Er verkfræði fyrir þig? Af hverju verkfræði við HR? Að námi loknu

Size: px
Start display at page:

Download "Er verkfræði fyrir þig? Af hverju verkfræði við HR? Að námi loknu"

Transcription

1 Verkfræði

2 Nám við tækni- og verkfræðideild HR veitir nemendum sterka fræðilega undirstöðu og sérhæfða fagþekkingu. Námið miðar að því að efla frumkvæði nemenda og sjálfstæð vinnubrögð. Aðstaða til náms er mjög góð og lögð er sérstök áhersla á góðan aðbúnað fyrir verklega kennslu. HR útskrifar flesta tæknimenntaða einstaklinga á háskólastigi á Íslandi, eða tvo af hverjum þremur sem útskrifast með tæknimenntun. Lengd náms er fimm ár. Eftir þriggja ára nám til BSc-gráðu bæta nemendur við sig tveggja ára námi til MSc-gráðu til að öðlast starfsréttindi sem verkfræðingar. Er verkfræði fyrir þig? Hefur þú gaman af að glíma við flókin verkefni? Ert þú úrræðagóð/-ur? Hefur þú gaman af stærðfræði og raungreinum? Myndir þú vilja þróa ný tæki í krabbameinsmeðferð? Viltu hanna róbot fyrir björgunarstörf? Langar þig að finna bestu útfærslu á samgöngukerfi? Vilt þú finna hagkvæmustu fjármögnun fyrir gagnaver? Af hverju verkfræði við HR? Sterk fræðileg undirstaða. Áhersla á raunveruleg verkefni sem auka skilning á námsefninu; nemendur fylgja verkefnum frá hugmynd til framkvæmdar. Framúrskarandi aðbúnaður til verklegra æfinga. Heildstæð verkfræðimenntun: greining, úrlausn og prófun. Útskrifaðir nemendur eru vel undirbúnir fyrir áframhaldandi nám eða störf á vinnumarkaði hérlendis og erlendis. Að námi loknu Verkfræðingar starfa á fjölmörgum sviðum atvinnulífsins við til dæmis stjórnun, verkefna- og gæðastýringu, hönnun og þróun kerfa, rekstur, fjármál og rannsóknir.

3 Grunnnám Verkfræði Gráða: BSc Lengd náms: 3 ár Fjöldi eininga: 180 Í verkfræðinámi læra nemendur að greina flókin og fjölbreytt viðfangsefni og þróa lausnir sem byggja á stærðfræði- og raunvísindaþekkingu. Fjármálaverkfræði Þverfagleg grein sem sameinar fjármálafræði, verkfræðilegar aðferðir, stærðfræðileg líkön, tölfræði, aðgerðagreiningu og hagnýta tölvunarfræði. Dæmi um námskeið: Áhættustjórnun, afleiður, hagfræði, fjármálamarkaðir, eignastýring. Hátækniverkfræði Fengist er við það sem stundum er kallað mekatróník (e. mechatronics). Þar er lögð áhersla á að samtvinna hönnun vélbúnaðar við nútíma skynjara og stýritækni. Dæmi um námskeið: Hönnun X, iðntölvur og vélmenni, rafeindatækni, merkjafræði, reglunarfræði, vélhlutafræði, verkfræðileg bestun. Heilbrigðisverkfræði Aðferðum verkfræðinnar er beitt á eða í mannslíkamanum til að leysa mismunandi vandamál tilkomin vegna veikinda eða slysa, eða einfaldlega til að bæta lífsgæði og öryggi. Dæmi um námskeið: Lífeðlisfræði, stoðtæki og gervilíffæri, mælitækni og lífsmörk, lífupplýsingafræði, læknisfræðileg myndgerð, klínísk verkfræði. Rekstrarverkfræði Þverfagleg grein þar sem kenndar eru verkfræðilegar aðferðir og hugmyndafræði við rekstur, ákvarðanir og stjórnun í víðtækri merkingu. Áherslusvið: Hátækni og rekstur, orka og rekstur, sjálfbærni og rekstur, tölvur og rekstur, heilbrigði og rekstur, fjármál og rekstur, nýsköpun og rekstur. Vélaverkfræði Eitt víðtækasta svið verkfræðinnar snýst um þróun hvers kyns vélrænna kerfa. Vélaverkfræðingar hafa sterkan grunn í aflfræði, varmafræði, efnisfræði, straumfræði og varmaflutningsfræði ásamt stýringum. Dæmi um námskeið: Hönnun X, vélhlutafræði, tölvustudd hönnun, reglunarfræði, jarðhiti, straumvélar, orka í iðnaðarferlum, verkfræðileg bestun. Hópavinna og samstarf við fyrirtæki HR tekur þátt í CDIO (Conceive, Design, Implement, Operate) alþjóðlegu samstarfsneti framsækinna háskóla um allan heim sem kenna tæknigreinar. Samkvæmt hugmyndafræði CDIO er árangursríkast að kenna verkfræðingum og tæknifræðingum framtíðarinnar með því að veita þeim traustan, fræðilegan grunn en vinna þar að auki raunhæf verkefni ásamt því að virkja þá í hópastarfi. Ferlið frá hugmynd yfir í hönnun, framkvæmd og rekstur er því kunnuglegt áður en útskrifaðir nemendur koma á vinnumarkað. Verkefnamiðuð námskeið hafa verið ríkur þáttur í námsframboði tækni- og verkfræðideildar HR auk þess sem margir nemendur vinna verkefni í samstarfi við fyrirtæki. Aðrir skólar í CDIO: MIT - Massachusetts Institute of Technology Aalborg University Delft University of Technology Duke University University of Michigan University of Sydney Beijing Jiaotong University Það hjálpar mikið að geta tvinnað saman bóklega námið og verklegar æfingar. Dæmi um verkefni sem ég hef fengið metið til eininga er að hanna og smíða kælibúnað sem hægt er að nota til að sjá snjókorn eða ískristalla myndast undir smásjá. Verkfræðin opnar marga möguleika en ég hugsa að mig langi að sérhæfa mig í flugvélaverkfræði. Óskar Ásgeirsson Nemi í vélaverkfræði

4 Meistaranám Verkfræði Gráða: MSc Lengd náms: 2 ár Fjöldi eininga: 120 Starfsréttindi að loknu námi: Lögverndað starfsheiti sem verkfræðingur. Rannsóknartengt framhaldsnám sem nemendur geta nýtt sér til sérhæfingar. Nemendur velja sér námsgreinar og gera einstaklingsmiðaða námsáætlun í samráði við umsjónarkennara sinn. Námið er einkum ætlað þeim sem hafa lokið BSc-prófi í verkfræði eða tæknifræði með góðum árangri, og geta þeir öðlast starfsheitið verkfræðingur að námi loknu. Af hverju meistaranám við tækni- og verkfræðideild HR? Hagnýtt nám með nútímalegum áherslum. Sterk undirstaða í viðurkenndum aðferðum. Kennarar eru í fremstu röð á sínu sviði. Fjölbreyttar rannsóknir í nánu samstarfi við atvinnulífið og vísindasamfélagið. Þverfaglegt nám í samstarfi við aðrar deildir HR og aðra háskóla. Nemendum býðst að stunda hluta af námi sínu við erlenda háskóla sem skiptinemar. Rannsóknir Við tækni- og verkfræðideild eru stundaðar alþjóðlega viðurkenndar rannsóknir. Vísindamenn og nemendur vinna að fjölbreyttum rannsóknarverkefnum í samstarfi við innlendar og erlendar rannsóknarstofnanir og fyrirtæki. Styrkir Þeir sem lokið hafa grunnnámi með mjög góðum árangri eiga kost á styrkjum sem felast í niðurfellingu skólagjalda, að hluta eða öllu leyti. Sérstakur forsetastyrkur nemur niðurfellingu skólagjalda í tvö ár. Forsetastyrkur felur í sér niðurfellingu hluta skólagjalda þannig að nemandi greiðir einungis skólagjöld grunnnáms meðan á meistaranámi stendur. Þeir sem hlotið hafa forsetastyrk ganga fyrir um launuð störf við aðstoðarkennslu. Skiptinám Nemendum býðst að stunda hluta af námi sínu við erlenda háskóla sem skiptinemar. Námsleiðir Byggingarverkfræði með sérhæfingu í mannvirkjahönnun eða steinsteyputækni Fjármálaverkfræði Heilbrigðisverkfræði Hugbúnaðarverkfræði Rafmagnsverkfræði Rekstrarverkfræði Vélaverkfræði Orkuverkfræði við Iceland School of Energy Orkuvísindi við Iceland School of Energy Í náminu hef ég unnið verkefni fyrir ýmis fyrirtæki. Ég tók þátt í að endurnýja verkferla innan Áltaks ehf., greindi þróun birgðahalds- og flutningskostnaðar fyrir Haugen Gruppen ehf., gerði drög að gæðastefnu fyrir Tollstjóra, greindi mögulegar aðgerðir í tekjustýringu fyrir Súfistann ehf. og gerði biðraðalíkan fyrir Icelandair þar sem unnið var að því að greina hagkvæmustu nýtingu sjálfsafgreiðslukassa við innritun. Í framtíðinni myndi ég helst vilja starfa við einhverskonar aðgerðarannsóknir auk þess sem birgðastýring heillar og flest allt sem viðkemur birgðahaldi. Þórey Friðrikka Guðmundsdóttir Meistaranemi í rekstrarverkfræði BSc í fjármálaverkfræði frá HR 2009

5 Raunhæf verkefni Nám við tækni- og verkfræðideild HR veitir sterka fræðilega undirstöðu í bland við sérhæfða, hagnýta fagþekkingu og nemendur eru hvattir til að nota frumkvæði og sjálfstæð vinnubrögð í raunhæfum verkefnum. Líkan sem aðstoðar við ákvarðanatöku Ein afleiðing loftslagsbreytinganna er hopun íshellunnar sem nú þekur stóran hluta Norður-Íshafsins. Vera má að aðstæður til vörusiglinga, auðlindanýtingar, ferðamennsku og annarra umsvifa mannsins breytist verulega en óvissan er mikil. Nemendur hafa gert hagnýtar rannsóknir sem notaðar eru til að smíða ákvörðunarlíkön sem eru ætluð eru til að meta hvernig þessar breytingar gætu haft efnahagsleg áhrif, t.d. á Íslandi, út frá mismunandi forsendum. Skutu upp eldflaug af Mýrdalssandi Nemendum við tækni- og verkfræðideild tókst að skjóta eldflauginni Mjölni á loft af Mýrdalssandi í maí Mjölnir er fyrsta skrefið í áætlun um að nota háskerpumyndavélar til að taka myndir af norðurljósum og mikilvægur áfangi í eldflaugarannsóknum innan deildarinnar. Eimaði olíu úr bíldekkjum Nemendur nýta verklega aðstöðu í HR til ýmissa uppfinninga. Jóhannes Einar Valberg, meistaranemi í vélaverkfræði, hannaði hitasundrunartæki sem eimar olíu úr bíldekkjum. Hann bjó fyrst til þurreimara sem eimar bíldekk svo úr verða gös og olía. Þannig gat hann endurunnið hjólbarða niður í brennanleg gös, olíu, stálvíra og kol. Olían sem fékkst var prófuð á dísilvél og virðast fyrstu niðurstöður prófana sýna að hún sé vel nýtanleg á vélar. Kepptu með kafbátnum Ægi Ægir var hannaður og smíðaður af nemendum í tækni- og verkfræðideild og tölvunarfræðideild. Níu nemendur kepptu í alþjóðlegri keppni í San Diego með Ægi og hafnaði hann í 6. sæti af 39. Kafbáturinn er sjálfráður sem þýðir að honum er ekki stýrt og hann þarf að geta leyst ýmsar þrautir; meðal annars að komast í gegnum hlið, finna baujur og skjóta pílu í skotmark. Taugabrautir prentaðar í þrívídd Nemendur í heilbrigðisverkfræði hafa prentað höfuðkúpur og taugabrautir út í þrívídd til að aðstoða lækna við undirbúning aðgerða. Með því að æfa sig á þrívíddarmódeli fyrir flóknar aðgerðir geta læknar stytt tímann sem aðgerðin tekur, þeir geta framkvæmt hana með meiri nákvæmni og náð betri árangri. Allt eykur þetta öryggi sjúklingsins. Starfsnám - dýrmæt reynsla Nemendur í verkfræði við HR geta sótt um starfsnám í bæði grunnnámi og meistaranámi. Í grunnnámi er starfsnám 6 ECTS einingar og fer fram á vorin en í meistaranámi er það viðameira, eða 14 ECTS einingar, og er stundað að hausti. Markmið með starfsnámi er að auka þekkingu nemenda á námsviði þeirra og búa þá undir störf að námi loknu. Nemendur fá einingar vegna starfsnámsins metnar. Dæmi um fyrirtæki og stofnanir sem hafa tekið við nemendum í starfsnám: Actavis Arion banki Blóðbankinn EFLA Elkem Fjármálaráðuneytið Hjartavernd ÍSOR Ikea Landsbankinn Landsnet Landspítalinn Landsvirkjun Mannvit Marel Marorka Olís Orkuveitan Raförninn Samskip Securitas Skipti (Síminn og Míla) Sjóvá Verkís Vodafone Össur

6 Skipulag náms í verkfræði Verkfræði BSc, 180 einingar Áhersla á að veita góðan undirbúning fyrir MSc/PhD nám Fjármálaverkfræði Rekstrarverkfræði Heilbrigðisverkfræði Hátækniverkfræði Vélaverkfræði 1. önn 2. önn I Fjármálaverkfræði, inngangur I Rekstur og stjórnun I Líffræði I Stöðu- og burðarþolsfræði I Stöðu- og burðarþolsfræði 3. önn Verðbréf Gagnavinnsla Framl. og birgðastýring Gagnavinnsla Lífeðlisfræði Greining rása Stafræn rafeindatækni Aflfræði Greining rása Hönnun rása Aflfræði Greining rása Tilraunastofa í aflfræði 4. önn I Aðgerðagreining I Aðgerðagreining Rafeindatækni Merkjafræði Stöðu- og burðarþolsfræði Rafeindatækni Merkjafræði Varmafræði Efnisfræði Vélhlutafræði 5. önn Hagfræði Fjármál fyrirtækja Afleiður **Verkfræðileg undirstöðugrein Hagfræði Fjármál fyrirtækja **verkfræðileg undirstöðugrein Reglunarfræði I Reglunarfræði Mechatronics I Reglunarfræði Straumfræði 6. önn Líkindafræði og slembiferlar Áhættustýring **Verkfræðileg undirstöðugrein Sjálfbærni **verkfræðileg undirstöðugrein Hermun Lífeðlisfræði Læknisfræðileg myndgerð Mælitækni og lífsmörk Efnisfræði Vélhlutafræði *Mechatronics II eða *Varmafræði Varmaflutningsfræði Tilraunastofa * Stýrt val: Nemendur á 6. önn í hátækniverkfræði taka annaðhvort T-535-MECH Mechatronics II eða T-507-VARM Varmafræði ** Það er skylda fyrir nemendur í rekstrarverkfræði og fjármálaverkfræði að taka tvö eftirfarandi 10 námskeiða: T-106-BURD Stöðu- og burðarþolsfræði; T-507-VARM Varmafræði; T-306-RAFF Greining rása; T-407-EFNI Efnisfræði; T-534-AFLF Aflfræði; T-536-RENN Straumfræði; T-501-REGL Reglunarfræði; T-401-Vélhlutafræði; T-509-RAFT Rafeindatækni; T-863-HEAT Varmaflutningsfræði Sjá nánar um námsgreinar í kennsluskrá tækni- og verkfræðideildar á hr.is/tvd.

7 Að hefja nám við HR Háskólinn í Reykjavík hefur frá upphafi stuðlað að öflugu félagslífi háskólanema. Nemendafélög deilda vinna náið saman auk þess að standa fyrir viðburðum sem eru aðeins ætlaðir meðlimum hvers og eins félags. Nemendafélag verkfræðinema heitir Pragma. Sótt er um skólavist rafrænt á vef HR. Slóðin er: hr.is/umsoknir. Upplýsingar um umsóknarfrest eru uppfærðar reglulega á vefnum. Inntökuskilyrði Umsækjendur þurfa að hafa lokið stúdentsprófi, frumgreinaprófi HR eða öðru sambærilegu prófi. Æskilegur undirbúningur er að hafa lokið a.m.k. 21 einingu (35 FEIN) í stærðfræði (þ.m.t. STÆ503 eða sambærilegt), 6 einingum (10 FEIN) í eðlisfræði (þ.m.t. EDL203 eða sambærilegt) og 3 einingum í efnafræði (EFN103 eða sambærilegt). Við mat á umsóknum er tekið tillit til einkunna, frekari menntunar, starfsreynslu og þátttöku í félagsstörfum. Umsækjendur eru því hvattir til að gera grein fyrir öllu því sem þeir telja geta orðið umsókn sinni til framdráttar. Nánari upplýsingar um inntökuskilyrði er að finna á hr.is. Skólagjöld og námslán Upplýsingar um skólagjöld má nálgast á vefnum undir hr.is/skolagjold. Upplýsingar um námslán fyrir skólagjöldum og/eða framfærslu má finna á vef Lánasjóðs íslenskra námsmanna lin.is. Styrkir til náms við HR Nýnemastyrkir: Háskólinn í Reykjavík veitir afburðanemendum nýnemastyrk sem nemur skólagjöldum á fyrstu önn námsins. Til að geta sótt um styrkinn þarf fyrst að sækja um skólavist í HR. Þeir sem eru að hefja þriggja eða þriggja og hálfs árs BA- eða BSc-nám geta sótt um styrkinn. Nýnemastyrkurinn er veittur á haustönn og vorönn. Forsetalisti HR: Styrkir fyrir afburðanemendur sem þegar eru í námi í HR. Þeir nemendur sem bestum árangri ná á hverri önn eiga kost á að komast á forsetalista og fá skólagjöld næstu annar skv. námsskipulagi niðurfelld. Aðrir styrkir: Fleiri styrkir standa nemendum til boða og er hægt að fá upplýsingar um þá á vef háskólans, hr.is/styrkir. Nánari upplýsingar: tvd@hr.is Háskólinn í Reykjavík Menntavegi Reykjavík Sími hr@hr.is

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is

Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri. unak.is Hlökkum til að sjá þig í háskólabænum Akureyri unak.is 1 2 Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Gildir skólaárið 2018 2019 BS viðskiptalögfræði BS viðskiptalögfræði með vinnu BA miðlun og almannatengsl (MoA) BA heimspeki,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Gildir frá og með skólaárinu 2016-2017, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptasviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi

More information

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum

1. ár Haust. í félagsvísindum. Félagsvísindatorg. Iðnbylting og hnattvæðing. Saga sálfræðinnar. Vinnulag í hug- og félagsvísindum 10 11 Hug- og félagsvísindasvið Félagsvísindadeild Fjölmiðlafræði (B.A.) - Nútímafræði (B.A.) - Samfélags- og hagþróunarfræði (B. A.) - Sálfræði (B. A.) - Þjóðfélagsfræði (B. A.) Fjölmiðlafræði Fjölmiðlafræðin

More information

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú

Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Uppeldi og menntun 21. árgangur 2. hefti 2012 SIGURBJÖRN ÁRNI ARNGRÍMSSON MENNTAVÍSINDASVIÐI HÁSKÓLA ÍSLANDS Íþróttakennara- og íþróttafræðinám á Laugarvatni fyrr og nú Íþróttakennaranám á Íslandi stendur

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH

Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH Námsval stúlkna með tilliti til stærðfræði í Menntaskólanum við Hamrahlíð RH-12-2009 Elínborg Ingunn Ólafsdóttir, Freyja Hreinsdóttir Gunnar Stefánsson og María Óskarsdóttir Útdráttur Tölfræðileg úrvinnsla

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel

Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel ÁRSSKÝRSLA 20 15 ÁRSSKÝRSLA 20 15 Útgefandi: Háskólinn á Akureyri. Ritstjórn: Guðrún M. Kristinsdóttir. Prófarkalestur: Finnur Friðriksson. Ljósmyndarar: Auðunn Níelsson, Daníel Starrason, Friðþjófur

More information

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs

Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs B.Sc. lokaverkefni í íþróttafræði Tengsl íþróttaiðkunar og námsárangurs Maí 2018 Nafn nemanda: Svanfríður Birna Pétursdóttir Kennitala: 210493 2559 Leiðbeinendur: Margrét Lilja Guðmundsdóttir og Sveinn

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

SKÓLAR &NÁMSKEIÐ. Kynningarblað Kindle eykur námsáhuga, skólaganga kvenna, faglegt

SKÓLAR &NÁMSKEIÐ. Kynningarblað Kindle eykur námsáhuga, skólaganga kvenna, faglegt ÞRIÐJUDAGUR 8. MAÍ 2012 SKÓLAR Kynningarblað Kindle eykur námsáhuga, skólaganga kvenna, faglegt söngnám, konur fjölmennar í háskólum, leiðsögumannanám, ofmetnar bækur. &NÁMSKEIÐ 2 Skólar & námskeið KYNNING

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA.

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA. MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Námið hefur gefið mér skarpari sýn á það sem raunverulega skiptir máli og aukinn kraft til að takast á við krefjandi verkefni. KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim í menntun Leik-, grunn- og framhaldsskólar

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu Miðlun og Almannatengsl Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: BA nám í miðlun og almannatengslum Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs og umsjónarmaður staðnáms og fjarnáms Lengd náms : átta

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: HHS: BA nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Véliðnfræði. Kennsluskrá

Véliðnfræði. Kennsluskrá HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Tækni- og verkfræðideild Véliðnfræði Kennsluskrá 2006-2007 Útg. febrúar 2006 Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2 103 Reykjavík Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 599 6200 Netfang ru@ru.is

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi

Lög, stefna og úrræði í málefnum háskólanema af erlendum uppruna í þremur háskólum á Íslandi Netla Veftímarit um uppeldi og menntun Sérrit 2016 Menntun, mannvit og margbreytileiki. Greinar frá Menntakviku Menntavísindasvið Háskóli Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2016 Yfirlit greina Anna

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

FORMÁLI REKTORS. Stjórn

FORMÁLI REKTORS. Stjórn EFNISYFIRLIT Skipurit og stjórn bls. 4 Formáli rektors bls. 5 Nemendafjöldi bls. 6 Starfsmenn bls. 6 Asíuver Íslands bls. 7 Góðvinir Háskólans á Akureyri bls. 7 Auðlindadeild bls. 8 Heilbrigðisdeild bls.

More information

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands

Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Þróun kennaramenntunar við Menntavísindavið Háskóla Íslands Greinargerð um vinnuferli og áherslur við mótun kennaranáms frá 2008 Maí 2014 Menntavísindasvið Háskóla Íslands Anna Kristín Sigurðardóttir Maí

More information

KEILIR SPENNANDI TÆKIFÆRI Í SKAPANDI UMHVERFI

KEILIR SPENNANDI TÆKIFÆRI Í SKAPANDI UMHVERFI KEILIR SPENNANDI TÆKIFÆRI Í SKAPANDI UMHVERFI ÁRSSKÝRSLA 2011 1 FRÁ FRAMKVÆMDASTJÓRA Keilir var stofnaður þann 7. maí 2007. Síðan eru liðin fimm ár. Telst tæpast langur tími. En sannarlega hefur margt

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla. Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands

Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla. Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Skólar og menntun í fremstu röð Nám í skapandi greinum á framhaldsskólastigi Fýsileikagreining á listmenntaskóla Rannsóknarmiðstöð Skapandi greina Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Þessi skýrsla er hluti

More information

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1 ENDURMENNTUN FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1 OPNI HÁSKÓLINN Í HR Efnisyfirlit Stutt námskeið 4 Alþjóðaviðskipti og efnahagsmál 4 Bókhald 5 Fjármál og rekstur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Lagadeild HR. Grunnnám. BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Lagadeild HR. Grunnnám. BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Lagadeild HR Grunnnám BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein Kennsluskrá 2017-2018 Kennsluskrá 2017-2018 Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1 101 Reykjavík Sími:

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni

Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Menntavísindasvið Háskóla Íslands Ritrýnd grein birt 31. desember 2010 Auður Pálsdóttir og Allyson Macdonald Hlutverk skólastjóra í menntun til sjálfbærni Reynsla af þróunarstarfi í fjórum grunnskólum

More information

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Tækniskólans Ársskýrsla 2013 Efnisyfirlit 1 Ávarp formanns... 4 2 Staða og hlutverk skólans... 5 Hlutverk... 5 Framtíðarsýn... 5 3 Gildi og stefna Tækniskólans, skóla atvinnulífsins 2011-2013... 6 3.1 Gildi Tækniskólans:...

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér

- Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér Félagsfærni lærist ekki af sjálfu sér BLS 18 Spjaldtölvur í skólastarfi? BLS 32 3.TBL. 11.ÁRG. 2011 - Samvinna um tónlistarnám - Kennaralaun í alþjóðlegu samhengi - Something old, something new... VIÐ

More information

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls.

Efnisyfirlit. Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. Á R S S K Ý R S L A 20 09 Efnisyfirlit Stjórn bls. 6 Skipurit bls. 6 Reglur og stefnumál bls. 7 Formáli rektors bls. 9 Nemendafjöldi bls. 10 Starfsmenn bls. 11 Gæðamál bls.12 Góðvinir Háskólans á Akureyri

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Handbók nýnema

Handbók nýnema Handbók nýnema 2016 2017 1 2 Efnisyfirlit ÁVARP REKTORS... 5 AÐ HEFJA NÁM VIÐ HÁSKÓLA ÍSLANDS... 7 HÁSKÓLATORG OG ÞJÓNUSTUBORÐ... 8 GÁTLISTI NÝNEMANS... 9 UGLAN OG HÁSKÓLANETIÐ... 10 MARGVÍSLEG ÞJÓNUSTA

More information

Erasmus+ Opnar dyr út í heim!

Erasmus+ Opnar dyr út í heim! Erasmus+ Opnar dyr út í heim! Evrópusamstarf í 20 ár með EES samningnum 25 þúsund Íslendingar 175 milljón evra í styrki síðan 2000 Gerbreyting á íslensku rannsóknar- og þróunarumhverfi Erasmus stúdentar

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Tækni- og verkfræðideild Byggingariðnfræði. Kennsluskrá

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Tækni- og verkfræðideild Byggingariðnfræði. Kennsluskrá HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Tækni- og verkfræðideild Byggingariðnfræði Kennsluskrá 2005-2006 Uppfært 1. janúar 2006 Háskólinn í Reykjavík Ofanleiti 2 103 Reykjavík Höfðabakka 9 110 Reykjavík Sími: 599 6200 Netfang

More information

5. JÚNÍ. Endurmenntun. starfs- & umhverfisskipulag. umhverfisfræði. Náttúru- & Landgræðsla. Skógfræði & Búvísindi Hestafræði Framhaldsnám

5. JÚNÍ. Endurmenntun. starfs- & umhverfisskipulag. umhverfisfræði. Náttúru- & Landgræðsla. Skógfræði & Búvísindi Hestafræði Framhaldsnám Búvísindi Hestafræði Framhaldsnám starfs- & Endurmenntun umhverfisskipulag Náttúru- & umhverfisfræði Skógfræði & Landgræðsla LbhÍ er mennta- og rannsóknastofnun á sviði náttúrunýtingar og umhverfisfræða

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel.

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel. Það var frábært að koma aftur inn í skólaumhverfi og stunda nám sem var bæði hagnýtt og fræðilegt. Einnig lærir maður mikið af því að vinna verkefni með fólki úr ólíkum fyrirtækjum. Patrick Karl Winrow,

More information

VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR

VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR Svavar Jónatansson, Á tímabilinu 1988-1996 var á vegum Virkis Orkint, nú Virkis h.f., unnið að nokkrum áhugaverðum verkefnum og má þar nefna: Hagkvæmniathugun

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Stærðfræði við lok grunnskóla

Stærðfræði við lok grunnskóla Stærðfræði við lok grunnskóla Stutt samantekt helstu niðurstaðna úr PISA 2003 rannsókninni Júlíus K. Björnsson Almar Miðvík Halldórsson Ragnar F. Ólafsson Rit nr. 15, 2004 2 Námsmatsstofnun desember 2004.

More information

Álver í Helguvík. Nýr framkvæmdastjóri. Kjaramál. Áhættustjórnun. Framtíð verkfræðinnar við HÍ. Framkvæmdir á Engjateigi. VerkTækni golfmótið

Álver í Helguvík. Nýr framkvæmdastjóri. Kjaramál. Áhættustjórnun. Framtíð verkfræðinnar við HÍ. Framkvæmdir á Engjateigi. VerkTækni golfmótið 3 Nýr framkvæmdastjóri 7. t b l. 1 4. á r g. 2 0 0 8 4 Kjaramál 6 Áhættustjórnun 8 Framtíð verkfræðinnar við HÍ 10 Framkvæmdir á Engjateigi 12 VerkTækni golfmótið Álver í Helguvík Þann 10. september gaf

More information

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið

Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið Valgreinar fyrir 8. bekk skólaárið 2016-2017 1 Efnisyfirlit Kennslulýsingar... 3 Valgreinar utan skóla (félagsstörf eða sérskólanám)... 3 Valgreinar í Síðuskóla... 4 Bíó, bókmenntir og menning... 4 E-twinning...

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010

ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 ANNUAL REPORT 2010 ÁRSSKÝRSLA 2010 Annual Report 2010/Ársskýrsla 2010 Icelandic bilateral development cooperation from 1 January to 31 December 2010 Tvíhliða þróunarsamvinna Íslands 1. janúar til 31. desember

More information