Þjóðlagahátíðin á Siglufirði júlí 2013

Size: px
Start display at page:

Download "Þjóðlagahátíðin á Siglufirði júlí 2013"

Transcription

1 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði júlí 2013 Spilmenn Ríkínís Fiðlarinn á þakinu Söngur og sónargaldur Sönghópurinn Kvika Grikkinn Zorba Hinir ástsælu Spaðar Sigvaldi Kaldalóns Leikrit um ævi tónskáldsins Ung var ég gefin Njáli Dægurlög í anda Njálu Norræna sveitin Tranotra Glæstar en gleymdar Huldukonur í íslenskri tónlist Norsk-eistneska sveitin ÄIO Sá ég og heyrði Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur Miðalda leikhústónlist Ingried Boussaroque Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fiðlu og gítar Þið munið hann Jörund? Fjögur á palli Ojba Rasta Visit

2 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði júlí Dagskrá Miðvikudagur 3. júlí Ráðhústorgið Gengið á Gróuskarðshnjúk og Hvanneyrarhyrnu Á miðri leið má velja um létta göngu á Gróuskarðshnjúk eða erfiðari leið á Hvann eyrarhyrnu. Frábært útsýni er yfir Siglufjörð af báðum stöðum. Göngutími 3-4 klst Siglufjarðarkirkja Spilmenn Ríkínís Marta Guðrún Halldórsdóttir, Örn Magnússon, Sigursveinn Magnússon og Ásta Sigríður Arnardóttir syngja íslensk þjóðlög og leika á langspil, symfón, hörpu, gígju og trumbu Bátahúsið Fiðlarinn á þakinu Tónlistin úr söngleiknum Bræðsluhúsið Grána Fimmtudagur 4. júlí Söngur og sónargaldur Jón Svavar Jósefsson söngur Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur Haukur Gröndal klarinett Ásgeir Ásgeirsson gítar og búsúkí Þorgrímur Jónsson bassi Cem Misirlioglu slagverk Júlía Traustadóttir söngur Hildur Heimisdóttir langspil Kirkjuloftið Miðalda leikhústónlist Fyrirlesari: Ingried Boussaroque, Kanada Allinn Bullutröll Barnatónleikar með Aðalsteini Ásbergi Sigurðssyni og Þorgerði Ásu Aðalsteinsdóttur Siglufjarðarkirkja Sönghópurinn Kvika Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran Hildigunnur Einarsdóttir alt Pétur Húni Björnsson tenór Jón Svavar Jósefsson bassi Bátahúsið Grikkinn Zorba Tónlistin úr kvikmyndinni Ásgeir Ásgeirsson búsúkí Unnur Birna Björnsdóttir söngur og fiðla Haukur Gröndal klarinett og píanó Þorgrímur Jónsson bassi Cem Misirlioglu slagverk Allinn Hinir ástsælu Spaðar Guðmundur Andri Thorsson gítar og söngur Guðmundur Ingólfsson bassi og söngur Aðalgeir Arason mandólín og söngur Þorkell Heiðarsson harmónikka og hljómborð Magnús Haraldsson gítar og söngur Guðmundur Pálsson fiðla Sigurður Valgeirsson trommur Föstudagur 5. júlí Kirkjuloftið Grísk þjóðlagatónlist og Þeódórakis Fyrirlesari: Ásgeir Ásgeirsson Ráðhústorgið Sungið og leikið á torginu Bæjarbúar hvattir til að taka þátt Siglufjarðarkirkja Sigvaldi Kaldalóns. Leikrit um ævi tónskáldsins Bátahúsið Ung var ég gefin Njáli Dægurlög í anda Njálu Allinn Norræna þjóðlagasveitin Tranotra Elfar Logi Hannesson leikari Dagný Arnalds söngur og píanó Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngur Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó Gunnar Hrafnsson bassi Kjartan Guðnason trommur Óttar Guðmundsson sögumaður Benjamin Bøgelund Bech klarinett Olaug Furusæter fiðla Sven Midgren fiðla og víóla

3 Þjóðlagahátíðin á Siglufirði júlí Dagskrá Laugardagur 6. júlí Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Íslenskir þjóðdansar Námskeið opið öllum Siglufjarðarkirkja Glæstar en gleymdar - Huldukonur í íslenskri tónlist Allinn Norsk-eistneska þjóðlagasveitin ÄIO Kennarar: Kolfinna Sigurvinsdóttir og Hulda Sverrisdóttir Sigurlaug Arnardóttir söngur Þóra Björk Þórðardóttir gítar og söngur Sólveig Þórðardóttir selló Hildur Björgvinsdóttir lesari Katariin Raska söngur, eistneskar sekkjapípur, sópran sax, flautur og gyðingahörpur Anders Hefre írsk flauta, bassaklarinett og söngur Jon Hjellum Brodal harðangursfiðla, fiðla og söngur Christian Meaas Svendsen kontrabassi og söngur Þjóðlagasetrið Kvæðamannakaffi Kvæðamenn hittast og kveða hver fyrir annan. Stjórnandi: Þórarinn Hjartarson kvæðamaður. Heitt á könnunni og bakkelsi í boði Siglufjarðarkirkja Sá ég og heyrði - Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur Allinn Miðaldaleikhús, tónlist og dans Siglufjarðarkirkja Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fiðlu og gítar Síldarminjasafnið Þið munið hann Jörund? Fjögur á palli Kristjana Arngrímsdóttir söngur Örn Eldjárn gítar Jón Rafnsson bassi Ingried Boussaroque, Kanada Páll Palomares fiðla Ögmundur Þór Jóhannesson gítar Edda Þórarinsdóttir söngur Kristján Hrannar Pálsson píanó Magnús Pálsson klarinett Páll Einarsson bassi Bátahúsið Uppskeruhátíð Listamenn af hátíðinni koma fram. Sérstakir gestir: Hafsteinn Sigurðsson sög og Helga Kristbjörg Guðmundsdóttir harmónikka Allinn Dansleikur Ojba Rasta Sunnudagur 7. júlí Siglufjarðarkirkja Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Bjarnatorg við Siglufjarðarkirkju Vígsla brjóstmyndar af sr. Bjarna Þorsteinssyni þjóðlagasafnara Hugi Guðmundsson: Minningarbrot. Frumflutn. W. A. Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr Pjotr Tjækovský: Hnotubrjóturinn (svíta) Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðla Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson Brjóstmynd eftir Ragnhildi Stefánsdóttur RADDIR ÍSLANDS Mynddiskur með einstökum upptökum úr Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar til sölu á hátíðinni. Fróðlegur bæklingur á átta tungumálum. Verð kr

4 Þjóðlagaakademían júlí starfsár Háskólanámskeið um íslenska þjóðlagatónlist, opið öllum almenningi. Það verður að þessu sinni haldið á ensku. Umsjónarkennarar: Örn Magnússon og Marta G. Halldórsdóttir. Í Þjóðlagaakademíunni verða kennd íslensk þjóðlög, þ.á.m. rímnalög, tvísöngslög, sálmalög og druslur. Þá verða dansaðir þjóðdansar og kennt Miðvikudagur 3. júlí að leika á langspil og íslenska fiðlu. Einnig verða haldin erindi um erlenda þjóðlaga- og miðald a- tónlist. Kennslan fer fram í Siglufjarðarkirkju, nánar tiltekið á kirkjuloftinu. Þjóðlagaakademían er haldin með styrk frá Norræna menningarsjóðnum. Laugardagur 6. júlí Móttaka í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar Sagt frá þjóðlagasöfnun sr. Bjarna Þorsteinssonar. Gunnsteinn Ólafsson Tónleikar á Þjóðlagahátíð Útsetningar á þjóðlögum Örn Magnússon og Marta G. Halldórsdóttir Tónleikar á Þjóðlagahátíð Fimmtudagur 4. júlí Sunnudagur 7. júlí Rímnalög Gunnsteinn Ólafsson Íslenskir þjóðdansar Kolfinna Sigurvinsdóttir Miðalda leikhústónlist Ingried Boussaroque, Kanada Flamenkótónlist Söngur þjáningar Guðrún Ingimundardóttir Íslensk þjóðlög Marta G. Halldórsdóttir Tónleikar á Þjóðlagahátíð Tónleikar á Þjóðlagahátíð Sjá nánar um dagskrá Þjóðlagahátíðar Föstudagur 5. júlí Tvísöngur Örn Magnússon Sálmalög sem þjóðlög Marta G. Halldórsdóttir Grísk þjóðlagatónlist og Þeódórakis Ásgeir Ásgeirsson Tónlistariðkun kvenna í Ghana Guðrún Ingimundardóttir Langspil og íslensk fiðla Örn Magnússon Tónleikar á Þjóðlagahátíð

5 The Folk Music Academy - July 3rd - July 7th 2013 Course in English on Icelandic folk music. Tutors: Örn Magnússon and Marta G. Halldórsdóttir The main topics of the Folk Music Academy in Siglufjord will be the different types of Icelandic folk music, including ordinary folk songs, rímur songs, tvísöngur (two part organum), folk dances, psalms and folk music arrangements. Wednesday July 3rd The course also includes lectures on folk music from other countries, given by artists visiting the Folk Music Festival in Siglufjord which will take place at the same time. Location: Church of Siglufjörður, 3rd floor. The Folk Music Academy is sponsored by the Nordic Culture Fund. Saturday July 6th Reception at the Folk Music Centre in Siglufjord Folk Music Collector Bjarni Þorsteinsson and his work introduced. Gunnsteinn Ólafsson Folk Music Arrangements Örn Magnússon and Marta G. Halldórsdóttir Concerts Concerts Thursday July 4th Sunday July 7th Rímur songs Gunnsteinn Ólafsson Icelandic Folk Dances Kolfinna Sigurvinsdóttir Medieval Music Theatre Ingried Boussaroque, Canada Flamenco - Song of suffering Guðrún Ingimundardóttir Icelandic folk songs Marta G. Halldórsdóttir Concerts Concerts For more information on The Folk Music Academy 2013 please visit Friday July 5th Tvísöngur (Two part Organum) Örn Magnússon Psalms as folk songs Marta G. Halldórsdóttir Greek folk music and Theodorakis Ásgeir Ásgeirsson Musical practices of Ashanti women, Ghana Guðrún Ingimundardóttir Langspil and Icelandic fiðla Örn Magnússon Concerts

6 Námskeið 4. og 5. júlí Tvísöngur Kennari: Guðrún Ingimundardóttir Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Salsanámskeið Kennarar: Jóhannes Agnar Kristinsson og Jóhanna Hildur Jónsdóttir Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Grísk tónlist Kennari: Ásgeir Ásgeirsson Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Hljómheimur íslenskra þjóðlaga Kennari: Bjarney Ingibjörg Gunnlaugsdóttir Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Geðveiki í íslenskum fornsögum Kennari: Óttar Guðmundsson Efra skólahús, Hlíðarvegi og og og Sagnanámskeið Kennarar: Sigurborg Kr. Hannesdóttir og Ingi Hans Jónsson Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Ullarþæfing Kennari: Margrét Steingrímsdóttir Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Útskurðarnámskeið Kennari: Constantin Bors Efra skólahús, Hlíðarvegi 18 Stokkar og steinar. Unglinganámskeið ára Kennari: Arnljótur Sigurðsson Tónlistarskólinn, Aðalgötu 27 Leikið og skapað. Barnanámskeið fyrir börn 5 til 11 ára Kennari: Björk Sigurðardóttir Neðra skólahús við Norðurgötu Málverkasýning Ljóðasetur Íslands Seeing Sigló - myndir frá Siglufirði Málverkasýning Marc Dettmanns í Bláa húsinu. Sýningaropnun fimmtudaginn 4. júlí 2013 kl Ljóðasetur Íslands er opið alla daga kl að Túngötu 5. Lifandi viðburðir kl Í setrinu er sögu íslenskrar ljóðlistar gerð skil. Kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar Laugardaginn 6. júlí kl verður kvæðamannakaffi í Þjóðlagasetrinu. Kvæðamenn hittast og kveða hver fyrir annan. Stjórnandi er Þórarinn Hjartarson kvæðamaður. Í Þjóðlagasetrinu er einnig boðið upp á myndbönd af fólki á öllum aldri sem syngur, kveður eða leikur á hljóðfæri. Almennar upplýsingar Netfang: festival@folkmusik.is Heimasíða: Framkvæmdastjóri: Mónika Dís Árnadóttir Hjálparhella: María Rún Vilhelmsdóttir Umsjón með upptöku og hljóðkerfi: Sveinn Kjartansson Hátíðin þakkar þeim fjölmörgu sem styrkja hana með fjárframlögum eða eigin vinnuframlagi. Sérstakar þakkir fá Guðný Róbertsdóttir og Sigurður Hlöðvesson Þjóðlagahátíðin á Siglufirði 2013 er sú fjórtánda sem Félag um Þjóðlagasetur sr. Bjarna Þorsteinssonar stendur fyrir á Siglufirði Listrænn stjórnandi hátíðarinnar er Gunnsteinn Ólafsson Eldhugi við ysta haf Ævisaga sr. Bjarna Þorsteinssonar kr Raddir Íslands kr Þjóðlagahátíðin á Sigluf irði Saman á kr Bolur Þjóðlagahátíðar kr

7 Skráning og upplýsingar um þátttöku Skráning á Námskeiðsgjald greiðist inn á reikning , kt hjá Sparisjóði Siglufjarðar með nafni og/eða kennitölu greiðanda. Skrifstofa Skrifstofa Þjóðlagahátíðar er í Þjóðlagasetri sr. Bjarna Þorsteinssonar, Norðurgötu 1. Opnunartími júlí , 6. júlí og 7. júlí Sími Þar eru seldir miðar á tónleika og námskeið sem og veittar upplýsingar um hátíðina. Aðgangseyrir Námskeið: Námskeið hálfsdags með tónleikaskírteini: /16.500* Námskeið hálfsdags án tónleikaskírteinis: /10.500* Námskeið heilsdags með tónleikaskírteini: /22.500* Námskeið heilsdags án tónleikaskírteinis: /16.500* Tvö hálfsdags námskeið á sama nafni með tónleikaskírteini: kr /22.500* Tvö hálfsdagsnámskeið á sama nafni án tónleikaskírteinis: /16.500* Tónleikaskírteini: Einstaklingsskírteini: /10.500* Hjónaskírteini: /15.000* Stakir miðar á tónleika: 2.500/2.000* nema á Þið munið hann Jörund? Miðar á Þið munið hann Jörund? 3.500/2.500* Þjóðlagaakademían: /8.500* * Námsmenn í fullu námi (16 ára og eldri), atvinnulausir, öryrkjar og 67 ára og eldri. Ókeypis er fyrir börn 15 ára og yngri á alla tónleika hátíðarinnar. Börn þátttakenda á námskeiðum 15 ára og yngri fá ókeypis aðgang að barna- og unglinganámskeiðum. Önnur börn greiða kr fyrir námskeiðið. Gisting á Siglufirði Ábendingar um gististaði veitir framkvæmdastjóri hátíðar í síma Upplýsingamiðstöð ferðamanna er á bókasafni Siglufjarðar. Opið virka daga frá 13:30-17:00. Tjaldstæði Siglufirði Tjaldsvæði Siglufjarðar er staðsett í miðbænum við torgið og smábátabryggjuna. Öll þjónusta, afþreying og söfn eru í 5-10 mínútna göngufæri. Sunnan við snjóflóðavarnagarðinn (Stóra bola) er annað svæði fyrir þá sem kjósa ró og frið og þaðan er stutt á golfvöllinn, í hesthúsabyggð og fuglavarp. Um 10 mínútna gangur er niður í miðbæ og þar er hús með salernum og aðstöðu fyrir ferðamenn. Tjaldstæði Ólafsfirði Tjaldsvæðið í Ólafsfirði er við Íþróttamiðstöðina. Þar er lítil tjörn með miklu fuglalífi og smásílum sem yngri krökkum þykir gaman að veiða. Styrktaraðilar: Allinn Andrés Stefánsson, rafverktaki Ágúst og Hjálmar byggingamenn Bás ehf. Billinn. Bar og Poolstofa Byggingarfélagið Berg Efnalaugin Lind Egils sjávarafurðir ehf. Fiskbúð Siglufjarðar Hrímnir, hár og skeggsnyrtistofa Hvanndalir, bókhalds þjónusta JE vélaverkstæði KLM Málaraverkstæðið ehf. Merkismenn Olís Raffó RARIK Siglunes ehf SimVerk.is Siglósport Síldarvinnslan hf Sjóvá SR - Vélaverkstæði Tannlæknastofur Fjallabyggðar Tunnan Valló, leigumiðlun Verkfræðistofa Siglufjarðar Videoval ehf Þrír Frakkar - hjá Úlfari

8 EFNISSKRÁ Spilmenn Ríkínís er hópur tónlistarmanna sem hefur leikið og sungið saman í 8 ár. Meginverkefni Spilmanna hefur verið að flytja íslenskan tónlistararf úr handritum og af gömlum sálmabókum sem prentaðar voru á Hólum í Hjaltadal á fyrstu öldum prentlistar á Íslandi. Hljómsveitin leikur á hljóðfæri sem heimildir eru um að hafi verið til hér á landi á þessum tíma. Á tónleikunum verða flutt lög úr safni Bjarna Þorsteinssonar, útsett af hópnum. Meðlimir Spilmanna Ríkínís á Þjóðlagahátíð 2013 eru: Ásta Sigríður Arnardóttir sem syngur og leikur á gígju og symfón Marta Guðrún Halldórsdóttir sem syngur og leikur á langspil, symfón og hörpu Sigursveinn Magnússon sem syngur og leikur á symfón og trumbu Örn Magnússon sem syngur og leikur á symfón, langspil, hörpu og gígju Siglufjarðarkirkja Miðvikudaginn 3. júlí kl Spilmenn Ríkínís Bátahúsið Miðvikudaginn 3. júlí kl Fiðlarinn á þakinu Fiðlarinn á þakinu er einn kunnasti söngleikur allra tíma. Hann byggir á bókinni Tevje og dætur hans eftir Sholem Aleichem en söngleikinn sömdu þeir Jerry Bock og Sheldon Harnick. Tónlistin var gerð fyrir Broadway en í henni gætir áhrifa klezmertónlistar gyðinga. Sagan gerist í Rússlandi í upphafi 20. aldar á tímum rússneska keisarans. Tevje og fjölskylda hans eru gyðingar en fjölskylduföðurnum þykir dæturnar full frjálslegar í trúnni og ekki vanda val sitt á eiginmönnum. Hann óttast að gyðinglegur uppruni fjöl skyldunnar muni þynnast út með tíð og tíma. Ekki bætir úr skák þegar keisarinn tekur að hrekja gyðinga burt úr þorpum sínum. Fiðlarinn á þakinu hefur farið sigurför um heiminn frá því hann var frumfluttur árið Róbert Arnfinnsson og Jóhann Sigurðarson hafa báðir farið með hlutverk Tevjes á eftirminnilegan hátt. Hér syngja Jón Svavar Jósefsson og Unnur Birna Björnsdóttir lögin úr söngleiknum. Jón Svavar Jósefsson söngur Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur Haukur Gröndal klarinett Ásgeir Ásgeirsson gítar og búsúkí Þorgrímur Jónsson bassi Cem Misirlioglu slagverk

9 Grána Miðvikudaginn 3. júlí kl Söngur og sónargaldur Á tónleikunum verða flutt þjóðlög og verk sem sækja innblástur í íslenskan tónlistararf. Þær Hildur og Júlía útsetja lögin. Þau eru valin með það í huga að viðkvæmur og fágætur tónn langspilsins fái notið sín til fulls. Júlía Traustadóttir hóf söngnám við Tónlistarskólann í Reykjavík árið 2004, fyrst hjá Elísabetu Erlingsdóttur og síðar hjá Hlín Pétursdóttur. Í lok árs 2006 hlaut Júlía inngöngu í Royal College of Music í Lundúnum, þar sem hún hóf söngnám haustið 2007 undir handleiðslu Jennifer Smith. Þaðan útskrifaðist hún sumarið Á námsárunum í London sótti Júlía meistaranámskeið hjá Patriciu Rozario, Roger Vignoles, Stephen Varcoe og Sally Burgess. Einnig kom hún fram sem einsöngvari í Cambridge, Bath og í útvarpsþætti á BBC Radio 3. Hildur Heimisdóttir langspilsleikari stundaði sellónám við Tónmenntaskóla Reykjavíkur, Tónlistarskólann í Reykjavík og Listaháskóla Íslands. Kennarar hennar voru Gunnar Kvaran og Sigurgeir Agnarsson. Hildur var einnig um skeið við nám hjá Errki Lahesmaa í Turku í Finnlandi. Að loknu prófi við LHÍ hóf hún nám við Tónlistarháskólann í Árósum í Danmörku hjá Henrik Brendstrup og lauk því árið Í fyrra vann Hildur keppni um stöðu lærlings við Sinfóníuhljómsveit Álaborgar og nýlega hlaut hún styrk úr Sjóði danskíslenskrar samvinnu (FDIS). Undanfarin misseri hefur Hildur snúið sér í auknum mæli að langspilsleik. Hún leikur á langspil sem Jón Sigurðsson á Þingeyri smíðaði Júlía Traustadóttir söngkona Hildur Heimisdóttir langspil Allinn Fimmtudaginn 4. júlí kl Bullutröll Barnatónleikar Á tónleikunum verða leikin gömul og ný barnalög úr smiðju Aðalsteins Ásbergs Sigurðssonar sem hefur samið fjölmörg vinsæl lög og ljóð, m.a. á plötunum Berrössuð á tánum og Bullutröll. Hér kemur hann fram ásamt dóttur sinni, Þorgerði Ásu, og þau feðgin flytja í tali og tónum efni sem á sér oftar en ekki þjóðlegar rætur og hefur oft á tíðum heillað bæði börn og fullorðna.

10 Siglufjarðarkirkja Fimmtudaginn 4. júlí kl Sönghópurinn Kvika Kvartettinn Kvika er ungur sönghópur, stofnaður haustið Kvika syngur einkum íslensk þjóðlög og innlend og erlend dægurlög auk rammíslensks tvísöngs og rímnakveðskapar. Lögð er áhersla á að blanda saman tónlist sem allir þekkja og tónlist sem fólk á síður von á að heyra sungna af blönduðum kvartett. Thelma Hrönn Sigurdórsdóttir sópran Hildigunnur Einarsdóttir alt Pétur Húni Björnsson tenór Jón Svavar Jósefsson bassi Tónlistin í kvikmyndinni Grikkinn Zorba gerði tónskáldið Mikis Þeódórakis heims - frægan á einni nóttu. Hann varð samnefnari grískrar þjóðlagatónlistar og einkennishljóðfæri Grikkja, búsúkí, varð víðfrægt. Kvikmyndin byggir á samnefndri sögu Nikos Kazantzakis þar sem Anthony Quinn fór með aðal hlutverkið. Á tónleikunum verður leikin tónlist úr kvikmyndinni auk þess sem flutt verða fjölmörg lög eftir Þeódórakis sem og klassísk lög fyrir búsúkí. Búsúkí-tónlistin er stundum kölluð blústónlist Grikkja; hún getur bæði verið afar tilfinningarík en engu að síður fjörug og dansvæn. Ásgeir Ásgeirsson búsúkí Unnur Birna Björnsdóttir fiðla og söngur Haukur Gröndal klarinett Þorgrímur Jónsson bassi Cem Misirliouglu slagverk Bátahúsið Fimmtudaginn 4. júlí kl Grikkinn Zorba

11 Allinn Fimmtudaginn 4. júlí kl Hinir ástsælu Spaðar Spaðar eru kunnir fyrir eldfjörug böll, lífleg lög og sniðuga texta. Lögin þeirra hljóma eins og gömul dægurlög þó að þau séu flest eftir þá sjálfa, enda nota þeir hljóðfæri á borð við harmonikku, fiðlu og mandólín. Tónlistin er undir áhrifum frá þjóðlagatónlist úr ýmsum áttum og textarnir fjalla um allt milli himins og jarðar: þjóðar blómið, kreppuna, Íslendingasögurnar, Þorláks messu, listina að yrkja, gleðina, drykkjuna og auðvitað ástina. Guðmundur Andri Thorsson gítar og söngur Guðmundur Ingólfsson bassi og söngur Aðalgeir Arason mandólín og söngur Þorkell Heiðarsson harmónikka og hljómborð Magnús Haraldsson gítar og söngur Guðmundur Pálsson fiðla Sigurður Valgeirsson trommur Siglufjarðarkirkja Föstudaginn 5. júlí kl Sigvaldi Kaldalóns Leikrit um ævi tónskáldsins Tónskáldið og læknirinn Sigvaldi Kaldalóns átti litríka ævi. Hann tók við læknisembætti í einu afskekktasta læknishéraði landsins fyrir vestan, skammt frá Kaldalóni við Ísafjarðar djúp. Víst var lífið þar ekki eins og í einföldum söngleik. Þrátt fyrir það samdi Sigvaldi margar af sínum helstu sönglagaperlum á Kaldalónsárunum. Rakin verður þessi litríka saga tónskáldsins fyrir vestan og helstu lög hans fléttuð inn í leikgerðina. Elfar Logi Hannesson ólst upp á Bíldudal og stundaði leiklistarnám í Danmörku. Árið sem hann lauk námi stofnaði hann Kómedíuleikhúsið þar sem hann hefur verið aðalleikari frá upphafi. Elfar Logi hefur samið fjölmörg leikverk, leikstýrt sýningum um land allt, leikið í sjónvarpi og kvikmyndum, gert útvarpsþætti og lesið inná hljóðbækur. Á meðal leikrita sem Elfar Logi hefur samið og sett á svið er Gísli Súrsson, en það hefur hann m.a. leikið í Geirþjófsfirði þar sem sagan gerist að hluta. Dagný Arnalds stundaði nám við píanókennaradeild Tónlistarskólans í Reykjavík og framhaldsnám í píanóleik í Frakklandi hjá Jacques Chapuis. Hún starfaði um skeið sem píanókennari í Granada á Spáni en réðst síðan við Tónlistarskóla Ísafjarðar sem píanókennari og stjórnandi Sunnukórsins, organisti og kórstjóri í Önundarfirði og á Suðureyri auk þess að stýra tónlistarhátíðinni Við Djúpið. Elfar Logi Hannesson höfundur og leikari Dagný Arnalds píanó og söngur Marsibil G. Kristjánsdóttir leikmynd, búningar og leikstjórn

12 Bátahúsið Föstudaginn 5. júlí kl Ung var ég gefin Njáli Dægurlög í anda Njálu Á tónleikum sínum munu Jóhanna Þórhallsdóttir og félagar flytja dægurlög sem varpa ljósi á helstu persónur Njálu. Söguþráðurinn er rakinn í tali og tónum þannig að lifandi nútíð og myrk fortíð sögualdar renna saman í eina heild. Óttar Guðmundsson geðlæknir mun á tónleikunum sýna fram á að Shady Owens og Trúbrot sungu um Hallgerði langbrók, Bubbi Morthens um Gunnar á Hlíðarenda og Facó frá Bíldudal um Kára Sólmundarson. En um hvað sungu brennumenn á Bergþórhsvoli? Og hvað kyrjuðu heimamenn á meðan? Tónleikarnir varpa nýju og óvæntu ljósi á þekktasta og dýrmætasta rit íslenskra fornbókmennta, sjálfa Njálssögu. Jóhanna V. Þórhallsdóttir söngur Aðalheiður Þorsteinsdóttir píanó Gunnar Hrafnsson bassi Kjartan Guðnason trommur Óttar Guðmundsson sögumaður Allinn Föstudaginn 5. júlí kl Norræna þjóðlagasveitin Tranotra Tranotra er skipuð tónlistarmönnum frá Danmörku, Noregi og Svíþjóð. Í tónlist sveitarinnar mætast mismunandi þjóðlagahefðir og úr verður nýr bræðingur. Hefðbundin danstónlist blandast við þrástef og einradda lög eru sett í flókna hljóma klasa. Klarinett, fiðla og víóla leitast við að búa til tónlist sem fellur í kramið en er engu að síður krefjandi fyrir hlustandann og þann sem stígur dansinn. Benjamin Bøgelund Bech klarinett og bassaklarinett Olaug Furusæter fiðla Sven Midgren fiðla og víóla

13 Siglufjarðarkirkja Laugardaginn 6. júlí kl Glæstar en gleymdar Huldukonur í íslenskri tónlist Tónlist eftir Olufu Finsen, Guðmundu Nielsen, Ingunni Bjarnadóttur og Maríu Brynjólfsdóttur Fyrir og eftir aldamótin 1900 létu nokkrar konur til sín taka í tónlistarlífi landsmanna. Þær sömdu lög og jafnvel heilu tónverkin sem tekin voru til flutnings. Hér verður sagt frá lífi og starfi fjögurra íslenskra kventónskálda og tónlist þeirra flutt. Tónskáldin eru Olufa Finsen, Guðmunda Nielsen, Ingunn Bjarnadóttir og María Brynjólfsdóttir. Þær settu allar mark sitt á tónlistarsögu landsmanna en eru að mestu gleymdar. Hér verður gerð bragarbót þar á. Sigurlaug Arnardóttir söngur Sólveig Þórðardóttir selló Þóra Björk Þórðardóttir gítar og söngur Hildur Björgvinsdóttir lesari Olufa Finsen Guðmunda Nielsen Ingunn Bjarnadóttir María Brynjólfsdóttir Allinn Laugardaginn 6. júlí kl Norsk-eistneska þjóðlagasveitin ÄIO ÄIO er norsk-eistnesk hljómsveit sem byggir tónlist sína á þjóðlagatónlist beggja landa. Sveitin spinnur lög frjálslega út frá þjóðlegum efniviði og úr verður skemmtileg blanda af nýrri og gamalli tónlist. Hljóðfærin eru fengin bæði úr norskri og eistneskri þjóðlagahefð. Katariin Raska söngur, eistneskar sekkjapípur, sópran sax, flautur og gyðingahörpur Anders Hefre írsk flauta, bassaklarinett og söngur Jon Hjellum Brodal harðangursfiðla, fiðla og söngur Christian Meaas Svendsen kontrabassi og söngur

14 Siglufjarðarkirkja Laugardaginn 6. júlí kl Sá ég og heyrði Tríó Kristjönu Arngrímsdóttur Á tónleikunum syngur Kristjana Arngrímsdóttir lög eftir sjálfa sig við ljóð Davíðs Stefánssonar, Jakobínu Sigurðardóttur og Kristbjörgu og Jóhönnu Steingrímsdætur. Einnig syngur hún þekktar ballöður og vísur frá ýmsum löndum. Kristjana Arngrímsdóttir söngkona er búsett í Svarfaðardal. Hún hóf söngferil sinn í Tjarnarkvartettinum ásamt Kristjáni Eldjárn Hjartarsyni, eiginmanni sínum, Hjörleifi Hjartarsyni og Rósu Kristínu Baldursdóttur. Eftir að kvartettinn leystist upp hóf Kristjana sólóferil og hefur haldið ótal tónleika og gefið út hljómdiska í samstarfi við fjölmarga tónlistarmenn. Kristjana Arngrímsdóttir söngur Örn Eldjárn gítar Jón Rafnsson bassi Allinn Laugardaginn 6. júlí kl Miðaldaleikhús, tónlist og dans Ingried Boussaroque, Kanada Ingried Boussaroque er söngvari, hljóðfæraleikari og leikkona frá Montreal í Kanada. Sem leikkona hefur hún starfað við götuleikhús og sjónvarp og unnið með leikhópi sem sérhæfir sig í Commedia dell Arte og leikhúsi fáránleikans í anda slapstick -leikhússins. Sem tónlistarmaður hefur hún helgað sig heimstónlist og tónlist miðalda. Hún er listrænn stjórnandi La Mandragore-flokksins sem nýlega gaf út diskinn Convivencia, en hann var tilnefndur sem besti diskur í flokki heimstónlistar í Quebec árið Ingried hefur einnig fengist við raftónlist. Á tónleikum sínum mun hún varpa ljósi á leikhústónlist frá miðöldum sem og þjóðlagatónlist frá Kanada. Að endingu kennir hún tónleikagestum nokkur spor í miðaldadönsum. Listráð Kanada styrkir tónleika Ingried Boussaroque á Þjóðlagahátíðinni á Siglufirði.

15 Siglufjarðarkirkja Laugardaginn 6. júlí kl Spænsk og suður-amerísk tónlist fyrir fiðlu og gítar Suður-Evrópsk og Suður-Amerísk tónlist hefur lengi heillað með seiðandi blæ sínum. Manuel de Falla leitaði í spænskan þjóðlagaarf í verkum sínum, Ravel samdi tónlist í stíl við spænska dansinn Habanera og Astor Piazolla gerði argentínska tangóinn ódauðlegan í tónlist sinni. Þessi tónskáld verða í brennidepli á tónleikum tveggja bráðefnilegra tónlistarmanna á Þjóðlagahátíðinni, þeirra Páls Palomares fiðluleikara og Ögmundar Þórs Jóhannessonar gítarleikara. Páll Palomares stundaði fiðlunám hjá foreldrum sínum Unni Pálsdóttur og Joaquin Palomares og síðar við Tónlistarskólann í Kópavogi og við Listaháskóla Íslands hjá Auði Hafsteinsdóttur. Hann lauk í febrúar sl. námi frá tónlistarháskólanum sem kenndur er við Hanns Eisler í Berlín og er nú leiðari 2. fiðlu í Kammersveit Randers- borgar í Danmörku. Páll hefur komið fram sem einleikari með Sinfóníuhljómsveit Íslands og Sinfóníuhljómsveitinni á Alicante á Spáni. Ögmundur Þór Jóhannesson gítarleikari stundaði nám við Tónlistarskóla Kópavogs og síðar í Barcelona og Salzburg. Hann er nú búsettur í Berlín. Ögmundur hefur unnið til margvíslegra verðlauna fyrir gítarleik sinn, þar á meðal í hinni alþjóðlegu Agustin Barrios-gítarkeppni í Lambesc í Suður-Frakklandi. Báðir hafa Páll og Ögmundur haldið tónleika á Íslandi og erlendis og komið fram á virtum tónlistarhátíðum. Páll Palomares fiðla Ögmundur Þór Jóhannesson gítar Síldarminjasafnið Laugardaginn 6. júlí kl Þið munið hann Jörund? Fjögur á palli Jörundur hundadagakonungur hefur alla tíð verið okkur Íslendingum hjartfólginn. Árið 1809 kom hann til landsins með ensku skipi og steypti dönskum yfirvöldum; tilkynnti að allur danskur myndugleiki væri upphafinn á Íslandi og boðaði frið og fullsælu í landinu. Byltingin rann út í sandinn en skáld og rithöfundar hafa gert sér mat úr sögu Jörundar alla tíð síðan. Jónas Árnason samdi leikritið Þið munið hann Jörund árið 1970 og fléttaði breskum þjóðlögum í leikinn. Um tónlistarflutning sá tríóið Þrjú á palli með Eddu Þórarinsdóttur leik- og söngkonu í fararbroddi. Hún flytur hér lögin úr leikritinu ásamt félögum sínum í nýrri hljómsveit sem nefnist Fjögur á palli. Edda Þórarinsdóttir söngur Kristján Hrannar Pálsson píanó Magnús Pálsson klarinett Páll Einarsson bassi Söngtextar eftir Jónas Árnason

16 Allinn Laugardaginn 6. júlí kl Dansleikur Ojba Rasta Hljómsveitin Ojba Rasta var stofnuð árið 2009 og er skipuð ellefu ungum tónlistarmönnum. Hljóm s- veitin spilar reggí músík og sækir áhrif sín víða; svo sem til heimstónlistar, kvikmyndatónlistar og kvæðalaga. Í fyrra gaf hljómsveitin út sína fyrstu breiðskífu sem innihélt átta frumsamin lög. Þar má heyra sungið um örlög, ástir og ævintýri nokkurra peða á plánetunni jörð. Arnljótur Sigurðsson söngur og rafbassi Daníel Þröstur Sigurðsson trompet Gylfi Freeland Sigurðsson trommur Hjálmur Ragnarsson dubmaster Hrafnkell Gauti Sigurðarson gítar Teitur Magnússon söngur og gítar Unnur Malín Sigurðardóttir euphonium og söngur Valgerður Freeland Sigurðardóttir klarinett og melódíka Siglufjarðarkirkja Sunnudaginn 7. júlí kl Sinfóníuhljómsveit unga fólksins Hnotubrjóturinn Sinfóníuhljómsveit unga fólksins frumflytur nýtt verk eftir Huga Guðmundsson sem nefnist Minningarbrot Glimpsed Memories. Þá leikur Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðlukonsert í A-dúr eftir Mozart og loks leikur hljómsveitin svítu úr Hnotubrjótnum eftir Tjækovský. Hugi er meðal fremstu tónskáld okkar af yngri kynslóðinni. Hann er búsettur í Danmörku og verk eftir hann eru leikin víða um heim. Gróa Margrét stundaði fiðlunám hér heima, í Þýskalandi og síðast í Bandaríkjunum, þar sem hún lauk nýlega námi frá The Hartt School í Hartford. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins var stofnuð árið 2004 og hefur haldið tónleika víða um land. Hljómsveitina skipa tónlistarnemendur á aldrinum ára. Hljómsveitin hefur frumflutt ný verk eftir íslensk tónskáld auk þess að takast á við mörg helstu meistaraverk tónbókmenntanna. Aðalstjórnandi hljómsveitarinnar og stofnandi er Gunnsteinn Ólafsson. Sinfóníuhljómsveit unga fólksins er styrkt af Tónlistarsjóði og Reykjavíkurborg. Hugi Guðmundsson: Minningarbrot. Frumflutningur W.A.Mozart: Fiðlukonsert í A-dúr Pjotr Tjækovský: Hnoturbrjóturinn (svíta) Einleikari: Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðla Stjórnandi: Gunnsteinn Ólafsson Stjórnandi Gunnsteinn Ólafsson Gróa Margrét Valdimarsdóttir fiðluleikari

17 Bjarnatorg við Siglufjarðarkirkju Sunnudaginn 7. júlí kl Vígsla brjóstmyndar af sr. Bjarna Þorsteinssyni þjóðlagasafnara Höfundur brjóstmyndar: Ragnhildur Stefánsdóttir

18 Veitingastaðurinn Torgið auglýsir Við bjóðum gesti Þjóðlagahátíðar velkomna í bæinn og tökum vel á móti þeim í mat og drykk eftir þörfum. Verðum með súpu og salatbar í hádeginu frá miðvikudegi til föstudags og grillið er opið fram á kvöld alla hátíðina Kvæðamenn velkomnir á Torginu kveðum saman Verið velkomin á Torgið sími Aðalbakarinn býður gesti Þjóðlagahátíðar velkomna Nýbakað brauð og bakkelsi alla daga. Léttir réttir í hádeginu á virkum dögum. Opið á virkum dögum frá 07:00-17:00 Laugardaga frá 09:00-14:00 Aðalgötu Siglufirði S: Brimnes Hotel & Cabins We offer en-suite rooms and Cabins by Lake Ólafsfjörður. Rent a bike or a kayak and explore the scenic surroundings in this beautiful fjord. You can go whale watching, hike or just relax and play golf. Visit our website for more information: Bylgjubyggð Ólafsfjörður Tel hotel@brimnes.is

19 Gagnvirkur flórgoði? Tásustígur?? Júrólóa??? FRIÐLAND FUGLANNA SVARFAÐARDAL Húsabakki í Svarfaðardal Sýningin Friðland fuglanna Tjaldstæði - Gisting sími: / Aðalgötu Siglufirði Sími Fax

20

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33

3 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:53,54. 1 Óskar Rafael Karlsson 11 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar 1:51,58 1:47,33 Iceland Swim Fed. Champ. Meet Hy-Tek's MEET MANAGER 7:48 PM 5.12.2003 Page 1 Grein 1 Strákar 11-12 66 sc Metrar m Fjórsund 1 Bjarki Már Viðarsson 12 Íþróttabandalag Reykjanesbæjar NT 1:12,59 2 Óskar Rafael

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Summer Concerts 2007

Summer Concerts 2007 Summer Concerts 2007 Þriðjudaginn 10. júlí kl. 20:30 Söngtríóið Live from New York er skipað söngvur- um úr kór Metropolitan Óperunnar í New York, Constance Green sópran, Ellen Lang mezzósópran og Irwin

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti: 48 Seinni hluti: 48 1 VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á RÚV og á Rás 1 og eru aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Áætluð tímalengd: Fyrri hluti:

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Paul Lewis áritar geisladiska sína í hléi fyrir framan Eldborg á 2. hæð. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og eru aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Kvennakór. Reykjavíkur. Vortónleikar

Kvennakór. Reykjavíkur. Vortónleikar Kvennakór Reykjavíkur Vortónleikar 2015 Ágota Joó, stjórnandi Vilberg Viggósson, hljómsveitarstjóri Ágota Joó er fædd í Ungverjalandi. Hún útskrifaðist frá Franz Liszt tónlistarháskólanum í Szeged sem

More information

Bubbi Morthens. * Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé.

Bubbi Morthens. * Viðkomandi sveit hefur ekki gefið út neitt efni, né eru til hljóðritanir með sveitinni svo vitað sé. Hin og þessi bönd Hér ætlum við að stykkla á stóru um hinar ýmsu sveitir sem Bubbi hefur starfað með, eða þær með honum, um lengri eða skemm Þetta er þó ekki tæmanlegur listi. Því þó Bubbi hafi leikið

More information

VIÐBURÐASKRÁ FJALLABYGGÐAR MARS 2016

VIÐBURÐASKRÁ FJALLABYGGÐAR MARS 2016 VIÐBURÐASKRÁ FJALLABYGGÐAR VIÐBURÐASKRÁ FJALLABYGGÐAR Veitingastaðurinn Torgið hefur skipt um eigendur Fráfarandi eigendur þakka viðskiptavinum sínum fyrir viðskiptin undanfarin ár. Einnig ber að þakka

More information

LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 37. STARFSÁR THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY 37TH SEASON DAGSKRÁ PROGRAMME

LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 37. STARFSÁR THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY 37TH SEASON DAGSKRÁ PROGRAMME LISTVINAFÉLAG HALLGRÍMSKIRKJU 37. STARFSÁR THE HALLGRÍMSKIRKJA FRIENDS OF THE ARTS SOCIETY 37TH SEASON DAGSKRÁ PROGRAMME 1.12. 2018-30.11. 2019 Ávarp listræns stjórnanda Hverju nýju kirkjuári fylgir ný

More information

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Háskóli Íslands Hugvísindasvið Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga Íslenska Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Guðrún Brjánsdóttir Kt.: 271195-2499

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10

Hilary spilar Prokofiev. Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10 Hilary spilar Prokofiev Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary Hahn, einleikari 2009/10 aðalstyrktaraðilar Tónleikar í Háskólabíói 4. mars 2010 kl. 19:30 Benjamin Shwartz, hljómsveitarstjóri Hilary

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Sigurjón ólafsson MUSEUM

Sigurjón ólafsson MUSEUM Summer Concerts 2017 Sigurjón ólafsson MUSEUM Sumartónleikar 2017 Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Sumartónleikar Þriðjudaginn 4. júlí kl. 20:30 Gunnar Kvaran sellóleikari og Helga Bryndís Magnúsdóttir píanóleikari

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11

Drumming. Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11 Drumming Slagverkshópurinn Kroumata Félagar úr Sinfóníuhljómsveit Íslands 2010/11 Tónleikar í Háskólabíói 25. mars 2011 kl. 21:00 Slagverkshópurinn Kroumata: Johan Silvmark, Roger Bergström, Ulrik Nilsson,

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

MENNINGARNÓTT 2016 Í LISTASAFNI ÍSLANDS

MENNINGARNÓTT 2016 Í LISTASAFNI ÍSLANDS MENNINGARNÓTT 2016 Í LISTASAFNI ÍSLANDS FRÆÐSLUDEILD - LISTASAFN ÍSLANDS MENNINGARNÓTT 2016 20. ÁGÚST 2016 MENNINGARNÓTT Í LISTASAFNI ÍSLANDS Leiðsögn af margvíslegu tagi verður í Ásgrímssafni og Listasafni

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. OG 11. OKTÓBER 2018 VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikunum er streymt beint í hljóði og mynd á vef hljómsveitarinnar, www.sinfonia.is. Tónleikarnir eru í beinni

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands

Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands 1. gr. Verzlunarskóli Íslands er sjálfseignarstofnun, sem starfar undir vernd Verslunarráðs Íslands. Heimili og varnarþing skólans er í Reykjavík. Stofnfé skólans er

More information

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11

Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30. Efnisskrá / Program. Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11 Sinfóníuhljómsveit Íslands (IS) Sæunn & Víkingur Eldborg, Harpa 19:30 Efnisskrá / Program Sebastian Fagerlund Drifts (2017) 11 Haukur Tómasson Píanókonsert nr. 2 (2017) 16 Hlé Páll Ragnar Pálsson Quake

More information

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar Tónlist Leifs Þórarinssonar 1934-1998 Kolbeinn Bjarnason Leiðbeinandi: Helgi Jónsson Ágúst 2010 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 UPPHAFIÐ... 4 ÆSKUVERK, 1953 1957...

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

SÖKUM ÞESS ÉG ER KONA

SÖKUM ÞESS ÉG ER KONA Víg Kjartans Ólafssonar og upphaf leikritunar íslenskra kvenna I Íslensk leikritun á sér rætur í svokallaðri herranótt, leikjum skólapilta í Skálholti sem rekja má til fyrri hluta 18. aldar. Þetta voru

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. 6. SEPTEMBER 2018 OG VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á RÚV og

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum ... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum Pétur Húni Björnsson Lokaverkefni 6l BA- gráðu í þjóðfræði

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi

Anna-Maria stjórnar Sibeliusi. 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi Anna-Maria stjórnar Sibeliusi 12. mars 2015 í Hörpu 13. mars 2015 í Hofi Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. 1 VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og eru aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009

2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 2. tölublað, 5. árgangur. Nóvember 2009 Er fiskur of góður fyrir þig? 4 FRÍMÚRARINN FRÍMÚRARINN 5 Útgefandi Frímúrarareglan á Íslandi Skúlagötu 53-55, Pósthólf 5151, 125 Reykjavík Ritstjóri Steinar J.

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Bókfærsla Eðlisfræði Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur hagfræðibraut Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur máladeild Efnafræði, 5.

Bókfærsla Eðlisfræði Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur hagfræðibraut Efna- og eðlisfræði, 5. bekkur máladeild Efnafræði, 5. EFNISYFIRLIT EFNISYFIRLIT... I Skipulagsskrá Verzlunarskóla Íslands... 1 Stjórn og starfslið... 3 Skólanefnd... 3 Skólastjóri... 3 Kennarar... 3 Starfslið... 7 Deildarstjórar... 7 Bekkjaskipan og árangur

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og eru aðgengilegir í Sarpinum á ruv.is. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins

More information

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864

Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Niðjatal Tómasar Eyvindssonar, f. 14. júní 1854, bónda á Vælugerði í Flóa og Sigríður Pálsdóttir, f. 3. des. 1864 Janúar 2018 Ólafur Sigurðsson Formáli Ættfræðigögnum þessum hefur verið safnað á síðustu

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru hljóðritaðir af RÚV og sendir út 7. janúar kl. 16:05 á Rás 1. Tónlistarflutningur í Hörpuhorni: Matti Kallio og

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur.

Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikagestir eru beðnir um að klappa aðeins í lok tónverka. Tónleikarnir eru í beinni útsendingu á Rás 1 og eru aðgengilegir á

More information

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI

Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Ársskýrsla 2013 HRAFNSEYRI Janúar: Árið 2013 byrjaði með miklu óveðri sem gekk yfir landið með tilheyrandi snjókomu, brotnum rafmagnsstaurum og rafmagnsleysi á Vestfjörðum. Haft var samband við Mjókárvirkjun

More information

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið.

Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Heimildaskrá Aðalnámskrá leikskóla. (1999). Reykjavík: Menntamálaráðuneytið. Aðalnámskrá leikskóla. (2011). Reykjavík: Mennta- og menningarmálaráðuneytið. Ásgarður. (á.á.). Saga skólans. Sótt þann 25.

More information

Minjasafn Austurlands Ársskýrsla 2011

Minjasafn Austurlands Ársskýrsla 2011 Minjasafn Austurlands Ársskýrsla 2011 Elfa Hlín Pétursdóttir Michelle Lynn Mielnik Minjasafn Austurlands Ársskýrsla 2011 Elfa Hlín Pétursdóttir og Michelle Lynn Mielnik 2011 Forsíðumynd: Nemendur vinnuskólans

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Við bjóðum góða þjónustu í fjallinu. Appið og Netbankinn. Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar.

Við bjóðum góða þjónustu í fjallinu. Appið og Netbankinn. Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. isafjordur.is Appið og Netbankinn Við bjóðum góða þjónustu í fjallinu Í Netbankanum og Appinu getur þú sinnt fjármálunum hvar og hvenær sem þér hentar. Hvort sem þú ert í stólalyftunni, í bústaðnum eða

More information

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50

VELKOMIN. Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Áætluð tímalengd: Sálmasinfónía: 22 Scheherazade.2: 50 VELKOMIN Vinsamlegast hafið slökkt á farsímum meðan á tónleikum stendur. Tónleikarnir eru teknir upp í mynd og streymt beint á vef hljómsveitarinnar sinfonia.is. Tónleikarnir eru einnig í beinni útsendingu

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar.

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Nýting norrænnar goðafræði í listum

Nýting norrænnar goðafræði í listum Nýting norrænnar goðafræði í listum Um verk Kristínar Rögnu Gunnarsdóttur og Gunnars Karlssonar Sigrún Sæmundsen Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Grafísk hönnun Nýting norrænnar goðafræði

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Snemma hafði jeg yndi af óð

Snemma hafði jeg yndi af óð Hugvísindasvið Snemma hafði jeg yndi af óð Herdís og Ólína Andrésdætur Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Ingveldur Thorarensen Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Ársskýrsla Hrafnseyri

Ársskýrsla Hrafnseyri Ársskýrsla 2015 Hrafnseyri Vetrarstarf Í byrjun febrúar var haldinn fundur með nokkrum fulltrúum Háskóla Íslands, þeim Daða Má Kristóferssyni, forseta Félagsvísindasviðs, Ástráði Eysteinssyni þáverandi

More information

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík

Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík Welcome to Reykjavík Gay Pride 2005 Velkomin á Hinsegin daga í Reykjavík The Gay Pride celebrations in Reykjavík, organized by several Icelandic gay organizations and action groups, have been a huge success

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Haust Aðventuljóð. Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi. Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd

Haust Aðventuljóð. Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi. Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd Haust 2015 Félag kvenna í fræðslustörfum á Íslandi Aðventuljóð Upplýst aðventan gengin í garð og borgin víðóma breiðmynd á desembermorgni ösla krapið þykist eiga erindi hnykla brýnnar kreppi hnefa hvar

More information

NÓTAN. uppskeruhátíð tónlistarskóla LOKAHÁTÍÐ UPPSKERUHÁTÍÐAR TÓNLISTARSKÓLA Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 23. mars

NÓTAN. uppskeruhátíð tónlistarskóla LOKAHÁTÍÐ UPPSKERUHÁTÍÐAR TÓNLISTARSKÓLA Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 23. mars NÓTAN uppskeruhátíð tónlistarskóla LOKAHÁTÍÐ UPPSKERUHÁTÍÐAR TÓNLISTARSKÓLA 2014 Eldborg í Hörpu Sunnudaginn 23. mars Kl. 11:30 Tónleikar I atriði í grunn- og miðnámi Kl. 14:00 Tónleikar II atriði í opnum

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information