Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Size: px
Start display at page:

Download "Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir"

Transcription

1 Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

2 Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic society is more multicultural than it has ever been. The focus in this project is on Icelanders who have one parent of foreign origin. Nine individuals from different backgrounds, cultures and generations talk about the other culture they grew up in, and their experience of being half-foreign in their own country. How does an individual perceive his/her surroundings when he/she is brought up in two different cultures? The five senses are employed in recounting that experience. The project comprises a folder of different portraits to which new information and new individuals can be added, almost indefinitely.

3 Starting point My name is Esja Jeanne Jónsdóttir, I was born in Iceland the 13th of august My father is Icelandic and my mother is French. My parents met in San Fransisco in 1984, he was studying arts and she was visiting for a few weeks. I was born in Reykjavik and when I was two years old, we moved to France. I grew up in a multicultural background, my father talked Icelandic to us, we spoke French with our mother and they communicated in English. The reason why I am talking about my background is because my own story and background were the starting point of my project. Japan/Ísland Inspiration I never felt more French than when I moved to Iceland. I realised when moving here how much my cultural background had a strong impact on me. My behaviour, my body language, what I say, how I say it, is a result of what I learned from my both cultures. I had the opportunity of growing up in France, a multicultural country. When I was in school I had friends from a lot of places, with different religions and different backgrounds than my own. On the contrary, Iceland has become multicultural pretty recently. Study of the Icelandic society When I started working on this project, I first studied the Icelandic society. I went to Hagstofan, the Iceland statistics commission. The number I got from those statistics confirmed my envy of studying cultures in Iceland. In 2017, there was inhabitants in Iceland. Iceland is a geographically big country, but the number of inhabitants is quite low compare to anywhere else in Europe. In 2017, there was inhabitants with a foreign background in Iceland. This number brings together, people that are born abroad, immigrants, second generation of immigrant and people with one of their parents from a foreign country. This number represents almost 19 percent of the Icelandic population, which was from my point of view an unexpectedly high number. Then, I wanted to focus on people with one parent Icelandic and the other foreign. To have an overview I wanted to see how the numbers of people with one foreign parent had evolved in Iceland. I chose two years, 1996 and 2017, to see how it had evolved. I was surprised to discover the massive evolution of the Icelandic society. In fact, in 1996 only inhabitants had one parent with foreign origin. In comparaison, there was inhabitants with a parent with foreign origin. At the scale of the evolution of the population, this is an evolution of 78 percent. This number shows the massive changes in the Icelandic society and had a decisive importance in my decision on working on this project.

4 Population in Iceland inhabitants the 1st of january 2017, according to numbers from Hagstofu Íslands. (commission of statistics) Statistics Inhabitants with one parent from foreign country Inhabitants with one parent from foreign country in Inhabitants with one parent from foreign country % Number of Inhabitants with one parent from foreign country have increased by 78% from 1996 til Inhabitants with a foreign background ,80% inhabitants have a foreign background. This number containts inhabitants born abroad, inhabitants with one parent from foreign country, immigrants and second generation of immigrants. innflytjenda og aðra kynslóð innflytjenda.

5 Process begins After studying the Icelandic society through its population I decided to focus my project on people with a multicultural background. More precisely people with one of their parents with foreign origin, like me. When I started this project, I wanted to imply people. To do so I had to start choosing who I wanted to talk to. My goal was to interview people from different origins, different backgrounds and different generations, to get a wide range of profils. Therefore I started looking around me. I realised that I was surrounded by a lot of people with foreign origins and it was much easier than I expected to find someone. I also started on deciding a guide line to my interviews. What did I want to know about them? How could I manage to make them talk about their second culture in an interesting and original way. Soon in the process I decided to use the 5 senses as a guiding line to my individual interviews. Most of the people have 5 senses, and senses help us to perceive our environment, communicate with others and understand what is around us. It was a really interesting way to make people share short and original stories about their second culture. The interviews took place wherever the interviewer wanted and felt comfortable to be. I took individual interviews because I wanted to have a conversation with each of them, to able them to share the most. Each interview had a similar set up. We sat down and I started to record with my phone, without them even knowing. I asked them about how they where doing and talked about my project. The reason why I didn t tell them when I started recording is because I wanted the conversation to be spontaneous and informal. They would always introduce themselves, talk about their parents and how they met and also talk about their place in the Icelandic society as half foreigners. Then, I started to talk about the 5 senses, and told them What is about senses that reminds you on your second culture?, for each and every sens. The 9 Individuals Tamara is 10 years old, she is half Icelandic and half Russian. Ívar is 12 years old, he is half Icelandic and half French. Sofia is 14 years old, she is half IcelandIC and half Brazilian. Mael is 20 years old, he is half Icelandic and half Gabonese. Þóra is 24 years old, she is half Icelandic and half Japanese. David is 25 years old, he is half Icelandic and half American. Rúrí is 26 years old, she is half Icelandic and half Greek. Vera is 58 years old, she is half Icelandic and half Swiss. Jón is 63 years old, he is half Icelandic and half Danish.

6 Mynd1: Tamara Lind Lundberg Mynd2: Ívar Patríck Steinarsson Mynd3: Sofia Lea Leite Mynd4: Mael Nökkvi Ambonguilat Mynd5: Þóra Sayaka Magnúsdóttir Mynd6: David Bustion Mynd7: Rúrí Sigríðardóttir Kommata Mynd8: Vera Roth Mynd9: Jón Jóhannsson

7 The interviews The fact that I interviewed people from different generation, different backgrounds and different origins made the content more interesting. From one person to another the stories are really different. Moreover, everyone don t have the same attachment to their second culture so each person give their own perspective. The youngest people (Tamara, Ívar and Sofia) were the most shy. It was really interesting to get to talk to them, because they are at an age where they don t really know the impact their other culture have on them. On the contrary, the two oldest I interviewed (Vera and Jon), had this experience, this story that gives them the opportunity to talk about their past and the impact their two cultures have had on them, in depht. Every people interviewed talked from their own point of view, and were free to say anything the way they wanted.

8 Tamara Lind Lundberg 18. júní 2007 Reykjavík, Ísland Marina Suturina Ragnar Lundberg Jón Aron, Eldar Leó Ég skil rússnesku, mamma talar alltaf rússnesku við mig. Mér finnst erfitt að tala málið. Pabbi og mamma voru saman í kór á Íslandi. Það er stundum erfitt að tala rússnesku. Mér finnst ég vera jafn mikið íslensk og rússnesk. Það er gaman að vera öðruvísi, og fólk vill stundum heyra mig tala á rússnesku.ég á fjölskyldu í Rússlandi, afi minn býr þar, og langamma mín líka. Hún býr í Moskvu og afi minn er í Kursk. Rússneska amma mín býr hérna á Íslandi. Hún heitir Tamara - ég var skírð eftir henni. Ég fór til Rússlands síðasta sumar, og ég er að fara á Heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar. Við fjölskyldan förum til Rússlands einu sinni á ári.

9 Ívar Patrick Steinarsson 30. apríl 2005 Reykjavík, Ísland Caroline Lefort Steinar Kjartansson Fjóla Heiðdal, Laura Sólveig Mamma mín er frá Angers og við eigum stóra fjölskyldu í Frakklandi. Ég tala ágæta frönsku því ég fer til Frakklands allavega einu sinni á ári. Franska amma mín heitir Claire og býr í Angers, þar sem mamma fæddist og ólst upp. Ég á mörg frændsystkinni úti og það er virkilega skemmtilegt að hitta þau þegar ég fer til Frakklands. Pabbi og mamma kynntunst á Íslandi árið 2002, þá var mamma búin að vera á Íslandi í einhvern tíma. Þegar þau kynntust áttu þau bæði börn úr fyrri hjónabðndum.

10 Sofia Lea Leite 18. ágúst 2004 Reykjavík, Ísland Erna Kjartansdóttir George Leite Alana Lourdes Jones Pabbi var skiptinemi á Íslandi þegar hann kynnist mömmu. Ég fæddist á Íslandi og bjó í Salvador í Brasilíu frá tveggja til fjögurra ára. Það er töluð portúgalska í Brasílíu og pabbi talar portúgölsku við mig. Þegar ég var yngri var ég mjög feimin við að tala portúgölsku, en eftir að ég fór í tíma til vinkonu pabba hefur það breyst. Öll fjölskyldan mín pabba megin er í Brasílíu. Þar á ég langömmu, ömmu og afa og föðursystur líka. Þau eru öll að koma hingað í ár út af fermingunni. Það eru margir að koma til Íslands í fyrsta skipti.

11 Mael Nökkvi Orety Ambonguilat 9. nóvember 1997 Reykjavík, Ísland Ingibjörg Ambonguilat Philippe Ambonguilat Kaoré Ndogino Ólafur, Tarann Máni Orema Pabbi var að læra arkítektúr í París og mamma að læra franskar bókmenntir í París, þegar þau kynntust. Þau áttu sameiginlega vin sem var að halda upp á afmælið sitt og þau kynntust þar. Pabbi var nýbúinn að kynna sér Ísland í gegnum sjónvarpsþætti þegar hann kynntist mömmu. Við bræðurnir erum með þrjú nöfn frá þremur menningarheimum okkar. Þegar ég var 4 mánaða gamall, fluttu foreldrar míni aftur til Gabon, í Libreville. Mamma talaði alltaf íslensku við okkur þegar við vorum yngri. Þannig náði ég að halda túngumálinu. Ég og eldri bróðir minn eyddum öllum sumum á Íslandi, það hjálpaði okkur að læra íslensku.

12 David Ingi Bustion 16. september 1992 Genf, Svíss Guðrún Bára Ingólfsdóttir David Bustion Stéphanie Ég er fæddur og uppalinn í Sviss. Foreldrar mínir kynntust í Genf. Pabbi er frá Alabama og var þá körfuboltamaður í Genf. Hann var að spila á mismunandi stöðum í Evrópu, og byrjaði að spila í Genf þar sem móðir mín var að vinna fyrir íslenska utanríkisráðuneytið. Þau hittust í gegnum sameiginlegu vinkonu, sem er ennþá besta vinkona mömmu í dag. Ég bjó í Sviss þangað til að ég var 18 ára, þá flutti ég til Bandaríkjanna í rúmt ár og síðan til Íslands, og er búinn að vera hérna síðan þá. Mamma talaði alltaf við mig á íslensku og las bækur fyrir mig og systur mína. Við komum hér í fríum allavega tvisvar á ári og ég var mjög oft að vinna í fiski hér á sumrin.

13 Þóra Sayaka Magnúsdóttir 15. desember 1993 Kanazawa, Japan Yayoi Shimomura Magnús Már Halldórsson Tómas Ken, Halldóra Miyoko Mamma og pabbi kynntust í háskóla í Oregon og elsta systir mín fæddist þar. Ég og bróðir minn fæddumst í Japan. Ég var í Japan þar til ég var eins og hálfs árs. Við höfum alltaf talað við mömmu japönsku þótt hún tali góða íslensku. Ég lærði eginlega japönsku og íslensku á sama tíma. Það hefur alltaf verið blanda af tungumálum á mínu heimili. Oftast tala foreldrar mínir ensku saman, við systkinin tölum íslensku saman og mamma talar japönsku við okkur. Ég ólst upp í Garðabænum, þar var lítið af útlenskum krökkum með mér í skóla.ég og önnur vinkona mín vorum lengi einu með asísku útlitisdrættina í öllum árgangnum, þrír bekkir.

14 Rúrí Sigríðardóttir Kommatas 17. október 1991 Aþenu, Grikkland Sigríður Hreiðarsdóttir Panayotis Kommatas Magnús Konstantin, Júlía, Alexander Pabbi og mamma kynntust í London. Þau voru að vinna á sama veitingarstað og byrjuðu fljótlega saman. Ég ólst upp í litlu þorpi í Grikklandi sem heitir Tithorea. Ég tala íslensku núna, því ég lærði íslensku þegar ég flutti til Íslands fyrir 5 árum. En mamma talaði ekki íslensku við okkur þvi fjölskyldan mín úti bannaði henni það. Sambandið okkar við Ísland gerðist í gegnum mömmu. Þegar ég var unglingur fór ég að hafa áhuga á Íslandi og þeirri menningu. Þegar ég kom fyrst hér sem krakki fattaði ég hvað ég átti sterkar rætur hér, og hvað Ísland væri jafn mikið landið mitt og Grikkland.

15 Vera Roth 17. febrúar 1963 Reykjavík, Ísland Sigríður Björnsdóttir Karl Dietrich Roth Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Karl, Björn Pabbi var svisslendingur og þjóðverji, og bjó í Basel. Ég er yngst af fjögurra systkyna fjölskyldu. Pabbi og mamma kynntust í Kaupmannahöfn. Þá vann pabbi hjá hönnunar fyrirtæki. Mamma fór til Kaupmannahafnar til að stúdera teiknikennslu með fötluðum. Þau kynntust á þjóðhátíðarballi svisslendinga í Kaupmannahöfn. Þau lentu á sama borði beint á móti hvoru öðru. Þau eru þennan vetur í Kaupmannahöfn og hún flytur fljótlega til hans í íbúðina hans. Svo fer hún aftur til Íslands til að halda jól með systur minni sem þá var 6-7 ára. Svo kom pabbi á eftir mömmu í janúar og flutti til Íslands.

16 Jón Jóhannsson 23. febrúar 1955 Reykjavík, Ísland Birte Brow Sorensen Jóhann Kristinn Jónsson Fróði, Gerða, Guðrún, Signý, Sigríður, Arndís, Gísli Foreldrar mínir fluttu til Íslands rétt eftir stríð, þau komu með fyrstu skipum Þau kynntust í Lyngby, pabbi var í garðyrkjunámi í Kaupmannahöfn, og danski afi minn rak stórt garðyrkjubú þar, sem hét Endruphöj. Mamma hafði aldrei komið til Íslands þegar hún flutti hingað. Þau koma hér og setja upp garðyrkjustöð í Mosfellsdal skömmu síðar. Ég er sjötti af átta systkina hópi. Mamma talaði ekki fullkomna íslensku og hún talaði alltaf dönsku við okkur og við svöruðum henni alltaf á íslensku. Svo þegar ég fór að læra dönsku í skóla þá var ég bara reiprennandi talandi án þess að hafa spáð í það.

17 Design work I designed an A4 book, bound together with a metal file binding clip. This book has a simple cover with the name of the project Multicultural Iceland The first two page are an introduction of the project and a graphic information with all the numbers that I got from the Icelandic commission of statistics. Each individuals that participates in my project had a personal file in the book. Their first page was the basic information about them, set up like a personal information document. On this page I stapled an ID picture of them, to accentuate the social project look. Their second page was text with 3 paragraphs and a highlighted sentence from their interview. The paragraphs are Iceland today, The other culture and Cultural hybrid. Their third page was a body picture of them, that I put as an insert in the book. Then they all had a chapter about their second culture through senses. In this chapters I divided each sens with paragraphs. I created evasive and simple illustration to get it more dynamic. At the end of the book there is an colophon where I name the participants, thank people that helped, and give credit to the photograph. I used 3 different kinds of paper in the book. A Polar Munken 120 grams, a transparent paper and a paper called Silk for the pictures, 200 grams. The look of the book is kind of shy because I wanted the content to have more importance than the design.

18 Mannfjöldi á Íslandi íbúar á íslandi 1. janúar 2017, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Íbúar með annað foreldri erlent Fjölmenning íslendingar með annað foreldri erlent árið , 039samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. íslendingar með annað foreldri erlent árið 2017, samkvæmt tölum frá Hagstofu Íslands. Fjöldi +78% íbúa með annað foreldri erlent hefur hækkað um 78% frá 1996 til Íbúar með erlandan bakgrunn ,80% íbúa eru með erlendan bakgrunn. Þessi tala inniheldur íbúa fædda í útlöndum, íslendinga með annað foreldri erlent, innflytjenda og aðra kynslóð innflytjenda. Lykt Við elskum öll japanskan mat heima hjá mér og matur er mjög stór partur af menningu okkar. Það sem stendur klárlega uppúr fyrir mér er þegar það er verið að rista te, til dæmis á markaði. Þá kemur mjög góð lykt sem ég vona að allir fái að finna einhverntíman. Svart te er til dæmis ristað þannig að það verði svart. Svo er líka svo mikið af náttúrulegum lyktum sem minna mig á Japan. Loftið er svo rakt að allt árið finnur maður trélykt svona svipað og maður getur fundið hérna á Íslandi á haustin. Snerting Það eru mjög mismunandi áferðir á mat í Japan. Það er gerður mikill greinamunur á hvernig seigleikinn eða styrleikinn er í grænmeti. Japanir lýsa öllu með hljóðum. Það er svoldið erfitt að útskýra en í Japan eru lýsingarorðin einsog hlutirnir hljóma. Sara-sara er mjúkt og Kary-kary er stökkt. Það hljómar svoldið einsog maður finnur fyrir því á Japönsku og mér finnst það skemmtilegt. Tölfræði Japönsk menning: skynfærin 15. desember 1993 Kanazawa, Japan Yayoi Shimomura Magnús Már Halldórsson Tómas Ken, Halldóra Miyoko Mamma og pabbi kynntust í háskóla í Oregon og elsta systir mín fæddist þar. Ég og bróðir minn fæddumst í Japan. Ég var í Japan þar til ég var eins og hálfs árs. Við höfum alltaf talað við mömmu japönsku þótt hún tali góða íslensku. Ég lærði eginlega japönsku og íslensku á sama tíma. Það hefur alltaf verið blanda af tungumálum á mínu heimili. Oftast tala foreldrar mínir ensku saman, við systkinin tölum íslensku saman og mamma talar japönsku við okkur. Ég ólst upp í Garðabænum, þar var lítið af útlenskum krökkum með mér í skóla.ég og önnur vinkona mín vorum lengi einu með asísku útlitisdrættina í öllum árgangnum, þrír bekkir. 30. apríl 2005 Reykjavík, Ísland Caroline Lefort Steinar Kjartansson Fjóla Heiðdal, Laura Sólveig Mamma mín er frá Angers og við eigum stóra fjölskyldu í Frakklandi. Ég tala ágæta frönsku því ég fer til Frakklands allavega einu sinni á ári. Franska amma mín heitir Claire og býr í Angers, þar sem mamma fæddist og ólst upp. Ég á mörg frændsystkinni úti og það er virkilega skemmtilegt að hitta þau þegar ég fer til Frakklands. Pabbi og mamma kynntunst á Íslandi árið 2002, þá var mamma búin að vera á Íslandi í einhvern tíma. Þegar þau kynntust áttu þau bæði börn úr fyrri hjónabðndum. Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Á íslensku er orðið menning ekki til í fleirtölu en á sama tíma hefur íslenskt samfélag aldrei verið jafn fjölmenningarlegt og nú. Hér er kastljósinu beint að Íslendingum sem eiga annað foreldri að erlendum uppruna. Níu einstaklingar af mismunandi bakgrunni, menningu og kynslóð segja frá hinni menningunni, sem þeir hafa einnig alist upp við, og upplifun sinni af því að vera hálf-erlend í sínu heimalandi. Skynfærin fimm eru nýtt til frásagnarinnar en verkefnið er hugsað sem mappa með mismundi portrettum sem bæta má nýjum upplýsingum og einstaklingum við nánast endalaust. Ísland í dag Ég hef myndað mér vinahóp sem er mjög opinn fyrir öllu. Ég er búin að vera í þjónustustarfi lengi og það kemur fyrir í dag að íslendingar tali við mann á ensku. Það gæti líka verið breyting útaf túrismanum. Ég skil að það sé smá ruglandi, en það er samt leiðinlegt þegar einhver sem þú hefur afgreitt oft áður talar við mann á ensku. Japanska menningin Félagslega er ég mjög íslensk, en þegar ég kem til mömmu og pabba þá eru hefðir allt öðruvísi en á flestum íslenskum heimilum. Í Japan eru frekar margir mannasiðir. Þú stingur til dæmis ekki prjónunum í mat, þú tekur hann upp. Þú heldur alltaf á hrísgrjónaskálinni en borðar ekki af borðinu. Þú leggur alltaf matinn þinn á disk en tekur aldrei beint á platta þar sem allir eru að borða. Mjög strangir borðsiðir sem mamma hefur kennt okkur. Það var mjög leiðinlegt þegar maður var lítill en maður er þakklátur núna. Mér finnst þetta vera bara allmennilegir mannasiðir núna. Ég hef lært mjög mikið af mömmu minni, og þar að leiðandi mun það öruglega fara áfram næstu kynslóð. Matarmenningin var líka öðruvísi hjá mér heldur en hjá flestum. Mamma eldaði alltaf mikið af japönskum og asískum mat. Hún lagði til dæmis mjög mikil metnað í að búa til skólanesti handa okkur. Stundum gat það verið leiðinlegt, því ef ég kom með japanskt nesti, t.d. hrísgrjón - þá var gert grín að mér. Ég kom aldrei með hrísgrjónamat þegar ég var yngri. Krakkar geta verið svo grimmir, maður þarf ekki að vera endilega öðruvísi í útliti til að vera lagður í einelti. Maður vildi frekar fá samloku í nesti sitt til þess að vera eins og hinir. Það hefur alveg verið íslenskur matur heima hjá mér líka. Við gerðum slátur heima, og laufabrauð. Menningarheimar hittast Gamlárskvöld eru oftast mjög íslensk við borðum íslenskan mat, horfum á fullt af flugeldum. Erum reyndar ekki mjög dugleg að horfa á áramótaskaupið, því það eru oft einhverjir útlendingar með okkur á áramótunum. En svo er nýársdagur eiginlega stærsta hátíðin í Japan. Þá búum við til Mocchis hrísgrjónakökur, sett í súpur eða steikt á pönnu. Þá kemur öll fjölskyldan og allir borða saman. Ef maður er í Japan þá fær maður pening frá fjölskyldumeðlimum, en við gerum það ekki þegar við erum á Íslandi. Sjón Það eru rosalega greinileg árstíða skipti í Japan og þau halda mikið uppá þau. Það er svo mikill munur, á meðan að á Íslandi er bara veturallt árið. Það eru svo ýktir litir í Japan. Á vorin koma falleg kirsuberjablóm út um allt og á haustin eru gul og eldrauð lauf, allt er bara gult. Þetta eru ótrúlega fallegir litir. Bragð Mér finnst bara japanskur matur bestur í heimi! Það er mjög sterk hefð heima hjá mér að borða saman. Það er alltaf matur klukkan sjö. Tofu er mjög Japanskt og eftir ég varð grænmetisæta finnst mér til dæmis steikt tofu rosalega gott. Það er mjög erfitt að fá vondan mat í Japan því það er alltaf lagt rosalega mikið í mat. Ég er ekki ennþá byrjuð að elda mikið sjálf en hugsa að það lærist með tímanum. Ég hef alltaf hugsað að ef maður er með smekk fyrir einhverju þó maður kunni ekki að elda það þá veit maður allavega hvernig það á að bragðast. Það er gott skref í áttina að því að læra. Það er mjög japanskt að móðirin sér um matinn á heimilið. Mamma hefur alltaf verið rosalega dugleg að elda og þetta er hennar leið til þess að sýna okkur hversu mikið hún elskar okkur. Það er ekki mikið af knúsi og kossum í Japan en þú sýnir umhyggju með mat, og mamma mín gerir mikið af því. Heyrn Japönsk jingles eru mjög grípandi. Við fengum oftast sendar spólur frá fjölskylduni í Japan og horfðum oft á japanskt sjónvarpsefni og þá voru auglýsingar með. Maður var byrjaður að syngja með auglýsinguni. Japanskar auglýsingar eru alveg sér á báti bæði svo kjánalegar en líka ótrúlega grípandi. Við vorum bara með stöð eitt heima og ég held að ég hafi fengið góðan part af japanskri menningu frekar en íslenskri í gegnum sjónvarpið. Ég myndi segja að Ghibli teiknimyndir eftir Hayao Miyazaki hafi örugglega haft áhrif á mig líka. Þær eru með mjög fallegri tónlist sem ég ólst upp við með Disney myndunum sem ég sá á Íslandi. Ísland í dag Ég er í Langholtsskóla, það eru ekki mjög margir eins og ég í skólanum mínum. Það hefur breytt voðalega litlu fyrir mig að vera hálfur Frakki. Ef það hefur gert eitthvað þá hefur það eiginlega bara hjálpað mér því fólk er bara svona Vá! Hann kann frönsku. flott hjá honum! Ég á einn vinn, pabbi hans er líka franskur. Við búum í sömu götu meira að segja. Franska menningin Ég myndi segja að ég sé frekar stoltur að vera hálf franskur og það sem ég sakna mest við Frakklands er hitastigið og sólin. Styrkurinn í að vera hálfur frakki er fjölbreytni, maður er ekki bara að tala íslensku og það er svo skemmtilegt að kunna eitthvað sem fáir aðrir á landinu kunna. Líka það að geta hugsanlega bjarga sér í framtíðinni það er styrkleiki, og einfaldara að tala frönsku ef maður vill flytja til Frakklands. Menningarheimar hittast Á jólunum blöndum við saman íslenskum og frönskum mat. Við borðum oftast franskan forrétt með Foie Gras og svo er aðalrétturinn íslenskur. Mamma mín bakar líka pönnukökur á Chandeleur sem er franskur hátíðardagur. Þá eru bakaðar pönnukökur allan daginn. Sjón Mér finnst Frakkland vera svo fallegt. Þar er líka allt svo blómlegt og það er svo mikið af fallegum gróðri og allskonar flottu. Gömlu kastalarnir eru rosalega flottir. Byggingarnar eru nokkuð mikið öðruvísi en á Íslandi. Bragð Ég tengi epla cider við Frakkland, því ég drekk aldrei cider á Íslandi og mér finnst hann mjög góður. Þegar við förum á veitingastað til dæmis þá fæ ég mér cider, með galette. Það eru mjög góðar minningar. Heyrn Ég er í skólahljómsveit og hlusta mikið á jazz. Mamma sagði mér frá því að afi hafði spilað saxofón og það var í vali fyrir mig að byrja á einhver hljófæri og mér langaði svoldið mikið að byrja þá á saxofón. Afin minn spilaði á saxofón alveg einsog ég, en ég náði aldrei að heyra hann spila því hann dó áður en ég fæddist. Ég fékk í haust saxofóninn hans, sem er í viðgerð akkurat núna. Hann hét Yves. Japan/Ísland Japönsk menning: skynfærin Frakkland/Ísland Frönsk menning: skynfærin á Íslandi Maí 2018 Þóra Sayaka Magnúsdóttir Félagslega er ég mjög íslensk, en þegar ég kem til mömmu og pabba þá eru hefðir allt öðruvísi en á flestum íslenskum heimilum. Japönsk menning Skynfærin Ívar Patrick Steinarsson Það hefur breytt voðalega litlu fyrir mig að vera hálfur Frakki. Frönsk menning Skynfærin Myndir10-15: First part of the book

19 Lykt Matur í Frakklandi finnst mér svo góður og þá sérstaklega crème brulée. Ef ég hugsa um mat sem lyktar vel, þá er það franskur matur einsog crèpes, galettes, crème brulée. Heima eldum við oft galettes, og líka quiches Lorraines. Þegar franska amma mín kemur í heimsókn þá eldum við mikið. Madeleines eru franskar kökur sem lykta mjög vel. Nú eru komnir pakkar af madeleines í Costco, frá frakklandi. Stundum leyfi ég vinum mínum að smakka og þeim finnst þetta voðalega skrítið og eiginlega einsog brauð, en mér finnst þetta mjög ljúffengt. Snerting Ströndinn og sandurinn á ströndunum. Finnst mjög þægilegt að vera á honum og sumarið er svo skemmtilegt. Ég á margar góðar minningar þar sem við fjölskyldan erum að leika okkur á ströndinni, böðum okkur í sjónum og skemmtum okkur. Lykt Það var alltaf svo góð bakkelsis lykt á okkar heimili. Bökurnar lykt tengji ég við dönsku menninguna mína. Þegar ég bjó í danmörku þá fann maður alltaf lykt úr dönsku bakaríi. Maður gat fengið rosalega gott bakkelsi, og splúnku nýtt brauð, hvenær sem var. Í dag er nátturulega hætt að fá allt á íslandi, og mjög gott bakkelsi en í gamla daga var það ekki í boði. Snerting Heima hjá mér eru stundaðir margir danskir siðir, til dæmis að slá köttinn úr tunnunni var gert í afmælum. Þá vorum við með tunnu, full af nammi eða ávöxtum. Svo voru grímuböll sem var kanski ekki svo mikið lagt í hérna á Íslandi, en heima hjá okkur var föndrað. Það var allt notað til að búa til grímur, eins og gamlar dósir, pappakassar, búið til úr því sem til féll. Á öðrum heimilum var meira að segja sett á þig skegg, og hatt og þú varst einhver íslenskur fjósakarl. Við komum sem allskonar, það var skapað og búið til. Það var stundum svona búningakeppni og þá var það mjög oft einhver af okkur sem fékk vinning fyrir frumlegasta búninginn. Lykt Pelmeni lyktar mjög vel og er mjög góður rússneskur matur. Þetta eru einsog ravioli með kjöti inní og deig yfir. Mér finnst það svo gott, og það kemur svo góð lykt þegar við eldum þetta. Amma mín gerir pelmeni, því henni finnst gaman að elda fyrir okkur eitthvað sem okkur finnst gott. Við eldum pelmeni stundum saman. Mér finnst gaman að elda með ömmu en mér finnst skemmtilegra að baka kökur. Snerting Amma mín gerði einu sinni mjög fínan kjól úr flauel fyrir mig. Kjólinn var blár, en ég nota hann ekki lengur því ég var yngri þegar ég átti hann. Þennan kjól tengi ég við mína rússneksu menningu, því amma mín gerði hann fyrir mig. Svo segir mamma að ég hafi verið svo ánægð með kjólinn og mjög sæt í honum. Frönsk menning: skynfærin Dönsk menning: skynfærin Rússnesk menning: skynfærin 23. febrúar 1955 Reykjavík, Ísland Birte Brow Sorensen Jóhann Kristinn Jónsson Fróði, Gerða, Guðrún, Signý, Sigríður, Arndís, Gísli Foreldrar mínir fluttu til Íslands rétt eftir stríð, þau komu með fyrstu skipum Þau kynntust í Lyngby, pabbi var í garðyrkjunámi í Kaupmannahöfn, og danski afi minn rak stórt garðyrkjubú þar, sem hét Endruphöj. Mamma hafði aldrei komið til Íslands þegar hún flutti hingað. Þau koma hér og setja upp garðyrkjustöð í Mosfellsdal skömmu síðar. Ég er sjötti af átta systkina hópi. Mamma talaði ekki fullkomna íslensku og hún talaði alltaf dönsku við okkur og við svöruðum henni alltaf á íslensku. Svo þegar ég fór að læra dönsku í skóla þá var ég bara reiprennandi talandi án þess að hafa spáð í það. 18. júní 2007 Reykjavík, Ísland Marina Suturina Ragnar Lundberg Jón Aron, Eldar Leó Ég skil rússnesku, mamma talar alltaf rússnesku við mig. Mér finnst erfitt að tala málið. Pabbi og mamma voru saman í kór á Íslandi. Það er stundum erfitt að tala rússnesku. Mér finnst ég vera jafn mikið íslensk og rússnesk. Það er gaman að vera öðruvísi, og fólk vill stundum heyra mig tala á rússnesku.ég á fjölskyldu í Rússlandi, afi minn býr þar, og langamma mín líka. Hún býr í Moskvu og afi minn er í Kursk. Rússneska amma mín býr hérna á Íslandi. Hún heitir Tamara - ég var skírð eftir henni. Ég fór til Rússlands síðasta sumar, og ég er að fara á Heimsmeistaramótið í fótbolta næsta sumar. Við fjölskyldan förum til Rússlands einu sinni á ári. 9. nóvember 1997 Reykjavík, Ísland Ingibjörg Ambonguilat Philippe Ambonguilat Kaoré Ndogino Ólafur, Tarann Máni Orema Pabbi var að læra arkítektúr í París og mamma að læra franskar bókmenntir í París, þegar þau kynntust. Þau áttu sameiginlega vin sem var að halda upp á afmælið sitt og þau kynntust þar. Pabbi var nýbúinn að kynna sér Ísland í gegnum sjónvarpsþætti þegar hann kynntist mömmu. Við bræðurnir erum með þrjú nöfn frá þremur menningarheimum okkar. Þegar ég var 4 mánaða gamall, fluttu foreldrar míni aftur til Gabon, í Libreville. Mamma talaði alltaf íslensku við okkur þegar við vorum yngri. Þannig náði ég að halda túngumálinu. Ég og eldri bróðir minn eyddum öllum sumum á Íslandi, það hjálpaði okkur að læra íslensku. Ísland í dag Maður sá sig alltaf sem íslending, þannig að maður var ekki að vera útlendingur fyrir aðra. Þótt að danska menningin okkar hafði að sjálfsögðu áhrif á mann. Mér fannst ég aldrei öðruvísi þótt ég væri danskur. Það var alveg eitthvað af dönum sem komu hérna til Íslands eftir stríð. Við vorum mjög stoltir að því að vera hálfir danir. Okkur var stundum strítt, en við bræðurnir kunnum að verja okkur. Svo er líka fínt að vera svona stór hópur af systkinum til þess að láta fólk samþykja mann. En maður var samt meiri íslendingur fyrir vikið. Maður var alveg stoltur af mömmu sinni þótt að hún talaði ekki fullkomna íslensku. Dönsk menning Eftir stríð koma þessir útlendingar eins og mamma með svo mikla menningu með sér. Það voru mjög mikil dönsk áhrif heima hjá okkur. Bæði matarmenning og föndur og allskonar hlutir sem voru ekki hérna í sveitini. Húsið okkar var eins og barnaheimili, stundum var stór hópur barna í föndri á kvöldin. Við fórum aldrei á aðra bæi en það komu allir heim til mín. Börnum var oftast ekki hleypt inná bæina. Húsið var opið þetta var önnur menning, þetta þótti bara vera öðruvísi. Það var komið miklu lengra heldur en á flestum heimilum. Börnin mín eru líka tvítyngd og eru semsagt hálf frönsk, einn fjórði íslensk og einn fjórði dönsk. Ég hef líka fært þeim dönsku menninguna mína. Bara til dæmis með því að kynna þeim fyrir fjölskyldunni minni í Danmörku. Ég held að þessi tvímenning hafi kennt mér að samþykkja aðra og líta á fólk sem jafninga. Það er enginn öðruvísi og ekki líta niður til neins. Það var aldrei neinn skilinn útundan hjá okkur. Maður er bara hluti af heiminum. Það er bara plús að hafa tvo ólíka heima svo maður geti siglt á milli og lært af báðum. Menningarheimar hittast Við borðuðum danskt, svín á jólunum, svona flæskesteg, hún var keypt á Klambratúni sem var þá bóndabær. Þar bjó frænka mín, það hét þá Klambrar. Strákarnir hennar voru tvítyngdir líka. Það var alltaf mjög mixað heima hjá okkur. Við fengum sent appelsínur og epli. Við fengum svoleiðis, en ekki aðrir upp í Mosfellsdal. Fróði bróðir sem var elstur fór með poka á bakinu og gaf öllum krökkunum í kringum okkur. Við fengum sendingu frá Danmörku sem kom með skipi. Við fengum kanski nokkra kassa af eplum og skárum þau niður og það fengu allir bita. Svo sátum við og pússuðum eplin til að hafa þau nógu skýnandi til að skreyta. Lyktin og allt sem kom úr því var svo góð. Íslendingar fengu þetta kanski í Reykjavík ef þeir áttu fjölskyldumeðlim sem fór á sjó, annars var það ekki allgengt. Sjón Babettes Feast er mjög fræg mynd sem var gerð um matar menningu. Þessi mynd gerði franskur maður sem heitir Gabriel Axel. Hann átti systur sem var gift frænda hennar mömmu. Hún hétt Betty og bjó í Aarhus. Hann gerði þessa mynd um franska konu sem flutti til Danmerkur og var ráðin inná heimili til þess að elda mat. Þessi mynd er frá 1987 og lýsir sterka matarmenningu. Hún minnir mig á þegar ég fer út að hitta ættingja - þá er alltaf tími til þess að setjast niður og hafa það gott. Danir hafa alltaf verið mjög góðir í matar menningu, þeir eru alltaf svo huggulegir. Þeir eru þekktir fyrir að hafa það huggulegt, að hafa næs í kringum matargerð, vera að hygge sig. Íslendingar eru að mínu mati ekki með neina sérstaklega leið til að hafa það huggulegt, það er bara party. Bragð Ég elska danska osta, Gamli Óli til dæmis, mjög sterkur ostur. Danir eru þekktir fyrir sterka osta. Mamma gerði mjög góðan mat og var alveg fínasti kokkur. Ég man þegar hún gerði allskonar gratin, eða souffle, úr eggjahvítu, svona þeytt upp. Það var mjög gott. Það var búið til með salt fiski til dæmis, þannig að íslenskur og danskur matur var oft bara blandaður heima. Ég man hvað það tók marga klukkutíma að búa til, þeyta og vinna. Síðan át maður á sig gat. Heyrn Við sungum gamlar danskar vísur heima, dönsk vísna lög. Það voru sungnir danskir söngvar á afmælum til dæmis, en það var ekki mikill tónlist þegar ég er að alast upp. Það kom seinna, eftir að maður hafði sjálfur verið í Danmörku. Þá höfðu vísur Svantes eða Kim Larsen meiri áhrif á mig og ég fór sjálfur að hafa gaman af danskri tónlist. Ísland í dag Ég fer í rússneskuskóla hérna, sem heitir Móðurmál, ég fer þar einu sinni í viku á laugardögum. Þar eru margir krakkar sem tala rússnesku líka. Við lærum að skrifa og lesa á rússnesku og horfum á myndir. Rússnesk menning Mér finnst erfitt og skemmtilegt að vera hálf rússnesk. Túngumálið er svo erfitt. Það finnst mörgum flott að ég tali líka rússnesku. Fólk spyr mig Hvernig segirðu þetta á rússnesku? Mig langar að vera listamaður. Mér langar ekki að búa á Íslandi, en gæti kanski búið í Rússlandi. Ömmur mínar mála, og mér finnst gaman að mála með þeim. Menningarheimar hittast Fyrir páskana litum við egg, og það er rússneskur leikur, sem snýst um eggja keppni til að sjá hver er með sterkasta egginn. Ég er með eitt egg og einhver annar líka. Síðan skellum við eggjunum sama þangað til annað brotnar. Þetta er hefð sem mamma kenndi mér. Sjón Það sem minnir mig á Rússland kallast á íslensku Babushka en á Rúslensku Matryoshka lítil dúkka sem maður getur opnað, þá er önnur lítil inní, og opnað aftur og þá er minni, og minni og minni... Ég á svona heima hjá mér, ég leik mér stundum með þær en nota þær líka sem skreytingar. Þessar dúkkur voru keyptar í Rússlandi. Þær eru mjög litríkar, ein er bleik og rauð og græn og bara fullt af litum. Bragð Ég borða ekki mikið og ekki hvað sem er. Ekki mikið íslenskt og ekki mikið rússneskt heldur! Amma gerir reyndar ótrúlega góðar rússneskar pönnukökur kallaðar blinis sem eru stærri og þykkari en venjulegar pönnukökur. Ég set oft sykur og nutella á blini-ið mitt. Heyrn Ég hlusta stundum á rússneska tónlist með mömmu og síðan syngur hún fyrir mig á rússnesku, en hún gerir það ekki jafn mikið í dag og þegar ég var yngri. Þetta voru aðalega vísur sem mamma söng til að svæfa mig. Það er ekkert lag sérstaklega en við hlustum líka stundum á rússneksa tónlist í móðurmáls skólanum sem ég fer í einu sinni í viku. Ísland í dag Ég ákvað að koma aftur til að búa á Íslandi Langaði að búa hérna, og vera partur af samfélaginu. Ég hef aldrei fundist ég verið jafn mikill gaboni síðan að ég kom til Íslands. Íslensk og gabonsk menning eru svo mismunandi að það tók mig smá tíma að venjast þessu. Ég er með ljósa húð í Gabon og frekar dökka húð á Íslandi, svo fólk gerir sér strax grein fyrir því að það er einhver blanda. Þegar ég flutti til Íslands tók ég eftir því að ég var ekki með íslenska útlitið, því fólk talaði eiginlega alltaf við mig á ensku. Það er örugglega samfélags þróun út af túrisma líka. Gabonska menningin Það er styrkleiki að vera frá mismunandi menningarheimum á Íslandi. Ég er með fótfestu í íslenskri menningu og á sama tíma veit ég hvernig það er að búa annarstaðar. Ég lærði að vera sáttur með hver ég er, blanda af mismunandi menningarheimum. Ég tel mig ekki eingöngu frá einni menningu frekar sitt lítið af hverju. Íslensk og gabonsk menning er mjög mismunandi, menningarlega og líka bara fólkið. Ég er íslenskur, ég hef sterkt og einstakt samband við þetta land. Ég vil vera ég sjálfur og vill ekki þurfa að sanna fyrir neinum að ég sé íslendingur. Menningarheimar hittast Við vorum bæði með jólasveinninn og jólaálfana á jólunum. Jólasveinninn kom 24. desember seint um kvöldið. Það var svona jólamix hjá okkur. Þegar ég var í Gabon þá gerðum við piparkökur. Maturinn var allmennt íslenskur þegar hátíðarnar voru, því mamma fékk alltaf sendan mat frá Íslandi. Danmörk/Ísland Dönsk menning: skynfærin Rússland/Ísland Rússnesk menning: skynfærin Gabon/Ísland Jón Jóhannsson Það er bara plús að hafa tvo ólíka heima svo maður geti siglt á milli og lært af báðum. Dönsk menning Skynfærin Tamara Lind Lundberg Ég fer í rússneskuskóla hérna, sem heitir Móðurmál, ég fer þar einu sinni í viku á laugardögum. Rússnesk menning Skynfærin Mael Nökkvi Orety Ambonguilat Ég vil vera ég sjálfur og vill ekki þurfa að sanna fyrir neinum að ég sé íslendingur. Myndir16-30: Second part of the book

20 Lykt Að labba um í Libreville og finna matarlykt er alveg magnað. Lyktin blandast út um allt þegar þú labbar útá götu. Ekki bara góður ilmur en það er svo mikill partur af menninguni að mér finnst lyktin orðin góð. Á Íslandi gerist mikið inná heimilum hjá fólki út af veðrinu. Í Gabon gerist allt úti á götu því það er of heitt til að vera inn. Lyktin tengist hita og loftslagi sem leysir upp allskonar lyktir. Snerting Það er alltaf mjög heitt í Gabon. Að ganga berfættur eða í sandölum gerist mjög sjaldan hér á Íslandi en er mjög eðlilegt fyrir Gabönum. Ég sakna þess stundum að geta ekki tengt beint við jörðina. Maður finnur allskonar með fótunum: hita, kulda, bleitu eða mismunandi áferð. Amma mín bjó í Port-Gentil sem er fyrir sunnan Libreville í Gabon. Þar eru stórar magnaðar strendur. Sandurinn þar er mjög fíngerður og mjúkur og tilfinningin sem ég fæ að ímynda mér að vera að labba á honum og snerta vekur hjá mér góðar minningar. Lykt Lyktin sem minni mig á Sviss er eldur sem kemur úr arni. Það er alltaf vetrarhátíð í Sviss sem heitir l escalade og við í Genf erum mjög nálægt Frakklandi. Árið 1602 reyndu frakkar að taka yfir Genf en borgin náði að verjast. Það er árlega haldið upp á það. Þá er skotið af fallbyssum. Við það kemur púður/eld/olíu lykt í loftið sem er frekar góð lykt. Alltaf þegar sá árstími kemur, væri ég til í að fara til Genf því þar er allt svo töfrandi. Svo borðum við líka linsubauna súpu á þessar hátíð og það er mjög góð lykt af henni. Snerting Það er mjög mikil orka í mér, ég elska að dansa, tjá mig, hlæja og rugla í fólki. Það er bandaríska menningin mín sem geri mig opnari og mér er miklu meira sama um hvað fólki finnst. Ég elska snertingu við annað fólk. Í Sviss, þegar við heilsumst, þá kyssumst við. Í Genf eru það tveir kossar og strákar takast oftast í hendur. Ég sakna þess smá, því mér finnst það svo falleg athöfn að koma einhverstaðar að og heilsa manneskju. Það hjálpar fólki að tengjast og ég er ekki hræddur við að gera það hérna, svo allir hætti að vera hræddir við snertingu og hafi hluti líkamlegri. Ég dansa líka mikið, og úti þegar maður var að dansa við einhverja stelpu var það mjög nálægt án þess að það væri neitt kynferðislegt. Maður hefur lent í því hérna að stelpur missi alveg coolið og lokast þegar maður vill dansa við þær á dansgólfinu. Daðrið að flörta er bara mjög eðlilegt í minni menningu og það þýðir ekki neitt þótt ég sé næs eða skemmtilegur við stelpu. Gabonsk menning: skynfærin Svissnesk menning: skynfærin 16. september 1992 Genf, Svíss Guðrún Bára Ingólfsdóttir David Bustion Stéphanie Ég er fæddur og uppalinn í Sviss. Foreldrar mínir kynntust í Genf. Pabbi er frá Alabama og var þá körfuboltamaður í Genf. Hann var að spila á mismunandi stöðum í Evrópu, og byrjaði að spila í Genf þar sem móðir mín var að vinna fyrir íslenska utanríkisráðuneytið. Þau hittust í gegnum sameiginlegu vinkonu, sem er ennþá besta vinkona mömmu í dag. Ég bjó í Sviss þangað til að ég var 18 ára, þá flutti ég til Bandaríkjanna í rúmt ár og síðan til Íslands, og er búinn að vera hérna síðan þá. Mamma talaði alltaf við mig á íslensku og las bækur fyrir mig og systur mína. Við komum hér í fríum allavega tvisvar á ári og ég var mjög oft að vinna í fiski hér á sumrin. 17. október 1991 Aþenu, Grikkland Sigríður Hreiðarsdóttir Panayotis Kommatas Magnús Konstantin, Júlía, Alexander Pabbi og mamma kynntust í London. Þau voru að vinna á sama veitingarstað og byrjuðu fljótlega saman. Ég ólst upp í litlu þorpi í Grikklandi sem heitir Tithorea. Ég tala íslensku núna, því ég lærði íslensku þegar ég flutti til Íslands fyrir 5 árum. En mamma talaði ekki íslensku við okkur þvi fjölskyldan mín úti bannaði henni það. Sambandið okkar við Ísland gerðist í gegnum mömmu. Þegar ég var unglingur fór ég að hafa áhuga á Íslandi og þeirri menningu. Þegar ég kom fyrst hér sem krakki fattaði ég hvað ég átti sterkar rætur hér, og hvað Ísland væri jafn mikið landið mitt og Grikkland. Sjón Umhverfið hér á Íslandi er svo fallegt og eins og í Gabon er náttúran mjög sterk. Það er regnskógur í Gabon og þar eru allskonar plöntutegundir. Leiruviður (mangroves) eru mín uppáhaldstré því þau eru svo falleg. Þau vaxa við ósa ánna sem renna til sjávar. Náttúran er allt öðruvísi hér á Íslandi heldur en í Gabon, og það er líka tengt veðri. Við eigum sumarbústað sem við fórum mikið í um helgar þegar ég bjó þarna og ég man hvað mér fannst umhverfið og náttúran falleg. Bragð Við borðum allskonar kjúklingarétti í Gabon. Hér á Íslandi finnst mér stundum gaman að elda kjúklingarétti og borða með meðleigjanda mínum. Það er ein uppskrift sem ég borðaði oft úti þegar það voru matarboð. Rétturinn heitir Nyembwé kjúklingur og er með sterkri og bragðmikilli sósu. Við eigum stóra fjölskyldu í Gabon og fólk elskar að borða og deila mat sínum. Það er mjög einkennandi við Gabonska menningu - fólk hittist og það er mikill matur á boðstólnum og alltaf nóg fyrir aukagesti. Heyrn Hljóðið er líka tengt svipuðum lífstíl og maturinn. Það er sól og hlýja í rythmanum í tónlistini í Gabon. Stundum fer ég á Latino kvöld á skemmtistað í Reykjavík bara til að geta dansað. Við dönsum mikið í Afríku og gabonar eru mjög góðir dansarar. Dans og tónlist er stór partur af menningunni. Ekomin Dong er gabonskur tónlistarmaður sem ég hlusta mikið á hérna. Hann sameinar gabonska hefðbundnu og nú tímanlegri tónlist. Þegar ég hlusta á tónlistina hans þá finnst mér ég verða aftur kominn til Gabon. Ísland í dag Það hefur mikið breyst hjá mér síðan ég flutti aftur hingað. Þegar ég var hérna fyrst, skildi fólk mig ekki og ég var að gera mjög fyrir þeim skrýtna hluti. Það var ekki auðvelt því mér leið einsog við værum ekki að tengja. Það var kanski umhverfi þar sem ég gat ekki verið ég sjálfur, eða hafði allavega ekki sjálfstraustið í það. Með tímanum hefur það þróast, ég er líka farinn að umkringa mig fólki sem er meira opið fyrir opinni hegðun og meira eins og ég er. Í dag er ég að vinna í fyrirtæki þar sem ég er alveg eins og ég er og fólk kann að meta það. Ég er nátturulega einsog ég er, út af þessum menningarblöndum. Mér finnst íslendingar vera mjög kærleiksrík þjóð og ég held að það sem er fallegt hér er að fólk er tilbúið til þess að opna sig, og ef þú brosir og gefur af þér þá bregst fólk vel við. Svissneska menningin Genf er alþjóðleg borg og allir vinir mínir þar tala nokkur tungumál og flakka á milli landa líka. Umhverfið sem ég ólst upp í er mjög alþjóðlegt. Ég aðlagast fólki mjög fljótt og get tengt við alla. Það er líka því ég á eitthvað sameiginlegt með flestum. Það gerir það auðveldara að mynda samband. Ég kem frá landi eins og Sviss þar sem allt er mjög pottétt og rétt og allt þarf að vera á réttum tíma og vel gert. Síðan er menningarheimurinn í Bandaríkjunum þar sem er mikil sýndarmennska og show. Og svo er ég með Ísland sem er kaotískt og mikil sköpun. Það blandast allt saman hjá mér og ég get farið í alla þessa menningarheima. Þegar ég er vinna við verkefni, nota eg alla þessa heima og flakka þar á milli. Mér fannst svolítið erfitt að alast á milli þriggja menningarheima, og varð eiginlega bara sáttur við það nýlega, 2-3 ár síðan. Mér fannst ég aldrei hafa almennilegar rætur. Ég tengdi aldrei við svisslendinga því ég var aldrei í sviss þegar það kom að fríum og svona. Það er flókið að alast upp með þrjú tungumál og að eiga vini í þremur mismunandi löndum, þegar þú ert alltaf að fara og koma. Þegar ég var barn þá bara reif það hjartað úr mér að þurfa að fara frá fjölskyldu og vinum hérna á Íslandi. Menningarheimar hittast Jólinn eru mjög sterk hjá okkur og snúast mikið um kærleik. Á jólunum var ég stundum á íslandi, stundum í Swiss og stundum í bandaríkinn. Það snérist alltaf um fjöllskyldu og mat. Jólin voru alltaf mjög íslensk hjá okkur, og maturinn var líka íslenskur. En með pabba mínum gerðum við líka Thanksgiving. Við gerðum það alltaf með honum og borðuðum öll saman. Sjón Umhverfið er allt öðruvísi hér á Íslandi heldur en í Sviss. Það er miklu þéttbýlla þar og fleira fólk. Upplifun á veðrinu minnir mig á Sviss. Maður fer mjög greinilega í gegnum þessa árstíðir og það er allt mjög sjónrænt líka. Þegar sumarið kemur er bara heitt. Þegar vorið kemur er farið að hlýna og allt blómstrar svo mikið. Svo eru líka allir þessir fersku ávextir, það er mögnuð upplifun. Bragð Matur almennt minnir mig á Sviss. Þar er aðeins auðveldari að fá góðan, hollan mat og ferskari vörur. Ferskir ávextir og safar, það er algengara þarna því þar er verið að rækta allskonar. Það er erfiðara á Íslandi að fara í búð og versla í matinn þótt það sé samt að lagast á Íslandi núna. Það er mikil hámenning í gangi í Sviss, matarmenningin er mjög langt komin og hefur verið það lengi. Sviss var alltaf menningarkjarni Evrópu á meðan Ísland er kannski síðustu 10 ár að komast á betri stað. Þegar ég flutti til Íslands fyrst fannst mér ekkert sérstakt að fara út að borða hérna. Heyrn Það er mikil menningarblanda í Genf, maður heyrir allskonar tónlist úti á götu. Ég spilaði alltaf körfubolta í redlight district í Genf. Þar er mikil fjölmenning og maður heyrði allskonar tungumál og tónlist. Það er ekkert í samanburði við tónlist á Íslandi tónlist hér er bara á öðrum stað og það eru allir að gera eitthvað. Og það er frábært en það er samt kanski aðeins meira fjölbreytileiki í tónlistinni úti. Ísland í dag Amma mín á Íslandi keypti miða handa mér til Íslands þegar ég var 14 ára. Eftir þetta sumar vissi ég að ég vildi koma aftur og búa hér. Ég flutti alveg til Íslands þegar ég var 21 árs. Þá kom ég ein því mig langaði að prufa að búa hérna. Ég talaði ekki íslensku þegar ég flutti hingað og hélt fyrst að ég mundi læra íslensku á einu sumri, en það gekk ekki upp. Þess vegna fór ég í skóla til að læra grunninn. Mamma mín býr ennþá í Grikklandi en hún kemur til Íslands á hverju sumri. Gríska menningin Það er svo spennandi og mikil forréttindi að tilheyra tveim menningarheimum. Maður getur valið það besta. Stundum finnst mér reyndar margt af íslenska samfélaginu fara í taugarnar á mér því ég er svo grísk. Ég ólst upp við mjög mikla ást og ástríðu í kringum mig í Grikklandi. Grikkir kunna sannarlega að elska. Ég held að það hafi hjálpað mér að byggja mig upp. Á Íslandi finnst mér svo mikil orka, bæði í nátturunni og í sköpun. Grísk og íslensk menning eru mjög ólíkar og mér finnst það styrkleiki að tilheyra þessum tveimur menningarheimum. Menningarheimar hittast Jólin voru mjög blönduð hjá okkur. Við fórum alltaf í kirkju í kringum jólin - í messur. Í Grikklandi opnuðum við gjafirnar á nýársdag, en nýttum okkur líka íslensku hefðina. Við bökum alltaf köku á nýársdag sem heitir Vasilopita. Það er kaka sem við skerum í jafn jafn margar sneiðar og eru gestir. Í kökuni leynist klink og manneskjan sem fær þá sneiðina verður heppin þetta ár. Gamlárskvöld er ekki fjölskyldu kvöld, heldur er það bara vinir saman. Nýársdagur er fyrir fjölskylduna. Sjón Það er marmari út um allt í Grikklandi. Það var allstaðar í kringum mig í Grikklandi. Þarna eru flest hús með mósaík, óháð efnahag. Á Íslandi ertu ekki með marmara heima hjá þér ef þú ert ekki nógu ríkur. Það var marmari heima hjá ömmu og ég man þessa tilfinningu sem ég fékk þegar ég labbaði heima hjá henni. Þetta er eitthvað sem ég pældi ekki í þegar ég var í Grikklandi, því það er ekkert athugavert við marmara þar. Blár er mjög algengur í Grikklandi enég tengi rauða litinn meira við Ísland. Það er orð sem heitir filoxenia sem þýðir gestrisni sem ég tengi líka mikið við mína grísku menningu. Það er svona meira tilfinning og leið til að taka á móti fólki og gestum. Bragð Við borðuðum oft baunir heima hjá mér, það er mjög grískt. Fólk í gamla daga hafði ekki efni á að kaupa kjöt, svo það borðaði baunir. Það hefur haldist í matarmenningunni. Við borðuðum allskonar baunir. Ég elda mikið heima hjá mér, og kærastinn minn sem er íslenskur gerir það líka. Ég elda stundum grískt einsog til dæmis Moussaka. Það finnst kærastanum mínum mjög gott svo ég geri það aðallega til að gleðja hann. Ég elda allskonar og tengi eldamennsku við Grikkland. Heyrn Busuki er hljóðfæri sem er mikið í grískri tónlist. Ég hlusta mikið á gríska tónlist hérna á Íslandi. Það tekur mann aftur til Grikklands, í sólina. Ég hlusta mikið á Eleftheria Arvanitaki þegar ég elda, því þegar mér líður vel langar mig að hlusta á gríska tónlist. Hún syngur tónlist sem heitir Entehno sem er grísk tónlist. Uppáhalds lagið mitt með henni er Dynata dynata. Gabonsk menning: skynfærin Sviss/Amerika/Ísland Svissnesk menning: skynfærin Grikkland/Ísland Grísk menning: skynfærin Gabonsk menning Skynfærin David Ingi Bustion Mér finnst íslendingar vera mjög kærleiksrík þjóð. Svissnesk menning Skynfærin Rúrí Sigríðardóttir Kommatas Ég ólst upp við mjög mikla ást og ástríðu í kringum mig í Grikklandi. Grikkir kunna sannarlega að elska. Grísk menning Skynfærin Myndir31-45: Third part of the book

21 Lykt Sumarlyktin í Grikklandi! Ég bara get ekki útskýrt þessa lykt. Ég sé hana fyrir mér. Þetta er mjög náttúruleg lykt og líka umhverfislykt. Á Íslandi er meira kuldalykt sem mér finnst mjög góð líka - en hún er allt öðruvísi heldur en í Grikklandi því veðrið er ekki eins. Snerting Þegar ég var ung fórum við alltaf á ströndina í sumarfrí. Það var alltaf svo heitt og maður maður var alltaf hálf nakin. Sandurinn var svo brennandi heitur og göturnar líka. Ég man þessa tilfinningu undir ilinni. Síðan finnst mér snertingin í Grikklandi allt öðruvísi heldur en hérna á Íslandi. Þegar ég flutti til Íslands voru margir að segja við mig að ég snerti fólk svo mikið. Samt var ég ekki talin vera snertinn manneskja í Grikklandi. Lykt Loftið í Brasílíu er svoldið þungt finnst mér, allavega þyngri en loftið á Íslandi. Það er svo heitt úti og loftið virðist ekki vera jafn hreint og á Íslandi. Það er alltaf ákveðin grill lykt í loftinu í Brasílíu, því þar er borðað mjög mikið kjöt. Snerting Síðast þegar ég fór til Brasilíu þá fór ég með pabba og kærustu hans. Við fórum á eyju saman og vorum mikið á ströndinni. Sandurinn er mjög heitur í Brasílíu, svo það er gott að vera í vatninu. Ég hef prufað surf og waveboard. Það er margt hægt að gera og mér finnst gaman að vera í vatni. Það eina sem böggar mig í Brasilíu við ströndina eru moskíto flugurnar og bitin. Lykt Mér dettur í hug myglu lykt, því pabbi var að vinna mikið með myglu. Það tengist meira pabba. Það var svo margt sem hann var að vinna með sem var að mygla og rotna. En ég tengi náttúrulega pabba við mína svissnesku menningu. Súkkulaðið kemur aftur inn þar, líka í vinnuumhverfis lykt pabba því hann var að vinna með það sem efni í sinni list. Í Sviss var borgar mengun sem er í minninguni líka, maður þekkti þetta ekki hérna á Íslandi. Snerting Það sem mér dettur í hug er ekki snerting. Ég man eftir því að maður snerti pabba ekki. Hann var sjálfur ekki alinn upp við neina snertingu eða hlýju eða eitthvað slíkt. Pabbi sýndi sína væntumþykju á allt annan hátt, með því að rétta manni ullarteppi - passaði sig að gefa manni eitthvað hlýtt og notalegt. Hann sýndi manni mjög mikla umhyggju en það var aldrei snerting. Það minnir mig á mína aðra menningu. Ennþá í dag sit ég á hverjum einasta degi á Kamelteppi sem hann gaf mér fyrir löngu síðan. Grísk menning: skynfærin Brasilísk menning: skynfærin Svissnesk menning: skynfærin 18. ágúst 2004 Reykjavík, Ísland Erna Kjartansdóttir George Leite Alana Lourdes Jones Pabbi var skiptinemi á Íslandi þegar hann kynnist mömmu. Ég fæddist á Íslandi og bjó í Salvador í Brasilíu frá tveggja til fjögurra ára. Það er töluð portúgalska í Brasílíu og pabbi talar portúgölsku við mig. Þegar ég var yngri var ég mjög feimin við að tala portúgölsku, en eftir að ég fór í tíma til vinkonu pabba hefur það breyst. Öll fjölskyldan mín pabba megin er í Brasílíu. Þar á ég langömmu, ömmu og afa og föðursystur líka. Þau eru öll að koma hingað í ár út af fermingunni. Það eru margir að koma til Íslands í fyrsta skipti. 17. febrúar 1963 Reykjavík, Ísland Sigríður Björnsdóttir Karl Dietrich Roth Guðríður Adda Ragnarsdóttir, Karl, Björn Pabbi var svisslendingur og þjóðverji, og bjó í Basel. Ég er yngst af fjögurra systkyna fjölskyldu. Pabbi og mamma kynntust í Kaupmannahöfn. Þá vann pabbi hjá hönnunar fyrirtæki. Mamma fór til Kaupmannahafnar til að stúdera teiknikennslu með fötluðum. Þau kynntust á þjóðhátíðarballi svisslendinga í Kaupmannahöfn. Þau lentu á sama borði beint á móti hvoru öðru. Þau eru þennan vetur í Kaupmannahöfn og hún flytur fljótlega til hans í íbúðina hans. Svo fer hún aftur til Íslands til að halda jól með systur minni sem þá var 6-7 ára. Svo kom pabbi á eftir mömmu í janúar og flutti til Íslands. Fjölmenning á Íslandi Útskriftarverkefni í grafískri hönnun Listaháskóli Íslands Hönnun og umbrot Esja Jeanne Jónsdóttir Ritstjórn Esja Jeanne Jónsdóttir Ljósmyndir Leifur Wilberg Orrason Þátttakendur David Ingi Bustion Ívar Patrick Steinarsson Jón Jóhannsson Mael Nökkvi Orety Ambonguilat Stephensen Rúrí Sigríðardóttir Kommatas Sofia Lea Leite Tamara Lind Lundberg Vera Roth Þóra Sayaka Magnúsdóttir Þakkir Birna Geirfinnsdóttir Birta Fróðadóttir Bryndís Björgvinsdóttir Daníel Eldjárn Vilhjámsson Jónas Valtýsson Lóa Auðunsdóttir Þorkell Harðarson Maí 2018 Ísland í dag Pabbi á kærustu frá Frakklandi og hún talar portúgölsku, þannig að það er talað portúgölska heima hjá mér. Það eru mjög fáir litaðir krakkar í mínum árgangi, og í mínum skóla líka. Ég er í skóla í Kópavogi. Það eru margir frá öðrum löndum samt, en það sést kanski ekki alveg jafn mikið. Ég er bara frekar ánægð með að vera öðruvísi, fólk vill stundum heyra mig tala brasílsku, og spyr mig jafnvel hvaðan ég er. Brasilíska menningin Mér finnst flott að kunna að tala annað tungumál. Mér finnst það mjög eðlilegt ég er bara jafn brasilísk og ég er íslensk. Fjölskyldan er mjög mikilvæg í Brasiliu og pabbi hefur kennt mér það. Svo bara er alment mikið dans og gleði á okkar heimili. Menningarheimir Pabbi heldur ekki hittast mikið uppá jólin svo það er bara eitthvað lítið. Það eina sem mér dettur í huga er grill menningin sem er líka mjög íslensk. Við borðum mikið kjöt, og pabbi er sérfræðingur í BBQ sósu. Þannig að hann setur brasilískar sósur á íslenskt kjöt. Brasíliska BBQ sósan er sú besta í heimi það getur verið ananas í og kanill. Sjón Það sem ég tengji mest við sjón og Brasilíu eru landslagið, veðrið, og sérstaklega ströndin. Það eru tvær hliðar í Brasílíu. Það er því miður mikil fátækni. Strandarhúsin eru mjög flott þarna, oftast eru það hús úr viði. Á íslandi finnst mér svoldið einlitað, en í Brasillíu er litir út um allt það er eitthvað svo skemmtilegt við það. Bragð Ég elska súkkulaði sælgæti Brigadeiro. Það er mjög gott brasílískt konfekt. Í brigadeiro er niðursoðin mjólk (condensed milk) og dulce de leche sem er karamellusósa. Síða er bætt við súkkulaði. Það er frekar langt síðan ég hef fengið mér brigadeiro, en það er svoldið í uppáhaldi hjá mér þegar ég fer til Brasílíu. Það er hægt að finna brigadeiro í einhverjum búðum hérna á íslandi svo það kemur fyrir að ég fái mér hérna líka. Heyrn Ég hlusta ekki mikið á Brasílíska tónlist en það er eitt lag sem mér finnst gaman að syngja með. Lagið heitir Dona Marie eftir Thiago Brava. Það er á Portúgölsku og var mjög vinsælt sumarlag. Pabbi var oft að hlusta það og mér finnst það gott lag sem minnir mig á Brasílíu. Ísland í dag Pabbi var fljótur að tileinka sér íslensku og við töluðum alltaf íslensku við hann, en ekki þýsku. Foreldrar mínir skilja þegar ég er bara ársgömul, þannig að ég elst ekki upp með þeim saman. Við vorum alltaf mjög stolt af því að vera hálf útlensk. Mér fannst ég vera heppnasta stelpan í skólanum. Það voru ekki margir eins og ég en það var ein skólasystir mín sem átti enskan föður. Ég upplifði þetta svoltið eins og sérstöðu mér fannst ég hafa eitthvað sem aðrir höfu ekki. Manni var svoldið strítt þegar maður var krakki, það var ekki bara Roth sem var öðruvísi, heldur Vera líka. Ég var eina Veran fyrstu árin og var orðin mjög gömul þegar ég hitti nöfnu mína. Ég man eftir einu tímabili þegar ég var sirka 10 ára - þá ákvað ég að heita Sigrún. Þá hef ég örugglega verið leið á þessu. En almennt tók ég aldrei nærri mér þessa stríðni. Svissnesk menning Við fórum reglulega með pabba til Basel, þar sem hann bjó. Við eigum ættingja í Sviss, en það er frekar lítil tengsl. Afi og amma bjuggu í Gerlafingen og pabbi fór með okkur að heimsækja þau. Mamma var dugleg að sjá til þess að við héldum bréfasambandi við ömmu og afa í Sviss. Það er grunurinn að því að ég hafi tillfinningar til ömmu, því ég hitti hana ekki oft um æfina. Menningarheimar hittast Ég hef í raunini tileinkað mér mikið sýn pabba á lífið, þar hittast menningarheimar mínir. Ég hef mikið frá honum í hugsun. Foreldrar mínir eru báðir mjög lausir við hefðir þau forðuðust hefðir. Það er sem sagt meira upp á lífstíl sem menningarheimar hittast. Við töluðum mikið saman og ræddum margt. Pabbi var mjög athugull og maður gat alltaf sest og talað við hann. Hann var alltaf að spá og spekúlera í af hverju hlutir væru að gerast. Allt hans líf var hann áhugasamur um og pældi í fólkinu og hvað kom frá því. Það er ekki mjög íslenskt. Ég hef það alveg í mér í dag, og hef alltaf auga á umhverfi mínu og fólki. Þetta finnst mér vera minn stærsta menningararfur alla daga, alltaf. Sjón Við fengum sendar gjafir frá Sviss, þá aðallega súkkulaði. Ég sé súkkulaði myndrænt fyrir mér, því það voru þessi litlu ferköntuðu stykki og það voru allskonar myndir á þeim. Maður eyddi sem barn miklum tíma í að skoða myndirnar. Það var sett í kassa og því raðað og það voru nokkrar tegundir af súkkulaði. Maður var farinn að þekkja hvaða myndir væru ekki með svörtu súkkulaði. Við fengum súkkulaði einsog önnur börn á Íslandi en lúxusinn var sá að þetta var svo flott í þessum pakkningum og með þessum myndum. Þetta voru ljósmyndir af blómum og byggingum í útlöndum. Þegar ég sé svona súkkulaði í dag tengi ég það við Sviss. Bragð Matur og salat minnir mig á Sviss. Ég held að það sé líka bara það að fólk er svo oft á veitingahúsum að borða salat. Þegar ég er krakki á Íslandi er enginn að borða salat á veitingahúsum. Þegar ég fór út til Sviss með pabba fórum við út að borða á hverjum degi. Þá var allt í kringum mig fólk með svona stóra diska sem voru kúfullir af blönduðu salati og það var bara þeirra hádegismatur. Þetta hafði ég aldrei á æfi minni séð. Heyrn Það er alveg tvímælalaust borgarhljóð sem ég tengi við Sviss. Þegar ég er að alast upp þá er Reykjavik ekki einsog hún er í dag, hún var miklu rólegri. Þegar ég heimsæki pabba minn í Basel eru svo mörg hljóð í borginni. Það voru sporvagnar og almenn umferðahljóð og það var alltaf verið að brjóta og bramla og breyta og bora. Það var svo sterkt í umhverfinu. Þessi hljóðmengun minnir mig á Sviss. Brazil/Ísland Brasilísk menning: skynfærin Sviss/Ísland Svissnesk menning: skynfærin Sofia Lea Leite Mér finnst flott að kunna að tala annað tungumál. Mér finnst það mjög eðlilegt ég er bara jafn brasilísk og ég er íslensk. Brasilísk menning Skynfærin Vera Roth Við vorum alltaf mjög stolt af því að vera hálf útlensk. Mér fannst ég vera heppnasta stelpan í skólanum. Svissnesk menning Skynfærin Myndir46-60: Fourth part of the book

22 The exhibition On the exhibition at Kjarvalstaðir the set up was as simple as the book itself. I had three books in three boxes hanging on the wall. Than I had 9 wall mounted clip-boards with the 9 different profiles. I also had a screen showing videos of the different individuals. Myndir61: Exhibition at Kjarvalstaðir Myndir62: Exhibition at Kjarvalstaðir

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? FERMING Keppa í kærleikanum Systurnar Elektra Ósk Hauksdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir ræða um ferminguna Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? Hvað segja fermingarbörnin? ALLT UM FERMINGARUNDIRBÚNINGINN,

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 3. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Fermingarveislan er hafin Þú átt að elska rúmið

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn!

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn! STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! RÉTT FS ER 40 ÁRA Í ÁR BLAÐ FÉLAGSSTOFNUNAR STÚDENTA FRÉTT&SPURT FLOTT PLAKAT Í MIÐOPNU! ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA STÚDENTAR TIL LIÐS VIÐ AMNESTY Hitti SJÁLFAN BOB DYLAN! FRÁ RÚSSLANDI

More information

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR ÞITT EINTAK HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? SIRKUS 7. APRÍL 2006 I 14. VIKA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR RVK RAKEL ÝR SIRKUS STÓÐ FYRIR FORSÍÐUKEPPNI Í ÞÆTTINUM BIKINÍMÓDEL

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Hverjir eru best & verst klæddu karlmenn Íslands? 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Auðunn Blöndal grínisti Ég geri ráð fyrir að

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 11. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Monitor er komið með

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

ROKKAR FEITT Í LONDON

ROKKAR FEITT Í LONDON Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp PIPAR SÍA 71167 Prodomo er ný verslun sem býður

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI OG GJÖRBREYTTAN LÍFSSTÍL

NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI OG GJÖRBREYTTAN LÍFSSTÍL 31. ÁGÚST 2012 SUMARIÐ KVATT MEÐ STÆL Á SKUGGABARNUM SKEMMTILEGAR LAUSNIR Á TÓMA VEGGI ÁSDÍS RÁN ELT AF ÆSTUM LJÓSMYNDURUM NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI

More information

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES ÞITT EINTAK TINNA HRAFNS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM SIRKUS 10. MARS 2006 I 10. VIKA RVK LÁRA RÚNARS OPNAR KISTUNA JOSÉ GONZALES EINHLEYPUR Á ÍSLANDI KÖRFUBOLTAKONA EKKI KLÁMSTJARNA TAMARA STOCKS GEKK

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Náttúran og nöfnin okkar

Náttúran og nöfnin okkar Náttúran og nöfnin okkar Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi, skóladeild Akureyrar 2015 Verkefni fyrir nemendur mið- og unglingastigs 1 Hvað á barnið að heita? Hvað á barnið að heita? Stuttu eftir fæðingu

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Múrsteinn sem byggingarefni

Múrsteinn sem byggingarefni Múrsteinn sem byggingarefni Særós Sigþórsdóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Múrsteinn sem byggingarefni Særós Sigþórsdóttir Lokaverkefni til BA-prófs í Arkitektúr

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham: 20. JÚLÍ 2007 Böddi og skápurinn Dans á rósum flytur þjóðhátíðarlagið Helga Dýrfinna heillaði með regnbogasöng Margrét Lára komin á fast! FULLKOMINN DAGUR Hreimur giftist æskuástinni David Beckham: HÁRIN

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Háskóli Íslands Hugvísindadeild Bókmenntafræ i- og málvísindaskor Mó urmáli mitt! Er nau synlegt fyrir börn a hafa sterkt mó urmál? Ritger til B.A.-pr

Háskóli Íslands Hugvísindadeild Bókmenntafræ i- og málvísindaskor Mó urmáli mitt! Er nau synlegt fyrir börn a hafa sterkt mó urmál? Ritger til B.A.-pr Hugvísindadeild Mó urmáli mitt! Er nau synlegt fyrir börn a hafa sterkt mó urmál? Ritger til B.A.-prófs Hafdís María Tryggvadóttir Júní 2008 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Bókmenntafræ i- og málvísindaskor

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna STARA Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna nr 8, 1.tbl, 2017 English ~Click here~ 4&5 Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu Eirún Sigurðardóttir NR 8, 1.TBL, 2017 6&7 (S.O.S.= MAYDAY) Sara og Svanhildur

More information

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar 1 Allt til jólanna í jólaskapi 2 Kæra Gróttufólk! Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út þriðja árið í röð. Stjórn knattspyrnudeildar er afskaplega stolt

More information

Ljósa. Kennsluleiðbeiningar Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir

Ljósa. Kennsluleiðbeiningar Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir Ljósa Kennsluleiðbeiningar 2013 Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir Þessar kennsluleiðbeiningar voru unnar vorið 2013 sem lokaverkefni í námskeiðinu Kennsla íslensku á Menntavísindasviði

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum

Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan bakgrunn í íslensku samfélagi og íslenskum skólum Ráðstefnurit Netlu Menntakvika 211 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 211 Ólöf Garðarsdóttir og Guðjón Hauksson 1 Ungir innflytjendur og aðrir einstaklingar með erlendan

More information