ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

Size: px
Start display at page:

Download "ENDURMENNTUN. FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1"

Transcription

1 ENDURMENNTUN FYRIR SÉRFRÆÐINGA OG STJÓRNENDUR Námskeiðsframboð haustið 2013 STUTT NÁMSKEIÐ 1

2 OPNI HÁSKÓLINN Í HR Efnisyfirlit Stutt námskeið 4 Alþjóðaviðskipti og efnahagsmál 4 Bókhald 5 Fjármál og rekstur 6 Lagaleg viðfangsefni 11 Mannauður 12 Markaðsmál og sala 14 Stjórnun og stefnumótun 16 Tækni- og verkfræði 18 Tölvunarfræði 22 Verkefnastjórnun 26 Lengri námskeið 28 PMD-stjórnendanám HR og MBA 30 Samstarf við atvinnulífið 31 Starfsfólk 34 Velkomin í Opna háskólann í HR Íslenskt atvinnulíf hefur þróast mjög hratt á undanförnum árum; tækninni hefur fleygt fram og áherslur breyst töluvert. Við þurfum því stöðugt að viðhalda og bæta færni okkar og þekkingu til að vera samkeppnishæf á vinnumarkaði. Hjá Opna háskólanum í HR er mikill metnaður lagður í að vera í takt við þarfir atvinnulífsins og bjóða upp á fræðslu og menntun á lykilsviðum HR sem eru tækni, viðskipti og lög. Viðskiptavinir okkar eru annars vegar sérfræðingar og stjórnendur sem vilja bæta árangur í starfi og efla persónulega færni og hins vegar fyrirtæki og stofnanir sem leita til okkar eftir heildarlausnum á sviði fræðslumála með fjárfestingu í mannauði og verðmætasköpun að leiðarljósi. Námskeiðsframboð okkar byggir á traustum fræðilegum grunni og hagnýtri þekkingu úr atvinnulífinu. Leiðbeinendur við Opna háskólann í HR eru ýmist sérfræðingar Háskólans í Reykjavík, aðrir fulltrúar atvinnulífs eða erlendir gestafyrirlesarar. Á vefnum opnihaskolinn.is eru ítarlegri upplýsingar um öll námskeið, leiðbeinendur, verð og skráningu. 2 OPNI HÁSKÓLINN Í HR OPNI HÁSKÓLINN Í HR 3

3 STUTT NÁMSKEIÐ Styttri námskeið Opna háskólans í HR eru á bilinu 3 30 klst. að lengd. Námskeiðin eru hagnýt en byggja á traustum fræðilegum grunni. Horft er til alþjóðlegra fyrirmynda og leitað til fremstu sérfræðinga við þróun og uppbyggingu. Námsefnið er alltaf sniðið að íslensku atvinnulífi. Alþjóðaviðskipti og efnahagsmál Bókhald Efnahagslífið hefur tekið stakkaskiptum undanfarin ár og ekki síst vegna aukinnar alþjóðavæðingar. Jafnframt hefur verið lögð áhersla á að bæta aðgengi íslenskra fyrirtækja að erlendum mörkuðum. Þvermenningarleg samskipti Cross-cultural negotiations Kennt á ensku 2. október Þátttakendur á námskeiðinu læra að bæta samskipti og samningatækni í hnattvæddu alþjóðlegu samfélagi. Leiðbeinendur: Sigurður Ragnarsson, MBA í stjórnun og markaðsfræðum, stundakennari við viðskiptadeild HR og Erla S. Kristjánsdóttir, PhD, aðjúnkt við viðskiptadeild HÍ. Fjármagnshöft efni og þróun þeirra frá 2008 NÝTT 29. október Á námskeiðinu verður fjallað um tilurð fjármagnshafta og markmið með þeim. Þá verður farið yfir hagnýt atriði tengd fjármagnshöftunum og í lokin almennar umræður. Leiðbeinendur: Jón Karlsson, ML, forstöðumaður undanþágudeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands og Pétur Steinn Pétursson, forstöðumaður eftirlitsdeildar gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands. Jón Karlsson Námskeið: Fjármagnshöft efni og þróun þeirra frá 2008 Fjármagnshöft tóku gildi stuttu eftir bankahrunið haustið 2008 og eru enn við lýði, nú tæpum fimm árum síðar. Hvers vegna voru þau sett á, hvaða áhrif höfðu þau og hver eru áframhaldandi áhrif þeirra? Jón Karlsson og Pétur Steinn Pétursson, starfsmenn gjaldeyriseftirlits Seðlabanka Íslands, leitast við að svara því og fleiri spurningum á námskeiðinu Fjármagnshöft efni og þróun þeirra frá Eins og nafnið gefur til kynna verður á námskeiðinu gerð grein fyrir þeim takmörkunum á fjármagnshreyfingum á milli landa og gjaldeyrisviðskiptum sem verið hafa hér á landi frá 28. nóvember 2008 en þær takmarkanir hafa í daglegu tali verið nefndar gjaldeyrishöft, segir Jón. Fjallað verður um tilurð og markmið að baki höftunum sem og þróun laga og reglna sem þau hafa byggt á fram til dagsins í dag. Námskeiðið er öllum opið en Jón telur að fólk úr viðskiptalífinu muni hafa mestan áhuga á að sækja það. Það er, stjórnendur og starfsmenn þeirra fyrirtækja sem höftin snerta með einhverju móti. Markmið námskeiðsins er að fara yfir hagnýt atriði sem tengjast höftunum og veita þátttakendum betri innsýn í efni þeirra og eðli. Í lokin verða svo almennar umræður. Straumlínustjórnun var skemmtilegt og fræðandi nám, umgjörðin flott og andinn góður. Ég mun hiklaust stunda meira nám í Opna háskólanum í framtíðinni. Ásdís Kristinsdóttir, forstöðumaður verkefnastofu Orkuveitu Reykjavíkur Úrval vandaðra námskeiða til sí- og endurmenntunar fyrir starfandi bókara, í góðu samstarfi við Félag viðurkenndra bókara (FVB) og útskrifaða nemendur. Excel í starfi bókarans 28. október Hagnýtt námskeið í notkun Excel fyrir starfandi bókara. Námskeiðið veitir félagsmönnum FVB samtals 30 endurmenntunareiningar. Leiðbeinandi: Páll Daði Ásgeirsson, lögg. endursk. hjá Deloitte. Tekjuskattsskuldbinding, sjóðstreymi og skattar 26. og 27. nóvember Námskeið í reikningshaldi fyrir starfandi bókara. Námskeiðið veitir félagsmönnum FVB 15 endurmenntunareiningar. Leiðbeinandi: Lúðvík Þráinsson, lögg. endursk. hjá Deloitte. 4 STUTT NÁMSKEIÐ ALÞJÓÐAVIÐSKIPTI OG EFNAHAGSMÁL BÓKHALD STUTT NÁMSKEIÐ 5

4 Nálgun námsefnis er hagnýt og í takt við strauma og stefnur atvinnulífsins Fjármál og rekstur Traustur og öflugur fjármálamarkaður er þjóðinni mikilvægur. Í samstarfi við helstu fjármálafyrirtæki landsins, hin ýmsu samtök á sviði fjármála og háskólasamfélagið bjóðum við upp á námskeið sem bæta sérfræðiþekkingu og vönduð vinnubrögð stjórnenda og annarra starfsmanna á fjármálamarkaði. Námsframboðið er fjölbreytt og tekur á öllum helstu viðfangsefnum fjármálafræða. Beyond Budgeting NÝTT 30. ágúst Markmið námskeiðsins er að veita þátttakendum innsýn inn í Beyond Budgeting stjórnunarmódelið og hvernig fyrirtæki eru rekin án hefðbundinna fjárhagsáætlana. Farið verður yfir reynslu fjölmargra fyrirtækja af notkun módelsins m.t.t. gerðar rúllandi fjárhagsspáa (e. rolling forecast), markmiðasetningar og stjórnun kostnaðar ásamt öðrum þáttum módelsins. Leiðbeinendur: Axel Guðni Úlfarsson, BSc í viðskiptafræði frá HR, sérfræðingur í hagdeild Össurar og Birgir Grétar Haraldsson, lögg. endursk., forstöðumaður hagdeildar Össurar. Fjármál fyrir stjórnendur 5. og 6. september Námskeiðinu er ætlað að kynna fyrir þátttakendum undirstöðuatriði fjármálastjórnunar; áætlanir og kostnaðargreiningu, ársreikninga og helstu kennitölur, fjármögnun og fjárstýringu og verðmat fyrirtækja og fjárfestingakosta. Leiðbeinandi: Hrönn Greipsdóttir, MBA frá City University. Það var frábært að koma aftur inn í skólaumhverfi og stunda nám sem var bæði hagnýtt og fræðilegt. Einnig lærir maður mikið af því að vinna verkefni með fólki úr ólíkum fyrirtækjum. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel. Power Pivot Excel 10. og 12. september PowerPivot er viðbót í Excel sem gefur notendum möguleika á að útfæra eigin greiningar, skýrslur og mælaborð með lítilli fyrirhöfn. Með PowerPivot má skilja á milli gagna, útreikninga og flokkana annars vegar og skjalanna sjálfra hins vegar. Þetta skilar miklum sveigjanleika og tímasparnaði. Leiðbeinandi: Grímur Sæmundsson, kerfisfræðingur frá HR, sérfræðingur í gagnavöruhúsum hjá Sjóvá. Líkanagerð fyrir rekstraráætlanir, arðsemismat og verðmat 17., 24. og 26. september Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái færni í gerð reiknilíkana í Excel, fyrst og fremst á sviði fyrirtækjareksturs og fjármála. Einkum verður fjallað um gerð líkana fyrir rekstraráætlanir fyrirtækja en einnig arðsemislíkön fyrir fjárfestingaverkefni og áætlanir um fjárstreymi til að meta virði fyrirtækja. Leiðbeinandi: Páll Jensson, PhD í aðgerðarannsóknum, MSc í iðnaðarverkfræði frá DTU, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR. Fjárfestingar fagfjárfesta NÝTT 18. og 19. september Kynntar eru helstu aðferðir við ákvarðanatöku í algengustu ferlum fagfjárfesta. Farið verður yfir lög og reglur sem gilda, mengi fjárfestinga skoðað heima og að heiman sem og einkenni þeirra á íslenskum markaði. Leiðbeinandi: Birgir Stefánsson, MSc, sjóðsstjóri hjá Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins. Áhættustýring mælingar og viðbrögð NÝTT 27. og 30. september og 1. október Þátttakendur kynnast mörgum af þeim líkönum og útreikningum sem notuð eru við áhættustýringu, læra um tilgang þeirra og hvernig eigi að túlka niðurstöður slíkra útreikninga. Horft er til notkunar fyrirtækja á áhættustýringu. Námskeiðið kemur að góðum notum fyrir þá sem hyggjast þreyta GARP og PRIMA-prófin sem eru alþjóðleg viðurkenningarpróf í áhættustýringu. Leiðbeinandi: Kristján Markús Bragason, MSc í fjármálum fyrirtækja og MSc í fjárfestingastjórnun. 6 STUTT NÁMSKEIÐ FJÁRMÁL OG REKSTUR FJÁRMÁL OG REKSTUR STUTT NÁMSKEIÐ 7

5 Undirstöðuatriði við verðmat fyrirtækja NÝTT Kennt á ensku 8. október Sverrir Ólafsson Námskeið: Undirstöðuatriði við verðmat fyrirtækja Á námskeiðinu verður farið yfir helstu atriði í verðmati eigna almennt með sérstaka áherslu á verðmat einstakra verkefna og fyrirtækja. Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson, PhD, prófessor í fjármálastærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Áhættustýring og innra eftirlit 24. og 25. október Fjallað verður um uppbyggingu og innleiðingu innra eftirlits hjá fyrirtækjum og stofnunum. Einnig verður farið í aðferðarfræði við að greina, meta og stýra þeirri áhættu sem fyrirtæki og stofnanir standa frammi fyrir og eftirlitsaðgerðir eiga að beinast að. Umfjöllunin tekur m.a. mið af eftirlitslíkani COSO (Internal Control Integrated Framework) sem gefið var út í uppfærðri útgáfu í maí Hlutverk og ábyrgð stjórnar, stjórnenda, almennra starfsmanna og innri endurskoðenda verður skilgreint við uppbyggingu og vöktun innra eftirlits. Leiðbeinendur: Anna Margrét Jóhannesdóttir, stjórnsýslufræðingur og faggiltur innri endurskoðandi hjá Reykjavíkurborg og Nanna Huld Aradóttir, viðskiptafræðingur og faggiltur innri endurskoðandi hjá Seðlabanka Íslands. Á þessu námskeiði verður farið yfir helstu atriði í verðmati eigna almennt, með sérstakri áherslu á verðmat einstakra verkefna og fyrirtækja, segir Sverrir Ólafsson, prófessor við viðskiptadeild HR og leiðbeinandi á nýju námskeiði sem snýr að fjármálum og rekstri; The Basis of Corporate Value Creation. Í upphafi förum við yfir almenn atriði verðmats með áherslu á þá þætti sem helst hafa áhrif á verð, svo sem vöxt og ávöxtun nýtts fjármagns í samanburði við fjármagnskostnað, bætir Sverrir við. Hann segir nemendur fá að kynnast verðmatslíkönum á borð við DCF (e. discounted cash flow) og EP (e. economic profit) sem notuð verði í raunverulegum verkefnum og þannig geti nemendur séð kosti þeirra og galla. Þá ræðum við mögulegar leiðir til að bæta hefðbundnar verðmatsaðferðir með því að notast við aðferðir sem byggja á notkun afleiðusamninga. Sverrir undirstrikar kosti þess að nota afleiðusamninga við verðmat, t.d. á nýsköpunarfyrirtækjum og einkaleyfum. Á námskeiðinu verður einnig skoðuð mismunandi fjármögnun verkefna og fyrirtækja, með tilliti til áhrifa á áhættu. Þá verða ávöxtunarhorfur hlutafjár greindar og í lok námskeiðsins fá nemendur að spreyta sig á að nota verðmatsaðferðirnar til að meta hagkvæmni yfirtöku eða samruna fyrirtækja. 8 STUTT NÁMSKEIÐ FJÁRMÁL OG REKSTUR STUTT NÁMSKEIÐ 9

6 Lagaleg atriði við gerð samninga NÝTT 28. nóvember Sala til fagfjárfesta NÝTT 5. og 6. nóvember Námskeiðið miðar að því að auka skilning og þekkingu söluaðila á fagfjárfestum og eðli viðskipta. Skoðuð verða raunveruleg dæmi í söluferlum, kynningum og nálgun við kaupendur/seljendur. Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson, PhD, prófessor í fjármálastærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR. Notkun afleiða í fjármálum fyrirtækja NÝTT Kennt á ensku 12. nóvember Hægt er að nota afleiður til að mynda tilbúið sjóðstreymi sem meðal annars getur nýst til að mæta fjárhagslegum skuldbindingum. Á þessu námskeiði verða rædd mörg dæmi um notkun afleiða við áhættustýringu. Leiðbeinandi: Sverrir Ólafsson, PhD, prófessor í fjármálastærðfræði við tækni- og verkfræðideild HR. IFRS alþjóðlegir reikningsskilastaðlar NÝTT 12. nóvember Á námskeiðinu verður farið yfir grunnreglur alþjóðlegra reikningsskilastaðla (IFRS). Fjallað verður um framsetningu reikningsskila sem og helstu skráningar- og matsreglur eigna, skulda, tekna og gjalda. Leiðbeinandi: Unnar Friðrik Pálson, MSc í fjármálum fyrirtækja og MSc í fjárfestingastjórnun, aðjúnkt við viðskiptadeild HR og löggiltur endurskoðandi hjá KPMG. Endurskipulagning fyrirtækja 20. og 21. nóvember Farið verður yfir grunnatriði fjárhagslegrar endurskipulagningar fyrirtækja með sérstaka áherslu á sameiningu fyrirtækja í fjárhagslegum vanda. Fjallað verður um endurskipulagningu skulda, eigna og eigin fjár, hagrænar ástæður og nauðsyn endurskipulagningar. Leiðbeinandi: Brynjar Pétursson, MBA frá MIT, stofnandi Contra og stundakennari við HR. Greining ársreikninga 10. og 12. desember Fjallað verður um lykilstærðir og áhersla lögð á þau atriði sem mestu máli skipta í núverandi rekstrarumhverfi, s.s. sjóðstreymi og fjárhagsstöðu. Greining ársreikninga verður svo sett í samhengi við mat á skuldsetningu, áhættu og arðsemi. Leiðbeinandi: Kristján Markús Bragason, MSc í fjármálum fyrirtækja og MSc í fjárfestingastjórnun. sviksemi í fjármálum og fjármálaglæpir NÝTT Fraud Accounting Kennt á ensku 4. september Farið verður yfir það hverjir fremja slíka glæpi, hvernig koma má auga á þá og hvernig koma má í veg fyrir þá og spara fyrirtækjum um leið stórar fjárhæðir. Leiðbeinandi: Rick Dull, PhD, dósent við Virginia Tech University. Lagaleg viðfangsefni Það er samfélagi okkar afar mikilvægt að bjóða upp á faglegan vettvang þar sem fram fer fræðsla og málefnaleg umræða um hin ýmsu álitamál á sviði lagalegra viðfangsefna. Með fjölbreyttum námskeiðum Opna háskólans á þessu sviði miðlum við þekkingu fremstu sérfræðinga lagadeildar HR og sérfræðinga í íslensku atvinnulífi. Barnaréttur: Breytingar á ákvæðum um forsjá og umgengni NÝTT 17. september Á námskeiðinu verður fjallað um barnalögin nr. 76/2003 og áhersla lögð á þær fjölmörgu breytingar sem gerðar voru á barnalögum með breytingarlögum nr. 61/2012. Breytingarnar tóku gildi 1. janúar 2013 og snúa einkum að ákvæðum um forsjá og umgengni. Ýmis mikilvæg nýmæli er að finna í hinum nýju ákvæðum og verður vandlega farið yfir þær breytingar. Leiðbeinandi: Dögg Pálsdóttir, cand.jur. og MPH í lýðheilsufræðum, aðjúnkt við lagadeild HR. Lagaenska Kennt á ensku 14., 17. og 21. október Hagnýtt námskeið fyrir lögfræðinga sem vilja bæta enskukunnáttu sína. Leiðbeinandi: Erlendína Kristjánsson, M.Paed., aðjúnkt við viðskiptadeild HR. Fjallað er um það hvenær samningur telst hafa stofnast og hvaða sjónarmið gilda um mismunandi samninga. Farið verður yfir helstu reglur um túlkun samninga og litið verður til helstu samningsákvæða, t.d. í fjármögnunarsamningum. Þá verður fjallað um ógildingu samninga og heimildir til riftunar. Ennfremur verður farið yfir þýðingu fyrirvara við samningsgerð sem og umboðsreglur sem getur reynt á. Leiðbeinandi: Eiríkur Elís Þorláksson, LL.M. og hrl., lektor við lagadeild HR. Eiríkur Elís Þorláksson Námskeið: Lagaleg atriði við gerð samninga Eiríkur Elís Þorláksson, hæstaréttarlögmaður og lektor við lagadeild HR, er leiðbeinandi á námskeiðinu Lagaleg atriði við gerð samninga. Á námskeiðinu verður farið yfir þau lagalegu atriði sem geta komið upp við hvers kyns samningsgerð, segir Eiríkur. Hann segir námskeiðið henta mörgum en það sé þó sérstaklega miðað að stjórnendum í atvinnulífinu sem hafi með samningagerð að gera. Farið verður yfir helstu reglur um túlkun samninga og fjallað um ógildingu samninga og heimildir til riftunar, bætir Eiríkur við en rétturinn til að rifta samningi er einmitt eitt þeirra vafaatriða sem oft er ógreinilegt í samningum og getur leitt til lengri tíma skjalavafsturs og jafnvel lagalegra inngripa sé ekki rétt staðið að uppsögn á samningi. 10 STUTT NÁMSKEIÐ FJÁRMÁL OG REKSTUR LAGALEG VIÐFANGSEFNI STUTT NÁMSKEIÐ 11

7 Mannauður Góður starfsandi og samheldni innan vinnustaða er mikilvægur þáttur í að ná markmiðum og árangri. Mikilvægt er fyrir stjórnendur að hlúa vel að liðsheildinni og vera í stakk búnir til að takast á við krefjandi störf á sviði mannauðsmála. Námskeiðin miða að því að bæta árangur í starfi og auka persónulega færni þátttakenda, m.a. á sviði samskipta og skipulags. Mælaborð mannauðsstjórans arðsemi og árangur 12. og 19. september Skoðað er hvaða mælikvarðar skipta máli og hvernig þeir geta verið breytilegir á milli vinnustaða. Unnið verður með raungögn þátttakenda eins mikið og hægt er og mælaborð þeirra búið til eða endurbætt þannig að þeir séu tilbúnir að kynna mannauðsmælingar á næsta stjórnendafundi á sínum vinnustað. Leiðbeinandi: Herdís Pála Pálsdóttir, MBA og ACC markþjálfi, sjálfstætt starfandi markþjálfi og ráðgjafi. Framkoma og tjáning 24. og 25. september Þátttakendur eru þjálfaðir í að gera á skilmerkilegan hátt grein fyrir máli sínu, leggja áherslu á aðalatriði og tala af öryggi fyrir framan hóp fólks. Unnið er út frá verkefnum úr lífi og starfi þátttakenda og þeir þjálfaðir í að útskýra þau á sannfærandi og hnitmiðaðan hátt. Leiðbeinandi: María Ellingsen, BA í leiklist frá New York University, leikstjóri, höfundur og kennari. Árangursrík samskipti: Hlutverk stjórnenda 3. október Á námskeiðinu er lögð áhersla á að þátttakendur átti sig á eigin samskiptamynstrum. Þátttakendur þurfa að líta í eigin barm og setja sér markmið varðandi samskiptamáta. Sérstaklega er farið yfir samvinnu í hópi, ólíka samskiptastíla og vænlegar leiðir til að ná fram breytingum í samskiptamynstrum. Leiðbeinandi: Sigríður Hulda Jónsdóttir, MA í náms- og starfsráðgjöf. 12 STUTT NÁMSKEIÐ MANNAUÐUR Starfsmannasamtöl, launaviðtöl og samningatækni 8. og 9. október Á námskeiðinu verða kynnt tæki og tól sem nýst geta stjórnendum til að undirbúa sig af kostgæfni fyrir starfsmannasamtöl og launaviðtöl. Leiðbeinendur: Ingunn B. Vilhjálmsdóttir, MBA, ráðgjafi hjá Attentus og Inga Björg Hjaltadóttir, hdl. hjá Attentus. Áttu stund? Tímastjórnun og skipulag NÝTT 9. október Vinnustofa þar sem farið er yfir hagnýt ráð varðandi tölvupóst, skipulag, forgangsröðun, truflanir og algenga tímaþjófa. Gerðar eru æfingar sem auðvelda þátttakendum að nýta tímann betur og þar með afkasta meiru. Lögð er áhersla á virka þátttöku og raunhæf dæmi. Leiðbeinandi: Alda Sigurðardóttir, BA í stjórnmála- og atvinnulífsfræði frá HÍ og ACC stjórnendamarkþjálfi, markþjálfi og eigandi Vendum stjórnendaþjálfunar. Aukin orka, starfsánægja og lífsgæði NÝTT 24. október Kynntar verða nokkrar einfaldar en áhrifaríkar leiðir sem geta elft orku okkar þannig að við nýtum tíma okkar betur, verðum ánægðari í starfi og lífsgæði aukast. Æfingarnar snúa að því hvernig við byrjum daginn í vinnunni, gerum upp vikuna o.fl. Leiðbeinandi: Herdís Pála Pálsdóttir, MBA og ACC markþjálfi, sjálfstætt starfandi markþjálfi og ráðgjafi. Leiðir til úrlausna krefjandi starfsmannamála 5. og 6. nóvember Tekið er bæði á jákvæðum og neikvæðum hliðum starfsmannamála og úrlausnum tengdum þeim. Horft er til áhrifa persónulegra erfiðleika á starfsumhverfi og metnað. Jafnframt er ákjósanleg frammistaða starfsmanna skoðuð og farið yfir umbunarkerfi og hvata. Leiðbeinandi: Gunnhildur Arnardóttir, MBA, framkvæmdastjóri Stjórnvísi. Starfsánægja og liðsheild 11. nóvember Hvernig er hægt að stuðla að sterkri liðsheild í atvinnulífinu með aðferðum íþróttasálfræðinnar? Hvað er liðsheild? Hvað einkennir þau lið sem ná árangri og hvernig er hægt að nýta sér þá þekkingu? Skoðað verður hvað stjórnandi getur gert til þess að efla liðsheild á sínum vinnustað, m.a. með aðferðum sem þjálfarar og íþróttamenn nota til þess að ná hámarks árangri. Leiðbeinandi: Hafrún Kristjánsdóttir, Cand. Psych., MSc. og sviðsstjóri við íþróttafræðisvið HR. Gunnhildur Arnardóttir Námskeið: Leiðir til úrlausna krefjandi starfsmannamála Námskeiðið er ætlað stjórnendum með mannaforráð sem vilja efla sig enn frekar í starfi og leysa krefjandi starfsmannamál á farsælan hátt, segir Gunnhildur Arnardóttir, framkvæmdastjóri Stjórnvísi, en hún leiðbeinir á námskeiðinu Leiðir til úrlausna krefjandi starfsmannamála. Það er hagur stjórnandans, starfsmannsins og vinnustaðarins að leysa úr málum á sem bestan hátt. Þess vegna er lögð áhersla á jákvæðar aðferðir við að greiða úr erfiðum málum. Gunnhildur segist velta upp bæði neikvæðum og jákvæðum hliðum starfsmannamála og leiðir til úrbóta. Það geta verið viðbrögð við áföllum og breytingum, uppsagnir, veikindi, fjarvistir, óásættanleg frammistaða eða hrós, hvati og endurgjöf. Þá verði farið yfir hvernig eigi að nálgast og ræða við starfsmenn til að ná fram æskilegum breytingum. Gunnhildur segir of algengt að stjórnendur bíði með að tala við starfsmann í þeirri von að vandamálið leysist en það sé árangurslítil leið. Á þessu námskeiði heyra þátttakendur reynslusögur annarra og læra mikilvægi þess að fresta ekki til morguns því sem hægt er að gera í dag. MANNAUÐUR STUTT NÁMSKEIÐ 13

8 Markaðsmál og sala Ímynd og ásýnd fyrirtækja og stofnana er mikilvæg aukinni verðmætasköpun. Í samstarfi við öflugt fagráð og félag íslensks markaðsfólks (ÍMARK) viljum við stuðla að faglegu markaðs- og sölustarfi og auka veg og virðingu sérfræðinga og stjórnenda sem starfa á þessu sviði. Sölutækni og þjónustuframkoma fyrir afgreiðslufólk í verslunum NÝTT 17. október Þátttakendur eru þjálfaðir með raunhæfum æfingum. SVAKAsölumódelið er kynnt og farið er yfir hvernig skipulag þess nýtist við sölu í verslunum. Leiðbeinandi: Ágústa Þóra Jónsdóttir, MBA, markaðs- og sölustjóri hjá Hringrás endurvinnslu. Vinnustofa í ráðgefandi sölu og þjónustu NÝTT 22. og 24. október Á námskeiðinu er lögð sérstök áhersla á að þátttakendur setji sig í spor viðskiptavina, spyrji spurninga og hugi að því hver og hvernig eigi að nýta það sem verið er að selja. Leiðbeinandi: Ágústa Þóra Jónsdóttir, MBA, markaðs- og sölustjóri hjá Hringrás endurvinnslu. Linked-in og við sem vörumerki 12. og 14. nóvember Á námskeiðinu er kynnt hvernig byggja megi upp markviss ferli í notkun LinkedIn og eru ýmis greiningartæki og tól kynnt til sögunnar. Farið er yfir markmiðatengda stefnumótun í notkun samfélagsmiðla og hvernig tengja megi slíkt við heildarímynd og stefnu fyrirtækja. Leiðbeinandi: Þorvarður Goði Valdimarsson, MBA, markaðsráðgjafi. Viðburðastjórnun 14., 16., 21. og 23. október Skoðað er að hverju þarf að huga við undirbúning og skipulag viðburðar; markaðssetningu, framkvæmd, samantekt og mati. Viðburðastjórnun er einnig skoðuð út frá sjónarhorni upplýsingafulltrúa og almannatengla sem vilja komu vöru eða þjónustu á framfæri með árangursríkum hætti. Á námskeiðinu er ennfremur lögð áhersla á hagnýta nálgun með því að fá í heimsókn fyrirlesara með haldbæra reynslu af viðburðastjórnun á ólíkum sviðum. Leiðbeinandi: Svanhvít Friðriksdóttir, MA í almannatengslum og markaðssamskiptum frá University of Westminster, upplýsingafulltrúi hjá WOW air og formaður AÍ. Svanhvít Friðriksdóttir Námskeið: Viðburðastjórnun Viðburðastjórnun er mikilvægur hluti af allri starfsemi tengdri markaðsmálum því það skiptir sköpum að viðburðir sem efnt er til uppfylli markmiðin sem sett eru í upphafi. Þeir geta farið fram á mismunandi vettvangi, á samfélagsmiðlum, vefsíðum, í ljósvakamiðlum og blöðum, svo að ýmsu er að hyggja og oft þarf að samræma aðgerðir vel. Námskeiðið er hagnýtt þeim sem vilja nýta sér viðburði sem öflugt tól í markaðssetningu og almannatengslum, segir Svanhvít Friðriksdóttir, upplýsingafulltrúi hjá WOW Air og formaður Almannatengslafélags Íslands en hún kennir námskeiðið Viðburðastjórnun. Ég mun fara yfir hvernig vel framkvæmdir viðburðir, bæði stórir sem smáir, geta haft mikil áhrif á árangur fyrirtækja til að ná til almennings á jákvæðan hátt. Hún segir mikilvægt að líta á heildarmyndina við undirbúning viðburðar. Illa skipulagður viðburður getur haft þau áhrif að betra sé heima setið en af stað farið. Námskeiðið er opið öllum og segir Svanhvít það vera fyrir alla þá sem koma með einhverjum hætti að skipulagningu viðburða, bæði stórra og smárra og vilja ná árangri í starfi sínu. Hringborðsumræður markaðsstjóra NÝTT Haustið 2013 Lokað námskeið fyrir markaðsstjóra þar sem tekist er á við helstu áskoranir stjórnenda í markaðsstarfi fyrirtækja. Hópurinn mun hittast nokkrum sinnum yfir önnina og takast á við og ræða fyrirfram ákveðin viðfangsefni. Frábært tækifæri til að efla tengslanetið, auka víðsýni og bæta árangur í starfi. Leiðbeinandi: Ninja Ómarsdóttir, MSc í alþjóðlegri viðskiptastjórnun frá Copenhagen Business School. 14 STUTT NÁMSKEIÐ MARKAÐSMÁL OG SALA MARKAÐSMÁL OG SALA STUTT NÁMSKEIÐ 15

9 Case-vinnustofa í samningatækni 6. og 13. desember Stjórnun og stefnumótun Markmiðið er að gera þátttakendur að sterkari samningamönnum með því að kynna fyrir þeim aðferðafræði sem nýtist einnig samstarfsfólki þeirra og leiðir til bættra samninga fyrir vinnustaðinn í heild. Leiðbeinandi: Aðalsteinn Leifsson, MSc í alþjóðastjórnmálum og MBA, lektor við viðskiptadeild HR. Námskeiðin eru skipulögð þannig að þau auki færni, frammistöðu og frumkvæði stjórnenda í dagsins önn. Þau miða að því að styðja stjórnendur í að takast á við helstu áskoranir í íslensku viðskiptalífi, vakta breytingar og tækifæri og nýta sannreyndar og hagnýtar leiðir með hliðsjón af nýrri tækni og þróun alþjóðasamfélagsins. Við uppbyggingu námskeiða á þessu sviði störfum við náið með stjórnendamenntun viðskiptadeildar HR og leggjum áherslu á virkt samstarf við fagfélög á borð við Stjórnvísi. Samningatækni grunnur 4. september Á námskeiðinu er fjallað um helstu atriði árangursríkrar samningamennsku og samvinnu til að komast að góðu samkomulagi. Með fyrirlestrum, umræðum og æfingum afla nemendur sér þekkingar og færni í samningatækni. Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson, MBA í stjórnun og markaðsfræðum, stundakennari við viðskiptadeild HR. CAF líkanið: Aðferðir við sjálfsmat og framkvæmd CAF verkefna NÝTT 10. og 11. september Námskeiðið er ætlað stjórnendum og sérfræðingum sem hyggjast beita CAF-líkaninu við stjórnun og leiða CAF-verkefni. Leiðbeinandi: Haraldur Hjaltason, MSc í rekstrarverkfræði, framkvæmdastjóri ráðgjafafyrirtækisins Artemis. Agile og Lean: Inngangur fyrir stjórnendur með Advania NÝTT 12. september Agile og Lean aðferðir (t.d. Scrum, XP og Kanban) hafa verið að ryðja sér til rúms í tæknigeiranum á undanförnum árum. Innleiðing þessara aðferða hefur í för með sér töluverðar breytingar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er fyrir stjórnendur, fulltrúa viðskiptahliðar og aðra sem starfa með þróunarteymum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi bakgrunn í tæknilegri vinnu. Leiðbeinandi: Baldur Kristjánsson, MSc í Business Informatics frá Universiteit Utrecht í Hollandi og BSc í tölvunarfræði frá HR. Sérfræðingur í hugbúnaðargerð og stjórnun upplýsingatækniverkefna hjá Advania. Samningatækni framhald 18. september Framhaldsnámskeið í samningatækni þar sem lögð er sérstök áhersla á það stig samningamennsku þar sem samingsaðilar vinna saman að lausnum sem eiga að skila sameiginlegum ávinningi. Fjallað er um faglega ákvarðanatöku og traust og siðferði í samningamennsku. Leiðbeinandi: Sigurður Ragnarsson, MBA í stjórnun og markaðsfræðum, stundakennari við viðskiptadeild HR. Leiðtogafærni: Lykilhlutverk leiðtoga 16. og 23. október Á námskeiðinu verður fjallað um lykilhlutverk og helstu áskoranir stjórnenda í dag. Áhersla verður lögð á að miðla vinnubrögðum sem munu koma til með að styrkja og þróa leiðtogahæfileika þátttakenda. Leiðbeinandi: Auður Arna Arnardóttir, PhD í ráðgjafarsálfræði, lektor við viðskiptadeild HR. stjórnun 2.0 NÝTT 21. og 26. nóvember Hér verður farið yfir nýjar og óhefðbundnar stjórnunaraðferðir sem nokkur fremstu fyrirtæki heims hafa tileinkað sér eins og t.d. Google, Semco, Whole Foods o.fl. Aðstæður fyrirtækja og eðli þeirra er allt annað nú en fyrir 100 árum og kalla nýir tímar á nýjan hugsunarhátt við uppbyggingu og stjórnun fyrirtækja. Leiðbeinandi: Pétur Arason, MSc í rekstrarverkfræði frá háskólanum í Álaborg, framleiðsluþróunarstjóri hjá Marel. Breytingastjórnun 4. desember Fjallað verður um eðli breytinga á vinnustöðum, aðferðafræði við stjórnun breytinga, möguleg viðbrögð fólks við breytingum sem það hefur ekki sjálft frumkvæði að og leiðum til að styðja við fólk í breytingaferli. Leiðbeinandi: Ketill Berg Magnússon, MA, MBA, framkvæmdastjóri Festu og stundakennari við viðskiptadeild HR. Aðalsteinn Leifsson Námskeið: Case-vinnustofa í samningatækni Samningatækni skiptir sífellt meira máli í starfi og í daglegu lífi, þar sem við tökum fleiri og fleiri ákvarðanir í samvinnu við aðra, segir Aðalsteinn Leifsson, sem kennir Case vinnustofu í samningatækni. Við semjum ekki aðeins um laun og kaup og sölu á vörum og þjónustu heldur einnig um hvernig verkefni eru unnin, af hverjum og hvernig og um ýmis konar daglegar ákvarðanir á vinnustað og heimili. Aðalsteinn segir að hæfileikinn til að ná fram því besta með góðri samningatækni sé langt í frá meðfæddur. Flestir treysta á brjóstvitið í samningaviðræðum og sumir halda því fram að fólk fæðist góðir eða slæmir samningamenn. Rannsóknir benda hins vegar eindregið til þess að flestir séu slæmir samingamenn. Yfirleitt náum við ekki þeim árangri sem við gætum náð fyrir okkur sjálf auk þess sem við skiljum eftir verðmæti á borðinu eða missum af tækifærum til að skapa aukin verðmæti fyrir alla samningsaðila. Með því að læra og æfa vandaðar og heiðarlegar aðferðir í samningaviðræðum getum við náð betri árangri og á sama tíma skapað sterkari sambönd, hvort heldur við samstarfsmenn eða viðskiptavini. 16 STUTT NÁMSKEIÐ STJÓRNUN OG STEFNUMÓTUN STJÓRNUN OG STEFNUMÓTUN STUTT NÁMSKEIÐ 17

10 Háskólinn í Reykjavík útskrifar ríflega tvo þriðju þeirra sem ljúka tæknimenntun á háskólastigi á Íslandi Tækni- og verkfræði Atvinnulífið kallar eftir einstaklingum með menntun á sviði tækni- og raungreina. Hjá Opna háskólanum höfum við mætt þessari þörf með því að leggja aukna áherslu á vandað framboð sí- og endurmenntunar á sviði tækni- og verkfræði. Við vinnum náið með sérfræðingum innan tækni- og verkfræðideildar HR, Verkfræðingafélagi Íslands, Tæknifræðingafélagi Íslands og hinum ýmsu sérfræðingum í atvinnulífinu. Virkni mótorstýringa NÝTT 27. og 29. ágúst Námskeiðið hentar sérstaklega verk-, tækni- og iðnfræðingum og rafeindavirkjum sem starfa við raforkukerfi og vinna við uppsetningu og notkun stjórnbúnaðar fyrir aflfrek tæki eins og rafmagnsmótora. Leiðbeinendur: Kristinn Sigurjónsson, MSc í efnaverkfræði frá NTH og CSc í rafmagnsverkfræði frá HÍ, lektor við tækni- og verkfræðideild HR og Friðrik Alexanderson, BSc í rafmagnstæknifræði frá Odense Teknikum, deildarstjóri á iðnaðarsviði Verkís. Power Pivot Excel 10. og 12. september PowerPivot er viðbót í Excel sem gefur notendum möguleika á að útfæra eigin greiningar, skýrslur og mælaborð með lítilli fyrirhöfn. Með PowerPivot má skilja á milli gagna, útreikninga og flokkana annars vegar og skjalanna sjálfra hins vegar. Þetta skilar miklum sveigjanleika og tímasparnaði. Leiðbeinandi: Grímur Sæmundsson, kerfisfræðingur frá HR og sérfræðingur í gagnavöruhúsum hjá Sjóvá. 18 STUTT NÁMSKEIÐ TÆKNI- OG VERKFRÆÐI Upplýsingatækni í verkefnum Hefst 7. september Námskeiðið, sem er fyrir byrjendur og lengra komna, er hluti af námsbraut í Verkefnastjórnun APME og er kennt í fjarnámi. Kennt verður á hugbúnaðinn Word og Excel. Leiðbeinandi: Eðvald Möller, MSc í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá KTH í Svíþjóð og aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ. Agile og Lean: Inngangur fyrir stjórnendur með Advania NÝTT 12. september Agile og Lean aðferðir (t.d. Scrum, XP og Kanban) hafa verið að ryðja sér til rúms í tæknigeiranum á undanförnum árum. Innleiðing þessara aðferða hefur í för með sér töluverðar breytingar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er fyrir stjórnendur, fulltrúa viðskiptahliðar og aðra sem starfa með þróunarteymum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi bakgrunn í tæknilegri vinnu. Leiðbeinandi: Baldur Kristjánsson, MSc í Business Informatics frá Universiteit Utrecht í Hollandi og BSc í tölvunarfræði frá HR. Sérfræðingur í hugbúnaðagerð og stjórnun upplýsingatækniverkefna hjá Advania. Líkanagerð fyrir rekstraráætlanir, arðsemismat og verðmat 17., 24. og 26. september Markmið námskeiðsins er að þátttakendur nái færni í gerð reiknilíkana í Excel, fyrst og fremst á sviði fyrirtækjareksturs og fjármála. Einkum verður fjallað um gerð líkana fyrir rekstraráætlanir fyrirtækja en einnig arðsemislíkön fyrir fjárfestingaverkefni og áætlanir um fjárstreymi til að meta virði fyrirtækja. Leiðbeinandi: Páll Jensson, PhD í aðgerðarannsóknum, MSc í iðnaðarverkfræði frá DTU, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR. SQL-gagnagrunnar Hefst 1. október Farið er yfir helstu atriði við notkun á SQL-gagnagrunni eins og fyrirspurnir og uppfærslur á gögnum. Meðal annars er farið yfir eftirfarandi atriði: Hvernig sækja á gögn úr einni töflu og eins hvernig töflur eru tengdar saman í fyrirspurnum, samantektarfyrirspurnir, hlutfyrirspurnir, hvernig á að bæta við gögnum og margt fleira. Leiðbeinandi: Kjartan R. Guðmundsson, BSc í tölvunarfræði og Oracle Certified DBA, sérfræðingur í hugbúnaðardeild Landsbankans. Teikniforritun í Inventor NÝTT 14. október Þrívíddarhönnun og -teikning hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu árin. Í þrívíddarmódelum er auðveldara að koma auga á hönnunargalla á teikniborðinu í stað þess að komast að gallanum á verkstað og því er hægt að spara stórfé með þessari tækni. Leiðbeinendur: Gísli Gunnar Pétursson, BSc í vél-, iðn- og rekstrariðnfræði frá HR, rafhönnuður hjá Rafeyri, stundakennari við tækni- og verkfræðideild HR. Reiknitækni í rekstri fyrirtækja 8., 15. og 22. október Rekstrarstjórnun í fyrirtækjum og stofnunum verður sífellt meira krefjandi með árunum. Á móti kemur að aðferðafræði við stjórnun og reiknitækni hefur þróast ört. Aðgerðarannsóknir hafa leitt af sér margar hagnýtar aðferðir við greiningu flókinna viðfangsefna, skipulagningu og rekstur og hugbúnaður eins og Excel hefur þróast mikið á síðustu árum. Leiðbeinandi: Páll Jensson, PhD í aðgerðarannsóknum, MSc í iðnaðarverkfræði frá DTU, prófessor við tækni- og verkfræðideild HR. Páll Jensson Námskeið: Reiknitækni í rekstri fyrirtækja Páll Jensson, prófessor í aðgerðarannsóknum við tækni- og verkfræðideild HR kennir námskeiðið Reiknitækni í rekstri fyrirtækja. Hann mælir því með að þeir sem lítið hafi notað Excel taki þau Excel-námskeið sem í boði eru í Opna háskólanum áður en þeir sæki námskeiðið. Við höfum valið að kynna nokkrar aðferðir í þessu námskeiði þar sem saman fer áhersla á hagnýtt gildi og einfaldleiki við að nýta aðferðirnar. Við notum Excel eða viðbætur við Excel sem allir sem vinna við rekstur geta notað. Jafnframt er valið byggt á því sem við álítum að komi íslenskum fyrirtækjum og stofnunum helst að gagni í dag. Námskeiðið er kennt í þremur lotum, fjórar klukkustundir í senn, og eftir hverja lotu fara þátttakendur heim með sýnidæmi um aðferðirnar sem kenndar eru hverju sinni og ættu þá ýmist að vera í stakk búnir til að beita þeim í fyrirtækjum sínum eða að hafa áttað sig á notkunarmöguleikunum. TÆKNI- OG VERKFRÆÐI STUTT NÁMSKEIÐ 19

11 Framleiðsla og gæðastjórnun Hefst 15. október Farið verður yfir greiningar á framleiðsluferli með það að leiðarljósi að það verði sem hagkvæmast og tryggi viðskiptavinum umsamin gæði. Fjallað verður um uppbyggingu á stefnumiðuðu gæðakerfi og verður einkum horft til ISO-9000 staðlaraðarinnar. Námskeiðið er hluti af námsbraut í verkefnastjórnun, APME, og er kennt í fjarnámi. Leiðbeinandi: Hlynur Stefánsson, PhD í verkfræði frá Imperial College London og lektor í rekstrarverkfræði við tækni- og verkfræðideild HR. R - tölfræðiúrvinnsla 30. október, 6. og 13. nóvember R er opinn tölfræðihugbúnaður sem má setja upp á öllum stýrikerfum. Forritið er nú sá tölfræðihugbúnaður sem er mest notaður í tölfræðirannsóknum á Íslandi og víða erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast helstu kostum og sérstöðu R í samanburði við önnur þekkt forrit eins og Matlab, Excel, SAS og SPSS. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera færir um að skrifa einföld forrit og framkvæma algengustu gerðir tölfræðiúrvinnslu í R. Leiðbeinendur: Anna Helga Jónsdóttir, MSc í stærðfræði frá DTU, BSc í vélaverkfræði frá HÍ, doktorsnemi og aðjúnkt í tölfræði við HÍ. Sigrún Helga Lund, MEd í kennsluréttindum, BSc í stærðfræði frá HÍ, doktorsnemi og aðjúnkt í tölfræði við HÍ. Bjarki Þór Elvarsson, MSc í stærðfræði frá háskólanum í Warwick og doktorsnemi við HÍ. Merking vinnusvæða 7. og 8. nóvember Námskeið fyrir verkkaupa, hönnuði og eftirlitsmenn sem á einn eða annan hátt koma að undirbúningi og framkvæmd vega- og gatnagerðarmannvirkja. Leiðbeinendur: Björn Ólafsson, MSc í byggingarverkfræði, forstöðumaður þjónustudeildar Vegagerðarinnar. Ingvi Árnason, BSc í byggingartæknifræði, deildarstjóri tæknideildar Vegagerðarinnar. Jóhann Christiansen, BSc í rekstrartæknifræði, verkefnastjóri hjá Reykjavíkurborg. Að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar 7., 14. og 21. nóvember Mikil verðmæti eru oft falin í þeim gögnum sem fyrirtæki hafa yfir að ráða um hegðunarmynstur viðskiptavina sinna. Markmiðið með þessu námskeiði er að kynna fyrir þátttakendum ýmis konar aðferðir, tól og tæki til sjálfvirkrar tölvugreininar á gögnum (e. data mining). Leiðbeinandi: Yngvi Björnsson, PhD í tölvunarfræði frá University of Alberta í Kanada, dósent við tölvunarfræðideild HR og meðstjórnandi Gervigreindarseturs HR. 20 STUTT NÁMSKEIÐ TÆKNI- OG VERKFRÆÐI

12 Tölvunarfræðideild HR er sterkasta tölvunarfræðideild landsins* Tölvunarfræði Í ljósi örar þróunar í tæknivísindum er mikilvægt fyrir sérfræðinga og stjórnendur að viðhalda menntun sinni og færni. Opni háskólinn hefur á síðustu misserum lagt áherslu á að byggja upp fjölbreytt framboð á sviði upplýsingatækni og hugbúnaðarþróunar. Við njótum þekkingar sérfræðinga við tölvunarfræðideild HR og eigum í góðu samstarfi við fyrirtæki innan þessarar starfsgreinar. Upplýsingatækni í verkefnum Hefst 7. september Námskeiðið, sem er fyrir byrjendur og lengra komna, er hluti af námsbraut í Verkefnastjórnun APME og er kennt í fjarnámi. Kennt verður á hugbúnaðinn Word og Excel. Leiðbeinandi: Eðvald Möller, MSc í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá KTH í Svíþjóð og aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ. Power Pivot Excel 10. og 12. september PowerPivot er viðbót í Excel sem gefur notendum möguleika á að útfæra eigin greiningar, skýrslur og mælaborð með lítilli fyrirhöfn. Með PowerPivot má skilja á milli gagna, útreikninga og flokkana annars vegar og skjalanna sjálfra hins vegar. Þetta skilar miklum sveigjanleika og tímasparnaði. Leiðbeinandi: Grímur Sæmundsson, kerfisfræðingur frá HR og sérfræðingur í gagnavöruhúsum hjá Sjóvá. Agile og Lean: Inngangur fyrir stjórnendur með Advania NÝTT 12. september Agile og Lean aðferðir (t.d. Scrum, XP og Kanban) hafa verið að ryðja sér til rúms í tæknigeiranum á undanförnum árum. Innleiðing þessara aðferða hefur í för með sér töluverðar breytingar í starfsemi fyrirtækja og stofnana. Námskeiðið er fyrir stjórnendur, fulltrúa viðskiptahliðar og aðra sem starfa með þróunarteymum. Ekki er gert ráð fyrir að þátttakendur hafi bakgrunn í tæknilegri vinnu. Leiðbeinandi: Baldur Kristjánsson, MSc í Business Informatics frá Universiteit Utrecht í Hollandi og BSc í tölvunarfræði frá HR. Sérfræðingur í hugbúnaðagerð og stjórnun upplýsingatækniverkefna hjá Advania. Samhliða forritun NÝTT Hefst 18. september Til að námskeiðið nýtist þátttakendum sem best þurfa þeir að hafa góða þekkingu á C eða C++ forritunarmálunum. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að skilja helstu undirstöðuatriði í nýtingu skjákorta til samhliða vinnslu. Þeir ættu að geta skrifað kóða sem keyrir á CUDA samhæfðum skjákortum og greint afköst hans. Leiðbeinendur: Ársæll Þór Jóhannsson, MSc í tölvunarfræði frá HR og hugbúnaðarsérfræðingur hjá Videntifier Technologies. Kristleifur Daðason, BSc í tölvunarfræði frá HR og meðstofnandi að Videntifier Technologies. SQL-gagnagrunnar Hefst 1. október Farið er yfir helstu atriðin við notkun á SQL-gagnagrunni eins og fyrirspurnir og uppfærslur á gögnum. Meðal annars er farið yfir eftirfarandi atriði: Hvernig sækja á gögn úr einni töflu og eins hvernig töflur eru tengdar saman í fyrirspurnum, samantektarfyrirspurnir, hlutfyrirspurnir, hvernig á að bæta við gögnum og margt fleira. Leiðbeinandi: Kjartan R. Guðmundsson, BSc í tölvunarfræði og Oracle Certified DBA, sérfræðingur í hugbúnaðardeild Landsbankans. Vöruhús gagna með Advania NÝTT 4. og 11. október Farið er yfir helstu þætti vöruhúsa gagna og þær aðferðir sem hægt er að beita við undirbúning, uppbyggingu og rekstur þeirra svo sem gagnalíkön, samþættingu, gagnaöryggi, gæði gagna, stjórnun stofngagna, gagnamarkaði og OLAP. Leiðbeinendur: Hinrik Jósafat Atlason, MSc í gervigreind frá University of Essex í Bretlandi, BSc í tölvunarfræði frá háskólanum í Álaborg og ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Advania. Ragnar Már Magnússon, BSc í tölvunarfræði frá HR og ráðgjafi í viðskiptagreind hjá Advania. *Viðurkenningarskýrsla um doktorsnám, Teikniforritun í Inventor NÝTT 14. október Þrívíddarhönnun og -teikning hefur verið að ryðja sér til rúms síðustu árin. Í þrívíddarmódelum er auðveldara að koma auga á hönnunargalla á teikniborðinu í stað þess að komast að gallanum á verkstað og því er hægt að spara stórfé með þessari tækni. Leiðbeinandi: Gísli Gunnar Pétursson, BSc í vél-, iðn- og rekstrariðnfræði frá HR, rafhönnuður hjá Rafeyri og stundakennari við tækni- og verkfræðideild HR. ITIL staðall um þjónustu í upplýsingatækni með Advania NÝTT 15. október Á þessu námskeiði kynnumst við grunnatriðum þjónustustjórnunar í upplýsingatækni (ITSM) og kynnum okkur ITIL-aðferðafræðina sem nýtist í stefnumótun og daglegum rekstri. Fyrir upplýsingatæknistjóra, framkvæmdastjóra rekstrar og tæknisviða, deildar-, verkefna-, vöru-, og þjónustustjóra sem eiga sitt starf undir skilvirkri upplýsingatækniþjónustu. Leiðbeinandi: Einar Þórarinsson, BSc í tölvunarfræði frá HR og forstöðumaður rekstrarlausna hjá Advania. 22 STUTT NÁMSKEIÐ TÖLVUNARFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI STUTT NÁMSKEIÐ 23

13 R - tölfræðiúrvinnsla 30. október, 6. og 13. nóvember R er opinn tölfræðihugbúnaður sem má setja upp á öllum stýrikerfum. Forritið er nú sá tölfræðihugbúnaður sem er mest notaður í tölfræðirannsóknum á Íslandi og víða erlendis. Á námskeiðinu munu nemendur kynnast helstu kostum og sérstöðu R í samanburði við önnur þekkt forrit eins og Matlab, Excel, SAS og SPSS. Að námskeiðinu loknu ættu þátttakendur að vera færir um að skrifa einföld forrit og framkvæma algengustu gerðir tölfræðiúrvinnslu í R. Leiðbeinendur: Anna Helga Jónsdóttir, MSc í stærðfræði frá DTU, BSc í vélaverkfræði frá HÍ, doktorsnemi og aðjúnkt í tölfræði við HÍ. Sigrún Helga Lund, MEd í kennsluréttindum, BSc í stærðfræði frá HÍ, doktorsnemi og aðjúnkt í tölfræði við HÍ. Bjarki Þór Elvarsson, MSc í stærðfræði frá háskólanum í Warwick og BSc í stærðfræði og doktorsnemi við HÍ. Þarfagreining hugbúnaðarlausna með Advania 5. og 6. nóvember Námskeiðið er fyrir alla sem koma nálægt hugbúnaðarverkefnum, fyrir viðskiptavini sem vilja að rödd þeirra heyrist og tæknifólk sem vill bæta þjónustu við viðskiptavini. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur þekki samstarfsfleti viðskipta- og tæknihliðar í hugbúnaðarverkefnum og hafi tileinkað sér kunnáttu í viðurkenndum aðferðum, m.a. á grundvelli Agile og Lean hugbúnaðargerðar. Leiðbeinandi: Gunnar Sigurjónsson, BSc í rafmagns- og tölvuverkfræði frá HÍ, ráðgjafi hjá Advania. Mín upplifun af fyrirlestrum Opna háskólans: stuttir, hnitmiðaðir, hagnýtir og umfram allt skemmtilegir. Einmitt það sem atvinnulífð þarf. Vilborg Einarsdóttir, framkvæmdastjóri Mentors. Að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar NÝTT 7., 14. og 21. nóvember Mikil verðmæti eru oft falin í þeim gögnum sem fyrirtæki hafa yfir að ráða um hegðunarmynstur viðskiptavina sinna. Markmiðið með þessu námskeiði er að kynna fyrir þátttakendum ýmis konar aðferðir, tól og tæki til sjálfvirkrar tölvugreininar á gögnum (e. data mining). Leiðbeinandi: Yngvi Björnsson, PhD í tölvunarfræði frá University of Alberta í Kanada, dósent við tölvunarfræðideild HR og meðstjórnandi Gervigreindarseturs HR. Tölvuöryggi 3., 5. og 10. desember Tíðni tölvuinnbrota hjá stórum alþjóðlegum fyrirtækjum hefur aukist umtalsvert á undanförnum misserum. Fyrirtæki og stofnanir eru í auknum mæli að leita leiða til að stemma stigu við þessari þróun. Áherslan á þessu námskeiði er á árásaraðila og fjallað er um þá hluti sem geta farið úrskeiðis, svo hægt sé að byggja upplýsingaöryggi á traustari grunni. Leiðbeinandi: Ýmir Vigfússon, PhD í tölvunarfræði frá Cornell University, lektor við tölvunarfræðideild HR og eigandi Syndis sem sérhæfir sig í upplýsingaöryggi. Yngvi Björnsson Námskeið: Að breyta gögnum í verðmætar upplýsingar Yngvi Björnsson, dósent við tölvunarfræðideild HR, kynnir fyrir þátttakendum ýmis konar aðferðir, tól og tæki til sjálfvirkrar tölvugreininar á gögnum (e. data mining), en slíkar aðferðir eru gagnlegar til að finna mynstur í gögnum sem nýta má til bættrar ákvörðunartöku. Að sögn Yngva geta mynstrin verið margvísleg. Við getum tekið vefverslun sem dæmi. Með því að fylgjast með hegðun notenda á versluninni er hægt að komast að því hvaða vörur notendur eru líklegir til að kaupa saman og í framhaldinu auglýsa þær vörur saman. Yngvi segir mikinn hag af því að skilgreina betur notendahópa og þar af leiðandi beita sértækari markaðssetningu. Gert er ráð fyrir að þátttakendur á námskeiðinu hafi einhverja reynslu í að greina gögn, en ekki er nauðsynlegt að kunna á þessar aðferðir sem hér er minnst á. 24 STUTT NÁMSKEIÐ TÖLVUNARFRÆÐI TÖLVUNARFRÆÐI STUTT NÁMSKEIÐ 25

14 Verkefnastjórnun Gott skipulag og vönduð vinnubrögð auka skilvirkni í daglegum störfum. Á námskeiðum Opna háskólans læra þátttakendur að nýta sér aðferðir verkefnastjórnunar m.a. til að taka ákvarðanir, bæta skipulag, gera áætlanir, greina ferla og mæla árangur. Í samstarfi við Verkefnastjórnunarfélag Íslands hefur Opni háskólinn í HR boðið reglulega upp á alþjóðleg próf sem staðfesta þekkingu þátttakenda á verkefnastjórnun. Um er að ræða IPMA-vottun samkvæmt stigi C og D. Upplýsingatækni í verkefnum Excel nóvember Framhaldsnámskeið í Excel fyrir þá sem hafa grunnþekkingu og vilja bæta við hana. Námskeiðið kemur helst til með að nýtast þeim sem eru að leitast eftir að geta nýtt Excel-forritið nánar við vinnu og/eða reglulega vinnslu. Leiðbeinandi: Páll Daði Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte. Verkefnastjórnun NÝTT Hefst 7. september Kennt á ensku janúar 2014 Námskeiðið, sem er fyrir byrjendur og lengra komna, er hluti af námsbraut í Verkefnastjórnun APME og er kennt í fjarnámi. Kennt verður á hugbúnaðinn Word og Excel. Leiðbeinandi: Eðvald Möller, MSc í iðnaðar- og rekstrarverkfræði frá KTH í Svíþjóð, aðjúnkt við viðskiptafræðideild HÍ. Námskeið þar sem nemendur fá þjálfun í verkefnastjórnun með æfingum í raunverulegum aðstæðum. Leiðbeinandi: Morten Fangel, MSc, framkvæmdastjóri Fangel Consulting, Danmörku. Excel 1 Hefst 9. september Morten Fangel Námskeið: Verkefnastjórnun Grunnnámskeið í Excel. Námskeiðið nýtist helst þeim sem hafa stigið sín fyrstu skref í Excel-forritinu en hafa lítið unnið með það og þurfa að auka grunnþekkingu sína. Leiðbeinandi: Páll Daði Ásgeirsson, löggiltur endurskoðandi hjá Deloitte. Grunnatriði í verkefnastjórnun 17. og 18. september Á námskeiðinu er farið yfir grundvallaratriði í aðferðafræði verkefnastjórnunar og uppbyggingu verkefna. Á námskeiðinu vinna þátttakendur í hópum með verkefni eins þátttakanda. Verkefnið er sett upp í verkefnisáætlun sem viðkomandi þátttakandi fær með sér heim. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur tileinki sér aðferðir verkefnastjórnunar til að geta aukið skilvirkni í daglegum störfum og stýrt verkefnum. Leiðbeinandi: Þóra Valný Yngvadóttir, BA, verkefnastjóri hjá Landsbankanum. 26 stutt NÁMSKEIÐ verkefnastjórnun Morten Fangel rekur eigið ráðgjafafyrirtæki í Danmörku og kemur til landsins til að kenna í þriggja daga staðarlotu í námskeiðinu Advanced Project Management. Að henni lokinni tekur við æfingatímabil þar sem þátttakendur nýta það sem þeir læra í eigin verkefnum í sinni vinnu og hittast svo aðra hvora viku í smærri hópum til að deila reynslu sinni. Við mælum með að fólk noti um það bil fimm klukkustundir á viku í sjálfsnám og æfingar og nýti svo hópfundina vel, segir Morten. Hann telur að þátttakendur geti vel sinnt fullri vinnu meðfram námskeiðinu því nemendur fái að einhverju leyti að nýta verkefni úr vinnunni í náminu. Á námskeiðinu er lögð áhersla á að verkefnastjórar sýni frumkvæði og brýni leiðtogahæfileika sína og kenndar eru aðferðir til þess. Eftir að hafa úskrifast úr meistaranámi í lögfræði vissi ég að dýpri þekking á verkefnastjórnun væri lykillinn að draumastarfinu. Hugurinn stefndi að alþjóðlegum fyrirtækjum á olíu- og gasmarkaðnum. Mikilvægt er að hafa góða þekkingu á verkefnaferlum; áhættustýringu, samskiptatækni o.fl. til að vinna í teymum innan slíkra fyrirtækja sem sinna oft mjög áhættusömum verkefnum. Verkefnastjórnun APME varð fyrir valinu þar sem námið er góður undirbúningur fyrir alþjóðlega IPMA D-stigs vottunarprófið. Námið er mjög áhugavert, hagnýtt og metnaðarfullt. Við kennslu voru fræðin tengd raunhæfum verkefnum sem skilar sér í góðum skilningi á verkefnaferlinu. Skipulagning, aðstaða og umsjón með náminu hjá Opna háskólanum í HR var framúrskarandi og gef ég því mín bestu meðmæli fyrir einstaklinga sem hafa áhuga á að fá dýpri skilning á verkefnastjórnun. Ég fékk draumastarfið viku eftir útskrift. Kristín Laufey Björgvinsdóttir, Consultant in Global Mobility, Assignment Management hjá Statoil í Noregi. STUTT NÁMSKEIÐ 27

15 LENGRI NÁMSKEIÐ Nám sem er sniðið að þörfum atvinnulífsins og getur verið allt frá einni önn upp í eitt ár að lengd. Námskeiðin henta vel samhliða starfi og veitir hluti þeirra ígildi ECTS-eininga. Meginmarkmið lengri námskeiða er að veita þátttakendum viðurkenningu í sínu fagi eða auka þekkingu þeirra og færni innan ákveðinna fagsviða. Lögð er áhersla á öflug tengsl við atvinnulífið, hagnýta nálgun með raunhæfum verkefnum og virkni nemenda. Viðurkenndir bókarar Hefst 19. ágúst Undirbúningsnám til viðurkenningar bókara. Nám á háskólastigi sem veitir ígildi 12 ECTS-eininga inn í grunnnám við viðskiptadeild HR. Leiðbeinendur eru sérfræðingar á sviði bókhalds og endurskoðunar og búa yfir margra ára reynslu af kennslu og prófagerð til viðurkenningar bókara. Æskilegt er að umsækjendur hafi unnið við bókhald í a.m.k. 2 3 ár og hafi á þeim tíma sinnt margvíslegum og krefjandi bókhaldsstörfum. Straumlínustjórnun: Þróun viðskiptaferla með stöðugum umbótum Lean Management Programme Hefst 27. ágúst Nám að alþjóðlegri fyrirmynd í aðferðum straumlínustjórnunar, stöðugra umbóta og þróun viðskiptaferla. Námið varpar ljósi á þá möguleika til umbóta og framfara sem liggja í viðskiptaferlum fyrirtækja. Það hentar sérstaklega sérfræðingum og stjórnendum framleiðslu- og þjónustufyrirtækja sem hafa áhuga á að skoða nánar möguleika straumlínustjórnunar. Verðbréfamiðlun, 1. hluti: Lögfræði Kennt í fjarnámi Hefst 4. september Nám til undirbúnings prófa í verðbréfaviðskiptum. Í fyrsta hluta er farið yfir grunnatriði lögfræðinnar og réttarreglur á þeim sviðum sem varða störf á fjármagnsmarkaði. Verkefnastjórnun, APME Applied Project Management Expert Kennt í fjarnámi Hefst 7. september Nám á háskólastigi sem veitir ígildi 24 ECTS-eininga inn í grunnnám við tækni- og verkfræðideild HR. Lýkur með alþjóðlegu IPMA-prófi til vottunar um þekkingu nemenda á aðferðafræði verkefnastjórnunar. Lögð er áhersla á tölulegar greiningar við ákvarðanatöku og stjórnun rekstrar og verkefna. Ábyrgð og árangur stjórnarmanna Hefst 11. september Námskeiðið er ætlað stjórnarmönnum fyrirtækja, stofnana og eftirlitsskyldra aðila samkvæmt skilyrðum FME, sem og þeim sem hyggjast gefa kost á sér til stjórnarsetu. Markmið námslínunnar er að efla faglegan grunn þátttakenda m.a. með þjálfun á sviði lagalegra, fjárhagslegra og siðferðilegra þátta auk umfjöllunar um endurskoðun og áhættustýringu. Markþjálfun Executive Coaching Hefst 12. september Nám á háskólastigi þar sem áhersla er lögð á stjórnendamarkþjálfun og helstu áskoranir stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Veitir ígildi allt að 12 ECTS-eininga í valdar námsleiðir innan viðskiptadeildar HR. Námið undirbýr nemendur fyrir alþjóðlega ACC/PCC vottun (Associate/Professional Certified Coach) og veitir þeim traustan grunn til að starfa sjálfstætt sem markþjálfar. Leiðbeinandi er Cheryl Smith, en hún býr yfir rúmlega 25 ára reynslu af leiðtogaþjálfun fyrir stórfyrirtæki og hinar ýmsu ríkisstofnanir Bandaríkjanna. Rekstrar- og fjármálanám Hefst 17. september Hagnýtt nám fyrir þá sem vilja auka færni sína í fjármálum og rekstri lítilla og meðalstórra fyrirtækja. Einnig verður farið yfir helstu þætti við stofnun fyrirtækja, markaðsmál, samningatækni og verkefnastjórnun. Námið hentar sérstaklega vel þeim sem eru að stofna eða hafa stofnað eigin fyrirtæki og þeim sem starfa við iðnað, hönnun eða smásölu. Stjórnun aðfangakeðjunnar NÝTT Supply Chain Management Hefst 24. september Lögð er áhersla á að auka þekkingu þátttakenda á heildarmynd aðfangakeðjunnar. Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og byggir á fræðilegum grunni en áhersla er lögð á að námið sé hagnýtt og efnistök því aðlöguð íslensku atvinnulífi. Námið er kennt í lotum og hentar sérstaklega sérfræðingum og stjórnendum fyrirtækja sem starfa á sviði framleiðslu, þjónustu, dreifingar og inn- eða útflutnings. Stafræn markaðssetning NÝTT Professional Digital Marketing Hefst 26. september Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og miðar að því að dýpka skilning nemenda á markaðssetningu og viðskiptum á netinu og auka færni þeirra við notkun á þeim tækjum og tólum sem til staðar eru. Námið er ætlað íslensku markaðsfólki og því gert ráð fyrir að umsækjendur búi yfir skilningi á grunnþáttum markaðsfræðinnar. Um er að ræða metnaðarfullt og hagnýtt nám sem byggt er upp í samstarfi við viðskiptadeild HR og fremstu sérfræðinga landsins á sviði viðskipta og markaðssetningar á netinu. 28 lengri NÁMSKEIÐ LENGRI NÁMSKEIÐ 29

16 PMD stjórnendanám HR Programme for Management Development Hefst 19. september Námið er hannað að alþjóðlegri fyrirmynd og lagað að íslenskum aðstæðum til að efla faglega þekkingu og færni stjórnenda. Sérfræðingar og samstarfsaðilar Háskólans í Reykjavík sjá um kennsluna sem er byggð að miklu leyti á hagnýtum verkefnum. Námið hentar vel þeim stjórnendum sem vilja bæta menntun sína án þess að skuldbinda sig í langtímanám. SAMSTARF VIÐ ATVINNULÍFIÐ Öflug samvinna háskóla og atvinnulífs er forsenda verðmætasköpunar og samkeppnishæfni þjóða. Starfsemi Opna háskólans í HR grundvallast á slíkri samvinnu. Við störfum með fulltrúum íslensks atvinnulífs með margvíslegum hætti og njótum þekkingar sérfræðinga frá m.a. Viðskiptaráði Íslands, Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. MBA-vinnustofur HR MBA-nám við HR er alþjóðlega vottað stjórnendanám sem sniðið er að þörfum fólks á vinnumarkaðnum. Opnar MBA-vinnustofur Háskólans í Reykjavík koma til móts við stjórnendur í atvinnulífinu. Leiðbeinendur koma frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims eins og IESE í Barcelona, London Business School og Boston University. Developing your Professional People Management Skills 19. september Vinnustofa með Paul Kearns, sem hefur yfir þriggja áratuga reynslu af stjórnun mannauðsmála. Kearns hefur frá árinu 1991 rekið eigið ráðgjafafyrirtæki (PWL) í Bretlandi og hefur kennt við MBA-nám HR síðan Á vinnustofunni verður áhersla lögð á tengsl mannauðsstjórnunar við stefnu fyrirtækis og rekstrarárangur. Strategic Decision Making Vinnustofan verður haldin í nóvember Nánari dagsetning auglýst síðar. Vinnustofa með Dr. Eric Weber aðstoðarrektor IESE-viðskiptaháskólans í Barcelona. Weber situr í ráðgjafanefnd HR og hefur kennt við MBA-nám HR frá Fjallað verður um leiðir til að ná hámarksárangri, stefnumótun og innleiðingu á stefnu, valddreifingu og samhæfingu. Tengiliður vegna stjórnendaþjálfunar og fræðslulausna fyrir fyrirtæki og stofnanir er: Guðmunda Smáradóttir Forstöðumaður stjórnendamenntunar HR Sími lengri NÁMSKEIÐ Við vorum með stóran hóp stjórnenda með ólíkan bakgrunn á sérsniðnu námskeiði þar sem lögð var áhersla á stjórnun, mannleg samskipti og aukið fjármálalæsi. Námskeiðin voru blanda af fræðilegu efni og verklegu, námsefnið og kennslan voru fagleg og áhugi á okkar fyrirtæki skein í gegn hjá leiðbeinendunum. Við vorum mjög ánægð með námskeiðið. Þórhildur Ólöf Helgadóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Securitas. Fagráð Opna háskólans í hr Til að styrkja tengsl við íslenskt atvinnulíf höfum við meðal annars unnið að því að koma á fót fagráðum með sérfræðingum úr akademískum deildum HR, sérfræðingum úr atvinnulífinu, fulltrúum fagfélaga og fyrrum nemendum HR. Þessi umræðuvettvangur færir okkur bæði sterkari og virkari tengsl við atvinnulífið og þar með aukinn skilning á helstu áskorunum sérfræðinga og stjórnenda. Fræðslulausnir fyrir fyrirtæki Háskólinn í Reykjavík starfar með fyrirtækjum og stofnunum að því að sérsníða lausnir að þörfum og starfsumhverfi vinnustaða. Fræðslan skilar sér ekki eingöngu í aukinni starfsánægju og betri liðsheild heldur jafnframt í bættum rekstri fyrirtækisins, aukinni framleiðni og verðmætasköpun fyrir samfélagið í heild sinni. Stjórnendaþjálfun og heildarlausnir á sviði sí- og endurmenntunar Við leggjum okkur fram við að greina þarfir fyrirtækisins og skilja starfsemina. Við setjum upp fræðsluáætlun fyrir stjórnendur og vinnustaðinn í heild. Sérsniðnar lausnir eru ólíkar eftir áherslum fyrirtækja en efnistök eru einkum sótt til sérfræðinga viðskiptadeildar HR, sérfræðinga í íslensku atvinnulífi sem og til erlendra samstarfsaðila og gestakennara. Samstarfsverkefni og sérsniðnar námslínur Opni háskólinn í HR hefur haldið fjölda stórra námskeiða í samstarfi við fyrirtæki og fagsamtök sem miða að því að bæta árangur og færni starfsmanna á ákveðnu sviði innan sama fyrirtækis eða sömu atvinnugreinar. Kennsluefni er sótt inn í deildir HR og til annarra sérfræðinga í íslensku atvinnulífi og lagað að þörfum viðskiptavina okkar. Dæmi: Vottun fjármálaráðgjafa í samstarfi við SFF og íslensku bankana, Tryggingaskólinn í samstarfi við vátryggingafélögin, Flutninga- og vörustjórnun í samstarfi við SVÞ, Eimskip og Samskip og Stjórnun og forysta í fluginu með Icelandair. Verkefni geta einnig verið afmörkuð með sérstakar þarfir eða markmið í huga líkt og Viðskiptaáætlunarkeppni fyrir konur sem unnið var með Íslandsbanka og FKA.

17 Sígild stutt námskeið Í námskeiðsframboði okkar má finna úrval sígildra námskeiða sem við teljum eiga erindi inn á hvern vinnustað. Námskeiðin miða að því að bæta árangur í starfi og auka persónulega færni þátttakenda, m.a. á sviði samskipta og skipulags. Um er að ræða námskeið á borð við tímastjórnun, verkefnastjórnun, samningatækni o.fl. Dæmi um samstarfsfyrirtæki: Íslandsbanki, Landsbankinn, Arion banki, MP banki, TM, VÍS, Sjóvá, Vörður, Landspítalinn, CCP, Landsnet, Eimskip, Samskip, Airport Associates, Flugvirkjafélag Íslands, Marel, Advania, N1, Reiknistofa bankanna, BL, Toyota, Tax Free Worldwide, Nýherji, Applicon, Borgun, FME, LS Retail, Valitor, Actavis, Læknafélagið, Orkuveitan, Íbúðalánasjóður, Íslandsstofa, SAF, Sérstakur saksóknari, Samkaup, RÚV, Vodafone, Iceland Travel, Marel, Ingvar Helgason, Þjóðskrá, Matís, Isavia, Vendum, Corporate Coach U o.fl. Leiðbeinendur Leiðbeinendur okkar eru ýmist sérfræðingar við HR, samstarfsaðilar úr íslensku atvinnulífi eða erlendir sérfræðingar. Kennsluaðferðir eru fjölbreyttar. Samstarfsaðilar Við leggjum mikla áherslu á að vera í virku samstarfi við öll helstu fagfélög á sviði tækni, viðskipta og laga. Gott samstarf færir okkur nær því að greina þarfir atvinnulífsins og þar með geta sérfræðingar og stjórnendur haft með beinum hætti áhrif á námskeiðsframboð okkar. SA, Samtök atvinnulífsins SI, Samtök iðnaðarins VÍ, Verslunarráð Íslands VFÍ, Verkfræðingafélag Íslands TFÍ, Tæknifræðingafélag Íslands VSF, Verkefnastjórnunarfélag Íslands FKA, Félag kvenna í atvinnulífinu Stjórnvísi IÐAN, fræðslusetur Ímark, Félag íslensks markaðsfólks SÍA, Samtök íslenskra auglýsingastofa SFF, Samtök fjármálafyrirtækja FVH, Félag viðskipta- og hagfræðinga FVB, Félag viðurkenndra bókara FLE, Félag löggildra endurskoðenda Markþjálfunarfélag Íslands SVÞ, Samtök verslunar og þjónustu Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið Öflugra tengslanet Á námskeiðum hjá Opna háskólanum í HR gefst þér dýrmætt tækifæri til að styrkja tengslanet þitt, kynnast öðrum sérfræðingum og stjórnendum og helstu áskorunum þeirra í starfi. Leiðbeinendur hvetja til umræðna þar sem þátttakendur miðla reynslu og upplýsingum sín á milli sem getur jafnframt veitt þér aðra sýn á ákveðin viðfangsefni. Reynsla mín af Opna háskólanum í HR er mjög góð, þar stundaði ég praktískt nám sem nýttist mér vel í starfi. Kristinn Björn Sigfússon Sérfræðingur í fjárstýringu hjá Landsbankanum. 32 SAMSTARF VIÐ ATVINNULÍFIÐ SAMSTARF VIÐ ATVINNULÍFIÐ 33

18 STARFSFÓLK OPNA HÁSKÓLANS Í HR Salóme Guðmundsdóttir Forstöðumaður Kamilla Reynisdóttir Verkefnastjóri Telma Sæmundsdóttir Verkefnastjóri Sími Sími Sími Heiður Hallfreðsdóttir Sóley Jónsdóttir Viðar Þorláksson Verkefnastjóri Verkefnastjóri Verkefnastjóri Sími Sími Sími Heimir Skúli Guðmundsson Sif Gunnlaugsdóttir Nielsen Verkefnastjóri Þjónustufulltrúi Sími Sími STARFSFÓLK OH 35

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel.

OPNI HÁSKÓLINN Í HR. Patrick Karl Winrow, framleiðslustjóri hjá Marel. Það var frábært að koma aftur inn í skólaumhverfi og stunda nám sem var bæði hagnýtt og fræðilegt. Einnig lærir maður mikið af því að vinna verkefni með fólki úr ólíkum fyrirtækjum. Patrick Karl Winrow,

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Signý Jóna Hreinsdóttir Verkefnastjóri virðisþróunar hjá Mílu Straumlínustjórnun

Signý Jóna Hreinsdóttir Verkefnastjóri virðisþróunar hjá Mílu Straumlínustjórnun Signý Jóna Hreinsdóttir Verkefnastjóri virðisþróunar hjá Mílu Straumlínustjórnun Garðar Gunnlaugsson Knattspyrnumaður Hótelstjórnun og veitingahúsarekstur Ragnar Bjartmarz Forstöðumaður viðskiptaþróunar

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Símenntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Námsframboð

Símenntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga. Námsframboð Símenntun fyrir stjórnendur og sérfræðinga Námsframboð 2018-2019 Opni háskólinn í HR Námskeið Opna háskólans í HR eru sniðin að þörfum sérfræðinga og stjórnenda í íslensku atvinnulífi. Leiðbeinendur eru

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði. Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði Námsskrá fyrir nám til BS gráðu Gildir frá og með skólaárinu 2016-2017, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptasviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi

More information

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu

Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu Grunnnám í viðskiptafræði -Staðnám og fjarnám- Námskrá fyrir nám til BS gráðu, Nafn námskrár: BS nám í viðskiptafræði Tengiliður: Sviðsstjóri viðskiptafræðisviðs Lengd náms: Sjö annir Fjöldi eininga: 180,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

FAGMENNT FLUTNINGAFRÆÐI

FAGMENNT FLUTNINGAFRÆÐI FAGMENNT FLUTNINGAFRÆÐI Vissir þú: Að gert er ráð fyrir mikilli eftirspurn eftir sérfræðingum á sviði rekstrar og vörustjórnunar árið 2011* Að 48% bandarískra fyrirtækja gera ráð fyrir að ráða til sín

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 26. ágúst

Gagnasafnsfræði. Páll Melsted 26. ágúst Gagnasafnsfræði Páll Melsted 26. ágúst Yfirlit Inngangur Af hverju gagnagrunnar Praktísk atriði Kostir og gallar venslagagnagrunna sqlite Yfirlit Hefðbundin notkun - Geymsla talna, texta Margmiðlunargagnagrunnar

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

CRM - Á leið heim úr vinnu

CRM - Á leið heim úr vinnu CRM - Á leið heim úr vinnu Leiðbeinendur: Elín Gränz - Bjarmi Guðlaugsson - Dagsskrá 1. Hvað er CRM? a) Hugmyndafræði CRM Huglægur búnaður b) Örstutt um þróun CRM mistök og sigrar c) Tækifæri í breyttu

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga

Verkefnatengt nám. Hentar lögfræði þér? Starfsvettvangur lögfræðinga Lögfræði Verkefnatengt nám Innan Háskólans í Reykjavík hefur verið lögð áhersla á verkefnatengt laganám sem miðar að því að auka virkni nemenda í námi og gera þá betur í stakk búna til að takast á við

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA.

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA. MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Námið hefur gefið mér skarpari sýn á það sem raunverulega skiptir máli og aukinn kraft til að takast á við krefjandi verkefni. KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði

Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Námskrá grunnnáms til BA gráðu í félagsvísindum og til BS gráðu í viðskipalögfræði Gildir skólaárið 2018 2019 BS viðskiptalögfræði BS viðskiptalögfræði með vinnu BA miðlun og almannatengsl (MoA) BA heimspeki,

More information

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar

Hönnunarstefna Hönnun sem drifkraftur til framtíðar Hönnunarstefna 2014 2018 Hönnun sem drifkraftur til framtíðar 2 Hér birtist hönnunarstefna stjórnvalda sem byggir á tillögum frá stýrihópi sem iðnaðarráðherra skipaði í samstarfi við mennta- og menningar-

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi

Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi Nám í fjölskyldumeðferð á meistarastigi Í samstarfi við Félagsráðgjafardeild HÍ, Rannsóknarstofu í barna-og fjölskylduvernd og Félags fagfólks í fjölskyldumeðferð september 2018 júní 2020 Efnisyfirlit

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Heimspeki, Hagfræði og Stjórnmálafræði (HHS) (Staðnám og fjarnám) Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: HHS: BA nám í heimspeki, hagfræði og stjórnmálafræði Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu

Miðlun og Almannatengsl. Námskrá fyrir nám til BA gráðu Miðlun og Almannatengsl Námskrá fyrir nám til BA gráðu Nafn námskrár: BA nám í miðlun og almannatengslum Tengiliður: Sviðsstjóri félagsvísindasviðs og umsjónarmaður staðnáms og fjarnáms Lengd náms : átta

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Val í bekk Sjálandsskóla

Val í bekk Sjálandsskóla al í 8. - 10. bekk Sjálandsskóla alfög í 8.-10. bekk Sjálandsskóla skólaárið 2013-2014 eru kennd á námskeiðum. Hvert námskeið er tvær stundir á viku í 8-9 vikur. Hver nemandi er í þrem valnámskeiðum í

More information

Háskólinn á Akureyri unak.is

Háskólinn á Akureyri unak.is Háskólinn á Akureyri 2015-2016 unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA UMSÓKNIR SKÓLA / SKÓLASKRIFSTOFA Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim í menntun Leik-, grunn- og framhaldsskólar

More information

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi

Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Stefnumiðuð samstarfsverkefni (strategic partnerships) VEFSTOFA fyrir umsækjendur í starfsmenntun, fullorðinsfræðslu og á háskólastigi Erasmus+ Flokkur 2 samstarfsverkefni 0pnar dyr út í heim

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Valgreinar og samvalsgreinar

Valgreinar og samvalsgreinar Valgreinar og samvalsgreinar Skólaárið 2015-2016 9. og 10. bekkur Kennslulýsingar Námsgreinar í 9. og 10. bekk skiptast í kjarna sem er 29 kennslustundir á viku og valgreinar sem eru 8 kennslustundir á

More information

Háskólinn á Akureyri

Háskólinn á Akureyri Háskólinn á Akureyri 2014-2015 www.unak.is Efnisyfirlit Svona er Háskólinn á Akureyri... 3 Háskólabærinn Akureyri... 4 Háskólinn á Akureyri í hnotskurn... 7 Hjúkrunarfræði BS.... 9 Iðjuþjálfunarfræði BS...

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Yfirlit. Námskrá Vorönn Dalvík - Fjallabyggð. Akureyri. Fjölmennt. Útgefandi: SÍMEY - Þórsstíg Akurery

Yfirlit. Námskrá Vorönn Dalvík - Fjallabyggð. Akureyri. Fjölmennt. Útgefandi: SÍMEY -   Þórsstíg Akurery 1 Námskrá Vorönn 2014 Útgefandi: SÍMEY - www.simey.is Þórsstíg 4-600 Akurery Ábyrgðarmaður: Erla Björg Guðmundsdóttir Prentvinnsla: Ásprent - www.asprent.is Hönnun: Geimstofan Bls. 4. 4. 5. 5. 5. 5. 6.

More information

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017

Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Skýrsla stjórnar starfsárið 2017 Mars 2018 Efnisyfirlit INNGANGUR...3 SKIPAN STJÓRNAR...3 REKSTUR OG AFKOMA...4 Helstu verkefni og afkoma félagsins...4 Félagatal...4 VOTTUN...5 Vottanir starfsársins...5

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Lagadeild HR. Grunnnám. BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK. Lagadeild HR. Grunnnám. BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK Lagadeild HR Grunnnám BA í lögfræði BA í lögfræði með viðskiptafræði sem aukagrein Kennsluskrá 2017-2018 Kennsluskrá 2017-2018 Háskólinn í Reykjavík Menntavegur 1 101 Reykjavík Sími:

More information

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK

HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK HÁSKÓLINN Í REYKJAVÍK ÁRSSKÝRSLA 2005 Efnisyfirlit bls. Hlutverk, framtíðarsýn, leiðarljós 3 Ávarp rektors 4 Háskólaráð 6 Skipulag HR 6 Tækni- og verkfræðideild 7 Viðskiptadeild 8 Kennslufræði- og lýðheilsudeild

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information