Veiðarfæri á Íslandsmiðum

Size: px
Start display at page:

Download "Veiðarfæri á Íslandsmiðum"

Transcription

1 Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Veiðarfæri á Íslandsmiðum Hörður Sævaldsson Veiðar með hringnót. Mynd: Ólafur Sveinsson Í þessari bók er sagt frá veiðarfærum til fiskveiða. Lauslega er farið þróun helstu veiðarfæra á Íslandsmiðum. Megináherslan er lögð á uppbyggingu, stærð og notkun þeirra níu veiðarfæra sem notuð eru hér við land með myndum ásamt skýringum á útbúnaði veiðiskipanna og tenglum í myndbönd. Tilraunaútgáfa apríl 2017

2 Veiðarfæri á Íslandsmiðum Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkað Sjávarútvegsbraut Háskólans á Akureyri Rannsóknasjóður síldarútvegsins styrkti útgáfuna Ritstjórn: Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson Akureyri, maí 2017 Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson 2017 HÖFUNDARRÉTTUR: Notkun texta bókanna er frjáls án endurgjalds ef heimilda er getið. Öll notkun ljósmynda og teikninga er óheimil án samþykkis höfunda þeirra. ISBN-xxx-xxxx-xxxx-x-x (tilraunaútgáfa) DOI-xxxxx (tilraunaútgáfa)

3 EFNISYFIRLIT Inngangur... 2 Veiðarfæri við ísland... 3 Handfæri... 7 Lína... 9 Gildrur með beitu Net Hringnót Dragnót Plógar Botnvarpa Flotvarpa Samanburður á stærð veiðarfæra á Íslandsmiðum Heimildir og frekari lesning Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 1

4 INNGANGUR Hafið við Ísland er mjög merkilegt, merkilegra en margir halda. Hér við land mætast til dæmis tveir heimar. Úr norðri koma kaldir hafstraumar af heimsskautauppruna en úr suðri hlýr straumur úr hitabeltinu. Hér finnast því mjög margar tegundir sjávarlífvera, bæði úr hinu kalda norðri og hinu hlýja suðri. Þessi átök milli hita og kulda, vetrar og sumars, skapa mikið líf í hafinu við Ísland. Stærstu fiskimið í heiminum eru einmitt á svæðum eins og hér. Ekki þar sem er hlýrra eða kaldara, heldur þar sem hitinn og kuldinn mætast. Íslendingar hafa alla tíð nýtt sér þessa auðlind sem hafið er. Frá upphafi hafa þeir leitað þangað til að fá fisk til matar og frá 14. öld til að fá afurðir til að selja á alþjóðamörkuðum. Núna eru Íslendingar með mestu fiskveiðiþjóðum í heimi, jafnvel þó ekki sé tekið tillit til mannfjölda. Ef tekið er tillit til mannfjölda eru Íslendingar einfaldlega mesta fiskveiðiþjóð í heimi. Umgengni okkar við hafið hefur þó verið misjöfn í gegnum tíðina. Áður fyrr þótti ekkert athugavert við að henda rusli og drasli í sjóinn. Lengi tekur sjórinn við sögðu menn bara. Margir fiskistofnar voru líka ofveiddir vegna þess að lítil stjórn var á veiðunum og afurðirnar af þeim voru líka fáar. Sem betur fer er allt þetta að breytast. Umgengnin við þessa mikilvægustu auðlind okkar hefur stórbatnað á síðustu áratugum. Ofveiði heyrir nánast sögunni til og afurðirnar úr því sem við fáum úr hafinu eru orðnar fleiri og verðmætari. Eftir þessu er tekið á alþjóðavettvangi og líta margir á Íslendinga sem góða fyrirmynd að skynsamlegri og sjálfbærri nýtingu auðlinda hafsins. Til dæmis er Sjávarútvegsskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna staðsettur hér á landi vegna hins góða orðspors sem við höfum. Bækurnar í þessum flokki tókum við saman þar sem okkur fannst vanta aðgengilegt íslenskt efni fyrir nemendur á framhaldsskólastigi sem og almenning. Það hefur löngum valdið okkur furðu að efnið hafi ekki verið í boði. Markmið okkar er að ná heildstæðu yfirliti um íslenskan sjávarútveg á einn stað. Að lesendur skilji ferlið frá veiðum úr hafinu þar til afurðin er komin á disk kaupenda á alþjóðlegum mörkuðum. Til að valda ekki misskilningi er rétt að nefna, að það hafa verið gefnar út stórgóðar bækur um vistkerfið og lífverur hafsins og eru sumar þeirra nú uppseldar. Það vantar hinsvegar efni um allt ferlið, aðgengilegt öllum án endurgjalds. Rafbækur þessar hefðu ekki orðið til ef góðs stuðnings hefði ekki notið við. Fyrst ber að nefna Rannsóknarsjóð síldarútvegsins sem styrkir gerð fræðsluefnis um sjávarútveg. Einnig þökkum við Háskólanum á Akureyri fyrir að veita okkur tíma og aðstöðu til að rita verkið. Myndasmiðirnir Jón Baldur Hlíðberg, Erlendur Bogason, Jói Listó og Ólafur Sveinsson fá einnig bestu þakkir fyrir myndefnið. Ólafi Jóni Arnbjörnssyni, skólastjóra Fisktækniskóla Íslands þökkum við fyrir fræðilegan yfirlestur. Að lokum þökkum við Ásbjörgu Benediktsdóttur og Svanbjörgu Oddsdóttur kærlega fyrir prófarkalestur ritsmíðinnar. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 2

5 VEIÐARFÆRI VIÐ ÍSLAND Búnaður sem veiðir fiska og aðrar sjávarlífverur úr sjó nefnist veiðarfæri. Fjöldi veiðarfæragerða er til í heiminum og eru þau mjög fjölbreytt að stærð og afkastagetu. Með vélvæðing fiskiskipa, um aldamótin 1900, fjölgaði sérstaklega þeim veiðarfærum sem dregin eru eftir skipinu. Jafnframt komu spil og annar vélknúinn búnaður í skipin svo mun stærri veiðarfæri urðu möguleg. Fáar nýjar veiðiaðferðir hafa komið fram frá seinni heimstyrjöld en mikil þróun orðið í þeim sem fyrir voru. Veiðarfærum í notkun við Ísland má skipta í tvo flokka; öngulveiðarfæri og netveiðarfæri með möskvum (líkt og net í fótboltamörkum). Eina veiðarfærið við Ísland sem fellur ekki í þessa tvo flokka er skutull til veiða hvali. Í þessum kafla verður farið ítarlega yfir öll veiðarfæri í töflunni hér að neðan. Veiðarfæri Flokkur Staða Notkun við Ísland Handfæri Öngulveiðarfæri Hreyfist með straumi Botnfiskar og makríll Lína Öngulveiðarfæri Fest á botn (með straumi) Botnfiskar og túnfiskur Gildrur Netveiðarfæri Fest á botn Skel- og krabbadýr Net Netveiðarfæri Fest á botn (með straumi) Botnfiskar Hringnót Netveiðarfæri Hreyfist með straumi Uppsjávarfiskar Dragnót Netveiðarfæri Dregið af skipi Botnfiskar Plógar Netveiðarfæri Dregið af skipi Skel- og krabbadýr Botnvarpa Netveiðarfæri Dregið af skipi Botnfiskar og skel- og krabbadýr Flotvarpa Netveiðarfæri Dregið af skipi Uppsjávarfiskar og úthafskarfi Skutull - - Hvalir Uppsjávarafli við Ísland var takmarkaður fram undir 1930 og var síld eini stofninn sem var hagnýttur til vinnslu fram að loðnuveiðum árið Veiðar voru að mestu stundaðar með nót (hringnót) á trébátum. Eftir 1955 fór bátum með asdic af fjölga, það sýnir fisk í kringum skipið en ekki bara undir því eins og dýptarmælir. Um 1960 eykst fjöldi stærri nýsmíðaðra síldarbáta úr stáli með vélknúna kraftblökk til að draga nótina um borð í stað þess að nota handafl. Á þessum tíma voru sterk gerviefni farin að verða algengari í veiðarfærum. Jafnfram fór bátum með hliðarskrúfur að fjölga, með þeim var hægt að halda nótinni frá skipunum sem auðveldaði veiðar. Nót skipanna stækkaði með öllum þessum tækninýjungum einnig jókst síldarafli með aukinni afkastagetu skipa og hrundu síldarstofnar árið Frá þeim tíma og framundir 1995 voru loðnuveiðar í nót burðarásinn í uppsjávarveiðum Íslendinga. Nú til dags eru tegundirnar fleiri, loðna og íslensk sumargotssíld veiddar í nót, en jafnframt hafa veiðar á kolmunna, makríl og norskíslenskri síld bæst við með veiðarfærinu flotvörpu. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 3

6 Framan af var botnfiskur að mestu veiddur með handfærum og línu. Fyrsti íslenski gufuknúni síðutogarinn var keyptur árið 1904 og fjölgaði þeim hratt og árið 1925 voru þeir orðnir 47. Togarar þessa tíma veiddu eingöngu með botnvörpu. Mikil aukning varð í botnfiskafla Íslendinga milli heimstyrjalda með fjölgun síðutogaranna. Eftir seinni heimstyrjöld og fram undir 1960 hélst botnfiskafli hár með tilkomu nýrra fullkominna síðutogara. Botnfiskveiðar Íslendinga með botnvörpu voru í lágmarki vegna útfærslu efnahagslögunnar í 12 sjómílur árið 1958 sem útilokaði togara af ýmsum veiðislóðum, auk þess sem veiðar þeirra á fjarlægum drógust miðum mikið saman. Bátafloti Íslendinga stækkaði einnig hratt eftir heimstyrjöldina síðari og fram undir hrun síldarinnar árið Á þessum skipum voru að mestu stundaðar veiðar með netum og síldveiðar með nót. Eftir 1970 eykst botnfiskafli mikið með fjölgun skuttogara og aukinni sókn fyrrum síldarskipa í botnfisktegundir. Breskir síðu- og skuttogarar stunduðu einnig umfangsmiklar veiðar með botnvörpu á Íslandsmiðum og hófust þær fyrir aldamótin 1900 og lauk þeim við útfærslu efnahagslögsögunnar í 200 sjómílur árið Veiðarfæri og botnfiskafli (grænt) og uppsjávarafli (blátt). Heimild: Hagskinna og Hagstofa Ísland Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 4

7 Handfæri var mest notaða veiðarfærið við botnfiskveiðar við Ísland fram á 19.öldina þegar veiðar með línu jukust. Með vélvæðingu skipaflotans eftir aldamótin 1900 jókst notkun línu til muna. Á þessum tíma varð einnig mikil aukning í byggingu kæli- og frystigeymsla sem voru vélknúnar. Þar með var hægt geyma beituna frosna eða kælda í stað þess að þurfa alltaf að útvega hana ferska rétt áður en farið var á veiðar. Fljótlega eftir vélvæðingu voru svo sett vélknúin spil til að draga línuna í stað handafls, þetta jók enn á afköstin. Fram yfir fyrri heimstyrjöld jókst botnfiskafli og var lína afkastamesta veiðarfærið. Notkun neta við botnfiskveiðar varð algengari upp úr 1920 og jókst botnfiskafli enn frekar með notkun neta við veiðar á hrygningarfiski á vetrarvertíð. Fljótlega komu einnig vélknúin spil til að draga netin. Net þessa tíma voru úr náttúrulegum efnum og flotið í þeim var úr glerkúlum, netin voru því mjög viðkvæm í meðhöndlum, rifnuðu auðveldlega og morknuðu í geymslu. Um 1960 varð mikil framþróun í efnisgerð veiðarfæra með tilkomu sterkra gerviefna í stað náttúrlegra efna og jókst botnfiskafla við Ísland mikið með þessum nýju netum. Veiðar með netum og botnvörpu stóðu undir stórum hluta botnfiskafla fram undir 1990 þegar vægi línuveiða jókst á ný. Síðustu árin hafa veiðar með botnvörpu og línu verið um 80% alls botnfiskafla íslenskra skipa. Skipting botnfiskafla Íslendinga eftir veiðarfærum frá Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 5

8 Ef heildarafli allra tegunda er skoðaður sést að mest er veitt í nót (hringnót) og flotvörpu, nánast allur aflinn er uppsjávarfiskar og úthafskarfi. Afli í þessi tvö veiðarfæri er oft um 2/3 af heildaraflanum. Hins vegar hefur aflaverðmæti í nót og flotvörpu einungis verið um 1/3 af heildinni. Verð í krónum á hvert kg af uppsjávarfiski er lægra en á botnfiski. Botnfiskaveiðarfærin skapa því 2/3 af heildaraflaverðmæti íslenska fiskiskipaflotans þó aflinn sé mun minni. Botnvarpan er með % af af öllu aflaverðmæti og næstmestu verðmætin koma frá línuveiðum eða 15-20%. Síðustu tvo áratugina hefur áherslan við veiðar verið á hámörkun verðmæti í stað aflamagns. Skipting heildarafli og aflaverðmætis eftir veiðarfærum frá Heimild: Hagstofa Íslands Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 6

9 HANDFÆRI Handfæri Smábátar að handfæraveiðum. Mynd: Ólafur Sveinsson rufalo.is Handfæri er elsta tegund veiðarfæris við Ísland og hefur verið notað frá landnámsöld. Enska heitið er handline eða jigging. Uppbygging veiðarfærisins er sú sama og í upphafi. Það samanstendur af færi, sökku og öngli (krók). Efni færisins hefur breyst frá því að vera úr ull, í hamp og loks í plastefni eins og girni. Sökkan er úr blýi eða járni í stað grjóts. Krókurinn hefur líka þróast og orðið sterkari og skilvirkari. Mikil framför var með rafknúnum handfæravindum (rúllum). Skipverjar þurftu ekki lengur að hífa færið upp með handafli. Mesta byltingin er þó örugglega tölvustýrð handfæravinda sem knúin er rafmagni sem sér um að veiða fiskinn og hífa hann. Línan í handfærinu er oft m löng yfirleitt úr girni eða ofurefni. Neðst er slóðinn. Slóðinn er í raun 6-8 m framlenging úr girni sem fest er við færið. Slóðinn samanstendur af fjórum til átta krókum sem festir eru með taumi á slóðann. Krókarnir eru oft 10 cm langir og yfirleitt klæddir með lituðu gúmmíi til að líkja eftir bráð. Handfærakrókar Þegar skipstjórinn er búinn að finna vænlega veiðislóð er báturinn stöðvaður og handfærið sett í sjóinn. Tölvustýrð handfæravinda, sem fest er á hliðar skipsins er yfirleitt notuð við veiðarnar. Hún slakar færinu niður og skynjar botninn sjálf. Fiskurinn er laðaður Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 7

10 að önglunum með því að hífa færið upp og niður í sjónum, sem kallast að keipa. Markmiðið er að fá fiskinn til að bíta á öngulinn og festast á honum. Þegar fiskur er fastur á önglinum skynjar rúllan það og hífir færið upp. Skipverjinn á bátnum tekur fiskinn af einum eða fleiri önglum, ýtir á takka og lætur rúlluna hefja veiðar á ný. Báturinn færist til með vindi og straumum í sjónum. Þegar hættir að veiðast þá siglir skipstjórinn honum aftur á vænlega veiðislóð á ný. Smábátar eru yfirleitt notaðir til handfæraveiða, meirihluti báta er smíðaður úr plasti og margir þeirra geta siglt hratt (hraðfiskibátar). Flestir bátanna eru búnir dýptarmæli til fiskileitar og staðsetningartæki sem tengt er rafrænu sjókorti. Afkastageta á handfæraveiðum hefur aukist mikið frá miðjum 8. áratugnum með sjálfvirkni við veiðar og hraðskreiðari bátum. Einn mann þurfti til að sjá um hverja handvirka rúllu. En nú getur einn maður stjórnað fjölda sjálfvirka rúllu. Fjöldi færavinda á stærri bátum getur verið allt upp í 12 á bát. Yfirleitt er einungis einn maður í áhöfn og getur hann unnið við þrjár til fimm rúllur. Yfirleitt er landað daglega, góður dagsafli er eitt til tvö tonn. Handfæri hafa aðallega verið notuð til botnfiskveiða, en frá 2010 hafa makrílveiðar einnig verið stundaðar með handfæri. Ársafli af botnfiski á handfærum hefur verið um 15 þúsund tonn síðust árin, sem er um 3-4% botnfiskafla við Ísland. Þorskur er meirihluti afla og einnig veiðist nokkuð af ufsa, en aðrar botnfisktegundir í minna mæli. Veiðar fara að mestu fram yfir sumarið og er nálægt 90% aflans veiddur frá maí og fram í ágúst. Veiðisvæði eru á 30 til 70 metra dýpi á landgrunni Íslands allt í kringum landið. Hefðbundnar veiðistangir eru í raun ein útgáfa handfærisins. Þær hafa verið notaðar af Íslendingum í gegnum aldirnar til að veiða silung og lax í ám og vötnum. Keppt hefur verið í sjóstangveiði við Ísland í marga áratugi. Hafa vinsældir sjóstangveiða á Íslandi verið vaxandi síðustu árin og þá sérstaklega hjá erlendum ferðmönnum. Handfærabátur. Mynd: Þorgeir Baldursson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 8

11 LÍNA Lína í sjó Lína í sjó. Mynd: Ólafur Sveinsson Línan er öngulveiðarfæri líkt og handfærið. Meginmunurinn er að línan er með beitu og með miklu fleiri öngla. Beitan laðar að fiskinn en ekki hreyfingin. Enska heitið er long-line. Við botnfiskveiðar er beitan yfirleitt uppsjávarfiskar eins og síld, loðna og makríll. Lína er mun afkastameiri en handfæri, en jafnframt er rekstrarkostnaður hærri vegna beitunnar. Við upphaf línuveiða var helsta vandamálið að fá ferska beitu því fiskurinn hafði engan áhuga á henni öðruvísi. Ekki voru neinar aðferðir til að geyma hana ferska og þurfti því að afla hennar sérstaklega áður en farið var á veiðar. Það var ekki alltaf auðhlaupið. Fyrsta heimild sem getur til um notkun línu á Íslandsmiðum er frá Hins vegar var notkun takmörkuð fram að 19. öldinni þar til stærri seglskip urðu algengari. Í byrjun 20. aldar gjörbylti bygging kæli- og frystiklefa allri geymslu á beitu og beittri línu. Fram undir 1920 var lína orðin helsta veiðarfæri bátaflotans og hélst það þar til notkun afkastamikilla neta jókst eftir seinna stríð. Frá síðustu aldamótum hefur vægi línuveidds botnfisks aukist aftur. Veiðarfærið samanstendur af fjölda öngla sem eru festir með taum á línuna sjálfa. Fjöldi öngla getur verið allt að 46 þúsund á stærri skipum og þá er línan yfir 60 km. Algengt er nota að 30gr. beitu við botnfiskveiðar sem gera 1,3 tonn á 46 þúsund öngla. Dreki (stjóri) heldur línunni fastri á botninum og liggur færi frá honum upp bauju sem flýtur á Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 9

12 yfirborðinu. Ef línan er löng er notast við milliból til öryggis ef línan slitnar í sundur, þá þarf ekki að fara í hinn enda línunnar sem oft er fjarri. Meirihluti afla sem veiddur er við Ísland er veiddur á botnlínu sem lögð er á sjávarbotninn, einnig er til flotlína sem flýtur upp í sjó. Tvær útfærslur eru við línuveiðar við Ísland, annað hvort er línan beitt í landi (beita sett á önglana) eða um borði í skipunum með sérstökum beitningavélum. Undirbúningur fyrir línuveiðar hefst á því að taka beitu úr frysti til uppþýðingar, nema fersk beita sé í boði (nefnist þá blóðbeita). Þegar lína er sett í sjóinn til veiða kallast það að leggja línuna. Ef línan er landbeitt er hún tilbúin til að fara beint í sjóinn. Á línuskipum með beitningavél er línan beitt jafnóðum aftur úr skipinu með vélinni. Þegar línan er lögð er byrjað að setja út bauju, næst fer færið og því næst drekinn og loks línan sjálf. Milliból eru sett á ákveðu bili á línuna og í lokin er settur dreki, færi og bauja á enda línunnar. Línuveiðar Línubátur (NWC-303). Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Rolls-Royce marine Línan er látin liggja í sjónum að lágmarki í 2-5 klst. Fiskurinn laðast að lyktinni af beitunni sem dreifast með straumum. Markmiðið er að fá fiskinn til að bíta á beituna á önglinum og festast. Það kallast að draga línuna þegar hún er tekin um borð í skipið aftur. Línan er dregin inn um dráttarlúgu á hlið skipsins. Línuspil er notað til að draga færin og línuna sjálfa. Beitningavélaskip með 46 þúsund króka er um 4-5 klst. að leggja línuna og klst. að draga hana um borð. Góður dagsafli er tonn á stærri bátum. Ef fiskur er á 1 af 10 önglum (10%) og hver fiskur er 4 kg að þyngd þá næst fyrrgreindur dagsafli. Ef fiskur er á 2 af 10 önglum þykir það góð veiði. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 10

13 Lína er mjög plássfrekt veiðarfæri, á myndinni hér til hliðar sést línulögn á stórum beitningavélabát við Vestmannaeyjar. Um það bil 700 metra bil er haft á milli línu þegar hún er lögð. Beitan laðar að fiski í allt að 700 metra fjarlægð og því óþarfi að hafa línuna þéttar. Flatarmál línulagnar getur orðið mjög mikið líkt á myndinni til hliðar. Stærsta eyjan við Vestmannaeyjar er Heimaey sem er 13,4 ferkílómetrar að flatarmáli. Línulögn þessa báts þekur ríflega þrefalt flatarmál Heimaeyjar. Línulögn við Vestmannaeyjar. Skjáskot af marinetraffic.com Afli af línuveiðum skiptist jafnt á milli stærri beitningavélabáta og smábáta. Síðustu árin hefur smábátum með beitningavél fjölgað. Meiri sveigjanleiki fylgir beitningavélum, þeir geta flutt sig milli landshluta við veiðar án þess að flytja búnað til landbeitningar. Þeir þurfa einungis að útvega sér geymslupláss fyrir frosna beitu. Veiðiferð stærri beitningavélabátar er 4-6 dagar, en minni bátar landa afla daglega. Ársafli á línuveiðum hefur verið ríflega 100 þúsund tonn af botnfiski síðustu árin, sem er nálægt 25% botnfiskafla við Ísland. Þorskur og ýsa eru stórt hlutfall afla, auk steinbíts, löngu og keilu. Veiðar fara að mestu fram á landgrunninu allt í kringum landið. Stóru bátarnir stunda einnig veiðar í djúpköntum og þá aðallega á keilu og löngu. Meirihluti afla er veiddur frá september til apríl. Í áranna rás hafa veiðar á hákarli og lúðu einnig verið stundaðar með línu, þá eru önglarnir stærri en á hefðbundnum botnfiskveiðum. Bein sókn í lúðu við Ísland er nú bönnuð vegna þess hve fágæt lúðan er orðin. Línuveiðar eru einnig stundaðar með flotlínu við Ísland. Þær eru miklu umfangsminni en veiðar með botnlínum. Eftir 1997 stunduðu Japönsk og síðar íslensk túnfiskveiðiskip veiðar á bláugga túnfiski í suðurhluta íslensku fiskveiðilögsögurnar. Íslendingar hafa einir veitt í fiskveiðilögsögunni síðust árin. Einn helsti kostur línuveiða er að hægt er að veiða með henni á stórgrýttum botni þar sem aðrar veiðarfæragerðir komast ekki. Annar kostur linunnar samanborið við aðrar veiðarfæragerðir er að fiskurinn er yfirleitt lifandi þegar hann er dreginn um borð. Þar af leiðandi hefur línuveiddur fiskur orðspor fyrir mikinn ferskleika. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 11

14 GILDRUR MEÐ BEITU Litlar gildrur í sjó. Mynd: Ólafur Sveinsson Gildra samanstendur af grind sem klædd er neti með möskvum og 2-3 inngöngum. Enska heitið er trap, pot eða creel. Gildruveiðar með beitu hafa ekki verið umfangsmiklar við Ísland. Tilraunir hafa reglulega verið gerðar með ýmsar útfærslur við veiðar á fiski og öðrum sjávardýrum. Gildrur eru ekki einungis nýttar til að veiða fiski heldur einnig krabba og skeldýr á sjávarbotninum. Við Ísland eru gildrur nú nýttar við veiðar á beitukóngi og örlítið til humarveiða. Í kringum síðustu aldamót voru töluverðar rannsóknarveiðar á þorski í gildrur til áframeldis í fiskeldiskvíum. Víða erlendis eru gildruveiðar á þorski, krabba og humri mjög umfangsmiklar. Gildruveiðar með beitu eru um margt líkar línuveiðum. Beita er notuð í báðum tilfellum til að laða fiskinn að gildrunni. Ef veitt er með mörgum smærri gildrum er útfærsla veiðarfæris á sjávarbotni lík línuveiðum. Á tauminn er hinsvegar sett gildra, sem klædd er neti í stað önguls. Aflinn er einnig fangaður á ólíkan máta. Fiskurinn er blekktur til að fara inn í gildruna í gegnum göng sem þrengjast. Hann sér beituna í gegnum göngin en þegar inn í gildruna er komið kemst fiskurinn ekki út aftur. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 12

15 Ef margar gildrur eru festar saman við eina línu með taum kallast það trossa (oft 60 gildrur tengdar við eina línu). Þegar trossa er lögð þá er baujan sett fyrst, næst færið, því næst drekinn og loks línan sem gildrurnar eru tengdar við. Þegar síðasta gildran fer í sjóinn þá fylgir dreki til halda þeim á botninum og færi sem tengt er bauju á yfirborði sjávar. Veiðar með mörgum litlum gildrum eru töluvert umfangsmiklar, þ.e.a.s gildrurnar taka mikið pláss á sjávarbotninum. Gildruveiðar með stórri gildru (2m lengd/breidd og 1m á hæð) eru ólíkar veiðum með smærri gildrum. Þessar gildrur eru ekki lagðar margar saman, einungis ein stór gildra tengd með færi í bauju á yfirborðinu. Veiðar með stórum gildrum eru tiltölulega einfaldar. Gildru með beitu er sturtað í sjóinn, við hana er tengd færi og bauja sem flýtur á yfirborðinu. Ein stór gildra. Mynd: Ólafur Sveinsson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 13

16 Stærri gildrur eru með tvo til fjóra innganga þannig að fiskur eða krabbar sem laðast að gildrunni geti farið beint inn um gatið þegar dýrin koma að gildrunni. Inngangur á stærri gildrum er oft v-laga úr plastrenningum eða neti sem fiskurinn getur troðið sér í gegnum. Á minni gildrum eru yfirleitt tveir inngangar, trektlaga göng á hliðum eða einn inngangur ofan í gildrunni. Hurð eða lúga til að tæma gildruna er að ofan eða einni hliðinni. Ef gildrur tapast er hætta á að þær haldi áfram að veiða. Í Norður Ameríku er skylda að hafa glugga í netinu úr lífrænu efni sem eyðist á ákveðnum tíma og kemur þannig í veg fyrir draugaveiðar, efni í glugga eyðist á 6-12 mánuðum. Inngangur Gluggi Hurð Gluggi Inngangur Ein stór og tvær litlar gildrur í samanburði við manneskju. Mynd: Ólafur Sveinsson Undirbúningar fyrir veiðar með stórri gildru eða mörgum litlum gildrum er sá sami. Í báðum tilvikum, þarf að þýða beitu í gildrurnar og skera í bita áður en veiðar hefjast. Að setja fjölda smærri gildra í sjóinn kallast að leggja gildrur. Beitan laðar fiska og önnur sjávardýr að gildrunni. Gerð beitu fer eftir því hvaða tegund er verið að veiða. Stærð netmöskvanna í gildrunni fer einnig eftir veiðitegund (stór/lítil). Minni gildrur eru meira notaðar við veiðar á humri t.d. við Skotland og smáum krabba víða um heim. Stærri gildrur eru algengar við veiðar á þorsk, snjókrabba og kóngakrabba við Alaska, Nýfundnaland og í Barentshafi. Kostur við gildrur er að fiskur, krabbar og önnur sjávardýr koma yfirleitt lifandi í veiðiskipið. Á skipum á krabbaveiðum við Alaska og á humarveiðum við Skotland er aflanum oft landað lifandi. Lífi er haldið á dýrunum um borði í skipunum með því að setja þá í tanka með sjó sem endurnýjaður er sífellt með ferskum sjó. Við veiðar á þorski til áframeldis við Ísland var hann fluttur í tönkum með miklum sjóskiptum að kvíunum. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 14

17 Hér að neðan er dæmigert skip við veiðar með stórar gildrur við Alaska. Þessi skip eru metra löng. Færin á gildrunum eru dregin með línuspili. Hverja gildru þarf síðan að hífa um borð með krana vegna stærðar. Tæmt er úr gildrunum með vélbúnaði. Undanfarin ár hafa verið sýndir sjónvarpsþættir á sjónvarpsstöðinni Discovery Channel um krabbaveiðar við Alaska, sem nefnast Deadliest catch. Deadliest catch Veiðar með stórum gildrum Skip með stórar gildrur. Gular örvar sýna leið veiðarfærs. Mynd: fvnorthwestern.com Víða í Evrópu er algengt að minni bátar og smábátar stundi veiðar með litlum gildrum. Algeng stærð báta er metrar, en þó stunda stærri bátar einnig gildruveiðar. Við veiðar með smærri gildrum eru margar gildrur festar saman í eina trossu. Færin með gildrunum og línan á milli gildra er dregin með línuspili. Þegar gildrurnar koma um borð er þeim lyft með handafli og því þarf ekki krana á bátana. Veiðar með litlum gildrum Skip með litlar gildrur. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Ólafur Sveinsson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 15

18 NET Netatrossa í sjó. Mynd: Ólafur Sveinsson Net eru veiðarfæri með netmöskvum sem lagt er á botninn til að veiða fisk. Veiðihæfni netsins byggir á því að fiskurinn sér það ekki og verður ekki var við það fyrr en hann er fastur. Enska heitið er gillnet. Veiðarfærið er afkastamikið og er algengt við veiðar á fiski sem er í hrygningar- eða fæðugöngum. Við Ísland er netaveiði í sjó fyrst getið í heimildum árið Net voru þó vel þekkt meðal Íslendinga fyrir þann tíma, en þau höfðu verið notuð til silungsveiða í ferskvatni í alda raðir. Net voru lítillega notuð til botnfiskveiða í Faxaflóa um og eftir aldamótin Um 1920 fór notkun neta á vetrarvertíðum að aukast, þau kostuðu þó mikið og voru ekki nægilega sterk í upphafi. Eftir 1960 jókst notkun neta enn frekar með komu sterkari og léttari neta úr gerviefnum. Fram undir 1990 voru net meginveiðarfæri bátaflotans til botnfiskveiða. Net sem notað er til botnfiskveiða samanstendur af fjölda neta úr netmöskvum sem lögð er á sjávarbotninn. Þegar mörg net eru fest saman kallast það trossa. Netatrossan myndar ferningslaga vegg úr netmöskvum á botninum. Netin haldast lóðrétt uppi með flotteini sem festur er ofan á netin og að neðan með blýteini. Flot- og blýteinn eru línur úr plastefnum með blý- eða plastfyllingu. Netið er fest á blý- og flotteinana (kallað að fella netið) og á köntum hvers nets er svokallað brjóst til að stýra lóðréttri hæð netsins. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 16

19 Netið og möskvar þess eru hafðir slakir til að fiskur nái að flækjast í þeim. Algengt er að hvert net sé 54 metra langt og hæðin um 6 metrar. Við þorsk- og ufsaveiðar er algengt að hafa net í trossu, á grásleppuveiðum eru 6-8 net og á skötuselsveiðum net. Veiðisvæði einnar trossu er stórt; hæðin sex metrar og lengd þorsknetatrossu er metrar og skötusels metrar. Helsti munurinn á milli þorsk-, skötusels- og grásleppuneta er stærð möskva, sem fer eftir stærð og lögun fisksins sem á að veiða. Einnig eru til reknet sem færast þá til með straumum í sjónum. Reknet voru töluvert notuð á síldveiðum fyrir 1940 og aftur á 8. áratugnum, möskvar í þeim eru mun minni. Meirihluti netaafla sem veiddur er við Ísland er veiddur í net sem lögð eru á sjávarbotninn. Vinna við veiðarfærið hefst þegar skipstjórinn hefur fundið álitlega veiðislóð. Áhöfnin verður að vera tilbúin með nýja netatrossu til að leggja þau í sjóinn eða þá netatrossa frá síðustu veiðiferð er tilbúin. Þegar nýjar netatrossur eru gerðar klárar (kallast að steina niður) þá eru flot- og blýteinn á hverju neti aðskilin til að koma í veg fyrir flækju og jafnframt eru öll net í trossunni bundin saman. Þegar leggja á trossuna í sjóinn þá er byrjað á setja baujuna og meirihluti færis í sjóinn. Endinn á færinu er festur um borð og utan við skipið hangir dreki (botnfestan), sjertinn er festur við drekann og netatrossuna. Skipstjórinn finnur nákvæmlega veiðistaðinn og þá er endanum á færinu sleppt og drekinn fellur í sjóinn og dregur netatrossuna út í gegnum lúgu eða geymslu sem eru yfirleitt aftan á skipinu. Þegar lögnin á netatrossunni klárast þá er annar dreki settur á hinn endann ásamt sjerta, færi og bauju sem flýtur á yfirborði sjávar. Veiðiaðferðin byggir á að blekkja fisk á sundi með því að að hafa netið sem minnst sýnilegt. Markmiðið er að hann festist á tálknum eða flækist í netinu. Fiskur sem festist á tálknum getur drukknað. Þá lokast tálknin og fiskurinn nær ekki að skilja súrefni úr sjónum. Best er að ná fiskinum lifandi úr netinu því dauður fiskur nær ekki að hreinsa blóð almennilega úr holdinu og hefur því dekkri holdlit og lægra verð. Stunginn Tálknfesta Flæktur Fiskur festist í netmöskvum á nokkra vegu. Mynd: Ólafur Sveinsson Á þorskveiðum eru netin látin liggja í sjónum í nokkrar klukkustundir, en algengt er að láta þau liggja yfir nótt. Skötusels- og grásleppunet eru látin liggja í 2-3 daga þar sem þessir fiskar drepast ekki í netunum. Það kallast að draga netin þegar netatrossan eru tekin upp. Netin eru dregin inn um lúgu á hlið skipsins. Netaspil er notað til að draga Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 17

20 færin og netatrossuna um borð. Netabátur með sex til átta netatrossur (12-15 neta) er um 2-3 klst. að leggja allar trossurnar. Dráttartími eru um mínútur á netatrossu, tími fer eftir fjölda neta, aflamagni og dýpi. Þegar fiskurinn kemur um borð er hann losaður úr netunum (að greiða úr). Góður dagsafli á þorsknetaveiðum er tonn (6-8 trossur). Ef hrygningarfiskur á göngu syndir í netið þá getur aflinn verið yfir 8-10 tonn í hverja trossu eftir stuttan tíma í sjó. Yfirleitt er afla landað daglega en stundum eru stærri bátar 2-4 dag á sjó. Hvernig virka net? Skip á netaveiðum Gulu örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Ólafur Sveinsson Ársafli af netaveiðum hefur dregist mikið saman frá fyrri tíð. Botnfiskafli síðustu ár hefur verið um 30 þúsund tonn sem er um 6-7% af botnfiskafla, auk ríflega 6000 tonna af grásleppu. Þorskur er meirihluti afla í botnfiskanet og umtalsvert af ufsa en minna af ýsu, skötusel og löngu. Stærri bátar veiða 60% aflans og minni 40%. Veiðar á þorski og ufsa fara fram á vetrarvertíð þegar þorskurinn gengur á hrygningarslóðir. Veiðarnar byrja í janúar, ná hámarki í mars og lýkur í maí. Veiðar á ufsa og skötusel eru aðallega stundaðar á haustin. Þorsk, ufsa og skötuselsveiðar eru mest stundaðar við sunnan og vestanvert landið á grunnslóð og í djúpköntum. Grásleppuveiðar eru stundaðar af smábátum frá mars til júní á grunnslóð allt í kringum landið. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 18

21 HRINGNÓT Fiskur umkringdur með hringnót. Mynd: Ólafur Sveinsson rufalo.is Hringnótin (nót) er netveiðarfæri þar sem fiskurinn er lokaður inni með því að umkringja hann. Botn nótar er síðan hífður upp til að loka honum. Smáfiskur sleppur út um möskva netsins. Enska heitið er purse seine. Hringnót var fyrst notuð við Ísland árið 1904, þó svo landvoð og reknet hafi verið notuð fyrr. Hringnætur voru notaðar við síldveiðar í upphafi 20. aldar. Síldveiðar í nót aukast hratt við Ísland eftir 1950 til 1968 þegar síldarstofnar hrynja vegna ofveiði. Á þessu tímabili urðu miklar tækniframfarir, bæði skip og veiðarfæri stækkuðu mikið sem jók afköst þeirra. Veiðum á flestum uppsjávarfiskum við Ísland hefur verið stjórnað vandlega eftir að síldarstofnar réttu úr kútnum. Tvær megingerðir af nótum eru notaðar við Ísland. Vetrarnót er notuð við veiðar á loðnu á hrygningargöngu grunnt með suðurströndinni. Þessi nót er yfirleitt styttri, grynnri og léttari. (450 metrar löng, 110 metrar á dýpt og tonn þurr). Djúpnætur eru mun stærri og eru þær notaðar til veiða á loðnu djúpt úti fyrir Norður- og Austurlandi á haustin og veturna. Vetrar- og djúpnætur er til fyrir bæði loðnu og síldveiðar. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 19

22 Djúpnót er stærsta veiðarfærið á Íslandsmiðum hvað varðar þyngd og umfang. Lengd nótar getur verið allt að 700 metrar og dýpt yfir 200 metrar (þrjár Hallgrímskirkjur á hæð). Þyngd á þurri nót er tonn og hátt í helmingi þyngri blaut. Til samanburðar þá er rúmmál 700 metra langrar djúpnótar um 8 milljón rúmmetrar, nótin myndi því rúma 192 menningarhúsi líkt og Hof á Akureyri. Dýpt hringnótar og Hallgrímskirkja - Fótboltavöllur og hringnót. Myndir: Hörður Sævaldsson Veiðarfærið er samsett úr miklu magni af neti sem saumað er saman í bálka. Aftasti hluti nótar kallast poki, það er sterkasti hlutinn og þangað er fiskinum safnað. Efst á nótinni er flotteinn sem lætur efri brún hennar á fljóta á yfirborði og neðst er blýteinn til að sökkva henni. Stálvír er notaður til hífa botninn upp og loka nótinni (kallast snurpuvír). Vírinn er þræddur í gegnum svokallaða snurpuhringi sem tengdir eru blýteininum neðst á nótinni. Teikning af nót sem búið er að dreifa úr lárétt. Mynd: Jói Listó listo.123.is Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 20

23 Uppsjávarfiskar halda sig oft í torfum þegar þeir synda um, oft mörg hundruð þúsund einstaklingar saman. Við veiðar byrjar skipstjórinn að staðsetja fiskitorfu með asdic tæki. Næst er nótinni kastað í hring utan um fiskitorfuna. Fyrst fer fallhlíf í sjóinn sem dregur nótina aftur úr skipinu, þegar nótin fer að renna út er snurpuvírnum slakað með nótinni. Skipið klárar hringinn utan um fiskitorfuna. Efri hluti nótar flýtur á yfirborði sjávar og neðri hluti sekkur niður og umkringir torfuna, en botn hennar er opinn. Næst er snurpuvír hífður upp að skipshlið með snurpuspilum skipsins og þá lokast nótin alveg. Fiskur umkringdur með hringnót. Mynd: Ólafur Sveinsson Þrengt er að fiskinum með því að draga nótina um borð í skipið með kraftblökk á hlið skipsins. Þaðan fer nótin aftur í nótakassa aftast í skipinu með hjálp nótaniðurleggjara (krani að aftan). Þegar búið er að þrengja að fiskitorfunni endar fiskurinn aftast nótinni sem kallast poki. Fiskinum er því næst dælt úr pokanum í lest skipsins. Aflanum er dælt um borð með fiskidælu og er sjór skilinn frá fiskinum áður en hann fer í lestina. Nótaveiðar eru stundaðar á stórum skipum (60-80 metra) og er eru lestar skipanna í raun stóri tankar útbúnir öflugu kælikerfi sem hringrásar kældum sjó, kallað RSW kerfi. Fínn afli í kasti er tonn og tekur það um klst. að dæla þessu magni, stærstu köstin geta þó verið vel yfir 1000 tonn. Að dælingu lokinni er poki nótar tekinn um borð og nótin gerð klár fyrir næsta kast. Sum árin hefur um 2/3 hluta heildarafla við Íslandi verið veiddur í hringnót, stærstur hluti hefur verið loðna til fiskimjöls- og lýsisframleiðslu. Í seinni tíð hefur stærra hlutfall aflans verið heilfrystur til manneldis eða til hrognavinnslu. Síld hefur einnig verið veidd með Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 21

24 hringnót, en aðrar tegundir uppsjávarfiska eru veiddar með flotvörpu. Síðustu ár hefur afli í hringnót dregist saman með auknum flotvörpuveiðum. Ef stutt er á fiskimiðin er afla stundum landað daglega, en oft taka veiðiferðir 2-3 sólarhringa. Ársafli í nót getur verið mjög sveiflukenndur, allt frá 50 þúsund tonnum árið 1982 til 1,5 milljóna tonna árið 1996 og skýrist að mestu með stærð loðnustofnsins. Veiðar með loðnunót fara aðallega fram seint að hausti og á vetrarvertíð og síldveiðar á haustin. Nótaskip eru notuð allt í kringum landið þar sem þau elta hrygningargöngur loðnu úr hafinu norðan við Ísland að suðurströndinni. Síldveiðar hafa færst á milli landshluta; Vesturland Suðurland eða Austfirðir, síðustu árin fyrir Vesturlandi. Þorskveiðar voru einnig töluvert stundaðar með nót frá 1962 til Aflinn var aðallega stór hrygningarfiskur. Þorsknót er mjög afkastamikið veiðarfæri og því voru veiðar takmarkaðar fljótlega og síðar bannaðar frá og með árinu Veiðar með nót Skip til nótaveiða. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Rolls-Royce marine Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 22

25 DRAGNÓT Veiðar með dragnót. Mynd: Ólafur Sveinsson Dragnót (einnig nefnt snurvoð) er netveiðarfæri þar sem fiskur er lokaður inni með því að umkringja hann með tógum. Skip hífir tógin og togar dragnótina áfram. Fiski er smalað með tógum að dragnótinni sem fangar hann. Smáfiskur sleppur út um möskva netsins. Dragnótin var fundin upp í Danmörku árið Enska heitið er Danish eða Scottish seine. Skotar þróuðu veiðarfærið um 1920 til núverandi útgáfu. Þó svo Ísland hafi verið undir danskri stjórn til 1944 þá veiddu Danir ekki mikið á við Ísland. Nánast einu veiðar þeirra voru með dragnót um aldamótin Íslendingar hafa stundað dragnótaveiðar frá Dragnót hefur verið umdeilt veiðarfæri og þurftu dragnótarbátar oft að lúta sömu reglum og togarar og vera utan landhelginnar. Eftir 1960 var dragnót leyfð á afmörkuðum svæðum og hafa veiðar verið töluverðar. Veiðarfærið samanstendur af bauju, tógum og dragnótinni. Tóg er sterkur stálvír sem klæddur er plastefni. Dragnót er úr netmöskvum, er trektlaga með vængjum og poka til að taka við fiskinum sem veiðist. Hún er ekki ólík botnvörpu í uppbyggingu með vængi, og poka. Meginmunur veiðarfæranna er smölun fisks. Tóg eru notuð til að smala fiski með dragnót í stað hlera og grandara á botnvörpu. Dragnótinni er haldið opinni lóðrétt með flotkúlum og að neðan er botnsnerting með fótreipi. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 23

26 Veiðar með dragnót eru nánast eingöngu stundaðar á mjúkum botni (leir eða sandi). Dragnót er hefur í gegnum tíðina verið mikið notuð til veiða á flatfiski og var í raun í upphafi fundin upp til slíks. Í seinni tíð hafa komið sérstakar dragnætur til botnfiskveiða. Skipstjórinn byrjar á að finna álitlega veiðislóð á mjúkum botni. Ætlun er að umkringja fiskinn með tógum og smala honum í dragnótina sem dregin er á bátnum. Veiðar byrja með því að láta bauju sem flýtur fara í sjóinn og við hana er tengt fyrra tógið punktur [A]. Þá siglir báturinn í hálfhring og kastar tóginu út af fyrra togspilinu (slakar því út). Næst er dragnótin látin renna í sjóinn í punkti [B]. Því næst er skipinu siglt í hálfhring að baujunni og samtímis er tógunum kastað af seinna togspilinu að punkti [C]. Þar er baujan sem flýtur á yfirborði sjávar tekin um borð og tengd við fyrra togspilið. Þá hefst togið, þá siglir báturinn áfram og togar tógin saman sem smalar fiskinum að dragnótinni í punkt [D]. Dragnótin togast einnig áfram og fangar fiskinn sem fælist tógin. Fiskur fælist tógin vegna hljóðs, titrings og rykskýs sem kemur frá tógunum. Toga verður nægilega hratt til að fiskur sleppi ekki. Þegar tógin eru komin alveg saman þá eru þau hífð inn á spil bátsins. Dragnótin er aftengd frá tógunum og hífð á dragnótarspilið aftan á bátnum. Aflinn er tæmdur úr pokanum í móttöku skipsins. Að lokum er dragnótin tekin af dragnótaspilinu og gerð klár fyrir næsta kast. Aflinn er slægður og fluttur í lestina þar sem hann er settur í umbúðir og kældur. Veiðar með dragnót Dragnótabátur. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Ólafur Sveinsson Stærri bátar veiða 70% prósent aflanum og minni 30%. Meirihluti afla er þorskur og ýsa, þriðjungur afla síðustu árin var flatfiskur. Ársafli af botnfiski síðustu ár hefur verið um þúsund tonn sem er um 5-6% prósent af öllum botnfiskafla. Flatfiskar eru inni í tölum um botnfiskafla hér að ofan, en nálægt 30-40% af öllum flatfiskafla við Ísland veiðist í Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 24

27 dragnót. Dragnót er notuð við fiskveiðar allt í kringum landið, en mesta sóknin er við suðvestur og vesturhlutann. Hún er aðallega notuð á grunnslóð þar sem dýpi er m. Takmarkanir eru á stærð skipa og vélarafli þegar veitt er með dragnót. Ólöglegt er að nota toghlera við dragnótaveiðar. Yfirleitt er afla landað daglega til að hámarka ferskleika, stundum eru stærri bátar 3-4 daga á sjó. Eitt kast nær yfir álíka stórt svæði og dregið væri með stórri botnvörpu í 3 klst, sem samsvarar jafnstóru svæði og 350 fótboltavelir. Þess vegna er dragnót mjög afkastamikil ef fiskur er á svæðinu. Dragnót til veiða á þorski og ýsu er með 8-9 metra hæð á höfuðlínunni (mesta hæð frá botni). Ef markmiðið er að veiða eingöngu flatfisk er höfuðlínuhæð 2-3 metrar, en vængir hafðir lengri til að skafa breiðara svæði af botninum. Heildartími á hverju kasti er um tvær klukkustundir. Lítið veiðist í dragnót í myrkri. Meirihluta ársins er einungis veitt yfir daginn og eru þá tekin 6-7 köst. Góður dagsafli er tonn. Þegar best lætur er dregið í nokkrar mínútur og fást þá allt að tonn í einu holi. Í einu kasti geta verið 5000 metrar af tógi í sjónum. Flatarmál svæðis meira en 2 ferkílómetrar, með togi. 6 Nokkur dragnótarköst við Vestmannaeyjar og stækkuð mynd af sjötta kastinu. Mynd: Hörður Sævaldsson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 25

28 PLÓGAR Veiðar með sjóþrýstiplóg Sjóþrýstiplógur. Mynd: Ólafur Sveinsson Plógur er netveiðarfæri sem togað er á eftir bát, ætlað til veiða á botndýrum og þara. Enska heitið er dredge. Tvær megingerðir plóga eru notaðar og hafa báðar verið reyndar við Ísland. Val á plógi fer eftir því hvort dýrið er ofan á botninum eða niðurgrafið ofan í honum. Sjóþrýstidæling og stærð aðgreinir plógana. Sjóþrýstiplógur er aðeins nauðsynlegur ef dýrið er niðurgrafið í botninum. Atvinnuveiðar með plógum byrjuðu ekki á Íslandi fyrr en 1969, smáplógar voru þó notaðir frá aldamótunum 1900 til veiða á kúfskel til beitu. Veiðar með sjóþrýstiplógi og hefðbundnum plógi fara fram á svipaðan máta. Plógnum er slakað í hafið, stálvír tengir hann við spil skipsins (tóg á sjóþrýstiplóg). Þegar plógurinn er kominn í botn er hann dreginn í 5-20 mínútur, fer eftir botnlagi og aflabrögðum (þarna er kveikt á sjóþrýstingi á plógnum). Þá er plógurinn hífður upp í gálga með spilinu og tæmdur. Áhöfnin flokkar aflann um borð og setur í ílát. Skeljarnar eru oft geymdar í sjó til að halda þeim á lífi. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 26

29 Nokkrar gerðir plóga. Mynd: Ólafur Sveinsson Bátur með sjóþrýstiplóg. Mynd: Ólafur Sveinsson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 27

30 Sjóþrýstiplógur er yfirleitt notaður á sandbotni. Hann er mun stærri en hefðbundinn plógur. Veiðarfærið samanstendur af plógi, dráttartógi, hífingarvír og sjóslöngu. Plógurinn er yfirleitt stór kassalaga stálgrind. Fremst á honum er sjóþrýstingur notaður til að róta upp botninum, undir honum að aftan eru tennur sem leiða sjávardýr inn í plóginn, engar kitlikeðjur eru á þeim. Aflinn safnast inn í plóginn. Plógurinn sjálfur getur vegið yfir níu tonn tómur með rými fyrir fimm tonn af skel. Á Íslandi voru svona plógar notaðir til veiða kúfskel, en þeim hefur nú verið hætt. Veiðar á kúffiski með sjóþrýstiplógi voru á milli þúsund tonn árin Helstu veiðislóðir voru fyrir Norðurlandi. Veiðum var hætt árið 2009 vegna lágs afurðaverðs. Einungis 10% af heildarþyngd skeljarinnar er vöðvi sem nýtist til vinnslu. Afla var yfirleitt landað daglega nema löng sigling sé á fiskimiðin. Hefðbundinn plógur til veiða á sjávardýrum á botninum eða þara samanstendur einungis af plóg og dráttarvír. Plógurinn er yfirleitt kassalaga og klæddur með möskvum úr neti eða stáli, neðri hluti er yfirleitt úr stáli. Til að draga úr botnsnertingu eru skíði eða hjól að framan. Undir þeim að framanverðu eru fjöldi kitlikeðja sem losa sjávardýrin af botni og leiða inn í plóginn. Þaraplógar eru með tennur til að skrapa botninn. Botndýrum eða þara er safnað inn í plóginn. Algengt er að plógur sé 2-3 metrar á breidd og rúmi kg af sjávardýrum. Á Íslandi hafa hörpuskel, ígulker, kræklingur og sæbjúga verið veidd með þessum plógum. Veiðar á hörpudisk voru fyrstu atvinnuveiðarnar sem stundaðar voru með plógi og voru veidd allt að 17 þúsund tonn árlega, en stofninn hrundi árið 2003 vegna sýkingar sem kom upp. Helstu veiðislóðir voru í Breiðafirði og á vestanverðu landinu. Í Breiðafirði eru einni stundaðar veiðar á þara frá árinu 1975 fyrir þörungaverksmiðjuna á Reykhólum. Veiðar á kræklingi og ígulkerum hafa ekki verið umfangsmiklar síðustu árin, einungis nokkur hundruð tonn á grunnslóð allt í kringum landið. Sæbjúgnaveiðar hófust árið 2006 og síðustu árin hafa veiðst um 2500 tonn árlega vestan- og austanlands. Bátur að veiðum með plóg. Mynd: Ólafur Sveinsson Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 28

31 BOTNVARPA Botnvarpa virkni Botnvarpa dregin á sjávarbotni. Mynd:Ólafur Sveinsson Botnvarpa er trektlaga veiðarfæri úr neti sem togað er áfram af skipi. Enska heitið er bottom eða otter trawl. Fiski á sjávarbotni er smalað saman með hlerum og gröndurum sem tengjast botnvörpunni og þyrla upp rykskýi af botninum. Fiskur er fangaður í botnvörpuna og safnað í poka á enda hennar. Smáfiskur sleppur út um möskva netsins. Vörpur eru einnig nefndar troll og er botnvarpa þá botntroll, sama gildir um flotvörpu/troll. Bátur og skip sem veiða með botntrolli er oft kölluð trollarar. Veiðar með botnvörpu á Íslandsmiðum hófust rétt fyrir aldamótin 1900 og voru þar enskir togara á ferð. Nálægt 50-60% af öllum botnfiskafla við Ísland er nú veiddur með botnvörpu. Humar og rækja eru eingöngu veidd með botnvörpu. Botnvörpum er oft skipt í tvo flokka sem fer eftir útfærslu á fótreipi, en það er sá hluti veiðarfæris sem alltaf er í snertingu við sjávarbotninn. Flokkast þær annaðhvort sem fótreipistroll til veiða á mjúkum botni eða bobbingatroll (rockhopper) til veiða á grýttum og erfiðum botni. Fótreipistroll eða fótreipisbotnvarpa er eingöngu notað til veiða á sléttum sand- eða leirbotni. Þetta veiðarfæri skefur botninn og fáir fiskar eða sjávarlífverur á botninum Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 29

32 sleppa undir fótreipið á trollinu. Fótreipistrollið er því mjög gott til veiða á fiski sem er nálægt botni. Bobbingabotnvarpa eða Rockhopper troll er hægt að nota á grýttum og erfiðari botni. Það er þó einnig notað á sand- eða leirbotni. Lengja af háum gúmmíhjólum er fest á fótreipi botnvörpunnar (20-40 metrar á lengd). Gúmmíhjólin halda trollinu sjálfu frá botnsnertingu og skoppa yfir grjót og aðrar hindranir. Nafnið Rockhopper er tilkomið vegna þessa eiginleika gúmmíhjólanna. Veiðarfærið samanstendur af hlerum, togvírum, gröndurum og botnvörpunni sjálfri. Togvírar eru úr stáli með mikinn styrk og eru þungir, þeir geta verið yfir 2000 metra langir. Toghlerar eru stórir og þungir stálhlerar sem sífellt berjast við botninn. ( kg hvor). Grandarar eru stálvírar sem eru metra langir. Botnvarpan kemur síðust og er hún trektlaga netpoki með möskvum. Stærð möskva í netinu fer eftir fiskitegund sem verð er að veiða; litlir möskvar fyrir rækju, miðlungs fyrir humar og stærstir fyrir botnfisk. Togvírarnir eru tengdir við toghlerana, grandarar tengja toghlera og trollið saman. Grandarar tengjast við vængi botnvörpunnar, þeir smala fiski að opi trollsins. Fiskurinn endar í pokanum og smáfiskur sigtast út um netmöskva í pokanum. Titringur, hljóð og rykský frá gröndurum og hlerum fælir fiskinn að trollinu. Botnvörpu er haldið lóðrétt opinni að ofan með flotkúlum og botnsnerting er með fótreipi. Toghlerar sjá um lárétta opnun, bil á milli þeirra er oft um metrar. Bil á milli vængenda á botnvörpunni sem fanga fiskinn er 25 til 35 metrar. Algeng hæð á höfuðlínu, frá sjávarbotni í miðja höfuðlínu er 5-6 metrar. Botnvarpa sem dregin er í 3 klst. fer yfir svæði sem samsvarar 350 fótboltavöllum. Helstu hlutar botnvörpu og nokkrir kraftar sem verka á veiðarfærið. Mynd: Jói Listó Þegar komið er á veiðislóð er botnvörpunni slakað í sjóinn aftur úr skipinu, kallast það að láta það fara. Lýsingin hér a neðan á við um veiðar á botnfiski, rækju og humri. Fyrst fer pokinn og síðan restin af trollinu. Gröndurum er þá slakað, þeir er fastir við vængi Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 30

33 trollsins. Næst eru grandararnir festir við toghlerana. Að lokum eru togvírunum slakað í sjóinn út af togspilunum. Þegar trollið og hlerarnir koma í botn þá er byrjað að toga það áfram. Mikilvægt er að hafa í huga að hlerar og grandarar taka þátt í veiðunum, þeir sjá um smölun á fiski að trollinu. Veiðarfærið er dregið í 2-4 klst. á botnfiskveiðum og mun styttra í mikilli veiði, jafnvel nokkrar mínútur. Skipið verður að toga nægilega hratt til að fiskur á sundi gefist upp á flótta. Þegar veiðarfærið er híft er ferlið öfugt miðað við lýsingu hér að ofan. Trollið kemur um borði í skipið upp skutrennuna, næst er pokinn hífður upp í toggálgann og afla sturtað úr poka ofan í fiskimóttökuna sem er á næsta þilfari fyrir neðan. Áhöfnin vinnur og þvær aflann, næst fer hann til kælingar í geymsluílát með ís eða frosinn í frystilest. Afli er oft forkældur á vinnsludekki eftir þvott til flýta fyrir kælingu í lestinni og auka geymsluþol. Skuttogari. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Myndir: Rolls-Royce marine Fínn afli í holi við botnfiskveiðar (2-4 klst. tog) er 4-5 tonn en fer þó eftir stærð skips og veiðarfæris. Veiðiferðir á togurum sem veiða til ferskvinnslu eru 4-6 dagar, en á togurum sem frysta afla. Algengt er að togarar landi tonnum í veiðiferð. Rækjuvarpa er dregin í 8-11 klst. og eru 1-2 tonn í holi er algengur afli. Humar er mun viðkvæmara hráefni því er humarvarpa dregin í 4-5 klst. og algengur afli í einu holi í tvær humarvörpur er kg af heilum humri og 1-2 tonn af botnfiski. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 31

34 Sum skip veiða með tvær botnvörpur samtímis, þá er aukavír sem tengdur er í stórt lóð með hjóli haft á milli trolla til að tengja þau saman. Stundum sameinast tvö skip um eitt troll, þá er engir hlerar notaðir. Skipin glenna þá trollið lárétt í sundur í stað hleranna. Línu er skotið með byssu á milli skipanna til að færa vírinn á milli. Togarar og stærri togskip veiða 80% heildar botnfiskafla sem kemur í botnvörpu og minni bátar 20% afla. Þorskur, karfi, ufsi og ýsa eru meirihluti afla á botnvörpuveiðum. Ársafli af botnfiski síðustu ár hefur verið um 250 þúsund tonn sem er um 50-60% prósent af öllum botnfiskafla. Botnvarpa er afkastamesta veiðarfærið við flatfiskveiðar og er það aðallega grálúða sem veiðist. Nálægt 60% af öllum flatfiskafla við Ísland veiðist í troll, restin er að mestu veidd í dragnót. Botnvarpa er Sum skip draga tvö eða þrjú troll. Önnur sameinast um eitt troll. Myndir: Ólafur Sveinsson notuð allt í kringum landið frá 50 metra dýpi á landgrunninu niður á 1500 metra dýpi í djúpköntum. Mesta sóknin er úti fyrir norðanverðum Vestjörðum og sunnanverðum Austfjörðum. Troll eru notuð árið um kring en aflasamsetningin getur verið mismunandi eftir árstíðum. Humarveiðar eru stundaðar með botnvörpu á metra bátum fyrir Suðurlandi frá apríl til nóvember. Afla er landað eftir 3-4 daga á veiðum þar sem hráefni er viðkvæmt. Humar er einungis 35% afla í humarvörpu, meirihlutinn er botnfiskur. Nálægt 8% flatfiskafla við Ísland hefur verið veiddur með humarvörpu síðust ár. Möskvar í humarvörpum eru 135mm sem er aðeins minna en í vörpum til botnfiskveiða. Algengt er að veiða með tveimur trollum samtímis til að ná sem mestri breidd á botninum og hámarka afla á togtíma. Stærri skip og togarar stunda veiðar á úthafsrækju með botnvörpu allt árið og þá aðallega fyrir Norðurlandi. Stærstu skipin veiða með tveimur trollum eða jafnvel þremur. Ferskum afla er landað vikulega. Rækjubotnvörpur er mjög stór veiðarfæri með smáum Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 32

35 möskvum, kostnaður við veiðarnar er því umtalsverður.möskvar rækjuvörpu eru einungis 42mm og sleppur því lítið út sem kemur inn. Við veiðar er skylt að nota skilju sem skilur fiska frá rækjuafla þannig að hann sleppi. Minni bátar stunda veiðar á innfjarðarrækju með botnvörpu í flóum og fjörðum á Vestjörðum og Norðanlands og landa þeir yfirleitt daglega. Botnvarpa var fyrst notuð á Íslandsmiðum árið 1889 og var þar enskur togari á ferð. Árið 1904, þegar Íslendingar keyptu sinn fyrsta togara, var greint frá að þegar væru 180 togarar að veiðum á Íslandsmiðum og voru 150 þeirra enskir. Upphaflega voru togararnir óvinsælir meðal Íslendinga þar sem að þeir eyðilögðu oft íslensk veiðarfæri og voru grunaðir um að eyðileggja og tæma veiðislóðirnar. Hins vegar áttuðu sumir Íslendingar sig á því að erfitt væri að stöðva veiðar erlendu togaranna og hófu útgerð íslenskra togara sem fjölgaði hratt og árið 1925 voru þeir orðnir 47. Þessum gufuknúnu síðutogurunum var síðan skipt út eftir seinni heimsstyrjöld fyrir fjölda stærri gufueða olíuknúna síðutogara. Um 1970 koma fyrstu skuttogararnir til Íslands og fjölgaði þeim ógnarhratt á næstu árum. Þessir togarar veiða nánast einungis með Síðutogarar í höfn. Mynd:Tryggvi Sigurðsson botnvörpu og takmarkað með flotvörpu. Botnvarpan sjálf hefur þróast mikið þó grunnur hennar sé álíka og í upphafi. Hönnun hennar byggir enn á trektlaga neti með vængjum á hliðum og poka til að fanga afla. Upp úr 1960 komu á markaðinn gerviefni úr plasti sem entust mun betur og voru margfalt sterkari. Nú orðið eru troll framleidd úr svokölluðum ofurefnum og þá er hægt að hafa grennra og léttara efni í trollið og þar af leiðandi minni mótstöðu. Hlerar voru upphaflega úr timbri, síðar komu endingarbetri stálhlerar og síðustu árin hefur verið unnið að frekari þróun á lögun þeirra, gera þá straumlínulagaðri og léttari. Botnsnerting botnvörpu nefnist fótreipi, fram undir 1990 var fótreipi búið til úr fjölda þungra stálkúla, nú til dags er notast við gúmmískífur sem festast minna þegar botnvarpan er dregin á grófum botni. Á botnvörpuna er einnig kominn fjöldi þráðlausra skynjara sem nema fjarlægðir milli hluta veiðarfæris, hvort fiskur sé að koma inn í trollið og aðrir segja til um hversu mikið magn af fiski er komið í pokann. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 33

36 FLOTVARPA Flotvarpa virkni Flotvarpa er dregin upp í sjó, ekki á sjávarbotninum. Mynd: Ólafur Sveinsson Flotvarpa er gríðarlega stórt trektlaga veiðarfæri úr neti sem togað er áfram af skipi. Enska heitið er midwater eða pelagic trawl. Uppbygging minnir um margt á botnvörpu en eðlismunur er á veiðarfærunum. Flotvarpa er notuð til veiða á fiski upp í sjónum eða í yfirborði en alls ekki á botni. Fiskitorfum og stökum fiskum er smalað saman með hlerum og löngum gröndurum. Fiskurinn er fangaður í flotvörpuna og safnað í poka hennar. Smáfiskur sem fer aftur í pokann sleppur út um möskva í pokanum. Vörpur eru einnig nefndar troll og er flotvarpa þá flottroll, sama gildir um botnvörpu/-troll. Flotvarpa er eitt af yngstu veiðarfærunum. Byrjað var að nota hana við Danmörku árið Fyrstu trollin við Ísland komu 1952, þau voru lítil og sérstaklega ætluð til þorskveiða á grunnslóð. Skuttogararnir sem komu eftir 1970 voru mun betur útbúnir til þessara veiða og var flotvarpa töluvert notuð til veiða á botnfiski fram undir Eftir 1989 verður mikil framþróun í hönnun flotvarpa þegar Íslendingar hófu úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Veiðarfærið samanstendur af hlerum, togvírum eða togtaugum, gröndurum, lóðum og flotvörpunni. Togvírar eru úr stáli með mikinn styrk og eru þungir, þeir geta verið yfir Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 34

37 2000 metra langir á stærri togurum. Frá árinu 2006 hafa togtaugar verið notaðar í stað togvíra. Þær fljóta í sjónum og eru úr sterku og teygjanlegu ofurefni. Toghlerar er stálhlerar með mikinn yfirborðsflöt til að glenna trollið lárétt í sundur. Yfirborðsflötur hvors hlera er fermetrar og þyngd kg. Næst koma grandarar sem tengja hlerana við flotvörpun, þeir eru úr ofurefni og eru yfir 200 metra langir. Á neðri grandara kemur lóð til að halda flotvörpunni lóðrétt opinni. Flotvarpan sjálf kemur síðust og er hún trektlaga netpoki með stórum möskvum fremst. Stærstu möskvar fremst í algengum flotvörpum eru 64 eða 128 metrar langir á meðan fiskur sem veiðist er um ½ metri að lengd og styttri. Möskvarnir minnka jafnt og þétt þegar aftar í flotvörpuna er komið. Hljóð og titringur frá stórum möskvum fremst í flotvörpunni ásamt gröndurum fæla fiskinn frá útjaðri veiðarfæris og inn að miðju þess. Stærð möskva í pokanum fer eftir fiskitegund sem veiðarfærið á að veiða; litlir möskvar við loðnu og makrílveiðar og stórir fyrir t.d. úthafskarfa. Eingöngu þarf því að skipta um poka ef veiða á botnfisk í stað uppsjávarfisks. Stærð algengrar Gloríu flotvörpu í samanburði við Hallgrímskirkju. Mynd: Jói Listó listo.123.is Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 35

38 Tvö skip á partroll veiðum. Mynd: Ólafur Sveinsson Sameiginlega sjá togvírarnir/-taugarnar og toghlerar ásamt gröndurum um að smala fiski að opi trollsins. Fiskur fælist stóra möskvana og fer innar í trollið og endar í pokanum þar sem smáfiskur síast út í gegnum möskvana. Flotvörpu er haldið lóðrétt opinni að neðan með þungum lóðum ( kg) á neðri gröndunum og að ofan með flotkúlum. Toghlerar sjá um lárétta opnun á veiðarfærinu, bil á milli þeirra er metrar. Bil á milli vængja flotvörpunnar er metrar. Algeng hæð á flotvörpu sem er dregin er um 110 metrar. Flatarmál opsins framan á algengu trolli sem notað er við Ísland er yfir 22 þúsund fermetrar sem samsvarar þremur löglegum fótbolta-völlum og lengd hennar er um ½ kílómeter. Ef tvö skip sameinast um eitt flottroll (kallað partroll) þá eru hlerar ekki notaðir. Þá glennir vegalengd milli skipa trollið lárétt í sundur og getur fjarlægðin verið metrar. Á veiðislóð er flotvörpunni slakað í sjóinn aftur úr skipinu, kallast það að láta það fara. Fyrst fer pokinn og síðan aðrir hlutar vörpunnar. Efri og gröndurum er þá slakað, þeir er festir við vængi trollsins. Þá er lóðið fest á neðri grandara. Næst eru grandararnir festir við toghlerana. Að lokum eru toghlerunum slakað á dýpið sem ætlað er að veiða á. Veiðar hefjast þegar skipið byrjar að toga trollið áfram. Skipstjórinn staðsetur fiskitorfu með asdic tæki sem sýnir hvar fiskur er í kringum skipið. Dýpi veiðarfæris er stjórnað með lengd togvíra/togtauga eða með hraða skipsins. Trollið er dregið mislengi eftir tegundum, það er dregið í 2-4 klukkustundir á makríl og síld, en allt að 12 klst. á kolmunna. Á úthafskarfaveiðum er dregið í 8-10 klst. Þegar veiðarfærið er híft er ferlið öfugt miðað við lýsingu hér að ofan. Þegar trollið er komið um borð í skipið eru þrjár aðferðir við losun á afla úr pokanum. Á uppsjávarskipum er pokinn annaðhvort losaður frá trollinu og tekinn að hlið skipsins með kraftblökk, þar sem dælt er úr honum eða dælt beint úr pokanum Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 36

39 honum aftan á skipinu. Uppsjávarfiskur fer í tanka þar sem kældum sjó er hringrásað. Skuttogarar á úthafskarfaveiðum eða makrílveiðum taka trollið og pokann um borð upp skutrennuna að aftan, því næst er sturtað úr honum í fiskimóttökuna til vinnslu. Skip til uppsjávarveiða með flotvörpu. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Rolls-Royce Stór skip með kælitanka koma með allan uppsjávarafla sem veiðist í flotvörpu. Kolmunni, makríll og norsk-íslensk síld eru meirihluti afla. Ársafli af uppsjávarfiski síðustu ár hefur verið um 480 þúsund tonn sem er um 50-60% prósent af öllum uppsjávarafla. Flotvarpa við uppsjávarveiðar er mest notuð við austan og sunnanvert landið. Fiskarnir eru yfirleitt misdjúpt eftir tegundum. Makríll er til dæmis yfirleitt í yfirborðinu en kolmunninn niður á nokkur hundruð metra dýpi. Flotvarpa til uppsjávarveiða er mest notuð á vorin og fram að áramótum. Skip sem veiða uppsjávarfisk í flotvörpu fá oft mikinn afla í hverju holi. Ákjósanlegur afli, ef veitt er til manneldisvinnslu, er tonn eftir 2-4 klst. Lengri hol eru tekin á kolmunnaveiðum þegar veitt er fyrir fiskimjölsiðnað. Mögulegt er að taka tonna hol í veiðarfærið og dæla um borð í skipið, en þá er mikið álag á allan búnað skipsins sem og trollið sjálft. Togarar veiða allan úthafskarfaafla Íslendinga sem veiðist í flotvörpu, að mestu frystitogarar. Ársafli síðustu árin hefur verið þúsund tonn, sem er um 2-3% af öllum botnfiskafla. Frá 1994 til 2004 var afli Íslendinga yfir 40 þúsund tonn árlega (8-10 % af öllum botnfiskafla). Úthafskarfi er veiddur djúpt úti á Reykjaneshrygg á mörkum 200 sjómílna efnahagslögsögunnar. Veiðar fara fram á metra dýpi yfir sumarið. Fínn afli í holi við úthafskarfaveiðar er 15 tonn og er þá dregið í 8-10 klst. (2 tonn á togtíma). Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 37

40 Veiðiferð á togara sem veiðir til ferskfisk eru 4-6 dagar, en á togurum sem frysta afla. Flotvarpan hefur þróast mikið þó grunnur hennar sé álíka og í upphafi. Fyrstu trollin við Ísland komu 1952 og voru notuð til botnfiskveiða og eykst notkun þeirra með komu skuttogara eftir 1970 Flotvarpa var notuð við uppsjávarveiðar við veiðar á kolmunna og spærlingi. Um miðjan áttunda áratuginn jókst sókn í þessar og þá voru fremstu möskvar trolla stækkaðir í 16 metra. Þegar úthafskarfaveiðar hófust um 1990 varð mikil framþróun í hönnun flotvarpa, þá hefja íslendingar úthafskarfaveiðar á Reykjaneshrygg. Frá þeim tíma hafa trollin stækkað mikið með mun stærri möskvum fremst í veiðarfærinu. Möskvar fóru úr 32 metrum í 128 metra lengd á nokkrum árum. Eftir 1995 eykst afli veiddur í flotvörpu mikið þegar kolmunnaveiðar hefjast á ný. Frá þeim hefur stór hluti afla í flottroll komið af stórum uppsjávarveiðiskipum sem veiða kolmunna, makríl og norsk-íslenska síld. Frá 2005 hafa ofurefni orðið algengari í flotvörpur, þau eru léttari, sterkari og duga betur en eldri gerviefni. Í dag er hægt að framleiða stærri veiðarfæri án þess að auka vélarafl með því að nota grennra og sterkara efni. Á flotvörpur líkt og botnvörpur er kominn fjöldi þráðlausra skynjara sem nema fjarlægðir milli hluta veiðarfæris og hversu mikið magn af fiski er komið í pokann. Efst á trollið er sett tæki sem sýnir hvort fiskur er að koma inn í trollið eða hvort fiskur er framan við trollið, það er tengt skipinu með kapli. Skuttogari til flotvörpuveiða. Gular örvar sýna leið veiðarfæris. Mynd: Rolls-Royce marine Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 38

41 SAMANBURÐUR Á STÆRÐ VEIÐARFÆRA Á ÍSLANDSMIÐUM Samanburður á stærð veiðarfæra sem notuð eru við Ísland. Mynd: Ólafur Sveinsson Netatrossa, 14 net Neta- og dragnótaskip Dragnót Botnvarpa Skuttogari Flotvarpa Uppsjávarveiðiskip Hringnót, grunn Hringnót, djúp og Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 39

42 HEIMILDIR OG FREKARI LESNING Ásgeir Jakobsson (1979). Tryggva saga Ófeigssonar. Hafnarfjörður, Skuggsjá. Ásgeir Jakobsson (2005). Kastað í flóanum - Upphaf togveiða við Ísland og sagan af Coot. Reykjavík, Bókafélagið Ugla. Ásgeir Jakobsson, Guðmundur Jakobsson Jón Kr. Gunnarsson, Bárður Jakobsson & Árni Johnsen ( ). Mennirnir í brúnni - Þættir af starfandi skipsstjórum I til V. Reykjavík, Ægisútgáfan. Benedikt Sigurðsson, Birgir Sigurðsson, Guðni Th. Jóhannesson, Hjörtur Gíslason, Hreinn Ragnarsson, Jakob Jakobsson, Jón Þ. Þór & Steinar J. Lúðvíksson. (2007). Silfur hafsins - gull Íslands: Síldarsaga Íslendinga I. til III. Reykjavík: Nesútgáfan. Gabriel, O., Lange, K., Dahm, E. og Wendt, T. (2008). Fish catching methods of the world. John Wiley & Sons. Galbraith, R. D., Rice, A. og Strange, E. S. (2004). An introduction to commercial fishing gear and methods used in Scotland. Department of Agriculture and Fisheries for Scotland. Gils Guðmundsson (1977). Skútuöldin I til V. Reykjavík, Örn og Örlygur. Guðmundur Jónsson & Magnús S. Magnússon (Ritstj.) (1997). Hagskinna -Sögulegar hagtölur um Ísland. Reykjavík, Hagstofa Íslands. Guðni Þorsteinsson (1979). Netfræði. Hafrannsóknir 18. Guðni Þorsteinsson (1980). Fiskveiðar og veiðarfæri. Reykjavík: Almenna bókafélagið. Gunnar Jónsson & Jónbjörn Pálsson (2013). Íslenskir fiskar. Reykjavík: Mál og menning. Hafrannsóknastofnun ( ). Ástand nytjastofna á Íslandsmiðum. Hafrannsóknir. Árlegar skýrslur. Hagstofa Íslands Sjávarútvegur: He, P. (2011). Behaviour of marine fishes: capture processes and conservation challenges. John Wiley & Sons. Heimir Þorleifsson (1974). Saga íslenskrar togaraútgerðar fram til Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Helgi Þorláksson (1999). Sjórán og siglingar - Ensk-íslensk samskipti Reykjavík, Mál og menning. Hjörtur Gíslason & Jón Hjaltason (2011). Undir straumhvörfum - saga Fiskifélags íslands í hundrað ár Akureyri, Völuspá. Hjörtur Gíslason. ( ). Aflakóngar og athafnamenn I til III bindi. Reykjavík, Hörpuútgáfan. Hörður Sævaldsson & Stefán B. Gunnlaugsson (2015). The Icelandic pelagic sector and its development under an ITQ management system. Marine Policy, 61, Hreiðar Þór Valtýsson (2014). Reconstructing Icelandic catches from 1950 to Fisheries Centre Research Reports, 22(2), Jón Björnsson (1990). Íslensk skip I til IV. Reykjavík, Iðunn. Jón Jónsson (1988, 1990). Hafrannsóknir við Ísland I og II. Reykjavík, Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Jón Jónsson (1994). Útgerð og aflabrögð við Ísland Hafrannsóknir 48. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 40

43 Jón Páll Halldórsson (1999). Frá línuveiðum til togveiða. Ísafjörður, Sögufélag Ísfirðinga. Jón Þ. Þór (1982). Breskir togarar og Íslandsmið Reykjavík, Bókmenntafélagið Jón Þ. Þór (1997). Ránargull: yfirlit yfir sögu fiskveiða á Íslandi frá landnámsöld til skuttogaraaldar. Reykjavík. Skerpla. Jón Þ. Þór ( ). Sjósókn og sjávarfang - Saga sjávarútvegs á Íslandi 1 til 3. bindi. Akureyri: Bókaútgáfan Hólar. Karl Gunnarsson, Gunnar Jónsson & Ólafur K. Pálsson (1998). Sjávarnytjar við Ísland. Reykjavík: Mál og menning. Lárus Þór Pálmason (2012). Veiðitækni. Reykjanesbær. NesNet hf. Lárus Þór Pálmason (2013). Efnis- og verkfræði veiðarfæragerðar. Reykjanesbær. NesNet hf. Lúðvík Kristjánsson ( ). Íslenskir sjávarhættir 1 til 5. Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Muus, B. J. & Nielsen, J. G. (1999). Fiskar og fiskveiðar við Iśland og Norðvestur-Evro pu. Reykjavík: Mál og menning. Oddur Thorarensen & Þorsteinn Thorarensen (1979). Íslensk skipasaga. Í: Angelucci, E. og Cucari, A. (ritstj.) Skipabók Fjölva. Reykjavík, Fjölvi. bls Óttar Ólafsson (1992). Íslenskur sjávarútvegur. Reykjavík: Námsgagnastofnun. Páll Ægir Pétursson (2010). Sjómannabók. Reykjavík: Siglingastofnun. Samgöngustofa Skipaskrá: Sigfús Jónsson (1984). Sjávarútvegur Íslendinga á tuttugustu öld. Reykjavík: Bókmenntafélagið. Smári Geirsson (2015). Stórhvalaveiðar við Ísland. Reykjavík, Sögufélagið. Starkey, D. J. & Heidbrink, I. (ritstj.). (2012). A history of the North Atlantic fisheries - Volume 2: From the 1850s to the Early Twenty-First Century. Bremen: Verlag H.M. Hauschild. Starkey, D. J., Jón Þ. Þór & Heidbrink, I. (Ritstj.). (2009). A history of the North Atlantic fisheries. Volume 1: From early times to the mid-nineteenth century. Bremerhaven, Germany: German Maritime Museum. Stefán A. Kárason, Emil Ragnarsson & Páll Reynisson (1995). Fiskleitartækni, undirstaða, tækjaumfjöllun, bergmálsmælingar. Reykjavík, Fiskifélag Íslands. Þorkell Bjarnason (1883). Um fiskiveiðar Íslendinga og útlendinga við Ísland að fornu og nýju. Tímarit hins íslenska bókmenntafélags 4(3-4), Þorleifur Óskarsson (1991). Íslensk togaraútgerð Reykjavík: Bókaútgáfa Menningarsjóðs. Trausti Einarsson (1987). Hvalveiðar við Ísland Reykjavík: Menningarsjóður. Unnsteinn Stefánsson (Ritstj.). (1994). Íslendingar, hafið og auðlindir þess. Vísindafélag Íslendinga. Willson, M. (2016). Seawomen of Iceland: Survival on the Edge. U. of Washington Press. Íslenskur sjávarútvegur Veiðarfæri á Íslandsmiðum 41

44 Ritstjórar Hörður Sævaldsson er lektor við Háskólann á Akureyri (HA). Hann er með BSc gráðu í sjávarútvegsfræði frá HA og MSc gráðu í fjármálum og bankastarfsemi frá Háskólanum í Stirling í Skotlandi, auk skipstjórnarmenntunar. Hörður hefur unnið við sjávarútveg frá blautu barnsbeini, þ.á.m. sem skipstjórnarmaður og við markaðssetningu á búnaði til siglinga og fiskileitar. Hann er umsjónarmaður áfanga um íslenskan sjávarútveg og veiðitækni við sjávarútvegsbraut HA. Áherslur hans í rannsóknum eru fiskiskipaflotinn, stjórnkerfi fiskveiða og markaðir sjávarafurða. Hörður er Vestmannaeyingur að uppruna. Hreiðar Þór Valtýsson er lektor við Háskólann á Akureyri (HA), með BSc gráðu í líffræði frá Háskóla Íslands og MSc gráðu í fiskifræði frá Háskólanum í Bresku-Kólumbíu í Kanada. Hann hefur starfað að ýmsum rannsóknum tengdum hafinu og vann m.a. lengi hjá Hafrannsóknastofnuninni. Þar áður var hann sjómaður og starfaði auk þess fjölmörg sumur í frystihúsi. Hreiðar er brautarstjóri sjávarútvegsbrautar HA og er líka umsjónarmaður áfanga um fiska og lífríki sjávar. Áherslur hans í rannsóknum eru staða fiskistofna og áhrif umhverfisins og fiskveiða á þá. Hreiðar er Akureyringur.

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Skip og útgerð við Ísland

Skip og útgerð við Ísland Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Skip og útgerð við Ísland Hörður Sævaldsson og Hreiðar Þór Valtýsson Vilhelm Þorsteinsson EA-11 siglir inn Eyjafjörð. Mynd: Þorgeir Baldursson

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin

Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar. Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin Lúðan (Hippoglossus hippoglossus) við Ísland og hugmyndir um aðgerðir til verndunar hennar Kristján Kristinsson Hafrannsóknastofnunin Hafrannsóknastofnunin 23 Efnisyfirlit 1 Inngangur 7 2 Líffræði lúðunnar

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Umhverfi Íslandsmiða

Umhverfi Íslandsmiða Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Umhverfi Íslandsmiða Hreiðar Þór Valtýsson Landgrunnið við Ísland og 200 mílna efnahagslögsagan í kringum landið. Grynnsti hluti hafsins er ljósblár

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

2.30 Rækja Pandalus borealis

2.30 Rækja Pandalus borealis Hafrannsóknir nr. 8. Rækja Pandalus borealis Rækja. Veiðisvæði við Ísland árið. Dekkstu svæðin sýna mestan afla (tonn/sjm ). Northern shrimp. Fishing grounds in. The dark areas indicate highest catch (tonnes/nmi

More information

Nytjafiskar við Ísland

Nytjafiskar við Ísland Íslenskur sjávarútvegur Auðlind úr hafinu á alþjóðamarkaði Nytjafiskar við Ísland Hreiðar Þór Valtýsson Tveir þorskar á ferð. Þorskurinn hefur nánast alltaf verið mikilvægasta nytjadýr sjávar við Ísland

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri

Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri Veiðar og vinnsla á lifandi og ferskum humri Guðmundur Heiðar Gunnarsson Vinnsla og virðisaukning Skýrsla Matís 49-09 Desember 2009 ISSN 1670-7192 VEIÐAR OG VINNSLA Á LIFANDI OG FERSKUM LETURHUMRI Titill

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson SAMHERJI HF Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson 1 Efni Fiskveiðar Fiskvinnslan á Dalvík Samkeppni við Noreg Tækifærin Veiðar og Eldi Heimsframleiðsla á fiski Tonn 60.000.000 Veiðar

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson

Tvöföldum verðmætin. Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson Tvöföldum verðmætin Sveinn Margeirsson Páll Gunnar Pálsson Kolbrún Sveinsdóttir Jónas R. Viðarsson Fullvinnsla dæmi um verð 1.000 kg slægður þorskur 430 kg RL/BL flakabitar Þorskbitar í 1 kg pokum 430

More information

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins 1978-2014 Sveinn Sveinbjörnsson Loðnuráðstefna: Háskólanum á Akureyri 5.sept 2014 50 ára saga loðnuveiða catch ('000 tonn) Loðnuveiðar

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason Nr. 10 desember 1998 RF pistlar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI Jónas Bjarnason Los og sprungur í fiski INNGANGUR Íslenskir fiskimenn og fólk í fiskiðnaði hefur lengi þekkt að fersk

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Sæbjúgnaveiði á Íslandi

Sæbjúgnaveiði á Íslandi Sæbjúgnaveiði á Íslandi Verkefnið var styrkt af Nýsköpunarsjóði námsmanna og Sjávarútvegsmiðstöð Íslands sumarið 2010 Höfundur: Eyrún Elva Marinósdóttir, nemandi á auðlindasviði við Háskólann á Akureyri.

More information

Fersk flök flutt í kerum eða kössum?

Fersk flök flutt í kerum eða kössum? s h a p i n g p l a s t i c s b e y o n d t h e o b v i o u s Fersk flök flutt í kerum eða kössum? Sjávarútvegsráðstefnan 2014 21. nóvember 2014 Reykjavík, Iceland Dr. Björn Margeirsson Rannsóknastjóri

More information

Hafrannsóknir nr. 150

Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti 1 Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti: Yfirlit yfir föngun og áframeldi þorsks á árinu 2008 Valdimar Ingi Gunnarsson, Hafrannsóknastofnunin Björn Björnsson, Hafrannsóknastofnunin Elís

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson

Verkefnaskýrsla Rf Október Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi. Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson Verkefnaskýrsla Rf 27-06 Október 2006 Ákvarðanataka og bestun í sjávarútvegi Runólfur Guðmundsson Sveinn Margeirsson Sigurjón Arason Páll Jensson Titill / Title Höfundar / Authors Ákvarðanataka og bestun

More information

Stefán B. Gunnlaugsson. Ögmundur Knútsson. Jón Þorvaldur Heiðarsson

Stefán B. Gunnlaugsson. Ögmundur Knútsson. Jón Þorvaldur Heiðarsson Borgum við Norðurslóð 600 Akureyri Sími 460-8900 Fax 460-8919 rha@unak.is http://www.rha.is ÁHRIF INNKÖLLUNAR AFLAHEIMILDA Á STÖÐU ÍSLENSKRA SJÁVARÚTVEGSFYRIRTÆKJA Maí 2010 Stefán B. Gunnlaugsson Ögmundur

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-029 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Lax-og silungsveiðin 2016 Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson REYKJAVÍK ÁGÚST 2017 Lax-og silungsveiðin

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish

Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish Samanburður á flutningsumbúðum fyrir heilan ferskan fisk / Comparison of transportation bins for whole fresh fish Jónas R. Viðarsson Marvin I. Einarsson Skýrsla Matís 13-18 Október 2018 ISSN 1670-7192

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM

TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM TILRAUNAVEIÐAR Á VANNÝTTUM SKELJATEGUNDUM Verkefni styrkt af Verkefnasjóði sjávarútvegsins 2011 Hreiðar Þór Valtýsson - Háskólinn á Akureyri, Borgir v/norðurslóð, Akureyri, hreidar@unak.is Björn Theodórsson

More information

Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland?

Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland? Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland? Auður Ósk Emilsdóttir Lokaverkefni í sjávarútvegsfræði 2016 Viðskipta- og raunvísindadeild Snjókrabbi (Chionoecetes opilio) við Ísland? Leiðbeinendur: Birgir

More information

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006

Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 2007:2 28. febrúar 2007 Fiskiskipastóllinn í árslok 2006 The fishing fleet at the end of 2006 Samantekt Í lok árs 2006 voru á skrá hjá Siglingastofnun 1.692 fiskiskip og hafði þeim fækkað um 60 frá árinu

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Hagur veiða og vinnslu 2016 Profitability in fishing and fish processing 2016

Hagur veiða og vinnslu 2016 Profitability in fishing and fish processing 2016 1. mars 2018 Hagur veiða og vinnslu 2016 Profitability in fishing and fish processing 2016 Samantekt Hagnaður sjávarútvegsfyrirtækja fyrir afskriftir, fjármagnskostnað og tekjuskatt (verg hlutdeild fjármagns,

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Matfiskeldi á þorski

Matfiskeldi á þorski Matfiskeldi á þorski 87 Matfiskeldi á þorski Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@hafro.is) 1 Björn Björnsson (bjornb@hafro.is) 2 Jón Þórðarson 3 1 Fiskeldishópur AVS, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík 2 Hafrannsóknastofnunin,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN

NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN 06347 Lífríki sjávar Gulllax eftir Vilhelmínu Vilhelmsdóttur NÁMSGAGNASTOFNUN HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN 2 bakuggi sporður GULLLAX veiðiuggi Flokkur Beinfiskar Osteichthyes Ættbálkur Síldfiskar Isospondyli

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

4. Newton s Laws of Motion

4. Newton s Laws of Motion 4. Newton s Laws of Motion dynamics hreyfifræði 107 Newton s law of motion hreyfilögmál Newtons 107 classical (Newtonian) mechanics klassísk (Newtonsk) aflfræði 107 force kraftur 108 contact force snertikraftur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014

ÍSLENSKI SJÁVARKLASINN SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 2014 SJÁVARKLASINN Á ÍSLANDI: EFNAHAGSLEG UMSVIF OG AFKOMA 214 Íslenski sjávarklasinn 215 Útgefandi: Íslenski sjávarklasinn Höfundar: Bjarki Vigfússon, Haukur Már Gestsson & Þór Sigfússon Hönnun forsíðu: Milja

More information

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir

Hreindýrin okkar. Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla. Unnur Birna Karlsdóttir Hreindýrin okkar Fræðsluefni fyrir miðstig og unglingastig grunnskóla Unnur Birna Karlsdóttir 2015 2 Formáli Hér er tekinn saman ýmis fróðleikur um hreindýr á Íslandi, sögu þeirra og lífshætti. Markmiðið

More information

Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar 2012

Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar 2012 Starfsemi Hafrannsóknastofnunarinnar 2012 HAFRANNSÓKNASTOFNUN Mars 2013 2 EFNISYFIRLIT FORMÁLI... 5 STARFSEMIN ÁRIÐ 2012... 8 RANNSÓKNASTARFSEMI... 8 Sjó- og vistfræðisvið... 8 Nytjastofnasvið... 12 Veiðiráðgjafarsvið...

More information

Steinbítur - veiðar, vinnsla, markaðir

Steinbítur - veiðar, vinnsla, markaðir Steinbítur - veiðar, vinnsla, markaðir Eyrún Elva Marinósdóttir Lokaverkefni í sjávarútvegsfræði Viðskipta- og raunvísindasvið 2011 Viðskipta- og raunvísindasvið 2011 Steinbítur - veiðar, vinnsla, markaðir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

BS ritgerð. í Viðskiptafræði. Virðisaukning íslensks sjávarútvegs BS ritgerð í Viðskiptafræði Virðisaukning íslensks sjávarútvegs Betri nýting íslenskra sjávarútvegsfyrirtækja Baldur Jónsson Leiðbeinandi: Ásta Dís Óladóttir, lektor Júni 2018 Virðisaukning íslensks sjávarútvegs

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni!

Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! AMERÍKA 1 Lengsta fjallakeðja á Jörðinni! Meðfram allri vesturströnd Ameríku liggja Cordillerafjöll. Í S-Ameríku eru þau kölluð: Andesfjöll Í N-Ameríku skiptast þau í: Klettafjöll (Rocky Mountains), Strandfjöll

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur IV. Illviðrabálkar Greinargerð 32 Trausti Jónsson Langtímasveiflur IV Illviðrabálkar VÍ-ÚR14 Reykjavík Maí 23 Illviðrabálkur Inngangur Hér er fjallað um ýmislegt varðandi illviðri á Íslandi. Tilraunir eru gerðar til þess

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Main Economic Figures for the U.S. Markaðurinn Despite policy uncertainty, financial conditions

More information

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu

Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu Tilraunaveiðar og nýting gulldeplu Ragnheiður Sveinþórsdóttir Margrét Geirsdóttir Hólmfríður Hartmannsdóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 31-12 Október 2012 ISSN 1670-7192 Tilraunaveiðar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

HNAKKAÞON JANÚAR 2017

HNAKKAÞON JANÚAR 2017 HNAKKAÞON 19. - 21. JANÚAR 2017 Hvernig eykur Vísir fullvinnslu og pökkun á ferskfiski á Íslandi, með aukinni áherslu á neytendapakkningar, og hvernig vegur þú kostnað og ávinning slíkra breytinga? Vísir

More information

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson

Skemmtiferðaskip við Ísland. Úttekt á áhrifum. Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Skemmtiferðaskip við Ísland Úttekt á áhrifum Edward H. Huijbens Kristinn Berg Gunnarsson Rannsóknamiðstöð ferðamála 2014 Útgefandi: Titill: Höfundar: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018

Veiðimálastofnun. Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði Guðni Guðbergsson VMST/15018 VMST/1518 Laxá í Aðaldal Seiðabúskapur, endurheimtur gönguseiða og veiði 214 Guðni Guðbergsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf i Forsíðumynd: Laxá í Aðaldals síðsumars

More information

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða

Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða V e r k e f n a s k ý r s l a til RANNÍS 19-01 Ágúst 2001 Léttsöltun, stöðugleiki og nýting frosinna afurða Áhrif frystingar og léttpæklunar á eðlisog efnafræðilegar breytingar í fiskholdi Kristín Anna

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi

Hagvísir Vesturlands. Börn í sveitum á Vesturlandi ISSN 1670-5556 Vífill Karlsson Hagvísir Vesturlands Skýrsla nr. 1 2015 Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi E F N I S Y F I R L I T Myndir... 1 Töflur... 2 1 Samandregnar niðurstöður... 3 2 Inngangur...

More information

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes

Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes Gagnasöfnun og rekjanleiki hjá Skinney-Þinganes Aukið virði gagna Stefán Hannibal Hafberg viðskipta- og raunvísindasvið Lokaverkefni til B.S. gráðu í sjávarútvegsfræði Auðlindadeild Apríl 2016 Háskólinn

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information