Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Size: px
Start display at page:

Download "Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu"

Transcription

1 Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér á landi er vallarfoxgras eða rýgresi sem er votverkað í rúllum eða stæðum. Þessar grastegundir gefa mikla uppskeru og með réttum sláttutímum mjög afurðaríkt fóður. Erlendar rannsóknir sýna þó að vel heppnað maís- eða kornheilsæði í blöndu með belgjurtum eða káli, slái þessum tegundum við ef litið er til fóðrunarvirðis (afurðagetu) og uppskeru. Munurinn á snemmslegnu grasvotheyi og heilsæðisvotheyi er fyrst og fremst sterkjan sem er í fræjum korntegundanna en einnig er heilsæðið trénisríkara en snemmslegið gras. Þá er þekkt að fóðrunarvirði belgjurta eins og ertu er hærra en grasa og sömuleiðis er fóðrunarvirði repju mjög hátt. Meginmarkmið þessa verkefnis er að; -skera úr um hvort hægt er að verka orkuríkt heilsæðisvothey, -skoða áhrif repju og ertu á fóðurgildi og verkun (gæði gerjunar) í byggheilsæði, -skoða áburðarskammta á byggheilsæði og áhrif þeirra á uppskeru, fóðurgildi og verkun (gæði gerjunar), -skoða áhrif skurðartíma á uppskeru, verkun og fóðurgildi í byggheilsæði og byggheilsæðisblöndum. Verkefnið er ætlað að skila hagnýtum niðurstöðum fyrir kúabændur sem vilja auka fóðrunarvirði og fjölbreytni eigin gróffóðurs sem er undirstaðan fyrir aukinni nyt mjólkurkúa. Framleiðnisjóður landbúnaðarins styrkir þetta verkefni. Staða þekkingar Rannsóknir hérlendis og erlendis hafa sýnt að byggheilsæði getur gefið mikla þurrefnisuppskeru. Erlendar rannsóknir sýna þó að fóðurgildi og fóðrunarvirði er breytilegt. Hámarks fóðurgildi í byggheilsæði fæst með því að slá byggið sem næst hámarks kornfyllingu en áður en kornið nær að þorna. Mikilvægt er að hlutfall korns (sterkju) sé sem hæst í fóðrinu (t.d. O'Kiely o.fl. 28 [heimasíða]). Tilgangurinn með því að blanda káli eða ertum í kornheilsæði er að auka fóðurgildi (orku og prótein) og fóðrunarvirði (át x fóðurgildi) fóðursins og til þess að lækka þurrefnishlutfallið fyrir stæðuvotverkun. Byggheilsæði í blöndu með mergkáli (35% þurrefni) hefur sýnt sig að hafa marktækt hærra fóðrunarvirði fyrir mjólkurkýr en hágæða votverkað vallarrýgresi með 29% þurrefni (Moorby o.fl. 23). Hveitiheilsæði í blöndu með ertum (22-26% þurrefni) hefur sýnt sig að hafa marktækt hærra fóðrunarvirði fyrir mjólkurkýr en votverkað vallarrýgresi með 23% þurrefni (Salawu o.fl. 22). Það sem getur skýrt hærra fóðrunarvirði í heilsæði í samanburði við venjulegt vothey er að gerjunarvirknin er meiri í venjulegu votheyi (meiri mjólkursýra) en í heilsæðisvotheyi (sjá t.d. Salawu o.fl. 22, Moorby o.fl. 23). Bygg í blöndu með repju eða ertum hefur gefið mikla uppskeru í tilraunum á Korpu eða 8-15 þurrefnistonn af ha og með allt að 5% sterkju (korn) hlutfalli (Jarðræktarrannsóknir RALA 23). Hins vegar eru ekki til neinar upplýsingar um

2 verkun, fóðurgildi og fóðrunarvirði þessara blandna við íslenskar aðstæður. Ekki er hægt að yfirfæra beint erlendar rannsóknaniðurstöður um þetta efni á íslenskar aðstæður án rannsóknar, þar sem ræktunarskilyrði þar eru það frábrugðin því sem þekkist hér á landi. Efni og aðferðir 13. og 14. maí 28 var sáð í 3 ha spildu á Möðruvöllum (Akramýri a) sem var nýplægð og tætt fyrir raðsáningu. Spildunni var skipt jafnt niður í 4 reiti (liði) með mismunandi heilsæðisblöndum þannig; Liður: A B C D Tegundir/blöndur: Bygg hreint Bygg/erta Bygg/repja Bygg/repja Yrki: Kría Kría/Bogathyr Kría/Hobson Kría/Hopson Sáðmagn, kg/ha: 2 15/15 1/8 1/8 Áburðartegund: Græðir 5 Græðir 1 Græðir 5 Græðir 5 Kg N/ha: Helmingur reita voru slegnir 13. ágúst og hirtir 14. águst þegar byggkornið hafði náð oststigi og hinn helmingur reitanna var sleginn og hirtur 9. september eða 26 dögum seinna. Þá hafði byggið náð hámarks kornfyllingu (harðþroskastigi). Á uppskerudegi voru stórreitir (liðir) uppskerumældir með Agriu tilraunasláttuvél á fjórum stöðum (endurtekningum) í hverjum reit og sýni tekin til að ákvarða þurrefni, tegunda- og kornhlutfall og efnamagn. Einnig voru tekin sýni með hollenskum heybor úr sláttuskárunum rétt fyrir bindingu í þremur endurtekningum til að mæla þurrefni, meltanleika og efnamagn. Stórreitir voru slegnir með diskasláttuvél og sláttuhæð mældist 7-14 cm. Uppskeran var hirt úr sláttuskárunum með annars vegar Welger sambyggðri rúllu- og pökkunarvél með 25 hnífa búnaði og hins vegar með Vicon sambyggðri rúllu- og pökkunarvél með 12 hnífa búnaði. Öllum rúllum var pakkað inní sexfaldan plasthjúp og raðað úti vestan við fjóshlöðuvegg á Möðruvöllum. Rúllurnar voru vigtaðar við hirðingu og aftur við gjöf (í janúar febrúar 29) og sýni tekin til að mæla gerjunarafurðir um leið og þær eru gefnar í Möðruvallafjósi. Einkunnir eru gefnar fyrir lykt og lystuleika en át verður ekki mælt. Niðurstöður úr þessu þætti verkefnisins liggja ekki fyrir. Niðurstöður og umræður Framkvæmd tilraunar tókst í flesta staði vel nema að ekið var á nokkrar rúllur í stæðunum og þær skemmdar. Kornið var fullskriðið um 2. júlí og þá voru ertur í blóma. Aðeins bar á þurrkskemmdum og næringarefnaskorti, sérstaklega í ertureitnum en einnig í hreina byggreitnum. Það kom á óvart hvað mikið af korni tapaðist við slátt og rúllun í seinni slættinum en þá var kornið orðið vel þroskað sem og erturnar í B reitunum. Við sláttinn hrundi korn aðeins úr axi en mest tapaðist í sópvindunni og þegar kornið fór í gegn um skurðbúnaðinn. Ekki var reynt að mæla þetta tap en það var umtalsvert. Nýlegar sænskar rannsóknir með byggheilsæði í rúllum mældu tap af þessum ástæðum á bilinu 6% af heildar korn uppskerunni og fór það eftir þroskastigi kornsins við uppskeru hvað tapaðist mikið (Knický 25). Skurðbúnaður rúlluvélanna tekst ekki að skera heilsæðið mjög smátt. Vicon vélin með 12 hnífum sker heilsæðið illa og algeng stöngullengd er cm (óskorin er hún um 1 cm).

3 Welger vélin með 25 hnífa sker einnig frekar illa en algeng stöngullengd úr henni var 1 2 cm. Mikill munur reyndist á þurrefnismagni í rúllunum eftir því hvort þær voru skornar með 25 hnífa Welger rúlluvél eða 12 hnífa Vicon vél (1. mynd). Munurinni er að jafnaði 5 þurrefniskíló óháð þurrefnishlutfalli. Skýringin er að Vicon vélin var ekki stillt á hámarks þjöppun eins og Welger vélin var stillt á en einnig saxaði Welger vélin heilsæðið betur og því líklegt að heilsæðið hafi þjappast meira þess vegna. 35 Kg þurrefni í rúllu hnífa Welger 12 hnífa Vicon,1,2,3,4,5 Þurrefnishlutfall 1. mynd. Magn þurrefnis í heilsæðisrúllum sem fall af þurrefnishlutfalli og gerð rúlluvéla. Samtals 85 rúllur. Þurrefnishlutfall uppskerunnar Á 2. mynd eru dregin fram áhrif sláttutíma á þurrefnishlutfall í heilsæðisgerðunum. Þurrefnishlutfallið hækkar frá 5 til 15 prósentustig milli sláttutíma, minnst í bygg+repju heilsæðinu en mest í hreina bygginu. Bygg+repju heilsæðið er með lægsta þurrefnishlutfallið en hæst er það í hreina bygginu Þurrefnishlutfall, % mynd. Vegið þurrefnishlutfall í heilsæði á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha.

4 Þurrefnishlutfallið í heilsæðinu hefur mikla þýðingu við heilsæðisverkun í rúllum. Því hærra sem hlutfallið er því meira þurrefni er í hverri rúllu eins og sést vel á 1. mynd. Rúllukostnaðurinn (miðað við verktaka) lækkar því um allt að helming með hækkandi þurrefnishlutfalli í þessu dæmi. Þá hefur þurrefnishlutfallið mikil áhrif á gerjunarvirknina í heilfóðrinu, leysanleika próteins og verkunarafurðir (Þóroddur Sveinsson ofl. 21). Uppskera Á 3. mynd eru sýnd áhrif sláttutímans á uppskeru og skiptingu hennar í heilsæðisgerðunum fjórum. Í fyrri sláttutímanum er uppskeran frá ríflega 55 fóðureiningar í hreina bygginu til ríflega 7 fóðureiningar á hektara í bygg+ertu heilsæðinu. Í seinni sláttutímanum hefur uppskeran aukist um 2-3 fóðureiningar á 27 dögum. Heildaruppskeran er sambærileg og áður hefur mælst í samskonar heilsæði hér á landi (Jarðræktarrannsóknir RALA 23). Þá breytist samsetning uppskerunnar mikið á milli sláttutíma. Uppskera axa (korn+títa) meira en tvöfaldast milli sláttutíma Ertur Uppskera, FEm/ha Ertur Korn með títu Repja Uppskera, FEm/ha Korn með títu Repja 2 1 Hálmur 2 1 Hálmur 3. mynd. Uppskera (í fóðureiningum) heilsæðis á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha. í hreina bygginu og bygg+ertu heilsæðinu en mun minna í bygg+repju heilsæðinu sem fékk lægri áburðarskammtinn. Repjuuppskeran tvöfaldast einnig á milli sláttutímanna, að hluta til á kostnað hálmsins á meðan ertuuppskeran stendur í stað. Hlutur belgja (bauna) í ertuppskerunni í seinni slættinum var 48% á þurrefnisgrunni. Fóðurgildi Á 4. mynd eru sýnd áhrif sláttutímans á vegið fóðurgildi í heilsæðinu (orka og prótein). Orkustyrkur allra heilsæðisgerða eykst á milli slátta og er það fyrst og fremst vegna þess að hlutur korns hefur aukist. Það skal þó tekið fram eins áður hefur verið getið, að talsvert af korni tapaðist við rúllun í seinni slættinum sem kemur ekki fram hér. Próteinstyrkur uppskerunnar lækkar hins vegar aðeins á milli slátta en heilsæði getur ekki talist mjög próteinríkt fóður. Þessar niðurstöður eru í samræmi við erlendar rannsóknir með byggheilsæði (O'Kiely o.fl. 28, Wallsten 28a). Fóðurgildi heilsæðisins í fyrri sláttutímanum telst vart viðunandi fyrir afurðafóður og í seinni sláttutímanum er það á mörkunum nema í repjuheilsæðinu. Steinefnamælingar í þessu heilsæði (niðurstöður ekki sýndar hér) sýna einnig að repjuheilsæðið er mun

5 næringarefnaríkara (í P, K, Ca, Mg, S) en í bygg og bygg+ertu heilsæðinu þar sem munurinn í styrk efna er allt að tvöfaldur.,9 14,8 12 FEm/kg þurrefni,7,6,5,4,3,2,1 Prótein, % af þurrefni , 4. mynd. Vegið fóðurgildi (orka og prótein) heilsæðis á Möðruvöllum 28 á tveimur mismunandi sláttutímum. Meðaltal fjögurra endurtekninga. Bygg+repja = 75 kg N/ha, Bygg+repja+ = 15 kg N/ha. Samantekt Byggheilsæði gefur mikla trénis- og sterkjuríka uppskeru og hægt er að auka magn og gæði uppskerunnar með því að sá með ertum eða vetrarrepju. Byggheilsæði í blöndu með repju eykur verulega fóðurgildi uppskerunnar miðað við hreint byggheilsæði en minna í blöndu með ertum. Uppskera, fóðurgildi og samsetning byggheilsæðis, hreint eða í blöndu með ertum eða repju ræðst mikið af þroskastigi byggs við slátt. Byggheilsæði í rúllum og í blöndu með ertum og repju er á mörkum þess að geta talist afurðafóður. Hefðbundinn skurðbúnaður í rúlluvélum sker heilsæðið illa sem getur haft neikvæð áhrif á fóðrunarvirði þess. Vel þroskað heilsæði getur tapað miklu korni við rúllun og skurð. Byggheilsæði í blöndu með repju eða ertum hentar því betur fyrir stæðuverrkun þar sem hægt er að saxa heilsæðið smærra og nota íblöndunarefni. Heimildir Jarðræktarrannsóknir RALA, 23. Fjölrit RALA nr. 215, bls Knický Martin, 25. Possibilities to improve silage conservation - effects of crop, ensiling technology and additives. Diss. Uppsala: Sveriges lantbruksuniversitet, 34 s. Moorby J.M., P.R. Evans & N.E. Young, 23. Nutritive value of barley/kale bi-crop silage for lactating dairy cows. Grass and Forage Science, 58, O'Kiely P. & S. Fitzgerald, 21. Grass silage and other winter forages in dairy production systems. Teagasc, Grange Research Centre, heimasíða;

6 Salawu M. B., A. T. Adesogan & R. J. Dewhurst, 22. Forage Intake, Meal Patterns, and Milk Production of Lactating Dairy Cows Fed Grass Silage or Pea-Wheat Bi-Crop Silages. J. Dairy Sci. 85: Wallsten Johanna, 28a. Whole-Crop cereals in dairy production digestibility, feed intake and milk production. Doctoral Thesis. Swedish University of Agricultural Sciences, 45 s. Wallsten Johanna, E. Nadeau, J. Bertilsson & K. Martinsson, 28b. Voluntary intake and diet selection by dairy heifers fed ensiled whole-crop barley and oats harvested at different stages of maturity. Livestock Science, 5 s (í prentun). Wallsten Johanna & K. Martinsson, 28c. Effects of maturity stage and feeding strategy of whole crop barley silage on intake, digestibility and milk production in dairy cows. Livestock Science 7 s (í prentun). Þóroddur Sveinsson, Bjarni E. Guðleifsson og Jóhann Örlygsson, 21. Efna- og eðliseiginleikar votheys í rúlluböggum. Fjölrit RALA nr. 29, 72 s.

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur Þóroddur Sveinsson og Jónatan Hermannsson Landbúnaðarháskóla Íslands Inngangur Hér á landi hefur á undanförnum árum verið talsverð og vaxandi umræða

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004 Rit LBHÍ nr. 6 Jarðræktarrannsóknir 2004 2005 Rit LBHÍ nr. 6 ISSN 1670-5785 Jarðræktarrannsóknir 2004 Ritstjórar : Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir Umsjón með útgáfu: Tryggvi Gunnarsson

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands Útdráttur Metanframleiðsla íslenskrar kúamykju var mæld og mat lagt

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Efnisyfirlit. Búfjáráburður Búfjáráburður í lífrænni ræktun, Hvanneyri...11

Efnisyfirlit. Búfjáráburður Búfjáráburður í lífrænni ræktun, Hvanneyri...11 !"#$ %&&!'$()(* +#,-.'' Efnisyfirlit Áburður Áburður á tún (132 1200) GÞ, HB, ÞS, RB 1-49. Eftirverkun fosfóráburðar, Sámsstöðum... 7 4-38. Eftirverkun fosfóráburðar, Akureyri... 7 3-59. Fosfóráburður

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-054 Dags: Júní 2017 Fjöldi síðna: 43 Upplag: 20 Dreifing: Birt

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 2015 Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Kristín Hermannsdóttir, Grétar Már Þorkelsson, Björn Gísli Arnarson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Herdís Ólína

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki

Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Hampur (Cannabis sativa) er meðal fyrstu jurta sem maðurinn ræktaði og nýtti

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd og eftirlíking gæsabeitar á bygg að vori Grétar Már Þorkelsson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Jónatan Hermannsson og Kristín Hermannsdóttir Skýrsla

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur NMÍ 15-03 Verknúmer 6EM08081 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Guðjón Atli Auðunsson Apríl 2015 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Efnisyfirlit Ágrip 2 1 Inngangur 3 1.1 Fyrri rannsóknir á seti á Sundunum

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 2000 2001 Efnisyfirlit Formáli 3 Starfsemi tilraunastöðvarinnar á Hesti 5 Binding kolefnis og kolefnisbúskapur landsins 11 Belgjurtir bjarga sér sjálfar

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni

UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR. Forathugun. Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni UMHVERFISÁHRIF VEGSÖLTUNAR Forathugun Rannsóknarverkefni styrkt af Vegagerðinni 18.01.2018 SKÝRSLA UPPLÝSINGABLAÐ SKJALALYKILL 2970-202-SKY-001-V01 TITILL SKÝRSLU Umhverfisáhrif vegsöltunar SKÝRSLUNÚMER

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið. BLÝ Í NEYSLUVATNI Í HÚSUM 41 Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi Lárus Rúnar Ástvaldsson lauk B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og M.Sc. í umhverfis- og auðlindafræði frá Umhverfis-

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Magnús Guðmundsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bjarni Hjarðar og Nicolas Proietti SORPA apríl 2015 Innhald 1 Inngangur...

More information

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum

Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum Rit LbhÍ nr. 19 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum Skýrsla um rannsóknir 2006-2008 Landbúnaðarháskóli Íslands 2008 Rit LbhÍ nr. 19 ISSN 1670-5785 Orsakir kálfadauða hjá fyrsta kálfs kvígum Skýrsla

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku Lokaverkefni til BS prófs í sálfræði Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku Einar Þór Haraldsson, Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen og Gyða Elín Björnsdóttir Leiðbeinandi: Jörgen L. Pind Sálfræðideild

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Bygg til manneldis

Bygg til manneldis 1 Efnisyfirlit 1. Formáli...3 2. Samantekt...4 3. Inngangur...5 4. Byggsýni...9 5. Eiginleikar byggs...11 6. Efnainnihald þurrkaðs byggs...13 7. Beta-glúkanar: Prófun aðferða og mælingar...16 8. Víðsjár-

More information

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland

Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland Ræktun og nýting svifþörunga úr hafinu við Ísland Jónína Þ. Jóhannsdóttir Friðbjörn Möller María Pétursdóttir Hlynur Ármannsson Kristinn Guðmundsson Rannveig Björnsdóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið 2009 Ása L. radóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Skýrsla til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar mars, 2010 Ágrip Hér

More information

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason Nr. 10 desember 1998 RF pistlar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI Jónas Bjarnason Los og sprungur í fiski INNGANGUR Íslenskir fiskimenn og fólk í fiskiðnaði hefur lengi þekkt að fersk

More information

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Verkefni fjármagnað af RANNUM Mars 2004 Titill: Höfundar: Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Árni Jónsson, M.Sc. Skúli Þórðarson, Dr.ing. ORION Ráðgjöf

More information

Styrkur radons í húsum á Íslandi

Styrkur radons í húsum á Íslandi GR 14:01 Styrkur radons í húsum á Íslandi Óskar Halldórsson Sigurður M. Magnússon Róbert Karl Lárusson Gísli Jónsson Júlí 2014 Geislavarnir ríkisins Rauðarárstíg 10 105 Reykjavík Sími 440 8200 http://www.gr.is

More information

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Ólafur Reykdal Matvælaöryggi Skýrsla Matís 41-08 Desember 2008 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Mycotoxins and the MYCONET-project

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku: Titill / Title Athugun á kælihraða koldíoxíðsnjós (þurríss) á kjúklinga eftir slátrun A study on the chilling rate of carbon dioxide snow on chickens after slaughter Þyrí Valdimarsdóttir Höfundar / Authors

More information