúarnir harma hund og huggun ekki í boði. Mynd hans er í minnið fest, miklum veldur harmi. Hvar sem dindill dilla sést drjúpa tár af hvarmi. Merkilega margir fá martröð allar nætur, heyra í fjarska hundsins gá og hrökklast þá á fætur. Ástum slegið er á frest, þó úti sólin skíni, því sérhver snerting minnir mest á mjúkt og loðið trýni. Alla jaxla á ég bít, ekkann helst það stansar. Hverja hrúgu af hundaskít hylja blóm og kransar. Eflaust fegin þykist þið en þyngir mína byrði að nú er Lúkas lifnaður við og ljóðið einskis virði. Svipmyndir frá hátíðinni á Núpi. Traktorar og ferhyrnt fé var til sýnis og gömul vinnubrögð við heyskap. Veislustjórinn á Rjómaballinu um kvöldið var leikkonan góðkunna, Helga Braga Jónsdóttir, sem fór mikinn í magadansinum við góðar undirtektir gesta. Árni Brynjólfsson með afmælisgjöfina sem Haraldur Benediktsson færði honum. Spennandi tímar framundan í íslenskum landbúnaði sagði Haraldur Benediktsson formaður BÍ í hátíðarræðu sinni. Í ræðu sem Haraldur Benediktsson formaður Bændasamtaka Íslands flutti á afmælishátíðinni minntist hann frumkvöðlanna sem af framsýni stofnuðu samtök bænda og sýndu samstöðu sem ekki var alltaf auðvelt í harðbýlum sveitum með litlar og lélegar samgöngur. Á starf þeirra væri ekki hægt að leggja neinn mælikvarða, en við erum hins vegar sannfærð um að framfarir hefðu ekki orðið jafnhraðar án þeirra, sagði Haraldur. Hann bætti því við að vestfirskir bændur hefðu alltaf átt og ættu enn eina öflugustu framvarðarsveit bænda. Hann sagði að þótt margt hefði unnist væri enn full þörf fyrir samstöðu bænda, ekki síst í ljósi þess að sveitarfélög hafa stækkað og sameinað dreifbýli og þéttbýli. Það kallaði á breytt viðhorf bænda til sveitanna og íbúa þeirra. Hefðbundnum framleiðendum fækkar en í þeirra stað flytur fólk í sveitirnar sem stundar ekki landbúnað. Bændur þurfi að taka höndum saman við þessa nýju granna og vinna með þeim af sameiginlegum hagsmunamálum sveitanna. Haraldur vék einnig að stöðu íslensks landbúnaðar sem væri verulega ólík þeirri sem uppi var fyrir 100 árum. Samt væru viss líkindi í því að nú væru teikn á lofti um miklar breytingar sem gætu orðið jafnmiklar og þær sem voru í augsýn þá. Eftirspurn eftir framleiðsluvörum bænda á heimsmarkaði hefði aukist verulega á síðustu mánuðum og ný viðhorf í orkumálum og framleiðslu eldsneytis gerbreyttu stöðu bænda um allan heim. Tækifæri íslenskra bænda á framleiðslu búvöru fyrir vel borgandi heimsmarkað geta á skömmum tíma gjörbreytt allri aðstöðu okkar. Þá er mikilvægt að við séum ekki of föst í ríkjandi hefðum í því umhverfi sem við höfum myndað um búvöruframleiðslu okkar. Kannski er það hið heilnæma vestfirska loftslag sem fær mig til að segja að í hundrað ár hafi ekki verið jafnspennandi tímar fyrir íslenskan landbúnað og nú. Það á ekki síður við vestfirskar sveitir. Helgin umdeilda Stefán Vilhjálmsson yrkir vegna helgarinnar umdeildu á Akureyri: Ég býst í ein með öllu -slaginn, ekki frítt ég skammist mín því ekki viljum æsku í bæinn, aðeins þroskuð fyllisvín. Hjálmar Freysteinsson læknir á Akureyri bætti við: Svo í bænum styttra staldri til stórra bóta þætti mér, að fólk sem er undir fimmtugsaldri fengi ekki að tjalda hér. Og þetta: Veginn fram til góðs við gengum með gáfulegum bönnum, á hátíðinni Ein með engum (utanbæjarmönnum). Stefán kom svo með til gamans vísu eftir Örn Arnar: Táli beita og tyllisýn tóbakseitruð fyllisvín. Hugur leitar því til þín, þekka sveitastúlkan mín. Árni skrokkur Menn ræddu nokkuð á Leir um vísu með nafni einhvers Árna sem hafði viðurnefnið skrokkur, og voru ekki vissir um við hvaða Árna var átt. Kristján Eiríksson telur að Árni skrokkur hafi verið Árni frá Múla, samanber vísuna: Árni skrokkur flokk úr flokk flæmist, brokki tamur á svig. Þjóðólfs-hnokka þokka-rokk þeytir nokkuð samur við sig Mannvitsbrekkusöngur Hjálmar Freysteinsson orti þegar hugmyndinni um göng til Vestmannaeyja var kastað fyrir róða: Stjórnvöld fá nú orð í eyra, engin koma göng. Mætti ég fá meira að heyra af mannvitsbrekkusöng. Berjaði mig og sláddi Þorsteinn Markússon, bóndi Borgareyrum undir Eyjafjöllum, stakk þessari vísu að mér en sagðist ekki vita hver höfundur væri: Fólsku mann ég fljúddi á því flesta við ég ráddi en bölvaður mér brekti þá, berjaði mig og sláddi. Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

8 Aðalskipulag Hrunamannahrepps, sem staðfest var af ráðherra í desember 2005, hefur vakið allnokkra athygli. Sú stefna sem var mótuð þar m.a. með íbúafundum og stórum vinnufundum sveitarstjórnar og skipulagsnefndar hefur reynst vera tímamótastefna sem höfðar til fleiri samfélaga en íbúa Hrunamannahrepps. Megin inntakið í aðalskipulaginu er að viðhalda Hrunamannahreppi sem sveitasamfélagi samhliða því að byggja upp öflugt nútímasamfélag með fjölbreyttu atvinnulífi og einum öflugum byggðakjarna, Flúðum. Meginstefna skipulagsins Meginmarkmið eru í fjölmörgum undirflokkum en hér verður minnst á þrjú þeirra. Yfirmarkmið er að Hrunamannahreppur sé sveit sem nýtti fjölbreytta náttúru og auðlindir til sóknar aðallega í matvælaframleiðslu og fjölbreytts landbúnaðar (m.a. ferðaþjónustu). En líka að gera Flúðir að eftirsóttum þéttbýlisstað fyrir margs konar atvinnustarfsemi. Af því fer sögum að jafnvel góðar bújarðir séu seldar og að kaupendur leggi af allan búskap en skipti þeim upp í sumarbústaðalóðir. Einkum gerist þetta á vinsælustu sumarbústaðasvæðunum eins og í uppsveitum Árnessýslu. Guðmundur Böðvarsson, húsasmíðameistari og aðstoðarbyggingafulltrúi í uppsveitum Árnessýslu, staðfesti þetta í samtali við Bændablaðið. Hann sagði að á árinu 2006 hefði þetta farið mjög vaxandi og það ár voru þá gefin út 780 byggingarleyfi Skipulag og landnýting Aðalskipulag Hrunamannahrepps Meginmarkmið varðandi atvinnumál/landbúnað er að stefnt skal að öflugu og fjölbreyttu atvinnulífi í sveitarfélaginu sem m.a. byggist á landbúnaði, matvælaframleiðslu, ferðaþjónustu, nýtingu jarðvarma og nýsköpun. Einnig að góð landbúnaðarsvæði verði áfram nýtt til landbúnaðar. Sveitarfélagið skal eflt sem miðstöð garðyrkju í landinu. Stefnt skal að aukinni skógrækt, fjölnytjaskógrækt til skjóls, útivistar, viðarframleiðslu, landbóta og annarra nytja. Öll skógrækt er framkvæmdaleyfisskyld. Skógrækt verður ekki heimiluð alls staðar. Varðandi frístundabyggðir hefur stefnan verið tekin að takmarka hana við afmörkuð svæði, samtímis sem stefnt er að stækkun slíkra byggðar. Þá skal hún rísa sem mest á samfelldum svæðum. Nær fimm þúsund sumarbústaðir í uppsveitum Árnessýslu Heilu jörðunum skipt upp í sumarbústaðalönd fyrir sumarbústaði í uppsveitum Árnessýslu. Þá hafði úthlutuðum lóðum fjölgað ár frá ári en í ár hefur úthlutuðum lóðum fækkað miðað við í fyrra og það sem af er árinu eru þær ekki nema rétt innan við fjögur hundruð. Aðalfundur NBC 2007 Eftir föngum skal komist hjá því að slík byggð verði reist á góðu ræktunarlandi og landi sem hentar vel til landbúnaðarframleiðslu. Í aðalskipulagi verði afmörkuð svæði þar sem ekki kemur til greina að reisa frístundabyggð vegna mikilvægis svæðis vegna náttúrufars, auðlinda eða almenns útivistargildis. Staðfesta sveitarstjórnar Það sem kannski er eftirtektarverðast er ekki textinn sjálfur. Hann er oft almennt orðaður og vísar í meginmarkmið skipulags- og jarðalaga. Það sem sennilega hefur vakið mesta athygli er að sveitarstjórn hefur notað stefnuna sem stjórntæki og þ.a.l. hafnað einstaka hugmyndum landeigenda eða athafnamanna þar sem tillögur þeirra hafa ekki samrýmst stefnu aðalskipulagsins. Nær 5 þúsund bústaðir Í Árnessýslu eru rétt tæpir 5 þúsund sumarbústaðir þannig að það þarf ekki að koma á óvart þótt margar bújarðir hafa verið teknar úr notkun sem slíkar og bútaðar niður í sumarbústaðalóðir. Ef um ræktað land er að ræða eða ræktanlegt, geta sveitarstjórnir stöðvað sölu á slíkum löndum undir sumarbústaði ef þær kæra sig um það. Það mun hins vegar vera afar sjaldgæft en hefur þó gerst. Ísólfur Gylfi Pálmason, sveitarstjóri í Hrunamannahreppi, sagði í samtali við Bændablaðið að sveitarfélögin í uppsveitum Árnessýslu hefðu umtalsverðar tekjur af sumarbústöðum. Þar væri fyrst og fremst um að ræða fasteignagjöld. En á móti kæmi að sveitarfélögin þjónustuðu bústaðaeigendur með því að leggja til þeirra vatn, hirða sorp og fleira sem auðvitað væri greitt sérstaklega fyrir með þjónustugjöldum. Ísólfur Gylfi var spurður að því hvort sveitarfélag hefði meiri tekjur af til að mynda jörð þar sem eru 60 mjólkandi kýr og jarðnæði sem þarf til að reka slíkt bú eða að búta það niður og byggja sumarbústaði. Hann sagði mjög erfitt að meta það, til þess þyrfti að skoða ákveðið dæmi ofan í kjölinn. S.dór Bændasamtök Íslands taka við formennsku Aðalfundur NBC, Samtaka norrænna bændasamtaka, árið Norrænt samstarf kjörinn formaður NBC til næstu Erna Bjarnadóttir tveggja ára og Erna Bjarnadóttir, 2007 var haldinn í Jyväskylä aðalritari. Formennskunni fylgir í Mið-Finnlandi dagana ágúst sl. í boði NBC deildarinnar í Finnlandi. Finnska deildin samanstendur af MTK (samtökum finnskumælandi bænda), að bera þungann af undirbúningi funda formanna bændasamtaka á Norðurlöndunum næstu tvö ár. Sá fyrri verður haldinn í Danmörku í byrjun september árið 2008 og sá SLC (samtökum sænskumælandi seinni á Íslandi síðla sumars árið bænda) og Pellervo (afurðasamvinnufélögunum). Íslands yfir 100 bændum og starfsmönn Hagfræðingur Bændasamtaka Gera má ráð fyrir um eða Dagskrá fundarins var með eb@bondi.is um bændasamtaka á þann fund og nokkuð hefðbundnu sniði, erindi hópurinn stýrði umræðum um alltaf er mikil ásókn í að koma á voru flutt um valin efni sem eru efst á baugi, umræðuhópar störfuðu og að lokum var formleg dagskrá þar sem kjörinn var ný stjórn NBC til næstu tveggja ára. Á fyrra degi fundarins var rætt um Norrænan mat, fyrir hvað hann stendur og möguleika til að auka verðmæti og tekjur bænda á grundvelli sérstöðu norrænna gilda. stöðu búreksturs og hlutverk hans í byggðaþróun. Umræðan snerist mest um möguleika og leiðir til að efla og styrkja búrekstur og bændur svo fyrirtæki þeirra verði sem öflugust. Rætt var um þátt bændasamtaka, stjórnvalda og það sem bændur geta sjálfir gert í þessu skyni. Dagskrá síðari dagsins hófst síðan á að gerð var grein fyrir niðurstöðum fundina á Íslandi. Síðast var slíkur fundur haldinn á Akureyri í byrjun ágúst Að lokum voru veitt menningarverðlaun NBC og féllu þau í skaut finnskrar konu sem hefur unnið ötullega að framgangi finnskrar menningar á landsbyggðinni. Föstudaginn 10. ágúst var síðan farið í skoðunarferð um Mið- Frummælandi var Kim Palhus umræðuhópa. Síðan Finnland. Heimsótt var fjölskyldubú sem er einn af matvælasendiherrunum. Fyrir Íslands hönd sögðum við stuttlega frá markaðssetningu íslenskra búvara í Bandaríkjunum. Eftir hádegi var rætt um stöðu samvinnufélaga bænda í hnattvæðingunni. var farið yfir samstarf á vettvangi Eystrasaltslandanna (BFFE) sem NBC heldur uppi en þó eru það nær eingöngu þau þrjú lönd sem eiga land að Eystrasaltinu sem taka þátt í því starfi og bera uppi til skiptis. þar sem búið var með kýr og sem aukagrein var séð um veðhlaupabrokkara, fóðrun þeirra og þjálfun og bóndinn sá einnig um að keyra þá til og frá keppni. Verksmiðjur Valtra dráttarvélaframleiðendanna Frummælandi var Farið var yfir stöðu WTO viðræðn voru skoðaðar og bauðst gestum hagfræðiprófessor við háskólann í Uppsala. Á hinum Norðurlöndunum eru samvinnufélög ráðandi afl í úrvinnslu og sölu búvara og eru þau alls staðar nema hér á landi, virkir þátttakandur í samstarfinu á þessum vettvangi. Síðast á dagskrá fyrri dags fundarins voru umræðu- og vinnuhópar. Í þeim var einkum fjallað um mál sem snúa að eflingu hreyfinga bænda og samvinnufélaga þeirra. Íslenski anna og Pekka Pesonen, aðalritari COPA-COCEGA fjallaði um stöðu og möguleika norræns landbúnaðar. Á eftir voru pallborðsumræður um loftslagsbreytingar og áhrif þeirra á norrænan landbúnað og möguleika í framleiðslu lífrænna orkugjafa. Næstu fundir á Íslandi Eftir hádegi var síðan formleg dagskrá. Ísland tók nú við formennsku í NBC og var Haraldur Benediktsson að taka léttan prufutúr sem margir notfærðu sér til gamans! Síðast var farið til ferðaþjónustubónda sem hafði byggt upp umfangsmikinn rekstur í gistingu, veitingum og afrþreyingu á fáuum árum. Við það hafði hann notfært sér mikla samvinnu við nágranna sem buðu fjölbreytta þjónustu á sviði afþreyingar. Fram kom að fjárfestingarstyrkir frá ESB við þessa uppbyggingu námu allt að 40% af kostnaði. Skipulagsmál Sigurður Ingi Jóhannsson dýralæknir og oddviti Hrunamannahrepps sigurdingi@simnet.is Þessi stefna, eins og fram hefur komið, er sprottin fram úr samfélaginu sjálfu og á sér stoð og rætur í því lagaumhverfi sem um þessi mál fjalla, þ.e. skipulags- og jarðalögum. Um hana hefur verið kosið (kosningar vorið 2006) og þau mál sem hafa komið til kasta sveitarstjórnar hafa hlotið einróma samþykki. Því má fullyrða að um stefnuna sé víðtækur stuðningur í sveitarfélaginu þó að vissulega séu skiptar skoðanir um einstök mál. Um þessar mundir er aðalskipulagsbreyting í auglýsingaferli þar sem m.a. er skerpt á texta varðandi frístundabyggðina til þess að stefna Undanfarið hafa verið áberandi í fréttum deilur landeigenda og Vegagerðarinnar varðandi ágreining um staðsetningu vegaarstæða. Þá hefur einnig verið tekist á um bótaskyldu Vegagerðarinnar vegna einstakra framkvæmda. Nýlega hafa fallið nokkrir héraðsdómar varðandi álitsefnið auk úrskurða matsnefndar eignarnámsbóta. Karl Axelsson, hrl. á Lex lögmannsstofu, hefur um árabil séð um hagsmunagæslu tengda vegaframkvæmdum fyrir fjölmarga landeigendur. Karl segir að ástæðuna fyrir auknum fjölda mála af þessu tagi megi rekja til mikilla vegaframkvæmda undanfarið um land allt og að einnig hafi hækkandi jarðaverð sitt að segja auk sjónarmiða um að tekið sé tillit til náttúruverndar við allar framkvæmdir. Athyglisverður dómur Mörg áhugaverð álitamál koma upp þegar metin er bótaskylda vegna vegaframkvæmda. Nýlega reyndi á það hvort Vegagerðinni bæri að greiða bætur fyrir nýtanleg jarðefni sem til féllu við borun jarðganga. Tvö mál sem tengdust Fáskrúðsfjarðargöngum og Almannaskarðsgöngum fóru t.a.m. fyrir dóm þar sem Vegagerðin hafnaði að greiða landeigendum bætur fyrir jarðefnin. Niðurstaða héraðsdóms var sú að landeigendur ættu rétt á bótum fyrir allt nýtanlegt jarðefni úr göngunum. Vegagerðin hefur áfrýjað dómunum til Hæstaréttar og mun niðurstaðan liggja fyrir í lok þessa árs. Á síðustu árum hefur orðið nokkur breyting á því til hvaða atriða er litið þegar mönnum eru ákvarðaðar bætur vegna eignarnáms í tilefni vegarlagningar. Karl segir að áður fyrr hafi verið tilhneiging til að líta einungis á það land sem beinlínis færi undir viðkomandi vegarstæði. Þróunin hafi hins vegar orðið sú að nú sé horft til þeirrar heildarverðrýrnunar sem vegarlagning valdi á nánasta umhverfi, þ.m.t. landbúnaðarnotum. Áhrifasvæði vega geta þannig náð nokkur hundruð metra frá miðlínu vegarstæðis. Málskostnaður greiddur Karl segir að niðurstaðan í nýlegum dómi Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Veiðifélags Skagafjarðar gegn Vegagerðinni auðveldi landeigendum alla hagmunagæslu sína. Í því máli hafði Vegagerðin fallist á að greiða bætur vegna tjóns sem vegarlagning hefði á lífríki Norðurár í Skagafirði. Vegagerðin neitaði hins vegar að greiða veiðifélaginu málskostnað sem til féll vegna hagsmunagæslu fyrir skipulagsyfirvöldum. Veiðifélagið vann málið og var Vegagerðinni gert að greiða allan málskostnað. sveitarfélagsins sé eins skýr og einföld og hægt er. Landbúnaður, þ.e. hefðbundinn og garðyrkja, eru mjög sterkar atvinnugreinar í Hrunamannahreppi eða um 50% ársverka sem unnin eru í sveitarfélaginu. Þessi störf eru undirstaða uppbyggingar samfélagsins og þannig ætlum við að halda því. Eftirspurn eftir byggingarlandi, hvort sem er á Flúðum eða í dreifbýlinu bæði fyrir íbúðarhúsnæði og þar með búsetu en einnig frístundalóðum, hefur aldrei verið meiri. Verð á landi hefur aldrei verið hærra og aldrei hefur verið byggt eins mikið og á þessu ári. Það er auðvitað mjög gleðilegt að finna að við höfum eitthvað sem aðrir sækjast eftir. Þetta styrkir okkur í að við séum á réttri braut. Aðrar greinar höfundar um skylt efni; Fræðaþing landbúnaðarins 2007 Aðalskipulag sveitarfélaga skúffuplagg eða gagnlegt stjórntæki. Sýn sveitarstjórnarmanns á landnotkun m.t.t. landbúnaðar. Vegagerðin dæmd í héraði til að greiða bætur fyrir jarðefni úr jarðgöngum Af hálfu Veiðifélags Skagafjarðar flutti málið Guðjón Ármannsson, lögmaður hjá Lex lögmannsstofu. Guðjón segir niðurstöðuna í samræmi við 72. gr. Stjórnarskrár sem tryggi mönnum fullar bætur komi til eignarskerðingar. Ekki sé hægt að tala um fullar bætur ef þeir sem verði fyrir eignarskerðingu þurfi að sitja uppi með málskostnað sem óhjákvæmilega falli til við slíka hagsmunagæslu. Í ljósi þessa dóms ættu landeigendur og aðrir hagsmunaaðilar að leita sér lögmannsaðstoðar þegar í upphafi enda sé þeim tryggður allur kostnaður. Hagsmunagæsla fyrir skipulagsyfirvöldum Um þessar mundir rekur Karl mál á hendur Vegagerðinni fyrir landeigendur í Nesjum í Hornafirði vegna lagningar hringvegarins um Hornafjarðarfljót. Þar háttar svo til að Vegagerðin hefur gert tillögu að þremur mögulegum leiðum sem að mati landeigenda eru allar óviðunandi; þær skerði eignarlönd og rýri möguleika til landnýtingar. Hafa landeigendur sett fram tillögur að tveimur nýjum leiðum sem þeir krefjast að verði teknar til mats á umhverfisáhrifum. Landeigendur eru að vakna til meðvitundar um það að á grundvelli laga eigi þeir rétt á að koma sjónarmiðum sínum á framfæri þegar fyrirhuguð er vegarlagning um land þeirra. Til skamms tíma hafi vegarlagning átt sér stað án þess að leitað væri eftir sjónarmiðum landeigenda. Oft fari hagsmunir Vegagerðarinnar og viðkomandi landeigenda saman og þá geti framkvæmdir farið fram í góðri sátt. Séu hins vegar landeigendur óánægðir um tilhögun framkvæmda,t.a.m. staðsetningu vega og fleira, sé mikilvægt að þeir gerist virkir þátttakendur strax í upphafi mála hjá skipulagsyfirvöldum. S.dór Tjón vegna rafmagnstruflana fæst bætt Á heimasíðu Kjósarhrepps er greint frá því að handvömm hafi orðið í rafspennistöð í Hvalfirði í liðinni viku, með þeim afleiðingum að rafmagn fór af stórum hluta landsins og þar á meðal Kjósarhreppi. Rafmagn kom síðan inn á dreifikerfið með alltof hárri spennu með þeim afleiðingum að fjöldi raftækja eyðilagðist á heimilum sem annars staðar. Slíkt tjón bætir orkusalinn og eru notendur því hvattir til að snúa sér til viðkomandi raforkusala.

9 F í t o n / S Í A Það er ódýrara en þú heldur að tryggja hryssuna hjá VÍS Dæmi um iðgjald: Kynbótahryssutrygging (verðmæti hryssu kr.) Sjúkrakostnaðartrygging Ábyrgðartrygging Samtals iðgjald á mánuði aðeins 1.624* * verð miðast við gjaldskrá VÍS mars 2007 og fjölskyldutryggingu í gildi. Allar tryggingar eru gefnar út til eins árs í senn. Er gæðingamóðirin vel tryggð? Þrátt fyrir gott eftirlit, geta hryssur og folöld slasast alvarlega eða jafnvel drepist af völdum áverka sem þau hljóta í stóðhestahólfum. Iðgjald af dæmigerðri tryggingu fyrir kynbótahryssu er því léttvægt á móti því að missa gott hross bótalaust. Ráðlögð samsetning trygginga á hryssur sem notaðar eru í ræktun: Kynbótahryssutrygging - líftrygging, afnotamissir í ræktun, ásamt fyl- og folaldatryggingu hryssan er tryggð ef hún missir varanlega getu sína til að nýtast í ræktun í kjölfar slyss eða sjúkdóms, einnig ef hún drepst af völdum slyss eða sjúkdóms. Fylið eða folaldið tryggt fyrir 10% af verðmæti hryssunnar* Sjúkrakostnaðartrygging bætir dýralækniskostnað vegna slyss eða sjúkdóms, einnig dýralækniskostnað folalds fyrstu 30 dagana eftir köstun.* Ábyrgðartrygging: bætir tjón sem hryssa getur valdið þriðja aðila.* *Sjá nánar í skilmálum VÍS Agria Hestaverndar Hvað er til ráða? Ég held að skynsamlegast sé fyrir hryssueigendur að tryggja sína gripi sjálfir... segir Kristinn Guðnason formaður Félags Hrossabænda í greininni Stóðhestar skaða hryssur í 9. tbl. Eiðfaxa Vátryggingafélag Íslands Ármúla Reykjavík Sími vis.is

10 10 Landbúnaðarsýningin að festa sig í sessi Landbúnaðarsýningin sem haldin var á Sauðárkróki á dögunum er sú fjölsóttasta til þessa, en hún var nú haldin í þriðja skipti. Talið er að gestir nú hafi verið liðlega fjögur þúsund talsins sem er hátt í tvöföldun frá árinu á undan. Nú mættu allir stærri búvélainnflytjendur á sýninguna sem hljóta að teljast merki þess að sýningin sé búin að ná góðri fótfestu. Það var ótrúlega fjölbreytt úrval véla og tækja sem þakti fjögurþúsund fermetra sýningarsvæði úti fyrir reiðhöllinni meðan sýningin stóð yfir. Inni var svo fjölmargt í boði bæði fyrir börn og fullorðna. Gott var að sjá hvað mikil áhersla var lögð á að hafa eitthvað fyrir börnin. Þar hafði bæst við frá fyrri sýningum kisa með kettlinga og hænuungar að skríða úr eggjum að ónefndri uppblásinni þrautabraut. Sýning sem þessi verður að höfða til sem flestra aldurshópa því þarna kemur jú í mörgum tilfellum öll fjölskyldan oft um langan veg og þá er mikilvægt að sem flestir finni eitthvað við sitt hæfi. Þá verða allir spenntir að koma aftur að ári. Texti og myndir: ÖÞ Nú er öldin önnur en þegar ég var að byrja að búa fyrir fimmtíu árum. Þá þótti nú gott að eiga einn 20 hestafla grán Ferguson, varð Jóni Eiríkssyni Drangeyjarjarli að orði þegar hann leit yfir þann aragrúa véla og tækja sem voru á svæðinu. Valgeir Þór Magnússon úr Grundarfirði mætti með fjárhunda sína og sýndi þá við smölun og innrekstur. Þessi vaska sveit kynnti meðal annarra Matarkistuna Skagafjörð á sýningunni. Framkvæmdastjórinn Jón Þór Bjarnason hafði svo sannarlega ástæðu til að bros breytt í lok sýningarinnar. Pálína Skarphéðinsdóttir á Gili var að sjálfsögðu mætt með söluvarning og systir hennar Elísabet tv. var henni til aðstoðar. Kálfateyming vekur alltaf mikla athygli áhorfenda og á eftir gefst ungum gestum kostur á að spreyta sig við kálfana. Júlíus Baldursson sýndi íslenskar landnámshænur og hér fylgjast krakkarnir með þegar ungar brjótast út úr eggjum.

11 11 Daufá og Engihlíð snyrtilegustu býli Skagafjarðar Jörðin Daufá var valin snyrtilegasta jörð í Skagafirði árið 2007 þar sem stundaður er hefðbundinn búskapur. Ennfremur var Engihlíð valin snyrtilegasta býli með heilsársbúsetu þar sem ekki er um hefðbundinn búskap að ræða. Eigendum þessara jarða voru afhentar viðurkenningar sveitarfélagsins Skagafjarðar á landbúnaðarsýningunni á dögunum. Þá fékk Hólastaður viðurkenningu valinn sá snyrtilegasti í héraðinu, Hótel Tindastóll snyrtilegasta fyrirtækið og gatan Ártún á Sauðárkróki snyrtilegasta gata í sveitarfélaginu. Á Daufá búa Efemía Valgeirsdóttir og Egill Örlygsson. Þau hafa rekið þar hefðbundinn búskap undanfarin átján ár. Þau plöntuðu talsverðu af trjám í landið fyrir nokkrum árum og hyggjast bæta við það í framtíðinni. sem snyrtilegasta Í umsögn sagði m.a.: Þarna er stofnun héraðsins. Auk þess var garðurinn við Úthlíð í Varmahíð mjög myndarlegt heim að líta. Öll hús vel máluð, einnig gamla húsið Verðlaunahafarnir frá vinstri: Egill Örlygsson, Efemía Valgeirsdóttir, Oddný Angantýsdóttir og sonur hennar Björn Guðbrandsson með viðurkenningar fyrir snyrtilegustu sveitabýlin í Skagafirði Ljósm. ÖÞ sem og gámar sem notaðir eru. Þarna eru gamalgróin tré og töluverð skógrækt sem prýðir umhverfið. Einstök snyrtimennska og öllu vel við haldið. Í Engihlíð býr Oddný Angantýsdóttir. Í umsögn dómnefndar sagði m.a. að fyrir 15 árum hefði verið byrjað að planta þar og síðan hefðu verið settar niður þúsundir plantna. Umhverfi allt er séstakt, hús vel máluð og girðingum vel við haldið. Oddný hefur notið dyggrar aðstoðar barna sinna og fjölskyldna þeirra. Það er mikill sómi að Engihlíð. Það er Soroptimistaklúbbur Skagafjarðar sem velur og tilnefnir þá sem hljóta viðurkenningar og var þetta í þriðja sinn i umhverfisviðurkenningar eru veittar. ÖÞ Landbúnaðarhjólbarðar Dráttarvéladekk Nylon Stærð, v.án vsk, m/vsk ,550 10, ,558 11, ,141 18, ,124 22, ,960 24, ,976 29, ,056 29, ,147 33, ,532 47, ,791 59, ,418 55, ,386 61, ,572 48,022 Dráttarvéladekk Radial Stærð, v.án vsk, m/vsk /70 R 24 42,720 53, /70 R 24 44,534 56, /70 R 24 43,293 53, /70 R 24 56,011 69, /70 R 28 67,872 84, /70 R 30 67,814 84, /70 R , , R 24 34,869 43, R 24 39,237 48, R 24 41,365 51, R 24 47,309 58, R 28 49,960 62, R 28 63,249 78, R 30 63,293 78, R 34 66,265 82, R 34 78,313 97, R 36 48,432 60,298 Dráttavéla framdekk Stærð, v.án vsk, m/vsk ,936 7, ,209 8, ,549 10, ,674 24, ,048 19, ,687 31, ,249 18, ,631 21,950 Vagnadekk Stærð, v.án vsk, m/vsk ,947 22, / ,357 11, / ,843 48,359 15,3 10.0/ ,165 13, / ,056 17, / ,024 19,950 15,5 400/ ,048 29, / ,353 25, / ,632 25, / ,952 24, / ,442 42,880 22,5 400/ ,201 99, / Taktik Smádekk Stærð, v.án vsk, m/vsk. Grasmunstur 6 13x ,303 4,112 15x ,578 3, ,550 1,930 16x ,418 7,990 18x ,838 4,778 18x ,221 8, x ,936 9,880 20x ,619 11, x ,376 11,673 23x ,116 16,329 24x ,218 20,191 24x ,647 16,990 26x ,441 22,959 Kambdekk - 3RIB ,137 2, ,579 3, ,895 3, , ,549 4, ,851 3,550 Fínmunstruð dekk ,120 1, ,939 2, ,506 1, ,452 1,808 13x ,303 4,112 15x ,579 3, ,895 3, ,550 1, / ,550 1,930 16x ,643 4,535 18x ,822 8,494 Tjaldvagna dekk ,993 4, ,206 7, x ,418 7, x ,609 14, x ,035 17,474 Öll verð eru staðgreiðsluverð Vesturland / Vestfirðir N1 Akranesi KM þjónustan Búðardal Dekk og Smur Stykkishólmi Bifreiðaþjónustan Borgarnesi Vélaverkst. Sveins Borðeyri Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Norðurland Kjalfell ehf Blönduósi Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Austurland Bifreiðaverkst. Sigursteins Breiðdalsvík Vélsmiðja Hornafjarðar Höfn Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás vík Varahlutav. Björns J. Hellu Bílaþjónustan Hellu Gunnar Vilmundar Laugarvatni Sólning Selfossi Vélaverkstið Iðu Hjólb.þjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ Höfðadekk Reykjavík N1 Réttarhálsi N1 Bíldshöfða Höfðadekk Reykjavík

12 12 Fjöldi fólks sótti fyrirlestra og aðrar uppákomur sem í boði voru á íslenska hestatorginu. Íslendingar sigursælir á heimsleikum íslenska hestsins í Hollandi Heimsleikar íslenska hestsins fóru fram í Oirschot í Hollandi dagana ágúst sl. Íslendingar sendu fullskipað lið á leikana og tóku þátt í öllum greinum hestaíþrótta, sem og öllum flokkum kynbótahrossa. Árangur Íslendinga var mjög góður og hömpuðu þeir sex gullverðlaunum í íþróttagreinunum. Sigursteinn Sumarliðason varð fyrstur til þess að vinna heimsmeistaratitil fyrir Íslands hönd er hann sigraði í gæðingaskeiði á Kolbeini frá Þóroddsstöðum, en þeir unnu einnig silfrið í 250 m skeiði. Þórarinn Eymundsson varð heimsmeistari í fimmgangi, annar í tölti og sigurvegari í samanlögðum fimmgangsgreinum á Krafti frá Bringu. Bergþór Eggertsson varð tvöfaldur heimsmeistari í 250 m skeiði annars vegar og 100 m skeiði hins vegar á Lótus van Aldenghoor. Jóhann Skúlason varð heimsmeistari í samanlögðum fjórgangsgreinum, en hann varð að bíta í það súra epli að missa af möguleika á sigri í töltkeppninni þar sem hestur hans, Hvinur frá Holtsmúla, missti undan sér skeifu í síðari hluta töltúrslitanna. Það var því Norðmaðurinn Stian Pedersen sem hrósaði sigri í tölti og fjórgangi, en hann og hestur hans, Jarl frá Miðkrika, nutu mikillar hylli áhorfenda og þóttu vel að fjórgangssigrinum komnir, enda reynslumikið par á ferð, par sem tvisvar hefur hlotið silfur á HM í sömu grein. Allir liðsmenn íslenska liðsins stóðu sig vel og unnu til fjölmargra verðlauna auk þeirra sem hér á undan eru talin. Í flokkum kynbótahrossa áttu Íslendingar einnig marga sigurvegara. Garri frá Reykjavík, sýndur af Jóhanni Skúlasyni, sigraði í flokki stóðhesta 7v og eldri, Dalvar frá Auðsholtshjáleigu, sýndur af Erlingi Erlingssyni, sigraði í flokki 6v stóðhesta og Fránn frá V-Leirárgörðum, einnig sýndur af Erlingi, sigraði í flokki 5v stóðhesta. Í flokki hryssna 7v og eldri sigraði Urður frá Gunnarsholti, sýnd af Þórði Þorgeirssyni, en í 6v flokki sigraði hins vegar þýskfædd hryssa, Broka vom Wiesenhof. Í 5v flokki sigraði Finna frá Feti, sýnd af Ævari Erni Guðjónssyni, en jöfn henni var hin sænska Hrísla från Skáneyland. Heildarárangur Íslendinga á mótinu verður því að teljast mjög góður þótt vissulega hafi verið sárt að sjá á eftir tölthorninu fræga í dramatískum úrslitum, en hver veit nema að Jóhann og Hvinur snúi aftur að tveimur árum liðnum og freisti þess að endurheimta hornið góða. Fjöldi Íslendinga sótti mótið, jafnt í skipulögðum hópferðum sem á eigin vegum, og skemmti fólk sér hið besta. Nokkur íslensk fyrirtæki kynntu vörur sínar og þjónustu og íslenska hestatorgið, The Icelandic Horse Plaza, gerði mikla lukku meðal mótsgesta. Þar gátu áhugasamir kynnt sér starfsemi Félags hrossabænda, Félags tamningamanna, Landssambands hestamanna, Landsmóts ehf., Hólaskóla og Söguseturs íslenska hestsins, auk þess sem Bændasamtökin kynntu alþjóðlega gagnagrunninn Keppnissvæðið í Hollandi var glæsilegt, en alls var pláss fyrir manns í stúkusætum. Nokkuð margir Íslendingar voru í landsliðum annarra landa. Hér er það Ásta Dögg Bjarnadóttir Covert sem sýndi Þór frá Litlu-Sandvík, en hún kom alla leið frá Kaliforníu til að keppa fyrir hönd Bandaríkjanna. WorldFeng. Á torginu var einnig boðið upp á fróðlega fyrirlestra sem voru vel sóttir, íslenska tónlistarmenn o.fl. áhugavert. Næstu heimsleikar verða í Sviss eftir tvö ár og má gera því skóna að enn fleiri Íslendingar sæki þá enda eiga ferðir á HM vaxandi vinsældum að fagna. Allar nánari upplýsingar um úrslit mótsins í ár er að finna á heimasíðunni og á vefmiðlum hestamanna. Texti og myndir: Hulda G. Geirsdóttir Þórarinn Eymundsson og Kraftur frá Bringu uppskáru tvö gull og eitt silfur á HM. Kraftmikið par tvöfaldir heimsmeistarar, Norðmaðurinn Stian Pedersen og Jarl frá Miðkrika á fullri ferð. Íslenska vatnið frá Ölgerðinni naut mikilla vinsælda á íslenska hestatorginu.

13 13 Klaufskurðarbás Klaufskurðarbásinn er léttur, meðfærilegur og auðveldur í flutningum! Verð kr án/vsk. 1. Léttur 2. Meðfærilegur 3. Þægilegur fyrir 1 mann

14 14 Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi vilja friðlýsa Héðinsfjörð Undirbúning þarf að hefja sem allra fyrst SUNN, Samtök um náttúruvernd á Norðurlandi, hafa skorað á umhverfisráðherra og bæjarstjórn Fjallabyggðar að beita sér fyrir friðlýsingu Héðinsfjarðar sem friðlands eða fólkvangs. Friðlandið yrði stofnað eigi síðar en jarðgöngin milli Siglufjarðar og Ólafsfjarðar verða opnuð, en samtökin benda á að undirbúning friðlýsingar, merkingar gönguleiða og brúun lækja og mýrlendis þurfi að hefja sem allra fyrst. Ingólfur Ásgeir Jóhannesson, formaður samtakanna, segir að þau hafi stutt friðlýsingu Héðinsfjarðar þegar undirbúningur að henni hófst á vegum Náttúruverndar ríkisins í kringum árið Þegar umræða hófst á sínum tíma um gerð jarðganga um Héðinsfjörð taldi Náttúrufræðistofnun Íslands nauðsynlegt að stofna þar friðland, m.a. til að koma í veg fyrir skaða á gróðri þegar fjörðurinn opnaðist fyrir aukinni umferð. Bent var á að þar væri sérstæður gróður, tegundaríkur og einkennandi fyrir snjóþyngri svæði landsins. Sambærilegan gróður væri að finna á nokkrum stöðum á landinu, m.a. í fjörðum austan Eyjafjarðar, Borgarfirði eystra, Loðmundarfirði og á Vestfjörðum, en Héðinsfjörður skæri sig frá öðrum svæðum að því leyti að þar væru einkennistegundir snjóþungra svæða útbreiddar á litlu svæði og gróður gróskumikill. Landeigendur lögðust gegn friðlýsingu Ekki varð af áformum um friðlýsingu í það sinnið, en landeigendur í Héðinsfirði lögðust allir eindregið gegn friðlýsingu. Ingólfur telur að það sjónarmið hafi verið uppi meðal landeigenda á þeim tíma að forræði flyttist yfir til opinberra aðila yrði fjörðurinn friðlýstur og eins hefðu menn óttast að ekki yrði af framkvæmdum við fyrirhuguð Héðinsfjarðargöng ef fjörðurinn yrði friðlýstur. Sá ótti ætti að vera ástæðulaus nú, segir Ingólfur, þar sem unnið er af fullum krafti við gerð ganganna. Að mati landeigenda var hin raunverulega ástæða fyrir tillögu um friðlýsingu Héðinsfjarðar sú að með henni færðist forræði í bygginga- og skipulagsmálum frá Siglufjarðarkaupstað til Náttúruverndarráðs, sem þá var, og nýtingar- og eignarréttur landeigenda yrði þar með takmarkaður. Í þessu fælist miðstýringarárátta og virðingarleysi fyrir eignarrétti. Umhverfisráðuneytið beindi í kjölfarið þeim tilmælum til Náttúruverndarinnar að hætt yrði við tillögu um friðlýsingu Héðinsfjarðar. Friðlýsing hefði góð áhrif á ímynd svæðisins Ingólfur nefnir að Fjallabyggð, sem og önnur byggðarlög í nágrenninu, hafi mikla hagsmuni af því að friðland verði stofnað á norðanverðum Tröllaskaga, með eins konar hjarta í Héðinsfirði, eins og það er orðað í áskorun samtakanna. Við teljum eðlilegt að sveitarfélagið beiti sér í þessu máli með umhverfisráðherra og þá þykir okkur líklegt að samgönguráðherrann siglfirski hafi áhuga á framgangi þessa máls, segir Ingólfur. Hann bendir á að friðlýsing hefði góð áhrif á ímynd Ingólfur Ásgeir Jóhannesson formaður Samtaka um náttúruvernd á Norðurlandi. svæðisins alls og myndi án efa auka straum ferðamanna um norðanverðan Tröllaskaga. Á þann hátt yrðu þau jákvæðu áhrif sem íbúar á svæðinu vonast til að skapist vegna jarðganga og vegar sem liggur þvert yfir Héðinsfjörð. Hann segir engin viðbrögð enn hafi borist frá yfirvöldum í Fjallabyggð vegna áskorunar samtakanna. Í bréfi samtakanna til bæjaryfirvalda er nefnt að þó svo að Héðinsfjörður verði ekki friðland eða fólkvangur strax við opnun jarðganganna verði að gera friðunarráðstafanir þegar þar verður lagður vegur. Um það séu allir sammála, landeigendur, náttúruverndaryfirvöld og fleiri sem tjáð hafa sig um málið. Menn eru sammála um að hindra þurfi bílaumferð utan þjóðvegar, segir Ingólfur. Eins nefnir hann að í firðinum þurfi að gera gott göngustíga- og gönguleiðakerfi sem í senn verndi gróður og landslag og tryggi almenningi aðgang. Þannig þurfi að koma upp eins konar móttöku fyrir gesti, útbúa bílastæði, göngustíga, brúa læki og mýrlendi. Aðgerðir af því tagi gagnist mun betur ef landið verði formlega friðlýst og þar komið upp landvörslu og upplýsingagjöf fyrir ferðafólk. Gera þarf ráðstafanir vegna aukinnar umferðar Við teljum mjög skynsamlegt að fara þá leið að friðlýsa Héðinsfjörð og okkar mat er það að umtalsverður ávinningur yrði af slíkri friðlýsingu, segir Ingólfur. Gera má ráð fyrir að umferð aukist mikið með tilkomu ganganna, en nú kemst enginn í Héðinsfjörð nema sjóleiðina eða ganga yfir fjöll. Það er nauðsynlegt að gera þegar ráðstafanir vegna aukinnar umferðar til að koma í veg fyrir hugsanleg spjöll í Héðinsfirði og því vekjum við máls á þessu núna. Ingólfur segir líka tímabært að yfirvöld og landeigendur geri upp við sig hvernig þeir vilji sjá fjörðinni í framtíðinni. Hvort þeir vilji t.d. að þar rísi sumarhúsabyggð eða hann fái áfram að vera sá eyðifjörður sem hann hefur verið með því aðdráttarafli fyrir ferðamenn sem slíkum fjörðum fylgja. Við vonum að menn fari að ræða þessi mál, enda teljum við það tímabært, segir Ingólfur. MÞÞ Niðurstaða sérstakrar matsnefndar sem falið var að meta verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar kemur landeigendum á svæðinu á óvart að sögn Hilmars Gunnlaugssonar lögmanns hjá Regula á Egilsstöðum, en lögmannsstofan starfaði að málinu fyrir um 60 einstaklinga sem eru eigendur um 50 jarða við Jökulsá á Dal. Úrskurður um verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar var kveðinn upp á Egilsstöðum í liðinni viku og var niðurstaðan sú að vatnsréttindi vegna virkjunarinnar eru metin á rúmlega 1,6 milljarða króna. Því er ekki að neita að þessi niðurstaða kemur því miður verulega á óvart, segir Hilmar. Vissulega segir hann að menn hafi gert sér grein fyrir að mikil óvissa ríkti um hver niðurstaðan yrði, enda hefði mikið borið í milli. Kröfur landeigendur hljóðuðu upp á allt að 93 milljarða króna en Landsvirkjun taldi réttindin vera á bilinu 150 til 375 milljóna króna virði. Hilmar segir þá upphæð sem matsnefndin kom fram með í úrskurði sínum mun lægri en búist hafði verið við. Þegar hafist var handa við framkvæmdir við Kárahnjúka var gert eignarnám í vatnsréttindum en við þann gjörning eiga þeir sem missa eign rétt á fullum bótum vegna þess tjóns sem þeir verða fyrir. Sérstök matsnefnd eignarnámsbóta sker vanalega úr um hversu háar bætur skuli vera, en í umræddu tilviki var talið heppilegra að sérstök matsnefnd legði mat á verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar, einkum vegna þess hve umfangsmikil og sérstakt málið er. Úrskurður matsnefndar er á þá leið að vatnsréttarhafar á Jökulsá á Dal fá rúmar 1200 milljónir króna, eigendur vatnsréttar í Jökulsá í Fljótsdal rúmar 300 milljónir króna og eigendur vatnsréttar í Kelduá tæpar 111 milljónir króna. Matsnefnd metur verðmæti vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar á 1,6 milljarð Kom landeigendum á óvart, en þeir telja réttindin mun meira virði Skiptar skoðanir um forsendur útreikninga bótanna Tekist var á um þær forsendur sem nota ætti við útreiking bótanna. Landsvirkjun benti á að landeigendur ættu ekki að hagnast á eignarnámi heldur einungis að fá skaða sinni bættan. Að auki var í málflutningi Landsvirkjunar nefnt að landeigendur legðu ekki fram fjármagn vegna virkjanaframkvæmdanna og tækju enga áhættu vegna virkjunarinnar. Þá hefðu þeir ekki haft neinn arð af vatnsréttindum sínum og geti því ekki vænst þess að verðmæti þeirra væri metið án tillits til framkvæmdanna við Kárahnjúka. Stofnkostnaður Kárahnjúkavirkjunar hlyti því að skipta sköpum við mat á verðmætum vatnsréttinda. Landeigendur bentu aftur á móti á að nýjar aðstæður hefðu skapast með tilkomu nýrra raforkulaga fyrir fáum árum. Frjáls verðmyndum hefði ekki verið til fyrir daga þeirra þar sem einungis var við einn viðsemjenda að eiga. Landeigendur fallast ekki á að stofnkostnaður virkjunarinnar sé góður mælikvarði á verðmæti hennar vegna þess hve hagkvæmur kostur virkjunin er. Vildu landeigendur miða við þá samninga sem gerðir hafa verið undanfarin ár á frjálsum markaði í tengslum við uppbyggingu smávirkjana. Loks vildu þeir að tekið yrði tillit til þess að verðmæti vatnsréttinda yrðu æ meiri vegna hlýnandi loftslags, þróunar bæði verðs fyrir vatnsréttindi og fyrir ál sem og vegna möguleika á útflutningi orku. Matsnefndin telur ekki hægt að líkja saman stórvirkjunum vegna stóriðju og smávirkjunum fyrir almenna raforkukerfið þegar kemur að útreikningi bótanna. Stórvirkjanir væru háðar stórkaupendum og starfsemi þeirra, annað væri uppi á teningnum varðandi almenna markaðinn. Niðurstaða nefndarinnar var sú að meta bæri bætur vatnsréttarhafa sem hlutfall af stofnkostnaði Kárahnjúkavirkjunar, en sú leið var farin við greiðslu Deilur standa nú um hversu verðmætt vatnið er sem Landsvirkjun tekur úr Jökulsá og tveimur hliðarám hennar, safnar saman í Hálslón og miðlar niður um jarðgöngin og ofan í stöðvarhúsið í Fljótsdal þar sem úr því verður orka. bóta í tengslum við uppbyggingu Blönduvirkjunar. Bætur vatnsréttarhafa voru því ákveðnar 1,4% af stofnkostnaði virkjunarinnar auk nokkurra viðbóta. Egill B. Hreinsson, einn matsnefndarmanna skilaði séráliti og vildi hann meta vatnsréttindin mun verðmætari en aðrir nefndarmenn. Að hans mati ættu þau að vera um 10 milljarða virði hið minnsta og er þá vísað til markaðsverða á innlendum sem erlendum raforkumarkaði. Ljóst að um tímamótamál yrði að ræða Hilmar Gunnlaugsson lögmaður landeigenda á Jökulsá á Dal segir að sératkvæði Egils tóni mun betur við málatilbúnað og kröfugerð vatnsréttarhafa. Hann segir það hafa komið á óvart að útgangspunktur matsnefndarinnar hafi verið byggður á matsniðurstöðu vegna Blönduúrskurðar frá árinu 1991 með einhverjum breytingum. Fram kemur í tilkynningu frá lögmönnum landeigenda á Jökulsá á Dal að eftir að framleiðsla og sala á raforku var samkeppnisvædd hafi einkarekin orkufyrirtæki gert samninga við landeigendur um nýtingu vatnsréttinda fyrir umtalsverðar upphæðir. Ljóst hafi verið að mat á verðmætum vatnsréttinda vegna Kárahnjúkavirkjunar yrði tímamótamál, hvort heldur litið yrði á málið út frá hagsmunum einstakra vatnsréttarhafa eða í víðara samhengi út frá verðmætum vatnsréttinda á Íslandi. Málið snúist um verðmat á 13,6% af virkjanlegu vatnsafli hér á landi og því feli niðurstaðan í sér viðmið um verðmæti allra vatnsréttinda hérlendis, virkjaðra sem óvirkjaðra. Þannig verði niðurstaða matsnefndar innlegg í umræðu um fórnarkostnað við friðun vatnsfalla og um það hvað orkufyrirtæki, m.a. í einkaeigu skuli greiða fyrir notkun á orkuréttindum í eigu ríkisins, s.s. vatnsréttindum í þjóðlendum. Fastir í fortíðinni Hilmar nefnir að heildarverðmæti vatnsréttinda þeirra sem til mats voru nú sé um 1,6 milljarðar króna, en það jafngildi því að heildarverðmæti virkjanlegs vatnsafls á Íslandi sé alls um 11,7 milljarðar króna. Hann fagnar málefnalegu sjónarmiði sem fram komi í áliti Egils, þar sem talið er að verðmæti vatnsréttinda sé á bilinu 10 til 65 milljarðar króna, sem geri að heildarverðmæti virkjanlegs vatnsafls á Íslandi sé á bilinu 73,5 til 478 milljarðar króna. Síðarnefnda talan þýði að verðmæti vatnsréttinda séu eilítið meiri en verðmæti alls þorskskvóta hér á landi miðað við útreikinga í maí síðastliðnum. Hvað útgangspunkt meirihluta matsnefndar varðar, að miða við matsniðurstöðu vegna Blönduúrskurðar, segir hann menn fasta í fortíðinni. Miðað sé við 1,4% af stofnkostnaði Kárahnjúkavirkjunar, en vart verði séð að sú niðurstaða verði til þess fallin að vera grundvöllur að almennri verðmyndun á markaði með vatnsréttindi í framtíðinni. Málatilbúnaður Landsvirkjunar hafi ekki verið á þeim nótum að miða ætti við tiltekið hlutfall af stofnkostnaði og því komi niðurstaðan á óvart. Eins segir hann koma á óvart að meirihluti matsnefndar teldi að núgildandi laga- og markaðsumhverfi á raforkumarkaði skipti engu við mat á vatnsréttindum við Kárahnjúkavirkjun. Vatnsréttarhafar séu neyddir til að sætta sig við verðmætamat á öðrum forsendum, því virkjunaraðilar hafi ákveðið að selja raforkuna til álvers. Vatnsréttarhafar telji að þar með séu þeir að greiða hugsanlegan samfélagslegan kostnað verkefnisins. Sjónarmið minnihluta nefndarinnar séu líklegri til að mynda grundvöll fyrir upplýsta umræðu og verðmyndun til framtíðar. Standa betur að vígi í samkeppni Lögmenn landeigenda benda á að það sé ekki einungis mikilvægt fyrir vatnsréttarhafa að fá fullar bætur úrskurðaðar í máli af þessu tagi, heldur hafi það einnig grundvallaráhrif á það hvort og hvernig lögbundin samkeppni á orkumarkaði geti dafnað. Málflutningur vatnsréttarhafa gekk m.a. út á að benda á dæmi af vatnsréttindum fyrir 10MW virkjun sem framleiðir raforku til almenningsnota og var hún verðlög á milljónir króna miðað við eingreiðslu. Vatnréttindi fyrir 690 MW Kárahnjúkavirkjun sem framleiðir raforku fyrir álver samkvæmt ákvörðun Landsvirkjunar og stjórnvalda séu metin á 1600 milljónir. Það hlýtur að vera augljóst að orkufyrirtæki sem getur sótt sér vatnsréttindi með eignarnámi í stað samninga stendur betur að vígi í samkeppni, segja lögmenn landeigenda. MÞÞ

15 15 91, 105 og 130 hö. til afgreiðslu SUMARTILBOÐ 91 hö. kr með ámoksturstækjum Mótor, 4 cyl. 105 hestöfl, m. forþjöppu og millikæli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Samhæfðir Farþegasæti Bremsur í olíubaði Loftpressa * * áður kr U P P S E L T 105 hö. kr áður kr * * 540/1000 snúningar á afl úrtaki kg lyftigeta á beisli Lyftu- og dráttarkrókur Framdekk 360/70R24 Afturdekk 18,4R34 Þyngdarklossar að aftan og framan 24V start (2 rafgeymar) Geislaspilari * 130 hö. kr áður kr * Mótor, 6 cy. 130 hö ( 95,6 kw) 540/1000 snúningar á afl úrtaki m.forþjöppu og millikæli kg lyftigeta á beisli 16 gírar áfram 8 aftur á bak. Framdekk 420/70R24 Afturdekk 18,4R38 Samhæfðir Þyngdarklossar að framan Farþegasæti 24V start (2 rafgeymar) Bremsur í olíubaði Geislaspilari Loftpressa * Verð eru án VSK. Nánari tæknilegar upplýsingar eru á eða í síma VÉLADEILD DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS ehf.

16 16 Fjárskiptalömb og kynbótalömb haustið 2007 Tæplega 1500 lömb verða flutt frá ósýktum svæðum til riðusvæðanna Afgreiðsla umsókna Þessa daga er verið að fara yfir umsóknir sem borist hafa til Landbúnaðarstofnunar um flutning á lömbum frá ósýktum svæðum til svæða þar sem riðuveiki hefur komið upp. Stefnt er að því að senda út svör um mánaðamótin Alls hefur verið sótt um 1500 líflömb, tæplega 1000 gimbrar og um 500 lambhrúta til kynbóta. Þeir sem kaupa lömb eru menn, sem eru að fá fjárskiptalömb eftir fjárleysi í kjölfar uppkomu riðuveiki. Aðrir bændur á riðusvæðum, þar sem öll fjárverslun til lífs er bönnuð í 20 ár, fá leyfi til að kaupa lambhrúta til kynbóta, ef allt er í lagi. Nokkrir fjárkaupenda eru að hefja fjárbúskap án fjárskipta. Þau skilyrði eru sett að hús séu sótthreinsuð og að öðru leyti tilbúin fyrir nýjan fjárstofn áður en flutningur hefst. Flutningsbann undanþágur Ýmsir fleiri sækja um leyfi til flutnings heldur en fá. Ástæða þess að umsóknum er hafnað eru þær oftast, að heimildir í lögum og reglugerð um þessi efni (L25/1993, 25.gr og Rg 651/1993, 4.gr.) eru þröngar og leyfa ekki kaup á milli varnarhólfa til að bæta fé við fjárstofn sem fyrir er. Þeir sem vilja fá nýjan fjárstofn á þeim svæðum verða því að farga því fé sem er fyrir, byrja upp á nýtt. Svæðin sem leyft er að flytja frá eru Strandasýsla fimm fulltrúar (Árneshreppur, Kaldrananeshreppur og Djúp, Hólmavík, Kirkjubólshreppur og Broddaneshreppur) Reykhólahreppur, N-Þingeyjarsýsla (Hrútamarkaður á Raufarhöfn fyrir Öxarfjörð, Sléttu, Þistilfjörð og Langanes), Suðursveit, Öræfi og Snæfellsnes. Á svæðum þar sem riðuveiki hefur ekki komið upp eru slík kaup á fé frá ósýktum svæðum ekki leyfð. Trúnaðarmenn og héraðsdýrlæknar, búnaðarsambönd, ráðunautar, fá sent yfirlit yfir leyfða fjárflutninga. Aðrir fjárflutningar milli varnarhólfa en þeir, sem koma fram á yfirlitinu er bannaðir. Ætlast er til þess að öll fjárkaup á svæðinu og flutningar frá því séu með vitund trúnaðarmanna. Þeir senda svo undirrituðum skýrslu um fjárkaupin. Flutningstæki flutningur Kaupandi hafi samband við trúnaðarmann á sölusvæðinu og héraðsdýralækni á eigin svæði. Báðir fá lista yfir kaupendur. Lömbin, sem flytja á skal seljandi láta sprauta fyrir flutning með langvirku sníkjudýralyfi (Dectomax, avermectin). Flutningstæki, bílar, vagnar og hlífðarföt séu hrein. Vottorð dýralæknis þar um sé haft uppi við og sýnt trúnaðarmanni. Hús fyrir féð og aðstaða, samþykkt af héraðsdýralækni skal vera til staðar fyrir flutning, merking og umhirða sé í lagi. Yfirdýralæknir greiðir 90% flutningskostnaðar á fjárskiptalömbum en kaupendur 10% og kostnað af fjárkaupum og vörslu. Kaupendur kynbótalambhrúta greiða allan flutningskostnað. Flutningstæki skulu uppfylla tilskildar kröfur. Bílstjórar aki fénu með sérstakri gát og með sem minnstum töfum. Aðstoðarmaður skal ævinlega vera með bílstjóra við fjárflutning. Bændur(seljendur) fari ekki upp á bílana og bílstjórar ekki inn í fjárhús á sölusvæðum. Sjúkdómavarnir Sigurður Sigurðarson dýralæknir, Landbúnaðarstofnun Fjárkaupin / salan Aðeins er leyft að flytja haustlömb í fjárskiptum (nema flutt sé til eyja). Ástæðan er sú að eldra fé fer fremur á flæking á nýju svæði og getur þá lent í smithættu. Fjárskipti skal skipuleggja þannig, að hættu á dreifingu smitsjúkdóma til nýrra bæja eða svæða sé haldið í lágmarki. Kaupendur í sama varnarhólfi velja sameiginlegan fulltrúa til fjárkaupa í samráði við héraðsdýralækni á svæði sínu. Trúnaðarmaður á sölusvæðinu ákveður tilhögun fjárkaupanna þar, t.d. á hvaða bæjum hver um sig fær að kaupa lömb.kaupendum ætti að gefa kost á að velja gimbrar á fleiri en einum bæ, þó ekki mörgum(meiri hætta á kvillum) og lambhrúta á öðrum bæ. Ekki má selja lömb sem komið hafa fyrir í réttum eða á bæjum í öðrum sveitum en þeim, sem sala er leyfð úr. Einungis má selja sýnilega heilbrigð lömb. Fulltrúi seljanda skal gæta þess að sem mestur jöfnuður ríki við úthlutun bæja eða fjár fyrir kaupendur. Engum einstökum kaupanda má líðast að velja betra fé en öðrum. Fulltrúinn skal þó leitast við að uppfylla óskir kaupendanna eftir því sem það er unnt án þess að skerða rétt annarra. Þeir skulu sitja fyrir um fjárkaup, sem skorið hafa niður allt fé sitt. Aðrir sem fá leyfi til að kaupa lambhrúta til kynbóta skulu velja á eftir þeim sem kaupa fjárskiptafé. Seljendur skulu velja lömbin af vandvirkni með tilliti til afurðasemi og frjósemi mæðra og annarra æskilegra kosta og halda eftir fyrir kaupendur allt að 20% fleiri gimbrum og 50% fleiri lambhrútum en pantanir segja til um. Við vigtun skulu lömbin vera eðlilega haldin. Þau skulu vera þurr og hafa staðið í rétt eða á húsi yfir nóttina (a.m.k. 6 klst.). Kaupendur útbúi greiðslutryggingu, sem afhenda skal fulltrúa seljenda þegar lömbin eru tekin. Eigi síðar en 15. nóv. skal ganga frá greiðslu skv. reikningi fulltrúans. Meðferð á fjárskiptafé Fjárhús kaupenda skulu vera tilbúin til móttöku lambanna áður en þau verða sótt. Lömbin skal setja beint á hús við komuna og hafa inni þar til eftir skoðun dýralæknis ef á arf að halda, lyfjagjöf og aðrar ráðstafanir sem hann telur nauðsynlegar. Girðingar sem lömbin kunna að verða sett í skulu vera fjárheldar. Yfirdýralæknir getur látið lóga lömbum, sem sleppa úr haldi. Merkja skal fjárskiptalömbin nýja staðnum og fjarlægja eyrnamerki seljanda sem fyrst og í síðasta lagi áður en fé er sleppt af húsi næsta vor. Nota ber löggilt lituð eyrnamerki, sjá litakort og númeralista í markaskrá. Kollótt lömb skal merkja í bæði eyru en brennimarka eða hornamarka hyrnd lömb, ef aðeins eru notuð merki í annað eyra á þeim. Halda skal áfram merkingu ásetningslamba og endurnýja án tafar merki sem týnast. Færa ætti fjárbók og ættarskráningu. Notuðum merkjum frá því fyrir fjárskipti ber skilyrðislaust að eyða og má ekki nota í nýtt fé, einnig sprautum, nálum, lyfjaleifum o.þ.h. samkvæmt fyrirmælum héraðsdýralæknis. Aldrei má láta hinar aðfluttu kindur til lífs frá fjárskiptabæ. Ef sérstaklega stendur á (búskap hætt) getur yfirdýralæknir leyft flutning afkomenda fjárskiptakindanna til annarra fjárskiptabæja eða til bæja þar sem ekki er annað fé fyrir. Ekki má hýsa yfir nótt með hinum nýja fjárstofni eða taka til lífs inn í hjörðina kindur af öðrum bæjum á svæðinu. Ekki má hafa annað búfé með nýja fénu á húsi. Þurfi að nota byggingar fyrir aðrar dýrategundir skal fá leyfi héraðsdýralæknis og að því loknu afþilja með þéttum vegg frá gólfi til lofts. Ekki má vera innangengt þaðan til fjárins. Vegna hættu á að riða komi upp á bænum aftur eða öðrum bæjum á svæðinu skal áfram sýna varúð gagnvart smithættu (tæki, heysala o.fl.). Halda skal nýju fé einangruðu frá fé annarra eins lengi og frekast er unnt. Sveitarstjórnum, fjallkóngum (gangnaforingjum), réttarstjórum, hreppstjórum, ráðunautum og bændum almennt er skylt að taka tillit til þess við skipulag og framkvæmd smölunar, fjárflutninga, réttarstörf, skil á fé, sýningar o.fl. til að girða fyrir smitburð. Hver skal verja sinn bæ og sitt svæði! Enginn treysti því að aðrir verji þá betur en þeir sjálfir. Til að draga úr óvissu um smit ætti ekki að sæða á fjárskiptabæjum fyrstu 5 árin eftir að nýtt fé er fengið. Ráðlegt er að kaupa ásetningslömb fyrstu 3-5 árin en setja ekki á heimafædd lömb. Aðskilja skal eins og unnt er líffé frá fjárskiptabæjum og fé annarra bæja í flutningum og við aðra meðferð. Halda skal vel við girðingum um heimalönd. lóga skal fé sem lendir á flakki eða fer í aðra afrétti en hina eiginlegu. Fylgjast skal vel með heilsufari nýja stofnsins, halda skrá um öll vanhöld og veikindi í samráði við héraðsdýralækni og láta hann athuga allar kindur, sem sýna grunsamleg einkenni. Rannsóknar- og dýralækniskostnaður vegna óvæntra sjúkdóma, sem upp kunna að koma, er greiddur af yfirdýralækni, en fá skal samþykki hans fyrir fram hverju sinni. Beita skal varnarefnum eða lyfjum við sjúkdómum svo sem ákveðið er af yfirdýralækni og í samráði við héraðsdýralækni til að hindra tjón og hugsanlega smithættu. Mælt er með að menn bólusetji gegn lungnapest og garnapest í samráði við dýralækni, þegar lömbin eru komin, ef hætta er á þeim sjúkdómum. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir Lögin um stórgripaflutninga orðin fimmtíu ára Bændablaðið hefur haft spurnir af því að stórgripir hafi drepist í flutningabílum á leið í sláturhús og er löngum flutningstíma kennt um. Halldór Runólfsson yfirdýralæknir hefur staðfest við blaðið að þetta hafi átt sér stað þótt hann telji að það sé ekki algengt. Hann segir að í sumum tilfellum séu flutningaleiðirnar mjög langar, enda sé búið að leggja af mörg af minni sláturhúsum á landinu, og nefnir í því sambandi sláturhúsin í Króksfjarðarnesi og Búðardal ef flytja þurfi stórgripi til slátrunar af Vestfjörðum. Hann segir að haft hafi verið samband við héraðsdýralækna viðkomandi sláturhúsa og þeir beðnir um að sjá til þess að þetta komi ekki fyrir aftur. Engar reglur um tímalengd Hér á landi eru engin lög eða reglur um hve langan tíma stórgripaflutningar mega taka nema hvað segir á einum stað að ef flutningurinn taki meira en 12 klukkustundir beri að gefa skepnunum bæði hey og vatn. Nú eru stórgripir fluttir frá Vestfjörðum til Hvammstanga, Blönduóss eða Sauðárkróks eða allt frá Djúpavogi til Húsavíkur. Halldór segir að reglugerðirnar um þetta séu síðan 1958, með minniháttar breytingum Þegar þær voru settar voru aðstæður allar aðrar vegna þess að sláturhúsin voru fleiri og flutningsleiðir því margfalt styttri en nú til dags. Þess vegna segir hann að löngu sé orðið tímabært að endurskoða reglugerðirnar. Í þessum reglugerðum segir m.a. að séu stórgripir fluttir með bifreiðum eigi að notast við yfirbyggðar bifreiðar og að dýrin eiga að hafa skjól og næga loftræstingu. Dýrin séu tryggileg bundin, dregið skuli úr hálku á bílpallinum meðan á flutningi standi og að gæslumaður sé með í för. Fleiri svona smáatriði eru talin upp en tímalengd á flutningunum er ekki nefnd þar á nafn. Halldór segir það alveg ljóst að reglugerðirnar um þessi flutningsmál séu orðnar alltof gamlar. Löng bið Menn hafa því beðið mjög lengi eftir nýrri reglugerð um m.a. dýraflutninga. Þeir falla undir lög um dýravernd sem falla undir umhverfisráðuneytið. Hjá ráðuneytinu fengust þær upplýsingar að unnið væri að gerð nýrrar reglugerðar um dýraflutninga og vonast væri til þess að hún yrði tilbúin innan skamms tíma. S.dór Nýtt skordýr, asparglytta, hefur fundist í skógum við Mógilsá Frá því er skýrt í fréttablaði Skógræktarfélags Íslands, Laufblaðinu, að nýtt skordýr, asparglytta, hafi fundist í skógum við Mógilsá. Hér er um að ræða bjöllutegund af laufbjallnaætt og er þekkt meindýr á trjám af víðiætt. Asparglyttunnar varð fyrst vart í skógunum við Mógilsá í einhverju magni í fyrra en þá át hún upp víðirunna í nágrenni rannsóknarstöðvarinnar. Þá fannst hún einnig í öspum og í ár hefur hún sótt á og leggst mjög á blæösp. Ekki er vitað hvernig né hvenær asparglytta barst til landsins en Guðmundur Halldórsson skordýrafræðingur segir í blaðinu að fundist hafi lirfur, sem ef til vill voru lirfur asparglyttunnar, í garði á Kjalarnesi í kringum Ekki er vitað hvers vegna asparglyttan hefur fjölgað sér jafn mikið og raun ber vitni hér á landi. Ljóst er að asparglyttan getur valdið skaða á plöntum af víðiætt en erlendar rannsóknir sýna fram á að bjallan vill frekast plöntur sem innihalda mikið af salicyl-sykrum. Lausleg athugun á Mógilsá bendir til þess að bjallan leggst einkum á blæösp, viðju, gullvíði og alaskaösp. Hins vegar virðast plönturnar verða fyrir mismiklum skemmdum af hennar völdum. S.dór

17 17 Byggðir og bú Suður-Þingeyinga 2005 Í bókinni eru hefðbundnar upplýsingar um jarðir og ábúendur þeirra auk mikils fjölda ljósmynda, ýmiskonar fróðleiks og ábúendatöl jarða. Útgefandi er Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga. Bókin er í 2 bindum, 1150 síður. Verð kr. Bókin er til sölu hjá eftirtöldum aðilum: Búgarður Óseyri 2 Akureyri, s Búgarður Garðarsbraut 5 Húsavík, s Bændasamtök Íslands Reykjavík, s Sparisjóður Suður-Þingeyinga Laugum, s Sparisjóður Suður-Þingeyinga Húsavík, s

18 18 Fjarðarár- og Múlavirkjanir: Margir óvissuþættir Í kjölfar álitamála sem komið hafa upp í tengslum við Múlavirkjun á Snæfellsnesi og Fjarðarárvirkjun við Seyðisfjörð hafa þrír ráðherrar sem að málinu koma, iðnaðar-, umhverfis- og félagsmálaráðherra, ákveðið að skipa starfshóp til þess að gera almenna rannsókn á verkferlum, ákvörðunum og lögum tengdum leyfisveitingum og framkvæmdaeftirliti vegna virkjunarframkvæmda. Nú er verið að fara yfir mál Fjarðarár- og Múlavirkjunar og aðilar á vegum Orkustofnunar og Skipulagsstofnunar hafa farið á vettvang Fjarðarárvirkjunar til að kanna aðstæður. Þegar úttekt er tilbúin verða síðan teknar ákvarðanir í framhaldinu. Einnig er verið að skipa starfshóp til að fara yfir málefni smávirkjana almennt og ekki hvað síst að kanna eftirlitsþáttinn. Það er lögð áhersla á að ljúka þessum málum eins fljótt og auðið er en þetta er margslungið og margþætt mál og í ýmis horn að líta, segir Guðjón Axel Guðjónsson, skrifstofustjóri hjá iðnaðar- og viðskiptaráðneytinu. Notaðar vélar á hagstæðu verði Eftirliti ábótavant Málið snýst um að vorið 2006 veitti þáverandi iðnaðarráðherra, Valgerður Sverrisdóttir, Íslenskri orkuvirkjun leyfi til að reisa og reka tvær vatnsaflsvirkjanir í Fjarðará, samtals 9,8 megavött. Leyfisveitingin var ekki í samræmi við þau gögn sem lágu til grundvallar þegar umhverfisráðuneytið og Skipulagsstofnun tóku ákvörðun um að framkvæmdin yrði ekki háð mati á umhverfisáhrifum. Þar var gert ráð fyrir samtals 7,4 megavatta framleiðslugetu virkjananna. Leyfisveiting Valgerðar Sverrisdóttur fór því 2,4 megavött fram úr úrskurði umhverfisráðuneytis og mati Skipulagsstofnunar og við það eru menn sannarlega ósáttir. Til að mynda hefur sveitarstjórinn á Seyðisfirði gagnrýnt að virkjanirnar skuli ekki hafa farið í umhverfismat. Hann sagði framkvæmdirnar hafa valdið meira raski en talið var í fyrstu og að eftirliti með framkvæmdinni væri ábótavant. Í umsögn Þórodds F. Þóroddssonar, sviðsstjóra umhverfissviðs Skipulagsstofnunar, kemur meðal annars fram að umrót og eyðilegging á náttúru sé langt út fyrir fyrirhugað athafnasvæði. Verkþættir sem þegar hafi verið unnir liggi undir skemmdum og þurfi að vinna þá upp á nýtt. Umhverfisáhrif séu óljós. Meðal alvarlegustu athugasemda sviðsstjórans er að óvíst sé hvort framkvæmd verksins uppfylli alla öryggisstaðla vegna lagningar þrýstipípu og byggingar stíflugarðs. Umsögn Þórodds styður það sem virtur náttúrufræðingur hefur fullyrt í fjölmiðlum; að Fjarðarárvirkjun Mönnum brá nokkuð í brún þegar framkvæmdir voru komnar í fullan gang á Fjarðarheiði. Þegar ljósmyndari blaðsins átti þar leið um í ágúst mátti heita að heiðin væri sundurgrafin allt upp á brún. Víða þurftu bílstjórar að krækja fyrir skurði á borð við þennan. sé ekki aðeins dæmi um óafmáanleg náttúruspjöll, heldur sé hún ógn við öryggi íbúa Seyðisfjarðar. Fullyrðingar um að lífi og limum Seyðfirðinga kunni að vera hætta búin vegna virkjunarframkvæmda eru þess eðlis að óhjákvæmilegt er að bregðast við þeim af einurð. Sveitarstjórnir misvel í stakk búnar Í máli Múlavirkjunar gerðu Landvernd og Skipulagsstofnun athugasemdir um að virkjunin, sem ekki fór í umhverfismat, verði minnkuð til samræmis við upphaflegar áætlanir. Virkjunin er hærri en áætlanir gerðu ráð fyrir og umhverfisáhrif hennar önnur. Fljótlega eftir að Össur Skarphéðinsson tók við sæti iðnaðarráðherra lýsti hann því yfir í fjölmiðlum að virkjanaleyfi Múlavirkjunar yrði ekki endurnýjað nema tímabundið og að mótvægisaðgerðir þyrftu að koma til. Skipulagsstofnun sendi frá sér tilkynningu í sumar í tilefni fjölmiðlaumfjöllunar um eftirlit með framkvæmdum við smávirkjanir og kemur þar fram að sveitarstjórnir beri ábyrgð á eftirliti með því að framkvæmdir séu í samræmi við útgefin framkvæmdaleyfi og að framkvæmdaleyfi sé í samræmi við samþykkt skipulag og mat á umhverfisáhrifum þegar það á við. Jafnframt er þó bent á að sveitarstjórnir séu misvel í stakk búnar til að sinna eftirliti með meiriháttar framkvæmdum, bæði vegna stærðar sinnar og fjárhags. Staðreyndir um Múla- og Fjarðarárvirkjanir Virkjanir undir tíu megavöttum þurfa ekki að fara í umhverfismat. Hvorki Múla- né Fjarðarárvirkjun fóru í umhverfismat, enda undir tíu megavöttum að stærð. Össur Skarphéðinsson iðnaðarráðherra hefur viðurkennt að vankantar séu á stjórnsýslunni þegar kemur að smærri virkjunum. Iðnaðarráðuneytið hefur óskað eftir því að Orkustofnun kalli inn nú þegar öll gögn frá Fjarðarárvirkjun og eftirlitsaðilum vegna hennar. Orkustofnun hefur verið falið að kanna hvort framkvæmdir við Múlavirkjun séu umfram þau skilyrði sem opinberar stofnanir settu fyrir leyfisveitingu. Iðnaðarráðherra mun í ljósi umsagnar Skipulagsstofnunar og niðurstöðu Orkustofnunar taka afstöðu til þess hvort virkjunarleyfi Fjarðarárvirkjunar verði afturkallað. ehg New Holland TL80A, 4x4 Nýskr hö, 4 cyl vst. Ásett verð kr án vsk CASE MXU 125 Maxxum, 4x4 Nýskr hö, 6 cyl TDI. 500 vst. Ásett verð kr án vsk Deutz-Fahr Agroplus 95, 4x4 Nýskr hö, 4 cyl. 400 vst. Ásett verð kr án vsk FENDT 510C, 4x4 Nýskr hö, 4 cyl., 6000 vst. Ásett verð kr án vsk John Deere 6310, 4x4 Nýskr. 98, 100 hö, 4 cyl., 4500 vst. Ásett verð kr án vsk. Símar / Sjá einnig nánari upplýsingar á Tré ársins 2007 er lindifura Laugardaginn 18. ágúst var Tré ársins 2007 útnefnt við hátíðlega athöfn í Trjásafninu í Mörkinni á Hallormsstað. Fyrir valinu varð 13,2 m há lindifura. Það er Skógræktarfélag Íslands sem stendur fyrir þessu vali og er því ætlað að beina sjónum almennings að því gróskumikla starfi sem unnið er um land allt í trjá- og skógrækt. Magnús Jóhannesson formaður Skógræktarfélagsins afhenti Jóni Loftssyni skógræktarstjóra viðurkenningarskjal af þessu tilefni og Jón afhenti það strax Þór Þorfinnssyni skógarverði á Austurlandi til varðveislu. Á þriðja hundrað manns voru viðstaddir þessa athöfn sem haldin var í tengslum við aðalfund Skógræktarfélags Íslands. Á þeim fundi bar það til tíðinda að Magnús Jóhannesson lét af formennsku að eigin ósk en við embættinu tók nafni hans Gunnarsson framkvæmdastjóri Avant. Meðfylgjandi myndir tón Gunnar Gunnarsson við athöfnina og sjást þeir Jón, Þór og Magnús með skjalið góða en lindifuran á stærri myndinni.

19 19 Jónas Jónsson frá Ystafelli Minning Jónas Jónsson fæddist í Ystafelli í Köldukinn 9. mars Hann lést 24. júlí síðastliðinn. Foreldrar hans voru Jón Sigurðsson, bóndi og rithöfundur, og Sigfríður Helga Friðgeirsdóttir húsmóðir á Ystafelli. Hinn 11. ágúst 1956 kvæntist Jónas Sigurveigu Erlingsdóttur, f. 14. apríl Foreldrar hennar voru Erlingur Jóhannsson, bóndi og skógarvörður í Ásbyrgi, og kona hans Sigrún Baldvinsdóttir húsmóðir. Börn Jónasar og Sigurveigar eru: 1) Sigrún, f. 1957, 2) Helga, f. 1959, 3) Jón Erlingur, f. 1959, 4) Úlfhildur, f. 1963, Jónas lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum á Akureyri 1952 og búfræðinámi frá Hólum Hann lauk meistaranámi frá landbúnaðarháskólanum á Ási í Noregi 1957 og stundaði framhaldsnám í jurtakynbótum og frærækt í Wales á árunum Á sumrin árin vann Jónas hjá fyrirtækinu Fóður og fræ í Gunnarsholti, kenndi við Bændaskólann á Hvanneyri , starfaði sem sérfræðingur við Rannsóknastofnun landbúnaðarins í Reykjavík og jarðræktarráðunautur Búnaðarfélags Íslands Ræktunarmaðurinn Jónas í miðjum hafraakri í Gunnarsholti árið Akurhóll í baksýn. Mynd: Björn Sigurbjörnsson Jónas var aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra , starfsmaður Búnaðarfélags Íslands og búnaðarmálastjóri Eftir það vann hann að sérverkefnum fyrir Bændasamtök Íslands og stundaði ritstörf. Jónas Jónsson sat í, og leiddi störf fjölda nefnda og sjóða innan landbúnaðarins og tók þátt í samningu þingfrumvarpa um málefni landbúnaðarins á 7., 8. og 9. áratugi aldarinnar sem leið, m.a. landnámsstjórnar, Landgræðslusjóðs, Rannsóknastofnunar landbúnaðarins, Framleiðnisjóðs og Skógræktar ríkisins. Náttúruvernd og umhverfismál stóðu Jónasi ætíð nærri. Hann sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá 1969 og var formaður félagsins Þá var hann formaður samstarfsnefndar um landgræðslu, landnýtingu og gróðurvernd , varaformaður Náttúruverndarráðs , sat í Dýraverndarnefnd og Dýraverndarráði, auk Örnefnanefndar. Þá starfaði Jónas einnig ötullega að ritstörfum alla tíð. Hann var m.a. ritstjóri Freys , Handbókar bænda og Búnaðarritsins Hann ritstýrði og var aðalhöfundur sögu æðarræktar á Íslandi og hefur síðustu ár haft forgöngu um og unnið ásamt fleirum að samningu heildarrits um sögu íslensks landbúnaðar frá öndverðu til okkar tíma. Stefnt er að útgáfu ritsins innan nokkurra missera. Jónas Jónsson sat á Alþingi fyrir Framsóknarflokkinn í Norðausturkjördæmi og var varaþingmaður frá Kynni okkar Jónasar hófust þegar ég kom heim frá námi á Ási í Noregi árið 1962 og tók við starfi tilraunastjóra á Skriðuklaustri, en hann hafði útskrifast frá þeim skóla árið Báðir unnum við að málefnum jarðræktar og landbúnaðar almennt og samband okkar var notalegt og gefandi. Það var hins vegar árið 1980, þegar Jónas tók við starfi búnaðarmálastjóra og ég við starfi ritstjóra Freys eftir hann, að náið samstarf okkar hófst, jafnframt því sem hann varð yfirmaður minn. Djúp kynni okkar með vaxandi virðingu og vináttu stóðu því í meira en aldarfjórðung. Jónas kenndi á Hvanneyri fyrst eftir að hann kom til starfa, stundaði eftir það jurtakynbætur og gróðurrannsóknir og varð síðan jarðræktarráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands. Þessum störfum gegndi hann á annan áratug og jók þar jafnframt þekkingu sína á íslenskum landbúnaði og sveitum landsins. Eftir á að hyggja sé ég þetta tímabil í ævi hans einnig sem nokkurs konar framhaldsnám fyrir það forystustarf í íslenskum landbúnaði sem beið hans og halda mun nafni hans lengst á lofti. Jónas var pólitískur að eðli og upplagi. Með því á ég við að hann átti sér fastmótaðar lífsskoðanir, mótaðar af hugsjónum samvinnustefnunnar sem reis á legg á 19. öld á heimaslóðum hans í Suður-Þingeyjarsýslu og bæði faðir hans og afi, auk margra annarra, stóðu í fylkingarbrjósti fyrir. En það hefði dugað skammt ef Jónas hefði ekki jafnframt átt sér metnað og baráttuþrek til að fylgja sannfæringu sinni eftir. Jónas gegndi starfi aðstoðarmanns Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráðherra á árunum Þar voru honum falin margháttuð verkefni en hæst ber án efa það verkefni að vinna að undirbúningi þjóðargjafarinnar svokölluðu, sem Alþingi samþykkti á hátíðarfundi sínum 28. júlí 1974 á Þingvöllum og fólst í því að veita einum milljarði króna í átak um landgræðslu, gróðurvernd og alhliða skipulagningu landnytja, svokölluð Landgræðsluáætlun Formaður nefndar til undirbúnings þessa verkefnis var Eysteinn Jónsson, alþm., en Jónas var ritari hennar. Sem slíkur lagði Jónas mikið af mörkum til undirbúningsstarfsins. Verkefnið stóð í fjögur ár og í framhaldi af því var gerð ný Landgræðsluáætlun, fyrir árin , og var Jónas formaður stjórnar hennar. Því er þetta rakið hér að það kom fram í ýmsu að fá ef nokkurt verkefni, sem Jónas vann að um dagana, var honum kærara. En auk þess kom Jónas afar víða við sögu þar sem unnið var að landgræðslu eða skógrækt á vegum hins opinbera eða frjálsra félagasamtaka. Í þessum störfum og öðrum nýttust meðfæddir hæfileikar Jónasar vel, hann tamdi sér skipuleg vinnubrögð, var fljótur að setja sig inn í mál og ritstörf létu honum vel. Sem aðstoðarmaður ráðherra og síðar kom hann að samningu og endurskoðun margra lagabálka um landbúnað. Hann hélt einnig vel utan um öll skrif sín og skýrslugerðir sem vörðuðu starfsemi Búnaðarfélags Íslands. Árið 1980, þegar Jónas tók við starfi búnaðarmálastjóra, verða vatnaskil í íslenskum landbúnaði, kvóti er settur á framleiðslu afurða nautgripa og sauðfjár. Af stað fór víðtæk búháttabreyting, hæg í fyrstu en síðan með auknum þunga. Útreikningur og stjórn á framleiðslurétti bænda, kvótanum, var í höndum Framleiðsluráðs landbúnaðarins en Búnaðarfélag Íslands hafði forystu um búháttabreytingar; hagræðingu í búskap og uppbyggingu nýrra búgreina. Um þetta leyti átti sér einnig stað mikil tæknibylting í landbúnaði, afköst jukust og sérhæfing óx. Önnur breyting skipti ekki minna máli, en það var innleiðing tölvutækninnar sem hefur haft mikil áhrif á alla atvinnustarfsemi í landinu, einnig landbúnað. Allt gerði þetta nýjar kröfur bæði til forystu bænda og þeirra sem störfuðu fyrir þá. Jónas hélt hér vel utan um verkefni BÍ, bjartsýnn og framfarasinnaður en raunsær um leið. Hann var vakandi fyrir nýjum búgreinum, en upp úr 1980 fór ferðaþjónusta á vegum bænda mjög að eflast, nýir möguleikar opnuðust í hrossarækt og hestamennsku og kornrækt komst á góðan skrið og hefur aukist jafnt og þétt síðan. Loðdýrarækt átti sér uppgangstíma sem leið hjá en greinin heldur þó velli, sama má segja um fiskeldi en kanínurækt náði ekki að festa sig í sessi. Jónas sýndi ráðunautum mikið traust í starfi og studdi þá í sjálfstæðum vinnubrögðum. Kæmu upp vandamál hjá þeim þá aðstoðaði hann þá með föðurlegri mildi. Þetta breytti því ekki að Jónas var skapmikill og gat rokið upp en hann var einnig fljótur til sátta og erfði ekki árekstra við menn. Við Jónas þurftum nokkurn tíma til að finna tóninn milli okkar en með tímanum fundum við hann og gefandi samband okkar styrktist eftir það allt til loka. Við sameiningu Búnaðarfélags Íslands og Stéttarsambands bænda árið 1995 í Bændasamtök Íslands lét Jónas af starfi búnaðarmálastjóra en hélt áfram starfsaðstöðu sinni hjá BÍ og sinnti margs konar erindum fyrir samtökin sem hann var öðrum færari að leysa. Jafnframt hófst hann handa um umfangsmikil ritstörf. Þar ber fyrst að nefna að Jónas ritstýrði bókinni Gunnar á Hjarðarfelli, sem Bændasamtökin gáfu út árið Þar rekur Gunnar Guðbjartsson, einn mesti forystumaður íslenskra bænda á síðustu öld, minningar sínar en Jónas skrifar þar um 130 blaðsíðna kafla sem ber heitið Stéttarsamband bænda og störf Gunnars Guðbjartssonar. Vart mun annars staðar á einum stað að finna ítarlegri og gagnorðari úttekt á störfum Stéttarsambandsins, verðlagsmálum búvara og öðrum kjarabaráttumálum bænda á síðustu öld. Árið 1997 leitaði Æðarræktarfélag Íslands til Jónasar um að ritstýra bók um æðarrækt á Íslandi. Jónas tók það að sér og lauk því verki árið Ritið nefnist Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi, mikið að vöxtum, 528 bls. í stóru broti. Auk þess að ritstýra verkinu skrifaði Jónas marga kafla þess. Ritið hlaut verðlaun Félags bókasafns- og upplýsingafræða fyrir frumsamda íslenska fræðibók útgefna árið Þá skal hér nefnd grein um íslenskan landbúnað, 34 síður að lengd, sem Jónas ritaði fyrir bókina Ísland, Atvinnuhættir og menning Útgefandi: Íslenska útgáfufélagið. Í greininni er fjallað um íslenskan landbúnað um aldamótin 2000, gerð grein fyrir landkostum til búskapar, ræktun, fóðuröflun og öllum búgreinum sem stundaðar eru hér á landi. Ljóst var að enginn maður var hæfari en Jónas til að skrifa þessa grein á þessum tíma en í fyrri útgáfum ritsins höfðu m.a. Gunnar Guðbjartsson og Páll Zóphóníasson skrifað hliðstæðar greinar. Er þá ónefnt stærsta ritverkið sem Jónas vann við og ólokið var þegar hann féll frá, sem er saga íslensks landbúnaðar, en verkið hóf hann fljótlega upp úr aldamótum. Oft hefur verið vakin athygli á því að engin samfelld saga íslensks landbúnaðar er til, þessa meginatvinnuvegar þjóðarinnar í þúsund ár, þó að á hinn bóginn séu til fjöldamörg rit um einstaka þætti hans. Jónas vann einn að verkinu í upphafi en seinna kom Árni Daníel Júlíusson, sagnfræðingur, að því með honum og skiptu þeir einstökum hlutum þess með sér. Ég hef upplýsingar um að Jónas hafi að mestu lokið frumvinnu á hluta sínum þegar hann féll frá. Að lokum má geta þess að meðan Jónas gegndi starfi búnaðarmálastjóra gaf Búnaðarfélag Íslands út afmælisrit sitt, Búnaðarsamtök á Íslandi 150 ára Jónas átti sæti í ritnefnd verksins, ásamt þeim Hirti E. Þórarinssyni, formanni BÍ, og Ólafi E. Stefánssyni, ráðunauti. Ritið kom út árið 1988 og er í tveimur bindum, hátt í 1100 síður. Það gerðist um líkt leyti og Jónas lét af starfi búnaðarmálastjóra að ég fór úr fullu starfi í hálft sem ritstjóri Freys. Upphófst þá sérlega ánægjulegur kafli í lífi mínu. Skrifstofur okkar lágu saman og báðir unnum við við skriftir og glímdum við íslenskt mál. Þá var gott að hafa Jónas hið næsta sér en blæbrigði íslenskrar tungu og möguleikar hennar eiga sér lítil mörk. Þar sem mesta álaginu í starfi hafði þá verið létt af okkur gafst mér einnig gott tækifæri til að hlýða á Jónas ausa af miklum fróðleiksbrunni sínum, ekki síst þingeyskum vísnasjóði og mannaminnum. Rúmri viku fyrir andlát Jónasar hringdi ég til hans til að afla upplýsinga um afar sérhæft atriði í búnaðarsögunni; aðkomu Búnaðarfélags íslands að húsmæðrafræðslu um aldamótin Hann upplýsti mig um málið án umhugsunar og vísaði mér á prentaða heimild um það. Ég held að hann hafi haldið andlegu þreki sínu allt til loka. En svo dýrmætt sem það er að njóta góðra kynna við fólk þá standa verkin upp úr. Aldrei hefur verið hörgull á mönnum sem kjósa að sitja úti í horni óáreittir og spakir. Menn, sem eiga sér hugsjónir og skapfestu til að vinna þeim brautargengi, eru hins vegar hreyfiafl hvers þjóðfélags. Jónas tók sér stöðu fremst í flokki þeirra sem unnu að endurheimt landgæða þegar hagur þjóðarinnar reis eftir margra alda baráttu, oft upp á líf og dauða, við óblíð náttúruöfl; löng kuldaskeið og eldvirkni. Jafnframt lagði hann alla krafta sína í það að vinna íslenskum landbúnaði allt það gagn sem hann mátti. Ég á Jónasi mikið að þakka fyrir áratuga kynni og vináttu og flyt fjölskyldu hans samúðarkveðjur mínar. Matthías Eggertsson Fyrstu kynni mín af Jónasi Jónssyni urðu eftir að ég hafði tekið við formennsku í Búnaðarsambandi Vestur-Húnavatnssýslu árið Þá þurfti ég að eiga allveruleg samskipti við Búnaðarfélag Íslands, og Jónas búnaðarmálastjóra. Manninum Jónasi kynntist ég svo frekar eftir að ég tók sæti á Búnaðarþingi. Maður tók eftir Jónasi. Hann var greinilega sívinnandi og skipulagður. Það varð svo árið 1991 að ég var kosinn í stjórn Búnaðarfélags Íslands. Formaður stjórnarinnar var Jón Helgason í Seglbúðum. Jónas búnaðarmálastjóri lagði öll mál vel unnin fyrir stjórnarfundi og reifaði þau vel. Auk Jóns Helgasonar voru í stjórninni þeir Magnús Sigurðsson á Gilsbakka, Egill Jónsson á Seljavöllum, Hermann Sigurjónsson í Raftholti og ég. Vissulega varð stundum meiningamunur milli manna og jafnvel allhörð átök. Skap Jónasar var stórt og hann tók stundum stórt á, en það var athyglisvert hvað það var fljótt úr honum aftur og þá var nánast eins og ekkert hefði skeð.

20 20 Ystafell í Kinn. Jónas mun hafa fæðst í gamla húsinu en allt sem eftir er af því er grunnurinn og kjallarinn sem sést til vinstri. Ofan á honum rís súla sem reist var til minningar um að í því húsi var Samband íslenskra samvinnufélaga stofnað árið Mynd: ÞH Það varð svo á árinu 1993 að Stéttarsamband bænda óskaði eftir viðræðum við Búnaðarfélagið um sameiningu þessara tveggja meginsamtaka bænda. Skipuð var sameiningarnefnd og tók hún þegar til starfa. Ég átti sæti í henni og vann í þessum málum af hálfu BÍ. Mér varð það ljóst frá upphafi að Jónas var ekki mikill áhugamaður um sameininguna og dró þar margt í efa. Á hinn bóginn vil ég taka það sérstaklega fram að hann vann aldrei gegn þeirri þróun sem þarna átti sér stað. Jónasi var mjög annt um Búnaðarfélagið, starf þess og alla starfsmenn. Það var því í raun hlutverk hans að gæta hagsmuna félagsins og starfsmanna þess við sameininguna. Vissulega kom margt upp á í þessum ferli, sem ekki verður rakið hér, og ég átti allmikil persónuleg samskipti við Jónas á þessum tíma. Sameiningin varð svo að raunveruleika og Bændasamtök Íslands urðu til. Þar með var starf búnaðarmálastjóra lagt niður. Ég ætla ekki að dylja það að ég hugsaði þá allmikið um það hvernig Jónas tæki þessu og hvað tæki við hjá honum. Ég er ekki í vafa um að þessi umskipti fengu töluvert á hann þó að ekki bæri hann það á torg. Jónas fór þá að vinna að ýmsum sérverkefnum fyrir Bændasamtökin, en síðan tók hann til við ritstörf af fullum krafti. Hann ritstýrði bókinni Gunnar á Hjarðarfelli, sem BÍ gaf út. Einnig ritstýrði Jónas bókinni Æðarfugl og æðarrækt á Íslandi, mikið verk og verðlaunað. Þá var Jónas að vinna ásamt fleirum að miklu riti um sögu íslensks landbúnaðar. Eru þá ótaldar margar greinar í fagritum og blöðum. Þá vil ég geta þess að í Bændahöllinni var ávallt leitað til Jónasar þegar afla þurfti upplýsinga um margt það sem gerst hafði á fyrri árum, bæði í félagsmálum og um einstaklinga sem komið höfðu við sögu landúnaðarmála. Mér fannst Jónas blómstra við fræði- og ritstörfin og leyfi mér að halda því fram að þarna hafi hann virkilega fundið starfsvettvang sem hann undi vel og þó að önnur störf hans séu hin merkustu þá trúi ég því að ritverk hans muni halda nafni hans hæst á lofti um ókomin ár. Jónas var gríðarlega fróður um sögu lands og þjóðar. Það er mér ómetanlegt að eiga minningar frá ferð stjórnar Búnaðarfélags Íslands hringinn í kringum landið og hlýða á þá Jónas og Magnús á Gilsbakka ræða um bændur og býli um land allt og aldrei var komið að tómum kofunum. Eins þegar maður kom í kaffistofuna í Bændahöllinni, þar miðlaði Jónas óspart af þekkingu sinni, en vissulega voru Þingeyjarsýslan og bændur þar efstir á blaði. Maður fann að þar var hugurinn. Eitt er ótalið og það var hin mikla varðstaða Jónasar alla tíð um íslenskan landbúnað. Ég er ekki viss um að menn almennt geri sér grein fyri þessu. Yrði Jónas var við að málsmetandi fólk hallaði réttu máli um landbúnað var Jónas fyrsti maður til að hafa samband við viðkomandi og benda á hið rétta. Jónas var gríðarlega þekktur og virtur einstaklingur í íslensku þjóðfélagi. Kunningsskapur okkar Jónasar þróaðist og þroskaðist eftir því sem árin liðu og varð að vináttu. Ég þakka Jónasi fyrir þessi kynni og fyrir hið mikla ævistarf hans fyrir íslenskan landbúnað. Fjölskyldunni sendi ég samúðarkveðjur mínar. Gunnar Sæmundsson Jónas Jónsson helgaði íslenskum landbúnaði allt sitt ævistarf. Það eru nú rétt 50 ár síðan hann lauk kandídatsprófi frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi og hóf kennslu við Bændaskólann á Hvanneyri. Síðan féll honum varla verk úr hendi í hálfa öld eða nánast til dauðadags. Starfsferill Jónasar mun rakinn hér að framan, en ævi hans og störf mótuðust öðru fremur af brennandi áhuga á ræktun landsins, lífi og sögu þjóðarinnar. Hann var uppalinn á menningarheimili og bar þess merki. Jónas Jónsson lifði mikla umbrotatíma í íslenskum landbúnaði. Hann var æskumaður í sveit þegar vélvæðingin hófst, kennari við bændaskóla, rannsóknamaður og ráðunautur hjá Búnaðarfélagi Íslands, þegar uppgangur sveitanna var hvað mestur, en þurfti síðar sem búnaðarmálastjóri að takast á við samdráttarskeiðið undir lok aldarinnar. Sem ráðunautur ferðaðist Jónas um mestallt landið til að leiðbeina um nýrækt og mæla fyrir framræslu og varð þannig gjörkunnugur landsháttum og lífi sveitafólksins. Jónas var mjög fjölhæfur maður og hafði vítt áhugasvið. Landbúnaðurinn, framþróun hans og hagur bænda stóð hjarta hans næst, en stjórnmál og saga, ljóð og reyndar öll þjóðleg menning áttu stórt rúm í huga hans, enda var hann mjög fjölfróður og naut þess að fræða aðra. Hann lagði drjúgt af mörkum til skógræktar og náttúruverndarmála, var vel ritfær og skrifaði mikið. Ég kynntist honum fyrst að ráði eftir að hann varð búnaðarmálastjóri og réð mig í hlutastarf sem ráðunaut í sauðfjárrækt. Hann var þægilegur yfirmaður, ekki afskiptasamur, ef honum virtust verkefnin vera í réttum farvegi, en þó áhugasamur um árangur og framfarir. Okkur samdi ætíð vel, bæði þá og síðar, þótt ekki færu skoðanir okkar saman um alla hluti. Við vorum frændur; vinskapur ávallt með heimilum okkar fyrir norðan, og ég mun alltaf hafa notið frændskaparins, enda Jónas frændrækinn vel. Jónas var dagfarsprúður, en hann var ekki skaplaus og gat funað upp, jafnvel af litlu tilefni, sérstaklega ef hann taldi vegið ómaklega að sínum kærustu hugðarefnum. En hann var jafnfljótur að friðmælast, og aldrei varð ég var við að hann væri langrækinn. Hann var félagslyndur, tók fullan þátt í félagslífi á vinnustað, bæði meðan hann var þar yfirmaður og engu síður nú síðustu árin. Þau hjónin voru ávallt með í sumarferðum starfsfólks og þá mátti fletta ýmsum fróðleik upp í Jónasi. Það eru nú rúm tólf ár síðan Jónas lét af starfi búnaðarmálastjóra, þegar Búnaðarfélag Íslands og Stéttarsamband bænda sameinuðust á ný og nefndust Bændasamtök Íslands. Hann hefur síðan haft starfsaðstöðu hjá samtökunum og sneri sér fljótlega að því hugðarefni, sem hann hafði gælt við lengi, að rita sögu íslensks landbúnaðar. Að þessu verki hefur Jónas unnið sleitulaust undanfarin ár ásamt Árna D. Júlíussyni sagnfræðingi og aðeins fengið launað að litlu leyti, sem sýnir ódrepandi dugnað hans og áhuga á málefninu. Dauða hans bar brátt að en hann hafði að mestu leyti lokið sínum hluta skrifanna, þannig að ég vona að verkið komi út í heild sinni á tilætluðum tíma; það veit ég að Jónas mundi meta mikils. Að síðustu vil ég fyrir hönd Bændasamtaka Íslands, stjórnar og samstarfsfólks Jónasar til margra ára, svo og okkar hjónanna þakka honum samfylgdina og allt sem hann vann íslenskum bændum. Við sendum öll Sigurveigu konu hans og fjölskyldu þeirra innilegar samúðarkveðjur. Sigurgeir Þorgeirsson Það er gott að vera Íslendingur í Wales, sagði Jónas við mig þegar fundum okkar bar saman á skrifstofu hans á Rannsóknastofnun landbúnaðarins í gamla Atvinnudeildarhúsinu skammt frá Þjóðminjasafninu um miðjan 7. áratug liðinnar aldar. Hann var annar tveggja íslenskra búvísindamanna sem höfðu dvalist um skeið við framhaldsnám og rannsóknir á Welsh Plant Breeding Station í Gogerddan upp úr 1960 og var þarna að gefa mér, ungum stúdent, upplýsingar, því að ég stefndi að búvísindanámi við Háskólann í Aberystwyth, skammt frá WPBS, haustið Þessi fyrstu kynni af Jónasi eru mér mjög minnisstæð; alúðleg framkoma og margvíslegum spurningum svarað greiðlega. Veganestið frá honum reyndist vel, það var virkilega gott að vera Íslendingur í Wales, og þegar ég kom þaðan að loknu doktorsprófi sumarið 1972, og var að leita að starfi, reyndist Jónas mér afar vel, þá aðstoðarmaður Halldórs E. Sigurðssonar landbúnaðarráðherra. Á Hvanneyrarárum mínum kynntist ég Jónasi enn betur, m.a. vegna formennsku hans í nefnd sem samdi ný lög um búnaðarfræðslu, og eftir að ég kom til Búnaðarfélags Íslands urðum við samstarfsmenn og nágrannar á ganginum langa á 3. hæð Bændahallarinnar í 30 ár. Hvort sem hann var ritstjóri Freys, búnaðarmálastjóri eða við sagnaritun í þágu landbúnaðarins var hann alltaf sami góði félaginn. Skotist var á milli skrifstofa með alls konar hugmyndir, spurningar, vandamál, fróðleik eða bara gamanmál, hann til mín, ég til hans. Og þá var hann ekki amalegur ferðafélagi; fróður um byggðir og bú, annt um hag bænda og sá vítt um völl. Læt ég nægja að nefna eftirminnilega réttaferð í þrjár af stærstu fjárréttum í Húnavatnssýslum skömmu eftir að ég kom til BÍ 1977, þ.e. Víðidalstungurétt, Undirfellsrétt og Auðkúlurétt. Þó get ég ekki látið hjá líða að geta þess hve ég, og Svanfríður kona mín, minnumst oft með ánægju afburðagóðrar leiðsagnar Jónasar í starfsmannaferð í Þingeyjarsýslur, með höfðinglegum móttökum í sumarhúsinu í Yztafellsskógi, fyrir nokkrum árum. Skógrækt, eins og reyndar öll ræktun, var Jónasi kær og naut ég vissulega góðs af samskiptum við hann við mótun leiðbeiningastarfa á sviði landnýtingar. Með dugnaði og góðri eftirfylgni hafði hann með ýmsum hætti áhrif á gang mála. Má nefna að Jónas beitti sér fyrir útgáfu veggspjalda með myndum af íslenska búfénu og var mikill áhugamaður um verndun þess, þar með íslensku mjólkurkýrinnar. Nú, þegar lífrænn landbúnaður er í sókn víða um lönd, tel ég sérstaklega við hæfi að geta þess að Jónas lagði í raun grunn að leiðbeiningastarfi á því sviði vorið 1993 með því að biðja mig að kynna mér slíka búskaparhætti og liðsinna bændum sem vildu hlúa að þessum vaxtarbroddi til nýsköpunar í búvöruframleiðslu. Samskiptin við búnaðarmálastjórann Jónas voru ekki alltaf átakalaus þegar ég sat í fyrstu samninganefnd landsráðunauta BÍ um kaup og kjör og sem trúnaðarmaður þeirra hjá Félagi íslenskra náttúrufræðina. Ætíð fengust þó sanngjarnar og farsælar niðurstöður því að félagshyggjumaðurinn Jónas var drengur góður sem vildi leysa málin þannig að sem flestir mættu vel við una. Það er því margs að minnast þegar litið er um farinn veg en þó er mér nú efst í huga hve góður samstarfsmaður og félagi Jónas var alla tíð. Hann kveð ég með söknuði. Eiginkonu, börnum og öðrum aðstandendum sendum við kona mín innilegar samúðarkveðjur. Ólafur R. Dýrmundsson

21 21 Hér til hliðar er Jónas við búvélaprófanir á Hvanneyri árið Þarna er hann að prófa Bamfordmúgavél (RG-2) við heysnúning, en það þótti áhugaverð lausn um þær mundir að geta notað sömu vélina við heysnúning og rakstur. Myndin hér að neðan er úr kennslustund í grasafræði á Hvanneyri, líklega um Þessar myndir eru teknar af Ólafi Guðmundssyni og eru í eigu Verkfæranefndar/Búvélasafns. Jónas á traktornum 1961 við ræktunarstörf í Gunnarsholti. Mynd: Björn Sigurbjörnsson Ég minnist vinar míns og starfsfélaga, Jónasar Jónssonar, með mikilli virðingu og þakklæti. Við áttum samleið í meira en hálfa öld. Fyrst sem samstarfsmenn í viðamiklum rannsóknum í kornrækt og grasfrærækt um land allt og síðar sem samherjar í framkvæmd Landgræðsluáætlunarinnar sem Alþingi hrinti af stað með Þjóðargjöfinni á Þingvöllum árið Þegar ég fór til starfa hjá Sameinuðu Þjóðunum árið1963 tók Jónas alfarið við korn- og fræræktarrannsóknunum sem fram fóru í Gunnarsholti, Korpu og vítt og breitt um landið. Þegar ég leit yfir bréfaskipti okkar frá þessum árum varð mér aftur ljós samviskusemi hans og vísindaleg nákvæmni í öllum þessum rannsóknum. Niðurstöður þeirra voru notaðar í leiðbeiningarit og á kynningarfundum fyrir bændur. Kuldaskeiðið litla ísöldin sem hófst fyrir miðjan sjöunda áratuginn tafði því miður um skeið öflugt kornræktarstarf íslenskra bænda, en rannsóknirnar urðu síðar hluti af þeim þekkingarbrunni sem vaxandi kornrækt í landinu nýtur nú góðs af. Hin öfluga frærækt sem nú er stunduð í Gunnarsholti á líka sínar rætur í þessum rannsóknum. Vinátta okkar Jónasar átti einnig mikinn þátt í því að ég sneri aftur til föðurlandsins til að taka við stjórn RALA Eftir það unnum við aftur mikið saman á öllum sviðum landbúnaðarins. Jónas var formaður í þeirri stjórn sem leiddi starfið í Landgræðsluáætluninni frá 1974 sem að lokum færði landgræðslu- og skógræktarstarfið í landinu inn á nýtt skeið framkvæmda og árangurs. Ég met mikils það traust og þá vináttu sem Jónas sýndi mér ávallt og ég kveð hann með hugann fullan af þakklæti. Hugur minn er einnig hjá þeim Sigurveigu, Sigrúnu, Helgu, Jóni Erlingi og Úlfhildi og fjölskyldum þeirra á þessari stundu. Björn Sigurbjörnsson Jónas Jónsson var Íslendingur eins og þeir gerast bestir. Hann var svarinn sonur ættar sinnar, framsækinn, vinnusamur, heill og hreinlyndur. Maður fann það í handtakinu, heyrði það í sterkum málrómi og sá það í fasinu að þar fór sterkur maður sem átti erindi við samtíð sína. Jónas var bóndasonur, alinn upp í héraði þar sem samvinna og þor réð ríkjum. Héraðið þar sem sókndjarfir bændur og einstakir forystumenn mörkuðu spor sem enn er vitnað til og leiddu íslenska þjóð inn á nýjar brautir og landbúnaðinn út úr aldagömlum fjötrum. Þrá eftir þekkingu og menntun einkenndi framsækna Þingeyinga þessa tíma enda fáni Jónasar, alnafna hans frá Hriflu, uppi mannsins sem breytti Íslandi og fremstur stendur enn í röðum stjórnmálamanna sem athafnaskáld alþýðunnar. Bóndasonurinn frá því framsækna menningarheimili Ystafelli hlaut að ganga menntaveginn. Jónas aflaði sér víðtækrar menntunar til að þjóna bændum og landbúnaðinum strax eftir menntaskólaárin á Akureyri. Sé farið yfir starfsferil Jónasar og sögu landbúnaðarins síðustu 50 árin eru það fáir menn sem á jafn mörgum sviðum hafa komið að málefnum bænda og landbúnaðarins eins og hann. Jónas var af ráðherrum kallaður til að móta stefnu, semja frumvörp og leiða menn saman að nýju markmiði. Þetta allt vann hann af festu og ekki skorti að bakgrunnur hans og menntun dygði vel. Hann sat nokkur þing sem varamaður og síðar eitt ár sem alþingismaður Framsóknarflokksins. Þar bundu menn miklar vonir við hann og man ég að faðir minn, sem var honum samtíða, sá eftir honum af hinum pólitíska velli. Ég kynntist Jónasi vel og þótti alltaf gott að leita til hans og gerði það oft sem ráðherra landbúnaðarmála. Jafnan skrifaði hann þann texta sem ég flutti við setningu búnaðarþings um úrvalsbændur sem heiðraðir voru. Þar fann ég best hversu ritfær hann var og mikill íslenskumaður. Mér er til efs að ég hafi flutt íslenskari texta á jafn fallegu gullaldarmáli og þennan texta Jónasar. Síðustu árin hefur Jónas verið að skrifa af miklu kappi sögu landbúnaðarins á Íslandi með ágætum mönnum. Jónas skrifaði um tækniframfarirnar og hverja búgrein fyrir sig. Ég fann á okkar fundum að verkefnið var honum hjartans mál og sagan varð í hans höndum að þjóðarsögu á fáguðu máli hins pennafæra manns. Jónas var trúr uppruna sínum og sannfæringu, ekki auðveldur viðfangs andstæðingum eða úrtölumönnum. Í ræðu fylgdi honum sannfæringarkraftur, það gat gustað af honum. Það var alltaf gott að hitta Jónas, dagsdaglega var hann léttur og glaðsinna og maður fór fróðari af hans fundi. Að lokum þakka ég Jónasi allt það lið sem hann lagði Framsóknarflokknum til alla tíð, enn fremur mikið starf í þágu íslenskra bænda. Eiginkonu og fjölskyldu Jónasar sendum við Margrét samúðarkveðjur. Blessuð sé minning hans. Guðni Ágústsson Kær vinur og félagi er látinn. Stór er sá hópur vina og kunningja sem nú drúpir höfði með söknuði vegna fráfalls Jónasar frá Ystafelli. Hans verður minnst af hlýhug og virðingu allra þeirra er til hans þekktu. Margs er að minnast þegar litið er yfir farinn veg samskipta okkar hjóna og Jónasar og Sigurveigar í nærri hálfa öld. Oddný mætti þeirra glaða viðmóti á Hvanneyri og Sveinn kynntist Jónasi fyrst í Gunnarsholti er hann vann þar af eldmóði að rannsóknum á grösum og korni. Jónas var okkur síðar ómetanlegur ráðgjafi og vinur þegar við ung öxluðum ábyrgð í Gunnarsholti og forsvar landgræðslumála. Þá var Jónas aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Æ síðan hefur vegferð okkar hjónanna farið saman í lífsins ólgusjó, en aldrei bar nokkurn skugga á vináttu og tryggð. Þegar við hugsum til Jónasar kemur fyrst í hugann glaðværð og óbilandi áhugi hans á öllum þeim málefnum sem horfðu landsbyggðinni til heilla. Jónasi var falin forysta íslensku bændastéttarinnar um langt árabil og gegndi hann einnig fjölmörgum öðrum ábyrgðarstörfum sem hér verða ekki talin, en öllum þeim skilaði hann af einstakri alúð og hugsjón. Jónas var einstaklega ráðvandur og setti hag landsmála og landbúnaðar framar eigin hag. Einstök samviskusemi og elja einkenndi öll störf Jónasar og það var heiður að fá að starfa með honum. Hann hafði ríka réttlætiskennd og sagði skoðanir sínar umbúðalaust. Hann var samur við háa sem lága og var hafsjór af fróðleik um sögu landbúnaðar. Að leiðarlokum er okkur efst í huga söknuður og þakklæti fyrir áratuga vináttu, drengskap og samskipti sem aldrei bar skugga á. Það var mikill heiður að fá að starfa með honum. Öll voru þau samskipti á einn veg, hann var traustur félagi, hreinn og beinn og frá honum stafaði mikilli innri hlýju. Hann var gæddur miklum mannkostum, góðum gáfum, velviljaður og vinfastur, sannur Íslendingur og afar heilsteypt manneskja. Hann kom til dyranna nákvæmlega eins og hann var klæddur og tjáði skoðanir sínar umbúðalaust. Það voru forréttindi að kynnast honum og minningin um góðan dreng lifir. Sigurveig, börn þeirra, fjölskyldur, ættingjar og vinir kveðja nú mikilhæfan mann með söknuði. Við biðjum þeim guðs blessunar og vottum þeim okkar dýpstu samúð. Oddný og Sveinn í Gunnarsholti. Jónas Jónsson frá Ystafelli er látinn. Vegir okkar Jónasar lágu saman fyrir tæpum fimmtíu árum er ég stundaði nám við búvísindadeild Bændaskólans. Jónas var þá að koma heim frá Noregi, eftir að hafa lokið kandídatsprófi frá Norges Landbrukshögskole. Það var auglýst kennarastaða við Bændaskólann á Hvanneyri og Jónas sótti um stöðuna og var hún veitt honum. Jónas kenndi við bæði við bænda- og búvísindadeild enda með góða menntun, einkum á sviði plöntufræða ýmiss konar. Hann hafði snemma fengið áhuga á plöntum og vakti athygli okkar fyrir þekkingu sína í grasafræði. Hann vakti sérstaka athygli mína fyrir að þekkja öll grös og plöntur, að mér fannst. Sjálfur var ég og er rati á því sviði. Jónas var ágætur fræðari. Jónas stoppaði ekki lengi á Hvanneyri. Hann tók við starfi jarðræktarráðunautar hjá Búnaðarfélagi Íslands, varð ritstjóri Freys og síðast, en ekki síst, varð hann búnaðarmálastjóri í allmörg ár. Í öllum þessum störfum nýttust faglegir og mannlegir hæfileikar Jónasar vel. Það er ekki ætlun mín að rekja hér starfsferil Jónasar, en hann vakti athygli mína fyrir fleira en kunnáttu sína í grasafræði. Jónas hafði vaxið úr grasi á heimili og í sveit þar sem hugsjónir samvinnu og jafnaðar voru uppvaxandi æsku í blóð bornar. Jónas var einlægur samvinnumaður og kannski kenndi hann sig oft við fæðingarbæ sinn einmitt þess vegna. Jónas tók virkan þátt í starfi Framsóknarflokksins og sat um tíma á Alþingi fyrir hann. Örlögin höguðu því þannig að ég kynntist Jónasi og fjölskyldu mjög náið. Fyrst kynntist ég honum sem kennara mínum, seinna bjó ég inni á heimili hans og Sivu og síðar kynntist ég honum sem samstarfsmanni og síðast sem yfirmanni. Í öllum þessum hlutverkum var Jónas sami maðurinn: Hann var ljúfur í viðkynningu, jafningi allra og mjög fróður um menn og málefni. Sögumaður var hann ágætur og beindi á síðustu árum áhuga sínum að sögu lands og þjóðar, enda þjóðmálaáhugi hans ávallt sá sami. Ég tel að Jónas sé einn af þeim mönnum sem miðla visku og manngæsku hvar sem þeir ferðast í lífsins ólgusjó. Ég á Jónasi mikið að þakka sem fræðara og samferðamanni! Við sendum eftirlifandi eiginkonu og fjölskyldu okkar innilegustu samúðarkveðjur og þökkum fyrir liðnar samverustundir. Minning um góðan dreng mun ylja samferðamönnum Jónasar. Gerður og Sveinn Hallgrímsson Í dag er til moldar borinn Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri. Jónas var búfræðingur frá Bændaskólanum á Hólum í Hjaltadal 1953 og kennari við skólann árin Jónas helgaði landbúnaðinum krafta sína alla starfsævina. Fram undir síðasta dag vann hann að gagnaöflun og skriftum um landbúnað, sveitalíf og menningu þjóðarinnar. Sú vinna hans er ómetanleg, bæði okkur sem lifum í dag og ókomnum kynslóðum. Ég kynntist Jónasi fyrst að marki eftir að ég gerðist skólastjóri á Hólum í Hjaltadal vorið Jónas var mikill Hólamaður og lét sér afar annt um staðinn. Hann stóð þétt að baki allri uppbyggingu og eflingu starfs á Hólum. Vorið 1981 hafði skólastarf legið niðri í tvö ár og áhöld um framtíð Hóla sem skólaseturs. Jónas gat ekki hugsað sér, frekar

22 22 Jónas á búnaðarþingi Með honum á myndinni er Ólafur E. Stefánsson skrifstofustjóri þingsins. Jónas Jónsson búnaðarmálastjóri á skrifstofu sinni árið Jónas Jónsson með fyrstu sendinguna af Gallowaysæði frá Skotlandi til notkunar í Hríseyjarstöðinni. Mynd úr safni Freys. Jónas búnaðarmálastjóri afhendir Þorsteini Tómassyni forstjóra RALA mynd af forvera sínum, dr. Halldóri Pálssyni, við vígslu nýrra tilraunafjárhúsa á Hesti haustið en margir aðrir, að kastað yrði rekum á skólastarf á Hólastað á hundrað ára afmæli skólans árið Jónas var einn öflugasti stuðningsmaður þess að þar hæfist skólastarf að nýju og átti drjúgan hlut að því að svo varð. Undirbúningur fyrir 100 ára afmælishátíð Bændaskólans á Hólum fór á fulla ferð undir gunnfánum nýrrar sóknar í þágu mennta og framfara í landbúnaði og menningarlífi til sveita. Nokkrir eldri nemendur og velunnarar Hóla tóku sig saman og beittu sér fyrir allsherjar söfnun meðal hollvina Hólaskóla til að gefa honum afmælisgjöf, sundlaug með tilheyrandi búnaði. Jónas var í forystu fyrir þeirri nefnd, ásamt þeim Gísla Pálssyni á Hofi í Vatnsdal og Stefáni Sigfússyni landgræðslufulltrúa. Samtímis var unnið að því að leggja hitaveitu heim á staðinn. Jónas tók fyrstu skóflustunguna að sundlauginni á Hólum 21. apríl Sundlaugin var byggð á mettíma um vorið, hún blessuð og tekin formlega í notkun á afmælishátíð skólans í júlí það ár. Þetta var einstætt átak og skipti afar miklu máli fyrir Hóla sem stóðu á tvísýnum tímamótum. Sú stund stendur mér ljóslifandi fyrir sjónum þegar þeir Jónas og Stefán birtust snemma morguns á hlaðinu heima á Hólum með innrammað gjafabréf og nafnalista þeirra sem að gjöfinni stóðu. Jónas var traustur vinur og hollur ráðgjafi. Hann kappkostaði að setja sig vel inn í mál og lagði sitt af mörkum á svo einstaklega hvetjandi og ljúfan hátt. Þess nutu bæði ég og fjölmargir aðrir ótæpilega. Jónas og Sigurveig voru glæsihjón og mjög virk í öllu félagslífi hinna ýmsu samtaka landbúnaðarfólks. Jónas var einatt hrókur alls fagnaðar og sóst eftir nærveru hans. Við hjónin þökkum Jónasi Jónssyni samfylgdina, vináttu og góð kynni í gegnum árin. Íslenskur landbúnaður, íslensk bændamenning sér nú á bak farsælum og traustum leiðtoga um áratugi. Blessuð sé minning Jónasar Jónssonar, búnaðarmálastjóra. Við sendum Sigurveigu og fjölskyldunni allri innilegar samúðarkveðjur. Ingibjörg Kolka og Jón Bjarnason Kveðja frá Skógræktarfélagi Íslands Jónas Jónsson fyrrverandi búnaðarmálastjóri átti langa og gifturíka samleið með Skógræktarfélagi Íslands og skógræktarhreyfingunni í landinu. Jónas sat í stjórn Skógræktarfélags Íslands frá árinu 1969 til 1990 og var formaður félagsins á árunum 1972 til Hann var kjörinn heiðursfélagi félagsins á aðalfundi þess árið Jónas var mikill áhugamaður um skógrækt og ritaði fjölmargar greinar um skógrækt í Skógræktarritið og lagði þannig sitt að mörkum til að vekja athygli á mikilvægi trjáræktar og skógræktar á Íslandi. Í formannstíð Jónasar hjá Skógræktarfélagi Íslands var hrint í framkvæmd stærsta kynningarátaki fyrir almenning um skógrækt á vegum Skógræktarfélags Íslands sem fram fór undir merkinu Ár trésins á árinu Átakið hafði mikil áhrif og átti tvímælalaust stóran þátt í því að auka almennan skilning á mikilvægi skógræktar meðal þjóðarinnar og efla stórlega þátttöku almennings í skógrækt eins og kunnugt er. Jónas var mikill ræktunarmaður með óbilandi trú á möguleika landbúnaðar á Íslandi og átti sem búnaðarmálastjóri sinn þátt í því öðrum fremur að bæta samskipti skógræktarfólks og hefðbundins landbúnaðar sem höfðu fram að því verið skógræktinni erfið og að vissu leyti hamlað nokkuð framgangi skógræktar í landinu. Á þeim tíma sem Jónas var búnaðarmálastjóri voru stigin fyrstu skrefin í bændaskógrækt sem hefur vaxið verulega á undanförnum árum og eflt íslenskan landbúnað. Jónas var mikill áhugamaður um skógrækt á æskuslóðum sínum við Kinnarfell í landi Ystafells sem bróðir Jónasar, Friðgeir, hafði átt mikinn veg og vanda að. Ritaði hann afar merkilega grein í Skógræktarritið árið 2001 um sögu skógræktar í Kinnarfelli og Fellsskógi. Taldi Jónas Fellsskóg nú vera með fegurri skógarreitum á landinu og nauðsynlegt væri að fleiri fengju að njóta þeirrar fegurðar, t.d. með því að bæta aðgengi og opna skóginn fyrir almennri útivist. Jónas Jónsson var virkur félagi í skógræktarhreyfingunni eftir að hann hætti stjórnarstörfum í Skógræktarfélagi Íslands og sátu þau hjónin, Jónas og Sigurveig, flesta aðalfundi félagsins hin seinni ár. Jónas setti jafnan svip á fundi félagsins, tók þátt í umræðum og lagði gott til, því að hann vildi Skógræktarfélagi Íslands vel og vildi sjá hag þess sem mestan. Á fulltrúafundi félagsins sl. vetur þar sem rætt var um nýja stefnumótun og framtíðarsýn skógræktarhreyfingarinnar flutti Jónas af eldmóði eftirminnilega hvatningarræðu til félagsmanna og lagði ofuráherslu á að félagið héldi því forystuhlutverki sem það hefði haft í íslenskri skógrækt. Skógræktarfélag Íslands þakkar Jónasi Jónssyni ómetanlega samfylgd um leið og félagið sendir Sigurveigu og fjölskyldunni innilegustu samúðarkveðjur. Lifi minning um góðan dreng. Magnús Jóhannesson, formaður Kynni okkar Jónasar Jónssonar voru fyrst og fremst fyrir aðkomu okkar beggja að skógræktarmálefni Íslands. Þau urðu mikil og óhætt að segja náin á löngum tímabilum. Fyrir því ætla ég í þessum minningarorðum að skýra í stórum dráttum frá því hvar hann kom þar að. Hann var raunar alinn upp við skóg því að austan í Kinnarfelli í Köldukinn vex einn fegursti birkiskógur á Íslandi, Fellsskógur, sem Ystafell á hlut í. En hann sýndi félagsmálum skógræktarmanna snemma áhuga. Árið1969 var hann kjörinn aðalmaður í stjórn Skógræktarfélags Íslands og sat þar óslitið til Formaður félagsins var hann Við starfsmenn Skógræktar ríkisins kynntumst auðvitað meira og minna stjórnarmönnum í Skógræktarfélagi Íslands, en samt urðu þau miklu meiri við Jónas er við vorum saman í svonefndri landgræðsluáætlunarnefnd undir formennsku Eysteins Jónssonar, sem skilaði frá sér Landgræðsluáætlun og hátíðarfundur Alþingis á Lögbergi 1974 samþykkti. Ennfremur sátum við saman í Náttúruverndarráði í 6 ár. Nú verður að rifja upp að það var Íslandsdeild Norræna búvísindafélagsins, sem hafði frumkvæði í því að stofna Skógræktarfélag Íslands Þarna voru í undirúningsnefnd Sigurður Sigurðsson, búnaðarmálastjóri, og ráðunautarnir Ásgeir L. Jónsson og Pálmi Einarsson. Þeir voru allir í fyrstu stjórn Skógræktarfélags Íslands,. Sigurður fyrsti formaður. Þegar þessir búnaðarfrömuðir hættu í stjórn Skógræktarfélags Íslands um miðjan fjórða áratuginn leið langur tími án þess að tengsl væru milli forystumanna í búnaðarmálum og Skógræktarfélagsins. Þegar Jónas veður formaður Skógræktarfélags Íslands 1971 vill svo til, að hann verður um leið aðstoðarmaður landbúnaðarráðherra. Við starfandi skógræktarmenn fögnuðum því mjög að fá slíkan liðsmann í okkar raðir. Og enn frekar, er hann varð búnaðarmálastjóri. Þar með var í rauninni tekinn upp aftur þráðurinn frá því er Sigurður Sigurðsson og félagar hans hjá Búnaðarfélaginu voru í forystu Skógræktarfélagsins fyrstu ár þess. Einmitt um og eftir 1980 fóru forystumenn nokkurra búnaðarsambanda í samstarfi við héraðsskógræktarfélögin að fá áhuga á sams konar tilraunaverkefni með nytjaskógrækt á bújörðum eins og fór á stað í Fljótsdal 1970 og hafði tekist mjög vel. Þá var nú gott að hafa búnaðarmálastjórann hvetjandi og með í ráðum. Til að gera langa sögu stutta hafa mál snúist þannig, að hátt í eitt þúsund bændur eru orðnir stærstu skógræktendur á Íslandi. Það er auðvitað óteljandi margs að minnast af samskiptunum við Jónas í rúma þrjá áratugi þar sem aldrei bar skugga á. Hér er ekki tóm til að rifja það upp nema ég ætla að minnast á eftirfarandi atvik. Við vorum boðnir á fund á Selfossi, sem Búnaðarsamband Suðurlands og Skógræktarfélag Árnesinga höfðu boðað til. Fundarefnið var um möguleika á að gera héraðsskógræktaráætlun fyrir Árnesssýslu, eitthvað í líkingu við Fljótsdalsáætlun. Þetta gæti hafa verið 1986 eða Einmitt á þeim tíma hafði Jón Helgason, landbúnaðarráðherra, falið Skógrækt ríkisins að gera slíka áætlun fyrir Laugardalshrepp einan sér. Á þessum fundi setti Jónas fram í ræðu hugmynd sína um það hvernig skógræktar- og sauðfjárrækt gætu farið saman því að í rauninni væri nóg landrými fyrir hvort tveggja. Hann nefndi þar hlíðabeltið sem skógræktin ætti að hafa til umráða, enda best vaxtarskilyrði fyrir trén þar. Þar fyrir utan þyrfti sauðfjárræktin ekki að kvarta. En sannleikurinn var sá, að á þessum árum og alla tíð á undan höfðu sauðfjárbændur ekki talið sig mega missa jafnvel minnsta landskika til skógræktar. Í ræðunni á þessum fundi nefndi hann líka hvaða fjármuni þyrfti af hálfu ríkisins til að hægt væri að standa myndarlega að skógræktinni. Þar væri að lágmarki 500 milljónir kr. á ári. Á þeirri stundu hefir það verið a.m.k. fjórfalt það, sem þau árin var veitt á fjárlögum. Jónasi var full alvara þegar hann nefndi þessa upphæð. Núna tuttugu árum síðar veitir Alþingi svipaðri upphæð til skógræktar, sem nú er loks að verða alvöru atvinnugrein sem hefir styrkt ef ekki bjargað byggð í nokkrum sveitum. Ég fann það, eftir að ég tók við starfi skógræktarstjóra, hvernig samskiptin við alla aðilja landbúnaðarins bötnuðu ár frá ári. Ég er ekki í vafa um, að afstaða búnaðarmálastjórans skipti þar miklu. Eitt af því, sem gladdi Jónas mjög hin síðustu ár, var friðun Kinnarfellsins alls til skógræktar. Þetta er með stærstu friðlöndum til skógræktar ef frá eru talin lönd innan sumra landshlutaverkefna skógræktar. Í því máli var hlutur Friðgeirs, bróður Jónasar, sá sem þyngst vó. Ég gleymi ekki með hverju stolti Jónas lýsti þessari aðgerð fyrir mér. Kynnin við Jónas og samstarfið við hann eru meðal þess sem ég er forsjóninni afar þakklátur fyrir. Við Guðrún sendum Sigurveigu, börnum þeirra og barnabörnum hugheilustu samúðarkveðjur. Sigurður Blöndal

23 23 Prjónaði fyrstu peysuna níu ára Handverksmaður ársins 2007 var kynntur á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem haldin var aðra helgina í ágúst við Hrafnagilsskóla í Eyjafjarðarsveit. Að þessu sinni var Guðrún Hadda Bjarnadóttir valin handverksmaður ársins, meðal annars fyrir frumkvöðlastarf sitt og fyrir að leggja allt í sölurnar til að hugsjónir hennar rætist. Guðrún Hadda vefur með líni og bómull og einnig úr hálmi og sérhæfir sig því í náttúruefnunum. Þegar ég var níu ára prjónaði ég fyrstu peysuna mína, sem var ekki óvanalegt á þeim tíma svo þetta geta níu ára börn gert en það eru ekki gerðar eins miklar kröfur til barna nú til dags. Á sínum tíma Guðrún Hadda við bækistöð sína á hátíðinni Uppskera og handverk 2007 sem haldin var aðra helgina í ágúst við Hrafnagilsskóla í Eyjafarðarsveit. fór ég í verknám í gagnfræðiskóla í Reykjavík þar sem var afar flott og vönduð kennsla í textíl. Ég saumaði alltaf og prjónaði á mig föt og þetta var vissulega á mínu áhugasviði en síðan opnaðist mér svolítið ný hugsun þegar ég bjó í Svíþjóð í níu ár. Þar var þjóðlegt handverk mikils metið og það var unnið mjög fallega og af mikilli hugsjón. Þegar ég kom svo heim og settist að á Akureyri hafði ég sterka og örugga tilfinningu gagnvart heimilisiðnaði. Ég fór í Myndlistarskólann en þar var tabú að tala um heimilisiðnað með virðingu og lotningu því þá var maður ekki myndlistamaður. Þegar síðan 20 milljónir króna voru veittar úr Jóhannesarsjóðnum vítt um landið til að halda konum í sveitum fór handverkið smám saman að skapa sér sinn sess. Það var þó ekki verið að upphefja handverkið sem slíkt, heldur upphefja það sem söluvöru, segir Guðrún Hadda. Í handverksstjórn og Laufáshópnum Guðrún Hadda hefur fengist við kennslu á Akureyri sem tengist handverki hennar, bæði í Menntasmiðju kvenna og í grunnskólanum, svo fátt eitt sé nefnt. Fyrir nokkrum árum var ég beðin að vera í handverksstjórninni fyrir sýninguna í Hrafnagili og ég vildi að til þess að handverkið þróðist væru haldin námskeið á sýningunni og að þetta yrðu eins konar töðugjöld. Út úr þessu fékk ég til dæmis fleiri tíma í handverki í skólum í Eyjafjarðasveit því að mér fannst skrýtið að halda handverkssýningu hér í Eyjafirði ef ekki væri mikil handverksmenning á svæðinu. Sýningin er að breytast og þróast og aðsóknin sífellt að aukast, sem er mjög jákvætt fyrir handverksfólk um allt land, útskýrir Guðrún Hadda sem tilheyrir jafnframt Laufáshópnum sem vinnur að því að viðhalda þekkingu á þjóðháttum landsins, hvort sem er í handverki, tónlist, sagnahefð eða náttúru. ehg

24 24 Það er árgangurinn sem fæddist á Dalvík 1966 sem sér um að halda stærsta hamborgaragrilli landsins gangandi á Fiskideginum mikla. Vináttukeðjan liðast um túnið. Bæjarstjórinn, Svanfríður Jónasdóttir (t.h.) með einn af heiðursgestum Fiskidagsins mikla, frú Vigdísi Finnbogadóttur fyrrverandi forseta Íslands. Þorgerður Katrín var sumarleg þegar hún tók fyrstu skóflustunguna að menningarhúsinu. Mannmergð í Eyjafirði Þótt sumum fyndist ekki nóg um að vera í Eyjafirði um verslunarmannahelgina verður ekki það sama sagt um helgina á eftir. Þá voru haldnar tvær stórhátíðir í firðinum: Fiskidagurinn mikli á Dalvík og Handverk og uppskera 2007 í Hrafnagili. Báðar heppnuðust þær með miklum ágætum og voru jafnt aðstandendum sínum sem gestum til mikils sóma og ánægu. Í Hrafnagili var að vanda margt handverksfólk saman komið og sat sumt við iðju sína í tjöldum eða á bersvæði. Skólinn var undirlagður handverki og á lóðinni voru sýnd listaverk, handverk og landbúnaðartæki af ýmsum stærðum. Þemu hátíðarinnar voru annars vegar heimsókn norskra handverksmanna en hins vegar kornrækt á Íslandi. Úti undir vegg var búið að rækta nokkur sýnishorn af kornyrkjum og inni fyrir var Ólafur á Þorvaldseyri og fleiri bændur að mala korn og spjalla við sýningargesti. Alls sóttu um manns sýninguna í Hrafnagili sem að þessu sinni var haldin í 15. sinn. Norður á Dalvík var metþátttaka enn eitt árið í Fiskideginum mikla. Á föstudeginum voru þegar komnir upp undir manns og á sjálfan fiskidaginn er talið að um manns hafi lagt leið sína á staðinn. Veðrið lék við bæjarbúa og gesti og stemmningin var ótrúleg. Sennilega hefur það sitt að segja að Dalvíkingar sýna af sér það örlæti að bjóða fólki í mat tvo daga í röð. Það skapar öðruvísi stemmningu en þegar gestirnir fá það á tilfinninguna að þeirra hlutverk á staðnum sé að eyða eins miklu fé og mögulegt er. Vináttukeðja og vinátturefill voru meðal nýjunga á Fiskideginum mikla en upphafsatriðið var í boði Sparisjóðs Svarfdæla sem fékk menntamálaráðherra lýðveldisins til þess að taka fyrstu skóflustungu að nýju menningarhúsi sem sparisjóðurinn ætlar að byggja fyrir byggðarlagið. Er áætlað að húsið verði tilbúið að þjóna sínu menningarhlutverki síðla næsta ár. Bændablaðið var að sjálfsögðu á staðnum og tók meðfylgjandi myndir. ÞH Ragnhildur Jónsdóttir úr Hafnarfirði sýndi Vinátturefilinn í Ráðhúsi Dalvíkur en hann er samvinnuverkefni handverksfólks í yfir 150 löndum. Hann er sjö metrar að lengd og lengist í hvert sinn sem hann er sýndur. Þeir eru alveg einstakir þessir piltar sem leggja það á sig að tálga út heilt mótorhjól úr tré, svo ekki sé minnst á hljóðfærin hægra megin á myndinni. Ólafur á Þorvaldseyri malar hveiti í bás kornbænda í Hrafnagili. Fleiri bændur voru í þessum bás og gafst gestum ma. kostur á að smakka ost úr sauðamjólk sem ættuð er úr Ytri-Vík á Árskógsströnd. Þessi stúlka sat á vinnusvæðinu í Hrafnagili og bakaði víkingabrauð. Skammt þar frá var þessi að tálga til vænan trédrumb. Dýr og vélar voru nokkuð áberandi í Hrafnagili og þessi geit virtist vera tilbúin að leggja þónokkuð á sig fyrir að komast í kartöfluflögurnar. Kornrækt var í brennidepli í Hrafnagili og úti undir vegg var búið að rækta dálítið horn af yrkinu Arve.

25 25 Til sölu kartöfluupptökuvél Wuhlmaus 1733 Árgerð Lítið notuð. Upplýsingar í síma Til sölu Notuð Þreskivél PLASTRÖR, DÆLUR, FITTINGS, RAFGIRÐINGAR Aukin þjónusta við bændur á Norður- og Austurlandi Reykjalundur Dælur hefur tekið við rekstri Búreks ehf. og um leið aukið vöruúrvalið verulega með opnun útibús á Akureyri. Allt efni fyrir rafgirðingar, fjölbreytt úrval af plaströrum m.a. ræsisrör í ýmsum stærðum. Fjölbreytt úrval af plastvörum til pípulagna, fittings og hitalagnir í gólf. Einnig margskonar dælubúnað, stórar og smáar, allt eftir þörfum hvers og eins. Reykjalundur Dælur í samstarfi við Girðir ehf. annast uppsetningu rafgirðinga, viðhald og endurnýjun þeirra sé þess óskað. Claas Dominator 58S Árgerð: 1999 Sláttuborð: 11. fet Hálmsaxari Vinnustundir: 965 Verð aðeins: 2,950,000.- kr. án vsk. Gott eintak og vel með farið Stórlækkað verð! Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri Sími Smiðjuvegur 74, Kópavogur, sími Lónsbakka, Akureyri, sími Mogsfellsbær, sími rp@rp.is MultiOne liðléttingar til afgreiðslu strax Fjöldi aukahluta í boði MultiOne vélarnar fást í ýmsum stærðum Höldur á Akureyri er söluaðili V&Þ á Norðurlandi, sími

26 26 Lífræn laukrækt er veigamikill liður í sáðskiptaræktuninni á býli þeirra hjóna sem er skammt frá Lublin í Suðaustur-Póllandi. (Ljósm. Ó.R.D.) Urszula Soltysiak, fulltrúi Póllands í Evrópusambandshópi lífrænna landbúnaðarhreyfinga, túlkar fyrir hjónin sem við heimsóttum. Þau hafa náð góðum árangri í lífrænni grænmetisrækt, og eru hér að sýna gróskumikinn kúrbítakur. Ljósm. Ó.R.D. Lífrænn landbúnaður í Póllandi Pólskur landbúnaður hefur breyst mikið síðan 1990 þegar einræðisstjórn landbúnaði í Póllandi fyrir tíma þessara breytinga, þ.e og Nú er féð orðið mjög fátt vegna breyttra markaðsaðstæðna, kart Kommúnistaflokksins 1988, og kom þá í ýmsar borgir öflurækt hefur dregist saman vegna leið undir lok samhliða falli Sovétríkjanna. Þá hefur aðildin að ESB 2004 haft veruleg áhrif. Sá sem þetta ritar kynntist nokkuð og sveitir, allt frá Eystrasalti til Karpatafjalla, vegna flutnings erinda um sauðfjárrækt sem þá var veruleg. þess að framleiðendur svínakjöts eru að mestu hættir að fóðra með kartöflum, hrossum hefur fækkað vegna aukinnar vélvæðingar og stækkunar búa en kornrækt og mjólkurframleiðsla hafa fengið aukið vægi. Erlendir aðilar hafa byggt gríðarstór verksmiðjubú fyrir alifugla- og svínaframleiðslu sem eru farin að valda miklum mengunarvandamálum en t.d. í Varsjá fannst mér loftmengun síst verri en áður þótt bílum hafi fjölgað mikið á götunum. Mun skipta miklu máli að mengun frá iðnaði er nú tekin fastari tökum en áður í samræmi við Sturtuvagnar og stálgrindahús frá WECKMAN Sturtuvagnar mengunarvarnareglugerðir ESB. Allt er vestrænna en fyrr á tíð en í sveitunum eru breytingarnar ekki eins hraðar. Enn er töluvert um lítil kúabú, fáeinar kýr í stað, oft í tjóðri fremur en í girðingum, og víða sá ég gömul landbúnaðartæki og dráttarvélar í notkun. Þegar þróunin er skoðuð kemur greinilega í ljós að grasbítum hefur fækkað í Póllandi, þar með fer nýting beitilanda minnkandi og hefur sá stórbúskapur, sem tekið hefur við, neikvæð áhrif á sjálfbærni í matvælaframleiðslu. Undantekningin er aðlögun að lífrænum búskaparháttum sem hófst fyrir rúmum áratug. Nú eru um 1% ræktaðs lands og 0,25% búvöruframleiðslunnar með lífræna vottun, háskólar og rannsóknastofnanir sinna þessari grein landbúnaðar í vaxandi mæli og reiknað er með töluverðri aukningu á næstu árum, ekki síst vegna stuðnings frá ESB. Bæði er um að ræða inn Lífrænn búskapur Ólafur R. Dýrmundsson landsráðunautur í lífrænun búskap og landnýtingu hjá BÍ anlandssölu og útflutning og í viðræðum við bæði búvísindamenn og bændur kom glöggt fram að þennan vaxtarbrodd á að nýta til að renna traustari stoðum undir sjálfbæran landbúnað og byggð í sveitum sem á í vök að verjast. Vörn á að snúa í sókn og kom þetta glöggt fram hjá grænmetisframleiðenda sem ég átti kost á að heimsækja um miðjan júlí sl. sem fulltrúi Íslands í Evrópusambandshópi lífrænna landbúnaðarhreyfinga. Bóndi þessi tók við lítilli jörð skammt frá Lublin af foreldrum sínum og bjó fyrst við mjólkurkýr og svín á 12 ha lands. Meira land var keypt og árið 1998 ákváðu hjónin sem nú eru á fimmtugsaldri, að fara með jörðina í lífræna aðlögun, samtals 42 ha, hætta búfjárrækt og snúa sér að grænmetisrækt á helmingi landsins en rækta korn, fóðurjurtir og gras á hinum helmingnum. Þau eiga samstarf við lífrænan kúabónda sem fær fóður frá þeim og lætur þau fá 100 tonn af mykju í staðinn en hún fer í safnhaugagerð og nýtist vel í grænmetisræktuninni, þ.e. um 10 tonn/ha eru borin á annað hvert ár. Grænmetisræktin er býsna fjölbreytt, einkum laukur, kúrbítur (grasker), blómkál og hvítkál og fer mest af því í útflutning, einkum til Þýskalands í gegnum pólskt fyriræki sem stofnað var árið 1998 og sérhæfir sig í útflutningi lífrænna afurða. Það kom fram hjá eiganda þess fyrirtækis, sem mættur var til að fræða okkur um markaðsmálin, að innanlandsmarkaður fyrir lífrænt vottaðar vörur væri enn veikburða, þó í vexti, en mikið af lífrænu vörunum væri flutt inn. Nokkuð væri um beina sölu frá bændum til neytenda og einnig færi töluvert af lífrænt vottuðu grænmeti í sérverslanir og á bændamarkaði í bæjum og borgum. Bóndinn sagði foreldra sína hafa verið mjög mótfallna því að hann færi í lífrænan búskap, sem hefur verið vottaður síðan 2002, sennilega að einhverju leyti vegna þess að þau hjón höfðu tileinkað sér kenningar Rudolfs Steiners um lífefldan búskap. En það viðhorf hefur breyst og sama gildir um nágrannana í sveitinni. Stutt er það landamærunum við Úkraínu, þaðan hefur komið fólk til að vinna við ræktunina en nú eru það mest fólk úr nágrenninu sem þau hjón hafa í vinnu, allt að 30 manns þegar mest er að gera við plöntun og uppskeru en að staðaldri eru nokkrir starfsmenn á launum því að vinnuaflsþörf er að jafnaði meiri á lífrænu búi en hefðbundnu. Þó er búið með all góðan vélakost, allt mjög snyrtilegt úti sem inni. Hjónin voru með ferðaþjónustu áður en þau fóru út í lífrænu grænmetisræktina og kunna vel að taka á móti gestum. Þar á bæ var okkur, 30 manns, boðið í kaffi og kökur inni í rúmgóðum stofum, og bóndinn fræddi okkur um búskapinn með aðstoð túlks. Þau hjón höfðu verið saman á bændaskóla á yngri árum en þar var lífrænn landbúnaður ekki á námsskrá. Hann sagði að þau ættu einum ráðunaut mikið að þakka, konu á þeirra aldri, sem hefði sýnt málinu áhuga, útvegað þeim lesefni og leiðbeint fyrstu árin. Ráðunauturinn var að sjálfsögðu með okkur í stofunni og var afskaplega notalegt að sitja þarna með þessu ágæta og áhugasama fólki og skoða síðan ræktunina. Nú erum við hjónin beðin að koma á hverju ári í gamla bændaskólann okkar og flytja erindi til að deila reynsluþekkingu okkar með ungum bændaefnum og það þykir okkur mikill heiður, sagði þessi framtakssami bóndi að lokum. Helgi Sigurðsson dýralæknir Hestar þola ótrúlega vel vatnsskort mest hætta á hrossasótt ef hestar drekka mjög kalt vatn Einnig þakog veggstál á góðu verði Stálgrindahús. Margar gerðir, hagstætt verð. H. Hauksson ehf Suðurlandsbraut 48 Sími: Fax: Það kom fram í fréttum RÚV í síðustu viku að menn óttuðust að hross fengju hrossasótt vegna þurrkanna og vatnsleysisins sem þeim fylgdu. Mjög mörg hrossahólf á Suðurlandi eru orðin eða eru að verða alveg vatnslaus. Fengju hrossin ekki nægt vatn gætu þau hreinlega stíflast og fengið hrossasótt, sagði viðmælandi RÚV. Helgi Sigurðsson dýralæknir, sem í áratugi hefur fengist við hrossalækningar, segir að hann telji litlar líkur á hrossasótt af völdum vatnsleysis. Hann segir að íslenski hesturinn þoli ótrúlega vel vatnsleysi og þegar vatn skorti dragi hesturinn úr þurrefnisinntaki. Hann segist oft sjá þetta í hesthúsum þegar brynningartæki bili. Menn sjái það ekki strax en taki eftir því að hestar hætti að éta og kalli þá á dýralækni. Hestar geti þolað þetta dögum saman en undir eðlilegum kringumstæðum þurfi þeir að fá tíu lítra af vatni á dag. Auðvitað geti hestar stíflast ef vatn skorti en þeir þoli vatnsskort í töluverðan tíma og það komi fyrst og fremst niður á átinu. Hrossasótt orsakast hins vegar oftast nær af því að hestar drekka mikið magn af ísköldu vatni. Helgi segir að auðvitað sé það grundvallaratriði að hestar hafi nóg vatn en það sé staðreynd að skurðir og vatnsból hafi mjög víða þornað upp í þurrkunum í sumar. Það sé því augljóst að menn verði að gera ráðstafanir, t.d. með vatn í tunnum eða öðrum ílátum í hestahólfum þar sem vatnsból hafa þornað upp. Hann bendir á að hestarnir fái alltaf einhvern raka af náttfalli og dalalæðu þannig að þeir fái alltaf einhverja vætu en kannski tæplega nóga og þess vegna þurffi að fylgjast vel með þeim. S.dór

27 27 Kjarnfóður allt að 50% dýrara hér á landi en í Færeyjum Kjarnfóður hækkaði um 5% í verði hér á landi í síðustu viku bæði hjá Fóðurblöndunni og Líflandi. Í kjölfar þess fékk Landssamband kúabænda kjarnfóðurverðlista frá Meginfélagi Búnaðarmanna í Færeyjum, en félagið rekur mjólkursamlagið og kjarnfóðursöluna í landinu. Verðlistinn var gefinn út 14. ágúst sl. og m.v. gengi dönsku krónunnar þessa stundina (12,20) er verð á algengri blöndu með 18,5% próteini 28,55 ísk/kg. Á vef Landssamabands kúabænda segir síðan:,,munur á verði hér og þar er gríðarlegur, um og yfir 50%. Hluti af skýringunni er að hér er ennþá er notað fiskimjöl sem próteingjafa, spurningin er bara hvort það er ekki orðið allt of dýrt til að nota í kúafóður. Í rauninni eru engar málefnalegar forsendur til þess að verð á kjarnfóðri geti ekki verið það sama í báðum þessum löndum. Siglingaleiðin til Íslands er aðeins lengri en á móti kemur að íslenski markaðurinn er margfalt stærri en sá færeyski. Verðhækkun á kjarnfóðri í Evrópu Þórir Haraldsson, framkvæmdastjóri Líflands, sem er annað af tveimur stærstu fyrirtækjunum í innflutningi kjarnfóðurs, sagði að ástæðurnar fyrir þessari 5% hækkun á kjarnfóðri væri hækkun á hveiti í Evrópu og veruleg hækkun á farmgjöldum. Hann var spurður hvernig stæði á þeim mikla verðmun á kjarnfóðri sem er hér á landi og í Færeyjum og nefndi hann sem dæmi hátt verð á fiskimjöli sem er aðal próteingjafinn í kjarnfóðrinu hér á landi. Auk þess sagði Þórir að ómögulegt væri að bera saman verð nema vita hvaða efni væru í fóðurblöndunum. Hann var spurður hvort ekki væri hægt að nota annað próteinefni í kjarnfóðrið en fiskimjöl. Sagði hann það vera en það gæfi ekki sama árangur og fiskimjölið sem ætti stóran þátt í gæðum íslensku mjólkurinnar. Mikið prótein er í sojamjöli en það eru önnur prótein en í fiskimjölinu Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, sagði að í vor er leið hafi Fóðurblandan byrjað að bjóða upp á fóðurblöndurnar DK-16 og DK-20 sem eru með annars vegar 16% prótein og hins vegar 20% prótein og eru án fiskimjöls. Hann segir að verð á þeim hafi verið um 30 krónur kg eða svipað og Nýr landsráðunautur í bútækni: Unnsteinn S. Snorrason, b ú f r æ ð i kandidat, frá Syðstu-Fossum í Borgarfirði, hóf störf sem ráðunautur í bútækni hjá Byggingaþjónustu BÍ 1. júlí sl. Unnsteinn er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyrir og kandidatspróf í búvísindum frá Landbúnaðarháskóla Íslands Hóf meistaranám við sama skóla Var í hlutastarfi hjá BÍ frá mars 2007, samhliða meistaranámi, sem hann lýkur í næsta mánuði. Nýir landsráðunautar í nautgriparækt: Magnús B. Jónsson, prófessor við Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri mun taka við starfi nautgripar æ k t a r r á ð u nautar hjá Bændasamtökunum um næstu mánaðamót. Magnús verður og ekki jafn árangursrík. Hann nefndi sem dæmi kjarnfóðurblönduna sem kölluð er danska blandan en þar er allt fiskimjöl tekið út úr og þá er komin mun ódýrara kjarnfóður. Þetta hefur verið reynt hér og nokkrir bændur prófað þetta en flestir hætt við og snúið sér aftur að kjarnfóðrinu með fiskimjölinu.,,það eru nefnilega ekki öll epli eins, sagði Þórir. í hlutastarfi. Magnús þarf vart að kynna, en hann lauk dr. scient prófi í kynbótafræði frá NLH að Ási í Noregi 1969, við búfjárrannsóknir í Noregi til 1970 og nautgriparæktarráðunautur hjá Bssl til Allt frá þeim tíma hefur hann verið í forsvari fyrir skóla- og fræðslustarf landbúnaðarins á Hvanneyri. Gunnfríður E. Hreiðarsdóttir, frá Svertingsstöðum í Eyjafjarðarsveit, tekur einnig við starfi nautgriparæktarráðunautar ásamt Magnúsi um næstu mánaðamót. Hún verður í hlutastarfi fyrst um sinn. Gunnfríður er búfræðingur frá Bændaskólanum á Hvanneyri 1999, Kandidatspróf í búvísindum frá LbhÍ Meistarapróf frá Konunglega dýralækna- og landbúnaðarháskólanum í Kaupmannahöfn Doktorsnemi við LbhÍ frá Stundakennari við LbhÍ frá Fóðurtegund Söluverð Verð í ISK/kg Total mix 2,31 28,18 Ragna basis, bulk 2,34 28,55 Ragna basis, big bag 2,59 31,60 Thyra græs bulk 2,35 28,67 Thyra cellevægge 2,35 28,67 Thyra stivelse 2,35 28,67 MBM T Niklasen 2,35 28,67 Starfsmannabreytingar hjá Bændasamtökuunm S i g u r ð u r K r i s t j á n s son, búfræðikandidat frá Ketilstöðum á Tjörnesi, hefur störf á sviði n a u t g r i p a ræktar í næsta mánuði. Sigurður er búfræðingur frá Hvanneyri 1985, - prófi frá undirbúnings- og raungreinadeild Tækniskólans 1987 og búfræðikandidatsprófi frá Búvísindadeild Bændaskólans á Hvanneyri 1991, bóndi í Skuggahlíð í Norðfirði frá 1987 til 1999 og frá 1999 til 2006 vann hann við ættfræðigagnagrunn hjá Friðriki Skúlasyni ehf og ÍE. Við bjóðum Unnstein, Gunnfríði, Magnús og Sigurð velkominn í hópinn og væntum mikils af störfum þeirra fyrir bændur. Nautgriparæktarstörfum verður létt af Jóni Viðari, sem um árabil hefur sinnt búgreininni af stakri prýði jafnhliða starfi sauðfjárræktarráðunauts sem nú gefst aukið svigrúm til að sinna. verðið í Færeyjum og blöndurnar svipaðar og boðnar eru þar. Hann segir marga bændur hafa prófað þessar DK-blöndur og líkað mjög vel og noti þær enn. Það fari hins vegar eftir heyjum bænda hvort þessar blöndur eru heppilegar eða ekki. Fóðurblöndur með fiskimjöli hljóti alltaf að vera dýrastar enda fiskimjölið orðið fokdýrt. S.dór Starfsmaður í sérverkefnum: Sigurður Þór Guðmundsson, meistaranemi í jarðrækt við LbhÍ, mun starfa t í m a b u n d i ð hjá BÍ. Verkefni hans verða: endurskoðun á áburðarþörfum í túnrækt, endurskoðun á hugbúnaði til áburðaráætlanagerðar og skipulag, tækni og vinnuhagræðingu í fjárhúsum. Starfsmenn sem hverfa til annara starfa: Hallgrímur Sveinsson, búfræðikandidat og forritari, hætti störfum hjá BÍ 1. júlí sl. Hallgrímur fór til starfa hjá SKÝRR ehf. Sigurður Eiríksson, ráðunautur í rekstrarfræðum hætti störfum hjá Bændasamtökunum 15. ágúst s.l.. Hann fer til starfa hjá Maritech. Um leið og við þökkum Sigurði og Hallgrími samvinnu og góð kynni óskum við þeim velfarnaðar á nýjum starfsvettvangi. Suzuki King Quad 700 er fullvaxið fjórhjóladrifið fjórhjól. Tilbúið að takast á við allt sem þér dettur í hug, hvort sem er í leik eða stafi. V e r ð l æ k k u n Nú aðeins kr verð áður kr

28 28 Utan úr heimi Hlutur landbúnaðarins í hlýnun andrúmsloftsins Mikilvægasta framlag landbúnaðarins til að draga úr gróðurhúsalofttegundum í andrúmsloftinu er að nota ljóstillífunina til að breyta koltvísýringi loftsins í lífræn efnasambönd í jurtum og jarðvegi. Aðgerðir til að auka bindingu kolefnis í jarðvegi geta einnig haft fleiri jákvæð umhverfisáhrif og verið afar hagkvæm. Þessi binding getur verið mikilvægt framlag nú þegar brýnt er að vinna tíma á meðan leitað er að nýrri tækni til að takast á við losun gróðurhúsalofttegunda út í andrúmsloftið. Um 10% af losun gróðurhúsalofttegunda í Noregi stafa frá landbúnaði. Stærstu uppspretturnar eru metan frá jórturdýrum og búfjáráburði, hláturgas (N 2 O) frá búfjáráburði, tilbúnum áburði og ræktuðu mýrlendi og losun koltvísýrings frá ræktuðu landi. Framlag landbúnaðarins til að draga úr gróðurhúsalofttegundum getur verið: a) samdráttur eigin losunar, b) binding kolefnis í jarðvegi og lífmassa og c) framleiðsla lífmassa sem getur komið í stað olíu úr jörðu. Búfé og búfjáráburður er uppspretta um helmings heildarlosunar á metani í Noregi. Um 85% þess berast beint frá meltingarvegi jórturdýra. Þann hluta er unnt að minnka með breyttri fóðrun og nýtingu metans frá búfjáráburði sem orkugjafa. Jarðrækt leiðir almennt sagt til losunar á CO 2, bæði úr jarðvegi og uppskerunni. Af ráðum til að auka magn kolefnis í jarðvegi má nefna: * Ræktun nytjajurta sem binda kolefni í jarðvegi með miklu rótarkerfi og sem brotnar hægt niður. * Meiri ræktun á varanlegum túnum. * Minni jarðvinnslu og skemmri tíma með opinn svörð. * Endurheimt mýrlendis. Skógur getur minnkað koltvísýring í andrúmslofti með því að binda hann í lífmassa í náttúrunni, með framleiðslu líforku, sem nota má í stað orku úr jörðu, og með notkun á timbri sem byggingarefni. Hið síðastnefnda sparar orku og losun á CO 2 sem fylgir notkun á öðru byggingarefni, svo sem steinsteypu eða stáli. Skógurinn er stærsta auðlindin í líforkuframleiðslu í Noregi. Besta nýtingin fæst við beina brennslu á trjáviði við upphitun húsnæðis, hvort sem er í viðarofnum, miðstöðvarofnum eða fjarvarmaveitum. Þá getur trjáviður einnig orðið orkugjafi í svokallaðri annarrar kynslóðar líforkuvinnslu sem gæti átt mikla möguleika í framtíðinni. Framleiðsla á lífeldsneyti úr nytjajurtum í Noregi mun gerast í samkeppni við kornrækt og er því tæplega á dagskrá. Líforka frá búfjáráburði er fyrst og fremst aðferð til að draga úr losun á metani og skiptir því litlu máli sem orkugjafi. Nationen Kínverjar kaupa upp heilu skógana í Þýskalandi Þörf Kínverja fyrir timbur á sér lítil takmörk. Kínverjar eru stærstu innflytjendur í heimi á timbri og eftirspurn þeirra vex enn. Í Þýskalandi eru Kínverjar farnir að kaupa upp heilu skógana, á metverði. Þýskir skógareigendur fylgjast með þróuninni og þeim er ekki skemmt. Fyrir aðeins einu ári leit þetta allt vel út. Þýskir skógræktarmenn í Schleswig-Holstein greindu þá fjölmiðlum stoltir frá mjög aukinni eftirspurn eftir timbri. Markaðnum í Kína var lýst sem afar efnilegum, hagkerfi Kína færi stækkandi og sæktist eftir meira timbri. Einkum væri vaxandi eftirspurn eftir ljósu beyki sem Kínverjar notuðu í stað hitabeltistrjáa. Nú er bros Þjóðverjanna farið að stirðna. Kínverjar láta sér ekki nægja að stunda einföld timburviðskipti. Þess í stað eru kínversk fyrirtæki farin að kaupa heilu skógana í Þýskalandi. Nýlega eignaðist þannig kínverskt fyrirtæki 500 hektara skógarsvæði í Celle á metverði, að sögn dagblaða. Fyrir Kínverja voru þetta góð kaup þar sem tré á rót hafa hækkað upp í 40 evrur á rúmmetra, segir Hamburger Abendblatt. Söluráðgjafi í Ahrensburg, sem er bær í grennd við Hamborg, lýsir kaupgleði Kínverja sem yfirgengilegri. Söluráðgjafinn upplýsir að hann eigi í samningaviðræðum við Kínverja um kaup á stórum skógarsvæðum í Schleswig- Holstein, ekki langt frá dönsku landamærunum. Skógræktarsamtökin Schutzgemeinschaft Deutscher Wald fylgjast áhyggjufull með þessari þróun. Talsmaður þeirra, Friedrich Westerworth, segir þörf Kínverja fyrir timbur vera takmarkalausa. Landsbygdens Folk Greniskógar í Mið-Evrópu líða fyrir hita og þurrka Veðurfarsbreytingar eru þegar farnar að gera vart við sig í skógrækt í Mið-Evrópu. Víðfeðm svæði líða fyrir hita, þurrka og harðari ásókn skordýra. Verst verða greniskógarnir úti. Skógræktarmenn vilja rækta þolnari trjátegundir og mæla með meira blandaðri trjárækt. Skógar í Þýskalandi, Austurríki og Sviss hafa orðið fyrir töluverðum áföllum vegna afbrigðilegrar veðráttu á síðari árum. Fellibyljir, stórfelld úrkoma og langir þurrkakaflar hafa orðið æ algengari og valdið miklum skaða á skógum. Grenið er viðkvæmast því að það þolir illa löng hitatímabil. Á heitum og þurrum sumrum dregur úr myndun kvoðu í trjánum, en hún ver þau gegn skaðdýrum. Ef hlýnunin heldur áfram verður að skipta greninu út fyrir aðrar trjátegundir, segja sérfræðingarnir. Núverandi spár gera ráð fyrir að meðalhiti hækki um tvö stig næstu 30 árin. Ef það rætist, færast ræktunarbelti til þannig að víðáttumiklir Evrópuþingið hefur nýlega höggvið á hnút sem lengi hefur verið óleystur: hvaða hráefni má nota til framleiðslu á vodka? Hingað til hefur aðeins mátt framleiða vodka úr korni og kartöflum og lönd í vodkabeltinu svokallaða, Finnland, Svíþjóð, Eystrasaltslöndin og Pólland, hafa staðið vörð um þá skilgreiningu. Í vínframleiðslulöndum Mið- Evrópu telja menn hins vegar að leyfa eigi að nota vínber, ávexti og fleiri hráefni í framleiðsluna. Niðurstaðan varð sú að sjónarmið landa í vodkabeltinu lenti í minnihluta í atkvæðagreiðslu í þinginu með 429 atkvæðum á móti 246, en jafnframt var samþykkt að hráefni, sem notuð eru í hverju tilfelli, skuli gefin upp á merkingum á flöskunum. Vodka er framleitt með gerjun hráefnanna. Vínandinn sem myndast er eimaður frá og blandaður vatni og meðhöndlaður á sérstakan hátt í hverju landi, m.a. skógar lenda utan við nothæf ræktunarsvæði. Jafnvel þó að meðalhitinn hækki aðeins um eitt stig á Celsius flytjast skógarmörkin 200 km norður á bóginn eða 180 m hærra til fjalla. Felix Montecuccoli, fulltrúi hjá austurríska skógræktarsambandinu Land & Forst, hefur áhyggjur af því sem gerist í skógum Austurríkis ef veðurfar hlýnar. Hann leggur áherslu á að skógurinn dragi úr hlýnun andrúmsloftsins með því að binda koltvísýring og vatn. Það gerist þó því aðeins að skógurinn sé heilbrigður. Montecuccoli vill reyna nýjar trjátegundir til að auka streituþol trjánna. Sérfræðingar í skógrækt í Austurríki hafa fengið augastað á amerískum barrtrjám, m.a. douglasgreni og hávaxna strandgreninu sem bjargar sér á þurrum landsvæðum með djúpu rótarkerfi sínu. Þýskir sérfræðingar í skógrækt hafa einnig áhyggjur af ástandi greniskóganna. Á fundi sem boðaður var með litlum fyrirvara á Evrópuþingið útvíkkar hugtakið vodki með íblöndun aukaefna. Vo d k a l ö n d i n Pólland, Svíþjóð, Finnland, Eistland, Lettland og Litháen telja að einungis megi nota korn og kartöflur í framleiðsluna, en sum einnig melassa (hrásykur). Deilur um hinn eina sanna vodka hafa lengi haldið uppteknum þrýstihópum á Evrópuþinginu, þingmönnum þess, vínframleiðendum og ríkisstjórnum. Samkomulagið í málinu er almennt talið ósigur fyrir löndin við Eystrasaltið. Vodkamarkaðurinn í heiminum veltir árlega um 12 milljörðum dollara. Neyslan er um 4,5 milljarðar lítra, þar af 57% í Rússlandi og 11% annars staðar í Evrópu. Áðurnefnd lönd kringum Eystrasaltið framleiða 70% og neyta 64% af vodka í ESB. Nafnið vodka má rekja til orðsins vatns á slavneskum tungumálum og framleiðslu hans má rekja aftur til 15. aldar í Rússlandi og Póllandi. Landsbygdens Folk vegum þýska umhverfisráðuneytisins var rætt um möguleika á að finna hentugar trjátegundir í stað grenisins. Engin einföld lausn er til á því en stungið var upp á að rækta eik eða beyki sem hafa meira hitaþol. Beykið hefur hins vegar ekki beinan vöxt og þolir illa lægri grunnvatnsstöðu og hvassviðri. Gian-Reto Walter, sem er líffræðingur við háskólann í Bayreuth, spáir miklum breytingum á dýralífi og flóru þýskra skóga á næstunni. Í Sviss hafa um 15 nýjar trjátegundir numið land á síðari árum. Það er aðeins spurning um tíma að pálmatré og skyldar trjátegundir fari að vaxa í Sviss eða Bæjaralandi í Þýskalandi, segir Walter. Annette Manzel, sem er líffræðingur við Tækniháskólann í München, hefur kynnt rannsókn á laufgun, blómgun og fræmyndun trjáa í Mið-Evrópu. Þar kemur fram að þessir þættir í þroska trjánna eru nú um tveimur vikum fyrr á ferð en fyrir 30 árum. Landsbygdens Folk Ný mjólkurafurð vinnur gegn magasári Kúabændur í suðvestanverðri upp og gefur frá sér mótefni næstu átakið mun hefjast í Japan, en þar Ástralíu hafa verið beðnir um að taka þátt í verkefni sem gengur út á að þróa mjólkurafurð sem vinnur gegn magasári. Það er líftæknifyrirtækið Agri-Bioteck sem stendur fyrir þessu verkefni. Nánar tiltekið er hugmyndin sú að framleiða mjólk sem myndar vörn gegn bakteríunni Helicobacter pylori, en hún eykur á myndun saltsýru sem aftur dregur úr mótstöðuafli slímhimnu magans, en báðir þessir fjórar vikurnar. Í framhaldi af því fer svo kýrin sjálf að framleiða mjólk með mótefninu. Unnt er að nota mjólkina við framleiðslu margs konar mjólkurvara. Regluleg neysla þeirra gefur vörn gegn Helicobacter og að einhverju leyti einnig gegn magakrabba. Markaðsfærslan mun fara fram í samstarfi við japanskt-kínverskt fyrirtæki að nafni Papi-Milk og er eftirspurn eftir hollustuefnum hvað mest. Agri-Bioteck er einnig með annað rannsóknarverkefni í gangi, sem er áhugavert fyrir mjólkuriðnaðinn, en það er að framleiða efni sem eykur geymsluþol hrámjólkur. Ef það tekst verður unnt að flytja hrámjólk lengri leið en hingað til án kælingar, en einnig yrði þá unnt að framleiða matvæli úr ógerilsneyddri mjólk. Landsbyggdens Folk þættir auka áhættu á magasári. Þá eru miklar líkur á að þessi baktería valdi fleiri magasjúkdómum, svo sem magakrabbameini. Alþjóðah eilbrigðisstofnunin, WHO, setur Helicobacter í flokk með reykingum sem orsök krabbameins. Agri-Bioteck hyggst setja þessa súpermjólk sína, sem nefnd er Papi- Milk, á markað þegar eftir tvö ár. Nýr landbúnaðarráðherra Breta er jurtaæta Breska ríkisstjórnin var endurskipuð eftir að Gordon Brown tók við af Tony Blair sem forsætisráðherra. Nýr landbúnaðar- og umhverfisráðherra er Hilary Benn, en hann var áður ráðherra alþjóðlegra þróunarmála. Hilary Benn hefur verið jurtaæta (vegetarian) í 35 ár og það hefur valdið breskum búfjárræktarmönnum nokkrum áhyggjum. Þar að Eftir margra ára rannsóknarvinnu auki er tenging hans við dreifbýlið lítil og hann hefur enga reynslu hóf fyrirtækið framleiðslu á nýju afurðinni í júnímánuði sl. á kúabúi í Vestur-Ástralíu. Fleiri kúabú hafa beðið um að fá að vera með í tilrauninni. Aðferðin er í því fólgin að koma fyrir hylki í vöðva kýrinnar nálægt af bústörfum. Valið á honum til að gegna stöðu landbúnaðarráðherra hefur því vakið blendnar tilfinningar meðal breskra bænda. Í fréttatilkynningu frá samtökum breskra bænda, NFU, bauð framkvæmdastjóri þeirra, Peter Kendall, nýja ráðherrann velkominn til starfa á glaðlegan hátt og bar fram vonir og óskir um að samstarf samtakanna og landbúnaðarráðuneytisins verði gott og frjótt. Landsbygdens Folk júgrinu. Hylkið leysist algjörlega

29 29 Mjólkurtankar ó kar Tryggja bestu mjólkurgæðin Lokaðir DeLaval mjólkurtankar Stærðir lítra til lítra. Tankarnir eru fáanlegir með elementi til að hita upp þvottavatnið. Þá er hægt að tengja við allar gerðir mjaltakerfa eða mjaltaróbóta. Tryggðu gæðin, veldu rétt! T200 þvottavélin með eða án sjálfvirkra sápuskammtara fullnægir öllum kröfum um hágæða þvott og tryggir um leið bestu mjólkurgæðin. Krókhálsi 16, Reykjavík - Gleráreyrar 2, Akureyri - Sími

30 30 Á markaði Hræringar á heimsmarkaði með mjólkurvörur Það sem af er þessu ári hafa verið mjög miklar hræringar á heimsmarkaði með mjólkurvörur, sem einkennast af gríðarlegum hækkunum á afurðum, eins og sjá má á meðfylgjandi línuriti sem nær til viku 33 ( ágúst sl.). Smjörið er þar hástökkvarinn en verðið á því hefur nærri því þrefaldast síðan um áramót, farið úr 2100 dollurum/tonn í allt að US$/tonn 6000 dollara. Mjólkurduft hefur hækkað um 71%, farið úr 3100 dollurum/tonn í 5300 og tonnið af undanrennudufti hefur hækkað um ríflega 2/3 úr 3150 dollurum í 5300 bandaríkjadali. Þess ber að geta viðskipti milli landa með mjólkurvörur eru ekki stór hluti af framleiðslunni. Í heild er talið að um 8% af heimsframleiðslu á mjólk sé flutt milli landa. Þróun heimsmarkaðsverð ýmissa mjólkurafurða á árinu 2007 Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir júní 2007 Misjafnt er þó milli vöruflokka hversu hátt þetta hlutfall er, í framangreindum vöruflokkum er það talsvert hærra, t.d. gengur allt að fjórðungur heimsframleiðslunnar af dufti kaupum og sölum milli landa. Hlutfall ferskvörunnar er eðli máls samkvæmt mun lægra. Ástæður þessara gríðarlegu hækkana eru margþættar. Þessi markaður er líkt og aðrir slíkir jún.07 apr.07 júl.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 jún.07 jún.07 júní 06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,6 20,9 20,5 27,6% Hrossakjöt ,6-16,9 13,9 3,4% Kindakjöt * ,0-83,1-1,0 33,0% Nautgripakjöt ,7 6,1 4,9 13,0% Svínakjöt ,6 4,6 10,6 23,0% Samtals kjöt ,4 9,6 8,2 Mjólk ,9% 7,3% 9,4% Sala innanlands Alifuglakjöt ,0 19,8 13,8 28,9% Hrossakjöt ,4-12,8 18,1 2,9% Kindakjöt ,7 9,2-4,5 29,4% Nautgripakjöt ,2 8,0 4,8 14,0% Svínakjöt ,7 4,7 10,7 24,8% Samtals kjöt ,6 10,3 6,0 Mjólk á fitugrunni ,9 3,9 4,0 Mjólk á próteingrunni ,9 0,4 1,0 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir júlí 2007 júl.07 maí.07 ágú.06 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2007 júl.07 júl.07 júlí 06 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,8 26,6 21,5 28,0% Hrossakjöt ,8-19,9 11,6 3,3% Kindakjöt * ,8 5,1-0,9 32,7% Nautgripakjöt ,8 11,0 6,7 12,9% Svínakjöt ,6 4,7 10,8 23,0% Samtals kjöt ,8 13,7 8,8 Mjólk ,8% 6,9% 9,4% Sala innanlands Vikur ársins 2007 Alifuglakjöt ,4 22,7 15,8 29,3% Hrossakjöt ,4-17,1 13,2 2,8% Kindakjöt ,5 6,3-2,6 29,1% Nautgripakjöt ,1 8,9 6,4 13,9% Svínakjöt ,2 6,3 11,2 24,8% Samtals kjöt ,7 10,7 7,4 Mjólk á fitugrunni ,0 3,9 4,7 Mjólk á próteingrunni ,6 1,2 1,8 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. mjög viðkvæmur fyrir breytingum í framboði og eftirspurn. Þurrkar í Ástralíu og flóð í Suður-Ameríku hafa haft neikvæð áhrif á mjólkurframleiðsluna í þessum löndum, en þessi landssvæði ásamt Nýja- Sjálandi í hópi stærstu persóna og leikenda á heimsmarkaði með mjólkurvörur. Þá er ört vaxandi markaður fyrir mjólkurafurðir í Kína og öðrum löndum SA-Asíu. Nýlega lét einn af ráðamönnum í þessu fólksflesta landi jarðar hafa eftir sér, að hann ætti þann draum að hver landsmaður gæti neytt sem svarar hálfum lítra mjólkur á dag. Til að sá draumur rætist þarf hvorki meira né minna en 650 milljónir lítra á hverjum degi, sem eru rúmlega 40% af núverandi heimsframleiðslu! Kýr heimsbyggðarinnar framleiða um 1,5 milljarða lítra mjólkur á dag. Ótalin er sú ástæða til samdráttar í Evrópu að þar hafa bændur árum saman búið við afar lágt verð á mjólk sem svarar vart framleiðslukostnaði. Sérstaklega hefur ástandið verið erfitt í Bretlandi, enda hefur verðið verið hvað lægst þar. Það hefur leitt til þess að fjárfestingar og viðhald framleiðsluaðstöðu hefur þar verið í algeru lágmarki. Í raun eru aðeins tvö lönd í Evrópu þar sem verulega hefur verið fjárfest í fjósbyggingum á síðustu árum, Danmörk og Holland. Stórmarkaðir í Bretlandi eru nú að finna fyrir afleiðingum þess að verð á mjólk til bænda hefur verið pínt niður fyrir öll velsæmismörk, með þeim afleiðingum að framleiðslan dregst saman og verðið rýkur upp. Þá hefur veðurfar í sumar ekki Alþjóða hveitiráðið, IGC, hefur lækkað spá sína um hveitiuppskeru í ESB í ár um 2,9 milljónir tonna frá síðasta mánuði. Ástæða þess er mikil úrkoma og kalt veður í Mið- og Norður-Evrópu og miklir hitar í suðaustanverðri álfunni. Markaðsfræðingar IGC í London áætla nú að hveitiuppskeran í ESB í ár verði 126,7 milljón tonn, en það er hins vegar 1,5 milljón tonnum eða 1,2% meira en á sl. ári. Árið 2004 var aftur uppskeran í öllum löndum ESB, 27 talsins, alls 133,8 milljón tonn. Verulega minni uppskeru er vænst í ár í Frakklandi, Búlgaríu og Rúmeníu, en Þýskaland og Bretland mega einnig draga úr væntingum sínum. Land Útflutningur á mjólkurafurðum 2006, í milljónum tonna af mjólk Nýja-Sjáland 13,5 ESB-25 13,2 Ástralía 4,8 Bandaríkin 3,5 hjálpað upp á sakirnar. Ástandið bitnar þó langsamlega harðast á samlögunum, sem flest eru hlutafélög, þar sem þau eru bundin af samningum við stórmarkaði með verð á afurðum sem er langt frá því að endurspegla síhækkandi verð á mjólkinni. Verð á mjólk til bænda hefur því hækkað verulega síðustu misseri. Fonterra á Nýja-Sjálandi gaf í júní sl. út lágmarksverð fyrir nýhafið framleiðslutímabil þar syðra. Verðhækkun milli ára þar var 27% milli ára. Verð Arla Foods til danskra kúabænda hefur hækkað nokkrum sinnum að undanförnu, m.a. vegna hótana þeirra um að flytja mjólkina til Þýskalands þar sem verðið er hærra. Hefur það á skömmum tíma hækkað um 22,8 aura danska (2,80 kr) eða 10,75%. Forstjóri eins samlagsins í Bretlandi lét nýlega hafa eftir sér í blaðaviðtali að hann byggist við því að verð til bænda næði 30 pensum (39,90 kr) á lítra í árslok, sem er 50% hækkun frá því sem nú er. Arla í Bretlandi tilkynnti í dag (21. ágúst) að það hækkaði verðið sem mun gilda frá 1. október n.k. í 25 pens/lítra (33,25 kr) Í Þýskalandi er búist við því að verðið nái hámarki í nóvember n.k. og verði þá 40 evrusent/lítra, miðað við núverandi gengi er það rúmlega 36 krónur. Lágmarksverð mjólkur hér á landi er í dag 48,64 kr/lítra. bhb Hveitiuppskera í ESB í ár minni en áður var áætlað Innflutningur kjöts janúar-júní 2007 Nautakjöt Alifuglakjöt Svínakjöt Aðrar kjötvörur af áðurtöldu Samtals Einnig samdráttur á heimsvísu Nýjustu spár Alþjóða hveitiráðsins gera einnig ráð fyrir minni hveitiuppskeru í ár í heiminum. Í Kanada hafa rigningar víða truflað uppskerustörfin og af þeim sökum er spáin þar lækkuð um 500 þúsund tonn. Nú er áætlað að uppskeran verði 22,5 milljón tonn en á sl. ári, 2006, var hún 25,3 milljón tonn. Þá er spáin fyrir Indland og Kazakstan lækkuð um hálfa milljón tonn í hvoru landi, í 74,5 milljón tonn í Indlandi og 13 milljón tonn í Kazakstan. Þrátt fyrir þurrka í Kína áætlar Hveitiráðið að uppskera þar vaxi um 3 milljónir tonna og verði 105 milljón tonn. Samanlagt lækkar heimsspá Hveitiráðsins um uppskeru í ár úr 700 milljón tonnum í 613,7 milljón tonn (af hveiti). Það er þó aukning um 23,1 milljón tonna frá uppskerunni á sl. ári, 2006, þegar uppskeran var aðeins 590,6 milljón tonn. Áætlanir um samanlagða uppskeru allra korntegunda í heiminum í ár eru upp á milljón tonn, einkum vegna metuppskeru af maís. Heildar kornuppskera í ESB er áætluð 250 milljón tonn, eða 20 milljón tonnum minni en Hveitiráðið áætlaði áður. Heildarbirgðir korns í lok þessa uppskeruárs eru áætlaðar 241 milljón tonn sem er 16 milljón tonnum minna en fyrir ári. Heildareftirspurn eftir korni á yfirstandandi uppskeruári er áætluð milljón tonn sem er nokkru meiri en áætluð framleiðsla, (1658 milljón tonn). Það mun halda verðinu uppi. Landsbygdens Folk

31 31 Bílskúra- og iðnaðarhurðir Landsmarkaskrá Landsmarkaskrá 2004 er rúmar 500 bls. og bundin í vandað band. Í skránni eru öll búfjármörk í landinu, þar með öll skráð frostmörk hrossa í fyrsta skipti. Þar eru, auk bæjar- og staðarskrár, bæði nafna- og bæjarnúmeraskrár þar sem tilgreint er hvaða litir eiga að vera á plötumerkjum. Með fylgir viðauki Landsmarkaskráin fæst á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í Bændahöllinni við Hagatorg, sími tölvupóstur: Verð kr Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: GELDSTAÐAN SKIPTIR MALI! DRY COW NORA Nordisk Atlantsamarbejde VERKEFNASTYRKIR 2007 NORA auglýsir hér með eftir umsóknum um styrki til samstarfsverkefna á milli Íslands og hinna NORA-landanna, þ.e. Grænlands, Færeyja og Noregs. Sækja má um styrki til verkefna sem falla undir eftirtalin meginsvið NORA: Auðlindir sjávar Verkefni sem stuðla á sjálfbæran hátt að nýtingu auðlinda sjávar, eldi sjávardýra og sjávarvöruframleiðslu til manneldis og tengdra greina. Ferðamál Verkefni sem stuðla að sjálfbærri þróun náttúru- og menningartengdrar ferðaþjónustu í löndunum. Upplýsingatækni Verkefni sem stuðla að hagnýtingu upplýsingatækni á svæðinu. Annað svæðasamstarf, samgöngur og sjálfbærni Verkefni sem efla fámenn byggðarlög í löndunum, samgöngur og sjálfbæra þróun. Styrkir NORA eru helst veittir fyrirtækjum, einum sér eða í samstarfi við rannsóknar- og þróunarstofnanir og eru veittir til að koma á tengslanetum, til rannsóknatengdra forverkefna og aðalverkefna t.d. innan Norðurslóðaáætlunar ESB (NPP). Frá árinu 2007 styrkir NPP verkefni á sviði nýsköpunar og samkeppni, ásamt sjálfbærni náttúru- og samfélagsauðlinda. Umsóknir sem fela í sér samstarf við fyrirtæki og stofnanir í norðanverðu Skotlandi og á austurströnd Kanada eru eftirsóknarverðar. Styrki er lengst unnt að veita til 3ja ára og aðeins sem hluti af heildarfjármögnun verkefnis (hámark 50%), gegn mótframlagi viðkomandi aðila. Umsóknir skula fela í sér samstarf á milli a.m.k. tveggja NORA-landa. Umsóknareyðublaðið má finna á heimasíðu NORA, www. nora.fo og útfyllist á dönsku, norsku eða sænsku og skilist í tölvutæku formi til: NORA, NORDISK ATLANTSAMARBEJDE Bryggjubakki 12 Box 259 FO-110 Tórshavn Sími: Fax: Umsóknir skulu berast NORA í síðasta lagi 5. október Frekari upplýsingar veitir Sigríður K. Þorgrímsdóttir, Byggðastofnun, Ártorgi 1, 550 Sauðárkróki, sími , netfang Jafnframt er að finna upplýsingar á heimasíðu Byggðastofnunar,

32 32 Líf og starf NKVet ráðstefna í Damörku 24. og 25. september Hvenær er nóg komið af velferð dýra? NKVet, Nordisk Kontaktorgan for Veterinærmedisinsk Forskningssamarbeid var stofnað 1977 og heldur reglulega ráðstefnur um margvísleg dýralæknisfræðileg málefni. NKVet fær styrk frá Nordisk Kontaktorgan for Jordbruksforskning (NKJ) sem er styrkt af Norrænu ráðherranefndinni. Síðasta ráðstefna sem var sú 20. var haldin í Reykjavík í mars síðastliðnum. Þar var fjallað um andvana burð og fósturdauða hjá húsdýrum. Fyrirlesarar voru frá öllum Norðurlöndum, Bretlandi og Bandaríkjunum. Þátttakendur voru milli 50 og 60 dýralæknar og búvísindamenn sem voru mjög ánægðir með fyrirlestrana og efnistökin. Næsta ráðstefna verður haldin í Danmörku í KolleKolle Conference Hotel í Værløse 24. og 25. september n.k. titill hennar er: The Role of the Veterinarian in Animal Welfare: Animal welfare: too much or too little? (Velferð dýra og hlutverk dýralækna: Velferð dýra: of mikið eða of lítið?) Daginn áður halda dýralæknafélgin á Norðurlöndum umræðufund á sama stað um siðfræði í gæludýrahaldi í tilefni af 30 ár afmæli NKVet. Ráðstefnan og fundurinn er öllum opinn. www. ddd.dk/nkvet2007 Í huga margra dýralækna og annarra sem annast dýr er velferð dýra tengd heilbrigði þeirra; dýrinu líður vel ef það er heilbrigt. Undanfarin 40 ár hafa atferlisfræðingar hvað eftir annað sýnt fram á að þegar slæmt heilsufar veldur vanlíðan er ekki þar með sagt að góðu heilsufari fylgi alltaf vellíðan. Velferð er fleira en góð heilsa. Fjöldi rannsókna hefur sýnt að þrátt fyrir margra kynslóða ræktun er hegðunarmunstur ræktaðs búfjár eins og hjá villtum forfeðrum þess. Holdakjúklingur baðar sig í ryki eins og skógarhæna og háræktuðustu hrossakyn hafa sama félagslega mynstur og Przwalski villihesturinn. Þetta eru aðeins tvö dæmi af HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Í þetta sinn hitt og þetta smálegt. Vonandi gekk heyskapur vel þrátt fyrir mikla þurrka og minni hey á sumum svæðum, en vonandi eiga menn góðan seinni slátt. Nú er að koma sá tími að skynsamlegt er að næturhýsa kýrnar til að slá á hausthækkun frumutölu í mjólkinni, enda standa kýr ekki á beit eftir að dimmt er orðið á kvöldin svo það er enginn ávinningur að hafa þær úti um nætur á síðsumar- og haustmánuðum. Það gladdi mig vissulega þegar ég ók um svæðið hér fyrir norðan að sjá að fleiri bændur en í fyrra raða nú heyrúllum og stórböggum snyrtilega og með skipulegum hætti þannig að snyrtilegheitin eru höfð í öndvegi. Þá er ljóst orðið núna að margir mjólkurbændur láta magn ráða fremur en gæði ef marka má frumutöluþróun á landinu, hún er að vísu svipuð árinu á undan sem var ekkert til að hrópa húrra fyrir, e.t.v. erum við að verða svo vanir bættum gæðum að við búumst ekki við neinu öðru. Þurfa kýrnar að fara út á sumrin eða er í lagi að hafa þær innandyra allan ársins hring, er ein þeirra spurninga sem menn velta fyrir sér þessi misserin og varða velferð dýra. mörgum. Þess vegna er mikilvægt að tryggja húsdýrunum aðstæður til að fylgja eðli sínu eins og kostur er Hvað varðar sumarið a.m.k. hér norðan- og austanlands þá hefur notkun sólvarnarkrems á spena verið mikil og fram eftir öllu sumri sem er að ég held of mikil varúðarsemi, nægjanlegt á að vera í langflestum tilfellum og með flestar kýr að nota sólvarnarkrem frá því 3-4 dögum áður en kýr fara út og í 3-4 vikur þar á eftir ef sólríkt er. Eftir það ætti ekki að vera hætta á sólbrunnum spenum. Notkun júgurfeiti er einnig mikil á svæðinu hér og sér í lagi camillufeitinnar Dr. Kellers melkfet sem hefur hefur hreinlega þotið upp vinsældarlistann og ánægjulegt er að geta skýrt frá því að þetta undrasmyrsl hefur í vaxandi mæli verið að gera það gott fyrir mannfólkið því þeim hefur fjölgað ótrúlega exem- og psoriasissjúklingunum sem telja sig hafa haft gagn af feitinni til að slá á kláða og mýkja upp fleiður og útbrot. Þá virðist feitin, að sögn margra mæðra barna með exem, geta hjálpað við að slá á einkenni og draga úr kláða vegna barnaexems. Áður hefur verið fjallað um þessa feiti í Heyrt í sveitinni, pistillinn er til á heimasíðunni nordurmjolk.is, Bændavef, pistill nr. 11. auk þess að éta, drekka, skíta, míga og hvílast. Þar hefst ágreiningurinn. Hvað er dýrunum nauðsynleg hegðun og hvað ekki? Annars vegar eru það eigendur eða framleiðendur sem þurfa að hýsa og annst um dýrin þannig að framleiðslan sé sem hagkvæmust og hins vegar er það dýraverndarfólk og rettindagæslufólk dýranna sem er andvígt allri rányrkju á dýrum. Í þessu eins og flestu öðru er meðalvegurinn einhvers staðar á milli þessarra öfga. Húsdýrin þurfa eins og mannfólkið einhverja málamiðlun. Fyrir reglulega fóðrun, vatn, skjól og heilbrigðisþjónustu þurfa þau að fórna nokkru af frelsinu. Hvað við getum þrengt að þeim með góðri samvisku er umdeilanlegt. Dýralæknar eru í lykilhlutverki í þessum ágreiningi vegna þekkingar á báðum hliðum málsins. Starfandi dýralæknar og eftirlitsdýralæknar eru reglulega nálægt dýrum, á dýralæknastofum eða úti á búum við lækningar, í fyrirbyggjandi aðgerðum eða að fylgjast með að reglunum sé fylgt. Dýralæknar hafa því (eða eiga að hafa) þá þekkingu sem gerir þeim kleift að dæma um velferð sjúklingsins eða dýrsins. Almenningur mun láta sig varða velferð dýra í auknum mæli í framtíðinni. Samtímis berjast atferlisfræðingar við það erfiða verkefni að mæla hamingju dýranna. Jafnframt hafa verið þróuð vöktunarkerfi fyrir velferð dýra í mörgum löndum. Það er mikilvæg spurning í þessari gerjun hvernig dýralæknastéttin getur undirbúið sig sem best á þessu sviði, bæði í námi og símenntun. Frjálslega endursagt eftir Jan Ladewig: Þorsteinn Ólafsson dýralæknir Fjárréttir haustið 2007 Réttir Auðkúlurétt við Svínavatn, A.-Hún. Áfangagilsrétt á Landmannaafrétti, Rang. Baldursheimsrétt í Mývatnssveit, S.-Þing. Brekkurétt í Norðurárdal, Mýr. Fellsendarétt í Miðdölum Flekkudalsrétt á Fellsströnd, Dal. Fljótshlíðarrétt í Fljótshlíð, Rang. Fljótstungurétt í Hvítársíðu, Mýr. Fossrétt á Síðu, V.-Skaft. Fossvallarétt v/lækjarbotna, (Rvík/Kóp) Gillastaðarétt í Laxárdal, Dal. Grímsstaðarétt á Mýrum, Mýr. Hamarsrétt á Vatnsnesi, V.-Hún. Heiðarbæjarrétt í Þingvallasveit, Árn. Hítardalsrétt í Hítardal, Mýr. Hlíðarrétt í Bólstaðarhl.hr. A.-Hún. Hlíðarrétt í Mývatnssveit, S.-Þing Holtsrétt í Fljótum, Skag. Hólmarétt í Hörðudal Hraðastaðarétt í Mosfellsdal Hraunsrétt í Aðaldal, S.-Þing. Hrunaréttir í Hrunamannahr., Árn. Hrútatungurétt í Hrútafirði, V.-Hún. Húsmúlarétt v/kolviðarhól, Árn. Illugastaðarétt í Fnjóskadal S.-Þing. Kaldárbakkarétt í Kolb., Hnapp. Kirkjufellsrétt í Haukadal, Dal. Kjósarrétt í Árneshreppi, Strand. Kjósarrétt í Hækingsdal, Kjós. Klausturhólarétt í Grímsnesi, Árn. Laufskálarétt í Hjaltadal, Skagafirði Ljárskógarétt í Laxárdal, Dal. Lokastaðarétt í Fnjóskadal, S.-Þing. Melarétt í Árneshreppi, Strand. Melarétt í Fljótsdal, N.-Múl. Miðfjarðarrétt í Miðfirði, V.-Hún. Múlarétt í Saurbæ, Dal. Mýrdalsrétt í Hnappadal Mælifellsrétt í Skagafirði Möðruvallarétt í Eyjafjarðarsveit Núparétt á Melasveit, Borg. Oddsstaðarétt í Lundarreykjadal, Borg. Rauðsgilsrétt í Hálsasveit, Borg. Reyðarvatnsréttir á Rangárvöllum Reykjaréttir á Skeiðum, Árn. Reynisrétt undir Akrafjalli, Borg. Selflatarrétt í Grafningi, Árn. Selnesrétt á Skaga, Skag. Selvogsrétt í Selvogi Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. Skaftárrétt í Skaftárhr., V.-Skaft. Skaftártungurétt í Skaftártungu, V.-Skaft. Skaftholtsréttir í Gnúpverjahreppi, Árn. Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. Skarðsrétt á Skarðsströnd, Dal. Skarðsrétt í Bjarnarfirði, Strand. Skerðingsstaðarétt í Hvammsveit, Dal. Skrapatungurétt í Vindhælishr., A.-Hún. Staðarbakkarétt í Öxnadal, Eyf. Staðarrétt í Skagafirði Stafnsrétt í Svartárdal, A.-Hún. Svarthamarsrétt á Hvalfjarðarströnd, Borg. Svignaskarðsrétt, Svignaskarði, Mýr. Tungnaréttir í Biskupstungum Tungurétt í Svarfaðardal Undirfellsrétt í Vatnsdal, A.-Hún. Valdarásrétt í Víðidal, V.-Hún. Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. Þorvaldsdalsrétt í Eyjafirði Þórkötlustaðarétt í Grindavík Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. Þverárrétt í Þverárhlíð, Mýr. Þverárrétt í Öxnadal, Eyf. Ölfusréttir í Ölfusi, Árn. Dagsetningar laugardag 8. sept. fimmtudag 20. sept. sunnudag 26. ágúst sunnudag 16. sept. sunnudag 16. sept. laugardag 15. sept. þriðjudag 18. sept. og sunnudag 23. sept. laugardag 8. sept. föstudag 7. sept. sunnudag 16. sept. sunnudag 16. sept. þriðjudag 18. sept. laugardag 15. sept. laugardag 15. sept. mánudag 17. sept. sunnudag 16. sept. sunnudag 26. ágúst laugardag 8. sept. sunnudag 30. sept. sunnudag 16. sept. sunnudag 9. sept. föstudag 14. sept. laugardag 8. sept. laugardag 15. sept. sunnudag 2. sept. sunnudag 9. sept. laugardag 15. sept. laugardag 15. sept. sunnudag 16. sept. miðvikudag 12. sept. sunnudag 9. sept. laugardag 1. sept. sunnudag 9. sept. laugardag 8. sept. laugardag 23. sept. laugardag 22. sept. sunnudag 16. sept. þriðjudag 18. sept. laugardagur 8. sept. sunnudag 9. sept. sunnudag 9. sept. miðvikudag 12. sept. sunnudag 16. sept. laugardag 22. sept. laugardag 17. sept. laugardag 15. sept. mánudag 17. sept. laugardagur 8. sept. sunnudag 16. sept. mánudag 17. sept. laugardag 8. sept. laugardag 15. sept. föstudag 14. sept. laugardag 8. sept. laugardag 15. sept. laugardag 15. sept. sunnudag 17. sept. sunnudag 9. sept. sunnudag 16. sept. laugardag 8. sept. laugardag 8. sept. sunnudag 9. sept. mánudag 17. sept. laugardag 15. sept. sunnudag 9. sept. föstudag 7. sept. föstudag 7. sept. laugardag 8. sept. sunnudag 16. sept. sunnudag 16. sept. sunnudag 9. sept. laugardag 15. sept. mánudag 17. sept. sunnudag 9. sept. mánudag 17. sept. Nánari upplýsingar um réttir í Húnavatnssýslum og Skagafirði er að finna á og á Norðausturlandi á is og Stóðréttir haustið 2007 Réttir Tímasetning Skarðarétt í Gönguskörðum, Skag. laugardag 15. sept. kl Staðarrétt í Skagafirði. laugardag 15. sept. um kl. 16 Silfrastaðarétt í Blönduhlíð, Skag. sunnudag 16. sept. um kl. 16 Hlíðarrétt við Bólstaðarhlíð, A.-Hún. sunnudag 23. sept. kl. 13 Skrapatungurétt í A.-Hún. sunnudag 16. sept. kl Unadalsrétt, Skag. laugardag 6. okt. kl. 13 Laufskálarétt í Hjaltadal, Skag. laugardag 29. sept. kl. 13 Þverárrétt í Vesturhópi, V.-Hún. laugardag 29. sept. um kl. 13 Tungurétt í Svarfaðardal, Eyf. laugardag 6. okt. kl. 10 Víðidalstungurétt í Víðidal, V.-Hún. laugardag 6. okt. kl. 10 Melgerðismelarétt í Eyjafjarðarsveit laugardag 6. okt. kl. 11 Þverárrétt í Eyjafjarðarsveit sunnudag 7. okt. kl. 10

33 33 Til sölu ÚTSALA Grillo dumper 507 árg. 06 Iðnaðar og bílskúrshurðir beltavagn Verð frá 60,000 m/vsk. Notaður í 18 vst. Kemst í gegnum hurðargöt. Burðargeta 500 kg. Kubota diesel. Uppl. í síma Bíll til sölu Til sölu Toyota Corolla H/B Sol cc, beinsk. ekinn 45 þús./km. Mjög vel með farinn og reyklaus bíll einn eigandi. Verð kr. Uppl. í síma Ýmsar stærðir af lager. Einnig hurðir með smá útlitsgalla. Uppsetningar - þjónusta Varahlutir - Viðhald Hurðaþjónstan ás ehf Bæjarhraun Hafnarfjörður Sími Fax hurdir@hurdir.is Hausttilboð á ávinnsluherfum / slóðum Höfum til sölu ávinnsluherfi með góðum síðsumarsafslætti. Vinnslubreiddir frá 2,5 m - 6,0 m. Herfin fást bæði lyftutengd og dragtengd. Þessi herfi eru með tindum og veita því afar kröftuga ávinnslu. Mylja húsdýraáburðinn vel ofaní grasrótina. Rispa upp mosa. Flýta fyrir sprettu. Bæta verulega nýtingu á húsdýraáburði. Spara tilbúinn áburð. Nýtast vel í flögum. Upplýsingar í síma og á velar@emax.is HOLTSMÚLI EHF

34 34 Smábændur í stórborginni Þegar rölt er eftir breiðstrætum eða íbúðargötum höfuðborgar Þjóðverja fyllir ilmur af lindiblómum loftið. Á sumrin liggur stundum heitur loftmassi meginlandsins í austri yfir borginni og Íslandslægðirnar svokölluðu ná ekki inn, þá verður þessi angan linditrjánna sérlega mögnuð. Hér tekur ferðalangurinn eftir því að Berlín er áberandi græn þar sem garðar af ýmsu tagi þekja stór svæði. Jafnvel í austurhluta borgarinnar sem tilheyrði Þýska alþýðulýðveldinu sóma hávaxnar aspir sér vel innan um blokkarturna. En einnig setja óráðin svæði sterkan svip á borgina, svæði þar sem ekki hefur enn verið hafist handa við að byggja eða endurgera eftir að austrið og vestrið runnu í eitt og Berlín varð höfuðborg Þýskalands á ný. Það er ekki bara hér á Íslandi að ýmsar vangaveltur og umræður eru í gangi varðandi skipulagsmál, málefni innflytjenda, sem og umhverfismál. Þessi umræðuefni eru hluti af menningu alþjóðavæddra samfélaga og þeirra sem ganga í gegnum örar breytingar. Einmitt á sumum slíkum svæðum Berlínar hefur verið hafist handa við gerð svokallaðra fjölmenningargarða eða interkulturelle Gärten, eins þeir heita á þýsku. Fjölmenningargarðarnir endurspegla nýtt hlutverk Berlínar sem fjölþjóðlegrar heimsborgar, en byggja á gömlum grunni garðræktar og smágarðamenningar Þjóðverja. Þeir eru einnig hluti af staðardagskráráætlun Berlínarborgar, þar sem er miðað að því að vinna ötullegar að málefnum innflytjenda og nýrra Þjóðverja sem og að stuðla að frekara íbúalýðræði. Reynslan hefur sýnt að garðrækt íbúa á opinberum svæðum eykur áhuga um garða fjölmenningar í Berlín Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi þeirra á umhverfi sínu og á þátttöku í umræðu og ákvarðanatöku, auk þess sem fólk kynnist sem annars hefði ekki komið saman. Í fjölmenningargörðunum kemur fólk frá ýmsum heimshornum saman til þess að rækta, ef svo má segja, fjölbreytileikann í sjálfu sér Nú er góður tími til að taka fram taupokana, vasahnífinn, hella upp á kakó, fá kleinur hjá ömmu með í nesti og leggjast út í móa. Þar bíður eftir þér beitilyng. Þú skerð varlega eina grein eða svo af hverri jurt, safnar þeim saman í pokann, stingur upp í þig bláberi, lítur til sólar, sýpur á kakói, spjallar við samferðafólkið. Síðan heldurðu heim á leið, þurrkar lyngið í tíu daga á góðum stað og geymir í krús. Dregur það svo fram til að blanda því í te, nudda lambasteikina upp úr hálfum sólarhring áður en hún fer í ofninn, eða leggja á silunginn. Slíkar ferðir eru sérlega góðar fyrir kyrrsetufólk og þéttbýlisbörn á öllum aldri og móinn er aldrei langt undan á Íslandi. og öðrum viðhalda grænu yfirbragði borgarinnar um leið og rækt er lögð við fjölþjóðlegt samfélagið. Frá árinu 2004 hefur 12 slíkum görðum verið komið á fót í Berlín, hverjum með sínu sniðinu. Fyrirmyndin eru garðar innflytjenda í Göttingen. Þar var fyrir rúmum áratug gerður fyrsti fjölmenningargarðurinn fyrir flóttafólk frá Júgóslavíu. Tilkoma garðanna þar var sú að flóttafólkið var spurt að því hvað gæti stuðlað að betri aðlögun í þýsku umhverfi og nefndu flestir garða. Elstur slíkra garða í Berlín er Wuhlegarten í borgarhlutanum Köpernick, austarlega í borginni. Landssvæðið sem garðurinn er á var ætlað undir leiksskóla. Búist var við mikilli fjölgun barna í borginni eftir fall múrsins, en úr því varð ekki og svæðið var því óhreyft í nokkur ár. Eftir tveggja ára fundarhöld undirbúningshóps sem í sátu fulltrúi frá umhverfissamtökum, einn frá skipulagsdeild, fulltrúi innflytjenda hjá borginni, skipulagsfulltrúi, aðili frá félagsmálastofnun, prestur og fulltrúi frá indverska félaginu var hafist handa við garðinn vorið Í Wuhlegarten ræktar svo að segja hver eftir sínu höfði. Garðurinn er lokaður af fyrir utanaðkomandi og verður fólk að ganga í félag til þess að fá að rækta hér, en leigusamningur er við borgina til fimm ára. Hver ræktandi gerir leigusamning við garðfélagið og fær svo 60 fermetra til umráða, þar sem viðkomandi fær nokkuð frjálsar hendur með það hvað ræktað er. Byggt var upp sameiginlegt svæði. Þar er hús til fundarhalda og til þess að geyma sameiginleg áhöld, einnig leirofn og grill, enda elda og baka Nguyen kom frá Víetnam til Berlínar fyrir 20 árum og ræktar þar nú grænmeti og skrautjurtir í fjölmenningargarði í Köpernick. garðræktendurnir stundum saman. Þeir sem eiga hér garð eru konur og karlar á ýmsum aldri, meðal annars frá Ukraínu, Indlandi, Þýskalandi og Víetnam. Nquyen er ein þeirra Víetnama sem fluttust sem vinnukraftar til Austur-Þýskalands á kommúnistatímanum og eru þar enn, en talið er að um 60 þúsund manns hafi á þennan hátt komið frá Víetnam. Nguyen ræktar nú á sínu svæði í Wuhlegarten, þar sem hún gerir einnig tilraunir með að rækta jurtir frá heimalandinu, ræktar þýskar tegundir, miðlar af þekkingu sinni til annarra í garðinum og lærir sjálf af þeim. Nágranni hennar er frá Bosníu. Fyrir Nguyen er Wuhlegarðurinn staður þar sem er gott að koma til þess að spjalla við fólkið og vinna úti undir berum himni. Hér nýtur fólk samvista við hvert annað, en jafnframt er tekið á ýmsum málum, ólíkir menningarheimar koma saman, jafnvel rekast á, því margar ólíkar hugmyndir eru um það hvernig best er að haga hlutunum. Hér blómstar fjölmenningarlegt samfélag. Hrútasýning er fastur liður á landbúnarðsýningu. Hér er Þórarinn í Keldudal t.h. með hrútinn Lárus sem stóð efstur, Guðrún kona hans er með hrút nr. 2 og Elvar á Syðra- Skörðugili átti hrútinn í þriðja sæti. F: Fróði M: Gunna 191 Sýnandi: Katarína Ingimarsdóttir, 11 ára 3. Huppa 264 frá Tunguhálsi 2, Tungusveit Fædd , brandsíðótt F: Stíll M: Súla 158 Sýnandi: Þorbjörg Jóna Guðmundsdóttir, 13 ára Í yngra flokki þar sem sýnendur voru börn yngri en 10 ára: 1. Fönn 501 frá Keldudal, Hegranesi Fædd , rauðgrönótt F: Snepill M: Vála 506 Sýnandi: Þorri Þórarinsson, 6 ára 2. Mjöll 499 frá Keldudal, Hegranesi Fædd , rauðgrönótt F: Snepill M: Linda 405 Sýnandi: Sunna Þórarinsdóttir, 9 ára 3. Kóróna 382 frá Flugumýri, Blönduhlíð Fædd , rauðskjöldótt F: Umbi M: Lotta 239 Sýnandi: Rakel Eir Ingimarsdóttir, 8 ára Kálfa- og hrútasýningar á SveitaSælu Sá sýnandi sem áhorfendum þótti vera með bestu sýninguna var Þórdís Þórarinsdóttir með Meri 507 frá Keldudal, Hegranesi. Skeiða- og Gnúpverjahreppur: Á landbúnaðarsýningu SveitaSælu í reiðhöllinni á Sauðárkróki helgina ágúst voru bæði haldin hrútasýning og kálfasýning. Í hrútasýningunni tóku þátt 10 veturgamlir hrútar. Úrslit urðu sem hér segir: Lárus frá Keldudal með 86,0 stig Faðir: Lóði frá Keldudal Móðir: Öskubuska frá Keldudal eig. Keldudalsbúið Lómur frá Keldudal með 84,5 stig F: Lómur frá Sveinungsvík M: Leka frá Keldudal Eig. Keldudalsbúið Ufsi frá Syðra-Skörðugili með 84,5 stig F: Brunnur frá Syðra-Skörðugili M: frá Syðra-Skörðugili Eig. Elvar og Fjóla Syðra-Skörðugili Sýningargestum gafst kostur á að skoða hrútana og geta sér til um besta hrútinn og hvaða hrútur væri með bestu lærin. Þrír sýningargestir höfði bæði þessi atriði rétt, þau Sigríður Fjóla Viktorsdóttir, Syðra-Skörðugili í Skagafirði, Sigvaldi Jónsson, Hesti í Borgarfirði og Sunna Þórarinsdóttir, Keldudal í Skagafirði. Dómarar á sýningunni voru ráðunautarnir Ólafur Vagnsson og Ari Teitsson. Í kálfasýningunni tóku þátt 19 börn og unglingar á aldrinum fjögurra til 13 ára. Í eldra flokki þar sem sýnendur voru börn og unglingar 10 ára og eldri urðu úrslit þessi: 1. Meri 507, frá Keldudal, Hegranesi Fædd , rauðgrönótt F: Snepill M: Þyrla 185 Sýnandi: Þórdís Þórarinsdóttir, 12 ára 2. Kolamoli 377 frá Flugumýri, Blönduhlíð Fæddur , kolóttur Örmerktir hundar Ný samþykkt um handhald í Skeiða- og Gnúpverjahreppi hefur tekið gildi. Þar kemur m.a. fram að eigandi hunds skal láta örmerkja hund sinn hjá dýralækni, skrá hann á skrifstofu sveitarfélagsins þar sem eigandi fær afhenta plötu, sem á alltaf að vera um háls hundsins. Þá kemur fram í samþykktinni að hundaeigandi ber ábyrgð á því að hundur hans raski ekki ró íbúa hreppsins og sé hvorki þeim né þeim, sem um sveitarfélagið fara, til óþæginda með tilliti til hávaða, óþrifnaðar, eyðileggingar verðmæta eða slysahættu. Umhverfisráðuneytið hefur staðfest samþykktina. MHH

35 35 Bragðgóðir og spennandi kjúklingaréttir Fyrr í sumar kom út ný uppskriftabók, Kjúklingaréttir, með yfir 400 kjúklingaréttum, frá bókaforlaginu Skjaldborg. Bókinni er skipt upp í sex efnisflokka með einföldum forréttum og súpum, aðalréttum, ljúf Ný dráttarvélategund á markaðinn BHtækni hefur fengið umboð fyrir TYM-smávélar sem framleiddar eru í Suður-Kóreu. Vélarnar eru fjórhjóladrifsvélar frá hestafla og eru með þriggja ára ábyrgð. Salan hófst í vor og hefur reynsla þeirra verið góð. BHtækni er einnig með ýmis tæki og tól sérhönnuð fyrir smávélar, til dæmis sláttuvélar, tætara, rakstrarvélar, rúlluvélar og m.fl. Liðléttingar hjá Vélum & þjónustu Rekstrarfélag Véla & þjónustu ehf. hefur hafið sölu á litlum hjólaskóflum (liðléttingum) frá Ítalska framleiðandanum C.S.F. srl sem framleiðir undir vörumerkjunum Multione og Agrione. Samningur við þetta fyrirtæki var undirskrifaður fyrir stuttu og fellur þessi viðbót vel að þeirri starfsemi sem fyrir er hjá söludeild Véla & þjónustu. Fyrsta sending er þegar komin í hús og eru vélarnar því til afgreiðslu af lager. HD 6/16-4 M HD 6/16-4 MX Vinnuþrýstingur Stillanlegur úði bör Sápuskammtari ltr/klst Túrbóstútur + 50% 15 m slönguhjól fengum pottréttum, ferskum og léttum sumarsalötum, spennandi grillréttum, bökum, búðingum og framandlegum, sterkkrydduðum og bragðmiklum réttum. Bókin hefst á fróðlegum inngangi þar sem lýst er ýmsum grundvallaratriðum eldamennskunnar, svo sem sundurhlutun, úrbeinun, fyllingu, steikingu, pottréttum og soðsteikingu. Bókin er mjög skilmerkilega sett upp með mörgum myndum og aðferð hvers réttar skýrð vel út jafnt í máli sem myndum. Háþrýstidælur Vinnuþjarkar ætlaðir til daglegra nota HD 10/25-4 S Vinnuþrýstingur Stillanlegur úði bör Sápuskammtari ltr/klst Túrbóstútur + 50% SKEIFAN 3E-F SÍMI FAX Smá-traktorar Höfum hafið innflutning á Jimna smá-traktorum. Traktorarnir eru frá hö. Úrval fylgihluta, s.s. sláttuvélar, jarðtætarar, jarðvegsborar, ámoksturstæki, gafflar o.fl. Flytjum einnig inn hjólaskóflur og smágröfur. Einstaklega gott verð. Upplýsingar í síma og á velar@emax.is HOLTSMÚLI EHF

36 36 Líf og lyst Fjölbreyttar og flottar prjónauppskriftir Ný prjónabók er komin út hjá ÍSTEX eftir einn vinsælasta handprjónahönnuð Íslands, Védísi Jónsdóttur. Bókin er prjónaður óður til Íslands og rómantískrar fortíðarhyggju, færður í flottan nútímabúning, en sem dæmi má nefna uppskriftir í bókinni að kápum, skokkum og öðruvísi lopapeysum. Í bókinni eru uppskriftir fyrir allar gerðir af lopa sem henta öllum í fjölskyldunni. Leiðbeiningarnar eru góðar og munsturteikningar skýrar. Fjölbreytt námsframboð í símenntun á Ströndum Námsframboð fyrir símenntun á Ströndum hefur líklega aldrei verið jafn fjölbreytt og á haustönninni sem nú er að hefjast. Bæklingur um námsframboð Fræðslumiðstöðvar Vestfjarða á komandi vetri er nú á leið í prentun. Þetta er þriðja árið sem Fræðslumiðstöðin hefur tengilið starfandi á Ströndum, í því skyni að auka þjónustuna við viðskiptavini þar. Meðal nýjunga sem boðnar verða í haust má nefna saumanámskeið fyrir byrjendur, Að veita framúrskarandi þjónustu, sem verður fjarkennt frá Ísafirði og ensku með áherslu á talað mál. Grunnmenntaskólinn er stórt heildstætt námskeið fyrir þá sem eru að hefja nám að loknu hléi eða vilja afla sér undirbúnings fyrir nám á framhaldsskólastigi, og verður í boði í fyrsta sinn á Ströndum. Einnig verður boðið upp á framhald í þæfingu, skrautskrift og jóga, tölvunámskeið, förðun og fleira, en slík námskeið hafa verið vel sótt á svæðinu. Fræðslumiðstöðin er með vefsíðuna þar sem upplýsingar um námskeið á Vestfjörðum er að finna. kse Þessar fimmtán Strandakonur útskrifuðust af fagnámskeiði fyrir heilbrigðisstarfsfólk sl. vor. Mæðgurnar Ásdísi Jónsdóttur og Svanhildi Jónsdóttur kepptu í kvennaflokki og hafði Svanhildur betur. Ljósm. Dagrún Ósk Jónsdóttir Dráttarvéladagur á Ströndum Sunnudaginn 12. ágúst var haldinn dráttarvéladagur í Sævangi, en dagurinn er einn af föstum viðburðum í sumardagskrá Sauðfjársetursins. Þátttakendur reyndu með sér í ökuleikni á forláta gamalli Massey Fergusson dráttarvél og bar þeim að leysa hinar flóknustu þrautir. Í kvennaflokki voru aðeins tveir þátttakendur, mæðgurnar Svanhildur Jónsdóttir og Ásdís Jónsdóttir og bar Svana sigurorð af móður sinni. Karl Þór Björnsson sigraði í karlaflokknum og Guðbrandur bróðir hans á Smáhömrum varð í öðru sæti. Í þriðja sæti varð Auðunn Ingi Ragnarsson á Kollsá. kse Myntuhlaup við ýmis tilefni Nýverið prófaði blaðamaður Bændablaðsins að búa til sitt eigið myntuhlaup og varð ekki fyrir vonbrigðum með árangurinn. Útkoman varð milt og bragðgott myntuhlaup sem hentar einkar vel með grillmat, jafnt kjöti sem fiski, og er himneskt með ostum og kexi. Myntuhlaup 5 dl söxuð myntublöð, um 175 g 5 dl sjóðandi vatn 3 msk. sítrónusafi sykur (helmingur til að jafnþunga vökva) hleypiefni (Melatín) Aðferð: Saxið myntulaufið. Setjið það í sjóðandi vatn ásamt sítrónusafanum og sjóðið hægt undir loki í mínútur. Síið þá vökvann frá og mælið rúmmál hans. Gott er að kreista síudúkinn örlítið til að fá sem mestan vökva. MATUR Erfitt er að nefna nákvæmlega sykurmagn því það er svo breytilegt eftir hleypiefni. Miðað við Melatín í bláu pokunum notar maður 350 grömm af sykri á móti 7,5 desilítrum af vökva. Látið suðuna koma upp á saftinni, hrærið hleypiefninu saman við tvær matskeiðar af sykri til viðbótar og hrærið þeirri blöndu varlega saman við sjóðandi saftina. Látið suðuna koma upp aftur og sjóðið í eina mínútu. Fleytið froðuna ofan af og setjið dásemdina í krukkur. Liturinn er dálítið skrítinn, eiginlega móleitur en alls ekki fagurgrænn og því er gott að setja nokkra dropa af grænum matarlit saman við, fyrir útlitið. Ef notað er Melatín í gulum bréfum er hleypiefni hrært saman við sjóðandi safann, soðið í 1 mínútu og þá er sykrinum bætt í, allt að jafnþunga safa, suðan látin koma upp aftur í 1 mínútu og svo framvegis. (Uppskriftin er fengin að láni frá Garðyrkjufélagi Íslands Sigríði Hjartar.) ehg Því næst er vökvinn síaður frá og rúmmál hans mælt. Gott er að byrja á að saxa vel niður myntulaufið áður en það er sett út í sjóðandi heitt vatn. Suðan er látin koma upp á saftinni og þá er hleypiefni og sykri bætt út í. Söxuð myntublöðin eru sett í sjóðandi vatn með sítrónusafanum og soðin við lágan hita undir loki í mínútur. Dýrðin komin á krukkur, fagurgræn og fín og tilbúin til að gæða sér á Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

37 37 Þróunar- og jarðabótaúttektir Nú er rétt að huga að jarðabótum og úttektum. Þeir sem hafa lokið við framkvæmdir þurfa að tilkynna það til viðkomandi búnaðarsambands þannig að úttekt geti farið fram. Athugið að hafa öll nauðsynleg gögn tiltæk áður en til úttektar kemur. Þeir sem óska eftir úttekt í eftirtalda flokka verða að koma upplýsingum um kennitölu, reikningsnúmer og annað til viðkomandi búnaðarsambands fyrir 10. september: Kornrækt (krafa er um túnkort eða málsettan uppdrátt af kornræktarlandinu) Beitarstjórn og landnýting Viðhald framræsluskurða Kölkun túna Hægt er að sækja um úttekt í þessa flokka á rafrænu formi á bondi. is undir Eyðublöð. Einnig er hægt að nálgast eyðublöð hjá búnaðarsamböndunum. Mykjuþjarkur Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Höfum til sölu KOMATSU WH609, WH714 og WH716 Frábært verð! argus Kraftvélar ehf. /// Dalvegi 6-8 /// 201 Kópavogi /// Sími /// Fax ///

38 Smá auglýsingar 38 Til sölu Tilboðs verð á Ziegler (Niemeyer) diskasláttuvélum 2,6m - 3,05m og RS 340 DH stjörnumúgavélum. Uppl. í síma eða Til sölu 9 hjóla rakstrarvélar, heytætlur og stjörnumúgavélar. Hagstætt verð. Uppl. í síma eða Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti- og innisalerni. Framtak-Blossi sími Til sölu Polaris vinnuþjarkur árg. 06, tveggja manna með sturtanlegum palli, bein innspýting, spil, hiti í handföngum, krómstuðari, 500 cc. Léttar greiðslur. Uppl. í síma Til sölu Polaris Sportsman x2 fjórhjól, árg. 06, bein innspýting, hiti í handföngum og inngjöf, sturtanlegur pallur. Léttar greiðslur. Uppl.í síma Til sölu beltagrafa, Case árg. 99, 7 tonn, 3 skóflur, tönn, ripper, gúmmíbelti, 3750 vst. Offset liður milli bómu og dippers sem hentar vel þegar mokað er með veggjum. Grafan er í mjög góðu ástandi. Verðhugm. kr. 2,8 millj + vsk.uppl. í síma Til sölu bandsög, OsbyVerken, 35cm sögunarþykkt, blaðbreidd 3,4cm, 4 stk. aukablöð, tilvalin í rekatré. Verðhugm. kr Sími Toyota pickup árg. 80 með breiðum dekkjum til sölu. Sérsmíðaður pallur með háum fjárgrindum. Tilvalinn í fjárflutninga eða girðingavinnuna.verð: Tilboð. Uppl. í síma Til sölu fjárflutningabíll, MAN 462, 10 hjóla, árg. 92. Tekur 190 eða fleira. Möguleiki að selja fjárkassann stakan. Einnig Scania 82H, 6 hjóla, árg. 87, með 7,20 m kassa, auðvelt að breyta til fjárflutninga. International McCormick dráttarvél með ámixuðu vökvastýri, vön í rakstur. Vörubílskerra með 5 m amerískum kassa. Auðvelt að breyta til rúlluflutninga. Uppl. gefur Baldur í síma og frá og með 29. ágúst. Til sölu De Laval brautarkerfi með 5 tækjum. Uppl. í síma Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Ekko pökkunarvé fyrir gulrætur. Getur einnig hentað fyrir pökkun á kartöflum. Uppl. í síma eða Netfang: khbb@simnet.is Til sölu 224,9 ærgilda greiðslumark til afhendingar 1. janúar Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. gefur Róbert sími Tilboð sendist á netfangið jadri@simnet.is Til sölu blátt Leopard fjórhjól. 250cc, árg. 06. Verð kr Uppl.í síma Tilboð óskast í 162 þús. lítra greiðslumark í mjólk frá 1. sept. Um 30 kýr og 15 kvígur auk yngri geldneyta. Áskilinn réttur til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Tilboð sendist á netfangið breyta@visir.is fyrir 10. september nk. Til sölu MF-135 árg. 69. Multi power, ný dekk. Verð kr og Nalli B- 414 árg. 64 með PZ-185 sláttuþyrlu. Verð kr Uppl. í síma Til sölu KRONE-rúllubindivél árg. 99, fastkjarnavél með netbindibúnaði. Einnig Roco-pökkunarvél árg Staðsett á Austurlandi. Uppl. í síma Til sölu Chevrolet Scottsdale pickup, árg. 83. Þarfnast lagfæringa. Mikið magn af varahlutum fylgir. Selst ódýrt. Uppl. í síma Til sölu DeLaval Alpro tölva, kjarnfóðurbás, kálfafóstra ásamt hálsböndum fyrir hvoru tveggja árg. 01. Uppl. í síma eða á netfanginu: hallim@emax.is MF 3680 til sölu.180 hestafla traktor, árg. 92. Góð vél. Uppl. í síma Hef til sölu nokkrar holdablendingskvígur. Er á Norðvesturlandi. Uppl. í síma: , Valdemar. Höfum til sölu ýmsar gerðir trjáplantna og runna. Bakkaplöntur og pottaplöntur. T.d. birki, ösp, blágreni og margar gerðir af harðgerðum og reyndum víði, t.d. kólgu, njólu, hreggstaðavíði o.fl. Sendum hvert á land sem er. Áhugasamir vinsaml. sendið fyrirspurn á velar@emax.is eða hringið í síma Til sölu diskaherfi, 40 diskar, 3,6 m vinnslubreidd, 800 kg, dragtengt. Nánast ónotað herfi. Uppl. í síma eða á velar@emax.is Tilboð óskast í lítra greiðslumark í mjólk sem gildir fyrir verðlagsárið 2007/2008. Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyri, 311 Borgarnes eða á bv@bondi.is fyrir 20. sept. n.k. merkt greiðslumark. Til sölu Toyota Hi-lux, árg. 90, dísel, 38 dekk. Skipti á dráttarvél eða landbúnaðartækjum möguleg. Uppl. í síma Til sölu korn, hálmur og hey af hreinu svæði. Einnig Renault 19 árg. 94 í varahluti. Á sama stað óskast traktorsdrifin steypuhrærivél. Uppl. í símum og eða á netfanginu jspeg@simnet.is Til sölu Sampo þreskivél, 90árg., 3 m sláttuborð, notuð í 1000 klst. Krone sláttuvél, 3m, árg. 02. Weckman sturtuvagn, 10 tonn, árg 03. Upp gefur Kristján í símum og eða Finnbogi í síma Til sölu þrír sambyggðir vinnuskúrar. Alls 60 ferm. Verð kr Uppl. í síma eða Til sölu timbur og dokaplötur. Notað eina steypu. Töluvert magn. Uppl. í síma Til sölu Ford Bronco (stóri bíllinn), árg. 88, 7,3 dísel. Ný 35 dekk. Bilaður. Uppl. í síma Til sölu Sipma rúlluvél, árg. 96, biluð. Einnig kemur til greina að kaupa sams konar vél. Uppl. í síma eða Til sölu hjólagrafa Atlas 1704 AWE-4, árg. 88. Stuðningsfætur og tönn. Nýr mótor, upptekin swifil, tannartjakkar, skófluliður og fl. Verðhugmynd 1millj. án vsk. Uppl. í síma , Sveinn. Til sölu Ford 4610, árg. 85, 4x4 með Alö tækjum. Verð kr. 700 þús. eða tilboð. Zetor 4911 árg. 78. Verð kr. 150 þús. eða tilboð. MF-35 X, þarfnast viðgerðar. Verð: tilboð. Bens 1413 vörubíll skoðaður 08 án athugasemda. Verð kr eða tilboð. Ýmsir varahlutir í Galloper og MF 290. Einnig Fahr fjölfætla, 4 m, Verð kr. 15 þús. Uppl. síma Til sölu Land Rover Discovery, árg. 98, 38 dekk. Verð kr Galoper varahlutir, m.a. díselvél, skipting og millikassi. Uppl. í síma Eigum til á hagstæðu verði haughrærur 5,2 m, jarðtætara og Same dráttarvél 86 hö. Uppl. í síma eða Fyrir kornvertíðina. Til sölu einnota 1,5 tonna stórsekkir. Tilvalið í kornið í haust. Verð kr ,- stykkið. Uppl. í síma Vegna hinnar árlegu hausttiltektar Fremstafellsbænda eru eftirtalin tæki til sölu: JCB lyftari, 4x4 dísel, 95 hö, ekinn tíma. Lyftarinn er með euro- ramma og þriðja svið, t.d. fyrir rúllugreip, einnig er vökvasnúningur sem auðveldlega má nota til afrúllunar. JCB fjarki traktorsgrafa, 92 árg., fjórhjólastýri. Mueller mjólkurtankur, 2500 lítra, lokaður með þvottavél, árg. 01. MF-135 multipower, þarfnast aðhlynningar og Corando jeppi, 99 árg. dísel, turbo. Uppl. í símum og Til sölu fjórhjól Honda Forman ES, 4x4, árg. 00, takkaskipt. Tilboð óskast. Uppl. í síma Til sölu Landcrusier 80 VX, árg. 93. Ekinn km. Sjálfsk., óbreyttur. Einnig gömul Claas Rolant-44 rúlluvél, fæst fyrir lítið. Uppl. í síma Kjötsagir Eigum fyrirliggjandi á lager, örfáar kjötsagir frá Nordposten teg. MSG600A. Arnarberg ehf., Dugguvogi 6, sími Óska eftir Óska eftir að kaupa Hankmo hnífaherfi sem fyrst. Uppl. í síma , Eyjólfur. Wild 120, blásarar. Óska eftir að kaupa 4 stk. af Wild blásurum. Uppl. í síma eða Óskum eftir fjórhjóli, flest kemur til greina. Til skiptanna erum við með þriggja vetra rauðblesóttan-glófextan hest undan Seníor frá Dallandi. Einnig kemur til greina að selja rauðan Pontiac, árg. 96, flottur bíll sem þarfnast smá lagfæringar. Uppl. í síma: eða Netfang: inga.toni@simnet.is Óska eftir að kaupa rúllugreip á Case traktor, árg. 98. Festing: Stærð 78 cm að ofan og 98 cm að neðan. Einnig óskast slóðadragi. Uppl. gefur Leifur í síma Óska eftir að kaupa gamla Claas rúllubindivél í varahluti eða ódýra heila. Uppl. gefur Halli í síma Óska eftir að kaupa Case 1394, 4x4, í varahluti. Uppl. í síma eða Hef áhuga á að kaupa til flutnings stálgrindarskemmu, ýmsar stærðir koma til greina en breidd gaflsins þarf að vera a.m.k. 15 metrar. Uppl: arni@ alta.is, sími Óska eftir að kaupa vals í Velger RP- 200 rúlluvél eða vél til niðurrifs. Fahr heyþyrlu sex arma fjögurra stjörnu og notað afturdekk á dráttarvél af stærðinni 16,9x30. Uppl. í síma Er að leita að þægum og traustum fjölskylduhesti, hugsanlega í skiptum fyrir ótamda fola. Athugið: Er ekki að leita að einhverju malbikshrossi sem hræðist bæði fjöll og læki. Uppl. í síma Óska eftir beitarlandi fyrir hross til kaups eða leigu. Helst ekki minna en 10 ha. Áhugasamir geta hringt í síma eða netfangið jap@ propak.is Veiði Óska eftir að taka á leigu kornakur/tún til gæsaveiða á Suðurlandi fyrir frístundaveiði, einnig er áhugi á andaveiði. Verðhugmynd þúsund. Uppl. í sím eða á netfangið hendriksson@gmail.com Óska eftir að leigja góðar gæsalendur/ kornstykki á Suðurlandi til gæsaveiða í haust. Hóflegri veiði heitið. Gunnar Freyr, sími Óska eftir að taka á leigu akur á svæðinu frá Snæfellsnesi í vestri til Meðallands í austri (og ekki mikið sunnar en Surtsey!). Vinsamlega hafið samband í síma ellegar naglinn@gmail.is Atvinna Óska eftir vönum starfskrafti til þess að sjá um kúabú við Blönduós frá Getur verið um framtíðarstarf að ræða. Húsnæði fyrir hendi. Um 65 gripir, þar af 35 mjólkandi kýr. Kjörin aðstaða fyrir hjón þar sem allt húsið fylgir. Uppl. í síma Jarðir Lítil jörð eða landspilda óskast. Þarf að henta til staðsetningar á sumarhúsi á fallegum stað ásamt beit fyrir 10 hross og rennandi vatni. Axel og Guðlaug, símar eða , netföng: aie.crew@flugfelag.is og gudlaug@skr.is Þjónusta Skurðhreinsun, kílplæging, niðurplæging vatnslagna, TTS-herfing og jarðvegsframkvæmdir fyrir sumarbústaði og bændur.uppl. í síma eða Skemmtanir Hrútadagurinn á Raufarhöfn verður haldinn laugardaginn 6 okt. næstkomandi. Þar verða til sölu lambhrútar frá Öxarfirði, Núpasveit, Sléttu, Þistilfirði og Langanesi. Salan hefst kl Þessa helgi verður tilboð á gistingu á Hótel Norðurljósi. Nánar auglýst síðar. JÚGURHALDARAR Vélaval-Varmahlíð hf. sími: Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes

39 39 Veggmyndir af íslensku búfé! Bændasamtök Íslands hafa látið framleiða veggmyndir af íslensku búfé. Hægt er að fá veggmyndir af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Veggmyndirnar eru 88 sm x 61 sm á stærð og með plastáferð til verndunar. Verð veggmyndar er kr. auk sendingarkostnaðar. Hringdu í síma eða sendu tölvubréf á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggmynd. Hægt er að greiða með greiðslukorti (símgreiðsla), eða með greiðsluseðli. Stórsekkir Hvít, hyrnd ær Gul, hyrnd ær Hvítur, hyrndur hrútur Gul, kollótt ær með svartan blett White, horned ewe White, horned ewe, with tan fibres White, horned ram White, polled ewe, with tan fibres and a black spot Svört, kollótt ær Dökkgrá, kollótt ær Hvítur, kollóttur hrútur Grá, hyrnd ær Arfhrein grá, kollótt ær Black, polled ewe Dark-grey, polled ewe White, polled ram Grey, horned ewe Homozygous grey, polled ewe Mórauð, kollótt lambgimbur Mórauð, hyrnd ær Grámórauður, hyrndur lambhrútur Svartbotnótt, hyrnd ær Grábotnótt, hyrnd ær Brown, polled ewe lamb Brown, horned ewe Grey-brown, horned ram lamb Black mouflon, horned ewe Grey mouflon, horned ewe Móbotnótt, kollótt ær Svartgolsóttur, hyrndur lambhrútur með dökkt í svanga Black badgerface, horned ram lamb, with a dark flank spot Grágolsótt, hyrnd lambgimbur Mógolsótt, hyrnd ær Svartbaugótt, hyrnd ær Grey badgerface, horned ewe lamb Brown badgerface, horned ewe Black piebald, horned ewe, with dark eyerings only Svarthöttótt, hyrnd ær Svarthálsótt, leggjótt, hyrnd ær Svartflekkótt, kollótt ær Gráflekkótt, hyrnd ær Black piebald, horned ewe, with a hood Black piebald, horned ewe, with dark outer socks Black piebald, polled ewe, with patches Grey piebald, horned ewe, with patches Svört, ferhyrnd ær Black fourhorned ewe Móarnhöfðóttur, botnóttur, hyrndur lambhrútur Svartbotnóttur, blesóttur, leistóttur, hyrndur forystusauður Brown piebald-mouflon, horned ram lamb, with an eagle head Black mouflon-piebald, horned leader wether, with a blaze and socks Svartflekkóttur, ferhyrndur lambhrútur Black piebald, fourhorned ram lamb, with patches Golbíldótt, hyrnd gimbur Black badgerface-piebald, horned ewe lamb Svartblesótt, hyrnd forystuær með kraga og leista Móarnhosótt, hyrnd forystuær með svart- og móarnhosóttar lambgimbrar. Brown piebald, horned leader ewe with black and brown piebald ewe lambs, all with white collars and stockings. BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Black piebald, horned leader ewe, with a blaze, a collar and socks Ljósrauð Light red Lyserød Hellrot Rauð Red Rødt Rot Svartskjöldótt Black pied Svart flekket Schwarzbunt Rauðhjálmótt Red with white face Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißem Kopf Rauðkrossótt Red with white face markings Rød, hvitt ansikt Rotvieh mit weißgeschekten Kopf Svarthuppótt Black, with inguinal region Svart, lyskeflekk Schwarz mit weißem Milchspiegel, Euter und Undterbauch Svartskjöldótt, mikið hvít Black pied, extensive white Svartbotet, mye hvitt Schwarzbunt mit viel Wheiß Bleik Dunn Rødskjær Rotbunt Brandskjöldótt Brindle pied Brandet, botet Braunweiß gescheckt gestreift Grá, steingrá Grey, blue roan Gråskimlet, mørk Grau, blaugrau gesprenkelt Grá Grey Lys gråskimlet Grau Rauðbröndótt Red brindle Rødbrandet Rot gestreift Bröndótt Brindle Brandet Braunschwarz gestreift Hvít White Hvitt Weiß Rauðgrönótt White, red ears and muzzle Hvit, rød mule og ører Weiß, mit roten Ohren und rotem Flotzmaul Sægrábröndótt, hálfhryggjótt Dun, brindle, white posterior Grå brandet Graubrun gestreift, mit weißer Rükenstreifen und Unterbauch Kolgrá, huppótt Brown grey, white inguinal region Gråbrun, hvit lyskeflekk Dunkelbraun grau mit weißem Milchspiegel, Euter und Unterbauch Kolótt, ljós Brown, light Brun, lys Hellbraun Kolótt, dökk Brown, dark Brun, mørk Dunkelbraun Mókrúnóttur, leistóttur, ferukollóttur hrútur The Iceland Breed of Horses Rauðglófext tryppi og rauðjarpt hross heilsast. Fuxfärgad unghäst med ljus man och svans hälsar på en rödbrun häst. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit hellem Langhaar und ein rotbraunes Pferd begrüßen sich. Dökkjörplitförótt stóðhryssa með brúnu folaldi að hausti. Dark bay-roan stud-mare with a black foal in autumn. Mörkbrunt konstantskimmelsto med ett svart föl på hösten Eine dunkelbraune Farbwechslerin mit einem Rappfohlen im Herbst. Svartleistóttur, hyrndur forystuhrútur með krúnu og lauf á snoppu Black piebald, horned leader ram, with socks, head and nose spots Rauðglófext hross að vetri. Chestnut horse with a flaxen (light) mane in winter Fux med ljus man och svans på vintern. Ein fuchsfarbenes Pferd mit hellem Langhaar im Winter. Rautt hross á vetrarbeit. Chestnut horse grazing in winter. Fuxfärgad häst på vinterbete. Ein Fuchs auf der Winterweide. Brúnskjótt hross á sumarbeit. Piebald horse on summer pasture. Svartskäck häst på sommarbete. Ein Rappschecke auf der Sommerweide. Grátt hross fullorðið. Grey adult horse. Äldre skimmel. Ein erwachsener Schimmel. Jarpt tryppi veturgamalt að vetrarlagi. Bay yearling in winter. Brun åring i vintertid. Ein brauner Jährling im Winter. Rauðtvístjörnótt folald snemmsumars. Chestnut foal with star and snip in early summer. Fuxföl med stärn och snopp på försommaren. Ein fuchsfarbenes Fohlen mit Stern und Schnippe im Frühsommer. Stóðhross í rétt að hausti. Stud-horses sorted at a round-up in autumn. Avelshästar i fålla på hösten. Pferde im Sammelpferch im Herbst. Brown piebald polled ram, with a head spot and socks, the high crown showing the presence of the gene for fourhornedness Svartsíðótt, arfhrein hryggjótt Black sided, homozygous Svartsidet Weiß mit schwarz gesprenkelten Seiten und weißem Rückenstreifen Sægrá, hryggjótt Dun, white dorsal line Grå, hvit rygglinje Graunbraun mit weißer Rükenlinie Sægrá Dun Grå Graubraun BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Rauðglófext hross gengur slóð í vetrarsnjónum. Chestnut horse with flaxen (light) mane and tail on a snow-track in winter. Fux med ljus man och svans på en snötäckt väg i vintertid. Ein Fuchs mit hellem Langhaar läuft auf einem Schneepfad im Winter. Brúnt hross drekkur úr læk á hásumri. Black horse drinking from a brook in mid-summer. Svart häst dricker från en bäck vid midsommartid. Ein Rappe aus einem Bach trinkend im Hochsommer. Rauðblesótt glófext tryppi að sumarlagi. Chestnut colt with blaze and flaxen (light) mane in summer. Fuxfärgad unghäst med bläs och ljus man och svans i sommartid. Ein fuchsfarbenes Jungpferd mit Blesse und hellem Langhaar im Sommer. Rauðskjótt hross á sumarbeit. Red skewbald horse on summer pasture. Rödskäck på sommarbete. Ein Fuchsschecke auf der Sommerweide. Jörp stóðhryssa að sumri. Bay stud-mare in summer. Brunt avelssto på sommaren Eine braune Stute im Sommer. Rauðtvístjörnótt hross með svartan blett í andliti að sumarlagi. Chestnut horse with star, snip and a black face patch in summer. Fux med stärn och snopp och en svart fläck på huvudet i sommartid. Ein Fuchs mit Stern und Schnippe und einem schwarzen Fleck auf dem Kopf im Sommer. Steingrá stóðhryssa með mósótt folald á sumarbeit. Dappled grey stud-mare with a blue-dun foal on summer pasture. Mörkt skimmelfärgat avelssto med musblackt föl på sommarbete. Eine Grauchimmelstute mit mausfalbenem Fohlen auf der Sommerweide. Brúnskjótt höttótt folald að sumarlagi. Piebald foal with a hood in summer. Svartskäckfärgat föl på sommaren. Ein Rappscheckfohlen mit dunklem Kopf im Sommer. Móvindótt stóðhryssa með brúnu folaldi snemmsumars. Silver dapple stud-mare with a black foal in early summer. Silversvart avelssto med svart föl på försommaren. Rappwindfarbene Stute mit einem Rappfohlen im Frühsommer. Fífilbleik stóðhryssa með fífilbleiku folaldi að sumri. Red-dun stud-mare with a red-dun foal in summer. Rödblackfärgat avelssto med rödblackt föl på sommaren. Eine fuchsfalbene Stute mit fuchsfalbenem Fohlen im Sommer. Bleikálótt folald með bleikálóttri móður sinni að sumri. Yellow-dun foal with its yellow-dun mother in summer, both with dorsal stripes. Brunblackt föl med sin brunblacka mamma på sommaren. Ein braunfalbenes Fohlen mit seiner braunfalbenen Mutter im Sommer. Rauð stóðhryssa með leirljósu folaldi í sumarhögum. Chestnut stud-mare with a palomino foal on summer pasture. Fuxfärgat avelssto med isabellföl på sommarbete. Eine Fuchsstute mit einem isabellfarbenem Fohlen auf der Sommerweide. Moldóttur stóðhestur, brún stóðhryssa í hestalátum og moldótt folald að vori. Buckskin stallion, a black stud-mare in heat and a buckskin foal in spring. Gulbrun hingst, ett svart avelssto i brunst och ett gulbrunt föl på våren Ein erdfarbener Hengst, eine rossige Rappstute und ein erdfarbenes Fohlen im Frühjahr. Kolhjálmótt, leistótt Brown, white face, socks Brun, hvitt ansikt Braun mit weißem Kopf, Unterbauch und weißem Fußgelenken Rauð stóðhryssa með rauðu folaldi á miðsumri. Chestnut stud-mare with a chestnut foal in mid-summer. Fuxfärgat avelssto med sitt fuxfärgade föl vid midsommartid. Eine Fuchsstute mit einem fuchsfarbenem Fohlen im Hochsommer. Ljósmyndir: Jón Eiríksson, Búrfelli Jarpvindóttur stóðhestur síðla sumars. Silver-dapple bay stallion in late summer. Silverbrun hingst på sensommaren. Ein braunwindfarbener Hengst im Spätsommer. BÆNDASAMTÖK ÍSLANDS THE FARMERS A S S O C I AT O N O F I C E L A N D PRENTSMIÐJAN ODDI HF. PRENTSMIÐJAN ODDI HF. Svört Black Svart Schwarz Rauðskjöldótt, ljós Red pied, light Lyserød flekket Helles rotbunt Íslensk hross White, horned ram, with a black cheek Svartkrögubíldótt, kollótt ær Móhöttótt, kollótt lambgimbur Skútuvogi 10F Símar og Netfang: hellas@simnet.is Hvítur, hyrndur hrútur með svartan kjamma Black piebald, polled ewe, with dark cheeks and a collar Brown piebald, polled ewe lamb, with a hood Hellas ehf The Iceland Breed of Cattle The Iceland Breed of Sheep Brown mouflon, polled ewe Hentugir fyrir korn. Ýmsar stærðir. Íslenskir kúalitir Íslenskt sauðfé Ljósmyndir: Jón Eiríksson og Friðþjófur Þorkelsson. Textar: Guðlaugur Antonsson, Ólafur R. Dýrmundsson, Rebecka Frey og Kristín Halldórsdóttir. Stuðningsaðilar: Nordisk Genbank Husdyr og Erfðanefnd landbúnaðarins. Prentvinnsla: Oddi

40

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Fyrstu fjárréttir 2. september

Fyrstu fjárréttir 2. september 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr. 377 18. árg. Upplag 24.500

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 2015 Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Kristín Hermannsdóttir, Grétar Már Þorkelsson, Björn Gísli Arnarson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Herdís Ólína

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Bifröst Journal of Social Science 2 (2008) 125 WORKING PAPER Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Kolfinna Jóhannesdóttir Ágrip: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Réttardagar á komandi hausti

Réttardagar á komandi hausti 20 31 Allt er betra með beikoni! Sérblað í miðju Bleikjueldi í sveitinni Nýja leikskólapeysan 15. tölublað 2014 Fimmtudagur 14. ágúst Blað nr. 424 20. árg. Upplag 32.000 Réttardagar á komandi hausti Undanfarin

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information