Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Size: px
Start display at page:

Download "Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag"

Transcription

1 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag Bændasamtökin fylgjast með viðbragðsáætlunum Það leynir sér ekki aðdáunin í svip Abdullah Rúnars Awal, tveggja ára leikskólanemanda á Funaborg í Reykjavík, sem sótti bóndabæinn Bjarteyjarsand í Hvalfirði heim á dögunum þegar sauðburður var í fullum gangi og hrúturinn Boli, sem var aðeins eins dags gamall, var svo sannarlega ljúfur sem lamb við Abdullah. Kosið var til Alþingis 25. maí síðastliðinn eins og alþjóð veit. Upp úr kjörkössunum kom gjörbreytt pólitískt landslag frá því sem verið hefur undanfarin ár. Samfylkingin varð stærsti flokkur landsins með rétt tæplega þrjátíu prósenta stuðning kjósenda á bak við sig. Sjálfstæðisflokkurinn galt afhroð í kosningunum, hlaut tæp 24 prósent atkvæða og tapaði 13 prósentustigum frá kosningunum Sigurvegarar kosninganna urðu Vinstrihreyfingin grænt framboð, sem hlaut tæp Sala á byggfræi eykst til muna Svo virðist sem birgðir af byggfræi séu að klárast. Rúnar Skarphéðinsson hjá Landstólpa segir að hjá þeim sé sáralítið eftir af byggi en ennþá eigi þeir gras og grænfóðurfræ. Hann segir að enn sé erfitt að meta sölutölur miðað við síðustu ár, en ljóst sé að sala á byggi hafi aukist til muna. -smh Einn bóndi á þing 22 prósent atkvæða og er nú þriðji stærsti flokkur landsins og Borgarahreyfingin sem í sínu fyrstu kosningum hlaut 7,2 prósent atkvæða. Framsóknarflokkurinn jók fylgi sitt um rúm þrjú prósent frá síðustu kosningum en Frjálslyndi flokkurinn tapaði fimm prósenta fylgi og kom ekki manni að Stefnt að ESB umsókn Ríkisstjórnin hyggst standa vörð um innlendan landbúnað fr Kosið um breytingar á búvörusamningum Póstkosning breytingar á búvörusamningum hefst 15. maí til 29. maí Almannavarnir hafa verið í sambandi og leitað upplýsinga hjá bæði Bændasamtökum Íslands og búnaðarsamböndum nú síðustu vikurnar vegna hættu á inflúensufaraldri þeim sem kom upp í Mexíkó í vor og kenndur er við svín Brúnin á garðyrkjubændum þyngist Garðyrkjubændur hafa að undanförnu fundað um þær hækkanir sem urðu á orkuverði til þeirra eftir að ríkisvaldið ákvað um síðustu áramót að skerða niðurgreiðslur á dreifingarkostnaði raforku til garðyrkjustöðva. Bændur eru skiljanlega óhressir með þessa skerðingu sem í mörgum tilvikum nemur hundruðum þúsunda króna á hverjum mánuði. bls bls ÞH

2 2 Fréttir Ásmundur Einar Daðason eini bóndinn á þingi Ásmundur Einar Daðason, sauðfjárbóndi á Lambeyrum í Dölum og frambjóðandi Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvesturkjördæmi, var eini bóndi landsins sem náði kjöri inn á Alþingi Íslendinga í kosningunum sem fram fóru 25. apríl. Enginn bóndi átti þar sæti fyrir. Á tímabili á kosninganótt leit hins vegar út fyrir að Arndís Soffía Sigurðardóttir, ferðaþjónustubóndi í Smáratúni í Fljótshlíð, kæmist inn á þing en hún skipaði annað sætið á lista Vinstri grænna í Suðurkjördæmi. Það fór hins vegar svo að Vinstri grænir náðu aðeins inn einum manni og hún er því varaþingmaður. Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda og bóndi í Bakkakoti, er sömuleiðis varaþingmaður en hann skipaði þriðja sæti á lista Framsóknarflokks í Norðvesturkjördæmi. Jafnframt því að vera eini bóndinn sem komst inn á þing er Ásmundur Einar yngstur þeirra þingmanna sem nú voru kjörnir, 26 ára gamall. Ásmundur er formaður félags sauðfjárbænda í Dalasýslu og að auki í varastjórn Landssamtaka sauðfjárbænda. Síðasti Dalamaðurinn sem sat á þingi var Friðjón Þórðarson, fyrrverandi dómsmálaráðherra og þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat til ársins Rætt verður við Ásmund í Bændablaðinu á næstunni í tilefni af þingmennsku hans. -smh Jón Bjarnason, oddviti Vinstrihreyfingarinnar græns framboðs í Norðvestur-kjördæmi, er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Hann tók við lyklavöldum í ráðuneytinu á Skúlagötu um síðustu helgi úr hendi Steingríms J. Sigfússonar fráfarandi ráðherra sem nú einbeitir sér að fjármálaráðuneytinu. Jón Bjarnason sagði við tilefnið ætla að gera allt sitt til þess að standa undir þeim væntingum sem þjóðin ber til þessara mikilvægu atvinnuvega á erfiðum tímum. Jón Bjarnason er 65 ára gamall og búfræðikandidat frá Landbúnaðarháskólanum í Ási í Noregi. Hann kenndi við Bændaskólann á Býr Sérajón í þéttbýli, en Jón ekki? Þórhallur Bjarnason garðyrkjubóndi á Laugalandi í Borgarfirði stendur hér við spennustöð sem Rarík reisti á landi sem hann lét fyrirtækinu endurgjaldslaust í té. Rafmagnið í þessari spennustöð kemur úr grein frá Vatnshömrum en frá Laugalandi liggur línan áfram yfir Norðurá til Bifrastar. Það sérkennilega við þessa leið rafmagnsins er að verðið á því lækkar við að fara yfir ána. Íbúar í skólaþorpinu Bifröst greiða lægra verð fyrir hverja kílóvattstund en Þórhallur. Skýringin sem dreifandi rafmagnsins, Rarík, gefur á þessu er sú að Þórhallur búi í dreifbýli en íbúar á Bifröst í þéttbýli. Raforkunotkun á Bifröst samsvarar Á starfsstöð Landbúnaðarháskóla Íslands á Möðruvöllum í Hörgárdal hafa um árabil verið stundaðar rannsóknir í nautgriparækt og jarðrækt og hefur LbhÍ rekið þar tilraunabú. Áherslur í rannsóknum á starfsstöðinni að Möðruvöllum hafa að mestu flust frá nautgriparækt Vel fór á með þeim fóstbræðrum Steingrími J. Sigfússyni og Jóni Bjarnasyni þegar sá síðarnefndi tók við lyklavöldunum í ráðuneyti sjávarútvegs og landbúnaðar á sunnudagskvöldið var. mynd TB Jón Bjarnason er nýr sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Hvanneyri á árunum , var bóndi í Bjarnarhöfn árin Lengst af var Jón skólastjóri Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal eða frá árinu 1981 til 1999 þegar hann gerðist þingmaður fyrir Vinstri hreyfinguna grænt framboð. Hann hefur setið í ýmsum nefndum á vegum þingsins, s.s. í fjárlaganefnd, samgöngunefnd, landbúnaðarnefnd, sjávarútvegsnefnd, viðskiptanefnd og efnahagsog skattanefnd. Víst er að mörg verkefni bíða nýs ráðherra, ekki síst þar sem róttækar hugmyndir að breytingum hafa verið kynntar á kvótakerfi sjávarútvegsins. Rætt verður við Jón Bjarnason í næsta Bændablaði. því að þar búi um 250 manns að staðaldri. Þórhallur kaupir hins vegar rafmagn af Rarík sem samsvarar notkun allra íbúa Borgarness (fyrirtæki ekki meðtalin) en þeir eru 1960 talsins. Þórhallur segir að það breyti engu þótt á það sé bent að hjá honum sé aðeins einn mælir til að lesa á. Það hefur heldur ekkert að segja þótt rafmagnsnotkun í gróðrarstöð hans hafi aukist um helming á örfáum árum. Hann býr og starfar í dreifbýli og skal því greiða hærri taxta en þéttbýlisbúar, hvað sem tautar og raular. Hvar skyldi réttlætið í þessari verðlagningu vera? Treystir sér einhver til að svara því? ÞH/Ljósm. Áskell Einkahlutafélag tekur við búrekstri á Möðruvöllum Smalahundadeild stofnuð í Árnessýslu Stofnuð hefur verið Smalahundadeild Árnessýslu (SDÁ). Tilgangur deildarinnar er að efla þjálfun, keppni og fræðslu um smalahunda. Stofnfundurinn fór fram á Hestakránni og var vel sóttur. Hægt er að gerast félagi með því að hringa í Bjarna í síma eða í gegnum tölvupóstinn Allt áhugafólk um smalahunda er hvatt til að skrá sig. MHH yfir í jarðrækt á umliðnum árum og þarfirnar því breyst að mörgu leyti. Engu að síður er talið mjög verðmætt fyrir staðinn og skólann að búskap sé haldið þar áfram. Búrekstur á staðnum auðveldar rekstur rannsóknaverkefna. auk þess sem svigrúm er þá til staðar til að færa áherslur aftur yfir í rannsóknir í nautgriparækt þegar henta þykir. Með hliðsjón af framansögðu leitaði LbhÍ eftir samstarfi við Búnaðarsamband Eyjafjarðar (BSE), Búnaðarsamband Suður-Þingeyinga (BSSÞ) og Búnaðarsamband Norður- Þingeyinga (BSNÞ) um rekstur starfsstöðvarinnar á Möðruvöllum. Þessar umleitanir hafa nú leitt til þess að búnaðarsamböndin hafa stofnað einkahlutafélagið Möðruvelli ehf. er mun taka við rekstri búsins næstu árin. Meginmarkmið með aðkomu búnaðarsambandanna þriggja að rekstri kúabús á Möðruvöllum er að tryggja áframhaldandi búrekstur og rannsóknastarfssemi á staðnum og skapa þannig aðstöðu fyrir starfsmenn LbhÍ og samstarfsmenn hans, bæði utan lands og innan, til rannsókna sem tengjast landbúnaði og umhverfismálum í víðum skilningi. Markmiðið er einnig að tryggja að arður af búrekstri skili sér til uppbyggingar og eflingar rannsókna á Möðruvöllum og styrki þannig rannsóknastarfssemi í landbúnaði á Norðurlandi. Þá mun búrekstur Möðruvalla ehf. sömuleiðis tryggja áframhaldandi upplýsingasöfnun á búinu á Möðruvöllum en þar er löng hefð fyrir mjög nákvæmri skráningu upplýsinga í búrekstri sem hafa nýst vel til búrekstrarathugana. Sameiginlegur bæk lingur Ferðaþjónustu bænda, Opins landbúnaðar og Beint frá býli Út er kominn bæklingurinn Upp í sveit 2009 en þar eru birtar upplýsingar um bæi í Ferðaþjónustu bænda, Beint frá býli og í Opnum landbúnaði. Þetta er í fyrsta sinn sem þessir þrír aðilar vinna saman að kynningarstarfi á gistingu, mat og afþreyingu í sveitinni. Bæklingurinn er prentaður í 35 þúsund eintökum og verður brátt fáanlegur um allt land á helstu Ull í fat 2009 Áætlað er að ullarvinnslukeppnin Ull í fat fari fram á Hvanneyri laugardaginn 18. júlí. Keppnin er haldin a.m.k. þriðja hvert ár og þátttakendur eru ullarvinnslufólk alls staðar að af landinu sem safnar í litla hópa. Hóparnir hafa haft að lágmarki þrjá liðsmenn, auk liðsstjóra sem hvetur liðið til dáða. Hugmyndin er erlend en á nú um 14 ára langa sögu á Íslandi, því fyrsta keppnin var haldin Það voru hópar frá Ullarselinu og Þingborg sem komu henni á koppinn, en síðan hefur hópum sem taka þátt fjölgað. Stundum hefur keppnin hafist á því að kind er rúin og unnið beint úr ullinni, eða spunnið úr kembdri ull. Sá hópur sem sigrar keppnina heldur hana næst og býr til reglurnar hverju sinni. Hópur frá Ullarselinu sigraði síðustu keppni árið 2007 og því heldur Ullarselið á Hvanneyri keppnina á Hvanneyri í ár. Verkefnin hafa verið af ýmsum toga í gegnum árin, og má nefna peysur, sjöl, strandföt, lambhúshettu og júgurpoka fyrir kýr! Það er því ekki nóg að hafa bara hraðan á, því hönnun, vandvirkni og útsjónarsemi skiptir líka höfuðmáli. Að þessu sinni verður keppnin haldin í samvinnu við Landbúnaðarsafn Íslands, sem heldur upp á 60 ára afmæli Ferguson-traktorsins. Af því tilefni er hugmynd að verkefni hópanna að hanna og framleiða sessu í sæti á gömlum Fergusontraktor, og á hana skal letra stafinn F. Allir eru velkomnir að taka þátt! Nánari upplýsingar koma síðar en endilega látið vita af ykkur svo hægt sé að búa til net með netföngum. Áhugasamir láti vita á ull.is sem allra fyrst. almenningsstöðum, verslunum og þjónustumiðstöðvum. Innan vébanda Ferðaþjónustu bænda eru 140 bæir um allt land sem bjóða upp á gistingu, máltíðir og afþreyingu. Í bæklingunum er hægt að finna allar upplýsingar um bæina og fróðleik sem nýtist á ferðalaginu. Opinn landbúnaður er á vegum Bændasamtakanna en hann gengur út á að opna býlin fyrir gestum og kynna íslenskan landbúnað. Nú eru alls 34 bæir sem starfa undir merkjum Opins landbúnaðar en í fyrra komu alls um 37 þúsund manns í heimsóknir á bæina. Mælst er til þess að gestir hringi á undan sér þegar þeir heimsækja bæina í Opnum landbúnaði. Beint frá býli stígur nú sín fyrstu skref í kynningarstarfi en 36 bæir í félaginu kynna það sem þeir hafa á boðstólum í bæklingnum. Vöruframboðið er fjölbreytt en meðal þess sem hægt er að kaupa er reykt sauðakjöt, andaregg, dúnsængur, rabarbaraafurðir, ís, silung og nestiskörfur fyrir ferðamenn. Laus pláss á Hólum Nokkur pláss eru enn laus í sumarhúsum Bændasamtaka Íslands á Hólum í Hjaltadal. Þeim sem áhuga hafa á að leigja húsin í sumar er bent á að hafa samband við skrifstofu BÍ í síma

3 3

4 4 Leiddi til lækkunar á áburðarverði upp á hálfan milljarð Um þessar mundir er verið að aka áburði sem fyrirtækið Búvís flutti til landsins frá Finnlandi en honum var skipað upp á Akureyri og Húsavík nýlega. Alls voru flutt inn rúmlega 2000 tonn, en þetta er í fyrsta sinn sem fyrirtækið flytur inn áburð. Félagið er stofnað 2006 og hefur flutt inn aðföng fyrir bændur, m.a. Rani-rúlluplast, sem einnig kemur frá Finnlandi og er framleitt undir ströngu gæðaeftirliti. Bræðurnir Gunnar og Einar Guðmundssynir reka Búvís, sá fyrrnefndi býr í Sveinungsvík í Þistilfirði en Einar á Akureyri. Gunnar segir að áhugi bænda hafi verið mikill og eflaust hefði verið hægt að taka mun meira magn, en þeir bræður hafi viljað fara varlega í sakirnar fyrsta kastið. Viðbrögðin voru hins vegar það góð að framhald verður á áburðarinnflutningi af þeirra hálfu næsta vor. Áburðinn flytja þeir heim á bæ til kaupenda og segir Gunnar að þeir hafi til umráða hagstæða flutningabíla með mikilli burðargetu sem auki hagkvæmni flutninganna. Við keyrum allt út sjálfir, þetta eru bílar á loftpúðum en ekki fjöðrum og þeir geta tekið meira í hverri ferð, sem þýðir bara hagkvæmni, segir Gunnar og telur að menn hafi ekki sýnt nógu mikið aðhald í þessum efnum á liðnum árum. Bróðurpartur áburðarins fer til bænda í Eyjafjarðar- og Þingeyjarsýslum en einnig fer nokkurt magn annað, m.a. í Skagafjörð, Húnavatnssýslu, vestur á Strandir og líka austur á Hérað. Bændur hafa fullyrt við okkur, að með tilkomu okkar inn á þennan markað hafi áburðarverð til bænda lækkað um hálfan milljarð, segir Gunnar en heildarmarkaður fyrir áburð hér á landi er um 50 þúsund tonn. Vísar hann til þess að Fóðurblandan hafi síðastliðið haust selt tonnið á þúsund krónur og boðað % hækkun á áburði í vor frá því verði. Búvís var fyrst fyrirtækja til að tilkynna um áburðarverð nú í vetur og í kjölfarið lækkaði verð hjá öðrum innflutningsaðilum verulega. Við teljum okkur geta rökstutt það að okkar útspil hafi valdið því að áburðarverð hefur lækkað hér á landi umtalsvert. Eftir að Búvís birti sína verðskrá, fyrst áburðarsala, fylgdu aðrir í kjölfarið og verðið lækkaði. Það er umhugsunarefni að Búvís geti birt verð og verið leiðandi í verðlagningu þegar rótgrónir innflytjendur og með margra ára viðskiptasambönd eru bara á hliðarlínunni, segir hann. Spyr sig hvort þetta sé æskilegt fyrirkomulag Hann gagnrýnir m.a. Bændasamtökin fyrir að leggja bændum ekki meira lið í baráttu við þjónustuaðila sína, þau hafi ekki lagt sig fram sem skyldi við að verja hagsmuni bænda í þessum efnum. Nefnir Gunnar í því sambandi verð á fóðri og áburði, sem er gríðarhátt hér á landi. Bendir hann á að t.d. Áburðarverksmiðjan hafi haustið 2006 boðið bændum afslátt, 24% ef gengið yrði frá pöntunum þá, eins hafi verið boðinn 10% afsláttur til þeirra sem pöntuðu í febrúar. Maður fer að velta fyrir sér álagningunni í þessu samhengi, hvernig hægt sé að bjóða svo mikinn afslátt panti menn á þessum tíma en ekki öðrum. Áburður er stærsti útgjaldaliður sauðfjárbænda, ætli meðalbóndinn kaupi ekki áburð fyrir um 1,5 milljónir króna, en samt hef ég lítið séð um ályktanir frá Félagi sauðfjárbænda um þessi mál. Félagið hefur hins vegar rætt um hvort það eigi að vera með eða á móti hvalveiðum. Manni þykir þetta dálítið einkennilegt. Líkt og áburðarkaupin skipti minna máli, segir Gunnar og bætir við að margir kjörnir fulltrúar bænda séu sölumenn fyrir áburðarsala. Maður hefur auðvitað spurt sig hvort þetta sé æskilegt fyrirkomulag. Það gerir vöruna aðeins dýrari að vera með fleiri tugi umboðsmanna um land allt. Einar Guðmundsson hjá Búvís við áburðarstæðurnar, en félagið flutti inn tæplega 3000 tonn af áburði nú í vor, sem verið er að aka heim á bæi um þessar mundir. Fastir í fátæktargildru Gunnar nefnir líka að stóru áburðarsalarnir, t.d. SS og Fóðurblandan, sitji beggja vegna borðs og erfitt sé að keppa á jafnréttisgrundvelli við slíka aðila. Fyrirtækin sjái bændum fyrir fóðri og áburði, taki við afurðum þeirra og selji þær. Margir bændur eru því miður fastir í þessari fátæktargildru, þeir geta ekki hreyft sig neitt, verða að versla út á væntanlegt innlegg, segir Gunnar. Í mörgum atvinnugreinum segir hann að viðskiptahættir af þessu tagi séu trúlega bannaðir. Búvís hefur sem fyrr segir einnig flutt inn rúllubaggaplast, byrjaði á því vorið 2007 og seldi þá eingöngu í Norður-Þingeyjarsýslu en jók umsvifin næsta vor á eftir og náði um 15% af markaði. Fyrirtækið bauð upp á ódýrasta rúlluplastið þá, samkvæmt verðkönnun Bændablaðsins. Græðgisvæðingin hefur ekki náð til okkar, við erum með mjög hóflega álagningu og litla yfirbyggingu, enda teljum við engin rök mæla með því að þær atvinnugreinar sem þjónusta landbúnaðinn eigi að skila meiri framlegð en sú atvinnugrein sem þær lifa á, segir Gunnar. MÞÞ Svínaræktin á krepputímum Óeðlilegar aðstæður skekja kjötmarkaðinn segir nýr formaður Svínaræktarfélags Íslands Heimagerði ísinn úr Holtseli í Eyjafirði dró gesti að sameiginlegum bás Ferðaþjónustu bænda, Bændasamtakanna og Beint frá býli. Níu þúsund gestir sóttu sýninguna Ferðalög og frístundir Um síðustu helgi var haldin mikil ferða og frístundasýning í Laugardalshöllinni í Reykjavík. Þar kynntu ferðaþjónustuaðilar alla helstu kostina í ferðaþjónustu innanlands en einnig voru golfáhugamenn áberandi á sýningunni. Þá var haldin kokkakeppni, m.a. á milli landshlutanna þar sem Ólafur Ágústsson, sem keppti fyrir hönd Austurlands, bar sigur úr býtum. Matreiðslumaður ársins varð Jóhannes Steinn Jóhannesson hjá veitingastaðnum VOX og í keppni um matreiðslumeistara Norðurlanda fór Norðmaðurinn Alexander Berg með sigur af hólmi. Kjarninn í ferðasýningunni var Ferðatorgið, þar sem ferðamálasamtök og markaðsstofur landshlutanna kynntu ferðaþjónustu á sínu svæði. Veitt voru verðlaun fyrir athyglisverðasta básinn sem að þessu sinni var bás Austurlands. Fast á hæla hans fylgdu Skagfirðingar og Rangæingar með sína bása. Ferðaþjónusta bænda, Bændasamtökin og félagið Beint frá býli tóku sig saman um kynningarbás á sýningunni. Þar var dreift nýjum bæklingi sem kynnir framboð á gistingu í sveitum, mat sem hægt er að kaupa beint af bændum og býlin í Opnum landbúnaði. Almennt var hljóðið gott í sýnendum og sýningargestum enda spár á þann veg að íslenska ferðasumarið verði blómlegt þetta árið. Það hefur ekki farið framhjá neinum að mörg fyrirtæki standa höllum fæti í landbúnaði eins og annars staðar í atvinnulífinu. Bankar eru hægt og sígandi að yfirtaka rekstur fyrirtækja en þau fyrirtæki sem hafa staðið ágætlega lenda skyndilega í þeirri stöðu að þurfa að keppa við fyrirtæki sem ríkisreknir bankar hafa tekið yfir og í sumum tilfellum afskrifað skuldir eða breytt þeim í hlutafé. Lánastofnanir skekkja samkeppnisstöðu Hörður Harðarson, formaður Svínaræktarfélags Íslands og svínabóndi í Laxárdal í Skeiða- og Gnúpverjahreppi, segir núverandi ástand skekkja alla samkeppnisstöðu í greininni. Við í svínaræktinni höfum orðið áþreifanlega varir við verðfall á kjöti á seinustu mánuðum, samhliða framleiðsluaukningu og talsverðum innflutningi á svínakjöti. Það liggur fyrir að stærsti innflutningsaðilinn er einnig með eignarhald á stærstu sérhæfðu svínakjötvinnslunni, framleiðir umtalsvert magn af svínakjöti sjálfur og er atkvæðamikill kaupandi á innlendu svínakjöti. Þessi aðili er þannig í góðri aðstöðu til að nota í framleiðsluvörur sínar innlent og innflutt Mikil frjósemi á Ósabakka Jökull Helgason á Ósabakka í Skeiða- og Gnúpverjahreppi er með um 200 ær. Flestar af þeim eru bornar og hefur frjósemin aldrei verið eins góð hjá honum og þetta vorið. Ein ærin, Hetja, sem er ferhyrnd bar t.d. fjórum lömbum á dögunum, þremur hrútum og einni gimbur. Jökull er líka með um 50 kýr og það óvenjulega við þær er að í vetur báru fjórar af þeim tveimur kálfum. Þessi mikla frjósemi á Ósabakka kemur Jökli í opna skjöldu en um leið er hann mjög ánægður með ræktunarstarfið hjá sér. Hér er hann með fjórlembingana, Hetja fylgist með. MHH hráefni án þess að það komi sérstaklega fram á umbúðum, auk þess að þrýsta niður verði við núverandi aðstæður með kaupum Hörður Harðarson. á kjöti frá þeim búum sem eru komin undir verndarvæng ríkisbankanna. Þetta skekur allan kjötmarkaðinn, segir Hörður.,,Á sama tíma og bankar eru komnir að rekstri fyrirtækja er gengið hart fram í innheimtu skulda hjá þeim samkeppnisaðilum sem ennþá hafa möguleika á að borga. Beint inngrip lánastofnana í rekstur einstakra fyrirtækja skekkir augljóslega samkeppnisstöðu á markaði. Í sumu tilvikum eru fyrirtæki komin í beina samkeppni við viðskiptabankann sinn. Það er mjög óeðlilegt. Óljós framtíð greinarinnar Hörður segir einnig að rekstrarskilyrði greinarinnar séu einfaldlega þannig að mjög erfitt verði að halda henni gangandi að óbreyttu. Almennt má segja að verð á svínakjöti sé undir kostnaðarverði og háir vextir leika þessa atvinnugrein grátt eins og aðrar. Þá er framleiðslan talsvert meiri en innanlandsmarkaðurinn tekur við með góðu móti. Útflutningur á svínakjöti var nánast útilokaður eftir gerð tvíhliðasamnings árið 1977 um viðskipti með búvörur á milli Íslands og Evrópusambandsins. Samningurinn var gerður í kjölfar lækkaðra innflutningstolla á tilteknu magni svínakjöts og kjúklinga. Þessar greinar fengu ekki að njóta þess í samningnum að hafa þannig stuðlað að auknu svigrúmi á útflutningi, þar njóta aðrar búgreinar ávinningsins. Gengi krónunnar hefur verið þannig að áhugavert hefði verið að kanna möguleika á útflutningi svínakjöts til Evrópusambandsins en samningurinn útilokar það, segir hann. Ég fæ því ekki betur séð en að óbreytt þröng staða greinarinnar og erfið starfsskilyrði geti orðið þess valdandi að búunum muni fækka enn frekar frá því sem nú er. Verði svínaræktinni hins vegar búin viðunandi rekstrarskilyrði gæti búgreinin átt mikla framtíðarmöguleika en fyrir liggur að svínabændur gætu hæglega orðið burðarás kornræktar hér á landi, segir formaður Svínaræktarfélags Íslands. -smh

5 5

6 6 Málgagn bænda og landsbyggðar Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið er í eigu Bændasamtaka Íslands. Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Þröstur Haraldsson, ábm. Sími: Blaðamenn: Erla H. Gunnarsdóttir Margrét Þ. Þórsdóttir Freyr Rögnvaldsson Sigurður M. Harðarson Matthías Eggertsson Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason Sími: Myndvinnsla og frágangur: Prentsnið ehf. Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er Netfang auglýsinga er Vefsíða blaðsins er Prentun: Landsprent ehf. Upplag: sjá forsíðu Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Bændasamtökin hafna aðildarviðræðum við ESB AFSTAÐA Bændasamtakanna til aðildar að ESB er skýr. Að athuguðu máli kom í ljós að allar líkur eru á að aðild rústi landbúnaði á Íslandi í núverandi mynd. Þetta er niðurstaða okkar eftir vandaða og mikla vinnu sem samtökin hafa staðið fyrir vegna málsins í langan tíma. Þegar aflað er gagna vegna mikilvægra mála eins og t.d. í tengslum við umræðu um ESB kemur til góða að samtök bænda eiga mikið samstarf við systursamtök á Norðurlöndum. Þau eru einnig aukaaðilar að COPA, samtökum evrópskra bænda og aðilar að fleiri fjölþjóðasamtökum sem snerta landbúnað. Í gegnum þetta samstarf höfum við aflað okkur upplýsinga um hvernig málum er skipað annars staðar. Viðamikil vinna í tengslum við svokallað matvælafrumvarp er nýlegt dæmi um þekkingaröflun sem nýtist nú. CAP, sameiginleg landbúnaðarstefna ESB, hentar okkur ekki. Ísland hefur sérstöðu bæði varðandi landbúnað og fiskveiðar, það er best að við stýrum þessum málaflokkum sjálf. Óskiljanlegt er hvers vegna taka á dýrmætan tíma Alþingis nú í að karpa um ESB-mál þegar fjölmargar ákvarðanir bíða. Ef marka má ummæli forystumanna stjórnmálaflokka yrði, Í apríl síðastliðnum funduðu nokkrir stjórnarmenn Bændasamtaka Íslands með dönsku bændasamtökunum til þess að kynna sér breytingar á félagskerfi danskra bænda sem standa fyrir dyrum. Einnig kynntu stjórnarmenn sér hvernig danskur landbúnaður er uppbyggður og hvernig hann gengur. Alkunna er að Danir, sem eru meðlimir í Evrópusambandinu, eru mikil útflutningsþjóð hvað landbúnaðarafurðir varðar. Þeir framleiða þannig um þrisvar sinnum meira af landbúnaðarafurðum en þeir neyta sjálfir. Danir flytja út um 2/3 hluta sinnar landbúnaðarframleiðslu. Um bú eru í Danmörku og er meðalstærð jarða þar ytra um 60 ha. Landbúnaður er Dönum því afar mikilvæg atvinnugrein eins og sjá má af því að manns hafa atvinnu af landbúnaði og tengdum greinum. Þar af starfa í frumframleiðslunni eða 2,4 prósent af heildarvinnuafli í Danmörku. Í tengdum greinum starfa svo manns eða 3 prósent af heildarvinnuafli. Landbúnaðarvörur eru um 3 prósent af vergri landsframleiðslu Danmerkur. LEIÐARINN ef svo óheppilega vildi til að samninganefnd yrði send til Brussel, farið af stað með kröfur sem í meginatriðum stríddu gegn meginstoðum sambandsins. Hvers konar samningur yrði til í þeirri ferð? ESB-sinnum verður tíðrætt um það traust og þann stöðugleika sem hljótast mundi af því að ganga til viðræðna við ESB. Vera kann að eitthvað mundi það bæta ímynd okkar í klúbbum stjórnmálaafla og stofnanakeðja, en úrlausnir fyrir íslensk fyrirtæki hér heima fyrir væru enn betri leið til þess að skapa traust. Þá gætu þau staðið við skuldbindingar sínar gagnvart viðskiptamönnum og það kunna allir að meta. Það er til þess fallið að skapa traust. Vissulega hefur gjaldmiðillinn farið illa í þeirri umgjörð sem honum hefur verið sköpuð, en hvetja verður til þess að árásum á hann linni, að áhrifamenn hætti að tala gjaldmiðilinn niður, nóg er þar að gert. Það er hvorki Af fundi nokkurra stjórnarmanna BÍ og framkvæmdastjóra með fulltrúum Dansk landbrug Breytt uppbygging félagskerfis danskra bænda Nýverið var ákveðið að stefna að Nýtt skipurit dönsku bændasamtakanna. verulegri samþjöppun í félagskerfi danskra bænda. Yfirlýst markmið þessara breytinga er að draga úr kostnaði innan kerfisins. Nær öll fyrirtæki í úrvinnsluiðnaðinum eru í eigu bænda og verða þau aðilar að einum heildarsamtökum ásamt öðrum félögum bænda eftir breytingarnar. Á mynd sem hér fylgir með sést nýtt skipulag. Í nýju skipulagi eru tvær stjórnir, ein sem varðar frumframleiðslu og önnur sem varðar afurðastöðvarnar. Í hvorri stjórn fyrir sig er kjörinn einn formaður og tveir varaformenn. Þeir skipa svo formannaráð samtakanna, sem er yfirstjórn samtakanna. Með breyttu skipulagi er ætlunin að ná fram markvissu og einföldu samstarfi þessara mörgu grunneininga. Ýmiskonar gjöld tíðkast í félagskerfinu, bæði félagsgjöld sem eru frjáls, en einnig lögboðin gjöld eins og rannsóknargjald. Auk þess eru lagðir á veltuskattar tengdir afurðastöðvum. Ráðgjafaþjónustu greiða bændur að fullu. Þau verkefni sem bændur þurfa að greiða verulega háar upphæðir fyrir eru bókhald, ýmis áætlanagerð og ekki síst útfylling á styrkjaeyðublöðum Evrópusambandsins. Mengun bæði grunnvatns og sjávar er vandamál víða, en ekki síst í hafinu nær Danmörku. Þessu hafa danskir bændur þurft að taka á. Vegna krafna um minni mengun hægt að éta krónur né evrur og hvorki krónur né evrur bera í eðli sínu ávöxt líkt og kartöflur, eplatré eða vínviðir. Það hefur ekkert upp á sig að skapa aðstæður til þess að braska með gjaldmiðilinn, ekki frekar en brask með ræktarlönd þjónar neinum tilgangi. Meginþörf nú er að koma skikki á gjaldeyrismálin, reyna að koma einhverjum gróðri í sviðinn akurinn. Það er áreiðanlega hægt að stjórna þessu landi og þannig er áreiðanlega hægt að koma í veg fyrir árásir á gjaldmiðilinn okkar á meðan við erum að nota hann, hvað sem síðar verður. Búvörusamningar ATKVÆÐAGREIÐSLA um breytingar á búvörusamningum fer nú í hönd. Bændur verða að kynna sér vel hvað samningarnir fela í sér. Samningarnir fela í sér fyrirsjáanleika um þá hluti sem samningarnir fjalla um, þeir fela ekki í sér verðstöðvun, verð fyrir afurðir á markaði verður ákvarðað með sama hætti og áður. Með samningunum er samskiptum stjórnvalda og bænda komið í eðlilegt horf. Ástæða er til þess að hvetja bændur til þess að nýta atkvæðisréttinn. Atkvæðagreiðslan er einföld leynileg póstkosning. Látið ekki þessa samninga verða afgreidda með fálæti og greiðið atkvæði. EBL Á þessu súluriti sést hversu mishár stuðningur ESB er við landbúnað einstakra aðildarríkja eru strangar kröfur varðandi áburðarnotkun og varnarefni. En þetta raskar líka samkepnisstöðu dansks landbúnaðar sem þarf að sætta sig við minni uppskeru á hektara en algengt er í öðrum löndum, t.d. Hollandi og Bretlandi. Erfitt rekstrarumhverfi Það kom stjórnarmönnum Bændasamtakanna nokkuð á óvart hversu erfiðir tímar eru í raun í dönskum landbúnaði. Sérstaklega var tiltekið hversu erfitt svínabændur eiga nú um stundir. Svínabúin eru gjarnan gríðarstór og því um miklar fjárhæðir að tefla. Árið 2008 var tap danskra búa samanlagt um einn milljarður danskra króna. Þá eiga bændur í Danmörku erfitt með að fá lán nú um stundir, í þeim málum er frost eins og víða annarsstaðar. Mörg dæmi eru um að dregin hafi verði til baka lánsloforð og eftir standi hálfkláraðar framkvæmdir. Ýmsir forystumenn bænda telja nú að stærðarhagkvæmni búa sé að endimörkum komin. Á það bæði við um kúa- og svínabú. Jafnvel LOKAORÐIN Heimavinnsla og stefnuleysi Undirritaður sat um síðustu helgi áhugavert málþing í Norræna húsinu. Þar var fjallað um það sem orðið er mál málanna í íslensku samfélagi þessi misserin: heimavinnslu afurða, nýsköpun og milliliðalaus viðskipti neytenda við bændur landsins. Í framsöguerindum og umræðum komu fram margar athyglisverðar staðreyndir um möguleika bænda og búaliðs á því að auka vinnslu matvæla heima á bæjum sínum og beina sölu þeirra til neytenda. Sagðar voru reynslusögur úr Kjósinni og víðar af viðskiptum við stjórnvöld og einnig var skyggnst inn í framtíðina. Það sem undirrituðum þótti samt athyglisverðast var sú staðreynd að þrátt fyrir töluverð umsvif heimavinnslu- og ferðaþjónustubænda og viðleitni þeirra til að auka þjónustu við gesti og gangandi; þrátt fyrir stóraukinn og síst sem lið í endurreisn efnahagslífsins; þrátt fyrir öll fögru orðin er engin stefna til í þessum mála- komið sér niður á það hvernig rétt sé að haga þessum málum, hvaða reglur skuli gilda eða hvert skuli stefna. Svo var að heyra á sumum fundarmanna að menn biðu eftir því að ný matvælalög legðu til slíka stefnu. Það er stórmannlegt. Á sama tíma var sífelld örtröð í básnum á sýningunni Ferðalög og frístundir þar sem Holtselsísinn var á boðstólum. Hann sló öll met: manns tóku hann út. ÞH eru dæmi um að bændur hafi reynt að skipta búum sínum upp í smærri einingar. Laun eru hærri í Danmörku en sunnar í Evrópu og kröfur um aðbúnað einnig. Danir gera einnig meiri kröfur um umhverfisvernd en gengur og gerist í öðrum Evrópusambandslöndum. Hvernig verða menn samkeppnisfærir í svona umhverfi var spurt? Við þeirri spurningu fékkst ekki neitt gott svar. Stjórnarmenn Bændasamtakanna fengu hins vegar ágæta kynningu á styrkjakerfi Evrópusambandsins og þar vakti sérstaka athygli hversu mismunandi stuðningurinn er milli aðildarlanda, margfaldur munur eins og sjá má á meðfylgjandi mynd. Þessa staðreynd höfðum við reyndar rætt fyrr í vetur við Pekka Pesonen sem er framkvæmdastjóri Evrópsku bændasamtakanna, COPA og spurðum hann þá hvort þetta gæti gengið til lengdar. Ég læt lesendum eftir að velta fyrir sér svarinu við þeirri spurningu og því sem af leiðir. EBL

7 7 Í umræðunni Breytingar á búvörusamningi kynntar á fundi með bændum í Hlíðarbæ í Hörgárbyggð Skynsamlegast nú að anda með nefinu og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér Bændur eiga síðasta orðið í atkvæðagreiðslu, sagði Sigurgeir Sindri Sigurgeirsson, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda, á kynningarfundi um breytingar á gildandi búvörusamningi varðandi starfsskilyrði sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu, en skrifað var undir breytingarnar um miðjan apríl. Kynningarfundir hafa verið haldnir víða um land á liðnum dögum og lagði Bændablaðið leið sína á einn slíkan, í Hlíðarbæ í Hörgárbyggð. Þar kynntu nafnarnir Sigurgeir Sindri og Sigurgeir Hreinsson, formaður Búnaðarsambands Eyjafjarðar, þær breytingar sem gerðar hafa verið á búvörusamningnum og á eftir urðu nokkrar umræður. Sindri fór yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið og snúa að starfsskilyrðum í sauðfjárrækt og mjólkurframleiðslu, en sem kunnugt er var í fjárlögum ársins 2009 ákveðið að skerða samningsbundnar greiðslur samkvæmt búvörusamningnum vegna erfiðleika í ríkisfjármálum í kjölfar bankahrunsins. Bændasamtökin mótmæltu þeim gjörningi en viðræður milli samtakanna og ríkisins leiddu til áðurnefndra breytinga á samningunum sem nú er verið að kynna bændum. Engar breytingar verða á framlögum þessa árs, en á næsta ári, 2010, kemur til 2% hækkun óháð verðlagsþróun. Sama hækkun verður árið á eftir, 2011, auk þess sem við bætist helmingur af því sem upp á vantar til að framlag ársins uppfylli gildandi samninga, þó aldrei meira en 5%. Greitt verður samkvæmt gildandi samningi árið Þá verða samningar framlengdir um tvö ár. Sindri sagði samninginn kynntan sem lið í nýrri þjóðarsátt, því yrði bagalegt ef hann yrði felldur í atkvæðagreiðslu. Þá mun á ný ríkja mikil óvissa um framtíðina og það er alveg víst að stjórnvöld munu skera niður. Við getum auðvitað farið dómstólaleiðina, farið í mál við ríkið vegna vanefnda á búvörusamningnum, en ég tel mun skynsamlegra að halda sig nú til hlés, anda með nefinu og sjá hvað framtíðin ber í skauti sér, sagði Sindri. Hann taldi það mjög slæmt fyrir ímynd landbúnaðarins að hefja málsókn gegn ríkinu á þessum tíma, það væri dýrt og langt ferli og lögmenn hefðu talið samningaleið betri. Ég tel að ef við ekki samþykkjum þennan samning muni geta komið til frekari þvingana af hálfu ríkisins og það er mun verri staða fyrir okkur, sagði hann. Breytingar á búvörusamningi hafa bæði kosti og galla að mati Atkvæðagreiðsla um samningana Samningarnir eru gerðir með fyrirvara um samþykki bænda í almennri atkvæðagreiðslu. Sú atkvæðagreiðsla fer fram með póstkosningu og verða atkvæðaseðlar póstlagðir 14. maí. Bændur ættu því að hafa fengið atkvæðaseðla í sína hendur 15. maí eða í síðasta lagi 18. maí. Með atkvæðaseðlinum fylgir umslag sem merkt er Umslag fyrir kjörseðil. Í það umslag skal setja kjörseðilinn. Annað umslag sem merkt er Bændasamtökum Íslands fylgir einnig með. Í það skal setja umslagið með kjörseðlinum, rita nafn sitt aftan á og póstleggja svo. Atkvæðagreiðslan fer fram á tímabilinu 15. maí til 29. maí og þurfa atkvæðaseðlar að hafa borist skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síðasta lagi þann 29. maí. Viðar Þorsteinsson í Brakanda (t.v.) og Birgir Arason í Gullbrekku. Sindra. Helsti gallinn er sá að enga fallhlíf er þar að finna, þ.e. verði verðbólga mikil á komandi misserum lendi bændur í slæmri stöðu, en það er kostur að samningstíminn er lengri og gæti tíminn því nýst til að gera traustari áætlanir til lengri tíma. Vonandi verða runnir upp betri tímar en nú þegar við setjumst næst að samningaborði, sagði Sindri. Alverst ef kerfið hrynur yfir okkur Í umræðum eftir framsögu var farið vítt og breitt yfir sviðið, m.a. var spurt hvort menn hefðu einhverja hugmynd um hvert yrði greiðslumark í mjólk á næsta verðlagsári. Útlitið er slæmt að mati framsögumanna, neysla er að dragast saman, einkum á dýrari vörum, og sala að færast yfir á þær ódýrari, en það þarf ekki að hafa áhrif á greiðslumarkið, sem væntanlega verður gefið út um miðjan júní. Sigurgeir Hreinsson nefndi að verð á nýmjólk væri hvergi í Evrópu lægra en hér á landi, enda væri því haldið í lágmarki og vinnslan fengi sína framlegð í gegnum dýrari vörur. Hann sagði Mjólku græða mest á kerfinu eins og það væri nú, þó menn þar á bæ héldu öðru fram. Kerfið væri að sumu leyti meingallað og brýnt að ná fram á því breytingum, en alverst væri ef það hrynur yfir okkur, eins og hann orðaði það. Nefndi hann einnig að kvótar yrðu lagðir niður í Evrópusambandslöndunum árið 2015 og það myndi án efa hafa áhrif á pólitíska afstöðu manna hér á landi. Aðspurður hvort samningurinn héldi gagnvart ESB, taldi hann fullvíst að forsendur gætu breyst á þann máta að samningurinn yrði ónýtur. En ég spái því að sótt verði um aðild að Evrópusambandinu innan ákveðins tíma, en málið svo fellt í þjóðaratkvæðagreiðslu! sagði Sigurgeir. Erum enn í öldudal Ýmis fleiri mál voru rædd, m.a. að búnaðarlagasamningur væri enn opinn og óttuðust menn mjög að inn í hann yrði farið. Nú eru um 580 milljónir króna í þeim samningi og töldu fundarmenn fullvíst að framlagið yrði skorið niður líkt og boðað hefur verið varðandi ríkisstofnanir. Þá spáðu menn í spilin varðandi vexti og verðbólgu, slæma stöðu landbúnaðarins og atvinnulífsins almennt í landinu og loks ræddu menn um kjötsölu, en sama er uppi á teningnum þar og í mjólkinni, ódýru vörurnar seljast en hinar dýrari síður. Þannig nefndi fundarmaður að bóndi sem framleiðir nautakjöt næði ekki að selja dýrustu bitana og væri svo komið að nánast allt færi í hakk, sama hvað vöðvinn héti. Hvað lambakjöt varðar sáu menn sóknarfæri. Skortur væri á heimsmarkaði, m.a. vegna mikillar fækkunar á Nýja-Sjálandi, þar sem þurrkar og hátt verð á landi hafa sett strik í reikninginn. Við erum enn í öldudal, en vonandi tekst okkur að komast upp úr honum á næstu misserum. Þessar breytingar á búvörusamningnum eru tilraun til að hafa eitthvað fast framundan. Það er erfitt að fara þá leið að sækja okkar rétt til ríkisins gegnum dómstóla á sama tíma og við værum að standa í viðræðum um nýjan samning. Vissulega geta menn haft mismunandi skoðanir á þessum breytingum, en að mínu mati er það almennt jákvætt að fara þessa leið, samþykkja samninginn og nýta tímann til að byggja upp vegna næsta samnings. Ég hvet menn því til að samþykkja hann, sagði Sindri. MÞÞ Talning fer fram 2. júní næstkomandi. Á kjörskrá eru eru handhafar hvers kyns beingreiðslna (beingreiðslur mjólkur, beingreiðslur sauðfjár, gripagreiðslur og gæðastýringarálags). Séu fleiri en einn aðili að búrekstrinum og eru jafnframt félagar í búnaðarfélagi/búnaðarsambandi og/eða búgreinafélagi hafa þeir einnig kosningaréttrétt. Kjörskrár munu liggja frammi hjá búnaðarsamböndum. Séu bændur ekki á kjörskrá en telji sig eiga atkvæðisrétt eru þeir hvattir til að senda kæru til kjörstjórnar. Þá kæru þarf að senda á skrifstofu Bændasamtaka Íslands og merkja til kjörstjórnar vegna kosninga um búvörusamninga. Einnig er hægt að senda kærur á kjörstjórn með tölvupósti á Ernu Bjarnadóttur formann kjörstjórnar á póstfangið Allir bændur eru hvattir til að taka þátt í kosningunni. Breytingar á búvörusamningum Breytingar á samningunum fela eftirfarandi í sér: Framlög á árinu 2009 verði samkvæmt fjárlögum. Framlög ársins 2010 verði 2% hærri en 2009, óháð verðlagsþróun. Árið 2011 hækki framlög aftur um 2%, en auk þess bætist við helmingur af því sem upp á vantar til að framlag ársins uppfylli ákvæði gildandi samnings. Þó verði hækkun milli ára ekki umfram 5%. Árið 2012 verði greitt samkvæmt gildandi samningi, en þó með fyrirvara um 5% hámarkshækkun eins og árið Báðir samningarnir verði framlengdir um tvö ár, að mestu á óbreyttum forsendum. Breytingarnar fela ekki annað í sér. Borið hefur á þeim misskilningi að breytingarnar þýði verðstöðvun á afurðum og að þeir hafi áhrif á verðlagsnefnd búvara. Því er rétt að taka fram eftirfarandi: Breytingar á búvörusamningum innihalda engin ákvæði um verðstöðvun. Breytingarnar hafa engin áhrif á störf verðlagsnefndar búvara. Forystufólk ríkisstjórnarinnar hefur gefið það út að verði breytingarnar samþykktar muni bændur ekki þurfa að taka á sig frekari byrgðar í þeirri efnahagslegu uppbyggingu sem framundan er. Breytingar á búvörusamningum kynntar Kynningarfundum vegna breytinga á búvörusamningum um starfskilyrði sauðfjárræktar og mjólkurframleiðslu lauk þriðjudaginn 5. maí með fundi á Ísafirði. Átján fundir voru haldnir um allt land, þeir fyrstu 30. apríl síðastliðinn. Fulltrúar Bændasamtaka Íslands og búgreinafélaganna mættu á fundina og kynntu fundargestum breytingarnar og sátu fyrir svörum. Þrátt fyrir annatíma í sveitum þessa dagana var mæting almennt ágæt en þó nokkuð misjöfn milli funda. Að sögn Haraldar Benediktssonar formanns Bændasamtakanna var nokkuð mismunandi hvaða skoðun fundargestir höfðu á breytingunum. Það virðist vera svolítill misskilningur í gangi varðandi hvað þessar breytingar þýða. Það mátti heyra á máli manna að þeir óttuðust sumir hverjir að með þessum breytingum væri verið að skrifa upp á verðstöðvun á afurðaverði næstu árin. Það er ekki. Í þessum samningum er einfaldlega verið að koma aftur á eðlilegum samskiptum milli ríkis og bænda sem fóru í uppnám við síðustu fjárlagagerð. Samningarnir eru lengdir um tvö ár og það er komið á ákvæði um hámarksskerðingu verðbótaþáttarins. Á árunum tveimur sem bætt er við verður samningurinn framkvæmdur að mestu á óbreyttum forsendum. Við teljum einfaldlega að við þær aðstæður sem nú eru uppi höfum við verið að verja bændur fyrir frekari niðurskurði og jafnframt eru bændur að leggja sitt af mörkum til þeirrar efnahagslegu uppbyggingar sem óhjákvæmilega er framundan. Þar verða engir undanskyldir, ekki heldur bændur. Við höfum hins vegar verið fullvissaðir um að bændur séu nú búnir að taka á sig sínar byrðar, það verði ekki lagt meira á þeirra herðar. MÆLT AF MUNNI FRAM Ágætu lesendur. Hreiðar Karlsson á Húsavík óskar gleðilegs sumars með þessari vísu: Okkur flytur andvarinn ilm af horfnum ströndum. Vorið fer um vanga minn vinsamlegum höndum. Fleiri Þingeyingar hafa vissulega orðið varir við vorið. Hólmfríður Bjartmarsdóttir, Fía á Sandi, yrkir: Sýnist úti sumar blítt sólin bræðir krapið. Allt er nú sem orðið nýtt einkanlega skapið. Þegar komið er af Vatnsskarði til austurs leynir fegurð Skagafjarðar sér ekki. Jón Gissurarson bóndi í Víðimýrarseli í Skagafirði þekkir þetta vel og fær aldrei leið á útsýninu af heimahlaði. Með vorinu orti hann: Vorsins góða varmann þrái, vel hann gleður hjörð. Útsýnið ég alltaf dái yfir Skagafjörð. Logi Óttarsson frá Garðsá í Eyjafirði bjó til fyrir nokkrum árum fokdýra vísu í tilefni vorkomunnar. Hún er ort undir hagkveðlingahætti, þrælrímuð, skýr og stuttaraleg: Sunnan átt kelar kátt. Hverfur brátt hjarnið grátt. Fuglar dátt syngja sátt, sumir hátt, aðrir lágt. Eiríkur Páll Sveinsson orti á páskum forðum daga þegar upprisusólin vermdi hann til lífs og sálar: Úti er snævar breiða blá, blikar sól á fjöllum. Hæglát skýin himni á hlýja mér nú öllum. Í síðasta þætti birti ég vísu eftir Geir í Eskihlíð. Nú hef ég haft spurnir af því að hún hafi verið ort er Matthías Á. Mathiesen þurfti að bregða sér burt frá hugðarefni sínu, hestamennskunni og góðum félagsskap þar, til að sitja afar áríðandi fund. Þá orti Geir þessa vísu: Illa bítur orðastálið algengast er það: Halda fundi, hugsa málið en hafast ekki að. Geir var fæddur 1902 og lést í ársbyrjun Síðasta vísan hans var svona: Andinn verður aldrei strand en allir verða að deyja. Eilífðin er óskipt land eins og bændur segja. Önnur vísa Geirs er öll á dýpt, breidd og hæð. Þar sést líka að hugsunin hefur færst í líkan farveg og birtist í seinni ljóðum Einars skálds Benediktssonar. Geir yrkir um nálægð dauðans við lífið: Verið róleg, engin æðruorð. Við eigum von á löngu þekktum gesti. Þá dauðans skál er tæmd við tregans borð er trúin okkar besta vegarnesti. Með þessum orðum Geirs kveð ég að þessu sinni. Áfram með vorverkin og fram til betri tíðar hvað sem öðru líður! Umsjón: Hjálmar Jónsson

8 8 Markmiðið að greinin skili ásættanlegri afkomu Nýr formaður kúabænda segir það félagslega skyldu að vinna að hagsmunum bænda. Telur Evrópusambandsaðild ekki hagfellda, hvorki fyrir Ísland í heild né greinina. Sigurður Loftsson bóndi í Steinsholti var kjörinn formaður Landssambands kúabænda á síðasta aðalfundi sambandsins. Bændablaðið heimsótti Sigurð á dögunum og tók hann tali um nýja embættið, þær breytingar sem það hefur í för með sér fyrir hans persónulegu hagi og framtíðarsýn Sigurðar fyrir mjólkurframleiðslu í landinu. Sigurður segist telja að eins og staðan sé í dag sé greiðslumarkskerfið sem unnið er eftir í mjólkurframleiðslunni besta leiðin til að tryggja gegnsæi og hagkvæmni í greininni. Sigurður geldur varhug við Evrópusambandsaðild sem að hann telur að yrði hvorki þjóðinni í heild né greininni hagfelld. Blaðamaður byrjar á því að spyrja Sigurð hvaða breytingar nýja embættið muni hafa í för með sér fyrir hann sjálfan og búskapinn. Ég sé ekki annað en að ég verði að ráða starfsfólk inn á búið. Búskapurinn hefur mest verið á mínum herðum og þess vegna verð ég að gera einhverjar slíkar ráðstafanir. Ég vona samt að ég geti sem mest sinnt þessu hérna að heiman, ég hef ekki áhuga á að verða skrifstofubóndi. Þú ert ekki nýr í félagsmálum bænda. Hvert er upphafið að þátttöku þinni í þeim málefnum? Það fyrsta sem ég tókst á hendur var að ég fór inn í stjórn Búnaðarfélags Gnúpverja og var þar formaður. Fljótlega eftir það lenti ég inni í félagsráði Félags kúabænda á Suðurlandi og það er nú kannski sá vettvangur sem stimplaði mig sterkast inn í þessa hagsmunabaráttu bænda. Með tímanum varð það í raun sterkara en hitt. Ég fann að það togaði mikið í mig, að vera í beinni tengingu við þá félagslegu vinnu sem að snýr beint að afkomu manns sjálfs. Þetta togaði í mig og varð til þess á endanum að ég tók að mér að vera formaður Félags kúabænda á Suðurlandi. Þannig lenti ég í raun inni í félagsneti Landssambands kúbænda, í fagráði í nautgriparækt, fór á Búnaðarþing fyrir landssambandið og verð varaformaður þess strax árið Þannig vatt þetta upp á sig. Áttirðu von á því að þetta myndi vinda svona upp á sig? Nei, engan veginn. Þetta hefur í raun ekki verið meðvitað. Maður stendur í raun frammi fyrri ákveðnum valkostum og tekur ákvörðun í hvert og eitt skipti. Maður þarf að taka afstöðu til mjög margra hluta, til sjálfs sín, fjölskyldunnar og búrekstrarins. Félagsleg skylda að starfa að hagsmunum bænda Mér finnst ég greina að það sé tvennt sem ræður för í félagsmálaþátttöku þinni. Annars vegar sé það auðvitað áhugi þinn á málefninu en hins vegar að þú metir það sem félagslega skyldu þína að gefa þig út í þessi störf. Er þetta rétt mat? Ég hugsa að það sé nokkuð rétt metið hjá þér þó að ég sé ekki viss um að það sé í raun meðvituð ákvörðun. Ég hef alltaf litið þannig á að mér finnst ekki sjálfgefið að vera sjálfur í forystu. Ég vil að sumu leyti allt eins vera í baklandinu. Hins vegar er það nú þannig að ef að hagsmunagæslan er ekki í lagi þá kemur það niður á manns eigin stöðu. Þess vegna er erfitt að skorast undan ef vilji er fyrir því að maður taki þátt. Ef enginn gefur sig í þetta er það veikleiki fyrir greinina. Ég held til dæmis að það að við kúabændur höfum átt valkost í formannskosningunum í vetur hafi verið mjög mikill styrkur fyrir greinina. Að geta valið á milli mín, sem hefur starfað innan stjórnar í all nokkurn tíma, og síðan svona sterks aðila eins og Sigurgeirs Hreinssonar vinar míns á Hríshóli. Það var að mínu mati mjög gott og það sem er ekki síður mikilvægt er að samband okkar Sigurgeirs beið engan skaða af, heldur styrktist. Þetta reynir menn. Við sjáum þetta gerast í Landssambandi kúabænda og við sáum þetta líka gerast í Landssamtökum sauðfjárbænda. Í áranna rás hefur hins vegar verið talað um að félagskerfi hafi veikst. Ertu sammála því og heldur þú að þar sé að verða einhver breyting á? Við höfum séð miklar breytingar í greininni á síðustu áratugum og við verðum að horfa á þessi mál í því ljósi. Fyrir áratugum var landbúnaðurinn undirstöðugrein í þjóðfélaginu og bændur voru mun vigtarmeiri þess vegna. Þessi áhrif bænda hafa síðan minkað í áranna rás og það verður að teljast eðlilegt í ljósi breyttrar þjóðfélagsgerðar. En þó landbúnaður hafi tapað nokkuð stöðu sinni held ég að það sé ekki vegna þess að við höfum haft veika forystumenn á undanförnum árum, þvert á móti. Menn eru auðvitað að fást við verkefni í sínum samtíma og ég held að það sé ekki sanngjarnt að segja að félagskerfi bænda sé veikt þó að breytingar hafi orðið á stöðu stéttarinnar. Bændum hefur fækkað og þar af leiðir auðvitað að við höfum minni áhrif í heild. Atburðir síðustu missera hafa hins vegar valdið því að fólk virðist meðvitaðra um mikilvægi þess að geta brauðfætt þjóðina með íslenskum landbúnaði. Sterkast að vera áfram til staðar Við greinum breytingu á afstöðu þjóðarinnar til landbúnaðarins eftir hrunið síðasta haust. Það má greina aukna velvild í garð landbúnaðar. Verða bændur ekki að nýta sér þetta andrúmsloft og hvernig eiga þeir þá að gera það? Ég held að sterkasti leikurinn sé að vera áfram til staðar. Við þurfum að halda áfram að framleiða matvæli á sem heilnæmastan, bestan og hagkvæmastan hátt. Við bændur verðum að sýna fram á það að við séum ekki einvörðungu í þessari baráttu fyrir tilvist okkar til þess að viðhalda núgildandi stöðu. Við verðum að vera tilbúnir að vinna með og takast á við breytingar. Við þurfum að sýna að við förum vel með þau gæði sem við höfum, bæði land og búfé sem og þá fjármuni sem við fáum í okkar hendur. Ef okkur tekst þetta þá höldum við góðri ímynd. Þú átt við að bændur eigi ekki bara að vera til, til þess að vera til? Nei, það er þess vegna sem ég hef aldrei verið hrifinn af stuðningskerfi sem gengur út á það eitt að halda fólki úti á landi. Landbúnaður hefur það eðli að nýta land. Þess vegna leiðir hann af sér byggð sé á annað borð afkoma í greininni. Þess vegna mun öflugur landbúnaður verða akkeri í byggðunum sem leiðir af sér búsetu í nágrenninu. Byggða- eða umhverfistengdur stuðningur leiðir ekki endilega af sér verðmætasköpun. Ef við horfum framhjá því að bændur og ríkisvaldið verði mögulega knúið til þess að til að breyta stuðningskerfinu, með til dæmis aðild að Evrópusambandinu eða vegna WTO-samninganna, ættu íslenskir bændur að knýja á um að breyta því sjálfir? Ég held það sé alveg ljóst ef menn horfa hlutlaust á það fyrirkomulag sem við búum við sé vandfundið annað kerfi eins gegnsætt og skilvirkt eins og það sem við höfum. Vandi þessa fyrirkomulags er sá að á síðustu árum hefur lagst gríðarlegur kostnaður á greinina við aðilaskipti og tilfærslu milli framleiðenda. Það er í raun þannig að allar leiðir hafa kostnað í för með sér. Ef við gæfum framleiðsluna frjálsa og fyndum annan farveg fyrir stuðninginn þá er í fyrsta lagi alls ekki víst að sá stuðningur myndi nýtast með sama hætti til að lækka vöruverð. Í öðru lagi er ekki gefið að við hefðum sama vald á framleiðslunni og næðum sama afurðaverði. Hár framleiðslukostnaður stærsta vandamálið Sigurður segir að eitt stærsta vandamál greinarinnar sé hár framleiðslukostnaður. Okkur hefur ekki tekist nægjanlega að ná þeim kostnaði niður. Fjármagnskostnaðurinn er auðvitað hluti af því en það eru mun fleiri atriði sem telja hér. Fóðurkostnaður er mun hærri hér en víðast í nágrannalöndunum og það sama má í raun segja um flestan annan kostnað. Hverju þarf þá að breyta til að ná framleiðslukostnaðinum niður? Fjármagnskostnaður er auðvitað stór hluti af þessu og það vandamál verður ekki leyst fyrir bændur sérstaklega, það er sameiginlegt vandamál allra landsmanna sem þarf að komast fyrir. Þyngsti kostnaðurinn er held ég fóðurkostnaðurinn. Annars vegar er það heimaaflaða fóðrið og hins vegar kjarnfóðrið. Það er hróplegur munur á verði kjarnfóðurs hér á landi og í nágrannalöndunum og það er eitthvað sem við hljótum að geta unnið einhvern bug á. Það má hins vegar velta því fyrir sér hvort okkur bændum sé að blæða fyrir erfiða rekstrarstöðu fóðurfyrirtækjanna. Ef svo er má spyrja hvort það sé ásættanlegt. Síðan er líka heimavandi í greininni. Við höfum búið okkur til nokkurn vanda sjálf í gríðarlega mikilli fjárfestingu í búnaði til fóðuröflunnar. Ég er sannfærður um hægt sé að auka samnýtingu og verktöku að þessu leyti, og það yrði greininni til hagsbóta. Hvernig er hægt að auðvelda nýliðun í greininni? Það sem gerðist allra síðustu ár var óeðlilegt flug á öllu verðlagi og yfirgnógt af lánsfjármagni. Þetta hafði áhrif á jarðaverð eins og annað. Á sama tíma erum við að framleiða innan kerfis sem er lokað, markaðurinn er takmarkaður við þá eftirspurn sem er eftir mjólkurvörum innanlands. Þegar menn fara síðan út í uppbyggingu og aukningu á framleiðslu myndast yfirspenna á kvótamarkaði. Þetta tvennt hefur auðvitað gert nýliðunina erfiða. Það að við eigum ekki raunverulegan möguleika á talsverðum útflutningi með eðlilegu skilaverði þýðir við þessar aðstæður spennu í greiðslumarkskerfinu. Markmiðið að greinin skili ásættanlegri afkomu Hvaða framtíðarsýn hefur þú fyrir greinina og hvað viltu skilja eftir þig? Stóra markmiðið er auðvitað það að greinin styrkist þannig að hún skili þeim sem í henni starfa ásættanlegri afkomu. Greinin þarf að verða samkeppnisfær við aðrar greinar í samfélaginu að þessu leyti. Ég hef lengi átt mér þann draum að við yrðum í raun að stærstum hluta samkeppnisfær við landbúnað í okkar næstu nágrannalöndum. Það eru ýmsir möguleikar sem við höfum til þess varðandi heilnæmi afurða og sömuleiðis ýmsir umhverfisþættir. Við þurfum að geta komið okkar framleiðslu á erlenda markaði til að skapa meira svigrúm. Erum við í þeirri stöðu nú þegar að gæði framleiðslunnar séu það mikil að þessi möguleiki ætti að vera til staðar? Eru það fyrst og fremst aðrir þættir sem standa í vegi fyrir þessu, það er kostnaðarliðir? Já, ég tel það. Fjármagnsliðir og aðfangakostnaður gera okkur erfitt fyrir. Ég held líka að við getum ekki horft fram hjá því að afurðasemi okkar hér er ekki eins mikil og erlendis. Við verðum að reyna að ná fram meiri framleiðni. Eitt er að ná fram hagræðingu í breytilega kostnaðinum eins og aðfangaverðinu, það eigum við að geta gert. Hins vegar verðum við að fá meira út úr hverri einingu í föstum kostnaði. Landssambandinu verður ekki fórnað í deilum um nýjan kústofn Getum við gert það með kústofninum sem við búum við? Sá kúastofn sem við búum við er óneitanlega takmarkaður hvað afurðasemi varðar. Hvort það eru hins vegar í íslensku kúnni sóknarmöguleikar vegna sérstöðu er hins vegar annað mál. Við verðum í það minnsta að viðhalda honum til að geta boðið upp á hann. Það er hins vegar alveg ljóst að meginþunginn í samkeppninni við aðrar þjóðir, að ég tali nú ekki um ef við lendum inni í Evrópusambandinu, verður baráttan um verð. Munt þú þá beita þér fyrir því að hingað til lands verði flutt annað kúakyn? Landssamband kúabænda og Bændasamtökin fóru á sínum tíma saman í verkefni þar sem ætlunin var að bera saman íslenska kúakynið við kýr af NRF-stofni. Það varð okkur mjög félagslega erfitt mál. Á endanum var farið í almenna atkvæðagreiðslu þar sem niðurstaðan var alveg skýr og ég lít þannig á að Landssambandinu sé ekki fært að breyta þeirri stefnu án þess að það verði skýr stefnubreyting innan greinarinnar. Þú telur að sú niðurstaða standi óhögguð? Ég tel að það að halda hópnum saman utan um kjaramál sín og félagslega starfsemi sé það veigamikið að það sé ekki hægt að fórna Landssambandinu í slík átök aftur. Okkur ber að vinna að þessum málum út frá þeim forsendum sem við höfum í dag. Myndir þú sjálfur skipta um stofn ef sá möguleiki kæmi upp? Ég veit það ekki. Það er svo margt sem getur gerst í svona ferli og þó menn hafi eina skoðun í dag kann að vera að maður hafi aðra skoðun þegar til kastanna kemur. Er andvígur Evrópusambandsaðild Myndir þú vilja halda í núgildandi greiðslumarkskerfi eins lengi og utanaðkomandi öfl gera það ekki ókleift? Ég sé ekki að eins og staðan er í dag getum við skipt um kerfi. Við þurfum hins vegar að reyna að vinna gegn þeim meinbugum sem eru á því. Þá á ég auðvitað fyrst og fremst við þann mikla kostnað sem því fylgir, hvort sem það yrði með einhverju inngripum inn á markaðinn eða öðru. Miðað við það sem þú hefur sagt hér á undan má greina að þú sért að kalla eftir þrennu. Í fyrsta lagi því að ríkisvaldið viðhaldi óbreyttu kerfi til framtíðar, í öðru lagi að þú hafir mjög miklar efasemdir um WTO-samningana og í þriðja lagi að þú sért mótfallinn Evrópusambandsaðild. Er þetta rétt metið? Það fyrirkomulag sem við höfum byggt upp, því er ógnað af þessum þáttum. Það er athyglisvert að menn ræða allmikið um breytingar en á sama tíma framlengja stjórnvöld búvörusamningana. Það segir manni það að stjórnvöld telja þetta væntanlega besta kostinn í stöðunni. Það er í rauninni það sem ég legg áherslu á. Ég hef ekkert á móti breytingum en þær þurfa að gerast þannig að greinin ráði við þær. Við verðum að horfa fram í tímann og gefa góðan aðlögunartíma ef gera á grundvallarbreytingar á kerfinu. Ef tollvernd fellur niður eins og mun gerast ef WTOsamningarnir taka gildi þá mun það hafa mjög erfiðar afleiðingar í för með sér. Það má því svara þessu játandi miðað við stöðu mála í dag. Ný ríkisstjórn hyggst sækja um Evrópusambandsaðild og talað er um að niðurstaða í því máli geti legið fyrir eftir stuttan tíma, jafnvel á meðan núverandi búvörusamningar verða enn í gildi. Er það ekki allt of stuttur tími fyrir greinina til að bregðast við ef til kæmi að Ísland gengi í Evrópusambandið? Ég held að ég geti ekki svarað þessu öðruvísi en með jái. Það er allt of stuttur tími til að greinin geti lagað sig að nýju umhverfi og það gæti haft mjög afdrifaríkar afleiðingar fyrir greinina. Það þarf að tryggja að ef gengið verður í sambandið að greinin komist sem skaðlausast frá því. Hraðinn á inngöngunni, ef hann verður eins og um er rætt mun koma í veg fyrir að það takist. Ertu andvígur inngöngu í Evrópusambandið? Já, ég get ekki sagt annað. Bæði myndi það hafa gríðarlega slæmar afleiðingar fyrir mjólkurframleiðsluna og landbúnaðinn í heild sinni en ekki síður tel ég að það muni ekki vera Íslandi hagfellt á öðrum sviðum. Við erum ólík flestum þessum löndum efnahagslega og ég hef fullkomna sannfæringu fyrir því að þegar til lengri tíma er litið og við höfum náð að jafna okkur á efnahagshruninu þá muni auðlindir okkar skila þjóðinni meiru utan sambandsins en innan. Það gæti alveg farið svo að við yrðum hreinlega leiguliðar í eigin landi ef við göngum þarna inn við þær aðstæður sem nú ríkja. Ég sé ekki hagsmunina fyrir landið í heild sinni og fyrir mjólkurframleiðsluna er mikil hætta á að við munum tapa mjög miklu af okkar markaði sem yrði mikið högg og leiddi af sér verulegan samdrátt í greininni. fr

9 9 Stáli frá Kjarri Is Stáli frá Kjarri verður til afnota í Kjarri sumarið Verð pr. hryssu kr Upplýsingar og pantanir hjá Helga Eggertssyni eða Netfang: Pottþéttar Héðinshurðir EINN, TVEIR OG ÞRÍR Tökum notaða bíla uppí notaða. Aðeins brot af tilboðsbílum. Ýmis lánakjör í boði. 9,7% fastir vextir óverðtryggt Sími Bíldshöfði 10 HYUNDAI TERRACAN 2,9 GLX TDI, 2/2006, ek. 51 þús. 5 dyra, ssk. álf. 33 dráttarkrókur, filmur, leður, topplúga og fl. Verð þús. Tilboð þús. stgr. SSANGYONG KYRON M-200 DIESEL 7/2006, ek. 44 þús. 5 dyra, ssk. abs, dráttarbeisli, fjarstýrðar samlæsingar, cd og fl. Verð þús. Tilboð þús. stgr. TOYOTA LANDCRUISER 90 GX 33 12/1999, ek. 168 þús. 5 dyra ssk. dráttarbeisli, kastarar og fl. Verð þús. Tilboð þús. stgr. SSANGYONG MUSSO SPORTS TDI, 1/2004, ek. 108 þús. 4 dyra, ssk. álf. 31 dráttarbeisli cd og fl. Verð þús. Tilboð þús. stgr.

10 10 Vélsmiðja Ingvars Guðna á Vatnsenda í Flóahreppi: Nóg að gera þrátt fyrir kreppu þjónustar bændur, verktaka og einstaklinga með alla almenna vélsmíði Ingvar Guðni Ingimundarson frá Vatnsenda í Villingaholtshreppnum hinum forna lét draum sinn rætast árið 2000 þegar hann stofnaði sína eigin vélsmiðju á hlaðinu heima hjá sér. Áður hafði hann starfað hjá Vélsmiðju KÁ á Selfossi. Ingvar er vélsmiður að mennt og hefur alltaf haft mikinn áhuga á hverskonar smíði, enda er þetta greinilega í genunum, því afi hans, Ingvar Kristján Jónsson í Villingaholti, smíðaði bæði úr járni og tré og langafi Ingvars, Jón Gestsson, var líka mjög laghentur smiður og smíðaði meðal annars Villingaholtskirkju. Ekki er laust við þennan áhuga úr föðurættinni heldur en Garðar Eymundsson, föðurafi hans, er húsasmíðameistari og Ingimundur Bjarnason, langafi Ingvars, var járnsmiður. Ingimundur Bergmann, faðir Ingvars, er svo vélfræðingur. Eiginkona Ingvars er Eydís Rós Eyglóardóttir og eiga þau saman dótturina Þórunni Evu, sem er eins og hálfs árs gömul. 16 km frá Selfossi Vélsmiðja Ingvars Guðna (VIG) er staðsett 16 km austan við Selfoss eða í Flóahreppi. Ingvar Guðni er fæddur og uppalinn á Vatnsenda en foreldrar hans, þau Þórunn Kristjánsdóttir og Ingimundur Bergmann Garðarsson, eru með kjúklingabú á jörðinni. Vélsmiðjan er í bragga á hlaðinu. VIG hefur frá upphafi lagt áherslu á þjónustu við bændur, verktaka og í raun alla þá sem þurfa að láta smíða hvaðeina úr málmum. Grunnurinn að VIG var í raun lagður með framleiðslu á vönduðum hliðum fyrir sumarhúsaeigendur en framleiðslan á hliðunum hófst sumarið 1998 í smáum stíl og hefur haldist allar götur síðan. Það hefur verið stefna VIG frá upphafi að leysa nánast hvaða verk sem viðskiptavinurinn óskar. Gott að vera í sveitinni Já, það er mjög gott að vera með starfsemina í Flóahreppi og draumur að geta verið á hlaðinu heima hjá sér. Það hefur verið nóg að gera enda hefur starfsemin vaxið frá ári til árs. Ég var fyrst bara einn en núna erum við tveir að smíða, Ingvar Guðni þarf oft að setjast fyrir framan tölvuna og vinna ýmis mál þó eiginkona hans, Eydís Rós, sjái um bókhaldið fyrir fyrirtækið. Þau eiga þá heitu ósk að fá betri nettengingu í sveitina. Hér er Ingvar Guðni að vinna við logsuðu á verkstæðinu sínu. Starfsmaður Ingvars Guðna, Hörður Ársæll Sigmundsson frá Leifsstöðum í Austur-Landeyjum. ég og mágur minn, Hörður Ársæll Sigmundsson frá Leifsstöðum í Austur-Landeyjum, og Eydís konan mín sér um bókhaldið, sem er afar mikilvægt starf. Það eina Vélsmiðja Suðurlands á Selfossi og Hvolsvelli: Þjónustum allt frá saumnálum upp í eldflaugar búnaðarsmiður fyrirtækisins á Hvolsvelli sem ég er ekki sáttur við er nettengingin hjá okkur, hún er mjög slöpp og oft erfitt að vera í góðu sambandi við umheiminn í gegnum tölvuna. Jú, svo er það orkukostnaðurinn, en hér er ekki hitaveita og fyrirtæki á köldum svæðum fá enga niðurgreiðslu til hitunar. Annars brosum við bara og erum bjartsýn, sagði Ingvar Guðni þegar hann var spurður hvernig gengi að reka vélsmiðjuna í sveitinni. Ingvar Guðni inni í einni af fjölmörgum gjafagrindum sem hann hefur smíðað í gegnum árin. Bak við hann er vörubíllinn sem er notaður til að flytja vörurnar frá Vatnsenda, en Ingvar þjónar bændum og búaliði út um allt land. Leysum málin Það hefur aldrei verið sérstakt markmið hjá mér að reka stóra smiðju heldur fyrst og fremst að skila góðri vinnu. Hvort heldur er í grófum viðgerðum á úr sér gengnum vélavögnum eða mun fíngerðari hlutum, eins og hrærivélarþeytara. Einnig smíðum við hina ýmsu hluti úr fægðu, ryðfríu stáli. Það gildir einu, við leysum málin. Smiðjan hjá mér er mjög vel tækjum búin enda nauðsynlegt að vera vel græjaður, þannig að maður geti leyst flókin og fjölbreytt verkefni, bætir Ingvar Guðni við. Þvottasnúrur og kerrur Á meðal framleiðsluvara hjá Ingvari Guðna eru hlið, vegristar, gjafagrindur, lamir, rennubönd, hliðslár, kerrur, handrið, hesthúsainnréttingar og þvottasnúrur, sem slegið hafa í gegn á fjölmörgum heimilum. Fyrirtækið leggur einnig stund á hverskyns sérverkefni svo sem viðgerðir, felgubreikkanir, smíði á stálgrindum, rennismíði og yfirleitt alla stálsmíði og viðgerðir. Björt framtíð Já, ég sé ekki annað en að framtíðin sé björt þrátt fyrir að það blási aðeins á móti um þessar mundir vegna efnahagsástandsins. Ég ætla fyrst og fremst að reyna að halda í horfinu með fyrirtækið og bæta kannski eitthvað í ef ástandið lagast. Reyndar er ég að svipast um eftir góðum starfskrafti, allavega í afleysingar í sumar. Verkefnastaðan er góð eins og staðan er í dag og ég treysti á að svo verði áfram, sagði Ingvar Guðni brosandi í lokin og sneri sér að vinnunni í bragganum. Hægt er að kynna sér starfsemi vélsmiðjunnar á heimasíðunni: www. vig.is Viðtal og myndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson Í september 2003 keypti Skipalyftan hf. í Vestmannaeyjum rekstur Vélsmiðju KÁ á Selfossi og stofnaði nýtt fyrirtæki, Vélsmiðju Suðurlands ehf. Fyrirtækið er rekið á traustum grunni, sem nær allt aftur til ársins Á þessum langa tíma hefur starfsemin tekið töluverðum breytingum. Í dag er þjónusta fyrirtækisins á breiðum grunni varðandi hefðbundna starfsemi vélsmiðju; verktöku, nýsmíði, viðgerðir og ýmiss konar viðhald, ekki síst fyrir bændur og búalið. Á Selfossi hefur aðallega verið sinnt stærri verkum, s.s. upptektum á vatnsaflstúrbínum, viðgerðum og viðhaldi á tækjum og búnaði í virkjunum, smíði á brúarbitum fyrir Vegagerðina og fjölmörgum öðrum stórum sem smáum verkum í viðgerðum og nýsmíði. Á Hvolsvelli hefur verið rekin öflug þjónusta við bændur og framleidd landbúnaðartæki og áfram verður boðið upp á virka og öfluga þjónustu í viðgerðum og nýsmíði. Já, það er nóg að gera hjá okkur og við sjáum bara fram á bjarta tíma þó það blási á móti í efnahagslífi landsins um þessar mundir. Við vinnum mikið fyrir bændur, bæði varðandi nýsmíði og viðhald ýmiss konar. Við finnum að bændur vilja sækja gömlu, góðu tækin sín sem hefur verið lagt og láta gera við þau, sem er hið besta mál. Við erum t.d. mikið í því þessar vikurnar að endursmíða eldri haugdælur, þar sem þær eru orðnar gríðarlega dýrar og uppseldar á flestum stöðum og menn í vandræðum hvað þetta varðar, segir Magnús Haraldsson, yfirlandbúnaðarsmiður fyrirtækisins á Hvolsvelli. Ég segi stundum að við smíðum allt frá saumnálum upp í eldflaugar, okkur er ekkert óviðkomandi, bætir Magnús við og hlær. Leiðandi í þjónustu við bændur Vélsmiðja Suðurlands hefur verið Kátir starfsmenn Vélsmiðju Suðurlands. Frá vinstri: Skúli Sigurbergsson, Magnús Haraldsson, Hilmar Skarphéðinsson, Margrét Jónasdóttir, framkvæmdastjóri og Gunnar Svanur Einarsson, framleiðslustjóri. Öll framleiðsla Vélsmiðju Suðurlands á tækjum fyrir atvinnulífið er byggð á íslenskri hönnun og smíði. Unnið er eftir gæðastöðlum til að tryggja hámarksgæði. leiðandi í þjónustu við bændur um allt land, t.d. með gjafagrindur og allt sem tengist fóðrun. Fyrirtækið hefur t.d. smíðað fjóra valtara síðustu mánuði sem kornbændur nota mikið, auk þess að setja upp fóðurkerfi, sem reynst hafa vel. Þá er fyrirtækið með pípulagningaþjónustu á Hvolsvelli, sem notið hefur mikilla vinsælda. Á Selfossi starfa sjö starfsmenn og fimm á Hvolsvelli. Heildarlausn á einum stað Fyrirtæki, stofnanir, sveitarfélög og einstaklingar eru hvött til að hafa samband við okkur varðandi fyrirhugaðar framkvæmdir. Vélsmiðjan hefur innan sinna raða starfsmenn sem geta tekið að sér skipulag, undirbúning, úrvinnslu og framkvæmd verka, þ.e. heildarlausn á einum stað. Til staðar er góð aðstaða, öflugur tækjabúnaður og faglegt starfsfólk með mikinn metnað til að þjóna viðskiptavinum okkar sem best. Okkar markmið er eftir sem áður að sinna öllum okkar viðskiptavinum á Magnús er verkstjóri á Hvolsvelli og yfirlandbúnaðarsmiður fyrirtækisins. Hann er alltaf kátur og hress og segir að starfsmenn Vélsmiðjunnar leysi öll mál sem komi upp. Hann samdi meðfylgjandi vísu þegar blaðamaður heimsótti hann til að fá upplýsingar um fyrirtækið: Sumar, haustið, vor og vetur verður fátt hér talið, allt þetta sem enginn getur okkur þá er falið. sem bestan hátt með vönduðum vinnubrögðum, skilvirkri þjónustu og hagstæðum viðskiptum, sagði Magnús að lokum. Viðtal og myndir: Magnús Hlynur Hreiðarsson.

11 11 Sunnlenski sveitadagurinn Laugardaginn 9. maí 2009 Um 3000 gestir heimsóttu okkur á Sunnlenska sveitadaginn sl. laugardag og þökkum við þeim kærlega fyrir komuna. Einnig þökkum við þeim fjölmörgu fyrirtækjum sem tóku þátt og lögðu sitt af mörkum við að gera Sunnlenska sveitadaginn eftirminnilegan. Jötunn Vélar hf - Austurvegur Selfoss - Sími: Fax: Dekk fyrir landbúnað Sólning býður upp á mikið úrval dekkja undir dráttarvélar og helstu vinnuvélar í íslenskum landbúnaði. Sendum hvert á land sem er. Dráttarvéladekk Vinnuvéladekk Vagnadekk Heyvinnuvéladekk Fjórhjóladekk K ó p a v o g u r, S m i ð j u v e g i , s í m i SÓLNING N j a r ð v í k, Fitjabaraut 12, sími S e l f o s s, Gagnheiði 2, sími

12 12 Öflug landbúnaðarframleiðsla er náðargjöf Ólafur Ragnar Grímsson, forseti íslenska lýðveldisins, er 66 ára gamall í dag, 14. maí. Í tilefni af afmæli forsetans tók Bændablaðið hann tali og ræddi við hann um rætur hans, fæðuöryggi, framtíð íslensks landbúnaðar og íslensks þjóðlífs. Blaðamaður Bændablaðsins hitti forsetann fyrir á skrifstofu hans á Bessastöðum og eftir að hafa þegið kaffi og meðlæti er forsetinn spurður um tengsl hans við landbúnað í gegnum tíðina. Ég ólst upp vestur á fjörðum, bæði á Ísafirði og Þingeyri. Ég bjó á Þingeyri í sjö ár og allmörg sumur auk þess, hjá afa mínum og ömmu, sökum þess að móðir mín glímdi við berklaveiki. Á þeim tíma var þorpið á Þingeyri í raun nátengt sveitunum í kring. Menn héldu þar bæði kýr og kindur, t.a.m. var í næsta húsi við afa og ömmu ágætt fjós. Nábýlið við bændurna í Dýrafirði var einnig ærið mikið. Líf mitt fyrir vestan var því í raun samofið bæði landbúnaði og sjávarútvegi, fólk sinnti bæði sjósókn og fiskvinnslu, hélt kýr og kindur og stundaði hefðbundin sveitastörf. Ég hef oft sagt við erlenda viðmælendur mína til að útskýra hversu skammt er síðan að Ísland var í raun samfélag sjálfsþurftarbúskapar, að á hverju hausti varð sérhver fjölskylda að verja einum til tveimur mánuðum til að afla sér vista fyrir veturinn, fylla kjallarann undir húsinu af matvælum. Öll sú vinna gaf okkur sem þá vorum ung ríka tilfinningu fyrir hljómfallinu í náttúrunni, samspili manns og lands og sjávar. Þingeyri var í raun og veru í senn sjávarpláss og landbúnaðarþorp. Ég hef oft þakkað mínum sæla fyrir að hafa alist upp í slíku samfélagi. Telurðu að það sé samfélaginu til skaða hvernig tengsl landbúnaðar og þjóðlífs hafa rofnað á síðustu áratugum? Við höfum, eins og nánast öll þjóðfélög á Vesturlöndum á síðustu áratugum, farið í gegnum miklar breytingar þar sem borgamyndun og atvinnulíf borganna hefur orðið aðal drifkraftur hagþróunar. Mér finnst hins vegar sem nú hafi orðið viss vatnaskil í umræðunni á heimsvísu sem fela í sér að áhersla á landbúnað, framleiðslu fæðu, ræktun lands og varðveislu landsins gæða eru orðin eitt brýnasta dagskrárefni leiðtoga þjóða um Börn og ungmenni af Norðurlandi sýndu glæsileg tilþrif í nýrri reiðhöll Æskan og hesturinn Æskan og hesturinn var yfirskrift glæsilegrar sýningar í nýrri reiðhöll, Top Reiter-höllinni á Akureyri, en hún var formlega tekin í notkun nú fyrir skömmu. Fjöldi barna og ungmenna tók þátt í sýningunni frá hestamannafélögum víða að af Norðurlandi. Fjöldi barna og ungmenna úr Létti á Akureyri, Þyt í Vestur-Húnavatnssýslu, Hring á Dalvík, Funa í Eyjafirði, Léttfeta, Stíganda og Svaða í Skagafirði, Neista á Blönduósi, Glæsi á Siglufirði og Grana á Húsavík tóku þátt í sýningunni. Hestafólkið unga sýndi frábær tilþrif og er greinilega mjög efnilegt, en aldur sýnenda spannaði frá fjögurra ára aldri upp í 16 ár. Atriðin voru fjölmörg og mikið í þau lagt, vandað til búninga og hestar voru skreyttir. Meðal atriða má nefna ævintýri um óskastein í Tindastóli, Kardimommubæinn, Abbasýningu, villtan dans og þá brugðu Húnvetningar gamla tímanum upp fyrir gestum, svo lesendur verði einhverju nær um fjölbreytnina sem í boði var. Top Reiter-höllin á Akureyri er stærsta reiðhöll landsins, en svo heitir hún samkvæmt samkomulagi við feðgana og velunnara hennar, Herbert Kóka Ólason og Ásgeir son hans, en þeir gáfu hljóðkerfið í húsið og beisli og hnakka, sem ætlað er til æskulýðsstarfa og reiðkennslu. Aðstaðan í hinni nýju reiðhöll er eins og best verður á kosið og hefur mikil áhrif á hestamennsku á Akureyri, m.a. hvað varðar sýningarhald, keppnir, frístundaiðkun, reiðkennslu og æskulýðsstarf. MÞÞ allan heim. Sú sýn, sem var áberandi fyrir tíu eða tuttugu árum, að sveitirnar og landbúnaðurinn væru um aldur og ævi víkjandi og ekkert blasti við þeim annað en samfelld hnignun, er nú mjög röng mynd af þeim áherslum sem við þurfum öll að sameinast um. Það var kannski kjarninn í þeirri ræðu sem ég flutti við setningu Búnaðarþings árið 2008 þegar ég ræddi um fæðuöryggi þjóðarinnar. Það sýnir hve örar breytingarnar hafa orðið að þegar ég var að undirbúa þá ræðu var enn ríkjandi sá hugsunarháttur að hugtak eins og fæðuöryggi væri nokkuð framandi. Nú er það orðið Viktoría Sól Hjaltadóttir er ekki há í loftinu en tók engu að síður þátt í sýningunni og hafði gaman af. Hjalti Þórarinsson og Rósa María Stefánsdóttir teyma. Þátttakendur á sýningunni Æskan og hesturinn voru á öllum aldri. Oddný Sigríður Eiríksdóttir er tveggja ára og Hrafn Viggó Eiríksson fjögurra ára, en þau voru í svonefndum teymingarhóp á sýningunni, glæsilega búin. sjálfsagður þáttur í umræðunni og það er tvennt sem veldur því. Annars vegar er sú mikla breyting sem orðið hefur í afstöðunni varðandi loftslagsbreytingar og hvernig eigi að koma í veg fyrir þær. Hins vegar hefur heimskreppan og hrun fjármálalífs sem við og margar aðrar þjóðir glíma við sýnt fram á hverskonar kjölfesta er í því fólgin að geta, líkt og við gerðum á Þingeyri þegar ég var að alast upp, sofnað á kvöldin í þeirri fullvissu að í kjallaranum væri til nóg af matvælum. Á sama hátt hefur það verið mikilvægt fyrir íslenska þjóð að átta sig á því í þessari hringiðu erfiðleika hvílík náðargjöf það er fyrir okkur að eiga öfluga landbúnaðarframleiðslu í okkar landi sem skilar þjóðinni nauðsynlegum matvælum á hverjum degi. Staða þjóða sterkari með innlendri matvælaframleiðslu Heldur þú að þjóð geti verið sjálfstæð án þess að vera sér að talsverðu marki næg um matvæli? Fæðukerfi heimsins er orðið mjög margslungið. Í vaxandi mæli eru allar þjóðir hver annari háð hvað það snertir. Það er kannski samhengið í loftslagsbreytingum og samspil orkubúskapar og nýtingar lands sem menn beina vaxandi athygli að. Þess vegna tel ég að engin þjóð geti einangrað sig frá öðrum varðandi eigin fæðuöflun. Ef loftslagsbreytingar hafa í för með sér bráðnun jökla á norðurslóðum er það til að mynda mesta ógn sem stafar að landbúnaði í Bangladesh og fjölmörgum löndum í Asíu. Ég held að það sé þó ljóst að eftir því sem þjóðir geta framleitt meira af fæðu í eigin landi og eflt sinn orkubúskap þá er staða þeirra sterkari. Það sjáum við í okkar tilfelli. Sú staðreynd að við framleiðum sjálf mikið af nauðsynlegum matvælum í landinu og byggjum á eigin orkuframleiðslu deyfði mjög höggið af hinu efnahagslega áfalli. Þess vegna höfum við líka sterkari viðspyrnu til að ná okkur á skrið á nýjan leik. Við horfum á gríðarlega erfiða efnahaglega stöðu sem bitnar á allri þjóðinni, bændum þar á meðal. Ertu ekki hræddur um að menn geti ekki staðið af sér höggið og það verði þá til þess að þessir möguleikar sem þú hefur nefnt nýtist því ekki sem skyldi? Þessir erfiðleikar eru gríðarlegir og koma niður á þúsundum einstaklinga, fjölskyldna og fyrirtækja. Mér hefur hins vegar fundist merkilegt á ferðum mínum um landið að undanförnu að finna ótrúlega víða meiri baráttuanda en hin daglega umræða endurspeglar. Viktor Kári Valdimarsson sýndi góð tilþrif, en það er Fríða Björg Jónsdóttir sem teymir. Rannveig var í hópi Vestur- Húnvetninga, en þaðan komu krakkar frá hestamannafélaginu Þyt og sýndu gestum reiðhallarinnar hvernig hesta- og smalamennskan var í gamla daga. Berglind Björk fékk að prófa að fara á bak á Sprota, sem Almar Þór notaði í atriði Þyts um gamla tímann, en þar var hann í hlutverki krakka á reið milli bæja. Þessi unga dama hafði meiri áhuga fyrir mat sínum en æskunni á hestunum sem sýndi að baki henni. Það á örugglega eftir að breytast!

13 13 Ég hef hitt garðyrkjubændur sem hafa lýst því að ef raforkuverð væri með eðlilegum hætti væri staða þeirra í raun betri en áður var. Ferðaþjónustan virðist sömuleiðis búa við það að eftirspurnin er víða um land meiri nú en á undanförnum árum. Landsmenn hafa lagt vaxandi áherslu á að kaupa íslenskt og ferðast innanlands í stað þess að fara utan. Ég held þess vegna að byggðir landsins standi betur að vígi en höfuðborgarsvæðið og landbúnaðurinn nýtur þess. Mér hefur fundist að undanförnu sem ég búi í tveimur heimum. Annars vegar eru það þessir gríðarlegu erfiðleikar og hins vegar samræður mínar við fólk sem lýsir sóknarfærum og bjartsýni. Það er ánægjulegt að finna sóknarkraftinn og viljann til að nýta sér öll tækifæri." Ný ríkisstjórn hefur lýst því yfir að sækja skuli um Evrópusambandsaðild. Bændur hafa lýst þeirri skoðun sinni að það gæti orðið greininni gríðarlegt högg. Hver er þín skoðun á því að sótt verði um aðild og deilir þú þessum ótta bænda? Sú afstaða sem Evrópusambandið hefur haft til sameiginlegrar nýtingarstefnu í landbúnaði og sjávarútvegi hefur verið ein ástæða þess að Íslendingar og reyndar líka Norðmenn hafa tekið þá afstöðu að standa utan sambandsins þó að samningurinn um Evrópska efnahagssvæðið hafi tengt okkur mjög náið við það. Í samningaviðræðum mun koma í ljós hvort Evrópusambandið lítur á þessi mál að einhverju leyti á nýjan hátt. Það sem skapar okkur fyrst og fremst vanda er spurningin hvort lítil hagkerfi, sem ætla sér virka þátttöku í hinu alþjóðlega umhverfi, geti í ljósi þeirrar alþjóðavæðingar sem einkennir efnahagslíf veraldarinnar og ég tel litlar líkur á að það muni breytast mikið í komandi framtíð búið við sjálfstæða mynt. Það er lykilspurningin sem knýr áfram þessa umræðu; gjaldmiðilinn og aðkoma Íslands að fjármálakerfi veraldarinnar, hvernig getum við varið hagsmuni okkar í þeim efnum. Það gæti verið kostur að einangra hagkerfið og að loka það að verulegu leyti af en ég efast um að það sé mikil samstaða meðal landsmanna um slíkt. Ég held að þorri þjóðarinnar vilji áfram taka þátt í alþjóðlegum samskiptum um leið og menn treysta sínar rætur og njóta þess að vera Íslendingar. Því blasir við okkur sú spurning hvernig við komum okkar myntkerfi fyrir. Ég held að í ljósi þessa alls sé mikilvægt að árétta það grundvallaratriði, að það er þjóðin sem á að hafa síðasta orðið í þessu máli. Ég hef ítrekað það og mun gera áfram. Hvorki einstakar atvinnugreinar né stjórnmálamenn eiga að ráða þessu máli til lykta heldur þjóðin sjálf. Það er sá leiðarvísir sem ég mun fylgja sem forseti. Ættum að geta náð okkur hratt á strik Hvaða vonir og væntingar hefur þú fyrir íslenskan landbúnað og íslenska þjóð á næstu misserum? Við höfum orðið fyrir miklu höggi, þjóðin öll, einkum þeir sem hafa misst sína atvinnu og hluta af sínum tekjum og eignum í kjölfar bankahrunsins. Á hinn bóginn búum við Íslendingar að mikilvægum auðlindum sem ættu að gera okkur kleift að ná okkur hraðar og betur upp úr þessum öldudal heldur en margar aðrar þjóðir. Þar á ég við gæði landsins sem skila okkur öflugum landbúnaði og kraftmikilli ferðaþjónustu sem hvort tveggja styrkir efnahag landsins. Okkur hefur líka tekist að varðveita sjávarauðlindir betur en flestar þjóðir. Við búum yfir miklum orkuauðlindum sem gríðarleg eftirspurn er eftir og eigum öfluga sveit vísindamanna og tæknimanna. Við eigum tækniiðnað sem hefur verið að spjara sig mjög vel. Síðast en ekki síst eigum við mjög vel menntaða þjóð, unga kynslóð sem hefur fengið betri menntun og þjálfun heldur en nokkur kynslóð önnur. Þegar þetta er allt lagt saman eigum við drjúgan efnivið til gagnsóknar og endurreisnar sem ætti að gera okkur kleift að ná góðri viðspyrnu á nokkrum árum, einkum ef heimskreppan verður ekki dýpri en útlit er fyrir nú um stundir. Bændablaðið óskar forsetanum til hamingju með afmælið. fr Sumarbústaður í landi Hallkelshóla í Grímsnesi til sölu, byggður eftir 1960 en hús endurnýjað að fullu árið Bústaðurinn er skráður 29,9 fm, klæddur að innan og utan og er stór verönd á tvo vegu. Gróin lóð er kringum bústaðinn sem stendur á 0,6 h. leigulandi. Ekki er rafmagn í bústaðnum en sólarsella ásamt köldu vatni og gasvatnshitara. Uppl. í símum og GÓÐ KAUP SP-302B, stærðir 90x90 sm og 96x96 sm. sturtuklefi SP-902B, stærð 107x107 sm. sturtuklefi SP-609A, stærð 130x130 sm. sturtuklefi m/baði Veggspjald af íslenska hundinum Ný veggmynd af íslenska fjárhundinum fæst nú hjá Bændasamtökunum. Alls eru 27 fjölbreyttar ljósmyndir af hundum á öllum aldri í glæsilegu umhverfi. Saunaofnar ýmsar gerðir Tvær stærðir eru í boði af spjaldinu af íslenska fjárhundinum, 88 sm X 61 sm og A3. Verð er kr af stærri gerðinni og kr. 900 af litlu spjöldunum. Að auki bætist við sendingarkostnaður. r. SP-20SN, stærð 123x123 sm Infra rauður saunaklefi Einnig eru fáanleg stór veggspjöld af sauðfé, nautgripum og hrossum þar sem fram koma helstu litir og litaafbrigði íslensks búfjár. Hringdu í síma eða sendu tölvupóst á netfangið jl@bondi.is til þess að panta veggspjald. Hægt er að greiða með greiðslukorti eða fá sendan greiðsluseðil. Möguleiki á að taka reykrör upp úr vél eða aftur úr henni. Öryggisgler fyrir eldhólfi. Trekkspjald fylgir. Kerran er á 12" (30,5cm) felgum. Burðargeta 530 kg. - eigin þyngd 66 kg. GODDI.IS Auðbrekku 19, 200 Kóp. S

14 14 Fréttir úr búrekstri LbhÍ Nóg að gera! Venju samkvæmt er þessi tími annasamur á búinu hjá okkur. Tiltölulega rólegt er þó yfir kúnum ennþá og hrossabúskapurinn á Miðfossum fer að komast í gott jafnvægi eftir annasama tíma í kringum Skeifudaginn. Þetta er hinsvegar annatími í jarðrækt og ef túnin okkar hér í Borgarfirðinum væru ekki meira eða minna á floti eftir miklar rigningar, þá væru nú mörg vorverkin að baki. Svona er þetta nú bara og mitt góða fólk er í startholunum að rjúka til um leið og hægt er, nóg er að gera enda eru um 33 hektarar í flögum í ár sem eru um 13% af túnunum. Fínn gangur Þegar þetta er skrifað, 13. maí, eru 346 ær bornar af 492 svo um fjórðungur er enn óborinn hjá okkur. Lambafjöldinn er 2,00 og dauðfædd 3,5%. Af 121 fenginni gimbur 94 bornar núna og því um 18% óbornar enn. Lambafjöldinn er 1,44 en hlutfall dauðfæddra 13,3%. Samtals er því staðan á búinu þannig að alls hafa fæðst í ár 826 lömb og eru afföll þeirra 42 eða 5,1%. Eins og talnaglöggt fólk sér skjótt þá er enn svolítið um aukalömb þrátt fyrir affföllin, þar sem við látum gimbrarnar helst ekki hafa tvö lömb. Þetta mun þó líklega tosast áfram eftir því sem líður á og einlemburnar skjóta upp kollinum eins og oft gerist. Norðurlandamót í dráttarvélaakstri Við leitum nú að hæfum aðila, fæddum , sem hefur áhuga á að taka þátt í Norðurlandamótinu í dráttarvélaakstri sem fer fram júlí n.k. í Toten í Noregi. Keppnin er afar fjölbreytt og skemmtileg og keppt í akstursleikni í þrautabraut, sem og hæfileikakeppni við vinnu.. Kennarar í dráttarvélaakstri hjá okkur munu svo velja úr hópi umsækjenda. Vakin er athygli á því að frestur til þess að sækja um er afar stuttur, eða til 22. maí nk. Hver sá sem hefur áhuga á því að taka þátt, eða óskar nánari upplýsinga, er beðinn að senda tölvupóst til Hauk: eða hringja í Möðruvellir til heimamanna Í vikunni var skrifað undir samkomulag okkar og Búnaðarsambands Eyjafjarðar, Búnaðarsambands Suður-Þingeyinga og Búnaðarsambands Norður-Þingeyinga um rekstur starfsstöðvarinnar á Möðruvöllum. Meginmarkmið með aðkomu búnaðarsambandanna þriggja að rekstri búsins á Möðruvöllum er að tryggja áframhaldandi búrekstur og rannsóknastarfsemi á staðnum. Nautin þyngjast vel Nautin okkar eru vigtuð reglulega frá fæðingu fram að slátrun og því er hægt að fylgjast með vexti og þroska. Lífþungi síðustu 22 nauta sem hefur verið slátrað var að meðaltali 506 kg og skrokkþungi þeirra var að meðaltali 244 kg. Markmiðsaldur við slátrun eru 540 dagar (1½ ár) en það hefur ekki náðst nóg vel og meðalaldurinn eru 610 dagar (2 mánuðum umfram markmið). Skrokkhlutfall (hlutfall skrokks af lífþunga) var því að meðaltali 48%. Frá fæðingu höfðu nautin því þyngst að meðaltali um 780 g/dag, sem er í lagi en mætti vera betra. Búrekstrarsviði LbhÍ Snorri Sigurðsson Hálmurinn er vannýtt auðlind Gríðarleg verðmæti geta legið í aukinni hagnýtingu Mikill meðbyr er í kornrækt á Íslandi í dag. Að mestu hefur sjónum verið beint að korninu sjálfu og þeim ávinningi að ræktað sé á Íslandi fóður fyrir búfé í auknum mæli í stað þess að það sé keypt innflutt dýrum dómum. Nýverið var gefin út skýrsla um kornrækt á Íslandi, sem unnin var fyrir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytið, þar sem ítarleg úttekt er gerð á stöðu greinarinnar og möguleikum hennar. Er skemmst frá því að segja að í skýrslunni er gert ráð fyrir að hægt sé að þrefalda kornframleiðsluna á næstu 5-7 árum með margvíslegum beinum og óbeinum ábata í landbúnaði. Margþættur ávinningur Í skýrslunni er bent á að mikilvægur hluti af kornrækt sé nýting hálms, en hingað til hafa ekki margir séð sér hag í því að hirða hálminn umfram eigin not. Nýting á hálmi í dag er aðallega fólgin í undirburði fyrir dýr, í minkarækt og í svepparækt. Nú þegar bændur eru í óða önn að sá í kornakra sína er kannski ekki úr vegi að gefinn sé gaumur að þeim fjölþætta virðisauka sem getur falist í betri nýting á hálmi. Í skýrslunni kemur fram að um 750 kíló af hálmi falli til fyrir hver 1000 kg af korni, sé miðað við fjögurra tonna uppskeru á hektara. Á síðasta ári voru flutt inn tæp 2400 tonn af viðarspæni sérstaklega til notkunar í undirburð. Áætlað verðmæti þess er talið um 94 milljónir, eða tæpar 40 krónur á kílóið. Augljóst er hversu mjög það yrði bændum til hagsbóta yrði íslenskur hálmur notaður í stað hins innflutta spænis. Þá er talið að með enn frekari aukningu í kornrækt og vinnslu á hálmi kunni að bíða enn frekari not fyrir afurðina, t.a.m. í iðnaði. Vinnsluaðferð Jötunn Véla á hálmi Fyrirtækið Jötunn Vélar á Selfossi gerði á dögunum tilraun til vinnslu á þurrum hálmi í rúllum. Finnbogi Magnússon, framkvæmdastjóri Jötunn Véla segir að tilganginn með tilrauninni hafi ekki verið sá Þann 22. apríl síðastliðinn stóðu Samband garðyrkjumanna og Tækniskólinn fyrir kynningu í Bændahöllinni í Reykjavík á verkefnum nemenda við Tækniskólann. Verkefni nemendanna var að hanna lýsingu í 1420 m 2 gróðurhús miðað við gefnar ræktunarforsendur, en fjórir hópar unnu að fjórum mismunandi lausnum. Afar áhugaverðar niðurstöður fengust úr þessum verkefnum sem gefa vísbendingar um að raforkukostnaður garðyrkjubænda geti lækkað ört á komandi misserum. Raflýsing hönnuð fyrir gróðrarstöð Lambhaga Lýsingarhönnun er vanalega hluti af námsframboði Tækniskólans þar sem nemendur vinna undir handleiðslu sérfróðra manna og í samstarfi við fyrirtæki á viðkomandi sviði sem valið er hverju sinni. Að þessu sinni var það verkfræðistofan Mannvit sem hafði umsjón með verkefninu, að höfðu samráði um forsendur við að undirbúa framleiðslu á markaðsvöru, heldur frekar að vekja bændur til meðvitundar hversu auðveld þessi vinnsla væri í raun og hve mikil verðmæti þeir geti skapað sér með tiltölulega lítilli vinnu. Eins þetta hefur verið þá hefur hálmurinn verið vannýtt auðlind. Að mínu mati þarf að eiga sér vitundarvakning meðal bænda því sagið er óheyrilega dýrt sem undirburður og þar fyrir utan er hálmurinn mun betri undirburður. Aðferðin sem við beittum var að rúllutætari blés söxuðum hálminum inn í matara á gamalli heybindivél sem síðan baggaði hálminn. Því næst var baggaður hálmurinn settur í poka. Með þessari aðferð tók um Tilraunaverkefni Sambands garðyrkjumanna og Tækniskólans Framtíðarlausn í lýsingu gróðurhúsa? rekstraraðila að gróðrarstöðinni Lambhaga. Helgi Baldursson, verkefnisstjóri hjá Tækniskólanum, segir að telja megi verkefnið sérlega áhugavert í því ljósi að um þessar mundir hafi þjóðfélagsumræðan mikið snúist um hvernig hægt sé að auka atvinnutækifæri í landbúnaði og nýsköpun með hagnýtingu innlendra orkugjafa og jarðhita. Að þessu sinni var lagt fyrir verkefni sem var ólíkt öðrum verkefnum fram til þessa. Nemendum var sem fyrr segir skipt í fjóra hópa og fengu þeir frjálsar hendur með lausn verkefnisins, svo fremi sem það uppfyllti kröfulýsinguna. Hún fól í sér að hanna ætti lýsingu fyrir salatræktun í fyrirhugað nýtt gróðurhús hjá Lambhaga í Mosfellsbæ. Einn hópurinn studdist við hefðbundna lýsingu með háþrýstum natríumljósgjöfum og annar hópur lagði til lausn með ljósgjafa sem er blanda af háþrýstu natríumi og metal highlight. Sá þriðji studdist við plasma-tækni ( sulphur ) sem er tiltölulega ný tegund af Nýi dreifarinn aftan í 360 hestafla traktor. Nýr mykjudreifari með slöngudreifibúnaði Grettir Hjörleifsson verktaki í Eyjafjarðarsveit hefur fest kaup í nýrri gerð af mykjudreifara með svokölluðum slöngudreifibúnaði. Dreifarinn tekur 15 tonn og er af Samson gerð. Grettir var nýlega að prufukera tækið á stórbýlinu Grund og lét ákaflega vel af því. Lítil hætta er á því að slöngurnar stíflist þótt eitthvað hey sé í mykjunni þar sem hnífar saxa það í mauk áður en það fer út í slöngurnar. Aðal kosturinn við þessa nýju gerð af dreifurum er að áburðarefnin eiga að nýtast miklu betur og þá sérstaklega köfnunarefnið, sem er gríðarlega mikilvægt nú þegar áburðarverð eru í hæstu hæðum.einnig er mun minni lyktarmengun með þessari aðferð sem er einnig mikill kostur. Á dreifaranum eru 80 cm flotdekk. Innflutningsaðili er Jötunn Vélar ehf. Myndir og texti: Benjamín Baldursson lampa sem m.a. geimferðastofnunin NASA hefur skoðað til þess að geta hafið framleiðslu á grænmeti úti í geimnum. Fjórði hópurinn vann með ljóstvista eða LED-lýsingu. Verkefnin byggðust öll á kerfisbundinni söfnun upplýsinga af netinu, m.a. með vísun í tilraunir með áðurnefnda lampa sem hafa þessa tilteknu eiginleika og hvernig unnt er að hagnýta þá við íslenskar aðstæður. Vísbendingar um mikla hagkvæmni með LED-lýsingu Helgi segir niðurstöður nemenda í vinnuhópunum fjórum hafa verið mjög áhugaverðar og gefa sterkar vísbendingar um að raforkukostnaður garðyrkjubænda geti farið ört lækkandi á kom- 10 mínútur að vinna hverja rúllu í smábagga. Ef notaður er rúllutætari við söxun hálmsins næst umtalsverð smækkun hans, en vilji menn meiri söxun má nota til þess múgsaxara eða sambærileg tæki, segir Finnbogi. Þá má nota pökkunarvél fyrir smábagga í stað pokanna, vilji menn létta sér pökkunina. Þeir hjá Jötunn Vélum áætla að verðmæti unnins hálms geti legið á bilinu þúsund kr. á hektara, sé miðað við að verð á undirburði sé í kringum 60 kr. á kg sem verður að teljast góð búbót. Finnbogi segir að mikilvægt sé að hálmurinn sé fullþurrkaður, vel þroskaður og laus við gras og jarðveg til að hámarka verðmæti hálms- Finnbogi Magnússon glaðbeittur á Sunnlenska sveitadeginum. Mynd MHH ins. Jötunn Vélar bjóða upp á tækni til að fullþurrka hálm í rúllum með þurrkstokkum til að lágmarka tap á velli, en benda jafnframt á að hægt er t.d. að samnýta blásara og hitagjafa til að flýta þurrkun ef þurrkstöðvar eru til staðar. -smh Grettir Hjörleifsson Bjarni Jónsson framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda ávarpar fundargesti. andi misserum með hinni nýju tækni. Samkvæmt niðurstöðunum voru ljóstvistar (LED-lýsing), þar sem ljóslit (bylgjulengdum) er stýrt með kerfisbundnum hætti til að líkja eftir geislun sólarljóssins, hagkvæmasta lausnin. Er það lausn hóps fjögur, þeirra Helga Más Hannessonar, Björns Þorgeirssonar og Guðmundar Helga Pálssonar. Er þá miðað við arðsemisútreikninga fyrir 10 ára tímabil þar sem bæði er tekið er tillit til fjárfestingar- og rekstrarkostnaðar. Vísbendingarnar voru svo sláandi að væntanlega verður tafarlaust ráðist í ræktunartilraunir í formi mælanlegrar grænmetisuppskeru, svo hægt verði að sannreyna þessar sterku vísbendingar, segir Helgi Baldursson. -smh

15 15 Garðyrkjubændur um allt land eru vægast sagt ósáttir við þá hækkun á raforkukostnaði sem á þeim hefur dunið á þessu ári og telja að margir ræktendur muni hætta ef stjórnvöld aðhafist ekkert. Bændablaðið fór til fundar við Þorleif Jóhannesson, gúrkuog tómatabónda á Hverabakka og Friðrik R. Friðriksson papriku- og tómatabónda á Jörfa á Flúðum. Þeim er heitt í hamsi yfir hækkunum og segja stjórnendur RARIK fasta í líkönum og að stjórnvöld sýni garðyrkjubændum ekki skilning. Þorleifur er með um 10 þúsund plöntur í sinni framleiðslu í um fjögur þúsund fermetra húsnæði og notar álíka mikið rafmagn fyrir framleiðslu sína og þrjú þúsund manna byggðarlag. Þorleifur framleiðir um 250 tonn af tómötum og 100 tonn af ýmiss konar kálmeti á ári. Friðrik framleiðir 80 tonn af tómötum, 70 tonn af papriku og um það bil 200 tonn af ýmiss konar káli á ári. Fyrir hækkun borgaði hann um 100 þúsund krónur fyrir flutning á rafmagni en síðasti reikningur hljóðaði upp á 460 þúsund krónur. Það á að endurskoða regluverkið í september en með þessari hækkun er ekki rekstrargrundvöllur fyrir garðyrkjubændur á Íslandi. Ég er hræddur um að fáar starfsgreinar myndu þola að fá 25% hækkun á stærsta útgjaldaliðnum ofan á aðra kostnaðarliði. Það kom okkur í opna skjöldu eftir bankahrunið í haust að ráðist yrði á okkar atvinnugrein með þessum hætti, segir Friðrik sem er allt annað en sáttur við hækkanirnar. Undanfarin ár hefur verið mikil uppbygging í garðyrkju á Íslandi og okkur hefur fundist vera mikil sóknarfæri í greininni en það hefur snarstoppað með raforkuhækkununum. Garðyrkjustöðvar hafa stækkað mikið undanfarin ár og þeim fækkað og nota þær stærstu nú allt að 4-5 gígawattsstundir á ári. Það hefur verið sótt á stjórnvöld að gera eitthvað og allir stjórnmálamenn sem við höfum rætt við hafa sýnt þessu skilning og sagt að þetta væri réttlætismál sem þyrfti bara að leiðrétta en þegar kemur að því að gera eitthvað þá stoppar þetta á embættismannakerfinu. Það er eins og skorti pólitískan kjark til að leysa þetta mál. Við töldum okkur í betri málum þegar Vinstri grænir voru teknir við landbúnaðarráðuneytinu því á stefnuskrá þeirra fyrir kosningar stóð að þeir vildu skapa rúm þúsund störf í landbúnaði og auka innlenda grænmetisframleiðslu. Jón Bjarnason lét þau orð falla þegar hann tók við lyklunum sem nýr landbúanðarráðherra nýverið að hann teldi sóknarfæri íslensku þjóðarinnar ekki síst liggja í íslenskum landbúnaði, vonandi verða þetta ekki bara orðin tóm. Það er allavega ljóst að með þessum aðgerðum er búið að girða rækilega fyrir það að þessi atvinnugrein haldi áfram að dafna, útskýrir Þorleifur. Þó að garðyrkjubændurnir Friðrik og Þorleifur á Flúðum séu hér glaðbeittir eru þeir afar óánægðir með þær gríðarlegu raforkuhækkanir sem á þeim hefur dunið undanfarin mánaðamót. Vantar pólitískan kjark Ætluðum að spila með Sem kunnugt er skrifuðu garðyrkjubændur ekki undir breytingar á aðlögunarsamningi um starfsskilyrði framleiðenda garðyrkjuafurða þann 18. apríl síðastliðinn og hafa ekki hug á að gera það fyrr en breytingar verða gerðar á raforkuverði til þeirra. Til að halda status þarf greinin ekki nema um 38 milljóna króna niðurgreiðslu frá ríkinu. Við vorum búnir að samþykkja drögin með aðlögunarsamningnum og ætluðum að spila með en fengum ekki kröfur okkar í gegn, segir Friðrik og Þorleifur bætir við: Ég nota jafnmikið rafmagn fyrir mína framleiðslu og þrjú þúsund manna samfélag en fæ ekki notið þeirrar hagkvæmni sem hlýtur að felast í einni heimtaug til mín í stað hundruða slíkra. Auk þess sem við erum látnir borga bæði heimtaugarnar sem og spennistöðvarnar fullu verði. Það er líka alveg makalaust dæmi með starfsbróður okkar, Þórhall Bjarnason á Laugalandi, sem framleiðir agúrkur, að það liggur kapall í gegnum túnið hjá honum sem liggur til Bifrastar en hann borgar dreifbýlistaxta og því nokkuð hærra verð en íbúi í Bifröst. Sé eingöngu tekið tillit til þess að RARIK þarf árlega að lesa af töflum á öllum heimilum í Bifröst en aðeins eina heimsókn þarf heim til Þórhalls þá er það með ólíkindum að verð til hans sé hærra. 15 ár aftur í tímann Stjórnmálamenn hafa sýnt þessu skilning og almenningur er með okkur því hann vill íslenskt grænmeti. Rökin hjá stjórnvöldum eru þau að við nýtum ekki alla möguleika á ódýrari lýsingartímum en við lýsum eins og Finnar sem eru fremstir í lýsingu og starfa við svipuð skilyrði og við. Það er Við hvern hektara í ylrækt starfa á bilinu manns. Um 100 ársverk tengjast lýsingu í ylrækt. Hvert gígavatt í garðyrkju skapar 14 störf á ári. Hvert gígavatt í álverksmiðju skapar 0,14 störf á ári. takmarkað sem við getum lýst á næturnar. Einnig verður að taka tillit til þess að býflugur geta ekki frjóvgað eingöngu í rafljósum og lífrænar varnir virka ekki án lýsingar. Ef garðyrkjumenn neyðast til að stöðva framleiðslu sína hluta úr ári vegna þess að raforkan er orðin alltof dýr kostnaðarliður förum við 15 ár aftur í tímann. Einnig verður að taka tillit til þess að ef garðyrkjubændur neyðast til að stöðva framleiðslu sína vegna ónógrar lýsingar þá tapast 75 störf bara hér á Flúðum, segir Þorleifur og leggur áherslu á orð sín. Það verður bara að segjast eins og er að RARIK-menn eru fastir í líkönum og þeir hugsa ekki um þarfir plöntunnar. Við verðum að hugsa um lýsingarþörf plöntunnar til að hámarka vöxt og getum ekki lýst eftir ódýrustu tímabilunum sem RARIK setur upp. Við reyndum það í paprikuræktuninni eftir því sem það var hagstætt en framleiðnin minnkaði og við getum ekki hliðrað meira til, útskýrir Friðrik og Þorleifur bætir við: Eins og mörgum er kunnugt þá hefur áburðarverð snarhækkað Þorleifur á og rekur fyrirtækið Gróður ehf. og framleiðir 250 tonn af tómötum á ári. Friðrik framleiðir paprikur og tómata í garðyrkjustöð sinni Jörfa. sem og öll önnur aðföng, við teljum því nóg á okkur lagt í bili. Við erum líka í samkeppni við innflutt grænmeti en það eru sem dæmi flutt inn um 40 tonn af tómötum árlega og megnið af paprikunni. Við önnum alls ekki eftirspurn í tómata- og paprikurækt hérlendis og í því sáum við fyrir okkur mikil sóknarfæri sem hefur nú verið slegið af. ehg

16 16 Fósturdauði í ám og gemlingum Eftir að almennara varð að láta telja fóstur í sauðfé á Íslandi, kom í ljós að umtalsverður fósturdauði á fyrri hluta meðgöngu var nokkuð algengur og þá fyrst og fremst hjá gemlingum. Ég vil með þessar grein reyna að varpa skýrara ljósi á það hversu útbreitt þetta vandamál virðist vera hér á landi og hve alvarlegt það gæti hugsanlega verið. Eins og margir vita er ég talningamaður og hef á liðnum árum aflað mér mikilvægrar þekkingar varðandi það að meta lífslíkur lamba á fósturstigi sem og hvort fóstur séu dauð í móðurkviði. Umfangsmestu og öflugustu upplýsingarnar um fósturdauða hef ég héðan af mínu eigin búi í Sandfellshaga í Öxarfirði þar sem fósturdauði hefur verið nokkuð áberandi frá því við hófum talningar árið Eins og flestir sauðfjárbændur hafa sjálfsagt fylgst með hefur verið mikil umræða um þessi fósturdauðamál undanfarin ár. Hugsanlegar skýringar og lausnir hafa komið frá ýmsum aðilum en því miður hefur engin þeirra staðist né mótvægisaðgerðir borið tilætlaðan árangur. Upphaf fósturskoðunar 2004 Það var snemma árs 2004 sem stjórn Búnaðarsambands Norður- Þingeyinga bauð mér og konu minni, Önnu Englund, að kaupa ómsjá til fósturtalninga í sauðfé. Í framhaldi af kaupunum sóttum við námskeið í notkun ómsjárinnar og var það haldið á tilraunabúinu á Hesti af Norðmanninum John Johansen. Skömmu síðar, eða í febrúar og mars þetta sama ár, töldum við fóstur í ám og gemlingum á svæðinu frá Húnavatnssýslu og austur um allt Norðurland að Völlum á Héraði og í Borgarfirði eystri (mynd 1). Að talningu lokinni sendum við út spurningalista til allra bænda sem talið hafði verið hjá, með það að markmiði að átta okkur á villum og mistökum sem hugsanlega höfðu verið gerð í talningum. Meirihluti bænda svaraði spurningalistanum og kom þá strax í ljós að fóstur sem við höfðum talið í gemlingum á sumum bæjum skiluðu sér aldrei um vorið. Veltum við því ekki mikið fyrir okkur á þeim tíma en þótti þetta hálfundarlegt þar sem einfaldasta aðgerðin í fósturtalningunni er að sjá hvort skepnan er með fóstur eða ekki. Fósturdauði algengur í gemlingum Veturinn 2004 töldum við samtals fjórum sinnum í fénu hjá okkur hér í Sandfellshaga. Þrisvar sinnum í lok janúar og byrjun febrúar og síðan í lok mars. Í ljós kom að fjöldi fóstra sem við töldum í gemlingum skilaði sér ekki þá um vorið og um 10% af gemlingunum okkar töpuðu öllum sínum fóstrum og urðu geldir. Strax á fyrsta talningarári var því komin vísbending um að eitthvað verulega athugunarvert væri á ferðinni. Einnig tókum við eftir því að á þeim bæjum þar sem lömb úr gemlingum skiluðu sér ekki höfðum við orðið vör við skrýtin fóstur þegar talning fór fram. Í ánum hjá okkur í Sandfellshaga voru sömuleiðis talin fóstur sem ekki skiluðu sér um vorið og gerðist þetta í um 6% ánna en yfirleitt var þó um aukningu að ræða þar sem fleiri lömb fæddust en talin höfðu verið á fósturstigi. Þessar villur skrifuðum við strax á reynsluleysi þar sem þetta var frumraun okkar í fósturtalningum. Veturinn 2005 töldum við fyrst í byrjun febrúar hér heima í Sandfellshaga og síðan aftur um miðjan mars. Í gemlingunum töldum við í febrúar fóstur í 67 af 70 gemlingum (mynd 2). Öll sýndust okkur fóstrin vera lifandi en í um tíu gemlinganna voru fóstrin skrýtin. Með Mynd 1a. Ómskoðunartæki til fósturtalninga í sauðfé. skrýtin á ég við að fósturmyndin er óskýr og legvatn gruggugt. Einnig er lítil hreyfing á fóstrinu. Í ánum var mikið af lömbum þetta ár og allt virtist eðlilegt. Skrýtnu fóstrin hverfa í öllum tilvikum Í febrúar og mars töldum við svo á sama svæði og árið áður en á mun fleiri bæjum þetta árið. Á yfir 20 bæjanna urðum við vör við þessa óskýru mynd af fóstrum og var það nánast eingöngu í gemlingum. Á hluta þessara bæja var um þó nokkurn fjölda að ræða og í allt að 60% gemlinga þar sem verst lét. Höfðum við orð á því að trúlega myndu þessi lömb aldrei fæðast en sannfærð um það urðum við þó ekki fyrr en við töldum aftur hjá okkur heima í Sandfellshaga eftir miðjan mars. Í þeirri talningu kom nefnilega í ljós að einungis leifar voru eftir af skrýtnu lömbunumí gemlingunum, þ.e. 15% af gemlingunum höfðu alveg misst og 7 gemlingar til viðbótar höfðu tapað öðru fóstrinu af tveimur (mynd 2). Greinilegt var að fóstrin eyddust smám saman upp því aldrei varð vart við að nokkuð kæmi frá þeim gemlingum sem misstu. Fósturdauði einnig staðfestur í fullorðnum ám Við töldum einnig í ánum hjá okkur upp úr miðjum mars þetta ár og kom þá í ljós að um 8% ánna höfðu tapað fóstri frá því talið var í byrjun febrúar. Úr sjö ám töpuðust 2 af 3 fóstrum, þrjár ánna höfðu tapað 3 af 4 fóstrum og aðrar höfðu tapað öðru af þeim tveimur fóstrum sem talin höfðu verið í febrúar (mynd 3). Við vörðum dágóðum tíma í að skoða okkar fé og læra af því hvernig vandamálið lýsti sér bæði í ám og gemlingum. Þetta ár vorum við farin að telja yfir 94% rétt og villurnar sem komu voru yfirleitt á þann veg að aukalömb komu fram í sauðburði, síður að það vantaði lömb sem talin höfðu verið á fósturstigi. Í byrjun árs 2006 töldum við þrisvar í ám og gemlingum hér heima í Sandfellshaga, fyrst 20. janúar, síðan 12. febrúar og loks 24. mars. Þetta varð lærdómsríkt ár fyrir okkur því þarna höfðum við möguleika á að fylgjast með þessu fósturdauðaferli, bæði í ám og Sauðfjárrækt Gunnar Björnsson Mynd 2. Súluritið sýnir hlutfall geldra gemlinga (%) hjá Félagsbúinu Sandfellshaga á tímabilinu Bláa línan sýnir fjölda talinna fóstra sem hverfa úr gemlingunum á sama tímabili. bóndi og fósturtalningarmaður, Sandfellshaga, Öxarfirði sandfell@kopasker.is gemlingum. Í talningunni í janúar var feikna mikið af lömbum í öllu fénu en þó sáum við strax þá að 3 lömb voru þegar farin og gátum okkur til að mun fleiri ættu eftir að fara sem síðan kom á daginn í febrúartalningunni. Í febrúar sáum við mikið af dauðvona lömbum ( skrýtnum fóstrum) sem síðan voru horfin í talningunni í mars. Um var að ræða 11% af fullorðnu ánum eða samtals 43 ær sem misstu alls 44 fóstur. Það sem var öðruvísi 2006 samanborið við 2005 var að nú fór nánast undantekningalítið einungis eitt fóstur úr hverri á. Alls fóru 26 fóstur úr 20 gemlingum eða í um 26% gemlinganna, þar af tæmdust 7 gemlinganna alveg og 13 þeirra töpuðu öðru af tveimur töldum fóstrum. Í talningunni í janúar og febrúar skráðum við hjá okkur þessi skrýtnu fóstur og merktum við ærnar þar sem við reiknuðum með að fóstrin færu. Það kom heim og saman því skrýtnu fóstrin skiluðu sér aldrei um vorið. Í flestum tilfellum sáum við móta fyrir leifum við talninguna í mars og einnig í hildum mæðranna um vorið. Dauðaferli þessara skrýtnu fóstra var mjög ólíkt í ánum og gemlingunum. Ferlið gekk mun hægar í gemlingunum eða um 3-4 vikur á meðan ærnar voru ekki nema um 2 vikur að eyða upp skrýtnu fóstrunum. Þetta ár töldum við á sama svæði og fyrri ár og urðum vör við fósturdauða á mörgum bæjum. Vandamálið virtist að hluta til vera bundið ákveðnum svæðum en þó voru undantekningar þar á. Við bættust bæir þar sem við höfum ekki áður orðið vör við fósturdauða. Fósturdauðinn var almennt bundinn gemlingum en þó urðum við einnig vör við hann í ám. Eftir að hafa grandskoðað þetta hér heima höfðum við nokkuð augljósa mynd af því hvernig dautt fóstur í fullorðinni á lítur út þegar það er að eyðast upp. Fóstrin hverfa hratt í fullorðnu ánum og því mikilvægt að koma á bæina á hárréttum tíma til þess að geta staðfest dauð fóstur. Eftir talningaárið 2006 vorum við komin með enn betri upplýsingar um fósturdauðaferlið og á þessum tímapunkti vorum við farin að velta mikið fyrir okkur ástæðum og orsökum þessa útbreidda vandamáls. Þetta ár var árangur okkar í talningunum kominn upp undir 100% og ég fékk betri yfirsýn yfir talninguna á svæðinu í heild þar sem kona mín fór að stunda kennslu í Öxarfjarðarskóla og ég því að mestu einn við talningar á svæðinu. Talningar 2007 sýna að fósturdauði er útbreitt vandamál Árið 2007 töldum við í þrígang hér heima, í lok janúar, um miðjan febrúar og síðan í lok mars. Niðurstaðan reyndist talsvert ólík árinu á undan. Fóstur talin í gemlingum í janúar og febrúar voru flest lifandi í mars líka og skiluðu sér einnig um vorið. Þó var dálítið um dauðfædd lömb sem höfðu lifað fram í byrjun sauðburðar. Óvenju hátt hlutfall af gemlingunum voru þó geldir eða um 20% (mynd 2). Um 7% ánna misstu fóstur og fóru um 32 fóstur úr 30 ám. Flest fóru fóstrin úr ánum á milli talninga í janúar og febrúar. Til þess að fá meiri og betri samanburð varðandi þennan fósturdauða ákvað ég að telja tvisvar á öðrum bæ á sama tíma og ég taldi hjá mér. Þá var nærtækast að velja Urðir ehf. sem er nágrannbær minn hér í Sandfellshaga. Við talningu í febrúar kom í ljós að dauð fóstur voru í um 30 fullorðnum ám en nokkuð eðlilegt var í gemlingunum þó svo að geldhlutfallið í þeim væri mjög hátt (mynd 4). Í mars voru horfin fóstur úr 9 ám til viðbótar og höfðu því um 9% ánna tapað fóstri. Ástandið var mun alvarlegra í gemlingunum þar sem 13 gemlingar töpuðu fóstunum alveg, þ.e. urðu geldir. Af þessum 13 voru 5 sem töpuðu tveimur fóstrum og 8 sem töpuðu einu fóstri. Endirinn þar á bæ þetta árið varð því að 45% Mynd 3. Súluritið sýnir hlutfall áa (%) hjá Félagsbúinu Sandfellshaga sem tapa fóstri á tímabilinu Bláa línan sýnir fjölda talinna fóstra sem hverfa úr ánum á sama tímabili. Mynd 1b. Gunnar og Anna við fósturtalningar hjá feðgunum Jóhannesi (nær) og Ríkharði á Brúnastöðum í Fljótum. Ljósm. Örn Þórarinsson gemlinganna urðu geldir. Þennan vetur taldi ég á flestum bæjum á sama svæði og áður, og var niðurstaðan svipuð og árin á undan. Talsvert mikið var um fósturdauða á nokkrum bæjum og þá fyrst og fremst í gemlingum. Vandamálið var lítið bundið við svæði heldur dreift um allt Norðurog Austurland. Þónokkrir bæir þar sem vandamálsins hafði ekki áður orðið vart lentu í tjóni þetta ár og bæir sem höfðu lent í tjóni árið áður sluppu margir hverjir en þó með undantekningum. Sum býli, eins og t.d. hjá okkur í Sandfellshaga, virðast lenda í tjóni ár eftir ár en þó mismiklu. Þetta ár taldi ég aftur á þónokkrum bæjum þar sem ég hafði orðið var við dauðvona fóstur í gemlingum og leiddi síðari talningin í ljós að öll skrýtnu fóstrin hurfu eins og áður. Á þessum bæjum bættust jafnframt við gemlingar sem misstu fóstur þar sem ég hafði ekki orðið var við skrýtin fóstur í fyrri talningunni. Haustið 2006 og um veturinn hafði ég samband og samráð við nokkra þessara bæja um aðgerðir til þess að koma í veg fyrir fósturdauða í sauðfé. Einnig var ég sjálfur með tilraun hér heima í sama tilgangi en ég kem betur inn á það síðar. Þó má geta þess hér að tilraunir þessar gáfu góða raun, svo góða að við töldum að lausnin væri hugsanlega fundin. Árið 2008 var mjög slæmt á fjölda bæja Árið 2008 töldum við hjá okkur í byrjun febrúar og lok mars. Í ánum var mikið af lömbum en þó sá ég dauð fóstur í 12 ám í febrúartalningunni. Í lok mars var farið úr 11 ám til viðbótar og höfðu þá rúm 5% af ánum tapað fóstri, eða svipað og árið á undan (mynd 3). Einungis þrír gemlingar töpuðu fóstri en geldhlutfall var mjög hátt. Á hinum Sandfellshaga bænum, Urðum ehf., taldi ég fyrst um miðjan febrúar og síðan aftur í lok mars. Í febrúartalningunni varð ég lítið var við dauð fóstur í ánum en fóstur hvarf úr um10 ám á milli talninga. Hjá gemlingunum var staðan önnur en þar urðu 50% geldir eða nokkuð hærra hlutfall en árið áður (mynd 4). Þetta gæti bent til þess að fóstrin séu að fara fyrr á fósturskeiðinu Mynd 4. Súluritið sýnir hlutfall geldra gemlinga (%) hjá Urðum ehf. á tímabilinu Bláa línan sýnir fjölda talinna fóstra sem hverfa úr gemlingunum á sama tímabili.

17 17 og séu því horfin áður en talningar eru gerðar. Þetta er ekki ólíklegt þar sem geldhlutfall gemlinga er hátt á mörgum þeirra bæja þar sem ég skoða, allt upp í 60-70% þar sem verst lætur. Hrútur er oftast hafður í gemlingum u.þ.b tvö gangamál á fengitíma. Á þeim bæjum þar sem fylgst hefur verið með beiðslum þeirra hefur komið í ljós að iðulega beiða allt að 100% gemlinganna innan þessa tímabils. Gemlingarnir ættu því flestir að vera með lambi að vori. Ef fóstrin drepast og hverfa snemma á meðgöngunni teljast þeir gemlingar vera geldir þegar ég framkvæmi talninguna. Þennan vetur taldi ég á sama svæði og undanfarin ár og varð var við umtalsverðan fósturdauða um allt svæðið. Verulega mikinn á sumum bæjum þar sem hreinlega er hægt að tala um stórtjón. Inn komu nýir fósturdauðabæir eins og verið hafði undanfarin ár og aðrir bæir sluppu sem höfðu áður lent í tjóni. Nokkrir bæir þar sem fósturdauða hafði orðið vart árlega, í stórum eða smáum stíl, voru einnig með þetta árið eins og þau fyrri. Niðurstaða fósturskoðana Nú eru afstaðnir hjá mér sex talningarvetur og tel ég mig búa orðið yfir talsvert mikilli þekkingu og reynslu af fósturskoðun í sauðfé. Ég hef haldið því fram frá árinu 2006 að fósturdauðinn sé ekki einungis bundin við gemlinga heldur verði einnig í fullorðnu fé. Fram til þessa hefur sú staðhæfing mín ekki hlotið miklar undirtektir nema hjá bændunum sjálfum sem í þessu lenda. Ljóst er þó að vandamálið er til staðar og tel ég fósturdauða í ám vera talsvert meiri og algengari á Íslandi en bæði mig og aðra grunar. Að sögn Jóns Viðars Jómundssonar hjá Bændasamtökunum hafa eldri rannsóknir staðfest að náttúrulegur fósturdauði eigi sér stað í öllum fjárkynjum og er það skoðun hans að ég sé hér að blanda saman tveimur aðskildum hlutum, þ.e. fósturdauða sem á sér náttúrulegar og eðlilegar skýringar og hins vegar hinum séríslenska fósturdauða hjá gemlingum. Ég vil hins vegar ítreka að ég er hér að lýsa mínum athugunum við fósturskoðun í sauðfé á stórum hluta landsins á liðnum árum og lýsa þær athuganir sér með svipuðum hætti í fullorðnum ám og gemlingum. Eins og ég hef komið inn á hér að framan reynist þó erfiðara að staðfesta dauð fóstur í fullorðnum ám samanborið við gemlinga. Ef fóstrin fara í lok janúar eða fyrri hlutann í febrúar þá sé ég móta fyrir gumsinu með þeim fóstrum sem eftir eru. Þetta verð ég var við á ansi mörgum bæjum á mínu talningarsvæði. Einnig er athyglisvert að í einstaka tilfellum verður vart fósturdauða í ám án þess að fósturdauða verði vart í gemlingum á bænum. Í þeim tilfellum er þó algengt að geldprósenta í gemlingum á bænum sé óeðlilega há. Á nokkrum bæjum sé ég töpuð fóstur ár eftir ár og má þar sem dæmi nefna mitt eigið bú hér í Sandfellshaga. Þess ber þó að geta að líklegt er að einhver fóstur fari ár hvert af eðlilegum orsökum (vansköpun, fóðureitrun o. fl.). Ég verð hins vegar ekki var við fóstur sem fara í fyrri hluta janúar. Ærnar tapa yfirleitt ekki öllum fóstrunum þó svo að undantekningar séu þar á og árið 2008 taldi ég á þremur bæjum þar sem það kom fyrir. Er tjónið því talsvert mikið á þeim bæjum þar sem geldprósenta ánna fer í 10-15%. Líti hver ykkar í eigin barm að lenda í slíku tjóni. Þegar Norðmaðurinn John Johansen byrjaði að telja fóstur hér á landi árið 2003 varð hann strax var við þennan fósturdauða. Þetta ár skoðaði hann m.a. á tilraunabúinu á Hesti og taldi hann að um helmingur gemlinga á bænum væru með dauðvona fóstur. Þetta gekk eftir. John hefur talið hér á Íslandi á nokkrum bæjum vestanlands allt frá árinu 2003 og hefur hann orðið var við þennan fósturdauða Reglugerð um gæði raforku og afhendingaröryggi (reglugerð nr. 1048/2004) Markmið reglugerðarinnar er að tryggja fullnægjandi gæði og afhendingaröryggi raforku í íslenska raforkukerfinu. Ákvæði reglugerðarinnar gilda fyrir dreifiveitur, vinnslufyrirtæki og flutningsfyrirtæki raforku og tóku gildi 1. janúar 2005 en ákvæði um þær gæðakröfur sem gerðar eru til afhendingar raforku tóku gildi þann 1. janúar Orkustofnun sér um allt eftirlit með ákvæðum reglugerðarinnar og telji Orkustofnun að ákvæði séu ekki uppfyllt getur hún krafist úrbóta að viðlögðum dagsektum. Dagsektir geta numið allt að þúsund krónum. Reglugerð þessi vinnur meðal annars eftir spennustaðlinum EN Í 11. grein reglugerðarinnar er fjallað um tíðnistýringu og spennugæði, og er gerð grein fyrir þeirri spennu sem flutningsfyrirtæki/dreifiveitur skulu fylgjast með í kerfinu og sem veiturnar þurfa að viðhalda innan ákveðinna marka. Samkvæmt töflu 1 í 11. gr. skal heildarbjögun yfirsveiflna (THD-gildi) fyrir flutnings/dreifiveitur vera m.a. innan eftirfarandi marka: Evrópuski spennustaðallinn (Standard EN Voltage Characteristics in Public Distribution Systems). Samkvæmt staðlinum er birgðasali sá aðili sem veitir raforku í gegnum almenningsrafveitur og notandi er sá aðili sem kaupir raforku frá birgðasalanum/veitunum. Notandi á rétt á viðeigandi gæðum á raforku sem hann kaupir af veitum og fjallar staðallinn aðallega um þær kröfur sem almenningsveitur/rafveitur þurfa að uppfylla. Hann kveður á í einhverjum mæli ár hvert en þó mest nú í vetur. John fósturtelur í mörgum löndum og virðist sem þessi fósturdauði í sauðfé sé séríslenskt fyrirbrigði. Sú ályktun hans vekur ansi áleitnar spurningar. Miðað við hlufall bæja og hlutfall áa og gemlinga sem missa fóstur á mínu talningarsvæði, áætla ég að yfir landið í heild geti umfangið verið af stærðargráðu Fjallalambs ehf. á Kópaskeri sem slátrar lömbum ár hvert. Hvað hefur verið reynt til úrbóta? Haustið 2006 var ég í sambandi og samráði við nokkra bændur um að gera tilraunir með selen-gjöf í gemlinga en selen-gjöf hafði þá þegar gefið okkur vísbendingar um jákvæð áhrif á fósturdauða í gemlingum. Í sameiningu skipulögðum við ýmsar tilraunir með selen þar sem sumir sprautuðu gemlingana með seleni, aðrir gáfu tranol sem er með viðbættu seleni, notaðir voru selen saltsteinar, selen ormalyf og ýmislegt fleira prófað. Eins voru með í tilrauninni framleiðendur sem gerðu engar breytingar. Ég hóf talningar í febrúar 2007 og fóru þá að tínast inn upplýsingar af þessum búum. Búin voru ekki mörg en niðurstöðurnar reyndust mjög jákvæðar. Svo jákvæðar að við vorum vongóð um að selenskortur í fóðri væri orsök fósturdauða þar sem þekkt er erlendis að selenskortur geti valdið fósturdauða á meðgöngu. Haustið 2007 var ég áfram í sambandi og samráði við nokkra bæi um áframhaldandi selengjöf af ýmsum toga og fjölgaði bæjunum um rúmlega helming. Þetta haust og um veturinn hóf Ólafur Vagnsson, ráðunautur hjá Búgarði á Akureyri, innsöfnun gagna á allmörgum bæjum á Norður- og Austurlandi, bæði á bæjum sem lent höfðu í fósturdauða og bæjum þar sem fósturdauði var óþekkt vandamál. Um var að ræða verkefni sem Ólafur var beðinn um að vinna fyrir Fagráðið í sauðfjárrækt og hluti af stærra verkefni um vanhöld lamba. Bæirnir voru valdir að mestu eftir ábendingum frá mér og var reynt að bera saman búskaparlag og aðrar aðstæður á þessum búum. Þessi athugun leiddi ekki í ljós afgerandi vísbendingar um orsakir fósturdauða en gaf þó vísbendingu um að selengjöf af ýmsu tagi minnkaði stórfelldan skaða. Niðurstöður voru birtar á Fræðaþingi árið 2008 í grein eftir Ólaf G. Vagnsson og Sigurð Sigurðarson. Í framhaldi af þessari könnun höfðu svo samband við mig veturinn 2008 þau Emma Eyþórdóttir hjá Landbúnaðarháskóla Íslands og Jón Viðar Jónmundsson hjá Bændasamtökunum sem bæði sitja í Fagráði í sauðfjárrækt. Óskuðu þau eftir samstarfi þar sem ég léti þau vita þegar ég lenti á bæjum þar sem fósturdauði var í gemlingum. Ég tók beiðninni vel og lét þau vita af á annan tug bæja þar sem ég varð var við þessa uppákomu í talsverðum mæli. Á nokkrum þessara bæja varð ég einnig var fósturdauða í ám og lét þau jafnframt vita af því. Blóðsýni voru tekin úr þónokkrum fjölda áa og gemlinga auk þess sem nokkrum kindum var slátrað til nánari sýnatöku. Á þessum tíma hafði ég fengið staðfest á mínum tilraunabæjum að selen var ekki eini orsakavaldur fósturdauða en þó gáfu niðurstöður vísbendingar um að selengjöf gæti dregið úr umfanginu. Lét ég umrædda Emmu og Jón Viðar vita af þessum niðurstöðum. Blóðsýni og sýni sem safnað hafði verið úr þeim kindum sem var fargað af þessu tilefni, voru í framhaldi af þessu send til greiningar á Keldur svo og í Danmörku. Niðurstöður rannsóknanna sem unnar voru á vegum fagráðsins voru birtar á Fræðaþingi Framkvæmd var óbein mæling á þéttni selens (GPX virkni) og reyndust öll sýnin greind yfir lágmarksgildi. Niðurstöður sýndu því að selen væri ekki orsakavaldur fósturdauða í sauðfé. Blóðsýni voru jafnframt rannsökuð m.t.t. mótefna gegn þekktum sýklum sem valdið geta fósturláti en öll sýnin reyndust neikæð. Krufning að Keldum á fóstrum úr legi kinda sem slátrað var gaf heldur enga afgerandi niðurstöðu um orsakir fósturdauðans en þó voru breytingar á hildahnöppum og leghnúðum sem gáfu tilefni til að ætla að um toxoplasma sýkingu (kattasmit) gæti verið að ræða. Tilgáta um hæga mótefnamyndun vegna kattasmits reyndist svo ekki vera ástæðan. Núna í byrjun árs 2009 virðist því sem búið sé að útiloka þekktar mögulegar ástæður fósturdauða sem tengjast smiti og efnaskorti. Vil ég þó taka fram að víða á Íslandi er lítið selen í fóðri og getur því aldrei talist annað en jákvætt að gefa selen-saltsteina og vítamínblöndur á borð við tranol. Jafnframt gæti ástæðna fósturdauða í einhverjum tilvika verið að leita í fóðureitrun og jafnvel smitsjúkdómum. Miðað við umfang vandans á landsvísu og með hliðsjón af fyrrgreindum niðurstöðum rannsókna er þó fátt sem um spennubreytur í raforku, frá bæði lágspennu og meðalspennu, sem rafveitum ber að vinna eftir undir eðlilegum rekstrarskilyrðum og telur upp leyfileg frávik þeirra. Samkvæmt staðlinum þarf ákveðin mælingartæki, og ákveðnar mælingaraðferðir til að mæla og sannreyna gæði raforkunnar sem fæst frá almenningrafveitum. Þeir rafgæðamælar sem staðallinn tekur gilda eru eftirtaldir: FLUKE frá Fluke (UK) Ltd., LEM frá LEM Instuments, MGE frá MGE UPS Systems Ltd. og Rhopoint System frá Rhopoint System Ltd. Tekið skal fram að fyrirtæki Brynjólfs Snorrasonar, Orkulausnir ehf, vinnur með FLUKE 1650 rafgæðamæli frá Fluke (UK) Ltd. Þau tæki og aðferðir sem staðallinn tekur á, gera kleift að framkvæma samfelldar mælingar, allt upp í sjö daga, á eftirtöldum breytum: Þessi ákveðni tækjabúnaður gerir einnig kleift að mæla spennudýfur og sambandsleysi, tíðni þeirra og tímalengd. Síðan er unnið með breyturnar og þær skráðar sem 10 mínútna tímaþættir. Fyrir hvern þátt er síðan reiknað út meðaltalsgildi. Eftir að hafa skráð niður mælingarnar á tímabilinu er hægt að útbúa svokallað ordered diagram sem sýnir tímalengd ákveðinnar röskunar/bjögunar yfir það tímabil sem mælingin náði yfir. Það ætti ekki að vera erfitt fyrir rafveitur að uppfylla þau hæfisskilyrði sem EN staðallinn kveður á um. Í rafmagni/spennu frá rafveitum skulu þeir þættir sem staðallinn kveður á um vera innan ákveðinna marka um 95% af mælingartímanum. Þau 5% af tímanum sem eftir eru leyfa frávik sem geta verið allmiklu hærri. Úr skýrslu Eydísar Elvu Þórarinsdóttur bendir til þess að þau tilfelli séu meginástæða fósturdauða í sauðfé. Gæti rafmengun valdið fósturdauða? Sumarið 2007 vann Eydís Elva Þórarinsdóttir, sem þá var nemandi á lokaári til BS prófs í líftækni við Háskólann á Akureyri, verkefnið Áhrif rafmengunar í sæeyrnaeldi sem styrkt var af Nýsköpunarsjóði námsmanna og unnið í samstarfi við Brynjólf Snorrason hjá Orkulausnum ehf. og Ásgeir Guðnason, framkvæmdastjóra Hali otis á Íslandi ehf. Í skýrslu um verk efnið er að finna greinagóða saman tekt á mannamáli um íslenskar reglugerðir um mælingar og eftirlit með rafmagnsgæðum svo og þær kröfur sem almenningsveitur (rafveitur) þurfa að uppfylla. Með góðfúslegu leyfi höfundur fylgir texti úr þessum kafla skýrslunnar (sjá rammagrein). Frekari upplýsingar um innihald skýrslunnar er hægt að nálgast hjá Nýsköpunarsjóði námsmanna svo og hjá höfundi skýrslunnar sem nú stundar meistaranám á líftæknisviði við Háskólann á Akureyri. Rafmengun er hægt að mæla Það er sem sagt hægt að mæla rafmengun og eru ákveðnar reglur um gæði rafmagns við afhendingu frá orkusala, mælingar á gæðum þess og hvers konar búnað ber að nota við mælingarnar. Þarna virðist vera um verulega brotalöm að ræða á Íslandi þar sem almennt virðist sem ekki séu notaðir viðurkenndir mælar. Það fyrsta sem mér dettur í hug er að líkja þessu við vatn. Öll höfum við aðgang á heimilum okkar að köldu og góðu íslensku vatni. Ef við hins vegar förum að fá vatnið úr krönunum brúnt af drullu þá kvörtum við strax þar sem við getum eðlilega ekki sætt okkur við það. Það er hins vegar mjög erfitt fyrir okkur að sjá hvort rafmagnið sem við fáum inn í húsin okkar sé drullugt. Þar þurfum við að treysta á að rafveiturnar okkar skapi hreint rafmagn heim í hús. skaffað svo hreint þegar að er gáð? eini löglegi mælirinn sem til er á Íslandi til þess að mæla rafmengun samkvæmt reglugerðum sé í eigu Brynjólfs Snorrasonar hjá Orkulausnum og Hélog ehf? sem á að fylgjast með gæðum rafmagns á Íslandi eigi ekki viðurkenndan mæli? gæði þess rafmagns sem við notum daglega? Fundur um hugsanleg áhrif rafmagnsmengunar á fósturdauða Vorið 2008 komu saman á óformlegum fundi í Búgarði á Akureyri 17 manns til að ræða hugsanleg áhrif rafmengunar á fósturdauða í sauðfé. Þá um veturinn hafði ég verið í sambandi við Brynjólf Snorrason hjá Orkulausnum ehf. og rætt þennan rafmengunarþátt sem hugsanlega orsök fósturdauða í sauðfé. Fyrirtæki Brynjólfs hafði þá eignast umræddan mæli og þegar mælt á nokkrum stöðum hér innanlands með niðurstöðum sem alls ekki voru viðunandi. Þegar ég fór að veita þessum þætti betur athygli kom í ljós að í mörgum tilfellum þar sem ég varð var við mikinn fósturdauða mátti hugsanlega tengja hann rafmagni á einn eða annan hátt. Sem dæmi má nefna ófullnægjandi frágang á raflögnum á bæjunum, léleg eða engin jarðskaut, spennugjafa fyrir rafmagnsgirðingar o.fl. Mælingar á völdum bæjum Á fundinum sem haldinn var á Akureyri kom fram tillaga um að framkvæma tilraun á einum 5 bæjum þar sem ég hafði orðið var fósturdauða undanfarin ár, með það að markmiði að kanna hugsanleg áhrif rafmengunar á fósturdauða. Ræddur var möguleiki á að Fagráð í sauðfjárrækt myndi hugsanlega styrkja okkur í þessum tilraunum með einhverjum fjárhagsstuðningi og var ákveðið að kanna þann möguleika. Sumarið 2008 fóru Brynjólfur og hans menn í að mæla á þessum 5 bæjum. Mælingar voru gerðar á fjórum af þessum fimm bæjum og einn bær í Eyjafirði tekinn til viðbótar. Á þeim bæ var rekið svínabú og hafði geldhlutfall á búinu verið óeðlilega hátt undanfarin ár, með þrjár af hverjum tíu gyltum geldar. Hinir fjórir bæirnir voru Sandfellshagi í Öxarfirði, Höfði og Laufás í Grýtubakkahreppi og Skarðaborg í Reykjahverfi. Niðurstöður mælinga Brynjólfs voru hreint út sagt ógnvekjandi. Heildarbjögun yfirsveiflna (THDgildi) sem samkvæmt reglugerð má ekki vera yfir 8% reyndist í öllum tilvikum margfalt yfir því marki, eða frá hundruðum og allt upp í fjórtán hundruð prósentustigum yfir. Hæstu mæligildin reyndust jafnframt vera á bæjum þar sem fósturdauði var viðvarandi. Ekki var ráðist í neinar aðgerðir í framhaldi af þessum mælingum þar sem fjármagn skorti og vilja margra til að kanna þessi mál betur. Mælingar í Sandfellshaga Í Sandfellshaga eru aðstæður þannig að heimilisrafstöð sér allri bæjartorfunni fyrir rafmagni. Sjálfur hef ég haldið mínum gamla orkusala sem varaafli og var hann því tengdur inn í töflu en ekkert notaður. Í framhaldi af mælingum Brynjólfs og hans manna, hafði ég samband við minn gamla orkusala og fékk hann þennan sama dag til þess að aftengja heimtaugina frá bænum. Var það gert um kílómeter frá þar sem öryggi var tekið úr sambandi. Síðan mældi Brynjólfur aftur og þá mældist THD-gildið einhverjum hundruðum prósent lægra. Hvað skyldi valda því að mæld rafmengun lækkar um fleiri hundruð prósent við það að aftengja gamla orkusalann? Ég hafði síðan samband við Brynjólf á milli jóla og nýárs og bað hann um að koma hingað í Sandfellshaga og gera þær breytingar sem þyrfti til þess að koma THD- gildinu niður í þau mörk sem reglugerðirnar segja til um. Þær kostnaðarsömu breytingar voru gerðar hér hjá mér á Félagsbúinu sem og hinum bænum hjá Urðum ehf. fyrir og rétt eftir áramótin. Þá höfðu hann og hans Framhald á bls. 18

18 18 Fósturlát Framhald af bls. 17 menn gert lítilsháttar breytingar í Skarðaborg í Reykjahverfi. Má segja að megin breytingin sem gerð var hafi verið niðursetning jarðskauta og binding allra stærri málmhluta í útihúsum við áðurnefnd jarðskaut en þekkt er að gæði jarðskauta stuðlar að lækkun THDgildis í rafmagni. Áhrif breytinga á rafmagnsgæðum Eftir breytingarnar á rafmagninu beið ég spenntur eftir talningunni í vetur. Við byrjuðum að telja hjá okkur upp úr miðjum janúar og töldum þá í gemlingunum. Mikið var af lömbum í þeim og allt virtist með eðlilegum hætti. Við töldum síðan í öllu fénu um mánaðarmótin jan/feb. Öll lömb voru þá enn í gemlingunum og gríðarlegur fjöldi lamba í ánum. Sömu sögu var að segja um nágrannabæinn hjá Urðum ehf. þar sem við töldum einnig um mánaðamótin jan/feb. Gemlingarnir voru vel lembdir og mikið af lömbum í ánum. Lokatalningu gerðum við svo 11. mars á báðum búum og má með sanni segja að niðurstaða þeirra talninga hafi verið önnur en á undanförnum árum. Hjá okkur á Félagsbúinu Sandfellshaga sáust 3 skrýtin fóstur í ánum í febrúar og voru þau öll farin í talningunni í mars. Átta lömb til viðbótar voru einnig farin. Í gemlingunum voru öll lömb lifandi í mars og það sem merkilegra er að fanghlutfallið var í ríflega 95%. Hjá Urðum ehf. var fanghlutfall gemlinganna um 86% og ærnar með mikið af lömbum. Þó hurfu úr ánum nokkur lömb á milli talninga í jan/feb og mars. Í Skarðaborg var litlar breytingar að sjá, þó varð ég ekkert var við fósturdauða þar sem þó hafði verið viðvarandi vandamál árin á undan. Spurning er því áfram hvort breytingar hafi verið gerðar of seint í þessum tilraunum. Í vetur taldi ég á sama svæði og undanfarin ár, þó á heldur færri bæjum í Skagafirði en að sama skapi á fleiri bæjum hér á Norðaustur- og Austurlandi. Það sem vakið hefur athygli mína í talningunni í vetur er hversu lítið ég hef orðið var við fósturdauða almennt á svæðinu. Þó hafa komið inn örfá tilfelli og eitt verulega slæmt sem er einmitt á nágrannabæ okkar hér heima í Öxarfirði. Þar sýnist mér að hafi farið um 100 fóstur úr fullorðnum ám jafnt sem gemlingum. Fréttir hafa hins vegar borist í ár af talsvert miklum fósturdauða á vestanverðu landinu. Bændablaðið Smáauglýsingar Til sölu hús. Til sölu 17 m2 timburhús. Svefnaðstaða fyrir þrjá, klósett, sturta, borðkrókur og raflögn. Húsið er staðsett á tjaldstæðinu við upplýsingamiðstöðina á Egilsstöðum. Nánari upplýsingar gefur Þórhallur Þorsteinsson. Sími Ferðafélag Fljótsdalshéraðs Hvað lærðum við í vetur? Niðurstöður fósturtalninga hjá okkur í Sandfellshaga eru sýndar á meðfylgjandi myndum. Athygli vekur að ekkert lamb fer úr gemlingunum á milli talninga þetta árið. Það hef ég ekki séð hér á bæ frá því ég hóf fósturtalningar í byrjun árs Eftirtektarvert er einnig hve margar ær eru fleirlembdar og aldrei fyrr höfum við fengið jafn margar fjórlembur. Á Sandfellshagabúunum báðum tapa í vetur einungis um 2% fullorðnu ánna fóstri. Þetta er vissulega tveimur prósentum of mikið en þó mjög ásættanleg niðurstaða miðað við fyrri ár. Eru þessi 2% sem ég sé fara í fósturtalningunni eðlilegt hlutfall? Eru þessi 2% kanski sá hluti fóstranna sem fer af náttúrulegum orsökum? Ef rafmagnið er áhrifavaldur, gæti þá hugsast að breytingarnar hafi verið gerðar heldur seint? Þær breytingar sem gerðar voru með það að markmiði að minnka rafmengun virðast hafa skilað árangri. Þó er sauðburður ekki hafinn og spyrja verður að leikslokum. Sandfellshagi býr við þá sérstöðu að við gátum aftengt okkar gamla orkusala frá tenglum bæjarins og styðjumst því eingöngu við raforku sem er framleidd á bænum. Þetta gerir hverskonar breytingar á rafmagni mun einfaldari en á flestum öðrum búum. Brynjólfur og hans menn hafa í vetur gert breytingar og umbætur á rafmagni sem leitt hafa til lækkunar THD-gildis á þó nokkrum bæjum á Norður- og Austurlandi. Erfitt hlýtur þó að vera að ná fullnægjandi árangri við þetta ef orkuveiturnar skila mengaðri framleiðslu til notenda. Brynjólfur og hans menn telja sig þó hafa fundið lausn á þessu og hafa starfað í vetur eftir henni. Þessar lausnir eru þó talsvert mikið kosnaðarsamari samanborið við það ef orkusalarnir skiluðu almennt heim á bæina hreinna rafmagni. Á einum bæ í Fljótsdal náðist að gera breytingar í desember en á flestum hinna bæjanna ekki fyrr en í janúar og febrúar. Ég hef ekki tölulegar upplýsingar um fjölda lamba á bænum í Fljótsdal en í talningu í vetur varð ég ekki var við neinn fósturdauða sem hefur þó verið umtalsverður síðastliðin tvö ár. Eitt af mínum aðal áhugamálum síðustu ár hefur verið að leita orsaka fyrir fósturdauða í sauðfé. Eins og staðan er í dag virðist rafmengun og ófullnægjandi rafmagnsgæði vera eina mögulega skýringin. Hvort það reynist rétt breytir þó litlu um það að við sem kaupendur raforku frá orkusala hljótum að eiga skýlausa kröfu um að rafmengun sé innan leyfilegra marka. Ekkert matvælaframleiðslufyrirtæki er sett á laggirnar á Íslandi í dag án þess að vatnsgæði séu skoðuð. Ætti slíkt hið sama ekki að gilda um rafmagn? Ég mun styðja þann hóp heilshugar sem vill beita sér fyrir frekari rannsóknum á fósturdauða í ám og gemlingum. Ef rafmengun reynist orskavaldur skulum við heldur ekki útiloka áhrif hennar á t.d. sjúkdóma í búfé og almennt heilbrigði þess. Áhrif til hins verra á okkur mannfólkið skulum við heldur ekki útiloka. Tilraunum með áhrif rafmengunar á fósturdauða mun ég halda áfram hér í Sandfellshaga og Skarðaborg í samstarfi við Brynjólf og hans menn hjá Orkulausnum ehf. Einnig hef ég áhuga á að koma upp fleiri tilraunabæjum á mínu talningarsvæði þar sem þetta vandamál er viðvarandi. Vonast ég eftir stuðningi við það frá fagaðilum og öðrum þeim sem málið varðar. Af ofansögðu má vera ljóst að afar mikilvægt er að staðfesta með einum eða öðrum hætti hvort rafmagn og rafmengun hafi áhrif á fósturdauða og almennt heilbrigði sauðfjár. Ég held að almennari skilningur á þessum málum sé að koma fram í auknum mæli. Annars tel ég að Orkustofnun og ríkið sjálft þurfi að svara betur og með skýrari hætti fyrir þeirra hlið á málinu. Reglugerðir hljóta að vera settar með það að markmiði að farið sé eftir þeim. Margir hafa sjálfsagt upplifað það að nýfætt lamb er bæði slappt og virðist ekki geta haldið á sér hita. Þessi lömb deyja gjarnan ef ekkert er að gert. Ástæður geta verið margar en næringarskortur og ofkæling skipta miklu máli. Norðmenn þekkja þetta vandamál eins og við og hafa komið á framfæri aðgengilegum upplýsingum fyrir bændur. Hér á eftir er frjálsleg þýðing á efninu með von um að einhverjum nýtist það á komandi dögum í sauðburði. Nýfædd lömb hafa þörf fyrir bæði mótefnin og orkuna sem eru í broddmjólkinni, auk þess inniheldur mjólkin mikilvæg vítamín, og hormón sem eru nauðsynleg fyrir eðlilega þarmastarfsemi. Eðlilegur hiti á nýfæddu lambi er milli C, en fari hiti niður á milli 37 og 39 C er talað um væga ofkælingu, hiti undir 37 C er alvarleg ofkæling. Lambið þarf mikla orku til að halda uppi eðlilegum hita, og áður en það fær broddmjólkina nýtir það eigin forða til hitaframleiðslu. Forðinn er orka í lifur, vöðvum og brúna fitulaginu en hún endist lambinu venjulega til hitaframleiðslu í fimm klukkustundir. Umhverfisþættir hafa mikil áhrif á hversu mikið af eigin forða lambið þarf að nota til að halda að sér hita. Kuldi og trekkur eykur varmatapið verulega. Þegar ærin karar lambið þornar það fyrr og hitatap verður minna fyrir vikið. Hitatap sem er meira en lambið ræður við leiðir til lækkunar á líkamshita og síðan ofkælingar. Lömb yngri en 5 klukkustunda Hjá mjög ungum lömbum getur skýring á lágum líkamshita verið kuldi í umhverfi, eða erfiður burður sem leiddi til súrefnisskorts hjá lambi og minni orkuframleiðsla fyrir vikið. Lömbum undan vanhalda ám sem eru ekki í góðum holdum er hættara á ofkælingu vegna minni meðfæddra orkubirgða til hitaframleiðslu. Eldri lömb (eldri en 5-12 klukkustunda) Algeng ástæða fyrir ofkælingu eldri lamba er skortur á broddmjólk en þá eru meðfæddu orkubirgðirnar uppurnar. Næringarskorturinn getur verið vegna spena vandamála, júgurbólgu eða lélegrar mjólkurframleiðslu. Burður getur líka haft áhrif á lömbin, brotin rifbein, sýking og hörð samkeppni milli þrílembinga sem veldur því að lambið fær ekki nægilega mikið af broddmjólk. Auk þess eru lömb undan ám með litla móðurkennd síður örvuð til að fara á fætur og sjúga. Einkenni Að mæla hita er besta aðferðin, en lömbin hafa tilhneigingu til að vera í ákveðinni stellingu, draga sig saman í fósturstellingu til að minnka yfirborðskælinguna. Skjálfti getur einnig verði einkenni. Ofkælt lamb er slappt og missir meðvitund smám saman. Meðferð við ofkælingu á lambi Aðferðir eru mismunandi eftir því hversu svæsin kælingin er og hve gamalt lambið er. Fyrsta skrefið er að mæla hita og þurrka lambið. Í flestum tilfellum er nauðsynlegt að gefa lambinu næringu áður en það er hitað upp. Ef lambið er hitað strax upp getur það leitt það til dauða, því þegar orkubrennslan fer af stað, fær heilinn ekki næringu. Hjá nýfæddum lömbum (yngri en fimm tíma) er nægilegur forði af brúnni fitu og því má hita þau strax. Næringu er hægt að gefa í gegnum magasondu (broddmjólk). Þegar búið er að koma næringu í lambið má hita það upp þar til það nær 37 C. Þetta er gjarnan gert í hitakassa eða í 40 C umhverfishita. Upphitun á lambi Heitur kassi eða rými (40 C) er besti kosturinn, en hver og einn þarf að finna sína aðferð. Nota má hitalampa, heitt baðgólf, flöskur Sauðburður og köldu lömbin Inngangur Bótulíneitur eða hræeitur er eitt hið sterkasta taugaeitur, sem þekkt er. Sýkillinn Clostridum botulinum, sem er einn af pestarsýklunum, myndar þetta eitur við ákveðin skilyrði. Þekktar eru 7 mismunandi tegundir af sýklinum. Eiturefni af gerðinni C er algengast í sauðfé. Þessa sjúkdóms fór að verða vart, þegar farið var að gefa rúlluhey. Hræ af fuglum eða smádýrum höfðu þá lent inni í rúllunum og eitrið, sem er erfitt að varast þar sem það er lyktarlaust og bragðlaust, hafði seytlað um heyið frá hræinu. Hérlendis hefur einkum borið á sjúkdómnum í hrossum en einnig hefur hann fundist eða menn hefur grunað að hann væri á ferð þegar sérkennandi einkenni hafa sést í nautgipum og fuglum. Bótúlíneitrun er einnig þekkt í mönnum. Grunur um bótúlíneitrun í stórum stíl í sauðfé í Öxarfirði vorið 2009 Á tímabilinu 15/3-30/ dóu 21 ær af völdum svæsinnar fóðureitrunar, sem líktist Hvanneyrarveiki eða Listeriasýkingu á bæ einum í Öxarfirði. Einnig létu tvær ær fjórum lömbum á sama tímabili. Veikindin lýstu sér þannig, að ærnar misstu lystina, stóðu með framfætur uppi á garða, virtust hafa lyst en átu ekki. Þær stífnuðu upp, misstu jafnvægið á fáum klukkustundum, lögðust niður og síðan á hliðina, urðu mjög slappar, versnaði mjög hratt, lifðu einn til tvo sólarhringa, sumar í skemmri tíma og dóu fljótt eftir það. Nokkrar voru aflífaðar vegna þjáninga. Þrjár tegundir sýklalyfja í mismunandi styrk voru prófaðar, en allt virtist koma fyrir ekki. Engin ær, sem veiktist lifði af. Veikin lagðist á kindur á ýmsum aldri og jafnt á lélegar sem vel á sig komnar. Undirritaður krufði átta vetra gamla kind, sem send hafði verið frá bænum til rannsóknar í síðustu viku apríl. Henni höfðu ekki verið gefin lyf. Ekkert athugavert fannst nema það að spörðin líktust því sem sést í kindum með Hvanneyrarveiki, misjöfn að stærð, mjög dökk, odddregin til beggja enda. Hausinn af kindinni var tekinn og sendur að Keldum með beiðni um leit að listeriasýklum og almenna ræktun. Ekkert ræktaðist. Vefjaskoðum var einnig án árangurs. Engar bólgubreytingar fundust, sem auðkenna nær því undantekningarlaust Hvanneyrarveiki. Undirritaður kom á bæinn 6. maí. Þá var þar ein kind veik, sem gæti hafa verið með sömu veiki. Hún var mjög deyfðarleg, með hangandi með heitu vatni í kringum lambið, hitateppi, eða blaut handklæði í plast poka hituð í örbylgjuofni. Byrjið samt á að þurrka lambið, það dregur verulega úr hitatapinu, svo þarf að fylgjast með líkamshitanum til þess lambið ofhitni ekki. Það má taka það úr upphitun þegar það er búið að ná 37 C. Best er að fyrirbyggja Meðhöndlun á ofkældu lambi er tímafrek og því best að reyna að koma í veg fyrir ofkælinguna. Helst eiga öll lömb að vera komin á fætur og á spena innan fjögurra klukkutíma frá fæðingu. Sum hver þurfa aðstoð við að komasta á spena og því gott að vakta nýfædd lömb til að tryggja að þau fái nægilega broddmjólk. Mjólkurþörf nýfæddra lamba á fyrsta sólarhring er 50 ml per kg í hvert mál eða samtals 200 ml á sólarhring fyrir hvert kíló. (1 lítri á sólarhring fyrir 5 kg lamb). Broddurinn er afar orkuríkur og án hans gætu lömbin ekki haldið líkamshitanum uppi. Hann er auðugur af bætiefnum, hægðarlosandi efnum og hormónum sem skepnan þarf á að halda til þess að þarmarnir þroskist á réttan hátt. Lömbum sem ekki geta tekið til sín broddinn hjálparlaust má hæglega að gefa eina gjöf í gegnum slöngu til þess að koma þeim af stað og hugsanlega einu sinni enn. Til lengri tíma litið er þó affarasælla að rækta fé sem elur af sér hraust og sjálfbjarga afkvæmi. Halla Eiríksdóttir hjúkrunarfræðingur og bóndi Hákonarstöðum Jökuldal þýddi úr norsku Heimild: Synnöve Vatn Nedkjølte lam forebygging og behandling. no/artikler/2005/brrrr-nedkjoltelam---forebygging-og-behandling / Bótúlíneitrun eða hræeitrun í sauðfé Matvælafrumvarpið Sigurður Sigurðarson dýralæknir sigsig@hi.is haus, át ekki neitt en stóð þó við garðann, slefaði lítillega og sleikti út um, tungan lafði annað kastið út um munninn. Á bænum eru tvenn fjárhús. Í öðrum þeirra var yngra féð framan af vetri. Frá hausti var gefið gott hey frá síðasta sumri í báðum húsum: Frá 20. janúar var eldra fénu gefið heldur lakara hey frá sumrinu Yngra féð fékk sama hey áfram. Um rúlluhey var að ræða eingöngu. Heyið frá 2007 var heldur þurrara en heyið frá 2008 og það var af fremur litlum túnbletti, sem mikið er setinn af fugli, einkum múkka (fýl). Ekki sáust leyfar af fugli eða smádýrum í heyinu, en eitthvað var tínt af dauðum fugli af túnunum við sláttinn. Ærnar sem dóu voru á ýmsum aldri en einungis úr húsunum, þar sem heyið frá 2007 var gefið. Á öðrum bæ í Öxarfirði drápust 3 kindur með svipuðum hætti hinn 4. desember og aðrar þrjár hinn 5. desember Þær voru komnar á hús en var sleppt út að deginum á tún skammt frá bænum. Þær höfðu einnig aðgang að mýrlendi. Heyrúllur voru látnar út á beitilandið til að koma í veg fyrir að féð færi frá. Þegar bóndinn kallaði í kindurnar 4. desember, komu þær að nema 3; Þær stóðu og virtust hálf stjarfar eða stirðar, hreyfðu sig ekki eða lítið af sjálfsdáðum, lögðust svo fyrir með óeðlilegan andardrátt og dóu eftir fáar klukkustundir. Þetta endurtók sig daginn eftir með aðrar þrjár. Þessi einkenni geta samrýmst lýsingu á

19 19 Ritfregn Á fjallatindum Gönguferðir á hæstu fjöll í öllum sýslum landsins Út er komin bókin Á fjallatindum, gönguferðir á hæstu fjöll í sýslum landsins, eftir Bjarna E. Guðleifsson, náttúrufræðing, á Möðruvöllum í Hörgárdal. Í bókinni greinir hann frá því verkefni sem hann tók sér fyrir hendur árið 1997, ásamt nokkrum félögum sínum, að ganga á hæsta fjall í hverri sýslu landsins, alls 23 sýslum. Tveir félagar hans, þeir Sigurkarl Stefánsson, menntaskólakennari, og Rögnvaldur Gíslason, bóndi í Gröf í Bitrufirði, áttu þar stærstan hlut með honum og fylgdu Bjarna í langflestum ferðunum. Að auki og að einhverju leyti fyrir ófullnægjandi upplýsingar gekk Bjarni með félögum sínum á fimm önnur fjöll, sem við nánari athugun uppfylltu ekki sett skilyrði. Bjarni E. Guðleifsson hefur sem náttúrufræðingur góða þjálfun í fræðilegum skrifum, auk þess sem hann hefur verið mikilvirkur í alþýðlegri fræðslu um hugðarefni sín í ræðu og riti. Þess sér glöggt stað í bókinni. Framsetning efnis er skipuleg; staðlaðar upplýsingar eru um hvern fjallstind, sem gengið var á, hæð yfir sjó, dagsetning göngu, göngutími, erfiðleikastig, GPS-hnit tinds, þátttakendur o.fl. Þá er lýsing á fjallinu, jarðfræði þess, raktar sögur og sagnir tengdar því og lýsing á fjallgöngunni upp og niður. Í lok umfjöllunar um hvern tind er birt ljóð tengt fjallinu eða umhverfi þess. Þar koma við sögu sem höfundar bæði þjóðkunn skáld en einnig minna kunnir höfundar, gjarnan úr viðkomandi héraði. Þessi þjóðlegi fróðleikur, sagnasjóður og ljóð, er leynigestur bókarinnar sem ætla mátti að fjallaði einkum um jarðfræði og fjallgöngur, en hann víkkar mjög út hlutverk bókarinnar og eykur gildi hennar. Það er hins vegar jafn ljóst að mikil vinna liggur að baki því að safna saman þessum upplýsingum. Góð grein er gerð fyrir heimildum í lok hvers kafla en eftir situr spurningin hverjar voru heimildir um heimildirnar? Þá er þess að geta að hverjum tindi fylgja tvö landakort af svæðinu umhverfis hann sem og margar ljósmyndir frá viðkomandi uppgöngu. Birtar eru margar útsýnismyndir og loftmyndir þar sem færð eru inn helstu örnefni. Þessar myndir segja lesandanum meira en mörg orð um þá fegurð sem Ísland býr yfir. Bókin Á fjallatindum gefur lesandanum tilefni til ýmissa hugleiðinga. Hvað fær mann til að ganga á hæsta tind í hverri sýslu, og leggja síðan í þá ómældu fyrirhöfn að gera grein fyrir því á bók, með ferðalýsingu, heimildaleit, myndavali, samstarfi og aðstoð fjölda fólks, ásamt endalausu nostri sem slík vinna kallar á en enginn ýtir á eftir? Ari fróði skrifaði þó Íslendingabók að áeggjan biskupanna á sinni tíð. Þetta gerðist á sama tíma og stór hluti þjóðarinnar lá í krimmum, sem gefnir eru út í tonnatali, ef hún var ekki að horfa á formúluna eða enska boltann. Bókin er þarna brýning til fólks um að það sé manndómur í því að leggja sig fram, fara fram úr sjálfum sér og vera fordæmi fyrir þá sem á eftir koma. Við drögum dám hvert af öðru; nokkur síðustu ár hefur peningahyggja yfirgnæft annað með þjóðinni, hún bar með sér ýmis óholl skilaboð og fór illa. Hið gagnstæða er líka þekkt. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Gunnarshólmi, kvað bjartsýni í Kápusíða bókar Bjarna E. Guðleifssonar, Á fjallatindum. þjóðina þegar þess þurfti. Saga Halldórs Laxness, Íslandsklukkan, efldi sjálfstæðisbaráttuna. Bókin Á fjallatindum minnir okkur á landið, fóstru okkar, með tign sína, fjölbreytni og fegurð, ofar hverri kröfu. Höfundur kemur því líka vel til skila að þjóðin á sér mikinn sjóð sagna og ljóða þar sem háir jafnt og lágir eiga sinn hlut. Með bókinni hefur Bjarni lagt af mörkum efni til að nota í því uppbyggingastarfi þjóðfélagsins sem nú er hafið. Eitt af kunnari ljóðum Þorsteins Erlingssonar skálds er Myndin. Í síðasta erindi þess eru ljóðlínurnar því sá sem hræðist fjallið og einatt aftur snýr fær aldrei leyst þá gátu hvað hinum megin býr. Um þetta leyti árs útskrifast þúsundir ungra manna og kvenna úr framhaldsskólum landsins og þeirra bíður nú það að marka lífi sínu braut. Oft er þessara tímamóta fagnað með samkvæmum þar sem útskriftarnemum eru færðar gjafir. Bókin Á fjallatindum, óáleitin en vekjandi, er þar góð gjöf. Matthías Eggertsson Bókin fæst í bókabúðum og hjá útgefanda, Bókaútgáfunni Hólum, sími , eftir kl. 15:00. Botulín-eitrun, sem stafar frá sýklunum Clostridium botulinum, sama er að segja um lýsingu sjúkdómsins á fyrri bænum. Athugandi er, hvort sjúkdómur þessi er algengari í sauðfé en við höfum haldið. Fróðlegt væri að fá upplýsingar um það frá fjáreigendum, hafi þeir orðið varir við einkenni svipuð þeim og lýst er hér að ofan. Sigurður Sigurðarson dýralæknir Lömb sem deyja þarf að rannsaka Nýlega hafa verið gerðar athuganir með krufningum á lömbum, sem fæddust fullburða en lífvana og hafa þá annað hvort dáið rétt áður en fæðingin hófst eða í fæðingunni sjálfri. Einnig voru athuguð lömb, sem fæddust líflítil en dóu nýfædd. Þessar athuganir benda til þess að hægt sé að draga úr tjóni með breyttum aðferðum við fæðingarhjálp, vöktun og lífgunartilraunir. Með því að nota AB-mjólk fyrirbyggjandi og læknandi dregur úr tjóni. Í AB-mjólk er aragrúi af heppilegum gerlum, sem keppa við þá sem valda sjúkdómum. Aðalatriðið er að sauðburðarmenn geri sér grein fyrir því hvað hafi valdið veikindum og dauða lambanna. Til þess gæti þurft að kryfja lömb sem deyja. Í næsta Bændablaði verða birt nokkur góð ráð sem gott er að hafa í huga í sauðburðinum en sem ekki var rúm fyrir að þessu sinni. Þá má benda á að í SAUÐBBURÐARKVERINU má finna ýmis ráð sem enn eru í fullu gildi. Þetta rit á enn að vera fáanlegt. Um botulin-eitrun eða hræeitrun Sýkillinn Clostridium botulinum myndar dvalargró, lifir árum saman í umhverfinu og er víða finnanlegur. Sýklarnir mynda mjög sterkt eitur, sem veldur lömunum og bráðum dauða. Sýklaeitrið heldur eituráhrifum sínum mjög lengi, þar sem það hefur myndast í hræjum og fóðri. Í sauðfé er botulin-eitrun fremur hægfara og lamanir verða ekki eins áberandi framan af eins og til dæmis hjá hrossum. Vart verður óstyrkleika í afturparti til að byrja með, síðar í framparti. Uppspretta eitursins er oftast rotnandi líkamsleifar dýrs, fugla eða meindýra, sem lenda í rúlluheyi, en einnig getur áburður á beitiland og heyskaparland úr hænsnahúsum eða eldishúsum kjúklinga verið uppspretta eitrunar, ef fuglahræ eru í skítnum. Í rotnandi gróðri getur myndast eitur og í votheyi getur eitrið myndast, einkum þar sem súrefni kemst að. Það er því mikilvægt, að vanda til heyverkunar, fylgjast vel með hræjum af smádýrum á ræktuðu beitilandi og heyskaparlandi og fyrirbyggja að þau lendi í heyinu. Þegar skepna etur hey eða annað sem inniheldur eitrið líða nokkrir klukkutímar og stundun nokkrir dagar þar til einkenna verður vart, allt eftir því hvert magn eiturefnanna er, sem berst ofan í skepnurnar í einu. Þegar sýklarnir eða dvalargró sýklanna en ekki eiturefnin berast í meltingarfæri með því sem skepnurnar eta, getur sjúkdómurinn komið fram mun seinna en það sem hér var sagt. Fosfórskortur og proteinskortur ýtir undir sjúkdómshættuna. Kannske vegna þess að þá fara skepnurnar að eta fleira en það sem hollt er og heilsusamlegt. Fyrstu einkenni veikinnar sem sjást eru þau að kindin lyftir eða hreyfir dindilinn, kindin verður stíf í hreyfingum, dregur sig frá hópnnum og hengir hausinn. Þvag og munnvatn drýpur frá skepnunni og tungan lafir út úr henni stundum. Kindin hættir að geta etið, en hefur þó löngun til þess. Hún verður dauf og drungaleg og lamanir ágerast. Á 2-5 dögum dregur af kindinni, öndun verður óregluleg og þung og hún deyr án umbrota. Greining á veikinni er gerð eftir einkennum first og fremst, en blóðpróf eru til, sem beita má. Hins vegar er eitrið svo sterkt, að það getur drepið skepnur, þótt eiturefni í blóði séu vart eða ekki mælanleg. Eiturefni er unnt að mæla í meltingarvegi, en það er alls ekki auðvelt Helst verður að miða við að leita að eiturefnum í hræjum sem finnast. Ekkert lyf er til lækninga, en bóluefni er til, sem gefur vörn í eitt ár í senn, einnig sermi. Sjúkdómur þessi hefur ekki verið talinn algengur hér á landi. Þess vegan er ekki haft á lager bóluefni eða sermi, nema fyrir hross. Mikilvægt er að tína fuglshræ og lama af túnum og í heyi fyrir slátt og í slætti og úr heyi áður en rúllað er. RAFSUÐUVÉLAR Úrval rafsuðuvéla á frábæru verði frá Tékkneska fyrirtækinu Kuhtreiber Gastec býður einnig mikið úrval af: Rafsuðuvír Slípivörum Öryggisvörum Búnaði til logsuðu og logskurðar frá AGA og Harris Gæði í gegn Bíldshöfða 14, 110 Reykjavík Sími: Þekking og þjónusta

20 20 Utan úr heimi Kína, mesta landbúnaðarland í heimi, glímir við vatnsskort Endurvinnsla hvers konar er í mikilli sókn víða um heim og hún skapar mörg ný störf. Í Evrópu er endurvinnsla á pappír, gleri og málmum almenn og nýtir mikið vinnuafl. Endurvinnsla á pappír dregur úr losun gróðurhúsalofttegunda um 51% og orkunotkun um 39%. Í Bandaríkjunum skilar endurvinnslan verðmætum að upphæð 236 milljarðar dollara á ári. Greinin veitir nú 1,1 milljón manns vinnu miðað við 79 þúsund árið Í Kaíró í Egyptalandi safnar fátækt fólk þriðjungi af heimilissorpi borgarbúa og endurvinnur 85% af því. Í Kína vinna 700 þúsund manns við endurvinnslu á rafbúnaði hvers konar og fer fjölgandi. Áætlað er að alls 10 milljónir manna vinni við endurvinnslu í Kína. Í Brasilíu eru 2400 endurvinnslufyrirtæki með hálfa milljón manns í þjónustu sinni. Einungis endurvinnsla á áldósum veitir 170 þúsundum manna vinnu. Þróun landbúnaðarins í heiminum Þróun í landbúnaði undanfarna áratugi hefur verið í átt til sífellt færri, stærri og tæknivæddari búa, oft með óheillavænlegum afleiðingum fyrir rekstrarskilyrði smábænda og afkomu þeirra. Bændum í heiminum hefur fækkað og þeir eru nú um 36% af vinnuafli jarðarbúa. Í iðnríkjum heims eru þeir aðeins örfá prósent þjóðanna en í mörgum þróunarlöndum 60-80%. Vinnuafl bundið í landbúnaði í heiminum er um 1,3 milljarðar manna. Aðeins um 5% þeirra, eða um 65 milljónir manna, búa við viðunandi vinnuumhverfi. Dánartíðni þeirra sem stunda bústörf er tvöfalt hærri en í öðrum starfsgreinum. Mikið er um að börn vinni við bústörf. Búvöruframleiðsla Kína er orðin hin mesta í heimi. Framleiðslan hefur aukist hratt sl. 30 ár en hún er nú farin að taka mikinn toll af náttúruauðlindum landsins og þá einkum af vatnsforðanum. Í skýrslu, sem bandaríska landbúnaðarráðuneytið hefur látið gera, er landbúnaður í Kína talinn lykillinn að hinum gífurlega mikla hagvexti í landinu sl. þrjá áratugi. Kínversk stjórnvöld hrintu árið 1978 í gang endurbótum í landbúnaði þar sem markaðssjónarmið fengu aukið vægi, svo sem aukið frelsi í verðmyndun búvara. Í kjölfar þess jókst framleiðsla á öllum tegundum þeirra. Kornframleiðsla í Kína; hveiti, hrísgrjón og maís, var 247 milljónir tonna árið 1978, en var á sl. ári, 2008, 470 milljónir tonna. Kína er þannig orðið stærsta kornframleiðsluland í heimi. Kjötframleiðsla hefur einnig aukist verulega, sem og mjólkurframleiðsla. Lítil bú Kínverskar bújarðir eru mjög smáar. Samkvæmt opinberum hagtölum frá árinu 2007 eru í landinu um 200 milljónir bændabýla með um 122 milljónir hektara af ræktuðu landi. Meðalbústærð er því um 0,6 ha. Kínverskir bændur verða því að nýta land sitt til hins ítrasta, m.a. með því að nota mikinn áburð. Þá eru margar tegundir nytjajurta þar mjög þurftafrekar á vatn. Mikil vökvun og nægur áburður skila síðan góðri uppskeru. Viðskipti með áburð og sáðvörur lúta lögmálum markaðarins í Kína. Í landinu eru þúsundir lítilla fyrirtækja sem selja fræ og önnur aðföng til búskaparins. Umhverfisvæn störf hagstæð hagkerfinu Stór fyrirtæki hafa hins vegar með höndum sölu á áburði, en einstaka bændur kaupa þó áburð hjá þorpsversluninni. Sala á afurðunum, t.d. korni, fer fram bæði gegnum einkafyrirtæki og opinber fyrirtæki. Opinberu fyrirtækin hafa þar forgang að geymslurými. Á móti ber þeim umhverfislega. Um 18% af losun gróðurhúsalofttegunda eru rakin til skógarhöggs. Mörg verkefni eru í gangi til að draga úr eyðingu skóga og til að hvetja til plöntunar trjáa. Iðnríkin gætu styrkt þróunarlönd í þeim efnum og hvatt með því móti frumbyggja þessara landa, smábændur og landlaust fólk, til að vernda þessar náttúruauðlindir. Lítið verður þó vart við hreyfingu í þá átt enn sem komið er. Á hinn bóginn er margt jákvætt Græn störf í landbúnaði Miklir möguleikar eru í því fólgnir að fjölga umhverfisvænum, grænum störfum í dreifbýli. Þar má nefna að nýta betur brattlendi með því að útbúa sillur til ræktunar, nýta betur vökvunarkerfi, endurheimta land til ræktunar, búa til safnhauga, planta trjám og rækta upp skóglendi. Allt eru þetta vistvæn verkefni og atvinnuskapandi. Að áliti Alþjóðabankans ættu bændur, sem vernda og verja náttúruauðlindir, svo sem votlendi, vatnsból og skóglendi, að fá umbun fyrir það frá þeim sem nýta þessi lífsgæði. að gerast í plöntun nýskóga í Í ýmsum löndum Mið- og Suður- þróunarlöndum. Alþjóðabankinn Ameríku hefur tekist að vernda skóga með breyttri búfjárrækt og þannig hefur tekist að auka tekjur bænda um 10-15%. Í Suður-Afríku hefur verkefnið Vinnum fyrir vatnið skapað ný störf. áætlar að það verkefni muni skapa 1,2 milljarða nýrra starfa í þessum löndum. Upplýsingar liggja fyrir um að grænum störfum fjölgi í heiminum en því miður of hægt, að Margar kannanir sýna að lítil bú sögn umhverfisstofnunarinnar og fjölskyldubú veita fleira fólki vinnu en stór bú, jafnframt því sem lífrænn landbúnaður er þar algengari en á stærri búum. Í Brasilíu standa 8 ha ræktunarlands á bak við ársverkið á fjölskyldubúum en 67 hektarar á stórum búum. Skógræktarstörf veita á bilinu til milljónum manna vinnu í heiminum. Fæst störfin eru bundin ráðningarsamningum, þau eru án helstu vinnuréttinda og launakjörin eru léleg. Skógareyðing er enn mikið vandamál í þróunarlöndum, Worldwatch Institute. Stofnunin telur að þriðji hver maður í heiminum sé nú atvinnulaus eða í hlutastarfi. Um 44% af ungu fólki á aldrinum ára er nú atvinnulaust eða aðeins í hlutastarfi og þeim fjölgar ár frá ári. Á hinn bóginn er vitað að náðst hefur góður árangur í því að bæta orkunýtinguna, draga úr losun gróðurhúsalofttegunda og skapa ný, græn störf. Það hvetur ráðamenn til frekari dáða í þeim efnum. Landsbygdens Folk/U.B.Lindström, stytt jafnt efnahagslega sem Nýtum matinn vel Svo getur farið að um 2050 verði ekki unnt að fullnægja 25% af matarþörf jarðarbúa. Áætlanir um íbúafjölda jarðar gera ráð fyrir að á næstu 40 árum, fram á miðja öldina, fjölgi jarðarbúum um 2,7 milljarða. Þörf á matvælum eykst þó enn meira þar sem áætlað er að kjötneysla á mann aukist einnig. Þetta er niðurstaða þróunarverkefnis Sameinuðu þjóðanna, UNEP, um stöðu veðurfars og orkumála í heiminum sem og matvælaframleiðslunnar. Fyrsta skýrsla sinnar tegundar Að þessu sinni eru þessir þættir í fyrsta sinn tengdir saman í einni skýrslu, segir stjórnandi vinnuhóps um gerð hennar, Christian Nellemann, sérfræðingur við Norsk senter for naturforskning. Og hann bætir við: Það er hætta á ferð ef við bregðumst ekki við ástandinu. Ef við bætum ekki fyrir þann skaða sem við höfum unnið á umhverfinu; með jarðvegseyðingu, veðurfarsbreytingum og tapi á góðu ræktunarlandi, þá getur svo farið að það skorti 25% upp á að unnt sé að fullnægja matarþörf jarðarbúa árið Í skýrslunni er hvatt til að þróa landbúnaðinn í átt til lífrænna framleiðsluaðferða. En er unnt að brauðfæða heiminn án þess að nota tilbúinn áburð? Með því að taka upp lífrænan landbúnað má búast við minni uppskeru sums staðar en sannleikurinn er sá að hvorki lífrænn landbúnaður né hefðbundinn geta brauðfætt stækkandi mannkyn. Hin raunhæfa lausn er að nýta betur hitaeiningar í aðgengilegum mat. Korn fer forgörðum, spákaupmennska veldur því að verðmæti glatast og vaxandi hluti kornuppskerunnar fer í dýrafóður eftir því sem kjötneysla vex. Ef unnt væri að fóðra búfé á öðru en korni í auknum mæli væri auðveldara að fæða þjóðir þar sem fólki fjölgar. Eins og sakir standa er um þriðjungur matkorns notaður sem dýrafóður. Um miðja öldina má ætla að það verði helmingurinn. Með því að nota fiskúrgang og matvæli sem komin eru fram yfir ráðlagðan söludag mætti auka fóðurorku um 30-50%. Þá er miklu fleygt af korni, sem stenst ekki gæðakröfur, svo sem skylda til að halda uppi verði á afurðunum. Sala á bæði grænmeti og kjöti fer stundum fram beint á milli framleiðanda og neytanda, en einnig eru á ferð þúsundir kaupmanna sem fara um á vörubílum sínum og kaupa afurðir sem þeir selja annað hvort beint til neytenda eða stærri heildsala. Þjóðin brauðfædd Þrjátíu árum eftir að Kína endurreisti landbúnað sinn geta Kínverjar fagnað því að þeim hefur tekist að brauðfæða þjóðina, ásamt því að flytja út búvörur í nokkrum mæli. En með takmarkað land til búskapar og ekki síður með nálægt því fullnýtingu á aðgengilegu vatni eru ekki horfur á að landbúnaðurinn haldi áfram að vaxa þar. Það er einkum hveitiræktin sem er háð vökvun, og ef þrengist um vatnsöflun kemur það fljótt niður á þeirri ræktun og þess verður þá fljótt vart á alþjóðlegum mörkuðum. Bandaríska skýrslan telur því að komið sé aftur að endurbótum á kínverskum landbúnaði, einkum m.t.t. betri nýtingar á vatnsauðlindinni. Eignarhald á landi í óvissu Í Kína er margt í óvissu um eignarhald bænda á jörðum sínum sem og á rétti þeirra til að nýta vatn sem þar er að finna. Þegar kommúnistar náðu völdum í Kína á síðustu öld sló ríkið eign sinni á allt land. Í reynd var svo því fyrirkomulagi komið á að opinberum starfsmönnum ríkisins var falin umsjón með jarðnæðinu á hverjum stað. Þessir stjórnarerindrekar hafa enn mikil völd og geta deilt og drottnað yfir landréttindum eftir sínu höfði. Útkoman er flókið bútasaumsteppi af ákvörðunum kommissaranna og hefðbundnum rétti. Í Suður-Kína er meiri úrkoma en norðar í landinu, þar sem er því meiri þörf á vökvun og á heildina litið er vökvunin undirstöðuatriði aukinnar búvöruframleiðslu í Kína. Bændurnir fá þó ekki vatnið ókeypis, þeir verða að greiða fyrir það. Hækkandi verð á því er hins vegar viðkvæmt mál í Kína. Með vaxandi þéttbýli, sem einnig þarfnast aðgangs að vatni, hefur samkeppnin um hina takmörkuðu þegar það hefur ekki náð þroska. Efling smábýla Nellemann telur að mestir möguleikar til aukinnar matvælaframleiðslu séu í smábúskap. Í skýrslunni er lagt til að stofna lánasjóð til að lána bændum í fátækum löndum, fyrst og fremst til að þeir geti keypt sér verkfæri, svo sem haka til að yrkja jörðina, en lánin endurgreiði þeir þegar uppskeran skilar sér. En er mikilvægt að fátækir bændur séu ekki háðir tilbúnum áburði? Já, í Afríku kostar tilbúinn áburður sjöfalt meira en í Evrópu og afrískir bændur hafa ekki ráð á honum. Auk þess vex vatnsþörfin með notkun tilbúins áburðar. Með því hins vegar að rækta saman fleiri tegundir nytjajurta nýtist vatnsauðlind vaxið. Eftirsóknin í vatn hefur leitt til þess að sífellt fleiri vatnsföll þorna upp tímabundið á hverju ári og grunnvatnsstaðan hefur lækkað. Nationen Tré safna reynslu um veðurfarið sem þau búa við Tré skynja veðurfarið í kringum sig við fræmyndunina og laga sig að þeim lífsskilyrðum sem bíða þeirra. Þroskað fræ móðurtrés af norðlægum slóðum, sem er plantað eða myndar fræ á suðlægum slóðum, tekur með sér erfðaeiginleika sína og afkvæmi þess verða ekki alveg eins og trjánna í kring. Hið sama gerist þegar tré af suðlægum slóðum er flutt norður á bóginn. Fræ, sem þroskast á suðlægum slóðum, festir sér í minni veðurfarið þegar það var að þroskast og verður suðrænna en móðurtréð. Það er m.ö.o. fleira en beinlínis erfðabundnir eiginleikar sem ræður því hvernig tré þroskast. Veðurfarsminni Vísindamenn við Norska landbúnaðarháskólann (UMB) og stofnunina Norsk institutt for skog og landskap hafa komið á fót sameiginlegum vinnuhópi til að rannsaka hvernig tré fara að því að bregðast við breyttu veðurfari og hvernig þau hafa áhrif á veðurfarsminni sitt. Við teljum að það sé veðurfarið sem virkjar og afvirkjar gen sem ákvarða vaxtarferil trésins, þ.e. hvenær það hefur vöxt á vorin og hvenær það hættir að vaxa áður en frýs á haustin, segir Jorunn Elisabeth Olsen, prófessor við UMB. Að öllum líkindum er það nokkur fjöldi erfðavísa (gena) sem virka samtímis. Ætlunin er að finna eins mörg þeirra og unnt er með nútíma erfðatækni og greina hvaða gen virka á sama tíma og hver ekki. Vinnuhópurinn á Ási notar norskt greni í rannsóknunum, en rannsakar jafnfram hvort niðurstöður þeirra gildi ekki einnig um aðrar jurtir, svo sem matjurtir. Nationen Matvælakreppan Á undanförnum fáum árum hefur verð á matvælum hækkað um % eftir tegundum. Matvælakreppan stafar af spákaupmennsku með matvæli, óhagstæðu veðurfari, litlum birgðum af korni, aukinni framleiðslu lífeldisneytis og háu olíuverði. Verðið náði hámarki í júlí 2008 en hefur lækkað nokkuð síðan. Það er þó enn hærra en árið 2004 á mörgum tegundum matvæla. Hið háa matvælaverð hefur á stuttum tíma fjölgað fátæku fólki um 110 milljónir manna og sveltandi fólki um 44 milljónir. grunnvatnið betur. Þess vegna verður að hvetja til lífrænnar ræktunar. Styrkir til landbúnaðar? Með hliðsjón af því að horfur eru á að aukinn skortur á matvælum sé framundan, þá blasa við mjög vaxandi verðsveiflur á þeim. Það bitnar einkum á hinum fátæku. Margt af því fólki notar 70-80% af tekjum sínum til matarkaupa. Það er því brýnt að hafa stjórn á verði matvæla. Stefna okkar er hæg en jöfn hækkun á verði búsafurða til framleiðandans, þannig að bændur fái hvatningu til að framleiða meira. Við viljum hins vegar forðast verðsveiflur. Fullt frelsi á matvælamarkaði í Afríku mundi leiða til mikilla verðhækkana á mat í álfunni og aukins hungurs meðal fátækra. Við viljum að þróunarlönd geti flutt út matvæli, og að það gerist með viðskiptasamningum. Bondebladet

21 21 Getum við lært af áströlskum landbúnaði? Á undanförnum árum hefur landbúnaður í Ástralíu gengið í gegnum miklar breytingar. Þótt aðstæður á Íslandi og Ástralíu séu um margt afar ólíkar, þá eiga eyjan og heimsálfan ýmislegt sameiginlegt sem fróðlegt er að bera saman. Hér verður brugðið upp svipmyndum frá Ástralíu og á grunni þeirra er síðan varpað fram nokkrum spurningum er varða hagsmuni landbúnaðarins hér á landi. Munum, bændur fæða okkur öll Í grein með ofangreindri fyrirsögn, sem birtist nýverið í Sydney Morning Herald (3. apríl, bls 13), veltir Paul Myers því fyrir sér hvers vegna ímynd ástralsks landbúnaðar í augum almennings sé jafn afleit og raun ber vitni. Það eru bændur, fleiri en hálf íslenska þjóðin, sem fæða Ástrali og leggja auk þess mikið af mörkum við að sjá öðrum þjóðum fyrir matvælum. Að mati Paul hafa þeir hins vegar glatað trausti fólksins sem er háð framleiðslu þeirra. Þetta er mikil breyting. Fyrir aðeins 50 árum voru ástralskir bændur efstir í virðingarstiga þjóðfélagsins. Það var visst stöðutákn að vera úr sveit eða eiga ættingja með bein tengsl við landið. Ástæður þessa mikla hruns á ímynd landbúnaðarins í Ástralíu eru fjölmargar, svo sem land í tötrum vegna ofnýtingar, hagfræðileg vandamál, langir flutningar á búfé, horfellir og tregða við að laga framleiðsluhætti að markmiðum um sjálfbæra búskaparhætti. Ýmsar aðrar ástæður sem á góma ber í umræðunni eru þó fjarri því að vera sanngjarnar að mati Paul Myers, og er þar m.a. um að kenna vanþekkingu borgarbúa á landbúnaðinum. Hann telur hins vegar hættu á því að slæm ímynd gæti orðið til að draga úr framleiðslu landbúnaðarafurða, og þar með fæðuöryggi þjóðarinnar. Landhnignun í fortíð og nútíð Einn af þeim þáttum sem spilla mjög ímynd ástralskra bænda er hin hrikalega landhnignun og tap á jarðvegi sem orðið hefur á síðustu tveimur öldum. Samsvörunin við örlagasögu íslenskra vistkerfa eftir landnám er mikil. Til eru samtímalýsingar (John Robertson) frá árunum upp úr 1840 er evrópskir landnemar hófu fyrst búskap í Victoriaríki. Í upphafi voru hagar nægir; dásamleg beitilönd, allur gróður lostætur fyrir búfé, enginn búsmali hefur áður gengið á þessu grasi En, svo snemma sem 1853 sér hann breytingar á landinu og skrifar: Grasið með sínar djúpu rætur sem hélt saman jarðveginum er horfið, jörðin er nakin jarðvegurinn rennur til í allar áttir og tekur trén með sér. Um 1920 var uppblástur orðinn alvarlegt vandamál sem fór stöðugt versnandi og hefur víða lagt frjósöm vistkerfi í rúst. Beitarþol lands í Ástralíu hefur minnkað um a.m.k. helming frá 1870 og víðtækra úrbóta er þörf. Ástralir gripu til öflugra varna gegn vatnsrofi og uppblæstri lands árið 1940 og undanfarin ár hafa stórir hópar bænda, samtaka, einstaklinga, sveitarfélaga o.s.frv. skipað þessari þjóð í framvarðarsveit í vernd og endurreisn landkosta. Því fer þó fjarri að sigri sé náð. Ýmsar aðstæður vinna þar á móti, m.a. áhrif loftslagsbreytinga, og enn er sá hópur bænda mjög stór sem ekki er læs á land sitt og ofnýtir það með alvarlegum afleiðingum. Í nýlegri ritgerð eftir Jacqueline A. Williams (2006) kemur fram að þrátt fyrir að fjárfestingar opinberra Landbúnaður Andrés Arnalds fagmálastjóri Landgræðslunnar aðila í bæði stuðningi við landbúnað og aðhaldi vegna nýtingar séu í sögulegu hámarki þá haldi landi áfram að hnigna. Það á sinn þátt í hinni neikvæðu ímynd landbúnaðar í Ástralíu. Heimsókn til eðalbænda Ég heimsótti nýverið tvo bændur í Ástralíu sem báðir skara fram úr í sínum búskaparháttum. Sá fyrri, Davíð Marsh, býr á um 800 hektara jörð og nýtir hana alla til beitar. Á þessum slóðum, sem víðar, stendur lítið eftir af upphaflegum gróðri. Skógunum var að mestu eytt á fyrri hluta síðustu aldar og landið brotið til ræktunar. Þegar búið var að mergsjúga mest af næringarefnunum úr jarðveginum tók beitarbúskapurinn við. Á sínum 30 Skoskir hálendingar í áströlskum haga. árum á jörðinni hefur Davíð reynt að hlú að landinu eftir bestu getu. Reyndar með svo góðum árangri að öfundsjúkir nágrannar kveiktu í gróðrinum fyrir um þremur árum til að minna bæri á því hvað hans land væri betra en þeirra! Davíð bjó lengst af með um ærgildi í sauðfé og holdanautum. Hann skiptir landi sínu í 93 hólf og beitir hvert þeirra aðeins í örfáa daga í einu. Þannig nær hann að beita allan gróður jafnt, og koma svo aftur að næringarríkari endursprettu síðar. Hann segir að landið þurfi hvíld rétt eins og mannfólkið. Hann ber vel á sum beitarhólfin, sáir til belgjurta í öðrum og reynir jafnframt að endurheimta þær náttúrulegu tegundir sem áður uxu þarna. Fyrir sex árum brast á með miklum þurrkum. Þegar Davíð sá fram á að spretta í hólfunum væri ekki næg til að hann gæti lokið beitarhringnum með góðu móti brá hann á það ráð að selja helming bústofnsins. Hann sér ekki eftir því. Þurrkatímabilið stendur enn. Nágrannar hans reyndu að þrauka með óskertan bústofn, en það hefur leitt til alvarlegrar ofbeitar. Lokaorð þessa gætna bónda þegar við kvöddumst voru: Mundu, að ef þú ferð vel með landið, þá þarf lítið að hafa fyrir búskapnum. Morguninn eftir fór annar bóndi, Lee að nafni, með okkur hjónin í skoðunarferð um sína jörð. Þrátt fyrir ólíkar aðstæður var mikil samsvörun á milli þessara tveggja bænda. Lee var með frjórra land en skipti því sömuleiðis upp í fjölda beitarhólfa, um 40. Árangurinn af skipulagi beitarinnar var einnig það góður að það vakti athygli nágranna. Í grillveislu nýverið hafði konan á næsta bæ farið að spyrja hann með hvellri rödd af hverju landið hans væri svo miklu grænna en þeirra. Lee sagði það vera vegna þess að hann gætti þess að ofbjóða aldrei landinu og væri laginn við að koma þar upp belgjurtum. Phil, af hverju gerir þú ekki eins, gall í frúnni um leið og hún leit á bónda sinn. Og Phil svaraði: Ég geri allt eins og faðir minn, því skyldi ég breyta út af því! Máttur vanans er versti óvinurinn, sagði þessi skemmtilegi bóndi, sem naut þess greinilega að segja áhugasömum Íslendingum frá búskaparlagi sínu. Kveðjuorð hans voru: Mundu eftir belgjurtunum, þær eru lykillinn að uppskeru beitilandsins. Spurningar vakna Það er ætíð fróðlegt að spegla Ísland í aðstæðum annarra landa. Hvað innihald þessa greinarkorns varðar, þá langar mig til að varpa upp nokkrum spurningum sem varða hagsmuni íslensks landbúnaðar bæði í nútíð og framtíð: 1. Það er mikilvægt að landbúnaður njóti ætíð trausts og virðingar. Ekki síst er mikilvægt að hann sé rekinn með bæði efnahagslega og umhverfislega sjálfbærum hætti, og standist þar gagnrýna skoðun. Slíkt kallar á trausta staðla og starfsreglur til að tryggja að allir þættir framleiðslunnar séu í lagi, allt frá gæðum landsins að diski neytandans. Hve vel stendur íslenskur landbúnaður með mótun og framfylgd slíkra starfsreglna eða siðferðilegra viðmiðana (codes of practice/conduct, codes of ethics) með tilliti til sjálfbærs landbúnaðar á Íslandi? 2. Landbúnaður á víða í vaxandi samkeppni við önnur landnot og bæta þarf land. Hvaða leiðir þarf að fara til að tryggja landrými til matvælaframleiðslunnar? Hver er raunveruleg staða gróður- og jarðvegsverndar á Íslandi? Hvaða leiðir er best að fara til að auka enn frekar afköst í uppgræðslu illa farins lands með það að markmiði að bæta frjósemi lands? 3. Áhersla á belgjurtir, áburðarverksmiðjur náttúrunnar, fer vaxandi víða um heim. Áburðarverð fer hækkandi. Hve ofarlega eru rannsóknir á belgjurtum og þróun þeirra til víðtækrar notkunar í forgangsröð rannsókna í þágu landbúnaðar á Íslandi? 4. Meginhluti sölutekna í sauðfjárrækt myndast við beit, hrossabúskapur er að mestu grundvallaður á beit, og gæði lands ráða miklu í búskap með mjólkurkýr og holdanaut. Hvers vegna er unnið jafn lítið að árangursmiðaðri þróun á beitarkerfum og raun ber vitni? Það er vandasamt verkefni því góð beitarkerfi verða að byggja á sveigjanleika og heildrænni þekkingu á þörfum bæði lands og búfjár. 5. Það kom vel fram í ofangreindum heimsóknum og víðar að ástralskir bændur eru virkir þátttakendur í öflun nýrrar þekkingar og þróunarstarfi. Þar eru jafnvel dæmi um að meira en bændur taki beinan þátt í undirbúningi, skipulagi og framkvæmd rannsóknaverkefna sem ætlað er að finna á lausn á beitarvanda. Slíkt samstarf margfaldar afköst í þekkingaröfluninni og tryggir um leið beina hagnýtingu niðurstaðna. Hve skipulega er hið mikla afl, sem bændur búa yfir til þekkingarleitar og þróunar lausna, nýtt í rannsóknastarfi hér á landi? Hve virkir eru þeir í greiningu á þörf fyrir þekkingu í þágu landbúnaðar og landkosta? Styrkja þarf verulega tengslin á milli stefnumörkunar, rannsókna og notenda þekkingarinnar hér á landi. Mikilvægi landbúnaðar á Íslandi mun vaxa mjög á komandi árum. Mikilvægt er að stjórnvöld setji fram heildstæða stefnu, sem gangi þvert á ráðuneyti, um leiðir til að tryggja sjálfbærni landbúnaðarins. Æskilegt er að íslenskir bændur séu í forystusveit við mótun og framkvæmd slíkrar stefnumörkunar. DEKK Dráttarvéladekk - Radial Dráttarvéladekk - Nylon Dráttavéla framdekk Vagnadekk / / / / / / / / / / / /60 R Smádekk - Grasmunstur Verð frá m/vsk 13x x x x x x x x x x x Kambdekk - 3RIB Verð frá m/vsk Fínmunstruð dekk x / x x Tjaldvagna og fellihýsa dekk Stærð Verð frá m/vsk x x x /80 R /55 R /80 R /70 R /80 R /60 R /80 R /80 R /50 R Verð geta breyst án fyrirvara Útsölustaðir Útsölustaðir Útsölustaðir Vesturland/Vestfirðir N1 Akranesi Austurland Bifreiðav. Sigursteins Höfuðborgarsvæðið N1 Mosfellsbæ Breiðdalsvík N1 Réttarhálsi KM. Þjónustan Búardal Vélsmiðja Hornafjarðar N1 Fellsmúla Dekk og smur Stykkishólmi Bíley Reyðarfirði N1 Reykjavíkurvegi Bifreiðaþ. Harðar Borgarnesi Réttingav. Sveins Neskaupsstað N1 Ægissíðu Vélaverkst. Sveins Borðeyri N1 Bíldshöfða Hjólbarðaverkstæði Ísafjarðar Bílaverkstæði S. B. ehf. Ísafirði Græðir sf. Varmadal, Flateyri Norðurland Suðurland Bifreiðav. Gunnars Klaustri Framrás Vík Gunnar Vilmundar Laugarvatni Vélaverkstæðið Iðu Hjólbarðaþjón. Magnúsar Selfossi Bifreiðav. Jóhanns Hveragerði Bílaþjónustan Hellu Varahl.v. Björns Jóh. Lyngási,Hellu Hvolsdekk Hvolsvelli Stærð Verð frá m/vsk 320/70 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R /65 R /65 R /70 R /85 R /70 R /70 R /70 R /65 R /65 R R R Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk Vélav. Hjartar Eiríkss. Hvammstanga Kjalfell Blönduósi Bílaverkstæði Óla Blönduósi Vélav. Skagastrandar Skagaströnd Pardus Hofsósi Hjólbarðaþ. Óskars Sauðárkróki Kf. Skagfirðinga Sauðárkróki B.H.S. Árskógsströnd Bílaþjónustan Húsavík Verð frá m/vsk Verð frá m/vsk N1 er leiðandi verslunar- og þjónustufyrirtæki á sviði bílatengdrar starfsemi fyrir einstaklinga og fyrirtæki. Suðurnes N1 Vesturbraut 552 Vallarheiði SÍMI

22 22 Á markaði Endurreisn íslenska bankakerfisins Efnahagsmál Erna Bjarnadóttir Íslenska bankakerfið og endurreisn þess hafa verið til mikillar umræðu í samfélaginu síðustu vikur. Endurreisn bankakerfisins er mikilvægur hlekkur í endurreisn hagkerfisins, þar sem fyrirtækin í landinu þurfa að hafa eðlilega fyrirgreiðslu í bönkum til þess að geta byggt sig upp á ný. Fyrirtæki og einstaklingar þurfa aðgang að miðlun fjármagns og greiðslumiðlun en megin markmið ríkisins með yfirtöku bankanna var einmitt að halda uppi eðlilegri greiðslumiðlun og vernda innistæður í bönkum. Markaðssíðu Bændablaðsins fannst tímabært að taka þetta efni til umfjöllunar. M.a. er stuðst við minnisblað viðskiptaráðherra frá 5. maí sl. um endurreisn fjármálakerfisins, auk ýmissa annarra upplýsinga frá stjórnvöldum og úr opinberri umræðu. Hagsmunaaðili Kröfuhafar Nýi bankinn Ríkissjóður Bankahrunið Í ákvörðunum Fjármálaeftirlitsins frá því í október 2008 var kveðið á um að tilteknar eignir og skuldir færðust frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Í kjölfarið gerði Fjármálaeftirlitið samning við alþjóðlega endurskoðunarfyrirtækið Deloitte LLP um að meta þær eignir og skuldir sem færðust á milli. Einnig gerði eftirlitið samning við alþjóða ráðgjafarfyrirtækið Oliver Wyman um að hafa tilsjón með mati á eignunum. Fjármálaeftirlitið fól Deloitte LLP að byggja mat sitt á hugtakinu gangvirði, en skilgreining þess gerir ráð fyrir að nýju bankarnir haldi áfram starfsemi sem fullfjármagnaðir, íslenskir bankar á innanlandsmarkaði og þurfi hvorki að losa eignir (eða gera upp skuldbindingar) í bráð né með nauðungarsölu. Niðurstöður matsins liggja nú fyrir og er verið að kynna þær hagsmunaaðilum í samræmi við stefnu þar að lútandi. Nýju bankarnir munu þannig kaupa allar íslenskar eignir, þ.m.t. útlán til fyrirtækja og einstaklinga af forverum sínum, gömlu bönkunum. Íslenska ríkið mun síðan leggja nýju bönkunum til eigið fé þegar lagt hefur verið mat á verðmæti þeirra eigna og skulda sem færð verða yfir í nýju bankana. Þangað til eru nýju bankarnir í sjálfu sér eign erlendra kröfuhafa. Verðmat þessa eignasafns er gríðarlegt hagsmunamál fyrir íslenska ríkið og skattborgarana og þess vegna m.a. hefur það tekið lengri tíma en reiknað var með í upphafi. Gert er ráð fyrir að eiginfjárhlutfall nýju bankanna verði um 10%. Því er ljóst að ekki má skeika miklu í verðmati eignanna til að vandræði hljótist af. Raunar má færa fyrir því sterk rök að íslenska ríkið eigi að krefjast lágs verðmats á eignum gamla bankans í ljósi þeirrar óvissu sem nú er uppi um efnahagshorfur, ekki bara á Íslandi, heldur í heiminum öllum. Greiðsla fyrir eignir sem færðust frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju Nefnd á vegum fjármálaráðuneytis, forsætisráðuneytis og viðskiptaráðuneytis var falið að sjá um verkefni þetta. Sérstakur starfsmaður var ráðinn af fjármálaráðuneytinu til að vinna að því og fjármálaráðuneytið gerði samning við ráðgjafarfyrirtækið Hawkpoint í mars 2009 til að vera ríkinu til ráðgjafar í samningaviðræðum sem þurfa að fara fram við gömlu bankana (kröfuhafa) vegna þeirra eigna sem færðust frá gömlu bönkunum yfir í þá nýju. Nú er áætlað að unnt verði að ljúka þessu verkefni í júnímánuði. Eftirfarandi tafla lýsir í stuttu máli hagsmunaárekstrum þeirra sem fjalla um verðmat á eignum gömlu bankanna. Hlutverk endurskoðunarfyrirtækjanna sem hafa yfirfarið útlánasöfn bankanna er einmitt að gæta hagsmuna allra aðila og komast sem næst raunvirði útlánasafnanna. Til þess fara fyrirtækin vandlega yfir þau, eftir því hverjir lántakar eru og eftir rekstrarstöðu þeirra í dag, hvers konar lán er um að ræða og hvaða tryggingar standa að baki, svo nokkuð sé nefnt. Þannig getur þurft að afskrifa lán til sjávarútvegsfyrirtækja um x%, byggingafyrirtækja um y% og húsnæðislán um z%. Einnig getur afskriftahlutfall verið mismunandi innan slíkra hópa, háð Innflutningur á kjöti minnkar um helming Samkvæmt tölum frá Landssamtökum sláturleyfishafa hefur verulega dregið úr innflutningi á kjöti fyrstu þrjá mánuði ársins. Í heild nam innflutningur kjöts á tímabilinu janúar-mars rúmlega 214 tonnum en á sama tíma í fyrra var hann tæp 402 tonn. Samdrátturinn milli ára nemur 47%. Eflaust er stærsti orsakavaldurinn lækkun á gengi íslensku krónunnar sem gerir innflutt kjöt miklu dýrara en áður. Samkvæmt tölum frá Innflutt kjöt á tímabilinu janúar-mars Landssamtökum sláturleyfishafa hefur verulega dreg ið úr innflutningi á kjöti Alifuglakjöt fyrstu þrjá mánuði ársins. Í heild nam innflutningur kjöts á tímabilinu janúar-mars rúmlega 214 Nautakjöt Kindakjöt Svínakjöt tonnum en á sama tíma Aðrar kjötvörur í fyrra var hann tæp 402 af áðurtöldu tonn. Samdrátturinn milli ára nemur 47%. Eflaust Samtals er stærsti orsakavaldurinn lækkun á gengi íslensku krónunnar sem gerir innflutt kjöt miklu dýrara en áður. Nokkuð er misjafnt milli kjöttegunda hversu mikill samdrátturinn er. Þannig hefur innflutningur á nautakjöti minnkað um 61%, alifuglakjöti um 57% en í svínakjöti er samdrátturinn talsvert minni, eða 26%. Þá hefur flokkurinn aðrar kjötvörur aukist talsvert en þar er aðallega um að ræða unnar kjötvörur. Loks hefur það gerst að á listanum má sjá innflutt kindakjöt sem er sjaldgæft, ef ekki óþekkt, enda hefur verið framfylgt ströngu banni á innflutningi kindakjöts til landsins. Við nánari eftirgrennslan kom í ljós að þarna er á ferðinni unnið kindakjöt frá Færeyjum. Ekki er um mikið magn að ræða, 60 kíló, og liggur næst við að ætla að þarna sé á ferðinni skerpikjöt sem flutt hefur verið inn fyrir árshátíð samtaka Færeyinga á Íslandi. Hagsmunir Að fá sem mest upp í kröfur sínar í gegnum sölu á eignum gömlu bankanna. Verðmæti eignasafns verði metið sem lægst þannig að áhættu bankans af að taka yfir útlánin sé haldið í lágmarki. Verðmæti eignasafns verði metið sem lægst til að ríkissjóður þurfi ekki í upphafi að leggja bönkunum til eigið fé umfram raunverulegar þarfir. greiðslugetu og tryggingastöðu. Mismun þess sem nýju bankarnir greiða fyrir lánin og þess sem þau standa í á uppgjörsdegi taka kröfuhafar á sig, þ.e. það myndar tap þeirra af bankahruninu. Engar skuldir verða eftir á ríkissjóði. Afskriftir eigna gömlu bankanna Umfjöllun um afskriftir útlána við yfirfærslu eigna frá gömlu bönkunum til þeirra nýju hefur verið fyrirferðarmikil. Afskriftirnar eru viðurkenning á tapi kröfuhafanna vegna efnahagshrunsins hér á landi. Kröfuhafarnir eru erlendir bankar og að einhverju leyti íslenskir lífeyrissjóðir. Verkefni Deloitte og Oliver Wyman í vetur snerist um að finna raunverulegt virði þessara eigna í ljósi breyttrar efnahags- og tekjustöðu og verri veðstöðu lántakenda, þ.e. hvað lántakinn getur raunverulega endurgreitt af lánunum. Innleiðing þessara afskrifta hefur að einhverju leyti þegar hafist, þ.e. í þeim tilfellum sem fyrirtæki hafa farið í gjaldþrot eða rekstur þeirra verið yfirtekinn af kröfuhöfum. Nýju bankarnir kaupa þannig útlánasöfn gömlu bankanna á því verði sem aðilar koma sér saman um á grundvelli mats óháðra endurskoðunarfyrirtækja. Staða lánanna breytist hins vegar ekki við þetta. Ekkert verður afskrifað gagnvart lántakendum á þessu stigi og nýju bankarnir munu leitast við að innheimta sem mest upp í kröfur. Augljóst er að mishátt hlutfall af lánunum innheimtist eftir greiðslugetu og tryggingastöðu lántakenda. Það er því mikið í húfi fyrir alla hagsmunaaðila að vandað sé til verks við mat á útlánum bankanna. Gjaldeyrismisvægi í efnahagsreikningi nýju bankanna Þar sem færðar voru meiri gengistryggðar eignir en skuldir frá gömlu bönkunum til þeirra nýju myndaðist skekkja í efnahagsreikningi nýju bankanna. Leiðir þetta til nokkurrar gengisáhættu bankanna og til hugsanlegs taps á rekstri þeirra vegna mismunar á vöxtum á þessum eignum og á innstæðum. Gylfi Magnússon segir í minnisblaði sínu ljóst vera að hvorki sé hægt að ganga frá fjármögnun nýju bankanna né samningum við kröfuhafa fyrr en fyrir liggi lausn á því vandamáli sem gjaldeyrismisvægið veldur. hagfræðingur Bændasamtaka Íslands eb@bondi.is Lokaorð Á heimasíðum bankanna og ráðgjafarstofu heimilanna er að finna margvíslegar upplýsingar um úrræði sem bjóðast heimilum í greiðsluerfiðleikum. Einnig er á heimasíðum bankanna að finna upplýsingar um aðgerðir vegna greiðsluvanda fyrirtækja. Bændur líkt og aðrir einyrkjar (iðnaðarmenn, dagmæður o.s.frv.) flokkast sem fyrirtæki í skilningi laga sem fjalla um tímabundna greiðsluaðlögun fasteignaveðkrafna (nr. 50/2009) og óverðtryggðra skulda (nr. 24/2009). Ráðgjafar Bændasamtaka Íslands og búnaðarsambandanna fylgjast stöðugt með þeim úrræðum sem þróuð eru fyrir heimili og fyrirtæki í greiðsluvanda sem geta nýst bændum. Þeir eru einnig í sambandi og samstarfi við þá aðila sem starfa á þessum vettvangi, t.d. Ráðgjafarstofu heimilanna. Bókun sem fylgir breytingum á búvörusamningum víkur einnig að þessu en samningsaðilar voru sammála um að beita sér fyrir könnun á skuldastöðu mjólkurframleiðenda og sauðfjárbænda í samvinnu við viðskiptabanka í þeim tilgangi að leita lausna til að bæta stöðu greinarinnar í þeim fjármálaþrengingum sem þjóðin býr nú við. Af sameiginlegri landbúnaðarstefnu ESB (CAP) Stórar fjárhæðir renna árlega í gegnum farvegi sameiginlegu landbúnaðarstefnunnar. Hluti þessara fjármuna rennur til bænda, hluti í byggðaþróun og hluti til fyrirtækja í landbúnaði. Á síðunni allcountries/financial_times_shedding_light_on_the_darkness_of_the_cap/290708, er að finna forvitnilegar upplýsingar um heildarframlög og nýtingu þeirra eftir löndum. Markaðssíða Bændablaðsins rýndi í upplýsingar um Írland, Danmörku, Finnland, Þýskaland og Frakkland. Eftirfarandi tafla sýnir nokkrar forvitnilegar staðreyndir en þess má geta að heildarframlög samkvæmt CAP eru hæst í Þýskalandi en hlutur bænda í evrum er hæstur í Frakklandi. Finnland Danmörk Írland Frakkland Þýskaland Framlag til CAP 156, 5. sæti 197, 2. sæti 178, 3. sæti 140, 9. sæti 121, 10. sæti í pr. íbúa Hlutfall stuðnings sem 61% 79% 70% 76% 77% rennur til bænda Meðalframlag á bú í 7.077, 10. sæti sæti 9.043, 6. sæti 526, 17. sæti , 4. sæti Meðalstuðningur á 222, 10. sæti 340, 3. sæti 279, 6. sæti 261, 7. sæti 298, 5. sæti hektara í Hlutfall stuðnings sem rennur til 10% stærstu viðtakenda 34%, 14. sæti 47% 37% 36% 54% Framleiðsla og sala á kjöti í apríl Framleiðsla á kjöti í apríl var 15,3% minni en í sama mánuði Framleiðsla dróst saman í öllum flokkum kjöts nema kindakjöti, en aftur á móti er vægi þess í heildarframleiðslu mjög lítið á þessum árstíma. Sala á kjöti var 17,5% minni en á sama tíma í fyrra og dróst saman í öllum kjöttegundum. Sala á ársgrundvelli er nú 0,4% minni en síðustu 12 mánuði þar á undan. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir apríl 2009 Framleiðsla apr feb.09 apr.09 maí.08 apr.09 Breyting frá fyrra tímabili, % apríl '08 3 mán. 12 mán. Hlutdeild % m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,3-5,6-9,2 26,1% Hrossakjöt ,6 23,8 6,4 3,8% Nautakjöt ,9-0,9-4,4 13,1% Sauðfé * ,8-19,7 2,9 32,6% Svínakjöt ,1 2,7 8,0 24,5% Samtals kjöt ,3-1,3-0,3 Sala innanlands Alifuglakjöt ,1-4,7-7,2 28,5% Hrossakjöt ,5-2,7 5,4 2,7% Nautakjöt ,4 0,6-3,2 14,3% Sauðfé ** ,9-10,5 0,9 27,6% Svínakjöt ,3 2,7 7,8 26,8% Samtals kjöt ,5-3,5-0,4 * Sauðfé lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. ** Sala á sauðfé p.r. mánuð er sala frá afurðastöðum til kjötvinnsla og verslana.

23 23 Erfðaauðlindir búfjár á Íslandi Dagana 30. apríl-2. maí sl. hélt European Focal Point for Animal Genetic Resources (ERFP) sitt fyrsta málþing hér á landi. Um er að ræða samstarfsvettvang Evrópuþjóða um verndun fjölbreytileika í erfðaefni búfjár í samvinnu við Búfjárræktarsamband Evrópu (EAAP) og Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna (FAO). Áður var slíkt samstarf hafið á Norðurlöndum undir merkjum Norræna genbankans. Málþingið byggðist annars vegar á faglegri dagskrá um ýmis efni sem tengjast verndun erfðaefnis búfjár með nýtingu og hinsvegar með kynnisferðum á Vesturland og Suðurland til að skoða íslensku landnámskynin og kynnast íslenskum landbúnaði í víðari skilningi. Veigamikil liður í dagskránni var heimsókn á fjárbú, hrossabú og kúabú í Andakíl (Hestur, Miðfossar og Hvanneyri) sem Emma Eyþórsdóttir dósent við Landbúnaðarháskóla Íslands skipulagði. Að öðru leyti skipulagði dr. Ólafur R. Dýrmundsson, landsráðunautur hjá Bændasamtökum Íslands, málþingið fyrir hönd Íslands en hann hefur verið fulltrúi landsins í ERFP allt frá Þá leiðsagði Ólafur hópnum í kynnisferðunum. Ólafur segir að hugmyndina að málþinginu megi rekja tæp tvö ár aftur í tímann, til samtals við starfssystur hans frá Tékklandi. Þegar ég var að ræða um nýtingu gamalla búfjárkynja við dr. Veru Matlova frá Tékklandi á fundi ERFP sem haldinn var á undan ársfundi EAAP í Dublin síðla sumars 2007 fæddist þessi hugmynd og ég ræddi hana við Andreas [Georgoudis framkvæmdastjóri ERFP]. Þegar við hittumst aftur á fundi í Litháen í haust var þetta afráðið og okkur til mikillar ánægju fengust mjög góðar undirtektir og ég varð aldrei var við neina erfiðleika þrátt fyrir bankahrunið og það kreppuástand sem nú ríkir. Erlendu gestirnir gistu á Hótel Sögu þar sem fagfundurinn var líka haldinn, og voru mjög ánægðir á alla hátt en flestir voru Verndun landnámskynja með nýtingu vekur athygli að heimsækja landið í fyrsta skipti. Fáeinir voru lengur og brugðu sér á hestbak. Orkuboltinn frá TAARUP Erlendu þátttakendurnir ásamt Ólafi R. Dýrmundssyni og Ingibjörgu Pétursdóttur frá BÍ við Bláa lónið í lok ERFP málþingsins (Ljósm.C.Ligda). Íslenska ræktunarstarfið fær góða einkunn Ólafur segir að erlendu gestunum hafi litist vel á íslenska búféð. Þeim þótti athyglisvert hve markvissar kynbætur tengdar bættri meðferð hafa skilað góðum árangri og hve vel hefur tekist að varðveita margvíslega eiginleika sem jafnvel eru ekki lengur þekktir í öðrum búfjárkynjum. Þeim þótti við vera góð fyrirmynd um verndun samfara nýtingu, sagði Ólafur og bætti síðan við: Þetta eru að sjálfsögðu þjóðargersemar sem okkur ber að varðveita og komi til samninga um aðild að Evrópusambandinu á hiklaust að leita viðurkenningar á sérstöðu þessara erfðaauðlinda og nýtingu þeirra, m.a. vegna fæðuöryggis sem nú er að verða stórmál í heiminum. Fyrstu árin var starfi ERFP stýrt frá Frakklandi en nú er skrifstofan í Þessalóníku í Grikklandi, þar sem dr. Andreas Georgoudis prófessor heldur um stjórnvölinn. Formaður framkvæmdanefndar ERFP er dr. Asko Maki-Tanila, prófessor frá Finnlandi. Norðurlöndin, og þar með Ísland, hafa verið þáttakendur frá upphafi. Skipulagningin fór fram í samvinnu við Andreas og Christinu Ligda á ERFP skrifstofunni í Grikklandi. Þáttakendur voru 35 að tölu frá 22 Evrópulöndum. Ólafur veitir fúslega nánari upplýsingar um málþingið bondi.is) en erindin hafa verið sett inn á heimasíðu ERFP ( -smh 3 stærðir áleggshnífar Verð frá vsk Hakkavélar Verð vsk Grænmetisskurðarvél mismunandi skurðarskífur Verð vsk Áratuga þjónusta við íslenskan landbúnað Bændur og Búalið Erum með vönduð og sterk Tamningagerði sem hægt er að setja saman á auðveldan hátt. Grindurnar eru í þriggja metra einingum og því auðvelt að velja sér stærð Tamningagerða. - Framleiðum einnig ýmsar gerðir af gjafagrindum fyrir allan búpening - Kornvalsa með möguleika á margskonar drifbúnaði - Afrúllara fyrir heyrúllur - Innréttingar og stalla í hesthús Nánari uppl. í síma eða Póstfang: vs-magga@simnet.is Legur í vélar og farartæki TRAUSTAR VÖRUR... - Það borgar sig að nota það besta...sem þola álagið! Keilulegur Kúlu- og rúllulegur Flans- og búkkalegur Hjólalegusett Nála- og línulegur Frum Einn tveir og þrír ÖRFÁ EINTÖK EFTIR VERKIN TALA Gylfaflöt Reykjavík Sími velfang@velfang.is Útsölustaðir: Mjólkurbú og búrekstrarvöruverslanir Innflutningur: Vistor hf.

24 24 Líf og starf Ánamaðkar mikilvægasti búfénaðurinn? Ánamaðkurinn étur lífrænt efni jarðvegsins og myndar frjósaman jarðveg með miklu loftrými. Í norskum túnum og ökrum geta verið allt upp í 5-7 tegundir ánamaðka, en bóndinn getur með jarðrækt stjórnað lífsskilyrðum ánamaðksins. Í Noregi hafa fundist 19 tegundir ánamaðka (á Íslandi 11). Af þeim eru 5-7 tegundir algengar í ræktuðu landi (á Íslandi 2-4). Einstakar tegundir gegna þar nokkuð misjöfnum hlutverkum. Sumar halda sig nærri yfirborðinu og éta einkum nýfallnar jurtaleifar (garðáni Lumbricus rubellus), aðrir halda sig dýpra og éta einkum hálfrotnað lífrænt efni, svo sem grááni og rauðáni (Aporrectodea caligionsa og A. rosea). Stóráni (Lumbricus terrestis) getur búið til djúp göng þar sem hann lifir árum saman, en aðrir flytja sig meira til og lifa í tímabundnum gangnakerfum. Stóri ánamaðkurinn étur mest jurtaafganga sem hann sækir upp á yfirborðið um nætur. Ánamaðkur er að mestu leyti langur meltingargangur með munn og fóarn. Í fóarninu eru sandkorn sem mylja og blanda saman lífrænu efni og jarðvegi. Á einum hektara geta 250 tonn af jarðvegi farið í gegnum meltingarveg ánamaðka á einu ári. Í einum fermetra af jarðvegi geta verið nokkur hundruð metrar af ánamaðkagöngum og umreiknað í lífmassa geta verið 1000 kg af ánamöðkum á hektara, en við hagstæð skilyrði verulega meira. Minnst er af ánamaðki í mýrar- og sandjarðvegi, meira í leir og mélujarðvegi en mest í moldarjarðvegi. Grááni og rauðáni þola plægingu og aðra jarðvinnslu betur en stóráni og garðáni. Ánamaðkurinn gerir mikið gagn í landbúnaði Allar tegundir ánamaðka hjálpa til við að breyta dauðum jurtaleifum og búfjáráburði í jurtanæringu. Í þörmum ánamaðksins blandast og umbreytast lífræn og ólífræn efni. Sum næringarefnin verða aðgengilegri, en önnur bindast í stöðugri, lífræn húmusefni sem ánamaðkurinn skilar frá sér. Úrgangur ánamaðksins er mikilvægur við myndun á samkornum í jarðvegi sem eru nauðsynleg til að bæta eðlisbyggingu jarðvegsins. Ánamaðkagöngin veita rótum jurtanna góð vaxtarskilyrði með því að bæta loftun jarðvegsins og auðvelda vatni framrás. Þá bæta þau einnig lífsskilyrði fyrir annað líf í jarðveginum. Örverur, sem binda köfnunarefni, þrífast vel í göngunum og um helming örvera í jarðvegi er einmitt að finna í slíkum gangnaveggjum. Lífsskilyrði ánamaðka í jarðvegi eru í réttu hlutfalli við magn og gæði næringarinnar sem þeir eiga aðgang að. Önnur atriði, sem skipta þá máli, eru rakastig umhverfisins, jarðvinnslan, þjöppun jarðvegs og sýrustig (ph) í jarðvegi. Skiptiræktun Val á nytjajurtum til ræktunar hefur áhrif á næringu ánamaðksins. Túnrækt er ánamöðkum hagstæð, yfirborð landsins er gróðri vafið mestallt árið og langur tími líður á milli plæginga. Það hentar ánamöðkum vel. Ráð til að fjölga ánamaðki í jarðvegi Forðist þjöppun jarðvegs. Skilið jarðveginum sem mestu af lífrænu efni sínu til baka. Dreifið litlu magni af búfjáráburði í einu, einkum ef áburðurinn er þunnfljótandi, þvag þynnist gjarnan með vatni. Forðist frárennsli frá votheyi. Forðist að dreifa búfjáráburði á blauta jörð. Forðist skiptirækt sem rýrir lífræn efni í jarðvegi. Forðist að sýrustig (ph) fari undir 5,5, einkum í leirjarðvegi. Notið varlega jarðtætara og álíka jarðvinnslutæki. Við athugun á kornrækt í leirjarðvegi í Suður- og Mið-Noregi fundust um 600 ánamaðkagöng á fermetra rétt undir plógstrengjunum. Sjö árum síðar, að mestu eftir túnrækt, hafði göngunum fjölgað í 800 á fermetra. Smári og aðrar belgjurtir sjá möðkunum jafnframt fyrir auðnýttri næringu. Í Svíþjóð hafa verið mæld 1000 tonn af ánamaðkasaur á ári á hektara lúsernuakurs en í óábornum byggakri aðeins 40 tonn á hektara. Á tilraunastöðinni Appelsvoll í Austur-Noregi hefur verið borin saman hefðbundin ræktun og lífræn ræktun, hvoru tveggja með og án túnræktar í skiptiræktinni. Smáratún jók þar bæði fjölda og lífmassa ánamaðka, en tún í skiptirækt jók einungis magn ánamaðkagangna. Tvö hefðbundin kerfi skiptiræktar með korn, án túnræktar, mældust með minnstan lífmassa í jarðvegi og fæst ánamaðkagöng. Jarðvinnsla Plæging og önnur jarðvinnsla hefur Námskeið í torfhleðslutækni Hleðsluskólinn og Torf og Grjót munu í sumar (2009) standa fyrir nokkrum námskeiðum í íslenskri hleðslutækni. Meginhluti námskeiðanna mun fara fram á torfbænum að Austur-Meðalholtum í Flóa og í nágrenni hans, en þar er jafnframt aðsetur Íslenska bæjarins mýkt-hlýja-aðlögun. Námskeiðin eru skilgreind sem áfangar í námi í íslenskri hleðslutækni maí verður haldið almennt grunnnámskeið þar sem helstu aðferðir í hefðbundnum veggjarhleðslum verða skoðaðar í samhengi við sögu og samhengi torfbygginga. Lykilhugtök, verkfæri og tækniatriði verða rædd og skilgreind. Verkleg þjálfun í gerð veggja með torfi og grjóti. Leiðbeinendur verða Víglundur Kristjánsson fornhleðslumeistari, Hannes Lárusson myndlistarmaður og framkvæmdastjóri Íslenska bæjarins og Högni Sigurþórsson myndlistarmaður og leikmyndahönnuður. Námskeiðsgjald er kr miðað við tvo daga frá kl. 9-18:00. Hádegismatur og kaffi innifalið í gjaldi. Nauðsynleg verkfæri eru á staðnum. Þátttakendur skulu hafa með sér hlífðarfatnað, stígvél og vinnuhanska. Í sumar og haust verður einnig Langskurður á ánamaðki. Á myndinni er helstu líffæri sýnd. Mynd fengin af Vísindavef Háskóla Íslands. áhrif á hve mikinn aðgang ánamaðkar hafa að næringu. Plæging eyðileggur jarðvegsgöngin og drepur ánamaðkana, annað hvort beint eða að sniglar og mýs éta þá. Jarðvinnslutæki, sem velta ekki jarðveginum við en losa aðeins varlega um hann, hlífa möðkunum betur. Jarðtætarar geta aftur á móti fækkað þeim mikið. Jarðvegsþjöppun Jarðvegsþjöppun er neikvæð fyrir ánamaðkana. Í tilraun á mjólkurbýli með lífræna framleiðslu á Vestur-Noregi fundust ánamaðkar á fermetra, allt eftir þjöppun jarðvegsins og magni áborins búfjáráburðar. Flestir voru ánamaðkarnir þar sem umferð var lítil og búfjáráburður ríkulegur. Áburðargjöf Á tilraunastöðinni á Möystad í Austur-Noregi hafa verið gerðar áburðartilraunir á sama landinu allt frá árinu Árið 2006 var fjöldi ánamaðka og magn þeirra metið í reitum sem fengið hafa búfjáráburð, tilbúinn áburð og í óábornum reitum. Þrjú síðustu árin fyrir mælinguna höfðu reitirnir verið áburðarlausir til að jafna út áburðaráhrifin. Fæstir ánamaðkar fundust í reitum sem höfðu fengið tilbúinn áburð, jafnvel færri en í óábornum reitum. Flestir voru þeir aftur í reitum sem höfðu fengið 20 tonn af búfjáráburði á hektara og þar var einnig lífmassi ánamaðka mestur. Sömu reitir voru einnig með mest af ánamöðkum. Enginn munur var á lífmassa í óábornum reitum og reitum sem fengu tilbúinn áburð. Rannsóknamennirnir telja það athyglisvert hversu greinileg áhrif búfjáráburðarins eru, jafnvel nokkrum árum eftir að áburðargjöf var hætt. Súr jarðvegur og smáralaus tún geta verið ástæðan fyrir því að lítið er um ánamaðka í jarðvegi þar sem eingöngu er notaður tilbúinn áburður. Aukin uppskera og þar með auknar jurtaleifar á þessum tímum vógu ekki upp neikvæð áhrif af tilbúnum áburði á ánamaðkana. Frekari upplýsingar um ánamaðka Stofnunin Bioforsk Ökologisk hefur gefið út smárit og þrjár þemaarkir um ánamaðka. Ritin er unnt að panta á netfanginu bioforsk.no Stofnunin hefur einnig vefsíðuna Bonde og Småbruker boðið upp á framhaldsnámskeið þar sem áhersla verður lögð á einstakar hleðslugerðir og mismunandi tilbrigði og tækniatriði skoðuð og skilgreind. Einnig er möguleiki á að bjóða upp á lengri eða styttri sérsniðin námskeið og/eða fyrirlestra um íslenskan torfbæjararf Vörumst skaða af völdum vorbeitar Mikilvægi góðrar meðferðar lands í gróandanum má ekki gleymast. Það er sá tími sem hagar eru hvað viðkvæmastir fyrir beit, umferð og allri notkun en jafnframt mikilvægasti tími ársins þegar kemur að góðu beitarskipulagi. Frost fer úr jörðu og jarðvegur og grassvörður verður forblautur. Allt álag og traðk á þessum tíma veldur skemmdum á uppbyggingu jarðvegskorna og rótum plantna er hætt við að slitna og skemmast. Gróður er aldrei eins viðkvæmur fyrir beit eins og þegar vöxtur hefst á vorin. Fyrstu laufblöðin sem vaxa eru plöntunni afar dýrmæt og kostnaðarsöm. Það er því mikið í húfi að beita ekki of snemma. Sé nýgræðingurinn kroppaður jafnóðum og hann sprettur, nær hann sér aldrei á strik og stórlega dregur úr uppskeru það árið. Planta sem sífellt er bitin nær heldur ekki að þroska stórar og sterkar rætur og það dregur úr hæfni hennar til að ná vatni og næringarefnum úr jarðveginum. Rætur gegna einnig mikilvægu hlutverki við að halda jarðvegi saman. Það eru erfiðir tímar og aukin hætta er á því að menn gangi á gæði landsins með því að spara hey, sleppa of fljótt og styrkja síður beitiland með áburðargjöf. Slíkt er þó skammgóður vermir eins og sagan ætti að hafa kennt okkur. Nauðsynlegt er að nýta landið af yfirvegun og skynsemi og forðast að ganga of nærri gróðri og landgæðum. Með fáein grundvallaratriði í huga er hægt að ná miklum árangri í bættri nýtingu beitilanda. Aðalreglan er að beita ekki of snemma á vorin. En hvað er of snemmt? Ekki skal beita fyrr en jafnvægi hefur náðst í vatnsbúskap eftir að klaki hefur farið úr jörðu og jarðvegurinn þolir traðk. Plöntur þurfa að vera komnar með öflug laufblöð til að ljóstillífa og vöxtuleg gróðurþekja komin á landið. Þetta á bæði við úthaga og tún. Þetta tímabil vorsins getur verið erfitt fyrir skipulag hrossabeitar. Hrossin sækja í nýgræðinginn og áhugi þeirra á heyi minnkar. Því verður að loka af og friða beitilandið sem bíður þeirra, þar til gróður er í stakk búinn til að þola beitina án þess að gengið sé á hann. Friða þarf vorbeitarhólfin, helst sumarlangt, svo þau nái að gróa á nýjan leik. Sinumiklar mýrar er óhætt að beita á þessum tíma með gjöfinni. Oft er auðvelt að setja upp einfalda rafgirðingu til að friða aðliggjandi land. Nauðsynlegt er að hlífa öllu viðkvæmu landi við vorbeit og brattlendi er alltaf illa fallið til beitar stórgripa og allra verst í blautum vorum. Ekki má líta framhjá því að stundum kemur að þeim mörkum að ekki er hægt að bæta beitarstjórnun, einfaldlega vegna þess að hross eru of mörg fyrir það land sem er til umráða. Meira má lesa um hrossabeit í ritinu Hrossahagar sem finnst á vefsíðu Landgræðslunnar undir flýtileiðum; fræðsluefni. Sigþrúður Jónsdóttir héraðsfulltrúi hjá Landgræðslu ríkisins Jörð.is Skráning á áburðargjöf og uppskeru gefur forsendur fyrir áburðarþörfum næsta árs. Niðurstöður heysýna og jarðvegssýna koma inn á Jörð.is frá greiningaraðila. Túnkort og loftmynd eru aðgengileg, þar sem hægt er að mæla lengdir og flatarmál. Útreikningar á áburðaráætlun og samanburður á tegundum og verði á milli áburðarsala. Samantekt á uppskeruskráningu nýtist við útfyllingu á forðagæsluskýrslu. Sami notandaaðgangur er að Jörð.is og er að öðrum miðlægum kerfum Bændasamtakanna. Þennan aðgang þarf þó að virkja. Hægt er að senda tölvupóst á eða hringja í Bændasamtökin í síma Við vekjum athygli á því að fyrst um sinn verður ekki innheimt gjald fyrir aðgengi og notkun á þessu nýja kerfi en í framtíðinni má reikna með að svo verði. fyrir tiltekna hópa. Á námskeiðunum verður lagt jöfnum höndum upp úr handverki og notkun hefðbundinna verkfæra, hugmyndafræði torfbygginga og fagurfræðilegum sérkennum. Umsjón námskeiða eru jafnan í höndum færustu manna. Tímasetningar og nánari útfærsla einstakra námskeiða verða tilkynnt á: Þeir sem áhuga hafa eða vilja frekari upplýsingar er velkomið að hafa samband við Hannes Lárusson í síma eða netfangið

25 25 Á að reka póstafgreiðslu með 10 bréf á dag? Að gefnu tilefni vill Íslandspóstur fá að birta nokkrar staðreyndir um starfsemi Íslandspósts og þann lagaramma sem fyrirtækið starfar eftir. Hvers vegna hafa póstafgreiðslur verið lagðar niður víða á landsbyggðinni? Póstinum þykir miður að loka þurfi pósthúsum á smærri stöðum. Pósthús hafa oft verið raunverulegur og táknrænn miðpunktur bæjarfélaga og jafnvel gegnt félagslegu hlutverki á sumum stöðum. En það er ekki verjandi út frá rekstrarlegum sjónarmiðum að halda opinni afgreiðslu með fólki í fullri vinnu, þegar reksturinn er hvergi nálægt því að standa undir kostnaðinum. Varla er mönnum alvara með því að reka eigi pósthús sem tekur við allt niður í 10 bréfum eða afgreiðslum á dag? Hvar eiga þá mörkin að liggja? Þar sem póstafgreiðslum hefur verið lokað og landpóstar tekið við þjónustunni, hafa íbúar almennt verið ánægðir með fyrirkomulagið. Hvers vegna er Pósturinn orðinn markaðsdrifið fyrirtæki? Er þetta ekki ríkisstofnun? Pósturinn er með skýran lagaramma um sína starfsemi og fær enga styrki frá ríkinu. Fyrirtækið þarf að skila um 10% arði til eigandans, sem á átta árum er um einn milljarður króna. Meginskyldur stjórnenda eru að tryggja rekstur Íslandspósts til frambúðar og þar með störf þeirra starfsmanna, sem þar starfa. Bréfasendingum fer fækkandi og einkaréttur verður líklega afnuminn. Því er brýnt að sýna ráðdeild og hagræða í samræmi við þá eftirspurn sem er eftir þjónustu fyrirtækisins. Póstafgreiðslum í Reykholti, Varmahlíð, Króksfjarðarnesi og á Flúðum hefur verið lokað og á höfuðborgarsvæðinu hefur fjórum afgreiðslum verið lokað undanfarin ár. Í Reykholti voru afgreiddar um 3-4 sendingar á dag og í Varmahlíð voru um 12 afgreiðslur á dag. Væri ekki eðlilegt að spyrja hvassra spurninga, ef þessum afgreiðslum væri ekki lokað? Ef menn vilja að rekstur einstakra pósthúsa sé niðurgreiddur af ríkinu, þá er það pólitísk umræða sem þarf að taka upp á öðrum vettvangi. Hvers vegna er verið að fækka póstburðardögum og færa póstkassa fjær bústöðum? Á ekki að gæta jafnræðis á milli íbúa landsins hvað varðar póstþjónustu? Það kostar jafn mikið að senda og fá póst á afskekktustu stöðum landsins og í mesta þéttbýlinu. Það er sú jöfnun kostnaðar sem felst í almennri póstþjónustu. Samkvæmt lögum er öllum notendum sem búa við sambærilegar aðstæður boðin eins þjónusta. Í þéttbýli er hægt að þjóna hundruðum manna með einum fótgangandi bréfbera. Á afskekktari stöðum þarf fjölmarga menn og mikinn akstur til að sinna nokkrum tugum viðskiptavina. Frá sjónarmiði umhverfismála og eðlilegrar hagkvæmni er ekki verjandi að aka tugi kílómetra með allt niður í eitt bréf til viðtakanda, á hverjum degi. Er ekki eðlilegt að fækka útburðardögum í slíkum tilfellum? Flestum þykir það eðlilegt, að afskekktir ábúendur þurfi stundum að bera sig eftir björginni. Það þurfa þeir til dæmis að gera varðandi matarkaup og heilbrigðisþjónustu, svo fátt eitt sé nefnt. Sú krafa að niðurgreiða eigi þessa þjónustu enn meir en þegar er gert, er pólitísk krafa. Starfsmönnum Íslandspósts þykir ekki sanngjarnt að fá skammir fyrir að starfa eftir lögum og fyrir að fara vel með þau verðmæti sem þeim er treyst fyrir. Hörður Jónsson framkvæmdastjóri Pósthúsasviðs Góðir Íslendingar Er að hefja framleiðslu á grænmetiskössum úr timbri, 25 og 35 kg. Einnig 500 kg. kassa fyrir bændur. Aðrar stærðir eftir óskum kaupenda. Íslensk framleiðsla Uppl. í síma eða á netfangið 20% Afsláttur af málningarvörum Pontus lambamjólk Sími Fax Söluaðilar: Kaupfélag Vestur Húnvetninga Fax Egilsstöðum Sími Hvolsvelli Sími Selfossi Sími Kaupfélag Steingrímsfjarðar Sími Fax Sími Fax Góð næring fyrir ungviði er grunnurinn að heilbrigði og vexti. Bústólpi hefur hafið innflutning og sölu á lambamjólk frá Lantmännen í Svíþjóð. Hér er um þrautreynda úrvalsvöru að ræða sem ætluð er til fóðrunar á lömbum í tilvikum þar sem ær ná ekki að mjólka lömbunum nóg. Lambamjólk inniheldur öll þau næringarefni sem lömbum eru nauðsynleg og stuðlar þannig að heilbrigði og örum vexti. Fæst í 5kg og 25kg pokum. Teikn á lofti í umhverfisskipulagi Nám í umhverfi sskipulagi snýst um samspil náttúru, manns og forma. Námið skiptist í grunn- og sérgreinar. Í sérgreinum er m.a. lögð áhersla á skipulag og nýtingu útivistar- og náttúruverndarsvæða, plöntunotkun og hönnun og byggingarfræði. Námið gefur góða undirstöðu til frekara náms í landslagsarkitektúr eða öðrum tengdum greinum. LbhÍ býður háskólamenntun til BS- og MS-gráðu. Kynntu þér nám í umhverfisskipulagsfræði á heimasíðu skólans: UMHVERFISDEILD Bústólpi - Fóður og áburður Oddeyrartanga 600 Akureyri Sími Fax PLÁNETAN

26 26 Garðverkin í vorinu Kæru lesendur. Gleðilegt sumar! Já, það er komið sumar í það minnsta á almanakinu þótt enn sjáist einn og einn grámaður snjóskafl hér og hvar og hitastigið rétt skriðið yfir frostmark. Í þessum skrifuðu orðum bleytir vorrigningin upp í gróðrinum í Eyjafirðinum og hjálpar þannig til við undirbúning sumarsins. Þannig er að minnsta kosti gott að líta á norðan rigningarsuddann þegar sumarlöngunin nær yfirhöndinni og það rignir í þremur gráðum. En, svo verður það sennilega þannig að áður enn við vitum af þá kemur sumarið á sinn íslenska hátt, nær alveg vorlaust og við gleymum því um leið hvað við vorum búin að bíða lengi eftir því. Á okkar örstutta vori er ýmislegt sem hægt er að sýsla og þarf að gera til þess að undirbúa garðinn og leik okkar og störf þar í sumar, já og plönturnar, og stytta okkur biðina. Ég spjallaði við Ingibjörgu Leifsdóttur, garðyrkjufræðing hjá Sólskógum við Akureyri, og fræðir hún okkur í þessum pistli um þau verk sem hægt er að ganga í núna þessar vikurnar í garðinum, helstu vorverkin. Hreinsa beð Um leið og snjóa leysir er fínt að hefjast handa við að hreinsa til í beðum. Það þarf að taka saman laufblöð og aðrar jurtaleifar og gott að skella þeim beint á safnhauginn eða að setja þau undir runnabeð. Gott er að kippa þá upp fyrstu illgresisplöntunum ef þær eru komnar af stað. Svo þarf að tína rusl og koma því á viðeigandi stað ef fólk er ekki búið að því! Undirbúa matjurtarbeðin Hægt er að byrja undirbúning á matjurtabeði um leið og frost er farið úr jörðu. Áður enn það gerist er meira segja gott að dreifa húsdýraáburði, hrossaskít eða öðru slíku yfir tilvonandi matjurtargarðinn. Þegar frost er svo alveg farið úr jörðu þá er hafist handa við að stinga upp garðinn. Þá tekur maður sér stungugaffal í hönd og stingur upp garðinn og snýr og veltir moldinni við. Um leið blandast húsdýraáburðurinn saman við. Síðan er yfirborð garðsins jafnað út þannig að garðurinn er tilbúinn til notkunar þegar farið er að planta út. Undirbúa sumarblómabeð Það er auðvitað alltof snemmt að planta út sumarblómum alveg þangað til hætta á frostum og hretum er liðin hjá, sem er ekki fyrr enn síðast í maí eða byrjun júní norðanlands. En það er hægt að byrja að undirbúa sumarblómabeðin, bæði með því að hreinsa úr þeim, bera í þau áburð og stinga upp. Eins er gott að plana beðin aðeins og fara að pæla í því hvaða plöntur fólk langar að vera með og hvernig það vill raða þeim saman, bæði upp á blómgunartíma, lit, stærð og annað slíkt sem þarf að taka tillit til. Þau sem ekki hafa fyrir mánuði eða meira sáð fyrir sumarblómum eru orðin of sein með það og verða að nálgast þau á næstu gróðrarstöð þegar þar að kemur, eða sem sagt eftir um mánuð. Safnhaugurinn Núna er mjög gott að moka úr safnhaugnum þeim hluta sem tilbúinn er sem molta og moka henni Ingibjörg Leifsdóttir garðyrkjufræðingur við Sólskóga á Akureyri fjallar í pistlinum um helstu vorverkin. Hér stendur hún við spengilegar tómataplöntur sem njóta forsmekksins að sumrinu í gróðurhúsi á meðan við bíðum óþreyjufull eftir sumrinu utandyra. í beðin, bæði fjölæringa, sumar og matjurtabeð, eftir því hvað fólk á mikið af þessu og er með af beðum. Svo þarf að moka til í haugnum, því sem eftir verður og nýtist seinna, það þarf að hreyfa við því og snúa. Færa til tré Núna er góður tími til þess að færa til tré ef það var á dagskrá. Mikilvægt er að gera þetta áður enn tréð fer alveg af stað í vexti um sumarið. Gott er að hafa rótarstungið það haustinu áður. Þá er stungið í hring í kringum tréð dálítið frá því og djúpt niður þannig að ræturnar skerist í sundur. Um vorið er tréið svo stungið alveg upp og fært á nýjan stað. Þar er það gróðursett á sama hátt og gert er að öllu jöfnu þegar gróðursett er. Flutningur fjölæringa Marga fjölæringa er gott að taka upp núna eða um leið og frost er farið úr jörðu. Svo er þeim skipt ef það þarf að gera eða færðir til og komið fyrir á nýjum stað. Það er einmitt gott að gera þetta eins snemma og jarðvegurinn leyfir og það áður enn plönturnar fara að gera sig í sumrinu. Sá fyrir grænmeti Fyrir þau sem forrækta eigið grænmeti, þá er mjög gott að sá fyrir grænmeti núna, fólk er þó svona að verða í seinna fallinu fyrir káltegundir en gott er að sá fyrir salati í byrjun maí. Kannski eitthvað fyrr sunnan heiða. Og svo þarf að leggja kartöflur til spírunar. Það er líka hægt að sá fyrir kryddjurtum núna sem þá eru tilbúnar til neyslu eitthvað seinna um sumarið. Klippingar Í rauninni er allt í lagi að klippa flestar tegundir allt árið um kring. Það er samt best að klippa flestar tegundir á veturna eða áður enn vöxtur kemst í plönturnar að vori. Gott er að fjarlægja dauðar greinar ef einhverjar eru. Blátoppinn og aðrar algengar limgerðisplöntur má líka klippa núna og hefur sums Gróður og garðmenning Kristín Þóra Kjartansdóttir sagnfræðingur og garðyrkjunemi staðar ekki verið hægt fyrr þar sem snjór hefur legið að plöntunum. Það er hins vegar gott að taka svo pásu í klippingum yfir mitt sumarið þegar plönturnar eru í fullum vexti. Nema ef þarf að halda aftur af eða gefa runnum form sem spretta hratt, eins og er með víði. Framkvæmdir fyrirhugaðar Þau sem ætla sér að fara í einhverjar frekari framkvæmdir í garðinum í sumar geta byrjað að spá frekar í þær, til dæmis ef á að byggja pall, gera safnhaug eða runnabeð. Svo er hægt að byrja framkvæmdirnar! Gangi ykkur vel í vorverkunum og njótið útiverunnar sem og forræktunar enda garðverkin í vorinu ekkert nema besta heilsurækt, hreyfing og ferskt loft eftir inniveruna. HEYRT Í SVEITINNI Kristján Gunnarsson mjólkureftirlitsmaður Ég hef stundum til gamans í pistlum þessum, til að brjóta upp fræðslunuddið, rifjað upp kynni mín af minnisstæðu fólki frá uppvaxtarárunum. Hann hét Árni Halldór Jónsson og bjó síðari hluta ævinnar í litlu bárujárnsklæddu timburhúsi sem hann byggði sjálfur á Grjótgarði á Þelamörk. Hann var þekktur undir nafninu Árni smiður, enda hagur á tré og byggði meðal annars ásamt bróður sínum Franklín mörg íbúðarhús og útihús víðsvegar í Glæsibæjarhreppi og nærsveitum. Árni smiður hafði ekki réttindi sem slíkur og líklega, ef ég man rétt, ekki Franklín heldur. Engu að síður byggðu þeir bræður í friði og ró fyrir öllum stéttarfélögum og byggingafulltrúum fjölda húsa eins og áður sagði, t.d. Ytri-Brennihól, Hamar og svo auðvitað Grjótgarð, a.m.k þann hluta sem steyptur er sem viðbygging við eldra húsið sem varð eldi að bráð fyrir allmörgum árum. Leiðir fjölskyldu minnar og Árna smiðs lágu saman er hann varð ráðsmaður á Ytra-Brennihóli og varð Árni fljótlega órjúfanlegur hluti fjölskyldunnar en hann var alla tíð einstæðingur og giftist hvorki né eignaðist afkomendur. Hann var því eins og afi í sveitinni okkar systkina enda afar barngóður og bráðskemmtilegur karl. Hann var að byrja að eldast um það bil sem ég fer að muna eftir honum, fæddur 1885 á Laugalandi rétt vestan Grjótgarðs. Eftir að hann byggði sér litla húsið sitt við túngarðinn á Grjótgarði, þar sem við vorum öllum stundum á sumrin, tengdumst við krakkarnir honum órjúfanlegum böndum og þótti okkur gott að kíkja við hjá gamla manninum og ekki skemmdi nú að hann átti ætíð Síríus suðusúkkulaði sem hann stakk að okkur og oft sagði hann okkur sögur eða leyfði okkur að dunda með sér við lagfæringar á húsgögum eða smíðum á ýmsum nytjahlutum. Verst að ég hafði það ekki í mér að smíða, er með tíu þumalfingur þegar kemur að hamri og sög, svo leiðbeiningar Árna smiðs skiluðu sér ekki hvað mig varðaði en hins vegar kenndi hann Bjössa bróður mínum að smíða varpkassa og skjólhús fyrir dúfurnar sínar. Ég man vel að Árni reykti pípu og notaði tóbak sem hét Gruno með afar sérstakri lykt sem er mér minnisstæð enn í dag, en Gruno fæst ekki lengur, held þetta hafi verið hálfgerður ruddi en var ódýrt og oft kallað verkamannatóbak. Þeim gamla þótti heldur ekki slæmt að fá sér neðan í því en þoldi það illa, þurfti lítið til að finna á sér en sá var gallinn að þá gerðist hann oft sorgmæddur og bað okkur þá margoft fyrirgefningar á sjálfum sér. Síðan næstu mínútuna var hann farinn að leika á als oddi og allar fyrri raunir gleymdar. Hann var þá einnig afar hræddur við nágranna sinn sem fékk sér stundum neðan í því líka og hafði þá gjarnan hátt. Þessi nágranni var í raun prýðis maður að öllu jöfnu, svolítið óheflaður og vildi engum illt, en vín fór illa í hann eins og fleiri og þá var svona háreysti í honum og þegar sú var raunin varð Árni gamli smiður óskaplega hræddur, læsti öllum dyrum og lét fara lítið fyrir sér. Árni flutti tímabundið til okkar inn á Akureyri þegar heilsan fór að bila en lést á sjúkrahúsinu á Akureyri á vordögum 1963 þegar ég var að verða 15 ára. Vorum við mikið hjá honum síðustu dagana og nokkrum dögum áður en hann lést rétti hann mér gamlan skókassa og sagði: Diddi minn, nú fer Árni gamli að kveðja og ég vil að þú eigir þessi frímerki, vinurinn minn, og gamli maðurinn táraðist þegar hann strauk mér yfir kollinn í síðasta sinn. Blessuð sé minning Árna smiðs, eins mesta góðmennis sem ég hef kynnst um ævina.

27 27 Reynslan frá alþjóðakynbótamatinu Fram skal haldið að rekja efni úr bókinni um framtíðarkýrnar. Í þessum pisli er ætlunin að segja frá nokkrum atriðum úr grein sem starfsmenn alþjóðakynbótamatsins (INTERBULL) í Svíþjóð skrifa í bókina. INTERBULL hefur starfsstöðvar sínar í Svíþjóð og hefur það hlutverk að reikna og birta kynbótamat í nautgriparæktinni sem byggir á að tengja saman upplýsingar um gripi í fjölmörgum löndum í heildarmat. Þess má geta að Ágúst Sigurðsson starfaði við þessa stofnun um árabili í árdögum starfsemi hennar. Þarna hefur nú á tveim áratugum byggst upp öflugsti upplýsingagrunnur um kynbótagildi nautgripa í heiminum og sífellt meira af rannsóknum um ræktunarstarf í nautgriparækt eru byggðar á honum. Starfsemin hófst um 1990 og fyrsta matið var birt 1994 og var þá aðeins fyrir afurðaeiginleika mjólkurkúa og fyrst og fremst fyrri svartskjöldóttu kýrnar. Síðan hafa fjölmörg fleiri kyn bæst við. Eiginleikar sem matið nær til fjölgar einnig stöðugt. Árið 1999 var mati fyrir útlitseiginleika bætt við, 2001 komu eiginleikar sem tengjast júgurhreysti, árið 2004 var röðin komin að endingu kúnna og eiginleikum tengdum burði þeirra og árið 2006 bættust frjósemiseiginleikar við. Nú er unnið að þróun á mati fyrir holdanautgripi og nýja eiginleika eins og hreyfingu og holdastig. Eiginleikar sem mat er þegar unnið fyrir eru á bilinu 30-40, kúakynin fjölmörg og gögnin fengin frá tugum landa. Augljóst er að við Íslendingar höfum ekkert í þetta samstarf að sækja á meðan hér er aðeins eitt kúakyn sem hvergi er að finna í öðrum löndum. Í samantekt sem þeir birta kemur í ljós að kynbótamat fyrir um % eiginleikanna í heildareinkunn er þegar unnið hjá INTERBULL. Hlutfallið er metið út frá vægi eiginleikanna í heildareinkunn. Þeir ræða aðeins hina fjölþættu skilgreiningu á hinum alhliða framtíðarkúm sem fjallað hefur verið um í fyrri greinum hér. Benda má á að skilgreining sem fjallar um aðlögun að breytilegum aðstæðum er nánast grunnþáttur í fjölþjóðlegu mati hvers eiginleika, þar sem erfðasamband eiginleikans við aðstæður í mismunandi löndum er lykilatriði til að sameina upplýsingar frá mörgum löndum á réttan hátt. Þetta atriði fjalla þeir samt ekki frekar um út frá sínum gögnum. Kynbótastarf Jón Viðar Jónmundsson landsráðunautur í búfjárrækt Bændasamtökum Íslands Vandamálið með neikvætt samband framleiðslueiginleikanna og mikilvægra þátta sem tengjast hreysti og heilbrigði kúnna er meginumfjöllunarefni þeirra. Þeir birta miklar yfirlitstöflur um erfðasamband þessara eiginleika fyrir mismundani kúakyn og fjölmarga eiginleika. Þar kemur skýrt fram mikill munur á milli nautgripakynja (og þeir benda á einnig milli landa) í þessum efnum. Það er áberandi að hið neikvæða samband afkastagetu við bæði frjósemiseiginleika og eiginleika sem tengjast júgurheilbrigði er verulega meira hjá svartskjöldóttu kúnum en flestum öðrum kúakynjum. Þetta ber að skoða í ljósi þess að stíft einhliða úrval fyrir afurðeiginleikum hafði verið meira hjá svartskjöldóttu kúnum en öðrum kúakynjum um áratuga skeið. Það var einmitt hin mikla notkun einstakra af svartskjöldóttu nautunum í mörgum löndum á áttunda og níunda áratug síðustu aldar sem kallaði á hið alþjóðlega mat hjá INTERBULL. Sá þáttur sem mestu skiptir við ræktun á alhliða mjólkurkúm og þeir ræða mest er þróun í ræktunaráherslum. Um 1990 var ræktunarmarkmið í flestum löndum einhliða val fyrir meiri afköstum um leið og tekið var tillit til útlitseiginleika. Aðeins Norðurlöndin voru þar undantekning. Þar var komið breiðara ræktunarmarmið þar sem tekið var tillit til margra eiginleika. Á síðustu tveim áratugum hefur þróun í fleiri og fleiri löndum verið mjög hröð í átt að ræktunarmarkmiðum í líkingu við það sem var á Norðurlöndunum fyrir tveim áratugum. Þróunin hér á landi er nærtækasta dæmið um slíkt. Þeir birta mjög fróðlegt yfirlit um áherslur á einstaka eiginleika í ræktunarmarkmiði á Norðurlöndunum. Þar kemur fram að það að kýrnar bæti sig í fanghlutfalli um prósentueiningu er jafngildi um 5 kg af mjólk, prósentueiningar minnkun á kálfadauði jafngildir 17 kg mjólkur og aukning júgurbólgutilfella um prósentueiningu svarar til um 545 kg mjólkur. (Þessum tölum má alls ekki rugla saman við hlutfallslegt vægi eiginleika í heildareinkunn þar sem fjölmargir fleiri þættir koma með í myndina). Einnig birta þeir athyglisverða töflu sem gefur yfirlit um fjölda eiginleika í ræktunarmarkmiði svartskjöldóttu kúnna í einstökum löndum. Þar kemur í ljós að bæði Frakkland, Sviss og Þýskaland hafa bæst í hóp Norðurlandanna með á annan tug eiginleika en einhæfast er þetta nú í Japan með fjóra eiginleika og í Ísrael og á Írlandi fimm. Hér verður að minna á það sem áður sagði að um 1990 voru þetta 2-3 eiginleikar í flestum löndum. Breytingin er því gríðarlega mikil. Það er niðurstaða höfundanna að þessar breytingar í ræktunaráherslum muni í framtíðinni tryggja alhliða úrvalskýr sem verða betur aðlagaðar breytilegum umhverfisaðstæðum en ræktunarmarkmiðin fyrir tveim áratugum hefðu skilað. Starfsmenn stóru sæðingastöðvanna sem fyrir tveim áratugum voru að leita yfirburðagripanna um afkastagetu leita nú logandi ljósum að þeim nautum sem best sameina góða yfirburði fyrir um tug eiginleika. /JVJ Vinnubúðir(gistiheimili) til sölu Áratuga þjónusta við íslenskan landbúnað Bændur og jarðræktarmenn Er haugdælan biluð? Tökum að okkur viðgerðir og endursmíði á haugdælum. Haugdælan verður eins og ný. - Framleiðum einnig ýmsar gerðir af gjafagrindum fyrir allan búpening - Kornvalsa með möguleika á margskonar drifbúnaði - Afrúllara fyrir heyrúllur - Innréttingar og stalla í hesthús Nánari uppl. í síma eða Stóðhesturinn Hlynur frá Ragnheiðarstöðum Verður til afnota í Flagbjarnarholti H 8 HH 8 B 8 S 8 F 9 R 7,5 H 8 P 7,5 = 8,09 BLUP 120. Verð kr með girðinga- og 1. sónargjaldi. Uppl. gefa Guðmundur í s og Helga í s ja ára nám í náttúrulækningum HEILSUMEISTARASKÓLINN Kynning 28. Maí kl í World Class, Laugum Innritun stendur yfir til 15. júní hms@heilsumeistaraskolinn.com Upplýsingar í síma / einingar, heildarstærð 600 m² 40 svefnherbergi, 8 m² hvert. 8 baðherbergi með sturtu. Sameiginlegt rými 150 m². Tilboð óskast. Þvottavél og þurrkari, sófasett, Myndir:

28 28 Líf og lyst Þorgrímur og Helga á Erpsstöðum í Miðdölum í Dalasýslu hófu búskap vorið 1997, með 24 kýr og geldneyti, 30 ær og 10 hross. Þau keyptu af þeim heiðurshjónum Gunnhildi Ágústdóttur og Hólmari Pálssyni, sem höfðu þar búið frá því um Þau byggðu jörðina upp á þeirra tíð, hlöðu 1978, sambyggt fjós og fjárhús og íbúðarhús Fjósið var einstæðufjós og um 300 kinda fjárhús, en uppúr 1990 stækkuðu þau fjósið, hættu með kindurnar og breyttu stærsta hluta fjárhússins í kálfafjós. Býli? Erpsstaðir í Dalabyggð. Staðsett í sveit? Í Miðdölum í Dalasýslu. Ábúendur? Þorgrímur Einar Guðbjartsson (40) og Helga Elínborg Guðmundsdóttir (39). Fjölskyldustærð (og gæludýra)? Börnin eru Guðbjört Lóa (16), Gunnlaug Birta (15), Einar Björn (10), Guðmundur Kári (10) og Hólmfríður Tania (5). Íslenski hundurinn okkar hann Spotti hefur fylgt okkur í nær 10 ár, honum er allt fyrirgefið eins og sveitungar okkar vita. Svo eigum við hana Týru og 5 splunkunýja hvolpa. Börnin eiga svo 3 naggrísi, Kalla kanínu og 7 kindur (en það er sameign með afa). Stærð jarðar? Alveg nógu stór og rúmgott nágrenni! Gómsætt og gott við sauðburðinn Sigríður Bergvinsdóttir er flestum kartöfluunnendum þessa lands kunn, enda hefur hún verið iðin við að halda merkjum kartaflna á lofti og ýmsum möguleikum sem þær búa yfir í matargerð. Sigríður er ekki eingöngu mikil mataráhugamanneskja heldur hefur hún mikla unun af hvers konar útivist og ákvað að deila með lesendum tveimur voruppskriftum sem upplagt er að útbúa og taka með sér í nesti hvert sem er nú eða hafa við hendina í sauðburðinum. Mig langaði að hafa uppskriftirnar í voranda og eitthvað sem við getum tekið með okkur sem nesti við hvers konar tilefni, í reiðtúrinn eins og ég gerði, hjólatúrinn, göngutúrinn eða bara út í kartöflugeymslu eða hafa við hendina við sauðburðinn. Ég hef alltaf verið mikil nestismanneskja, hef það frá uppvaxtarárunum í sveitinni. Það var oft útbúið sér nesti og skroppið í skógarferð, eða haft með sér í veiðiferðina. Nú svo var nú alltaf nesti tekið með út í kartöflugarð, það var nú ákaflega gott að gæða sér á heitu kakó og smurðu brauði þegar kaldir haustdagar herjuðu á kartöflufólkið. Það er nú bara þannig að ef á að fara í góðan reiðtúr, veiðiferð, snjósleðaferð eða bara Þorgrímur Einar Guðbjartsson og Helga Elínborg Guðmundsdóttir. Tegund býlis? Hér á Erpsstöðum er reynt að nýta það sem landið býður upp á viðkomandi landbúnaði og öðru sem fer ágætlega með; s.s. ferðaþjónusta, móttaka skólahópa, tökum börn í sveit (fullbókað næstu 18 árin ), uppgræðsla, heimavinnsla ofl. Fjöldi búfjár og tegundir? 60 kýr, 90 nautgripir og 6 hestar,. Hvernig gengur hefðbundinn vinnudagur fyrir sig á bænum? Göngum til verka upp úr kl. 7. Dýrunum sinnt og hugað að innsetningu á heyi fyrir hádegi. Í vetur höfum við verið að byggja upp heimavinnsluna, með búskapnum og hefur það tekið drjúgan tíma. Reynum að vera kominn inn um kl. 19 og gerum sem minnst eftir kvöldmat, nema þegar bjarga þarf verðmætum. Börnin fara öll með skólabíl til Búðardals í leik og grunnskóla kl. 08 og eru komin heim kl 15:30 en þrisvar í viku stunda þau flest íþróttir og annað félagsstarf eftir skóla og er þá heimkoma ekki MATUR gönguferð er nestið alltaf útbúið. Þessar uppskriftir er gott að útbúa og eiga í ísskáp eða frysti og grípa í þegar miklar annir eru eða þegar gesti ber að garði, segir Sigríður. Kartöflupestó 2 dl matarolía 200 g kartöflur, soðnar 1 búnt basilika handfylli af klettakáli eða spínati 70 g pistasíukjarnar eða hvers konar möndlur eða hnetur 2 hvítlauskgeirar 2 msk. parmesanostur salt pipar, nýmalaður Aðferð: Setjið allt nema kartöflurnar í matvinnsluvél og maukið vel. Stappið kartöflurnar þegar þær eru orðnar kaldar og setjið saman við. Setjið í krukkur og geymið í kæli. Þetta pestó er virkilega gott ofan á brauð og kex en líka er hægt að smyrja því ofan á alls konar grillmat, bæði kjöt, fisk og kjúkling og láta grillast með. Einnig er gott að maka pestóinu Börnin fimm á Erpsstöðum. fyrr en um kl. 18. Helga er í 40% starfi á Hjúkrunarheimilinu Fellsenda og Þorgrímur er í fullu starfi (segir frúin) utan bús sem sveitarstjórnarmaður. Skemmtilegustu/leiðinlegustu bústörfin? Þorgrími finnst skemmtilegast að mjólka og það hefur ekki breyst með tilkomu nýju tækninnar, hinsvegar er afskaplega leiðinlegt að vinna utandyra í rigningu. Annars er allt skemmtilegt þegar vel gengur og allra best að vinna úti í góðu veðri. Hvernig sjáið þið búskapinn fyrir ykkur á jörðinni eftir 5 ár? Förum með bænir á kvöldin og yfirleitt hefur morgundagurinn endað á annan hátt en fyrirætlanir voru uppi um! á grillmatinn daginn áður en á að grilla hann, skafa það svo af þegar grillað er og setja svo aftur á þegar búið er að snúa grillmatnum við á grillinu og láta grillast með síðustu mínúturnar. Kartöflubitar Botn: 100 g smjör 3 msk. kakó 200 g hafrakex 100 g kókosmjöl 50 g möndlur 1 egg 1 tsk. vanilludropar Hvaða skoðun hafið þið á félagsmálum bænda? Þorgrímur er mikill Bjartur í sumarhúsum þegar kemur að félagsmálum bænda og tekur ekki mikinn þátt í þeim, s. s. búgreinafélögum, búnaðarfélaginu og öðru slíku en Helga hins vegar hefur tekið þátt í þeirri starfsemi, verið í stjórnum ofl. Okkur finnst of mikill tími og peningar fara í að halda utan um þennan pakka og skila oft litlu og ef einhverjum verður á að gagnrýna þá starfsemi, þá eru forsvarsmenn bændafélaganna mun betri í vörn en sókn. Hvernig mun íslenskum landbúnaði vegna í framtíðinni? Ef við leyfum okkur að lifa í sátt við það sem við höfum í höndunum, landið og lífið, þá mun landbúnaði vegna vel, hér eftir sem hingað til. Okkur var ekki spáð löngum lífdögum á Erpsstöðum Bærinn okkar Erpsstaðir, Miðdölum fyrir 12 árum er við keyptum jörðina, en hér erum við enn!!! Hvar teljið þið að helstu tækifærin séu í útflutningi íslenskra búvara? Innflutningi á ferðamönnum. Hvað er alltaf til í ísskápnum? Mjólk, ostur, smjör og súrmjólk ( og piparsósa fyrir karlinn). Hver er vinsælasti maturinn á heimilinu? Grjónagrautur og súrt slátur. Reyndar líka pitza og svo skorar ísinn okkar, Kjaftæði", hátt. Eftirminnilegasta atvikið við bústörfin? Öll þau óhöpp sem orðið hafa á bænum og enginn meiðst, eins og þegar dóttir okkar ók ofan í skurð og vinnumaðurinn gerði það líka daginn eftir. Enginn meiddist og vélarnar eru enn nothæfar. Krem: 50 g smjör 1 msk. mjólk 200 g flórsykur 200 g kartöflur, soðnar og kældar. ½-1 tsk. piparmyntudropar grænn matarlitur Hjúpur: 100 g suðusúkkulaði Aðferð: Botninn: Bræðið smjörið og hrærið kakó saman við, myljið kexið og blandið kókosmjöli, hökkuðum möndlum, eggi, vanilludropum og kakósm- Sigríður með syni sínum Svani Berg í hesthúsunum að gæða sér á kartöflupestóinu og kartöflubitunumjörinu saman við. Þrýstið mulningnum vel ofan í kökumót eða álbakka, um 20x30 cm. að stærð, Kælið í ísskáp í örlítinn tíma. Kremið: Mýkið smjörið í hrærivél og þeytið mjólk og flórsykur saman þar til blandan verður jöfn og bætið vel stöppuðum kartöflum út í. Bætið piparmyntudropum og grænum matarlit saman við, smyrjið kreminu ofan á botninn og kælið aftur í svolitla stund. Hjúpurinn: Bræðið súkkulaðið og smyrjið ofan á kremið. Látið súkkulaðið stífna en skerið í ferninga áður en það verður alveg hart. ehg Sudoku Galdurinn við Sudoku-þrautirnar er að setja réttar tölur frá 1-9 í eyðurnar. Sama talan má ekki koma fyrir tvisvar í línu lárétt og lóðrétt og heldur ekki innan hvers reits sem afmarkaður er af sverari línum. Þrautirnar eru miserfiðar, sú sem er lengst til vinstri er léttust og sú til hægri þyngst en sú í miðjunni þar á milli. Hægt er að fræðast nánar um Sudoku-þrautirnar á vefsíðunni og þar er einnig að finna fleiri þrautir ef þessi skammtur nægir ekki.

29 29 Fólkið sem erfir landið Á sterka minningu um fyrsta hjólið sitt Arnar Þór Guðmundsson er nemandi við Heiðarskóla í Hvalfirði. Hann hefur gaman af að vafra um í tölvunni og finnst skemmtilegast að spila Counter- Strike. Í skólanum eru það hins vegar lokaferðalögin sem höfða mest til hans sem er hentugt nú á tímum því það styttist í eitt slíkt hjá Arnari Þór og skólafélögum hans. Nafn: Arnar Þór Guðmundsson. Aldur: 15 ára. Stjörnumerki: Vog. Búseta: Hagamelur. Skóli: Heiðarskóli. Hvað finnst þér skemmtilegast í skólanum? Lokaferðalögin. Hvað er uppáhalds dýrið þitt? Hundur. Uppáhaldsmatur: Hamborgari. Uppáhaldshljómsveit: Metallica. Uppáhaldskvikmynd: The Fast and the Furious. Fyrsta minningin þín? Þegar ég keypti fyrsta hjólið mitt. Æfir þú íþróttir, eða spilarðu á hljóðfæri? Neibbs. Hvað er það skemmtilegasta sem þú gerir í tölvu? Að spila Counter-Strike. Hvað ætlar þú að verða þegar þú verður stór? Hef ekki hugmynd. Hvað er það klikkaðasta sem þú hefur gert? Það er ekki gott að segja. Hvað er það leiðinlegasta sem þú Arnar Þór er 15 ára gamall og heldur upp á Metallicu og The fast and The Furious er besta bíómynd sem hann hefur séð. hefur gert? Að bíða á flugvelli í Svíþjóð. Ætlar þú að gera eitthvað sérstakt í sumar? Nei. ehg Stóðhesturinn Tinni frá Kjarri Tinni verður til afnota 2009: Húsmál: Kjarr, Ölfusi Fyrra gangmál: Bræðratunga, Bisk. Verð: kr. per. fengna hryssu og er vsk. og annar kostnaður innifalinn. Uppl. gefur Helgi Eggertsson í síma eða á netfangið Áfram Ísland - Veljum íslenskt! Þú færð límmiðana hjá okkur Íslensk framleiðsla! Hafðu samband við sölumann í Háþrýstidæla 145 bör max. 8m slöngu. Plast, miðar og tæki - Traust dráttarbeisli Ásetning á staðnum. Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími Verðlaunamynd af mjólk Í vetur var alþjóðlegi skólamjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur í níunda sinn hérlendis. Þessi dagur er haldinn hátíðlegur víða um heim en það er Matvælastofnun Sameinuðu þjóðanna sem hvetur til að haldið sé upp á daginn. Á Íslandi er haldið upp á hann árlega undir kjörorðunum Holl mjólk og heilbrigðir krakkar. Samtímis því að deginum var fagnað var efnt til teiknimyndasamkeppni þar sem öllum nemendum 4. bekkjar á landinu var boðið að taka þátt. Myndefnið var frjálst en æskilegt að það tengdist hollustu mjólkur fyrir ungt fólk. Höfundar tíu mynda hlutu 25 þúsund krónur í vinning hver sem runnu óskiptar í bekkjarsjóð viðkomandi. Hér má sjá eina verðlaunamyndanna sem Elmar Blær, nemandi í 4. bekk Hrafnagilsskóla í Eyjafirði, teiknaði. 480 l/h 900 l/h TOPPLAUSNIR ehf. Lyngás 18, 210 Garðabær s: ,

30 30 Smá Þrettán ára strákur óskar eftir vinnu á blönduðu búi. Duglegur og fljótur og læra. Getur hafið störf 20. maí. Uppl. í síma Þorsteinn. Stúlka á 17. ári óskar eftir vinnu í sveit. Hefur aðstoðað í sauðburði. Getur hafið störf strax. Uppl. í síma Óska eftir starfi í sveit sem ráðskona. Er góð að elda og baka og er liðtæk í þrifum. Er vön margskonar sveitastörfum. Get hafið störf sem allra fyrst. Uppl. í síma ára strákur vanur sveitastörfum óskar eftir vinnu í sveit í sumar. Getur hafið auglýsingar störf 10. júní. Uppl. í síma , Valborg. Til sölu Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða Rafstöðvar - Varaafl 5 og 30 kw. Eigum á lager 5 og 30 kw. rafstöðvar, 230/400 volt 3ja fasa og einfasa, pöntum aðrar stærðir. Góðar vélar á afar hagstæðu verði. Myndir og nánari uppl. á www. holt1.net og í símum eða Örflóra fyrir haughús, rotþrær, niðurföll, fituskiljur, úti og inni salerni. Framtak- Blossi, símar og Þanvír Verð kr rl. með vsk. Uppl. í síma H. Hauksson ehf. Stálgrindarhús með yleiningum. Vegghæð 3,6 m. Stærð 19,7 x 30,5 m. Verð kr ,- Stærð 19,7 x 40,5 m. Verð kr ,- Með virðisaukaskatti Uppl. í síma H.Hauksson ehf. Til sölu Case International 4230, árg. 98, 4x4 turbó með Veto-ámoksturtækjum og skóflu, notuð 4000 tíma, mikið yfirfarin og í góðu ástandi. Einnig kartöfluskrælari sem tekur 30 kíló í einu. Uppl. í síma Áborið þurrey til sölu, 140 cm. fastkjarna rúllur, verð 6 þús. m.vsk. Uppl. í síma Til sölu Zetor x2. árg. 87. Uppl. í síma Er með 2 gámahús til sölu. Tilvalið til sumarbústaðagerðar eða undir áhugamálin. Húsin eru 3x12 m. og einnig er 36 m2, tilvalið að setja þau saman og er stærðin þá 72 m2. Annað húsið er með álklæðningu á þrem hliðum, á langhlið hússins eru 3 gluggar og einn gluggi á hvorum stafni. Hin langhliðin er timburklædd. Hitt húsið er með álklæðningu eins og fyrra húsið. Á langhlið þess húss eru 2 gluggar og 1 hurð og 1 gluggi á hvorum stafni. Hin langhliðin er timburklædd. Húsin eru vel einangruð, fullklædd að innan (nema langhliðin) með dúk á gólfi og rafmagni/rafmagnsofnum. Engir innveggir eru í húsunum. Nokkuð magn af borðum og stólum eru í húsunum sem geta fylgt. Húsin eru staðsett á Haga í Reyðarfirði og verða að fjarlægjast frá 1. maí - 1. júní. Húsin er með grind í botni fyrir miðju til að hífa þau upp en þau eru ekki með gámalásum. Tilboð óskast m þús.+ fyrir stk. Uppl. veittar á netfangið tobbi@mi.is Kælipressa í mjólkurtank, þriggja fasa. Verð 70 þús. Einnig Groundhog 36" jeppadekk og Miller pallur með hliðarsturtum. Á sama stað er óskað eftir jarðýtu, Caterpillar, fimmu eða sexu eða álíka vél. Óska jafnframt eftir greiðslumarki í mjólk. Tilboð óskast send á netfangið torey85@msn.com, réttur áskilinn til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Uppl. í síma Til afgreiðslu á hagstæðu verði JOSKIN galv. haugsugur með eða án sograna, flot dekk. Einnig RECK-mykjuhrærur. Uppl. í símum og Á hagstæðu verði. Hnífatætari 2,35 m. Ávinnsluherfi (slóðar) 4 m. Flagjöfnur 3,0 m. Einnig plöntustafir og bakkabelti. Uppl. í símum og Til á eldra verði diskasláttuvélar 2,6m- 3,05m, stjörnumúgavélar 3,4m- 6,8m, heytætlur 7,2m hjólarakstrarvélar 6m. Uppl. í símum o g Lyftutengdar einnar stjörnu múgavélar til sölu. PZ Andex 331 og Deutz Fahr KS 90 DN. Uppl. í síma Til sölu 3 góðir haugtankar, gámahurð, 2 Land Rover-bílar, skoðunarhæfir og góðir í varahluti. Einnig 3 Nallar, MF 575 með múltípower, skilvinda og strokkur ásamt ýmsum antíkmunum. Á sama stað óskast MF 375 eða 390 án framdrifs til kaups. Uppl. í síma Kerrur í ýmsum stærðum. Hentugar í flutninginn úr kaupstaðnum, fjárflutninga, heybaggana. Brimco ehf., s , Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Krone 130 rúlluvél árg.'95, verð 250 þús., einnig Locust 750 árg. '93, smámokstursvél biluð virkni gálga, verð 290 þús., rúlluvagn, verð 250 þús. og varahlutir í Fiat Öll verð án vsk. Uppl. í síma Til sölu 200 l tunna af fiberblönduðu tjöruviðgerðarefni frá Texas Refinery. Gott að nota við flassningar, samskeyti, naglagöt og jafnvel stærri göt og skemmdir. Verð eftir samkomulagi eða skipti á t.d. kjöti eða antíkbíl. Uppl. gefur Jón í síma Kúaburstar. Eigum til góða og netta kúabursta. Mjög hentugir fyrir geldneyti. Kr m.vsk. Brimco ehf., s , Hliðgrindur. Hliðgrindur stækkanlegar allt að 1 mtr. Upplagðar líka í gripahúsin. Brimco ehf., s , Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s Undirburður í úrvali. Woodypet spónakögglar í 13,6 kg. pokum. Bjóðum einnig spónaköggla í 800 kg. stórsekkjum. Brimco ehf., s , Undirburður í úrvali. Spænir til sölu er í um 25 kg. böllum. Brimco ehf., s , Til sölu 5 sumardekk og 4 vetrardekk á þriggja gata Citroenfelgum. Mjög lítið slitin. Uppl. í síma Til sölu vel með farið fjórhjól, árg. 06, 750 kúbik. Uppl. í síma Til sölu Polaris Ranger 4x4 fjórhjól árg. 03. Hjólið er með sæti fyrir þrjá og palli fyrir aftan og hentar því vel í girðingarvinnuna. Verð ,- kr. staðgr. Uppl. í síma Eigum til ný og notuð jarðvinnutæki á lager. Uppl. hjá Vélfangi í síma Til sölu Marshall-taðdreifari, árg. 02, 6 tonna, verð 750 þús. Uppl. í síma Til sölu birkikrossviður, bb/cp, 9 og 12 mm. Uppl. í síma Til sölu fjósbitar, 4 m langir, 140 fermetrar. Uppl. í síma Gamall og góður afréttari til sölu. Uppl. í síma eða á netfangið oskar@ sbd.is Rúmlega 18 fermetra vinnuskúr til sölu. Uppl. í síma Magnús. Fransgord TR-165, árg. 03 notuð í 2 daga, skipti óskast á rakstrarvél. Uppl. í síma Til sölu heymatari með 6 m. aðfærslubandi og eins fasa mótor, sem nýr, alltaf verið geymdur inni. Einnig 2 Kvernelandheyblásarar. Á sama stað óskast 150 l hitakútur. Uppl. í síma Til sölu lítra Muller mjólkurtankur með lausri kælivél og þvottavél. Tilboð óskast. Uppl. í síma Óska eftir Mjólkurkvóti - beingreiðslur. Vilt þú hætta mjólkurframleiðslu, selja kýrnar en eiga kvótann og hirða beingreiðslurnar fyrirhafnarlaust? Hafðu samband, sími Mjólkurkvóti - beingreiðslur. Vilt þú hætta mjólkurframleiðslu, selja kýrnar en eiga kvótann og hirða beingreiðslurnar fyrirhafnarlaust? Hafðu samband, sími Sláttuvél. Óska eftir að kaupa sláttuvél, með um 2 m. sláttubreidd. Uppl. gefur Ragnar í síma eða á netfanginu syrnes@gmail.com Óska eftir heyvinnuvélum, þ.m.t. smábaggabindivél og/eða dráttarvél. Er með tvö tamin hross, 6 og 7 vetra undan Hlyni frá Lambastöðum í Dölum upp í greiðslu eða í skiptum. Uppl. í síma Óska eftir kornakri sunnanlands næstkomandi haust. Skoða allar staðsetningar á Suðurlandi. Eins myndi ég þiggja ábendingar um bændur sem hugsanlega eiga akur á lausu. Uppl. óskast á netfangið akuroskast@gmail.com Óska eftir Polaris Trailboss árg. 87, 4x4, annaðhvort varahluti eða hjólið sjálft. Uppl. í síma KÆLIKLEFI - FRYSTIKLEFI - VACUUMpökkunarvél. Óska eftir að kaupa kæliklefa 15 til 20 m2 og einnig frystiklefa 10 m2 þurfa að vera í góðu lagi. Óska einnig eftir góðri VACUUM-pökkunarvél. Áhugasamir hafi samband við Ásmund í símum og eða á netfangið asbok@mmedia.is Óska eftir David Brown (er að gera upp David Brown 990, rauðan), vantar annan til niðurrifs. Getur ekki einhver bjargað málinu? Uppl. í síma Óska eftir fjórhjóli, ástand skiptir ekki máli. Uppl. í síma Kaupum jeppa sem þarfnast lagfæringa eða til niðurrifs, helst Nissan eða Isuzu. Kaupum einnig Subaru Legacy og Impreza. Jeppapartar, uppl. í síma eða á netfangið jeppapartar@ simnet.is Vantar Zetor 6211 eða sambærilega vél. Einnig Vacuum-pökkunarvél, þarf að geta tekið 5 kg. Uppl. í síma Óska eftir Barum traktorsdekki 18,4-34. Uppl. í síma Óska eftir gömlum og góðum Hilux Double Cap, annarskonar pallbíll kemur einnig til greina. Uppl. í símum og Tilboð óskast í 9000 lítra greiðslumark í mjólk til nýtingar á verðlagsárinu Tilboð sendist til Búnaðarsamtaka Vesturlands, Hvanneyrargötu 3, 311 Borgarnes, eða á bv@bondi.is fyrir 25. maí nk. Merkt: 9000 lítrar. Seljandi áskilur sér rétt til að taka hvaða tilboði sem er eða hafna öllum. Er að leita að öflugri prjónavél, s.s. Passap Duamatic (en þarf ekki að geta framkvæmt munstur), og overlocksaumavél í góðu standi. Uppl. gefur Steinunn í síma Óska eftir lítið notaðri og vel með farinni Kitchen Aid-hrærivél, helst rauðri eða bleikri. Uppl. í síma Óskum eftir að kaupa járnsmíðarennibekk, allt kemur til greina, cnc- eða manual-bekkur. Nánari uppl. veitir Hjalti í s Óska eftir þokkalegum þrískera plóg, er til í að skipta á hrossum, ekkert skilyrði þó. Uppl. í síma INTERNATIONAL 574. Óska eftir International 574 í varahluti. Uppl. gefur Halldór Einarsson í síma Mjólkurkvóti óskast, talsvert magn. Staðgreiðsla. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa jarðtætara, helst pólskan, aðrar tegundir koma til greina. Til sölu fólksbílakerra á 25 þús. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa Dögedelle tveggja skíða áburðardreifara. Uppl. í síma eða á netfangið helgi@isbu.is Óska eftir Kuhn-tætara, (má þarfnast viðgerðar). Einnig óskast sáningavél. Uppl. í síma Óska eftir mjólkurkvóta, smáum sem stórum. Vinsaml. leggið inn skilaboð á netfangið kalfur@sol.dk Óska eftir að kaupa notaða Mammutsteypuhrærivél frá Þór ehf. Vinsaml. hafið samband við Jón í síma eða á netfangið jon@atf.is Óska eftir gamalli tromlusláttuvél. Uppl. í síma Óska eftir Bobcat 463 eða sambærilegum litlum traktor með ámoksturstæki til vinnslu við garðstíga. Verðhugmynd þús. staðgr. Uppl. í síma Atvinna Tvítugur ungverskur háskólanemi leitar að sumarvinnu í sveit á Íslandi. Er með bílpróf, talar íslensku, ensku og þýsku reiprennandi. Hefur reynslu af veitingahúsastörfum í RVK. Getur hafið störf strax og útvegað meðmæli. Uppl. á netfangið t.lodovik@gmail.com 16 og 18 ára bræður vantar vinnu við sveitastörf, þó ekki séu þeir þaulvanir. Sá eldri er með bílpróf. Sá yngri kann vel með vélar að fara og hefur verið í sauðburði. Báðir eru sterkir og heilsuhraustir. Hvorugur reykir né drekkur. Uppl. í síma ára strákur úr sveit óskar eftir vinnu í sumar. Uppl. í síma eða á netfangið skipholt1@simnet.is 16 ára reglusamur, hörkuduglegur strákur óskar eftir sveitavinnu í sumar. Hefur komið að umhirðu á hrossum, kindum, landnámshænum og nautgripum. Vinsaml. hafið samband í síma (Böðvar) eða (Arndís). Starfskraft vantar í sauðburð, í um 1 1/2-2 mánuði. Ekki verra ef viðkomandi hafi einhverja reynslu. Uppl. í símum og Starfskraftur óskast í sveit. Óska eftir stúlku til að starfa á kúabúi í nágrenni Akureyrar. Uppl. í síma ára gömul kona frá Hondúras óskar eftir vinnu við ferðaþjónustu/hótel. Hefur búið á Íslandi í 9 ár og er vön öllu sem viðkemur hótelum, svo sem móttöku, skráningu bókana, umsjón og framreiðslu morgunverðar. Er reglusöm, heiðarleg og opin. Talar spænsku, ensku og íslensku reiprennandi og skilur ítölsku og portúgölsku. Uppl. í síma eða á netfangið ireli28@yahoo.com Dýrahald Gefins. Er einhver sem vill losna við hvolp á gott heimili, helst tík. Uppl. hjá Ingu í síma Sumarbeit: Getum bætt við hrossum í hagagöngu frá 15.6 til , 100 km. frá Rvk, í uppsveitum sunnanlands. Uppl. í síma Til sölu íslenskur fjárhundur hreinræktaður með ættbók. 6 mánaða gamall, vel vaninn, svartur og hvítur og loðinn. Skemmtilegur félagi á heimilið. Uppl. í síma Jarðir Óskum eftir jörð til leigu, til greina kemur í rekstri. Uppl. í síma Óskum eftir að taka bæ á langtímaleigu (íbúðar- og útihús), helst á Eyjafjarðarsvæðinu. Land og/eða tún eru óþörf. Hafið samband í síma Leiga Skemmtileg stúdíóíbúð á besta stað til leigu í miðbæ Reykjavíkur. Leigist dag og dag eða lengur. Uppl. og lyklar í Víðigerði. Sími Skipti Óska eftir að skipta á Fransgard TR-165, árg. 03 notuð í 2 daga og rakstrarvél með glussa lyftu/sláttuvél 275 cm. Uppl. í síma Veiði Nú er rétti tíminn til að huga að endurnýjun. Hef óuppsett net, möskvastærð 40 mm (hálfur möskvi), dýpt 35,5 möskvar, lengd 600 möskvar sem gera ca. 24 m net, girni 0,40 mm. Möskvastærð og girni henta til sjóbleikjuveiða. Verð 2300 kr. stk. En 2000 kr. ef tekin væru 10 stk. Uppl. í síma eftir hádegi. Veiðifélag Víðidalstunguheiðar auglýsir vötnin Þrístiklu, Melrakkavatn og Skálsvatn á Víðidalstunguheiði til leigu frá 1. júlí til 30. sept Tilboð sendist á netfangið midhop@mi.is fyrir 1. júní Nánari uppl. gefur Óli í síma Bændablaðið Smáauglýsingar Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS PIPAR / SÍA / Bændabíll Upp með húmorinn! Oft var þörf en nú er nauðsyn 1105 gamansögur af Vestfirðingum 101 ný vestfirsk þjóðsaga eftir Gísla Hjartarson 808 sögur í átta bókum. 99 vestfirskar þjóðsögur 297 sögur í þremur bókum. Allar 11 bækurnar í setti kosta 9,800,- kr. Sendingarkostnaður innifalinn. Sendið okkur tölvupóst eða sláið á þráðinn. Pantanir: jons@snerpa.is

31 31 Steinsteypusögun og kjarnaborun á Suðurlandi. Vönduð og góð þjónusta í 12 ár. Sími: , Arnar. BYGGINGADEILD KLETTAGÖRÐUM 12 SÍMI : Sendum í póstkröfu Bolir - buxur - leggings - kvartbuxur - blússur - gallapils - mussur - kjólar og jakkar Hverfisgötu 105 S VÍKURVAGNAKERRURNAR ÞESSAR STERKU Allar gerðir af kerrum Allir hlutir til kerrusmíða Víkurvagnar ehf Dvergshöfða 27 Sími Nú loksins til sölu á Íslandi! LAMBA mjólkurduftið Lammnäring er framleitt sérstaklega - Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar Þjónustuauglýsingar TÝVAR FRÁ KJARTANSSTÖÐUM Verður að Ásmundarstöðum I v/hellu í sumar. Nánari uppl. á eða í síma Tilboðsdagar! Úlpur, jakkar, kápur Mörkinni 6 - Sími: Vilt þú fá Bændablaðið sent heim að dyrum? Ársáskrift kostar aðeins kr Afsláttur fyrir eldri borgara. Uppl. í síma Gormur.is Getum bætt við okkur stórum og smáum verkefnum. Traust og góð þjónusta. Páll s smidsverk@gmail.com Selur vara- og aukahluti í flestar gerðir fjórhjóla. Reimar, kúplingskitt, öxla, hosur, fóðringar og fleira. info@gormur.is eða í síma

32 brimco.is , s , síma Til sölu Man árg. 90 með 422 vél. Allur á lofti, með letingja. 25 t. krókheysi. 20 t.m. kranapláss fylgir. Ford Econoline-350 4x4 árg. 79 með 6,5 l GMC-dísel. Innréttaður sem húsbíll. Ford Econoline-350 árg. 86, 6,9 dísel, 15 manna. Malarharpa, þriggja dekka. Vinnslusvið 4x1,25. Kastbrjótur, þarfnast viðgerðar. Michigan-175 hjólaskófla með bilaða skiptingu. Önnur fylgir. Cat-rafstöð, 450 kw í hjólaskúr. Þarf að líta á vél. Uppl. í síma Snjókeðjur. Mikið úrval snjókeðja fyrir allar stærðir dekkja. Betri verð til bænda! SKM ehf. Bíldshöfða 16. S: eða Til sölu 3 áburðardreifarar, rúlluhnífur, 35 og 38 tommu negld dekk, varahlutir í DAF-vörubíl og Viconsláttuvél, dragtengd en biluð. Einnig Krone einnar stjörnu rakstrarvél og Krone framsláttuvél ásamt rúllugreip, stórbaggagreip og JCB-4x4 lyftara. Á sama stað óskast dráttarvél, 120 hestöfl eða stærri, gæti sett 100 hestafla vél upp í kaup- Uppl. í síma in. Vantar einnig dekk, 16,9,34 og Til sölu 6 þús. l haugtankur, verð síma símum og í síma tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Næsta tölublað Bændablaðsins kemur út 28. maí Sigurbjörn Bárðarson, sigurvegari Meistaradeildar VÍS í hestaíþróttum Hér situr hann Grun frá Oddhóli til sigurs í töltinu. Ljósm.: ÖK Sigurbjörn seigur á endasprettinum Keppni í Meistaradeild VÍS í hestaíþróttum lauk á dögunum. Gamla kempan Sigurbjörn Bárðarson gerði sér lítið fyrir og Athyglisverðasta áhugaleiksýningin Vínland best Sýning Freyvangsleikhússins á söngleiknum Vínland eftir Helga Þórsson var valin athyglisverðasta áhugaleiksýning leikársins af dómnefnd Þjóðleikhússins. Þetta er í sextánda sinn sem athyglisverðasta áhugaleiksýningin er valin en sú sýning er jafnan sýnd í Þjóðleikhúsinu og mun það verða 11. eða 12. júní næstkomandi. Það má segja að þetta sé stærsta viðurkenning sem áhugaleikhús hér á landi hefur völ á og vissulega erum við mjög ánægð og stolt yfir að hún féll í okkar hlut nú, segir Halldór Sigurgeirsson, formaður Freyvangsleikhússins. Hann segir það ekki síst ánægjulegt í ljósi þess hversu mikið menn lögðu á sig við að koma sýningunni upp. Þetta var gríðarlega stórt verkefni og margir sem tóku þátt, við lögðum mikið undir, segir Halldór. Þá nefnir hann að allt í kringum sýninguna hafi verið heimafengið. Heimamaðurinn Helgi samdi verkið og tónlistina, sem var flutt af heimafólki, og þá voru allir búningar saumaðir frá grunni í héraði, sem og sviðsmyndin. MÞÞ sigraði með frábærum tilþrifum í síðustu tveimur keppnisgreinunum. Fyrir lokakvöldið var Eyjólfur Þorsteinsson með forystu, en Sigurbjörn átti tölfræðilega möguleika á því að sigra. Svo fór að Sigurbjörn sigraði töltið með glæsibrag á gæðingi sínum Grun frá Oddhóli og hann varð svo annar í fljúgandi skeiði, sem var lokagrein mótaraðarinnar. Þar með var samanlagður sigur hans í deildinni tryggur. Annar varð Eyjólfur Þorsteinsson sem stóð sig mjög vel í fjölbreyttum keppnisgreinum í vetur og þriðji varð Sigurður Sigurðarson. Liðakeppnina sigraði lið Málningar örugglega, en liðið skipuðu þeir Eyjólfur Þorsteinsson, Sigurður V. Matthíasson og Valdimar Bergstað. HGG Það dylst fáum hvernig atvinnuástandið er hérlendis nú um mundir en samkvæmt skráningu Vinnumálastofnunar voru rúmlega 14 þúsund manns hérlendis án atvinnu í marsmánuði, eða 8,9% landsmanna. Á sama tíma voru 620 laus störf skráð hjá vinnumiðlunum um allt land. Áhugavert er að í Bændablaðinu voru hvorki meira né minna en 16 atvinnuauglýsingar í mars og apríl, þar sem óskað var eftir starfskröftum í vinnu á sveitabæjum. Blaðamaður Bændablaðsins sló á þráðinn til tveggja auglýsenda úr síðasta Töskur og vesti úr íslensku roði, lambskinni og hreindýraleðri Þegar Önnu Jóhannesdóttur, kúabónda á Hjaltastöðum í Akrahreppi í Skagafirði, var einn daginn kippt úr störfum sínum vegna slitgigtar voru góð ráð dýr fyrir hana. Í stað þess að gefast upp fyrir vágestinum ákvað Anna að kaupa sér verksmiðjusaumavél og hefur nú vart undan að sauma töskur og vesti úr roði, hreindýraleðri, selog lambskinni. Anna hóf þróun vara sinna árið 2002 og hefur fengið góðar undirtektir. Hráefnið sem hún notar er allt íslenskt og fær hún til dæmis roð frá Sjávarleðri á Sauðárkróki en þar er eina sútunin sem starfrækt er hérlendis. Ég er að sauma hnakktöskur úr selskinni, leðri og roði og þeim hefur verið tekið afskaplega vel og það er komin góð reynsla á þær. Síðan hefur þetta þróast meira og ég er að sauma svolítið af vestum úr sel- og lambskinni og hreindýraleðri ásamt hliðartöskum fyrir konur en aðallinn er að engar tvær eru eins. Það nýjasta hjá mér eru svo fartölvutöskur og skólatöskur. Ég hef einnig boðið upp á að fólk Örlítið sýnishorn af vörulínu Önnu, fartölvutaska úr buffalaleðri (að ofan) og nílarkarfa og hnakktaska úr selskinni, nautshúð og hlýraroði. Hringgerði. Hringgerði til að nota úti sem inni. Frábær við tamninguna. Engin verkfæri við uppsetningu. Brimco ehf., s www. Kerrur í ýmsum stærðum. Hentugar í flutninginn úr kaupstaðnum, fjárflutninga, heybaggana. Brimco ehf., s , Undirburður í úrvali. Woodypet spónakögglar í 13,6 kg. pokum. Bjóðum einnig spónaköggla í 800 kg. stórsekkjum. Brimco ehf., s. Undirburður í úrvali. Spænir til sölu er í um 25 kg. böllum. Brimco ehf., Notað burðarvirki í 800 fm. límtrésskemmu. Tilboð óskast, áhugasamir hafi samband við Ómar í síma Til sölu CLAAS-sjálfhleðsluvagn, U44, árg. 88, í góðu lagi. Einnig Sprintmaster-rakstrarvél, 6 hjóla, árg. 95. Uppl. í síma Til sölu Kuhn-pinnatætari, 5 m breiður, samanbrjótanlegur, 1000 sn. Með gírkassa. Uppl. í síma Starfskraft vantar í sauðburð á sauðfjárbú á Norðurlandi vestra í maímánuði. Æskilegt að viðkomandi hafi einhverja reynslu, ekki þó skilyrði. Uppl. í síma eða á netfangið dyraborg@emax.is Starfskraftur óskast í sauðburð. Þarf ekki að vera vanur. Uppl. í Óska eftir stúlku á sveitabæ á Suðurlandi til að gæta tveggja barna og vinna á tjaldstæði. Timabilið júní og júlí. Bílpróf skilyrði. Uppl. gefur Jóhannes í símum og Starfskraft vantar á blandað bú í Borgarfirði, því fyrr því betra. Uppl. í 45 ára snyrtileg og heiðarleg kona Nýleg fjárvigt (ekki tölvustýrð) til óskar eftir starfi á sveitabæ í sumar. sölu. Uppl. í síma Er með 9 ára dreng og lítinn hvutta. Uppl. í símum og 618- Til sölu Kverneland KD710, 15 rúmm., heilfóðurblandari, árg. 99, tekur 4 rúllur í einu. Uppl. hjá Sverri í Óska eftir að ráða vanan starfskraft Vélaborg í síma í sauðburð frá 1. maí til maíloka. Uppl. í símum og 893- Til sölu OKRH8-beltagrafa, 24 tonna, árg. 88. Uppl. í síma ára strákur óskar eftir vinnu í sveit. Hefur reynslu af sveitastörfum. Getur hafið störf um miðjan Óska eftir maí. Uppl. í síma Óska eftir að ráða starfsmann tímabundið á blandað bú á Vesturlandi. Óska eftir skádælu, helst af hreinu svæði. Uppl. í símum og Vantar varahluti í gamlan Howard s80 eða s100-jarðtætara. Uppl. í Óska eftir að kaupa gaseldavél með bakarofni og gasísskáp. Einnig Sóló-eldavél eða olíuofn eða viðarkamínu. Uppl. gefur Hörður í síma Óska eftir um 20 hektara beitilandi fyrir hross í langtímaleigu. Æskileg staðsetning ekki lengra en km. frá RVK. Öruggar greiðslur. Vantar olíuverk í Fordson Major árg. 57 Á sama stað eru til varahlutir í Þarf að geta hafið störf sem fyrst. Uppl. í símum og 435- Hreinræktaðir Border Collie-hvolpar til sölu, ættaðir frá Staðarstað. Uppl. Viltu styrkja þig, þyngjast eða léttast. Þú getur það með Herbalife. Sendi hvert á land sem er. Eva sími blaði, sem voru ánægðir með mikil viðbrögð. Það er um það bil tugur manna sem hefur sýnt viðbrögð við auglýsingunni, flestir af Akranesi og getur komið og valið saman efni og hannað sínar eigin töskur sem ég sauma fyrir það og þetta hefur mælst mjög vel fyrir, útskýrir Anna. Um þessar mundir er Anna á Brautargengisnámskeiði sem hún segir að geri sér ákaflega gott. Þetta hleypir lífi í mann, mér finnst ég orðin eitthvað aftur og horfi ekki bara á hina vinna. Ég er ekki enn búin að bíta úr nálinni með bakmeiðslin sem ég lenti í vegna slitgigtarinnar. Til að halda sönsum varð ég að finna mér eitthvað að gera og með þessu ræð ég mínum vinnutíma og get hagað vinnunni eftir minni líðan. Það opnaðist mér nýr heimur með saumavélinni því ég get saumað allt mögulegt. Ég hef líka verið að gera upp söðla og reiðtygi og nú er mikið að gera í fataviðgerðum úr Reykjavík. Nánast allir sem hringdu eiga rætur í sveit en hafa mismikla reynslu. Flestir voru í kringum tvítugt en þó voru dæmi um nokkra eldri. Ég er búinn að ráða tvítuga stúlku úr Reykjavík sem er háskólanemi og er að ljúka prófum. En til gamans má geta þess að einn af þeim sem svaraði auglýsingunni frá mér var síðan ráðinn til kunningja okkar á nágrannabæ, svo það má segja að hann hafi fengið að hirða afganginn, segir Helgi Björnsson, bóndi að Snartarstöðum í Lundarreykjardal í Borgarfirði. Ég fékk mikil viðbrögð við auglýsingunni minni og allsstaðar af að Anna Jóhannesdóttir, kúabóndi á Hjaltastöðum í Skagafirði, byrjaði fyrir alvöru að þróa handverk sitt árið 2002, eftir að slitgigt kom í veg fyrir að hún gæti sinnt bústörfunum að fullu. sem hefur ekki verið áður, þannig að maður finnur greinilega hugarfarsbreytingu hjá fólki á þessum tímum. Sjá má vörur Önnu á heimasíðunni ehg Mikil svörun við atvinnuauglýsingum í Bændablaðinu Smá auglýsingar Sími Fax Netfang augl@bondi.is Til sölu Dýrahald Heilsa landinu, allt frá Kópaskeri og suður til Reykjavíkur og allt þar á milli. Þetta er rúmlega tugur manns sem hefur sett sig í samband við mig en ég réð starfsmann frá Akureyri sem alinn er upp í sveit svo það passaði vel. Ég hef áður auglýst eftir starfsfólki í Bændablaðinu og finn mikinn mun núna frá því í fyrra, þá hringdu einn eða tveir sem stóðust ekki kröfur mínar, en nú voru það mun fleiri. Í fyrra þurfti ég að leita annarra leiða til að fá starfskraft, svo ég er mjög ánægður með að hafa haft örlítið val núna, segir Árni Bragason, bóndi í Sunnuhlíð í Húnavatnssýslu. ehg

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Ímynd stjórnmálaflokka

Ímynd stjórnmálaflokka Tengsl ímyndar og árangurs Sandra María Sævarsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl.

Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng. 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr árg. Upplag Vefur: bbl. 24 25 28 29 32 33 Markmiðið að rækta arfhreint og heilbrigt útsæði Gagnagrunnur fyrir færeyska hestinn byggður á WorldFeng til bænda við Djúp 20. tölublað 2018 Fimmtudagur 18. október Blað nr. 525 24.

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013

Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013 2015:1 24. febrúar 2015 Alþingiskosningar 27. apríl 2013 General elections to the Althingi 27 April 2013 Samantekt Kosið var til Alþingis 27. apríl 2013. Við kosningarnar voru alls 237.807 á kjörskrá eða

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,...

Undirbúningur fyrir 5G. Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Undirbúningur fyrir 5G Allir (menn og tæki) tengdir, alltaf og alls staðar Hraðar, meira, aukið,... Þorleifur Jónasson 5. apríl 2017 Dagskrá Drifkraftar 5G og helstu þjónustur Stefnumótun og markmið EU

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Bifröst Journal of Social Science 2 (2008) 125 WORKING PAPER Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Kolfinna Jóhannesdóttir Ágrip: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Ávinningur Íslendinga af

Ávinningur Íslendinga af Ávinningur Íslendinga af sjávarútvegi Efnisatriði Hagfræðin og tískan Fiskihagfræðin og tískan Yfirfjárbinding og vaxtagreiðslur Auðlindarentan eykst Afleiðing gjafakvótakerfisins Niðurstöður HAGFRÆÐIN

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Fyrstu fjárréttir 2. september

Fyrstu fjárréttir 2. september 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr. 377 18. árg. Upplag 24.500

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Milli aðildarnkja Evrópusambandsins ríkir nær fullt frelsi tii inn- og útflutnings

Milli aðildarnkja Evrópusambandsins ríkir nær fullt frelsi tii inn- og útflutnings Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Bakgrunnsskfrsla: Íslenskbú í finnsku umhverfi. Inngangur Í shfrslunni er leitast við að áætla stöðu íslenskra búa ef þau byggju við þær styrki og tollareglur sem gilda

More information