Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

Size: px
Start display at page:

Download "Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar"

Transcription

1 Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar 1

2 Allt til jólanna í jólaskapi 2

3 Kæra Gróttufólk! Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út þriðja árið í röð. Stjórn knattspyrnudeildar er afskaplega stolt af útgáfunni nú sem endranær. Enn eitt viðburðaríkt ár er senn að baki með ómetanlegum minningum með vinum og fjölskyldu á vellinum. Hér verður stiklað á því helsta í starfi knattspyrnudeildar Gróttu þetta árið, en af nógu er að taka. Stelpurnar í Gróttu halda áfram frumkvöðlastarfi sínu í boltanum en í sumar tefldi Grótta fram liði í 2. flokki kvenna í fyrsta sinn. Á haustdögum var stigið stórt skref í eflingu kvennaboltans á Nesinu og í Vesturbænum þegar Grótta og KR hófu samstarf í 2., 3. og 4. flokki kvenna. Æfingahópar flokkanna eru nú stærri og öflugri en áður og er ljóst að sameiginleg lið Gróttu/KR munu mæta sterk til leiks næsta sumar. Nýtt og spennandi ár er framundan hjá Gróttu. Jens Elvar Sævarsson er nýr yfirþjálfari yngri flokka og mun hann nú ásamt einvala liði þjálfara stýra þjálfun yngri flokka félagsins. Barna- og unglingastarfið er í miklum blóma og eru iðkendur í knattspyrnu hjá Gróttu um 250 talsins. Þá koma sífellt fleiri leikmenn úr yngri flokka starfinu upp í meistaraflokkinn sem er ómetanlegt fyrir félagið. Grótta eignaðist nýjan landsliðsmann á árinu þegar Pétur Steinn Þorsteinsson lék með U-17 ára landsliði Ísland á æfingamóti í Wales og á Norðurlandamótinu í Noregi. Að auki fengu þau Pétur Theodór, Davíð Fannar, Kristófer Orri, Guðfinna Kristín, Björgvin Koustav, Sigurður Andri, Sofia Elsie, Hannes Grimm og Jóhann Hrafn tækifæri á úrtaksæfingum KSÍ. Knattspyrnudeildin er hreykin af þessum krökkum og vonar að þau láti ekki staðar numið hér heldur stigi næsta skref í átt að landsliðssæti. Ólafur Brynjólfsson og Jens Elvar munu halda áfram að þjálfa meistaraflokkinn eftir prýðilegan árangur í 2. deildinni í sumar. Það er skýrt markmið stjórnar og þjálfara að koma Gróttu aftur í 1. deild að ári. Stjórn knattspyrnudeildar Gróttu leggur mikla áherslu á að liðið þrói sinn leik, spili skemmtilegan fótbolta þar sem ungir og efnilegir Gróttumenn fái tækifæri á meðal þeirra bestu. Bæjaryfirvöld á Seltjarnarnesi skilja mikilvægi íþrótta og hreyfingar ungs fólks en íþróttaþátttaka barna og unglinga er hvergi meiri á landinu en hér í bænum. Fornvarnarstarf á Seltjarnarnesi hefur einnig gengið vel og má það að miklu leyti þakka öflugu íþróttastarfi. Ný bæjarstjórn verður mynduð eftir sveitastjórnarkosningarnar í vor og skora ég á nýja bæjarfulltrúa, úr hvaða flokkum sem þeir kunna að koma, að gefa ekki tommu eftir í íþróttamálum. Ég vil þakka stjórnarmönnum, þjálfurum og foreldrum fyrir ómetanlegt starf í þágu deildarinnar á þessu ári. Einnig vil ég þakka Seltjarnarnesbæ og ÍTS fyrir samstarf og stuðning við starf deildarinnar á árinu. Að lokum vil ég þakka þeim fyrirtækjum sem hafa séð sér hag í að auglýsa í jólablaði knattspyrnudeildar og vil ég hvetja alla Seltirninga að beina viðskiptum sínum fyrir jólin til þessara frábæru fyrirtækja. Blaðið er glæsilegt í ár með nóg af skemmtilegu efni og flottum myndum. Ég bið ykkur vel að njóta. Fyrir hönd knattspyrnudeildar Gróttu óska ég öllu Gróttufólki og fjölskyldum þeirra gleðilegra jóla og farsældar á komandi ári. Með Gróttu jólakveðju, Hilmar S. Sigurðsson, formaður knattspyrnudeildar GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Útgefandi: Knattspyrnudeild Gróttu. Ritstjórn: Magnús Örn Helgason. Myndir: Eyjólfur Garðarsson o.fl. Prófarkalestur: Sigurður Gylfi Magnússon. Útlit og umbrot: Kristján Þór / Auglýsingastofan Dagsverk. Prentun: Prenttækni. 3

4 4 Fótboltasumarið 2013

5 5

6 FÓTBOLTASUMARIÐ 8. flokkur Fyrstu skrefin Þjálfarar: Oddur Karl Heiðarsson og Björn Valdimarsson Skemmtilegu tímabili er lokið með frábærum krökkum í 8. flokki. Til að byrja með var æft inni í íþróttahúsi en þegar sumarið kom fóru æfingar fram á gervigrasvellinum rétt eins og hjá stóru krökkunum í Gróttu. Þjálfararnir Oddur og Bjössi lögðu mesta áherslu á að hafa gaman á æfingum og kenna iðkendum grunntækni fótboltans. Margir voru jú að mæta í fyrsta sinn á fótboltaæfingar og þurftu að byrja á því að kynnast boltanum betur. Farið var á þrjú mót í sumar, þar á meðal Andarbæjarleikana þar sem krakkarnir í Gróttu veittu Stöð 2 viðtal og vöktu mikla athygli. Krakkarnir stóðu sig gríðarlega vel á öllum þessum mótum og sýndu frábæra takta í bæði vörn og sókn. Það er því óhætt að segja að framtíðin sé björt hjá Gróttukrökkunum og verður spennandi fyrir alla Nesbúa að fylgjast með þeim í framtíðinni. 7. flokkur kk Lið mótsins Þjálfarar: Orri Axelsson og Andrés Þór Björnsson Tímabilið hjá strákunum í 7. flokki var stórskemmtilegt og lærdómsríkt. Æft var af kappi allan veturinn og leikið á fjölmörgum vinamótum. Þar voru margir ungir Gróttumenn að spila í fyrsta skipti á móti öðrum liðum, klæddir í glænýja Gróttutreyju og til í hvað sem er. En eftir langan vetur og mikla bið þá var loks komið að hápunkti tímabilsins, Skagamótinu! Það var haldið í júní og héldu 32 strákar úr Gróttu ásamt fjölmenni foreldra upp á Akranes þar sem var spilað í heila helgi. Mótið heppnaðist gríðarlega vel og fékk Grótta þann mikla heiður að vera valið lið Skagamótsins 2013! A-liðið var ekki langt frá því að sigra efstu deild mótsins en ekki má gleyma því að í 7. flokki skiptir mestu máli að læra og bæta sig. Það gerðu strákarnir svo sannarlega og verður gaman að fylgjast með framgangi þeirra á næstu árum. Allir strákarnir sem byrjuðu að æfa um veturinn kláruðu tímabilið með félögum sínum og fjölgaði í hópnum þegar á leið. 6. og 7. flokkur kvenna Frambærilegar Gróttustúlkur Þjálfarar: Harpa Frímannsdóttir og Björn Valdimarsson Á síðasta leiktímabili var vaskur hópur stúlkna sem æfði fótbolta í 6. og 7. flokki Gróttu undir stjórn Hörpu og Bjössa. Stelpurnar voru mjög duglegar að mæta á æfingar og alltaf bættist í hópinn enda gaman á æfingum og hópurinn samstilltur. Gróttustúlkur tóku þátt í mörgum skemmtilegum mótum en hápunktur tímabilsins var án nokkurs vafa Símamótið í Kópavogi sem haldið var í júlí. Þegar á mótið var komið sveif keppnisandinn yfir vötnum og lögðu stelpurnar sig allar fram við að gera sitt besta og hvetja hvor aðra til góða verka. Þær höfðu lært margt og mikið mánuðina fyrir mótið og nú var komið að því að sýna hvað í þeim bjó. Grótta var með þrjú lið á Símamótinu, tvö í sjötta flokki og eitt í 7 flokki. Öll liðin stóðu sig með stakri prýði og náðu góðum árangri í sínum keppnisflokkum. Grótta nældi í einn bikar og var ekki langt frá því að vinna fleiri. Stemningin var góð hjá öflugum foreldrahópi sem fylgdi stelpunum eftir og hvatti þær áfram af krafti og gleði. Það verður gaman að fylgjast með stúlkunum halda áfram að bæta sig á næstu árum. Framtíðin er björt í kvennaknattspyrnu hjá Gróttu með öflugum stelpum, frábærum foreldrum og góðu innra starfi félagsins. 6. flokkur karla 40 Gróttudrengir í ævintýraferð Þjálfarar: Úlfur Blandon og Andrés Þór Björnsson Tæplega 40 drengir hófu æfingar hjá 6. flokki haustið 2012 og var dugnaðurinn mikill allt árið hjá hópnum. Eftir nokkur undirbúningsmót og æfingaleiki um veturinn var komið að stóru stundinni þegar haldið var með fjögur lið á hið eina sanna Shellmót í Eyjum í lok júní. Veðrið stríddi mótsgestum fyrstu tvo dagana, foreldrarnir kvörtuðu þó líklega meira en grjótharðir Gróttudrengir sem létu rok og rigningu ekkert á sig fá. Öll lið unnu góða sigra og töpuðu líka en framfarir voru greinilegar frá degi til dags. Grótta2 spilaði góðan bolta allt mótið, strákarnir í Gróttu3 voru lengi í gang en léku svo af snilld síðasta daginn og Grótta4 átti frábæra kafla inn á milli. Liðsmenn Gróttu1 voru langt frá sínu besta fyrsta daginn en 6

7 2013 tóku svo á sig rögg og lönduðu Heimaeyjarbikarnum eftir frábæra frammistöðu í lokaleikjunum. Frábær ferð í alla staði en Gróttuhópnum fylgdi einstaklega öflugur og samheldinn foreldrahópur sem gerði sannarlega gæfumuninn. Gróttustrákarnir tóku einnig þátt í Íslandsmótinu sem nú er spilað í 5-manna bolta og reyndist það fyrirkomulag afar skemmtilegt. Frábært tímabil á enda hjá skemmtilegum og duglegum Gróttudrengjum. 5. flokkur kvenna Þjálfarari: Anna Björk Kristjánsdóttir Eftir ótal æfingar í ýmsum veðrum kom sumarið og héldu Gróttustelpurnar galvaskar með tvö lið á Pæjumótið í Vestmannaeyjum í júní. A-liðið lenti í erfiðum riðli og barðist við nokkur gríðarsterk lið. Fjögur stig eftir riðlakeppni niðurstaðan en stigin hefðu með smá heppni geta orðið mun fleiri. Grótta sendi einnig C-lið til leiks sem byrjaði illa en fór svo á flug á föstudeginum. Þar unnust góðir sigrar á ÍR/Leikni og KR en sá leikur var svokallaður háspennuleikur. Margt skemmtilegt var gert meðfram fótboltanum. Stelpurnar skoðuðu Vestmannaeyjar hátt og lágt og stigu svo trylltan dans í hæfileikakeppni mótsins sem haldin var í íþróttahöllinni. 5. flokkur Gróttu mætti einnig með tvö lið á Símamótið í Kópavogi, fjölmennasta fótboltamót landsins. A-liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði 3. deild mótsins eftir frábæra spilamennsku og dramatískan lokadag þar sem sterk lið KR og KA voru lögð að velli. B-liðið fór hægt af stað en endaði mótið með flugeldasýningu í lokaleikjunum. Stelpurnar léku einnig marga spennandi leiki á Íslandsmótinu og er óhætt að segja að framfarirnar hafi verið miklar hjá hópnum eftir stórmótin tvö. Gróttustelpurnar þurfa stundum að hafa meiri trú á sjálfum sér. Þær eru nefnilega orðnar ansi góðar í fótbolta. 5. flokkur karla Farmiði í úrslitakeppnina Þjálfarar: Úlfur Blandon og Jóhannes Hilmarsson Um 25 strákar skipuðu 5. flokk á þessu tímabili. Strax um haustið kom í ljós að hér voru á ferð piltar sem voru tilbúnir að læra og bættu þeir mætingu sína á æfingar helling á milli ára. Og árangurinn lét ekki á sér standa. Öll lið spiluðu vel í Faxaflóamótinu og um sumarið var komið að því að leika í C-riðli Íslandsmótsins. Eftir gott gengi áttu A- B- og C-liðin öll tækifæri á að tryggja sér efsta sætið fyrir toppslagi við Njarðvík í ágúst. A-liðið vann frækinn sigur á þeim grænklæddu en hin tvö liðin þurftu að lúta í lægra haldi. Efsta sæti riðilsins í höfn hjá A-liðinu ásamt farmiða í úrslitakeppnina sem haldin var í lok sumars. Þar náðu okkar menn í eitt stig og duttu út í riðlakeppninni en frábær reynsla að etja kappi við sterkustu lið landsin. Ekki má gleyma frábærri ferð á N1-mótið á Akureyri þar sem Grótta tefldi fram þremur liðum. Loðið grasið á KA-svæðinu var að hrekkja okkar menn framan af móti en eftir því sem á leið batnaði spilamennskan til muna. Grótta3 fór alla leið í undanúrslit í sínum flokki en endaði í 4. sæti. Á föstudeginum skipulögðu foreldrarnir eftirminnilegt kvöld í Kjarnaskógi þar sem kveikt var upp í grillinu og allir skemmtu sér vel saman. 4. flokkur kvenna Silfurstelpurnar Þjálfari: Orri Axelsson Ásgeir Ólafsson hóf tímabilið með stelpunum í 4. flokki og var æft af kappi allan veturinn. Um vorið var farið í skemmtilega æfingaferð á Voga á Vatnsleysuströnd með strákunum í 4. flokki þar sem krakkarnir æfðu vel og skemmtu sér konunglega. Ásgeir neyddist til að segja skilið við stelpurnar í byrjun sumars og tók Orri Axelsson þá við keflinu af honum. Stelpurnar létu þessar breytingar ekki á sig fá og stóðu sig gríðarlega vel allt sumarið. Grótta tók þátt í Íslandsmótinu í 7-manna bolta þar sem stelpurnar sigruðu sinn riðil með nánast fullu húsi og tryggðu sér farmiða í úrslitakeppnina. Hún var haldin á Álftanesi í lok ágúst og eftir mikla baráttu og dramatík í þremur leikjum urðu Gróttustelpur að gera sér annað sætið að góðu. 4. flokkur Gróttu tók einnig þátt á Rey Cup í Laugardalnum í blíðskaparveðri í júlí. Þar sigruðu stelpurnar sinn riðil og lögðu meðal annars að velli norska liðið Hommelvik. Í úrslitaleiknum var leikið við sameinað lið Tindastóls/Hvatar þar sem Gróttustúlkur töpuðu naumlega, 3-2. Tvö silfur staðreynd og geta stelpurnar vera stoltar af glæsilegri spilamennsku og flottum árangri þetta sumarið. 4. flokkur karla Serbneskur sambabolti Þjálfarar: Dusan Ivkovic og Magnús Örn Helgason Serbneski járnkarlinn Dusan Ivkovic tók við þjálfun 4. flokks karla síðasta haust og byrjaði hann strax að vinna grunnatriðum 11-manna boltans með strákunum. Framfarirnar voru hægar en góðar en í febrúar var skipt um aðstoðarþjálfara þegar Jóhannes Hilmarsson neyddist til að kveðja drengina. Í hans stað kom Afríku-Magnús Helgason og mynduðu hann og Dusan sterkt þjálfarapar það sem eftir lifði tímabils. Í apríl fóru strákarnir í skemmtilega æfingaferð á Voga á Vatnsleysuströnd 7

8 FÓTBOLTASUMARIÐ 2013 með stelpunum í 4. flokki. Þar var æft innanhúss og margt annað skemmtilegt gert og hristist hópurinn vel saman. Tímabilið hófst með frábærum sigri á ÍR þar sem Gróttustrákarnir léku af stakri snilld og í kjölfarið fylgdu flottir leikir á móti Þrótti, Selfossi, Álftanesi og Aftureldingu. Okkar menn ósigraðir eftir 5 leiki og var spilamennskan í hæsta gæðaflokki. Júlímánuður reyndist strembinn þar sem margir týndust í frí og leikið var við sterk lið. Lokakafli sumarsins var ágætur í jafnri deild og munaði til að mynda aðeins örfáum stigum á 5. og 9. sætinu. Það sem stendur upp úr hjá 4. flokki eftir sumarið eru gríðarlegar framfarir í grunnatriðum fótboltans. Oft á tíðum gekk boltinn snilldarlega manna á milli og var Gróttustrákunum margoft hrósað fyrir flottan fótbolta. 3. flokkur karla Öflug liðsheild Þjálfarar: Úlfur Blandon og Oddur Karl Heiðarsson Það má segja að strákarnir í 3. flokki hafi verið lengi í gang og ekki sýnt sitt rétta andlit í upphafi vetrar. En þegar sumarið tók að nálgast fór liðið að ganga í takt og var hugur í mönnum eftir skemmtilega æfingaferð til Akureyrar. Íslandsmótið fór ágætlega af stað og vannst góður sigur á Þrótti í fyrstu umferð bikarkeppninnar. Í 16-liða úrslitum komu Keflvíkingar í heimsókn en þeir höfðu valtað yfir okkar menn um veturinn. Eftir frábæra frammistöðu og hetjulega baráttu Gróttuliðsins fór leikurinn í framlengingu þar sem Keflvíkingar mörðu sigur undir lokin. Íslandsmótið gekk vel og voru Gróttumenn í toppbaráttu lengst af en þegar upp var staðið urðu þeir að gera sér 3. sæti riðilsins að góðu. B-liðið lék í 7-manna bolta og ferðaðist vítt og breitt um landið. Oft lentu strákarnir á vegg gegn stórum og sterkum liðum en alltaf stóðu þeir galvaskir upp aftur, klárir í næsta leik strákarnir komu sterkir inn og yfirleitt var helmingur A-liðsins á yngra ári. Pétur Steinn komst í U-17 ára landsliðið og steig sín fyrstu skref með meistaraflokki og þá léku Agnar og Dagur stórt hlutverk með 2. flokki í sumar. 2. flokkur kvenna Á ótroðnum slóðum Þjálfarari: Orri Axelsson 8 Árið 2013 var sögulegt í starfi knattspyrnudeildar Gróttu þar sem félagið tefldi í fyrsta sinn fram liði í 2. flokki kvenna. Líkt og hjá 4. flokki var skipt um þjálfara rétt fyrir mót þegar Ásgeir flutti til Noregs og Orri tók við stjórnartaumunum. Leikið var í Faxaflóamótinu um veturinn gegn nokkrum hörkuliðum og í lok maí tók alvaran við þegar Íslandsmótið hófst. Gróttuliðið var nánast að öllu leyti skipað stelpum á yngsta ári ásamt leikmönnum í 3. og meira að segja 4. flokki. Gróttustúlkur lentu í mörgum ansi bröttum brekkum í sumar en aldrei heyrðist væl eða skæl af neinu tagi. Samstaðan og gleðin í hópnum var til fyrirmyndar. Eftirminnilegur er glæsilegur 3-2 sigur á móti Fylki á Gróttuvelli þar sem stelpurnar voru 2-1 undir í hálfleik og sneru taflinu sér í vil. Fögnuðurinn var mikill enda flottum áfanga náð. Bestu leikir Gróttuliðsins voru þó síðustu viðureignir stelpnanna á móti Selfossi og Aftureldingu í lok sumars. Báðir leikir voru mjög jafnir og enduðu með eins marks tapi en leikir við þessi lið í fyrri umferðinni töpuðust stórt. Mjög jákvæður endir á erfiðu en skemmtilegu tímabili hjá áhugasömum stelpum sem söfnuðu heilmiklu í reynslubankann á árinu. 2. flokkur karla Skin og skúrir Þjálfarari: Guðjón Kristinsson Það var fjölmennur hópur ungra manna sem hóf æfingar í 2. flokki síðasta haust en fljótlega heltust nokkrir úr lestinni. Eftir stóð öflugur kjarni sem bar flokkinn á herðum sér af mikilli elju út tímabilið. Pétur Theodór og Bjössi Vald voru strax teknir upp í meistaraflokk og Bjarki Már og Kristinn Rúnar fylgdu í kjölfarið eftir áramót. Fjórir flottir leikmenn sem stóðu sig með mikilli prýði í meistaraflokknum. Oddur og Davíð Fannar þurftu báðir að fara í hnéaðgerð síðasta haust og því miður misstu þeir báðir af nánast öllu tímabilinu. Í Faxaflóamótinu var leikið gegn nokkrum af bestu liðum landsins og áttu Gróttustrákarnir oft erfitt uppdráttar framan af móti. Í heimaleik á móti Stjörnunni small svo allt saman og ævintýralegur 4-3 sigur vannst á Garðbæingum sem enduðu sumarið á því að lyfta Íslandsmeistaradollunni. Stöðugleika vantaði í Gróttumenn á Íslandsmótinu og í kjölfar flottra sigra fylgdu oft slakir leikir. Spilamennskan var á köflum til mikillar fyrirmyndar en kaflarnir voru bara ekki alveg nógu margir. Nánast öllum stigum sumarsins var safnað á Gróttuvelli en mikill landafræðiáhugi drengjanna hefur líklega truflað einbeitinguna í útileikjum. Lærdómsríku tímabili hjá 2. flokki lauk svo með eftirminnilegum sýningarleik gegn Stjörnuliði Gauja Kristins sem var að kveðja knattspyrnudeildina í bili. Að sjálfsögðu stóðu Gaui og félagar uppi sem sigurvegarar! ÁFRAM GRÓTTA!

9 Miklaborg selur eignir á Seltjarnarnesi Láttu heimamenn okkar aðstoða þig við kaup og sölu á Nesinu. Ólafur Finnbogason sölufulltrúi Sími: Páll Þórólfsson sölufulltrúi Sími: Erum með fjölda eigna á bakskrá á Nesinu og stóran kaupendahóp. Við erum við símann MIKLABORG Óskar R. Harðarson hdl. og löggiltur fasteignasali 9

10 Einu marki frá 1. deild Það voru nýir menn sem tóku við Gróttuskútunni haustið Ólafur Brynjólfsson var ráðinn sem aðalþjálfari með refinn Jens Elvar Sævarsson sér við hlið sem spilandi aðstoðarþjálfara. Ungir menn með spennandi hugmyndir og mikinn metnað. Æfingar fóru vel af stað og myndaðist strax góður andi í Gróttuhópnum. Æfingaleikir gengu afar vel og sigraði Grótta alla leiki sína í riðlakeppni B-deildar Fótbolta.net mótsins. Jónmundur Grétarsson var sjóðandi heitur og raðaði inn mörkum en hans naut því miður ekki við þegar Grótta gerði markalaust jafntefli við Hauka í úrslitaleiknum og tapaði í vítakeppni. Lengjubikarinn hófst í mars og gerði Gróttuliðið vel í að sigra KV og ÍR í fyrstu leikjunum. Því miður var ÍR dæmdur sigur eftir mistök í leikskýrslugerð og sat Grótta því eftir í 3. sæti riðilsins þegar upp var staðið. Það var þó ekki grátið sárt og um páskana héldu Gróttuliðar í vel heppnaða æfingaferð til Svíþjóðar. Þar spiluðu strákarnir tvo æfingaleiki, æfðu við bestu aðstæður á æfingasvæði Kristianstad FF og hristu hópinn saman með ýmsum leiðum þess á milli. Gróttu var spáð 5. sæti 2. deildarinnar og voru menn staðráðnir í að gera mun betur en það. Gróttumenn eiga einfaldlega ekki að sætta sig við að vera í 2. deild og var stefnan tekin rakleiðis upp í 1. deild. Liðið hafði allt að vinna. Of mikil spenna virtist vera í Gróttuhópnum í upphafi móts því liðið fór hægt af stað. Grótta var einungis með 7 stig eftir 7 leiki og langt frá toppbaráttunni. En í stað þess að leggja árar í bát tóku menn sig saman í andlitinu, lögðu topplið Aftureldingar að velli og tvo næstu leiki þar á eftir. Allt gekk upp hjá Gróttu í bikarkeppninni í sumar og verður nánar fjallað um sögulegan 8-liða úrslitaleik við Fram síðar í blaðinu. Gróttuliðið var taplaust í fyrstu 6 leikjum seinni umferðarinnar og nálgaðist toppbaráttuna óðfluga. Menn voru hins vegar slegnir niður í Fagralundi eftir tap við HK í lok ágúst og virtist þá öll nótt vera úti. En með þremur Gróttusigrum í röð og hagstæðum úrslitum í öðrum leikjum var staðan fyrir lokaumferðina hádramatísk: KV og Grótta áttu fyrir höndum hreinan úrslitaleik í Vesturbænum um sæti í 1. deild, þar sem heimamönnum dugði þó jafntefli. Það mátti skera andrúmsloftið við gervigrasvöll KV laugardaginn 21. september þegar þessir fornu fjendur mættust í viðurvist tæplega þúsund áhorfenda. Grótta komst yfir eftir 10 mínútur með marki Andra Gíslasonar en gleðin var skammvinn þar sem KV jafnaði metin á 28. mínútu úr víti. Eftir að KV hafði verið betri aðilinn í upphafi seinni hálfleiks sótti Gróttuliðið í sig veðrið í lokin og heimtuðu menn rautt spjald þegar Garðar Guðnason var rifinn niður kominn einn í gegn. Ekkert var dæmt. Allt kom fyrir ekki og jafntefli var niðurstaða leiksins. Áhangendur Gróttu fylgdust súrir í bragði með fagnaðarlátum KV manna en 7 af 18 leikmönnum þeirra áttu að baki meistaraflokksleiki fyrir Gróttu. Þegar upp var staðið munaði aðeins einu marki að Gróttu tækist ætlunarverk sitt að endurheimta sæti í 1. deildinni. Slök byrjun varð liðinu að falli og sú staðreynd að ekki tókst að vinna toppliðin HK og KV. Margt jákvætt má þó tína til frá liðnu sumri. Stemningin í liðinu var góð og nokkrum sinnum minnti andinn í stúkunni á gleðina þegar best lét á Gróttuvelli fyrir nokkrum árum. Guðmundur Marteinn Hannesson og Jón Kolbeinn Guðjónsson áttu báðir frábært tímabil og þá óx Kristófer Þór Magnússyni ásmegin með hverjum leiknum sem leið. Ungir Gróttumenn eins og Kristinn Rúnar Sigurðsson og Pétur Steinn Þorsteinsson stóðust pressuna vel og mæta vafalaust enn öflugri til leiks á næsta tímabili. Nú ríður á að Ólafur og Jens nái að byggja ofan á árangur síðasta tímabils og stíga skrefið upp í næstu deild. Mikilvægt er að hjálpa þeim Gróttumönnum sem hafa getuna og viljann til að spila í meistaraflokki að þroskast sem leikmenn og vanda um leið til verka þegar leitað er eftir liðsauka. Með réttri blöndu, einbeittum vilja og stuðningi Seltirninga gæti næsta sumar orðið draumur einn. 10

11 Eignastýring MP banka Áskoranir á mörkuðum hafa sjaldan verið meiri en nú. Tækifærin sem þeim fylgja geta verið dýrmæt. Njóttu ráðgjafar sér fræðinga við mat á fjárfestingarkostum og nýttu tækifærin á verðbréfa markaði með eignastýringu MP banka. Þjónusta okkar er sniðin að þörfum viðskiptavina og við bjóðum fjölbreytt úrval fjárfestingarleiða til að ná ávöxtunarmarkmiðum hvers og eins. Kynntu þér framúrskarandi þjónustu sérfræðinga eignastýringar MP banka og fáðu kynningarfund. Nánari upplýsingar um fj árfestingarleiðir og verðskrá á eða í síma. Hafðu samband 11

12 Viðtal við Katrínu Ómarsdóttur landsliðskonu í knattspyrnu. Hafðu trú á draumum þínum Seltirningurinn Katrín Ómarsdóttir er ein af stelpunum okkar sem hafa með glæsilegri frammistöðu á fótboltavellinum unnið hug og hjörtu landsmanna. Eftir að hafa æft með strákunum í Gróttu í 7. flokki lá leið hennar í KR, þaðan til Bandaríkjanna, Svíþjóðar og loks til Liverpool þar sem hún æfir í næsta nágrenni við Gerrard og Suarez. Katrín á að baki 57 leiki fyrir A-landsliðið í knattspyrnu og hefur í tvígang farið með liðinu á lokakeppni EM. Og já, Katrín er aðeins 26 ára gömul. Ritstjóri Gróttublaðsins settist niður með þessari lífsglöðu afrekskonu sem segir að ungt fólk þurfi að fara sínar eigin leiðir og verði um leið að hafa trú á sjálfum sér og draumum sínum. Ung á Nesinu Ég hef verið að leika mér með bolta síðan ég man eftir mér. Ég byrjaði að æfa með strákunum í Gróttu 6 eða 7 ára. Fannst ekkert eðlilegra en að mæta með þeim á fótboltaæfingar enda kunni ég lítið annað en boltaleiki á mínum yngri árum. Ég fór meira að segja með Gróttu á Lottómótið á Skaganum segir Katrín þegar hún rifjar upp hvernig fótboltaferillinn hófst. Ég var alltaf að leika mér með strákunum í fótbolta, úti á Lindó og í frímínútum í Mýró. Það eru margir sem eiga svipaðar minningar vettvangur ungs fólks á Nesinu hefur einmitt verið á þessum slóðum. En það sem er óvenjulegt við sögu Katrínar er að það var enginn kvennabolti í Gróttu á þessum árum og því ákvað Katrín á endanum að leita á önnur mið. KR varð fyrir valinu þar sem Katrín lék til tvítugs við góðan orðstír. Aðrar íþróttir Ég prófaði fullt af íþróttum en var mest í handbolta með fótboltanum. Þar spilaði ég með Gróttu undir stjórn góðra þjálfara eins og Hildigunnar, Gauta, Unnar og Óla Finnboga. Þegar ég var 14 ára meiddist ég á hné og þurfti því að minnka aðeins álagið. Eftir það varð fótboltinn fyrir valinu 12 og sé ég ekki eftir því. Mér fannst samt rosalega gaman í handboltanum og var bara frekar efnileg, þó ég segi sjálf frá. Ég hélt reyndar að ég væri ennþá ótrúlega góð þar til ég fór á handboltaæfingu í fyrra og skaut alltaf yfir segir Katrín hlæjandi. Stelpurnar í Gróttu Árið 2004 var fyrsti kvennaflokkur Gróttu stofnaður og voru Katrín og Júlíana Einarsdóttir fengnar til að þjálfa. Katrín var á þeim tíma leiðbeinandi í knattspyrnuskóla Gróttu og stýrði hún stelpunum í 6. flokki í eitt sumar. Hvernig var að æfa með KR en vinna uppi á Valhúsarhæð hjá Gróttu? Það var gaman. Mér fannst mikilvægt að stelpurnar á Nesinu fengju tækifæri til að stunda fótbolta í sínum heimabæ og fannst gaman að fá að vinna með þeim stelpum sem mættu á æfingar hjá okkur. Við vorum með 6. flokk í eitt sumar og mér skilst að flestar stelpnanna sem við vorum með hafi haldið áfram alveg upp í 3. flokk. Nú hafa Grótta og KR sameinast í elstu kvennaflokkunum og spyrjum við Katrínu hvernig henni finnist að sín gömlu félög séu komin í samstarf? Ég hef svo sem ekki heyrt mikið af samstarfinu en þetta hlýtur bara að vera jákvætt. Það er mikilvægt að stelpur fái tækifæri til að æfa og keppa fótbolta svo lengi sem þær hafa viljann og áhugann. Þó ég hafi alltaf spilað með KR hef ég sterkar taugar til Gróttu og Seltjarnarnessins. Það var hlúð svo vel að manni í handboltastarfinu og það er gaman að sjá að það er svipað að gerast í fótboltanum núna. Fullt af flottu fólki sem vinnur gott starf hjá þessu félagi.

13 Ferillinn Mig minnir að ég hafi spilað fyrsta meistaraflokksleikinn minn 14 ára gömul en 17 ára var ég farin að spila reglulega með KR. Ég varð líka yngsti leikmaðurin sem hafði spilað í Meistaradeildinni þegar ég kom inná í Evrópuleik haustið Þetta var mjög eftirminnilegt, sérstaklega af því við töpuðum 9-0. Svo kom fyrsti A-landsleikurinn einhverjum árum seinna, 19 ára að mig minnir. Ég var mjög leitandi og var oft að pæla í einhverju allt öðru, bendir Katrín á þegar hún er innt eftir því hvort leiðin hafi alltaf verið bein og breið, en fótboltinn lá beint fyrir mér og ég veit ekki hvar ég væri án hans. Ég get ekki sagt þessa týpísku sögu að hafa verið að vinna markvisst að því að verða atvinnumaður frá 8 ára aldri. Það er engin uppskrift. Fólk á bara að gera það sem það hefur gaman af, og ef það er fótbolti að þá er um að gera að reyna að fara eins langt og hægt er. Það er alveg þess virði að láta drauminn rætast Í landi hinna frjálsu og huguðu Árið 2008 flutti Katrín til San Francisco og hóf nám í Berkeley sem er talinn vera í fremstu röð háskóla í heiminum. Katrín fékk fullan skólastyrk og lék með fótboltaliði skólans, California Golden Bears, meðan hún var við nám. Við spyrjum Katrínu hvaða möguleika íslenskar fótboltastelpur eiga á að fá styrk til háskólanáms og hvernig hennar reynsla hafi verið vestanhafs? Íslenskar stelpur eiga mjög góða möguleika á að komast á skólastyrk í Bandaríkjunum. Það er svo mikil fjölbreytni Hvað varðar Suarez og Gerrard þá geta þeir verið svolítið uppáþrengjandi en ég höndla það bara eins og hver annar atvinnumaður segir Katrín og glottir. í skólunum þarna úti og það ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Skólarnir eru misjafnir eins og þeir eru margir og sumir hærra skrifaðir en aðrir en ef þú kannt eitthvað í fótbolta og viljinn er fyrir hendi þá kemstu einhvers staðar inn á endanum. Það er ótrúlegt tækifæri að fá þriggja til fjögurra ára menntun greidda með því að spila fótbolta. Og trúðu mér, skólagjöldin í Bandaríkjunum geta hlaupið á tugum milljóna. Ég var rosalega ánægð í Berkeley. Að kynnast nýrri menningu, nýju menntakerfi og nýju fólki er ótrúlega lærdómsríkt. Ég kynntist fullt af skemmtilegu fólki og eignaðist nýja vini. Ég lærði mikið um sjálfa mig við að fara út úr þægindahringnum og vera í nýjum aðstæðum. Að búa erlendis og kynnast annarri þjóðfélagsuppbyggingu gaf mér aðra sýn á Ísland og kenndi mér að meta okkar frábæra land margfalt betur. En ég var líka einstaklega heppin með staðsetningu og ég get klárlega sagt að ég hafi left my heart in San Francisco eða allavega hluta af því segir Katrín og sjá má blik í augum hennar. Atvinnumennska Eftir að Katrín útskrifaðist úr Berkeley lék hún sem atvinnumaður í Svíþjóð og Bandaríkjunum en fyrir tæpu ári gekk hún til liðs við Liverpool á Englandi. Katrín og félagar fögnuðu Englandsmeistaratitli í september síðastliðnum. Hvernig er að spila með Liverpool og æfa á sama stað og Suarez og Gerrard? Það eru forréttindi að fá að vera partur af þessum klúbbi. Ég er ótrúlega ánægð með allt í kringum Liverpool-liðið og þann metnað sem það hefur sett í kvennadeildina. Það er virkilega þægilegt að labba inn í klúbb sem er með svona mikla sögu og hefðir og það eina sem maður þarf að gera er bara að mæta og gera sitt besta. Sagan er kannski ekki mikil kvennamegin hjá Liverpool en okkur leið strax frá byrjun eins og við værum partur af þessu stóra félagi og þeir gerðu mikið til þess að láta okkur líða þannig. Brendan Rodgers (þjálfari karlaliðs Liverpool) fylgist til dæmis stundum með æfingum hjá okkur og gefur þjálfaranum okkar góð ráð um hitt og þetta. Góð ráð Getur þú gefið ungum fótboltastelpumog strákum sem dreymir um að komast í landsliðið eitthvert gott ráð? Fólk er misjafnt og fer mismunandi leiðir. Það sem virkar fyrir einn virkar ekki endilega fyrir annan. Hver og einn þarf að finna sína eigin leið. Gerðu það sem þér finnst rétt og sama hvaða draum þú hefur þá verður þú að hafa trú á því að þú komist þangað. Enn mikilvægara er að njóta þess sem þú ert að gera og leyfa þér að gera mistök. Hlutirnir falla ekki alltaf með manni en svo lengi sem maður hættir ekki að reyna þá er alltaf von segir þessi frábæra íþróttakona glöð í bragði. 13

14 Unga kynslóðin Halldór Gauti Pétursson er 14 ára og æfir fótbolta með 3. flokki Gróttu. Gælunafn: Halli Staða á vellinum: Miðja eða hægri bakvörður Hvað finnst þér skemmtilegast við að æfa fótbolta: Allt. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju: Ég byrjaði fimm ára í KR af því að stóri bróðir minn var að æfa þar. Svo fór ég auðvitað í Gróttu þegar ég byrjaði í Mýró. Hver er þinn uppáhalds leikmaður í Gróttu: Pétur Steinn Uppáhalds fótboltamaður/kona: Cristiano Ronaldo og Zlatan Ibrahimovic. Hvað myndir þú gera ef þú mættir ráða öllu í Gróttu: Myndi sprengja stóra holu í Valhúsahæðina og búa til neðanjarðarfótboltahöll sem væri hægt að æfa í á veturna. Á þak hallarinnar mætti svo leggja gras sem væri spilað á á sumrin. Myndi loks fá Ronaldo til að halda fótboltanámskeið í höllinni. Eftirminnilegt atvik úr fótboltanum: Þegar við vorum að keppa í Danmörku sumarið 2011 á Football Festival. Í miðjum leik byrjaði að rigna alveg fáránlega mikið og völlurinn fór á flot. Við vorum 1-0 undir en komum til baka eftir þvílíka baráttu og skoruðum tvö mörk í lokin. Dramatískur og eftirminnilegur sigur. Markmið fyrir næsta sumar: Verða betri í fótbolta og ná að klobba Svenna þrisvar á sömu æfingu. Hvað langar þig í í jólagjöf: Kerti og spil. Berta Sóley Sigtryggsdóttir er 13 ára og æfir fótbolta með 4. flokki Gróttu/KR Gælunafn: Á ekkert, er bara kölluð Berta Staða á vellinum: Miðja Hvað finnst þér skemmtilegast við að æfa fótbolta: Það er félagsskapurinn, að skora mörk og bara allt! Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju: Ég var alltaf að leika mér úti í fótbolta svo ég prófaði að mæta á æfingu þegar ég var í 3. bekk. Svo var þetta bara svo skemmtilegt að ég fékk strax mikinn áhuga. Uppáhalds fótboltamaður/kona: Kolbeinn Sigþórsson Hvað myndir þú gera ef þú mættir ráða öllu í Gróttu: Ég myndi láta byggja yfir fótboltavöllinn Eftirminnilegt atvik úr fótboltanum: Fyrsta mótið mitt með Önnu Björk sem þjálfara. Við töpuðum fyrsta leiknum og eftir leikinn var ég svo pirruð að ég dúndraði boltanum upp í stúkuna og fékk gula spjaldið. Markmið fyrir næsta sumar: Að vera betri í í fótbolta en mig langar mest að bæta mig í skotunum og tækni. Hvað langar þig í í jólagjöf: Einhvern fótboltabúning og ný innanundir fótboltaföt. Kári Rögnvaldsson er 12 ára og æfir fótbolta með 4. flokki Gróttu Staða á vellinum: Bakvörður eða hægri kantur Hvað finnst þér skemmtilegast við að æfa fótbolta: Hlaupa, vera með vinum mínum og bara spila fótbolta Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju: Ég byrjaði þegar ég var 6 ára vegna þess að stóri bróðir minn, Sölvi, var að æfa og mér fannst það spennandi. Hver er þinn uppáhalds leikmaður í Gróttu: Pétur Steinn Þorsteinsson Uppáhalds fótboltamaður/kona: Gylfi Þór Sigurðsson Hvað myndir þú gera ef þú mættir ráða öllu í Gróttu: Ráða Lars Lagerback sem þjálfara meistaraflokks. Eftirminnilegt atvik úr fótboltanum: Í sumar vorum við A-liðið í öðru sæti í C-riðli Íslandsmótsins stigi á eftir Njarðvík. Í næst síðasta leiknum kepptum við á móti þeim og unnum 2-1 og tókum þar með fyrsta sætið í riðlinum. Þá var bara einn leikur eftir á móti Fjölni sem við unnum og komumst þar með í úrslitakeppni A-liða á Íslandsmótinu. Markmið fyrir næsta sumar: Venjast stóra vellinum og bara bæta mig í fótbolta. Hvað langar þig í í jólagjöf: Góða bók Hvað er það skemmtilegasta við jólin: Maturinn og ferðin sem ég og Sölvi bróðir förum í til að fara með pakkana til ættingja María Lovísa Jónasdóttir er 10 ára og æfir fótbolta með 5. flokki Gróttu Gælunafn: Alltaf kölluð María Staða á vellinum: Er oftast á kantinum Hvað finnst þér skemmtilegast við að æfa fótbolta:mér finnst alveg ofsalega gaman á fótboltaæfingum og sérstaklega þegar við erum að spila. Félagsskapurinn er góður og Anna Björk er mjög góður þjálfari. Hvenær byrjaðir þú að æfa fótbolta og af hverju: Þegar ég var 6 ára ákvað ég að prófa fótbolta og mætti á mína fyrstu æfingu og hef ekki hætt að mæta á fótboltaæfingar siðan. Uppáhalds fótboltamaður/kona: Lionel Messi Eftirminnilegt atvik úr fótboltanum: Á síðasta Símamóti sló ég óvart í boltann og það var dæmd hendi á mig. Mér fannst það mjög vandræðalegt! Markmið fyrir næsta sumar: Halda áfram að vera dugleg að æfa og bæta mig enn frekar. Hvað er það skemmtilegasta við jólin: Að fá pakka, borða góðan mat og vera með fjölskyldunni minni. 14

15 Nú er hægt að fá gjafakortið okkar í öllum verslunum Bónus. Hafðu samband við skrifstofuna og fáðu nánari upplýsingar. Greiðslumöguleikar Þú leggur inn hjá okkur eða þú greiðir með símgreiðslu og sækir kortið í þá verslun sem þér hentar Skrifstofa Bónus: Opin alla virka daga kl Skútuvogi 13 Sími: Afgreiðslutímann í verslunum Bónus í desember sérðu á heimasíðunni 15

16 Viðtal við Kristófer Þór Magnússon leikmann meistaraflokks Sjálfstraust skiptir öllu máli Í sumar var einn leikmaður Gróttu sem tók gríðarlegum framförum á knattspyrnuvellinum og breyttist úr hæglátum kantmanni í eitilharðan sóknarbakvörð. Við erum að tala um Kristófer Þór Magnússon, 21 árs uppalinn Gróttumann, sem lék alla leiki Gróttu á tímabilinu og var undir lokin orðinn lykilmaður í liðinu. 16 Viðurkenningin mestu framfarir er sjaldan veitt í meistaraflokki sem er miður enda fátt mikilvægara sérhverjum íþróttamanni en að bæta sig frá einu tímabili til annars. 92-strákarnir Knattspyrnuferill Kristófers hófst í Laugardalnum þar sem hann æfði með Þrótti fyrstu árin en 8 ára gamall fluttist hann með fjölskyldu sinni á Nesið og gekk að sjálfsögðu til liðs við Gróttu. Ég var fljótur að kynnast strákunum og komst vel inn í hópinn enda allir að æfa fótbolta. Við höfðum marga góða þjálfara eins og Bjögga (Björgvin Finnson) og Elmar (Hjaltalín) og við 92 strákarnir héldum vel hópinn í fótboltanum. Við vorum svo sem ekki að vinna neina titla en þetta var þéttur kjarni sem mætti vel á æfingar og lagði sig fram. Ég, Jói (Jóhannes Hilmarsson), Ásgeir (Hallgrímsson), Eiki (Eiríkur Ársælsson), Ívar (Jónsson) og Bjarni Freyr (Ingólfsson) höfum allir spilað eitthvað með meistaraflokki og þá var Siggi Guðmunds auðvitað mjög efnilegur en var óheppinn með meiðsli. Svo má ekki gleyma mönnum eins og Sindra (Má Kaldal), Hödda (Herði Bjarkasyni), Árna Jóhanni (Árnasyni) og Sigga K (Sigurði Ingimarssyni) og auðvitað stórskyttunni Árna B (Árnasyni) segir Kristófer þegar hann rifjar upp tímana í yngri flokkum Gróttu með félögum sínum Fyrstu skrefin í meistaraflokki Kristófer kláraði 2. flokk haustið 2011 og byrjaði strax um veturinn að æfa með meistaraflokki. Þrátt fyrir að hafa ekki verið fastamaður í 2. flokknum var Kristófer ákveðinn í að halda áfram í fótboltanum. Ég var ekki alltaf í byrjunarliðinu í 2. flokki og spilaði marga leiki í B-liði. Ég byrjaði heldur ekki að taka fótboltann alvarlega fyrr en á miðárinu í 2. flokki þegar ég hætti að æfa skíði og handbolta og ákvað að gera þetta af alvöru. Við ungu strákarnir fengum tækifæri í æfingaleikjum meistaraflokks haustið 2011 þar sem maður reyndi auðvitað að sýna sínar bestu hliðar. Kristó, eins og hann er oftast kallaður, lék á hægri vængnum á þessum tíma og var í byrjunarliði Gróttu í fyrsta leik tímabilsins á móti Hamri á Grýluvelli. Þar lagði okkar maður upp mark í 3-3 jafntefli og hélt svo sæti sínu í liðinu í næstu leikjum. Já þetta byrjaði vel hjá mér og ég man eftir fyrsta alvöru meistaraflokksleiknum. Ég byrjaði hann reyndar illa, mögulega eitthvað stressaður, en vann mig út úr því eftir því sem leið á leikinn. Nokkrum vikum síðar lenti Kristófer í ýmsum smávægilegum skakkaföllum og átti erfitt uppdráttar það sem eftir lifði tímabilsins. Ég fór í útskriftarferð með skólanum í byrjun sumars og veiktist svo viku eftir að ég kom heim. Þetta var þrátlát pest en

17 þegar mér tókst loksins að losna við hana meiddist ég og var frá í nokkrar vikur. Þarna hafði ég verið frá í einn og hálfan mánuð og átti mjög erfitt með að komast í liðið eftir þetta. Svona reynsla sýndi mér að ef maður ætlar að ná langt í íþróttum eins og fótbolta þá má maður ekki slá slöku við og alls ekki vera frá í langan tíma. En tækifærin koma aftur á endanum ef maður heldur sínu striki og gefst ekki upp. Beint í bakvörðinn Eftir tímabilið tóku þeir Ólafur Brynjólfsson og Jens Elvar Sævarsson við stjórnartaumunum hjá Gróttu og voru þeir ekki lengi að stimpla Kristófer inn í nýja stöðu. Óli og Jenni settu mig fljótlega í bakvörðinn. Mér líkaði það ágætlega enda hafði ég verið í vörninni fram í 2. flokk þegar ég breytti til og prófaði kantinn. Ég vil samt meina að reynslan í sókninni hafi klárlega komið mér til góða í bakvarðarstöðunni. Það er mikill misskilningur að það sé leiðinlegt að spila bakvörð. Þetta er ótrúlega fjölbreytt og krefjandi staða sem gefur manni færi á að taka mikinn þátt bæði í sóknar- og varnarleik. Gróttuliðið stóð sig vel á undirbúningstímabilinu undir stjórn nýrra þjálfara og tapaði varla leik. Strákarnir skelltu sér í æfingaferð til Svíþjóðar í mars þar sem gælunafnið Pestófer festist við okkar mann. Þessi vitleysa byrjaði öll hjá Sturra (Sturlaugi Haraldssyni) í bæjarvinnunni 2012 þegar hann fór að kalla mig Pestófer. Í Svíþjóðarferðinni var ég svo eitthvað slappur en lét það ekkert á mig fá og tók þátt í æfingum og leikjum. Jói og Sturri voru svo fengnir til að skrifa pistil á Gróttusport þar sem þeir lýstu mikilli hetjudáð minni að hafa barist í gegnum kvefið í 90 mínútur. Eftir þetta var ekki aftur snúið og hugsa ég þessum mönnum þegjandi þörfina segir Kristófer hlæjandi. Ár Kristófers Gróttuliðið hikstaði í upphafi tímabils og náði ekki að fylgja eftir góðu gengi frá undirbúningstímabilinu. Um miðjan júlí hrökk svo Gróttuvélin í gang og komu þá sigrarnir á færibandi. Vörninni var sérstaklega hrósað en strákarnir fengu aðeins á sig 21 mark í 22 leikjum. Það má ekki bara hrósa okkur varnarmönnunum fyrir þetta því að allt liðið var að verjast vel, frá fremsta manni til Jóns í markinu. Ég spilaði með frábærum miðvörðum allt sumarið, Gummi (Guðmundur Marteinn Hannesson) var auðvitað magnaður og svo var mjög þægilegt að spila við hlið Antons (Ástvaldssonar), Jenna (Jens Elvars Sævarssonar) og Ella (Erlings Jack Guðmundssonar) segir Kristófer þegar hann lýsir samverkamönnum sínum í varnarlínu Gróttuliðsins. Kristófer fór hægt af stað og tók ekki mikinn þátt í sóknarleiknum í fyrstu leikjunum. Margir settu spurningamerki við uppstillingu þjálfaranna en Kristófer þakkaði sannarlega traustið og efldist með hverjum leiknum sem leið. En hvert skyldi leyndarmálið á bak við þessar framfarir vera? Þetta eru engir galdar segir Kristófer sallarólegur. Sjálfstraustið skiptir öllu máli en þegar það er til staðar eru manni allir vegir færir. Ég var ragur við að koma með í sóknina til að byrja með en svo sá ég að það var ekki vænlegt til árangurs. Maður lærði eitthvað nýtt í hverjum leik og reyndi að taka reynsluna með sér í þann næsta. Eins og kunnugt er léku Grótta og KV hreinan úrslitaleik um sæti í 1. deild í lokaumferðinni og var spennan mikil í aðdraganda leiksins. Einhverjir höfðu á orði að bakverðirnir ungu, Kristófer og Kristinn Rúnar Sigurðsson, væru ef til vill veikustu hlekkir Gróttu og myndu ekki standast pressuna þegar á hólminn væri komið. Þeir félagar sýndu sannarlega úr hverju þeir voru gerðir í leiknum og voru tveir af bestu mönnum Gróttuliðsins á KR-gervigrasinu. Það var mjög gaman að spila þennan leik enda mikið í húfi og mikil stemning. Það var eftirminnilegt að heyra Gróttu-Fálkana mæta á völlinn syngjandi lagið um Gróttu- Gagga þegar við vorum að hita upp fyrir leikinn. Það kom manni svo sannarlega í rétta gírinn. En þetta endaði auðvitað með jafntefli sem dugðu okkur ekki og var stemningin þung eftir leik. Menn voru lengi í gang á lokahófinu um kvöldið en það færðist bros yfir mannskapinn á endanum. Hljótum að stefna upp Aðspurður um framhaldið í fótboltanum segir Kristófer að hann hlakki aðallega til að byrja að æfa aftur en hann tábrotnaði í fótbolta stuttu eftir að tímabilinu lauk og þurfti að hvíla í tvo mánuði. En hver eru markmið okkar manns fyrir árið 2014? Við hljótum að setja stefnuna á að komast upp miðað við hve nálægt við vorum í sumar. Við erum allir reynslunni ríkari, stemningin er góð í liðinu og við erum með fullt af fólki á bak við okkur. Svo erum við að fá flinka stráka úr 2. flokki upp í meistaraflokkinn. Mér finnst ungu strákarnir í Gróttu alltaf verða betri og betri. Ég veit ekki hvað það er en ætli það sé ekki bara komin meiri alvara í þetta hjá krökkunum í Gróttu sem er frábært. Hvað mig varðar að þá stefni ég á að tryggja mér sæti í byrjunarliðinu og bæta minn leik eins mikið og hægt er. Svo ætla ég klárlega að skora mitt fyrsta mark fyrir Gróttu. Þetta gengur ekki lengur! segir hinn stórefnilegi Kristófer Þór Magnússon liðsmaður Gróttu. 17

18 GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Arna og Helgi Árni og Halldóra Ásgerður og Kristján Baldvin Valtýsson Borghildur og Viðar Einar Óli Þorvarðarson Eiríkur Elís Þorláksson og Edda Andradóttir Elín Hirst og Friðrik Friðriksson Eyjólfur Garðarsson Fjölskyldan Bakkavör 28 Fjölskyldan Bakkavör 32 Fjölskyldan Bakkavör 34 Fjölskyldan Barðaströnd 10 Fjölskyldan Barðaströnd 14 Fjölskyldan Barðaströnd 41 Fjölskyldan Fornuströnd 4 Fjölskyldan Grænumýri 1 Fjölskyldan Hofgörðum 20 Fjölskyldan Látraströnd 21 Fjölskyldan Miðbraut 4 Fjölskyldan Nesbala 108 Fjölskyldan Selbraut 34 Fjölskyldan Sævargörðum 8 Fjölskyldan Tjarnarmýri 31 Fjölskyldan Unnarbraut 19 Fjölskyldan Vesturströnd 13 Fjölskyldan Vesturströnd 16 Fjölskyldan Víkurströnd 1 Franz Ploder Friðrik G. Friðriksson Geir Zoëga Guðrún og Haukur Gunnar Lúðvíksson Hilmar og Lóa Hilmar og Þórdís Hörður og Magnea Inga og Stebbi Skerjabraut 5 Ingimar og Guðrún Ingimar Sigurðsson Ísold, Nökkvi og Ísak Jóhann G. og Guðrún Kaldal Jón og Ragna Laufey, Óskar, Magnea, Orri Steinn og Emelía Lárus, Sjöfn, Aron Freyr og Elín Helga Magnús Örn Guðmundsson Rögnvaldur Dofri Pétursson og fjölskylda Sigrún, Egill og fjölskylda Yrsa og Óli 18

19 Foreldrapistill: Elín Smáradóttir og Hjalti Nielsen Fjölskyldan í klóm fótboltamafíunnar Sumarfrí skipulögð út frá fótboltamótum í fjórtán ár. Við hjónin eigum þrjú börn, sem öll leggja stund á fótbolta. Iðkunin hófst með þátttöku eldri sonarins í Norðurálsmóti á Akranesi árið Síðan þá hafa sumrin verið skipulögð út frá mótum í Vestmannaeyjum, á Akureyri og Siglufirði, Reykjavík og nú aftur á Akranesi, auk keppnisferða til útlanda. Að ekki sé talað um alla leikina, sem helst eru spilaðir um helgar, og útiloka þar með útilegur eða sumarbústaðaferðir á sumrin. En er þá fótboltaiðkun barnanna fjölskylduböl? Aldeilis ekki. Þó að móðirin, sem ekki skilur knattspyrnu, hafi stundum pirrað sig á fótboltamafíunni sem öllu stýrir, hefur fjölskyldan öll fengið mikla ánægju, reynslu og þroska að launum vegna þess að börnin æfa fótbolta með Gróttu. Í litlu sveitarfélagi eins og á Seltjarnarnesi gegnir þátttaka barnanna í íþróttastarfi stóru hlutverki í lífi þeirra og þar með fjölskyldunnar allrar. Foreldrarnir kynnast foreldrum liðsfélaga barna sinna öðruvísi og betur í gegnum íþróttaiðkun krakkanna en þau myndu annars gera. Þannig má segja að íþróttir barnanna styðji bæjarbraginn á marga vegu; tengi íbúana saman og styrki heilbrigði barnanna. Nýfluttur í bæinn komst eldri sonur okkar fljótlega að því að fótboltaiðkun væri lykillinn að því að kynnast strákunum í árganginum og komast inn í hópinn. Síðan hefur hann spilað, ferðast um landið og til útlanda með fótboltanum, kynnst ótal mörgum og haft gleði og gaman af. Þegar kvennalið voru sett á stofn í knattspyrnudeild Gróttu byrjaði ungfrúin á heimilinu að spila eftir að hafa æft fimleika árum saman. Mjög fljótlega náði fótboltinn yfirhöndinni og hefur átt íþróttaáhuga hennar allan. Stelpurnar í fótboltanum hafa staðið sig ótrúlega vel og glaðst saman, jafnt yfir sigrum og mótlæti, sem oft hefur mætt þeim í viðureignum á vellinum. Hópurinn er afar þéttur og samhentur og það er alveg ljóst að eitthvað er rétt gert í fótboltanum í Gróttu þegar gleðin helst óskert árum saman, hvernig sem gengur. Yngri drengurinn er hlédrægur að eðlisfari en hefur frá því að hann byrjaði að æfa fótbolta 5 ára gamall þroskast mikið félagslega. Þar spilar fótboltinn stóra rullu; að vera hluti af liðsheild, takast á við mótherjana, venjast því að vera á fjölmennum mótum og gista í hópi, án foreldra o.s.frv. Þegar þrjú systkin stunda fótbolta ásamt fleiri íþróttum og öðru tómstundastarfi getur reynt á skipulagið og þolinmæði foreldranna, en kostirnir við fótboltaiðkunina eru svo miklu fleiri en gallarnir og gefa fjölskyldunni mikið. Grótta og það fólk sem stendur að knattspyrnudeildinni á mikinn heiður skilinn fyrir það góða og óeigingjarna starf sem þar er innt af hendi í þágu barnanna okkar allra. Hvenær fjölskyldan fer í sumarfrí skiptir ekki öllu máli þegar upp er staðið. Elín og Hjalti 19

20 20 Bjarni Rögnvaldsson og Helga Vala Helgadóttir spurð spjörunum úr

21 Stökk inn í skóg og losaði úr blöðrunni Nafn: Helga Vala Helgadóttir Aldur: 17 ára Gælunafn: Vala Nám/vinna: Stunda nám við Menntaskólann við Sund Bifreið: Ætti kannski að fá mér bílpróf fyrst Hvenær byrjaði þú að æfa fótbolta: Ég fór á sumarnámskeið Gróttu þegar ég var 6 ára, en núna er ég búin að vera æfa síðan í 6.bekk. Treyjunúmer: 8 Kærasta: The single life. Einhver í sigtinu: Maður sigtar og saltar. Hvað eldaðirðu síðast: Hafragraut Með hvaða liði myndir þú aldrei spila: Fylki Ertu góð í öðrum íþróttum en fótbolta: Fólk vill meina að ég eigi framtíðina fyrir mér í Boccia. Uppáhalds íþróttamaður: Pepe í Real Madrid Lið í enska boltanum: Glory glory Manchester United Hljómsveit: Queen Matur: Tortilla Sjónvarpsefni: Modern Family Vefsíða: Snapchat Ertu hjátrúarfull: Nei, myndi nú ekki segja það. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju: Zlatan, fótbolta og takkaskó Hvaða lag syngurðu í sturtunni: Staying alive með Bee Gees er klassík Erfiðasti andstæðingur: Gellan nr. 10 í Tindastól. Steiktasti samherjinn: Kristín Sól klárlega, ótrúlegur prakkari. Hver er síðust úr klefanum: Karen Sif Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Reitur er alltaf jafn skemmtilegur. En leiðinlegast: Þoli ekki spretti Í hvernig takkaskóm spilarðu: Nike Mercurial Fyndið atvik úr fótboltanum: Einu sinni vorum við að keppa við ónefnt lið í Laugardalnum. Einni stelpunni úr heimaliðinu varð mál í miðjum leik og gerði hún sér lítið fyrir og stökk inn skóg á bak við völlinn og losaði úr blöðrunni. Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja einn leikmann til að koma í 2. flokk Gróttu: Zlatan, guð sjálfan. Eftirminnilegasta augnablik: Sumarið 2011 þegar við stelpurnar kepptum til úrslita í Íslandsmótinu í 7-manna bolta og höfnuðum í 3.sæti (eða við viljum meina það). Hvað myndir þú gera ef þú værir alvaldur í Gróttu í 3 daga: Hækka grindverkið og gera Orra Axelsson að aðstoðarþjálfara 2. flokks kvenna. Markmið fyrir næsta sumar: Að enda ekki í sumarskóla FB. Framtíðardraumar: Ræna lamadýri. Keppnisnærbuxurnar sungu sitt síðasta Nafn: Bjarni Rögnvaldsson Aldur: 17 ára Gælunafn: Baddiking eða Baddikongur Nám/vinna: Nemandi við Verzlunarskóla Íslands Bifreið: Volkswagen Golf Hvenær byrjaði þú að æfa fótbolta: 5 ára eða á seinasta ári leikskólans. Treyjunúmer: 23 Kærasta: Á yndislega kærustu sem heitir Arnrún Bergljótardóttir Hvað viltu fá í jólagjöf: Takkaskó Með hvaða liði myndir þú aldrei spila: KV Ertu góður í öðrum íþróttum en fótbolta: Já, ég þurfti að hætta í handbolta því ég var búinn að mastera þá íþrótt. Uppáhalds íþróttamaður: David Beckham Lið í enska boltanum: Manchester United Hljómsveit: Earth, Wind & Fire Matur: Humar í hvítlaukssmjöri og svo klikkar Domino s seint. Sjónvarpsefni: Pretty Little Liars með kæró. Svo er það Enski boltinn útí íþróttarhúsi með pínu gryfju í hálfleik Vefsíða: Facebook.com Ertu hjátrúarfullur: Ekkert sérstaklega, ég átti þó keppnisnærbuxur þegar ég var yngri en þær sungu sitt síðasta á seinna N1 mótinu. Hvaða þrjá hluti myndir þú taka með þér á eyðieyju: Bát, skipstjóra og Domino s pizzur. Hvaða lag syngurðu í sturtunni: Not an Ordinary Love Story með 12:00 er sturtulagið í augnablikinu. Efiðasti andstæðingur: Jenz Elvar Sævarsson Léttasti andstæðingur: Arnór Guðjónsson en hann er nú líka skemmtilegasti því hann pirrast mjög fljótt. Besti samherjinn: Það er algjör unun að spila með Akkerinu Arnari Þór Helgasyni en mér fannst alltaf gott að hafa Helga Hilmarsson fyrir aftan mig í markinu í yngri flokkunum. Steiktasti samherjinn: Held að Bessi Jóhannson eigi það skuldlaust. Hvað finnst þér skemmtilegast að gera á æfingum: Reit og spil daginn eftir leik, allir léttir og mikið hlegið. En leiðinlegast: Grasmaðkurinn er það versta en áttuhlaup koma líka sterklega til greina. Fyndið atvik úr fótboltanum: Á Shellmótinu vorum við að keppa á móti Fjölni minnir mig. Jón Ívan, markmaðurinn okkar, var að leika sér í markinu og festist í netinu og Fjölnismenn skoruðu frá miðju. Hver yrði fyrir valinu ef þú mættir velja einn leikmann til að koma í 2. flokk Gróttu: Hjalti Már Hjaltason Eftirminnilegasta augnablik: Það kemur svo margt til greina en það sem poppar fyrst upp í kollinn er þegar við unnum Afganistan á Norway cup og þegar við kepptum við Zenith á Costa Blanca Cup, þó að sá leikur hafi endað með ósigri. Hvað myndir þú gera ef þú værir alvaldur í Gróttu í 3 daga: Byggja yfir völlinn. Annars er allt annað bara eins og maður vill hafa það. Hvaða fjóra leikmenn myndir þú velja með þér í innanhúsfótboltalið: Ronaldo, Beckham, Arnar Þór Helgason og Da Gea. Markmið fyrir næsta sumar: Komast uppúr þessum Hel****s C-Riðli og svo vonandi að fá að spreyta mig eitthvað með Meistaraflokki. Framtíðardraumar: Halda áfram í fótbolta eins lengi og ég mögulegt get og svo væri gaman að fara í háskóla til Bandaríkjanna á fótboltastyrk. 21

22 Sjáumst á vellinum! Þegar snjóa fer á fold hverfa grasblettir og mold og brosin breiðast yfir andlit barnanna. Þau smíða hvíta kastala og búa sér til snjókarla og glöð og reið þau una sér í leik og bíða jólanna. ( Jól alla daga, texti Jónatan Garðarsson) Það styttist svo sannarlega í jólin og eins og oft áður er tíminn þegar snjórinn hylur grasið góður tími til að huga bæði að fortíð og framtíð. En eins gaman og það er að rifja upp góðar minningar frá síðasta sumri þá teljum við að framtíðin sé miklu meira spennandi. Og hvað skyldi vera á óskalistanum? Ofarlega á lista knattspyrnudeildar Gróttu og Nesbúa allra er sæti í 1. deild. Einnig er áframhaldandi gróska og uppbygging í yngri flokkum félagsins eftirsóknarverð. Sá fjöldi ungra leikmanna Gróttu sem valinn hefur verið til æfinga með yngri landsliðum er eftirtektarverður og lofar sannarlega góðu. Árangur unga fólksins sýnir að framtíð Gróttu er björt. Þess er að vænta að áframhaldandi árangur náist hjá Gróttukrökkunum enda er öll aðstaða til fyrirmyndar hjá félaginu og auðvelt er fyrir iðkendur að bæta sig á Seltjarnarnesi. Til þess að Grótta verði stöðugt 1. deildarlið þarf að ala upp leikmenn til framtíðar sem hafa getu, þroska og vilja til að spila fyrir Gróttu. Það er skýrt markmið Óla þjálfara að koma liðinu upp í 1. deild næsta sumar. Ef ekki verða miklar breytingar á leikmannahópi liðsins erum við vissir um að það sé raunhæft markmið. Við erum líka sannfærðir um að Grótta eigi að stefna enn hærra bera sig saman við bestu liði landsins. Síðastliðið sumar var að mörgu leyti gott hjá Gróttu en eins og allir muna var eitt mark í síðustu umferðinni sem skildi á milli annars og fimmta sætis í 2. deild. Stemningin á lokaleik sumarins var gífurlega góð og væri óskandi að Seltirningar létu jafn vel í sér heyra á öllum leikjum liðsins. Það verður ekki of oft brýnt fyrir Gróttumönnum hve mikilvægur stuðningur við liðið er. Við viljum því enda þessa jólakveðju á að skora á alla Seltirninga að fjölmenna á völlinn næsta sumar og taka undir með okkur í Gróttu Fálkunum þegar við syngjum liðinu baráttuandann í brjóst. Ekki aðeins til að hjálpa strákunum að ná markmiðum sínum heldur einnig vegna þess að það er bara svo miklu skemmtilegra á vellinum þegar maður sleppir af sér beislinu og lætur vel í sér heyra! Gleðileg jól og við sjáumst á vellinum! Bergur Sigurjónsson og Guðmundur Ari Sigurjónsson. GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR Sjónlag Rafvirkjar sf. Steinasteinn ehf. Flügger litir Hársaga Henson Ísgerðin 22

23 PIPAR\TBWA SÍA HLÝTT Í VETUR MEÐ DEVOLD Ellingsen býður mikið úrval af hinum eina sanna norska Devold ullarnærfatnaði, sem heldur á þér hita þó að þú blotnir. Börn og annað útivistarfólk elskar Devold og við spáum hlýjum vetri, sama hvernig veðrið verður. DEVOLD ACTIVE Svartur, kk, stærðir: S XXL KR. DEVOLD ACTIVE Svartar, kk, stærðir: XS XXL KR. DEVOLD SPORT POLO Kvk, rauður, stærðir: S XL Kk, blár, stærðir: S XXL KR. DEVOLD SPORT Kvk, bleikar, stærð: S XL Kk, svartur, stærðir: S XXL KR. DEVOLD ACTIVE BARNABUXUR Stærðir: KR. DEVOLD ACTIVE BOLUR Stærðir: KR. DEVOLD ACTIVE BABY Stærðir: KR. DEVOLD ACTIVE BABY Stærð: KR. Leitaðu ráða hjá okkur. Hjá Ellingsen starfa sérfræðingar í öllum deildum. Við veitum faglega og vandaða ráðgjöf og finnum réttu vörurnar sem uppfylla þínar þarfir. Við seljum eingöngu þrautreyndar hágæðavörur sem henta fyrir íslenskar aðstæður. Munið gjafabréfin! REYKJAVÍK Fiskislóð 1 Sími mánud. föstud laugard AKUREYRI Tryggvabraut 1-3 Sími mánud. föstud laugard ellingsen.is FULLT HÚS ÆVINTÝRA 23

24 Framarar í kröppum dansi Grótta í 8-liða úrslitum bikarkeppninnar Grótta komst í sumar í fyrsta sinn í sögu félagsins í 8-liða úrslit bikarkeppni KSÍ. Okkar menn voru heppnir með mótherja en eins og allir vita getur ýmislegt gerst í bikarnum. Það verður því að teljast vel af sér vikið að vinna fjóra leiki og komast í 8-liða úrslit. Úrvalsdeildarlið Fram kom upp úr hattinum og var leikið á troðfullum Gróttuvelli þann 8. júlí. Þéttur þokubakki lá yfir Nesinu stuttu fyrir leik og sást vart milli marka. Sem betur fer rofaði til og gátu áhorfendur notið leiksins í blíðskaparveðri. Framarar byrjuðu betur og komust yfir snemma leiks með marki Almarrs Ormarssonar. Í seinni hálfleik færðu Gróttumenn sig framar á völlinn og hófu stórsókn að marki Fram sem bar árangur á 79. mínútu leiksins. Garðar Guðnason tók þá langt innkast, Jens Elvar Sævarsson vann skallaboltann og markahrókurinn Jónmundur Grétarsson var grimmastur allra og klippti boltann í markið úr þröngu færi. Allt ætlaði gjörsamlega um koll að keyra á Gróttuvelli við markið og fögnuðu jafnt leikmenn sem áhorfendur innilega. Var bikarævintýri í uppsiglingu á Nesinu? Leikurinn rann sitt skeið á enda og var að lokum framlengdur. Fátt markvert gerðist í framlengingunni og biðu áhorfendur spenntir eftir vítaspyrnukeppni. Hún kom reyndar aldrei því á 119. mínútu gaf landsfrægur milliríkjadómari Framliðinu vítaspyrnu á silfurfati þegar Aron Þórður Albertsson stakk sér til sunds upp við endamörkin. Steve Lennon skoraði örugglega úr vítinu og tryggði Fram farseðilinn í undanúrslit. Framliðið fór alla leið í keppninni og vann félagið sinn fyrsta titil í 24 ár. Umfjöllun fjölmiðla var á einn veg eftir leikinn: Gróttumenn voru rændir gullnu tækifæri á að komast í undanúrslit bikarkeppninnar. Þrátt fyrir það gátu menn borið höfuðið hátt eftir skemmtilegan leik þar sem frábær stemning var á áhorfendapöllunum. Anton Ástvaldsson og Guðmundur Marteinn voru magnaðir í hjarta varnarinnar og þá var Þorvaldur Sveinn Sveinsson óþreytandi á miðjunni. Hinn tæplega 16 ára gamli Pétur Steinn Þorsteinsson kom svo feykilega sterkur inn um miðjan seinni hálfleik og heillaði áhorfendur með liprum töktum. En öllu Gróttuliðinu ber að hrósa fyrir gríðarlega baráttu, samstöðu og vinnusemi. Ásamt þeim fjölmörgu áhorfendum sem lögðu leið sína á völlinn gerðu strákarnir þetta bikarkvöld afar eftirminnilegt. 24

25 25

26 Jens Elvar Sævarsson Nýr yfirþjálfari Í haust var Jens Elvar Sævarsson ráðinn sem yfirþjálfari yngri flokka knattspyrnudeildar Gróttu. Jens, sem er 33 ára gamall, tekur við starfinu af Úlfi Blandon sem nýlega var ráðinn sem aðstoðarþjálfari Fram í Pepsi-deildinni. Jens hefur þjálfað víða en hann er uppalinn Þróttari og gekk til liðs við Gróttu fyrir rúmu ári sem spilandi aðstoðarþjálfari meistaraflokks. Samhliða yfirþjálfarastarfinu mun Jens halda áfram með meistaraflokk og stýra 2. flokki karla. Nýi yfirþjálfarinn segist spenntur fyrir næsta tímabili. Þessar fyrstu vikur í nýju starfi hafa verið mjög skemmtilegar. Andinn er góður meðal þjálfara, iðkenda og annarra sem koma að félaginu. Það er langur og strangur vetur framundan en það er alltaf gaman að finna að fólk er tilbúið að leggja mikið á sig. Þá mun árangurinn ekki láta á sér standa. En hafa miklar breytingar fylgt komu nýs yfirþjálfara? Einhverjar breytingar fylgja alltaf nýjum mönnum en fyrst og fremst mun ég hafa að leiðarljósi að halda áfram því góða starfi sem hefur verið unnið í knattspyrnudeild Gróttu á undanförnum árum segir Jens sem hvetur Gróttumenn til dáða: Grótta hefur ekki verið háttskrifuð í knattspyrnuheiminum hérna á klakanum. Það má félaginu við lítinn einstakling í stórum líkama." Grótta hefur alla burði til að verða stórt félag ef haldið er rétt á spöðunum og allir róa í sömu átt. Margar hendur vinna létt verk, segir máltækið. Á mínum knattspyrnuferli hefur mér hvergi liðið betur en hjá Gróttu. Ég vil þakka Gróttumönnum- og konum fyrir góðar stundir á liðandi ári og hlakka til komandi verkefna á næstu mánuðum. Það er óhætt að hvetja alla Gróttumenn til að leggjast á árar með nýja yfirþjálfaranum og fylgja honum eftir á leið félagsins til stærri og meiri afreka. Þjálfarar knattspyrnudeildar Gróttu 2013/2014 Arnar Þór Axelsson 5. flokkur karla Bojana Besic 3. og 4. flokkur kvenna Hjörvar Ólafsson 2. flokkur kvenna Hrannar Leifsson 6. og 7. flokkur karla Jórunn María Þorsteinsdóttir 6. og 7. flokkur kvenna 26 Ólafur Brynjólfsson Meistaraflokkur karla Sturlaugur Haraldsson 6., 7. og 8. flokkur karla Valdimar Stefánsson 3. og 5. flokkur karla

27 Æfingatöflur knattspyrnudeildar Mánudagar Þriðjudagar Miðvikudagar Fimmtudagar Föstudagar Laugardagar 8. flokkur kk og kvk 09:30-10:30* 7. flokkur karla 13:50-14:50 13:50-14:50 13:40-14:40* 7. flokkur kvenna 15:25-16:25* 14:10-15:00* 14:10-15:00* 6. flokkur karla 14:30-15:30 15:00-16:00 15:00-16:00 6. flokkur kvenna 15:25-16:25* 14:10-15:00* 14:10-15:00* 5. flokkur karla 17:40-18:40 17:20-18:20 15:30-16:30 11:20-12:20 5. flokkur kvenna 16:00-17:00 15:40-16:40 15:00-16:00 12:00-13:00 4. flokkur karla 16:40-17:40 16:40-17:40 16:40-17:40 16:00-17:00 4. flokkur kvenna 17:00-18:30# 16:30-17:45 16:00-17:00 10:00-11:30# 3. flokkur karla 16:20-17:40 18:20-19:40 16:30-17:45 10:00-11:20 3. flokkur kvenna 18:30-19:30# 17:30-19:00 16:30:17:45# 17:15-18:30 2. flokkur karla :00 17:30-19:00 17:30-19:00 18:30-20:00 2. flokkur kvenna 19:00-20:30 18:30-20:00# 18:00-19:30 18:00-19:30# 17:00-18:35# 10:00-11:30# Meistarafl. karla 17:30-19:00 18:30-20:00 17:30-19:00 17:30-19:00 10:30-12:00 *æfingar fara fram í íþróttahúsi / #æfingar fara fram á gervigrasvelli KR Andrés Þór Björnsson 4. flokkur karla Anna Björk Kristjánsdóttir 5. flokkur kvenna Björn Valdimarsson 8. flokkur Harpa Frímannsdóttir 6. og 7. flokkur kvenna Jens Elvar Sævarsson 2. fl. og meistaraflokkur karla Magnús Örn Helgason 2. og 3. flokkur karla og 4. flokkur kvenna 27

28 Góð ráð! Kristján Finnbogason, fyrrverandi markvörður Gróttu, gefur góð ráð um markvörslu Hafðu grunninn og einföldu atriðin á hreinu. Það er til lítils að verja glæsilega upp í samskeytunum og fá svo á sig klaufamark í næstu sókn. Halda einbeitingu (fókus) allan leikinn. Stundum getur verið lítið að gera í markinu en svo sleppur andstæðingurinn einn í gegn á síðustu mínútu leiksins. Þá þarf maður að vera klár í slaginn. Allir gera mistök, líka þeir bestu. Mikilvægt að halda áfram og halda ró sinni. Maður getur svo bara farið að grenja eftir leikinn. Alfreð Finnbogason, landsliðsmaður og leikmaður Heerenveen, gefur góð ráð um sóknarleik Það er mikilvægt fyrir sóknarmann að reyna vera alltaf skrefi á undan varnarmanninum. Með því að vera alltaf á hreyfingu er erfitt fyrir varnarmenn að dekka þig. Vertu dugleg / duglegur að skipta á milli þess að fá boltann í lappir og fara djúpt. Það fær varnarmanninn til að efast og þannig nærðu yfirhöndinni að lokum. Katrín Jónsdóttir, fyrrverandi landsliðsfyrirliði, gefur góð ráð um varnarleik Sem varnarmaður er mikilvægt að vera yfirvegaður, hafa þolinmæði og vera með 100% einbeitingu allan tímann. Einbeitingarleysi í 1 sekúndu og sóknarmaðurinn mun nýta sér það. Það er mikilvægt að vera nálægt sóknarmanninum en þó ekki það nálægt að hann nái að snúa á þig eða að þú seljir þig. Reyndu að lesa leikinn og átta þig á hvort sending kemur löng inn fyrir vörnina eða stutt í fætur á sóknarmanni. Hér þarf að bregðast mismunandi við. Þeim mun aftar sem maður spilar á vellinum þeim mun betur er tekið eftir mistökum. Allir gera mistök. Þau eru til þess að læra af þeim. Þegar það kemur fyrir þig skaltu ekkert vera að velta þér upp úr því heldur halda bara áfram. Það mun gera þig að betri leikmanni. Elísabet Gunnarsdóttir, þjálfari Kristianstad í Svíþjóð, gefur góð ráð Með því að setja sér raunsæ markmið og fylgja þeim eftir eiga allir möguleika á að bæta sig í íþróttum og ná árangri. Mikilvægt er að hafa boltann reglulega við fæturna og æfa eins mikið aukalega og hægt er. Þolinmæði og gleði eru mikilvæg til þess að æfingarnar skili tilætluðum árangri og markmiðin náist. Jólakveðja frá Gana We want to use this great opportunity to thank all the people of Grotta FC for the support by giving jerseys and football boots to our team. The people of Breman Professionals FC and the entire people of Breman Asikuma are so grateful for the gesture. The boots came to help some of our players who were playing barefoot and can now enjoy playing in football boots. We ask God Almighty to bless you for what you have done and will continue to do in the very near future. Christmas is a special time to remember those who are close to our hearts. Have a wonderful Christmas and a new year filled with peace, hope and joy. 28 Chairman of Breman Professionals FC, Andrew Lambon Fant

29 Pétur Már kominn heim Gummi skrifar undir nýjan samning Knattspyrnukappinn Pétur Már Harðarson er kominn heim í heiðardalinn eftir tveggja ára dvöl hjá Leikni í Efra-Breiðholti. Pétur, sem er 24 ára gamall, er sem kunnugt er uppalinn Gróttumaður og á að baki 88 leiki fyrir félagið. Hann spilaði sinn fyrsta leik í meistaraflokki aðeins 16 ára gamall en rúmu ári síðar flutti hann til Danmerkur og spilaði með Það er gaman að vera kominn aftur í Gróttu í mitt gamla góða félag. unglingaliði Brøndby. Eftir stutt stop í KR gekk Pétur til liðs við Gróttu í byrjun árs 2009 og hjálpaði liðinu að komast upp í 1. deild um sumarið. Eftir fall úr 1. deildinni árið 2011 fékk Willum Þór Þórsson Pétur til Leiknis þar sem hann lék síðustu tvö tímabil. Fyrra ár Péturs í Breiðholtinu var ágætt en í sumar náði hann sér aldrei á strik vegna meiðsla. Pétur Már segist glaður að vera kominn aftur heim og hlakkar til átakanna næsta sumar. Það er gaman að vera kominn aftur í Gróttu í mitt gamla góða félag. Þetta lið er í sókn og það eru spennandi tímar framundan á Nesinu. Mér líst vel á þjálfarana og hvað þeir eru að hugsa. Fyrst og fremst hlakka ég til að spila fótbolta aftur eftir löng meiðsli og get ég ekki beðið eftir því að hlaupa út á Gróttuvöllinn í sumar, vonandi með fulla stúku að hvetja okkur áfram. Það eru sannarlega gleðitíðindi fyrir Gróttumenn að hafa endurheimt Pétur Má. Einnig ber að fagna því að Guðmundur Marteinn Hannesson, fyrirliði Gróttu og besti leikmaður síðasta tímabils, hefur skrifað undir nýjan samning við knattspyrnudeild og mun leika áfram með félaginu á næsta ári. Með þessa tvo sómadrengi í fararbroddi er Gróttuliðið til alls líklegt og ættu Seltirningar að verða við ósk Péturs og fjölmenna á völlinn í sumar. Maðurinn á bak við linsuna Gróttublöð síðustu ára og í raun allt kynningarstarf íþróttafélagsins Gróttu hefur einkennst af glæsilegum ljósmyndum af meistaraflokksfólki og ungum íþróttamönnum í hita leiksins. Maðurinn á bak við tjöldin, eða linsuna öllu heldur, er ljósmyndarinn Eyjólfur Garðarsson sem hefur um árabil myndað það sem fram fer í íþróttalífi bæjarins. Eyjólfur er fæddur og uppalinn Seltirningur en hann byrjaði að taka myndir á Gróttuleikjum árið 2006 þegar Ásmundur Haraldsson, þáverandi meistaraflokksþjálfari og gamall vinur Eyjólfs, plataði hann til að mæta með myndavélina á völlinn. Síðan þá hefur Eyjólfur ljósmyndað á meira en þúsund kappleikjum og viðburðum á vegum Gróttu og ávallt deilt myndum sínum ókeypis á internetinu. Fréttamaður Gróttublaðsins tók Eyjólf tali og spurði meðal annars hvernig væri að fylgjast með íþróttaleikjum í gegnum myndavélalinsu. Þegar ég er að taka myndir á fótboltaleik af löngu færi má eiginlega líkja þessu við að horfa á leikinn í gegnum sogrör segir Eyjólfur hlæjandi og bætir við: Mér finnst skemmtilegast að ná myndum af návígjum eins og þegar menn lenda í tæklingum eða hoppa upp í skallabolta. Vissulega er sjónarhornið þröngt en það er líka afskaplega gaman þegar maður hittir á flottar myndir. En er engin hætta á að við missum Eyjólf út í atvinnumennsku? Ég geri þetta ánægjunnar vegna og hef rosalega gaman að því að taka myndir. Ég hef aldrei auglýst mig sem ljósmyndara þó ég taki að mér verkefni endrum og eins. Fyrst og fremst finnst mér ánægjulegt að myndirnar mínar séu vel nýttar á Gróttusport.is og í blöðum eins og þessum og að iðkendur Gróttu á öllum aldri njóti þess að eiga myndir af sér í keppni. Ritstjórn Gróttublaðsins þakkar Eyjólfi kærlega fyrir lánið á þeim glæsilegu myndum sem prýða blaðið og vonar um leið að ljósmyndarinn snjalli haldi áfram að fanga skemmtileg augnablik í leik og starfi Gróttufólks á næstu árum. 29

30 Sameining Grótta og KR Kvennaboltinn í sókn Grótta og KR hafa hafið samstarf í 2., 3. og 4. flokki kvenna með það að leiðarljósi að efla kvennaknattspyrnu í Vesturbænum og á Seltjarnarnesi. Samstarfið hófst nú á haustmánuðum og er mikil ánægja meðal stelpnanna, foreldra þeirra og knattspyrnudeildanna beggja. fingahópar flokkanna eru nú stærri og öflugri en áður og verða stelpurnar í Gróttu/KR vafalaust til í slaginn næsta sumar gegn bestu félögum landsins. Bojana Besic og Magnús Örn Helgason stýra 4. flokki sem telur yfir 30 stelpur. Bojana er svo ein með 3. flokkinn en Hjörvar Ólafsson þjálfar 2. flokk. Hóparnir Stelpur vilja bara spila fótbolta og það er okkar þjálfaranna að hjálpa þeim að bæta sig. Það er verkefni dagsins. æfa til skiptis á völlum KR og Gróttu og leika til skiptis í búningum félaganna. Kastað var upp á nafn liðsins sem mun heita Grótta/KR. Gróttublaðið hafði samband við Magnús Örn Helgason, þjálfara 4. flokks, og athugaði hvað þessum mikla Gróttumanni fyndist um samstarf við KR: Jú, það var vissulega skrýtið fyrir mig að stjórna æfingum á KR-vellinum til að byrja með en nú er ég löngu hættur að pæla í því. Fyrst og fremst er það gott fyrir stelpur beggja félaga að komast í stærri og öflugri æfingahópa og að 2., 3. og 4. flokkur geti spilað í 11-manna bolta. Bæði Gróttufólk og KR-ingar þurftu eflaust að takast á við einhverja fordóma til að sameiningin gæti gengið en það er hagur stelpnanna sem skiptir máli. Til dæmis hefur samstarf Þórs og KA í kvennaboltanum á Akureyri tekist afar vel en þar eiga fornir fjendur í hlut. Stelpur vilja bara spila fótbolta og það er okkar þjálfaranna að hjálpa þeim að bæta sig. Það er verkefni dagsins. GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 30

31 Anna Björk með fullt hús í landsliðinu Árið 2013 hefur verið magnað hjá Önnu Björk Kristjánsdóttir, þjálfara 5. flokks kvenna og aðalleiðbeinanda í knattspyrnuskóla Gróttu. Ásamt því að þjálfa flottustu stelpur landsins í 5. flokki Gróttu varð Anna Íslandsmeistari með Stjörnunni í sumar, og það með fullu húsi stiga, ásamt því að spila sinn fyrsta A-landsleik í undankeppni HM í haust. Anna hafði nokkrum sinnum verið í landsliðshópnum án þess að spila en loksins kom tækifærið þegar hún var í byrjunarliðinu í Belgrad þegar Ísland sótti Serbíu heim í lok október. Okkar kona steig vart feilspor í vörninni þegar Ísland vann góðan 2-1 sigur og vonandi er Anna komin til að vera í íslenska landsliðinu. Það er frábært fyrir Gróttustelpurnar að hafa flotta fyrirmynd eins og Önnu Björk við stjórnvölin en hún kláraði á dögunum þjálfaranámskeið III hjá KSÍ. Knattspyrnudeildin er stolt af því að hafa Önnu við störf og mun hún vafalaust halda áfram að miðla af þekkingu sinni og reynslu til stelpnanna sem munu halda merki Gróttu á lofti í framtíðinni. 31

32 Pétur Steinn fékk brons með U-17 landsliði Íslands Grótta eignaðist nýjan landsliðsmann í sumar þegar Pétur Steinn Þorsteinsson lék 7 leiki með U-17 ára landsliði Íslands í knattspyrnu. Fyrst fór Pétur með liðinu á æfingamót í Wales í aprílmánuði en í ágúst gerðu íslensku strákarnir það gott á Norðurlandamótinu sem haldið var í Noregi. Okkar maður var í byrjunarliðinu í þremur leikjum af fjórum en Ísland hafnaði í 2. sæti í sínum riðli og lék því um bronsið við heimamenn frá Noregi.Í bronsleiknum vannst frækinn 5-2 sigur og komu drengirnir því heim með medalíu um hálsinn. Árið var gott hjá Pétri Steini en ásamt því að leika með landsliðinu fór hann á reynslu til danska stórliðsins FC København í vor og spilaði svo sína fyrstu meistaraflokksleiki með Gróttu í sumar. Tímabilið endaði þó illa þar sem Pétur komst ekki með landsliðinu til Rússlands í undankeppni EM vegna nárameiðsla. Pétur er þó staðráðinn í að láta ekki deigan síga en hann er nú kominn á fulla ferð aftur eftir meiðslin. Á vormánuðum leikur U-17 ára landsliðið í milliriðlum fyrir EM þar Gróttumaðurinn knái verður vonandi í eldlínunni. GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 32

33 Við opnum nýja kynslóð útibúa Landsbankinn hefur opnað nýja kynslóð útibúa við Hagatorg í Vesturbæ. Útibúið er mikilvægt skref í nútíma væðingu útibúa, í takt við breyttar þarfir viðskiptavina okkar. Breytt meðhöndlun á reiðufé Öll meðhöndlun seðla verður í nýrri gerð hraðbanka þar sem m.a. er hægt að leggja inn reiðufé og greiða reikninga. Aukin þjónusta Með nýrri tækni hefur skapast tækifæri til að gera þjónustu bankans sérhæfðari og sveigjanlegri. Við bjóðum ykkur velkomin í útibú Landsbankans við Hagatorg í Vesturbæ. Allar nánari upplýsingar um breytingarnar er að finna á landsbankinn.is/nyutibu. Landsbankinn landsbankinn.is

34 Áfram! Áfram fótbolti Burt með boltann! - Langan fram! og Hættið þessu fjandans dútli! Kunnuglegt? Já, þetta voru hróp sem heyrðust hér á árum áður af hliðarlínunni og hrutu af vörum margra foreldra sem lifðu sig inn í leik barna sinna. En nú er öldin önnur, sem betur fer, og varla er hægt að segja að slíkar kveðjur heyrist lengur frá foreldrum ungra Gróttukrakka. Fólk er búið að átta sig á að í yngri flokkunum skiptir öllu máli að kenna fótbolta með réttu lagi og gildir þá einu hvort bikarskáparnir fyllast hratt eða hægt. Síðustu ár hafa þjálfarar hjá Gróttu lagt áherslu á að krakkarnir spili boltanum með jörðinni frá afstasta manni og til þess fremsta og læri leikinn strax frá byrjun. Það stóreykur möguleika krakkanna á að njóta fótboltans betur og hugsanlega að ná langt í íþrótt sinni í framtíðinni. Í haust heimsótti ég hollenska stórliðið AZ Alkmaar sem þykir eiga eina bestu unglingaakademíu í Evrópu. Laugardag einn fylgdist ég með U-12 ára liði AZ spila á móti nágrönnum sínum í AFC. Strákarnir í AZ voru undir 0-2 í hálfleik en sigruðu að lokum 3-2. Síðar um daginn spjallaði ég við þjálfara liðsins og spurði hvað honum hafi fundist um leikinn. Hann var ekki lengi að svara: Frábær fyrri hálfleikur, sæmilegt í seinni. Það var spilamennska drengjanna sem stóð upp úr hjá þjálfaranum. Áfram boltar Það er útbreiddur misskilningur að æfingin skapi meistarann. Hvað væru þá eiginlega til margir meistarar? Það eru ekki fjórar æfingar í viku sem búa til landsliðsmenn í fótbolta heldur eru það óteljandi stundir með boltann í bakgarðinum eða úti á velli. Með því að halda á lofti, sparka í vegg eða spila með vinum sínum og vinkonum verða til ómeðvitaðar aukaæfingar sem geta skipt sköpum ef draumarnir eru stórir. Aukaæfingin skapar meistarann. Á tímum PlayStation, snjallsíma og Facebook hefur almenn útivist barna á Íslandi (og eflaust víðar) minnkað og sífellt færri sjást í fótbolta á frábærum sparkvöllum bæjarins. Jólagjöfin í ár hlýtur því að vera splunkunýr bolti og jafnvel húfa og vettlingar með svo hægt verði að leika sér úti í öllum veðrum! Áfram stelpur Að lokum langar mig að hvetja fótboltastelpurnar í Gróttu til dáða. Á síðasta tímabili tefldi Grótta fram 2. flokki kvenna í fyrsta sinn í sögu félagsins og átti tvær stelpur á landsliðsæfingum að auki. Nýlega var stigið stórt skref í eflingu kvennaboltans þegar 2., 3. og 4. flokkar Gróttu og KR sameinuðu krafta sína og munu leika undir sömu merkjum á þessu tímabili. Með stærri og öflugri æfingahópum og fyrsta flokks þjálfurum er ljóst að stelpurnar í Gróttu/KR verða til í slaginn gegn sterkustu liðum landsins næsta sumar. Að mínum mati liggur stærsta vandamál kvennaboltans á Íslandi hjá foreldrum sem bera ekki nægilega virðingu fyrir knattspyrnuiðkun dætra sinna. Nokkrum sinnum hefur manni borist til eyrna sögur af fótboltastelpum sem komast ekki á Pæjumótið í Eyjum þar sem þær eru á Mallorca eða Benidorm með foreldrum sínum eða jafnvel á ættarmóti með ömmu og afa. Tveimur vikum seinna eru þessar sömu stelpur mættar á Shellmótið í Vestmannaeyjum til að fylgjast með bræðrum sínum spila. Við verðum að setja stelpurnar í forgang, þær eiga meira skilið af okkur. Mig langar að þakka öllum sem komu að gerð Gróttublaðsins Ég hvet Seltirninga til að beina viðskiptum sínum til þeirra góðu fyrirtækja sem lögðu útgáfunni lið og láta sér starf knattspyrnudeildar Gróttu sig varða. Án þeirra væri þetta ekki hægt. Hafið það sem allra best um jólin! Ritstjórn Gróttublaðsins 2013 Magnús Örn Helgason GRÓTTUFÓLK BESTU ÓSKIR UM GLEÐILEG JÓL OG FARSÆLT NÝTT ÁR 34

35 Framtíðarreikningur vex með barninu Verðmætt veganesti Framtíðarreikningur Íslandsbanka er verðmæt gjöf sem vex með barn inu. Hann er bundinn þar til barnið verður 18 ára og ber hæstu vexti almennra verðtryggðra inn lánsreikninga bankans hverju sinni. Með því að stofna Framtíðarreikning í nafni barns safna ástvinir fyrir það í sjóð sem getur seinna meir orðið ómetanlegt veganesti út í lífið. Þú finnur sérfræðinga í sparnaði í þínu útibúi. Jólakaupauki! Öllum nýjum Framtíðarreikningum og innlögnum yfir kr. fylgir falleg peysa.* * Meðan birgðir endast. Við bjóðum góða þjónustu islandsbanki.is Sími

36 Fyrsta flokks ungmenni Með markvissu og samstilltu átaki hafa bæjarbúar og starfsmenn á Seltjarnarnesi unnið stórsigur í því að stemma stigu við neyslu vímuefna meðal ungmenna. Þetta sýna niðurstöður Rannsóknar og greiningar sem var unnin í 15. skipti á landsvísu fyrr á þessu ári. Þessum góða árangri má þakka öflugum samráðshópi um áfengis- og vímuvarnir sem starfræktur hefur verið í bæjarfélaginu frá árinu Þetta er meðal þess sem niðurstöðurnar árið 2013 sýna Síðastliðin þrjú ár eru reykingar óþekktar meðal ungmenna í bekk Frá árinu 2009 er áfengisneysla meðal 8. og 9. bekkinga vart mælanleg og svipaða sögu er að segja um 10. bekkinga Hassneysla er óþekkt meðal 8. bekkinga frá 2011, og vart mælanleg í bekk frá 2010 Neysla hvers konar annarra vímuefna er óþekkt frá 2011 og hefur verið engin eða óveruleg frá 2006 Neysla munntóbaks er óþekkt í öllum bekkjum frá 2012 Við óskum börnum og foreldrum á Seltjarnarnesi innilega til hamingju með þennan einstaka árangur. Nánari niðurstöður má finna á

37 Hámarkaðu afsláttinn 7KR L 10 KR 5KR 0-50L 150L+ Afsláttarþrep Orkunnar Þín stöð Með Afsláttarþrepum Orkunnar býðst Orkulyklahöfum stighækkandi afsláttur af eldsneyti hjá Orkunni í takt við aukinn fjölda keyptra lítra í mánuðinum á undan hjá Orkunni og Shell. Þín stöð bætist við Afsláttarþrep Orkunnar og verður afslátturinn þannig að hámarki 10 kr. ÞREP L ÞREP L ÞREP 3 150L+ 3 kr. 2 kr. Þín stöð = 5 kr. afsl. 5 kr. 2 kr. Þín stöð = 7 kr. afsl. 8 kr. 2 kr. Þín stöð = 10 kr. afsl. Skráðu þig í Afsláttarþrep Orkunnar á orkan.is og hámarkaðu afsláttinn þinn. Sjá nánar á Símanúmer þjónustuvers: AFSLÁTTUR VINSTRI HÆGRI!

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011 í 15 Íslandsmet sem 5 aðilar náðu og þetta er aðeins í einstaklingsgreinum, boðsund ekki talin með. Í ár erum við nýja stefnu varðandi flutning á milli hópa og núna þegar kemur að fyrstu tilfærslu hafa

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Valsblaðið. 60. árgangur 2008

Valsblaðið. 60. árgangur 2008 Valsblaðið 60. árgangur 2008 Minnisstæð jól Það er nú svo með blessuð jólin að helst væntum við þess að þau séu eins að ytra formi frá ári til árs. Við borðum sams konar mat jól eftir jól, hittum sama

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Krullufréttir desember 2005: Áramótamótið: Góð þátttaka

Krullufréttir desember 2005: Áramótamótið: Góð þátttaka Krullufréttir 2005 28. desember 2005: Áramótamótið: Góð þátttaka Hið árlega áramótamót Krulludeildar SA fór fram þriðjudagskvöldið 27. desember. Góð þátttaka var í mótinu, 24 mættu til leiks, þar á meðal

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf apríl 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf apríl 2011 Annað sem stendur uppúr í þessum mánuði er að 6 sundmenn frá okkur komust í landsliðsverkefni og að fjöldi Íslands- og ÍRB meta voru slegin. Ég vil þakka öllum þeim sem stóðu að baki liðinu og vil ég sérstaklega

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Valsblaðið 59. árgangur 2007

Valsblaðið 59. árgangur 2007 Valsblaðið 59. árgangur 2007 Verið óhræddir því sjá ég boða yður mikinn fögnuð Jólahugvekja Við höldum brátt heilög jól. Undirbúingurinn hefur farið fram á aðventunni. Vonandi höfum við undirbúið komu

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

MÓTSBLAÐ júní júní

MÓTSBLAÐ júní júní MÓTSBLAÐ 2015 10. - 13. júní 24. - 27. júní Velkomin á Orkumótið 2015 ORKUMÓTIÐ VESTMANNAEYJUM LEIKUR GLEÐI Gleðin er partur af leiknum og leikurinn er stór partur af gleðinni á Orkumótinu. Góða skemmtun

More information

ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLAND

ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLAND ÁRSSKÝRSLA KÖRFUKNATTLEIKSSAMBANDS ÍSLAND 2015-2017 Körfuknattleikssamband Íslands Íþróttamiðstöðinni Laugardal Engjavegi 6, 104 Reykjavík Stjórn, starfsmenn og nefndir KKÍ tímabilið 2015-2017 Stjórn KKÍ:

More information

Barnslegur leyndardómur jólanna

Barnslegur leyndardómur jólanna 56. árgangur 2004 Barnslegur leyndardómur jólanna Jólahugvekja Sr. Halldór Reynisson Jólin segja frá fæðingu barns - það er kunnara en frá þurfi að segja. Sömuleiðis hljómar það mjög kunnuglega þegar

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 11. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Monitor er komið með

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 3. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Fermingarveislan er hafin Þú átt að elska rúmið

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík The Gay Pride celebrations in Reykjavík, organized by several Icelandic gay organizations and action groups, have been a huge success

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími:

ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími: ÁRSRIT 2015 Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar Sími: 565 7373 gkg@gkg.is www.gkg.is *Línugjald ekki innifalið. HeiMilispAkkinn - nú líka fyrir fyrirtæki! Mörg fyrirtæki greiða fyrir nettengingu á heimilum

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

SKINFAXI. Sjálfboðaliðar. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar. Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu.

SKINFAXI. Sjálfboðaliðar.   Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar. Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu. SKINFAXI TÍMARIT UNGMENNAFÉLAGS ÍSLANDS 2.TBL. 109.ÁRG. 2018 Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu á Sauðárkróki Sjálfboðaliðar byggðu stúku fyrir

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn!

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn! STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! RÉTT FS ER 40 ÁRA Í ÁR BLAÐ FÉLAGSSTOFNUNAR STÚDENTA FRÉTT&SPURT FLOTT PLAKAT Í MIÐOPNU! ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA STÚDENTAR TIL LIÐS VIÐ AMNESTY Hitti SJÁLFAN BOB DYLAN! FRÁ RÚSSLANDI

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Afreksstefna TSÍ

Afreksstefna TSÍ Afreksstefna TSÍ 2016 2020 1 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Ábyrgðaraðilar og hlutverk... 3 1.2 Markmið... 3 2 Almenn þátttaka í tennis og hæfileikamótun... 3 2.1 Tennis í dag... 3 2.2 Hæfileikamótun,

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information