Háskólaprentun Reykjavík 2015

Size: px
Start display at page:

Download "Háskólaprentun Reykjavík 2015"

Transcription

1

2 Háskólaprentun Reykjavík 2015

3 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna átta áratugi t.d. hér í Réttarholtsskóla. Tilgangurinn með verkefninu er að sýna þá öru þróun tískustefnu og strauma. Við Eydís, Harpa, Rakel og Stefanía ákváðum í lokaverkefninu okkar að sýna hvernig tískan hefur breyst og farið í hringi í gegnum áratugina , slepptum þó 1950 þar sem okkur fannst ekki mikil breyting á tískunni á þeim áratug. Við ákváðum að fjalla fyrst og fremst um tísku kvenna á síðustu árum, þar sem tíska karla hefur ekki mikið breyst. Fyrst fórum við á elliheimilið í Hæðargarði og tókum viðtöl við nokkrar manneskjur þar sem fræddu okkur um hvernig tískan þeirra var um það leyti sem þær voru í gagnfræðiskóla. Við reyndum aðallega að taka fyrir tísku unglinga en bættum einnig við smávegis af fullorðinstísku. Einnig voru tekin nokkur viðtöl við yngra fólk. Því næst fórum við niður á Laugarveg í nokkrar búðir og fengum hjálp afgreiðslufólksins við að finna föt frá hverjum áratugi þar að auki fundum við gömul föt heima, t.d. frá mæðrum okkar. Mynduðum og sýndum afraksturinn í þessum bæklingi. Það sem kom okkur helst á óvart var að hvað konur áttu ekki mikið af fötum, annað en við héldum. Líka það að stelpur séu tiltölulega nýbyrjaðar að ganga í svörtu. Þetta var lærdómsríkt verkefni og lærðum við mikið að t.d. skipuleggja okkur og vinna saman í hópavinnu.

4 1930 Gerður Sigfúsdóttir er fædd árið 1921 og var því unglingur um Hún bjó í sveit að 11 ára aldri. Það var ekki mikil tíska í sveitinni, prjónaðar buxur, ullarsokkar og ullarnærföt. Mamma hennar saumaði samt stundum fína kjóla. Þegar hún flutti til Reykjavíkur varð mikil breyting en þá byrjaði hún að fylgjast með tískunni. Það þótti flott að hafa sítt hár niður á rass og oft fléttað í tvær fléttur. Því meira hár, því flottari greiðslur. Gerður fílaði ekki tískuna á hippatímabilinu, það var mikið um göt á hnjánum og sett bót á aðrar flíkur. Henni fannst samt það jákvæða við hippatímabilið að konur lærðu mikið af því, saumuðu sjálfar úr öllu mögulegu. Það vildu margar stelpur, m.a. hún vera öðruvísi og vera ekki eins og allir hinir. Þeim fannst gaman að allir væru ekki eins klæddir og greiddir. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Á þessum tíma var ekki mikil tíska, krakkar klæddust bara því sem þau áttu. Það var mikil fátækt, meiri en við köllum fátækt í dag. Mamma saumaði oft föt úr gömlum fötum af sér, þau voru alltaf litrík, ég man ekki eftir að hafa klæðst svörtu. Ég var með sérstakan og látlausan smekk. Ef þú hefðir valið þér áratug í tísku, hvaða áratugur væri það? Ekki neinn sérstakur. Ég var mjög heppin, ég gat alltaf klæðst flottu. Ég var aldrei fitubolla og ég gat því klæðst þröngum pilsum og skornum bolum. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Ekkert neitt ákveðið, það þótti samt mjög fínt að eiga flotta kápu og allar stelpur áttu a.m.k. einn fínan kjól. Hver er fyrirmyndin þín í tísku? Engin ein sérstök. Mynd eftir Eydísi Arnarsdóttur

5 1940 Theódór Halldórsson fæddist árið 1925 og er því 90 ára gamall. Hann fæddist í Ísafjarðar-djúpi og bjó þar lengi. Þegar hann varð 19 ára gekk hann í framhaldsskóla og stundaði nám þar í 2 ár. Þegar Theódór lauk stúdentsprófi hóf hann garðyrkjustörf og vann við þau í 30 ár. Á þessum árum var ekki mikið hugsað um tískuna heldur frekar vildi maður vera í góðum og hlýjum ullarfötum. Fólk vissi ekki hvað tíska var og hugsaði ekki mikið út í fötin né hvað öðru fólki fannst. Fólk átti yfirleitt tvö klæði, eitt sem það notaði hversdagslega og eitt sem það notaði sem spari. Fólk átti mismunandi föt eftir heimilum og engin vildi vera í eins fötum. Þegar það voru kominn á þann aldur að þau pössuðu ekki lengur í fötin voru þau klippt niður og endurnýjuð í nýjar stuttbuxur og ullarbuxur. Það var engin sérstök tíska á hans landsvæði hjá strákum. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Það var engin tíska, bara saumuð og endurnýjuð föt að heiman og konurnar prjónuðu öll föt á börnin. Aðallega var maður í gráum skyrtum, prjónaskyrtum, ullarbuxum, ullarbolum og ullarsokkum. Ef þú hefðir valið þér áratug í tísku, hvaða áratugur væri það? Enginn sérstakur. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Mér fannst ekki mikilvægt að eiga einhver ákveðin föt heldur klæddist því sem ég fékk. Hver er fyrirmyndin þín í tísku? Ég veit það ekki. Mynd eftir Stefaníu Ástu Tryggvadóttur

6 1960 Katrín Þorvaldsdóttir er fædd árið Hún er hönnuður og vinnur núna mikið í leikhúsum með búninga og hannar föt. Hún hefur alla sína tíð verið í sinni eigin tísku, mjög smart og öðruvísi og mikið litríkari en aðrir. Hún var í gagnfræðiskóla um 1963 og hér fyrir neðan segir hún okkur frá tískunni á því tímabili og hvernig henni þótti tískan. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Hún var litrík, tískan var að eiga flottan grunn (t.d. kjól) og eiga mismunandi kraga og nælur til að skreyta og breyta til. Tískan var að vera í skyrtum, V-hálsmálspeysum, kragapeysum en ekki mikið í bolum eins og nú til dags. Ef þú hefðir valið þér áratug í tísku, hvaða áratugur væri það? Ég var mjög hrifin af hippatímabilinu, þá var mesta fjörið og allt að gerast, túberað hár og allir í litríku. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Eins og ég sagði áðan, mikilvægt er að eiga flottan grunn og að geta bætt ofan á. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Chanel og fullt af fleiri flottum hönnuðum. Mynd eftir Stefaníu Ástu Tryggvadóttur

7 1970 Borghildur Sigurðardóttir er kennari í Réttarholtskóla, hún var í gagnfræðiskóla á árunum Hún bjó á Ólafsfirði þegar hún var unglingur en flutti svo til Reykjavíkur þegar hún var 16 ára. Hún hefur starfað lengi sem kennari. Uppáhalds áratugur hennar var hippatímabilið, þá var byrjað að koma inn fullt af litríkum fötum og náttúrulegum efnum, víðari og þægilegri tíska. Hún hefur aldrei verið mjög tískuvæn en henni féll mjög vel við klæðaburð hippatískurnar og gekk mikið í þannig fötum. Það skipti máli fyrir unglingana að vera í tískunni, eins og alltaf hafa þeir fylgt hver öðrum og verið frekar líkir í klæðaburði. Þegar hún kom í menntaskóla, árið 1971 þá var reynt að vera öðruvísi og ekki allir eins, mikið sjálfræði hvernig fólk var klætt. Á þessum tíma var eiginlega bara ein tískuvöruverslun, Karnabær. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Gerviefnin voru að koma og strákarnir voru mikið í nylon. Við stelpurnar vorum í þröngum buxum en útvíðu buxurnar komu í kjölfarið. Það var líka vinsælt að vera í þykkbotna skóm hjá stelpum. Ef þú hefðir valið þér áratug í tísku, hvaða áratugur væri það? Hippatímabilið held ég, mér féll mjög vel við þann klæðnað. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Mikilvægast var bara að eiga eitthvað til að fara í, við áttum ekki mikið af fötum, aðallega gömul föt frá foreldrum og ömmum og öfum. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Það voru nú ekki beint neinar fyrirmyndir, eins og á hippatímabilinu þá var enginn ein manneskja sem stóð fyrir tískunni. Það voru bara allir hippar. Mynd eftir Stefaníu Ástu Tryggvadóttur

8 1980 Ásta Guðmundsdóttir er fædd árið 1964 og er menntaður sjúkraþjálfari. Hún var í gagnfræðiskóla á árunum Þegar Ásta var unglingur upplifði hún 80 s tímabilið en það var ekki mikið úrval af fötum og allir keyptu þau í sömu tveim búðunum sem voru Eva og Kjallarinn. Það skipti miklu máli fyrir alla að vera inni í tískunni og vera eins og allir hinir. Ásta lagði mikla áherslu á að vera í tískunni sem unglingur en í menntaskóla þá breyttist það og hún klæddist bara því sem hana langaði til því þá var orðið flott að vera ekki eins og allir aðrir. Ásta gat klæðst öllu sem hugann girndist þar sem hún var grönn í vexti og oft klæddist hún t.d. korseletti við buxur. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? enginn í svörtu. Mikið var um pastelliti og allir í gallabuxum. Margir voru í prjónuðum vestum og það gekk Ef þú hefðir valið þér áratug í tísku, hvaða áratugur væri það? Eftirstríðsárin fannst mér mjög skemmtilegur áratugur. Allar konurnar í flottum kjólum, þröngir að ofan og pilsin víð og voru með slæður. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Mér finnst alltaf þægilegt að eiga svartar gallabuxur, svartan kjól og að eiga flottar peysur. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Ég átti mér enga fyrirmynd. Í gagnfræðiskóla þá var ég bara eins og allir hinir en þegar ég kom í menntaskóla þá var ég meira bara með minn eigin stíl. Mynd eftir Vigdís Ásgeirsdóttir árið 2014

9 1990 Kristín Ýr Bjarnadóttir er fædd árið 1984 og hún útskrifaðist úr Réttarholtskóla árið Hún er rappari og knattspyrnukona hjá Val. Kristín Ýr hefur rappað undir listamannsnafninu Kido og verið í hljómsveitinni Igore. Hún hefur alltaf verið mikið fyrir tísku og alltaf fylgst með henni, alltaf on top of things. Þegar hún var í gagnfræðiskóla skipti það miklu máli fyrir alla að vera í tískunni, misjafnt hvort stelpur tóku það alla leið eða svona aðeins með. Það var mikið úrval á þessum tíma eins og íþróttagallar svo sem Fubu gallar og víðar buxur og flestir voru í eins fötum. Kristín keypti aðallega fötin sín í Gallerí 17, Kiss, Vero Moda, og Modor. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Það voru Fubu gallar og víðar buxur fyrstu árin. Svo breyttist tískan í litríka hlíraboli við gammósíur og stutt gallapils, og svona oddmjóa lágbotna skó. Ef þú hefðir valið þér áratug hvaða áratugur væri það? Kannski sjötti áratugurinn. Mér finnst allt rosalega flott frá þeim áratugi. 3. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Núna finnst mér mikilvægast að eiga þæginlegar joggingbuxur til að fara í eftir æfingar og notalega hettupeysu. Kannski fínt að eiga svartar þröngar buxur sem passa við allt og einhverja litríka boli sem hægt er að klæða upp eða niður eftir því hvað hentar. Svo er must að eiga góða hlýja úlpu þegar maður býr á þessu landi! 4. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Ég get ekki sagt að ég hafi átt neina fyrirmynd. Byrjaði snemma að fara mínar eigin leiðir og það var eins með fatavalið. Ég átti líka eldri vinkonur og yfirleitt var ég fyrst að koma með einhverja tískubylgju inn í hópinn. Trendarinn í mér sko! Mynd eftir Kristínu Ýr Bjarnadóttur

10 2000 Heiða Dröfn Antonsdóttir, er að læra viðskiptafræði í Háskóla Reykjavíkur og var í Réttarholtskóla árin Einnig er hún knattspyrnukona hjá Val. Hún byrjaði að vera mikið í tískunni í 10.bekk og hefur haldið því áfram síðan. Hún pælir mikið í því sem hún klæðist og á mikið af fötum. Hún fór oft til útlanda og og keypti föt þar því hún gat fengið meira fyrir peninginn erlendis auk þess var ekki eins mikið úrval á Íslandi eins og í útlöndum. Hér á landi á hennar unglingsárum var mikil íþróttatíska eins og Adidas, Nike, Puma, Reebok og Carhartt. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Í 8. og 9. bekk var maður mikið bara í íþróttagallanum og spáði ekki mikið í tískuna en í 10. bekk breyttist þetta. Þá fóru allar stelpurnar að lita á sér hárið hvítt og labba út í Bónus til að kaupa brúnkuklúta. Adidas var mikið í tísku og áttu flestir nokkrar tegundir af adidas peysum og buxum. Einnig var almennur skinku klæðnaður líka mjög vinsæll. Ef þú hefðir valið þér áratug hvaða áratugur væri það? Mér finnst 7.áratugurinn mjög flottur. Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Núna finnst mér mikilvægt að eiga flottar gallabuxur, skyrtur og nóg af flottum jökkum. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Bloggarinn Julie Sarinana sem stendur að baki bloggsíðunni Sincerely Jules. Myndir eftir Hörpu Karen árið 2015 og 2008

11 2010 Páldís Björk Guðnadóttir er fædd árið 1998 og var í Réttarholtskóla á árunum 2011 til Hún spáir mikið í tískuna og telur sig sjálfa fylgja henni. Hún er 17 ára gömul og stundar nám við Verzlunarskóla Íslands. Páldís kaupir fötin sín aðallega erlendis, af því það er ekki jafn mikið úrval á Íslandi. Helstu búðirnar sem hún kaupir fötin sín eru TopShop, Zara, H&M og Urban Outfitters, svo eitthvað sé nefnt. Tískan er öll að koma til baka frá því í gamla daga og gengur þetta dálítið í hringi. Það er frekar fjölbreytt tískutímabil núna, s.s. fullt af mismunandi stílum. Hvernig var tískan á þínum unglingsárum? Fyrst snerist þetta allt um skæra og bjarta liti, hægt að kalla það H&M tískuna. Á seinasta árinu í gagnfræðiskóla breyttist þetta samt, þá var svart og hvítt málið. Ef þú hefðir valið þér áratug hvaða áratugur væri það? 1990! Hefði ekkert á móti því að rokka mom jeans og gallasamfestinga dagsdaglega. Þessi tíska er líka mjög afslöppuð, eitthvað fyrir mig! Hvað finnst þér mikilvægast að eiga í fataskápnum? Mikið af klassískum flíkum. Hvítur bolur og gallabuxur geta bara ekki klikkað. Hver er fyrirmyndin þín í tískunni? Á ekki beint neina fyrirmynd en mér finnst t.d. Kendall Jenner og Kate Moss alltaf flottar. Mynd eftir Önnu Maríu árið 2015

12 Þessar konur hafa verið mjög áhrifamiklar fyrir líkamsvöxt og tísku kvenna. Þær höfðu mikil áhrif á tísku manna á 20.öldinni. Marilyn Monroe fæddist 1926 og dó 1962 vegna of stórs skammts eiturlyfja. Hún var fyrirsæta og leikkona, og hefur haft mikil áhrif á ímynd kvenna og verið góð fyrirmynd því henni var sama þótt hún væri með curves. Marilyn er mjög mikið kyntákn og mun líklega alltaf vera það. ( *1 Brigitte Bardot er frönsk leikkona fædd árið 1934, hún er fyrrverandi tískusýningarstúlka, ljósmyndafyrirsæta, söngkona og var eitt mesta kyntákn sinnar kynslóðar. ( *2 Cara Delevigne er bresk fyrirsæta og leikkona fædd árið Cara hóf tískustrauminn að vera með þykkar augabrúnir og þykir hún mjög flott þar sem hún er alltaf hún sjálf og leggur mikla áherslu á það. ( *3

13 .

14

15

16 Unglingsstelpur voru mikið í lituðum kjólum og þótti flott að hafa sítt hár og tvær fléttur niður á rass V-hálsmálskjólar, þröngir að ofan og vítt pils að neðan. Mikilvægt var að eiga góðan grunn Á hippatímabilinu var mikið um kúrekavesti, útvíðar stuttbuxur, allir í litríku og með hárbönd um mitt ennið. (Þá var mesta fjörið og alltaf eitthvað að gerast.) Mikið var um bundnar skyrtur um mittið, útvíðar buxur og klossa. Stelpur voru einnig mikið í einlitum kjólum og með hárið spreyjað upp og spöng yfir Unglingsstelpur voru í skærum og litríkum fötum, með túberað hár og í buxum upp að mitti. Konur gengu í jökkum með axlapúðum og vinsælt var að klæðast Denim on denim Tískan þennan áratug einkenndist af því að margar stelpur voru með íþróttalegan vöxt og í íþrótta heilgöllum. Einnig var vinsælt að vera í þröngum stutt um pilsum og bolum til að sýna vöxtinn Íþróttatískan var að detta inn, t.d. Adidas, Reebok og Puma. Þarna var ákveðið tímabil svokallað skinku tímabilið Þar sem stelpur máluðu sig mjög mikið og stíft Nú á dögum er frekar fjölbreytt tíska. Eiginlega er hægt að klæða sig eftir því í hvernig skapi maður er í og detta samt inn í tískuna. Algengur fatnaður í dag er t.d. síð föt, stutt, þröng og röndótt föt. Mikið um kápur og jakka en einnig þægileg föt, s.s. íþróttaskór, jogging buxur, hettupeysur o.fl.

17 Heimildaskrá: Britannica. Sótt 27.maí 2015 af Britannica. Sótt 27.maí 2015 af Britannica. Sótt 27.maí 2015 af Myndaskrá: Mynd nr.1: Mynd nr.2: Mynd nr.3:

18

19 Ásta Guðmundsdóttir Borghildur Sigurðardóttir Fatamarkaðurinn, Laugavegi 118 Gerður Sigfúsdóttir Heiða Dröfn Antonsdóttir Katrín Þorvaldsdóttir Kristín Ýr Bjarnadóttir Nostalgía, Laugavegi 39 Páldís Björk Guðnadóttir Spútnik, Laugavegi 28b Theódór Halldórsson

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Hverjir eru best & verst klæddu karlmenn Íslands? 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Auðunn Blöndal grínisti Ég geri ráð fyrir að

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun Tvíhyggja kynjanna Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun Ritgerð til BA-prófs í fatahönnun Kristín Sunna Sveinsdóttir Haustönn 2014 1 Hönnunar- og arkitektúrdeild

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

ROKKAR FEITT Í LONDON

ROKKAR FEITT Í LONDON Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp PIPAR SÍA 71167 Prodomo er ný verslun sem býður

More information

Japönsk áhrif: Fatahönnun. Hvernig hefur aldagömul japönsk menning haft áhrif á vestræna tísku? Hönnunar- og Arkitektúrdeild

Japönsk áhrif: Fatahönnun. Hvernig hefur aldagömul japönsk menning haft áhrif á vestræna tísku? Hönnunar- og Arkitektúrdeild Hönnunar- og Arkitektúrdeild Fatahönnun Japönsk áhrif: Hvernig hefur aldagömul japönsk menning haft áhrif á vestræna tísku? Ritgerð til BA-prófs í fatahönnun Halldóra Sif Guðlaugsdóttir Haustönn 2014 Hönnunar-

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn!

FRÉTT&SPURT STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! SJÁLFAN BOB DYLAN! BÓKSALAN ROKKAR! KYNNTIST LÍFI KVENNA Í ÍRAN FS ER 40 ÁRA Í ÁR. Hitti. Dagný kaupir inn! STÚTFULLT BLAÐ AF SKEMMTUN! RÉTT FS ER 40 ÁRA Í ÁR BLAÐ FÉLAGSSTOFNUNAR STÚDENTA FRÉTT&SPURT FLOTT PLAKAT Í MIÐOPNU! ÞAÐ ER LEIKUR AÐ LÆRA STÚDENTAR TIL LIÐS VIÐ AMNESTY Hitti SJÁLFAN BOB DYLAN! FRÁ RÚSSLANDI

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Gaman að finna gersemar

Gaman að finna gersemar KYNNINGARBLAÐ Tíska FI MMTUDAG U R 5. OKTÓBER 2017 Gaman að finna gersemar Védís Fríða Óskarsdóttir myndlistarnemi fer eigin leiðir þegar kemur að tísku. Hún segir að það sé til svo mikið af fötum í heiminum

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES

EKKI SIRKUS KLÁMSTJARNA KÖRFUBOLTAKONA EINHLEYPUR Á ÍSLANDI TINNA HRAFNS OPNAR KISTUNA LÁRA RÚNARS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM JOSÉ GONZALES ÞITT EINTAK TINNA HRAFNS MEÐ AÐALHLUTVERK Í VEÐRAMÓTUM SIRKUS 10. MARS 2006 I 10. VIKA RVK LÁRA RÚNARS OPNAR KISTUNA JOSÉ GONZALES EINHLEYPUR Á ÍSLANDI KÖRFUBOLTAKONA EKKI KLÁMSTJARNA TAMARA STOCKS GEKK

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík The Gay Pride celebrations in Reykjavík, organized by several Icelandic gay organizations and action groups, have been a huge success

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham: 20. JÚLÍ 2007 Böddi og skápurinn Dans á rósum flytur þjóðhátíðarlagið Helga Dýrfinna heillaði með regnbogasöng Margrét Lára komin á fast! FULLKOMINN DAGUR Hreimur giftist æskuástinni David Beckham: HÁRIN

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar 1 Allt til jólanna í jólaskapi 2 Kæra Gróttufólk! Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út þriðja árið í röð. Stjórn knattspyrnudeildar er afskaplega stolt

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

SVALI, SIGGA OG GASSI Í ZÚÚBER

SVALI, SIGGA OG GASSI Í ZÚÚBER Láta allt flakka SVALI, SIGGA OG GASSI Í ZÚÚBER 18. JANÚAR 2008 Stefán Jónsson var í stjörnuleiklistarskóla Svala Björgvins í Cover Magnað Listaháskólagill... BLS. 2 sirkus 18. JANÚAR 2008 STEFÁN JÓNSSON

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?

FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? FERMING Keppa í kærleikanum Systurnar Elektra Ósk Hauksdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir ræða um ferminguna Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? Hvað segja fermingarbörnin? ALLT UM FERMINGARUNDIRBÚNINGINN,

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 11. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Monitor er komið með

More information

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði 9. tbl. 2014 nr. 488 Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í hornfundarherberginu í Borgartúni 7. Gunnar hljóðritar samtalið og notar heyrnartólin til að heyra hvernig upptakan hljómar. Starfsmaður

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna STARA Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna nr 8, 1.tbl, 2017 English ~Click here~ 4&5 Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu Eirún Sigurðardóttir NR 8, 1.TBL, 2017 6&7 (S.O.S.= MAYDAY) Sara og Svanhildur

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 3. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Fermingarveislan er hafin Þú átt að elska rúmið

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN

OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN OP LISTIN OG ÁHRIF HENNAR Á HÖNNUN Ari S. Arnarsson Ari S. Arnarsson - Grafísk hönnun - Op listin og áhrif hennar á hönnun Leiðbeinandi: Aðalsteinn Ingólfsson Janúar 2010 Efnisyfirlit: 1. kafli - Inngangur...

More information

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Valgerður læknir: Meðferð án landamæra Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni Blað samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 2. tölublað október 2009 BLAÐ IÐ

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2015 Ársæll Arnarsson Þóroddur Bjarnason Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri Rannsóknastofa í tómstunda- og félagsmálafræðum

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

föstudagur TILBOÐ HILDUR HAFSTEIN MARGMIÐLUNARSPILARI 1TB 1TB Uppgötvaði lækningamátt steina r Kr.

föstudagur TILBOÐ HILDUR HAFSTEIN MARGMIÐLUNARSPILARI 1TB 1TB Uppgötvaði lækningamátt steina r Kr. föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 30. september 2011 HILDUR HAFSTEIN Uppgötvaði lækningamátt steina UPPSKRIFT AÐ NÁTTÚRULEGRI FEGURÐ INNLITIÐ TÍSKA Kr. TILBOÐ r.19.950 1TB MARGMIÐLUNARSPILARI 1TB United

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information