SKINFAXI. Sjálfboðaliðar. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar. Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu.

Size: px
Start display at page:

Download "SKINFAXI. Sjálfboðaliðar. Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar. Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu."

Transcription

1 SKINFAXI TÍMARIT UNGMENNAFÉLAGS ÍSLANDS 2.TBL. 109.ÁRG Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn: Spennandi greinar Sannkölluð íþróttaveisla á Landsmótinu á Sauðárkróki Sjálfboðaliðar byggðu stúku fyrir Magna á Grenivík

2 ÞAÐ ER ALDREI AÐ VITA Í HVAÐA ÍÞRÓTT BARNIÐ ÞITT BLÓMSTRAR. ÞESS VEGNA STYÐJUM VIÐ ÞÆR ALLAR. ENNEMM / SÍA / NM66402 ÍSLENSK GETSPÁ Engjavegi 6, 104 Reykjavík Sími Íslensk getspá er í eigu Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands, Öryrkjabandalagsins og Ungmennafélags Íslands.

3 Velkomin í búðina STÓRMARKAÐUR Á SAUÐÁRKRÓKI SKINFAXI 3

4 Leiðari LANDSMÓT UMFÍ Þegar ég heyri þessi orð fæ ég fiðr ing í úti legu genin. Ég fór fyrst á Landsmót á Akureyri 1981 og hef fyrir löngu misst töluna á því hversu mörg þau hafa orðið eftir það. Rík hefð hefur skapast fyrir því í fjölskyldunni að við sækjum mótin saman. Við skellum útilegudótinu í bílinn eða hengjum fellihýsið aftan í hann og brunum landshorna á milli. Unglingalandsmótin hafa verið sérstaklega sterk hjá okkur og við förum alltaf saman. Börnin mín hafa öll verið keppendur á Unglingalandsmótum allt frá því að fyrsta mótið var haldið á Dalvík árið Nú eru þau komin yfir keppnisaldur, barnabörnin hafa tekið við af þeim og nú förum við öll á mótin. Landsmótin og Unglingalandsmótin eru stórskemmtilegar fjölskylduútilegur og alltaf bætast frænkur og frændur í hóp þátt takenda. Á tjald svæði Unglingalandsmótsins í fyrrasumar vor um við sextán úr fjölskyldunni. Þegar UMFÍ bætti í mótaflóruna og byrjaði með Landsmót UMFÍ 50+ árið 2011 hittust líka fleiri úr fjölskyldunni. Ég er svo heppin að hafa öðlast keppnisrétt þar. Hópurinn úr fjölskyldunni, sem getur tekið þátt í mót um UMFÍ, stækkar sífellt. Við verðum æ fleiri sem förum saman á Landsmót. Þótt á Lands - mótum UMFÍ 50+ sé keppnisaldurinn miðaður við þá sem komnir eru yfir miðj an aldur er margt skemmti legt í boði fyrir alla. Oft eru grein ar fyrir fólk á öllum aldri sem gera mótin að frábærri skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Í sumar verður aldeilis nóg um að vera fyrir allar svona landsmótssjúkar fjölskyldur. Á Landsmótinu á Sauðárkróki nú í júlí getur öll fjölskyldan fundið eitthvað við sitt hæfi, bæði í keppni og leik. Þá verður líka stórskemmtilegt þegar við för - um á Ung lingalandsmótið í Þorlákshöfn um versl - unarmannahelgina. Nú er bara um að gera að taka fellihýsið og annað úti legu dót fram. Þetta verður skemmtilegt sumar. Sjáumst á Sauðárkróki júlí og svo aftur í Þor láks höfn um verslunarmannahelgina ágúst. Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi í stjórn UMFÍ. Efnisyfirlit Landsmótið hefur góð áhrif á Sauðárkrók. 6 Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum. 24 Skiptir málið að hitta fólkið Guðríður Aadnegard, HSK Leikur á grunnskólamóti UMSK í blaki. 8 Öflugt ungt fólk með áhuga á samfélaginu. 36 Hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ 12 ár í röð. 10 Hvaða breytingum kallar ungt fólk eftir? 13 Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar. 22 Stúkan á Grenivík sameinar bæjarbúa Skipta styrktarfé með nýjum hætti Mót UMFÍ hafa góð áhrif á bæjarfélög. 18 Landsmótið sannkölluð íþróttaveisla. 30 Blakarar drífa sig í ringó Sigríður Bjarnadóttir, Glóð. 32 Erlent samstarf UMFÍ Sjáumst á Unglingalandsmótinu í Þorlákshöfn. 40 Skipta styrktarfé með nýjum hætti. 42 Forkólfar miðla þekkingu á hreyfingu. 47 Mamma er fyrirmyndin mín í hreyfingu Samvinnan er lykill að endurreisn HSH. 4 SKINFAXI

5 Náðu í Pei appið og borgaðu með símanum SKINFAXI 5

6 Fjárveitingar háðar því að félögin vinni eftir siðareglum og viðbragðsáætlunum Stóru félögin, á borð við Völsung, taka vel í að skilyrða sig til að fara eftir siðareglunum og kvitta upp á að óska eftir sakavottorðum fyrir þjálfara og annað starfsfólk. En þetta ferli getur verið erfiðara fyrir minni félög. Viðbragðsáætlun og siðareglur Æskulýðsvettvangsins duga þeim þess vegna mjög vel, segir Kjartan Páll Þórarinsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi Norðurþings á Húsavík. Sveitarfélagið endurnýjaði nýverið samstarfssamning sinn við nokkur félög á svæðinu. Um nýbreytni er að ræða í Norðurþingi því að sveitarfélagið hóf nú í sumar að greiða frístundastyrki fyrir skipulagt íþrótta- og tómstundastarf barna og ungmenna. Til viðbótar tók sveitarstjórnin undir með Sambandi íslenskra sveitarfélaga og setur nú það skilyrði að íþróttafélög setji sér siðareglur til að fá fjárstuðning sveitarfélagsins. Kjartan bendir á að mörg sveitarfélög hafi gripið til álíka aðgerða í kjölfar þess að fjöldi íþróttakvenna steig fram í janúar undir myllumerkinu #MeToo og greindi frá kynferðislegu ofbeldi og áreiti gagnvart sér. Samband íslenskra sveitarfélaga mælti fyrir því að sveitarstjórnir myndu setja skilyrði fyrir fjárstuðningi við íþrótta- Kjartan Páll Þórarinsson, íþróttaog æskulýðsfulltrúi Norðurþings á Húsavík. félög til að vinna gegn kynbundnu ofbeldi og áreitni innan raða þeirra. Hafnfirðingar og Skagfirðingar og sveitarstjórnir í fleiri byggðarlögum svöruðu kallinu. Fjárveitingar til aðildarfélaga Ungmennasambands Skagafjarðar (UMSS) eru til dæmis nú háðar því að félögin vinni eftir þeim siðareglum og viðbragðsáætlunum gegn ofbeldi, kynferðislegu ofbeldi og áreitni sem sambandið setur sér. Auk þess á UMSS að standa reglulega fyrir fræðslu um þessi mál fyrir félagsmenn sína. Kjartan segir Norðurþing hafa byrjað á því að setja þessa fyrirvara inn í samstarfssamninga sem var verið að endurnýja. Eins og áður sagði hafi það gengið vel fyrir stóru félög- in enda byggi þau á því að hafa sett sér siðareglur og búið til handbók um starfsemi sína og verkferla. Öðru máli gegni um minni félögin með fáa félagsmenn. Við erum mjög vakandi fyrir því að fólk má ekki hleypa hverjum sem er í að bjóða upp á starf fyrir börn og ungmenni og taka við frístundastyrkjum. Fólk þarf að halda úti viðurkenndu starfi. Þess vegna þurfa allir að skila inn sakavottorði fyrir þjálfara og starfsfólk sitt. Ef íþróttafélög hlýða ekki skilyrðum okkar getum við krafið þau um endurgreiðlu, segir Kjartan og ítrekar að Viðbragðsáætlun Æskulýðsvettvangsins og siðareglur séu lykilplögg fyrir minni félög ásamt því að stjórnendur félaga verði að óska eftir sakavottorðum þjálfara sinna og starfsmanna sem vinna með börnum. Við erum mjög vakandi fyrir því að fólk má ekki hleypa hverjum sem er í að bjóða upp á starf fyrir börn og ungmenni og taka við frístundastyrkjum. Skinfaxi 2. tbl Skinfaxi er tímarit Ungmennafélags Íslands. Það hefur komið út samfleytt síðan árið Blaðið kemur út ársfjórðungslega. Tímaritið dregur nafn sitt af hestinum fljúgandi sem dró vagngoðsagnaverunnar Dags er ók um himinhvolfin í norrænum sagnaheimi. RITSTJÓRI Jón Aðalsteinn Bergsveinsson ÁBYRGÐARMAÐUR Haukur Valtýsson, formaður UMFÍ RITNEFND Gunnar Gunnarsson formaður, Örn Guðnason, Eiður Andri Guðlaugsson, Elísabet Ásdís Kristjánsdóttir og Guðmunda Ólafsdóttir. LJÓSMYNDIR Haraldur Jónasson, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, Gunnar Gunnarsson, Hafsteinn Snær Þorsteinsson, Sabína Steinunn Halldórsdóttir, Lars Holm, Lars Horn, Søren Malmose o.fl. UMBROT OG HÖNNUN Indígó PRÓFARKARLESTUR Helgi Magnússon AUGLÝSINGAR Miðlun ehf. o.fl. PRENTUN Ísafoldarprentsmiðja. FORSÍÐUMYND Róbert Khorchai, frjálsíþróttamaður úr Umf. Þór Þorlákshöfn. STJÓRN UMFÍ Haukur Valtýsson, formaður Örn Guðnason, varaformaður Hrönn Jónsdóttir, ritari Guðmundur Sigurbergsson, gjaldkeri Ragnheiður Högnadóttir, meðstjórnandi Gunnar Gunnarsson, meðstjórnandi Jóhann Steinar Ingimundarson, meðstjórnandi VARASTJÓRN UMFÍ: Sigurður Óskar Jónsson, Gunnar Þór Gestsson, Lárus B. Lárusson og Helga Jóhannesdóttir. SKRIFSTOFA UMFÍ/SKINFAXA Þjónustumiðstöð UMFÍ, Sigtúni 42, 105 Reykjavík, sími: STARFSFÓLK UMFÍ: Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri, Helgi Gunnarsson, fjármálastjóri, Jón Aðalsteinn Bergsveinsson, kynningarfulltrúi og ritstjóri Skinfaxa, Ómar Bragi Stefánsson, landsfulltrúi og framkvæmdastjóri Landsmóta (með aðsetur á Sauðárkróki), Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, Ragnheiður Sigurðardóttir, landsfulltrúi og verkefnastjóri, og Guðbirna Kristín Þórðardóttir, ritari. UMFÍ Ungmennafélag Íslands, skammstafað UMFÍ, er landssamband ungmennafélaga á Íslandi. UMFÍ var stofnað á Þingvöllum 2. ágúst Sambandsaðilar UMFÍ eru 29 talsins. Í hreyfingunni eru í dag um félagar í rúmlega 300 ungmenna- og íþróttafélögum um land allt. 6 SKINFAXI

7 ENNEM M / S ÍA / NM x Samsung sjónvarp 55" 5x Landsliðstreyjur 25x 10 drykkir 1x Fjölskylduferð til Tenerife 5x Gjafabréf kr. 5x Landmann ferðagasgrill 3x Samsung Multiroom hátalarar 1x Samsung Soundbar 5x HM boltar 5x Gjafabréf kr. N1 er stoltur bakhjarl KSÍ Alltaf til staðar

8 Öflugt ungt fólk með áhuga á samfélaginu Guðrún Karen Valdimarsdóttir. Eiður og Sveinn Ægir á ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði með þeim Kolbrúnu og Elísabetu sem einnig eiga sæti í ráðinu. Ungmennaráð UMFÍ er mjög virkt og stendur fyrir mörgum viðburðum sem ætlað er að valdefla ungt fólk. Ungmennaráðið stendur meðal annars fyrir ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði, umræðuviðburðum og mörgu fleiru. En hvers vegna vill ungt fólk setjast í ungmennaráð og hvað brennur helst á því? Hér svara nokkrir í ungmennaráði UMFÍ þeim spurningum. Spurningarnar: 1. Af hverju ákvaðst þú að sækja um setu í ungmennaráði UMFÍ? 2. Hvernig fannst þér að taka sæti og starfa með ungmennaráði UMFÍ? 3. Eitthvað sem kom þér á óvart? 4. Hvernig fannst þér að vinna að ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði? 5. Hvernig leggst næsta starfsár í þig? 6. Hvaða málefnum tengdum ungu fólki brennur þú helst fyrir? Sveinn Ægir Birgisson 1. Áður en ég sótti um að fara í ungmennaráð UMFÍ hafði ég kynnst starfi ráðsins í gegnum ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði ásamt því að mæta í umræðupartý á vegum þess. Þar sá ég öflugan hóp ungmenna á rúm- um aldri með mikinn áhuga á samfélaginu. Í þessum hópi vildi ég starfa. 2. Það var virkilega gaman að taka sæti í ráðinu og hafa tækifæri til að vinna með ungu fólki við að skipuleggja meðal annars Ungt fólk og lýðræði. Ég lít á það sem mikil forréttindi að fá að sitja í ungmennaráði UMFÍ. 3. Það kom mér á óvart hvað við urðum öll strax miklir vinir þótt við værum ekki á sama aldri, alls staðar að af landinu og þekktumst ekki neitt. 4. Það var virkilega gaman að fá tækifæri til að skipuleggja svona stóra ráðstefnu sem er haldin árlega. Að fá að skipuleggja umræður, kynningar og hópefli fyr- ir ráðstefnuna og sjá þetta verða að veruleika. 5. Ég hlakka til næsta starfsárs því að ég veit að það verður gaman hjá okkur. 6. Þau málefni sem brenna hvað mest á mér eru að ungt fólk sjái framtíð sína fyrir sér á Íslandi og í nærumhverfi sínu. Guðrún Karen Valdimarsdóttir 1. Ég ákvað að sækja um í ungmennaráðinu því málefni ungmenna skipta mig miklu máli og það að fólk hlusti líka á okkur. 2. Mér hefur fundist það mjög áhugavert og lærdómsríkt að fá að starfa í ungmennaráðinu og ég get ekki beðið eftir næsta starfsári. 3. Það kom mér helst á óvart hvað maður fær mörg tækifæri til þess að láta í sér heyra, bæði í ungmennaráðinu og utan þess. 4. Ég lærði mjög mikið á því að vinna að ráðstefnunni Ungt fólk og lýðræði. Það eitt að sjá hversu mikil vinna er lögð í svona ráðstefnu er ótrúlegt. Samt sá ég aðeins brot af því. 5. Fyrir mér er ekkert eitt málefni mikilvægara en annað. En það skiptir mig miklu máli að hvaða málefni sem það er, þá verða ungmenni að fá tækifæri að tjá sína skoðun og að mark sé tekið á henni. Eiður Andri Guðlaugsson 1. Ungmennafélagi ráðlagði mér að kynna mér málið og síðar sá ég auglýsingu fyrir ráðið. Sjálfur vissi ég afskaplega lítið um ungmennafélög. Ég ákvað samt að taka af skarið og prófa eitthvað nýtt. 2. Seta í ungmennaráði UMFÍ hefur veitt mér tækifæri til að vinna með fjölbreyttum hópi þar sem við höfum gert fjölbreytt og stór verkefni að veruleika. Ég legg mikið inn í reynslubankann. Það á eftir að nýtast mér vel í lífinu. 3. Það kom mér helst á óvart hvað UMFÍ er í raun stórt og umfangsmikið. Ég hafði aldrei tekið þátt í Landsmóti né öðrum viðburðum á vegum UMFÍ. Núna, eftir að hafa unnið að verkefnum þeirra fékk ég heildarsýn yfir hvað þetta, eru miklir og áhugaverðir atburðir sem félagið stendur að. 4. Ég er áreiðanlega einhver minnst pólitískt þenkjandi einstaklingurinn sem kom á ráðstefnuna Ungt fólk og lýðræði á þessu ári. Þrátt fyrir það var ráðstefnan alveg geðveik! Mig fannst mergjað hvað þessir jafnaldrar mínir vissu hrikalega mikið um hin og þessi málefni og sýndu mér að við unga fólkið eigum vissulega að taka virkan þátt í þessum málum. 5. Næsta starfsár leggst alveg hrikalega vel í mig. Þetta var fyrsta árið mitt í ráðinu og því kem ég inn í það næsta með örlítið meiri reynslu en áður. 6. Ég brenn fyrir máli sem hefur held ég aldrei komið upp í umræðunni. Sé það svo fer það hljótt. Málið snýst um að bæta tónlistarskóla og tónlistarkennslu í grunnnámi, í grunnskólum en sérstaklega í framhaldsskólum landsins. En þar sem þetta er ekki í umræðunni eins og er, bið ég alla sem lesa þetta að skoða málið með opnum huga. 8 SKINFAXI

9 ÞAÐ GÆTI LEYNST VINNINGUR Í ÞÍNUM KASSA. SKINFAXI 9

10 Hvaða breytingum kallar ungt fólk eftir í starfi íþrótta- og ungmennafélaga? UMFÍ hefur á undanförnum miss erum staðið fyrir þremur svokölluðum umræðupartýum. Mark mið viðburðanna var að koma fólki saman, bæði þeim sem stýra og stjórna innan ung menna félags - hreyfing arinnar og ungu fólki sem starfð er hugsað fyrir. Viðburðirnir fóru fram í þjónustumiðstöð UMFÍ í Reykja vík og í félagsheimilunum Hvoli á Hvolsvelli og Logalandi í Reykholtsdal í Borgarfrði. Samtals mættu um 300 þátttakendur í umræðupartýin, bæði stjórn end ur og ungt fólk á aldrinum ára. UMFÍ þakkar Evrópu unga fólksins (EUF) fyrir veittan stuðning við viðburðina. Ein af þeim breytingum sem ung menni kalla eftir í starfi íþrótta- og ungmennafélaga er starfsemi fyrir ungmenni á aldrinum ára sem hvorki hafa áhuga á afreksmennsku né því að komast langt, keppa og sigra þau sem aðeins vilja vera með. Fram kom í umræðu partýunum að þessi hóp ur upplifir sig svolítið út undan þar sem oftar en ekki er rík áhersla lögð á keppni, afrek og mætingaskyldu. Ungmennin kalla eftir starfi þar sem áhersla er lögð á þátttöku og félagslegan ávinning, starf eða hóp þar sem hægt er að mæta, hafa gaman og hreyfa sig í góðra vina hópi. Einnig kom fram að mörg ungmenni sækjast frekar eftir félagslega þættinum og félagslegri virkni heldur en árangri. Mörgum ungmennum finnst hins vegar eins og dæmið hafi snúist við, það er að árangur og íþróttin sjálf sé undirstaðan en félagslegi þátturinn aukaafurð af því. Þessi upplifun hefur fælingarmátt ef og þegar geta og áhugi á íþrótt eða árangri minnkar hjá þátttakendum. Þetta leiddi af sér þá hugmynd að auka möguleika á dómaranámskeiðum fyrir fólk sem hef ur æft ákveðnar íþróttir í einhvern tíma en hefur ekki áhuga á að keppa í þeim heldur vill halda utan um starfið og vera þátttakendur í félagi sínu. Fyrirmyndir á afrekssviðinu Jafnframt kom fram í um ræðupartýunum að mörgum ungmennum finnst margar fyrir- myndir og leiðtogar einblíni of mikið á afreksfærni. Það geti leitt til þess að ungmenni leiðist út á vafa samar brautir til að mæta aukinni pressu. Það geti svo skilað sér í ofþjálfun og notkun á fæðu bótarefnum án viðunandi þekk ingar á aðferðum og inni haldsefnum. Skýr ósk kom fram í umræðupartýunum um mikilvægi þess að finna fyrirmyndir sem eru nær ungmennunum. Ekki eigi að horfa aðeins upp til íþróttastjarna í fremstu röð, á borð við knatt spyrnukappann Gylfa Sigurðsson, heldur líka til leikmanna í meistaraflokki eða eldri flokkum sem ungmenni þekkja og hafa tækifæri til þess að hitta í íþróttahúsum félaga sinna. Við viljum fá að vera með. 10 SKINFAXI

11 Hvernig fræðslu um forvarnir kallar ungt fólk eftir? Áhrif af rafrettum, skaðsemi þeirra og langvarandi áhrif. Fræðslu og umræðu um geðheilbrigðismál, kvíða, stress og þunglyndi. - Hvernig sé hægt að nýta stress á jákvæðan hátt. - Hvenær sé eðlilegt að vera kvíðinn og/eða stressaður og hvenær þetta sé komið yfr heilbrigð mörk. Þjálfun og næring - Hver eru einkenni ofþjálfunar og hvað er til ráða ef maður upplifr einkennin? - Næringarfræði, átröskun og fæðubótarefni: Hvað þarf líkaminn? Hvaða fæðubótarefni eru í lagi? Þarf að taka inn fæðubótarefni? Hvar er hægt að leita sér aðstoðar? Samfélagsmiðlar - Hver eru áhrif samfélagsmiðla á líkama og sál? - Geta áhrifn valdið kvíða, streitu og þunglyndi og haft neikvæð áhrif á svefn? - Hvað er eðlilegt að verja löngum tíma á netinu á dag? Besta leiðin til að ná til ungs fólks Ungmennafélög stofni ungmennaráð Í umræðupartýunum kom fram nokkuð mótsagnakennd afstaða til þeirra félaga sem ungmennin eiga aðild að. Þeim finnast félögin nefnilega bæði bæði vera nú tíma leg og gamaldags. Mörg félög nýta sér samfélagsmiðla til þess að koma upplýsingum á fram færi. Aftur á móti má ekki gleyma því að oft reynist sú gamla aðferð vel að fara og hitta fólk í eigin persónu. Það er við bót við það að nota samfélagsmiðla til að koma upplýsingum á framfæri. Lítið er um að ungt fólk sitji GÓÐA SKEMMTUN Á í stjórnum eða nefndum félaga og því er hætta á því að félögum takist ekki að koma fyllilega til móts við ungmennin. Þetta veld ur því að raddir ungmenna heyrist ekki á þeim stað þar sem hún á að heyrast. Til viðbótar upplifa ung menni mjög takmarkað aðgengi að stjórnum félaganna í sumum tilfellum. Að auki upp lifa ungmenni athafnir stjórnanna sem nokkurs konar foreldra- og/eða afa- og ömmustarf. Sum ungmenni upplifa sig aðeins sem neytendur félaga en ekki sem þátttakendur. Ungmenni greiða æfingagjöld sem þeim finnast oft á tíðum há. Það getur leitt til þess að iðkendur sjá ekki ástæðu til að leggja meira á sig fyrir félög sín. Ein hugmynd, sem kom fram í umræðupartýunum, var að stofna ungmennaráð innan hvers ungmennafélags. Ráðið verður að hafa skýran tilgang og hlutverk, vera málsvari ungs fólks og vera sá aðili sem tekur að sér að kynna starf viðkomandi félags fyrir öðru ungu fólki til þess að auka þátttöku unga fólksins innan þess. LANDSMÓTI Í umræðupartýunum komu eðli lega upp vangaveltur um það hvernig best og árangursríkast væri að koma fræðslu og upplýs ingum á fram færi við ungmenni. Ungmenni voru sammála því að jafningjafræðsla væri það sem virkaði best. Það væri marktæ kasta leiðin. Stutt myndbönd með húmor ná vel til ungs fólks. Betra er að einblína á jákvæða þætti en að höfða til hræðslu og draga fram skaðlega þætti þess sem fjallað er um. Mikilvægt er að halda áfram að ræða um ýmis mál sem flokkast til óþægilegra mála eða tabúa. Krossey / 780 Hornafjörður / / SKINFAXI 11

12 Ungt fólk á að vera með Mun fleiri atriði komu fram í verk efninu sem gagnlegt er fyr ir stjórnendur innan ungmennafélags hreyfingarinnar að kynna sér. Hægt er að nálgast ítarlegri skýrslu hjá Ragnheiði Sigurðardóttur, landsfulltrúa UMFÍ, sem hafði umsjón um umræðupartýunum. UMFÍ hvetur sambandsaðila til þess að kalla ungmenni oftar að borðinu þegar ákvarðanir eru tekn ar sem varða ungt fólk. Ungt fólk vill nefnilega aukið vægi í stjórnum og ráðum. Það er ekki aðeins framtíðin heldur eru þau til staðar hér og nú. 12 SKINFAXI

13 Skyndiákvörðun sem breytti lífi Tómasar Tónlistarmaðurinn Tómas Guðmundsson ákvað í bríaríi að skella sér í lýðháskóla á Sjálandi í Danmörku. Hann segist hafa lært mest á því að búa með öðrum sem séu í skóla til að læra um hugðarefni sín. Þetta var algjör skyndiákvörðun. Félagi minn hafði farið út í þennan lýðháskóla ári fyrr og félagi okkar beggja árið Ég hafði gælt við að fara líka út en missti af því og vissi svo ekki hvað ég ætti að gera í vetur og vor. Í fyrra langaði mig til að breyta svolítið til, sótti þess vegna um í skólanum og borgaði staðfestingargjaldið. Síðan bara gleymdi ég þessu. Þegar ég fékk staðfestingu á að ég hefði komist inn í skólann áttaði ég mig á því að ég þyrfti að fara að safna á fullu. Ég gerði það, vann þrefalda vinnu, keyrði mig bókstaflega út og fór svo í skólann í vor, segir Tómas Guðmundsson. Hann er 23 ára, úr Ölfusinu á Suðurlandi, og starfar sem tónlistarmaður. Þetta var í september árið Tómas fór út í janúar árið 2018 og var í skólanum í hálft ár. Skólinn, sem Tómas fór í, er Den Rytmiske Højskole, lýðháskóli á Sjálandi, sem einbeitir sér að kennslu í tónlist, hljóðblöndun og ýmsu sem tengist þessu sviði. Tómas segir námið samt ekki hafa aðeins snúist um tónlist. Þetta var ótrúlega gefandi. Miklu meira en dorískir skalar, fimmfjórðutaktar eða multiband compression. Ég lærði rosalega mikið af fólki í skólanum, bæði nemendum og kennurum. Það mesta sem ég lærði var um sjálfan mig og á sjálfan mig, segir hann og bætir við að nemendur skólans búi saman í nokkrum húsum. Það hafi verið lærdómsríkt. Það er heilmikið nám að læra að búa með ellefu manns í einu húsi. Þú færð engu ráðið og þarft að aðlagast. En á sama tíma er frábært að geta gert eitthvað sem maður elskar. Það er upplifunin sem er lærdómsrík, segir hann. Tómas bendir á að áður en hann fór utan hafi hann velt aldri nemendanna fyrir sér. Ég vissi ekki hvort ég væri of gamall eða hver meðalaldurinn væri. Mikið af krökkum fer í lýðháskóla eftir grunnskóla eða framhaldsskóla. En svo var aldursbilið mjög breitt og fólk sagði það ekki skipta neinu máli. Elsti nemandi skólans hefur verið 64 ára. Sá er farinn að vinna í skólanum. Fólk var líka að leita eftir ýmsu þar. Þarna var sem dæmi eðlisfræðingur sem vildi læra eitthvað nýtt. Hugarfarið í skólanum þarna þekkist ekki hér og þess vegna er mikilvægt að fólk fari í lýðháskóla til að upplifa það, segir Tómas. Tómas segir reynsluna hafa haft svo góð áhrif á sig og hann hafi eignast svo mikið af nýjum vinum að næst á dagskrá er að flytja til Danmerkur. Hann ætlar utan í nóvember. Ég get með sanni sagt að sú skyndilega ákvörðun sem ég tók, að flýja land og fara í lýðháskóla hafi verið besta ákvörðun mín, segir Tómas Guðmundsson. UMFÍ veitir fólki styrki vegna dvalar í lýðháskóla í Danmörku. Markmiðið með styrkjunum er að gefa ungu fólki tækifæri til að víkka sjóndeildarhring sinn, tækifæri til að kynnast nýju tungumáli og menningu, auka færni sína og þekkingu á völdu sviði í gegnum óformlegt nám og styrkja leiðtogatogahæfileika sína. UMFÍ veitir ferðastyrki og dvalarstyrki. Meira um styrki UMFÍ: SKINFAXI 13

14 Mót UMFÍ hafa góð áhrif á bæjarfélög Samfélagsleg áhrif Unglingalandsmóts UMFÍ eru jákvæð í þeim bæjum þar sem mótin eru haldin. Þau eru hvatning til uppbygg ingar íþróttamannvirkja og styrkingar á innviðum staða-rins svo að viðkomandi bæjarfélag getið haldið Unglingalandsmót UMFÍ eða Landsmót. Efld uppbygging íþróttamannvirkja getur leitt til meiri fjölbreytni í íþróttaiðkunum, fjölgað iðkendum og styrkt ferðaþjónustuna á staðnum. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í lokaritgerð Sindra Snæs Þorsteinssonar í ferðamálafræði við líf- og umhverfisvísindadeild Háskóla Íslands. Í ritgerðinni skoðar Sindri samfélagsleg áhrif íþróttaviðburða víða um heim. Þar kemur m.a. fram að oft er ráðist í mikla uppbyggingu í kringum viðburðina. Þetta er bæði uppbygging á íþróttamannvirkjum og styrking á innviðum sem fyrir eru í bæjarfélögum sem halda mótin. Kastljósinu er beint að samfélagslegum og efnahagslegum áhrifum íþróttaviðburða á borð við Unglingalandsmót UMFÍ á lítil bæjarfélög á landsbyggðinni. Sindri segir í ritgerðinni að Landsmótin og Unglingalandsmótin eigi það sameiginlegt að fara fram víðs vegar um landið. Þau eru aldrei haldin á sama stað tvö ár í röð. Mótahaldið krefjist töluverðrar uppbyggingar innviða, bæði til að taka á móti gestum og til að aðstaða til iðkunar sé sem best fyrir keppendur. Í niðurstöðunum má sjá að mikil tækifæri fyrir bæjarfélög liggja í því að halda Unglingalandsmót. Á Hornafirði setti þetta íþróttamannvirki á dagskrá og hefur orðið mikil uppbygging á þeim þar sem þáttur Unglingalandsmóts er mikill. Þá kom fram að mótið auki samstöðu meðal íbúa og að þeir finni fyrir ákveðnu stolti við að halda slíkan viðburð. Þá nýttu Hornfirðingar mótið, sem var haldið árið 2007, til þess að bæta ímynd staðarins og kynna menningu og sérstöðu hans. Þetta styrkti ferðaþjónustuna á svæðinu. Mikil uppbygging á Höfn Sumarið 2013 var 16. Unglingalandsmót UMFÍ haldið á Höfn í Hornafirði. Þetta var í annað skiptið sem mótið var haldið þar. Fyrst var það haldið í bænum árið Á því móti voru í kringum keppendur og gestir. Ráðist var í mikla uppbyggingu á íþróttamannvirkjum á Höfn sem hefur verið haldið áfram eftir mótið. Fyrir mótið var ráðist í gagngerar endurbætur á Sindravöllum sem er knattspyrnuvöllur bæjarins og grasið á honum endurnýjað ásamt því að tartan-hlaupabraut var sett upp umhverfis völlinn. Til viðbótar var ráðist í byggingu nýrrar sundlaugar sem hafði verið lengi á teikniborðinu. Framkvæmdin tafðist reyndar og var laugin ekki vígð fyrr en árið Árið 2012 var íþróttahúsið Báran vígt. Þetta er fermetra fjölnota knattspyrnuhús. Sátt við heimamenn Sindri telur að sama sé í hvaða uppbyggingu verði ráðist í tengslum við mótshald, mikilvægt sé að hagsmunir almennings séu lagðir til grundvallar. Mikilvægt sé að skoða hvernig mannvirki muni nýtast bæjarbúum þegar viðburðinum er lokið. Sé það gert á réttum forsendum geti það bætt lífsskilyrði íbúa og s kapað meiri sátt meðal almennings um þá fjármuni sem settir eru í uppbyggingu kringum viðburðinn. Ef vel er staðið að viðburðum eru allar líkur á því að þeir muni hafa jákvæð áhrif bæði á efnahag og samfélagið í heild sinni á þeim stað þar sem íþróttaviðburðurinn er haldinn. Hins vegar fari eitthvað úrskeiðis í undirbúningi eða í framkvæmd viðburðarins, geta áhrifin verið neikvæð. Góður árangur á Höfn í Hornafirði Unglingalandsmót hafa leitt til mikillar uppbyggingar íþróttamannvirkja í mörgum byggðarlögum þar sem þau hafa verið haldin. Íbúar á Höfn í Hornafirði nutu góðs af því við uppbyggingu mannvirkja fyrir mótið Tæpara mátti vart standa því með gengishruni íslensku krónunnar hækkaði allur kostnaður umtalsvert. Sem dæmi má nefna að kostnaður við tartanvöll hefði orðið margfalt hærri ef farið hefði verið í endurbætur á honum eftir gengisfallið. Af öðrum framkvæmdum má nefna uppbyggingu á strandblakvelli við Sindravöll og betrumbætur á mótokrossbraut og áhorfendapöllum við Sindravelli. Öll þessi verkefni voru þó smávægileg miðað við aðrar framkvæmdir. Almenn ánægja var meðal viðmælenda Sindra með uppbyggingu á íþróttamannvirkjum í Höfn á Hornafirði, jafnvel þótt ljóst væri að þeir peningar sem lagðir voru í framkvæmdirnar skiluðu sér seint til baka. Sundlaugin á Höfn er gott dæmi um það. Þeir sem Sindri ræddi við voru sammála um að framkvæmdirnar borguðu sig hins vegar í bættum lífsgæðum og löðuðu ferðamenn í bæinn þar sem tjaldsvæðið í bænum var lagað. Eftir mótið hafa fleiri íþróttaviðburðir og minni heimamót verið haldin á Höfn í Hornafirði og nýtast mannvirkin til þess. Það sama á við um fleiri staði, svo sem á Sauðárkróki þar sem Landsmótið er haldið nú og í Vík í Mýrdal þar sem Unglingalandsmót UMFÍ var haldið árið Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Vík árið 2013 og nýttust - þá íþróttamannvirkin sem höfðu verið byggð upp í tengslum við Unglingalandsmótið. Sindri segir flesta sem hann ræddi við sammála um að fjölbreytni í íþróttalífinu á Höfn hafi aukist eftir mótið þar enda búið að byggja mikið upp. Eftir að nýtt knattspyrnuhús var vígt losnaði um pláss í íþróttahúsinu. Við það opnuðust dyr fyrir nýjar íþróttagreinar, iðkendum hefur fjölgað og þeir eru orðnir yngri. Margþætt áhrif Efnahagsleg áhrif af Unglingalandsmótinu á Höfn eru margþætt, að mati Sindra. Á Unglingalandsmót koma rúmlega þátttakendur og gestir mótsins eru á milli og manns. Í þeim áætlunum sem Sindri vann eftir var gert ráð fyrir því að hver gestur eyddi sem næmi krónum í eldsneyti, mat og keppnisgjöld. Ef miðað er við gesti yfir mótshelgina nemur heildarveltan um 160 milljónum króna að lágmarki sem verða eftir í samfélaginu. Til viðbótar fær viðkomandi sambandsaðili UMFÍ allan hagnað af mótinu sjálfu og tengdum viðburðum. Efnahagslegu áhrifin geta því verið umtalsverð. Samfélagsleg áhrif Samfélagslegu áhrifin eru ekki síður mikilvæg en þau efnahagslegu. Í ritgerð Sindra kemur fram að Unglingslandsmótið geti styrkt sjálfsmynd samfélagsins með því að sýna fram á að það ráði við að halda svo stórt mót eins og Unglingalandsmóið er. 14 SKINFAXI

15 Hvað er íþróttaferðamaður? Íþróttaferðamaður (e. sport tourist) er sá sem tekur þátt í íþróttum á meðan á fríi hans stendur. Þetta geta verið golf- og skíðaferðir, nýting íþróttaaðstöðu á áfangastað og ferðalag þar sem ferðamaðurinn tekur þátt í óformlegum íþróttaviðburðum eins og strandblakskeppni á strönd. Sindri segir í ritgerðinni að íþróttaferðamönnum sé að fjölga mikið. Talið sé að 10% af heildartekjum ferðaþjónustu í heiminum árið 2012 hafi verið vegna íþróttaferðamanna. Búist er við að hlutfallið aukist í framtíðinni og og að upphæðir tengdar íþróttaferðamennsku hækki að sama skapi. Í talnabæklingi Ferðamálastofu, Ferðaþjónusta á Íslandi í tölum, sem kom út í júní 2017, kemur fram að tekjur af erlendum ferðamönnun innan lands hafi numið 359,7 milljörðum króna árið Ekki er komið inn á íþróttaferðir í talnabæklingnum. Miðað við mat Sindra má ætla að tekjur af íþróttaferðamennsku geti numið 35,9 milljörðum króna á ári. Kirkjubæjarklaustur Íþróttaferðamennska Unglingalandsmót UMFÍ flokkast til íþróttaviðburðaferðamennsku (e. sport event tourism). Sindri segir slíka viðburði orðna fjölmarga á Íslandi. Þar á meðal eru Reykjavíkurmaraþonið, Rey Cup, alþjóðleg knattspyrnuhátíð fyrir yngri flokka í lok júlí, Reykjavik International Games í janúar. Shell-mótið í Vestmannaeyjum, Pæjumótið í Kópavogi, N1-mótið á Akureyri, Landsmót hestamanna sem haldið er annað hvert ár og Landsmót UMFÍ í gegnum tíðina. Framkvæmdir skila árangri Aðstandendur stórra íþróttaviðburða úti í hinum stóra heimi og stjórnvöld í viðkomandi ríkjum réttlæta þær fjárfestingar sem ráðist er með þeim rökum að ef ekki hefði verið farið í þær þá þegar hefði það þurft hvort eð væri á næstu árum. Þegar lá fyrir að Ólympíuleikarnir yrðu haldnir í München í Þýskalandi árið 1972 var ráðist í uppstokkun á lestakerfi borgarinnar fyrir háar fjárhæðir. Brettar voru upp ermar og verkinu lokið á sex árum í stað sem það hefði annars tekið. Framkvæmdirnar standa enn fyrir sínu því að lestakerfið er í fínu standi og sinnir hlutverki sínu enn í dag. Svipað var uppi á teningnum fyrir Ólympíuleikana í Peking árið Þar var alþjóðaflugvöllurinn í borginni stækkaður fyrir leikana. Þetta hefur skilað því að flugvöllurinn hefur stokkið úr því að vera í þrítugasta sæti yfir mest sóttu flugvelli í heiminum í það áttunda. Allir verða að vera með Þegar Vetrarólympíu- og Samveldisleikarnir voru haldnir í kanadísku borgunum Calgary og Vancouver voru íbúar þar mótfallnir framkvæmdum og uppbyggingu í kringum þá. Helsta ástæðan var sú að almenningi þótti ekki nægilega mikið gagn í þeim íþróttamannvirkjum sem reist voru og að betra hefði verið að eyða opinberu fé í annað. Fram kemur í ritgerð Sindra að nauðsynlegt er fyrir bæjarfélög sem halda mótin og ráðast í kostnaðarsamar framkvæmdir að sækjast áfram eftir því að halda íþróttaviðburði. Með því sé hægt að nýta þá innviði betur sem búið er að byggja upp og þá þarf ekki að ráðast í eins miklar framkvæmdir fyrir önnur mót. Raufarhöfn Kópasker Ísafjörður Húsavík Dalvík Ásbyrgi Sauðárkrókur Laugar Vopnafjörður Blönduós Akureyri (2) Mývatn Varmahlíð Skjöldólfsstaðir Egilsstaðir Stöðvarfjörður Búðardalur Staðarskáli Ólafsvík Djúpivogur Vegamót Borgarnes (2) Reykholt Húsafell Skorradalur (3) Reykjavík & nágrenni ( 3) Akranes Þingvellir Geysir Minni Borg Reykjavík & nágrenni (7) Hellisheiði Jökulsárlón Nesjahverfi Flúðir Fitjar Freysnes Hveragerði Þorlákshöfn Selfoss Hvolsvöllur Seljalandsfoss Vík Við opnum hringinn Það verður stöðugt auðveldara að keyra um landið á orku náttúrunnar, enda fjölgar hraðhleðslum ört við hringveginn. Hraðhleðslur ON gera rafbílaeigendum kleift að ferðast á hreinum, innlendum orkugjafa hringinn í kring um Ísland. Til hamingju rafbílaeigendur og til hamingju Íslendingar! Virkar hraðhleðslur Hraðhleðslur á áætlun 2018 Hleðslur Hleðsla fyrir hendi. Hraðhleðsla ORKA NÁTTÚRUNNAR Bæjarhálsi 1, 110 Reykjavík Sími on@on.is SKINFAXI 15

16 Ingibjörg Klara, Sigríður og Þorvaldur bregða á leik á útikörfuboltavellinum á Sauðárkróki. Landsmótið hefur góð áhrif á Sauðárkrók Það er ærið verkefni að skipuleggja stóra viðburði á borð við Landsmót á Sauðárkróki. Ingibjörg Klara Helgadóttir, sem tók við formennsku í Ungmennasambandi Skagafjarðar (UMSS) í vor, skellti sér í körfubolta með þeim Þorvaldi Gröndal, frístundastjóra Skagafjarðar, og Sigríði Svavarsdóttur, formanni landsmótsnefndar. Þau voru spurð út í hitt og þetta tengt Landsmótinu og mótahaldi almennt. Skagfirðingar eru nefnilega engir nýgræðingar á sviði stór- móta sem hafa verið haldin í sveitarfélaginu um áratuga skeið. Í bænum hafa tvisvar verið haldin Landsmót UMFÍ og Unglingalandsmót UMFÍ á Sauðárkróki í þrígang (2004, 2009 og 2014). Þau eru sammála um að mótahald UMFÍ hafi góð áhrif. Á Sauðárkróki hafa íþróttamannvirki og aðstaða til íþróttaiðkunar verið tekin í gegn í tengslum við mótahald auk þess sem mótin hafa góð áhrif á íþróttaiðkun ungmenna og bæjarbúa almennt. INGIBJÖRG KLARA HELGADÓTTIR: Íþróttamannvirkin byggð upp Mót eins og þetta hefur gríðarlega góð áhrif í sveitarfélaginu. Hér hefur verið mikil uppbygging íþróttamannvirkja í gegnum tíðina. Frjálsíþróttavöllurinn hér er góður og nú nýlega var vígður nýr gervigrasvöllur sem mun nýtast vel fyrir Landsmótið. Mót sem þetta hefur góð áhrif fyrir íbúa og fyrirtæki í sveitarfélaginu Skagafirði, enda má búast við miklum fjölda fólks í fjörðinn í tengslum við mótið. Mér finnst mjög gott að fá Landsmótið í Skagafjörð og ekki síður að finna að fólkið hér er jákvætt fyrir því. Einnig hefur það góð og uppbyggjandi áhrif á unga fólkið okkar því að búast má við því að hingað muni koma þekkt nöfn úr íþróttum, meðal annars til að keppa á Meistaramótinu í frjálsum, segir Klara Helgadóttir. SIGRÍÐUR SVAVARSDÓTTIR: Íbúar snúa bökum saman Við höfum haldið Landsmót áður, Unglingalandsmót og svo önnur mót. Þótt þetta Landsmót sé með öðru sniði en fyrri mót og önnur mót þá er skipulagið alltaf það sama. Það er einhugur í íbúum sveitarfélagsins og við í nefndinni vinnum öll saman að því að gera gott mót, segir Sigríður Svavarsdóttir, formaður Landsmótsnefndarinnar. Af fjölbreyttri dagskránni segist Sigríður hafa áhuga á að fara í þriggja tinda göngu og taka þátt í hlaupunum ásamt því að prófa ýmsar aðrar greinar sem hún hefur ekki snert á áður. Mig langar líka í pútt og svo margt fleira, segir Sigríður. 16 SKINFAXI

17 ÞORVALDUR GRÖNDAL: Mótið kallast á við breytta tíma Það er frábært að sjá hvernig UMFÍ uppfyllir þarfir fólks sem er farið að stunda fjölbreytta hreyfingu í meiri mæli en áður. Landsmótið er með nýju sniði sem svarar kalli fólks og kallast á við breytta tíma. Það sem Landsmótin hafa gert fyrir Sauðárkrók felst aðallega í mun betri aðstöðu og mannvirkjum til íþróttaiðkunar en áður. Mótin hafa bætt og styrkt aðstöðuna sem fyrir er. Alltaf hefur eitthvað bæst við og þá hafa skapast enn fleiri möguleikar fyrir heimamenn til að stunda íþróttir, segir Þorvaldur Gröndal, frístundastjóri sveitarfélagsins Skagafjarðar. Hann ætlar auðvitað sjálfur að taka þátt í mótinu eins og margir heimamenn í Skagafirði og sérstaklega á Sauðárkróki. Mót eins og þetta hefur gríðarlega góð áhrif í sveitarfélaginu EXCEPTIONALLY PURE NATURALLY ALKALINE CARBON NEUTRAL NATURAL SPRING WATER FROM ICELAND DISCOVER MORE #IcelandicGlacial IcelandicGlacial.com SKINFAXI 17

18 Landsmótið sannkölluð íþróttaveisla! og leikir fyrir alla fjölskylduna. Það er því upplagt að koma til Sauðárkróks í sannkallaða íþróttaútilegu. Auður segir Landsmótið sameina andlega, félagslega og líkamlega heilsu fólks. Það sama á við um Unglingalandsmót UMFÍ sem fram fer í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. Báðir þessir viðburðir skapa aðstæður þar sem auðvelt er að stunda heilbrigða lífshætti og efla vitund og vitneskju fólks ásamt því að skapa félagslega samveru og eftirminnilega upplifun. Landsmótið fer fram á Sauðárkróki dagana júlí nk. Mótið verður skemmtileg samverustund fyrir fjölskyldur og vini þar sem lögð er áhersla á hreyfingu og íþróttir. Boðið er upp á keppni í rúmlega 30 greinum, bæði þekktum og nýjum, auk skemmtiatriða og fróðleiks. Landsmótið er sannkölluð íþróttaveisla þar sem þátttakendur geta keppt í fjölda íþróttagreina auk þess sem ýmiss konar skemmtun og fróðleikur verður í boði fyrir keppendur og aðra fjölskyldumeðlimi. Við kynnum nú í rauninni til sögunnar nýtt Landsmót með nýjum áherslum. Landsmótið uppfyllir bæði þarfir þeirra sem vilja keppa og hinna sem vilja vera með og taka þátt. Helsta breytingin er sú að Landsmótið er opið öllum 18 ára og eldri og þátttakendur setja saman sitt eigið mót. Hægt er að keppa, láta vaða, leika sér og skemmta sér því að rúmlega 30 greinar eru í boði á mótinu og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. segir Auður Inga Þorsteinsdóttir, framkvæmdastjóri UMFÍ. Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Landsmótsins og Unglingalandsmóts UMFÍ, ásamt verkefnastjórnunum Thelmu Knútsdóttur (t.h.) og Pálínu Ósk Hraundal. Eitthvað fyrir alla Auður segir Landsmótið vera miklu meira en íþróttamót. Þetta er íþróttaveisla þar sem íþróttir verða í aðalhlutverki á daginn og skemmtun í góðum félagsskap ráðandi á kvöldin. Önnur áhersla á mótinu er fólgin í því að einfalt er að setja saman lið í hverri grein. Í flestum tilvikum eru aðeins 2 3 í hverju liði. Þá er leiktíminn í styttri kantinum og því má búast við stuttum og hröðum leikjum. Það getur svo myndað skemmtilegar aðstæður og mikla spennu. Þátttakendur greiða aðeins eitt þátttökugjald sem er stillt í hóf til þess að sem flestir geti verið með. Fjöldi nýrra greina Mikil áhersla er lögð á nýjar íþróttagreinar og um leið nýjar og spennandi útfærslur á öðrum greinum. Í ár verður keppt í fyrsta skipti hér á landi í nokkrum greinum. Þar má t.d. nefna krolf, biathlon og fótboltapönnu auk fjölda annarra greina. Önnur breyting. sem kynnt er á mótinu í ár, er að afþreying á mótinu er nú meira hreyfitengd en áður. Til dæmis má nefna að á svæðinu verður 50 metra löng þrautabraut, fótboltapílukast, spikeball og alls konar þrautir Breytt viðhorf samfélagsins Samfélagið hefur verið að þróast og þar eru íþróttir og hreyfing ekki undanskildar að sögn Auðar. Framtíðarsýn UMFÍ er að mæta þörfum og bæta samfélagið. Þar af leiðandi þarf að taka tillit til breyttra þarfa fólks. Landsmót UMFÍ var á sínum tíma einn af fáum íþróttaviðburðum sem í boði voru á Íslandi. En í dag er til fullt af flottum innlendum og erlendum viðburðum þar sem afreksfólk er í fararbroddi. Grasrótin í ungmennafélagshreyfingunni vildi færa nálgunina yfir á breiðara svið svo að fleiri gætu tekið þátt og haft gaman af því að hreyfa sig. Landsmótið er niðurstaðan af þeirri stefnumótun sem fram fór og á að stuðla að því að bæta samfélagið með þátttöku fleira fólks í íþróttum. Sjáumst hress og kát á Landsmótinu. Dagskrá eftir þínu höfði Þátttakendur á Landsmótinu búa til sína eigin dagskrá. Um 30 mismunandi íþróttagreinar auk skemmtunar og fróðleiks eru í boði og því ættu allir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Til aðgreiningar er dagskrá mótsins skipt niður í fjóra flokka sem hver hefur sinn lit: Gulir viðburðir eru keppnisgreinar. Til að taka þátt þarf þátttökuarmband. Rauðir viðburðir eru kennsla og kynningar. Til að taka þátt þarf þátttökuarmband. Grænir viðburðir eru opnir fyrir alla. 18 SKINFAXI

19 Höfum gaman af 'essu Við kynnum Vinahóp Olís, vildarklúbb lykil- og korthafa Olís og ÓB. Allir sem eru nú þegar með lykil eða kort frá Olís eða ÓB eru sjálfkrafa í Vinahópnum og þurfa því ekkert að gera, nema njóta aukinna fríðinda og hafa gaman af þessu. Aragrúi skemmtilegra og spennandi tilboða hjá fjölbreyttum samstarfsaðilum í hverjum mánuði. Kynntu þér Vinahópinn á olis.is SKINFAXI 19

20 Einblíndu á það sem skiptir máli Til að skara fram úr þarf ástríðu, einbeitingu, viljastyrk og útsjónarsemi. Þetta einkennir merkisbera KPMG, Ólafíu Þórunni Kristinsdóttur. Í rekstri líkt og atvinnumennsku í íþróttum skiptir máli að hafa forgangsröðunina í lagi og hugrekki til að fara nýjar leiðir er byggja á þekkingu, reynslu og réttum upplýsingum. Við leggjum okkur fram svo þú skarir fram úr. Kynntu þér þjónustuframboð KPMG á vefsíðu félagsins eða hafðu samband í síma og við verðum þér innan handar. kpmg.is 20 SKINFAXI

21 Ég fer yfirleitt í bankann í appinu SKINFAXI 21

22 Stúkan á Grenivík sameinar bæjarbúa Þegar knattspyrnulið Magna komst í Inkasso-deildina haustið 2017 voru góð ráð dýr. KSÍ gerir kröfu um að liðin séu með stúku á vellinum. Magni lumaði ekki á slíkum lúxus. Framkvæmdastjóri íþróttafélagsins lét þá boð út ganga og sjálfboðaliðar mættu með hamra á lofti. Þessi stúka okkar er ótrúlegt afrek. Allir á Grenivík fylgjast auðvitað með liðinu og vilja láta gott af sér leiða á þessum tímamótum, þegar Magni keppir í Inkasso-deildinni. Við gengum í málið og komum upp stúku fyrir alla bæjarbúa á tveimur vikum, segir Gísli Gunnar Oddgeirsson, framkvæmdastjóri Íþróttafélagsins Magna á Grenivík. Magni á aðild að Héraðssambandi Þingeyinga (HSÞ) sem er sambandsaðili UMFÍ. Knattspyrnulið Magna lék sinn fyrsta leik í Inkasso-deildinni, næstefstu deildinni í íslenskri knattspyrnu, í sumar. Þetta var aðeins í annað sinn í meira en 100 ára sögu félagsins sem það kemst svo hátt. En KSÍ gerir þá kröfu til liða, sem spila í Inkasso-deildinni, að þau séu með stúku við knattspyrnuvöllinn. Gísli segir smiði bæjarins hafa verið kallaða á fund og þeir inntir eftir því hvort þeir gætu nýtt kraftinn í bænum, snúið bökum saman og reist stúku fyrir íþróttafélagið. Allir voru til í það. Þegar við vorum búin að mæla fyrir stúkunni fannst fólki þetta auðvitað ansi stórt verkefni. En þegar við ætlum okkur eitthvað á Grenivík þá förum við í það, segir Gísli og bætir við að íbúar og fyrirtæki hafi lagst á eitt. Meira að segja foreldrar liðsmanna í knattspyrnunni hafi komið til að smíða. Sænes, dótt- urfélag Grýtubakkahrepps, veitti höfðinglegan styrk til verksins og sveitarfélagið keypti efnið í stúkuna. Öll framkvæmd- in, jarðvegsvinna og smíði stúku, var að mestu unnin af sjálfboðaliðum og lauk verkinu á hálfum mánuði. Fyrirhugað er að fá sæti í stúkuna í haust. Stúkan er fyrir alla íbúa Grenivíkur og þarna er eini heimavöllur landsins sem tekur alla 372 bæjarbúa í sæti. Hún fylltist á heimaleik liðsins á móti Þór í júní en þá komu 804 á leikinn. Það er rúmlega tvöfalt fleiri en búa í bænum. Þetta vakti athygli víða og fjölluðu fjölmiðl- ar um gestaganginn í bænum. Gísli segir margt fram undan. Þar á meðal er verið að undirbúa byggingu nýs tæplega 500 fermetra vallarhúss sem Magni mun deila með Björgunarsveitinni Ægi. Þar verður öll aðstaða fyrir íþróttafélagið, skrifstofa, veitingasala og búningsaðstaða fyrir bæði lið og dómara. Þetta verður mikil búbót fyrir Magna og hreppinn því að við höfum aldrei verið með okkar eigin aðstöðu, segir framkvæmdastjóri Magna. Þegar við ætlum okkur eitthvað í Grenivík þá förum við í það. 22 SKINFAXI

23 SKINFAXI 23

24 Skiptir máli að hitta fólkið Guðríður Aadnegard er formaður Héraðssambandsins Skarphéðins (HSK). Sambandið er næststærsti sambandsaðili UMFÍ en innan þess eru um fimmtíu aðildarfélög. Í HSK er fólk sem býr að mikilli reynslu við skipulagningu stórmóta. Næsta stórmót á vegum HSK er Unglingalandsmót UMFÍ sem haldið verður í Þorlákshöfn um verslunarmannahelgina. En hvaða ráð á formaður HSK handa þeim sem undirbúa mót? Undirbúningur fyrir Unglingalandsmótið gengur mjög vel og skemmtidagskráin er tilbúin. Við í mótsnefndinni höfum verið lengi á fullu. Hér er fólk sem kann til verka, segir Guðríður, formaður HSK. Hún segir að við undirbúning móta eins og Unglingalandsmótsins skipti máli að byrja nógu snemma, að virkja fólk til að klukka aðra og koma hlutunum í gang. Langt er síðan nefnd mótsins hjá HSK skipti með sér verkum og deildi verkefnum út til fólks. Guðríður fékk sjálf mörg verkefni til viðbótar við formennskuna í HSK. Eitt þeirra er að safna styrkjum hjá fyrirtækjum í tengslum við Unglingalandsmótið. Aðrir sjálfboðaliðar í öðrum bæjarfélögum safna styrkjum á heimaslóðum sínum. Hópar fólks eru á Selfossi og í Þorláshöfn og víðar. Íþróttahreyfingin þrífst á því að fólk vinni saman. Samfélagið þarf einfaldlega að standa saman að svona mótum og allir sem geta verða að leggja hönd á plóg. Guðríður segir styrkja fyrir Unglingalandsmótið leitað víða. Við leitum ekki aðeins styrkja á mótsstaðnum heldur um allt Suðurland, segir hún og bætir við að lítið þýði að skrifa tölvupósta til að senda út og suður. Árangursríkara sé að gera fólk út af örkinni og hitta forsvarsmenn fyrirtækja. Með kynningu á viðburðum, hverjir sem þeir eru, í eigin persónu, sé mun líklegra að uppskera stuðning. Með þessum hætti hafa ungmennafélagar í HSK aflað styrkja og fjármagnað verðlaun Unglingalandsmótsins. Við höfum reiknað út hvað verðlaun kosta og fáum fyrirtæki til að styrkja þau. Forsvarsmönnum fyrirtækjanna er boðið á mótið til að afhenda verðlaunin. Það eru 22 greinar á Unglingalandsmótinu og fyrirtæki gefa öll verðlaunin. Búið er að tilkynna að Unglingalandsmót verði haldið á Selfossi árið Guðríður segir löngu búið að skipa í nefndina fyrir það mót. Það sem skiptir máli er að virkja sem flesta og byrja snemma að skipuleggja fjárhagshliðina eins og við höfum gert í gegnum tíðina, segir hún og leggur áherslu að kostir fylgi því að skipuleggja flesta þætti, sem snúa að fjárhagshlið mótanna, mjög snemma á vegferðinni.. Fordæmi fyrir stórum mótum hjá HSK Landsmót UMFÍ 50+ var haldið í Hveragerði á síðasta ári. Þetta var stórt mót, með þátttakendum. Guðríður segir það koma að gagni. Við búum að reynslunni síðan í fyrra. Mótið gaf mótshöldurum heilmikið, reynslu og fjármuni sem runnu til aðildarfélaganna. Sjálfboðaliðarnir skipta miklu máli fyrir félögin og skiptingu fjármuna til þeirra. Þegar haldið er af stað mæli ég með því að allir haldi skrá um framlag sitt á mótinu svo að félag viðkomandi beri sitt úr býtum. 24 SKINFAXI

25 14 2 kg 9 90 kg kg kg 10 3 kg kg 4 90 kg kg kg kg 12 3kg kg 7 6 kg 3 14 kg 25 4 kg SPÁÐ ER SENDINGUM Á 80 VIÐKOMUSTÖÐUM UM ALLT LAND Við förum daglegar ferðir í alla landshluta með sendingar af öllum stærðum og gerðum sama hvernig viðrar. Hafðu samband og fáðu tilboð í þína flutninga. flytjandi.is SKINFAXI 25

26 LEIKUR Allir voru himinlifandi því að áhersla var lögð á leikinn en ekki harða keppni. Gleðin var ráðandi á fyrsta grunnskólamóti Ungmennasambands Kjalarnesþings (UMSK) og Blaksambands Íslands (BLÍ) í blaki sem fór fram í Kórnum í Kópavogi 9. maí sl. Á mótinu spiluðu um sjö hundruð börn úr bekkjum fimmtán grunnskóla á svæði UMSK. Valdimar Gunnarsson, framkvæmda stjóri UMSK, er hæstánægður með hvernig mótið tókst og bendir á að það megi þakka góðum undirbúningi í langan tíma. Stefnt er að því að halda mótið árlega. Hann segir fyrirkomulagið geta nýst öðrum íþróttagreinum. Þetta fór fram úr björtustu von um okkar, segir Valdimar. Hugmynd in að mótinu varð til innan blakfélaga UMSK, hjá Aftureldingu, HK og Stjörnunni, fyrir meira en ári. Við höfðum hist og rætt um það hvernig hægt væri að efla blakíþróttina og fjölga iðkend um. Þótt margir stundi blak er þetta ósýnileg íþrótt. Hún sést lítið í sjónvarpi og fær litla umfjöllun. Það eru fáar sýnilegar stjörn ur í blaki og því eru endurnýjun og nýliðun frekar lítil. Við vildum kynna íþróttina fyrir krökkum og kanna hvort það yki áhuga á blaki, segir Valdimar. Finnar til fyrirmyndar Finnar hafa staðið framarlega í blaki í gegnum tíðina. Þar í landi er á hverju ári haldið Power Cup, stærsta blakmót fyrir börn og ungmenni í heimi. Mót ið sækja einstaklingar sem keppa á 238 blakvöllum. Valdi mar fór á mótið í fyrrasum ar til að kynna sér hvernig Finnarnir gera þetta. 26 SKINFAXI

27 Þátttakendur: 700 börn Aldur: 9 13 ára Hver leikur: 5 mínútur Fjöldi valla: 64 Valdimar segir það hafa verið eftir tektarvert að mótið fór fram í fótbolta höll og þar var spilað á gervigrasi og malarfótboltavöllum. Eftir þessa ferð kviknaði sú hugmynd að við myndum halda svipað mót innan okkar raða, setja upp blakvelli í Kórnum og halda skólamót í blaki innan UMSK, segir Valdimar og bend ir á að fjölmargir hafi komið að undirbúningi mótsins, skipulagningu þess og vinnu á mótsdag. Meðal ann ars var ráðinn verkefnisstjóri sem hélt utan um verkefnið. Hlutverk hans var að heimsækja alla skóla á svæði UMSK og kynna mótið fyrir Við vildum kynna íþróttina fyrir krökkum og kanna hvort það yki áhuga á blaki. skóla stjórnendum og íþróttakennurum. Við vorum með kynn ingu á blaki í íþróttatímum og kynntum greinina fyrir öll um þar. Síðan gáfum við bækl inga og plaköt. Þetta gekk upp með stuðningi skólanna. Skólastjórnendur tóku ótrúlega vel í hugmyndina. Valdimar bætir við að gríðarlegur styrkur hafi líka falist í stuðningi Blaksambands Íslands og Ólympíusam hjálparinnar (e. Olympian Solidarity) þar sem um útbreiðsluverkefni sé að ræða. Það hafi gert UMSK kleift að kaupa stangir, net og annan búnað til að standa fyrir mótinu. Nú eigum við búnaðinn og get um sett upp mót þegar við viljum, segir Valdimar. Búnaðurinn stendur öðrum til boða sem vilja halda blakmót og kynna íþróttina. Stuttir leikir og gott skipulag Mótið var skipulagt með þeim hætt að settir voru upp 32 heilir blakvellir í Kórnum. Hverjum velli var skipt í tvennt og urðu þeir því 64 talsins. Þátttakendur voru um 700 og spil uðu tveir á móti tveimur. Hver leik ur var fimm mínútur. Hvert lið var með skorkort og þegar hverjum leik lauk skrifuðu þátttakendur skor sín á kortið og færðu sig síðan til hliðar um einn völl eins og í félagsvist. Allir voru kátir með þetta. Krakk arnir og íþróttakennararnir þeirra voru himinlifandi því að áhersla var lögð á leikinn en ekki harða keppni. Þetta átti SKINFAXI 27

28 28 SKINFAXI

29 að vera skemmtilegt og gaman og það tókst, segir Valdimar og bætir við að eftir að mótinu lauk hafi hann og aðstandendur þess heimsótt skóla allra þátttakenda og fært þeim viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna. Stigahæsta lið samkvæmt skorkorti fékk svo blakbolta að gjöf. Valdimar segir skólayfirvöld hafa ver ið hæstánægð með fram takið og hvatt til þess að slíkt mót verði hald ið á hverju ári. Það er nú á teikniborðinu. Hvað geta aðrir gert? Valdimar segir skólamótið í blaki hafi hugsanlega verið íþróttinni til framdráttar og og fjölgað iðkendum. Hann telur hins vegar að tímasetn ingin hefði getað ver ið betri, ákjós an legt sé að halda mótið á haustin, þegar skólaárið er að hefjast, í stað enda skólaársins í sumarbyrjun. En fyrirkomulagið sé gott. Hægt sé að halda skólamót í öðrum íþróttagreinum með sambærilegum hætti til að vekja athygli á þeim. Skólamót í blaki getur orðið íþróttinni tilframdráttar. Hægt er að halda skólamót í öðrum íþróttagreinum með sambærilegum hætti til að vekja athygli á þeim. Blaksamband Íslands og Ólympíusamhjálpin styrktu skólamót UMSK. Það gerði sambandinu kleift að kaupa stangir, net og annan búnað í blaki til að standa fyrir mótinu. Búnaðurinn stendur öðrum til boða sem vilja halda blakmót og kynna íþróttina. Svæði UMSK nær yfir Álftanes, Garðabæ, Kópavog, Mosfellsbæ og út á Seltjarnarnes. Aðildarfélög voru 48 árið Þar á meðal eru Afturelding, Hestamannafélagið Hörður og Golfklúbbur Mosfellsbæjar, Breiðablik, Gerpla og HK í Kópavogi, Stjarnan í Garðabæ, Grótta á Seltjarnarnesi, Golfklúbbur Kópavogs og Garðabæjar, vélhjólaklúbbar, skautafélög og fleiri. Iðkendur eru Félagsmenn eru Valdimar Gunnarsson, framkvæmdastjóri UMSK, ræðir við keppendur á grunnskólamótinu. SKINFAXI 29

30 Blakarar drífa sig í ringó Þetta hefur gengið vonum framar. Sigríður Bjarnadóttir, formaður Íþróttafélagsins Glóðar, segir baráttu hafa þurft til að kynna nýja íþróttagrein til sögunnar fyrir meira en áratug. Nú er bæði æft og keppt í ringó víða um land. Ringó er ein af keppnisgreinunum á Landsmótinu á Sauðárkróki. Rétt rúmur áratugur er síðan íþróttagreinin ringó var kynnt til sögunnar hér á landi. Sigríður Bjarnadóttir, formaður Glóðar, kynntist greininni þegar hún fór á landsmót DGI á Jótlandi í Danmörku árið Við fórum þrjár úr Glóð á landsmótið. Þar kynntumst við Dönum og ringói. Þau komu árið eftir hingað, gistu hjá mér og héldu námskeið í ringói í heila viku, segir Sigríður. Ári síðar sneru Danirnir aftur en þá með hóp af dönskum ringóspilurum. Þetta gaf tilefni til að halda ringómót árið En hvernig gekk að kynna greinina? Það var töluverð barátta. Fólk fussaði og sveiaði í fyrstu. En þetta hefur gengið vonum framar, sérstaklega eftir að við hóf- um samstarf við UMFÍ um að kynna greinina áfram. Nú er farið að spila ringó á Ísafirði, í Borgarnesi, á Suðurlandi og víðar, eins og á Unglingalandsmóti á Egilsstöðum. Það sem skiptir máli er að halda þessu við, segir Sigríður og bætir við að ástæðan fyrir því að ringó hefur notið vinsælda sé að greinin líkist mjög blaki. Af þeim sökum hafa blakarar, sem hættir eru að spila, drifið sig í ringó. Íþróttafélagið Glóð Íþróttafélagið Glóð var stofnað upp úr því að hópur Kópavogsbúa yfir miðjum aldri keppti á Landsmóti UMFÍ á Sauðárkróki árið Markmið Íþróttafélagsins Glóðar hefur frá upphafi verið að efla hreyfingu og hafa áhrif á fæðuval og heilsu félagsmanna. Æfingar í ringó eru tvisvar í viku. Auk þess býður félagið upp á pútt og boccia, dans, zumba og línudans. Hvað er ringó? Í ringó eru notaðir hringir, í stað bolta í blaki. Þeim er kastað yfir net og þurfa mótherjarnir að grípa þá. Tveir hringir eru notaðir í hverjum leik og er oft mikill hasar á vellinum. 30 SKINFAXI

31 GRILLUM Í SUMAR KOMDU OG SKOÐAÐU ÚRVALIÐ byko.is Vertu með! PALLA- LEIKUR Alls 10 vinningar, heildarverðmæti rúmlega kr. Sjá nánar á byko.is Auðvelt að versla á byko.is Sendum út um allt land SKINFAXI 31

32 ERLENT SAMSTARF UMFÍ UMFÍ hefur undanfarið ár tekið þátt í verkefni á vegum ISCA International Sport and Culture Association, sem eru alþjóðleg samtök hinna ýmsu grasrótarsamtaka á sviði íþrótta, almenningsíþrótta og menningar. Verkefnið, Integration of Refugees through Sport, fól í sér útgáfu á handbók sem hefur að geyma ýmsar hagnýtar upplýsingar um hindranir og lausnir fyrir íþróttafélög um það hvernig heppilegast sé að aðstoða fólk af erlendum uppruna til þess að aðlagast nýju samfélagi með þátttöku í gegnum íþróttir. HEIMASÍÐA MEÐ GÓÐUM RÁÐUM Á alþjóðlegum degi flóttafólks, 20. júní sl., var opnuð heimasíða samhliða verkefninu. Á síðunni er að finna handbók með hagnýtum upplýsingum. Þar má finna góðar hugmyndir eða svokölluð tips and tricks frá samtökum og félögum víðs vegar í Evrópu sem hafa unnið með flóttafólki eða fólki af erlendum uppruna með góðum árangri. Þá eru sögur af fólki af erlendum uppruna sem náð hefur góðum árangri í íþróttum í nýju landi. Einnig er að finna á síðunni stutt myndbönd. Eitt þeirra fjallar um hindranir og upplifun flóttafólks við komuna til nýs lands. Annað myndband gefur góð ráð um hvernig heppilegast sé að fara af stað með verkefni sem hefur það markmið að hjálpa flóttafólki í gegnum þátttöku í íþróttum. Þriðja myndbandið fjallar síðan um hlutverk og ábyrgð ráðamanna tengt þessum málaflokki. Seinna á þessu ári er væntanlegt inn á síðuna stutt rafrænt námskeið með mismunandi viðfangsefnum um hvernig heppilegast sé að fara af stað með verkefni í þessum anda. Slóðin á síðuna er Myllumerki verkefnisins er #PlayTogether KOMDU OG VERTU MEÐ Í haust kemur út bæklingur á sex mismunandi tungumálum sem ætlaður er til upplýsingar um starfsemi íþrótta- og ungmenna- félaga fyrir foreldra barna og ungmenna af erlendum uppruna hér á landi. UMFÍ hefur leitt verkefnið í samvinnu við Íþróttaog Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) og Knattspyrnusamband Íslands (KSÍ). Sambandsaðilar UMFÍ eiga von á nánari kynningu á efninu og upplýsingum um það í ágúst nk. 32 SKINFAXI

33 FRAMTÍÐIN ER ÓKANNAÐ SVÆÐI Við vísum veginn ÍSLENSKA / SIA.IS/ LOG /14 Borgartúni Reykjavík Fax Hafnarstræti Akureyri Fax Sími lex@lex.is SKINFAXI 33

34 SJÁUMST Á UNGLINGALANDSMÓTI UMFÍ Í ÞORLÁKSHÖFN 21. Unglingalandsmót UMFÍ fer fram um verslunarmannahelgina ágúst nk. Að þessu sinni fer mótið fram spottakorn frá höfuðborginni, í Þorlákshöfn. Mótshaldarar eru Héraðssambandið Skarphéðinn (HSK), Sveitarfélagið Ölfus og Ungmennafélag Íslands. Unglingalandsmót UMFÍ er vímulaus fjölskylduhátíð þar sem börn og ungmenni á aldrinum ára reyna með sér í fjölmörgum íþróttagreinum en samhliða er boðið upp á fjöl- breytta afþreyingu, leiki og skemmtun fyrir alla fjölskylduna. Mótið er því sannkölluð fjölskylduhátíð. Ekki er skilyrði að vera skráður í ungmennaeða íþróttafélag til þess að taka þátt. Fjölbreytt dagskrá og afþreying Þétt dagskrá er alla mótsdagana og skemmtun á kvöldin þar sem margt af þekktasta tónlistarfólki landsins kemur fram. Þegar hafa boðað komu sína Jói Pé og Króli, Herra Hnetusmjör og Flóni, Jón Jónsson og hljómsveitin Between Mountains, Young Karin, Míó Tríó, DJ Dóra Júlía og fleiri. Hin landsþekkta Lúðrasveit Þorlákshafnar kemur að sjálfsögðu fram á mótinu. Í ár er boðið upp á yfir 20 keppnisgreinar. Má þar t.d. nefna knattspyrnu, körfubolta og frjálsar íþróttir. Margar nýjungar eru líka kynntar til leiks í Þorlákshöfn. Fullt af spennandi greinum Það er meiri fjölbreytni á Unglingalandsmótinu nú en nokkru sinni áður og það veitir öllum þátttakendum tækifæri til að prófa fullt af spennandi greinum. Á meðal nýjunganna, sem kynntar verða til leiks, eru greinar sem gera allri fjölskyldunni kleift að taka þátt og keppa saman, segir Ómar Bragi Stefánsson, framkvæmdastjóri Unglingalandsmóts UMFÍ. Á meðal nýrra greina nú er keppni í dorgveiði og sandkastalagerð. Keppni í kökuskreytingum er einnig á dagskránni. Þetta verður í annað sinn sem keppt er í kökuskreytingum á Unglingalandsmóti UMFÍ. Fyrst var keppt í greininni á Egilsstöðum í fyrra og var hún með vinsælustu greinunum. Við sáum það á Egilsstöðum að þátttakendur á Unglingalandsmótum vilja fjölbreytni og nýjungar. Við svörum að sjálfsögðu því kalli, bætir Ómar Bragi við og segir greinarnar flestar til þess fallnar að vinir og vinkonur geti búið til lið saman. Allir geta skráð sig til leiks Skráningargjald á Unglingalandsmót UMFÍ er krónur og geta allir sem vilja skráð sig til leiks. Greiða þarf gjaldið til að geta klárað skráningu. Aðrir mótsgestir greiða ekkert gjald en geta þó tekið þátt í fjölbreyttri afþreyingu og verkefnum sem boðið er upp á. Skráning og greiðsla fer í gegnum greiðsluþjónustukerfið NORA. Ítarlegri upplýsingar um mótið, dagskrána og skráninguna eru á slóðinni: 34 SKINFAXI

35 ELDISSTÖÐIN ÍSÞÓR NESBRAUT 25 ÞORLÁKSHÖFN SKINFAXI 35

36 Hafa mætt á Unglingalandsmót UMFÍ 12 ár í röð Falur Harðarson og fjölskylda hans hafa mætt með dætur sínar á Unglingalandsmót á hverju ári síðan árið Þau ætla ekki að sleppa mótinu í ár. Hjónin Falur Harðarson og Margrét Sturlaugsdóttir eiga tólf ára dóttur sem hefur mætt á hvert einasta Unglingalandsmót UMFÍ frá fyrsta ári. Hún stefnir á að bæta því þrettánda við um verslunarmannahelgina í Þorlákshöfn. Þau Falur og Margrét segja einfalda ástæðu fyrir því að fjölskyldan hafi farið svona oft á Unglingalandsmót UMFÍ. Elsta dóttir þeirra tók þátt í mótinu þegar þegar hún var um 11 ára á Laugum í Reykjadal árið Það var fyrsta mótið sem fjölskyldan sótti og hafa þau ekki misst úr ár í allan þennan tíma. Þau eiga þrjár dætur og eina fósturdóttur og hafa þær allar keppt á mótunum og ætíð keppt í körfubolta. Sú yngsta var ekki orðin ársgömul þegar hún fór með eldri systrum sínum og foreldrum á mótið. Þau Fal og Margréti þarf vart að kynna fyrir íþróttafólki. Falur spilaði lengi körfubolta með Keflavík, íþrótta- og ungmennafélagi, er fyrrverandi landsliðsmaður í körfubolta og þjálfar nú karlalið Fjölnis í körfubolta. Margrét hefur jafnframt verið tengd körfuboltanum lengi. Hún spilaði með Keflavík og íslenska landsliðinu og hefur verið landsliðsþjálfari hjá yngri landsliðum KKÍ til margra ára. Nú þjálfar hún meistaraflokk kvenna í körfubolta hjá Breiðabliki. Falur segir Unglingalandsmót UMFÍ fastan punkt í ferðasumri fjölskyldunnar. Við ferðuðumst lítið innanlands hér áður fyrr. En núna er það orðinn fastur liður í tilverunni að leigja hjólhýsi og fara í viku ferðalag í kringum Landsmótið. Yfirleitt heim sækjum við nærumhverfi móts staða eftir mótin á hverju ári, segir hann. Unglingalandsmót UMFÍ er fyrir ungmenni 11 til 18 ára. Elsta dóttirin í fjölskyldunni er orðin eldri. Þau Falur og Margrét ætla að halda áfram að mæta á mótin með hinar dæturnar. Við stefnum auðvitað á að koma með okkar yngstu á 18 mót í röð, segir Falur. 36 SKINFAXI

37 AlmAr Bakari SUNNUMÖRK 2 HVERAGERÐI Við styðjum Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn Bergverk, Þorlákshöfn Bíliðjan, Þorlákshöfn Jón Baldursson ehf., Þorlákshöfn Þjónustustöðin, Þorlákshöfn Pípulagnir Davíðs, Þorlákshöfn Hársnyrtistofan Opus, Hveragerði Blómaborg, Hveragerði Kjartan rakari, Þorlákshöfn Efnalaug Suðurlands, Selfossi Holræsa- og stífluþjónusta Suðurlands, Selfossi Gesthús, Selfossi Hjá Maddý ehf., Selfossi Hárgreiðslustofa Önnu, Selfossi Bókakaffið, Selfossi Fossvélar ehf., Selfossi Bílaverkstæðið Klettur, Selfossi Eðalmálun ehf., Selfossi Fóðurblandan, Selfossi Iceland pet, Þorlákshöfn ARGH, grafísk hönnun, Þorlákshöfn Tannlæknastofa Þorlákshafnar Subway Gefendur verðlauna á Unglingalandsmóti UMFÍ í Þorlákshöfn Rammi, Þorlákshöfn Hrímgrund, Þorlákshöfn Fasteignasala Suðurlands, Þorlákshöfn Gallery Hendur í Höfn, Þorlákshöfn Kompan klippistofa ehf., Þorlákshöfn Trésmiðja Heimis ehf., Þorlákshöfn Blómaverkstæði Bergþóru, Þorlákshöfn Gottís, Hveragerði Fiskverslun Hveragerðis Þvottahús Áss og Grundar, Hveragerði Rósakaffi, Hveragerði Múrþjónusta Helga Þorsteinssonar, Hveragerði Ficus ehf., Hveragerði Dvalarheimilið Ás, Hveragerði Hverablóm, Hveragerði Smyril Line Black Beach Tours Raufarhóll ehf. Færni, sjúkraþjálfun Hot Springs Hotel SKINFAXI 37

38 Styrktarlínur Reykjavík Faxaflóahafnir sf., Tryggvagötu 17 Gjögur hf., Kringlunni 7 Landssamband lögreglumanna, Grettisgötu 89 Efling stéttarfélag, Sætúni 1 Teiknistofan Arkitektar ehf., Brautarholti 6 Gáski ehf., Bolholti 8 Ennemm ehf., Skeifunni 10 Félag skipstjórnmanna, Grensársvegi 13 Blaðamannafélag Íslands, Síðumúla 23 Aðalvík ehf., Síðumúla 13 Bókhaldsstofa Haraldar slf., Síðumúla 29 Eignamiðlunin ehf., Grensásvegi 11 Gull- og silfursmiðjan ehf., Álfabakka 14b Höfðakaffi ehf., Vagnhöfða 11 Orka ehf., Stórhöfða 37 Á.T.V.R., Stuðlahálsi 2 Rimaskóli, Rósarima 11 Landsnet hf., Gylfaflöt 9 Mennta- og menningarmálaráðuneytið, Sölvhólsgötu 4 Kópavogur dk hugbúnaður ehf., Smáratorgi 3 Rafmiðlun hf., Ögurhvarfi 8 Garðabær Garðabær, Garðatorgi 7 Geislatækni ehf., Laserþjónustan, Suðurhrauni 12c Hafnarfjörður Malbikunarstöðin/Hlaðbær- Colas hf., Gullhellu 1 Reykjanesbær Verslunarmannafélag Suðurnesja, Vatnsnesvegi 14 Verkalýðs- og sjómannafélag Keflavíkur og nágrennis, Krossmóa 4 Mosfellsbær Nonni litli ehf., Þverholt 8 Akranes Bifreiðastöð Þórðar Þ. Þórðarsonar, Smiðjuvöllum 15 Borgarnes Gösli ehf., Kveldúlfsgötu 15 Matstofan ehf., Brákarbraut 3 Kaupfélag Borgfirðinga, Egilsholti 1 Samtök sveitarfélaga Vesturlands, Bjarnarbraut 8 Eyja- og Miklaholtshreppur, Hofsstöðum Ísafjörður Ævintýradalurinn ehf., Heydal Bolungarvík Bolungarvíkurkaupstaður, Aðalstræti Blönduós Stéttarfélagið Samstaða, Þverbraut 1 Sauðárkrókur Tannlæknastofa Páls Ragnarssonar ehf., Sæmundargötu 3a Akureyri Hnjúkar ehf., Mýrarvegi, Kaupangi Blikkrás ehf., Óseyri 16 Ólafsfjörður Fjallabyggð, Ólafsvegi 4 Húsavík Jarðverk ehf., Þingeyjarsveit Egilsstaðir Bókráð,bókhald og ráðgjöf ehf., Miðvangi 2 4 Héraðsprent ehf., Miðvangi 1 Skrifstofuþjónusta Austurlands ehf., Fagradalsbraut 11 Fljótsdalshérað, Lyngási 12 Seyðisfjörður Seyðisfjarðarkaupstaður, Hafnargötu 44 Reyðarfjörður Stjórnendafélag Austurlands, Austurvegi 20 Höfn í Hornafirði Sveitarfélagið Hornafjörður, Hafnarbraut 27 Selfoss Fossvélar ehf., Hellismýri 7 Flóahreppur, Þingborg Hveragerði Hveragerðissókn, Hverahlíð Þorlákshöfn Sveitarfélagið Ölfus, Hafnarbergi 1 Laugarvatn Menntaskólinn að Laugarvatni Flúðir Flúðajörfi ehf., Garðastíg 8 Hvolsvöllur Krappi ehf., Ormsvöllum 5 Héraðsbókasafn Rangæinga, Vallarbraut 16 Kirkjubæjarklaustur Hótel Laki ehf., Efri-Vík Velkomin HÓTEL ELDHESTAR sveitahótel - veitingastaður - vínveitingar ráðstefnur - hestaleiga Hótel Eldhestar 2016 Völlum Hveragerði Tel: Fax: info@eldhestar.is / eldhestar@eldhestar.is SKÁLINN Verið velkomin Opnunartími: Mánudaga til föstudaga 8-22 Laugardaga 9-22 Sunnudaga Sími SKINFAXI

39 Velkomin á Unglingalandsmót UMFÍ verslunarmannahelgina ágúst 2018 Velkomin á Hafnardaga ágúst 2018 HAMINGJAN ER HÉR! Í Þorlákshöfn er ein besta íþrótta- og sundaðstaða á landinu. Stór sundlaug, glæsilegir nýir heitir pottar og vel útbúin innilaug fyrir yngstu gestina. Ölfusið hefur uppá margt að bjóða t.d. 18 holu golfvöll, hestaleigur, fjórhjóla- og RIB báta ferðir, einar bestu aðstæður til brimbrettaiðkunar á landinu, svarta sandströnd, veitingastaði og eitt rómaðasta kaffihús landsins. olfus.is SKINFAXI 39

40 Skipta styrktarfé með nýjum hætti Þórarinn Hannesson, formaður Ungmennaog íþróttasambands Fjallabyggðar. Ungmenna- og íþróttasamband Fjallabyggðar hefur tekið upp breytt fyrirkomulag á útgreiðslu styrkja sveitarfélagsins. Formaðurinn, Þórarinn Hannesson, telur breytinguna geta hvatt minni félög til að auka fjölbreytni í starfi sínu. Samþykkt var á ársþingi Ungmenna- og íþróttasambands Fjallabyggðar (UÍF) um miðjan maí sl. að breyta aðferð þeirri sem notuð hefur verið við skiptingu á styrk sveitarfélagsins til aðildarfélaga UÍF. Styrkur sveitarfélagsins nemur 6,5 milljónum króna á ári til barna- og unglingastarfs, aldraðra og fatlaðra og deilist hann niður á þrettán aðildarfélög UÍF. Fram til þessa hefur í skiptingu fjárins verið tekið mið af ákveðnu hlutfalli iðkenda. Hún er síðan margfölduð með æfingatímum og fleiru tengdu umfangi viðkomandi félags. Með breytingunni er í meira mæli tekið mið af starfsemi félagsins, fjölda námskeiða og öðru tengdu starfseminni. Fjöldi iðkenda vegur minna en áður. Greitt var út í fyrsta sinn eftir samþykktinni í kjölfar ársþingsins. Ágætis mæting var á þingið eða rúmlega 30 manns sem svarar til um 80% fulltrúa aðildarfélaga UÍF. Þórarinn Hannesson, formaður UÍF og formaður Ungmenna- félagsins Glóa í Fjallabyggð, telur þetta vera sanngjarnari leið þar sem þau félög sem bjóði upp á fleiri námskeið beri meira úr býtum en þau sem haldi fá námskeið. Að sama skapi geti þetta hvatt félög óháð iðkendafjölda til að bjóða upp á fjölbreytta starfsemi. Það geti skilað sér til félaganna í hærri fjárframlögum. Fá meira fyrir fleiri námskeið Gamla fyrirkomulagið var sett á hjá Íþróttabandalagi Siglufjarðar áður en það sameinaðist Ungmenna- og íþróttasambandi Ólafsfjarðar árið Engin sérstök reikniregla var fyrir á Ólafsfirði sem hægt væri að taka upp og því notuðum við hina áfram. Það var sátt um hana. En sennilega var ástæðan fyrir því sú að menn höfðu ekkert kafað ofan í reikninginn og spáð í það hvernig fénu var útdeilt. Það var engin fyrirmynd að breytingunni. En mér fannst útkoman ranglát og ég var búinn að hugsa þetta í talsverðan tíma fyrir ársþingið. Það sem sannfærði mig um að við þyrfum að breyta reglunni var að við erum með félög sem voru með æfingar einu sinni í viku og önnur sem voru með fjórar æfingar í viku. Þau fengu hins vegar borgað jafnmikið fyrir iðkanda, hvort sem hann æfði einu sinni eða oftar í viku, segir Þórarinn. Stjórn UÍF skoðaði málið og áttaði sig á að æfingatíminn væri dýrasti og mikilvægasti liður í rekstri hvers félags og hefði meiri áhrif á reksturinn en annað þar sem æfingatími og iðkendafjöldi færi saman. Hvatning til að gera betur Þórarinn viðurkennir að í fyrstu hefði hann talið að minni félögin myndu hagnast á breytingunni þar sem vægi iðkenda væri minna. Það varð hins vegar ekki raunin. Umfang félaganna varð hins vegar skýrara. Námskeið voru einfaldlega ekki styrkhæf í fyrri reikniformúlunni sem við notuðum. Sú regla gerði ráð fyrir því að iðkandi hefði æft í þrjá mánuði, segir Þórarinn. Eftir breytinguna kveður reiknireglan á um, sem dæmi, að sé hægt til dæmis að halda 20 tíma námskeið með tíu iðkendum. Út úr því fáist 200 klukkustundir af námskeiðahaldi. Þórarinn bætir við að skoðanir hafi verið skiptar í þessu máli. Það breyttist hins vegar þegar hann sýndi fram á að félagið, sem hann er í forsvari fyrir, Umf. Glói, bæri minna úr býtum eftir breytinguna en áður. 40 SKINFAXI

41 Þetta munaði um hundrað þúsund krónum á milli ára. Við erum með íþróttaskóla fyrir yngstu krakkana, fimleikaæfingar og íþróttaskóla einu sinni í viku sem er lítið miðað við aðra sem eru með íþróttaskóla fjórum sinnum í viku. Fólk sá auðvitað að þótt ég bæri upp tillöguna vorum við ekki að græða neitt á breytingunni. Ég held reyndar að það hafi skipt máli um það hversu vel fólk tók í hana, segir Þórarinn og er þrátt fyrir þetta enn sannfærður um að breytingin á útdeilingu fjármunanna hvetji til fjölbreytni í rekstri aðildarfélaga UÍF. Breytingin skipti nær engu máli fyrir flest félög. Knattspyrnufélag Fjallabyggðar og álíka umfangsmikil félög fengu um 100 þúsund krónum meira en áður. Ég var búinn að gefa mér fyrirfram að minni félögin myndu græða meira á þessu. Svo reyndist ekki vera. En ég er samt sannfærður um að þessi regla sýni betur umfang aðildarfélaganna og sé bæði sanngjarnari og réttlátari en áður var, segir hann. Fjölbreytni í íþróttalífi bæjarins jókst Þórarinn Hannesson flutti til Siglufjarðar árið 1994 og er íþróttakennari við grunnskólann. Hann segir miklar breytingar hafa orðið á samfélaginu í gegnum tíðina. Við stofnuðum Ungmennafélagið Glóa haustið eftir að ég kom hingað til að auka fjölbreytni í íþróttalífinu. Eftir sameiningu við Ólafsfjörð í sveitarfélag Fjallabyggðar hefur verið tvennt af öllu. Tvö skíðafélög, tvö hestamannafélög og tveir golfklúbbar ásamt fleiri félögum. Það eina sem breyttist er að Leiftri og Knattspyrnufélag Siglufjarðar sameinuðust í Knattspyrnufélagi Fjallabyggðar (KF). Ungmennafélagið Glói er hins vegar eina félagið í sveitarfélaginu sem er fjölgreinafélag, segir hann. Þórarinn segir fólki hafa fækkað nokkuð stöðugt í sveitarfélaginu og setji það hömlur á þá fjöl- breytni sem hægt er að bjóða upp á í skipulögðu íþrótta- og tómstundastarfi. Hann tekur sem dæmi að árið 1994 voru 340 börn í grunnskóla Siglufjarðar. Nú eru 200 nemendur á grunnskólaaldri í sameinuðum skóla. Þar af eru 120 á Siglufirði. Það er í raun ótrúlegt hvað við getum boðið upp á fjölbreytt íþróttastarf með ekki fleiri íbúa, segir hann. Vægi ÁÐUR NÚNA Fjöldi iðkenda: 25% 0% Umfang félaga (Æfingatími, mótahald og fleira): 65% 90% Grunnstyrkur: 10% 10% SKINFAXI 41

42 TAKK FYRIR FRÁBÆRT SAMSTARF AÐALSAMSTARFSAÐILI GULL SAMSTARFSAðILAR SILFUR SAMSTARFSAðILAR BRONS SAMSTARFSAðILAR 42 SKINFAXI

43 Tími fyrir fjölskylduna Þægilegri bankaþjónusta gefur þér tíma Tími er eitt það dýrmætasta sem við eigum. Við viljum öll ráða hvernig við nýtum hann. Við hjá Arion banka vinnum að því alla daga að gera þjónustu okkar einfaldari og betri. Þannig nýtist þinn tími betur til að gera það sem þér þykir skemmtilegast. arionbanki.is SKINFAXI 43

44 Forkólfar miðla þekkingu á hreyfingu Hreyfivika UMFÍ fór fram dagana 28. maí til 3. júní sl. og tókst með miklum ágætum. Vikan hefur víða fest sig í sessi og fjölmargir boðberar hreyfingar um allt land hafa unnið ötullega að því að kynna kosti þess fyrir landsmönnum að hreyfa sig reglulega. Átaksverkefni sem þetta væri ekki framkvæmanlegt nema að allir leggist á eitt enda er ungmennafélagshreyfingin rík af sjálfboðaliðum um allt land. Sjálfboðaliðarnir láta hlutina gerast og fá til liðs við sig forkólfa í samfélaginu til að kynna, kenna og miðla hinum ýmsu möguleikum til hreyfingar. Viðburðir í Hreyfiviku UMFÍ eru ávallt fjölbreyttir og er gaman að sjá hvað margir þéttbýlisstaðir eru iðandi af lífi í þessari viku. Í ár gaf UMFÍ út svokallað Hreyfibingó sem mæltist vel fyrir. Þátttakendum gafst þá kostur á að taka mynd af sér við ýmiskonar hreyfiverkefni, merkja myndirnar með myllumerkinu #minhreyfing og þeir áttu þess kost að vinna veglega vinninga frá 66 Norður og Ölgerðinni. Ungmennafélag Íslands hefur síðastliðin sex ár tekið þátt í þessari evrópsku lýðheilsuherferð sem ber nafnið Now We Move og hluti herferðarinnar er Hreyfivikan sjálf. Markmið verkefnisins er að að fá hundrað milljónir fleiri Evrópubúa til að hreyfa sig reglulega fyrir árið Rannsóknir sýna að einungis þriðjungur íbúa í Evrópu hreyfir sig reglulega. Jafnframt er það markmið verkefnisins að kynna kosti þess að taka reglulega virkan þátt í hreyfingu og íþróttum. UMFÍ tekur verkefnið sem langhlaup og hvetur alla til að finna uppáhaldshreyfingu sína og stunda hana reglulega eða að minnsta kosti í 30 mínútur daglega. Fyrsta flokks veitingastaður á Hótel Örk í Hveragerði Opið 11:30 22:00 alla daga Við tökum alltaf vel á móti þér og töfrum fram það besta í eldhúsinu, hvort sem þú vilt afslappaðan og ferskan hádegismat eða girnilegan kvöldverð. Eigðu bragðgóða gæðastund í notalegu umhverfi. HAPPY HOUR ALLA DAGA KL Breiðumörk 1c / 810 Hveragerði / hverrestaurant@hverrestaurant.is 44 SKINFAXI

45 54% Evrópubúa hreyfir sig reglulega Æ færri hreyfa sig nú en fyrir fjórum árum, samkvæmt nýlegum niðurstöðum könnunar sem gerð var fyrir framkvæmdastjórn Evrópusambandsins og nefnist Eurobarometer*. Í könnuninni kom fram að 54% þátttakenda innan aðildarríkja Evrópusambandsins (ESB) stundi íþróttir af einhverju tagi. Þetta eru 4% færri en árið 2014 þegar sambærileg könnun var gerð síðast. Fram kemur í könnuninni að á þessum fjórum árum hafi staðan batnað í Belgíu, Lúxem- borg, Finnlandi, á Kýpur, í Búlgaríu og á Möltu. Tekið er sérstaklega fram að mikill kraftur hafi farið í að auka hreyfingu hjá ungu fólki. Lengri tíma, jafnvel nokkur ár til viðbótar, þurfi til að breyta lífsstíl eldra fólks og fá það til að hreyfa sig meira en áður. Vinnuveitendur eru hvattir til að gera allt hvað þeir geta til að fá starfsfólk sitt til að hreyfa sig meira, bæði í vinnu og eftir hana. Það sama má segja um yfirvöld í borgum og bæjum. Hve oft æfir þú eða iðkar íþróttir? Aldrei 46% Reglulega 7% Nokkuð reglulega 33% Helstu niðurstöður Eurobarometer: Fólk hreyfir sig mest utandyra utan skipulagðs frítíma (40%) og á heimilum sínum (32%). 15% Evrópubúa ganga skemur en 10 mínútur í einu alla vikuna. 12% íbúa innan ESB sitja í meira en 8½ klukkustund á hverjum degi. 40% þátttakenda í könnuninni segjast ekki hafa nægan tíma til að hreyfa sig. 54% þátttakenda segjast hreyfa sig til að bæta heilsuna. 47% stunda hreyfingu til að komast í betra form. Sjaldan 17% * Könnunin var gerð dagana desember árið 2017, í 28 ríkjum ESB. Þátttakendur voru um talsins. Þetta er sambærileg könnun og þær sem gerðar voru árin 2002, 2009 og árið Set ehf röraverksmiðja Viðtæk þekking, reynsla og geta fyrirtækisins setur það í flokk á meðal helstu röraframleiðenda Evrópu. Set ehf Eyravegi Selfoss Sími: set@set.is set.is Forn menningarríki hófu gerð vatnsrenna og lagnastokka fyrir mörgum árþúsundum. Síðar voru þróaðar vatnsbrýr og málmpípur til að veita vatni til ræktunar, þvotta og drykkjar. Egyptar, Grikkir og Rómverjar áttu mikla verkmenningu á þessu sviði, en vatnsbrýr Rómverja eru enn í dag taldar meðal helstu verkfræðiafreka mannkyns. Lagnagerð er því með elstu iðngreinum sögunnar og hefur þróast með tímanum. Með nýjustu tækni og aðferðum hefur röraverksmiðjan Set skapað sér sérstöðu á heimsvísu með fjölbreytileika í framleiðslu, ásamt því að vera mikilvægur þátttakandi í uppbyggingu og nýsköpun í íslensku samfélagi. SKINFAXI 45

46 Sjóvá Það skiptir máli hvar hlauparar og hjólreiðafólk er með sínar tryggingar. Verum viss um að vera vel tryggð í frístundum í sumar. sjova.is 46 SKINFAXI

47 Mamma er fyrirmyndin mín í hreyfingu Sabína Steinunn Halldórsdóttir hefur verið verkefnastjóri hreyfiviku UMFÍ frá upphafi. Hún segir nauðsynlegt að hampa almenningsíþróttum því afreksíþróttir fái allt kastljósið. Ég er alin upp við hreyfingu. Fyrstu minningar mínar eru gönguferðir með móður minni eldsnemma á morgnana á Laugarvatni. Fólk var að hneykslast á mömmu fyrir að fara í gönguferðir með stelpuna. En mamma er helsta fyrirmynd mín hvað hreyfingu varðar enda finnst mér fátt skemmtilegra en að taka þátt í íþróttum og hreyfingu með vinum mínum, segir Sabína Steinunn Halldórsdóttir, landsfulltrúi Ungmennafélags Íslands (UMFÍ). Skemmtileg hreyfing smitaði út frá sér á milli kynslóða enda er Sabína íþrótta- og heilsufræðingur og verkefnastjóri hreyfiviku UMFÍ á Íslandi. Hreyfivikan er samevrópskt verkefni sem var ýtt úr vör árið 2012 til að hjálpa fólki, sem hreyfir sig lítið, til að standa upp úr stólnum og bæta lífið með hreyfingu. UMFÍ hefur verið með frá upphafi og hefur verkefnið notið mikilla vinsælda á hverju ári. Vinsældirnar skýrast öðru fremur af því að svokallaðir boðberar hreyfingar, ástríðufullir sjálfboðaliðar sem finnst gaman að hreyfa sig og fá aðra með sér í hreyfinguna, hafa verið ötulir málsvarar verkefnisins. Mikilvægt að draga úr kyrrsetu Markmið hreyfiviku UMFÍ hefur frá upphafi verið að draga úr kyrrsetu og auka ánægju fólks af því að hreyfa sig. Þetta er ekki átak heldur viðhorf. Hreyfing eykst ekki nema það sé gaman að hreyfa sig og þegar fólk hreyfir sig meira dregur sjálfkrafa úr kyrrsetunni. Boðberar hreyfingar um allt land hafa unun af því að hreyfa sig og smita gleðinni út frá sér. Þeir eru drifkrafturinn og hafa jákvæð áhrif á aðra. Þegar vel tekst til hjálpa boðberarnir fólki til að finna uppáhaldshreyfingu sína sem þeir fara að stunda og njóta þess um leið. Það er svo mikilvægt að finna gleðina í hreyfingunni. Þetta hefur tekist svo vel að á mörgum stöðum bókstaflega iðar samfélagið af lífi, segir Sabína. Frá upphafi hreyfivikunnar hefur legið fyrir að hún verði í gangi í átta ár. Þeim tíma lýkur árið 2020 og aðeins tvö ár eru eftir. Sabína segir mikið hafa áunnist á þeim árum sem liðin eru. Hreyfingarleysi er vá og þess vegna fórum við af stað með verkefnið á sínum tíma. Hreyfivika UMFÍ sýnir að það er nauðsynlegt að hafa verkefni sérstaklega fyrir almenningsíþróttir í öllum löndum Evrópu. Við verðum að vera vakandi fyrir því að kynna fólki hreyfingu og gildi hreyfingar. Það er hægt að stunda hreyfingu hvenær sem er og hvar sem er. Æ fleiri eru að gera sér grein fyrir mikilvægi þess að hreyfing sé hluti af daglegu lífi. Nú er verið að auka hreyfingu sem hluta af skólalífinu, með sama hætti og endurvinnsla er nú orðin hluti af daglegu lífi, segir Sabína og leggur aftur áherslu á að hreyfing verði að vera skemmtileg svo að fólk vilji stunda hana. Fólk verði einfaldlega að leyfa sér að finna barnið innra með sér og leyfa sér að hafa aftur gaman af því að hreyfa sig. Hreyfing er fjölskylduleikur Það sem mestu skiptir, til að gera hreyfingu að skemmtilegum leik, er að gera hana að áhugamáli fjölskyldunnar, einhverju sem börnin bíða eftir að gera með foreldrum sínum. Það geta verið gönguferðir, stuttir hjólatúrar eða hvaðeina og jafnvel setja eitthvað spennandi í bakpoka til að hafa með, s.s. nesti, sjónauka eða bók. Foreldrar eru helstu fyrirmyndir barnanna og þegar þeir gera hreyfinguna skemmtilega smitar það út frá sér, segir Sabína og bætir við að boðberar hreyfingar í hreyfiviku UMFÍ séu eins og skemmtilegir foreldrar. Boðberar hreyfingar eru hugmyndaríkir og snillingar í því að gera hreyfingu að leik og þeir gera hana skemmtilega enda standa þeir fyrir fjölbreyttum viðburðum um allt land alla hreyfivikuna, segir Sabína. PANTAÐU Á NETINU blackbeachtours.is Sími: RIB BÁTAFERÐIR, FJÓRHJÓLAFERÐIR, SJÓSTÖNG OG ÚTSÝNISFERÐIR SKINFAXI 47

48 Samvinnan er lykill að endurreisn HSH Skurkur var gerður í starfi Héraðssambands Snæfells- og Hnappadalssýslu í fyrrahaust. Nauðsynlegt þótti að grípa til aðgerða. Enginn formaður hafði verið við stýrið í þrjú ár og treglega hafði gengið að fá fólk til starfa í stjórnina. Héraðsþing hafði heldur ekki verið haldið um hríð og hafði Garðar Svansson framkvæmdastjóri ekki undan að sinna verkefnunum. Haustið 2017 tók Hjörleifur K. Hjörleifsson að sér að verða formað ur sambandsins. Laufey Helga Árnadóttir tók svo við af Garðari sem framkvæmdastjóri. Í desember greindust síðan fyrstu merki um líf í gömlum kroppi þegar héraðsþing HSH var haldið í Ólafsvík. Þar voru ársreikningar síðastliðinna tveggja ára lagðir fram og kosið í stjórn. Á þingið mættu 45 þingfulltrúar frá öllum aðildarfélögum og var það meira en reiknað var með. Laufey sagði eftir þingið kraft í sambandinu og horfði allt til betri vegar fyrir íþróttafólk og ungu kynslóðina á svæði HSH. Meiri samvinna skilar árangri Héraðsþing HSH var svo haldið í apríl og komu þar fram ýmsar hugmyndir sem taldar voru geta eflt starfsemina enn frekar. Þetta voru í fyrsta lagi hugmyndir sem lutu að því að auka samstarf aðildarfélaga HSH og ýmislegt fleira til úrbóta. Við erum að skoða útfærslur á því en erum engu að síður farin að vinna betur saman, segir Laufey. HSH-fólk þekkir vel til samstarfsverkefna og hefur sambandið verið lykilaðili í SamVest, samstarfi sjö héraðssambanda á Vesturlandi og Vestfjörðum í frjálsum íþróttum um nokkurra ára skeið. Íþróttadagar HSH eru enn eitt samvinnuverkefnið en hugmyndin kom fram hjá stjórn HSH í vetur. Á íþróttadögum heldur eitt aðildarfélag HSH hverju sinni dag sem tileinkaður er starfi þess og það er kynnt fyrir gestum og gangandi. HSH vinnur með aðildarfélaginu að því að kynna daginn. Þetta var hugmynd sem kom upp í vetur til að kynna betur fyrir iðkendum HSH hvað sé í gangi hjá öðrum félögum. Við erum frekar smá hvert í sínu horni en sterkari saman. Í Stykkishólmi er körfubolti mjög sterkur og fótbolti í Snæfellsbæ. Grundfirðingar stunda blak og svo eru frjálsar íþróttir í Staðarsveitinni, sem dæmi. Við leituðum til félaganna með uppástungu um að þau myndu halda einn dag og kynna íþróttina fyrir öðrum innan HSH. Fólk tók mjög vel í það, segir Laufey. Verkefnið byrjaði í apríl sl. og var frá upphafi stefnt að því að það stæði inn í sumarið. 48 SKINFAXI

49 Nokkrir íþróttadagar HSH Íþróttadagar á Snæfellsnesi 2018 Opið hús hjá Skotfélagi Snæfellsness Blakdagur hjá UMFG í Grundarfirði Umf. Snæfell með körfuboltadag í Stykkishólmi Hestamannafélagið Snæfellingur með mót í Grundarfirði UMFG/Víkingur/Reynir með knattspyrnudag í Snæfellsbæ Umf. Staðarsveitar með íþróttaleika á Lýsuhóli, sömu greinar og keppt er í á Unglingalandsmóti Golfklúbbur með uppákomur á golfvöllum innan sambandsins í sumar. Fjöldi iðkenda: við árslok 2017 Aðildarfélög: 13 Umf. Eldborg Umf. Staðarsveitar Íþróttafélag Miklaholtshrepps Íþróttadeild Snæfellsnes Umf. Snæfell Golfklúbburinn Mostri Umf. Grundarfjarðar Golfklúbburinn Vestarr Umf. Víkingur Umf. Reynir Golfklúbburinn Jökull Skotfélag Snæfellsness Golfklúbbur Staðarsveitar Að íþróttadögunum koma líka golfklúbbar, hestamannafélög, skotfélög og fleiri aðildarfélög HSH. Laufey segir þetta tilraunaverkefni hafa tekist afar vel og stefnir á að endurtaka leikinn á næsta ári. Undirtektirnar hafa verið mjög fínar, íþróttadagarnir hafa verið vel sóttir enda mikið lagt í suma þeirra eins á knattspyrnudeginum í Ólafsvík. Á næsta ári verður komin mynd á verkefnið sem félögin geta byggt á, segir hún og er mjög spennt fyrir íþróttadögunum á næsta ári. Ætla að fá fleiri með Laufey segir fleira í gangi hjá HSH og er íþróttadagurinn hugsaður sem tæki á þeirri vegferð. Við viljum endurvekja Unglingalandsmótið í hugum félagsmanna innan HSH. Við erum bjartsýn á að það takist og að við náum góðri þátttöku á mótið nú í Þorlákshöfn. Laufey segir íþróttadagana nýtast mjög vel til þess að kynna greinar sem keppt er í á mótinu. Íþróttadagarnir séu ókeypis, þeir höfði til allrar fjölskyldunnar og njóti vinsælda hjá börnum og ungmennum. Það geti svo leitt til fjölgunar iðkenda og sterkara héraðssambands. brimborg styrkir landsmót umfí Brimborg býður 500 mismunandi gerðir fólksbíla og atvinnubíla frá fimm heimsþekktum bílaframleiðendum. Komdu í Brimborg og skoðaðu úrvalið! Brimborg Reykjavík Bíldshöfða 6 Sími Brimborg Akureyri Tryggvabraut 5 Sími KS er þjónustuaðili Brimborgar á Sauðárkróki brimborg.is SKINFAXI 49

50 Við styðjum Unglingalandsmót UMFÍ í Þorlákshöfn 2018 Gottís Vélsmiðja Suðurlands Selfossi Gagnheiði JÁRNKARLINN EHF VÉLSMIÐJA UNUBAKKI ÞORLÁKSHÖFN LANDFORM e h f L A N D S L A G S A R K I T E K T A R F Í L A 50 SKINFAXI

51 Fjölbreytt úrval greina á Unglingalandsmóti UMFÍ ágúst 2018 Bogfimi Dorgveiði Fimleikalíf Frisbígolf rjálsíþróttir Glíma Golf Götuhjólreiðar Hestaíþróttir Knattspyrna Kökuskreytingar Körfuknattleikur Motocross Sandkastalagerð Skák Skotfimi Stafsetning Strandblak strandhandbolti Sund Upplestur SKINFAXI 51

52 Gæði - alla leið! ÁRNASYNIR ÍSLENSKA SVEITIN OG SS - FYRIR ÞIG RAGNAR FREYR INGVARSSON LÆKNIRINN Í ELDHÚSINU Fyrir mig skipta gæði hráefnisins öllu máli. Það er frábært að vita að SS, fyrirtæki í eigu bændanna sjálfra, sækir gripina heim á bæ og tryggir gæði alla leið. Það gerir mína matseld enn betri. Systkinin í Efstadal eru hluti þeirra 900 bænda sem saman eiga SS. 52 SKINFAXI

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna

Tengsl fæðingardags á brottfall úr knattspyrnu Hjá 4. flokki karla og kvenna Hjá 4. flokki karla og kvenna Jakob Leó Bjarnason og Vilberg Sverrisson Lokaverkefni lagt fram til fullnaðar B.S. -gráðu í íþróttafræði við Háskóla Íslands, menntavísindasvið maí 2009 Ágrip Aðalmarkmið

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Stefnir í ófremdarástand

Stefnir í ófremdarástand 31. janúar 2014 2. tölublað 2. árgangur UMHVERFISVOTTUÐ PRENTUN Útsalan í fullum gangi 1 10-50% afsláttur HAMRABORG 20A KÓPAVOGI 544-4088 YNJA.IS Alvarlegur skortur á leikskólakennurum í Kópavogi: Stefnir

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011

Ingvar Sigurgeirsson. Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 Ingvar Sigurgeirsson Skólabragur sem geðrækt Heilsueflandi skólar Grand hótel, 2. september 2011 details how school climate is associated with and / or promotes safety, healthy relationships, engaged learning

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins,

Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi. Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, Tungumálatorgið - fræðin og veruleiki á vettvangi Þorbjörg St. Þorsteinsdóttir: kennsluráðgjafi og verkefnastjóri Tungumálatorgsins, tobba@hi.is Menntakvika 2013 Erindið Segja sögur Sýna myndir Setja í

More information

Stjórn HSK og framkvæmdastjóri á fundi stjórnar fyrir jól. Efnisyfirlit

Stjórn HSK og framkvæmdastjóri á fundi stjórnar fyrir jól. Efnisyfirlit Stjórn HSK 2013 Formaður: Guðríður Aadnegard Formaður frá 2010. Var ritari frá 2001-2010. Sat í varastjórn frá 2000-2001. ÁRSSKÝRSLA HSK 2013 Gjaldkeri: Hansína Kristjánsdóttir Gjaldkeri frá 2009. Hún

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð BSc í viðskiptafræði Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð Júní, 2017 Nafn nemanda: Kristín Hallsdóttir Kennitala: 280292-2819 Nafn nemanda: Sindri Snær Ólafsson Kennitala: 220894-2079 Leiðbeinandi:

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar

Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar Gróttublaðið 2013 Jólarit knattspyrnudeildar 1 Allt til jólanna í jólaskapi 2 Kæra Gróttufólk! Jólablað knattspyrnudeildar er að koma út þriðja árið í röð. Stjórn knattspyrnudeildar er afskaplega stolt

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016

Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Skýrsla stjórnar starfsárið 2016 Mars 2017 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 SKIPAN STJÓRNAR... 3 REKSTUR OG AFKOMA... 3 Afkoma félagsins... 3 Félagatal... 3 VOTTUN... 4 Vottanir starfsársins... 4 Matsmenn...

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Förum hringinn. Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði. Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson

Förum hringinn. Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði. Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson Förum hringinn Námsspil í samfélagsgreinum með áherslu á landafræði Elísabet Jean Skúladóttir Sigfús Heimisson Lokaverkefni til B.Ed prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Förum hringinn Námsspil í

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information