Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir

Size: px
Start display at page:

Download "Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir"

Transcription

1 Hreindýrin okkar Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla Unnur Birna Karlsdóttir 2015

2 2 Formáli Hér er tekinn saman ýmis fróðleikur um hreindýr á Íslandi, sögu þeirra og lífshætti. Markmiðið hér er að hafa aðgengilegan á einum stað allra handa fróðleik um hreindýrin á Íslandi. Þetta efni hentar best mið- og efra stigi grunnskóla. Hér má finna ótal atriði til að vinna með, ekki síst í samþættingu greina á borð við samfélagsgreinar og náttúrufræði, íslensku, list- og verkgreinar. Hreindýrið sem efniviður býður upp á marghliða nálgun frá sjónarhóli margra kennslugreina, bæði í bóknámi og skapandi verkefnum, allt eftir því hvað passar hverju sinni.

3 3 Heimildirnar Verkefnið byggir á rannsókn og ritun höfundar og ber sérstaklega að geta þess að hluti þess er unnið með hliðsjón af fræðiefni Náttúrustofu Austurlands um hreindýr og rannsóknir á þeim hér á landi. Einnig er byggt á upplýsingum Umhverfisstofnunar um hreindýraveiðar og heimildum úr fórum Minjasafns Austurlands um sögu og muni úr hreindýrshornum og skinni. Heimildir aðrar eru fundnar í skjala- og bókasöfnum og á vefnum. Verkefnið er unnið með styrk úr Þróunarsjóði námsmanna.

4 4 1. Hugtök og heiti

5 5 Heiti karldýrs, kvendýrs og afkvæmis Á íslensku eru heitin yfir hreindýrin þessi: Karldýrið heitir hreintarfur eða hreinn. Kvendýrið heitir hreinkýr eða simla. Afkvæmið heitir hreinkálfur. Oft er þetta stytt og notuð heitin tarfur, kýr og kálfur. Yfir dýrin í fleirtölu er ýmist notað heitið hreindýr eða hreinar

6 6 Að fallbeygja orðið hreindýr Hér er hreindýr (nefnifall eintala) Um hreindýr (þolfall eintala) Frá hreindýri (þágufall eintala) Til hreindýrs (eignarfall eintala) *** Hér eru hreindýr (nefnifall fleirtala) Um hreindýr (þolfall fleirtala) Frá hreindýrum (þágufall fleirtala) Til hreindýra (eignarfall fleirtala)

7 7 Að fallbeygja orðið hreindýr með ákveðnum greini Hér er hreindýrið (nefnifall eintala) Um hreindýrið (þolfall eintala) Frá hreindýrinu (þágufall eintala) Til hreindýrsins (eignarfall eintala) *** Hér eru hreindýrin (nefnifall fleirtala) Um hreindýrin (þolfall fleirtala) Frá hreindýrunum (þágufall fleirtala) Til hreindýranna (eignarfall fleirtala)

8 8 Að fallbeygja orðið hreinkýr Hér er hreinkýr (nefnifall eintala) Um hreinkú (þolfall eintala) Frá hreinkú (þágufall eintala) Til hreinkýr (eignarfall eintala) *** Hér eru hreinkýr (nefnifall fleirtala) Um hreinkýr (þolfall fleirtala) Frá hreinkúm (þágufall fleirtala) Til hreinkúa (eignarfall fleirtala)

9 9 Að fallbeygja orðið hreinkýr með ákveðnum greini Hér er hreinkýrin (nefnifall eintala) Um hreinkúna (þolfall eintala) Frá hreinkúnni (þágufall eintala) Til hreinkýrinnar (eignarfall eintala) *** Hér eru hreinkýrnar (nefnifall fleirtala) Um hreinkýrnar (þolfall fleirtala) Frá hreinkúnum (þágufall fleirtala) Til hreinkúnna (eignarfall fleirtala)

10 10 Að fallbeygja orðið hreintarfur Hér er hreintarfur (nefnifall eintala) Um hreintarf (þolfall eintala) Frá hreintarfi (þágufall eintala) Til hreintarfs (eignarfall eintala) *** Hér eru hreintarfar (nefnifall fleirtala) Um hreintarfa (þolfall fleirtala) Frá hreintörfum (þágufall fleirtala) Til hreintarfa (eignarfall fleirtala)

11 11 Að fallbeygja orðið hreintarfur með ákveðnum greini Hér er hreintarfurinn (nefnifall eintala) Um hreintarfinn (þolfall eintala) Frá hreintarfinum (þágufall eintala) Til hreintarfsins (eignarfall eintala) *** Hér eru hreintarfarnir (nefnifall fleirtala) Um hreintarfana (þolfall fleirtala) Frá hreintörfunum (þágufall fleirtala) Til hreintarfanna (eignarfall fleirtala)

12 12 Að fallbeygja orðið hreinkálfur Hér er hreinkálfur (nefnifall eintala) Um hreinkálf (þolfall eintala) Frá hreinkálfi (þágufall eintala) Til hreinkálfs (eignarfall eintala) *** Hér eru hreinkálfar (nefnifall fleirtala) Um hreinkálfa (þolfall fleirtala) Frá hreinkálfum (þágufall fleirtala) Til hreinkálfa (eignarfall fleirtala)

13 13 Að fallbeygja orðið hreinkálfur með ákveðnum greini Hér er hreinkálfurinn (nefnifall eintala) Um hreinkálfinn (þolfall eintala) Frá hreinkálfinum (þágufall eintala) Til hreinkálfsins (eignarfall eintala) *** Hér eru hreinkálfarnir (nefnifall fleirtala) Um hreinkálfana (þolfall fleirtala) Frá hreinkálfunum (þágufall fleirtala) Til hreinkálfanna (eignarfall fleirtala)

14 14 Að fallbeygja fleirtöluorðið hreinar Hér eru hreinar (nefnifall fleirtala) Um hreina (þolfall fleirtala) Frá hreinum (þágufall fleirtala) Til hreina (eignarfall fleirtala)

15 15 Að fallbeygja fleirtöluorðið hreinar með ákveðnum greini Hér eru hreinarnir (nefnifall fleirtala) Um hreinana (þolfall fleirtala) Frá hreinunum (þágufall fleirtala) Til hreinanna (eignarfall fleirtala)

16 16 Að fallbeygja kvenkynsorðið simla Hér er simla (nefnifall eintala) Um simlu (þolfall eintala) Frá simlu (þágufall eintala) Til simlu (eignarfall eintala) *** Hér eru simlur (nefnifall fleirtala) Um simlur (þolfall fleirtala) Frá simlum (þágufall fleirtala) Til simla (eignarfall fleirtala)

17 17 Að fallbeygja kvenkynsorðið simla með ákveðnum greini Hér er simlan (nefnifall eintala) Um simluna (þolfall eintala) Frá simlunni (þágufall eintala) Til simlunnar (eignarfall eintala) *** Hér eru simlurnar (nefnifall fleirtala) Um simlurnar (þolfall fleirtala) Frá simlunum (þágufall fleirtala) Til simlanna (eignarfall fleirtala)

18 18 2. Flokkun og dreifing

19 19 Tegund og flokkun Hreindýr eru spendýr af ættbálki klaufdýra og undirættbálknum jórturdýr, sem skiptist í nokkrar ættir. Ein þeirra er hjartarætt en í henni eru um 50 núlifandi tegundir, þar á meðal hreindýr. Öllum dýrategundum er gefið latneskt tegundarheiti og hreindýrið heitir á latínu Rangifer tarandus

20 20 Heimkynni hreindýra Engin önnur hjartardýr lifa eins norðarlega og hreindýr eða hreinar eins og þau eru líka kölluð á íslensku í fleirtölu. Þau eru dreifð um mestallt norðurhvel jarðar. Þau hafa aðlagast náttúrunni á ýmsum mjög ólíkum landsvæðum og eru flokkuð samkvæmt því í túndruhreina, eyjahreina og skógarhreina. Íslensku hreindýrin tilheyra túndruhreinum.

21 21 Útbreiðsla Hreindýr dreifa sér sjálf um landsvæði ef þau geta en menn hafa líka dreift hreindýrunum á ný svæði því að þau hafa verið flutt frá upprunalegum heimkynnum sínum á ýmis önnur svæði og til annarra landa, t.d. til Íslands. Hreindýr lifa á norðurslóðum í Norður-Evrópu, Asíu, Norður-Ameríku, Kanada og Alaska og einnig á nokkrum norðlægum eyjum, t.d. á Grænlandi, Svalbarða og Íslandi.

22 22 Útbreiðsla hreindýra Grænir litir = Hreindýr á skógarog túndrusvæðum N-Ameríku, Alaska og Grænlandi. Bleikt = hreindýr á eyjunni Svalbarði. Rauðir deplar = hreindýrahirðingjar með tamin hreindýr og hreindýrabændur með hreindýrahjarðir. Dökk blátt: Túndruhreinar. Ljósblátt: Skógarhreinar. Heimild:

23 23 Tamin hreindýr Á mörgum stöðum á norðurslóðum eru hreindýr tamin og þjóna manninum til dráttar og burðar. Maðurinn fær af þeim kjöt að borða, skinnið í föt og ábreiður og fleira og mjólkina að drekka. Þeir sem búa með hreindýr lifa á norðurslóðum (kort). Þeir sem búa með hreindýr kallast hirðingjar eða hreindýrabændur. Þeir hreindýrahirðingjar sem oftast eru nefndir eru Samar sem búa á norðurslóðum Noregs, Svíþjóðar og Finnlands. En þjóðflokkar í Síberíu og Alaska búa líka með hreindýr. Sjá t.d hér um hreindýrahald í heiminum:

24 24 Tegundir hjarðmennsku Hlutfallslega eru mjög fáir hirðingjar í heiminum sem búa með hreindýr. Flestir hirðingjar búa með nautgripi, kindur og geitur. Sumir búa með úlfalda og drómedara, jakuxa, buffalóa, eða lamadýr (sjá meðfylgjandi kort af gripaeign hirðingja og staðsetningu búsvæða).

25 25 Hirðingja- og hjarðbúskapur í heiminum

26 26 3. Hreindýrin á Íslandi

27 27 Af hverju eru hreindýr á Íslandi? Ísland er kalt land og í gamla daga bitnaði það oft illa á íbúum landsins því köld veðráttan olli því að húsdýrin dóu úr hungri í harðindum en það kölluðust tímabil þegar veður var vont bæði sumar og vetur, svo ekki var hægt að heyja nóg á sumrin og ekki hægt að beita dýrunum úti á veturna. Fólkið hafði ekki nægan mat ef húsdýrin dóu og dó líka úr hungri. Hreindýr voru flutt til Íslands því menn vonuðu að það mundi auðvelda Íslendingum lífsbaráttuna að geta nýtt hreindýr sem mundu geta lifað hér á landi því þau eru hörð af sér að lifa köldu landi. Bændur gætu því átt hreindýr til að lifa af með því að nota kjötið af þeim til matar og skinnin af þeim í föt. Á 18. öld þegar hreindýr voru flutt til Íslands voru erfiðir tímar á Íslandi. Næstum allir lifðu í sveit á landbúnaði en það gengu yfir harðindi og hungursneið. Kýr og kindur dóu í stórum stíl og fólk leið skort og hungur því það var ekki til nóg kjöt og mjólk handa því að borða. Hreindýr voru flutt til Íslands því þau áttu að verða húsdýr fyrir bændur, en það gekk aldrei eftir. Engir bændur fóru að búa með hreindýr og innfluttu hreindýrin lifðu þess vegna bara villt í íslenskri náttúru.

28 28 Hvenær og hvaðan komu hreindýr til Íslands? Hreindýrin komu til Íslands frá Finnmörku í norður Noregi á seinni hluta 18. aldar. Hreindýrin sem þá voru flutt til Íslands komu úr hreindýrahjörðum Sama í Noregi. Danski konungurinn leyfði Íslendingum að flytja inn hreindýr að ósk Íslendinga sjálfra. Danmörk fór þá með stjórn Íslands og þess vegna þurfti leyfi danskra stjórnvalda og þeirra aðstoð við að fá hreindýr til Íslands. Hreindýr hafa ekki verið flutt til Íslands síðan á 18. öld.

29 29 Hreindýr flutt til Vestmannaeyja 1771 Hreindýr voru flutt inn frá Söröya í Norður-Noregi. Helmingur dýranna drapst á leiðinni en 14 dýr voru sett á land í Vestmannaeyjum. Þar drápust enn nokkur dýr því náttúra Vestmannaeyja hentaði ekki fyrir hreindýr. En örfáum var bjargað og flutt að Hlíðarenda í Fljótshlíð og þeim sleppt þar til að lifa villt en þau dóu samt út. Talið er að ekkert hreindýr hafi verið eftir úr þessum hópi árið 1783 en ekki eru til heimildir um endalok þeirra.

30 30 Hreindýr flutt á Reykjanesið 1771 Árið 1777 voru 30 hreindýr flutt frá Söröya í Finnmörku í Norður-Noregi og sett í land í Hafnarfirði. Sjóferðina lifðu af 23 dýr sem hlupu inn á Reykjanesið þegar þeim var sleppt af skipinu í land. Hreindýrin héldu til í fjallendi Reykjaness og skiptu nokkrum hundruðum þegar þau voru flest um miðja 19. öld. Þeim fækkaði á síðari hluta 19. aldar og voru orðin mjög fá á 20. öld og að lokum útdauð eftir 1930 út af harðindum og ofveiði.

31 31 Hreindýr flutt á Norðurland 1784 Árið 1784 voru 35 hreindýr flutt frá Kautokeino í Finnmörku í Norður-Noregi og sleppt á Vaðlaheiði við austanverðan Eyjafjörð. Þaðan dreifðust þau austur um alla Þingeyjarsýslu þegar þeim fjölgaði og sáust oft í Mývatnssveit og í Öxarfirði og á heiðum þar upp af. Eftir miðja 19. öld fækkaði þessari hjörð sökum harðinda og ofveiði, uns aðeins var smáhópur eftir en hann sást síðast Ekkert er vitað um örlög þessa litla hreindýrahóps. Fóru þessi hreindýr kannski austur til hreindýranna sem voru þar? Eða voru þau veidd? Enginn veit enn þann dag í dag.

32 32 Hreindýr flutt á Austurland 1787 Árið 1787 var 35 hreindýrum frá Avjovarre í Finnmörku í Norður-Noregi sleppt á land í Vopnafirði á Austurlandi. Talið er að þeim hafi fjölgað hratt og að þau hafi fljótlega fundið sumarhaga á hálendinu norðaustan Vatnajökuls en leitað út á heiðarnar á veturna. Hreindýrunum fækkaði mjög á Austurlandi á tímabili vegna harðinda og ofveiði en eftir að þau voru friðuð um miðja 20. öld fjölgaði þeim aftur. Öll hreindýr á Íslandi í dag eru afkomendur hreindýranna sem sleppt voru í land í Vopnafirði árið 1787.

33 33 Hreindýrin á Íslandi eru villt Á Íslandi búa engir með hreindýr. Hér eru ekki hreindýrahirðingjar, og hafa aldrei verið, og hér eru engir hreindýrabændur. Hreindýrin okkar á Íslandi eru villt og þess vegna óttast þau manninn. Þau eru stygg þannig að það er ekki hægt að labba að þeim og klappa þeim. Þau eru ekki gæf eins og tamin hreindýr í útlöndum geta verið.

34 34 Viljum við hafa hreindýr á Íslandi? Svarið er já. Íslendingar vilja vernda hreindýrin á Íslandi og þess vegna hafa stjórnvöld sett lög og reglur um hvernig eigi að vernda þau. Sum tímabil síðan í byrjun 20. aldar hafa hreindýrin verið alveg friðuð en önnur tímabil hafa verið leyfðar takmarkaðar veiðar og þá gefin fyrirmæli um hve mörg dýr megi veiða á hverju ári. Í dag eru leyfðar veiðar á hreindýrum en samkvæmt ströngum reglum um hvernig á að gera það og hve mörg dýr má veiða á hverju ári. Allar reglur um hreindýraveiðar eru á vef Umhverfisstofnunar.

35 35 Eru hreindýr hættuleg? Hreindýr eru ekki hættuleg mönnum enda forðast villt hreindýr menn. Það þýðir að þau hlaupa burt ef maður kemur of nálægt þeim. Það þarf samt að passa sig á törfunum á haustin að koma ekki of nálægt þeim þegar fengitíminn er því þá geta þeir verið árásargjarnir og ráðist á menn með hornunum. Tarfar geta líka ráðist á veiðimenn í sjálfsvörn ef þeir eru króaðir af eða særðir. Veiðimenn þurfa því alltaf að passa sig að vanda sig og gera allt rétt þegar þeir eru að veiða hreindýr.

36 36 Heimkynni og fjöldi hreindýra á Íslandi nú á dögum Heimkynni villtra hreindýra á Austurlandi voru lengi vel öræfi og heiðar á Austurlandi en nú dreifa þau sér um mestallt Austurland og allt suður í Austur-Skaftafellssýslu. Heimkynni þeirra afmarkast nú í vestri af Jökulsárlóni á Breiðamerkursandi, Vatnajökli og Jökulsá á Fjöllum. Einnig hefur hagaganga hreindýra norðan Vopnafjarðar og Möðrudalsöræfa aukist á síðustu árum. Hreindýrin eru talin árlega til að áætla nokkurn veginn um stofnstærðina. Hreindýrin á Austurlandi eru nú á milli 4-5 þúsund. Þau eru oft rúmlega þúsund dýrum færri á veturna en á sumrin vegna þess að þeim fækkar á haustin við veiðarnar. Svo fjölgar á vorin þegar kálfarnir fæðast og aftur fækkað um haustið. Þannig er fjölda dýranna stýrt með veiðunum.

37 37 Útbreiðsla hreindýra á Íslandi Hreindýr á Íslandi lifa bara villt á Austurlandi. Lituðu svæðin eru þar sem hreindýr eru á Austurlandi í dag. Númerin og litirnir tákna skiptingu svæðisins niður í hreindýraveiðisvæði Kort: Náttúrustofa Austurlands

38 38 Eru hreindýr í dýragarði á Íslandi? Í húsdýragarðinum í Laugardal í Reykjavík eru örfá hreindýr í lítilli girðingu sem fólk getur skoðað. Þeim er gefið sérstakt fóður svo að þeim líði vel og séu hraust.

39 39 Eiga hreindýr að lifa um allt Ísland eða bara á Austurlandi? Oft hefur verið hugsað um hvort ekki eigi að dreifa hreindýrunum um Ísland, svo að það séu hreindýr á fleiri stöðum en á Austurlandi. Þessi hugmynd hefur hins vegar ekki fengið samþykki hingað til. Þeir sem ráða þessu eru fyrst og fremst íslensk stjórnvöld en líka sveitarstjórnir og búnaðarsambönd bænda á hverju svæði fyrir sig. Niðurstaðan hefur verið sú að bestu aðstæðurnar fyrir hreindýr séu á hálendinu á Austurlandi og að það sé ófarsælt bæði fyrir hreindýrin sjálf og hagsmuni bænda og íbúa í öðrum landshlutum að dreifa þeim víðar.

40 40 Hver á hreindýrin á Íslandi? Það er enginn einstaklingur sem á hreindýrin á Íslandi heldur eru þau eign okkar allra, það er íslensku þjóðarinnar og íslensk stjórnvöld passa upp á þau og setja reglur um hvar þau mega vera í landinu og hvenær má veiða úr hjörðinni og hve mörg dýr. Samkvæmt núverandi reglum mega hreindýrin bara lifa villt á Austurlandi en ekki annarsstaðar á landinu.

41 41 Hver gætir hreindýranna okkar nú á tímum? Náttúrustofa Austurlands vaktar íslensku hreindýrin og gerir margskonar rannsóknir til að fylgjast með útbreiðslu, fjölda og heilbrigði þeirra. Segja má að Náttúrustofa Austurlands (NA) passi upp á hreindýrin okkar en það gerir hún samt með aðstoð íbúanna á Austurlandi sem fylgjast líka með hvort allt sé í lagi með þau. Sjá ýmsan fróðleik um hreindýr og hreindýrarannsóknir á heimasíðu Náttúrustofunnar: article&id=12&itemid=112

42 42 Rannsóknir Náttúrustofu Austurlands á hreindýrunum Rannsóknir og vöktun hreindýranna snýst um að: Telja hreindýrin á hverju ári til að við vitum hvað þau eru mörg. Fylgjast með hvort þau séu heilbrigð og hraust. Fylgjast með að þau hafi nóg beitarland. Leggja til hvað megi veiða mörg hreindýr á hverju ári því það þarf að passa að þau verði ekki svo mörg að þau hafi ekki næga haga. Það má ekki heldur veiða of mörg svo hreindýrunum fækki ekki of mikið.

43 43 4. Eiginleikar og lífshættir

44 44 Hjörðin Eitt einkenni hreindýra er að þau eru hjarðdýr, það er þau hafa hjarðeðli, og leitast við að halda sig í hjörðum, en hjarðirnar eru misstórar eftir árstíma. Hjarðir hreindýra á Íslandi eru minnstar yfir háveturinn og á burðarsvæðum á vorin. Hjarðirnar eru stærstar í júlí en einungis þá sjást hópar með fleiri en 500 dýrum. Í þeim eru fyrst og fremst kýr og kálfar. Fullorðnir tarfar eru hins vegar oft einfarar eða saman í litlum hópum mestan part ársins eða þar til að fengitíma kemur en þá leita þeir uppi kýrnar og berjast við aðra tarfa til að ná yfirráðum yfir hóp af kúm.

45 45 Lágfætt og sterkvaxin Hreindýr eru lágfættari en önnur hjartardýr en sterkbyggð og þróttmikil. Þau eru með frekar stuttan háls og bera höfuðið lágt.

46 46 Feldur, litir og hárafar Hár hreindýra eru hol að innan, mjög þétt og einangra vel. Þau mynda á vetrum um 4 cm þykkt einangrunarlag. Þessi eiginleiki háranna veldur því að hreindýrin fljóta vel í vatni og eiga auðvelt með sund. Hreindýrið er eina tegund hjartarættarinnar með loðna snoppu og tapar dýrið því litlum varma þegar það rótar í snjó með henni á vetrarbeit. Hreindýr eru brún á lappir, haus og bak en kviður og síður eru gráar með brúnu belti. Þau eru oft ljós í kringum augu og afturendinn nærri hvítur. Hálsinn er ljós. Á haustin vex sítt ljóst hár neðan á hálsi tarfanna.

47 47 Klaufir Hér sjást bæði klaufirnar og lagklaufirnar þar fyrir ofan. Hreindýr hafa tær úr hornefni sem nefnast klaufir og þau eru í flokki klaufdýra. Lagklaufir nefnast litlu klaufirnar tvær sitt hvoru megin aftan á fætinum, og eru til að auka enn viðnámið við jörðina þegar dýrið gengur á blautu landi eða snjó.

48 48 Klaufirnar eru lagaðar að lífsbaráttu hreindýrsins Klaufir hreindýra eru lagaðar að lífsbaráttu þeirra á köldum norðurslóðum. Þær eru sporöskjulaga og hafa þann eiginleika að geta glennst vel út svo að þungi dýrsins dreifist á stærri flöt en ella. Við bætist viðnám frá lagklaufunum. Dýrið sekkur því síður þegar það gengur á snjó eða í bleytu, eins og í krapa og á votlendi. Einnig auðvelda klaufirnar hreindýrunum sund því að þær veita viðspyrnu í vatninu og eru þau flugsynd og geta synt langar vegalengdir, yfir ár, vötn og firði. Klaufir hreindýra hafa skarpar brúnir og það kemur að góðu gagni þegar þau krafsa í harða fönn eftir fæðu.

49 49 Dugleg í snjó Hreindýr þola mikinn kulda og eru dugleg að bjarga sér í snjó. Þau geta krafsað og bitið gras og ýmsar plöntur þótt það sé djúpur snjór því þau krafsa djúpar holur ofan í snjóinn þangað til þau ná niður í jörð. Þau geta fundið næringu á snjóþungum svæðum því að þau finna lykt af gróðri í gegnum allt að 60 cm. þykkan snjó.

50 50 Kuldaþolin Hreindýr hafa aðlagast kaldri náttúru norðurslóðanna. Þau þola kulda mjög vel. Á vetrum hægist a.m.k. um 40% á efnaskiptum hreindýrsins. Þannig er dagleg eyðsla 100 kílóa dýrs hitaeiningar (kkal) að vetri en að sumri.

51 51 Spretthörð Hreindýr geta hlaupið hratt og lengi, langar vegalengdir. Oftast brokka þau en ef þau verða hrædd þá fara þau á harðastökki. Þau hafa fjaðrandi hreyfingar og eru mjög létt á fæti.

52 52 Sundgarpar Hreindýr eru flugsynd, það er þau eru mjög góð að synda og þau geta synt yfir stór vötn og ár og jafnvel yfir mjóa firði. Hreindýr fljóta vel í vatni og eru grunnsynd því að hárin á þeim eru hol að innan og virka því sem einangrun gegn kulda og bleytu. Þetta auðveldar þeim sund yfir ár og vötn. Breiðar sporöskjulagaðar klaufir hreindýranna veita gott viðnám í vatninu þegar þau synda og það skilar þeim betur áfram í vatninu.

53 53 Lyktnæm Hreindýr sjá ekkert sérstaklega vel en þau finna lykt langar leiðir og eru mjög lyktnæm til að geta passað sig á óvinum sínum sem vilja veiða þau, rándýr og veiðimenn. Íslensku hreindýrin þurfa samt ekki að hafa áhyggjur af rándýrum því að á Íslandi eru engin stór rándýr sem geta veitt hreindýrin. En í útlöndum eru mörg svoleiðis dýr eins og birnir, úlfar og fleiri dýr. Ef maður vill læðast nálægt hreindýrum án þess að þau hlaupi burt þá þarf að gera það á móti vindi því að þau finna lyktina af mönnum langar leiðir standi vindurinn af manni. Finni þau lykt af mönnum rása þau af stað í burtu, oft á harðaspretti.

54 54 Stærð Hreindýrið er meðal stærri tegunda hjartarættarinnar. Hæð þeirra er breytileg, eða frá cm á herðakamb.

55 55 Þyngd Hreindýr eru ekki öll jafn stór en að meðaltali er þunginn (lífþungi): Hreintarfur kg. Hreinkýr kg.

56 56 Safna fitu fyrir veturinn Að hausti hafa hreindýrin safnað fituforða á skrokkinn til að hjálpa þeim að lifa af fyrir veturinn. Tarfarnir safna fitunni í hnúð á bakið og getur bakfita á fullorðnum törfum orðið allt að 10 cm. þykk. Hreindýrin ganga á þennan fituforða yfir veturinn og léttast, mismikið eftir hvort veturinn er mildur eða harður

57 57 Hljóð Sjaldan heyra menn hreindýr gefa frá sér hljóð en þegar það gerist þá hljómar það líkt og hálfkæft baul eins og frá nautgrip. Kýrnar baula á kálfana sína og tarfarnir rymja á haustin á fengitímanum. En það heyrist hljóð þegar hreindýrið gengur. Það heyrast smellir sem koma frá sinum í fótunum, svona eins og hljóðlátt kligg-, kligg-hljóð. Það má einna helst líkja hljóðinu sem heyrist þegar hreindýrahjörð er á ferð við regndropahljóð þegar smellirnir í fótum dýranna renna saman í einn samfelldan klið.

58 58 Fæða Hreindýr éta allskyns grös, runna og víðitegundir, blómplöntur, lyng, sveppi, og mikilvæg fæða fyrir þau á veturna eru fléttur, eins og fjallagrös og hreindýramosi. Hreindýrin eru einu stóru spendýrin sem geta melt fléttur því þau hafa bakteríur og örverur í maganum sem brjóta flétturnar niður í fæðunni.

59 59 Hornin Hreindýrið er eina hjartardýrategundin þar sem bæði kynin bera horn. Horn hreindýra eru stærri en á flestum öðrum hjartardýrum. Þau eru svokölluð kvíslhorn (til aðgreiningar frá slíðurhornum). Hægra og vinstra horn eru aldrei spegilmynd hvort annars eins og hjá flestum hornberum. Horn kúnna eru miklu minni en horn tarfanna.

60 60 Heiti yfir hluta hornsins Hlutar hreindýrshornsins skiptast þannig að næst höfðinu er svonefndur rótarkrans, þá kemur augnspaði, síðan ennisgrein, þá stöng, svo bakgrein aftur úr henni og loks krúna efst. Augnspaðar og ennisgreinar á hornum tarfa geta verið lítt greindar spírur eða spaðar. Á stærstu og tilkomumestu hornum tarfa myndast oft þrír spaðar en flestir tarfar hafa aðeins einn, ef þeir hafa hann á annað borð.

61 61 Hreindýrshorn Hér sjáum við hvaða heiti hver hluti hreindýrshornsins hefur. Mynd: Skarphéðinn G. Þórisson.

62 62 Hreindýr fella hornin árlega og ný horn vaxa á hverju ári Hreindýr fella hornin á hverju ári og ný horn vaxa. Fyrst eftir að hornin detta af eru þau kollótt. Hornin eru mjúk og klædd dökkbrúnni, floskenndri og æðaríkri húð þegar þau eru að vaxa. Hornin eru fullvaxin í lok sumars. Þá harðna þau og neðst á þeim vex svonefndur rótarkrans út í gegnum húðina og sker hana í sundur. Við það deyr brúna mjúka húðin og dettur af hornunum og þau harðna og verða hvít eins og bein.

63 63 Hvenær fella hreindýr hornin? Fullorðnir tarfar fella hornin í nóvember eða desember, geldar kýr og ungir tarfar á tímabilinu janúar til mars en kelfdar kýr ekki fyrr en eftir burð í maí.

64 64 Hlutverk hornanna Horn hreindýra eru stöðutákn og falla á mismunandi árstíma. Kelfdar kýr eru einu hyrndu dýrin seinni hluta vetrar þegar helst þrengir að þeim og eru þá efstar í goggunarröðinni í hjörðinni þegar hætta á harðindum er mest. Þannig tryggir náttúran kelfdum kúm mestar lífslíkur í stofninum á erfiðasta tímanum því að þær hafa forgang að besta beitilandinu, sem tryggir viðhald stofnsins. Kelfdar kýr fella ekki hornin fyrr en um viku eftir burð en þær geldu í mars. Þó að hreindýrin séu eina tegund hjartardýra þar sem kýrnar eru hyrndar þá eru um 2 4% íslenskra hreinkúa kollóttar að eðlisfari.

65 65 Hornin eru líka vopn fyrir tarfana til að berjast með Hornin eru mikilvæg törfum í baráttunni um kvendýrin því að þeir berjast með þeim á fengitímanum. Sá sem er sterkastur með stærstu og mestu hornin vinnur oftast bardagann og nær flestum hreinkúm í hjörðina sína á fengitímanum og getur með þeim kálfa.

66 66 Hreindýr éta gömlu hornin til að fá kalk Hreindýr naga gömlu hornin sem þau fella, þegar þau eru dottin af höfði þeirra og liggja á jörðinni. Hreindýrin naga gömlu hornin til að fá kalk í skrokkinn en þau þurfa þannig bætiefni til að mynda ný horn sem byrja að vaxa fljótlega eftir að gömlu hornin eru dottin af.

67 67 Hreindýrin halda mest til í óbyggðum Hreindýrin á Íslandi halda mest til á öræfum og heiðum Austurlands og í eyðibyggðum og eyðidölum. Á veturna koma þau stundum niður í byggð og þá er auðveldlega hægt að sjá þau.

68 68 Far Hreindýr ferðast milli svæða vor og haust og kallast það far og skiptist í vorfar eins og það heitir þegar þau ferðast á vorin, í apríllok, úr vetrarhögum til sumarhaganna og haustfar þegar þau ferðast til baka á haustin úr sumarhögunum til vetrarhaganna. Hreindýrin á Íslandi fara til fjalla og öræfa á sumrin en leita út á heiðar og niður á láglendi á veturna. Tarfarnir eru oft niðri á láglendi fram á sumar en kýrnar fara til óbyggða á vorin til að bera og eru þar allt sumarið.

69 69 Vetrar- og sumarslóðir Haust og vetur: Eftir fengitímann á haustin dreifast hreindýrin í hópum víða um heiðar. Þau leita einnig til byggða að vetrarlagi, einkum ef haglaust verður á heiðum vegna tíðarfars og snjóalaga. Vor og sumar: Á vorin og sumrin halda hreinkýrnar sig með kálfana inni á öræfum og í eyðidölum og eyðivíkum á Austfjörðum. Hreintarfarnir halda hópinn á vorin og sumrin og eru oft í grennd við byggð langt fram á sumar.

70 70 Fengitíminn Æxlunartími hreindýra er á haustið, á fengitímanum. Fengitíminn hjá hreindýrunum hefst upp úr miðjum september og stendur fram í miðjan október. Þá berjast tarfarnir hver við annan í samkeppninni um hylli kúnna. Hreintarfar sem tapa í bardaga við aðra tarfa og missa þannig kýrnar sínar til þeirra fara stundum einir um langan veg í leit að nýjum kúahópum. Fyrir kemur að tarfar drepist af sárum sem þeir hljóta í bardaga við aðra tarfa á fengitímanum.

71 71 Burður kálfarnir fæðast Hreinkýr ganga með kálfana í um sjö og hálfan mánuð. Flestar bera hreinkýrnar í maí og byrjun júní. Við góð skilyrði eru hreinkálfarnir að meðaltali tæp 6 kg þegar þeir fæðast.

72 72 Burðarsvæði Hreinkýr fara oftast á sömu slóðir til að bera ár eftir ár. Á burðarsvæðum eru nær eingöngu kelfdar kýr á burðartíma en oft leita geldar kýr og ung dýr þangað í sumarhaga í maílok og júníbyrjun. Aðalburðarsvæði hreindýra eru á Snæfellsöræfum og syðri hluta Fljótsdalsheiðar. Ýmislegt bendir þó til að burðarsvæði hafi verið að færast til á þessum slóðum og síðustu ár hafa dýrin lítið nýtt Vesturöræfin á burðartímanum en þar báru oft fleiri hundruð hreinkýr á árum áður. Á Austfjörðunum bera hreinkýr oft í dalbotnum, daladrögum og eyðivíkum, eins og Sandvík, sunnan Norðfjarðarflóa.

73 73 Hættur í umhverfinu Vírdræsur og ónýtar girðingar eru dauðagildra Hreindýr geta fest sig í vírneti, gaddavír, símavír, fiskinetum og þess háttar sem skilið er eftir í hirðuleysi á víðavangi, skaðast af völdum þess og jafnvel drepist. Ráð: Hreinsa burt allt ónýtt víra- og girðingadót.

74 74 Hættur á þjóðveginum Varúð: Hreindýr geta verið á akstursvegum á Austurlandi og Suðausturlandi Hreindýr eiga á hættu að verða fyrir bílum þar eð þjóðvegir liggja gjarnan um svæði sem þau flakka um. Einkum er hætta á að þau lendi fyrir bíl seinni part vetrar. Reynslan sýnir að mörg hreindýr verða fyrir bíl á hverju ári. Ráð: Að horfa vel eftir hreindýrum á vegum og taka mark á umferðarmerkinu sem varar við að þau geti verið á ferðinni. Ljósm. Skarphéðinn G. Þórisson.

75 75 Hættur í náttúrunni Stundum deyja hreindýr við að hrapa í hálum bröttum fjallshlíðum á vetrum eða við að lenda í snjóflóðum. Engin rándýr eru á Íslandi sem hreindýrunum stafar ógn af og þau eru ekki plöguð af skordýrum, líkt og þeim sem herja á hreindýr í útlöndum. Dauði hreinkúa tengist helst burði en hreintarfa fengitímanum og drepast þá vegna sára eftir bardaga við aðra tarfa. Refir gætu drepið litla hreinkálfa ef móðirin getur ekki varið þá og kalt veður getur verið þeim hættuleg því að vont tíðarfar og mikil snjóalög sem spilla vetrar- og vorbeit geta komið í veg fyrir að þeir komist á legg. Snöggar fóðurbreytingar geta verið hreindýrum hættulegar. Samsetning örveranna í maga hreindýra getur verið breytileg eftir ríkjandi fæðu á hverjum tíma. Við snöggar fóðurbreytingar ná örverurnar ekki að laga sig að breyttu fóðri sem dýrið étur og hreindýrið getur veikst og dáið.

76 76 5. Veiðar og friðun Hreindýraveiðar hafa verið stundaðar með hléum á Íslandi síðan dýrin voru flutt til landsins á 18. öld.

77 77 Friðun og veiðar Hreindýr á Íslandi eru alfriðuð frá 20. september á hverju ári til 15. júlí. Heimilt er að veiða hreindýr frá 15. júlí til 20. september og skiptist svona: hreintarfa má veiða 15. júlí til 15. sept. hreinkýr má veiða frá 1. ágúst til 20. sept.

78 78 Hver ræður um hreindýraveiðar? Umhverfisráðherra ræður hve mörg leyfi til hreindýraveiða eru gefin út árlega. Sér til ráðgjafar til að ákveða í málinu hefur hann hreindýraráð og Náttúrustofu Austurlands. Umhverfisstofnun sér um sölu veiðileyfa og allt varðandi framkvæmd veiðanna og upplýsingaöflun um þær og miðlun upplýsinganna.

79 79 Stjórnsýsla hreindýraveiða

80 80 Mega allir veiða? Allir geta sótt um veiðileyfi til hreindýraveiða en það komast ekki allir að því dýrin eru ekki svo mörg sem veiða má hvert ár. Það er dregið úr umsóknum um veiðileyfi og þeir sem eru dregnir úr pottinum fá leyfi til að veiða eitt hreindýr það árið. Þetta er því eins og happdrætti.

81 81 Er ókeypis að veiða hreindýr? Það er ekki ókeypis að veiða hreindýr. Það þarf að borga fyrir veiðileyfið, skotnámskeið og leiðsögumann á hreindýraveiðarnar. Og svo þarf veiðimaðurinn að kaupa sér rétta gerð af byssu til að veiða með og annan nauðsynlegan veiði-og útivistarútbúnað og líka að eiga pening í ferðalagið á hreindýraslóðir á Austurlandi. Umhverfisstofnun gefur allar nauðsynlegar upplýsingar um veiðarnar:

82 82 6. Nýting hreindýraafurða

83 83 Hreindýrafurðir má nýta með fjölbreyttum hætti Hægt er að nýta flest sem kemur af hreindýrinu við veiðar. Kjöt og innmat (hjarta og lifur) borðum við. Skinnin eru notuð í ýmsa hluti, bæði nytjahluti og skrautgripi, eða þá sútuð heil og breidd á gólf eða hengd á vegg til skrauts. Horn og klaufir er hægt að saga, tálga og pússa til að búa til skrauthluti eða nytjahluti. Bein úr hreindýrum,t.d. leggir eru líka stundum nýtt til að búa til hluti úr.

84 84 Kjötið Áður fyrr var hreindýrakjötið saltað og reykt ef það þurfti að geyma það til að borða síðar, því það voru þá engar frystikistur og ísskápar til að geyma fersk matvæli. En ef kjötið var borðað þegar það var nýtt þá var það soðið í potti í bitum eða steikt á pönnu. Einnig var búin til hreindýrakjötsúpa. Í dag eru búnir til allskyns ljúffengir réttir úr hreindýrakjöti því nú er hægt að geyma það í kæli og frysti lengi eftir að hreindýrið er veitt. Til eru ýmsar uppskriftir að ljúffengum réttum úr hreindýrakjöti, t.d. á vef Umhverfisstofnunar: r/

85 85 Skinnið Fyrrum: Hreindýrskinn voru notuð í föt og ábreiður. Stundum var skinnið rakað til að nota það en stundum voru hárin höfð á. Loðnir hreindýrsfeldir voru t.d. notaðir í úlpur og yfir rúm í stað brekána og þóttu þeir hlýir að breiða yfir sig í vetrarhörkum. Einnig voru hreindýrsfeldir notaðir yfir stóla og hnakksæti til mýktar og til hlífðar á reiðinga. Nú: Sumir eiga hreindýraskinnið heilt til prýðis heima hjá sér. Handverksfólk og hönnuðir nota skinnin í margvíslega hluti svo sem töskur, húfur, fatnað af ýmsu tagi og margt fleira. Síðustu árin hefur tískuhönnun úr hreindýraskinni haslað sér völl, sjá t.d. tískuhönnunarfyrirtækið Arfleifð á Djúpavogi:

86 86 Hornin Fyrrum: Hreindýrshorn voru fyrrum nýtt til að smíða úr þeim ýmsa hluti til heimilisþarfa og bústarfa. Smíðaðir voru úr þeim snagar, klifberaklakkar, hagldir á reipi, svipusköft og handföng á göngustafi eða þau notuð í sköft á ýmis verkfæri. Einnig voru gerð úr þeim nálhús, tóbaksdósir, pípuhausar, hurðarhúnar, hnífssköft og fleira. Stundum voru hreindýrshorn fest í heilu lagi ofan á staura og notuð til að breiða á þau þvott og þóttu þau hentug í slíkt. Nú: Í dag eru ýmsir gripir skornir út úr hreindýrshorni sem listgripir eða gjafavara, svo sem tölur á fatnað, hnífssköft, hankar, bréfahnífar, hringar, eyrnalokkar og hálsmen.

87 87 Eftirmáli Um samantekt og framsetningu þessa efnis sá undirrituð. Að mennt er ég með doktorsgráðu í sagnfræði frá Háskóla Íslands og gráðu frá sama háskóla í uppeldis- og kennslufræði ásamt kennsluréttindum á grunn- og framhaldsskóla. Unnur B. Karlsdóttir, 15. des

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Hreindýr ý 1 Egilsstaðir 2010

Hreindýr ý 1 Egilsstaðir 2010 Hreindýr Egilsstaðir 2010 1 Megin markmið þessa bæklings er að miðla almennum upplýsingum um hreindýr, auk þess að efla áhuga og skilning manna á þeim og lifnaðarháttum þeirra. Starfsfólk Náttúrustofu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Hreindýr og raflínur

Hreindýr og raflínur Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999 Efnisyfirlit

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hreindýr á Norðausturlandi

Hreindýr á Norðausturlandi Hreindýr á Norðausturlandi Kynning fyrir heimamenn Þórshöfn 11.4.2012 Skarphéðinn G. Þórisson 19. öldin Kjarnasvæði 21. öldin Innflutningur 1777 gaf norskur kaupmaður í Hammerfest, P. Ch. Buch Íslendingum

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Náttúrufræði Flúðaskóli 16.okt Fílar

Náttúrufræði Flúðaskóli 16.okt Fílar Náttúrufræði Flúðaskóli 16.okt.2014 Fílar Gyða Björk Björnsdóttir Hörður Freyr Þórarinsson Efnisyfirlit Inngangur... 3 Fílar... 4 Afríkufíll og asíufíll... 4 Fæða... 5 Æxlun og afkvæmi... 5 Burður... 5

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM

1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM 1. LAND OG FRUMBYGGJAR Á NORÐURSLÓÐUM Það er síðla vetrar og frostið er 40 gráður á Celsíus. Sjórinn er frosinn allt að tvo km. út frá ströndinni. Langt úti á ísnum er veiðimaður einn síns liðs að mjaka

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg)

Greinargerð Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson. Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) Greinargerð 07002 Ásdís Auðunsdóttir Guðmundur Hafsteinsson Trausti Jónsson Greinargerð um veðurfar og hafís á Drekasvæði (Jan Mayen-hrygg) VÍ-VS-02 Reykjavík Febrúar 2007 Greinargerð um veðurfar og hafís

More information

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður

Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Veðursvið VS TóJ 2004 04 Stálgrindur eða snjóflóðanet? Val á tegund stoðvirkja fyrir íslenskar aðstæður Tómas Jóhannesson 5.10.2004 Inngangur Upptakastoðvirki eru byggð á upptakasvæðum snjóflóða til þess

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi

Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi Íslenski grágæsastofninn 2012: Fjöldi og dreifing á láglendi að vorlagi Halldór Walter Stefánsson Unnið fyrir Umhverfisráðuneytið NA-160156 Egilsstaðir Maí 2016 Skýrsla nr: Dags (mánuður, ár): NA-160156

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014

LV Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014 LV-2015-068 Heiðargæsir á vatnasviði Kárahnjúkavirkjun árið 2014 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2015-068 Dags: 10.06.2015 Fjöldi síðna: 20 Upplag: 20 Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Heiðagæsir

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Umhverfi Íslandsmiða

Umhverfi Íslandsmiða Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Umhverfi Íslandsmiða Hreiðar Þór Valtýsson Landgrunnið við Ísland og 200 mílna efnahagslögsagan í kringum landið. Grynnsti hluti hafsins er ljósblár

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins 1978-2014 Sveinn Sveinbjörnsson Loðnuráðstefna: Háskólanum á Akureyri 5.sept 2014 50 ára saga loðnuveiða catch ('000 tonn) Loðnuveiðar

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Sæbjúgnaveiði á Íslandi Sæbjúgnaveiði á Íslandi Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sjávarútvegsmiðstöð Íslands sumarið 2010 Höfundur: Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Um aldur og ævi. hvítabjarna. Karl Skírnisson LÍFSHÆTTIR

Um aldur og ævi. hvítabjarna. Karl Skírnisson LÍFSHÆTTIR Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Karl Skírnisson Um aldur og ævi hvítabjarna Komur hvítabjarna eða ísbjarna (Ursus maritimus) til Íslands hafa ávallt vakið mikla athygli en skriflegar

More information

Þróun Primata og homo sapiens

Þróun Primata og homo sapiens Þróun Primata og homo sapiens Gunnar Sverrir Ragnars Saga Prímata er talin hafi byrjað í byrjun Nýlífsaldar rétt tilgetið á Paleósen tímabilinu fyrir um það bil 65 milljónum ára. Ættartré prímata er afar

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi

Greinargerð Trausti Jónsson. Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi Greinargerð 33 Trausti Jónsson Sveiflur III Árstíðasveiflur á Íslandi VÍ-ÚR1 Reykjavík Október Árstíðasveiflur Inngangur Hér verður fjallað um árstíðasveiflu nokkurra veðurþátta á Íslandi. Mest er stuðst

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra

Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Áhrif ferðamanna á atferli villtra dýra Ecotourism: effects on wildlife behaviour Verkefni í þremur þáttum, styrkt af nýsköpunarsjóði námsmanna, sumarið 2008. Þáttur I Hafa hvalaskoðunarbátar áhrif á hegðun

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu

Aðeins eitt refabú eftir á öllu landinu 12 Norðlenskt lostæti á Matur-Inn 2007 14 Ný barnabók úr nútímasveit komin út 27 Þreifingar á Hrútadögum á Raufarhöfn Sér mjólk fyrir aldraða í Japan Japanska matvælafyrirtækið Nakawaza Foods setti nýlega

More information

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum.

Inngangur. Í 79% tilvika var lagt hald á ávana- og fíkniefni á heimilum kærðra, á líkama þeirra eða í bifreiðum. Inngangur Skýrslan sem hér er birt er framhald skýrslu sem kom út í fyrra um sama efni. Með upplýsingum sem koma fram í skýrslunni gefst tækifæri til þess að meta þróun fíkniefnamála og mæla árangur af

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986

TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 Bliki TÍMARIT UM FUGLA Nr. 5 - nóvember 1986 BLIKI er gefinn út af dýrafræðideild Náttúrufræðistofnunar Íslands í samvinnu við of Natural History, Department of Zoology, BLIKI is published by the Icelandic

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2012 NÍ-13004 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór Magnússon og Sigmar Metúsalemsson Unnið fyrir Landsvirkjun, LV-2013/037 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla Borgþór

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu

Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Helsingjar í Austur-Skaftafellssýslu Stofnstærð og varpútbreiðsla 2014 Jóhann Helgi Stefánsson, Kristín Hermannsdóttir og Snævarr Guðmundsson Skýrsla nr NattSA 2015-02 Dagsetning 2. desember 2015

More information