5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

Size: px
Start display at page:

Download "5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar"

Transcription

1 5. tbl nr. 503 Árshátíð Vegagerðarinnar var haldin í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 30. apríl. Boðið var í fyrirpartý í Mótorskálanum í Borgartúni. Mæting var mjög góð, svo góð að margir stóðu fyrir utan og nutu góða veðursins. Sjá myndir á baksíðu. Eiður B. Thoroddsen fv. rekstrarstjóri á Patreksfirði (t.h.) var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar í samsæti sem Eiður hélt á Patreksfirði fyrir samstarfsmenn sína á Vestursvæði við starfslok 29. apríl Það var Ingvi Árnason svæðisstjóri á Vestursvæði sem afhenti steininn. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar Af brúavinnu á síðustu öld, 6. hluti Í nokkrum undanförnum tölublöðum hafa birst hlutar frá sagnar minnar af brúavinnu árin 1969 til Greinarnar segja frá því þegar ég kom fyrst til brúarvinnu við Oddastaðaá á Heydalsvegi að vori fermingarárið mitt 1969 en þá var ég 14 ára gamall. Síðan er vikið að öðrum verkum eftir því sem framvindur. Síðast var fjallað um steypuvinnu. Hér er stigið skref til baka og fjallað um járnavinnu. Járnavinna Tvö síðari árin sem ég var í brúavinnu var ég sá verkamaður í flokknum sem var mest í járnavinnunni. Það fól í sér að þegar komið var á nýjan vinnustað tók ég þátt í að setja upp svokallaðan járnabekk sem var í raun vinnuborð fyrir járnabeygingar. Það þurfti að hafa þetta mannvirki veglegt því það voru talsverð átök við vinnuna. Borðfæturnir voru tréok, sett saman úr battingum eða álíka sveru efni. Borðplatan var svo gerð úr plönkum, líklega 3 x 6. Verkfærið, sem notað var til að beygja járnin, var frekar einfalt að gerð. Stálplata sem var fest við 5. tbl. 29. árg. nr maí 2016 VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlaunaþegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi 1

2 Laugardalsá í Djúpi, sumarið Brúavinnuflokkur Ásgeirs Kristinssonar. Björn Skúlason frá Keflavík beygir járn á járnabekk af minni gerðinni. Ljósmynd: Gunnar Bjarnason. Starfsmannamál Í 2. tbl. var greint frá því að Magni Smárason hefði verið ráðinn sem vélamaður á Patreksfirði. Nú hefur borist mynd af Magna. Gunnar Gunnarsson framkvæmdastjóri stoðsviðs í Reykjavík, staðgengill forstjóra, hættir störfum vegna aldurs 30. júní. Í 3. tbl. var greint frá því að Ingimar Eggertsson hefði verið ráðinn sem vélamaður á Patreksfirði. Nú hefur borist mynd af Ingimari. Helgi Garðar Skjaldarson hefur verið ráðinn tímabundið til sem vélamaður á Akureyri. Í 2. tbl. var greint frá því að Oddur Gunnarsson hefði verið ráðinn tímabundið sem verkamaður í brúa vinnuflokki frá Vík. Nú hefur borist mynd af Oddi. Í 3. tbl. var greint frá því að Guðrún Emilía Höskuldsdóttir hefði verið ráðin sem fulltrúi á fjárhagsdeild á Akureyri. Nú hefur borist mynd af Guðrúnu Emilíu. Í 3. tbl. var greint frá því að Illugi Þór Gunnarsson hefði verið ráðinn sem starfsmaður á tæknideildina á Selfossi. Nú hefur borist mynd af Illuga Þór. Ólafur Bjarni Guðmundsson kerfis fræðingur á upplýsinga tæknideild í Reykjavík er hættur störfum Bjarnardalsá á Bröttubrekku Brúavinnuflokkur Jónasar Gíslasonar. Bjarnhéðinn Guðmundsson og Haukur Einarsson við járnabekk. Ljósmynd: Guðríður Gísladóttir. borðið með boltum. Upp úr plötunni stóð stálsívalningur. Stálskaft með haki var svo sett upp á sívalninginn. Á hakinu var nokkurs konar hjólalega sem snerist um leið og beygt var. Með þessu var hægt að beygja 10, 12 og 16 mm járn. Sverara kambstál kom yfirleitt á vinnustaðinn í réttum lengdum og beygt í rétta lögun í smiðju. Mestur tíminn á járnabekknum fór í að beygja svokallaðar lykkjur. Það voru járn sem beygð voru í ferhyrning með krókum á endanum. Hver járnteinn Höfundur á brúavinnuárunum. var beygður fimm sinnum til að úr yrði ferköntuð lykkja. Þegar járnið var beygt þurfti að gæta þess vel að það rynni frítt í gegnum beygjuna. Ef það var fast teygðist á járninu í beygjusvæðinu og rýrnaði styrkleikinn við það. En það þurfti líka að gæta þess vel að allar hliðar lykkjunnar væru í réttri lengd. Við þetta þurfti því talsvert lag. Það var einkum við bitabrýr Hluti járnateikningar, málin fyrir járnalykkur sem höfundur beygði fyrir bogann á brúnni yfir Haukadalsá sem það þurfti að beygja margar lykkjur en metið var við Haukadalsá í Dölum sem er bogabrú. Langjárn lágu eftir boganum en lykkjur voru utan um þau með 25 sm bili á lengdina. Margar lykkjuraðir voru yfir þversniðið. Alls fóru lykkjur í bogann og ég beygði þær allar, held ég. Breiddin var alltaf 41 sm en hæðin breytileg, minnst 33 sm og mest 62,5 sm, því boginn var þykkastur til endanna en þynnstur í toppnum. Járnið í lykkjurnar var 10 mm í þvermál. Ekki lagði ég þessar tölur á minnið en bý svo vel að hafa teikningarnar fyrir framan mig nú þegar ég skrifa þetta. Ásgeir Kristinsson var flokksstjóri við Haukadalsá og stjórnaði þessari járnavinnu, færði mér stærðartölur á blaði og fylgdist með að allt væri rétt gert. Ég var líka ekki nema 16 ára gamall og vitið eftir því. Járnið kom á vinnustaðinn í búntum, talsvert langt, mig minnir metrar. Á samantektarblaði fyrir Haukadalsá kemur fram að alls voru 17,7 km af járnum notaðir í brúna, rúmlega 30 tonn. Stundum voru búntin illa farin eftir flutninga, snúin og beygð. Það gat því verið bras að greiða úr þeim og fyrir kom að það þurfti að rétta teinana. Járnaklippurnar voru úr stáli, einfaldar að gerð. Þær voru festar við planka sem lá á jörðinni. Langt skaft lokaði klippukjaftinum með vogarafli. Nokkurs konar tannhjólabúnaður hjálpaði til þannig að skaftið var fært niður nokkrum sinnum til að ná járninu í sundur. Hak færðist niður um eina tönn við hverja niðurferð með skaftið. Það var auðvelt að klippa 10 mm járn og voru þá gjarnan klipptir tveir til þrír teinar í einu. Erfiðara var að klippa sverari járn, s.s. 25 mm, og var þá stundum settur járnkarl inn í endann á skaftinu til að fá lengra vogarafl og svo dingluðu á þessu tveir strákar þar til járnið náðist í sundur. 2 3

3 Bjarnadalsá í Önundarfirði Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjánssonar. Búið er að slá utanaf sökklum. Sjá má járnteinana sem járnin í stöplunum verða bundin við. Maður sem veður milli sökkla með kúbein í hönd er líklega Kristinn Ásgeirsson flokksstjóri. Til vinstri má sjá mótordælu sem hefur verið notuð til að dæla upp úr sökklum. Bak-kantur Hliðarmynd Grunnmynd Framkantur Járnateikningar af mikið skekktum brúarstöppli, Hrófá í Steingrímsfirði sem flokkur Sigfúsar Kristjánssonar byggði sumarið Þessu fylgdi líka að ég var alltaf við járnavinnu út á brú ásamt fleiri strákum. Þegar smiðirnir voru búnir að slá upp framkanti í brúarstöpli var fremra járnanetið bundið upp. Fyrst voru mældar lóðréttar járnalengdir. Þegar sökklarnir voru steypir voru járnteinar reknir niður í blauta steypuna og réðu þeir staðsetningu lóðréttu járnanna í stöplinum. Smiðirnir höfðu neglt lista, líklega 2 x 2, efst á borðaklæðinguna og réði hann hæðinni. Í listann voru svo reknir naglar sem járnin voru hengd á þegar þau voru sett á sinn stað. Frumstæð mælistika var búin til, nógu löng fyrir lengstu járn. Hún var merkt upp með blýanti eftir tommustokki. Öll lóðréttu járnin í sjálfum stöplinum, undir brúardekkinu, voru af sömu lengd en breytileg niður vængina. Mælingamaðurinn mældi fyrir hverju járni með mælistikunni og annar skrifaði tölurnar með blýanti á heflaðan borðbút. Það var þægilegra en að nota pappír því það skaðaði ekkert þó það rigndi á þetta. Næst var að klippa járnið í réttar lengdir, miðað við mælinguna og staðlaða viðbót, því endinn á járninu var beygður í U. Að því loknu var farið með langjárnin út á brú og þau sett upp, hengd á naglana og bundin við járnteinana í sökklinum. Síðan var byrjað að binda láréttu járnin. Það voru útbúnir passklossar úr tré og réðu þeir bilinu á milli láréttu járnanna. Það var yfir leitt fljótlegt og einfalt að setja upp járnin í framkantinum. Lá réttu járnin voru bundin við lóðréttu járnin í heilum lengdum og svo klippt af endunum með léttum handklippum. Beygjur í krikanum þar sem vængirnir mættu stöplinum voru gerðar í höndunum á staðnum. Ef brúarstöpullinn var hár var settur upp einfaldur vinnupallur, battingum var stungið í járna netmöskvana og nokkrum borðu m tyllt ofan á þá. Þegar fremri járnagrindin var tilbúin komu smiðirnir aftur og settu upp uppistöður fyrir bak-kantinn. Aftur var mælt fyrir lóðréttum járnum, þau klippt og beygð. Járnagrindin í bak-kantinum var heldur erfiðari í uppsetningu. Járnin í stöplinum voru látin ganga út í framkantinn í vængjunum og bundin við fremri grindina. Sömuleiðis voru járnin í vængjunum látin ganga út í framkantinn á stöplinum. Þannig myndaðist sterk grind í krikanum milli stöpuls og vængja. Þegar öll járn voru komin á sinn stað, var bakkanturinn klæddur með borðviði, mótavír þræddur og passklossar settir í mótin. Þessi smíði gat verið óþægileg því járnin voru alltaf fyrir þegar borðin voru negld við uppistöðurnar. Strákarnir fengu oft að fást við þetta, ef smiðirnir gátu unnið við annað, því fátt gat svo sem farið úrskeiðis. Þegar kom að járnabindingu í brúardekkið voru smiðirnir í aðalhlutverkum enda var smíðavinnu þá að mestu lokið. Það þurfti líka að leggja járnin eftir teikningu sem gat verið nokkuð flókin. Strákarnir voru þá aðallega í því að bera kambstálin út á brú. Stundum þurfti að rafsjóða sæti fyrir efri grindina. Einu sinni var Helgi J. Halldórsson í brúavinnuflokki Sigfúsar Kristjánssonar um miðjan 6. áratug síðustu aldar. Vel má sjá hvernig bak-kantur í stöpli var sleginn upp. Líklega er Helgi búinn að festa mótavírinn og er að slá á hann til að hann sitji vel á borðinu. Helgi var lengst af íslenskukennari við Stýrimannaskólann en eldra fólk man eftir rödd hans í útvarpinu því hann sá lengi um þáttinn Íslenskt mál. ég að aðstoða stálsmið, sem kom í svoleiðis verkefni, við að halda við járnin á meðan á suðunni stóð. Stálsmiðurinn var bara með sinn rafsuðuhjálm en ég fékk bara logsuðugleraugu sem voru til í flokknum. Þetta endaði með því að ég fékk slæma rafsuðublindu en tilfinningin er eins og maður sé með sand í augunum. Staðará 1975, bundin járn í stöpul. Skúli Guðmundsson og Óskar Valgeirsson. Brúavinnuflokkur Hauks Karlssonar. Ljósmynd: Guðni Guðmundsson. Bjarnadalsá í Önundarfirði Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjánssonar. Bitabrú. Jakob Kristinsson í járnavinnu. 4 5

4 Þegar kambstál voru lögð í brúargólf voru oft settir forsteyptir teningslaga steinar undir stálin. Til voru sérstök mót til að steypa þessa steina sem voru ca. 5 sm á kant. Mótavír var settur í steypuna til að binda steinana við stálin. Það þurfti að gæta þess mjög vel að járn lægju hvergi nálægt mótunum, steypuhulan varð alls staðar að vera nægileg. Frágangurinn á járnunum þurfti að vera traustur því það reyndi mikið á þau þegar svo steypu var hellt í mótin. Mótarif og naglhreinsun Steypuvinnu hefur áður verið lýst í 4. tbl. en síðustu handtökin við brúargerðina voru að rífa mótatimbrið frá brúnni og hreinsa. Það voru talsverð átök við frárifið og svo þurfti útsjónarsemi til að rífa undan brúm, sérstaklega ef þær voru háar. Halldór Kristjánsson, bróður Sigfúsar, hefur áður komið hér við sögu en þetta rif var hans sérgrein. Oft var Dóri einn undir brúnni, vopnaður sleggju, járnkarli og kúbeini, og timbrið rigndi niður allt í kringum hann. Það þurfti að naglhreinsa timbrið og skafa af því steypu. Hliðin á borðviðnum sem sneri inn í mótin var hefluð og sat því engin steypa á henni. En það gat verið steypa á köntunum og taumar á óhefluðu hliðinni. Þetta þurfti að skafa af með járnsköfum og var líklega leiðinlegasta starfið í brúavinnunni. Menn bjuggu sér til einfalda búkka til að hafa timbrið í sæmilegri vinnuhæð og eins til að halda borðviðnum upp á rönd á meðan kanturinn var hreinsaður. Það þurfti einnig að naglhreinsa timbrið sem var aðeins skárra verkefni. Loks var timbrinu raðað í stæður eftir lengd, til að hægt væri að mæla það upp áður en það var flutt á næsta vinnustað. Þá var smáspýtum stundum raðað enda í enda, því það var heildarlengdin sem skipti máli í þessu uppgjöri, ekki fjöldi stykkja. Timbrinu var staflað upp þar sem auðvelt var að komast að því með vörubíl og hífa það á pallinn. Almennt held ég að það hafi verið rösklega unnið í brúavinnunni en ég verð að viðurkenna að í þessum verkefnum var stundum heldur rólega tekið til hendinni. Á meðan yngstu strákarnir föndruðu við þennan frágang voru smiðirnir og þeir eldri gjarnan í einhverjum viðhaldsverkefnum í nágrenninu þannig að eftirlitið var lítið. Og það segir talsvert um þessi verkefni að í öllu myndasafni Vegagerðarinnar hef ég ekki fundið eina einustu ljósmynd af manni að vera naglhreinsa eða skafa timbur. Sigurður B. Jóhannesson fyrrverandi tækniteiknari á brúadeild í Reykjavík varð 80 ára 12. maí. Jón Fornason fyrrverandi brúagerðarmaður, varð 80 ára 19. apríl. Jón vann við brúagerð í flokkum Huga Jóhannessonar, Gísla Gíslasonar og Hauks Karlssonar. Frá bókasafni Hér á eftir er listi yfir ný aðföng bóka safnsins í apríl 2016 Í kveðjusamsæti sem Eiður B. Thoroddsen rekstrarstjóri á Patreksfirði hélt fyrir samstarfsmenn sína á Vestfjörðum var honum færður skúlptúr sem Ísfirðingar höfðu sett saman. Undirstaðan er beygð stálplata sem stendur á blaðboltum úr Caterpillar. Skóflan er máluð gyllt og einnig vegavinnumerkið. Ef myndin prentast vel má sjá áfengisflösku af minni gerðinni standandi föst í grjóthrúgu. Til að ná innihaldinu þarf annað hvort að snúa skúlptúrnum á hvolf eða nota rör. Á plötunni stendur: Eiður B Thoroddsen. Bestu þakkir fyrir farsælt samstarf 3. júní apríl Vegagerðarmenn á Vestfjörðum. Þorsteinn Gunnarsson vitavörður á Vatns skarðs hólum, siglingasvið, varð 70 ára 11. maí. Páll Þorsteinsson fyrrverandi aðalgjaldkeri í Reykjavík varð 75 ára 17. maí. Myndin er tekin á Sauðárkróki þegar Páll var skrifstofustjóri þar. Skýrslur: Áningastaðir og örugg vegútskot á Suðausturlandi með áherslu á náttúrufar og myndrænt svipmót / Snævarr Guðmundsson, Kristín Hermannsdóttir, Reynir Gunnarsson, (Lokaskýrsla til Vegagerðarinnar), Náttúrustofa, Höfn í Hornafirði, Ársskýrsla 2015, Náttúrufræðistofnun Íslands, Garðabæ, 2015 Ársskýrsla 2015, Rarik, Reykjavík Ferðamynstur og ferðafjöldi: Höfuðborgarsvæðið / Lilja G. Karlsdóttir, Viaplan, Vegagerðin, Reykjavík, mars Frumathugun á lífríki þriggja fjarða í Austur- Barðastrandarsýslu með áherslu á fiskungviði / Björn Gunnarsson, Hjalti Karlsson, Hlynur Pétursson, Hafrannsóknastofnun, Reykjavík, mars Náma E-63 Breiðárlón í sveitarfélaginu Hornafirði: Kynning á efnistöku úr námu E-63 við Breiðárlón vegan rofvarna við Jökulsá á Breiðamerkursandi / Anna Elín Jóhannsdóttir og Helga Aðalgeirsdóttir, Vegagerðin, mars Rannsóknarskýrsla: Hugbúnaður til stærðarákvörðunar vegræsa, Mannvit, Vegagerðin, Reykjavík, mars Reglubundið mat á stöðu og þróun bílaumferðar og almenningssamgangna / Árni Freyr Stefánsson (Rannsóknarverkefni unnið með styrk frá Vegagerðinni), Mannvit, Reykjavík, Útbreiðsla marhálms frá Stað að Skálanesi í Reykhólahreppi / Hafdís Sturlaugsdóttir (Unnið fyrir Vegagerðina), Náttúrustofa Vestfjarða, Bolungarvík, Ýmislegt: ÍST EN :2006 Bituminous mixtures - Material specifications - Part 20: Type testing, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, ÍST EN :2006/AC:2008 (E) Bituminous mixtures - Material specifications - Part 20: Type testing, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, Jökull The Icelandic Journal of Earth Sciences, Jöklarannsóknafélag Íslands, Jarðfræðafélag Íslands, Reykjavík,

5 Haukur Bergsteinsson fyrrverandi mælingamaður í Reykjanesumdæmi varð 80 ára 5. maí. Björn Ólafsson fyrrverandi forstöðumaður þjónustudeildar varð 70 ára 13. maí. Kristín Bára og Þórður Þráinn Fannar, Eyja Kristín, Rebekka og Maríanna Þórhildur og Ólafur Ragna Laufey, Hekla Þórey, Ari Þór og Ómar Þór Kristín Bára Alfredsdóttir skrifstofustjóri í Reykjavík varð 60 ára 8. maí Nám: Stúdent frá Verslunarskóla Íslands Diploma í rekstri og viðskiptum frá Háskóla Íslands Störf: Skrifstofumaður hjá EG í Bolungarvík Aðalbókari hjá Sandgerðisbæ Skrifstofustjóri hjá Vegagerðinni frá Annað: Kristín Bára og Dagný Engilbertsdóttir skrifstofustjóri á Selfossi eru systradætur. Daníel Snær, Elfa Hrund, Ögmundur og Katrín Mist Alfred Georgsson lyfjafræðingur Laufey Maríasdóttir húsmóðir Alfred Georg Alfredsson framkvæmdastjóri í Njarðvík f á Ísafirði d Frímann Einarsson verkamaður á Selfossi Kristín Ólafsdóttir húsmóðir á Selfossi María Bára Frímannsdóttir húsmóðir f í Reykjavík d Þórður Jóhannsson úrsmiður á Ísafirði Kristín Magnúsdóttir húsmóðir á Ísafirði Ólafur Þórðarson tollvörður á Ísafirði f á Ísafirði d Guðmundur Björnsson búfræðingur í Reykjavík Þórey Böðvarsdóttir húsmóðir í Reykjavík Ragnhildur Guðrún Guðmundsdóttir framkvæmdastjóri í Reykjavík f á Kópaskeri Kristín Bára Alfredsdóttir f á Ísafirði Maki: Þórður Ólafsson framkvæmdastjóri f á Ísafirði Börn þeirra: Ragna Laufey Þórðardóttir f á Ísafirði talmeinafræðingur í Californiu Eiginmaður: Ómar Þór Einarsson f Börn þeirra: Ari Þór f Hekla Þórey f Maríanna Þórðardóttir f í Keflavík lýðheilsufræðingur í doktorsnámi við HÍ Eiginmaður: Þráinn Fannar Gunnarsson f Börn þeirra: Rebekka f , Eyja Kristín f Dóttir Þráins: Elena Margrét f Elfa Hrund Þórðardóttir f í Keflavík hársnyrtir og förðunarfræðingur í Danmörku Sambýlismaður: Ögmundur Ólafsson f Börn þeirra: Katrín Mist f Daníel Snær f Ólafur Þórðarson f í Keflavík nemi í sálfræði við HÍ Sambýliskona: Þórhildur E. Þórisdóttir f Vegagerðin hefur keypt Nissan Leaf rafmagnsbíl fyrir bílabankann í Reykjavík. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri var að koma úr ferð á bílnum þegar tíðindamaður Innanhússfrétta tók þessa mynd. Lét Hreinn mjög vel af bílnum, sagði hann snarpan og lipran. 8 9

6 Viðbætur við 5. hluta frásagnar af brúavinnu á síðustu öld Baldur Þór Þorvaldsson sendi tölvupóst þar sem hann bætir við frásögn af vélhjólbörum og leiðréttir myndatexta. Texti Baldurs er hér aðeins styttur. Það sem þú segir um vélbörurnar tel ég alveg rétt frá greint en ég þekkti svona börur mjög vel því ég keyrði þær mikið á ferli mínum í brúarvinnunni. Börurnar á meðfylgjandi myndum held ég hafi verið gerðar upp á Reyðarfirði. Mig grunar að þær séu nú komnar austur að Skógum á samgöngusafnið. Á annarri myndanna sér aftan á þær og sjást þá betur stjórntækin og langar mig að bæta aðeins við það sem þú segir í blaðinu. Hamarsá í Hamarsfirði í Suður- Múlasýslu Brúavinnuflokkur Hauks Karlssonar. Myndin er tekin þegar verið var að steypa plötuna. Það sjást vel aðstæður þegar vélbörur voru notaðar við slíkar steypur. Voldug akstursbraut og í baksýn má sjá útskot til mætinga. Á myndinni er Sigurgeir Sigurgeirsson sem var lengi í flokki Hauks. Þegar myndin er skoðuð rifjast hlutirnir betur upp fyrir manni. Börurnar voru með tvígengis bensínmótor,held ég, því mig minnir að smurolíu hafi verið blandað í bensínið. Þær voru snúnar í gang með spotta og sést hjólið neðarlega aftan á. Ég held að megi sjá svona spotta hægra megin við það með hnúti á endanum en þannig voru þeir einmitt. Hnúturinn féll utan á hjólið um smávegis skoru á hjólkantinum og bandinu síðan vafið um hjólið. Þegar togað var í spottann var hjólinu snúið og þegar hann kom á enda hljóp spottinn af hjólinu og átti snúningurinn að duga til að vélin færi í gang. Gírskaftið uppi hægra megin var þannig að hægt var að festa það uppi þegar börurnar skyldu keyrðar áfram (sú staða er á myndinni) en fyrir bakkgírinn var það sett niður og þurfti að halda því þannig þegar bakkað var. Dökka speldið við vinstra handfangið er, held ég, bensíngjöfin og langi armurinn vinstra megin niðri var til að stíga á og losa skúffuna sem var spennt niður og sturtaði sjálkrafa úr sér. Einsog þú segir var hún nærri því að balansera svo lítið átak þurfti til að hafa stjórn á henni miðað við þyngslin sem voru í skúffunni fullri af steypu. Mér þykir líklegt að það hafi verið einhvers konar hólkur fyrir handfang á rörendum kjálkanna. Þyngdarpunkturinn í börunum var mjög góður og þrátt fyrir þyngslin var nokkuð viðráðanlegt fyrir fríska menn að beygja börunum á snúningshjólinu að aftan (á myndinni sést hjólið í mikilli beygjustöðu). Hönnunin á börunum til steypukeyrslu var mjög góð en engu að síður var töluverður vandi að fara með þær fullar af steypu og voru valdir frískustu strákarnir til þess. Það þótti það strembið að í steypum, sérstaklega plötusteypum, var skipst á þannig að tveir voru um hverjar börur og hvíldi maður sig tímann að hálfu. Þeim sem best réðu við börurnar þótti það gott hlutskifti að geta slappað af svoleiðis. Til að hægt væri að nota börur þurfti oft að gera miklar brautir og þar sem var hátt niður gat það haft alvarlegar afleiðingar ef menn lentu útaf sem kom sárasjaldan fyrir og aldrei urðu slys með þær, það ég muni, í flokki Hauks. Því var það öryggisráðstöfun að menn ækju ekki börunum lengi samfellt. Þessar vélbörur nýttust sérstaklega í steypu en stundum var reynt að nota þær til annarra hluta eins og flytja þung tré. Ég veit ekki hvenær byrjað var að vera með þessar börur eða hætt var að nota þær en hygg að það hafi verið þegar kranar fóru að tíðkast við steypur. Baldur Þór Þorvaldsson Í myndasafninu er þessi mynd af þverbita undir brúnni á Hamarsá. HK stendur fyrir Haukur Karlsson. Baldur Þór telur að aðrir séu Birgir Jónsson, Sigurgeir Sigurgeirsson og Sveinn Elísson. Það væri gaman að vita hvort brúasmiðir hafi tíðkað það að merkja sér brýrnar á falda staði. Myndina tók Aron Bjarnason árið 2008, væntanlega við ástandsskoðun í tilefni 40 ára afmælis brúarinnar. Baldur Þór Þorvaldsson verkfræðingur að teikna brú. Myndin fylgir safni mynda frá byggingu Borgarfjarðarbrúar sem lokið var við 1979 og er myndin líklega frá því tímabili. Vélbörur. Stjórntækin sjást vel. Baldur Þór skrifar: Svo er það hin myndin þar sem steypa sést renna niður sliskju. Þú segir að sú mynd sé líklega af brúaflokki Jónasar Gíslasonar. Það tel ég ekki vera, myndin er úr safni Guðna Guðmundssonar. Guðni var í flokki Hauks Karlssonar eins og ég en ekki Jónasar. Í skýringum okkar Guðna er myndin sögð frá Staðará á Jökuldal frá Á myndinni er verið að steypa í sökkla og aðstæður á myndinni eru einmitt eins og var við Staðará og sést að maðurinn sem sér í bakið á, heldur utan um eitthvað í hægri hendi sem er vafalítið víbratorbarki. Fleiri myndir í safni Guðna eru frá Staðará. Maðurinn með húfuna í miðið tel ég vera Hjört Hákonarson ( ) sem var í flokknum alla tíð mína þar. Hver ungi maðurinn lengst til vinstri er treysti ég mér ekki að fullyrða um. Greina má mann uppi á bakkanum yfir miðri sliskjunni sem líkist mjög Hauki sjálfum ( ). Þriðjudaginn 10. maí var gamla Alfan Vg1 tekin úr net sambandi eftir um það bil tuttugu ára keyrslu. Það verður að kallast góður endingartími tölvu enda frá Digital, þeim gæða framleiðanda. Björn Jónsson fékk heiðurinn af því að kippa snúrunni frá og náðist það á mynd

7 Árshátíð Vegagerðarinnar í Gullhömrum. Starfsfólk hönnunardeildar frá vinstri talið: Akureyringarnir Helga Aðalgeirsdóttir, Óskar Ingi Sigurðsson, Ágúst Guðnason og Sóley Jónasdóttir. Reykvíkingarnir Erna Bára Hreinsdóttir, Halldór Sveinn Hauksson og Margrét Orradóttir. Saga Garðarsdóttir veislustjóri á árshátíðinni. Fremstur á mynd er Jón S. Bjarnason á Höfn. Þá Magnús Jóhannsson í Fellabæ, Óskar Guðmundsson á Reyðarfirði og Þorleifur Olsen á Höfn. 12

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar

4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar 4. tbl. 2016 nr. 502 Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar Í þessu blaði hafa birst kaflar af frásögn ritstjóra af brúavinnu á árunum 1969-1973 og heldur það áfram í þessu blaði. Ekki er til hópmynd

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 1. tbl. 2016 nr. 499 Árni Þórarinsson fv. flokksstjóri í Fellabæ var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar á haustfundi Austursvæðis í Valaskjálf á Egilsstöðum 27. nóvember 2015. Það var Sveinn Sveinsson

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi 10. tbl. 2010 nr. 449 Gunnar Gunnarsson og Garðar Steinsen spjalla um starfið á skrifstofu Vegagerðarinnar um miðja síðustu öld. Margrét Stefánsdóttir fyrrverandi matráðsmaður á Sauðárkróki var heiðruð

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar:

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: 6. tbl. 2013 nr. 475 Landsnefnd orlofshúsa Vegagerðarinnar (sjá mynd á bls. 2) hélt fund í Lónsbúð í Lóni þann 27. maí sl. Á meðan á fundinum stóð gátu fundar menn fylgst með hreindýrum sem héldu til við

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016 9. tbl. 2016 nr. 507 Þátttakendur á starfsgreinafundi skoða Vaðlaheiðargöng að austanverðu. Á myndinni eru frá vinstri talið: Einar Gíslason, Sigurður Mar Óskarsson, Sigurður Sigurðarson, Magnús Einarsson

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði 9. tbl. 2014 nr. 488 Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í hornfundarherberginu í Borgartúni 7. Gunnar hljóðritar samtalið og notar heyrnartólin til að heyra hvernig upptakan hljómar. Starfsmaður

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar.

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. 2. tbl. 2014 nr. 481 Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. Á skemmtunum starfsmannafélagsins í Reykjavík í nokk ur ár í kringum 1960 voru

More information

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011 9. tbl. 2011 nr. 458 Sameiginlegur svæðafundur Suðursvæðis og Suðvestursvæðis var haldinn á Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi miðvikudaginn 2. nóvember sl. Á fundinum var tekin hópmynd af þátttakendum

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar 8. tbl. 2012 nr. 467 Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: Heimildir í handriti Undanfarna áratugi hefur talsvert af sögulegu efni borist inn á mitt borð. Það hefur oft verið í kjölfar þessi að starfsmaður

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna

hluthafar í Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna af hlutabréfum sem stofnanafjárfestar hugðust kaupa. Lífeyrissjóður verslunarmanna Bæjarins besta Miðvikudagur 16. júlí 1997 28. tbl. 14. árg. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: hprent@snerpa.is Verð kr. 170 m/vsk Frosti hf., í

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Þegar tilveran hrynur

Þegar tilveran hrynur ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Fimmtudagur 11. júní 2003 23. tbl. 20. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 250 m/vsk Þegar tilveran hrynur rætt við

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni.

Fél403 Vor 2012 Verkefni jan. Vægi 10% Einstaklingsverkefni. Fél403 Vor 2012 Verkefni 1. 9 23. jan. Vægi Einstaklingsverkefni. 1. Gerið litla könnun með 20 viðföngum (einstaklingum) þar sem þið vinnið með eina fylgibreytu, Y og tvær frumbreytur X 1 og X 2, helst

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI

föstudagur SUMARTILBOÐ VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Fylgir frítt með! HÚN HEFUR ALLTAF VERIÐ SYNGJANDI föstudagur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS 8. maí 2009 VIL GERA HLUTINA Á EIGIN FORSENDUM Ólöf Jara Skagfjörð Valgeirsdóttir fer með hlutverk Sandyar í Grease, er á leið í sambúð og klárar stúdentspróf. HÚN HEFUR

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM ISSN 1670-021X Miðvikudagur 2. október 2002 40. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Ég fór í þessa

More information

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi

Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Fornleifarannsóknir á Grófartorgi Howell Magnus Roberts með viðauka eftir Gavin Lucas FS434-07271 Fornleifastofnun Íslands Reykjavík 2009 Fornleifastofnun Íslands 2009 Bárugötu 3 101 Reykjavík Sími: 551

More information

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham: 20. JÚLÍ 2007 Böddi og skápurinn Dans á rósum flytur þjóðhátíðarlagið Helga Dýrfinna heillaði með regnbogasöng Margrét Lára komin á fast! FULLKOMINN DAGUR Hreimur giftist æskuástinni David Beckham: HÁRIN

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015

Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 2015 Uppskerutap vegna ágangs gæsa í ræktarlönd í Austur-Skaftafellssýslu 2015 Kristín Hermannsdóttir, Grétar Már Þorkelsson, Björn Gísli Arnarson, Guðni Þorvaldsson, Jóhann Helgi Stefánsson, Herdís Ólína

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag

Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun. 19. tölublað 2008 Þriðjudagur 4. nóvember Blað nr. 292 Upplag 10 Leiðbeina Íslendingum um skosku hálöndin 13 Æðarrækt í Höfnum á Skaga fær lífræna vottun 21, 23 Bændahátíðir og hrútasýningar í algleymingi Nokkrar breytingar gerðar á matvælafrumvarpinu Matvælafrumvarp

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD

17. MARS 2006 I 11. VIKA UNG OG ÓHRÆDD ÞITT EINTAK SIRKUS 17. MARS 2006 I 11. VIKA RVK ÞÓRDÍS ELVA OG GUÐMUNDUR INGI OPNA DYRNAR VERTU ÁRSHÁTÍÐAR- DÓLGUR BALTASAR BREKI TEKINN Á TEPPIÐ UNG OG ÓHRÆDD MATTHILDUR LIND MATTHÍASDÓTTIR SIGRAÐI Í

More information