1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

Size: px
Start display at page:

Download "1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar"

Transcription

1 1. tbl nr. 499 Árni Þórarinsson fv. flokksstjóri í Fellabæ var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar á haustfundi Austursvæðis í Valaskjálf á Egilsstöðum 27. nóvember Það var Sveinn Sveinsson svæðisstjóri á Austursvæði sem afhenti steininn. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar Af brúavinnu á síðustu öld, 3. hluti Í 7. og 8. tölublaði 2015 birtist 1. og 2. hluti frá sagnar minnar af brúavinnu árin 1969 til Þar sagði frá því þegar ég kom til vinnu við Oddastaðaá á Heydalsvegi að vori fermingarárið mitt 1969 en þá var ég 14 ára gamall. Ég hafði fengið vinnu í brúa vinnuflokki Sigfúsar Kristjánssonar. Hér er haldið áfram með söguna. Verkstjórinn og skrifstofuhald Sigfús brúasmiður hafði sinn eigin verkstjóraskúr sem skiptist í svefnherbergi og skrifstofu. Þar voru brúa teikningarnar geymdar og bókhaldsgögnin. Þarna fundaði Sigfús með flokksstjórum sínum á morgnana og vinnudagurinn var skipulagður. Ef vinnubúðirnar voru sæmilega nálægt símalínu var fenginn símamaður til að leggja línu í verkstjóraskúrinn. Þetta var þá dæmigerður sveitasími þar sem bæirnir höfðu sínar hringingar, langar og stuttar, og fékk flokkurinn úthlutað hringingu sem ekki var í notkun annarsstaðar. Á símtólinu var sveif og það var hringt Sigfús Kristjánsson brúasmiður og Elín Guðbjartsdóttir kona hans og ráðskona til margra ára. Bak við þau er málverk eftir Huga Jóhannesson brúasmið af brúnni yfir Bjarnardalsá á Bröttu brekku sem Sigfús byggði Hugi gaf Sigfúsi málverkið í afmælisgjöf á 80 ára afmælinu með því að snúa sveifinni, líklega einu sinni fyrir stutt og oftar samfellt fyrir langt. Áður en hringt var þurfti að taka upp tólið og athuga hvort línan væri í notkun. Helst var hringt í miðstöð úr brúaflokknum og þá pantað símtal við símanúmer í Reykjavík, oftast sem var símanúmer Vegagerðarinnar í Borgartúni. Það var mjög fátítt að starfsmennirnir notuðu þennan síma. Ef ekki var hægt að tengja síma í flokkinn, þurfti Sigfús að aka í næstu símstöð til að hringja og gerði hann það oft daglega við stærri brýr. Það var mikilvægt að skipuleggja flutning aðfanga og brúadeildin í Reykjavík fylgdist vel með gangi verka. Launin voru reiknuð á staðnum og borguð út með ávísun. Ég man ekki hversu oft það var en líklega á föstudegi áður en farið var í langt helgarfrí á tveggja vikna fresti. Sigfús lét 1. tbl. 29. árg. nr janúar 2016 VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlaunaþegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi 1

2 einhvern talnaglöggan sumarstrák annast þessa launaútreikninga. Til þess hafði hann handsnúna samlagningarvél og mekaníska reiknivél sem gat margfaldað. Talan sem átti að margfalda var sett inn með sleðum og síðan var sveif snúið eins oft og margfaldarinn átti að vera. Teljari sýndi snúningana. Þannig var launataxti margfaldaður með tímafjölda. Niðurstaðan var færð í bókhaldsbækur og þurfti hver starfsmaður að kvitta á mörgum stöðum þegar tekið var við launaávísuninni. Skrifstofumaðurinn handskrifaði ávísunina á eyðublað frá bankanum, hún var stíluð á nafn og upphæðin skrifuð bæði í tölu stöfum og bókstöfum. Sigfús brúasmiður skrifaði undir. Bankareikningurinn var sérstakur reikningur Sigfúsar í Búnaðar bankanum. Yngri mennirnir fengu hluta launanna greiddan með sparimerkjum sem maður gat innleyst vegna skólagöngu síðar á árinu. Reiknivél lík þeirri sem notuð var til að reikna út laun í brúarvinnuflokknum. Brúin á Oddastaðaá á Heydalsvegi (55). Í þessari frásögn segir frá byggingu þessarar brúar sem dæmi um brúavinnu á árunum í kringum Þessi brú stendur enn. Friðrik Blöndal fyrrverandi fulltrúi á Akureyri lést 20. desember Sigursveinn Jóhannesson fyrrverandi flokksstjóri í Grafarvogi lést 30. desember Magnús Kristjánsson fyrrverandi flokksstjóri á þjónustustöðinni í Borgarnesi lést 3. janúar. Dæmigerður verkstjóraskúr fluttur. Líklega á leið yfir á. Hjalti Sigfússon vörubílstjóri hjá birgðadeild að flytja mótatimbur af vinnusvæði. Myndin er merkt Jökulsá og er með ártalið Af því má draga þá ályktun að þetta sé við Jökulsá á Sólheimasandi sem var byggð þetta ár Leiðrétting Í síðasta blaði var birt hópmynd af 39 verkstjórum sem sátu starfs greinafund verkstjóra 29. október Borist hafa tvær ábendingar um villur. Númer 3 er Elís Traustason (ekki Elías) og númer 39 er Sveirrir Guðbrandsson frá Hólmavík (ekki Ágúst Freyr Bjartmarsson frá Vík). Þeir sem geyma blaðið eru beðnir um að færa inn þessar leiðréttingar. Brúin Yfir Oddastaðaá var verið að byggja 8 m langa plötubrú með 4 m einbreiðri akbraut, alls 4,8 m á breidd. Brúin stóð á steyptum stöplum með hallandi vængjum til sitt hvorrar handar. Stöplarnir stóðu á sökklum. Svona brýr eða svipaðar voru byggðar í hundraðatali á síðustu öld en eru nú flestar horfnar og stór ræsi komin í staðinn. Burðarþolið hefur eflaust verið fullnægjandi en það gengur ekki lengur að brýr séu einbreiðar þar sem er einhver umferð. Í gögnum brúadeildar er teikning af brúnni dagsett Þar er líka að finna eldri hugmyndir, m.a. fullhönnuð brú frá Brúarefni Með sömu dagsetningu og teikningin eru einnig efnislistar. Steypumagn er reiknað út frá rúmmáli brúarinnar þ.e.a.s. lagt er saman rúmmál sökkla, stöpla, vængja, plötu og bríka, samtals 64,7 m 3. Steypan var í gæðaflokki 1:2:3 sem þýddi hlutföll blöndu af sementi, sandi og möl. Miðað við það var sementsmagn í brúna einfaldlega fundið með því að margfalda rúmmálið með 0,375 og svo var bætt við 1,2 tonni af einhverjum ástæðum, samtals 25,5 tonn. Mótatimbur er magntekið út frá flatarmáli 198,3 m 2 en síðan er gerður timburlisti sem allur er í tommum, fetum og teningsfetum. Borðaklæðning á fleti 1 x 6 var fet. Battingar 2 x 4 fyrir uppistöður Kæru vinir og samstarfsfólk Bestu þakkir fyrir góðar kveðjur og gjafir í tilefni af 70 ára afmæli mínu þann 9. desember. Einnig þakka ég ykkur fyrir gott samstarf og vináttu liðinna ára nú þegar ég hef látið af störfum. Jón Helgason, Reykjavík var reiknað 40% af borðalengd fet. Réttskeiðar 2 x 5 til að stilla af uppslátt voru 15% af borðalengd 750 fet. Plankar 3 x 6 og tré 6 x 6 voru einnig á efnislistanum auk niðurrekstrarstaura 30 stk. Efnisflutningar á verkstað voru; semtent 25,5 tonn, timbur 13,1 tonn, járn 3,1 tonn og áhöld 14,3 tonn, samtals 55 tonn. Vinnubúðir eru ekki taldar með. Niðurrekstur Brúin á Oddastaðaá er byggð í mólendi og djúpt á fastan botn. Það voru því reknir niður 30 tréstaurar 16 fet hver eða tæpir 5 metrar. Niðurrekstrarhamarinn, kallaður rambúkki (sjá mynd á næstu síðu), var eldgamall. Hann kom á verkstað í stykkjum og var settur saman á staðnum. Þetta var því handhægt verkfæri og endurbættur með Frá bókasafni Hér á eftir er listi yfir ný aðföng bóka safnsins í desemeber 2015 Skýrslur: Ársskýrsla Vegagerðarinnar 2014, desember 2015 Årbok for norsk vegmuseum 2015 Endurnýjun slitlaga á gatnakerfi höfuðborgarsvæðisins Einfalt reiknilíkan Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc / Halldór Haukur Sigurðsson, 2015 Regional Flood Frequency Analysis: Application to partly glacierized and/or groundwater-fed catchments / Philippe Crochet, (Report ví ). Veðurstofa Íslands, Reykjavík, 2015 Umhverfis- og auðlindastefna Reykjavíkurborgar, Reykjavíkurborg, Reykjavík, 2015 Yfirborðsmeðhöndlun asfaltbundinna slitlaga Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc / Sigurður Halldór Örnólfsson, 2015 Ýmislegt: Mótun framtíðar: Hugmyndir, skipulag, hönnun / Trausti Valsson, Reykjavík,

3 Starfsmannamál Í 8. tölublaði síðasta árs var greint frá því að Pálmi Þór Sævarsson hefði verið ráðinn sem deildarstjóri tæknideildar Vestursvæðis, með aðsetur í Borgarnesi. Nú hefur borist mynd af Pálma. Í síðasta tölublaði var greint frá því að Margrét Orradóttir hefði verið ráðin sem tækniteiknari á hönnunardeild í Reykjavík. Nú hefur borist mynd af Margréti. Í síðasta tölublaði var greint frá því að Jóhannes Ingi Björnsson hefði verið ráðinn sem vélamaður á Hvammstanga. Nú hefur borist mynd af Jóhannesi. Guðmundur S. Ásgeirsson hefur verið ráðinn sem verkstjóri á Ísafirði Reynir Óli Þorsteinsson hefur verið ráðinn sem verkfræðingur á hönnunardeild með aðsetur á Akureyri. Tveir fallhamrar að vinnu við Hornafjarðarfljót sumarið Sjá má hvernig hamrarnir eru settir upp, eitt mastur og fjórar skástífur. Vinnupallur er við mitt mastur. Trissa er í toppi mastursins og önnur niður við jörð. Spilin sjást ekki á myndinni. glussaspili er svona hamar enn í einhverri notkun hjá Vegagerðinni. Brúaflokkur Sigfúsar hafði verið við Brúará í Biskupstungum tveimur árum fyrr og þar hafði nýrri tækni (dísel-hamar) verið notuð en gömlu hamrarnir voru áfram notaðir við minniháttar niðurrekstur. Rambúkkinn samanstóð af einu efnismiklu mastri með trissu á toppnum og fjórum skástoðum. Allt stóð þetta á traustum ramma. Líklega hafa vanir menn verið fljótir að reisa rambúkkann með reyndu verklagi. Vinnupallur var settur upp í um 2-3 m hæð. Á aftari skástoðunum voru þrep sem hægt var að klifra upp eftir. Sjálfur hamarinn eða lóðið var 300 kg járnstykki (500 kg lóð mun hafa verið til og einnig 100 kg lóð sem var dregið upp með höndum). Mótorspil dró lóðið upp og síðan var kúplað frá þannig að lóðið féll frítt niður. Vírinn, sem var festur í lóðið, gekk í gegnum trissuna á toppi mastursins og síðan niður í aðra trissu niðri við jörðu og þaðan í spilið. Spilmaðurinn þurfti að vera snöggur að draga vírinn til baka eftir fallið því annars gat mikið af vír runnið af spilinu. Staurarnir voru að gildleika á við símastaura, ca. 8 tommur að þvermáli. Á enda þeirra var höggvinn oddur með skarexi og á hann settur oddlaga skór úr stáli. Það þurfti að bera staurana að hamrinum og gátu tveir hraustir menn ráðið við það. Oftast komu þó fleiri að burðinum. Mig minnir að það hafi verið hægt að nota spilið til að hífa staurinn upp eftir mastrinu. Staurnum var haldið að mastrinu með því að bregða utanum hann kaðalstroffu sem síðan var hert með því að snúa uppá hana með spýtu eða gömlu skafti af einhverju verkfæri, t.d. sleggju. Tveir til þrír menn voru á rambúkkanum til að halda við straurinn en sá þriðji stjórnaði spilinu. Fyrstu höggin á staurin voru létt því fallhæðin var ekki mikil. En fyrirstaðan í jarðveginum var líka minni á fyrsta metranum. Eftir því sem staurinn gekk lengra niður jókst viðnámið en fallhæð lóðsins jókst að sama skapi. Haldið var áfram að berja á meðan eitthvað gekk en hætt þegar staurinn hreyfðist ekki meira. Stundum töldu menn höggin og mældu ganginn í rekstrinum og burðargeta stauranna var þá metin út frá því. Rambúkkinn var fluttur til á liggjandi plönkum eða trjám og var það gert með járnköllum sem stungið var niður undir rammann og síðan ýtt áfram. Þetta gerðu þrír til fjórir menn. Fjórum árum síðar, 1972, var brúaflokkurinn við Hrófá í Steingrímsfirði. Þar var talsverður niðurrekstur með þessum fallhamri. Þá gerðist það við niðurrekstur að neðri trissan á rambúkkanum gaf sig þegar fallhæð lóðsins var sem mest. Vírinn slóst út með miklu afli og skar í sundur battingana í verkpallinum eins og vélsög. Tveir menn sem stóðu á pallinum náðu að grípa um hvor sína skástoðina og hanga þar. Engum varð meint af og var það mikil lukka. Framhald verður birt síðar. Í síðasta tölublaði var greint frá því að Sophus Magnússon hefði verið ráðinn sem vélamaður á Ísafirði. Nú hefur borist mynd af Sophusi. Friðbjörn Steinar Ottósson vélamaður á Patreksfirði hefur sagt upp störfum og hættir í lok janúar. Skötuveisla var haldin á Selfossi í hádeginu 18. desember Eldað var í áhaldahúsinu og boðið var upp á skötu, saltfisk og meðlæti s.s. rófur, kartöflur, hamsatólg og rúgbrauð ásamt drykkjum til að renna þessu niður með. Var það álit manna að aldrei hefðu þeir smakkað annað eins lostæti og voru kokkarnir, Jón Smári Lárusson (t.v.) og Grétar Einarsson (t.h.), kosnir til að sjá um þetta um ókomna tíð. Svo var boðið upp á kaffi og konfekt á eftir. 4 5

4 Æviskrár Vegagerðarmanna Á hverju ári eru birtar margar æviskrár starfs manna Vega gerð ar inn ar í tilefni stórafmæla og hafa nú alls birst 252 æviskrár. Við þökkum þeim fyrir sem hafa tekið þátt í þessu með okkur. Hér fyrir neðan er svo birtur nafnalistinn og númer tölublaðs við. Þetta gerum við árlega í 1. tölublaði hvers árs og með þessu móti er smátt og smátt að verða til þokka legt vegagerðarmannatal. Þeir sem geyma blöðin geta flett upp á 1. tölublaði ársins og fundið þess sem leitað er að. Hafi æviskrá birst oftar en einu sinni er síðasta birting skráð í list ann. Það eru eflaust til einhverjir sem eru lítið fyrir athygli Alda Sigurbjörg Ferdinandsdóttir. 348 Alfreð Jónsson Andrés Kristinsson Andrés Viðarsson Anna Elín Jóhannsdóttir Ari B. Guðmundsson Arnar Ellert Ragnarsson Auðunn Hálfdanarson Auður Þóra Árnadóttir Auður Eyvinds Ágúst Sæmundsson Árni Þorvaldsson Ásgeir Matthías Kristinsson Ásmundur Valdimarsson Ásrún Rudolfdóttir Ásbjörn Ólafsson Ástbjartur Sæmundsson Baldvin S. Baldvinsson Bárður Sigurðsson Birgir Eyþórsson Birgir Guðmundsson Bjarni J. Finnsson Bjarni Heiðar Johansen Bjarni Guðmann Sigurðsson Bjarnveig S. Hermundsdóttir Björg Helgadóttir Björgvin Óskar Bjarnason Björn Ólafsson Björn Svavarsson Dagný Engilbertsdóttir Daníel Árnason Davíð Jens Hallgrímsson Eiður B. Thoroddsen Einar Friðbjörnsson Einar Gíslason Einar Hafliðason Einar Pálsson Eiríkur Jónas Gíslason Elís Jónsson Elís G. Þorsteinsson Erla Cortes Erla Valgarðsdóttir Erlingur Dagsson Erlingur Jensson Erna B. Guðmundsdóttir Erna Bára Hreinsdóttir Eymundur Runólfsson Eyvindur Jónasson Fannar Gíslason Finnbogi Guðmundsson Friðleifur Ingi Brynjarsson Friðrik Blöndal G. Pétur Matthíasson Garðar Steinsen Geir Guðmundsson Gísli Felixson Gísli S. Gíslason Grétar Óli Sveinbjörnsson Guðbjörg Ingólfsdóttir Guðjón Sigurjón Ólason Guðjón Þorsteinsson Guðjón Þórarinsson Guðmann A. Guðmundsson Guðmundur Arason, verkfræðingur 185 Guðmundur A. Arason, skrifststj Guðmundur Árnason Guðmundur S. Finnsson Guðmundur Gíslason Guðmundur Guðbrandsson Guðmundur Ingi Guðjónsson Guðmundur Finnur Guðmundsson 397 Guðmundur Heiðreksson Guðmundur Ívarsson Guðmundur Karl Jóhannesson Guðmundur Rafn Kristjánsson Guðmundur Sigurbjörnsson Guðmundur Sigurðsson Guðmundur Sigurjónsson Guðmundur Ingi Waage Guðmundur Frímann Þorsteinsson 273 Guðmundur Vignir Þórðarson Guðni A. Arthursson Guðni P. Kristjánsson Guðrún Þóra Garðarsdóttir Guðþór Sverrisson Gunnar Bjarnason Gunnar Garðarsson Gunnar Gunnarsson, bókasafnsfr Gunnar Gunnarsson, lögfræðingur 391 Gunnar Gunnarsson, bifvélavirki Gunnar Haukur Jóhannesson Gunnar Karlsson Gunnar Linnet Gunnar Ingi Olsen Gunnar Þórólfsson Gunnlaugur Einarsson Gylfi Júlíusson Hafdís Eygló Jónsdóttir Hafdís A. Magnúsdóttir Hafliði Richard Jónsson Halldór Friðriksson Halldór Guðni Oddgeirsson Hallmundur Guðmundsson Hallur Sigurbjörnsson Hanna María Tómasdóttir Hannes Már Sigurðsson vegna afmæla en þó tilbúnir til að vera með á þessum ævi skráalista. Þeir eru þá hvattir til að panta eyðublað hjá rit stjóra og senda upplýsingarnar síðan inn. Þá er yfirlitið birt þó það beri ekki upp á stórafmæli. Eins ef einhverjir þekkja vel til starfsmanna sem fallnir eru frá og sakna þeirra á þessum lista. Þá er upplagt að safna upplýsingum saman og setja saman yfirlit. Ritstjóri er reiðubúinn til að aðstoða við það. Eftir því sem nöfnunum fjölgar á listanum verður meiri eftirsjá af þeim sem ekki er þar að finna. Haukur Bergsteinsson Haukur Einarsson Haukur Jónsson Haukur Karlsson Hákon Sigtryggsson Heimir F. Guðmundsson Helga Aðalgeirsdóttir Helgi Hallgrímsson Helgi Jóhannesson Helgi Kjartansson Hersir Gíslason Hilmar Finnsson Hilmar Leifur Sveinsson Hjalti Sigfússon Hjálmar Haraldsson Hjörleifur Ólafsson Hlöðver Jóhannsson Hreinn Haraldsson Hringur Guðmannsson Hugi Jóhannesson Hörður Sumarliðason Höskuldur Búi Jónsson Höskuldur Þorsteinsson Ingi Björgvin Reynisson Ingi Björgvin Þorsteinsson Ingibjörg Daníelsdóttir Ingibjörg M. Pálsdóttir Ingólfur Árnason Ingvi J. Árnason Íris Lena Leósdóttir Ísleifur Ingimarsson Jakob Böðvarsson Jakob Hálfdanarson Jenni Ragnar Ólason Jens Matthíasson Jóhann J. Bergmann Jóhann P. Halldórsson Jóhann Bjarni Hjörleifsson Jóhannes Haraldsson Jón S. Bjarnason Jón Valdimar Björnsson Jón Hörður Elíasson Jón Erlendsson Jón Erlingsson Jón M. Finnsson Jón Gunnarsson Jón Halldór Gunnarsson Jón Helgi Helgason Jón Hjaltason Jón Hjálmarsson Jón Ágúst Jónsson Jón Smári Lárusson Jón Þórir Leifsson Jón Magnússon Jón Bjarni Ólafsson Jón Rögnvaldsson Jón Már Snorrason Jón Haukur Sigurbjörnsson Jón Valmundsson Jónas Snæbjörnsson Karl G. Ásgrímsson Karl M. Jónsson Ólafur Þór Gunnarsson Ólafur Kristinn Kristjánsson Ólafur H. Torfason Ólafur Sveinbjörn Vilhjálmsson Óli Ragnar Jóhannsson Ólína Gísladóttir Ólöf Dagný Thorarensen Óskar Gunnarsson Páll Þór Elísson Kolbrún Benediktsdóttir Ragnar Árnason Kristbjörn Haraldsson Kristinn Eiríkur Bóasson Kristín Bára Alfredsdóttir Kristín A. Matthíasdóttir Kristján S. Baldursson Kristján Björn Bjarnason Kristján Sævar Þorkelsson Kristófer Þorgeirsson Leonard Birgisson Linda Björk Árnadóttir Magnús Guðmundsson Magnús Jóhannsson verkstjóri Magnús Valur Jóhannsson verkfr Magnús Kristjánsson Magnús Nikulásson Magnús Sigurðsson Marteinn Óli Reimarsson Matthildur B. Stefánsdóttir Nicolai Jónasson Ólafur H. Baldvinsson Ólafur Gíslason Ólafur Kristján Guðmundsson Ragnar Sveinsson Reynir Gunnarsson Richard Arne Hansen Ríkharð Einarsson Ríkharður Jóhannesson Rósbjörg Jónasdóttir Rögnvaldur Jónsson Sigurbjörg A. Jónsdóttir Sigurður B. Ásvaldsson Sigurður Guðmundsson Sigurður Rafn Jóhannsson Sigurður B. Jóhannesson Sigurður Kristjánsson Sigurður Oddsson Sigurður Hallur Sigurðsson Sigurður Guðmundur Sverrisson Sigurfinnur Sigurðsson Sigurjón O. Sigurðsson Sigursteinn Hjartarson Skúli Guðmundsson Skúli Pálsson Snorri Guðmundsson Björn Jónsson verkefnastjóri á upplýsingatæknideild í Reykjavík varð 50 ára 3. janúar. Afmæli Ármann Ö. Magnússon fyrrverandi vélamaður í Fellabæ varð 75 ára 14. janúar. Snæbjörn Jónasson Sóley Jónasdóttir Sólveig Guðmundsdóttir Stefán Erlendsson Steinar Ingimundarson Steingrímur Ingvarsson Svanur G. Bjarnason Svavar Jónsson Sveinfríður Högnadóttir Sveinn Bárðarson Sveinn Þórðarson Sverrir Guðbrandsson Sæmundur Grétar Jóhannsson Sævar Ingi Jónsson Unnsteinn Arason Valdís Eiríksdóttir Valgeir Ingólfsson Valtýr Þórisson Valgeir Steinn Kárason Valgeir Valgeirsson Viktor Arnar Ingólfsson Víglundur Rúnar Pétursson Þorbjörg Bjarnadóttir Þorgrímur A. Guðmannsson Þorleifur Olsen Þorsteinn Steingrímsson Þorvaldur Böðvarsson Þórður Sigurbjörn Magnússon Þórir Ingason Þórir Stefánsson Þórir Þórðarson Afmæli 6 7

5 Etna Sigurðardóttir viðskiptafræðingur á fjárhagsdeild í Reykjavík varð 40 ára 4. janúar. Nám: Stúdent frá Fjölbrautaskólanum við Ármúla Húsmæðraskólinn í Reykjavík vor Markaðsog sölunám frá Nýja tölvu- og viðskiptaskólanum Viðskiptafræðingur frá Háskólanum í Reykjavík Störf: Saltfiskvinnsla, verslunarstörf og skrifstofustarf á námsár un um. Baðvörður hjá Sundlaug Kópavogs Lagerstarf hjá Artica Bókari hjá Brimborg með námi og til nóvember Viðskiptafræðingur hjá Vegagerðinni frá nóvember Jóhann Samsonarson verkamaður á Patreksfirði og í Hafnarfirði Guðrún Hulda Jóhannesdóttir verkakona á Patreksfirði og í Hafnarfirði Sigurður Björn Jóhannsson húsasmíðameistari á Patreksfirði f á Þingeyri Friðrik Maríasson vélstjóri í Hnífsdal Ingibjörg G. Hjartardóttir fiskverkakona í Hnífsdal Margrét K. Friðriksdóttir húsmóðir og verkakona á Patreksfirði f í Hnífsdal Guðbrandur Jóhannes Guðmundsson sjómaður í Ólafsvík Guðrún Árnborg Sigurgeirsdóttir Ólafsvík Svavar Guðbrandsson rafvirki í Kópavogi f í Ólafsvík d Óskar Sigurðsson kartöflubóndi í Þykkvabæ Steinunn Sigurðardóttir kartöflubóndi í Þykkvabæ Ragnhildur Óskarsdóttir f í Þykkvabæ Etna Sigurðardóttir f í Reykjavík Börn þeirra: Róbert Atli Svavarsson f í Reykjavík nemi Sambýlismaður: Svavar Geir Svavarsson fasteignasali f í Reykjavík Arnar Daði Svavarsson f í Reykjavík nemi Skötuveisla var haldin á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni á Þorláksmessu, þriðja árið í röð. Það er mötuneytið sem sér um matarföng í samvinnu við starfsmannafélagið. Starfsfólk annarra stofnana, sem eru viðskiptavinir mötuneytisins, geta mætt. Þátttaka hefur stöðugt vaxið og mættu yfir 60 manns í þetta skipti. 8

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016 9. tbl. 2016 nr. 507 Þátttakendur á starfsgreinafundi skoða Vaðlaheiðargöng að austanverðu. Á myndinni eru frá vinstri talið: Einar Gíslason, Sigurður Mar Óskarsson, Sigurður Sigurðarson, Magnús Einarsson

More information

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi 10. tbl. 2010 nr. 449 Gunnar Gunnarsson og Garðar Steinsen spjalla um starfið á skrifstofu Vegagerðarinnar um miðja síðustu öld. Margrét Stefánsdóttir fyrrverandi matráðsmaður á Sauðárkróki var heiðruð

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Janúar 2018 Ólafur Sigurðsson Formáli Ættfræðigögnum þessum hefur verið safnað á síðustu

More information

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011 9. tbl. 2011 nr. 458 Sameiginlegur svæðafundur Suðursvæðis og Suðvestursvæðis var haldinn á Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi miðvikudaginn 2. nóvember sl. Á fundinum var tekin hópmynd af þátttakendum

More information

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar:

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: 6. tbl. 2013 nr. 475 Landsnefnd orlofshúsa Vegagerðarinnar (sjá mynd á bls. 2) hélt fund í Lónsbúð í Lóni þann 27. maí sl. Á meðan á fundinum stóð gátu fundar menn fylgst með hreindýrum sem héldu til við

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 5. tbl. 2016 nr. 503 Árshátíð Vegagerðarinnar var haldin í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 30. apríl. Boðið var í fyrirpartý í Mótorskálanum í Borgartúni. Mæting var mjög góð, svo góð að margir stóðu

More information

Bókfærsla Eðlisfræði Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur hagfræðibraut Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur máladeild Efnafræði, 5.

Bókfærsla Eðlisfræði Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur hagfræðibraut Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur máladeild Efnafræði, 5. EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT... I Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands... 1 Stjórn og starfslið... 3 Skólanefnd... 3 Skólastjóri... 3 Kennarar... 3 Starfslið... 7 Deildarstjórar... 7 Bekkjaskipan og árangur

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar

4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar 4. tbl. 2016 nr. 502 Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar Í þessu blaði hafa birst kaflar af frásögn ritstjóra af brúavinnu á árunum 1969-1973 og heldur það áfram í þessu blaði. Ekki er til hópmynd

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar.

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. 2. tbl. 2014 nr. 481 Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. Á skemmtunum starfsmannafélagsins í Reykjavík í nokk ur ár í kringum 1960 voru

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland

The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland The impact of climate change on glaciers and glacial runoff in Iceland Bergur Einarsson 1, Tómas Jóhannesson 1, Guðfinna Aðalgeirsdóttir 2, Helgi Björnsson 2, Philippe Crochet 1, Sverrir Guðmundsson 2,

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði 9. tbl. 2014 nr. 488 Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í hornfundarherberginu í Borgartúni 7. Gunnar hljóðritar samtalið og notar heyrnartólin til að heyra hvernig upptakan hljómar. Starfsmaður

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands

Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands 1. gr. Verzlunarskóli Íslands er sjálfseignarstofnun, sem starfar undir vernd Verslunarráðs Íslands. Heimili og varnarþing skólans er í Reykjavík. Stofnfé skólans er

More information

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar 8. tbl. 2012 nr. 467 Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: Heimildir í handriti Undanfarna áratugi hefur talsvert af sögulegu efni borist inn á mitt borð. Það hefur oft verið í kjölfar þessi að starfsmaður

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Dagatal Norðfirðingafélagið í Reykjavík

Dagatal Norðfirðingafélagið í Reykjavík Brekkusöngur í sumarferð Lionsmanna, í Atlavík, með eldri borgurum á Norðfirði. Myndin er líklega tekin á fyrri hluta áttunda áratugar síðustu aldar. Ljósmyndari: Guðmundur Sveinsson. Mynd í vörslu Skjala-

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 Er fiskur of góður fyrir þig? 4 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 5 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík Ritstjóri Steinar J.

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...3 Stjórn og starfslið...8 Skólanefnd...8 Skólastjóri...8 Yfirkennari...8 Kennslustjóri...8 Brautastjórar...

EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...3 Stjórn og starfslið...8 Skólanefnd...8 Skólastjóri...8 Yfirkennari...8 Kennslustjóri...8 Brautastjórar... EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...3 Stjórn og starfslið...8 Skólanefnd...8 Skólastjóri...8 Yfirkennari...8 Kennslustjóri...8 Brautastjórar...8 Kennarar...8 Starfslið...12 Deildarstjórar...12 Bekkjaskipan og

More information

9. tbl nr Náið samráð við starfsmenn

9. tbl nr Náið samráð við starfsmenn 9. tbl. 2009 nr. 438 Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpar fund með starfsfólki Vegagerðarinnar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri (sitjandi t.v.) og Gísli Gíslason formaður starfshóps

More information

Bubbi Morthens. * Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé.

Bubbi Morthens. * Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé. Hin og þessi bönd Hér ætlum við að stykkla á stóru um hinar ýmsu sveitir sem Bubbi hefur starfað með, eða þær með honum, um lengri eða skemm Þetta er þó ekki tæmanlegur listi. Því þó Bubbi hafi leikið

More information

Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi?

Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi? Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2012 Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi? Fjölmiðlasaga Akureyrar 1852-2012 Sif Sigurðardóttir Lokaverkefni við Hug- og

More information

Heimildir. Boyer, W. (2008). Girl to girl violence: The voice of victims. Childhood Education, 84(6) Proquest Central, bls

Heimildir. Boyer, W. (2008). Girl to girl violence: The voice of victims. Childhood Education, 84(6) Proquest Central, bls Heimildir Allen, K. P. (2010). A bullying intervention system: Reducing risk and creating support for aggressive students. Preventing School Failure, 54(3), 199 209. Almar Miðvík Halldórsson. (2011). Einelti

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími:

ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími: ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími: 565 7373 gkg@gkg.is www.gkg.is *Línugjald ekki innifalið. HeiMilispAkkinn - nú líka fyrir fyrirtæki! Mörg fyrirtæki greiða fyrir nettengingu á heimilum

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

FRÉTTABRÉF FUNDUR UM FORVARNIR LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. vegna bruna af heitu vatni Fundurinn verður haldinn á Ísafirði 2. júní Sjá bls.

FRÉTTABRÉF FUNDUR UM FORVARNIR LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. vegna bruna af heitu vatni Fundurinn verður haldinn á Ísafirði 2. júní Sjá bls. FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS FUNDUR UM FORVARNIR vegna bruna af heitu vatni Fundurinn verður haldinn á Ísafirði 2. júní 2007 Sjá bls. 5 FRÉTTABRÉF NR. 100 2. TBL. 21. ÁRGANGUR MAÍ 2007 Efnisyfirlit Útgefandi:

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...1 Stjórn og starfslið...5 Skólanefnd...5 Skólastjóri...5 Aðstoðarskólastjóri...5 Verkefnastjórar...5 Deildarstjórar...

EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...1 Stjórn og starfslið...5 Skólanefnd...5 Skólastjóri...5 Aðstoðarskólastjóri...5 Verkefnastjórar...5 Deildarstjórar... EFNISYFIRLIT Skipulagsskrá...1 Stjórn og starfslið...5 Skólanefnd...5 Skólastjóri...5 Aðstoðarskólastjóri...5 Verkefnastjórar...5 Deildarstjórar...5 Kennarar...6 Starfslið...8 Bekkjaskipan og árangur nemenda...9

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

10. árg. 3. tbl. Desember 1996

10. árg. 3. tbl. Desember 1996 10. árg. 3. tbl. Desember 1996 Evrópustaðall fyrir lýsi búinn til á Rf Guðjón Atli Auðunsson, sérfræðingur á Rf, er höfundur staðals fyrir þorskalýsi sem nú er viðurkenndur um alla Evrópu og birtist í

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Fréttabréf. Haustfundurinn 30. september 2006

Fréttabréf. Haustfundurinn 30. september 2006 Haustfundurinn 30. september 2006 Þann 30. september n.k. kl. 10 byrjum við hauststarfið. Mætum hress og kát á fyrsta fund haustsins að Skipholti 37, 2. hæð. Efni fundarins hefur ekki verið gefið upp og

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar.

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

HORNBREKKA ON HÖFÐASTRÖND A 19 TH CENTURY FARM

HORNBREKKA ON HÖFÐASTRÖND A 19 TH CENTURY FARM HORNBREKKA ON HÖFÐASTRÖND A 1 TH CENTURY FARM Preliminary results from an archaeological excavation Ágústa Edwald Contents 1. Historical background... 4 1.1 Historical archaeology and 1 th century livelihoods...

More information

Framsal í Euro Market-málinu staðfest í héraði

Framsal í Euro Market-málinu staðfest í héraði 235. TÖLUBLAÐ 18. ÁRGANGUR MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI * FÖSTUDAGUR 5. OKTÓBER 2018 Framsal í Euro Market-málinu staðfest í héraði Héraðsdómur Reykjavíkur hefur staðfest ákvörðun ráðuneytisins um framsal

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Gjörbreytt lið kemur inn á pólitíska völlinn eftir kosningar í vor

Gjörbreytt lið kemur inn á pólitíska völlinn eftir kosningar í vor OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Þú færð heilan lífrænan kjúkling frá Rose Poultry í Lifandi markaði Hæðasmára. Hæðasmári 6, fyrir aftan Smáralind www.lifandimarkadur.is

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118

FRÉTTABRÉF. Harpa fékk LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk FRÉTTABRÉF nr. 118 FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Harpa fékk viðurkenningu fyrir Lofsvert lagnaverk 2011 FRÉTTABRÉF nr. 118 Hr. Ólafur Ragnar Grímsson forseti Íslands, veitti viðurkenningar í Hörpu fyrir Lofsvert lagnaverk

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar

Hugvísindasvið. Gömlu bíóin. Greinargerð um gerð sýningar Hugvísindasvið Gömlu bíóin Greinargerð um gerð sýningar Ritgerð til MA-prófs í hagnýtri menningarmiðlun Birgir Pétur Þorsteinsson Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Hagnýt menningarmiðlun Gömlu

More information

Report Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Harpa Grímsdóttir. Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður General report

Report Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Harpa Grímsdóttir. Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður General report Report 01009 Þorsteinn Arnalds Siegfried Sauermoser Harpa Grímsdóttir Hazard zoning for Ísafjörður, Siglufjörður and Neskaupstaður General report VÍ-ÚR04 Reykjavík May 2001 Contents 1 Introduction 3 2

More information

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 Dagurinn er bara allt annar Ota haframjölið er framleitt úr 100% sérvöldum höfrum sem eru flokkaðir, valsaðir og síðan ristaðir til að

More information

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011 Tíu nýsveinar fengu afhent sveinsbréf

Tíu nýsveinar útskrifast úr bókiðngreinum 2011 Tíu nýsveinar fengu afhent sveinsbréf 1.31.2011 1.31.2011 Útskrift Ritnefnd Prentarans: Hrafnhildur Ólafsdóttir, ritstjóri og ábyrgðarmaður. Anna Helgadóttir Hrönn Jónsdóttir Þorkell S. Hilmarsson Ábendingar og óskir lesenda um efni í blaðið

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 LÖGGILTUR

FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS. Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 LÖGGILTUR FRÉTTABRÉF LAGNAFÉLAGS ÍSLANDS Afmæliskveðja til Meistarafélags pípulagningameistara frá Lagnafélagi Íslands FRÉTTABRÉF NR. 132 1. TBL. 32. ÁRGANGUR MARS 2018 Stjórn Félags pípulagningameistara eins og

More information

Valsblaðið. 60. árgangur 2008

Valsblaðið. 60. árgangur 2008 Valsblaðið 60. árgangur 2008 Minnisstæð jól Það er nú svo með blessuð jólin að helst væntum við þess að þau séu eins að ytra formi frá ári til árs. Við borðum sams konar mat jól eftir jól, hittum sama

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information