9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði

Size: px
Start display at page:

Download "9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði"

Transcription

1 9. tbl nr. 488 Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í hornfundarherberginu í Borgartúni 7. Gunnar hljóðritar samtalið og notar heyrnartólin til að heyra hvernig upptakan hljómar. Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri Gunnar Gunnarsson fékk Helga Hallgrímsson til fundar við sig 19. desember 2013 og síðan aftur 24. janúar Þeir ræddu um uppvöxt og skólagöngu Helga og störf hans hjá Vegagerðinni. Viktor Arnar Ingólfsson skrifaði samtal þeirra niður og fer fyrsti hluti þess hér á eftir. Auk þessa samtals er einnig haft til hliðsjónar handrit að fyrirlestri sem Helgi hélt fyrir bekkjarsystkini sín úr Menntaskólanum í Reykjavík dagsett 27. febrúar Þess má einnig geta að stuttu eftir að Helgi lét af störfum hjá Vegagerðinni birtist við hann ítarlegt viðtal í Morgunblaðinu, sunnudaginn 4. maí 2003, bls. 24, ritað af Hildi Einarsdóttur. Það er auðfundið á timarit.is. Þótt mikið til sé fjallað hér um sama efni kemur ýmislegt fram í viðtali Hildar sem ekki er endurtekið hér. Framhald þessa samtals verður svo birt í næstu tölublöðum. Barnæska á Seyðisfirði GG: Við byrjum á hefðbundnum nótum, að heyra frá þér hvar þú ert fæddur og uppalinn. HH: Ég er fæddur á Seyðisfirði. Reyndar úti í sveitinni þar, á bænum Selsstöðum um 10 km utan við kaupstaðinn, norðan megin. Þar átti ég heima fyrstu þrjú ár ævinnar. Voru foreldrar þínir bændur þar? Já, þau voru bændur þar, voru sveitafólk ofan af Héraði. Faðir minn var þá þegar farinn að missa heilsuna, var með asma. Þessvegna fluttu þau að læknisráði að sjó og síðan í kaupstaðinn. Héldu reyndar áfram að vera sveitafólk með smá búskap. Faðir minn lést svo þegar ég var sjö ára. Hvar bjugguð þið á Seyðisfirði? Þegar við fluttum í kaupstaðinn 1936 þá leigðum við í húsi sem var kallað Nýja húsið og hafði verið flutt frá Skálum á Langanesi og endurreist á Seyðisfirði rétt fyrir Þetta skilst mér að hafi verið fyrsta fjölbýlishúsið á Seyðisfirði, tvær hæðir, hvor tæplega 80 m 2 að grunnfleti, og þarna bjuggu fjórar fjölskyldur með samtals níu börn. Húsið stendur ennþá beint á móti kirkjunni. Móðurafi minn og móðurbróðir bjuggu fyrir á Seyðisfirði og stórfjölskyldan rak búskapinn í sameiningu. Hvor fjölskylda átti sína kú og auk þess var afi alltaf með kindur. Tún Seyðfirðinga voru ýmist inni í 9. tbl. 27. árg. nr nóvember 2014 VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlaunaþegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi 1

2 Seyðisfjörður fyrir seinna stríð. Ljósmynd: Þjóðminjasafnið. bænum á þessum tíma eða í jaðri bæjarins. Tún afa var í inni í miðjum bæ og gaf af sér eitt kýrfóður. Okkar tún var aftur innan við bæinn og gaf af sér annað kýrfóður. Stunduðu foreldrar þínar þá ekki aðra vinnu með? Eftir að ég man eftir pabba var hann mest á sjúkrahúsinu á Seyðisfirði. Ég, satt að segja, man ekki eftir honum í vinnu. En móðir mín vann allt sem til féll. Hvernig var efnahagurinn á þessum tíma, við þessar aðstæður? Hann var frekar þröngur en þetta hafðist með sparsemi og þessum mörgu stoðum og búskapnum. Móðir mín seldi mjólk, hún vann í fiski, skúraði og gerði ýmislegt fleira. Prjónaði mikið og seldi. Var sjálfstæður atvinnurekandi má segja. Allt kom þetta þannig út að það dugði. Á hvaða aldri voru bræður þínir þegar faðir þinn dó? Þeir voru 10 og 12 ára, ég var yngstur. Manstu eftir honum? Já, ég man eftir honum en þær minningar eru nokkuð brotakenndar. Hann var á spítala nánast samfellt síðustu tvö árin eða svo. Ég heimsótti hann auðvitað oft þar. Og aðeins man ég eftir honum heima en það er í litlum mæli. Það að missa foreldri sitt ungur, það leiðir svona til ákveðinnar stöðu á heimilinu ef svo má segja. Hann er þarna úr leik, er á sínum stað og ekki talað mikið um hann. Hann er á ákveðnum stalli. En hann var búinn að vera það veikur, þetta var langur aðdragandi og dauðinn kom ekkert á óvart. Afkoma heimilisins breyttist ekki svo mikið þegar hann fellur frá? Nei, það held ég ekki. Ég hef stundum verið að hugsa um það síðar að hún kannski léttist frekar heldur en hitt. En þú ert þarna ungur drengur á Seyðisfirði á stríðs árun um. Og þið bræður hafið gangið þar í barnaskóla, er það ekki? Jú, jú, og stríðsárin eru náttúrulega umbrotatímar þarna og settu mjög mikinn svip á mannlífið. Þú manst vel eftir þessum tíma? Já, ég er orðinn 12 ára þegar stríðinu lýkur. Þarna eru þúsundir hermanna, Maður hefur heyrt ýmsar tölur um fjölda hermanna en á prenti hef ég séð að þeir hafi verið tvisvar til þrisvar sinnum fleiri en íbúarnir sem voru líklega liðlega 1000 í kaupstaðnum og Seyðisfjarðarhreppi. Hvernig upplifðir þú komu hersins til Seyðisfjarðar? Voru hermennirnir fyrirferðarmiklir? Herinn kemur til Seyðisfjarðar 1940 um vorið, reyndar aðal heraflinn dálítið seinna, líklega í júnílok. Áður höfðu komið einhverjir smáflokkar. En ég var þá bara 7 ára og man lítið eftir komunni sem slíkri. Hins vegar varð herinn mjög yfirþyrmandi á staðnum. Herinn byggði stór braggahverfi utan við bæinn en auk þess byggðu þeir dálítið af bröggum inn á milli húsa þó að líklega hafi verið reynt að sporna við því af hálfu bæjaryfirvalda. En stóru hverfin voru utan við bæinn að mestu leyti. Herinn setti fljótt mikinn svip á bæinn og bæjarlífið. Allir, sem vettlingi gátu valdið, fengu atvinnu, en hún hafði verið takmörkuð kreppuárin á undan. Samskipti hermannanna við ungt fólk af báðum kynjum urðu allmikil og þeir hændu gjarnan krakkana að sér með sælgæti. Á mínu heimili var sú stefna tekin að hafa sem minnst samskipti við hermennina og var henni fylgt öll stríðsárin. Nú voru gerðar loftárásir á Seyðisfjörð á þessum tíma. Manstu eftir þeim? Já, ég man nokkuð eftir þeim. Í fyrra skiptið var loftárás gerð í byrjun september Þá stóðu yfir skipti á Foreldrar Helga, Málfríður Þórarinsdóttir og Hallgrímur Helgason. milli Breta og Bandaríkjamanna, og fjörðurinn var fullur af skipum sem voru að flytja Bandaríkjamennina til Seyðisfjarðar. Fyrir hádegi var ég í sendiferð út í frystihús. Þar leigðu margar fjölskyldur á Seyðisfirði geymsluhólf fyrir mat. Ég var að sækja einhver matvæli og var á leiðinni heim aftur framhjá hermannabröggum sem voru þarna á ströndinni en dálítið innar en frystihúsið. Þá standa þar bresku hermennirnir úti í gættinni og góna upp í loftið, og ég fer þá að góna upp í loftið með þeim. Þá er flugvélin rétt að kasta sprengjunum. Kemur norðan yfir og flýgur skáhalt yfir fjörðinn og ég sé tvær sprengjur falla til jarðar. Voru gefin einhver loftvarnarmerki? Nei, það voru ekki gefin nein loftvarnar merki og það var ekki hleypt af neinum skotum úr landi. Voru engin viðbrögð við árásinni? Ekki að hálfu Bretanna en það mun hafa verið skotið eitthvað af skipum. Fjörðurinn var fullur af skipum í tilefni skiptanna. Flugvélamóðurskip og herskip af öllum tegundum. Það mun hafa verið skotið eitthvað af flugvélamóðurskipinu. Það var einhver búnaður til að gefa merki þarna, var það ekki? Það var nú bara brunaflautan upphaflega en hún var stundum að klikka og þá áttu fallbyssuskot að koma í staðinn. En á meðan Bretarnir voru þá var mjög lítið um loftvarnarmerki og engar árásir á bæinn fyrr en þetta. Þarna slösuðust tveir drengir, annar missti fót en hinn slasaðist lítillega. Sástu þegar þeir urðu fyrir sprengjunni? Ég var nokkur hundruð metrum frá og vissi ekkert um það fyrr en seinna að þeir höfðu slasast. Þeir voru yngri en ég svo ég þekkti þá ekkert. Maður var svo vitlaus að ég skynjaði enga sérstaka hættu eða vá og hélt bara áfram minni sendiferð. Það var svo síðar sem þeir hittu El Grillo? Það er seint í stríðinu, seinni part vetrar Þá voru gefin loftvarnarmerki skömmu fyrir hádegi og allir krakkar í skólanum lokaðir inni. Þá hittu þeir skipið en ekki ofansjávar. Sprengjan kom í skipið framan til rétt undir sjávarmáli og þar myndaðist stórt gat og skipið byrjaði að síga að framan. Það er síðan allan daginn að sökkva og afturendinn hvarf ekki í sjó fyrr en um kvöldið. Þú varst í barnaskóla á Seyðisfirði náttúrulega og laukst þar barnaskólaprófi sem væntanlega hefur heitið svo þá. Vannstu með eða vannstu á sumrin á meðan þú varst þarna? Allir sem gátu unnu náttúrulega eitthvað. Alltaf annað slagið var dálítið um fiskvinnu, það var verkaður saltfiskur þarna. Reyndar var ein af afleiðingum stríðsins sú að fjörðurinn var meira og minna lokaður þannig að það var dálítið erfitt um útgerð. Kafbátagirðing lá þvert yfir fjörðinn og umferð um hana var takmörkunum háð. En samt var þarna saltfiskverkun og svolítil útgerð lengst af. Maður var í að breiða saltfisk og taka saman bara um leið og maður gat sæmilega loftað einum fiski. Stundum komst ég í sendilsstarf og svo var auðvitað ýmis vinna við smábúskapinn sem maður tók þátt í. En það gafst líka góður tími til leikja og í minningunni er bjart yfir æskuárum mínum á Seyðisfirði. En fórstu á þessum tíma eitthvað í sumarvinnu annað? Í sveit fór ég fyrst til lengri dvalar 11 ára upp á Hérað og var þar þrjú sumur. Varstu þar hjá góðu fólki? Já, hjá góðu fólki á Hofi í Fellahreppi. Ég var eini krakkinn á búinu. Meðal fastra starfa var að reka kýrnar og sækja þær. Svo var þar nú tíska eins og alls staðar á landinu að strákum var smíðað orf og maður var látinn slá og raka. Einnig að kljúfa tað og hreykja taði. Reyndar fékk ég að taka þátt í öllum bústörfum, eftir getu og þroska, og þarna lærði maður að vinna. Þegar barnaskóla lýkur þá heldur þú áfram skólanámi. Það var nú ekki alveg slitalaust því að ég var bara 12 ára þegar ég tók fullnaðarpróf samkvæmt einhverjum reglum sem þá voru praktíseraðar á Seyðisfirði og enginn skóli á staðnum í framhaldinu. Þannig að næsta vetur eftir fullnaðarpróf var ég mest að drolla. Í einhverri tímakennslu og reyndar var rekinn einhver skóli þarna í fjóra, fimm mánuði. Kennd tungumál og reikningur en lítið meira. Voru þar allir sem luku fullnaðarprófi? Ég man það nú ekki. Haustið 1946 var svo stofnuð gagnfræða deild á Seyðisfirði. Þá fór ég í hana og reyndar nokkuð margir af eldri nemendum 16, 17, 18 ára og allt upp í tvítugt. Þar gátu þeir lokið gagnfræðaprófi eða landsprófi. Mín skólaganga þar var þó ekki mjög löng því við fluttum til Reykjavíkur haustið

3 Námsár í Reykjavík Hvað réði því að þið fluttuð? Það var nú til þess að við gætum farið í skóla, ég og bróðir minn. Var það þá einsýnt að þið vilduð halda áfram námi? Það var ekki sjálfgefið? Móðir mín var mjög upptekin af því að maður yrði að Auðunn Hálfdanarson fv. deildarstjóri tæknideildar í Borgarnesi (t.v.) var heiðraður með merkissteini Vega gerðar inn ar í árlegri sviðaveislu starfsmannafélags Vegagerðarinnar á Vesturlandi sem haldin var í Sauðhússkógi 17. október sl. Það var Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vestursvæðis sem afhenti steininn. læra eitthvað. Afla sér starfsréttinda. Og í hennar huga skipti minna máli á hvaða sviði þau réttindi voru. Þeir voru báðir vel hagir bræður mínir en ég ekki. Það var nokkuð ljóst að ég myndi ekki sækja nám sem krefðist mikillar handlagni. Þess vegna var nú þessi stefna tekin. Miðbróðirinn fór í Samvinnuskólann þetta haust líka. Hvað fórstu að gera þegar þú komst hingað suður? Veturinn eftir að ég fluttist suður var ég frekar heilsulítill. Hvað hrjáði þig? Það var þessi genetíski sjúkdómur, asminn. En ég tók samt landspróf um vorið en gerði lítið um sumarið annað en að bera út blöð og svoleiðis. Ég var svona hálf vankaður. Öll mín menntaskólaár vann ég á sumrin í Arnarholti á Kjalarnesi, þar sem Reykjavíkurborg rak vistheimili eða hæli fyrir ýmiskonar fólk sem hún þurfti að sjá fyrir. Hvernig bar það til að þú komst þar að? Það var í gegnum vinnumiðlun. Ég sótti um vinnu. Hvernig starfsemi var þetta? Það voru líklega vistmenn. Þeir spönnuðu mjög vítt svið. Margir þeirra voru fatlaðir á einhvern hátt til sálar eða líkama, sumir öryrkjar, en aðrir gátu unnið einfaldari störf við búskapinn, sem þarna var rekinn. Þarna voru einnig geðsjúklingar á lokaðri deild. Ég var afleysingamaður á sumrin. Var allt frá því að vera fjósamaður og upp í það að vera gæslumaður hinna geðsjúku. Ég kynntist því umönnun þeirra sem bjuggu við frumstæðan aðbúnað og sáralitla læknisaðstoð. Þeir sem bara voru slappir á taugum fengu róandi pillur en hinir sem voru veikari á sálinni fengu kannski raf lost stöku sinnum. Mér hefur alltaf þótt fólk á jaðrin um áhugavert og ég held að það séu áhrif frá Arnarholti. Þarna voru margir skrýtnir karakterar, sumir skemmtilegir og nokkrir þekktir í höfuðborginni á þeim tíma eins og t.d. Óli Maggadon. En síðan þegar þú lýkur landsprófi ferðu í menntaskóla hér í Reykjavík? Já, eins og leið lá. Ég tók reyndar landspróf ið utanskóla við Menntaskólann. Námið þar rakti sig eðlilega og þetta var áhyggjulaust líf að flestu leyti. Ég var töluvert í íþróttum á þessum árum og það hjálpaði til við að gera lífið skemmtilegt. Það var alveg áhyggjulaust þar til maður fór að velta fyrir sér hvað tæki við að loknu stúdentsprófi. Varstu í vafa um hvað þú ættir að velja? Já, ég var dálítið óráðinn í því. Þessi dvöl mín í Arnarholti hafði að ýmsu leyti áhrif á mig. Ég fékk t.d. á tímabili áhuga á geðlækningum og var jafnvel að hugsa um að fara í þær en fór svo að kynna mér þetta og komst að raun um það að menn yrðu að fara fyrst í almenna læknisfræði, læra alla þessa doðranta um líkamann og ég hafði ekkert sjálfstraust í það. En hvernig líkaði þér að vera í menntaskóla og hvernig var umhverfið þar, kennarar og samnemendur. Líkaði þér það vel? Já, ég get ekki sagt annað. Maður hafði auðvitað mis jafnar mætur á námsgreinunum eins og gengur Helgi við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. og það yfirfærðist gjarnan á kennarana. Tengslin við bekkjarfélagana urðu auðvitað mikil á fjórum árum og þessi tengsl eru ennþá í fullu gildi. Hver var rektor þá? Þarna var Pálmi Hannesson rektor. Hann hafði góða stjórn á öllu og engin vandamál þangað til í sjötta bekk en þá hljóp bekkurinn dálítið útundan sér. Það var tíðkað einu sinni til tvisvar á vetri að fara í menntaskólaselið sem er í Reykjadal, rétt ofan við Hveragerði. Það var búið að ákveða að fara í Selið og sumir voru búnir að Bragi Jónsson fv. mælingamaður í Borgarnesi (t.h.) var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar í árlegri sviðaveislu starfsmannafélags Vegagerðarinnar á Vesturlandi sem haldin var í Sauðhússkógi 17. október sl. Það var Magnús Valur Jóhannsson svæðisstjóri Vestursvæðis sem afhenti steininn. Halldór Friðriksson verkefnastjóri á upplýsingatæknideild í Reykjavík (t.h.) var heiðraður við starfslok með kaffisamsæti í matsalnum í Borgarnesi 24. september sl. Það var Gunnar Linnet for stöðu maður upplýsingatæknideildar sem ávarpaði Halldór en hann afþakkaði merkisstein eða borðfána. Hjördís Edda Karlsdóttir fulltrúi á fjárhagsdeild í Borgarnesi var heiðruð við starfslok með kaffisamsæti í matsalnum í Borgarnesi 30. september sl. Það var Hannes Már Sigurðsson for stöðu maður fjárhagsdeildar sem ávarpaði Hjördísi en hún afþakkaði merkisstein eða borðfána. Reynir Þórisson fv. flokksstjóri á Þórshöfn (t.h.) var heiðraður vegna starfsloka með borðfána Vega gerð ar innar í kaffi sam sæti á Þórshöfn 1. október sl. Það var Sigurður Jóhannes Jónsson yfirverkstjóri sem afhenti borðfánann. 4 5

4 Í brúavinnu við Jökulsá í Lóni. Sigurður Björnsson brúasmiður, Helgi Hall grímsson stúdent, Sigga ráðskona, Jónmundur (líklega Jónsson) frá Möðruvöllum í Kjós, Hugi Jóhannesson smiður og Björn, sonur Sigurðar brúasmiðs. nesta sig til að fararinnar. Þá kom eitthvað fyrir þannig að Pálmi taldi æskilegt að fresta ferðinni um eina viku. Þeim, sem voru búnir að nesta sig, leist ekkert á þá ráðstöfun og vildu ólmir fara. Það endaði með því að það var farið og þegar Pálmi heyrði að menn vildu fara þá sagði hann, Ég kem þá með ykkur sjálfur. Og hann gerði það. Svo fór það þannig að nokkrir fengu full mikið af nestinu og voru reknir úr skóla. Sumt af því voru menn sem bekkurinn hafði aldrei séð vín á áður, og fannst hart að reka menn svona fyrir fyrsta brot. Þannig að það var samþykkt á miklum hitafundi að skrópa einn dag. Það gerðum við, gengum úr skólanum, og allir fóru heim. Pálmi gat ekki látið þetta ganga yfir sig refsingarlaust og okkur var hegnt með því að auka námsefnið til stúdentsprófs. Síðan höfum við haldið því fram að við höfum tekið stúdentspróf hið meira. Einnig lækkaði hann alla í hegðunareinkunn. Hvernig fór fyrir þeim sem voru reknir úr skóla? Fengu þeir að ljúka námi og útskrifast? Þeir tóku allir stúdentspróf utanskóla þetta sama vor. Það var hefðin í Menntaskólanum í Reykjavík að þótt mönnum væri vikið úr skóla þá var þeim heimilað að ganga til prófs. Þá komum við aftur að valinu á náminu. Þegar þú hverfur frá geðlækningunum, hvað var það þá sem vakti áhuga þinn? Ég var líka með sveitamannsdrauma á þessum tíma eins og stundum áður og síðar, og var eitthvað að hugsa um landbúnaðarverkfræði, ég hafði einhverjar hugmyndir um að það væri eitthvað til sem héti svo. Og gerði það í því að ég gekk á fund Páls Zóphóníassonar sem þá var búnaðarmálastjóri til að afla mér nánari upplýsinga um nám og starfsmöguleika í þessu. En það var ákaflega stutt heimsókn og bar engan árangur. Var það þér að kenna eða honum? Mér fannst það honum að kenna en honum hefur sjálfsagt ekki litist á piltinn. Þá endarðu í verkfræðinni? Já, sumarið eftir stúdentspróf var ég í brúavinnu hjá Sigurði Björnssyni brúasmiði. Fyrst vestur í Dölum og Reykhólasveit og austur í Lóni síðast. Byrjaði reyndar hérna upp á Sandskeiði þar sem verið var að styrkja brýr vegna flutninga að Sogs virkjun sumarið Sigurður Jóhannsson sem kenndi mér stærðfræði í menntaskóla, síðar vegamálastjóri, útvegaði mér þessa vinnu. Hann vann hjá Vegagerðinni þá þegar og kenndi meðfram. Voru einhverjir í flokki Sigurðar sem þú sást síðar þegar þú réðst til Vegagerðarinnar? Fyrst þegar við vorum hérna á Sandskeiðinu sá ég bæði Jónas Gíslason og Hauk Karlsson. Þá voru flokkarnir saman, þetta var það snemma. En síðan í flokknum hjá Sigurði voru Hugi Jóhannesson og Björn Sigurðsson, sonur Sigurðar. Þeir voru burðarásarnir í flokknum. Hvernig stóð á því að þú varst bara eitt sumar í brúarvinnu? Ég ætlaði í brúavinnu árið eftir líka og hafði samband við Sigurð Björnsson en þá sagði hann að ég væri of seinn að sækja um, hann væri búinn að ráða í flokkinn. Þá fór ég í Landssmiðjuna það sumar og síðan um jól og áramót. Það var mikið að gera þar um þetta leyti. Hvaða verk vannstu í smiðjunni? Ég var aðstoðarmaður og lærði að rafsjóða og um sumarið var það aðalverkefnið. Það var verið að byggja áburðarverksmiðjuna í Gufunesi og Landssmiðjan var þar með tankasmíði og fleiri verkefni. Sumarið eftir fór allt í að læra landmælingar. Fyrri hlutinn í að læra og svo tókum við að okkur fyrir fast verð, að mæla upp eitt sveitarfélag. Hvaða sveitarfélag var það? Prófverkefni í landmælingum hérna heima var að jafnaði að mæla upp eitthvað svæði og gera kort af því. Þessi árgangur tók að sér að mæla Gerðar í Garði eða Garðinn eins og hann er gjarnan nefndur. Við sömdum við Zophónías Pálsson skipulagsstjóra um greiðsluna. Þetta var ákaflega lærdómsríkt en ég held að við höfum ekki farið vel út úr þessu fjárhagslega. Verðið var lágt en verkefnið var miklu stærra en krafist var sem prófverkefnis. Við gerðum ekkert annað þetta sumar en að læra mælingar og fara í þetta verkefni. Þetta var gagnlegt fyrir sveitarfélagið og skipulagsstjóri var þeirra umboðsmaður í þessu. Og gott fyrir okkur að æfa okkur. Svo var ég aftur í landmælingum næstu tvö sumur hjá Raforkumálaskrifstofunni sem nú heitir Orkustofnun. Hvað varstu að mæla þá? Þá var verið að byrja að mæla fyrir loftmyndakortagerð og var tiltölulega fjölmenn sveit í því að mæla þríhyrninganet og hallamæla. Fyrra sumarið mest á Héraði en nokkuð á Miðhálendinu. Seinna sumarið allt á Miðhálendinu. Það voru fyrstu mælingar til undirbúnings virkjunum í Þjórsá. En námið í verkfræðinni hér heima var þá ekki nema þrjú ár, var það? Það varð að fara erlendis til að ljúka því námi? Það var nú þannig með námið í verkfræðinni hér heima að það var eiginlega lítið nám í verkfræði. Fyrrihlutinn var mestallur í stærðfræði og eðlisfræði og skyldum greindum. Almenn undirbúningsfræði og satt að segja vorum við margir orðnir dálítið þreyttir á þessu að sjá aldrei neitt sem tengdist praktísku námi. Nám í Kaupmannahöfn Þá varstu að leita til útlanda eftir þessi þrjú ár hér og fórst hvert? Til Kaupmannahafnar, í Tækniháskóla Danmerkur (DTH). Hvað olli því? Það var nú bara einfaldast. Það var samningur á milli skólanna um að próf úr fyrri hluta hér gilti þar. Fóru flestir úr verkfræðinni til Danmerkur? Já, en um þetta leyti fóru menn að fara mikið til annarra landa en Danmerkur. Sumpart byggðist það á því að hérna heima voru mjög ströng inntökuskilyrði í deildina þannig að það voru tiltölulega fáir sem hún tók við. En áhugi á verkfræði á þessum árum var mikill og margir fóru beint til náms til annarra landa og einnig sumir eftir fyrrihlutann hér. Fóru til Þýskalands, Svíþjóðar eða Noregs. Hvaða ár er það sem þú byrjar í DTH? Það er haustið 1955 og ég var þar í tvö og hálft ár. Varstu samfellt úti þennan tíma? Ég kom heim sumarið 1956 og vann þá í mælingum hjá Raforkumálaskrifstofunni. Það varpar reyndar svolitlu ljósi á þessa tíma að þá voru gjaldeyrismál í mjög flóknu kerfi, svokallaður bátagjaldeyrir, þar sem skráð gengi var eitt og svo var álag eftir því hvað þú ætlaðir að nota peningana í. Námsmenn og sjúklingar fengu yfirfærslur á skráðu gengi. Þannig að nám í útlöndum var tiltölulega ódýrt miðað við það að vera hérna heima. Fenguð þið einhver námslán? Já, það voru námslán. Við fengum yfirfærslu á þriggja mánaða fresti. Ætli námslánin hafi ekki svarað einni þriggja mánaða yfirfærslu á ári. Þú nefndir undirbúninginn hérna heima í verkfræðinni, það hefði ekki verið mikil verkfræði í því. Hvernig var samt sá undirbúningur fyrir námið í Danmörku? Hann var ágætur þegar komið var út til Danmerkur. Þessi breiði grundvöllur sem var lagður hér var nú að einhverju leyti byggður á dönskum námsskrám fyrir fyrrihlutann þar. Þannig að okkur fannst við standa alveg jafnfætis Dönunum og höfðum reyndar eitt fram yfir þá. Við höfðum yfirleitt meiri vinnureynslu og sérstaklega í mælingum. Höfðum lært mælingarnar í fyrrihlutanum og vorum velflestir búnir að vinna eitthvað við það. En hvernig gekk þér með tungumálið, dönskuna? Nefndu það ekki. Á námsárunum í menntaskóla var ég nokkuð jafnvígur á fög nema tungumál. Ég gat lært Stefán Kjartansson fv. rekstrarstjóri á Hvolsvelli varð 80 ára 1. nóvember. Þórarinn G. Ólafsson deildarstjóri á rekstrardeild í Reykjavík varð 60 ára 4. nóvember. Afmæli Þórður Kristjánsson fv. rannsóknarmaður á hönnun ar deild í Reykjavík varð 70 ára 6. nóvember. Hávarður Ólafsson vitavörður, Efri-Fljótum, varð 70 ára 14. október. 6 7

5 málfræðina og ritmálið en ég átti erfitt með talmálið og hef alltaf átt. Og danska er alveg sérlega erfið í framburði. Nú hefur örugglega verið mikil samheldni meðal Íslendinga þarna. Og það hefur kannski ekki hjálpað til við dönskunámið. En í tímum hafið þið orðið að klæmast á dönskunni? Já maður reyndar komst af, því að námið var ákaflega mikið í verkefnaformi. Hver og einn fékk sitt skrifborð á teiknistofu. Þar unnu menn sín verkefni sem stóðu í tvær, þrjár, fjórar vikur hvert og höfðu prófessor eða leiðbeinanda til að leita til. Í tímum þurfti fyrst og fremst að hlusta. Það var ekki mikið um að það væri tekið upp. Þannig að maður komst í gegnum námið með ótrúlega litla kunnáttu í talmálinu. Í verkefnunum gilti hins vegar ritmálið. Öll málakennslan í menntaskólanum hafði reyndar snúist um ritmálið þannig að sú kennsla kom sér ágætlega að því leyti. Hvar bjóstu þegar þú varst þarna í DTH? Fyrsta veturinn bjó ég úti í bæ, leigði herbergi, ekki langt frá miðborginni. Og ekki langt frá skólanum heldur. Síðan komst ég inn á stúdentagarð í byrjun annars árs. Það fyrsta sem námsmenn gerðu þegar þeir komu til Kaupmannahafnar var að kaupa sér notað reiðhjól. Maður ferðaðist á þessu allan tímann. Með slíkt farartæki í höndunum, varð val á búsetu léttara. Hvernig var með fæðisöflun. Var borðað í mötuneytum? Það var mötuneyti í skólanum. Þar borðuðum við yfirleitt eitthvað í hádeginu. Svo var stúdentamötuneyti sem hét því virðulega nafni Kannibalinn (mannætan). Það var líka opið seinni partinn og þar var hægt að fá heitan mat. Á stúdentagarðinum var síðan nokkur aðstaða til matargerðar og var hún auðvitað notuð. Verkfræðinemar í Kaupmannahöfn og konur. Frá vinstri talið Sigfús Örn Sigfússon, Margrét Schram, Helgi Hallgrímsson, Svava Gísladóttir (eiginkona Guðmundar Óskarssonar sem tók myndina) og Páll Sigurjónsson. Hvernig var námið? Var hægt að sérhæfa sig í einhverjum tilteknum greinum innan verkfræðinnar eða var þetta meira svona almennt nám? Fyrst var þetta nokkuð almennt en síðan stóð valið á milli nokkurra sviða. Í byggingarverkfræðinni voru aðalsviðin húsbyggingar, rennslisfræði og burðarvirki. Síðan valdi maður sérstakt verkefni sem lokaverkefni innan sviðsins. Hvað valdir þú? Ég valdi burðarvirkin. Af hverju það? Það er góð spurning. Mér fannst burðarþolsfræði mjög áhugaverð grein innan byggingarverkfræðinnar og líklega voru þarna í aðra röndina áhrif frá þessu sumri í brúargerðinni. Að það hafi lagt línurnar varðandi þitt áhugasvið? Já mér finnst það sennilegt. En ef við hverfum aðeins frá náminu yfir í skemmtanalífið í Danmörku. Var það ekki skrautlegt á köflum? Jú, það var náttúrulega mikil samheldni meðal Íslendinganna og menn héldu býsna vel hópinn. Óskynsamlega mikið reyndar með tilliti til þess að hafa ætlað sér að kynnast tungu og þjóðlífi Dana. Stúdentafélag var þarna með nokkuð öfluga starfsemi. Blöðin komu frá Íslandi og það var svokallað blaðakvöld einu sinni í viku og þar mættu menn gjarnan. En nú hef ég heyrt nöfn eins og Rauða nellan. Stunduðuð þið þessa staði? Varla er hægt að segja að menn hafi stundað þetta en menn komu á þessa staði. Rauða nellan var kannski sá staður sem komst næst því að hægt væri að segja að menn stunduðu. Þar var oft fjölmennt af Íslendingum um helgar. Þar nutum við reyndar sérstakrar velvildar. Út af þessu gjaldeyriskerfi þá vorum við tiltölulega fjáðir af námsmönnum að vera. Við gáfum eitthvað í þjórfé, og dyravörðurinn réði því hverjir komust inn. Það var gjarnan mikil þröng fyrir utan Nelluna, sérstaklega um helgarnar. Við gáfum honum eitthvað um leið og hann hleypti okkur inn og það þýddi það að hann hleypti okkur inn, gjarnan umfram aðra. Nú hefur margur íslenskur stúdentinn í Kaupmannahöfn hrasað í námi þar. Voru einhverjir samtíða þér þarna sem lentu í því að þurfa að hverfa frá námi vegna erfiðleika með vín? Það kom náttúrulega alltaf fyrir þarna að menn hættu námi, líka á mínum tíma, en það var orðið miklu sjaldgæfara. Þá var þessi gríðarlegi munur frá Reykjavík til Kaupmannahafnar að minnka. Reykjavík var orðin borg og það voru skemmtistaðir hérna. En ekki bjór. Það voru tiltölulega fáir sem hættu námi á þessum árum og ég man ekki eftir neinum sem hætti námi vegna vandamála með skemmtanalífið eða vín, frekar að menn höfðu verið óheppnir í vali á námi. Námsráðgjöf var óþekkt á þessum árum og námið svaraði ekki alltaf þeim væntingum sem bundnar voru við það. Varstu kominn í sambúð á þessum tíma? Nei, nei. Ég kynntist reyndar Margréti konunni minni í Kaup manna höfn þegar ég var að læra. Lang flestir námsmenn voru einhleypir. Svo voru þarna eldri menn sem voru þá í framhaldsnámi og voru jafnvel að vinna með, þeir voru gjarnan fjölskyldumenn. Uppstilling fyrir Innanhússfréttir, frá vinstri: Embla Mey, Anna Kata, Jón Magg, Magnús og Rósa. Ungliðar á gólfi: Jón Arnór t.v. og Hinrik Aron t.h. Jón Magnússon deildarstjóri á framkvæmdadeild á Sauðárkróki varð 60 ára 1. nóvember. Nám: Stúdentspróf frá Menntaskólanum á Akureyri Viðskiptafræði við HÍ, fyrri hluti, Ingeniørhøjskolen Århus, B Sc. í byggingartæknifræði Ålborg Universitets Center, M Sc. í byggingarverkfræði Störf: Vegagerð ríkisins, störf með námi Landsbanki Íslands, störf með námi, Atorka sf., framkvæmdastjóri, eigið verktakafyrirtæki, Byggung sf., fulltrúi forstjóra, byggingasamvinnufélag, byggði yfir 700 íbúðir í Reykjavík Uppfylling sf., verktakafyrirtæki, tæknileg ráðgjöf, tilboðsgerð, mælingar Byggðastofnun, forstöðumaður á Norðurlandi vestra Invest, atvinnuþróunarfélag Jón E. Jónasson bóndi á Mel í Skagafirði Ingibjörg Magnúsdóttir húsfreyja á Mel Magnús Jónsson bankastjóri í Reykjavík f d Jón Magnússon f í Reykjavík Magnús Sigurðsson bóndi í Miklaholti á Snæfellsnesi Ásdís Sigurðardóttir ljósmóðir í Miklaholti Ingibjörg Magnúsdóttir húsmóðir í Reykjavík, síðar Mosfellsbæ f d Börn þeirra: Magnús Jónsson f í Reykjavík umdæmisstjóri VÍS Maki: Sigurrós Jakobsdóttir Börn þeirra: Jón Arnór f Hinrik Aron f Þegar þú varst að ljúka námi þarna úti í Kaupmannahöfn. Varstu þá farinn að huga að framtíðinni og horfa jafnvel til vegagerðar? Ekki get ég sagt það. Næsti kafli ber yfirskriftina Ráðinn til Vegagerðarinnar og verður framhaldið birt í næsta tölublaði Norðurlands vestra, stjórnarmaður, fulltrúi Byggðastofnunar Gilsbakki ehf., eigið fyrirtæki, verkfræðileg ráðgjöf, Vegagerðin, deildarstjóri framkvæmdadeild á Sauðárkróki, , Gilsbakki ehf., hjá eigin fyrirtæki í ársleyfi frá Vegagerðinni, staðarverkfræðingur á Grundartanga fyrir Westalca Venezuela og Skipavík Vegagerðin, deildarstjóri framkvæmdadeild á Sauðárkróki frá Félagsstörf: Hefur starfað í þágu Sjálfstæðisflokksins, m.a. formaður fulltrúaráðs og félags sjálfstæðismanna í Skagafirði. Setið í miðstjórn flokksins og verið formaður kjördæmisráðs flokksins í Norðvesturkjördæmi. Sveitarstjórnarfulltrúi í sveitarstjórn Sveitar félagsins Skagafjarðar á síðasta kjörtímabili fyrir Sjálf stæðisflokk inn. Hefur starfað innan Lionshreyfingarinnar og Frímúrarareglunnar. Steinn Leo Sveinsson bóndi á Hrauni á Skaga Guðrún Sigríður Kristmundsdóttir húsfreyja á Hrauni Sveinn Steinsson bóndi í Geitagerði í Skagafirði f Lauritz Jörgensen skiltamálari í Reykjavík Halla Jónsdóttir húsfreyja á Akranesi Pálína Anna Jörgensen stuðningsfulltrúi í Geitagerði f Fyrrverandi sambýliskona og barnsmóðir: Erla Hrönn Sveinsdóttir aðalbókari f í Reykjavík Anna Katrín Jónsdóttir f í Reykjavík háskólanemi Barn hennar: Embla Mey f Faðir Emblu: Þorsteinn Thorarensen 8 9

6 Ástrún Rudólfsdóttir gæðastjóri og Matthíldur Bára Stefánsdóttir deildarstjóri á gæðadeild í Reykjavík skrifa: Grænt bókhald, rafmagn og heitt vatn Í grænu bókhaldi Vegagerðarinnar eru öllum helstu umhverfisþáttum í starfsemi hennar gerð skil ( um-vegagerdina/umhverfismal/ graentbokhald/), en hér í þessari grein er sérstök athygli vakin á rafmagnsnotkun stofn unar innar. Grænt bókhald er efnisbókhald þar sem fram koma upplýsingar á tölu legu formi um þýðingarmestu um hverfis þættina í rekstrinum. Bók haldið gefur notadrjúgar upp lýsingar um frammistöðu í um hverfis mál um á sama hátt og fjárhagsbókhald gefur upp lýsingar um fjárhagslega frammistöðu. Með því að vakta umhverfisþætti má mæla árangur, bera saman á milli ára og sjá þróunina. Árangurinn mælist ekki aðeins í um hverfislegum ávinn ingi heldur oft einnig í fjár hagslegum sparnaði. Grænt bókhald er stundum betri leið en fjárhagsbókhaldið við að meta notkun, t.d. á raf magni, því verðlag er stöðugt að hækka, sem veldur því að við veitum óþarfa sóun síður athygli. Vegagerðin hefur tekið þátt í verkefninu Vistvæn innkaup frá árinu Verkefnið er samstarfsvett vang ur opinberra aðila um innleiðingu og vinnu að vistvænum innkaupum. Á vefsíðu verkefnisins ( er birt frammistaða stofnana ríkisins í umhverfismálum og hægt að sjá hvernig Vegagerðin stendur sig í saman burði við aðrar ríkisstofnanir. Varðandi rafmagnsnotkun er Vegagerðin á toppnum, í neikvæðri merkingu því miður. Vegagerðin eyðir mestu rafmagni af þeim ríkisstofn unum sem taka þátt í verkefninu og notar hver starfs maður kwh. Næst á eftir Vegagerðinni eru Landgræðslan með kwh og Veðurstofan með kwh. Þess má geta að orkunotkun á meðalstóru heimili á Íslandi er kwh á ári ( Saman burður af þessu tagi er reyndar erfiður, og hugsanlega ósanngjarn, þar sem rekstur Vegagerðarinnar er ólíkur rekstri flestra hinna stofnananna. Vegagerðin hefur engu að síður svigrúm til úrbóta. Hér á eftir er umfjöllun um notkun Vegagerðarinnar á rafmagni undanfarin ár og hug myndir að sparnaðarleiðum. Upplýsingar um rafmagnsnotkun í töflunni koma frá rafveitum landsins, í flestum tilvikum frá Orkusölunni ( Í sumum tilvikum hefur notkunin verið áætluð þar sem upplýsingar vantar frá viðkomandi rafveitu. Heildarrafmagnsnotkun Vegagerðarinnar hef ur einungis dregist saman um 1,25% frá árinu 2006 sem kemur nokkuð á óvart þar sem nýrri tæki eru al mennt sparneytnari og starfsmönnum hefur fækkað úr 320 í árslok 2006 í 293 í árslok Við hvetjum ábyrgðarmenn húsa til að fara með starfsmönnum yfir möguleika til sparnaðar. Við starfsmenn Vegagerðarinnar notum öll rafmagn og höfum flest möguleika á að spara það. Oft er því haldið fram að óþarft sé að spara orku á Íslandi; hér sé slík ofgnótt að sparnaður skipti engum sköpum. Vissulega er Ísland orkuríkt land, en auðlindirnar eru ekki ótakmarkaðar. Ávinningur felst í því að fara vel með þær og sóa þeim ekki. Jafnvel þótt frumuppsprettan, hvort sem það er jarðhiti eða rafmagn, sé til í ríkum mæli kostar það mikla fjármuni að afla orkunnar og miðla henni ( Með því að nýta betur innlenda orku fáum við meira út úr þeim fjárfestingum sem liggja í orkumannvirkjum landsins. Því betur sem við nýtum þessar auðlindir því meiri verður arðurinn af þeim ( Spara má orku á ýmsan máta og oft kostar það ekki nema dálitla umhugsun og árvekni. Hér eru nokkur ráð frá evrópsku umhverfisstofnuninni ( eu/) og Orkusetri ( sem hafa mætti í huga: Vinnusvæði almennt - Mundu að slökkva ljósin! Ef maður gleymir að slökkva á tveimur 40W glóperum í lok hvers vinnudags og skúringarkonan slekkur á þeim 2 klst. síðar eyðir maður að óþörfu 624 kr. á ári. Það virðist ekki mikið, en ef við 280 starfsmenn gleymum okkur gerir það 175 þús. kr. á ári ( reiknivel_rafreiknir). - Gleymdu ekki að taka hleðslutækið úr sambandi þegar þú ert búinn að hlaða farsímann eða fartölvuna. Ef þú skilur hleðslutækið eftir í sambandi, heldur það áfram að eyða rafmagni. - Veldu sparneytin raftæki. Það samrýmist innkaupastefnu Vegagerðarinnar sem segir að taka skuli tillit til umhverfissjónarmiða eins og kostur er. Þannig sparast rafmagn til lengri tíma litið. Hægt er að miða við orkumerkingar (A++, A+, A, B) og Energy Star merkin. Til að sjá hvaða búnað hér er um að ræða, skaltu fara á vefsvæði ESB ( default.html). - Veldu hleðslurafhlöður í stað einnota rafhlaða, þannig sparar þú til lengri tíma litið. Sólarrafhlöður spara enn meiri orku. - Eru gluggar eða dyr illa þétt? Ein aðferð til að draga úr orkunotkun við hitun er að þétta dyr og glugga, skipta um glugga eða fá einangrunargler. - Skiptu yfir í LED perur. Þær endast næstum því í klukkustundir. LED perur endast því áratugum saman án sóunar eða mengunar. - Hleyptu sólarljósinu inn ef þú getur. Lækkaðu rafmagns reikninginn með því að nota dagsljósið eins vel og hægt er. Hugleiddu að hafa veggi, gólf og loft í ljósum litum. Speglar er líka gagnlegir því þeir endurkasta dagsljósi. Skrifstofan - Skiptu um gamla tölvuskjáinn á skrifstofunni og fáðu orkunýtnari LCD skjá. Ef þú notar skjáinn í allt að átta stundir á dag, getur þú sparað allt að W á ári. - Slökktu á tölvunni áður en þú ferð úr skrifstofunni til að fara í mat eða á langa fundi. Þannig geturðu minnkað daglega notkun um allt að 20%. Jafnvel þótt þú þurfir ekki sjálf/ur að borga rafmagns reikninginn, ættir þú að hugsa um umhverfið. Kaffistofan/mötuneytið - Slökktu á raftækjum í lok vinnudags. Til að spara rafmagn skaltu taka eins mörg tæki úr sambandi eins og hægt er, s.s. kaffivélar, hraðsuðukatla og brauðristar, því að tæki sem eru í sambandi eyða rafmagni jafnvel þótt slökkt sé á þeim. Tengdu raftækin t.d. við eitt fjöltengi og þegar tækin eru ekki Rafmagnsnotkun (kwh) starfsstöðva Vegagerðarinnar árin Rafmagnsnotkun (kwh) starfsstöðva Vegagerðarinnar árin

7 í notkun slekkur þú á fjöltenginu og sparar rafmagn sem svarar allt að 10%. Þetta eykur einnig öryggi okkar ( fraedsla/). - Ekki gangsetja uppþvottavél fyrr en hún er full, ef þú kemst hjá því. - Notaðu hitabrúsa. Þegar þú sýður vatn til að laga heitan drykk. Reyndu að sjóða ekki nema það sem þú þarft í það skiptið eða helltu því sem umfram er í hitabrúsa til að eiga heitt vatn í næstu lögun. - Óheppilegt er að láta kæliskáp eða frysti standa nærri ofni, t.d. veggofni. Sama gildir um eldavélar og jafnvel suðurglugga, því við það eykst rafmagnseyðslan. - Ef ísskápurinn eða frystirinn er gamall þarf að afþíða a.m.k. á hálfs árs fresti. Betra er þó að kaupa nýjan skáp eða frysti með sjálfvirkri afþýðingu því þeir nýta flestir rafmagnið allt að helmingi betur. - Fylltu frystinn. Það þarf minni orku til að halda frostinu í fullum frysti en tómum. Ef hann er ekki fullur er ráð að setja í hann plastflöskur með vatni þar til þú þarft á rýminu að halda. - Hreinsaðu pípulögnina aftan á kæliskápnum svo að hitinn dreifist betur. Þannig nýtir skápurinn rafmagnið betur. Ef leiðslurnar eru ekki hreinar kann rafmagnseyðslan að aukast um allt að 30%. - Besti hiti fyrir ísskáp er á bilinu 1-4 C og rétt er að stilla frystinn á -18 C. Hvert stig þar undir hefur engin áhrif á hve lengi maturinn geymist, en hins vegar eykst rafmagnseyðslan um 5% við hvert stig. Hafðu hitamæla í kæliskápnum og frystinum til að fylgjast með. - Afþýddu mat með því að taka hann út úr frystinum kvöldið áður og settu hann í kæliskápinn eða láttu hann einfaldlega liggja á eldhúsborðinu. Afþýðingu í örbylgjuofni ætti að forðast því það er orkusóun. - Slökktu á hellunni eða bakarofninum nokkrum mínútum áður en maturinn/baksturinn er tilbúinn því þá nýtist afgangshitinn. - Til að spara orku við eldun skaltu skera grænmetið í smábita til að stytta suðutímann. Þegar grænmeti er soðið eða gufusoðið er rétt að sjóða vatnið fyrst í katli en ekki á hellunni. Notaðu ekki meira vatn en nauðsynlega þarf. - Hafðu lok á pottunum meðan þú ert að elda. Þannig sparast allt að fjórðungur þeirrar orku sem þarf til að laga réttinn. Þrýstipottar og gufupottar eru jafnvel enn betri því þeir geta sparað um 70%. Vonandi tekst okkur Vegagerðarfólki í sameiningu að spara rafmagn og það verður áhugavert að sjá í grænu bók haldi áranna 2014 og 2015 hvort okkur tekst að komast niður fyrir Landgræðsluna og Veðurstofuna. Starfsmannamál Hávarður Ólafsson vitavörður, Efri-Fljótum, hætti störfum vegna aldurs 31. október. Í 6. tbl. var grein frá því að Elís Frosti Magnússon hefði verið ráðinn sem vélamaður á Reyðarfirði. Nú hefur borist mynd af Frosta. Páll Hróar Björnsson vélamaður í Hafnarfirði hefur verið færður í stöðu vaktstjóra á sama stað. Kjartan Elíasson verkfræðingur hefur verið ráðinn til starfa á hafnadeild í Reykjavík. Hansína Ellertsdóttir flokksstjóri í Hafnarfirði hefur verið færð í stöðu vaktstjóra á sama stað. Anna Elín Jóhannsdóttir deildarstjóri tæknideildar á Reyðarfirði varð 40 ára 12. október. Nám: Stúdent frá eðlis- og náttúrufræðibrautum Menntaskólans á Egilsstöðum Tækniteiknari frá Iðnskólanum í Reykjavík árið Byggingartæknifræði frá Háskólanum í Reykjavík árið 2007 og byggingarverkfræði Þorsteinn Sigurðsson bóndi á Vörðufelli, Snæfellsnesi Guðrún Jónsdóttir húsfreyja á Vörðufelli Jóhann Þorsteinsson húsasmíðameistari og búfræðingur á Reyðarfirði f á Vörðufelli Gísli Sigurjónsson bóndi í Bakkagerði á Reyðarfirði Hulda Jónsdóttir húsfreyja í Bakkagerði Edda V. Gísladóttir forstöðumaður íþróttamannvirkja á Reyðarfirði f í Bakkagerði Anna Elín Jóhannsdóttir f á Egilsstöðum Barn hennar: Jóhann Ísfjörð Bjargþórsson f í Reykjavík Faðir Jóhanns: Bjargþór Ingi Aðalsteinsson Börn þeirra: Auður Hákonardóttir f í Reykjavík Störf: Tækniteiknari hjá verkfræðistofunni Rafhönnun Starfaði hjá Eflu verkfræðistofu Hóf störf hjá Vegagerðinni Félagsstörf: Í stjórn Tæknifræðingafélags Íslands (TFÍ) Formaður Austurlandsdeildar Verkfræðingafélags Íslands (AVFÍ) frá Tryggvi Sigtryggsson bóndi á Laugabóli í Reykjadal Unnur Sigurjónsdóttir húsfreyja á Laugabóli Ásgrímur Tryggvason rafiðnfræðingur á Akureyri f í Reykjadal Maki: Hákon Ásgrímsson verkfræðingur og fjármálahagfræðingur f á Akureyri Steinar Hákonarson f í Reykjavík Þengill Þórðarson bankagjaldkeri á Akureyri Arnheiður Guðmundsdóttir húsmóðir á Akureyri Guðrún Þengilsdóttir húsmóðir á Akureyri f , d Sigurgeir Smári Harðarson vélamaður á Húsavík hætti störfum 1. nóvember. Guðni Eðvarðsson hefur verið ráðinn tímabundið sem flokksstjóri í Borgarnesi til Friðbjörn Steinar Ottósson hefur verið ráðinn tímabundið í tímavinnu sem vélamaður á Patreksfirði. Elís Traustason hefur verið ráðinn sem vaktstjóri í Hafnarfirði. Sverrir Örn Sverrisson hefur verið ráðinn tímabundið sem vaktstjóri í Hafnarfirði. til Hlynur Rafn Rafnsson hefur verið ráðinn sem vélamaður í brúarvinnuflokk frá Hvammstanga

8 Björgvin Óskar Bjarnason vegtæknir í Borgarnesi skrifar: Vegagerðargolfmótið Alþekkt er að fyrirtæki haldi mót í hinu og þessu fyrir sína starfsmenn eða að starfsmenn fyrirtækis taki sig saman og haldi einhvern íþrótta viðburð. Slíkt gerðu nokkrir starfsmenn Vegagerðar ríkisins snemma á níunda áratugnum og Vegagerðarmótið í golfi varð að veruleika. Fyrsta mótið var haldið árið Þetta golfmót hefur síðan verið haldið samfleytt á Hamarsvelli síðan þá og var þetta í 30. skiptið í ár. Og þá alltaf á haustin, helst snemma í september. Aðalhvatamenn þessa móts í upphafi voru Óli B. Jónsson sem starfaði hjá Vegagerðinni í Reykjavík og var mikill áhugamaður um golf, sem og knattspyrnu. Enda einn virtasti knattspyrnuþjálfari landsins og tífaldur Íslandsmeistari með sín lið (KR sjö sinnum, Valur tvisvar og ÍBK einu sinni). Hinn var rekstrarstjóri Vegagerðarinnar á Höfn í Hornafirði og einn af stofnendum Golfklúbbs Hornafjarðar, Hafsteinn Jónsson. Báðir kjarnakarlar og dugmiklir. Ástæðan fyrir því að Hamarsvöllur var valinn frekar en Reykjavík var sú að Borgarnes var talið miðsvæðis, en golfmótið var hugsað fyrir starfsmenn Vegagerðarinnar alls staðar af landinu. Snemma myndaðist sú hefð að taka mætti með sér gesti í þetta mót, sem oftar en ekki voru fyrrum starfsmenn Vegagerðarinnar eða sumastarfsmenn. Eins voru konurnar í fyrirtækinu hvattar til að mæta og leika golf. En þá voru konur frekar sjaldséð sjón á golfvöllum. Einnig voru afkvæmi starfsmanna velkomin í mótið. Hafsteinn og Óli B. voru báðir komnir vel á sjötugsaldur inn þegar þeir stofnuðu til Vegagerðarmótsins og naut þeirra við í nokkur ár. Um 1989 færðist ábyrgðin af mótinu yfir á Braga Jónsson (hættur), Björgvin Óskar Bjarnason og Ingva Árnason, sem starfa hjá Vegagerðinni í Borgarnesi, jafnframt því að vera í Golfklúbbi Borgarness. Hafa þeir félagar Björgvin og Ingvi séð um að halda mótið í um aldarfjórðung. Telja má án vafa að Vegagerðarmótið á Hamarsvelli sé Hafsteinn Jónsson Óli B. Jónsson elzta samfellda golfmót sem haldið er í nafni íslenzks fyrirtækis eða stofnunar eða í 30 ár. En í öll þessi ár hefur það aldrei verið fellt niður en í örfá skipti verið fært til vegna veðurs. Og þátttakan yfirleitt keppendur. Í ár voru skráðir 26 keppendur í mótið en veður á mótsdag var ekki kjörveður fyrir golf. Rigning en þó hlýtt í veðri. Skemmtu þátttakendur sér þó hið bezta þótt skorið hafi ekki verið upp á marga fiska við þessi skilyrði. Vegagerðarmeistari árið 2014, það er sá sem á bezta skor í höggleik, var Sigurður Hallur Sigurðsson en úrslit í höggleikk urðu þannig: 1. Sigurður Hallur Sigurðsson 2. Ingvi Árnason 3. Eiríkur Bjarnason Úrslit í punktakeppni starfsmanna urðu eftirfarandi: 1. Aron Bjarnason 2. Svanur Geir Bjarnason 3. Þórir Ingason Úrslit í punktakeppni gesta urðu eftirfarandi: 1. Erlendur Örn Eyjólfsson 2. Arnór Tumi Finnsson 3. Marteinn Óli Reimarsson Nándarverðlaun: 2. braut Þórir Ingason 8. braut Aron Bjarnason 10. braut Svanur Geir Bjarnason 14. braut Bergsveinn Símonarson 16. braut Ingvi Árnason Þátttakendur í Vegagerðargolfmótinu 2014 Vegagerðarmenn (V), makar (M), gestir (G) 1 Brynjar Örn Bragason (G) 2 Erlendur Örn Eyjólfsson (G) 3 Arnór Tumi Finnsson (G) 4 Finnur Ingólfsson (G) 5 Jóhannes Már Ragnarsson (G) 6 Bjarni Freyr Björgvinsson (G) 7 Þórir Ingason (V) 8 Jón Tryggvi Helgason (G) 9 Björgvin Óskar Bjarnason (V) 10 Ingvi Árnason (V) 11 Aron Bjarnason (V) 12 Stella I. Steingrímsdóttir (M) 13 Sigurður Hallur Sigurðsson (V) 14 Svanur Geir Bjarnason (V) 15 Marteinn Óli Reimarsson (G) 16 Hallmundur Guðmundsson (V) 17 Eiríkur Bjarnason (V) 18 Lilja Una Óskarsdóttir (M) 19 Sigurður Kr. Jóhannsson (fv. V) 20 Magnús Ólafur Einarsson (V) 21 (vantar á myndina) Bergsveinn Símonarson (G) Fundir fyrrverandi starfsmanna Fyrrverandi starfsmenn Vegagerðarinnar munu halda áfram að hittast í kaffi í Borgartúni 7 í vetur eins og áður. Fyrsti fundurinn verður föstudaginn 28. nóvember og síðan föstudagana 30. janúar 2015 og 27. mars. Mæting er kl

9 Orlofshúsanefnd frá vinstri talið: Hafdís Eygló Jónsdóttir, Gunnar Garðarsson, Kristín A. Matthíasdóttir, Erla Valgarðsdóttir, Helga Aðalgeirsdóttir, Páll Halldórsson, Jón Már Snorrason, Jóhann B. Skúlason, Guðmundur Ragnarsson, Guðmundur Finnur Guðmundsson, Pétur I. Ásvaldsson og Rebekka Jóhanna Pálsdóttir. Landsfundur orlofshúsanefndar Landsfundur orlofshúsanefndar var haldinn í sumarhúsi Vegagerðarinnar að Steinsstöðum 15. október sl. Vel var mætt að venju enda sumarfæri um allar sveitir. Á fundinum gerðu fulltrúar grein fyrir rekstri síns húss árið 2014 og áætlun ársins Fram kom að verið er að vinna að hefðbundnum verkefnum vegna viðhalds og endurnýjunar húsa og búnaðar um allt land. Ljóst er að þrjú hús eru farin að eldast og slitna það mik ið að þörf er á sérstöku fjármagni til að koma þeim í viðunandi stand. Þetta eru húsin í Reykjaskógi, Eyjakróki og Sauðhússkógi. Ákveðið var að fulltrúar þessara húsa vinni, hver fyrir sig, tillögur að endurbótum ásamt kostnaðaráætlun fyrir verkið. Þegar það liggur fyrir þarf svo að leita leiða við að fjármagna framkvæmdirnar. Fjallað var um leigustöðu orlofshúsanna í Lotus notes en reynsla hefur sýnt að starfsmenn fara mjög gjarnan þar inn þegar þeir vilja skoða hvort og hvaða hús eru laus. Rædd og samþykkt var hugmynd að skipulagi skjalavistunar á essinu: /Félagsmál/Landsnefnd sumarhúsa. Þar verða framvegis möppur fyrir hvert ár ásamt möppu fyrir eldri fundargerðir. Starfandi formaður nefndar innar hefur einn skrifaðgang að svæðinu, aðrir ekki. Lesaðgangur er fyrir alla. Þegar nýr formaður tekur við þarf hann að sækja til upplýsingatæknideildar um aðgang og láta loka á fyrri formann um leið. Í möppu fyrir hvert ár skal vista skjalið Öll hús 20xx 20yy sem er yfirlit yfir rekstur og rekstraráætlanir allra orlofshúsa Vegagerðarinnar, ásamt fundargerð fyrir landsfund viðkomandi árs. Guðmundur Ragnarsson 16 Frá bókasafni Hér á eftir er listi yfir ný aðföng bóka safnsins í ágúst, september og október 2014 Skýrslur: Byforandringer - Evne og vilje til at forandre en by, NVF, Kaupmannahöfn, Greining á endingargóðu malbiki / Ásbjörn Jóhannesson, Arnþór Óli Arason, Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Reykjavík, Júlí Vestfjarðavegur (60): Milli Bjarkalundar og Melaness í Reykhólahreppi, Vegagerðin, Akureyri, Vistferilsgreining fyrir brú: (Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar) / Sigurður Thorlacius, Verkfræðistofan EFLA, Reykjavík, Hjólreiðaslys á Íslandi. Rannsóknanefnd samgönguslysa, Reykjavík, 2014 Sprengisandsleið (26): Milli Suður- og Norðurlands Frá Sultartangalóni að Mýri í Bárðardal í Rangárþingi ytra, Ásahreppi og Þingeyjarsveit - Mat á umhverfisáhrifum Drög að tillögu að matsáætlun, Vegagerðin, október 2014 Umhverfisvænir vegir: Rannsóknarverkefni Vegagerðarinnar 2013 /Hermann Hermannsson, Hnit, Reykjavík, 2014 Ýmislegt: Asfaltskolan, Beläggningskurser hösten 2014 våren 2015, Rosersberg, Að móta land í 20 ár / Landmótun, Reykjavík, 2014 Cable supported bridges - concepts and design / Niels J. Gimsing, Christos T. Georgakis, West Sussex, 2012 Göngubrú á Markarfljót við Húsadal, hönnunarsamkeppni 2014 Niðurstöður dómnefndar, Vegagerðin, og Vinir Þórsmerkur, Reykjavík, 2014 ITS Terminology, Rapport 3/2012 Utskott: ITS Helsingfors 2014 Sjávarfallaalmanak Reykjavík, 2014 Sjávarfallatöflur 2015, Reykjavík Ísafjörður, Siglufjörður, Djúpivogur, Þorlákshöfn, Landhelgisgæsla Íslands, Sjómælingar Íslands, Reykjavík, 2014 Steel-concrete composite Bridges Designing with Eurocodes, / David Collings, Bristol, 2011 Stress Ribbon and Cable-subborted Pedestrian Bridges / Jiri Strasky, Bristol, 2011 Wind effects on Cable-supported Bridges / You-Lin Xu, Singapore, 2013

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi 10. tbl. 2010 nr. 449 Gunnar Gunnarsson og Garðar Steinsen spjalla um starfið á skrifstofu Vegagerðarinnar um miðja síðustu öld. Margrét Stefánsdóttir fyrrverandi matráðsmaður á Sauðárkróki var heiðruð

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 1. tbl. 2016 nr. 499 Árni Þórarinsson fv. flokksstjóri í Fellabæ var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar á haustfundi Austursvæðis í Valaskjálf á Egilsstöðum 27. nóvember 2015. Það var Sveinn Sveinsson

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016 9. tbl. 2016 nr. 507 Þátttakendur á starfsgreinafundi skoða Vaðlaheiðargöng að austanverðu. Á myndinni eru frá vinstri talið: Einar Gíslason, Sigurður Mar Óskarsson, Sigurður Sigurðarson, Magnús Einarsson

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar:

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: 6. tbl. 2013 nr. 475 Landsnefnd orlofshúsa Vegagerðarinnar (sjá mynd á bls. 2) hélt fund í Lónsbúð í Lóni þann 27. maí sl. Á meðan á fundinum stóð gátu fundar menn fylgst með hreindýrum sem héldu til við

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011 9. tbl. 2011 nr. 458 Sameiginlegur svæðafundur Suðursvæðis og Suðvestursvæðis var haldinn á Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi miðvikudaginn 2. nóvember sl. Á fundinum var tekin hópmynd af þátttakendum

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar.

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. 2. tbl. 2014 nr. 481 Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. Á skemmtunum starfsmannafélagsins í Reykjavík í nokk ur ár í kringum 1960 voru

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information