Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki

Size: px
Start display at page:

Download "Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki"

Transcription

1 Uppskera hamps (Cannabis sativa) og hampyrki Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Hampur (Cannabis sativa) er meðal fyrstu jurta sem maðurinn ræktaði og nýtti sér til annars en fæðu og var allt fram á 20. öld ein allra mikilvægasta nytjajurt heimsins. Í byrjun 20. aldar voru þrír fjórðu alls pappírs unnin úr hampi og segl, seglgarn, reypi, net og reiðbúnaður var að lang stærstum hluta unnið úr trefjum hampjurtarinnar. Þá var olía úr hampfræjum, mest notaða ljósmetið í heiminum áður en farið var að nota jarðefnaolíu (Crowley 2001). Hampolía, fræ og hamplaufblöð voru einnig notuð til manneldis í vissum heimshlutum og kirtilhár, aðallega á blómblöðum og sprotum eru rík af s.k. kannabínóíðum sem hafa í árþúsundir gert vissar tegundir af hampi eftirsóttar í margskonar lyf og sem vímugjafi (Vísindavefurinn 2006, Wikipedia 2009). Telja verður mjög líklegt að hampræktun hafi verið prófuð á Íslandi oftar en einu sinni fyrr á öldum. Gísli Magnússon (Vísi-Gísli) sýslumaður og frumkvöðull í jarðrækt prófaði margskonar nytjajurtir á Hlíðarenda í Fljótshlíð á seinni hluta 17. aldar, þ.m.t. hamp (Íslenskar lækningajurtir 2009). Hampur sem iðnaðarjurt hverfur af heimsmarkaðnum á undra skömmum tíma fyrir miðja síðustu öld samfara uppgötvun Duponts á plasttrefjum og banni á ræktun hamps (marijúana) í Bandaríkjunum á fjórða áratug síðustu aldar (Crowley 2001). Á 9. áratug síðustu aldar stóð Evrópusambandið fyrir átaki í leit að nýjum iðnaðarjurtum (non-food crops) sem má rækta í stað nytjajurta til matvælaframleiðslu. Hampur vakti fljótt athygli sem tegund sem hægt er að nota til marsgskonar iðnaðarframleiðslu vegna hágæða trefja (bast og kvoða) og til orkuframleiðslu vegna mikils lífmassa (Crowley 2001, Thomsen ofl. 2005). Kynbætt voru yrki af iðnaðarhampi með ekkert eða mjög lítið magn af tetrahýdrókannabínól (THC) sem er hið eftirsótta ólöglega vímuefni í hampi. Reglur Evrópusambandsins sem Ísland hefur innleitt, kveða á um að iðnaðarhampsyrki sem má rækta innan sambandsins mega ekki innihalda meira en 0,3 +/- 0,03% af THC (Crowley 2001). Ræktun iðnaðarhamps hefur þó ekki náð mikilli útbreiðslu og árið 2006 var hampur einungis ræktaður á ha í Evrópusambandinu og hafði hún heldur dregist saman miðað við árin á undan. Meira en helmingur (55%) hampræktarinnar í Evrópu er í Frakklandi. Í heiminu öllum er áætlað að hampur sé ræktaður á um ha (Án höfundar 2008). Vorið 2008 var hampi sáð á nokkrum stöðum hér á landi og að frumkvæði Sveins Jónssonar í Kálfskinni var lögð út tilraun á Möðruvöllum í Hörgárdal með það að markmiði að skrá vöxt, þroska og uppskeru fimm iðnaðarhampyrkja og verða niðurstöður úr þeirri tilraun kynntar hér á efti. Tegundalýsing Hampur er afar fjölbreytileg tegund sem skipt er í nokkrar undirtegundir. Þekktasta undirtegundin er indverskur hampur (Cannabis sativa L. subsp. indica) sem fyrst og fremst er notaður í lyfja- og vímubransanum eða til skrauts (Wikipedina 2009). Iðnaðarhampur (Cannabis sativa L. subsp. sativa) er hins vegar lang stærst þessara tegunda og getur náð 10 m hæð í heitu loftslagi en í Norður Evrópu nær hampurinn 1,5 til 4 m hæð (Svennerstedt ofl. 2004). Stönglar eru teinréttir og sterklegir. Blöðin

2 eru gagnstæð, með 4-8 þunnum, aflöngum, sagtenntum smáblöðum sem eru fingruð efst á löngum stilki sem er festur við stöngulinn. Hampurinn er einær og tvílitna (2n=20) með blóm í tvíbýli þ.e. karl- og kvenblómin eru aðskilin, annað á sitthvorri plöntunni (dioecious) eða á sömu plöntunni (monoecious). Iðnaðarhampur er yfirleitt með kven- og karlblóm á sömu plöntunni vegna þess að þau gefa jafnari þroska (Svennerstedt ofl. 2004). Blómin eru smábyggð, grænleit, umlukin smáblöðum og vaxa í blaðkrikum. Á norðlægum hafrænum slóðum hefst blómgunin ekki fyrr en eftir u.þ.b. 100 daga eftir sáningu (Svennerstedt ofl. 2004) og fræþroski er því ekki mögulegur. Stöngullinn er hinn eftirsótti hluti plöntunnar og vegur um 75 80% af heildar ofanjarðar lífmassanum. Nýtanlegur hluti til iðnaðar er hinsvegar eingöngu um 20 30% (Crowley 2001, Svennerstedt ofl. 2004, Thomsen ofl. 2005, Án höfundar 2008). Nýtanlegi hlutinn eru mislangir og misfíngerðir þræðir (trefjar) og kvoða sem að mestu er úr sellulósa en einnig úr hemisellulósa og lignini. Á 1. mynd er sýnt þversnið að hampstöngli og helstu vefjum sem fengin er úr danskri skýrslu eftir Thomsen ofl. (2005) en þar er mjög vel lýst eiginleikum og gæðum ólíkra trefjaflokka í hampi. 1. mynd. Teiknað þversnið af hampstöngli og helstu vefjum (frá Thomsen ofl. 2005). Á 2. mynd er sýndur hampstöngull sem búið er að þvo, skera í og fletja. 2. mynd. Uppskorinn hampstöngull sem sýnir utanáliggjandi basttrefjarnar og trefjakvoðuna innan við (Wikipedia 2009).

3 Ræktun iðnaðarhamps Hægt er að rækta iðnaðarhamp mjög víða í heiminum eins og 3. mynd sýnir. Hampur er í eðli sínu hitakær og þarf góðan hita til að vaxa þó að hann þoli talsverð frost, bæði vor og haust. Hann vex víða villtur, sérstaklega þar sem meginlands loftslags gætir. Á norðlægum slóðum er ráðlagt að sá honum ekki fyrr en það er kominn góður jarðvegshiti. Hampi er yfirleitt raðsáð í 3-4 cm dýpt og með cm millibili en sáðmagnið er mjög breytilegt eftir því í hvað á að vinna úr honum og getur legið á bilinu kg ha. Eftir því sem sáðmagnið er aukið verður hampurinn fíngerðari og gefur verðmætari þræði en um leið minnkar heildaruppskeran (Crowley 2001, Svennerstedt ofl. 2004). Hampurinn er lengi að fara af stað á vorin og er þá viðkvæmur fyrir illgresi en um leið og full laufþekja hefur myndast heldur hann öllu illgresi niðri (Svennerstedt ofl. 2004). Áburðarþörf hamps er talin mikil ef hann er ræktaður á norðlægum slóðum en sunnar er minna borið á ef jarðvegur leyfir. Búfjáráburður ofaná og/eða plægður niður í stórum skömmtum er mjög góður fyrir hamp sem þarf mikinn áburð þegar líður að vaxtartímann. 3. mynd. Svæði sem henta vel til hampræktar í heiminum skv. Wikipedia (2009). Efni og aðferðir tilraunar á Möðruvöllum Fimm viðurkenndum iðnaðarhampsyrkjum var sáð í illgresislausan kornakur á Fjárhústúninu á Möðruvöllum 8. maí Notuð var tilraunareitasáðvél sem sáir fræinu í raðir með 12,5 cm millibili. Sáðmagn var sem svarar 20 kg/ha. Með sáningunni var borið á sem svarar 55 kg af nitri (N) á ha í tilbúnum áburði (Blákorn). Þann 6. júní var síðan borið á sem svarar 105 kg N á ha í sama áburði eða samtals 160 kg N, 70 kg P og 210 kg K á ha. Tilraunin var slegin 22. september, plöntuhæð og uppskera mæld og sýni tekin til efnagreininga. Skipulag var hefðbundin blokkatilraun í þremum endurtekningum og tölfræðilegt uppgjör er hefðbundin fervikagreining. Niðurstöður og umræður Sumarið 2008 var mjög gott fyrir allan plöntuvöxt og var lofthiti vel yfir meðalhita í júlí, ágúst og september. Hampurinn var lengi af stað og 6. júni voru einungis komin 4-6 blöð upp úr jörðinni á meðan kornakurinn við hliðina sem sáð var á sama tíma var

4 algróinn. 24. júlí var hampurinn búinn að ná meters hæð og góðri þekju og vikurnar á eftir óx hann mjög hratt og var búinn að ná fullri hæð í lok ágúst. Í byrjun september má greina blómavísa í efstu blaðkrikum sem náðu litlum þroska fram að uppskerudegi. Um miðjan september gerði mikið rok sem braut niður að hluta stöngla og blöð visnuðu og urðu svört. Þvermál stöngla var þá um 2,0 til 2,5 cm og lítill sjáanlegur munur á milli yrkja. Á 4. mynd er sýnt þurrefnishlutfall í yrkjunum þann 22. september. Þurrefnið er aðeins breytilegt milli yrka eða frá 22-28% og er tölfræðilega marktækur (F-gildi = 0,021). Þurrefnishlutfallið er lágt miðað við sænskar rannsóknir þar sem þurrefnishlutfallið er algengt á bilini 30-35% á þessum tíma (Svennerstedt ofl. 2004). Lágt þurrefnisinnihald er ókostur en það eykur kostnað við vinnslu á hampinum Þurrefni, % Fedora Felina Ferimon Futura Santhica Yrki 4. mynd. Þurrefnishlutfall ásamt staðalfrávikum í 5 hampyrkjum á Möðruvöllum, 22. september Á 5. mynd er sýnd hæð hampsins á uppskerudegi og var hann á bilinu 2,1 2,3 m eftir yrkjum en sá munur var ekki tölfræðilega marktækur (F-gildi = 0,111). Þetta er svipuð hæð og mælst hefur á þessum yrkjum í Írlandi og Svíþjóð (Crowley 2001, Svennerstedt ofl. 2004). 3,0 2,5 Lokahæð, m 2,0 1,5 1,0 0,5 0,0 Fedora Felina Ferimon Futura Santhica Yrki 5. mynd. Hæð ásamt staðalfrávikum í 5 hampyrkjum á Möðruvöllum, 22. september 2008.

5 Á 6. mynd er sýnd þurrefnis uppskera yrkjanna sem var á bilinu 6,5 8,7 t/ha eða að meðaltali 7,75 tonn. Munurinn á milli yrkja var þó ekki tölfræðilega marktækur (F-gildi = 0,107). Þurrefnisuppskeran er aðeins til talsvert minni á Möðruvöllum en mælst hefur í Svíþjóð og Írlandi (Crowley 2001, Svennerstedt ofl. 2004). Gera má ráð fyrir að vinnanlegt efni úr þessum hampi sé á bilinu 1,5 til 2,0 þurrefnistonn af ha. Ekki var lagt neitt mat á gæði hampsins til iðnaðar. Miðað við aðrar nytjajurtir sem ræktaðar eru á Möðruvöllum sker hampurinn sig ekki á neinn hátt úr varðandi þurrefnisuppskeru. Til dæmis var þurrefnissuppskera í heilsæðistilraun á Möðruvöllum sumarið 2008 um 11 þurrefnistonn af ha. 12 Þurrefnisuppskera, t/ha Fedora Felina Ferimon Futura Santhica Yrki 6. mynd. Þurrefnisuppskera ásamt staðalfrávikum í 5 hampyrkjum á Möðruvöllum, 22. september Áhugi var á að skoða fóðurgildi hampsins og þess vegna voru uppskerusýni úr tveimur yrkjum skoðuð með það í huga. Í 1. töflu eru birtar niðurstöður úr þeim greiningum. Meltanleiki hampsins mælist nokkuð hár og sem myndi duga í gott viðhaldsfóður. Prótein innihald er einnig hátt sem og flest steinefni. Hins vegar er lystugleiki hampsins ekki mikill ef tekið er mið af reynslu bóndans í Litla Dunhaga sem reyndi að beita kúm á hamp sem hann hafði sáð til en þær sniðgengu hann algjörlega (Róbert Jósavinsson, persónulegar upplýsingar). 1. tafla. Meltanleiki og efnainnihald tveggja hampyrkja sem ræktuð voru á Möðruvöllum Hlutfall af þurrefni, % Yrki Meltanleiki Prótein Ca P Mg K Na S Aska Santica 63,8 16,0 2,23 0,35 0,65 2,18 0,07 0,29 10,0 Futura 65,4 16,4 2,41 0,32 0,74 2,16 0,09 0,28 11,7 Meðaltal 64,6 16,2 2,32 0,33 0,70 2,17 0,08 0,28 10,9 Staðalfrávik 2,7 2,4 0,39 0,03 0,10 0,27 0,04 0,03 1,0 Samantekt Hampur er lengi að koma sér af stað á vorin en þegar líður á vaxtartímann getur hann náð miklum vaxtarhraða ef aðstæður leyfa. Hampur getur skilað þokkalegri þurrefnisuppskeru en nær ekki fullum þroska og myndar ekki fræ við íslenskar aðstæður.

6 Þurrefnisinnihald hampsins er frekar lágt sem eykur kostnað við alla vinnslu. Hampurinn er vegna lítils þroska (lágt þurrefnishlutfall) og mikillar hæðar (>2m) viðkvæmur fyrir veðrum á haustin og getur þá lagst eða brotnað. Heimildir Án höfundar, Report from the Commission to the European Parliament and the Council - on the flax and hemp sector. {SEC(2008) 1905}, COMMISSION OF THE EUROPEAN COMMUNITIES, Brussels, COM(2008) 307 final, 10 s. Crowley J.G., The performance of Cannabis sativa (Hemp) as a fibre source for medium density fibre board (MDF). Skýrsla á heimasíðu Teagasc, Írlandi, janúar 2009; Íslenskar lækningajurtir Sótt á Sagamedica vefinn í janúar 2009; Svennerstedt Bengt & Gunnar Svensson, Industrihampa odling, skörd, beredning och marknad. Fakta Jordbruk, Sammanfattar aktuell forskning, Nr 7, 2004, SLU Publikationstjänst, 4 s. Thomsen Anne Belinda, Søren Rasmussen, Vibeke Bohn, Kristina Vad Nielsen & Anders Thygesen, Hemp raw materials: The effect of cultivar, growth conditions and pretreatment on the chemical composition of the fibres. Risø-R-1507(EN), 30 s. Vísindavefurinn Hver er munurinn á kannabis, hassi, grasi og marijúana? Sótt á vísindavefinn í janúar 2009; Wikipedia Hemp. Sótt á; í janúar 2009.

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004

Rit LBHÍ nr. 6. Jarðræktarrannsóknir 2004 Rit LBHÍ nr. 6 Jarðræktarrannsóknir 2004 2005 Rit LBHÍ nr. 6 ISSN 1670-5785 Jarðræktarrannsóknir 2004 Ritstjórar : Hólmgeir Björnsson og Þórdís Anna Kristjánsdóttir Umsjón með útgáfu: Tryggvi Gunnarsson

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur

Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur Ræktun orkujurta á bújörðum forsendur og framtíðarhorfur Þóroddur Sveinsson og Jónatan Hermannsson Landbúnaðarháskóla Íslands Inngangur Hér á landi hefur á undanförnum árum verið talsverð og vaxandi umræða

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði

Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Gashæfni kúamykju og möguleikar metanvinnslu í Eyjafirði Svanhildur Ósk Ketilsdóttir og Þóroddur Sveinsson Landbúnaðarháskóli Íslands Útdráttur Metanframleiðsla íslenskrar kúamykju var mæld og mat lagt

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Efnisyfirlit. Búfjáráburður Búfjáráburður í lífrænni ræktun, Hvanneyri...11

Efnisyfirlit. Búfjáráburður Búfjáráburður í lífrænni ræktun, Hvanneyri...11 !"#$ %&&!'$()(* +#,-.'' Efnisyfirlit Áburður Áburður á tún (132 1200) GÞ, HB, ÞS, RB 1-49. Eftirverkun fosfóráburðar, Sámsstöðum... 7 4-38. Eftirverkun fosfóráburðar, Akureyri... 7 3-59. Fosfóráburður

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið 2009 Ása L. radóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Skýrsla til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar mars, 2010 Ágrip Hér

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM

Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II. Verkefni fjármagnað af RANNUM Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Verkefni fjármagnað af RANNUM Mars 2004 Titill: Höfundar: Slysatíðni breyttra jeppa Áfangaskýrsla II Árni Jónsson, M.Sc. Skúli Þórðarson, Dr.ing. ORION Ráðgjöf

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055. VMST/1455 Gljúf Gljúfurá 214 Samantekt um fiskirannsóknir Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/1455 Gljúfurá 214

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-054 Dags: Júní 2017 Fjöldi síðna: 43 Upplag: 20 Dreifing: Birt

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Sæbjúgnaveiði á Íslandi Sæbjúgnaveiði á Íslandi Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sjávarútvegsmiðstöð Íslands sumarið 2010 Höfundur: Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri.

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 2015 Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Kristín Hermannsdóttir, Grétar Már Þorkelsson, Björn Gísli Arnarson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Herdís Ólína

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku: Titill / Title Athugun á kælihraða koldíoxíðsnjós (þurríss) á kjúklinga eftir slátrun A study on the chilling rate of carbon dioxide snow on chickens after slaughter Þyrí Valdimarsdóttir Höfundar / Authors

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S

SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S 1 SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S - 005-09 Ferðaskýrsla frá Kanada 2009 Jón Örn Pálsson, atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, tók saman Júní 2009 Ferðalangar og þátttakendur:

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information