Kolefnisbinding í jarðvegi

Size: px
Start display at page:

Download "Kolefnisbinding í jarðvegi"

Transcription

1 Kolefnisbinding í jarðvegi Þorsteinn Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands Inngangur Magn lífrænna efna í jarðvegi og þar með kolefnis er mælikvarði á gæði jarðvegsins og segir til um marga af mikilvægustu eiginleikum hans. Lífræn efni geyma og miðla næringarefnum, hafa áhrif á byggingu, vatn og loft í jarðvegi og þar með á frjósemi landsins. Nú snýst umræðan hinsvegar um hvernig megi binda kolefni í jarðvegi eða draga úr losun þar sem hún á sér stað. Janzen (2007) bendir á að lífræn efni í jarðvegi komi að mestu gagni fyrir lífríkið þegar þau rotna, en þá losnar koltvísýringur. Hann bendir einnig á að magn kolefnis í jarðvegi sé óstöðugt og binding því oft tímabundin. Síðast en ekki síst að með kolefni bindast önnur næringarefni og þá fyrst og fremst nitur sem oft er takmarkandi þáttur í vistkerfum og í matvælaframleiðslu. Hann spyr því; eigum við að hamstra kolefni eða nota það? Í þessu yfirliti er áherslan á hversu mikið kolefni er bundið í jarðvegi, á ferli kolefnisins og á áhrif landnýtingar á kolefni í jarðvegi. Hringrás kolefnis Þegar litið er til hringrásar kolefnis á jörðinni er því gjarnan skipt í þrjá meginhópa, kolefni á landi (gróður og jarðvegur), kolefni í andrúmslofti og kolefni í hafi (Janzen 2004). Yfir hverjum hektara lands eru að meðaltali 15 t C bundin í koltvísýringi, í gróðri 40 tonn og í jarðvegi 100 tonn. Breytileiki er að sjálfsögðu mikill bæði í gróðri og í jarðvegi. Að meðaltali er talið að 4 t ha -1 séu tekin upp á ári, og ef kerfið er í jafnvægi þá losnar jafnmikið vegna öndunar gróðurs og rotnunar. 1. mynd. Hnattrænt flæði kolefnis, meðaltal t C ha -1 á ári á öllu þurrlendi. Kolefni í andrúmslofti bundið sem CO 2, í gróðri og jarðvegi bundið í lífrænum efnum. Ólífrænt kolefni í jarðvegi (bundið í karbónati) er ekki tekið með. Aðlagað eftir Janzen (2004). Nánari athugun á hringrásinni sýnir að hún er öllu flóknari og taka þarf tillit til þess þegar minni svæði eru athuguð. Á 2. mynd sést að auk ljóstillífunar og öndunar/rotnunar getur kolefni borist með áfoki, úrkomu og árennsli í jarðveginn og tapast með yfirborðsvatni og í upplausn í sigvatn, en oft skiptir vind- og vatnsrof mun meira máli. Heildarmagn kolefnis í jarðvegi Meðalmagn kolefnis í helstu jarðvegsgerðum hefur verið metið (Lal 2004). Í Histosol (mýrarjarðvegi) eru 1170 t ha -1 en 220 í Andosol. Þessar tölur eiga við efsta 1 m jarðvegsins (Janzen 2004), sem er ákveðin takmörkun. Dawson og Smith (2007) vitna í tölur nokkurra höfunda um mat á heildarkolefnisforða í Bretlandi og benda á að

2 munurinn á þeim er allt að þrefaldur vegna þess að mismunandi dýpt var notuð og óvissu í rúmþyngd og sýnatökudýptum. Þess vegna er hér stuðst við algengt bil, sem heildarmagnið er á, því á Íslandi mun óvissan einnig vera mikil. Hlynur Óskarsson o.fl. (2004) mátu heildarkolefnismagn í helstu jarðvegsgerðum á Íslandi, en hér er einnig stuðst við bæði birtar niðurstöður (Arnheiður þórðardóttir og Þorsteinn Guðmundsson, 1994) og óbirt gögn úr nokkrum prófritgerðum þar sem jarðvegssnið hafa verið greind (Þorsteinn Guðmundsson 1978, Uschi Scheibe 1990). Í mýrarjarðvegi (Histosols, Histic Andosol og að hluta Gleyic Andosol) er mest kolefni eða 1000 til 2000 t ha -1. Í þessum jarðvegi er nú þegar mjög mikið kolefni bundið, en einnig er mikið bundið í vel grónu þurrlendi með þykkum jarðvegi. Þetta er fjársjóður sem huga þarf að hvernig best sé að varðveita og nýta. Úrkoma Áfok Árennsli Gróður - ljóstillífun Öndun (CO 2) Rof Yfirborðsvatn Kolefni í jarðvegi t ha -1 Mýrar Mólendi Lítt gróið land 0-50 Niðurbrot lífrænna efna Kyrrsetning lífræns kolefnis Sig í grunnvatn 2. mynd. Hringrás og leiðir kolefnis í jarðvegi. Einfaldað eftir Dawson og Smith (2007). Heildarmagn kolefnis í jarðvegi sjá umfjöllun á síðunni Innstreymi kolefnis í jarðveg Kolefni berst fyrst og fremst í jarðveg með plöntuleifum. Umsetning CO 2 er mjög hröð vegna öndunar í gróðri og rotnunar auðmeltra lífrænna efna. Þegar jafnmikið kemur inn af C og losnar þá er kerfið í jafnvægi. Ef minna losnar við öndun og rotnun en er numið með ljóstillífum safnast kolefnið upp í gróðri eða jarðvegi en tapast ef öndun og rotnun er meiri en ljóstillífun. Kolefni berst að ákveðnu marki í upplausn með regni, sem mun vera mjög lítið, en aðallega með þurri ákomu (dry deposition) og með árennsli. Þessar stærðir munu ekki vera þekktar á Íslandi, en þar sem vindrof er mikið berst einnig eitthvað af kolefni með. Hlynur Óskarsson o.fl. (2004) töldu að af rofnum jarðvegi berist lífrænt jarðvegsryk lengst og að mestu leyti á haf út. Þetta kann að eiga við um rof af hálendi, en rof og ryk úr opnum flögum berst ekki alltaf langt. Engar mælingar munu vera til á Íslandi um þurra ákomu og er hún e.t.v. ekki afgerandi. Þó þyrfti þetta athugunar við, sérstaklega þar sem uppsöfnun er mæld á annars gróðurlitlum svæðum og fok úr nærliggjandi landi berst yfir og festist í gróðri.

3 Með því getur allnokkuð af kolefni borist. Ennfremur þarf að fylgjast með moldroki úr flögum, en það er þekkt að mikið af kolefni getur færst til með því. Vatnsrof og árennsli er víða mikið, og þar sem gróður er slitróttur og í halla er allmikil tilfærsla á jarðvegi í landinu. Þetta mun ekki hafa verið athugað á Íslandi, en það gæti þurft að taka tillit til þess þegar litið er til jafnaðar á kolefni í landinu. Það er líklegt að þessi flutningur á kolefni innan landslagsins séu tugir eða hundruð kg ha -1 á ári. Á bresku akurlendi hefur verið áætlað að árleg tilfærsla af þess tagi sé á milli 30 og 100 kg C ha -1 (Dawson og Smith 2007). Tap með rofi og í uppleystu formi Nokkuð af lífrænu efni er uppleyst og berst bæði með yfirborðsvatni og sigvatni af landinu í læki, ár og vötn. Sömuleiðis berast svifagnir og uppleyst ólífrænt kolefni í burt. Í athugun á stórum vatnasvæðum jökuláa á Norðausturlandi var árlegt tap á uppleystu lífrænu C 2,3 til 3 kg ha -1 og tap á lífrænu kolefni með svifögnunum 2,3 til 4,4 kg ha -1 (Kardijilov o.fl. 2005). Þetta eru lágar tölur og ekki afgerandi í kolefnisjöfnuði svæðanna, en gætu verið það þar sem mýrlendi er ríkjandi. Í yfirliti Dawson og Smith (2007) kemur fram að árlegt tap af uppleystu kolefni af litlum mýrlendum vatnasvæðum er oft á milli 100 og 200 kg ha -1. Tap á kolefni með svifögnum er minna, mælist yfirleitt í einingum eða tugum kílóa á ha. Það má áætla að íslenskt mýrlendi sé ekki ólíkt þessu og þá eru þetta stærðir sem skipta verulegu máli í kolefnisjöfnuði. Þættir sem stuðla að söfnun og bindingu kolefnis í jarðvegi Það er álitið að að varanleg binding kolefnis í jarðvegi, þar sem átt er við að kolefnið haldist í áratugi eða jafnvel aldir, verði einkum með þrennum hætti. Í fyrsta lagi í smáum samkornum ( µm) innan stærri samkorna, í öðru lagi binding við leirog mélukorn og í þriðja lagi lífefnafræðileg myndun mjög stöðugra lífrænna sambanda (Dawson og Smith 2007). Það er vel þekkt að allofanleir myndar mjög stöðug sambönd við lífræn efni (Óafur Arnalds 2004) og oxalatleysanlegt ál er oft notað til að meta magn allófans. Samanburður sýna úr Andosol jarðvegi víðsvegar úr Evrópu sýndi að C/Al p hlutfallið (Al p stendur fyrir ál sem leysist í pýrofosfatlausn og er oft notað til að meta hversu mikið ál er tengt lífrænum samböndun) er 10 til 30 á Íslandi sem er mjög hátt borið saman við gildi á bilinu 10 til 20 sem eru algeng í Evrópu og í Japan (Gracía-Rodeja o.fl. 2007). Þetta var sett í samband við kalt og rakt loftslag á Íslandi en má jafnframt túlka þannig að íslenskur jarðvegur geti bundið meira af kolefni á þennan hátt. Þar sem bleyta er mikil og súrefnisskortur ríkjandi er rotnunhæg og kolefni safnast upp frekar en að það bindist í jarðveginum. Þetta á við um mýrarnar og gerir þær mjög sérstakar. Hið kalda og raka loftslag leiðir jafnframt til þess að í íslenskum jarðvegi er mikið af lítið rotnu lífrænu efni sem mun geta rotnað auðveldlega ef aðstæður verða hagstæðari með hlýnandi loftslagi eða með næringarefnum sem berast í jarðveginn. Þetta á sérstaklega við um mýrarjarðveginn en einnig um rótarmottur á graslendi og lífræn yfirborðslög í skóglendi. Binding kolefnis í íslenskum jarðvegi Kolefni sem berst í jarðveg er ekki stöðugt til eilífðar. Sumt rotnar og umbreytist á næstu árum meðan annað helst öldum saman. Á Íslandi munu engar athuganir hafa

4 verið gerðar á aldri kolefnis í þurrlendisjarðvegi. Í mýrum má nálgast þetta með því að athuga hversu mikið hefur safnast upp á milli aldursgreindra öskulaga. Binding kolefnis í mýrum frá ísöld Ef þykkt jarðvegslaga milli öskulaga, rúmþyngd jarðvegsins og efnamagn eru þekkt er hægt að reikna út magn efnanna og ef aldur öskulaganna er þekktur þá er einnig hægt að reikna út hraða söfnunar. Heildarmagn kolefnis í mýri á Torfalæk reyndist 1134 t ha -1 og ef því er deilt á 9000 ár þá er meðalsöfnun á ári 126 kg ha -1, en hún er mjög breytileg, lægst 89 kg ha -1 milli öskulaganna H1 og H3 sem er tímabilið frá því fyrir um 2800 árum að Heklugosinu 1104 (1. tafla). Þetta er talið frekar kalt og rakt tímabil. Mest var árleg söfnun á milli H3 og H4 eða tæp 200 kg ha -1. Þetta snið og önnur þekkt snið (1. mynd) sýna að árleg söfnun í mýrum hefur verið á bilinu 100 til 200 kg ha -1. Það má etv. líta á þetta sem það kolefnismagn sem safnast getur í íslenskan jarðveg án áburðar eða annarra aðgerða. Með þessari söfnun hafa 5 til 10 kg N ha -1 bundist árlega í mýrunum. Eftir niðurstöðum á athugana á íslenskum mó (Óskar B. Bjarnason 1966) hefur verið áætlað að í íslenskar mómýrar hafi safnast kg N ha -1 á ári frá ísaldarlokum (Hólmgeir Björnsson 1975). 1. tafla. Söfnun kolefnis og niturs í mýrarsniði á Torfalæk (Þorsteinn Guðmundsson 1978; Þorsteinn Guðmundsson og E.A. FitzPatrick 2004). Dýpt cm Lög 1) Lífrænt kolefni Heild á ári t ha -1 kg ha -1 Heild t ha -1 Nitur á ári kg ha yfirborð að H , H1 til H , H3 til H , H4 að undirlagi Allt sniðið ) Aldur laga: H1 frá 1104, H ára og H ára. Gert er ráð fyrir að mýrarmyndun hafi hafist fyrir 9000 árum. 2. tafla. Þykkt mýrarlaga milli öskulaga í 26 sniðum teknum frá Torfalæk að Svínavatni og til samanburðar þykkt laga í sniði á Torfalæk. Lög 1) Þykkt laga cm Snið á Torfalæk mest minnst meðaltal þykkt cm yfirborð að H ,2 22 H1 til H ,5 32 H3 til H ,7 28 1) sjá neðanmáls í 1. töflu Í þessu eina sniði frá Torfalæk er mikill breytileiki í C % og einnig í rúmþyngd. Ofan H1 er C á bilinu 19 til 27% og rúmþyngdin milli 0,14 og 0,38 g cm -1. Mesta kolefnið og lægsta rúmþyngdin er neðan H4 en þar er C á bilinu 37 til 50% og rúmþyngdin 0,10 til 0,14 g cm -1. Þessi breytileiki gerir útreikninga á heildarmagni kolefnis óörugga nema með ítarlegri sýnatöku og greiningum. Þykkt mýrarlaga milli öskulaga er mjög breytileg (2. tafla). Heildarþykkt sniða sem voru meira en 2 m var ekki mæld og því ekki með. Þessar tölur sýna þó að það er nær ómögulegt að reikna út heildarkolefnisforða í landinu nema nákvæm kort og greiningar liggi fyrir.

5 Binding kolefnis í landgræðslu Rannsóknir á bindingu kolefnis á landgræðslusvæðum byggjast á samanburði á ógræddum svæðum í nágrenni við hin græddu svæði (Ólafur Arnalds 2000, Ása Aradóttir o.fl. 2000, Ása Aradóttir o.fl. 2006). Þetta hefur alltaf allmikla óvissu í för með sér þar sem hið upprunalega ástand landgræðslusvæðanna er ekki þekkt og breytileiki jarðvegs er iðulega mikill, einnig á illa förnum svæðum. Flest svæðanna eru með innan við 50 t C ha -1 og nokkur vel innan við 10 t svo að ekki þarf mikinn breytileika í landinu til að valda verulegri skekkju í mælingu á uppsöfnun. Kolefni safnast bæði í jarðveg og gróður og þau áætla að í jarðvegi geti árleg meðalaukning verið um 600 kg C ha -1, en breytileikinn er mjög mikill milli svæða. Höfundar benda á að þetta fari eftir aðferð við uppgræðslu, veðurfari, jarðvegi og öðrum staðháttum og að í sumum tilfellum sé aukningin e.t.v. ekki línuleg. Áhrif skógræktar á vel gróið land með djúpum jarðvegi Arnóri Snorrason o.fl. (2002) athuguðu söfnun á kolefni í gróður og jarðveg á mólendi. Söfnun á kolefni í gróður í gróðursettu skóglendi, aðallega í við, umfram graslendi mátti telja örugga. Langmest kolefni var hinsvegar bundið í jarðvegi og ákveðin hneigð var til uppsöfnunar í honum, en einungis marktæk í einu tilfelli þar sem forði í jarðvegi var lítill fyrir. Höfundar benda á að vegna hins mikla breytileika í jarðvegi þyrfti mun fleiri sýni til að geta gert grein fyrir áhrifum skógræktar á kolefni í jarðvegi. Brynhildur Bjarnadóttir og Bjarni D Sigurðsson (2007) báru saman kolefni í lerkirækt frá 1992 og samsvarandi mólendi á Fljótsdalshéraði. Bæði kolefnis- og niturprósentan var lægri í skógræktinni en í mólendinu. Ef þessi munur er marktækur bendir það til þess að gengið hafi á kolefni og nitur. Þetta er í góðu samræmi við þá almennu reynslu að fyrst eftir ræktun á frjósömu landi gangi á kolefnið. Eva Ritter (2007) bar saman mólendi og birki- og lerkirækt af mismunandi aldri. Niðurstöðurnar sýna að fyrstu árin virðist vera tap á C úr jarðvegi lerkiræktar, en að það fari síðan að aukast aftur eftir um 20 ár í 0-10 cm dýpt. Eftir að tapið hætti var árleg söfnun á C í jarðvegi um 230 kg ha -1. Enginn munur fannst á kolefnisforða í mólendi og birkiskógi í þessari athugun. Áhrif áburðar á kolefni í jarðvegi Bjarni Helgason (1975) gerði fyrstur athugun á áhrifum áburðar á kolefni í jarðvegi. Síðan hafa Guðni Þorvaldsson o.fl. (2003) og Þorsteinn Guðmundsson o.fl. (2004 og 2006) tekið upp þráðinn og þessari vinnu er haldið áfram. Á Skriðuklaustri sýndu þeir fram á söfnun á kolefni vegna áburðar á bilinu um 100 til 340 kg ha -1 á ári miðað við óáborið tún í kringum tilraunina. Athuganir á sambærilegum tilraunum á Akureyri og á Sámsstöðum bendir ekki til að aukningin sé jafnmikil þar.(3. tafla). Á Skriðuklaustri var kolefnisprósentan í efstu 5 cm jarðvegsins lægst af þessum þremur stöðum í upphafi athuganna en hæst í lok og jafnframt er þar hlutfall kolefnis lægst í neðri lögum. Þetta má e.t.v setja í samband við að á Skriðuklaustri er mestur raki í jarðvegi og væntanlega minna um stóra ánamaðka sem blanda jarðveginum saman. Þetta og fleira í sambandi við áhrif áburðar á kolefni í jarðvegi graslendis er í rannsókn.

6 3. tafla. Kolefni, % af loftþurrum jarðvegi, í þremur langtímatilraunum með mismunandi tegundum af nituráburði. Akureyri 5-45 Sámsstaðir Skriðuklaustur Áburður 1) Dýpt N ,6 12,9 11,5 8,8 10,2 9,8 8,2 10,2 12, ,7 8,4-7,5 7,9-5,4 5, ,3 6,3-6,8 6,5-4,4 3,8 Kjarni ,5 13,2 13,4 9,5 11,1 10,0 7,8 9,6 13, ,4 8,9-7,7 8,7-5,0 5, ,0 6,7-6,7 6,8-4,0 3,7 Stækja , ,2 12,8 23 8,5 11, ,0 9,8-7,9 11-6,5 7, ,3 6,7-6,9 7,5-4,8 4,9 1) Allir reitir fengu grunnáburð af P og K. Á Akureyri fengu Kjarnareitir 55 og 82 kg N/ha og stækjureitir 82 kg N/ha. Á Sámsstöðum fengu Kjarnareitir 120 og 180 kg N/ha og stækjureitir 120 N/ha. Á Skriðuklaustri fengu Kjarnareitir 75 og 120 N/ha og stækjureitir 120 N/ha. Umræður Það er ýmsum vandkvæðum bundið að mæla flæði kolefnis nákvæmlega (Rees o.fl. 2005). Plantan tekur mikið upp af koltvísýringi úr andrúmsloftinu en losar jafnframt hluta þess við öndun og ekki er auðvelt að aðskilja þá öndun og öndun í jarðvegi. Hlutfall CO 2 í andrúmslofti er um 0,03%, en oft um 100 sinnum hærri (1 til 10%) rétt neðan yfirborðsins þannig að mælingar á losun úr jarðvegi eru afar viðkvæmar gagnvart breytingum á hitastigi og þrýstingi. Það er því nærtækt að líta til kolefnisforða jarðvegsins, en einnig hér er vandi á ferðum. Forðinn er mjög mikill, 200 t ha -1 og þar yfir í góðum jarðvegi, og þá er vandasamt að mæla breytingar sem eru innan við tonn á hektara á ári. Mikill breytileiki í dýpt, kolefnisprósentu og rúmþyngd auka á þennan vanda, sérstaklega þar sem þessi breytileiki er ekki sýnilegur á yfirboði (Schöning o.fl. 2006). Athuga þarf hvort nota megi öskulög í íslenskum jarðvegi sem viðmið frekar en ákveðnar dýptir eða sniðin í heild sinni. Litið til okkar íslensku aðstæðna og hvernig við viljum byggja upp, nota og viðhalda kolefnisforða í jarðvegi þá má líta á þrjú áherslusvið: Landgræðslusvæði Þessi svæði eru að því leyti til einföld að landgræðsla leiðir til söfnunar á kolefni í jarðvegi, en afar mishratt eftir aðstæðum. Með kolefninu bindast önnur næringarefni, einkum nitur sem er mjög takmarkandi fyrir gróður. Því er spurning hversu mikið kostar að safna kolefni í jarðveg, t.d. hve mikill koltvísýringur hefur farið í að framleiða áburðinn, dreifa honum og í aðrar aðgerðir. Ef markmiðið er að binda

7 kolefni þá er nauðsynlegt að líta á þann jöfnuð (Janzen 2005). Þessi svæði ættu að henta mjög vel til kolefnislandbúnaðar (Farming carbon) sem Lal (2007) ræðir ítarlega. Vel gróið þurrlendi Athuganir á skógræktarsvæði (Ritter 2007) gáfu til kynna að kolefnisprósentan lækkaði tímabundið en hækkaði síðan að u.þ.b. tveimur áratugum liðnum. Hér hefur nýræktað skóglendi nýtt sér losun næringarefna úr jarðvegi eins og vel er þekkt þegar graslendi er brotið til akuryrkju og safnast að nýju er landinu er aftur breytt í graslendi (Janzen 2005). Þetta hafa ræktendur nýtt sér öldum saman og þá mun magn kolefnis í jarðvegi hafa sveiflast nokkuð eftir því hvað var ræktað. Þetta hefur ekki verið athugað á Íslandi, en fyrstu niðurstöður benda til að notkun áburðar og aukin uppskera leiði til aukningar á C í jarðveginum. Hvað gerist í akuryrkju þar sem land er plægt árlega hefur ekki verið athugað á Íslandi, en dæmið úr skógræktinni gæti bent til þess að eitthvað gangi þá á kolefnið líkt annars staðar þar sem akuryrkja er stunduð (Lal 2004, 2007, Janzen 2005). Mýrlendi Mýrar ber að skoða sérstaklega. Þær geyma langmest kolefni, oft á milli 100 og 200 t ha -1. Mikið af því er bundið í hálfrotnum jurtaleifum sem rotna auðveldlega ef súrefni kemst að. Úr votlendi losnar einnig metan sem er þekkt gróðurhúsalofttegund og þarf að hafa í huga við endurheimt votlendis. Flestar breytingar á landnýtingu leiða til losunar á CO 2 úr mýrum (Dawson and Smith 2007). Mýrarjarðvegur er með frjósamasta landi á Íslandi og við framræslu losnar um ýmis næringarefni sem auka frjósemina. Það er því spurning á hvern hátt hægt er að halda landi í rækt og jafnframt draga úr losun á koltvísýringi, t.d. með því að stjórna grunnvatnsstöðu. Mikið af mýrlendi er á láglendi og er ásókn í það til annarra nota, undir byggingar og samgöngumannvirki eða til frístundaiðkana. Þessi notkun leiðir til losunar á koltvísýringi ekki síður en landbúnaður og skógrækt. Það er því stór spurning hvernig þessi auðlind skuli nýtt og hver skylda okkar er til að varðveita hana til komandi kynslóða. Þakkir Umhverfis- og Orkusjóður Orkuveitu Reykjavíkur veitti styrk í verkefnið. Heimildir Arnheiður Þórðardóttir og Þorsteinn Guðmundsson, 1994: Jarðvegskort af Hvanneyri. Rit Búvísindadeildar 4, 44 bls. + 3 Kort. Arnór Snorrason, Bjarni Diðríksson, Grétar Guðbergsson, Kristín Svavarsdóttir og Þorbergur Hjalti Jónsson, Carbon sequestration in forest plantations in Iceland. Búvísindi 15, Ása Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir, Þorbergur Hjalti Jónsson og Grétar Guðbergsson, Carbon accumulation in vegetation and soils by reclamation of degraded areas. Búvísindi 13, Ása Aradóttir, Kristín Svavarsdóttir og Jón Guðmundsson, Binding kolefnis á landgræðslusvæðum. Fræðaþing landbúnaðarins 2006, Bjarni Helgason, Breytingar á jarðvegi af völdum ólíkra tegunda köfnunarefnisáburðar. Samanburður þriggja tegunda köfnunarefnisáburðar. Ísl. landbún. 7 (1-2), Brynhildur Bjarnadóttir og Bjarni D. Sigurðsson, Kolefnisbinding með nýskógrækt. Nýjustu niðurstöður. Fræðaþing landbúnaðarins 2007,

8 Dawson, J.J.C and P. Smith, Carbon losses from soil and its consequences for land-use management. Science of the Ttal Environment 328, Eva Ritter, Carbon, nitrogen and phosphorus in volcanic soils following afforestation with native birch (Betula pubescens)and introduced lacch (Larix sibirica) in Iceland. Plant & Soil 295, Gracía-Rodeja, E., J.C. Nóvova, X. Pontevedra, A. Martínez-Cortizas and P. Buurman, Aluminium and iron fractionation of European volcanic soils by selective dissolution techniques. Í Ólafur Arnalds ofl. ed. Soils of Volcanic Regions in Europe. Springer. pp Guðni Þorvaldsson, Hólmgeir Björnsson og Þorsteinn Guðmundsson, Langtímaáhrif mismunandi nituráburðar á uppskeru og jarðveg. Tilraun á Skriðuklaustri. Fjölrit Rala nr. 212, 80 bls. Hlynur Óskarsson, Ólafur Arnalds, Jón Guðmundsson og Grétar Guðbergsson Organic carbon in Icelandic Andosols: geographical variation and impact of erosion. Catena 56, Hólmgeir Björnsson, Uppspretta og nýting köfnunarefnis. Freyr 71, Kardjilov, M.I., G. Gisladottir and S.R. Reynisson, Land Degrasation in Northeastern Iceland: Present and Past Carbon Fluxes. Land Degration Developement 17, Janzen H.H., Carbon cycling in earth systems a soil science perspective. Review. Agriculture, Ecosystems and Environment Janzen H.H., The soil Carbon dilemma: Shall we hoard it or use it? Soil Biology & Biochemistry Lal, R., Soil carbon sequestration to mitigate climate change. Review. Geoderma 123, Lal, R., Farming carbon. Editoral. Soil & Tillage Research Óskar B. Bjarnason, Íslenskur mór. Rit iðnaðardeildar, 88 bls. Rees, R.M., I.J. Binggham, J.A. Baddeley, C.A. Watson, The role of plants and land management in sequestring soil carbon in temperate arable and grassland ecosystems. Geoderma 128, Schöning, I., K.U. Totsche and I. Kögel-Knabner, Small scale variability of organic carbon stocks in litter solum of a forested Luvisol. Geoderma 136, Uschi Scheibe, Standorteigenschaften isländischer Andosols und Regosols unter Grünland. Diplomarbeit, Universität Hohenheim. 90 bls. Óbirt. Þorsteinn Guðmundsson, Pedolobical studies of Icelandic Peat Soils. PhD thesis. University of Aberdeen. Óbirt. Þorsteinn Guðmundsson og E.A FitaPatrick, Micromorphology of an Icelandic Histosol. Fjölrit Rala 214, Thorsteinn Gudmundsson, H. Björnsson and G. Thorvaldsson, Organic carbon accumulation and ph changes in an Andic Gleysol under a long-term fertiliser experiment in Iceland. Catena 56, bls Þorsteinn Guðmundsson, Hólmgeir Björnsson og Guðni Þorvaldsson, Áhrif N-áburðar á efnasamsetningu jarðvegs. Fræðaþing landbúnaðarins 2006,

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar Jarðvegur á Íslandi. Ólafur Arnalds

Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar Jarðvegur á Íslandi. Ólafur Arnalds Landbúnaður á Íslandi 2010 Hótel Selfoss 28. janúar 2010 Jarðvegur á Íslandi Ólafur Arnalds Sérstakur jarðvegur á Íslandi: eldfjallajörð Geymir mikið vatn Skortir samloðun Mikil frjósemi (nema P) Bindur

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

LV Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar LV-2012-062 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Maí 2012 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Inngangur...

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar

Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Nr. 29 /2013 ISSN 1608-3687 Úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á svæðum í eigu Landsvirkjunar Arnór Snorrason og Björn Traustason Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá Tölvupóstfang: arnor@skogur.is Unnið

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar

Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar 414 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif skógræktar með birki (Betula pubescens) og lerki (Larix siberica) á þróun og fjölbreytileika svepprótar Brynja Hrafnkelsdóttir 1,2, Edda Sigurdís Oddsdóttir 1,

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Fræðaþing landbúnaðarins 2006 Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Bjarni Diðrik Sigurðsson 1,2 1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; 2 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón

Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón LV-2011-108 ORK-1110 Hólmsárvirkjun - Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi sem fer undir vatn við myndun Atleyjarlóns LV-2011-103 ORK-1110 Hólmsárvirkjun Atleyjarlón Úttekt á náttúrulegu birkilendi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar

Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar 522 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Langtímaspá um kolefnisbindingu nýskógræktar Arnór Snorrason Rannsóknastöð Skógræktar, Mógilsá Inngangur Samkvæmt Kyótóbókuninni við Rammasamning Sameinuðu þjóðanna

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-054 Dags: Júní 2017 Fjöldi síðna: 43 Upplag: 20 Dreifing: Birt

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Kolefnisspor Landsvirkjunar

Kolefnisspor Landsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 KolefnissporLandsvirkjunar Loftslagsbókhald2008 LV2009/065 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda í

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Fosfór og hringrás hans á Íslandi. Snjólaug Tinna Hansdóttir

Fosfór og hringrás hans á Íslandi. Snjólaug Tinna Hansdóttir Fosfór og hringrás hans á Íslandi Snjólaug Tinna Hansdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Fosfór og hringrás hans á Íslandi Snjólaug Tinna Hansdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Höfundur myndar: Áskell Þórisson

Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði. Höfundur myndar: Áskell Þórisson Greining á losun gróðurhúsalofttegunda frá íslenskum landbúnaði Höfundur myndar: Áskell Þórisson Jón Guðmundsson Landbúnaðarháskóla Íslands Október 2016 Efnisyfirlit Listi yfir myndir... 3 Listi yfir töflur...

More information

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19

Koleefnisssporr Lan. Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 Loftslagsbókhald 2007 Koleefnisssporr Lan ndsvvirkju unarr Loftslaggsbókhald 2007 L 2008/19 LV 93 Efnisyfirlit Kolefnisspor... 1 Hvað er kolefnisspor?... 2 Losun gróðurhúsalofttegunda... 3 Losun gróðurhúsalofttegunda

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið 2009 Ása L. radóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Skýrsla til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar mars, 2010 Ágrip Hér

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 2015 Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Kristín Hermannsdóttir, Grétar Már Þorkelsson, Björn Gísli Arnarson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Herdís Ólína

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 2000 2001 Efnisyfirlit Formáli 3 Starfsemi tilraunastöðvarinnar á Hesti 5 Binding kolefnis og kolefnisbúskapur landsins 11 Belgjurtir bjarga sér sjálfar

More information

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ

Sjávarstöðubreytingar. Halldór Björnsson, VÍ Sjávarstöðubreytingar Halldór Björnsson, VÍ Almennt yfirlit um sjávarstöðubreytingar Líta má á yfirborð sjávar sem jafnmættisflöt í þyngdarsviði jarðar Á þessu eru þó nokkur frávik Aflrænt frávik: ríkjandi

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót NÍ-16001 Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976 2014 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Orkusöluna ohf. Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Mengunarflokkun á Urriðakotsvatni og ofanverðum Stórakrókslæk

Mengunarflokkun á Urriðakotsvatni og ofanverðum Stórakrókslæk HEILBRIGÐISEFTIRLIT HAFNARFJARÐAR- OG KÓPAVOGSSVÆÐIS Mengunarflokkun á Urriðakotsvatni og ofanverðum Stórakrókslæk Ágúst 2006 Háskólasetrið í Hveragerði 2 3 Framkvæmdaraðili Heilbrigðiseftirlit Hafnarfjarðar-

More information

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Magnús Guðmundsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bjarni Hjarðar og Nicolas Proietti SORPA apríl 2015 Innhald 1 Inngangur...

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur 6 Súrnun sjávar Samantekt 1. Súrnun hafsins er staðreynd, staðfest með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. 2. Til að komast hjá stórfelldum breytingum á lífríki og vistkerfum í höfunum þarf að minnka

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5

Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5 Alþingi, Erindi nr. Þ 32/^T, komudagw so 5 Book of abstracts AFFORNORD conference Effects of afforestation on ecosystems, landscape and rural development Reykholt, lceland June 18-22, 2005 http://www.skogur.is/page/affornord

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Flokkun vatna á Kjósarsvæði Fossá Maí 2003 Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði

Flokkun vatna á Kjósarsvæði Fossá Maí 2003 Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði Flokkun vatna á Kjósarsvæði Fossá Maí 2003 Rannsókna- og fræðasetur Háskóla Íslands í Hveragerði 2 3 Framkvæmdaaðili Heilbrigðiseftirlit Kjósarsvæðis Fulltrúi Þorsteinn Narfason Tölvupóstfang thn@mos.is

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004 Rit LBHÍ nr. 6 Jarðræktarrannsóknir 2004 2005 Rit LBHÍ nr. 6 ISSN 1670-5785 Jarðræktarrannsóknir 2004 Ritstjórar : Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir Umsjón með útgáfu: Tryggvi Gunnarsson

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Efnasamsetning Þingvallavatns

Efnasamsetning Þingvallavatns Efnasamsetning Þingvallavatns 2007 2010 RH-07-2011 Eydís Salome Eiríksdóttir og Sigurður Reynir Gíslason Jarðvísindastofnun Háskólans, Sturlugötu 7, 101 Reykjavík. Maí 2011 2 EFNISYFIRLIT INNGANGUR 5 AÐFERÐIR

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi

Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi Háskólinn á Akureyri Viðskipta og raunvísindadeild LOK 1226 Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi Akureyri, vor 2014 Íris Gunnarsdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskipta og raunvísindasvið Námskeið Heiti

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information