Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni

Size: px
Start display at page:

Download "Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni"

Transcription

1 1 Uppruni og þróun byrkninga í jarðsögunni Sverrir Már Sverrisson Ágrip: Jarðsaga byrkninga er frekar brotakennd í upphafi en þessir hópur plantna varð þó á stuttum tíma áberandi í gróðursamfélögum fornlífsaldar. Þó svo að flestar núlifandi tegundir byrkninga séu lágvaxnar og jurtkenndar og að mestu áberandi sem undirgróður í skóglendi var þessi hópur mun tegundaríkari og myndaði hávaxna og þétta skóga á síðari hluta fornlífsaldar. Slitrótt þróunarsaga byrkninga verður hér endursögð í stuttu máli þar sem uppruni þeirra og drottnunartími á fornlífsöld, ásamt samdrætti þeirra í gróðursamfélögum á miðlífs- og nýlífsöld, er rakin. Einkenni byrkninga Byrkningar kallast ákveðinn hópur núlifandi og útdauðra gróplantna, sem samanstanda m.a. af burknum, jöfnum, elftingum og vanblöðungum. Byrkningar eru æðplöntur (kallast einnig háplöntur), þ.e. hafa æðastrengi í rótum, stönglum og blöðum, sem eiga að tryggja dreifingu vatns og næringar um plöntulíkamann. Byrkningar eru þó háðir röku umhverfi, því að kynfrumur þeirra eru bara virkar við slíkar aðstæður. Sem gróplöntur þá mynda byrkningar ekki fræ, heldur gró og hafa til þess sérstakar gróhirslur eða grólið, þar sem gróin myndast. Gróin losna síðan út og vaxa upp sem kynliður, þar sem sáð- og eggfrumur myndast. Frumurnar losna svo út og mynda saman okfrumu sem síðar á eftir að vaxa upp sem gróliður. Við þetta ferli hefur nýr einstaklingur myndast. Byrkningar nútímans Nú eru jafnar smávaxnir og eru þekktar um 1200 tegundir. Blöðin eru smá, líkt og á krækiberjalyngi. Þeir skríða við jörð og eru sígrænir. Svipaða sögu má segja um elftingar nútímans, sem eru aðeins 30 tegundir og flestar smávaxnar. Stönglarnir eru stuttir og jarðstöngull er langur, greinóttur og skríðandi. Burknar teljast nú

2 2 yfir tegundir. Þeir vaxa um heim allan en langflestir í hitabeltisskógum. Eins og með fyrrgreinda hópa þá eru flestir burknar lágvaxnir og tilheyra undirgróðri. Þó svo að þessir hópar séu á undanhaldi í dag og tilheyri undirgróðri þá voru þeir áður fyrr ráðandi í gróðursamfélögum og mynduðu trjákrónur í skóglendi fortíðarinnar. við ármynni, á leirum og við strandlengjuna. Það er talið að þær plöntur, sem námu land, hafi þróast frá svonefndum grænþörungum en þetta landnám plantna hófst í lok Ordóvisíumtímabilsins. Uppruni plantna og fyrstu byrkningarnir Í upphafi, fyrir landnám dýra og plantna, var allt þurrlendi ein stór auðn, lítið um líf. Landið varð fyrir sífelldri mótun útrænna afla, eins og rennandi vatns, vinda og sjávaralda sem surfu og rufu landið. Landslag mótaðist af há- og láglendi, þar sem gróðurþekja var engin. Fyrir u.þ.b. 600 milljón árum samanstóð lífið af einföldum og smásæjum sjávarlífverum, sem voru aðallega bakteríur, sveppir og þörungar. Það var svo ekki fyrr en á fornlífsöld, sem hófst fyrir 544 milljón árum, sem þróaðri lífverur komu fram í dagsljósið. Framan af voru einu plönturnar aðallega frumstæður hópur grænna þörunga en á ordóvísíumtímabilinu (fyrir um milljón árum) þróuðust úr þeim aðrar plöntur. Á þessum tíma í jarðsögunni var plöntulíf aðallega neðansjávar. Það fór ekki að bera á plöntum á þurrlendi fyrr en þörungar tóku að fikra sig upp á land 1. mynd. Cooksonia var smávaxin planta, með tvígreinótt vaxtarkerfi. Talið er að svonefndir hálfmosar hafi verið með fyrstu landplöntunum, sem aðlöguðust lífi á þurrlendi. Til þess að plöntur gætu aðlagað sig lífi á landi þurfti rætur og æðakerfi til að koma vatni og næringarefnum á hreyfingu til allra plöntuhluta. Þessi skilyrði höfðu byrkningar en þeir voru samt háðir röku umhverfi, þar

3 3 sem kynfrumur þeirra eru bara virkar við slíkar aðstæður. Annað lykilatriði, þegar plöntur námu land, var þróun grósins, með varanlegum varnarveggjum, sem gerðu það að verkum að gróin gátu þolað að komast í snertingu við andrúmsloftið án þess að þorna upp. Gróin áttu að geta dreifst yfir landið með vindi en dreifileið þeirra þróaðist enn frekar þegar plöntur urðu rismeiri og vaxtarlag þeirra skapaði áhrifaríkari losun fyrir gróin. Annað sem fylgdi stærðaraukningu plantna var þróun yfirhúðar, sem samanstóð m.a. vaxefnum og hindraði uppgufun vatns. Einnig hafa loftaugun þróast um svipað leyti, til þess að tryggja gasskipti, sem þurfti til ljóstillífunar og öndunar. Við þessa hröðu þróun í uppbyggingu plantna fór að bera á byrkningum á Silúrtímabilinu, þegar svokallaðir vanblöðungar komu fram. Einn elsti vanblöðungurinn er Cooksonia (1. mynd). Þessi planta var mjög einföld í byggingu. Hún hafði stilk, sem skiptist nokkrum sinnum og var með gróhylki í toppi. Plantan er þó talin hafa verið einungis nokkrir sentimetrar á hæð. sem sumir döfnuðu ágætlega og héldu áfram að þróast í jarðsögunni, á meðan aðrir dóu út. Meðal þeirra plöntuhópa, sem þróuðust út frá vanblöðungum, voru jafnar, elftingar og burknar og þessir hópar byrjuðu að vera áberandi í gróðursamfélögum á síðari hluta Devontímabilsins. Jafnar Jurtkenndir jafnar voru til staðar á Devonog Kolatímabilinu og steingerðar tegundir þeirra sýna fram á mikinn fjölbreytileika í Risar fortíðar Eftir tilkomu vanblöðunga á Silúrtímabilinu þróast plönturnar enn frekar. Á Devontímabilinu urðu til aðgreindir hópar plantna, 2. mynd. Hreisturtré (Lepidodendron)

4 4 laufblaðagerð, formlögun gróhirslna og gerð gróa. Frá því á síðari hluta Devontímabilsins framleiða flestir jafnar tvær gerðir af gróum, stór og lítil (microspore og megaspore), sem þroskuðust í fjarlægum gróhirslum. Á Kolatímabilinu voru þó nokkuð margar tegundir jafna sem náðu að verða risavaxnar og mynduðu hæstu trén í hinum víðfeðmu fenjaskógum tímabilsins. Einn sá allra þekktasti er hreisturtréð (Lepidodendron), sem er jafni sem gat orðið allt að 50 metra hár (2. mynd). Steingervingar hreisturtrés hafa verið þekktir í yfir 200 ár og þeir finnast oft í kolanámum, sérstaklega í N- Ameríku og Evrópu. Í upphafi voru hinir mismunandi plöntuhlutar eins og rætur, bolur, börkur, greinar, blöð, könglar og gró gefin mismunandi nöfn en með tímanum hefur verið sýnt fram á samband þeirra á milli og þau notuð til að endurskapa plöntuna í heild sinni. Hinir risavöxnu jafnar voru aðlagaðir röku loftslagi fenjasvæðanna en þessi umhverfi drógust saman í miklu þurrkatímabili, sem átti sér stað í lok Kolatímabilsins og upphafi Permtímabilsins. Við þessar loftslagsbreytingar réðu hreisturtrén (Lepidodendron) ekki við og þau dóu út. Meðalstórir jafnar, sem urðu allt að 1 metra háir, lifðu á Miðlífsöldinni en hin stórvöxnu tré, sem voru yfirgnæfandi á Kolatímabilinu, þróuðust aldrei aftur. 3. mynd. Fornelfting (Calamites) Elftingar Elftingar eru vel þekktar hjá garðyrkjufólki sem smávaxið óþurftar illgresi. Uppréttir jurtkenndir stönglar þeirra, sem einkennast af liðmótum, eru samtengdir neðanjarðar með jarðstönglum. Gróhirslurnar eru saman

5 5 í þyrpingum (5 eða 10) undir eins konar regnhlífarbyggingu, sem er eitt aðaleinkenni þessa hóps. Í dag eru elftingar tegundarýr plöntuhópur, sem samanstendur af tveimur ættkvíslum og einungis 15 tegundum. Flestar þessara tegunda eru smávaxnar en einstaka tegundir geta þó orðið allt að 10 metra háar. Steingervingar þessa hóps sýna þó fram á fjölda útdauðra tegund og gífurlegan formfræðilegan fjölbreytileika í gegnum jarðsöguna. Elftingar komu fram á Devontímabilinu en urðu hvað mest áberandi í fenjaskógum Kolatímabilsins, sem að þær deildu með jöfnunum. Ein gerð, fornelfting (Calamites), varð allt að 20 m há (3. mynd) en hafði þó sama byggingarlag og nútímaelftingar, þ.e. liðaður stofn með kransstæðum greinum. Bolur fornelftingarinnar (Calamites) óx út frá risavöxnum neðanjarðar jarðstöngli. Þessar risavöxnu elftingar voru venjulega með tvær gerðir af könglum, sumir þeirra mynduðu stór gró en aðrir smá. Hinar risavöxnu fornelftingar dóu út á mörkum Kola- og Permtímabilsins, eins og jafnarnir. Á Permog Tríastímabilunum voru til einstakar tegundir elftinga, sem gátu orðið allt að 2 metra háar. En frá þeim tíma í jarðsögunni hafa elftingar einungis verið jurtkenndar smáplöntur, sem þrífast í mýrlendi. Burknar Burknar eru áberandi plöntuhópur í dag með einkennandi burknablöð (frond), sem samanstanda af fjaðurlaga hliðargreinum. Burknkenndar plöntur eru þekktar frá Devon- og Kolatímabilinu og eiginlegir burknar eru þekktir úr jarðlögum Kolatímabilsins og fram til dagsins í dag. Eins og jafnar og elftingar, urðu sumir burknar eins og t.d. fornburkninn (Psaronius) risavaxnir og áttu þátt í að mynda trjákrónur þessa tímabils (4. mynd). 4. mynd. Fornburkni (Psaronius) Burknablöðin uxu út frá lóðréttum stofni og þeir steingervingar, sem fundist hafa í jarðlögum, sýna öll þau einkenni sem greina má hjá núlifandi burknum. Aðrar tegundir

6 6 burkna á Kola- og Permtímabilunum voru smávaxnar, jurtkenndar plöntur. Burknar urðu aftur áberandi síðar í jarðsögunni og á Júra- og Krítartímabilunum var vart við þróunarblossa og burknar urðu ráðandi plöntuhópur í mörgum gróðursamfélögum, sérstaklega á Júratímabilinu. Á þeim tíma urðu aftur til risavaxnir burknar (trjáburknar), svo og hinir smávöxnu, jurtkenndu burknar, sem einkenna undirgróður í mörgu skóglendi nútímans. Vistfræði fenjaskóga Kolatímabilsins Fyrsta endursköpun á gróðursamfélögum Kolatímabilsins var sett þannig fram að sýnd voru þéttvaxin svæði af burknum, elftingum og jöfnum. Þessir hópar mynduðu jafna hlutdeild í gróðri kringum stöðuvötn og vatnasvæði. Nákvæmari rannsóknir hafa sýnt fram á að gróðursamfélög á flóðasléttum samanstóðu nær eingöngu af jafnatrjám, hreisturtré (Lepidendron) og innsiglistré (Sigillaria), með einstaka 5. mynd. Listræn endursköpun á fenjaskógum Kolatímabilsins. (1) Hreisturtré (Lepidodendron) (2) Innsiglistré (Sigillaria) (3) Cordaites (4) Fornelfting (Calamites) (5) Fornburkni (Psaronius)

7 7 fornelftingu (Calamites) inn á milli (5. mynd). Fræburknar, barrtré og burknar voru aðlagaðir þurrari aðstæðum og þeir uxu frekar á rismeiri svæðum. Það eru setlög, sem benda til víðáttumikils þurrs hálendis, en steingervingar hafa sjaldnast varðveist í þessum jarðlögum og gróðurfar þessa landssvæðis því lítið þekkt. Við endalok Kolatímabilsins breyttust gróðursamfélög flóðasléttanna í Evrópu og N-Ameríku. Talið er að þessar breytingar á gróðurfari hafi orðið vegna loftslagsbreytinga en þær gefa til kynna að dregið hafi úr úrkomu og votlendið byrjað að þorna upp. Við þetta dró úr lífsmöguleikum jafnanna og þeir urðu undir í lífsbaráttunni og það dró verulega úr fjölbreytileika þeirra og mikil tegundarýrnun átti sér stað. Í stað þeirra urðu burknar og fræburknar áberandi en þeir voru betur aðlagaðir að þurrara loftslagi. Fenja- og mýrarumhverfi Kolatímabilsins hurfu að mestu í Evrópu og N-Ameríku en héldu þó velli til loka Permtímabilsins í hluta Asíu. Samantekt Í byrjun Kolatímabilsins varð ör þróun og mikilla breytinga vart hjá byrkningum. Þegar líða tók á Kolatímabilið byrjuðu burknar, elftingar og jafnar að dafna betur og mynda skóglendi. Þessir plöntuhópar náðu því markmiði að verða mest ríkjandi landgróðurinn á því tímabili. Á Kolatímabilinu var heitt og rakt og miklir fenjaskógar mynduðust. Í fenjaskógunum var bæði að finna plöntur, ekki ósvipaðar smávöxnum byrkningum nútímans, og risavaxin jafnatré, elftingatré og burknatré. Stofnar sumra trjáa náðu allt að 50 metrum á hæð og urðu allt að 2 metrar í þvermál niðri við jörðu. Eftir þurrkatímabilið á Perm hafði gróðurþekjan breyst töluvert og risavaxnir byrkningar áttu ekki afturkvæmt á yngri jarðsögutímabilum. Burknar, elftingar og jafnar hafa samt sem áður þraukað í gegnum jarðsöguna til dagsins í dag en eru þó einungis lítið brot af þeirri tegundaríku flóru sem áður var. Segja má að þeir hafi gefið eftir í baráttunni við fræplöntur. Um aldamót Júra og Krítartímabilanna eru barrtré (berfrævingar) ríkjandi í gróðurfari jarðar. Dulfrævingar koma svo fram í dagslósið í upphafi Krítartímabilsins og verða alráðandi í öllum gróðursamfélögum jarðar á nýlífsöldinni og eru það enn í dag á nútíma.

8 8 Heimildir Benton, M. J. og Harper, D. A. T Basic Palaeontology, Addison Wesley Longman, England, 342 bls. Cleal, C. J. og Thomas, B. A Plant Fossils of the British Coal Measures, The Palaeontological Association, London, 222 bls. John, D. og Moody, R Þróun lífsins, Örn og Örlygur, Reykjavík, 132 bls. Luhr, J. F. (Ritstjóri) Jörðin, JPV útgáfa, Reykjavík, 520 bls. Novak, F. A Stóra blómabók Fjölva, Bókaútgáfan Fjölvi, Reykjavík, 399 bls. Raven, P. H., Evert, R. F. og Eichhorn, S. E Biology of Plants, Worth Publishers, Inc., Bandaríkjunum, 791 bls. Stanley, S. M Earth System History, W. H. Freeman and Company, New York, 567 bls. Stewart, W. N Paleobotany and the Evolution of plants, Cambridge University Press, Cambridge, 405 bls. Walton, J An Introduction to the Study of Fossil plants, Clark, Ltd., Edinburgh, 201 bls. Þorleifur Einarsson, Myndun og mótun lands, Mál og menning, Reykjavík, 301 bls. Örnólfur Thorlacius Líffræði Kjarni fyrir framhaldsskóla, Iðnú, Reykjavík, 236 bls. Myndir (allar sóttar 27. nóvember 2007): 1. mynd: 2. mynd: 3. mynd: 4. mynd: 5. mynd:

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson

Hringrás kolefnis. Freyr Pálsson Hringrás kolefnis Freyr Pálsson Freyr Pálsson. 2005 (nóvember): Hringrás kolefnis á jörðunni. Ritgerð í jarðsögu 1 við Háskóla Íslands. Kolefni er fjórða algengasta frumefnið í heiminum. Á jörðinni flyst

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum

Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Rit LbhÍ nr. 64 Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Samson Bjarnar Harðarson og Steinunn Garðarsdóttir 2016 1 Rit LbhÍ nr. 64 ISSN 1670-5785 Ræktun götutrjáa í þéttbýli og val á tegundum Samson

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM

TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM TILLAGA AÐ STEFNUMÓTUN UM RÆKTUN GÖTUTRJÁA Í ÞÉTTBÝLI OG VAL Á TEGUNDUM Samson Bjarnar Harðarson landslagsarkitekt F.Í.L.A. Lektor í landslagsarkitektúr, Landbúnaðarháskóla Íslands 8. nóvember 2012 1 2

More information

Félags- og mannvísindadeild

Félags- og mannvísindadeild Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna Sylvía Rut Sigfúsdóttir Janúar 2010 Félags- og mannvísindadeild BA-ritgerð Félagsfræði Dagblaðalestur íslenskra ungmenna

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir

Setdældir í íslenskum gosbeltum. Hanna Rósa Hjálmarsdóttir Setdældir í íslenskum gosbeltum Hanna Rósa Hjálmarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2010 Setdældir í íslenskum gosbeltum Hanna Rósa Hjálmarsdóttir 10 eininga ritgerð sem er hluti af Baccalaureus

More information

Leiðir til að fjölga. hraungambra og öðrum mosategundum. Magnea Magnúsdóttir og Ása L. Aradóttir

Leiðir til að fjölga. hraungambra og öðrum mosategundum. Magnea Magnúsdóttir og Ása L. Aradóttir Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Magnea Magnúsdóttir og Ása L. Aradóttir Leiðir til að fjölga hraungambra og öðrum mosategundum Mosar eru ríkjandi í íslenskum vistkerfum. Sár sem

More information

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk

Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk 377 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Áhrif aðbúnaðar, mjaltatækni og júgurheilbrigðis á fjölda og tegundir gerla í innleggsmjólk Jóhanna Skúladóttir Ólafs 1 og Grétar Hrafn Harðarson 2 1 Dýralæknastofu

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Gróðurframvinda í Surtsey

Gróðurframvinda í Surtsey BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 253 272 Gróðurframvinda í Surtsey BORGÞÓR MAGNÚSSON SIGURÐUR H. MAGNÚSSON og JÓN GUÐMUNDSSON Rannsóknastofnun landbúnaðarins, Keldnaholti, 112 Reykjavík YFIRLIT Greint

More information

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík

Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík Valdimar Össurarson Ofbeit í sjó orsök landeyðingar Hugleiðingar um áhrif skollakopps á landrof í ljósi þróunar í Kollsvík VÖ/jan/2017 Efni Inngangur... 3 Viðfangsefni og tilgáta... 4 Offjölgun skollakopps...

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda

Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Fræðaþing landbúnaðarins 2005 Landbúnaður og losun gróðurhúsalofttegunda Jón Guðmundsson, jong@rala.is; jong@lbhi.is Hlynur Óskarsson, hlynur@rala.is; hlynur@lbhi.is Landbúnaðarháskóla Íslands Keldnaholti.

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga

Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Fræðaþing landbúnaðarins 2006 Íslenskar rannsóknir á vatnshringrás skóga Bjarni Diðrik Sigurðsson 1,2 1 Landbúnaðarháskóla Íslands, Hvanneyri, 311 Borgarnesi; 2 Rannsóknastöð skógræktar, Mógilsá, 116 Reykjavík

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir

JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA. Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir JARÐHITI Í GRÍMSVÖTNUM ÁRIÐ 2004 TENGSL ELDGOSS OG JARÐHITA Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Jarðvísindastofnun Háskólans Febrúar 2005 RH-02-2005 1 ÁGRIP Með kortlagningu Grímsvatnasvæðisins

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

Umhverfi Íslandsmiða

Umhverfi Íslandsmiða Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Umhverfi Íslandsmiða Hreiðar Þór Valtýsson Landgrunnið við Ísland og 200 mílna efnahagslögsagan í kringum landið. Grynnsti hluti hafsins er ljósblár

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum

Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum Hreyfingar ferðaþjónustu: Skipun þróunarverkefnis í ferðaþjónustu á Vestfjörðum Gunnar Þór Jóhannesson * ÁGRIP Í umræðu um byggðamál og atvinnuþróun er oft horft til ferðaþjónustu sem mögulegs bjargráðs.

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands

Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið Ása L. Aradóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Notkun svarðlags við uppgræðslu námusvæða Niðurstöður gróðurmælinga á tilraunareitum árið 2009 Ása L. radóttir Landbúnaðarháskóla Íslands Skýrsla til Rannsóknasjóðs Vegagerðarinnar mars, 2010 Ágrip Hér

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót

Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót NÍ-16001 Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar á gróður og landbrot við Lagarfljót 1976 2014 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Orkusöluna ohf. Áhrif Lagarfossvirkjunar og Kárahnjúkavirkjunar

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

eftir Karl Gunnarsson

eftir Karl Gunnarsson 06859 eftir Karl Gunnarsson NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN 2 ÞARI Fylking Chromophyta blað fyrra árs Flokkur Brúnþörungar Fucophyceae Ættbálkur Laminariales Ætt Þari Laminariaceae Þari er íslenskt

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú

Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú Heimir Héðinsson Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú 1 Heimir Héðinsson Grafísk Hönnun Upphaf og þróun hand- og listiðna í Perú Leiðbeinandi: Úlfhildur Dagsdóttir Janúar, 2010 2 Efnisyfirlit Bls.

More information

1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM

1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM 1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM Það er síðla vetrar og frostið er 40 gráður á Celsíus. Sjórinn er frosinn allt að tvo km. út frá ströndinni. Langt úti á ísnum er veiðimaður einn síns liðs að mjaka

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar

Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir Lokaverkefni til B.Sc. gráðu Háskóli Íslands Heilbrigðisvísindasvið Mislingar á Íslandi Faraldrar 19.aldar Sandra Gunnarsdóttir 1 Leiðbeinandi:

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information