TUNGUTAK 2. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR

Size: px
Start display at page:

Download "TUNGUTAK 2. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR"

Transcription

1 TUNGUTAK 2 Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu SVÖR

2 1. Allrahanda (1) 1.1 Frétt...við skulum æfa okkur svolítið í því að skrifa fréttir... Mælt er með að þið skrifið stutta frétt í hverri viku og æfið ykkur þannig í blaðamennsku. Einnig er mælt með því að þið skrifið dagbók. 1.2 Lýsingarorð Finndu að minnsta kosti 6 lýsingarorð til að lýsa bíómynd (dæmi: langdregin): spennandi bíómynd skemmtileg bíómynd fróðleg bíómynd leiðinleg bíómynd rómantísk bíómynd æðisleg bíómynd Finndu a.m.k. 6 lýsingarorð sem lýsa framkomu karlmanns (dæmi: kurteis): töfrandi maður ágengur maður aðlaðandi maður fyndinn maður hæglátur maður dulur maður Finndu a.m.k. 6 lýsingarorð sem lýsa skapgerð konu (dæmi: einbeitt): kappsöm kona metnaðargjörn kona stjórnsöm kona hæglát kona þolinmóð kona skapstygg kona Finndu a.m.k. 6 lýsingarorð til að lýsa báti (dæmi: vélarvana): hriplekur bátur áralaus bátur eigulegur bátur haffær bátur opinn bátur sjófær bátur Finndu a.m.k. 6 lýsingarorð til að lýsa á (dæmi: straumlygn): straumhörð á vatnsmikil á varasöm á skollituð á óvæð á silfurtær á 2

3 1.3 Fjallkirkjan Eyðufylling Gunnar Gunnarsson ( ) var einn af okkar kunnustu rithöfundum. Hér fyrir neðan er upphafið að sögu hans Fjallkirkjunni, en búið er að nema brott tíu orð sem liggja í kassanum neðan við. Raðaðu þeim á rétta staði. Þau ár, þegar ég var ungur og saklaus, að erfðasyndinni undanskilinni; þau ár, þegar viðburðir lífsins miðluðu mér reynslu, sem er laus við beiskju; þau ár, þegar vorkunn mín með öllu kviku var ógagnrýn og einlæg; þau ár, þegar Guð stóð mér fyrir hugskotssjónum sem örlátur og vingjarnlegur föðurafi; fjandinn eins og dálítið varasamur og duttlungafullur móðurafi, en undir niðri heimskur og meinlaus; þau ár, þegar ljósið var í senn bæði ljós og sigursælt ljós og allt myrkur og allan ótta mátti særa burt með einu faðirvori eða signingu; þau ár, þegar ég grillti ekki kvöldið á morgnana og sat öruggur í skjóli undir grasi grónum moldarvegg og lék mér að stráum; þau ár eru liðin og koma aldrei aftur. Gunnar Gunnarsson Fjallkirkjan. Fyrsta bók: Leikur að stráum Halldór Kiljan Laxness þýddi úr dönsku. Svaraðu spurningunum. 1. Að hvaða leyti var sögumaður ekki saklaus á þeim árum? 2. Hvaða endurtekningu má finna í textanum og hvaða tilgangi þjónar hún? 3. Hvað tapast með aldrinum ef marka má textann? 4. Bentu á andstæður í textanum. 3

4 1.4 Fallbeygðu kvenmannsnöfnin nf. Ýr Sif Björg Diljá þf. Ýri Sif Björgu Diljá þgf. Ýri Sif Björgu Diljá ef. Ýrar Sifjar Bjargar Diljár 1.5 Orðasambönd Útskýrðu málsháttinn og orðasamböndin, bæði í upprunalegri og yfirfærðri merkingu. Sjaldan er ein báran stök. Einni báru sem dynur á ströndinni fylgir gjarnan önnur (Sjómenn sættu lagi og reyndu að komast að landi á milli þess sem holskeflurnar risu við ströndina). Ef áföll dynja hvert af öðru á fólki er orðasambandið notað í yfirfærðri merkingu. Að hafa borð fyrir báru. Hlaða skip í hófi svo að báran ríði ekki yfir borðstokkinn. Í yfirfærðri merkingu er orðasambandið notað um að vera varkár, hafa vaðið fyrir neðan sig. Að vera léttur á bárunni. Líkingin er dregin af bát sem er léttur á öldunni. Í yfirfærði merkinu er orðasambandið haft um þann sem er léttúðugur, laus í rásinni. Að sigla milli skers og báru. Það getur verið erfitt að sigla í ókyrrum sjó nálægt skerjum. Einnig þarf að sigla milli skers og báru þegar við skapillt fólk er að eiga; þá reynir á lagni í samskiptum. 4

5 1.6 Tegundir bókmennta/ritverka Reyndu að finna níu gerðir/tegundir skáldsagna eða annarra ritverka og skráðu þær fyrir neðan (dæmi: fantasía, ástarsaga). Er einhver þeirra sem heillar þig umfram aðra? Íslendingasögur, spennusaga, leynilögreglusaga, barnasaga, vísindaskáldsaga, unglingasaga, söguleg skáldsaga, riddarasögur, framhaldssaga, þjóðsaga. Settu hring utan um stuðla og rím í Tímanum og vatninu. Tíminn er eins og vatnið, og vatnið er kalt og djúpt eins og vitund mín sjálfs. Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. Þá væri, Sjáland, sælla hér sumarið þitt og blómin, ef þú gætir gefið mér gamla fossaróminn. Hefði allur auður þinn eitthvað slíkt að bjóða, léti ég fyrir lækinn minn leikhússönginn góða. Þorsteinn Erlingsson ( ) Steinn Steinarr ( ) Skýrðu efni seinni vísunnar í kvæðisbroti Þorsteins Erlingssonar (hver er ávarpaður; hvað á höfundur við með því að segjast vilja láta leikhússönginn fyrir lækinn o.s.frv.) Þorsteinn Erilngsson ávarpar Sjáland (sem Kaupmannahöfn stendur á) og segist tilbúinn að fórna leikhús- og óperuferðum ef hann fengi að heyra í læknum sínum. Skrifaðu stutta hugleiðingu um Tímann og vatnið. 5

6 1.7 Orðabókin Finndu sex orð sem hefjast á haf... hafblik hafsjór hafalda haffær hafskip hafís Finndu sex orð sem hefjast á sjávar... sjávarkambur sjávarniður sjávarháski sjávarselta sjávarsíða sjávarströnd Bættu við orðin fyrir neðan og myndaðu ný orð. öldufaldur sjóbleikja mararkambur bárujárn strandsiglingar fjöruborð Bættu við orðin fyrir neðan og myndaðu ný orð. fiskbúð fiskisúpa fiskilykt fiskmeti fiskifræðingur fiskibátur 1.8 Um málsnið Myndaðu málsgrein sem gæti verið höfð eftir a) unglingi í samræðum við annan ungling; b) afa sem segir eitthvað við ókunnugan embættismann. a) b) Teldu lýsingarorðin í textunum og berðu saman fjöldann. Í fyrri textanum eru a.m.k. 16 lo., sum í efsta stigi. Í seinni textanum eru 5 lo. Þessi mikli munur segir margt um eðli textanna. 6

7 Hvaða tilgangi þjóna lýsingarorðin í efri textanum? Þeim er ætlað að vekja löngun lesandans til að heimsækja staðinn. Að hvaða leyti er heildarsvipur textanna ólíkur? Fyrri textinn er áróðurstexti, auglýsing; seinni textinn geymir öruggari fróðleik. Myndir þú vilja vita eitthvað annað um borgina eða telja eitthvað annað merkilegra en það sem nefnt er hér? Hvorum textanum mundir þú treysta betur hvað varðar upplýsingar? Seinni textinn hefur trúverðugra yfirbragð. 1.9 Skammstafanir Hvað merkja skammstafanirnar? A. Skammstafanir í íslenskri málfræði 1.p. fyrsta persóna 2.p. önnur persóna 3.p. þriðja persóna a.fn. afturbeygt fornafn efn. eignarfornafn áfn. ábendingarfornafn sfn. spurnarfornafn pfn. persónufornafn B. Aðrar skammstafanir hf. hlutafélag ehf. einkahlutafélag f.kr. fyrir Krist p.s. eftirskrift, viðbót (latína: post scriptum) o.m.fl. og margt fleira o.þ.h. og þess háttar m.ö.o. með öðrum orðum 7

8 1.10 Hver er hvurs og hvurs er hvað? Ritaðu réttar myndir fornafnanna í reitina eftir leiðbeiningunum. Lárétt pfn. í þf. et. þig 2. efn. (minn) í hk. þgf. et. mínu 6. sfn. (hvor) í ef. ft. hvorra 8. afn. í þgf. sér pfn. í nf. ft. þið 10. efn. (minn) í kvk. ef. et. minnar pfn. í hk. þgf. ft. þeim 12. afn. í ef. sín Lóðrétt 1. áfn. (sá) í kk. et. þann 2. efn. (minn) í kvk. ef. ft. minna 3. sfn. (hver) í kk. ef. ft. hverra 4. sfn. (hvor) í þgf. ft. hvorum pfn. í hk. ef. et. þess pfn. í nf. ft. við 9. efn. (þinn) í kk. þgf. et. þínum pfn. í hk. þgf. et. því 1.11 Góður kjúklingaréttur (Ritun/Þýðing) Hér fyrir neðan er frábær kjúklingauppskrift, nema hvað hún er á ensku. Verkefni þitt er að þýða hana, ásamt leiðbeiningunum, á góða íslensku. Innihald: Ingredients: 1 pita wrap. Left over chicken teryaki, cut into strips. ½ avocado, sliced. ½ capsicum, sliced into fine batons. Lettuce. Method: Place the chicken down the center of the wrap. Place the slices of avocado and capsicum alongside the chicken. Top with lettuce and roll the wrap tightly. 1 píturúlla Afgangur af kjúklinga-teryaki, skorið í ræmur ½ avókadó/lárpera, skorið í sneiðar ½ paprika, skorin í fínar lengjur salat Aðferð: Settu kjúklinginn í miðja rúlluna. Leggðu avókadóræmurnar og paprikuna meðfram kjúklingnum. Bættu salatinu ofan á og rúllaðu þétt upp. 8

9 1.12 Ljóð Form Það er ykkar verk að raða því upp eins og það á að vera (braglínurnar eiga að vera tíu; rímorðin eru alltaf í lok braglínu). Finnið hvernig rímið, stuðlasetningin og takturinn (hrynjandin) hafa áhrif á upplifun okkar af kveðskapnum. Minni Ingólfs Lýsti sól stjörnu stól, stirndi á Ránar klæði. Skemmti sér vor um ver, vindur lék í næði. Heilög sjón: hló við Frón. Himinn, jörð og flæði fluttu landsins föður heillakvæði. Á eftirfarandi slóð má heyra unga menn syngja þetta kvæði: v=54_qc_lq-ze Settu hring um ljóðstafi (stuðla og höfuðstafi). Strikaðu undir rímorðin. (Ath. Mundu að st- stuðlar við st-! En s-ið eitt og sér stuðlar ekki við st!) 1.13 Orðaleikir / Gátur 1. Einn ísmeygilegur Skiptu tölunum hér til hliðar (1 9) í dálkana fyrir neðan þannig að þegar tölurnar í hvorum dálki eru lagðar saman séu þær jafn stórar. Athugaðu að ekki má snúa tölunni 9 og breyta henni í 6. Summa allra þessara talna er 45 og því er ekki hægt að skipta henni í tvo jafna hluta. Ekki má snúa 9 á hvolf og breyta henni í 6, en það má snúa 6 á hvolf og breyta henni í 9! Lausnin er því: og Annar og torveldari Ef tveir málarar geta lokið við að mála tvo veggi á nákvæmlega tveimur klukkustundum, hvað þarf þá marga málara til að mála átján veggi á 6 klukkustundum. Svar: 6 málara 9

10 3. Þriðji þvergirðingslegastur Hver eftirtalinna staðhæfinga er rétt? [ ] a) Ein staðhæfingin er röng. [X] b) Tvær staðhæfinganna eru rangar. [ ] c) Þrjár staðhæfinganna eru rangar Orðamunur Hvaða orð í hverri röð á ekki samleið með hinum og af hverju? Hafðu í huga að stundum er hægt að finna fleiri en eitt orð sem sker sig úr af einhverjum ástæðum. 1. [ ] skagi [ ] nes [ ] tá [ ] vogur [x] fingur Orðið fingur á ekki samleið með hinum sem öll tengjast landslagi. 2. [ ] mjólkurbúð [ ] kjörbúð [ ] nýlenduvöruverslun [x] verbúð [ ] Hagkaup Verbúð sker sig úr; þar er um að ræða aðsetur sjómanna á vertíð. 3. [ ] gul [x] blár [ ] svört [ ] hvít [ ] græn Lýsingarorðið blár sker sig úr; það er í karlkyni, hin eru í kvenkyni. 4. [ ] erfiður [ ] skýr [x] heldur [ ] grunnur [ ] ljós Orðið heldur sker sig úr; það er atviksorð; hin orðin eru lýsingarorð. 5. [ ] gata [x] skata [ ] rata [ ] mata [ ] hata Skata sker sig úr; skata er no., hin orðin eru so Vegagerðin / Myndlestur 1. Hvort var umferðin á hvítasunnudag meiri 2013 eða 2012? Hvaða dag var umferðin mest 2013? Á föstudeginum 3. Hvað fóru margir bílar um heiðina á mánudag? 2013: 8500; 2012: Á hvaða tíma var umferðin stríðust? Milli kl. 17 og Skrifaðu stutta frétt um umferðina austur yfir Hellisheiði um hvítasunnuna út frá stöplaritunum. 10

11 1.16 Smáskammta-upprifjun Fallbeygðu í eintölu. nf. ás hönd fótur vetur þf. ás hönd fót vetur þgf. ás/ási hendi fæti vetri ef. áss handar fótar vetrar Stigbreyttu orðin. Frumstig Miðstig Efsta stig grunnur grynnri grynnstur djúpur dýpri dýpstur svangur svengri/svangari svengstur/svangastur frábær frábærari frábærastur Finndu stofn orðanna. góður góð tunna tunn dapur döpur farangur farangur ungur ung stóll stól svalur svöl höll höll Merktu (v) við orðin sem hafa veika beygingu og (s) við orðin sem hafa sterka beygingu. dropi ( v ) veggur ( s ) skófla ( v ) stóll ( s ) tunga ( v ) bók ( s ) fegurð ( s ) sög ( s ) hilla ( v ) náttúra ( v ) auga ( v ) brúða ( v ) byssa ( v ) egg ( s ) segull ( s ) tár ( s ) Skráðu kenniföll orðanna. nf. et. ef. et. nf. ft. sjáandi sjáanda sjáendur rokkur rokks rokkar snepill snepils sneplar þjóð þjóðar þjóðir 11

12 Bættu orðinu sem vantar inn í málshættina. Allt er vænt sem vel er grænt. Árinni kennir illur ræðari. Barnið vex en brókin ekki. Blindur er bóklaus maður. Bragð er að þá barnið finnur. Settu nú hring utan um stuðlana (Mundu: á einum stað stuðla sérhljóðin!) 1.17 Stafsetningaræfing 1 Lestu textann eftir Jóhann Sigurjónsson hér fyrir neðan og athugasemdirnar; síðan skaltu hlusta á textann á Netinu og skrifa eftir upplestrinum. Við hvað líkir Jóhann manni sem þjáist af þunglyndi og andstreymi í lífinu? Blóm í þurri mold. Hvað er að segja um lengd málsgreina í texta Jóhanns? Hvaða áhrif hefur hún? Nánast allur textinn er ein málsgrein. Þetta gefur textanum skáldlegan blæ (enda beitir skáldið ýmsum stílbrögðum eins og andstæðum, hliðstæðum og persónugervingu); þessi langa málsgrein hefur róandi áhrif, það er enginn að flýta sér sem les þetta. Þannig er þetta oft, t.d. í landslagslýsingum. Málsgreinar eru aftur á móti gjarnan stuttar ef hraði er í frásögninni Fjölvalsspurningar Staðhæfing Sammála Ósammála Við lærum of mikla íslenska málfræði í skólanum. ( ) ( ) Nafnorð eru fallorð. ( x ) ( ) Lýsingarorð eru fallorð. ( x ) ( ) Orðið enginn er óákveðið fornafn. ( x ) ( ) Þolfallið af orðinu ær er á. ( x ) ( ) Eignarfallið af orðinu fé er fjár. ( x ) ( ) Ísland fékk heimastjórn árið ( ) ( x ) Allar konur fengu kosningarétt á Íslandi árið ( ) ( x ) 12

13 1.19 Orð og merking Tengið orðin sem eiga saman. skúrkur illmenni hugrekki kjarkur halur maður trassa vanrækja víf kona traktor dráttarvél ertni stríðni radíus geisli hringfari sirkill 13

14 2. Sagnir (1) 2.1 Sagnorð Hvað eru margar sagnir í þessari vísu?: Hani, krummi, hundur, svín, hestur, mús, tittlingur; galar, krunkar, geltir, hrín, gneggjar, tístir, syngur. Svar: 7 Strikaðu undir þau orð sem ekki eru sagnorð í eftirfarandi vísu: Efna, tefla, hafna, höfn, hefna, skefla, kafna, nefna, kefla, safna, söfn, sofna, efla, dafna. Strikaðu undir sagnirnar í fréttinni fyrir neðan. Í hvaða málsgrein er engin sögn? Hvaða tveimur orðum mætti bæta inn í þá málsgrein? Suður-kóreskur listamaður, búsettur í Bandaríkjunum, keypti þorpið Couberfy í Frakklandi á uppboði í maí Kaupverðið nam jafnvirði rúmlega 82 milljóna króna, mun hærra en búist var við, en gert hafði verið ráð fyrir að þorpið seldist á sem svaraði um 50 milljónum króna. Couberfy, sem er um 50 kílómetra frá borginni Limoges um miðbik Frakklands, hefur staðið autt síðan 2008, þegar fyrri eigandi varð gjaldþrota. Í þorpinu eru ríflega 20 hús, kirkja, hesthús, sundlaug og tennisvellir í mikilli órækt. Einnig [eru þar] rústir kastala frá 13. öld. Suður-Kóreumaðurinn Ahae, sem er ljósmyndari og sérhæfir sig í landslagsmyndum, hefur enn ekki ákveðið hvað hann ætlar að gera við þorpið. Hann var ekki einn um að vilja það, því tveir menn buðu gegn honum. Annar frá Belgíu, en hinn frá Írlandi og vildi sá nota þorpið til að taka þar upp raunveruleikaþætti. Hvað voru sagnirnar margar? 25 14

15 Bættu sögnum í eyðurnar þannig að textinn gangi upp. Það tók starfsmenn sædýragarðs í Tókýó hálfan mánuð að finna mörgæs sem vappaði úr garðinum og fór á flakk um höfuðborg Japans. Mörgæsin skrönglaðist yfir vegg og svo í gegnum girðingu til að komast út í frelsið. Tilraunir til að ná henni gengu illa, en hún sást gjarnan á sundi í ám sem runnu í Tókýó-flóa. Tóku starfsmenn við öllum ábendingum og komu á staðinn, en höfðu ekki erindi sem erfiði fyrr en eftir tvær vikur, þegar þeir gómuðu mörgæsina þar sem hún var að spóka sig á árbakka. 2.2 Tíð Greindu tíðina. Hann kemur (nt) oft og síðast kom (þt) hann á laugardaginn. Hún hitti (þt) hann alltaf á hverjum degi en nú sér (nt) hún hann aðeins einu sinni í mánuði eða svo. Jóna syndir (nt) á hverjum degi núna, en fyrir fimm árum kunni (þt) hún ekki einu sinni sundtökin. Settu sagnirnar í þátíð. Nútíð Þátíð Nútíð Þátíð Ég hverf hvarf Hún brýtur braut Þau horfa horfðu Þú skelfur skalfst Þær sjá sáu Það rignir rigndi Hann skelfir skelfdi Stíflan brestur brast Við stökkvum stukkum Hann strengir strengdi Ég segi sagði Hún veður óð Barnið sefur svaf Við borðum borðuðum Maðurinn hrýtur hraut Sólin skín skein Breyttu textabrotinu í þátíð. Nú kaupir hann í skipi og fer utan og er nú í kaupferðum um hríð og tekst enn vel til þessa og liðmannlega. Verður honum nú gott bæði til fjár og mannheilla. Þessa iðn hefir hann nú fyrir stafni þar til er hann á einn knörr og mestan hlut áhafnar, er nú í kaupferðum og gerist stórauðigur maður og ágætur. Nú keypti hann í skipi og fór utan og var nú í kaupferðum um hríð og tókst enn vel til þessa og liðmannlega. Varð honum nú gott bæði til fjár og mannheilla. Þessa iðn hafði hann nú fyrir stafni þar til er hann átti einn knörr og mestan hlut áhafnar, var nú í kaupferðum og gerðist stórauðigur maður og ágætur. 15

16 Breyttu textabrotinu í nútíð. Síðan sigldi Þórólfur í haf og byrjaði honum vel og fann landið og sigldi fyrir sunnan, vestur um Reykjanes. Þá féll byrinn og sáu þeir að skar í landið inn fjörðu stóra. Þórólfur kastaði þá fyrir borð öndvegissúlum sínum, þeim er staðið höfðu í hofinu. Síðan siglir Þórólfur í haf og byrjar honum vel og finnur landið og siglir fyrir sunnan, vestur um Reykjanes. Þá fellur byrinn og sjá þeir að sker í landið inn fjörðu stóra. Þórólfur kastar þá fyrir borð öndvegissúlum sínum, þeim er staðið höfðu (ekki breyta þessu!) í hofinu. Hvernig er orðið fjörðu nú í þf.ft.? Svar: firði 2.3 Persónur Beygðu sögnina að synda eftir persónum í eintölu og fleirtölu. Eintala 1. persóna (ég) syndi 2. persóna (þú) syndir 3. persóna kk. (hann) syndir 3. persóna kvk. (hún) syndir 3. persóna hk. (það) syndir Fleirtala 1. persóna (við) syndum 2. persóna (þið) syndið 3. persóna kk. (þeir) synda 3. persóna kvk. (þær) synda 3. persóna hk. (þau) synda Settu persónufornöfn í eyðurnar þannig að málsgreinarnar gangi upp. Hún sótti um að fara til Bolungarvíkur en þeir sóttu um að fara til Vopnafjarðar. Ég syndi venjulega 3 km á dag en þú syndir oft 5 km. Við borðum stundum á veitingahúsi á föstudögum. Þeir áttu stundum erfitt með að skilja hvað þær voru að gera. 16

17 Greindu persónu sagnanna í textabrotinu. Joanne Rowling (f. 1965), betur sem J. K. Rowling, er (3.p.) höfundur hinna sívinsælu bóka um galdrastrákinn Harry Potter. Þegar hugmyndin að sögunum skaut (3.p.) upp kollinum árið 1990 í lest á leið frá Manchester til London, skrifaði (3.p.) hún hana niður á servíettu og byrjaði (3.p.) svo að skrifa fyrstu bókina um leið og hún kom (3.p.) til London. Ég hef (1.p.) lesið allar bækurnar. Hefur (2.p.) þú lesið þær? Ég og bróðir minn lásum (1.p.) þær allar um leið og þær komu (3.p.) út. Þið hafið (2.p.) kannski ekki eins gaman af að lesa og við höfum (1.p.). Helsti óvinur Harry Potters er náungi sem nefnist... [ ] a) Helena Ravenclaw. [X] b) Lord Voldemort. [ ] c) Sverus Snape. 2.4 Tala Beygðu sögnina að vera eftir persónum í eintölu og fleirtölu. Eintala 1. persóna (ég) er 2. persóna (þú) ert 3. persóna kk. (hann) er 3. persóna kvk. (hún) er 3. persóna hk. (það) er Fleirtala 1. persóna (við) erum 2. persóna (þið) eruð 3. persóna kk. (þeir) eru 3. persóna kvk. (þær) eru 3. persóna hk. (þau) eru Greindu persónu, tölu og tíð undirstrikuðu sagnanna. Dæmi: Hún fer (3.p.et.nt.); þú komst (2.p.et.þt.) Ég kem (1.p.et.nt.) en hann fer (3.p.et.nt.). Þú komst (2.p.et.þt.) en við fórum (1.p.ft.þt.) Þær dóu (3.p.ft.þt.) en þau lifðu (3.p.ft.þt.). 17

18 Strikaðu undir sagnir í nútíð og settu kassa utan um sagnir í þátíð. Við förum í bíó í kvöld. Þið hélduð á barninu. Við komum á morgun. Við komum í gær. Við þegjum þegar kennarinn talar. Kennarinn þagði meðan nemandinn talaði. Ég sendi þér þetta í fyrramálið. Ég sendi þér þetta í gær. Hvað er að segja um orðmyndirnar komum og sendi í textanum hér að ofan? Þessar beygingarmyndir saganna eru eins í nt. og þt. Það ræðst af samhenginu hvort er. Búðu til nafnorð úr sögnunum fyrir neðan. Sögn Nafnorð Sögn Nafnorð að saga sög að snúa snúningur að moka mokstur að verpa varp að dýpka dýpi að aka akstur 2.5 Háttur / Hættir 2.6 Persónuhættir Settu viðtengingarhátt nútíðar (vth.nt.) eða framsöguhátt nútíðar (frsh.nt.) í eyðurnar eins og sýnt er í dæminu. Dæmi: Ég (segja) að þú (koma) í dag. Ég segi (frsh.nt.) að þú komir (vth.nt.) í dag. Hún vill (vilja) að þú farir (fara) á morgun. Þið vonið (vona) að þær segi (segja) satt. Þú hættir (hætta) þótt kaupið hækki (hækka). Settu nú frsh.þt. og vth.þt. í eyðurnar eftir því sem við á. Dæmi: Hann (fullyrða) að þetta (taka) enga stund. Hann fullyrti (frsh.þt.) að þetta tæki (vth.þt.) enga stund. Ég vildi (vilja) að þú færir (fara). Þær vonuðu (vona) að þið segðuð (segja) satt. Þær fóru (fara) þótt Gunna segði (segja) þeim að bíða. 18

19 Myndaðu nú málsgreinar þar sem a) sögnin að vera kemur fyrir í vth.nt.; b) þar sem sögnin að vera kemur fyrir í vth.þt. a) Ég vona að þú sért frískur b) Ég vonaði að þú værir frískur Myndaðu málsgreinar þar sem a) sögnin að fara kemur fyrir í vth.nt.; b) þar sem sögnin að fara kemur fyrir í vth.þt. a) Þú heldur að ég fari í dag b) Þú hélst að ég færi í dag Breyttu í boðhátt eins og sýnt er í dæminu. Dæmi: Þú ferð á morgun: Farðu á morgun. Þú kemur í kvöld út í kofann til mín. Komdu í kvöld út í kofann til mín. Þið mætið á réttum tíma. Mætið á réttum tíma. Þú hleypur heim. Hlauptu heim. Þú kaupir mjólk, brauð og steinselju. Kauptu mjólk, brauð og steinselju. Þú hleypir krökkunum út. Hleyptu krökkunum út. Þið gefið mér peninga. Gefið mér peninga. Myndaðu setningar þar sem boðhátturinn er a) í 2.p.et. og b) í 2.p.ft. Myndaðu tvær setningar með boðhætti þar sem fornafnið er haft laust frá sögn eða því er sleppt. Svík þú aldrei ættland þitt. Leik ei grátt við minni mátt. Myndaðu málsgrein þar sem boðháttarmyndirnar hlauptu og hleyptu koma fyrir. Hverjar eru nafnháttarmyndir þessara sagna? Hlauptu fyrir mig út í búð (hlaupa) Hleyptu hestunum út (hleypa) Hvers vegna skrifum við ekki: Kondu í kvöld? Við skrifum komdu í kvöld af því að þetta er leitt af so. koma). En í framburði er þetta kondu (auðveldara í framburði á undan d!). 19

20 Finndu boðháttarsögnina í eftirfarandi vísu um stóran staf og lítinn: Upphafsstaf í Ísland haf eins og kennir skólinn, en laugardag með litlum staf og líka blessuð jólin. Hver margar boðháttarsagnir eru í eftirfarandi vísu Einars Benediktssonar? Láttu smátt, en hyggðu hátt, heilsa kátt ef áttu bágt, leik ei grátt við minni mátt, mæltu fátt, og hlæðu lágt. Svar: 6 (sögnin áttu er ekki í boðhætti!) Í hvaða boðháttarsögnum er fornafninu sleppt? heilsa og leik Í hvaða hætti er sögnin áttu? framsöguhætti Hvernig eru boðháttarsagnirnar í eftirfarandi vísu í nafnhætti? Gakktu hægt um gleðinnar dyr og gá að þér: enginn veit sína ævina fyrr en öll er. Svar: ganga og gá Greindu hætti eftirfarandi sagna (frsh., vth., bh.): Hann kemur (frsh. ) á morgun með vélinni. Sumir segja (frsh.) að hann fari (vth.) á ball um hverja helgi. Guð gefi (vth.) að hann leggi (vth.) ekki af stað. Gættu (bh.) þín á freistingunum. Komdu (bh.) í kvöld. Blessuð sértu (vth.), sveitin mín. Ég færi (vth.) ef ég gæti (vth.). 2.7 Fallhættir Myndaðu málsgrein þar sem sögnin koma birtist bæði í framsöguhætti og nafnhætti. Þeir koma (frsh.) á morgun og þið verðið að koma (nh.) líka. 20

21 Greindu hætti sagnanna sem eru framan við svigana: Mamma kom akandi (lh.nt.) heim. Ég hef aldrei gefið (lh.þt.) blóð. Þeir ætla sér að fara (nh.) á morgun. Ég sagðist ætla (nh.) að tala við skólastjórann. Ég get gengið (lh.þt.) á slánni. Hann þykist vera (nh.) veikur. Þeir eru síemjandi (lh.nt.). Hvaða háttur setur svip sinn á eftirfarandi vísu Stephans G. Stephanssonar? Strákarnir stríðandi, lemjandi stelpurnar skríðandi, emjandi kerlingin klagandi, naggandi karltötrið agandi, þaggandi. Svar: lýsingarháttur nútíðar Aukaspurning: Hvað merkir sögnin nagga í vísunni? nöldra, rífast Hvaða orðflokkur er grenjandi í þessum dæmum? Rökstyddu svarið. a) Það er grenjandi rigning allan daginn. Lýsingarorð. Það segir nánar til um rigninguna, gefur nánari lýsingu á henni. b) Atli kom grenjandi illur heim. Atviksorð. Það segir nánar til um lýsingarorðið illur. Setja má atviksorðið mjög í stað vafaorðsins. Greindu hætti allra sagnanna eins og gert er í fyrstu setningunni. Ég tel (frsh.) mig geta (nh.) gert (lh.þt.) þetta. Flestir ætla (frsh.) að fara (nh.) á tónleikana. Jónmundur kom (frsh.) ríðandi (lh.nt.) í hlað. Þau telja (frsh.) sig geta (nh.) reiknað (lh.þt.) dæmið. Farðu (bh.) út í búð að kaupa (nh.) kjúkling. Þær segja (frsh.) að þær komi (vth.) á morgun. Ég skal (frsh.) gæta (nh.) þín. Guð gefi (vth.) að hann komi (vth.) í dag. Ég færi (vth.) ef ég gæti (vth.). Ég hugsa (frsh.) til þín. 21

22 3.1 Innlend frétt 3. Allrahanda (2) Það er komið að því að skrifa frétt. Að þessu sinni eigið þið að segja frá einhverju sem á að hafa gerst á Íslandi. Hugsið ykkur að þið séuð að skrifa frétt sem á að birtast í einhverju blaði, t.d. fréttablaði af landsbyggðinni. 3.2 Orð og merking Tengdu saman orðin sem eiga saman. pólitík stjórnmál þjóhnappur rasskinn rígur deila paródía skopstæling symból tákn álíta tekja slagharpa píanó hleypidómalaus víðsýnn handrið grindverk dragspil harmóníka Útskýrðu í stuttu máli eftirfarandi orð. nýlenda 1) Land sem lýtur stjórn annars (fjarlægs) ríkis sem arðrænir það (colonia). 2) Nýbyggð þjóðarbrots í öðru landi. málsmetandi sem mark er takandi á, virtur, háttsettur óhlutbundinn 1) (um kosningu) sem ekki er bundin við tiltekna frambjóðendur 2) afstraktur (ekki fígúratífur) 3.3 Samsett orð Tengdu orðin í vinstri dálknum við orð í hægri dálknum til að búa til ný orð. Taktu eftir að stundum er fyrri hluti orðsins stofn þess (stofnsamsetning) en stundum er fyrri hlutinn í eignarfalli (et. eða ft.). Þá er talað um eignarfallssamsetningu. Þú gætir því þurft að beygja fyrri hluta orðsins. Skrifaðu samsettu orðin á strikin. veraldarvön raufaruggi brauðraspur krókódílstár áferðarfagur dagsannur efnablanda bragfræði eiturefni heimsstyrjöld 22

23 Myndaðu nú fleiri orð með... a) eignarfallssamsetningu (dæmi: árshátíð/ áramót) vatnsgusa, mánaðamót, mánaðarfrí b) stofnsamsetningu (dæmi: brauðrist/ hestvagn) hestvagn, bílkerra, hóteleigandi, hjólhestur 3.4 Orð sem eiga saman Finndu lýsingarorð til að lýsa nafnorðunum (síðasta lýsingarorðið þarf að vera í efstastigi!). réttnefndur bófi ótíndur skúrkur kaldur gustur spegilsléttur hafflötur læsileg bók lágreistur kofi mikil stemning innsti koppur í búri Finndu nafnorð til að fara með lýsingarorðunum. svellkaldur náungi dýrmætur ættargripur hrumur öldungur fagurgrænn bali drafúldin grásleppa forugur hlaðvarpi Finndu sagnir í þátíð til að ljúka setningunum. Hann kom þessu öllu af stað. Jónína hlakkaði alltaf mikið til jólanna. Börnin uxu úr grasi. Blómin spruttu þar út um allt. Sjómaðurinn ýtti bátnum úr vör. Ljúktu við líkingarnar. Hún svaf eins og steinn Háll sem áll Rámur eins og rjúpukarri Hvít sem nár Það kom eins og þruma úr heiðskíru lofti Þungar sem blý Ljúf eins og lamb Sætur sem sykur Drekkur eins og svín Rautt sem blóð 23

24 3.5 Stafsetning Ernest Hemingway Lestu textann yfir með athugasemdum og skrifaðu hann svo eftir upplestri. Ernest Hemingway ( ) var bandarískur rithöfundur, reyndar einn af frægustu rithöfundum Bandaríkjamanna fyrr og síðar. Hann fékk Nóbelsverðlaunin árið 1954 fyrir skrif sín, en meðal bóka hans má nefna Gamla manninn og hafið (The Old Man and the Sea), Vopnin kvödd (A Farewell to Arms) og Hverjum klukkan glymur (For Whom the Bell Tolls). Stíllinn er knappur og einfaldur og málsgreinarnar stuttar. Líf Hemingways var afar viðburðaríkt. Hann ferðaðist víða og lenti í ýmsu, var m.a. sjúkrabílstjóri í fyrri heimsstyrjöldinni og blaðamaður bæði í spænsku borgarastyrjöldinni og síðari heimsstyrjöldinni. Aukaverkefni: Hvers vegna er r í umferðarmiðstöð en ekki í mánaðamót? Þetta er miðstöð umferðar (ef.et.) Mánaðamót eru mót tveggja mánaða (ef.ft.). 3.6 Íslenska veðrið Hvers vegna ætli það séu tvær myndir fyrir sum veður en ekki önnur? Þar er gerður munur á degi og nótt þótt veðrið sé eins. Hvað ætli örvarnar í moldroki og skafrenningi tákni? Vindáttina. Hver er munurinn á slydduéljum og snjóéljum? Í slydduéljum er væta í snjónum; í snjóéljum er hitinn kominn undir frostmark. Hvers konar veður er súld? Úði, smágert regn. Skoðaðu veðurkortið hér að neðan og skrifaðu svo stutta veðurspá eins og hún yrði lesin í útvarpi þar sem hlustandinn sæi ekki kortið. 3.7 Viðskeyti Myndaðu nokkur orð með viðskeytunum -ari, -ing, -lega, -ug. rakari, sútari, skóari, rigning, drottning, kerling, illilega, lymskulega, kámug 24

25 Settu orð framan við viðskeytið -ismi eins og sýnt er í dæminu. kúb ismi kommún ismi módern ismi dada ismi spírit ismi póstmódern ismi Settu orð framan við viðskeytið -isti eins og sýnt er í dæminu. sósíal isti módern isti pían isti kommún isti impressíón isti kapítal isti 3.8 Gátur og þrautir Tvær laufléttar gátur Þvottur gerir það óhreinna. Það er hreinna ef það hefur ekki verið í þvotti. Hvað er það? Svar: vatn Þegar þú notar það, kastarðu því. Þegar þú hættir að nota það, tekurðu það til þín aftur. Hvað er það? Svar: teningur Þrautin þyngri Nýlega var haldin samkeppni þar sem fjórar ungar stúkur í listaskólanum (Alda, Elín, Jóna og Vera) fengu það hlutverk að líkja eftir málverkum einhverra þekktra íslenskra listmálara. Þegar tilkynnt var um það hverjum hefði tekist best upp urðu truflanir á útvarpssendingunni og þú heyrðir bara eftirfarandi setningar. Reyndu út frá þeim setningum að segja hver sigraði í keppninni og verki hvaða málara hver keppandi reyndi að herma eftir. Útfærsla Elínar á verki Ásgríms Jónssonar varð ekki í síðasta sæti. Jónu rétt tókst að forðast síðasta sætið og náði því þriðja. Stúlkunni sem reyndi við verk Kjarvals tókst vel upp og vann keppnina. Alda sigraði stúlkuna sem málaði verk Gunnlaugs Schevings og stúlkan sem málaði Erró sigraði Veru. Hver sigraði í keppninni og hver málaði hvað? Sigurvegari var: Alda málaði verk eftir: Elín málaði verk eftir: Jóna málaði verk eftir: Vera málaði verk eftir: Alda Kjarval Ásgrím Jónsson Erró Gunnlaug Scheving 25

26 3.9 Myndasaga Skoðaðu myndasöguna hér að neðan og skrifaðu síðan texta inn í eyðurnar Stafsetning Skógarþröstur Lestu textann yfir með athugasemdum og skrifaðu hann svo niður eftir upplestri. Skógarþrösturinn á heima í NV-Síberíu og nyrstu löndum Evrópu, allt til Spitsbergen. Og þaðan leitar hann á veturna suður til Mið- og SV-Asíu og Miðjarðarhafslanda, jafnvel til Kanaríeyja. Hann er algengur varpfugl hér á landi, en flytur sig á veturna til Bretlandseyja, Hollands og Frakklands og verður jafnvel vart á Grænlandi. Þrösturinn lifir mest á skordýrum, sniglum og ánamöðkum framan af sumrinu en síðar einnig á reyniberjum, bláberjum og rifsberjum. Skógarþrösturinn fer að verpa um miðjan maí ef tíðin er sæmileg og getur jafnvel ungað út fyrir lok mánaðarins. Í júlílok eru ungarnir venjulega fullvaxnir. Fundist hafa ófleygir þrastarungar í ágústmánuði sem bendir til þess að nokkur brögð séu á eftirvarpi. Eggin eru tíðast fimm til sex, en geta orðið sjö. Litur þeirra er ljós-grágrænn með þéttum brúnum dílum Smáskammta-upprifjun II Fallbeygðu í fleirtölu. nf. konur ernir lufsur mekkir þf. konur erni lufsur mekki þgf. konum örnum lufsum mökkum ef. kvenna arna lufsa/lufsna makka Stigbreyttu orðin. Frumstig Miðstig Efstastig hvelfd hvelfdari hvelfdust gljúpur gljúpari gljúpastur breyskur breyskari breyskastur snögg sneggri/snöggari sneggst/snöggust 26

27 Skráðu kenniföllin. nf. et. ef. et. nf. ft. slanga gestur bragð vetur nótt slöngu gests bragðs vetrar nætur slöngur gestir brögð vetur nætur 3.12 Eyðufyllingar Bættu orðunum í kassanum inn í viðeigandi málshætti. Settu hring um stuðlana í málsháttunum ef um stuðlun er að ræða. Drjúg eru morgunverkin. Eins dauði er annars brauð. Hver er sinnar gæfu smiður. Margan hefur veröldin villt. Sá er sæll sem sínu ann. Ágirndin er rót alls ills. Það þarf sterk bein til að þola góða daga. Ljúktu við stökurnar með orðunum í kassanum. Engan trúan á ég vin auðnudagar þverra. Einn ég harma, einn ég styn, einn ég tárin þerra. Einn ég gleðst, og einn ég hlæ, er amastundir linna. Aðeins notið einn ég fæ unaðsdrauma minna. Aukaspurning: Hvers vegna er Fjallaskáld skrifað með stórum staf?! (Vísbending: Hólsfjöll) Hann er kenndur við Hólsfjöll sem gjarnan er stytt í Fjöll. Kristján Jónsson Fjallaskáld 3.13 Fallbeyging Fallbeygðu saman í eintölu og fleirtölu. et nf vont veður þunguð kona borin von þf vont veður þungaða konu borna von þgf vondu veðri þungaðri konu borinni von ef vonds veðurs þungaðrar konu borinnar vonar 27

28 ft nf vond veður þungaðar konur bornar vonir þf vond veður þungaðar konur bornar vonir þgf vondum veðrum þunguðum konum bornum vonum ef vondra veðra þungaðra kvenna borinna vona Beygðu orðin í svigunum þannig að þau falli vel inn í textann. Kaldrananes er bær og kirkjustaður (kirkjustaður) við Bjarnarfjörð (Bjarnarfjörður) syðri. Þar er útkirkja frá Hólmavík. Núverandi kirkja á Kaldrananesi (Kaldrananes) var reist árið Hún er úr timbri (timbur), járnvarin. Kirkjan var lengst af bændakirkja en komst í eigu Kaldrananessöfnuðar/Kaldrananessafnaðar (Kaldrananessöfnuður) stuttu eftir Meðal góðra gripa (gripur) má nefna altaristöflu (altaristafla) eftir C. Rosenberg sem sýnir frelsarann (frelsarinn). 28

29 4. Sagnir (2) 4.1 Myndir sagna 4.2 Germynd Myndaðu setningu þar sem sögnin er í germynd (þessi orð eiga að koma fyrir í setningunni í eðlilegu samhengi: stúlka, kyssa, piltur): Stúlka kyssir pilt. Búðu til 5 setningar þar sem sögnin er í germynd. Ég tek pokann. Hún sækir drenginn. Þeir heimta hærra kaup. Gunnar spilaði vel. Sigga söng lagið. 4.3 Miðmynd Myndaðu setningu þar sem sögnin er í miðmynd (þessi orð eiga að koma fyrir í eðlilegu samhengi: stúlkan, pilturinn, kyssa, og). Stúlkan og pilturinn kysstust. Í hvað mynd er sögnin í eftirfarandi setningum?: Þú gefst aldrei upp (mm.). Þú verst allra frétta (mm.). Þú lást vel við höggi (gm.). Myndaðu málsgrein þar sem sagnmyndir sem enda á -st koma fyrir í germynd og miðmynd (þú velur þessar tvær sagnir). Þú braust (gm.) glasið þegar þú braust (mm.) inn. 4.4 Þolmynd Sýndu fram á að eftirfarandi setning sé tvíræð: Myndin var tekin af ljósmyndaranum. Ljósmyndarinn tók myndina. Einhver tók mynd (með myndavél) af ljósmyndaranum. Þriðji möguleikinn: Einhver hrifsaði myndina af ljósmyndaranum. 29

30 Greindu mynd sagnanna (gm., mm., þm.) sem standa á undan sviganum. Jón fer (gm.) á fætur við fyrsta hanagal. Þau mættust (mm.) á miðri leið. Þú þóttist (mm.) ekki vera heima. Þú þóttir (gm.) vera góður í fótbolta. Bíllinn var dreginn (þm.) á verkstæðið. Þú sást (gm.) skipið. Þau sáust (mm.) í kíkinum. Þú lást (gm. ) á bakkanum. Myndaðu málsgrein þar sem sögnin fara kemur fyrir í: a) germynd (í 2.p.et.frsh.þt.); b) miðmynd (3.p.et.frsh.þt.) a) Þú fórst á ballið. b) Hann fórst í slysi. Greindu persónu, tölu, hátt, tíð og mynd feitletruðu sagnanna eins og sýnt er í dæminu. Ég vona að hann komi. persóna tala háttur tíð mynd vona 1. pers. et. frsh. nt. gm. komi 3. pers. et. vth. nt. gm. Kennarinn heitir Dóra. persóna tala háttur tíð mynd heitir 3. pers. et. frsh. nt. gm. Þið ætlið ekki í skólann í dag. persóna tala háttur tíð mynd ætlið 2. pers. ft. frsh. nt. gm. Þú komst ekki hjálparlaust út úr skaflinum. persóna tala háttur tíð mynd komst 2. pers. et. frsh. þt. mm. 30

31 4.5 Meira um tíðir sagna Myndaðu setningu þar sem sögnin er í nútíð en táknar framtíð. Ég fer þangað á morgun. Myndaðu setningu þar sem sögnin er í (frásagnar)nútíð en táknar þátíð. Þeir takast harkalega á uns draugurinn fellur. Hér er búið að strika undir sagnir í framsöguhætti. Skráðu tíð þessara sagna í eyðurnar. Í fyrri daga var (þt.) djákni einn að Myrká í Eyjafirði. Hann var (þt.) í þingum við konu, sem Guðrún hét (þt.); hún átti (þt.) að sumra sögn heima á Bægisá, hinum megin Hörgár. Djákninn átti (þt.) hest gráföxóttan, og reið (þt.) hann honum jafnan; þann hest kallaði (þt.) hann Faxa. Einhverju sinni bar (þt.) svo til litlu fyrir jól, að djákninn fór (þt.) til Bægisár til að bjóða Guðrúnu til jólagleði að Myrká og hét (þt.) henni að vitja hennar í ákveðinn tíma og fylgja henni til gleðinnar aðfangadagskvöld jóla. Dagana áður en djákninn fór (þt.) að bjóða Guðrúnu, hafði (þt.) gjört snjóa mikla og ísalög; en þann sama dag sem hann reið (þt.) til Bægisár, kom asahláka og leysing, og þegar á leið (þt.) daginn, varð (þt.) áin ófær fyrir jakaferðum og vatnagangi, á meðan djákninn tafði (þt.) á Bægisá. Þegar hann fór (þt. ) þaðan, hugði (þt.) hann ekki að því, sem skipast hafði (þt.) um daginn, og ætlaði (þt.), að áin mundi enn liggja sem fyrr. Hann ríður (nt.) fram með Yxnadalsá, uns hann kemur (nt.) fram á móts við Saurbæ, næsta bæ fyrir utan Myrká. 4.6 Beyging (sagna) 4.7 Sterk beyging / sterkar sagnir (óreglulegar sagnir) 31

32 4.8 Veik beyging / veikar sagnir Hvernig eru þessar sagnir í þátíð? Skráðu hvort þær hafi veika beygingu (vb) eða sterka beygingu (sb) Sögn Þátíð Beyging hlaupa hljóp sb synda synti vb bjóða bauð sb auka jók sb sitja sat sb setja setti vb vefa óf sb vefja vafði vb kenna kenndi vb spenna spennti vb spinna spann sb hrópa hrópaði vb smala smalaði vb smella small/smellti sb/vb súpa saup sb skemma skemmti vb Finndu sagnirnar í textanum og skráðu hvort þær eru sterkar eða veikar. Ludwig van Beethoven ( ) er eitt þekktasta nafnið í klassískri tónlist. Hann brúaði bilið milli klassíska og rómantíska tímabilsins og skildi eftir sig mörg meistaraverk sem eru enn spiluð víða í dag, t.d. Tunglskinssónötuna og Für Elise. Beethoven, sem fæddist í Bonn í Þýskalandi, vakti fljótt athygli fyrir tónlistarhæfni sína og lærði m.a. hjá Josef Haydn. Eftir því sem hann eltist missti hann smám saman heyrnina, en hún var alveg horfin um Beethoven hélt þó áfram að semja og samdi m.a. 9. Sinfóníuna, eitt af frægustu verkum sínum, algerlega heyrnarlaus. er sb fæddist vb var sb brúaði vb vakti vb horfin sv skildi vb lærði vb hélt sb eru sb eltist vb semja vb spiluð vb missti vb 32

33 Finndu tíu dæmi þess að barn beygir sterkar sagnir eins og veikar sagnir. (Dæmi: Hann strjúkaði kettinum.) Ímyndaðu þér að eftirfarandi sagnir séu til í íslensku og hafi alltaf verið til. Hvernig myndir þú hafa þær í þátíð ef þú vissir að þær beygðust veikt? Hvers vegna? Dæmi: pralla prallaði (beygist eins og kalla kallaði) krifa, fraka, metja, rilja, paupa, krekkja. krifa krifaði (sbr. skrifa skrifaði) fraka frakaði (sbr. raka rakaði) metja metti (sbr. setja setti) rilja rildi (sbr. skilja skildi) paupa peypti (sbr. kaupa keypti) krekkja krekkti (sbr. trekkja trekkti) Ímyndaðu þér að eftirfarandi sagnir séu til í íslensku og hafi alltaf verið til. Hvernig myndir þú hafa þær í þátíð ef þú vissir að þær beygðust sterkt? Hvers vegna? Dæmi: prara prór (beygist eins og fara fór) skríta, fraka, mjúga, rjúpa, paupa, kríða. skríta skreit (sbr. líta leit) fraka frók (sbr. taka tók) mjúga maug (sbr. ljúga laug) rjúpa raup (sbr. strjúka strauk) paupa pjóp (sbr. hlaupa hljóp) kríða kreið (sbr. skríða skreið) Myndaðu málsgrein þar sem sagnirnar sitja og setja koma fyrir í þátíð. Hvor sögnin er sterk? Ég sat (sb) á stólnum og setti (vb) á mig gleraugun. 4.9 Núþálegar sagnir Myndaðu nútíð eftirfarandi núþálegra sagna: unna (ég) ann kunna (ég) kann vilja (ég) vil Myndaðu þátíð eftirfarandi núþálegra sagna: unna (ég) unni mega (ég) mátti þurfa (ég) þurfti 33

34 Margir eiga í vandræðum með 1. persónu sagnarinnar vilja í frsh.et.nt. Skrifaðu frsh. þessarar sagnar a) í 1.p.et.frsh.nt. og b) í 3.p.et.frsh.nt. (ég) vil (hann/hún) vill 4.10 Ri-sagnir Settu ri-sagnirnar í eyðurnar þannig að texinn verði eðlilegur eins og sýnt er í dæminu. Hann mun hafa (róa) í morgun: Hann mun hafa róið í morgun. Jóna neri (núa) augun í morgun. Afi reri (róa) til fiskjar í gær. Hann neri (núa) mér því um nasir að ég hefði fylgst illa með. Grasið greri (gróa) illa síðastliðið vor. Talið er að hann hafi snúið (snúa) við. Sárið er gróið (gróa). Aukaspurning: Hvað merkir orðasambandið að núa einhverjum einhverju um nasir? Saka einhvern um eitthvað; minna einhvern á einhverja yfirsjón eða afbrot Sagnasambönd Skýrðu merkingarmun setningatvenndanna í A og B (Vísbending: hafðu t.d. í huga atriði eins og nánari afmörkun í tíma eða fullvissu / óvissu ) A Stúlkan kemur oft til Ísafjarðar Stúlkan hafði oft komið til Ísafjarðar Fyrri málsgreinin lýsir fullvissu og segir jafnframt að þetta ástand vari enn. Seinni málsgreinin lýsir einnig fullvissu; jafnframt kemur þar fram að þetta ástand hafi varað fram að tilteknum tíma. B Þetta er rétt Þetta mun vera rétt Fyrri másgreinin er fullyrðing. Í seinni málsgreininni er fyrirvari; ekkert er þar fullyrt, engu slegið föstu. 34

35 4.12 Núliðin tíð Myndaðu núliðna tíð með hjálparsögninni hafa eða vera (í nútíð!) og aðalsögninni sem gefin er upp í sviganum. Ég hef (hafa) oft sungið (syngja) með kórnum. Þið hafið (hafa) aldrei komið (koma) hingað. Hann er (vera) farinn (fara). Hún hefur (hafa) oft séð (sjá) hann þarna. Hefur (hafa) þú tekið (taka) eftir þessu? Þetta hefur (hafa) verið (vera) svona í mörg ár. Valur hefur (hafa) unnið (vinna) alla leikina í ár. Ég hef (hafa) brotið (brjóta) tvo spegla. Þau eru (vera) mætt (að mæta) Þáliðin tíð Myndaðu þáliðna tíð með hjálparsögninni hafa eða vera (í þátíð!) og aðalsögninni sem gefin er upp í sviganum. Ég hafði (hafa) aldrei séð (sjá) hann áður. Hún var (vera) rokin (rjúka) út í búð áður en ég vissi af. Elín hafði (hafa) ofið (vefa) teppið áður en amma hennar dó. Bjarni hafði (hafa) jafnað (jafna) fyrir leikhlé. Þær voru (vera) niðurbrotnar (brjóta) eftir tapið. Ég hafði (hafa) ekki skilið (skilja) þetta rétt. Hljómsveitin hafði (hafa) leikið (leika) öll vinsælu lögin sín þegar þeir fóru Framtíð Myndaðu tvær setningar þar sem framtíð er táknuð með sögn í nútíð. Dæmi: Guðrún kemur senn; Sigríður fer í fyrramálið. Ég næ prófinu á morgun. Hún kemur á þriðjudaginn. 35

36 4.15 Lokaorð um tíðir Greindu persónu og tölu sagnanna á undan svigunum í textanum (Þær eru allar í persónuhætti). Strikaðu síðan undir sagnir í nafnhætti: Þú hefur (2.p.et.) aldrei farið til Akureyrar, sagði (3.p.et.) Guðmundur, þegar hann hitti (3.p.et.) Guðrúnu. Ég fer (1.p.et.) þangað á morgun með mömmu, sagði (3.p.et.) Guðrún. Við ætlum (1.p.ft.) að fara í Lystigarðinn og sjá skemmtilegt leikrit. Mamma hefur (3.p.et.) heldur ekki komið til Akureyrar svo það verður (3.p.et.) nóg að gera. Ég kem (1.p.et.) svo suður á laugardag. Greindu tíð, persónu og tölu sagnanna í textanum: Guðmundur gekk (þt. 3.p. et.) upp á hólinn og horfði (þt. 3.p. et.) yfir landið. Sér (nt.3.p.et.) hann þá að hestur kemur (nt. 3.p. et.) í áttina til hans. Hvað er (nt. 3.p. et.) nú þetta? segir (nt. 3.p. et.) Guðmundur. Þetta er (nt. 3.p. et.) undarlegt. Guðmundur sá (þt. 3.p. et.) að þetta var (þt. 3.p. et.) Skjóni gamli. Þegar hesturinn kom (þt. 3.p. et.) til hans segir (nt. 3.p. et.) hann: Hvers vegna hleypur (nt. 2.p. et.) þú svona? Voruð (þt. 2.p. ft.) þið hrædd við hrossin? 36

37 5. Allrahanda (3) 5.1 Íþróttafrétt Ritun...Nú átt þú að skrifa stutta íþróttafrétt, þ.e. segja frá einhverri keppni eða kappleik sem þú hefur áhuga á Krossgáta Lárétt 1. her: Vopnað lið. 2. Dylan: Bob þessi hét réttu nafni Robert Zimmerman. 5. Hiroshima: Bandaríkjamenn vörpuðu kjarnorkusprengju á hana. 6. Ari: Sá fróði maður ritaði Íslendingabók. 9. Júdó: Japönsk bardagaíþrótt. 13. Langbrók: Viðurnefni Hallgerðar konu Gunnars á Hlíðarenda. 14. Ragnarök: Heimsslitaorrusta í norrænni goðafræði. 16. Engill: Himneskur sendiboði. 18. Tangó: Argentískur pardans. 19. Atlantshaf: Næst stærsta úthaf heims. 20. Apríl: Fjórði mánuður ársins. Lóðrétt 1. Hrósar: Lofar. 3. Nói: Hann smíðaði örk. 4. Papar: Írskir einsetumenn sem voru hér á undan landnámsmönnum. 7. Ingólfur: Fyrsti landnámsmaðurinn. 8. Ljósmóðir: Yfirsetukona. 10. Goðar: Þeir nefndu menn í dóma. 11. Darwin: Hann kom fram með þróunarkenninguna. 12. Snemma: Árla. 15. Ostur: Mjólkurafurð. 17. Eva: Fyrsta konan. 37

38 5.3 Orðabókin Sýndu fram á að orðin hér fyrir neðan geti haft tvær merkingar. kjölurinn Merking 1: neðsti hlutur báts eða skipsskrokks sem ristir að jafnaði dýpst Merking 2: bakbrún sem tengir saman spjöldin á bók kría Merking 1: fugl af þernuætt (sterna paradisaea) Merking 2: stuttur blundur, svefn fjárgæsla Merking 1: hirðing sauðfjár Merking 2: varsla fjármuna Merktu skýringarnar með númeri viðeigandi orðs. Númer orðs Skýring 8. röðull sól 13. munaður sællífi, óhóf 5. einleikinn náttúrulegur, eðlilegur 3. jóska dönsk mállýska sem töluð er á Jótlandi 4. kinnungur skipshlið 14. mund tími 15. munnhöggvast rífast 1. hómópati ólærður læknir; sá sem hefur lært smáskammtalækningar. 11. tadsjiki maður frá Tadsjikistan 10. meinsæri rangur eiður 9. tilberi kvikindi galdrað fram til að mjólka kýr og ær annars fólks 2. hraðbyri mjög góður byr 12. víðlendur stór að flatarmáli 7. karlægur rúmliggjandi af ellihrumleik 6. jórtra að tyggja fóðrið í annað sinn eftir að hafa kyngt því og geymt það í vömbinni og keppnum 38

39 5.4 Ypsilon Upprifjun Sýndu ástæðu þess að y, ý og ey er ritað í orðunum fyrir neðan. byndi bundum mýs mús spryngi sprungum rýkur rjúka hylja huldi fyndi sjúkur eykur auka nyrðri norður reykur rauk gylla gull lýs lús lynda lund sýn sjón bylja buldi byrði burður kyssa koss gyldi guldu fyndi fundum neyta naut (þess) lýsi ljós 5.5 Smáskammtamálfræði Merkið við þær staðhæfingar sem passa við setningarnar. Athugið að stundum þarf að merkja við fleiri en einn möguleika. Öxin og jörðin geyma þá best. [ ] a) Í setningunni er eitt nafnorð í nefnifalli og eitt í þolfalli. [ ] b) Í setningunni eru tvö nafnorð í þolfalli. [ ] c) Í setningunni eru tvö nafnorð í nefnifalli og eitt í þolfalli. [x] d) Í setningunni eru tvö nafnorð sem bæði eru í nefnifalli. Þau tíðkast nú hin breiðu spjótin. [x] a) Í setningunni er finna lausan greini. [x] b) Í setningunni er eitt nafnorð, eitt lýsingarorð og ein sögn. [ ] c) Í setningunni eru tvö nafnorð. [ ] d) Í setningunni eru tvö fornöfn. Þar launaði ég þér lambið gráa. [ ] a) Í setningunni er ekkert lýsingarorð. [x] b) Í setningunni er að eitt lýsingarorð. [x] c) Í setningunni er að finna nafnorð með greini. [ ] d) Í setningunni er að finna þrjú fornöfn. Ber er hver að bakinu nema sér bróður eigi. [ ] a) Orðið ber í setningunni er nafnorð. [x] b) Orðið ber í setningunni er lýsingarorð. [ ] c) Orðið ber í setningunni er atviksorð. [ ] d) Orðið ber í setningunni er sagnorð. Fátt er rammara en forneskjan. [x] a) Í setningunni eru tvö lýsingarorð. [ ] b) Í setningunni er eitt lýsingarorð og eitt atviksorð. [x] c) Í setningunni er eitt nafnorð með greini. [ ] d) Í setningunni er eitt nafnorð án greinis. 39

40 5.6 Sögufrægir staðir Norðurland vestra Segið stuttlega frá því af hverju staðirnir hér fyrir neðan teljast vera sögufrægir. Bóla Skagafjörður Bóla er eyðibýli í Blönduhlíð í Skagafirði. Bærinn hét áður Bólstaðargerði og var lengst af í eyði á 18. öld og fram til 1833, er Hjálmar Jónsson skáld byggði þar bæ og kallaði fyrst Bólugerði en síðan Bólu og það nafn hafði jörðin eftir það. Skammt frá bænum fellur Bóluá niður fjallið í sjö fossum í hrikalegu gili, Bólugili. Bóla er helst þekkt fyrir búsetu Bólu- Hjálmars þar á árunum en henni lauk eftir að gerð var þjófaleit hjá honum. Minnisvarði um Hjálmar var reistur í Bólu Bóla fór í eyði Drangey Skagafjörður Drangey er eyja á miðjum Skagafirði, og er um 200 metra hár móbergsstapi. Í eynni, sem er aðeins geng á einum stað sem nefnist Uppganga, er gífurleg fuglabyggð. Eyjan var öldum saman helsta matarforðabúr Skagfirðinga, og var gjarnan kölluð Mjólkurkýr Skagafjarðar. Útlagarnir Grettir og Illugi Ásmundssynir dvöldu í eynni um þriggja ára skeið svo sem getið er í Grettissögu. Frægt er Drangeyjarsund Grettis. Margar þjóðsögur eru tengdar eyjunni. Flugumýri Skagafjörður Fornt höfuðból í Blönduhlíð, þar sem höfðingjar Ásbirninga bjuggu á Sturlungaöld. Þar bjó einnig Gissur Þorvaldsson sem síðar varð eini íslenski jarlinn. Í október 1253 reyndu óvinir Gissurar að brenna hann inni í brúðkaupsveislu sonar hans. Gissur slapp við illan leik með því að fela sig í skyrtunnu, en synir hans allir og eiginkona brunnu inni. Hofsós Skagafjörður Var lengi mikill verslunarstaður. Í kvos í hjarta bæjarins er að finna fjölda eldri húsa sem setja skemmtilegan og sterkan svip á bæinn. Þar stendur gamalt bjálkahús frá einokunartímanum, og er það eitt elsta hús landsins, reist Nú hefur húsið verið endurgert í sem næst sinni upprunalegu mynd, og er þar sýning í tengslum við sögu Drangeyjar. Gamla kaupfélagsbyggingin hefur fengið nýtt hlutverk, en hún hýsir nú svokallað Vesturfarasetur, sem tileinkað er vesturförum og vesturferðum sem voru í hámarki um aldamótin Þar hafa nú verið reistar fleiri byggingar sem falla vel að gömlu þorpsmyndinni og hýsa sýningar sem tengjast búsetu Íslendinga í Vesturheimi. Í Staðarbjargavík rétt sunnan við Hofsós eru sérkennilegar stuðlabergsmyndanir. Hólar í Hjaltadal Skagafjörður Annað tveggja biskupssetra á Íslandi, og einn helsti sögustaður landsins. Biskupsstóll var settur þar árið 1106 og fyrsti biskupinn var Jón Ögmundsson. Um 7 alda skeið sátu biskupar á Hólum, auk þess sem lengstum var rekinn þar skóli. Á þessum tíma voru Hólar hinn raunverulegi höfuðstaður Norðurlands. Biskupsstóllinn var lagður niður 1801 og endurvakinn 1985; þar situr nú vígslubiskup. Þekktastir Hólabiskupa eru án efa Jón Arason, sem var síðastur biskup í kaþólskum sið, og Guðbrandur Þorláksson, sá er prentaði Guðbrandsbiblíu. Jón Arason flutti til landsins fyrsta prentverkið. Núverandi kirkja á Hólum er fimmta 40

41 dómkirkjan í röðinni, reist 1763 úr rauðum sandsteini úr Hólabyrðu, sem er fjall fyrir ofan staðinn. Hún er elsta steinkirkja landsins og hefur nú verið færð nokkuð til síns fyrra forms. Kirkjan og munir hennar eru mjög merkilegir. Skólahald á Hólum var endurvakið 1882, er bændaskóli var stofnaður, sem viðleitni til að sporna við vesturferðum Íslendinga. Þar er nú m.a. kennd hestamennska og ferðamálafræði á háskólastigi auk fiskeldis. Ferðaþjónusta er rekin á Hólum frá maí til ágústloka og ýmis afþreying í boði á staðnum og nágrenni. Illugastaðir Húnavatnssýsla Er einna þekktastur sem sögustaður vegna húsbruna og morðs árið 1828 sem leiddu til síðustu aftökunnar á Íslandi en þá voru myrtir á bænum Natan Ketilsson og Pétur Jónsson, og voru Agnes Magnúsdóttir og Friðrik Sigurðsson tekin af lífi fyrir verknaðinn árið Ægifagurt er um að litast að Illugastöðum og jörðin mikil hlunnindajörð, og er þar eitt mesta æðarvarp á landinu. Á Illugastöðum má sjá rústir af smiðju Natans Ketilssonar er standa í landföstum hólma við sjóinn. Þingeyraklaustur Húnavatnssýsla Í sögu Jóns helga Hólabiskups segir frá því að hallæri þrengdi að mönnum og veðrátta köld, svo að jörð var frosin fram eftir vori. Biskup fór til vorþings að Þingeyrum og með samþykki þingheims heitir hann því að reisa kirkju og bæ þar. En í sömu viku hurfu allir ísar, og jörð þiðnaði öll og gróður byrjaði að dafna þannig að hægt var að beita skepnum á túnin. Mun þetta hafa gerst á fyrsta tug 11. aldar. Ákveðið var að stofna munkaklaustur að Þingeyrum, eflaust að ráði Jóns biskups, en það var stofnað Þingeyraklaustur var hið fyrsta á Íslandi. Það fylgdi munkareglu Benedikts af Nurcia, en kirkjan var helguð Sankti Nikulási. Munkar urðu að heita því að dveljast ævilangt í klaustrinu, halda klaustursiði alla og hlýða yfirboðurum. Þeir máttu ekki kvænast og ekkert eiga, stórt né smátt. Um það leyti sem klaustrið er stofnað hefst ritöld hér á landi og varð bókmenntaiðja með vissu mikil í Þingeyraklaustri. Er þar helst að nefna Sögu Sverris konungs er Karl ábóti Jónsson skráði. Munkarnir Gunnlaugur Leifsson og Oddur Snorrason rituðu Sögu Ólafs konungs Tryggvasonar og einnig Helgisögur af Ólafi konungi Haraldssyni. Arngrímur ábóti Brandsson ritaði Sögu Guðmundar biskups góða og þar í elstu drög að lýsingu Íslands. Líkur eru á því að Húnvetningasögur séu ritaðar að Þingeyrum, s.s. Heiðarvíga saga, Vatnsdæla, Hallfreðar saga, Kormáks saga, Bandamanna saga og Grettis saga (Árbók Ferðafélags Íslands 1964, bls. 182). Klaustrið stóð frá 1133 til siðaskipta eða í um 400 ár og átti það þá orðið flestar jarðir í Þingeyrasveit, Vatnsdal, Ásum og víðar auk hlunninda og ítaka. Með hinum nýja sið voru dagar Þingeyraklausturs taldir. Konungur tók undir sig eignir þess og setti umboðsmann yfir. Flestir klausturhaldarar urðu efnaðir menn og sumir stórríkir. Líklega hefur enginn setið staðinn af meiri rausn en Lárus Gottrúp lögmaður. Árið 1638 fékk hann Þingeyraklaustur að léni og sýsluvöld í hálfu Húnaþingi. Gottrúp þótti harður í horn að taka í viðskiptum og átti hann í deilum við höfðingja, en hann stóð á rétti Íslendinga við konung og kom ýmsu gagnlegu til leiðar. Hann varð maður auðugur og sat hið forna höfuðból með prýði. 41

42 5.7 Sjónvarpsdagskráin Hér má sjá dagskrá í ríkissjónvarpinu miðvikudaginn 18. september Skoðaðu hana og svaraðu spurningunum fyrir neðan. 1. Hvað eru íslensku dagskrárliðirnir margir? Ellefu (11). Þrettán (13) með endurtekningum aftast í dagskránni. 2. Hvað tekur fréttatengt efni stóran hluta af dagskránni? Sex (6) af nítján (19) ef Kastljós er talið með. 3. Hversu mikið efni er fyrir börn? Tveir (2) liðir (Friðþjófur forvitni og Geymslan), þrír (3) ef Á götunni er talið með. 4. Er efni í dagskránni frá öðrum Norðurlandaþjóðum? Hvað þá? Já, Á götunni (norskt) og svo má segja að Víkingalottó sé norrænt efni. 5. Frá hvaða málsvæði öðru en Íslandi er hlutfallslega mest efni? Enskumælandi löndum, sbr. Friðþjófur forvitni, Læknamiðstöðin, Krabbinn, Á valdi vélanna og Kvöldstund með Jools Holland. 6. Hvaða efni í dagskránni höfðar helst til þín? 7. Hvers konar efni vildir þú sjá meira af? 5.8 Mánaðarlaun Taflan hér fyrir neðan frá Hagstofu Íslands sýnir meðal mánaðarlaun einstakra starfsstétta á tilteknum tíma árið Skoðaðu töfluna og svaraðu síðan spurningunum. Hvaða starfsstétt hefur hæstu launin og hve há eru þau að meðaltali? Stjórnendur; þeir hafa rúmlega 800 þúsund kr. í mánaðarlaun. Hvaða starfstétt hefur lægstu launin og hve há eru þau að meðaltali? Afgreiðslufólk í dagvöruverslunum, rúmlega 200 þúsund kr. Hver eru meðallaun fiskvinnslufólks? þúsund kr. Hvað munar miklu á meðallaunum verkamanna og stjórnenda? Um 550 þúsund kr. á mánuði. Skiptir menntun einhverju máli þegar litið er til launa? (Nefndu dæmi) Já, sbr. afgreiðslufólk í dagvöruverslunum annars vegar og sérfræðistörf hins vegar. Hvað eru trésmiðir með í laun samkvæmt töflunni? Rétt undir 400 þúsund kr. á mánuði. Hvað finnst þér um þennan launamun? Er hann réttlætanlegur? 42

43 5.9 Íslenski boltinn Hér til hliðar má sjá stöðuna í efstu deild karla í knattspyrnu 17. september árið Kynntu þér töfluna og svaraðu síðan spurningunum. 1. Hvaða lið hafa fengið á sig fæst mörk? KR og Stjarnan. 2. Hvaða lið er með besta markahlutfallið? KR. 3. Hvert er markahlutfallið hjá Fram? 8 mörk í mínus. 4. Hvaða lið hefur tapað næstflestum leikjum? Keflavík. 5. Hvað getur ÍA náð mörgum stigum ef þeir vinna alla leikina sem eftir eru? (Umferðir eru samtals 22 og þrjú stig fást fyrir unninn leik.) 20 stigum. 6. Hvaða lið geta fræðilega unnið deildina? KR, FH og Stjarnan. 7. Hvaða lið geta fræðilega fallið niður um deild, ef gengið er út frá því að tvö lið falli? Fram, Fylkir, Keflavík, Þór, Víkingur Ó og ÍA. 8. Berðu saman Víking Ó. og ÍA út frá upplýsingunum í töflunni. Víkingur Ó hefur leikið 19 leiki en ÍA 18, en bæði lið hafa unnið tvo leiki. Það sem skilur á milli þessara liða er að Víkingur hefur gert 8 jafntefli en ÍA einungis 2. Það er eftirtektarvert að ÍA sem er neðar í töflunni hefur skorað 10 mörkum meira en hins vegar fengið á sig 18 mörkum fleira. Það má því segja að sókn ÍA sé betri; vörn Víkinga er aftur á móti sterkari en þeirra í ÍA. Munurinn gæti þó einnig skýrst af leikskipulagi Fyrsta fasteignin Öll þurfum við þak yfir höfuðið og margir kaupa sér fasteign einhvern tíma á lífsleiðinni. Hér fyrir neðan sérðu dæmigerða fasteignaauglýsingu. Lestu hana vel, svaraðu spurningunum og reyndu svo að teikna grunnmynd af íbúðinni eftir lýsingunni. Hvar er íbúðin? Á Barónsstíg í Reykjavík. Hversu stór er íbúðin? Íbúðin er 75,5 fm en 80,3 fm með geymslu. Hvað kostar íbúðin? 29,9 milljónir króna. Hve hátt er fermetraverð íbúðarinnar? 372 þúsund krónur námundað. Hvað eru mörg svefnherbergi í íbúðinni? Eitt svefnherbergi. Hvernig eru gólfefnin í íbúðinni? Íbúðin sjálf er öll parketlögð utan baðherbergis sem er flísalagt. Hve mikið hvílir á íbúðinni og hvað er mánaðarleg afborgun af því láni há? Það hvíla á íbúðinni 18,7 milljónir og afborganir nema 96 þúsund kr. á mánuði. 43

44 Teiknaðu grunnmynd af íbúðinni eins og þú sérð hana fyrir þér út frá lýsingunni. (Sjá mynd.) 5.11 Orðmyndun Finndu a.m.k. sex orð sem hefjast á sögu-. sögubók söguskýring söguþjóð söguþráður sögufölsun sögukafli Finndu a.m.k. sex orð sem enda á -stjarna. vonarstjarna reikistjarna rokkstjarna leiðarstjarna kvikmyndastjarna sjónvarpsstjarna Finndu a.m.k. sex orð sem hefjast á vöru-. vöruþróun vörugjald vörusvik vöruhönnun vörulager vörumerking Finndu a.m.k. sex orð sem enda á -mál. vandamál tungumál móðurmál kennslumál leiðindamál millimetramál Finndu a.m.k. sex orð sem hefjast á skóla-. skólastofa skólareglur skólalóð skólamötuneyti skólanámskrá skólabíll Finndu a.m.k. sex orð sem enda á -hús. völundarhús íbúðarhús safnhús íþróttahús Alþjóðahús veitingahús 44

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

TUNGUTAK 1. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR

TUNGUTAK 1. Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR TUNGUTAK 1 Kennslu- og vinnubók í málnotkun, málfræði og stafsetningu FYRRI OG SEINNI HLUTI SVÖR 1. Allrahanda 1.1 Dagbók Hvernig ég sé dagbókina mína fyrir mér: 1.2 Stafrófið Raðaðu orðunum upp í stafrófsröð.

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar.

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Próf á III önn. 9. bekkur. 2010

Próf á III önn. 9. bekkur. 2010 Próf á III önn. 9. bekkur. 2010 Þriðjudagur 11.maí Tímapróf í dönsku Hlustun Miðvikudagur 12. maí Samfélagsfræði Skil á verkefnabók Fimmtudagur 13.maí Uppstigningardagur (frí) Föstudagur 14.maí Skipulags-

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Hugvísindasvið. Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli. Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku. Tinna Sigurðardóttir

Hugvísindasvið. Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli. Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku. Tinna Sigurðardóttir Hugvísindasvið Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Tinna Sigurðardóttir Maí 2010 Háskóli Íslands Íslensku-og menningardeild Íslenska Ga bangsa? Spurnarfærsla í barnamáli

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Náttúran og nöfnin okkar

Náttúran og nöfnin okkar Náttúran og nöfnin okkar Helga Hauksdóttir kennsluráðgjafi, skóladeild Akureyrar 2015 Verkefni fyrir nemendur mið- og unglingastigs 1 Hvað á barnið að heita? Hvað á barnið að heita? Stuttu eftir fæðingu

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25

Ofurhugi - Nóvember Ellefu titlar á ÍM 25 Ofurhugi - Nóvember 2018 Ellefu titlar á ÍM 25 Sundfólk ÍRB stóð sig afar á Íslandsmeistarmótinu í 25m laug. Mótið var bæði íslandsmót fatlaðara og ófatlaðra en úrslitin hjá fötluðum voru synt í undanrásunum

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang: Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík

Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Veffang:   Verð kr. 250 m/vsk. Vel á annað hundrað manns við vígslu minningarreits í Súðavík Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Verð kr. 250 m/vsk Miðvikudagur 15. júní 2005 24. tbl. 22. árg. Venjulegur vinnudagur hjá Jóa Badda blaðamaður BB fylgdi flugmanninum Jóhannesi

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 4. ÁRG. FIMMTUDAGUR 16. MAÍ 2013 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Taktu á móti póstinum þínum í Möppunni

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Ljósa. Kennsluleiðbeiningar Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir

Ljósa. Kennsluleiðbeiningar Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir Ljósa Kennsluleiðbeiningar 2013 Gyða Erlingsdóttir og Hjördís Alda Hreiðarsdóttir Þessar kennsluleiðbeiningar voru unnar vorið 2013 sem lokaverkefni í námskeiðinu Kennsla íslensku á Menntavísindasviði

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli

Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Hægra heilahvels málstol Sjúkratilfelli Sigríður Magnúsdóttir talmeinafræðingur Ester Sighvatsdóttir íslenskufræðingur Lykilorð: heilablóðfall, hægra heilahvels málstol, aðblástur. Talmeinaþjónustu Landspítala

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM ISSN 1670-021X Miðvikudagur 2. október 2002 40. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Ég fór í þessa

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 36. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst FIMMTUDAGUR 30. ÁGÚST

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos

Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos Kennsluáætlun í Byrjendalæsi Unnin út frá bókinni Hver er flottastur eftir Mario Ramos 2. bekkur Hver er flottastur? Markmið Námsmat Að auka orðaforða með áherslu á orð sem lýsa persónum eða persónueinkennum.

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information