Íslensku þekkingarverðlaunin. Starfið í vetur Íslenski þekkingardagurinn. Leiðir til aukinnar framleiðni

Size: px
Start display at page:

Download "Íslensku þekkingarverðlaunin. Starfið í vetur Íslenski þekkingardagurinn. Leiðir til aukinnar framleiðni"

Transcription

1 Starfið í vetur Íslenski þekkingardagurinn 1. tbl. 35. árgangur 2013 Grætt á grænum viðskiptum Íslensku þekkingarverðlaunin Katrín Olga Jóhannesdóttir var valin viðskiptafræðingur ársins Þrjú fyrirtæki voru tilnefnd til Íslensku þekkingarverðlaunanna, Icelandair, Bláa lónið og Truenorth, og Bláa lónið hreppti hnossið. Forseti Íslands, Ólafur Ragnar Grímsson, afhenti verðlaunin við hátíðlega athöfn í Hörpunni. Leiðir til aukinnar framleiðni

2 2 Leiðari Af hverju félagsaðild? Frá því að ég tók við starfi framkvæmdastjóra Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga hefur algengasta spurningin sem ég hef fengið verið: Af hverju á ég að borga í félagið? Ég hef hingað til byrjað á því að þylja upp afsláttarkjör af hádegisverðarfundum sem og þátttaka í öðrum viðburðum sem eru í boði fyrir félagsmenn. Ég bæti svo við aðgangi að árlegri kjarakönnun sem verður framkvæmd fljótlega og send til félagsmanna í Kjarahag. Einnig má nefna blaðið sem þú ert að lesa núna. Eftir að hafa velt þessu enn frekar fyrir mér er ég komin á aðra niðurstöðu. Öll upptalningin að framan er einungis til að auka enn frekar ágóða félagsmanna. Ástæða þess að fólk á að vera virkur Um FVH meðlimur í Félagi viðskiptafræðinga og hagfræðinga er að með öflugu og sterku fagfélagi aukum við virði menntunar okkar. Félagsmenn hafa varið bæði tíma og peningum í námið að viðbættum fórnarkostnaðinum af því að sitja á skólabekk nokkur misseri í stað þess að stunda vinnu. Til skemmri tíma skipta kennarar, gæði náms og slíkir hlutir miklu máli. Til lengri tíma er það ímynd og virðing fagstéttarinnar sem skapar verðmæti menntunarinnar sjálfrar. Viðhorf okkar til viðskiptafræðimenntunar og hagfræðimenntunar er því mikilvægasti þátturinn í að viðhalda verðmæti menntunar okkar. Við sýnum því viljann í verki með því að að efla fagfélagið okkar. Dögg Hjaltalín, framkvæmdastjóri FVH. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga í fjölmiðlum Alls var fjallað um Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga í íslenskum fjölmiðlum í 83 skipti á árinu Þar af voru tvær fréttir í ljósvakamiðlum, 32 í prentmiðlum og 49 í vefmiðlum. FVH fær mesta umfjöllun í kringum hádegisverðarfundi sína og má segja að hver einasti fundur hafi vakið töluverða athygli í fjölmiðlum. Fjölmiðlavaktin tók þessar niðurstöður saman fyrir Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er fagfélag og er umfjöllun um Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga um 5% af allri umfjöllun um fagfélög. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga er einnig í fimmta sæti yfir þau fagfélög sem fá mesta umfjöllun á eftir Landssamtökum lífeyrissjóða, Samtökum fjármálafyrirtækja, Lögmannafélagi Íslands og Arkitektafélagi Íslands. Á vormánuðum stóð öflugur fundur um sjávarútvegsmál upp úr varðandi umfjöllun um öflugt starf félagsins. Á haustmánuðum vakti fundur um aðskilnað fjárfestingabanka og viðskiptabanka mesta athygli. Umfjöllun netmiðla hefur sífellt meira vægi í heildarumfjöllun og eru nú fréttir af FVH á netinu tæp 60% allra frétta um félagið. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) fagfélagið þitt! Ágæti viðskiptafræðingur/hagfræðingur Við hvetjum þig til að taka þátt í öflugri starfsemi FVH með því að greiða greiðsluseðil. Jafnframt viljum við benda á að fyrirtæki hafa í vaxandi mæli tekið að sér að greiða félagsgjaldið þar sem atvinnurekendur sjá sér hag í því að starfsmenn þeirra eigi kost á öllu því sem er í boði hjá FVH. Aðild að FVH borgar sig! Ávinningur þess að vera félagsmaður FVH: Kjarakönnun FVH. Hvar stendur þú í samanburði við markaðinn? Hvergi er unnin sambærileg könnun á kjörum viðskiptafræðinga og hagfræðinga. Félagsmenn geta skoðað niðurstöður könnunarinnar á innra neti félagsins. Hagur, vandað tímarit FVH, gefið út tvisvar á ári, með greinum er varða starfið og stéttina Hagstæðari kjör á athyglisverða fundi og ráðstefnur 50% afsláttur á Íslenska þekkingardaginn 40% afsláttur á morgun- og hádegisverðarfundi félagsins Frítt á vinnustofur Efling tengslanets í atvinnulífinu Hagstæðari kjör á fjölbreyttri endurmenntun og á ýmsa viðburði Boð í fyrirtækjaheimsóknir Golfmót FVH... og margt fleira FVH býður nýja félaga hjartanlega velkomna í félagið! Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á eða með því að senda póst á Skoðar þú erindi og kjarakannanir FVH á netinu? Ef ekki getur þú nýskráð þig á Ef einhverjar spurningar vakna getur þú sent póst á Ertu örugglega skráður á póstlista FVH? Færðu reglulega póst frá félaginu um það sem er á döfinni? Ef ekki: Skráning á eða með því að senda póst á Hvert er virði framhaldsnáms í viðskiptafræði? Rannsókn um væntingar og ávinning af framhaldsnámi FVH hvetur alla viðskiptafræðinga sem lokið hafa framhaldsnámi til að taka þátt í rannsókn um væntingar og ávinning af náminu. Könnunin er hluti af rannsókn sem er lokaverkefni nemanda í meistaranámi í viðskiptafræði við Háskóla Íslands. Með rannsókninni er leitast við að leiða fram hver eru markmið fólks með framhaldsnámi í viðskiptafræði og hver sé raunverulegur ávinningur af slíku námi. Einnig verður rannsakað hvort námið stenst væntingar nemenda, hvort greinanlegur munur er eftir því hvar námið er stundað, hvort kynbundinn munur er á svörum ásamt fleiri þáttum. Til að niðurstöður verði marktækar er áríðandi að þátttakan verði sem mest. Tekið skal fram að svör við könnuninni eru ekki persónugreinanleg og verða því ekki rakin til svarenda. Vefslóð könnunarinnar er: Einnig er hægt að svara könnuninni með því að fara inn á heimasíðu félagsins, og smella á slóðina þar. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) er framsækið og virt fagfélag háskólamenntaðs fólks á sviði viðskipta- og hagfræða og má rekja sögu félagsins allt aftur til ársins Viðskipta- og hagfræðingar á Íslandi er stór hópur fólks, sem getur haft mikinn slagkraft en félagið er farvegur fyrir hagsmunamál þessa hóps. Meðal þess sem FVH sinnir er að viðhalda fagþekkingu með ýmiss konar fræðslu og endurmenntun, hlúa að kjörum viðskipta- og hagfræðinga með árlegri kjarakönnun og bjóða upp á vettvang til að efla tengsl félagsmanna. Ritstjóri: Dögg Hjaltalín Ábyrgðarmaður: Örn Valdimarsson Ritnefnd: Bjargey Anna Guðbrandsdóttir og Kristján Vigfússon Hönnun og umbrot: Viðskiptablaðið Prentun: Landsprent

3 Óútskýrður launamunur kynjanna innan VR er nú 9,4%. Með Jafnlaunavottun VR geta framsækin fyrirtæki látið gera faglega úttekt á því hvort innan veggja þeirra séu greidd mishá laun fyrir jafnverðmæt störf. Leiðréttum launamun kynjanna. jafnlaunavottun.vr.is VR KRINGLUNNI REYKJAVÍK S F Virðing Réttlæti

4 4 Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, ávarpaði fundinn. Mynd/BIG. Íslenski þekkingardagurinn: Fjárfestingar í ferðaþjónustu Gríðarleg tækifæri Ferðamannastraumurinn hefur aukist stöðugt undanfarin ár og mest vaxandi atvinnugreinin á Íslandi í dag er ferðaþjónustan. Mikilvægt er að styðja vel við frekari fjárfestingar, nýsköpun og ímynd landsins til að auka hagsæld og skapa störf. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga tileinkaði Íslenska þekkingardaginn ferðaiðnaðinum og fékk málsmetandi aðila til að fjalla um hvernig hægt væri að hámarka verðmætasköpunina í greininni. Frummælendur voru meðal annars Steingrímur J. Sigfússon, atvinnuvega- og nýsköpunarráðherra, Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair Group, Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri, Sigurlaug Sverrisdóttir, eigandi og framkvæmdastjóri Ion hótel, og Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka. Fundarstjóri var Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr.is. Björgólfur Jóhannsson, forstjóri Icelandair, fór yfir helstu fjárfestingar félagsins en mesta fjárfestingin liggur í leiðarkerfinu sjálfu. Leifur B. Dagfinnsson hjá Truenorth sagði frá miklum tækifærum sem fælust í kvikmyndalandinu Íslandi. Samstarfsaðilar Íslenska þekkingardagsins voru Vodafone, Eimskip, MP Banki, Samtök atvinnulífsins og Icelandair. Rakel Sveinsdóttir, framkvæmdastjóri Spyr.is, stýrði fundinum af glæsibrag. Sigurlaug Sverrisdóttir, framkvæmdastjóri og eigandi Ion hótel, sagði Svisslendinga fjárfesta í ímynd landsins. Mikilvægt er að styðja vel við frekari fjárfestingar, nýsköpun og ímynd landsins til að auka hagsæld og skapa störf. Ólöf Ýrr Atladóttir ferðamálastjóri segir ferðaþjónustuna skrýtna skrúfu. Björn Ólafsson, framkvæmdastjóri Þríhnúka, kynnti spennandi hugmyndir sem eru á teikniborðinu varðandi Þríhnúkagíg.

5 Já það passar Góðir hlutir koma í mörgum stærðum. Nýi Já.is vefurinn lagar sig að því tæki sem þú skoðar hann í og er jafnþægilegur í notkun á tölvuskjá og í snjallsíma. Þetta er ein af fjölmörgum nýjungum sem gera Já.is notendavænni, aðgengilegri og ítarlegri. Við erum stolt af nýjum vef sem smellpassar fyrir alla. 118 Já.is Stjörnur.is Símaskrá Já í símann i.ja.is í sambandi við allt

6 6 Dagný Pétursdóttir, framkvæmdastjóri Bláa lónsins, og Ása Brynjólfsdóttir, rannsókna- og þróunarstjóri Bláa lónsins, tóku við Íslensku þekkingarverðlaununum. Íslensku þekkingarverðlaunin: Bláa lónið Eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtækið Bláa lónið er eitt stærsta ferðaþjónustufyrirtæki landsins og hefur það meginmarkmið að leiða uppbyggingu heilsutengdrar ferðaþjónustu á Íslandi. Dómnefnd á vegum FVH veitti Bláa lóninu Íslensku þekkingarverðlaunin Sögu Bláa lónsins má rekja aftur til ársins 1976 þegar lón myndaðist í Svartsengi út frá starfsemi Hitaveitu Suðurnesja. Fólk prófaði að baða sig í lóninu og í ljós kom að jarðsjórinn hefur jákvæð áhrif á húðina, ekki síst fyrir þá sem þjást af psoriasis-húðsjúkdómnum. Bláa lónið hf. var stofnað árið 1992 af þeim Grími Sæmundssyni lækni og Edvard Júlíussyni. Frá upphafi hefur verið lögð rík áhersla á rannsókna- og þróunarstarf og unnið markvisst að því að skapa verðmæti úr hinni náttúrulegu auðlind sem jarðsjórinn er, svo sem með uppbyggingu heilsu- og lækningalindar og þróun húðvara. Mikið vatn hefur runnið til sjávar á þessu 21 ári. Bláa lónið er í dag í hjarta Auðlindagarðsins í Svartsengi sem byggir á notkun endurnýtanlegrar orku á sjálfbæran hátt á sem fjölbreyttastan máta. Um 80% þeirra ferðamanna sem koma til Íslands koma í Bláa lónið. Tæplega 600 þúsund gestir Í ræðu Auðar Bjarkar Guðmundsdóttir, formanns dómnefndar FVH, sagði að árið 2011 hefði verið metár í rekstri félagsins og reksturinn 2012 liti út fyrir að verða enn betri. Fjöldi gesta í Bláa lónið árið 2012 var sem er um 30% aukning gesta frá fyrra ári. Nær fullbókað er í Lækningalind Bláa lónsins allt árið og er stór hluti gesta hótelsins erlendur. Með nýrri verðstefnu, betri sölutækni og skipulagðri sölu á öðrum þjónustueiningum, eða krosssölu, hefur fyrirtækið náð verulega bættum árangri. Hjá Bláa lóninu starfa 250 manns og er starfsemi fyrirtækisins á þremur sviðum: rekstur baðstaðar, rekstur lækningalindar og þróun og markaðssetning á Blue Lagoon húðvörum. Stór framleiðandi á húðvörum Í dag eru í vörulínu Blue Lagoon hátt í 30 tegundir og hafa móttökur viðskiptavina verið mjög góðar. Mikil sala á sér stað í gegnum vefverslun Bláa lónsins en kaupendur frá öllum heimshornum eru sumir hverjir fastagestir síðunnar. Bláa lónið er stærsti framleiðandi landsins á húðvörum undir íslensku vörumerki, en söluandvirði félagsins á húðvörunum á síðasta ári er áætlað um 700 milljónir króna. Dómnefnd um þekkingarfyrirtæki ársins var skipuð Sigurði Má Jónssyni, Ástu Þórarinsdóttur, Petreu Ingileif Guðmundsdóttur, Finni Sveinbjörnssyni og Auði, sem veitti henni formennsku. Bláa lónið er stærsti framleiðandi landsins á húðvörum undir íslensku vörumerki, en söluandvirði félagsins á húðvörunum á síðasta ári er áætlað um 700 milljónir króna.

7 Sigrún Ragna Ólafsdóttir Viðskiptafræðingur og löggiltur endurskoðandi MBA frá HR 2007 Forstjóri VÍS MBA-námið í HR uppfyllti mínar væntingar. Það hefur reynst mér afar dýrmætt veganesti í rekstri og stjórnun á ólíkum sviðum atvinnulífsins. Alþjóðlega viðurkennt MBA-nám í hjarta Reykjavíkur Krefjandi stjórnunarnám sem hefur fengið gæðavottun AMBA Association of MBAs. Einungis 3% MBA-náms í heiminum hefur hlotið viðurkenninguna og er MBA-námið við HR eina sinnar tegundar á Íslandi með alþjóðlega gæðavottun. OPIÐ FYRIR UMSÓKNIR TIL 30. APRÍL hr.is

8 8 Katrín Olga Jóhannesdóttir situr í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja og stofnana. Viðskiptafræðingur ársins 2012: Katrín Olga Jóhannesdóttir Brautryðjandi og góð fyrirmynd Við valið horfði dómnefnd meðal annars til þess að Katrín Olga er mjög virk í íslensku atvinnulífi og hefur skilað framúrskarandi árangri í þeim störfum sem hún hefur sinnt. Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) hefur í ellefta sinn valið viðskiptafræðing eða hagfræðings ársins. Katrín Olga er starfandi stjórnarformaður Já upplýsingaveitna, þar sem hún er einn eigenda. Katrín Olga er viðskiptafræðingur frá Háskóla Íslands Hún lauk Cand.Merc prófi frá Odense Universitet 1989 og bætti við námi í Corporate Finance í London Business School Katrín Olga situr í fjölmörgum stjórnum fyrirtækja og stofnana og má þar helst nefna stjórn Viðskiptaráðs, stjórn Ölgerðar Egils Skallagrímssonar, Bankaráði Seðlabanka Íslands, háskólaráði Háskólans í Reykjavík og stjórn Icelandair Group. Þá tók Katrín Olga nýverið að sér varaformennsku í Samráðsvettvangi um leið Íslands til aukinnar hagsældar. Áður starfaði Katrín Olga um árabil sem framkvæmdastjóri hjá Símanum og Skiptum, móðurfélagi Símans. Við valið horfði dómnefnd meðal annars til þess að Katrín Olga er mjög virk í íslensku atvinnulífi og hefur skilað framúrskarandi árangri í þeim störfum sem hún hefur sinnt. Þá hefur hún látið til sín taka í baráttu fyrir aukinni þátttöku kvenna í uppbyggingu og stjórn atvinnulífsins og er þar bæði brautryðjandi og góð fyrirmynd. Það var því mat dómnefndar að Katrín Olga Jóhannesdóttir væri vel að því komin að vera útnefnd viðskiptafræðingur ársins Við val á viðskiptafræðingi eða hagfræðingi ársins er leitað eftir áliti félagsmanna FVH með vefkönnun en endanleg ákvörðun er í höndum dómnefndar. Í dómnefnd sátu Örn Valdimarsson, formaður FVH, Auður Björk Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri hjá VÍS, Jón G. Hauksson, ritstjóri Frjálsrar verslunar, Margrét Guðmundsdóttir, forstjóri Icepharma, og Jafet Ólafsson viðskiptafræðingur. Örn Valdimarsson, formaður FVH og formaður dómnefndar um viðskiptafræðing ársins, tilkynnir valið.

9 Fyrir þá sem vilja takast á við áskoranir MBA námið við Háskóla Íslands er hagnýtt meistaranám í viðskiptafræði fyrir fólk sem stefnir að forystuhlutverki í íslensku atvinnulífi. Námið hefur verið í stöðugri þróun þau 12 ár sem það hefur verið í boði og er rauði þráðurinn í öllum námskeiðum að efla frumkvæði, færni og forystueiginleika nemenda. Nemendahópurinn kemur víða að og hefur mismunandi bakgrunn og má þar m.a. nefna verkfræði, tölvunarfræði, listnám, lögfræði, lyfjafræði, kennslufræði, heilbrigðisfræði, heimspeki, viðskiptafræði, arkitektúr og stjórnmálafræði. Námið er heppilegur valkostur fyrir þá sem vilja takast á við áskoranir í rekstri og stjórnun hvort sem reksturinn miðar að fjárhagslegum ávinningi eða stuðlar að almannahag. Námið er skipulagt samhliða starfi og því geta nemendur unnið með náminu. Persónuleg færni og stjórnendaþjálfun Í leiðtogastarfi reynir ekki síst á skilvirka ákvarðanatöku með tilheyrandi greiningu gagna og mati valkosta. Í MBA náminu er sérstaklega haft að leiðarljósi að nemendur efli persónulega færni og þrói leiðtogahæfileika sína. Uppbygging kennslustunda, hópvinna, val verkefna og þátttaka í umræðum um dæmisögur (cases) eru til marks um það. Nemendur þróa hæfileika sína og atvinnuhæfni á fjölbreyttan hátt, svo sem með þátttöku í námskeiðum, vinnufundum, atburðum á vegum námsins, persónulegu mati, ígrundun eigin framlags og sjálfssýnar á ólíkum sviðum. Að hagnýta fjölbreytta þekkingu Námið byggist á öflugri kennslu og hvata til frumkvöðlahugsunar. Lögð er áhersla á góða, fræðilega og þétta undirstöðu sem ávallt tekur mið af þeirri gerjun sem er í umhverfinu hverju sinni eins og þróun markaða, verðsveiflum, áhrifum nýrrar tækni og breytingum í samskiptum. Mikið er lagt upp úr að nemendur geti í störfum sínum hagnýtt fjölbreytta þekkingu á þeirra starfsvettvangi. Umsjón og kennsla er aðallega í höndum kennara Viðskiptafræðideildar sem hafa áralanga reynslu af kennslu og rannsóknum á íslensku atvinnulífi. Auk þess kenna erlendir gestakennarar í náminu, m.a. í námskeiði sem að hluta til er kennt erlendis. Fjöldi sérfræðinga og stjórnenda úr atvinnulífinu kemur einnig að náminu, bæði innlendir og erlendir. Kennt er að langmestu leyti á íslensku. Ellefu ár eru nú liðin frá því fyrstu MBA nemendur brautskráðust frá Háskóla Íslands og hafa samtals liðlega 400 nemendur lokið námi. Á þessum tíma hefur skólinn unnið markvisst að því að bæta starf sitt á öllum sviðum, setja sér krefjandi markmið og fylgja þeim fast eftir. Taktu skrefið Halldór Halldórsson er einn þeirra fjölmörgu sem hafa innritast í MBA námið. Hann lauk náminu síðasta vor. Hann lýsir reynslu sinni með þessum orðum: Þetta var í raun æðisleg tilfinning og algjör sjálfsendurnýjun. Maður hefur gott af þessu, að breyta svona rækilega til. Sjálfur hafði ég starfað sem bæjarstjóri í tólf ár þannig að það var kominn tími á breytingar. Strax á fyrstu önn vann ég að verkefni í tengslum við nýstofnað fjölskyldufyrirtæki mitt og systkina minna sem þjónustar ferðamenn á Vestfjörðum. Seinna í náminu vann ég í hópvinnu að verkefni í tengslum við markaðsgreiningu fyrir sama fyrirtæki. Oft þurftum við hins vegar að leita til fyrirtækja vegna verkefna en uppistaðan í náminu er verkefnavinna og hópavinna. Halldór Halldórsson Formaður Sambands íslenskra sveitarfélaga Félag MBA frá Háskóla Íslands Brautskráðir nemendur hafa myndað félag sem stuðlar að faglegum og félagslegum ávinningi þeirra sem hafa útskrifast og hafa þannig stutt við framgöngu námsins, t.d. með námskeiðahaldi, fundum og heimsóknum í fyrirtæki eða stofnanir.

10 10 Aukin framleiðni einstaklinga: Virkjum nýtt afl í íslensku atvinnulífi Íslenskur forsíðuveruleiki Guðrún Högnadóttir Rekstrarkostnaður bankanna hefur aukist um 3 Landspítalafjárlög frá hruni stendur í stríðsfyrirsögn á forsíðum fréttamiðla. Framlegð íslenskra vinnustaða er allt að 46% lægri en hjá nágrönnum okkar í nokkrum atvinnugreinum og almennt um 26% undir frammistöðu norrænna frænda okkar að mati ráðgefandi úttektaraðila (McKinsey&Company, 2012). Álag á vinnustöðum eykst, streitan magnast enn dag frá degi, verkefnum fækkar ekki og við höldum áfram af sama dugnaði og elju og forfeður okkar, brettum upp ermar og látum ekki deigan síga. Á sama tíma sjáum við merki um að það hriktir í stoðunum, óánægja eykst, kjararaddir krauma, stolt og ánægja á íslenskum vinnustöðum fer minnkandi (VR, 2012) og ekki styttast biðlistar þeirra sem veita útbrunnum skjól og endurhæfingu. Þetta eru staðreyndirnar í upphafi annars ársfjórðungs Það er líka staðreynd að ekki fækkar verkefnum eða ábyrgð þeirra starfsmanna sem lækna og líkna fólk og fjármálakerfi. Óeigingjarnt vinnuframlag dugnaðarforka frumkvöðla, bjargvætta og hugsjónarmanna og kvenna knýr íslenskt efnahagslíf áfram. Við vinnum ótrúlega mikið allt að stundir árlega samanborið við tíma meðalstarfsmanns í Noregi (McKinsey&Company, 2012). Hvað greinir á milli þessa frændþjóða? Eru það auðlindir, aðstæður, menning eða mannfæð sem gerir það að verkum að frændur okkar afkasta meira en vinna samt minna en við? Hagur og heilsa þjóðar Þegar við leitum leiða til að auka framleiðni og bæta hag og heilsu þjóðar, er eðlilegt að líta til tækifæra í slagkrafti klasa (Porter, 2012), heildarskipulags vinnustaða, reyna að fanga virði með því að endurskoða ferli, kaupa ný kerfi eða kreista fram stærðarhagkvæmni með sameiningum. En það sem virðist okkur Íslendingunum eðlislægara er einfaldlega að setja undir sig hausinn og mæta fyrr, bregðast við fleiri póstum, sækja fleiri fundi, lesa fyrstu skýrslur dagsins yfir hafragrautnum, fá tengdó til að sækja börnin enn og aftur, lengja vinnudaginn um nokkra tíma, taka heim með okkur bunkann með skyndibitanum og skella inn enn einum laugardeginum í að reyna að klóra okkur fram úr verkefnunum. Vinna meira. Og meira. Meira í dag en í gær. Er ekki tími kominn til að tengja? En er ekki tími til kominn að vinna minna, klára verkin og sækja fram með klókari hætti? Mesta tækifæri til farsæls reksturs þegar hvorki er hægt að tjónka við verð né kostnað, liggur í því að auka framleiðni með snjallari vinnubrögðum (Madigan, 2002). Þrátt fyrir byltingu í tölvuvæðingu, hefur framleiðni ekki aukist í takt við væntingar eða fjárfestingu (Cox, 2011). Þegar upp er staðið byggir framleiðni þó að mestu leyti á þér og mér. Hvernig við nýtum okkar tíma, hvað við setjum í forgang og hverju við afköstum. Það er framlag og hugsun starfsmanna sem býður upp á bestu tækifærin til framfara á þekkingaröld. Iðnvæðingin kallaði á hraða í verkum með vöðvamassa, nýjum tækjum og framleiðslulínum. Þekkingarvæðingin kallar á hugvit í verkum og að virkja sjálfan heilann með allt öðrum hætti. Hvað vitum við? Starfsmenn eyða almennt minna en helmingi vinnutímans (um 40%) í verk sem tengjast með beinum hætti mikilvægustu markmiðum vinnustaðarins (Covey, 2011) 90% af stjórnendum eru svo afvegaleiddir (distracted) eða aftengdir markmiðum ( rugla saman sprikli [frenetic motion] við uppbyggilegt starf ) að tekið er eftir fyrir hversu litlu þeir afkasta ( unproductive busyness ) (Bruch, 2002) Aðeins 37% aðspurðra segjast forgangsraða þannig að mikilvægustu verkefnin fái tíma og athygli og aðeins 17% aðspurðra segjast skipuleggja hvern vinnudag fyrirfram. (Covey, 2011) Daglega erum við kaffærð í tölvupóstum, SMS-um, fundarsetu, fyrirspurnum, erindum og erum að drukkna í upplýsingum. Ímyndaðu þér hvernig þú gætir margfaldað afköst þín ef þú skipulegðir hverja viku fyrirfram, tækir frá tíma bara í mikilvægu verkefnin og nýttir tæknina í raun í þína þágu. Notaðu heilann, maður! Rannsóknir sem koma úr smiðju taugasálfræðinga sýna að starfsmenn nú til dags eru spólandi í viðbragðsgír, firrtir af athyglisbresti og örvinglaðir í áreitum dagsins (Edward M. Hallowell, 2011). Við erum í raun að vinna með fornum hluta heilans sem þjónar frumstæðum tegundum á við ánamaðka og krókódíla og byggir einfaldlega á því að bregðast stöðugt við áreitum. Svaraðu tölvupóstinum mættu á fundinn segðu örugglega já við öllu! Mannskepnan hefur þó þróað með sér framhluta heilans, þar sem skynsemin, rökhyggjan, skipulagið og öguð framkvæmd býr. Sá hluti virðist, því miður, vera vannýttur í öllum áreitum dagsins. Svo vannýttur að við höfum þróað með okkur nýja fíkn. Sú árátta að teygja sig stöðugt í snjallsímann og taka stöðuna: Er ekki örugglega einhver að senda mér póst? Er ég ekki örugglega til? er orðin sterkari fíkn en að teygja sig í sígarettu. Aðeins 37% aðspurðra segjast forgangsraða þannig að mikilvægustu verkefnin fái tíma og athygli og aðeins 17% aðspurðra segjast skipuleggja hvern vinnudag fyrirfram.

11 11 Settu markið hátt í ár og tengdu þig við æðri tilganginn í hverju verkefni. Í hverju hlutverki. Vertu til fyrirmyndar. Og uppskerðu sem aldrei fyrr! Hvað er til ráða? Hvernig eigum við að skapa tóm til að hugsa, að nota alla þessa þekkingu, beita skynsemi og rökum til að gera góða hluti enn betur? Staðreyndin er sú að öll eigum við val. Val um hvernig við stjórnum okkar ákvörðunum, tíma, tækni og orku. Á vinnustofum um framleiðni sameinum við klassískar kenningar um árangursstjórnun og nýjustu rannsóknir á sviði taugavísinda sem hjálpa þátttakendum að stjórna betur ákvörðunum sínum, athygli og orku. Þannig ná þeir að einbeita sér að réttum verkefnum, halda fókus og hámarka afköst sín og árangur í lífi og starfi. Með því að vanda val okkar, velja að verja okkar tíma, athygli og orku í fá afgerandi og verðmæt verkefni, og fara að nota aftur skynsemi má ná fram framúrskarandi árangri í dagsins önn. Með forgangsröðun, ró og yfirvegun og tryggð við meginmarkmið getum við leyst úr læðingi sömu hlutfallslegu umbætur sem forfeður okkar upplifðu á tíma iðnbyltingarinnar. Þetta eru valkostirnir fimm: 1) Sinntu því mikilvæga ekki stjórnast af áreitinu 2) Vertu framúrskarandi ekki sætta þig við meðalmennsku 3) Skipulegðu stóru steinana ekki róta í mölinni 4) Stjórnaðu tækninni ekki láta hana stjórna þér 5) Kyntu eldinn ekki brenna út. Nokkur ráð í dagsins önn Nú loks er almenningi að opnast aðgangur að stórkostlegum rannsóknum um mannsheilann. Þetta móðurborð mannslíkamans hefur verið okkur hulin ráðgáta en nú hrannast upp rannsóknir sem varpa skýrara ljósi á það hvernig þessi hlaupkenndi massi vinnur stórkostleg kraftaverk á hverri millisekúndu. Hér á eftir fylgja nokkur ráð úr bókum meistaranna: Segðu nei og meintu það! Við erum ofsótt af áreitum í dagsins önn og reynum í okkar dugnaði að bregðast við þeim öllum. Svara tölvupóstum í tugatali fyrir hádegi, sækja fundina tuttuguogsjö fyrir vikulok, taka samtölin, skila skýrslunum, sækja börnin, sprikla, halda dauðataki í snjallsímann sem gæti hringt, hrist eða hríslað inn nýjum fyrirmælum sem við að sjálfsögðu fylgjum. Háð þessu viðbragðsástandi fornheilans (sem kenndi okkur að flýja eða berjast) í stað þess að nota nýrri hluta heilans (rökhyggju, skynsemi og visku). Í góðu tómi taktu þér tak og tengdu þig við það sem er þér í raun mikilvægt. Staldraðu við og spurðu þig hversu mikilvægt er þetta? En ekki: hversu áríðandi er þetta? Og sinntu mikilvægu málunum af ákafa. Láttu hin áreitin eiga sig. Leiktu hlutverkið til fulls Lífið er margbreytilegt. Við lifum og hrærumst í mörgum hlutverkum dags daglega. Við erum foreldrar, starfsmenn, íþróttaþjálfarar, stjórnarmenn, dætur, vinir, nemar. Rannsóknir sýna að heilinn nær betur tökum á veruleikanum ef við hugsum skipulega í hólfum. Líkt og leikari á sviði. Eitt hlutverk af fullri sannfæringu í einu. Taktu þér stund og skilgreindu þín hlutverk. Takmarkaðu fjölda þeirra við 5-7. Og hafðu síðan kjarkinn til að stíga að fullu inn í það hlutverk í hvert sinn sem lífið kallar á það. Hættu að vera öllum allt. Horfðu til stjarnanna Skoraðu á þig í ár ekki sætta þig við meðalmennsku. Hverjar eru þínar fyrirmyndir? Hvernig lítur fullkominn heimur út? Ætlar þú að feta í fótspor forgöngumanna eða ætlar þú að teygja þig til stjarnanna og ná þannig til tunglsins? Hafðu kjarkinn til að standa á öxlum þeirra bestu. Settu markið hátt í ár og tengdu þig við æðri tilganginn í hverju verkefni. Í hverju hlutverki. Vertu til fyrirmyndar. Og uppskerðu sem aldrei fyrr! Ræktaðu heilann Það er svo merkilegt að þeir þættir sem heilinn þarfnast til að vaxa og dafna og þjóna okkur betur eru þeir þættir sem við erum stöðugt minnt á en gefum okkur því miður of sjaldan tíma til að sinna vel. Fyrst og fremst er brýnt að næra heilann vel með hollri fæðu á við lýsi, vatn og hollt grænmeti. Í öðru lagi er það heilanum lífsnauðsynlegt að við hreyfum okkur. Og í þriðja lagi að við nærum heilann með því að staldra við og finna okkar ró. Rannsóknir taugasálfræðinga undirstrika að hvíld og ró og meðvitund er heilanum lífsnauðsynlegt. Skapaðu þér stund reglulega til að tengja. Við Íslendingar stöndum frammi fyrir stórkostlegu tækifæri til að leysa úr læðingi nýja krafta atvinnulífsins og heimilanna með nýrri hugsun. Við búum að sögulegum kjarki og dugnaði sem mun þjóna okkur í næstu sókn, en við þurfum að taka ákvörðun um skipulag, samstarf og starfshætti til að beisla þann kraft sem í okkur býr. Heimildir Bruch, H. a. (2002). Beware the Busy Manager. Harvard Business Review, 10. Covey, S. (2011). FranklinCovey Aggregate 360 assessments. Salt Lake City: FranklinCovey. Cox, L. (2011). IT and Productivity. MIT Technology Review, 4. Edward M. Hallowell, M. (2011). Shine: Using Brain Science to Get the Best from Your People. Boston: Harvard Business Press. Madigan, J. C. (18. Feb 2002). US productivity: galloping to the rescue once again. BusinessWeek Online. McKinsey&Company. (2012). Charting A Growth Path for Iceland. McKinsey Scandinavia. Porter, M. (2012). Clusters, Convergence, and Economic Performance. Harvard Business Review, 49. VR. (2012). Fyrirtæki ársins.

12 12 Aukin framleiðni í fjármálaþjónustu Of stórt og dýrt bankakerfi Finnur Sveinbjörnsson Ítrekað hefur verið bent á að íslenska bankakerfið sé of stórt og dýrt miðað við þarfir þjóðarinnar. Óhagræðið í bankakerfinu kemur fram í hærri vöxtum og þjónustugjöldum en ella. Það skerðir samkeppnishæfni íslenskra fyrirtækja og rýrir lífskjör almennings. Erlendur banki á Íslandi Í McKinsey-skýrslunni frá 2012 er bent á mikilvægi samkeppni í bankaþjónustu á Íslandi og að besta leiðin til að efla hana sé innkoma erlends aðila. Ég tel ólíklegt að það gerist. Til þess eru erlendir bankar of uppteknir af eigin vandamálum auk þess sem tækifærin á íslenskum örmarkaði virðast ekki spennandi. Mun vænlegra er fyrir erlenda banka að fleyta rjómann af íslenska markaðnum með því að veita stórum íslenskum aðilum þjónustu frá London, Frankfurt, Kaupmannahöfn, Ósló eða Stokkhólmi. Erlend samkeppni af því tagi mun veita íslenskum bönkum aðhald í stórviðskiptum en ekki í viðskiptum þeirra við almenning og smá og meðalstór fyrirtæki. Samruni tveggja banka Arion banki, Íslandsbanki og Landsbankinn bera höfuð og herðar yfir keppinauta sína. Því mætti ætla að auðveldasta leiðin til að minnka bankakerfið og auka hagræði væri að sameina tvo af þessum bönkum. Með nokkurri einföldun má segja að slíkur samruni fæli í sér að öðrum bankanum væri hreinlega lokað og öll viðskipti og hluti starfsfólks flutt í hinn. Þetta yrði sparnaður upp á milljarða króna og hagkvæmnin færi loks að nálgast það sem þekkist annars staðar á Norðurlöndum. Samruni tveggja stórra banka er þó ekki líklegur. Samkeppniseftirlitið hefur tjáð með skýrum hætti í skýrslum og ákvörðunum á liðnum árum að slíkur samruni sé ekki rétta leiðin til að auka hagræði í bankakerfinu. Eftirlitið telur að hann leiði til of mikillar samþjöppunar, markaðsráðandi stöðu og raski samkeppni á flestum undirmörkuðum fyrir fjármálaþjónustu. Úr viðjum hugarfarsins Í mörgum framleiðslu- og þjónustugreinum um heim allan hefur orðið bylting í hugsunarhætti, vinnubrögðum og kostnaði. Stundum byggist þetta á tæknibreytingum en oftar en ekki á því að einbeittur einstaklingur brýst úr viðjum hugarfarsins og skorar á hólm viðteknar grundvallarforsendur í viðkomandi grein. Bankar hafa sannar lega nýtt tæknibreytingar en þeir eru að ýmsu leyti enn fastir í sama farinu. Fyrr en síðar mun þó birt ast bankaígildi Herbs Kelleher, Steve Jobs eða Jeffs Bezos. Fjölmargar leiðir til hagræðingar Þegar grannt er skoðað eru fjölmargar leiðir til að auka hagræði í bankakerfinu og draga úr kostnaði. En til að ná umtalsverðum árangri þarf bæði djörfung og að hugsa út fyrir rammann, ekki ósvipað og fjölmörg íslensk fyrirtæki hafa þurft að gera á liðnum árum. Uppgjör stóru bankanna þriggja og skýrslur Samkeppniseftirlitsins sýna að laun og upplýsingatækni vega langþyngst í rekstri þeirra. Eins má álykta af uppgjörum þeirra að kostnaður við rekstur viðskiptabankasviðs að meðtalinni hlutdeild í sameigin legum kostnaði nemi 40-50% af öllum rekstrarkostnaði. Það gefur því auga leið að kostnaður bankanna mun ekki lækka að ráði nema þessum kostnaðarliðum verði í engu hlíft. Nútímalegir stjórnunarhættir eins og straumlínustjórnun og ýmsar sparnaðaraðgerðir hafa væntanlega þegar skilað bönkunum einhverjum ávinningi. Ekki má vanmeta það. En meira þarf til: Gagnrýnið mat á þjónustustigi. Má stytta opnunartíma? Er vöruog þjónustuframboð of mikið og flókið? Er verið að reyna að höfða til allra? Er afgreiðsluhraði óþarflega mikill? Gagnrýnið mat á kostnaði. Má úthýsa meiru af upplýsingatækni og annarri stoðþjónustu til sérhæfðra þjónustufyrirtækja? Er húsnæði of stórt og fínt? Eru laun og önnur starfskjör almennt of góð? Er aðbúnaður starfsfólks og tækjakostur óþarflega góður? Er afgreiðsla mála of flókin, verkferlar of langir? Fer of mikil orka og kostnaður í innri mál, þ.e. að halda bönkunum gangandi sem fyrirtækjum? Gagnrýnið mat á þörf á útibúum og hlutverki þeirra, sérstaklega í ljósi þess hversu stór hluti af greiðslumiðlun er rafrænn. Eru útibú á höfuðborgarsvæðinu of mörg? Eru útibú miðuð við þjóðfélags- og viðskiptahætti sem tíðkast ekki lengur? Má nota bankabíl og erindreka? Bankinn til fólksins fremur en fólkið til bankans? Samtvinnun höfuðstöðva og útibúa. Má einfalda starfsemi útibúa og nýta þess í stað starfskrafta höfuðstöðva í auknum mæli við afgreiðslu mála í útibúum? Má nýta hljóð- og myndsambönd og aðrar rafrænar samskiptaleiðir meira í samskiptum við viðskiptavini? Samtvinnun dreifi- og samskiptaleiða, rafrænna lausna og mannlegra samskipta. Sívaxandi fjöldi landsmanna er orðinn vanur því að sinna öllum helstu viðskiptum og samskiptum með rafrænum hætti og hefur horn í síðu fyrirtækja sem ætlast til annars. Vantar hvatann? Bankakerfið er á tímamótum. Síðustu ár hefur endurmat á yfirteknum eignum úr bankahruninu skilað umtalsverðum hagnaði. Sá tími er að líða. Lánsfjáreftirspurn eykst hægt og bankarnir finna fyrir aukinni samkeppni frá hlutabréfa- og skuldabréfamarkaði. Kröfur eftirlitsaðila verða sífellt þyngri. Rekstrarkostnaður fer vaxandi. Banka sem lætur eins og ekkert sé bíður óþægileg framtíð. Það er hlutverk stjórna bankanna í umboði hluthafa að móta raunsæja framtíðarsýn og búa bankana undir hana. Það er hlutverk þeirra að setja stjórnendum metnaðarfull umbreytingar- og hagræðingarmarkmið og fylgja þeim fast eftir. Á þetta kann að hafa skort, kannski vegna þess að ríkið og tvö þrotabú eru ekki nógu kröfuharðir eigendur. Höfundur er hagfræðingur, stjórnarmaður og ráðgjafi og fyrrverandi bankastjóri Compared with peers, there seems significant scope for cost consolidation and increased productivity within the Icelandic banking sector. McKinsey & Company (2012): Charting a Growth Path for Iceland. [V]issulega megi taka undir það að bankakerfið sé í heild sinni of stórt og það muni að öllum líkindum minnka eitthvað á næstu árum. Birna Einarsdóttir, bankastjóri á vef Viðskiptablaðsins 28. desember 2012

13 VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD Viltu bæta við þekkingu þína? Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands býður upp á fjölbreytt, krefjandi og metnaðarfullt framhaldsnám. Þú getur valið um 9 námsleiðir í framhaldsnámi: MS í fjármálum fyrirtækja MS í mannauðsstjórnun MS í markaðsfræði og alþjóðaviðskiptum MS í stjórnun og stefnumótun MS í viðskiptafræði MA í skattarétti og reikningsskilum M.Acc. í reikningshaldi og endurskoðun PhD í viðskiptafræði MBA í viðskiptafræði Umsóknarfrestur í meistaranám er til og með 15. apríl. Hægt er að sækja um rafrænt á Umsóknarfrestur í MBA nám er 5. júní, sjá nánar á VIÐSKIPTAFRÆÐIDEILD

14 14 Aukin framleiðni í ferðaþjónustu Margir drifkraftar sem geta skapað aukna framleiðni Erna Hauksdóttir Við Íslendingar erum stundum minntir á að framleiðni og almenn frammistaða hér á landi sé lakari en í þeim löndum sem við berum okkur helst saman við. Okkur hnykkti t.d. við niðurstöðu McKinsey-skýrslunnar sem kom út á síðasta ári og fjallaði um stöðu íslenska hagkerfisins og framtíðarmöguleika. Þar sagði að framleiðni vinnuafls væri 20% minni á Íslandi en í nágrannalöndum okkar og að raunvöxtur á Íslandi hefði verið minni síðastliðin 30 ár en í nágrannalöndunum. Þessi niðurstaða gengur áreiðanlega í berhögg við ætlan margra landsmanna og þá er spurningin hvort við ætlum í vörn eða líta á þetta sem tækifæri til sóknar. um við að því? Fyrirtækjum sem bjóða ódýrar lausnir hefur fjölgað talsvert auk þess sem leyfislaus og svört fyrirtæki spretta eins og fíflar í túni. Með því móti munu tekjur pr. ferðamann ekki aukast. Það eru þó fjölmörg fyrirtæki sem skapa verðmæta vöru og leita sífellt leiða til að gera hana verðmætari. Þau fyrirtæki þarf að hvetja með öllum ráðum og skapa jarðveg svo þau geti blómstrað. Við höfum fengið ráðstefnuaðstöðu á heimsmælikvarða og það mun kalla á aukningu í vandaðri gistingu og afþreyingu svo dæmi séu tekin en ráðstefnugestir eru taldir eyða tvöfalt meira en aðrir gestir að meðaltali. Þarna vantar okkur samt betri upplýsingar og rannsóknir. Síaukið ráðstefnuhald Íslendinga gefur þar að auki mikil tækifæri til að efla tengslanet fyrirtækja og stofnana. Alls kyns hvataferðir, ævintýraferð sem var nýlega settur á laggirnar hjá Ferðamálastofu í samstarfi við greinina o.fl. Horft er til þess að innan fárra ára verði meirihluti fyrirtækja í ferðaþjónustu þátttakendur í því kerfi. Það má telja upp ótal margt sem styrkir ferðaþjónustuna og telst til áframhaldandi tækifæra. Styrkur ferðaþjónustunnar er m.a. beint flug til mjög margra áfangastaða, t.d. rúmlega 50 áfangastaða yfir háönn, sem þykir með ólíkindum hjá svo fámennri þjóð en fyrir allt atvinnulíf á Íslandi skiptir það sköpum. Hóflegir og skynsamir kjarasamningar leika stórt hlutverk í að bæta framleiðni og samkeppnishæfi fyrirtækja. Aukið samstarf fyrirtækja hefur jákvæð áhrif en víða er unnið að því. Það má bæta við áhrifaþáttum sem fyrir tækin hafa lítil áhrif á s.s. gengi íslensku krónunnar, samgöngur og veðurfar. Margir drifkraftar Ferðaþjónusta verður sífellt mikilvægari í þjóðarbúskap Íslendinga og hefur helmingi meira vægi þegar litið er til þjóðarframleiðslu en gerist í nágrannalöndum okkar auk þess sem hún skapar 19-20% alls gjaldeyris hér á landi. Í þjónustugrein eins og ferðaþjónustunni eru margir drifkraftar sem skapað geta aukna framleiðni og þarf að skoða hvern og einn. Það verður ekki gert í stuttri grein en tæpt á þeim helstu. Fyrst skal telja virkt samkeppnisumhverfi. Samkeppni krefst þess af fyrirtækjum að þau leiti leiða til að verða sem samkeppnishæfust og það krefst oft nýrrar hugsunar; hagræða þarf í rekstri, vinna þarf að nýsköpun og vöruþróun í fyrirtækinu, bæta frammistöðu stjórnenda og starfsfólks og nýta e.t.v. betur þá tækni sem fyrir hendi er, ekki síst upplýsinga- og samskiptatækni. Þar að auki er mikilvægt að greinin búi við samkeppnishæft rekstrarumhverfi og virkt stoðkerfi. Stoðkerfi ríkisins er umfangsmikið og má t.d. nefna skóla- og fræðslustofnanir og rannsóknarstofnanir, Rekstur stoðkerfisins kostar mikið og því er brýnt að starfsemin haldist í hendur við þróun atvinnugreinarinnar og að það sé virkt, einfalt og auðskiljanlegt. Þarna þarf sums staðar að taka til hendinni s.s. í rannsóknarþættinum. Það er ennfremur mikill fjöldi lítilla fyrirtækja um land allt sem vantar oft sárlega þekkingu og ráðgjöf. Skoða þarf hvort fámennum og dreifðum stofnunum sem sinna þessari ráðgjöf verði betur komið fyrir með öðrum hætti. Það er mikið rætt um að það þurfi að laða að ferðamenn sem eyða miklu. Það er auðvitað góð hugmynd en hvernig stuðl ir og svokallaðar vellíðunarferðir laða að velborgandi ferðamenn og það þarf að hlusta eftir þörfum þessara fyrirtækja. Það er t.d. mikil þörf á góðum markaðsrannsóknum því það er mjög mismunandi hverju ferðamenn frá hinum ýmsu mörkuðum hafa áhuga á og hversu miklu þeir eru tilbúnir að eyða í ferðinni. Markaðsrannsóknir eru hluti þess sem við viljum sjá í verkfærakistu ferðaþjónustunnar en að því verkefni er unnið. Jafna árstíðasveifluna Mikilvægur þáttur við að auka framleiðni er að jafna árstíðasveifluna svo fjárfestingin og í raun allir framleiðsluþættir nýtist sem best og þar með batnar arðsemi fyrirtækjanna. Margt fylgir s.s. fleiri heilsársstarfsmenn en það kallar á fjárfestingu í menntun og þjálfun auk þess sem meiri reynsla byggist upp í fyrirtækinu. Það er unnið að aukinni vetrarumferð með verkefninu Ísland allt árið og hefur ferðamönnum fjölgað verulega yfir vetrartímann þótt það njóti ekki allir þeirrar aukningar. Sums staðar virðist ekki lögð á það áhersla. Aukin gæði skapa verðmætari vöru og flestir ferðamenn sækjast eftir auknum gæðum. Það er unnið í þá átt með starfsemi Vakans Við þurfum að móta ferðamálastefnu til framtíðar á annan hátt en hingað til hefur verið gert. Það þarf aðgerðarhóp á bak við stefnuna en sumt í fyrri stefnum hefur aðeins verið orð á blaði þótt ýmislegt hafi verið vel gert. Það þarf til dæmis að móta skattaumhverfið svo ekki sé hætta á að tillögum um stórhækkanir skatta sé skellt framan í atvinnulífið með litlum fyrirvara. Það er auðvitað ekki boðlegt. Ennfremur er rannsóknarþættinum lítill gaumur gefinn þrátt fyrir að hann sé í stóru hlutverki í hinni opinberu Ferðamálaáætlun. Ljóst er að rannsóknir á framleiðni í íslenskri ferðaþjónustu eru skammt á veg komnar og mikið verk óunnið jafnt þar sem annars staðar í rannsóknarþættinum. Án rannsókna vitum við ekki hvar við erum eða hvert við ættum að fara. Það eru því ótal tækifæri til að auka verðmæti og þá framleiðni í ferðaþjónustunni. Þar sem hæft starfsfólk ákveður að mestu samkeppnishæfi fyrirtækja og þá greinarinnar í heild er mikilvægast að efla þekkingu og starfsþjálfun starfsfólks og stjórnenda. Þar eru tækifæri til framtíðar. Höfundur er framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar Alls kyns hvataferðir, ævintýraferðir og svokallaðar vellíðunarferðir laða að velborgandi ferðamenn og það þarf að hlusta eftir þörfum þessara fyrirtækja.

15 auðveldar smásendingar e. Í STÓRUM SKIPUM RÚMAST LÍKA SMÆRRI SENDINGAR ebox er ný, þægileg og einföld lausn til að flytja minni sendingar frá Evrópu til Íslands. Á ebox.is er reiknivél sem segir þér á augabragði hver flutningskostnaðurinn er. Traust og áreiðanlegt leiðakerfi Eimskips á Norður-Atlantshafi tryggir að sendingin þín kemur heim með fyrstu ferð. Auðvelt og fljótlegt. F Í T O N / S Í A Eimskip Korngörðum Reykjavík Sími

16 16 Ingólfur Arnarson RE 201 kemur til landsins þann 17. febrúar Mynd/Sjóminjasafn Íslands Fjárfestingarþörf í íslenskum sjávarútvegi Heimild: Landsbanki Íslands Aukin framleiðni í sjávarútvegi Ræs! nú er lag Árin eftir efnahagshrunið hafa að mörgu leyti verið sjávarútvegi á Íslandi hagfelld. Veiking krónunnar styrkti samkeppnishæfni sjávarútvegsins verulega og jafnvel þó að flest fyrirtækin hafi komið undan hruninu með stökkbreyttan og veikan efnahag þá hafa jákvæð ytri rekstrarskilyrði víðast hvar snúið blaðinu við. Árin 2010 og 2011 voru þó sérlega hagfelld ár fyrir sjávarútveginn. Mörg minni fyrirtæki innan sölu- og markaðsstarfs, svo sem Sæmark, Danica Seafood og Marz Seafood, gerðu áhugaverða hluti og virðast hafa náð að skapa sér sterka fótfestu síðustu ár. Þetta voru einnig sérstaklega góðir tímar hjá útgerðinni og má þar nefna Ísfélag Vestmannaeyja sem skilaði rúmlega annarri hvorri krónu í framlegð Samherjafélögunum virðist einnig hafa gengið vel, bæði innan lands og utan, og eina skráða útgerðarfélagið, HB Grandi, skilaði metafkomu. Rekstrartekjur Austevoll Seafood ASA og HB Granda hf Heimild: Byggt á ársreikningum Austevoll Seafood ASA og HB Granda. Kjartan Ólafsson Við sem höfum verið til sjós (og unnið í íslenskum bönkum) vitum að á eftir öldutopp kemur öldudalur. Árið 2013 verður um margt viðsjárvert þar sem vænta má lækkunar á bolfiskiverði og almennrar sölutregðu á mörkuðum vegna efnahagsástandsins á mikilvægum mörkuðum. Haftaumhverfið, aukin skattlagning og erfiður aðgangur að fjármagni mun einnig þyngja róðurinn þrátt fyrir væntanlega magnaukningu í þorski. Margt í af því sem forystumenn í íslenskum sjávarútvegi aðhafast nú er til eftirbreytni og til þess fallið að bæta framlegð næstu árin. Aðkoma stjórnvalda með skýrum skilyrðum og rammaáætlunum skiptir sköpum varðandi það hvernig skuli staðið að framleiðniauka og framtíðarþróun sjávarútvegs. Það eru fyrst og fremst fjórir þættir sem ég vil nefna hér sem munu auka framleiðni í sjávarútvegi á næstu árum: endurnýjun skipaflotans, menntun, samhæft sölu- og markaðsstarf og fiskeldi. Aukin áhersla á nýtingu aukaafurða hefur einnig skapað tækifæri og áhugavert og jákvætt er að sjá grósku á því sviði þó að ekki sé sérstaklega vikið að því í þessari samantekt. Ég nefni hér ekki sérstaklega fiskveiðistjórnunarkerfið, aðgang að fjármagni eða umhverfismál heldur kýs að líta svo á að einmitt þessir stóru þættir séu liður í þeirri sýn og stefnumörkun sem kallað er eftir. Menntun Flest útgerðarfyrirtækin í strandbyggðum við Norður-Atlantshaf eru í dag að mestu í eigu fjölskyldu/na. Stjórnendateymi litast af þeim sökum oft af eignar- og fjölskyldutengslum sem er í sjálfu sér jákvætt en getur haft þann ókost að minni áhersla er lögð á menntun starfsmanna. Aukin áhersla á menntun í greininni er mikilvæg til að auka nýliðun og ekki síst nýsköpun í virðiskeðjunni og alþjóðlega samkeppnishæfni. Hár meðalaldur í greininni er áhyggjuefni í löndum víða í kringum okkur og því tel ég mikilvægt að auka áherslu á menntun á sviði sjávarútvegs í víðasta skilningi; vinnslutækni, vélstjóra, stýrimannaskólann og samstarf sjávarútvegsins og háskóla í landinu. Fiskiskipastóllinn Það er óþarfi að fjölyrða um áhrif vélvæðingarinnar upp úr aldamótunum 1900 á útgerðina og almennt á lífskjör á Íslandi. Ef horft er til eftirstríðsáranna þá samdi ríkisstjórnin í krafti bráðabirgðalaga um smíði 28 gufutogara og 2 díseltogara frá Bretlandi í ágúst Þessir togarar voru í daglegu tali kallaðir nýsköpunartogarar og voru seldir einstaklingum, félagasamtökum og bæjar- og sveitarfélögum. Um svipað leyti var samið um smíði á um 50 fiskibátum úr eik í Svíþjóð og í tengslum við Marshall-aðstoðina nokkru síðar voru svo smíðaðir enn fleiri togarar. Það var hátíðleg athöfn, sem að sjálfsögðu var útvarpað um allt land, þegar sá fyrsti þessara glæsilegu togara lagði Samkvæmt útreikningum Landsbanka Íslands er fjárfesting síðustu 6 ára einungis 50% af áætlaðri fjárfestingarþörf.

17 17 að Reykjavíkurhöfn. Skipið var nefnt Ingólfur Arnarson RE-201 í höfuðið á fyrsta landsnámsmanninum og var rúmlega 40 metrar, 650 rúmlestir og með þriggja þjöppu gufuvél sem gaf um hestöfl. Þetta litla brot úr vísu Kristjáns frá Djúpalæk, sem birt var á forsíðum blaðanna í tilefni dagsins, segir sitthvað um hugarfar og virðingu þjóðarinnar fyrir mikilvægi atvinnusköpunar: Þú ert stolt okkar allra og styrkur. Þú ert steinn undir framtíðar höll, er skal rísa á fortíðar rústum með reisn, sem hin íslensku fjöll. Flaggskip íslenska flotans í dag er án efa fjölveiðiskipið Vilhelm Þorsteinsson EA-11, sem er í eigu Samherja. Skipið er smíðað í Noregi árið 2000, rétt tæpir 80 metrar að lengd, rúmlestir og um hestöfl. Smíði skipsins þótti mikil framúrstefnuhugsun á sínum tíma og þurfti djörfung og dug til að leggja í svo stóra fjárfestingu. Vilhelm hefur verið eitt tekjuhæsta skip Íslandsmiða hvert einasta ár frá þeim tíma og skilaði rúmlega 4 milljörðum í aflaverðmæti árið 2012 og áhafnarmeðlimir þess eru meðal launahæstu einstaklinga landsins. Það er ljóst að fjölhæfni skipsins og tækjabúnaður hefur skapað mikil verðmæti. Meðalaldur íslenskra skipa er um 34 ár en meðalaldur sambærilegra norskra fiskiskipa er 19 ár. Aldur er hins vegar ekki afgerandi þáttur einn og sér og vitnar kannski helst um elstu skrúfuna um borð í fiskiskipi. Því er einnig fróðlegt að skoða fjárfestingu í íslenskum sjávarútvegi síðustu ár, eins og sjá af meðfylgjandi mynd. Samkvæmt útreikningum Landsbanka Íslands er fjárfesting síðustu 6 ára einungis 50% af áætlaðri fjárfestingarþörf. Það felast augljós tækifæri í endurnýjun skipastóls landsmanna og aðlögun að nýjum tímum. Tækninni hefur fleygt fram. Þess má geta að norsk útgerðar fyrirtæki hafa nýlega pantað fjölda fiskiskipa þar sem veðjað er á nýja tækni sem lýtur að fækkun sótspora með umtalsverðri orkuspörun, hljóðlátum vélbúnaði og ýmiskonar nýjungum sem stuðla að framleiðniaukningu. Með sameiginlegu átaki sjómanna, útgerðarmanna og ríkis mætti stuðla að endurnýjun fiskiskipaflotans og aðlögun að nútíma útgerðarmynstri til framleiðniauka fyrir þjóðina. Þó aðeins væri sett fram það markmið að endurnýjun skipaflotans leiddi til 20% olíusparnaðar gæti það eitt og sér innan fárra ára aukið framlegð um 5 milljarða á ári. Sölu og markaðsmál Vöruþróun Sölu- og markaðsmál hafa breyst mikið undanfarin ár. Ekki þarf að fara langt aftur til þess tíma þegar sala á sjávarafurðum var á höndum örfárra aðila sem jafnvel höfðu til þess sérstök leyfi. Seinna meir byggði staða þeirra á samstöðu útgerðanna. Norðmenn höfðu álíka fyrirkomulag og seldu gegnum svipuð samlagsfélög. Þessir aðilar lögðu upp ólíkar stefnur og skipulag varðandi sölu og markaðsstarf og gátu í raun átt samstarf þó svo að verð mætti augljóslega ekki ræða. Útgerðirnar við Norður-Atlantshafið hafa hins vegar búið við það einkennilega ástand síðustu áratugi að dregið hefur jafnt og þétt úr þorskveiðum um leið og eftirspurnin hefur verið stöðug. Vöruþróun auk skipulagðs sölu- og markaðsstarfs hefur því ekki verið eins aðkallandi. Nú er hins vegar öldin önnur og fyrirsjáanleg er umtalsverð framboðsaukning á þorski næstu misseri. Það er því brýnt að bregð ast við þessu með sameiginlegu markaðsstarfi þar sem uppruna íslensks sjávar fangs er haldið á lofti. Ef horft er til 10 stærstu laxeldis fyrirtækja í heiminum þá er markaðshlutdeild þeirra um 70% af heimsframleiðslunni. Laxeldisfélögin hafa vaxið gríðarlega undanfarin ár og bjóða jafnt og stöðugt framboð af fersku fiskmeti. Þessi félög eru gjarnan með alþjóðlega starfsemi og jafnvel skráð á hlutabréfamarkað. Þau sitja um færustu nemendurna og besta starfsfólkið hverju sinni auk þess að stunda öflugt markaðsstarf og vöruþróun. Því er svo komið að við fáum lax í morgunverð, hádegisverð, miðdegis- og kvöldverð og jafnvel sem snakk að kvöldlagi, hafi menn ekki þegar fengið sig sadda af þessum ágæta fiski. Framandi orð í matarmenningu nútímans, eins og laxacarpaccio, -pasta og -sashimi segja sína sögu. Almenningshlutafélagið Marine Harvest framleiðir og selur t.d. rúmlega tonn af laxi á ári, sem er umtalsvert meira en íslenski skipaflotinn veiðir af þorski. Það eru þessir aðilar sem móta það alþjóðlega samkeppnisumhverfi sem íslenskur sjávarútvegur glímir við. Í þessu samhengi er fróðlegt að horfa til 10 stærstu útgerðarfélaganna í Norður-Atlantshafi en þau eiga einungis um 35% af þorskkvótanum. Þannig er iðnaðurinn í raun samsettur af fjölda mjög smárra sjálfstæðra eininga. Bændur í Skagafirði og víðar vita að þeir eru sterkari þegar þeir standa saman og hafa því gjarnan samstarf um sölu á afurðum og innkaup á aðföngum. Sami veruleiki á við um íslenska útgerðarmenn sem sannarlega væru sterkari stæðu þeir saman að grundvallar markaðsstarfi þar sem íslenskum uppruna sjávarfangsins væri haldið hátt á lofti. Slíkt starf þarf hins vegar að vinna af aga og með skýra framtíðarsýn en er óhugsandi án aðkomu hins opinbera í formi stefnumörkunar varðandi form og skipulag. Ef markmið okkar væri 3% hækkun útflutningsverðmæta vegna gæða og uppruna þá væri árlegur framleiðniauki um 5-10 milljarðar. Småpiger med en torsk (málverk málað af Anna Kirstine Ancher ( ). Fiskeldi Fiskeldi er í raun akuryrkja til sjávar. Þróun sem hófst á landi fyrir um árum. Mér er ljóst að saga fiskeldis á Íslandi er um margt raunaleg. Það er þó bjargföst trú mín að á Íslandi felist tækifæri í fiskeldi bæði á sjó og á landi. Þó svo ég telji þetta til tækifæra innan sjávarútvegsins þá er það alls ekki svo að fiskeldi liggi betur fyrir útgerðarfélögum en öðrum fjárfestum. Ýmislegt bendir jafnvel til að eigendur að frumvinnslu eins og útgerð ættu síður að reyna sig við fiskeldi sem krefst mikillar sérþekkingar og á að sumu leyti meira skylt við landbúnað fer þó ekki meira út í þá sálma hér. Á Íslandi leggur Samherji stund á fiskeldi á landi með nokkuð góðum árangri og nýlega hafa erlendir aðilar með mikla þekkingu og reynslu fjárfest í fiskeldi á landi. Stofnfiskur er einnig eitt af undrabörnum sjávarútvegsins og hefur vaxið vel og dafnað með alþjóðlegu fiskeldi eins og reyndar bæði Vaki og Marel hafa gert á sínum sviðum. Um 1980 lögðu Norðmenn upp rammaáætlun fyrir fiskeldi. Þeir stefndu að 1 milljón tonna framleiðslu innan 30 ára. Margir hlógu dátt að fífldjörfum hugmyndum, fjölmargir höfðu áhyggjur af umhverfismálum en samt sem áður studdi allt kerfið þessa rammaáætlun, opinberir aðilar, fjármálakerfið og einkaframtakið. Árið 2012 var heildarlaxeldi í Noregi yfir 1 miljón tonna fimmfalt það sem íslenski fiskiskipaflotinn veiðir af þorski. Útflutningstekjur Norðmanna af eldi eru þegar orðnar umtalsvert meiri en tekjur þeirra af villtu sjávarfangi. Norskt fiskeldi hefur margoft á þessari leið lent í höndum banka og fjármálastofnana og sagan er síður en svo samfelld sigurganga. Opinberir aðilar hafa hins vegar stutt við eldið með skýrri stefnumörkun og reglum sem til dæmis skuldbinda greinina í sameiginlegt markaðsstarf. Stígurinn hefur orðið til við það að hann er genginn og hafa Norðmenn t.d prófað fóðurkvóta og ýmislegt fleira til að hefta framleiðslu eftir að hafa fengið innflutningshöft á markaði. Athugasemdir umhverfisverndarsinna hafa einnig orðið til þess að móta iðnaðinn þó vafalaust finnist þar fjölmörgum að margt megi gera enn betur í dag. Færeyingar hafa einnig lagt talsvert á sig til að byggja upp sitt laxeldi og lentu í miklum raunum fyrir fáeinum árum vegna sjúkdóma í fiskeldinu. Þessar hremmingar nánast þurrkuðu út laxeldi í Færeyjum en þeir komu sér aftur af stað með mikilli seiglu og staðfestu. Í dag eru tekjur þeirra af útflutningi eldislax svipaðar og útflutningur annars sjávarfangs. Líffræðilegar aðstæður á Íslandi og í Færeyjum eru um margt líkar. Enn sterkari líkindi eru þó með norðurhluta Noregs þar sem um 19% laxeldisleyfa Norðmanna eru. Við uppbyggingu fiskeldis þarf að taka tillit til þess að eldið er að miklu leyti þekkingariðnaður og þar höfum við mjög takmarkaða reynslu. Ef markmiðið væri til dæmis að byggja upp tonna fiskeldi á Íslandi á næstu 10 árum gæti það skapað um tvö þúsund bein stöðugildi á landsbyggðinni og tekjur yfir 50 milljarða á ári. Að lokum stærðin skiptir máli Mér er ljóst að pólitískt séð er hér eflaust um draumkenndar vangaveltur að ræða en það er hins vegar einlæg sannfæring mín að 12% hámarks eignarhald útgerðarfyrirtækis á fiskveiðiréttindum (svokallað kvótaþak) leiðir til þess að umtalsverð hagræðing verður EKKI leyst úr læðingi. Stærðarhagkvæmni í sjávarútvegi er gríðarleg. Þannig býður aukin nýting á framleiðslutækjum upp á umtalsverða framlegðaraukningu. Þessi jaðarhagnaður litar allt umhverfi sjávarútvegsins verulega en kemur kannski skýrast fram í verði á aflaheimildum, hvort sem er til leigu innan árs eða varanlegrar sölu. Til að einfalda þessa mynd þá getum við væntanlega öll séð fyrir okkur að kostnaður sjómannsins við að draga um borð einn aukaþorsk við lok veiðiferðarinnar er afskaplega lítill, hann er þegar kominn á miðin og hefur þegar kostað til eldsneyti, vinnu og fjárfestingu. Tekjurnar af síðasta kílóinu sem dregið er um borð eru augljósar og því freistast margir til að greiða hátt verið fyrir leigukíló. Stærðarhagkvæmnin er ekki eins afgerandi í laxeldinu en samt sem áður tilkynnti ríkisstjórn jafnaðarmanna í Noregi (sú sama og kennd er við margumtalað norrænt velferðarkerfi) nýverið um endurskoðun laga sem takmarka stærð laxeldifélaganna við 25% af heildarleyfum með það að markmiði að rýmka stærðar takmarkanir verulega. Ef við horfum til landanna í kringum okkur þá á Faroe Origin um 20% af færeysku veiðidögunum, Aker Seafoods á um 33% af togaraleyfum í Noregi og Clear water Seafoods á 50% af hörpudisk í Kanada. Þessi fyrirtæki eru hvert fyrir sig mikilvægir dráttarklárar fyrir iðnaðinn og nærsamfélag sitt og hafa yfir að ráða öflugum hópi vel menntaðra sérfræðinga á hverju stigi í virðiskeðjunni. Sterkur hópur stjórnenda gerir þeim aftur kleift að ná góðum árangri í harðri samkeppni á alþjóðlegum markaði hvort sem er við það að afla fjár til fjárfestinga, stýra fjárfestingum vel eða hámarka afurðaverð. Hér á Íslandi sjáum við glöggt að það eru einmitt stærri fyrirtækin sem hafa að jafnaði farið betur gegnum hrunið og eru betur í stakk búin til að greiða auðlindarentu til samfélagsins. Að auki sjáum við að einmitt þessi stærri fyrirtæki eru líklegri til að ráða vel menntað starfsfólk og jafnvel gera því kleift að búa nærri sínum heimahögum. Um þetta sjáum við glögg dæmi fyrir austan, vestan, norðan og sunnan. Til gamans þá fylgir hér mynd af veltu stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Íslands, HB Granda, og veltu Austevoll Seafood, eins stærsta sjávarútvegsfyrirtækis Noregs, sem voru um margt lík fyrir 12 árum. Myndin gefur einnig innsýn í ákveðna þróun innan alþjóðlegs sjávar útvegs. Okkar stærsta sjávarútvegs fyrirtæki er einfaldlega orðið agnarsmátt í þessu samhengi ekki vegna þess að umfang þess hafi minnkað, heldur vegna þess að keppinautar hafa stækkað hraðar. Það hafa einnig mótaðilar og verslunarkeðjurnar gert. Samþjöppunin er alþjóðleg og minnir okkur á að þrátt fyrir allt er enginn eyland. Mér er ljóst að hér eru ef til vill ekki á ferðinni sérstaklega rómantískar hugmyndir. Hins vegar verðum við rétt eins og kynslóðirnar á undan okkur, og hér áður var vikið að, að hafa þor og þrek til að fjárfesta áfram í undirstöðuatvinnugrein okkar og jafnframt skapa henni skilyrði til að þróast, vaxa og dafna. Aðeins þannig treystum við stöðu íslensks sjávarútvegs sem leiðandi sjálfbærs iðnaðar og uppsprettu mikilvægra næringarefna fyrir heimsbyggðina í formi hágæða íslensks sjávarfangs. Kjartan Ólafsson, Markó Heimild: Sjóminjasafn Íslands

18 18 Umhverfismál Grætt á grænum viðskiptum Lára Jóhannsdóttir Þegar umhverfismál og fyrirtækjarekstur eru nefnd á nafn eru óþægindi og kostnaður það fyrsta sem kemur upp í hug margra. Samkvæmt kenningum á sviði stefnumörkunar og umhverfismála er hér um að ræða svokallaða win-lose hugsun, þ.e. hugsun um einhliða ávinning þar sem ekki fara saman fjárhagslegir og umhverfislegir hagsmunir. Viljum við græða eða viljum við láta gott af okkur leiða? Upp úr 1990 fara þessi sjónarmið að breytast þegar kenningar um gagnkvæman ávinning, win-win, líta dagsins ljós. Samkvæmt þeim kenningum fer saman efnahagslegur og umhverfislegur ávinningur. Sjónarmið um gagnkvæman ávinning eru nátengd hugmyndum um samfélagsábyrgð fyrirtækja, þ.e. að fyrirtæki hafi skyldur að gegna gagnvart samfélagi og umhverfi umfram þröngar lagalegar skyldur og skyldur gagnvart eigendum og hluthöfum. Á milli þessara andstæðu sjónarmiða er stefnumörkun í umhverfismálum, en fyrirtæki sem velja þá leið viðurkenna að til þess að hagnast á umhverfislegri nálgun í rekstri getur þurft að leggja út í fjárfestingar sem eiga að skila sér síðar í fjárhagslegum arði. Í mörgum tilvikum er þó um að ræða óverulegan kostnað og fjárhagslegur ávinningur kemur strax í ljós. Ytri og innri hvatar Fyrirtæki velja ekki alltaf grænu leiðina sjálfviljug, heldur er um að ræða ytri og innri hvata sem ýta þeim inn á þessa braut. Meðal ytri hvata eru lagalegar kröfur, alþjóðlegar kröfur sem byggja á alþjóðasáttmálum á sviði umhverfismála en einnig kröfur frá neytendum, fjármagnseigendum og fjárfestum, samstarfsaðilum, birgjum, viðskiptavinum, samfélaginu o.s.frv. Innri hvatar eru m.a. þau fjárhagslegu tækifæri sem felast í því að sinna umhverfismálum, svo og siðferðileg sjónarmið sem byggja á gildismati stjórnenda fyrirtækja sem vilja axla ábyrgð. Það eru jú þeir sem ákvarða framtíðarsýn f y r i r t æ k j a n n a. Sjálfbær þróun er undirliggjandi þáttur þegar fyrirtæki velja að axla umhverfislega ábyrgð, þ.e. að gætt sé jafnvægis á milli efnahagslegra, umhverfislegra og samfélagslegra þátta í rekstrinum. Sjálfbær þróun er hugtak sem leit dagsins ljós í svokallaðri Brundtland skýrslu Sameinuðu þjóðanna árið Þar er hugtakið skilgreint sem þróun sem fullnægir þörfum samtíðarinnar án þess að skerða möguleika komandi kynslóða til að fullnægja sínum þörfum. En hvers vegna sjálfbæra þróun og sjálfbæran rekstur fyrirtækja? Sé horft á umhverfislega vídd sjálfbærrar þróunar hefur svokölluð umhverfishyggja (e. environmentalism), skilgreind sem áhyggjur af umhverfinu og verndun þess, farið vaxandi víða um heim á undanförnum áratugum og er það ekki að ástæðulausu. Í lokuðu rými sem jörðin er, leiðir vaxandi mannfjöldi, lífshættir (aukin neysla) og umsvif atvinnulífsins af sér aukinn þrýsting á náttúrulegt umhverfi, en náttúran og samfélag eru samofin þar sem náttúran leggur grunn að velsæld jarðarbúa og efnahagslegri þróun. Meginöfl Umhverfismál eru meðal svokallaðra meginafla (e. megatrends) sem í vaxandi mæli hafa áhrif á rekstrarumhverfi fyrirtækja, bæði sem ógn og tækifæri. Erfitt er að skilgreina meginöfl, en þau geta verið alþjóðleg þróun sem hefur áhrif á efnahag, viðskipti, samfélag, menningu og líf einstaklinga um langa framtíð. Rekstur fyrirtækja verður ekki sjálfbær til lengri tíma litið nema hann fylgi þeirri þróun sem á sér stað. Vegna vaxandi umhverfislegra vandamála er þrýstingur á fyrirtæki enn að aukast og mun halda áfram að vaxa á komandi árum og áratugum. Fyrirtæki sem ætla sér að lifa mynd/johannes Jansson/norden.org af samkeppni hunsa ekki meginöflin heldur reyna að hagnýta sér þau til hagsbóta fyrir reksturinn. Íslensk fyrirtæki þurfa að fylgjast með þeirri þróun sem er að eiga sér stað í löndum allt í kringum okkur, annars er hætta á því að þau verði undir í samkeppni á komandi árum. Hér er ekki eingöngu átt við framleiðslufyrirtæki eða fyrirtæki í mengandi starfsemi. Fjármálaog þjónustufyrirtæki þurfa líka að fylgja þessari þróun og leggja sín lóð á vogarskálar í átt að umhverfislegri sjálfbærni. En felur áhersla á umhverfismál í rekstri í sér kostnað eða er hægt að græða á því að vera grænn? Í meginatriðum eru leiðirnar tvær til að áhersla á umhverfismál komi út í plús í rekstrinum, þ.e. að draga úr kostnaði með því að endurbæta vörur og ferla fyrirtækja, eða með því að auka sölu með endurbættum eða nýjum vörum. Þegar kemur að tekjuhliðinni geta grænar áherslur skapað samkeppnisforskot, aukið möguleika á aðgreiningu (e. product differentiation), haft áhrif á orðspor og ímynd fyrirtækja og laðað að nýja birgja og viðskiptavini. Grænar áherslur geta líka opnað aðgengi að nýjum mörkuðum eða varið stöðu fyrirtækja á núverandi mörkuðum. Í sumum tilvikum eru viðskiptavinir einnig tilbúnir að greiða hærra verð fyrir umhverfisvænar vörur. Umhverfislegar áherslur geta líka liðkað fyrir í umræðum við stjórnvöld, t.d. þegar endurnýja á starfsleyfi eða færa út kvíarnar í rekstri. Á kostnaðarhliðinni geta grænar áherslur sparað fjármuni sem felast í að því að komast hjá því að greiða stjórnvaldssektir, lögfræði- og eftirlitskostnað. Spara má fjármuni með skilvirkni í rekstri, t.d. að draga úr hráefnisog orkunotkun. Þá felst sparnaður í því að draga úr úrgangsmyndun og eins er ódýrara að skila inn flokkuðum, en óflokkuðum, úrgangi til endurvinnslustöðva. Grænar áherslur geta dregið úr rekstraráhættu, t.d. hættu á mengunarslysum. Fyrir fjármálafyrirtæki geta grænar áherslur í lána- eða vátryggingasamningum dregið úr líkum á fjárhagslegu tjóni verði fyrirtækið sem fær lán eða er með tryggingu fyrir því að valda umhverfislegum skaða. Grænar áherslur fyrirtækja geta líka orðið til þess að þau fái betri kjör hjá bönkum og vátryggingafélögum af því að rekstur þeirra er talinn vera áhættuminni en annarra fyrirtækja sem ekki leggja áherslu á umhverfismál. Þegar horft er á fjárfestingar getur það leitt til umtalsverðs sparnaðar að horfa á líftímafjárfestingu, þ.m.t. rekstrarkostnað, heldur en eingöngu upphafskostnað. Laða til sín hæfileikafólk Auk fjárhagslegs ávinnings geta grænar áherslur auðveldað fyrir tækjum að laða til sín hæfileikaríka einstaklinga. Grænar áherslur geta einnig haft jákvæð áhrif á hollustu og tryggð starfsmanna sem eru stoltir af því að vinna hjá fyrirtækjum sem axla ábyrgð umfram það sem gert er ráð fyrir í lögum og reglum. Rannsóknir hafa sýnt að vitund, viðhorf og framsýni stjórnenda, svo og þátttaka og virkni starfsmanna, eru lykil-velgengnisþættir hjá fyrirtækjum sem ætla sér að styðja við samfélagsbreytingar sem eru að eiga sér stað og tengjast umhverfismálum. Hugurinn ber fólk hálfa leið vinnulega séð fái það tækifæri til að vinna störf sem hafa æðri tilgang en að fyrirtæki græði meira í dag en í gær. Höfundur er nýdoktor og stjórnarmaður í LSBÍ, larajoh@gmail.com Í mörgum tilvikum er þó um að ræða óverulegan kostnað og fjárhagslegur ávinningur kemur strax í ljós. Fyrir fjármálafyrirtæki geta grænar áherslur í lána- eða vátryggingasamningum dregið úr líkum á fjárhagslegu tjóni verði fyrirtækið sem fær lán eða er með tryggingu fyrir því að valda umhverfislegum skaða.

19 19 Skoðun Hagsýni fagið sem vantar Námsferill minn hefur að mestu Samkvæmt velferðarráðuneytinu er miðað við að fjögurra manna samanstaðið af viðskiptamenntun. Byrjaði í Verslunarskólanum, nam viðskiptafræði við krónum á mánuði í mat, drykkjar fjölskylda eyði rúmlega 117 þúsund Háskóla Íslands og er að ljúka meistaranámi í viðskiptum við sama há hefur verið að fylgjast með fjölmiðlavörur og aðrar dagvörur. Áhugavert skóla. Samanlagt telja þetta heil umfjöllun um þingkonu sem hyggst níu ár í menntun nátengdum viðskiptum. Flest fögin sem ég hef klárir þeirri yfirskrift að um sparnað sé fylgja þessum viðmiðum eftir und Dögg Hjaltalín. að eru góð og gild. Ég hef lært bókhald, skattskil, fjármál fyrirtækja, stjórnun, brögðum að dæma má ætla að eyðsla venju að ræða. Af þessum gríðarlegu við stefnumótun, áætlanagerð en mikilvægasta legra heimila í mat sé orðin miklu meira fagið sem ég hef lært var kennt í allt öðrum skóla, Hússtjórnarskóla Reykjavíkur. Í fara aðeins 50 þúsund krónur í mat á mán en óhófleg. Á mínu fjögurra manna heimili þeim skóla var áhersla lögð á færni í flestu uði og ef farið er yfir þau mörk er umframeyðslan dregin af ráðstöfunartekjum næsta sem viðkemur rekstri venjulegra heimila og á fjármál heimilanna. Við vorum látnar mánaðar. Til að halda utan um útgjöldin horfa á myndband um íbúðabréf og fjallað eru fjölskyldumeðlimir, sem hafa aldur til, um hvaða kostir voru í boði við fasteignainnkaup sem ég hef enn þann dag í dag matarinnkaupa og ráðstöfunarféð lagt inn í með greiðslukort sem eingöngu er notað til hvergi séð í öðru námi. Mikil áhersla var upphafi hvers mánaðar. Þeir sem þekkja mig lögð á hagsýni í innkaupum og var okkur og mína fjölskyldu geta glögglega séð að við t.d. kennt hvort hagkvæmara væri að kaupa erum bara ansi vel haldin af þessari fjárhæð skrokka eða fara eftir tilboðum á kjöti en lítið samhengi er á milli verð matar og hverju sinni. Mikilvægi skipulagðra heimilisinnkaupa, kaupa á fersku hráefni í stað Þegar upp er staðið skiptir nefnilega út hollustu og næringargildis hans. tilbúinna rétta, brauðbakstur og aðrir hlutir sem skipta miklu máli í rekstrarreikningi einstaklinga heldur en tekjuhliðin. Hagsýni gjaldahliðin miklu meira máli í fjármálum heimilis voru undirstrikaðir. ætti að kenna í öllu viðskiptafræðinámi. Samstarfssamningur FVH og Endurmenntunar Háskóla Íslands endurnýjaður Samstarf Endurmenntunar Háskóla Íslands og Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga um símenntun fyrir félagsmenn heldur áfram. Samstarfið felst í morgunverðarfundum sem eru haldnir eru sérstaklega fyrir félagsmenn FVH. Að auki eru á hverju misseri haldin námskeið af ýmsum toga þar sem lögð er áhersla á fjölbreytt og vandað efni. Námskeiðin eru á sérkjörum fyrir félagsmenn FVH en félagsmenn fá m.a. 15% afslátt af þeim námskeiðum sem unnin eru í samstarfi við EHÍ. NÁMSKEIÐ MEÐ SÉRFRÆÐINGUM FRÁ HARVARD THE MANAGER S TOOLKIT ANALYZING, PLANNING AND EXECUTING FOR IMPROVED ORGANIZATIONAL PERFORMANCE Kennari: Taz Hussein, a partner of The Bridgespan Group, a nonprofit consulting firm and an instructor at the Harvard Extension School Hvenær: 29. og 30. apríl Skráningarfrestur til 28. mars TENGSLANET FYRIRTÆKJA VANNÝTT AUÐLIND Kennari: Magnús Þór Torfason an assistant professor in the Entrepreneurial Management Unit at the Harvard Business School Hvenær: 16. maí Skráningarfrestur til 25. apríl Mikil áhersla var lögð á hagsýni í innkaupum og var okkur t.d. kennt hvort hagkvæmara væri að kaupa skrokka eða fara eftir tilboðum á kjöti hverju sinni. Enn fleiri áhugaverð námskeið á endurmenntun.is Nánari upplýsingar og skráning: sími endurmenntun.is

20 20 Menningarleg arfleið er alþjóðleg almannagæði. Nína Dögg Filippusdóttir í samnorræna verki Vesturports, Bastörðum.. Bækur Ný bók um menningarhagfræði Háskólinn á Bifröst gaf út fyrir jól bókina Menningarhagfræði eftir undirritaðan og er það fyrsta bókin sem kemur út á íslensku um hagfræði menningar. Það er mér ánægja að verða við ósk ritstjóra Hags að kynna bókina stuttlega í þessari grein. Bókin er 232 bls. og eru fjöldi skýringarmynda í henni. Fjallað er meðal annars um helstu lögmál sem gilda í hagfræði en þau eru meðal annars útskýrð út frá þýðingu þeirra fyrir menningu og menningar leg u m s v i f. Bókin hentar vel fyrir nemendur í meistaranámi í menningarstjórnun og menningarfræði svo og fyrir nemendur í listaháskólum, í hagfræði og viðskiptafræði sem vilja kynnast þessari sérgrein í hagfræði. Auk þess ætti bókin að vera áhugavert lesefni fyrir stjórnendur menningarstofnana og fyrirtækja í menningargeiranum sem og annað áhugafólk um efnið, til dæmis innan atvinnulífsins, hagsmunasamtaka, opinberrar stjórnsýslu og stjórnmála. Uppbygging bókarinnar er með þeim hætti að í inngangskafla er fjallað um skilgreiningu á menningu, upphaf menningarhagfræði, hugtakið virði, sem er eitt meginhugtaka í menningarhagfræði, sköpun og skapandi atvinnugreinar. Í þeim kafla er jafnframt gerð grein fyrir sérstöðu menningar innan hagfræði og nokkrum grundvallaratriðum í hagfræði. Í inngangskafla er að lokum fjallað um flokkun á hagtölum á alþjóðavettvangi í tengslum við menningu. Í öðrum kafla bókarinnar er fjallað um eftirspurn og framboð innan menningar og gerð er grein fyrir eftirspurnarfalli, verðteygni, neyslu og hegðun neytenda innan menningar. Jafnframt er lýst starfsvettvangi fyrirtækja og framleiðsluþáttum svo og flokkun á framleiðslu, kostnaði og helstu einkennum menningariðnaðar. Framleiðsla og sala á menningarlegum afurðum getur verið enn umfangsmeiri í íslensku efnahagslífi en nú er sem felur í sér margvísleg tækifæri til betri lífskjara í framtíðinni. Í þriðja kafla er fjallað um hlutverk stjórnvalda og menningarstefnu. Þar er lýst stuðningi stjórnvalda við menningu og rökstutt af hverju hann er nauðsynlegur og skynsamlegur. Einnig er fjallað um markmið og mótun menningarstefnu og leiðir til að efla menningarleg umsvif. Jafnframt er menningarlegri arfleifð lýst sem og alþjóðlegum almannagæðum og skapandi svæðum auk tengsla menningar við þróunarmál og þróunaraðstoð. Í fjórði kafla er komið inn á alþjóðlega verslun og markaðsmál, alþjóðavæðingu, markaðsform og markaðslíkön, sem eru mikilvægir þættir í menningarhagfræði. Í fimmta og næstsíðasta kafla er fjármálum og stjórnun í menningariðnaði lýst og gerð er grein fyrir fjárþörf og fjármögnun hennar. Einnig er lýst skipulagi fyrirtækja, stefnumótun, stjórnunaraðferðum og grunnþáttum mannauðsstjórnunar auk þess sem rætt er um helstu vandamál í upplýsingafræðum. Í síðasta kafla er efni bókarinnar dregið saman og horft til framtíðar. Getið er um enska þýðingu á helstu hugtökum þar sem þau koma fyrir í fyrsta skipti. Í bókarlok er að finna skrár yfir allar myndir og töflur í bókinni og íslenskt-enskt og enskt-íslenskt orðasafn á helstu hugtökum sem er lýst í bókinni, nafnaskrá, atriðaorðaskrá auk heimildarskrár. Í textann er fléttað stuttum æviatriðum fjölmargra einstaklinga sem sett hafa svip sinn á menningu og menningarhagfræði hérlendis og erlendis. Bókinni er dreift af Bóksölu stúdenta en hún var einnig gefin út í rafrænu formi og annast vefsetrið is dreifingu á rafbókinni. Um höfundinn Dr. Ágúst Einarsson er prófessor við Háskólann á Bifröst og fyrrverandi rektor skólans. Hann hefur gegnt fjölmörgum trúnaðarstörfum og var m.a. alþingismaður og prófessor við viðskipta- og hagfræðideild HÍ. Ágúst hefur gefið út margar bækur, þar á meðal Rekstrarhagfræði, Hagræn áhrif tónlistar og Hagræn áhrif kvikmyndalistar.

21 21 MBA-nám í Háskólanum í Reykjavík Það þekkist ekki í öðru MBA námi sem við berum okkur saman við en hefðbundið hlutfall er 70% karlmenn og 30% konur sem við teljum ekki endurspegla þjóðfélagið eða atvinnulífið með réttum hætti. Heimsklassa kennarar Kristján Vigfússon er nýtekinn við MBAnáminu í Háskólanum í Reykjavík og hann segir viðskiptamódel HR einstakt þegar kemur að MBA-kennslu. Hann nefnir í fyrsta lagi þá nálgun að vera með kennara frá bestu viðskiptaháskólum austan hafs og vestan. Við höfum verið svo heppin að þeir kennarar sem völdust til kennslu á upphafsárum námsins hafa margir hverjir reynst framúrskarandi og hafa haldið tryggð við skólann og eru enn að kenna hjá okkur, segir Kristján. Kennararnir sem Kristján vísar til koma frá mörgum bestu viðskiptaháskólum heims einsog IESE í Barcelona, Richard Ivey og Rotham í Kanada, Boston University í Bandaríkjunum og London Business School í UK. Í dag er IESE númer níu á lista Financial Times yfir bestu viðskipta háskóla heimsins og London Business School númer fjögur sem þýðir að þeir eru númer eitt og tvö í Evrópu. Kristján nefnir í öðru lagi þá staðreynd að þessir kennarar koma með námskeiðin sín hingað og kenna þau með nákvæmlega sama hætti og þeir gera í sínum heimaskólum, geri sömu kröfur og haldi uppi sömu gæðum. Við teljum því að okkar nemendur séu ekki bara að fá bestu kennslu sem völ er á heldur einnig strauma og stefnur frá öllum heimshornum. Til viðbótar hefur MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík farið í gegnum tveggja ára alþjóðlegt vottunarferli sem eingöngu allra bestu MBA-nám í heiminum komast í gegnum, svokallaða AMBA vottun, sjá Af rúmlega sex þúsund MBA-prógrömmum sem eru í boði víðsvegar í heiminum hafa eingöngu 198 skólar þessa vottun og þar er MBA-námið í Háskólanum í Reykjavík í hópi með allra bestu skólum Evrópu eins og IESE í Barcelona, London Business School, INSEAD í Frakklandi og IMD í Sviss. Kristján segir að annað sem aðgreini námið í HR frá öðru MBA-námi sé að hlutfall kvenna og karla í náminu er jafn hátt. Það þekkist ekki í öðru MBAnámi sem við berum okkur saman við en hefðbundið hlutfall er 70% karlmenn og 30% konur sem við teljum ekki endurspegla þjóðfélagið eða atvinnulífið með réttum hætti. Nemendur og kennarar sem vinna fyrir og með íslensku atvinnulífi Kristján segir alla leggja sig fram um að bæta námið þannig að það þjóni sem best þörfum atvinnulífsins. MBA-námið er nú orðið 12 ára gamalt í HR og á þessum tíma hafa því tæplega 500 nemendur útskrifast og fundið sér störf í íslenskum og erlendum fyrirtækjum, hagmunasamtökum eða stofnunum og/ eða stofnað sín eigin fyrirtæki. Við erum afskaplega stolt af nemendunum okkar sem eru allt frá því að vera miklir frumkvöðlar með eigin fyrirtæki stór sem smá og í það að stýra og stjórna mörgum stærstu fyrirtækjum landsins. Við höfum áhuga á að skapa enn sterkari samstarfsvettvang með fyrirtækjum landsins með það að markmiði að efla samkeppnishæfni íslensks atvinnulífs en skólinn er eins og allir vita skóli atvinnulífsins. Kristján bendir á að erlendu kennararnir séu einnig mjög eftirsóttir hjá íslenskum fyrirtækjum í ráðgjöf og kennslu inni í fyrirtækjunum sjálfum og að nemendurnir verði alltaf jafn hissa á hvað þeir þekkja vel til atvinnulífs á hér á landi. Margir kennaranna hafa notað íslenskt atvinnu- og efnahagslíf sem efnivið í kennsluefni sem kennt er út um allan heim. Auk þessa erum við með nokkra þaulreynda íslenska kennara sem kennt hafa lengi við Háskólann í Reykjavík og sem eru allir í mjög sterkum tengslum við íslenskt atvinnulíf. Aðkoma þessara kennara hefur styrkt deildina hjá okkur mjög mikið en mikilvægt er að hafa rétta blöndu af innlendum og erlendum kennurum. Sjálfbærni og fjölgun kvenna í kennslu Markvisst er unnið að því að fjölga kvenkennurum við viðskiptafræðideildina í HR til að endurspegla betur samfélagið og viðskiptalífið. Kristján hefur þegar ráðið tvo nýja kvenkennara við deildina frá því að hann tók við MBA-náminu núna í byrjun febrúar. Áherslan á sjálfbærni og samfélagslega ábyrgð eru einnig þættir sem munu verða ofarlega á baugi hjá okkur næstu misseri. Við búum svo vel að FESTA Þekkingarsetur um samfélagslega ábyrgð íslenskra fyrirtækja er starfrækt í skólanum okkar og þar sjáum við fram á tækifæri til samstarfs og með það að markmiði að efla námið. Á sviði sjálfbærni höfum við Íslendingar mikla sérstöðu sem við teljum að verði aðdráttarafl fyrir íslenska og ekki síður erlenda stúdenta, þá sérstaklega hvað varðar endurnýjanlega orku, sjálfbærar fiskveiðar og ferðaþjónustu og það ætlum við að nýta okkur og sækja fram, segir Kristján. Reyna sífellt að gera betur MBA-nám er ekki bara gagnlegt fyrir þá sem vilja stjórna eða stofna fyrirtæki, Kristján segir að það sé líka einstaklega skemmtilegt. Nemendur okkar tala um námið sem kallað er á enskunni life changing experience eða eitthvað sem fær fólk til að hugsa hlutina upp á nýtt, öðlast víðsýni og fá tækifæri til að vinna með ólíku fólki, þroskast og eflast. Þetta er svo ótrúlega gaman og það er það sem drífur okkur áfram hér í Háskólanum í Reykjavík ásamt því að reyna alltaf að gera betur til að tryggja að námið sé í stöðugri framþróun og batni frá ári til árs. Krisján Vigfússon segir MBA-námið einstaklega skemmtilegt.

22 22 Margir hafa áhuga á aðskilnaði viðskiptabanka og fjárfestingabanka og eru greinilega skiptar skoðanir um þetta málefni. Starfið í vetur Nýlega stóð svo félagið, í samstarfi við Evrópustofu, fyrir opnum fundi með Peter Bekx, yfirmanni alþjóðlegra efnahagsog fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB. Fjölbreyttir fyrirlestrar í vetur Kvikmyndaiðnaðurinn, skattabyrði, gjaldeyrishöft og aðskilnaður fjárfestingabanka og viðskiptabanka eru meðal efnis sem krufið hefur verið á hádegisverðarfundum Félags viðskiptafræðinga og hagfræðinga í vetur. Veturinn byrjaði með krafti þar sem tæplega 200 manns mættu til að hlusta á hvort ætti að skilja að starfsemi fjárfestingabanka og viðskiptabanka. Framsögumenn á fundinum voru Pétur Einarsson, forstjóri Straums, Unnur Gunnarsdóttir, forstjóri Fjármálaeftirlitsins og Höskuldur H. Ólafsson, bankastjóri Arion banka. Meirihluti frummælenda var á þeirri skoðun að aðskilnaður viðskiptabanka og fjárfestingabanka væri ekki aðkallandi eins og staðan væri í dag. Enn ætti eftir að greiða úr mörgum flækjum í íslenska bankakerfinu og það væri ekki verkefni núverandi eigenda bankanna að móta framtíðarstefnu um hlutverk þeirra. Í nóvember var fundað um stöðu og framtíð kvikmyndaiðnaðar á Íslandi. Rætt var hvernig atvinnugreininni verði búin viðunandi vaxtarskilyrði svo hún megi skila þjóðinni sem mestri arðsemi. Undanfarin ár hefur mikil og verðmæt þekking orðið til og kvikmyndaiðnaðurinn skilað þjóðarbúinu umtalsverðum tekjum. Mikilvægt er að byggja á þessum grunni og því var varpað fram þeirri spurningu hvernig megi viðhalda þessari jákvæðu þróun. Í nóvember var einnig fundað um gjaldeyrishöftin sem nú hafa verið í gildi í fjögur ár og mun lengur en talið var að yrði raunin. Óumdeilt er að kostnaður fyrir þjóðarbúið er umtalsverður og fer vaxandi eftir því sem tíminn líður. Hins vegar hafa verið deildar meiningar um hversu umfangsmikill undirliggjandi vandi er og að undanförnu hafa Golfmót FVH í september fór fram í blíðskaparveðri og var vel sótt. birst fullyrðingar um að vandinn sé talsvert alvarlegri en áður var talið. Frummælendur voru Sigríður Benediktsdóttir frá Seðlabankanum, Jakob Ásmundsson frá Straumi og Illugi Gunnarsson alþingismaður. Steingrímur J. Sigfússon, ráðherra tók þátt í pallborði og fundarstjóri var Sirrý Hallgrímsdóttir MBA, almannatengill. Í desember var hádegisverðarfundur um uppbyggingu trausts á markaði. Í ljósi umræðu um innherja og hverjir teljast innherjar þótti brýnt að skerpa á þekkingu á þessum málefnum. Á fundinum var almennt fjallað um innherja, ábyrgð þeirra og skyldur sem og fjallað um tækifærin sem liggja í því að meðhöndla upplýsingar með vönduðum hætti. Frummælendur voru Páll Friðriksson, lögfræðingur á eftirlitssviði Fjármálaeftirlitsins, Páll Harðarson, forstjóri NASDAQ OMX á Íslandi, og Kristinn Arnar Stefánsson, forstöðumaður Regluvörslu Íslandsbanka. Fundarstjóri var Aðalbjörg Kristín Jóhannsdóttir, samskiptastjóri NASDAQ OMX á Íslandi. Er skattbyrðin að sliga fyrirtækin var spurningin sem leitast var við að svara á hádegisverðarfundi FVH um skattamál í janúar. Frummælendur á fundinum voru Margrét Krist Fjölmenni hefur sótt fundi FVH í vetur. Uppbygging trausts á markaði skiptir miklu máli.

23 23 Hjá félaginu er einnig slegið á létta strengi og í byrjun september fór hið geysivinsæla golfmót FVH fram í 25. sinn. Sigríður Benediktsdóttir hjá Seðlabankanum fjallaði um gjaldeyrishöftin. mannsdóttir, formaður SVÞ og framkvæmdastjóri Pfaff, Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, og Stefán Ólafsson, forstöðumaður Þjóðmálastofnunar. Fundarstjóri var Sirrý Hallgrímsdóttir, MBA og almannatengill. Frummælendur voru ekki sammála um hversu íþyngjandi skattar væru á íslensk fyrirtæki í dag. Margrét sagði verslun vera þá atvinnugrein sem hefði komið verst út úr hruninu með minnkandi kaupmætti og benti á að verslun og þjónustu fengju enga styrki frá hinu opinbera. Nýlega stóð svo félagið, í samstarfi við Evrópustofu, fyrir opnum fundi með Peter Bekx, yfirmanni alþjóðlegra efnahags- og fjármála hjá framkvæmdastjórn ESB. Hann hefur verið lykilmaður í mótun viðbragða ESB við skuldavanda evruríkjanna og ræddi hann þær aðgerðir sem gripið hefur verið til og horfurnar framundan. Gylfi Magnússon, dósent við Háskóla Íslands, tók þátt í pallborðsumræðum að erindi loknu og fundarstjóri var Sigríður Mogensen hagfræðingur. Til viðbótar við hádegisverðarfundi hafa í vetur verið vel sóttar vinnustofur og einnig var farið í fyrirtækjaheimsókn til Marel. Hjá félaginu er einnig slegið á létta strengi og í byrjun september fór hið geysivinsæla golfmót FVH fram í 25. sinn. Mótið sem haldið var á Urriðavelli í Garðabæ var mjög vel heppnað og voru veðurguðirnir mótinu hliðhollir í ár. Tæplega 90 viðskiptafræðingar og hagfræðingar mættu til leiks ásamt gestum. Mótið einkenndist að vanda af léttu yfirbragði og fjölda glæsilegra verðlauna. Fyrirlestur 4. mars Hugmyndir um upptöku svonefnds heildarforðakerfis (e. Full reserve banking), þar sem peningaútgáfa er skuldlaus og alfarið á hendi seðlabanka, ná nú sífellt meiri útbreiðslu. Við höfum orðið vitni að miklum framförum í tækni og mannlegu samfélagi síðustu áratugi. Þrátt fyrir þetta stöndum við frammi fyrir reglulegum fjármálaáföllum og hárri skuldsetningu ríkja og einkaaðila. Skiptar skoðanir eru meðal hagfræðinga um orsakir þessa og þá stefnu sem rétt er að taka til framtíðar. Hugmyndir um upptöku svonefnds heildarforðakerfis (e. Full reserve banking), þar sem peningaútgáfa er skuldlaus og alfarið á hendi seðlabanka, ná nú sífellt meiri útbreiðslu. Hugmyndirnar eru ekki nýjar á nálinni og til að mynda töluðu Irving Fisher og fleiri fyrir þeim, þegar þær náðu þær meirihlutafylgi meðal hagfræðinga Bandaríkjanna í Chicago-áætluninni (e. The Chicago plan). Hádegisfundur um þetta efni fer fram í hátíðasal Háskóla Íslands í hádeginu þann 4. mars. Að fyrirlestrinum standa Betra peningakerfi, Félag viðskipta- og hagfræðinga, Positive Money og Samstaða flokkur lýðræðis og velferðar. Fundurinn hefst kl og lýkur kl Ben Dyson flytur fyrirlestur um efnið og svarar síðan Dagskrá 2013 Mars Mánudagurinn 4. Miðvikudagurinn 6. Þriðjudagurinn 19. Fimmtudagurinn 21. Miðvikudagurinn 27. Apríl Miðvikudagurinn 10. Hádegisverðarfundur með Ben Dyson í Háskóla Íslands Vinnustofa FranklinCovey Hádegisverðarfundur efni auglýst síðar Fyrirtækjaheimsókn Eimskip Mannamót Vinnustofa með Herdísi Pálu Pálsdóttur fyrirspurnum. Aðrir sem verða með innlegg ásamt því að sitja í pallborði eru: Frosti Sigurjónsson, rekstrarhagfræðingur, Lilja Mósesdóttir, hagfræðingur og þingmaður, og Gylfi Zoëga, prófessor í hagfræði og meðlimur í peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands. Lilja Mósesdóttir lagði fram þingsályktunartillögu um þetta efni sem hún mælti fyrir á Alþingi 7. nóvember sl. Positive Money eru óháð félagasamtök sem einbeita sér að því að vekja athygli á tengslum peningakerfisins og þeirra samfélagslegu, hagfræðilegu og umhverfislegu vandamála sem við stöndum frammi fyrir. Einkum og sér í lagi einbeita samtökin sér að þætti bankanna í peningasköpun, sem lítið hefur verið til umfjöllunar. Allir velkomnir! Þriðjudagurinn 16. Miðvikudaginn 24. Þriðjudaginn 30. Maí Þriðjudaginn 7. Miðvikudaginn 22. Þriðjudaginn 28. Miðvikudaginn 29. Hádegisverðarfundur efni auglýst síðar Mannamót Stefnumót við leiðtoga Hádegisverðarfundur efni auglýst síðar Vinnustofa Stefnumót við leiðtoga Mannamót

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD

VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD VIÐSKIPTAFRÆÐI Grunnnám og framhaldsnám BSc MSc PhD Velkomin í viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík Í starfi viðskiptadeildar Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á framúrskarandi gæði náms og kennslu,

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA.

MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA. MBA TAKTU FRUMKVÆÐI AÐ EIGIN FRAMA Námið hefur gefið mér skarpari sýn á það sem raunverulega skiptir máli og aukinn kraft til að takast á við krefjandi verkefni. KATRÍN M. GUÐJÓNSDÓTTIR MARKAÐSSTJÓRI INNNES

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL

SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL SEPTEMBER 2010 RÁÐSMIÐJA UM FRÆÐANDI FERÐAÞJÓNUSTU - KIÐAGIL, forst.m. Þekkingarnets Þingeyinga AKADEMÍSK FERÐAÞJÓNUSTA LEIÐIN FRÁ HUGMYND TIL VERULEIKA Akademísk ferðaþjónusta Yfirferð dagsins... I. Inntak

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi )

Skýrsla. samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi ) Skýrsla samgönguráðherra um framkvæmd ferðamálaáætlunar. (Lögð fyrir Alþingi á 135. löggjafarþingi 2007 2008.) Alþingi samþykkti vorið 2005 þingsályktun um áætlun í ferðamálum fyrir árin 2006 2015. Sú

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016

Flóabandalagið. Launakönnun September október 2016 Flóabandalagið Launakönnun 2016 September október 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða

More information

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR)

Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) Viðauki með þjónustusamningi mennta- og menningarmálaráðuneytis og Háskólans í Reykjavík (HR) 29.12.2011 Efnisyfirlit 1 Inngangur... 3 1.1 Lagaheimildir og forsendur... 3 1.2 Samskiptahættir... 3 1.3 Stefna

More information

Vetrarferðaþjónusta. Aðalfundur SAF / 24. mars, 2011 / HOF, Akureyri Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs

Vetrarferðaþjónusta. Aðalfundur SAF / 24. mars, 2011 / HOF, Akureyri Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Vetrarferðaþjónusta Aðalfundur SAF / 24. mars, 2011 / HOF, Akureyri Helgi Már Björgvinsson, framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs ICELANDAIR + Rótgróið fyrirtæki með mikla reynslu og rætur aftur til 1937

More information

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2016

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2016 SSF Laun og kjör félagsmanna Febrúar 2016 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða dreifing er

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson SAMHERJI HF Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson 1 Efni Fiskveiðar Fiskvinnslan á Dalvík Samkeppni við Noreg Tækifærin Veiðar og Eldi Heimsframleiðsla á fiski Tonn 60.000.000 Veiðar

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

CRM - Á leið heim úr vinnu

CRM - Á leið heim úr vinnu CRM - Á leið heim úr vinnu Leiðbeinendur: Elín Gränz - Bjarmi Guðlaugsson - Dagsskrá 1. Hvað er CRM? a) Hugmyndafræði CRM Huglægur búnaður b) Örstutt um þróun CRM mistök og sigrar c) Tækifæri í breyttu

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð

Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Sameining tveggja háskóla í Svíþjóð Aðdragandi, framkvæmd og árangur af sameiningu Högskolan på Gotland og Uppsalaháskóla Ágrip Í þessari úttektar er að dreginn lærdómur af nýlegri sameiningu tveggja háskóla

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013

SSF. Laun og kjör félagsmanna. Febrúar 2013 SSF Laun og kjör félagsmanna Febrúar 2013 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting eða dreifing er

More information

Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum. Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014

Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum. Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014 Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014 Staðan á Vestfjörðum Gert er ráð fyrir að sú uppbygging sem nú þegar er

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Íslenskur hlutafjármarkaður

Íslenskur hlutafjármarkaður ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR 1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður

More information

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014

Flóabandalagið. Launakönnun September - október 2014 Flóabandalagið Launakönnun 2014 September - október 2014 Skýrsla þessi og innihald hennar er eingöngu til innanhússnota hjá því fyrirtæki, stofnun eða einstaklingi sem hana keypti. Öll opinber birting

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð

Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð BSc í viðskiptafræði Staðbundin áhrif ferðaþjónustunnar á Hornafjörð Júní, 2017 Nafn nemanda: Kristín Hallsdóttir Kennitala: 280292-2819 Nafn nemanda: Sindri Snær Ólafsson Kennitala: 220894-2079 Leiðbeinandi:

More information

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi

Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 13. árgangur, 2. tölublað, 2016 Skipulagsform íslenskra fyrirtækja í sveiflukenndu viðskiptaumhverfi 2007-2016 Ásta Dís Óladóttir, Ingi Rúnar Eðvarðsson og Guðmundur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar

Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar Þátttaka Íslands í Norðurslóðaáætlun hefur tekist vel í flestu tilliti. Mikill áhugi hefur verið á þátttöku í samstarfsverkefnum innan áætlunarinnar og reynsla almennt góð. Það hefur verið eftirsótt að

More information

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið. Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Loftslagsbreytingar: Staða og hlutverk Íslands Hugi Ólafsson, maí 2013 Loftslagsbreytingar - vísindin Alþjóðlegar skuldbindingar Losun gróðurhúsalofttegunda frá Íslandi Aðgerðaáætlun í loftslagsmálum Hvað

More information

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Efnisyfirlit Ávarp bankastjóra... 4 Um skýrsluna... 5 Gæðatrygging upplýsinga...5 Um Landsbankann... 6 Samstarf...7 Stjórnarhættir...8 Hagsmunaaðilar og samráð...8 Stefna,

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information