Kristöllunarferli og textúr grágrýtis. Einar Tönsberg

Size: px
Start display at page:

Download "Kristöllunarferli og textúr grágrýtis. Einar Tönsberg"

Transcription

1 Kristöllunarferli og textúr grágrýtis Einar Tönsberg Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2013

2 Kristöllunarferli og textúr grágrýtis Einar Tönsberg 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í jarðfræði Leiðbeinandi Níels Óskarsson Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Reykjavík, maí 2013

3 Kristöllunarferli og textúr grágrýtis 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í Jarðfræði Höfundarréttur 2013 Einar Tönsberg Öll réttindi áskilin Jarðvísindadeild Verkfræði- og náttúruvísindasvið Háskóli Íslands Öskju, Sturlugötu Reykjavík Sími: Skráningarupplýsingar: Einar Tönsberg, 2013, Kristöllunarferli og textúr grágrýtis, BS ritgerð, Jarðvísindadeild, Háskóli Íslands. Prentun: Háskólaprent, Fálkagata 2, 107 Reykjavík Reykjavík, maí 2013

4 Útdráttur Helsta upphleðsla á gosbeltum Íslands á kvartertímabilinu er móbergsmyndunin og grágrýtismyndunin, sem er einkennisberg hlýskeiðanna. Í verkefni þessu eru kristöllunarferli og textúr grágrýtis til athugunar. Smásjárrannsókn var gerð á þunnsneiðum úr safni Jarðvísindastofnunar Háskólans og þær greindar með hliðsjón af efnasamsetningu bergsýnanna. Grágrýtinu var skipt í þrjá flokka eftir grófleika og eiginleikar hvers flokks metnir. Einnig voru þrjú sýni greind með rafeindasmásjá þar sem efnagreina má einstaka steindir og gera greinarmun á efnasamsetningu í miðju og á jöðrum steinda. Þar má einnig greina fíngerða afblöndun í Fe-Ti-oxíðum sem myndast við lok kristöllunar. Ólivín er oftast á liquidus en ólivín og plagíóklas í sýnunum með lægsta MgO-innihaldið. Efnasamsetning grágrýtisins er einsleit: ólivínþóleiít með MgO milli 7 og 10 %. Grágrýti er alkristallað og bergmyndandi steindir eru ólivín, plagíóklas og klínópýroxen en FeTi-oxíð myndast í smáum mæli við lok kristöllunar. Upphaf straumflögunar í grágrýti er sérstaklega gefinn gaumur því örsprungur, sem myndast í fíngerðri straumflögun opna bergið og lækka veðrunarþol þess en grágrýti þykir sérlega viðkvæmt fyrir frostveðrun. Örsprungur grágrýtisins sem fyllast heitri vatnsgufu ef hraun rennur yfir votlendi eru einnig taldar örsök staðbundinnar oxunar í grágrýti. Einnig eru loftbólur í sýnunum athugaðar en þróun þeirra í storknandi hrauni er vísbending um seigju og flæðieiginleika kviku. Fegurð grágrýtisins er meðal annars fólgin í því að bergfræðilega er kerfi þess tiltölulega einfalt því efnasamsetning þess er svo nálægt lágbræðslupunkti fasakerfisins Fo-Di-An að nánast enginn grunnmassi myndast milli kristalla.

5 Abstract During the Quaternary, volcanic production along the Icelandic rift-zones was dominated by subglacially-erupted palagonite and dolerite lavas (The Gray Dolerite formation) that characterize interglacial periods. This paper involves microscopic studies of crystallization and textures of dolerites from the rock collection of the University of Iceland. Samples were divided into three groups based on grain-size and the textural properties of each group were analyzed. SEM/EDS techniques were used to analyze silicate minerals and micro-textures of FeTi-oxide exolution. Chemically the dolerites form a uniform suite of olivine tholeiite with MgO between 7 and 10 Wt%. The dolerites are holocrystalline with olivine, plagioclase and clinopyroxen, and small amounts of FeTi-oxides that form towards the end of crystallization. Crystallization order depends on chemical composition, olivine being the most common liquidus mineral while olivine and plagioclase form together on the liquidus in samples with the lowest MgO content. Attention was paid to the origin of microscopic flow-banding since micro-cracks that form during cooling open up the rock and make it poorly resistant to weathering which is a well known property of dolerite. Micro-cracks that become filled with steam where lavas flow over wet ground are involved in the local oxidation of dolerite flows. Air bubbles in the samples were also studied since their evolution in solidifying lavas may give information on viscosity and flow properties of lavas. The beauty of the dolerites arises, among other things, from their chemical simplicity, so close to the eutectic in the phase diagram Di-Fo-An that intergranular groundmass is almost absent.

6 Tileinkað Gunnbirni Egilssyni sem gerði þunnsneiðarnar sem lýst er í þessu riti. Persónulega hitti ég aldrei Gunnbjörn en í gegnum hans vandaða handverk hef ég öðlast aukinn skilning á bergfræði í gegnum nám mitt í jarðfræði við Háskóla Íslands. Hér með lýsi ég því yfir að ritgerð þessi er samin af mér og að hún hefur hvorki að hluta né í heild verið lögð fram áður til hærri prófgráðu. Einar Tönsberg

7 Efnisyfirlit Myndir... viii Töflur... x Skammstafanir...xi Þakkir... xii 1 Inngangur Efnasamsetning grágrýtis Bergefnagreiningar Efnasamsetning grágrýtis Textúr grágrýtis Fínkorna grágrýti Dílar og míkródílar Meðalgróft grágrýti Gróft grágrýti Lok kristöllunar - sprungumyndun Umræða Kristöllunarlíkan fyrir grágrýti - COMAGNAT Niðurstöður Heimildir vii

8 Myndir Mynd 1.1 Útbreiðsla grágrýtis á Íslandi... 1 Mynd 2.1 Samsetningarsvið grágrýtis... 5 Mynd 2.2 K-Ti fylgni í grágrýti Mynd 2.3 P-K fylgni í grágrýti... 6 Mynd 2.4 P/K K fylgni í grágrýti... 7 Mynd 2.5 Hlutfall #Ca og #Mg í grágrýti... 8 Mynd 2.6 Samsetning grágrýtis í kerfinu plag-cpx-ol... 9 Mynd 3.1 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.2 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.3 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.4 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.5 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.6 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.7 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.8 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.9 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.10 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.11 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.12 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.13 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.14 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG Mynd 3.15 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.16 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL Mynd 3.17 SEM mynd af oxíðum viii

9 Mynd 4.1 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið MIL Mynd 4.2 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið RSG Mynd 4.3 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið MIL Mynd 4.4 Súrefnisþrýstingur og kristöllun sýnisins MIL14 við FMQ-ferilinn ix

10 Töflur Tafla 1 Listi yfir sýni verkefnisins...2 Tafla 2 Efnasamsetning og CIPW-NORM sýnanna...4 Tafla 3 Efnagreiningar kristalla á sýnunum MIL 12, MIL 14 og RSG Tafla 4 SEM-efnagreiningar á FE-Ti...24 Tafla 5 Reiknaður kristöllunarferill grágrýtissýna...27 x

11 Skammstafanir Ab, ab = Albít An, an = Anorþít Ap, ap = Apatít Cpx, cpx = klínópýroxen Di, di = Díopsíð Fa, fa = Fayalít Fo, fo = Forsterít FMQ = Fayalít-magnetit-kvars súrefnisbúffer HM = Hematít-magnetít súrefnisbúffer Hy, hy = Hypersten Ilm, ilm = Ilmenít MIL = Mið-Ísland Mt, mt = Magnetít Ne, ne = Nefelín Ol, ol = Ólivín Or, or = Orþóklas RSG = Reykjanes og vestur-gosbelti SEM - Scanning Electron Microscope Pl, pl, Plag, plag = Plagíóklas Opx = Orþópýroxen xi

12 Þakkir Bestu þakkir fær leiðbeinandi minn Níels Óskarsson fyrir frumkvæði, skemmtilega og fræðandi umræðu, ómetanlega aðstoð og þá vinnu sem hann lagði í þetta verkefni. Sigurður Steinþórsson fær kærar þakkir fyrir yfirferð og góðar ábendingar. Hermann Tönsberg, faðir minn, fær kærar þakkir fyrir að smita mig af áhuga sínum á náttúruvísindum og rétta mér ávallt hjálparhönd, jafnt í námi sem öðru sem á dagana drífur. xii

13 1 Inngangur Ísland er hluti úthafshryggjar, að megninu til byggt úr basalti en basísk kvika myndast við hlutbráðnun möttulefnis (Sigurður Steinþórsson 2001; Sigmarsson and Steinthorsson, 2007). Það fer eftir aðstæðum á storknunartíma kvikunnar hvaða bergtegund myndast úr bráðinni. Sú bergtegund sem rit þetta fjallar um, grágrýtið, myndast oftast innan gosbeltis í stórum hraundyngjum í landslagi sem ísöldin hefur sett mark sitt á, þar sem jöklar hafa sorfið djúpa dali í bergstaflann sem fyrir var en víðir jökulaurar hafa myndast á láglendi og einnig á hásléttu landsins. Stærð grágrýtishrauna, oft margir rúmkílómetrar, veldur því að oftar en ekki fylla grágrýtisdyngjur upp í lægðir móbergsmyndunarinnar og hraunin flæða fram á sléttlendi. Ekki er óalgengt að hálf-kaffærð móbergsfjöll standi upp úr dyngjuhraunum. Grágrýtið er meðalgróft til gróft berg og einstaka stærri dílar eru greinanlegir í berginu með berum augum. Það er grátt ásýndar en við ummyndun verður það brúngrátt eða brúnsvart (Sveinn P Jakobsson 1984). Grágrýtið er gropið, tekur auðveldlega í sig vatn og þolir því illa veðrun. Grjótið á Alþingishúsinu er ágætur vitnisburður um hve viðkvæmt grágrýtið er fyrir veðrun en verulega sér á því nú rúmlega 130 árum eftir að það var byggt (Jón Jónsson, 1972). Mynd 1.1. Myndin sýnir útbreiðslu grágrýtis á yfirborði Íslands. Grágrýtinu er skipt upp eftir aldri, yngra en 0.8 milljón ára er merkt með gráum lit og eldra en 0.8 milljón ára með grænum lit. Móberg er táknað með brúngrænum lit, hvítt táknar jökla og blátt táknar allt annað, t.d. blágrýti og aðrar myndanir frá síð-tertíer. Sýnatökustaðir eru merktir með rauðum hring. 1

14 Helstu grágrýtismyndanir Íslands fylgja gosbeltinu (Sveinn P. Jakobsson 1994) sem liggur frá Reykjanesskaga í gegnum Langjökul og Hofsjökul, þaðan til austurs og gegnum norðvesturhluta Vatnajökuls og loks norður til sjávar í Öxarfirði. Hraundyngjur frá nútíma eru yngsti hluti hinnar eiginlegu grágrýtismyndunar þótt þær teljist ekki til hennar í jarðfræðikortlagningu. Meirihluti hrauna sem hefur myndast á hlýskeiðum jökultímans á miðju gosbeltinu telst grágrýti (Mynd 1.1). Nokkuð er um að móbergsmyndanir frá kuldaskeiðum ísaldar þeki eldra grágrýti sem rann á fyrri hlýskeiðum ísaldar. Því má ætla að eldra grágrýtið sé myndun af svipaðri stærð og það yngra. Grágrýtishraunin eru því alla jafna yngst í miðju gosbeltisins þar sem aðal upphleðslan á sér stað og því eldri fjær rekmiðjunni. Tafla 1 Listi yfir sýnin sem notuð voruð í verkefninu. Sýnatökustaðir eru nefndir sem og númer smásjármynda af sýnunum sem má finna í kafla 3 í þessu riti. SÝNI TÖKUSTAÐUR MYND NR MIL 1 Eiríksjökull, basaltþekja MIL 2 MIL 3 Eiríksjökull, basaltþekja Eiríksjökull, basaltþekja MIL12 Ok á Kaldadal 3.4, 3.5, 3.6, 3.7 MIL13 Þórisjökull, basaltþekja 3.15, 3.16 MIL14 Þórisjökull, basaltþekja MIL15 Skjaldbreiður, norðan Lágafells 3.10, 3.12, 3.13 MIL23 MIL33 MIL34 RSG 1 RSG 2 RSG 3 Skálparnes, SV við Geldingafell Skriðan, basaltþekja Hlöðufell, basaltþekja Hamarinn, Hafnarfirði Vogastapi, við Vogavík Miðnesheiði, við Ketilbrekku RSG 19 Selvogsheiði 3.8, 3.9 RSG 21 Geitafell, efsta basalt RSG 23 Skálafell Hellisheiði, efsta basalt 3.1, 3.2 RSG 37 Mosfellsheiði við Leirvogsvatn RSG 38 Hæðir við Heiðarbæ, Þingvallasveit RSG 39 Lyngdalsheiði 3.3 RSG 48 Reykjavíkurgrágrýti úr Kleppsholti 3.11 RSG 49 Miðnesheiði við Hvalsnes 3.17 RSG 50 Garður, Rosmhvalanesi RSG 51 Njarðvíkuheiði, vestan Stapafells 3.14 Til að kanna textúr grágrýtis voru valin 23 sýni úr safni Jarðvísindastofnunar Háskólans og eru þau öll frá vesturgosbeltinu, frá Reykjanestá að Langjökli. Sýnatökustaðirnir eru gróflega merktir inn á Mynd 1.1 sem rauðir hringir og nánari upplýsingar um sýnatökustaðina má finna í Töflu 1. Grágrýtismyndanirnar eru oft og tíðum mikil dyngjuhraun eins og til dæmis Mosfellsheiðin ber vitni um en úr henni rann Reykjavíkurgrágrýtið. Dyngjur eru flæðigos sem geta varað í langan tíma og nær þunnfljótandi hraunið oft og tíðum að flæða langar leiðir. Myndunarhættir hraunsins einkennast af mjög stórum goseiningum, allt að 20 km 3. Frægust dyngja á Íslandi er líkast til Skjaldbreiður en hún er nútímahraun og mjög lýsandi fyrir útlit dyngja en flestar 2

15 grágrýtisdyngjur Íslands hafa orðið fyrir rofi og bera því ekki það fullkomna breiða og aflíðandi útlit sem Skjaldbreiður hefur. Yfirborð dyngju frá nútíma er að jafnaði fremur fínkorna basalt, mjög sjaldan dulkornótt en aldrei glerjað. Þynnstu hraunstraumar dyngjunnar eru því oft fínkorna. Í sprunguveggjum þar sem dýpri snið í bergið opnast sést að það verður meðalgróft og síðan gróft á eins til tveggja metra dýpi. Oft sést að hrauntaumar hafa bráðnað saman og einnig sjást flekkir með afar fíngerða straumflögun. Það er því augljóst að smávægilegt jökulrof megnar að afhjúpa grófkorna bergið og eftir stendur gróft berg, hið eiginlega grágrýti. Megineinkenni kristalgerðar grágrýtis er að bergið er nánast alltaf alkristallað (holocrystalline), bergmyndandi steindir eru einungis ólivín, plagióklas og klínópýroxen en glerjaður grunnmassi kemur tæpast fyrir. FeTi-oxíð eru einnig afar fágæt. Viðfangsefni þessa verkefnis er að gera grein fyrir kristöllun grágrýtis og rekja þróun og orsakir mismunandi kristalgerðar (textúr). Verkefnið er tilraun til að tengja kristöllunarferlið við efnasamsetningu bergsins og viðeigandi fasakerfi. Einnig verður gerð grein fyrir algengum kristöllunar- og oxunarferlum, sem verða við lok kristöllunar og meðan hraunin kólna. Jafnframt verður gefinn gaumur að orsökum hins lága veðrunarþols. 3

16 2 Efnasamsetning grágrýtis 2.1 Bergefnagreiningar Sýnin sem valin voru til þessa verkefnis endurspegla nánast allt samsetningarbil grágrýtismyndunarinnar. Efnagreiningar sýnanna eru skráðar í Töflu 2 og er þeim raðað eftir MgO innihaldi. Frumstæðustu sýnin (til vinstri í Töflu 2) hafa MgO yfir 10 % af þunga en MgO-snauðasti þriðjungur sýnanna er með MgO um 8 % af þunga og niður undir 7 %. Tafla 2 Efnasamsetning og CIPW-NORM sýnanna raðað eftir MgO magni. Hlutföll aðalefna í ólivínþóleiíti ráðast einkum af hlutfallsmagni þeirrar uppbræðslu í jarðmöttlinum sem það þróast síðan úr. Sé gert ráð fyrir uppbræðslu í granat-lherzolít möttli má ætla að ál-steindirnar granat, cpx og hugsanlega spínill myndi mikinn hluta upphafsbráðar, sem við aukna bráðnun hækkar hratt í MgO og gengur nær ol og opx uns eftirstöðvarnar stefna á harzburgít (ol+opx) (Sigurður Steinþórsson 2001). Það sem merkilegast er við grágrýtið er hversu einsleitt það er með aðeins um 2-3% bil í MgO (7-10%). Þetta er til marks um að meginefni úthafsskorpunnar bráðnar sífellt úr möttlinum við svipaðan þrýsting og hita þar sem samsetning bráðarinnar stjórnast ávallt af sömu steindum í svipuðum hlutföllum. 4

17 0,8 0,7 Kristal botnfall, ol cpx (kúmúlat) 0,6 Pikrít 0,5 ÓLIVÍN ÞÓLEIÍT #Mg 0,4 Qz þóleiít GOSB 0,3 GRGR 0,2 0,1 Rhýólít Ísúrt berg FeTi basalt 0,0 0,0 2,0 4,0 6,0 TiO 2 % Mynd 2.1 Samsetningarsvið grágrýtis í Töflu 2 sýnt í #Mg-TiO 2 línuriti. Grágrýtissýnin er táknuð með rauðum ferningum (GRGR) en 940 sýni úr gosbeltum landsins, síðkvarter og frá nútíma, eru táknuð með gráum krossum (GOSB). Helstu berggerðir gosbeltanna eru lauslega merktar á myndinni en greinilegt er að samsetning grágrýtisins spannar nánast allt Ti-svið frumstæðu ol-þóleiítanna. Þegar samsetning grágrýtisins er könnuð í samanburði við bergsamsetningu gosbeltanna (Mynd 2.1) kemur í ljós að samsetningarbil þess er ákaflega þröngt. Viðmiðunarsýnin eru aðeins úr þóleiít-bergröðinni og því FeTi-basalti, sem ekki er með ne í normi (Katla-Eldgjá). Þess ber að geta að mörg viðmiðunarsýnanna (gráir krossar) á sviði grágrýtisins eru einnig úr grágrýtismynduninni, stöpum en einkum dyngjum frá nútíma. Þetta ber einnig að skoða með hliðsjón af því að þessi ólivín-þóleiít eru meginuppistaða bergs á yfirborði úthafsflekanna og að öll sýnin neðan við #Mg u.þ.b. 0,3 (Mynd 2.1) eru úr megineldstöðvum að undanskildu FeTi-basaltinu, sem kemur fyrir í Kötlu (megineldstöð) en einnig á sprungum gosbeltisins þar norðan og austan við. Á Mynd 2.1 er sýnahópur með hærra #Mg en grágrýtið en sá hópur myndi í flestum tilfellum flokkast undir ólivín-þóleiít. Svonefnd pikrít eru þar á meðal en þar er átt við ólivín-þóleiít með meira en 15 % af ólivín í módalsamsetningu. Á Mynd 2.1 koma pikrítsýni fram eins og rani í átt að hækkandi #Mg, vafalítið vegna ólivíndílanna, sem vissulega eru Ti-snauðir. Sá sýnahópur, sem hefur hæst #Mg og lægst Ti, er kristalbotnfall (kúmúlat) eða hnyðlingar úr ol, plag og cpx. Þótt sú umræða sé að mestu handan við viðfangsefni þessa verkefnis má benda á að hlutföll K, P og Ti eru einnig fremur einsleit í grágrýti. Magn K og P er háð magni uppbræðslu, sem mætti lýsa sem þynningu upphafsbráðarinnar með opx og ol þótt breytileiki í samsetningu möttulsins myndi vissulega einnig hafa áhrif á hlutföll efnanna. Magn Ti myndi að líkindum lýsa magni cpx í bráðinni þar sem cpx tekur upp nokkuð Ti eins og marka má af ilmenít- 5

18 afblöndun í cpx úr möttulhnyðlingum (Alifirova ofl. 2012). Á Mynd 2.2 og Mynd 2.3 eru hlutföll K, P og Ti sýnd til að árétta að einnig þau eru fremur einsleit þrátt fyrir mismunandi dreifistuðla (Fabrice og Cazot, 2001). 0,35 0,30 0,25 K 2 O % 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 0,0 0,5 1,0 1,5 2,0 2,5 TiO 2 % Mynd 2.2 K-Ti fylgni í grágrýti. Myndin gæti bent til þess að K, sem færi allt í fyrstu bráð, þynnist við aukna uppbræðslu í möttli en jafnframt ykist Ti þegar gengið væri nær cpx í möttulberginu. Færi svo að cpx bráðnaði til fulls myndu bæði efnin lækka úr því og fylgni þeirra myndi sveigjast að upphafspunkti línuritsins. P 2 O 5 % 0,35 0,30 0,25 0,20 0,15 0,10 0,05 0,00 0,00 0,10 0,20 0,30 0,40 K 2 O % Mynd 2.3 P-K fylgni í grágrýti. Dreifistuðull (Kd) K í cpx er um 0,001 en dreifistuðull (Kd) P er um 0,15 (Fabrice og Cazot, 2001). Myndin gæti gefið vísbendingu um svipuð ferli og rædd eru undir Mynd 2.2. Aukin uppbræðsla lækkar (þynnir) K en eykur um leið P, sem væri að losna úr cpx. 6

19 K 2 O/P 2 O 5 1,6 1,4 1,2 1 0,8 0,6 0,4 0,2 0 0,00 0,10 0,20 0,30 0,40 K 2 O % Mynd 2.4 K/P K fylgni í grágrýti. Hlutfallið K/P í kólnandi kviku ætti ekki að raskast meðan einungis ol, plag og cpx falla út. Við þær aðstæður ætti K/P-hlutfallið að vera stöðugt við hækkandi K. Myndin bendir aftur á móti til að þessi utangarðsefni ráðist bæði af uppbræðslustigi í möttli og kristöllun. Kristöllun ein og sér myndi stefna til hægri á myndinni. Mismunandi magn uppbræðslu þar sem allt K fer í fyrstu bráð (Kd = 0.001) en P (Kd = 0.15)(Fabrice og Cazot, 2001) nokkru hægar myndi sveigjast í átt að upphafspunkti línuritsins með aukinni uppbræðslu. Ferillinn getur samt ekki skorið upphafspunktinn þar sem K getur ekki stefnt á núll. CIPW-NORM sýnanna (Tafla 2) er reiknað með oxunarstigi Fe +3 /Fe (Total) = Þar er tilgangurinn að endurspegla tiltölulega súrefnissnautt möttulberg sem gæti verið með oxunarstig niður undir FMQ-2. Áhrif þessa í normreikningi er helst þau að ol reiknast aðeins hærra en ella á kostnað mt. Talið var að þetta gæfi sannari mynd af grágrýtinu en FMQ ferillinn. Þetta byggir á því að Ti-mt er afar fágætt í grágrýti og kemur einungis fyrir undir lok kristöllunar og þá sem örsmáir míkródílar milli silikatanna. Þetta er mjög frábrugðið kristöllun í gabbró-innskotum þar sem FeTi-oxíð eru ávallt vel kristölluð. Efnagreiningar grágrýtisins benda samt stundum til oxunar umfram FMQ ferilinn og fyrir kemur að oxaðir flákar með bleik litbrigði sjáist í grágrýtisopnum. Þessir flákar, sem gætu að hluta til hafa oxast allt að HM-ferlinum, eru gjarnan staðbundnir og að líkindum afleiðing gufuútstreymis frá undirlagi hrauna, samanber myndun oxaðra gervigíga. Sýnin eru eins og vænta mátti dæmigert ol-þóleiít, öll með ol og hy í normi. Það er aftur á móti merkilegt að ol í normi fylgir ekki MgO innihaldi til fulls eins og til dæmis kemur fram í sýnum RSG 51 og RSG 48 í Töflu 2 en í þessum sýnum eru einnig Na og Fe í lægra lagi. Þar sem Al 2 O 3 reiknast sem pl í normi þóleiítsins getur farið svo, að þegar Na 2 O er lágt verður CaO-afgangurinn örlítið lægri hlutfallslega og þá reiknast hlutfallslega lægra di og MgOafgangurinn hækkar aðeins miðað við Fe, sem aftur veldur hækkun á reiknuðu hy í normi. Afar ólíklegt er samt að smávægileg atriði í efnasamsetningu, sem geta haft marktæk áhrif á norm bergsins, sjáist í modal-samsetningu þess. Í efnasamsetningu grágrýtis eru hlutföllin #Mg (MgO/(MgO+FeO)) og #Ca (CaO/(CaO+Na 2 O)) nokkuð viss ábending um meginlínurnar í kristöllun þeirra. Þessi hlutföll, sem sýnd eru á Mynd 2.5, gefa til kynna bæði magn og samsetningu ol og plag sem kristallast 7

20 í berginu. Einnig má ætla að magn cpx í berginu aukist eftir því sem hlutföllin lækka. Þannig gefur efnasamsetning bergsins vissa hugmynd um þá kristöllun, sem að lokum myndar textúr þess. Oxunarstig bergsins, sem kemur fram í ferro/ferri hlutföllum þess er einnig áhugavert til að segja fyrir um lok kristöllunar þar sem hátt Fe(III) flýtir óhjákvæmilega fyrir myndun mt undir lok kristöllunar. #Ca 0,91 0,90 0,89 0,88 0,87 0,86 0,85 0,84 0,83 0,82 0,35 0,40 0,45 0,50 0,55 #Mg Mynd 2.5. Línuritið #Ca móti #Mg í grágrýti sýnir að hlutföllin, sem stjórnað er af ólivín (#Mg) og plagíóklas (#Ca), mynda breiða fylgni á mjög þröngu sviði. Ætla má að ol- og plag-samsetning í grágrýti sé einnig innan mjög þröngra marka og að þróun kristallanna innan hvers hrauns sé fremur takmörkuð meðan á kristöllun stendur. Þótt CIPW-NORM hafi mikið skemmtanagildi og nokkuð flokkunarfræðilegt gildi fer því fjarri að það nýtist óbreytt til að kanna kristöllun í hreinum fasakerfum. Samt mætti ætla að ólivín-þóleiít kæmist einna næst því meðal bergtegunda að vera tækt í hreint fasakerfi þar sem um 85% massans er lýst í kerfinu Fo-Di-An (Andersen 1915; Presnal ofl., 1978). Þar sem Fe, Ti og alkalimálmar eru ekki í hreina kerfinu mætti kanna norm grágrýtisins í plag-cpx-ol kerfi með því að reikna Fe í ol, alkalimálma í plag og Ti í cpx. Ágít-kristöllum grágrýtis hefur verið lýst sem subcalcic titaniferous augite (Sigvaldason, 1969) og enn fremur eru FeTi-oxíð afar lítilvæg í grágrýti. Á Mynd 2.6 er samsetning grágrýtisins í Töflu 2 sýnd í slíku umreiknuðu normi í kerfinu plag-cpx-ol þar sem di, hy og im er reiknað með cpx, fo og fa sameinað í ólivín og ab og an sameinað í plag. Í myndinni eru fasaskil hreina kerfisins við 1 atm (Presnall ofl., 1978) dregin upp til viðmiðunar en spínilsviðinu við An-Fo línuna er sleppt. 8

21 Mynd 2.6 Samsetning grágrýtis í kerfinu plag-cpx-ol. Punktarnir sýna samsetningu í umreiknuðu normi þar sem fa og fo reiknast sem ol, di, hy og im er reiknað sem cpx en ab og an er reiknað sem plag. Fasaskilin á myndinni eru fasaskil hreina kerfisins (Presnall ofl., 1978) en fasarýmd spínils á plag-ol ásnum er sleppt. Mynd 2.6 gæti bent til þess að algengast væri að við lágan þrýsting væri ol oftast á liquidus í grágrýti en einnig að plag eða jafnvel plag, cpx og ol væru á liquidus í sýnum með lægsta MgO-magnið. Nálgunin í Mynd 2.6 er vissulega aðeins vísbending en gefur samt til kynna að í grágrýti megi vænta þess að oftast sé ol á liquidus við lágan þrýsting en einnig að plag gæti verið fyrsti fasi til að falla út. Ekki væri heldur útilokað að allir þrír fasarnir, ol, plag og cpx, féllu út nánast samtímis í upphafi. Ljóst er að vitneskju um efnasamsetningu bergsins má nýta til að segja til um megindrættina í kristöllunarröð þess. Kristöllunarröðin er einna mikilvægasti þátturinn í myndun textúrs og því kemur fasakerfið að gagni í smásjárvinnunni, einkum þar sem það bendir til að meginviðfangsefnið verði að rekja kristöllun á cotectic línunni á milli ol og plag. Eitt af markmiðum verkefnisins er að kanna upphaf straumflögunar í grágrýti. Þar sem straumflögun er afleiðing af hreyfingu í massa, sem skilist hefur að í fast og seigfljótandi efni, er áhugavert að kanna hvort straumflögun finnist eingöngu í ol-dílóttu grágrýti eða hvort kristöllun á cotectic eða jafnvel í plag-sviðinu geri það einnig. 9

22 2.2 Efnasamsetning steinda Efnagreiningar nokkurra kristalla voru gerðar með rafeindasmásjá á Jarðvísindastofnun Háskólans. Tækið er af gerðinni Hitachi TM3000 og er búið Bruker EDS-skynjara. Greiningarnar byggja á söfnun talninga en greiningin er síðan kvörðuð með talningu staðla, sem eru kristallar af sömu byggingu og óþekktu steindirnar. Greiningarnar voru gerðar með geisla 2,7 µm í þvermál og 15 kv hröðunarspennu. Greiningarnar eru einungis gerðar til að lýsa meginlínunum í kristalsamsetningu grágrýtis en því fer víðs fjarri að um sé að ræða tæmandi bergfræði grágrýtis. Efnasamsetning ólivíns er eins og vænta má einsleit en í fínkorna og meðalgrófu grágrýti er greinanlegur munur á kjarna og jaðri kristallanna. Í Töflu 3 sést til dæmis breyting frá 82%Fo til 92%Fo í sýni MIL12 en frá 88%Fo til 63%Fo í MIL14 en ólivín í grunnmassa MIL14 er um 86%Fo. Járnríkasta ólivín bergsins er að finna á jöðrum kristalla í grófu grágrýti þar sem járnríkur ólivín myndar þunnt yfirborðslag undir lok kristöllunar. Dæmi um þetta er jaðar ólivínkristals í sýni RSG49 í Töflu 3 en samsetning hans er 52%Fo. Samsetning plagíóklaskristalla breytist einnig frá kjarna að jaðri; 91%An til 75%An í sýni MIL12, 93%An til 65%An í sýni MIL14 en er um 85%An í grunnmassa sýnisins RSG49. Þessar breytingar í samsetningu plagíóklas og ólivíns eru samstíga og endurspegla nokkra efnadiffrun meðan á kristöllun þeirra stendur. Það er einnig augljóst að nokkrar breytingar verða í efnasamsetningu pýroxens meðan sá kristall fyllir upp rýmið milli ólivín og plagíóklas kristallanna á síðustu skeiðum kristöllunarinnar. Í Töflu 3 sést að pýroxen samsetningar-sviðið er frá En38-En48 en þar Tafla 3 Efnagreiningar kristalla á sýnunum MIL 12, MIL 14 og RSG 49 ÓLIVÍN MIL12 MIL12 MIL14 MIL14 MIL14 RSG49 Jaðar Kjarni Grms Jaðar Kjarni Jaðar SiO FeO MnO MgO SUM %Fo PLAGÍÓKLAS MIL12 MIL12 MIL14 RSG49 RSG49 Kjarni Jaðar kjarni Jaðar Kjarni SiO Al2O CaO Na2O K2O SUM %An

23 Tafla 3 Framhald PÝROXEN MIL12 MIL14 RSG49 RSG49 Grms Grms Grms Grms SiO TiO Al2O FeO MnO MgO CaO Na2O K2O SUM %En %Wo %Fs FE-TI OXÍÐ MIL12 MIL12 MIL12 MIL14 MIL14 RSG49 RSG49 RSG49 RSG49 mt mt Ex ilm mt ilm mt mt Ex ilm ilm SiO TiO FeO MnO MgO SUM eru kristallarnir nefndir grunnmassi, sem er líklega rangnefni þar sem eitt megineinkenni fullkristallaðs grágrýtis að enginn grunnmassi verður með góðu móti skilgreindur þar sem samsetning aðalkristallanna þriggja gengur nánast upp í samsetningu bergsins. Járn-títanoxíð grágrýtisins eru títanómagnetít og ilmenít en nokkrar efnagreiningar oxíða eru í Töflu 3. Oxíðin komu fyrir með tvennu móti; mjög smáir (um 10 µm) stakir míkródílar af mt og ilm í fínkorna, líklega fremur hraðkældu bergi, og nokkru stærri ( µm) míkródílar í grófu og hægkældu bergi. Stærri dílarnir eru oftast með ilm-afblöndun en í Töflu 3 er afblandað mt auðkennt með Ex. Mt-samsetning afblöndunarinnar nær niður í 6-7% TiO 2 sem bendir til að í Ti-ríku mt sé usp-þátturinn mishár í upphafi þannig að þeir kristallar afblandist öðrum fremur eftir storknun grágrýtisins. Efnasamsetning steindanna endurspeglar kristöllun í kerfi ol-cpx plag, áþekku fasakerfinu Fo- Di-An. Regluleg samsetningarbreyting ol, plag og cpx sýnir óverulega kristaldiffrun, sem ekki megnar að skilja eftir eiginlegan grunnmassa að öðru leyti en því að mt og ilm bætast í fasakerfið undir blá-lokin. Kristallar grágrýtis hafa mjög skýra snertifleti innbyrðis og ekki tókst í þessum sýnum að finna Ca-snauðan pýroxen (pigeonít) eða nokkuð annað á snertipunktum kristallanna þriggja en Wood (1978) lýsir pigeonít- og apatít-kristöllum milli aðalfasa tertíers dílabasalts af Austurlandi. 11

24 3 Textúr grágrýtis Þótt grágrýti sé að jafnaði alkristallað er unnt að rekja kristöllunarferil þess frá dulkornóttu bergi að grófu grágrýti. Greindar voru 23 þunnsneiðar úr safni Jarðvísindastofnunar og þær flokkaðar eftir grófleika kristallanna. Hugað var sérstaklega að dílum og míkródílum, sem auðveldast er að finna og kanna í fínkorna bergi. Í meðalgrófu og grófu bergi er unnt að kanna straumflögun og að meta hvenær á kristöllunarferlinu hennar tekur að gæta að ráði. Jafnframt var hugað að loftbólum bergsins en loftbóluveggir geta gefið nokkra hugmynd um seigju storknandi kviku og lögun bólanna gæti tengst flæðieiginleikum kvikunnar. Einnig var hugað að áhrifum oxunar á kristöllun grágrýtis. Þótt áberandi oxun sé fágæt í grágrýti kemur fyrir að hluti hraunstrauma hafi bleikan litblæ, sem við nánari skoðun stafar af fíngerðum hematít-kristöllum milli silikatanna. Kristöllunarsaga grágrýtisins frá fínkorna bergi í grófkristallað berg er rakin með tilvísun í smásjármyndir. Einnig er gerð grein fyrir algengustu gerðum díla í berginu. 3.1 Fínkorna grágrýti Mynd 3.1 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 23 (Tafla 1, Skálafell Hellisheiði, efsta basalt). 12

25 Sýnið á Mynd 3.1 (RSG 23) er dæmigert fínkorna grágrýti með samfelldan ólivín-ríkan grunnmassa. Efnasamsetning RSG 23 (Tafla 2) er frumstæð (MgO = 9.32%) sem kemur fram í ríkjandi ólivíni en plagíóklas-listar eru einnig jafndreifðir um grunnmassann og klínópyroxen fylling hefur myndast milli míkródílanna. Ólivín-kristallarnir eru misstórir, frá um 100 µm niður fyrir um 10 µm. Stærstu ólivín-mikródílarnir eru fáir og benda til að þeir hafi myndast áður en megnið af grunnmassanum kristallaðist. Í þessu sýni (RSG 23) vottar ekki fyrir straumflögun, sem er næsta fágætt og kemur einungis fyrir í mjög fínkorna grágrýti. Aftur á móti má greina misgrófa flekki í grunnmassanum. Fíngerðasta áferðin er ólivín-rík (merkt A á Mynd 3.1) en grófari svæðin eru með lengri plagíóklas lista (merkt B á Mynd 3.1). Mynd 3.2 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 23 (Tafla 1, Skálafell Hellisheiði, efsta basalt). Upphaf straumflögunar í grágrýti má greina á Mynd 3.2. Fínkorna ólivín-rík belti (merkt A á myndinni) eru aðskilin af plagíóklas-ríkari belti (merkt B á myndinni). Stefna beltanna er sýnd með strikum á myndinni. Í upphafi er þessi aðkenning að straumflögun einungis sýnileg að cm-skala en er eigi að síður til merkis um að seigja grunnmassans er orðin nokkuð mismunandi á þeim stærðarskala. Eitt einkenni grágrýtis, sem er frábrugðið mörgum fínkorna basalthraunum, er form og jaðareinkenni loftbólanna. Form loftbólanna er nánast alltaf óreglulegt og jaðrar þeirra eru alkristallaðir og jafn-grófir grunnmassanum. Loftbólur, sem hafa runnið saman ná sjaldnast að mynda jafnar, glerjaðar útlínur eins og algengt er í fínkorna þóleiíti, heldur kristallast grunnmassinn áður en til þess kemur. 13

26 Mynd 3.3 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 39 (Tafla 1, Lyngdalsheiði). Oxunin í sýninu (Mynd 3.3, RSG39) er áberandi mikil í samanburði við flest önnur sýni sem eru hér til skoðunar. Bergið er frumstætt grágrýti, MgO er 9,55 % og þrígilt járn (%Fe(III)) er 31.4 %. Milli kristallanna er afar fíngerður grunnmassi (merkt A á Mynd 3.3), sem virðist hafa kristallast hratt úr þunnfljótandi bergbráð, a.m.k. má greina snið hringlaga loftbólu í massanum. Bergið er með ólivín-míkródíla um 200 µm stærð og plagíóklas-listar allt að 700 µm (merkt B á Mynd 3.3). Greina má aðkenningu að straumflögun upp til hægri frá svæði B á myndinni. Ólivíndílarnir eru margir með rauðleita slikju við yfirborð. Mismunandi oxunarstig grágrýtis á milli sýna sem hafa þó keimlíka efnasamsetningu er athyglisverð. Líklegt má telja að oxunina megi einkum rekja til utanaðkomandi vatnsgufu (Níels Óskarsson 2010). Þannig má leiða að því líkum að hraun sem rennur yfir t.d. mýrasvæði eða blauta sanda oxist meira en hraun sem rennur á nokkuð þurrum berggrunni. Vatnsgufan úr undirlaginu á greiða leið inni í gropið bergið og kemst þar í návist við járnið og oxun á sér stað. 14

27 3.2 Dílar og míkródílar Þeir dílar sem finnast í grágrýti eru einna helst ólívín- og plagíóklasdílar. Pýroxendílar eru mjög sjaldgæfir (Sveinn P Jakobsson 1984). Á Mynd 3.4 má sjá mjög fínkornótt grágrýti Mynd 3.4 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 12 (Tafla 1, Ok á Kaldadal). Mjög fínkornótt grágrýti með tiltölulega slétta loftbóluveggi. með tiltölulega slétta loftbóluveggi. Í fínkornótta berginu má finna plagíóklasdíla allt að 700 µm að stærð og ólivíndíla um 500 µm að stærð. Litla beltun er að finna við jaðra dílanna. Form loftbólanna er að mestu óreglulegt og jaðrar þeirra alkristallaðir. Það gefur auga leið að dílar og míkródílar eru einna auðfundnastir í fínkorna grágrýti. Það kemur samt í ljós ef vel er að gáð að nánast öll grágrýtissýnin eru með díla í einhverjum mæli. Stakir míkródílar af plagíóklas (merkt A á Mynd 3.4) eru algengastir í þessu sýni enda er bergið það MgO-snauðasta í úrtakinu (Tafla 2; 7,15 % MgO). Algengustu dílarnir í grágrýti, ólivín og plagíóklas, eru gjarnan í þyrpingum (glomerophyric cluster) eins og sést á miðri myndinni (Mynd 3.4, svæði merkt B). Dílaþyrpingar grágrýtisins eru lang-oftast troktólít, þ.e. ólivín-plagíóklas berg, sem gæti í fjölda tilfella verið framandsteindir í kvikunni. Á Mynd 3.5 sjáum við sömu dílaþyrpinguna af plagíóklasi og ólivíni eins og á Mynd 3.4 (svæðið merkt B á Mynd 3.4) en í þetta sinn í fimmfalt meiri stækkun. Kleyfnin í ólivíndílunum er greinileg en lítið ber á hvarfarimum við mörk kristallanna og grunnmassans. 15

28 Mynd 3.5 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 12 (Tafla 1, Ok á Kaldadal). Myndin sýnir nánar ólivín (merkt A á myndinni) í dílaþyrpingu, sem sést á miðri Mynd 3.4. Margt bendir til að þessi dílaþyrping sé í rauninni framandsteindir (xenocrysts) eða bergbrot, sem sameinast hafi kviku á uppleið. Sérstaka athygli vekja þéttir snertifletir kristallanna og brotsprunga í gegn um ólivínkristallinn (Merkt A á Mynd 3.5). Þótt hvarfarimar komi fyrir á dílaþyrpingum eru þeir ekki algengir. Mynd 3.6 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 12 (Tafla 1, Ok á Kaldadal). Mynd 3.6 sýnir plagíóklas-dílaþyrpingu (svæði merkt A) í fínkorna grunnmassa með míkródílum af ólivín og plagióklas (svæði merkt B). Ekki er unnt að merkja nokkurn hvarfarima á dílaþyrpingunni og míkródílunum þannig að ætla mætti að þessir kristallar hafi vaxið í kvikunni við jafnvægisaðstæður áður en hraðkæling kom til. 16

29 Mynd 3.7 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 12 (Tafla 1, Ok á Kaldadal). Á Mynd 3.7 má sjá tæplega 400 µm langan plagíóklas míkródíl í fínum ólivín-plagíóklaspýroxen grunnmassa. Díllinn, sem greinilega hefur náð að vaxa við kyrrar aðstæður áður en hraðkæling kom til, er nokkuð frábrugðinn algengustu plagíóklas-listunum í grágrýti. Dílarnir eru breiðvaxnari og albít-tvíburun þeirra er grófari en í mjóslegnustu listunum. Þetta bendir til hægari vaxtar við sífellda snertingu kristals og kviku. 3.3 Meðalgróft grágrýti Í meðalgrófu grágrýti fer að bera meira á böndum af plagíóklas- og ólivín-ríkum svæðum. Þá fara einnig að sjást klínópýroxen-flákar, allt að 0,5-1 mm að stærð en lítið sem ekkert fer fyrir þeim í fínkornóttu grágrýti. Ófítískur textúr er ráðandi og straumflögun er greinilegri en í fínkornótta grágrýtinu sem má rekja til tilhneigingar bergsins að skipta sér í þessi fyrrgreindu ólívín- og plagíóklas-ríkjandi bönd/svæði sem hafa svo mismunandi þennslustuðla sem getur leitt til spennu á milli bandanna þar sem að svæðin dragast mishratt saman við kólnum. Hin klassíska kleyfni í ólívíndílum ber vitni um álagið sem ólivíndílarnair verða fyrir við kólnun en mun sjaldgæfara er að plagíóklasdílar klofni. Í sýni RSG 19 (Mynd 3.8) er stærð kristalla um µm en plagíóklas er ríkjandi enda er MgO fremur lágt (7,66%, Tafla 2). Á myndinni sést upphaf eiginlegrar straumflögunar á mmskala. Svæði merkt A (Mynd 3.8) ofan við miðja mynd til vinstri er ólivín-ríkt band um 1 mm á breidd en svæðin merkt B (Mynd 3.8), efst til vinstri og skáhallt yfir miðja mynd eru plagíóklas-ríkari. Þetta mynstur bendir til að sá kristall, sem myndast fyrr, myndi flöt í hægflæðandi kvikunni en kristallinn sem síðar myndast verður ríkjandi milli flatanna. 17

30 Mynd 3.8. Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 19 (Tafla 1, Selvogsheiði). Á myndinni má sjá upphaf eiginlegrar straumflögunar á mm-skala. Mynd 3.9 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 19 (Tafla 1, Selvogsheiði). Í meðalgrófu grágrýti fer að bera á klínópýroxen af stærð allt að 0,5-1 mm. Hægra megin við ofanverða loftbóluna á miðri mynd (Mynd 3.9) sést hvernig cpx-kristall umlykur plagíóklaslista. Þetta er dæmigert fyrir ófítískan textúr, sem tekur að þróast í meðalgrófu grágrýti. 18

31 Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 15 (Tafla 1, Skjaldbreiður). Ólivín-ríkt meðalgróft grágrýti með hátt MgO (9.4%, Tafla 2) má sjá á Mynd Ólivín míkródílar og dílar eru oft stærri en plagíóklas-listarnir í MgO-ríku grágrýti, sem getur merkt að þeir vaxi fyrr og lengur en plagíóklas. Myndin sýnir að umhverfis loftbóluna er bergið fíngerðara og ríkara af plagíóklas. Ætla mætti að þétt loftbóla, sem inniheldur meðal annars vatnsgufu, yrði til þess að draga kristöllun loftbóluveggjanna á langinn. Þetta virðist samt afar sjaldgæft í grágrýti. Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 48 (Tafla 1, Reykjavíkurgrágrýti úr Kleppsholti). Á Mynd 3.11 má sjá meðalgróft straumflögótt grágrýti með cpx-ríkt band á neðri hluta myndarinnar (merkt A) en plagíóklas-ríkt band þvert yfir efri hlutann (merkt B). Myndin sýnir loftbólur í ófítíska cpx-ríka bandinu, sem virðist algengt í meðalgrófu og grófu grágrýti. Loftbólurnar mynda þá fleti í berginu. Ætla mætti að þeir fletir væru í raun skriðfletir í seigfljótandi hrauni og myndu þá kristallast síðast. 19

32 Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 15 (Tafla 1, Skjaldbreiður). Mynd 3.12 sýnir straumflögótt MgO-ríkt (9,4%, Tafla 2) meðalgróft grágrýti. Ólivín-ríkt svæði (merkt A) og plagíóklas-ríkt svæði (merkt B) eru hluti af straumflögunarböndum en neðan við ólivín-bandið sést loftbóluþyrping hægra megin á myndinni. Myndin sýnir að undir lok kristöllunar aflagast loftbólurnar, veggir þeirra brotna og verða óreglulegur kristal-kargi. Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 15 (Tafla 1, Skjaldbreiður). Mynd 3.13 sýnir dílaþyrpingu í meðalgrófu grágrýti. Á myndinni sést að ólivín-kristallarnir eru að jafnaði með kleyfnisprungur en plagíóklas miklu síður. Þanstuðull steindanna (Ahrens, 1995) er mismunandi þannig að þegar bergið kólnar niður fyrir um 700 C dragast steindirnar mishratt saman. Líklegt er að ólivín kristallarnir brotni miklu fremur en plagíóklas (þanstuðull 2-3 [mm/m]/ C) þar sem þanstuðull fyrir ólívín er hærri 6-7 [mm/m]/ C. 20

33 Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu RSG 51 (Tafla 1, Njarðvíkurheiði vestan Stapafells). Mynd 3.14 sýnir meðalgróft berg í dæmigerðum ófítískum textúr, sem einkennir grágrýtismyndunina. Í meðalgrófu grágrýti er orðið algengt að klínópýroxenkristallar umlyki plagíóklas-lista. Við þær aðstæður hefur vökvasamsetningin þróast mjög nálægt pýroxensamsetningu. 3.4 Gróft grágrýti Gróft grágrýti er að jafnaði í ófítískum textúr og eru klínópyroxen flákar, allt að cm á stærð, farnir að mynda fleti sem umlykja díla og míkródíla frá fyrri stigum kristöllunar (Mynd 3.15). Þessi textúr er algengastur þar sem straumflögunar gætir síður í þykkum (20-30 m) hraunlögum. Ætla mætti að kristöllunin hafi gerst í nánast kyrrstæðum hægkólnandi bergmassa. Loftbólur í grófu grágrýti eru að jafnaði með grófum jöðrum (Mynd 3.16). Líklegt er að þegar hraunmassinn kólnar og dregst saman þrýstist kristallarnir inn í smækkandi loftrýmið, sem þá hefur löngu tapað innri þrýstingi vegna kólnunar. Við kólnunina er óhjákvæmilegt að örsprungur (microcracks) myndist á milli kristallanna. Nánast samliggjandi kerfi af slíkum loftbólum er vafalítið samtengt með örsprungum og fyllist því af vatni þegar bergið blotnar eða grefst undir grunnvatnsflöt. Vatn á yfirborði grágrýtis sogast hugsanlega með hárpípukrafti inn í bergmassann. Þessi eiginleiki grágrýtis ræður mestu um lítið þol þess gegn frostveðrun. 21

34 Mynd 3.15 Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 13 (Tafla 1, Þórisjökull, basaltþekja, Kaldadal). Dæmigert gróft grágrýti í ófítískum textúr. Mynd Smásjármynd í skautuðu ljósi af sýninu MIL 13 (Tafla 1, Þórisjökull, basaltþekja, Kaldadal). Gróft grágrýti í ófítískum textúr. Loftbólurnar eru með grófum jöðrum. 22

35 3.5 Lok kristöllunar sprungumyndun Textúr grágrýtis einkennist meðal annars af mjög skýrum samskeytum bergmyndandi kristalla. Lokastig kristöllunar mætti einna helst greina í myndun oxíðanna, sem virðast vera síðasti fasinn í kristölluninni. Á Mynd 3.17 sem er endurvarpsmynd tekin í rafeindasmásjá er magnetít merkt A og ilmenít merkt B. Hægra megin við A er ólivín (ljósgrár), efst til hægri er cpx (meðalgrár) og einnig neðan við ol og mt kristallana. Vinstri jaðar myndarinnar og neðsti hluti hægra megin er pl, sem er dekkstur á SEM-myndinni (lægsta endurvarp). Mynd SEM-mynd af sýninu RSG49. Titanómagnetít með ilmenít-afblöndum er merkt A en ilmenít-míkródíll er merktur B. Afblöndunin í magnetítinu sýnir tvær stefnur; líklegast svonefnda Trellis-afblöndun á flötinn 111 (Buddington og Lindsley, 1964). Mynd 3.17 sýnir að mörkin milli kristalla eru skýr, enginn intergranúlar massi er til staðar. Það virðist sem mt-ilm kristallinn A sé fylling milli annarra fasa. Aftur á móti er ilm-listinn B eldri en cpx kristallinn, sem umlykur hann. Afblöndunarhvörfin í títanómagnetít-kristalnum eru að líkindum virk niður undir Curie punkt mt (um 600 C) eða jafnvel neðar. Það er því líklegt að RSG49, sem er gróft grágrýti, hafi kólnað hægt. Í Töflu 4 er jafnvægishnit og súrefnisþrýstingur tveggja magnetít/ilmenít para reiknaður með forritinu ILMAT (Andersen & Lindsley 1985). Oxíðin, sem eru tekin fyrir, eru raunar 23

36 míkródílar milli silikatkristalla. Í sýninu RSG49 virðist lokahiti vera rétt neðan við 1000 C en í sýninu MIL14 um 780 C. Niðurstaðan er sú að hinni eiginlegu kristöllun lýkur þegar cpx tekur að kristallast en að kristöllunarferli oxíðanna, sem þá hafa myndast eins og ilmenít á Mynd 3.17 sýnir, haldi áfram með afblöndun við súbsólidus aðstæður niður undir Curiepunkt mt. Súrefnisþrýstingurinn, sem reiknast úr mt/ilm pörunum er nokkuð hærri en FMQ miðað við hitastig enda afblöndunin vafalítið komin til af oxun. Tafla 4 SEM-efnagreiningar á Fe-Ti Oxíðum í sýnum MIL 14 og RSG49. Útreikningar gerðir með forritinu Geothermobarometer : Andersen & Lindsley (1985): ILMAT: A Magnetite-Ilmenite Geothermobarometry Program (version 1.20) MIL14 MIL14 RSG49 RSG49 Mt Im Mt Im FeO TiO SUM Mol % Usp Mol % Ilm T C/log(fO2) 774/ /-12.4 Það er einmitt á hitabilinu neðan við 700 C, sem kólnandi berg dregst mest saman. Í dulkornóttu basalti og þá einnig í mjög fínkorna grágrýti veldur þessi samdráttur stuðlamyndun, sem ekki sést í meðalgrófu og grófu grágrýti. Þar sem þanstuðlar pl (2-3 [µm/m]/ C) og ol eða cpx (6-7 [µm/m]/ C) eru mjög mismunandi (Ahrens, 1995) gefur auga leið að kólnun grágrýtis veldur miklum áverka á kristalla þess. Ætla mætti að berg með 50% pl og jafn mikið af ol og cpx dragist saman um 3 mm/m við kólnum frá 700 C í 0 C. Til að kanna kólnunaráverka á grágrýti var sýnið RSG49 látið liggja í um 1M silfurnítrat-lausn í sólarhring en síðan þurrkað og yfirborðið slípað af. Mynd 3.17 er einmitt af þeim fleti og þar sjást fíngerðar sprungur eins og hvítar rákir, til dæmis á svæði merktu C. SEM-tæknin hefur þann eiginleika að þung frumefni endurvarpa rafeindum langt umfram léttu frumefnin. Silfur er því merkjanlegt í litlum mæli þannig að sprungukerfi grágrýtisins sést eins og ljósir taumar. Sprungurnar eru tæpast breiðari en 0.1 µm en mynda samt gegndræpt hárpípunet um bergið. Þetta fyrirbæri er að öllum líkindum meginástæðan fyrir litlu veðrunarþoli grágrýtis; það sogar í sig vökva í hárpípukerfinu, sem er orsök frost- og saltveðrunar. Einnig er líklegt að þetta fyrirbæri sé ástæða þess að grófir grágrýtisflákar mynda ekki stuðla; þeir eru þegar sprungnir. Það er ekki útilokað að vatnsgufa úr heitu undirlagi hrauna eigi greiðan aðgang að berginu gegn um hárpípunetið og gæti það viðhaldið oxunarafblöndun mt-usp kristalla niður undir 700 C. 24

37 4 Umræða 4.1 Kristöllunarlíkan fyrir grágrýti COMAGMAT Það er staðfest að kristöllun grágrýtis er mjög lík því sem ráða má af Fo-Di-An kerfinu (Presnall ofl., 1978). Magnhlutföll kristallanna eru samt þónokkuð mismunandi í mismunandi sýnum. Til að kanna samband magnhlutfalla kristallanna og efnasamsetningar bergsins voru þrjú sýni valin til líkanreiknings í forritinu COMAGMAT (Ariskin og Barmina, 2004). Sýnin spanna MgO-svið grágrýtanna (Tafla 2); Mil 14 með 10,75 %, RSG 49 með 8,32 % og MIL 12 með 7,15%. Forritið reiknar T(liq) og kristöllunarröð kvikunnar en einnig magn þeirra kristalla, sem falla út. Forritið er einkum ætlað fyrir basaltlíkön en í þessu tilfelli var það stillt á að ná 95% kristöllun. Fæstir reikningarnir ná samt svo langt þar sem forritið hættir við lægri kristöllun og gefur viðvörun um að efnadiffrun sé lokið þar sem að steindasamsetningin er hætt að breytast. Líkanið var stillt á jafnvægiskristöllun við FMQ aðstæður en einnig keyrt við FMQ+1 og FMQ-1 til samanburðar. Í öllum tilfellum er kvikan basísk allt til enda þótt hækkun í kalíum og fosfór ásamt nokkurri hækkun í kísli verði undir lokin. Mynd 4.1 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið MIL 14 (Tafla 2). Lóðrétti ásinn merkir hitastig í C en lárétti ásinn merkir fjölda fasa í reiknilíkaninu COMAGMAT. 25

38 Mynd 4.2 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið RSG 49 (Tafla 2). Lóðrétti ásinn merkir hitastig í C en lárétti ásinn merkir fjölda fasa í reiknilíkaninu COMAGMAT. Mynd 4.3 Kristöllunarlíkan (COMAGMAT) fyrir sýnið MIL 12 (Tafla 2). Lóðrétti ásinn merkir hitastig í C en lárétti ásinn merkir fjölda fasa í reiknilíkaninu COMAGMAT. 26

39 Myndir sýna greinilegan mun á kristöllun sýnanna eftir MgO-innihaldi. Þrennt getur gerst, ol er fyrsti fasi, ol og plag falla út saman allt frá byrjun eða að pl sé fyrsti fasi. Það er greinilegt að T(liq) er lægstur þar sem bæði ol og plag eru á liquidus enda er sú samsetning frá upphafi næst hitalágmarki kerfisins Fo-Di-An. Það er unnt að rekja textúr grágrýtis að nokkru leyti til kristöllunarferlanna; dílar í fínkorna bergi eru annaðhvort ol eða plag eða báðir; flákar af ólivín og einnig en sjaldnar af plag myndast í því magni að þeir byrja að mynda bönd í hægflæðandi kvikunni. Milli bandanna vex síðan hinn aðalfasinn, oftast ol og saman mynda böndin fláka af fíngerðri straumflögun. Í öllum tilfellum er þessi upphafstextúr ol og plag loks steyptur inn í cpx-umgjörð, sem myndar ófítískan textúr bergsins. Reiknaða modalsamsetningu fyrir sýnin MIL 12, MIL 14 og RSG 49 má sjá í Töflu 5. Þar er hvert sýni reiknað við mismunandi súrefnisþrýsting: FMQ-1, FMQ og FMQ+1. Tafla 5 sýnir reiknaðan kristöllunarferil grágrýtissýnanna MIL12, MIL14 og RSG49 við mismunandi þrýsting. Sýnd eru MODAL-hlutföll steinda við hitastigið T(term) þar sem forritið hættir. Útreikningar gerðir með COMAGMAT líkanreikni. Sýni T(liq) Oliv Plag Aug Pigeonite Magn T(term) %(term) MIL12, FMQ /83% MIL12, FMQ /93% MIL12, FMQ /93% RSG49, FMQ /82% RSG49, FMQ /93% RSG49, FMQ /94% MIL14, FMQ /83% MIL14, FMQ /83% MIL14, FMQ /81% Í töflunni (Tafla 5) kemur fram nokkur munur í fasahlutföllum grágrýtisins við mismunandi oxunaraðstæður. Mestur er munurinn í mt eins og vænta mátti en einnig er marktæk minnkun í ol við eitt log-stig í súrefnisþrýstingi. Það er greinilegt að oxaðar aðstæður eru líklegri til að leiða til myndunar pigeoníts, sem ekki fannst í þessu verkefni. Þótt forritið endi útreikningana við hitastig T(term) ofan við T(solidus), sem er því ekki skilgreint hitastig, er reiknaða MODAL-samsetningin nauðalík CIPW-norminu í Töflu 2. Í síðasta dálki töflunnar er skráð magn kristalla %(term), sem myndast hafa þegar reikningana þrýtur. Á Mynd 4.4 eru reiknuð hitastig í grágrýtiskristöllun, tekin úr Töflu 5, merkt inn á FMQferilinn. Það er ekki fjarri lagi að öll megineinkennin í textúr grágrýtis reynist fyrirsegjanleg út frá efnagreiningum og líkanreikningum. Aftur á móti er þar ekki að finna ástæður þess hve algengt er að finna stóra bleik-oxaða fláka í grágrýtisbreiðum. Á Mynd 4.4 eru einnig dregnir reiknaðir (Robie ofl., 1978) jafnvægisferlar fyrir sundrun koldíoxíðs og vatnsgufu. Þessir ferlar eru vissulega ekki búffer-ferlar en við ofgnótt vatnsgufu 27

40 er greinilegt að berg við FMQ aðstæður verður fyrir oxunaráverka í snertingu við þessar lofttegundir. Þar er óhjákvæmilegt að þykk grágrýtishraun hafi oft þakið blautt land, sem veldur suðu og uppgufun vatns T (Curie) mt 10 log(fo 2 ) OXUN T (83%) T (liq) 25 T (sol) Hitastig C H2O CO2 QFM HM Mynd 4.4 Súrefnisþrýstingur og kristöllun sýnisins MIL14 við FMQ-ferilinn. Bræðslumark er merkt T (liq), hitastig við 83% kristöllun er merkt T (83%) og storknunarhiti skv. mt-im reikningi er merktur T (sol). Jafnvægisferlar fyrir vatnsgufu (blá lína) og koldíoxíð (appelsínugul-punktalína) eru sýndir ofantil á myndinni. Rauð ör, sem tengir FMQ-línuna og vatnsferilinn, á að tákna oxun bergs í snertingu við vatnsgufu við hitastig milli T (sol) og T (Curie) fyrir magnetít. Það sem áður er rakið um óhjákvæmilega myndun sprungunets í grágrýtinu gæti auðveldað vatnsgufu leið upp í kólnandi hraunin og valdið oxun. Þetta er gefið til kynna með rauðri ör á Mynd 4.4, sem vísar frá hugsanlegum solidushita í átt að jafnvægisferli vatnsgufu við Curiepunkt mt. 28

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun

Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Hrefna Jensdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2013 Útigönguhöfði: Efnasamsetning og kristöllun Hrefna Jensdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð

Þríhnúkagígur. Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar. Kristján Sæmundsson. Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð Þríhnúkagígur Jarðfræðirannsóknir og tillögur vegna gangagerðar Kristján Sæmundsson Unnið fyrir Þríhnúka ehf. Greinargerð ÍSOR-06144 Verknr.: 500-078 09.11.2006 ÍSLENSKAR ORKURANNSÓKNIR Reykjavík: Orkugarður,

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson

Frostþol ungrar steypu. Kristján Andrésson Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson Umhverfis- og byggingarverkfræði Háskóli Íslands 2015 Frostþol ungrar steypu Kristján Andrésson 60 eininga ritgerð sem er hluti af Magister Scientiarum gráðu

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Greinargerð Svanbjörg Helga Haraldsdóttir. Leiðbeiningar um Safran-Crocus-Mepra-Sytron SSCM á netinu

Greinargerð Svanbjörg Helga Haraldsdóttir. Leiðbeiningar um Safran-Crocus-Mepra-Sytron SSCM á netinu Greinargerð 05013 Svanbjörg Helga Haraldsdóttir Leiðbeiningar um Safran-Crocus-Mepra-Sytron SSCM á netinu VÍ-VS-07 Reykjavík Júní 2005 VERKEFNIÐ SNJÓFLÓÐAHÆTTA - SKAFRENNINGUR LÍKÖN TIL AÐ SPÁ SNJÓFLÓÐAHÆTTU

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson

Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I. Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar. Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson NMÍ 9-5 Mat á eiginleikum malbiks fyrir íslenskar aðstæður Áfangaskýrsla I Unnið fyrir rannsóknasjóð Vegagerðarinnar Arnþór Óli Arason Pétur Pétursson 1 Skilgreining verkefnis, útdráttur Þær malbiksblöndur

More information

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016

LV ORK Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 LV-2017-126 ORK-1702 Mælingar á aurburði og rennsli í Jökulkvísl árin 2015 og 2016 4 Efnisyfirlit Myndaskrá... 6 Töfluskrá... 7 1 Inngangur... 9 2 Mat á rennsli í Jökulkvísl... 12 2.1 Mælingar í Jökulkvísl

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið

Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu. Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar. OS-2001/036 Maí Orkustofnun Rannsóknasvið Verknr. 8-720102 Kristján Sæmundsson Guðmundur Ómar Friðleifsson Í Torfajökli Jarðfræði- og jarðhitakort af Torfajökulssvæðinu Unnið fyrir Auðlindadeild Orkustofnunar OS-2001/036 Maí 2001 ISBN 9979-68-074-1

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

HÖRÐNUN STEYPU ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR. Gylfi Magnússon Mars Borgartún Reykjavík

HÖRÐNUN STEYPU ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR. Gylfi Magnússon Mars Borgartún Reykjavík ÁHRIF STEYPUHITA Á STEYPUSPENNUR Gylfi Magnússon Mars 2012 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is Gylfi Magnússon S:\2008\08299\v\Greinargerð\Hordnun steypu-ahrif hita a steypuspennur.docx

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey?

Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson Líf- og umhverfisvísindadeild Háskóli Íslands 2011 i Aldur og þróun gossins í Stórhöfða á Heimaey? Óttar Steingrímsson 10 eininga ritgerð

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson*

Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* Kortlagning á sigi á Siglufjarðarvegi um Almenninga Lokaskýrsla 2004 Unnið fyrir Vegagerð ríkisins Þorsteinn Sæmundsson *, Halldór G. Pétursson #, Höskuldur Búi Jónsson # & Helgi Páll Jónsson* * Náttúrustofa

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort

VIÐAUKI 11. Aðalskipulag Hveragerðis. Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort. Jarðhitamælingar sumarið kort VIÐAUKI 11 Aðalskipulag Hveragerðis Hveragerði og nágrenni Jarðfræði-, jarðhita- og grunnvatnskort Jarðhitamælingar sumarið 2005 2 kort Hveragerði Hitamælingar í jarðvegi og sprungur Kristján Sæmundsson

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf

VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Mat á hindrunum á gönguleið laxfiska í farvegi Jökulsár á Dal Guðni Guðbergsson VMST/0942 Október 2009 Skýrsla unnin fyrir Veiðifélag Jökulsár á Dal VEIÐIMÁLASTOFNUN Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Viðloðun radons við gler. Emil Harðarson

Viðloðun radons við gler. Emil Harðarson Viðloðun radons við gler Emil Harðarson Eðlisfræðideild Háskóli Íslands 2012 VIÐLOÐUN RADONS VIÐ GLER Emil Harðarson 10 ECTS eininga sérverkefni sem er hluti af Baccalaureus Scientiarum gráðu í eðlisfræði

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Hrafnabjörg í Bárðardal

Hrafnabjörg í Bárðardal LV-2004/012 Hrafnabjörg í Bárðardal Jarðfræðiathuganir og jarðfræðikort ÍSOR-2003/024 Janúar 2004 - 3 - UPPLÝSINGABLAÐ Skýrsla nr: LV-2004/012 ÍSOR-2003/024 Dags: Janúar 2004 Fjöldi síðna: 37 Upplag: 25

More information

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum

Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Ágrip Endurtekin hrygning hjá íslenskum laxastofnum Halla Kjartansdóttir og Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Vesturlandsdeild Endurtekin hrygning er mikilvægur þáttur í lífssögu stofna Atlantshafslaxins,

More information

AEX METAL MADENCİLİK A.Ş.

AEX METAL MADENCİLİK A.Ş. AEX METAL MADENCİLİK A.Ş. 1 2 SUMMARY AEX aims to explore new economic mineral deposits in the ALANYA MASSIF Mining Zone with modern research technique methods. Numerous geological, petrographic, mineralogical

More information

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir

Barnaslys í Reykjavík alvarleiki og orsakir Háskóli Íslands Læknadeild Barnaslys í Reykjavík 2010-2014 alvarleiki og orsakir Heiðar Örn Ingimarsson, 3. árs læknanemi. Leiðbeinandi: Brynjólfur Mogensen Maí 2015 Þakkarorð Ég vil þakka Brynjólfi Mogensen

More information

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson

Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ. Vatnafar. Helgi Jóhannesson Vegagerðin HRINGVEGUR UM HORNAFJÖRÐ Vatnafar Helgi Jóhannesson Reykjavík, júní 2007 EFNISYFIRLIT 1. INNGANGUR.............................................. 1 2. GRUNNÁSTAND...........................................

More information

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur

NMÍ Verknúmer 6EM Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur NMÍ 15-03 Verknúmer 6EM08081 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Guðjón Atli Auðunsson Apríl 2015 Viðtakarannsóknir 2011: Setgildrur Efnisyfirlit Ágrip 2 1 Inngangur 3 1.1 Fyrri rannsóknir á seti á Sundunum

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

BRUNAPRÓF STEYPU ÍBLANDAÐRI BASALTTREFJUM

BRUNAPRÓF STEYPU ÍBLANDAÐRI BASALTTREFJUM BRUNAPRÓF STEYPU ÍBLANDAÐRI BASALTTREFJUM Ásdís Söebeck Kristjánsdóttir Lokaverkefni í byggingartæknifræði BSc 2010 Höfundur/höfundar: Ásdís S. Kristjánsdóttir Kennitala: 311067-5919 Leiðbeinandi: Sveinbjörn

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar

LV Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar LV-2017-040 Önnur úttekt á kolefnisbindingu skógræktar á vegum Landsvirkjunar Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2017-040 Dags: 24. apríl 2017 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 15 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2001 7 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2001 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík Valdimar Össurarson Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík VÖ/jan/2017 Efni Inngangur... 3 Viðfangsefni og tilgáta... 4 Offjölgun skollakopps...

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa

Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Sólheimajökull: Hættumat vegna lítilla og meðalstórra jökulhlaupa Magnús Tumi Guðmundsson, Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Björn Oddsson Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra Unnið fyrir

More information

Útfellingar í holu 9, Reykjanesi

Útfellingar í holu 9, Reykjanesi Verknr.: 8-630252 Vidgís Harðardóttir Útfellingar í holu 9, Reykjanesi Unnið fyrir Hitaveitu Suðurnesja OS-2002/011 Febrúar 2002 ISBN 9979-68-091-1 ORKUSTOFNUN RANNSÓKNASVIÐ Reykjavík: Grensásvegi 9, 108

More information