Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Size: px
Start display at page:

Download "Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?"

Transcription

1 BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda einkenndist af sprengigosum og mikið af basaltgjósku myndaðist. Meginuppistaða gjóskunnar var basaltgler sem fljótlega tók að ummyndast af völdum jarðhita. Í september 1969 varð fyrst vart við móberg á yfirborði eyjarinnar. Síðan hefur verið fylgst reglubundið með þróun móbergssvæðisins. Árið 1979 var boruð rannsóknarhola í suðausturjaðri jarðhitasvæðisins, m.a. til að athuga við hvaða aðstæður móberg myndaðist undir yfirborði. Efnasamsetning móbergsins var fyrst könnuð Þá kom í ljós að veruleg efnahvörf höfðu orðið á basaltglerinu á míkró- og míllímetrakvarða við breytinguna yfir í palagónít. Þessi ummyndun var aðallega fall af hita, en berghitinn var að jafnaði allt að 1 C ofan sjávar, en allt að 145 C samkvæmt mælingum í borholunni. Þrjár aðalgerðir palagóníts fundust, dökkrautt gelpalagónít, brúnleitt fíbrópalagónít og grænt fíbrópalagónít, hver gerð með sín efnafræðilegu einkenni. Næst voru gerðar ítarlegar athuganir á móberginu Skoðun á sömu sýnum og greind voru 1981 leiddi óvænt í ljós að palagónítið hafði breyst miðað við lýsinguna Litur rauða og brúna palagónítisins hafði dökknað í bergþynnunum og það sem meira er um vert, efnasamsetning palagónítisins hafði víða breyst verulega frá Styrkur MgO virðist hafa aukist í öllum gerðum palagóníts og Al 2 virðist t.d. einnig hafa aukist í sýnum sem ummyndast hafa við tiltölulegan lágan hita. Allt bendir til þess að verulegur flutningur efna á míkrómetrakvarða hafi orðið í þessum sýnum þar sem þau voru varðveitt í geymslum árin Ummerki eftir gerla hafa með sæmilegri vissu fundist víða í móbergssýnum frá Surstey. Ekkert bendir þó til þess að gerlar hafi átt þátt í ummyndun basaltglersins í upphafi, líkt og nýlega hefur verið haldið fram. Það er heldur ekki líklegt að gerlar hafi komið af stað þeim efnaflutningi sem orðið hefur í sýnunum eftir að þeim var safnað. Hins vegar eru sterkar vísbendingar fyrir því að gerlar hafi komið til leiks eftir að meginummyndunarskeið móbergsins var afstaðið og valdið staðbundinni, en smávægilegri, upplausn glersins. SUMMARY Are bacteria partly responsible for the alteration of the hyaloclastite in Surtsey? The first phase of the Surtsey eruptions was characterized by phreatic explosions and a pile of basaltic hyaloclastite was formed. The main constituent of the hyaloclastite was basaltic glass, i.e. sideromelane. Shortly after a mild hydrothermal field was established in the hyaloclastite it started to alter to palagonite tuff. In September 1969 palagonite tuff was visible at the surface. Since then the tuff area has been inspected regularly. In 1979 a research core hole was drilled in the southeast part of the hydrothermal area, i.a. to investigate the conditions for the alteration at depth. The chemical composition of tuff collected at the surface and from the drill core was investigated in It then appeared that considerable leaching of elements had occurred on the micro scale when sideromelane was transformed to palagonite. This alteration is primarily a function of temperature as the samples were altered at temperatures up to 1 C above sea level and up to 145 C below sea level. Three main types of palagonite were discovered, dark red gelpalagonite, brownish fibropalagonite and green fibropalagonite, each type having particular chemical characteristics. In a detailed investigation

2 274 BÚVÍSINDI was again made on the same thin sections of the samples as in It emerged that the palagonite had changed in the thin sections since The red and brownish palagonite had become darker and more significantly the chemical composition of the palagonite had in many cases changed considerably since A higher content of MgO was generally measured in all types of palagonite and Al 2 also appeared to have increased in samples which had been altered at lower temperatures. This indicates that these elements had been mobile on the micro scale while the samples were stored in rock collections during Signs of bacterial activity, cf. the results of Thorseth et al. (1992, 1995) and Furnes et al. (1996), where found in many tuff samples from Surtsey. There is, however, still no evidence for the involvement of bacteria during the main phase of alteration. It it also argued that the previously mentioned transfer of elements in the collected samples is hardly caused by bacteria. The present data from Surtsey are best explained if the bacteria are considered to have entered the samples after the main phase of alteration, both in nature in situ and in the rock samples after collection. The bacteria appear only to have caused a minor local alteration of the basaltic glass. Key words: hydrothermal alteration, bacterial activity, hyaloclastite, palagonite, Surtsey. INNGANGUR Í Surtsey hefur gefist gott tækifæri til að fylgjast með ummyndun basaltgjósku í móberg. Þessar rannsóknir hafa annars vegar byggst á reglubundnum athugunum í eynni, þar sem bergsýnum hefur verið safnað á ákveðnum stöðum, jarðhiti mældur og útbreiðsla móbergsins kortlögð (Sveinn Jakobsson, 1972, 1978, 1995), hins vegar á gögnum úr rannsóknarholu sem boruð var 1979 langleiðina niður að gamla sjávarbotninum (Sveinn Jakobsson og Moore, 1986). Þessi rannsóknarhola var boruð í suðausturjaðri móbergssvæðisins, sbr. 1. mynd. Þótt nokkuð hafi þannig birst á prenti um móbergið í Surtsey er enn eftir að gera grein fyrir einum veigamesta þættinum við myndun móbergsins, en það eru efnahvörfin sem verða á basaltgleri gjóskunnar þegar það breytist í palagónít. Ástæðan fyrir þessum drætti er aðallega sú að þessi efnahvörf hafa reynst afar flókin. Þau eru mishröð og mismikið skolast af efnum úr glerinu við mismunandi hita. Með tímanum virðist síðan mismikið af efnum flytjast aftur úr grunnvatninu inn í palagónítið. Þá hafa smám saman komið fram sterkar vísbendingar um að ummyndunin haldi að einhverju leyti áfram í bergsýnunum eftir að þeim hefur verið safnað og komið fyrir í geymslum. Til að kóróna þetta allt hefur því svo nýlega verið haldið fram að gerlar geti átt þátt í myndun móbergs, m.a. í Surtsey (Thorseth o.fl., 1992, 1994). Ummyndunarsaga Surtseyjargjóskunnar er orðin ærið margbrotin og er ætlunin að gera ítarlega grein fyrir henni á öðrum vettvangi. Hér verður sagt stuttlega frá ummyndunarsögunni eins og hún horfir við nú og rætt hvaða þátt gerlar gætu hugsanlega átt í myndun móbergsins. UPPBYGGING SURTSEYJAR Upplýsingar úr gossögu Surtseyjar (Sigurður Þórarinsson, 1965, 1968), borholusniðið frá 1979 (Sveinn Jakobsson, 1987) og ýmis jarðeðlisfræðileg gögn veita ágæta innsýn í uppbyggingu eyjarinnar. Meginhluti sökkuls Surtseyjar er að líkindum misgróf gjóska og ekki eru neinar vísbendingar um að þar sé bólstraberg að finna, þótt því hafi verið haldið fram. Hraun runnu með hléum á tímabilinu frá apríl 1964 til júní 1967 úr sjö gosrásum. Af þessu leiðir að aðfærsluæðar hraungíga hafa kvíslast víða. Árið 1968 varð fyrst vart jarðhita í gjóskubunkanum í Surtsey og á næstu árum breiddist jarðhitasvæðið yfir nálega helming yfirborðs gjóskunnar. Allt bendir til þess að hitagjafinn sé aðfærsluæðar gíganna og innskot út frá þeim (Sveinn Jakobsson, 1978; Valgarður Stefánsson o.fl., 1985). Jarðhitakerfið í gjóskubunkanum hefur líklega byrjað að myndast í kjölfar hraungosanna í október 1966 janúar 1967 (Sveinn Jakobsson og Moore, 1986). Gera má ráð fyrir að ofan sjávar hafi ummyndunarhitinn verið um

3 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 275 Hraun Lava Móberg Tuff Gjóska Hyaloclastite Strandset Shore deposits Gígar og gossprungur Craters and craterrows 1. mynd. Jarðfræðikort af Surtsey. Útbreiðsla jarðmyndana er samkvæmt athugunum í ágúst Byggt á korti Landmælinga Íslands (1994). Figure 1. Geological map of Surtsey. The mapping was done in August Based on a map by The Icelandic Geodetic Survey (1994).

4 276 BÚVÍSINDI eða undir 1 C, nema nálægt yfirborði. Víða mældust töluverðar sveiflur á hita gufunnar á yfirborði og virtust þær aðallega vera samfara sveiflum í loftþrýstingi. Samkvæmt mælingum í borholunni fylgir hitinn neðan sjávar lengst af suðmarksferlinum og hefur að jafnaði náð allt að 145 C. Á 1. mynd er sýnd útbreiðsla jarðmyndana á yfirborði eyjarinnar eins og hún kom fyrir sjónir 1993 (sbr. Landmælingar Íslands, 1994; Sveinn Jakobsson, 1995). SURTSEYJARGJÓSKAN Gjóskan í Surtsey myndaðist við sprengigos í sjó frá miðjum nóvember 1963 til 4. apríl 1964, þegar heit bergbráðin ( C) komst í snertingu við sjóinn (5 12 C). Gjóskan er yfirleitt fínlagskipt og kornastærðardreifing er mikil. Holrými óummyndaðra öskulaga á yfirborði er mjög mikið, eða um 47 5 rúmmálsprósent (Björn Oddsson, 1982). Undir yfirborði hefur gjóskan hins vegar að líkindum þéttst eitthvað undan þunga myndana ofan á áður en hún tók að ummyndast. Gjóskan er, líkt og hraunin sem mynduðust í Surtsey, alkalíólivínbasalt með mismikið af ólivín- og plagíoklasdílum. Samkvæmt mælingum á borkjarnanum frá 1979 er basaltgler að jafnaði nálægt 94 prósent rúmmáls bergsins (að frátöldu loftrými), basaltbergbrot 2,2%, ólivíndílar 2% og plagíóklasdílar 1,8%. Í yfirborðslögum er dílamagn meira og basatlgler þar oft 88 9 prósent rúmmáls. Litlar breytingar hafa orðið á samsetningu basaltglersins frá því að fyrsta gjóskan settist til á hafsbotni í nóvember 1963 þar til í apríl Það efni sem aðallega verður fyrir ummynduninni, þ.e. basaltglerið, er því allsstaðar nánast af sömu efnasamsetningu. Fyrstu ummerki ummyndunar gjóskunnar sáust í september 1969 og var það tæpum þremur árum eftir að jarðhitasvæðið myndaðist í gjóskubunkanum í Surtsey. Síðan hefur móbergssvæðið stækkað jafnt og þétt og 1994 var það orðið,21 km 2. Basaltgler sem ummyndast hefur við tiltölulegan lágan hita nefnist palagónít. Það skiptist í gelpalagónít sem er ísótrópt og því líklega enn að mestu glerfasi, og fíbrópalagónít sem er anísótrópt (tvíbrjótandi) og virðist aðallega samanstanda af leirsteindum. Efnasamsetning palagóníts er fjölbreytileg, sérstaklega fíbrópalagóníts. Heitið móberg er notað um ummyndaða, hýdróklastíska, basíska gjósku sem er samlímd. RANNSÓKNIR Á GJÓSKUNNI 197 OG 1981 Fyrstu efnagreiningarnar á ummyndaðri gjósku úr Surtsey voru gerðar 197 í Kaupmannahöfn (Sveinn Jakobsson, 1972). Þetta eru fimm örgreiningar á palagóníti í sýnum sem tekin voru í september og nóvember Yfirborð einstakra glerkorna hafði þá ummyndast í gelpalagónít af völdum vatnsgufu. Þótt efnagreiningar frá 197 séu ófullkomnar sýndu þær svo ekki varð um villst að við ummyndun á basaltglerinu í gelpalagónít hafði orðið veruleg útskolun ýmissa efna í þessum yfirborðssýnum. Næst voru gerðar efnagreiningar á móbergi úr Surtsey árið 1981 í kjölfar borunar rannsóknarholunnar Borkjarninn var athugaður sérstaklega, en auk þess yfirborðsýni við borstaðinn, en þar höfðu fyrstu móbergssýnin einmitt fundist Þessi bergsýni áttu þá um 12 ára ummyndunarsögu að baki. Efnagreiningar á berginu sýndu (Sveinn Jakobsson og Moore, 1986) að þegar sýni stærri en 5 1 cm3 voru skoðuð höfðu orðið sáralitlar breytingar á heildarsamsetningunni við ummyndunina, aðrar en þær að vatn hafði bæst við bergið og að tvígilt Fe hafði að hluta til oxast í þrígilt form. Örgreiningar á basaltgleri og palagóníti, sem gerðar voru í Kaliforníu 1981 (alls 71 talsins) og ekki hafa birst fram að þessu, sýndu hins vegar að verulegur flutningur efna hafði orðið á míkró- og millimetrakvarða, mismikill eftir hitastigi. Þær jónir sem losnuðu úr basaltglerinu við ummyndunina í þessum sýnum höfðu að verulegum hluta myndað holufyllingar og um leið átt þátt í að líma saman gjóskuna. Tíu nýmyndaðar steindir hafa þannig fundist í móberginu í Surtsey. Í

5 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 277 yfirborðssýnum ber mest á ópali og kalsíti, en í borkjarnanum eru analsím, phillipsít og tóbermórít algengust. Bæði gelpalagónít og fíbrópalagónít fundust 1981 í yfirborðssýnum, en í borkjarnanum aðeins fíbrópalagónít. Við þessa 12 ára ummyndun í Surtsey virðist þykkt palagóníthúðarinnar á glerkornunum fyrst og fremst vera fall af hita (Sveinn Jakobsson og Moore, 1986). Það er hugsanlegt að gelpalagónít myndist aðeins við tiltölulegan lágan hita, en breytist með tímanum í fíbrópalagónít. Gelpalagónítið afglerjast sennilega allt og leirsteindir taka að myndast í því, en við það breytist það í fíbrópalagónít. Sýni SU97 var athugað sérstaklega, en það sýni var tekið á yfirborði við borstað og hefur ummyndaðist við nálægt 85 C á árunum Nokkrar niðurstöður efnagreininga á sýni SU97 sjást í 1. töflu. Greiningarnar voru þannig gerðar að rafeindageislinn sem örvar sýnið var hafður dreifður (1 µm) til að hindra uppgufun Na og ná betri meðaltalsgreiningu á hinu misleita efni. Það er áberandi að summa efnagreininga á palagóníti er oft býsna lág, einkum þegar gelpalagónít á í hlut. Oftast hefur verið talið að þetta stafi af ósléttu yfirborði gljásneiðarinnar vegna ófullkominnar slípunar palgónítisins, eða miklu innihaldi vatns og annarra reikulla efna. Thorseth o.fl. (1991) hafa hins vegar sýnt fram á að þetta getur að minnsta kosti að hluta til stafað af því hversu gropið palagónítið er, sbr. 3. mynd. Oftast er ekki ástæða til að óttast, að lágar summur efnagreininga á palagónítinu sem hér um ræðir séu vegna óslétts yfirborðs sýnisins. Það er m.a. vegna þess að mismunandi gerðir palagóníts gefa svipaðar summur við örgreiningar á mismunandi sýnum. Þótt engar haldbærar mælingar séu enn til um grop palagóníts í Surtsey þá er það reynsla höfundar þessa pistils af skoðun sýnanna í rafeindasmásjá og örgreini að því gropnara sem palagónítið er þeim mun lægri er summa efnagreiningarinnar. Á heildina litið virðist styrkur Ti, Fe og Mg hækka í palagónítinu miðað við basaltglerið, sbr. 1. töflu, en önnur efni lækka, 1. tafla. Niðurstöður örgreininga (þyngdar-%) árið 1981 á basaltgleri, gelpalagóníti og fíbrópalagóníti í sýni SU97. Hver efnagreining var gerð með 1 µm breiðum geisla. Hver dálkur er meðaltal 4 6 efnagreininga. Table 1. Results of microprobe analyses (weight %) for 1981 on basaltic glass, gelpalagonite and fibropalagonite in sample SU97. Each analysis was performed using a 1 µm defocused beam. Each column represents the mean of 4 6 chemical analyses. Basalt- Gelpala- Fíbró- Tegund gler gónít palagónít Type Sidero- Gelpala- Fibromelane gonite palagonite SiO 2 47,24 28,32 35,35 TiO 2 2,67 3,64 3,73 Al 2 16,72 3,15 6,73 FeO* 12,14 18,26 19,64 MnO,23,6,27 MgO 5,43, 4,43 CaO 9,97 9,17 6,16 Na 2,84,62,54 K 2 O,69,,3 P 2 O 5,63,,26 Summa Total 99,56 63,42 77,41 einkum Na, Al og Si. Það er þó erfitt að henda reiður á hvað þarna hefur gerst vegna þess að efnagreiningarnar eru í þyngdarprósentum, en við ummyndunina raskast hlutfall léttra og þungra efna, sbr. umræðuna í næst kafla. Örgreiningarnar á gjóskunni 1981 sýndu að á árunum hafði orðið veruleg ummyndun á basaltglerinu innan jarðhitasvæðisins í Surtsey. Þrjár aðalgerðir palagóníts fundust í sýnunum. Dökkrautt gelpalagónít var aðeins að finna í sýnum sem höfðu ummyndast við 7 1 C á eða nálægt yfirborði, rauðbrúnt-brúnt fíbrópalagónít fannst í bergi sem ummyndast hafði við C og grænt fíbrópalagónít einungis í bergi sem ummyndast hafði við C. Hver gerð hefur ákveðin efnafræðileg einkenni þótt breytileiki sé talsverður. Þess má geta hér að heildarefnagreiningar á 11 borkjarnasýnum voru gerðar 1981, 1985

6 278 BÚVÍSINDI og Þær sýna ótvírætt að eftir að borkjarnasýnin voru tekin hafa þau tekið til sín mikið CO 2, töluverður hluti af tvígildu Fe hefur oxast miðað við fyrstu greininguna og sýnin hafa misst nokkuð af vatni. Þessar breytingar á sýnunum hafa orðið þar sem þau hafa verið varðveitt á venjulegan hátt í geymslum, en ekki er tóm til að ræða þetta frekar hér. RANNSÓKNIR Á GJÓSKUNNI 1994 Nýjar örgreiningar voru gerðar á Surtseyjarsýnunum sumarið Þetta áttu að vera greiningar til viðbótar greiningunum frá 1981, þar sem áhersla væri lögð á efnagreiningar á þversniðum af palagóníthúðinni. Sömu gljásneiðarnar voru notaðar og Þetta eru slípaðar, opnar bergþynnur límdar á glerplötu, eins og venjulega eru notaðar í örgreini. Þessar gljásneiðar höfðu legið óhreyfðar í skúffum á Náttúrufræðistofnun frá Nú brá hins vegar svo við að þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir 1994 fengust yfirleitt ekki sömu niðurstöður og 1981, þótt samskonar korn væru efnagreind. Smásjárathugun leiddi ennfremur í ljós að ekkert gelpalagónít var eftir í yfirborðssýnunum og fíbrópalagónítið virtist yfirleitt hafa dökknað. Fjögur af sýnunum frá 1981 voru athuguð aftur gaumgæfilega 1994 og 1995, auk nýrra sýna, og alls voru gerðar 292 nýjar efnagreiningar af palagóníti með örgreini og rafeindasmásjá, til viðbótar efnagreiningunum frá Dæmigert þversnið í gegnum fíbrópalagóníthúð á glerkorni í sýni SU97 sést á 2. mynd. 2. mynd. Glerkorn, slípað, í móbergsýni SU97, en það sýni var tekið á yfirborði í ágúst Verulegur hluti kornsins hefur ummyndast í fíbrópalagónít inn frá jöðrunum. Palagónítið er greinilega lagskipt. Í miðjunni sést leif af basaltgleri (ljóst). Snið af þessu korni var efnagreint, sjá 2. töflu. Umhverfis stóra kornið er fjöldi minni korna sem alveg hafa ummyndast í palagónít. Ummyndunarhiti bergsins var nálægt 85 C. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 19 µm af sýninu. Figure 2. SEM micrograph of the polished surface of a grain from tuff sample SU97. The sample was collected at surface at the drill hole site in August A considerable part of the sideromelane glas has been altered to fibropalagonite. A section of this grain was analysed by the microprobe, cf. Table 2. This sample was altered at 85 C during The photograph was taken in 1995, and represents 19 µm of the sample. 3. mynd. Nærmynd af neðri hluta stærsta glerkornsins í 2. mynd, sá hluti palagónítrandarinnar sem næstur er basaltglerkorninu (efst). Þessi hluti fíbrópalagónítsins er mjög gropinn og virðist byggður upp af litlum kúlulaga einingum. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 19 µm af sýninu. Figure 3. SEM micrograph at higher magnification of the lower part of the grain in Figure 2, close to the sideromelane. This part of the fibropalagonite appears to consist of small spheres. The photograph was taken in 1995, and represents 19 µm of the sample.

7 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 279 þetta sýni ummyndaðist að jafnaði við 85 C á árunum , eins og áður er greint frá. Örgreiningar af fyrrnefndu sniði eru í 2. töflu, hver efnagreining er niðurstaða skönnunar á reit sem er 1 1 µm. Nærmynd af palagónítinu næst basaltglerinu (3. mynd) sýnir ljóslega hversu gropið palagónítið er, en summa örgreiningar af þessum hluta er aðeins 74,6%, sbr. palagónít 1 í 2. töflu. Palagónítið þéttist síðan er nær dregur kanti kornsins, eins og sést greinilega á 2. mynd, og um leið breytist efnasamsetningin reglubundið og summurnar hækka. Af samanburði við niðurstöðurnar frá 1981 má ráða að þessi ummyndunarhúð hafi líklega verið gelpalagónít Til samanburðar við yfirborðssýnið er á 4. mynd þversnið í gegnum korn í borkjarnasýni frá 49,8 m dýpi. Þetta sýni hefur ummyndast við meðalhitann 56 C á árunum Rimi af fíbrópalagóníti hefur myndast, en hann er mun þynnri en á 2. mynd. Beltun er ekki greinanleg. Þó er mjög gropótt rönd næst óummynduðu basaltglerinu og inn í basaltglerið eru sums staðar hlykkjótt göng (5. mynd). Efnagreiningar af sniði á þessu korni efst til hægri eru í 3. töflu. Þar má sjá, líkt og í 2. töflu, að summa efnagreiningar af palagónítinu er mjög lág næst basaltglerinu. Niðurstöður efnagreininga frá 1981 og 1994 á sýni SU97 eru sýndar á 6. og 7. mynd, hvað varðar SiO 2 og Al 2. Efnagreiningarnar voru umreiknaðar í 1% áður en línuritin voru gerð. Greinilegur munur á samsetningu palagóníts 1981 og 1994 kemur fram, þótt samsetning basaltglersins sé nánast sú sama. Auk þess er greinilegur munur á styrk MgO, 1981 fannst gelpalagónít með engu eða mjög litlu MgO, sbr. 1. töflu, en 1994 fyrirfannst slíkt palagónít ekki þrátt fyrir mikla leit. Athuganir 4. mynd. Glerkorn, slípað, í borkjarnasýni frá 49,8 m dýpi. Kornið hefur ummyndast í fíbrópalagónít inn frá jöðrunum. Í miðjunni sést leif af basaltgleri (ljóst). Vinstra megin sést stakur listi af plagíóklas (dökkgrár). Snið af þessu korni var efnagreint, sjá 3. töflu. Umhverfis stóra kornið eru minni korn sem alveg hafa ummyndast í palagónít. Ummyndunarhiti bergsins var 56 C. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 19 µm af sýninu. Figure 4. SEM micrograph of the polished surface of a grain in a drill core sample from 49.8 m depth. A part of the sideromelane glass has been altered to fibropalagonite. A section of this grain was analysed on the microprobe, cf. Table 3. This sample was altered at 56 C during The photograph was taken in 1995, and represents 19 µm of the sample. 5. mynd. Nærmynd af hluta stærsta glerkornsins í 4. mynd, að neðan til hægri. Fíbrópalagónítið er mjög gropið næst óummynduðu glerinu. Inn í basaltglerið eru hlykkjótt göng. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 19 µm af sýninu. Figure 5. SEM micrograph at higher magnification of the lower part of the grain in Figure 4, to the right. Small channels can been seen to intrude the fresh basaltic glass. The photograph was taken in 1995, and represents 19 µm of the sample.

8 28 BÚVÍSINDI 2. tafla. Niðurstöður örgreininga (þyngdar-%) árið 1994 á þversniði yfir 45 µm breiða fíbrópalagónítrönd í korni úr sýni SU97, sbr. 2 mynd. Hver efnagreining er skönnun á 1 µm 2 reit. Fjarlægð miðju hvers reits frá basaltglerrönd er gefin til kynna í míkrómetrum. Table 2. The results of microprobe analyses (weight %) for 1994 on a section across a 45 µm broad fibropalagonite rim in a grain from sample SU97, cf. Figure 2. Each chemical analysis is based on scanning a 1 µm 2 square. The distance of the centre of each square from the edge of the sideromelane is given in micrometers. Tegund Basaltgler Palagónít 1 Palagónít 2 Palagónít 3 Palagónít 4 Type Sideromelane Palagonite 1 Palagonite 2 Palagonite 3 Palagonite 4 Fjarlægð, µm Distance, µm SiO 2 47,8 29,49 3,23 35,95 38,76 TiO 2 2,31 2,96 2,9 2,98 3,1 Al 2 15,68 8,95 9,17 1,9 11,33 FeO* 11,66 12,2 12,25 15,49 17,1 MnO,21,21,18,27,25 MgO 6,52 8,86 8,7 9,59 11, CaO 1,9 11,6 11,14 11,49 11,96 Na 2 O 2,6,51,48,38,45 K 2 O,55,5,1,7,11 P 2 O 5,46,47,41,5,52 Summa Total 97,43 74,58 75,47 87,62 94,49 3. tafla. Niðurstöður örgreininga (þyngdar-%) árið 1994 á þversniði yfir 26 µm breiða fíbrópalagónítrönd í korni úr borkjarnasýni frá 49,8 m dýpi, sbr. 4 mynd. Hver efnagreining er skönnun á 1 µm 2 reit. Fjarlægð miðju hvers reits frá basaltglerrönd er gefin til kynna í míkrómetrum. Table 3. The results of microprobe analyses (weight %) for 1994 on a section across a 26 µm broad fibropalagonite rim in a grain in a drill core sample at 49.8 m depth, cf. Figure 4. Each chemical analysis is based on scanning a 1 µm 2 square. The distance of the centre of each square from the edge of the sideromelane is given in micrometers. Tegund Basaltgler Palagónít 1 Palagónít 2 Palagónít 3 Type Sideromelane Palagonite 1 Palagonite 2 Palagonite 3 Fjarlægð, µm Distance, µm 7 14 SiO 2 47,52 26,87 32,81 35,35 TiO 2 2,69 4,21 3,86 3,95 Al 2 15,77 8,3 9,39 9,24 FeO* 12,14 14,24 18,4 17,1 MnO,18,18,26,25 MgO 5,67 2,63 3,62 5,13 CaO 9,55 9,34 1,55 8,92 Na 2,83,52,29,16 K 2 O,71,28,46,46 P 2 O 5,53,32,96,71 Summa Total 98,59 67,46 8,75 81,58

9 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 281 á sýnum úr borkjarnanum sem ummyndast höfðu við minna en u.þ.b. 11 C gáfu svipaða niðurstöðu, greinilegan mun einkum hvað varðar Al 2, SiO 2 og MgO. Aftur á móti voru breytingarnar minni í sýnum sem ummyndast höfðu um eða ofan við 11 C. Til dæmis er varla hægt að sjá marktækan mun á styrk SiO 2 og Al 2 í sýninu frá 134, m dýpi (8. og 9. mynd), þótt munur komi fram á öðrum efnum, m.a. MgO. Æskilegt hefði verið að geta sagt til um flutning efna miðað við rúmmálseiningu basaltglers, en það er ekki hægt þar sem eðlisþyngd palagóníttegundanna er ekki þekkt. Hins vegar má áætla hlutfallslegar breytingar í styrk efnanna með því að gera ráð fyrir að Fe sé stöðugt við palagónítiseringuna, sbr. Hoppe (194), en þessi aðferð hefur m.a. verið notuð 15 Al 2, % af Sveini Jakobssyni (1972). Við ummyndunina fer járnið væntanlega yfir í þrígilt form og er þá mjög torleyst. Þessu til staðfestingar má nefna að Sigurður Gíslason o.fl. (1996) hafa rannsakað leysni efna við veðrun basalts á Suðvesturlandi og niðurstaða þeirra er sú að Fe sé hlutfallslega einna torleystast efnanna. TiO 2 virðist einnig vera stöðugt fyrst í stað við ummyndunina í Surtsey. Með þessari aðferð hefur verið gerður samanburður á þremur sýnum sem efnagreind voru bæði 1981 og 1994, sýni SU97 frá yfirborði og sýni frá 4,3 m og 134, m dýpi úr borholunni, sjá mynd. Á 1. mynd eru örgreiningar frá 1981 á sýni SU97 og þar sést að breytingar á styrk efna við ummyndunina eru mismunandi eftir því hvort um gel- eða fíbrópalagónít er að ræða. Einfaldast er að túlka þetta þannig að hærri styrkur t.d. MgO í fíbrópalagónítinu stafi af nýmyndun leirsteinda, t.d. smektíts. Þessi viðbót af MgO hefur annað hvort borist úr basaltglerinu við áframhaldandi ummyndun Al 2, % SiO 2, % 6. mynd. Efnasamsetning basaltglers (svört tákn) og palagóníts (önnur tákn) í sýni SU97, samkvæmt örgreiningum 1981, sbr. 1. töflu. Palagónítið skiptist í gelpalagónít (ljós tákn) og fíbrópalagónít (grá tákn). Efnagreiningarnar hafa allar verið umreiknaðar í 1 þyngdar-% áður en mynd voru gerðar. Figure 6. The composition of sideromelane (black symbols) and palagonite (other symbols) in sample SU97, according to microprobe analyses in 1981, cf. Table 1. The palagonite divides into gelpalagonite (light symbols) and fibropalagonite (gray symbols). Before plotting all chemical analyses in Figures 6 9 were normalised to 1% SiO 2, % 7. mynd. Efnasamsetning basaltglers (svört tákn) og palagóníts (ljós tákn) í sýni SU97, samkvæmt örgreiningum Sama gljásneið var notuð og 1981, sbr. 6. mynd. Figure 7. The composition of sideromelane (black symbols) and palagonite (light symbols) in sample SU97, according to microprobe analyses in The same microprobe mount was used as in 1981, cf. Figure 6.

10 282 BÚVÍSINDI eða, það sem líklegra er, borist aftur úr jarðhitavatninu. Á 11. mynd eru niðurstöður sams konar útreikninga á efnagreiningunum frá 1994, en sama gljásneið var notuð og Munurinn er mikill, sérstaklega í ljósi þess að leitað var sérstaklega að gelpalagóníti. Þessi samanburður bendir eindregið til þess að 1994 hafi hlutfallslegur styrkur MgO og Al 2 almennt aukist aftur í palagónítínu, miðað við Á móti er hugsanlegt að styrkur SiO 2 og CaO hafi minnkað. Sams konar athugun á sýninu frá 4,3 m dýpi gefur svipaða niðurstöðu, sjá 12. og 13. mynd, þótt á veikari grunni sé vegna þess hversu fáar efnagreiningar voru gerðar Þá er komið að sýninu frá 134, m dýpi, sjá mynd. Lágu MgO-gildin frá 1981 finnast þar ekki aftur 1994, en aftur á móti palagónít með mjög háu K 2 O, sbr. 4. töflu. Ofangreind gögn sýna að palagónítið sem lýst hafði verið 1981 hefur breyst í gljásneiðunum á árunum , í sumum tilvikum verulega. Sérstaklega virðist styrkur Al 2 og Al 2, % SiO 2, % 8. mynd. Efnasamsetning basaltglers (svört tákn) og palagóníts (ljós tákn) í borkjarnasýni frá 134, m dýpi, samkvæmt örgreiningum Figure 8. The composition of sideromelane (black symbols) and palagonite (light symbols) in a drill core sample from 134. m depth, according to microprobe analyses in MgO hafa aukist í gelpalagónítinu. Líklegast er að þetta sé vegna nýmyndunar leirsteinda í því. En yfirleitt virðist styrkur MgO hafa aukist eitthvað í öllum gerðum palagóníts miðað við það sem mældist Samfara þessu hafa summur palagónítgreininganna yfirleitt hækkað frá 1981 til Allt bendir þetta til þess að einhver efnaflutningur og síðan útfellingar hafi átt sér stað í gljásneiðunum á þeim þrettán árum sem liðu frá 1981 til Nú hefur ekkert jarðvatn leikið um gljásneiðarnar og því er ekki um annað að ræða en að efnin berist úr síderómelaninu. Raki (hýgróskópískt vatn) er enn um 2,5 6% af þyngd móbergssýnanna. Þetta vatn situr væntanlega sem filma á yfirborði kornanna og það má geta sér þess til að það sé miðill fyrir flutning efnanna. Árið 1995 voru til viðbótar efnagreindar nýjar gljásneiðar af þremur sýnum sem tekin voru innan úr borkjarnanum. Örgreiningar á palagónítinu úr þessum sýnum sýndu sams Al 2O 3, % SiO 2, % 9. mynd. Efnasamsetning basaltglers (svört tákn) og palagóníts (ljós tákn) í borkjarnasýni frá 134, m dýpi, samkvæmt örgreiningum Sama gljásneið var notuð og 1981, sbr. 8. mynd. Figure 9. The composition of sideromelane (black symbols) and palagonite (light symbols) in a drill core sample from 134. m depth, according to microprobe analyses in The same microprobe mount was used as in 1981, cf. Figure 8.

11 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 283 konar palagónít og greindist í gljásneiðunum frá Þetta bendir til þess að sams konar ummyndun hafi átt sér stað inni í borkjarnanum á árunum og varð í gljásneiðunum. VITNISBURÐUR UM ÞÁTT GERLA Í grein sem Thorseth o.fl. birtu 1992 er bent á að gerlar kunni að eiga verulegan þátt í ummyndun basaltglers. Forsaga þessa máls er sú að þegar Ingunn H. Thorseth var að vinna að doktorsritgerð sinni um íslenskt móberg við háskólann í Bergen árið 1989 rákust hún og Ole Tumyr verkfræðingur á ókennilega hluti í rafeindasmásjánni. Þetta voru aflangir hlutir vel innan við einn míkrómetra í þvermál, sem oft lágu inni í holum eða dældum í palagóníti. Þau voru þá að skoða móberg frá nokkrum Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 1. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í palagónít í sýni SU97, samkvæmt örgreiningum Hver lína táknar eina efnagreiningu. Hringir sýna breytingar við myndun gelpalagóníts en hyrningar breytingar við myndun fíbrópalagóníts. Hér er gert ráð fyrir, líkt og í mynd, að styrkur FeO* (heildarjárn reiknað sem tvígilt járn) haldist óbreyttur við ummyndunina. Figure 1. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in sample SU97, according to microprobe analyses in Rings indicate gelpalagonite and squares fibropalagonite. It is assumed that total iron is constant during the alteration process, as in Figures stöðum á landinu, m.a. Mosfelli í Mosfellssveit. Ole Tumyr hafði áður unnið með líffræðingum við rannsóknir á gerlum og taldi strax að um gerla gæti verið að ræða. Þetta var síðan staðfest af gerlafræðingum. Þau hafa síðan fundið gerla mjög víða í móbergi og þá alltaf á mörkum basaltglers og palagóníts. Kenning þeirra er sú að sumar tegundir gerla geti valdið staðbundinni breytingu á ph bergvatnsins, þannig að glerið leysist þar hraðar upp og holur eða göng myndist. Árið 1991 fékk Ingunn Thorseth sýni frá Surtsey og taldi sig þá víða finna gerla eða ummerki eftir þá, bæði í bergsýnum frá yfirborði, sjá 16. mynd, og eins í efstu lögum borkjarnans (Ingunn Thorseth, persónulegar upplýsingar). Thorseth o.fl. (1994) gerðu síðan tilraunir með ræktun gerla sem ættaðir voru úr móbergi frá Surtsey. Þeir voru ræktaðir á basaltgleri við herbergishita og strax eftir 46 daga ræktun sáust ummmerki þess að glerið hafði leyst upp undir gerlunum. Eftir 394 daga hafði Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 11. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í fíbrópalagónít í sýni SU97, samkvæmt örgreiningum Sama gljásneið var notuð og 1981, sbr. 1. mynd. Figure 11. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in sample SU97, according to microprobe analyses in The same microprobe mount was used as in 1981, cf. Figure 1.

12 284 BÚVÍSINDI 6 Breytingar, % 6 Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 12. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í fíbrópalagónít í borkjarnasýni frá 4,3 m dýpi, samkvæmt örgreiningum Figure 12. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in a drill core sample from 4.3 m depth, according to microprobe analyses in Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 14. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í fíbrópalagónít í borkjarnasýni frá 134, m dýpi, samkvæmt örgreiningum Figure 14. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in a drill core sample from 134. m depth, according to microprobe analyses in FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 13. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í borkjarnasýni frá 4,3 m dýpi, samkvæmt örgreiningum Sama gljásneið var notuð og 1981, sbr. 12. mynd. Figure 13. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in a drill core sample from 4.3 m depth, according to microprobe analyses in The same microprobe mount was used as in 1981, cf. Figure 12. Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 15. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglerkorna í borkjarnasýni frá 134, m dýpi, samkvæmt örgreiningum Sama gljásneið var notuð og 1981, sbr. 14. mynd. Figure 15. Relative amounts of leached components during palagonitization of sideromelane in a drill core sample from 134. m depth, according to microprobe analyses in The same microprobe mount was used as in 1981, cf. Figure 14.

13 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY tafla. Niðurstöður örgreininga (þyngdar-%) árið 1994 á þversniði yfir 75 µm breiða fíbrópalagónítrönd í korni úr borkjarnasýni frá 134, m dýpi. Hver efnagreining er skönnun á 1 µm 2 reit. Fjarlægð miðju hvers reits frá síderómelanrönd er gefin til kynna í míkrómetrum. Table 4. The results of microprobe analyses (weight %) for 1994 on a section across a 75 µm broad fibropalagonite rim in a grain in a drill core sample at 134, m depth. Each chemical analysis is based on scanning a 1 µm 2 square. The distance of the centre of each square from the edge of the sideromelane is given in micrometers. Tegund Basaltgler Palagónít 1 Palagónít 2 Palagónít 3 Palagónít 4 Type Sideromelane Palagonite1 Palagonite 2 Palagonite 3 Palagonite 4 Fjarlægð, µm Distance, µm SiO 2 47,48 35,38 35,86 35,94 36,84 TiO 2 2,48 3,89 3,85 3,4 2,66 Al 2 15,84 12,57 11,83 11,82 13,87 FeO* 11,71,4,37 17,75 14,95 MnO,31,3,38,29,14 MgO 5,63 9, 9,32 9,76 5,24 CaO 9,6 4,8 4,29 5,56 7,67 Na 2,84,32,33,38,46 K 2 O,79 1,3 1,18 1,2 1,49 P 2 O 5,51,9,16,75,48 Summa Total 98,19 87,33 87,57 86,67 83,8 myndast 1 µm þykk húð af palagóníti þar sem út hafði skolast verulegt magn af katjónum, nema Si. Það er því engum blöðum um það að fletta að sumar tegundir gerla geta leyst upp basaltgler á skömmum tíma og valdið verulegri útskolun efna. Móbergssýni, sem tekin hafa verið reglulega á suðausturhorni móbergssvæðisins í Surtsey síðan 1969, hafa verið skoðuð á ný við 1 stækkun í bergsmásjá með það fyrir augum að leita þar að hugsanlegum ummerkjum eftir gerla. Einungis lokaðar þunnsneiðar (þ.e. bergþynnur með þekjugleri límdu með plastefni) voru skoðaðar til að útiloka að gerlarnir hafi sest í bergið eftir að sneiðin var gerð. Til hliðsjónar voru hafðar lýsingar Thorseth o.fl. (1994, 1995) og Furnes o.fl. (1996) á ummerkjum eftir gerla í basaltgleri. Í þunnsneiðum af fyrstu móbergssýnunum frá 1969 var ekki hægt að koma auga á nein örugg ummerki eftir gerla. Í sýni frá ágúst 197 eru á stöku stað göng <1 µm í þvermál inn í basaltglerið, sem hugsanlega gætu verið eftir gerla samkvæmt lýsingum Norðmannanna. Í þunnsneið af sýni frá apríl 1971, og öllum sýnum sem síðan hafa verið tekin á yfirborði í Surtsey og athuguð hafa verið í smásjá, sjást hins vegar mjög víða greinileg ummerki sem líkjast þeim sem Thorseth og félagar höfðu lýst í greinum sínum. Það er hins vegar eftirtektarvert að í sjálfu palagónítinu í þessum móbergssýnum hafa engir strúktúrar sést sem gefa til kynna að það hafi orðið til við virkni gerla. Eftirfarandi dæmi virðist sanna að gerlar hafa komið eftir að myndun móbergsins átti sér stað. Ólivíndíll með stórri basaltglerinnlyksu fannst 1994 í opinni gljásneið af borkjarnasýninu frá 134, m dýpi sem gerð var 1981, sjá 17. mynd. Þessi hluti kjarnans ummyndaðist við meðalhitann 133±5 C á árunum Þótt mestallt basaltgler í sýninu sé ummyndað og ysti hluti ólivínsins hafi breyst í smektít er innlyksan ósnortin, að því fráskildu að út frá sprungum hefur orðið ummyndun sem einkennist af fjölda þráð-

14 286 BÚVÍSINDI laga ganga (18. mynd). Slíkt samsafn ganga getur einmitt myndast fyrir tilverknað gerla (Thorseth o.fl., 1992, 1995; Furnes o.fl., 1996). Nú er ljóst að hafi sprungurnar verið opnar áður en kjarninn var tekinn hefði í innlyksunni verið vanalegt palagónít og ólivínkristallinn hefði einnig orðið fyrir talsverðum skemmdum. Þessar sprungur hljóta því að hafa myndast um leið eða eftir að kjarninn var tekinn. Ef gerlar ollu þessari ummyndun er líklegast að þeir hafi borist í borkjarnann við borunina 1979, en sjór var notaður til skolunar og kælingar við borunina. Þeir hafa síðan séð sér leik á borði og ráðist á glerið, en það er vel kunnugt að gerlar taka gler langt fram yfir kristalla. Ummyndun basaltglersinnlyksunnar var efnagreind með örgreini 1995 og sjást niðurstöðurnar í 5. töflu. Hér er um annars konar palagónít að ræða en annars finnst í sýninu frá 134, m dýpi, sbr. 4. töflu. Þegar hlutfallslegar breytingar á styrk efnanna við þessa gerlaummyndun eru athugaðar (19. mynd) sést að þær eru nokkuð frábrugðnar þeim breytingum sem annars hafa orðið í sýninu (15. mynd). Ólafur S. Andrésson, lífefnafræðingur hjá Tilraunastöð Háskólans að Keldum, leitaði að kjarnsýruleifum úr gerlum í einu bergsýni frá Surtsey með næmum aðferðum sameindaerfðafræðinnar. Fyrir valinu varð borkjarni frá 49, m dýpi, en sá hluti borkjarnans hafði ummyndast ofansjávar við meðalhitann 56 C 16. mynd. Yfirborð glerkorns í móbergssýni frá Svartagili, safnað 1. ágúst Út úr fjórum holum standa angar sem líklega eru gerlar. Á neðri hluta myndarinnar sést smektít. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1991 (ljósm. I.H. Thorseth), myndbreidd samsvarar 14 µm af sýninu. Figure 16. SEM micrograph of the surface of a grain from a tuff sample collected in Svartagil in Surtsey in Rod-shaped bacteria appear to emerge from four holes in the grain. The lower part of the grain is covered by smectite. The photograph was taken in 1991 by I.H. Thorseth, and represents 14 µm of the sample.

15 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 287 á árunum (Sveinn Jakobsson og Moore, 1986). Skemmst er frá því að segja að leitin bar engan árangur. Við sprengigosin , þegar basaltgjóskan myndaðist, hlýtur gjóskan þó að hafa blandast sjó rækilega. Það er því út af fyrir sig undrunarefni að ekki skulu finnast neinar leifar gerla í þessum hluta borkjarnans, þar sem mikil mergð gerla er í sjóvatni. Ástæðan fyrir þessu er líklegast sú að gjóskulögin hafi náð að hitna í 1 C (gufuhita) og þar með hafi allir gerlar drepist. Þetta gæti vel hafa gerst í skamman tíma þegar jarðhitasvæðið var nýmyndað og gjóskulögin enn mjög gropin, þótt mælingar bendi til þess að fyrrnefnd lög séu að jafnaði ummynduð við 56 C á árunum Ástæða er til að ætla að hið sama gildi um aðra hluta kjarnans, sem allur ummyndaðist við hærri hita. Nú eru þær efnabreytingar, sem orðið hafa á palagónítinu í geymslum Náttúrufræðistofnunar síðan 1979 og lýst hefur verið hér að ofan, sams konar inni í kjarnanum og á yfirborði gljásneiðanna, eins og bent var á hér áður. Það er því ólíklegt að gerlar hafi átt þátt í þeirri ummyndun. Þá er ástæða til að hvetja til varfærni við túlkun míkróstrúktúra í basaltgleri. Í lýsingu á borkjarnasýni frá 49,8 m dýpi (4. og 5. mynd) kom fram að hlykkjótt, þráðlaga göng voru greinanleg inn í basaltglerið. Þessi göng eru afar svipuð þeim göngum sem Thorseth o.fl. (1995) og Furnes o.fl. (1996) hafa lýst og talið að væru af völdum gerla. Sú staðreynd að ekki hafa fundist neinar leifar gerla á þessu dýpi bendir til að slík göng geti myndast á annan hátt en fyrir tilverknað gerla. 17. mynd. Ólivínkristall í stóru glerkorni úr borkjarna frá 134, m dýpi. Basaltglerið er alveg ummyndað í fíbrópalagónít og ysti hluti ólivínkristallsins hefur ummyndast í blaðlaga smektít (nontrónít). Í miðju ólivínkristallsins er stór innlyksa af basaltgleri. Umhverfis stóra kornið eru minni korn sem einnig hafa ummyndast í palagónít. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 38 µm (,38 mm) af sýninu. Figure 17. SEM photograph of an olivine phenocryst from a large grain in a drill core sample from 134. m depth. The surrounding basaltic glass is completely altered to palagonite and the olivine is partly altered to smectite at the edges. The olivine contains an large inclusion of sideromelane. The photo was taken in 1995, and represents 38 µm of the sample. 18. mynd. Nærmynd af glerinnlyksunni í ólivínkristalnum, sbr. 17. mynd. Basaltglerið hefur orðið fyrir einkennilegri, sumpart þráðlaga, ummyndun út frá sprungum, en er að öðru leyti ferskt. Ummynduðu svæðin voru efnagreind, sjá 5. töflu. Myndin er tekin í rafeindasmásjá 1995, myndbreidd samsvarar 125 µm af sýninu. Figure 18. SEM micrograph with enlarged view of the sideromelane inclusion in the olivine in Figure 17. The glass has been partly altered outwards from fissures. The altered areas were analysed chemically, cf. Table 5. The photograph was taken in 1995, and represents 125 µm of the sample.

16 288 BÚVÍSINDI 5. tafla. Niðurstöður örgreininga (þyngdar-%) árið 1995 á síderómelaninnlyksu í ólivínkristalli og þremur ummyndunarsvæðum í því, sbr mynd. Úr borkjarnasýni frá 134, m dýpi. Hver efnagreining er skönnun á 1 µm 2 reit. Table 5. The results of microprobe analyses (weight %) for 1994 on a sideromelane inclusion in a olivine phenocryst and three altered areas within it, cf. Figures From a drill core sample at 134. m depth. Each chemical analysis is based on scanning a 1 µm 2 square. Tegund Basaltgler Palagónít 1 Palagónít 2 Palagónít 3 Palagónít 4 Type Sideromelane Palagonite 1 Palagonite 2 Palagonite 3 Palagonite 4 SiO 2 47,2 29,99 38,69 43,74 35,4 TiO 2 2,53 2,32 3,17 3,5 3,27 Al 2 16,25 1,96 14,18 15,4 15,1 FeO* 11,38 11,27 14,19 12,7 15,93 MnO,15,19,17,17,27 MgO 5,49 5,34 5,72 4,35 6,75 CaO 9,68 4,95 7,15 8,88 6,56 Na 2,79 1,1,93 2,57,35 K 2 O,63,45,43,58,61 P 2 O 5,53,4,59,57,83 Summa Total 97,45 67,18 85,44 92, 85,5 Þannig hafa enn engar vísbendingar komið fram þess efnis að gerlar hafi átt þátt í myndun móbergs í Surtsey frá byrjun, líkt og Thorseth o.fl. (1992, 1995) og Furnes o.fl. (1996) hafa lagt til að geti gerst við myndun móbergs. Þau gögn sem nú eru fyrirliggjandi benda hins vegar eindregið til þess að gerlar (eða aðrar örverur?) hafi sest til í móberginu eftir að aðalummyndunin átti sér stað. Þeir hafa sest á óummyndað basaltgler þar sem þeir hafa valdið staðbundinni ummyndun, ólíkri þeirri sem varð af völdum jarðhitavatnsins. Þetta hefur líklega gerst bæði úti í náttúrunni eftir að meginferli ummyndunarinnar hafði átt sér stað og bergið kólnað niður, og eins við herbergishita í geymslum árum saman eftir að bergsýnunum hafði verið safnað. Þessar breytingar eru þó smávægilegar miðað við allar þær breytingar sem urðu af völdum jarðhitans. ÞAKKARORÐ Styrkur úr rannsóknasjóði NATO fékkst 1988 til rannsókna á myndun móbergs í Surtsey. Nordisk Forskerutdanningsakademi veitti fé 1994 til greininga á palagóníti og basaltgleri Breytingar, % FeO* TiO 2 SiO 2 Al 2 MgO CaO Na 2O K 2 O 19. mynd. Hlutfallslegar breytingar á styrk helstu aðalefna við ummyndun basaltglers í innlyksunni sem sést á 18. mynd, samkvæmt örgreiningum Hér er gengið út frá því, líkt og í mynd, að styrkur FeO* haldist óbreyttur við ummyndunina. Figure 19. Relative amounts of leached components during the alteration of the sideromelane inclusion in a drill core sample from 134. m depth, cf. Figure 18, according to microprobe analyses in 1995.

17 UMMYNDUN BASALTGJÓSKUNNAR Í SURTSEY 289 í Noregi. Dr James G. Moore hefur síðan 1979 tekið verulegan þátt í rannsóknunum í Surtsey, m.a. á móberginu. Dr Lewis Calk aðstoðaði við örgreiningarnar í Menlo Park 1981 og dr Håkon Austrheim við örgreiningarnar í Osló Ég vil þakka dr Ingunni H. Thorseth og dr Ole Tumyr fyrir aðstoð við greiningarnar á palagónítinu og umræður um myndun þess. Dr Ólafur S. Andrésson leitaði góðfúslega að leifum gerla í sýni frá Surtsey og fræddi mig um hegðun gerla. Surtseyjarfélagið á þakkir skildar fyrir að kosta leiðangrana til Surtseyjar. Dr Karl Grönvold og dr Sigurður Steinþórsson lásu handrit að greininni og komu með ýmsar gagnlegar ábendingar. HEIMILDIR Björn Oddsson, Rock quality designation and drilling rate correlated with lithology and degree of alteration in volcanic rocks from the 1979 Surtsey drilling hole. Surtsey Research Progress Report 9: Furnes, H., I.H. Thorseth, O. Tumyr, T. Torsvik & M. Fisk, Microbial activity in the alteration af glass from pillow lavas from ODP Hole 896A. Í: Proceedings of ODP, Scientific Results, Vol. 148 (ritstj. J.C. Alt, H. Kinoshita, L.B. Stokking & P.J. Michael): Hoppe, H.J., 194. Untersuchungen an Palagonittuffen und ihre Bildungsbedingungen. Chemie der Erde 13: Landmælingar Íslands, Surtsey 1:5, sérkort. Sigurður R. Gíslason, Stefán Arnórsson & Halldór Ármannsson, Chemical weathering of basalt in southwest Iceland: effects of runoff, age of rocks and vegetative/glacial cover. American Journal of Science 296: Sigurður Þórarinsson, Sitt af hverju um Surtseyjargosið. Náttúrufræðingurinn 35: Sigurður Þórarinsson, Síðustu þættir eyjaelda. Náttúrufræðingurinn 35: Sveinn P. Jakobsson, On the consolidation and palagonitization of the tephra of the Surtsey volcanic island, Iceland. Surtsey Research Progress Report 6: Sveinn P. Jakobsson, Environmental factors controlling the palagonitization of the Surtsey tephra, Iceland. Bulletin of the Geological Society of Denmark, Special Issue 27: Sveinn P. Jakobsson, Rannsóknarborun í Surtsey. Í: Í hlutarins eðli. Afmælisrit til heiðurs Þorbirni Sigurgeirssyni prófessor (ritstj. Þorsteinn I. Sigfússon). Menningarsjóður, Reykjavík: Sveinn P. Jakobsson, Rof Surtseyjar. Í: Eyjar í eldhafi. Afmælisrit til heiðurs Jóni Jónssyni. Gott mál hf., Reykjavík: Sveinn P. Jakobsson & J.G. Moore, Hydrothermal minerals and alteration rates at Surtsey volcano, Iceland. Geological Society of America, Bulletin 97: Thorseth, I.H., H. Furnes & O. Tumyr, A textural and chemical study of Icelandic palagonite of varied composition and its bearing on the mechanism of the glass-palagonite transformation. Geochimica Cosmochimica Acta 55: Thorseth, I.H., H. Furnes & M. Heldal, The importance of microbiological activity in the alteration of natural basaltic glass. Geochimica Cosmochimica Acta 56: Thorseth, I.H., H. Furnes & O. Tumyr, Textural and chemical effects of bacterial activity on basaltic glass: an experimental approach. Chemical Geology 1: Thorseth, I.H., T. Torsvik, H. Furnes & K. Muehlenbachs, Microbial activity and its role in the alteration of oceanic crust. Chemical Geology 126: Valgarður Stefánsson, Guðni Axelsson, Guðjón Guðmundsson & Benedikt Steingrímsson, Thermal condition of Surtsey. Journal of Geodynamics 4: Handrit móttekið 18. febrúar 1997, samþykkt 27. febrúar 1997.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey?

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2011 i Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson 10 eininga ritgerð

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Útfellingar í holu 9, Reykjanesi

Útfellingar í holu 9, Reykjanesi Verknr.: 8-630252 Vidgís Harðardóttir Útfellingar í holu 9, Reykjanesi Unnið fyrir Hitaveitu Suðurnesja OS-2002/011 Febrúar 2002 ISBN 9979-68-091-1 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ Reykjavík: Grensásvegi 9, 108

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun

Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Hrefna Jensdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2013 Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Hrefna Jensdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson Umhverfis- og byggingarverkfræði Háskóli Íslands 2015 Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið.

Lykilorð Blýblandað tin, blýmengun, eirlagnir, Keflavíkurflugvöllur, NASKEF, neysluvatn, Varnarliðið. BLÝ Í NEYSLUVATNI Í HÚSUM 41 Könnun á þremur vatnsveitusvæðum á SV-Íslandi Lárus Rúnar Ástvaldsson lauk B.Sc. í jarðfræði frá Háskóla Íslands árið 1984 og M.Sc. í umhverfis- og auðlindafræði frá Umhverfis-

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Kristöllunarferli og textúr grágrýtis. Einar Tönsberg

Kristöllunarferli og textúr grágrýtis. Einar Tönsberg Kristöllunarferli og textúr grágrýtis Einar Tönsberg Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2013 Kristöllunarferli og textúr grágrýtis Einar Tönsberg 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016

Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 Könnun á ólífrænum snefilefnum og fjölhringja kolvatnsefnum (PAH) í kræklingi og seti við Grundartanga, Hvalfirði, 2016 Halldór Pálmar Halldórsson Hermann Dreki Guls Natasa Desnica Erna Óladóttir Helga

More information

VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði. Lokaskýrsla

VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði. Lokaskýrsla VEGABÆTUR Á VEGI FRÁ REYKJUM Í ÓLAFSFIRÐI UPP Á LÁGHEIÐI Fornleifarannsóknir á Reykjum í Ólafsfirði og á Lágheiði Lokaskýrsla Oscar Aldred Með kafla um gjóskulög eftir Magnús Á. Sigurgeirsson Fornleifastofnun

More information

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN

SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN Agnes Eydal og Karl Gunnarsson SVIFÞÖRUNGAR Í HVALFIRÐI OG SKELFISKEITRUN Það er vinsælt að tína krækling sér til matar í fjöru, en það er ekki alltaf hættulaust. Nýlega fóru fram athuganir á framvindu

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 LV-2017-126 ORK-1702 Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 4 Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá... 7 1 Inngangur... 9 2 Mat á rennsli í Jökulkvísl... 12 2.1 Mælingar í Jökulkvísl

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Efnasamsetning, rennsli og aurburður í útfalli Mývatns

Efnasamsetning, rennsli og aurburður í útfalli Mývatns Efnasamsetning, rennsli og aurburður í útfalli Mývatns Eydís Salome Eiríksdóttir, Sigurður Reynir Gíslason, Sverrir Óskar Elefsen, Jórunn Harðardóttir, Einar Örn Hreinsson, Peter Torssander, Árný E. Sveinbjörnsdóttir

More information

Gróðurframvinda í Surtsey

Gróðurframvinda í Surtsey BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 253 272 Gróðurframvinda í Surtsey BORGÞÓR MAGNÚSSON SIGURÐUR H. MAGNÚSSON og JÓN GUÐMUNDSSON Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík YFIRLIT Greint

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð Þríhnúkagígur Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar Kristján Sæmundsson Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð ÍSOR-06144 Verknr.: 500-078 09.11.2006 ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR Reykjavík: Orkugarður,

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Hringsdalur í Arnarfirði

Hringsdalur í Arnarfirði Hringsdalur í Arnarfirði Fornleifarannsóknir 2008-2011 Adolf Friðriksson (ritstj.) Aðrir höfundar efnis: David Stott, Lisa Yeomans, Louise Felding, Michael House, Oscar Aldred, Dawn Elise Mooney, Garðar

More information