FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?

Size: px
Start display at page:

Download "FERMING. Hvað segja fermingarbörnin? Keppa í kærleikanum. Hvað er best að gera við fermingarpeninginn?"

Transcription

1 FERMING Keppa í kærleikanum Systurnar Elektra Ósk Hauksdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir ræða um ferminguna Hvað er best að gera við fermingarpeninginn? Hvað segja fermingarbörnin? ALLT UM FERMINGARUNDIRBÚNINGINN, VEISLUNA, GJAFIRNAR, KLÆÐNAÐINN OG STEMNINGUNA

2 2 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Settu fermingarpeninginn til hliðar 4 Vildi bara fermast í hvítum blúndukjól 20 Ætla allar að klæðast ljósu í fermingunni Hugur minn hefur reikað aftur í tímann við gerð þessa fermingarblaðs. Einhvern veginn fannst mér ég vera ákaflega þroskuð þegar ég var 14 ára en ég hallast meira og meira að því að það hafi mögulega verið á misskilningi byggt. Heimsmyndin var ekki víðari en svo að ég ímyndaði mér að ef ég myndi eignast flottar steríógræjur og töff kærasta þá yrði lífið svo gott sem fullkomið. Ef ég hefði vitað þarna 14 ára að hinn ofursvali kærasti myndi ekki birtast fyrr en ég væri um fertugt þá hefði ég líklega bara gefist upp á lífinu, en það er nú önnur saga. Kærastaleysið gleymdist um hríð á meðan gleðin yfir fermingargjöfunum stóð sem hæst. Þessar Pioneer-græjur sem ég fékk voru náttúrulega himnasending með geislaspilara og tvöföldu segulbandstæki. Á þeim var líka tímastillir sem gerði það að verkum að maður gat látið þær slökkva á sér eftir ákveðinn tíma. Á þessum tíma hafði maður alla sína vitneskju um fullorðinslíf í gegnum kvöldsögur Eiríks Jónssonar, en í þáttinn hringdi inn fólk og sagði frá sínum dýpstu leyndarmálum. Á milli þess sem þessi 14 ára gamla ég hlustaði á Eirík Jónsson fór í skólann og vann hörðum höndum að því að eignast kærasta stalst ég til að reykja bak við kirkjuna sem ég fermdist í. Á meðan við vinkonurnar soguðum að okkur fjallaloft lögðum við grunn að framtíðinni. Ég hafði töluverða drauma um að verða rík og fræg en ég vissi bara ekki alveg hvernig ég ætlaði að fara að því. Ég fékk fleira en græjur í fermingargjöf. Ef mig misminnir ekki fékk ég um krónur í peningum, sem þótti ekki sérlega mikið. En ég fékk skartgripi og fínar bækur sem nýst hafa vel í leik og starfi síðar á lífsleiðinni. Á þessum árum var ég svo mikill lúði að ég hafði ekki hugmyndaflug í að eyða þessum krónum í neitt gáfulegt. Mig minnir að þessi peningur hafi um 17 ára aldur farið upp í bláa Toyotu Corollu sem síðar fór upp í splunkunýjan Wolksvagen Golf 1997 módel sem síðan var seldur til að fjármagna kaup á fyrstu íbúð. Allt hljómar þetta eins og þetta hafi ekki verið neitt mál en auðvitað var þetta stórmál. Það er erfitt að eignast sitt fyrsta húsnæði og vel á minnst, ég gerði ekki mikið annað á meðan. Það er að segja, ég fór ekki í útskriftarferð þegar ég kláraði stúdentinn því ég átti ekki pening, ég fór heldur ekki í heimsreisu og ég keypti ekki rándýr föt heldur saumaði flest mín föt sjálf. Ég átti ekki rándýrar merkjavörutöskur og ég lifði ekki eins og greifi. Ég var bara skítblönk og þurfti að telja hverja einustu krónu því annars hefði þetta ekki gengið upp. Ég vann líka á tveimur stöðum til að eiga fyrir afborgunum, mat, hreinsiefnum og hússjóði. Þegar ég hugsa til baka minnist ég þess ekki að líf mitt hafi verið ömurlegt heldur var ég að springa úr hamingju að hafa eignast þak yfir höfuðið rétt skriðin yfir tvítugt. Þetta efldi mig og veitti mér meira sjálfstraust. Ef ég ætti að ráðleggja fermingarbarni í dag þá væri það að leggja fermingarpeningana til hliðar og safna sér fyrir íbúð. Þótt það sé freistandi að eignast nýjasta símann eða flottustu fötin kemur alltaf að þeim tímapunkti að maður þarf að búa einhvers staðar. Því miður gerist ekkert í lífinu af sjálfu sér og við þurfum að hafa fyrir hlutunum. Eða þannig er það alla vega hjá venjulegu fólki með venjulega drauma og þrár. Marta María Jónasdóttir 52 Förðun fyrir fermingarstúlkur. 10 Guð er með húmor! Edda Björgvinsdóttir segir að lífið snúist um kærleikann. 48 Hugmyndir að framúrskarandi fermingargreiðslum. 68 Lærðu að búa til 25 manna súkkulaðiköku með sykurmassa frá grunni. 28 Magnús Breki Þórarinsson verður með stjörnuþema í veislunni sinni. 34 Að uppfylla óskir fermingarbarnsins 71 Fermingargjafir fyrir hraustar stelpur Pantaðu smáborgara á 75 Fermingargjafir sem breyta Útgefandi Árvakur Umsjón Marta María Jónasdóttir Blaðamenn Elínrós Líndal elinros@mbl.is Marta María Jónasdóttir mm@mbl.is, Auglýsingar Katrín Theodórsdóttir kata@mbl.is Prentun Landsprent ehf. Forsíðumyndina tók Hari/Haraldur Jónasson.

3

4 4 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Kristín Shu Rui Karlsdóttir fermist 8. apríl. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Vildi fermast í hvítum blúndukjól Kristín var mjög glöð að finna þennan hvíta blúndukjól. STÓRI BÓ Í Brioche brauði með beikoni, bræddum Hávarti osti og Bó sósu til hliðar. Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Kristín Shu Rui Karlsdóttir fermist í Neskirkju 8. apríl. Fermingarundirbúningurinn hefur staðið yfir í allan vetur og er fjölskyldan spennt að taka á móti gestum, en veislan verður haldin í safnaðarheimili Neskirkju. Kristín er mjög spennt fyrir fermingardeginum sínum. Hún segir að það verði örugglega svolítið stressandi að fermast en á sama tíma mjög gleðilegt. Það hefur aldrei komið neitt annað til greina hjá Kristínu en að fermast. Þegar hún er spurð út í fermingarundirbúninginn segir hún að hann hafi verið ákaflega ánægjulegur. Hann hefur verið mjög góður. Við höfum svolítið verið að reyna að finna kjól og finna út úr því hvað ætti að vera í veislunni, segir Kristín og játar að mamma hennar hafi verið prímus mótorinn í fermingarundirbúningnum. Kristín hefur þó skýrar hugmyndir um hvernig hún vill hafa fermingardaginn sinn. Þegar talið berst að fermingarkjólnum segir Kristín að hún hafi haft mjög ákveðnar hugmyndir um kjólinn, en það hafi kannski verið örlítið snúnara að finna hann. Mig langaði að vera í hvítum blúndukjól og loksins fundum við hann. Mér fannst fermingarlegt að vera í hvítum kjól. Spurð í hverju hún ætli að vera við kjólinn segist hún vera að hugsa um Það tók Kristínu og mömmu hennar töluverðan tíma að finna kjólinn. Marta María mm@mbl.is að vera í annaðhvort hvítum eða svörtum hælaskóm en þær mæðgur eigi eftir að finna þá. Kjóllinn nær niður fyrir hné og ég geri ráð fyrir að vera berleggjuð við kjólinn, segir hún. Kristín ætlar að vera með krullur í hárinu á fermingunni og hafa það slegið. Ég vil hafa krullur og helst blóm í hárinu. Kristín er ekki farin að farða sig dags daglega en á fermingardaginn hyggst hún setja á sig maskara og mögulega smá gloss. Ég hef málað mig áður en ég nota ekki farða dags daglega, segir hún. Fermingarveisla Kristínar verður haldin síðdegis 8. apríl og verður lambalæri og bearnaise-sósa með. Í forrétt verður sushi og í eftirrétt verður marengsterta og ferskir ávextir. Fermingargjafir leika stórt hlutverk á fermingardaginn. Þegar Kristín er spurð að því hvað hana langi helst í nefnir hún peninga. Ég er ekki að búast við neinum rosalegum gjöfum. Ég vona að ég fái annaðhvort fartölvu eða útlandaferð frá mömmu minni og pabba en annars er ég ekki mikið að hugsa um þetta, segir Kristín.

5

6 6 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Fjársjóður framtíðarinnar Björn Berg Gunnarsson er fræðslustjóri Íslandsbanka. Flest sem viðkemur fjármálum virðist vekja áhuga hans en á fjölmiðlatorgi Íslandsbanka má finna fjölmargar skemmtilegar greinar eftir hann þar sem spáð er í hagnað í kvikmyndageiranum, íþróttum og fleira. Elínrós Líndal Björn Berg hefur mikinn áhuga á að auka áhuga almennings á fjármálum. Ég hef haft áhuga á fjármálum frá því ég var ungur, á meðan ég fylgdist með íþróttaleikjum var ég að reyna að finna út hvernig fótboltaliðin voru rekin, af hverju ákveðnir leikmenn voru keyptir fyrir vissar upphæðir og þar fram eftir götunum. Fjármálin heilla mig mikið, sérstaklega að setja þau upp á léttan og skemmtilegan hátt og tengja við eitthvað sem fólk þekkir, segir Björn Berg sem er menntaður viðskiptafræðingur. Þessi áhugi Björns Berg hefur vakið athygli víða og rata greinar hans reglulega á ljósvakamiðla fjölmiðlanna. Eftirminnileg er grein sem hann skrifaði fyrir síðustu jól þar sem hann ræddi kvikmyndina Christmas Vacation og tengdi hana síðan við kostnað þess að skreyta húsin okkar með ljósum þar sem hann vakti athygli á möguleikum til sparnaðar í þessu verki. Efni til að kveikja áhuga almennings Sem fræðslustjóri Íslandsbanka leitast Björn Berg við að vekja áhuga almennings á fjármálum. Mér hefur þótt vanta efni sem sýnir almenningi hvað fjármál eru í raun áhugaverð. En þegar þessi áhugi er kveiktur hjá fólki, þá er svo miklu líklegra að það vilji fræðast um fjármál, sem er auðvitað öllum fyrir bestu. En þá fræðslu þarf líka að setja fram með skemmtilegum og áhugaverðum hætti, hvort sem verið er að ræða praktísk mál varðandi kaup á húsnæði, sparnað, fjárfestingar, rekstur eða annað. Björn Berg segir okkur mannfólkið ansi ólíkt og fjármálalegt uppeldi okkar misjafnt. Auðvitað göngum við öll í gegnum þessi tímamót, þegar við verðum fjárráða, komum okkur þaki yfir höfuðið eða byrjum að standa fjárhagslega á eigin fótum. Við lærum flest talsvert við þau tímamót. En það græða allir á enn meiri þekkingu og á því að vera betur undirbúnir þegar kemur að því að taka mikilvægar fjárhagslegar ákvarðanir. Að koma sér upp reglu Þegar kemur að því að unglingar eignast pening, til dæmis á fermingaraldri, segir Björn Berg mjög áhugavert að kynna fyrir börnum þá hugmynd að geyma hluta af peningunum til framtíðar. Það er ansi freistandi að eyða peningunum strax. En eftir því sem peningurinn er ávaxtaður lengur, því meira verður úr honum. Börn á fermingaraldri gætu látið peningagjafirnar vaxa og átt dýrmæta útborgun í íbúð í framtíðinni og það væri ekki vitlaust af foreldrum að vekja athygli á því. Björn talar um þennan bardaga innra með okkur, þegar við erum með pening og það freistar að eyða honum öllum strax. En ef þú kennir barninu þínu að með því að sleppa einhverju núna geti það fengið eitthvað miklu skemmtilegra síðar, t.d. að sleppa því að fara reglulega í sjálfsala og geta í staðinn farið til útlanda, þá er ansi áhugavert spjall hafið á heimilinu. Að mati Björns Berg ná flestir þeir árangri í að spara sem eru með sjálfkrafa sparnað á reikningum sínum. Þeir halda sparnaðinn betur út og bera ekki sjálfir ábyrgð á að meta um hver mánaðamót hvort þeir hafi raunverulega efni á sparnaðnum. Það er auðvitað miklu betra að eiga smá varasjóð ef eitthvað kemur upp á en að grípa til yfirdráttarskuldar eða einhvers enn verra, en það reynist mörgum erfitt. Við búum til peninga til að njóta Jafnframt finnst honum gaman að velta upp þeirri spurningu: Hvers vegna erum við að þéna peninga? Til að njóta þeirra. Ég held að markmið fæstra sé að synda um í peningatanki Jóakims Aðalandar, við viljum verja fjármagni okkar í það sem er okkur nauðsynlegt, húsnæði, menntun okkar og barna okkar en líka það sem veitir okkur ánægju og getur tryggt okkur fyrir áföllum. Í sparnaði hentar oft að hafa skýr markmið og vera að safna fyrir einhverju tilteknu sem okkur langar í, þá verður sparnaðurinn líka skemmtilegri. Íslandsbanki býður upp á áhugaverð námskeið fyrir ungt fólk. Við erum með námskeið um sparnað, sem dæmi vorum við með mjög áhugaverðan fund í tengslum við Meistara-mánuð um hvernig fólk getur sparað eins og meistarar. Nú erum við að undirbúa nýjan fund fyrir yngri hóp fólks, þar sem við ætlum að fara yfir á áhugaverðan hátt grundvallarreglur þegar kemur að sparnaði og ræða á mjög einfaldan hátt um hvað raunverulega virkar. Hægt verður að fylgjast með því á heimasíðu okkar. Sagan um frændann Þekkir þú gott sparnaðar ráð? Já ég man eitt skemmtilegt dæmi, um aðila sem freistaðist oft til að eyða peningunum sínum og gekk illa að spara. Hann tók til þess ráðs að biðja frænda sinn að geyma sparnaðinn og gerði við hann samning um hversu lengi. Hann bar mikla virðingu fyrir þessum frænda sínum, var hálfhræddur við hann, og vildi alls ekki bregðast því sem hann hafði sett upp fyrir honum. Þetta gekk eins og í sögu! Ertu góður í að spara sjálfur? Já, ég myndi segja að það hafi gengið ágætlega. Alveg frá því ég man eftir mér var pabbi duglegur að kenna mér að fara vel með peninga, hann kenndi mér gildi peninga, að þeir væru takmarkaðir og að það borgaði sig að forðast lán eins og heitan eldinn. Ég man sérstaklega eftir því að hafa ferðast mikið sem krakki, þá til systkina minna erlendis. Í þeim ferðalögum fékk ég ávallt vasapening, sem ég sparaði án þess að láta nokkurn vita. Fyrir aurana keypti ég mér síðan bílskrjóð þegar ég varð 17 ára, segir hann og bætir við: Mér hefur alltaf þótt góð tilfinning að spara og eiga fyrir hlutunum. En fyrir fjárhagslegt öryggi hefur maður stundum þurft að fórna einhverju á móti. En það þarf ekki að vera leiðinlegt ef markmiðið er spennandi. Íslendingar á réttri leið Þegar kemur að umræðunni um neysluskuldir og hvernig sé best að koma sér út úr slíku segir hann: Mér finnst neysluskuldir áhugaverð áskorun, þar sem fólk er flækt í það mynstur að vera einum eða tveimur mánuðum á eftir með fjármálin sín. Í staðinn fyrir að eiga varasjóð, eru hlutirnir keyptir með yfirdrætti eða korti. Það er rándýrt að vera í þeirri stöðu. Staðan er þó allt önnur og betri á Íslandi en fyrir hrun. Kaupmáttur hefur undanfarin ár aukist hraðar en einkaneysla, þó aðvið höfum séð eilítinn viðsnúning að undanförnu, sem vonandi er bara tímabundinn. Þetta þýðir að við höfum verið að greiða niður lán og leggja meira fyrir. Það eru frábærar fréttir. Ljósmynd/Íslandsbanki Getty Images/iStockphoto Að sleppa því að fara reglulega í sjálfsala getur farið í sjóð fyrir utanlandsferð. Ef Björn Berg ætti að gefa nokkur einföld ráð myndi hann ráðleggja fólki að skrifa fjármálin sín niður, og þannig átta sig betur á því hvað það á, hvað það skuldar og í hvað það er að eyða. Ef við reynum að minnka neysluna í einhvern tíma, getum við kannski losnað út úr mynstrinu. Bara það að hætta að fara í sjálfsalann í vinnunni, sleppa skyndibita í nokkrar vikur og smyrja nesti, gæti kannski snúið dæminu við á jákvæðan hátt. Einnig er hægt að skoða stærri aðgerðir eins og að fækka bílum á heimilinu, taka strætó tímabundið og fleira í þeim dúr. En það eru því miður ekki til neinar töfralausnir. Þeir tekjuhæstu eru ekki endilega með stærstu varasjóðina, þetta snýst um skynsamlegt samspil tekna og útgjalda. Það er mjög auðvelt að detta í það að eyða launahækkuninni í örlítið dýrari bíla, dýrari mat og fleira í þeim dúrnum og þess vegna er gott að líta reglulega á yfirlitið sitt og skoða hvort mögulegt sé að draga eitthvað úr útgjöldum. Fyrir þá sem vilja gefa fermingargjafir inn í framtíðina bendir Björn Berg á að framtíðarreikningar séu alltaf vinsælir, þar sem þeir eru bundnir til 18 ára aldurs. Ef geyma á peningana enn lengur er þó mikilvægt að huga vel að eignadreifingu og skoða vandlega hvaða fjárfestingarkostir henta best í langtímasparnaði.

7 Kominn í verslanir

8 8 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Að lifa í ljósinu Svala Björgvinsdóttir hefur í nægu að snúast þessa dagana. Hún er að fara að syngja á tvennum tónleikum á Sónar festival í Hörpunni en gefur sér tíma til að setjast niður og spjalla um ferminguna. Elínrós Líndal Svala er að gefa út nýja útgáfu af laginu sínu Ég veit það. Lagið er unnið með Óskari Einarssyni og kemur út á Spotify og Youtube. Fyrst mun ég syngja með hljómsveitinni minni Blissful og svo er ég leynigestur með annarri hljómsveit á laugardeginum á Sónar, þar sem við erum að fara að gefa út lag saman og munum frumflytja það á hátíðinni. Svo er ég að vinna mikið að nýrri tónlist með frábæru tónlistarfólki. Fullt af spennandi verkefnum á þessu ári hjá Falleg fermingarstúlka á mér, segir Svala, spurð um verkefnin þessa dagana. fermingardaginn. Jákvæðni og kærleikur Er Svala trúuð? Ég myndi segja að ég sé afar andleg. Ég trúi á einhvern æðri mátt og alls kyns orku og bara á fólk almennt og það góða í heiminum. Ég veit að það er svo margt illt til líka og þess vegna er mikilvægt að setja mikla trú á það góða og lifa ávallt í ljósinu. Láta jákvæðni og kærleika leiða mann áfram í lífinu. Svala fermdist sjálf í Landakotskirkju. Móðir mín og öll hennar fjölskylda er kaþólsk og ég var alin upp í kaþólskri trú þangað til ég fékk að ráða sjálf. Ég fermdist með frænda mínum, honum Björgvin Franz Gíslasyni, mamma og Edda Björgvins eru systradætur og ég og Bjöggi erum svolítið eins og systkini og erum jafngömul, segir hún. Fermingarveislan okkar var haldin saman og við fengum bara trúarlegar gjafir eins og Passíusálmana, talnabönd og krossa og þannig. Ég myndi aldrei kalla mig kaþólska þó svo mér finnist margt fallegt í þeirri trú og ég ber virðingu fyrir þeim sem eru þeirrar trúar. Það er bara svo margt sem ég er ósammála í kaþólskri trú. Ég trúi bara á svo margt og mikið og gæti aldrei stimplað mig við eina sérstaka trú. Að fylgja hjartanu Hvaða ráð gefur þú fermingarbörnum fyrir lífið? Ljósmyndir/úr einkasafni. Alltaf að fylgja hjartanu og láta drauma sína rætast. Láta ljósið og kærleikann leiða sig áfram í lífinu. Lífið er svo magnað og stórkostlegt og stundum skrýtið og stundum erfitt. En maður er svo heppinn að fá þetta líf og þess vegna er mikilvægt að nýta það vel og gera góða hluti í lífinu. Að mati Svölu er tilgangur lífsins öll þessi dýrmætu augnablik sem maður á með fjölskyldu og vinum. Minningarnar eru það sem situr eftir. Að lokum segir Svala: Verið góð við hvert annað og elskið hvert annað. Sparaðu og við hvetjum þig áfram Landsbankinn greiðir kr. mótframlag þegar fermingarbörn leggja kr. eða meira inn á Framtíðargrunn eða í verðbréfasjóð. Ef báðir kostir eru nýttir leggur Landsbankinn því til kr. í mótframlag. Þannig viljum við hvetja til sparnaðar. Nánari upplýsingar um verðbréfasjóði má nálgast á landsbankinn.is/sjodir. Landsbankinn landsbankinn.is Landsbankinn.is

9

10 10 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Guð er með húmor! Edda Björgvinsdóttir leikkona er okkur flestum kunn. Hún er frábær gamanleikkona, einlæg og þroskuð. Ein af þeim sem verða bara betri með árunum. Hér talar hún um ferminguna og skilning sinn á æðri mætti, tilgang þess að rækta andlegt líf og að taka ábyrgð á eigin trúarlífi. Elínrós Líndal Edda Björgvinsdóttir er um þessar mundir að æfa í Þjóðleikhúsinu fyrir nýjan íslenskan söngleik sem ber nafnið Slá í gegn. Söngleikurinn er eftir Góa Guðjón Davíð Karlsson og er byggður á stuðmannalögunum sem allir þekkja. Hún er einnig að leika í Risaeðlunum í Þjóðleikhúsinu, þar sem hún leikur sendiherrafrúna Ágústu, og er ekkert lát á vinsældum þess leikrits. Fyrirlestrar Eddu um húmor og gleði á vinnustað eru einnig sívinsælir og hafa farið víða um heim. Inn á milli reynir Edda að fylgja eftir myndinni Undir trénu, sem vakið hefur heimsathygli. Þegar ég tók sjálf ábyrgð á trúarlífi mínu Hvaða minningu áttu úr eigin fermingu? Eina sem ég man mjög vel eftir er að mér fannst hátíðlegt að standa í fallegu kirkjunni og ég fann í hjarta mínu að ég var að byrja að taka sjálf ábyrgð á mínu eigin trúarlífi, í þessari athöfn. Fermingarveislan var mikið stuð og gjafirnar á þessum tíma voru vanalega skartgripir, náttföt og undirkjólar (úr næloni!). Ekkert af þessu notaði ég þá og ekki enn þann dag í dag! segir Edda brosandi. Hvaða máli skiptir ferming í þínum huga? Ferming er svolítið eins og að sleppa undan ábyrgð foreldranna og taka sjálfur við eigin trúarlífi eða andlegri ræktun. Áttu þér sterka trú? (æðri mátt) Minn æðri máttur skiptir mig gríðarlega miklu máli. Samband mitt við æðri mátt hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Fyrst fannst mér trúariðkun vera skylda og kvöð en í dag nýt ég þess að fá að vera hluti af andlegri dulúð alheimsins og finnst ég upplifa alls konar æintýri þegar ég sleppi raunhyggju og læt leiðast eitthvað burt úr hversdagsleikanum. Hvernig hefur það nýst þér í lífinu? Ef ég staldra við og hætti um stund að vera á harðahlaupum í lífinu anda djúpt og hlusta á mína innri rödd finnst mér ég stundum vera í dálítið mögnuðu sambandi við eitthvað sem ég get ekki útskýrt og fyllist oft vissu og öryggi um þær leiðir sem ég þarf að velja. Er Guð með húmor? Brjálæðislega góðan húmor! Og þegar ég er á milljón að gera plön heyri ég stundum skellihlátur þar sem ég er gripin á lofti og beint í þveröfugar áttir við það sem ég var að skipuleggja. Áttu góða húmoríska sögu af þér og Guði? Mjög margar, en í hnotskurn er lýsingin einmitt í svarinu hér á undan. Ég lendi svo oft í að sjá fyrir mér hvernig hlutirnir muni þróast ég legg drög að einhverju og skipulegg í smáatriðum og svo er eitthvað óskiljanlegt sem gerist og ég er allt í einu stödd í gjörólíkum veruleika. Andleg hreinsun og að koma sér á óvart Hvað er hægt að gera skemmtilegt þegar maður fagnar áfanga sem þessum? Ég held að það skemmtilegasta sem maður gerir á svona tímamótum sé að koma sér svolítið á óvart í nýju fullorðinslífi. Fara til dæmis í andlega hreinsun um tíma. Taka allar neikvæðar hugsanir og breyta þeim. Gera góðverk á hverjum degi í stuttan (eða langan) tíma. Finna allt það fallegasta í fari fólks og láta vita að maður dáist að t.d. styrkleikum þess. Og byrja að elska sjálfan sig eins og maður er. Um hvað snýst lífið? Kærleikann. Það er kjarninn í öllum trúarbrögðum og grunnurinn í allri andlegri vegferð. Hvað er það merkilegasta sem þú hefur gert í lífinu? Morgunblaðið/Ómar Fyrir utan kraftaverkin fjögur sem ég gat af mér börnin mín er það gæfa mín að þora að viðurkenna vanmátt minn og byrja að taka til og reyna að laga eigin bresti. Vissirðu hvað þú myndir verða þegar þú fermdist? Já ég var staðráðin í að verða leikkona frá sjö ára aldri. Eitthvað að lokum? Já. Ekki vera grimm við ykkur, elsku fermingarbörn, þegar þið skoðið fermingarmyndirnar af ykkur eftir 30 ár! Maður öðlast smám saman húmor fyrir þeim (ég fæ samt ennþá smáhroll þegar ég horfi á miðaldra hárlagninguna á 13 ára Eddu Björgvins!). Hönnunarapinn er klassísk gjöf Tréapinn eftir Kay Bojesen, sem var danskur silfursmiður, er góð gjöf sem er löngu orðin klassísk. Hann fer vel í herbergi en hann er úr tré. Apinn sem flestir þekkja var hannaður árið 1951 en í dag prýða trédýrin hans Kay Bojesen heimili um allan heim. Apinn fæst til dæmis í Casa. forsetinn Í Brioche brauði með Parmaskinku, Brie-osti, Dijon sinnepi og Fabrikkusósu til hliðar. Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Apinn eftir Kay Bojesen var hannaður Hann hannaði einnig fleiri dýr úr tré.

11 VAXTALAUSAR* AFBORGANIR FRÁ KRÓNUM FERMINGARTILBOÐ FYLGIR MEÐ ÖLLUM HEILSURÚMUM Á FERMINGARTILBOÐI DANA DREAM MEDIUM Hlý og létt dúnsæng (650 gr). 80% andadúnn, 20% smáfiður. 100% bómullar áklæði. VERÐMÆTI: KR. CHIRO UNIVERSE FERMINGARTILBOÐ HEILSURÚM FYRIR UNGT, VAXANDI FÓLK STÆRÐ FULLT VERÐ FERMINGAR- AFBORGUN M/CLASSIC BOTNI TILBOÐ Á MÁNUÐI* 90X KR KR KR. 100X KR KR KR. 120X KR KR KR. 140X KR KR KR. Aukahlutur á mynd: Gafl. * Miðað við vaxtalausar kreditkortagreiðslur í 12 mánuði, með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi pr. afborgun Fimmsvæðaskipt poka- Heilsu- og hægindalag Vandaðar kantstyrkingar. Val um svart eða hvítt PU gormakerfi. tryggir réttan stuðning. Slitsterkt ogmjúkt áklæði. leður eða grátt áklæði á botni. SERTA OPERA Aukahlutur á mynd: Gafl. Sjölaga heilsu- og hægindahluti tryggir réttan stuðning við mjóbak. Vandað fimmsvæðaskipt pokagormakerfi. Minni hreyfing, betri aðlögun. FERMINGARTILBOÐ HEILSURÚM FYRIR UNGT, VAXANDI FÓLK STÆRÐ FULLT VERÐ FERMINGAR- AFBORGUN M/CLASSIC BOTNI TILBOÐ Á MÁNUÐI* 120X KR KR KR. 140X KR KR KR. * Miðað við vaxtalausar kreditkortagreiðslur í 12 mánuði, með 3,5% lántökugjaldi og 405 kr. greiðslugjaldi pr. afborgun Slitsterkt og mjúkt bómullaráklæði sem andar vel. STÆRSTI DÝNUFRAM- LEIÐANDI VERALDAR Steyptar kantstyrkingar. Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur. FAXAFENI 5 Reykjavík DALSBRAUT 1 Akureyri SKEIÐI 1 Ísafirði AFGREIÐSLUTÍMI Mán. fös Lau

12 12 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Trú er gjöf Að vera góðir við aðra Félagarnir Alexander Jósef Daníelsson og Kyle Abaygar fermast á þessu ári í Landakotskirkju. Þeir telja samfélag þar sem fólk er sátt og gott hvað við annað til fyrirmyndar. Eowyn Mamalias segir trúna vera gjöf sem ekki allir taki á móti. Hún er þakklát fyrir að vera að fermast í kaþólsku kirkjunni, fyrir að fá tækifæri til að kynnast fleiri kaþólskum börnum í landinu og langar í framtíðinni til að hjálpa fólki sem hefur misst trúna á sjálft sig. Elínrós Líndal Hvernig hefur fermingarfræðslan verið fyrir þig? Það hefur verið mjög skemmtilegt vegna þess að ég fékk að kynnast öðrum kaþólskum krökkum og læra meira um Guð, Biblíuna og bænir. Er það inni að vera trúaður í dag? Mér finnst það mjög persónulegt fyrir hverja og eina manneskju, en trú er gjöf sem ekki allir taka á móti. Hvað telur þú að trúaðir geri fram yfir aðra? Þeir fara í kirkju og biðja til Guðs. Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér trúna í framtíðinni? Það sem mig langar að gera í framtíðinni er að hjálpa öllum sem hafa misst trú á sjálfum sér og ég mun nýta trúna mína í framtíðinni með því að vera alltaf jákvæð og treysta Guði. Hvað hefur staðið upp úr í fræðslunni í vetur? Að taka þátt í óvissuferðinni og kynnast kirkjunni og trúnni betur. Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur? Það sem ég er búin að læra í fermingarfræðslunni er að vera alltaf góð. Að vera þakklát Guði. Að vera jákvæð. Ég hef lært að við erum ekki ein á jörðinni. Þannig að ef ég fengi að ráða í framtíðinni myndi ég vilja hafa frið á jörðinni. Stoppa einelti og hvetja til þess að manneskjur geri hlutina með jákvæðni og trú í harta. Ég myndi vilja skapa atvinnu handa fólki sem þarf vinnu og svo myndi ég vilja sjá fyrir hreinu vatni fyrir þá sem þurfa hreint vatn til að hreinsa sig og drekka til að lifa af. Ef þú ættir að gera eitthvað fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það? Að vera alltaf þakklát, hjálpa öðrum sem vantar hjálp, alltaf að vera góð við alla og treysta sjálfri mér og Guði. Félagarnir eru á því að fermingarfræðslan hafi verið skemmtileg og fræðandi. Er það inni að vera trúaður í dag? Já og nei. Það skiptir máli hvern þú spyrð. Okkur finnst það alveg, en samt ekki það mikið, segja félagarnir. Hvað gera trúaðir umfram aðra? Þeir biðja og trúa á Guð. Hvað hefur staðið upp úr í fermingarfræðslunni í ár? Fermingarbörnin úr Landakotskirkju. Eowyn, Sóley og Alexander. Á myndina vantar Kyle. Ferðin sem við fórum í að leita að páfanum. Hvernig samfélag langar ykkur að sjá í framtíðinni og hvað mynduð þið innleiða úr fræðslunni í vetur? Samfélag þar sem allir eru sáttir, glaðir og öllum gengur vel saman. Ef þið ættuð að gera eitthvað eitt fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það? Biðja og vera góðir við aðra. Þar sem fólk er gott hvað við annað fabrikk borgari Í Brioche brau með bræddu Fabrikkusósu t Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í llum veislum. 0 borgarar á rjum bakka! 6 gómsætar undir í boði! Sóley Beatrice Di Russo segir fermingarfræðsluna miklu skemmtilegri en hún bjóst við. Hún stefnir að því að lifa lífinu sem góð manneskja og myndi vilja að samfélagið væri friðsamlegt og jákvætt. Hvernig hefur fermingarfræðslan verið? Mér hefur fundist hún skemmtileg, miklu skemmtilegri en ég átti von á. Er það inni að vera trúaður í dag? Nei, ég myndi ekki segja það. Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér trúna í framtíðinni? Ég vonast til að vera hamingjusöm og eiga gott líf. Ég myndi nýta trúna til þess að vera góð manneskja. Hvað hefur staðið upp úr í fræðslunni í vetur? Mjög skemmtilegur og góður kennari og mér fannst ferðalagið sem við fórum í núna í febrúar skemmtilegur liður í fermingarfræðslunni. Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur? Ég vil lifa í friðsælu, jákvæðu samfélagi þar sem fólk er gott hvað við annað. Ef þú ættir að gera eitthvað fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það? Vera góð manneskja.

13 FERMING 2018 Skór fyrir alla fjölskylduna VAGABOND JAMILLA Kaupfélagið VAGABOND JAMILLA Kaupfélagið DUFFY KOX MARCO TOZZI Steinar Waage TAMARIS Steinar Waage TAMARIS Steinar Waage DUFFY KOX IMAC Steinar Waage NIKE AIR HUARACHE ULTRA AIR VAGABOND ZOE Kaupfélagið ECCO SOFT 8 Steinar Waage og ecco Kringlu ECCO SOFT 8 Steinar Waage - herra VAGABOND LINHOPE Kaupfélagið - herra VAGABOND PAUL Kaupfélagið - herra CONVERSE ALL STAR KOX - herra NIKE COURT BOROUGH KOX - herra ALLA SKÓNA OG FLEIRI FERMINGARSKÓ MÁ SJÁ Á SKÓR.IS NETVERSLUN Kringlunni

14 14 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Starfsmenn Garðasóknar bera fermingarbörnin á höndum sér. Á myndinni eru sr. Jóna Hrönn Bolladóttir, Arnór Bjarki, Snævar Jón Andrésson, Matthildur Björnsdóttir og sr. Friðrik J. Hjartar. Þau halda á fermingardrengnum Hákoni Inga. Vil meiri frið og umburðarlyndi í heiminum Hákon Ingi Farestveit er einn af þeim sem fermast á þessu ári í Garðakirkju. Hann talar hér um hvernig er að vera ungur maður á Íslandi, hvernig hann sér fyrir sér heiminn í framtíðinni, tilurð þess að hann fermist og um trúna. Elínrós Líndal Morgunblaðið/Hanna Spurður hvernig fermingarfræðslan hefur verið í vetur segir Hákon Ingi hana hafa verið fræðandi. Þó að það gangi oft mikið á hjá okkur strákunum í tímum hef ég fengið mikla fræðslu um Guð, Jesú og trúna. Prestarnir Jóna Hrönn og Friðrik hafa unnið flotta vinnu með okkur. Þau eru skemmtileg og sr. Friðrik er sérstaklega fyndinn, þar sem hann segir mikið af bröndurum. Hinir fræðararnir eru líka flottir. Nói fræðari og guðfræðingur sagði okkur t.d. frá því að hann hefði verið erfiður unglingur og ekki viljað fermast þegar hann var 14 ára svo það á eftir að ferma hann. Nói var að hvetja okkur til að koma vel fram við skólafélaga okkar. Ég mun aldrei gleyma sögunni hans, segir Hákon Ingi. Nýr og betri skilningur Að sögn Hákons Inga er aðstaðan fyrir fermingarfræðsluna góð. Að hafa bæði kirkjuna og safnaðarheimilið og fara á milli hentar vel. Ég hef heyrt margar biblíusögur frá því að ég var lítill en prestarnir og fermingarfræðararnir hafa sagt sögurnar í vetur frá nýju sjónarhorni. Ég hef heyrt þær alveg frá því í leikskóla en nú eru þær útskýrðar og ég skil þær miklu betur og boðskap þeirra. Ég hef líka góðan bakgrunn þar sem ég hef farið fjórum sinnum í Vatnaskóg og kann því flestar biblíusögurnar og versin og trúarjátninguna. Við fórum allir strákarnir í Vatnaskóg í fermingarferðalag í haust og það var gaman. Er töff að vera trúaður í dag? Krakkar í dag pæla lítið í því hvort aðrir séu trúaðir, eru ekkert að tala um þetta sín á milli. En ef einhver ætlar ekki að fermast þá er talað um það, það er ekki hneykslast heldur mega allir vera eins og þeir eru. Nokkrir ætla að fermast borgaralega og okkur hinum finnst það svolítið skrítið þar sem flestir ætla að fermast í kirkjunni, en það er gott að allir geti valið. Það er samt ekki töff að vera að dýrka eða biðja mikið til Guðs svo aðrir viti. Það er eitthvað sem þú hefur fyrir þig persónulega. Þegar ég hef farið í Vatnaskóg á sumrin er farið í kapelluna á kvöldin en það er val. Ég fór nokkrum sinnum. Þegar forstöðumaðurinn sagði að við mættum biðja upphátt fyrir öllum hinum steig eiginlega enginn fram. Var svolítið feimnismál sennilega, kannski voru flestir hræddir við að það yrði hlegið að þeim. Með fallega drauma Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér trúna í framtíðinni? Mig langar að stofna fjölskyldu og vera með fólkinu sem ég elska og elskar mig. Í dag langar mig til að fara í lögregluna, hefur langað það lengi þar sem mér finnst það spennandi starf. Ég mun örugglega nýta mér trúna þegar ég þarf á styrk að halda, t.d. ef einhver deyr eða er veikur eða ef ég þarf sjálfur hjálp. Þá tala ég við Guð og hann hlustar á mig. Það er alltaf hægt að leita í trúna. Ef ég verð lögreglumaður í framtíðinni mun trúin örugglega hjálpa mér áfram í erfiðum aðstæðum. Ef ég eignast börn í framtíðinni vil ég láta skíra þau. Geturðu sagt mér hvað hefur staðið upp úr í vetur? Ég lærði miklu meira um trúna en ég hélt ég myndi læra. Hélt ég vissi miklu meira en ég geri. Það var líka mjög skemmtilegt að fara á fermingarhátíðina Betri eru tveir en einn. Það var mjög merkilegt að hlusta á Guðjón Reykdal Óskarsson á hátíðinni en hann ræddi við okkur um líf sitt og hvernig við sýnum vinum okkar stuðning í verki. Svo kom Bergvin Oddsson í fermingartíma en hann missti sjónina þegar hann var 14 ára. Það var svo merkilegt að heyra hvað þeir voru báðir jákvæðir þrátt fyrir mikla erfileika. Myndi vilja stuðla að heimsfriði Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og myndir innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur? Ég myndi vilja stuðla að heimsfriði og leyfa fólki að vera eins og það er og fá að hafa þá trú sem það vill sjálft án þess að vera áreitt af öðrum. Fólk hafi skilning á því að það eru ekki allir með sömu skoðanir. Ef þú ættir að gera eitthvað eitt fyrir Guð á hverjum degi, hvað væri það? Að fá fleiri til að hlusta á boðskapinn. Að skilja hvað þetta gefur manni í reynd. Að koma vel fram við alla. Eitthvað að lokum? Ég hvet alla til að kynnast Jesú og því sem hann sagði. Hann er góð fyrirmynd. Mér fannst fínt að koma í messu af og til í vetur þótt maður þurfi að vakna fyrir kl. 11 á sunnudegi. Er þetta of mikið? morthens Í Brioche brauði með beikoni, hvítlauksgrilluðum sveppum og bernaise sósu til hliðar. Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Merkjavörur hafa aldrei verið vinsælli og er Gucci algerlega heitasta merkið í dag, sérstaklega hjá ungmennum. Upp á síðkastið hefur verið mjög mikil bola-tíska og koma merkjavörubolir sterkir inn. Slegist er um stuttermaboli frá þessu ítalska tískuhúsi en þá er hægt að panta á netinu á og kosta þeir í kringum krónur. Það má svo deila um það hvort fatakaup séu komin út í rugl eða ekki. En því er ekki hægt að leyna að slíkt góss er mjög eftirsótt. Þessi bolur er úr vor- og sumarlínu Gucci. Hann fæst á

15 Fermingardagar VEFVERSLUN ALLTAF OPIN Aukahlutur á mynd: Helsinki höfuðgafl. Val um þrjá liti á botni: Hvítt, svart og grátt. NATURE S REST heilsurúm með Classic botni Öllum fermingartilboðum á rúmum fylgir Scandinavian Bedding dúnkoddi að verðmæti kr. FERMINGAR TILBOÐ DÚNKODDI Nature s Rest með Classic botni og fótum Stærð í cm Fullt verð Fermingartilboð 80x x x x x N ature s r est S væðaskipt pokagormakerfi B urstaðir Stálfætur S terkur Botn 320 gormar pr fm 2 g óðar kantstyrkingar NATURE S SUPREME heilsurúm m/classic botni Svæðaskipt pokagormakerfi Burstaðir stálfætur Sterkur botn 320 gormar á m 2 Vandaðar kantstyrkingar FERMINGAR TVENNUTILBOÐ SB-sæng 135 x 200 cm. 85% smáfiður og 15% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: kr SB-koddi 50 x 70 cm. 70% smáfiður og 30% hvítur andadúnn. 100% bómullarver. Fullt verð: kr Fullt verð samtals: kr. TVENNUTILBOÐ Aðeins kr. Aukahlutir á mynd: Koddar og höfuðgafl. Valumþrjáliti á botni: Hvítt, svart og grátt. Öllum fermingartilboðum á rúmum í DORMA fylgir Scandinavian Bedding dúnkoddi að verðmæti kr. FERMINGAR TILBOÐ DÚNKODDI Nature s Surpreme með Classic botni og fótum Stærð í cm Fullt verð Fermingartilboð 80x x x x x Fermingartilboð Afgreiðslutími Rvk Mánudaga til föstudaga kl Laugardaga kl Sunnudaga kl (Smáratorg) Holtagörðum, Reykjavík Smáratorgi, Kópavogi Dalsbraut 1, Akureyri Skeiði 1, Ísafirði Verð og vöruupplýsingar í auglýsingunni eru birtar með fyrirvara um prentvillur.

16 16 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Að mati Nínu er nýsköpun og þróun áhugavert viðfangsefni. Frábært að fermast Fermingarstúlkan Nína Halldórsdóttir hlakkar til fermingarinnar. Hún hefur áhuga á nýsköpun og þróun og leggur mikið upp úr heilbrigði og samveru með fjölskyldu og vinum. Elínrós Líndal Hvað skiptir þig mestu máli í lífinu? Fjölskyldan mín skiptir mig mestu máli og að vera hraust, heilbrigð og auðvitað að eiga góðar vinkonur. Svo finnst mér líka skipta máli að ganga vel í skólanum til að komast í góðan menntaskóla þegar þar að kemur. Hvað er á óskalistanum í fermingargjöf? Ég er að safna peningum sem væri gaman að nota t.d. í ferð til útlanda eða nýjan síma eða tölvu sem kæmi sér vel fyrir skólann. Hvað þurfa öll fermingarbörn að eiga? Þau ættu öll að eiga góða vini og einhvern sem þykir vænt um þau. Svo er auðvitað þægilegt að eiga síma til að vera í sambandi við vini sína og gott hjól er líka fínt til að hreyfa sig meira og komast á milli staða. Hvað langar þig að verða þegar þú verður stór? Ég er ekki búin að ákveða það, ég hef áhuga á að skoða margt og hönnun er t.d. eitt af því. Ég hef líka mjög gaman af stærðfræði í skólanum og gæti hugsað mér að nýta hana í framtíðinni. Ég valdi nýsköpun og vöruþróun í vali á næsta ári og kannski fæ ég þar einhverja góða hugmynd að starfi þegar ég verð eldri. Eitthvað að lokum? Ég hlakka til að fermast og halda upp á daginn með vinum og ættingjum það verður örugglega frábært! Flík sem endist út lífið Hylja heitir þessi regnkápa frá ZO-ON sem er bæði smart og hlý. grísasamloka Í Brioche brauði með rifnum og reyktum svínabóg og japönsku majónesi. Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Ef þú vilt gefa fermingarbarninu flík sem endist út lífið þá er þessi nýja regnkápa frá ZO-ON mikil gersemi. Hún heitir Hylja og hefur að geyma lóðréttar línur sem brotnar eru upp með skásettum hnepptum hliðarvösum. Þessi fallega regnkápa er saumuð úr tveggja laga diamondium-efni og fóðruð að innan. Hylja regnkápan andar vel og ver þig fyrir veðri og vindum. Hún fæst í ZO-ON-verslunum.

17 Í tilefni Fermingardagsins Fermingargjöfin kr ,- Verð áður: kr ,- Fjölnota leikjatölvan Verð kr.: ,- MU6175UXXC Ultra HD / Sería: 6 / Stærð: cm / Upplausn: 3840 x 2160 / Beint / UHD Upscaling Engine / Motion Rate: 100 / PQI: 1300 Hljómtækjastæða X-EM26-B / Bluetooth stæða / 2x10w Verð kr.: ,- Hljómtækjastæða Bluetooth SkullCandy, Hesh 3.0 með Supreme Sound hljómtækni. Verð kr.: ,- SE-MJ771BT-K Pioneer Bluetooht heyrnartól. Fully Enclosed Dynamic Verð kr.: ,- X-CM56-w / Bluetooth stæða / 2x15w Verð kr.: ,- Góð hugmynd - magnaður hljómur Beolit 17 kr ,- A2 kr ,- H8 kr ,- P2 kr ,- A1 kr ,- Fermingartilboð: Verð áður ,- Velkomin í glæsilega verslun Bang & Olufsen í Lágmúla 8 og heyrið hljóminn. 95 ÁRA Opnunartímar: Virka daga kl Laugardaga kl FYRIR HEIMILIN Í LANDINU LágMúLA 8 sími n Netverslun Greiðslukjör Vaxtalaust í allt að 12 mánuði ORMSSON KEFLAVÍK SÍMI ORMSSON ÞRISTUR-ÍSAFIRÐI SÍMI KS SAUÐÁRKRÓKI SÍMI SR BYGG SIGLUFIRÐI SÍMI ORMSSON AKUREYRI SÍMI PENNINN HÚSAVÍK SÍMI ORMSSON VÍK -EGILSSTÖÐUM SÍMI ORMSSON PAN-NESKAUPSSTAÐ SÍMI ORMSSON ÁRVIRKINN-SELFOSSI SÍMI GEISLI VESTMANNAEYJUM SÍMI TÆKNIBORG BORGARNESI SÍMI OMNIS AKRANESI SÍMI BLóMSTuRvELLIR HELLISSANDI SÍMI

18 18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Allt leyfilegt í fermingum Hildur Sigurðardóttir er grafískur hönnuður að mennt og lærði iðn sína í Danmörku. Hún fór strax eftir útskrift að starfa hjá auglýsingastofu árið 2003 en stofnaði síðar Reykjavík Letterpress árið 2010 ásamt Ólöfu Birnu Garðarsdóttur, sem er einnig grafískur hönnuður að mennt. Nói sonur Hildar fermist á þessu ári. Elínrós Líndal Hildur og Nói eru afslöppuð í fermingarundirbúningnum. Morgunblaðið/Eggert Hildur segir að undirbúningurinn gangi ágætlega þó að hann fari frekar hægt af stað. Ég reyni að stressa mig ekki. Þetta verður bara svakalega gaman og við hlökkum til, öll fjölskyldan. Við eigum nú fermingarbarn í fyrsta skiptið en ég held að ég hafi grætt aðeins á því að hlusta á undirbúning annarra fyrir fermingarveisluna síðustu árin í gegnum starfið mitt. Þá hef ég svona aðeins betri hugmynd um hvernig þetta gengur fyrir sig og hverju þarf að huga að. Prentverkið tilbúið Við erum að sjálfsögðu búin að senda út boðskort, hönnuð og prentuð hjá okkur. Svo verðum við með merktar servíettur og litla fána til að skreyta matinn. Jú, og auðvitað gestabók. Hvernig verður fermingin? Fermingin verður frekar hefðbundin, held ég. Við verðum í sal sem er gamalt einbýlishús, svo þetta verður svona hálfstandandi og hálfsitjandi, s.s. ekki raðað niður í sæti. Þá held ég að pinnamatur og litlir bitar henti svoleiðis veislum best. Margt að gerast hjá fermingardrengnum Hún segir son sinn Nóa vera spenntan fyrir fermingunni, en hann mun eiga afmæli tæpri viku fyrir fermingardaginn sinn, svo það er margt skemmtilegt í gangi hjá honum á næstunni. Hildur er sérfræðingur í letterpressprentun, en hún er sjálf með mikla ástríðu fyrir Prentverkið fyrir ferminguna hans Nóa er tilbúið! Hjá Reykjavik Letterpress er hægt að láta prenta nánast hvað sem er. Af hverju ekki að hafa matseðil og nafn við hvert sæti? Gert í Reykjavik Letterpress. fallegum prentgripum og þessu gamla handverki eins og hún nefnir það sjálf. Ferming í strætó Að sögn Hildar eru fermingar og umgjörðin í kringum þær að breytast svolítið í takt við tímann. Það er mjög gaman að sjá hvað krakkarnir eru oft sjálfir með sterkar skoðanir á hvernig þau vilja hafa hlutina. Þau taka mjög virkan þátt í undirbúningi og þetta snýst oft um hvað þeim finnst. Svo er einmitt svo skemmtilegt að það er ekkert eitt rétt í þessu heldur gerir fólk þetta algjörlega eftir sínu höfði. Við heyrum alls konar plön um veislurnar og þær eru eins ólíkar og fólk er margt, varðandi umfang, fjölda gesta, veitingar og slíkt. Sumir halda í hefðina og bjóða upp á kransaköku heima á meðan aðrir halda veisluna í spilasal eða tveggja hæða strætó á ferð! Greinilega allt leyfilegt. Var gefin kransakaka Hildur fermdist sjálf í Háteigskirkju árið Veislan var haldin heima og frændi minn, sem þá var nýlærður bakari gaf mér kransaköku sem hann bakaði handa mér. Hvaða valmöguleika höfum við þegar kemur að boðskortum, servíettum og fleira tengt fermingu? Við erum með 10 fyrir fram hannaðar útlitsleiðir og svipað marga liti sem hægt er að velja úr. En í raun er hægt að gera næstum hvað sem er, við sérhönnum fyrir fólk líka. Ýttu undir spennandi ferðalög sveppurin Í Brioche brauði. Hvítlauksgrillaðir Portobellosveppir með bræddum os Fabrikkusmáborgararnir slá í gegn í öllum veislum. 30 borgarar á hverjum bakka! 6 gómsætar tegundir í boði! Ef fermingarbarnið er með ferðaþrá er fátt betra en að fá almennilega ferðatösku í fermingargjöf. Sniðugt er að gefa ferðatösku í lit þannig að viðkomandi þekki töskuna sína úr mílufjarlægð. Samsonite framleiðir vandaðar og góðar ferðatöskur sem klikka ekki. Þessi Samsonite Base Boost-flugtaska er á fjórum hjólum. Stærð: 55x40x20 cm Þyngd: 2,134 kg Taskan tekur allt að 39 lítra og er fimm ára ábyrð á henni. Hún fæst í A4. Þessi flotta ferðataska fæst í A4.

19 fastus.is VANDAÐUR VEISLUBÚNAÐUR FYRIR FERMINGARNAR Fastus býður upp á margþættar lausnir fyrir hótel, veitingastaði og mötuneyti. Áratuga reynsla starfsmanna Fastus nýtist viðskiptavinum okkar við mat á lausnum og val á tækjabúnaði. Kíktu á úrvalið í verslun okkar og í vefverslun fastus.is GLÖS HNÍFAR OG BRETTI HITAPOTTAR HITALAMPAR LEIRTAU BAKKAR HITABORÐ M/LOKI SÚPUPOTTAR GASTROBAKKAR HITAKASSAR OG TRILLUR FATNAÐUR HITALOGAR STÁLBAKKAVAGNAR Verið velkomin í verslun okkar Opið virka daga kl. 8:30 17:00 Síðumúli 16 I 108 Reykjavík I Sími I fastus.is Fastus er aðalstyrktaraðili Bocuse d Or á Íslandi Veit á vandaða lausn

20 20 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Herdís Anna Þorvaldsdóttir, Elektra Ósk Hauksdóttir og Gabríela Jóna Ólafsdóttir. Morgunblaðið/Hari Keppt eftir kærleikanum! Annað barn Herdísar Önnu Þorvaldsdóttur fermist á þessu ári, dóttirin Elektra Ósk Hauksdóttir. Fyrir á hún Gabríelu Jónu en yngsta barn þeirra hjóna; Herdísar og Hauks Adolfssonar, er Þorvaldur Þór. Mæðgurnar ætla allar að klæðast ljósum fötum í fermingunni. Elínrós Líndal Hvað skiptir máli á fermingardaginn að þínu mati? Að hann lifi sem jákvæð minning í huga fermingarbarnsins og allra þeirra sem að honum koma, segir Herdís Anna. Nú rak ég augun í að þið verðið allar í ljósu. Hvað táknar sá litur í þínum augum? Mér finnst hátíðlegt að klæðast ljósum fötum og það fylgir því bjartsýni og sérstaklega þegar það er byrjað að vora. Fermingin er einmitt viðburður sem mér finnst viðeigandi að sé bjart yfir; við erum að fagna vorinu í lífi þessara barna sem eru að fermast. Hvar verður fermingin? Fermingin verður í Grafarvogskirkju og veisluna ætlum við að hafa heima, það er ágætis pláss hjá okkur og okkur finnst fylgja því ljúf stemning að geta boðið fólki inn á heimilið. Hvernig skipuleggurðu hana? Ég skipulegg hana með hinum heimilisdýrunum, það er gott fyrir fjölskylduna þegar við erum öll að vinna að sama markmiðinu og það taka allir þátt í því en aðallega ræður fermingarbarnið för. Hún vissi hvað hún vildi. Hún vill hafa gott að borða og nóg að borða, seríur, gasblöðrur, risaköku og dj Dóru Júlíu vinkonu okkar til að halda uppi stemningu. Svo vinnum við bara að því að láta þetta rætast í sameiningu. Elektra Ósk Hauksdóttir er spennt fyrir fermingardeginum. Hvaða áherslu leggur þú á skemmtun í veislunni? Aðalskemmtunin er að fá að fylgjast með fermingarbarninu og gleðjast með því á þessari stundu og mér finnst mjög mikilvægt að fermingarbarnið sjálft sé virkt í veislunni og ávarpi gestina og bjóði þá velkomna í sína veislu. Ég get að miklu leyti tekið undir máltækið maður er manns gaman ; því fleira og fjölbreytilegra fólk sem mætir í veisluna, þeim mun skemmtilegra. Ég held sjálf gjarnan stór partí og mér finnst engu skipta, þegar ég er hvort eð er farin að taka til og skipuleggja veitingar, hversu margir mæta. Ég hef það líklega frá afa mínum, dr. jur. Gunnlaugi Þórðarsyni, en hann fór stundum út á götu til að sækja fleira fólk í partíin sín ef honum fannst þau ekki nógu krydduð. Annars er góð skemmtun að borða góðan mat en að sjálfsögðu er skemmtilegt að geta lífgað upp á stemninguna með einhverri óvæntri gleði og Jón Víðis, töframaður og frændi okkar, hefur ósjaldan hjálpað til við það, hver veit hvað við gerum núna. Elektra Ósk fermingarbarn Hvað geturðu sagt mér um þennan stóra dag í lífi þínu?

21 Fæst í flestum apótekum, heilsuvörubúðum og í Hagkaup, Smáralind. Náttúrulegt og lífrænt Án parabena Ekki prófað á dýrum

22 22 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Elektra Ósk Hauksdóttir fermingarbarn verður í tveimur kjólum, þessi kjóll verður eftir athöfn í veislu. Elektra ætlar að vera í fermingarkjól af systur sinni Gabríelu við athöfnina. Morgunblaðið/Hari Við erum búin að vera að undirbúa þennan dag lengi og ég er búin að vera að hugsa um hann í örugglega næstum ár. Það er svolítið gaman að vinna svona lengi að því að undirbúa eitthvað því þá er eftirvæntingin svo mikil. Fermingarveislan verður haldin heima og ég ætla bara að leyfa sem flestum að gleðjast með mér og hafa skemmtilegt partí, borða góðan mat og hafa það huggulegt. Hvaða þýðingu leggur þú í ferminguna? Þetta er mjög erfið spurning en þetta er svona eins og nýr kafli í lífinu. Við undirbúum okkur og lærum meira um lífið og svo verðum við vonandi tilbúnari til að takast á við framhaldið þegar þessum kafla lýkur. Hvar fékkstu kjólinn sem þú verður í? Kjóllinn sem ég verð í er fermingarkjóll Gabríelu systur minnar sem hún var í fyrir 12 árum. Hann var keyptur í Karen Millen og er mjög hátíðlegur úr silki, skreyttur litlum perlum. Mér finnst mjög gaman að vera í sama kjól og hún. En svo ætla ég að gera eins og eurovisionkynnir og skipta um kjól í miðju partíi og fara í aðeins einfaldari kjól sem ég keypti í Guess í Ameríku á síðasta ári og nýju strigaskóna mína. Til gamans má geta þess að Gabríela systir er í brúðarkjól mömmu. Verður þú í tveimur kjólum? Já, ég verð í hátíðlegri kjólnum fyrripartinn og svo í allt öðrum stíl seinnipartinn. Ertu trúuð? Já, ég er trúuð á minn hátt. Ég trúi sérstaklega á kærleikann og þegar ég sá einkunnarorðin sem systir mín var með í sinni fermingu töluðu þau svo til mín að ég ákvað að nota þau líka. Einkunnarorðin mín eru: Keppið eftir kærleikanum, sækist eftir gáfum andans. Hvað langar þig í í fermingargjöf? Mig langaði í vespu en hætti við. Ég fæ nýtt herbergi sem er verið að útbúa uppi á lofti, það er ekki stórt en þar er ég meira út af fyrir mig. Það var verið að mála það, en mig langaði að hafa það eins og súkkulaðiís á litinn og það tókst ótrúlega vel. Og svo fæ ég ferð til útlanda með fjölskyldunni sem ég er mjög ánægð með því ég hef áhuga á að ferðast og vil helst gera skemmtilega hluti með fjölskyldunni og svoleiðis. Gabríela Jóna Ólafsdóttir, systir fermingarbarnsins Hvaða minningu áttu frá þinni fermingu? Ein eftirminnilegasta minningin er án efa þegar Hannes bróðir mömmu tók hljóðnemann í fermingunni minni og söng fyrir mig Bella Gabríela Jóna er kærleiksrík systir sem segir alla daga tækifæri til að veita stuðning og kærleika. símamær, en ég er kölluð Bella af þeim sem þekkja mig vel. En auðvitað var allur dagurinn einstakur, allt frá því að Elektra systir mín, sem þá var tveggja ára, greip fram í fyrir prestinum í miðri athöfn þar til í lok dagsins þegar ég ákvað að kveðja alla fjölskylduna með faðmlagi og þakka fyrir komuna. En samtals komu um hundrað manns í veisluna svo þetta tók svolítinn tíma. Hvað gera góðar systur fyrir yngri systur fyrir ferminguna? Það sem við gerum dag hvern er að við veitum þeim stuðning og látum þær vita að þær séu elskaðar. Hvaða hlutverk hefur æðri máttur í þínu lífi? Ég aðhyllist ekki nein ein trúarbrögð en það má segja að ég trúi á lífið og að æðri máttur fyrir mig sé kærleikur. Það er erfitt að finna nákvæmlega hvaða hlutverki æðri máttur gegnir í mínu lífi en það er allavega mjög mikilvægt hlutverk Hefur þú stutt systkin þín í trúarlegu tilliti? Ætli ég hafi ekki stuðlað að því að þau fræðist um trúarbrögð og trú og séu í tengslum við sjálf sig og umhverfið, hið veraldlega og hið andlega. Ég hef alltaf trúað á kærleikann, sama í hvaða mynd, og hef haft fyrir því að þau finni kærleika ekki bara frá mér og öðrum nánum en frá umhverfinu og innra með sér sjálfum einnig. Mikilvægast þykir mér þó að systkini mín séu meðvituð og hamingjusöm með sig sjálf. Það er svo mikilvægt að vera í tengslum við tilfinningar sínar og ekki vera smeyk við að tjá þær. Ertu með skilaboð til fermingarbarna? Að njóta fermingardagsins, já og að muna að þakka fyrir allar gjafirnar. Eitthvað að lokum? Já, kannski bara að minna fólk á að keppa eftir kærleikanum.

23

24 24 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Flottur hópur drengja í herferð Gallerí 17. Spenntur fyrir fermingunni Jóhannes Dagur Geirdal er einn þeirra sem tóku þátt í tískuherferð Gallerí 17 á þessu ári. Hann segir frá því hvernig er að fermast í dag. Elínrós Líndal Jóhannes Dagur tók þátt í herferð Gallerí 17, hann fermist á þessu ári og er spenntur fyrir því. Ljósmynd/Saga Sig Hvernig er að fermast? Það er bara mjög skemmtilegt, undirbúningurinn allur mjög skemmtilegur. Hápunkturinn var ferð í Vatnaskóg sem við fórum í síðasta haust. Til hvers hlakkar þú mest á fermingardaginn? Ég er spenntastur að halda veisluna og hitta alla ættingjana sem ég hitti sjaldan. Svo er ég líka búinn að bjóða bestu vinum mínum sem eru ekki að fermast sama dag og ég. Hvar fermist þú? Í Bústaðakirkju hjá Pálma Matthíassyni sem er sami prestur og skírði mig og fermdi eldri systkini mín. Ertu búinn að velja þér fermingarföt? Já, kominn með flott föt, við mamma fórum saman og græjuðum það. Hvernig verður veislan? Hún verður bara geðveikt kósí vonandi. Við ætlum halda veislu á Kolabrautinni og vera með dögurð og eitthvað gott í matinn, og systir mín bakar kransaköku handa mér. Hvað langar þig að fá í fermingagjöf? Peningagjafir eru ofarlega á listanum. En ég verð bara glaður með allt sem ég fæ og fólk langar að gleðja mig með. Verður þú með skemmtiatriði? Ekki ég, en pabbi vill örugglega alla athyglina og verður örugglega sprellandi alla veisluna. Myndmenntarkennarinn minn úr Ísaksskóla ætlar reyndar að spila á píanó fyrir mig. Ertu trúaður? Já, og ég staðfesti það með fermingunni. Eitthvað að lokum? Ég vona bara að dagurinn verði æðislegur og allir geti komið og glaðst með mér, ég er allavega rosalega spenntur. Nike-skórnir sem slegist er um Unglingar vilja helst ekki láta sjá sig í neinu öðru en strigaskóm. Nike hefur verið að halda upp á 20 ára afmæli Air Max 98 með splunkunýrri litapallettu. Þessir Nike W Air Max 98 Gym Red fást í Húrra á Hverfisgötu. Þessir Nike-skór fást í Húrra á Hverfisgötu.

25 EKKI GLEYMA AÐ BJÓÐA MIKILVÆGASTA VEISLUGESTINUM

26 26 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Skartgripir fyrir fermingarbarnið Sigríður Anna Sigurðardóttir gullsmiður. Sigríður Anna Sigurðardóttir og Timo Salsola stofnuðu fyrirtæki sitt, Sigga & Timo, árið Þau hafa handsmíðað fallega skartgripi í Hafnarfirðinum síðan og í sameiningu leitt áfram eitt fallegasta fyrirtæki landsins í þessu skemmtilega bæjarfélagi. Sigríður eða Sigga eins og hún er vanalega kölluð segir að fyrir fermingar sé algengt að fólk fjárfesti í skartgripum fyrir fermingarbarnið. Ég gaf báðum sonum mínum gullkross á fermingardaginn þeirra. Gjöfina fengu þeir um morguninn. Við merktum krossana með nöfnum þeirra og sköpuðum þannig hefð í fjölskyldunni sem vonandi fylgir fólkinu mínu áfram um ókomna tíð. Sigga segir algengt að heilu kynslóðirnar versli hjá henni. Í fyrstu var það kannski amman sem kom og keypti lítinn demantshring fyrir dótturina, sem síðan óx úr grasi og eignaðist sjálf dóttur og er nú að koma og kaupa lítinn samskonar demantshring fyrir dóttur sína. Þetta finnst mér dýrmætt; að sjá hvernig heilu kynslóðirnar koma saman að velja. Þetta er það sem gefur starfinu gildi. Þessar skemmtilegu fjölskyldusögur sem maður fær að taka þátt í að skapa. Hvað er vinsælast um þessar mundir fyrir fermingarbörnin? Allir skartgripir í dag eru frekar nettir; grönn silfurarmbönd eru vinsæl, sem og hjörtu sem hægt er að letra fallegan texta á. Einnig eru krossar alltaf vinsælir fyrir fermingar, hringir og armbönd. Sigga segir skartgripi mjög persónulega og kærleiksríka gjöf, þar sem sá sem fær skartið hugsar um gefandann þegar hann heldur út í lífið með klassískan hlut sem vex með einstaklingnum. Skartgripir tákna ýmislegt að mati fólks, meðal annars gæði Fermingargjöf sem gefur Elínrós Líndal og verðmæti, en svo geta efnin sem við notum í skartið einnig haft margvíslegar tilvísanir. Perlan táknar í mínum huga hreinleika og demantur, sem er fágætur gæðasteinn, táknar gæði og verðmæti. Sigga talar um að litlir perlukrossar séu vinsælir og þá í armböndum og fleiru þvíumlíku. Mér finnst feðurnir duglegir að kaupa perlur. Ég veit ekki hvað það er en mér finnst það áhugavert. Aðspurð hvað hún hafi fengið sjálf af skartgripum þegar hún fermdist segir hún: Ég fékk fallegan silfurhring frá Gunnu Ástu frænku sem ég bar lengi. Ég var mikil strákastelpa og því kannski ekki svo auðvelt að velja á mig skartgripi. En þessi hringur var einstaklega fallegur og minnti mig á frænku mína þegar ég bar hann. Fiðrildi tákn um breytingar Fiðrildaskartið er einnig vinsælt fyrir fermingarnar. Ætli það sé ekki vegna þess að skartgripir sem minna á fiðrildi tákna vanalega staðinn þegar við tökumst á flug; erum að breytast, vaxa og fljúga hærra. Við alls konar skart sem minnir á fiðrildið; allt frá hring upp í hálsmen. Sigga tekur undir með blaðamanni að strákar í dag séu mjög hrifnir af skartgripum. Þeir eru hrifnir af hálsmenum, sumir vilja eyrnalokka, armbönd og fleira. Ég bíð spennt eftir að verða amma sjálf. Held það sé einstök tilfinning. Enda er gleðin og ánægjan yfir fjölskyldunni það sem lífið gengur út á að mínu mati. Þá fæ ég án efa tækifæri til að velja fallegt skart á ömmubörnin, eins og allar fallegu ömmurnar eru eigum að gera hjá mér daglega, segir Sigga að lokum. Borgaraleg ferming er skemmtileg Fermingarskeyti eða gjafabréf frá Hjálparstarfi kirkjunnar nar er gjöf sem heldur áfram að gefa. Fermingarbarnið fær skeytið eða bréfið í hendurnar en andvirðið rennur til jafnaldra fermingarbarnsins sem býr við fátækt. Sendu skeyti, það kostar kr. Eða gefð fermingargjafabréf að upphæð kr. Theódór Helgi Kristinsson fermist borgaralegri fermingu á þessu ári. Hann hefur trú á femínisma og telur fáránlegt að kynin hafi ekki jöfn tækifæri. Hann vonast til að sjá fordóma minni í framtíðinni. Elínrós Líndal PIPAR\TBWA SÍA Þú færð skeytin og gjafabréfin á eða pantar þau á skrifstofunni okkar, Þú prentar út, sækir til okkar eða við sendum fyrir þig. Einfalt og gleðilegt. Óskalistinn minn: Rúm Myndavél Svefnpoki ipod Vefmyndavél Teppi Orðabók Hálsmen Svo væri gaman að fá pening og Gjöf sem gefur. Mig langar til að einhver sem er ekki eins heppinn og ég fái að njóta með mér. Óskalistinn minn: Við systkinin erum munaðarlaus kr. fermingarskeyti á Íslandi dugar fyrir 3 hænum. Þær gefa okkur fullt af eggjum kr. gjafabréf á Íslandi myndi gefa okkur geit. Eða kannski reiðhjól. Þá kæmist ég á markað með uppskeruna okkar og við fengjum pening. Hvernig hefur fermingafræðslan verið fyrir þig? Fermingarfræðslan hefur verið bara ágæt. Kennararnir eru mjög fínir, námsefnið og pælingarnar skemmtilegar og á heildina litið bara gott eitt um þetta að segja. Er töff að fermast borgaralegri fermingu? Já já. God is dead! Hvað telur þú að einkenni húmanista umfram aðra? Húmanistar eru bara venjulegt fólk nema hvað þeir eru alltaf trúlausir og finnst gaman að heimsmynd og siðfræði og svoleiðis pælingum. Hvaða væntingar gerir þú til framtíðarinnar og hvernig muntu nýta þér húmanískar kenningar/siðfræði inn í framtíðina? Ég er bara að fermast út af gjöfunum en ég myndi halda að í framtíðinni verði borgaraleg ferming algengari. Staðreyndin er sú að fátt nútímafólk trúir af öllu hjarta. Það er bara spurningin hvenær fólk hættir að herma eftir öðrum og vera meira það sjálft og viðurkenna að það trúir ekki á neinn Guð. Það er bara tíminn sem verður að leiða það í ljós. Getur þú sagt mér hvað hefur staðið upp úr í vetur? Femínismi er góð pæling. Það er alveg fáránlegt að konur og karlar megi ekki gera það sama. Hvernig samfélag langar þig að sjá í framtíðinni ef þú fengir að ráða og myndir innleiða það sem þú hefur lært í fermingarfræðslunni í vetur? Mér finnst fáránlegt að fara í stríð út af trúarbrögðum og myndi vilja sjá samfélag þar sem enginn trúir á Guð. Þá yrði allt einfaldara. Til dæmis væru minni fordómar. Mér finnst líka að femínismi sé góður og myndi vilja sjá meira af honum. Ef þú ættir að gera eitthvað eitt fyrir mannkynið á hverjum degi, hvað væri það? Ég veit það ekki. Eitthvað að lokum? Borgaraleg ferming er skemmtileg og hún er líka jákvæð. Barn ætti ekki að þurfa að ljúga að það trúi á einhvern Guð fyrir framan fullt af fólki bara til þess að fá gjafir. Borgaraleg ferming gefur börnum tækifæri til að fermast án þess að trúa og pælingarnar geta verið mjög áhugaverðar.

27 Framtíðarreikningur Íslandsbanka Fjárfesting til framtíðar Leggðu grunn að góðri framtíð með Framtíðarreikningi Íslandsbanka. Börn á fermingaraldri sem koma í sparnaðarráðgjöf ásamt foreldrum sínum eða forráðamönnum fá tvo bíómiða í gjöf frá bankanum. Ef þau kjósa að ávaxta kr. eða meira fá þau kr. mótframlag frá Íslandsbanka að auki. Bókaðu tíma á islandsbanki.is/framtidarreikningur

28 28 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Stjörnuþema í fermingarveislu Morgunblaðið/Árni Sæberg Magnús Breki Þórarinsson er í 8. bekk í Sjálandsskóla og fermist í Garðakirkju 17. mars. Magnús er mikill körfuboltastrákur og ætlar að hafa körfuboltaþema í fermingarveislunni sinni. Elínrós Líndal Ég valdi að fermast í Garðakirkju af því að ég og bróðir minn vorum skírðir í kirkjunni, mamma og pabbi giftu sig þar og pabbi er fermdur í Garðakirkju, segir Magnús Breki. Skemmtileg fermingarfræðsla Hvernig hefur fermingafræðslan verið í vetur? Fermingarfræðslan var mjög skemmtileg og fræðandi. Við vorum að fræðast um Guð, Jesú og kristna trú. Mér fannst áhugavert að fræðast betur um trúna og vita betur af hverju ég er að fara að fermast og til hvers. Í fermingarfræðslunni horfðum við á myndbönd um tíma Jesú Krists, heyrðum sögur, horfðum á leikrit og spjölluðum um tilfinningar og samskipti. Svo áttum við að fara reglulega í messu, a.m.k. átta sinnum yfir veturinn. Það var gaman að fara í messu, eiginlega skemmtilegra en ég hélt þar sem dagskráin var mjög fjölbreytt og áhugaverð fyrir ungt fólk eða bara alla. Stundum voru tónleikar í miðri messu eða ýmsir gestir komu, Fermingartilboð Ferðataska + bakpoki Verð með afslætti Stór kr. Mið kr. Lítil kr. 00 kr. 30% afsláttur Laugavegi 103, við Hlemm 105 Reykjavík Sími t.d. kom erlendur prestur og sagði okkur hvernig guðsþjónustur færu fram í heimalandi hans. Í byrjun vetrar fórum við í fermingarferðalag í Vatnaskóg og vorum tvær nætur, þar lásum við sögur um Jesú, fórum í leiki og skemmtum okkur. Með Stjörnuþema í veislunni Magnús Breki segir það hvað hann hafi lært margt um lífið og Jesú í fermingarfræðslunni í vetur hafa vakið hvað helst áhuga hans. En spurður um þema í fermingarveislunni segir hann: Ég æfi körfubolta með Stjörnunni. Er búinn að æfa síðan ég var fjögurra ára þannig að körfuboltaþema NBA og Stjarnan var það eina sem kom til greina. Litirnir sem ég valdi eru Stjörnulitirnir blár og hvítur. Hvar verður fermingarveislan haldin? Frændi minn á Mathús Garðabæjar og þar sem það er uppáhaldsveitingastaðurinn minn valdi ég hann til að halda veisluna í. Magnús Breki ætlar að bjóða upp á hlaðborð með alls konar smáréttum og svo verður körfuboltakaka í eftirrétt. Óskalisti fermingarbarnsins Spurður um óskalista fermingarbarnsins fyrir fermingargjafir verður Magnús Breki hógvær og segir að aðalgjöfin sé að fá gestina til að gleðjast með honum þennan dag. En ef þú ættir að nefna eitthvað? Fartölva í skólann, helst MacBook Air, síðan finnst mér Tommy Hilfiger-úrin mjög falleg, Beats-heyrnartól eru nokkuð sem ég væri alveg til í að eignast, svo getur maður alltaf bætt við sig nýjum körfuboltaskóm, t.d. Jordan 4 Retro Royalty og Bape X Adidas Dame 4, segir Magnús Breki og ítrekar að í raun hafi hann áhuga á öllu sem tengist körfubolta. Svo væri gaman að fá pening. Ertu trúaður? Já, ég hef alltaf verið trúaður. Áttu mottó í lífinu? Ég nota mikið: Æfingin skapar meistarann, bæði í skólanum og í körfuboltanum. Síðan er gott að hafa í huga: Einn fyrir alla allir fyrir einn, þegar maður er að stunda hópíþróttir. Kyrie Irving í Boston Celtics. Fallegt Tommy Hilfiger-úr frá Michelsen úrsmiðum. Jordan 4 Retroskórnir eru vinsælir um þessar mundir. Með skýra sýn á framtíðina Hvað ætlarðu að verða í framtíðinni? Ég stefni á að verða kokkur og eiga veitingastað eins og frændi minn. Mér finnst mjög gaman að elda og hjálpa til í eldhúsinu þegar ég get. Uppáhaldsmaturinn er sushi og nautasteik. Svo langar mig að verða enn betri í körfubolta og draumurinn er að spila í NBA. Hver er uppáhaldskörfuboltamaðurinn þinn og liðið? Kyrie Irving sem spilar með Boston Celtics, og uppáhalds NBA-liðið mitt er Cleveland Cavaliers. Ég stefni að því í framtíðinni að fara til Bandaríkjanna og sjá Irving spila, segir hann að lokum.

29 M J Ú K Í S Á R S I N S SVÖRTU MEÐ KREMKEXI Settu ljúffengan endapunkt við máltíðina með Mjúkís ársins Silkimjúkur ís og stökkar kexkökur með himneskri vanillukremfyllingu er blanda sem slær í gegn við öll tilefni.

30 30 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Sif nýtur vinsælda víða og eru skartgripir hennar seldir í yfir 20 löndum. Áhugi sem vaknaði á fermingaraldri Sif Jakobs er gullsmiður að mennt og starfar sem hönnuður og eigandi skartgripamerkisins Sif Jakobs Jewellery. Fyrirtækið hennar, sem er með höfuðstöðvar á Strikinu í Kaupmannahöfn, er í miklum uppgangi, enda eru skartgripirnir seldir í yfir 20 löndum. Elínrós Líndal Ljósmynd / úr einkasafni. Fermingargjafir fyrir stráka og stelpur Sif segir að áhugi hennar á skartgripagerð hafi komið fram hjá henni á fermingaraldri. Það var þá sem ég kynntist skartgripabransanum. Hún sótti námskeið og prófaði sig áfram á þessum tíma, teiknaði mikið og dreymdi dagdrauma. Minn draumur var að verða gullsmiður og rættist hann þegar ég útskrifaðist sem gullsmiður að loknu námi í Svíþjóð, segir hún og bætir við að þá hafi tekið við mörg starfsár á Ítalíu. Það var minn allra stærsti draumur, enda er Ítalía höfuðstöðvar tísku og hönnunar í heiminum. Þannig má segja að fermingardraumurinn hafi orðið að veruleika. Hvað gerir fallegur skartgripur fyrir okkur? Fallegir skartgripir gefa gleði og má segja að þeir fullkomni útlit okkar. Það er viss tegund af tjáningu að bera fallegt skart sem í mörgum tilfellum undirstrikar persónuleika og stíl hverrar persónu. Fallegur skartgripur veitir ánægju bæði hjá þeim sem bera gripinn og þeim sem veita honum athygli. Léttar ferðatöskur Sjá ítarlegar upplýsingar á Ál kortahulstur. Kemur í veg fyrir skönnun á kortaupplýsingum. Kortaveski úr leðri frá kr Nafngyllingkr Mikið úrval af gjafavöru fyrir dömur og herra Töskur Hanskar Seðlaveski Ferðatöskur Tölvutöskur Belti Skart Góðar vörur Sanngjarnt verð Persónuleg þjónusta Í anda borgarljósa Sif segir Novara-seríuna úr sumarlínunni 2018 með klassísku útliti en örlitlu twisti, sem verður vinsælt á þessu ári. Línan er unnin út frá borgarljósum þar sem steinarnir eru misstórir og fá þannig fram þessi borgaráhrif. Einnig verður gull aðalmálið á þessu ári. Hvað er vinsælast fyrir fermingar hjá ykkur? Það sem er vinsælt núna hjá yngri stúlkum eru stílhreinir, persónulegir og nettir skartgripir. Það er líka vinsælt að vera með mörg lítil hálsmen í mismunandi síddum. Bókstafirnir og tölustafirnir hafa verið mjög vinsælir hjá okkur, þar sem upphafsstafir og fæðingar-dagar hafa orðið mikið fyrir valinu. Fyrir fermingarnar í ár er gulll að koma sterkur inn aftur þó að rauðagullið sé ennþá mjög vinsælt. Svo er silfrið alltaf klassískt og tímalaust. Man sína fermingu vel Manstu eftir þinni fermingu? Já, mjög vel, eins og hún hafi gerst í gær. Þetta var mjög stór dagur, ég og Katrín vinkona mín vorum í eins kjólum sem við fermingarstúlkurnar hönnuðum sjálfar. Ég gleymi því aldrei enda mjög sérstakir. Ég var með stóran silfurkross við kjólinn, sem var í miklu uppáhaldi hjá mér. Krossinn var erfðagripur frá ömmu minni, sem ég lét breyta hjá gullsmið svo hann passaði mér og mínum stíl. Það var fullt hús af gestum og leyndust skartgripir í mörgum af pökkunum, ég á ennþá nokkra af þeim og hafa sumir veitt mér innblástur fyrir mína hönnun. Sif lifir eftir sínum draumum, reynir að láta þá rætast og gerir það sem hún getur til að komast í mark. Annað mikilvægt í mínu lífi er að njóta lífsins og vera glöð. Sif Jakobs Jewellery er eins og mitt annað barn sem gefur mér mikla ánægju og gleði í lífinu, það eru vissulega forréttindi að vinna við það sem maður elskar.

31 HVÍTA HÚSIÐ / SÍA GIRNILEGT Í VEISLUNA fyrir fermingarveisluna. Þú getur einnig nælt þér í hugmyndir á pinterest síðunni okkar: pinterest.com/gottimatinn. gottimatinn.is Súkkulaðimús með jarðarberjaskyri Kjúklingavængir með gráðaostsídýfu Tortilla með klettasalati, fetaosti og rjómaosti Bruschettur með mozzarella

32 32 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 fermingarveislan Birta Flókadóttir er einstaklega listræn og góð í að búa til stemningu í veislum. Skemmtilega öðruvísi upplifun í fermingarveislunni Birta Flókadóttir er annar stofnenda Furðuverka ásamt Rúnu Kristinsdóttur. Saman starfa þessar hugmynda- og hæfileikaríku konur við rýmis- og upplifunarhönnun fyrir fjölmarga áhugaverða viðskiptavini. Þær hafa m.a. hannað veitingastaði, verslanir, bankaútibú, hótel, skrifstofur, ásamt sýningum og viðburðum, þar sem upplifun er höfð að leiðarljósi. Elínrós Líndal FERMINGAR- KÖKUR SEM SLÁ Í GEGN Lærðu að baka og skreyta tertu eins og fagmaður. HVAÐA VEITINGAR ERU VINSÆL- ASTAR? Einfaldar og flottar veislur. ROKKAÐAR FERMINGAR- VEISLUR Sérfræðingar í veisluhöldum miðla reynslu sinni. Þrátt fyrir að Furðuverk vinni aðallega fyrir fyrirtæki, þá hafa þær Birta og Rúna frábæra reynslu af því að halda veislur og partí þar sem mikið er lagt upp úr því að skapa ákveðna upplifun. Þegar við tökum að okkur verkefni byrjum við á þarfagreiningu til að komast að því hvað það er sem fólk langar að ná fram. Í framhaldinu förum við á flug og komum með hugmyndir að útfærslum til að láta þann draum verða að veruleika. Ef fólk er ekki ákveðið í því hvað það vill hjálpum við því að finna það út eða fáum að leika lausum hala. Það vantar aldrei hugmyndirnar hjá okkur og við njótum þess að starfa með skemmtilegu fólki sem þorir að stíga örlítið út fyrir boxið. Upplifunarhönnun heillar Birta er með viðskiptafræðilegan bakgrunn og MBA frá Háskólanum í Reykjavík. Hún hefur starfað við markaðsmál og auglýsingagerð í yfir áratug en hefur sl. sex ár sérhæft sig í rýmis- og upplifunarhönnun. Hún hefur alla tíð haft brennandi áhuga á margskonar hönnun og er afar hugmyndarík. Okkur leikur forvitni á að vita hvað hún getur sagt okkur um það að skapa upplifun í veislu. Fyrir fermingarveislur eins og aðra viðburði er mikilvægt að byrja á að skoða þarfir og langanir en leyfa sér svo að fara á flug í hugmyndarvinnunni. Hugmyndir eru svo mátaðar við praktísk atriði og rauði þráðurinn ákveðinn. Um leið og ákveðin hugmynd er komin og þannig gildi til að vinna eftir, þá verður eftirleikurinn svo miklu auðveldari. Að mati Birtu er tækifæri til að hafa áhrif á heildarupplifun í fermingarveislu í öllum snertiflötum sem koma að veislunni. Í boðskortinu, húsnæðinu, skreytingunum, matnum, uppröðun og sætafyrirkomulagi, tónlist, því sem fer fram í veislunni, viðmóti gestgjafa, tímasetningu veislunnar o.s.frv. Öll þessi atriði bjóða upp á ólíkar útfærslur til að ná fram mismunandi upplifunum. Áhugavert sjónarmið í þessu samhengi er áherslan sem Birta leggur á upplifun fermingarbarnsins. Mér finnst mikilvægt að fermingarbarnið fái að njóta sín og fái hlutverk. Ef við erum með fermingarbarn sem er opið og elskar að koma fram þá er t.d. frábært að það taki virkan þátt í dagskránni. Er barnið með sérstaka drauma þegar kemur að deginum? Langar það að sýna á sér nýja hlið eða tala um eitthvað sem er því kært til að gefa gestum innsýn í líf sitt? Hvernig getur veislan endurspeglað fermingarbarnið? Það er þannig rétt að huga bæði að upplifun gesta en alls ekki gleyma fermingarbarninu sjálfu og fjölskyldu þess. Þetta eru ólík sjónarhorn sem nauðsynlegt er að hafa í huga. Matur er greinilega ekki bara matur að mati Birtu. Ef við tökum veitingarnar sem dæmi, þá skiptir máli hvað við bjóðum upp á, hvenær dagsins, hvernig því er uppstillt, hvort og hvernig matnum er dreift um salinn og svo framvegis. Á veislan að vera afslöppuð eða formleg? Sitjandi borðhald eða standandi? Er boðið upp á brauðtertur upp á gamla mátann (klassískt), súpu í brauðhleif (óvenjulegt) eða jafnvel sushi (nútímalegt). Eru hefðbundnar rjómatertur eða eru píramídar úr girnilegum ávöxtum og hollustan í fyrirrúmi? Þetta eru allt ólíkir valmöguleikar sem framkalla ólíkar upplifanir og hafa áhrif á það hversu mikil samskipti milli gesta verða og fleira í þeim dúr. Það sem mér finnst skemmtilegt í stærri fermingarveislum þar sem ekki er víst að allir þekki fermingarbarnið vel, er að fá að kynnast því örlítið nánar með einhverjum hætti. Bæði er hægt að gera það með ljósmyndum frá áhugamálum þess og smá texta á boðskortinu, en líka í veislunni. Það væri t.d. hægt að sýna stutt myndbandi um fermingarbarnið eða láta ljósmyndir úr lífi þess rúlla á skjá eða hengja þær upp á einn vegginn. Fermingarbarnið gæti líka tekið til máls og sagt sögu úr lífi sínu, spilað á hljóðfæri eða sungið. Fyrir marga væri það ákveðin áskorun sem gaman væri að sigrast á. Allt framangreint stuðlar að því að gestir upplifi persónuleg tengsl við fermingarbarnið og það getur einnig aukið líkur á spjalli á milli gesta sem þekkjast lítið. Gleðin við völd Birta mælir með léttu andrúmslofti í fjölskylduveislum. Þó að fermingin sé hátíðlegt fyrirbæri þá má samt hafa veisluna létta og skemmtilega. Gleðin má vera við völd. Það er alltaf þakklátt. Það má líka alveg rugga þessu hefðbundna örlítið að mati Birtu. Það er enginn sem segir að það megi ekki dansa kónga í veislunni. Hversu gaman væri að sjá ömmu sína dansa kónga? Sápukúluvél blásandi sápukúlum við innganginn framkallar örugglega bros og vekur lukku hjá yngri kynslóðinni. Það má láta fjölskylduhundinn sýna nokkur trix sem búið er að æfa í tilefni dagsins, hver stenst slík krúttlegheit? Ef fermingarbarnið fengi hest í fermingargjöf væri hægt að hafa hann á beit í garðinum, það myndi örugglega vekja kátínu meðal gesta að sjá hann út um gluggann. Að koma pínulítið á óvart gerir daginn bara eftirminnilegri. Varðandi það að geyma minningar frá deginum, þá er gott að hugsa það fyrirfram að mati Birtu. Það er hægt hafa myndatökuhorn þar sem teknar eru myndir af öllum gestum áður en þeir fara. Það er enn persónulegra en undirskriftir í bók. Allar myndirnar mætti svo prenta í litríka gestabók. Einnig væri hægt að hafa litla miða á öllum borðum þar sem gestir geta gefið fermingarbarninu góð ráð inn í lífið eða skilið eftir hlýleg orð í þeirra garð. Þeim mætti svo bæta við inn á milli mynda í gestabókinni. Einnig væri hægt að láta alla ástvini þrykkja fingrafar sitt á veglega pappírsörk sem væri hægt að ramma inn. Svona smáatriði geta kryddað daginn. Upplifun með Degi Þótt Birta sjálf hafi nokkur ár ennþá til stefnu fyrir son sinn Dag Spóa, þar sem hann er aðeins níu ára, þá er hún staðföst í því að það verður glaðlegt og örlítið óvenjulegt. Ég heyrði nýlega af skemmtilegri áskorun þar sem fermingarbarn fór í gegnum eins konar mannsdómsþraut. Það markmið var sett að komast á Hvannadalshnúk, æft var eð fjölskyldunni á minni fjöllum og markmiðinu svo náð saman. Mér finnst það ótrúlega skemmtileg hugmynd sem er bæði til þess fallin að skapa gæðastundir með barninu, kenna markmiðasetningu og efla sjálfstraust. Ég gæti vel hugsað mér að útfæra eitthvað sambærilegt með syni mínum. Það væri líka mjög skemmtilegt að deila myndum frá slíkri manndómsþraut í veislunni og jafnvel láta fermingarbarnið segja gestum frá sinni upplifun. Ég er bara þannig gerð að út fyrir boxið er þema sem höfðar alltaf til mín! segir hún að lokum.

33

34 34 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Roastbeef. Crispy pork. Humar borgari. Að uppfylla óskir fermingarbarnsins Jón Örn Stefánsson, matreiðslumeistari hjá Kjötkompaníinu, er mikill áhugamaður um allt sem tengist góðum mat og að sjálfsögðu á framúrskarandi kjöt allan hans huga. Kjötkompaníið sérhæfir sig m.a. í smáréttum fyrir ferminguna. Hér koma góðar upplýsingar fyrir þá sem hafa hug á að bjóða upp á smárétti í fermingu á þessu ári. Elínrós Líndal Hvað mælið þið með mörgum snittum á mann í fermingu? Sem full máltíð mælum við með 12 bitum á mann. Þetta er auðvitað alltaf matsatriði en ef veislan er á matmálstíma mælum við alltaf með 12 bitum en ef hún er á miðjum degi mælum við með 6-8 bitum á mann. Hvað er skemmtilegt að setja saman fyrir veislu? Ég mæli með að blanda tapassnittum saman við míníborgara, nauta- og kjúklingaspjótum ásamt litlum réttum í skálum eins og Yuzu-nautalund eða heitreyktum laxi á seljurótarmauki með grænsprettum. Svo er um að gera að vera með eins og einn sætan bita með. Jón Örn segir alltaf mjög vinsælt að gera súpur fyrir ferminguna. Við hjá Kjötkompaníi erum með mexíkóska kjúklingasúpu, ungverska gúllassúpu, íslenska kjötsúpu og svo humarsúpu. Við bjóðum einnig upp á allt frá steikarhlaðborðum upp í hamborgaragrillpartí fyrir fermingarveisluna. Hvaðan kemur þessi smáréttahefð? Hún kemur frá Spáni og Ítalíu og svo auðvitað úr skandinavískri matarhefð. Hvað gerið þið öðruvísi fyrir fermingar? Við erum mikið fyrir að reyna að hrista svolítið upp í öllum hefðum og erum sífellt að þróa eitthvað nýtt og spennandi. Allt sem við erum að fást við er gert á staðnum hjá okkur, sem sagt heimalagað. Við vinnum þessar meira skapandi veislur með viðskiptavinum okkar hverju sinni. Hvað skiptir mestu máli að ykkar mati í veitingum fyrir ferminguna? Númer eitt, tvö og þrjú er að fermingarbarnið sé sátt við matseðilinn og helst með puttana í því hvað verður í boði. Það er að okkar mati mjög skemmtilegt að reyna að uppfylla allar óskir fermingarbarnsins hvernig svo sem þær hljóma, segir hann og brosir. Eitthvað að lokum? Ég mæli með að fólk fari í rannsóknarvinnu um hvað það vill, skoði vel hvað er í boði. Svo er um að gera að panta fund með okkur þar sem fermingarbarnið er með og málin rædd og fundin lausn á öllu. Jón Örn ásamt starfsfólki Kjötkompanísins. Ljósmyndir/Brynjólfur Jónsson Hörpuskel cheviche. Reykt hreindýrafile. YRSA Stjörnu-Oddi Sjálfvinda/automatic herraúr kr ,- ÖSP Vandað úr fyrir dömur og herra kr ,- ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Silfurmunir og skartgripir síðan 1924 Bankastræti 12 Skipholti 3 Sími erna.is Brenndur túnfiskur. Hreindýrafile.

35 Langar þig í ævintýri? ALÞJÓÐLEGAR SUMARBÚÐIR 2018 Dvöl á vegum AFS er spennandi og dýrmæt lífsreynsla og nú býður AFS upp á ævintýralegar sumarbúðir í Surrey á Bretlandi. Án efa eitt það skemmtilegasta sem ég hef gert ummæli íslenskra þátttakenda Sumar 2018 Bretland 2 vikur júlí (13-15 ára) - 4 pláss 30. júlí ágúst (15-18 ára) - 4 pláss Umsóknarfrestur til 5. apríl Verð kr. 20% greiðist fyrir 10. apríl % greiðist fyrir 1. júní 2018 INNIFALIÐ flugkostnaður fararstjóri fullt fæði gisting í heimavistarskóla borgarferðir alþjóðleg samskipti tungumálanám 4 klst. á dag íþróttir, leikir, glens og gaman fjölbreytt afþreying og fræðsla ÁHERSLA ER LÖGÐ Á sjálfsvitund og gagnrýna hugsun leiðtogahæfni hópavinnu aukna menningarvitund menningarlæsi sjálfstyrkingu góðan stuðning frá sjálfboðaliðum AFS

36 36 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Rokkaðar fermingarveislur Arthur Pétursson og Agnar Fjeldsted á Hard Rock Cafe. Hard Rock Cafe er eins og flestir þekkja vinsæll áfangastaður fyrir svanga sælkera, en það sem færri vita er að í kjallarasal staðarins er veislusalur sem tilvalinn er fyrir fermingarveislur og aðra stóráfanga sem ber að fagna í lífinu. Agnar Fjeldsted og Arthur Pétursson voru teknir tali og spurðir þá út í þennan sögufræga sal og möguleikana tengda fermingarveislum þar sem þeir eru sérfræðingar á því sviði. Elínrós Líndal Ljósmynd/Gunnar Örn Veitingastjórinn Agnar Fjeldsted segir að veisluþjónustan á Hard Rock sé í hæsta gæðaflokki og þeir Arthur Pétursson yfirmatreiðslumaður leggi sig fram um að mæta óskum fermingarbarna og aðstandenda þeirra. Fagmennskan í fyrirrúmi Agnar Fjeldsted sem er lærður framreiðslumeistari starfaði í veislusalnum Rúbín frá 2007 til 2014 og síðan meðal annars hjá Grand Hótel Reykjavík og nú á Hard Rock Cafe. Arthur Pétursson starfaði á Hard Rock Cafe Reykjavík frá þegar hann flutti til Bandaríkjanna til að starfa sem yfirmatreiðslumaður hjá Hard Rock Cafe International. Hann starfaði sem yfirmatreiðslumaður HRC Myrtle Beach. Arthur kom heim árið 2001 og annaðist reksturinn á Kaffibrennslunni fór síðan yfir á Múlakaffi og var þar í 5 ár. Síðar var hann beðinn um að aðstoða við að koma Hard Rock Cafe á laggirnar að nýju og málin þróuðust þannig að hann varð yfirmatreiðslumeistari staðarins. Arthur er vanur að skipuleggja veislur af öllum stærðum og gerðum, veislur fyrir allt að átta þúsund matargesti. Rokkuð stemning Þeir Agnar og í hátíðarsal Hard Arthur hafa nú Rock Cafe. sérhæft sig í að skipuleggja fermingarveislur, þar sem mikið er lagt upp úr Úr skemmtilegri veislu sem haldin var á Hard Rock. Hard Rock Cafe býður upp á veislur í huggulegum sal. góðum hráefnum og frábærri þjónustu. Það verður auðvelt að setja upp rokkaðar fermingarveislur í kjallara Hard Rock Cafe á Íslandi, þar sem gleði og fögnuður, ásamt góðum mat og frábærri þjónustu verður í öndvegi. Í kjallaranum er hægt að taka á móti allt að 150 manns í mat. Staðurinn er mikið notaður til tónleikahalds, og því með öllum tækjabúnaði sem hægt er að hugsa sér til að gera umhverfi fyrir skemmtiatriði eða tónlist í fermingarveislunni, segja þeir. Elskum alla, þjónum öllum En hvað telja þeir mikilvægast þegar kemur að því að gera góða fermingarveislu? Það eru nokkrir mikilvægir hlutir sem verða að mætast. Góður salur með skemmtilegri birtu skiptir máli, frábærar veitingar og toppþjónusta í takt við það sem fermingarbarnið óskar. Skreytingar og skemmtiatriði í stíl við þemað sem hefur orðið fyrir valinu skiptir einnig miklu máli. Eins viljum við benda á að heiðarleiki í mat og þjónustu, hlýtt viðmót við gesti og það að öllum finnist þeir velkomnir á staðinn setur svo punktinn yfir i-ið að okkar mati. Þegar kemur að veitingum lofa þeir að allir munu finna eitthvað við sitt hæfi á veisluborðum þeirra. Við leggjum mikið upp úr góðu hráefni, allur maturinn hjá okkur er lagaður frá grunni hér á staðnum, og er allt frá girnilegum steikum í gæða veganrétti í boði hjá okkur. Agnar og Arthur vilja að lokum taka fram að einkunnarorð Hard Rock, elskum alla, þjónum öllum eiga að sjálfsögðu við um fermingarbörn og aðstandendur þeirra. Við bjóðum upp á heildarpakka fyrir veislur, engin falin gjöld og það þarf ekki að koma með neitt nema fermingarbörnin og hátíðarskapið. Granatepli til skreytingar Við erum mörg okkar með góðar uppskriftir sem við bjóðum reglulega upp á þegar við höldum veislur. Það að blanda granateplum í uppskriftir eða að nota ávöxtinn til skreytingar gefur einföldum veitingum nýtt hátíðarútlit. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Granatepli eru fáanleg víða hér á landi. Það að blanda ávextinum út í einfalt krem á bollakökurnar býr til himneskan lit. Granatepli til skreytingar á pavlovu eða einfalda súkkulaðiköku býr til fallegt útlit og getur sú einfalda hugmynd að blanda granateplum við uppskriftirnar á veisluborðinu búið til þema sem tengir réttina.

37 NOVARA COLLECTION Hálsmen frá ISK Hringur frá ISK SIMERI BANGLE frá ISK NOVARA COLLECTION Eyrnalokkar frá ISK Ear Jacket frá CORTE COLLECTION frá ISK NOVOLI COLLECTION frá ISK SIFJAKOBS.COM SIF JAKOBS JEWELLERY SIF JAKOBS JEWELLERY

38 38 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Bergþór og Albert eru glæsilegir saman og eiga ekki erfitt með að finna góðar leiðir til að gera veislur skemmtilegar. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Þar sem gleðin er við völd Bergþór Pálsson óperusöngvari og Albert Eiríksson, matgæðingur og athafnamaður, taka elskulega á móti blaðamanni á fallegu heimili sínu á Lindargötu þar sem ætlunin er að ræða framkomu, mannasiði, líflegt andrúmsloft og brauðtertur í tengslum við fermingarveisluna. Elínrós Líndal Viðmót þeirra Bergþórs og Alberts er einstakt, það er allt í senn elskulegt og hlýtt en einnig fullt af sannleika og auðmýkt. Við byrjum strax að ræða um konuna sem afhenti gjöfina í fermingarveislunni, fékk sér að borða og fór heim. Sagan um konuna sem afhenti gjöfina og fékk mat í staðinn er svo dýrmæt, þar sem inntakið snýst einmitt um hversu miklu máli andrúmsloftið, viðmót og elskulegheit skipta. Við höfum öll þörf fyrir að vera í innilegum samskiptum, og ef við erum að fara í fermingarveislu, þá viljum við kynnast fermingarbarninu, fjölskyldu þess og gestum, sem getur verið áskorun þegar um stóra veislu er að ræða, segir Bergþór. Þar sem gleðin ræður ríkjum Þð skiptir svo miklu máli að fermingarbarnið sé haft með í ráðum frá upphafi, að við það sé rædd fjárhagsáætlun veislunnar, hverju fjölskyldan hefur efni á og svo sé valið hvaða leiðir skuli farnar. Þannig átta allir sig á fjárfestingunni sem verið er að fara í og ákveðin virðing FERMINGARGJÖFIN í ár? arc-tic Retro VERÐ FRá: ,- skapast fyrir verkefninu, segir Bergþór. Þeir eru sammála um að hóf sé best í þessu sem og öðru en fermingarveislan sé frábært tækifæri fyrir börn að stíga inn í fullorðinna manna tölu. Þarna getur barnið fengið tækifæri á að taka þátt í að vera gestgjafi. En fermingarbarnið þarf þjálfun og það gerist ekki bara daginn fyrir veisluna. Við höfum mjög oft séð fermingabörn gera þetta vel. En þau eru ekki öll gerð fyrir slík hlutverk og þá er bara um að gera að leyfa þeim börnum að taka samtalið, maður á mann, segir Bergþór. Að skilja ekki persónuleikann eftir við útidyrnar Hvað um andrúmsloftið í veislunni? Nú hafið þið sérstakt lag á því að halda veislur og ég man sérstaklega eitt skiptið þar sem þið fönguðuð athygli allra gesta frá upphafi til enda, ég man varla eftir að neinn hafi tekið upp símann, sem er sérstakt í dag? Himnesk skonsubrauðterta Já, það eru leiðir til að gera gerð af Alberti. þetta vel eins og aðra hluti. Til að byrja með er hægt að biðja fólk fallega að taka hringingu af símum sínum, en mæla sérstaklega með að þeir sem eru með börn í pössun o.s.frv. hafi bara titrarann á. Með þessu ertu að koma því fallega til skila að það sé að fara að hefjast dagskrá sem krefst áhuga okkar og athygli, segir Albert. Bergþór bætir við. En það verður að gera allt svona fallega, ekki viljum við að fólk fái það að tilfinninguna að það þurfi að skilja persónuleikann sinn eftir við útidyrnar. Við viljum hafa létt og skemmtilegt andrúmsloft þar sem allir fá að njóta sín. Að mati Alberts er mikilvægt þegar kemur að fermingarveislunni að sjálfu fermingarbarninu líði vel. Mér finnst að fermingarbarnið verði að þekkja þá sem eru í veislunni eða að fá kynningu á því hverjir eru á staðnum. Svo er góð aðferð að nota ísbrjóta í veislunni, fjöldasöng eða hreyfileika sem hristir fólk saman og fær athygli allra. Reisa sér ekki hurðarás um öxl Hvaða ráð eigið þið fyrir okkur sem lendum ávallt í því að ná rétt að gera hreint heimilið og útbúa veitingar fyrir veislu, án þess að ná að leiða hugann að skipulagi skemmtiatriða eða andrúmsloftinu? Lykillinn fyrir veislur er að reisa sér aldrei hurðarás um öxl. Að ætla sér ekki eitthvað sem er ekki framkvæmanlegt. Það er allt í lagi að bjóða bara upp á eina góða súpu og gefa sér svo tíma fyrir hitt. Veitingar eru einungis lítill hluti af veislunni. Við þurfum að hafa það hugfast, segir Bergþór. Þegar kemur að borðsiðum eru þeir sammála um að Íslendingar séu til fyrirmyndar í því eins og öðru, en mikilvægt sé að þekkja til grundvallaratriða þegar kemur að borðsiðum til að vera frjáls við hin ýmsu tækifæri. Að lokum benda þeir Bergþór og Albert á að það skiptir máli að efla sjálfsvirðingu fermingarbarna fyrir svona stóra veislu. Að byggja barnið upp í að gera veisluna sem það dreymir um. Standa með barninu og ekki láta það gera það sem það ræður ekki við. Fjölskyldan þarf að standa saman og gera hlutina í kærleika, segja þeir að lokum.

39 Mamma vissi alveg hvað hún varaðgera þegarhún gaf mér fyrsta gítarinn! TÓNASTÖÐIN SKIPHOLTI 50D REYKJAVÍK S TONASTODIN.IS

40 40 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Blóm fyrir ferminguna Þegar kemur að því að skreyta fyrir ferminguna er gott að velja liti og þema til að vinna eftir. Við mælum með því að fermingarbarnið taki þátt í undirbúningnum. Elínrós Líndal Það sem er vinsælt um þessar mundir er litlar blómaskreytingar í vösum sem er raðað saman á einum stað á hverju borði eða á einu borði. Einnig er vinsælt að hafa blóm hangandi úr loftinu. Náttúrulegar grænar greinar með viðarlit og hvítu hafa alltaf verið vinsælar fyrir fermingar. Valmöguleikarnir eru margir og eftirfarandi myndir sýna hluta af því sem er vinsælt í dag. Stundum er kökurnar notaðar til að setja blómin á. Það er skemmtileg og falleg venja. Eins vinna veitingarnar alltaf með skreytingum. Við mælum með fagfólki til að aðstoða með slíkt fyrir veislur. Einnig að vera með marga fallega vasa við höndina til að prófa sig áfram með skreytingar. Fallegar gersemar fyrir ferminguna Vefverslun og sölustaðir á oskabond.is

41 Tímalaus hönnun í fermingarpakkann COMPONIBILI Hirslur 3ja hæða fleiri litir KARTELL BOURGIE Lampi fleiri litir Verð frá ,- Verð frá ,- CUERO MARIPOSA Leður ARCHITECTMADE Andarungi KAY BOJESEN Söngfugl ARCHITECTMADE DISCUS fugl Verð ,- Verð frá 8.490,- Verð frá ,- stk. Verð frá 5.990,- KARTELL TAKE Borðlampi margir litir KARTELL LOUIS GHOST Stóll fleiri litir KARTELL GHOST BUSTER Náttborð KAY BOJESEN Api lítill MR.WATTSON LED lampi Verð ,- Verð ,- stk. Verð ,- stk. Verð ,- stk Verð ,- SIMPSON Bolli LUKKUTRÖLL Margar gerðir VITA SILVIA Borðlampi KARTELL BATTERY Borðlampi fleiri litir KARTELL CINDY Borðlampi fleiri litir Verð 1.590,- stk. Verð frá 3.890,- Verð frá ,- Verð frá Verð Skeifunni 8 Kringlunni Glerártorgi Sími casa.is

42 42 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Hvít Rice Krispies-kaka á hæðum með fallegum blómum. Rice Krispies fyrir alla aldurshópa. Sykrað Pringles. Rice Krispies-kökur geta verið hinar glæsilegustu. Skemmtilegar hugmyndir fyrir ferminguna Skilaboð á s mákökum. Smákökur í kristilegum stíl. Þegar við erum að undirbúa fermingu er gaman að gefa sér góðan tíma og gera hluti sem maður er ekki vanur að gera í veislum. Möguleikarnir eru endalausir. Elínrós Líndal elinros@mbl.is Einfalt og fallegt! Hvernig væri að skrifa upphafsstaf barnsins á bollakökurnar? Skilaboð með bollakökum Bollakökur eru vinsælar um þessar mundir og eru valmöguleikarnir endalausir þegar kemur að skilaboðum til gesta. Ef þú hefur áhuga á að hafa klassíska liti, má raða bollakökum upp sem kross, raða þeim upp á disk þannig að þær mynda eins og háa köku, eða jafnvel dagsetningu eða fyrsta staf fermingarbarnsins. Rice Krispies-möguleikar Börnin og sumir fullorðnir elska rice crispies og má nota þá uppskrift í hvað sem er. Fyrir hátíðlegri tilefni er gaman að nota hvítt súkkulaði, en gamla góða uppskriftin með brúna súkkulaðinu virkar alltaf. Prófaðu að gera nokkrar hæðir af Rice Krispies kökunni vinsælu og skreyttu með blómum eða borðum. Það er vanalega kakan sem klárast fyrst. Skilaboð í smákökum Smákökur eru vinsælar á veisluborðið, og það gefur alltaf hátíðlegan brag að nota kross, tákn um ástæðu þess að barnið fermist og fleira í þeim dúr. Skemmtileg stund með allri fjölskyldunni segja þeir sem hafa prófað að gera smákökur fyrir ferminguna. Hátíðlegir kleinuhringir Börnin elska kleinuhringi, og má kaupa fallega kleinuhringi og raða upp á fallega diska. Slík uppsetning getur orðið fallegur miðpunktur í veislunni. Fegurðin í smáatriðunum Margar fjölskyldur eiga sitt uppáhalds snarl, hefur þú prófað að sykra Pringles? Það er guðdómlegt á bragðið. Eins er gaman að bjóða upp á fáa en fallega fram setta drykki, munið eftir klakanum og að gefa drykkjum pláss, þar sem fólk fer vanalega fleiri ferðir eftir drykkjum en mat.-þegar við erum að leggja á borð er mikilvægt að prófa að setja saman munnþurrkur og hnífapör á skemmtilegan hátt, prófaðu þig áfram með borða og körfur. Möguleikarnir eru endalausir, gangi þér vel! Getty Images/iStockphoto Kleinuhringir sem miðpunktur veislunnar. Fegurðin liggur í smáatriðunum. Falleg fermingarkaka. Lítill hvítur kross á bollakökur gerir mikið. Bollakökum má raða upp að vild. Bollakökur lagðar í kross. Hér eru allar veitingar í stíl.

43 FALLEGAR FERMINGARGJAFIR Í PIER TILBOÐ Á KERTUM 3lítilkertiá1.000 Verð áður 1stk. kr. 690 Smáratorgi Korputorgi Glerártorgi Selfossi stórkertiá1.500 Verð áður 1stk. kr. 990

44 44 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Kökur sem minna á listaverk Kóreski bökunarsnillingurinn Atelier Soo hefur vakið heimsathygli á undanförnum árum fyrir fallegar kökur sem líkjast frekar listaverki en einhverju sem má borða. Við skoðum hvað hægt er að gera tengt kökum. Elínrós Líndal Soo er í Seúl í Suður-Kóreu. Hún hefur í gegnum árin haft víðtæk áhrif á tískuna í kökugerð og hafa þessi áhrif að skreyta með blómum og berjum náð alla leið hingað til Íslands. Hægt er að gera ýmislegt þegar kemur að kökum. En einfaldur grunnur og litrík blóm er þemað í kökum frá Soo Cake. Kökurnar frá Soo Cake eru ómótstæðilegar. Virkilega fallegar fyrir tilefni þar sem halda á upp á sérstakan dag. Takið eftir því hvað miklu máli skiptir að draga skreytingarnar yfir á allt veisluborðið og vera með blómvendi sem áframhald af kökuskreytingunum. Sum blómin eru úr köku en önnur eru náttúruleg. Hún gerir bollakökur og einnig nokkurra hæða kökur og hefur litadýrð inni í kökunum líka, þó að yfirlag þeirra sé oft einfalt skreytt skrautlegum litum í blómum.

45 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 45 Kransakökur eins og konfekt Þrír ættliðir saman að baka. Þeir Emil, Ásgeir og faðir hans Stefán Sandholt. Ásgeir Sandholt, eigandi Sandholt bakarí, er af fjórðu kynslóð bakara og rekur nú fjölskyldubakaríið inn í nýja tíma. Hann ræðir hér við okkur um listgreinina á bak við kransakökur á fermingardaginn. Elínrós Líndal Uppruna okkar má rekja til ársins 1920 þegar langafi minn stofnaði Sandholt bakarí. Í dag byggjum við á okkar einstöku arfleifð og hafa vinnubrögð og siðferði gamla bakarísins aldrei átt betur við að mínu mati. Við reynum stöðugt að vinna inn á við í staðinn fyrir að vaxa út á við og fjölga útibúum. Við viljum ekki vera út um allt og missa fókusinn á það sem mér finnst skipta meginmáli, sem eru gæði þess sem við bjóðum upp á. Að bjóða upp á heiðarlegar afurðir skiptir öllu máli að mínu mati. Sandholt í 100 ár Ásgeir rifjar upp að hann hafi ekki verið eldri en níu ára þegar hann man fyrst eftir sér í vinnu hjá Sandholt. Svo náin var fjölskylda hans fyrirtækinu. Pabbi, afi og langafi störfuðu allir í Sandholt, svo ég er fjórða kynslóðin sem tekur við rekstrinum. Sandholt bakarí hefur tekið breytingum undanfarna áratugi. Við vorum meira í iðnaðarframleiðslu en einbeitum okkur núna meira að gæðum. Að gera hlutina eins vel og hægt er. Við vorum einna fyrstir til að koma með súrdeig inn á markaðinn. Við höfum hægt á allri framleiðslu og pössum upp á að láta ekki hraðann draga niður gæðin. Stundaði listnám í Danmörku Ásgeir ætlaði sér ekki að starfa í Sandholt, fór í listnám og stundaði myndlist um tíma. Það var samt alltaf eitthvað sem dró mig að fyrirtækinu. Með myndlistarnáminu, starfaði ég í Sandholt á sumrin þar sem ég skreytti og málaði á kökur og nýtti þannig myndlistaráhugann. Ásgeir segir að heiðarleiki í matargerð sé mikilvægur og sem dæmi þá skipti öllu máli að súrdeigsbrauð fái sinn vinnslutíma, til að niðurbrot sé eðlilegt og fólk sé að fá það sem það leitar eftir þegar það borðar brauðið. Það sama megi segja um alla aðra hluti sem boðið eru upp á hjá Sandholt. Ef við bjóðum upp á jarðarberjafrómas, þá er innihald að mestum hluta jarðarber en ekki gerviefni eða önnur efni sem notuð eru til að svíkja neytandann, sem því miður tíðkast á mörgum stöðum. Kransakökur alltaf vinsælar Falleg Að mati Ásgeirs eru kransakaka kransakökur vinsælar í að hætti fermingar, þar sem þær Sandholt. eru fallegar og hátíðlegar. Kransakökur eru orðnar eins íslenskar og þær eru danskar, en Ljósmynd/Karl Petersson. vinsælasta hráefnið í öllum heiminum á eftir sykri eru möndlur. Ástæðan fyrir því að kransakökur eru vinsælar er sú að margir eiga góðar minningar um kransakökur úr æsku. Í raun er kransakaka stór konfektkaka. Við getum gert hana á mismunandi hátt og ég reyni að hafa hana ekki of sæta. Í ár er kakan skreytt með náttúrulegum afurðum, berjum og súkkulaði. En á árum áður var meira notast við plast og pappa í skreytingar. Þegar kemur að kransakökum, þá er algengast að fólk biðji um horn eða toppa. En við höfum verið að gera ýmislegt fleira, svo sem fiðlu og önnur hljóðfæri. Að lokum bendir Ásgeir á að Sandholt býður einnig upp á veisluþjónustu fyrir fermingar, þannig að hægt er að skipuleggja veisluna með því frá a-ö.

46 46 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 fermingartískan FIMM FERMINGAR- FARÐANIR Hvernig eiga fermingarstúlkur að farða sig? HVERNIG ÁTTU AÐ HUGSA UM HÚÐINA? Nokkur góð húðráð fyrir fermingardaginn. HÁRIÐ SKIPTIR MÁLI Harpa í Hárakademíunni gefur góð ráð Vonar að fermingin verði ánægjuleg fyrir alla Helga Þóra Bjarnadóttir tók þátt í tískuherferð Gallerí 17 fyrir fermingarnar á þessu ári. Hún segir mikla tilhlökkun ríkja fyrir ferminguna og hlakkar til að skipuleggja sína veislu sjálf. Elínrós Líndal Hvernig er að fermast? Mér finnst mjög spennandi að vera að fara að fermast því þá fæ ég að skipuleggja mína eigin veislu sjálf en auðvitað með hjálp foreldra minna. Til hvers hlakkar þú mest á fermingardaginn? Ég hlakka mikið til að fermast með vinum mínum og vinkonum, síðan er mikil tilhlökkun að halda veisluna og halda upp á ferminguna með fjölskyldu og vinum heima. Hvar fermist þú? Ég fermist í Garðakirkju í Garðabæ. Hvernig verður veislan? Veislan verður haldin heima hjá mér með nánustu fjölskyldu og vinum. Þar ætlum við að fagna fermingunni og borða góðan mat og skemmta okkur. Hvað langar þig í í fermingargjöf? Draumurinn væri að fá fartölvu, svo langar mig mikið í nýja strigaskó. Ertu búin að velja þér fermingarföt? Já, ég ætla að vera í hvítum samfestingi eða hvítum jakkafötum. Verðurðu með skemmtiatriði? Nei, ætli ég leyfi ekki fjölskyldu og vinum að sjá um það. Ertu trúuð? Já, ég fermist í kirkju. Eitthvað að lokum? Ég vona að allir muni eiga skemmtilegan fermingardag.

47

48 48 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Falleg hárnæla í fléttu gerir gæfumuninn. Mikið úrval er til af hárskrauti um þessar mundir. Klútur utan um snúðinn gerir mikið fyrir hárið. Fallegt hárskraut er vinsælt um þessar mundir. Skínandi bylgjur í anda áttunda áratugarins Spennandi hárskraut, bylgjur og liðir, sem leggur áherslu á fegurð og gleði er það sem við sjáum núna, að sögn Hörpu Ómarsdóttur, hársnyrtimeistara og skólastjóra Hárakademíunnar. Elínrós Líndal Harpa rekur einnig hársnyrtistofuna Blondie í Mörkinni 1. Hún tók þátt í tískuvikunni í London á dögunum og er nýkomin heim frá Belgíu.,,Ég hef verið sendiherra Label.M á Íslandi síðustu fjögur árin og unnið náið með Toni and Guy og þeirra listræna teymi í London sem og Baldri Rafni, eiganda Label.M á Íslandi. Þegar kemur að hártískunni í ár segir hún: Hártískan er ákaflega skemmtileg að mínu mati núna. Við sjáum mikið af alls konar litapalletum. Styttur eru aftur að koma í tísku, toppar og möllett. Hárið á strákunum er að síkka afur og þeir eru að lýsa hárið. Það sem er hvað mest áberandi í dag í greiðslum eru fléttur og hárskraut. Klútar, hárbönd, kambar, spennur, bönd og fleira. Harpa segir götutískuna ráða ríkjum um þessar mundir, kannski vegna áhrifa frá samfélagsmiðlum. Allir þessir Instagrammarar og Snapchattarar móta tískuna með tískurisunum. Rómantísk tíska Harpa segir tískuna í dag einnig minna mikið á rómantíkina á áttunda áratug síðustu aldar og leita einnig í tíunda áratuginn. Skartgripir hafa verið að stækka og með hárefnum og glans leitast nú fólk við að gera hárið eins og skínandi skart að hennar sögn. Fallegt hárskraut í stíl við fermingarfötin Varðandi fermingargreiðsluna er vinsælt að vera með létta liði í hárinu. Fallegar fléttur frá andliti eða hálfur snúður er það nýjasta í fermingunum. Fallegt hárskraut, sem er í stíl við fatnað fermingarstúlkunnar er einnig í tísku. Mikilvægt er að nota hitavörn til að blása hárið upp úr og hársprey til að liðirnir haldi sér yfir fermingardaginn. Hún mælir með að fermingarstúlkur fái ráð frá fagfólki í þessum efnum. Hálsmen 7.900,- Hálsmen ,- Hringur Eyrnalokkar 6.900,- Harpa Ómarsdóttir er vel inni í nýjustu tísku þegar kemur að hári. Armband Frá ,- Bankastræti 12 sími skartgripirogur.is Stutt hár fyrir strákana með hliðartopp Hjá strákunum er vinsælt að hárið sé stutt um þessar mundir þó svo það sé líka aðeins að síkka, en hliðartoppur er mikið í tísku. Þá greiða þeir hárið til hliðar jafnvel með smá wet look. Að lokum segir Harpa að þriðjudaginn 20. mars kl í Hárakademíunni Mörkinni 1 verði haldið fermingarkvöld þar sem allir eru velkomnir. Við munum sýna hvernig best er að beita áhöldum í hár fermingarstúlkna. Það verður kynning á HH Simonsen hitajárnum sem flestir þekkja og Label.M hárvörum. Einnig verður kynning á Marc Bain vörunum til að gefa húðinni fallegan og frísklegan húðlit.

49 Fjölbreytt þjónusta í65ár Fyrirtækjaþjónusta Gluggatjöld og áklæði Úlpur, kápur og frakkar Almennur þvottur Hreinsun og pressun Dúkaþvottur og dúkaleiga FJÖLSKYLDUFYRIRTÆKI Í 65 ÁR STOFNAÐ 1953 Háaleitisbraut Reykjavík Sími:

50 50 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Fallegur fatnaður úr Cosmo. Þessi kjóll fæst í Zara í Smáralind. Þægilegur kjóll fyrir fermingarmömmuna úr Indiska Kringlunni. Þessi blómakjóll fæst í Zara í Smáralind. Kjóll frá Baum und Pferdgarten. Kjóll frá Baum und Pferdgarten sem fæst á Garðatorgi. Fallegur klæðnaður á fermingarmömmuna Það hefur skapast hefð fyrir því að fermingarmamman klæðist ljósum litum á fermingardaginn. Vortískan að þessu sinni er litrík, en í henni er einnig að finna mikið af ljósum litum svo allar mömmur ættu að finna eitthvað við sitt hæfi þessa dagana. Elínrós Líndal Fallegur kjóll úr Mathilda Kringlunni. Kjóll frá- Baum und Pferdgarten á Íslandi. Ljóst þykir litur friðar, hátíðleika og sumars. Það þarf að huga að fjölmörgu fyrir fermingu barnanna, ekki síst fatnaði fyrir foreldrana. Það er einstaklega fallegt ef fjölskyldan nær að klæða sig í svipuðum tónum. Oft verða ljósir litir fyrir valinu fyrir fermingar og þar sem verslanir borgarinnar bjóða upp á mikið af ljósum litum um þessar mundir ætti ekki að vera flókið að finna eitthvað áhugavert. Þær sem eru hrifnar af svörtu geta fundið svarta kjóla með ljósu mynstri, eða jafnvel notað svörtu klassísku kjólana með fallegum ljósum skóm og klút í stíl. Þannig verður yfirbragðið hátíðlegt og fallegt. Eftirfarandi flíkur fundum við sem gætu átt vel við á fermingardaginn. Bleikur kjóll úr H&M er mjög klæðilegur. Þessi fallegi kjóll er úr Sand. Hann gæti hentað vel fyrir þær sem eru hrifnar af dökkum fatnaði. Kjóll úr ZARA fyrir fermingarmömmuna sem vill klæðast þægilegum fatnaði.

51 Veislur & Fagnaðir PINNA & TAPASRÉTTIR Nú gefst þér tækifæri til að gleðja starfsfélaga, fjölskyldu og vini með konunglegum pinnamat frá Veislulist Næst þegar þið þurfið smurt brauð, pinna eða tapasrétti fyrir veisluna eða annan mannfagnað, hafðu þá samband og fáðu tilboð í veitingarnar þínar. Pinna- og tapasréttir eru afgreiddir á einnota fötum, klárt fyrir veisluborðið. s: PANTIÐ TÍMANLEGA Hólshraun Hafnarfjörður arfjörður Símar: , Netfang: veislulist@veislulist.is

52 52 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Becca Smashbox Létt og falleg fermingarförðun Minna er meira er hugtak sem á vel við þegar kemur að fermingarförðun enda ekki til siðs að fermingarstúlkur séu farðaðar eins og næturdrottningar. Hér gefa fjórir förðunarfræðingar góð ráð um fermingarförðun. Marta María Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Ég mæli ekki með að stelpur farði sig mikið fyrir daginn, en ef þær vilja setja smá á sig er það auðvitað hægt og sérstaklega ef það eru vandamál í húðinni eða þær vilja jafna húðlitinn og ná fram náttúrulegum ljóma, segir Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir förðunarfræðingur. Hún segir jafnframt að það þurfi að passa að nota alls ekki of mikinn farða eða skyggingu heldur leyfa húðinni að njóta sín. Ljómi og náttúruleg og falleg húð er algjörlega málið í dag. Það sem er gott að hafa í huga fyrir fermingardaginn er að hreinsa húðina vel helst kvölds og morgna. Ég mæli með hreinsi frá Clinique 3 step 1.0 Extra Gentle sem er alkóhólslaus, ekki of sterkur en hreinsar vel og flestir ættu að geta notað hann. Gula kremið frá Clinique er í þessum 3-step-pakka og er það milt og gott rakakrem fyrir unga húð. Ef það eru mikil húðvandamál er gott að nota charcoal-maskann frá Origins sem er mildur hreinsimaski. Ef þær vilja svo fá smálit á húðina er sniðugt að nota Instant Tan Light/Medium frá St. Tropez sem borinn er á með hanska frá St. Tropez. Þetta efni er mjög þægilegt; þú getur borið það á þig sama dag og síðan fer þetta af þegar farið er í sturtu. MAC-förðun Förðun: Helen Dögg Snorradóttir Módel: Júlía Nótt Quirk Steingrímsdóttir Ég byrjaði á því að hressa upp á húðina með raka með Lightful C Softening Lotion spray. Eftir það bar ég Studio-rakakrem á hana ásamt strobe-kremi á highlight-svæðin. Ég jafnaði húðina með Face Body-farðanum í litnum shade og setti Mineralized-hyljara undir augun í litnum NW15. Púðraði létt T-svæðið með Mineralized Skinfinish í litnum light. Til að kalla fram fallegan ljóma í húðinni notaði ég Pearl Cream Color Base á kinnbeinin. Á augun notaði ég Paint Pot í litnum Painterly sem grunn til að láta augnskuggana haldast betur á. Svo notaði ég Honey Lust-augnskugga og smá af Paradisco-augnskugganum til að fá ferskjutón. Svo setti ég Dip Down Gel-augnblýant rétt í rótina til að ramma inn augun. Til að fullkomna útlitið setti ég Extended Playlash-maskara sem er vatnsheldur upp að 38 gráðum og helst mjög vel á, segir hún. Í blálokin setti hún sólarpúður í litnum Golden í kinnarnar og örlítið af kinnalitnum Fleurpower. SJÁ SÍÐU 54

53

54 54 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Bobbi Brown Clinique MAC Morgunblaðið/Kristinn Magnússon Morgunblaðið/Kristinn Magnússon BECCA-förðun Förðun: Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir Módel: Hilda Bríet Bates Gústavsdóttir Ég setti Under Eye Brightening undir augun sem lýsir upp augnsvæðið. Þar á eftir bar ég Backlight-farðagrunninn á allt andlitið. Næst setti ég Aqua Luminous-farða í litnum Porcelain á allt andlitð með BECCA Kabukhi-burstanum. Setti svo Aqua Luminous-hyljarann í litnum Fair undir augun; mjög lítið af honum, rétt svo til að taka burt blámann. Einnig setti ég smá af hyljaranum undir nefið til að taka burt roða. Til að klára húðina og kalla fram extra ljóma setti ég Softlight Blurring Powder í litnum Pink Hazel yfir allt andlitið, segir Arna. Hún notaði Ombre Rouge-augnskuggapallettuna frá BECCA. Yfir allt augnlokið fór litur númer eitt og til að skyggja notaði ég þriðja litinn í palettunni, segir hún og bætir við: Ég skyggði hana svo létt með Mineral Blush í litnum Wild honey og gaf henni smá lit í kinnarnar með litnum Flower Child. Fyrir extra ljóma notaði ég BECCA Shimmering Skin Perfector Pressed-ljómapúður í litnum Moonstone efst á kinnbeinin. Til að fullkomna útlitið bar ég Beach Tint í litnum Fig létt á varirnar. Smashbox-förðun Förðun: Arna Sigurlaug Ragnarsdóttir Módel: Telma Marý Arinbjarnardóttir Ég byrjaði á að grunna húðina með Photo Finish Lightfarðagrunninum en hann er 60% vatn og mjög léttur og því frábær fyrir viðkvæma húð. Á augnlokin setti ég 24 Hour Shadow-augnskuggagrunn sem er skotheldur til að halda augnskugganum á allan daginn. Undir augun setti ég Hydrating Under Eye Primer sem kælir, lýsir og gefur augnsvæðinu góðan raka yfir daginn, segir Arna. Því næst setti hún BB Water-krem í litnum Fair á allt andlitið og notaði Foundation-bursta frá Smashbox. Til að taka burt bláma og rauða flekki notaði ég BB-hyljara í litnum Fair en hann gefur einmitt góðan raka líkt og farðinn. Á augu notaði ég Photo Op Eye Matte-augnskuggapallettuna, notaði þar þrjá liti; Vanilla yfir allt augnlokið, Rosehip frá miðju augnloki og út til að fá smá lit í förðunina og svo Wheat til að skyggja. Í augabrúnirnar notaði ég Brow Tech To Go í litnum Taupe. Setti mjög létt í þær bara til þess að móta þær aðeins. Arna skyggði andlitið létt með Bronze Light-sólarpúðrinu í litnum Warm Matte og setti smá lit í kinnarnar með LA Lights-kinnalitapallettunni Culcer City Coral. Á varirnar notaði ég LA Lights Cheeks and Lip Color í litnum Beverly Hills Blush. Endaði svo á að setja Full Exposure-maskara á augnhárin. Í lokin úðaði ég primer-vatni yfir allt andlitið til þess að festa förðunina og gefa henni raka. Clinique-förðun Förðun: Guðlaug Jóna Matthíasdóttir Módel: Kolfinna Magnúsdóttir Ég notaði Clinique Clarifying Lotion 1.0-andlitsvatn, setti í bómull og strauk yfir andlitið. Þar á eftir vildi ég gefa húðinni rakabúst og bar því Clinique Moisture Surge Hydrating Supercharged Concentrate yfir allt andlitið. Þar á eftir notaði ég Hydrablur-rakakremið úr Pep Start-línunni. Til að grunna húðina fyrir farða notaði ég Superprimer Universal Face Primer. Ákvað að setja á hana Even Better Glow-farða sem er léttur og gefur miðlungsþekju og fallegan ljóma. Til að hylja augnsvæðið og þau svæði sem þurfti að hylja notaði ég Airbrush Concealer-hyljara í litnum Fair. Til að setja á farðann svo að hann haldist allan daginn notaði ég Almost Powder í litnum Neutral Fair. Til að skyggja andlitið létt notaði ég True Bronze Pressed Powder Bronzer í litnum Sunkissed. Í eplin á kinnunum notaði ég Blushing Blush Powder Blush í litnum Precious Posy, segir Guðlaug. Í augabrúnirnar notaði hún Clinique Instant Lift for Brows í litnum Soft Blonde til að gera þær náttúrulegar. Sem augnskuggagrunn notaði ég Chubby Stick Shadow Tint for eyes í litnum Bountiful Beige en ég notaði það einnig sem ljóma á kinnbeinin. Í augnförðunina notaði ég Super Shimmeraugnskugga í litnum Angel Eyes yfir allt augnlokið og í skygginguna notaði ég augnskuggann Soft Shimmer í litnum Foxier. Til að ramma augun inn notaði hún augnblýantinn Cream Shaper for Eyes í litnum Chocolate Lustre. Maskarinn sem ég notaði var Chubby Lash Fattening Mascara. Varirnar mótaði ég með Quickliner for Lip Intense-varablýantinum í litnum Intense Blush og yfir setti ég Pep Start-varasalva í litnum Guava, segir Guðlaug. Fermingarmyndir MYND ER MINNING Ljósmyndir Rutar og Silju Skipholti Reykjavík Sími Ljósmyndir Rutar og Silju Bobbi Brown-förðun Förðun: Kristín Einarsdóttir, Módel: Kamilla Rós Ég byrjaði á því að undirbúa húðina með nýja ljómakreminu; Glow Illuminating Moisture Balm, í litnum Bare. Kremið undirbýr húðina vel fyrir förðun auk þess að gefa góðan raka og náttúrulegan ljóma. Undir augu setti ég augnkremið Hydrating Eye Cream. Því næst setti ég BB-krem yfir allt andlitið, Bobbi Brown BB Cream í litnum Light. Undir augun bar ég hyljarann Creamy Concealer í litnum Ivory, segir Kristín. Á kinnarnar bar hún kremaðan kinnalit, Pot Rouge í litnum Powder Pink. Hún bar litinn á með puttunum. Því næst púðraði ég létt yfir allt andlitið til að förðunin haldist sem lengst með púðrinu Nude Finished Illumating Powder í litnum Nude, en púðrið heldur húðinni ferskri með því að ljá henni vægan ljóma. Ég skyggði létt undir kinnbein með Bronzing Powder í litnum Golden Light og notaði burstann Angled Face Brush, notaði sama bursta með því sem eftir var í honum yfir enni, höku og kinnar. Að lokum bar ég á kinnbeinin Highlighting Powder-ljómapúður í litnum Opal Glow og úðaði vel yfir húðina með Face Mist-rakaúða. Áður en augnlokin voru förðuð setti hún Long-Wear Cream Shadow Stick í litnum Vanilla og dreifði úr því með fingrunum. Því næst notaði ég augnskugga í litnum Taupe í glóbuslínuna. Á neðra augnlok setti ég sanseraðan augnskugga, Pink Moon úr Satin & Caviar-pallettunni, og úr sömu pallettu skyggði ég léttilega frá ytra horni augans með litnum French Grey. Því næst bar ég Long-Wear Gel Liner eyeliner í litnum Caviar Ink úr sömu pallettu þétt upp að augnhárum til að ramma inn augun, fór svo yfir eyelinerinn með dekksta litnum í pallettunni, Fog, til að mýkja línuna. Næst krullaði ég augnhárin með Eye Curler frá Bobbi og greiddi eina umferð í gegnum þau með Smokey Eyemaskara sem þykkir, lengir og aðskilur augnhárin. Ég notaði svo aftur Taupe-augnskuggann til að fylla létt í augabrúnirnar og svo Brow Shaper Clear til að móta þær. Á varirnar bar hún það sama og hún setti í kinnarnar, Pot Rouge í litnum Powder Pink, en Pot Rouge er hannað til að nota bæði á kinnar og varir. Því næst setti ég varasalvann Extra Lip Tint í litnum Bare Pink Sparkle yfir varirnar.

55 PHOTO EDIT EYE AUGNSKUGGA TRÍÓ 3 fallegir litir sem passa fullkomlega saman Tvöfalt magn af litnum sem þú notar mest Ótrúlega auðveldir í blöndun og einstaklega litsterkir NÝTT!

56 Úrval lampa og ljósa Birt með fyrirvara um prentvillur og verðbreytingar. - Tilboð gilda til 30. apríl Rúmföt frá Engholm fylgja með hverju seldu fermingarrúmi. Fermingar rúm 120x200 cm Verð: Verð áður: Höfðagafl fylgir ekki SÆNG OG DDI SÆNGURVERASETT RÚMTEPPI 20% FERMINGAR AFSLÁTTUR 20% FERMINGAR AFSLÁTTUR Vönduðstu rúmföt sem völ er á 20-40% FERMINGAR AFSLÁTTUR Rúmteppi - Mikið úrval SKÁPÚÐAR - Margir litir HRÚGÖLD MJÚKUR PAKKI Verð frá: % FERMINGAR AFSLÁTTUR Margir litir 20% FERMINGAR AFSLÁTTUR 20% FERMINGAR AFSLÁTTUR Dúnsokkar

57 FERMINGAR TILBOÐ 20% FERMINGAR AFSLÁTTUR Borð Verð: Verð áður: % FERMINGAR AFSLÁTTUR Leður kollur Verð: Verð áður: Borð - steypt Stærð: 40x40x40cm Verð: Fullt verð: BORÐLAMPI JACKSON SÓFI HNÖTTUR Verð: Fullt verð: Úrval lampa og ljósa Verð: Fullt verð: Ljósgrár / dökkgrár Verð: Fullt verð: Stærð: 20x15x10cm

58 58 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Nokkur góð húðráð fyrir fermingardaginn Fátt er mikilvægara en góð húðumhirða. Ekki bara fyrir stelpur heldur líka stráka. Hér eru nokkur góð ráð fyrir hreina, fallega og ljómandi húð. Marta María Getty Images/iStockphoto húðina kvölds og morgna. Það er mjög mikilvægt 1.Hreinsaðu hreinsa mengun og svita af húðinni til að koma í veg fyrir leiðinlegar bólur. Waso Quick Gentle Cleanser frá Shiseido er fullkominn fyrir unga húð. Hann er mildur og mjög auðveldur í notkun. Settu smá í lófann og nuddaðu yfir allt andlitið og skolaðu svo vel af með volgu vatni eða taktu hann bara með þér í sturtuna og hreinsaðu húðina í leiðinni. nóg af vatni. Það er ótrúlegt hvað þú getur 2.Drekktu gert mikið fyrir húðina og heilsuna með því að drekka nægilegt magn af vatni daglega. Stundum þarf örlitla auka hjálp þegar húðin er orðin þurr og erfið eftir langan vetur. Waso Fresh Jelly Lotion frá Shiseido er létt gel sem verður að vatni þegar það flýtur yfir húðina. Gelið er algjör rakabomba en dregur líka úr roða og jafnar húðlit Góður raki skiptir öllu máli þegar kemur að góðri húðumhirðu. Það ættu allir að eiga eitt gott rakakrem til að nota kvölds og morgna. Gott er líka að nota krem eftir sturtu og alltaf hafa það með í íþróttatöskunni. Daily Energizer Cream frá Clarins er dæmi um gott krem sem gefur góðan raka en glansar ekki á húðinni. Það er alveg olíulaust og stútfullt af C-vítamíni sem hjálpar til að jafna húðlit. 4. Það eru því miður fáir sem þjást ekki af þurrum vörum á þessum tíma árs. Gott ráð við því er að bursta varirnar vel með tannbursta. Mikilvægt er að bera góðan varasalva á varirnar áður en þú burstar þær. Algjör nauðsyn er Eight Hour Cream frá Elizabeth Arden sem er ekki bara einn besti varasalvi sem til er, heldur gerir kremið líka undur fyrir slæma þurrkbletti, kuldaexem, naglabönd, sár, bruna og margt fleira. 5. Verndaðu húðina. Umhverfismengun og sólin geta haft mikil áhrif á útlit húðarinnar, geta valdið bólum og 5 4 þurrki. Waso Color-Smart Day Moisturizer frá Shiseido er snilldarkrem sem verndar húðina allan daginn. Kremið er með sólarvörn og verndar hana frá mengum umhverfis en jafnar og birtir líka húðlit. Kremið er hvítt en aðlagast húðlitnum þínum þegar þú nuddar því í húðina. Fullkomið ef þú vilt fela nokkrar litlar bólur og roða án 6 þess að nota farða. er gott að eiga tromp uppi í 6.Stundum erminni. Maskar geta verið vopn gegn alls konar húðvandamálum og geta gert mikið fyrir húðina á stuttum tíma. Mundu að nota þá ekki of oft og notaðu rétta maska fyrir þína húð. SOSmaskarnir frá Clarins eru auðveldir í notkun en SOS-línan inniheldur 3 maska sem vinna á misjöfnum vandamálum. Þeir eiga það allir sameiginlegt að þurfa aðeins 10 mínútur til að ná fullri virkni svo þeir eru mjög hentugir fyrir þá sem vilja fljótlega en áhrifamikla meðferð. Allt fyrir fermingarbarnið Rúm Springdýnur Sængurver Púðar og rúmteppi Gjafavara...við erum með allt þetta og meira til! RÚM Dalshrauni 8 Hafnarfirði Sími rbrum@rbrum.is rbrum.is

59 FERMINGAR2018 TILBOÐ AF VÖLDUM GJAFAVÖRUM GILDIR TIL 21. MARS Hátalari, Jam Heavy Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. Hnattlíkan, gyllt Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. OH stóll frá Umbra Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. Bose heyrnartól Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. EFG skrifborðsstóll Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. Samsonite Base Boost 4 stærðir, 4 litir Verð með afslætti frá: kr. Verð áður frá: kr. EFG skrifborð Verð með afslætti: kr. Verð áður: kr. A4 Kringlunni / A4 Skeifunni / A4 Smáralind / A4 Hafnarfirði / A4 Akureyri / A4 Egilsstöðum / A4 Selfossi / Þú getur einnig fylgt okkur á Facebook pinterest.com/a4fondur og instagram.com/a4verslanir

60 60 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 FLOTTAR Í FERMINGAR- PAKKANN Fermingarhópurinn í Landakotskirkju með þeim Unni Guðnýju og biskupi kirkjunnar, Davíð Tencer. Klassískar bækur eftir Halldór Laxness sem allir ættu að lesa Mynd/Árni Sæberg. Andi lifandi trúar Unnur Guðný María Gunnarsdóttir hefur ásamt prestum leitt börnin í kaþólsku kirkjunni í Reykjavík í fermingarfræðslunni í vetur. Að hennar sögn er fræðslan í stöðugri þróun en áherslan í auknum mæli lögð á anda lifandi trúar með kærleiksríkri nálgun þar sem börnin hafa fengið tækifæri til að æfa sig í ýmsum verkefnum til að styrkja sig í trúnni. Elínrós Líndal Fallegar gjafabækur sem endast út lífið Við fylgjum námskrá frá Páfagarði líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir, förum yfir sjö sakramenti kaþólskrar trúar, boðorðin, trúarjátninguna, bænina og almenna biblíufræðslu. Einnig leggjum við áherslu á að kenna gildi kristinnar trúar, til að mynda hvað það merkir í raun og veru að vera kristin manneskja. Við ræðum við fermingarbörnin um helgisiðina, t.d. um það sem fram fer í messunni, og gerum það á tungumáli sem þau skilja. Svo höfum við verið að ræða um kærleikann í víðu samhengi og fræðum um það sem Biblían kennir um hann, það sem Jesús sagði og kenndi um kærleikann og hvernig við getum orðið lærisveinar Jesú hér á jörðinni, verið ljós af ljósi og kærleiksboðberar hans í lifanda lífi. Unnur Guðný leitast við að nota lifandi trúfræðslu í Landakotskirkju. Kærleiksbréf í heimaverkefni Sem dæmi nefnir Unnur Guðný að þau hafi í vetur farið í æfingu þar sem þau sátu í hring með kerti og sögðu kærleiksríka hluti við manneskjuna sem sat við hliðina á þeim. Eins æfðu fermingarbörnin sig í að skrifa kærleiksbréf til einhvers sem þeim þykir vænt um, og margir vildu skrifa fleiri en eitt bréf. Síðan var eitt af heimaverkefnunum í vetur að vinna kærleiksverk fyrir aðra, en eitt af verkunum var þannig að þau máttu ekki láta vita að þau hefðu unnið verkið, svo sem að skafa snjó og ís af bíl fyrir ókunnuga og fleira í svipuðum dúr. Unnur segir að þau hafi verið dugleg að æfa sig í bæninni í vetur og börnin hafi verið hvött til að líta inn á við, finna hvernig þeim líður í hjartanu og segja Jesú það með sínum eigin orðum, það sé mikilvægur hluti bænarinnar. Fróðleg og skemmtileg bók sem fær okkur til að horfa oftar til himins LANDSINS MESTA ÚRVAL BÓKA BókabúðForlagsins Fiskislóð39 Opiðallavirkadaga10 19 Laugardaga11 16 Jesús þeirra besti vinur Von okkar er að þau finni að Jesús er þeirra besti vinur, og hann er alltaf til staðar og hlustar alltaf. Við biðjum saman og fermingarbörnin bjuggu einnig til bæn saman sem hópur. Og svo er það rósakransbænin, bænin til heilagrar Guðsmóður, en hún er mikilvægur hluti kaþólskrar trúar. Við bjuggum til rósakrans úr kertum í kirkjunni og kveiktum á kerti fyrir hverja bæn og hugleiddum leyndardóma hans, en rósakransbænin er fallegt boð heilagrar Guðsmóður um að

61 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 61 Börnin bjuggu til talnaband úr kertum. færast nær Jesú fyrir milligöngu hennar. Einnig höfum við verið dugleg að leika og skemmta okkur og meðal annars fórum við í óvissuferð sem byggðist á ratleik. Ratleikurinn snerist um að leysa páfa úr haldi en biskup okkar, Davíð Tencer, tjáði börnunum að morgni dags að Frans páfa væri haldið föngnum einhvers staðar á Íslandi og Páfagarður hefði óskað eftir aðstoð hópsins við að finna hann. Hópurinn leysti þrautir og orðaleiki og fór með bænir til að fá vísbendingar, en leikurinn barst meðal annars í Karmelklaustur og St. Jósefskirkju í Hafnarfirði. Páfi fannst svo að lokum bundinn í skrúðhúsi í Kristskirkju og urðu miklir fagnaðarfundir þegar hann var frelsaður. Hvaða áhrif hefur fermingarfræðslan á okkur sem fullorðin erum? Það er talið að heilagur Frans frá Assisi hafi sagt: Boðið fagnaðarerindið en notið orð ef nauðsynlegt er. Það hefur því verið mikil hvatning fyrir okkur sem stöndum að þessu að leitast við að gera þetta sem best úr garði. Við leggjum okkur fram við að fræðslan sé vönduð en jafnframt skemmtileg og að fermingarbörnunum finnist þau vera mikilvægur hluti af kirkjunni, sem er í raun stór fjölskylda. Fyrir mig hefur þetta verið einstaklega gefandi starf, þar sem í raun og veru má segja að börnin hafi verið að gefa mér ekki síður en ég þeim. Þau eru svo lifandi, hugmyndarík og skemmtileg. Ég get varla sett það í orð hvað þau eru frábær, segir Unnur. Hvaða tilgang hefur fermingin í kaþólskri trú? Fermingarsakramentið felst fyrst og fremst í að við játum að Jesús er leiðtogi lífs okkar. Við ferminguna hljótum við sjö gjafir Heilags anda; vísdóm, skilning, ráðspeki, kraft, þekkingu, guðrækni og guðsótta, sem allt er mikilvægt veganesti í lífsins ólgusjó. Við ferminguna staðfestist að heilagur andi var móttekinn í skírninni og hún innsiglar að fullu að við tilheyrum Guði og erum fullgildir meðlimir kirkju hans. Til hvers er ætlast af þeim sem tilheyra kirkjunni og vilja vera virkir í trúnni? Í kaþólskri trú er ætlast til þess að kaþólskir leikmenn séu við messu á sunnudögum og aðra lögbundna kirkjudaga, sem eru nokkrir í kirkjuárinu. Þeir eru 1. janúar stórhátíð Maríu Guðsmóður; páskar; uppstigningardagur; 15. ágúst uppnumning Maríu til himna; 1. nóvember allraheilagramessa og jóladagur. Einnig er ætlast til að fólk gangi til skrifta minnst einu sinni á ári. Bænasystur og kærleiksboðberar Mig langar að spyrja þig aðeins út í nunnurnar í Hafnarfirði og Kærleiksboðberana, hvað kenna þær okkur? Karmelnunnurnar í Hafnarfirði tilheyra bæna- og hugleiðslureglu og tileinka líf sitt bæninni. Það er mjög dýrmætt að hafa þær í samfélagi okkar. Til þeirra leitar stór hópur fólks, bæði kaþólskir og lúterskir, með ósk um fyrirbæn á hverjum degi, t.d. fyrir veikum ástvinum o.s.frv. Í klaustrinu búa tólf Karmelnunnur sem helga sig bæninni í um átta klukkustundir á sólarhring. Þær tala íslensku og reka fallega verslun sem selur handverk og gjafavöru sem þær framleiða. Messað er í klaustrinu á hverjum degi og þangað koma margir sérstaklega til að heyra tónlist systranna. Karmelnunnur sinna einnig andlegri handleiðslu í bænalífi fyrir marga. Í St. Jósefskirkju og í Stykkishólmi eru einnig systur, þernur Drottins og Maríu meyjar frá Matará, en þær sinna mikilvægu safnaðar- og æskulýðsstarfi ásamt trúfræðslu. Kærleiksboðberar móður Teresu eru regla sem hefur það að meginmarkmiði að hlúa að okkar minnstu bræðrum og systrum. Þær sinna óeigingjörnu mannúðarstarfi. Þær heimsækja til að mynda elliheimili og fangelsi og sinna trúfræðslu. Þær reka matsal sem er opnaður þegar mörgum gistiskýlum borgarinnar er lokað á morgnana. Þangað streymir fólk úr ýmsum áttum og fær morgunverð, félagsskap, andlegan stuðning og hlýju. Þar er öllum mætt með brosi og Teresusysturnar láta verkin tala. Á Íslandi er einnig reglufólk á Akureyri og svo er munkaklaustur Kapúsína á Reyðarfirði. Allar þessar konur og karlar sem hafa helgað líf sitt þjónustu í þágu kristinnar trúar eru mikilvægar fyrirmyndir ungs fólks á Íslandi í dag. Eitthvað að lokum? Ég vil nota tækifærið og óska öllum þeim börnum, sem hafa tekið þá ákvörðun að fermast í vor, hjartanlega til hamingju með ákvörðunina og ég samgleðst þeim innilega í hjartanu.

62 62 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Siðferði og ábyrgð í borgaralegri fermingu Jóhann Björnsson, eimspekingur og grunnskólakennari, starfar hjá Siðmennt og sér um fermingarfræðsluna á vegum hennar. Rúmlega 11% barna á fermingaaldri fara í gegnum fermingarfræðslu Siðmenntar á þessu ári. Jóhann ræðir hvað slík fræðsla fjallar um. Elínrós Líndal Málefni er varða mannréttindi og jafnrétti eru til umræðu hjá Siðmennt. Rúmlega 11% barna á fermingaraldri í fermingarfræðslu á þessu ári eru í kringum 470 börn af barna árgangi, segir Jóhann og bætir við að námskeið Siðmenntar séu haldin á Egilsstöðum á þessu ári fyrir 10 börn, í Reykjanesbæ fyrir 16 börn, Árborg 18 börn og yfir 30 börn á Akureyri. Jóhann leggur áherslu á skapandi gagnrýni hjá Siðmennt. Nýjar fermingarmöppur Mappan geymir myndir, gestabók og kort Varðveittu minningarnar um fermingardaginn á einum stað Múlalundur Vinnustofa SÍBS Reykjalundur 270 Mosfellsbær Sími litir Fjölbreytt fræðsluerindi fyrir börnin Aðspurður hvað felist í borgaralegri fermingafræðslu segir Jóhann: Borgaraleg fermingarfræðsla snýst fyrst og fremst um að efla umhugsunarvirkni krakka, við þjálfum skapandi gagnrýni, ábyrgð og heimspekilega siðfræði. Ekki ósvipað barnaheimspeki. Síðan erum við með fjölbreytt fræðsluerindi fyrir börnin, sem dæmi um skaðsemi vímuefna, um kynheilbrigði, jafnrétti, mannréttindi og fleira. Markmið borgaralegrar fermingar er að styrkja sjálfsmynd, metnað og uppbyggilegt hugarfar. Fermingarfræðsla miðar að því að efla heilbrigð og farsæl viðhorf unglinga til lífsins og búa þeim dýrmætt veganesti til framtíðar. Jóhann hefur starfað fyrir Siðmennt frá árinu Fyrsta borgaralega ferming á vegum Siðmenntar var árið Sameinast í fermingarfræðslu Siðmenntar Af hverju velja börn borgaralega fermingu í auknum mæli? Það eru ýmsar ástæður fyrir því að börn velja borgaralega fermingu. Meirihluti barnanna efast í trúmálum, þegar trú og kirkja höfða ekki til þeirra, en við erum einnig með börn sem eru trúuð en hafa áhuga á fermingarfræðslu af þessu tagi. Það skiptir í raun og veru ekki máli hverrar trúar eða lífsskoðunar þú ert. Við sameinumst í námskeiðunum sem manneskjur. Við erum einnig að fá börn sem fermast í kirkjum sem langar að fara í gegnum námskeiðið okkar, því það höfðar til þeirra. Á hverju byggið þið fermingarfræðsluna, heimspekikenningum? Það er margt heimspekimenntað fólk að kenna hjá okkur en við erum ekki að leita í gamlar kenningar, frekar í hagnýtar heimspekikenningar. Börnin eru þá heimspekingarnir sjálf, þar sem þau taka að sér þetta uppgötvunarhlutverk. Börnin æfð í að hugsa sjálfstætt Jóhann segir að þegar velt er upp hugmyndum á borð við rétt og rangt, þá kvikni líflegar spurningar í tímum. Hóparnir eru misjafnir, og það eru oft og tíðum skiptar skoðanir innan hópanna, við erum ekki með námsbækur, heldur æfum börnin í að hugsa sjálfstætt, segir Jóhann en bætir við að ef um fræðsluefni sé að ræða tengt forvörnum og þess háttar, þá sé stuðst við ritað efni. Hvernig upplifir Jóhann ungu kynslóðina okkar? Almennt mjög vel. Það hefur orðið ákveðin þróun á þessum árum sem ég hef starfað fyrir Siðmennt. Þar sem nú er vinsælla að fermast borgaralega, þá fáum við fjölbreyttari hóp af ungu fólki. Áður voru börnin einbeittari í trúleysi og húmanískum kenningum, en í dag er hópurinn allskonar, sem er áhugavert að hafa ólíka aðila í hverjum tíma. Hvað með foreldrana? Foreldrarnir virðast þekkja vel til Siðmenntar. Mörg þeirra sem eru að fermast eiga eldri systkin sem hafa einnig fermst borgaralegri fermingu. Tilgangur lífsins að finna lífsfyllinguna Hver er tilgangur lífsins samkvæmt kenningum húmanista og Siðmenntar? Fyrst og fremst að lifa lífinu, það er algengt grunnstef. Að við finnum tilganginn í daglegum störfum okkar, en ekki utan að okkur. Að við leggjum áherslu á það sem gefur manni lífsfyllingu í lífinu. Spurður um þekkta einstaklinga sem aðhyllast húmanisma nefnir Jóhann geðlækninn Viktor Frankl. Frankl talaði mikið í þessa veru í bókinni sinni: Leitin að tilgangi lífsins. Bertrand Russell er einnig þekktur húmanisti, sem skrifaði bókina: Af hverju ég er ekki kristinn. Immanuel Kant skrifaði um hugrekkið til að hugsa sjálfstætt en það er einnig grunnstef í mörgu í húmanismanum, segir Jóhann og leggur áherslu á að húmanismi feli m.a. í sér að við ræktum mennskuna okkar og séum heiðarleg. Fólki frjálst að finna sitt í lífinu Af hverju er Jóhann sjálfur ekki trúaður? Ég veit það í raun og veru ekki. Enda er svo margt sem ég ekki veit. Kannski áhugavert að spyrja á móti, af hverju ætti ég að vera það? Þegar ég var skiptinemi á námsárum mínum bjó ég á heimili strangtrúaðrar fjölskyldu, ég sótti kaþólskan háskóla, þar sem margir af kennurunum voru prestar. Í raun hef ég aldrei fundið neina þörf til að leita í trúna. Ég á hins vegar vini sem eru trúaðir, en ég sjálfur er ekkert sérstaklega upptekinn af trú og trúmálum annarra. Fólki er frjálst að finna sitt í lífinu. Jóhann segir að í dag sé meira frelsi og hann finni það sem grunnskólakennari sjálfur. Í dag er sjálfsagt að börn fermist í kirkju, eða borgaralega, eða jafnvel ekki. Hvernig getum við landsmenn stutt Siðmennt og starfsmenn stofnunarinnar í verki? Mér finnst það ekki vera málið hvernig eða hvort Siðmennt sé studd af landsmönnum, heldur finnst mér vera mikilvægara að landsmenn standi með mannréttindum og mannúð. Það eru grundvallargildi Siðmenntar og eru mikilvægari en nokkurt félag eða stofnun. Hið óþekkta Mikilvægt að landsmenn standi með mannréttindum og mannúð. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon En hverju trúa húmanistar varðandi málefnið um líf eftir dauðann? Það er alls konar trú í gangi, sumir innan alþjóðlegu hreyfingarinnar, trúa því statt og stöðugt að það sé ekkert fram undan, aðrir segja að þeir bara viti það ekki. Ef það er eitthvað, þá bara gerist það eftir að við deyjum og verður þá bara að koma í ljós. Jóhann segir Siðmennt bjóða upp á þjónustu þegar kemur að nafngjöfum, giftingum og útförum. Formið sé ekki ósvipað því sem við þekkjum annars staðar frá, en ekki sé notast við trúarlega texta né trúarleg tákn. Lykilatriðið er að vera í nánum samræðum við alla aðila. Hvernig þau sjá fyrir sér athafnirnar er miðpunkturinn. Árið 2018 setti Siðmennt einnig upp húmanískt viðbragðsteymi þar sem félagsmenn geta leitað til fagfólks á sviði lækninga, sálfræði, hjúkrunarfræði, félagsfræði og fleira. Siðmennt heldur einnig reglulega uppákomur og málþing þar sem ýmis málefni er brenna á samfélaginu eru rædd, markmiðið er að opna umræðuna án þess að reyna að boða einhverja eina stefnu í málunum, segir Jóhann að lokum.

63 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 63 Fermingarmyndatakan Kristín Þorgeirsdóttir ljósmyndari er einn vinsælasti ljósmyndari landsins þegar kemur að fermingum. Hún bendir á að fermingarárið sé fallegt ár, að börnin breytist mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. Þess vegna sé svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim. Ljósmyndir/ Krissý Kristín lærði ljósmyndun í Tækniskólanum sem auglýsinga- og iðnaðarljósmyndari árið Seinna sótti hún BA-gráðu í Listaljósmyndun í ASU Arizona árið 2000.Kristín Hún hefur verið sjálfstætt starfandi ljósmyndari frá 2006 og er mest að mynda fermingar og nýfædd börn. Hún er dugleg að sækja námskeið með virtum ljósmyndurum. Að mati Kristínar þarf að huga að nokkrum atriðum þegar kemur að fermingarmyndatökunni. Persónulega finnst mér mestu máli skipta að hlusta vel eftir því hvað fermingarbarnið vill fá út úr myndatökunni. Þannig að ég geti látið drauma þess ráða. Kristín passar að gefa viðfangsefninu sínu rúman tíma, svo fermingarbarnið kynnist henni og geti verið það sjálft í myndatökunni. Það skiptir mig máli er að ná fram karakter hvers og eins í myndatökunni, hlusta vel á fermingarbarnið og mæta óskum þess. Afslappaðar myndir vinsælar Hvað er í tísku um þessar mundir þegar kemur að fermingarmyndatöku? Um þessar mundir er í tísku að mynda á vettvangi eins og maður kallar það, þ.e.a.s. úti í náttúrunni eða á fallegum stöðum í borginni. Í raun sem lengst frá stúdíóinu, í náttúrulegri birtu þar sem maður getur náð afslöppuðum eðlilegum myndum. Ég fer oft með hvern og einn á 2-3 staði í myndatökunni. Þá náum við meiri breidd í myndatökunni sem gerir myndirnar fjölbreyttar og skemmtilegar. Hvað ber að forðast? Að hlusta ekki á óskir fermingarbarnsins og gera bara eitthvað. Ég hef ekki trú á óskipulögðum myndatökum, sem eru tilviljunarkenndar. Ég verð að vita að ég sé að mæta væntingum barnsins og fái þannig fram gleðiglampann í augun á því. Skipulagið mikilvægt Hvaða ráð gefur þú foreldrum sem langar í skemmtilegar minningar frá þessum degi í ljósmynd? Að fara vel yfir hvernig myndir þá langar mest að eiga og passa að hafa fermingarbarnið með í ráðum við að skipuleggja myndatökuna og velja sér ljósmyndara. Áttu sögu af skemmtilegri myndatöku? Hver einasta myndataka er ævintýri og skemmtilegheit, svo ég gæti ekki sagt frá einni, ég þyrfti að segja frá öllum! Ég elska svo mikið það sem ég geri og er ótrúlega þakklát fyrir hvern og einn sem velur að koma til mín í myndatöku. Að lokum bendir Kristín á hvað fermingarárið sé fallegt ár, börnin breytast mikið á þessu fermingarári, frá barni í ungling. Þess vegna er svo mikilvægt að staldra við og taka fallega ljósmynd af þeim.

64 64 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Að finna tilgang lífsins í meðbyr Edda Möller er engin venjuleg búðarkona. Hún selur kærleiksríkar vörur úr Kirkjuhúsinu af mikilli visku og alúð. Hún segir þá sem versla í Kirkjuhúsinu koma þangað á mismunandi forsendum. Sumir séu að fagna áfanga líkt og fermingu og skírn, aðrir séu að leita sér að næringu fyrir sálina eftir sorg eða fallegum orðum inn í daginn. Hér ræðir hún áhugaverða hluti fyrir fermingarbarnið að eiga. Aðspurð hvað sé skemmtilegast við vinnuna segir hún: Það koma margir í Kirkjuhúsið. Að hitta fólkið er skemmtilegast við vinnuna. Fólk sem kemur bæði í gleði og sorg. Ég kann að meta hvað fólk er tilbúið að opna hjarta sitt, staldra við og ræða málin. Samtal um lífið og tilveruna er daglegt brauð hér. Við gefum okkur góðan tíma með fólki fyrir bæði gleði og sorg. Elínrós Líndal Sálmabókin mikilvæg Ég kann mikið að meta hvað fólk er tilbúið að koma hingað og opna hjarta sitt, staldra við og ræða málin. Ég trúi því að það sem við erum að gera hér skipti máli fyrir aðra. Hvort heldur sem er að finna tilgang lífsins með fólki í meðbyr eða mótbyr. Edda segir að vinsælasti hluturinn í Kirkjuhúsinu þegar kemur að fermingunni sé sálmabókin. Við hvetjum foreldra fermingarbarna til að halda í þann fallega sið að fermingarbarnið eigi sálmabók sem fylgir því í gegnum lífið. Sálmabókin er ekki bara söngbók heldur líka bænabók. Hægt er að merkja bókina með gyllingu að framan. Hvað er fleira vinsælt í Kirkjuhúsinu fyrir fermingar? Biblían er vinsæl fermingargjöf en við seljum einnig fermingarkerti og gestabækur sem foreldrarnir kaupa hjá okkur fyrir veisluna. Gestabókin er líka minningabók um fermingardaginn, en í henni má geyma kort og myndir frá viðburðinum. Í Kirkjuhúsinu fást bækur og tónlist fyrir börn og fullorðna en einnig falleg gjafavara á kristnum grunni. Já, við erum einnig með krossa til að bera sem hálsmen og svo eru Willow Tree-stytturnar okkar vinsælar. Þær tjá tilfinningar á borð við gleði, vináttu og þakklæti. Svört klassísk Biblia. Sölt og sæt orð inn í daginn Fimm mínútna biblían er einnig áhugaverður kostur fyrir unga fólkið. Í henni er ein síða fyrir hvern dag ársins. Fjársjóður eru lítil spil sem þú dregur á hverjum degi og hugleiðir yfir daginn. Að mínu mati stendur þessi vara undir nafni og er eins konar brú á milli almennings og kristinnar trúar inn í daginn. Salt og hunang er bók sem auðvelt er að reka augun í þegar maður kemur inn í verslunina og hefur hún fengið mikið lof lesenda að undanförnu. Já, Salt og hunang er góð bók til að gefa fermingarbarninu. Hún er hugleiðing fyrir hvern dag ársins, í raun íhuganir út frá 365 versum í Biblíunni, ein fyrir hvern dag ársins. Orðin, sem ýmist eru sölt eða sæt, skilja eftir mikinn eftirkeim hjá lesandanum og það hefur vakið Styttan með verndarenglinum er vinsæl og falleg gjöf. Salt og hunang er vinsæl í Kirkjuhúsinu. Hún gefur lesendum dagleg orð til íhugunar úr Biblíunni. Kærleiksfjársjóður. Orð dagsins. Edda Möller búðarkona í Kirkjuhúsinu er hér til hægri ásamt samstarfskonu sinni Guðbjörgu Ingólfsdóttur. Friður í hjarta, orð Móður Teresu. Faðir vor krossinn. Morgunblaðið/Kristinn Magnússon áhuga fólks víða á bókinni. Edda segir fermingarbörn mjög áhugasöm um það sem er í boði í Kirkjuhúsinu, ekki síst stúlkurnar, þótt hún sé ekki viss um að það passi að koma því áleiðis í svona viðtali. Þau hafa gert sér grein fyrir því í langan tíma að það komi að þeim að fermast, þau sjálf eru miðpunktur þessa viðburðar og hafa lengi hlakkað til. Fermingarundirbúningurinn er skemmtilegur og nútímalegur, lífsleiknikennsla í fyrirrúmi. Ræktið vináttu ykkar við börnin Edda segir lífið áskorun og ýmislegt komi upp á yfirborðið á tímamótum í lífinu, eins og fermingardagurinn er. Kannski er það líka bara gott. En ég hvet foreldra til að setja börnin sín í öndvegi og gera þennan dag sérstakan, sama á hverju gengur; gleyma áhyggjum og njóta saman. Þetta eru dásamleg börn sem við eigum og eru að fermast, leyfum þeim að finna að þetta er mikilvægur dagur sem þau eiga skilið. Vill Edda koma einhverju á framfæri að lokum? Það sem mig langar að benda foreldrum á er að stilla saman strengi fyrir ferminguna og rækta vináttuna við börnin sín, sem er að mínu mati það dýrmætasta í þessu lífi. Ég mæli alltaf með því að foreldrarnir lesi Con Dios-fermingarkverið, annaðhvort fái það að láni eða lesi með börnunum. Þar eru svo magnaðar sögur; um vináttuna, það að vera góð fyrirmynd og leiðtogi, bænina og jafnvel einelti sem öllum er hollt að spegla sig í. Bókin fjallar um Guð, lífið og manneskjurnar út frá forsendum barna á fermingaraldri, hún er litrík og fallega myndskreytt og ég get fullvissað ykkur um að hún nær til okkar allra. Rafmagnsgítar Kassagítar Rafmagnsbassi Klassískur gítar Kassabassi Hljómtæki í úrvali Þráðlaus míkrafónn Söngkerfi Ukulele Hljómborð í úrvali Míkrafónar íúrvali Gítarinn ehf Stórhöfða Reykjavík S: Kajun tromma Rafmagnsfiðla Heyrnartól Gítarpakki Listaverð: ,- Okkar verð: ,- Gítar, poki, ól, stillitæki, auka strengjasett og kennsluforrit. Maríubænin Talnabönd hafa verið vinsæl lengi. Í þessari grein er fjallað um Maríubænina, sem er stór hluti af Rósakransbæninni sem beðin er með talnabandinu. Þegar María mætti Gabríel erkiengli ávarpaði hann hana með þessari bæn, sem enn í dag er í hávegum höfð. Maríubæn Heil sért þú María, full náðar. Drottinn er með þér; blessuð ert þú meðal kvenna, og blessaður er ávöxtur lífs þíns, Jesús. Heilaga María, Guðsmóðir, bið þú fyrir oss syndugum mönnum, nú og á dauðastundu vorri. Amen. Rósakransbænin Stór hluti Rósakransbænarinnar, þar sem notast er við talnaband við bænir er Maríubænin. Fleiri bænir eru hluti af Rósakransbæninni og eru perlur talnabandsins notaðar til að telja bænirnar. Maríubænin kemur fram í Biblíunni, þegar Gabríel erkiengill heimsækir Maríu móður Jesú ávarpar hann hana með bæninni áður en hann tilkynnir henni að hún sé sú sem hefur orðið fyrir vali Guðs til að bera son hans Jesú sem yrði eingetinn. Bænahugleiðsla Bænin þykir áhrifamikil á margan hátt. Þeir sem biðja bænarinnar reglulega, gera það sem hluta af Rósakransbæninni og segja að bænin færi þeim frið og heilagan anda. Bænin er sögð vera sterk fyrir margar sakir en þeir Thinkstockphotos. Elínrós Líndal sem hafa þjálfast í að hugleiða bænina og biðja fyrir þeim sem eru sjúkir inn á milli í bæninni, þeim sem eru að deyja og þeim sem veikir eru, segjast fá mikið þakklæti og frið í hjartað. Trúaðir segja bænir sem farið er með fylgja þeim sem beðið er fyrir og safnast fyrir á himnum. Talað er um fyrirbænir og bænaefni og eru fjölmargir bænahópar víða um landið sem biðja bænir fyrir þá sem þurfa með sínum hætti. Maríurnar settar í tónlist Ávarp Gabríels Heil vert þú sem nýtur náðar Guðs hefur orðið tilefni mikillar og fagurrar kirkjutónlistar og vart hægt að kasta tölu á allar Ave Maríurnar sem sungnar eru Maríu til vegsemdar. Við eigum okkar fögru Ave Maríu eftir Sigvalda Kaldalóns fyrir utan aðra dýrðaróða til Maríu. Myndlistarmenn hafa einnig gert þessum viðburði í Biblíunni skil. Slík listaverk er helst að finna í listasöfnum erlendis eða í kaþólskum kirkjum. En þess má geta að Maríubænarinnar sem og Rósakransbænarinnar er beðið af mörgum sem iðka kaþólska trú daglega.

65 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 65 Sækir innblástur til Lundúna Unnur Eir sýnir börnunum sínum réttu handtökin. Gullsmiðurinn Unnur Eir, sem rekur skartgripamerkið EIR, sendi frá sér nýja línu á dögunum sem kallast Draumar. Marta María Draumar er ný lína sem er innblásin af þessu klassíska, stílhreina og fínlega en hönnunin fangar síðan eitthvað aðeins villtara. Þegar ég bjó í London sótti ég svolítið í tísku- og pönkstílinn úr menningunni í Camden Town og Shoreditch og þau áhrif fylgja mér aðeins í hönnuninni, segir Unnur Eir. Eyrnalokkar eru uppáhaldsskartgripir Unnar Eirar. Ég er mjög hrifin af lokkum og byrja oft ferlið að hanna þá. Út frá lokkunum kemur svo kannski heilsteyptari lína með hálsmeni og armbandi. Það er sérlega skemmtilegt að hanna eigin línu. Ég byrja að skissa skartið upp, sé línuna fæðast. Síðan þarf maður að sjá hvort teikningin af blaðinu og hugsunin geti gengið upp í málmi og orðið að men er úr Þetta háls- skartgrip. Að þetta fúnkeri allt saman. nýjustu línu Oft breytist skartgripurinn í ferlinu; frá Unnar Eirar. því hann verður til á teikniborðinu þar til hann er fullmótaður. Unnur Eir lauk meistaranámi í gullsmíði árið 2007 og nam einnig við listaháskólann Central Saint Martins í London. Margir frægir hönnuðir hafa verið í skólanum, m.a. Stella McCartney, sem lærði fatahönnun þar. Skartgripahönnunin er mjög skemmtilegt og gefandi starf. Svo starfa ég í fjölskyldufyrirtækinu Meba þannig að ég er umvafin skartgripum og hönnun allan daginn, segir hún. Afi Unnar Eirar, Magnús Eðvald Baldvinsson, stofnaði Mebu Foreldrar mínir, Þurý Magnúsdóttir og Björn Árni Ágústsson, fóru síðan að vinna hjá afa. Pabbi fór í úrsmíðanám og foreldrar mínir komu þá meira inn í reksturinn. Þau tóku upphafsstafi afa og pabba, Magnúsar Eðvalds og Björns Árna, í nafn fyrirtækisins. Fyrirtækið flutti í Kringluna 1987 þegar verslunarmiðstöðin var opnuð og þá varð nafnið Meba til. Þegar Smáralind var opnuð 2001 opnuðum við einnig verslun þar, segir Unnur Eir en hún og systir hennar Eva starfa báðar í Meba og eru þriðja kynslóðin sem þar starfar. Fermingadagar Tjöld Kúlutjald 3ja-4ra manna. Svefnpokar Mistral Kuldaþol -19 Þyngd 1,76 kg kr kr. Snjóbrettapakkar 30% afsláttur Vatnsheldni 4000mm. SERAC 3ja-4ra manna kr kr. Micra Kuldaþol -14 Þyngd 1,0 kg kr. Topas Kuldaþol -25 Þyngd 1,55 kg kr kr. Skíðapakkar 30% afsláttur Bakpokar Mikið úrval Lowe alpine 60-80L TILBOÐ kr. Lowe alpine 30-45L TILBOÐ kr. FLY 30L kr kr. Explorer 75L kr kr. Activens 55L kr kr. Góð gæði Betra verð l s Ís en ku ALPARNIR Ármúla 40 // Sími

66 66 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Allt sem nýtur umhyggju er fallegt Jóna Hrönn Bolladóttir prestur er landsmönnum kunn. Hún er sóknarprestur í Garðasókn og hefur verið ötul í gegnum árin að ræða kærleikann og trúmál við þjóðina. Hún hefur verið með fjöldann allan af börnum í fermingarfræðslu í ár og segir frá óvenjulegu ári í fermingarfræðslunni, en hún hefur aldrei kynnst öðrum eins áföllum í einum árgangi. Hún mælir með að við tölum um tilgang lífsins við börnin í stað hamingjunnar. Enda er lífið fullt af áskorunum eins og reynslan hefur kennt henni. Elínrós Líndal Spurð hvernig fermingarfræðslan hefur gengið í vetur segir Jóna Hrönn að hún hafi gengið afar vel. Við leggjum mikinn metnað í þennan starfsþátt í safnaðarstarfinu á hverju ári. Fermingarbörnin eru framtíðarfólk og við viljum nesta þau í trú, von, kærleika og gleði. Það er líka markmið hjá okkur að þau upplifi að þau eigi andlegt heimili í sóknarkirkjunni sinni og viti að þangað geti þau leitað bæði í gleði og sorg. Það hafa orðið mörg áföll í mínu prestakalli, Garðaprestakalli, þau þrettán ár sem ég hef þjónað, enda stórt bæjarfélag, og þá hef ég mætt fermingarbörnunum mínum aftur í alls konar aðstæðum og þá er gott að finna þennan streng sem myndast á fermingarvetrinum og lifir áfram. Þau þekkja mig og hina prestana, Hans Guðberg Alfreðsson og Friðrik J. Hjartar, sem einnig þjóna hér og það auðveldar okkur að mætast á vegferðinni þegar tengslin bundust á fermingarvetrinum. Það er í mínum huga alveg óskaplega dýrmætt, því þegar áföllin dynja yfir er svo margt framandi og því gott að handleiðarinn sé þér kunnugur og þekki þig á mótunartíma eins og fermingarveturinn er. Jóna Hrönn Bolladóttir prestur er með stærsta fermingarhópinn sinn til þessa. Morgunblaðið/Hanna Aldrei kynnst meiri áföllum í einum árgangi Hvernig er árgangurinn að þessu sinni? Þetta er stór árgangur og ég held að við höfum aldrei haft fleiri einstaklinga í fermingarfræðslunni. Við kynjaskiptum og fermingartímarnir eru því ólíkir. Á þessum aldri fer mikið fyrir drengjunum og við þurfum að glíma svolítið, sem er býsna hollt og gott. Stelpurnar eru yfirvegaðri á þessum aldri en það er mikið gaman að hitta þau í hverri viku og vera alltaf í alvöru umræðu. Það er ekkert small talk. Við erum í stóru spurningunum. Það hefur líka haft gríðarleg áhrif á starfið í vetur að tvær af fermingardætrum okkar hafa misst mæður sínar í blóma lífsins. Ég hef aldrei áður upplifað svona mikil áföll hjá einum árgangi á einum vetri. Enginn getur skilið þann sársauka og söknuð sem Fyrir veisluna Kjóll kr Við erum á facebook Bæjarlind 6 sími þær eru að fara í gegnum ásamt fjölskyldum sínum nema sá sem hefur verið í þessum sporum. Fátt er erfiðara en að missa mömmu sína á þessum aldri. Þetta voru sterkar mæður og miklar fyrirmyndir en margar fjölskyldur í árganginum þekktu þær og hafa verið samferða í gegnum uppvöxt barna sinna. Það segir sig því sjálft að þetta hefur bundið okkur öll saman böndum samkenndar og umhyggju. Aldrei fyrr höfum við rætt eins mikið um sorgina og vonina og í fermingartímunum í vetur. Undursamleg gullkorn Þegar þær misstu mæður sínar tókum við tíma í það að fermingarbörnin fengu tækifæri til að skrifa þeim persónulega kveðju sem ég færði þeim á útfarardegi mæðra þeirra. Í þessum tæplega tvö hundruð kveðjum sem hvor þeirra fékk fann ég undursamleg gullkorn sem ég aldrei gleymi. Þau stöldruðu við og reyndu að setja sig í sporin þeirra og fundu til samkenndar og elskusemi. Ég á þá bæn eftir þennan vetur að þær tvær nái flugi eins og mæður þeirra hefðu þráð og missi aldrei vonina, enda báðar stúlkurnar alveg einstaklega vel gerðar og mæður þeirra lögðu þeim til hluti sem munu fylgja þeim alla ævi. Einnig þakka ég fyrir að fólkið í þeirra nærumhverfi lætur sér ekki á sama standa og vill fá að vera hendur Guðs í þeirra lífi. Ræðum tilgang frekar en hamingju Hvaða tilgang hefur ferming í lífi barna? Ég held að við eigum að hætta að leggja svona mikla áherslu á að ræða um hamingjuna við börnin okkar en leggja þeim mun meiri áherslu á að ræða um tilgang. Hver er tilgangur lífs þíns? Það er sú spurning sem við eigum öll að spyrja því að þá erum við að næra eina af frumþörfum okkar. Það að hafa tilgang er hverri manneskju gjörsamlega lífsnauðsynlegt. Það er t.d. forvörn gegn sjálfsvígum. Það er upplifun af tilgangsleysi sem rífur frá okkur unga fólkið. Í fermingartímunum erum við að ræða um tilgang, hver er tilgangur lífsins? Hver er tilgangur með veru minni í þessum heimi? Hver er ábyrgð mín í þessum heimi? Skipti ég máli? Hvernig mætum við fólki sem lendir í áföllum? Hvernig höldum við áfram þrátt fyrir áföll? Hver er ábyrgð mín gagnvart náttúrunni og öðru fólki? Hvað er jafnrétti? Þessara og margra fleiri spurninga er spurt og við notum helgisagnirnar okkar og persónu Jesú Krists og dæmisögur hans til að ræða margar af þessum spurningum. Stórkostlegt hlutverk foreldra að koma börnum til manns Ég held að það sé aldrei eins mikið grátið í kirkjunni og á fermingardaginn. Það eru margir sem fella tár, sérstaklega ömmur. Það eru tár þakklætis og ástar. Þetta er alveg ferlegt hjá mér; eftir því sem ég eldist er ég alltaf að fara að gráta í fermingarmessunum og þarf oft að klípa mig í lærið til að fara ekki að brynna músum. Þú horfir á unglinginn þinn í hvíta kyrtlinum og þú veist að það er ekkert sjálfsagt að eiga þetta barn og fá það stórkostlega hlutverk að koma því til manns. Þú veist það, þetta er gjöf. Þú ert auðvitað líka kvíðin yfir hulinni framtíð. Hvað bíður þeirra? Hvernig mun þessi heimur þróast? Verða þau eins heppin og ég að lifa við frið og fegurð á þessu landi? Ég veit að foreldrar hér í Garðabæ hvetja unglingana sína til að fermast, hvort sem það er í sóknarkirkjunni eða borgaralega, vegna þess að þetta er mótunartími og gott að fá stuðning við að leggja inn mikilvæga vegvísa og gildi hjá unglingunum eins og gert er bæði hér hjá okkur, öðrum kirkjum og hjá Siðmennt. Þau þyrstir í samtöl á þessum aldri og það er gott að fá fleiri til að vera með í samtalinu við þau. Það er líka dýrmætt hvað margir foreldrar fylgja fermingarbörnum í messur og ýmsa viðburði í safnaðarstarfinu og við fáum mjög mikið af uppörvandi kveðjum og þakklæti. Við kunnum svo sannarlega að meta það. Köllunin kom fljótt Hvernig stóð á að þú varðst prestur? Ég ólst upp á prestssetri, Laufási við Eyjafjörð. Foreldrar mínir sátu staðinn og pabbi, Bolli Gústavsson, var þar prestur öll mín uppvaxtarár og mamma mín, Matthildur Jónsdóttir, þjónaði kirkjunni þar af miklu æðruleysi og ósérhlífni í sjálfboðavinnu sem prestsmaki. Ég ætlaði að verða prestur strax sjö ára gömul og sá því ekkert til fyrirstöðu en það voru samt þrjú ár í það að fyrsta konan yrði vígð á Íslandi, sr. Auður Eir Vilhjálmsdóttir. En sem betur fer fór nú enginn að segja mér að ég ætti ekki möguleika á því að vera í þessari þjónustu. Ég var líka mjög félagslega virk strax sem barn og ég elskaði allt þetta félagslega; að mæta í sunnudaga-skólann, fara í allar fermingarveislur með pabba og mömmu í sveitinni, mæta í messur og taka á móti fólki í messukaffi heima í Laufási og hjálpa til. Mér fannst þetta algjört æði og svo hafði þetta líka allt saman áhrif á mig trúarlega og mér fannst Jesús Kristur flottastur af öllum. Hann hefur alltaf verið minn meistari. Að bera á bænarörmum Hvernig getum við almenningur stutt presta í verki? Þjóðkirkjan er stærsta fjölda-

67 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 67 Glaður hópur fermingabarna í Vídalínskirkju. hreyfing í landinu og það er magnað hvað margir eru þar í sjálfboðinni þjónustu í gegnum sóknarnefndir, kirkjukóra, messuþjónastarf, 12 spora leiðtogar, kirkjuþing, héraðsnefndir, leiðtogar í barnastarfi og svona mætti endalaust telja. Besti stuðningurinn við presta er að hafa fleiri góða lærisveina í gegnum sjálfboðna þjónustu. Þá er presturinn ekki einn á lærisveinagöngu sinni því öll erum við að læra á vegferð trúarinnar. Prestar eru oft svo miklir einyrkjar og það er ekki gott, þeir þurfa að uppbyggjast í samfélagi. En ekkert veit ég betra en þegar ég fæ fyrirbæn og ég hef orðið þess áskynja að það hefur margt fólk innan kirkjunnar beðið fyrir mér í gegnum árin og það er það besta sem ég veit. Ég er í bænahóp kvenna og við elskum og virðum hver aðra og ég veit að þær biðja stöðugt fyrir mér og ég er endalaust þakklát fyrir það og geri allt til að bera þær á bænarörmum. Manneskjur eru svo merkilegar Hvaða kraftaverk hefur þú upplifað í trúnni? Ég upplifi kraftaverk á hverjum degi þar sem mannsandinn og guðsandinn renna saman. Í vetur sýndum við fermingarbörnunum tvö vídeó með viðtölum við undursamlegt fólk í Samhjálp sem hafði verið deyjandi utangarðsmenn. Þetta eru þau Magdalena Sigurðardóttir, sem mætti Jesú Kristi í Hlaðgerðarkoti og hefur náð undraverðum árangri og er starfandi fíkniráðgjafi í dag, og Gugga og Jói, sem voru við dauðans dyr, langt gengnir sprautufíklar en fyrir kraftaverk komu til baka og hafa starfað fyrir Samhjálp. Þessir þættir höfðu mikil áhrif á unglingana og okkur fræðarana enda saga þeirra þriggja stórbrotin og sterk. Ég er stöðugt að sjá kraftaverk í mínu starfi, ekki síst í gegnum fólk sem lendir í miklum áföllum en rís upp úr vonlausum og ósanngjörnum aðstæðum og lifir fallegu og gefandi lífi og ég er viss um kraft heilags anda í aðstæðum margra. Ég heyri oft svo ótrúlegar sögur í sálgæslu og ég vildi óska þess að ég gæti deilt þeim öllum því þær segja manni hvað andi fólks getur orðið stór. Manneskjur eru svo merkilegar. sigruð til að geta hafið sigurgöngu, þetta á við gagnvart fíknum, kvíða, ótta og tilgangsleysi. Svo er iðkunin mögnuð, að aga sig til iðkunar. Þá er ég að tala um bænina, hugleiðslu, núvitund, kyrrðarbæn og slökun. Við erum líkami, sál og andi og allt þarf að rækta með iðkun og umhyggju. Því allt sem nýtur umhyggju er fallegt. Hvernig getum við á skemmtilegan hátt eflt trú barnanna okkar í verki? Við erum með frábært verkefni á hverju ári í fermingarfræðslunni en það er að safna fyrir vatnsbrunnum í Úganda og kynnast aðstæðum barna þar, öll fermingarbörn í þjóðkirkjunni fara af stað út í skammdegið og knýja dyra hjá landsmönnum og bjóða fólki að styrkja þetta mikilvægi verkefni sem felst í því að bjarga mannslífum. Hjálparstarf kirkjunnar hefur um nokkurra ára skeið stutt verkefni í þremur héruðum í Úganda og það snýst um að draga úr tíðni HIV-smits og áhrifum alnæmis á samfélagið. Sá hluti sem Hjálparstarfið styður snýst um að hjálpa börnum sem misst hafa báða foreldra úr alnæmi og búa ein. Áhersla er á að bæta lífsskilyrði þeirra með því að reisa handa þeim íbúðarhús með grunnhúsbúnaði og eldaskála með sérhönnuðum hlóðum sem spara eldsneyti og helstu áhöldum. Hreinlæti á heimilum er aukið með fræðslu og með því að gera kamra og hreinlætisaðstöðu. Einnig er gengið frá því að börnin hafi betri aðgang að hreinu vatni með því að koma upp safntönkum við hús. Fermingarbörnin okkar fá kynningu á þessu mikilvæga starfi og safna peningum fyrir börnin í Úganda og það safnast margar milljónir á hverju ári frá öllum fermingarbörnum kirkjunnar og við hvetjum þau til að taka þátt í hjálparstörfum bæði hér heima og erlendis ef þau hafi tækifæri til í framtíðinni. Hvernig aðstoð bjóðið þið upp á fyrir börn, fjölskyldur og almenning í landinu? Ég get ekki svarað fyrir allar kirkjur í landinu. En í Garðabænum höfum við boðið upp á skapandi starf fyrir börn á aldrinum 7-16 ára og þá aðallega í gegnum tónlist. Við erum með frábært fólk, reynda og hæfileikaríka einstaklinga, í verkefnunum. Við erum til dæmis með Jóhönnu Guðrúnu Jónsdóttur, Davíð Sigurgeirsson og Ingvar Alfreðsson í tónlistarstarfinu og þau eru þjóðþekkt fyrir sína miklu hæfileika. Við bjóðum upp á sálgæsluviðtöl í gegnum presta, djákna og trúarbragðafræðing við söfnuðinn. Við erum með marga sorgarhópa sem starfa árið um kring og ég held að þau sem sækja slíkt starf séu á bilinu ára því fólk missir á öllum aldri. Við erum með djákna, Helgu Björk Jónsdóttur og Margréti Gunnarsdóttur, sem sinna húsvitjunum og heimsóknum á hjúkrunarheimilið í bænum. Þar er verið að vitja fólks sem hefur orðið fyrir missi eða glímir við veikindi. Við erum með opið hús fyrir eldri borgara í viku hverri, bænahópa, kyrrðarstundir og afar fjölbreytt helgihald þar sem áherslan er á kærleiksríkt andrúmsloft þar sem allir eru velkomnir til að njóta og vera með. Við erum með styrktarsjóði sem við úthlutum úr til að mæta fólki í fjárhagserfiðleikum, fólki sem glímir við veikindi, tímabundið atvinnuleysi, fólki sem vill sækja nám eða þarf stuðning fyrir börnin sín. Við erum með ýmiskonar fræðslu. Í þessum mánuði tókum við okkur saman söfnuðir Hafnarfjarðar og Garðabæjar og buðum skólastjórnendum upp á fræðslu um sorg barna eftir aldri og þroska og vorum þar með frábæra fyrirlesara og áttum gott samtal. Svo erum við auðvitað með sunnudagaskóla og foreldramorgna þar sem börnin okkar eru í heiðurssæti. Við viljum að allt starf kirkjunnar sé sönn kærleiksþjónusta. Kirkjan er mannlífstorg þar sem allir aldurshópar eiga að hafa rými og meistarinn er Jesús Kristur. Áttu sálm eða vers úr biblíunni tengt fermingunni sem þér þykir skemmtilegt? Mér þykir undurvænt um sálminn Glæsilegt fermingarskraut hans séra Friðriks Friðrikssonar, ekki síst vegna þess að hann var svo mikill hugsjónamaður og líklega einn áhrifaríkasti einstaklingur í íslensku samfélagi á tuttugustu öldinni. Hann stofnaði KFUM/K og sumarbúðirnar í Vatnaskógi og ég veit fátt betra en að standa í gamla skálanum í skóginum og segja fermingarbörnunum frá þessum einstaka manni sem hafði mikil áhrif á ungt fólk til góðs og hafði örugglega alveg ómælda tilfinningagreind. Hann átti reynslu af því sem ungur maður að missa sjónar á tilgangi lífsins og það var stutt í það að hann félli fyrir eigin hendi en í gegnum kærleiksþjónustu gagnvart meðbróður sínum vaknaði neistinn aftur og hvísl andans náði inn að hjarta hans og hann þjónaði fólki, sérstaklega ungu fólki, af mikilli ástríðu stóran hluta af tuttugustu öldinni. Vers valið af Jónu Hrönn: Konungur lífsins kemur hér til sala, kveður til fylgdar börnin jarðardala, undan þeim fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann. Fermingarbarn, til fylgdar þig hann krefur, fegurstu kosti eilífs lífs hann gefur, sakleysið verndar, sorg í gleði breytir, sigurinn veitir. Styrki þig Guð að velja veginn rétta, viskan og náðin sveig úr rósum flétta, undan þér fer hann, friðarmerkið ber hann, frelsari er hann. Fegurðin og umhyggjan Hvernig getum við komist í gegnum lífið og sleppt óttanum og treyst Guði? Stundum getum við ekki meir, eða eins og Gugga og Jói sögðu áður en þau hófu batagönguna: Við vorum alveg á lokastigi alkóhólismans en svo gáfumst við bara upp. Fyrsta sporið í 12 spora vinnunni er góð leið: Við viðurkenndum vanmátt okkar vegna aðskilnaðar frá Guði og að okkur var orðið um megn að stjórna eigin lífi. Við verðum oft að lýsa okkur Faxafeni 11, RVK s partybudin Sjá úrvalið á facebook síðu Partýbúðarinnar

68 68 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Svona býrðu til fermingartertu Dreymir þig um að baka fermingarköku fyrir barnið þitt en kannt ekki réttu trixin? Systurnar Kristín Eik og Katrín Ösp Gústafsdætur reka verslunina Allt í köku. Hér gefa þær lesendum uppskrift að súkkulaðiköku fyrir 25 manns. Marta María 150 g smjör 150 g smjörlíki 320 g sykur 200 g púðursykur 4 egg 1 msk. vanilluextrakt 250 ml sterkt kaffi 140 g sýrður rjómi 18% 85 g kakó 340 g hveiti 2 tsk. lyftiduft 1 tsk. matarsódi bökunarpappír undir. Annars er hætt við að kakan festist við grindina. Vanillusmjörkrem Allt í köku 215 g smjör 215 g smjörlíki 520 g flórsykur 1½ tsk. vanilluextrakt Fyrir súkkulaðismjörkrem, bætið kaffi og kakói saman við vanillusmjörkremið. 2½ tsk. sterkt kaffi 35 g kakó prentagram.is Þín eigin boðskort einfalt, einstakt og þægilegt Perla Nýtt dömuúr frá YRSA Reykjavík Sjálfvinda (Automatic) úr stáli og keramik með perlumóður skífu. Umhverfisvænt, engin batterí ,- Bankastræti 12, sími skartgripirogur.is 1. Hitið ofninn í 160 gráður á undir- og yfirhita. 2. Setjið bökunarpappír í botninn á þremur 23 cm formum og penslið með matarolíu. 3. Hellið upp á 250 ml af sterku kaffi og blandið sýrðum rjóma og kakói saman við. Leyfið að kólna aðeins. 4. Þeytið smjör og smjörlíki á miklum hraða þar til smjörblandan verður ljós og loftmikil. 5. Bætið sykri og púðursykri saman við og þeytið vel saman. 6. Bætið við einu og einu eggi í senn og þeytið vel á milli. 7. Bætið vanilluextrakt út í og blandið vel. Við mælum með Madagaskar vanillu, hún gerir gæfumuninn. 8. Blandið hveiti, lyftidufti og matarsóda og hafið sigti við höndina. 9. Hellið helmingi kaffiblöndunnar í deigið og þeytið vel. 10. Sigtið helming hveitiblöndunnar út í deigið og skafið skálina með sleif til þess að allt blandist vel. 11. Hellið restinni af kaffiblöndunni út í og hrærið vel. 12. Sigtið restina af hveitiblöndunni út í skálina og passið að deigið verði kekkjalaust. 13. Hellið deiginu í mótin og sléttið úr því með litlum spaða. 14. Bakið í 35 mínútur, eða þar til bökunarnál kemur hrein úr kökunni miðri. Ef bakað er á tveimur hæðum þarf kakan af neðri grind að færast upp þegar hinar eru teknar út og bakast í 8 mínútur í viðbót. 15. Kælið í nokkrar mínútur í mótinu og færið botnana síðan á kæligrindur. Látið botnana snúa rétt á grindunum með ERNA GULL- OG SILFURSMIÐJA Íslensk hönnun og smíði síðan 1924 Skipholti 3 Sími erna.is 1. Þeytið smjör og smjörlíki á miklum hraða þar til það verður mjög ljóst og loftmikið. 2. Bætið flórsykri saman við og þeytið á miklum hraða í nokkrar mínútur. Ef þið þeytið á litlum hraða verður smjörkremið linara og erfiðara að láta það standa vel þegar því er sprautað á kökuna. 3. Setjið vanilluextrakt saman við og þeytið í nokkrar mínútur í viðbót. Ef þið ætlið að gera súkkulaðismjörkrem, bætið kaffi og kakói saman við með vanillunni. 4. Ef þið viljið fá alveg slétt krem án lofts er gott að gera kremið deginum áður og geyma í kæli yfir nótt. Þegar það er þeytt upp daginn eftir verður kremið stíft og loftlaust. Þessa aðferð er gott að nota þegar þið ætlið að hjúpa kökuna með kremi, þ.e.a.s. ef þið ætlið ekki að setja sykurmassa yfir, og til að fá sléttari áferð á kremið þegar því er sprautað. Súkkulaðikakan er best ef hún er sett saman deginum áður en hún er borin fram. Þá nær kremið og kakan að samlagast og kakan verður þéttari og betri. Kakan geymist í allt að 12 daga í kæli og það má frysta hana, með kremi eða án. Fermingarkakan: 5 botnar með súkkulaðismjörkremi á milli. Hjúpuð með vanillusmjörkremi og sykurmassa. Smjörkrem: 1. Setjið smjörkremið á milli botna og hjúpið kökuna með kremi. Það er gott að nota lítinn spaða til að dreifa úr kreminu. Setjið mikið af kremi á kökuna og skafið umframkremið í burtu með sköfu. Sléttið toppinn með stórum spaða. 2. Ef þið viljið hvíta eða litríka súkkulaðiköku með súkkulaðismjörkremi getið þið annað hvort hjúpað kökuna með sykurmassa eða sett auka lag af smjörkremi yfir kökuna. Sykurmassann er best að setja á kökuna strax eftir að smjörkremið er komið á. Ef kakan er kæld áður en massinn er settur á sjást allar misfellur í kreminu í gegnum massann. Þá þarf kremið að vera alveg slétt undir og það þarf einnig að pensla kökuna með vatni svo sykurmassinn límist við. Þegar auka lag af smjörkremi er sett á þarf hins vegar að kæla kökuna vel áður en það er gert. Annars blandast kremið á kökunni við litinn sem settur er yfir. Massi: 1. Hafið öll nauðsynleg áhöld við höndina; hanska, sykurmassa,

69 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 69 Er veisla framundan? Jakki kr. Kimono kr. Buxur kr. Kjóll kr. kartöflumjöl, stórt kefli, sléttara og pítsuskera. 2. Hnoðið massann vel og stráið kartöflumjöli yfir borðið. 3. Fletjið massann út. 4. Leggið massann yfir kökuna og sléttið úr honum. 5. Skerið umfram-massa í burtu. Skraut: 1. Blúndurnar eru búnar til með Flexi-Ice. Blandið duftinu saman við vatn samkvæmt leiðbeiningum á pakka. Litið blönduna ef þess er óskað. Dreifið yfir silíkonmotturnar og skafið toppinn. Bakið við 70 gráður í mínútur. Losið af mottunum. Úðið létt yfir með gylltum perlumatarlit eða penslið gylltu perludufti yfir. Búið til blóm úr litlu blúndunum. 2. Krossinn, perlurnar og keðjan eru gerð úr skreytingamassa. Þrýstið massanum ofan í mótið og skerið umfram-massa í burtu. Frystið í mínútur ef massinn kemur ekki auðveldlega úr mótinu. Úðið krossinn með gylltum perlumatarlit eða málið með gylltu perludufti blönduðu alkóhóli. 3. Búið til rósir úr skreytingamassa. Það er líka hægt að kaupa tilbúin blóm. Málið kantana með gylltri málningu. 4. Límið skrautið á kökuna og festið rósirnar með tannstöngli. Pils kr. Túnika kr. Samfella kr. KRINGLUNNI & SMÁRALIND Jakki kr.

70 70 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 fermingargjafir Gullin ritföng úr Geysir Heima. Fallegir stjakar frá Reflections Copenhagen, Snúran. Bluetoothhátalari úr Bræðrunum Ormsson. Kimónó úr Geysi. Gjafir fyrir fermingarstúlkuna Verslanir landsins eru fullar af áhugaverðum gjöfum fyrir fermingarbarnið í dag. Eftirfarandi eru gjafahugmyndir sem ættu að koma að gagni. Elínrós Líndal Leðurtaska úr AndreA. BeoPlay P2-hátalari, Bræðurnir Ormsson Þessi hátalari fæst í Bræðrunum Ormsson og er sérstaklega hannaður til að framkalla frábæran hljóm á sama tíma og fermingarstúlkan getur tekið hann með sér hvert sem er. Kraftmikill og fallegur bluetoothhátalari. Kostar kr. Leðurtaska, AndreA Þessi litla taska er himnesk með ljósu dressi í sumar fyrir fermingarstúlkuna. Með töskunni fylgir lítið leðurband. Hún kostar kr. og er til í gráu og rauðu leðri. Himnesk skyrta úr Geysi. TÆKNILEGAR FERMINGAR- GJAFIR Tækninni fleygir áfram. Hér sérðu það nýjasta í tækiheiminum. FERMINGAR- GJAFIR FYRIR HRAUSTAR STELPUR Góðar hugmyndir að gjöfum fyrir stelpur sem vilja svitna. FERMINGAR- GJAFIR FYRIR ÚTIVISTAR- BARNIÐ Fyrir barnið sem fer á milli borgar og byggðar. Crosley-grammófónn, My Concept Store Fermingarbörnin elska að spila plötur upp á gamla mátann. Mikið úrval er til af grammófónum í versluninni. Verð frá kr. Stine Goya Nat Kimono, Geysir Fermingarstúlkur hafa gaman af hönnunarvörum og nú er í tísku að klæðast kímónóum. Verð kr. Stine Goya Gemini Shirt, Geysir Þessi guðdómlega skyrta minnir á stjörnurnar, líkt og fermingarstúlkan að vori í blóma lífsins. Hún kostar kr. Glerkúpull, My Concept Store Fermingarstúlkurnar eru snillingar að búa til skrautlegar uppsetningar með frönsku glerkúplunum sem fást hér á landi. Verð frá kr. Gullin ritföng og pennar frá Studio, Geysir Heima Í dag þykir fallegt að handskrifa bréf og orðsendingar til fólks. Einnig er unga fólkið okkar mikið að halda dagbækur. Til að vel á að vera þarf að hafa gullin ritföng. Kosta frá kr. Hárblásari frá HH Simonsen Það er nauðsynlegt að eiga almennilegan hárblásara. Hárblásararnir frá HH Simonsen eru ætlaðir fagfólki og því öflugir og svo endast þeir mjög lengi. Þeir fást til dæmis á Beautybar í Kringlunni. Grammófónn úr My Concept Store. Hárblásari HH Simonsen Glerkúpull úr My Concept Store.

71 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 71 Hraustar stelpur þurfa að sofa vel til að hafa orku í alla líkamsræktina. Vatnskoddarnir fást í Eirbergi. Fermingargjafir fyrir hraustar stelpur Það er nauðsynlegt að rúlla líkamann reglulega. Þessi rúlla fæst í Útilífi. Íþróttatoppur frá Nike. Hann fæst á air.is. Stelpur sem eru á fullu í ræktinni elska að fá nýtt leikfimisdót. Hér eru nokkrar góðar hugmyndir ef fermingarstúlkan í kringum þig er alltaf á iði og leggur mikið upp úr því að vera hraust og sterk. Marta María Það er fátt betra en að eiga sín eigin handlóð heima hjá sér. Helst í nokkrum þyngdum. Þessi lóð eru ótrúlega góð því þau skríða ekkert í burtu. Þau fást í Sportvörum í Kópavogi. Fallegur húðlitur á fermingardaginn Rakagefandi brúnkukrem sem byggir smám saman upp litinn og því auðvelt að stýra litartóninum. Gefur frísklegan ljóma og eðlilegan lit án þess að hætta sé á rákum eða blettum. Skin Fitness-líkamslínan frá Biotherm stuðlar að heilbrigðari og fallegri húð fyrir hraustar stelpur og auðvitað stráka líka. Götuskór frá Nike. Þeir fást á Í þessum íþróttabuxum geta hraustar stelpur bæði æft og líka notað þær dagsdaglega. Þær eru frá Nike. lnniheldur náttúrulega litarefnið DHA og Cell- Moisturisers Það er nauðsynlegt fyrir hraustar stelpur að eiga jógadýnu. Þær fást á nokkrum stöðum. Til dæmis í Systrasamlaginu, jógastöðinni Sólir og í Útilífi svo einhverjar verslanir séu nefndar. Tvær gerðir:

72 72 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Reykholtleðurhanskar úr ZO-ON. Selfoss-útivistarpoki úr ZO-ON. Allez-reiðhjól úr Kríu. Jakkinn Stormur úr ZO-ON. Gjafir fyrir útivistarbarnið Regnjakki úr My Concept Store. Þegar kemur að því að velja gjafir fyrir unga fólkið sem elskar að vera úti er ýmislegt í boði. Elínrós Líndal Jaki-úlpa, ZO-ON Þessi klassíska ZO-ON úlpa hefur haldið hita á íslenskum krökkum í áratug. Jaki státar af vatnsheldu Drykidz-efni og léttu vattfóðri sem heldur hita á unga fólkinu okkar. Hún kostar og er til í stærð upp í Stormur-jakki fyrir sumar í borginni, ZO-ON Léttur herrajakki sem hrindir frá sér vatni og kemur sér vel þegar kólnar á sumarkvöldum. Nútímalegur og í flottu sniði fyrir ævintýragjarna nýfermda strákinn. Hann kostar kr. Regnjakki, My Concept Store Þessi huggulegi regnjakki fyrir fermingarstúlkuna hentar bæði í útilegu sem og í borgina. Hann kostar kr. Ecco Track 25, Skor.is Flottir gönguskór fyrir unga menn, hlýir og góðir. Þeir eru með GORE- TEX -vatnsvörn í fóðrinu og framleiddir úr blöndu af leðri og nubuck-leðri. Kosta kr. Allez-hjól, hjólreiðaverslunin Kría Þetta frábæra götuhjól er fyrir útivistarbarnið sem elskar að hjóla. Tekur kappsama hjólreiðamanninn á næsta stig. Kostar kr. Selfoss, ZO-ON Þessi hefðbundni útivistarbakpoki hentar vel fyrir öll ævintýri í borginni sem og meira krefjandi aðstæður. Verð kr. Reykholt-leðurhanskar, ZO-ON Þessi einstaki gripur er fyrir ungt fólk sem ferðast á milli borgar og náttúru. Mörg fermingarbörn elska útivist. Gott tjald er tilvalin fermingargjöf. Ecco Trackskórnir fást í skór.is. Jaki-úlpa úr ZO-ON. Helstu útsölustaðir í Reykjavík Allar sundlaugar, Apótekarinn Mjódd og Breiðhöfða, Lyf og heilsa; Granda, Kringlu og Austurveri, Snyrtivörubúðin Glæsibæ, Mistý, Lyfjaver, Reykjavíkur Apótek, Árbæjarapótek, Urðarapótek. Netverslanir Aha.is, Heimkaup og Krabbameinsfélagið. Frábær gjöf fyrir dömur á öllum aldri Fáanleg í 12 litum í fullorðins- og barnastærð. Nánar um sölustaði á facebook Úðaðu á þig Ronaldo Ertu alveg týnd/ur þegar kemur að fermingargjöf fyrir frænda þinn? Ef svo er þá gæti rakspírinn frá Ronaldo CR7 að öllum líkindum slegið í gegn. Hver vill ekki ilma eins og fótboltastjarna? Ilmurinn er nútímalegur og með keim af bergamot, musk og kanil. Ronaldo fullyrðir að lyktin sé þannig samansett að hún hjálpi ungum mönnum út í daginn og keyri upp sjálfstraustið sem geri það að verkum að ungir menn láti drauma sína rætast.

73 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 73 Ferðalag á fjarlægar slóðir í fermingargjöf Guðríður Sigurðardóttir, eigandi og ráðgjafi hjá Attentus, er að ferma annað barn sitt á þessu ári. Hún og eiginmaður hennar, Grétar Þórarinn flugstjóri, og börn þeirra fara nú í annað sinn í ferðalag í tilefni fermingar. Sú hefð er að skapast innan fjölskyldunnar að sleppa veisluhöldum og pakkastandi í kjölfar fermingar og fjárfesta heldur í ævintýri. Elínrós Líndal Andri Sveinn, Gurrý, Vigdís Birna og Arnór Gunnar. Um tilurð þessarar hugmyndar segir Guðríður eða Gurrý eins og hún er vanalega kölluð: Áður en dóttir mín tók þessa ákvörðun á sínum tíma vorum við fjölskyldan að horfa á heimildarmynd um Montezuma í Mexíkó og upp úr því varð til samtal okkar á milli þar sem við ákváðum að eitt af því sem við gætum gert til að halda upp á ferminguna væri að fara saman sem fjölskylda á fjarlægar slóðir. Þau mættu velja nýja heimsálfu sem við höfum ekki áður heimsótt og saman myndum við fjölskyldan svo plana ferðalagið en þemað væri að gera eitthvað ævintýralegt með börnunum. Vigdís Birna valdi þessa leið í staðinn fyrir hina hefðbundnu leið að fermast, halda stóra veislu og fá pakka. Vigdís Birna er í eðli sínu ævintýramanneskja, er sjálf lítið fyrir athyglina svo þetta átti vel við hana að sögn Gurrýjar. Ævintýri í Ástralíu Þar sem eiginmaður Gurrýjar er flugstjóri og hún sjálf mikið fyrir ferðalög fer fjölskyldan reglulega saman í góð frí. En hugmyndin var að gera þetta ferðalag sérstakt. Vigdís Birna fékk að velja heimsálfuna sjálf. Í fyrstu leitaði hugur hennar mikið til Asíu, nánar tiltekið til Indlands. En svo varð Ástralía fyrir valinu hjá henni, en þar býr yngsta systir mín ásamt fjölskyldu sinni. Hugmyndin var að fermingarbarnið myndi velja heimsálfuna, að því loknu ætti hver fjölskyldumeðlimur að leggja til einn hlut sem við myndum gera á þessum stað. En auk eldri barnanna eigum við Grétar tvo yngri syni, sem eru þrettán ára og sjö ára. Eitt af því sem fjölskyldan gerði í Ástralíu í fermingarfríinu var að synda með villtum höfrungum, snorkla við Kóralrifið mikla og heimsækja Uluru sem er helgur staður frumbyggja í Ástralíu svo eitthvað sé nefnt. Þar fórum við Að gera eitthvað ævintýralegt með börnunum m.a. á stutt myndlistarnámskeið hjá frumbyggjakonu þar sem við lærðum ýmis tákn sem frumbyggjar nota í myndum sínum til að segja sögur. Ég tókst á við lofthræðsluna í ævintýralegum rússíbana og við fengum leiðsögn um lífríki kórala hjá sjávarlíffræðingi svo eitthvað sé nefnt. Næsta ævintýri í Afríku Það var mikið gert í þessu ferðalagi, segir Gurrý, mun meira en þau eru vön. Það sem kom kannski á óvart var hvað við foreldrarnir höfðum gaman af þessu öllu saman sem var hugsað fyrir börnin. Í ár fékk Andri Sveinn sömu valmöguleikana og systir hans tveimur árum áður um hvort hann vildi fermast og hvort hann vildi veislu og pakka eða heimsferðalag. Hann var ekki lengi að taka ákvörðun um að hann vildi ferðalag. Það var mikill hausverkur fyrir hann að velja hvert förinni væri heitið, en að lokum valdi hann Afríku sem heimsálfu sem hann langaði að upplifa með okkur. Gurrý er þannig í frekar óhefðbundnum fermingaundirbúningi; að finna skemmtilega hluti að gera í Afríku í stað þess að velja kökur og búa til boðslista. Við leggjum öll okkar í dagskrána enda ýmislegt að gera og sjá í Afríku. Við ætlum til Suður-Afríku, byrjum í Höfðaborg, erum að plana safarí í Namibíu og ætlum svo mögulega að enda í litlum strandbæ í tvo til þrjá daga í enda ferðarinnar eða eitthvað annað sem okkur dettur í hug þegar við erum komin út. Fjölskylda sem elskar að ferðast Við elskum að fara á fjarlægar slóðir og fjárfesta í minningum saman. Við erum með þessu að auka víðsýni barnanna og ferðahæfni þeirra. Ef þau hafa ferðast svona langt með okkur verða þau færari um að ferðast sjálf og finna nýja og spennandi hluti að gera í lífinu. Gurrý segir að eftir fyrra ferðalagið hafi hún strax fundið fyrir því LISTILEGAR GJAFAHUGMYNDIR SAFN- OG SÝNINGATENGDAR VÖRUR ÍSLENSK HÖNNUN OG HANDVERK ERLEND GJAFAVARA BÆKUR, KORT OG VEGGSPJÖLD hvernig það hafi opnað augu barnanna. Vigdís Birna talaði lengi um það eftir á hvað hana langaði til að leggja stund á sjávarlíffræði í framtíðinni eftir sundferðina um Kóralrifið mikla með sjávarlíffræðingi, og það hefði hún án efa ekki gert nema hafa kynnst fræðigreininni í gegnum leiðsögn hans. Ég tel þessa upplifun barnanna á fjarlægum slóðum opna möguleika. Börnin fá heiminn í fangið og það stækkar veröldina að kynnast af eigin raun hvað er í boði utan landsteinanna. Laugavegur 1957 Veggspjald Laugavegur 1957 Jöklakerti Brynjar Sigurðsson Jónsmessunótt, afsteypa Ásmundur Sveinsson Bækur Ragnar Kjartansson Ásmundur Sveinsson Óskar Sigvaldason /Ljósmyndasafn Reykjavíkur Listasafn Reykjavíkur Hafnarhús Kjarvalsstaðir Ásmundarsafn Borgarsögusafn Reykjavíkur Árbæjarsafn Landnámssýningin Sjóminjasafnið í Reykjavík Ljósmyndasafn Reykjavíkur Borgarbókasafnið menningarhús Gerðubergi Grófinni Kringlunni Börnin virða fyrir sér Uluru.

74 74 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Bose SoundSport Free sportheyrnartól Heitustu tæknigjafirnar Kristján Einarsson hjá Origosegir að fermingarbörn séu alltaf með farsíma í hendi og að þessi hópur geri allt aðrar kröfur. Elínrós Líndal Sony A7II myndavél með linsu Canon EOS 200D myndavél með linsu Sveigður Lenovo leikjaskjár Að sögn Kristjáns Einarssonar, sem starfar sem sérfræðingur í markaðsdeild Origo, eru fermingarbörnin sú kynslóð sem er alin upp við að vera alltaf tengd með snjallsíma í hendi. Þau eru vön því að geta nálgast upplýsingar strax og eru dugleg að nýta tæknina. Fermingarbörnin eru því mun upplýstari en kynslóðinar á undan. Þetta er hópur sem gerir kröfur um að vera með bestu tækin við höndina, hvort sem um er að ræða síma, tölvur eða heyrnartól, segir hann. Með þessari kynslóð heldur tæknilandslagið áfram að þróast. Snjallvirknivæðing heimilanna mun vaxa enn frekar í náinni framtíð og gervigreind verður áfram í hraðri framþróun. Lenovo Legion-leikjatölvur Lenovo Legion eru yfirburðaleikjavélar sem eru sérhannaðar fyrir kröfuharða leikjaspilara sem vilja mikil gæði og flotta hönnun. Frábærar tölvur fyrir leiki sem gera kröfu um afkastamikil skjákort og örgjörva ásamt hraðvirku minni og PCIe SSD-diskum. Tölvurnar eru með nvidia-skjákorti en þau hafa fyrir löngu sannað sig í leikjaheiminum enda hraðvirk og áreiðanleg. Aukahlutirnir frá Lenovo eru frábærir; Legion-lyklaborð, -mýs og -músamottur á hagstæðu verði hjá Origo ásamt nýjum sveigðum Lenovo Y27f 27 leikjaskjá með freesync-stuðningi. Sveigður Lenovo-leikjaskjár kr. Lenovo Legion-fartölvur kosta frá Lenovo Legion PC-turnarnir frá FERMINGARGJÖF SEM ENDIST ROD VS4 - Mjúkar krullur ROD VS4 gefur hárinu mjúka liði eða svokallaða Hollywoodliði. Hentar þeim sem vel þeim sem vilja fá hreyfingu í hárið án þess að hafa það of krullað. ROD VS5 - Djúpar bylgjur Með ROD VS5 er hægt að skapa bæði djúpar hátíðarbylgjur og náttúrulegar bylgjur. Járnið er klemmt utan um hárið í nokkrar sekúndur og unnið niður með lengdinni og því er járnið mjög auðvelt í notkun. Bose Soundlink Micro-ferðahátalari Pínulítill ferðahátalari frá Bose sem fer lítið fyrir þangað til þú kveikir á honum! Fullkominn í ferðalagið; vatnsheldur, sterkbyggður og nettur. Þráðlaus afspilun með bluetooth, t.d. með snjallsíma og spjaldtölvu. Meðfærilegur hátalari með frábærri rafhlöðu sem endist í allt að sex klst í spilun. Fáanlegur í þremur litum. Canon EOS 200D-myndavél með linsu Canon EOS 200D er nett, einföld og fjölhæf 24,2 megapixla myndavél sem er tengd þínu lífi með Wi-Fi. Einfalt notendaviðmót og snertiskjár sem virkar svipað og snjallsíminn þinn þannig að EOS 200D er einföld frá byrjun. Taktu myndir í gegnum bjartan sjónglugga og sjáðu heiminn eins og hann lítur út í raun og veru eða notaðu hreyfanlegan skjá sem hjálpar þér að taka myndir frá öðrum sjónarhornum. Canon EF-S mm f/3,5-5,6 IS STMlinsa og 3 klst. Canon EOS-grunnnámskeið fylgir með. Verð kr. Sony A7II-myndavél með linsu Stórkostleg full frame-myndavél fyrir lengra komna. Frábær vél fyrir þá sem hafa áhuga á að leggja ljósmyndun fyrir sig. 24,3 megapixla Full Frame Exmor CMOS HD-myndflaga og Full HD-vídeó. Fimm þátta hristivörn og WIFI-tenging sem einfaldar sendingar í snjalltæki og tölvur mm linsa fylgir með. Fullkomnaðu myndatökuna með Sony. Verð kr. Sony 1000XM2 Um er að ræða alvöruheyrnartól fyrir þá kröfuhörðustu sem vilja aðeins það besta. Sony 1000XM2-heyrnartólin eru margverðlaunuð bluetooth-heyrnartól með einstökum hljómgæðum og framúrskarandi Noise Cancel-tækni. Verð kr. Bose SoundSport Free-sportheyrnartól Heyrnartólin eru það nýjasta frá Bose og Lenovo Legion fartölva veita fullkomið snúrulaust frelsi. Einstaklega létt og Lenovosér. Tapparnir haldast þægileg heyrnartól í ræktina sem láta fara lítið fyrir vel í eyrunum með StayHear-tækni Bose. Fimm klst. Legion rafhlöðuending PC í spilun. leikjatölva Hleðslutaska fylgir með. Verð kr. Bose S1-hljóðkerfi Frábært hljóðkerfi frá Bose fyrir þá sem vilja skemmta öðrum. Tilvalið fyrir tónlistamanninn sem hefur áhuga á því að troða upp. Einfalt í uppsetningu og í notkun. Flott gjöf Lenovo Legion PC turn fyrir upprennandi stjörnur. Verð kr. HH Simonsen Boss blásari Hágæða hárblásari sem er í senn léttur og mjög kraftmikill. Hin magnaða ionic tækni afrafmagnar hárið þegar maður notar blásarann og verður hárið silkimjúkt og létt eftir notkun. Blásarinn er með 2000 vatta AC mótor og er með þriggja metra langa snúru. facebook.com/hhsimonsenaislandi Bose Soundlink Micro ferðahátalari

75 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 75 Fermingargjafir sem breyta Þegar kemur að því að gefa fermingarbörnum gjafir eru mörg okkar hugsandi yfir hvaða gjafir geta gefið börnunum í lífinu okkar nýtt og jákvætt sjónarhorn á lífið. Á fermingaraldri er unga fólkið okkar svo meðtækilegt fyrir heimspeki og jákvæðum boðskap. Eftirfarandi bækur eru góðar hugmyndir sem gjöf til þeirra sem skipta okkur máli. Gjafir sem breyta. Alkemistinn Höfundur Paulo Coelho, Forlagið. Thor Vilhjálmsson íslenskaði. Bókin fjallar um Santiago, ungan fjárhirði í Andalúsíu, sem hefur í draumi fengið að vita um fjársjóð sem kann að bíða hans í fjarlægu landi og leggur hann af stað að leita hans fullur eftirvæntingar. Á leiðinni verður margt á vegi hans og hann uppgötvar aðra og dýrmætari fjársjóði: þau verðmæti sem búa hið innra. Alkemistinn eftir Paulo Coelho er hrífandi og mannbætandi vitnisburður um gildi þess að fylgja draumum sínum og láta hjartað ráða för. Bókin er falleg saga um lífið og tilveruna. Hvernig áskoranir fá okkur til að vaxa og hvað lífið getur verið óvænt og óútreiknanlegt. Hvernig með þroskanum við öðlumst þakklæti og innsýn í hvað verulega skiptir okkur máli. Allra besta gjöfin Höfundur Jim Stovall. Guðrún G. Bergmann íslenskaði. Salka. Bókin fjallar um ungan mann sem átti allt en vildi meira. Í stað þess að fá fjárupphæð úr erfðaskrá frænda síns fær hann ýmis verkefni að leysa. Eftir margvíslegar eldraunir hlýtur ungi maðurinn Allra bestu gjöfina en á vegferð sinni lærir hann að meta gömlu góðu mannlegu gildin og áttar sig á að fleira skiptir máli en veraldleg gæði. Bókin er frábær áminning um hvað skiptir máli í lífinu. Hvernig það að vera til staðar fyrir aðra færir oft og tíðum meiri gleði en markmiðin sem við setjum okkur. Hvernig við getum komist út úr eigin huga með því að hugsa um aðra. Hvernig vinnan göfgar og fleira í þeim dúr. Leyndarmálið Höfundur Rhonda Byrne. Halldóra Sigurðardóttir íslenskaði. Salka. Þessi bók fjallar um lögmál aðdráttaraflsins. Hvernig allt sem við gerum í lífinu löðum við að okkur. Ef við náum að stilla tilveruna og það sem við viljum öðlast á sömu tíðni, getum við kallað til okkar betra líf, andlegt og veraldlegt. Leyndarmálið felur í sér þekkingu fræðimanna, kvenna og karla, sem hafa nýtt sér lögmálið. Áhrifaríkar frásagnir lýsa hvernig þau beittu Leyndarmálinu við að uppræta sjúkdóma, öðlast auðæfi og sigrast á hvers konar hindrunum til að afreka það sem margir myndu telja óhugsandi. Bókin hefur vakið heimsathygli á örskömmum tíma og ekki að ástæðulausu. Loksins hafa menn uppgötvað gamlan sannleika sem hefur geymst í ævafornum ritum, munnlegum heimildum, bókmenntum, trúfræði og heimspeki. Meðal þeirra sem lifðu eftir Leyndarmálinu má nefna Einstein, Beethoven, Galileo og Edison. Hér er brotunum safnað saman í heildstæða hugmyndafræði og Leyndarmálið opinberað. Sannleiksbrot úr Miklu Leyndarmáli hafa fundist í ævafornum ritum, munnlegum heimildum, bókmenntum, trúfræði og heimspeki. Í fyrsta sinn hefur öllum upplýsingum um Leyndarmálið verið raðað saman í eina bók og útkoman er ótrúleg uppgötvun sem mun hafa örlagarík áhrif á alla þá sem kynna sér hana. Lífsreglurnar fjórar Höfundur Don Miguel Ruiz. Birgitta Jónsdóttir íslenskaði. Salka. Ráðum við hvernig við lifum eða lifum við eins og samfélagið segir okkur? Erum við sátt við þær lífsreglur sem við förum eftir? Með Elínrós Líndal Toltek-fræðunum getum við öðlast heiðarlegt og gott líf. Lífsreglurnar fjórar eru: Vertu flekklaus í orði. Talaðu af heilindum. Segðu aðeins það sem þú meinar. Passaðu að nota ekki orðið gegn þér eða til að slúðra um aðra. Beindu krafti orða þinna í átt að sannleika Getty Images og kærleika. Ekki taka neitt persónulega. Ekkert sem annað fólk gerir er þín vegna. Það sem aðrir segja og gera er speglun af þeirra eigin veruleika, þeirra eigin hugarástandi. Þegar þú hættir að taka skoðanir og gjörðir annarra nærri þér verðurðu ekki lengur fórnarlamb ónauðsynlegrar vanlíðanar. Ekki draga rangar ályktanir. Hafðu hugrekki til þess að spyrja spurninga og til að biðja um það sem þú raunverulega vilt. Hafðu samskipti þín við aðra skýr svo þú komist hjá misskilningi og sárindum. Þessi eina lífsregla getur breytt lífi þínu. Þessi bók hefur breytt lífi ótal margra úti um alla veröld. 7 venjur til árangurs Cristiano Ronaldo kemur með fermingargjöfina í ár! Höfundur Stephen R. Covey, Guðrún Högnadóttir ritstýrði og endurskoðaði upphaflega þýðingu Róberts H. Haraldssonar. Útgáfufélagið Vegferð. Þessi öfluga bók er heil verkfærakista um leiðir til að lifa lífinu og verða leiðtogi í eigin lífi. Að taka sér tíma og skoða hvernig maður vill láta minnast sín í þessu lífi, að koma sér upp venjum sem eiga eftir að færa manni lífið sem maður þráir er verðmætt. Einföld og góð bók sem breytir manni. CR7 ilmurinn fæst í næstu verslun Hagkaups, Lyfjum og heilsu, Lyfju og hjá Jóa Útherja.

76 76 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Mavic Air-dróninn er einn sá tæknilegasti sem fyrirfinnst í dag. Gjafir fyrir myndavélaglaða fermingarbarnið Sigurður Helgason, eigandi og stofnandi DJI Reykjavik, segir margt áhugavert til fyrir fermingarbarnið sem hefur áhuga á ljósmyndum og nýjustu tækni tengdri því. Hann valdi nokkra hluti sem eru hvað vinsælastir um þessar mundir í versluninni hans. Elínrós Líndal Fyrir VORVEISLURNAR Skoðið laxdal.is Skipholti 29b S Osmo Mobile hittir í mark hjá öllum sem hafa gaman af að taka myndbönd á símann sinn. Spark-dróninn er einn sá ódýrasti á markaðnum í dag en mjög góður þrátt fyrir það. Verslunin DJI selur allt milli himins og jarðar þegar drónar og tækniljósmyndun eru annars vegar. Osmo Mobile kr. Osmo Mobile hittir í mark hjá flestum sem hafa áhuga á að taka myndbönd á símann sinn. Þetta tæki jafnar út allan hristing þannig að hægt er að labba eða jafnvel hlaupa meðan á upptöku stendur án þess að hristingur sjáist í upptökunni. Því verður öll áferð mun fagmannlegri. Þetta tæki getur líka tekið time lapse video þannig að á meðan á upptöku stendur er hægt að láta osmo-pana frá vinstri til hægri á löngum tíma. Spark-dróni, kr. Spark-dróninn er einn ódýrasti dróninn á markaðnum, en þrátt fyrir að vera ódýr er hann mjög vel tæknilega búinn. Hann skynjar handabendingar notenda til að færa sig til og breyta um sjónarhorn, koma nær eða fara fjær. Hann getur elt viðfangsefni og alfarið séð um myndatökuna. Hann tekur upp í 1080 upplausn og dregur allt að 500 metra. Tekur 12 mp ljósmyndir. Hann er lítill og nettur og kemst auðveldlega meö öðru dóti í tösku eða bakpoka. Árekstrarskynjarar eru að framan. Mavic Air-dróni, kr. Mavic Air er frábær dróni fyrir byrjendur sem og lengra komna. Líklega einn tæknivæddasti dróninn sem hægt er að kaupa í dag. Hann er öruggur því hann hefur árekstrarskynjara bæði að framan, að aftan og undir. Hann getur lesið handabendingar frá stjórnanda úr meiri fjarlægð en Spark-dróninn og skilur fleiri bendingar eins og að lenda og taka á loft. Hann getur tekið háupplausnar-panoramamyndir og límt og klárað að vinna myndirnar sjálfur, en kúlulaga panoramamyndir eru samsettar úr 24 myndum. Hann hefur mjög marga sjálfvirka eiginleika fyrir upptökur og eltir til að mynda með meiri nákvæmni en aðrir drónar. Upptakan er í 4K upplausn og ljósmyndatakan í 12 mp (Raw og JPG). Hann tekur 120 ramma á sek. í 1080-upplausn sem er frábært ef þörf er á hægupptöku (e. slow motion) Drægnin er allt að 2 km.

77 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 77 Þráðlaus heyrnartól frá Bang & Olufsen eru seld hjá Bræðrunum Ormsson. Apple-snjallúrið fæst í Epli. Heitustu tæknivörurnar fyrir fermingarbarnið Tækninni fleygir fram og það sem var heitasta tæknivaran á síðasta ári er svo sannarlega ekki það sama og nú. Elínrós Líndal AirPods-heyrnartólin fást í Epli. Lauf-heilsumælirinn hjálpar þér að verða besta útgáfan af þér. Fæst í Elko. iphone X fæst í Epli. HP-ferðaprentarinn er seldur í Elko. Apple AirPods verð kr. Epli. AirPods-heyrnartólin breyta því hvernig þú notar heyrnartól. Einfaldleikinn og tækni sameinast á nýjan hátt og útkoman er sögð vera töfrum líkust. Hljóðnemarnir eru með búnað sem tryggir að röddin heyrist sem best með því að útiloka umhverfishljóð. Verð kr. Bellabeat skjálaust snjalltæki, Elko. Þessi fallegi heilsumælir er ólíkur öllu því sem fermingarbarnið þekkir. Hann er hannaður til að hjálpa við að öðlast góða yfirsín yfir sanna sjálfið. Smáforritið veitir þér á myndrænu formi einfalda yfirsýn yfir daglega hreyfingu þína,gæði svefns, hugleiðslu og líkur á stressi eða álagi. Þú getur fylgst með tíðahringnum þínum í smáforritinu, egglosi og frjósemi. Verð kr. HP-ferðaprentari, Elko. Þessi snilldarprentari prentar 2x3# myndir og er með bluetooth tengingu. Hann er fyrir zink ljósmyndapappír og veitir góða leið til að færa minningarnar yfir á ljósmynd. Verð kr. Apple-snjallúr, series 3, Epli. Þessi þriðja kynslóð tækniúra frá Apple þykir eitt það vinsælasta um þessar mundir. Þetta úr er með innbyggðu GPS, mælir hraða, skref, vegalengd og staðsetningu af mikilli nákvæmni, jafnvel án aðstoðar iphone-síma.úrið minnir þig á að fara af stað, sitja minna og standa upp, jafnvel setja þér markmið. Verð kr. iphone X-snjallsíminn, Epli. Þessi sími er að öllu leyti skjár svo tækið sjálft hverfur á bak við upplifun þína. Næmt tæki sem bregst við snertingu, rödd eða augnsamandi. Endurbætt gler og umgjörð úr ryðfríu stáli. Þessi þráðlausi sími er vatns- og rykþolinn. 12MP tvöföld myndavél með nýrri myndflögu og háþróuðum myndvinnsluörgjörva. Síminn styður ARraunveruleikaupplifun í leikjum og öppum. Verð kr. Bang & Olufsen, Beoplay H4 heyrnartól, Bræðurnir Ormsson. Þessi flottu heyrnartól eru hönnuð af Jakob Wagner. Þau eru þráðlaus með bluetooth og endast í allt að 19 klst. í spilun á milli hleðslna. Verð kr. FERMING 2018 Gott samband byggir á traustum grunni Fallegar og vandaðar fermingargjafir fyrir upprennandi knapa Fermingartilboð í verslunum Líflands dagana 12. mars - 30.apríl Sala og ráðgjöf Reykjavík Akureyri Borgarnes Blönduós Hvolsvöllur Sími lifland@lifland.is Lyngháls Óseyri Borgarbraut Efstubraut Ormsvöllur

78 78 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Ferðalög eiga ekki bara að byggja á neyslu heldur einnig á forvitni. Ævintýralegar ferðir á vegum Mundo fyrir unga fólkið. Menntun í formi ferðalaga Margrét Jónsdóttir Njarðvík stofnaði Ferðaskrifstofuna Mundo árið 2011 eftir að hafa verið í akademíu í yfir tuttugu ár og unnið sem frumkvöðull innan háskóla. Hún er gott dæmi um það hvernig áskorun getur breyst í hið besta tækifæri ef við tökum á henni sem slíkri. Margrét missti vinnuna árið 2011 og stofnaði upp frá því fyrirtæki utan um sjálfa sig þar sem hæfileikar hennar, menntun, ástríða og áhugamál fá að njóta sín. Hér segir hún okkur frá spennandi ferðum Mundo fyrir þá sem vilja gefa ferðalög í fermingagjöf. Elínrós Líndal Margrét Jónsdóttir Njarðvík er vararæðismaður Spánar, með doktorspróf í spænsku og MBA-gráðu auk þess sem hún er leiðsögumaður og jógakennari. Allt þetta nýtir hún til góðs í ferðaframboði Mundo. Hvað er í boði hjá ykkur í upplifun á erlendri grundu fyrir fermingarbörnin? Mundo hefur sérhæft sig í að skapa örugg alþjóðleg tækifæri fyrir ungmenni. Við erum með sumarbúðir í Kastilíu á Spáni þar sem krakkarnir búa hjá vel völdum fjölskyldum með unglinga á sama aldri, læra spænsku, fara á leiðtoganámskeið og taka þátt í ævintýradagskrá. Sjálf er ég svo á staðnum allan tímann með vel valið starfsfólk. Rannsóknir hafa sýnt Unga fólkið að það er lykilatriði að elskar ströndina og Mundo. tungumáli fyrir sextán ára hefja kennslu í þriðja aldurinn auk þess sem tungumálakennsla í framhaldsskólum hefur verið skorin svo mikið niður að ef foreldrar taka þá menntun ekki í sínar hendur þá verður lítið um þekkingu í þriðja máli. Þetta gerist einmitt nú þegar ljóst er að Þríkrossinn Skartgripur með táknræna merkingu, seldur til styrktar blindum og sjónskertum á Íslandi. Íslenskt handverk. Fæst um land allt. Stuðningur til sjálfstæðis börnin okkar munu ekkert endilega starfa á Íslandi í framtíðinni og spænska er orðin lykiltungumál fyrir þá sem læra í Bandaríkjunum og eða ferðast um hin 25 lönd þar sem spænska er töluð. Lykilþekking fólgin í menningarlæsi Hvaða máli skiptir fyrir lífið að kynnast öðrum menningarheimum? Menningarlæsi er lykilþekking fyrir nútímaþjóðfélag. Það felur í sér að opna hugann og skilja aðra skilja fyrst áður en við ætlumst til þess að aðrir skilji okkur. Umburðarlyndi, friður og hagsæld framtíðarinnar byggist einmitt á menningarlæsi og getur það hikstalaust komið í veg fyrir styrjaldir auk þess sem það forðar okkur frá því að vera heimsk í skilningi Hávamála en þar er það notað um að vera þröngsýnn og heimaalinn. Hildur segir einkunnarorð Mundo vera menntun, skemmtun, menning og þjálfun. Þau lifum við á hverjum degi og sérstaklega í þjónustu við unglingana okkar. Við erum með sumarbúðir fyrir ára, annað tungumálanám fyrir unglinga víðs vegar um Spán, Þýskaland og Frakkland auk okkar vinsæla skiptináms. Við bjóðum upp á skiptinám á Spáni, í Bandaríkjunum, Þýskalandi og Frakklandi. Umsóknarfrestur er einmitt nú í lok mars og því er ansi mikið í gangi á skrifstofunni hjá okkur þessa dagana. Fermingargjöf ferð til Ibiza Áttu skemmtilega sögu frá þér tengda ferðalögum á fermingaraldri? Fermingargjöfin mín var einmitt að fara með mömmu og pabba til Ibiza, fá einkaathygli í tvær vikur en ég er yngst sex systkina. Ferðin var sérlega góð fyrir mig út af þessari einkaathygli og því að borða framandi mat og babbla á spænsku. Ekki óraði mig þó fyrir því þá að ég myndi verja starfsævinni í að sinna og miðla spænskri menningu, segir hún, en Margrét er höfundur spænsk-íslensk-spænsku orðabókarinnar. Ferðalög sem byggjast á forvitni Hvaða áhrif hafa ferðalög á okkur á þessum mótunarárum? Ferðalög eru það sem menntar okkur mest af öllu í lífinu. Þau eru hin fullkomna birtingarmynd af því að læra með því að gera og höfða til allra skilningarvitanna í okkur. Þess vegna skiptir máli að skipuleggja ferðalög fyrir ungmenni sem byggjast ekki bara á neyslu heldur á forvitni það er nauðsynlegt að lesa í sjúklega forvitni unglinganna okkar á þessum aldri og lofa þeim að finna púlsinn í annarri menningu, sögu, lykt, tísku, matarmenningu, málaralist og byggingarlist. Kraftaverk Jakobsvegar Ertu trúuð sjálf? Já, ég er trúuð og andlegt líf tekur sífellt meira pláss í mínu lífi. Nú hef ég gengið og hjólað Jakobsveg alls ellefu sinnum. Stundum hef ég farið allan stíginn og stundum hluta hans. Aldrei hef ég komið eins út af stígnum og alltaf verð ég vitni að kraftaverki hjá samferðafólki mínu. Jakobsvegur færir okkur nefnilega tengsl við okkur sjálf sem svo auðvelt er að missa niður. Við missum niður tengingu milli sálar, huga og líkama, nokkuð sem stígurinn tengir saman í lífi okkar. Það er nefnilega ekki nóg bara að fara í ræktina og borða hollan mat það þarf að tengja saman líkama, sál og huga og þaðan tengja okkur sjálf við náttúruna sjálfa einmitt það sem gerist á Jakobsvegi. Jafnframt er það gamall sannleikur að mesta heilun lífsins felst í að einfalda lífið niður í að ganga, sofa og borða hreinsa hugann af öllu öðru áreiti þannig að við hugsum einungis um bakpokann okkar en það er ein besta líking sem til er fyrir lífið sjálft sem við burðumst um með á bakinu. Jakobsvegur ein af leiðunum til Guðs Jakobsvegur er ein af leiðunum til Guðs. Í Santiago fundust bein heilags Jakobs, lærisveins Jesú, sem sendur var til Evrópu til að boða kristna trú. Þess vegna hafa Evrópubúar haldið til Santiago frá því á miðöldum. Þeir hafa gengið leiðina til að fá bót meina sinna og fyrirgefningu synda sinna. Það var svo ekki fyrr en eftir síðustu aldamót að fleiri uppgötvuðu heilunarmátt leiðarinnar og líka þeir sem einungis hafa áhuga á lista- og menningarsögu Evrópu. Enginn fer þessa leið ósnortinn. Mælir þú með slíku fyrir fjölskylduna að upplifa ævintýri? Ó, já, það geri ég svo sannarlega. Ég mæli ekki með því að fara með ung börn en það er snilld að hjóla þessa leið með unglinga sem hafa hreyfiþörf og ósjaldan hef ég farið með mæðgur og mæðgin fullorðna einstaklinga. Fermingarpeningar notaðir í skiptinám Hafa fjölskyldur verið að velja ferðalög og upplifun í stað hefðbundinnar veislu í tengslum við ferminguna? Já, það er afar algengt að stórfjölskyldan slái saman í sumarbúðir fyrir fermingarbarnið og einnig er algengt að ungmennin noti síðar fermingarpeningana til að fara í skiptinám. Hvernig gerir maður skemmtileg fjölskylduferðalög betri? Bestu fjölskylduferðalögin eru þau sem eru undirbúin af gleði og forvitni, þar sem blandað er saman skemmtun og menntun og það haft að leiðarljósi að kynnast menningu. Þá er forvitni haldið að krökkunum og blönduð ævintýraljóma frekar en möguleikanum á neyslu. Að lokum segir Margrét að íslenskir unglingar séu frábærir. Þeir eru mun betur staddir en mín kynslóð var. Foreldrar þeirra eru líka mun meðvitaðari en fyrri kynslóðir um að þeir bera ábyrgð á menntun barnanna sinna og að þjálfa þau þannig að þau skeri sig úr hópnum á jákvæðan máta. Búið er að stytta framhaldsskólann og fjölmargir foreldrar gera sér grein fyrir því að þar opnast tækifæri til að senda ungmennin í skiptinám. Til dæmis vita fáir að hægt er að vera í skiptinámi í tíunda bekk en flestir fara út á fyrsta ári í menntaskóla eða öðru ári. Flestir vita þó að tungumál lærum við betur því yngri sem við erum og ef fyrir hendi eru öruggar aðstæður erlendis fyrir börnin okkar þá er um að gera að nýta þær.

79 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 79 Að gefa innihaldsríkara líf Jón Halldórsson er einn stofnenda og eigenda KVAN, fyrirtækis sem sérhæfir sig í að styðja við ungt fólk og fullorðna til að virkja það sem í þeim býr með því að nota viðurkenndar aðferðir til að veita fólki aðgengi að styrkleikum sínum. Jón, sem er menntaður íþróttakennari, lögreglumaður og ACC-markþjálfi, starfar sem framkvæmdastjóri KVAN. Hann þjálfar sjálfur á námskeiðum þess, er stjórnendamarkþjálfi og vinsæll fyrirlesari. Elínrós Líndal Tilurð þess að KVAN var stofnað er að Jón, ásamt eiginkonu sinni Önnu Steinsen, Jakobi Frímanni Þorsteinssyni og Vöndu Sigurgeirsdóttur, lét gamlan draum rætast um að stofna miðstöð mannræktar þar sem þau gætu sameinað krafta sína á mismunandi sviðum til að valdefla fólk til að nota hæfileika sína betur. Jón segir að inntak KVAN-námskeiðanna sé það sama hvort heldur sem þau séu fyrir ungt fólk eða fullorðna. Við erum stöðugt að skoða hvernig við getum fært fólki verkfæri til að verða besta útgáfan af sjálfu sér. Öðlast aðgengi að styrkleikum sínum og nýtt þá í lífinu. Við lærum með því að gera Jón segir lykilinn að lærdómi vera í nýrri hugsun og hegðun. Við fáum fólk til að mæta í tíma, kynnum því hugmyndafræði okkar og verkfærin, fáum það til að setja sér markmið og fara svo út og prófa. Við hittumst reglulega og förum yfir hvernig gekk, hvað gekk vel, hvað ekki og hverju mætti við bæta. Að styrkja sjálfsmyndina og sjálfstraustið er lykillinn að velgengni ungs fólks að mati Jóns. Okkur er einnig umhugað um þennan nýja veruleika sem við búum í, þar sem öll snjalltækin okkar eru orðin áberandi hluti af lífinu. Við kennum fólki að skoða umhverfi sitt, setja mörk um hvað er eðlilegt og hvað ekki. Við ýtum undir sjálfstraust fólks til að segja já og nei eftir því hvað við á. Ástríða þeirra sem starfa á vegum KVAN er að starfa með fólki á öllum aldri, allt frá börnum til fullorðinna. Eitt af stærri verkefnum okkar þessa stundina er þjálfun 300 kennara víðsvegar um landið í gegnum Verkfærakistuna, sem er námskeið fyrir fagaðila sem starfa með ungu fólki. Þetta verkefni er m.a. unnið í samvinnu við Velferðarsjóð barna, en sjóðurinn veitti mjög góðan styrk til að niðurgreiða námskeiðið fyrir kennara og aðra fagaðila sem starfa með ungu fólki. Við erum þeim óendanlega þakklát fyrir stuðninginn og það er dýrmætt að hafa þennan sjóð, sem í gegnum tíðina hefur styrkt alls konar verkefni sem lúta að velferð barna á íslandi, segir hann. Námskeiðið Verkfærakistan er byggt upp á sex skiptum þar sem þátttakendur fá ýmis verkfæri og kennsluáætlanir til að vinna með einstaklinga og hópa. Í hverjum tíma námskeiðsins fá þátttakendur fræðslu og þjálfun í ákveðnum aðferðum, fara út í skólann sinn og prófa aðferðirnar, koma svo aftur á námskeið, fá handleiðslu, læra nýjar aðferðir og fara aftur út. Þannig öðlast þátttakendur öryggi í beitingu aðferðanna og eru líklegri til að nota þær í starfi. Þessi aðferðafræði er grundvöllur að árangri Verkfærakistunnar. Málefni er varða einelti hafa komið inn á borð KVAN enda er Vanda einn helsti sérfræðingur landsins í þeim málaflokki. Við erum heppin með Vöndu, hún er einstakur leiðtogi á þessu sviði, með réttsýni sem ástríðu og mikla reynslu undir belti þegar þessi vandasami málaflokkur er annars vegar. Jón segir KVAN líta lífið jákvæðum augum; það sé fullt af tækifærum, þótt hann vilji ekki draga úr þeim breytingum sem hafa orðið á síðustu árum og áratugum, meðal annars vegna þróunar í upplýsingatækni. Þegar kemur að samskiptamynstri barna er gott fyrir okkur að átta okkur á að það hefur margt breyst frá því við vorum börn. Börn í dag þurfa að hafa sterka sjálfsmynd, vita sín mörk og annarra og læra að standa með sér. Í dag ef þú ert mikið einn sem barn, þá er ekki svo að þú hafir einveruna fyrir þig eins og áður var þegar við vissum ekkert hvað aðrir voru að gera. Í dag gerast hlutirnir í beinni útsendingu á samskiptamiðlunum, sem hjálpar ekki ástandi þegar kvíði og einmanakennd grípa um sig. Kvíði algengur meðal barna Jón segir ótrúlega mikið af börnum glíma við kvíða og ef hann vissi einfalda svarið við Jón Halldórsson segir að skemmtileg námskeið fyrir ungt fólk séu lykillinn að breyttri hegðun og hugsun. af hverju svo væri væri hann eflaust ekki að tala við blaðamann um það heldur skrifa um það bók þar sem málefnið væri ansi flókið. Það eru vísbendingar um að allar þær kröfur sem gerðar eru til lífsins sem og snjalltækin hafi áhrif, og þegar stór og flókin mál koma inn á borð til KVAN störfum við náið með fagaðilum, meðal annars Sálstofunni. Lykilatriðið að hans mati er að vera með skemmtileg námskeið. Við hjá KVAN erum með skemmtileg námskeið og lausnir fyrir ungt fólk. Krakkarnir sem koma til okkar eiga það sameiginlegt að vera öll ótrúlega flott, hvert og eitt á sinn máta, segir hann að lokum. ahead Þráðlaus heyrnatól í nýjum litum kr. Tilvalin fermingargjöf agroove Þráðlaus hátalari í nýjum litum kr. acharge Nýr og öflugur hleðslusteinn sem hleður símann hraðar kr. afunk Þráðlaus hátalari þar sem hljóðið heyrist allan hringinn kr. Ármúli 7, Reykjavík Sími

80 80 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 FERMINGARBÖRN 2018 fermingarbörn Öllum kirkjum landsins var gefinn kostur á að senda upplýsingar um til Morgunblaðsins Akraneskirkja Sunnudagur 18. mars kl Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Alexander Dagur Sigmarsson, Tindaflöt 8, 300 Akranes. Anna Lilja Lárusdóttir, Stekkjarholti 3, 300 Akranes. Aron Elvar Dagsson, Hagaflöt 1, 300 Akranes. Arthúr Bjarni Magnason, Hagaflöt 5, 300 Akranes. Bjarni Þór Sigurðarson, Garðabraut 43, 300 Akranes. Kristrún Lára Bjarnadóttir, Tindaflöt 2, 300 Akranes. Sölvi Snorrason, Dalbraut 19, 300 Akranes. Thelma Rán Jakobsdóttir, Skagabraut 31, 300 Akranes. Sunnudagur 18. mars kl. 14. Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Ármann Ingi Finnbogason, Grenigrund 24, 300 Akranes. Davíð Ernir Jónsson, Reynigrund 30, 300 Akranes. Einar Óli Hjaltason, Holtsflöt 6 íb. 304, 300 Akranes. Elsa María Einarsdóttir, Lerkigrund 4, 300 Akranes. Evlalía Lind Þórðardóttir, Sóleyjargötu 18, 300 Akranes. Eyþór Atli Árnason, Garðabraut 16, 300 Akranes. Gabríel Þór Þórðarson, Skógarflöt 17, 300 Akranes. Gylfi Borgþór Sigurðsson, Viðjuskógum 5, 300 Akranes. Heiðrún Sól Þrastardóttir, Brekkubraut 22, 300 Akranes. Hólmfríður Erla Ingadóttir, Jörundarholti 144, 300 Akranes. Karen Sól Hrólfsdóttir, Merkigerði 4, 300 Akranes. Kristín Vala Jónsdóttir, Stekkjarholti 13, 300 Akranes. Tanía Sól Ragnarsdóttir, Jörundarholti 109, 300 Akranes. Una Þórdís Guðmundsdóttir, Jörundarholti 103, 300 Akran. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Agnes Rún Marteinsdóttir, Suðurgötu 119, 300 Akranes. Alex Benjamín Bjarnason, Skólabraut 31, 300 Akranes. Birgitta Nótt Gísladóttir Waage, Suðurgötu 103, 300 Akranes. Bóas Orri Hannibalsson, Eyrarflöt 6, 300 Akranes. Dísa María Sigþórsdóttir, Garðabraut 5, 300 Akranes. Ellert Lár Hannesson, Álmskógum 8, 300 Akranes. Hafþór Örn Arnarson, Holtsflöt 4, 300 Akranes. Hildur Björg Óladóttir, Vesturgötu 143, 300 Akranes. Ingi Þór Sigurðsson, Víðigrund 4, 300 Akranes. Ingveldur Ósk Sigurðardóttir, Grenigrund 40, 300 Akranes. Kristinn Lúðvíksson, Kirkjubraut 23, 300 Akranes. Kristófer Áki Hlinason, Leynisbraut 18, 300 Akranes. María Rún Ellertsdóttir, Víðigrund 3, 300 Akranes. Ólafur Haukur Arilíusson, Jörundarholti 113, 300 Akranes. Sindri Freyr Ingimundarson, Vitateigi 5b, 300 Akranes. Snædís Lilja Gunnarsdóttir, Skagabraut 27, 300 Akranes. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 14. Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Andrea Kristín Ármannsdóttir, Dalsflöt 5, 300 Akranes. Ástdís María Guðjónsdóttir, Hjarðarholti 6, 300 Akranes. Baldur Páll Stefánsson, Suðurgötu 90, 300 Akranes. Bjarki Brynjarsson, Skógarflöt 11, 300 Akranes. Dagbjört Líf Guðmundsdótir, Jörundarholti 111, 300 Akran. Erna Þórarinsdóttir, Hagamel 17, 301 Akranes. Friðmey Ásgrímsdóttir, Reynigrund 32, 300 Akranes. Hrafnkell Váli Valgarðsson, Vallholti 13, 300 Akranes. Kolbeinn Tumi Bjarnason, Krókatúni 16, 300 Akranes. Kristinn Haukur Þork. Skarstad, Vesturgötu 113b, 300 Akran. Ólafur Ían Brynjarsson, Einigrund 9, 300 Akranes. Rafael Andri Williamsson, Vallholti 15, 300 Akranes. Sunnudagur 8. apríl kl Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Alex Þór Einarsson, Brekkubraut 9, 300 Akranes. Aníta Sól Gunnarsdóttir, Leynisbraut 4, 300 Akranes. Bergrún Birta Liljudóttir, Suðurgötu 109, 300 Akranes. Bergur Breki Stefánsson, Deildartúni 8, 300 Akranes. Glóey Ýr Sigurðardóttir, Vogabraut 14, 300 Akranes. Harpa Ósk Svansdóttir, Stekkjarholti 5, 300 Akranes. Jóhannes Vignir Salómonsson, Suðurgötu 42, 300 Akranes. Margrét Lilja Jónsdóttir, Holtsflöt 4, 300 Akranes. Ólafur Már Kristjánsson, Vesturgötu 117, 300 Akranes. Róbert Leó Gíslason, Tindaflöt 6, 300 Akranes. Sunnudagur 8. apríl kl. 14. Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Árný Lind Árnadóttir, Háholti 22, 300 Akranes. Auður Þórhallsdóttir, Garðabraut 25, 300 Akranes. Birnir Már Þorvaldsson, Jörundarholti 130, 300 Akranes. Eysteinn Agnar Georgsson, Holtsflöt 4, 300 Akranes. Hafþór Blær Albertsson, Suðurgötu 35, 300 Akranes. Hlynur Helgi Atlason, Víðigerði 1, 300 Akranes. Írena Dögg Arnarsdóttir, Skarðsbraut 15, 300 Akranes. Jökull Máni Guðmundsson, Vesturgötu 137, 300 Akranes. Marey Edda Helgadóttir, Furugrund 30, 300 Akranes. Ragnheiður Karen Ólafsd., Jörundarholti 112, 300 Akran. Rúna Björk Guðmundsdóttir, Skarðsbraut 13, 300 Akranes. Tanya Rán Pálsdóttir, Holtsflöt 6 íb. 202, 300 Akranes. Þórarinn Helgason, Suðurgötu 45, 300 Akranes. Sunnudagur 15. apríl kl. 14. Prestar Eðvarð Ingólfsson og Þráinn Haraldsson. Alexandra Ósk Reynisdóttir, Tindaflöt 14, 300 Akranes. Birta Sif Sveinsdóttir, Kirkjubraut 12, 300 Akranes. Brynhildur Helga Viktorsdóttir, Reynigrund 8, 300 Akranes. Elísabet Eir Magnúsdóttir, Lerkigrund 6, 300 Akranes. Franz Bergmann, Hjarðarholti 10, 300 Akranes. Guðmundur Sveinn Gunnarss., Bjarkargrund 31, 300 Akran. Íris Rán Kristinsdóttir, Holtsflöt 6, 300 Akranes. Ísabella Ásta Trahan, Skólabraut 22, 300 Akranes. Ísafold Kolbrúnardóttir, Háteigi 14, 300 Akranes. Jóhannes Breki Harðarson, Beykiskógum 14, 300 Akranes. Jón Gautur Hannesson, Álmskógum 11, 300 Akranes. Katrín Dís Guðbjartsdóttir, Suðurgötu 99, 300 Akranes. Keiran Þráinn Kelly, Víðigrund 16, 300 Akranes. Kimberly Tómasdóttir, Krókatúni 7, 300 Akranes. Maron Reynir Sigurðarson, Lerkigrund 6, 300 Akranes. Rebekka Rán Aradóttir, Grenigrund 48, 300 Akranes. Svavar Karl Jónsson, Akursbraut 24, 300 Akranes. Akureyjarkirkja í Landeyjum Sunnudagur 6. maí kl. 11. Prestur Gunnar Björnsson. Jón Sigurðsson, Glæsistöðum, 861 Hvolsvöllur. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestar Arnaldur Bárðarson og Önundur Björnsson. Jón Bjarni Ágústsson, Vestra-Fíflholti, 861 Hvolsvöllur. Jón Sigurðsson, Glæsistöðum, 861 Hvolsvöllur. María Sif Rossel Indriðadóttir, Ysta-Koti, 861 Hvolsvöllur. Soffía Ýr Örvarsdóttir, Gilsbakka 25, 860 Hvolsvöllur. Akureyrarkirkja Laugardaginn 21. apríl kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Alexandra Ýr Viktorsdóttir, Ásatúni 42, 600 Akureyri. Arnar Breki Björnsson, Oddeyrargötu 26, 600 Akureyri. Birgir Orri Ásgrímsson, Helgamagrastræti 7, 600 Akureyri. Björgvin Máni Bjarnason, Hjallalundi 2, 600 Akureyri. Breki Mikael Adamsson, Stekkjartúni 23, 600 Akureyri. Bríet Bernd Ingvadóttir, Vallartúni 4, 600 Akureyri. Daði Jón Hilmarsson, Klettagerði 2, 600 Akureyri. Elva Sól Káradóttir, Tjarnarlundi 15h, 600 Akureyri. Gabríel Alexander Hjörleifsson, Furulundi 2a, 600 Akureyri. Ísabella Sól Ingvarsdóttir, Grundargerði 8a, 600 Akureyri. Jakob Viðar Tulinius, Tjarnarlundi 18b, 600 Akureyri. Jóhann Gunnar Finnsson, Spónsgerði 4, 600 Akureyri. Matthildur Una Valdemarsdóttir, Hamragerði 13, 600 Ak. Oddgeir Ísaksson, Hamratúni 8-202, 600 Akureyri. Ronja Elmarsdóttir, Eikarlundi 15, 600 Akureyri. Sigurður Ringsted Sigurðsson, Brekkugötu , 600 Ak. Viktor Örn Gærdbo Garðarsson, Hafnarstræti 25, 600 Ak. Þórlaug María Sigurðardóttir, Krókeyrarnöf 6, 600 Akureyri. Þórsteinn Atli Ragnarsson, Spónsgerði 2, 600 Akureyri. Laugardaginn 19. maí kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Alex Máni Sveinsson, Stekkjartúni , 600 Akureyri. Atli Hrannar Einarsson, Lerkilundi 7, 600 Akureyri. Bárður Hólmgeirsson, Eyrarlandsvegi 14, 600 Akureyri. Carmen Sara Heimisdóttir, Klettaborg 14, 600 Akureyri. Daníel Karles Randversson, Drekagili , 603 Akureyri. Embla Karen Sævarsdóttir, Heiðartúni 1, 600 Akureyri. Ernir Elí Ellertsson, Heiðarlundi 7c, 600 Akureyri. Guðmundur Óli Ólason, Klettastíg 12, 600 Akureyri. Haraldur Máni Óskarsson, Ljómatúni 9, 600 Akureyri. Heiðdís Birta Jónsdóttir, Heiðarlundi 8g, 600 Akureyri. Katla Snædís Sigurðardóttir, Víðimýri 7, 600 Akureyri. Katrín Día Gunnlaugsdóttir, Daggarlundi 14, 600 Akureyri. Katrín Rós Björnsdóttir, Byggðavegi 141, 600 Akureyri. Kolbrún Bjarkey Matthíasd., Hrafnagilsstræti 38, 600 Ak. Kolfinna Ýr Birgisdóttir, Stallatúni 4, 600 Akureyri. Kristján Elí Jónasson, Akurgerði 5a, 600 Akureyri. Líney Lára Kristinsdóttir, Byggðavegi 88, 600 Akureyri. Lotta Karen Hafþórsdóttir, Lækjartúni 8-202, 600 Akureyri. Marey Dóróthea Maronsd. Olsen, Lækjartúni 6-301, 600 Ak. Mikael Aron Jóhannsson, Fossatúni 8, 600 Akureyri. Móheiður Ólafsdóttir, Grenilundi 23, 600 Akureyri. Orri Hjaltason, Kambsmýri 10, 600 Akureyri. Ragna Huld Reykjalín Jóhannesd., Oddeyrarg. 10b, 600 Ak. Rakel Rán Sigurjónsdóttir, Kjarnagötu 52, 600 Akureyri. Sara Þorvaldsdóttir, Sómatúni 37, 600 Akureyri. Sigurður Hrafn Ingólfsson, Klettatúni 12, 600 Akureyri. Sóldís Anna Jónsdóttir, Hvammshlíð 5, 603 Akureyri. Valur Örn Ellertsson, Heiðarlundi 7c, 600 Akureyri. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Aron Orri Alfreðsson, Beykilundi 2, 600 Akureyri. Daníel Freyr Jónsson, Skálatúni 25, 600 Akureyri. Daníel Skíði Reykjalín Ólafsson, Heiðarlundi 1c, 600 Ak. Elisabeth Eiríka Ellingsen Óttarsd., Kotárgerði 15, 600 Ak. Embla Ýr Pétursdóttir, Þórunnarstræti 131, 600 Akureyri. Geirfinnur Brynjar Brynjarss., Helgamagrastræti 1, 600 Ak. Guðrún Björk Leósdóttir, Vanabyggð 11, 600 Akureyri. Hildur Heba Hermannsdóttir, Álfabyggð 12, 600 Akureyri. Ísak Svavarsson, Melateigi 8, 600 Akureyri. Karen Dögg Gunnarsdóttir, Grundargerði 7e, 600 Akureyri. Kormákur Rögnvaldsson, Löngumýri 32, 600 Akureyri. Róbert Alexander Geirsson, Lækjartúni 8, 600 Akureyri. Sara Sif Sigfúsdóttir, Vanabyggð 4b, 600 Akureyri. Selma Hrönn Elvarsdóttir, Heiðarlundi 7g, 600 Akureyri. Sigurrós Birta Jóhannsdóttir, Þórunnarstræti 119, 600 Ak. Tristan Árni Eiríksson, Oddeyrargötu 24, 600 Akureyri. Þórunn Edda Þorbergsdóttir, Vörðutúni 6, 600 Akureyri. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Alexander Brimar Snæbjörnsson, Kjarrlundi 3, 600 Ak. Alexander Skarphéðinsson, Akurgerði 5e, 600 Akureyri. Annalísa Hrönn Andersen, Grundargerði 2c, 600 Akureyri. Auður Björnsdóttir, Heiðarbrún 3, 230 Reykjanesbær. Dagur Máni Guðmundsson, Möðruvallastræti 1, 600 Ak. Elvar Snær Erlendsson, Ásatúni , 600 Akureyri. Eysteinn Ísidór Ólafsson, Kambagerði 4, 600 Akureyri. Hulda Guðrún Jóhannesdóttir, Hólatúni 5, 600 Akureyri. Michael Adam Mörk Amador, Hjallalundi 11e, 600 Akureyri. Soffía Margrét Bragadóttir, Smárahlíð 3a, 603 Akureyri. Sæmundur Prasunin Kristjánsson, Reynivöllum 4, 600 Ak. Telma Marý Arinbjarnardóttir, Sómatúni 4, 600 Akureyri. Þóra Björg Björnsdóttir, Hólatúni 15, 600 Akureyri. Þórgunnur Una Jónsdóttir, Stekkjargerði 6, 600 Akureyri. Þura Björgvinsdóttir, Kaupvangsstræti 23, 600 Akureyri. Laugardaginn 2. júní kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Atli Fannar Jóhannsson, Furulundi 4b, 600 Akureyri. Álfrún Freyja Heiðarsdóttir, Vanabyggð 4f, 600 Akureyri. Bjarni Hólmgrímsson, Austurbyggð 12, 600 Akureyri. Björgvin Snær Magnússon, Löngumýri 30, 600 Akureyri. Dagur Smári Sigvaldason, Dalsgerði 6b, 600 Akureyri. Eydís Katla Þorbjörnsdóttir, Hamragerði 22, 600 Akureyri. Gabríel Freyr Björnsson, Klettastíg 14, 600 Akureyri. Garðar Gísli Þórisson, Hafnarstræti 23b, 600 Akureyri. Guðríður Sverrisdóttir, Ásvegi 18, 600 Akureyri. Gunnar Valur Magnússon, Heiðarlundi 6h, 600 Akureyri. Gunnborg Petra Jóhannsdóttir, Ægisgötu 28, 600 Akureyri. Helga Sóley G. Tulinius, Grenilundi 17, 600 Akureyri. Ísak Óli Eggertsson, Vallartúni 1, 600 Akureyri. Malín Marta Ægisdóttir, Þórunnarstræti 115, 600 Akureyri. Margrét Edda Friðgeirsdóttir, Dalsgerði 5h, 600 Akureyri. Ólöf Jónsdóttir, Hamragerði 7, 600 Akureyri. Óskar Máni Davíðsson, Hrísalundi 8g, 600 Akureyri. Óskar Páll Valsson, Miðteigi 2, 600 Akureyri. Sara Lind Sigursteinsdóttir, Stekkjargerði 5, 600 Akureyri. Sigurður Brynjar Þórisson, Hafnarstræti 23b, 600 Akureyri. Snædís Brynja Traustadóttir, Grundargerði 7a, 600 Ak. Sóley Eva Magnúsdóttir, Löngumýri 30, 600 Akureyri. Sveinn Rúnar Jónsson, Dalsgerði 2e, 600 Akureyri. Telma Þorvaldsdóttir, Lerkilundi 17, 600 Akureyri. Tristan Þór Jónsson, Dalsgerði 2e, 600 Akureyri. Viktoría Mist Birgisdóttir, Eyrarvegi 29, 600 Akureyri. Vilborg Díana Jónsdóttir, Efrahópi 8, 240 Grindavík. Ylfa Rún Arnarsdóttir, Grenilundi 19, 600 Akureyri. Laugardagur 2. júní kl Prestar Svavar Alfreð Jónsson og Hildur Eir Bolladóttir. Auður Hákonardóttir, Grundargerði 6j, 600 Akureyri. Einar Örn Ásgeirsson, Ægisgötu 21, 600 Akureyri. Elís Þór Sigurðsson, Holtateigi 17, 600 Akureyri. Hekla María Kristjönudóttir, Lundargötu 12, 600 Akureyri. Helgi Þór Ívarsson, Gránufélagsgötu 41, 600 Akureyri. Katrín Sylvía Brynjarsdóttir, Byggðavegi 139, 600 Akureyri. Lovísa Lea Jóhannsdóttir, Tjarnartúni 21, 600 Akureyri. Ævar Freyr Valbjörnsson, Hjarðarlundi 7, 600 Akureyri. Auðkúlukirkja Skírdagur 29. mars kl. 12. Prestur Sveinbjörn Einarsson. Iðunn Eik Sverrisdóttir, Auðkúlu 3, 541 Blönduós. Árbæjarkirkja Sunnudagur 18. mars kl Prestar Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Aldís Gunnarsdóttir, Þverási 31, 110 Reykjavík. Aron Varmar Hákonarson, Hraunbæ 74, 110 Reykjavík. Árni Magnús Ragnarsson, Reykási 33, 110 Reykjavík. Bernhard Snær Petersen, Reyðakvísl 8, 110 Reykjavík. Birta Bjarnadóttir, Lækjarvaði 11,110 Reykjavík. Erla Margrét Guðmundsdóttir, Hlaðbæ 4, 110 Reykjavík. Erna Sólveig Sverrisdóttir, Viðarási 41, 110 Reykjavík. Gunnar Þór Jónsson, Bláhömrum 15, 112 Reykjavík. Iðunn María Gunnarsdóttir, Brautarási 5, 110 Reykjavík. Karlotta Ósk Sigurðardóttir, Þingvaði 75, 110 Reykjavík. Karvel Geirsson, Suðurási 14, 110 Reykjavík. Kieran Alexander Gilsdorf, Kambavaði 1, 110 Reykjavík. Kolfinna Dröfn Helgadóttir, Fiskakvísl 32, 110 Reykjavík. Oddný Erla Óskarsdóttir, Kleifarsel 57, 110 Reykjavík. Ómar Björn Stefánsson, Elliðavaði 13, 110 Reykjavík. Óskar Orri Snorrason, Melbæ 5, 110 Reykjavík. Rebekka Rán Guðnadóttir, Háagerði 14, 108 Reykjavík. Róbert Enrique Ómarsson Saenz, Fjarðarási 24, 110 Rvík. Soffía Kristín Jónsdóttir, Reykási 15, 110 Reykjavík. Tinna María Þorleifsdóttir, Viðarási 35, 110 Reykjavík. Unnur Margrét Ólafsdóttir, Brautarási 2, 110 Reykjavík. Viktoria Lilja Magnúsdóttir, Skógarási 11, 110 Reykjavík. Yrsa Tryggvadóttir, Hraunbæ 25, 110 Reykjavík. Þorgerður Þorkelsdóttir, Dísarási 16, 110 Reykjavík. Þórunn Fjóla Jónsdóttir, Hraunbæ 22, 110 Reykjavík. Sunnudagur 18. mars kl Prestar Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Aldís Dröfn Ingvarsdóttir, Krókavaði 1, 110 Reykjavík. Alexander Kaaber Bendtsen, Helluvaði 1-5, 110 Reykjavík. Alexandra Magnúsdóttir, Heiðarási 13, 110 Reykjavík. Andrea Steinsen Arnarsdóttir. Arnór Ísfeld Snæbjörnsson, Birtingakvísl 11, 110 Reykjavík. Ashali Ásrún Gunnarsdóttir, Laxakvísl 19, 110 Reykjavík. Bjarki Steinsen Arnarsson. Elma Íris Matthíasdóttir, Lækjarvaði 9, 110 Reykjavík. Erykah Lind Magnúsdóttir, Hólmvaði 26 b, 110 Reykjavík. Erna Þórey Sigurðardóttir, Dísarási 19, 110 Reykjavík. Guðrún Lilja Kristmannsdóttir, Hólmvaði 10-22, 110 Rvík. Gunnar Ágúst Kristinsson, Hraunbæ 72, 110 Reykjavík. Hafdís Alda Hafdal, Þrastarhólar 8, 111 Reykjavík. Halla Sól Þorbjörnsdóttir, Brekkubæ 6, 110 Reykjavík. Jóhann Frank Halldórsson, Búðavaði 17, 110 Reykjavík. Júlía Nótt Quirk Steingrímsdóttir, Brúarási 11, 110 Reykjavík. Kristján Uni Jensson, Laxakvísl 17, 110 Reykjavík. Malena Eir J. Gunnlaugsdottir, Hraunbæ 176, 110 Reykjavík. Marteinn Þór Vilhelmsson, Hraunbæ 32, 110 Reykjavík. Nökkvi Þór Guðmarsson, Fiskakvisl 28, 110 Reykjavík. Pétur Andri Ragnarsson, Reyðarkvísl 19, 110 Reykjavík. Símon Orri Sindrason, Laxakvísl 6, 110 Reykjavík. Sóldís Lára Sigurðardóttir, Skógarási 11, 110 Reykjavík. Tinna Haraldsdóttir, Kólguvaði 7, 110 Reykjavík. Þorkell Víkingsson, Hlaðbæ 1, 110 Reykjavík. Þóroddur Víkingsson, Hlaðbæ 1, 110 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Aron Snær Guðbjörnsson, Seiðakvísl 19, 110 Reykjavík. Edda Ósk Diego, Brúarási 17, 110 Reykjavík. Eva Rakel Óskarsdóttir, Fiskakvísl 3, 110 Reykjavík. Guðlaugur Ragnar Árnason, Hamravík 36, 112 Reykjavík. Hlynur Andri Valgeirsson, Hólavaði 29, 110 Reykjavík. Hugi Hrafn Kolbeinsson Blandon, Helluvaði 9, 110 Reykjavík. Jóhann Frank Michelsen, Viðarási 39a, 110 Reykjavík. Katrín Vala Zinovieva, Rauðavaði 17, 110 Reykjavík. Magnús Örn Brynjarsson, Reykási 35, 110 Reykjavík. Máni Örvar Örvarsson, Helluvaði 1, 110 Reykjavík. Rómeó Máni Ragnarsson, Kambavaði 1, 110 Reykjavík. Sigríður Björg Þorsteinsdóttir, Dísarási 17, 110 Reykjavík. Sveinn Sölvi Petersen, Vesturási 18, 110 Reykjavík. Viktoría Ósk Sverrisdóttir, Melbæ 18, 110 Reykjavík. Þórdís Erla Ólafsdóttir, Reykási 25,110 Reykjavík. Örvar Atli Vignisson, Seiðakvísl 34, 110 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Auðunn Berg Haraldsson, Búðarvaði 18, 110 Reykjavík. Ásgeir Þór Ásgeirsson, Ásakór 11, 203 Kópavogur. Benjamín Árni Böðvarsson, Álakvísl 50, 110 Reykjavík. Bjarni Leifs Kjartansson, Brekkubæ 39, 110 Reykjavík. Björn Austmar Þórsson, Birtingakvísl 64, 110 Reykjavík. Dóróthea Baldursdóttir, Þingvaði 27, 110 Reykjavík. Eva Marín Einarsdóttir Nielsen, Hraunbæ 142, 110 Rvík. Hekla Karen Hermannsdóttir, Brekkubæ 42, 110 Reykjavík. Helena Hafþórsdóttir O Connor, Brekkubæ 28, 110 Rvík. Ísabella Helga Harðardóttir, Lindarvaði 11, 110 Reykjavík. Móeiður Margrét Guðjónsdóttir, Móvaði 29, 110 Reykjavík. Saga Steinunn Hjálmarsdóttir, Viðarási 23, 110 Reykjavík. Thelma Rún Þorvarðardóttir, Reykási 18, 110 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl Prestar Petrína Mjöll Jóhannesdóttir og Þór Hauksson. Arnaldur Daðason, Lækjarvaði 11, 110 Reykjavík. Bjarni Jökull Thoroddsen, Hraunbæ 70, 110 Reykjavík. Daníel Dagur Henriksson, Reykási 37, 110 Reykjavík. Eyþór Ólafur Ólafsson, Móvaði 13, 110 Reykjavík. Fríða Margrét Wium, Hólavaði 41, 110 Reykjavík. Halla Marín Magnúsdóttir, Bjallavaði 15 íbúð 106, 110 Rvík. Hinrik Óli Gunnarsson, Hraunbæ 160, 110 Reykjavík. Lára Bryndís Sigurðardóttir, Helluvaði 11, 110 Reykjavík. Magnús Gauti Magnússon, Rauðási 16, 110 Reykjavík. Róbert Örn Brynjarsson, Viðarási 51, 110 Reykjavík. Védís Erla Jónsdóttir, Skógarási 9, 110 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl Prestar Þór Hauksson og Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Axel Haukur Forsman, Svíþjóð. Áslaug Helgadóttir, Dísarási 8, 110 Reykjavík. Emilíana Eik Sigursteinsdóttir, Hraunbæ 111, 110 Reykjavík. Emilíana Ýr Ragnarsdóttir, Sandavaði 5, 110 Reykjavík. Eva Karen Davíðsdóttir, Grundarási 19, 110 Reykjavík. Guðmundur Freyr Helgason, Prestastíg 1-3, 113 Reykjavík. Halldór Skúli Sindrason, Elliðavaði 15, 110 Reykjavík. Helena Eriksdóttir, Helluvaði 1, 110 Reykjavík. Hrafnhildur Gerða Guðmundsdóttir, Búðavaði 18, 110 Rvík. Jakob Yngvi Alfonsson Ramel, Fagrabæ 11, 110 Reykjavík. Jón Arnar Hauksson, Hraunbæ 188, 110 Reykjavík. Karítas Rún Ólafsdóttir, Reyðarkvísl 3, 110 Reykjavík. Katrín María Eiríksdóttir, Krókavaði 19, 110 Reykjavík. Matthildur María Jónsdóttir, Fagrabæ 13, 110 Reykjavík. Sara Soffía Kjartansdóttir, Hólavaði 65, 110 Reykjavík. Svala Karólína Hrafnsdóttir, Heiðarbæ 1, 110 Reykjavík. Svava Lind Gísladóttir, Skógarási 9, 110 Reykjavík. Vigdís Björg Einarsdóttir, Birtingakvísl 42, 110 Reykjavík. Þóra Xue Reynisdóttir, Hlaðbæ 14, 110 Reykjavík. Sunnudagur 27. maí kl. 11. Prestur Petrína Mjöll Jóhannesdóttir. Kolbrún Jónsdóttir, Skeljatanga 16, 270 Mosfellsbær. Árbæjarkirkja í Árbæjarsafni Annar dagur hvítasunnu 21. maí kl. 11. Prestur Þór Hauksson. Kjartan Kári Ívarsson, Þingvaði 31, 110 Reykjavík. Unnur Erla Ívarsdóttir, Þingvaði 31, 110 Reykjavík. Stella Maren Pálsdóttir, Þingvaði 19, 110 Reykjavík. Áskirkja í Fellum Páskadagur 1. apríl kl. 10. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Ársæll Ómar Einarsson, Refsmýri, 701 Fljótsdalshérað. Sunnudagur 3. júní kl. 11. Prestur Ólöf Margrét Snorradóttir. Albert Fjalar Oddsson, Hléskógum 13, 700 Egilsstaðir. Anton Örn Jónsson, Lagarfelli 12, 700 Fellabær. Jónína Vigdís Hallgrímsdóttir, Brekkubrún 9, 700 Fellabær. Rebecca Lísbet Sharam, Háafelli 4b, 700 Fellabær. Þrúður Kristrún Hallgrímsd., Brekkubrún 9, 700 Fellabær. Ævar Karl Ævarsson, Brávöllum 11, 700 Egilsstaðir. Laugardagur 16. júní kl. 11. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Unnar Aðalsteinsson, Bjarkaseli 18, 700 Egilsstaðir. Ástjarnarkirkja Laugardagur 24. mars kl. 11. Prestur Kjartan Jónsson. Alexandra Kristjánsdóttir, Kríuási 31, 221 Hafnarfjörður. Arnar Númi Gíslason, Drekavöllum 13, 221 Hafnarfjörður. Aron Máni Snorrason, Drekavöllum 33, 221 Hafnarfjörður. Aron Wolfram Jörgensson, Gauksási 59, 221 Hafnarfjörður. Atli Steinn Arnarson, Burknavöllum 1c, 221 Hafnarfjörður. Birgitta Kristín Sigmarsd. Scheving, Þrastarási 30, 221 Hafn. Bjarki Kárason, Drekavöllum 2, 221 Hafnarfjörður. Breki Víðisson, Þrastarási 46, 221 Hafnarfjörður. Elín Klara Þorkelsdóttir, Furuvöllum 6, 221 Hafnarfjörður. Freyr Elí Sveinbjörnsson, Brekkuási 15, 221 Hafnarfjörður. Halldór Helgason, Fífuvöllum 15, 221 Hafnarfjörður. Hjörtur Egilsson, Akurvöllum 4, 221 Hafnarfjörður. Júlía Rún Gunnarsdóttir, Dalsási 12 b, 221 Hafnarfjörður. Óliver Helgi Sveinbjörnsson, Þrastarási 13, 221 Hafnarf. Óskar Ísak Guðjónsson, Hafravöllum 16, 221 Hafnarfjörður. Sólveig Albertsdóttir, Blikaási 7, 221 Hafnarfjörður. Vigfús Haukur Hauksson, Þrastarási 11, 221 Hafnarfjörður. Viktor Jónsson, Fífuvöllum 27, 221 Hafnarfjörður. Laugardagur 24. mars kl. 14. Prestur Kjartan Jónsson. Arnór Elís Albertsson, Daggarvöllum 6a, 221 Hafnarfjörður. Aron Þór Björgvinsson, Engjavöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Eyjólfur Bergmann Reyniss., Drekavöllum 11d, 221 Hafnarf. Jasmín Ósk Sigurðardóttir, Drekavöllum 30, 221 Hafnarf. Patrik Leó Valdimarsson, Spóaási 24, 221 Hafnarfjörður. Steinunn Birta Steinsdóttir, Kvistavöllum 44, 221 Hafnarf. Viktor Árni Júlíusson, Daggarvöllum 4a, 221 Hafnarfjörður. Laugardagur 14. apríl kl. 11. Prestur Kjartan Jónsson. Alex Dagur Piano, Drekavöllum 4, 221 Hafnarfjörður. Bóas Heimisson, Furuvöllum 40, 221 Hafnarfjörður. Erlendur Snær Erlendsson, Furuvöllum 7, 221 Hafnarfjörður. Gústav Þór Kristjánsson, Hnoðravöllum 50, 221 Hafnarf. Kristófer Kári Arnarsson, Klukkuvöllum 30, 221 Hafnarf. Margrét Rós Ægisdóttir, Kvistavöllum 50, 221 Hafnarf. María Ósk Vilhjálmsdóttir, Kríuási 9, 221 Hafnarfjörður. Róbert Ómar Valberg, Hafravöllum 14, 221 Hafnarfjörður. Sandra Karen Daðadóttir, Kvistavöllum 30, 221 Hafnarf. Stefán Ólafur Stephensen, Blikaási 12, 221 Hafnarfjörður. Tryggvi Magnús Ragnarsson, Drekavöllum 8, 221 Hafnarf. Laugardagur 14. apríl kl. 14. Prestur Kjartan Jónsson. Arndís Diljá Óskarsdóttir, Eskivöllum 5, 221 Hafnarfjörður. Erla Rúrí Sigurjónsdóttir, Erluási 56, 221 Hafnarfjörður. Eygló Ýr Eyjólfsdóttir, Svöluási 26, 221 Hafnarfjörður. Hekla Marín Eiríksdóttir, Akurvöllum 4, 221 Hafnarfjörður. Máni Pétursson, Svöluási 6, 221 Hafnarfjörður. Ragnheiður Arna Torfadóttir, Furuási 27, 221 Hafnarfjörður. Rósa Leósdóttir, Hlíðarvegi 19, 530 Hvammstangi. Snorri Jón Traustason, Furuvöllum 21, 221 Hafnarfjörður. Svandís Helga Gísladóttir, Kvistavöllum 8, 221 Hafnarf. Sveinbjörg Júlía Scheving Kjartansd., Klukkuvöllum 5, 221 Hafnarf. Yngvi Þór Guðfinnsson, Engjavöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Sunnudagur 29. apríl kl. 11. Prestur Kjartan Jónsson. Hermann Ingi Stefánsson, Glitvöllum 19, 221 Hafnarfjörður. Kristján Hrafn Stefánsson, Glitvöllum 19, 221 Hafnarfjörður. Bessastaðakirkja Laugardagur 17. mars kl Prestur Hans Guðberg Alfreðsson. Djákni Margrét Gunnarsdóttir. Árni Tumi Reynisson, Birkiholti 3, 225 Garðabær. Hrafn Breiðfjörð Ellertsson, Lyngholti 7, 225 Garðabær. Lóa Kolbrá Friðriksdóttir, Austurtúni 14, 225 Garðabær. Matthías Breki Atlason, Asparholti 5, 225 Garðabær. Laugardagur 17. mars kl. 13. Prestur Hans Guðberg Alfreðsson. Djákni Margrét Gunnarsdóttir. Ágúst Beck Arnarson, Vesturtúni 49b, 225 Garðabær. Bjarnfinnur Sverrisson, Sjávargötu 21, 225 Garðabær. Bjarni Leó Sævarsson, Klukkuholti 19, 225 Garðabær. Bjarni Þór Stefánsson, Hólmatúni 9a, 225 Garðabær. Björn Dúi Ómarsson, Sjávargötu 8, 225 Garðabær. Elías Andri Ómarsson, Suðurtúni 32, 225 Garðabær. Emma Stína Ólafsdóttir, Eyvindarstöðum, 225 Garðabær. Hekla Örk Ingólfsdóttir, Asparholti 12, 225 Garðabær. Karen Ósk Kjartansdottir, Muruholti 2, 225 Garðabær. Leó Örn Þórarinsson, Vesturtúni 55a, 225 Garðabær. Máni Felix Guðmundsson, Tjarnarbrekku 10, 225 Garðabær. Matthías Þór Ómarsson, Suðurtúni 32, 225 Garðabær. Óðinn Arnar Freysson, Tjarnarbrekku 11, 225 Garðabær. Orri Einarsson, Hólmatúni 56, 225 Garðabær. Stefán Smári Halldórsson, Suðurtúni 14, 225 Garðabær.

81 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 81 Sindri Dagur Sigurðsson, Arnarsmára 26, 201 Kópavogur. Sindri Snær Sigurðsson, Grófarsmára 30, 201 Kópavogur. Stefán Andri Birgisson, Sandakri 2, 210 Garðabær. Sveindís Ósk Unnarsdóttir, Foldarsmára 1, 201 Kópavogur. Djúpavogskirkja Skírdagur 29. mars kl. 14. Prestur Sjöfn Jóhannesdóttir. Elísa Rán Brynjólfsdóttir, Vörðu 17, 765 Djúpivogur. Urður Elín Nökkvadóttir, Hömrum 6, 765 Djúpivogur. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 14. Prestur Sjöfn Jóhannesdóttir. Ólafur Jónsson, Hæðargerði 5, 730 Reyðarfjörður. Dómkirkja Krists konungs, Landakoti Sunnudagur 29. apríl kl Davíð Tencer O.F.M.Cap. Reykjavíkurbiskup. Alexander Jósef Daníelsson, Aflagranda 10, 107 Reykjavík. Amber Ýr Taroni, Höfðabraut 6, 300 Akranes. Amelia Zabel, Þrúðvangi 18, 220 Hafnarfjörður. Eowyn Marie Alburo Mamalias, Álfheimum 52, 104 Rvík. Gabriel Ali Bacar Valle, Stigahlíð 28, 105 Reykjavík. Jacques Sylvain Diémé, Laufrima 22, 112 Reykjavík. Jakub Marciník, Urðarstíg 11, 101 Reykjavík. Joven Antonio Fuentes, Hverfisgötu 114, 105 Reykjavík. Jóhannes Kári Sigurjónsson, Lækjasmára 3, 201 Kópavogur. Kíran Karl Balneg, Stórholti 23, 105 Reykjavík. Kristine Margarette V. Caamic, Laugalæk 1, 105 Reykjavík. Kyle Louie Caspillo Abaygar, Hvassaleiti 10, 103 Reykjavík. Sara Ósk Ólafsdóttir, Gullengi 13, 112 Reykjavík. Sóley Beatrice Di Russo, Boðagranda 3, 107 Reykjavík. Tristan Marri Elmarsson, Sogavegi 216, 108 Reykjavík. Dómkirkjan Pálmasunnudagur 25. apríl kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson. Auður Sigmundsdóttir, Laufásvegi 8, 101 Reykjavík. Decca Jóhannesdóttir Huber, Leirubakka 32, 109 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson. Ásta Matthea Sigurðardóttir, Spáni. Ragnheiður Ugla Ocares Gautsd., Bræðraborgarst. 31, 101 Rvík. Steinþór Snær Hálfdánarson, Hólatorgi 6, 101 Reykjavík. Valur Guðmundsson, Brúarflöt 6, 210 Garðabær. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson. Birgir Steinn Styrmisson, Selbraut 7, 170 Seltjarnarnes. Brimir Sær Bragason, Ásvallagötu 14, 101 Reykjavík. Daníel Fróði Bogason, Framnesvegi 2, 101 Reykjavík. Freyr Þrastarson, Hringbraut 100, 101 Reykjavík. Hekla Júlía Kristinsdóttir, Ásvallagötu 10a, 101 Reykjavík. Henrik Nói Júlíusson Kemp, Sjafnargötu 4, 101 Reykjavík. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir, Sólvallagötu 7a, 101 Reykjavík. Ingibjörg Fía Hauksdóttir, Ásvallagötu 1, 101 Reykjavík. Ísak Andrason, Laufásvegi 58, 101 Reykjavík. Jóhanna Helga Ingadóttir, Öldugötu 6, 101 Reykjavík. Kristófer Ingi Kjærnested, Sólvallagötu 10, 101 Reykjavík. Marinó Tómasson, Hávallagötu 30, 101 Reykjavík. Matthildur Traustadóttir, Spáni. Pétur Reidar Kolsöe Pétursson, Frostaskjóli 9c, 107 Rvík. Sólvin Tómasson, Hávallagötu 30, 101 Reykjavík. Tanja Rut Rúnarsdóttir, Frostaskjóli 59, 107 Reykjavík 27. maí kl. 11. Prestur Sveinn Valgeirsson. Anna Þrastardóttir, Vesturgötu 19, 101 Reykjavík. Egilsstaðakirkja Skírdagur 29. mars kl Prestur Þorgeir Arason. Alex Logi Georgsson, Stekkjartröð 5, 700 Egilsstaðir. Aron Már Leifsson, Hörgsási 2, 700 Egilsstaðir. Friðbjörn Árni Sigurðarson, Skógarseli 4, 700 Egilsstaðir. Kristín Matthildur Úlfarsdóttir, Selási 21, 700 Egilsstaðir. Tomas Viðar Úlfarsson, Selási 21, 700 Egilsstaðir. Þorgerður Sigga Þráinsdóttir, Miðgarði 2, 700 Egilsstaðir. Sunnudagur 29. apríl kl Prestur Þorgeir Arason. Sunneva Rós Aðalgeirsdóttir, Ártúni 4, 700 Egilsstaðir. Vignir Sær Víðisson, Tjarnarbraut 13, 700 Egilsstaðir. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Þorgeir Arason. Alexander Máni Guðlaugsson, Bláskógum 9, 700 Egilsst. Ármann Davíðsson, Bláskógum 2, 700 Egilsstaðir. Bjartmar Logi Steingrímsson, Reynivöllum 12, 700 Egilsst. Dagnýr Atli Rúnarsson, Útgarði 7, 700 Egilsstaðir. Elsa Margrét Jóhannsdóttir, Skógarseli 5, 700 Egilsstaðir. Eva Pálína Borgþórsdóttir, Ártröð 10, 700 Egilsstaðir. Hólmfríður Ósk Þórisdóttir, Einbúablá 32, 700 Egilsstaðir. Jóhanna Lilja Jónsdóttir, Tjarnarlöndum 14, 700 Egilsstaðir. Jón Aðalsteinn Ragnhildarson, Miðgarði 6, 700 Egilsstaðir. Katla Margrét Björnsdóttir, Selbrekku 3, 700 Egilsstaðir. Monika Lembi Alexandersdóttir, Furuvöllum 13, 700 Egilsst. Pétur Örn Jónsson, Skógarseli 8, 700 Egilsstaðir. Sigurður Stefánsson, Steinahlíð 2, 700 Egilsstaðir. Víðir Freyr Ívarsson, Norðurtúni 24, 700 Egilsstaðir. Zuzanna Kristina Fabian, Miðgarði 3b, 700 Egilsstaðir. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 13. Prestur Þorgeir Arason. Daníel Freyr Guðgeirsson, Ranavaði 11, 700 Egilsstaðir. Eydís Alma Kristjánsdóttir, Kvíaholti 24, 310 Borgarnes. Rósey Björgvinsdóttir, Litluskógum 12, 700 Egilsstaðir. Eiðakirkja Laugardagur 30. júní kl. 14. Prestur Þorgeir Arason. Máni Benediktsson, Einbúablá 2, 700 Egilsstaðir. Eskifjarðarkirkja Skírdagur 29. mars kl Prestur Davíð Baldursson. Anton Berg Sævarsson, Strandgötu 120, 735 Eskifjörður. Blædís Birna Árnadóttir, Bleiksárhlíð 11, 735 Eskifjörður. Daníel Þór Cekic, Bogahlíð 6, 735 Eskifjörður. Hildur Bára F. Haraldsdóttir, Skammadal 3, 735 Eskifjörður. Jacek Beczkowski, Strandgötu 67b, 735 Eskifjörður. Markús Andri Oyola Stefánsson, Ljósárbrekku 1, 735 Eskif. Saga María Sigurðardóttir, Svínaskálahlíð 1, 735 Eskifjörður. Sören Kristinsson, Bleiksárhlíð 4, 735 Eskifjörður. Thelma Rún F. Davíðsdóttir, Skammadal 1, 735 Eskifjörður. Hvítasunna 20. maí kl. 14. Prestur Davíð Baldursson. Einar Andri Bergmannsson, Dalbarði 6, 735 Eskifjörður. Íris Bergey Fannarsdóttir, Strandgötu 43, 735 Eskifjörður. María Nicola Lecka, Skammadal 4, 735 Eskifjörður. Marinó Einar Guðmundsson, Strandgötu 15a, 735 Eskif. Sandra Hafsteinsdóttir, Bleiksárhlíð 32, 735 Eskifjörður. Thelma Sól Steindórsdóttir, Hátúni 5, 735 Eskifjörður. Thomas Máni Steindórsson, Hátúni 5, 735 Eskifjörður. Ylfa Dröfn Pétursdóttir, Smiðjustíg 2, 735 Eskifjörður. Laugardagur 16. júní kl. 11. Prestur Davíð Baldursson. Vilhjálmur Árni Ragnarsson, Lambeyrarbraut 2, 735 Eskif. Valgerður Eyja Eyþórsdóttir, Hólmatúni 55, 225 Garðabær. Sunnudagur 18. mars kl. 13. Prestur Hans Guðberg Alfreðsson. Djákni Margrét Gunnarsdóttir. Adolf Daði Birgisson, Muruholti 9, 225 Garðabær. Dagur Fannar Ásbergsson, Hátúni 3, 225 Garðabær. Davíð Þór Eiðsson, Blikastíg 6, 225 Garðabær. Guðmundur Alex Ægisson, Smáratúni 13, 225 Garðabær. Guðrún Erla Guðmundsdóttir, Skólatúni 5, 225 Garðabær. Helga Sigríður E. Kolbeins, Hólmatúni 25, 225 Garðabær. Hildur Mei Henriksdóttir, Hólmatúni 29, 225 Garðabær. Hilmir Snær Guðmundsson, Skólatúni 5, 225 Garðabær. Mist Þórsdóttir, Hólmatúni 26, 225 Garðabær. Skarphéðinn Darri Guðbjörnsson, Túngötu 18, 225 Gbær. Laugardagur 24. mars kl. 13. Prestur Hans Guðberg Alfreðsson. Djákni Margrét Gunnarsdóttir. Andrés Haukur Andrésson, Sjávargötu 22, 225 Garðabær. Daníel Einarsson, Sjávargötu 33, 225 Garðabær. Blönduóskirkja Laugardagur 28. apríl kl. 11. Prestur Sveinbjörn Einarsson. Aron Máni Traustason, Hlíðarbraut 24, 540 Blönduós. Benedikt Þór Magnússon, Mýrarbraut 28, 540 Blönduós. Ísól Katla Róbertsdóttir, Hlíðarbraut 21, 540 Blönduós. Jóhanna Björk Auðunsdóttir, Hólabraut 15, 540 Blönduós. Jón Gísli Stefánsson, Heiðarbraut 8, 540 Blönduós. Sigurbjörg Birta Jónasdóttir, Húnabraut 38, 540 Blönduós. Borgaraleg ferming Egilsstöðum Laugardagur 2. júní kl. 14. Fermingarstjóri Kristín Amalía Atladóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Adam Þór Jóhannsson, Austurvegi 9, 730 Reyðarfjörður. Ársæll Mar Sigurþórsson, Dynskógum 3, 700 Egilsstaðir. Björn Sturlaugur Lárusson, Droplaugarstöðum, 701 Egilsst. Hákon Svan Guðjónsson, Faxatröð 9, 700 Egilsstaðir. Steinþór Hrímnir Aðalsteinsson, Mánatröð 14, 700 Egilsst. Tinna Sóley Hafliðadóttir, Laufási 4, 700 Egilsstaðir. Tryggvi Hrafn Reimarsson, Stekkjartröð 10, 700 Egilsstaðir. Borgaraleg ferming Húsavík Laugardagur 16. júní kl. 11. Fermingarstjóri Kristrún Ýr Einarsdóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Ásdís Einarsdóttir, Lóni 2, 671 Norðurþing. Birkir Guðnýjarson, Grundargarði 11, 640 Húsavík. Dagbjört Nótt Jónsd., Reistarnesi Melrakkasl., 671 Norðurþ. Klara Hrund Baldursdóttir, Höfðavegi 26, 640 Húsavík. Viktor Smári Kjerúlf, Stórhóli 2, 640 Húsavík. Borgaraleg ferming Ísafirði Laugardagur 28. júlí. Fermingarstjóri Gylfi Ólafsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Ásgerður Pála Hilmarsdóttir, Kjarrholti 4, 400 Ísafjörður. Kim Svanberg Heiðarsson, Leirubakka 16, 109 Reykjavík. Sigrún Aðalheiður Aradóttir, Hlíðarvegi 1, 400 Ísafjörður. Breiðabólstaðarkirkja Skírdagur 29. mars kl. 13. Prestar Arnaldur Bárðarson og Önundur Björnsson. Arnar Högni Arnarsson, Nýbýlavegi 44, 860 Hvolsvöllur. Þórhildur Þorsteinsdóttir, Stóragerði 21, 860 Hvolsvöllur. Breiðholtskirkja Sunnudagur 8. apríl kl Prestur Magnús Björn Björnsson. Andri Ásberg Bjarkason, Eyjabakka 3, 109 Reykjavík. Bjarki Dagur Arnarson, Írabakka 6, 109 Reykjavík. Lúkas Ísfeld Kolbrúnarson, Grýtubakka 22, 109 Reykjavík. Rafael Fannar Oddgeirsson, Jörfabakka 32, 109 Reykjavík. Rakel Natalia Jack Ingólfsdóttir, Kóngsbakka 8, 109 Rvík. Sunnudagur 15. apríl kl Prestur Magnús Björn Björnsson. Dagur Snær Heimisson, Dvergabakka 14, 109 Reykjavík. Edda Lilja Viktorsdóttir, Prestbakka 9, 109 Reykjavík. Egill Skorri Vigfússon, Kóngsbakka 12, 109 Reykjavík. Ingvar Elíasson, Prestbakka 3, 109 Reykjavík. Marta Quental Árnadóttir, Hjaltabakka 10, 109 Reykjavík. Ólíver Dúi Gíslason, Tungubakka 4, 109 Reykjavík. Silja Rut Ríkarðsdóttir, Hólastekk 8, 109 Reykjavík. Tanja Líf Jack Faust, Grýtubakka 22, 109 Reykjavík. Theodór Sigurðsson, Tungubakka 20, 109 Reykjavík. Sunnudagur 20. maí kl. 11. Prestur Magnús Björn Björnsson. Pálmi Hrafn Gunnarsson, Blöndubakka 6, 109 Reykjavík. Bústaðakirkja Sunnudagur 18. mars kl Prestur Pálmi Matthíasson. Andri Sveinn Grétarsson, Kúrlandi 11, 108 Reykjavík. Anna Fanney Olsen, Hvassaleiti 17, 103 Reykjavík. Ari Freyr Jónsson, Haðalandi 9, 108 Reykjavík. Arney María Andradóttir, Steinagerði 1, 108 Reykjavík. Baldur Breki Hávarðarson, Kvistalandi 22, 108 Reykjavík. Baldur Orri Þormóðsson, Langagerði 92, 108 Reykjavík. Benjamín Ragnarsson, Lautarvegi 30, 103 Reykjavík. Davíð Þrastarson, Byggðarenda 18, 108 Reykjavík. Embla Þórhallsdóttir, Hólmgarði 35, 108 Reykjavík. Jóhannes Dagur Geirdal, Langagerði 44, 108 Reykjavík. Karl Ottó Olsen, Hvassaleiti 17, 103 Reykjavík. Katrín Hörn Daníelsdóttir, Grundargerði 14, 108 Reykjavík. Mikael Kumar Bonifacius, Kúrlandi 4, 108 Reykjavík. Sigurður Páll Matthíasson, Bleikargróf 13, 108 Reykjavík. Sindri Björn Hjaltested, Hólmgarði 17, 108 Reykjavík. Sindri Rafn Bjarkason, Skógargerði 6, 108 Reykjavík. Sunnudagur 18. mars kl. 13. Prestur Pálmi Matthíasson. Amanda Sigurðardóttir, Austurgerði 6, 108 Reykjavík. Arnar Máni Björgvinsson, Háagerði 57, 108 Reykjavík. Arnór Hákonarson, Ásgarði 123, 108 Reykjavík. Arnþór Ingi Pálsson, Espigerði 4, 108 Reykjavík. Ásmundur Ari Pálsson, Espigerði 4, 108 Reykjavík. Benedikt Bjartur Olgeirsson, Furugerði 8, 108 Reykjavík. Birkir Þór Guðjónsson, Kleppsvegi 2, 105 Reykjavík. Brynjar Ingi Ágústsson, Réttarholtsvegi 53, 108 Reykjavík. Dagbjört María Ólafsdóttir, Langagerði 116, 108 Reykjavík. Hanna Sif Gunnarsdóttir Kondrup, Heiðargerði 43, 108 Rvík. Hildigunnur Ingadóttir, Sogavegi 42, 108 Reykjavík. Íris Margrét Sturludóttir, Haðalandi 8, 108 Reykjavík. Matthildur Mínervudóttir, Sogavegi 166, 108 Reykjavík. Oddný Sjöfn Ríkarðsdóttir, Hólmgarði 53, 108 Reykjavík. Ófeigur Kári Jóhannsson, Geitlandi 39, 108 Reykjavík. Stefán Björn Stephensen, Hellulandi 24, 108 Reykjavík. Tómas Karl Róbertsson, Hjallalandi 24, 108 Reykjavík. Tristan Orri Elefsen, Blesugróf 10, 108 Reykjavík. Unnur Björnsdóttir, Árlandi 4, 108 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur Pálmi Matthíasson. Alexander Már Snæbjörnsson, Bústaðavegi 79, 108 Rvík. Aníta Hjaltadóttir, Hólmgarði 12, 108 Reykjavík. Arndís Birna Hallgrímsdóttir, Hólmgarði 36, 108 Reykjavík. Ásta Fanney Pétursdóttir, Háagerði 79, 108 Reykjavík. Einar Egilsson Kvaran, Háagerði 51, 108 Reykjavík. Erik Freyr Engilbertsson, Seljalandi 3, 108 Reykjavík. Esja Kristín Siggeirsdóttir, Hlíðargerði 10, 108 Reykjavík. Eydís Gunnarsdóttir, Breiðagerði 37, 108 Reykjavík. Eygló Margrét Georgsdóttir, Réttarholtsvegi 61, 108 Rvík. Kristófer Snær Þorgeirsson, Huldulandi 18, 108 Reykjavík. Óskar Hrafnsson, Brautarlandi 1, 108 Reykjavík. Sigrún Ásta Jónsdóttir, Langagerði 9, 108 Reykjavík. Uggi Jóhann Auðunsson, Langagerði 48, 108 Reykjavík. Þóra Rún Þórsdóttir, Logalandi 1, 108 Reykjavík. Þórhildur Sif Blöndal, Kúrlandi 10, 108 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestur Pálmi Matthíasson. Aðalheiður Una Sigurbjörnsdóttir, Logalandi 14, 108 Rvík. Andrea Svandís Kristófersdóttir, Hólmgarði 1, 108 Rvík. Arna Dögg Atladóttir, Hólmgarði 5, 108 Reykjavík. Ástrós Birta Birgisdóttir, Skógargerði 1, 108 Reykjavík. Birgitta Ósk Magnúsdóttir, Ásgarði 22, 108 Reykjavík. Dagur Þór Óskarsson, Reykjavegi 74, 270 Mosfellsbær. Emma Kolbrún Garðarsdóttir, Kjalarlandi 29, 108 Reykjavík. Eva María Jóhannsdóttir, Huldulandi 28, 108 Reykjavík. Guðrún Dís Jóhannsdóttir, Hólmgarði 10, 108 Reykjavík. Herdís Arna Smáradóttir, Langagerði 86, 108 Reykjavík. Jóhanna Andrea Magnúsdóttir, Ásgarði 22, 108 Reykjavík. Pálína Björk M. Pálsdóttir, Logalandi 36, 108 Reykjavík. Róbert Atli Dagsson, Brúnalandi 13, 108 Reykjavík. Samantha Ósk Sokolov, Háagerði 31, 108 Reykjavík. Sigurður Elvar Ólason, Háagerði 79, 108 Reykjavík. Theódóra Guðný Vilhjálmsdóttir, Sólvallagötu 19, 101 Rvík. Annar páskadagur 2. apríl kl Prestur Pálmi Matthíasson. Aron Elí Ragnarsson Herreros, Búlandi 7, 108 Reykjavík. Ásthildur Helga Jónsdóttir, Akurgerði 11, 108 Reykjavík. Herdís Hilmarsdóttir, Brúnalandi 15, 108 Reykjavík. Íris Daðadóttir, Búðagerði 8, 108 Reykjavík. Ísak Árni Jóhannsson, Markarvegi 3, 108 Reykjavík. Jóhannes Torfi Torfason, Háagerði 25, 108 Reykjavík. Júlía Rafnsdóttir, Hólmgarði 7, 108 Reykjavík. Katrín Inga Gunnarsdóttir, Steinagerði 18, 108 Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Magnús Blöndal Jóhannsson, Sogavegi 174, 108 Reykjavík. Magnús Óli Björgvinsson, Furugerði 21, 108 Reykjavík. Óttar Atlason, Huldulandi 4, 108 Reykjavík. Reynir Tómas Reynisson, Hæðargarði 17, 108 Reykjavík. Sóley Jónsdóttir, Sævarlandi 18, 108 Reykjavík. Una Erlín Baldursdóttir, Akurgerði 4, 108 Reykjavík. Valdís Brynjarsdóttir, Akurgerði 26, 108 Reykjavík. Þóra Þórðardóttir, Giljalandi 1, 108 Reykjavík. Digraneskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Adam Pálmason Morthens, Hrauntungu 69, 200 Kópavogur. Aðalsteinn René Isuls Björnss., Reynihvammi 20, 200 Kópav. Árný Dögg Sævarsdóttir, Lækjasmára 23, 201 Kópavogur. Birgir Ari Óskarsson, Hrauntungu 62, 200 Kópavogur. Breki Þór Óttarrsson, Löngabrekku 43, 200 Kópavogur. Inga Lind Jóhannsdóttir, Löngubrekku 41, 200 Kópavogur. Ísak Aron Ómarsson, Álfhólsvegi 43, 200 Kópavogur. Nökkvi Gunnarsson, Reynihvammi 9, 200 Kópavogur. Ragnheiður María Stefánsd., Lindarhvammi 5, 200 Kópav. Snædís Eva Kruger, Víðihvammi 2, 200 Kópavogur. Sturla Ingason, Reynihvammi 4, 200 Kópavogur. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur Gunnar Sigurjónsson. Alexander Emil Beck, Hlíðarhjalla 56, 200 Kópavogur. Ásta María Armesto Nuevo, Hlíðarvegi 18, 200 Kópavogur. Bergdís Fjóla Pálsdóttir, Bræðratungu 3, 200 Kópavogur. Dagbjört Hildur Pálsdóttir, Bræðratungu 3, 200 Kópavogur. Eyrún Vala Harðardóttir, Heiðarhjalla 39, 200 Kópavogur. Julian Ingi Friðgeirsson, Hlíðarvegi 44, 200 Kópavogur. Margrét Tekla Arnfríðardóttir, Bræðratungu 32, 200 Kópav. Rebekka Ýr Arnfreysdóttir, Laufbrekku 20, 200 Kópavogur. Björn Hafberg Hlynsson, Álfhólsvegi 95, 200 Kópavogur. Björn Ingi Sigurðsson, Heiðarhjalla 4, 200 Kópavogur. Brynhildur Katrín Hrafnkelsd., Álfhólsvegi 88, 200 Kópav. Elfa Björg Óskarsdóttir, Digranesheiði 27, 200 Kópavogur. Elísa Guðjónsdóttir, Álfhólsvegi 91, 200 Kópavogur. Elísabet Alda Georgsdóttir, Álfhólsvegi 87, 200 Kópavogur. Ellý Rut Nökkvadóttir, Lækjasmára 104, 201 Kópavogur. Erna Ólafsdóttir, Digranesheiði 47, 200 Kópavogur. Jón Arnór Guðmundsson, Blikahjalla 8, 200 Kópavogur. Katla Víðisdóttir, Gnípuheiði 7, 200 Kópavogur. Steingrímur Dagur Stefánsson, Bakkahjalla 4, 200 Kópav. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestur Gunnar Sigurjónsson. Andrea Ósk Jónsdóttir, Grófarsmára 18, 201 Kópavogur. Andri Ísak Birgisson, Vindakór 10-12, 203 Kópavogur. Aníta Eik Hlynsdóttir, Lækjasmára 5, 201 Kópavogur. Arna Ösp Bjarnadóttir, Lautasmára 41, 201 Kópavogur. Atli Þór Gíslason, Blásölum 24, 201 Kópavogur. Björn Hermann Hermannsson, Gullsmára 10, 201 Kóp. Eyþór Andri Arnarsson, Grófarsmára 9, 201 Kópavogur. Gréta Vordís Alvarsdóttir, Hlíðarvegi 50, 200 Kópavogur. Hlynur Freyr Karlsson, Gullsmára 1, 201 Kópavogur. Hrafnhildur Eva Bergsdóttir, Lindasmára 37, 201 Kópav. Katla Kristinsdóttir, Lindasmára 4, 201 Kópavogur. Katrín Anna Jónasdóttir, Heiðarhjalla 14, 200 Kópavogur. María Ósk Jónsdóttir, Gullsmára 2, 201 Kópavogur. Patrekur Snær Magnússon, Lækjasmára 23, 201 Kópav. Pétur Arnar Pálsson, Lautasmára 3, 201 Kópavogur. Reynir Thelmuson, Lautasmára 26, 201 Kópavogur. Róbert Aron Richter, Lækjasmára 23, 201 Kópavogur. Saga Guðlaugsdóttir, Lækjasmára 102, 201 Kópavogur. Sigmar Hjartarson, Gullsmára 4, 201 Kópavogur. Steinþór Örn Gíslason, Bakkasmára 6, 201 Kópavogur. Tómas Orri Róbertsson, Arnarsmára 16, 201 Kópavogur. Skírdagur 29. mars kl Prestur Gunnar Sigurjónsson. Alexander Ólafsson, Grófarsmára 2, 201 Kópavogur. Aníta Eva Ósk Marcello, Lækjasmára 106, 201 Kópavogur. Arnar Daníel Aðalsteinsson, Bergsmára 10, 201 Kópavogur. Bjarni Hauksson, Grundarsmára 18, 201 Kópavogur. Björgvin Ingi Ólafsson, Reynihvammi 38, 200 Kópavogur. Dagur Sampsted, Hrauntungu 20, 200 Kópavogur. Emilía Halldórsdóttir, Lindasmára 45, 201 Kópavogur. Garðar Sölvi Kjartansson, Melgerði 20, 108 Reykjavík. Guðmundur Ómar Gestsson, Lækjasmára 21, 201 Kópav. Hekla Rún Sigurðardóttir, Bakkasmára 19, 201 Kópavogur. Hjördís Silja Karvelsdóttir, Lautasmára 10, 201 Kópavogur. Hrafnkatla Arndís Bryngeirsdóttir, Blásölum 21, 201 Kópav. Inga Malen Andersen, Lindasmára 63, 201 Kópavogur. Írena Héðinsdóttir Gonzalez, Lautasmára 22, 201 Kópav. Kristian Nökkvi Hlynsson, Lækjargötu 26, 220 Hafnarf. Óliver Máni Leifsson, Hrauntungu 103, 200 Kópavogur. Fáskrúðsfjarðarkirkja Pálmasunnudagur 25. apríl kl Prestur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Anton Unnar Steinsson, Garðaholti 6, 750 Fáskrúðsfjörður. Ólafur Bernharð Hallgríms., Skólabrekku 7, 750 Fáskrúðsf.

82 82 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Svavar Þór Reynisson Zoëga, Búðavegi 24, 750 Fáskrúðsf. Skírdagur 29. mars kl Prestur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Auðunn Þór Steinarsson, Hlíðargötu 53, 750 Fáskrúðsf. Ágústa Líf Ólafsdóttir Hjelm, Skólavegi 85a, 750 Fáskrúðsf. Eva Katrín Larsdóttir, Skólavegi 58, 750 Fáskrúðsfjörður. Guðný Rún Ólafsd. Hjelm, Skólavegi 85a, 750 Fáskrúðsf. Guðrún Ragna Kristjánsd., Garðaholti 8b, 750 Fáskrúðsf. Karítas Embla Óðinsd., Hlíðargötu 55, 750 Fáskrúðsf. María Líf Þorgeirsdóttir, Búðavegi 50, 750 Fáskrúðsfjörður. Patrekur Viðar Viðarsson, Búðavegi 40, 750 Fáskrúðsf. Sonja Ósk Halldórsdóttir, Hlíðargötu 15, 750 Fáskrúðsj. Teerapong Sudee Óskarsson, Búðavegi 30a, 750 Fáskrúðsf.. Fella- og Hólakirkja Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Guðmundur Karl Ágústsson og Jón Ómar Gunnarsson. Aldís Lóa Benediktsdóttir, Álftahólum 4, 111 Reykjavík. Auður Björg Sigurðardóttir, Neðstabergi 13, 111 Reykjavík. Eryk Patryk Szarecki, Fannarfelli 8, 111 Reykjavík. Eyþór Örn Birgisson, Hábergi 3, 111 Reykjavík. Garðar Máni Ágústsson, Hraunbæ 112, 111 Reykjavík. Guðrún Alda Linnet, Einholti 8, 111 Reykjavík. Ísabella Nótt Karlsdóttir, Rjúpufelli 33, 111 Reykjavík. Lena Rut Martin, Unufelli 35, 111 Reykjavík. Maciej Jablonski, Rjúpufelli 42, 111 Reykjavík. Mikael Orri Scheving Baldursson, Æsufelli 2, 111 Reykjavík. Svavar Magnússon, Erluhólum 2, 111 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl. 11. Prestar Guðmundur Karl Ágústsson og Jón Ómar Gunnarsson. Anna Rakel Guðjónsdóttir, Vesturbergi 132, 111 Reykjavík. Brynjar Þormar, Vesturbergi 119, 111 Reykjavík. Guðrún Perla Gísladóttir, Þrastarhólum 6, 111 Reykjavík. Hulda Guðjónsdóttir, Hábergi 12, 111 Reykjavík. Jóhannes Flosi Rúnar Ingason, Vesturbergi 47, 111 Rvík. Kári Hrafn Ágústsson, Gaukshólum 2, 111 Reykjavík. Kristín Björk Guðjónsdóttir, Krummahólum 2, 111 Reykjavík. Kristín Helga Bjarmadóttir, Keilufelli 14, 111 Reykjavík. Lilja Sif Pétursdóttir, Asparfelli 8, 111 Reykjavík. Óskar Ingi Jensson, Vesturbergi 94, 111 Reykjavík. Soffía Erla D B Hjálmarsdóttir, Rjúpufelli 22, 111 Reykjavík. Tyron Ívar Caballa, Rjúpufelli 44, 111 Reykjavík. Sunnudagur 15. apríl kl. 11. Prestar Guðmundur Karl Ágústsson og Jón Ómar Gunnarsson. Ágústa Jóna Vilhelmínudóttir, Vesturbergi 78, 111 Reykjavík. Ásta María Ingvarsdóttir, Suðurhólum 8, 111 Reykjavík. Bjartur Logi Sigurðsson, Yrsufelli 9, 111 Reykjavík. Ellen Lísbet Guðnadóttir, Austurbergi 16, 111 Reykjavík. Hafrún Arna Jóhannsdóttir, Máshólum 8, 111 Reykjavík Halldóra Eiríksdóttir, Kríuhólum 4, 111 Reykjavík. Íris Jónína Bjarnadóttir, Vesturbergi 26, 111 Reykjavík. Ísak Freyr Nielsen Halldórsson, Seljabraut 24, 111 Reykjavík. Karolina Krusnauskaité, Vesturbergi 98, 111 Reykjavík. Magdalena Líf Oddsdóttir, Hólabergi 62, 111 Reykjavík. Margrét Í. Orongan Jósefsdóttir, Fannafold 131, 112 Rvík. Safira Björg Jóhannsdóttir, Krummahólum 4, 111 Reykjavík. Teresa K. Bergmann Reynisdóttir, Vesturbergi 103, 111 Rvík. Vanisa Lampar, Klapparbergi 23, 111 Reykjavík. Fermingar fatlaðra Kópavogskirkja sunnudagur 11. mars kl. 14. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Guðni Snær Jórunnarson, Dalsbrún 27, 810 Hveragerði. Lindakirkja laugardagur 7. apríl kl. 11. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Haraldur Kári Ottósson, Fróðarþingi 14, 203 Kópavogur. Langholtskirkja sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 13. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Anna Rósa Þrastardóttir, Skipalóni 25, 220 Hafnarfjörður. Breki Björnsson, Tjarnaflöt 3, 210 Garðabær. Kristján Hlynsson, Lautarsmára 49, 201 Kópavogur. Viktor Máni Halldórsson, Stelkshólum 12, 111 Reykjavík. Sóleyjarimi 17, laugardagur 12. maí kl. 13. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Þórný Athena Jóhannesdóttir, Sóleyjarima 17, 112 Rvík. Selfosskirkja laugardagur 19. maí. Prestur Guðný Hallgrímsdóttir. Björgúlfur Ingólfsson, Desjakór 2, 203 Kópavogur. Fjölbrautaskóli Garðabæjar Fimmtudagur 19. apríl kl. 13. Fermingarstjóri Bjarni Snæbjörnsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Eiður Kristinn Guðmundsson, Strandvegi 7, 210 Garðabær. Haukur Bjarnason, Seilugranda 2, 107 Reykjavík. Heiðdís Hanna Baldvinsdóttir, Garðaflöt 13, 210 Garðabær. Inga Lilja Óskarsdóttir, Starengi 72, 112 Reykjavík. Ívar Andri Hlynsson, Lækjarseli 7, 109 Reykjavík. Jóhann Kári Baldursson, Álfhólsvegi 22, 200 Kópavogur. Katrín Aradóttir, Kolbeinsmýri 11, 170 Seltjarnarnes. Katrín Guðmundsd. Parcillié, Meistaravöllum 5, 107 Rvík. Matthildur María Karlsdóttir, Samtúni 2, 105 Reykjavík. Oddi Grétar Bjarnason, Blönduhlíð 27, 105 Reykjavík. Oskar Einar Bukowski, Álfhólsvegi 78, 200 Kópavogur. Peter Niel Livingstone, Spítalastíg 8, 101 Reykjavík. Stefán Guðjohnsen, Tjarnarbrekku 1, 225 Garðabær. Una Ragnarsdóttir, Álfheimum 24, 104 Reykjavík. Úlfur Kuzey Ásgeirsson, Bólstaðarhlíð 9, 105 Reykjavík. Valdís Viktoría Magnúsdóttir, Hvassaleiti 8, 103 Reykjavík. Þorvaldur Breki Lárusson, Löngulínu 23, 210 Garðabær. Fjölbrautaskóli Suðurlands Laugardagur 21. apríl kl. 14. Fermingarstjóri Bæring J. B. Guðmundsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Arngrímur Jökull Magnússon, Grænumörk 10b, 810 Hverag. Bára Ósk Georgsdóttir, Brúnöldu 7, 850 Hella. Erik Freyr Einarsson Vijn, Lækjarbakka 5, 800 Árborg. Goði Gnýr Guðjónsson, Selalæk 4, 851 Hella. Hrafnhildur Birna Hallgrímsd., Lækjarhvammi, 816 Ölfus. Kamilla Líf Víðisdóttir, Heiðmörk 38b, 810 Hveragerði. Katla Nótt Einarsdóttir, Heiðmörk 65, 810 Hveragerði. Margrét Þórhallsdóttir, Gauksrima 5, 800 Selfoss. María Björg Jónsdóttir, Túngötu 41, 820 Eyrarbakki. Máney Sól Bragadóttir, Hveramörk 19, 810 Hveragerði. Ólöf Þóra Þórhallsdóttir, Gauksrima 5, 800 Selfoss. Sigrún Angela Linnet, Birnustöðum 1, 801 Selfoss. Sólveig Lilja Guðjónsdóttir, Heiðmörk 36, 810 Hveragerði. Valþór Viggó Magnússon, Hveramörk 16, 810 Hveragerði. Þórarinn Helgi Jónsson, Túngötu 41, 820 Eyrarbakki. Fjölbrautaskóli Suðurnesja Laugardagur 7. apríl kl. 14. Fermingarstjóri Tinna Jóhannsdóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Ágústa Arís Aradóttir, Akurbraut 50, 260 Reykjanesbær. Ásta Kamilla Sigurðardóttir, Ægisvöllum 7, 230 Rnesbær. Berglind Steinunn Heimisdóttir, Bjarkartúni 1, 250 Garður. Daníel Cross, Sólvallagötu 44d, 230 Reykjanesbær. Daníel Ingi Hjaltalín, Skógarbraut a, 262 Rnesbær. Frosti Harðarson, Blikatjörn 4, 260 Reykjanesbær. Gunnar Reynir Pálsson, Skipalóni 21, 220 Hafnarfjörður. Ingvi Sigurður Ingvason, Aragerði 7, 190 Vogar. Júlia Mist Víðisdóttir, Krossholti 5, 230 Reykjanesbær. Kamilla Ljósbrá Kjartansdóttir, Lyngholti 20, 230 Rnesbær. Kári Freyr Þorsteinsson, Bjarnavöllum 8, 230 Rnesbær. Logi Halldórsson, Vallargötu 2, 245 Sandgerði. Rakel Ýr Þórðardóttir, Vörðubraut 3, 250 Garður. Regína Marín Hentze, Túngötu 9, 230 Reykjanesbær. Snævar Ingi Sveinsson, Heiðargili 2, 230 Reykjanesbær. Stefanía Dís Bragadóttir, Bjarkarheiði 20, 810 Hveragerði. Steinþór Kristinn Stefánsson, Austurgötu 3a, 245 Sandg. Þorsteinn Valdimar Þorsteinsson, Pariserstrasse 63, Berlin, Þýskal. Friðrikskapella Þjóðhátíðardagurinn 17. júní kl. 13. Prestur Þór Hauksson. Dagur Máni Ingvason, Selbrekku 32,200 Kópavogur. Lúkas Jóhannes Blöndal Petersson, An der Brennerei 2, Rauenberg, Þýskaland. Fríkirkjan í Hafnarfirði Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Ágúst Axel Húbertsson, Lækjarkinn 14, 220 Hafnarfjörður. Árni Dagur Oddsteinsson, Lindarbergi 74, 221 Hafnarf. Emilia Thea Viggósdóttir, Hjallabraut 21, 220 Hafnarfjörður. Jóhann Grétar Árnason, Furuási 33, 221 Hafnarfjörður. Nadía Mist Sigurbjörnsdóttir, Friggjarbrunni 55, 113 Rvík. Sigríður Soffía Jónasdóttir, Þórsbergi 10, 221 Hafnarfjörður. Stefán Gunnar S. Stefánsson, Mávahrauni 11, 220 Hafnarf. Sverrir Leó Ólafsson, Smyrlahrauni 20, 220 Hafnarfjörður. Thelma Melsted Björgvinsd., Fléttuvöllum 39, 221 Hafnarf. Vigfús Bjarki Ingvarsson, Móabarði 36, 220 Hafnarfjörður. Þórdís Ösp Melsted, Smyrlahrauni 14, 220 Hafnarfjörður. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Atli Freyr Björgvinsson, Sævangi 34, 220 Hafnarfjörður. Ásgerður Erla Kristinsdóttir, Öldutúni 10, 220 Hafnarfjörður. Bryndís Bjarnadóttir, Brekkuási 19, 220 Hafnarfjörður. Herdís Rut Guðbjartsdóttir, Hnoðravöllum 56, 221 Hafnarf. Inga Lára Gunnarsdóttir, Fléttuvöllum 33, 221 Hafnarf. Jakob Arnar Þórðarson, Svöluási 18, 221 Hafnarfjörður. Lovísa Arnarsdóttir, Þrastarhrauni 1, 220 Hafnarfjörður. Salóme Kristín Haraldsdóttir, Gauksási 49, 221 Hafnarf. Svava Lind Gísladóttir, Ölduslóð 16, 220 Hafnarfjörður. Vera Víglundsdóttir, Álfaskeiði 46, 220 Hafnarfjörður. Vilhjálmur Þór Vilhjálmsson, Lindarbergi 52a, 221 Hafnarf. Þorgerður Katrín Sigurðard., Drekavöllum 47, 221 Hafnarf. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Alex Fróði Valsson, Túnhvammi 11, 220 Hafnarfjörður. Aníta Sif Örvarsdóttir, Álfaskeiði 100, 220 Hafnarfjörður. Anna Edda Gunnarsdóttir Smith, Kríuási 39, 221 Hafnarf. Björgúlfur Árni Romero Ernuson, Álfaskeiði 32, 220 Hafnarf. Brynjar Ari Magnússon, Holtsvegi 39, 210 Garðabær. Daníel Lúkas Tómasson, Klukkuvöllum 50, 221 Hafnarf. Eydís Arna Hallgrímsdóttir, Breiðvangi 24, 220 Hafnarf. Guðbjörg Guðný Valsdóttir, Erluási 23, 221 Hafnarfjörður. Helena Hauksdóttir, Blómvöllum 3, 221 Hafnarfjörður. Jón Árni Kárason, Flókagötu 5, 220 Hafnarfjörður. Kamilla Gísladóttir, Miðvangi 115, 220 Hafnarfjörður. Natan Kári Jensson, Blikaási 46, 221 Hafnarfjörður. Steinunn Erna Guðmundsdóttir, Blómvangi 18, 220 Hafnarf. Silvía Huld Óskarsdóttir, Kríuási 11, 221 Hafnarfjörður. Viktoría Diljá Halldórsdóttir, Drekavöllum 10, 221 Hafnarf. Þóra Berglind Hannesdóttir, Noregur. Laugardagur 14. apríl kl. 11. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Arnar Már Birgisson, Þrastarási 59, 221 Hafnarfjörður. Berta Mjöll Gunnarsdóttir, Burknavöllum 21, 221 Hafnarf. Gabríela Ýr Jónsdóttir, Berjavöllum 3, 221 Hafnarfjörður. Heimir Yngvi Eiríksson, Traðarbergi 19, 221 Hafnarfjörður. Hulda Alexandersdóttir, Blikaási 9, 221 Hafnarfjörður. Jón Logi Hjartarson, Furuási 24, 221 Hafnarfjörður. Jónas Bjartmar Jónasson, Kirkjuvegi 7, 220 Hafnarfjörður. Katrín Tinna Sævarsdóttir, Erluási 22, 221 Hafnarfjörður. Kristján Kári Þorsteinsson, Arnarhrauni 44, 220 Hafnarf. Kristófer Kristján Erlendsson, Fífuvöllum 18, 221 Hafnarf. Lórenz Geir Þórisson, Burknavöllum 3, 221 Hafnarfjörður. Ragnar Darri Daðason,Smyrlahrauni 47, 220 Hafnarfjörður. Ragnhildur Sara Bergsdóttir, Drekavöllum 21, 221 Hafnarf. Þorvarður Friðrik Elíasson, Fákahvarfi 11, 203 Kópavogur. Þór Leví Steinsson, Blikaási 19, 221 Hafnarfjörður. Laugardagur 14. apríl kl. 13. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Arndís Baldursdóttir, Einihlíð 14, 221 Hafnarfjörður. Daníel Máni Bjarkason, Suðurgötu 84, 220 Hafnarfjörður. Edda Katrín Þorsteinsdóttir, Eskivöllum 17, 221 Hafnarf. Eva Lilja Bjarnadóttir, Kirkjugerði 12, 190 Vogar. Helena Ingibjörg Haraldsdóttir, Teigabyggð 8, 220 Hafnarf. Ingibjörg Embla Björnsdóttir, Álfaskeiði 30, 220 Hafnarf. Ísar Máni Ellertsson, Hörgsholti 37, 220 Hafnarfjörður. Óliver Steinar Guðmundsson, Spóaási 9, 221 Hafnarfjörður. Sandra Líf Einarsdóttir, Drekavöllum 61, 221 Hafnarfjörður. Steinunn Vala Víðisdóttir, Hólabraut 17, 220 Hafnarfjörður. Sölvi Reyr Magnússon, Reykjavíkurvegi 27, 220 Hafnarf. Viktor Breki Pálsson, Burknavöllum 5, 221 Hafnarfjörður. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 10. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Alexander Jóhann Hauksson, Álfabergi 10, 220 Hafnarf. Baltazar Ernir Albertsson, Hringbraut 48, 220 Hafnarf. Bríet Dalla Gunnarsdóttir, Sléttahrauni 20, 220 Hafnarf. Fannar Karl Atlason, Smyrlahrauni 20, 220 Hafnarfjörður. Hafsteinn Þór Kristjánsson, Básenda 8, 108 Reykjavík. Halldór Máni Harðarson, Hlíðarási 43, 221 Hafnarfjörður. Hildur Sóley Káradóttir, Kvistavöllum 64, 221 Hafnarfjörður. Logi Hrafn Róbertsson, Smyrlahrauni 36, 220 Hafnarf. Margrét Jóna Þrastardóttir, Melavegi 9, 530 Hvammstangi. Rannveig Jóhannsdóttir, Hraunbrún 7, 220 Hafnarfjörður. Róbert Thor Valdimarsson, Birkibergi 30, 221 Hafnarfjörður. Sigursteinn Máni Þorsteinsson, Hólabergi 70, 221 Hafnarf. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 12. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Agnes Ósk Viðarsdóttir, Álfaskeiði 74, 220 Hafnarfjörður. Auður Sigurþórsdóttir, Sléttahrauni 16, 220 Hafnarfjörður. Aþena Jónsdóttir, Hraunkambi 3, 220 Hafnarfjörður. Brynja Ingvarsdóttir, Gauksási 16, 221 Hafnarfjörður. Einar Bjarki Arnbjargarson, Dvergabakka 32, 109 Reykjavík. Hafþór Magnússon, Furuhlíð 14, 221 Hafnarfjörður. Hildur Sif Hallgrímsdóttir, Laufvangi 13, 220 Hafnarfjörður. Iðunn Embla Einarsdóttir, Eyrarholti 3, 220 Hafnarfjörður. Jón Sverrir Árnason, Erluási 52, 221 Hafnarfjörður. Katrín Emma Óskarsdóttir, Reynihvammi 2, 220 Hafnarf. Kristín Sif Sveinsdóttir, Hraunstíg 2, 220 Hafnarfjörður. Nadía Líf Ágústsdóttir, Sporðagrunni 3, 104 Reykjavík. Natalía Jónsdóttir, Hraunkambi 3, 220 Hafnarfjörður. Natalía Rós Pálsdóttir, Hátúni 5b, 225 Álftanes. Ragnheiður Edda Hlynsdóttir, Klettahrauni 12, 220 Hafnarf. Rökkvi Rafn Agnesarson, Gauksási 2, 221 Hafnarfjörður. Sóllilja Stefánsdóttir, Hraunbrún 30, 220 Hafnarfjörður. Sylvía Rós Sigurðardóttir, Laufvangi 18, 220 Hafnarfjörður. Viktoría Björt Jóhannsdóttir, Eyrarholti 16, 220 Hafnarf. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 14. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Andrea Ruth Gísladóttir, Hlíðarási 19, 221 Hafnarfjörður. Aníta Líf Valgarðsdóttir, Kirkjuvöllum 5, 221 Hafnarfjörður. Arnar Logi Andrason, Hlíðarási 14, 221 Hafnarfjörður. Dagbjört Kristinsdóttir, Miðdal 5, 190 Vogar. Guðmundur Pétur Dungal Níelss., Norðurbakka 25b, 220 Hafn. Guðrún Edda Min Harðardóttir, Hólabraut 6, 220 Hafnarf. Heiðdís Harpa Þrastardóttir, Vesturbraut 9, 220 Hafnarf. Hrefna Sif Sigurðardóttir, Hlíðarási 9, 221 Hafnarfjörður. Ísabella Líf Björnsdóttir, Furuvöllum 18, 221 Hafnarfjörður. Jónína Katrín Gestsdóttir, Blómvangi 20, 220 Hafnarfjörður. Katrín Tara Karlottsdóttir, Háholti 1, 220 Hafnarfjörður. María Elísabet Kristín Róbertsd., Skipalóni 23, 220 Hafnarf. Mikaela Nótt Pétursdóttir, Drekavöllum 30, 221 Hafnarf. Magnús Orri Jónsson, Þrastarási 39, 221 Hafnarfjörður. Sigurður Snær Sigurjónsson, Furuási 32, 221 Hafnarfjörður. Sævar Orri Valgeirsson, Engjavöllum 5b, 221 Hafnarfjörður. Tómas Hugi Ásgeirsson, Eyrarholti 18, 220 Hafnarfjörður. Victor Breki Björnsson, Furuvöllum 18, 221 Hafnarfjörður. Sunnudagur 13. maí kl. 11 og 13. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Andri Fannar Elísson, Glitvöllum 20, 221 Hafnarfjörður. Andrew Tyler Þráinn Helgason, Hraunbrún 30, 220 Hafnarf. Aron Logi Hrannarsson, Fögrukinn 6, 220 Hafnarfjörður. Axel Elí Axelsson, Drekavöllum 19, 221 Hafnarfjörður. Berglind Pétursdóttir, Klettabergi 52, 221 Hafnarfjörður. Berglind Þrastardóttir, Hnoðravöllum 13, 221 Hafnarfjörður. Bjarney Kristinsdóttir, Glitvöllum 33, 221 Hafnarfjörður. Bjarki Snær Snæbjörnsson, Suðurgötu 82, 220 Hafnarf. Brynhildur Eva Kristinsdóttir, Daggarvöllum 4a, 221 Hafnarf. Elías Óli Hilmarsson, Suðurgötu 15, 220 Hafnarfjörður. Elfa Katrín Ómarsdóttir, Daggarvöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Emil ísak Jónsson, Fífuvöllum 37, 221 Hafnarfjörður. Emilía Björk Gunnlaugsdóttir, Mjósundi 16, 220 Hafnarf. Gabríel Ingi Helgason, Suðurvangi 25, 220 Hafnarfjörður. Jón Erik Sigurðsson, Hlaðbrekku 12, 200 Kópavogur. Karl Jóhann Halldórsson, Kjóahrauni 12, 220 Hafnarfjörður. Karítas Björk Ingadóttir, Klukkubergi 31, 221 Hafnarfjörður. Kolbrún Camilla Jónsdóttir, Þrastarási 16, 221 Hafnarf. Krista Malen Lárusdóttir, Svöluási 8, 221 Hafnarfjörður. Kristófer Örn Björgvinsson, Miðvangi 6, 220 Hafnarfjörður. Krummi Týr Gíslason, Grenibergi 13, 221 Hafnarfjörður. Oliver Breki Harðarson, Eskivöllum 19, 221 Hafnarfjörður. Ragnar Leó Sigurðsson, Þrastarási 29, 221 Hafnarfjörður. Rannveig Þóra Karlsdóttir, Glitvöllum 41, 221 Hafnarfjörður. Rósa Guðbjörg Guðmundsdóttir, Meðalholti 13, 105 Rvík. Sara Björt Símonardóttir, Bröttukinn 21, 220 Hafnarfjörður. Sóley Agnarsdóttir, Suðurholti 26, 220 Hafnarfjörður. Tryggvi Kristinn Guðlaugsson, Hafravöllum 8, 221 Hafnarf. Viktoría Helgadóttir, Akurvöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Þorgeir Snær Gíslason, Grenibergi 13, 221 Hafnarfjörður. Þorsteinn Emil Jónsson, Burknavöllum 8, 221 Hafnarfjörður. Sjómannadagurinn 3. júní kl. 11. Prestar Einar Eyjólfsson og Sigríður Kristín Helgadóttir. Andrea Dís Heimisdóttir, Klettagötu 10, 220 Hafnarfjörður. Bryndís Daníelsdóttir, Furuási 39, 221 Hafnarfjörður. Daníel Ingvar Ingvarsson, Álfholti 34a, 220 Hafnarfjörður. Eiður Orri Pálmarsson, Fléttuvöllum 23, 221 Hafnarfjörður. Embla Guðmundsdóttir, Breiðvangi 25, 220 Hafnarfjörður. Emil Ísar Hermannsson, Vitastíg 7, 220 Hafnarfjörður. Helga Sigrún Sigurjónsdóttir, Eyrarholti 5, 220 Hafnarf. Helga Soffía Reynisdóttir, Lækjarbergi 60, 221 Hafnar. Ingvar Örn Þórisson, Lindarhvammi 12, 220 Hafnarfjörður. Kristín Jóna Kristjónsdóttir, Kríuási 21, 221 Hafnarfjörður. María Mist Arnarsdóttir, Mávahrauni 13, 220 Hafnarfjörður. Tristan Alexandersson, Holtsgötu 21, 101 Reykjavík. Unnur Sjöfn Jónasdóttir, Tjarnarbraut 23, 220 Hafnarf. Úlfheiður Linnet, Fögrukinn 28, 220 Hafnarfjörður. Þórarinn Sigurgísli Þórarinsson, Hellisgötu 33, 220 Hafnarf. Fríkirkjan í Reykjavík Sunnudagur 4. mars kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Vilhjálmur Andri Vilhjálmsson, Vesturbergi 27, 111 Reykjavík. Sunnudagur 18. mars kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Hákon Örn Arnórsson, Markholti 11, 270 Mosfellsbær. Mikael Maron Torfason, Sólheimum 39, 104 Reykjavík. Sólveig Hrappsdóttir, Nýlendugötu 13, 101 Reykjavík. Þorsteinn G. Dísar Garðarsson, Vesturási 58, 110 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Erna Lóa Guðmundsdóttir, Gvendargeisla 14, 113 Reykjavík. Guðrún Ragna Árnadóttir, Kólguvaði 9, 110 Reykjavík. Júlía Mist Ásgeirsdóttir, Háabarði 8, 220 Hafnarfjörður. Skarphéðinn Hjaltason, Áslandi 4b, 270 Mosfellsbær. Skírdagur 29. mars kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Berglind Rós Birgisdóttir, Viðarrima 56, 112 Reykjavík. Daníel Ingi Ragnarsson, Brekkuseli 4, 109 Reykjavík. Eva Elínbjört Guðjónsdóttir, Reynihvammi 27, 200 Kóp. Eydís Birta Aðalsteinsdóttir, Gautavík 28, 112 Reykjavík. Friðrik Árni Grímsson, Bandaríkin. Hafrún Sigríður Pétursdóttir, Leirutanga 11b, 270 Mos. Hrafnkell Máni Björnsson, Lindarseli 10, 109 Reykjavík. Rebekka Oddný Ragnarsdóttir, Dúfnahólum 4, 111 Rvík. Ævar Nunez Kvaran, Kambsvegi 25, 104 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Dagný Sól Þórarinsdóttir, Bjallavaði 1, 110 Reykjavík. Jóhannes Lárus Lynge Helgason, Hörgshlíð 28, 105 Rvík. Margrét Þurý Sveinsdóttir, Seilugranda 4, 107 Reykjavík. Sunnudagur 15. apríl kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Elísa Rós Tani, Fannafold 33, 112 Reykjavík. Emil Þór Reynisson, Arnartanga 71, 270 Mosfellsbær. Heba Sól Stefánsdóttir, Fífuhvammi 31, 200 Kópavogur. Rut Rebekka Hjartardóttir, Austurgerði 12, 108 Reykjavík. Unnur Maren Þiðriksdóttir, Bjarkargötu 14, 101 Reykjavík. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Atlas Sigurgeir Finze, Framnesvegi 1, 101 Reykjavík. Bjarni Þór Lúðvíksson, Gnitanesi 8, 101 Reykjavík. Eydís Helga Þórisdóttir, Ólafsgeisla 117, 113 Reykjavík. Heiðar Ágúst Sigurðsson, Strandaseli 6, 109 Reykjavík. Klara Rún Elvarsdóttir, Ásgarði 133, 108 Reykjavík. Lilja Eiríksdóttir, Hólavaði 27, 110 Reykjavík. Sunnudagur 29. apríl kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Emily Rún Didonna, Hvassaleiti 26, 103 Reykjavík. Hörður Óli Vignisson, Grenibyggð 29, 270 Mosfellsbær. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Díana Lilja Gestsdóttir, Svíþjóð. Emil Torfi Magnússon, Lindarbraut 45,170 Seltjarnarnes. Fanný Gabríela Stefánsdóttir, Bugðutanga 23, 270 Mos. Freyja Rún Geirsdóttir, Helluvaði 1, 110 Reykjavík. Guðmundur Berg Markússon, Grænumýri 11, 170 Seltj.nes. Hafdís Arna Guðmundsdóttir, Sjafnarbrunni 10, 113 Rvík. Hallgrímur Máni Karlsson, Smyrlahrauni 38, 220 Hafnarf. Ilmur Myrra Steinarsdóttir, Bleikjukvísl 2, 110 Reykjavík. Kristel Harðardóttir, Nesbala 44, 170 Seltjarnarnes. Una Guðríður Guðmundsdóttir, Fornastekk 9, 109 Rvík. Sunnudagur 24. júní kl. 14. Prestur Hjörtur Magni Jóhannsson. Sigríður Ragnarsdóttir, Reykjahvoli 16, 270 Mosfellsbær. Garðakirkja Laugardagur 17. mars kl. 13. Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Bergdís Valdimarsdóttir, Skrúðási 14, 210 Garðabær. Birta Rún Össurardóttir, Dalsbyggð 11, 210 Garðabær. Björn Þór Sverrisson, Lynghólum 6, 210 Garðabær. Egill Gauti Ólafsson, Kjarrmóum 24, 210 Garðabær. Elísabet Júlía Jafetsdóttir, Greniási 11, 210 Garðabær. Eyþór Örn Eyþórsson, Holtsbúð 42, 210 Garðabær. Guðmundur Baldvin Nökkvason, Skrúðási 2, 210 Garðabær. Hekla Sóley Marinósdóttir, Kaldakri 8, 210 Garðabær. Hildur Arna Lúðvíksdóttir, Holtási 10, 210 Garðabær. Hrafndís Freyja Kristmundsdóttir, Lyngmóum 1, 210 Gbær. Iðunn Soffía Agnadóttir, Holtsbúð 52, 210 Garðabær. Jakob Lars Kristmannsson, Klettási 21, 210 Garðabær. Magnús Breki þórarinsson, Dalprýði 10, 210 Garðabær. Stefanía Sól Valgeirsdóttir, Túnfit 4, 210 Garðabær. Þorsteinn Karl Arnarsson, Grenilundi 6, 210 Garðabær. Laugardagur 17. mars kl. 15. Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Ásdís Arnarsdóttir, Hegranesi 32, 210 Garðabær. Dagur Friðriksson, Klettási 20, 210 Garðabær. Eiður Baldvin Baldvinsson, Sunnakri 5, 210 Garðabær. Eva Bjarkey Þorsteinsdóttir, Eskiholti 15, 210 Garðabær. Guðný Lára Tómasdóttir, Faxatúni 23, 210 Garðabær. Hekla Ylfa Einarsdóttir, Árakri 25, 210 Garðabær. Hilmar Goði Hilmarsson, Fífumýri 10, 210 Garðabær. Kristinn Albert Kolbeinsson, Haukanesi 28, 210 Garðabær. Kristín Helga Alexandersdóttir, Hjálmakri 7, 210 Garðabær. Kristján Helgi Tómasson, Faxatúni 23, 210 Garðabær. María Dan Johansen Þorláksdóttir, Einilundi 10, 210 Gbær. Marta Dan Johansen Þorláksdóttir, Einilundi 10, 210 Gbær. Nicole Krama, Kríunesi 6, 210 Garðabær. Stefán Breki Brynjólfsson, Krókamýri 56, 210 Garðabær. Sunnudagur 18. mars kl Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Emil Nói Sigurhjartarson, Ásbúð 10, 210 Garðabær. Gabríel Logi Brynjarsson, Bæjargili 42, 210 Garðabær. Guðmundur Rafn Ingason, Mávanesi 25, 210 Garðabær. Helga Þóra Bjarnadóttir, Bakkaflöt 2, 210 Garðabær. Hilmir Ásberg Björnsson, Jafnakri 5, 210 Garðabær. Hlynur Freyr Elvarsson, Laufási 2, 210 Garðabær. Jóhannes Sturluson, Árakri 15, 210 Garðabær. Kristjana Bríet Birgisdóttir, Hrísmóum 11, 210 Garðabær. Lára María Aðalbjörnsdóttir, Hörgatúni 1, 210 Garðabær. Leifur Már Jónsson, Tjaldanesi 11, 210 Garðabær. Silja Björg Hreiðarsdóttir, Jafnakri 3, 210 Garðabær. Sindri Sigurðarson, Löngumýri 13, 210 Garðabær. Sonja Ingimundardóttir, Rjúpnahæð 2, 210 Garðabær. Sæbjörn Hilmir Garðarsson, Smáraflöt 42, 210 Garðabær. Þór Guðjónsson, Ásbúð 25, 210 Garðabær. Sunnudagur 18. mars kl. 15. Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Birta Björnsdóttir, Krókamýri 36, 210 Garðabær. Birta Rut Birgisdóttir, Holtsbúð 53, 210 Garðabær. Eggert Aron Guðmundsson, Tjarnarflöt 10, 210 Garðabær. Hákon Ingi Farestveit, Hvannalundi 19, 210 Garðabær. Kristína Katrín Þórsdóttir, Hólahjalla 11, 200 Kópavogur. María Viktoría Rúnarsdóttir, Ægisgrund 13, 210 Garðabær. Matthías Jakob Sigurðsson, Nónhæð 2, 210 Garðabær. Ólafur Floki Stephensen, Lindarflöt 28, 210 Garðabær. Valtýr Páll Stefánsson, Góðakri 1, 210 Garðabær. Laugardagur 24. mars kl. 13. Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Agnes Ómarsdóttir, Bæjargili 70, 210 Garðabær. Aron Kristian Jónasson, Asparási 12, 210 Garðabær. Birgir Bragi Gunnþórsson, Asparlundi 15, 210 Garðabær. Birta Björg Kristmundsdóttir, Bjarkarási 15, 210 Garðabær. Birta Dís Hilmarsdóttir, Krókamýri 80, 210 Garðabær. Fríða Liv Fannarsdóttir, Brúarflöt 9, 210 Garðabær. Halldór Snær Lárusson, Blómahæð 1, 210 Garðabær. Helga M. Jónsdóttir, Austurgötu 11, 220 Hafnarfjörður. Hugi Svörfuður Heimisson, Brekkuási 5, 210 Garðabær. Jón Hugi Gunnarsson, Löngumýri 1, 210 Garðabær. Júlia Ruth Ragnarsdóttir, Eikarási 3, 210 Garðabær. Númi Jökull Skúlason, Aratúni 40, 210 Garðabær. Ólöf Sara Sigurðardóttir, Brekkubyggð 4, 210 Garðabær. Sóllilja Birgisdóttir, Lyngholti 3, 225 Álftanes. Tómas Freyr Jónsson, Línakri 1a, 210 Garðabær. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Friðrik J. Hjartar og Jóna Hrönn Bolladóttir. Benedikt Pálmason, Hofslundi 13, 210 Garðabær. Bergdís Lilja Þorsteinsdóttir, Ásbúð 3, 210 Garðabær. Dóra Sjöfn Halldórsdóttir, Efstalundi 13, 210 Garðabær. Elva María Ragnarsdóttir, Lindarflöt 11, 210 Garðabær. Kári Steinn Guðmundsson, Birkiási 37, 210 Garðabær. Kári Trevor Park, Löngulínu 2, 210 Garðabær. Laufey Kristín Marinósdóttir, Löngulínu 24, 210 Garðabær. Ólöf María Bernharðsdóttir, Lönguimýri 12, 210 Garðabær. Rakel María Sindradóttir, Hlíðarbyggð 5, 210 Garðabær. Sonja Lind Sigsteinsdóttir, Hæðarbyggð 26, 210 Garðabær. Telma Ingólfsdóttir, Asparási 7, 210 Garðabær. Unnur Friðriksdóttir, Strandvegi 11, 210 Garðabær. Vigdís Karla Óladóttir, Kjarrmóum 7, 210 Garðabær. Grafarvogskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Anna María Hauksdóttir, Logafold 158, 112 Reykjavík. Árný Alda Ásgeirsdóttir, Baughúsum 27, 112 Reykjavík. Berglind Nína Antonsdóttir, Svarthömrum 38, 112 Rvík. Berglind Rún Bergsdóttir, Bakkastöðum 167, 112 Reykjavík. Birgir Már Sigurðarson, Hlaðhömrum 46, 112 Reykjavík. Brynjar Már Halldórsson, Jöklafold 7, 112 Reykjavík. Edda Borg Helgadóttir, Rauðhömrum 14, 112 Reykjavík. Elektra Ósk Hauksdóttir, Hverafold 40, 112 Reykjavík. Elín Ólöf Viðarsdóttir, Hverafold 138, 112 Reykjavík. Embla Sól Bergþórsdóttir, Frostafold 45, 112 Reykjavík. Enok Henry Guðmundsson, Laufengi 4, 112 Reykjavík. Ernir Tumi Sveinbjörnsson, Fannafold 72, 112 Reykjavík. Eva Margrét Sigurðardóttir, Dverghömrum 20, 112 Rvík. Gunnhildur B. Jóhannesdóttir, Logafold 70, 112 Reykjavík. Heiða Björk Jóhannesdóttir, Rauðhömrum 10, 112 Rvík. Heiðbjört Heide Sigfúsdóttir, Vogabraut 32, 300 Akranes. Karl Ísak Birgisson, Vesturhúsum 3, 112 Reykjavík. Kjartan Snær Guðmundsson, Miðhúsum 11, 112 Reykjavík. Lena Rakel Guðmundsdóttir, Vallarhúsum 51, 112 Reykjavík. Margrét Ósk Syen, Dverghömrum 26, 112 Reykjavík. Óttarr Bergmann Ólafsson, Suðurhúsum 11, 112 Reykjavík. Sandra Dögg Birkisdóttir, Vallarhúsum 47, 112 Reykjavík. Sara María Ólafsdóttir, Sveighúsum 10, 112 Reykjavík.

83 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 83 Selma Fönn Hlynsdóttir, Baughúsum 36, 112 Reykjavík. Snædís Blær Gunnarsdóttir, Rauðhömrum 8, 112 Reykjavík. Tara Lilja Linnington, Gerðhömrum 1, 112 Reykjavík. Tinna Kara Lárusdóttir, Brekkubæ 24, 110 Reykjavík. Ægir Bergþórsson, Logafold 21, 112 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sigurður Grétar Helgason. Agnes Líf Skarphéðinsdóttir, Klukkurima 4, 112 Reykjavík. Ágúst Ingi Einarsson, Laufrima 57, 112 Reykjavík. Alex Þór Júlíusson, Fannafold 223a, 112 Reykjavík. Andri Dagur Árnason, Sóleyjarima 107, 112 Reykjavík. Anna Karen Þórhallsdóttir, Smárarima 60, 112 Reykjavík. Aron Freyr Brynjarsson, Klukkurima 14, 112 Reykjavík. Baldvin Þór Berndsen, Laufrima 11, 112 Reykjavík. Bjartur Máni Bjarnason, Berjarima 16, 112 Reykjavík. Daníel Ágúst Halldórsson, Flétturima 31, 112 Reykjavík. Erla María Magnúsdóttir, Sóleyjarima 35, 112 Reykjavík. Eydís Lára Þrastardóttir, Smárarima 10, 112 Reykjavík. Gissur Rafn Hlynsson, Smárarima 79, 112 Reykjavík. Guðni Alexander Snorrason, Hrísrima 8, 112 Reykjavík. Hafdís Eyja Vésteinsdóttir, Berjarima 4, 112 Reykjavík. Halldór Snær Georgsson, Viðarrima 21, 112 Reykjavík. Hrafnhildur Krista Erlingsdóttir, Sóleyjarima 87, 112 Rvík. Hrafnhildur Ósk Hafþórsdóttir, Sóleyjarima 23, 112 Rvík. Ísabella Birta Erlingsdóttir, Sóleyjarima 87, 112 Reykjavík. Ísak Árni Hafsteinsson, Fannafold 145, 112 Reykjavík. Júlíus Mar Júlíusson, Mosarima 30, 112 Reykjavík. Júlíus Örn Finnsson, Stararima 19, 112 Reykjavík. Magnea Eiðsdóttir Scheidgen, Mosarima 13, 112 Reykjavík. Magni Huginn Leifsson, Smárarima 108, 112 Reykjavík. Snorri Steinn Ingólfsson, Smárarima 7, 112 Reykjavík. Sóllilja Harðardóttir, Lyngrima 3, 112 Reykjavík. Stefán Snorri Þorsteinsson, Sóleyjarima 23, 112 Reykjavík. Viktoría Ír Arnarsdóttir, Fífurima 4, 112 Reykjavík. Þorgeir Sölvi Kjartansson, Sóleyjarima 111, 112 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl Prestar Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sigurður Grétar Helgason. Ása Kolbrún Sigurvinsdóttir, Vættaborgum 102, 112 Rvík. Brynja Jónsdóttir, Bakkastöðum 127, 112 Reykjavík. Eldar Daníelsson, Gullengi 4, 112 Reykjavík. Eydís Gyða Guðmundsdóttir, Brúnastöðum 42, 112 Rvík. Eyrún Aníta Þórhallsdóttir, Brúnastöðum 24, 112 Reykjavík. Guðmundur Búason, Klukkurima 8, 112 Reykjavík. Helga Magnúsdóttir, Bakkastöðum 163, 112 Reykjavík. Hildur Ósk Ingvarsdóttir, Bakkastöðum 131, 112 Reykjavík. Kjartan Sigurðarson, Brúnastöðum 39, 112 Reykjavík. Nína Rut Magnúsdóttir, Klukkurima 10, 112 Reykjavík. Ragnheiður Sæunn Aðalsteinsd., Vættaborgum 136, 112 Rvík. Rakel Björgvinsdóttir, Vættaborgum 85, 112 Reykjavík. Rúnar Þór Árnason, Brúnastöðum 35, 112 Reykjavík. Sigurður Ari Stefánsson, Brúnastöðum 55, 112 Reykjavík. Vignir Snær Arthursson, Brúnastöðum 51, 112 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl Prestar Grétar Halldór Gunnarsson og Sigurður Grétar Helgason. Anna Lára Fossdal, Klukkurima 75, 112 Reykjavík. Aron Elí Sigurðsson, Dísaborgum 13, 112 Reykjavík. Auðunn Daníel Jónsson, Reyrengi 27, 112 Reykjavík. Brynjar Ásgeir Sigurjónsson, Álfaborgum 15, 112 Reykjavík. Brynjar Karl Hákonarson, Vættaborgum 63, 112 Reykjavík. Guðbjörg Eva Guðmundsdóttir, Gullengi 15, 112 Reykjavík. Guðmundur Aron Jóhannesson, Laufengi 166, 112 Rvík. Guðni Már Halldórsson, Vallengi 9, 112 Reykjavík. Inga Birna Ólafsdóttir, Dalhúsum 77, 112 Reykjavík. Jakob Bjarni Ingason, Vallengi 5, 112 Reykjavík. Kristján Davíð Guðmundsson, Álfaborgum 27, 112 Rvík. Natalía Ruth Davíðsdóttir, Dvergaborgum 8, 112 Reykjavík. Sóley Bestla Ýmisdóttir, Vættaborgum 121, 112 Reykjavík. Sævar Leó Baldvinsson, Ljósuvík 46, 112 Reykjavík. Tinna María Antonsdóttir, Hulduborgum 5, 112 Reykjavík. Viggó Hlynsson, Laufengi 156, 112 Reykjavík. Viktor Ívan Einarsson, Laufengi 154, 112 Reykjavík. Annar í páskum 2. apríl kl Prestar Guðrún Karls Helgudóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Glódís Björt Pálsdóttir, Haugenjordet 17, Ålvik, Noregi. Guðrún Harpa Kjartansdóttir, Hrísarima 8, 112 Reykjavík. Ísabella Lív Arnarsdóttir, Sóleyjarima 23, 112 Reykjavík. Ísabella Sól Fannarsdóttir, Flétturima 5, 112 Reykjavík. Ísak Máni Reynisson, Klukkurima 95, 112 Reykjavík. Mattías Nökkvi Stefánsson, Flétturima 28, 112 Reykjavík. Ólöf María Steinarsdóttir, Flétturima 35, 112 Reykjavík. Ragnhildur Freyja Eggertsdóttir, Fífurima 50, 112 Reykjavík. Sigurdís Sjöfn Freysdóttir, Fannafold 90, 112 Reykjavík. Viktor Hrafn Ström, Brohaven 31, Hørning, Danmörk. Annar í páskum 2. apríl kl Prestar Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason. Birkir Már Friðriksson, Frostafold 22, 112 Reykjavík. Birta Sól Hafþórsdóttir, Hesthömrum 5, 112 Reykjavík. Díana Lilja Gestsdóttir, Laufengi 25, 112 Reykjavík. Embla Sól Guðmundsdóttir, Suðurholti 7, 220 Hafnarf. Emilía Rós Einarsd., Stavstensvägen 302, Trelleborg, Svíþj. Haraldur Leó Jóhannsson, Funafold 61, 112 Reykjavík. Júlía Hrönn Auðunsdóttir, Hverafold 12, 112 Reykjavík. Natalía Sif Stefánsdóttir, Vegghömrum 31, 112 Reykjavík. Nikolas Lindberg Eggertsson, Salthömrum 2, 112 Reykjavík. Patrekur Þór Kjartansson, Vegghömrum 19, 112 Reykjavík Ragnheiður Kolbrún Haraldsdóttir, Fannafold 51, 112 Rvík. Stefanía Tera Hansen, Veghúsum 27, 112 Reykjavík. Sædís Sól Svavarsdóttir, Jöklafold 20, 112 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl Prestar Guðrún Karls Helgudóttir og Sigurður Grétar Helgason. Andri Örn Jónsson, Geithömrum 11, 112 Reykjavík. Aþena Ásta Ástþórsdóttir, Funafold 27, 112 Reykjavík. Morgunblaðið/Eggert Birgir Örn Birgisson, Frostafold 1, 112 Reykjavík. Bjarni Gunnar Albertsson, Frostafold 14, 112 Reykjavík. Bríet Natalía Tómasdóttir, Fannafold 109, 112 Reykjavík. Einar Bjarki Arason, Laufrima 18, 112 Reykjavík. Embla Nótt Róbertsdóttir, Frostafold 14, 112 Reykjavík. Emilía Marín Gísladóttir, Veghúsum 25, 112 Reykjavík. Guðrún Hrönn Sigurðardóttir, Vættaborgum 66, 112 Rvík. Harpa Sól Sigurðardóttir, Logafold 75, 112 Reykjavík. Helga Valborg Guðmundsdóttir, Logafold 117, 112 Reykjavík. Hermann Christian Hoe Haraldss., Vallarhúsum 19, 112 Rvík. Ingvar Orri Jóhannesson, Básbryggju 47, 110 Reykjavík. Íris Pálsdóttir, Logafold 86, 112 Reykjavík. Kristrún Anja Helgudóttir, Hesthömrum 5, 112 Reykjavík. Ragna Sara Björgvinsdóttir, Logafold 49, 112 Reykjavík. Róbert Aron Steffensen, Fannafold 57, 112 Reykjavík. Sara Margrét Þórðardóttir, Berjarima 12, 112 Reykjavík. Valdór Liljendal Hansson, Vallarhúsum 36, 112 Reykjavík. Viktoría Lind Björnsdóttir, Vallarhúsum 18, 112 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl Prestar Arna Ýrr Sigurðardóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Adda Kristín Gunnarsdóttir, Garðsstöðum 20, 112 Reykjavík. Ásdís Erna Vigfúsdóttir, Ljósuvík 27, 112 Reykjavík. Ásgeir Elí Diðriksson, Bakkastöðum 63, 108 Reykjavík. Birta Theódórsdóttir, Úlfarsbraut 76, 113 Reykjavík. Bjartey Theódórsdóttir, Úlfarsbraut 76, 113 Reykjavík. Elsa Lind Daðadóttir, Gautavík 19, 112 Reykjavík. Fannar Bragason, Breiðuvík 49, 112 Reykjavík. Hafsteinn Breki Gunnarsson, Vættaborgum 4, 112 Rvík. Hanna Steina Yin Pálsdóttir, Garðsstöðum 45, 112 Rvík. Jason Leó Ólafsson, Ljósuvík 6, 112 Reykjavík. Jón Jökull Jóhannsson, Brúnastöðum 16, 112 Reykjavík. Katla Líf Ólafsdóttir, Dofraborgum 40, 112 Reykjavík. Kristín Jónsdóttir, Bakkastöðum 79b, 112 Reykjavík. Kristófer Dagur Arnarsson, Barðastöðum 41, 112 Reykjavík. Margrét Jenný Heimisdóttir, Barðastöðum 11, 112 Reykjavík. Saga Rún Jónasdóttir, Bakkastöðum 41, 112 Reykjavík. Sara Dís Ólafsdóttir, Gautavík 19, 112 Reykjavík. Vigdís Alda Gísladóttir, Brúnastöðum 5, 112 Reykjavík. Þengill Sigurjónsson, Æsuborgum 13, 112 Reykjavík. Þórdís Jórunn Tryggvadóttir, Starengi 106, 112 Reykjavík. Þorsteinn Brimar Þorsteinss., Bakkastöðum 73b, 112 Rvík. Sunnudagur 15. apríl kl Prestar Arna Ýrr Sigurðardóttir og Grétar Halldór Gunnarsson. Adrian Chojnowski, Gullengi 29, 112 Reykjavík. Atli Steinn Sougato Pétursson, Smárarima 87, 112 Rvík. Björgvin Hrafn Sigurðsson, Fróðengi 14, 112 Reykjavík. Dagný Lind Agnarsdóttir, Vættaborgum 86, 112 Reykjavík. Elma Eik Tulinius, Gullengi 29, 112 Reykjavík. Emil Þór Þórsson, Æsuborgum 6, 112 Reykjavík. Erla Hafrún Guðjónsdóttir, Vættaborgum 53, 112 Reykjavík. Guðný Lilja Alísa Gashi, Gullengi 25, 112 Reykjavík. Hávarður Máni Hjörleifsson, Klukkurima 21, 112 Reykjavík. Heiðdís Mjöll Þórsdóttir, Jötnaborgum 4, 112 Reykjavík. Ísak Máni Jósepsson, Illugagötu 21, 900 Vestmannaeyjar. Jóna Katrín Björnsdóttir Bender, Rósarima 5, 112 Reykjavík. Jónína Halla Jónsdóttir, Gullengi 4, 112 Reykjavík. Kári Hrafn Hannesson, Dvergaborgum 8, 112 Reykjavík. Katrín S Vilhjálmsdóttir, Starengi 84, 112 Reykjavík. Kolfinna Ósk Haraldsdóttir, Vættaborgum 3, 112 Reykjavík. Ladylene Ýr Atladóttir, Gullengi 37, 112 Reykjavík. Natalía Ýr Jónasdóttir, Laufengi 84, 112 Reykjavík. Nicol Andrea Arce Suarez, Gullengi 2, 112 Reykjavík. Sara Bryndís Sverrisdóttir, Laufengi 25, 112 Reykjavík. Snærún Ynja Hallgrímsdóttir, Starengi 92, 112 Reykjavík. Sóley Birta Björgvinsdóttir, Vættaborgum 88, 112 Reykjavík. Victor Orri Þrastarson, Fróðengi 14, 112 Reykjavík. Sunnudagur 15. apríl kl Prestar Arna Ýrr Sigurðardóttir og Sigurður Grétar Helgason. Aðalsteinn Arnar Davíðsson, Hæðarseli 15, 109 Reykjavík. Anastasia Þórðardóttir, Naustabryggju 21, 110 Reykjavík. Anna Bíbí Wium Axelsdóttir, Fannafold 195, 112 Reykjavík. Emil Ólafsson, Hverafold 114, 112 Reykjavík. Freyja Ólafsdóttir, Fannafold 147, 112 Reykjavík. Hannes Kári Tannason, Logafold 60, 112 Reykjavík. Heiður Helga Jónsdóttir, Hlaðhömrum 36, 112 Reykjavík. Hulda Berglind Tamara Apolinario, Fannafold 128, 112 Rvík. Júlía Margrét Jónsdóttir, Sporhömrum 12, 112 Reykjavík. Marínó Ragnar Örvarsson, Vættaborgum 1, 112 Reykjavík. Matthías Logi Nesheim, Bláhömrum 17, 112 Reykjavík. Ríkey Guðjónsdóttir, Fannafold 55, 112 Reykjavík. Sara Björg Davíðsdóttir, Lyngrima 4, 112 Reykjavík. Thelma Hjörvarsdóttir, Fannafold 35, 112 Reykjavík. Valdís María Sigurðardóttir, Smárarima 45, 112 Reykjavík. Grensáskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur María Ágústsdóttir. Birgir Gunnarsson, Safamýri 71, 108 Reykjavík. Bryndís Pálína Jörundardóttir, Safamýri 69, 108 Reykjavík. Brynhildur Eva Thorsteinson, Heiðargerði 65, 108 Rvík. Elías Hergeirsson, Safamýri 11, 108 Reykjavík. Guðmundur Hrafn Torfason, Hvassaleiti 41, 103 Reykjavík. Hinrik Örn Jóhannsson, Espigerði 8, 108 Reykjavík. Karen Ísabel Andradóttir, Háaleitisbraut 56, 108 Reykjavík. Lív Höskuldsdóttir, Heiðargerði 10, 108 Reykjavík. Matthildur Ásbergsdóttir, Álftamýri 25, 108 Reykjavík. Sonja Oliversdóttir, Brekkugerði 34, 108 Reykjavík. Rakel Einarsdóttir, Hvassaleiti 129, 103 Reykjavík. Kristín Anna Smári, Víðihlíð 32, 105 Rvík. (Friðrikskapella) Annar páskadagur 2. apríl kl. 11. Prestur María Ágústsdóttir. Anna Kristín Ling Hafsteinsd., Háaleitisbraut 56, 108 Rvík. Birta Ósk Sigurjónsdóttir, Stóragerði 5, 108 Reykjavík. Grímur Steinn Vilhjálmsson, Stóragerði 17, 108 Reykjavík. Heiðar Snær Tómasson, Espigerði 2, 108 Reykjavík. Kristófer Dan Ágústson, Safamýri 59, 108 Reykjavík. Tómas Þór Tómasson, Espigerði 2, 108 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl Prestur María Ágústsdóttir. Elíeser Bergmann Hjálmarsson, Fellsmúla 5, 108 Reykjavík. Kjartan Þór Júlíusson, Reykási 1, 110 Reykjavík. Magnús Kristinsson, Háaleitisbraut 51, 108 Reykjavík. Sara Xiao Reykdal, Háaleitisbraut 55, 108 Reykjavík. Grindavíkurkirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestur Elínborg Gísladóttir. Aníta Björt Ragnarsdóttir, Leynisbrún 2, 240 Grindavík. Ásdís Hildur Gísladóttir, Kirkjustíg 5, 240 Grindavík. Birta María Pétursdóttir, skipastíg 16, 240 Grindavík. Diljá Ösp Þorbergsdóttir, Norðurhópi 22, 240 Grindavík. Emma Lív Þórisdóttir, Mánasundi 8, 240 Grindavík. Ester María pálsdóttir, Norðurhópi 36, 240 Grindavík. Hekla Eik Nökkvadóttir, Vesturhópi 12, 240 Grindavík. Kristjana Sigríður Hjartardóttir, Efrahópi 10, 240 Grindavík. Magni þór Björgvinsson, Iðavöllum 12, 240 Grindavík. Rebekka Ásta Kristinsdóttir, Norðurhópi 30, 240 Grindavík. Sandra Dís Kristjánsdóttir, Túngötu 25, 240 Grindavík. Sigríður Emma Fanndal Jónsdóttir, Austurvegi 22, 240 Gvík. Sigurbjörg Sigurpálsdóttir, Efstahrauni 21, 240 Grindavík. Tristan Leví Runólfsson, Norðurhópi Grindavík. Unnur Stefánsdóttir, Efstahrauni Grindavík. Þorgeir Örn Olsson, Laut 14, 240 Grindavík. Askja María Thorsdottir, Noregur. Sunnudagur 8. apríl kl. 11. Prestur Elínborg Gísladóttir. Aníta Ólöf Þorláksdóttir, Miðhópi 3, 240 Grindavík. Freyþór Már Guðnason, Selsvöllum 18, 240 Grindavík. Hörður Kárason, Gerðavöllum 3, 240 Grindavík. Jóhann Gabríel Bessason, Borgarhrauni 16, 240 Grindavík. Jón Fannar Sigurðsson, Baðsvöllum 3, 240 Grindavík. Júlíana Stefánsdóttir, Sunnubraut 3, 240 Grindavík. Magnús Óli Friðriksson, Mánagötu 5, 240 Grindavík. Mercy Ngozi Oyigeya, Túngötu 2, 240 Grindavík. Rebekka Rut Hjálmarsdóttir, Austurhópi 31, 240 Grindavík. Tinna Hrönn Einarsdóttir, Höskuldarvöllum 3, 240 Gvík. Viktor Örn Hjálmarsson, Austurhópi 31, 240 Grindavík. Viktoría Ýr Elmarsdóttir, Laut 16, 240 Grindavík. Æsa María Steingrímsdóttir, Borgarhrauni 15, 240 Gvík. Þórarinn Gunnlaugsson, Hraunbraut 4, 240 Grindavík. Júlía Rós Viðarsdóttir, Staðarhrauni 33, 240 Grindavík. Emma Rut Andrésdóttir, Höskuldarvöllum 5, 240 Grindavík. Tómas Orri Agnarsson, Norðurvör Grindavík. Sunnudagur 15. apríl. kl. 11. Prestur Elínborg Gísladóttir. Alex Máni Pétursson, Vesturhópi 9, 240 Grindavík Alexander Veigar Þorvaldsson, Víkurbraut 14a, 240 Gvík. Ari Már Arnarson, Hvassahraun 2, 240 Grindavík. Aþena Þórdís Ásgeirsdóttir, Norðurvör 6, 240 Grindavík. Gyða Eir Garðarsdóttir, Selsvöllum 15, 240 Grindavík. Leonard Thorstensen, Austurhópi 4, 240 Grindavík. Salomon Ukulie, Staðarhraun 2, 240 Grindavík. Særún Magnúsdóttir, Ásabraut 5, 240 Grindavík. Tómas Darri Kristmundsson, Baðsvöllum 8, 240 Grindavík. Tómas Orri Agnarsson, Norðurvör 14, 240 Grindavík. Helgi Leó Leifsson, Arnarhrauni 21, 240 Grindavík. Æsa María Steingrímsdóttir, Borgarhrauni 15, 240 Gvík. Bryndís Haraldsdóttir, Vesturhópi 19, 240 Grindavík. Hafnarfjarðarkirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Alexander Andrason, Arnarhrauni 23, 220 Hafnarfjörður. Arnar Smári Árnason, Dalshöfða, 881 Kirkjubæjarklaustur. Birkir Valdimarsson, Brekkuhlíð 10, 221 Hafnarfjörður. Dagbjört Rún Ólafsdóttir, Kríuási 45a, 221 Hafnarfjörður. Daníel Tristan Viggósson, Suðurhvammi 7, 220 Hafnarf. Emilía Mist Daníelsdóttir, Stekkjarhvammi 40, 220 Hafnarf. Eva Claire Sæmundsdóttir, Suðurgötu 39, 220 Hafnarf. Friðrik Hermannsson, Fléttuvöllum 44, 221 Hafnarfjörður. Guðmundur Högni Hanness., Klausturhvammi 13, 220 Hafn. Halla Björg Gísladóttir, Suðurhvammi 9, 220 Hafnarfjörður. Halldór Björnsson, Klausturhvammi 36, 220 Hafnarfjörður. Hinrik Hrafn Bergsson, Suðurbraut 4, 220 Hafnarfjörður. Kolbrún Inga Sigmarsd. Malmberg, Hringbr. 68, 220 Hafn. Óskar Freyr Bjarnason, Fögrukinn 25, 220 Hafnarfjörður. Soffía Ósk Guðnadóttir, Álfaskeiði 92, 220 Hafnarfjörður. Selma Dögg Guðmundsdóttir, Fjóluhlíð 7, 221 Hafnarfjörður. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Alex Bjarni Andrésson, Suðurbraut 24, 220 Hafnarfjörður. Arnaldur Máni Magnússon, Álfholti 12, 220 Hafnarfjörður. Aron Guðnason, Daggarvöllum 13, 221 Hafnarfjörður. Ásta María Einarsdóttir, Mánastíg 6, 220 Hafnarfjörður. Birta María Haraldsdóttir, Sunnuvegi 8, 220 Hafnarfjörður. Dagný Lilja Arnarsdóttir, Arnarhrauni 14, 220 Hafnarfjörður. Emil Árni Skarphéðinsson, Háholti 3, 220 Hafnarfjörður. Guðmundur Örn Sigurðarson, Linnetsstíg 9a, 220 Hafn. Heimir Berg Guðmundsson, Álfaskeiði 78, 220 Hafnarf. Helga Sól Ólafsdóttir, Smyrlahrauni 47, 220 Hafnarfjörður. Helgi Hrafnsson, Bjarnhólastíg 24, 200 Kópavogur. Hera Brá Tómasdóttir, Skipalóni 21, 220 Hafnarfjörður. Inga Bryndís Halldórsdóttir, Glitvöllum 25, 221 Hafnarf. Maríanna Mist Björnsdóttir, Öldutúni 14, 220 Hafnarfjörður. Ragnar Otti Jónatansson, Dalsási 4b, 221 Hafnarfjörður. Róbert Bjarni Gunnarsson Haarde, Móabarði 10b, 220 Hafn. Stefán Stefánsson, Grænukinn 18, 220 Hafnarfjörður. Tara Viktoría Alexdóttir, Þrastarási 46a, 221 Hafnarfjörður. Tinna Maren Ölversdóttir, Arnarhrauni 29, 220 Hafnarf. Unnur Elín Sigursteinsd., Klausturhvammi 20, 220 Hafnarf. Sunnudagur 8. apríl kl. 11. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Alexander Örn Ragnarsson, Álfholti 56b, 220 Hafnarfjörður. Alma Rán Stefánsdóttir, Móabarði 12, 220 Hafnarfjörður. Andri Marteinn Heimisson, Álfholti 10, 220 Hafnarfjörður. Auðunn Hartmannsson, Asparholti 2, 225 Álftanes. Birna Bjarkadóttir, Hvammabraut 12, 220 Hafnarfjörður. Bjarki Fannar Magnússon, Álfaskeiði 82, 220 Hafnarfjörður. Brimar Máni Gestsson Fanndal, Hringbraut 5, 220 Hafnarf. Brynjar Örn Finnbogason, Teigabyggð 7, 220 Hafnarfjörður. Dagbjört Arnarsdóttir, Fjóluvöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Garðar Elí Jóhannsson, Suðurbraut 20, 220 Hafnarfjörður. Hekla Benediktsdóttir, Álfaskeiði 94, 220 Hafnarfjörður. Hulda Karen Elíasdóttir, Vallarbraut 5, 220 Hafnarfjörður. Júlía Rós Hauksdóttir, Álfholti 56c, 220 Hafnarfjörður. Karítas Sól Þórisdóttir, Álfholti 8, 220 Hafnarfjörður. Kristján Freyr Jónsson, Kelduhvammi 2, 220 Hafnarfjörður. Laufey Lyngdal Högnadóttir, Álfaskeiði 84, 220 Hafnarf. Magnús Hinrik Bragason, Háukinn 6, 220 Hafnarfjörður. Óðinn Elmar Guðmundsson, Álfholti 32, 220 Hafnarfjörður. Sigurdís Bjarney Guðbrandsdóttir, Þrastarási 16, 221 Hafn. Sigurjón Þór Kristinsson, Hólabraut 15, 220 Hafnarfjörður. Tómas Óli Hjaltason, Einibergi 25, 221 Hafnarfjörður. Úlfur Þórarinsson, Lækjarbergi 21, 221 Hafnarfjörður. Sunnudagur 15. apríl kl. 11. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Alexander Máni Snorrason, Flatahrauni 1, 220 Hafnarf. Aníta Mjöll Magnadóttir, Furubergi 15, 221 Hafnarfjörður. Benedikt Bessi Gunnarsson, Stekkjarbergi 12, 221 Hafnarf. Daði Björnsson, Kvistabergi 25, 221 Hafnarfjörður. Dagur Logi Sigurðsson, Álfholti 12, 220 Hafnarfjörður. Edward Dagur Guðmundsson, Klukkubergi 35, 221 Hafnarf. Elísa Ásdís Óskarsdóttir, Svöluhrauni 2, 220 Hafnarfjörður. Embla Ósk Sigurðardóttir, Erluási 64, 221 Hafnarfjörður. Guðbjörg Eyvindardóttir, Skógarási 8, 221 Hafnarfjörður. Guðný Ösp Hrafnhildardóttir, Hverfisgötu 13, 220 Hafnarf. Hafþór Óskar Kristjánsson, Birkibergi 28, 221 Hafnarfjörður. Hildur Valsdóttir, Fléttuvöllum 29, 221 Hafnarfjörður. Ingi Rafn Jónsson, Sléttahrauni 25, 220 Hafnarfjörður. Karólína Garðarsdóttir, Furuvöllum 12, 221 Hafnarfjörður. Kristján Hrafn Ágústsson, Kjóahrauni 11, 220 Hafnarfjörður. Marín Björt Berndsen, Fjóluhlíð 5, 221 Hafnarfjörður. Róbert Björnsson, Álfabergi 14, 221 Hafnarfjörður. Sigrún May Sigurjónsdóttir, Álfholti 26, 220 Hafnarfjörður. Tinna Guðrún Jóhannsd., Reykjavíkurvegi 25a, 220 Hafnarf. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11. Prestar Jón Helgi Þórarinsson og Þórhildur Ólafs. Ágúst Goði Kjartansson, Selvogsgötu 3, 220 Hafnarfjörður. Ásbjörn Jóel Sigfússon, Hellubraut 1, 220 Hafnarfjörður. Edward Jensson, Akurvöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Rebekka Hrönn Hlynsdóttir, Álfholti 50, 220 Hafnarfjörður. Sæmundur Tryggvi Norðquist, Þúfubarði 11, 220 Hafnarf. Sara Aurora Lúðvíksdóttir, Þúfubarði 15, 220 Hafnarfjörður. Thelma Karen Fjóludóttir, Móabarði 22b, 220 Hafnarfjörður. Valdimar Kristjánsson, Dofrabergi 7, 221 Hafnarfjörður. Valdís Helga Ágústsdóttir, Eyrarholti 18, 220 Hafnarfjörður. Ævar Már Elmarsson, Suðurholti 18, 220 Hafnarfjörður. Haukadalskirkja Sunnudagur 29. apríl kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Skírnir Eiríksson, Gýgjarhólskoti 1 Biskupstungum, 801 Self. Annar dagur hvítasunnu 21. maí kl. 11. Prestur Egill Hallgrímsson. Lísa Katrín Káradóttir, Bjarkarbraut 15 Biskupstungum, 801 Selfoss. Sunnudagur 10. maí. Prestur Egill Hallgrímsson. Salka Kristín Jónsdóttir, Geysi Biskupstungum, 801 Selfoss. Háskólabíó Sunnudagur 15. apríl kl Fermingarstjóri Sigrún Valbergsdóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Adel Wesam Adel Kathir, Álfheimum 36, 104 Reykjavík. Alex Máni Þórsson, Hagamel 53, 107 Reykjavík. Alexander Pétursson Hansen, Írabakka 2, 109 Reykjavík. Andri Freyr Haraldsson, Lynghaga 7, 107 Reykjavík. Askur Þór Aðalsteinsson, Silfurteigi 4, 105 Reykjavík. Auðunn Logi Kristjánsson, Rjúpnasölum 12, 201 Kópavogur. Axel Viktor Pétursson, Naustabryggju 57, 110 Reykjavík. Ágúst Breki Eldjárn Stefánsson, Háagerði 77, 108 Reykjavík. Áslákur Hrafn Thorarensen, Seljavegi 31, 101 Reykjavík. Ásmundur Bessi Gíslason, Réttarholtsvegi 87, 108 Rvík. Baldur Elí Viborg Traustason, Skipasundi 80, 104 Reykjavík. Bergur Sigurlinni Sigurðsson, Barmahlíð 41, 105 Reykjavík. Birkir Valur Andrason, Ásbrekku 5, 225 Garðabær. Birna Margrét Ingvadóttir, Álfaskeiði 51, 220 Hafnarfjörður. Bjartur Guðmundsson, Þverholti 19, 105 Reykjavík. Björn Máni Björnsson, Sólvallagötu 70, 101 Reykjavík. Bryndís Ómarsdóttir, Álfheimum 60, 104 Reykjavík. Dagbjört Freyja Clausen, Brekkuhvammi 5, 220 Hafnarf. Dagur Sverrisson, Hagamel 6, 107 Reykjavík. Davíð Ingi Másson, Tangabryggju 12a 402, 110 Reykjavík. Davíð Alexander Valdimarsson, Öldugötu 34, 101 Reykjavík. Egill Ísfeld Jóhannsson, Jöklalind 6, 201 Kópavogur. Einar Geir Guðnason, Bauganesi 5, 101 Reykjavík. Elísa Ólöf Pálmarsdóttir, Ólafsgeisla 35, 113 Reykjavík. Elvar Már Vignisson, Kríuhólum 2, 111 Reykjavík. Embla Huld Kristjánsdóttir, Langholtsvegi 186, 104 Rvík. Emil Daniel Welling, Seilugranda 9, 107 Reykjavík. Emma Rún Baldvinsdóttir, Þorláksgeisla 17, 113 Reykjavík. Emma Margrét Timmermans, Þrastahrauni 5, 220 Hafnarf. Eva Sigríður Jakobsdóttir, Eyravegi 20, 800 Selfoss. Flóki Kristján Hall, Glæsibæ 8, 110 Reykjavík. Gabriel Rudolf Gretuson Maksimov, Stóragerði 14, 108 Rvík. Gabríel Máni Jónasson, Flókagötu 54, 105 Reykjavík. Hekla Jónsdóttir, Öldugötu 16, 220 Hafnarfjörður. Helena Ynja Hammond, Kaplaskjólsvegi 89, 107 Reykjavík. Helga Steina Helgadóttir, Gunnarsbraut 42, 105 Reykjavík. Helgi Þór Guðmundsson, Langholtsvegi 18, 104 Reykjavík. Hildur Halla Þorvaldsdóttir, Reynimeli 84, 107 Reykjavík. Hilmar Þór Brynjólfsson, Asparhvarfi 17d, 203 Kópavogur. Hrafn Hákon Jóhannsson, Suðurhólum 8, 111 Reykjavík. Hrafn Fróði Sveinsson, Marklandi 6, 108 Reykjavík. Hrönn Tómasdóttir, Langholtsvegi 198, 104 Reykjavík. Högni Alvar Harðarson Önnuson, Reynimel 92, 107 Rvík. Íris Erla Ásgeirsdóttir, Víðimel 73, 107 Reykjavík. Ísabella Rut Champen Davíðsd., Burknavöllum 17a, 221 Hafn. Ísar Þór Gunnarsson, Hólmatúni 52, 225 Álftanes. Jakob Ragnar Jóhannsson, Flókagötu 43, 105 Reykjavík. Jakob Traustason, Skipholti 47, 105 Reykjavík. John William Knibbs, Vesturgötu 50a, 101 Reykjavík. Jóel Gauti Davíðsson, Ljárskógum 19, 109 Reykjavík. Jóhann Haukur Sveinbjörnsson, Hólmgarði 21, 108 Rvík. Júlía Magney Jóhannsdóttir, Gvendargeisla 94, 113 Rvík. Karl Ýmir Jóhannesson, Kleifarseli 15, 109 Reykjavík. Kolbrá Lindudóttir, Vatnsstíg 3, 101 Reykjavík. Kristján Andri Zoega, Háahlið 20, 105 Reykjavík. Lárus Örn Birgisson, Frostaskjóli 7, 107 Reykjavík. Lúkas Nói Jónsson, Koltröð 26, 700 Egilsstaðir. Magnús Indriði Benediktsson, Laugalæk 12, 105 Reykjavík. María Elísa Malmquist Aradóttir, Útey 2, 801 Selfoss. Marko Daníel Kralj, Langholtsvegi 152, 104 Reykjavík. Marteinn Kolbrúnarson, Sílakvísl 25, 110 Reykjavík. Málfríður Rósa Gunnarsdóttir, Hringbraut 89, 101 Reykjavík. Nikulás Árni Velegrinos, Hraunkambi 6, 220 Hafnarfjörður. Númi Jörgen Sigfússon, Nýlendugötu 6, 101 Reykjavík. Orlando Magnús Gordon Sigríðars., Hrísateigi 11, 105 Rvík. Orri Kárason, Skerjabraut 1, 170 Seltjarnarnes. Ólöf Thelma Arnþórsdóttir, Skógargerði 9, 108 Reykjavík. Rakel Arín Guðlaugsdóttir, Karfavogi 31, 104 Reykjavík. Rannveig Lára Kristjánsdóttir Grimm, Vogaseli 7, 109 Rvík. Ronja Axelsdóttir van de Ven, Seljalandi 5, 108 Reykjavík. Ronja Hjartar Geirfinnsdóttir, Lækjarbergi 5, 221 Hafnarf. Sara Markúsdóttir, Tjarnargötu 40, 101 Reykjavík. Sara Kamban Þorleifsdóttir, Grettisgötu 80, 101 Reykjavík. Sebastian Nielsen Atlason, Bollagörðum 79, 170 Seltj.nes. Sigrún Heba Arnardóttir, Hagamel 8, 107 Reykjavík. Sigrún Jitlada Sigurðardóttir, Efstahjalla 1b, 200 Kópavogur. Sigurður Steinar Björnsson, Mosgerði 12, 108 Reykjavík. Sigurður Orri Egilsson, Bólstaðarhlíð 25, 105 Reykjavík. Stefán Steinar Guðlaugsson, Klausturhvammi 22, 220 Hafn. Sveinn Valfells, Flókagötu33, 105 Reykjavík. Sævar Jón Þórðarson, Grundarlandi 15, 108 Reykjavík. Tahlia Mist Karlosdóttir Marsden, Víkurbakka 2, 109 Rvík. Tristan Jóhannes Hallvarðsson, Háaleitisbraut 16, 108 Rvík.

84 84 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Úlfar Garpur Gunnarsson, Valhúsabraut 21, 170 Seltj.nes. Úlfur Ögmundsson, Skeiðarvogi 139, 104 Reykjavík. Viktoría Vilborg Bjarnadóttir, Efstahjalla 7, 200 Kópavogur. Yrja Hjartar Geirfinnsdóttir, Lækjarbergi 5, 221 Hafnarf. Ögmundur Ólafsson, Skaftahlíð 13, 105 Reykjavík. Ösp Þorleifsdóttir, Öldugranda 3, 107 Reykjavík. Sunnudagur 15. apríl kl Fermingarstjóri Steinar Harðarson, athafnarstjóri Siðmenntar. Abela Nathansdóttir, Kambsvegi 11, 104 Reykjavík. Agla Arnars Katrínardóttir, Einarsnesi 26, 101 Reykjavík. Andrea Hlín Gísladóttir, Laugarásvegi 3, 104 Reykjavík. Andrea Edda Guðlaugsdóttir, Tjarnarbóli 4, 170 Seltj.nes. Arnar Páll Hauksson, Grenibyggð 20, 270 Mosfellsbær. Arnór Freyr Breiðfjörð, Álfaborgum 21, 112 Reykjavík. Aron Ben Daníelsson, Suðurbraut 28, 220 Hafnarfjörður. Auður Ísold Hilmarsd. Kjerúlf, Ljósvallagötu 20, 101 Rvík. Auður Hreinsdóttir, Rauðalæk 30, 105 Reykjavík. Auður Ísold Þórisdóttir, Sóltúni 30 íbúð 301, 105 Reykjavík. Álfrún Hanna Gissurardóttir, Holtsgötu 41, 101 Reykjavík. Árni Björn Þórisson, Selvaði 7, 110 Reykjavík. Bjarki Viðar Birgisson, Hraunbæ 80, 110 Reykjavík. Bjarki Birkisson, Björtuhlíð 11, 270 Mosfellsbæ. Bjartur Hákonarson, Dalsgarði 1, 271 Mosfellsbæ. Bjartur Logason, Miðvangi 109, 220 Hafnarfjörður. Bjartur Sigurjónsson, Starengi 20b, 112 Reykjavík. Bjartur Skjaldarson, Grundarstíg 3, 101 Reykjavík. Bragi Fannar Þórsson, Hólmvaði 10-22, 110 Reykjavík. Bríet Björg Rúnarsdóttir, Rauðalæk 73, 105 Reykjavík. Brynja Hrönn Stefánsdóttir, Jakaseli 2, 109 Reykjavík. Camilla Smart, Kambsvegi 34, 104 Reykjavík. Edda Ágústa Björnsdóttir, Nesvegi 102, 170 Seltjarnarnes. Elísabet Narda Santos, Holtsgötu 23, 101 Reykjavík. Embla Einarsdóttir, Mávahlíð 29, 105 Reykjavík. Embla Rós Ingvarsdóttir, Hlíðargötu 15, 740 Neskaupstaður. Eva María Eggertsdóttir, Tómasarhaga 13, 107 Reykjavík. Flóki Hrafn Sigurðss., Zionskirchstr. 42, Berlin, Þýskal. Gríma Valsdóttir, Brekkustíg 5, 101 Reykjavík. Gunnar Karl Vignisson, Hraunbæ 156, 110 Reykjavík. Gunnar Áki Þorsteinsson, Laugateigi 15, 105 Reykjavík. Harpa Sif Jensdóttir, Breiðvangi 32, 220 Hafnarfjörður. Hákon Atli Hilmarsson, Skaftahlíð 18, 105 Reykjavík. Helena Ósk Hansdóttir, Krókavaði 23, 110 Reykjavík. Hildur Agla Ottadóttir, Þverholti 23, 105 Reykjavík. Hlynur Hafsteinsson, Teigagerði 8, 108 Reykjavík. Hrafnar Ísak Esterarson Birgiss., Kaplaskjólsv. 41, 107 Rvík. Hrafntinna Káradóttir, Barðavogi 34, 104 Reykjavík. Hulda Biering, Suðurvangi 4, 220 Hafnarfjörður. Iðunn Margrét Ólafsdóttir, Klausturhvammi 12, 220 Hafn. Íris Torfadóttir, Bræðratungu, 270 Mosfellsbæ. Ísabella Rakel Caputo, Klapparstíg 1, 101 Reykjavík. Jón Darri Reehaug Súnas., Sekleppv. 4b, 6887 Lærdal, Nor. Jón Bjarni Snorrason, Kaplaskjólsvegi 41, 107 Reykjavík. Júlíana Thoroddsen Atladóttir, Lækjarseli 11, 109 Reykjavík. Jökull Nolan Meier, Drekavöllum 40, 221 Hafnarfjörður. Jökull Tjörvason, Ránargötu 34, 101 Reykjavík. Katla Ólafsdóttir, Stangarholti 9, 105 Reykjavík. Kjartan Guðnason, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík. Kolbeinn Orfeus Eiríksson, Hagamel 33, 107 Reykjavík. Kolbeinn Hrafn Hjartarson, Kleppsvegi 132, 104 Reykjavík. Konráð Arnarsson, Grettisgötu 98, 105 Reykjavík. Kristján Hrafn Ólafsson, Hverfisgötu 11, 220 Hafnarfjörður. Lára Katrín Alexandersdóttir, Miðtúni 54, 105 Reykjavík. Lára Stefanía Guðnadóttir, Barmahlíð 47, 105 Reykjavík. Líneik Þula Jónsdóttir, Ljósvallagötu 30, 101 Reykjavík. Matthildur Peta Jónsdóttir, Stigahlíð 55, 105 Reykjavík. Natalía Guðný Guðbjartsd., Hjallastræti 38, 415 Bolungarv. Oddur Auðunsson, Ásvallagötu 17, 101 Reykjavík. Óðinn Freyr Baldursson, Aðaltúni 16, 270 Mosfellsbæ. Ólafía Grace Guðmundsdóttir, Hólmvaði 68, 110 Reykjavík. Ólafur Jökull Hallgrímsson, Flyðrugranda 2 1a, 107 Rvík. Ólafur Steinar Ragnarsson, Mávahlíð 47, 105 Reykjavík. Pétur Ingi Aðalbergsson, Lindarholti 10, 355 Ólafsvík. Rökkvi Helgason, Álmholti 11, 270 Mosfellsbæ. Saga Guðrún Ólafsdóttir, Fífuseli 12, 109 Reykjavík. Sigrún Björg Halldórsdóttir, Fífuseli 36, 109 Reykjavík. Silja Egilsdóttir, Rauðalæk 25, 105 Reykjavík. Sindri Máni Jónasson, Logafold 166, 112 Reykjavík. Stefán Franz Guðnason, Hagamel 29, 107 Reykjavík. Steinunn Marsilía Jóhannesd., Hlaðhömrum 42, 112 Rvík. Stígur Sigurðarson, Langholtsvegi 141, 104 Reykjavík. Sunna Thoroddsen Friðriksdóttir, Mávahlíð 48, 105 Rvík. Sunneva Guðnadóttir, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík. Sveinn Andri Jóhannsson, Brekkutanga 16, 270 Mos. Tómas Atlason, Reynimel 62, 107 Reykjavík. Tómas Liljar Sigurjónsson, Sólheimum 18, 104 Reykjavík. Tómas Stefánsson, Grenimel 8, 107 Reykjavík. Tómas Þór Tómasson, Espigerði 2 4c, 108 Reykjavík. Tristan Tómasson Manoury, Grenimel 24, 107 Reykjavík. Úlfar Týr Steinarsson, Klyfjaseli 17, 109 Reykjavík. Úlfhildur Melkorka Söru Magnad. Miklubraut 60, 105 Rvík. Valdís Inga Magnúsdóttir, Skildinganesi 14, 101 Reykjavík. Valgerður Arnalds, Heiðargerði 98, 108 Reykjavík. Vera Stefánsdóttir, Njálsgötu 31, 101 Reykjavík. Viktor Yngvi Ísaksson, Blönduhlíð 9, 105 Reykjavík. Vilborg María Arnard. Kuzminova, Miðbraut 12, 170 Seltj.nes. Þorvaldur Örn Þorvaldsson, Engihlíð 16, 105 Reykjavík. Þórunn Embla Sveinsdóttir, Sléttahrauni 25, 220 Hafnarf. Össur Haraldsson, Furuvöllum 25, 221 Hafnarfjörður. Sunnudagur 15. apríl kl Fermingarstjóri Helga Bára Bragadóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Adam Ingi Franksson, Suðurbraut 20, 220 Hafnarfjörður. Alda Lára Ragnarsdóttir, Jörfagrund 4, 116 Reykjavík. Alexandra Nótt Brynjarsdóttir, Holtaseli 37, 109 Reykjavík. Alexía Líf Davíðsdóttir, Hábergi 6, 111 Reykjavík. Alma Sól Pétursdóttir, Brekkustíg 14, 101 Reykjavík. Alvilda Eyvör Elmarsdóttir, Bragagötu 30, 101 Reykjavík. Andrea Lóa Guðnadóttir, Fálkagötu 28, 107 Reykjavík. Anna Rakel Arnardóttir, Hringbraut 76, 101 Reykjavík. Anna Sigyn Eyvindardóttir, Hjarðarhaga 54, 107 Reykjavík. Antonio Yuri Cuadra, Kristnibraut 35, 113 Reykjavík. Apríl Sól Jonatansdóttir Hertel, Sléttahrauni 30, 220 Hafn. Arnar Axel Jóhannsson, Gnoðarvogi 34, 104 Reykjavík. Ásgeir Valur Kjartansson, Írabakka 34, 109 Reykjavík. Benedikt Vilji Magnússon, Reynimel 26, 107 Reykjavík. Berglind Rós Elmarsdóttir, Hraunbæ 68, 110 Reykjavík. Bessi Blær Fuga Hrannarsson, Blöndubakka 3, 109 Rvík. Birna Sigríður Haraldsdóttir, Kjarrhólma 18, 200 Kópavogur. Bjartur Grétarsson, Skógarási 1, 110 Reykjavík. Bjartur Snær Jónsson, Kvíslartungu 25, 270 Mosfellsbær. Björgvin Ísak Júlíusson, Granaskjóli 22, 107 Reykjavík. Björt Brjánsdóttir, Keilufelli 27, 111 Reykjavík. Brynhildur Inga Erlingsdóttir Lund, Bakkastíg 2, 101 Rvík. Daði Snær Bárðarson, Jörfabakka 12, 109 Reykjavík. Daníela Rún Líndal, Maríubakka 24, 109 Reykjavík. Darri Jökull Gunnarsson, Ásgarði 17, 108 Reykjavík. Edda Liv Guðmundsdóttir Ellingsen, Faxaskjóli 26, 107 Rvík. Einar Ágúst Þorvaldsson, Melabraut 1, 170 Seltjarnarnes. Eldur Antoníus Hansen, Herjólfsgötu 11, 900 Vestm. Elena Holm, Hávallagötu 38, 101 Reykjavík. Elsa L. Meibing Ívarsdóttir, Stórateigi 25, 270 Mosfellsbær. Elsa Sóllilja Valdimarsdóttir, Sólvallagötu 29, 101 Reykjavík. Elvin Gyðuson Hemstock, Víðimel 41, 107 Reykjavík. Franziska Una Dagsdóttir, Bræðraborgarstíg 11, 101 Rvík. Freyja Dís Gunnarsdóttir, Hraunbæ 98, 110 Reykjavík. Fríða Dröfn Halldórsdóttir, Einimel 8, 107 Reykjavík. Frosti Andrason, Sigluvogi 10, 104 Reykjavík. Guðmundur Emil Baldursson, Engihlíð 22, 355 Ólafsvík. Guðrún Gígja Vilhjálmsdóttir, Jöldugróf 3, 108 Reykjavík. Gylfi Maron Halldórsson, Vesturbraut 9, 780 Höfn í Hornaf. Hafsteinn Henry Bjarnason, Fífuseli 39, 109 Reykjavík. Heiða Rós Gyðudóttir, Völvufelli 50, 111 Reykjavík. Hekla Rakel Hlynsdóttir, Gljúfraseli 4, 109 Reykjavík. Helgi Edwald Einarsson, Lynghaga 22, 107 Reykjavík. Helgi Jóhannsson, Hlunnavogi 4, 104 Reykjavík. Hrafnhildur Steindórsdóttir, Spítalastíg 4, 101 Reykjavík. Hrannar Máni Ólafsson, Goðatúni 22, 210 Garðabær. Hreiðar Hrafn Halldórsson, Bústaðavegi 71, 108 Reykjavík. Ísak Daði Ívarsson, Sævarlandi 2, 108 Reykjavík. Ísold Klara Felixdóttir, Hraunbæ 170, 110 Reykjavík. Jóhann Kumara Karlsson, Seilugranda 4, 107 Reykjavík. Jökull Máni Jóhannsson, Sléttahrauni 23, 220 Hafnarf. Katla Luckas, Langagerði 42, 108 Reykjavík. Katrín Anna Ásmundsdóttir, Seilugranda 9, 107 Reykjavík. Kári Pálsson, Vesturvallagötu 6, 101 Reykjavík. Kjartan Henri Birgisson Lelarge, Vesturgötu 51a, 101 Rvík. Kristjana Íva Gautadóttir, Hraunbæ 128, 110 Reykjavík. Lilja Björg Arnardóttir, Kambaseli 54, 109 Reykjavík. Nanna Líf Kjartansdóttir, Sæbólsbraut 4, 200 Kópavogur. Nína Sørensen, Flúðaseli 94, 109 Reykjavík. Orri Elías Óskarsson, Laugarnesvegi 74, 105 Reykjavík. Óliver Karl Sandberg Birgisson, Melhaga 15, 107 Reykjavík. Ragnheiður Hulda Örnudóttir Dagsd., Óðinsg. 8b, 101 Rvík. Róbert Logi Stefánsson, Sóleyjarima 17, 112 Reykjavík. Sara Nissrine Nadhir, Lágholti 23, 270 Mosfellsbær. Sara Diem Hoai Nguyen, Norðurbrún 4, 104 Reykjavík. Sigurbjörn Kári Stefánsson, Bröttugötu 29, 900 Vestm. Sigurður Snorri Hauksson, Karfavogi 22, 104 Reykjavík. Sigurður Marteinsson, Ugluhólum 6, 111 Reykjavík. Sigurrós Lára Snorradóttir, Gerðarbrunni 34, 113 Reykjavík. Sindri Freyr Daníelsson, Leirulækjarseli 1, 311 Borgarnes. Skorri Pablo Sverrisson, Ægisíðu 125, 107 Reykjavík. Stefán Benediktsson, Fáfnisnesi 14, 101 Reykjavík. Sunna Herborg Chan Styrmisdóttir, Edvard Griegsvei 12, 5059 Bergen, Noregi. Sölvi Þorkelsson, Langholtsvegi 142, 104 Reykjavík. Tobias Flóki Snizek, Miklubraut 54, 105 Reykjavík. Tumi Kristinsson, Logafold 35, 112 Reykjavík. Ugla Arnarsdóttir, Sörlaskjóli 10, 107 Reykjavík. Unnur Birna Hallgrímsdóttir, Illugagötu 15b, 900 Vestm. Valdimar Gunnarsson, Arnarhöfða 1, 270 Mosfellsbær. Valgerður Lilja Sverrisdóttir, Holtsgötu 23, 101 Reykjavík. Vilhjálmur Jónsson, Barmahlíð 34, 105 Reykjavík. Þorgeir Atlas Lýðsson, Barðaströnd 19, 170 Seltjarnarnes. Þórbergur Logi Björnsson, Drafnarstíg 3, 101 Reykjavík. Þórdís Anna Grétarsdóttir, Dunhaga 15, 107 Reykjavík. Þórhildur Sif Sigurðardóttir, Dimmuhvarfi 9b, 203 Kóp. Þröstur Steinn Vöggsson, Eyjabakka 1, 109 Reykjavík. Háskólinn á Akureyri Laugardagur 2. júní kl. 14. Fermingarstjóri Sævar Freyr Ingason, athafnarstjóri Siðmenntar. Arnþór Atli Atlason, Vættagili 4, 603 Akureyri. Aron Ísak Hjálmarsson, Krókeyrarnöf 7, 600 Akureyri. Ágúst Daði Ottason, Austurbyggð 9, 600 Akureyri. Bjarni Veigar Kristjánsson, Drekagili 22, 603 Akureyri. Dögun Hallsdóttir, Ásabyggð 1, 600 Akureyri. Edda Líney Baldvinsdóttir, Brekatúni 14, 600 Akureyri. Ellert Goði Gunnarsson, Lyngholti 20, 640 Húsavík. Guðrún Sóley Halldórsdóttir, Lónabraut 35, 690 Vopnaf. Hildur Lilja Jónsdóttir, Þórunnarstræti 120, 600 Akureyri. Hrefna Logadóttir, Munkaþverárstræti 35, 600 Akureyri. Hugi Baldvin Helgason, Mímisvegi 8, 620 Dalvík. Ingi Hrannar-Pálmason, Rauðumýri 15, 600 Akureyri. Ísfold Marý Sigtryggsdóttir, Helgamagrastræti 30, 600 Ak. Jónína Maj Sigurðardóttir, Þórunnarstræti 112, 600 Ak. Júlíana Valborg Þórhallsdóttir, Laugargötu 3, 600 Akureyri. Karitas Kristín Ísaksdóttir, Ólafsvegi 41, 625 Ólafsfjörður. Katla Tryggvadóttir, Víðivöllum 10, 600 Akureyri. Klara Fanndís Sonjudóttir, Baugatúni 8, 600 Akureyri. Kristófer Davíð Krüger, Ekrusíðu 3, 603 Akureyri. Mikael Viðar Ægisson, Drekagili 21, 603 Akureyri. Óli Steinn Steinþórsson, Birkigrund 3, 200 Kópavogur. Páll Eyþórsson, Arnarsíðu 7, 603 Akureyri. Ríkharður Daði Benjaminsson, Múlasíðu 3b, 603 Akureyri. Sigurður Tumi Rúnarsson, Reynivöllum 2, 600 Akureyri. Stormur Karlsson, Fornagili 7, 603 Akureyri. Sveinberg Ernir Stefánsson, Smárahlíð 9l, 603 Akureyri. Tristan Máni Jónsson, Klapparstíg 5, 600 Akureyri. Unnur Ásta Atladóttir, Arnarsíðu 8c, 603 Akureyri. Úlfur Hugi Sigmundsson, Brekkutröð 2, 601 Akureyri. Viktor Helgi Gunnarsson, Seljahlíð 7b, 603 Akureyri. Háteigskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Eldar Ágúst Kvam, Rekagranda 7, 107 Reykjavík. Elín María Jakobsdóttir, Hvassaleiti 24, 103 Reykjavík. Emma Ingadóttir Weisshappel, Skaftahlíð 13, 105 Reykjavík. Ingvar Steinn Ingólfsson, Hörgshlíð 8, 105 Reykjavík. Jóhann Ingi Gíslason, Hjálmholti 13, 105 Reykjavík. Magnús Geir Ólafsson, Háaleitisbraut 14, 108 Reykjavík. María Mist Óskarsdóttir, Eskihlíð 6, 105 Reykjavík. Saga Kristín Birgisdóttir, Einholti 12, 105 Reykjavík. Stefán Eiríksson, Bólstaðarhlíð 34, 105 Reykjavík. Styrmir Logi Axelsson, Skipholti 47, 105 Reykjavík. Una Lea Ránar Guðjónsdóttir, Skipholti 60, 105 Reykjavík. Vaka Sigríður Ingólfsdóttir, Hörgshlíð 8, 105 Reykjavík. Viktor Nói Offersen, Stangarholti 18, 105 Reykjavík. Annar páskadagur 2. apríl kl Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Almar Tristan Almarsson, Stigahlíð 35, 105 Reykjavík. Dagbjört Sara Viktorsdóttir, Grænuhlíð 18, 105 Reykjavík. Dagur Davíðsson, Reykjahlíð 12, 105 Reykjavík. Erik Vikar Diez Róbertsson, Skaftahlíð 26, 105 Reykjavík. Eyjólfur Örn Hauksson, Hlyngerði 1, 108 Reykjavík. Kristján Davíð Sigurðsson, Miklubraut 40, 105 Reykjavík. Lilja Rose Jeanne, 6 rue des Champs, Munsbach, Lúxemb. Kjartan Friedrich Ruminy, Víðihlíð 38, 105 Reykjavík. Sandra Kristjánsdóttir, Dvergabakka 26, 109 Reykjavík. Snæfríður Benediktsdóttir, Barmahlíð 49, 105 Reykjavík. Sverrir Ingi Ingibergsson, Drápuhlíð 40, 105 Reykjavík. Theodór Ísar Óskarsson, Espigerði 2, 108 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl Prestar Helga Soffía Konráðsdóttir og Eiríkur Jóhannsson. Anna Soffía Hauksdóttir, Hjálmholti 7, 105 Reykjavík. Anna Karólína Ingadóttir, Bólstaðarhlíð 42, 105 Reykjavík. Askur Ingi Bjarnason, Barmahlíð 51, 105 Reykjavík. Ágúst Valfells, Hamrahlíð 13, 105 Reykjavík. Birna Björk Sigursteinsdóttir, Skaftahlíð 8, 105 Reykjavík. Daníel Örn Guðmundsson, Stigahlíð 37, 105 Reykjavík. Dúna Pálsdóttir, Bogahlíð 8, 105 Reykjavík. Elísa Huld Stefánsdóttir, Drápuhlíð 47, 105 Reykjavík. Elísabet Lára Kristinsdóttir, Bólstaðarhlíð 52, 105 Reykjavík. Embla Marie Ragnarsdóttir, Maríubaugi 133, 113 Reykjavík. Emil Peter Fox, Bólstaðarhlíð 3, 105 Reykjavík. Finnur Darri Gíslason, Flókagötu 49a, 105 Reykjavík. Gunnar Karl Thoroddsen, Stigahlíð 53, 105 Reykjavík. Heimir Tjörvi Magnússon, Skipholti 68, 105 Reykjavík. Hildur María Pétursdóttir, Eskihlíð 22, 105 Reykjavík. Hilmar Starri Hilmarsson, Grænuhlíð 26, 105 Reykjavík. Hlynur Freyr Geirmundsson, Bogahlið 12, 105 Reykjavík. Johanna Haile Kebede, Skipholti 43, 105 Reykjavík. Jónas Thor Helgason, Austurkór 55, 203 Kópavogur. Jónas Maríus Hólmsteinsson, Vesturási 64, 110 Reykjavík. Karin Guttesen, Skipholti 20, 105 Reykjavík. Katrín Sól Einarsdóttir, Hátúni 45, 105 Reykjavík. Matthildur Friðriksdóttir, Skipholti 45, 105 Reykjavík. Rannveig Gréta Gautsdóttir, Eskihlíð 8a, 105 Reykjavík. Salka Sól Traustadóttir, Skaftahlíð 10, 105 Reykjavík. Heydalakirkja í Breiðdal Hvítasunnudagur 20. maí kl. 13. Prestur Gunnlaugur Stefánsson. Karin Ivonne Lagos, Sæbergi 4, 760 Breiðdalsvík. Unnar Karl Stephensen Árnason, Ásvegi 17, 760 Breiðdalsv. Hofskirkja í Skagabyggð Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 13. Prestur Bryndís Valbjarnardóttir. Jón Árni Baldvinsson, Tjörn, 545 Skagaströnd. Hofteigskirkja á Jökuldal Laugardagur 16. júní kl. 15. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Óli Jóhannes Gunnþórsson, Hlíðarvegi 15, 710 Seyðisf. Hólaneskirkja á Skagaströnd Hvítasunnudagur 20. maí kl. 13. Prestur Bryndís Valbjarnardóttir. Andri Már Gunnarsson, Sunnuvegi 2, 545 Skagaströnd. Brynjar Daði Finnbogason, Suðurvegi 30, 545 Skagaströnd. Einar Hjálmtýr Gunnarsson, Hólabraut 22, 545 Skagastr. María Gret Gunnarsdóttir, Suðurvegi 1, 545 Skagaströnd. Mikael Garðar Hólmgeirsson, Ægisgrund 3, 545 Skagastr. Nadía Heiðrún Arthursdóttir, Marargötu 7, 240 Grindavík. Sindri Freyr Björnsson, Hólabraut 11, 545 Skagaströnd. Laugardagur 9. júní kl. 13. Prestur Bryndís Valbjarnardóttir. Almar Atli Ólafsson, Litla-Felli, 546 Skagaströnd. Ólafur Guðni Helgason, Gufudal, 380 Reykhólahreppur. Hraungerðiskirkja Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Einar Skeggjason, Skeggjastöðum. Emilía Ýr Kjartansdóttir, Víðivöllum 12, Selfoss. Guðmunda Bríet Steindórsdóttir, Hrygg. Hallgerður Höskuldsdóttir, Stóra-Ármóti. Hrefna Sif Jónasdóttir, Réttarholti 7, Selfoss. Hvalsneskirkja Sunnudagur 22. apríl kl. 14. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Brynjar Már Arnarsson, Suðurgötu 7, 245 Sandgerði. Emilía Hildur Elfarsdóttir, Þinghóli 12, 245 Sandgerði. Emilía Magndís Bjarkadóttir, Þinghóli 7, 245 Sandgerði. Kara Petra Aradóttir, Holtsgötu 21, 245 Sandgerði. Sigrún Eva Ægisdóttir, Suðurgötu 11, 245 Sandgerði. Sunneva Rún Hlynsdóttir, Suðurgötu 27, 245 Sandgerði. Viktoría Íris Kristinsdóttir, Vallargötu 26, 245 Sandgerði. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 14. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Auðbjörg Hulda Ástþórsdóttir, Stafnesvegi 1, 245 Sandg. Björgvin Bjarni Elíasson, Brekkustíg 9, 245 Sandgerði. Elfar Máni Bragason, Suðurgötu 36, 245 Sandgerði. Kári Sæbjörn Kárason, Bjarmalandi 8, 245 Sandgerði. Stefán Dagur Vilhjálmsson, Oddnýjarbraut 3, 245 Sandg. Valur Þór Magnússon, Bjarmalandi 6, 245 Sandgerði. Hveragerðiskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur Jón Ragnarsson. Hannes Geir Scheving Viðarsson, Bröttuhlíð 5, 800 Hverag. Hólmfríður Þormóðsdóttir, Lyngheiði 11, 810 Hveragerði. Kjartan Theódór Sigurðsson, Laufskógum 25, 810 Hverag. Ragnar Ingi Þorsteinsson, Valsheiði 26, 810 Hveragerði. Sunnudagur 15. apríl kl Prestur Jón Ragnarsson. Birgir Smári Bergsson, Víðigerði, 816 Ölfus. Tobías Breiðfjörð Brynleifsson, Hrauntungu 18, 810 Hverag. Sunnudagur 6. maí kl Prestur Jón Ragnarsson. Aron Breki Friðriksson, Heiðmörk 48, 810 Hveragerði. Camilla Rós Einarsdóttir, Réttarheiði 5, 810 Hveragerði. Guðmundur Snær Dagbjartss., Grænumörk 5, 810 Hverag. Kamilla Mist Jones, Dynskógum 12, 810 Hveragerði. Kristens Benóný Borgþórsson, Hraunbæ 8, 810 Hveragerði. Nína María Baldvinsdóttir, Kambahrauni 9, 810 Hveragerði. Thelma Nótt Þráinsdóttir, Hraunbæ 47, 810 Hveragerði. Valgarð Ernir Emilsson, Borgarhrauni 27, 810 Hveragerði. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Jón Ragnarsson. Jóhanna Hannesdóttir, Grænumörk 7, 810 Hveragerði. Jónína Björk Gunnarsdóttir, Hraunbæ 45, 810 Hveragerði. Haukur Davíðsson, Iðjumörk 3, 810 Hveragerði. Sigurjón Arek Sigurjónsson, Laufskógum 4, 810 Hveragerði. Steinar Benóný Gunnbjörnss., Heiðarbrún 48, 810 Hverag. Kálfatjarnarkirkja Laugardagur 7. apríl kl. 14. Prestur Kjartan Jónsson. Alexander Ægir Ingveldarson, Heiðargerði 1, 190 Vogar. Hákon Snær Þórisson, Hvammsdal 10, 190 Vogar. Jón Gunnar Karlsson, Heiðargerði 23a, 190 Vogar. Júlía Halldóra Gunnarsdóttir, Heiðagerði 1b, 190 Vogar. Patrik Snæland Rúnarsson, Furuvöllum 33, 221 Hafnarf. Signý Rós Gísladóttir, Heiðardal 10, 190 Vogar. Victor Freyr Greil, Burknavöllum 3b, 221 Hafnarfjörður. Laugardagur 21. apríl kl. 14. Kristinn Henrý Guðjónsson, Lyngdal 2, 190 Vogar. Sveinn Örn Magnússon, Vogagerði 12, 190 Vogar. Keflavíkurkirkja Sunnudagur 8. apríl kl. 11. Prestar Erla Guðmundsdóttir og Fritz Már Jörgensson. Andri Fannar Ágústsson, Lágmóa 10, 260 Reykjanesbær. Andri Steinn Sigurðsson, Faxabraut 80, 230 Reykjanesbær. Anita Ýrr Taylor, Langholti 15, 230 Reykjanesbær. Anna Lára Vignisdóttir, Vatnsholti 22, 230 Reykjanesbær. Benedikt Máni Möller, Bjarkardal 28, 260 Reykjanesbær. Eiður Daði Sigurðsson, Hátúni 28, 230 Reykjanesbær. Gísli Geir Færseth, Sóltúni 15, 230 Reykjanesbær. Gísli Róbert Hilmisson, Hringbraut 61, 230 Reykjanesbær. Jónas Guðjón Óskarsson, Hjallavegur 1j, 260 Reykjanesbær. Kamilla Ósk Jensdóttir, Þverholti 13, 230 Reykjanesbær. Logi Snær Traustason, Vallargötu 17, 230 Reykjanesbær. Magnús Þór Ólason, Skólavegur 48, 230 Reykjanesbær. Róbert Ingi Njarðarson, Faxabraut 35a, 230 Reykjanesbær. Stefanía Ösp Ásgrímsdóttir, Drangavellir 4, 230 Rnesbær. Valý Rós Hermannsdóttir, Kjarrmóa 27, 260 Reykjanesbær. Wiktoria Orlikowska, Drangavellir 2, 230 Reykjanesbær. Sunnudagur 8. apríl kl. 14. Prestar Erla Guðmundsdóttir og Fritz Már Jörgensson. Agnes María Svansdóttir, Lágmóa 8, 260 Reykjanesbær. Agnes Perla Sigurðardóttir, Baugholti 19, 230 Rnesbær. Elva Sif Guðbergsdóttir, Óðinsvellir 3, 230 Reykjanesbær. Embla Líf Ármannsdòttir, Vatnsholti 6d, 230 Reykjanesbær. Georg Viðar Hannah, Efstaleiti 69, 230 Reykjanesbær. Glódís Ýr Sveinbjörnsdóttir, Bjarnavellir 12, 230 Rnesbær. Harpa Rós Guðnadóttir, Krossholti 17, 230 Reykjanesbær. Karl Diego Karlsson, Faxabraut 31a, 230 Reykjanesbær. Skafti Þór Einarsson, Vatnsholti 9d, 230 Reykjanesbær. Stefán Dagur Dalbertsson, Breiðbraut 675, 262 Rnesbær. Sæþór Árni Sævarsson, Lyngholti 16, 230 Reykjanesbær. Þóra Rubio Pálsdóttir, Fjörubraut 1229, 262 Reykjanesbær. Sunnudagur 15. apríl kl. 11. Prestar Erla Guðmundsdóttir og Fritz Már Jörgensson. Axel Ingi Jóhannesson, Norðurvellir 60, 230 Reykjanesbær. Ása Gísladóttir, Heiðarbóli 9, 230 Reykjanesbær. Eyþór Trausti Óskarsson, Elliðavellir 19, 230 Reykjanesbær. Halldóra Guðrún Jónsdóttir, Grænagarði 2, 230 Rnesbær. Helgi Rúnar Þórarinsson, Heiðarhorn 4, 230 Reykjanesbær. Helgi Þór Skarphéðinsson, Þórsvellir 8, 230 Reykjanesbær. Jón Ólafur Skarphéðinsson, Þórsvellir 8, 230 Reykjanesbær. Klara Lind Þórarinsdóttir, Heiðargarði 18, 230 Rnesbær. Kormákur Ragnar Jónsson, Heiðargarði 10, 230 Rnesbær. Kristófer Hörður Ómarsson, Heiðargarði 4, 230 Rnesbær. Logi Þór Ágústsson, Suðurgarði 2, 230 Reykjanesbær. Lovísa Björk Davíðsdóttir, Ægisvöllum 13, 230 Rnesbær. Magnús Már Garðarsson, Norðurvellir 52, 230 Rnesbær. Magnús Rúnar Haraldsson, Vatnsholti 3a, 230 Rnesbær. Óliver Andri Einarsson, Ásgarði 8, 230 Reykjanesbær. Signý Sól Snorradóttir, Heimavellir 17, 230 Reykjanesbær. Sigrún Birta Sigurgestsdóttir, Sjafnarvellir 11, 230 Rnesbær. Sigrún Erna Jónsdóttir, Grænagarði 2, 230 Reykjanesbær. Sævar Logi Jónsson, Greniteigi 41, 230 Reykjanesbær. Tómas Ingi Magnússon, Háteigi 23, 230 Reykjanesbær. Víkingur Snorri Sturluson, Skógarbraut 1112, 262 Rnesbær. Þórhallur Andri Guðmundss., Framnesv. 20, 230 Rnesbær. Sunnudagur 15. apríl kl. 14. Prestar Erla Guðmundsdóttir og Fritz Már Jörgensson. Aðalgeir Ingimundarson, Háteigi 25, 230 Reykjanesbær. Agnar Alex Sveinsson, Starmóa 14, 260 Reykjanesbær. Alexander Aron Smárason, Heiðarbóli 23, 230 Rnesbær. Andrés Emil Eiðsson, Hátúni 5, 230 Reykjanesbær. Aron Örn Hákonarson, Heiðarholti 6, 230 Reykjanesbær. Aþena Svansdóttir, Óðinsvellir 16, 230 Reykjanesbær. Bergþóra Káradóttir, Hátúni 29, 230 Reykjanesbær. Emil Aron Gunnarsson, Heiðarbraut 5d, 230 Reykjanesbær. Guðný Ösp Ólafsdóttir, Ægisvellir 1, 230 Reykjanesbær. Hafliði Breki Bjarnason, Freyjuvellir 8, 230 Reykjanesbær. Hjördís Arna Jónsdóttir, Ægisvöllum 11, 230 Reykjanesbær. Hlynur Snær Snorrason, Heiðargarði 21, 230 Reykjanesbær. Jökull Ingi Kjartansson, Heiðarbraut 9d, 230 Reykjanesbær. Marinó Máni Karlsson, Heiðargarði 15, 230 Reykjanesbær. Ragnar Ágústsson, Heiðarbóli 57, 230 Reykjanesbær. Sóley María Ágústsdóttir, Heiðarbóli 57, 230 Reykjanesbær. Stefán Jón Friðriksson, Heiðarhvammi 4, 230 Rnesbær. Tanja Marín Unnarsdóttir, Háteigi 20, 230 Reykjanesbær. Valur Þór Hákonarson, Heiðarholti 6, 230 Reykjanesbær. Victoria Rut Jensen, Heiðarholti 34a, 230 Reykjanesbær. Þorbergur Freyr Pálmarsson, Hólmgarði 2a, 230 Rnesbær. Sunnudagur 22. apríl kl. 11. Prestar Erla Guðmundsdóttir og Fritz Már Jörgensson. Adda Þorbjörg Einarsdóttir, Skógarbraut 931, 262 Rnesbær. Aron Gauti Kristinsson, Norðfjörðsgötu 11, 230 Rnesbær. Bríana Lilja Björnsdóttir, Baldursgötu 8, 230 Reykjanesbær. Elín Ósk Ingvarsdóttir, Heiðarbóli 13, 230 Reykjanesbær. Gunnar Már Björgvinsson, Engjadal 2, 260 Reykjanesbær. Gunnhildur Hjörleifsdóttir, Vallartúni 1, 230 Reykjanesbær. Helga Rut Guðjónsdóttir, Birkiteigi 9, 230 Reykjanesbær. Hjörtur Máni Skúlason, Austurgötu 10, 230 Reykjanesbær. Ísak Þór Place, Greniteigi 10, 230 Reykjanesbær. Jónþór Eyjólfsson, Eyjavöllum 11, 230 Reykjanesbær. María Mist Sigursteinsdóttir, Sjávargötu 29, 260 Rnesbær. María Rós Gunnarsdóttir, Langholti 8, 230 Reykjanesbær. Róbert Marinó Schritter, Sólvallagötu 46, 230 Rnesbær. Sæþór Elí Bjarnason, Mánagötu 11, 230 Reykjanesbær. Wiktor Benedykt Sliwka, Lyngholti 15, 230 Reykjanesbær. Laugardagur 12. maí kl. 16. Prestur Erla Guðmundsdóttir. Finnur Guðberg Ívarsson, Hrauntúni 5, 230 Reykjanesbær. Sunnudagur 20. maí kl. 11. Prestur Erla Guðmundsdóttir. Adelia Felizardo Valsdóttir, Bogabraut 950, 262 Rnesbær. Hafdís Birta Hallvarðsd., Grænásbraut 1220, 262 Rnesbær. Hafdís Eva Pálsdóttir, Melteigi 14, 230 Reykjanesbær. Júlíus Sveinn Gunnarss., Grænásbraut 1220, 262 Rnesbær. Sólveig María Baldursóttir, Faxabraut 42d, 230 Rnesbær. Vilberg Darri Gunnarsson, Skólavegur 18, 230 Rnesbær. Kirkja óháða safnaðarins Pálmasunnudagur 25. mars kl. 14. Prestur Pétur Þorsteinsson. Gréta Hallsdóttir, Noregur. Ingibjörg Jónsdóttir, Gullengi 17, 112 Reykjavík. Margrét Ásta Arnarsdóttir, Kötlufelli 3, 111 Reykjavík. Stefán Guðnason, Gnípuheiði 1, 200 Kópavogur. Sunnudagur 8. apríl kl. 14. Prestur Pétur Þorsteinsson. Ásgerður Káradóttir, Þórsgötu 18a, 101 Reykjavík. Bríet Berndsen Ingvadóttir, Vallartúni 4, 600 Akureyri. Haukur Lár Hauksson, Háaleitisbraut 109, 108 Reykjavík. Kamilla Nótt Sævarsdóttir Brooks, Dalhúsum 33, 112 Rvík. Natalía Ósk Gunnarsdóttir, Veghúsum 15, 112 Reykjavík. Kirkjubæjarkirkja Sunnudagur 1. júlí kl. 14. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Stefán Jón Hafsteinn Þórarinsson, Bláskógum 13, 700 Egs. Kolfreyjustaðarkirkja Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Jóna Kristín Þorvaldsdóttir. Eiður Logi Ingimarsson, Garðaholti 4, 750 Fáskrúðsfjörður. Kotstrandarkirkja Sunnudagur 15. apríl kl Prestur Jón Ragnarsson. Hannes Herm. Mahong Magnúss., Reykjam. 8, 810 Hverag. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Jón Ragnarsson.

85 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 85 Ástrún Birta Atladóttir, Klettagljúfri 15, 816 Ölfus. Ingibjörg Ólafsdóttir, Hvoli, 816 Ölfus. María Clausen Pétursdóttir, Hvammi, 816 Ölfus. Regína Lind Magnúsdóttir, Dalsbrún 14, 810 Hveragerði. Védís Huld Sigurðardóttir, Sunnuhvoli, 816 Ölfus. Kópavogskirkja Sunnudagur 18. mars kl. 11. Prestur Sigurður Arnarson, djákni Ásta Ágústsdóttir. Arnar Leó Helgason, Sunnubraut 10, 200 Kópavogur. Gunnar Björn Gunnarsson, Sæbólsbraut 24, 200 Kóp. Hannes Már Pétursson, Melgerði 26, 200 Kópavogur. Ingvi Sigurðarson, Hlégerði 21, 200 Kópavogur. Ísak Evan Distance, Meðalbraut 22, 200 Kópavogur. Karen Nordquist Ragnarsdóttir, Huldubraut 48, 200 Kóp. Karitas Dís Sigurjónsdóttir, Skólagerði 10, 200 Kópavogur. Katrín Eva Karlsdóttir, Kársnesbraut 133, 200 Kópavogur. Kári Egilsson, Hófgerði 24, 200 Kópavogur. Kristjón Forni Þórarinsson, Kársnesbraut 11, 200 Kóp. Ólafur Hálfdán Þórarinsson, Borgarholtsbraut 43, 200 Kóp. Ómar Bessi Ómarsson, Kastalagerði 4, 200 Kópavogur. Róbert Guðbrandsson, Huldubraut 64, 200 Kópavogur. Róbert Mar Jónsson, Skólagerði 33, 200 Kópavogur. Samúel Óskar Glastonbury, Hlégerði 17, 200 Kópavogur. Sigurbjörn Ask Gunnarsson, Sæbólsbraut 24, 200 Kóp. Telma Björg Þráinsdóttir, Ásbraut 21, 200 Kópavogur. Tómas Ari Andrason, Marbakkabraut 34, 200 Kópavogur. Viktoría Mist Gunnarsdóttir, Hlégerði 33, 200 Kópavogur Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestur Sigurður Arnarson, djákni Ásta Ágústsdóttir. Alexandra Ósk Gerðudóttir, Hafnarbraut 21, 200 Kópavogur. Andrea Ahrens Dyer, Kastalagerði 5, 200 Kópavogur. Bryndís Inga Haraldsdóttir, Hófgerði 22, 200 Kópavogur. Emilíana Unnur Aronsdóttir, Lækjasmára 5, 201 Kópavogur. Eva Lind Hákonardóttir, Holtagerði 52, 200 Kópavogur. Guðlaug Embla Helgadóttir. Hekla Elísabet Hlíðarsdóttir, Kópavogsbarð 13, 200 Kóp. Inga Dís Jóhannsdóttir, Huldubraut 8, 200 Kópavogur. Katrín Lára Hallbjörnsdóttir, Kársnesbraut 39, 200 Kóp. Stefán Jökull Reynisson, Þinghólsbraut 63, 200 Kópavogur. Steinunn Katrín Blöndal, Brekkusmára 5, 201 Kópavogur. Styrmir Ahrens Dyer, Kastalagerði 5, 200 Kópavogur. Þórhildur Elín Ásgeirsdóttir, Skólagerði 52, 200 Kópavogur. Þuríður Brynja Árnadóttir, Suðurbraut 1, 200 Kópavogur Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestur Sigurður Arnarson, djákni Ásta Ágústsdóttir. Árni Kjærnested Jónsson, Litluvör 11, 200 Kópavogur. Eva Guðrún Hilmarsdóttir, Sunnubraut 41, 200 Kópavogur. Ísabella Árnadóttir, Danmörk. Kristján Kári Róbertsson, Álfabrekku 15, 200 Kópavogur. Lea Þorbjörg Lárusdóttir, Sunnubraut 29, 200 Kópavogur. Sara Rós Sigurpálsdóttir, Kópavogsbraut 72, 200 Kóp. Sólkatla Rögn Kolbeinsdóttir, Urðarbraut 7, 200 Kópavogur. Viktor Örn Ingvarsson, Skólagerði 28, 200 Kópavogur. Þór Ísak Þórðarson, Skólagerði 40, 200 Kópavogur. Krosskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11 Prestar Arnaldur Bárðarson og Önundur Björnsson. Bjarki Rafnsson, Hólmaháleigu, 861 Hvolsvöllur. Helga Dögg Pálsdóttir, Gilsbakka 8a, 860 Hvolsvöllur. Ívan Breki Sigurðsson, Krossi 1, 861 Hvolsvöllur. Sigurpáll Jónar Sigurðsson, Króktúni 10, 860 Hvolsvöllur. Veigar Páll Karelsson, Seli, 861 Hvolsvöllur. Langholtskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestar Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jóhanna Gísladóttir. Albert Elí Vigfússon, Kambsvegi 28, 104 Reykjavík. Aníta Sól Vignisdóttir, Ljósheimum 14, 105 Reykjavík. Arnaldur Ásgeir Einarsson, Sunnuvegi 11, 104 Reykjavík. Arnór Ingi Birgisson, Álfheimum 30, 104 Reykjavík. Breki Einarsson, Ljósheimum 8, 104 Reykjavík. Dagbjört Ásta Jónasdóttir, Gnoðarvogi 82, 104 Reykjavík. Daníel Karl Þrastarson, Álfheimum 40, 104 Reykjavík. Emilía Dögg Stefánsdóttir Steed, Efstasundi 65, 104 Rvík. Emilíana Margrét Gísladóttir, Skipasundi 52, 104 Reykjavík. Elín Helga Finnsdóttir, Gnoðarvogi 68, 104 Reykjavík. Hallgrímur Elís Kristjánsson, Gnoðarvogi 38, 104 Reykjavík. Harpa Rósey Qingqin Pálmadóttir, Skeiðarvogi 41, 104 Rvík. Helena Bríet Guðmundsdóttir, Sigluvogi 8, 104 Reykjavík. Hilmar Blær Vignisson, Ljósheimum 14, 104 Reykjavík. Hinrik Harðarson, Langholtsvegi 167, 104 Reykjavík. Jason Hagalín Jónasson, Langholtsvegi 60, 104 Reykjavík. Kristján Pétur Albertsson, Goðheimum 26, 104 Reykjavík. Margrét Elva Róbertsdóttir, Nökkvavogi 32, 104 Reykjavík. Martha Clara Ásbjarnardóttir, Karfavogi 23, 104 Reykjavík. William Þór Ragnarsson, Sólheimum 40, 104 Reykjavík. Þórdís Inga Ingólfsdóttir, Sigluvogi 16, 104 Reykjavík. Þórkatla Arnarsdóttir, Efstasundi 81, 104 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jóhanna Gísladóttir. Aron Mikael Rúnarsson, Holtsvegi 41, 210 Garðabær. Daníela Fannarsdóttir, Langholtsvegi 163b, 104 Reykjavík. Erlen Inga Guðmundsdóttir, Karfavogi 60, 104 Reykjavík. Guðmundur Ísak Bóasson, Álfheimum 22, 104 Reykjavík. Gyða Björg Ásbjarnardóttir, Goðheimum 11, 104 Reykjavík. Helena Guðjónsdóttir, Hjallavegi 15, 104 Reykjavík. Hilmir Jökull Bjartarson, Álfheimum 42, 104 Reykjavík. Ingunn Ragnarsdóttir, Hólmasundi 14, 104 Reykjavík Katla Lind Jónsdóttir, Skeiðarvogi 31, 104 Reykjavík. Rakel Karítas Árnadóttir, Akurgerði 3, 108 Reykjavík. Sóley Þorsteinsdóttir, Skeiðarvogi 23, 104 Reykjavík. Sólveig Guðrún Guðjónsdóttir, Háaleitisbraut 45, 104 Rvík. Viktor Berg Vignisson, Álfheimum 58, 104 Reykjavík. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11. Prestar Guðbjörg Jóhannesdóttir og Jóhanna Gísladóttir. Arnar Logi Gíslason, Goðheimum 6, 104 Reykjavík. Auðunn Torfi Sæland, Langholtsvegi 147, 104 Reykjavík. Bárður Örn Kjartansson, Álfheimum 8, 104 Reykjavík. Brynjar Gautur Harðarson, Njörvasundi 20, 104 Reykjavík. Hilmar Stefánsson, Álfheimum 50, 104 Reykjavík. Jóhannes Páll Jóhannesson, Álfheimum 30, 104 Reykjavík. Jón Emil Rafnsson, Njörvasundi 34, 104 Reykjavík. Kristinn Örn Gunnarsson, Hólmasundi 6, 104 Reykjavík. María Margrét Gísladóttir, Langholtsvegi 106, 104 Rvík. Óskar Máni Hermannsson, Kleifarvegi 13, 104 Reykjavík. Ragnar Gaukur Georgsson, Kringlunni 41, 103 Reykjavík. Salka Sóley Ólafsdóttir, Álfheimum 62, 104 Reykjavík. Torfi Sveinn Ásgeirsson, Álfheimum 34, 104 Reykjavík. Viktor Steinarsson, Sæviðarsundi 58, 104 Reykjavík. Laugarneskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestur Davíð Þór Jónsson. Aþena Gautadóttir, Hrísateigi 20, 105 Reykjavík. Huginn Þór Ólafsson, Kronprinsessegade 96, 1306 Kaupmannahöfn Danmörk. Katrín Klara Þorgrímsdóttir, Brekkulæk 6, 105 Reykjavík. Monika Mist Ívansdóttir, Rauðalæk 4, 105 Reykjavík. Rósa Dís Friðriksdóttir, Laugalæk 28, 105 Reykjavík. Sabrína Ísrún Magnúsdóttir, Laugarnesvegur 118, 105 Rvík. Sigríður Bára Min Karlsdóttir, Hofteigi 28, 105 Reykjavík. Sigurey Svava Sóleyjardóttir, Hrísateigi 29, 105 Reykjavík. Teitur Sólmundarson, Hofteigi 38, 105 Reykjavík. Þorgeir Bjarnason, Bugðulæk 9, 105 Reykjavík. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 11. Prestur Davíð Þór Jónsson. Eggert Orri Eggertsson, Rauðalæk 35, 105 Reykjavík. Fannar Freyr Atlason, Gullteigi 4, 105 Reykjavík. Freyr Ástmundsson, Sporðagrunni 6, 104 Reykjavík. Friðrik Finnbogason, Hraunteigi 6a, 105 Reykjavík. Guðrún Margrét Karlsdóttir, Dragavegur 4, 104 Reykjavík. Gylfi Huginn Harðarson, Bugðulæk 13, 105 Reykjavík. Jòhannes Logi Guðmundsson, Laugalæk 9, 105 Reykjavík. Katrín Perla Guðlaugsdóttir, Rauðalæk 27, 105 Reykjavík. Linda Bachmann Ívarsdóttir, Mánatúni 3, 105 Reykjavík. Nína Margrét Valtýsdóttir, Sigtúni 55, 105 Reykjavík. Rebekka Rakel Hákoníudóttir, Bugðulæk 5, 105 Reykjavík. Sigrún Birta Ásgeirsdóttir,Kleppsvegur 16, 105 Reykjavík. Sindri Steinn Þorsteinsson, Mánatúni 3, 105 Reykjavík. Teitur Þór Ólafsson, Sigtúni 49, 105 Reykjavík. Valur Kári Óskarsson, Hraunteigi 23, 105 Reykjavík. Laugardagur 5. maí kl. 11. Prestur Davíð Þór Jónsson. Benjamín Svavarsson, Laugarnesvegur 59, 105 Reykjavík. Sunnudagur 6. maí kl. 11. Prestur Davíð Þór Jónsson. Álfrún Aradóttir, Otrateigi 24, 105 Reykjavík. Bergey Freysdóttir, Kirkjuteigi 31, 105 Reykjavík. Breki Þór Birkisson, Bugðulæk 1, 105 Reykjavík. Emil Davíðsson, Otrateigi 44, 105 Reykjavík. Freyja Þöll Sigþórsdóttir, Laugateigi 46, 105 Reykjavík. Gestur Andri Brodmann, Sundlaugavegur 22, 105 Reykjavík. Hanna Guðný Hafsteinsdóttir, Austurbrún 39, 104 Rvík. Hildur Ósk Sævarsdóttir, Sæviðarsund 100, 104 Reykjavík. Laufey Kristjánsdóttir, Otrateigi 30, 105 Reykjavík. Mirra Bjarnadóttir, Laugateigi 42, 105 Reykjavík. Svavar Dúi Þórðarson, Bugðulæk 20, 105 Reykjavík. Tryggvi Bjarnason, Hjarðartúni, 861 Hvolsvöllur. Sjómannadagur 3. júní kl. 11. Prestur Davíð Þór Jónsson. Dóra Tómasdóttir, Laugarásvegur 21, 104 Reykjavík. Friðþjófur Tumi Daðason, Rauðalæk 16, 105 Reykjavík. Morgunblaðið/Árni Sæberg Fróði Rosatti, Laugateigi 56, 105 Reykjavík. Sunna Mist Helgadóttir, Laugateigi 34, 105 Reykjavík. Þorvaldur Nói Klose, Laugateigi 32, 105 Reykjavík. Þórlaug Þórhallsdóttir, Austurbrún 23, 104 Reykjavík. Lindakirkja Laugardagur 10. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Alexander Broddi Sigvaldason, Mánalind 4, 201 Kópavogur. Alexía Karen Björnsdóttir, Álfkonuhvarfi 43, 203 Kópavogur. Anna Yrsa Kolka Ásgeirsdóttir, Galtalind 7, 201 Kópavogur. Aron Snær Maack, Tröllakór 20, 203 Kópavogur. Aþena Kolka Ásgeirsdóttir, Galtalind 7, 201 Kópavogur. Baldvin Dagur Rafnars, Gnitakór 3, 203 Kópavogur. Birna Diljá Björnsdóttir, Dalaþingi 12, 203 Kópavogur. Brynjar Már Kristmannsson, Galtalind 19, 201 Kópavogur. Dagur Eiríksson, Heiðaþingi 1, 203 Kópavogur. Embla Karen Sverrisdóttir, Baugakór 23, 203 Kópavogur. Gabríela Líf Jónsdóttir, Þrymsölum 13, 201 Kópavogur. Guðjón Ingi Jónathansson, Sólarsölum 3, 201 Kópavogur. Helena Rós Ragnarsdóttir, Lómasölum 6, 201 Kópavogur. Hilmar Árnason, Kórsölum 5, 201 Kópavogur. Hilmir Þór Hugason, Galtalind 26, 201 Kópavogur. Hlynur Smári Magnússon, Vindakór 3, 203 Kópavogur. Hrefna Rán Kristinsdóttir, Perlukór 3b, 203 Kópavogur. Íris Eva Gísladóttir, Baugakór 15, 203 Kópavogur. Jón Halldór Gunnarsson, Fróðaþingi 18, 203 Kópavogur. Jón Helgi Guðmundsson, Mánalind 10, 201 Kópavogur. Katrín Einarsdóttir, Fjallalind 65, 201 Kópavogur. Mikael Máni Hrafnsson, Funalind 7, 201 Kópavogur. Sigríður Lára Ingibjörnsdóttir, Frostaþingi 5, 203 Kóp. Sigrún Guðmundsdóttir, Fjallalind 71, 201 Kópavogur. Sigurður Baldur Ríkharðsson, Fellahvarfi 25b, 203 Kóp. Tómas Tinni Guðmundsson, Blásölum 14, 201 Kópavogur. Laugardagur 10. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Arnar Freyr Tandrason, Vallakór 3, 203 Kópavogur. Aron Fannar Þrastarson, Hörðukór 5, 203 Kópavogur. Breki Rafn Eiríksson, Kleifakór 19, 203 Kópavogur. Erla H. Traustadóttir, Álfkonuhvarfi 43, 203 Kópavogur. Eyþór Antonsson, Flesjakór 9, 203 Kópavogur. Franklín Máni Arnarsson, Dimmuhvarfi 8, 203 Kópavogur. Friðrik Már Elvarsson, Glósölum 6, 201 Kópavogur. Guðjón Aron Guðmundsson, Fjallakór 1, 203 Kópavogur. Gunnsteinn Már Másson, Gulaþingi 13, 203 Kópavogur. Heiður Björg Egilsdóttir, Gnitakór 11, 203 Kópavogur. Helga Þórdís Benediktsdóttir, Ásakór 7, 203 Kópavogur. Hrafnhildur Kjartansdóttir, Jórsölum 14, 201 Kópavogur. Hulda María Sveinbjörnsdóttir, Aðalþingi 3, 203 Kópavogur. Ingibjörg Sigurðardóttir, Kópalind 10, 201 Kópavogur. Jón Skúli Guðmundsson, Glósölum18, 201 Kópavogur. Jón Skúli Ómarsson, Ásakór 5, 203 Kópavogur. Kjartan Pétur Víglundsson, Austurkór 56, 203 Kópavogur. Matthías Davíð Matthíasson, Austurkór 48, 203 Kópavogur. Mikael Ingi Knútsson, Drangakór 6, 203 Kópavogur. Ólafur Rúnar Jónsson, Hörðukór 1, 203 Kópavogur. Sesar Máni Sigurðsson, Fellahvarfi 1, 203 Kópavogur. Svava Rún Snorradóttir, Straumsölum 3, 201 Kópavogur. Telma Rut Hilmarsdóttir, Forsölum 1, 201 Kópavogur. Tryggvi Ólafsson, Þorrasölum 17, 201 Kópavogur. Þorlákur Sigurðsson, Kópalind 10, 201 Kópavogur. Þórunn Jenný Q. Guðmundsdóttir, Háalind 12, 201 Kóp. Sunnudagur 11. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Andri Ísak Bragason, Baugakór 8, 203 Kópavogur. Auður Ísfold Geirsdóttir, Fróðaþingi 28, 203 Kópavogur. Baldur Nói Ólafsson, Jörfalind 1, 201 Kópavogur. Bergdís Ósk Vilhjálmsdóttir, Örvasölum 24, 201 Kópavogur. Brimar Breki Halldórsson, Hásölum 4, 201 Kópavogur. Dagur Ari Elmarsson, Blásölum 18, 201 Kópavogur. Daníela Sonja María Hannesdóttir, Kleifakór 11, 203 Kóp. Fannar Daði Valgeirsson, Örvasölum 3, 201 Kópavogur. Fannar Freyr Jónasson, Funalind 15, 201 Kópavogur. Gunnar Már Tryggvason, Fensölum 4, 201 Kópavogur. Hákon Garðar Gauksson, Örvasölum 22, 201 Kópavogur. Inga Rún Kristjánsdóttir, Flesjakór 5, 203 Kópavogur. Ingunn Jóna Valtýsdóttir, Lindasmára 42, 201 Kópavogur. Júlía Rún Jónsdóttir, Laugalind 8, 201 Kópavogur. Jökull Sverrisson, Laxalind10, 201 Kópavogur. Kristín Ragnarsdóttir, Haukalind 27, 201 Kópavogur. Kristófer Dagur Arnarsson, Vindakór 9, 203 Kópavogur. Mikael Breki Salmon, Baugakór 16, 203 Kópavogur. Regína Saga Ólafsdóttir, Geislalind 1, 201 Kópavogur. Róbert Leó Arnórsson, Örvasölum 4, 201 Kópavogur. Sara Bjarkadóttir, Krossalind 17, 201 Kópavogur. Selma Bjarkadóttir, Krossalind 17, 201 Kópavogur. Sigurður Viðar Þrastarson, Funalind 11, 201 Kópavogur. Viktor Rivin Óttarsson, Baugakór 30, 203 Kópavogur. Laugardagur 17. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Andri Bergsveinsson, Flesjakór 6, 203 Kópavogur. Arnór Orri Guðbergsson, Glósölum 12, 201 Kópavogur. Arnór Sölvi Harðarson, Austurkór 105, 203 Kópavogur. Aron Freyr Bjarkason, Tröllakór 1, 203 Kópavogur. Axel Gauti Árnason, Ljósalind 4, 201 Kópavogur. Bóas Sigurjónsson, Vindakór 14, 203 Kópavogur. Breki Gunnarsson, Jörfalind 22, 201 Kópavogur. Dagur Fannar Ólafsson, Austurkór 82, 203 Kópavogur. Guðrún Jana Arnarsdóttir, Galtalind 4, 201 Kópavogur. Haukur Ingi Hauksson, Álaþingi 1, 203 Kópavogur. Hákon Helgi Hallgrímsson, Krossalind 3, 201 Kópavogur. Hlöðver Týr Torfason, Fróðaþingi 25, 203 Kópavogur. Karen Þrastardóttir, Jórsölum 10, 201 Kópavogur. Kári Vilberg Atlason, Blásölum 19, 201 Kópavogur. Leon Andri Hauksson, Hrafnhólum 8, 111 Reykjavík. Magni Ófeigsson, Dalaþingi 2, 203 Kópavogur. Matthías Davíð Þórhallsson, Blásölum 14, 201 Kópavogur. Sól Hjaltested, Fróðaþingi 11, 203 Kópavogur. Tristan Birkir Eiríksson, Akrakór 2, 203 Kópavogur. Viktor Óli Bjarkason, Tröllakór 1, 203 Kópavogur. Viktor Smári Axelsson, Aðalþingi 9, 203 Kópavogur. Þorbergur Úlfarsson, Baugakór 32, 203 Kópavogur. Þórdís Katla Sigurðardóttir, Fjallalind 75, 201 Kópavogur. Laugardagur 17. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Andri Bergmann Isaksen, Ásaþingi 1, 203 Kópavogur. Áslaug Lára Rúnarsdóttir, Öldusölum 5, 201 Kópavogur. Benedikt Björn Johnsen, Asparhvarfi 6, 203 Kópavogur. Benedikt Einarsson, Fróðaþingi 46, 203 Kópavogur. Guðmundur Halldórsson, Fjallalind 85, 201 Kópavogur. Hekla Kristín Lund, Akrakór 14, 203 Kópavogur. Helgi Leó Waage Blerimsson, Ásakór 5, 203 Kópavogur. Ísak Wenger Eiríksson, Goðakór 1, 203 Kópavogur. Jón Ingi Halldórsson, Fjallalind 85, 201 Kópavogur. Krista Bríet Ólafsdóttir, Ásakór 10, 203 Kópavogur. Kristín Helga Hákonardóttir, Faxahvarfii 8, 203 Kópavogur. Logi Freyr Traustason, Klappakór 1b, 203 Kópavogur. Malen Ósk Sigurðardóttir, Þrúðsölum 17, 201 Kópavogur. Margrét Elmarsdóttir, Straumsölum 4, 201 Kópavogur. Maríanna Ólafsdóttir, Forsölum 1, 201 Kópavogur. Skorri Hrafn Rafnarsson, Grandahvarfi 5b, 203 Kópavogur. Steinunn Rebekka Aðalsteinsd., Breiðahvarfi 17, 203 Kóp. Tinna Mjöll Guðmundsdóttir, Hlynsölum 1, 201 Kópavogur. Tómas Orri Þórisson, Miðsölum 1, 201 Kópavogur. Þóra Kristín Jörundardóttir, Baugakór 19, 203 Kópavogur. Þórhildur Anna Traustadóttir, Krossalind 21, 201 Kópavogur. Sunnudagur 18. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Adam Freyr Aronsson, Austurkór 67, 203 Kópavogur. Aldís María Bjarnadóttir, Kórsölum 5, 201 Kópavogur. Aníta Eik Jónsdóttir, Hálsaþingi 3, 203 Kópavogur. Aron Ingi Gunnarsson, Fjallalind 61, 201 Kópavogur. Birgitta Rut Brynjarsdóttir, Boðaþingi 2, 203 Kópavogur. Birta Dís Magnúsdóttir, Geislalind 7, 201 Kópavogur. Brynja Valdís Ragnarsdóttir, Örvasölum 18, 201 Kópavogur. Einir Sturla Arinbjarnarson, Krossalind 35, 201 Kópavogur. Eldur Orri Bjarkason, Tröllakór 2, 203 Kópavogur. Elma Lind Karlsdóttir, Lómasölum 14-16, 201 Kópavogur. Halldór Andri Kristinsson, Fífulind 15, 201 Kópavogur. Hjálmar Þórhallsson, Öldusölum 9, 201 Kópavogur. Kristinn Snær Guðjónsson, Vindakór 9, 203 Kópavogur. Matthías Ingi Ingimundarson, Álaþingi 4, 203 Kópavogur. Monika Rós Martin, Klappakór 1d, 203 Kópavogur. Rakel Rut Helgadóttir, Goðasölum 6, 201 Kópavogur. Tristan Enok Kvaran Guðjónsson, Tröllakór 6, 203 Kóp. Laugardagur 24. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Alexandra Austmann Emilsdóttir, Fróðaþingi 26, 203 Kóp. Anton Fannar Kjartansson, Örvasölum 10, 201 Kópavogur. Ari Þröstur Arnarsson, Tröllakór 8, 203 Kópavogur. Arnór Dagur Jóhannsson, Tröllakór 2-4, 203 Kópavogur. Atli Þór Jónsson, Fellahvarfi 5, 203 Kópavogur. Ásdís Eva Guðnadóttir, Haukalind 3, 201 Kópavogur. Ásdís María Burrell, Ásaþingi 6, 203 Kópavogur. Birna Kristín Björnsdóttir, Glósölum 3, 201 Kópavogur. Bjarni Anton Bjarnason, Blásölum 10, 201 Kópavogur. Bryndís Bjarkadóttir, Hálsaþingi 11, 203 Kópavogur. Diljá Lind Bjarnadóttir, Galtalind 6, 201 Kópavogur. Edda Guðnadóttir, Galtalind 8, 201 Kópavogur. Embla Eir Oddsdóttir, Álfkonuhvarfi 67, 203 Kópavogur. Eygló Hildur Ásgeirsdóttir, Grundarhvarfi 16, 203 Kóp. Gabríela María Daðadóttir, Fossahvarfi 5, 203 Kópavogur. Gísli Gottskálk Þórðarson, Ljárskógar 27, 109 Reykjavík. Guðmundur Pétur Kristinsson, Austurkór 94, 203 Kóp. Karen Björg Ágústsdóttir, Álfkonuhvarfi 33, 203 Kópavogur. Kristján Ingi Ingólfsson, Asparhvarfi 19d, 203 Kópavogur. Rakel Ósk Valtýsdóttir, Haukalind 21, 201 Kópavogur. Sigþór Atli Sverrisson, Vindakór 5-7, 203 Kópavogur. Sindri Svan Stefánsson, Ásakór 14, 203 Kópavogur. Sóldís Ósk Ísaksdóttir, Álfkonuhvarfi 43, 203 Kópavogur. Stefán Stefánsson, Grandahvarfi 2a, 203 Kópavogur. Sunneva Aylish Marshall, Straumsölum 2, 201 Kópavogur. Viktor Andri Pétursson, Galtalind 12, 201 Kópavogur. Þórarinn Jónsson, Dynsölum 16, 201 Kópavogur. Laugardagur 24. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Alda Rut Þorsteinsdóttir, Baugakór 5-7, 203 Kópavogur. Arna Katrín Inaba Árnadóttir, Fróðaþingi 25, 203 Kópavogur. Brynja Katrín Benediktsdóttir, Álaþingi 10, 203 Kópavogur. Brynjar Már Ólafsson, Álfkonuhvarfi 31, 205 Kópavogur. Dagur Steinarsson, Melgerði 39, 200 Kópavogur. Diljá Söfn Aronsdóttir, Andarhvarfi 9d, 203 Kópavogur. Fanný Helga Þórarinsdóttir, Suðursölum 7, 201 Kópavogur. Halla Margrét Brynjarsdóttir, Þrymsölum 2, 201 Kópavogur. Hekla Fönn Vilhelmsdóttir, Suðursölum 5, 201 Kópavogur. Hekla Margrét Þórisdóttir, Laugalind 12, 201 Kópavogur. Leifur Ernir Hákonarson, Tröllakór 7, 203 Kópavogur. Linda Björk Arnarsdóttir, Ársölum 1, 201 Kópavogur. Nikíta Karen Björnsdóttir, Austurkór 169, 203 Kópavogur. Óðinn Bragi Pálsson, Blásölum 2, 201 Kópavogur. Sandra Diljá Kristinsdóttir, Austurkór 101, 203 Kópavogur. Sigurjón Orri Ívarsson, Fjallakór 1a, 203 Kópavogur. Sólný Inga Sigurgeirsdóttir, Rjúpnasölum 10, 201 Kóp. Sunna Jónsdóttir, Fífulind 3, 201 Kópavogur. Sveinn Elí Helgason, Akurhvarfi 1, 203 Kópavogur. Sölvi Ólason, Galtalind 26, 201 Kópavogur. Tinna Rakel Jónsdóttir, Lómasölum 33, 201 Kópavogur. Viktoría Bóel Hafsteinsdóttir, Funalind 9, 201 Kópavogur. Sunnudagur 25. mars kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Anna Björk Benjamínsdóttir, Álaþingi 20, 203 Kópavogur. Auður Bríet Rúnarsdóttir, Álaþingi 22, 203 Kópavogur. Ásdís María Davíðsdóttir, Galtalind 17, 201 Kópavogur. Bjarney Kata Atladóttir, Laugalind 1, 201 Kópavogur. Björgvin Thor Björnsson, Dalaþingi 34, 203 Kópavogur. Björk Bjarnadóttir, Kleifakór 3, 203 Kópavogur.

86 86 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 Friðrik Rafn Arnarson, Suðursölum 10, 201 Kópavogur. Guðbjörg Lind Jóhannsdóttir, Rjúpnasölum 14, 201 Kóp. Haillee Jo Lucio, Austurkór 5, 201 Kópavogur. Ísold Freyja Atladóttir, Vindakór 8, 203 Kópavogur. Karen Sól Halldórsdóttir, Þrúðsölum 12, 201 Kópavogur. Kolbrún Kemala Davíðsdóttir, Húsalind 9, 201 Kópavogur. María Geirdal Jónsdóttir, Dynsölum 14, 201 Kópavogur. Markús Máni Pétursson, Glósölum 4, 201 Kópavogur. Nökkvi Páll Grétarsson, Fífulind 9, 201 Kópavogur. Ólöf Rut Ólafsdóttir, Straumsölum 4, 201 Kópavogur. Óttar Atli Guðnason, Kleifakór 12, 203 Kópavogur. Rebekka Ýr Arnardóttir, Suðursölum 10, 201 Kópavogur. Rögnvaldur Þór Jónsson, Fossahvarfi 3, 203 Kópavogur. Sunneva Kristjánsdóttir, Grundarhvarfi 13a, 203 Kópavogur. Thelma Dögg Hafliðadóttir, Fróðaþingi 36, 203 Kópavogur. Tómas Pálmar Tómasson, Akurhvarfi 3, 203 Kópavogur. Unnur Gréta Eiríksdóttir, Hörðukór 1, 201 Kópavogur. Þorsteinn H. Erlendsson, Háulind 24, 201 Kópavogur. Fimmtudagur 29. mars, Skírdagur kl Prestar Guðmundur Karl Brynjarsson og Dís Gylfadóttir. Alexander Logi G. Heiðarsson, Vallakór 2b, 203 Kópavogur. Amelia April Steele, Hörðukór 1, 203 Kópavogur. Anja Erla Pálsdóttir, Klettakór 1b, 203 Kópavogur. Árný Lilja Tulinius, Galtalind 5, 201 Kópavogur. Bjarni Freyr Brynjólfsson, Vindakór 4, 203 Kópavogur. Eiður Már Geirdal Rafnarsson, Ásakór 6, 203 Kópavogur. Guðmundur Daníel Erlendsson, Fróðaþingi 22, 203 Kóp. Guðrún Sigfúsdóttir, Sólarsölum 2, 201 Kópavogur. Hildur Edda Hlynsdóttir, Lómasölum 21, 201 Kópavogur. Hlynur Ísak Hákonarson, Baugakór 1-3, 203 Kópavogur. Hugrún Ósk Hákonardóttir, Galtalind 15, 201 Kópavogur. Kristján Snær Guðmundsson, Drangakór 5, 203 Kópavogur. Lena Mizt Baldvinsdóttir, Kópalind 3, 201 Kópavogur. Mikael Ólafsson, Austurkór 92, 203 Kópavogur. Natalía París Arnarsdóttir, Grandahvarfi1a, 203 Kópavogur. Rakel Birta Ásgeirsdóttir, Austurkór 90, 203 Kópavogur. Þorleifur Einar Leifsson, Fjallakór 5, 203 Kópavogur. Maríukirkja Laugardagur 28. apríl kl. 14. Biskup David Tencer O.F.M. Cap. David Piotrowski, Flúðaseli 91, 109 Reykjavík. Immanuel Morelli, Hjallaseli 14, 109 Reykjavík. Mateusz Baurski, Reynihvammi 24, 200 Kópavogur. Pedro Ladeira, Hálsaseli 44, 109 Reykjavík. Romerson Canada, Ystaseli 13, 109 Reykjavík. Elva Ágústsdóttir, Æsufelli 2, 111 Reykjavík. Guðrún Unnarsdóttir, Brekkubraut 17, 300 Akranes. Helga Jónsdóttir, Kleppsvegi 18, 105 Reykjavík. Iana Alilin, Kóngsbakka 12, 109 Reykjavík. Julia L. Abrams, Leirubakka 24, 109 Reykjavík. Krista M. Canonoy, Hraunbæ 16, 110 Reykjavík. Krystel Quiamco, Maríubakka 20, 109 Reykjavík. Kylie Amabao, Fífuseli 7, 109 Reykjavík. María Thómasardóttir, Réttarheiði 27, 810 Hveragerði. Rúna Cuizon, Vesturbergi 102, 111 Reykjavík. Sóley L. Abrams, Leirubakka 24, 109 Reykjavík. Dawid Rosinski, Torfufelli 46, 111 Reykjavík. Dawid Szpiech, Mánavegi 1, 800 Selfoss. Birgir Janusz Kuc, Ásastíg 3, 845 Flúðir. Konrad Smietana, Austurvegi 44, 800 Selfoss. Zuzanna Figlarska, Hulduhóli 2, 820 Eyrarbakki. Jakub Zielke, Háengi 4, 800 Selfoss. Jakub Tomczyk, Háengi 6, 800 Selfoss. Filip Zoch, Heimahaga 11, 800 Selfoss. Dominika Narewska, Hlíðargerði 15, 108 Reykjavík. Miðdalskirkja, Laugardal Skírdagur 29. apríl kl. 11. Prestur Egill Hallgrímsson. Brynjar Logi Sölvason, Efsta-Dal 2 Laugardal, 801 Selfoss. Thelma Rún Jóhannsdóttir, Háholti 9, 840 Laugarvatn. Mjóafjarðarkirkja Laugardagur 16. júní kl. 11. Prestur Sigurður Rúnar Ragnarsson. Jóhanna Björg Sævarsdóttir, Borg, 715 Mjóifjörður. Mosfellskirkja, Grímsnesi Sunnudagur 3. júní kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Embla Líf Guðmundsdóttir, Hrísbrú 1 Sólheimum Grímsnesi, 801 Selfoss. Neskirkja Laugardagur 24. mars kl. 11. Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Almar Orri Atlason, Granaskjóli 36, 107 Reykjavík. Ari Björn Antonsson, Ægisíðu 82, 107 Reykjavík. Arna María Valsdóttir, Frostaskjóli 49, 107 Reykjavík. Arnar Hrafn Guðnason, Seljavegi 23, 101 Reykjavík. Benedikt Pantano, Meistaravöllum 17, 107 Reykjavík. Bjarki Finnsson, Flyðrugranda 8, 107 Reykjavík. Gabriel Davidsson, Norðurbrú 5, 210 Garðabær. Gísli Kristinn Kristinsson, Tjarnargötu 42, 101 Reykjavík. Gunnar Sigurjón Árnason, Hjarðarhaga 31, 107 Reykjavík. Herdís Birna Viggósdóttir, Seilugranda 4, 107 Reykjavík. Hildur Björk Búadóttir, Þorfinnsgötu 8, 101 Reykjavík. Hrafnkell Goði Halldórsson, Reynimel 41, 107 Reykjavík. Ingunn Marta Þorsteinsdóttir, Grímshaga 8, 107 Reykjavík. Kári Freyr Finnsson, Granaskjóli 88, 107 Reykjavík. Leifur Steinn Gunnarsson, Ægisíðu 62, 107 Reykjavík. María Bjarkar Jónsdóttir, Frostaskjóli 21, 107 Reykjavík. Styrmir Máni Kárason, Hagamel 38, 107 Reykjavík. Tinna María Tryggvadóttir, Nesvegi 63, 107 Reykjavík. Tómas Sveinsson, Kaplaskjólsvegi 67, 107 Reykjavík. Þórey Inga Örvarsd. Thorarensen, Hagamel 42, 107 Rvík. Annar dagur páska 24. mars kl Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Arnaldur Konráð Ólafsson, Öldugötu 47, 101 Reykjavík. Ásta Matthea Sigurðardóttir, Skildinganesi 24, 101 Rvík. Berdís Katla Birgisdóttir, Grenimel 26, 107 Reykjavík. Camilla Rún Jónasóttir, Ránargötu 6, 101 Reykjavík. Dagur Reynisson, Hagamel 21, 107 Reykjavík. Ína Kolbrún Gregers, Álagranda 20, 107 Reykjavík. Jóel Uni Diego, Hjarðarhaga 62, 107 Reykjavík. Kría Rán Jónsdóttir, Bárugötu 37, 107 Reykjavík. Kristín Sigrún Áss Sigurðardóttir, Ægisíðu 60, 107 Rvík. Lilja Ágústsdóttir, Nesvegi 62, 107 Reykjavík. Selma Jóhannesdóttir, Mýrargötu 26, 101 Reykjavík. Sindri Svanberg Gunnarsson, Skildingatanga 6, 101 Rvík. Stefán þorri Magnússon, Bauganesi 27, 101 Reykjavík. Una Traustadóttir, Hagamel 45, 107 Reykjavík. Laugardagur 2. apríl kl. 11. Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Daníel Stefán Valdimarsson, Víðimel 53, 107 Reykjavík. Elsa Marine Ólafsdóttir, Flyðrugranda 18, 107 Reykjavík. Freyja Kristinsdóttir, Hvassaleiti 12, 103 Reykjavík. Gustaf Mauno Magnússon, Granaskjóli 44, 107 Reykjavík. Harpa Hlín Sigurðardóttir, Framnesvegi 63, 101 Reykjavík. Hrafn Kjartansson, Lúxemborg. María Gunnarsdóttir, Engihlíð 14, 105 Reykjavík. Sara Gunnarsdóttir, Engihlíð 14, 105 Reykjavík. Sigurður Oddgeir Sigurðarson, Hagamel 6, 107 Reykjavík. Svava Matthíasdóttir, Sólvallagötu 18, 101 Reykjavík. Þuríður Þöll Bjarnadóttir, Reynimel 96, 107 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl Prestar Skúli S. Ólafsson og Steinunn Arnþrúður Björnsdóttir. Alvar Davíð Davíðsson, Englandi, 107 Reykjavík. Anna Camilla Vigfúsdóttir, Grenimel 31, 107 Reykjavík. Arna Geirsdóttir, Frostaskjóli 30, 107 Reykjavík. Birna Kristín Einarsdóttir, Einimel 18, 107 Reykjavík. Elín Lilja Sindradóttir, Tjarnarmýri 10, 170 Seltjarnarnes. Emilía Steinunn Sigurðardóttir, Sörlaskjóli 20, 107 Rvík. Erla Ágústsdóttir, Hávallagötu 17, 101 Reykjavík. Eyjólfur Andri Björnsson, Rauðagerði 34, 108 Reykjavík. Hanna María Hannesdóttir, Kaplaskjólsvegi 75, 107 Rvík. Ingibjörg Steinunn Einarsdóttir, Granaskjóli 84, 107 Rvík. Jóhannes Jóhannesson, Granaskjóli 58, 107 Reykjavík. Kristín Shu Rui Karlsdóttir, Melhaga 9, 107 Reykjavík. Kristín Þorfinnsdóttir, Neshaga 12, 107 Reykjavík. Kristrún Sverrisdóttir, Reynimeli 59, 107 Reykjavík. Lilja Hugrún L. Pétursdóttir, Einimel 16, 107 Reykjavík. Mikael Bjarki Þormarsson, Löngumýri 7, 800 Selfoss. Ólöf Freyja Þorvaldsdóttir, Hagameli 26, 107 Reykjavík. Óskar Georg Matthíasson, Frostaskjóli 9b, 107 Reykjavík. Sylvía Kristín Ívarsdóttir, Grenimel 1, 107 Reykjavík. Thea Snæfríður Kristjánsdóttir, Brávallagötu 24, 101 Rvík. Valentína Sanchez, Hagamel 42, 107 Reykjavík. Viktor Már Eyjólfsson Ortega, Öldugötu 53, 101 Reykjavík. Sunnudagur 15. apríl kl. 11. Prestur Skúli S. Ólafsson. Ari Benediktsson, Grenimel 47, 107 Reykjavík. Steinar Andrason, Grenimel 49, 107 Reykjavík. Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 4. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Aðalbjörn Ægir Þrastarson, Þrastartjörn 11, 260 Njarðvík. Birna Rún Himinbjörg Waage, Skólabraut 15, 260 Njarðvík. Dagrún Ragnarsdóttir, Lómatjörn 32, 260 Njarðvík. Einar Ágúst Ásmundsson, Rajeveien 53, Kongsberg Noregi. Elmar Ingi Óskarsson, Tjarnabraut 12, 260 Njarðvík. Hafþór Brynjar Ívarsson, Grænásbraut 219, 235 Njarðvík. Haraldur Smári Ingason, Tjarnarbakka 8, 260 Njarðvík. Magnús Máni Þorvaldsson, Leirdal 38, 260 Njarðvík. Oddný Perla Kristjánsdóttir, Kirkjubraut 12, 260 Njarðvík. Ragnheiður Lilja Magnúsdóttir, Seljudal 52, 260 Njarðvík. Róbert William Georgss. Bagguley, Kópubraut 13, 260 Nvík. Sólveig Rut Guðmundsdóttir, Kópubraut 11, 260 Njarðvík. Svavar Örn Þórðarson, Svölutjörn 29, 260 Njarðvík. Þorbjörg Elísabet Rúnarsd., Njarðvíkurbraut 26, 260 Njarðv. Sunnudagur 4. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Elíana Sól Hákonardóttir, Seljudal 24, 260 Njarðvík. Regína Krista Eyjólfsdóttir, Kópubraut 12, 260 Njarðvík. Sunnudagur 11. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Alexíus Anton Ólason, Lómatjörn 36, 260 Njarðvík. Amina Selma Shah, Álftatjörn 3, 260 Njarðvík. Anna Steina Þorsteinsdóttir, Hamradal 6, 260 Njarðvík. Birgir Sveinn Benediktsson, Fífudal 23, 260 Njarðvík. Danival Orri Jónsson, Bjarkardal 28, 260 Njarðvík. Guðný Sunna Þórhallsdóttir, Lágseylu 6, 260 Njarðvík. Guðrún Viktoría Ólafsdóttir, Álfatjörn 6, 260 Njarðvík. Hilma Maren Guðmundsdóttir, Mosdal 1, 260 Njarðvík. Kamilla Rós Hjaltadóttir, Svölutjörn 42, 260 Njarðvík. Kristjana Rós Ragnarsdóttir, Kirkjubraut 21, 260 Njarðvík. Nói Gunnarsson, Íshússtíg 6, 230 Keflavík. Sara Antonía Magneudóttir, Tjarnabakka 12, 260 Njarðvík. Viktoría L. Frederick, Lómatjörn 10, 260 Njarðvík. Viktoría Sól Tryggvadóttir, Seljudal 50, 260 Njarðvík. Þorsteinn Guðni Tyrfingsson, Tjarnarbakka 3, 260 Njarðvík. Þórunn Björk Sigurðardóttir, Kópubraut 22, 260 Njarðvík. Norðfjarðarkirkja Skírdagur 29. mars kl Prestur Sigurður Rúnar Ragnarsson. Arnór Berg Grétarsson, Gilsbakka 14, 740 Neskaupstaður. Dagur Nói Sigurðsson, Gauksmýri 2, 740 Neskaupstaður. Dagur Þór Hjartarson, Nesbakka 2, 740 Neskaupstaður. Egill Kolka Hlöðversson, Hlíðargötu 2, 740 Neskaupstaður. Freyja Karín Þorvarðardóttir, Mýrargötu 33, 740 Neskaupst. Gígja Ómarsdóttir, Nesgötu 43, 740 Neskaupstaður. Inga Sóley Viðarsdóttir, Hofi, 741 Neskaupstaður. Lena Marín Guðmundsd., Bakkabakka 10, 740 Neskaupst. Lilja Fanney Jónsdóttir, Mýrargötu 7, 740 Neskaupstaður. Nataly Huld Sveinsdóttir, Þórhólsgötu 1, 740 Neskaupst. Patrekur Máni Hauksson, Hafnarbraut 20, 740 Neskaupst. Sigrún Sól Atladóttir, Þiljuvöllum 29, 740 Neskaupstaður. Vilhjálmur Blær Gunnarsson, Nesbakka 4, 740 Neskaupst. Hvítasunnudagur 20. maí kl Prestur Sigurður Rúnar Ragnarsson. Andri Stefnisson, Mýrargötu 11, 740 Neskaupstaður. Anna Móberg Herbertsd. Zoéga, Víðimýri 9, 740 Neskaupst. Arnar Freyr Sigurjónsson, Víðimýri 14, 740 Neskaupstaður. Ágúst Atli Þorsteinsson, Starmýri 7, 740 Neskaupstaður. Emil Páll Matthíasson, Þiljuvöllum 6, 740 Neskaupstaður. Geir Sigurbjörn Ómarsson, Hólsgötu 8, 740 Neskaupstaður. Ragnar Þórólfur Ómarsson, Hólsgötu 8, 740 Neskaupst. Sveinbjörn Baldur Valdimarss., Breiðabliki 7, 740 Neskaupst. Ólafsfjarðarkirkja Sunnudagur 13. maí kl. 11. Prestur Sigríður Munda Jónsdóttir. Nadía Sól Huldudóttir, Bylgjubyggð 41, 625 Ólafsfjörður. Ronja Helgadóttir, Ólafsvegi 3, 625 Ólafsfjörður. Reyðarfjarðarkirkja Skírdagur 29. mars kl. 13. Prestur Davíð Baldursson. Álfheiður Ída Kjartansdóttir, Stekkjargrund 12, 730 Reyðarf. Berglind Sigurðardóttir, Hæðargerði 25, 730 Reyðarfjörður. Stefanía Marín Fannarsdóttir, Stekkjargrund 8, 730 Reyðarf. Hvítasunna 20. maí kl. 11. Prestur Davíð Baldursson. Birkir Ingi Óskarsson, Austurvegi 63, 730 Reyðarfjörður. Daníel Dúi Ragnarsson, Hæðargerði 33, 730 Reyðarfjörður. Klara Sóldís S. Ragnarsdóttir, Melgerði 7, 730 Reyðarf. Lilja Karen Halldórsdóttir, Búðarmel 12b, 730 Reyðarfjörður. Tinna Diljá Þorsteinsdóttir, Heiðarvegi 12b, 730 Reyðarf. Reykhólakirkja Laugardagur 14. apríl kl. 14. Prestur Pétur Þorsteinsson. Sara Dögg Eyvindsdóttir, Hólatröð 3, 380 Reykhólar. Safnaðarheimilið í Sandgerði Sunnudagur 8. apríl kl. 11. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Amelía Rún Fjeldsted, Lækjamótum 17, 245 Sandgerði. Aníta Rún Hill Ævarsdóttir, Suðurgötu 20, 245 Sandgerði. Ester Grétarsdóttir, Breiðhóli 9, 245 Sandgerði. Haraldur Ingi Eyþórsson, Holtsgötu 7a, 245 Sandgerði. Helgi Rúnar Hafsteinsson, Breiðhóli 26, 245 Sandgerði. Irma Rún Blöndal, Miðtúni 12, 245 Sandgerði. Ragnhildur Rán Árnadóttir, Holtsgötu 9, 245 Sandgerði. Salurinn í Kópavogi Sunnudagur 22. apríl kl Fermingarstjóri Ásdís Benediktsdóttir, athafnarstjóri Siðmenntar. Ágúst Örn Arason, Blómvöllum 14, 221 Hafnarfjörður. Ágúst Viðar Davíðsson, Haukalind 9, 201 Kópavogur. Árni Páll Guðjónsson, Marteinslaug 16, 113 Reykjavík. Árni Bergur Sigurbergsson, Kirkibyvegen 73, 2008 Fjerdingby, Noregur. Baldur Jökull Ásmundsson, Hafraþingi 7, 203 Kópavogur. Baldur Máni Pálmason, Birkigrund 16, 200 Kópavogur. Barði Freyr Viggósson, Reynigrund 79, 200 Kópavogur. Benedikt Jens Magnússon, Mávahlíð 25, 105 Reykjavík. Daníel Már Ægisson, Dalatanga 27, 270 Mosfellsbæ. Emilía Ósk Strugar, Holtsflöt 9, 300 Akranes. Guðmundur Adam Gígja, Stekkjarhvammi 24, 220 Hafnarf. Gunnar Smári Unnarsson, Laufvangi 12, 220 Hafnarfjörður. Halldóra Ísold Þórðardóttir, Öldutúni 20, 220 Hafnarfjörður. Högni Gylfason, Holtagerði 7, 200 Kópavogur. Katrín Erla Kjartansdóttir, Viðarási 19, 110 Reykjavík. Kári Freyr Ólafsson, Víðihvammi 5, 200 Kópavogur. Kristján Orri Leifsson, Þrymsölum 5, 201 Kópavogur. Matthildur María Pálsdóttir, Skaftahlíð 30, 105 Reykjavík. Orri Þór Eggertsson, Austurkór 33, 203 Kópavogur. Rakel Silja H. Róbertsdóttir, Miðvangi 143, 220 Hafnarf. Sofia Lea Leite, Lyngbrekku 9, 200 Kópavogur. Sólveig Þórðardóttir, Lyngbrekku 1a, 200 Kópavogur. Sverrir Björgúlfur Hafþórsson, Efstahjalla 3, 200 Kóp. Thanawin Yodsurang, Blásölum 25, 201 Kópavogur. Theodór Helgi Kristinsson, Fífurima 48, 112 Reykjavík. Tómas Böðvarsson, Daltúni 4, 200 Kópavogur. Úlfur Máni Týsson, Sólvallagötu 39, 101 Reykjavík. Valtýr Már Helgason, Hverfisgötu 108, 101 Reykjavík. Vigdís Edda Halldórsdóttir Zoëga, Grjótási 8, 210 Garðabær. Þórður Hólm Hálfdánarson, Birkigrund 3, 200 Kópavogur. Sunnudagur 22. apríl kl Fermingarstjóri Tryggvi Björgvinsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Alexander Óli Óttarsson, Grænatúni 4, 200 Kópavogur. Arnór Snær Ingvason, Móabarði 12, 220 Hafnarfjörður. Ásthildur Emelía Þorgilsdóttir, Straumsölum 6, 201 Kóp. Birta Laufey Thorarensen, Hjallabraut 35, 220 Hafnarf. Bjartur Kári Einarsson, Fannahvarfi 1, 203 Kópavogur. Björn Arnar Hjaltested, Fellahvarfi 20, 203 Kópavogur. Daníel Freyr Björnsson, Kópavogsbraut 99, 200 Kópavogur. Davíð Jónsson, Grænahjalla 9, 200 Kópavogur. Emil Lorange Ákason, Blikaási 7, 221 Hafnarfjörður. Freyja Guðmundsdóttir, Eyktarsmára 10, 201 Kópavogur. Gísli Valentin Bollason, Frostafold 20, 112 Reykjavík. Hera Haraldsdóttir, Álfahvarfi 7, 203 Kópavogur. Hólmar Ingi Kristínarson, Eyrarholti 5, 220 Hafnarfjörður. Hringur Oddsson, Þinghólsbraut 80, 200 Kópavogur. Ingólfur Myrkvi Torfason, Huldubraut 17, 200 Kópavogur. Júlía Valsdóttir, Faldarhvarfi 12, 203 Kópavogur. Karen Hrund Logadóttir, Ásakór 1, 203 Kópavogur. Karlotta Rut Káradóttir, Gnípuheiði 21, 200 Kópavogur. Lilja Rós Sveinsdóttir, Klukkuvöllum 3, 221 Hafnarfjörður. Lukka Mörk Sigurðardóttir, Hlégerði 13, 200 Kópavogur. Markús Már Eldjárn Arnórsson, Einholti 12, 105 Reykjavík. Martin Hrólfsson Cela, Bakkabraut 8, 200 Kópavogur. Mikael Sindri Stefánsson, Austurvegi 12, 730 Reyðarfjörður. Óliver Freyr Eiríksson, Norðurbrú 4, 210 Garðabær. Óliver Nói Ingólfsson, Furuvöllum 23, 221 Hafnarfjörður. Rakel Anna Rúnarsdóttir, Hlíðarvegi 38, 200 Kópavogur. Sindri Helgason, Fögrukinn 16, 220 Hafnarfjörður. Sunneva Sól Önnudóttir, Hraunbæ 196, 110 Reykjavík. Svava Freysdóttir, Fífulind 11, 201 Kópavogur. Urður Matthíasdóttir, Fróðaþing 16, 203 Kópavogur. Sunnudagur 22. apríl kl Fermingarstjóri Tryggvi Björgvinsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Amina Alda Assadi, Álfkonuhvarfi 51, 203 Kópavogur. Andrew Sean Busching, Holtagerði 26, 200 Kópavogur. Anika Rut Smáradóttir, Birkihvammi 4, 220 Hafnarfjörður. Anna Lilja Aðalsteinsdóttir, Hörðukór 1, 203 Kópavogur. Anna Dagmar Daníelsdóttir, Stekkjarbergi 6, 221 Hafnarf. Anna Kamilla Hlynsdóttir, Austurkór 87, 203 Kópavogur. Aron Gabríel Daníelsson, Austurkór 79, 203 Kópavogur. Auður Elsa Kristjánsdóttir, Naustabryggju 27, 110 Reykjavík. Brynjar Sighvatsson, Hrauntungu 29, 200 Kópavogur. Dagur Arnarsson, Kongleveien 15, 9510 Alta, Noregi. Dagur Kári Kristjánsson, Brekkuási 10, 221 Hafnarfjörður. Emilía Hlín Guðnadóttir, Hólabergi 6, 111 Reykjavík. Erla Gerður Óladóttir, Arakór 9, 203 Kópavogur. Finnur Gauti Guðmundsson, Birkigrund 27, 200 Kópavogur. Gabríel Hörður Rodriguez, Langagerði 118, 108 Reykjavík. Haraldur Hauksson, Karfavogi 32, 104 Reykjavík. Hreimur Logi Kristjánsson, Brekkuási 10, 221 Hafnarfjörður. Jón Ragnar Einarsson, Burknavöllum 17c, 221 Hafnarf. Jón Freyr Eiríksson, Álfhólsvegi 12a, 200 Kópavogur. Nadía Lóa Atladóttir, Vættaborgum 92, 112 Reykjavík. Óliver Páll Guðnason, Kríuási 47, 221 Hafnarfjörður. Ómar Örn Elfar, Hafravöllum 19, 221 Hafnarfjörður. Ronja Halldórsdóttir, Merkurgötu 7, 220 Hafnarfjörður. Rökkvi Birgisson, Rauðagerði 52, 108 Reykjavík. Sigurður Fanndal Illugason, Lundi 4, 200 Kópavogur. Steinar Sindrason, Aratúni 24, 210 Garðabær. Selfosskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 11. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Adam Freyr Gíslason, Miðengi 22, Selfoss. Benjamín Guðnason, Álftarima 30, Selfoss. Björk Gunnarsdóttir, Heimahaga 5, Selfoss. Brynja Líf Jónsdóttir, Fífumóa 10, Selfoss. Einar Gunnar Gunnlaugsson, Tröllhólum 47, Selfoss. Einar Ingi Ingvarsson, Birkigrund 27, Selfoss. Eva María Óskarsdóttir, Tjaldhólum 36, Selfoss. Karitas Líf Sigurbjörnsdóttir, Þóristúni 1, Selfoss. Katla Sigvaldadóttir, Kerhólum 3, Selfoss. Leifur Þór Leifsson, Furugrund 30, Selfoss. Ólafur Bergmann Halldórsson, Smáratúni 5, Selfoss. Sigríður Ástmundsdóttir, Folaldahólum 1, Selfoss. Sigurður Hjaltason, Kjarrhólum 6, Selfoss. Sindri Snær Bjarnason, Tjaldhólum 8, Selfoss. Sindri Þór Arnarson, Vallholti 35, Selfoss. Sverrir Óli Bergsson, Melhólum 1, Selfoss. Sverrir Steindórsson, Álfhólum 5, Selfoss. Sæþór Atlason, Tryggvagötu 24, Selfoss. Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Almar Öfjörð Steindórsson, Suðurengi 6, Selfoss. Aron Lucas Vokes, Birkivöllum 5, Selfoss. Davíð Ingimar Þórmundsson, Mánavegi 13, Selfoss. Guðni Þór Valdimarsson, Snælandi 8, Selfoss. Ísak Orri Petersen, Hörgatúni 7, Garðabær. Jón Smári Guðjónsson, Stokkhólsvegi 7, Selfoss. Kolbrún Jara Birgisdóttir, Kjarrhólum 32, Selfoss. Kristjana Ólafsdóttir, Þóristúni 3, Selfoss. Lena Ósk Jónsdóttir, Víðivöllum 18, Selfoss. Lingný Lára Lingþórsdóttir, Tryggvagötu 16, Selfoss. Magnús Ari Melsteð Hlinason, Ástjörn 7, Selfoss. Michael Freyr Friðriksson Whalen, Furugrund 1, Selfoss. Óli Gunnar Ágústsson, Víðivöllum 2, Selfoss. Rebekka Rós Kristinsdóttir, Dverghólum 36, Selfoss. Sesselja Helgadóttir, Stekkholti 4, Selfoss. Tómas Orri Kjartansson, Dverghólum 32, Selfoss. Sunnudagur 15. apríl kl. 11. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Adam Gísli Liljuson, Gauksrima 16, Selfoss. Belinda Ýr Reynisdóttir, Smáratúni 19, Selfoss. Benedikt Snær Tómasson, Birkigrund 24, Selfoss. Bjarki Freyr Pétursson, Dranghólum 51, Selfoss. Daníel Þór Reynisson, Kjarrhólum 1, Selfoss. Elísabet Inga Kristinsdóttir, Úthaga 4, Selfoss. Friðveig Dögg Sveinsdóttir, Kjarrhólar 14, Selfoss. Hlynur Snær Helgason, Engjavegi 7, Selfoss. Ísar Máni Sigurjónsson, Tjaldhólum 2, Selfoss. Íris Birgisdóttir, Sílatjörn 11, Selfoss. Jón Gunnar Jóngeirsson, Smáratúni 12, Selfoss. Magnea Reyndís Sigurgeirsdóttir, Lambhaga 7, Selfoss. Sara Lind Aronardóttir, Baugstjörn 11, Selfoss. Tinna Sigurrós Traustadóttir, Kálfhólum 1, Selfoss. Tryggvi Freyr Magnússon, Sílatjörn 1, Selfoss. Viktoría Kristín Guðmundsdóttir, Birkigrund 40, Selfoss. Þórður Breki Jósefsson, Bakkatjörn 4, Selfoss. Þorsteinn Aron Antonsson, Vörðulandi 6, Selfoss. Sunnudagur 22. apríl kl. 11. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Agnar Petro Baldursson, Sléttuvegi 7, Selfoss. Arnar Óli Sigurðsson, Tryggvagötu 32, Selfoss. Árni Gunnar Guðmundsson, Bárugötu 34, Reykjavík. Ása Kristín Jónsdóttir, Hraunhólum 8, Selfoss. Björn Jóel Björgvinsson, Lambhaga 1, Selfoss. Daníel Már Stefánsson, Fosstúni 10, Selfoss. Ellen Nína Bjarnadóttir, Austurvegur 32, Selfoss. Eva Guðrún Jónsdóttir, Laxabakka 8, Selfoss. Geirmundur Viðar Sigurðsson, Móhellu 17, Selfoss. Hans Jörgen Ólafsson, Þóristúni 9, Selfoss. Svava Hlynsdóttir, Kerhólum 10, Selfoss. Thelma Karen Siggeirsdóttir, Urðartjörn 10, Selfoss. Viktor Ingi Sveinsson, Vallarlandi 12, Selfoss. Sunnudagur 6. maí kl. 11. Prestar Guðbjörg Arnardóttir og Ninna Sif Svavarsdóttir. Árni Snær Kristinsson, Álfhólum 15, Selfoss. Birgir Snær Svansson, Þórsmörk 4, Selfoss. Breki Guðmundsson, Starengi 3, Selfoss. Dagur Freyr Guðbrandsson, Reynivöllum 8, Selfoss. Dóra Rún Sigurðardóttir, Nýjabæ. Elsa Malen Vilhjálmsdóttir, Dranghólum 13, Selfoss. Guðbjörg Lísa Guðmundsd. Johnsen, Vallarlandi 19, Selfoss. Guðrún Sigríður Símonardóttir, Sóltúni 7, Selfoss. Gunnar Hans Júlíusson, Árbakka 4, Selfoss. Gunnar Kári Bragason, Grundartjörn 6, Selfoss. Hildur Tanja Karlsdóttir, Kjarrhólum 28, Selfoss. Heiðar Snær Bjarnason, Dranghólum 11, Selfoss. Inga Sól Kristjánsdóttir, Bakkatjörn 2, Selfoss. Jóhann Fannar Óskarsson, Miðengi 8, Selfoss. Karen Birta Jónsdóttir, Fossvegi 8, Selfoss. Mikael Dagur Baldursson, Víðivöllum 7, Selfoss. Nökkvi Þór Ásgeirsson, Árbakka 5, Selfoss. Óttar Pétursson, Dranghólum 39, Selfoss. Sara Nugig Ingólfsdóttir, Háengi 12, Selfoss. Sigríður Fjóla Sigurðardóttir, Þrastarima 7, Selfoss. Thelma Lind Sigurðardóttir, Baugstjörn 34, Selfoss. Laugardagur 12. maí. Prestur Guðbjörg Arnardóttir. Anna Bára Magnúsdóttir, Birkivöllum 18, Selfoss. Seljakirkja Sunnudagur 18. mars. Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Matthildur Lilja Jónsdóttir, Hálsaseli 20, 109 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Arna Björg Friðjónsdóttir, Melseli 2, 109 Reykjavík. Dagbjört Ýr Ólafsdóttir, Hálsaseli 42, 109 Reykjavík. Einar Ragnarsson, Dalseli 14, 109 Reykjavík. Erla Rós Sugiharto, Bakkaseli 29, 109 Reykjavík. Helgi Valur Wedholm Gunnarsson, Stuðlaseli 5, 109 Rvík. Sævar Már Gestsson, Lambaseli 8, 109 Reykjavík. Viktor Noesgaard Ólafsson, Lambaseli 22, 109 Reykjavík. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Adam Smári Jónsson, Jöklaseli 25, 109 Reykjavík. Anna María Aðalsteinsdóttir, Kambaseli 25, 109 Reykjavík. Aron Kristinn Jónsson, Berjarima 34, 112 Reykjavík. Ásgeir Bjartur Kristjánsson, Blásalir 22, 201 Kópavogur. Erna Eir Jónmundsdóttir, Dynskógum 11, 109 Reykjavík. Hilmir Þormar Hermannsson, Strýtusel 14, 109 Reykjavík. Jakob Stefán Ívarsson, Tjarnarseli 1, 109 Reykjavík. Jónbjörn Orri Sigurðsson, Kaldaseli 5, 109 Reykjavík. Karen Inga Gylfadóttir, Engjaseli 85, 109 Reykjavík. Katrín Lind Kristjánsdóttir, Stallaseli 5, 109 Reykjavík. Óliver Elís Hlynsson, Þverárseli 24, 109 Reykjavík. Ólöf Íris Ásbjörnsdóttir, Fjarðarseli 15, 109 Reykjavík. Sindri Sveinsson, Flúðaseli 67, 109 Reykjavík. Theodóra Brynja Sveinsdóttir, Grófarseli 28, 109 Reykjavík. Skírdagur 29. mars kl Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Andri Brekkan Hlífarsson, Lækjarseli 13, 109 Reykjavík. Bergþór Páll Ólafsson, Fjarðarseli 13, 109 Reykjavík. Björgvin Franz Hlynsson, Jöklaseli 3, 109 Reykjavík Breki Brekkan Hlífarsson, Lækjarseli 13, 109 Reykjavík. Leiknir Logi Björnsson, Lambaseli 44, 109 Reykjavík. Sævar Breki Snorrason, Þjóttuseli 3, 109 Reykjavík. Theodór Sigurvinsson, Danmörk. Skírdagur 29. mars kl. 13. Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Agnes Eir Jónsdóttir, Klyfjaseli 8, 109 Reykjavík. Alexander Máni Haraldsson, Kögurseli 13, 109 Reykjavík. Alexander Örn Hjaltason, Fífuseli 39, 109 Reykjavík. Alexis Eyja Isorena Þorsteinsdóttir, Fífuseli 7, 109 Reykjavík. Aron Orri Hilmarsson, Réttarseli 12, 109 Reykjavík. Björn Friðrik Connor Echegaray, Strandaseli 7, 109 Rvík. Dagur Freyr Hafliðason, Heiðarseli 2, 109 Reykjavík. Freyja Soffie Gunnarsdóttir, Seljabraut 34, 109 Reykjavík. Jóhanna Inga Elfarsdóttir, Klyfjaseli 5, 109 Reykjavík. Kjartan Helgi Guðmundsson, Stífluseli 1, 109 Reykjavík. Kristjana Lind Haraldsdóttir, Þverárseli 10, 109 Reykjavík. Lilja Guðbjörg Haraldsdóttir, Þverárseli 10, 109 Reykjavík. Lilja Hugrún Pétursdóttir, Jóruseli 2, 109 Reykjavík. Sigríður Birta Magnúsdóttir, Dalseli 23, 109 Reykjavík. Sylvía Sigríður Jónsdóttir, Fljótaseli 29, 109 Reykjavík. Þórður Bjarni Baldvinsson, Ystaseli 23, 109 Reykjavík. Annar dagur páska 2. apríl kl. 13. Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson.

87 FÖSTUDAGUR 16. MARS 2018 MORGUNBLAÐIÐ 87 Gestur Máni Hlynsson, Þjóttuseli 1, 109 Reykjavík. Hrefna Rós Gunnarsdóttir, Krummahólum 2, 111 Reykjavík. Ísabella Schöbel Björnsdóttir, Flúðaseli 66, 109 Reykjavík. Lára Björk Bjarkadóttir, Kambaseli 50, 109 Reykjavík. Margrét Alda Sindradóttir, Klyfjaseli 24, 109 Reykjavík. Sara Ísold Davíðsdóttir, Dalseli 8, 109 Reykjavík. Sunnudagur 8. apríl kl. 13. Prestur Ólafur Jóhann Borgþórsson. Andri Freyr Ármannsson, Grýtubakka 14, 109 Reykjavík. Andri Snær Birgisson, Hagaseli 15, 109 Reykjavík. Aníta Rut Vilhjálmsdóttir, Engjaseli 63, 109 Reykjavík. Ágúst Freyr Axelsson, Esjugrund 40, 116 Reykjavík. Árni Þór Orrason, Kleifarseli 49, 109 Reykjavík. Brynjar Haraldsson, Skagaseli 4, 109 Reykjavík. Elísa Ösp Elfarsdóttir, Lindarseli 13, 109 Reykjavík. Emil Hlynsson, Jöklaseli 7, 109 Reykjavík. Guðmundur Helgi Imsland, Fljótaseli 27, 109 Reykjavík. Guðrún Pála Árnadóttir, Lambaseli 9, 109 Reykjavík. Gyða Dröfn Harðardóttir, Flúðaseli 12, 109 Reykjavík. Halla Hrund Ólafsdóttir, Lambaseli 11, 109 Reykjavík. Halldór Óskar Gautason, Hagaseli 6, 109 Reykjavík. Heiður Þórey Atladóttir, Melseli 16, 109 Reykjavík. Hjörtur Jónsson, Dynskógum 9, 109 Reykjavík. Jón Axel Grétarsson, Fífuseli 36, 109 Reykjavík. Kristín María Guðmundsdóttir, Álakvísl 38, 110 Reykjavík. Logi Snær Wíum, Kögurseli 32, 109 Reykjavík. María Leifsdóttir, Hálsaseli 5, 109 Reykjavík. Nikola Barwiak, Sóleyjarima 61, 112 Reykjavík. Skúli Björn Ásgeirsson, Kambaseli 3, 109 Reykjavík. Viktor Freyr Viðarsson, Kleifarseli 9, 109 Reykjavík. Seltjarnarneskirkja Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestur Bjarni Þór Bjarnason. Alexandra Dóra Sæmundsd., Unnarbraut 22b, 170 Seltj.nes. Jóhanna Hilmarsdóttir, Bakkavör 18, 170 Seltjarnarnes. Rakel Lóa Brynjólfsdóttir, Barðaströnd 10, 170 Selt.nes. Tinna Brá Magnúsdóttir, Vesturströnd 16, 170 Seltj.nes. Birgir Örn Arnarson, Unnarbraut 18, 170 Seltjarnarnes. Halldór Orri Jónsson, Tjarnarstíg 1, 170 Seltjarnarnes. Kristófer Jón Sæmundsson, Unnarbraut 22b, 170 Seltj.nes. Magnús Þór Ólafsson, Eiðistorgi 7, 170 Seltjarnarnes. Ólafur Ingi Jóhannesson, Bollagörðum 97, 170 Seltj.nes. Stefán Gauti Hilmarsson, Bakkavör 18, 170 Seltjarnarnes. Sumardagurinn fyrsti 19. apríl kl. 11. Prestur Bjarni Þór Bjarnason. Anna Katrín Steinarsdóttir, Bakkavör 6, 170 Seltjarnarnes. Arnhildur Sjöfn Árnadóttir, Barðaströnd 8, 170 Seltj.nes. Helena Ásta Ingimarsdóttir, Valhúsabraut 33, 170 Seltj.nes. Salka Sigmundsdóttir, Nesbala 118, 170 Seltjarnarnes. Sara Stefánsdóttir, Barðaströnd 18, 170 Seltjarnarnes. Tinna Rán Kristjánsdóttir, Vallarbraut 3, 170 Seltjarnarnes. Unnur María Sigurðardóttir, Suðurmýri 4, 170 Seltj.nes. Vilborg Ólafía Jóhannsdóttir, Lindarbraut 17a, 170 Seltj.nes. Daníel Johannessen, Sólbraut 13, 170 Seltjarnarnes. Haraldur Johannessen, Sólbraut 13, 170 Seltjarnarnes. Laugardagur 21. apríl kl. 11. Prestur Bjarni Þór Bjarnason. Anna Lilja Arnarsdóttir, Selbraut 10, 170 Seltjarnarnes. Arna Hlín Aradóttir, Hofgörðum 10, 170 Seltjarnarnes. Lilja Árnadóttir, Fornuströnd 6, 170 Seltjarnarnes. Sigrún Ásta Atladóttir,, Danmörk. Artúr Rutharson Ragnarsson, Nesbala 68, 170 Seltj.nes. Fróði Jónsson, Bakkavör 34, 170 Seltjarnarnes. Harri Hreinsson, Melabraut 26, 170 Seltjarnarnes. Rögnvaldur Ingólfsson, Miðbraut 4, 170 Seltjarnarnes. Laugardagur 28. apríl kl. 11. Prestur Bjarni Þór Bjarnason. Anita Rós Karlsdóttir, Lambastaðabraut 9, 170 Seltj.nes. Bjarney Ósk Harðardóttir, Víðigrund 8, 200 Kópavogur. Daniel Irisarson, Eiðistorgi 5, 170 Seltjarnarnes. Elín Eir Andersen, Melabraut 27, 170 Seltjarnarnes. Elmar Fossberg Rúnarsson, Fornuströnd 9, 170 Seltj.nes. Gabríel Snær Gunnarsson, Tjarnarmýri 3, 170 Seltj.nes. Ívan Thor Keller, Hrólfskálamel 5, 170 Seltjarnarnes. Marina Embla Gollifer Malmberg, Neshaga 14, 107 Rvík. Ragnar Björn Bragason, Bakkavör 42, 170 Seltjarnarnes. Þórhildur Helga Hallgrímsdóttir, Unnarbr. 16, 170 Seltj.nes. Örn Óskar Pétursson Blöndal, Skólabraut 2, 170 Seltj.nes. Seyðisfjarðarkirkja Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Ari Björn Símonarson, Garðarsvegi 14, 710 Seyðisfjörður. Dagbjört Lind Díönudóttir, Danmörk. Hanna Lára Ólafsdóttir, Dalbakka 3, 710 Seyðisfjörður. Jóna Mist Márusdóttir, Botnahlíð 11, 710 Seyðisfjörður. Þórir Magni Þórhallsson, Austurvegi 12, 710 Seyðisfjörður. Silfrastaðakirkja Skírdagur 29. mars kl. 14. Prestur Sigríður Gunnarsdóttir Einar Kárason, Skógarstíg 2, 560 Varmahlíð. Gunnar Einarsson, Flatatungu, 560 Varmahlíð. Skálholtsdómkirkja Hvítasunnudagur 20. maí kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Eva Sigsgaard Pedersen, Háholti 10a, 840 Laugarvatn. Friðgeir Ingi Eiríksson, Dalbraut 2, 840 Laugarvatn. Helga Laufey Rúnarsd., Hraunbraut 2 Grímsnesi, 801 Self. Iðunn Helgadóttir, Gufuhlíð Biskupstungum, 801 Selfoss. Ísabella Eir Jónsdóttir, Háholti 10c, 840 Laugarvatn. Sindri Már Tinnuson, Seli 2 Grímsnesi, 801 Selfoss. Sólrún Tinna Sæland, Lyngbr. 2 Biskupstungum, 801 Self. Svanur Þór Guðveigss., Sólbraut 6 Biskupstungum, 801 Self. Sleðbrjótskirkja í Jökulsárhlíð Pálmasunnudagur 25. mars kl. 15. Prestur Þorgeir Arason. Þorbjörg Helga Andrésdóttir, Brúarási, 701 Fljótsdalshérað. St. Jósefskirkja, Hafnarfirði Sunnudagur 20. maí kl Davíð B. Tencer OFMCap., Reykjavíkurbiskup. Agnieszka Aleksandra Kieltyka, Klukkuvöllum 3, 221 Hafnarf. Aleksandra Dabrowska, Bæjarholti 3, 220 Hafnarfjörður. Darel Jens Edselsson, Súlutjörn 29, 260 Reykjanesbær. Dawid Pawel Matyszczyk, Vesturholti 16, 220 Hafnarfjörður. Delight Kekeli Adjahoe, Skipalóni 23, 220 Hafnarfjörður. Fabian Dorozinski, Skólagerði 49, 200 Kópavogur. Kacper Robert Makowski, Eskivöllum 1, 221 Hafnarfjörður. Martyna Kasztelan, Dofrabergi 9, 221 Hafnarfjörður. Mattías Makusi Kata, Arnarhrauni 39, 220 Hafnarfjörður. Michael Kwabla Adjahoe, Skipalóni 23, 220 Hafnarfjörður. Nicole Nadolska, Sléttahrauni 24, 220 Hafnarfjörður. Níels Þór Hafsteinsson, Hellisgötu 35, 220 Hafnarfjörður. Oliwier Przemyslaw Pudo, Fögruhlíð 7, 221 Hafnarfjörður. Snorri Esekíel Jóhannesson, Silfurteigi 2, 105 Reykjavík. Tómas Poull Einarsson, Eyjaholti 11, 250 Garður. Veronica Alexandra Ásgeirsd., Grænásbr. 614, 262 Rnesbær. Victoría Isabelle Rúnarsd., Burknavöllum 21, 221 Hafnarf. Stórólfshvolskirkja Skírdagur 29. mars kl. 11. Prestar Arnaldur Bárðarson og Önundur Björnsson Anna María Bjarnadóttir, Dufþaksholti, 861 Hvolsvöllur. Hákon Kári Einarsson, Gilsbakka 33, 860 Hvolsvöllur. Helgi Valur Smárason, Króktúni 11, 860 Hvolsvöllur. Ída Rún Sveinsdóttir, Króktúni 5, 860 Hvolsvöllur. Sóley A. Bahner Jónsdóttir, Vestri-Garðsauka, 861 Hvolsv. Stóruborgarkirkja, Grímsnesi Laugardagur 5. maí kl. 14. Prestur Egill Hallgrímsson. Margrét Bergsdóttir, Brjánsstöðum Grímsnesi, 801 Selfoss. Annar dagur hvítasunnu 21. maí kl. 11. Prestur Egill Hallgrímsson. Guðmundur Björgvin Guðmundsson, Hólsbraut 11 Grímsn, 801 Selfoss. Stúkuhúsið, Byggðasafni Akraness Sunnudagur 15. apríl kl. 13. Fermingarstjóri Sveinn Kristinsson, athafnarstjóri Siðmenntar. Ísak Birkir Sævarsson, Háholti 7, 300 Akranes. Maja Danielsdóttir Schnell, Vogabraut 10, 300 Akranes. Mímir Hrafn Thorlacius, Merkurgötu 4, 220 Hafnarfjörður. Viðar Ás Valsson, Brekkubraut 24, 300 Akranes. Vigdís Helga Kristjánsdóttir, Vesturgötu 76, 300 Akranes. Stöðvarfjarðarkirkja Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11. Prestur Gunnlaugur Stefánsson. Jóhanna Margrét Ósk Theodórsd., Hamarsgötu 14, 750 Fásk. Jónatan Emil Sigþórsson, Leynimel 11, 755 Stöðvarfjörður. Kristín Ilmur Hólmarsdóttir, Fjarðarbraut 17, 755 Stöðvarf. Úthlíðarkirkja Sunnudagur 8. apríl kl. 13. Prestur Egill Hallgrímsson. Sigríður Mjöll Sigurðard., Austurhlíð 1 Biskupst., 801 Self. Sunnudagur 15. apríl kl. 14. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Snæfríður Rós Sigurðard., Austurhlíð 3 Biskupst., 801 Self. Útskálakirkja Sunnudagur 8. apríl kl. 14. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Einar Harðarson, Ósbraut 9, 250 Garður. Morgunblaðið/Eggert Geisha Mae Gapo, Réttarholtsvegi 15, 250 Garður. Gísli Steinn Þórhallsson, Lindartúni 9, 250 Garður. Guðlaug Anna Oddsdóttir, Kjóalandi 5, 250 Garður. Katrín Rós Árnadóttir, Heiðarholti 13, 250 Garður. Tómas Freyr Jónsson, Sunnubraut 12, 250 Garður. Hvítasunnudagur 20. maí kl. 11. Prestur Sigurður Grétar Sigurðsson. Alexander Máni Sigurbjörnsson, Ártúni 9, 250 Garður. Emilía Sól Yngvadóttir, Ártúni 1, 250 Garður. Guðjón Ásmundur Stefánsson, Ósabraut 14, 250 Garður. Villingaholtskirkja Annar dagur hvítasunnu 21. maí kl. 11. Prestur Ninna Sif Svavarsdóttir. Freyja Kristín Guðjónsdóttir, Ferjunesi. Heinz Jóhann Brynjólfsson, Kolsholtshelli. Vídalínskirkja Laugardagur 17. mars kl Prestar Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar. Andrea Arnþórsdóttir, Hvannakri 10, 210 Garðabær. Aníta Mist Guðmundsdóttir, Kjarrmóum 15, 210 Garðabær. Bjarni Hrafnkelsson, Hæðarbyggð 14, 201 Kópavogur Dagný Guðmundsdóttir Thorlacius, Efstalundi 6, 210 Gbær. Dagný Jökulsdóttir, Furulundi 5, 210 Garðabær. Gunnar Pétur Guðnason, Löngulínu 12, 210 Garðabær. Halldóra Sara Guðmundsdóttir, Eyktarhæð 5, 210 Gbær. Hildur Telma Hauksdóttir, Asparlundi 11, 210 Garðabær. Hrafnhildur Gyða Andradóttir, Árakri 21, 210 Garðabær. Júlía Líf Gunnsteinsdóttir, Hagaflöt 4, 210 Garðabær. Katla Björt Hauksdóttir, Gullakri 3, 210 Garðabær. Katrín Edda Sveinbjörnsd., Strandvegi 15 íb. 102, 210 Gbær. Kristian Óskar Sveinbjörnsson, Löngumýri 53, 210 Gbær. Lúkas Kevin Stanford, Hörgslundi 9, 210 Garðabær. María Vignir, Árakri 11, 210 Garðabær. Oliver Emil Kjaran Kjartansson, Árakri 2, 210 Garðabær. Óliver Máni Halldórsson, Línakri 4, 210 Garðabær. Óskar Gabríel Guðmundsson, Hraunási 10, 210 Garðabær. Sandra Dís Heimisdóttir, Stekkjarflöt 5, 210 Garðabær. Sif Jónasdóttir, Óttuhæð 4, 210 Garðabær. Sigurbergur Áki Jörundsson, Línakri 3a, 210 Garðabær. Snædís María Jörundsdóttir, Línakri 3a, 210 Garðabær. Sóley Björk Smith, Kjarrmóum 29, 210 Garðabær. Stefanía Guðrún Harðardóttir, Stórakri 1, 210 Garðabær. Stefán Orri Stefánsson, Lyngmóum 3, 210 Garðabær. Tómas Vignir, Árakri 11, 210 Garðabær. Sunnudagur 18. mars kl. 13. Prestar Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar. Andrea Örvarsdóttir, Hofslundi 2, 210 Garðabær. Andri Bergmann Skúlason, Hraunprýði 8, 210 Garðabær. Anna Lovísa Hjaltadóttir, Sunnakri 2, 210 Garðabær. Auður Krista Harðardóttir, Sunnuflöt 3, 210 Garðabær. Ásgeir Pálsson, Hlíðarbyggð 20, 210 Garðabær. Birgitta Sóley Birgisdóttir, Birkiási 41, 210 Garðabær. Birna Dís Eymundsdóttir, Sunnuflöt 12, 210 Garðabær. Brynjar Örn Guðmundsson, Frjóakri 8, 210 Garðabær. Darri Dór Orrason, Dalakri 6, 210 Garðabær. Emil Thor Ingvason, Tjarnarflöt 11, 210 Garðabær. Finnur Hugi Finnsson, Brúnási 23, 210 Garðabær. Fríða Margrét Almarsdóttir, Stekkjarflöt 15, 210 Garðabær. Hanna Berglind Sigurðardóttir, Kornakri 4, 210 Garðabær. Húgó Máni Ólafsson, Strandvegi 18, 210 Garðabær. Íris Eir Georgsdóttir, Skógarlundi 12, 210 Garðabær. Katrin Eva Gunnþórsdóttir, Bæjargili 5, 210 Garðabær. Katrín Rós Þórðardóttir, Heimalind 24, 201 Kópavogur. Katrín Svava Ingólfsdóttir, Bjarkarási 21, 210 Garðabær. Laufey Birna Jóhannsdóttir, Sigluvogi 6, 104 Reykjavík. Lúðvík Guðni Hjartarson, Bæjargili 58, 210 Garðabær. Máni Þór Guðmundsson, Rjúpnahæð 11, 210 Garðabær. Ragnheiður Ísadóra Bjarnadóttir, Jafnakri 1, 210 Garðabær. Rakel Mist Hólmarsdóttir, Brúnási 8, 210 Garðabær. Signý Sveinbjörnsdóttir, Góðakri 5, 210 Garðabær. Þórunn Hanna Gunnarsdóttir, Jafnakri 6, 210 Garðabær. Össur Anton Örvarsson, Hofslundi 2, 210 Garðabær. Laugardagur 24. mars kl Prestar Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar. Árni Steinn Norðfjörð, Sjávargrund 7a, 210 Garðabær. Ásrún Björg Björnsdóttir, Hæðarbyggð 12, 210 Garðabær. Baldur Ingi Pétursson, Löngufit 20, 210 Garðabær. Benjamín Búi Rafnarsson, Móaflöt 2, 210 Garðabær. Birgir Dagur Bjarkason, Strandvegi 8, 210 Garðabær. Birta Sól Ásgeirsdóttir, Rjúpnahæð 14, 210 Garðabær. Elias Uche Eliasson, Holtsbúð 36, 210 Garðabær. Emilía Arnarsdóttir, Fögruhæð 6, 210 Garðabær. Hálfdán Daði Hálfdánarson, Lyngási 1, 210 Garðabær. Hekla María Helgadóttir, Löngulínu 23, 210 Garðabær. Helen Ösp Hákonardóttir, Sunnuflöt 13, 210 Garðabær. Ísól Albertsdóttir, Stekkjarflöt 18, 210 Garðabær. Katla Georgsdóttir, Blómahæð 12, 210 Garðabær. Kolbeinn Viðarsson, Aftanhæð 7, 210 Garðabær. Kormákur Nói Jónsson, Faxatúni 28, 210 Garðabær. Magnús Pedersen Kjartansson, Lindarflöt 43, 210 Gbær. Maria Heiðdal Geirsdóttir, Lyngási 1c, 210 Garðabær. María Kristveig Björnsdóttir, Norðurbrú 2, 210 Garðabær. Ríkarður Eyberg Árnason, Lyngási 1a, 210 Garðabær. Róbert Kolbeins Þórarinsson, Lynghólum 11, 210 Garðabær. Rytis Kazakevicius, Ásbúð 88, 210 Garðabær. Sigurður Gunnar Jónsson, Greniási 1, 210 Garðabær. Sóley Birta Hjartardóttir, Byggakri 10, 210 Garðabær. Sverrir Konráð Sverrisson, Ásbúð 102, 210 Garðabær. Tinna Maren Þórisdóttir, Birkiási 30, 210 Garðabær. Pálmasunnudagur 25. mars kl. 13. Prestar Jóna Hrönn Bolladóttir og Friðrik J. Hjartar. Alice Emilía Häsler, Hörgslundi 17, 210 Garðabær. Arnar Darri Þorleifsson, Dalsbyggð 16, 210 Garðabær. Aron Atli Gunnarsson, Lyngási 1d, 210 Garðabær. Atli Freyr Þorleifsson, Dalsbyggð 16, 210 Garðabær. Benedikt Tómas Guðmundsson, Fífumýri 15, 210 Garðabær. Benjamín Björnsson, Löngumýri 7, 210 Garðabær. Elsa Lilly Hafþórsdóttir, Lyngási 1c, 210 Garðabær. Emelía Karen Baldvinsdóttir, Arnaràsi 16, 210 Garðabær. Emilía Katrín Matthíasdóttir, Brekkubyggð 2, 210 Garðabær. Friðrik Rafn Ólafsson, Hofslundi 15, 210 Garðabær. Gísli Stefánsson, Byggakri 22, 210 Garðabær. Hrafnkatla Scheving, Garðatorgi 2a, 210 Garðabær. Jón Páll Jónsson, Krossakri 6, 210 Garðabær. Nadia Carter Kristmundsdóttir, Strandvegi 21, 210 Gbær. Nadía Hjálmarsdóttir, Hvannakri 2, 210 Garðabær. Nína Halldórsdóttir, Þrastarlundi 13, 210 Garðabær. Oddur Fannar Hjaltason, Markarflöt 21, 210 Garðabær. Sandra Björg Hjálmarsdóttir, Krókamýri 70, 210 Garðabær. Snædís Baldursdóttir, Hrísholti 11, 210 Garðabær. Sóley Lilja Sófusdóttir, Smáraflöt 26, 210 Garðabær. Sólveig Anna Friðbertsdóttir, Blikanesi 21, 210 Garðabær. Stefán Haukur Hreinsson, Krókamýri 30, 210 Garðabær. Tanya Carter, Strandvegi 21, 210 Garðabær. Tómas Ingi Hjaltason, Markarflöt 21, 210 Garðabær. Viktor Páll Jóhannsson, Strandvegi 14, 210 Garðabær. Þorsteinn Gunnar S. Antonsson, Túnfit 5, 210 Garðabær. Þórdís Linda Þórðardóttir, Hraunsholtsvegi 4, 210 Gbær. Sunnudagur 3. júní kl. 11. Prestur Jóna Hrönn Bolladóttir. Yngvi Snær Bjarnason, Asparási 1, 210 Garðabær. Víðistaðakirkja Hafnarfirði Sunnudagur 18. mars kl Prestur Bragi J. Ingibergsson. Andri Stefánsson, Breiðvangi 50, 220 Hafnarfjörður. Anna Lilja Dögg Gunnarsdóttir, Klettahrauni 6, 220 Hafnarf. Arna Sveinsdóttir, Breiðvangi 26, 220 Hafnarfjörður. Dagur Þór Jónsson, Hjallabraut 37, 220 Hafnarfjörður. Eyrún Haraldsdóttir, Hjallabraut 2, 220 Hafnarfjörður. Haukur Ingi Jónsson, Norðurbakka 7c, 220 Hafnarfjörður. Hekla Ólafsdóttir, Hjallabraut 35, 220 Hafnarfjörður. Hjördís Lóa Johnsen, Glitvangi 27, 220 Hafnarfjörður. Katrín Pála Erlingsdóttir, Breiðvangi 7, 220 Hafnarfjörður. Kristján Bragi Gunnarsson, Laufvangi 6, 220 Hafnarfjörður. Sólveig Þóra Þorsteinsdóttir, Norðurvangi 22, 220 Hafnarf. Pálmasunnudagur 25. mars kl Prestur Bragi J. Ingibergsson. Dagbjört Gyða Hálfdanardóttir, Þrúðvangi 9, 220 Hafnarf. Halldóra Kristín Arthursdóttir, Suðurvangi 4, 220 Hafnarf. Ólafur Trausti Guðjónsson, Hraunbrún 31, 220 Hafnarf. Sigrún Ásta Gunnarsdóttir, Breiðvangi 22, 220 Hafnarf. Skírdagur 29. mars kl Prestur Bragi J. Ingibergsson. Andri Benedikt Egilss. Langdal, Breiðvangi 18, 220 Hafnarf. Brynjar örn Hlynsson, Breiðvangi 16, 220 Hafnarfjörður. Dagný Lilja Svansdóttir, Laufvangi 5, 220 Hafnarfjörður. Erik Nói Gunnarsson, Vesturvangi 1, 220 Hafnarfjörður. Hreiðar Snær Jónsson, Vesturvangi 8, 220 Hafnarfjörður. Kolbrún Ásta Ævarsdóttir, Hraunbrún 3, 220 Hafnarfjörður. Marteinn Logi Jóhannsson, Skúlaskeiði 10, 220 Hafnarf. Ytri-Njarðvíkurkirkja Sunnudagur 18. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Ásgeir Orri Magnússon, Tunguvegi 3, 260 Njarðvík. Elías Bjarki Pálsson, Gónhól 18, 260 Njarðvík. Emma Thorlacius, Svölutjörn 43, 260 Njarðvík. Erlendur Guðnason, Kjarrmóa 7, 260 Njarðvík. Eva María Eiríksdóttir, Sjávargötu 20, 260 Njarðvík. Gabríel Veigar Björgvinsson, Bogabraut b, 235 Nvík. Guðjón Helgi Áslaugsson, Gónhól 4, 260 Njarðvík. Ingólfur Ísak Kristinsson, Grundarvegi 15, 260 Njarðvík. Krista Gló Magnúsdóttir, Hraunsvegi 14, 260 Njarðvík. Kristófer Mikael Hearn, Fjörubraut b, 260 Njarðvík. Laufey Lind Valgeirsdóttir, Aspardal 10, 260 Njarðvík. Lilja Rós Gunnarsdóttir, Melavegi 12, 260 Njarðvík. Shahid Ómar El, Klettási 4, 260 Njarðvík. Sigurður Magnússon, Grundarvegi 2, 260 Njarðvík. Stefán Rúnar Snorrason, Móavegi 11, 260 Njarðvík. Sunnudagur 25. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Alexandra Maria Traustadóttir, Skógarbraut 917, 235 Nvík. Arngrímur Ibsen Davíðss., Skógarbraut a, 235 Nvík. Emilía Ósk Hjaltadóttir, Starmóa 13, 260 Njarðvík. Fannar Snævar Hauksson, Grjótási 5, 260 Njarðvík. Guðrún Lilja Kristjánsdóttir, Hjallavegi 15, 260 Njarðvík. Karlotta Ísól Eysteinsdóttir, Greniteigi 43, 230 Keflavík. Katrín Lilja Traustadóttir, Skógabraut 1105, 235 Njarðvík. Margrét Guðfinna Friðriksdóttir, Lágmóa 6, 260 Njarðvík. Rafn Bachmann Gylfason, Skógarbraut 916, 235 Njarðvík. Skírdagur 29. mars kl Prestar Baldur Rafn Sigurðsson og Brynja Vigdís Þorsteinsdóttir. Alexander Logi Jónsson, Guðnýjarbraut 21, 260 Njarðvík. Ásdís Hjálmrós Jóhannesdóttir, Melavegi 3, 260 Njarðvík. Elmar Sveinn Einarsson, Borgarvegi 22, 260 Njarðvík. Emilía Sara Ingvadóttir, Völuási 5, 260 Njarðvík. Mikael Þór Sigfússon, Hafnagötu 15, 233 Hafnir. Sigurbergur Ísaksson, Freyjuvöllum 17, 230 Keflavík. Stefanía Sólrún Betty Turnbull, Hafnagötu 15, 233 Hafnir. Þingeyraklausturskirkja Laugardagur 31. mars kl. 11. Prestur Sveinbjörn Einarsson. Einar Pétursson, Brekkukoti, 541 Blönduós. Þingmúlakirkja í Skriðdal Hvítasunnudagur 20. maí kl. 16. Prestur Sigríður Rún Tryggvadóttir. Emilía Anna Óttarsdóttir, Háafelli 4, 700 Fellabær. Markús Máni Viðarsson, Egilsseli 15, 700 Egilsstaðir. Þingvallakirkja Sunnudagur 3. júní. Þórhildur Júlía E. Sæmundsen, Daltúni Biskupst., 801 Self.

88 50 GB fylgja SamsungS8ogS8+ meðveglegriviðbót Þitt er valið: eða Þráðlaus hleðsla Hleðslubanki

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 3. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 8. APRÍL 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Fermingarveislan er hafin Þú átt að elska rúmið

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Hverjir eru best & verst klæddu karlmenn Íslands? 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Auðunn Blöndal grínisti Ég geri ráð fyrir að

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 11. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MARS 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Monitor er komið með

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

föstudagur Hildur SKANNI OG PRENTARI VERÐ FJÖLNOTA- TÆKI Björk Yeoman Litrík og dramatísk Kr. r

föstudagur Hildur SKANNI OG PRENTARI VERÐ FJÖLNOTA- TÆKI Björk Yeoman Litrík og dramatísk Kr. r föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 28. október 2011 Hildur Björk Yeoman Litrík og dramatísk E-LABEL SNÝR AFTUR Á RÚMSTOKKNUM ÁHRIFAVALDURINN SKANNI OG PRENTARI Kr. VERÐ r.12.950 FJÖLNOTA- TÆKI 2 föstudagur

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI OG GJÖRBREYTTAN LÍFSSTÍL

NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI OG GJÖRBREYTTAN LÍFSSTÍL 31. ÁGÚST 2012 SUMARIÐ KVATT MEÐ STÆL Á SKUGGABARNUM SKEMMTILEGAR LAUSNIR Á TÓMA VEGGI ÁSDÍS RÁN ELT AF ÆSTUM LJÓSMYNDURUM NÝTUR ÞESS AÐ VERA MAMMA LINDA PÉTURSDÓTTIR UM MÓÐURHLUT- VERKIÐ SAMHLIÐA FYRIRTÆKJAREKSTRI

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

ROKKAR FEITT Í LONDON

ROKKAR FEITT Í LONDON Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp PIPAR SÍA 71167 Prodomo er ný verslun sem býður

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira

BLAÐ IÐ. sem byrjuðu aldrei að. Valgerður læknir: Meðferð án landamæra. Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni. Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Íslenskar konur hafa aldrei drukkið meira Valgerður læknir: Meðferð án landamæra Handboltahetjan í Fjölsmiðjunni Blað samtaka áhugafólks um áfengis- og vímuefnavandann 2. tölublað október 2009 BLAÐ IÐ

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Desember 2011 í 15 Íslandsmet sem 5 aðilar náðu og þetta er aðeins í einstaklingsgreinum, boðsund ekki talin með. Í ár erum við nýja stefnu varðandi flutning á milli hópa og núna þegar kemur að fyrstu tilfærslu hafa

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR

RAKEL ÝR SIRKUS EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR ÞITT EINTAK HVERNIG Á AÐ HERÐA SULTARÓLINA EF ÍSLAND FER Á HAUSINN? SIRKUS 7. APRÍL 2006 I 14. VIKA ÁLFRÚN ÖRNÓLFSDÓTTIR OPNAR DYRNAR RVK RAKEL ÝR SIRKUS STÓÐ FYRIR FORSÍÐUKEPPNI Í ÞÆTTINUM BIKINÍMÓDEL

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna

STARA. Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna STARA Rit Sambands íslenskra myndlistarmanna nr 8, 1.tbl, 2017 English ~Click here~ 4&5 Hversdagsævintýri um hugarfarsbyltingu Eirún Sigurðardóttir NR 8, 1.TBL, 2017 6&7 (S.O.S.= MAYDAY) Sara og Svanhildur

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Stendur líkt og fjöllin

Stendur líkt og fjöllin ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Miðvikudagur 10. apríl 2002 15. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Stendur líkt og fjöllin sjá viðtal

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information