Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Size: px
Start display at page:

Download "Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum"

Transcription

1 Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins, en hér á landi hefur hann lítið verið rannsakaður. Í þessari rannsókn voru skoðuð gögn frá Veiðimálastofnun úr átta mismunandi ám á Íslandi. Árnar voru valdar með tilliti til eiginleika ásamt staðsetningu út frá berggrunni og landshluta. Öllum tiltækum gögnum var safnað saman en til að svara tilgátum var notast við gögn frá árunum 1989 til Það kom í ljós að í þeim ám sem rannsakaðar voru, var meðalhlutfall endurtekinnar hrygningar á rannsóknartímanum frá 3,0% í Norðurá uppí 9,8% í Stóru- Laxá. Meðalhlutfall hrygna á meðal laxa sem voru að koma til endurtekinnar hrygningar var frá 45,1% í Stóru-Laxá upp í 98,9% í Þjórsá. Það hafði aðeins orðið marktæk breyting með tíma (minnkun) á hlutfalli endurkomulaxa í Laxá í Aðaldal en var mjög nálægt að vera það í Miðfjarðará. Það var ekki marktækur munur á hlutfalli endurtekinnar hrygningar út frá berggrunni (móbergssvæði vs. blágrýtissvæði) en hinsvegar kom fram marktækur munur þegar ánum var skipt eftir landshlutum (suður og vestur vs. norður og austur). Inngangur Atlantshafslaxinn er ein þeirra fisktegunda þar sem hrygning og seiðastig fer fram í ferskvatni en vaxtarskeið fer að stærstum hluta fram í sjó. Kynþroska laxar ganga inn í ár á Íslandi frá lokum maí til september (Gunnar Jónsson 1983). Hrygning fer fram frá september og fram í desember (Þór Guðjónsson 1978), en klak hérlendis tekur um 6-8 mánuði (Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996). Eftir klak eru seiði í ánni í um 3-5 ár (Þór Guðjónsson 1978) þar til þau halda til hafs þá um cm löng (Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2005). Flestir íslenskir laxar dvelja 1-2 ár í hafi (Þór Guðjónsson 1978; Guðni Guðbergsson og Þórólfur Antonsson 1996) áður en þeir snúa aftur til sinnar heimaár þar sem þeir hrygna. Flestir laxar hrygna aðeins einu sinni og drepast um veturinn eftir hrygningu enda missa þeir stóran hluta orkubirgða sinna á hrygningartíma (Jonsson o.fl. 1991b; Jonsson o.fl. 1997). Ákveðinn hluti hrygningarfiska nær þó að ganga til sjávar og koma aftur til hrygningar. Vitað er til þess að lax hafi komið sex sinnum inn til hrygningar (Ducharme 1969). Laxar sem hrygna aftur, hrygna annað hvort á hverju ári eða annað hvert ár (Niemela o.fl. 2006b). Lengd þess tíma sem endurkomulax dvelur í sjó á milli hrygningar hefur verið lýst af Jones (1959) og getur hún verið: 1) stutt dvöl þar sem lax fer út að vori og kemur inn samsumars, 2) löng dvöl þegar lax fer út að vori og kemur aftur næsta vor/sumar og 3) mjög löng dvöl þar sem lax er um 18 mánuði í burtu áður en hann snýr aftur til hrygningar. Jonsson o.fl. (1991a), greindu gögn úr sautján norskum ám og komust að því að hlutfall laxa sem láta ár líða milli hrygningar (löng dvöl), eykst með stærð og aldri við fyrsta kynþroska. Það virðist sem stórlaxar þurfi meiri tíma til að ná upp orkubirgðum, enda hefur verið fundið út að eldri laxar noti allt að 70% af orkubirgðum sínum (Jonsson o.fl. 1997) við hrygningarferlið, á meðan smálax noti allt að 50-60% (Jonsson o.fl. 1991b).Víða er hlutfall endurkomulaxa erlendis um 3-6% af laxveiðinni (Mills 1989) en vitað er til þess að það hafi farið upp í 34% á vesturströnd Skotlands (Pyefinch 1955, tilvísun í Dymond 1963) og í á í Quebec í Kanada (Calderwood 1928, tilvísun í Dymond 1963).

2 Í rannsókn sem Þór Guðjónsson (1978) gerði á tíu ám á Íslandi á mismunandi svæðum á nokkrum ólíkum tímabilum frá kom fram að breytileiki hlutfalls endurkomulaxa var frá 0-18,4%. Hæsta hlutfall var í Hvítá-Ölfusá árin 1914 (18,4%) og (16,8%). Í rannsókn Þórs fór engin ánna á Vestur- og Suðvesturlandi yfir 10% endurtekinnar hrygningar af veiði, aðeins ár á Suður- og Norðurlandi. Markmið þessarar rannsóknar voru: 1. Að safna saman og greina tiltæk gögn á tíðni endurtekinnar hrygningar í nokkrum laxveiðiám á Íslandi. 2. Að athuga hvort tíðni endurtekinnar hrygningar í veiði hefur breyst á árunum 1989 til Að rannsaka hvort það séu tengsl milli tíðni endurtekinnar hrygningar og berggrunnsgerðar eða landshluta. 4. Að athuga hvort það sé marktækur munur á tíðni hænga og hrygna sem eru að koma aftur til hrygningar. 5. Að finna út þýðingu endurtekinnar hrygningar fyrir íslenska laxastofna og nýtingu þeirra. Rannsóknarsvæðið 1.mynd. Skipting Íslands eftir berggrunnum, (Sigurður Guðjónsson 1990), staðsetning ánna í rannsókninni og vatnshæðarmælar eftir staðsetningu og númeri (Orkustofnun 2008, skoðað þann 5.nóv 2008 á vefsja_ie/viewer.htm). Árnar sem notaðar voru í rannsóknina má sjá á 1. mynd, en þær voru valdar með tilliti til tiltækra gagna, staðsetningar, gerðar og eiginleika. Á Suðurlandi voru teknar fyrir Þjórsá, Stóra-Laxá og Sogið. Þjórsá og Stóra-Laxá eru dragár að megingerð en Þjórsá er jafnframt með mikil jökul- og lindáráhrif. Sogið er lindá sem hefur stöðuvatn í vatnakerfinu. Á Suðvesturlandi og Vesturlandi voru teknar fyrir Botnsá, Norðurá og

3 Flekkudalsá. Þær eru allar dragár, en Botnsá er með stöðuvatn í kerfinu. Á Norðausturlandi voru teknar fyrir Laxá í Aðaldal sem er lindá með stöðuvatni í kerfinu og Miðfjarðará sem er dragá. Efniviður og aðferðir Gagna var aflað hjá Veiðimálastofnun en þau voru allt frá því að vera óunnin sýni yfir í að vera til fullunnin á tölvutæku formi. Við úrvinnslu á hreistursýnum eru valin úr um fimm hreistur með sem heillegustu mynstri og sett upp á plastplötur svo hægt sé að vinna úr þeim upplýsingar um viðkomandi lax. Lestur á hreistri er mikilvægur við að greina lífssögu laxa og margra annarra fiska. Þegar hreistrið er að vaxa með laxinum myndast hringir á ysta borð þess. Frá þéttleika þessara hringja og mynstri má lesa út aldur og vaxtarsögu (Bagenal & Tesch 1978). Eins og Anon (1984) útskýrir, þá gefa hringir sem eru þétt saman til kynna vetrarvöxt en þar sem meira bil er á milli, sumarvöxt. White og Medcof (1968) skilgreina gotmerki sem svæði í hreisturmynstrinu þar sem hringir hafa hætt að vaxa og brúnir hreistursins hafa tekið að eyðast. Ef laxinn lifir af veturinn í ánni og fer aftur á fæðuslóðir í sjónum tengjast nýir hringir ekki hinum fyrri, heldur kemur oft fram örvefur eða úrfelling í mynstrinu (2. mynd). Á þeirri mynd má sjá einstakan lífsferil hjá laxi sem var að koma í fimmta skipti inn til hrygningar í Botnsá í Hvalfirði, en ekki er vitað til þess að annar lax hafi komið svo oft til hrygningar hérlendis. 2. mynd. Hreistur tekið af hæng sem veiddist í Botnsá þann 20.júlí Hann var 82 cm að lengd og 5500gr. Frekari upplýsingar um söfnun sýna, lestur hreisturs og tölfræðiaðferðir má sjá í B.Sc. ritgerð Höllu Kjartansdóttur (2008). Niðurstöður Hæsta árlega hlutfall endurtekinnar hrygningar á rannsóknartímanum var 25% í Stóru- Laxá og í tiltækum gögnum var hæsta hlutfall 33% frá árinu 1949 í Botnsá. Mörg ár

4 kom enginn lax aftur til hrygningar í einstökum ám. Eins og sjá má í töflu 1. þá náði meðaltal í hverri á fyrir sig yfir rannsóknartímann frá 3,0% (Norðurá) uppí 9,8% (Stóra-Laxá) en miðgildi frá 1,2 (Þjórsá) uppí 6,0 (Stóra-Laxá). Á 3.mynd má sjá hve skekkt gögnin voru úr flestum ánum. 1. tafla. Endurtekin hrygning í rannsóknaránum frá Hæsta Lægsta Staðalfrávik C.I. af Vatnsfall N (ár) Meðaltal gildi gildi Miðgildi meðaltali Þjórsá 18 3,4 13,6 0,0 1,2 4,6 2,3 Stóra-Laxá 18 9,8 25,0 0,0 6,0 7,7 3,8 Sogið 18 6,6 20,0 0,0 5,1 5,8 2,9 Botnsá 18 5,3 16,7 0,0 2,9 5,1 2,5 Norðurá 18 3,0 7,5 0,0 2,4 2,1 1,0 Flekkudalsá 18 5,8 14,0 0,0 5,3 4,3 2,2 Laxá í Aðaldal 18 3,6 23,5 0,0 1,5 5,8 2,9 Miðfjarðará 18 3,8 12,5 0,0 2,1 3,7 2,4 Marktækur munur kom fram á miðgildi endurtekinnar hrygningar milli Stóru-Laxár og Þjórsár (p = 3,41) og svo Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal (p = 3,36), en ekki á milli neinna hinna ánna % Endurtekin hrygning Þjórsá Stóra-Laxá Sogið Botnsá Norðurá Vatnsföll 3. mynd. Box-plot endurtekinnar hrygningar í rannsóknaránum frá Í Laxá í Aðaldal kom fram marktæk fækkun (p = 0,013) á endurtekinni hrygningu með tíma (tafla 2) og í Miðfjarðará var fækkun nálægt marktæknimörkum (p = 0,052). Í hinum ánum var ekki fylgni milli hlutfalls og tíma. Í þessum tveimur ám, sem báðar eru á Norðausturlandi, útskýrði tími (y) 33% af hlutfalli endurtekinnar hrygningar (x). Flekkudalsá Laxá í Aðaldal Miðfjarðará

5 2. tafla. Aðhvarf hlutfalls endurtekingar hrygningar (y) við tíma (x). Vatnsfall Aðhvarfsjafna R 2 (%) P-gildi fyrir x breytu Þjórsá y = -12x + 243,11 2,000 0,580 Stóra-Laxá y = 0,012x 14,118 0,007 0,974 Sogið y = -0,3342x + 647,08 9,000 0,214 Botnsá y = -0,263x + 530,65 8,000 0,267 Norðurá y = 0,0179x - 32,827 0,000 0,858 Flekkudalsá y = 0,2426x - 478,76 9,000 0,229 Laxá í Aðaldal y = -0,6149x+1231,9 33,000 0,013 Miðfjarðará y = -0,3707x + 744,68 33,000 0,052 Ekki reyndist marktækur munur (p = 0,717) á hlutfalli (miðgildi) endurtekinnar hrygningar út frá berggrunni (móbergssvæði vs. blágrýtissvæði) en hins vegar kom fram marktækur munur (p = 0,049) þegar ánum var skipt eftir landshlutum (suður og vestur vs. norður og austur). Meðalhlutfall hrygna á meðal fiska sem voru að koma í annað skipti til hrygningar á rannsóknartímabilinu var frá 45,1% (Stóra-Laxá) upp í 98,9% (Þjórsá) á meðan meðalhlutfall hænga var á bilinu 1,1% (Þjórsá) og 54,9% (Stóra-Laxá). Þegar tekið var fyrir hvert vatnsfall fyrir sig (4. mynd og tafla 3.) voru marktækt fleiri hrygnur í Þjórsá (p = 0,001), Sogi (p = 0,032), Botnsá (p = 0,015), Norðurá (p = 0,001) og Flekkudalsá (p = 0,001) en ekki í Stóru-Laxá (p = 0,452), Laxá í Aðaldal (p = 0,631) og Miðfjarðará (p = 0,789) Hrygnur Þjórsá Stóra-Laxá Sogið Botnsá Norðurá Vatnsföll Flekkudalsá Laxá í Aðaldal Miðfjarðará 4. mynd. Hrygnur meðal endurkomulaxa í einstökum rannsóknarám frá

6 % Hrygnur Hængar 5. mynd. Hrygnur og hængar meðal endurkomulaxa allra vatnsfalla frá Þegar allar ár voru teknar saman (5. mynd) var meðaltal hrygna 66,4% og hænga 33,0% þar sem hrygnur voru marktækt fleiri (p = 0,001). Þegar einstakar ár voru bornar saman mátti sjá marktækan mun á hlutfalli hrygna og hænga milli Þjórsár og Laxár í Aðaldal, Þjórsár og Stóru-Laxár og Þjórsár og Miðfjarðarár. Það fannst mismunur á milli vatnsfallanna í þessarri rannsókn. Tafla 4. Hrygnur meðal endurkomulaxa í rannsóknaránum frá Meðalt. Hæsta Lægsta C.I. af Vatnsfall (%) gildi gildi Miðgildi Staðafrávik meðaltali Þjórsá 98,9 100,0 88,9 100,0 3,5 2,5 Stóra-Laxá 45,1 100,0 0,0 50,0 35,7 18,3 Sog 70,2 100,0 0,0 100,0 41,4 23,9 Botnsá 69,0 100,0 0,0 90,0 38,7 22,4 Norðurá 76,6 100,0 33,3 75,0 21,1 10,9 Flekkudalsá 75,4 100,0 0,0 81,7 28,4 15,1 Laxá í Aðaldal 46,6 100,0 0,0 60,0 37,2 21,5 Miðfjarðará 52,2 100,0 0,0 50,0 35,9 25,7 Umræður Hlutfall endurkomulaxa í íslensku ánum sem rannsakaðar voru, reyndist svipað og víða erlendis (Mills 1989; Jonsson o.fl. 1991a). Stóra-Laxá sker sig nokkuð úr með hæsta meðaltal endurtekinnar hrygningar á rannsóknartímanum. Hæsta hlutfall utan rannsóknartímans á einu ári var í Botnsá, en það er nálægt því sem vitað er til erlendis (Moore o.fl. 1995). Þar sem Stóra-Laxá og Þjórsá eru á sama landshluta er athyglisvert að það skuli vera marktækur munur á hlutfalli endurtekinnar hrygningar sem bendir til þess að sjávardvölin sem slík hafi ekki úrslitaáhrif, en umhverfið í ánni hafi líklega meira að segja. Góð lifun endurkomulaxa í ám hefur verið tengd við góðar vetraraðstæður (Cunjak o.fl. 1998, tilvísun í Bardonnet & Baglinére 1998). Það var marktækur munur á milli Stóru-Laxár og Laxár í Aðaldal sem er lindá. Hugsanlegt er að í Laxá í Aðaldal sé meiri samkeppni við laxa sem eru að koma í fyrsta skipti til hrygningar eða þá að þættir í sjó hafi áhrif. Þar sem stórlöxum hefur verið að fækka á undanförnum áratugum (Guðni Guðbergsson og Sigurður Guðjónsson 2005) má ætla að endurkomulöxum hafi verið að fækka að sama skapi. Marktæka minnkun á endurtekinni hrygningu var aðeins að

7 finna í Laxá í Aðaldal, en Miðfjarðará var á mörkunum. Báðar þessar ár eru á Norðausturlandi og því líklegt að svæðisbundnir þættir, hvort sem er í ánni eða á vetrarslóðum í sjó, geti verið að hafa áhrif. Þegar skoðuð var tíðni endurtekinnar hrygningar eftir staðsetningu kom ekki fram að berggrunnur hefði áhrif en hinsvegar sýndi mismunandi staðsetning eftir landshluta marktækan mun. Það er í samræmi við fyrri rannsóknir á Íslandi frá Þórólfi Antonssyni (1998) og Scarnecchia o.fl. (1989) sem hafa líka sýnt fram á landshlutabundinn mun á laxveiði. Marktækur munur kom fram á milli kynja þegar allar ár voru teknar saman en það er stutt með erlendum rannsóknum frá Ducharme (1969), Dymond (1963) og Baglinière og Porcher (1994). Flestar árnar gáfu marktækan mun milli kynja, þó ekki Stóra-Laxá, og árnar á Norðausturlandi, Laxá í Aðaldal og Miðfjarðará. Það er hugsanlegt að hjá hængum fari lengri tími í átök við laxa af sama kyni en hjá hrygnum, sem hafi eitthvað með þennan mun kynja að gera, samanber rannsóknir Fleming (1998) og Webb og Hawkins (1989), ásamt þeirri staðreynd að sveppasýkingar í sárum eftir átök hænga draga þá oft til dauða (Baglinière & Porcher 1994). Endurtekin hrygning er lítill hluti hrygningar hjá laxastofnum á Íslandi, sem og annars staðar í heiminum, en getur þó leikið stórt hlutverki í afkomu tegundarinnar og afkomu einstakra stofna. Samkvæmt Chadwick (1988), er endurtekin hrygning mikilvæg vegna þess að hún dregur úr áhrifum breytileika á afkomu laxa í sjó. Ef afkoma eins árs laxa (smálaxa) er léleg, geta þeir laxar sem eru að koma aftur inn til hrygningar bætt upp hrygningu þess árs. Í Miramichi ánni í Kanada hafa sum ár allt að 40% af heild hrogna í ánni, verið lögð til af endurkomulöxum (Moore o.fl. 1995). Saunders og Schom (1985), leiða líkur að því að breytileg lífssaga laxa sé það gangverk sem geri litlum stofnum kleift að haldast stöðugum og viðhalda erfðafræðilegum fjölbreytileika, með því að hafa þann möguleika að einn árgangur geti dreift genum sínum á fleiri ár og þar með dregið úr hættu á skyldleikaræktun. Með þessum breytileika í lífssögu, er laxinn líka að hámarka lifun og stöðugleika lífstofnsins (Klementsen o.fl. 2003). Endurtekin hrygning bæði lengir tímabil árangursríkrar veiði og eykur verðmæti auðlindarinnar. Hún gerir stjórnun hennar jafnframt flóknari (Niemela o.fl. 2006a) þar sem reikna þarf með fleiri árgöngum í veiðinni. Samkvæmt Chadwick (1988), þá þýðir fækkun endurkomulaxa, minna öryggi í hrognaframleiðslu ef það er breytileiki í heimtum úr sjó. Þörf er á yfirgripsmeiri rannsóknum með fleiri þáttum innan ánna og sjávarins með tengingu við lífssögu laxastofnanna í ánum. Þá mætti hugsanlega finna betri skýringar á breytilegum eiginleikum þessa nauðsynlega þáttar, endurtekinni hrygningu, í lífsafkomu stofna Atlantshafslaxins. Þakkir Kærar þakkir fá allir starfsmenn Veiðimálastofnunar í Reykjavík, á Selfossi og á Sauðárkróki sem hjálpuðu mjög mikið til við þessa rannsókn á margvíslegan hátt. Fanney Ósk Gísladóttir fær þakkir fyrir aðstoð við kortagerð. Dennis Scarnecchia, Anna Guðrún Þórhallsdóttir og Jóhannes Baldvin Jónsson fá þakkir fyrir yfirlestur og ábendingar. Óðinn Þórarinsson fær þakkir fyrir upplýsingar um vatnsrennsli og vatnshæðarmæla. Járngerður Grétarsdóttir og Erla Sturludóttir fá þakkir fyrir aðstoð við tölfræði.

8 Heimildir Anon, Atlantic salmon scale reading. Report of the Atlantic Salmon Scale Reading Workshop. International Council for the Exploration of the Sea, Scotland. Bagenal, T.B. & Tesch, F. W., Age and growth. Í: Methods for asessment of fish production in fresh waters - IBP handbook no.3. (ritstj. Bagenal, T.). Blackwell Scientific Publications, bls Baglinière, J.-L. & Porcher, J. P., Les stocks de reproducteurs et le comportement lors de la migration génesique. Í: Le saumon atlantique (ritstj. Gueguen, J. C. & Prouzet, P.). Ifremer, Plouzané, bls Bardonnet, A. & Baglinière, J.-L., Freshwater habitat of the Atlantic salmon (Salmo salar). Can. J. Fish. Aquat. Sci, 57: Chadwick, E. M. P., Relationship between Atlantic salmon smolts and adults in Canadian rivers. Í: Atlantic Salmon: Planning for the future (ritstj. Mills, D. & Piggins, D. J.). Croom Helm, London, bls Ducharme, L. J. A., Atlantic salmon returning for their fifth and sixth consecutive spawning trips. Journal of the Fisheries Research Board of Canada 26: Dymond, J. R.,1963. Family Salmonidae. Í: Fishes of the western North Atlantic. Soft-rayed bony fishes. Memoir I, part 3 (ritstj. Bigelow, H. B. o.fl.). Sears Foundation for Marine Research, Yale University, New Haven, Connecticut, bls Fleming, I.A.,1998. Pattern and variability in the breeding system of Atlantic salmon (Salmo salar), with comparisons to other salmonids. Can. J. Fish. Aquat. Sci. 55: Guðni Guðbergsson & Sigurður Guðjónsson, Fækkun stórlaxa í íslenskum veiðiám. Freyr 101: Guðni Guðbergsson & Þórólfur Antonsson, Fiskar í ám og vötnum Fræðirit fyrir almenning um íslenska ferskvatnsfiska. Landvernd, Reykjavík. Gunnar Jónsson, Íslenskir fiskar. Fjölvaútgáfan, Reykjavík. Halla Kjartansdóttir, Repeat spawning of the Atlantic salmon (Salmo salar) in various salmon rivers in Iceland. B.Sc. ritgerð. Landbúnaðarháskóli Íslands, Hvanneyri. Jones, J. W., The salmon. Collins, London. Jonsson, N., Hansen, L. P. & Jonsson, B., 1991a. Variation in age, size and repeat spawning of adult Atlantic Salmon in relation to river discharge. Journal of Animal Ecology 60: Jonsson, N., Jonsson, B. & Hansen, L. P., 1991b. Energetic cost of repeat spawning in male and female Atlantic salmon (Salmo salar L.). Journal of Fish Biology 39: Jonsson, N., Jonsson, B. & Hansen, L. P., Changes in proximate composition and estimates of energetic costs during upstream migration and spawning in Atlantic salmon Salmo salar. Journal of Animal Ecology 66: Klementsen, A., Amundsen, P. A., Dempson, J. B., Jonsson, B., Jonsson, N., O Connell, M. F. & Mortensen, E., Atlantic salmon Salmo salar L., Brown trout Salmo tutta L. and Arctic charr Salvelinus alpinus (L.): a review of aspects of their life histories. Ecology of Freshwater Fish 12: Mills, D., Ecology and management of Atlantic salmon. Chapman and Hall, London. Moore, D. S., Chaput, G. J. & Pickard, P. R., The effect of fisheries on the biological characteristics and survival of mature Atlantic salmon (Salmo salar) from the Miracichi River. Í: Water, schience, and the public: The Miramichi ecosystem. Canadian special publication of fisheries and aquatic sciences no. 123 (ritstj. Chadwick, E. M. P.). MREAC, New Brunswick, bls Niemela, E., Erkinaro, J., Julkunen, M., Hassinen, E., Lansman, M. & Brørs, S., 2006b. Temporal variation in abundance, return rate and life histories of previously spawned Atlantic salmon in a large subarctic river. Journal of Fish Biology 68: Niemela, E., Orell, P., Erkinaro, J., Dempson, J. B., Brors, S., Svenning, M. A. & Hassinen, E., 2006a. Previously spawned Atlantic salmon ascend a large subarctic river earlier than their maiden counterparts. Journal of Fish Biology 69:

9 Saunders, R. L. & Schom, C. B., Importance of the variation in life history parameters of Atlantic salmon (Salmo salar). Canadian Journal of Fisheries and Aquatic Sciences 42: Scarnecchia, D. L., Ísaksson, Á. & White, S. E., Oceanic and riverine influences on variations in yield among Icelandic stocks of Atlantic salmon. Transactions of the American Fisheries Society 118: Sigurður Guðjónsson, Íslensk vötn og vistfræðileg flokkun þeirra. Í: Vatnið og landið, vatnafræðiráðstefna, október 1987 (ritstj. Guttormur Sigbjarnarson). Orkustofnun, Reykjavík, bls Webb, J. H., & Hawkins, A. D., The movements and spawning behaviour of adult salmon in the Girnock Burn, a tributary of the Aberdeenshire Dee, Scott. Fish. Res. Rep. 40: White, H. C. & Medcof, J. C., Atlantic salmon scales as records of spawning history. Journal Fisheries Research Board of Canada 25: Þór Guðjónsson, The Atlantic salmon in Iceland. J. Agric. Res. Icel. 10: Þórólfur Antonsson, Breytileiki í framleiðslu laxaseiða í tveimur íslenskum ám og endurheimtur þeirra úr hafi. M.Sc. ritgerð. Háskóli Íslands Raunvísindadeild, Reykjavík.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055. VMST/1455 Gljúf Gljúfurá 214 Samantekt um fiskirannsóknir Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/1455 Gljúfurá 214

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 217-2 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Vöktun á stofnum lax og bleikju í Langadalsá við Ísafjarðardjúp árið 216 / Monitoring of salmon and charr fish

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018 VMST/1518 Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði 214 Guðni Guðbergsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf i Forsíðumynd: Laxá í Aðaldals síðsumars

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-029 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Lax-og silungsveiðin 2016 Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson REYKJAVÍK ÁGÚST 2017 Lax-og silungsveiðin

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Veiðimálastofnun. Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí Leó Alexander Guðmundsson VMST/14046

Veiðimálastofnun. Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí Leó Alexander Guðmundsson VMST/14046 VMST/14046 Upprunagreining á löxum veiddum í Patreksfirði í júlí 2014 Leó Alexander Guðmundsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/14046 Upprunagreining á löxum

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 8- ISSN 98-97 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Útbreiðsla og ástand seiða og veiði á vatnasvæði Jökulsár á Dal og Fögruhlíðarár 7 Guðni Guðbergsson og Eydís Njarðardóttir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2016-008 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Botngerðarmat á vatnasvæði Gljúfurár í Borgarfirði Sigurður Már Einarsson og Ásta Kristín Guðmundsdóttir REYKJAVÍK

More information

VMST/ Fiskrækt með seiðasleppingum Stefna Veiðimálastofnunar. Veiðimálastofnun. Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VMST/ Fiskrækt með seiðasleppingum Stefna Veiðimálastofnunar. Veiðimálastofnun. Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/11059 Fiskrækt með seiðasleppingum Stefna Veiðimálastofnunar Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd: Náttúruleg gönguseiði úr Vesturdalsá í Vopnafirði.

More information

LV Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum

LV Lífríki Sogs. Samantekt og greining á gögnum LV-211-89 Lífríki Sogs Samantekt og greining á gögnum frá árunum 1985-28 LV-211-89 VMST/1149 Lífríki Sogs Samantekt og greining á gögnum Frá árunum 1985-28 Veiðimálastofnun September 211 Forsíðumyndin

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-027 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi Ragnar Jóhannsson,

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur

Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur EV-2004-002 Valdimar Ingi Gunnarsson og Eiríkur Beck Mars 2004 Formáli Í eftirfarandi skýrslu er gerð grein fyrir þeirri reynslu,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Veiðimálastofnun. Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið Kristinn Kristinsson VMST/13032

Veiðimálastofnun. Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið Kristinn Kristinsson VMST/13032 VMST/13032 Rannsókn á stofnum sjóbleikju og flundru í vötnum og ám við Húnaflóa haustið 2011 Kristinn Kristinsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd: Húnavatn

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8. árgangur, 1. tölublað, 2011 Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir 1 Ágrip Reglulega kemur upp umræða um það

More information

Rannsóknir á Þorskafjarðará, Músará, Djúpadalsá og Gufudalsá vegna framkvæmda á Vestfjarðavegi nr. 60

Rannsóknir á Þorskafjarðará, Músará, Djúpadalsá og Gufudalsá vegna framkvæmda á Vestfjarðavegi nr. 60 Rannsóknir á Þorskafjarðará, Músará, Djúpadalsá og Gufudalsá vegna framkvæmda á Vestfjarðavegi nr. 60 Unnið fyrir Vegagerðina v/umhverfismats á áhrifum vegaframkvæmda Sigurður Már Einarsson Veiðmálastofnun

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði

Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði Gönguhegðun ýsu í Hvalfirði Rannsóknir 2009-2011 Jóhannes Sturlaugsson Erlendur Geirdal Guðmundur Geirdal Laxfiskar Maí 2012 Ágrip Jóhannes Sturlaugsson, Erlendur Geirdal og Guðmundur Geirdal. 2012. Gönguhegðun

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði

LV Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði LV-2017-054 Gróðurvöktun á Fljótsdalsheiði Samanburður á samsetningu og þekju gróðurs árin 2008 og 2016 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-054 Dags: Júní 2017 Fjöldi síðna: 43 Upplag: 20 Dreifing: Birt

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins

Lokaskýrsla til Verkefnasjóðs sjávarútvegsins SJÁVARLÍFTÆKNISETUR / MARINE BIOTECHNOLOGY Bandormssýkingar í kviðarholi og þunnildum ufsa (Pollachius virens) veiddum á mismunandi svæðum við Ísland. Halldór Gunnar Ólafsson 1 og Árni Kristmundsson 2

More information

Lax- og silungsveiði á Íslandi Efnahagsleg áhrif og líffræðileg staða auðlindarinnar

Lax- og silungsveiði á Íslandi Efnahagsleg áhrif og líffræðileg staða auðlindarinnar Lax- og silungsveiði á Íslandi Efnahagsleg áhrif og líffræðileg staða auðlindarinnar Skýrsla unnin fyrir Landssamband veiðifélaga HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS VEIÐIMÁLASTOFNUN Formáli Á síðast liðnu

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu

Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Tíðni persónuleikaraskana á Stór-Reykjavíkursvæðinu Eiríkur Líndal 1 klínískur sálfræðingur Jón G. Stefánsson 2 geðlæknir 1 áður, Geðsviði Landspítala, nú, HVERTstarfsendurhæfingu, 2 geðsviði Landspítala.

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Áhrif affalsvatns frá fyrirhugaðri hitaveitu, Kjósaveitu, á vatnalíf á vatnasviði Laxár í Kjós Framkvæmdin Áform eru um að leggja

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9

Inngangur... 4 Tillögur starfshópsins... 5 Samantekt... 9 Skýrsla starfshóps námsárangur um drengja September 2011 Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir Óttar Proppé Nanna K. Christiansen Sigurlaug Hrund Svavarsdóttir Jón Páll Haraldsson Bryndís Jónsdóttir Ingveldur Hrönn

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Málþroski leikskólabarna

Málþroski leikskólabarna Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2015 Yfirlit greina Hrafnhildur Ragnarsdóttir Málþroski leikskólabarna Þróun orðaforða, málfræði

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns

Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns 2014-2015 Jóhannes Sturlaugsson Laxfiskar Mars 2017 Vitna skal í skýrsluna á eftirfarandi hátt: Jóhannes Sturlaugsson. 2017. Fiskirannsóknir í vatnakerfi Jökulsárlóns

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Veiðimálastofnun. Mat á búsvæðum laxfiska í Ölfusá. Magnús Jóhannsson Sigurður Guðjónsson VMST/12038

Veiðimálastofnun. Mat á búsvæðum laxfiska í Ölfusá. Magnús Jóhannsson Sigurður Guðjónsson VMST/12038 VMST/12038 Mat á búsvæðum laxfiska í Ölfusá Magnús Jóhannsson Sigurður Guðjónsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd: Loftmynd af Ölfusá við Selfoss. Á myndinni

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Stofnvistfræði loðvíðis (Salix lanata) í jökulkerjum á Skeiðarársandi. Birgitta Steingrímsdóttir

Stofnvistfræði loðvíðis (Salix lanata) í jökulkerjum á Skeiðarársandi. Birgitta Steingrímsdóttir Stofnvistfræði loðvíðis (Salix lanata) í jökulkerjum á Skeiðarársandi Birgitta Steingrímsdóttir Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2016 Stofnvistfræði loðvíðis (Salix lanata) í jökulkerjum

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál

Orðaforði og lesskilningur hjá börnum með íslensku sem annað mál Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 7. september 2016 Yfirlit greina Sigríður Ólafsdóttir, Freyja Birgisdóttir, Hrafnhildur Ragnarsdóttir og Sigurgrímur

More information