Klakaströnglar á þorra

Size: px
Start display at page:

Download "Klakaströnglar á þorra"

Transcription

1 Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er Netfang Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins Þriðjudagur 25. janúar tölublað 11. árgangur Norðmenn funda með íslenskum svínabændum Sem kunnugt er hafa norsk kynbótasvín verið flutt inn til Íslands um nokkurra ára skeið. Síðast voru flutt inn svín í nýliðnum desembermánuði og tókst hann í alla staði mjög vel. Í norska svínaræktarfélaginu er sjálfstæð deild, Norsvin International, sem sér um sölu kynbótadýra á erlenda grund. Tveir fulltrúar deildarinnar heimsóttu svínabændur nú í janúar, forstjórinn Øystein Jørem og Bjarne Holm kynbótafræðingur. Ásamt því að funda með forystumönnum svínabænda og ráðunauti í svínarækt heimsóttu þeir svínabúið Hýrumel á Vesturlandi hjá Gunnari Ásgeiri Gunnarssyni og Karvel Karvelssyni. Á fundinum var m.a. farið yfir síðasta innflutning á svínum frá Noregi og hvernig standa skyldi að næstu innflutningum á dýrum til Íslands. Fundurinn var ákaflega gagnlegur og komu margar góðar hugmyndir fram. Kemur m.a. til greina að svínabændur fari í námsferð til Noregs í vor til þess að kynna sér betur hvernig staðið er að kynbótum þar í landi ásamt uppeldi og fóðrun ásetningsdýra. Norska svínaræktarfélagið hefur skipulagt mörg námskeið fyrir svínabændur í sínu heimalandi og mun heimsókn í skóla þeirra án efa efla þekkingu svínabænda hér á landi enn frekar á umhirðu norskra kynbótadýra. /KK Klakaströnglar á þorra Sigrún Guðmundsdóttir virðir fyrir sér risa grýlukerti í Flúðanefi austan við Vík í Mýrdal. Mynd: Jónas Erlendsson Svínabændur íhuga innflutning á kjarnfóðri Hækkar verð á raforku? Atvinnulíf á landsbyggðinni í hættu Helgi Jóhannesson, formaður Sambands garðyrkjubænda, segir í samtali við Bændablaðið að ef sú raforkuhækkun sem við blasir á landsbyggðinni gangi eftir muni margar garðyrkjustöðvar leggjast af. Helgi segir að ef ekkert verði gert nemi raforkuhækkunin milljónum króna hjá þessum notendahópi frá því sem verið hefur.,,þetta getur ekki farið svona fram, það sjá allir. Þegar við vorum með raforkumálin í þinginu höfðu margir efasemdir uppi en svarið frá iðnaðarráðuneytinu var alltaf á þá leið að engin hækkun yrði. Nú hefur annað komið í ljós og það er ekki hægt að láta þetta fara svona," sagði Drífa Hjartardóttir, alþingiskona úr Suðurkjördæmi. Hún bendir á að auk garðyrkjustöðvanna verði raforkuhækkun hjá fiskeldisstöðvunum og heimilum þar sem fólk hitar hús sín með rafmagni en þar verði 25% hækkun. Drífa segir að um þessar mundir sé verið að fara yfir þessi mál í iðnaðarráðuneytinu.,,síðan þarf að taka ákvörðun í ríkisstjórninni um aukinn styrk til þeirra sem verða fyrir þessari miklu raforkuhækkun. Það er ljóst að þingmenn munu þrýsta á um úrbætur í þessum efnum," sagði Drífa Hjartardóttir. Helgi Jóhannesson segir að gamli rafmagnstaxtinn hafi verið framlengdur út janúar en þá taki sá nýi við sem sé þegar tilbúinn. Áður þurftu garðyrkjubændur ekki að greiða svokallað aflgjald en nú eru engin sérkjör veitt og því mun raforkan hækka um milljónir króna til garðyrkjustöðvanna. Hann segir að það sé dálítið breytilegt milli stöðva hve hækkunin verði mikil og fari eftir notkun.,,í nokkrum tilfellum verður um tugprósenta hækkun að ræða ef engar breytingar verða gerðar," sagði Helgi Jóhannesson. Nokkrir svínabændur hafa aflað sér tilboða í að kaupa heila skipsfarma erlendis frá til þess að ná niður fóðurkostnaði. Hugmyndin er að skipið sem fengið yrði til að flytja kjarnfóðrið færi umhverfis landið og losaði það á nokkrum höfnum. Það sem málið hefur aðallega strandað á til þessa er að það vantar korntanka úti á landi. Stofnkostnaður yrði því nokkuð mikill. En nú er svo komið að menn virðast tilbúnir til að taka þennan slag. Bændablaðið hefur heimildir fyrir því að nokkuð langt sé síðan þessi hugmynd fæddist hjá svínabændum og að þeir hafi unnið að málinu í kyrrþey til þessa. Umræðan hefur eflst mjög að undanförnu og samkvæmt heimildum blaðsins fara svínabændur nú alvarlega yfir málið. Sjá nánar um fóðurmál bls 11. Mynd: Birna Baldursdóttir

2 2 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Uppgjör á sauðfjárskýrslum frá haustinu 2004 Eins og áður þá byrjuðu skýrslur úr sauðfjárræktinni frá haustinu að berast til uppgjörs hjá BÍ snemma í nóvember. Vinnan gekk greiðlega og náðist að ljúka uppgjöri á öllum skýrslum, sem bárust fyrir 22. desember, fyrir jól. Þá var búið að gera upp skýrslur fyrir fleiri ær en nokkru sinni áður á sama tíma. Uppgjör var þá búið fyrir rúmlega 123 þúsund ær frá hasutinu Hér verður ekki gerð grein fyrir niðurstöðum. Eins og ýmsir þekkja er hægt að finna niðurstöður úr margvíslegu uppgjöri á vef Bændasamtakanna (bondi.is). Uppgjörið, sem lokið er, er eins og ætíð á þessum tíma ákaflega misskipt eftir landsvæðum, hlutfallslega langmest af því er af Vestfjörðum og Norðurlandi. Þrátt fyrir að náðst hafi að ljúka þetta miklu uppgjöri á þessum tíma er ástæða til að vekja athygli á því að vegna gæðastýringar þá er fádæma mikil aukning í skýrsluhaldinu, þannig að hlutfallslega er ekki meiru lokið nú en áður. Þess vegna er ástæða til að minna alla þá mörgu skýrsluhaldara á, sem enn eiga eftir að skila skýrsluhaldinu frá haustinu 2004, að skilafrestur til þess að standast ákvæði reglugerðar um gæðastýringu er til 1. mars Sá stóri hópur sem enn á eftir að skila skýrslunum er því hvattur til að huga að þeim málum sem allra fyrst. /JVJ/ Vilja endurbætur á nautauppeldisstöð BÍ í Þorleifskoti "Félagsráð Félags kúabænda á Suðurlandi telur brýnt að nú þegar verði ráðist í endurbætur á nautauppeldisstöð BÍ í Þorleifskoti, þannig að hún standist kröfur reglugerðar nr. 438/2002 um aðbúnað nautgripa." Þannig hljóðar ályktun sem samþykkt var á á fundi félagsráðs Félags kúabænda á Suðurlandi þann 4. janúar síðastliðinn: Í greinargerð segir: "Núverandi aðstaða í Þorleifskoti er orðin mjög gömul og byggð á tímum þegar allt aðrar aðstæður og kröfur ríktu. Innréttingar eru orðnar úreltar og standast engan veginn ákvæði reglugerðar um aðbúnað nautgripa. Umönnun gripanna þarna hefur hins vegar ætíð verið til fyrirmyndar og umsjónarmönnum til stakrar prýði. Eins er húsakostur stövarinnar ágætur og vel við haldið. Því ætti ekki að vera kostnaðarsamt að gera þær úrbætur sem þarf. Þeir kálfar sem aldir eru upp í Þorleifskoti bera með sér framtíðar erfðaefni íslenskrar nautgriparæktar og því ætti það að vera metnaður okkar að búa þeim sem bestar aðstæður." Aðalfundur Landssamtaka sauðfjárbænda í apríl Stjórn Landssamtaka sauðfjárbænda hefur ákveðið að halda aðalfund samtakanna árið 2005 á Hótel Sögu í Reykjavík, dagana 7. og 8. apríl nk. Ástæða fyrir því að fundartíma hefur verið flýtt frá fyrra ári er ósk aðildarfélaga LS og fulltrúa þeirra, þar sem fundartími í júní eða ágúst þykir óhentugur. Einnig er í sumum tilfellum hagstæðari kjör á aðstöðu fyrir svo stóran fund að vetri til en á sumrin. Mesta innvigtun mjólkur frá 1985 Samkvæmt bráðabirgðatölum Samtaka afurðastöðva í mjólkuriðnaði nam innvigtun mjólkur í desember 9,248 milljónum lítra en var 9,086 milljónir lítra í desember Nemur aukningin 1,8% á milli ára en ef litið er til fjölda framleiðsludaga þá Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda Sauðfjárbændur spyrna frá botninum Aukin sala á dilkakjöti gæti orðið til þess að útflutningsprósentan lækki, en að sjálfsögðu er það háð því hvernig salan gengur á nýbyrjuðu ári. Ef salan verður sambærileg því sem hún var á árinu 2004 má ætla að útflutningsskyldan í haust verði um 25% en hún var 36% á liðnu ári. Jón Bjarnason er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að standflutningar verði teknir upp aftur. Í tillögunni er gert ráð fyrir að samgönguráðherra verði falið að hefja uppbyggingu strandsiglinga sem nauðsynlegs hluta af vöruflutninga- og samgöngukerfi landsins. Ráðherra undirbúi með gerð áætlana og framlagningu frumvarpa að ríkið geti í framtíðinni tryggt reglulegar strandsiglingar til allra landshluta með því að bjóða út siglingaleiðir. Í greinargerð með tillögunni segir m.a. að á síðustu árum hafi strandsiglingar verið að leggjast af hér við land. Flutningsmenn telja að ekki verði við það unað enda má fullyrða að sjóflutningar Lægri útflutningsskylda gæti orðið til þess að bændur fái hærra meðalverð fyrir útflutt kjöt. Ástæðan er að sjálfsögðu sú að þeir markaðir sem minnst gefa yrðu fyrst skornir frá. Sauðfjárbændur gætu þannig beint kröftum sínum í auknum mæli að innanlandsmarkaði sem Strandflutningar verði teknir upp aftur meðfram strandlengjunni séu verulega vannýttur samgöngukostur. Því leggja þeir til að samgönguráðherra verði falið að undirbúa að strandsiglingar verði hafnar á vegum ríkisins á grundvelli útboða. Einnig er tekið fram að framkvæmdastjórn Evrópubandalaganna hafi fallist á aðstoðarkerfi sem Bretar hafa komið á til að færa flutninga af vegum og yfir í siglingar og að hóflegur styrkur ríkis til slíkra aðgerða brjóti ekki gegn samkeppnisreglum bandalagsins. Flutningsmenn telja mikilvægt að útboð á siglingaleiðum geti hafist eigi síðar en haustið Því er lagt til að ráðherra skili tillögum sínum sem allra fyrst og eigi síðar en 1. febrúar var aukningin um 5% milli ára. Á árinu 2004 skiluðu kúabændur landsins um 112 milljón lítrum mjólkur til afurðastöðvanna, ekki hefur verið framleitt eins mikið magn mjólkur hérlendis síðan árið 1985 en þá nam innvigtun í afurðastöðvar landsins um 116 milljónum lítra. Innvigtun mjólkur á síðasta ári var um 3,6 milljónum lítrum meiri en á árinu 2003 sem er aukning um 3,4% milli ára. Það sem af er verðlagsárinu hefur innvigtunin verið 34,8 milljónir lítra sem er um 2,3 milljónum lítrum meira en á verðlagsárinu á undan sem er aukning um 7%. Þórólfur Sveinsson, formaður Landssambands kúabænda, sagði að ekki mætti gleyma því að á sama tíma árið 2003 dró nokkuð úr framleiðslu mjólkur en að það hafi nú alveg gengið til baka. Þá benti hann á að markaðurinn þurfi 109 til 110 milljónir lítra á ári, það sé það magn sem verið er að selja prótínið úr.,,sumarið í fyrra var víðast gefur hærra verð. "Við erum farnir að spyrna frá botninum," sagði Jóhannes Sigfússon, formaður Landssamtaka sauðfjárbænda. Formaður LS sagði þróunina gleðilega fyrir sína menn. "Ástæða aukinnar sölu er meðal annars breytt auglýsingastefna en síðast en ekki síst hafa framleiðslufyrirtæki tekið sér tak. Veðurfar undanfarin ár hefur líka verði hagstætt og mikið selst af grillkjöti. Sala á þorramat hefur líka aukist. Hefð fyrir neyslu kindakjöts er svo sannarlega enn til staðar á Íslandi." Jóhannes sagði að óneitanlega skyggði afar lágt gæruverð á aukna sölu í dilkakjöti. Segja mætti að lágt gæruverð hafi étið að miklu leyti upp ávinninginn og vandinn væri sá að ekkert benti til þess að gærumarkaðurinn væri að braggast. Aðspurður um sölu dilkakjöts á erlendum mörkuðum - í ljósi gengisþróunar undanfarna mánuði - sagði Jóhannes að verð til bænda árið 2004 væri hærra en árið Ástæðan væri sú að afurðasölufyrirtæki væru að flytja meira magn út til þeirra landa sem best borga, en auk þess væri varan meira unnin. "Sala á lambakjöti virðist hafa heppnast ágætlega í Danmörku. Varðandi Ameríkumarkaðinn þá hefur óhagstæð þróun dollars haft sín áhrif. Þó hefur tekist að halda verði sem nemur lækkun dollarans," sagði Jóhannes og að það væri nokkuð gott. hvar indælt og þess vegna er til mikið af góðu fóðri hjá bændum og kýrnar mjólka því vel," sagði Þórólfur. Hann segir að sú mikla fjölbreytni sem átt hefur sér stað í framleiðslu á mjólkurafurðum eigi sinn þátt í aukinni mjólkurneyslu landans. Sömuleiðis hafi sá samdráttur sem verið hefur í fitusölunni í það minnsta stöðvast. Hann segir að mjólkurframleiðendur hafi tapað á kennaraverkfallinu og slíkt hafi gerst áður í kennaraverkfalli. Börnin drekka mikið af mjólk í skólunum, það dettur niður í verkfalli og þá komi líka mikið los á allt sem heitir næring. Þetta segir Þórólfur Sveinsson að reynslan sýni. Það er allmikið vetrarríki í Skagafirði nú í byrjun árs og bregður mönnum við eftir snjólausa vetur að undanförnu. Víða hefur safnast mikill snjór að byggingum, en þessi mynd náðist áður en þeir Kimbastaðabændur fóru að moka frá fannbörðum útihúsunum. Bændablaðsmynd/Gunnar 16 þúsund spurðu í Varmahlíð Rösklega sextán þúsund manns komu í upplýsingamiðstöðina í Varmahlíð á liðnu sumri og leituðu þar upplýsinga. Þetta er mesti fjöldi sem þangað hefur komið á einu ári en 2003 komu þangað manns. Eins og undanfarin ár voru erlendir ferðamenn í miklum meirihluta þeirra sem leituðu sér upplýsinga hjá starfsfólki stöðvarinnar í sumar. Í Húnavatnssýslum voru starfræktar tvær upplýsingamiðstöðvar sl. sumar. Í Staðarskála var opið í einn og hálfan mánuð. Þangað komu manns. Í upplýsingamiðstöðina á Blönduósi leituðu rúmlega þrjú þúsund manns sem var fækkun frá árinu á undan. Í Austur-Húnavatnssýslu var hins vegar þokkaleg aðsókn í gistingu frá miðjum júlí fram í miðjan september. Þar var um útlendinga að ræða í 90% tilvika. Á málþingi ferðaþjónustunnar á Norðurlandi vestra fyrir skömmu komu m.a. fram athyglisverðar tölulegar staðreyndir. Þannig var hlutdeild Norðvesturkjördæmis í seldum gistinóttum í landinu árið ,4%. Það skiptist þannig að Vesturland var með 5,7% hlutdeild, Vestfirðir 2,3% og Skagafjarðar- og Húnavatnssýslur með 2,4%. Það er ljóst að ferðaþjónustuaðilar á þessu svæði hljóta að leggja áherslu á að auka hlutdeild sína á þessu sviði sem öðrum á næstu árum. /ÖÞ

3 Til hamingju Ísland Mest selda dráttarvél Norðurlanda er nú einnig nr. 1 á Íslandi Við segjum takk og óskum öllum nýjum Valtra eigendum árið 2004 til hamingju - Óskum öllum Valtra eigendum gleðilegs árs. Austurvegi 69 Selfossi - Sími Netfang: jotunn.is

4 4 Þriðjudagur 25. janúar 2005 KB-banki stefnir MR KB-banki hefur stefnt Mjólkurfélagi Reykjavíkur (MR) og krefst skaðabóta upp á tæplega hálfan milljarð króna vegna viðskipta með Fóðurblönduna hf. sem samkeppnisyfirvöld stöðvuðu fyrir tæpum fjórum árum. Fulltrúar KB-banka segja að MR hafi óskað eftir því að Búnaðarbankinn fjármagnaði kaup MR á Fóðurblöndunni. Bankinn gerði það en samkeppnisyfirvöld stöðvuðu kaupin og sögðu að MR mætti ekki eiga ráðandi hlut í Fóðurblöndunni. Þessi tvö fyrirtæki flytja inn nær allt kjarnfóður sem til landsins er flutt. Fulltrúar KB banka segja Búnaðarbankann hafa skaðast á viðskiptum þar sem hann hafi neyðst til að selja öðrum Fóðurblönduna með tapi. Vegna þeirrar ákvörðunar Eimskips að hætta strandsiglingum frá og með 1. desember sl. og taka upp landflutninga í staðinn ákvað samgönguráðuneytið að kanna hvaða áhrif þessar breytingar munu hafa á umferð um vegi landsins, hafnir og notendur þeirra. Í greinargerðinni kemur ekki fram hvaða áhrif þessi breyting hefur á verð á vöru og þjónustu á landsbyggðinni. Jón Bjarnason alþingismaður, sem er fyrsti flutningsmaður þingsályktunartillögu um að standflutningar verði teknir upp aftur, sagði hins vegar í samtali við Bændablaðið að það væri almennt viðurkennt að landflutningar væru Sláturfélag Suðurlands reiknar með að um færri lömb af hefðbundnu starfssvæði þess komi til slátrunar á Selfossi næsta haust en það síðasta. Á móti kemur að sláturhúsið á Kirkjubæjarklaustri hefur verið lagt niður og boðið upp á slátrun á Selfossi í staðinn. Á Klaustri var slátrað um fjár sl. haust. dýrari en strandflutningar. Í greinargerð samgönguráðuneytisins kemur margt athyglisvert fram. Meðal þess er að akstur þungra bíla á vegakerfinu mun aukast um 3 milljónir km á ári sem er um 2% og 0,15% af heildarumferð. Þá segir ennfremur að gera megi ráð fyrir að slysum á vegum fjölgi um 10 á ári að meðaltali. Er þá er átt við eignatjón og slys á fólki. Líftími vega á nokkrum flutningaleiðum styttist um 3-5 ár að meðaltali miðað við það sem annars hefði verið. Kostnaður Vegagerðarinnar vegna viðhalds og endurnýjunar eykst að meðaltali um a.m.k. 100 milljónir kr. á ári en Ístölt í Egilshöll Sauðfé fækkar á Suðurlandsundirlendi Hilmar Jóhannesson í Syðra-Langholti í Hrunamannahreppi, réttarstjóri í sláturhúsi SS á Selfossi. Svokallaðar ístöltkeppnir hafa notið sívaxandi vinsælda meðal hestamanna undanfarin ár og hefur þeim fjölgað jafnt og þétt, bæði hér innanlands og utan. Ístölt hefur farið fram í Skautahöllinni í Reykjavík í fjölda ára, sem og á Akureyri undanfarin ár, og á síðasta ári var svo í fyrsta sinn keppt í ístölti í Egilshöllinni í Grafarvogi. Nú stendur til að auka enn við fjölbreytnina í þessari skemmtilegu keppnisgrein og mun landsliðsnefnd Landssambands hestamanna bjóða upp á Ístöltskeppni fyrir konur undir heitinu "Svellkaldar konur" í Egilshöllinni þann 19. febrúar nk. Keppt verður í þremur styrkleikaflokkum og er 1. flokkurinn fyrir konur sem eru mjög keppnisvanar, eru afrekskonur í hestaíþróttum osfrv. Flokkur 2 er ætlaður konum sem hafa keppt, ekki verið í toppbaráttunni, en eru þó Þessi samdráttur stafar af fækkun sauðfjárbúa og niðurskurði sauðfjár vegna riðu í Árnessýslu. "Síðasta innlegg úr Biskupstungum í bili kemur væntanlega í haust," segir Hermann Árnason, stöðvarstjóri SS á Selfossi. "Við fengum meira af fullorðnu fé til slátrunar í haust en við áttum von á, einkum frá eldri bændum. Það bendir til að Landflutningar í stað strandflutninga Vegakerfið er víðast vanbúið að taka við auknum þungaflutningum á móti má reikna með að tekjur hennar af þungaskatti vegna viðbótaraksturs aukist um m. kr. á ári. Áhrifa aukins aksturs mun gæta mjög misjafnlega á vegakerfinu. Mesta fjölgun þungra bíla verður á leiðinni frá Reykjavík áleiðis norður í land en hlutfallslega mesta aukningin verður í Ísafjarðardjúpinu og víðar á Vestfjörðum. Áhrifin munu verða lítil sem engin á Suðurlandi og Austurlandi þar sem skip Eimskips munu áfram hafa viðkomu í höfnum á Austurlandi. Vegakerfið er einnig misjafnlega í stakk búið til að mæta þeirri auknu umferð sem nokkuð keppnisvanar og þriðji flokkurinn er ætlaður konum sem hafa litla keppnisreynslu. Skráning til 17. febrúar Keppnisfyrirkomulagið verður þannig að fyrst fer fram forkeppni og svo verður gert hlé þar til úrslit hefjast um kl. 21. Hægt era að skrá sig til þátttöku til og með 17. febrúar nk. á skrifstofu LH í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal eða í gegnum síma , en þá verður að greiða skráningargjald með greiðslukorti. Skráningargjald er kr Þær konur sem sigra í flokkum 1 og 2 á þessu móti fá keppnisrétt á öðru ístöltmóti á vegum nefndarinnar sem kallast "Þeir allra sterkustu" og fer fram 26. sauðfjárbúum sé að fækka í námunda við Selfoss og að hér taki yngri bændur ekki við saufjárbúum hinna eldri. Aftur á móti virðist mér þessi þróun snúast við eftir því sem austar dregur með Suðurströndinni og gott árferði hafi jafnvel hvatt menn til að stækka sauðfjárbú sín í Skaftafellssýslum." - fía. þessar breytingar munu valda. Vegakerfið í heild var víðast ekki hannað til að bera slíka umferð og ljóst að mjóir malarvegir t.d. á Vestfjörðum eru mun síður til þess fallnir að taka við aukinni þungaumferð heldur en t.d. þjóðvegur 1 á leiðinni norður í land. Burtséð frá burðarþoli er flutningsgeta vegakerfisins utan höfuðborgarsvæðisins vannýtt og umrædd aukning þungaflutninga breytir litlu þar um, segir í greinargerðinni. Margar hafnir landsins fara illa út úr því að strandsiglingar leggjast af. Áætlað tekjutap viðkomuhafna strandflutningaskipsins að útflutningshöfnum undanskildum er samtals rúmlega 77 milljónir kr. á ári. Tekjuskerðingin mun að verulegu leyti koma beint niður á afkomu hafnanna þar sem kostnaður er að mestu fastur. Vannýtt fjárfesting í höfnum gæti numið m. kr. eftir breytingarnar, segir í greinargerðinni. Evrópusambandið hefur farið þá leið til að efla sjóflutninga að styrkja þá með margvíslegum hætti til þess að létta umferð af yfirfullu vegakerfi á meginlandinu. mars nk. á sama stað. Landsliðsnefndin vill hvetja allar konur til að nýta sér þetta tækifæri og taka þátt í skemmtilegu móti við aðstæður sem ekki bjóðast hvar sem er. Áhersla er lögð á snyrtilegan klæðaburð, en mótið er opið öllum konum sem áhuga hafa og vonast aðstandendur til að konur komi sem víðast að til þátttöku. Markaðsstemming í anddyri Í anddyri hallarinnar verður markaðsstemming ríkjandi þar sem vörukynningar fara fram og skemmtilegar uppákomur verða í boði. Allur ágóði af mótinu mun renna til landsliðs Íslands í hestaíþróttum sem fer til keppni á heimsleikum í Svíþjóð síðar á þessu ári. /HGG Búnaðarsamband Suðurlands Tekur við leiðbeiningaþjónustu í Austur-Skaftafellssýslu Þann 6. janúar sl. var undirritaður samningur milli Búnaðarsambands Suðurlands, BSSL, og Búnaðarsambands Austur-Skaftfellinga, BASK, um að BSSL taki að sér leiðbeiningaþjónustu í Austur- Skaftafellssýslu ásamt þeim skyldum sem felast í búnaðarlagasamningi frá og með 1. janúar Bjarni Hákonarson, formaður BASK, sagði í samtali við Bændablaðið að hjá sambandinu hafi verið einn starfsmaður, enda ekki um að ræða nema eitt stöðugildi, sem er of lítið og þess vegna hafi þeir verið að koma sér inn í öfluga leiðbeiningarmiðstöð til að bæta þjónustuna við bændur. Aðspurður um fjölda bænda á svæði BASK sagði hann að það færi nokkuð eftir því hvernig væri talið. Félagsmenn eru á milli 70 og 80 en sums staðar væri tvíbýlt og á stöku bæjum væri búskapur á fallanda fæti. Bjarni segir að ferðaþjónusta bænda sé í miklum uppgangi á svæðinu og gangi vel sem og hinn hefðbundni búskapur. Mörg kúabúin væru öflug og menn að byggja og stækka þau.,,hér var mikið af blönduðum búum sem hafa verið að grisjast og þá stækka þau bú sem eftir eru. Mér þykir líka vera örlítið bjartara yfir sauðfjárræktinni um þessar mundir en verið hefur undanfarin misseri. Hér um slóðir er nokkuð af ungu fólki sem er að sækja í sig veðrið í sauðfjárbúskapnum og stundar sjálfa ræktunina af fullum krafti. Við erum með fullt af alvöru sauðfjárræktarfólki hér. Það er ekki síst það fólk sem þarf á bættri leiðbeiningarþjónustu að halda. Vissulega er hér eldra fólk sem er orðið þreytt og er tilbúið að bregða búi en á móti kemur þessi mikli kraftur í unga fólkinu," sagði Bjarni Hákonarson. Ný stjórn Framleiðnisjóðs landbúnaðarins Landbúnaðarráðherra hefur skipað Framleiðnisjóði landbúnaðarins stjórn til næstu fjögurra ára frá 15. janúar að telja. Eftirtaldir einstaklingar skipa stjórn sjóðsins: Bjarni Guðmundsson, prófessor á Hvanneyri, formaður og Kjartan Ólafsson, alþingismaður, skipaðir af landbúnaðarráðherra án tilnefningar; Gunnar Sæmundsson, bóndi í Hrútatungu, og Sveinn Ingvarsson, bóndi í Reykjahlíð á Skeiðum, tilnefndir af Bændasamtökum Íslands og Elín Aradóttir, Akureyri, tilnefnd af iðnaðarráðherra (ráðherra byggðamála). Varamenn í sömu röð verða: Páll Stefánsson, dýralæknir, varaformaður, og Benjamín Baldursson, bóndi á Ytri Tjörnum; Haraldur Benediktsson, bóndi og formaður Bændasamtaka Íslands, og Sigríður Bragadóttir, bóndi á Síreksstöðum, og Halldóra Jónsdóttir, bóndi í Grímshúsum.

5 Þriðjudagur 25. janúar Athyglisverð frétt í Skessuhorni Borgfirskur bóndi með nýlegt fjós selur kvótann og borgar allar sínar skuldir Fjósið í Hlöðutúni er aðeins um 5 ára gamalt. Magnús Magnússon, blaðamaður Skessuhorns, sem gefið er út á Vesturlandi, ræddi á dögunum við Brynjólf Guðmundsson, bónda í Hlöðutúni í Stafholtstungum. Bændablaðið fékk góðfúslegt leyfi Magnúsar til að birta þessa frétt. Verð fyrir framleiðslurétt eða kvóta í mjólkurframleiðslu er í sögulegu hámarki um þessar mundir og myndu margir orða það þannig að það væri út úr kú, ef tekið er mið af því verði sem fæst fyrir mjólk í afurðastöðvunum. Orsakir þessa eru ýmsar og má glöggt sjá á spjallsíðum bænda að jafnvel menn í forystusveit stéttarinnar eru ekki á eitt sáttir um þessi mál. Sumir telja að nú sjái ungir menn í stéttinni sæng sína út breidda og selji meðan verðið er svo hátt, en aðrir segja einfaldlega: Hér er markaðurinn að tala sínu máli, þetta er fínt svona, líka fyrir bændur! Hvað sem því líður er verið að byggja upp stór fjós á nokkrum stöðum um landið sem krefjast þess að viðkomandi bændur þurfa að kaupa viðbótarkvóta á sama tíma og fáir vilja selja þeim hann. Einnig er talið að inn í greinina séu nú að koma fjárfestar sem hvergi koma nálægt búskap en vilja nú eignast jarðir með stórum kúabúum, það er einfaldlega "inn". Slíkir peningamenn, auk afurðastöðva og jafnvel banka, leggja fé til kvótakaupa hver sem betur getur. Þannig eru hæstu tölur sem heyrast um lítrann á mjólk þessa dagana tæpar 400 krónur eða 393 krónur (skv. spjallvef bænda). Þess má geta að bændur fá um 83 krónur fyrir lítrann þegar hann er lagður inn í afurðastöðvarnar. Margir telja að þessi mikli verðmunur leiði til þess að einhverjir bændur muni hverfa úr greininni, einfaldlega selja framleiðslurétt sinn, greiða upp skuldir og nýta fjós og önnur mannvirki til annarrar starfsemi. Hvað sem verðinu líður hlýtur að þurfa að óttast að einhverjir bændur, sem fengur væri í að stunduðu áfram búskap, verði ekki lengur viðloðandi greinina. Einn af yngri bændunum í Borgarfirði hefur einmitt tekið þá ákvörðun að selja kvóta sinn, greiða upp skuldir og snúa sér að öðru. Greiðir skuldir og á afgang Samkvæmt skrám Bændasamtakanna eru nú 866 aðilar skráðir fyrir greiðslumarki í mjólk en voru á sama tíma fyrir ári 902 talsins og 953 í ársbyrjun Það fækkar því hratt í stéttinni eins og tölurnar sýna. Einn af þeim bændum hér á Vesturlandi sem hefur nú ákveðið að selja kvóta sinn og hætta mjólkurbúskap er Brynjólfur Guðmundsson, bóndi í Hlöðutúni í Stafholtstungum. Hann er meðal yngri manna í stéttinni, einungis rétt rúmlega fertugur. Byggði hann nýtt fjós fyrir um fimm árum, hefur ræktað jörð sína af myndarskap og keypt kvóta sem alls nemur nú 130 þúsund lítrum. Aðspurður um ástæðu þess að hann hyggst nú selja kvótann sagði Brynjólfur í samtali við Skessuhorn: "Þegar verðið er komið allt upp í fimmfalda ársveltu fyrir framleiðsluna þá hlýtur maður að staldra við og hugsa sinn gang. Það er einfaldlega horfin öll rekstrarhyggja úr þessu. Ég reikna með að þetta verð sé ekki viðvarandi enda í sjálfu sér ekkert vit í því. Með því að selja kvótann núna get ég greitt upp allar mínar skuldir en átt samt jörðina sem eins konar lífeyrissjóð. Vissulega skulda ég nokkuð þar sem fjósið er einungis fimm ára gamalt og ég hef keypt þúsund lítra viðbótarkvóta til að geta nýtt það skynsamlega. Skuldirnar koma vissulega niður á afkomunni en samt sem áður er þetta enginn nauðungargjörningur, heldur framkvæmt að vel athuguðu máli í ljósi kvótaverðsins og þeirrar bindingar sem við losnum um leið undan." Brynjólfur segir að nú sé aðili að selja fyrir sig kvótann og gerir hann ráð fyrir að fá fyrir hann 350 krónur á lítrann þrátt fyrir að 30% hans sé þegar notaður á yfirstandandi verðlagsári. Hvað við tekur sagði Brynjólfur: "Ég hef í sjálfu sér engar áhyggjur af því. Er ungur enn og get vel hugsað mér að sýsla við ýmislegt. Byrja líklega á að breyta fjósinu til að geta nýtt það í annað og sný mér í framhaldi af því að annarri vinnu sem verður ekki eins bindandi." MM Jarðgöngin milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar Kalla á endurbætur á búnaði slökkviliðsins í Austurbyggð Í Austurbyggð (áður þéttbýlið á Fáskrúðsfirði og Stöðvarfirði) er nú unnið að því að koma upp betri aðstöðu slökkviliðsins á Fáskrúðsfirði og endurnýja á tækjabúnað þess. Það eru fyrst og fremst jarðgöngin, sem verið er að gera milli Fáskrúðsfjarðar og Reyðarfjarðar, sem kalla á þessar endurbætur. Sömuleiðis á sameining byggðarlaganna þátt í þessu. Steinþór Pétursson, sveitarstjóri Austurbyggðar, segir að slökkviliðið þurfi hentugri búnað en það hefur nú þegar umferð um göngin hefst. Hann segir slökkviliðið á Fáskrúðsfirði hafa verið á hálfgerðum hrakhólum með búnað sinn. Húsnæðið sem það hefur yfir að ráða er svo lítið að það rúmar ekki öll tæki og tól slökkviliðsins, úr því þurfi að bæta. Á fundi byggðarráðs Austurbyggðar fyrir skömmu var lagt til að við sameiningu slökkviliðanna verði ráðinn einn slökkviliðsstjóri og síðan varðstjóri á hvorum stað.

6 6 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Bændablaðið Málgagn bænda og landsbyggðar Bændur og kynning á landbúnaði meðal barna og unglinga Smátt og stórt Landbúnaðarháskóli Íslands Námsbrautarstjórar Skipaðir hafa verið námsbrautarstjórar við Landbúnaðarháskóla Íslands og er hlutverk þeirra að annast faglega umsjón námsbrautanna, stuðla að þróun þeirra og annast gæðastarf í samstarfi við deildarstjóra og aðstoðarrektor kennslumála. Námsbrautarstjórar eru eftirfarandi: Bændur þurfa að vera vakandi gagnvart því að kynna sig og sín verk gagnvart almenningi og þá ekki síst börnum og unglingum. Þetta helgast meðal annars af þeirri staðreynd að liðin er sú tíð að þéttbýlisbörn hópist út í sveit á sumrin. Tæknin í sveitum landins er orðin slík að það er ekki lengur sama þörf á vinnufólki á sumrin. Bændasamtök Íslands hafa um árabil leitt fræðslustarf meðal barna og unglinga, en á þeirra vegum heimsækja bændur tugi grunnskóla hvern vetur og bóndi í Húnavatnssýslu tekur árlega á móti um tvö þúsund krökkum sem dvelja í skólabúðunum á Reykjum. Þá eru ótaldir þeir bændur sem bjóða leik- og grunnskólum til sín á vorin. Alls eru fjórir bæir sem taka á móti leikskólabörnum og krökkum úr yngstu bekkjum grunnskóla, þrír fyrir sunnan og einn norðan heiða. Þeir eru Miðdalur og Grjóteyri í Kjós og Bjarteyjarsandur í Hvalfirði og Stóri-Dunhagi í Hörgárdal. Alls heimsóttu sveitina einstaklingar á höfuðborgarsvæðinu og tæplega 800 í Eyjafirði. Í heildina er því um að ræða um manns sem er mjög mikil aukning frá fyrra ári þegar manns heimsóttu sveitina. Fyrirtæki bænda og fyrirtæki nátengd þeim vinna einnig gott starf á þessum vettvangi, m.a. með kynningu á starfsemi sinni. Það getur skipt sköpum fyrir íslenskan landbúnað að hann sé vel kynntur meðal þeirra kynslóða sem erfa munu landið. Í skólastofum landsins sitja leiðtogar og neytendur framtíðarinnar. Verkefnið Dagur með bónda hófst árið 1999 og nú þegar hafa nokkrir skólar sett heimsókn bónda í 7. bekk sem fastan lið í skólanámsskrá og þar með sýnt mikinn áhuga og traust. Sem dæmi má nefna að frá hausti 2003 til vors 2004 hittu bændur um nemendur í tæplega 100 bekkjardeildum. Leiðarinn Miðað við þær undirtekir sem bændurnir hafa fengið má ætla að það sé raunhæft að bjóða skólum enn frekara samstarf, t.d. nemendur í 10. bekk. Verkefni af þessu tagi útheimtir raunar víðtækt samstarf aðila innan landbúnaðarins og er þá ekki síst horft til landbúnaðarskólanna. Dagur með bónda, sem Berglind Hilmarsdóttir, bóndi á Núpi III undir Eyjafjöllum, stýrir fyrir hönd BÍ er ákaflega lifandi og skemmtileg aðferð til að kynna landbúnað fyrir þeim sem litla eða enga þekkingu hafa á þessu sviði. Það er samdóma álit þeirra bænda sem að heimsóknum standa að bestur árangur í kynningu af þessu tagi náist með traustu sambandi við neytendur, í þessu tilfelli nemenda og kennara. Bændasamtökin fá reglulega umsagnir kennara sem hafa farið með nemendur sína á Tannstaðabakka, sem er skammt frá skólabúðunum að Reykjum. Þar hefur bóndanum og tónlistarmanninum Skúla Einarssyni tekist að kveikja áhuga fjölmargra nemenda á landbúnaði. Íslenskir bændur hafa með ýmsu móti ræktað almenningsálitið og þar eru skólabændur mikilvægur hlekkur. Því þarf að halda áfram lifandi og persónulegum tengslum við grunnskólana og í framhaldi af því kanna möguleika á einstökum eða reglulegum kynningum af svipuðu tagi á efri skólastigum, að háskólum meðtöldum. En miðað við hraða og breytingar í nútímasamfélagi er áríðandi að bændur séu fulltrúar þess sem er stöðugt og áreiðanlegt og í nánum tengslum við náttúru landsins og fólkið sem þar býr. Búnaðarþing hefur fjallað um samstarf bænda og skóla og ljóst að það er vilji þingsins að haldið verið áfram á þeirri braut sem búið er að marka. Undir þetta hefur t.d. Framleiðnisjóður tekið og aðstoðað við að kynna landbúnaðinn í skólum landsins. Félög og fyrirtæki bænda, hvar sem þau er að finna, þurfa að taka höndum saman við í fræðslumálunum. Það er hagsmunamál bænda að landbúnaðurinn sem heild vinni saman í þessum málaflokki. /ÁÞ. Háskólanám Búvísindabraut - Ríkharð Brynjólfsson. Landnýtingarbraut - Anna Guðrún Þórhallsdóttir. Umhverfisskipulagsbraut - Auður Sveinsdóttir. Diplomanám (30 einingar) á háskólastigi - Ólafur Melsted. Starfsmenntanám Blómaskreytingabraut - Júlíana Sveinsdóttir. Búfræðibraut - Sverrir Heiðar Júlíusson. Garð- og skógarplöntubraut - Guðríður Helgadóttir. Skrúðgarðyrkjubraut - Baldur Gunnlaugsson. Ylræktarbraut - Björn Gunnlaugsson. Í skógfræði á háskólastigi verður ekki skipaður brautarstjóri að sinni en umsjón þeirrar brautar verður í höndum kennslustjóra og aðstoðarrektors kennslumála. Sama gildir um starfsmenntabrautir í skógrækt og umhverfisfræði. Kaupir Kári Stefánsson hrossabúgarðinn á Ármóti? Sú saga gengur nú í Rangárþingi að Kári Stefánsson hjá Íslenskri erfðagreiningu ætli sér að kaupa jörðina Ármót en þar er einn allra glæsilegasti hestabúgarður landsins. Kári er mikill áhugamaður um hesta og hefur fjárfest í nokkrum af þekktustu hrossum landsins undanfarna mánuði og misseri. Reiknað er með að Ármót fari a.m.k. á 300 milljónir króna. Bændablaðið kemur út hálfsmánaðarlega. Því er dreift til allra bænda landsins og fjölmargra annarra er tengjast landbúnaði. Bændablaðinu er dreift ókeypis til þeirra er stunda búskap en þéttbýlisbúar geta gerst áskrifendur að blaðinu. Árgangurinn kostar kr en sjötugir og eldri greiða kr Bændablaðið, Bændahöll við Hagatorg, 107 Reykjavík. Sími: Fax: Kt: Ritstjóri: Áskell Þórisson (ábm.) Auglýsingastjóri: Eiríkur Helgason, blaðamaður: Sigurdór Sigurdórsson Netfang blaðsins (fréttir og annað efni) er bbl@bondi.is Netfang auglýsinga er augl@bondi.is Prentun: Prentsmiðja Morgunblaðsins Upplag: eintök Íslandspóstur annast dreifingu blaðsins að mestu leyti. ISSN Næsta blað Næsta blað kemur út 8. febrúar Frestur til að panta stærri auglýsingar er á hádegi miðvikudag fyrir útkomu. Smáauglýsingar þurfa að að berast í síðasta lagi fyrir fimmtudag fyrir útkomu. Búfjáreftirlitsgjald sett á í Rangárþingi eystra? Hjá Rangárþingi eystra er nú til skoðunar er að taka upp búfjáreftirlitsgjald fyrir haustheimsóknir til bænda sem ekki skila skýrslum um ásetning og fóður á réttum tíma. Jafnframt verður sett á gjald fyrir sérstakar aukaheimsóknir ef um vanhöld á búfé er að ræða. Reiknað er með að þetta geti orðið samræmt gjald í allri Rangárvallasýslu og jafnvel V-Skaftafellsýslu líka. Norðmenn eru ekki á leið í ESB Talið er afar ólíklegt að Evrópusambandsaðild verði tekin á dagskrá í Noregi á næstu árum. Ástæðan er ekki síst stjórnmálalandslagið í landinu en þrátt fyrir að tveir stærstu stjórnmálaflokkar Noregs, Verkamannaflokkurinn og Hægri flokkurinn, séu fylgjandi aðild þá eiga þeir ekki samleið í neinum öðrum stórum málaflokki. Því er talið útilokað að þeir myndi ríkisstjórn saman og fyrir vikið ekki í kortunum að mynduð verði ríkisstjórn í Noregi að óbreyttu sem sett gæti aðild að Evrópusambandinu á dagskrá enda allir hinir flokkarnir meira eða minna andsnúnir aðild. Þingkosningar verða í Noregi nú í ár en flestir virðast þó sammála um að Evrópumálin verði ekki eitt af aðalmálunum í kosningabaráttunni, þ.á.m. Kjell Magne Bondevik, forsætisráðherra landsins. Norskir Evrópusambandssinnar hafa raunar lýst því yfir að þeir muni ekki mæla með því að Norðmenn sæki um aðild að Evrópusambandinu í þriðja skiptið nema það sé nokkuð öruggt að hún verði samþykkt. Það yrði ekki gott fyrir þeirra málstað að þurfa að fara með þriðja nei-ið til Brussel, en eins og kunnugt er hafa Norðmenn tvisvar hafnað aðild að Evrópusambandinu í þjóðaratkvæði, 1972 og Raunar virðist það vera nokkuð almenn skoðun í Noregi að ekkert vit sé í að sækja um aðild að sambandinu að nýju nema það endi örugglega með aðild. Stuðningsmenn aðildar að Evrópusambandinu hafa yfirleitt verið í meirihluta í skoðanakönnunum upp á nokkur prósentustig í gegnum tíðina. Sjálfstæðissinnar hafa þó alltaf komist með reglulegu millibili í meirihluta inn á milli, síðast í ágúst sl. Hafa stjórnmálaskýrendur sagt í því sambandi að fylgi við aðild sé hvorki nógu mikið í Noregi nú né nógu stöðugt til þess að hægt sé að hugleiða nýjar aðildarviðræður af einhverri alvöru. Oft áður hafi verið mun meiri og stöðugari stuðningur við aðild en nú. Aðrir hafa bent á að í raun sé spurning hversu mikið skoðanakannanir, sem gerðar eru þegar engin sérstök barátta er í gangi á milli stuðningsmanna og andstæðinga Evrópusambandsaðildar, segi til um niðurstöðu hugsanlegrar þjóðaratkvæðagreiðslu um málið komi einhvern tímann til hennar. Í því sambandi hefur t.a.m. verið bent á það hvernig leikar fóru í Svíþjóð á síðasta ári þegar kosið var um það hvort taka ætti upp evruna þar í landi eða ekki. Þegar sænska ríkisstjórnin ákvað að setja málið í þjóðaratkvæði höfðu skoðanakannanir ítrekað sýnt að mikill meirihluti Svía styddi upptöku evrunnar. Síðan hófst barátta andstæðra fylkinga og niðurstaðan varð, eins og kunnugt er, að sænskir kjósendur höfnuðu evrunni með afgerandi hætti. Fleiri dæmi eru um slíka þróun mála. Það er því full ástæða til að fara varlega í það að draga of miklar ályktanir af skoðanakönnunum sem gerðar eru þegar ekki er virkilega verið að takast á um málið. Hjörtur J. Guðmundsson, stjórnarmaður í Heimssýn, hreyfingu sjálfstæðissinna í Evrópumálum Skíðaparadís í Tindfjöllum? Sveitarstjórn Rangárþings ytra ætlar að kanna það hvort hægt sé að koma upp skíðaparadís á Tindfjöllum en fjöllin þykja mjög ákjósanleg undir slíka starfsemi. Í því skyni hefur verið ákveðið að koma upp sjálfvirkri veðurathugunarstöð í fjöllunum áður en frekari ákvarðanir um skíðaparadísina verða teknar. Félagsmálaráðuneytið staðfestir sameiningu fjögurra sveitarfélaga Hinn 7. janúar sl. staðfesti félagsmálaráðuneytið sameiningu fjögurra sveitarfélaga í umdæmi sýslumannsins á Blönduósi. Sveitarfélögin sem sameinuðust eru Bólstaðarhlíðarhreppur, Sveinsstaðahreppur, Svínavatnshreppur og Torfalækjarhreppur en íbúar allra sveitarfélaganna samþykktu sameininguna í atkvæðagreiðslu sem fram fór 20. nóvember sl.

7 Þriðjudagur 25. janúar Bjórinn orðinn búvara Mælt af munni fram Bygg af ökrum Leirár í Leirársveit er notað í Þorrabjór frá Ölgerð Egils Skallagrímssonar. Eftir því sem best er vitað er þetta í fyrsta skipti sem bjór er framleiddur hér á landi úr íslensku byggi. Alls verður Þorrabjór með Leirárbyggi tappað á 45 þúsund flöskur. Jónatan Hermannson, tilraunastjóri á Korpu, sem manna mest hefur unnið að framgangi kornræktar á Íslandi, segir að nái íslenskt korn fullum þroska sé það jafn gott og korn af útlenskum ökrum. Sem dæmi má nefna að fljótþroska Skegla er afar svipuð náfrænkum sínum í Svíþjóð. Ásgeir Kristinsson á Leirá sagði að 600 kíló af byggi hefðu farið í Þorrabjórinn. "Þetta er tilraun og mjór er mikils vísir," sagði Ásgeir en auk íslenska byggsins var notað innflutt, maltað bygg. "Það skiptir bændur máli að hér er verið að nota fyrsta flokka íslenska afurð. Á þessu er enginn kvóti og hér gætu leynst möguleikar ef vel tekst til." "Það er gaman þegar eitthvað nýtt og óvænt skýtur upp kollinum," sagði Haraldur Benediktsson, formaður BÍ. "Nú er bjórinn orðinn að búvöru sem fáir áttu von á. Þetta gefur líka kornræktinni nýja vídd. Ef sala á þessum Þorrabjór gengur vel hljótum við að velta fyrir okkur næstu skrefum sem gætu verið að malta byggið hér heima. Víða erlendis má finna staðbundin, lítil brugghús og vel Í flestum löndum er bygg nú lítið notað til manneldis en samt hentar það ágætlega í margs konar matvæli. Telja má líklegt að hollustugildi byggsins muni stuðla að aukinni hagnýtingu þess í matvælaiðnaði. Í þessu sambandi eru trefjaefni byggsins sérstaklega athygliverð. Trefjaefnunum er skipt í óleysanleg trefjaefni og vatnsleysanleg trefjaefni. Óleysanlegu trefjaefnin stuðla að heilbrigði ristilsins en þau vatnsleysanlegu geta aftur á móti haft dempandi áhrif á blóðsykur og lækkað styrk kólesteróls í blóði. Meira er af vatnsleysanlegum trefjaefnum í byggi en hveiti svo hægt er að auka hollustu brauðvara með því að bæta í þær byggi. Einnig er athyglisvert að í byggi eru andoxunarefni sem veita vörn gegn skaðlegum áhrifum vissra efna í líkamanum. Margt er þó enn óljóst um magn andoxunarefna í hinum ýmsu korntegundum og hvaða áhrif þau hafa. Fjölmargir möguleikar eru á notkun byggs til manneldis eins og vikið verður að hér að neðan. Hin ýmsu byggyrki geta hentað misjafnlega eftir því um hvers konar hagnýtingu er að ræða. Bygg sem á að nota til bjórgerðar þarf að hafa aðra eiginleika en þegar um bakstur er að ræða. Trefjainnihaldið getur verið breytilegt og er svokallað nakið bygg einna trefjaríkast. Í Noregi og Kanada er unnið þróunarstarf til að auka nýtingu byggs til manneldis. Byggframleiðendur í Kanada standa fyrir heimasíðu ( með fjölbreyttum upplýsingum um bygg til manneldis. Brauðgerð Hægt er að nota bygg í talsverðum mæli við framleiðslu á brauðum og öðrum bökunarvörum. Á þessu sviði hefur byggið bæði kosti og galla. Kostirnir felast í hollustunni eins og greint var frá hér að framan. Þegar við blöndum byggmjöli saman við hveiti, aukum við trefjaefnainnihald blöndunnar og hollustu hennar. Bökunariðnaðurinn mun blanda byggi saman við hveitið þegar menn sjá sér hag í því og hollustuímyndin skilar aukinni sölu. Þetta er alveg óháð því hvort innlendir framleiðendur má vera að við getum gert eitthvað svipað." Ásgeir sagði að víða legðu ferðaþjónustufyrirtæki mikla áherslu á að geta boðið ferðafólki mat og drykk sem sannarlega ætti uppruna sinn á viðkomandi stað. Ásgeir segir það hafa verið á vettvangi Búhöldurs, félags í eigu Búnaðarfélags Hvalfjarðar, bænda sunnan Hvalfjarðar og sveitarfélaga á svæðinu, sem farið var að ræða þessa framleiðslu af alvöru. Félagið á og rekur sáningsvél, þreskivél og þurrkara ásamt ýmsu smálegu sem fylgir kornræktinni sem farið hefur vaxandi sunnan heiðar, sem og annars staðar á Vesturlandi. "Við komum saman á aðalfundi Yfir kaffibolla eftir fundinn þá heyrði ég að hópur manna var að ræða hvað gæti orðið um sláturhúsið við Laxá. Þar var því fleygt í gríni hvort það koma sinni vöru á framfæri. Erlend fyrirtæki bjóða brauðgerðunum tilbúnar lausnir, bæði mjöl og uppskriftir. Einnig er farið að vinna trefjaefnin úr byggi erlendis og selja til íblöndunar í hveiti. Til þess að íslenskt byggmjöl verði samkeppnishæft þarf það meðal annars að hafa svipaða eiginleika og erlent mjöl. Mjölið má ekki vera of grófmalað því þá eru vatnsbinding og fleiri eiginleikar með öðrum hætti en fyrir fínmalað mjöl. Þegar bygg er notað til brauðgerðar er helsti galli þess sá að minna er af glúteni en í hveiti. Glútenið myndar netbyggingu sem er nauðsynleg til að ná fram lyftingu brauða. Ekki er ráðlegt að nota meira en sem svarar 40% af byggmjöli í brauðuppskriftir. Í brauðvörur sem ekki byggja á lyftingu er hægt að nota hærra bygghlutfall. Takmarkað glúten í byggi hefur þó þann kost að sumir einstaklingar sem hafa glútenóþol geta borðað brauð úr byggi. Þótt bakstur úr byggi gangi vel í heimahúsum er ekki þar með sagt að sama uppskriftin gangi fyrir vinnslulínur brauðgerðanna. Deigið þarf að hafa ákveðna eiginleika þegar sjálfvirkar vélar fletja það út, skera og flytja á færiböndum. Bakararnir eru vanir tilbúnum lausnum og ef eitthvað fer úrskeiðis getur það kallað á mikla vinnu. Starfsmenn Matra gerðu nýlega tilraun með bakstur á flatkökum úr byggi og hveiti. Hlutfall byggmjöls var allt að 60% af mjölinu og afgangurinn hveiti. Deig úr þessari blöndu fór áfallalaust gegnum vinnslulínu í bakaríi og byggflatkökurnar voru mjög bragðgóðar. Ef til vill mætti stuðla að framleiðslu brauðvara úr byggi á landsbyggðinni og tengja vörurnar svæðinu og hollustu. Bruggun Maltað bygg er mikilvægasta hráefnið við bjórgerð. Framleiðsla á möltuðu byggi er nokkuð flókið ferli sem fer fram í stórum verksmiðjum, svokölluðum malthúsum. Miklar kröfur eru gerðar til byggsins sem notað er til möltunar. Tæknilega er mögulegt að nota bygg beint til bjórframleiðslu í stað maltaðs byggs en þá þarf að bæta í ensímum. Þetta er þó algjör undantekning og stóru brugghúsin nota maltað bygg. Um 5% af byggframleiðslunni í Evrópu eru notuð til framleiðslu á áfengum drykkjum. Þróunin hefur verið sú að bjórverksmiðjur verða stærri og stærri. Í alþjóðlegu samhengi eru íslenskar bjórverksmiðjur litlar einingar. Hugsanlegt er að hægt verði að nota íslenskt bygg að hluta á móti innfluttu byggi. Það ætti að vera áhugavert að tengja bjórinn Íslandi. Litlar framleiðslueiningar sem framleiða pilsner og bjór geta líka átt framtíð fyrir sér við hlið risanna, sérstaklega ef varan er tengd ákveðnu landsvæði. Framleiðsla af þessu tagi þarf að yfirstíga ýmis vandamál og afla þarf tilskilinna leyfa svo sem starfsleyfis. Ýmsir réttir Hægt er að nota bygg í fjölmarga rétti og unnin matvæli. Nefna má morgunkorn, grauta og súpur og bygg má nota í stað hrísgrjóna. Byggmjöl og bankabygg frá Eymundi Magnússyni í Vallanesi er til í mörgum verslunum. Það eru því ýmsir einstaklingar að nota bygg til matargerðar í heimahúsum. Eymundur hefur einnig markaðssett tilbúna rétti úr byggi. Markfæði Trefjaefnin í byggi skapa því jákvæða heilsuímynd. Því vaknar spurningin hvort hægt sé að kynna bygg sem heilsuvöru á sama hátt og mjólkuriðnaðurinn kynnir LGG+ og LH. Þessar mjólkurvörur eru taldar til markfæðis en það veitir ekki aðeins næringarefni heldur eflir einnig heilsu. Hvað sem þessum möguleikum líður er ljóst að bygg er það heilsusamleg fæða að ástæðulaust er að nota það ekki til manneldis. Þurrkunin er mikilvæg Þegar hugað er að notkun á byggi til matvælaframleiðslu er mikilvægt að það sé vel þurrkað og mygla nái ekki að þrífast í mjölinu. Ákveðnir myglusveppir geta myndað náttúrleg eiturefni sem eru skaðleg fólki og skepnum. Matvælaeftirlit víða um heim leggur mikið upp úr því að þessi efni séu ekki í matvælum. Myglueitur hafa lítið verið til skoðunar á innlendum vettvangi. Reyndar getur verið að kuldinn hamli myndun myglueiturs verulega meðan hans nýtur við. Ánægjulegt er að kornbændur hafa komið upp góðum búnaði til að þurrka byggið og fyrirhugaðar eru endurbætur á þessu sviði. Ólafur Reykdal Matvælarannsóknum Keldnaholti væri ekki sniðugt að brugga þar. Ég henti þessi orð á lofti og hafði samband við þá Ölgerðarmenn daginn eftir. Guðmund Már Magnússon, bruggmeistari hjá Ölgerðinni, skellti sér í heimsókn í sveitina nokkrum dögum síðar, kíkti á kornakrana og leist bara vel á. Hann var reiðubúinn að gera tilraun og nú er afraksturinn kominn í ljós og var tappað á flöskur sl. miðvikudag," segir Ásgeir. Hér eru þeir Haraldur Benediktsson, formaður BÍ, Ásgeir Kristinsson, Leirá og Guðmundur Már Magnússon, bruggmeistari Ölgerðar Egils Skallagrímssonar. Framhjá þeim á færiböndum renna þúsundir flaskna með Þorrabjór. Bygg til manneldis Kristján Eiríksson sendi þennan skemmtilega pistil á Leirinn fyrir skömmu:,,fjallkonuháttur eða a.m.k. sum afbrigði hans var á öldum áður nefndur Hakabragur og hefur Jón Samsonarson skrifað um þann brag lærða ritgerð í Véfréttir, afmælisrit sem fært var Vésteini Ólasyni fimmtugum. Hvað varðar vísurnar hér á eftir "um mikið magn af snjó" þá geta þær vart talist Hakabragur þó einn, tveir eða þrír hortittir séu í hverri vísu. Af þykkum snjó er mikið magn sem má nú sjá að af honum sé eitthvert gagn er af og frá. Já, nú er mikið magn af snjó og mæða slík að gárungunum gefst ei ró á Grenivík. En regnið kemur bráðum blautt þá byrjar þjór og landið verður aftur autt og enginn snjór. Þessir hortittir gefa vísunum reyndar ekkert skáldskapargildi enda það aðeins á færi snillinga eins og Stefáns Vagnssonar og Haralds Hjálmarssonar frá Kambi. Sem dæmi um Hakabrag tekur Jón Samsonarson meðal annars þessar vísur." Svei þér, Rauður, farðu veginn, faðir minn sagði. Rauður gaf sig ekki að því og drattaði suður eftir. Og Haki er sig herlegur mann, heldur á hatti sínum. Það kann verða annað ár að betri hattur fáist. Að landinu hraki Margar vísur í hakabrag flæddu inn á Leirinn. Stefán Vilhjálmsson sendi þennan pistil:,,alltaf þegar ekta leirburður er til umræðu dreg ég fram gamla og gulnaða úrklippu með eftirfarandi hendingum eftir óþekktan höfund. Þær birtust í blaði (Dagblaðinu eða Tímanum?) honum til háðungar. Greinilega ortar í bullandi kosningabaráttu." Alþýðuflokkinn allir þekkja, sem stjórna þarf á lóðinni. Á verðbólgunni mun hann klekkja, svo líki allri þjóðinni. Lóðin okkar landið er, með skuldafen að baki. Vaxtatölur sýna mér, að landinu okkar hraki. Gerið ekki grín að mér Guðbrandur Guðbrandsson sendi þennan pistil á Leirinn:,,Mér dettur í hug gömul "vísa" frá því á miðri síðustu öld, sem kveðin var í einhvers konar atvinnubótavinnu á Hofsósi af öllum stöðum, þar sem menn mokuðu skurð upp á gamla mátann með skóflum og hökum. Einhver ágreiningur mun hafa orðið ofan í skurðinum um vinnusiðfræði og þá kvað einn og lokaði umræðunni þar með: Gerið ekki grín að mér með gamla húfu og ljóta, ég gef mér þó tíma til að fara í mat og kaffi. Mér skilst að ekki hafi verið kveðið meira í þeim vinnuflokki þann daginn." Umsjón: Sigurdór Sigurdórsson

8 8 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Farmallinn sextugur á Íslandi Farmall - Búinu allt Árið 2005 er merkisár í tæknisögu landbúnaðarins að því leyti að þá eru liðin rétt 60 ár síðan ein frægasta dráttarvél allra tíma á Íslandi kom fyrst til landsins. Farmall A hét hún, og á sinn máta markaði hún upphaf fjölbreyttrar vélvæðingar hinna einstöku búa, en áður höfðu "samvinnuvélar" bænda, traktorarnir, unnið umtalsvert starf að jarðabótum með nýrækt. Hið nýja hlutverk véltækninnar lá í heiti þessarar forvitnilegu dráttarvélar: FARMALL - Búinu allt, svo snarað sé á gott íslenskt ungmennafélagsmál. Ekkert minna hét hún, en málvöndunarmenn sem Íslendingar voru þá sem nú kölluðu hana bara Farmal og beygðu nafnið í föllum, bættu við það greini eftir þörfum og skelltu í fleirtölu vandræðalaust, rétt eins og um væri að ræða gamalgróna íslenska orðið þumall. Þannig tóku bændur þessa rauðu og fjölhæfu vél í sátt frá fyrsta degi. Hún seldist í hundraðatali og varð tákn um framsýni og sóknarhug þeirra er keyptu. Og færri fengu en vildu því á þessari tíð var innflutt vara skömmtuð. Samkvæmt bók Árna G. Eylands, Búvélar og ræktun, munu 474 Farmall A dráttarvélar hafa verið fluttar til landsins á árunum , þar af 174 fyrsta árið. Þær komu því á nærfellt 12. hvert býli. Það er því síst að undra að Farmall A hefur orðið meira en einni kynslóð eins konar holdgervingur tæknibyltingar tuttugustu aldar og gangandi fulltrúi sveitarinnar eins og margir muna hana. Svo ekki sé hallað á aðra skal þess getið að nokkrir (13) jafnokar Farmals að lipurð og léttleika höfðu komið til landsins árið áður (1944); það voru gúmhjólaðar Allis Chalmers-dráttarvélar, en þær hurfu af ýmsum ástæðum í skugga Farmalsins sem fékkst ekki afgreiddur það árið. Farmall - fyrsta heimilisdráttarvélin Traktorarnir, sem þegar voru orðnir góðir kunningjar landsmann um þessar mundir, voru flestir hinir mestu hlunkar, háværir og engin léttavara í meðförum, gengu á járnhjólum enda einkum notaðir til þungra verka í tengslum við jarðvinnslu. Farmallinn mætti hins vegar á gúmmíhjólum frá fyrsta degi, virtist léttur og lipur og eiginlega til flestra verka hæfari en nýbrots og jarðvinnslu. Og reynslan tók fljótlega að safnast bændum: Farmallinn var einkar lipur til sláttar á hinum nýju túnasléttum sem voru nú að koma í gagnið hver af annarri. Farmallinn kom sér vel við heimakstur á heyi, hvort heldur var á vagni eða sleða. Farmallinn, búinn heyýtu, sópaði saman heyi nærri því jafnrösklega og gert mundi hafa kerling Sæmundar í Odda öldum fyrr. Farmallinn hentaði til kaupstaðarferða og annarra ferðalaga, komst fjórum sinnum hraðar en gangandi maður við góðar aðstæður, og fór vel á hestvagnabrautunum, sem víða voru komnar. Farmallinn, með dráttarslá, tengigötum og festingum, reimskífu og/eða tengidrifi, tók fagnandi við hinum ýmsu verkfærum, sem voru að koma til landsins, ekki síst sláttuvélum, forardælum og síðar heyblásurum. Farmallinn varð innlendum hugvitsmönnum freisting til frekari hönnunar og aðlögunar léttitækja og útbúnaðar, en að því verður komið síðar. Menn kunnu sér eiginlega ekki læti, margir hverjir, kepptust við að eignast Farmal og notuðu þá ótæpilega. Alhliða vélvæðing útiverka á almennum búum hafði hafið innreið sína, vélarheitið reyndist réttnefni, og Farmallinn kom sér vel því vinnuaflsskortur háði landbúnaðinum: Aðrar atvinnugreinar freistuðu meira og þær gátu boðið betri laun og reglulegri vinnutíma. Ætt og uppruni Farmallinn kom frá Chicago í BNA, var smíðaður í verksmiðjum International Harvester, sem þá var orðið stórveldi í búvélasmíðum. Rætur fyrirtækisins lágu ekki síst í starfi Cyrus Hall McCormick, sem gjarnan er minnst sem höfuðsmiðs kornskurðarvéla. Þótt Farmall A væri nýlunda hérlendis árið 1945 hafði hann komið á markað vestra árið FARMALL-hugmyndin átti þó mun lengri sögu. Árið 1916 er vitað að lögð voru drög að alhliða dráttarvél er gert gæti sem flest búverk að einmenningsiðju. Vinnuaflsskortur fyrra stríðsins knúði m.a. slíkar hugmyndir fram. Það var svo árið 1924 að verksmiðjurnar buðu völdum mörkuðum 200 handsmíðaða Farmala, skrifuðu þeir Klancher og félagar í bókinni Farm tractors (2003). Ekki lagði Farmallinn veröldina að fótum sér strax, enda braut gerð hans um margt í bága við traktorahefð þess tíma (t.d. IHC og Fordson). En áfram var haldið og 1930 sló dráttarvélin loks í gegn..."the Farmall set standard for the modern farm tractor and spawned a line of tractors that would dominate the industry for nearly four decades", skrifuðu Klancher og félagar. Farmallinn þótti einkar lipur í snúningum, og veitti ökumanni góða sýn yfir verkin. Vélin var hábyggð og með nástæðum framhjólum, sem komu sér afar vel í raðræktuðum jarðargróða, svo sem maís, baunum ofl., við sáningu, hreykingu, illgresiseyðingu og uppskeru. Farmallinn var því ekki að ófyrirsynju auglýstur undir slagorðunum "cultivision". Farmallinn öðlaðist miklar vinsældir í BNA og átti ríkan þátt í að leysa vinnuhestana frá störfum. Bændurnir hengdu hestaverkfæri sín aftan í Farmalinn, rétt eins og margir íslenskir starfsbræður þeirra gerðu mörgum árum seinna. En svo var það iðnhönnuðurinn Raymond Loewy sem undir lok fjórða áratugarins gaf Farmalnum nýtt útlit, og fram komu FARMALL A, B, C, H og M,..."timeless classics that are still a standard fixture on the American farm", skrifuðu Klancher og félagar. Farmall A var minnstur bræðranna, skilaði 16 hestöflum í drætti en 18 á reimskífu. Farmalarnir seldust í hundruðum þúsunda og mun Farmall H hafa selst best. Lestina rak svo FARMALL CUB, smíðaður með þarfir minni búa í huga og framleiddur allt til ársins Hann naut líka mikilla vinsælda hérlendis, enda búinn flestum kostum bræðra sinna utan aflinu sem var aðeins 8 hestöfl. Farmall í ýmsum hlutverkum Er Farmalarnir voru mættir til starfa í íslenskum sveitum leið ekki á löngu áður en bændur tóku að laga þá að þörfum sínum með ýmsum hætti. Misþægum og þolnum dráttarhestum var fljótlega gefið frí og hestaverkfærin spennt aftan í hinn nýja aflgjafa. Sá gat unnið hvíldarlaust á meðan ekillinn hélt sér vakandi. Hin hefðbundnu störf svo sem létt jarðvinnsla og sláttur lágu beint við. Snúnings- og rakstrarvélar komu til sögunnar og bæði einstaklingar og verkstæði ráku saman hey- og jarðvegsýtur á Farmalinn. Þá stækkuðu menn heyvagna sína og - sleða í samræmi við það ríkulega afl sem fengist hafði. Afköstin uxu og verkin léttust. En svo beittu menn Farmalnum líka til óhefðbundinna búverka. Skrifaranum er kunnugt um ungan mann sem datt það m.a. í hug að létta móður sinni kjöthökkun með því að taka hakkavél hennar (sem var nr. 10, að minnir mig) og hengja hana við tengidrif Farmalsins með hjálp tannhjóla og keðju af gömlu reiðhjóli sem til var á bænum. Á lulli hentaði þannig snúningshraði Farmalsins til þess að knýja hakkavélina: var þá bara að koma sér vel fyrir með kjötið og mata hakkavélina og hinum megin við hana beið síðan fars tilbúið til frekari vinnslu. Sami piltur hafði stundum þurft að dæla for úr vilpunni á bænum með handdælu, módelinu. Það þótti honum heldur leiðinlegt verk en nýttist þó tíminn við handdælinguna til þess að hugsa út hvernig beita mætti Farmalnum við það einnig. Og hann fann lausn: Hann tjakkaði Farmalinn upp að aftan þannig að annað hjólið gat súrrað rúnt. Við boltagat á felgu hjólsins festi hann eins konar hlaupastelpu sem leidd var í veltiarminn (handfangið) á forardælunni. Í hæfilegum gír lét nú Farmallinn dæluna ganga, í bókstaflegri merkingu, og hægt og bítandi fylltist foraráman. Á meðan lá piltur með strá í munni sólarmegin undir vilpuveggnum og naut hugvits síns í veðurblíðunni. Farmallinn vann verkið. Svo brugðu menn sér einnig til kirkju, á ball eða búnaðarfélagsfund á Farmalnum. Víst var hann stöðutákn bænda um hríð, eins og oft hefur orðið um tækninýjungar. Óneitanlega gat hins vegar orðið erfitt að ferðast um langvegu á Farmal eins og öðrum tækjum þar sem ekill sat óvarinn fyrir veðri og vindum. Dæmi voru því um að bændur smíðuðu eins konar ekilshús eða ekilsskýli á Farmala sína. Ekki munu þau öll hafa staðist fagurfræðilegar kröfur hvað þá öryggisstaðla er síðar komu fram, en mættu hins vegar þeirri frumkröfu að veita vörn fyrir veðrum. Og þannig urðu dæmin eflaust fleiri. Farmalar Búvélasafnsins Á Búvélasafninu á Hvanneyri er til sýnis uppgerður Farmall A, er kom til landsins fyrsta innflutningssumarið, Hann var í eigu hjónanna á Innri-Skeljabrekku í Andakíl, Kristínar og Jóns Gíslasonar. Þá á safnið tvo aðra í góðu standi: frá Glitstöðum í Norðurárdal og Kaðalstöðum í Stafholtstungum. Ýmis fylgiverkfæri eru til, svo sem sláttuvél, plógur, hey- og jarðýta, en hvort tveggja er íslensk smíð. Töluvert myndefni er til, einkum úr safni Verkfæranefndar ríkisins. Þá má nefna bækur og rit, þ.m.t. auglýsingabæklinga og leiðbeiningarit um meðferð og notkun Farmalsins og verkfæra með honum. Fleiri innlend söfn eiga ágæta Farmala í fórum sínum og fjöldi einstaklinga hefur gert upp dráttarvélar af þessari gerð. Ætla má að nokkri tugir uppgerðra Farmal A-véla séu til og að minnsta kosti annað eins sé til í bjarglegu standi í geymslum víða um land. Það segir sitt um vinsældir Farmalanna en ekki síður hve traustbyggðir og endingargóðir þeir hafa reynst, því fráleitt var þeim hlíft í notkun mörgum hverjum. Í safninu er einnig fallegt eintak af Farmal Cub, frá Ytri-Skeljabrekku í Andakíl, og nefna má að nýlega afhenti fjölskylda Friðjóns Árnasonar frá Melgerði í Lundarreykjadal, safninu Farmal H, þann eina sem mun hafa komið til landsins, en sú vél kom að Hvanneyri og var notuð þar um árabil. Innlendar Farmal-sögur óskast! Farmallinn tróð brautina fyrir aðrar tegundir heimilisdráttarvéla, svo nú varð ekki aftur snúið. Margt fylgdi hinni nýju tíð. Ýmsar sögur urðu til um sambýli gróins sveitalífs og þessa galdraverkfæris úr Vesturheimi. Búvélasafninu á Hvanneyri væri mikill fengur af slíkum frásögnum og því hvetjum við lesendur til þess að senda okkur Farmalsögur. Myndefni er líka vel þegið. Slíkt efni getur brugðið skemmtilegu ljósi á merkilega kafla í sögu íslenskrar verkmenningar. Efnið má senda til skrifarans á Hvanneyri, sem einnig hefur símann , og netfangið bjarnig@hvanneyri.is. Bjarni Guðmundsson, Hvanneyri Farmall A eins og hann var auglýstur bændum á 5. áratug síðustu aldar. Eggert bóndi Ólafsson á Þorvaldseyri ýtir saman nýslegnu heyi með Farmal sínum á 6. áratug síðustu aldar. (Myndasafn Verkfæranefndar/Búvélasafnið)

9 Þriðjudagur 25. janúar Lokaátak í vatnsveitumálum kúa- og ferðaþjónustubænda Dótturfélag SS sameinast Reykjagarði Sláturfélag Suðurlands svf. hefur sameinað dótturfélag sitt SS Eignir ehf. Reykjagarði hf. sem m.a. rekur kjúklingasláturhús og kjötvinnslu á Hellu. Samhliða sameiningunni er hlutafé Reykjagarðs aukið og er að því loknu 195,7 milljónir króna. Eftir aukningu hlutafjár á Sláturfélagið 51% hlutafjár í Reykjagarði. Um síðustu áramót rann út frestur mjólkur- og ferðaþjónustubænda til að skila inn umsókn um starfsleyfi fyrir vatnsveitur sínar. Segja má að hér sé um að ræða hluta lokaátaks vegna gæðamála vatnsveitna matvælaframleiðanda og þeirra sem selja mat. Árið 2001 var sett reglugerð um að þessir aðilar verði að sækja um starfsleyfi fyrir vatnsveitur sínar. Heilbrigðisfulltrúar á hverjum stað framkvæma úttekt á vatnsbólunum áður en starfsleyfi er veitt og heilbrigðisnefndir viðkomandi sveitarfélaga veita síðan þeim vatnsveitum, sem standast kröfur, starfsleyfi í samræmi við neysluvatnsreglugerð og lög um matvæli. Birgir Þórðarson hjá Heilbrigðiseftirliti Suðurlands sagði að allnokkuð væri um það að bændur væru með sínar eigin vatnsveitur og að ástand þeirra flestra væri nú orðið nokkuð gott og því lítið sem gera þurfi til að fá starfsleyfi fyrir þær. Víða eru komnar vatnsveitur fyrir heilu hreppana og þær væru í góðu standi. Mikill áhugi er fyrir því að koma slíkum veitum á sem víðast því þær eru öruggari en heimaveiturnar. Það er Sigrún Guðmundsdóttir, heilbrigðisfulltrúi og mjólkurfræðingur, sem hefur umsjón með þessu verkefni Heilbrigðiseftirlits Suðurlands. GRANATEPLI OG APPELSÍNA Fegurðin kemur innan frá Nú á dögum erum við almennt meðvituð um heilsusamlegt líferni og þær náttúruafurðir sem löngum hafa verið nýttar til heilsueflingar. Dæmi um þetta er Aloe Vera plantan, eyðimerkurliljan, sem inniheldur yfir 100 virk efni sem geta verið mikilvæg fyrir heilsu og útlit. Njótið endurnærandi ferskleika MS Aloe Vera jógúrtar og jógúrtdrykkjar sem veita vellíðan og stuðla að innra jafnvægi. Aloe Vera gefandi jógúrt Himinn og haf / SÍA

10 10 Þriðjudagur 25. janúar 2005 SKATTAMÁL Reiknað endurgjald Ríkisskattstjóri hefur gefið út reglur um reiknað endurgjald fyrir árið 2005 og eru þær eftirfarandi: Sauðfjárbóndi; árslaun kr. eða kr. á mánuði. Kúabóndi; árslaun kr. eða kr. á mánuði. Ábyrgðartryggingar vegna ferðaþjónustu bænda Aðrir bændur; kr. eða kr. á mánuði. Hve mikið á sauðfjárbóndi, sem hefur 400 fjár eða fleiri á fóðrum, að skila mánaðarlega í ríkiskassann? Staðgreiðsla skatta er 37,73% af launum. Draga má frá launum lífeyrissjóðsiðgjald sem er 4% af launum. Tryggingargjald er hins vegar 5,73% af launum og mótframlagi í lífeyrissjóð. Þar sem bændur greiða ekki mótframlagið almennt séð er það ekki tekið með í þessum útreikningum. Sauðfjárbóndi skal reikna sér kr. í laun á mánuð. Reiknaður skattur er kr og persónuafsláttur er kr. Staðgreiðsla verður þá kr. og tryggingargjald kr. Samtals setur hann á seðilinn "Staðgreiðsla opinberra gjalda og skilagrein vegna launagreiðslna" kr. sem hann á að greiða. Ef makinn vinnur einnig við búið hækka þessar tölur og sama er að segja ef hann greiðir laun. Sé færra á fóðrum lækkar reiknað endurgjald hlutfallslega. Hve mikið á kúabóndi að skila mánaðarlega sem fyrirframgreidda skatta? Kúabóndi skal reikna sér kr. í laun á mánuð. Reiknaður skattur er kr. og persónuafsláttur er kr. Staðgreiðsla verður þá kr. og tryggingargjald kr. Samtals setur hann á seðilinn "Staðgreiðsla opinberra gjalda og skilagrein vegna launagreiðslna" kr sem hann á að greiða. Ef makinn vinnur einnig við búið hækka þessar tölur og sama er að segja ef hann greiðir laun. Af vef RSK má lesa eftirfarandi: "Þegar hjón eða samskattað sambúðarfólk standa saman að atvinnurekstri eða sjálfstæðri starfsemi skal hvort hjóna um sig ákvarða sér reiknað endurgjald í samræmi við reglur þessar og skiptist rekstrarhagnaður milli þeirra í hlutfalli við reiknað endurgjald þeirra. Vinni það hjóna, sem ekki stendur fyrir atvinnurekstrinum, með maka sínum skal meta því reiknað endurgjald eins og það hafi verið unnið af óskyldum eða ótengdum aðila og telst rekstrarhagnaður þá vera tekjur þess sem stendur fyrir atvinnurekstrinum." "Skattstjóra er heimilt að fallast á að reiknað endurgjald sé lægra en viðmiðunarfjárhæðir fjármálaráðherra kveða á um ef rökstuðningur og gögn framteljanda og eftir atvikum þess lögaðila, sem hann tekur eða á að taka laun hjá, réttlæta slíka ákvörðun." Lækka má reiknuðu endurgjaldi ef tap á rekstrinum verður meira en almennar fyrningar ársins. Elli- eða örorkulífeyrisþegar geta ekki myndað tap með reiknuðum launum. Bændum skal einnig bent á að vefskil er þægileg leið fyrir þá sem eru með þokkalega nettengingu. Sjá nánar á RSK.is. Ketill A. Hannesson, ráðgjafi á hagfræðisviði B.Í. Ábyrgðartrygging er vátrygging gegn skaðabótaábyrgð sem vátryggður kann að baka sér gagnvart þriðja manni vegna atvika sem hafa tjón í för með sér og hann ber ábyrgð á. Sumar ábyrgðatryggingar eru lögboðnar svo sem ábyrgðartrygging bifreiða og annarra skráningarskyldra ökutækja. Aðrar ábyrgðartryggingar er mönnum frjálst að kaupa hjá vátryggingafélagi. Meðal þeirra er hin svokallaða almenna ábyrgðartrygging sem atvinnurekendur fyrst og fremst taka til að vátryggja sig gegn bótakröfum sem á þá kunna að falla í sambandi við atvinnurekstur. Mjög mikilvægt er fyrir rekstraraðila að huga að ábyrgðartryggingum gegn skaðabótakröfum vegna tjóns af einhverju tagi sem þeir kunna að valda utanaðkomandi aðilum. Skiptir þá í raun ekki máli hvort aðilar eru með reksturinn á eigin nafni eða í formi sameignar- eða hlutafélags. Þar sem skaðabótaábyrgð er oft flókið lögfræðilegt úrlausnarefni, ber vátryggðum að leita samráðs við sitt tryggingafélag um réttarstöðu sína, ef hann er krafinn skaðabóta vegna tjóns, sem hann er talinn eiga sök á. Þrír flokkar Bændum í ferðaþjónustu má í raun skipta í þrennt: Í fyrsta lagi þá sem eru með hefðbundinn búskap og bjóða upp á gistingu á bæjum sínum. Í öðru lagi bændur sem, auk hefðbundins búskaps, bjóða upp á gistingu og hestaferðir og í þriðja lagi bændur sem eru hættir öllum búskap og hafa breytt húsakostum þínum og þjónustuháttum til að geta boðið eingöngu upp á þjónustu við ferðamenn. Sem dæmi um þá þjónustu sem þeir síðastnefndu bjóða upp á eru, auk gistingar, golf, veiði, hestaferðir, heitir pottar og veitingastaður með rekstri þar sem bæði er boðið upp á morgunmat og kvöldverð. Samsett trygging Þeir bændur sem falla undir fyrstu tvo flokkana eru oftast með ákveðna samsetta tryggingu, sem inniheldur m.a. ábyrgðartryggingu, fyrir hefðbundinn búskap (landbúnaðartrygging). Mikilvægt er að bændur átti sig á því að þessi ábyrgðartrygging nær ekki til þeirrar ferðaþjónustu sem þeir bjóða upp á. Í því sambandi skal hér bent á tvö dæmi: 1. Bóndi gleymir að loka hliði á landareign sinni með þeim afleiðingum að hestur í hans eigu sleppur út og veldur tjóni á eigum þriðja aðila. Slíkt tjón fengist bætt úr ábyrgðartryggingu bóndans. 2. Sami bóndi fer sem leiðsögumaður með ferðamenn, sem eru með öllu óvanir hestum, í útreiðartúr. Einn hesturinn reynist alltof viljugur og tekur skyndilega á rás með þeim afleiðingum að knapinn dettur af baki og slasast. Hefðbundin ábyrgðartrygging bóndans myndi ekki ná yfir þetta slys og hann gæti því þurft að borga úr eigin vasa skaðabætur sem geta hlaupið á mörgum milljónum króna og gæti slíkt reynst honum þungt í skauti. Það skiptir því miklu fyrir þessa bændur að vera með sérstakar ábyrgðartryggingar fyrir ferðaþjónustuna þar sem starfsemin er tryggð sérstaklega, þ.e. ábyrgðartrygging vegna hestaferða. Slíkt er ekki síður mikilvægt fyrir viðskiptavini þeirra því mikilvægt er að þeir geti treyst því að fá tjón sitt að fullu bætt sem aðrir valda þeim. Að sama skapi þurfa bændur að vera með ábyrgðartryggingu vegna gistirýmisins sem þeir bjóða upp á þar sem þeir gætu hugsanlega orðið skaðabótaskyldur vegna tjóns sem rekja mætti til vanbúnaðar í gistirýminu. Þeir bændur sem hafa alfarið snúið sér að ferðaþjónustu og eru þ.a.l. hættir öllum búskap þurfa eðli máls samkvæmt ekki að vera með hefðbundna ábyrgðartryggingu bænda. Þeir þurfa á hinn bóginn að vera með ábyrgðartryggingu sem nær yfir alla þá þjónustu sem þeir bjóða upp á fyrir ferðamenn. Mikilvægt er að öll starfsemin sé tilgreind í tryggingunni. Sem dæmi má nefna ferðaþjónustubónda sem býður upp á alhliða ferðaþjónustu, þ.m.t. veitingarekstur. Hann myndi tilgreina í vátryggingaskírteinið alla þá þjónustu sem hann býður viðskiptavinum sínum upp á, t.d. heita pottinn, golfvöllinn, dansstaðinn/kránna, hestaferðirnar og að sjálfsögðu húseignina sem hann hýsir ferðamennina í. Bótaskylda Mönnum er sjálfsagt enn í fersku minni þegar þakið rifnaði af Hótel Skaftafelli, Freysnesi, í einni vindhviðunni þegar óveður geysaði þar í september sl. Mildi þótti að enginn þeirra fjömörgu gesta er þar voru slasaðist. Þessi atburður vakti upp spurningar um hugsanlega bótaskyldu rekstraraðila eða eiganda hótelsins ef slys hefði orðið á gestum. Ekki ætla ég að leggja mat á bótaskyldu vegna þessa tiltekna atburðar, en til þess að aðili geti orðið bótaskyldur vegna samskonar aðstæðna þarf að vera hægt að sýna fram á að húseign hans hafi að einhverju leyti verið vanbúinn, t.d. að hægt hafi verið að rekja slysið til vanrækslu á viðhaldi húseignarinnar. Með öðrum orðum, það að þak rifni af húsi í óveðri með þeim afleiðingum að gestir í húsinu slasist, leiðir ekki eitt og sér sjálfkrafa til bótaskyldu eiganda eða rekstraraðila viðkomandi húseignar. Endurskoða brunabótamat Meðal annarra trygginga sem ferðaþjónustubændur þurfa sérstaklega að huga að má fyrst nefna lögboðna brunatryggingu fasteigna. Oft eru bændur búnir að leggja út í töluverðan kostnað með því að breyta húsakosti sínum til að þjónusta ferðamenn. Með þessum breytingum eru þeir oft að auka verðmæti húseigna sinna. Er því ákaflega mikilvægt og þeim jafnframt skylt að hafa frumkvæði að því láta endurskoða brunabótamat eigna sinna ef þeir hafa farið út í fyrrnefndar framkvæmdir. Þarf heldur ekki að fara mörgum orðum um hversu bagalegt það getur orðið fyrir bændur ef t.d. kveiknar í húsi þeirra og eignin er ekki nægilega vel vátryggð. Rekstrarstöðvunartrygging Þá má einnig nefna rekstrarstöðvunartryggingu. Hún bætir fjárhagslegt tjón vátryggðs vegna stöðvunar á rekstri í kjölfar bruna- vatns- og innbrotstjóns. Rekstrarstöðvunartryggingin er reiknuð út samkvæmt rekstrarreikningi fyrirtækis og skal uppfæra tryggingu a.m.k. einu sinni á ári miðað við nýjan rekstrarreikning. Bændur í ferðaþjónustu eru oft búnir að gera skuldbindingar fram í tímann, þ.e. búið er að panta gistingu og ferðir hjá þeim langt fram í tímann og bændur eru því búnir að gera viðeigandi ráðstafanir með tilheyrandi kostnaði. Það er því oft mikið lagt undir og þeir mega illa við því að reksturinn stöðvist í einhvern tíma og geta orðið fyrir verulegu fjárhagslegu tjóni ef þeir eru ekki tryggðir fyrir slíku rekstrartapi. Vátryggingar skipa mikilvægan sess í tvinnurekstri. Með þessari umfjöllun hér að framan er ekki verið að leggja neitt mat á það hvort bændur í ferðaþjónustu hugi almennt séð nægilega vel að vátryggingum í sínum rekstri, heldur er með henni fyrst og fremst verið að benda á mikilvægi vátrygginga vegna ýmissa áhættuþátta í rekstrinum. Höfundurinn er Sigurður B. Halldórsson, hdl. og starfsmaður VÍS. Þessi grein birtist í blaðinu fyrir jól. Vegna mistaka við uppsetningu greinarinnar er hún endurbirt. Blaðið biðist velvirðingar á mistökunum. Millifyrirsagnir eru blaðsins.

11 Þriðjudagur 25. janúar Kjarnfóður mun dýrara en í Danmörku Landssamband kúabænda hefur gert úttekt á kjarnfóðurverði hér á landi og erlendis. Fram kemur m.a. í gögnum LK að verðmunur hér og á hinum Norðurlöndunum er gríðarlega mikill og er kjarnfóður til að mynda meira en helmingi ódýrara í Danmörku en á Íslandi. Verðþróun hérlendis hefur verið töluvert önnur en í nágrannalöndunum. Umræða um hátt kjarnfóðurverð hér á landi hefur verið hávær meðal bænda undanfarið. Sem dæmi má nefna að kjarnfóður fyrir mjólkurkýr kostar að jafnaði meira en 30 krónur kílóið. Kjarnfóðurkostnaður vigtar um það bil 10% í rekstri kúabúa. Á vef LK segir að finna verði leiðir til að lækka kjarnfóðurkostnaðinn vegna þess hve þungt kjarnfóður vegur í rekstri kúabúa. Kjarnfóður um 50% af rekstrarkostnaði svína- og kjúklingabúa Flutningskostnaður á kjarnfóðri hefur hækkað mikið -segir Eyjólfur Sigurðsson framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar Hátt kjarnfóðurverð bitnar einna harðast á svínaræktendum. Rúmlega 40% af tekjum svínabúanna fara í að kaupa kjarnfóður. Þarna er því um að ræða gríðarlega mikið hagsmunamál fyrir svínaræktendur að sögn Ingva Stefánssonar, formanns Svínaræktarfélags Íslands. Hann segist hafa fengið þær skýringar á háu kjarnfóðurverði að flutningskostnaður hafi aukist. Það sé vegna þess að ekki er hægt að nýta skipin til baka með flutningi á fiskimjöli eins og gert var. Sömuleiðis hafi eftirlitskostnaður aukist, það er að segja sýnataka úr fóðri til þess að ganga úr skugga um að ekki sé salmonellu eða aðra sjúkdóma að finna í fóðrinu.,,ég vil hins vegar taka það skýrt fram að við teljum okkur engan veginn hafa fengið fullnægjandi skýringar á fóðurverðinu," sagði Ingvi Stefánsson. Hann segist vita til þess að einhverjir svínabændur hafi aflað sér tilboða í að kaupa heila skipsfarma erlendis frá til þess að ná niður fóðurkostnaði. Matthías H. Guðmundsson, formaður Félags kjúklingabænda, segir kjarnfóður vega mjög þungt í rekstrarkostnaði kjúklingabúa. Sem hlutfall af heildar rekstrarkostnaði er kjarnfóðurkostnaður um það bil 50%. Hann segir þetta vera langstærsta kostnaðarliðinn hjá búunum.,,ég hef leitað eftir skýringum hjá fóðurinnflytjendum á þessu háa verði og fengið þau svör að flutningskostnaður hafi aukist mjög mikið því erfitt sé að fá lausafarms flutningaskip. Uppistaðan í kjúklingafóðri er maís eða korn sem að mestu leyti er keypt frá Bandaríkjunum og þar lækkaði verð á maís í haust auk þess sem dollarinn hefur lækkað niður í sögulegt lágmark. Síðan í desember 2003 hefur verð á kjarnfóðri hækkað um 23% en gekk nýlega til baka um 3%. Eftir stendur því 20% hækkun sem var gerð 2003 meðal annars vegna hás gengis dollarans og hversu hátt verð er á fóðrinu. Nú hefur verðið ytra lækkað niður í það sem eðlilegt er. Gengið hefur lækkað og þess vegna þykir okkur undarlegt að fóðrið skuli ekki lækka hér á landi og ekki síst vegna þess að flutningskostnaður á fóðri, sem kostar u.þ.b. 38 krónur kílóið, er um 5 krónur á kílóið," sagði Matthías. Hann segir að í undirbúningi sé fundur hjá forystumönnum þeirra búgreina sem nota mest af kjarnfóðri. Menn geti ekki sætt sig við þær skýringar sem gefnar eru á hinu háa verði. Eyjólfur Sigurðsson, framkvæmdastjóri Fóðurblöndunnar, segir ástæðuna fyrir því að verð á kjarnfóðri hér á landi er allt að helmingi hærra en í Danmörku vera flutningskostnaðinn og dýrara hráefni sem liggur í óskum bænda um að notað sé fiskimjöl í fóðrið til að bæta gæðin á fóðrinu. Bændum stendur til boða sambærilegt ódýrt fóður eins og selt er í Danmörku en þeir nota það einungis til eldis hér á landi. Flutningskostnaðurinn hefur hækkað mikið á síðustu misserum og Íslendingar þurfa að flytja mest af sínum hráefnum til fóðurframleiðslu frá Bandaríkjunum og Evrópu en Danir rækta megnið af sínum hráefnum. Þá segir hann að samkvæmt reglum Evrópusambandsins megi skip sem flytja fóður innan sambandsins ekki flytja fiskimjöl héðan. Það verði að líða 6 mánuðir frá því skip sem flutt hefur fiskimjöl má flytja fóður. Þetta geri það að verkum að skipin fari hugsanlega tóm héðan sem geri flutninginn mun dýrari en ella. Í júlí í fyrra var sett á öryggisgjald vegna hafnarverndar skipa í Reykjavíkurhöfn sem er vel á annað hundrað þúsund krónur fyrir skip. Þá hefur aukist kostnaður vegna reglugerða sem koma frá Evrópusambandinu og vegna eftirlits. Í lok árs 2003 varð mikil verðhækkun erlendis á hráefnum eða um 40-50% en þar á undan var verð í lágmarki. Verðið á kjarnfóðri hér á landi hækkaði um 23% en hefur síðan lækkað um 6% aftur og mun halda áfram að lækka í takt við lækkun á kostnaði við hráefni. Eyjólfur segir að þessi verðhækkun erlendis hafi gengið til baka að hluta og gengi erlendra gjaldmiðla lækkað en flutningsgjöldin aftur á móti hækkað. Flutningsgjöld frá Bandaríkjunum hafi þrefaldast og flutningsgjöld frá Evrópu séu enn að hækka. Þá hafa flutningsgjöld frá kornframleiðendum í Bandaríkjunum til hafnar líka hækkað mikið. Eyjólfur segir að hækkun flutningsgjalda hafi étið upp hluta af lækkun dollarans og þá lækkun sem varð á maís í Bandaríkjunum síðastliðið haust vegna uppskerubata.

12 12 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Fjölgun refa og minka Fjölgun í refastofninum hefur verið nokkuð stöðug síðan 1980 Fjölmargir bændur og veiðimenn sem Bændablaðið hefur rætt við halda því ákveðið fram að bæði ref og mink hafi fjölgað hér á landi og þá ekki síst refnum. Menn benda á að refurinn sé orðinn afar ágengur við híbýli fólks víða á landinu, jafnvel að hann sé farinn að sækja að sumarhúsabyggð, tjaldstæðum og öðrum svæðum ferðamanna. Bændur á Suðurlandi sem rækta skóg segja að í fyrstu hafi mófuglar verið í skógunum. Nú sjást þeir varla en menn mæta refum á ferð um skógsvæði sín. Ýmsu er kennt um fjölgun á ref. Hlýrri vetur undanfarin ár hafi verið honum hagstæðir, hætt er að greiða fyrir refaveiðar á hálendinu, friðland refsins á Hornströndum og síðast en ekki síst sá samdráttur sem orðið hefur á fjárframlögum frá ríki til sveitarfélaga til að greiða fyrir refa- og minkaveiðar. Áki Ármann Jónsson, forstöðumaður veiðistjórnunarsviðs Umhverfisstofnunar, segir að samkvæmt rannsóknum Páls Hersteinssonar þá hafi fjölgun í refastofninum almennt verið nokkuð stöðug síðan upp úr Fjölgunin byrjaði reyndar fyrr á vestanverðu landinu og seinna á austanverðu landinu. Engar stofnstærðartölur eru til fyrir minkinn en nefndar hafa verið tölur á bilinu sem heildardýrafjöldi. Ef veiðiálag hefur verið stöðugt frá 1957 má gera ráð fyrir Lágfóta lúrir í makindum á Hornströndum. að stofnstærð hans hafi þrefaldast eða fjórfaldast á því tímabili. Áki Ármann var spurður hvort friðun refs á Hornströndum eigi þátt í fjölgun refs á landinu vestanverðu?,,þetta er lítið þekkt en fjölgun refs (aukning í veiði) í nágrenni Hornstranda hefur ekki verið meiri en annars staðar á landinu," segir Áki Ármann. Hann segir það óþekkt hvaða áhrif það hafi haft á refastofninn þegar hætt var að greiða mönnum fyrir refaveiðar á hálendinu. Núverandi fjölgun hafi byrjað mun fyrr en sú ráðstöfun var gerð. Aðspurður um áhrif þess á veiðarnar að ríkið lækkaði framlag sitt til sveitarfélaganna til að greiða fyrir veiðarnar segir Áki Ármann að aukning hafi orðið í refaveiðum úr í á milli ára en samdráttur hafi orðið í minkaveiðum úr í Seinni tölurnar, fyrir árið 2004, eiga eitthvað eftir að hækka. Þvottur og sótthreinsun gróðurhúsa Þrif og sótthreinsun gróðurhúsa er nauðsynleg leið til að minnka hættuna á sjúkdómum, gerlum og meindýrum á nýjum plöntum. Best er að þvo og sótthreinsa strax eftir að gömlu plöntunum hefur verið hent út. Þó er ráðlegt ef um skæða sjúkdóma eða meindýr er að ræða að sótthreinsa með formalíni áður en hent er út því sjúkdómarnir eða meindýrin geta borist yfir í aðrar garðyrkjustöðvar þegar gömlu plönturnar eru fjarlægðar. Tveimur til þremur dögum fyrir svælinguna er hitinn hækkaður í húsinu (gjarnan í um 30 C), til að hugsanleg egg meindýra klekist frekar út. Æskilegt er að rakastigið sé ekki undir 70% og hitastig um 20 C. Lofta skal vel áður en farið er að vinna í húsinu. 1) Hendið gömlu plöntunum út og gangið þannig frá þeim að þær séu ekki smitberar í næstu ræktun né til nálægra gróðurhúsa. 2) Þvoið allt gróðurhúsið að innan með grænsápu og þrífið hana síðan af með háþrýstidælu. Aðeins ef þrifin eru í lagi verður sótthreinsunin sem fram fer á eftir góð. Gleymið ekki að þrífa glerið að utan líka til að auka inngeislunina. 3) Þrífið dropapinna og slöngur en slöngurnar og pinnarnir ættu ekki að fá að þorna því þá festast óhreinindin á þeim. Skolið slöngurnar fyrir og eftir meðhöndlun. Sama á við um stofn- og fæðuslöngur. 4) Ef ólífræn efni eru vandamál ætti að nota 2% saltpéturssýru (2 lítrar í 100 lítra), ph 2: látið þetta standa á í nokkrar stundir (Elektróður fyrir ph og leiðni þola ekki sýruna og þarf því að fjarlægja þær áður). 5) Ef um lífræn efni er að ræða ætti að nota 5% lausn af Vetnisperoxíði eða 3% natriumhypokloríð (sumir dropaventlar þola ekki klór). 6) Dropapinnar: Gegn veirum ætti að leggja pinnana í 4-5% lausn af saltpéturssýru en gegn sveppasjúkdómum í 10% lausn af formalíni. 7) Ef sótthreinsa á gólf hússins er rétt að úða með 2% formalínlausn, 400 lítrar á 1000m2. 8) Að lokum er húsið sótthreinsað með 20 lítrum af formalín 35% á 1000m2 með kaldþoku. Ef ekki er til kaldþokutæki má nota kalíumpermanganat og formalín. Til að sótthreinsunin takist vel er best að halda hitastiginu í 20 C fyrir og eftir meðhöndlun, rakastiginu yfir 70% og lokuðum gluggum. Síðan er loftað út næsta dag og að lágmarki í 10 daga ef hitastig er 10 C. Magnús Á. Ágústsson VOLVO S40 VOLVO V50 VOLVO S60 VOLVO V70 VOLVO S80 VOLVO XC70 AWD VOLVO XC90 AWD Lifðu í öryggi. þú velur Volvo XC90 BRIMBORG / GCI ALMANNATENGSL - GREY COMMUNICATIONS INTERNATIONAL Tækni Volvo XC90 hrífur alla sem henni kynnast. Slík afburðatækni hefur ekki áður sést í jeppum. Áratuga reynslu og flókna stærðfræði þarf til að hanna öruggan lúxus sportjeppa eins og Volvo XC90. Fjórhjóladrifið er sjálfvirkt og eitt hið fullkomnasta sem til er. Skoðaðu eiginleika Volvo XC90 af nákvæmni. Þyngdarpunktur jeppa er hærri en fólksbíla. Of hár þyngdarpunktur dregur úr öryggi og aksturseiginleikum. Hönnuðir Volvo fundu snilldarleið til að lækka þyngdarpunktinn. En þar sem öryggi farþega er Volvo efst í huga létu hönnuðirnir ekki þar við sitja því að auki bættu þeir við tveimur nýjum tækniuppfinningum: nýja stöðugleikastýrikerfinu DSTC og ROPS veltivörninni. DSTC leiðréttir mistök í akstri en ROPS síreiknar líkur á veltu og bregst við ef þurfa þykir. Rúsínan í pylsuendanum er sérstyrkt Boronstálið í burðarvirki yfirbyggingarinnar, sem er 5 sinnum sterkara en venjulegt stál, og þolir meira en 30 tonna álag. Volvo XC90 er eini jeppinn í heiminum með Boronstáli. Útkoman er hámarksöryggi í Volvo XC90, sem veitir honum algera sérstöðu í samkeppni um öryggi bíla. Gefðu þér tíma og skoðaðu yfirburðatækni Volvo XC90. Nýjar bandarískar rannsóknir sýna að jeppar, sem nú eru búnir sambærilegri veltivörn og Volvo XC90, velta mun síður en jeppar sem ekki eru búnir þessari fullkomnu tækni. Veldu og aktu Volvo XC90 og allir vita að þar er hugsandi manneskja á ferð. Þetta er Volvo XC90. Öryggi fyrir allt að sjö manns og aðra vegfarendur einnig. Þú prófar hann og færð faglega ráðgjöf í afburðartækni sem einkennir Volvo XC90 alvöru jeppa þótt fallegur sé. Öryggi er lúxus lifðu í lúxus. Komdu í Brimborg og spurðu sérfræðinga Volvo á Íslandi um lúxus sportjeppann Volvo XC90. Umhverfið nýtur verndar Tryggt er að Volvo bílar hafi sem minnst áhrif á umhverfið. Þú kynnir þér sérstaka tækni Volvo sem vaktar gæði andrúmsloftsins umhverfis Volvo XC90. Tækni sem breytir 75 prósent af slæmu ósóni (sem liggur við jörðu) í hreint súrefni. Þú finnur sérvalið tau- eða leðurefni í stýri, lyklum og öðrum snertiflötum sem hafa verið ofnæmisprófuð samkvæmt alþjóðastaðli Öko-Tex og eru laus við ofnæmisvaka. Spurðu um skynvædda miðstöð Volvo XC90 sem hindrar að mengun berist inn í farþegarýmið. Skoðaðu lífið. Hugsaðu um börnin. Komdu í Brimborg. VOLVO XC90: 2,4i Turbo diesel AWD Krónur ,5i Turbo bensín AWD Krónur

13 Þriðjudagur 25. janúar Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Fræðaþing landbúnaðarins 2005 verður haldið dagana febrúar n.k. og hefst stundvíslega kl Þetta er í annað sinn sem þing af þessu tagi er haldið, - en það er arftaki hliðstæðra funda sem nefndust,,ráðunautafundir" Markmið Fræðaþings landbúnaðarins er; - fagleg umfjöllun um landbúnað og náttúrufræði og miðlun niðurstaðana frá rannsókna- og þróunarstarfi í landbúnaði. Fyrri daginn er þingið haldið í húsakynnum Íslenskrar erfðagreiningar, Sturlugötu 8, Reykjavík. Meginefni þingsins þann dag er sameiginleg dagskrá undir yfirskriftinni; Heilbrigði lands og lýðs. Seinni dag þingsins verða tvær samhliða dagskrár í ráðastefnusölum á 2. hæð Hótel Sögu. Þar verður fjallað um eftirfarandi meginefni: "Framleiðsluaðstæður á Íslandi: ógnanir og tækifæri" og "Íslenskt umhverfi / landslag - vannýtt auðlind". Eins og undanfarin ár verða einnig kynntar fjölbreytilegar niðurstöður rannsókna og þróunarstarfs í landbúnaði á veggspjöldum, sem verða til sýnis báða dagana á Hótel Sögu. Fræðaþing landbúnaðarins 2005 er samvinnuverkefni Bændasamtaka Íslands, Landbúnaðarháskóla Íslands, Landgræðslu ríkisins og Skógræktar ríkisins. Fræðaþingið er opið fyrir bændur og annað áhugafólk um fagmál landbúnaðarins á meðan húsrúm leyfir. Skráning á þingið hefst í húsakynnum Íslanskrar erfðagreiningar kl fimmtudaginn 3. febrúar n.k. Ráðstefnugjald fyrir báða dagana er kr Innifalið í gjaldinu er rit með erindum og veggspjaldakynningum sem haldin verða/kynnt á þinginu, kaffi og eða te. Ráðstefnugajld fyrir annan daginn er kr og ráðstefnuritið kostar kr 3500 í lausasölu. 50 kg rúllubaggar! Á Agromek sýningunni í Danmörku sem lauk í síðustu viku voru kynntar ýmsar nýjungar að vanda. Ein þeirra sem vakti athygli gesta og er sannkallað fjölmúlavél var sambyggð rúllu- og pökkunarvél sem bindur u.þ.b. 50 kg rúllubagga. Notagildið eflaust misjafnt hjá bændum en fram kom að frændur okkar hjá færeysku ráðunautamiðstöðinni höfðu fest kaup á vélinni. Ekki fylgdi sögunni hvort íslenskir gestir sýningarinnar, sem voru um 100 talsins, hefðu lagt inn pöntun. Nánar verður fjallað um Agromek í næsta Bændablaði. Öll erum við einstök, hvert og eitt okkar. Enginn á sinn líkan. Fyrir okkur ert þú miðja alheimsins. Þegar þú ert annars vegar er takmark okkar bara eitt: að uppfylla óskir þínar og þarfir á þann hátt að þú lítir á Brimborg sem öruggan stað til að vera á. Við erum með þér alla leið! Brimborg Reykjavík: Bíldshöfða 6, sími Brimborg Akureyri: Tryggvabraut 5, sími Brimborg Reykjanesbæ: Njarðarbraut 3, sími

14 14 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Minningarsjóður um Guðlaug Bergmann Guðlaugur Bergmann framkvæmdastjóri lést hinn 27. desember Guðlaugur var mikill drifkraftur í Ferðaþjónustu bænda og var í fararbroddi í umhverfisog gæðamálum. Hann var verkefnisstjóri í undirbúningi sveitarfélaganna á Snæfellsnesi við að gangast undir vottun Green Globe 21. Öðrum áfanga í því ferli var náð í nóvember sl. þegar sveitarfélögin fengu formlega viðurkenningu á því að hafa mætt viðmiðum Green Globe 21. Guðlaugur taldi sjálfur að umhverfismál væru eitt mikilvægasta verkefni sem núverandi kynslóð gæti tekist á við. Fjölskylda Guðlaugs Bergmann hefur stofnað sjóð til minningar um Guðlaug en markmið sjóðsins er að styrkja verkefni í umhverfis- og samfélagsmálum. Reikningsnúmer sjóðsins er og kt Gamla myndin Heil 75 ár eru liðin síðan myndin hér að ofan var tekin af nemendum á dráttarvélanámskeiði árið Ef svo ótrúlega vildi til að einhver þekkti einhverja á myndinni þætti okkur vænt um að fá línu frá þeim og eins ef einhver veit hvar námskeiðið var haldið. Á myndinni t.h. eru stjórn og starfsmenn Matarfélags Bændaskólans á Hólum í Hjaltadal árið Við þekkjum tvo á myndinni, þá Jónmund Zophoníasson frá Hrafnsstöðum og Valdimar Kristjánsson frá Sigluvík. Nú biðjum við lesendur um aðstoð, ef þeir þekkja nafn þriðja karlmannsins og kvennanna tveggja að láta okkur vita. Stóðhesturinn Blesi Árið 1969 afkvæmarannsókn nr. 12, stóðhesturinn: Blesi 598 frá Skáney, Reykholtsdalshreppi, Borgarfjarðarsýslu. Rauðblesóttur, f. Marinó Jakobssyni, árið F Roði 453 frá Ytra-Skörðugili M Gráblesa frá Skáney. Kynbótadómur 1966 L.M. Hólar Hjaltadal: 8,50 8,32 8,41 og 1.verðlaun. Eigandi: Marinó Jakobsson bóndi, Skáney, Borgarfirði. Tamingar: Frá 08/07-07/09 69 (61 dagur á hross = 14 tamningamán.) á tamningastöð á Skáney. Fjöldi afkv. 7, aldur 4.0 ár, hæð/band: 139,6 cm, hæð/stöng: 131,4 cm M.t. einkunna: f. byggingu: 7,65 f. hæfileika: 6,90 aðaleinkunn: 7,28 Fóðrun og umgengni: Sumartamning. Trippi í tamningu eru öll frá Skáney: Litla- Rauðka, Nasi, Snerrir, Glói, Sóti, Rökkvi og Glóblesi, 3ja v. graðhestur. Tamningmaður: Bjarni Marinósson, Skáney. Framlag: kr ,00 Úttekt fór fram: 7. sept Matsmenn: Þorkell Bjarnason, Leifur K. Jóhannesson og Guðm. Pétursson. Umsögn: Afkvæmi Blesa 598 eru fremur smá, fínbyggð og unggæðingsleg að þroska, enda ekkert þeirra eldra en 4ra vetra. Fríð trippi, vel prúð, selhærð, hálsinn meðalreistur og hvelfdur makkinn. Herðar breiðar, full lágar, bakið liðlegt, lend jöfn, vel gerð, bolur þéttur, ekki lofthá. Fætur eru liprir, fremur réttir, hófar stinnir, sléttir, vel djúpir. Trippin eru lipur í vilja, ganglagin, hreingeng og laus við kjagg, öll brokka þokkalega, mjúk á tölti og skeið kemur til. Fótaburður snoturlegur. Þau temjast mjög vel, eru fljót að læra, enda lundin lífleg og þjál, sem er heilladrýgsta einkenni hópsins. Samantekið: Blesi 598 gefur fjölhæf og á margan hátt ágæt hross, sem eru prúð, fríð, fínbyggð og góðgeng, á þeim er ljúflingsbragur. Eftirmáli: Móðir Blesa 598 var Gráblesa fædd í Skáney, ótamin en spengileg stóðhryssa, en langamma hennar var þó Jónatans-Jörp frá Aðalbóli í Miðfirði. Blesi kom fram í Skógarhólum fjörurra vetra sumarið 1962, stóð sig þar mjög vel, a.e. 8,10 umsögn: "Frítt og viljugt alhliða gæðingsefni." Mér Bjarni og Blesi 598 í Skáney býður í grun að þarna hafi orðið besta sýningin á Blesa, hann stakk svo í augu, mjög eigulegur, bolfallegur og mjúk- byggður. Að Faxaborg, 1965, fær Blesi í a.e. 8,02 og í umsögn segir m.a: "sérstaklega er hann lundgóður og hefur því mikla kosti góðs undaneldishests." Á LM að Hólum í Hjaltadal, árið 1966, fékk Blesi í a.e. 8,41, sem einstaklingur, bætti dóminn og hlaut efsta sætið. Hann var sjálfum sér líkur, engar sviftingar, en heldur svifaþyngri. Sennilega hefur sýningaframinn litlu breytt í viðhorfi til hans. Á Hólamótinu var Blesi 598 að sjálfsögðu öflugur burðarás í afkvæmahópi föður síns, Roða 453 frá Ytra-Skörðugili, en í umsögn Roða 453 segir m.a: Fríð, prúð, fremur finbyggð, mjúkvaxin, lundgóð, þæg. Allur gangur, brokka vel, tölt skeiðborið, góð vekurð. Prúðleiki og frjálsleg framganga einkenna hópinn. Eink 8,21, heiðursverðlaun og Roði efstur afkvæmasýndra stóðhesta og vann Ljósmynd: ÞB. Af spjöldum hrossasögunnar "Sleipnisbikarinn", sem er æðsta viðurkenning í hrossarækt, heiðursverðlaun Búnaðarfélags Íslands. Því er ég að tíunda þessi mál hér að um flest er Blesi 598 líkur föður sínum Roða 453, þessi öðlings framganga, stærðin, prúðleikinn, ganglagið, en lundarfarið var þó happasælla í Blesa. Hér að ofan er sagt frá afkvæmaprófun 1969 á Blesa, sem reiðhestaföður. Árið eftir, 1970, kom Blesi til afkvæmadóms á LM í Skógarhólum, þar sem 7 stóðhestar kepptu til og náðu 1.verðlaunum og hlaut þar 6. sætið. Dómsorð: "Afkvæmi Blesa eru fríð og mjúkbyggð en vantar oft meiri reisn í frambyggingu. Fætur eru fallegir að mestu réttir. Vilji þægilegur en ekki nógu skarpur. Þau eru þjál í umgengni, enda með afbrigðum geðprúð. Aðaleinkunn 7,95 stig og 1. verðlaun." Blesi 598 var fingurbrjótur á grófleikann, sem reynist oft í ættum gjarnastur. Má hins vegar segja að fáséðari væru í hópnum hans kraftmiklir skörungar, en slíkir reiðhestar, jafnvel þótt fáir séu, drita gjarnast metorðum í slóð feðranna. Í W-Feng eru skráð 139 afkvæmi Blesa, þar af hafa 9 afkvæmi hlotið 1. verðlaun, í aðaleink. af 54 dæmdum(16%). Í þeim hópi er aðeins einn stóðhestur, Fáfnir 847 frá Svignaskarði, sem hlaut 1.v. bæði fyrir byggingu og hæfileika. En alls hlutu 17 hross 1.v. f. byggingu, sem gefur til kynna styrk Blesa að fíngerðu vaxtarlagi. Blesi var mest notaður til undaneldis heima á Skáney en þangað fengu afbæjarmenn að leiða hryssur. Þá var hann leigður eitt vor ( 68) í Skagafjörð og þar komu undir m.a. Kápa Síðudóttir á Þorkell Bjarnason Sauðárkróki, sem vegna slysfara var aldrei tamin, en gaf af sér hóp gæðinga, Gígja 4226 frá Víðimýrarseli, sem hlaut í umsögn "gullfalleg", og Máría 4108 frá Syðra- Skörðugili, sem er M. Atla 1016 frá Skarði, Rang. 1.v. stóðhests, sem stendur sig vel til kynbóta í Svíþjóð. Huggun 5400 frá Engihlíð, Dal. seinna á Minni-Borg í Grímsnesi, má nefna og hefur reynst mjög vel til kynbóta. Marinó bóndi á Skáney mat við Blesa sinn fínleikann og háraprýðina með hans jákvæðum reiðhestskostum og varla hefur rauðblesótti liturinn ruggað við hestasálinni. Mikinn og sannan áhuga hafði Marinó á hrossum og ræktun þeirra, hann var meira en áratug í stjórn Hrs.Vesturlands. Hann sá ekki eftir tímanum í félagsmálastörfin og rækti þau af heilum hug, stóð traustum fótum ef í odda skarst í orrahríðum ræktunarmálanna. Marinó hafði trú á Blesa, mat hann að verðleikum og gerði alla tíð vel við hann, sem og var hans búskaparlag. Nú, 47 árum frá fæðingu Blesa 598, eru öll hrossin í Skáney út af honum, ef frá eru talin 2 skjótt aðskotadýr. Þar fer fremst Rönd 5900 í Skáney, sem er með Blesa að forföður, jafnt þvers sem kruss! Bjarni í Skáney er spurður hvaða reiðhestur, sonur Blesa, sé honum hvað ríkastur í minni? Það gæti verið leirljós gæðingur hjá Jakobi í Samtúni, í Reykholtsdal, úr fyrsta árganginum undan klárnum. Hann bar með sér gæðinginn. Af heimahryssum í Skáney var Nös 3518, dóttir Skvettu 2859 frá Gufunesi sú af dætrum Blesa, sem hafði efni á að viðra sig af stolti, hvar í flokki sem fannst. Blesi 598 féll 1979, 21 vetra. Þ.B

15 Þriðjudagur 25. janúar Lausaganga búfjár Þegar girðingar fennir í kaf eykst hættan á að hross sleppi út á vegi Mikið hefur verið um kvartanir vegna lausagöngu búfjár, einkum hrossa, á vegum landsins að undanförnu. Nokkur óhöpp hafa átt sér stað og hafa hross drepist og bifreiðar skemmst víða um land. Ólafur R. Dýrmundsson landnýtingarráðunautur átti sæti í nefnd sem landbúnaðarráðherra skipaði 1998 og var nefnd vegasvæðisnefnd. Hún skilaði lokaskýrslu um málið Hann benti á í samtali við Bændablaðið að víða á landinu væri lausaganga stórgripa bönnuð. Lausaganga sauðfjár er aftur á móti yfirleitt ekki bönnuð nema í þéttbýli.,,varðandi hrossin virðist það vera svo að þótt þau sé í góðu haldi á sumrin fjölgar vandamálunum með lausagönguna yfir veturinn. Hross eiga þá auðveldara með að komast út á vegina. Ég held að snjóalög eigi þar stóran þátt í. Góðar girðingar getur fennt í kaf og sums staðar eru hliðin ekki í lagi. Meiri hætta er á að hliðin séu skilin eftir opin í miklum snjó. Víða eru pípuræsi í hliðunum, þau fyllast af snjó og skepnurnar komast yfir. Það verður því að loka þessum hliðum með einhverjum hætti," segir Ólafur. Hann bendir á að reglur um fjár- og hrossheldar girðingar miðist við venjuleg skilyrði en engar reglur séu til um hvernig bregðast skuli við þegar komin eru mikil snjóalög. Þá sé nýr flötur kominn á málið og ekkert í lögum sem segir til um hvernig bregðast skuli við. Það væri ekki nema bændur tækju til sinna ráða og þeir eiga ýmsa möguleika.,,eitt ráð sem þeir eiga er að gefa hrossunum fjarri vegum en alls ekki nærri þeim. Síðust tvo vetur þurfti vart að gefa hrossum úti þar sem beit var næg. Nú bregður aftur á móti svo við að snjór er yfir öllu um allt land og þá þarf að gefa útigangshrossum vel. Sé það ekki gert er mikil hætta á að þau taki að rása og fari þá út á vegina. En ef þeim er gefið vel fjarri vegum tolla þau býsna vel í fóðrinu. Megin atriðin eru hvort þeim er gefið, hversu mikið þeim er gefið og hvar þeim er gefið. Þegar snjóalög eru mikil verða bændur að fylgjast betur með hrossum sínum en ella, loka hliðum, laga lélegar girðingar og reyna með öllu móti að koma í veg fyrir að hrossin komist yfir girðingarnar þar sem þær hefur fennt í kaf. Einnig tel ég brýnt að ökumenn taki tillit til þessara erfiðu aðstæðna og sýni sérstaka aðgæslu á vegum í sveitum landsins," sagði Ólafur R. Dýrmundsson. Hjá Vátryggingafélagi Íslands fengust þær upplýsingar að dómar í málum sem risið hafa vegna þess að ekið hefur verið á hross sýni að það fari alfarið eftir aðstæðum hverju sinni hvort dómur fellur bónda eða bifreiðareiganda í vil. Þannig skipti meginmáli hvort lausaganga er bönnuð eða ekki. Erum að færa út kvíarnar og vantar allar gerðir eigna á landsbyggðinni á söluskrá, einkum jarðir og sumarbústaði. Jón Sigfús Sigurjónsson hdl. og löggiltur fasteignasali - Sími & Notaðar vélar til sölu Valtra 900 dráttarvél Árgerð: 2000 Notkun: 2200 vstd. Stærð: 90 hestöfl. Drif: 4x4 Helsti búnaður: Trima 3.40 ámoksturstæki m/ MultDoc Verð án vsk.: Deutz-Fahr dráttarvél Gerð: Agrotron 120 MK3 Árgerð: 2003 (Afhent 01/04) Notkun: 200 vstd. Stærð: 130 hestöfl. Drif: 4x4 Ámoksturstæki: Trima 5.85, með dempara, servo og Multi-Doc 2/4 Helsti búnaður: Gírkassi 24/24 með vökvavendigír + skriðgír, loftkæling, fjöðrun á framhásingu, loftfjöðrun á húsi, 110 l. vökvaflæði, 4/4 tvívirk vökvaúttök, þýskur dráttarkrókur, 50 Verð án vsk.: Verð með vsk.: JCB 3CX traktorsgrafa Árgerð: 1992 Notkun: < 8000 vst. Stærð: 8 t. / 90 hö. Verð án vsk.: Vélin er í góðu lagi en slitin dekk Vísitala neysluverðs Vísitala neysluverðs í janúar 2005 er 239,2 stig (maí 1988=100) og hækkaði um 0,08% frá fyrra mánuði. Vísitala neysluverðs án húsnæðis er 229,2 stig, lækkaði um 0,56% frá því í desember. Vetrarútsölur eru nú í fullum gangi og lækkaði verð á fötum og skóm um 10% (vísitöluáhrif -0,56%) og verð á húsgögnum, heimilisbúnaði og raftækjum lækkaði um 3,3% (- 0,18%). Verð á bensíni og dísilolíu lækkaði um 5,7% (- 0,24%). Markaðsverð á húsnæði hækkaði um 2,9% (vísitöluáhrif 0,39%), gjaldskrár fyrir opinbera þjónustu hækkuðu um 4,4% (0,32%) og fyrir aðra þjónustu um 1,0% (0,22%). Síðastliðna tólf mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 4,0% en vísitala neysluverðs án húsnæðis um 2,1%. Undanfarna þrjá mánuði hefur vísitala neysluverðs hækkað um 0,8% sem jafngildir 3,1% verðbólgu á ári (1,0% verðhjöðnun fyrir vísitöluna án húsnæðis). Vicon rúllubindivél Gerð: Vicon R 121 Árgerð: 1999 Notkun: 4000 rúllur Verð án vsk.: Vélin lítur mjög vel út og er með netbindibúnaði. Zetor 7341dráttarvél Árgerð: 1998 Notkun: 3000 vstd. Stærð: 82 hestöfl. Drif: 4x4 Ámoksturstæki: Alö 540 Verð án vsk.: 1,350,000 Case CS94 Árgerð: 1998 Drif : 4x4 Stoll ámoksturstæki Verð án vsk.: Höfum einnig til sölu: 2 stk. Krone sláttuvélar m/ knosara Macchio jarðtætara Kuhn GA402 múgavél (04) o.fl. ofl. Tökum einnig notuð tæki í umboðssölu Gylfaflöt Sími: velfang@velfang.is

16 16 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Fjöldi kúabúa Fjöldi sauðfjárbúa Fjöldi kúabúa Ár Fjöldi sauðfjárbúa Ár Þróun síðustu átta ára Kúabúum fækkaði um 34% en sauðfjárbúum um 27% Kúabúum hefur fækkað hratt síðustu ár. Í lok ársins 1996 voru þau talsins en í árslok 2004 alls 854. Þetta er fækkun upp á 34%. Heildarframleiðsla mjólkur hefur verið nokkuð jöfn á tímabilinu sem þýðir að búin sem eftir standa hafa aukið framleiðslu sína verulega. Sauðfjárbúum með virkt greiðslumark hefur fækkað um 27% á síðustu átta árum, úr niður í Mesta fækkunin varð árið 2001 en þá fækkaði lögbýlum með virkt greiðslumark í sauðfé um 255. Í sumum tilvikum eru fleiri en einn innleggjandi skráðir á sama býli. Fjöldi innleggjenda er því nokkru meiri en fjöldi lögbýla með greiðslumark. Rösklega 300 lögbýli til viðbótar framleiða kindakjöt án þess að eiga greiðslumark, en það eru í flestum tilvikum lítil bú. Frá þessum býlum koma um 300 tonn af kjöti og um 30 tonn að auki frá framleiðendum utan lögbýla. Meðalmjólkurinnlegg á hvert kúabú Framleiðsla og sala búvara í desember 2004 Lítrar kg kjöts Ár Meðalinnvigtun mjólkur frá framleiðanda hefur aukist jafnt og þétt um leið og framleiðendum hefur fækkað og nyt kúnna hefur aukist. Meðalinnvigtun hvers framleiðanda hefur aukist um 67% síðustu átta ár. Meðalinnlegg á hvert sauðfjárbú Ár Sauðfjárbú hafa stækkað á síðustu árum og afurðir eftir hvert og eitt aukist jafnt og þétt. Á átta ára tímabili hefur meðalinnleggið aukist um 45%. Innlagt kindakjöt í heildina hefur verið á bilinu til tonn á tímabilinu. Mest var framleitt árið 2000 eða tonn. Yfirlit um framleiðslu og sölu ýmissa búvara Bráðabirgðatölur fyrir desember 2004 des.04 okt.04 jan.04 Breyting frá fyrra tímabili, % Hlutdeild % Framleiðsla 2004 des.04 des.04 desember '03 3 mán. 12 mán. m.v. 12 mán. Alifuglakjöt ,4-1,4-5,6 22,3% Hrossakjöt ,5 35,1-2,5 3,7% Kindakjöt* ,5-11,4-1,7 35,8% Nautgripakjöt ,4 3,5-0,5 15,0% Svínakjöt ,6-8,7-9,8 23,2% Samtals kjöt ,6-6,8-4,4 Mjólk ,9 7,3 3,4 Sala innanlands Alifuglakjöt ,3-0,4-3,6 23,6% Hrossakjöt ,7 40,3 19,3 2,6% Kindakjöt ,0 16,5 13,5 32,7% Nautgripakjöt ,0 5,8-0,1 16,3% Svínakjöt ,0-5,6-8,4 24,7% Samtals kjöt ,4 5,3 1,2 Mjólk: Sala á próteingrunni: ,7 2,5 2,9 Sala á fitugrunni: ,0 1,2 1,8 * Kindakjöt lagt inn samkv. útflutningsskyldu sem flutt skal á erlenda markaði er meðtalið í framangreindri framleiðslu. Fósturvísatalning í sauðfé Síðastliðið ár nýttu þó nokkuð margir sauðfjárbændur sér þá þjónustu að láta telja fóstur í ám og gemlingum. Fósturtalningu er best að framkvæma dögum eftir fang. Þrif og flutningur á búnaði er framkvæmdur eftir reglum yfirdýralæknis. Þeir aðilar sem bjóða upp á fósturvísatalningu eru: Heiða Guðný Ásgeirsdóttir, Ljótarstöðum, Skaftártungu, gsm , s Elínu Heiðu Valsdóttur, Úthlíð, Skaftártungu, gsm , s elinheida@visir.is Gunnar Björnsson, Sandfelli, Öxarfjarðarhreppi, hs , gsm Anna Englund, Sandfelli, Öxarfjarðarhreppi, hs , gsm , netfang Guðbrandur Þorkelsson, Skörðum, 371 Búðardal. S: , gsm: Refa- og minkaveiðar Ríkinu ber samkvæmt lögum að greiða helming veiðilauna Árið 2003 ákvað ríkið að lækka þá upphæð sem það greiddi á móti sveitarfélögunum í veiðilaun fyrir ref og mink. Sveitarfélögin mátu það svo að ríkið greiddi ekki nema um 30% af veiðilaununum eftir lækkunina. Samkvæmt lögum ber því hins vegar að greiða 50% en lögunum var ekki breytt þótt ákveðið væri að lækka upphæðina. Umhverfisstofnun sendi út bréf, dagsett 8. desember sl., um endurgreiðslur vegna refa- og minkaveiði. Hreppsnefnd Borgarfjarðarsveitar lýsti fyrir skömmu megnustu óánægju með afgreiðslu stofnunarinnar á málinu. Sveinbjörn Eyjólfsson, oddviti Borgarfjarðarsveitar, sagði ríkið skýla sér á bak við fjárlögin og segi að á þeim sé ekki meiri fjárveiting en þessi 30% sem nú eru greidd. Fyrir bragðið lendir það sem upp á vantar af kostnaði á sveitarfélögunum. Sveinbjörn segir að Umhverfisstofnun hafi sett sér verðskrá veiðilauna. Hún sé svo lág að það fáist enginn maður til þess að veiða á þeim kjörum.,,okkar kostnaður af veiðunum liggur á milli 1,5 til 2 milljónir króna á ári. Af því endurgreiðir ríkið um 400 þúsund krónur. Og þegar sveitarfélögin eru búin að greiða vsk. af allri upphæðinni er lítið eftir af því sem kemur frá ríkinu. Vegna alls þessa lýstum við yfir megnustu óánægju með málið," sagði Sveinbjörn. Hann segir að Samband íslenskra sveitarfélaga geri allt sem það geti til þess að fá meira fé til að greiða í veiðilaun en það hafi ekki borið neinn árangur til þessa.

17 Þriðjudagur 25. janúar Sorpsamlag Þingeyinga Reisir sorpbrennslu sem getur brennt rúllubaggaplasti og framleitt rafmagn úr orkunni sem losnar Sorpsamlag Þingeyinga á Húsavík tekur á móti heyrúlluplasti til endurnýtingar frá næstu áramótum. Þangað til safnar samlagið plastinu á sínu starfssvæði, baggar það og geymir þar til sorpbrennsla verður tilbúin. Þegar plastinu er eytt verður orkan sem losnar nýtt til rafmagnsframleiðslu. Plastið er mikill orkugjafi enda olía undirstöðuefni í því. Sigurður Rúnar Ragnarsson, framkvæmdastjóri Sorpsamlags Þingeyinga, sagði að samkvæmt áætlun taki sorpbrennslan til starfa um næstu áramót. Búið er að undirrita samning um kaup á brennslutækjunum, húsakostur er í alútboðsferli og framkvæmdin sem slík í umhverfismati. Sigurður segir að víðast hvar hafi plastið verið urðað til þessa. Þær sorpbrennslur sem fyrir eru í landinu séu að mestu fullnýttar og geta því ekki tekið við neinu sem nemi af plastinu og endurvinnsla á því er engin hér á landi. Úrvinnslugjaldið er 35 kr. á kíló af plasti ef það er endurnýtt eða endurunnið. Ef það er hins vegar urðað greiðir úrvinnslusjóður ekki nema 8 kr. á kílóið til þess aðila sem safnar saman plastinu. Oftast eru það verktakar. Menn geta orðið söfnunaraðilar og hlotið til þess viðurkenningu og þá fá þeir greiddar 35 kr. á kílóið ef þeir geta sýnt kvittun þess efnis að tekið hafi verið á móti plastinu í endurvinnslu eða endurnýtingu hjá aðila sem úrvinnslusjóður viðurkennir. Ef þessi leið er farin þurfa þessar 35 kr. sem úrvinnslusjóður greiðir að standa undir söfnunarog flutningskostnaði og móttökugjaldi fyrir endurvinnsluna. Sigurður Rúnar segir að þetta gjald ætti a.m.k. að standa undir kostnaði til þeirra sem koma með plast til Sorpsamlags Þingeyinga af austanverðu Norðurlandi og norðanverðum Austfjörðum. Sumarið 2005 Umsókn um orlofsstyrk/orlofsdvöl Hér að neðan er að finna umsóknareyðublað um orlofsstyrk eða orlofsdvöl að Hólum sumarið Gert er ráð fyrir að, auk úthlutunar orlofsvikna að Hólum, verði í ár úthlutað u.þ.b. 70 orlofsstyrkjum til bænda. Upphæð hvers orlofsstyrks verður kr. 28 þúsund miðað við sjö sólarhringa samfellda orlofsdvöl, innanlands en kr. 4 þúsund á sólarhring við styttri dvöl. Vinsamlegast raðaðu í forgangsröð hvort þú óskir frekar úthlutunar orlofsstyrks eða orlofsdvalar að Hólum með því að merkja 1 og 2 í viðkomandi reiti (bara 1 ef einungis annað hvort kemur til greina). Frestur til að skila inn umsóknum rennur út 1. mars (Athugið að þeir sem fengu úthlutað orlofsstyrk á sl. ári og nýttu ekki þurfa að sækja um að nýju). Undirrituð/Undirritaður sækir hér með um: Orlofsdvöl að Hólum Tímabilið Orlofsstyrk Nafn umsækjanda Kennitala Heimilisfang Símanúmer Póstnúmer og staður Hvernig búskap stundar þú? Hefur þú fengið úthlutað orlofsdvöl eða orlofsstyrk hjá Bændasamtökunum áður? Ef já, hvar og hvenær fékkstu síðast úthlutað? Undirskrift og dagsetning Já Nei Orlofsstyrk árið Já Já Nei Nei Í Ásborgum árið Að Hólum árið Sendist til Bændasamtaka Íslands, Bændahöllinni v/hagatorg, 107 Reykjavík, merkt: Orlofsdvöl sumarið 2005 fyrir 1. mars nk.

18 18 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Af gefnu tilefni Viðar Steinarsson á Kaldbak segir svo frá í Bændablaðinu 11. janúar 2005 að mikill hugur sé í hestamönnum á Hellu varðandi nýtt hverfi sunnan við þjóðveg 1. Raunin er hinsvegar sú að hugur okkar í Félagi hesthúseigenda á Hellu, beinist aðallega að því að vera áfram í okkar gamla hverfi og fá til þess viðeigandi aðstöðu, s.s. úrbætur hvað varðar frárennslismál o.fl. Við höfum lagt fram okkar einlægu óskir til sveitarstjórnar um að eitthvað verði gert í hverfinu okkar svo að sæmandi sé og fullnægi þeim lágmarkskröfum sem lög og reglur kveða á um. Húsin í hverfinu eru af misjöfnum stærðum og gæðum. Ný uppgerð sem og í upprunalegri mynd en þetta eru hús sem nýtt hafa verið í áratugi og eru eigur manna og ber að virða það. Umræður um framtíð þessa hverfis hafa verið í gangi um langt skeið og hugmyndir um nýtt hverfi sunnan við veg eru ekki nýjar af nálinni en hafa aldrei komist lengra en á teikniborðið, fyrr en kannski nú og ber að fagna því ef af verður. Það breytir ekki því að hið eldra hverfi er til og þarf sína lögbundnu þjónustu, sem ekki hefur verið sinnt þó svo að af þessum eignum hafi verið greidd gjöld til sveitarfélagsins. Húsin eru á leigulóðum, að hluta í eigu sveitarfélagsins og að hluta í eigu annars landeiganda. Sum hús eru með langtíma lóðarleigusamninga og önnur með samninga sem gilda í 5 ár í senn. Þetta fyrirkomulag er auðvitað óviðunandi og virkar ekki hvetjandi á húseigendur. Beinum við því til sveitarstjórnar að taka á þessu máli og jafnframt að marka stefnu til framtíðar hvað varðar málefni hestamanna á Hellu þannig að sómi sé að og það hið fyrsta. Við í Félagi hesthúseigenda á Hellu höfum lagt áherslu á að meðfram uppbyggingu á nýju hverfi sunnan þjóðvegar verði hugað að framkvæmdum í eldra hverfinu og þá sérstaklega varðandi frárennslismál. Hesthúseigendur hafa sýnt sveitarfélaginu alla þolinmæði hvað varðar skipulag og þjónustu í hverfinu okkar. Nú viljum við að sveitarfélagið komi til móts við okkur í uppbyggingu á hverfinu, sem hingað til hefur verið alfarið á höndum húseigenda. Fyrir hönd Félags Hesthúseigenda á Hellu Bára A. Elíasdóttir Yea-Sacc 1026 nú skráð til notkunar í nautgripi á Íslandi Yea-Sacc 1026, sem er lifandi ger ætlað til blöndunar í fóður nautgripa, hefur verið notað víða um heim í u.þ.b. fimmtán ár og í löndum Evrópusambandsins síðan Yea-Sacc hefur margvísleg áhrif á starfsemi vambarinnar, sem leiðir til aukins áts og aukinnar nytar. Framleiðandi Yea-Sacc 1026 er Alltech, alþjóðlegt fyrirtæki á sviði örveru- og lífefnafræði. Dreifingaraðili fyrir Alltech á Íslandi er Dýralæknamiðstöðin ehf. á Hellu en flest fóðurblöndunarfyrirtæki landsins annast sölu og íblöndun Yea-Sacc 1026 í fóður. Hvernig vinnur Yea-Sacc 1026? Yea-Sacc 1026 hefur þríþætta virkni í vömbinni. Í fyrsta lagi örvar gerið þær örverur sem melta tréni, þannig að bæði fjöldi þeirra og virkni eykst. Rannsóknir hafa sýnt að meltanleiki trénis (NDF) eykst um 10%. Í öðru lagi örvar Yea-Sacc örverur sem umbreyta mjólkursýru í veikari sýru. Á þennan hátt dregur Yea-Sacc úr hættunni á súrri vömb, sem er oft samfara mikilli gjöf auðmeltra kolvetna. Í þriðja lagi leiðir aukinn örverufjöldi í vömbinni til um 15% aukinnar framleiðslu örveruprótíns, sem hækkar þá í raun AAT gildi fóðursins umtalsvert. Hver er ávinningurinn við notkun Yea-Sacc 1026 hjá mjólkurkúm? Átgeta kýrinnar takmarkar möguleika hennar til mjólkurframleiðslu. Þetta er sérstaklega mikilvægt í byrjun mjaltaskeiðsins þegar kýrnar eru jafnan í neikvæðu orkujafnvægi. YeaSacc1026 eykur vambarstarfsemina og rannsóknir sýna að búast megi við um 5% aukningu í áti. Mikilvægt er að halda sýrustigi vambarinnar innan eðlilegra marka. Þegar mikið kjarnfóður er gefið er óhjákvæmilegt að sýrustigið lækki nokkuð. Lágt sýrustig hefur neikvæð áhrif á niðurbrot trénis og getur valdið meltingartruflunum.yea-sacc1026 stemmir stigu við lækkun sýrustigs í vömbinni með því að lækka styrk mjólkursýru í vambarvökvanum. Aukin framleiðsla örveruprótíns í vömbinni þýðir aukna möguleika til mjólkurframleiðslu og betra prótínhlutfall í mjólk. Með auknu áti og bættri fóðurnýtingu aukast afurðir. Flestar rannsóknir sýna að afurðaaukning er á bilinu 4-8%, sem þýðir aukningu um 1-1,5 lítra af mjólk á dag hjá meðalkúnni. Aðrir notkunarmöguleikar Yea-Sacc Yea-Sacc 1026 er einnig notað við uppeldi á kálfum og kvígum og í nautakjötsframleiðslu. Rannsóknir sýna að þyngdaraukning eykst umtalsvert eða um 13% hjá kálfum og 7-9% hjá eldri gripum. Hvernig er Yea-Sacc 1026 gefið Yea-Sacc er framleitt í tveimur styrkleikum, annars vegar Yea- Sacc til íblöndunar í kjarnfóður hjá fóðurblöndunarstöðvum (1,5 g/kg fóðurs) og hins vegar Yea-Sacc Farm Pak til notkunar á búunum. Magn gefið er sýnt í meðfylgjandi töflu. Yea-Sacc1026 skammtastærðir: Viðmiðun á dag Mjólkurkýr á dag Yea-Sacc g / 100 kg g Yea-Sacc1026 Farm Pak 6-10 g / 100 kg g Hvernig er hægt að nálgast Yea-Sacc? Flest fóðurblöndunarfyrirtæki landsins annast sölu og íblöndun Yea-Sacc 1026 í fóður en dreifingaraðili fyrir Yea-Sacc Farm Pak er Dýralæknamiðstöðin ehf. þjónusta og ráðgjöf á Hellu. Fréttatilkynning Sagan um fituna í matnum okkar Síðustu ár hefur hollt mataræði merkt hið sama og að draga úr fitu í matnum. Í samræmi við það hafa komið á markaðinn ókjör af "léttum" matvælum. Nú er hins vegar spurt hvort þessi stefna byggi á röngum ályktunum. Þessi ferill hófst á 6. áratugi síðustu aldar þegar Bandaríkjamaður að nafni Ancel Keys hóf rannsóknir á samhengi matarvenja og hjartasjúkdóma á þeim tíma. Þekktust var hin svonefnda "sjö landa rannsókn" sem lokið var um 1980, en bráðabirgðaniðurstöður bárust úr henni þegar á 7. og 8. áratugnum. Aðalniðurstaða Ancel Keys var sú að fita og þá einkum mettuð fita í matvælum hefði sterka fylgni við hjarta- og æðasjúkdóma. Hann hélt því fram að aukin fituneysla yki kolesteról í blóði sem aftur leiddi til æðakölkunar og hjartaog æðasjúkdóma. Niðurstöðurnar höfðu róttæk áhrif á næringarstefnu og ráðgjöf um mataræði í flestum vestrænum löndum og það er fyrst nú á síðustu árum að dregið hefur úr gagnrýni á mettaða fitu í mat. Fjöldi sérfræðinga hefur nú hafnað "kólesterólkenningunni" og mæling á heildar-kólesterólmagni í blóði hefur fyrir löngu verið metin úrelt sem mælikvarði fyrir heilbrigt fólk. Fyrir mjög fámennan hóp, þar sem hátt kólesteról í blóði er ættgengt, er þó unnt að draga þar fram áhættuhóp. Finnland og Japan Rannsóknir Ancel Keys hafa verið mikið gagnrýndar. Hann sérvaldi Japan og Finnland í rannsóknina, Japan vegna þess að þar var lítil neysla á mettaðri fitu og lítið um hjarta- og æðasjúkdóma og Finnland vegna þess að þar var mikil neysla á mettaðri fitu og mikið var þar um hjarta- og æðasjúkdóma. Það er að sjálfsögðu óleyfilegt að gera tölfræðilega útreikninga á gögnum sem eru fyrirfram sérvalin. Hvað um alla umhverfisþætti og lífshætti sem eru ólíkir í þessum löndum? Ancel Keys reiknaði síðan út samband neyslu á mettaðri fitu og hjarta- og æðasjúkdómum. Í talnaefninu öllu fann hann fylgni upp á 0,84, þ.e. mjög sterka fylgni. Ef gögn frá Finnlandi og Japan voru hins vegar ekki höfð með hvarf þessi fylgni alveg. Ancel Keys gat þess heldur ekki að finnska talnaefnið sýndi að þar voru einstakir landshlutar þar sem meðalgildi kólesteróls í blóði var hátt en hjartasjúkdómar fátíðir. Þeir, sem gagnrýndu rannsóknir Ancel Keys, fengu þó ekki hreyft við hinum einfalda boðskap hans um að mikilvægt væri að draga úr mettaðri fitu í fæðu fólks. Dauðsföllum af völdum hjarta- og æðasjúkdóma fækkaði líka en sjúkdómstilfellunum fækkaði ekki. Þannig fjölgaði hjartaaðgerðum í Bandaríkjunum úr 1,2 milljónum árið 1979 í 5,4 milljónir árið Óljósar niðurstöður Bandaríkin eru í fararbroddi hvað varðar rannsóknir á neyslu fitu og hjarta- og æðasjúkdómum. Óhætt er að segja að niðurstöður þeirra eru óljósar hvað varðar heilbrigði fólks. Yfirvöld komu hins vegar á fót nefnd sem skyldi setja fram ráðleggingar um mataræði. Ráðgjafar hennar voru úr hópi áhangenda Ancel Keys. Nefndin skilaði skýrslu sem bar heitið: "Leiðbeiningar um mataræði fyrir Bandaríkjamenn". Þar var ráðlagt að lækka hlutfall fitu í mat niður í 30% og af mettaðri fitu niður í 10%. Mikill andstaða var gegn þessari reglugerð í bandaríska vísindaheiminum og á árabilinu birtust niðurstöður fjölda rannsókna um efnið. Í engri þeirra var unnt að staðfesta að fjölgun hjarta- og æðasjúkdómatilfella stafaði af fituneyslu en bandarískir vísindamenn kenndu framkvæmd tilrauna sinna um að hin skaðlegu áhrif fituneyslu voru ekki afhjúpuð þar. Önnur vestræn lönd fylgdu síðan fordæmi Bandaríkjanna um að ráðleggja litla fitu í mat. Alls óvíst er að þessi stefna hafi fækkað tilfellum hjarta- og æðasjúkdóma. Það hefur a.m.k. ekki gerst í Bandaríkjunum. Vandamál vegna offitu fólks hafa hins vegar aukist þar verulega, sem og á Vesturlöndum. Neysla sykurs og annarra kolvetna hefur jafnframt aukist þegar fituneyslan minnkaði. Hitaeiningunum, sem neytt er, hefur fjölgað og of feitu fólki að sama skapi þannig að yfirvigt er talin vera orðin alvarlegt heilsufarsvandamál nú á tímum. Áróður, einkum gegn mjólk Í Noregi var það einkum áróður gegn mjólkurfitu og annarri dýrafitu sem næringarfræðingar stunduðu. Í stað smjörs var ráðlagt smjörlíki. Fituhersluiðnaðurinn, sem blómstraði á millistríðsárunum og eftir seinna stríð, 1945, framleiddi fitu með aðra eiginleika en hráefnið hafði, þ.e. fljótandi jurta- eða fiskiolíur. Við herðinguna verða til svokallaðar transfitusýrur sem finnast ekki í náttúrunni og mannslíkaminn þekkir ekki og hefur ekki aðlagast á þróunarferli sínum. Norskir næringarfræðingar féllust loks á 10. áratugi síðustu aldar á það að transfitusýrur gætu verið jafn varasamar og hörð fita. Nú hafa danskir næringarfræðingar fullyrt að hert fita sé tífalt hættulegri fólki en hörð náttúruleg fita. Afar erfitt hefur reynst að sanna að minni neysla á harðri fitu leiði til lengra og betra lífs. Sambandið milli mataræðis og heilsu er afar flókið. Starfsmenn, sem sinna heilbrigðismálum, og stjórnmálamenn vilja hins vegar eina einfalda og auðskiljanlega skilgreiningu á hollu mataræði. Þannig var handhægt að grípa til mettaðrar fitu sem sökudólgs. Hins vegar hefur ekki tekist að finna vísindalegar sannanir fyrir þeirri kenningu. (Nils Standal, fyrrv. prófessor við NLH, Bondebladet nr / 2004, þýtt og endursagt af ME). Athugasemd við frétt Í Bændablaðinu 11. janúar sl. birtist á baksíðu frétt undir fyrirsögninni: Biskup vill kirkju á Bifröst. Í frétt þessari eru ýmsar hæpnar fullyrðingar hafðar eftir formanni umhverfis- og skipulagsnefndar Borgarbyggðar sem vert er að leiðrétta. Það er engin ný frétt að hugmyndir eru uppi um að byggja kirkju á Bifröst. Biskup kom á fund heimamanna sl. haust þar sem rætt var um væntanlega kirkjubyggingu og kirkjustæðið skoðað. Það er hins vegar ekki á valdi biskups að gefa út leyfi til kirkjubyggingar, það eru aðrir aðilar sem þar koma til og þá fyrst og fremst söfnuðurinn. Þá er sagt í fréttinni og haft eftir formanninum, að kirkjan í Stafholti muni að öllum líkindum verða lögð niður, kirkjan í Hvammi sé of lítil, ekki eigi að flytja gamla kirkju í Bifröst heldur byggja nýja kirkju (að tilmælum biskups) fyrir Stafholtstungur og Norðurárdal og þar með gæti Bifröst orðið prestssetur. Ekki veit ég hvaðan formaður skipulagsnefndar hefur þessar hugmyndir, þær hljóta að vera hans eigið hugarfóstur. Þótt nefnd þessi sé valdamikil þá hefur hún varla vald til að leggja niður kirkjur, breyta sóknaskipan eða þá flytja til prestssetur. Þess vegna eru svona fullyrðingar út í hött og koma illa við fólk, sem frétt þessi vissulega gerir. Það þarf meiri umræður og meiri tíma til að gera svona breytingar auk þess sem heimafólk og söfnuðir hljóta að hafa eitthvað um það að segja. Vonandi einbeitir umhverfisog skipulagsnefnd Borgarbyggðar sér í framtíðinni að þeim málum sem henni kemur við, ekki mun af veita. Brynjólfur Gíslason, sóknarprestur í Stafholti

19 Þriðjudagur 25. janúar Því var skellt á landsbyggðina sem var hafnað í Reykjavík Þeir sem kynda hús sín með rafmagni eiga von á óvæntri gjaldskrárhækkun frá raforkufyrirtækjum, þar sem allar líkur eru á því að húshitunarkostnaður íbúðarhúsa í dreifbýli hækki um 75% og húshitunarkostnaður íbúðarhúsa í þéttbýli um 35%. Forsvarsmenn raforkufyrirtækjanna sem eru í eigu hins opinbera kenna nýjum raforkulögum um hækkunina. Framsóknarflokkurinn með Valgerði Sverrisdóttur stolta í broddi fylkingar barðist fyrir nýjum raforkulögum sem valda þessari hækkun. Til að gæta allrar sanngirni þá mun rafmagn til almennrar notkunar lækka eitthvað en engu að síður þá mun þessi aðgerð Framsóknarflokksins koma mjög illa niður á dreifbýlinu. Hvernig kemur þessi hækkun vegna nýrra raforkulaga Framsóknarflokksins við íbúa dreifbýlisins? Til að átta sig á því er rétt að reikna út raunveruleg dæmi. Dæmi 1 er af fjölskyldu á Borðeyri sem greiðir núna krónur á ári í húshitunarkostnað. Hætt er við því að stjórnvöld sendi þessari fjölskyldu aukalega króna reikning. Dæmi 2. Í góðu einbýlishúsi í þéttbýli á Snæfellsnesi greiðir fjölskyldan nú sem býr þar tæpar krónur fyrir húshitunina. Um líkt leyti og Bændablaðið var að fara í prentun lágu fyrir niðurstöður úr skýrsluhaldi nautgriparæktarfélaganna í landinu fyrir árið Þær niðurstöður sýna að þetta var nýtt metár í framleiðslu hjá íslensku kúnum. Meðalafurðir eru kg af mjólk eftir hverja árskú en árið 2003 voru þær kg og höfðu þá aldrei verið meiri. Þátttaka í skýrsluhaldi eykst Þrátt fyrir að búum í mjólkurframleiðslu hafi fækkað mikið er fjölgun í skýrslufærðum kúm en margir nýir skýrsluhaldarar komu til starfsins á árinu Hækkunin á húshitunarkostnaði fjölskyldunnar mun nemam, ef af verður, um krónum. Sérkennileg samkeppni opinberra fyrirtækja Margt er sérstakt við alla umræðuna um samkeppni á raforkumarkaði. Í fyrsta lagi er rétt að benda á að öll helstu fyrirtækin eru í eigu hins opinbera og því er hjákátlegt að fylgjast með ríkisforstjórum ræða um virka samkeppni. Í öðru lagi verða um 90% af allri raforku landsmanna seld í föstum samningum til stóriðju sem leiðir til þess að nýju lögin ná aðeins til um 10% af raforkumarkaðnum. Hvers vegna þarf að hækka rafmagnið? Hvers vegna þarf að hækka verð á rafmagni til húshitunar ef ekki á að lækka rafmagnsverð annars staðar í kerfinu um samsvarandi upphæð? Það er óskiljanlegt í ljósi margtugginnar fullyrðingar iðnaðarráðherra um að ekki verði til neinn nýr kostnaður við skipulagsbreytinguna. Ef frá er talinn nýr óverulegur eftirlitskostnaður með raforkufyrirtækjunum er það líklegast rétt hjá ráðherranum. Spurningin stendur því óhögguð: Hvers vegna þarf að hækka verð á rafmagni? Árið 2004 var metár í framleiðslu hjá íslensku kúnum Hæstu meðalafurðir í Austur-Skaftafellssýslu Afurðaþróun er talsvert breytileg eftir landsvæðum og afurðir sunnlenskra kúa áberandi meiri en á öðrum landsvæðum. Hæstu meðalafurðir í einstöku héraði eru í Austur-Skaftafellssýslu þar sem þær eru kg af mjólk eftir kúna. Gláma 913 í Stóru-Hildisey II afurðahæst Með auknum afurðum fjölgar mikið þeim kúm sem eru að skila feikilega miklu mjólkurmagni. Árið 2004 eru 24 kýr sem skila yfir 10 þúsund kg af mjólk yfir árið, Skyrgámur í fullum skrúða Mjólkursamsalan og Bændablaðið efndu til litasamkeppni fyrir jólin á meðal lesenda Bændablaðsins af yngri kynslóðinni. Þátttakan var góð en dómnefnd verðlaunaði þrjár bestu myndirnar. Verðlaunahafarnir eru: Fyrstu verðlaun Sylvía Rún Rúnarsdóttir, Neðra-Vatnshorni, Hvammstanga Önnur verðlaun Sandra Haraldsdóttir, Grund, Svínadal, Blönduósi Þriðju verðlaun Hjálmar Birgir Jóhannsson, Spónsgerði, Arnarneshreppi, Akureyri Til gamans má geta að Sandra Haraldsdóttir sem er í öðru sæti lenti í fyrsta sæti í fyrra þegar Stúfur litli var fulltrúi jólasveinanna í litasamkeppni MS og Bændablaðsins. Sigurvegarinn fær í verðlaun Úrvalsævintýri H.C. Andersens og heilan kassa af kókómjólk. Í önnur og þriðju verðlaun var kassi af kókómjólk. Bændablaðið og Mjólkursamsalan þakka öllum upprennandi listamönnum kærlega fyrir þátttökuna. Rafmagnið ætti að lækka Almenn skynsemi segir að rafmagn ætti að lækka en ekki hækka. Landsmenn eru að eignast nýjar og öflugar virkjanir og að sama skapi er allt raforkukerfið að eflast og styrkjast. Þá ættu landsmenn að njóta ávinningsins af tækninýjungum og hagkvæmni af fyrirhugaðri samkeppni á raforkumarkaði. Hvernig? Jú, í lækkuðu rafmagnsverði! Enginn opinberu raforkuforstjóranna sér neina lækkun á rafmagnsverði fyrir sér og þess vegna verður almenningur að spyrja spurningarinnar: Hvers vegna ekki? Opinberu rafmagnsforstjórarnir boðuðu í fyrstu að hækka ætti rafmagnið í Reykjavík um dágóða prósentu en þingmenn stjórnar- og stjórnarandstöðuflokkanna ásamt borgarfulltrúum Reykjavíkur höfnuðu því. Núna virðist sem rafmagnsforstjórarnir ætli að koma hækkuninni út á land og í þokkabót til þeirra sem greiða nú þegar hæstu rafmagnsreikningana, þ.e. þeirra sem kynda hús sín með raforku. Einu fulltrúar almennings sem mótmæla hækkuninni virðast vera þingmenn stjórnarandstöðuflokkanna í Reykjavík en ekkert heyrist í stjórnarþingmönnum og lítið í sveitarstjórnarmönnum. Landsbyggðin á að afþakka þessa hækkun og fara fram á lækkun frekar en hækkun. Sigurjón Þórðarson alþingismaður sem er miklu fleiri gripir en dæmi eru um áður. Afurðahæsta kýrin var Gláma 913 í Stóru-Hildisey II í Austur-Landeyjum en hún mjólkaði kg af mjólk árið Þessi afrekskýr er dóttir Krossa og er hún fædd að Teigi í Fljótshlíð. Þetta eru mestu ársafurðir sem þekktar eru hjá íslenskri mjólkurkú. Búið í Stóru-Hildisey II hjá þeim Jóhanni og Hildi var eins og árið áður með mestar meðalafurðir allra búa í landinu og voru þær kg af mjólk eftir hverja kú. Þetta er glæsilegur árangur þó að afurðir séu örlitlu lægri en árið áður. Tvö önnur bú á Suðurlandi ná kg markinu að þessu sinni. Í næsta blaði verður gerð frekari grein fyrir niðurstöðum. Einnig skal bent á að ýmsar niðurstöður munu birtast bráðlega á vef BÍ, bondi.is. /JVJ Sylvía Rún Rúnarsdóttir frá Neðra - Vatnshorni litaði Skyrgám til sigurs. Hún fær Úrvalsævintýri H.C. Anderssens í verðlaun og kassa af kókómjólk. Aðalfundur Félags kúabænda á Suðurlandi verður haldinn í Árhúsum, Hellu, mánudaginn 31. janúar nk. kl Dagskrá: 1. Skýrsla stjórnar og reikningar félagsins. 2. Erindi. Torfi Jóhannesson, Landbúnaðarháskóla Íslands. 3. Kosningar: 9 aðalmenn í félagsráð og 3 til vara. 2 skoðunarmenn reikninga og 2 til vara. 8 fulltrúar á aðalfund Landssambands kúabænda og 8 til vara. 5 fulltrúar á aðalfund Búnaðarsambands Suðurlands og 5 til vara. 4. Önnur mál. Á fundi sínum 4. janúar sl. gerði félagsráð tillögu um skipun uppstillinganefndar vegna kosninga á aðalfundi og gert er ráð fyrir að hún starfi fram að fundi. Er þetta gert með fyrirvara um samþykki aðalfundar eins og lög félagsins kveða á um. Þeim, sem vilja koma á framfæri ábendingum vegna þessarar uppstillingar, er bent á að hafa samband við nefndarmenn en þeir eru: Grétar Einarsson, Þórisholti, formaður, sími: , netfang: griva@mi.is, Þórir Jónsson, Selalæk, sími: , netfang: thsb@simnet.is, Anna María Flygenring, Hlíð, sími: , netfang: hlidgnup@hotmail.com. Á árinu 2005 eru liðin 20 ár frá stofnun Félags kúabænda á Suðurlandi. Af því tilefni er nú unnið að útgáfu afmælisrits og hefur Tjörvi Bjarnason tekið að sér ritstjórn þess. Auk þess mun félagið taka á móti aðalfundi Landssambands kúabænda 8. og 9. apríl og jafnframt standa fyrir árshátíð kúabænda sem haldin verður laugardagskvöldið 9. apríl á Hótel Selfossi. Viljum við hvetja alla sunnlenska kúabændur sem möguleika hafa á að mæta á aðalfund félagsins svo og að taka þátt í öðrum uppákomum afmælisársins. Stjórn Félags kúabænda á Suðurlandi

20 20 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Hrútasýningar á svæði BSNÞ haustið 2004 Haustið 2004 voru haldnar 2 formlegar sýningar á veturgömlum hrútum í Norður-Þingeyjarsýslu, önnur á Ytra-Álandi fyrir fjárræktarfélagið Þistil og hin í Klifshaga sem var sameiginleg fyrir fjárræktarfélög Sléttunga og Öxfirðinga. Tókust þessar sýningar ágætlega og nutu bændur og gestir frábærrar gestrisni ábúenda á bæjunum þar sem þær voru haldnar. Dómarar á þessum sýningum voru Böðvar Pétursson frá Baldursheimi og María Svanþrúður Jónsdóttir. Einnig voru dæmdir hrútar heima á bæjum samhliða lambaskoðun og komu þar að verki auku Maríu þeir Jón Viðar Jónmundsson og Ari Teitsson. Haustið 2004 var vænleiki lamba allvíða talsvert undir meðaltali enda sumarið fádæma þurrkasamt og gróður víða lélegur. Engu að síður þá var framför í kjötmati feiknamikil, bæði í vöðvaflokkun og fituflokkun og sköruðu margir veturgamlir hrútar mjög fram úr hvað kjötgæði snertir. Til dóms komu 142 hrútar og fengu flestir fyrstu verðlaun. Af þessum 142 hrútum voru 36 með 84 stig og meira. Hæst dæmdi hrúturinn var Meistari frá Jóni Halldóri og Guðnýju á Ærlæk, en hann er undan Hyl og 99- Fiskeldisstöðin að Fellsmúla seld Fiskeldisstöðin að Fellsmúla í Landsveit hefur verið seld. Hún var á sínum tíma byggð upp af Landsvirkjun og sveitarfélögunum, sem þá voru, þ.e. Ásahrepp, Landmannahrepp, Djúpárhrepp og Holtahrepp. Stöðin var hluti af bótum sem Landsvirkjun greiddi vegna spillingar á landi undir lón og mannvirki. Fiskeldisstöðin var sameign Landsvirkjunar og sveitarfélaganna um árabil en síðan gekk Landsvirkjun út úr félaginu og skilaði stöðinni til sveitarfélaganna. Fyrir um það bil ári hóf stjórn fiskeldisstöðvarinnar könnun á möguleikum á sölu hennar til einkaaðila. Þrír gerðu tilboð í stöðina og var að lokum var gerður kaupsamningur við tvo einstaklinga sem tóku við rekstrinum í haust er leið. Að sögn Guðmundar Inga Gunnlaugssonar, sveitarstjóra Rangárþings ytra, hefur tafist að ganga endanlega frá málinu en unnið er að því um þessar mundir Meistari stigaðist með 87,5 stig en hann vann sér það fyrst til frægðar haustið 2003 að vera með þykkasta bakvöðva sem mælst hafði nokkru sinni í lambhrút, eða 42 mm. Veturgamall, þá 114 kg þungur, ómmældist hann og spjaldið 28 cm á breidd, alveg fádæma langur og þroskamikill hrútur og feikna vel gerður. Meistari var mikið notaður og liggja þegar fyrir sterkar vísbendingar um að þar fari mjög afgerandi kynbótahrútur hvað snertir vænleika og kjötgæði. Kjötmat á 116 sláturlömbum er 9,031 og 5,423, eða hlutfallið 1,665. Þegar kjötmat var reiknað inn í hjá hrútum með 84 stig eða meira reyndist sigurvegarinn vera Skari hjá Helga og Línu á Snartarstöðum 2. Hann er undan Ara og , en Ari er undan Grím Túlasyni sem hefur reynst mikill kynbótahrútur. Skari var 80 kg, 119 mm á legg og ómmældist Stigun hans var: 8,0-8,5-8,5-8,5-8,5-18,0-8,0-8,0-8,0 = 84 stig. Meðalfallþungi hjá honum (17 lömb) var 13,1 kg, gerðarmat 9,41 og fitumat 3,94, eða hlutfall upp á 2,388 en slíkt hefur ekki sést áður hjá nokkrum hrút í Norður-Þingeyjarsýslu. Rétt er að taka fram að Skari var eingöngu notaður á gimbrar þetta árið en frá fyrri slátrun til þeirrar síðari var hann eini hrúturinn sem bætti sig hvað varðaði þunga og flokkun þetta haustið. Þeir hrútar sem næstir komu í heildareinkunn voru Ylur á Snartarstöðum, sem einnig fór yfir 2 í hlutfalli milli gerðar og fitu, áðurnefndur Meistari á Ærlæk, þá Fúi og Saggi einnig á Ærlæk, Ási á Gunnarsstöðum, ættaður frá Snartarstöðum 2 og Dreitill á Þverá. Þar sem bændur eiga um nokkra valkosti að ræða við förgun á heyrúlluplasti og eru farnir að huga að förgun á nýbyrjuðu ári hefur Ari Teitsson, fyrrverandi formaður Bændasamtakanna, tekið eftirfarandi saman:,,samkvæmt lögum nr. 162/2002, með síðari breytingum, er innheimt sérstakt úrvinnslugjald af heyrúlluplasti. Gjald þetta hefur verið innheimt frá 1. janúar 2004 og er 25 kr. á hvert kg af innfluttu plasti. Úrvinnslusjóður fer með framkvæmd laganna. Í haust kom upp riðuveiki í sláturfé á bænum Austurhlíð í Biskupstungum. Beitt var nýrri aðferð sem greinir riðuveiki fyrr en eldri aðferðir og áður en einkenni veikinnar sjást á kindinni. Í framhaldi af því var tæplega fjögur hundruð ám fargað í Austurhlíð. Nokkru fyrir áramótin kom svo upp riðuveiki á tveimur bæjum í viðbót, fyrst á Runná við Berufjörð í Suður-Múlasýslu þar sem veikin kom fram með glöggum einkennum í 6 vetra gamalli á. Síðan fannst veikin óvænt á Ytri- Húsabakka í Skagafirði með sömu aðferð og hún hafði fundist í Austurhlíð. Fé á þessum bæjum verður fargað bráðlega. Þar eru um 300 fjár. Heilasýnin voru flest prófuð með hinni nýju aðferð í Noregi. Hún hefur nú þegar sannað gildi sitt. Nú er verið að byggja upp aðferðina til notkunar á Keldum og verður hafist handa þegar unnt er vegna kostnaðar. Riða hefur ekki komið áður upp á tveimur síðarnefndu bæjunum en á nágrannabæjum Runnár kom upp riðuveiki fyrir 6-8 árum. Svo er að sjá sem riðan hafi dulist á Berufjarðarströnd í 6 ár. Í nágrenni við Ytri-Húsabakka var veikin fyrir meira en áratug en í haust fannst hún á bænum Árgerði í Sæmundarhlíð sem rekur á sama afrétt og Húsabakki. Í Árgerði hafði veikin fundist löngu áður. Veikin virðist því hafa leynst enn lengur vestan Vatna í Skagafirði en á Berufjarðarströndinni. Förgun á heyrúlluplasti Bændur eiga nokkra valkosti Sigurður Sigurðarson dýralæknir: Stöðva þarf verslun með sauðfé á svæðum þar sem riðuveikihætta er Gjaldinu er ætlað að standa undir kostnaði við meðhöndlun heyrúlluplasts og endurnýtingu eftir að það hefur þjónað upphaflegum tilgangi. Úrvinnslusjóður greiðir ákveðna upphæð fyrir hvert kg af plasti sem er safnað um leið og fyrir liggur staðfesting á móttöku plastsins til endurnýtingar (eða urðunar). Endurgjald Úrvinnslusjóðs til bænda og þjónustuaðila vegna heyrúlluplasts er skv. gjaldskrá sjóðsins hverju sinni. Fyrir plast sem ráðstafað er til endurnýtingar innanlands sem erlendis eða til brennslu með orkunýtingu eru nú greiddar 35 kr./kg. Fyrir plast sem ráðstafað er til urðunar eru greiddar 8 kr. Á heimasíðu Úrvinnslusjóðs ( er greint frá þremur meginleiðum við söfnun og endurnýtingu. Þar má einnig nálgast nánari upplýsingar um þá skilmála sem uppfylla þarf fyrir greiðslu. Leið eitt: Bændur ganga frá plastinu og koma því til endurnýtingar og fá fyrir það greiðslu frá Úrvinnslusjóði. Margir bændur geta unnið saman auk þess sem búnaðarfélög og búnaðarsambönd geta skipulagt söfnunina hvert á sínu svæði. Leið tvö: Á vegum sveitarfélaga safna verktakar árlega eða oftar plasti frá bændum líkt og gert er sums staðar í dag. Úrvinnslusjóður greiðir verktaka þegar fyrir liggur að plastinu hefur verið skilað til endurnýtingar. Leið fjögur: Sveitarfélög reka söfnunarstöðvar þar sem tekið er við heyrúlluplasti frá bændum. Verktakar sækja plastið til söfnunarstöðva og flytja það til endurnýtingar að undangenginni nauðsynlegri forvinnslu. Verktakar fá greitt frá Úrvinnslusjóði þegar fyrir liggur að plastinu hefur verið Sigurður Sigurðarson dýralæknir, sem manna mest hefur barist við riðuveikina, segir það þreytandi þegar veikin kemur upp aftur og aftur á ákveðnum svæðum. Það sé oft vegna þess að menn hafi ekki farið eftir varúðarreglum. Hann hafnar því með öllu að riðuveikin sé ósigrandi. Á heildina litið hafi gengið vel að bæla riðuveiki niður þegar myndarlega hefur verið staðið að öllu. Svo er að sjá sem tekist hafi að útrýma henni í helmingi þeirra varnarhólfa sem sýkt voru þegar skipulegar aðgerðir hófust fyrir um 20 árum. Til að ljúka því verki þarf kraftmikla þátttöku bænda og ábyrgðarfulla samstöðu. Sigurður segir einstaka bændur vera kærulausa og hafi verslað með sauðfé og stundað viðskipti og flutninga sem hafi getað leitt til dreifingar á smiti svo sem hrútalán, hýsingu á aðkomufé með heimafé, heyskap, torf, landbúnaðartæki og hvaðeina smitmengað. Á svæðum þar sem riðuveiki hefur komið upp eru slíkir flutningar ólöglegir. Þá freistast margir sem hætta sauðfjárbúskap til þess selja fé sitt til lífs í stað þess að farga því. Hærra verð fæst fyrir kind á fæti en ef henni er slátrað. Athugandi sé hvort ekki teljist nauðsynlegt að hætta allri verslun með fullorðnar ær nema ef til vill til næsta nágranna með sameiginleg heimalönd vegna smithættunnar sem hlýst af ánum. Þær lenda á flakki við að leita að átthögum sínum fyrsta vorið og sumarið á nýju svæði. Það er líka hæpið vegna dýraverndarsjónarmiða að leggja slíkt á gamlar ær. Nauðsynlegt er til að geta litið eftir smitsjúkdómavörnum að allir noti eyrnamörk og merki fé sitt með löglegum, lituðum merkjaplötunum áletruðum skv. markaskrá. Hann bendir á að kynbótum verði best sinnt með því að nota sæðingar. Á sæðingarstöðvunum eru afburðahrútar skyldi maður ætla. Framfarir í djúpfrystingu gera þennan möguleika betri. Á svæðum þar sem riðuhætta er og verslun bönnuð eða takmörkuð, kemur til greina að leyfa flutning á lambhrútum frá ósýktum svæðum og ef menn þurfa að fjölga fé sínu á þessum stöðum kemur til greina að leyfa aðflutning á líflömbum. Ósýktu svæðin eru nokkur svæði á landinu þar sem riðuveiki hefur aldrei komið upp: Strandir norðan Bitru og Reykhólahreppur austan Þorskafjarðar, Snæfellsnes, Þistilfjörður, Slétta, Öxarfjörður, Öræfasveit og Suðursveit. Ef ábyrgir menn verða þess varir að menn ætli að taka áhættu varðandi flutninga á smitmenguðum varningi, verslun með fé eða annað, sem nefnt var hér, ættu þeir að herða sig upp og vara viðkomandi við. Oftast er slíkt gert af vanþekkingu. Ef menn hafa sig ekki í það að fræða viðkomandi um vafasama breytni sína eða áhættan hefur verið tekin ætti, að sögn Sigurðar, strax að hafa samband við dýralækni. Oftast er hægt að afstýra óhappi, ef ekki er sagt of seint frá. Heimildarmenn njóta nafnleyndar óski þeir þess skilað til endurnýtingar. Úrvinnslusjóður greiðir sveitarfélögum söfnunarstöðvargjald fyrir veitta þjónustu á söfnunarstöðvum. Sveitarfélög ákveða lögum samkvæmt fyrirkomulag söfnunar á heimilis- og rekstrarúrgangi og er þeim málum sinnt með mismunandi hætti. Í sumum sveitarfélögum eru starfræktar söfnunarstöðvar/gámasvæði en í öðrum eru það verktakar sem sækja sorp heim á bæi með reglulegu millibili t.d. vikulega. Sveitarfélög munu væntanlega í framhaldi af þessum skilmálum Úrvinnslusjóðs kynna bændum þær leiðir sem boðið verður upp á varðandi förgun á heyrúlluplasti. Bændur einn eða fleiri saman geta eigi að síður sótt um að skila plasti beint til ráðstöfunaraðila. Þá þarf að semja við ráðstöfunaraðilann um hvaða gjald hann tekur fyrir ráðstöfun sem getur verið brennsla, útflutningur eða urðun. Bóndinn greiðir ráðstöfunaraðilanum en fær greiðsluna frá Úrvinnslusjóði. Velji bændur þessa leið virðist vænlegast að pakka plastinu með þeim rúlluvélum og ferbaggavélum sem til þess henta og skila sjaldan, jafnvel á nokkurra ára fresti.

21 Þriðjudagur 25. janúar Fræðaþing landbúnaðarins febrúar 2005 Dagskrá Fimmtudagur 3. febrúar - Fundarsalur í húsi Íslenskrar erfðagreiningar kl. 08:15 Skráning og afhending gagna - 09:00 Setning: Áherslur bænda í umhverfismálum Haraldur Benediktsson, Bændasamtökum Íslands Heilbrigði lands og lýðs Fundarstjóri: NN - 09:20 Ísland og Kyotóbókunin Auður Ingólfsdóttir, UMÍS ehf. Environce, Borgarnesi - 09:50 Kolefnisbinding með nýskógrækt. Hvar stöndum við og hverjir eru möguleikarnir? Bjarni Diðrik Sigurðsson, Arnór Snorrason, Bjarki Þór Kjartansson og Brynhildur Bjarnadóttir, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá - 10:20 Kolefnisbinding og endurreisn landkosta Andrés Arnalds og Anna María Ágústsdóttir, Landgræðslu ríkisins - 10:40 Kaffihlé - 11:00 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Hlynur Óskarsson, Jón Guðmundsson og Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 11:40 Umhverfis landbúnaðinn: Breyttar þarfir - breyttar leiðir? Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 12:10 Matarhlé - 13:20 Dýrafita (jórturd.) með tilliti til hollustu í manneldi. Bragi Líndal Ólafsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 13:50 Hvað vitum við um samband fæðuneyslu og heilsufars? Margrét Leósdóttir, læknir, Háskólasjúkrahúsið UMAS, Malmö, Svíþjóð - 14:20 Kaffihlé - 14:40 Mjólkurvörur og heilbrigði Einar Matthíasson, Mjólkursamsölunni - 15:10 Fagleg undirstaða íslenskrar manneldisstefnu Inga Þórsdóttir, Rannsóknastofu í næringarfræði - 15:40 Hollusta grænmetis Ólafur Reykdal, Matra - 16:10 Fundarhlé Veggspjaldakynning í Ársal Hótel Sögu. Föstudagur 4. febrúar - A-salur - Hótel Saga Framleiðsluaðstæður á Íslandi: Ógnun eða tækifæri Fundarstjóri: NN - 09:00 Sumarexem í íslenskum hrossum - Erfðir og umhverfi Sigríður Björnsdóttir, Embætti yfirdýralæknis - 09:20 Félagsatferli hrossa Hrefna Sigurjónsdóttir, Kennaraháskóla Íslands og Anna Guðrún Þórhallsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands - 09:40 Orkuefnaskipti kúa um burð Grétar Hrafn Harðarson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 10:00 Snefilefni í fóðri Arngrímur Thorlacius, Landbúnaðarháskóla Íslands - 10:20 Umræður - 10:35 Kaffihlé - 10:55 Athuganir á orsökum kálfadauða Baldur Helgi Benjamínsson, Bændasamtökum Íslands - 11:15 Rannsóknastarfið á Hesti Eldi lamba og rekstrarlíkan í sauðfjárframleiðslu Emma Eyþórsdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 11:40 Fjárhúsgólf - samanburður sex gólfgerða Sigurður Þór Guðmundsson og Torfi Jóhannesson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 11:55 Umræður 12: Matarhlé og veggspjöld - 13:20 Bygging móajarðvegs og áhrif jarðvinnslu Hólmgeir Björnsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 13:50 Sprotabú, þáttur ræktunarskipulags í hagkvæmri fóðuröflun Þóroddur Sveinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 14:10 Verkun korns og verslun með það Bjarni Guðmundsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 14:30 Umræður - 14:45 Kaffihlé - 15:05 Íslensk skógarúttekt Arnór Snorrason, Rannsóknastöð Skógræktar Mógilsá - 15:25 Áburður í skógrækt Hreinn Óskarsson, Skógrækt ríkisins - 15:45 Gulvíðir og loðvíðir: rusl eða álitlegur kostur í landgræðslu? Kristín Svavarsdóttir, Landgræðslu ríkisins - 16:05 Ræktun blómlauka á Suðurlandi Björn Gunnlaugsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 16:25 Kálæxlaveiki á Íslandi Guðni Þorvaldsson og Halldór Sverrisson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 16:45 Umræður - 17:00 Þingslit Föstudagur 4. febrúar - Ársalur - Hótel Saga Íslenskt landslag - vannýtt auðlind? Fundarstjóri: NN kl. 09:00 Landslagið er auðlind Auður Sveinsdóttir og Hildur Stefánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands - 09:30 Búfjárhald í Hálsasveit og Hvítársíðu og þróun gróðurfars Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Björn Þorsteinsson, Landbúnaðarháskóla Íslands - 09:50 Viðhorf almennings til skógræktar og landgræðslustarfs Sherry Curl, Skógrækt ríkisins, Karl S. Gunnarsson og Hrefna Jóhannesdóttir Rannsóknastöð Skógræktar ríkisins og Guðjón Magnússon, Landgræðslu ríkisins - 11:10 Umræður - 10:25 Kaffihlé - 10:45 Þróun byggðar út frá náttúrufarslegum forsendum Sigríður Kristjánsdóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands - 11:05 Áhrif friðlýsinga á landbúnað og byggðaþróun Árni Bragason, Umhverfisstofnun - 11:35 Barnsskónum slitið: framtíðarsýn íslenskrar ferðaþjónustu Guðrún Þóra Gunnarsdóttir, Hólaskóla - 11:55 Umræður 12: Matarhlé og veggspjöld - 13:20 Þróun ferðaþjónustu í dreifbýli og efnahagsleg áhrif Ásgeir Jónsson, Viðskipta- og hagfræðideild Háskóla Íslands - 13:50 Efnahagsleg áhrif lax- og silungsveiða og staða auðlindarinnar Sveinn Agnarsson, Hagfræðistofnun Háskóla Ísland - 14:20 Nýsköpunarstarf í ferðaþjónustu Árni Jósteinsson, Bændasamtökum Íslands, Sævar Skaptason, Ferðaþjónustu bænda og Jón G. Guðbjörnsson, Framleiðnisjóði landbúnaðarins - 14:40 Umræður - 14:55 Kaffihlé - 15:15 Ísland - ævintýraland Christiane Mainka, Hólaskóla - 15:35 Matur er minning: íslensk matarmenning í öndvegi Laufey Haraldsdóttir og Ólöf Hallgrímsdóttir, Hólaskóla - 15:55 Hestatengd ferðaþjónusta á Íslandi: atvinnugrein eða tómstundagaman? Ingibjörg Sigurðardóttir, Hólaskóla - 16:15 Ferðaþjónusta bænda - ný tækifæri Marteinn Njálsson, Félag ferðaþjónustubænda - 16:35 Umræður - 17:00 Þingslit

22 22 Þriðjudagur 25. janúar 2005 Smá auglýsingar Sími Fax Netfang Til sölu Tilboð óskast í lítra greiðslumark í mjólk sem selst í einu lagi. Tilboð merkt "Mjólkurkvóti" sendist í pósthólf 52, 310 Borgarnesi fyrir 9. febrúar nk. Gull- og silfursmíðavals til sölu. Vinnslubreidd 90 mm, þvermál á keflum 48 mm. Nánari uppl. í síma Til sölu átta hvolpar af minkahundakyni, hálfur Terrier og hálfur Spaniel. Uppl. í síma Til sölu afrúllari og traktor. Fiat 80-90, 4X4 árg. 91, 80hö, vinnust. Alö ámoksturstæki, nýlega skipt um kúplingu, startkrans, startara, vatnsdælu, dekk að framan, ásamt fl. Vélin er í góðu ástandi og lítur vel út m.v. aldur. Verðhugmynd kr þús. án vsk. Mótorknúinn (vökva) afrúllari með tækjafestingum eða aftan á traktor. Uppl. veitir Þorbergur, gsm: Rúlluskerar (heyskerar) til sölu, léttir, aðeins 2,2 kg. Baaderblöð sem bíta mjög vel og lengi. Sendum um allt land. Uppl. í síma Til sölu notaðar hillugrindur (stálgrindur) á góðu verði. Grindurnar eru ætlaðar fyrir bretti. Hæð á grindum er 5,0 m. Dýpt á hillum 100 sm. Lengd 2,4 m. Þær henta einnig vel til geymslu á ýmsum tækjum svo sem snjósleðum, tjaldvögnum, stórsekkjum o.fl. Upplýsingar gefur Ágúst í síma Til sölu Zetor 7745 með ámoksturstækjum, brotna blokk, ný vökvadæla, nýleg kúpling, góð dekk að aftan, annað í sæmilegu lagi. Á sama stað vantar hitakút, frystikistu og góðan hnakk. Uppl. í síma Til sölu TCM lyftari Gengur bæði fyrir gasi og bensíni, lyftigeta 1500 Kg. Verð Vsk. Uppl. gefur Pétur í síma Til sölu Toyota Hilux, Double Cab, diesel árg. 90. Bíll í góðu ástandi. Uppl. í síma Til sölu. Rúlluvél Krone KR 10-16, árg. 98. Fastkjarnavél með netbúnaði, fæst á góðu verði. Uppl. í síma Til sölu kvíga, burðartími febrúar til mars. Sími Til sölu Case 4230 dráttarvél, árg. '97, með Veto 2015 tækjum. Uppl. í síma Til sölu Zetor 7245 árg. '88 með tækjum. Í mjög góðu ástandi. Einnig skófla, rúllugreip og tveggja metra Kuhn diskasláttuvél. Helst að selja allt saman. Til greina kemur að taka ódýran, bilaðan traktor uppí. Uppl. í síma Kvígur til sölu, burðartími mánaðamótin janúar - febrúar. Einnig Alfa Laval rörmjaltakerfi. Ýmis skipti koma til greina. Uppl. í síma og Til sölu um lítra mjólkurkvóti, um lítrar eftir á þessu verðlagsári. Tilboð sendist á kalfur@sol.dk. Öllum tilboðum svarað. Til sölu Nissan 2,8 díselvél. Uppl. í síma Til sölu kvígur, burðartími febrúar / mars. Fjallsbúið, sími Skosku Ewe-babe og 1-Tag fjármerkin frá RoxanID eru frábær bæði í lömb og fullorðið fé. Allir litir fáanlegir. Sendum sýnishorn ef óskað er. Erum að taka niður pantanir fyrir vorið, gamla verðið gildir fyrir þá sem panta í janúar. Óska eftir Óska eftir vatnskassa í Ford Econoline E350, árg. '90. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa gamlar byssur, t.d. Kongsberg eða Husqvarna, einnig gamla riffla. Allt kemur til greina. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa dráttarvél, 4x4. Stærð: hö. Má þarfnast viðgerðar. Uppl. í síma eða Óska eftir rófusáningarvél og stórum skítadreifara. Uppl. í síma og Óska eftir ýmislegu fyrir minkabúskap. Til dæmis hvolpabotnum, fóðursíló, fláningstækjum, fóðurvél og fleira. Uppl. í síma Óska eftir að kaupa gamla, heillega, litla dráttarvél til uppgerðar. Ýmislegt kemur til greina. Uppl. í síma Fóðurvagn óskast. Viljum kaupa notaðan rafknúinn fóðurvagn (12v). Þarf að vera í góðu standi. Uppl. í síma Óska eftir snjóskóflu á gömul Alö-tæki. Uppl. í síma Þjónusta Steypusögun Norðurlands auglýsir. Steypusögun, múrbrot, kjarnaborun og raufasögun í gólf fyrir hitalagnir. Snyrtileg umgengni. Uppl. í síma , Sævar. Bændur, þarf traktorinn útlitslagfæringu? Ryðbæti, rétti og sprauta. Er á Suðurlandi. Sími: Viltu léttast eða þyngjast, fá aukna orku í dagsins önn. Herbalife, frábær líðan. Shapeworks, þyngdarstjórnunarkerfi sérsniðið að þörfum hvers og eins. Hafðu samband á lifstill@visir.is Atvinna Strákur á sautjánda ári óskar eftir að komast í sveit sem vinnumaður. Helst þar sem eru hestar, annars kemur allt til greina. Vinsamlegast hafið samband við Unni í síma Ferð fyrir sveitunga! Sæluvika í Svartaskógi Litlir hópar lifandi ferðir Ferðaskrifstofan Ísafold Sími: Sjá nánar: Sauðfjárbændur athugið! Ewe-babe merki (Eva) Tölvupóstur: astaff@hvippinn.is 1-Tag merki (Adam) Símar , og Ásta F. Flosadóttir og Þorkell M. Pálsson Nánari uppl. á 50 ára kona óskar eftir starfi í sveit. Vön innivinnu. Laus strax. Uppl. í síma ára strákur óskar eftir að komast sem vinnumaður í sveit í sumar. Er þaulvanur og búinn að vera í sveit á sumrin frá 6 ára aldri. Vill helst komast á blandað bú með sauðfé og kýr. Uppl. í síma eða , Ragnar. Tvítug þýsk stúlka með mikinn áhuga á hestum óskar eftir vinnu í sveit frá júlí og út september. Uppl. í síma , Ásdís. Starfskraft vantar til að vinna við mjaltir og almenna skepnuumhirðu. Reynsla af mjöltum nauðsynleg. Nánari uppl. veita Sighvatur eða Álfheiður í s: og/eða hofdi@snerpa.is. Einkamál Karlmaður á sextugsaldri í sveit óskar eftir kynnum við konu með sambúð í huga. Uppl. í síma Tapað Rauðblesóttur hestur tapaðist frá Iðu í Biskupstungum um 20. desember. Þeir sem hafa orðið varir við hestinn eru beðnir um að hringja í síma Landini Legend 130 árg með frambúnaði til sölu. Dráttarvél í mjög góðu ástandi. Upplýsingar hjá Sturlaugi Jónssyni og co í s og Polaris Sportsman 500 4X4 árg 01,02,03og 04, Polaris Sportsman 700 4x4 árg 02 Polaris Sportsman Diesel 4x4 árg 99 Polaris Sportsman 500 6x6 árg 00 Yamaha Grizzly 660 4x4 árg Nýtt Yamaha Kodiak 4x4 400 árg 01 Yamaha Bruin 350 4x4 árg Nýtt Yamaha kodiak 400 4x4 árg Nýtt Honda TRX 300 4x4 árg 96 Kawasaki KVF 300 4x4 árg 00 Góð Hjól á góðu verði með VSK Plus Gallery ehf s: Framleiðnisjóður landbúnaðarins styður: atvinnuuppbyggingu nýsköpun þróun rannsóknir endurmenntun í þágu landbúnaðar. Kynntu þér málið: Veffang: Netpóstfang: fl@fl.is Sími: Aðsetur: Hvanneyri 311 Borgarnes Fóðurvagn óskast Viljum kaupa notaðan rafknúinn fóðurvagn (12v ). Þarf að vera í góðu standi. Upplýsingar í síma DALVEGI 16c 201 KÓPAVOGI SÍMI RAFVORUR@RAFVORUR.IS

23 Þriðjudagur 25. janúar ferðir í gegnum Hvalfjarðargöngin Á síðasta ári keyptu félagsmenn stéttarfélaganna í Þingeyjarsýslum miða í Hvalfjarðargöngin á Skrifstofu stéttarfélaganna á Húsavík sem jafngildir ferðum í gegnum göngin. Hefðu félagsmennirnir keypt miðana fyrir sunnan þegar þeir fóru í gegnum göngin hefðu þeir þurft að greiða 2.4 milljónir eða kr fyrir ferðina. Hins vegar greiddu þeir tæplega 1.7 milljónir fyrir miðana á Skrifstofu stéttarfélaganna eða kr. 700 fyrir ferðina. Þannig spöruðu þeir sér 700 þúsund á árinu 2004 með því að vera félagsmenn. Þess má geta að stéttarfélögin í Þingeyjarsýslum voru fyrst félaga til að bjóða upp á þessa þjónustu við félagsmenn. Óhætt er að segja að kjarabótin leynist víða því sparnaður félagsmanna á síðustu árum nemur nokkrum milljónum varðandi ferðir í gegnum göngin þar sem aðild að stéttarfélögunum tryggir þeim lægra verð. Ástæðan fyrir því að félagsmenn fá ferðina á 700 krónur er að stéttarfélögin kaupa mikið magn af miðum sem er mun ódýrarra heldur en að kaupa einstakar ferðir þegar farið er í gegnum göngin. Þetta kemur fram á vef verkalýðsfélaganna á Húsavík. Heimildamynd um Austurdal frumsýnd Fyrir skömmu var frumsýnd á Sauðárkróki mynd um Austurdal í Skagafirði sem að mestu var tekin sumarið Austurdalur fór í eyði árið 1997 þegar Helgi Jónsson, bóndi á Merkigili, lést af slysförum. Dalurinn er úr alfaraleið en þykir mikil náttúruperla og er vinsælt svæði útivistarfólks. Þar er rekið stóð til sumarbeitar og slangur af sauðfé fer inn á svæðið. Þar er því farið a.m.k. tvisvar í göngur á hverju hausti. Í myndinni er fylgst með Stefáni Hrólfssyni, gangnaforingja og fyrrverandi bónda á Keldulandi, og félögum hans. Stefán hefur séð um smölun í Austurdal í tugi ára, byrjaði að fara þar í smalamennsku 12 ára gamall og hefur farið þangað í göngur á hverju ári síðan, en hann er nú 77 ára. Um smölun í Austurdal er sérstakur félagsskapur, Gangnamannafélag Austurdals. Allir sem fara í smölun í dalinn verða sjálfkrafa meðlimir í gangnamannafélaginu. Tökur á myndinnni hófust 17. júní þegar Stefán rak hross sín í sumarhagann og þeim lauk síðan í nóvember þegar atriði með karlakórnum Heimi var tekið upp. Í myndinni er fylgst með þegar hrossum er smalað í seinni göngum og einnig nokkrum kindum sem urðu eftir í fyrri leit í september. Auk smalamennsku er í myndinni hinni árlegu messu í Ábæjarkirkju gerð góð skil. Stefán er að sjálfsögðu aðal söguhetjan í myndinni og hefur frá mörgu að segja á sinn sérstaka hátt þar sem gleðin og húmorinn er aldrei langt undan. Einnig eru mörg myndskeið af hrikalegri og stórbrotinni náttúru á þessum slóðum, ekki síst sjálfu Merkigilinu. Árni Gunnarsson frá Flatartungu er aðalframleiðandi myndarinnar og segir hann að myndin sé tileinkuð látnum vinum hans af þessu svæði. Höfundur texta er Ingimar Ingimarsson. Þeir félagar ólust báðir upp í Blönduhlíðinni og þekkja Austurdalinn vel. Myndatökur sá Þorvarður Björgúlfsson um en hann hefur áður myndað á þessum slóðum. Myndin tekur um 45 mínútur í sýningu og verður hún væntanlega sýnd í sjónvarpi síðar á árinu. ÖÞ Umsóknir um framlög vegna þróunarverkefna og jarðabóta 2005 Frestur til að sækja um framlög vegna þróunarverkefna og jarðabóta skv. Búnaðarlagasamningi á árinu 2005 er til 1. mars nk. Ekki hafa verið gerðar neinar breytingar á reglum um hvaða framkvæmdir fái framlag. Einu breytingarnar eru á umsóknarfresti sem er til 1. mars og að framlag til kornræktar þarf ekki að sækja öðruvísi en á þann hátt að tilkynna það fyrir 1. júní til þeirra ráðunautastofa, sem sjá um úttektir. Reglurnar er að finna á Netinu undir slóðinni á síðum ráðgjafar-og félagssviðs. Þar er líka umsóknareyðublöð að finna auk þess sem þau má fá hjá ráðunautum. Reglurnar verða birtar í næsta Bændablaði. Bændasamtök Íslands - Bændahöllinni v. Hagatorg - Reykjavík s Legendary Farm Tractors - Bókin sem seldist upp fyrir hátíðarnar bls. um dráttarvélar fyrr og nú - Tegundir í stafrófsröð - Yfir 650 ljósmyndir Bílskúra- og iðnaðarhurðir Smíðum sérlega vandaðar bílskúrs- og iðnaðarhurðir eftir málum. Þær eru léttar og auðveldar í notkun. Einangrun er á öllum köntum. Fáanlegar í mörgum stærðum og gerðum, með eða án glugga. Einnig fáanlegar með mótordrifi. Verðdæmi: 3000 mm X 3000 mm = kr ,- m/vsk Afgreiðslutími hurða 3m hæð, 4 dagar. Vagnar & þjónusta ehf Tunguháls 10, 110 Reykjavík Sími: , Fax: Fjós eru okkar fag Mikið úrval tæknibúnaðar í fjós: Weelink - fóðrunarkerfi o Básamilligerðir og átgrindur o Básadýnur o Steinrimlar o Flórsköfukerfi o Uno Borgstrand náttúruleg loftræsting o Kjarnfóðurbásar og kálfafóstrur o Propydos - súrdoðabrjótur o Plastgrindur í gólf o Þráðlausar eftilitsmyndavélar o Fjósbyggingar - Hönnun og ráðgjöf Landstólpi ehf. Lárus Pétursson Arnar Bjarni Eiríksson s: / s: /

24

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit

Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 10-11 Landgræðsla á Íslandi í heila öld 13 Kennileiti hverfur í Belgsholti í Melasveit 15 Alþjóðlegur fræbanki á Svalbarða Breytingar á áburðarmarkaði Á Markaðssíðu Bændablaðsins er í dag fjallað um horfur

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða

Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Bifröst Journal of Social Science 2 (2008) 125 WORKING PAPER Staðsetning landbúnaðar: áhrif spurnar eftir landi á framleiðslu svæða Kolfinna Jóhannesdóttir Ágrip: Í kjölfar mikillar umræðu um hækkun landverðs

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Fyrstu fjárréttir 2. september

Fyrstu fjárréttir 2. september 16 26 Líkur á að sauðfjárbúskapur leggist af á Dalatanga Enn eitt aðsóknarmetið slegið fyrir norðan Bærinn okkar Ærlækjarsel II 16. tölublað 2012 Fimmtudagur 23. ágúst Blað nr. 377 18. árg. Upplag 24.500

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information