Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Size: px
Start display at page:

Download "Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga"

Transcription

1 Fræðaþing landbúnaðarins 2006 Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Bjarni Diðrik Sigurðsson 1,2 1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; 2 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík Útdráttur Það er ætlunin að geta hér helstu rannsókna á áhrifum skógræktar á vatnshringrás. Á árabilinu 1993 til 1996 fóru fram umfangsmiklar rannsóknir á áhrifum skógræktar á vatnshringrás ungs asparskógar í Tilraunaskóginum í Gunnarsholti. Fjallað er um helstu niðurstöður í þeim rannsóknum. Árið 2003 hófust stöðugar mælingar á raungufun frá ungum lerkiskógi á Fljótsdalshéraði, en það var í fyrsta skipti sem vetrargildi fyrir uppgufun frá skógræktarsvæðum fást hérlendis. Með því að sameina þessar tvær rannsóknir var hægt að áætla vatnshringrás asparskógarins í Gunnarsholti á ársgrundvelli. Þær niðurstöður eru bornar saman við birtar niðurstöður frá eldri og þéttari skógum í nágrannalöndunum. Að lokum er fjallað um hvaða spurningum er enn ósvarað og hvað er brýnast að rannsaka. Vatnshringrásin í skóginum Hvernig er vatnshringrásin í skóginum? Á flötu landi eða upp á hæðum þar sem jarðvegsvatn streymir ekki inn í skóg berst allt vatn með úrkomu, annað hvort sem regn eða snjókoma. Hluti þeirrar úrkomu sem fellur á skóginn nær aldrei til jarðar, heldur sest á lauf eða barr, stofn og greinar. Næst þegar styttir upp og sólin gægist fram gufar þetta vatn mjög hratt upp í andrúmsloftið. Þetta ferli nefnist afgufun (e: intercepted rainfall). Úrkoma Raungufun Afgufun Útgufun Uppgufun Rennsli 1. mynd. Vatnshringrásin í skóginum skiptist í úrkomu (inn) og raungufun (út) og rennsli (út). Vatnið sem kemst niður á skógarbotn og ofan í jarðveg getur komist aftur upp í andrúmsloftið eftir tveimur mismunandi leiðum; a) sem uppgufun frá jarðvegi (e: 108

2 evaporation) og b) sem útgufun í gegnum trén eftir að hafa verið tekið upp af trjárótum (e: transpiration; 1. mynd). Raungufun (e: evapotranspiration) er samheiti yfir þrjár leiðirnar sem vatn getur gufað út úr vistkerfinu: raungufun = afgufun + útgufun + uppgufun Yfir styttri tíma litið er jarðvegurinn stöðugt að þorna eða blotna. Það veltur á úrkomu, vatnsheldni, jarðvegsþykkt og hraða raungufunar hversu mikið vatn hann inniheldur hverju sinni. Til lengri tíma litið, svo sem yfir heilt ár, er þó vatnsinnihald jarðvegs nokkuð stöðugt. Ef vatnsmagn verður meira en sem nemur vatnsheldni jarðvegs rennur það burt, annað hvort á yfirborði í leysingum eða með grunnvatnsrennsli (e: runoff; 1. mynd). Ef jarðvegurinn er á flötu landi (ekkert hliðarrennsli jarðvegsvatns) og mælingar á raungufun eru til, þá má áætla hversu mikið vatn hefur yfirgefið vistkerfið í formi rennslis ofan í grunnvatn: rennsli = úrkoma - raungufun Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti Á árunum fóru fram nokkuð ítarlegar rannsóknir á vatnshringrás 15 hektara ungs asparskógar (Populus trichocarpa) í Gunnarsholti á Rangárvöllum. Hluti þessara rannsókna var unninn af kanadískum doktorsnema (Strachan 1999, Strachan og McCaughey 2002, Strachan o.fl. 1998), hluti var norrænt samstarfsverkefni (Jansson o.fl. 1999) og hluti var unninn í doktorsverkefni höfundar þessarar greinar (Bjarni D. Sigurdsson 2001, 2003, 2004, Medlyn o.fl. 2001). Þarna voru í fyrsta skipti gerðar beinar mælingar á vatnsnotkun (útgufun) trjáa hérlendis. Slíkar mælingar eru gerðar með því að hita trjástofna og mæla síðan hvernig varminn færist upp eftir þeim. Þegar tekið hefur verið tillit til hitaleiðni viðarins má áætla nokkuð nákvæmlega vatnsflæði upp eftir stofni trjánna með slíkum mælingum. Vatnsnotkun aspartrjánna á sólríkum sumardegi reyndist vera um 2 lítrar vatns á sólarhring (2. mynd). Þegar þessum niðurstöðum er snúið yfir á hektara skógar fáum við út að um 21 tonn af vatni hafi gufað út í gegnum aspartrén á hverjum hektara á sólríkum sumardegi. Vatnsnotkun (g H 2 O m -2 klst -1 ) 00:00 04:00 08:00 12:00 16:00 20:00 00:00 Tími dagsins 2. mynd. Vatnsnotkun (útgufun) einstakra alaskaaspartrjáa í Gunnarsholti um miðjan júlí

3 Þessar rannsóknir gerðu kleift að áætla vatnsnotkun aspartrjánna í skóginum yfir allt sumarið (3. mynd). Hinsvegar vantaði mælingar á uppgufun og afgufun yfir veturinn svo hægt væri að loka vatnshringrásinni fyrir asparskóginn í Gunnarsholti. 1.0 Útgufun (mm dag -1 ) Áburðarmeðferð Óáborið Dagur árisins 3. mynd. Útgufun frá Tilraunaskóginum í Gunnarsholti sumarið Sýndar eru niðurstöður fyrir svæðið (grátt svæði) og fyrir reiti sem fengu um 60 kg N ha -1 um vorið (svart svæði), sem leiddi til aukins vaxtar og laufflatarmáls. % ársúrkomu G Rennsli Uppgufun R Útgufun Þéttleiki laufþaks (hér LAI) K So Afgufun Sk 4. mynd. Raungufun sem hlutfall ársúrkomu í ýmsum skógum á Norðurlöndum og Þýskalandi sem höfðu mismikið laufflatarmál. Það sem vantar upp í 100% stendur fyrir rennsli niður í grunnvatn. G = alaskaösp í Gunnarsholti á Rangárvöllum, R og Sk = rauðgreniskógar í Rundbäcken og Skogaby í Svíþjóð, So = rauðgreniskógur í Solling í Þýskalandi, K = rauðgreniskógur í Klosterhede í Danmörku. Gögn aðlöguð frá Bjarni D. Sigurðsson o.fl. (2004) og Jansson o.fl. (1999). Vatnshringrás íslensks skógar Árið 2004 lágu í fyrsta sinn fyrir vetrarmælingar á raungufun á Íslandi (Bjarni D. Sigurðsson og Brynhildur Bjarnadóttir 2004). Þetta voru mælingar gerðar með 110

4 iðufylgniaðferð yfir ungum lerkiskógi á Fljótsdalshéraði sem hafði svipað laufflatarmál og asparskógurinn í Gunnarsholti hafði Þær niðurstöður voru notaðar ásamt beinum mælingum á raungufun sumarsins 1995 yfir asparskóginum (Strachan 1999) til að áætla árlega vatnshringrás í asparskóginum í Gunnarsholti það ár (4. mynd). Myndin sýnir að í svo ungum skógi, þar sem laufþakið var enn opið (LAI < 1,0), var afgufunin aðeins um 2% af ársúrkomu, útgufun trjánna um 9% og uppgufun frá skógarbotni um 20%. Það þýðir að rétt tæplega 70% af ársúrkomunni mynduðu grunnvatnsrennsli út frá asparskóginum það ár (4. mynd). Þegar íslensku niðurstöðurnar voru bornar saman við mælingar á vatnshringrás greniskóga sem unnar hafa verið á Norðurlöndum og Þýskalandi (4. mynd), þá kom í ljós að þéttleiki skógarins virtist ráða mestu um áhrif skógræktar á vatnshringrásina. Þéttleiki var mældur sem laufflatarmálsstuðull (LAI); LAI = 1 þýðir að samanlagt flatarmál laufs/barrs yfir 1 m 2 af jörðu er 1 m 2. Í þéttustu greniskógunum í Svíþjóð og Þýskalandi bárust aðeins rúmlega 30% ársúrkomu niður í grunnvatn og það var einkum aukin afgufun sem olli þessari minnkun. Þó að trén notuðu meira vatn til útgufunar eftir því sem skógur varð hærri og þéttari, minnkaði uppgufun frá jarðvegi nánast samsvarandi vegna aukinnar skuggunar (4. mynd). Þetta þýðir að hafa má mikil áhrif (stjórn) á vatnshringrás skóga með tegundavali og skógarumhirðu sem dregur úr afgufun (þéttleika laufkrónu), svo sem upphafsþéttleika, kjarrsögun, grisjun og uppkvistun. Frekari rannsóknir Nýjustu rannsóknir hérlendis á vatnshringrás skóga sem höfundi er kunnugt um eru mælingar á vatnsleiðni í jarðvegi birkiskóga og grenilundar sem Berglind Orradóttir (2006) vann (sjá aðra grein í þessu riti). Mikilvægt er að auka þekkingu okkar á áhrifum skógræktar og skógarumhirðu á vatnshag (rennsli ofan í grunnvatn). Einnig er mjög brýnt að vinna frekari rannsóknir á áhrifum skóga og skógræktar á vatnsgæði og lífríki vatnavistkerfa sem skóginum tengjast. Til dæmis hafa nýlega komið fram kenningar um að auka mætti þéttleika laxfiskategunda í ýmsum íslenskum vatnsföllum ef frumframleiðni landvistkerfa á vatnasviði þeirra væri aukin markvisst með skógrækt og/eða landgræðslu (Gísli Már Gíslason, munnlegar upplýsingar). Heimildir Berglind Orradóttir (2006). Ísig vatns í jarðveg: Áhrif gróðurs og frosts. Rit Fræðaþings landbúnaðarins 2006: Bjarni D. Sigurdsson (2001). Environmental control of carbon uptake and growth in a Populus trichocarpa plantation in Iceland. Doktorsritgerð við Dept. for Production Ecology, Skógfræðideild sænska landbúnaðarháskólans í Uppsölum, Svíþjóð. Acta Universitatis Agriculturae Sueciae. Silvestria bls. Bjarni Diðrik Sigurðsson (2003). Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti I. Einn mest rannsakaði skógur landsins. Skógræktarritið 2003 (1): Bjarni D. Sigurðsson og Brynhildur Bjarnadóttir (2004). Beinar mælingar á kolefnisbindingu skógræktarsvæða. Rit Fræðaþings landbúnaðarins 2004: Bjarni D. Sigurðsson, Brynhildur Bjarnadóttir, Ian B. Strachan & Friðrik Pálmason Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti II. Vatnið í skóginum. Skógræktarritið 2004 (1): Bjarni D. Sigurðsson Hafa skal það sem sannara reynist viðbót við greinina Tilraunaskógurinn í Gunnarsholti II. Vatnið í skóginum. Skógræktarritið 2004 (2):

5 Jansson, Per-Erik, Claus Beier, Gunnar Ch. Borg, Jón Guðmundsson, Jaana Roos og Johanna Ahonen (1999). Application of water and heat model to forested sites. Í: Nitrogen Processes in Arable and Forest Soils in the Nordic Countries - Field-scale Modelling and Experiments. P-E Jansson, T. Persson. & T. Kätterer (ritstj.), Nordic Council of Ministers, Kaupmannahöfn. Tema Nord 560: Medlyn, B.E. C.V.M. Barton, M.S.J. Broadmeadow, R. Ceulemans, P. de Angelis, M. Forstreuter, M. Freeman, S.B. Jackson, S. Kellomäki, E. Laitat, A. Rey, P. Roberntz, Bjarni D. Sigurðsson, J. Strassemeyer, K. Wang, P. S. Curtis og P.G. Jarvis. (2001). Elevated [CO 2 ] effects on stomatal conductance in European forest species: a synthesis of experimental data. New Phytologist 149: Strachan, Ian B. (1999). Micrometeorology of a black cottonwood plantation forest during establishment years in south Iceland, Doktorsritgerð við Queen s háskóla, Kingston, Ontario, Kanada. 214 bls. Strachan, Ian B. og J. Harry McCaughey (2002). Stomatal conductance of Populus trichocarpa in southern Iceland in relation to environmental variables. Scandinavian Journal of Forest Research 17: Strachan, Ian B., Bjarni D. Sigurðsson og J. Harry McCaughey (1998). Soil hydrology at the Gunnarsholt experimental plantation: Measurements and results. Búvísindi 12:

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar 414 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar Brynja Hrafnkelsdóttir 1,2, Edda Sigurdís Oddsdóttir 1,

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Nr. 29 /2013 ISSN 1608-3687 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Arnór Snorrason og Björn Traustason Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá Tölvupóstfang: arnor@skogur.is Unnið

More information

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Maí 2012 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur...

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar 522 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar Arnór Snorrason Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá Inngangur Samkvæmt Kyótóbókuninni við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5

Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5 Alþingi, Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5 Book of abstracts AFFORNORD conference Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development Reykholt, lceland June 18-22, 2005 http://www.skogur.is/page/affornord

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón LV-2011-108 ORK-1110 Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi sem fer undir vatn við myndun Atleyjarlóns LV-2011-103 ORK-1110 Hólmsárvirkjun Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson

Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili ( ) Ragnar Hlynsson Samanburður á milli heildarúrkomu á og afrennslis af vatnasviði Sandár í Þistilfirði á fimm ára tímabili (2004-2008) Ragnar Hlynsson Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2016 Samanburður á milli heildarúrkomu

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Gengið til skógar. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Skógræktar ríkisins fyrir vel unnin störf og samstarf á árinu. Jón Loftsson skógræktarstjóri

Gengið til skógar. Að lokum vil ég þakka starfsfólki Skógræktar ríkisins fyrir vel unnin störf og samstarf á árinu. Jón Loftsson skógræktarstjóri Efnisyfirlit bls 4 Hlutverk, uppbygging og stefnumótun bls 6 Skógrækt ríkisins er kolefnishlutlaus bls 7 Ársskýrslur á netið bls 9 Rannsóknasvið bls 43 Þróunarsvið bls 57 Fjármálasvið bls 63 Ársreikningur

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Kulferli, frost og mold

Kulferli, frost og mold Rit LbhÍ nr. 26 Kulferli, frost og mold Ólafur Arnalds 2010 Rit LbhÍ nr. 26 ISSN 1670-5785 Kulferli, frost og mold Ólafur Arnalds Febrúar 2010 Landbúnaðarháskóli Íslands, umhverfisdeild Efnisyfirlit

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið 2009 Ása L. radóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Skýrsla til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar mars, 2010 Ágrip Hér

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Íslenskur skógur. Efniskista fyrir hönnuði samtímans? Katrín Magnúsdóttir. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild

Íslenskur skógur. Efniskista fyrir hönnuði samtímans? Katrín Magnúsdóttir. Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Íslenskur skógur Efniskista fyrir hönnuði samtímans? Katrín Magnúsdóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Íslenskur skógur Efniskista fyrir hönnuði samtímans?

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins

Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins 3 Efnisyfirlit Ársskýrsla 2008 Skógrækt ríkisins 4 GENGIÐ TIL SKÓGAR Sennilega verður ársins 2008 minnst sem kreppuársins á alþjóðavísu en kannski sérstakleg

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Kolefnisbinding í jarðvegi

Kolefnisbinding í jarðvegi Kolefnisbinding í jarðvegi Þorsteinn Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands Inngangur Magn lífrænna efna í jarðvegi og þar með kolefnis er mælikvarði á gæði jarðvegsins og segir til um marga af mikilvægustu

More information

BS ritgerð. Útivistarskipulag af Selskógi og Miðhúsaskógi við Egilsstaði. Hlynur Gauti Sigurðsson

BS ritgerð. Útivistarskipulag af Selskógi og Miðhúsaskógi við Egilsstaði. Hlynur Gauti Sigurðsson BS ritgerð Útivistarskipulag af Selskógi og Miðhúsaskógi við Egilsstaði Hlynur Gauti Sigurðsson Maí 2006 BS ritgerð Júní 2006 Útivistarskipulag af Selskógi og Miðhúsaskógi við Egilsstaði Hlynur Gauti Sigurðsson

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Greinargerð Einar Sveinbjörnsson. Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC

Greinargerð Einar Sveinbjörnsson. Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC Greinargerð 08008 Einar Sveinbjörnsson Veðurþjónusta og upplýsingakerfi fyrir vetrarumferð á vegum - SIRWEC VÍ-VS-05 Reykjavík Maí 2008 Efnisyfirlit 1.0 Inngangur... 5 1.1 14. ráðstefna SIRWEC í Prag 14.

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Ecotourism: effects on wildlife behaviour Verkefni í þremur þáttum, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2008. Þáttur I Hafa hvalaskoðunarbátar áhrif á hegðun

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Nýting svarðlags við uppgræðslu námusvæða

Nýting svarðlags við uppgræðslu námusvæða Nýting svarðlags við uppgræðslu námusvæða Lokaskýrsla Ása L. Aradóttir, Landbúnaðarháskóla Íslands Hersir Gíslason, Vegagerðinni 30.mars 2013 Samantekt Í verkefninu var kannað hvort nýting svarðlags við

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands 2. Tbl. 2. Árg. 2007

Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands 2. Tbl. 2. Árg. 2007 Eldjárn Rit fornleifafræðinema við Háskóla Íslands 2. Tbl. 2. Árg. 2007 Fornleifastofnun Íslands óskar eftir að ráða sjálfstætt, ritfært fólk til framtíðarstarfa við fornleifaskráningu. Skilyrði er að

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Samorka-Fagfundur veitusviðs/ Borgarnesi Birgir Tómas Arnar Anton Örn Ingvason 28. maí 2015

Samorka-Fagfundur veitusviðs/ Borgarnesi Birgir Tómas Arnar Anton Örn Ingvason 28. maí 2015 / Borgarnesi Birgir Tómas Arnar Anton Örn Ingvason 28. maí 2015 Verkís hf. Ofanleiti 2 103 Reykjavík Ísland 422 8000 www.verkis.is verkis@verkis.is Erindið er í þremur hlutum 4. kafli í Fráveituhandbók

More information

Í SAMBÚÐ MEÐ ÓVÆRUM GRANNA: FORKÖNNUN Á ÁSTANDI, ALDRI OG EÐLI EYÐIBYGGÐAR Í NÁGRENNI HEKLU

Í SAMBÚÐ MEÐ ÓVÆRUM GRANNA: FORKÖNNUN Á ÁSTANDI, ALDRI OG EÐLI EYÐIBYGGÐAR Í NÁGRENNI HEKLU Í SAMBÚÐ MEÐ ÓVÆRUM GRANNA: FORKÖNNUN Á ÁSTANDI, ALDRI OG EÐLI EYÐIBYGGÐAR Í NÁGRENNI HEKLU HÖFUNDAR: ELÍN ÓSK HREIÐARSDÓTTIR GUÐRÚN ALDA GÍSLADÓTTIR KRISTBORG ÞÓRSDÓTTIR ORRI VÉSTEINSSON OSCAR ALDRED

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information