Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb

Size: px
Start display at page:

Download "Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb"

Transcription

1 Fjarðarkaup 1. árgangur 1. tölublað Apríl 2010 Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt 10 vinsælustu matvörur Fræsins Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb Verslaði í Fræinu og flutti til Hafnarfjarðar Fyrstu skrefin í átt að lífrænni lífstíl Vinsælustu bætiefnin í Fræinu 57 sinnum hollari speltpizza að hætti Karls Ágústs Úlfssonar Eilíf æska með andoxunarefnum Topp 7 heilsutengdar netsíður

2 VIÐURKENNINGAR Feðgarnir í Fjarðarkaupum voru í árslok 2009 tilnefndir Menn ársins í íslensku atvinnulífi af tímaritinu Frjáls verslun. Við afhendingu viðurkenningarinnar taldi Jón G. Hauksson ritstjóri upp nokkur góð ráð úr smiðju feðganna: Að sníða sér stakk eftir vexti. Að verðleggja af sanngirni. Að rækta sambandið við starfsfólk og viðskiptavini. Að hlusta eftir röddum viðskiptavina. Að viðhalda góðum starfsanda. Að hræðast ekki gamaldags viðskiptahætti. Að forðast skuldsetningu. Síðar sagði Jón: Það er sagt að gömlu gildin séu komin aftur í íslenskt atvinnulíf. Í Fjarðarkaupum hurfu þau aldrei. Það reyndust orð að sönnu og fleiri viðurkenningar falla Fjarðarkaupum í skaut um þessar mundir. Má þar nefna að verslunin var verðlaunuð sem Þekkingarfyrirtæki ársins af Félagi viðskipta- og hagfræðinga og það fékk hæstu einkunn sem nokkurt fyrirtæki hefur fengið í Íslensku ánægjuvoginni, en sú einkunn byggði á viðtölum við 250 viðskiptavini. Topp 7 heilsutengdar netsíður Óháður miðill um heilsu, næringu og nýjustu rannsóknir og fréttir úr heilsuheiminum. Þú gætir átt eftir að eyða miklum tíma á þessari síðu! Heilsuhringurinn hefur komið út sem tímarit árum saman, en hefur nú færst í nútímalegri búning og er kominn á netið. Ómetanlegar reynslusögur fólks sem hefur notast við óhefðbundnar leiðir í meðferð ýmissa kvilla. Heimasíða sem sjö manna fjölskylda heldur úti til að dreifa boðskapnum um hráfæði. Fjölskyldufaðirinn Storm hefur verið á hráfæði í yfir 30 ár og eiginkona hans Jinjee í yfir 15 ár og öll börnin þeirra hafa fengið hráfæði frá fæðingu. Dr. Gabriel Cousens rekur heilsumiðstöð í Arizona þar sem fjölmargir hafa fundið lækningu við ýmsum sjúkdómum, m.a sykursýki. Dr. Cousens er einn þekktasti og virtasti talsmaður hráfæðis. Algjörlega þess virði að lesa og fræðast. David Rainoshek heldur úti síðu sem fjallar eingöngu um dásemdir þess að djúsa sér til heilsubótar. Angela Stokes hefur náð gríðarlegum árangri í baráttunni við aukakílóin með því að tileinka sér hráfæði. Hún bjó á Íslandi í nokkur ár og vann við grænmetisrækt á Sólheimum, þar sem hún kynntist hráfæði. Nú, 8 árum og næstum 80 kílóum seinna, segir hún frá reynslu sinni af hráfæði í formi fyrirlestra víða um heim allan. Victoria Boutenko og fjölskylda hennar segja hér sögu sína um þau áhrif og þann ávinning sem hráfæði hefur haft á heilsu þessarar mögnuðu 4 manna fjölskyldu. Saga þeirra er mögnuð í alla staði. Nú býður Fræið í Fjarðarkaupaum upp á hráfæði sem unnið er samkvæmt ítrustu gæðastöðlum. Hráfæðisvörurnar, sem bera nafnið Raw Health, innihalda eingöngu lífrænt spírað hráefni svo allur krafur fæðunnar náist fram. Hráefnið í Raw Health-vörunum er hvorki hitað né bakað, gerilsneytt né steikt heldur þurrkað við 42 samkvæmt kúnstarinnar reglum, en þannig haldast öll mikilvægustu næringarefnin, eins og ensím, vítamín, steinefni og andoxunarefni, í fæðunni. Auk þess að vera lífrænar eru Raw Health vörurnar glútenlausar, án viðbætt sykurs, mjólkurlausar, óerfðabreyttar og án transfitussýra, rotvarnarefna og allra annarra aukaefna. Raw Health-vörurnar eru því frábær valkostur fyrir þá sem vilja ekki hefðbundinn mat heldur mat sem gefur okkur bestu mögulegu nýtingu næringar úr fæðunni. Þess má Til eru fræ! Þegar Fræið, sem kalla má sérverslun með heilsuvörur í Fjarðarkaupum, var opnað árið 2003 hófst glænýr kafli í sögu verslunarinnar, en Fræið hefur notið mikilla og síaukinna vinsælda enda heilsuefling almenn og vaxandi. Fræið er því nokkurs konar búð í búð, en það fyrirkomulag er afrakstur þeirrar gríðarleg eftirspurnar sem verið hefur eftir heilsuvörum á undanförnum árum. Þegar Fjarðarkaup hófu sölu á lífrænum heilsuvörum var aðeins um að ræða eitt hillubil í versluninni. Fljótlega varð þetta eina hillubil að þremur og eftirspurnin jókst sífellt. Uppruna sinn rekur Fræið síðan til þess að Sveinn var þátttakandi í Vistvernd í verki. Þar frétti hann af Rúnari í Yggdrasil, en Fræið naut reynslu Rúnars í ríkum mæli frá upphafi. Gíslína Sigurgunnarsdóttir hefur umsjón með rekstri Fræsins. Hún veitir viðskiptavinum ráðgjöf um heilsuvörur og vítamín, auk þess sem ýmsir aðilar kynna þar vörur sínar. Einnig veitir Árný A. Þórólfsdóttir hómópati ráðgjöf í Fræinu á mánudögum kl Í ljósi gífurlegs áhuga viðskiptavina Fjarðarkaupa á heilsuvörum og lífrænni ræktun var ákveðið að gefa út sérstakt kynningarrit helgað málefninu. Tilgangurinn er að fræða og hvetja fólk til heilbrigðara lífernis því á- huginn fyrir því er augljóslega til staðar. Það er von okkar í Fjarðarkaupum að blaðið sem þú hefur nú í höndum reynist þér og þínum gagnleg hvatning til betra lífs. Biotta Vita 7 safinn Sneisafullur af vítamínum og steinefnum Svissnesku Biottasafarnir eru án nokkurs vafa vinsælustu lífrænu safarnir hér á landi, enda hafa margir uppgötvað töfra þess að neyta Biotta-safa í dagsins önn og koma þannig í veg fyrir að matarlystin fari úr böndunum. Að öðrum Biotta-söfum ólöstuðum er Vita 7 safinn sérlega bragðgóður, enda búinn til úr blöndu af lífrænum appelsínum, gulrótum, banönum, eplum, ananas, vínberjum, plómum, rauðrófum, sítrónum og mysu. Hann er því ríkuleg uppspretta vítamína og steinefna fyrir fólk á öllum aldri, en börnum fellur ekki síður við hann en fullorðnum. Margir þeirra sem vilja halda í við sig hefja daginn á Biotta Vita 7 safanum. Aðrir drekka eitt og eitt glas yfir daginn í sama tilgangi eða nota hann út í þeytinga. Þá fá margir sem hreyfa sig mikið sér slurk af Vita 7 safanum áður en þeir hefja hlaup eða æfingar til að auka orkuna fyrir átökin. Líklega er best geymda leyndarmál Vita 7 safans þó það að hann er afar gott að frysta og borða svo sem frostpinna. Í því formi finnst mörgum börnum hann miklu betri en nokkur frostpinni sem fæst tilbúinn út í búð. Fullorðnir eru sama sinnis. Þess má geta að allt hráefni í Biotta-safana er ræktað í heilbrigðum, lifandi jarðvegi. Í tilefni vorkomunnar býður Heilsa ehf upp á upp á 2 fyrir 1 tilboð á Biotta Vita 7 safanum í Fræinu í Fjarðarkaupum á meðan birgðir endast! Topp 5 bækur UM HEILSU & NÆRINGU Tilbúi hráfæ i í Fræinu Superfoods David Wolfe Meltingarvegurinn og geðheilsan Dr. Natasha Campbell-McBride Þú ert það sem þú borðar Dr. Gillian Mckeith Concious Eating Gabriel Cousens Health and Nutrition Secrets, That Can Save Your Life Russel Blaylock geta að hráfæðismenningin, sem hófst í Bandaríkjunum fyrir nokkrum árum, hefur náð talsverðri útbreiðslu á Íslandi. Í dag er hráfæði vinsælasta fæðan í mörgum náttúru- og hollustuhreyfingum í Bandaríkjunum. Í Raw Health-línunni er að finna sérlega bragðgott súkkulaði, orkugjafa eða smástykki úr þurrkuðum ávöxtum, morgunverðarbita sem innihalda hrátt granola, spírað bókhveiti og ávexti, hörfræs-, ávaxta- og kryddrúllur, bragðgott hrákex sem hentar afar vel sem millibiti, pittabrauð úr fræjum, hnetum, ferskum ávöxtum, jurtum og kryddi og hrákexþynnur með rósmaríni og ítölskum tómötum og margt fleira. Allar Raw Health-vörurnar, sem Heilsa ehf flytur inn, eru gerðar úr hreinu plöntuhráefni. Engar dýraafurðir koma nálægt svæðinu þar sem vörurnar eru framleiddar. Raw Health-vörurnar teljast því 100% grænmetisfæði. Vissir þú að... Túnfífilste/Danelion er talið mjög blóðhreinsandi og styrkjandi fyrir lifrina, hefur jafnvel áhrif á minnkun nýrnasteina, dregur úr kólesterólmyndun og hefur jákvæð áhrif á blóðþrýsting? Það er jafnframt vatnslosandi. Hvítt te er allt að þrefalt ríkara af andoxunarefnum en grænt te. Hveitikímisolía er svo rík af E-vítamíni að hún spornar við öldrun húðar, sem og líkamans í heild sinni. Hægt er að bera hana á hrukkusvæði og þurrkubletti og taka hana inn, því líkaminn læknar sig best innan frá. Rauðrófusafinn er ótrúlega góður við meltingarvandamálum. Hann er bæði járnríkur og ríkur af hollum trefjum. Hann er talinn mjög blóðhreinsandi, bæði fyrir lifrina og blóðrásarkerfið í heild sinni. Vísindalegar rannsóknir hafa nú sýnt að rauðrófusafinn getur lækkað blóðþrýsting á innan við nokkrum klukkustundum eftir að hans er neytt. Hveitikím í bakstur? Það tekur 5 mínútur að búa til hveitikímsklatta og þeir eru afbragðs morgunverður fyrir börn og fólk á öllum aldri. Þú þarft aðeins ferskt hveitikím, skvettu af olíu, smá salt og vatn sem þú hrærir í þykkt deig sem þú steikir svo við vægan hita svo úr verða dásamlegir og hollir hveitikímsklattar. Rísmjöl er glútenlaus afurð og hægt er að fá margs konar brauð, kex og mjöl í heilsuhornum landsins fyrir þá sem þjást af glútenóþoli eða vilja minnka glúten í sínu daglega mataræði. Hampolía er talin ein magnaðasta fitutegund af öllum þeim sem í boði er. Hún inniheldur hið fullkomna samspil af omega- og gammafitusýrum, eða 3 á móti 1 (3:1). Hampurinn hefur verið notaður í þúsundir ára sem nauðsynleg fæðubót, sem lyf og til vefnaðar. Rannsóknir sýna fram á að hampolían hefur róandi áhrif á húð og bólgueyðandi áhrif á líkamann. Hún er líka talin stuðla að endurbyggingu skaddaðra húðfruma. Ekki er mælt með hampolíu til steikingar heldur á eingöngu að taka hana inn eða bera hana beint á húðina. Hún er bragðgóð, með dálitlum hnetukeim og er því fín til inntöku. Lífræn Rapunzel hampolía fæst í Fræinu. Eplaedik er frábært til heilsueflingar. Gott er að blanda um það bil 1-2 msk í glas af vatni með 1 tsk af góðu lífrænu hunangi. Þegar hunangið blandast við minnkar sýran í edikinu og það hefur minni áhrif á tennur og glerung. Gott er að venja sig á að skola munninn með fersku vatni eftir neyslu ediksins til að vera viss um að það liggi ekki á tönnunum. Talið er að glerungurinn eyðist hraðar ef tennurnar eru burstaðar eftir neyslu eplaediks. Eplaedik er bæði bólgueyðandi, sýkladrepandi og vatnslosandi. Það er einstaklega ríkt af steinefnum og vítamínum og hefur einstaka hreinsunareiginleika á líkamann. Gott er að blanda eplaediki í fótabað og bera það á sveppamyndun á nöglum og svo er eplaedikið mjög öflugt í stríðinu við candida sveppinn. Mikilvægt er að velja edik sem er bæði lífrænt og inniheldur svokallað móðuredik- en það þekkist á því að það er dálítið gruggugt í botninn. Útgefandi: Fjarðarkaup Sími: Vefsíða: Ábyrgðarmaður: Sveinn Sigurbergsson Ritstjóri: Guðrún Kristjánsdóttir Hönnun og umbrot: Dinkelbrot Ljósmyndir: Spessi Prentun: Ísafoldarprentsmiðja Dreifing: Pósturinn

3 Milano Cotoletta með pasta að hætti Björgvins Halldórssonar Hinn landsþekkta tónlistarmann Björgvin Halldórsson má líklega telja þekktasta núlifandi Hafnfirðinginn. Eins og allir góðir lista- og lífsnautnamenn á hann sér margar skemmtilegar hliðar og ein þeirra er sú að hann er mikill sælkeri. Ég hef haft áhuga á eldamennsku í mörg ár og sá áhugi hefur aukist með aldrinum, enda getur eldamennskan verið mjög afslappandi, segir Björgvin, sem segist versla mikið í Fjarðarkaupum og hafa gert til fjölda ára. Fjarðarkaup er verslun með sál og ekki skemmir fyrir að þar hittir maður margan Hafnfirðinginn. Það er líka ánægjulegt að ég veit um mikið af fólki í öðrum bæjarfélögum sem gerir sér sérstaklega ferð í Fjarðarkaup til þess að versla, segir hann og bætir við: Það er gott fólk sem á og rekur þessa verslun. Frábær fjölskylda. Björgvin lætur blaðinu í té sælkerauppskrift af bestu gerð, ættaða frá Ítalíu. Girnilega Mílanó-kótelettu með pasta. Hann hefur enda ferðast víða, er í litlum sælkeraklúbbi sem ferðast víðs vegar um heiminn til þess að smakka á menningu og mat: Við Íslendingar notum kálfakjöt því miður allt of lítið og stundum er það illfáanlegt. Það sama verður hins vegar ekki sagt um þjóðir á borð við Frakka og Ítali, sem vita fátt betra en kálfakjöt. Kálfasteikurnr eru í norður-ítölskum stíl og grunnurinn að uppskriftinni kemur frá Leifi Kolbeinssyni á veitingastaðnum La Primavera. Þegar Björgvin heimsækir Primavera verður þessi réttur mjög oft fyrir valinu. Kjötið er barið í þunnar sneiðar sem Ítalir nefna cotoletta og hjúpað brauðmylsnu (einnig má nota vel kryddaðar kjúklingabringur). FYRIR FJÓRA 4 kálfasteikur 3 egg 2 sítrónur hveiti ólívuolía smjör brauðrasp Best er að nota heimatilbúið rasp. Ristið millidökkt brauð, leyfið því að kólna og myljið það í matvinnsluvél 500 g spaghetti 1 flaska tómatamauk hvítlaukur rósmarín fersk basílíka salt og pipar Parmesan-ostur Hægt er að fara tvær leiðir með kjötið. Í betri kjötborðum, eins í Fjarðarkaupum, er hægt að biðja kjötvinnslumanninn að renna steikunum í gegnum vals til að fletja þær út. Fyrir þau okkar sem vilja gera hlutina sjálf er málið aðeins flóknara, en ekki mikið: Við setjum steikurnar í plastfilmu og berjum þær flatar með kjöthamri eða rúllum þær með kökukefli. Þá þarf að gæta þess að berja ekki of fast, því þá fara steikurnar fínu í tætlur. Best er að hafa steikurnar þunnar. Pískið eggin saman og hellið á disk. Setjið hveiti á annan disk og loks brauðraspið á þann þriðja. Blandið salti og pipar saman við raspið. Veltið steikunum, einni í einu, upp úr hveitinu, þá eggjunum og loks raspinu. Þrýstið raspinu vel inn með fingrunum. Hitið olíu og smjör á pönnu og steikið kjötið þar til það er fallega gullinbrúnt. Það er mikilvægt að pannan verði ekki of heit. Setjið steikurnar á fat, kreistið sítrónusafa yfir, og setjið tæpa lúku af rifnum Parmesanosti á hverja steik. Setjið inn í 200 gráðu heitan ofn og eldið í um 5 mín. Hitið 3-4 gróft saxaða hvítlauksgeira í olíu á- samt rósmarín í nokkrar mínútur á vægum hita. Takið hvítlaukinn upp úr og setjið laukinn út í staðinn. Brúnið í nokkrar mínútur, bætið þá tómötunum út í, saltið og piprið og látið malla á vægum hita í um 20 mínútur. Hellið tómatasósunni í stóra skál og setjið nokkrar matskeiðar af söxuðum, ferskum basílíkulaufum út í á- samt smá ólívuolíu. Sjóðið spaghettí samkvæmt leiðbeiningum og blandið saman við tómatasósuna. Berið fram saman á- samt ferskum, rifnum parmesan og salati og sítrónusneið Auðvitað kallar þetta á rautt ítalskt fyrir þá sem vilja og þá vín frá Toscana. PS: Fyrir þá sem vilja má benda á að allt hráefnið í þennan rétt fæst einnig allt lífrænt í Fræinu, nema kjötið. Rauðrófugló & Gulrófugló Rauðrófugló er bragðmikil grænmetisblanda sem fer sérlega vel með villibráð, lambasteikum, svínakjöti og flestum grænmetisréttum. Einnig með ýmsum ostum, t.d. gráðostum. Rauðrófur eru þekktar fyrir hollustu og fullar af vítamínum og járni. Gulrófugló er kraftmikil sulta með þurrkuðum ávöxtum, austurlenskum kryddum og hvannarfræum. Gulrófur eru einn besti C- vítamíngjafi Íslendinga og hvannarfræin bæta enn á hollustuna. Gulrófugló er góður bragðauki með ostum, ofan á kexið eða brauðið á morgnana. Auk þess er hún kærkomin viðbót við grillsteikina og aðra kjöt- og grænmetisrétti. Íslenskur lífrænn rjómaís Biobú hefur hafið framleiðslu á lífrænum rjómaís og fyrstu ísboxin fóru í verslanir í febrúar. Um er að ræða tvær bragðtegundir, vanillu og jarðarberja, ísinn er mjög þéttur í sér og gott er að taka hann úr frysti nokkrum mínútum áður en hans er neytt. Ísinn er búinn að vera í þróun í nokkurn tíma. en Biobú notar eingöngu eitt bindiefni (guar gum E412) í mjög litlu magni og engin litarefni. Þess má geta að í hefðbundnum ís eru um 10 E-efni, auk litarefna.

4 Hafkalk er náttúrulegt íslenskt fæðurbótarefni Hafkalk hefur á skömmum tíma orðið vinsæl fæðubót meðal fjölmargra Íslendinga og árangurinn af inntöku þess hefur komið skemmtilega á óvart. Jörundur Garðarsson Hafkalksbóndi í faðmi fjallanna fyrir vestan. LJÚFT OG SKYLT AÐ STYÐJA SKÓGRÆKTARFÉLAGIÐ Það er bara frábært að hafa svona félag í bænum, segir Sveinn Sigurbergsson aðspurður um hvers vegna Fjarðarkaup styðji Skógræktarfélag Hafnarfjarðar, en fyrirtækið hefur meðal annars fært skógræktinni veglegt hlið sem staðsett er við gróðrarstöð þess. Það var árið 2006, en hliðið hannaði arkitektinn Sigurður Einarsson og Halldór Þórólfsson sá um smíðina. Okkur er bæði ljúft og skylt að styðja við bakið á fólki sem vinnur ötullega að því að fegra umhverfi okkar, bæði bæinn sjálfan og þá ekki síður upplandið. Sveinn er einmitt sjálfur með græna fingur og eitt af áhugamálum hans er garðyrkjan heima við, auk þess sem hann á sæti í stjórn Skógræktarfélagsins. Ljóst er því að Fjarðarkaup munu áfram veita Skógræktarfélagi Hafnarfjarðar dyggan stuðning. HAFKALK er náttúrulegt fæðubótarefni sem unnið er úr kalkþörungum sem vaxa á botni Arnarfjarðar. Kalkþörungurinn Lithothamnion Tophiforme myndar eins konar beinagrind eða stoðvef úr frumefnunum sem uppleyst eru í hafinu. Mest er af kalsíum eða kalki, eða 30%, og magnesíuminnihaldið er 2%. Auk þess inniheldur þörungurinn fjölda annarra stein- og snefilefna svo sem járn, sink, selen, kalíum, mangan, joð og kóbalt. Þessi efnasamsetning virðist henta öðrum lífverum mjög vel til vaxtar og viðhalds sinna stoðvefja. Okkur er kennt að lífið hafi kviknað í hafinu og þróast þaðan í allan þann fjölbreytileika sem nú er kvikur á jarðkringlunni. Það er því vel hægt að draga þá ályktun að stoðvefur eins og beinagrind mannsins sé gerð úr svipuðum efnum. Ekki bara úr kalki heldur líka hinum mikla fjölda steinefna sem finnast á jörðinni. Vitnisburður Grétars á gröfunni Grétar Arnbergsson á Flateyri, hefur borið vitni um þennan góða árangur og komið fram í auglýsingum fyrir Hafkalk. Hann axlarbrotnaði þann 14. mars Bæklunarlæknirinn hans var ekki bjartsýnn á að almennileg virkni næðist í axlarliðinn. Grétar byrjaði að taka Hafkalk um mánaðamótin júní/júlí og er sannfærður um að beinin hafi gróið fyrr og betur en annars hefði verið. Hann telur að Hafkalkið hafi flýtt fyrir bata og að hreyfigetan sé mun meiri en búist var við. Að öðru leyti segist Grétar finna mikinn mun á sér, verkir í hnjánum séu til dæmis horfnir. Hann hafi ekið frá Borgarfirði eystri og til Flateyrar síðla sumars, án mikillar hvíldar, og lítið fundið fyrir verk í mjaðmarlið. Þessir liðverkir höfðu verið að plaga hann lengi og Grétar segist því geta mælt með Hafkalkinu, það virki! Hafkalk er ekki bara kalk heldur náttúruleg steinefnablanda sem aðrar lífverur virðast eiga auðvelt með að nýta sér. Jörundur Garðarsson á Bíldudal er framleiðandi þessa nýja fæðubótarefnis, sem búið er til úr kalkþörungum af botni Arnarfjarðar. Hann segir að upphaflega hafi neysla þess átt að fyrirbyggja beinþynningu, eins og annað kalk: Fólk fór að segja frá því að það hefði losnað við liðverki sem höfðu plagað það. Verkir í hnjám, mjöðmum og fingrum væru horfnir. Þetta voru verkir vegna slitgigtar. Sumir hafa líka nefnt að hár og neglur verði fallegri, og einnig hefur fólk haft samband við mig og segist vera laust við fótaóeirð og sinadrátt. Það virðist sem þessi náttúrulega efnablanda hafi sterk og góð áhrif á marga vegu. Einföld leið til að nærast vel Hér kemur uppskrift af bráðhollu boosti, eða þeytingi, sem gefur góða næringu í dagsins önn og eru sneisafullur af lífsnauðsynlegum næringarefnum, þar með talið Udo's olíunni sem kölluð hefur verið hin fullkomna olíublanda og er vinsæl eftir því. BERJABOOST: 2 dl berjablanda (frosin) 2 dl möndlumjólk (Ecomil) 2 dl vatn 1 mæliskeið Fruitein Acai Protein Energy Shake 2 matskeiðar Udo's olía 1-2 teskeiðar Udo's Beyond Greens Þessi hristingur hentar vel sem máltíð handa 1-2 manneskjum og sem millimál. Prótínið mettar vel og lengi og Acai-berin eru mjög andoxandi, styrkja frumurnar og gefa orku. Hristingurinn inniheldur líka góðar omega-olíur, grænfæði og trefjar ásamt möndlumjólkinni, sem er prótínrík og mjög vítamínauðug. Frosin berjablanda setur síðan punktinn yfir i- ið, bæði hvað varðar bragð og ferskleika! Grunnur að heilbrigðu lífi Hvers vegna lífrænn barnamatur? Allir foreldrar vilja börnum sínum aðeins það besta. Þegar við leggjum grunninn að heilbrigði þeirra er fátt mikilvægara en gæði og hreinleiki fæðunnar. Holle barnamaturinn er einstakur að gæðum enda öll hráefni hans lífrænt ræktuð, allt frá grunni. Í hann er hvorki notað salt né unninn sykur og hvorki bragðefni né rotvarnarefni. Holle hentar öllum börnum og úrvalið er fjölbreytt. Holle, sem er frá Sviss, er elsti framleiðandi lífræns barnamatar í Evrópu (síðan 1933) og hefur um árabil verið leiðandi á sínu sviði. Demeter er mesti gæðastimpill sem hægt er að fá á lífrænar vörur. Demeter-bændur vilja ekki aðeins viðhalda gæðum jarðvegsins heldur fara einu skrefi lengra og bæta gæði jarðvegsins svo hann haldist næringarríkur. Holle reynir af fremsta megni að framleiða undir Demeter stimpilinum. Gerum börnum okkar gott leggjum grunninn með hollri máltíð! Þú færð HOLLE vörurnar í Fjarðarkaupum

5

6 Brauðhúsið Grímsbæ. Efstalandi 26 Sími Taktu út eina og eina ólífræna vöru sem þú ert vön/vanur að kaupa og prófaðu að kaupa hana lífræna. Þú getur auðveldlega prófað þig á- fram í að skipta hægt og rólega ólífrænum vörum út fyrir lífrænar Í næstu búðarferð skaltu prófa að ganga fyrst fram hjá heilsuhorninu og kanna úrvalið af lífrænum vörum, áður en þú byrjar að velja hefðbundna fæðu. Veldu lífrænt ferskt grænmeti því þótt það líti stundum verr út en hefðbundið ólífrænt grænmeti og á- vextir, þá er það mun bragðmeira og þú finnur munin um leið og bragðlaukarnir fá að smakka á þeim. Á- stæða þess að lífrænt grænmeti lítur oft verr út en hefðbundið er að ekki er notast við nein skordýraeitur, hormónabættan jarðveg eða kemísk efni sem hraða vexti plöntunnar og koma í veg fyrir að hún fái að þroskast á náttúrulegan hátt. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífrænt Grænmetisbuff fullelduð vara, þarf aðeins að hita upp NÝTT Taktu fyrstu skrefin í áttina að lífrænni lífsstíl Byrjaðu smátt. Þú þarft ekki að henda öllu úr skápunum þínum og kaupa allt lífrænt í staðinn. Byrjaðu á því að afmarka þá fimm grunnþætti sem þú notar oftast í matargerð. Náðu þér svo í lífræna gæða ólífuolíu, lífræn hýðishrísgrjón, lífrænt Agave síróp (í stað hvíta sykursins), lífrænt jurtasalt eða lífræna jurtakrafta og svo jafnvel lífrænar hafraflögur. Nokkur atri i um lífræna ræktun Lífrænt er lífsstíll Lífrænt bragðast betur Lífrænt er hollari kostur Lífrænt góð langtíma fjárfesting Lífrænt er betri lífsgæði Lífrænt er betri heilsa Lífrænt er framtíðin Lífrænt er næringarríkara Lífrænt er án E-efna og MSG Lífrænt er gott fyrir náttúruna Lífrænt er gott fyrir menn & dýr Lífrænt er orkusparnaður Lífrænt er gott fyrir vatnið Lífrænt er ekki erfðabreytt Lífrænn bakstur alla virka daga Næringarrík og bragðgóð súrdeigsbrauð úr heilkornamjöli Án msg Talið er að hin mikla aðlögunarhæfni Original Arctic Root (ísl: burnirót) sé meginástæða þess hversu einstaka eiginleika hún hefur sem vörn gegn álagi og streitu, bæði hvað varðar líkamlegt og andlegt á- stand. Burnirótin er með öðrum orðum fljótvirkasta náttúruefnið til að stuðla að andlegu jafnvægi, (einbeitingu, athygli, gleði og kynkvöt) sem um getur. Fáar lækningajurtir hafa verið rannsakaðar jafn ítarlega og burnirótin og ótal klíniskar rannsóknir hafa leitt í ljós með óyggjandi hætti að jurtin, sem gengur einnig undir nafninu gullna rótin, virkar gegn stressi og doða á innan við tveimur tímum eftir inntöku, auk þess sem hún hefur afar jákvæð áhrif á kynhvötina. Fjölmargar vísindalegar rannsóknir undanfarinna ára styðja að Original Arctic Extract, SHR-5, virkar ákaflega vel gegn þreytu og stressi og er sérlega fljótvirk, en áhrifin koma í ljós innan við tveimur tímum eftir inntöku. Sem dæmi má nefna opna rannsókn sem sýndi jákvæða verkan við þreytu, einbeitingarskorti, almennu þróttleysi og öðrum einkennum sljóleika hjá nærri 70% þátttakenda. Framfarirnar voru mældar á vinnuþreki og með sálfræðiprófi. Fjölmargar rannsóknir hafa líka gefið til kynna að Arctic rótin sé eina náttúruefnið sem dregur verulega úr áhrifum streitu á líkama og sál. Nánari grennslan hefur leitt í ljós sterk á- hrif jurtarinnar á hormónakerfi líkamans og kann það að vera skýringin á því að þessi gullna rót hefur svo sterk áhrif á kynhvöt bæði karla og kvenna. ræktaðir ávextir og grænmeti innihalda meira magn andoxunarefna sem eru okkur mjög mikilvæg í daglegu amstri. Þegar þú velur lífræna vöru, skaltu skoða umbúðirnar vel. Taktu eftir lífrænum stimplum og lestu innihaldslýsinguna. Oftar en ekki er þar að finna mikinn fróðleik um vöruna, framleiðsluferlið, uppruna hennar og ræktunaraðstæður. Það má fræðast um gæðin með því að lesa einfaldlega á vöruna. Mundu að lífræn vara verður að bera sérstaka lífræna gæðavottun til að mega kallast lífræn. Kíktu í næstu heilsubúð (Fræið), skoðaðu bæklinga, blöð, bækur og fræðslurit. Gefðu þér tíma í að kynnast búðinni þinni. Heilsubúðir og heilsuhorn geta verið eins og lítill heilsuskóli. Fróðleiksbrunnurinn um vörurnar, lífrænan lífsstíl og á- hrif hans er næstum botnlaus. Starfsmenn heilsuhorna og heilsubúða vilja aðstoða af fremsta megni og þekking þeirra getur hjálpað þér að taka næstu skrefin í átt að lífrænni lífstíl. Vafraðu um á internetinu. Á Íslandi starfa fjölmargar síður sem fjalla um lífrænt fæði og lífstíl sem tengjast því. Heilsuhringurinn hefur til dæmis í fjölmörg ár gefið út tímarit sem er nú eingöngu á vefnum. Þar er hægt að lesa margs konar heilsutengdar greinar, meðal annars um lífræna fæðu. Þú getur líka prufað að slá inn í leitarslá Google - lífrænt fæði. Síðast en ekki síst, borðaðu lífræna fæðu með opnum huga, njóttu bragðsins, hreinleikans og gjafarinnar frá móður náttúru. Taktu eftir hvað varan er náttúrulega bragðgóð og fullkomin og um leið hvort varan bragðist jafnvel ekki eins og hún bragðaðist í gamla daga, svona rétt eins og móðir náttúra ætlaði henni. Arctic rótin gegn stressi, doða og kyndeyfð! Í enn fleiri rannsóknum og prófum hefur verið sýnt fram á það að Arctic rótin eykur minni fólks. Þá er hún talin bæla niður ensím í heilanum sem eykur dópamínframleiðslu. Er sá eiginleiki hennar talinn minnka hættu á Parkinson sjúkdómnum og geðklofaeinkennum Þótt lækningmáttur burnirótar, eða svæflu, eins og Arctic rótin hefur gjarnan verið kölluð á íslensku hafi löngum legið ljós fyrir er ekki langt síðan vísindasamfélaginu tókst á átta sig á eiginleikum hennar. Í dag er vitað að hún hefur margþætta virkni. Óumdeildir eiginleikar Arctic rótarinnar: Eykur líkamlega orku Bætir einbeitingu og minni Eykur þol gegn andlegu og líkamlegu stressi Bætir svefn Dregur úr einkennum mígrenis Dregur úr þunglyndi Bætir kynorkuna Minnkar þreytu Flýtir losun þreytueinkenna eftir miklar æfingar Viðheldur eðlilegum efnaskiptum Eykur viðnám gegn eiturefnum Anna Rósa grasalæknir með nýja vörulínu úr íslenskri náttúru! Anna Rósa Róbertsdóttir grasalæknir, einn fárra menntaðra grasalækna á landinu, setti nýlega á markað fjórtán vörutegundir undir eigin nafni. Anna Rósa býr að áralangri reynslu í ráðgjöf og gerð tinktúra, krema og smyrsla. Í nýju vörulínunni eru snyrtikrem, græðandi smyrsl og tinktúrur, allt unnið úr ó- menguðum íslenskum lækningajurtum sem Anna Rósa tínir sjálf. Tinktúrurnar eru jurtablöndur þar sem virk efni úr lækningajurtum hafa verið leyst upp í vínanda. Þær eru taldar góðar við ýmsum kvillum, m.a. fyrir meltinguna og blöðruhálskirtilinn, gegn flensu, bjúgsöfnun, húðkvillum og einkennum breytingaskeiðsins. Anna Rósa handhrærir öll kremin sjálf og notar í þau ómengaðar lækningajurtir eins og vallhumal, kamillu og morgunfrú. Kremin innihalda einnig mikið af lífrænum hráefnum eins og kakó- og sheasmjör, sem eru einstaklega rakagefandi fyrir þurra húð. Kremin innihalda ekki paraben rotvarnarefni, lanólín eða kemísk ilmefni. Nánari upplýsingar um vörurnar hennar Önnu Rósu má finna á Umhverfismerkið Svanurinn Ef þú vilt gæðavörur sem eru betri fyrir umhverfið og heilsuna, veldu þá Svansmerkt. Svansvottaðar vörur eru án heilsuskaðlegra efna og því öruggt val. Óháð eftirlit er með Svansmerktum vörum og þurfa þær að uppfylla strangar kröfur sem taka tillit til alls lífsferils vöru og þjónustu. Gætt er að innihaldi og notkun hættulegra efna, orku- og hráefnisnotkun, umbúðum, flutningi og meðhöndlun úrgangs svo eitthvað sé nefnt. Gæðin eru tryggð þar sem virknin þarf að vera jafn góð og hjá sambærilegum vörum. Alls er hægt að votta 65 mismunandi vöru- og þjónustuflokka, þar á meðal snyrtivörur, fatnað, þvottaefni, pappír, tölvur og sjónvörp, hótel, veitingastaði, verslanir, efnalaugar, vistvænt eldsneyti o.fl. Svanurinn er opinbert umhverfismerki Norðurlandanna. Umhverfisstofnun hefur umsjón með Svaninum á Íslandi. Nánar á Íslensk hollusta á hraðferð Grímur kokkur hefur frá upphafi lagt áherslu á ferskt hráefni til að tryggja gæði vöru sinnar. Öll vöruþróun hefur gengið út á að ná til hins almenna neytanda, með fjölbreytni í vöruúrvali. Auk fiskréttanna geysivinsælu og humarsúpunnar hafa grænmetisbuffin komið sterk inn og markaður fyrir þau stækkar ört. Íslendingar eru farnir að hugsa meira um hvað þeir setja ofan í sig, en vilja jafnframt vera vissir um að fá næga næringu úr því sem þeir kaupa, segir Gísli M. Gíslason, sölu- og markaðsstjóri fyrirtækisins. Í því sambandi nefnir hann að sala á grænmetisbuffum hefur aukist meðal líkamsræktarfólks, því það veit að buffin eru án MSG og eru tilvalin til upphitunar, t.d. á George Foreman grilli. Margir vilji nýta tíma sinn vel nú til dags og hafa möguleika á að grípa til skyndifæðis. Þá er tilvalið að velja hollan og bragðgóðan skyndibita sem aðeins þarf að hita.

7 Verslaði í Fræinu og flutti til Hafnarfjarðar Sigríður Ásta Árnadóttir textílhönnuður á sér áhugaverða sögu um af hverju hún flutti til Hafnarfjarðar, en líklegt má telja að mánaðarlegar verslunarferðir hennar úr Reykjavík í Fræið í Fjarðarkaupum hafi átt drjúgan hlut að máli. Sigríði dreymir um samfélag þar sem allir aka um á vetnisbílum og rækta lífrænan mat og segist líklega hafa lesið bækurnar um Barbapabba of oft í æsku. Hún gefur okkur uppskriftir af bláberjamúffum og ómótstæðilegum ís fyrir fólk með sérþarfir. Sjálf rekur hún myndarlega sérþarfafjölskyldu. Ég fór að versla í Fjarðarkaupum vegna þess að börnin mín eru haldin hinum og þessum tegundum ofnæmis. Þá bjó ég í 101 Reykjavík. Eftir að ég frétti af heilsuvörudeildinni í Fjarðarkaupum fór ég að gera mér ferð í Fjörðinn í hverjum mánuði, því þar var ekki bara gott úrval heldur einnig mjög gott verð, segir hún. Þar með komst Hafnarfjörður inn í rúntinn og Sigríður og fjölskylda fóru að veita bænum meiri athygli. Á endanum fór það svo að við á- kváðum að kaupa hús í Hafnarfirði og höfum búið hér í rúm 3 ár. Sigríður, sem er eins og áður sagði textílhönnuður, endurvinnur ullarfatnað sem hún selur í Kirsuberjatrénu við Vesturgötu. Að auki er hún meðlimur í hljómsveitinni Varsjárbandalagið, þegar tími gefst til milli hönnunar og matseldar. Sem betur fer verður úrvalið af heilsufæði betra með hverju árinu hér á Íslandi þótt við eigum enn talsvert í land. Ég myndi vilja hafa enn betra aðgengi og meira úrval af lífrænni matvöru, eins og við áttum að venjast í Bretlandi þar sem við bjuggum um aldamótin síðustu. Þar kostaði lífrænn matur lítið meira en annar og til dæmis var hægt að fá lífrænan kjúkling (hér með auglýsi ég eftir slíkum!). En margir íslenskir grænmetisbændur eiga svo sannarlega heiður skilinn fyrir frábæra og lífræna vöru, sem og Bio-bú með sína dásamlegu jógúrt! segir hún og bætir við: Og megninu af þessu er hægt að ganga að í Fjarðarkaupum. Sigríður telur að lífræn matvælaframleiðsla á Íslandi eigi eftir að aukast mikið næstu árin. Stundum læt ég mig meira að segja dreyma um útópískt samfélag hér þar sem allir keyra um á vetnisbílum og rækta lífrænan mat, en líklega hef ég lesið of mikið af Barbapabba í æsku! Samfélagið er nefnilega svo lítið að vel væri gerlegt að umbylta því öllu. Fyrir rúmu ári segist Sigríður hafa tekið upp mataræði kennt við bókina Meltingarvegurinn og geðheilsa eða GAPS-mataræði, sem miðar að því að ná bata af ofnæmum og fleiri kvillum með ákveðnu mataræði. Árangurinn hefur verið mjög góður hingað til, segir Sigríður. Uppskriftirnar sem hér fylgja eru eftir Sigríði og miðaðar við GAPS-mataræðið. BLÁBERJAMÚFFUR 500 g lífrænar möndlur með hýði eða möndlumjöl 10 stór, lífræn egg 125 g smjör eða kókosfeiti 2 sæt, lítil lífræn epli (eða eitt ólífrænt og þá flysjað!) 2 lífrænar gulrætur 2 kúfaðar msk lífrænt hunang (De Rit er toppurinn!) Örlítið salt 1/2 tsk ekta vanilluduft 1/2 tsk malaðar, lífrænar kardimommur (best er að opna belgina sjálfur og steyta fræin) 2 bollar frosin aðalbláber frá Oerleman (fást bara í Fjarðarkaupum og eru sælgæti) Hitið ofninn í 180 gráður. Velgið smjörið eða kókosfeitina í ofninum meðan hann hitnar. Það er upplagt að gera deigið í matvinnsluvél, sérstaklega ef möndlurnar eru heilar. Byrjið þá á því að mala möndlurnar nokkuð lengi og stoppið á milli til að hræra upp í þeim. Bætið eggjunum saman við og þeytið. Þá fer smjörið saman við og síðan eplin og gulræturnar smátt og smátt á meðan vélin gengur. Að lokum er kryddinu og hunanginu bætt í. Bláberin fara frosin beint út í degið og er hrært saman við með sleikju. Setjið deigið í smurð múffuform og bakið í mínútur, eða þar til múffurnar eru þurrar í gegn. Fylgist með, ofnar eru misjafnir og möndlum hættir til að brenna. Þessar múffur eru enn betri úr ísskápnum daginn eftir, svo ekki klára þær allar strax! Frábærar í nesti. BRÁÐHOLLUR ÍS Ég get eiginlega ekki stillt mig um að gefa ykkur líka splunkunýja uppskrift að ís. Ísinn er bráðhollur þar sem hunangið og eggin eru hrá og jógúrtin stútfull af hollum gerlum. 2 bollar lífræn, grísk jógúrt (margir með óþol þola sýrða og ófitusprengda lífræna mjólk) 1 dl lífrænt hunang 4-6 lífrænar eggjarauður 1 bolli frosin hindber frá Oerleman Þeytið saman eggjarauður og hunang þar til freyðir. Maukið ávextina í blandara. Blandið öllu varlega saman með sleikju og frystið í stálskál í 3 tíma. Hrærið þá upp í ísnum og eftir aðra 3 tíma er hann tilbúinn. Það má líka setja allt hráefnið í ísvél og láta hana sjá um afganginn. Berjunum má síðan skipta út fyrir hvaða á- vexti sem er. jógúrt Grísk Lífræn íslensk framleiðsla Lífrænar mjólkurvörur

8 Fjarðarkaup eru einn bakhjarla tilraunaverkefnis í Hafnarfirði sem ber heitið FRÍSTUNDABÍLLINN. Ætlunin er að veita örugga og góða akstursþjónustu fyrir börn og unglinga á aldrinum 6-20 ára. Tilgangurinn er að draga úr tímafreku tómstundaskutli foreldra með því að bjóða upp á raunhæfan og öruggan valkost. Þannig má spara tíma, fé og fyrirhöfn, auk þess að draga úr umferð einkabíla og þar með eldsneytiseyðslu og tilheyrandi mengun. Verkefnið hefur hlotið frábærar viðtökur bæjarbúa, bæði ungmennanna sjálfra og foreldra þeirra, enda þjónustan aðgengileg og vönduð. Það eru Hópbílar, Hafnarfjarðarbær, Alcan á Íslandi og N1 sem standa að tilrauninni með Fjarðarkaupum. Engiferöl Hollur, sykurlaus og lífrænn gosdrykkur. Prófaðu einnig fleiri tegundir frá Naturfrisk! Fæst í Fjarðarkaupum Salus jurtasafarnir eru ein besta afurð náttúrunnar Höfum náttúruna eins náttúrulega og mögulegt er! Þannig er hugmyndafræðin að baki Salus Haus framleiðenda Salus - safanna. Þeir innihalda safa úr nýræktuðum plöntum með lífræna vottun. Yfirburðir Salus safanna í samanburði við jurtaafurðir í annars konar formi (töflum, hylkjum, o.fl.) felast í því að í söfum er hægt að vinna jurtina þannig að öll virku innihaldsefnin haldast í lausninni, þar sem pressunin hefur ekki áhrif á samsetningu jurtarinnar og efnin eru virk áfram. Þessi náttúrulega lausn gefur meiri og betri virkni en plantan sjálf, ein og sér. Þar sem virku innihaldsefnin eru þegar uppleyst í vökvaformi nýtast virku efnin betur í líkamanum. Salus-safarnir eru því ein besta afurðin sem náttúran gefur af sér. Hér vekjum við sérstaka athygli á þremur kraftmiklum Salus-söfum: BIRKISAFI er afar vatnslosandi, þetta er mildur safi sem ertir ekki nýrun og er einstaklega virkur gegn bjúg. Birkisafi hefur áhrif á blóðþrýsting, jafnar blóðflæði og dregur úr álagi á nýrun. Hann virkar einnig mjög vel gegn liðvandamálum, þar sem hann er bólgueyðandi og fjarlægir þvagsýru. Hann hefur og áhrif á gigt vegna bólgueyðandi eiginleika sinna og er blóðhreinsandi. Birkisafi dregur úr vöðvakrampa og fjarlægir eiturefni úr liðum. NETLUSAFI hefur umfram allt áhrif á líkamsþyngd, þar sem hann örvar efnaskipti, afeitrar og er þvagræsandi. Þar sem hann er þvagræsandi losar hann einnig út eiturefni. Að auki dregur hann úr fitusöfnun í galli og lækkar kólesteról. FÍFILRÓTARSAFI virkar sérlega vel á meltingarvandamál þar sem fílfarótin örvar gallið og myndun meltingarsafa. Safinn er einnig hressandi og örvar ristilhreinsun. Ertu þreytt/ur á því að vera þreytt/ur? Fullorðinn einstaklingur hefur til umráða billjónir blóðkorna sem þarf að skipta út á fjögurra mánaða fresti fyrir ný blóðkorn. Þetta mikilvæga verkefni mannslíkamans getur tekst því aðeins að líkami okkar fái nægt járn. Þar sem líkami okkar hefur ekki getu til þess að framleiða járn verðum við að fá það í gegnum fæðuna. Ekki dugar það öllum og því þurfa margir að mæta járnþörf líkamans með öðrum hætti. Barnshafandi konur, íþróttamenn, eldra fólk og konur á breytingaskeiði ættu að huga sérlega vel að járnbirgðum líkamans. FLORADIX inniheldur járn sem frásogast auðveldlega í líkamanum; til að auka enn frásogið er C- vítamíni bætt í ávaxta- og jurtaþykknið. Þessi blanda af innihaldsefnum kemur í veg fyrir margar óæskilegar aukaverkanir sem önnur járnbætt bætiefni geta valdið, svo sem hægðatregðu, harðlífi og magakrampa. Floradix inniheldur engin tilbúin rotvarnarefni, litar- eða bragðefni og er einnig til glúten- og gerlaust og kallast þá Floravital. Heilbrigðisstarfsfólk mælir með Salus Floradix og Floravital. Brá hollur skyndibiti fyrir litla munna Coolfruits kreistitúpurnar eru hentugar fyrir litla munna sem geta sogið bráhollt innihald þeirra upp í sig án þess að sulla niður, en þetta holla góðgæti kemur sér einnig vel í nestisboxum krakka á grunnskólaaldri. Í Coolfruits kreistitúpunum eru 100% lífrænir ávextir og ber og engin viðbætt efni. Túpurnar innihalda acerola ber sem eru C-vítamín ríkustu ber sem til eru. Til marks um hátt C-vítamínmagn í acerola berjum innihalda 100g af appelsínum um það bil 50mg af C-vítamíni, en sama magn acerola berja inniheldur mg! Framleiðendur Coolfruits huga að gæðunum í hvívetna og gæta þess að maturinn sem þeir framleiða sé virkilega næringarríkur. Coolfruits frá Babynat er mjög þægilegur í ferðalagið, tilvalinn í veskið hjá ungamömmunni, nestisboxið hjá grunnskólakrökkunum eða bara hvað sem er. PS: fullorðnir hafa einnig kolfallið fyrir Coolfruits og stelast gjarnan í eina og eina túpu. húðsnyrtivörur unnar úr hreinni íslenskri náttúru. Fæst í heilsubúðum og apótekum.

9 KRÆKLINGUR FRÁ HRÍSEY OG HÆGSTEIKT GRÍSKT-ÍSLENSKT FJALLALAMB HAFNFIRÐINGURINN SÓLEY ELÍASDÓTTIR Hafnfirðingurinn Sóley Elíasdóttir er þekktur matgæðingur sem framleiðir húðsnyrtivörur úr íslenskum lækningajurtum undir eigin nafni. Vörulína hennar, sem er nýkomin á markað, hefur á undraskömmum tíma náð til fjölda notenda. Sóleyju er því ekki til setunnar boðið að halda áfram að þróa fleiri vandaðar húðsnyrtivörur úr íslenskum lækningajurtum. Framúrskarandi hráefni er að hennar mati grunnurinn, hvort sem er að góðum mat eða vönduðum húðsnyrtivörum. Nú er ég að uppgötva hversu mikilvægt það er að hreinsa húðina til þess að halda henni ungri og frískri og legg því ofuráherslu á að þróa anditsskrúbb, andlitsmaska, augnfarðahreinsi og fleira, segir Sóley sem á von á að fimm nýjar vörur líti dagsins ljós á árinu, auk barnavörulínu sem verður tilbúin með haustinu, en þess má geta að innan skamms fær Sóley Organics lífræna vottun. Sóley er tíður gestur í Fjarðarkaupum og finnst búðin fjölbreytt og skemmtileg. Þar fái hún m.a. gæðahráefni á borð við krækling frá Hrísey og íslenskt fjallalamb, sem er henni innblástur að þessu sinni. Hvort tveggja afar hollur og góður íslenskur matur. Ekki spillir fyrir að Fjarðarkaup ástundar heiðarlega og góða viðskiptahætti og veitir frábæra þjónustu, enda mikil þekking og reynsla til staðar, segir hún og bætir við: Svo er kjötborðið þeirra æðislegt, með því flottasta sem ég hef séð. KRÆKLINGUR FRÁ HRÍSEY Kræklingurinn frá Hrísey er algert lostæti og mjög einfalt að elda. Best þykir mér að sjóða hann upp úr hvítvíni, hvítlauk, lauk, lárviðarlaufi og smávegis af smjöri. 1 kg kræklingur (bláskel) frá Hrísey 1 laukur 5 hvítlauksrif 1 lárviðarlauf 1 glas hvítvín smjörklípa Mýkið laukinn og hvítlaukinn í smjöri í stórum potti og bætið láviðarlaufinu út í. Setjið kræklinginn og hvítvínið út í pottinn. Gufusjóðið í lokuðum potti í hámark fimm mínútur, eða þar til skelin opnast. Þá er kræklingurinn tilbúinn. Gott er að bera soðið fram með kræklingnum og dýfa t.d. brauði ofan í. Vilji maður borða krækling að belgískum sið, sem aðalrétt, á að bera hann fram með frönskum kartöflum, sem eru í raun belgískar, og majonesi eða íslenskri kokteilsósu. HÆGSTEIKT GRÍSKT / ÍSLENSKT LAMBALÆRI Sóley segir afar einfalt að elda grískt lambalæri og segist eingöngu kaupa lamb frá Fjallalambi, sem fæst í Fjarðarkaupum. Aðalatriðið sé að geyma það við stofuhita í nokkra klukkutíma og nudda það vel upp úr olífuolíu, sítrónu og salti, líkt og maður sé að nudda einhvern sem manni þykir vænt um. Á lambið þarf: Olífuolíu og safa úr einni sítrónu 2 msk Maldon salt 1 hvítlauk 2 rósmaríngreinar Pipar Stingið rifjum úr u.þ.b.einum hvítlauk hér og þar í lambalærið. Nuddið það síðan vel og vandlega upp úr blöndu af ólífuolíu, sítrónu og salti. Takið góðan tíma í það. Piprið í lokin. Þá eru tvær rósmaríngreinar lagðar yfir og undir lærið áður en því er stungið í eldfast mót og inn ofn. Setjið vænan slurk af vatni og sítrónusafa í botn mótsins. Best er að hægelda lambalærið á 120 í fimm klukkustundir. Óþarft er að ausa á lærið fyrsta klukkutímann en nauðsynlegt á hálftíma fresti eftir það. Síðasta hálftímann er gott að hækka hitann í 180. Sósan er einfaldlega safinn sem rennur af kjötinu. BAKAÐIR KARTÖFLUBÁTAR Með þessu er gott að hafa bakaða kartöflubáta. Þá eru kartöflurnar afhýddar og skornar í báta. Til þess að fá þær vel stökkar að utan en mjúkar að innan er besta að skola mjölvann vel af kartöflunum. Láta vatn renna vel á þær. Þá er olífuolía hituð á pönnu og vænum skammti af timíani bætt út á. Veltið kartöflunum vel upp úr því. Saltið og piprið. Kreistið sítrónusafa yfir. Setjið síðan kartöflurnar í ofnskúffu og látið bakast með lærinu í klukkustund. GRÍSKT SALAT 1 rauðlaukur nokkrir vel rauðir tómatar 1/2 agúrka 1 græn paprika 1 dós fetaostur Skerið niður rauðlaukinn og setjið í vatn í smá stund til þess að losna við beiska bragðið en annars er best að skera innihaldið niður fremur smátt, þó ekki of smátt, og blanda því vel saman, setja fetaost yfir og bragðbæta með dressingu sem samanstendur af olífuolíu, sítrónu og salti. Verði ykkur að góðu! Náttúrulega frábært te Fíflate Gott fyrir meltingu og hreinsar nýrun, lifur og bris. Minnkar brjóstsviða og er vatnslosandi. Rauðrunnate Náttúrulega koffínlaust, ríkt af andoxunarefnum og hefur róandi áhrif á magann. Hentar börnum sem fullorðnum. Netlute Talið hreinsandi fyrir blóð og er gott fyrir þá sem þjást af frjókornaofnæmi. Jafnar blóðsykur og gott fyrir gigtarverki. Grænt te Ríkt af andoxunarefnum og hefur jafnframt hreinsandi áhrif. Inniheldur koffín. Einn bolli á dag er talin öflug forvörn gegn ýmsum kvillum og sjúkdómum. Inniheldur koffín. Hvítt te Mjög ríkt af andoxunarefnum. Það er minnst unnið og því talið næringarmeira en önnur te. Talið er að hvíta teið búi yfir enn öflugri heilsubætandi eiginleikum en önnur te. Það er einnig koffínminna en annað te. Te er einn mest gefandi drykkur sem líkaminn getur fengið. Verðið kemur þér á óvart. Þú færð gott úrval af CLIPPER í Fjarðarkaupum

10 1. sæti NutriLenk, byggingarefni fyrir brjóskvefinn, er vinsælasta bætiefni Fræsins og er ætlað þeim sem þjást af verkjum í liðamótum. Mikilvægasta efnið í NutriLenk er kondrotín súlfat, sem er að mestu unnið úr hákarlabeinum. NutriLenk er mjög vinsælt á Norðurlöndunum og var valin heilsuvara ársins í Noregi árið sæti Vinsælustu bætiefnin í Fræinu Liðir, melting og líkamsorka er það sem flestir virðast hafa í huga ef marka má mest seldu fæðubótarefnn í Fræinu. Í Fræinu fæst mikið úrval frábærra bætiefna sem ráða bót á nánast öllu sem hægt er að hugsa sér. Hér fáum við að kynnast þeim tíu sem hafa notið mestra vinsælda upp á síðkastið. Metasys er öflugt andoxunarefni, unnið úr kjarna græna telaufsins með svokallaðri vatnsmeðhöndlun. Flestir kaupa Metasys til að grennast en fleiri og fleiri bætast í þann hóp sem notar Metasys til þess að auka orku og úthald. Metasys er mjög fljótvirkandi sem skýrir m.a. vinsældir þess. 3. sæti Pro-Gastro 8 inniheldur asídófílus eða vinveitta meltingargerla, meltingarensím og trefjar sem hafa reynst meltingunni ákaflega vel. Galdurinn að baki Pro-Gastro 8 er sá að hylkin eru sýruhjúpuð, sem gerir það að verkum að þau opnast í smáþörmunum þar sem meltingarvandamálin eiga langoftast upptök sín. 4. sæti Spirulina er vel þekkt sem einhver næringarríkasta fæða sem völ er á og þykir sannkölluð ofurfæða. Þetta er blá-grænþörungur sem þrífst í heitum, sólríkum löndum og finnst einnig í basískum vötnum. Spirulina jafnar matarlystina, styrkir ónæmiskerfið, lækkar kólesteról og er sérlega gott fyrir þá sem eru að fasta. 5. sæti Organic Turbo Greens er lífrænt ræktuð duftblanda, orkugjafi og sannkölluð næringarsprengja. Það er hinn vinsæli næringarfræðingur, rithöfundur og fyrirlesari Dr. Gillian McKeith sem framleiðir þessa vinsælu blöndu sem vermir 5. sætið. 6. sæti SagaPro er vinsælasta íslenska heilsuvaran, en það er fyrirtækið SagaMedica sem framleiðir þetta vinsæla bætiefni úr ætihvönn. Helsta ástæðan fyrir miklum vinsældum SagaPro er að það dregur úr tíðum næturþvaglátum þeirra sem eru með blöðruhálskirtilsvandamál og/eða ofvirka blöðru. Með inntöku SagaPro hafa margir endurheimt langþráðan nætursvefn. 7. sæti Colon Cleanser samanstendur af Psyllium trefjum og heilnæmum meltingarfæragerlum, þ.á m. Acidophilus gerlum. Með nútíma vinnsluaðferðum í matvælaframleiðslu er megnið af trefjum fæðunnar fjarlægt og við sitjum uppi með trefjasnauða fæðu. Þegar trefjarnar skortir vantar burðarefnin sem koma fæðunni í gegnum meltingarveginn og þá ferðast hún hægar en æskilegt er sem m.a. veldur hægðatregðu. 8. sæti Multidophilus frá Solaray og Acidophilus frá Heilsu (Guli miðinn) eru heiti á sama fyrirbærinu, sem eru hinir vinsælu, virtu og vinveittu meltingargerlar. Það er ekki langt síðan þeir hófu innreið sína til Íslands, en nú er enginn maður með mönnum nema að taka inn þessa góðu gerla. Það er umfram allt gert til þess að bæta skaða sem orsakast af lélegu mataræði, sælgætisáti og neyslu lyfja, einkum fúkkalyfja, til margra ára. Með þessu áframhaldi munu vinveittu meltingargerlarnir líklega bægja þeim óvinveittu burtu fyrir fullt og allt. 9. sæti Angelica, sem framleidd er úr ætihvannafræjum, hefur verið ákaflega vinsæl meðal landsmanna um margra ára skeið, en SagaMedica framleiðir þessa vinsælu jurtaveig. Fræ ætihvannarinnar hafa að geyma fjölmörg lífvirk efni sem hafa áhugaverð áhrif og mikið forvarnargildi. Angelica er enda mikið notuð af þeim sem vilja forðast kvef og flensu, en einnig af þeim sem þjást af kvíða. 10. sæti Énaxin er dönsk orkubomba sem gefur varanlega orku og styrk, enda sneisafull af vítamínum og steinefnum. Galdurinn á bak við Énaxin felst þó einkum í því að hún inniheldur burnirót, sem sannað er vísindalega að sé sérlega fljótvirkur orkugjafi. Fyrir mér var þetta allt saman bara heilbrigð skynsemi Grænmetis- og kornbóndinn Eymundur á Vallanesi, sem rekur hið blómlega fyrirtæki Móður Jörð, velkist ekki í nokkrum vafa um að lífrænt ræktuð matvæli séu margfalt hollari en þau sem ekki eru lífrænt ræktuð og nefnir sem dæmi tilraunir sem hafa verið gerðar á dýrum þar sem komið hefur í ljós að þau velja alltaf lífrænt ræktað fram yfir hefðbundið. Móðir Jörð er þekkt fyrir lífræn gæði, þar á meðal íslenska byggið sem erlendir matreiðslumenn segja það besta sem þeir hafi smakkað. Innan skamms verður einnig hægt að fá lífræna íslenska byggmjólk í öllum betri búðum landsins, þar á meðal í Fjarðarkaupum. Það hefur mikið vatn runnið til sjávar síðan Eymundur á Vallanesi hóf hefðbundinn búskap með mjólkurkýr og kálfa árið Hann staldraði þó ekki lengi við þar því fljótlega vaknaði í honum frumkvöðulinn sem veðjaði á réttan hest, ef svo má segja. Hann tók upp á því að ala nautin á mysu, sem ekki tíðkaðist þá, og þurfti að hafa talsvert fyrir því að láta starfsmenn mjólkurstöðvarinnar hætta að hella mysunni í niðurfallið. Fjórum árum síðar hóf Eymundur umfangsmikla skjólbeltaræktun umhverfis akra og tún. Það þótti mörgum einnig skrýtið. Þá hóf ég að hleypa kúnum út fyrr á vorin en aðrir bændur og hafði þær lengur úti á haustin. Fyrir vikið var ég með hrausta og hamingjusaman gripi, segir hann, þótt þetta uppátæki hafi einnig vakið furðu manna. Það var svo á því herrans ári 1989 að Eymundur hætti nautgripabúskap og ákvað að helga sig lífrænni ræktun á kartöflum, grænmeti og korni. Þá var hann endanlega úrskurðaður á beinni leið til glötunar. Fyrir mér var þetta allt saman bara heilbrigð skynsemi, enda þótti þetta mjög eðlilegt í löndunum í kringum okkur. Nú eru gjörbreyttir tímar og fólk sem Eymundur hittir á kynningum og á götum úti þakkar honum fyrir það sem hann er að gera. Það er við hæfi að spyrja þann sem best þekkir til hvort það standist, sem margt vel menntað fólk í heilsufræðum heldur nú fram, að lífrænt ræktuð fæða sé allt að 40 sinnum hollari en sú sem telst hefðbundin? Já, svarar Eymundur um hæl, það fer ekki á milli mála í mínum huga, en menn virðast samt endalaust geta deilt um þetta. Hann upplýsir okkur frekar. Bragðgæði og hollusta í lífrænt ræktuðum mat helgast af hægum vexti og engum eiturefnum. Á Íslandi vex það sem er lífrænt ræktað enn hægar og er því mun bragðbetra. Þannig hef ég allavega skýrt það þegar erlendir kokkar segja að byggið mitt sé það besta sem þeir hafi smakkað. En það er óumdeilanlegt að lífræn ræktun er náttúruvernd í raun því þar eru ekki notuð eiturefni sem menga jörðina og grunnvatnið. Eymundur telur einnig að við ættum að huga að því að borða matvæli sem vaxa í okkar eigin umhverfi, því þau eru okkur hollari og hafa ekki verið flutt langar leiðir sem kemur niður á gæðum og hollustu, auk þess að valda gríðarlegri mengun. Þetta er spurning um orku, lífrænt er einfaldlega meira lifandi og það er það sem skiptir mestu máli. Það hafa verið gerðar tilraunir á dýrum og þeim gefinn kostur á því að velja milli þess sem er lífrænt ræktað og þess hefðbundna og alltaf velja þau það lífrænt ræktaða. Mikil vinnsla og notkun aukaefna minnkar lífskraftinn sem við fáum úr matnum. Og það er mín skoðun að við hreinlega drepum matinn með því að elda hann í örbylgju. Móðir Jörð er m.a. þekkt fyrir bankabyggið sem hefur heldur betur slegið í gegn. Fjölmargir borða grautinn hans Gabríels í morgunmat og verður sérlega gott af. Nú spyrja margir hvað fleira sé hægt að fá út úr bygginu? Það er nú svo einfalt að það er hægt að nota bygg í stað hrísgrjóna í alla rétti; pottrétti, súpur, salöt og grauta. Einfaldasta notkunin er að setja það í kjötsúpuna og fjöldi manns hefur sagt mér að þau eldi ekki kjötsúpu án bankabyggs því hún sé svo miklu betri. Það eru líka margir sem nota bankabyggið í stað kartaflna. Fjölda uppskrifta má finna á heimasíðunni Þú ert alltaf með eitthvað nýtt á prjónunum, hvers megum við vænta næst hjá þér? Nýjustu vörurnar frá Móður Jörð eru tvíburasysturnar Rauðrófugló og Gulrófugló, sem eru gómsætt meðlæti með öllum mat, ostum og kexi. Síðan kom Hrökkvi; þrjár tegundir af þunnu hrökkkexi sem gott er að borða með ostum, Rauðrófugló og Gulrófugló og öðru áleggi en er líka bragðgott og hollt snakk eins og það kemur úr pokanum. Hvers megum við vænta með vorinu, hvaða grænmeti eða öðrum vöruflokkum eigum við von á? Ég hef hingað til boðið upp á algengasta útigrænmetið, kartöflur, gulrófur, gulrætur, hnúðkál, rauðrófur, grænkál, steinselju, salat og svo mætti lengi telja. Ég ætla að bæta við gróðurhúsum í vor til að geta aukið fjölbreytnina enn meira og núna er ég að fikra mig meira yfir í kryddjurtir og æt blóm, segir hann - og vissulega hljóma æt blóm skemmtilega úr munni frumkvöðuls. Hann segir byggmjólk svo að vænta síðar á árinu. Ein vinsælasta bók Fræsins Bókin Meltingarvegurinn og geðheilsa fjallar um náttúrulega meðferð við einhverfu, þunglyndi, ofvirkni, geðklofa, lesblindu, athyglisbresti og verkstoli. Bókin hefur einnig hjálpað börnum og fullorðnum að forðast eyrnabólgur, astma, ofnæmi og exem. Höfundur bókarinnar, Dr. Campbell-McBride, er læknir að mennt með sérmenntun í næringarfræði og taugasjúkdómafræði. Sonur hennar greindist með alvarlega einhverfu þriggja ára gamall og með breyttu mataræði og notkun próbíótískra bætiefna hefur hún náð gríðarlegum árangri í í meðhöndlun sonar síns. Dr. Campbell-McBride rekur virta meðferðarstofnun í Bretlandi þar sem hún aðstoðar börn með námserfiðleika og þroskaraskanir, og bókinni er því sérstaklega ætlað að hjálpa fjölskyldum barna með slík vandamál. Hún hefur einnig sérhæft sig í næringarfræði fyrir fullorðna með meltingar- og ó- næmissjúkdóma. Þýðandi bókarinnar er Jóhanna Mjöll Þórmarsdóttir hjúkrunarfræðingur og er þessi bók ein sú mest selda í Fræinu í Fjarðarkaupum.

11 Salvíu og lauk kubbar Þurrmjólk - að vanda valið 250 g Plain White Flour eða White Spelt Flour frá Doves 4 tsk lyftiduft salt og pipar 1 tsk hrásykur 1 rauðlaukur 2 hvítlauksgeirar 2 msk ólífuolía 150ml tómatsafi 1tsk salvía Salvíu- og laukkubbar eru sérlega bragðgóð smábrauð sem best er að baka úr Doves mjöli. Úr þessari uppskrift færðu níu ljúffengar skonsur eða smábrauð sem henta mjög vel í nestisbox, með súpunni eða pottréttinum. AÐFERÐ 1. Blandið saman mjöli, lyftidufti, salti, pipar og sykri. 2. Saxið laukinn og hvítlaukinn og bætið í skálina. 3. Bætið olíunni og tómatsafanum við og hnoðið í deigkúlu. 4. Mótið kubbalagaða lengju úr deiginu á mjölstráðu borði, um það bil 3 sm á þykkt. 5. Skerið deigið í ferhyrninga og raðið á mjölstráða bökunarplötu. 6. Bakið í forhituðum ofni við 220 í mínútur. Brjóstamjólk er ávalt langbesti kosturinn fyrir ungabarn, en geti móðirin ekki mjólkað er betra að velja lífræna barna þurrmjólk. Það eru margar ástæður þess að velja lífræna barnaþurrmjólk. Ein þeirra er að mjólkin er framleidd úr kúamjólk sem inniheldur engin kemísk vaxtarhormón eða sýklalyf. Hún inniheldur heldur engin litarefni, rotvarnarefni eða bragðefni. En hvað er svona sérstakt við Holle þurrmjólk? Það eru einfaldlega gæðin og hreinleikinn sem skipta þar mestu máli. Holle notar bestu mögulega hráefni í framleiðslu sína til þess að veita barninu bestu og náttúrulegustu næringuna sem völ er á. Munurinn liggur ekki í fjölda innihaldsefna heldur í gæðum þeirra. Hreinleiki er alltaf í fyrsta sæti. Holle trúir því að bíódýnamískt (Demeter) ræktaðar afurðir veiti barninu bestu næringuna og þess vegna var Holle eitt fyrsta fyrirtækið í heiminum sem fékk þann heiður að nota Demeter-vottunina árið Demeter er hæsti mögulegi gæðastimpill á lífrænum vörum. Það þýðir að sé varan með Demeter-stimpli er hún í hæsta gæðaflokki lífrænna vara. Flestir grautarnir og maukin frá Holle eru Demeter-stimpluð og öll hráefnin og framleiðsluferlið 100% lífræn. Sé Holle vara ekki Demeterstimpluð er hún samt sem áður 100% lífræn. Þess vegna var mér létt þegar að ég uppgötvaði gæði og hreinleika Holle og að dóttir mín gæti á einfaldan hátt neytt lífrænnar fæðu frá blautu barnsbeini. Á bak við framleiðsluferli Holle er mikil hugsjón. Hver vara er framleidd án nokkurrar misnotkunar á dýrum, jarðvegi og umhverfi. Fjölbreytileiki er hafður í hávegum í stað einhæfni, kýrnar fá að vera í sínu náttúrulega umhverfi, notkun á dýrahormónum og vaxtarhvötum er bönnuð og kýrhornin eru ekki klippt af - sem er jafnvel talið leika mikilvægt hlutverk í gæðum mjólkurinnar. Notkun kemískra efna og skordýraeiturs er bönnuð og engin kemísk viðbótarefni notuð í vinnslu þurrmjólkurinnar, svo sem rotvarnarefni. Fæstum tekst að viðhalda þessum gæðum og hugsjón í gegnum allt framleiðsluferlið líkt og Holle gerir og það skilar sér í næringargildi vörunnar. Eftirfarandi á við um alla framleiðslu á Holle barnamat og þurrmjólk: trygging fyrir því að ekki séu notuð nein erfðabreytt efni enginn viðbættur sykur ekkert viðbætt salt engin hert fita engin viðbætt litarefni engin viðbætt bragðefni engin viðbætt rotvarnarefni Að byrja snemma að huga að mataræði barnanna okkar er örugglega besta veganestið sem við getum gefið þeim út í lífið. Sterkara ónæmiskerfi, betri varnir gegn sjúkdómum, heilbrigðara og lengra líf. Lífrænt ræktað fæði tryggir þeim mestu næringuna einmitt þegar þau þurfa sem mest á henni að halda; á meðan þau eru að vaxa og dafna. Það skiptir öllu máli að velja bæði strax frá byrjun þurrmjólk og barnamat sem er algjörlega laus við hormóna, aukaefni og mengun. Öll vitum við að slík aukaefni tefja fyrir þroskaferli barnsins og veikja jafnvel ónæmiskerfi þeirra. Það er auðvelt að sneiða framhjá slíku með því að velja rétt.

12 10 vinsælustu matvörur Fræsins Hrein og helst lífræn fæða er það hollasta sem hægt er að hugsa sér, því þannig fáum við réttu næringarefnin í réttu samhengi eins og líkami okkar þekkir þau best. Fræið í Fjarðarkaupum er þekkt fyrir eitt mesta úrval landins af lífrænni hollustu. Hér fáum við að sjá hvaða matvara hefur verið vinsælust í Fræinu síðustu misserin. Á þeim lista er að finna korn, olíur, klatta og kím sem allt ber keim af sólskini. URTASMIÐJAN fær alþjóðlega lífræna vottun 1. sæti Það kemur ekki á óvart að hafraflögurnar frá Rapunzel eru vinælasta lífræna matvara Fræsins, enda stendur morgunhafragrauturinn alltaf fyrir sínu. Ekki er verra að hann sé úr lífrænt ræktuðum höfrum því þannig er hann bæði næringarríkari og bragðbetri. 2. sæti Voxis hálstöflurnar frá Saga Medica eru, líkt og Angelican, unnar úr íslenskri ætihvönn, sem er vel þekkt lækningajurt víða um þeim. Hálstöflurnar draga úr særindum í munni og hálsi, eru afar frískandi, og sérlega bragðgóðar. Margir eru líka hrifnir af mátulegri stærð þeirra. 3. sæti Hveikím er ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst. Það inniheldur 23 næringarefni og magn næringarefna í hverju grammi er meira en í nokkru öðru grænmeti eða korni. Hveitikímið frá Naturfood er vinsælast allra hveitikímtegunda, enda bragðgott og afburðahollt. 4. sæti Maldon saltið hefur farið sigurför um heiminn hjá þeim sem eru annaðhvort að hugsa um heilsuna eða eru sælkerar, nema hvortveggja sé. Maldon saltið býr yfir einstökum gæðum og bragði og er að auki bráðhollt. Það kemur því ekki á óvart að það vermi fjórða sætið. 5. sæti Engiferölið (Ginger Ale) frá Naturfrisk er afskaplega frískandi og ber gott bragð af engifer, en eins og margir vita er engifer sérlega gott fyrir magann. Engiferölið frá Naturfrisk ber höfuð og herðar yfir aðra frískandi hollustudrykki þegar kemur að vinsældum. 6. sæti Hörfræjaolían frá Rapunzel er langvinælasta hollustuolía Fræsins. Um hana er sagt að hún fyrirbyggi ótímabæra öldrun, dragi úr hrukkumyndun, lagi liðverki, gefi líkamanum aukinn andoxunarkraft og sé hægðarlosandi. Þá eru fitusýrurnar í hörfræjaolíunni (Omega 3 og 6) afar bólgueyðandi og styrkja að auki hjarta-, tauga og ónæmiskerfið. 7. sæti Hafraklattarnir frá Matakistunni hafa algjöra sérstöðu. Þetta eru sannkallaðir sælkeraorkubitar XyloSweet er besti staðgengill sykurs sem völ er á XyloSweet er notað í ýmsar sykurlausar vörur og er frábært í bakstur. XyloSweet hefur í síauknum mæli öðlast viðurkenningu sem besti staðgengill sykurs í almennri notkun. Notkun þess virðist draga úr holumyndun og þar af leiðandi vinna gegn tannskemmdum. Ólíkt öðrum sætuefnum er XyloSweet algjörlega náttúrulegt Xylitol og inniheldur engin aukefni til að draga fram sætuna. Þá fer XyloSweet ekki jafn hratt út í blóðið og mörg algeng sætuefni og veldur því ekki sykurfalli eins og venjulegur sykur. XyloSweet hentar sykursjúkum mjög vel og má nota í stað sykurs í bæði matargerð og bakstur, þó ekki gerbakstur, og til brjóstsykursgerðar. og seljast í samræmi við það. Uppskriftin er nú líka búin til af Sigurveigu Káradóttur sem hlaut þjálfun við hinn virta skóla Cordon Bleu í London. Hafraklattarnir eru svo næringarríkir og hollir að segja má að einn klatti dugi allan daginn. 8. sæti Það er engum vafa undirorpið að Bankabyggið er helsta skrautfjöður Móður jarðar. Bygg hefur verið kallað hin íslensku hrísgrjón. Morgungrautur Gabríels er ákaflega vinsæll, en nota má byggið á ótal skemmtilega vegu. Þá bíða margir fullir eftirvæntingar efir byggmjólkinni frá sama fyrirtæki, sem von er á síðar á árinu. 9. sæti Brauðhúsið býður upp á fjölbreytt úrval einstaklega næringarríkra og lífrænna handverksbrauða sem eru hvert öðru vinsælla. Þó er speltgultrótarbrauð þeirra bræðra Guðmundar og Sigfúsar Guðfinnsona það allra vinsælasta. Af öðrum ólöstuðum eiga bræðurnir mestan heiðurinn af því umbylta brauðmenningu Íslendinga og ná vart að anna eftirspurn. 10. sæti Sólskinssósa Móður náttúru ber ekki bara fallegt nafn, hún er líka bragðgóð og vinsæl í samræmi við það. Sagt er að nafn hennar hafi orðið til við mikil hlátrasköll í eldhúsi Móður náttúru og það er ljóst að sú ánægja hefur skilað sér í þessa einstaklega bragðgóðu sósu sem nota má með nánast hvaða mat sem er. Glútenlaust er orð dagsins í dag og hér koma safaríkar, glútenlausar súkkulaðibitaog bananamúffur sem auðvelt er að útbúa og skemmtilegt er að baka með börnunum. INNIHALD: 150 g mjúkt smjör 150 g strásykur 1 tsk vanilludropar 2 egg 1 banani 2 tsk kakóduft 1 tsk matarsódi 150 g Glutein Free Plain White Flour frá Doves 6 msk mjólk 1 lúka af súkklaðibitum (helst úr dökku, lífrænu súkkulaði) Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd framleiðir heilsuvörur / snyrtivörur úr lífrænu hráefni og íslenskum jurtum, en framleiðslan fékk nýlega alþjóðlega lífræna vottun frá vottunarstofunni Túni. Til að fá þetta gæðamat á vörurnar og mega auglýsa þær sem lífrænar þarf að fylgja ströngum reglum um innihald og framleiðsluferli. Starfsfólk Urtasmiðjunnar handtínir jurtirnar í norðlenskri náttúru og hafa viðkomandi landsvæði einnig verið vottuð. Hráefnið sem Urtasmiðjan notar í framleiðsluna, svo sem jurtaolíur, ýmis jurtasmjör og jurtaþykkni, fylgja ströngustu reglum um lífrænan uppruna. Ekki er hjá því komist að tryggja geymsluþol lífrænnar vöru og notar Urtasmiðjan rotvörn og þráavörn úr lífrænum jurtum og ávöxtum. Vörur Urtasmiðjunnar innihalda engin kemísk efni sem algeng eru í snyrtivörum. s.s. rotvarnarefnin paraben, ilm- eða litarefni. afurðir unnar úr jarðolíum, svo semparafinolíur, petrolatum, eða vaselin og engar dýraafurðir né neins konar bönnuð efni í lífrænni framleiðslu. Urtasmiðjan kappkostar að geta boðið viðskiptavinum sínum hér heima og erlendis hágæðavöru - lífrænt vottaða íslenska framleiðslu. Vörurnar fást í Fræinu í Fjarðarkaupum og í helstu heilsu- og náttúruvöruverslunum. Glútenlausar súkkula ibita- og bananamúffur AÐFERÐ 1. Hrærið smjör, sykur og vanilludropa vel saman með trésleif. 2. Blandið eggjunum varlega saman við. 3. Stappið bananann og bætið í blönduna. 4. Bætið mjöli, kakói, matarsóda og mjólk í blönduna. Bætið súkkulaðibitunum saman við að lokum. Blandan ætti að vera frekar laus í sér. 5. Setjið deigið í múffuform með skeið. 6. Bakið í forhituðum ofni við 190 í mínútur. Þú getur prófað að stinga tannstöngli í múffurnar til að athuga hvort þær eru tilbúnar.

13 Hvernig hægt er að lengja líftíma rotþróa? Í leiðbeiningarbæklingi um rotþrær og siturlagnir frá Hollustuvernd ríkisins sem aðgengilegur er á heimasíðu UST, er að finna mjög góðar leiðbeiningar um allt sem við kemur rotþróm, allt frá því hvar þær eigi að staðsetja til þess hvað megi í þær fara. Vakin er athygli á því að í köldu loftslagi eins og á Íslandi sé hætt við að rotnun verði fremur hæg og uppsöfnun á seyru verði meiri en þar sem meiri hiti er. Ýmis þvotta- og hreinsiefni, einkum sótthreinsiefni sem berast í rotþrær geta síðan dregið úr gerjun og rotnun. Það er því sérstaklega mikilvægt fyrir eigendur sumarhúsa að nota þvottaefni og aðrar hreinlætisvörur sem hindra ekki þetta nauðsynlega niðurbrot. Orðið rot vísar til loftfirrts bakteríuumhverfis sem þróast í tanknum og sem sundra eða steingera úrganginn sem er losaður í tankinn. Nauðsynlegt er að ráðast í reglubundna forvörn með viðhaldi til að fjarlægja þann úrgang sem ekki er hægt að brjóta betur niður og sem sest á botn tanksins og mun að lokum fylla hann upp og draga úr skilvirkni hans ef ekkert er að gert. Ecover var stofnað árið 1980 og hefur síðan þá verið frumkvöðull í þróun og framleiðslu vistfræðilegra þvotta- og hreingerningaefna. Eitt af markmiðum þeirra er, og hefur alltaf verið, að vera einu eða fleiri þrepum ofar í sínu framleiðsluferli en staðlar varðandi framleiðslu vistvænna þvotta- og hreinlætisvara gera ráð fyrir. Fyrirtækið hefur aflað sér tryggra viðskiptavina frá upphafi sem kunna að meta stefnu þess, að framleiðsluferlið allt sýni öllum tilhlýðilega virðingu; neytendum, dýrum og umhverfinu. Formúlurnar sem Ecover vörurnar eru framleiddar samkvæmt eru gerðar úr innihaldsefnum sem unnin eru úr steinefnum eða jurtum. Ecover notar ekki ljósfræðileg bleikiefni, klórefni eða fosfat. Því hafa vörurnar lágmarks áhrif á umhverfið og eru að fullu niðurbrjótanlegar. Vörulínan er nokkuð víð og hægt er að finna í henni öll þau almennu hreinsiefni sem notuð eru á heimilum. Með réttri notkun og skömmum, eru Ecover vörurnar fullkomlega öruggar fyrir rotþær þar sem vörurnar eru heilmikið útþynntar þegar þær koma í tankinn. Þessir þættir samtvinnaðir reglubundinni forvörn með viðhaldi, munu tryggja að loftfirrta bakteríuumhverfið í tankinum er ekki truflað. Rotþró sem hugsað er vel um mun endast í áratugi og jafnvel ævina á enda! Heilsa ehf flytur Ecover vörurnar inn og fást þær í Heilsuhúsinu, Fjarðarkaupum og Blómaval. Upplýsingar um vörurnar er hægt að finna á og ww.ecover.com FRÓÐLEIKSMOLAR HVÍTT TE er talið innihalda þrefalt meira magn af andoxunarefnum en græna teið. Einungis er hægt að tína laufin sem hvíta teið er unnið úr, nokkra daga yfir sumartímann. Hvítt te er mjög sjaldgæft og er ræktað á fáum stöðum og þess vegna er það dýrara en hefðbundið te. Það inniheldur minna magn koffíns en græna teið. Svart te, grænt te og hvítt te eru allt te af sama terunnanum, en á latínu heitir hann Camellia Sinensis. Mismunurinn felst í því hvaða hluti runnans er notaður og hvernig teið er unnið. Bestu og dýrustu laufin fara í hvíta teið sem er talið hollast og inniheldur langmest af andoxunarefnum. GEITAMJÓLK er að efnasamsetningu mun líkari brjóstamjólk en kúamjólk. Hún er lík léttmjólk til drykkjar nema er örlítið flauelskenndari. Fitumólekúlin í geitamjólkinni eru +2 míkrón, en 3,5-4 míkrón í kúamjólkinni, og vegna þessa er oft sagt að geitamjólkin sé náttúrulega fitusprengd. Það sem er svo sérstakt við íslenska geitamjólk er að hún inniheldur ekki próteinið Alfa s1 kaseín. sem er prótínið sem veldur hvað oftast mjólkuróþoli. Þar af leiðandi hentar hún betur sem fæða fyrir ungabörn, börn og fullorðna með viðkvæm meltingarfæri. Rannsóknir hafa einnig sýnt fram á að þeir sem hafa óþol fyrir kúamjólk og sojamjólk geta í mörgum tilfellum notað geitamjólkina. Næringarlega er geitamjólkin ekki sérlega frábrugðin kúamjólk. Í geitamjólk er þrefalt meira magn af efninu laktóferíni en í kúamjólk, en laktóferín er bakteríuhemjandi efni í mjólk. Og hefur heftandi áhrif á vöxt þeirra baktería sem valda magasárum, enda ráðleggja læknar víða erlendis magasjúklingum að neyta þessa efnis. Holle geitamjólkin er yfir 99% lífræn afurð. Geiturnar hafa fengið að lifa í sínu náttúrulega umhverfi. Heimildir um geitamjólkina komu frá Jóhönnu B. Þorvaldsdóttur geitabónda. RAUÐRUNNATE er bragðmilt og inniheldur mikið af steinefnum, m.a. járn. Það inniheldur einnig C-vítamín og er því sérstaklega gott fyrir járnbúskapinn. Það er svo milt að það má gefa það ungabörnum og hjá þeim getur það dregið úr magakrampa, því það er vöðvaslakandi. Rauðrunnate er einstaklega ríkt af andoxunarefnum og hefur það sýnt fram á góð áhrif á meltingu, en slær einnig á brjóstsviða.

14 Að borða góðan og hollan mat er að bera virðingu fyrir sjálfum sér Karl Ágúst Úlfsson, leikari með meiru, er þýðandi hinnar geysivinsælu metsölubókar Meiri hamingja eftir Dr. Tal Ben Shahar, en höfundurinn flutti nýverið fyrirlestur í Háskólabíói. Hann segir bókina góðan leiðarvísi handa þeim sem vilja taka hamingju sína í eigin hendur og er ekki í nokkrum vafa um að góður og hollur matur sé eitt af því sem veiti meiri hamingju. Hefur bókin breytt lífi þínu? Já, hún hefur gert það og á eftir að breyta því meira þegar fram líða stundir. Bókin er góður leiðarvísir handa þeim sem vilja taka hamingju sína í eigin hendur í stað þess að bíða þess að ytri aðstæður eða annað fólk geri þá hamingjusama. Það er engin ástæða til að fresta hamingjunni - um leið og maður er byrjaður á því heldur maður því áfram endalaust og þess vegna kemst maður aldrei í tæri við takmarkið. Ég fékk dýrmæta staðfestingu á því í bókinni að maður stjórnar því yfirleitt sjálfur hvernig manni líður. Og þegar valið stendur um það að vera hamingjusamur eða óhamingjusamur - ja, gettu hvað ég valdi? Veistu til þess að þessi metsölubók hafi breytt lífi margra? Ég þori ekkert um það að segja - einhverra hluta vegna selst hún vel, hún virðist vekja áhuga, forvitni og von hjá fólki. Og ég vona svo sannarlega að hún eigi eftir að breyta lífi sem flestra, því fólk á það skilið að vera hamingjusamt. En til þess að það megi verða er ekki nóg að lesa bókina. Maður verður að fara eftir ráðleggingunum, vinna vinnuna sem hún stingur upp á og oft og tíðum temja sér nýja siði og nýja hugsun. En það er líka fljótt að skila sér og þannig verða breytingar á lífi manns. Skiptir góður og hollur matur miklu máli í þessu samhengi? Að borða góðan og hollan mat er að bera virðingu fyrir sjálfum sér og að taka ábyrgð á sjálfum sér, líðan sinni, heilsu og - já, hamingju. Þannig að svarið við þessari spurningu hlýtur að vera já. Að lokum, verslar þú mikið í Fjarðarkaup og af hverju? Já, ég versla mikið í Fjarðarkaupum, ég kem þangað að minnsta kosti einu sinni í viku og geri stórinnkaup og skýst þangað líka inn á milli í smærri kaup. Mér finnst verslunin vinaleg, það er þægilegt að versla þar, starfsfólkið er greiðvikið og jákvætt. Í mínum huga tengjast Fjarðarkaup heiðarlegum viðskiptum. 57 sinnum hollari speltpizza Þetta er uppskrift frá Sollu Eiríks og gríðarlega vinsæl heima hjá mér. Börnunum finnst hún miklu betri en þær sem fást í hefðbundnum pizzufabrikkum og það þarf ekki að taka það fram að hún er um það bil 57 sinnum hollari, segir Karl Ágúst Úlfsson og hér er uppskriftin: PIZZUDEIG 250 gr spelt 3 tsk vínsteinslyftiduft 1/2 tsk salt 1. tsk oregano 1-2 msk. ólífuolía 125 ml heitt vatn Þurrefnunum er blandað saman og þau sett í matvinnslvél með hnoðspaða (auðvitað er hægt að hnoða í höndunum og það getur orðið skemmtilegt samvinnuverkefni, sérstaklega ef ung börn eru á heimilinu, en hitt er fljótlegra). Vatninu er bætt útí og síðan olíunni og deigið hnoðað. Þurru spelti er stráð á borðið og deigið flatt út fremur þunnt (ég hef engar sérstakar áhyggjur hvort pizzan verður hringlaga - það er nóg til af hringlaga pizzum í heiminum). Síðan er botninn settur á bökunarpappír á ofnplötu og forbakaður í 3-4 mínútur við 200 C. Botninn er tekinn út og rakt stykki lagt ofan á hann. TÓMATSSÓSA 1 dós niðursoðnir tómatar (lífrænir) 3 msk tómatmauk (án aukaefna) 4-6 hvítlauksrif 2 tsk þurrkað oregano 2 tsk þurrkuð basilíka 2 tsk þurrkað timjan 1 tsk sjávarsalt 1/4 tsk nýmalaður svartur pipar Hvítlauksrifin eru afhýdd og pressuð og allt hráefnið síðan sett í matvinnsluvél og maukað. Þar með er sósan eiginlega tilbúin, en mér finnst gott að láta hana sjóða við vægan hita í mínútur. Sósunni er þvínæst dreift yfir botninn og uppáhalds fylling hvers og eins sett þar ofan á. Mér finnst frábært að nota ólífur, sólþurrkaða tómata, brokkólí, spínat, þistilhjörtu og furuhnetur, svo eitthvað sé nefnt. Og svo auðvitað einhvern góðan ost. Það er líka gott að nota klettasalat, en þá er betra að setja það ofan á allt saman eftir að pizzan kemur úr ofninum. Þegar fylling og ostur eru komin ofan á botninn er pizzan bökuð við 200 C í um það bil. 10 mínútur, eða þar til osturinn er bráðinn. Fyrir heilbrigðara og betra líf Omega olía - Hveitikímsolía - Hveitikím Hveitikímsklattar 5 bollar ferskt hveitikím 3-4 msk lífræn ólífuolía krydd að vild 2 1/2 teskeið vínsteinslyftiduft sjávarsalt 2 egg Þurrefnum blandað saman, olíu og eggjum hrært saman við, vatni bætt út í þar til deigið verður eins og þykkur grautur. Kókosolía sett á heita pönnu og klattarnir mótaðir og steiktir við vægan hita. Heilsu-boost 2 dl ferskt hveitikím 3 bollar vatn 6-8 jarðarber ananas-mangósafi frá Beutelsbacher Allt sett í blandara og hrært vel saman. Ein næringarríkasta fæðutegund sem fyrirfinnst. Þú færð NATUFOOD vörurnar í Fjarðarkaupum

15 Eilíf æska með andoxunarefnum Flest okkar hafa heyrt um mikilvægi þess að neyta fjölbreyttrar og hollrar fæðu til að viðhalda heilsunni. Allir vita um mikilvægi þess að hreyfa sig, anda að sér fersku lofti og fá blóðið af stað í líkamanum. Góður nætursvefn er mikilvægur án hans slaknar á ónæmiskerfinu, við verðum þróttlausari og veikjumst oftar. Við vitum öll hvað við eigum að gera til að viðhalda heilsunni, en fæst okkar fara kannski eftir því. Þú kannast kannski sjálf/ur við að sleppa morgunmatnum og drekka kaffi í staðinn, taka lyftuna í stað þess að skokka upp tröppurnar, vinna frameftir og sofna við sjónvarpið, hlaða á þig verkefnum og vinna lengi undir álagi, hafa ekki tíma til að fara í ræktina eða í göngu með hundinn og eyða jafnvel flestum dögum vikunnar í stressi. Þessi lýsing á kannski við um flest okkar sem búum og lifum á Íslandi. Öll finnum við fyrir kröfunni um að standa okkur og að lokum bitnar hún á heilsu okkar. Að leikslokum sitjum við eftir krumpuð, þreytt og heilsulaus þegar hægir á lífskapphlaupinu, eða að minnsta kosti þegar okkur finnst tími til að fara njóta efri áranna. Ótímabær öldrun og heilsuleysi er eitthvað sem að hægt er að sporna við. Það krefst lífsstílsbreytinga, bætts mataræðis og meiri slökunar, en hver leggur ekki slíka smámuni á sig til að halda unglegu útliti að innan sem og utan? Andoxunarefni er einn lyklanna að bættri heilsu. Þau sporna við sjúkdómum og viðhalda jafnframt unglegu útliti okkar. En hvað eru andoxunarefni? Einfaldasta svarið er að þau eru samansafn af plöntunæringu (phytonutrients), vítamínum og steinefnum sem fyrirfinnast í mat og hafa það hlutverk að verjast gegn sjúkdómum og öldrun fruma. Andoxunarefni eru efni sem að hálfpartinn soga að sér sindurefni (Free Radicals) og hlutleysa þau. Auk þess að verjast þessari sindurefnamyndun í líkamanum viðhalda þau lífinu í heilbrigðu frumunum okkar og hamla t.d. myndun krabbameinsfruma. Sindurefni eru efni sem veikja frumur líkamans og þau eru talin áhrifavaldur margra alvarlegra sjúkdóma á borð við krabbamein og gigt, ásamt því að framkalla ótímabæra öldrun í líkamanum. Með aldrinum eykst þessi sindurefnamyndun og minna verður um andoxunarefni. Sindurefnamyndun verður til með efnaskiptum líkamans og er því partur af eðlilegu ferli líkamsstarfseminnar. Ef jafnvægið milli andoxunarefna og sindurefnamyndunnar fer úr skorðum ná sindurefnin yfirhöndinni og kallast það oxun líkamans. Þess vegna er mikilvægt að auka inntöku andoxunarefna í mataræði okkar til þess að sporna við því ferli að líkaminn missi heilsu og eldist um aldur fram. Aukin sindurefnamyndun er afleiðing álags, streitu, svefnleysis, reykinga (bæði óbeinna og beinna), mikillar áfengisneyslu, ofreynslu, koffínneyslu og lélegs mataræðis, mengunar í umhverfinu, notkun ljósabekkja, röntgengeisla og aukaefna í matvælum sem hafa neikvæð áhrif á taugarnar, t.d MSG og gervisykurs. Í raun má segja að það sé töluvert auðvelt að auka sindurefnamyndun í líkamanum og þess vegna er vægi andoxunarefna í okkar daglega lífi gríðarlega mikið og þá allra helst þegar aldurinn færist yfir og líkaminn þarf meira á þeim að halda. Það er auðvelt að auka magn andoxunarefna í daglegu mataræði og þú finnur fyrir margskonar jákvæðum áhrifum strax frá byrjun. Þú finnur fyrir jafnari og dýpri orku yfir daginn, orku sem fatast ekki flugið eða hefur slæmar aukaverkanir. Líkaminn fer að starfa betur, ónæmiskerfið styrkist og eflist, lifrin verður virkari í afeitrunarhlutverki sínu, blóðið fyllist súrefni og um leið styrkist blóðrásarkerfi líkamans, auk margra annarra jákvæðra áhrifa sem allir njóta góðs af. Hvernig má nálgast andoxunarefni á auðveldan hátt? Fjölmargar fæðutegundir innihalda mikið magn andoxunarefna og þá sérstaklega óunnar, ferskar afurðir úr jurtaríkinu. Rannsóknir hafa sýnt fram á að lífrænt fæði inniheldur meira magn andoxunarefna en venjulegt fæði. Ávextir, grænmeti og ber hafa einstakt magn andoxunarefna. Heilnæmt óunnið fæði inniheldur einnig mikið magn andoxunarefna. E-vítamín, A-vítamín og C- vítamín, zínk og selen eru vítamín sem teljast til andoxunarefna. Talið er að andoxunarefni sem koma beint úr náttúrunni verki betur en andoxunarefni sem tekin eru sem fæðubótarefni en það veltur á því hvernig þau eru unnin. Alltaf má þó taka inn bætiefni aukalega með margskonar hætti. Hér fyrir neðan eru hugmyndir um hvernig má nálgast andoxunarefni á einfaldan hátt beint frá náttúrunnar hendi. * Hvítt te * Goji ber/rauð úlfaber * Bláber, krækiber, * Hveitikímisolía * Hveitikím ferskt * Allt dökkgrænt grænmeti * Hrátt kakó * Gulrætur * Hveitigras * Öndunaræfingar/dýpri öndun * Ferskt loft * Jóga * Acai-ber * Spirulina * Chlorella blaðgræna * Rauðrunnate * Resveratrol (bætiefni unnið úr hýði gerjaðra vínberja) Þessi grein var meðal annars unnin úr bókinni Health and Nutrition Secrets That Can Save Your Life eftir Dr. Russel L. Blaylock LÍFRÆNIR GÆAÐASTAÐLAR: Demeter lífrænt Bíódýnamísk ræktun: Heildarframleiðsluferli vörunnar þarf að vera 100% lífrænt, allt frá jarðvegi og þar til varan er fullbúin. Gerðar eru kröfur um að bóndinn lifi 100% lífrænum bíódýnamískum lífstíl, sem og að afurðin sé í sínu náttúrulegasta umhverfi. Notkun allra aukaefna og jarðvegsbætandi efna er stranglega bönnuð. Munurinn á hefðbundinni lífrænni ræktun og bíó-dýnamískri ræktun (lífefldri ræktun) er að við lífefldu ræktunina er lögð mikil áhersla á að efla jarðveginn og gera hann betri fyrir næstu uppskeru. USDA lífrænt Bandarísk lífræn gæðavottun. Til að vara fái þennan stimpil þarf hún t.d að vera ræktuð í jarðvegi sem hefur ekki hefur verið úðaður með skordýraeitri í minnst 3 ár og varan þarf að vera að minnsta kosti 95% lífræn til að fá þennan stimpil. Tún lífrænt Íslensk lífræn gæðavottun. Vottunarstofan Tún ehf. vottar að matvörur séu framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við íslenskar og evrópskar reglugerðir um lífræna landbúnaðarframleiðslu. BIO-merkið (Bio-Siegel) Opinbert merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli. EKO Hollenskt merki um vottun lífrænnar framleiðslu samkvæmt evrópskum reglugerðum. Algengt í íslenskum heilsuverslunum. KRAV Opinbert merki fyrir lífræna ræktun matvæla í Svíþjóð en hefur einnig þróað staðla fyrir m.a. sjálfbærar visthæfar fiskveiðar.

16 Bætiefnadagar í Fræinu, Fjarðarkaupum Dagana apríl bjóðum við öll bætiefni Gula miðans með 25% afslætti! 25% AFSLÁTTUR KRAFTAVERK Styrkjum mótstöðuaflið og höldum heilsu með varnarefnum náttúrunnar! BREIÐFYLKING BÆTIEFNA SÉRVALIN FYRIR ÍSLENSKAR AÐSTÆÐUR

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri.

Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Fjarðarkaup Yfirmáta næringaríkir sælgætismolar 4 Átta bestu ráðin gegn kvefi og flensu 6 Við mælum með: Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir Í þessari yfirgripsmiklu og vönduðu bók sem var

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa

Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Fjarðarkaup 4. árgangur 5. tölublað Apríl 2013 Ísland fékk allar heimsins bestu náttúruauðlindir í vöggugjöf! - eldheitt hollustuviðtal við Kristínu Einarsdóttur

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Hollt & bragðgott. munnbita. Ást í hverjum

Hollt & bragðgott. munnbita. Ást í hverjum Hollt & bragðgott KYNNINGARBLAÐ F I M MT U DAG U R 3 1. ÁG Ú S T 2 0 1 7 Eplaberjakaka Þorbjargar Hafsteinsdóttur, næringarþerapista, heilsubókahöfundar og annars eigenda veitingahússins Yogafood, er sannkallað

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring 1 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ 2 Hvað er fæðubót Efni/matur sem við bætum ofan á matinn okkar. Efni/matur sem er í hylkjum/dufti/olíu/vökva/töflur/brjóstsykur.

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið MARAÞON ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli. Tók áskorun mömmu Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt fyrsta maraþon í ár, en það verður einnig

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1 udo.qxd:probiotics bro E 0806 1/1/05 12:12 AM Page 1 Probiotic úrræði Fyrir alla aldurshópa Probiotic Blends Sex öflugar Probiotic-blöndur, sérstaklega hannaðar með tilliti til aldurs, viðhalds og endurnýjunar

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr.

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr. HEILSUFRÉTTIR September 2015 3. tbl 16. árgangur GEYMDU BLAÐIÐ ALLT UM TE! bls. FRÓÐLEIKUR UM TE bls. 8 HAUST UPPSKERAN uppskriftir! bls. 7 ORKA FYRIR KONUR Siberian Ginseng frá Lifeplan er sniðið að kvenlíkamanum

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Hollt&bragðgott. 13. september Kynningarblað

Hollt&bragðgott. 13. september Kynningarblað Hot&bragðgott 13. september 2016 Kynningarbað hot og bragðgott Kynningarbað 2 13. september 2016 Lét eiginmanninn fea vigtina Sigríður Ásta Körudóttir ákvað í sumar að prófa Whoe30 mataræðið ti að sjá

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Eldað úr öllu með kvennfélögunum og Dóru. matreiðslu námskeið. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari

Eldað úr öllu með kvennfélögunum og Dóru. matreiðslu námskeið. Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari Eldað úr öllu með kvennfélögunum og Dóru matreiðslu námskeið Dóra Svavarsdóttir, matreiðslumeistari 1 Yfirlit yfir suðutíma bauna... 4 Nokkrar umgengnisreglur bauna... 5 Heilræði... 6 Spírun... 7 Krydd

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

KYNNINGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ Helgin

KYNNINGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ Helgin KYNNINGARBLAÐ Helgin LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Jón Stefánsson stofnaði Graduale Nobili árið 2000 en kórinn kemur fram á Þingvöllum á morgun, 17. júní, kl. 15. Jara Hilmarsdóttir er ein söngkvenna í kórnum.

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

Lífið. Hef lært að láta leiðinleg verkefni eiga sig FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7

Lífið. Hef lært að láta leiðinleg verkefni eiga sig FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7 Lífið SKREYTTU MEÐ UPPÁHALDS BLÖÐUNUM OG BÓKUNUM ÞÍNUM. 4 FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7 HUGSUM VEL UM HOLLUSTU BARNANNA, FÁÐU HUGMYNDIR AÐ HOLLU SNARLI.10 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Traust gagnvart öðrum er verðmætt

Traust gagnvart öðrum er verðmætt KYNNINGARBLAÐ Lífsstíll FÖSTUDAG U R 27. OKTÓBER 2017 Traust gagnvart öðrum er verðmætt Snorri Sigurfinnsson, matreiðslumeistari á Messanum, segir galdurinn á bak við góðan fisk að elda hann á heitri pönnu

More information

Matur í skóla orka árangur vellíðan

Matur í skóla orka árangur vellíðan Ráðstefna um heilsueflandi skóla á vegum Landlæknisembættisins Grand Hótel, 2.september 2011 Matur í skóla orka árangur vellíðan Dr. Anna Sigríður Ólafsdóttir Dósent á menntavísindasviði HÍ Hlutverk næringar

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

- hönnun og prófun spurningalista

- hönnun og prófun spurningalista Notkun náttúruefna, fæðubótarefna og lausasölulyfja - hönnun og prófun spurningalista Ágrip Anna Birna Almarsdóttir 1 DÓSENT VIÐ LYFJAFRÆÐIDEILD HÍ Magnús Sigurðsson 2 LYFJAFRÆÐINGUR Vilmundur Guðnason

More information

Udo s Choice. Uppskriftir að ofurfæðu

Udo s Choice. Uppskriftir að ofurfæðu Udo s Choice Uppskriftir að ofurfæðu Njótið hollustunnar í lífrænu ómega-3 og ómega-6 fitusýrunum Ómissandi fitusýrur í þessum einföldu og gómsætu uppskriftum. pskrift um. Láttu fæðuna vera meðalið þitt

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Mannslíf meira virði en hár

Mannslíf meira virði en hár KYNNINGARBLAÐ Mannslíf meira virði en hár Lífsstíll MÁN UDAG U R 29. JANÚAR 2018 Sólborg Guðbrandsdóttir vakti athygli fyrir snoðklipptan koll við gullfallegt andlit sitt í tengslum við undankeppni Eurovision

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information