4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar

Size: px
Start display at page:

Download "4. tbl nr Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar"

Transcription

1 4. tbl nr. 502 Brúavinnuflokkur Sigfúsar Kristjáns sonar Í þessu blaði hafa birst kaflar af frásögn ritstjóra af brúavinnu á árunum og heldur það áfram í þessu blaði. Ekki er til hópmynd af brúavinnuflokknum frá þeim árum en hér er birt mynd sem sýnir flokk Sigfúsar Kristjánssonar við Fossá í Arnarfirði árið Helgi J. Halldórsson mágur Sigfúsar var með honum í brúavinnu í mörg sumur. Helgi var lengst af íslenskukennari við Stýrimannaskólann en eldra fólk man eftir rödd hans í útvarpinu því hann sá lengi um þáttinn Íslenskt mál. Helgi tók talsvert af myndum í brúavinnunni og nýlega fengum við að skanna það efni til varðveislu í safni Vegagerðarinnar. Guðbjartur, sonur Sigfúsar, og Ás geir, sonur Kristins flokksstjóra, skoðuðu myndirnar og skráðu niður þau mannanöfn sem þeir þekktu. Þetta efni er ómetanleg heimild um brúavinnu á þessum árum. Sjá mynd af brúargerð við Fossá á bls Benedikt G. Benediktsson 2 Magnús Valdimarsson 3 Gústaf Jónsson, sonur Jóns (8) 4 Páll Magnússon, Bíldudal 5 Haukur Sölvason, sonur Sölva (9) 6 Bjarni Kristinsson 7 óþekktur 8 Jón Jóhannsson 9 Sölvi Jónsson smiður 10 óþekktur 11 Pétur Þór Elísson, sonur ráðskonunnar 12 Sverrir M. Sverrisson, síðar endurskoðandi 13 Valdimar B. Ottósson 14 Árni Þ. Árnason, Reykjavík 15 Kristinn Ásgeirsson flokksstjóri, yfirsmiður 16 Baldur Ásgeirsson tbl. 29. árg. nr apríl 2016 VEGAGERÐIN innanhúss er fréttabréf ætlað starfsfólki og eftirlaunaþegum Vegagerðarinnar. Það birtir fréttir af fólki og málefnum, sem ekki eiga beinlínis erindi út fyrir stofnunina. Allir lesendur eru hvattir til að vera vakandi fyrir mögulegu efni og vera í sambandi við ritstjóra. Ritstjóri: Viktor Arnar Ingólfsson Prentun: Oddi 1

2 Fossá í Arnarfirði Sjá mynd af brúavinnuflokknum á forsíðunni. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar Af brúavinnu á síðustu öld, 5. hluti Í nokkrum undanförnum tölublöðum hafa birst hlutar frá sagnar minnar af brúavinnu árin 1969 til Greinarnar segja frá því þegar ég kom fyrst til brúarvinnu við Oddastaðaá á Heydalsvegi að vori fermingarárið mitt 1969 en þá var ég 14 ára gamall. Síðan er vikið að öðrum verkum eftir því sem framvindur. Síðast var fjallað um járnabindingar sökklanna Hér er haldið áfram með söguna þar sem kemur að steypu. Steypuvinna Þegar búið var að leggja öll járn í sökklana við Oddastaðaá var komið að fyrstu steypuvinnunni sem ég tók þátt í. Vörubílstjóri, búsettur í nágrenninu, var búinn að koma margar ferðir með steypumöl úr næstu steypumalarnámu. Þegar síðan kom að steypuvinnunni mætti hann á dráttarvél með ámokstursskóflu til að moka Samvinna okkar Sigvalda Fjeldsted gekk ágætlega í fyrstu steypunni við Oddastaðaána vorið 1969 og rifjuðum við upp þessi fyrstu kynni okkar þegar Sigvaldi kom nýlega í kaffi fyrrverandi starfsmanna hér í Borgartúninu. mölinni í steypu hrærivélina. Það var mikilvægt að rétt magn af möl færi í hrærivélina á móti sementsmagni og fékk ég það ábyrgðarhlutverk að sjá til þess að malarmagnið í skófl unni væri rétt. Maðurinn á dráttarvélinni heitir Sigvaldi Fjeldsted og hann varð síðar verkstjóri í vega gerð og loks rekstrar stjóri Vegagerðarinnar í Búðardal. Að nota ámokstursvél við steypuvinnu var sérstakt á þess um stað og það var ekki endur tekið þau fjögur sumur sem ég var í brúavinnu. Það var alltaf nóg af strákum til að moka mölinni í hjólbörur og flytja hana þannig í hrærivélina. Enda var það svo að þegar þurfti að ákvarða malarmagnið í ámokstursskóflunni þá var mokað í hjólbörur og sturtað úr þeim í ámoksturs skólfuna, líklega þrjár börur. Mennn vissu nákvæmlega hvað þurfti margar hjólbörur af möl í hræruna, það var ekki önnur mælieining notuð. Efnið var sléttað í skóflunni og þannig fékk ég línuna, svona mikið átti að fara í hverja hræru. Vinnan fór þannig fram að Sigvaldi ók skóflunni inn í efnishauginn, bakkaði síðan aðeins og ég sléttaði efnið í skóflunni og ruddi því niður sem var ofaukið. Síðan ók Sigvaldi að hrærivélinni og sturtaði í hana þegar skúffan var tóm. Þannig endurtók þetta sig. Sigvaldi var reyndar mjög nýtinn á efnið og fór stundum dálítið djúpt með skófluna. Þá kom hún upp með væna grastorfu með mölinni og ég þurfti að hreinsa burt gras og mold. Það mátti alls ekki fara í steypuna. Steypuhrærivélin við Oddastaðaá var svokölluð eins- Einspoka steypuhrærivél. Þriggjapoka steypuhrærivél. Brúvinnuflokkur Sigfúsar Kristjánssonar að steypa botninn í ræsi í Kjálkafirði sumarið Brautin var talsvert brött niður og voru börurnar látnar renna með kjálkana niðri. Sá sem er næst myndavélinni heitir Vignir. Það sést aftaná Ingimar Halldórsson á leiðinni niður. pokavél, þ.e.a.s. í hverja hræru fór einn poki af sementi og þá annað efni í hlutfalli við það. Vélin var knúin með mótor, líklega bensín. Skúffa var fest við vélina og í hana var efnið sett, einn poki af sementi og síðan mölin. Á þeim stöðum þar sem ekki var nægur sandur í steypumölinni var bætt við nokkrum skóflum af fínum sandi sem þá var í sérstökum efnishaug. Ég geri ráð fyrir að búið hafi verið að sigta steypuefnið á rannsóknarstofu svo það var vitað hvort það vantaði sand í efnið. Vírar úr steypuhrærivélinni toguðu síðan í skúffuna þannig að hún reis upp og hvolfdi efninu inn í hrærivélartromluna. Sá sem stjórnaði vélinni lét síðan renna passlega mikið vatn inn í tromluna, bætti við smá skammti af loftblendi, og eftir hæfilega marga snúninga var steypan tilbúin. Algengast var að steypan væri keyrð í hjólbörum út á brú og voru þá settar upp sérstakar brautir fyrir aksturinn. Það gat verið bratt og talsvert erfiði að ýta hjólbörum upp á háa brú. Á móti opinu á hrærivélinni, þar sem efnið fór inn, var annað op þar sem steypan var tekin út. Í því opi var stútur sem vísaði upp á meðan hræran var í gangi en þegar átti að setja hana í hjólbörurnar var stúturinn látinn vísa niður og rann þá steypan út. Að stjórna þessu var nokkur kúnst því það varð að fara mátulega mikið af steypu í hjólbörurnar. Of mikið magn þýddi að sá sem ók hjólbörunum átti það á hættu að missa steypu úr börunum en of lítið magn þýddi að verkið gekk hægar. Í fyrsta kafla þessarar frásagnar (blað nr. 496) var aðeins sagt frá Halldóri Kristjánssyni, bróður Sigfúsar brúasmiðs. Hann stjórnaði hrærivélinni þann tíma sem ég var í brúavinnu. Það gekk alltaf mikið á í kringum hrærivélina, sementsryk þyrlaðist upp þegar efninu var sturtað úr skúffunni í vélina og svo gusaðist eitthvað þegar steypan var tekin úr vélinni. Það fór líka alltaf Líklega brúaflokkur Jónasar Gíslasonar. Mynd úr safni. Vélhjólbörur. Sveif var færð upp til að aka áfram en niður fyrir afturábak. Ökumaðurinn stýrði með því að ýta börunum til. Jafnvægið á börunum var þannig að þær sturtuðu nánast sjálfar þegar lásinn var sleginn frá. 2 3

3 Brúin yfir Haukadalsá í Dölum var byggð Vegna bilun ar í steypuhrærivél þurfti að gera hlé á steypuvinnunni á brúardekkinu. Þá voru gerð steypuskil á miðri brúnni, þar sem dekkið sat á boganum. svo að þegar leið á steypuvinnuna, var Dóri orðinn sementsgrár í framan. Svo tók hann neftóbak í vörina og stundum vildi mórauður tóbakstaumur renna niður hökuna. Það er ekki laust við að karlinn hafi verið all svakalegur að sjá þegar þetta blandaðist saman. Við stærri steypuvinnu var notuð þriggja poka steypuhræri vél. Þá var líka algengara að fenginn væri stór krani til að færa steypuna fram á brú í sílói. Eða þá að vélhjólbörur væru notaðar. Þegar flokkurinn var við Haukadalsá í Dölum 1971 var notaður krani en vélbörur við Hrófá í Steingrímsfirði Við Haukadalsá hafði ég það verkefni að setja sementið í efnisskúffuna. Maður þurfti að hafa hraðar hendur við Brúarvinnuflokkur Jónasar Snæbjörnssonar við Húseyjarkvísl Hjólbörur þrifnar eftir steypuvinnu. að setja þrjá sementspoka á skúffuna, skera á þá gat og sturta sementinu ofan í mölina. Hver poki vó 50 kg svo þetta voru talsverð átök, sérstaklega þegar sækja þurfti pokann neðst í stæðu. Svo var stutt pása á milli hræra og reyndi maður að taka pokana þannig úr stæðunni að það myndaðist gott sæti til að tylla sér í á milli tarna. Það var alltaf segldúkur yfir sementinu til að verja það fyrir rigningu. Ég þurfti að passa upp á dúkinn ef það var rigning á meðan steypuvinnan stóð yfir. Það var ekki laust við að maður yrði skítugur við þessa vinnu því það var þægilegast að hafa sementspokann milli fóta sér þegar maður sturtaði úr honum. Allt rykið fór því beint framan í mann. Það var því ekki bara Dóri sem leit illa út eftir törnina. Tómu sementspokarnir voru settir í stæðu og grjót ofaná til að þeir fykju ekki út um allt. Í lok dags voru þeir svo settir afsíðis og brenndir. Ef verið var að steypa stóra brú gat vinnan náð fram á kvöld og nótt. Það þýddi næturvinnu og meiri laun sem allir fögnuðu. Það þurfti svo að þrífa hjólbörur, brautir og annað eftir steypuna þannig að vinnunni var alls ekki lokið þótt búið væri að steypa. Þegar verið var að steypa brúardekkið á Haukadalsá gerðist það seint um kvöld að þriggjapoka hrærivélin bilaði. Kúplingin gaf sig þegar tromlan var full af steypu og ekki var hægt að snúa tromlunni til að ná hrærunni út. Þetta var alvarlegt mál því reglan er að brúardekk er alltaf steypt í einu lagi. Sigfús brúasmiður hafði samband við Helga Hallgrímsson verkfræðing á brúadeild í síma seint um kvöld og niðurstaðan varð sú að búa til steypuskil þvert á miðju brúardekkinu þar sem dekkið situr á brúarboganum. Á staðnum var einspokavél sem hægt var að nota til að steypa að þessum skilum. En þá var það bilaða vélin sem stóð þarna með fullri hræru. Mér var falið að skríða inn í tromluna og moka hrærunni út. Handhægasta verkfærið fyrir þennan útmokstur var múrskeið því þarna inni voru mikil þrengsli og myrkur. Standandi frá vinstri: Einar, Erla, Sigurjón, Birna María, Kristrún, Kári, Signý. Sitjandi: Helga Laufey, Helga, Arnar, Auður Sólveig, Snorri Steinn. rafvirki á vitadeild, siglingasviðs, í Kópavogi, varð 60 ára 1. apríl Nám: Iðnskólinn í Reykjavík, sveinpróf í rafvirkjun Ýmiss námskeið á vegum Rafiðnaðarskólans. Slysavarnarskóli sjómanna 2011 og endurmenntun Störf: Sjómannsstörf í Norðursjó árin Plastverksmiðjan á Reykjalundi Mosraf Siglingastofnun frá maí 1979 og hjá Vegagerðinni eftir sameiningu stofnana Annað: Leikmaður handknattleiksdeildar UMF Aftureldingar frá 16 til 30 ára. Íþróttamaður UMFA og Mosfellsbæjar Stjórnarmaður í Starfsmannafélagi Siglingastofnunar. Starfsmaður í samninganefnd rafvirkja við ríkið Áhugamaður um verndun hálendisins og náttúru Íslands. Útivist og fjallgöngur heilla. Kántrý tónlist er í miklu uppáhaldi. eftirlitsmaður vitanna, Reykjavík Una Lilja Pálsdóttir húsmóðir í Reykjavík Eiríkur Grétar Sigurjónsson bifvélavirki, Mosfellsbæ f í Reykjavík Þorvaldur Sveinsson múrari á Fáskrúðsfirði og í Mosfellssveit Guðrún Sigurborg Vilbergsdóttir húsmóðir á Fáskrúðsfirði og í Mosfellssveit Jóna Þorvaldsdóttir húsmóðir og verslunarstjóri í Mosfellsbæ f d Guðmundur Einarsson vélstjóri, Reykjavík Anna Gísladóttir verkakona, Reykjavík Einar Guðmundsson vélstjóri, Reykjavík f d Magnús Finnbogason kennari, Reykjavík Kristín Eliníusardóttir húsmóðir, Reykjavík Hjördís Magnúsdóttir kennari, Reykjavík f Vetrarráðstefna Vegagerðarinnar var haldin í Hljómahöllinni í Reykjanesbæ 6. og 7. apríl. Björn Ólafsson fv. forstöðumaður þjónustudeildar og núverandi ráðgjafi (t.v.), sá um skipulagningu ráðstefnunnar. Þar sem nú styttist í starfslok Björns, og þetta var síðasta vetrarráðstefnan sem hann kemur að, þótti við hæfi að þakka honum fyrir unnin störf við þessar ráðstefnur. Það var Magnús Valur Jóhannsson framkvæmdastjóri mannvirkjasviðs sem afhenti Birni blóm af þessu tilefni. Börn þeirra: f í Reykjavík Einar Sigurjónsson f í Reykjavík sjúkraþjálfari Maki: Birna María Karlsdóttir Börn þeirra: Helga Laufey og Snorri Steinn Arnar Sigurjónsson f í Reykjavík kennari og fjármálaverkfræðingur Maki: Erla Gunnhildardóttir Barn þeirra: Auður Sólveig Maki: Helga Einarsdóttir hjúkrunarfræðingur f í Reykjavík Kristrún Sigurjónsdóttir f í Reykjavík lífeyndafræðingur Maki: Signý Hermannsdóttir Barn þeirra: Kári 4 5

4 Þótt ég væri með hanska brann ég dálítið á höndunum af sementinu við þessa iðju og var ráðið við því að ráðskonurnar gáfu mér smjörklípu sem ég nuddaði á hendurnar og virkaði það ágætlega. Aldrei vann ég við það að taka á móti steypu fram á brú svo ég get ekki lýst því af eigin raun. Það var ábyrgðarstarf að sjá til þess að steypa legðist rétt í mótin. Til þess var m.a. notaður víbrator sem þó þurfti að nota mátulega lítið. Ef steypan var víbrúð of mikið gat grófari mölin sigið niður. Gjarnan voru notaðar rennur til að koma steypunni á sinn stað og þurfti til þess lag. Það var vont að missa steypuna framhjá og jafnvel útfyrir mótin. Það þurfti svo að fjarlægja passklossa þegar steypan hækkaði í mótinu. Ef verið var að steypa stöpla þurfti smiður að setja lok á vængina jafnóðum og steypt var. Við stærri steypur kom Jakob Hálfdanarson tæknifræðingur á brúadeild í Reykjavík til að hafa eftirlit með steypugæðum. Hann tók sigmál til að ganga úr skugga um að ekki væri of mikið vatn í hrærunni og svo steypti hann prufustykki sem síðar voru brotin á tilraunastofu. Eins og áður er hér tekið fram að allt er hér skrifað eftir minni svo leiðréttingar og ábendingar eru vel þegnar. Frá bókasafni Hér á eftir er listi yfir ný aðföng bóka safnsins í mars 2016 Árni Þorvaldsson flokksstjóri á Akureyri varð 60 ára 27. mars. Myndin var tekin á umhverfisdegi í Víðigrund Starfsmannamál María Guðmundsdóttir fulltrúi á Reyðarfirði hefur sagt upp störfum og hættir í lok júlí. Í síðasta blaði var greint frá því að Hallgrímur Ó. Pétursson hefði verið ráðinn sem vélamaður á Þórshöfn. Nú hefur borist mynd af Hallgrími. Þorsteinn Gunnarsson vitavörður á Vatns skarðshólum, siglingasvið, hættir störfum vegna aldurs 31. maí. Sigurður Mar Óskarsson deildarstjóri umsjónardeildar Vestursvæðis varð 60 ára 25. mars. Myndin er tekin um jól Skýrslur: Frærækt innlendra plöntutegunda til uppgræðslu: Áfangaskýrsla til Vegagerðarinnar / Jón Guðmundsson, mars 2016 Samfélagsleg áhrif Vaðlaheiðarganga: Viðtalsrannsókn Staðan fyrir göng / Hjalti Jóhannesson, Rannsókna- og þróunarmiðstöð Háskólans á Akureyri, Akureyri, mars 2016 Ýmislegt: ÍST EN ISO 898-1:2013 Vélrænir eiginleikar festinga úr kolefnisstáli og blendistáli - 1. hluti: Boltar, skrúfur og stoðir, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2013 ÍST EN ISO : 2012 Mechanical properties of fasteners made of carbon steel and alloy steel - Part 2: Nuts with specified proof load values - Coarse thread, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2012 ÍST EN ISO 898-5:2012 Mechanical properties of fasteners made of carbon steel and alloy steel - Part 5: set screws and similar threaded fasteners with specified hardness classes - Coarse tread and fine pitch thread Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2012 ÍST EN ISO :2014 Fasteners - Terminology - Part 2: Vocabulary and definitions for coatings, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2014 ÍST EN ISO 10684:2004 Fasteners - Hot dip galvanized coatings, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2004 ÍST EN ISO 10684:2004/AC:2009 Fasteners - Hot dip galvanized coatings, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2009 ÍST EN : 1995 Mechanical properties of fasteners - Part 7: Torsional test and minimum torques for bolts and screws with nominal diameters 1 mm to 10 mm, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 1995 pren ISO Fasteners - Terminology - Part 4: Controls, inspection, delivery, acceptance and quality, Staðlaráð Íslands, Reykjavík, 2015 Vejarkitektur og ingeniörkunst - en bog om design af moderne motorveje / Ulla Egebjerg, Aalborg, 2016 Elís Jónsson fyrrverandi rekstrarstjóri á Vesturlandi varð 85 ára 3. apríl. Myndin er úr safni Jóns J. Víðis, tekin Í síðasta blaði var greint frá því að Haraldur Ringsted Steingrímsson hefði verið ráðinn sem þjónustufulltrúi í upplýsingaþjónustuna á Ísafirði. Nú hefur borist mynd af Haraldi. Kristján Sævar Þorkelsson eftirlitsmaður á Akureyri varð 60 ára 22. mars. Myndin var tekin á umhverfisdegi í Víðigrund Ólafur Bjarni Guðmundsson kerfis fræðingur á upp lýsingatæknideild í Reykjavík varð 50 ára 27. mars. Kæru samstarfsfélagar. Bestu þakkir fyrir afmæliskveðjur og gjafir í tilefni 60 ára afmælis míns þann 22. mars síðastliðinn. Kristján Sævar Þorkelsson, Akureyri 6 7

5 Þetta er örugglega framtíðin. Guðrún Þóra Garðarsdóttir verkfræðingur á hönnunardeild í Reykjavík setur nýjan Volkswagen tengitvinnbíl sinn í samband á bílastæðinu í Borgartúni. Þar eru nokkur stæði með rafmagnstenglum tilbúin fyrir aukna rafbílavæðingu starfsmanna Vegagerðarinnar. flokksstjóri á Húsavík varð 60 ára 15. apríl Nám: Búfræðingur frá Hólum í Hjaltadal Störf: Vinnumaður á ýmsum bæjum í Reykjadal af og til frá 1971 til Bóndi að Hólkoti 1979 til Sumarmaður við Laxárvirkjun Sumarmaður í vegavinnuflokki Stefáns Kristjánssonar 1975 og 1976, í vegavinnuflokki Steingríms Valdimarssonar 1976 og 1977, í vegavinnuflokki Inga Ragnars Sigurbjörnssonar flest sumur frá 1978 til Vann hjá Stokkfiski hf. á Laugum (Síðar Laugafiskur hf.) með hléum frá 1987 til Fastráðinn veghefilstjóri hjá Vegagerðinni á Húsavík í maí 1989, nú flokksstjóri. Var sumarið 2012 hjá Ístaki í Norður Noregi í Kvenvik og Talvik við vega- og jarðgangagerð. Annað: Var ritari ungmennafélagsins Eflingu í Reykjadal í sex ár. Trúnaðarmaður stéttarfélags hjá Vegagerðinni á Húsavík frá árinu Myndin af Þóri var tekin í Hrísey á umhverfisdegi Norðursvæðis Vegagerðarinnar bóndi að Hólkoti í Reykjadal, Suður-Þingeyjarsýslu Ásrún Jónsdóttir húsmóðir að Hólkoti Stefán Þórisson bóndi og vörubílstjóri að Hólkoti (Síðasta sumar sem vörubílstjóri 2004) f Guðmundur Árnason smiður og bóndi að Arnarnesi við Eyjafjörð, síðar starfsmaður í Slippnum á Akureyri og við ýmis smíðastörf Aðalheiður Guðmundsdóttir húsmóðir að Arnarnesi og síðar húsmóðir og verkakona á Akureyri Gunnhildur Sigríður Guðmundsdóttir húsmóðir að Hólkoti og starfsmaður í leikskóla að Litlu-Laugum. Einnig marga vetur í mötuneyti Laugaskóla í Reykjadal. f d Páll Þorleifsson bóndi að Enni á Höfðaströnd í Skagafirði Svanhvít Jóhannesdóttir húsmóðir að Enni Jóhannes Jónsson Pálsson bóndi á Glerá við Akureyri síðar sjómaður f d Vigfús Þorsteinsson bifreiðastjóri á Akureyri Ragnheiður Sigfúsdóttir húsmóðir á Akureyri Sigfríð Dóra Vigfúsdóttir starfsmaður á sambýli á Akureyri og eigandi plastverksmiðjunnar Plastás ehf. á Akureyri f á Akureyri f að Hólkoti í Reykjadal Börn þeirra: Stefán Þórisson f á Akureyri starfar hjá Finni Aðalbjörns ehf. á Akureyri. Hefur gjarnan verið fenginn til að hefla undir bundið slitlag fyrir Vegagerðina, hjá ýmsum verktökum Sambýliskona: Dóra Sif Indriðadóttir f Barn þeirra: Þórir Blær Stefánsson f á Akureyri Barn Stefáns og Birnu Sólrúnar Andrésdóttur: Matthildur Svana Stefánsdóttir f á Akureyri Börn Dóru Sifjar, stjúpbörn Stefáns: Alexía Lind Ársælsdóttir f á Akureyri Anton Már Ársælsson f á Akureyri Einar Páll Þórisson f á Húsavík sjómaður á Herði Björnssyni sem er í eigu GPG fiskverkun á Húsavík Sambýliskona: Elva Héðinsdóttir f Barn Einars og Kristínar Lífar Karlsdóttur: Magnús Einarsson f í Reykjavík Maki: Svanhvít Jóhannesdóttir starfsmaður á sambýlinu Pálsgarði á Húsavík, f á Akureyri Fanndís Dóra Þórisdóttir f á Húsavík húsmóðir Sambýlismaður: Kolbeinn Karlsson f Barn þeirra: Tinna Dís Kolbeinsdóttir f á Akureyri Barn hennar: Axel Haukur Jóhannes Þórisson Birgir Atlason f á Húsavík f á Akureyri nemadi í starfsmaður Framhaldsskólanum í fjölsmiðjunni á Húsavík á Akureyri. Sambýliskona: Snæbjörg Eva Svansdóttir f Faðir Jóhannesar: Atli Brynjar Sigurðsson 8

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

5. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 5. tbl. 2016 nr. 503 Árshátíð Vegagerðarinnar var haldin í Gullhömrum í Reykjavík laugardaginn 30. apríl. Boðið var í fyrirpartý í Mótorskálanum í Borgartúni. Mæting var mjög góð, svo góð að margir stóðu

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar:

6. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: 6. tbl. 2013 nr. 475 Landsnefnd orlofshúsa Vegagerðarinnar (sjá mynd á bls. 2) hélt fund í Lónsbúð í Lóni þann 27. maí sl. Á meðan á fundinum stóð gátu fundar menn fylgst með hreindýrum sem héldu til við

More information

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar

1. tbl nr Viktor Arnar Ingólfsson skrifar 1. tbl. 2016 nr. 499 Árni Þórarinsson fv. flokksstjóri í Fellabæ var heiðraður með merkissteini Vegagerðarinnar á haustfundi Austursvæðis í Valaskjálf á Egilsstöðum 27. nóvember 2015. Það var Sveinn Sveinsson

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016

9. tbl nr tbl. 29. árg. nr október 2016 9. tbl. 2016 nr. 507 Þátttakendur á starfsgreinafundi skoða Vaðlaheiðargöng að austanverðu. Á myndinni eru frá vinstri talið: Einar Gíslason, Sigurður Mar Óskarsson, Sigurður Sigurðarson, Magnús Einarsson

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi

Gleðileg jól og farsælt. 10. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Garðar Steinsen fyrrverandi aðalendurskoðandi 10. tbl. 2010 nr. 449 Gunnar Gunnarsson og Garðar Steinsen spjalla um starfið á skrifstofu Vegagerðarinnar um miðja síðustu öld. Margrét Stefánsdóttir fyrrverandi matráðsmaður á Sauðárkróki var heiðruð

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði

9. tbl nr Starfsmaður í nærmynd Helgi Hallgrímsson fyrrverandi vegamálastjóri. Barnæska á Seyðisfirði 9. tbl. 2014 nr. 488 Gunnar Gunnarsson ræðir við Helga Hallgrímsson í hornfundarherberginu í Borgartúni 7. Gunnar hljóðritar samtalið og notar heyrnartólin til að heyra hvernig upptakan hljómar. Starfsmaður

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011

9. tbl nr Hreinn Haraldsson vegamálastjóri skrifar. 9. tbl. 24. árg. nr nóvember 2011 9. tbl. 2011 nr. 458 Sameiginlegur svæðafundur Suðursvæðis og Suðvestursvæðis var haldinn á Hótel Heklu í Skeiða- og Gnúpverjahreppi miðvikudaginn 2. nóvember sl. Á fundinum var tekin hópmynd af þátttakendum

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar.

Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. 2. tbl. 2014 nr. 481 Starfsmannafélagið í Reykjavík hélt Þorrablót á trésmíðaverkstæðinu í Borgartúni föstudaginn 31. janúar. Á skemmtunum starfsmannafélagsins í Reykjavík í nokk ur ár í kringum 1960 voru

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar

8. tbl nr Leiðir milli Skagafjarðar og Eyjafjarðar 8. tbl. 2012 nr. 467 Viktor Arnar Ingólfsson ritstjóri skrifar: Heimildir í handriti Undanfarna áratugi hefur talsvert af sögulegu efni borist inn á mitt borð. Það hefur oft verið í kjölfar þessi að starfsmaður

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Janúar 2018 Ólafur Sigurðsson Formáli Ættfræðigögnum þessum hefur verið safnað á síðustu

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Frostþol ungrar steinsteypu

Frostþol ungrar steinsteypu Frostþol ungrar steinsteypu Fyrirspurnir: Kristján Andrésson ka@verkis.is Greinin barst 30. september 2015. Samþykkt til birtingar 26. janúar 2016. ÁGRIP Kristján Andrésson a,b, Björn Marteinsson b,c,

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi?

Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi? Hug- og félagsvísindasvið Fjölmiðlafræði 2012 Hvaða fjölmiðlar hafa starfað á Akureyri frá afnámi prenteinokunar á Íslandi? Fjölmiðlasaga Akureyrar 1852-2012 Sif Sigurðardóttir Lokaverkefni við Hug- og

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

9. tbl nr Náið samráð við starfsmenn

9. tbl nr Náið samráð við starfsmenn 9. tbl. 2009 nr. 438 Kristján L. Möller samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra ávarpar fund með starfsfólki Vegagerðarinnar. Hreinn Haraldsson vegamálastjóri (sitjandi t.v.) og Gísli Gíslason formaður starfshóps

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 Er fiskur of góður fyrir þig? 4 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 5 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík Ritstjóri Steinar J.

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu (Hyaloclastite from Vatnsfell used in roller compacted concrete) Agnes Ösp Magnúsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands Móberg úr Vatnsfelli notað í hnoðsteypu

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal

Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 10 SveitaSæla á Sauðárkróki er komin til að vera 14 Deilt um vatnsréttindi í Jökuldal 24 Mannmergð og menningarhús í Eyjafirði 14. tölublað 2007 l Þriðjudagur 28. ágúst l Blað nr. 265 l Upplag 17.000 Nýir

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga.

félagsins að á námstefnunni fáist svör við einhverjum þessara spurninga. Mars 2006 2.tbl.19. árgangur húsum og sagt frá tilraun sem gerð var á tenntum samskeytum undir breytilegu álagi (hysteresu slaufur). Tekin er staðan á útfærslum tenginga í íslenskum einingahúsum og sagðar

More information

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014

MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 MÁLGAGN OG FRÉTTABRÉF HJARTAHEILLA 26. árg. 2. tbl. nóvember 2014 Dagurinn er bara allt annar Ota haframjölið er framleitt úr 100% sérvöldum höfrum sem eru flokkaðir, valsaðir og síðan ristaðir til að

More information

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr.

Mánudagur 21. desember tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími Fax Netfang: Verð kr. ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM Mánudagur 21. desember 1998 50. tbl. 15. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Fax 456 4564 Netfang: bb@snerpa.is Verð kr. 200 m/vsk Tvennir tímar og þrennir þó rætt

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 22. TBL 1. ÁRG. FIMMTUDAGUR 9. SEPTEMBER 2010 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Bubbi Morthens hætti

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS

FÖSTUDAGUR. Íslands? best. verst. Hverjir eru. klæddu karlmenn 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS Hverjir eru best & verst klæddu karlmenn Íslands? 2 FÖSTUDAGUR 30. MAÍ 2008 HVAÐ ÆTLAR ÞÚ AÐ GERA UM HELGINA? Auðunn Blöndal grínisti Ég geri ráð fyrir að

More information

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð

Á VESTFJÖRÐUM. Nýir vegleiðarar á Hnífsdalsvegi og Óshlíð. Skapa mikið öryggi í umferð ÓHÁÐ FRÉTTABLAÐ Á VESTFJÖRÐUM ISSN 1670-021X Miðvikudagur 2. október 2002 40. tbl. 19. árg. Stofnað 14. nóvember 1984 Sími 456 4560 Veffang: www.bb.is Netfang: bb@bb bb.is Verð kr. 200 m/vsk Ég fór í þessa

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Ólafur Björnsson Mánudagskvöldið 11. apríl árið 1938 flykktust íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn á fund á Café Trehjørnet við Silfurgötu. Nú átti Halldór Kiljan Laxness

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

1. tölublað, 12. árgangur. Apríl 2016 FRÍMÚRARINN S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi

1. tölublað, 12. árgangur. Apríl 2016 FRÍMÚRARINN S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S. Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi 1. tölublað, 12. árgangur. Apríl 2016 FRÍMÚRARINN Fréttablað Frímúrarareglunnar á Íslandi S U B S PE C I E Æ TE RN I TA TI S 2 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55,

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Stjórnarbylting á skólasviðinu

Stjórnarbylting á skólasviðinu Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eggert Lárusson og Meyvant Þórólfsson Stjórnarbylting á skólasviðinu Um kennslufræði Ögmundar Sigurðssonar Um 1890 skrifaði Ögmundur Sigurðsson,

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Gjörbreytt lið kemur inn á pólitíska völlinn eftir kosningar í vor

Gjörbreytt lið kemur inn á pólitíska völlinn eftir kosningar í vor OKKAR LOFORÐ: Lífrænt og náttúrulegt Engin óæskileg aukefni Persónuleg þjónusta Þú færð heilan lífrænan kjúkling frá Rose Poultry í Lifandi markaði Hæðasmára. Hæðasmári 6, fyrir aftan Smáralind www.lifandimarkadur.is

More information

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham:

FULLKOMINN DAGUR HÁRIN & ÁRIN. Margrét Lára komin á fast! Hreimur giftist æskuástinni. David Beckham: 20. JÚLÍ 2007 Böddi og skápurinn Dans á rósum flytur þjóðhátíðarlagið Helga Dýrfinna heillaði með regnbogasöng Margrét Lára komin á fast! FULLKOMINN DAGUR Hreimur giftist æskuástinni David Beckham: HÁRIN

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Efnisrannsóknir og efniskröfur

Efnisrannsóknir og efniskröfur Efnisrannsóknir og efniskröfur Leiðbeiningar við hönnun, framleiðslu og framkvæmd Kafli 1 Kafli 2 Kafli 3 Kafli 4 Kafli 5 Kafli 6 Kafli 7 Viðauki 1 Viðauki 2 Viðauki 3 Viðauki 4 Viðauki 5 Viðauki 6 Viðauki

More information