TUNGUTAK 1. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR

Size: px
Start display at page:

Download "TUNGUTAK 1. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR"

Transcription

1 TUNGUTAK 1 Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR

2 1. Allrahanda 1.1 Dagbók Hvernig ég sé dagbókina mína fyrir mér: 1.2 Stafrófið Raðaðu orðunum upp í stafrófsröð. farareyrir, feigð, felgulykill, feluleikur, ferðalag, ferming, foss, framandi, freska Nefndu rök fyrir því að mikilvægt sé að vera góður í stafrófsröðinni. Hér mætti nefna orðabækur og alls kyns skrár í stafrófsröð. 1.3 Atkvæði Hvað eru mörg atkvæði í þessum orðum? fótur ( 2 ) prjónn ( 1 ) brekkusnigill ( 4 ) sjór ( 1 ) síldarævintýri ( 6 ) eyrnamergur ( 4 ) fríin ( 2 ) Dagverðareyri ( 5 ) farandverkamaður ( 6 ) skraut ( 1 ) skrapp ( 1 ) upplýsingastreymi ( 6 ) 1.4 Samhljóðar og sérhljóðar Dragðu hring utan um sérhljóðana í þessari frægu vísu Kristjáns Jónssonar Fjallaskálds. Y f i r k a l d a n e y ð i s a n d ei n n u m n ó t t é g s v e i m a. N ú e r h o r f i ð N o r ð u r l a n d, n ú á é g h v e r g i h e i m a. 2

3 Hvað þýðir orðið ögur í Ísland ögrum skorið? Vík, umgirt klettum. Hér fyrir neðan er önnur vísa eftir Kristján Jónsson, en það er búið að taka úr henni nokkur orð. Settu orð sem þér finnst passa í eyðurnar: Allt fram streymir endalaust, ár og dagar líða. Nú er komið hrímkalt haust, horfin sumars blíða. 1.5 Ljóðstafir og rím Dragðu hring um ljóðstafi (stuðla og höfuðstafi) og strikaðu undir rímorðin. Á Sprengisandi Y f i r k a l d a n e y ð i s a n d ei n n u m n ó t t é g s v e i m a. N ú e r h o r f i ð N o r ð u r l a n d, n ú á é g h v e r g i h e i m a. Kristján Jónsson Fjallaskáld Finndu stuðlana í eftirfarandi málsháttum. Oft kemur góður þá getið er og illur þegar um er rætt. Oft kemur góður þá getið er og illur þegar um er rætt. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Ber er hver að baki nema sér bróður eigi. Oft er í holti heyrandi nær. Oft er í holti heyrandi nær. Enginn verður óbarinn biskup. Enginn verður óbarinn biskup. 3

4 Skrifaðu tvo málshætti þar sem stuðlun kemur fram og tvo þar sem ekki er stuðlun. (Málshættirnir mega vera fleiri!) Þjóð veit ef þrír vita. Maður er manns gaman. Hver er sinnar gæfu smiður. Góð er bætandi hönd, ill er spillandi tunga. Hvernig væri að búa til einn málshátt? 1.6 Orðaleikir / Orðgreining Krossaðu yfir það orð sem sker sig úr öðrum orðum í hverri línu og útskýrðu hvernig það sker sig úr. Hafðu eftirfarandi atriði í huga: orðflokka, atkvæðafjölda, áþreifanleika og merkingu. 1. góður harður forn undinn fjós Orðið fjós er nafnorð, hin orðin eru lýsingaroð. 2. bor frí sár stúlka bjarg Orðið stúlka hefur tvö atkvæði, hin orðin hafa eitt atkvæði. 3. stóll alur bogi hamar stund Orðið stund táknar eitthvað óáþreifanlegt, hin orðin merkja eitthvað áþreifanlegt. 4. hæð hóll háls hryggur hrollur Fyrstu þrjú orðin tengjast einkennum í landslagi 5. knörr bátur skúta sker skip Orðið sker er eina orðið sem ekki merkir farartæki á sjó. 4

5 Eftirfarandi fyrirsögn birtist nýlega í blaði: Laxveiðiár vonbrigða Fyrirsögnin leynir á sér. Hvernig má skilja hana? Þetta tiltekna ár olli vonbrigðum meðal laxveiðimanna (ár: hk.et.). Einhverjar tilteknar ár (laxveiðiár) ollu vonbriðgum laxveiðimanna (ár: kvk.ft.). Orðaðu eftirfarandi málsgrein upp á nýtt með þínum eigin orðum. Í þann mund mundi Mundi eftir mundi Mundu. Um það leyti (þá) mundi Mundi eftir heimanmundi Mundu. Hvað er sérstakt við þetta? RAGGA GAGGAR Það má lesa þetta aftur á bak og áfram. Eða þetta: Á AGNES ENGA Á? Það má lesa þetta aftur á bak og áfram. Reyndu að finna fleiri dæmi í sama anda! Margir vita að FH og Haukar eru íþróttafélög í Hafnarfirði. Hvað er þá athugavert við þessi orð íþróttafréttaritarans: Við erum stödd á leik Hauka og FH í Hafnarfirðinum og það eru Hafnfirðingar sem eru með boltann. Bæði liðin eru úr Hafnarfirði. Bandarískur læknir í Texas, sem átti íslenska konu, hafði það að tómstundagamni að þýða íslensk örnefni beint á ensku. Dæmi: Baby Bear Bay = Húnaflói Wrong River Parliament Easter = Rangarþing eystra Screamrocks = Hljóðaklettar 5

6 Eftirfarandi klausa er tekin úr bókinni Sögur úr Vesturheimi (2012) þar sem Vestur- Íslendingar sögðu reynslusögur frá frumbýlisárunum í Norður- Ameríku (sögurnar eru skráðar orðrétt eftir sögumönnum): Annað, annað tragjedí var með hunda; það lenti hundatrein niður og maðurinn drukknaði, má ég segja. Var einn. En líderinn, fjarskagóð skepna, hafði haft sig upp og haldið aðeins með klónum, haft hald á ísnum en, en hinir komust ekki upp. Og ég má segja að hann fannst dauður þar á ísnum, líderinn, en hinir niðri. Reyndu að orða þennan vestur- íslenska texta á þínu máli (forðastu allar slettur!). Annað sorglegt atvik tengdist hundum. Hundalest fór niður um ís og maðurinn mun hafa drukknað. Hann var einn. En forystuhundurinn, úrvalsskepna, hafði komist upp á skörina og haldið sér á ísnum með klónum, en hinir komust ekki upp. Og ég má segja að hann hafi fundist dauður þarna á ísnum en hinir niðri. Hvernig mundir þú þýða setninguna A blue poor children man froze to hell? 1.7 Fallorð Hvað einkennir öll fallorð? Þau beygjast í föllum, eru í tilteknu kyni og geta staðið í eintölu og fleirtölu. Nefndu a.m.k. fjóra orðflokka sem teljast til fallorða og sýndu dæmi úr hverjum um sig. (Vísbending: Þú getur haft hliðsjón af orðunum í línunni hér fyrir ofan!) Nafnorð (hestur), fornöfn (þið), töluorð (þrír), lýsingarorð (sterk). Hvernig eru eftirfarandi fallorð í eignarfalli? tveir: tveggja ég: mín góð kona: góðrar konu tvennir: tvennra vitrar: viturra Hvernig eru eftirfarandi fallorð í nefnifalli fleirtölu? hundrað: hundruð þúsund (tveir möguleikar!): þúsund þúsundir kaldur vetur: kaldir vetur fingur: fingur Hvernig er orðið rani í þf.ft.m.gr.? ranana 6

7 1.8 Orðum skipt milli lína Skiptu milli lína eins og sýnt er. Mundu að sumum orðum má ekki skipta milli lína! vor- him- inn bráð- um Böðv- ar uppi- stöðu- lón al- geng- ur glugga- tjöld bif- reið skrímsli ferða- lag sval- ir vel- lim- að- ur for- seti skel- egg- ur ís- trufl- an- ir 1.9 Skammstafanir Fyrir hvað standa skammstafanirnar hér fyrir neðan? þ.e.a.s. það er að segja þ.m.t. þar með talið þ.a.l. þar af leiðandi skv. samkvæmt m.ö.o. með öðrum orðum sl. síðastliðinn h.u.b. hér um bil f.kr. fyrir Krist ef.ft. eignarfall fleirtölu Settu punkta í eftirfarandi skammstafanir þar sem við á. Ég er í MR og ætla síðan í HÍ eftir stúdentspróf. Var Hinrik I. sonur Elísabetar I.? Jón G. Þórarinsson keypti 5 m af lérefti uppi á 5. hæð. JFK kom kl Samheiti Finndu að minnsta kosti eitt samheiti orðanna hér á eftir (helst fleiri!). (Orðin mega vera gildishlaðin, þ.e. þau þurfa ekki að vera hlutlaus.) kaldur hús jarðepli gardínur rúm bíll skjálfti kýr svalur, napur kofi, bær, bygging kartafla gluggatjöld flet, bæli, rekkja bifreið, drusla, glæsivagn titringur, hræringar belja, kusa 7

8 langlundargeð umburðarlyndi skip hestur þrjótur dasaður fögur böggull skrudda glóaldin þolinmæði, umburðarlyndi þolgæði, rósemi, jafnaðargeð, þolinmæði fley, nökkvi, knörr, fleyta klár, gammur, gæðingur, trunta þorpari hálfuppgefinn, lúinn, vankaður falleg pakki skræða appelsína 1.11 Myndgáta Finndu 5 atriði sem vantar á myndina til hægri. Skrifaðu niður allt sem þú sérð á myndinni og þú þekkir nöfn á. 8

9 1.12 Af nöfnum manna og fugla Finndu að minnsta kosti fimm mannanöfn sem merkja fuglategund (dæmi: Svala). Þröstur, Örn, Haukur, Lóa, Erla, Valur Verkefni: Hver nemandi fer inn á vef Hagstofu Íslands og athugar tíðni eigin skírnarnafns ( Hve margir bera fyrra nafn ykkar sem einnefni eða fyrra nafn? / Hve margir bera seinna nafn ykkar sem einnefni eða seinna nafn? / 1.13 Andheiti Finndu að minnsta kosti eitt andheiti orðanna hér á eftir, helst fleiri! stór lítill, smár sjaldgæft algengt, fátítt heitur kaldur, svalur dýrmætur verðlaus fagur ljótur, ófagur trygglyndur ótrúr, falskur illur góður, blíður, ljúfur kærulaus samviskusamur digur grannur, mjór sköllóttur hárprúður 1.14 Orðabókin Orðin fyrir neðan tengjum við ekki alltaf við landslag, en þau eru þó öll einnig notuð til að lýsa því. Útskýrðu hvað orðin merkja í landslagi (hér þarf að nota orðabók). háls hryggur ás hamar öxl enni skógarnef túnfótur hæð, ás, hæðardrag aflöng hæð, kambur löng og lág hæð klettaveggur stallur þar sem fjallshryggur lækkar snögglega fjallsnöf, múli skógarjaðar sem teygir sig fram úr skóglendinu túnjaðar, neðsti hluti túns 9

10 1.15 Rím Strikaðu undir allt rím í þessari stöku. Vísbending: Ekki er aðeins um endarím að ræða. Vísuna má lesa aftur á bak (það auðveldar þér að finna rímorðin!). Gættu sérstaklega að innrími í a) 1. og 3. og b) 2. og 4. braglínu. Dragðu hring utan um karlrím og kassa utan um kvenrím í lok braglínu (Vísbending: Í kvenrími ríma bæði atkvæði orðsins; í karlrími rímar eitt atkvæði við annað). S t u n d a r s ó m a, h v e r g i h a n n h a l l a r r é t t u m á l i, g r u n d a r d ó m a, a l d r e i a n n i l l u p r e t t a t á l i. Bættu einu orði aftan við hverja braglínu í eftirfarandi vísu þannig að hún gangi upp. (Vísbending: Tvö rímorðanna eru tár og mér. Rímorð í 3. braglínu hefst á stafnum b.) Æ, hverf þú ei af auga mér, þú ástarblíða tár, er sorgir heims í burtu ber, þótt blæði hjartans sár. Kristján Jónsson Fjallaskáld Bættu rímorðum í eftirfarandi vísu. Eg hef selt hann Yngra- Rauð, er því sjaldan glaður; svona er að vanta veraldarauð og vera drykkjumaður. Aukaspurning: Hvers vegna þarf að standa Eg en ekki Ég í fyrsta orði vísunnar hér að ofan? E- ið í Eg er sérhljóð sem stuðlar við Y í Yngra; é er eins og je, þ.e. hefst á samhljóði. 10

11 Gáta Í dyrum oft hann frækinn fann, falla tunnan í þá kann. Fremst í málsgrein finnur þann, fauska gamla styður hann. Svar: stafur Myndaðu málsgreinar og láttu eins mörg orðapör ríma og þú getur. (Dæmi: Fróði góði, Salka Valka og Gunna nunna fundu lunda. Fannar hannar stóla í skóla.) 1.16 Nöfn manna og dýra Finndu nokkur mannanöfn (karla og kvenna) sem merkja aðrar dýrategundir en fugla. (Dæmi: Úlfur.) Björn, Birna, Hreinn, Hjörtur, Ylfa Gáta Ég fituríkur finnst í þér. Fínt er að standa á gömlum mér. Margir kryfja mál til mín. Mig svo hýsa eyrun þín. Svar: mergur 1.17 Krossgáta Lárétt 2. fugl af goðaætt flórgoði 7. keyra aka 8. til að 9. egypskur guð Ra 10. frelsissamtök Palestínu PLO 11. glóaldin appelsína 13. norræn gyðja sem minnir á þjófnað Rán 17. pólstjarnan norðurstjarnan 19. flan an 11

12 Lóðrétt 1. lengsta fljót Ítalíu Pó 2. dýrkun margra guða fjölgyðistrú 3. huga að gá 4. þessi fógeti er kenndur við innréttingar Skúli Magnússon 5. þar fæddist Jón Sigurðsson Hrafnseyri 6. hlaupagrein í íþróttum, rúmlega 42 km maraþon 12. heiður æra 14. finnsk baðstofa sána 15. fugl af svartfuglaætt með skrautlegan gogg lundi 16. snemma árla 18. eiginmaður Maríu, móður Jesú Jósef/Jósep 1.18 Úr bókaskápnum Róbinson Krúsó Lestu textabrotið og reyndu að átta þig á því. Síðan skaltu endurskrifa það með þínum eigin orðum. Hér í einveru minni lærði ég ár frá ári að meta störf manna sem ég hafði athugalaust fram hjá gengið meðan ég var heima. Ég var nú sjálfur allt í öllu, veiðimaður, akuryrkjumaður, hjarðmaður, iðnaðarmaður og íþróttamaður. Ég var ýmist að gefa mig að þessu starfinu eða hinu, eftir því sem á stóð og þörfin krafði. Lengst kinokaði ég mér þó við því, að reyna nokkuð til muna við handverk klæðskera og skósmiða, en þó kom þar að lokum að neyðin þrýsti mér til þess líka. Ég gerði mér klæðnað en hafði talsvert fyrir því. Skal ég nú lýsa honum stuttlega. Fyrst gerði ég mér uppmjóa húfu með blöðku neðan úr að aftanverðu, sem skýldi mér fyrir sólarhita og regni. Buxur mínar voru úr hafurstöku af gömlum hafri og náðu niður fyrir hné. Löfðu hárin svo langt niður, að ég þurfti ekki sokka. Á fótunum hafði ég eins konar hálfstígvél sem voru reimuð saman til hliðanna. Treyja mín var úr geitarskinni, og gyrti ég hana að mér með leðuról. Textinn með mínu orðalagi: kinoka sér við e- u: færast undan e- u, hika við e- ð hafurstaka: geitarskinn, hafurskinn 12

13 Hvers vegna heldur þú að sagan um Róbinson Krúsó hafi orðið jafn vinsæl og raun ber vitni? Sláðu Robinson Crusoe upp í leitarvél á netinu og skrifaðu hjá þér eitthvað sem þú fannst um söguna. Sláðu upp höfundinum Daniel Defoe og skráðu einhverjar staðreyndir um hann. Hvað merkir sögnin að kinoka sér við einhverju? færast undan e- u, hika við e- ð 1.19 Gáta eftir Ísleif Gíslason Keypti bæði q og s, karlinn held ég ríkur c, sótti h til Haganess, hákarlsbeitur lét í t. Skrifaðu vísuna upp á ný og breyttu stöfunum í orð þar sem við á. Keypti bæði kú og ess, karlinn held ég ríkur sé, sótti há til Haganess, hákarlsbeitur lét í té. Hvað merkja orðin há og ess? ess: hestur há: 1. hey af seinna slætti (eða: gras sem vex á túni eftir fyrri slátt); 2. hrosshúð 13

14 Lýstu merkingu þessarar vísu: Ferskeytlan er Frónbúans fyrsta barnaglingur en verður seinna í höndum hans hvöss sem bysustingur. Andrés Björnsson ( ) Ferskeytlan er eitt það fyrsta sem börnin læra og skemmta sér við. Seinna getur hún orðið beitt, þ.e. hún getur sært þann sem ort er um (sbr. orð eins og níðvísa). (Sumir fara óvarlega með skáldgáfu sína; til eru lýsingarorðin níðskár, níðskældinn og illskældinn.) 1.20 Örlítið um greinarmerki Settu kommur í eftirfarandi texta þar sem við á: Sæll og blessaður, Guðmundur minn. Já, það er langt síðan við höfum sést. Þetta gekk allt vel, sagði Gunna, en við vorum orðin þreytt í lokin. Hann er, þegar allt kemur til alls, besti maður. Ég hitti hann síðast í gær, illa til reika og lasburða. Baldur, Gunna, Birgir og Sæunn ætla að mæta. Sumir komu snemma en aðrir seint. Sumir komu seint, aðrir snemma. Settu greinarmerki og stóran staf þar sem við á: Eru ekki allir í stuði? spurði Jói. Dóra herti upp hugann og spurði: Má ég fara í bíó með Sigga? Það ná allir prófinu, sagði Gunna sem mæta í það á annað borð. Guð hjálpi mér! sagði Gunna í örvæntingu. 14

15 Settu greinarmerki og stóra stafi þar sem við á: Að nokkurri stundu liðinni kom lítill drengur inn eftir kirkjugólfinu, gekk að hnjám prestskonunnar, leit á hana sorgmæddum álösunaraugum og mælti: Illa gerðir þú, móðir mín, að varna mér lífs. Ég átti að verða biskup. Svo hvarf hann aftur fram kirkjugólfið. Finndu algeng orð yfir a) glóaldin; b) bjúgaldin; c) tröllepli; d) jarðepli. a) appelsína b) banani c) melóna d) kartafla 1.21 Örlítið um nástöðu Færðu eftirfarandi málsgrein til betri vegar þannig að ekki verði um áberandi nástöðu að ræða: Ertu tilbúinn til að gera þetta? Ertu tilbúinn að gera þetta? Gagnleg gögn leyndust í kassanum eins og greinilega mátti greina í máli fyrirlesara. Nytsamleg gögn leyndust í kassanum eins og greinilega kom fram í máli fyrirlesara. Ég verð að finna út hvort hægt verður að finna ráð til að Finna hætti að finna til áður en hún fer til Finnlands Ég verð að komast að því hvort hægt (unnt) verður að lina verki Finnu áður en hún fer til Finnlands. Kennarinn kennir í brjósti um kennaranemann sem samdi kennsluefnið. Lærimeistarinn finnur til með kennaranemanum sem samdi námsefnið. 15

16 1.22 Ritunaræfingar Veldu eitt af viðfangsefnunum hér fyrir neðan og skrifaðu minnst tíu línur. Hugleiðing um bíómynd eða leikrit. Hugleiðing um bók sem ég er að lesa. Nokkur orð um eitthvert þessara atriða: ást, vinátta, þolinmæði, illska, örbirgð og auður; glæpir og afleiðingar þeirra á þolanda og geranda. Svipmynd frá æskuárum. Fyrsti skóladagurinn. Nafngiftir; nöfn í fjölskyldunni; hvers vegna heiti ég þessu nafni? Íþróttir og listgreinar; hvað geri ég utan skólatíma? Jafnrétti. Neyslusamfélagið. Lífsgildi. 16

17 2. Nafnorð 2.1 Að þekkja nafnorð Skrifaðu öll nafnorðin í textanum á strikin fyrir neðan. Athugaðu að ekki á að tiltaka skáletruðu orðin (þótt þau séu nafnorð, nánar tiltekið sérnöfn), og ef sama orðið kemur tvisvar fyrir á einungis að skrá það einu sinni. Breskur ríkisborgari, sem er grunaður um að hafa sviðsett andlát sitt og hirt líftrygginguna, hefur verið handtekinn í Ástralíu að sögn lögreglunnar þar í landi. Ástralska alríkislögreglan handtók Hugo Jose Sanchez, 47 ára, einnig þekktan sem Alfredo, og hneppti í varðhald á laugardaginn var. Þar með lauk sex ára leit að manninum. Sanchez, sem er fæddur í Ekvador, var dæmdur í fyrra í tveggja ára fangelsi vegna fjársvikamáls. Sanchez og kona hans sviðsettu andlát hans og hirtu meira en einnar milljónar punda líftryggingu (185 milljónir íslenskar krónur) árið Eiginkonan var handtekin þegar hún sneri aftur til Bretlands í september síðastliðnum en þar ætlaði hún að vera viðstödd brúðkaup systur sinnar. Grunur um að brögð væru í tafli var staðfestur þegar fingraför Sanchezar hins látna fundust á dánarvottorðinu hans. Veröld/Fólk Veraldarfréttir AFP :44 Nafnorðin sem ég fann: ríkisborgari landi manninum punda brúðkaup andlát alríkislögreglan Ekvador líftryggingu systur líftrygginguna ára fangelsi krónur grunur Ástralíu varðhald fjársvikamáls eiginkonan brögð sögn laugardaginn kona Bretlands tafli lögreglunnar leit milljónar september fingraför dánarvottorðinu Athugasemd: Hann slátraði þúsund lömbum. Hér er þúsund hreint töluorð (það beygist ekki og tekur ekki greini). En: Hann lógaði mörgum þúsundum lamba. Hér er þúsund nafnorð enda getur það bætt við sig greini. Sbr. líka: allar milljónirnar (no.m.gr.). Í textanum hér að ofan kemur milljón fyrir í ef.et. og nf.ft. Í báðum tilvikum lítum við á orðið sem nafnorð af ofangreindum ástæðum. 17

18 Myndaðu setningar þar sem orðin koma, taka, vaka, baka og renna koma fyrir sem nafnorð. Komu hans var frestað þegar taka myndarinnar mistókst. Það beið hans löng vaka á flugvellinum. Hann fékk sér böku. Engin renna var á þakinu. Eftirfarandi fyrirsögn birtist í blaði: Barinn á Hótel Borg Skrifaðu örstutta frétt með þessari fyrirsögn og gerðu ráð fyrir að barinn sé nafnorð! Skreið til Nígeríu Skrifaðu einnig örstutta frétt með þessari fyrirsögn og gerðu ráð fyrir að skreið sé nafnorð! Myndaðu málsgrein þar sem orðmyndin slána kemur fyrir, a) með greini og b) án greinis! a) Jóna stökk yfir slána. b) Ég sá drukkinn slána á götunni. 2.2 Fallbeyging Fallbeygðu eftirfarandi nafnorð í eintölu og fleirtölu. Eintala: nf. kýr dóttir kona læknir fjörður þf. kú dóttur konu lækni fjörð þgf. kú dóttur konu lækni firði ef. kýr dóttur konu læknis fjarðar 18

19 Fleirtala: nf. kýr dætur konur læknar firðir þf. kýr dætur konur lækna firði þgf. kúm dætrum konum læknum fjörðum ef. kúa dætra kvenna lækna fjarða Eintala: nf. faðir Þráinn önn fé hönd þf. föður Þráin önn fé hönd þgf. föður Þráni önn fé hendi ef. föður Þráins annar fjár handar Fleirtala: nf. feður annir (fé) hendur þf. feður annir (fé) hendur þgf. feðrum önnum (fjám) höndum ef. feðra anna (fjáa) handa Fylltu í eyðurnar. Konan fór að leita kýrinnar (kýr m.gr.). Síðan spurði hún dóttur (dóttir) sína hvort hún hefði séð lækninn (læknir m.gr.). Stúlkan giftist til fjár (fé). Uppáhaldsspurning kennarans: Hvernig er orðið banani í þf.ft.m.gr.? bananana Hvernig er eignarfall sérnafnsins Akureyri með greini?! Skipstjóri Akureyrarinnar (Akureyrin) heitir Jón. 2.3 Kyn Greindu kyn eftirfarandi nafnorða. gleraugu (hk), steypireyður (kvk), hafnir (kvk), buxur (kvk), glös (hk), ögn (kvk), fró (kvk), hrynjandi (kvk), skæri (hk), gjár (kvk), tekjur (kvk), angan (kvk), stígandi (kvk), sjáaldur (hk) 19

20 Flettu upp orðunum örn og skúr. Hvað er sérstakt við kyn þessara orða? Þau geta staðið hvort heldur sem er í kvk eða kk. Í hvaða kyni getur nafnorð verið sem stendur með lýsingarorðinu (þ.e. orðmyndinni) gul? a) kvk (gul bók) b) hk (gul blöð) 2.4 Finndu nafnorðið Bættu nafnorði inn í setningarnar þannig að þær fái staðist. 1. Í morgunsólinni breyttist litur fjallanna. 2. Sala skartgripanna gekk betur en hún hafði þorað að vona. 3. Guli skugginn var kunnur skúrkur úr Bob Moran bókunum. 4. Haukur (nf.) hlakkaði til jólanna. 5. Penisilínið var mikilvægt lyf. 6. Lestin brunaði eftir teinunum. 7. Á milli bæjanna liðaðist lítil á. 8. Vítt sé ég land og fagurt. 9. Baldur langar í meira súkkulaði. Líttu á nafnorðið sagna (ef.ft.) Hvernig er oðið í nf.et.? (Þú þarft að finna tvö orð.) saga, sögn 2.5 Sterk/veik beyging Segðu hvort nafnorðin hér á eftir hafi sterka eða veika beygingu með því að setja s eða v í svigana fyrir aftan orðin. sími (v), flaska (v), pera (v), sverð (s), segl (s), brák (s), díll (s), logi (v), spjald (s), efni (s), spóla (v), pakki (v), ostur (s), rjómi (v), kvæði (s), eyri (s). 20

21 2.6. Tala Greindu tölu orðanna. illgresi (et), fjall (et), borð (et/ft ), sykur (et), systkin (ft), menntun (et), jól (ft), mjólk (et), hundrað (et), héruð (ft), kaffi (et), for (et), verð (et/ft.), gólf (et/ft), herðatré (et/ft), þvottur (et), veður (et/ft), andvari (et), veröld (et), sátt (et), stef (et/ft), aldin (et/ft), hegðun (et), barð (et), rok (et), lök (ft), buxur (ft), skæri (ft). Hver þessara orða eru eins í eintölu og fleirtölu? borð, verð, gólf, herðatré, veður, stef. Orðið verð var lengst af talið eintöluorð en smátt og smátt hefur það tekið á sig fleirtölumynd; sumir eru ósátir við þá þróun. 2.7 Eyðufylling Bættu nafnorðum í eyðurnar þannig að textinn verði eðlilegur. Vissir þú að vinstra lungað í manninum er minna en hægra lungað? Það er nauðsynlegt svo að nóg pláss sé fyrir hjartað í okkur! Önnur skemmtileg staðreynd sem tengist líkamanum er að húð okkar er þykkust á bakinu. Hvað snertir beinin í okkur, þá er nánast helmingur allra beina líkamans í höndum og fótum. Það er svo ekki úr vegi að bæta við einni skemmtilegri frétt fyrir þá sem vilja ná háum aldri, en þannig er að aðeins einn af hverjum tveimur billjónum manna nær að verða 116 ára eða eldri! 2.8 Aukaföll Skrifaðu aukaföll eftirfarandi orða í eintölu. sonur eyri fótur hönd segull son eyri fót hönd segul syni eyri fæti hendi segli sonar eyrar fótar handar seguls 21

22 2.9 Stofn Finndu stofn orðanna og skrifaðu hann (þ.e. stofn orðsins) á strikin. stíll stíl segull segul blaðra blaðr dyngja dyngj melur mel ýsa ýs framtíð framtíð dagur dag kona kon Líttu á sérnöfnin Baldur og Haukur og svaraðu eftirfarandi spurningu: Í hvoru þessara nafna er r ekki í stofni? Rökstyddu svarið! Í nafninu Haukur (stofn: Hauk) 2.10 Víð/þröng merking Raðaðu orðunum í hverri línu þannig að víðtækasta merkingin komi fyrst og þrengsta merkingin aftast. geimurinn heimurinn heimsálfa Evrópa land Danmörk Kaupmannahöfn lífvera dýr hryggdýr spendýr hundur Kolur farartæki farartæki á hjólum bíll Volkswagen Volkswagen Golf Golfinn hennar mömmu 2.11 Kenniföll Skráðu kenniföll orðanna. Gott getur verið að notfæra sér bin.arnastofnun.is til að glöggva sig á beygingu orða (og þar með kenniföllum). Munum: kenniföll eru nf.et., ef.et. og nf.ft. nf. et. ef. et. nf. ft. fáni fáni fána fánar firðir fjörður fjarðar firðir skrúfur skrúfa skrúfu skrúfur bára bára báru bárur 22

23 unnur unnur unnar unnir vegir vegur vegar vegir snúrur snúra snúru snúrur beiðni beiðni beiðni beiðnir vakir vök vakar vakir veiki veiki veiki (veikir) vetrum vetur vetrar vetur fingri fingur fingurs fingur Til hvaða orðflokks telst skáletraða orðið í eftirfarandi samböndum? 1. Hann á þúsund dollara. töluorð 2. Hann hefur gefið allar milljónirnar sínar. no (m.gr.) 3. Barnið er 14 merkur að þyngd. töluorð Hvernig er eintala nafnorðsins merkur? mörk Flettu upp orðinu mörk og skráðu þrjár merkingar orðsins. Skráðu síðan kenniföll orðsins. hálfpund, skógur, víðavangur mörk markar/merkur merkur 2.12 Eyðufylling Bættu nafnorðum í eyðurnar þannig að textinn verði eðlilegur. Frakkland var einu sinni konungsríki alveg eins og t.d. Danmörk er í dag, en vegna óánægju fólksins í landinu með konunginn, Loðvík sextánda, gerði það uppreisn og steypti honum af stóli. Var þetta árið Eftir fall konungsins réðu byltingarmenn lögum og lofum í Frakklandi um tíma, eða þangað til Korsíkubúinn Napóleón Bonaparte braust til valda. Lét Napóleón gera sig að keisara í Frakklandi árið Napóleon réð ríkjum í Frakklandi næstu árin og lagði auk þess undir sig stór svæði í Evrópu. Veldi hans leið svo undir lok árið 1815 er hann tapaði stríði við andstæðinga sína við Waterloo. 23

24 2.13 Nafnorð úr sagnorðum Myndaðu nafnorð úr sagnorðunum hér fyrir neðan. Sagnorð Nafnorð Sagnorð Nafnorð að segja saga/sögn að skerða skarð/skerðing að fara ferð/för að þurrka þurrkur að elda eldur að lesa lestur að greiða greiðsla/greiði að hvessa hvassviðri að herða harka að flytja flutningur að þegja þögn að hrygna hrogn að spyrða sporður að spretta spretta að sofa svefn að elska elska að horfa horfur að nostra nostur að hlúa aðhlynning að saga sög að storma stormur að vaða vað að hrella hrylling(ur) að varða varða að keppa kapp að snúa snúningur að strengja strengur að vernda vernd 2.14 Kyn, tala, fall Greindu kyn, tölu og fall nafnorðanna í textabútunum hér fyrir neðan. 1. Leikritið (hk, et, nf) Macbeth er eitt af kunnustu leikritum (hk, ft, þgf) Shakespeares (kk, et, ef) og er enn sýnt reglulega út um allan hinn vestræna heim (kk, et, þf) og víðar. Persónan (kvk, et, nf) Macbeth (kk, et, nf) hefur orðið nokkurs konar samnefnari (kk, et, nf) fyrir metnaðarfulla menn (kk, ft, þf) sem svífast einskis til að ná völdum (hk, ft, þgf). Hin grimmu örlög (hk, ft, nf) sem Macbeth (kk, et, nf) hlýtur í kjölfarið (hk, et, þf) hafa líka setið í mönnum (kk, ft, þgf). 2. Kristján (kk, et, nf) IV. Danakonungur (kk, et, nf) bannaði að selja fálka (kk, ft, þf) frá Íslandi (hk, et, þgf) án konungs (kk, et, ef) leyfis (hk, et, ef), og á 17. öld 24

25 lét konungur (kk, et, nf) árlega senda fálkaskip (hk, et, þf) til Íslands (hk, et, ef). Með skipinu (hk, et, þgf) var einn veiðimaður (kk, et, nf) konungs (kk, et, ef), sem keypti fálkana (kk, ft, þf) á ákveðnu verði (hk, et, þgf) og sá um allar veiðarnar (kvk, ft, þf). Í hverju héraði (hk, et, þgf) veiddu einstakir menn (kk, ft, nf) fálkana (kk, ft, þf), en urðu að hafa til þess leyfisbréf (hk, et/ft, þf) frá amtmanni (kk, et, þgf). Brátt tók fálkunum (kk, ft, þgf) mjög að fækka, af því að veiðimenn (kk, ft, nf) drápu bæði gamla og lamaða fugla (kk, ft, þf), sem þeir ekki gátu notað, en sem þó hefðu getað aukið kyn (hk, et, þf) sitt. Henrik (kk, et, nf) Bjelke bar það upp á alþingi (hk, et, þgf) 1651, að banna skyldi að drepa slíka fugla (kk, ft, þf). Seint á 18. öld (kvk, et, þgf) lögðust veiðar (kvk, ft, nf) þessar niður. Ég hitti Írana í Dublin/Teheran. Hvernig er skáletraða orðið í nf.et.án.gr.? (Tveir möguleikar.) Írani Íri Í hvaða tölu og falli getur skáletraða orðið staðið í setningunni? (Þrír möguleikar en tveir þeirra eru eins. Ath. að í einu tilviki er orðið með greini.) et.þf. ft.þf. ft.þf.m.gr. Hver er fleirtalan af þúsundkall? Þið sundkallar! 2.15 Samheiti og andheiti Finndu nokkur samheiti eftirtalinna orða (merking má vera hlutlaus, neikvæð eða jákvæð). kvæði: ljóð, drápa, ríma, bragur lykt: fnykur, angan, þefur, óþefur hestur: klár, gæðingur, fararskjóti, dráttarklár, jór, gammur Finndu andheiti eftirtalinna orða (helst fleiri en eitt). stórskáld: leirskáld, hagyrðingur heljarmenni: vesalmenni, væskill stöðuglyndi: óþreyja, eirðarleysi andagift: andleysi, hugmyndafátækt vandvirkni: fúsk nýyrði: erfðaorð aldraður: ungur 25

26 2.16 Nafnorð úr lýsingarorðum Myndaðu nafnorð úr lýsingarorðunum hér fyrir neðan. Lýsingarorð Nafnorð Lýsingarorð Nafnorð spéhræddur spéhræðsla ágengur ágengni tortrygginn tortryggni erfiður erfiði kröftugur kraftur brattur bratti grimmur grimmd augljós auglýsing skilvirkur skilvirkni fastur festa rifinn rifa fljótur flýtir brotinn brot gráðugur græðgi andstyggilegur andstyggð blauður bleyða bráður bræði/bráðlæti úldinn ýlda skreyttur skraut heitur hiti drambsamur dramb/drambsemi þrifinn þrifnaður dapur depurð kenjóttur kenjar illt illska napur nepja 2.17 Um nýyrði og tökuorð og örlítið um erfðaorð og slangur (einnig minnst á íðorð) Virkjaðu skapandi hugsun með því að semja nokkur slanguryrði (til vara: skráðu nokkur slanguryrði sem þú notar stundum): Bentu á nokkrar algengar slettur sem þú og félagar þínir notið: Skrifaðu eins mörg tökuorð, nýyrði, slangurorð og slettur og línurnar leyfa. nýyrði: tökuorð: slanguryrði: slettur: 26

27 2.18 Úr bókaskápnum Þrjátíu og níu þrep eftir John Buchan Sláðu The Thirty- Nine Steps inn í einhverja leitarvél og reyndu að komast að eftirfarandi: Hver leikstýrði kvikmyndinni sem gerð var árið 1935? Alfred Hitchcock Við hvað annað en ritstörf vann höfundurinn John Buchan? Hann var sagnfræðingur og stjórnmálamaður, starfaði m.a. sem yfirlandstjóri (governor general) Kanada um tíma. Þýddu á íslensku eftirfarandi textabrot úr sögunni The Thirty- Nine Steps eftir John Buchan. 1. kafli The Man Who Died I returned from the City about three o'clock on that May afternoon pretty well disgusted with life. I had been three months in the Old Country, and was fed up with it. If anyone had told me a year ago that I would have been feeling like that I should have laughed at him; but there was the fact. The weather made me liverish, the talk of the ordinary Englishman made me sick, I couldn't get enough exercise, and the amusements of London seemed as flat as soda- water that has been standing in the sun. 'Richard Hannay,' I kept telling myself, 'you have got into the wrong ditch, my friend, and you had better climb out.' Berðu þýðingu þína saman við þýðinguna frá Maídag einn um klukkan þrjú síðdegis kom ég heim til mín úr borginni, skelfing leiður á lífinu. Ég var búinn að dvelja þrjá mánuði í Gamla landinu og var búinn að fá nóg af því. Ef einhver hefði sagt mér fyrir ári síðan, að mér mundi verða þannig innanbrjósts, myndi ég hafa hlegið að honum. En þannig var það nú samt. Veðrið fór í lifrina á mér, og tal landa minna í taugarnar. Ég hreyfði mig ekki nóg, og skemmtanir Lundúnaborgar virtust mér jafn lítilfjörlegar og bragðlausar og sódavatn, sem staðið hefir í sól. Richard Hannay, sagði ég við sjálfan mig aftur og aftur, þú hefir farið í geitarhús að leita ullar, karl minn, það er víst bezt fyrir þig að hafa þig héðan sem fyrst. 27

28 2.19 Krossgáta Lárétt 4. bylur, snjókoma hríð 5. vera borgið hólpinn 8. þægur hlýðinn 9. fá hljóta 10. útvarp hljóðvarp 12. boxari hnefaleikari 13. hjallur, greni hreysi 14. bersögli hreinskilni 15. andstæðan við hratt hægt 16. hrynja hrapa 17. flæma burt hrekja 18. meðmæltur hlynntur 19. leggja við eyra hlusta 21. lið hópur 23. stúdíó hljóðver 24. eldstó hlóðir Lóðrétt 1. hæð hóll 2. skekja hrista 3. bugta hneigja 4. stríða hrekkja 5. við sköpum tónlist með því hljóðfæri 6. setja tölu í gat hneppa 7. aftan á höfði hnakki 9. ekki skítugur hreinn 11. að auka á vind hvessa 12. andstæðan við hægt hratt 14. stoltur hreykinn 16. spýta hrækja 17. þátttaka hlutdeild 18. sirkill hringfari 19. heitur hlýr 20. þögull hljóður 21. kátur hress 22. með eggjum í hreiður 28

29 3. Stafsetning 3.1 Stór og lítill stafur Lestu kaflann hér fyrir neðan yfir og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Um jökla á Íslandi Tungnafellsjökull er lítill jökull vestur af Vatnajökli og er Vonarskarð á milli þeirra. Út frá honum ganga ýmsir fjallahryggir bæði suður og austur. Þar er Nýidalur. Hofsjökull er mikil jökulbunga vestur af Sprengisandi. Að honum liggja öræfi á allar hliðar og út við randirnar og fyrir utan þær eru hér og hvar háir tindar. Austurhluti jökulsins heitir Arnarfellsjökull. Þar er Arnarfell hið mikla. Suðurhlutinn heitir Blágnípujökull, þar eru Kerlingarfjöll nálægt jöklinum. Langjökull er aflangur og bunguvaxinn jöklaklasi vestur og suður af Hofsjökli og heita ýmsir hlutar hans ýmsum nöfnum. Vesturjökullinn heitir að norðan Balljökull (eða Baldjökull), en sunnar er Geitlandsjökull, suðurendinn heitir Skjaldbreiðarjökull, og svo er Bláfellsjökull þar austur af; þar fyrir neðan standa tindar er kallast Jarlhettur. Í Geitlandsjökli er Þórisdalur. Þar var Grettir sterki eitt sinn eftir því sem sagan segir. Dalurinn er hömróttur, hrjóstugur og graslaus með öllu, og skriðjöklar ganga niður í hann á alla vegu. Ath. Orðið hrjóstugur má einnig rita hrjóstrugur. Fylltu í eyðurnar. Skalla- Grímur og Auður djúpúðga voru landnámsmenn. Maðurinn er frá Mið- Austurlöndum. Grettis saga er skemmtileg. Íslensk málnefnd hélt fund í Sveitarfélaginu Skagafirði. Þeir Skáld- Hrafn og Svika- Hrappur eru persónur úr fornsögum. 29

30 Gerðu hring utan um stafina þar sem á að vera stór stafur. Af sögu Hauks Erlendssonar, sem rituð var á milli 1310 og 1320, að dæma þá var Leifur sonur Eiríks rauða. Árið 999 fór Leifur aftur heim til föðurlands síns og heimsótti hirð Ólafs Tryggvasonar Noregskonungs. Konungurinn kunni vel við þennan unga mann og hvatti hann til að verða kristinn og að snúa aftur heim til sín til að kenna kristin fræði. Leifur samþykkti það. Árið 1000 kvaddi hann Noreg og sigldi aftur heim. 3.2 Meira um lítinn staf og stóran Veldu stóran eða lítinn staf í eyðurnar. Ein kýrin í fjósinu heitir Skjalda. Fjósamaðurinn talar dönsku. Faðir hans er dómari og fyrrverandi sýslumaður. Sagt er að vinstri græn séu komin í kosningaham. Sagt er að sænskir jafnaðarmenn og sósíalistar styðji arabana sem komu frá Sýrlandi. Ákveðið var að ásatrúarmenn héldu hátíð á Jónsmessu. Settu stóran eða lítinn staf í eyðurnar. Hvort er þetta maríutása eða maríustakkur? Hann hefur lyft grettistaki. Þessi ökuþór ætti að greiða sekt. Þeir Kaupa- Héðinn og Lyga- Mörður eru persónur úr Njáls sögu. Settu stóran staf eða lítinn í eyðurnar eftir því sem við á. Ap., jún., sept., nóv., þrjátíu hver, einn til hinir kjósa sér; febrúar tvenna fjórtán ber, frekar einn þá hlaupár er. Aukaverkefni: Rökstyddu að eðlilegt teljist að skrifa orðin Finnlandssænska og Svíþjóðarfinnska með stórum staf. Merkingarsamband orðanna við Svíþjóð og Finnland er mjög náið. 30

31 3.3 Göngum í skólann dagurinn Lestu kaflann hér fyrir neðan og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Á þessu ári tekur Ísland þátt í alþjóðlega verkefninu Göngum í skólann í sjötta skipti. Verkefnið hófst í Bretlandi árið 2000 og hefur þátttaka stöðugt farið vaxandi. Á alþjóðavísu er verkefnið í október og alþjóðlegi Göngum í skólann dagurinn er 3. október. En vegna birtu- og veðurskilyrða fer Göngum í skólann verkefnið fram hér á Íslandi í septembermánuði. Það hefst miðvikudaginn 5. september og því lýkur þann 3. október nk. Meginmarkmið Göngum í skólann er að hvetja nemendur og foreldra til að ganga, hjóla eða fara á annan virkan hátt til og frá skóla. Um leið er ætlunin að hvetja til aukinnar hreyfingar með því að auka færni barna til að ganga á öruggan hátt í skólann og fræða þau um ávinning reglulegrar hreyfingar. Þá er hvatt til þess að börn fái kennslu um öryggi á göngu og á hjóli. Annað markmið er að draga úr umferð við skóla, þ.e. umferðarþunga, mengun og hraðakstri, og stuðla þannig að betra og hreinna lofti ásamt öruggari og friðsælli götum og hverfum. Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands, mennta- og menningarmálaráðuneyti, Landlæknir, Ríkislögreglustjóri, Slysavarnafélagið Landsbjörg, Umferðarstofa og landssamtökin Heimili og skóli standa að verkefninu. Unnið upp úr frétt á vef mennta- og menningarmálaráðuneytisins 3.4 Gleðispurningar Hver eftirtalinna bóka er ekki eftir Þórarin Eldjárn? a) Baróninn ( ) b) Brotahöfuð ( ) c) Hér liggur skáld ( ) d) Undantekningin de arte poetica ( x ) Hvar bjuggur Bakkabræður? a) Í Borgarfirði ( ) b) Í Dýrafirði ( ) c) Í Svarfaðardal ( x ) d) Í Þjórsárdal ( ) Reyðarfjörður...? a)...er á Vestfjörðum ( ) b)...liggur á milli Álftafjarðar og Hamarsfjarðar ( ) c)...er minnstur Austfjarða ( ) d)...er stærstur Austfjarða ( x ) 31

32 3.5 Hátíðir og fleira Lestu kaflann hér fyrir neðan yfir og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Á jólum var hagað svo hátíðahaldi, að á Þorláksmessu fór fram aðalundirbúningurinn, en af öllum hátíðum var mest haft við á jólum og nýári, eins og reyndar enn. Á Þorláksmessu var soðið hangið kjöt, bakaðar kökur úr rúgmjöli, steiktar lummur úr fínu bankabyggsmjöli og steypt tólgarkerti. Á aðfangadaginn var miðdagsmaturinn oft kálfskjöt og fleira kjötkyns ásamt kökubita með smjöri og floti. Á páskum og hvítasunnu var lík tilhögun með veitingar og á jólum, en íburðarminna og engar voru þá kertagjafir. Frá þessu segir í bók Finns Jónssonar frá Kjörseyri, Þjóðhættir og ævisögur, en þar segir einnig frá mörgu merku fólki, eins og Þuríði formanni, Skoreyjar- Jónasi og Selja- Gvendi. Viðurnefni geta verið særandi. Bentu á nokkur jákvæð viðurnefni, gömul eða ný. Ari fróði, Oddur spaki, Auður djúpúðga Fylltu í eyðurnar. Á Jónsmessu setti ég alaskaösp í garðinn minn. Þeir Lyga- Mörður og Þorfinnur skáldi voru engir aulabárðar. 3.6 Gleðispurningar Hver samdi bækurnar um Fíusól? a) Áslaug Jónsdóttir ( ) b) Bragi Ólafsson ( ) c) Kristín Helga Gunnarsdóttir ( x ) d) Þórarinn Eldjárn ( ) Hvaða saga af þessum fjórum er ekki eftir Friðrik Erlingsson? a) Afi minn í sveitinni ( ) b) Benjamín dúfa ( ) c) Markús Árelíus flytur suður ( x ) d) Þór Í heljargreipum ( ) 32

33 3.7 Enn um stóran og lítinn staf Settu stóran eða lítinn staf í eyðurnar. Í Írak eru 75% til 80% landsmanna arabískir, 15% til 20% Kúrdar, en aðrir minnihlutahópar af sýrlenskum eða tyrkneskum uppruna eru innan við 5%. Opinbert mál í Írak er arabíska, en Kúrdar í norðurhéruðunum tala sitt eigið mál og telst það opinbert á þeirra svæði. Um 97% landsmanna eru múslímar; kristnir menn eða fólk af öðrum trúarbrögðum er innan við 3% landsmanna. Höfuðborgin Bagdad er langstærsta borg landsins, en þar búa um fimm milljónir manna. Mosul er stærsta borgin í norðurhluta landsins. 3.8 Staðir og staðfærsla Færðu staðarheitin rétt beygð í eyðurnar eins og sýnt er með Reykjavík. Er alltaf hægt að finna orð sem passar? Hvers konar orð eru erfiðust? Hún er frá (úr)... Hún er... (no/lo) (Ef hægt er!) Hún fer til (ef.) Reykjavík Reykvíkingur/reykvísk Reykjavíkur Siglufirði siglfirsk Siglufjarðar Ísafirði ísfirsk Ísafjarðar Bíldudal bílddælsk Bíldudals Akureyri Akureyrar Hólmavík Hólmavíkur Hvolsvelli Hvolsvallar Sauðárkróki Sauðárkróks Skaftafellssýlsu skaftfellsk (Skaftafellssýlsu) Grindavík grindvísk Grindavíkur Búðardal Búðardals Dalvík dalvísk Dalvíkur Selfossi Selfoss Njarðvík njarðvísk Njarðvíkur Hveragerði Hveragerðis Húnavatnssýslu húnvetnsk (Húnavatnssýslu) Sandgerði Sandgerðis Erfitt er að eiga við lýsingarorðin ef nafnorðið endar t.d. á - foss eða - gerði. 33

34 Settu viðeigandi staf eða stafi í eyðurnar. Þessi stúlka er húnvetnsk en hin stúlkan er rangæsk. Þetta eru skaftfellsk krækiber, en aðalbláberin eru eyfirsk. 3.9 Gleðispurningar Hvað orðflokki tilheyrir orðið stundum? (Átt er við orðabókarmynd.) a) atviksorðum ( x ) b) forsetningum ( ) c) lýsingarorðum ( ) d) nafnorðum ( ) Hvað hét fyrsti forseti íslenska lýðveldisins? a) Ásgeir Ásgeirsson ( ) b) Einar Benediktsson ( ) c) Jón Sigurðsson ( ) d) Sveinn Björnsson ( x ) 3.10 Ypsilon Sýndu ástæðuna fyrir því að við skrifum y eða ý í eftirtöldum orðum. (Vísbending: þú leitar að skyldum orðum með u, ú, jú, jó, ó, o.) lýkur fýkur sýn ýta týna rýja lýsa þýfi hrýtur flýgur sýgur synir hýsa ljúka fjúka sjón út tjón rúði ljós þjófur hrjóta fljúga sjúga sonur hús þynnri yngri þylja kynni (fjarðar)mynni yndi skyndi lyndi stynja syðri nyrðri mýkt nýta þunn ung þula kunna munnur una undum skunda lund stuna suður norður mjúk njóta 34

35 3.11 Fjallaspurning Hvað eru þessi fjöll há? a) Búlandstindur 1069 m. b) Herðubreið 1682 m. c) Dyrfjöll 1136 m. d) Esja 914 m. e) Hekla 1491 m. f) Hvannadalshnúkur 2109,6 m. Endurskrifaðu textabrotið og settu y, ý eða ey þar sem það á að vera. Viltu lyfta mér upp? Jón er skynsamur og heldur sig í grynnri hluta laugarinnar. Katrín syrgir mann sinn. Skólanum lýkur í maí. Barnið tyllti sér á tær og teygði sig upp í hilluna. Friðrik þylur upp reglurnar þar til allir skilja þær til hlítar. Ég týndi húfunni minni þegar ég var í berjamó að tína ber. Veiðimaðurinn skýtur hreindýrið. Flugan skítur á vegginn. Til er bæjarnafnið Gýgjarhóll. Hvers vegna er g inni í orðinu? Þetta er dregið af orðinu gýgur: tröllkona. Á fyrstu öldum Íslands byggðar var y, ý og ey borið fram öðruvísi en i, í og ei. Hvað finnst þér um þá hefð að skrifa y, ý og ey þótt framburður þessara hljóða sé sá sami og i, í, ei? Hér mætti nefna að ef y er sleppt myndu mörg orð sem eru algerlega ólíkrar merkingar vera nákvæmlega eins skrifuð (firra vandræðum í fyrra; leyti leiti o.s.frv.) 3.12 ei ey au Reyndu að komast að því af hverju þessi orð eru rituð með ey (stundum má miða við ø í dönsku, sbr. eyra øre; keyra - køre!) eyri aur deyja dauð eyra øre eyja ø keyra køre gleyma glaumur leyna laun streyma straumur dreyma draumur hreyta hraut leysa laus breyta braut 35

36 skreyta skraut neyð nauð bleyta blaut (á) seyði sauð teyma taumur hreysti hraust eygja auga beygja baugur feykja fauk fleygja flaug reyna raun geyma gaumur keypti kaup smeygja smaug 3.13 Um y í viðtengingarhætti þátíðar Fylltu í eyðurnar og taktu mið af dæmunum hér að ofan Ég held hann finni til. Ég fyndi til ef ég stigi í hverinn. Sagt er að hann vinni allar helgar. Sagt var að hann ynni allar helgar. i eða í? Ég vil ekki að hann sígi (nt. sbr. síga) í bjargið (sbr. líka: fari). Ég vildi ekki að hann sigi (þt. sbr. sigum) í bjargið (sbr. líka: færi) Ég fyndi til ef ég stigi í hverinn (sbr. færi!). Hann segir að hann stígi gjarnan við stúlkurnar spor (sbr. fari!) Um einfalt i og ja/jö Settu i eða y í eyðurnar og bentu á skyld orð): Bræðurnir urðu úti á Kili (skylt: kjölur). Báturinn strandaði á útfiri (skylt: fjara). Sigga Birna (skylt: Björn) er undan Eyjafjöllum. Eyjan er á miðjum firði (skylt: fjörður). Birki (skylt: björk) vex víða. Í Snorra- Eddu segir frá Nirði (skylt: Njörður). 36

37 Lestu kaflann hér fyrir neðan og skrifaðu hann svo eftir upplestri Enda þótt mikil vinna liggi í því að finna fé sem grafið er í fönn er ekki minna verkefni að koma því til byggða. Svæðið er erfitt yfirferðar og snjóþyngra en oft áður. Smalar nýta sér fjórhjól og sleða, og snjóbílar ryðja leiðir til byggða. Haldið verður áfram að leita á Þeistareykjum næstu daga enda svæðið stórt, aðstæður krefjandi og þar er margt fé. Leit er að mestu leyti lokið í Bárðardal en áfram er leitað á Reykjaheiði og í Flateyjardal auk þess sem verið er að liðsinna bændum í Kelduhverfi. Þar er svipast um eftir fé í börðum og misgengissprungum. Ef allt gengur að óskum lýkur leitinni þar í dag. Jafnvel er von á annarri snarpri lægð fyrir helgi en sú yrði þó ekki eins erfið og þessi sem fór yfir í gær. Unnið upp úr frétt á ruv.is 3.15 Karlkynsnafnorð sem enda á - ann, - inn og - unn Skráðu n eða nn í eyðurnar. (Mundu að greinirinn fylgir sínum eigin reglum: himinn- inn um himin- inn.) Enn í dag trúa einhverjir á Óðin og hrafna hans, Hugin og Munin. Kjartan Ólafsson var mikill kappi. Skarphéðinn vó Þráin. Héðin og Hafstein rak á haf út þegar þeir glötuðu árinni. Jötunninn stendur við arininn. Þyrlan sveif um heiðan himininn. Nafnorðið aftann merkir kvöld. Kristinn Jónsson bað drottin um hjálp og náð. Ég er þrællinn þinn, þú ert drottinn minn. Útskýrðu hvers vegna eru fjögur n í orðinu himinn og þrjú n í orðinu morgunn í eftirfarandi setningu: Himinninn var fagur um morguninn. (Beittu hugtökunum nefnifall, þolfall, karlkyn, greinir, nafnorð o.s.frv.) Orðið himinninn sendur þarna í nefnifalli eintölu og er í karlkyni. Skv. reglunni er nefnifall karlkynsorða sem enda á - inn með tveimur n- um. Og greinirinn er með tvö n í kk.et.nf. (einnig í þf.). Orðið morguninn stendur þarna í þolfalli eintölu og er í karlkyni. Skv. reglunni er þolfall karlkynsorða sem enda á - inn í nf. með einu n- i í þf. En greinirinn er með tvö n í kk.et.nf. og þf. 37

38 3.16 Lýsingarorð sem enda á - an og - in(n). Settu n eða nn í eyðurnar. Að lokinni athöfn fór Þórunn með lítinn og fallegan sálm. Hann mætti skrýtinni skepnu þar sem hann kleif þrítugan hamarinn. Hann féll til jarðar með lungun sprungin. Ég hitti góðan og fyndinn mann á götunni. Ég fékk ágætan siginn fisk í búðinni. Héðinn mætti fyndinni konu á skemmtuninni. Kjartan þótti hyskinn en Signý var lúsiðin. Konunni var borinn siginn þorskur. Jón reisti hvítan og rismikinn skála. Þráni var borin ný ýsa. Settu n eða nn í eyðurnar. (Mundu að greinirinn fylgir sínum eigin reglum: hugsun- inni.) Hugsun hans var skýr og laus við falskan tón. Það fylgir Gunnþórunni mikil blessun. Hlýjan blæinn og blómaangan bar fyrir vitin. Orðið angan er kvenkynsorð og merkir ilmur. Ég sá litla angann, svangan og lotinn í götunni. Á skemmtuninni kom til skoðanaskipta milli Þórunnar og Kjartans. Gefjun og Iðunn eru nefndar í Snorra- Eddu. Hvergi er þar minnst á Steinunni. Sæunn bauð af sér góðan þokka. Skúli á Ljótunnarstöðum var þekktur maður á sinni tíð. Huginn og Muninn hétu hrafnar Óðins. Natan át bananana. Sumir hafa gert samning við Satan. Útskýrðu hvers vegna eitt n er í orðinu skór í setningunni: Ég fór í skóna. (Þú þarft að nefna fall, tölu og kyn og sýna hvernig lausi greinirinn lítur úr í þessari stöðu.) Orðið stendur í þf.ft.kk. með greini. Ég fór í hina góðu skó: skóna mína: eitt n. Hvers vegna eru tvö n í orðinu skór í setningunni: Hann setti hanskana milli skónna? (Þú þarft að nefna fall, tölu og kyn og sýna hvernig lausi greinirinn lítur út í þessari stöðu.) Orðið stendur í ef.ft.kk. með greini. Milli hinna góðu skóa: skónna minna: tvö n. 38

39 Gylfi skaut í slá a. Hvað eiga að vera mörg n hér og hvers vegna? Eitt n greininum í kvk.et.þf. Greinirinn er hina hvítu slá: slána mína. Ásdís stökk á milli slá a. Hvað eiga að vera mörg n hér og hvers vegna? Tvö n í greininum í kvk.ft.ef.: Milli hinna breiðu sláa: slánna minna. Fallbeygðu nöfnin. Nefnifall Þolfall Þágufall Eignarfall Kristinn Kristin Kristni Kristins Þráinn Þráin Þráni Þráins Jórunn Jórunni Jórunni Jórunnar Muninn Munin Munin Munins Gefjun Gefjuni Gefjuni Gefjunar Kjartan Kjartan Kjartani Kjartans n eða nn? Þeir sögðu Kristin vera sannkristinn mann Beinagrind Ríkharðs þriðja Lestu kaflann hér fyrir neðan og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Fornleifafræðingar í Leicester í Englandi telja hugsanlegt að þeir hafi fundið líkamsleifar Ríkharðs þriðja sem ríkti á Englandi í um tveggja ára skeið á seinni hluta 15. aldar. Ríkharður féll í lokabardaga rósastríðsins svokallaða árið Hann var grafinn í grábræðraklaustri í Leicester. Það var rifið eftir siðaskipti en vitað var hvar það stóð. Þar er nú bílastæði. Uppgröftur hófst þar nýlega. Stjórnandi uppgraftarins sagði í samtali við breska útvarpið BBC að fundist hefði beinagrind. Á henni mætti sjá ýmislegt sem vitað væri að hefði hrjáð Ríkharð III. Maðurinn sem beinagrindin er af var meðal annars með hryggskekkju. Í leikriti Shakespeares um Ríkharð III. er hann sagður krypplingur. Gerð verður DNA- rannsókn á beinagrindinni til frekari staðfestingar. 39

40 Athugasemd: Orðið rósastríðið sést oft ritað með stórum upphafsstaf. En skv. reglum eru sögulegir viðburðir skrifaðir með litlum staf, sbr. kalda stríðið, heimsstyrjöldin fyrri, franska byltingin o.s.frv. Skrifaðu tuttugu orð úr textanum sem þú heldur að þú gætir hugsanlega átt í vandræðum með í upplestrinum Halli á viðskiptajöfnuði Lestu kaflann hér fyrir neðan og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Skuldakreppan í Evrópu og hægari umsvif í Kína valda því að minni eftirspurn var í sumar eftir bandarískum vörum. Halli á viðskiptajöfnuði í Bandaríkjunum jókst um 0,2% á milli mánaða í júlí og nemur hann nú 46,5 milljörðum dala, jafnvirði rétt rúmra 5,1 milljarða íslenskra króna. Hallinn hefur ekki aukist í fjóra mánuði, samkvæmt upplýsingum bandaríska viðskiptaráðuneytisins. Þetta er ekki jafn vond (eða: jafnvond) staða og gert var ráð fyrir en meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 40 til 47 milljarða halla á vöruskiptum. Bloomberg- fréttaveitan bendir á að ástæðan fyrir þessari þróun mála sé hæging í heimshagkerfinu og minni eftirspurn nú en áður eftir bandarískum vörum í helstu viðskiptalöndum Bandaríkjanna á sama tíma og verð á innfluttum vörum hækkaði. Helstu áhrifavaldarnir eru stöðnun á meginlandi Evrópu og kólnun í helstu nýmarkaðsríkjum. Þar fer Kína fremst í flokki en af 46,5 milljarða dala halla skrifast 29,4 milljarðar dala á viðskipti við Kína. Skrifaðu tuttugu orð úr textanum sem þú heldur að þú gætir átt í vandræðum með í upplestrinum. Athugasemd I: Þegar jafn er í merkingunni eins má rita það sem sérstakt orð (laust frá atviksorðum og lýsingarorðum): Hann hefur aldrei verið jafn góður og núna (eða: Hann hefur aldrei verið jafngóður og núna). Athugasemd II: Heimilt er að setja bandstrik (stutt) milli orðliða í sumum tilvikum, ekki síst ef erlent sérnafn er fyrri liður: Bloomberg- fréttaveitan, Boeing- þota, Washington- fundurinn. 40

41 Finndu nokkur fleiri slík orð. Kyoto- samningurinn, Kennedy- flugvöllurinn, Ferguson- dráttarvél Mikið af/margt/margir? Það var margt kvenfólk/(kvenfólki) á fundinum. Það voru/(var) margir bílar/(bílum) á stæðinu. Það var margt vinnufólk/(vinnufólki) á þessu höfuðbóli. Hvort eftirtalinna orða er með greini: drottinn eða spottinn? spottinn 3.19 Um je, e og é Settu je, e eða é í eyðurnar. Jeppinn hennar mömmu er keyptur í Jerúsalem. Námskeiðið er ætlað byrjendum. Sárið greri seint og illa. Ekki eru allir viðhlæjendur vinir. Kaupendur og seljendur sömdu um verðið. Arnar sneri sig á fæti. Úti var éljagangur og hvassviðri. Jesaja spámaður þótti snjall. Björn reri til fiskjar. Drengurinn neri augun þegar hann vaknaði. Hvað finnst þér athugavert við dæmin hér að neðan? (Vísbending: kyn!) Foreldrarnir elska barnið sitt; þau sinna því mjög vel. Á myndinni má sjá skáldið og móður hans. Nemendurnir mættu of seint í skólann. Þau voru kölluð til skólastjórans. Hetjan gat stokkið hæð sína í öllum herklæðum ef hann vildi. Hér stemmir kyn fornafnsins ekki við kyn nafnorðsins. Talað er um málfræðilegt kyn í þessu sambandi. Líffræðilega kynið er semsagt annað en málfræðilega kynið í þessum nafnorðum og þá freistast maður oft til að miða við líffræðilega kynið. 41

42 4.1 Að þekkja lýsingarorð 4. Lýsingarorð Skrifaðu öll lýsingarorðin í textanum á línurnar. Það var glaðasólskin og hitamolla og sjórinn spegilsléttur. Við fundum varla að báturinn hreyfðist undir okkur. Nei, spegilsléttur er sjórinn aldrei. Það er fráleitt lýsingarorð. Hann er perpetuum mobile eitt af hinum sístarfandi öflum náttúrunnar, sem aldrei unna sér fullrar hvíldar. Alltaf kvikar hann og bærist. Alltaf rísa hægar öldur á yfirborði hans og alltaf líður hann með hægu, þungu falli í ákveðnar áttir. En spegill er hann samt undraspegill og töfraspegill, dularfullur og duttlungafullur. Hann brýtur myndir sínar eins og börnin, ruglar brotunum og raðar þeim saman í nýjar myndir, eins og skáldin, leikur sér að svip allrar tilveru, eins og hún væri eintómar skýjaborgir, eintómir höfuðórar. Í þetta skipti var hann svo lygn og sléttur sem hann gat verið. Ath. Orðið sístarfandi er lýsingarháttur nútíðar (af sögninni starfa) en telst hér vera lýsingarorð (það hagar sér eins og lýsingarorð, er í stöðu lýsingarorðs, stendur með nafnorði, og tekur forskeyti (sí- ) sem gjarnan tengist lýsingarorðum (sbr. sígrænn)). 4.2 Stigbreyting Stigbreyttu lýsingarorðin. svangur grunnur dökk fagurt slæmur snöggt hál orðvör kæn mjúkur þurfi févana spennandi svengri grynnri dekkri fegurra verri sneggra hálli orðvarari kænni mýkri meira þurfi meira févana meira spennandi svengstur grynnstur dekkst fegurst verstur sneggst hálust orðvörust kænst mýkstur mest þurfi mest févana mest spennandi 42

43 4.3 Kyn Greindu kyn lýsingarorðanna. Við héldum áfram eftir löngum (kk) og dimmum (kk) gangi. Þetta var niðurnítt (hk) hús og hafði einhvern tíma verið gult (hk) á litinn en var nú bara skítugt (hk). Jóna var lúsiðin (kvk), en Bjartur var heldur hyskinn (kk) við námið og hreinlega latur (kk) við alla vinnu. Það var svalt (hk) í veðri og andaði köldu (hk) frá tignarlegum (hk) fjöllunum. Í austanverðum (kk) firðinum mátti sjá hvíta (kvk) rismikla (kvk) byggingu í klassískum (kk) stíl. 4.4 Tala lýsingarorða Greindu tölu lýsingarorðanna. Jón reisti sér háar (ft) og glæsilegar (ft) skýjaborgir. Mjallhvít og dvergarnir sjö voru prúð (ft) og frjálsleg (ft) í fasi. Iðunn var iðin (et) stúlka, en leiddist stundum hve tilveran var fábrotin (et) og grámóskuleg (et). Veröldin getur stundum verið fláráð (et) og erfið (et). Fjöllin séð frá Kili eru fögur (ft) og tignarleg (ft). 4.5 Fallbeyging Fallbeygðu saman (lo. og no.) í eintölu og fleirtölu. Eintala nf. grunnur skurður fögur kona holóttur vegur þf. grunnan skurð fagra konu holóttan veg þgf. grunnum skurði fagurri konu holóttum vegi ef. grunns skurðar fagurrar konu holótts vegar 43

44 Fleirtala nf. grunnir skurðir fagrar konur holóttir vegir þf. grunna skurði fagrar konur holótta vegi þgf. grunnum skurðum fögrum konum holóttum vegum ef. grunnra skurða fagurra kvenna holóttra vega 4.6 Sterk og veik beyging lýsingarorða Segðu hvort lýsingarorðin hér fyrir neðan beygjast sterkt (s) eða veikt (v): góði (v) maðurinn góður (s) maður góða konu (s) góð kona (s) góðu (v) konuna góða (v) manninn 4.7 Finndu orðin Bættu lýsingarorði inn í setningarnar að eigin vali þannig að þær fái staðist. Himbriminn er með eindæmum góður og þolinn kafari. Ljóðið Óhræsið er um horaða rjúpu og svanga konu. Veiðibjallan er í senn stór og tignarlegur fugl. Uppi á hálsinum var víðsýnt, gróður mikill og fjölskrúðugur og felustaðir margir. Hundurinn Karó var skemmtilegur og viljugur til snúninga. 4.8 Úr nafnorðum í lýsingarorð Myndaðu lýsingarorð úr þessum nafnorðum. Nafnorð Lýsingarorð Nafnorð Lýsingarorð heiðarleiki heiðarlegur tryggð trygg fegurð fögur hiti heit styrkur styrkur þrek þrekmikil öryggi örugg heilræði heilráður kæti kát lítillæti lítillát andvaka andvaka gjaldþrot gjaldþrota 44

45 4.9 Staða lýsingarorða Greindu stöðu lýsingarorðanna í æfingunum hér fyrir neðan. Merktu (h) í sviga fyrir aftan hliðstæð lýsingarorð og (s) fyrir aftan sérstæð. Oft kemur góður (s) þá getið er og illur (s) þegar um er rætt. Þeir mættu fáum (s) á leiðinni, enda var vegurinn bæði torfær (h) og holóttur (h), en útsýnið var fagurt (h). Eftir gönguna lögðust þau í dúnmjúkan (h) mosann, teyguðu tært ( h) fjallaloftið og þá fyrst fundu þau hve þreytt (h) þau voru. Merktu (h) í svigana fyrir aftan hliðstæð lýsingarorð og (s) fyrir aftan sérstæð. Oft veltir lítil (h) þúfa þungu (h) hlassi. Sigríður var ung (h) kona þegar þessi skrýtna (h) saga gerðist. Margt (s) er það sem við ekki skiljum í þessum óljósa (h) heimi. Flestir (s) kusu að halda áfram. Fátt (s) er svo með öllu illt (h) að ekki boði nokkuð gott (h). Inni í herberginu fann hann margar (h) bækur. Úldin (h) skata lá á hrufóttu (h) gólfinu og beittur (h) hnífur við hliðina á henni. Herbergið var mollulegt (h) og óhreint (h) í alla staði. Nefið hans Jóns var stórt (h) og tígulegt (h). Jarpi (h) hesturinn er frárri (h) en sá skjótti (h) Notkun lýsingarorða Skrifaðu 5 lýsingarorð sem hægt væri að nota til að lýsa fjalli. hátt, bratt, snarbratt, grösugt, blátt, tignarlegt Skrifaðu 5 lýsingarorð sem hægt væri að nota til að lýsa persónu. velviljuð, gestrisin, vellimuð, ljóshærð, þrekin Skrifaðu 5 lýsingarorð sem hægt væri að nota til að lýsa sjónum. úfinn, sléttur, saltur, djúpur, kaldur 45

46 4.11 Eyðufylling Bættu lýsingarorðum að eigin vali í eyðurnar. Einn morgun var Hrói á göngu í skóginum; þá sá hann dökkhærðan mann sem gekk brosandi eftir veginum og raulaði gamanvísu fyrir munni sér. Ungi maðurinn var klæddur blárri, þröngri silkitreyju og víðum buxum; hann hafði rauða húfu á höfði með stórri fjöður í. Stutt sverð hékk við hlið hans og voru hjöltun greypt gimsteinum. Í hægri hendi hafði hann fallegan útskorinn boga, og sérkennilegur örvamælir úr eikartré hékk í rauðleitum silkifetli á baki hans Kyn, tala, fall (1) Kannaðu lýsingarorðin í textabútnum hér að neðan. Greindu síðan kyn tölu og fall þeirra, segðu í hvaða stigi þau eru og hvort þau eru hliðstæð eða sérstæð. Mývatn er stórt og fallegt vatn. Er það mjög vogskorið og fullt af hólmum, skerjum og eyjum, grynningum og flúðum; sumar eyjarnar eru gamlar grasi vaxnar eldborgir; sumir hólmarnir eru mjög grösugir og víði vaxnir. Stærsta eyjan heitir Mikley. Í Mývatni er mikil silungsveiði og töluvert varp í hólmunum; þar er mikið mýbit á sumrum eins og nafn vatnsins ber með sér. Landið kringum Mývatn er mjög einkennilegt og ákaflega eldbrunnið. Mörg fleiri vötn, stór og smá, eru á Íslandi. Orð kyn tala fall stig staða stórt hk et nf frst hliðstætt fallegt hk et nf frst hliðstætt vogskorið hk et nf frst hliðstætt fullt hk et nf frst hliðstætt gamlar kvk ft nf frst hliðstætt grösugir kk ft nf frst hliðstætt stærsta kvk et nf est hliðstætt mikil kvk et nf frst hliðstætt töluvert hk et nf frst hliðstætt mikið hk et nf frst hliðstætt einkennilegt hk et nf frst hliðstætt 46

47 eldbrunnið hk et nf frst hliðstætt mörg hk ft nf frst hliðstætt fleiri hk ft nf mst hliðstætt stór hk ft nf frst hliðstætt smá hk ft nf frst hliðstætt 4.13 Kyn, tala, fall (2) Kannaðu lýsingarorðin í textabútnum fyrir neðan. Greindu síðan kyn tölu og fall þeirra, segðu í hvaða stigi þau eru og hvort þau eru hliðstæð eða sérstæð. Við gengum eftir smágerðum, ljósum sandi. Að baki okkur sáum við Sæfarann liggja eins og svartan, ílangan klett á botninum, en eftir nokkra stund hvarf hann okkur sýnum... Það var nú orðið svo dimmt að við urðum að bregða upp ljósi. Varð þá bjart umhverfis okkur sem um hádag væri. Virtist mér gróðurinn svo fjölbreyttur eins og ég væri staddur í suðrænum frumskógi... Sjórinn var hreinn og tær umhverfis okkur og uppljómaður af sólskini. Orð kyn tala fall stig staða smágerðum kk et þgf frst hliðst. ljósum kk et þgf frst hliðst. svartan kk et þf frst hliðst. ílangan kk et þf frst hliðst. dimmt hk et nf frst hliðst. bjart hk et nf frst sérst. fjölbreyttur kk et nf frst hliðst. suðrænum kk et þgf frst hliðst. hreinn kk et nf frst hliðst. tær kk et nf frst hliðst. uppljómaður kk et nf frst hliðst. 47

48 4.14 Lýsingarorð eða atviksorð? Segðu til um hvort skáletruðu orðin eru lýsingarorð eða atviksorð. Hann gekk yfir hátt (lo) fjall. Hann fékk hægt (lo) andlát. Hún ók hægt (ao). Hátt (ao) hreykir heimskur (lo) sér. Mæltu fátt (lo) en hlæðu lágt (ao). Segðu til um hvort skáletruðu orðin séu lýsingarorð eða atviksorð. Hún söng fallega (lo) ljóðið. Hún söng fallega (ao). Sýndu fram á það með gildum rökum að orðið fallega í eftirfarandi setningu geti verið lýsingarorð undir vissum kringumstæðum en atviksorð undir öðrum kringumstæðum. (Vísbending: Gott getur reynst að huga að orðaröð! Hafðu einnig í huga að ef spurningin er um það hvernig eitthvað er gert, þá er gjarnan um atviksorð að ræða: Hann gerði þetta vel (ao); þetta er fallega (ao) litað.) Hún söng lagið fallega. Ef orðaröðin er eðlileg er um atviksorð að ræða: Hvernig söng hún lagið: vel. Ef aftur á móti lagið er fallegt: hún söng fallega lagið, þá er fallega lýsingarorð Krossgáta Skráðu miðstig orðanna í reitina. Lárétt 3. dökk dekkri 4. hál hálli 7. svangur svangari 9. fögur fegurri 10. margur fleiri 12. snögg sneggri 14. gamall eldri 15. þunnur þynnri 16. bjart bjartara 17. smár smærri 18. þungur þyngri Lóðrétt 1. mjúkur mýkri 2. frjótt frjórra 5. latur latari 6. glöggur gleggri 7. sæl sælli 8. lítil minni 11. langur lengri 13. grannur grennri 16. brýnt brýnna 48

49 5. Ritun og textarýni 5.1 Viðlíkingar Lestu eftirfarandi lýsingar á raforkumöstrum og segðu í hverju munurinn á þeim er fólginn. Raforkumöstrin voru lýti á landslaginu. Raforkumöstrin risu upp úr umhverfinu eins og hrollvekjandi skrímsli í leit að fólki til að éta. Raforkumöstrin stóðu eins og vitar í landslaginu sem vörðuðu leiðina heim. Fyrsta málsgreinin er fullyrðing um möstrin þar sem skoðun höfundar kemur fram, án allra skáldlegra tilþrifa. Í næstu málsgrein er viðlíking (eins og), skáldleg og hrollvekjandi. Gæti átt heima í spennusögu. Í síðustu málsgreininni er viðlíking (eins og). Hér er möstrunum lýst jákvætt. Gerðu það sama við setningarnar sem lýsa ánni hér fyrir neðan. Í hverju er munurinn fólginn? Áin rann í ótal bugðum niður eftir dalnum. Áin silaðist eins og úfinn ormur niður eftir dalnum. Áin liðaðist eins og fjólublár vordraumur niður eftir dalnum. Fyrst er hlutlaus lýsing á ánni; gæti átt heima í ferðasögu. Næst er viðlíking, nokkuð hrikaleg, gæti átt heima í barnasögu. Þriðja málsgreinin geymir einnig viðlíkingu og lýsingin gæti verið hluti af rómantískri frásögn. 49

50 Tónlist verkar á flesta og hefur þar hver sinn smekk. Skoðum hér tvö viðhorf til fiðlukonserts Beethovens. Bættu síðan við einni viðlíkingu frá eigin brjósti. Fiðlukonsert Beethovens ómaði frá hátölurunum eins og lokastunur hana í sláturhúsinu. Fiðlukonsert Beethovens ómaði frá hátölurunum eins og ljúfasti aftanblær á fögru vorkvöldi. Fiðlukonsert Beethovens ómaði frá hátölurunum eins og... Málsgreinarnar hafa að geyma viðlíkingu, aðra mjög neikvæða, hina hugljúfa. Búðu nú til viðlíkingar út frá þessum byrjunum... Nóttin var dimm eins og... Veröldin er eins og... Hlutverkið hentaði leikaranum eins og... Umferðin silaðist áfram eins og 5.2 Ritunaræfing Benjamín dúfa Upphaf sögunnar Benjamín dúfa (1992): Hverfið er eins og lítil veröld alveg út af fyrir sig og þar gerast öll þau ævintýri og leyndardómar sem geta gerst í hvaða veröld sem er. En líka svolítið sérstök ævintýri og öðruvísi leyndardómar sem aðeins gerast þar og hvergi annars staðar. Þó er Hverfið aðeins einn stígur og ein gata hér í borginni. Friðrik Erlingsson (f. 1962) Bentu á viðlíkingu: Hverju er líkt við hvað? Hverfinu er líkt við einangraða veröld, sérstakan heim sem gæti verið hvar sem er. Þetta gefur sögunni almennara gildi en annars væri. 50

51 Skrifaðu framhald þessa texta og byrjaðu svona: Í þessu hverfi átti ég heima... Leitaðu þér upplýsinga um Friðrik Erlingsson og skrifaðu tvær línur um hann. 5.3 Sjónarhorn Í ljóðbrotinu hér fyrir neðan notar Matthías Johannessen 2. persónu sjónarhorn, en slíkt er einmitt alþekkt í ljóðum. Breyttu sjónarhorninu í 1. persónu frásögn. Finnst þér innihald ljóðsins fá aðra merkingu við það? Þú ert skip og siglir inn í nóttina meðan viti guðs horfir á eftir þér í kolgrænt skolið meðan viti guðs á gömlum dröfnóttum himni horfir á eftir þér í svartar síðhærðar öldur og síungt myrkur. Úr Hólmgönguljóðum eftir Matthías Johannessen Ég er skip...o.s.frv. Textabrotið hér fyrir neðan er 1. persónu frásögn, enda tekið úr sjálfsævisögu. Breyttu því í 3. persónu frásögn. En þegar ég fór að hugsa um þetta, þá fann ég að mig langaði til að fara aftur norður á Siglufjörð, en sá þá að ég hafði gert stórkostlegt glappaskot, að ráða mig ekki á eitthvert skip til næsta árs, en það var af því að mér fannst að ég vera búinn að fá nóg af þessu í bráð. Úr Ævisögu Sigurðar Ingjaldssonar frá Balaskarði En þegar hann fór að hugsa þetta... o.s.frv. 51

52 Í textabrotinu fyrir neðan, sem tekið er úr upphafskafla Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson, er sjónarhornið í 3. persónu. Breyttu því í 1. persónu. Breytir það innihaldi textans á einhvern hátt? Páll á Seyru hafði veðrið í fangið, og það var kafald milli hraundranganna á hálsinum. Hann var þreyttur og gekk lotinn, þungstígur. Við og við bar að eyrum hans þyt frá rjúpnahópum sem flugu fram og aftur. Úr Sögu Borgarættarinnar eftir Gunnar Gunnarsson Ég hafði veðrið í fangið... o.s.frv. Af hverju ætli skáldsagnahöfundar noti sjaldnast 2. persónu sjónarhornið í skrifum sínum? Það hentar ekki skáldsagnaforminu nema þá að höfundur líti á sögu sína sem sendibréf til vinar eða kunningja... : Kæri vinur, nú munt þú kynnast merkilegu atriði sem gæti haft mikil áhrif á þig... Hvernig hljómar eftirfarandi textabrot í 1. og 2. persónu? Hvaða sjónarhorn finnst þér flottast? Hún fæddist á stað sem var í áttatíu mílna fjarlægð frá London. Það átti ekki fyrir henni að liggja að fara nokkurn tíma til London nema í draumum sínum og ímyndunum þegar hún lá vakandi uppi á háalofts- herberginu sínu persóna Ég fæddist... Úr Thelmu eftir H.E. Bates 2. persóna Þú fæddist... 52

53 5.4 Persónugerving Í ljóði Jónasar Hallgrímssonar Ég bið að heilsa er mikið um persónugervingar. Finndu nokkrar persónugervingar og útskýrðu þær. Nú andar suðrið sæla vindum þýðum. Á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði. Kyssið þið, bárur, bát á fiskimiði. Blásið þið, vindar, hlýtt að kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi, fuglinn trúr, sem fer með fjaðrabliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil með húfu og rauðan skúf, í peysu. Þröstur minn góður, það er stúlkan mín. Suðrið andar... bárurnar flykkjast... bárurnar eiga að kyssa... þrösturinn er ávarpaður eins og hann sé persóna o.s.frv. Persónugerðu eftirfarandi á einhvern hátt. Sólin brosir við mér þegar ég vakna... Stóllinn beið eftir að ég settist í hann... Útskýrðu persónugervingarnar í ljóði Guðmundar Guðmundssonar, Kvöld í sveit. Kvöldblíðan lognværa kyssir hvern reit. Komið er sumar, og fögur er sveit. Sól er að kveðja við bláfjalla brún, brosa við aftanskin fagurgræn tún. seg mér, hvað indælla auga þitt leit íslenska kvöldinu í fallegri sveit. Kvöldblíðan kyssir allt... sólin kveður... túnin brosa í aftanskininu. 53

54 Hvaða persónugervingu er að finna í þessu erindi Steins Steinars? Útskýrðu hana. Ég og hamingjan skildum aldrei hvort annað, og eflaust má kenna það vestfirskum framburði mínum, en hún var svo dramblát og menntuð og sunnlensk í sínum, og sveitadreng vestan af landi var hús hennar bannað. Hamingjan er persónugerð sem dramblát stúlka í Reykjavík sem hefur engan skilning á þessum sérkennilega sveitadreng. Drengurinn höndlar semsagt ekki hamingjuna. 5.5 Andstæður Textabrotið hér fyrir neðan er tekið úr sögunni Halla eftir Jón Trausta. Hvaða andstæðum teflir höfundur saman þar? Engin vera á jarðríki er eins hamingjusöm eins og ung stúlka, sem er hraust og fríð sýnum. Og enga veru leggur óhamingjan eins í einelti. Þar vaka hinar grimmu nornir stöðugt yfir bráð sinni og eru alltaf og alls staðar nálægar. Það er næstum ótrúlegt, hve lítil atvik geta dregið ævilangt auðnuleysi á eftir sér. Hann teflir saman hamingju og óhamingju, litlu atviki og ævilöngu auðnuleysi. Í ljóði Magnúsar Stefánssonar Þá var ég ungur beitir höfundurinn andstæðum á skemmtilegan hátt til að leggja áherslu á orð sín. Finndu andstæðurnar í erindinu. Mér varð margt að tárum, margt þó vekti kæti og hopp á hæli og tám. Þá var ég ungur að árum. En þau bölvuð læti, rumdi ellin rám. Það var eins og enginn trúa vildi að annað mat í barnsins heimi gildi. Flýði ég til þín, móðir mín, því mildin þín grát og gleði skildi. Tár og kæti; hæll og tá; æska og elli; grátur og gleði. 54

55 5.6 Hliðstæður Ljúktu setningunum þannig að hliðstæður myndist. Hann velti sér upp úr gömlum og rykföllnum bókum. Hann var kátur og hress. Hún ferðaðist út um borg og bæ. Sunna er bæði væn og góð. Dalurinn er bæði þröngur og djúpur. 5.7 Gæsalappir Settu venjulegar og einfaldar gæsalappir þar sem við á í textabrotinu fyrir neðan. Jón kennari leit yfir hópinn. Þið eigið að,gúgla þjóðskáldið á,internetinu og skrá helstu upplýsingar hjá ykkur, sagði hann. Megum við ráða hvaða upplýsingar það eru? spurði Solla. Já, svaraði Jón, eins lengi og það eru þær sem ég vil fá. 5.8 Bein ræða / óbein ræða Breyttu textanum hér fyrir neðan úr óbeinni ræðu í beina ræðu. Þegar ég spurði hana hvað hún væri að gera sagðist hún vera á leiðinni í bíó og spurði mig hvort ég vildi koma með. Ég varð því miður að neita því góða boði og sagði eins og var að ég þyrfti að skreppa í búð fyrir móður mína. Hún bauðst þá til að koma með mér; við gætum farið saman í bíó síðar. Ég spurði hana: Hvað ertu að gera? Hún svaraði: Ég er á leiðinni í bíó; viltu koma með? Ég verð því miður að skreppa í búð fyrir móður mína, sagði ég. Þá sagði hún: Ég skal koma með þér; við getum farið saman í bíó síðar. 5.9 Ritunaræfing Tevatnið Hvaða litir birtast okkur í textanum? blár, rauður 55

56 Við tökum eftir því að spurningarmerkið í textanum jafngildir hér kommu en ekki punkti. Með öðrum orðum: Það er lítill stafur á eftir spurningarmerkinu þegar svona stendur á. Myndaðu beina spurningu (þ.e. spurningu sem er bein ræða) og settu sagði hann eða sagði hún á eftir. Gættu vel að öllum greinarmerkjum og ekki gleyma gæsalöppunum! Hvaðan kemur þú eiginlega? sagði hann. Búðu til örstutt framhald af texta Gyrðis. Láttu ömmuna og bræðurna skiptast á að tala. Mundu eftir gæsalöppum og spurningarmerki þegar við á. Láttu hverja beina ræðu byrja fremst í línu Ritunaræfing Rokland Hvernig mundir þú vilja lýsa talsmáta Bödda? Sýndu það með tveimur eða þremur lýsingarorðum. Böddi er stóryrtur, orðljótur; orðalagið er óheflað. Lítum á sjónarhornið, þ.e. stöðu höfundar í sögunni. Greinilegt er að höfundurinn stendur utan við atburði og horfir á þá og heyrir hvað sagt er. Hvað mikið hann veit, hve mikla vitneskju hann hefur, vitum við ekki enn. Við vitum t.d. ekki enn hvort hann sér inn í hug Bödda eða ekki. En er þetta þá 1. persónu frásögn eða 3. persónu frásögn? 3. persónu frásögn. Bentu á nokkrar andstæður í textanum. yfir undir; nær fjær; síðarnefnda fyrrnefnda; frosinn kvikur; ílöng kubbsleg; himinn fjörður Bentu á viðlíkingu í textanum. Eyjan var kubbsleg líkt og minnisvarði. Nefndu þrjú örnefni í textanum. Skagafjörður, Drangey, Málmey Skrifaðu framhald texta Hallgríms. Aflaðu þér upplýsinga um Hallgrím og skrifaðu um hann eina staðreynd. 56

57 5.11 Ritunaræfing Afleggjarinn Hvað er að segja um sjónarhornið? (1. eða 3. persónu frásögn?) 1. persónu frásögn Mundi sögumaður og höfundur vera sama persónan ef miðað er við upplýsingarnar hér að ofan? Nei. Sögumaðurinn er karl; höfundurinn er kona. Stundum er talað um vísun í skáldverkum. Þá vísar höfundur í eitthvað utan verksins sem allir eiga að þekkja. Mjög oft er um að ræða vísanir í Biblíuna enda er þá ætlast til að menn kannist við sitthvað úr þeirri bók. Hvaða orð í texta Auðar Övu gætu verið vísun í Nýja testamentið? Síðasta kvöldmáltíðin Aflaðu þér upplýsinga um Auði Övu Ólafsdóttur og skrifaðu um hana eina eða tvær staðreyndir. Skrifaðu framhald texta Auðar Övu. 57

58 6.1 Orðaleit íslenskir fuglar 6. Allrahanda II R N C Z I D M O M E V H L D R R U G N I L T T I T Ó J N S U S Y F Á L K I A H N E A F H K M M H Á X A P I C S L D L A A N P Y X M Ú W R V A Q S J F B I F K R J U H Á V E L L A Ö T D K A R I S T S K E U X T R R N V B R K L Ó T R R A R A N A U R O R H J L K E Q Í P T D V L O O F S D O J B H S A Y N S B F E K V G I Ó V T Y C G Q E A E Z U Z G Q I R A C I H L F B V V P Q K Q Q G I R R A T S M U M C Z J O N D X F W F N Z J W N M J F J J W V P R A J H Fuglarnir sem ég fann: snjótittlingur, fálki, hávella, örn, lundi, ari, kjói, starri 6.2 Töflulestur Verkefni Hvað unnu margar konur við fiskveiðar árið 1999? 840 Hvaða ár var fæst starfsfólk almennt í fiskveiðum?

59 Hvaða þróun má lesa út úr töflunni varðandi fiskveiðar á árunum ? Starfsfólki fækkaði en körlum þó meira. Árið 2004 fjölgaði konum mjög. Hvaða ár var munurinn á fjölda kvenna og karla, sem unnu við fiskveiðar, minnstur? 2004 Hvaða ár var munurinn á fjölda kvenna og karla, sem unnu við fiskveiðar, mestur? 1998 Hvaða þróun má lesa út úr töflunni varðandi fiskvinnslu á árunum ? Fólki í greininni fækkaði til muna. Hvaðan er þessi tafla fengin? Hjá Hagstofu Íslands. Aukaverkefni Farðu á vef Hagstofu Íslands og kannaðu hvað leynist undir liðnum Fiskafli til hægri á forsíðunni. Lýstu því í einni eða tveimur málsgreinum. Slóðin er: hagstofa.is 6.3 Frjálslegar orðskýringar Tengdu saman orð og skýringu. Skipulagning - er sú list kölluð að ákveða að fresta því til morguns sem þér hefur alls ekki dottið í hug að gera í dag. Stundvís - kallast sá sem er leikinn í því að giska á hversu mikið of seint hinn eða hinir muni mæta. Leyndarmál - er það kallað sem kona segir öllum að þeir megi engum segja. Ættfræði - er það þegar einhverjum tekst að rekja ætt sína til sér betri manna. Háttvís - kallast sá sem finnur hjá sér hvöt að segja engum sannleikann. Uppeldi - er það þegar foreldrar gera öll hugsanleg mistök svo að barnið megi varast þau. Hlátur - er bros sem springur. Fyllibytta - er maður sem reynir að draga sjálfan sig úr vandræðum með tappatogara. Reynsla - er það eina sem þú átt eftir þegar þú hefur misst allt. 59

60 6.4 Bókaskápurinn Íslendingasögur Raðaðu þessum Íslendingasögum í stafrófsröð í hægri dálkinn. 1. Brennu- Njáls saga 2. Droplaugarsona saga 3. Egils saga Skalla- Grímssonar 4. Eiríks saga rauða 5. Eyrbyggja saga 6. Finnboga saga ramma 7. Fóstbræðra saga 8. Gísla saga Súrssonar 9. Grettis saga 10. Gunnlaugs saga ormstungu 11. Harðar saga og Hólmverja 12. Heiðarvíga saga 13. Hrafnkels saga Freysgoða 14. Kjalnesinga saga 15. Kormáks saga 16. Króka- Refs saga 17. Laxdæla saga 18. Víga- Glúms saga 19. Vopnfirðinga saga 20. Þórðar saga hreðu Skrifaðu í stafrófsröð nöfn þeirra manna á listanum sem hafa viðurnefni (dæmi: Auður djúpúðga; Brennu- Njáll). Króka- Refur, Eiríkur rauði, Skalla- Grímur, Gunnlaugur ormstunga, Víga- Glúmur, Brennu- Njáll, Þórður hreða, Finnbogi rammi. 6.5 Ritun Íslandssaga / 11. öld Skrifaðu stutta lýsingu á 11. öld út frá punktunum fyrir neðan. Gissur Ísleifsson verður biskup eftir föður sinn Talað var um að árið 1057 hafi verið hallæri á Íslandi. Ísleifur Gissurarson biskup deyr. 11. öldin Samþykkt var árið 1032 að allir galdramenn skyldu gerðir útlægir. Tíund var tekin upp árið Ísleifur Gissurarson verður fyrsti biskup Íslands. Á elleftu öld gerðust ýmsir markverðir atburðir á Íslandi. Þá eignuðumst við t.a.m. fyrsta biskupinn... 60

61 6.6 Orðmyndun Reyndu að finna a.m.k. tíu samsett orð sem byrja á framtíðar- eða mynd-. framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar framtíðar sýn draumar áform hugsjón bústaður markmið vandi músík búskapur tækni mynd mynd mynd mynd mynd mynd mynd mynd mynd mynd lykill mál hverfing efni list listarmaður flötur bygging höggvari breyting Hve mörg orðanna eru nafnorð? öll Hve mörg eru lýsingarorð? Finndu minnst tíu samsett orð sem enda á - stræti og - saga. Auðar öng Banka Helgamagra Þórunnar Ingólfs Þingholts Austur Garðars Norður stræti stræti stræti stræti stræti stræti stræti stræti stræti stræti framhalds lygi skrök dæmi þjóð goð ævintýra spennu ástar Íslendinga saga saga saga saga saga saga saga saga saga saga 6.7 Hvað er í sjónvarpinu? Hér fyrir neðan eru lýsingar á nokkrum sjónvarpsþáttum. 1. Sigdalurinn mikli er breið sprunga eftir allri Austur- Afríku. Þar undir er kraumandi kvika sem hefur spýtt upp röð eldfjalla sem teygir sig frá Eþíópíu til Tansaníu. 61

62 Í hlíðum fjallanna eiga ýmis sérkennileg dýr athvarf, þar á meðal nýfundnar tegundir sem ekki höfðu verið myndaðar fyrr en við gerð þessara þátta. Hvers konar sjónvarpsefni er hér verið að lýsa? Skrifaðu hugleiðingu sem ætlað er að vekja áhuga á þessu efni. 2. Háskólaprófessorinn Andrew Crompton, sem var áhugamaður um stjörnufræði, finnst látinn í stjörnuskoðunarhúsi háskólans og hafði áður heimsótt skriftaföður sinn í kirkju. Minnisbók í eigu stúdents að nafni Jez Haydock finnst hjá líkinu og Gwen Raeburn, kennari Jez, er snögg til að fara og róta í eigum hins látna. Ekkju hans grunaði að hann héldi fram hjá henni, og fleðulegi húsvörðurinn Roger Temple nefnir lækninn Ellu Ransome sem hina konuna í lífi hans. Svo er framið annað morð í háskólanum og faðir húsvarðarins, sem áður gegndi sama starfi en er nú geymdur á hæli og talinn elliær, lumar á mikilvægum upplýsingum, og Lewis þarf hjálp hans til að komast til botns í málinu. Hvers konar sjónvarpsefni er hér verið að lýsa? Skrifaðu hugleiðingu sem ætlað er að vekja áhuga á þessu efni. Útbúðu stutta lýsingu á sjónvarpsþætti sem þú hefðir helst áhuga á að sjá. 6.8 Feimni maðurinn Hvað ætli ungi maðurinn hafi átt við? Hann hefur sennilega verið ástfanginn af konunni og ætlað að tjá henni ást sína. Hvernig má misskilja orð unga mannsins? Það má túlka orðin þveröfugt við það sem hér kom fram að ofan. 6.9 Myndritun Lýstu myndinni. 62

63 6.10 Lesskilningur / Veðrátta og árferði á 18. og 19. öld Í bókinni Saga Íslands eftir Samúel Eggertsson er eftirfarandi upplýsingar að finna um veðráttu og árferði á 18. og 19. öld. Berðu lýsingarnar saman. 18. öldin 19. öldin Mjög harður vetur 1795; peningsfellir. Skepnum fargað vegna harðinda ; Sultarár. Ís umkringdi nær landið allt 1791; peningsfellir. Mikil harðindi og hörmungar Harðir vetur 1771 og 72; skepnufellir. Miklir ísar Ógurleg harðindi Ákaflega harðir vetur 1749 og Féll peningur. Harður vetur 1739; féllu víða skepnur. Harður vetur 1718, fellir. Mikið grasleysi 1715; harðindi og horfellir; mannfall. Mannskaðavetur Afar hart vor og sumar 1882; mikill grasbrestur; ís fram á haust. Afar harður vetur ; Hvítserkur. Ís lá nálega umhverfis landið allt. Mikill ís 1869, 1866, 1863; allt hörð ár. Harður vetur ; Álftabani ; mikill ís. Harður vetur ; grasbrestur. Ágætt árferði Hörð ár Góðæri Mikið góðæri Harðindi 27, sömuleiðis Harðindi 17 18; og Jökulvetur 1802; mannfall af harðindum. Hvor öldin álítur þú að hafi verið skárri hvað veðurfar og árferði áhrærir? Rökstyddu svarið. 19. öldin hefur verið skárri; þar er talað um nokkur góð ár, ágætt árferði o.s.frv. Að hvaða leyti eru lýsingarnar á öldunum tveimur áþekkar? Á báðum öldum varð mannfellir, grasleysi, hafís, skepnufellir o.s.frv. 63

64 Skráðu allar veðurlýsingarnar inn á tímalínuna. Hafðu 18. öldina vinstra megin og 19. öldina hægra megin öld öld

65 6.11 Orðaforði / Fjölmiðlun, sjón- og hljóðtækni Hér fyrir neðan eru nokkur orð sem falla undir flokkinn Fjölmiðlun, sjón- og hljóðtækni. Reyndu að útskýra hvert og eitt í sem stystu máli. Sjálfsagt er að nýta sér orðabækur eða orðskýringar á netinu. umbrot: niðurröðun leturflatar og mynda á blaðsíður til prentunar spjaldtölva: tölva með helstu einkenni heimilistölvu en er stjórnað með snertiskjá eða snertipenna að mestu leyti í stað lyklaborðs og tölvumúsar fjölmiðlatækni: hvers kyns tækni tengd fjölmiðlun; snertir texta, hljóðvinnslu og sjónræn atriði. Þessi tækni er oft kennd í tengslum við kvikmyndun. grafísk hönnun: auglýsingagerð og útlitshönnun á efni fyrir bækur, sjónvarp, umbúðir o.s.frv. hljóðvinnsla: hvers kyns rafræn vinnsla og yfirfærsla á hljóði; tengist t.d. lagfæringum á hjóði á gömlum upptökum. hljóðtækni: tengist hljóðupptöku og vinnslu, m.a. hljóðblöndun og útsendingum margmiðlun: framsetning upplýsinga með hljóði, texta, myndum og hreyfimyndum rafræn útgáfa: útgáfa efnis í rafrænu tölvutæku formi silkiprentun: sérstök pretnaðferð þar sem litarefninu er þrýst gegnum silkinet, einkum notað til skrautprentunar í litlu upplagi 65

66 Skrifaðu upp nokkur nýyði sem þú þekkir (á sviði sem þú hefur áhuga á). Veltu fyrir þér hvort þau eru lýsandi (gegnsæ) og þjál. Skrifaðu upp nokkur tökuorð (traktor!) sem þú þekkir (á sviði sem þú hefur áhuga á). Ef þú veist um nýyrði (dráttarvél!) yfir sama fyrirbærið, settu það þá í sviga aftan við tökuorðið Vísur / Stökur Í stökunum hér fyrir neðan er búið að taka út nokkur orð og setja í kassa fyrir neðan. Finndu hvar hvert orð á að vera. (Þessi æfing styrkir tilfinningu fyrir stuðalsetningunni, þ.e. staðsetningu ljóðstafanna.) Sumri hallar, hausta fer, heyrið, snjallir ýtar*; hafa fjalla- hnjúkarnir húfur mjalla- hvítar. (Þjóðvísa) Þitt er menntað afl og önd eigirðu fram að bjóða hvassan skilning, haga hönd hjartað sanna og góða. (Stephan G. Stephansson) *ýtar=menn Buxur, vesti, brók og skó, bætta sokka nýta, húfutetur, hálsklút þó, háleistana hvíta. (Jónas Hallgrímsson: Ég á þessi föt) En í skólum út um lönd er sú menntun boðin: fátt er skeytt um hjarta og hönd, hausinn út er troðinn. (Stephan G. Stephansson) Bentu á innrímið í fyrstu vísunni (hringhendunni). hall, snjall, fjall, mjall Hvers vegna eru öll fallorðin í Buxur, vesti o.s.frv. í þolfalli? Jónas telur upp fötin sem hann á: Ég á skó, bætta sokka o.s.frv. 66

67 Hvað á Stephan G. við í seinni tveimur braglínunum í vísunni En í skólum? Hausinn er troðinn út af minnisatriðum en minna hugsað um tilfinningar og handmennt. Höfuðstafurinn lendir alltaf á fyrsta áhersluatkvæði í jöfnu línunum (heyrið, húfur, bætta o.s.frv.). Annar af stuðlunum tveimur (í ójöfnu braglínunum) lendir alltaf á ákveðnum stað. Hvar? (Vísbending: Sláðu taktinn og segðu á hvaða áhersluatkvæði þessi stuðull lendir alltaf). Seinni stuðullinn í 1. og 3. braglínu lendir alltaf á þriðja áhersluatkvæði (þriðja braglið, þirðju kveðu) Málshættir Tengdu saman setningarhluta til vinstri og viðeigandi hluta til hægri. Skrifaðu tvo af málsháttunum og útskýrðu þá. Að kvöldi...1 Elskan dregur... 2 Af tvennu illu...3 Allir vegir...4 Allir eldar brenna út...5 Af náttúrunni eru allir menn eins,...6 Af sárri reynslu...7 Að kunna ekkert er engin skömm um síðir en að vilja ekkert læra er skömm en uppeldið gerir þá misjafna vitið vex. 1...skal ósættum eyða skaltu hvorugt velja liggja í tvær áttir. 2. elsku að sér. Sýndu fram á að stuðlun sé í a.m.k. fjórum málsháttanna með því að setja hring um stuðlana. 67

68 6.14 Leiðarlýsingar Elliðavatn og Vatnsendi Hér er kort yfir Elliðavatn og nágrenni. Notaðu textann til að teikna gönguleið inn á kortið. Elliðavatn Elliðavatn Vatnsendavatn Heimalækur Félagsheimili Þingnes Þingnesslóð Myllulækur Myllulækjartjörn Vatnsvík Reiðhóll Þið hefjið gönguna við Krika, en svo nefnist félagsheimili Sjálfsbjargar við Elliðahvammsveg. Þið gangið í austurátt meðfram vatninu og njótið útsýnisins sem við blasir. Þið haldið göngunni áfram meðfram Vatnsvíkinni þar til komið er að Þingnesi en þá haldið þið til vinstri eftir vatnsbakkanum út á nesið. Þetta nes hét áður Krossanes, en Jónas Hallgrímsson, skáld og náttúrufræðingur, endurnefndi nesið Þingnes og hefur það haldist. Eftir að hafa skoðað Þingnesið haldið þið áfram í norður eftir vatnsbakkanum; farið yfir Myllulækinn og áfram þar til komið er að Heimalæk. Norðan við hann er slóði sem liggur að bænum Elliðavatni, en þið farið ekki þangað heldur beygið til hægri og fylgið Þingnesslóð til baka uns þið komið að Reiðhól, en þar komið þið inn á sama slóðann og þið hófuð gönguna á og fylgið honum uns þið komið aftur að félagsheimilinu. Hvaðan er örnefnið Þingnes komið og hvað hét nesið áður? Jónas Hallgrímsson gaf nesinu þetta nafn; það hér áður Krossanes. Hver gæti verið hugsanleg skýring á nafninu Myllulækur? Hugsanlega hefur verið þarna mylla knúin vatnsafli. Unnið upp úr bókinni 25 gönguleiðir á höfuðborgarsvæðinu eftir Reyni Ingibjartsson 68

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

TUNGUTAK 2. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR

TUNGUTAK 2. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR TUNGUTAK 2 Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR 1. Allrahanda (1) 1.1 Frétt...við skulum æfa okkur svolítið í því að skrifa fréttir... Mælt er með að þið skrifið stutta frétt

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir Hreindýrin okkar Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla Unnur Birna Karlsdóttir 2015 2 Formáli Hér er tekinn saman ýmis fróðleikur um hreindýr á Íslandi, sögu þeirra og lífshætti. Markmiðið

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Náttúran og nöfnin okkar

Náttúran og nöfnin okkar Náttúran og nöfnin okkar Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi, skóladeild Akureyrar 2015 Verkefni fyrir nemendur mið- og unglingastigs 1 Hvað á barnið að heita? Hvað á barnið að heita? Stuttu eftir fæðingu

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Próf á III önn. 9. bekkur. 2010

Próf á III önn. 9. bekkur. 2010 Próf á III önn. 9. bekkur. 2010 Þriðjudagur 11.maí Tímapróf í dönsku Hlustun Miðvikudagur 12. maí Samfélagsfræði Skil á verkefnabók Fimmtudagur 13.maí Uppstigningardagur (frí) Föstudagur 14.maí Skipulags-

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri.

Fylgiskjal 1. Íris Anna Steinarrdóttir. Kæri skólastjóri. Fylgiskjal 1 Kæri skólastjóri. Þannig er mál með vexti að undirrituð er að ljúka námi við Kennaraháskóla Íslands og er að skrifa B.S. ritgerð. Ritgerðin sem skrifuð er sem lokaritgerð í íþróttafræðum frá

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Háskólaprentun Reykjavík 2015

Háskólaprentun Reykjavík 2015 Háskólaprentun Reykjavík 2015 Inngangur Hugmyndin að verkefninu kviknaði þegar við fórum að velta fyrir okkur hvernig tískan hefur verið í gegnum tíðina og hvernig hún hefur breyst hjá unglingum undanfarna

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information

Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos

Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos 2. bekkur Hver er flottastur? Markmið Námsmat Að auka orðaforða með áherslu á orð sem lýsa persónum eða persónueinkennum.

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Bragfræði. fyrir unglingastig grunnskóla KENNSLULEIÐBEININGAR. Námsgagnastofnun

Ragnar Ingi Aðalsteinsson. Bragfræði. fyrir unglingastig grunnskóla KENNSLULEIÐBEININGAR. Námsgagnastofnun Ragnar Ingi Aðalsteinsson Bragfræði fyrir unglingastig grunnskóla KENNSLULEIÐBEININGAR Námsgagnastofnun Bragfræði fyrir unglingastig grunnskóla - Kennsluleiðbeiningar Ragnar Ingi Aðalsteinsson 2010 Ritstjórar:

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Hreindýr og raflínur

Hreindýr og raflínur Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999 Efnisyfirlit

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

ROKKAR FEITT Í LONDON

ROKKAR FEITT Í LONDON Einar Bárðarson opnar sig ROKKAR FEITT Í LONDON 26. OKTÓBER 2007 Sjónvarpsstjörnurnar velja Steinunni Gulla selur 3 hæðir Maríanna Clara á magnaðan fataskáp PIPAR SÍA 71167 Prodomo er ný verslun sem býður

More information