Saga fyrstu geimferða

Size: px
Start display at page:

Download "Saga fyrstu geimferða"

Transcription

1 Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26

2 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn að geimferðum manna. Geimöldin hófst þegar Rússar skutu upp gervitunglinu Sputnik 1. undir lok Sputnik 1. var fyrsta gervitunglið sem skotið var á braut um jörðu. Einnig sendi Sputnik 1. frá sér útvarpsbylgjur sem hægt var að greina frá jörðu. Gervitunglið gaf vísindamönnum einnig upplýsingar um gufuhvolf jarðar. Það var aðeins þrjá mánuði í gufuhvolfi jarðar áður en það brann upp í lofthjúpinum. Geimskotið kom Bandaríkjamönnum verulega að óvart og olli áhyggjum hjá þeim því með geimskoti Rússa varð Bandaríkjamönnum ljóst að Rússar voru lengra komnir í tækniþróun en þeir og það gæti leitt að því að Rússar yrðu voldugri en Bandaríkjamenn. Þetta leiddi til þess að Bandaríkjamenn stofnuðu geimferðastofnunina NASA. NASA stendur fyrir National Aeronautics and Space Administration eða Geimferðastofnun Bandaríkjanna. Bandaríkjamenn svöruðu Rússum með því að skjóta upp gervitunglinu Explorer 1. í byrjun Með geimskotum beggja ríkjanna hófst kapphlaup milli Bandaríkjamanna og Rússa um hvort ríkið yrði fyrr að koma manni í geiminn og einnig til tunglsins (Wikipedia, 2015). Í kjölfarið gerðu Bandaríkin rannsóknir á hæfni manna til að standast skilyrði geimferða og að lokum þeirra voru valdir sjö menn sem áttu að vera fulltrúar Bandaríkjanna í geimferðum, í verkefni sem kallaðist Mercury geimferðaáætlunin (NASA, 2006). Mercury Geimferðaáætlunin Mercury geimferðaáætlun NASA hófst árið 1958 og stóð yfir til ársins Markmið Mercury geimferðaáætlunarinnar var að koma mannaðri geimflaug á sporbraut um jörðu, að kanna hæfni manna til að starfa í geimnum og að koma manninum og geimfarinu aftur til jarðar (NASA, 2006). NASA fór í kjölfarið að þróa geimflaugar sem gætu borið mann út í geiminn og aftur til baka. Geimflaugarnar þurftu að geta skotist á loft og komist út í geiminn og auk þess þolað lofttæmið sem ríkir í geimnum. Einnig þurftu geimflaugarnar að geta þolað hitann og þrýstinginn sem myndaðist við endurkomu í lofthjúp Jarðar, en sá hiti er um gráður á Celsius (NASA, 2011). Til að velja þá geimfara sem áttu að fara með geimflaugunum þá gerði NASA rannsóknir á mönnum til þess að geta valið þá hæfustu. Allir mennirnir áttu það sameiginlegt að vera orrustuflugmenn og höfðu því mikla reynslu af því að vera á flugi upp fyrir skýin. Í rannsóknunum voru menn látnir fara í gegnum þrýstingspróf, hröðunarpróf, titringspróf, hitapróf og hávaðapróf. Þolpróf, sem prófuðu líkamlegt þol og getu þeirra við að vera í erfiðum aðstæðum og andleg próf, sem reyndu á andlegan styrk þeirra. Út frá niðurstöðum þessara prófa voru valdir sjö menn sem áttu að vera geimfararnir í Mercury geimferðaáætluninni (NASA, 2006). 2

3 Þegar sjö menn höfðu verið valdir þá voru þeir þjálfaðir til að geta farið út í geiminn. Þjálfunin fólst meðal annars í þyngdaraflsþjálfun þar sem hermt var eftir þyngdaraflinu í skotinu og endurkomu í lofthjúp jarðar. Einnig var þeim kennd öndunartækni til að nota þegar þyngdarafl var mikið. Að auki voru þeir þeir þjálfaðir í að vera í þyngdarleysi og að stýra geimfarinu (Wikipedia, 2015). Til þess að geta verið viss um að geimfararnir yrðu öruggir að fara út í geiminn þá sendi NASA þrjá simpansa út í geim áður en þeir sendu fyrsta manninn. Simpansarnir voru þjálfaðir til að ýta á takka í geimflauginni þegar ljós blikkaði eða þegar hljóð heyrðist. Þeir voru þjálfaðir til að gera þetta með því að vera í flughermi og ef þeir ýttu á takkann var þeim verðlaunað en ef þeir ýttu ekki á takkann var þeim gefið mildur rafstraumur. Simpönsunum þremur var skotið út í geim árið 1961 fyrir fyrsta mannaða geimfar Bandaríkjamanna. Vegna öruggrar heimkomu allra simpansana þá gat NASA verið viss um að geimflaugarnar væru nægilega öruggar og að menn gætu lifað það af að fara út í geim (Wikipedia, 2014). Í Mercury geimferðaáætluninni voru notaðar tvær gerðir eldflauga, Mercury-Redstone eldflaugar voru notaðar í þeim geimskotum þar sem mönnum var skotið út í geim, en ekki á braut um jörðu. Atlas eldflaugar voru notaðar í þeim geimskotum þar sem mönnum var komið á braut um jörðu. Í Mercury-Redstone eldflaugunum var notað alkóhól og fljótandi súrefni sem eldsneyti. Alkóhólið og fljótandi súrefnið voru geymd í sitthvorum tanknum inni í eldflauginni, og var þeim þjappað saman þannig að það kólnaði mikið og myndast ís utan á eldflauginni vegna kuldans sem samþjappaða eldsneytið gefur frá sér. Við geimskot Mercury- Redstone eldflauganna var alkóhól og fljótandi súrefnið send niður í vélina þar sem kveikt var í alkóhólinu og súrefninu. Við það varð til mikil orka, sem sendi eldflaugina upp á við. Ofan á eldflauginni var hylki sem átti að halda geimfarann aðskildum frá eldflauginni. En þegar geimflaugin var komin út í geim var hylkið skilið frá eldflauginni. Hylkinu var síðan snúið við svo að hitaskjöldur þess snéri í þá átt sem hylkið var að fara í því hitaskjöldur hylkisins varð að snúa fram svo að hylkið brynni ekki upp í endurkomu í lofthjúp jarðar. Þegar hylkið var komið í lofthjúp jarðar opnast fallhlíf á hylkinu en fallhlífin hægir á hylkinu svo að lendingin yrði öruggari fyrir geimfarana. Síðan lendir hylkið á sjónum þar sem er náð í geimfarann og geimfarið (Wikipedia, 2015). Í Atlas eldflaugunum sem notaðar voru í geimskotum sem farið var á braut um jörðu var notað hreinsað kerósín og samþjappað súrefni sem eldsneyti. Atlas eldflaugarnar voru öflugri en Mercury-Redstone eldflaugarnar og voru þær því notaðar í þeim geimskotum þar sem farið var á braut um jörðu. Þær voru notaðar í þeim geimferðum því það krafðist mikils hraða til þess að geta komist á braut um jörðu en þann hraða gátu Mercury-Redstone eldflaugarnar ekki gefið (Wikipedia, 2015). 3

4 Þann 12. apríl 1961 varð Rússinn Yuri Gagarin fyrsti maðurinn til að fara út í geim. Þremur vikum síðar, eða þann 5. maí 1961 varð Alan Shepard fyrsti Bandaríkjamaðurinn til að fara út í geim, en geimferðin stóð yfir í fimmtán og hálfa mínútu. Á næstu tveimur árum sem fylgdu þá skaut NASA fimm geimskotum sem voru hluti af Mercury geimferðaáætluninni. Mercury geimferðaáætluninni lauk þann 15. maí árið 1963 með geimskoti Gordon Cooper. Mercury verkefnið hafði þá staðið yfir í rúmlega fjögur og hálft ár og höfðu meira en tvær milljónir manna tekið þátt í geimferðaáætluninni og hafði hún kostað 230 milljarða króna eða 1,73 milljarð dollara (Wikipedia, 2015). Apollo geimferðaáætlunin Eftir fyrsta geimskot Bandaríkjamanna þann 5. maí 1961, þá skoraði þáverandi forseti John F. Kennedy á Bandaríkin að koma manni á tunglið fyrir lok áratugarins í frægri ræðu sem hann hélt á blaðamannafundi þann 25. maí Þessi ræða var upphafið að næsta áfanga NASA sem var að koma mönnum á tunglið í hinni svokölluðu Apollo geimferðaáætlun (Wikipedia, 2015). Markmið Apollo geimferðaáætlunarinnar var að koma manni á tunglið og skila honum aftur til jarðarinnar. Einnig að koma á fót tækni til að mæta þjóðarhagsmunum annarra ríkja í geimmálum og ná yfirburði í geimmálum fyrir Bandaríkin. Framkvæma geimferðaáætlun um vísindalegar rannsóknir á tunglinu og að þróa hæfni manna til að vinna í umhverfi tunglsins (NASA, 2012). Áður en Apollo geimferðaáætlunin hófst höfðu bæði Rússar og Bandaríkjamenn skotið ómönnuðum geimförum til tunglsins í Luna geimferðaáætlun Rússa og Surveyor geimferðaáætlun Bandaríkjamanna, Í Luna og Surveyor geimferðaáætlununum var lent á tunglinu og var þar verið að þróa tækni til að lenda á tunglinu. Einnig höfðu Bandaríkjamenn sent geimför í kring um tunglið í Ranger geimferðaáætluninni (Wikipedia, 2015). Næstu ár eftir lok Mercury geimferðaáætlunarinnar fóru NASA aðallega í að bæta búnað sem þurfti til að lenda á tunglinu. Einnig í að kanna hæfni manna til þess að vera í geimnum til lengri tíma í geimferðaáætlun sem kallaðist Gemini geimferðaáætlunin. Gemini geimferðaáætlunin var grunnurinn að Apollo geimferðaáætluninni því í Gemini var fyrst prófað að vera í geimnum í lengri tíma og voru könnuð áhrif þess á menn. Einnig var fyrst farið út úr geimfarinu og framkvæmd svokölluð geimganga, en það gaf NASA tækifæri til að þróa geimbúning geimfarana til að þola lofttæmið sem ríkir í geimnum (Wikipedia, 2015). Apollo geimferðaáætlunin hófst með skoti Apollo 1. þann 27. janúar Við könnunina á geimflauginni fyrir skotið kviknaði í stjórnunarklefa geimflaugarinnar og geimfararnir þrír sem voru í honum dóu. Einn geimfarana sem lést var einn af upprunalegu sjö geimförunum sem valdir voru í Mercury geimferðaáætluninni. Orsök slyssins eru talin vera að neisti hafi komið frá óvörðum vírum í stjórnunarklefa geimflaugarinnar. Neistinn hefur þá kveikt í súrefninu í stjórnunarhylkinu, því það var hreint súrefni í stjórnunarhylkinu. Við það hefur 4

5 kviknað í eldfimum efnum í stjórnunarklefanum. Að auki opnaðist ekki lúgan sem átti að hleypa geimförunum út og það gerði það að verkum að geimfararnir þrír sem voru í stjórnunarklefa geimflaugarinnar brunnu inni í honum. Slysið varð mikið áfall fyrir NASA og setti mönnuð geimskot Apollo á bið. Eftir það fór NASA að bæta geimförin og sendu ómönnuð geimskot til að geta fullvissað sig um að vandamálið væri leyst (Wikipedia, 2015). Eftir ómönnuðu geimskotin var mannaða geimfarinu Apollo 7. skotið upp þann 11. október Í því geimskoti var prófuð geimflaugin sem átti að bera menn á tunglið. Einnig var gerð fyrsta sjónvarpsútsendingin úr geimnum. Fyrir Apollo ferðirnar sem áttu að fara á tunglið var notuð Saturn 5 eldflaug. Saturn 5 eldflaugin er stærsta og öflugasta eldflaug sem hefur nokkurn tímann verið notuð. Saturn 5 eldflaugin var 111 metra há og vó tæplega 2800 tonn. Einnig gat flaugin skotið upp rúmlega 118 tonnum af aukaþyngd (Wikipedia, 2015, NASA, 2010). Í verkefnum Apollo 8., 9. og 10. var prófaður allur sá búnaður sem yrði nauðsynlegur til að lenda á tunglinu. Í Apollo 8. var flogið í kring um tunglið án þess að lenda á því og var þá könnuð frammistaða geimfarsins. Í Apollo 8. var fyrst flogið mönnuðu geimfari kring um tunglið. Í Apollo 9. var flogið í kring um jörðina til að prófa tunglferjuna sem átti að lenda á tunglinu og komast aftur til móðurflaugarinnar. Móðurflaugin yrði á braut um tunglið meðan tunglferjan lenti á tunglinu. Í Apollo 10. var flogið til tunglsins og voru framkvæmdar allar aðgerðir sem yrðu gerðar í tungllendingunni sjálfri en ekki var lent á tunglinu (Wikipedia, 2015). Þann 16. júlí 1969 var Apollo 11. skotið upp frá Cape Kennedy í Flórída, með geimfarana Neil Armstrong, Edwin Aldrin og Michael Collins innanborðs með það verkefni fyrir höndum að lenda á tunglinu samkvæmt áskorun John F. Kennedy fyrrverandi forseta. Móðurflaugin var tengd við tunglferjuna þegar geimflaugin var komin úr gufuhvolfi jarðar. Eftir tenginguna var haldið áfram til tunglsins. Þann 17. júlí sendi Apollo 11. fyrstu sjónvarpsútsendingu í lit utan úr geimnum. Þann 19. júlí komst Apollo 11. á braut um tunglið og þann 20. júlí fóru geimfararnir Neil Armstrong og Edwin Aldrin um borð í tunglferju Apollo 11. og undirbjuggu að lenda á tunglinu. Þá var sleppt tunglferjunni frá stjórnklefa geimflaugarinnar og henni stýrt niður á yfirborð tunglsins. Við lendinguna uppgötvaðist gígur á tunglinu þar sem lendingarstaður tunglferjunar átti að vera og urðu geimfararnir að finna nýjan lendingastað og urðu þeir að gera það í flýti. Þegar tunglferjan lenti á tunglinu rúma sex kílómetra frá áætluðum lendingarstað voru um 25 sekúndur af aukaeldsneyti eftir sem var hugsað fyrir tungllendinguna. Næstum fjórum klukkutímum eftir lendinguna steig Neil Armstrong öðrum fætinum á tunglið og sagði hin frægu orð: Eitt lítið skref fyrir mann. Eitt risa stökk fyrir mannkynið. Rúmum átta árum eftir áskorun John F. Kennedy að lenda á tunglinu þá steig Neil Armstrong fyrstur manna á tunglið. En með tungllendingunni uppfylltu þeir ekki aðeins draum Kennedy að koma manni á tunglið, heldur draum sem hefur fylgt mannkyninu frá upphafi (NASA, 2009). 5

6 Í apríl 1970 átti Apollo 13. að vera þriðja geimfarið til að lenda á tunglinu, en vegna óhapps varð að hætta við þau áform. Þann 13. apríl stuttu eftir að áhöfnin kom um borð í Apollo 13. og hafði lokið 49 mínútna langri sjónvarpsútsendingu varð sprenging í öðrum súrefniskúti Apollo 13. sem gerði það að verkum að hinn súrefniskúturinn bilaði og skerti venjulegt flæði rafmagns, ljóss og vatns í geimfarinu. Eftir sprenginguna kom viðvörunarljós í stjórnklefanum og þegar geimfarinn John Swigert sá það sagði hann hin frægu orð: Houston, we ve had a problem here, í talstöðina. Þegar einn geimfaranna leit út um gluggann á geimfarinu sá hann að það var eitthvað gas sem var að leka út í geiminn frá geimfarinu. Þetta var súrefni sem geymt var í súrefnistankinum sem sprakk. Geimfarið var að leka súrefni og ef ekkert yrði gert myndi geimfarið missa allt súrefni. Ef það myndi gerast þá myndu rafhlöðurnar, sem sjá geimfarinu fyrir rafmagni, hætta að virka. Til þess að geta fengið súrefni þá fóru geimfararnir inn í tunglferjuna til þess að geta notað súrefnisbyrgðir hennar. Á meðan unnu menn á jörðinni að því að koma með lausnir að vandamálunum sem ríktu um borð í Apollo 13. Vegna vatnskorts þá urðu geimfararnir að neyta vatns í mjög litlu magni, og við það léttust geimfararnir verulega. Vegna mikils magns koltvíoxíðs um borð í geimfarinu þá bjuggu tæknimenn hjá NASA til síu sem skildi koltvíoxíðið frá súrefninu, úr efnum sem voru til um borð í geimfarinu. Og tæknimennirnir hjá NASA létu geimfarana búa til síuna til að koma koltvíoxíðmagninu í jafnvægi. Vegna rafmagnskorts um borð í geimfarinu þá hefði það krafist of mikils rafmagns að snúa við og fara beint til jarðar, í stað þess slöngvuðu þeir geimfarinu í kring um tunglið og notuðu því þyngdarafl tunglsins til að koma þeim til jarðar. Til að spara rafmagn höfðu geimfararnir slökkt á nærri öllum kerfum geimflaugarinnar og kólnaði hún verulega við það, eða niður í um þrjár gráður á Celsíus. Vegna rafmagnsskorts urðu tæknimenn hjá NASA að finna aðferð til að kveikja á geimfarinu sem notaði nægilega lítið rafmagn til að fara ekki yfir það litla rafmagnsmagn sem geimflaugin hafði. Þann 17. apríl, sex dögum eftir skotið lenti Apollo 13. í Kyrrahafinu. Lendingin hefði ekki verið möguleg ef ekki hefði verið fyrir samskiptin milli NASA og geimfaranna og fyrir lausnirnar sem menn hjá NASA komu með sem gerðu það að verkum að hægt var að bjarga geimförunum (NASA, 2009). Í Apollo geimferðaáætluninni lentu sex geimför á tunglinu og gengu tólf menn á tunglinu frá árunum 1969 til Geimförin Apollo 11., 12., lentu öll á tunglinu. Apollo geimferðaáætlun NASA var eitt umfangsmesta verkefni NASA og var það eitt stærsta skref manna í geimferðamálum fyrr og síðar. Síðan að Harrison Schmitt steig af tunglinu árið 1972 í Apollo 17. hafa menn ekki farið aftur til tunglsins og er því Apollo geimferðaáætlunin eina verkefni NASA þar sem mönnum hefur verið komið á tunglið (Wikipedia, 2015). 6

7 Uppgötvanir á sólkerfinu Eftir að NASA hafði í fyrsta sinn komið manni út í geiminn sáu þeir að tækninni hafði farið verulega fram. Vegna þessara tækniframfara sem einkum var afleiðing Mercury geimferðaáætlunarinnar sáu menn fram á að hægt væri að fara að skoða sólkerfið af meiri nákvæmni. NASA sendi því ómönnuð geimför sem voru búin myndavélum, útvarpsbylgjunemum og fleiri tækjum sem áttu að auka skilning manna á hvaðan við komum og hver við erum. Geimförin voru látin fljúga framhjá plánetum í sólkerfinu og lenda á sumum þeirra. Einnig voru þau stöku sinnum látin skoða geimsteina. En öll geimförin eiga það sameiginlegt að hafa aukið skilning manna á sólkerfinu (Wikipedia, 2015). Mariner geimferðaáætlunin Áður en Apollo geimferðaáætlunin hófst sendi NASA ómönnuð geimför til tunglsins. Til að geta aukið skilning sinn á tunglinu. NASA sendi ómönnuð geimför til tunglsins í Surveyor og Ranger geimferðaáætlununum. En í Surveyor og Ranger geimferðaáætlununum var flogið í kring um tunglið og einnig lent á því. Við undirbúning þessara geimferðaáætlana fór NASA einnig að beina athygli sinni að restinni af sólkerfinu. Það leiddi til þess að Mariner geimferðaáætlunin var hafin. Í Mariner geimferðaáætluninni var í fyrsta sinn flogið kringum aðrar plánetur en tunglið. En í Mariner geimferðaáætluninni var aðallega rannsakað Venus og Mars. Mariner geimferðaáætlunin hófst með geimskoti Mariner 1. þann 22 júlí Í skotinu fór eldflaugin af leið í skotinu og var hún því sprengd upp í öryggisskyni. Mariner geimferðaáætlunin hófst því á misheppnuðu skoti. En mánuði seinna skaut NASA upp Mariner 2. en það skot heppnaðist. Mariner 2. var því fyrsta heppnaða geimfarið sem rannsakaði reikistjörnurnar í sólkerfinu. Mariner 2. flaug til Venusar en á leiðinni mældi það sólarvindinn. En sólarvindurinn er stöðugur straumur af hlöðnum ögnum sem koma frá sólinni og streyma um sólkerfið. Sólarvindurinn stuðlar meðal annars að norðurljósunum. Þegar Mariner 2. flaug framhjá Venus í desember 1962 skannaði geimfarið plánetuna með innrauðum og örbylgjunemum. Við það kom í ljós að Venus hefur köld ský en mjög heitt yfirborð. Í dag er Mariner 2. á braut um sólina. Mariner 3. var upphaflega ætlað að fara til Mars en skotið misheppnaðist og komst geimfarið aldrei á áfangastað. Í þess stað flaug Mariner 4. framhjá Mars í júlí En það var í fyrsta skiptið sem geimfari var flogið til Mars. Könnun Mariner 4. leiddi í ljós að yfirborð Mars var ryðrautt og þakið gígum. Einnig sáust merki á Mars að þar hafi verið vatn. En með uppgötvun Mariner 4. um vatn á Mars hófst ein stærsta spurning sem hefur orðið, um líf á plánetunni Mars. Vegna uppgötvunar Mariner 4. hefur Mars einnig orðið ein af mest könnuðu plánetum sólkerfisins. 7

8 Mariner 5. var sendur til Venusar eftir að hann hafði verið bættur með betri tækjum en þeim sem voru um borð í Mariner 2. Betri mælitæki gerðu vísindamönnum kleift að kanna Venus af meiri nákvæmni en í Mariner 2. Helsta uppgötvun Mariner 5. var um samsetningu lofthjúp Venusar. En geimfarið sýndi að lofthjúpur Venusar var 85-99% koltvíoxíð. En til samanburðar er lofthjúpur jarðar um 0,04% koltvíoxíð. Mariner 6. og 7. voru báðir sendir til Mars með mánaðar millibili í sameiginlegu verkefni þar sem þeir tóku myndir af Mars. Þegar geimförin fóru fram hjá Mars þá sendu geimförin 143 myndir af plánetunni. En myndirnar þöktu um 20% af yfirborði Mars. Geimförin sýndu einnig fram á að yfirborð Mars var nokkuð frábrugðið yfirborði tunglsins. En Mariner 4. hafði gefið það til kynna að yfirborð Mars væri nokkuð líkt yfirborði tunglsins. Einnig könnuðu geimförin samsetninguna í lofthjúpi Mars. Mariner 8. átti að fara á braut um Mars og hefði það verið í fyrsta skiptið sem geimfar færi á braut um aðra plánetu en vegna bilunar í skoti hrapaði geimfarið í sjóinn. Mariner 9. var sendur til Mars í stað Mariner 8. og varð Mariner 9. fyrsta geimfar til að fara á braut um aðra plánetu. Mariner 9. var í næstum eitt ár á braut um Mars og sendi geimfarið myndir til jarðar sem þöktu 80% af yfirborði Mars. Myndirnar frá Mariner 9. leiddu í ljós árbakka, gíga, risastór eldfjöll og einnig stór gljúfur. Einnig tók Mariner 9. myndir af tunglum Mars, Phobos og Deimos. Uppgötvanir Mariner 9. lögðu grunninn að Viking geimferðaáætluninni. En í Viking geimferðaáætluninni voru send tvö ómönnuð geimför sem lentu á Mars. En í Viking geimferðaáætluninni var í fyrsta skiptið lent á Mars sem þótti vera stór framför í geimferðamálum. Mariner 10. var fyrsta geimflaugin sem sem notfærði sér þyngdarafl annarra plánetu til að komast til þeirrar næstu. Mariner notfærði sér þyngdarafl Venusar til að koma sér á braut til Merkúr. Einnig var Mariner 10. fyrsta geimfarið til að kanna tvær plánetur í sömu ferð. Í könnunarferð Mariner 10. var Merkúr í fyrsta skiptið kannað, en þar til 2003 var Mariner 10. eina geimfarið sem hefur kannað Merkúr. Mariner 10. sendi einnig fyrstu nærmyndirnar af Venus og Merkúr þegar geimfarið fór fram hjá þeim. Mariner geimferðaáætlunin stóð yfir í ellefu ár eða frá 1962 til Í Mariner geimferðaáætluninni var í fyrsta sinn kannaðar reikistjörnur sólkerfisins. Af þeim tíu geimflaugum sem skotið var í Mariner geimferðaáætluninni heppnuðust sjö af þeim en þrjú mistókust. Mariner 11. og 12. áttu að vera hluti af Mariner geimferðaáætluninni en þau þróuðust í stað í Voyager 1. og 2. í Voyager geimferðaáætluninni. Í Voyager geimferðaáætluninni var flogið fram hjá ytri reikistjörnum sólkerfisins. En ytri reikistjörnurnar eru Mars, en þó var ekki flogið fram hjá Mars í Voyager geimferðaáætluninni, Júpíter, Satúrnus, Úranus og Neptúnus. Einnig stuðluðu upplýsingar Mariner 9. frá Mars að því að geimförin Viking 1. og 2. lentu á Mars. Viking 1. var fyrsta geimfarið til að lenda á Mars. Mariner geimferðaáætlunin færði mönnum miklar upplýsingar um plánetur sólkerfisins. Mariner stuðlaði að því að NASA sendi fleiri geimför til að kanna 8

9 plánetur sólkerfisins og einnig til að komast nær svarinu við hvaðan við komum og hver við erum (NASA, 2015). Geimöldinni lauk opinberlega í Apollo-Soyuz verkefninu. Í Apollo-Soyuz verkefninu tengdust Apollo geimfar Bandaríkjamanna og Soyuz geimfar Rússa. Með tengingunni lauk spennu milli ríkjanna tveggja sem hafði verið í langan tíma. Geimöldin stóð yfir í 18 ár frá árinu 1957 til Eftir Apollo-Soyuz verkefnið hafa Rússar og Bandaríkjamenn unnið saman í geimáætlunum einkum í Shuttle-Mir geimferðaáætluninni. Í Shuttle-Mir unnu Bandaríkjamenn og Rússar saman í rússnesku geimstöðinni Mir. Eftir að geimöldin hófst þá tóku Bandaríkjamenn fram úr Rússum í tækniframförum tengt geimnum. Hraðar framfarir Bandaríkjamanna leiddu til þess að þeir urðu á undan Rússum að koma manni á tunglið. Í dag hafa fleiri ríki stofnað geimferðastofnanir og hafa geimferðir orðið opnaðri. Sex geimferðastofnanir unnu saman að byggingu Alþjóðlegu geimstöðvarinnar, en bygging hennar hófst árið Alþjóðlega geimstöðin (ISS) er ein mikilvægasta geimstöðin þar sem eru gerðar tilraunir. Tilraunirnar felast meðal annars í könnunum á áhrif þess á menn að vera í þyngdarleysi. Aðildarríkin að alþjóðlegu geimstöðinni eru: Bandaríkin (NASA), Brasilía, Evrópa, Japan, Kanada og Rússland (Wikipedia, 2015). 9

10 Heimildir Wikipedia. (2015). Sótt 19. maí 2015 af NASA. (2006). Sótt 19. maí 2015 af NASA. (2006). Sótt 20. maí 2015 af NASA. (2011). Sótt 20. maí 2015 af NASA. (2006). Sótt 20. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 20. maí 2015 af Wikipedia. (2014). Sótt 20. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af Redstone_Launch_Vehicle Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af NASA. (2012). Sótt 21. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 21. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af NASA. (2010). Sótt 22. maí 2015 af 58.html#.VWb7QtLtlHw Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af 10

11 Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af NASA. (2009). Sótt 22. maí 2015 af NASA. (2009). Sótt 22. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 22. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 27. maí 2015 af NASA. (2015). Sótt 27. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 29. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 29. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 29. maí 2015 af Wikipedia. (2015). Sótt 29. maí 2015 af 11

12 12

13 13

14 14

15 15

16 16

17 17

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Bjarni Tryggvason. Fór út í geim með geimferjunni Discovery ágúst Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur.

Bjarni Tryggvason. Fór út í geim með geimferjunni Discovery ágúst Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur. Bjarni Tryggvason Fór út í geim með geimferjunni Discovery 7. - 19. ágúst 1997. Geimferðin tók 11daga 20 klst og 28 mínútur. http://www.spacefacts.de/mission/english/sts-85.htm Bjarni Tryggvason Úti í

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Stjörnufræði og myndmennt

Stjörnufræði og myndmennt Stjörnufræði og myndmennt Samþætting námsgreina Kennsluhandbók myndmennt Lokaverkefni B. Ed. náms. Árný J. Stefánsdóttir og Nína H.Guðmundsdóttir Maí 2007 2 Leiðsagnarkennari Stefán Bergmann Efnisyfirlit

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar

Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar Sólin 1 Sólin, virkni hennar og hvernig mismunandi virkni hefur áhrif á veðurfar jarðar Ásgerður Kristrún Sigurðardóttir Það eru fáir sem ekki hafa horft upp í dimman næturhimin á vetrarkvöldi og dáðst

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

ISBN: Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogur

ISBN: Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogur 40114 7370 ISBN: 978-9979-0-2148-3 Öll réttindi áskilin 1. útgáfa 2014 Menntamálastofnun Kópavogur Villta vestrið Ívar Örn Reynisson og Sigrún Elíasdóttir Freydís Kristjánsdóttir teiknaði myndir NÁMSGAGNASTOFNUN

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL FLATARMÁL 1 / 2013 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR Flatarmál 1. tbl., 20. árg. 2013 rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara 2013 Flatarmál Útgefandi Flötur, samtök stærðfræðikennara

More information

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ

YFIRLIT ÁRSINS 2016 FLUGSVIÐ YFIRLIT ÁRSINS 216 FLUGSVIÐ Efnisyfirlit TILKYNNINGAR UM ATVIK ALVARLEG FLUGATVIK FLUGSLYS... 3 TEKIÐ TIL RANNSÓKNAR Á ÁRINU... 4 RANNSÓKNIR SEM LOKIÐ VAR ÁRINU... 5 NEFNDARFUNDIR... 6 TILLÖGUR Í ÖRYGGISÁTT...

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Einmana, elskulegt skrímsli

Einmana, elskulegt skrímsli Hugvísindasvið Einmana, elskulegt skrímsli Birtingarmyndir forynja í Bjólfskviðu Ritgerð til BA-prófs í Almennri Bókmenntafræði Helga Guðmundsdóttir Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn Bókmenntafræði

More information