Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku

Size: px
Start display at page:

Download "Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku"

Transcription

1 Lokaverkefni til BS prófs í sálfræði Áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku Einar Þór Haraldsson, Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen og Gyða Elín Björnsdóttir Leiðbeinandi: Jörgen L. Pind Sálfræðideild Heilbrigðisvísindasvið Háskóli Íslands

2 Þakkir Fyrst og fremst viljum við þakka leiðbeinanda okkar, Jörgen L. Pind fyrir alla hans hjálpsemi og leiðsögn við gerð þessa verkefnis. Einnig viljum við þakka þátttakendum, án þeirra hefði ekki verið mögulegt að framkvæma tilraunir og jafnframt skrifa þessa ritgerð. Að lokum viljum við þakka fjölskyldum okkar og vinum fyrir stuðninginn í gegnum námsárin. 2

3 Efnisyfirlit Útdráttur... 4 Inngangur... 5 Sögulegur bakgrunnur skynjunarfræða... 5 Íslensk tunga... 6 Hljóðkenni málhljóða... 8 Kenningar og rannsóknir á talskynjun... 9 Markmið rannsóknar Aðferð Þátttakendur Áreiti Mælitæki Rannsóknarsnið Framkvæmd Tölfræðileg úrvinnsla Niðurstöður Umræða Heimildaskrá Viðauki 1. Upplýst samþykki fyrir tilraun Viðauki 2. Upplýst samþykki fyrir tilraun

4 Útdráttur Í þessari rannsókn voru áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma í íslensku skoðuð. Aðröddunartími er hljóðkenni lokhljóða, ef hann er stuttur skynjar hlustandi t.d. [k] en eftir því sem hann lengist er líklegra að [kʰ] sé skynjað. Kannað var hvernig fónemamörk [k] og [kʰ] færðust til eftir því sem raunlengd áreitis styttist (sem endurspeglar aukinn talhraða). Framkvæmdar voru tvær tilraunir. Þátttakendur hvorrar tilraunar voru 18 á aldrinum ára. Í fyrri tilraun voru áreitin eins atkvæða og í þeirri seinni tvíkvæða. Eftir því sem raunlengd áreitis styttist lækkuðu skynmörk. Tilfærslur skynmarka voru almennt litlar en þó aðeins meiri í seinni tilraun. Þessar niðurstöður eru í samræmi við fyrri niðurstöður Jörgens Pind. Áhrif talhraða á aðröddunartíma finnast í íslensku en teljast þó ekki mikil. 4

5 Inngangur Sögulegur bakgrunnur skynjunarfræða Wilhelm Wundt ( ) er oftar en ekki talinn faðir tilraunasálfræðinnar. Tímamót urðu þegar hann stofnaði fyrstu tilraunastofuna í sálfræði árið Margir telja að stofnun hennar marki upphaf sálfræðinnar sem tilraunagreinar því þar byrjaði hann að magnbinda og flokka skynjun. Samkvæmt Wundt var sálarlífið sett saman úr skyneiningum og taldi hann að hægt væri að rannsaka þær með sömu aðferðum og beitt var í raunvísindum. Þetta viðhorf Wundts til sálfræðinnar var þó ekki viðurkennt meðal allra fræðimanna og því nokkuð umdeilt. Sálfræðin hafði lengi vel talist heimspekileg grein og héldu margir fræðimenn því fram að hún gæti ekki öðlast eiginleika raunvísinda. Þeir töldu raunvísindin hafa það fram yfir sálfræðina að þar mætti bregða mælistiku á ýmis fyrirbæri. Eðlisfræðingurinn Gustav Fechner ( ) taldi hins vegar að hægt væri að útskýra samband hins andlega heims og efnisheimsins með stærðfræðilegum hætti. Markmið hans var að sýna fram á tengsl huga og líkama með því að lýsa sambandi skynhrifa, það er að segja ertingu skynnema án túlkunar í heila, og efnisheimsins sem liggur að baki skynjunar okkar. Slík fræði kallaði Fechner sáleðlisfræði (e. psychophysics) (Wolfe og fl., 2012; Aldís Unnur Guðmundsdóttir og Jörgen L. Pind, 2003). Fechner sótti innblástur sinn til Ernsts Weber ( ) sem frægur var fyrir rannsóknir sínar á snertiskynjun, þar á meðal var það sem hann kallaði tveggjapunkta þröskuldinn (e. two-point threshold) og minnsta greinanlega mun (e. just noticeable difference). Með rannsóknum sínum komst Weber að því að skynjun breyttist kerfisbundið og í föstum hlutföllum. Þetta þótti Fechner áhugavert og nefndi fyrirbærið Weber brotið (e. Weber fraction). Út frá því setti hann fram formúlu sem kallaðist Weber lögmálið og taldi hann það sýna fram á samband huga og efnis. Við nánari athugun komst Fechner hins vegar að því að minnsti greinanlegi munur áreita væri fasti í hinum mannlega huga og því nothæf sem sálræn mælistika. Því breytti hann formúlu Webers og kallast hún í dag lögmál Fechners (Wolfe o.fl., 2012). Johannes Müller ( ), frumkvöðull í lífeðlisfræði, setti fram kenningu um sértæka taugaorku og þótti hún byltingarkennd á sínum tíma. Hún gekk út á að sérhver taug gæti aðeins flutt boð af ákveðinni gerð, skynnemar húðar gætu einungis flutt upplýsingar um snertingu og heyrnartaugin aðeins boð um heyrn. Nútíma rannsóknir sýna að þessi kenning Müllers er ekki alls kostar rétt því skynjun getur átt 5

6 sér stað ef viðeigandi heilasvæði eru örvuð án utanaðkomandi áreita. Engu að síður var framlag hans mikilvægt og á stóran sess í sögu skynjunarsálfræðinnar (Árni Kristjánsson, 2012). Segja má að 19. öldin marki tímamót í sálfræði. Á þeim tíma settu ofangreindir vísindamenn fram hugmyndir sínar sem urðu til þess að fræðin færðust nær raunvísindum. Þeirra framlag lagði grunn að þeirri skynjunarsálfræði sem stunduð er í dag. Íslensk tunga Rætur íslenskrar tungu eru fremur sérstæðar og óvenjulegar. Afar fátítt er að önnur tungumál eigi eins traustar og miklar sögulegar heimildir um upptök sín. Íslenskan rekur rætur sínar til landnámsmanna og þar kemur Landnáma, aðalheimildin um byggingu Íslands, að góðum notum. Í hana voru menn sem hér námu land skráðir og tekið fram hvaðan þeir komu. Samkvæmt Landnámu kom langstærsti hluti manna frá Noregi og því má segja að íslensk tunga sé að uppruna norskt innflytjendamál (Hreinn Benediktsson, 1964). Myndun málhljóða verður vanalega með útöndun. Þá minnkar brjóstkassinn, brjósthols- og magavöðvar ýta lungunum saman og þrýstingur innan þeirra eykst svo loftið þrýstist út úr þeim. Það streymir þá upp barkann, gegnum barkakýlið, kokið og síðan út um munn eða nef. Í venjulegri innöndun drögum við að okkur u.þ.b. hálfan lítra af lofti en þegar við tölum getum við dregið að okkur allt að 2 lítra af lofti (Owens, Farinella og Metz, 2015). Kraftur útöndunar er ekki alltaf sá sami en hann stjórnar styrk hljóðanna sem mynduð eru. Ef loftið kemst áfallalaust út um munn eða nef án einhverrar hindrunar myndast einfaldlega ekkert málhljóð. Forsenda hljóðmyndunnar er því sú að þrenging verði að loftstraumi á leið hans út. Þrengingin getur verið í barkakýli, í munnholi eða jafnvel á báðum stöðum. Þegar samhljóð eru mynduð verður að jafnaði meiri þrenging að loftstraumi heldur en þegar sérhljóð eru mynduð (Eiríkur Rögnvaldsson, 2013). Þegar hljóðin [a] og [t] eru borin saman sést að mun minni þrenging verður að loftstrauminum þegar hljóðið [a] er myndað (í þessari ritgerð verður hljóðritun háttað eftir bók Kristjáns Árnasonar (2005)). Í íslensku er málhljóðum skipt í tvo flokka, samhljóð (e. consonants) og sérhljóð (e. vowels). Samhljóð flokkast eftir myndunarstað og myndunarhætti. Með myndunarstað er átt við hvar í munnholi mesta þrenging að loftstraumi verður. Myndunarháttur flokkar svo samhljóðin niður í fimm flokka, lokhljóð, önghljóð, 6

7 nefhljóð, hliðarhljóð og sveifluhljóð. Megineinkenni lokhljóða er til dæmis að þá lokast alfarið fyrir loftstraum í stutta stund. Samhljóðin [kʰ] og [k] flokkast sem lokhljóð og eru að auki uppgómmælt. Það þýðir að mesta lokun fyrir loftstrauminn verður á mörkum góms og gómfillu (einnig kallað mjúki gómur) sem liggur mjög aftarlega í munnholi. Það sem skilur þessi málhljóð að er að [k] er sagt vera ófráblásið en [kʰ] fráblásið (Eiríkur Rögnvaldsson, 1990). Sérhljóð eru flokkuð eftir þremur atriðum, í fyrsta lagi eru þau annað hvort frammælt eða uppmælt eftir því hvar tungan nálgast önnur talfæri mest. Í öðru lagi eftir opnustigi, það er hversu mikil nálgun tungu við önnur talfæri er. Í þriðja lagi geta þau annað hvort verið kringd eða ókringd, það er hvort settur sé stútur á varirnar eða ekki. [a] er til dæmis ókringt og að auki fjarlægasta og uppmæltasta sérhljóðið (Eiríkur Rögnvaldsson, 2013). Málhljóð eru ýmist hljóðkerfislega stutt eða löng. Hægt er að greina milli tveggja orða sem innihalda sömu málhljóð eftir lengd hljóðanna. Sem dæmi má nefna orðin vina og vinna, í fyrra orðinu er fyrra sérhljóðið langt og samhljóðið, n, stutt. Í seinna orðinu er sérhljóðið stutt og samhljóðið sem á eftir fer langt. Venjan er sú að fari samhljóð eða samhljóðaklasi á eftir sérhljóði er sérhljóðið stutt. Þetta er þó ekki alltaf svo, ef p, t, k eða s standa á undan v, j eða r verður sérhljóðið langt, eins og í orðinu rækja (Jörgen Pind, 1999). Einnig er hægt að mæla raunlengd hljóða. Raunlengd er tíminn, oftast mældur í millisekúndum, sem það tekur að bera fram hljóð. Það gefur augaleið að hljóð sem er hljóðkerfislega langt hefur að jafnaði meiri raunlengd en hljóðkerfislega stutt hljóð (Kristján Árnason, 2005). Við venjulegan talhraða eru stutt málhljóð á bilinu ms en löng á bilinu ms. Þessu má þó ekki taka of bókstaflega því margt getur spilað inn í, til dæmis talhraði. Orðið vina er hægt að segja mun hraðar en vinna og því getur raunlengd stutta sérhljóðsins í vinna orðið meiri en raunlengd langa sérhljóðsins í vina (Eiríkur Rögnvaldsson, 2013). Þegar hljóð eru borin fram magnast upp ákveðin tíðnisvið sem ráðast af því hvar þrengingin verður að loftstrauminum. Þessi mismunandi tíðnisvið gera okkur kleift að greina milli mismunandi hljóða. Tíðnisviðin sem mögnuð eru mest upp í hverju málhljóði kallast formendur þess, táknaðir F 1, F 2 og svo framvegis (Wolfe o.fl., 2012). Lægstu formendurnir hafa alltaf mesta styrkinn og talið er að hægt sé að greina 7

8 milli flestra sérhljóða út frá fyrstu tveimur formendunum. Hlutverk hærri formenda er það að þeir gefa röddum mismunandi blæ eða málróm (Eiríkur Rögnvaldsson, 1990). Hljóðkenni málhljóða Hljóðkenni (e. acoustic cue) er afmarkaður hljóðeiginleiki sem mikilvægur er fyrir skynjun á tilteknum hljóðum málsins. Tíðni formenda er til að mynda hljóðkenni sérhljóða því skynjun sérhljóðs breytist sé formendum þess breytt (Jörgen Pind, 1993). Aðröddunartími (e. voice onset time) er annað dæmi um hljóðkenni, það greinir að tvo flokka málhljóða. Aðröddunartími er tíminn frá því að munnurinn opnast þar til röddun eftirfarandi sérhljóðs hefst. Hægt er að mæla aðröddunartíma á hljóðbylgjuog hljóðrofsritum og því hefur hann verið vinsælt rannsóknarefni á talskynjun. Í íslensku telst hann, eins og fyrr sagði, hljóðkenni lokhljóða. Ef aðröddunartími er stuttur er málhljóð frekar skynjað sem ófráblásið en eftir því sem hann lengist aukast líkur þess að það sé skynjað sem fráblásið. Það sem skilur því málhljóðin [k] og [kʰ] að er lengd aðröddunartímans. Aðröddunartími þessara lokhljóða telst almennt lengri en hjá öðrum lokhljóðum og má það rekja til myndunarstaðar þeirra. Eftir því sem myndunarstaður lokhljóðs færist aftar lengist aðröddunartíminn. Meðalgildi aðröddunartíma fyrir [k] og [kʰ] í íslensku hefur mælst í kringum 35 og 99 ms (Jörgen Pind, 1997). Lisker og Abramson (1964) settu fyrstir fram hugtakið aðröddunartíma til að lýsa mismun milli lokhljóða. Fram að því höfðu margar hugmyndir um flokkun lokhljóða verið á lofti, sumir töluðu til dæmis um rödduð og órödduð lokhljóð og aðrir um fráblásin og ófráblásin eða stríð og slök. Lisker og Abramson töldu hins vegar að með þessu eina hugtaki, aðröddunartíma, gætu þeir einfaldað og sameinað allar þessar útskýringar. Til að meta alhæfingargildi hugtaksins athuguðu þeir 11 tungumál af ólíkum uppruna, því lokhljóð eru mismörg og frábrugðin milli tungumála. Niðurstöður leiddu í ljós að hægt var nota aðröddunartíma til aðgreiningar á öllum lokhljóðum í flestum þeim tungumálum sem þeir könnuðu, meðal annars í tungumálum með tvo flokka lokhljóða. Þar á meðal er íslenskan. Í rannsóknum á talskynjun er hugtakið skynmörk eða fónemamörk (e. phoneme boundary) mikilvægt. Það vísar til aðgreiningar milli tveggja flokka málhljóða, til dæmis hversu langur aðröddunartíminn er við skynmörk ófráblásinna málhljóða annars vegar og fráblásinna hins vegar. Yfirleitt er miðað við að fónemamörkin séu við 50% gildi á skyngrafi. Til að reikna skynmörkin er notuð 8

9 svonefnd Probit-aðferð sem fellir uppsafnaða (e. cumulative) normalkúrfu að niðurstöðum (Finney, 1971; samanber Jörgen Pind, 1986) Mynd 1. Hundraðstala ka-svarana sem fall af aðröddunartíma. Línan á mynd 1 sýnir hvernig líkurnar aukast á því að hlustandi heyri ka-orð eftir því sem aðröddunartíminn lengist. Skynmörkin eru við það gildi á x-ás (lengd aðröddunartíma) sem samsvarar 50% gildi á y-ás. Hjá þessum þátttakanda reynast skynmörk [k] og [kʰ] vera um það bil við aðröddunartímann 33 ms skv. Probitgreiningunni. Kenningar og rannsóknir á talskynjun Í rannsóknum sem fjalla um talskynjun má segja að tvær kenningar séu ráðandi. Sú fyrri er gjarnan nefnd hin sígilda og má rekja aftur til rannsókna Hermanns von Helmholtz ( ) sem eflaust er þekktastur fyrir að mæla hraða taugaboða fyrstur manna. Helmholtz stundaði fyrst og fremst rannsóknir á sjón- og heyrnarskynjun en þær hugmyndir sem hann setti fram í tengslum við þá vinnu áttu oftar en ekki einnig við um talskynjun. Helmholtz ályktaði að til þess að hægt væri að öðlast merkingarbæran skilning úr umhverfi sem einkenndist af linnulausum breytingum þyrfti skynjandi að öðlast einhvers konar gangverk sem tæki tillit til fjölbreytileika í umheiminum. Það er að segja, nauðsynlegt væri að skynjandi lærði út 9

10 frá reynslu sinni hvernig tilteknar breytingar í umhverfi höfðu áhrif á skynjun. Hlustandi aðlagaði sig því að mismunandi raddhljómi fólks eða breytilegum talhraða þess í skynjun sinni. Í nútíma skrifum er þetta viðhorf gjarnan nefnt hugmyndin um normalíseringu (Jörgen Pind, 1986; 1999). Seinni kenningin byggir ekki eins mikið á þeirri forsendu að skynjandinn þurfi ávallt að vera virkur gagnvart umhverfi sínu. Í stað þess að fjalla um breytilega þætti eru óbreytanlegir þættir til umfjöllunar, svokallaðir áreitisfastar. Sökum þess að ákveðnir hlutar áreitis eru stöðugir getur skynjandi borið kennsl á þá og þar af leiðandi á áreitið sjálft, þrátt fyrir margs konar breytingar innan og/eða utan áreitisins (Jörgen Pind, 1999). Niðurstöður rannsókna Jörgens Pind (1986) á talskynjun í íslensku hafa undirstrikað mikilvægi áreitisfasta í uppbyggingu atkvæða. Betur verður sagt frá því síðar. Erlendar rannsóknir á talskynjun, þá aðallega enskar rannsóknir, hafa margar beint sjónum sínum að skynjun aðröddunartíma og kannað í hvaða aðstæðum skynaðlögun í skynjun hans kemur fram (Jögen Pind, 1997) Svokölluð eftiráhrif (e. after-going effect) eru vel þekkt í talskynjunartilraunum (Miller og Liberman, 1979; Summerfield, 1981). Áhrifin lýsa sér þannig að skynjun á ákveðnu málhljóði getur ráðist af því sem á eftir því kemur. Undir sumum kringumstæðum getur skynjun lokhljóða til dæmis ráðist af eftirfarandi sérhljóði. Eins hefur verið sýnt fram á að áhrifin verða ekki aðeins innan atkvæðis heldur getur tiltekið atkvæði haft áhrif á skynjun málhljóða í aðliggjandi atkvæði (Repp, 1978; Miller og Liberman, 1979). Skynjun málhljóða verður því ekki skref fyrir skref eða málhljóð fyrir málhljóð heldur vinnur hlustandinn með nokkuð langan hljóðastreng hverju sinni og skynjar hljóðin eftir mörgum mismunandi hljóðkennum (Liberman, Cooper, Shankweiler og Studdert-Kennedy, 1967). Hljóðkennin gerast ekki öll á sama tímapunkti og geta auðveldlega skarast á við hljóðkenni annarra málhljóða. Til dæmis þegar sérhljóð fylgir lokhljóði verður stuttur hvellur sem myndast þegar munnurinn er opnaður, önghljóð við það að loftið streymi út og raddbandaönghljóð sem myndast þegar lokun raddglufu hefst. Raddbönd byrja svo að titra þegar raddglufan er orðin nógu þröng og við það myndast sérhljóðið (Jörgen Pind, 1997). Miller og Liberman (1979) skoðuðu áhrif talhraða á skynjun lokhljóðsins [b] og hálfhljóðsins [w] í ensku. Fyrri rannsóknir höfðu leitt í ljós að aðgreining 10

11 málhljóðanna var háð formendasveigingum, eftir því sem hægðist á sveigingum því líklegra var að hlustendur skynjuðu [w]. Í fyrstu tilrauninni settu Miller og Liberman sérhljóðið [a] aftan við lokhljóðið í mismunandi raunlengdum og að auki höfðu þau formendasveigingarnar í upphafi mislangar. Mismunandi raunlengdir áreita endurspegluðu talhraða, því með auknum talhraða mætti ætla að raunlengd þeirra styttist. Í ljós kom að skynmörk [b] og [w] voru háð heildarlengd sérhljóðsins, eftir því sem raunlengd þess jókst því lengri sveigingar þurfti til að skynja [w]. Þegar raunlengd fyrra atkvæðis var breytt úr 224 í 80 ms, færðust fónemamörk um 7 ms. Það sama gerðist þegar atkvæði var bætt við að aftan svo úr varð bada og wada. Eins og í fyrri tilraun voru skynmörk háð sérhljóðslengdinni, eftir því sem raunlengd seinna sérhljóðs styttist lækkuðu skynmörk. Bæði atkvæði höfðu því áhrif á aðgreiningu [b] og [w] þó svo að áhrif seinna atkvæðis væru töluvert minni en skynmörk færðust aðeins til um 2 ms þegar raunlengd þess fór úr 216 í 72 ms. Ef seinna sérhljóðinu var sleppt fengust nokkuð óvæntar niðurstöður. Skynmörk [b] og [w] voru við styttri lengd formendasveiginga ef áreitið var bad frekar en ba, en heildarlengd áreitanna sú sama. Það var þvert á það sem fyrri tilraunirnar tvær höfðu sýnt. Út frá þessu álitu Miller og Liberman að hlustandi studdist við heildaráreitið hverju sinni til að aðlagast talhraða. Markmið rannsókna Summerfields (1981) var að skoða áhrif samhengis og talhraða í nokkrum ólíkum tilraunum. Skoðuð voru tvívaramælt, uppgómmælt og tannbergsmælt hljóð í einkvæðum áreitum. Könnuð voru áhrif breytilegs talhraða á skynjun aðröddunartíma. Summerfield komst að því að þegar talhraði jókst á aðliggjandi málhljóðinu lækkuðu skynmörk. Talhraði fyrri hluta atkvæðis hafði því áhrif á heildar skynjun þess. Summerfield kannaði nánar samband aðliggjandi og fráliggjandi áreita. Hann komast að því að línulegt samband var á milli aukinnar raunlengdar aðliggjandi áreitis og hækkandi aðröddunartíma. Lokun (e. closure interval) mitt á milli enda aðliggjandi áreitis og aðröddunartíma fráliggjandi áreitis hafði einnig áhrif. Með kerfisbundnum hætti lengdi Summerfield rauntíma lokunarinnar frá 50 ms í 8000 ms, eða þar til atkvæðið var ekki lengur skynjað sem ein heild heldur sem tvö stök hljóð. Það gerði hann til að kanna hvar mestar breytingar á meðaltali skynmarka yrðu, það er að segja hve löng lokunin var þegar hún hafði mest áhrif á skynjun. Niðurstöður sýndu að breytingar á meðaltali aðröddunartíma voru mestar þegar raunlengd lokunar var 50 ms og 100 ms. Áhrifin minnkuðu talsvert 11

12 þegar hún var orðin hærri en 250 ms. Niðurstöður sýndu einnig að þegar lokunin lengdist, jukust líkur þess að fráblásin samhljóð væru skynjuð. Því mátti ætla að lokunin sjálf spilaði hlutverk í talskynjun. Eftir að hafa sýnt fram á mikilvægi fyrri hluta áreitis og lokunarinnar sem á eftir fylgdi vildi Summerfield komast að því hvar áhrifin væru að finna og varpa ljósi á eðli þeirra. Hann bjó til málsgrein sem innihélt fjögur orð. Fyrstu þrjú voru eins atkvæða og það síðasta tvíkvætt. Tilraunaráreitið var það tvíkvæða. Á reglubundinn máta stytti hann eða lengdi rauntíma málsgreinarinnar og jafnframt allra orða innan hennar að undanskildu tilraunaráreitinu. Breytingar á talhraða höfðu stigbundin áhrif á skynjun. Því nær sem staðsetning á breytingum í talhraða voru tilraunaráreitinu, því meiri voru áhrifin. Með öðrum orðum, áhrif talhraða voru lítil í upphafi málsgreinar en mögnuðust þegar nálægðin að tilraunaráreitinu styttist. Að lokum skoðaði Summerfield þau áhrif sem raunlengd sérhljóðs í atkvæði hafði á skynmörk aðröddunartíma, annars vegar hjá fráblásna samhljóðinu [p h ] og hins vegar ófráblásna samhljóðinu [p]. Með því að stytta raunlengd sérhljóðs í atkvæði jukust líkurnar þess að fráblásna samhljóðið [p h ] væri skynjað. Miller og Volaitis (1989) skoðuðu einnig áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma. Þær skoðuðu tvo flokka áreita sem aðgreindir voru með mismunandi lengd atkvæða. Í fyrri flokki var raunlengdin 125 ms en í þeim seinni 325 ms. Áreitin voru spiluð fyrir hlustendur í handahófskenndri röð og áttu þeir að segja hvort um [p h ] eða [p] væri að ræða. Eftir því sem aðröddunartími lengdist því oftar heyrðu hlustendur [p h ]. Miller og Volaitis komust að því að skynmörk [p h ] og [p] voru háð raunlengd eftirfarandi sérhljóðs. Eftir því sem lengd atkvæðis jókst, og þar með hægðist á talhraða, hækkuðu skynmörkin. Við 125 ms áreiti var meðaltal skynmarka 35,61 ms og við 325 ms voru þau 43,89 ms. Skynmörk [p h ] og [p] færðust því til um 8,28 ms eftir raunlengd eftirfarandi sérhljóðs. Nokkrum árum seinna fylgdu þær rannsókn sinni eftir. Líkt og í fyrri rannsókninni voru skynmörk tveggja lokhljóða könnuð, en í stað þess að kanna einungis [p h ] og [p] voru skynmörk [t], [t h ], [kʰ] og [k] einnig athuguð. Þátttakendur lásu áreitin inn á upptökur með ólíkum hraða. Niðurstöður tilraunarinnar sýndu að aðröddunartími lengdist eftir því sem raunlengd atkvæðisins jókst. Slíkt gaf til kynna að talhraði hafði áhrif á skynjun. Áhrifin mældust töluvert meiri hjá fráblásnum samhljóðum en hjá ófráblásnum. Dreifing aðröddunartíma reyndist einnig meiri eftir 12

13 því sem raunlengd atkvæðis jókst, þá sérstaklega hjá fráblásnum hljóðum. Rannsakendur könnuðu að lokum hvernig áhrif talhraða breyttust eftir ólíkri hljóðmyndun atkvæðis. Áhrif talhraða á uppgómmælt og varamælt málhljóð reyndust vera til staðar. Skynmörk hækkuðu í takt við aukna raunlengd atkvæðis (Volaitis og Miller, 1992). Niðurstöður þessara rannsókna sýna skýrt að skynmörk aðröddunartíma eru ekki föst og óbreytanleg heldur háð mörgum þáttum eins og atkvæðafjölda og talhraða. Þetta hefur verið nefnt sem einhverskonar skynaðlögun, það er að hlustendur aðlagi sig að breyttu umhverfi með því að færa til hin huglægu skynmörk í takt við breytingar sem verða í umhverfi (Jörgen Pind, 1999). Rannsóknir Jörgens Pind (1986; 1995) hafa sýnt fram á áhrif fyrrnefndra áreitisfasta í íslensku. Áður en greint verður frá þeim er vert að lýsa samsetningu atkvæðis. Atkvæði má skipta í tvennt, stuðul og rím. Stuðullinn er fyrsti hluti atkvæðisins. Líkt og atkvæðinu sjálfu má tvískipta ríminu. Fyrri hluti þess heitir kjarni og er sá hluti atkvæðis sem alltaf er til staðar. Í honum er annað hvort eitt langt sérhljóð eða eitt stutt sérhljóð og eitt samhljóð. Síðari hluti rímsins, og jafnframt atkvæðisins, kallast hali (Eiríkur Rögnvaldsson, 2013). Á mynd 2 má sjá uppbyggingu atkvæðis. Mynd 2. Uppbygging atkvæðis og samsetning orðins sál (Eiríkur Rögnvaldsson, 2013). 13

14 Ef rýnt er í orðið sál og því skipt niður út frá samsetningu atkvæðisins, er fyrsta hljóðið, [s], stuðullinn. Seinni hljóðin tvö mynda rímið. Sérhljóðið [au] er kjarni atkvæðisins og [l] hali þess. Í íslensku skiptir uppbygging atkvæðis miklu máli fyrir skynjun hljóðlengdar og þar virðist kjarninn innan rímsins spila lykilhlutverk. Í rannsókn sinni komst Jörgen Pind (1986) að því að skynmörk langra og stuttra sérhljóða væru undir talsverðum áhrifum af hlutfallsstærð kjarnans í ríminu. Í rannsókninni voru skynmörk orðanna risa, með langt sérhljóð í framburði, og rissa, með stutt sérhljóð, athuguð. Svo virtist sem að stærð kjarnans væri mjög mikilvæg fyrir skynjun. Eftir því sem sérhljóðið lengdist jukust líkur þess að hlustandi skynjaði risa. Einnig færðust fónemamörk risa og rissa til í kjölfar breytinga á lengd rímsins. Tilfærslur skynmarka bentu til þess að hlutföllin innan rímsins (hlutfall sérhljóðslengdar og heildarlengdar ríms, V/(V+C)) væru mikilvæg fyrir skynjun hljóðlengdar og mætti líta á þau sem einhvers konar áreitisfasta (Jörgen Pind, 1993). Talhraði og fjöldi atkvæða höfðu mun minni áhrif á skynmörk heldur en innanhlutföllin. Tilfærslur skynmarka vegna áreitisfastanna voru að meðaltali frá 10,3 til 27 ms en vegna talhraða námu tilfærslur þeirra að meðaltali 0,8 til 5,9 ms. Jörgen áleit að áhrif talhraða væru einhvers konar skynaðlögun og af allt öðrum toga en áhrif áreitisfasta (Jörgen Pind, 1997). Mynd 3. Líkan Jörgens Pind (1996) af skynjun hljóðlengdar í íslensku. 14

15 Til að útskýra talskynjunarferlið setti Jörgen Pind fram líkan sem sjá má á mynd 3. Líkanið var í tveimur þrepum. Það fyrra sneri að hlutfallinu milli raunlengdar sérhljóðs og heildarlengdar ríms. Ef hlutföllin féllu fjarri skynmörkum var skynjunin bein og augljóst um hvers konar áreiti var að ræða. Þegar hlutföllin féllu innan óvissubilsins, það er að segja nær skynmörkum, tók við seinna þrepið, þrep skynaðlögunar. Á því þrepi ályktaði hlustandinn um gerð hljóðsins sem hann heyrði út frá samhengi þess, til dæmis talhraða. Jörgen Pind (1995) skoðaði einnig áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma á áreitunum gala, galla, kala og Kalla sem lesin voru mishratt. Kom í ljós að eftir því sem hægðist á talhraða lengdist aðröddunartími [kʰ] en hjá [k] breyttist hann lítið sem ekkert. Út frá þessum áreitum voru svo sambærileg áreiti búin til í talgervli Klatts. Raunlengdir orðanna voru hafðar á þrjá vegu, 360, 460 og 605 ms, til að endurspegla mismunandi talhraða. Í ljós kom að talhraðinn hafði lítil sem engin áhrif á skynjun aðröddunar, tilfærsla skynmarka var aðeins um 1 ms. Hann áleit því að skynaðlögun aðröddunartíma væri mjög takmörkuð í íslensku og þó svo að aðröddunartími og hljóðlengd (sbr. innanhlutföllin að ofan) væru bæði lengdarhljóðkenni væri skynjun hlustanda á þeim afar ólík. Hann kom með þá skýringu að ef til vill væri ekki ástæða til skynaðlögunar því skynjun aðröddunar væri tvíþætt. Annars vegar yrði skynjun á hvellinum sem kæmi við upphaf lokhljóðs og hins vegar á rödduninni sem fylgdi sérhljóðinu þar á eftir. Skynjun hljóða yrði vegna einhvers konar mismunargreiningar þar á milli og til þess þyrfti ákveðinn lágmarkstímamun. Ef honum væri náð yrði annað hljóðið skynjað og það sem á eftir kæmi hefði þarf af leiðandi ekki áhrif á skynjun (Jörgen Pind, 1999). Markmið rannsóknar Í þessari rannsókn voru tvær tilraunir keyrðar. Sú fyrri sneri að áhrifum raunlengdar sérhljóðs í eins atkvæða áreitum. Breytingar á sérhljóðslengd eru venjulega túlkaðar sem breytingar á talhraða þegar sérhljóðið stendur eitt og sér. Hin seinni sneri að áhrifum raunlengda tvíkvæðra áreita. Í báðum tilraunum var athugað hvernig skynmörk [k] og [kʰ] breyttust með auknum talhraða. Eins og fyrr kom fram hafa erlendar rannsóknir sýnt fram á áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma en niðurstöður íslenskra rannsókna hafa ekki fengið jafn afgerandi niðurstöður. Markmið þessarar rannsóknar var að kanna áhrif talhraða á aðröddunartíma í íslensku. Rannsóknin var hluti af stærra rannsóknarverkefni sem unnið var í samvinnu við 15

16 Ásdísi Jónsdóttur og Elísabetu Ólöfu Sigurðardóttur undir handleiðslu Jörgens L. Pind. 16

17 Aðferð Þátttakendur Þátttakendur fyrri tilraunar voru 18 talsins, átta karlar og tíu konur á aldrinum ára. Þátttakendur seinni tilraunar voru einnig 18 talsins, tíu karlar og átta konur á aldrinum Vert er þó að nefna að sex þátttakendur í tilraun 1 voru þeir sömu og í tilraun 2. Við val á þátttakendum var stuðst við hentugleikaúrtak. Forsendur til þátttöku voru annars vegar ósködduð heyrn og hins vegar að móðurmál þátttakenda væri íslenska. Áreiti Áreitin voru búin til með Sensyn-talgervli. Hann er framleiddur af Sensimetrics (Cambridge, Massachusetts) og er sérstök útgáfa af talgervli Dennis Klatt (Klatt og Klatt, 1990). Talgervillinn var keyrður í raðkvísl (e. cascade mode), söfnunartíðnin (talgervilsbreyta SR (e. sampling rate)) var Hz og uppfærslutími (breytan UI (e. update interval)) var 5 ms. Áreitin voru samansett úr 6 formendum. Föst grunntíðni (e. fundamental frequency) var í rödduðum hluta áreitanna, 100 Hz (breytan F0 (e. fundamental frequency = 1000)). Áreitin í tilraun 1 voru einkvæð og hljómuðu ýmist sem sem ga eða ka. Áreitin í tilraun 2 voru tvíkvæð og hljómuðu ýmist sem gaka eða kaka (og stundum sem gagga eða kagga). Áreitaraðir í báðum tilraunum voru þrjár talsins, hver með 11 áreiti. Breytingarnar fólust í ólíkum aðröddunartíma fremst í atkvæðunum, frá 10 að 60 ms, í 5 ms skrefum. Í talgervlinum var aðröddunartíminn gerður með þeim hætti að styrkur röddunar, AV (e. amplitude of voicing), var settur á 0dB og tíðni grunntóns (F0) sett á 0 Hz. Auk þess var bandbreidd fyrsta formanda (breytan B1) aukin í 200 Hz (úr 90 Hz sjálfgildi). Einnig var suði bætt við á tíðnisviði annars og þriðja formenda (breyturnar AF (e. amplitude of frication)) = 55 db, A2F (e. amplitude of frication-excited parallel 2nd formant) = 50 db og A3F (e. amplitude of frication-excited parallel 3rd formant) = 40 db. Styrkur blásturs (AH (e. amplitude of aspiration)) var óbreyttur á aðröddunartímanum eða 40 db. Munurinn á milli áreitaraðanna fólst í lengd sérhljóðs innan atkvæðisins og var það 260 ms, 200 ms eða 140 ms. Stöðugildi (e. steady state values) fyrir fyrstu þrjá formendur sérhljóðsins [a] voru: F 1 = 750 Hz, F 2 = 1280 Hz og F 3 = 2423 Hz. Formendasveigingar í upphafi atkvæðanna voru eftirfarandi: F 1 byrjaði í 200 Hz og hækkaði í stöðugildið 750 Hz á 45 ms; F 2 byrjaði í 1800 Hz og 17

18 lækkaði í 1280 Hz á 55 ms; F 3 byrjaði í 2000 Hz og hækkaði í 2423 Hz á 55 ms. Þessar sveigingar eru hljóðkenni fyrir gómmæltu lokhljóðin [k] og [kʰ]. Formendur F 4, F 5 og F 6 höfðu föst gildi í öllu atkvæðinu, sjálfgildi talgervilsins: F 4 = 3250 Hz, F 5 = 3700 Hz og F 6 = 4990 Hz. Lítilsháttar blástur var settur á sérhljóðin því styrkur röddunar (AV) í talgervlinum var stilltur á 60 db en styrkur blásturs (AH) var stilltur á 40 db. Mynd 4. Áreitaraðirnar í báðum tilraunum. Tölurnar tákna lengd viðkomandi hljóða í ms. Á mynd 4 má sjá uppbyggingu áreitaraða beggja tilrauna. Áreitaraðirnar voru þrjár talsins. Eins og fyrr sagði var það lengd sérhljóðsins í hverri áreitaröð sem aðgreindi þær hverja frá annarri. Í áreitaröð A var sérhljóðið 260 ms, í áreitaröð B var það 200 ms og í áreitaröð C 140 ms. Í seinni tilraun voru atkvæðin tvíkvæð. Lengd seinna atkvæðisins, gefin upp í ms, má sjá í seinni gráa ferningnum. Það var myndað eins og fyrra atkvæðið (sbr. lýsingu hér að ofan) nema hvað lengd sérhljóðsins var gert 140, 95 eða 70 ms. Heildarlengdir áreitaraðanna voru því 540, 405 og 285 ms. Hlutfallslega styttist heildarlengd jafn mikið og nam styttingu fyrsta sérhljóðsins þegar farið var frá áreitaröð A til áreitaraða B og C. Milli ferninganna tveggja er lengd þagnarinnar á milli atkvæðanna, í ms (lokhljóð fyrra atkvæðisins og aðröddunartíma seinni atkvæðisins). Hlutfall rímsins var alltaf um það bil helmingur af heildarlengd atkvæðis (A=0,4815, B=0,4939 og C=0,4912). Það endurspeglar aukinn talhraða því eftir því sem hann eykst styttist áreitið. Það sama á við um áreitin í fyrri tilraun, eftir því sem raunlengd sérhljóðsins styttist, því hraðar virtist það vera sagt. Í tilrauninni voru 11 lotur og innihélt hver þeirra 33 áreiti. Loturnar voru samansettar úr áðurnefndum þremur áreitaröðum (með mislöngum atkvæðum, 260, 200 eða 140 ms) hver með 11 áreiti. Áreitin voru spiluð í handahófskenndri röð innan hverrar lotu, einu 18

19 sinni hvert. Myndir 5, 6, 7 og 8 sýna hljóðbylgju- og hljóðrófsrit fjögurra ólíkra áreita úr tilraun 1 og 2. Allar myndirnar eru skjáskot úr forritinu Praat. Mynd 5. Hljóðbylgju- og hljóðrófsrit áreitis úr fyrstu áreitaröð í tilraun 1. Á mynd 5 má sjá áreiti úr áreitaröð A fyrri tilraunar. Við upphaf áreitisins má sjá hvellin sem kemur við myndun lokhljóða, þar á eftir kemur aðröddunartíminn (60 ms) og svo sérhljóðið (260 ms). Heildarlengd áreitisins er því 260 ms. Þetta áreiti er eflaust skynjað sem ka þar sem aðröddunartíminn er töluverður. Mynd 6. Hljóðbylgju- og hljóðrófsrit áreitis úr annarri áreitaröð í tilraun 1. 19

20 Á mynd 6 er áreiti úr tilraunaröð B fyrri tilraunar. Hér er aðröddunartíminn 30 ms og sérhljóðið 200 ms og heildarlengd áreitis því 200 ms. Þetta áreiti er væntanlega skynjað sem ga þó hér gæti reynst aðeins erfiðara að greina á milli ga og ka heldur en á mynd 5 þar sem aðröddunartíminn er hér ekki langt frá skynmörkum. Mynd 7. Hljóðbylgju- og hljóðrófsrit áreitis úr annarri áreitaröð í tilraun 2. Á mynd 7 má sjá tvíkvætt áreiti úr áreitaröð B seinni tilraunar. Við upphaf áreitisins má sjá hvellinn, þar á eftir er aðröddunartíminn sem í þessu tilfelli er 20 ms. Svo tekur við áhersluatkvæðið (200 ms), þögnin (110 ms) og að lokum seinna atkvæðið (95 ms). Heildarlengd áreitis er því 405 ms. Allar líkur eru á að þetta áreiti sé skynjað sem gaka þar sem aðröddunartíminn er stuttur. 20

21 Mynd 8. Hljóðbylgju- og hljóðrófsrit áreitis úr þriðju áreitaröð í tilraun 2. Á mynd 8 má sjá annað dæmi um tvíkvætt áreiti úr seinni tilraun. Þetta áreiti er úr áreitaröð C. Við upphaf áreitisins er hvellurinn, þar á eftir er aðröddunartíminn sem í þessu tilfelli er 55 ms. Svo tekur við áhersluatkvæðið (140 ms), þögnin (75) og að lokum seinna atkvæðið (70 ms). Heildarlengd áreitis er því 285 ms. Hér er aðröddunartíminn töluverður og því afar líklegt að þetta áreiti sé skynjað sem kaka (eða jafnvel sem kagga). Mælitæki Við framkvæmd beggja tilrauna var stuðst við forritið Praat. Það er notað til greiningar á töluðu máli ásamt því að keyra hlustunartilraunir. Höfundar þess eru Paul Boersma og David Weenink og er það aðgengilegt á veraldarvefnum án greiðslu (Boersma og Weenink, 2016). Rannsóknarsnið Við framkvæmd tilrauna var stuðst við innanhópasnið. Frumbreytur voru raunlengdir áreitanna og mismunandi gildi aðröddunartíma. Fylgibreyta var fjöldi ka-svarana. Framkvæmd Hljóðáreitin voru búin til í hljóðgervli Klatts og keyrð með aðstoð forritsins Praat. Þátttakendur beggja tilrauna voru boðaðir til þátttöku í Sálfræðitilraunarstofu Háskóla 21

22 Íslands sem staðsett er í Odda. Fyrirkomulag tilraunanna var eins. Áður en tilraun hófst lásu þátttakendur stutta lýsingu á tilraun (sjá viðauka) og að því loknu voru þeir beðnir um að skrifa undir. Rannsakendur báðu þátttakendur að vanda svör sín og að flýta sér ekki um of. Tilraunin var því næst framkvæmd í hljóðklefa. Þátttakendur sátu einir í hljóðklefanum fyrir framan imac 20 tölvuskjá með upplausn 1680 x1050. Notast var við Sennheiser heyrnartól af gerðinni HD201 og var hljóðstyrkur alltaf sá sami. Hljóðstyrkurinn var þægilegur áheyrnar. Áður en tilraunin hófst lásu þátttakendur fyrirmæli á skjánum þar sem framvinda hennar var útskýrð. Um leið og ýtt var á bilstöng hófst tilraun. Ekki var greitt fyrir þátttöku. Tölfræðileg úrvinnsla Unnið var úr gögnunum í tölfræðiforritinu R-Studio sem taldi saman niðurstöður fyrir hvern þátttakenda og reiknaði skynmörk fyrir þátttakendur í hverri áreitaröð. Meðaltöl, staðalfrávik og dreifing gagnanna voru skoðuð ásamt því að tvö marktektarpróf voru framkvæmd, einhliða dreifigreining (e. one-way anova) og parað t-próf (e. paired samples test). Áður en greining ganga hófst var fyrsta lota hvers þátttakenda tekin út þar sem hún var æfingarlota. 22

23 Niðurstöður Tafla 1. Meðaltöl og staðalfrávik skynmarka í tilraun 1. Meðaltölin eru lengd aðröddunartíma, í ms. Raunlengd sérhljóðs Meðaltöl Staðalfrávik 260 ms 40,0 ms 4, ms 38,3 ms 3, ms 37,6 ms 3,58 Í töflu 1 sést að meðaltöl skynmarka eru nokkuð svipuð milli áreitaraða en hækka eftir því sem sérhljóðið lengist. Þegar raunlengd sérhljóðs fer úr 200 í 140 ms færast skynmörk til um 0,7 ms. Þegar raunlengd sérhljóðs breytist úr 260 í 200 ms hreyfast þau um 1,7 ms. Skynmörkin færast því til um 2,4 ms þegar sérhljóðslengd er breytt úr 260 í 140 ms. Staðalfrávik 140 ms og 200 ms eru mjög svipuð en hjá 260 ms er það aðeins hærra. 23

24 Mynd 9. Hundraðstala ka-svarana sem fall af aðröddunartíma fyrir 3 ólíkar raunlengdir sérhljóðs í tilraun 1. Niðurstöður allra þátttakenda. Á mynd 9 má sjá að með auknum aðröddunartíma eykst hlutfall ka-svarana hjá öllum áreitaröðum. Þegar aðröddunartíminn er frá 10 ms til 30 ms er ka-svörun nánast engin hjá öllum áreitaröðum. Á bilinu ms tekur hún að aukast og aðgreining á [k] og [kʰ] verður óljósari. Afgerandi ka-svörun verður svo við ms aðröddunartíma. Líkt og kom fram í töflu 1 má hér sjá með myndrænum hætti að eftir því sem sérhljóðið lengist hækka skynmörk. Gerð var innanhópa dreifigreining til að athuga hvort marktækur munur væri á fónemamörkum milli áreitaraða. Niðurstaða hennar var F(2,34) = 6,776, p <0,01. Hún var marktæk og því var parað t-próf framkvæmt til að athuga hvar munur meðaltala skynmarka lægi milli áreitaraða. 24

25 Tafla 2. Niðurstöður paraðra t-prófa á fónemamörkum milli áreitaraða í tilraun 1. Samanburður t df P Efri mörk við Neðri mörk Meðaltal áreitaraða 95% við 95% mismunar 260 ms og 200 ms -3, ,003165* -4, , , ms og 140 ms 200 ms og 140 ms *Marktækt miðað við 95%. -3, ,001682* -6, , , , ,1923-3, , ,28888 Í töflu 2 sjást niðurstöður paraðra t-prófa milli tilraunaraðanna. Marktækar niðurstöður fengust fyrir samanburð annars vegar milli 260 ms og 200 ms og hins vegar milli 260 ms og 140 ms. Öryggisbilin innihalda hvorugt gildið 0 sem rennir frekari stoðum undir marktækan mun áreitaraðanna. Ekki fengust marktækar niðurstöður á samanburði milli 200 ms og 140 ms áreitaraða. Tafla 3. Meðaltöl og staðalfrávik skynmarka í tilraun 2. Meðaltölin eru lengd aðröddunartíma, í ms. Raunlengd sérhljóðs Meðaltöl Staðalfrávik 260 ms 35,2 ms 6, ms 33,5 ms 5, ms 31,9 ms 5,24 Eins og sést í töflu 3 fara meðaltöl skynmarka lækkandi með auknum talhraða líkt og í fyrri tilraun. Ef niðurstöður tilraunanna tveggja eru bornar saman sést að öll meðaltöl skynmarka eru töluvert lægri hér heldur en í tilraun 1. Eins eru staðalfrávikin öll aðeins hærri hér en í fyrri tilraun. 25

26 Mynd 10. Hundraðstala ka-svarana sem fall af aðröddunartíma fyrir 3 ólíkar raunlengdir sérhljóðs í tilraun 2. Niðurstöður allra þátttakenda. Á mynd 10 má sjá að þegar aðröddunartíminn er milli ms er hlutfall ka-svarana lítið sem ekkert. Með auknum aðröddunartíma eykst hlutfall ka-svaranna. Við 40 ms aðröddunartíma verður ka-svörun afgerandi. Þegar lengd sérhljóðsins er 140 ms, og talhraðinn mestur, eykst ka-svörun fyrr samanborið við hinar áreitaraðir. Í tilraun 1 byrjar hlutfall ka-svarana almennt að aukast við 30 ms aðröddunartíma en hér gerist það fyrr. Meiri munur er á fónemamörkum í tilraun 2 (3,3 ms) en í tilraun 1 (2,4 ms), auk þess sem fónemamörk eru við styttri gildi aðröddunartíma í tilraun 2 en í tilraun 1. Gerð var innanhópa dreifigreining til að athuga hvort marktækur munur væri milli skynmarka áreitaraðanna. Niðurstaða hennar var F(2,34) = 22,41, p <0,01. Hún var marktæk og því var parað t-próf framkvæmt til að athuga hvar munur meðaltala skynmarka lægi milli áreitaraða. 26

27 Tafla 4. Niðurstöður paraðra t-prófa á fónemamörkum milli áreitaraða í tilraun 2. Samanburður áreitaraða 260 ms og 200 ms 260 ms og 140 ms 200 ms og 140 ms *Marktækt miðað við 95%. t df P Efri mörk við 95% Neðri mörk við 95% Meðaltal mismunar -4, ,000274* -4, , , , ,000012* -8, , , , ,01038* -5, , ,88888 Í töflu 4 sjást niðurstöður paraðra t-prófa milli áreitaraðanna. Eins og sjá má eru allir samanburðir marktækir miðað við p< 0.05 og innihalda engin öryggisbil gildið 0. 27

28 Umræða Í þessari rannsókn voru skoðuð áhrif talhraða á skynjun aðröddunartíma. Aðröddunartími er hljóðkenni lokhljóða í íslensku, ef hann er stuttur skynjar hlustandi [k] en eftir því sem hann lengist er líklegra að [kʰ] sé skynjað. Í fyrri tilraun voru eins atkvæða áreiti. Kannað var hvernig fónemamörk [k] og [kʰ] færðust til eftir því sem raunlengd sérhljóðs styttist. Þrjár raunlengdir voru skoðaðar. Í ljós kom að skynmörk aðröddunartíma færðust til með breytilegri raunlengd sérhljóðs. Eftir því sem raunlengd þess styttist lækkuðu skynmörk. Tilfærslur skynmarka geta þó varla talist miklar. Við breytingar frá lengsta sérhljóði til þess stysta (frá 260 ms til 140 ms) færðust skynmörk aðröddunartímans um 2,4 ms. Það eru mun minni tilfærslur en t.d. Miller og Volaitis (1989) fengu í svipaðri tilraun. Hjá þeim færðust fónemamörk um 8,28 ms þegar þær breyttu raunlengd sérhljóðs í eins atkvæða áreiti. Hafa verður þó í huga að lengdir áreitanna milli tilrauna voru ekki þær sömu. Hjá Miller og Volaitis var raunlengd sérhljóðs breytt úr 325 í 125 ms sem er breyting upp á 80 ms meira heldur en gert var í þessari tilraun. Ætla mætti að frekari tilfærslur fónemamarka komi fram eftir því sem breyting raunlengdar er meiri. Þó innan ákveðinna marka eins og Summerfield (1981) sýndi fram á. Í seinni tilraun voru áreitin tvíkvæð og var heildarlengd þeirra stytt til að endurspegla aukinn talhraða. Talhraði hafði áhrif, en þó lítil, á skynmörk aðröddunartíma. Eftir því sem hann jókst lækkuðu skynmörk. Skynmörk færðust til um 3,3 ms þegar raunlengd sérhljóðs var stytt úr 260 í 140 ms. Þessar tilfærslur skynmarka voru aðeins meiri en Jörgen Pind (1995) fékk í sinni rannsókn. Þar færðust skynmörk aðröddunartíma um 1,4 ms hjá tvíkvæðum áreitum með 280 og 525 ms raunlengd. Munur milli tilrauna er þó ekki mikill, eða rétt um 2 ms. Talhraði hafði almennt minni áhrif á skynjun ófráblásna hljóðsins heldur en þess fráblásna. Eftir því sem hægðist á talhraða lengdist aðröddunartími [kʰ]. Það gefur til kynna að áhrif talhraða verði frekar á fráblásin málhljóð heldur en ófráblásin. Það er í samræmi við eldri rannsóknir, bæði íslenskar og enskar (Jörgen Pind, 1995; Miller og Volaitis, 1992). Í báðum tilraunum, þó frekar í þeirri seinni, jókst hlutfall ka-svarana fyrr eftir því sem raunlengd sérhljóðs styttist. Það bendir til þess að hlustendur verði næmari fyrir aðröddunartíma eftir því sem talhraðinn eykst. 28

29 Niðurstöður þessarar rannsóknar styðja við fyrri niðurstöður Jörgens Pind. Áhrif talhraða á aðröddunartíma finnast í íslensku en þó í mun minna mæli en í sambærilegum erlendum rannsóknum (þá er aðallega átt við enskar rannsóknir). Enn sem komið er eru þó fáar íslenskar rannsóknir til um þetta viðfangsefni. Rannsakendur vona að þessi rannsókn komi til með að nýtast við gerð nýrra rannsókna. 29

30 Heimildaskrá Aldís Unnur Guðmundsdóttir og Jörgen Pind. (2003). Almenn sálfræði: Hugur, heili og hátterni. Reykjavík: Mál og Menning. Árni Kristjánsson. (2012). Innra augað. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Boersma, P. og Weenink, D. (2016). Praat: Doing phonetics by computer. Útgáfa Sótt 21. maí 2016 af Eiríkur Rögnvaldsson. (1990). Íslensk hljóðfræði handa framhaldsskólum. Reykjavík: Mál og menning. Eiríkur Rögnvaldsson. (2013). Hljóðfræði og orðhlutakerfi íslensku. Sótt 5. mars 2016 af Finney, D. J. (1971). Probit analysis. Cambridge: Cambridge University Press. Greenwood, J. D. (2013). A Conceptual history of psychology (sérstök útgáfa fyrir Háskóla Íslands). New York: McGraw-Hill Education. Hreinn Benediktsson. (1964). Upptök íslenzks máls. Þættir um íslenzkt mál. Ritstjóri: Halldór Halldórsson. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Jörgen Pind. (1986). The perception of quantity in Icelandic. Phonetica, 43, Jörgen Pind. (1993). Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs í íslensku. Íslenskt mál og almenn málfræði, 15, Jörgen Pind. (1995). Speaking rate, voice-onset time and quantity: The search for higher order invariants for Icelandic speech cues. Perception & Psychophysics, 57, Jörgen Pind. (1997). Sálfræði ritmáls og talmáls. Reykjavík: Háskólaútgáfan. Jörgen Pind. (1999). Skynjun hljóðlengdar og aðblásturs í íslensku II. Íslenskt mál og almenn málfræði, 21, Klatt, D.H. og Klatt, L.C. (1990). Analysis, synthesis and perception of voice quality variations among female and male talkers. Journal of the Acoustical Society of America, 87, Kristján Árnason og Jörgen Pind. (2005). Hljóð, handbók um hljóðfræði og hljóðkerfisfræði. Íslensk tunga I. bindi. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Liberman, A. M., Cooper, F. S., Shankweiler, D. P., og Studdert-Kennedy, M. (1967) Perception of the speech code. Psychological Review, 74, Lisker, L. og Abramson, A.S. (1964). A cross-language study of voicing in initial stops: Acoustical measurements. Word, 20,

31 Miller, J. L. og Liberman, A. M. (1979). Some effects of later-occurring information on the perception of stop consonant and semivowel. Perception & Psychophysics, 25, Miller, J. L. og Volaitis, L. E. (1989). Effect of speaking rate on the perceptual structure of a phonetic category. Perception & Psychophysics, 46, Owens, R. E., Farinella, K. A. og Metz, D. E. (2015). Introduction to communication disorders: A lifespan evidence-based perspective. (5. útgáfa) Harlow: Pearson. Repp, B. H. (1978). Perceptual integration and differentiation of spectral cues for intervocalic stop consonants. Perception & Psychophysics, 24, Summerfield, Q. (1981). Articulatory rate and perceptual constancy in phonetic perception. Journal of Experimental Psychology: Human Perception and Performance, 7, Volaitis, L. E. og Miller, J. L. (1992). Phonetic prototypes: Influence of place of articulation and speaking rate on the internal structure of voicing categories. The Journal of the Acoustical Society of America, 92, Wolfe, J. M., Kluender, K. R., Levi, D. M., Bartoshuk, L. M., Herz, R. S., Klatzky, R. L. o.fl. (2012). Sensation and perception (3. útgáfa). Sunderland: Sinauer. 31

32 Viðauki 1. Upplýst samþykki fyrir tilraun 1. Upplýst samþykki fyrir þátttöku í BS-verkefni við sálfræðideild Háskóla Íslands Rannsóknin felst í því að hlusta á raddgervil með heyrnatól og greina á milli tveggja samhljóða "G" og "K" með fyrirfram stilltum hljóðstyrk. Þátttakendur eru beðnir um að hlusta á upplestur í gegnum tölvu og greina á milli hvort áreitin byrji á "GA" eða "KA". Þátttakendur eru beðnir um að svara á lyklaborði með bókstafnum "G" fyrir áreiti sem byrja á "GA" og "K" fyrir áreiti sem byrja á "KA". Þátttakendur eru beðnir um að lesa vel leiðbeiningar sem birtast á skjá. Rannsókn þessi er unnin af Emilie Anne Jóhannsdóttir Salvesen undir leiðsögn Jörgens Pind, prófessors við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þátttakendum ber ekki skylda til að taka þátt í rannsókninni og er frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er án allra eftirmála. Ekki er veitt efnisleg umbun fyrir þátttöku. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að rekja gögn til einstaka þátttakenda. Nafn þátttakenda mun hvergi koma fram. Ég samþykki hér með að taka þátt í rannsókninni eins og henni er lýst. Mér er frjálst að hætta þátttöku á hvaða stigi hennar sem er. Undirskrift þátttakanda 32

33 Viðauki 2. Upplýst samþykki fyrir tilraun 2. Upplýst samþykki fyrir þátttöku í BS-verkefni við sálfræðideild Háskóla Íslands Rannsóknin felst í því að hlusta á raddgervil með heyrnatól og greina á milli tveggja samhljóða "G" og "K" með fyrirfram stilltum hljóðstyrk. Þátttakendur eru beðnir um að hlusta á upplestur í gegnum tölvu og greina á milli hvort áreitin byrji á "GA" eða "KA". Þátttakendur eru beðnir um að svara á lyklaborði með bókstafnum "G" fyrir áreiti sem byrja á "GA" og "K" fyrir áreiti sem byrja á "KA". Þátttakendur eru beðnir um að lesa vel leiðbeiningar sem birtast á skjá. Rannsókn þessi er unnin af Gyðu Elínu Björnsdóttur og Einari Þór Haraldssyni undir leiðsögn Jörgens Pind, prófessors við sálfræðideild Háskóla Íslands. Þátttakendum ber ekki skylda til að taka þátt í rannsókninni og er frjálst að hætta þátttöku hvenær sem er án allra eftirmála. Ekki er veitt efnisleg umbun fyrir þátttöku. Farið verður með öll gögn sem trúnaðarmál og ekki verður hægt að rekja gögn til einstaka þátttakenda. Nafn þátttakenda mun hvergi koma fram. Ég samþykki hér með að taka þátt í rannsókninni eins og henni er lýst. Mér er frjálst að hætta þátttöku á hvaða stigi hennar sem er. Undirskrift þátttakanda 33

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja

Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Vímuefnafíkn, samskipti og fjölskylduánægja Steinunn Hrafnsdóttir, félagsráðgjafi MA, PhD, dósent við Félagsráðgjafardeild Háskóla Íslands. Jóna Margrét Ólafsdóttir, félagsráðgjafi MA, doktorsnemi og aðjúnkt

More information

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins

Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Próffræðilegir eiginleikar íslenskrar gerðar Bulimia Test-Revised (BULIT-R) prófsins Sigurlaug María Jónsdóttir 1 sálfræðingur Guðlaug Þorsteinsdóttir 2 geðlæknir Jakob Smári 1 prófessor í sálfræði 1 Sálfræðiskor

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007

SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 DÓMS- OG KIRKJUMÁLARÁÐUNEYTIÐ JÚNÍ 2008 SPILAHEGÐUN OG ALGENGI SPILAVANDA MEÐAL FULLORÐINNA ÍSLENDINGA ÁRIÐ 2007 Skýrsla unnin fyrir

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson

Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Óhappatíðni í beygjum og langhalla Haraldur Sigþórsson Einar Pálsson Desember 2007 Efnisyfirlit Inngangur...1 Beygjur...2 Niðurstaða...5 Langhalli...11 Breidd vega...12 Heimildir...13 Inngangur Samband

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa -

Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Skýrsla nr. 02-04 Hraðamerkingar á hættulegum beygjum í vegakerfinu - 2. útgáfa - Þórir Ingason Keldnaholti, nóvember 2002 Heiti skýrslu: Skýrsla nr: 02-04 Dreifing Opin Lokuð Hraðamerkingar á hættulegum

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Ímynd stjórnmálaflokka

Ímynd stjórnmálaflokka Tengsl ímyndar og árangurs Sandra María Sævarsdóttir Þórhallur Guðlaugsson Viðskiptafræðideild Ritstjóri: Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIV. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2013

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Hvernig hljóma blöðin?

Hvernig hljóma blöðin? Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í tónlistarumfjöllun íslenskra dagblaða Sunna Þrastardóttir Lokaverkefni til MA gráðu í blaða- og fréttamennsku Félagsvísindasvið Hvernig hljóma blöðin? Um áherslur í

More information

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8. árgangur, 1. tölublað, 2011 Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir 1 Ágrip Reglulega kemur upp umræða um það

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu

Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Tengsl streituvaldandi þátta í starfsumhverfi, svefns og stoðkerfisverkja hjá millistjórnendum í opinberri þjónustu Sigríður Halldórsdóttir, prófessor, heilbrigðisvísindasviði

More information