... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

Size: px
Start display at page:

Download "... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum"

Transcription

1 ... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum Pétur Húni Björnsson Lokaverkefni 6l BA- gráðu í þjóðfræði Leiðbeinandi: Rósa ÞorsteinsdóFr Félags- og mannvísindadeild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Júní 2015

2 Ritgerð þessi er lokaverkefni 6l BA- gráðu í þjóðfræði og er óheimilt að afrita ritgerðina á nokkurn háp nema með leyfi réphafa. Pétur Húni Björnsson 2015 Reykjavík, Ísland 2015

3 Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði safnaði íslenskum þjóðlögum á árabilinu l 1905 og gaf safn sip út undir nafninu Íslenzk þjóðlög á árunum Þjóðlagasöfnun var safmofin annarri söfnun þjóðfræðaefnis í Evrópu á 18. og 19. öld en skipuleg söfnun þjóðlaga með uppskri\ á nótum náði ekki fó]estu fyrr en á síðari hluta 19. aldar. Við söfnun sína naut Bjarni aðstoðar _ölda meðsafnenda sem fundu fólk sem kunni þjóðlög og skráðu með nótum lög úr munnlegri geymd, og var það í fyrsta sinn sem slíkt er gert með skipulegum hæf á Íslandi. Einn duglegas6 meðsafnari Bjarna var Benedikt Jóns- son á Auðnum í Laxárdal. Hann sendi Bjarna samtals 115 lög og mörg þeirra voru prent- uð í Íslenzkum þjóðlögum eins og Benedikt sendi þau eða voru notuð sem stuðnings- heimild um önnur skyld lög í bókinni. Bjarni hlaut nokkra gagnrýni fyrir að vera ekki nógu duglegur að vinsa erlend lög úr safni sínu en einnig fyrir óvönduð vinnubrögð við uppskri\ og úrvinnslu þeirra gagna sem honum voru send. Farið er yfir söfnuna og úr- vinnsluna og reynt að leggja mat á vinnubrögð Bjarna með samlestri gagna.!3

4 !4

5 Efnisyfirlit Markmið og aðferðir... 7 Söfnun þjóðlaga... 8 Söfnun á Íslandi Safnið Íslenzk þjóðlög Hvað er þjóðlag? Hvað er íslenskt þjóðlag? Bjarni Þorsteinsson Tónlistarlegur bakgrunnur Bjarna Benedikt á Auðnum Tónlistarlegur bakgrunnur Benedikts Samskip6 Benedikts og Bjarna Lög er Benedikt safnaði Vinnubrögð Bjarna Niðurstöður Heimildaskrá Viðauki I Viðauki II... 41!5

6 !6

7 Markmið og aðferðir Viðfang þessarar rannsóknar er þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar Íslenzk þjóðlög og framlag Benedikts Jónssonar á Auðnum í Laxárdal 6l þess. Rannsóknin felst í því að skoða e\ir föngum hugmyndir og áherslur þeirra Bjarna og Benedikts hvað varðar þjóð- lagasöfnun og bera saman við söfnun þjóðlaga og þjóðfræðaefnis almennt á þeim kma sem söfnun þeirra fór fram. Spurningar sem leitast verður við að svara eru: Hverjar eru skilgreiningar þeirra Bjarna og Benedikts á því hverju á að safna? Hvernig skilgreina þeir þjóðlög og hvað einkennir þau? Hvernig ríma áherslur þeirra við hugmyndir erlendra frumkvöðla í söfnun þjóðfræðaefnis um skilgreiningu og söfnun þjóðfræðaefnis, og hvernig rímar það við núkmaskilgreiningar? Og að lokum, hvernig fór Bjarni með það efni sem Benedikt lagði 6l safnsins? Hvað af því var notað og hvernig, og er hægt að draga einhverjar ályktanir um hvers vegna Bjarni kaus að nota ekki það sem ekki rataði í safnið? Aðalheimildin er að sjálfsögðu hið útgefna þjóðlagasafn Bjarna Þorsteinssonar, Íslenzk þjóðlög, og handritasafn hans, þar sem meðal annars er að finna þau gögn sem hann fékk send frá heimildarmönnum sínum sendibréf og nótur og þar á meðal frá Benedikt á Auðnum. Til eru nokkuð ítarlegar og vel unnar ævisögur beggja þeirra manna sem á að ræða um í ritgerðinni; Eldhugi við ysta haf, ævisaga Bjarna Þorsteins- sonar e\ir Viðar Hreinsson og Benedikt á Auðnum, íslenskur endurreisnarmaður e\ir Svein Skorra Höskuldsson. Báðar innihalda þær talsvert um rannsóknarefnið, þjóðlaga- söfnun þeirra Benedikts og Bjarna, tónlistarmenntun og - iðkun þeirra og samskip6 þeirra hvors við annan. Lykilgögn fyrir rannsóknina mína eru listar yfir lögin sem Benedikt sendi Bjarna, annars vegar lis6 yfir lögin sem Bjarni notaði sem Hreinn Stein- grímsson vann fyrir Svein Skorra Höskuldsson fyrir bók hans um Benedikt, og hins vegar lis6 sem Gunnsteinn Ólafsson vann fyrir Stofnun Árna Magnússonar (SÁM), meðal annars uppúr gögnum Helgu JóhannsdóPur, yfir öll lögin frá Benedikt og hvar þeim má finna stað í bók Bjarna ásamt tónlistarlegri greiningu og athugasemdum Gunnsteins, og fékkst góðfúslegt leyfi hjá SÁM 6l þess að nota þau gögn. Ritgerðin skip6st í 8 meginkafla. E\ir þennan kafla um markmið og aðferðafræði rannsóknarinnar er stup yfirferð yfir sögu þjóðlagasöfnunar, bæði erlendis og hér á landi, og í kjölfarið verður farið yfir hvernig þjóðlög hafa verið skilgreind fyrr og nú. Þá verður þeim Bjarna Þorsteinssyni og Benedikt Jónssyni helgaður sinn kaflinn hvor þar sem lífshlaup þeirra er rakið lauslega en megináhersla lögð á tónlistarlegt uppeldi!7

8 þeirra, tónlistarmenntun og annað það sem bjó þá undir að takast á við það verkefni að safna þjóðlögum. Farið verður yfir samskip6 þeirra Benedikts og Bjarna og gerð grein fyrir þeim gögnum sem Benedikt lagði 6l safnsins og sagt frá því hvernig Bjarni vann úr þeim gögnum og notaði, eða notaði ekki, í safn sip. Í lokin eru teknar saman niður- stöður þar sem farið er yfir rannsóknarspurningarnar og svör við þeim. Söfnun þjóðlaga Á vesturlöndum hefur skráning og söfnun þjóðlaga alla kð verið samofin annarri söfnun þjóðfræðaefnis. Upphafsmaður hugmyndanna um þjóð, þjóðfræði eða þjóðfræðaefni var þýski heimspekingurinn og _ölfræðingurinn Johann Goxried Herder sem uppi var á átjándu öld og lifði rép fram yfir aldamó6n Hann sef fram kenningar um þjóðerni og þjóðerniskennd og grundvallast þær á þeim hugmyndum að íbúar ákveðins lands myndi í sameiningu þjóð sem allir þegnar 6lheyra, óháð stép, þóp vissulega skip6st hópurinn í s6gveldi innbyrðis. 2 Hugmyndir hans voru að stórum hluta byggðar á þeirri kenningu að tungumál stjórni hugsun og hugmyndum. Þannig sé tungumálið og hefðir sem lifa innan hópsins sem deilir tungumáli hornsteinn þess að hópurinn heyri saman og ge6 kallast þjóð. Til menningar og hefða sem gegna þessu hlutverki taldi Herder allra helst að mæf telja munnmenn6r ýmiskonar, eins og sagnaarf og ævintýri, tónlist, dans og alþýðlega listsköpun af ýmsu tagi, og voru hugmyndir hans innblástur fyrir söfnun þeirra Grimmsbræðra, Jakobs og Wilhelms, þegar þeir tóku að safna þjóð- fræðaefni á þýska málsvæðinu, efni sem síðar kom út meðal annars í ævintýrasafninu Kinder- und Hausmärchen árið 1812 og svo í sagnasafninu Deutsche Sagen á árunum Í skl við hugmyndir Herders he_a þeir bræður í kjölfar útgáfu ævintýra- og sagnasafnanna söfnun og samsetningu þýskrar orðabókar, sem þeim entust þó ekki ævir í að klára. Með söfnun sinni og útgáfu lögðu Grimmsbræður grunn að þeirri víðtæku söfnun og útgáfu þjóðfræðaefnis sem á e\ir fylgdi í Evrópu á 19. öld og allt fram á 20. öld. 4 Í inngangi að fyrstu útgáfu Kinder- und Hausmärchen árið 1812 skrifar Wihelm Grimm um hvernig hann telji að best sé að haga söfnun af þessu tagi og hefur sá tex6 verið áli6nn grundvallartex6 hvað varðar aðferðafræði og vinnubrögð í söfnun þjóð- 1 ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, Herder. Outlines of a Philosophy of the History of Man. 298 og Van der Will. Volkskultur and alterna6ve culture, ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, 58 og Van der Will. Volkskultur and alterna6ve culture, Jón Hnefill Aðalsteinsson. Þjóðsögur og sagnir. 237 og ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, 59.!8

9 fræða. Þar talar hann um að répast sé að skrá nákvæmlega hvernig heimildarmaður segir frá, með öllum útúrdúrum og skringilegheitum sem viðkomandi kann að hafa í frá- sögn sinn. 5 Á síðari árum hefur verið sýnt fram á að þeir bræður fylgdu þessum verklagsreglum ekki svo mjög, og o\ og kðum unnu þeir hreinlega í gagnstæða áp miðað við það sem Wilhelm hafði útlistað í inngangi sínum En þó Grimmsbræður hafi á margan háp lagt línurnar fyrir söfnun þjóðfræða- efnis og verið áhrifamiklar fyrirmyndir voru þeir alls ekki fyrs6r. Árið 1805 höfðu þeir Clemens Brentano og Achim von Arnim gefið út þjóðlaga- eða þjóðkvæðasafnið Des Knaben Wunderhorn og í kjölfar útgáfu þess hafði Brentano sep sig í samband við bræðurna og beðið þá að aðstoða sig við þjóðsagnasöfnun, því hann hafði uppi áætlanir um að safna og gefa út þjóðsögur og hann hafði frép að þeir bræður væru hafsjór fróðleiks um fornan germanskan bókmenntaarf og þjóðfræðileg efni. Þegar annar og þriðji hlu6 Des Knaben Wunderhorn- safnsins komu út 1808 voru í þeim meðal annars þjóðkvæði sem Grimmsbræður höfðu skrásep og sent Brentano. Á þeim kma voru þeir bræður önnum kafnir við að safna þjóðfræðaefni fyrir Brentano, en þeir sáu sjálfir mestan hag í söfnuninni að geta notað gögnin 6l að öðlast dýpri skilning á þýskri tungu og menningu, þó þeir hafi á endanum gefið safn sip út í eigin nafni og hlo6ð frægð sína af því. 7 Safn þeirra Brentano og Arnim er dæmigert fyrir það sem má kallast þjóð- kvæðasöfnun, frekar en þjóðlagasöfnun, á 18. og 19. öld. Á þýsku er 66ll safns þeirra Des Knaben Wunderhorn: Alte deutsche Lieder, eða Undrahorn drengsins: Gömul þýsk ljóð. Þýska orðið Lied er sama orð og íslenska orðið ljóð þóp merkingin í þýsku virðist alla kð hafa bent meira í áp 6l tónlistar eða söngs frekar en 6l orðanna einna, eins og í íslensku. Hugsanlega má líkja þessu við orðið kveðskapur í íslensku þar sem eingöngu verður ráðið af samhengi hvort áp er við athöfnina að flytja kvæði eða kvæðaefnið sjál\, og í mörgum 6lfellum er hreinlega ómögulegt að ráða í hvort áp er við flutning eða orðin tóm. Kvæðasöfnun þeirra Brentano og Arnim fylgdi í raun eldra fordæmi, en 6l eru forngermönsk kvæði, svokölluð Minnesang, allt frá því á 12. öld. ÞePa eru ástar- kvæði, í sambærilegum skl og kvæði trúbadúra í Provençal og trouvèra á Norður- 5 Grimm, Wilhelm, Vorrede, XVIII XIX. 6 Jón Hnefill Aðalsteinsson. Þjóðsögur og sagnir John M. Ellis fer ítarlega yfir vinnubrögð Grimmsbræðra í bók sinni One fairy story too many frá ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, 57.!9

10 Frakklandi. 8 Þannig hefur kðkast um aldir að skrá ljóð söngvanna frekar en lög og láta ljóðið kalla á lag hjá flytjandanum, frekar en að hafa um það skfa forskri\. Er þepa í skl við íslenska kveðskaparhefð þar sem rímur voru separ saman af rímnaskáldum og kvæðamönnum í sjálfsvald sep að ráða fram úr hvaða rímnalög eða kvæðalög æpu best við hvern rímnaflokk út frá söguefni, bragarhæf og öðru slíku. Þeir Brentano og Arnim voru ekki einir um söfnun af þessu tagi á þessum kma því á Englandi var Thomas Percy biskup liðtækur við kvæðasöfnun uppúr miðri 18. öld. Síðar tók Bandaríkjamaðurinn Francis James Child við keflinu e\ir miðja 19. öldina og safnaði miklu magni ballaða frá Englandi og Skotlandi en sá var munur á hans söfnun og söfnum Percy og þeirra Brentano og Arnims að Child, sem var prófessor við Harvard, vann sína söfnun af vísindalegri nákvæmni og hlutlægni og lét algerlega vera að eiga við ljóðin, hvað þá að hann leyfði sér að yrkja viðbætur inn í safnið, eins og þeir Herder, Percy, Brentano og Arnim gerðu allir. 9 Child flokkaði sip safn ítarlega og bar saman útgáfur þeirra ballaða sem hann safnaði og byggði hann þau vinnubrögð sín á því sem hinn skoski William Motherwell hafði gert í sinni söfnun á fyrri hluta 19. aldar og hinn danski Svend Grundtvig hafði viðha\ við samsetningu safns síns Danmarks gamle Folkeviser. 10 Síðar komu þjóðfræðingar eins og Axel Olrik að safni Grundvigs og juku við það og hefur það komið út í 12 bindum. En allt eru þepa mun frekar, eða jafnvel einvörðungu kvæðasöfn frekar en tón- listarsöfn og því lí6ð á þeim að græða fyrir þá sem ekki þekkja tónlistararf þess lands sem safnið er frá, og geta ekki ráðið fram úr lagboðum eða bragarhápum 6l að finna rép lög við kvæðin. Reyndar voru nótur við nokkur laganna í safni Grundtvigs og í öðrum norrænum söfnum sem komu út á fyrri hluta 19. aldar fylgdi eiphvað af lögum; í Sænskum þjóðvísum sem komu út á árunum og í norsku þjóðkvæðasafni sem kom út Það er ekki fyrr en um og uppúr miðri 19. öld sem fram koma þjóðlagasafnarar sem einbeita sér að því að skrá á nótur lög úr munnlegri geymd. Á Englandi var Sabine Baring- Gould ( ) frumkvöðull í söfnun þjóðlaga og gaf út safn sip Songs and Ballads of the West á árunum og A Garland of Country Songs árið 1895, en hvort tveggja voru þepa söfn laga sem skráð höfðu verið úr munnlegri geymd meðal 8 Harris og Reichl, Performers and performance. 176, Sjá Sams, Notes on a Magic Horn og Mackenzie, Thomas Percy and Ballad 'Correctness'. 10 Brown, The Mechanism of the Ancient Ballad, 176 og ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, 60.!10

11 alþýðufólks. 11 Baring- Gould naut á síðari s6gum söfnunar sinnar aðstoðar Cecil Sharp ( ) 12 en Sharp var frumkvöðull í því að nýta þjóðlagaarfinn markvisst í tón- listarkennslu, 13 sem hefur verið vinsælt að gera allar götur síðar. Sharp var einnig stór- tækur rannsakandi dansmenningar á Bretlandseyjum og skrásef _ölda dansa og kom að endurlífgun og viðhaldi danshefða víða um Bretland. 14 Á margan háp er ferlið í sam- starfi þeirra Baring- Gould og Sharp líkt og þegar Child tekur að vinna úr safni Percy, þar sem Baring- Gould áf á ýmsan háp við lögin sem hann safnaði og útsef þau 6l að þóknast smekk síns samkma, en Sharp leitaði frekar í frumheimildirnar og notaði lögin eins og þau höfðu verið skráð úr munnlegri geymd. 15 Í Evrópu voru mörg tónskáld liðtæk við skráningu þjóðlaga á nótur og þá ákaf- lega o\ í þeim 6lgangi að nýta sér þjóðlagaarfinn 6l innblásturs eða sem efnivið í eigin tónsmíðar. Þar fara frems6r í flokki Tékkarnir Leoš Janáček ( ) og Antonín Dvořák ( ) og Ungverjarnir Béla Bartók ( ) og Zoltán Kodály ( ), Englendingarnir Percy Grainger ( ) og Ralph Waughan- Williams ( ), Norðmaðurinn Edvard Grieg ( ) og Finninn Jean Sibelius ( ), svo nokkrir þeir frægustu séu nefndir. 16 Á Íslandi ruddi Jón Leifs ( ) brau6na fyrir íslensk tónskáld að nota þjóðlagaarfinn og sumt af því sem hann vann úr arfinum hefur no6ð mikilla vinsælda meðal Íslendinga, eins og 6l dæmis Rímnadansar op. 11 en þar setur Jón saman rímnalög í syrpur þannig að þau hafa síðar reynst óað- skiljanleg í hugum þeirra sem þekkja. Söfnun á Íslandi Skipuleg söfnun þjóðlaga á Íslandi var sáralí6l áður en Bjarni Þorsteinsson hóf sína söfnun um EiPhvað smáræði hafði verið skráð og gefið út, beinlínis sem íslensk þjóðlög en ekki fór mikið fyrir skipulagðri söfnun þjóðfræðaefnis af þessu tagi heldur var frekar um að ræða almenna samantekt tónlistar 6l kirkjusöngs eða skemmtunar, enda skráð löngu fyrir þann kma að hugtakið þjóðfræði verður 6l eða að höfundarhugtakið ryður sér 6l rúms, hvort sem er í tónlistarsköpun eða skáldskap, og 11 Graebe. Devon by Dog Cart and Bicycle, 294, Graebe. Devon by Dog Cart and Bicycle, 295, Graebe. Devon by Dog Cart and Bicycle, 304, Shaw, Cecil Sharp and Folk Dancing, Graebe. Devon by Dog Cart and Bicycle, 294, A History of Western Music, 682, , , , og víðar.!11

12 býr þar með 6l hugmyndina um höfundarverk, annars vegar og alþýðlega listsköpun, hinsvegar. 17 Fyrsta útgáfa íslenskra þjóðlaga var í frönsku tónlistarri6, Essai sur la musique ancienne et moderne sem tekið var saman af J. B. Laborde, og kom út í París Í því ri6 eru fimm lög sem talið er að Jón Ólafsson úr Svefneyjum ( ), bróðir Eggerts Ólafssonar _ölfræðings, hafi sungið fyrir danska tónskáldið Johann Hartmann ( ). 18 Hugsanlegt er að Jón hafi ekki fengið að ráða því sjálfur hvað hann söng því allt er það ákaflega fornt, við texta úr Völuspá sem er kveðið undir fornyrðislagi, úr Hávamálum sem er undir ljóðahæf, við tvenn drópkvæði og svo lag við hrynhendan bragarháp Lilju Eysteins munks, frá því á 14. öld. 19 ÞePa rit kom ekki fyrir augu íslend- inga fyrr en löngu síðar og þykja lögin sem þar hafa varðveist vera gersemar og tvö þeirra eru meðal kunnustu íslensku þjóðlaga í dag; Ár vas alda og Liljulag. Íslendingar hafa þó hneykslast nokkuð á meðferð Frakkanna, eða hugsanlega Hartmanns, á text- unum sem eru með ólíkindum klúðurslega skráðir við lögin. 20 En það brey6r ekki því að þarna eru skráð ákaflega gömul lög sem ekki fundust í þessum laggerðum annarsstaðar, síðar. Um það bil öld síðar fékk danska tónskáldið A. P. Berggreen Pétur Guðjónsson organista 6l að skrifa upp fyrir sig íslensk þjóðlög og skrifaði Pétur upp sjö lög og sendi honum á árunum Bergreen hafði þá nokkrum árum fyrr skrifað upp tvö lög e\ir íslenskum námsmanni í Kaupmannahöfn, Gísla Thorarensen. Þessi níu lög notaði Berggreen í þjóðlagasafn sip, Folkesange og Melodier, fædrelandske og fremmede, samlede og udsaye for Pianoforte, sem kom út í _órum bindum á árunum Fimm þessarra laga eru greinilega danskvæði með viðlagi en ekkert þeirra er tvísöngslag og ekkert þeirra í hinni lýdísku tóntegund, og gagnrýnir Bjarni Þorsteinsson það harðlega í inngangi Íslenzkra þjóðlaga og telur dæmin alls ekki vera góð eða sönn sýnishorn af íslenskum þjóðlögum. 22 Ólafur Davíðsson safnaði miklu magni þjóðfræðaefnis, meðal annars með frænda sínum Jóni Árnasyni þjóðsagnasafnara, og gaf út í ri6nu Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur sem út kom á árunum Meðal þess sem Ólafur 17 Karpeles. Some Reflec6ons on Authen6city in Folk Music, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, 320 og Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, 12.!12

13 safnaði var talsvert safn af vikivakakvæðum, í skl kollega hans á Norðurlöndum og í Norður- Evrópu, en einnig eru í ri6nu kaflar um tónlistarflutning á Íslandi, í köflunum Saungur og hljóðfærasláyur, Rímnakveðskapur og Lotulengdarkapp. 23 Eru þar birt ríf- lega 20 lög á nótum, og er það í fyrsta sinn sem lög eru 6lfærð sérstaklega og birt sem íslensk þjóðlög á íslenskri bók. 24 En íslensk þjóðlög höfðu sannarlega ratað á prent fyrr, þóp þau hafi ekki verið 6lgreind sérstaklega eða safnað sem slíkum. Skráning íslenskra laga, og þá í mörgum 6l- fellum þjóðlaga, á Íslandi á sér nokkuð langa sögu og má sjá eiginleg þjóðlög skráð í _öl- mörgum handritum en þeirra merkust má telja handri6n Melodia (Rask 98) og Kvæðabók Ólafs á Söndum (ÍBR 86 4to) frá síðari hluta 17. aldar, og Hymnodia Sacra (Lbs to) frá því um miðja 18. öld. Einnig er nokkuð af lögum skrifað upp í prent- uðum bókum eins og Hólabókunum, svokölluðu, sem voru sálmasöngbækur sem komu út á árin 1589 og 1619 og fá viðurnefni sín af því að vera prentaðar og gefnar út af biskupsstólnum á Hólum í Hjaltadal, og í fleiri bókum sem höfðu að geyma lög sem teljast mega íslensk. Melodia er hei6 handrits sem er auðkennt No. 98 í Handritasafni Rasks. Það er skrifað um 1650 og inniheldur um 200 lög. Í formála er þess ge6ð að um sé að ræða út- lenda tóna en þó er í hadri6nu 6lgreint að ákveðnir flokkar laga séu höfundarverk ákveðinna nafngreindra manna, eða þannig má skilja það sem þar er skrifað. Til dæmis kemur fram e\ir 93. lag: Allt hingað 6l Jóns Ólafssonar tónar, nema það síðasta, og þykir Bjarna Þorsteinssyni skiljanlega erfip að samræma það fullyrðingunni að um sé að ræða útlenska tóna. 25 Jón þessi Ólafsson er sonur sr. Ólafs Jónssonar á Söndum, en í Kvæðabók Ólafs, sem 6l er í uppskri\ frá svipuðum kma, eru lög sem eru þau sömu og í Melodiu og Jón Þorkelsson segir fullum fetum að í Kvæðabókinni séu lög e\ir Ólaf sjálfan, sem og að í Melodiu sé nokkuð af þjóðlögum. Í raun má segja, eins og Bjarni nefnir, að Melodia sé sönglagasafn með kvæðum en hip sé kvæðabók með nokkrum lögum. 26 Hymnodia Sacra má segja að sé hip höfuðhandrit íslenskrar tónlistar frá fyrri kð. Það er skrifað upp af sr. Guðmundi Högnasyni pres6 í Vestmannaeyjum árið Ólafur Davíðsson og Jón Árnason, Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur, 193 ff, 206 ff, 235 ff,. 24 Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, 316.!13

14 og inniheldur 110 lög og telur Bjarni að 87 þeirra séu innlend og tekur þau upp í Íslenzk þjóðlög. 27 Sautjánda júlí 1845 var lögð fram á fundi Fornfræðafélagsins Tillaga um skrán- ingu óútgefinna þjóðsagna og þjóðlaga og varðveislu þeirra (Forslag 6l Islændernes uudgivne Folkesagns og Sanges Optegnelse og Bevaring) en 6llaga þessi var samin og undirrituð af breska fræðimanninum George Stephens. Hann var þá búsepur í Svíþjóð og hafði lagt stund á söfnun þjóðfræðaefnis þar 28 og sagðist telja að í því mæf finna grundvöll eða uppruna allrar þekkingar. Þegar hafi munnmenntaefni verið safnað annars staðar en á Íslandi og nú sé þörf á að safna þar líka enda sé það öðrum löndum fremra hvað varðar sögulega arfleifð. 29 Það er merkilegt við þessa 6llögu Stephens að hann hefur þjóðlög í forgrunni og í 6tli 6llögunnar. Meðal annars 6lgreinir hann undir lok 6llögunnar hvernig hann telji best að hvert atriði sé 6lgreint á sér blaði 6l að auðvelda flokkun, og að 6lgreina skuli lag eða hljómfall hverrar vísu eða texta, þannig að ekki æf að fara á milli mála að hann er beinlínis að mælast 6l söfnunar tónlistar. Í meðförum Fornfræðafélagsins falla þjóð- lögin a\ur á mó6 fljóp í skuggann og hverfa nánast alveg út áður en félagið útbýr og bir6r 28. apríl 1846 Boðsbréf 6l Íslendinga um fornritas- kýrslur og fornsögur sem var nokkurskonar ákall 6l þjóðarinnar um að halda 6l haga alþýðufræðum af ýmsu tagi og koma 6l varðveislu 6l félagsins. Boðsbréfið er nokkuð langt og ítarlegt og e\ir stupan inngang um 6lgang og 6lurð er útlistað nokkuð náið hvað það er sem biðlað er 6l lands- manna með að safna. 30 Alveg í blálokin á upptalningunni er e\irfarandi málsgrein: Óskanda væri, að lög á vísum og kvæðum væri skrifuð upp með nótum, ef kostr er á, einnig nöfn, aldr og heimili þeirra, sem sérhvað eina er tekið ep6r; sömuleiðis að hvað eina, sem er sérstaks efnis, væri ritað sér í lagi á blað, ef því yrði við komið, svo sem minnst blandaðist saman ýmisleg efni, og svo hægra yrði að hafa greinilega niðurröðun á safninu. 31 Þarna er loksins minnst á tónlist, nánast í framhjáhlaupi, um leið og nefnt er að safna megi hverju því öðru sem ekki hafði áður verið nefnt en kunni að teljast sérstakt. Er áherslan á tónlis6na þar komin talsvert frá þeirri megináherslu sem Stephens hafði lagt 27 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Stephens sá um útgáfu Svenska folksagor och äfventyr Sjá ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, Ögmundur Helgason. Upphaf að söfnun íslenskra þjóðfræða, Boðsbréf 6l Íslendinga um fornrita- skýrslur og fornsögur, i viii. 31 Boðsbréf 6l Íslendinga um fornrita- skýrslur og fornsögur, vii.!14

15 á hana þegar hann vak6 fyrst máls á því að ráðast í söfnunina með 6llögu sinni 6l Forn- fræðafélagsins. Safnið Íslenzk þjóðlög Safnri6ð Íslenzk þjóðlög kom út á árunum og inniheldur mikið magn af tónlist sem skrifuð er með nótum, bæði uppúr íslenskum handritum og uppskrifað úr munn- legri geymd, og má segja að þar sé íslenskri tónlist og þjóðlögum loksins veip sú athygli og sýndur sá sómi sem íslenskum þjóðsögum, ævintýrum, kvæðum og öðrum bók- menntum hafði þá þegar verið sýndur um lengri eða skemmri kma. Höfundur ritsins og meginsafnari tónlistarinnar í því var Bjarni Þorsteinsson prestur á Siglufirði. Bjarni safnaði tónlist úr munnlegri geymd um árabil og tókst á hendur tvær ferðir 6l Kaup- mannahafnar 6l að rannsaka íslensk tónlistarhandrit sem geymd voru á Árnastofnun í Kaupmannahöfn og einnig í Stokkhólmi, og bir6r afrakstur þeirra rannsókna sinna í safni sínu. 32 Bókin er mikil og stór, 955 blaðsíður, og inniheldur gríðarlegt magn af tónlist skrifaðri með nótum. Bjarni skip6r bók sinni í þrennt, Lög úr handritum, lög úr prentuðum bókum og loks lög skrifuð upp e\ir ýmsu fólki. Í fyrsta hluta _allar hann um kaþólskan kirkjusöng sem 6l er skráður í handritum, eins og Þorlákskðir. Þá fer hann yfir öll þau handrit sem honum tókst að hafa uppá í ferðum sínum 6l Danmerkur og Svíþjóðar 1899, sem inni- halda nótur af einhverju tagi. Í næsta hluta er farið í gegnum sálmabækurnar sem gefnar höfðu verið út á Íslandi í gegnum kðina Hólabækurnar, Grallarann, Höfuðgreinabókina og fleiri og þau lög 6lfærð sem ekki hafði tekist að æxæra sem erlend lög. Einnig er farið í gegnum bækur sem innihalda Passíusálma Hallgríms Péturssonar og það sem nefnt var hér að framan, Essai sur la musique ancienne et moderne e\ir J. B. Laborde og þjóð- lagasafn A. P. Berggreen, sex lög úr ferðabók hins breska MacKenzie sem ferðaðist um Ísland 1810, lög úr kennslubók Ara Sæmundsens 6l að leika á langspil, sem út kom 1855, úr sálmasöngbók Péturs Guðjónssonar 1861, úr safni Ólafs Davíðssonar og fleira. Síðas6 hlu6nn er frábrugðinn hinum því þar eru lög sem skráð eru úr munnlegri geymd, ýmist af Bjarna sjálfum eða öðrum söfnurum sem unnu með Bjarna. Kennir þar ýmissa grasa og eru lögin bæði mörg og mismunandi. Í þessum hluta er kafli um tvísöng ásamt ritgerð Bjarna um hann, þar sem 6lfærð eru 42 tvísöngslög. 33 Annar kafli _allar 32 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, X. 33 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, !15

16 um rímnakveðskap þar sem rímur, bragfræði rímna og gerðir rímna- og kvæðalaga eru gerð skil og 6lfærð eru ótal rímnalög. 34 Í raun má segja að þessi þriðji hlu6 sé bitastæðastur út frá þjóðfræðilegum sjónarhóli því hann fæst við munnlega geymd en hinir kaflarnir eru í raun úrvinnsla Bjarna á fyrirliggjandi gögnum út gagnasöfnum ef svo má segja; lestur handrita og prentaðra bóka og 6lfærsla þess úr þeim sem telja má íslenskt að uppruna eða íslenskt orðið, eða sérstæp á einhvern máta. Vissulega handhægt og aðgengilegt, en þó alltaf samantekt annars efnis. Í þessum síðasta hluta er a\ur á mó6 að finna það sem Bjarni og meðsafnendur hans skráðu e\ir fólki víða um land. Bjarni áf sér nokkra trausta aðstoðarmenn eða meðsafnara sem unnu ötullega að því að hjálpa 6l við að finna fólk sem kunni gömul lög, skrifa upp lögin sem það kunni og koma 6l Bjarna. Þó þessir meðsafnendur hafi verið misduglegir voru nokkrir sem voru nokkuð drjúgir og lögðu töluvert mörg lög 6l safnsins og fá nokkrir þeirra kafla með því efni sem þeir söfnuðu auk þess sem kaflar eru helgaðir heimildar- mönnum sem lögðu mikið 6l safnsins. Einn alduglegas6 meðsafnarinn var Benedikt Jónsson á Auðnum í Laxárdal. Hjá honum fara saman ótvíræður áhugi á efninu, dugn- aður við söfnun og vandvirkni við skráninguna, eins og frekar verður ræp hér á e\ir. Þegar Bjarni Þorsteinsson hóf söfnun sína var ekki sjálfgefið hverju skyldi safna og sap að segja gat skilgreiningin á því hvað mæf kallast þjóðlag verið á talsverðu reiki og þær hugmyndir sem menn höfðu gert sér um hvað æf að flokkast 6l þjóðlaga ákaf- lega misvísandi, rép eins og hugmyndir manna um annað þjóðfræðaefni. Herder, sem undirbjó á margan háp jarðveginn fyrir fræðasviðið, gaf út safn af því sem hann kallaði þjóðvísur, eða Volklied, og þar á meðal voru ljóðmæli e\ir vin hans Johann Wolfgang Goethe og þýskar þýðingar á Shakespeare, sem hann mat sem svo að æpu erindi 6l þjóðarinnar, frekar en að þepa væri efni sem sprofð væri hjá eða frá þjóðinni. 35 Grimmsbræður höfðu gefið út sín söfn af sögnum og ævintýrum og Jón Árnason einnig og norræn sagna- og kvæðasöfn voru komin út og Bjarni kannaðist við þau þannig að hann vann í raun sín verk undir ákveðnum áhrifum frá þessum verkum. Verklag og vinnubrögð voru 6ltölulega borðliggjandi, eða eins og Jón Árnason og Magnús Gríms- son höfðu orðað það í formála fyrsta safns síns: 34 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Van der Will. Volkskultur and alterna6ve culture, 155.!16

17 Hvað safnið sner6r, getum við þess, að það hefur einkum verið okkur hug- fast, að aflaga ekkert í meðferðinni, heldur segja það með sömu orðum, og kðast er manna á meðal, eins og við vonum, að hver maður sjái. 36 Og það var Bjarna ofarlega í huga að meðhöndla þjóðlögin sem safnað var á líkan háp. En þó var enn ósvarað hverju skyldi safnað. Niðurstaðan virðist hafa orðið sú hjá honum að safna öllu sem hönd á fes6 og vinna úr því síðar og skeyta litlu um hvort lög væru sannarlega íslensk eður ei, en sneiða þó hjá þeim lögum sem voru þekkt sem er- lend lög eða mápu augljóslega teljast að fullu útlend. Í inngangi sínum að Íslenzkum þjóðlögum skrifar Bjarni um áhuga sinn á að varð- veita þá tónlist sem hann hafði kynnst sem barn og fann að var að hverfa í gleymsku og sá áhugi kveik6 áhuga á annarri þjóðlagatónlist sem hann kynn6st síðar og ápaði sig á að væri á einhvern háp sérstök og æf af einhverjum ástæðum undir högg að sækja. 37 Benedikt finnur hjá sér sömu löngun og Bjarni 6l þess að varðveita gamla tónlist sem hann hafði þekkt í æsku. Hann býr nokkuð vel að því ley6 að hann á trausta heimilda- menn í næsta nágrenni og í frændgarði sínum. 38 Bjarni og Benedikt voru sammála um það að lag sem hafði komist inn í vitund þjóðarinnar eða hópa innan þjóðarinnar og tekið á sig nýp svipmót í meðförum hópsins og við varðveislu í munnlegri geymd mæf í fullum réf teljast þjóðlag, hvaðan svo sem það var upprunnið. Þannig væru 6l dæmis lögin sem sungin voru við Passíusálmana, og almennt þau sálmalög sem kölluð voru gömlu lögin, mörg rekjanleg 6l erlendra sálma- laga, enda þau sálmalög gjarnan 6lgreind sem lagboðar fyrir sálmunum. Hins vegar væru lögin fyrir löngu orðin sjálfstæð í þeim laggerðum sem orðnar voru 6l í munni þeirra sem sungu þau, og því augljóslega íslensk þjóðlög. 39 Hvað er þjóðlag? Hugtakið þjóðlag hefur í gegnum kðina ekki alltaf verið skilið sama skilningi, og er það varla enn í dag. Þó má segja að almennt sé það viðurkennd skilgreining á þjóðlagi að það sé lag sem varðveist hefur og mótast í munnlegri geymd meðal ákveðins hóps fólks, gjarnan án höfundar eða þekkts uppruna Jón Árnason og Magnús Grímsson, Íslenzk æfintýri, IV. 37 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, 531, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Karpeles, Defini6on of Folk Music, 6.!17

18 Bjarni Þorsteinsson fer yfir það í inngangi að Íslenzkum þjóðlögum hvernig hann lí6 svo á að tónlist sem hafi flust milli landa ge6 orðið að innlendri tónlist í nýju landi. Hann telur að þegar svo er komið að lag sem kemur frá útlöndum er gleymt í uppruna- landinu en hafi lifað og tekið í kmans rás brey6ngum í nýja landinu hafi það öðlast nýp líf með nýjum karakter. 41 O\ er uppruni og jafnvel höfundur laga sem orðin eru þjóðlög þekktur, en þá er o\ast um að ræða upprunagerð lags sem hefur svo tekið brey6ngum í munnlegri geymd og er orðið að sjálfstæðu lagi eða laggerð, óháð upprunalaginu. Þannig má segja að lagið sé orðið 6l sem staðbrigði (oikotype) upphaflega lagsins, rép eins og sænski þjóðsagnafræðingurinn C. W. von Sydow gerði ráð fyrir með þjóðsögur og ævintýri; að þau gætu farið milli landa eða menningarheima og sko6ð rótum í frjó- um jarðvegi á nýjum stað og fengju nýp svipmót í meðförum þeirra sem varðveipu lag- ið í munnlegri geymd á nýja staðnum. 42 Á síðari hluta 19. aldar, á þeim kma sem Bjarni Þorsteinsson vann að söfnun sinni, var það enn viðtekin skoðun um flest þjóðfræðaefni að það væri upprunnið ein- hvernkman á fornöld í einhverskonar frumdeiglu þjóðanna, og að þjóðsögur, ævintýri, dansar og þjóðlög bæru í sér einhvern neista a\an úr öldum. 43 Þannig unnu Grimms- bræður að því að sækja hinn germanska arf 6l þess að geta notað hann 6l að skilja og jafnvel endurskapa fornan hugsanaháp eða þjóðareiningu langt a\an úr öldum. 44 Þannig væri efnið almennt höfundarlaust því það hefði orðið 6l á einhvern óskilgreind- an háp meðal þjóðanna á kmum þegar mennirnir voru enn óspill6r og hjartahreinir. Síðar færðist áherslan á að finna frumútgáfur þjóðfræðaefnis, með aðferðum Finnska skólans, 45 og máf þá jafnvel skilja það sem svo að allar útgáfur eða staðbrigði efnisins væru í raun útþynntar eða spilltar útgáfur einhverrar óþekktrar frumgerðar sem máf finna eða endurskapa með því að rekja upprunasögu efnisins. Mjög eimir af þessum hugmyndum í gagnrýni á Íslensk þjóðlög, bæði e\ir útgáfu bókarinnar en einnig meðal þeirra sem tjáðu sig um söfnunarstarfið áður en kom 6l útgáfu, 6l dæmis þegar verið var að ræða styrkbeiðnir Bjarna og á þeim kma sem tekist var á um útgáfu bókarinnar, áður en Bjarni fékk Carlsbergsjóðinn danska 6l þess að taka að sér að _ármagna útgáfuna að fullu. Þannig fann Björn Kristjánsson 41 Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, 256 og Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, von Sydow, Geography and folk- tale oicotypes, ChesnuP, Beginnings of Folklore Studies, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þjóðsögur og sagnir, Jón Hnefill Aðalsteinsson, Þjóðsögur og sagnir, 245.!18

19 alþingismaður starfi Bjarna allt 6l forápu. 46 Í umræðum á Alþingi um styrkvei6ngu 6l Bjarna 6l að fullgera safnið lýs6 hann því yfir að hann efaðist um að helmingurinn af þeim 600 lögum sem Bjarni kvaðst vera búinn að safna væru í raun þjóðlög. 47 Björn var einnig skipaður í matsnefnd á vegum Hins íslenska bókmenntafélags 6l að leggja mat á hvort félagið æf að beita sér fyrir útgáfu safnsins og hafði hann allt á hornum sér gagnvart safninu og vildi ekki að félagið gæfi út nema innganginn og hugsanlega ein- hverjar af ritgerðunum í safninu en engar nótur, enda væru þær ekki ný6legar 6l að miðla íslenskum þjóðlögum, án þess að hann rökstyddi það nokkuð nánar. 48 Bjarni fékk töluverða gagnrýni á safn sip á þeim forsendum að hann hefði ekki verið nógu duglegur að lesa þau lög sem hann safnaði saman við erlend lög í sálmabók- um og sönglagasöfnum, og vinsa úr sínu safni allt sem gat kallast erlent. Þannig voru dómar eða umsagnir um Íslensk þjóðlög gjarnan harðir á þessum forsendum, og 6l dæmis var um_öllun danska fræðimannsins Axels Olriks mjög harðorð um þepa efni, 49 enda Olrik sjóaður textafræðingur sem hafði tekið við keflinu af Grundtvig við áfram- haldandi söfnun og úrvinnslu danskra þjóðkvæða og þjóðlaga og öllum hnútum kunn- ugur í svona vinnu. Honum þóf Bjarni birta allt of mörg lög sem augljóslega væru af erlendum rótum runnin og skeyf lí6ð um þau rök Bjarna að lög sem lifað hefðu meðal þjóðarinnar væru í raun þjóðlög, eða staðbrigði, ef orðfæri og kenning von Sydows er notað. Hvað er íslenskt þjóðlag? Ákaflega algengt var að lög sem sungin voru á Íslandi flytjist í hina lýdísku tóntegund. Sú tóntegund er ein af modal- tóntegundunum sem kallaðar hafa verið kirkjutóntegundir á íslensku. Modal- tóntegundirnar eru þannig að þær eru ekki með neinum breypum tónum og eru því eins og hvítu nóturnar á píanói. Hver tóntegund byrjar á sínum tóni tóns6gans og því eru tónbil hvers tóns6ga á mismunandi stöðum og verður karakter þeirra því mismunandi. 46 Björn Kristjánsson var tónlistarmaður að mennt og hafði starfað sem slíkur áður en hann snéri sér að kaupmennsku og varð síðar alþingismaður og ráðherra. Það er áhugavert að skoða hvernig viðmót Björns er í garð söfnunarstarfs Bjarna og bókarinnar í samhengi við það að Björn hafði nokkrum árum fyrr áp töluverð samskip6 við Benedikt á Auðnum, meðal annars um þjóðlagasöfnun og hafði Björn útsep nokkur lög sem Benedikt hafði safnað og sent honum. Uppúr þeim vinskap slitnaði og það hvarflar að manni að þápur Benedikts í safni Bjarna hafi hleypt því illa blóði í Björn sem fær hann 6l að hallmæla Bjarna og verki hans, jafnvel þóp hann viðurkenni um leið að hafa ekki kynnt sér það nema lauslega. ÞePa er efni sem mæf _alla frekar um síðar. Sjá Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, III VIII og Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, , Viðar Hreinsson. Bjarni Þorsteinson, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, VII VIII. 49 Olrik, Islandske folkemelodier, 185 og áfram.!19

20 Sú modal- tóntegund sem Íslendingum hugnaðist best kallast lýdísk og er hún eins og ef spilaðar eru hvítar nótur á píanói, frá F 6l F. Ef um væri að ræða F- dúr væri formerkið b á tóninum H sem brey6r honum í B, en í lýdísku tóntegundinni er tónninn H en ekki B. ÞePa gerir að verkum að fyrstu _órir tónarnir eru myndaðir af þremur stórum tónbilum í röð trítónus og því verður ferund tóns6gans stækkuð. Stækkaða ferundin hefur löngum þóp erfið í söng og var áður kölluð tónskra^, eða diabolus in musica. TónskraFnn hefur þó aldrei truflað íslenska söngmenn, nema síður sé, enda tónbilið ákaflega algengt í íslenskum tvísöngslögum og eins og áður sagði flupust lög mjög gjarnan úr öðrum tóntegundum í þá lýdísku, þá þannig að ef lag var í dúr var ferundin í því stækkuð þannig að það varð lýdískt. Bjarni nefnir það í bók sinni að danska tónlistarsagnfræðingnum dr. Angul Hammerich, sem Bjarni segir vera þann erlendan mann sem mest hafi rannsakað ís- lenska þjóðlagatónlist, finnist að það megi allteins endurnefna lýdísku tóntegundina og kalla hana íslensku tóntegundina, svo algeng sé hún á Íslandi og svo á_áðir séu Íslend- ingar sjálfir í að flytja lög úr öðrum tóntegundum í hina lýdísku/íslensku. 50 Svo rammt kveður að tónskrapanum í tvísöngnum að hann er iðulega notaður sem skip6tónn þegar raddir skipta um stöðu efri rödd fer niður og neðri rödd upp. Þannig er mjög algengt að sá sem fer upp eða syngur fylgiröddina bassusinn þurfi að stökkva stækkaða ferund að minnsta kos6 einu sinni, stundum o\ar. 51 Bjarni hafði lært að syngja og meta tvísöng hjá Lárusi Blöndal tengdaföður sínum á Kornsá í Vatnsdal, og hafði á honum miklar mætur og helgar honum heilan kafla í Íslenzkum þjóðlögum þar sem hann bir6r langa ritgerð um tvísönginn og uppskri\ að 42 tvísöngs- lögum. 52 Tvísöngslögin eru skilge6ð a væmi sálmasöngsins og eru ákaflega mörg tví- söngslög í raun sálmalög eða aœakanir á sálmalögum með viðbæpri fylgirödd. 53 Í bréfi 6l vinar síns Sigtryggs Helgasonar 31. janúar 1899 skrifar Benedikt á Auðnum um Bjarna Þorsteinsson og nefnir þar sérstaklega eip lag sem hann hafði fengið frá Bjarna: Ég efast um að Bjarni, sem er yngri maður en við, hafi vel ápað sig á tón- tegundunum, sem flest lög voru sungin í eða að það hafi verið regla. Þó vekur lag það sem hann gerði í vor og sendi mér nýlega, grun hjá mér um það, því í 50 Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Bjarni Þorsteinsson, Íslenzk þjóðlög, Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, !20

21 það hefur hann sep hækkaða kvar6nn hvað e\ir annað og með því gefið laginu íslenskan blæ nokkuð harðan og fölan, og kemur hann ljósast fram í niðurlaginu. ÞePa hefir vakið mér von um íslenska sönglist, því hver þjóð setur sinn blæ á sönglis6na í þjóðsöngvum sínum. 54 Þarna má sjá að Benedikt kannaðist mæta vel við hina lýdísku tóntegund, með sinni stækkuðu ferund, sem einmip það sem gefur sérstaklega íslenskan blæ. Kirkjusöngurinn og sálmalögin virðast hafa staðið nærri hjörtum þeirra Bene- dikts og Bjarna. Bjarni var sonur kirkjuforsöngvara og Benedikt hafði slíkan starfa með höndum um áratugaskeið. Báðir þekktu því gömlu lögin af eigin raun þó hvorugur þeirra tali beinlínis um að hafa kunnað að syngja lögin. En þeim rann því greinilega báðum blóðið 6l skyldunnar að sporna við því að þessi gamla tónlistarhefð glataðist. Bjarni Þorsteinsson Bjarni Þorsteinsson var fæddur á bænum Mel í Hraungerðishreppi á Mýrum 14. okto - ber 1861, sonur Þorsteins Helgasonar bónda og Guðnýjar BjarnadóPur konu hans. Bjarni var elstur 13 barna sem þau Þorsteinn og Guðný eignuðust en fimm þeirra létust ung. Bjarni var heima á Mel fram yfir fermingu, hann var bráðger og námsfús frá því í frumbernsku og var orðinn læs 5 ára gamall og fór þá fljótlega að læra að skrifa og varð góður skrifari með aœurðafallega rithönd, eins og handrit hans og sendibréf bera fagurt vitni. 55 Þegar nálgast fermingu Bjarna virðist faðir hans hafa tekið brey6ngum því prestar skrá í annálum að Þorsteinn sé vans6lltur orðinn og síðar að hegðun hans sé slæm. 56 Það var því líklega léfr fyrir Bjarna að komast að heiman e\ir fermingu þegar móðir hans hafði milligöngu um að hann fengi að fara að Breiðabólstað á Snæfellsnesi þar sem Katrín ÓlafsdóFr frænka hennar var prestsfrú. Bjarni var þar í þrjú ár og lærði undir skóla hjá séra Guðmundi Einarssyni, manni Katrínar frænku sinnar. Guðmundur var menntaður og víðsýnn maður og var á þessum kma alþingismaður. Hann hafði verið skrifari og kennari hjá Eiríki Sverrissyni sýslumanni á Kollabæ í Fljótshlíð og var þá í tengslum við Tómas Sæmundsson sem var einn Fjölnismanna, og lærði af honum siphvað um menningu og framfaramál Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, !21

22 Bjarni virðist hafa hlo6ð góðan námsundirbúning hjá sr. Guðmundi og þreyf inntökupróf í Lærða skólann 25. júní 1877, komst inn og hóf nám við skólann þá um haustið. Hann fékk inni á vis6nni í skólanum og sr. Guðmundur beif sér fyrir því að hann fengi einhverja styrki úr sjóðum fyrir námsmenn auk þess sem hann gekkst fyrir söfnun meðal sveitunga Bjarna á Mýrum. Bjarni naut bæði opinberrar ölmusu 6l náms og hlaut styrki úr hinum svokallaða bræðrasjóði, sem hafði það hlutverk að styrkja námsmenn. Ölmusan og styrkurinn var lí6ð framan af en undir lok námsins var Bjarni kominn með fulla ölmusu, gat að auki aflað sér tekna með kennslu og á sumrum var hann í kaupamennsku, meðal annars á Flateyri, en virðist ekki hafa farið heim á Mel. Bjarni var snemma góður í stærðfræði og tungumálum og þá sérstaklega laknu, og var hann því gjarnan lá6nn lesa og þýða það sem útaf stóð í lok laknukma. Hann var fremur óframfærinn og hans er lí6ð eða ekkert ge6ð í skrifum samnemenda um skóla- lífið og virðist aldrei hafa komist upp á kant við samnemendur eða skólayfirvöld. Hann var greinilega vinafár á skólaárunum og virðist ekki hafa tengst mörgum samnemend- um sínum á þessum kma. Hann kynn6st þó vel og hélt tengslum við suma þeirra, eins og Björn Gunnlaugsson Blöndal, Árna Beintein Gíslason og Steingrím Johnsen söng- kennara. Þegar líður á námið er Bjarni gjarnan valinn 6l að gegna ýmsum embæpum í tengslum við umsýslu og gæslu á heimavis6nni og í skólanum og fær að velja sér bækur að launum, sem hefur eflaust verið góð búbót fyrir fátækan skólapilt. Þegar Alþingi kemur í fyrsta sinn saman í nýju Alþingishúsi við Austuvöll sumarið 1881 ræðst Bjarni sem þingritari og hélt þann því starfi næstu _ögur þing, 6l 1887, en Alþingi kom saman annað hvert sumar á þessum kma. Árið 1887 ræðst Bjarni sem skrifari og heimiliskennari 6l Lárusar Blöndal al- þingismanns og sýslumanns á Kornsá í Vatnsdal, en Lárus var föðurbróðir Björns Gunn- laugssonar Blöndal vinar Bjarna. Á Kornsá takast góð kynni með Bjarna og dópur Lárusar, Sigríði og í fyllingu kmans verða þau hjón. Bjarni innritast í Prestaskólann árið 1886 og hefur nám í honum þá um haus6ð. Hugur hans hafði staðið 6l annars og helst vildi hann fara 6l útlanda og lesa lög, tungu- mál eða tónlist en eins og staðan var kom ekki margt 6l greina og Bjarni virðist hafa áli6ð að sem prestur æf hann greiðari leið að því að mega gi\ast Sigríði LárusdóPur Blöndal, og yrði samboðinn sýslumanns_ölskyldunni. Einnig blundaði í honum sú hug- mynd að með því að taka þessa stefnu í lífinu gæ6 það skapað honum þægilegt svigrúm!22

23 6l að sinna hugðarefnum sínum, sem voru þá þegar orðin umfangsmest þjóðlaga- söfnunin og tónsmíðar. Bjarni vígist 6l prests í Hvanneyrarsókn á Siglufirði og Kvíabekk á Ólafsfirði 30. september 1888 og sefst að á Siglufirði og bjó þar 6l æviloka. Hann kvænist Sigríði árið 1892 og varð þeim fimm barna auðið. Bjarni var ákaflega virkur í störfum í þágu samfélags síns, sat í hreppsnefnd og sýslunefnd Eyja_arðar, beif sér fyrir rafveitu og vatnsveitu á Siglufirði og stóð fyrir því skipulagi bæjarins sem sjá má enn í dag, þar sem breiðar og beinar götur liggja hornrépar hver á aðra, rép eins og í erlendri stórborg. Tónlistarlegur bakgrunnur Bjarna Bjarni er alinn upp við söng og lærir snemma ýmis lög af móður sinni og öðru heima- fólki á Mel. Faðir hans var forsöngvari í Staðarhraunskirkju og tók við af móðurbróður sínum, Þórarni, og var bæði forsöngvari og meðhjálpari á þeim árum sem Bjarni er að stálpast og um fermingu hans. Helgi föðurbróðir Bjarna var einnig góður söngmaður og sungu þeir bræður o\ og mikið á mannamótum ýmiskonar, við göngur og í répum og þesshápar. 58 Bjarni kynn6st því talsverðu af tónlist strax frá frumbernsku, allt frá þulu- lögum og barnagælum við móðurkné 6l sönglaga og rímnalaga frá föður sínum og föðurbróður, að ógleymdum kirkjusöngnum í Staðarhraunskirkju. Á Breiðabólstað sá Bjarni í fyrsta sinn nótnahe\i, en þar var stunduð lærð tón- list, sem Bjarni kynn6st þar í fyrsta sinn. Þegar hann kemur 6l Reykjavíkur fór hann að syngja með söngfélaginu Hörpu sem Jónas Helgason dómorganis6 stjórnaði og árið 1880 hóf hann orgelnám hjá Jónasi. Hann fékk að æfa sig á harmóníum í stofunum hjá Sigfúsi Eymundssyni og Björn M. Ólsen inspector veif honum leyfi 6l að fara og æfa sig í klukkustund dag hvern, gegn því að hann hé6 því að það bitnaði ekki á skólalærdóm- num. Bjarna sófst tónlistarnámið vel og á síðast ári sínu í Lærða skólanum var hann við orgelnám og söng í Hörpu en stjórnaði að auki kór skólans. Strax í æsku varð ljóst að Bjarni var grúskari og hann safnaði 6l dæmis örnefn- um í nærumhverfi sínu, fyrst í landi Mels og svo smáp og smáp víðar umhverfis Mel. Þegar hann tók að læra tónlist hneigðist hann strax 6l þess að skrifa upp lög sem urðu á vegi hans og svo lög sem hann mundi e\ir úr æsku sinni. Á námsárunum hafði hafði hann kynnst tvísöng hjá Birni Gunnlaugssyni Blöndal og lærði af honum mörg lög sem hann þekk6 ekki úr sinni heimabyggð, og skrifaði hann mörg þeirra hjá sér. 58 Viðar Hreinsson, Bjarni Þorsteinsson, 34.!23

24 Bjarni hefur hugsanlega fengið nokkra hvatningu í grúski sínu þegar hann var á Breiðabólsstað hjá séra Guðmundi. Í Íslenzkum æviskrám segir Páll Eggert Ólafsson meðal annars um Guðmund að [h]ann kndi saman ýmislegt um leika, þjóðsiðu o.fl. 59 en þann samkning er að finna í handri6nu AM 970 4to sem var notað að einhverju ley6 af Jóni Árnasyni í þjóðsagnasafni hans og af Ólafi Davíðssyni í Íslenzkum gátum, skemtunum, vikivökum og þulum. 60 Á þessum kma var mikil bylgja þjóðfræðiáhuga að rísa á Íslandi, og hafði verið um skeið í Evrópu. Jón Árnason hafði gefið út þjóðsagnasafn sip 1862, ári e\ir fæðingu Bjarna, og var hann umsjónarmaður í Lærða skólanum á þeim kma sem Bjarni var þar við nám. Samkða Bjarna við nám í skólanum voru nokkrir menn sem ápu e\ir að leggja gjörva hönd á plóg söfnunar alþýðlegra fræða og mega í raun, ásamt þeim Bjarna og Jóni, kallast lykilmenn í söfnun þjóðfræðaefnis á Íslandi á 19. öld, en þepa voru þeir Jón Þorkelsson, Ólafur Davíðsson og Jónas Jónasson frá Hrafnagili. Benedikt á Auðnum Benedikt Jónsson var fæddur á Þverá í Suður- Þingeyjarsýslu árið Hann var sonur hjónanna Jóns Jóakimssonar og Herdísar ÁsmundsdóPur. 61 Foreldrar hans voru annálað hagleiksfólk, víðsýn og menntuð, þóp þau hefðu ekki gengið langan menntaveg innan skólakerfisins. Jón hafði dvalið í Reykjavík við iðnnám og kynn6st þar Fjölnismönnum og tók inn þá menningarstrauma sem þá léku um höfuðstaðinn. 62 Á æskuheimili Benedikts, á Þverá, var meiri bókakostur en almennt kðkaðist og verkmenning og lis]engi talsvert, eins og fram kemur í frásögnum samkmamanna sem heimsópu heimilið. 63 Benedikt fór að Grenjaðarstað 6l fermingarundirbúnings, þar sem Magnús Jónsson hafði þá tekið við prestskap af föður sínum, Jóni Jónssyni, en Jón hafði byggt upp mikið bókasafn og var heimilið á Grenjaðarstað mikil menningarmiðstöð í svei6nni. 64 Benedikt var námsfús og lærði margt af séra Magnúsi umfram það sem venjulegt máf teljast, og þá sérstaklega í erlendum málum, auk þess að hafa aðgang að bókasafninu. Segja má að Magnús hafi þar lagt grundvöll að því sjálfsnámi sem Benedikt kaus að 6leinka sér frekar en að fara 6l náms í skóla, en Benedikt má teljast 59 Páll Eggert Ólafsson, Íslenzkar æviskrár, AM 970 4to. 61 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, !24

25 eip merkilegasta dæmið hérlendis um mann sem öðlaðist víðtæka menntun af sjálfs- námi og lestri bóka. 65 Uppúr tvítugu kvæn6st Benedikt Guðnýju HalldórsdóPur frá Grenjaðarstað, bróðurdópur séra Magnúsar. Þau hófu búskap á Auðnum, næsta bæ við Þverá, og bjuggu þar allt þar 6l þau flupust 6l Húsavíkur Þau eignuðust fimm dætur. Benedikt var mikill örlagavaldur í sínu nærumhverfi og reyndar fyrir landið allt, en hann var einn stofnenda Kaupfélags Þingeyinga og alla ævi einn ötulas6 forvígis- maður kaupfélaganna og samvinnustefnunnar á Íslandi, og meðal annars höfundur orðisins kaupfélag yfir rekstrarformið. Hann gaf meðal annars út samvinnuri6ð Ófeig sem hann ritaði með eigin hendi alla kð, og hafði með því mikil áhri\ á lesendur sína, bæði hvað varðar innihald og útlit, því rithönd Benedikts varð fyrirmynd rithandar margra sveitunga hans. Hann stofnaði 6l bókafélags sem pantaði og keyp6 bækur sem gengu meðal félagsmanna og varð síðar stofninn í Bókasafni Þingeyinga á Húsavík. Hann var sjálfur vel lesinn í öllum safnkos6 og miðlaði óspart 6l sveitunga sinna. 66 Tónlistarlegur bakgrunnur Benedikts Benedikt er af hinni svokölluðu MýraæP, frá Mýri í Bárðardal, en í þeirri æp hefur tón- list verið mikil æparfylgja og er enn. Benedikt segir sjálfur frá því að hann hafi alist upp við söng móður sinnar sem hafi verið músíkölsk og góð söngkona og kunnað mikið af lögum sem hún söng. 67 Í æsku Benedikts varð Magnús Jónsson prestur að Grenjaðarstað og voru þeir Benedikt og Sigfús sonur Magnúsar góðir vinir. Magnús lék á flautu og hafði lært þá list af Sveinbirni Egilssyni, kennara sínum. Magnús gaf Benedikt flautu ásamt leiðarvísi 6l að spila á hana og virðist Benedikt hafa náð þokkalegum tökum á flautuleik. 68 Þegar Benedikt var 9 ára gamall árið 1855, flufst að Auðnum, sem er næs6 bær við Þverá, Gísli Gíslason, sem kallaður var Skarða- Gísli, ásamt _ölskyldu sinni, en sonur hans var Arngrímur Gíslason sem kallaður hefur verið Arngrímur málari. 69 Arn- grímur var listhneigður mjög og var leikinn listmálari, eins og viðurnefni hans gefur 6l kynna. Arngrímur var einnig gefinn fyrir tónlist og lék meðal annars á fiðlu. Arngrímur komst í kynni við Jón Jónsson í Vogum, sem einnig var fiðluleikari og sóf þangað 65 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Jónas Þorbergsson, Benedikt Jónsson á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, 511.!25

26 frekari kennslu á fiðluna og spiluðu þeir nokkuð saman. 70 Benedikt sóf mikið í sam- ney6 við Arngrím nágranna sinn og allar líkur benda 6l þess að hann hafi lært tónfræði og nótnalestur og - skri\ af honum á þessum kma. Í það minnsta er ljóst, bæði af heimildum og frásögn Benedikts sjálfs að hann var orðinn leikinn í að lesa og skrifa nótur um fermingu, og þá þegar farinn að skrifa upp e\ir eyranu lög sem hann langaði að varðveita, auk þess sem hann var duglegur að afrita lög úr nótnabókum sem hann komst í hér og hvar. 71 Þessi mikli tónlistaráhugi og ástundun hjá Benedikt og sveitungum hans gat af sér enn meiri tónlist og töluvert var gert af því að panta bæði nótur og hljóðfæri frá út- löndum, því engin var hljóðfæra- eða nótnaverslunin á Íslandi á þessum kma. 72 Allt bendir 6l þess að Benedikt hafi áp eða ha\ 6l afnota _ölda hljóðfæra og leikið á þau öll. Hann áf greinilega flautur og fiðlu og hann virðist hafa ha\ yfir harmónikku að ráða á kmabili, 73 auk þess sem hann áf síðar harmóníum og hafði aðgang að slíku hljóðfæri sem var í Þverárkirkju, sem faðir hans lét byggja. Hann lærir að smíða langspil og virðist hafa smíðað nokkur slík fyrir sveitunga sína og kennt þeim að spila á þau. 74 Þegar Benedikt hóf smíði langspila komst hann yfir bækur sem lýstu eðlisfræðinni sem býr að baki s6llingu og tónhæð strengja og bjó 6l skapalón fyrir frágang fingraborðs langspilsins svo það sé í répri afstöðu og s6llingu. 75 Um þessar mundir var ákveðin uppsveifla í smíði og notkun langspila en árið 1855 kemur út kennslubók í langspilsleik e\ir Ara Sæmundsen, sem áf að verða 6l þess að kenna fólki að syngja lögin úr hinni nýju sálmabók Péturs Guðjónsens og hæpa að syngja gömlu grallaralögin og voru í henni _ölmörg sálmalög skrifuð upp á nótnaheitum, en ekki nótum. 76 Eins og áður sagði var Benedikt farinn að skrifa upp lög sem honum þópu áhugaverð strax og hann náði tökum á að skrifa nótur, um fermingaraldur. Hann er greinilega mjög áhugasamur um hvaða tónlist það er sem flup er umhverfis hann, af _ölskyldu og sveitungum, og var duglegur við að skrifa hjá sér það sem hann langaði að geta spilað sjálfur. Benedikt og þeir félagar hans sem lögðu stund á tónlist, eins og 70 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sjá Ari Sæmundssen, Leiðarvísir al að spila á langspil, og al að læra sálmalög ebir nótum.!26

27 Sigfús Magnússon á Grenjaðarstað og Sigurður Jónsson á Gautlöndum, virðast hafa verið ákaflega metnaðarfullir í tónlistariðkuninni og voru 6l dæmis mjög gagnrýnir á nótnauppskri\ir Arngríms málara sem þeim þóf vera of duglegur við að hnika 6l nótum og laga lögin sem hann skrifaði upp, 6l að láta þau falla að eigin smekk. Þeir voru á mó6 þessu og þess sér stað víða í bréfaskri\um þeirra á milli. 77 Benedikt var einnig mjög gagnrýninn á eigin uppskri\ir og leiðréf og lagfærði þær e\ir föngum þegar hann rakst á heimildarmann sem kunni lagið betur en hann sjálfur, eða ef hann ápaði sig á að hann hefði misminnt við uppskri\ina. 78 Þjóðlagasöfnun Benedikts fyrir Bjarna var alls ekki það fyrsta sem hann gerði í þessa veru. Veturinn 1882 kynn6st Benedikt Birni Kristjánssyni tónlistarmanni og sam- einast þeir í áhuga á að skrá og varðveita íslenska þjóðlagatónlist. Benedikt tók að skrifa niður þjóðlög og senda 6l Björns sem útsef þau fyrir _órar raddir og sendi 6l baka. Samstarfið gekk ekkert alltof vel og uppúr því slitnaði um Björn verður síðar kaupmaður, alþingismaður og ráðherra og áf í hatrömmum deilum við Benedikt og samherja hans innan kaupfélaganna, sem Björn var mjög andsnúinn. 79 Það kemur glögglega fram í því sem Benedikt skrifaði Bjarna Þorsteinssyni að hann bjó að því að hafa um langan kma stundað það að skrifa upp tónlist e\ir eyranu. Hann hafði því greinilega 6leinkað sér vinnubrögð í líkingu við þau sem Bjarni vildi sjálfur ástunda, að vera trúr heimildarmönnum sínum og skrifa nákvæmlega e\ir þeim, og e\ir samstarfið við Björn var Benedikt greinilega mjög vel í stakk búinn 6l að að- stoða Bjarna. Áhugavert er að lesa það sem Benedikt skrifar vini sínum Sigtryggi Helgasyni 9. mars 1884, þar sem hann ræðir um samvinnu þeirra Björns um þjóðlagasöfnun og út- setningar Björns, og má þar glöggt sjá áhuga hans á að efla alþýðlegan söng fremur en íþróparlegan, eins og hann orðar það: En hip lagið þykir mér ljómandi fallegt, og þar held ég að Birni hafi tekist mæta vel. Ég held það sé með snotrustu smálögum sem við höfum við sálma bæði í melodisku og harmonisku 6lli6, þ.e.a.s. skoðað á vissan háp, ekki sem listaverk, sem í rauninni eru ekki meðfæri annarra en listamanna, heldur sem alþýðulag, því ég skoða Musicam í tvennu lagi: vísindalega og alþýðlega. Um þá fyrri vil ég sem minnst segja, því þá kem ég upp um mig hvað ég veit 77 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sjá einnig neðanmálsgrein 46.!27

28 lí6ð, en lög af þeirri tegundinni held eg ekki æf að vera mörg í messu- söngsbók handa alþýðu eða söngvasafni handa alþýðu. Er það ekki framúr- skarandi heimska að ætla alþýðu að syngja Ólaf Tryggvason? Og það alþýðu sem naumast hefir hugmynd um íþróparlegan söng. 80 E\ir að Benedkit kynnist Bjarna og hefur tekið að safna lögum fyrir hann skrifar hann Sigtryggi 31. janúar 1899 og vill fá hann 6l að hjálpa 6l við söfnunina. Þú veist hver þau lög eru sem þarf að safna og sanna að séu íslensk. Þeim lögum er gagnslí6ð að safna, sem sungin voru þannig, að glögglega má þekkja þeirra útlenda uppruna, og eru því bersýnilegar aœakanir án þess hafa fengið ákveðið og glöggt íslenskt form og blæ. ÞePa finnst mér aðalreglan er fylgja verður. 81 Benedikt var því greinilega vel með á nótunum um hverju áf að safna og hvernig áf að safna því. SamskipO Benedikts og Bjarna Þeir Benedikt og Bjarni hipast fyrst 17. mars 1898 um borð í strandferðaskipinu Vestu. Bjarni var á leið heim 6l Siglu_arðar en Benedikt var á leið áfram vestur 6l Ísa_arðar. Þeir ræða saman um borð í Vestu og meðan skipið er í höfn á Siglufirði býður Bjarni Benedikt með sér heim og eru þeir við skraf og ráðagerðir dagpart. Benedikt kennir Bjarna meðal annars aðra útgáfu af barnagælunni Bí, bí og blaka en þá sem Bjarni þekk6 og Bjarni skrifar upp e\ir honum. Þeir sammælast um það að Benedikt ri_i upp það sem hann kann af þjóðlögum og sendi Bjarna. E\ir það fer Benedikt áfram með skipinu. Í kjölfar þessa fyrsta fundar fara þeir að skrifast á, eða öllu heldur væri rép að segja að Benedikt skrifi Bjarna en Bjarni er a\ur á mó6 nokkuð seinn 6l svars, og reyndar svo seinn að Benedikt var farinn að örvænta um að það sem hann sendi Bjarna væri alls ekki nógu gop. Ekki er að sjá að Bjarni lá6 Benedikt í té neina verklýsingu eða forskri\ að því hvernig skuli safna tónlist heldur gefi honum algerlega frjálsar hendur. Hugsanlega þur\i ekki forskri\ aðra en það að þeir sammælast þegar þeir hipast fyrst, um að safna þurfi gömlu lögunum og þá má leiða af því þá ályktun að þeir séu sammála um hvaða lög séu gömul, hvert svipmót þeirra og sköpulag er, og því þurfi ekki að útlista það neip 80 Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, 536.!28

29 meira. Leiða má líkur að því að kðarandinn þarna á síðari hluta 19. aldar sé þannig að líkt sinnaðir menn eins og þeir Benedikt og Bjarni voru sannarlega, hafi búið við sam- bærilegan menningarbakgrunn og þekkt sambærilega 6l þess sem kallaðist þá þegar gamli söngurinn eða gömlu lögin. Bjarni var sonur forsöngvara í kirkju og áf að fleiri æfngja sem voru söngvinnir og þekktu 6l gömlu laganna, sem hann fór snemma að skrifa hjá sér. Benedikt bjó við margvíslega tónlistariðkun í sinni heimasveit og virðist ungur hafa lært að skrifa og lesa nótur, og var greinilega á kmabili að vinna að því að safna nótum að íslenskum þjóðlögum, hvað sem það var sem hann ætlaði að gera við það, hugsanlega að varðveita fyrir sjálfan sig og sína eða hugsanlega að gefa út með kð og kma. Ekkert varð þó af því en sannarlega var Benedikt fyllilega 6lbúinn 6l að ljá Bjarna hjálparhönd þegar þar að kom, og kannski 6lbúnari 6l þess en margur annar. Hann var þá þegar búinn að leggja mat á hvað það er sem honum fannst vera þjóðleg og íslensk tónlist og jafnvel búinn að skrifa upp, sem skissur eða minnisatriði, og hugsanlega sem fullbúnar uppskri\ir sem hafa þá getað gengið beint inn í safn Bjarna. 82 Lög er Benedikt safnaði Í bók Sveins Skorra Höskuldssonar um Benedikt á Auðnum er birt tafla yfir lög sem Bjarni notaði af þeim lögum sem Benedikt sendi honum. Lis6nn var tekinn saman af Hreini Steingrímssyni á Stofnun Árna Magnússonar, fyrir Svein Skorra, 83 og er hann hér: Númer, hei6 lags eða upphaf texta hjá Benedikt: Birt í safni Bjarna á bls.: Sönglög: Úr fyrri sendingu: 1. Grasaguddulag, Fram á regin _alla- slóð a. Annað 6lbrigði sama lags, sent nokkru síðar Fönnin út hlíðinni fór Fuglinn í _örunni Selur svaf á steini Ungur var ég og ungir Sofðu mín Sigrún Að bíða þess sem búið er Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, Sveinn Skorri Höskuldsson, Benedikt á Auðnum, !29

30 Úr síðari sendingu: 2. Man ég þig mey Blástjarnan þóp skar6 skær Fífilbrekka, gróin grund Faðir minn áf búið besta. [Prentað sem rímnalag] Mig bar að byggðum Hér er fækkað hófaljóni Sæmundur Magnússon Hólm Háum helst und öldum Bí, bí og blaka Bíum, bíum bamba. 564 Rímnalög: Úr fyrri sendingu: 3. Alltaf bæ6st raun við raun Aldrei fall'ann Andri vann Vorið góða grænt og hlýp. 828 Úr síðari sendingu: 1. Raun er að komast í ráðaþrot Þegar ég smáu fræi í fold Frjóvgur blær sem flötunn bærir Blessuð sólin elskar allt Vatnið holar harðan stein Aumt er að sjá í einni lest Jórinn stranga burði bar Yggjar sjó eg útá legg Um fölvar kinnar falla tár Yfir kaldan eyðisand Gnauðar mér um grátna kinn Fer ég nú að far'á kreik Meðan endist mápur lífs Fyrir handan herðlu- band !30

31 24. Lifnar hagur nú á ný Dreg ég út á djúpið þip Nú er ú6 hláka hlý Sólin klár á hveli heiða Móðurjörð hvar maður fæðist Númi undi lengi í lundi Nær skal hressa hamingjan Folinn ungur fetaði lép Það á að hýða hann Þorgrím tröll Hani, krummi, hundur, svín [Ljósið kemur langt og mjóp] Alltaf bæ6st raun á raun Glönsuðu heiðar himinleiðir bláar Þegar óhryggur heimi frá Aldrei hljó6 af argi frið Góð ánægja gleðinnar Enginn hryggist, enginn hlær A ending er öllu góð Æðir _úk um Ýmis búk Só6 frekur vígs um völl Get ég þeygi gert að því. 878 Sálmalög: Úr síðari sendingu: 2. Einn guð skapari allra sá Konung Davíð sem kenndi Tunga mún af hjarta hljóði Herra guð í himnaríki Ó Jesú, elskuhreinn Kom skapari, heilagi andi Um dauðann gef þú drofnn mér. 433 Samtals eru þepa 63 lög þar sem Benedikt er beinlínis 6lgreindur sem heimildarmaður.!31

32 Þessi lis6 sýnir glögglega hvað Benedikt hefur verið drjúgur liðsmaður Bjarna í söfnun- inni þar sem hann á mikinn _ölda laga í flestum efnisflokkum safnsins, auk þess að fá sérstakan kafla helgaðan lögum sem hann safnaði, Bjarni vitnar óspart í Benedikt í rit- gerðum sínum um efnið og bir6r jafnvel orðrépa langa kafla úr ritgerðum þeim sem Benedikt hafði skrifað um efnið og sent með lögunum. Í handritasafni Bjarna er að finna samtals 115 lög skrifuð upp af Benedikt. Af þeim eru 94 prentuð í bókina, annað hvort eins og Benedikt skrifaði þau eða með mjög sambærilegum hæf þar sem litlu skeikar öðru en lengdargildum nótna, taktboða, tón- tegund eða slíku, en lagmyndin eða útlínur lagsins eru að öðru ley6 eins. ÞePa 31 lag sem á milli ber, eru lög þar sem útgáfa Benedikts er greinilega eða mjög sennilega notuð sem heimild án þess að hans sé ge6ð sérstaklega. Í nokkrum 6lfellum eru rímna- lög sem Benedikt sendi áþekk hvert öðru og þannig má sjá tvö eða þrjú lög frá Benedikt sem eru náskyld og líkjast lögum í safni Bjarna. Ekki er hægt að fullyrða um að upp- runinn sé hjá Benedikt þóp það megi teljast ákaflega líklegt, sérstaklega þegar Bjarni getur þess að lag sé úr Þingeyjarsýslum. Þau lög, 21 talsins, sem útaf standa þegar frá eru talin lögin 63 sem Benedikt er 6lgreindur sem heimildarmaður fyrir og lögin 31 sem hann er mjög sennilega heimildarmaður fyrir, skiptast gróflega í þrennt: Lög sem höfðu þegar verið prentuð annars staðar, eins og í Stúdentasöngbókinni, augljóslega erlend lög sem engin ástæða var 6l að sinna frekar eða lög sem hlutu einhverra hluta vegna ekki náð fyrir augum Bjarna. Þegar síðastnefndu lögin, sem eru 10, eru skoðuð er ekki gop að sjá hvað kom í veg fyrir að þau fengju að vera með. Sum þeirra eru reyndar ópalegt torf 84 eða klúðurs- lega skrifuð af Benedikt, 85 og væntanlega hefur það verið ástæða þess að Bjarni kaus að nota þau ekki. En þarna á meðal eru ljómandi góð lög sem hefðu alveg máp vera með í safninu og hefðu staðið þar sjálfstæð rép eins og, og ekki síður, en þau lög sem Bjarni notaði. Í Viðauka I eru myndir af uppskri\um Benedikts að fimm lögum sem hefðu máp vera með í bókinni, en eru þar ekki. Vinnubrögð Bjarna Þegar farið er í gegnum þennan skýrt afmarkaða hluta gagna sem framlag Benedikts 6l safnsins er og hvernig Bjarni vinnur úr því og skilar frá sér 6l prentunar má á köflum sjá 84 Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag 52.!32

33 ákveðið flaustur í vinnubrögðum hans. Jón Þórarinsson bendir á það í ri6 sínu Íslensk tónlistarsaga að Bjarni hafi víða gert mistök við uppskri\ir sínar á nótum úr eldri hand- ritum og gengur hann svo langt að segja um uppskri\ Bjarna af Hymnodia Sacra: [...] uppskri\ir séra Bjarna eru afar ónákvæmar og einap rangar í ýmsum meginatriðum. Varðar það bæði hljóðfall og tónhæð, 86 og er það ámóta og sagði í dómi um bókina sem bir6st í Ingólfi skömmu e\ir útkomu hennar. 87 Í skrá þeirri sem Gunnsteinn Ólafsson vann um lögin sem Benedikt lagði 6l safnsins er víða bent á handvammir og mistök við uppskri\ir Bjarna eða frágang hans á nótum 6l prentunar, 6l dæmis þar sem Bjarni hyggst tónflytja lag frá Benedikt en gerir mistök á einum stað sem leiða 6l þess að lagið er allt rangt skrifað e\ir það. 88 Einnig eru dæmi um að Bjarni hniki 6l eða brey6 lögum frá Benedikt þannig að karakter þeirra brey6st 89 6l dæmis með því að skrifa jafnar nótur þar sem Benedikt hafði punkter- ingar. 90 Sumt það sem aflaga hefur farið í uppskrifunum má skrifa á Bjarna sjálfan þar sem hann hreinlega brey6r lögum vísvitandi, eins og nefnt var hér á undan, en einnig eru dæmi þess að Bjarni lagar hlu6 sem eru beinlínis rangir í handri6 Benedikts 91 eða að hann lagar 6l klúðurslega uppskri\ Benedikts 6l einföldunar. 92 EiP má þó nefna Bjarna 6l hugsanlegrar aœötunar hvað varðar uppskri\ir rímnalaganna í síðasta hluta bókarinnar. Bjarni segir frá því í formálsorðum að Íslenzk- um þjóðlögum að hann hafi sent Kaupmannahafnardeild Bókmenntafélagsins handri6ð 6l yfirlesturs í apríl 1904 og var það í þeirra vörslu í rúmt ár, og fékk Bjarni handri6ð í sínar hendur haus6ð Þá kom í ljós að hluta handritsins vantaði. Það hafði verið í 9 pökkum og í 9. pakkanum höfðu verið öll rímnalögin og ritgerðir um þau. Sá pakki var á bak og burt og fannst hvergi. Bjarni fór þá í gögn sín og skrifaði þennan hluta upp á nýp uppúr e\irritum og drögum ritgerðanna og er það sú útgáfa sem prentuð var í bókinni. Löngu síðar, e\ir að prentun bókarinnar var hafin fannst 9. pakkinn inni í skáp á lestrar- sal Landsbókasafnsins, og má ráða af orðum Bjarna í formálanum að hann telji að 86 Jón Þórarinsson, Íslensk tónlistarsaga, Jónas Jónsson, Um þjóðlagasafnið. 88 Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag 39.!33

34 pakkinn hafi verið falinn en ekki týndur, og að einhver hafi viljað koma í veg fyrir að rímnalögin fengju að vera með. 93 Í ljósi þessa er áhugavert að skoða nánar rímnalögin frá Benedikt og skoða úr- vinnslu Bjarna á þeim. Niðurstaða þess er sú að af 47 rímnalögum sem Bjarni notar frá Benedikt þar sem Benedikt er nefndur heimildarmaður eða er líklegas6 heimildar- maður fyrir viðkomandi lögum þóp hann sé ekki nefndur hefur Bjarni tónflup lag eða breyp lengdargildum nótna í 37 lögum. Í 26 lögum gerir Bjarni brey6ngar á laginu; fellir út punkteringar, forslög eða annað slíkt, og í 12 lögum er greinilegt að Bjarni hefur gert mistök í uppskri\ sinni. Það má segja að tónflutningur og takpegundabrey6ngar sem Bjarni gerir, líklega í flestum 6lfellum 6l einhverskonar samræmingar, bendi 6l þess að hann hafi varið talsverðum kma í þessa vinnu, þar sem þepa eru ekki beinar upp- skri\ir laganna heldur nokkurskonar úrvinnsla á þeim. Það sama má segja um breyt- ingarnar sem hann gerir, að því er virðist vísvitandi, á lögunum; þær hljóta að hafa verið gerðar vegna samlesturs við aðrar heimildir um sama lag, eða annað slíkt, sem bendir einnig 6l yfirlegu. Það er því í raun ekki hægt að kenna flý6 eða kmahraki við endur- skri\ rímnakaflans um villur sem kunna að finnast. Hægt er að benda á dæmi um að Bjarni brey6 lögum vegna eigin smekks, frekar en vegna misvísandi heimilda. Þannig má sjá lag frá Benedikt sem greinilega hafði verið sungið með stækkaðri ferund en var þó ekki fyllilega í lýdísku tóntegundinni, en þegar Bjarni skrifar það upp stækkar hann ferundina allstaðar og brey6r laginu alveg úr dúr í lýdíska tóntegund. Hann segir lagið vera algengt tvísöngslag í Vatnsdalnum en nefnir útgáfu Benedikts ekki. 94 Villurnar sem Bjarni gerir eru o\ klaufalegar villur í uppskri\ og frágangi nótnanna, þegar hann hefur víxlað nótum, farið afvega í tónflutningi eða annað slíkt. Allar villur af því tagi benda 6l þess að hann hafi unnið þessa vinnu einn og ekki ha\ með sér yfirlesara eða aðra sem hafa hjálpað 6l við vinnuna. Það er auðvelt að gera villur í svona yfirgripsmikilli vinnu og að sama skapi erfip að koma auga á eigin villur þegar li6ð er yfir eigin verk. Þarna hefði ritstjóri eða góður yfirlesari getað gert þónokkuð gagn. Vissulega var handrit bókarinnar lesið yfir af öðrum en Bjarna, en þá ber að huga að því að ákaflega margt sem Bjarni 6lfærir í bókinni var þar með að koma fyrir 93 Bjarni Þorsteinsson, Íslensk þjóðlög, IX. 94 Gunnsteinn Ólafsson, samlestursskrá, lag 27.!34

35 almenningssjónir í fyrsta sinn og tæpast hægt að ætlast 6l þess að yfirlesararnir sjái villur í nótum tónlistar sem þeir ekki þekkja. Til þess hefði þur\ að lesa öll lög saman við handrit safnenda og sannreyna þannig uppskri\ir Bjarna. Það gæ6 hugsanlega verið freistandi að kenna setjurum prentsmiðjunnar sem prentaði bókina um einhverjar þær villur sem í nótunum eru, enda ekki alveg ljóst hvernig var staðið að yfirferð og lestri prófarka bókarinnar þegar hún var komin í prentsmiðju. Ekkert er minnst á slíka e\ir- fylgni og e\irli6 með setningu bókarinnar og prentverkinu í bók Viðars um Bjarna, þar sem annars er farið mjög ítarlega í gegnum þepa ferli og heimildir raktar í þaula. Þess ber þó að geta að a\ast í Íslenzkum þjóðlögum eru prentaðar leiðréfngar á villum í nótum um 40 laga og í fljótu bragði virðast ekki vera þar á meðal þessi lög frá Benedikt sem fyrr eru nefnd, þannig að það er ekki gop að álykta margt um þessar villur annað en að þær eru 6l staðar og alls ekki hægt að gefa sér að leiðrépu villurnar séu einu villurnar sem í bókinni eru. Í Viðauka II má sjá dæmi um brey6ngar Bjarna eða villur í uppskri\um á lögum frá Benedikt. Niðurstöður Það má teljast einstakt lán fyrir Bjarna að leiðir þeirra Benedikts skyldu liggja saman. Þeir reyndust vera miklir skoðanabræður hvað varðar þjóðlagasöfnunina og reyndar almennt um söfnun og verndun þjóðfræðilegs efnis. Hugmyndir þeirra um vinnubrögð og frágang efnisins voru mjög í takt við ríkjandi hugmyndir um slíkt í þeirra samkma, þóp framkvæmdin hafi kannski ekki alltaf verið 6l fyrirmyndar hvað varðar vísindaleg vinnubrögð og hlutlægni. Benedikt reyndist vera ákaflega vel 6l þess fallinn að aðstoða Bjarna við söfnun- ina því hann gat bæði lagt 6l mikið af tónlist sem hann safnaði sjálfur og vísað áfram á vænlega heimildarmenn. Benedikt hafði þá þegar lagt grunn að söfnun tónlistar úr sínu heimahéraði og nærsveitum, enda hafði hann skynjað það sjálfur, rép eins og Bjarni, að með nýrri tónlist var eldri tónlis6n að glatast tónlist sem í bjó annar tón- og hljóm- heimur sem var illa samrýmanlegur nýrri hugmyndum um tónlist og áf sér fáa mál- svara og stuðningsmenn í gengndarlausum áróðri tónlistarmannanna sem höfðu menntast erlendis og höfðu metnað 6l þess að Íslendingar lærðu að meta evrópskan tónlistararf og 6leinkuðu sér nýrri tónlist. Í þeirra huga vir6st gamla tónlis6n ekki vera!35

36 mikils virði og sjálfsagt mál að ryðja henni úr vegi 6l að rýma 6l fyrir nýrri tónlist og hækka þannig menntunar og menningars6g íslendinga. Það er engum blöðum um það að flepa að útgáfa Bjarna á safninu Íslenzk þjóð- lög er þrekvirki og minnisvarði um eldhugann Bjarna og ómetanlegur sjóður 6l varð- veislu íslenskra þjóðlaga. Þó er ekki laust við að nánari kynni af safninu annars vegar og handritum safnaranna hins vegar og samlestri þessa fái maður örlí6ð á 6lfinninguna að verkið hafi vaxið Bjarna yfir höfuð og orðið of viðamikið fyrir einn mann að halda utan um. Í ma6 á framlagi Benedikts á Auðnum 6l safnsins sést ágætlega hve margt virðist hafa orðið útundan, bæði frambærileg lög sem ekki komust í bókina og Bjarni nefnir ekki einu sinni sem aœrigði þegar hann bir6r sambærileg lög frá öðrum heimildar- mönnum. Einnig má glögglega sjá hve o\ Bjarni hefur hnikað 6l eða beinlínis breyp lögum þegar hann skrifar þau upp, eða hreinlega gert villur við uppskri\irnar, sem aðstoðarmenn hefðu getað hjálpað 6l við að koma auga á og laga, hefðu þeir einhverjir verið. Það er erfip fyrir núkmamann sem situr við sína tölvu með ritvinnslu, gagna- grunna, nepengingu, leitarvélar og fleira sér 6l hagræðis og vinnuléfs, að ímynda sér hvernig verklagið hefur verið við að koma á prent safni á borð við Íslenzk þjóðlög. Burt- séð frá allri söfnunarvinnunni er augljóst að úrvinnslan uppskri\ á nótum 6l sam- ræmingar, samlestur laga innan safnsins og samanburður þeirra við lög í öðrum heimildum, sálmabókum og nótnabókum öðrum hefur verið gríðarlega flókin og erfið vinna. Bjarni hefur þur\ að treysta gríðarlega mikið á minni sip og innbyrða ókjör af tónlist á nótum 6l að geta þekkt a\ur lög sem hann hafði þegar lesið, halda utan um afbrigði og laggerðir og leiða þá þræði alla saman í bókinni. Barningurinn við að safna, vinna úr og ganga frá lögunum, annars vegar, og að standa í stöðugu stappi við að reyna að afla _ármagns og tryggja útgáfu, hins vegar, hafa eflaust tekið sinn toll og truflað hvað annað og kannski ekki nema von að þess sjái stað í bókinni. En þóp sjá megi misfellur og handvammir við lúslestur bókarinnar og handrit- anna þá er ótrúlegt hvað bókin er í raun heildstæð og vel saman sep og á margan háp góð heimild um um_öllunarefni sín, þjóðlögin, en ekki síður um dugnað og elju manna eins og Bjarna og Benedikts á Auðnum.!36

37 Heimildaskrá Ari Sæmundsen. Leiðarvísir al að spila á langspil og al að læra sálmalög epar nótum og nótur með bókstöfum al allra sálmalaga, sem eru í messusöngsbók vorri, og þaraðauki al nokkurra fleiri sálmalaga handa unglingum og viðvaningum. Akureyri: H. Helgason, Bjarni Þorsteinsson. Íslenzk þjóðlög. Kaupmannahöfn: S.L. Møller, Boðsbréf 6l Íslendinga um fornrita- skýrslur og fornsögur. Anaquarisk adsskrib Kjöbenhavn Bls. i viii. Brown, Mary Ellen. The Mechanism of the Ancient Ballad: William Motherwell s Explana6on. Oral Tradiaon, 11. árg. 2. tbl. 1996, Burkholder, J. Peter; Grout, Donald J.; Palisca, Claude V. A history of western music. New York: Noron, ChesnuP, Michael. The An6quarian and Roman6c Beginnings of Folklore Studies. Í Greppaminni: Rit al heiðurs Vésteini Ólasyni sjötugum. Margrét EggertsdóP6r o.fl. ritstýrðu. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Ellis, John Mar6n. One fairy story too many: The brothers Grimm and their tales. University of Chicago Press, Graebe, Mar6n. Devon by Dog Cart and Bicycle: The Folk Song Collabora6on of Sabine Baring Gould and Cecil Sharp, Folk Music Journal, 9. árg., nr. 3, 2008, Grimm, Wilhelm. Vorrede. Í Kinder- und Haus- Märchen Band 1. Berlin V XXI. Harris, Joseph; Reichl, Karl. Performers and performance. Í Medieval oral literature. Karl Reichl ritstýrði. Walter de Gruyter, Herder, Johann Goxried. Outlines of a Philosophy of the History of Man. Ensk þýðing e\ir T. Churchill. 2. útgáfa. London: J. Johnson, Jón Árnason og Magnús Grímsson. Íslenzk æfintýri. Reykjavík: E. Þórðarson, Jón Hnefill Aðalsteinsson. Þjóðsögur og sagnir. Í Munnmennar og bókmenning. Ritstj. Fros6 F. Jóhannsson. Íslensk þjóðmenning VI. Reykjavík: Þjóðsaga, Jón Þórarinsson. Íslensk tónlistarsaga Kópavogur: Tónlistarsafn Íslands, 2012.!37

38 Jónas Jónsson. Um þjóðlagasafnið. Ingólfur, 8. árg., tbl., Jónas Þorbergsson. Benedikt Jónsson á Auðnum. Samvinnan, 33. árg. 2. tbl Karpeles, Maud. Some Reflec6ons on Authen6city in Folk Music. Journal of the Internaaonal Folk Music Council, 3. árg Karpeles, Maud. Defini6on of Folk Music. Journal of the Internaaonal Folk Music Council, 7. árg Mackenzie, Eileen. Thomas Percy and Ballad 'Correctness'. The Review of English Studies. 21. árg., nr. 81, 1945, Ólafur Davíðsson. Íslenzkar gátur, skemtanir, vikivakar og þulur. Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, Páll Eggert Ólason. Íslenzkar æviskrár frá landnámslmum al ársloka II bindi. Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag, Sams, Eric. Notes on a Magic Horn. The Musical Times, 115. árg, nr. 1577, 1974, Shaw, Winifred Shuldham. Cecil Sharp and Folk Dancing. Music & LeYers. 2. árg., nr. 1, 1921, 4 9. Sveinn Skorri Höskuldsson. Benedikt á Auðnum, íslenskur endurreisnarmaður. Reykjavík: Mál og menning, von Sydow, Carl Wilhelm. Geography and folk- tale oicotypes. Í Selected Papers on Folklore: Published on the Occasion of his 70th Birthday. Ritstj. Laurits Bødker. Kaupmannahöfn: Rosenkilde and Bagger, Viðar Hreinsson. Bjarni Þorsteinsson: Eldhugi við ysta haf. Reykjavík: Veröld, Van der Will, Wilfried. The func6ons of 'Volkskultur', mass culture and alterna6ve culture. Í The Cambridge companion to modern German culture. Eva Kolinsky og Wilfried Van der Will, ritstjórar. Cambridge: Cambridge University Press, Ögmundur Helgason. Upphaf að söfnun íslenskra þjóðfræða fyrir áhrif frá Grimmsbræðrum. Landsbókasafn Íslands. Árbók Nýr flokkur, !38

39 Óprentaðar heimildir: AM 970 4to, í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar. Gunnsteinn Ólafsson, skrá yfir samlestur laga frá Benedikt á Auðnum og prentaðra laga í Íslenzkum þjóðlögum, í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar. SÁM 120: Handritasafn Bjarna Þorsteinssonar, í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar. SÁM 120: Sendibréf Benedikts Jónssonar á Auðnum 6l Bjarna Þorsteinssonar, í vörslu Stofnunar Árna Magnússonar.!39

40 Viðauki I Eiginhandarrit fimm laga úr handritum Benedikts á Auðnum sem Bjarni Þorsteinsson notaði ekki í Íslenzk þjóðlög. Tilbrigði við Það mæla mín móðir á bls. 523 í ÍÞ sem Bjarni notar ekki og nefnir ekki. Fjögur rímnalög:!40

41 Viðauki II Það er ljóst af samlestri handrita Benedikts og lögunum frá honum eins og þau eru prentuð í Íslenzkum þjóðlögum að Bjarni hefur víða gert brey6ngar og/eða villur í upp- skri\um sínum. Hér gefur að líta fimm dæmi um slíkt og er í hverju 6lfelli birt eigin- handarrit Benedikts og svo sama lag úr Íslenskum þjóðlögum. 1. Dæmi um óþarflega mikla einföldun og ú]latningu (bls. 884 í Íþ).!41

42 2. Hér er Benedikt nefndur sérstaklega sem heimildarmaður fyrir útgáfu lags en hans útgáfa þó birt í breypri mynd (bls. 759 í Íþ).!42

43 3. Dæmi um lí6lshápar brey6ngar eða villur í uppskri\ (bls. 835 í Íþ).!43

44 4. Annað dæmi um óþarflega mikla einföldun og ú]latningu (bls. 877 í Íþ).!44

45 5. Dæmi um brey6ngar og/eða villur. Þriðja vísuorð, heimska þrjóta að þreyta við, er með villur í hverjum einasta tak6 (bls. 904 í Íþ).!45

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Háskóli Íslands Hugvísindasvið Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga Íslenska Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Guðrún Brjánsdóttir Kt.: 271195-2499

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu 1796 1820 Ritgerð til BA-prófs í

More information

Formáli. Sjá Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Haltrað í tveimur heimum: Skilningur á fötlun og skerðingum í íslenskum þjóðsögum fyrir 1900.

Formáli. Sjá Eva Þórdís Ebenezersdóttir, Haltrað í tveimur heimum: Skilningur á fötlun og skerðingum í íslenskum þjóðsögum fyrir 1900. 1 Útdráttur Hér á eftir fer ritgerð og vinnuskýrsla um 30 eininga meistaraverkefni í hagnýtri þjóðfræði við Háskóla Íslands. Hið eiginlega hagnýta verkefni er ný útgáfa af Sagnagrunni, gagnagrunni yfir

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL

20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR 2013 / 1 FLATARMÁL FLATARMÁL 1 / 2013 20 ÁRA AFMÆLISRIT FLATAR Flatarmál 1. tbl., 20. árg. 2013 rit Flatar, samtaka stærðfræðikennara 2013 Flatarmál Útgefandi Flötur, samtök stærðfræðikennara

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið

Menning í Múlakoti. Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir. Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar. Ásta Friðriksdóttir Lokaverkefni til MA-gráðu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Menning í Múlakoti Gróðrarstöð lista á fyrri hluta 20. aldar.

More information

Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna

Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna Tímarit um raunvísindi og stærðfræði 3. árg. 1. hefti 2005 raust.is/2005/1/02 Eðli rúms og tíma: Ólafur Dan Daníelsson og greinar hans um afstæðiskenninguna Einar H. Guðmundsson og Skúli Sigurðsson Raunvísindastofnun

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig.

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig. Hugvísindasvið Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig. Endursköpun hefðarinnar í útskurði Ríkarðs Jónssonar Ritgerð til B.A.-prófs Ingunn Sigurðardóttir Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar

Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar. Tónlist Leifs Þórarinssonar Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Tónsmíðar Tónlist Leifs Þórarinssonar 1934-1998 Kolbeinn Bjarnason Leiðbeinandi: Helgi Jónsson Ágúst 2010 Efnisyfirlit INNGANGUR... 3 UPPHAFIÐ... 4 ÆSKUVERK, 1953 1957...

More information

Tómas Vilhjálmur Albertsson

Tómas Vilhjálmur Albertsson BA-ritgerð Þjóðfræði febrúar 2007 Galdramannasagnir af Austurlandi Tómas Vilhjálmur Albertsson Leiðbeinandi: Terry Gunnell Félagsvísindadeild Háskóla Íslands Efnisyfirlit I.0 Inngangur... 3 I.1. Um rannsóknina...

More information

BA ritgerð. Hver er ég?

BA ritgerð. Hver er ég? BA ritgerð Mannfræði Hver er ég? Sjálfsmynd Vestur-Íslendinga fyrr og nú Svafa Kristín Pétursdóttir Leiðbeinandi: Kristján Þór Sigurðsson Október 2017 Hver er ég? Sjálfsmynd Vestur-Íslendinga fyrr og

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Íslenzkar Gramóphón-plötur

Íslenzkar Gramóphón-plötur Íslenzkar Gramóphón-plötur Upphaf hljóðritunar og saga 78 snúninga plötunnar á Íslandi 1910-1958 Ritgerð til B.A.-prófs Ólafur Þór Þorsteinsson Maí 2006 Háskóli Íslands Hugvísindadeild Sagnfræðiskor Íslenzkar

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif Hugvísindasvið Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa 1911-1915. Erlend áhrif Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Nanna Þorbjörg Lárusdóttir September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hugmyndafræði

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Snemma hafði jeg yndi af óð

Snemma hafði jeg yndi af óð Hugvísindasvið Snemma hafði jeg yndi af óð Herdís og Ólína Andrésdætur Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Ingveldur Thorarensen Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Stjórnarbylting á skólasviðinu

Stjórnarbylting á skólasviðinu Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eggert Lárusson og Meyvant Þórólfsson Stjórnarbylting á skólasviðinu Um kennslufræði Ögmundar Sigurðssonar Um 1890 skrifaði Ögmundur Sigurðsson,

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON

Ólafur Björnsson HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON HANNES HÓLMSTEINN GISSURARSON Ólafur Björnsson Mánudagskvöldið 11. apríl árið 1938 flykktust íslenskir stúdentar í Kaupmannahöfn á fund á Café Trehjørnet við Silfurgötu. Nú átti Halldór Kiljan Laxness

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

Skóli án aðgreiningar

Skóli án aðgreiningar Skóli án aðgreiningar Viðhorf sérkennara í grunnskólum til stefnunnar skóli án aðgreiningar Rannveig Klara Matthíasdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-prófs Háskóli Íslands Menntavísindasvið Skóli án aðgreiningar

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi

Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Svavar Sigmundsson Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Erindi flutt á Breiðdalssetri á Stefánsdegi 11. júní 2011 Stefán Einarsson byrjaði snemma að fást við hljóðfræði.

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri.

Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Nemendur og foreldrar af erlendum uppruna í íslenskum grunnskólum: Áskoranir og tækifæri. Fræðslufundur fyrir grunnskólakennara á höfuðborgarsvæðinu Mánudaginn 18. september 2017 í Skriðu, Menntavísindasviði

More information