Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa

Size: px
Start display at page:

Download "Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa"

Transcription

1 Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Fjarðarkaup 4. árgangur 5. tölublað Apríl 2013 Ísland fékk allar heimsins bestu náttúruauðlindir í vöggugjöf! - eldheitt hollustuviðtal við Kristínu Einarsdóttur iðjuþjálfa og heilsuáhugakonu með meiru Í fyrsta sinn á Íslandi: Lífrænt ræktaður kjúklingur í Fjarðarkaupum Jurtirnar sem jógarnir elska - fyrir samtengingu líkama, hugar og anda/sálar 20 vinsælustu matvörurnar í Fræinu - það allra besta sem Móðir Jörð gefur af sér Keppnis rauðrófusafi er íþrótta- og útivistardrykkurinn í sumar! Saltverkssaltið vekur athygli bestu matreiðslumanna heims! - Lífsglaðar landnámshænur Arganolía er eitt af leyndarmálum Hollywood stjarnanna - Kjarnaolíur sem ættu að vera til að hverju heimili Sólheimar: Lífrænt ræktun í meira en 80 ár - Vinsælustu bætiefnin í Fræinu - Hvar býr lífsorkan? Steikt fíflablóma að hætti grasalæknisins - Heilsubætandi áhrif spíra - Íslensku andlitskremin sækja í sig veðrið Sunnudagsvöfflur úr kókoshveiti - Organic Burst: áhugaverðasta ofurfæðan á markaðnum í dag!

2 Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Rauðrófusafann Heilsueflingin er engin bóla! Þú verður að prófa Orgran! Glútenla ust Vörulínan frá Orgran státar af fjölbreyttu úrvali glútenfrírra heilsukosta sem eru líka mjólkur-, eggja- og gerlausir. Þessar vörur eru því ekki bara fyrir þá sem þurfa að velja líf án glútens heldur einnig þá sem kjósa það. Þá er orgran 100 % öruggur kostur fyrir vegana. Orgranvörurnar eru vinsælar í yfir 50 löndum víða um heim. Þær eru vottaðar af alþjóða ofnæmissamtökunum (Allergen Free International (A.F.I)) sem gera strangar kröfur um framleiðsluferlið og að tryggt sé að alls ekkert glúten, mjólk eða aðrar dýrafurðir leynist í fæðunni. Fræðið býður nú Orgran vöru, þ.á.m. ýmis konar pasta og morgunkorn, snakk, hrökkbrauð, kex, pönnukökur og ýmislegt tilbúið og óunnið hráefni í bakstur og aðra matargerð, sem einng er með öllu laust við kemísk bragð- og litarefni og næringarinnihald sem er fullkomlega náttúrulegt. Þú verður að prófa Orgran! Inga Dís Guðjónsdóttir og Gíslína Sigurgunnarsdóttir Fræið fagnar um þessar mundir 10 ára afmæli á fertugasta afmælisári Fjarðarkaupa. Fjarðarkaup hafa frá upphafi leitast við að hafa á boðstólum vörur sem uppfylla kröfur viðskiptavinanna um verð og gæði. Þeirri stefnu er ekki síst fylgt af mikilli eljusemi í Fræinu, en það var upphaflega kynnt sem búð-íbúð. Upphafið má rekja til þess að á þessum tíma óx almennri heilsueflingu og vitund um umhverfismál ásmegin meðal almennings. Sveinn Sigurbergsson og fjölskylda hans tóku þá virkan þátt í átaksverkefninu Vistvernd í verki og þar kynntist hann Rúnari í Yggdrasli, sem meðal annarra hvatti til stofnunar Fræsins og veitti góð ráð við uppsetningu þess. Gíslína Sigurgunnarsdóttir hefur frá upphafi Lífrænt ræktaður kjúklingur í Fjarðarkaupum haft yfirumsjón með vöruúrvalinu í Fræinu og nýtur nú liðsinnis Ingu Dísar Guðjónsdóttur. Fræinu vex sífellt fiskur um hrygg ef svo má að orði komast, því heilsueflingin er engin bóla. Það má meðal annars merkja á því að hillumetrum Fræsins fjölgar ár frá ári og nú er svo komið að þeir eru farnir að teygja sig langt út fyrir þann ramma sem þessum heilsuvöruhluta Fjarðarkaupa var markaður í upphafi. Stjórnendur verslunarinnar sýnist að ekki sjái fyrir endann á þessari þróun og huga þar af leiðandi í sífellu að nýjum leiðum til að bæta Fræið í þágu heilbrigðra lifnaðarhátta. Næstu 10 ár verða því ekki síður spennandi en þau sem liðin eru. Lágkolvetna lífsstíllinn slær í gegn! Fólk um víða veröld er farið að tileinka sér lágkolvetna mataræði, enda sýna margar nýlegar og vandaðar rannsóknir að slíkt mataræði, sem einnig felur í sér hátt hlutfalli af fitu, skili fólki oft betri árangri við þyngdarstjórnun. Það var fyrir 30 árum sem baráttan gegn fituríkum mat hófst og í kjölfarið markaðssetning og sala fitusnauðrar fæðu. Síðan þá hefur offita hins vegar aukist víða um heim. Getur verið að skilaboðin hafi verið röng? Er fitan í raun vinur okkar? Já, það vitum við svo sannarlega hjá Fræinu og mælum því með þessari nýju bók Gunnars Más Sigfússonar, sem hefur um árabil verið vinsælasti líkamsræktar- og heilsuráðgjafi landsins. Við leggjum þó umfram allt áherslu á holla fitu og óunnin mat. Í þessari bók leiðir Gunnar lesendur í allan sannleika um þennan jákvæða lífsstíl og gefur fjölda uppskrifta að girnilegum réttum sem auðvelda leiðina í átt að heilbrigðara lífi. Við ítrekum þó að holl fita og óunninn, hrein og helst lífrænt vottuð matvæli eru undirstaðan í hugmyndafræði okkar í Fræinu. Og nú er hægt að fá lífræna kjúkling í Fjarðarkaupum, sem hentar þessum lífsstíl afar vel. Prótein Fjarðarkaup hafa nú til sölu, í fyrsta sinn á Íslandi, lífrænt ræktaðan kjúkling. Slík ræktun felur meðal annars í sér að kjúklingurinn verður að vera afkvæmi lífrænt ræktaðra foreldra og alinn á búi sem hefur hlotið lífræna vottun, auk þess sem þar má ekki rækta önnur fuglaafbrigði. Ákveðnir skilmálar gilda um ræktunina, til dæmis varðandi aðgreiningu í framleiðslunni og þau húsakynni sem notuð eru við hana. Fuglarnir skulu hafa óheftan aðgang að fóðri og vatni og geta komist út undir bert loft og athafnað sig þar. doctorsopinion.com hér kemur m.a. við sögu íslenskur hjartaskurðlæknir sem skrifar um og mælir svo sannarlega með lágkolvetna mataræði fyrir hjartað og aðra starfsemi líkamans. er lifandi og fróðleg og skrifuð af fagfólki. Hún tekur líka á lágkolvetnamataræði og rökstyður vel og vandlega hvers vegnar lágkolvetna mataræði er ekki bara æskilegur kostur heldur mjög góður líka. LKL klúbburinn á facebook er afsprengi hins geysivinsæla lágkolvetna mataræðis Gunnars Más Sigfússonar, höfundar samnefndrar bókar, sem allir og amma hans eru að tala um þessa daganna. Fylgist með. Hér er að finna allt um svokallað paleomataræði eða frumbyggjamataræði sem að segja má aðeins flóknari útgáfa af lágkolvetna mataræðinu en afar vert að kynna sér vel. er vefsíða sem byggir á elsta gagnagrunni sem til er um heilsumál, enda kom Heilsuhringurinn út sem tímarit í áratugi. Við mælum því alltaf með þessari síðu, því hún hefur að geyma ómetanlegar reynslusögur fólks sem hefur nýtt sér óhefðbundnar lækningar með góðum árangri. í hráfæðisbylgjunni sem nú geisar í kjölfar þess að Solla á Gló var aftur kosin besti hráfæðiskokkur í heimi hefur þessi faglega síða orðið ofan á hvað vinsældir varðar og heldur sínu striki. er lifandi og skemmtileg síða sem innheldur efni um allt það sem nafnið felur í sér; áhugaverðar eru eitt af orkuefnum líkamans. Þau eru auk þess byggingarefni frumna og nauðsynleg fyrir endurnýjun þeirra. Ef þú vilt bæta próteini í fæðuna er einfalt og fljótlegt að nota próteinduft, t.d. í þeytinginn á morgnana og eftir æfingu. Fjölmargar tegundir af próteindufti eru á íslenskum markaði og gæðin ansi misjöfn, en sumar þeirra innihalda mikið af óæskilegum aukefnum og ódýrum uppfylliefnum sem geta meðal annars valdið uppþembu og vindgangi. Kjúklingurinn í Fjarðarkaupum er framleiddur af Rose Poultry í Danmörku og uppfylla ströngustu kröfur um innflutning á fuglakjöti. Hverri sendingu þarf að fylgja heilbrigðisvottorð og tekin eru sýni til að rannsaka salmonellusmit. Að auki skal kjúklingurinn hafa verið frosinn í minnst 30 daga áður en hann er fluttur inn í landið. Lífræna kjúklinginn er að finna í frysti við kjötborðið. Jurtirnar sem jógarnir elska! Margir vilja meina að jóga feli í sér allt það sem lífið snýst raunverulega um. Því meiri reynslu sem fólk fær af jógaiðkun, þeim mun meiri jógahugsun tileinkar það sér. Þetta eru engin geimvísindi heldur eðlilegt og þekkt ferli sem á sér stað allt í kringum okkur. Fyrir þá sem ekki vita merkir jóga samtenging, þar er átt við samtengingu líkama, hugar og anda/sálar. Margir kjósa að orða þetta einfaldlega þannig að í jóga tengist einstaklingsvitundin alheimsvitundinni. Mataræði jógans snýst um að bæta næringu, styrk og sveigjanleika og ýta burtu streitu og óáran og á að vera frábær vörn gegn álagi nútímans. Í Fræblaðiinu má sjá ítarlega grein um jurtirnar jógarnir elska og nota óspart. Þetta er allt byggt á langri og góðri reynslu sem við nefnum stundum reynsluvísindi. Sjá nánar bls. 8. Spennandi netsíður, bækur og tímarit um heilsu og hollustu Netsíður: frá Beutelsbacher þekkja margir. Þetta er einstaklega bragðgóður og nærandi drykkur sem sýnt hefur verið fram á að nýtist íþróttamönnum einstaklega vel, þar sem hann inniheldur mikið magn af nítrötum sem stuðla að aukinni súrefnisupptöku líkamans. Þess má geta að langhlauparinn og Ólympíufarinn Kári Steinn Karlsson treystir mikið á rauðrófusafann og drekkur hann fyrir hverja hlaupaæfingu. Rauðrófusafinn fæst í 750 og 200 ml flöskum. Mælt er með 1-2 glösum á dag af þessum næringarríka drykk. greinar um huga, líkama og grænan lífsstíl. Hér er sem sagt að finna frábærar upplýsingar um þann græna jógalífsstíl, sem æ fleiri tileinka sér nú á dögum. Bækur: Heilsuréttir fjölskyldunnar Berglind Sigmarsdóttir Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir, notkun þeirra, tínsla og rannsóknir Anna Rósa Róbertsdóttir Súpur allt árið Sigurveig Káradóttir Hollt nesti heiman að Sigurveig Káradóttir, Sigurrós Pálsdóttir og Margrét Gylfadóttir Heilsudrykkir Auður Ingibjörg Konráðsdóttir Mataræði - Michael Pollan 10 árum yngri á 10 vikum Þorbjörg Hafsteinsdóttir Hvað á ég að gefa barninu mínu að borða? Ebba Guðný Guðmundsdóttir Þú ert það sem þú borðar Dr. Gillian McKeith. Meltingarvegurinn og geðheilsan Dr. Natasha Campbell-McBride Candida-sveppasýking Hallgrímur Þ. Magnússon og Guðrún Bergmann Endalaus hollusta Clare Haorth-Maden Lágkolvetna lífstíllinn Gunnar Már Sigfússon Tímarit: Í boði náttúrunnar, tímarit Guðbjörg Gissurardóttir og Jón Árnason Útgefandi: Fjarðarkaup - Sími: Vefsíða: - Ábyrgðarmaður: Sveinn Sigurbergsson - Ritstjóri: Guðrún Kristjánsdóttir - Ýmis skrif: Sirrý Svöludóttir Hönnun og umbrot: Auglýsingastofan Dagsverk Kristján Þór dagsverk.is - Myndataka viðtals: Haraldur Guðjónsson HAG - Pentun: Ísafoldarprentsmiðja - Dreifing: Póstdreifing Í Fræinu fæst hágæða próteinduft frá NOW í þremur bragðtegundum; hreint,með súkkulaði og með vanillu. Isolate próteinin innihalda óvenjuhátt hlutfall af próteinum og meltast nokkuð hratt og þau henta því sérstaklega vel við og eftir æfingar. Þar sem próteinhlutfallið er mjög hátt innihalda þau lítið sem ekkert af mjólkurfitu og mjólkursykri og þola því flestir þau vel. Próteinduftið frá NOW eru framleitt úr hágæða hráefnum samkvæmt ströngustu gæðastöðlum og inniheldur ekki óæskileg aukefni, eins og sætu-, litar-, bragð-, rotvarnarog þráavarnarefni eða ódýr fyllingarefni. Clipper framleiðir unaðslega bragðgóð te og er jafnframt einn fárra framleiðenda sem bjóða hágæða te úr hvítum telaufum. Hvítt te er þrefalt auðugra af andoxunarefnum en grænt te, koffínminna og ekki eins rammt á bragðið og það græna. Í Fræinu færðu þrjár útgáfur af ljúffengu hvítu tei frá Clipper - hreint hvítt te, hvítt te með hindberjabragði og hvítt te með vanillubragði. Prófaðu!

3 TAKMARKIÐ AÐ VERÐA BESTUR Ég ætla að verða einn af bestu hlaupurum í heimi. Það er takmark sem ég hef unnið að síðan ég var krakki. Kári Steinn Karlsson, langhlaupari. 20% afsláttur af öllum NOW vörum til 17. apríl-4.maí Án ódýrra uppfylliefna Bragðgott grænfóður í þeytinginn Fjölvítamín með steinefnum fyrir karla Fjölvítamín með steinefnum fyrir konur NOW er breið lína hágæða fæðubótarefna sem eru án allra óæskilegra aukefna, svo sem litar-, bragð- og rotvarnarefna og ódýrra uppfylliefna. Gæði Hreinleiki Virkni

4 Hvar býr lífsorkan? - merkilegur fróðleikur um áhrif yin og yang á líffæri líkamans! Samkvæmt hinum aldagömlu kínversku læknavísindum sem æ fleiri eru farnir að horfa til á ný, er talið að ef hin svokölluðu yin-líffæri (kvenorkulíffærin) séu sterk sé maðurinn sterkur. Hvert yin-líffæri hefur áhrif á ákveðna líkamsvefi og líkamshluta, auk þess sem þau hafa öll áhrif á einn eða fleiri andlegan eiginleika mannsins. Öll líffærin hafa áhrif á ákveðna líkamsstarfsemi og líkamssvæði. Lifrin hreinsar til dæmis blóðið en sér einnig um að qi-orkan (lífsorkan) flæði rétt um æðar líkamans. Ef lifrin sinnir ekki þessu verkefni getur einstaklingurinn fengið svokallaða qi-stíflu í lifur, sem getur lýst sér m.a. í uppþembu, verkjum, óreglulegri útskilun á þvagi og saur, blæðingaverkjum og fleiru. Kínverska læknisfræðin lítur á lifrina sem uppsprettu næringar fyrir augu og sinar, ásamt því að vera geymsla fyrir tilfinninguna reiði. Lifrarójafnvægi getur þannig leitt til alls frá uppþembu til þunglyndis, en það er reiði sem kemst ekki út og leitar inn á við. Öll mikilvægu yin-líffærin fimm eru sögð hafa mikil andleg áhrif á manninn. Þannig geymir hjartað gleðina, nýrun vilja mannsins, lungun sorg, miltað getu mannsins til að hugsa skýrt og læra og lifrin sem fyrr segir reiðina. Allar þessar tilfinningar eru eðlilegar og bera vott um heilbrigði en ef ójafnvægi kemst á þær geta þær valdið sjúkdómum eða ójafnvægi í viðkomandi líffærum. Í dag þekkjum við mörg góð bætiefni sem styrkja þessi líffæri. Yang-líffærin (karlorkulíffærin) eru hins vegar gallblaðran, smáþarmarnir, maginn, ristillinn og þvagblaðran. Beet It SPORT er íþrótta- og útivistardrykkurinn í sumar! Nú er Beet It SPORT fáanlegur í Fræinu. Þetta er er ný útgáfa af Beet It, sem segja má að hafi verið óopinber orkudrykkur Ólympíuleikanna 2012, eða sá drykkur sem flestir keppnismenn óskuðu sérstaklega eftir. Meðal þeirra sem báðu sérstaklega um Beet It í London 2012 voru keppnislið Noregs, Kanada, Ástralíu, Bretlands, Nýja-Sjálands, Hollands og Belgíu. Það er vísindalega sannað með margvíslegum hætti að nítratríkur rauðrófusafi eflir keppnisgetu íþróttafólks og orku fólks almennt og er ómissandi fyrir þá sem ætla að leggja í erfiðar gönguferðir um Ísland í sumar. Yfir 30 vísindalegar rannsóknir hafa sýnt fram á virkni nítratríks rauðrófusafa. Viðskiptamannakort FK er tilvalið gjafakort Kortið er fyrirframgreitt inneignarkort og hafa viðskiptavinir val um upphæð inneignar. Það er tilvalið gjafakort en nýtist einnig sem inneignarkort fyrir viðskiptavini, bæði einstaklinga og fyrirtæki. Hægt er að fylgjast með færslum og stöðu á kortinu á heimasíðu Fjarðarkaups, Styttir keppnistíma og nærir heilann Ýmsir drykkir eru á markaðnum og afar mishollir sem lofa betri frammistöðu og hraðari endurnýjun þróttar eftir stífar æfingar. Fæstir þessara drykkja standast vísindalegar rannsóknir. Það hefur hins vegar verið vitað í meira en þrjú ár að rauðrófusafi lækkar blóðþrýsting á innan við klukkustund eftir að hans er neytt. Þetta kom fram í víðtækri breskri rannsókn. Þetta er rakið til þess mikla og góða magns nítrats sem rauðrófusafi hefur að geyma. Nýleg rannsókn tímaritsins Medicine and Science in Sport and Exercise leiddi í ljós að rauðrófusafinn hefur m.a. hjálpað hjólreiðamönnum að stytta keppnistíma. Þá kom nýlega fram í greininni Nitric Oxide: Biology and Chemistry að rauðrófusafi hefur einnig góð áhrif á heilann. Rannsóknin þar sýndi aukið súrefnisflæði til heilans, sem dregur úr rýrnun hans og vinnur þannig gegn vitsmunaskerðingu. Þetta má allt rekja til sama efnisins, þ.e. nítratsins sem er að finna í svo miklu magni í rauðrófusafanum. Það er þegar orðin almenn vitneskja að gott blóðflæði til heilans heldur honum skörpum. Innihald Beet it SPORT og notkun Beet it SPORT inniheldur 33% meira nítrat en venjulegur rauðrófusafi. Það er jú nítratið sem allir eru að sækjast eftir. Beet It SPORT er bragðbætt með sítrónusafa og engu öðru. Þar sem þessi drykkur er svo sannarlega hannaður með keppnisíþróttafólk í huga kemur ekki á óvart hversu margir íþrótta- og útivistarmenn hafa byrjað að nota Beet It SPORT í stað annarra orkudrykkja. Þeir finna strax á eigin skinni að nítratið fer hratt og örugglega út í blóðið og vita að drykkurinn er náttúruleg uppspretta nítrats. Ensím í munnvatni sýnir undireins hækkun á nítrati og margar rannsóknir sýna strax aukningu á súrefni í blóði. Frekari upplýsingar um þetta má finna á rannsóknarsíðu Beet It. Rannsókn sem framkvæmd var á Wake Forest University s Translations Science Center, var gerð á 14 sjötugum einstaklingum og stóð yfir í fjóra daga. Þeim var skipt upp í tvo hópa og neyttu ýmist fæðu með miklu nítrati í (rauðrófa í bland við nítratríkt laufgrænmeti) og hins vegar venjulegs fæðis. Hver þátttakandi var rannsakaður bæði fyrir og eftir með tilliti til nítratmagnsins í líkamanum og blóðflæðis til heilans. Skipti voru líka höfð á mataræði hópanna og sömu rannsóknir framkvæmdar. Niðurstöður sýndu undireins aukið blóðflæði til framheila þegar nítratríks fæðis var neytt. Höfundar rannsóknarinnar drógu þá ályktun að neysla á nítratríku fæði bæti súrefnisflæði til heilans og vinni að öllum líkindum gegn öldrum hans. Til að ná sem allra bestri nýtingu ráðleggjum við neyslu á Beet It SPORT frá einni upp í tólf klukkustundum fyrir æfingar og aðra áreynslu. Mörgum okkar bestu íþróttamanna, segja framleiðendurnir, þykir best að byrja safna upp orku með því hefja neyslu á Beet It SPORT af fullum krafti einni eða tveimur vikum fyrir keppni. Engu að síður sýna allar rannsóknir að bara eitt Beet It SPORT skot gefur strax aukinn þrótt. Hér svo hægt að sjá fjölmargar umsagnir vel kunnra breskra íþróttamanna um Beet It SPORT á Beet It SPORT skotið inniheldur eins og áður sagði 7 cl af rauðrófusafaþykkni með skvettu af sítrónu og ekkert annað. Heimildir: Sjá hér einnig um margs konar rannsóknir á BEET IT: Sjá hér um BEET IT og nýliðna Ólympíuleika: co.uk/money/news/article /beet-it-beetroot-juice-shotsjames-white-drinks-olympic-boost.html Hér má sjá grein um rauðrófusafa og Tour de France: co.uk/news/uk-news/beetroot-juice-improves-performances-forcyclists Og fleiri upplýsingar eru að finna á: channel/health/is-beetroot-juice-the-next-gatorade

5 Konjak trefjarnar slá algjörlega á sætupúkann! 20% afsláttur til 4. maí Rannveig Inga og Kristján eru par sem skráði sig í heilsueflingu hjá Fitnesform.is og byrjuðu að nota KONJAK trefjatöflurnar frá Gengur vel ehf. Þau eru alsæl með áhrifin og deila hér reynslu sinni. Við vorum orðin svolítið föst í óhollustunni og borðuðum nammi nánast á hverju kvöldi og fannst erfitt að ná sér út úr þeim vítahring. Eftir að við byrjuðum að taka inn KONJAK fundum við fljótt mun á hvað við náðum að stjórna betur matarlönguninni og þörfin fyrir sætindi og gos hvarf nánast strax. Við borðum fleiri, en minni, máltíðar yfir daginn og sleppum öllu nammiáti á kvöldin sem er mesti munurinn. Einnig er öll löngun í skyndibita horfin. Gengur vel að léttast og miklu meiri orka Helstu breytingar hjá okkur báðum eru miklu meiri orka og ekki er verra að ummálsmælingar og vigtin sýna betri tölur í dag en í upphafi. Við stefnum ótrauð áfram og tökum 2 töflur af Konjak með stóru glasi af vatni hálftíma fyrir 3 stærstu máltíðir dagsins ásamt því að stunda hreyfingu. Heilsan er dýrmæt og frábært að taka á þessu saman. Rannveig Inga og Kristján METASYS - Orka, úthald og vellíðan Metasys er grænt te extrakt í hylkjum unnið úr kjarna telaufsins með einstakri meðhöndlun, svokallaðri vatnsmeðhöndlun, sem tryggir að heilnæmu katekólin tapast síður eins og þegar telaufið er þurrkað. Minnkar upptöku fitu Eykur brennslugetu líkamans Er gríðlega öflugt andoxunarefni. Er vörn gegn krabbameini. Lækkar kólestról og jafnar blóðþrýsting. GRÆNT TE (Camellia Sinensis) Vinnur á bakteríuog vírussýkingum. Eflir ónæmiskerfið Jafnar blóðsykur Er hreinsandi 20% afsláttur til 4. maí Hefur 4 vísindalegar rannsóknir á bak við sig sem voru birtar í virtum vísindaritum - The Journal of Nutritional Biochemistry og American Journal of Clinical Nutrition. Heilsusamleg fæða með árþúsunda sögu. Heilsufarslegir ávinningar græna tesins hafa verið vel kunnir í gegnum aldirnar í Kína, Japan og mörgum Asíulöndum. Það hefur verið drukkið sem hressing og notað til ýmissa lækninga í allavega 4500 ár. Teið var innleitt Evrópu á sextándu öldinni. Ávinningar græna tesins (camellia sinesis) hafa verið rannsakaðir og hafa sýnt fram á margvíslega heilsubót. Staðreyndir um KONJAK - Samþykkt af EFSA (matvælaöryggisstofnun Evrópu) sem: fæðubótarefni sem sannarlega flýtir fyrir þyngdartapi fæðubótarefni sem hefur jákvæð áhrif á kólesteról - Náttúrulegar trefjar sem draga í sig mikinn vökva og við það myndast massi sem flýtir fyrir seddutilfinningu - Engin örvandi efni - Engin aukaefni - Neytendur upplifa: Minni sykurþörf Betri meltingu Auðveldara að stjórna skammtastærðum Meiri orku Betri stjórn á mataræði Jafnara máltíðamunstur Gott hjálpartæki í heilsueflingu Siggu Kling, hina einu sönnu, þarf vart að kynna fyrir lesendum en hún hefur einstakt lag á að lýsa upp tilveruna með vel völdum orðum og litríkri framkomu. Metasys breytti lífi mínu Ég byrjaði að nota Metasys fyrir 8 árum vegna þess að Metasys hafði hjálpað vinkonu minni mikið sem er með liðagigt. Mér fannst þetta svo áhugavert, sérstaklega þar sem ég hafði í langan tíma verið rosalega orkulaus, að ég ákvað að prófa og sé sko ekki eftir því! Orkan mín jókst strax og mér leið miklu betur. Húðin og hárið fékk á sig ferskari blæ enda sjá allir hvað ég lít vel út í dag! Ekki nóg með að orkan væri meiri, hárið og húðin ferskari heldur fuku kílóin af án þess að ég gerði nokkuð annað og þetta hélt áunninni sykursýki niðri. Metasys hefur bjargað mér og breytt lífi mínu til hins betra. Þoli illa örvandi efni Ég þoli illa örvandi efni en þar sem það er ekkert koffín í metasys heldur bara kjarninn úr græna teinu þá líður manni svo vel og er orkumeiri og Vertu með okkur á Facebook hamingjusamari. Ef að ég stoppa í nokkra daga að taka Metasys þá finn ég strax muninn og ég er búin að taka þetta nánast daglega í öll þessi ár. Mæli með hamingju og orku Ég er alltaf að mæla með Metasys enda alltaf með hrúgu af því í veskinu og gauka að vinum og vandamönnum einu og einu spjaldi til þess að sýna þeim fram á að það getur verið létt verk að láta sér líða betur, fá aukna orku og meiri hamingju. Alltaf á ferð og flugi Ég er á ferð og flugi út um allt með alls kyns skemmtanir og fyrirlestra um hvernig við eigum að láta okkur líða betur. Svo er frúin ennþá að spá og kemur í heimahús fyrir hópa með spákonuskemmtun. Ég er að sjálfsögðu í símaskránni Mottóið mitt er: Taktu lífið ekki of alvarlega þú kemst ekki lifandi frá því!

6 Geggjaðar hænur! LÍFRÆNIR GÆÐASTAÐLAR Tún Eina íslenska, óháða vottunarstofan með leyfi til að votta lífrænar afurðir. Vörur með merki Túns eru vottaðar samkvæmt alþjóðlegum stöðlum og framleiðslan er undir reglubundnu eftirliti. Vottunarstofan Tún vottar að matvörur, snyrtivörur og fleira séu framleiddar með lífrænum aðferðum í samræmi við íslenskar og evrópskar reglugerðir um lífræna landbúnaðarframleiðslu. Demeter vottun Vottun sem hefur verið notað yfir biodýnamíska framleiðslu og ræktun síðan Alþjóðlegir demeter staðlar eru mun strangari en þeir staðlar sem Evrópusambandið notar um lífræna ræktun og framleiðslu. Á demeter býli þarf öll ræktun og framleiðsla að fara fram á biodýnamískan máta. Það dugir ekki til að rækta hluta landsins á lífrænan hátt eða ólífrænan. Öll notkun aukefna og jarðvegsbætandi efna er stranglega bönnuð, líkt og í lífrænni ræktun en demeter ræktun fer skrefinu lengra og leggur mikla áherslu á að bæta jarðveginn og efla fyrir næstu uppskeru. Það má segja að vara sem er Demeter vottuð hefur verið ræktuð við afar góð skilyrði til að tryggja að hún gefi sem mest af sér af næringu án þess að hafa eyðandi áhrif á jarðveginn. jarðvegurinn er miklu fremur bættur og gerður öflugri en áður en byrjað var að rækta úr honum. Einnig tekur demeter ræktun mið af stöðu himintunglana sem hefur sýnt fram á að ef það er gert verður uppskeran öflugri. Það tekur bónda um 7 ár að aðlagast Demeterstöðlum í ræktun sinni. - alltaf gott að vita Soil Association Bresk lífræn gæðavottun sem að mörgu leyti er nokkuð strangari en staðlaðar reglur ESB setur fyrir um lífræna ræktun. Soil-vottunin gerir strangari kröfur um velferð dýra en aðrir sambærilegir evrópskir staðlar. BIO (Bio-Siegel) er opinbert merki Þýskalands fyrir lífræna ræktun. Til að matvara fái að nota BIO-merkið þarf hún að innihalda a.m.k. 95% lífrænt ræktuð matvæli. Þessarri vottun sjáum við hvað oftast bregða fyrir hér á landi. EKO er hollenskt merki um vottun lífrænnar framleiðslu samkvæmt evrópskum reglugerðum. Algengt í íslenskum heilsuvöruverslunum. USDA lífrænt Bandarísk lífræn gæðavottun. Bandarísk lífræn gæðavottun. Til að vara fái þessa vottun þarf hún t.d að vera ræktuð í jarðvegi sem hefur ekki hefur verið úðaður með skordýraeitri í minnst 3 ár og þarf auk þess að vera að minnsta kosti 95% lífræn. KRAV merkið er opinbert merki fyrir lífræna ræktun matvæla í Svíþjóð en hefur einnig m.a. þróað staðla fyrir sjálfbærar visthæfar fiskveiðar. Salus eru fremstir á sviði fljótandi bætiefna: Viltu líta vel út í sumar? Höfum náttúruna eins náttúrulega og mögulegt er! Þannig er hugmyndafræðin að baki framleiðslu Salus jurtasafanna. Salus Haus fyrirtækið á sér nærri 100 ára sögu í framleiðslu og þróun á vörum úr jurtaheiminum og er í dag fremst meðal jafningja á sviði fljótandi bætiefna. Allir safarnir frá Salus eru unnir úr nýræktuðum, lífrænt vottuðum plöntum og í samanburði við aðrar jurtaafurðir (töflur, hylki ofl.) haldast öll virku innihaldsefnin í lausninni. Það kemur til að því að pressan hefur ekki áhrif á samsetningu jurtarinnar og í þessu uppleysta vökvaformi nýtast virku efnin líkamanum betur. Það má því fullyrða að Salus jurtasafarnir séu ein besta afurðin sem náttúran gefur af sér. Í tilefni sumarkomu, þegar flesta langar að líta sem frísklegast og best út, mælum við sérstaklega með netlusafanum og fíflarótarsafanum. Þeir hafa báðir mjög góð áhrif á meltinguna, hvort sem er ristilinn eða þvagblöðruna, en það hefur svo sannarlega áhrif á útlit okkar og ekki síst áferð húðarinnar. Netlusafi hefur umfram allt áhrif á líkamsþyngd, þar sem hann örvar efnaskipti, afeitrar og er þvagræsandi, sem losar okkur við bjúg. Um leið losar hann út eiturefni. Fífilrótarsafi (Dandelion) virkar sérlega vel á meltingarvandamál þar sem fíflarótin örvar gallið og myndun meltingarsafa. Safinn er einnig hressandi og örvar ristilhreinsun Lífsglaðar landnámshænur Á bænum Hamarskoti á Suðurlandi vappa um hlað og móa lífsglaðar landnámshænur. Þær búa við algert athafna- og ferðafrelsi og verpa þegar þeim sýnist. Sigurður Ingi Sigurðsson stýrir þessu frjálslega eggjabúi og nýtur við störfin liðsinnis starfsmanna sem búa með honum á bænum en þar er rekið vistheimili fyrir ungt fólk. Eggin eru seld í Fjarðarkaupum undir vörumerkinu Geggjun. Sigurður Ingi segir framleiðsluna henta starfseminni vel enda í handtökin kringum eggjaframleiðslu og dreifingu bæði mörg og fjölbreytileg. Hænurnar eru aldrei aflokaðar og hafa frjálst val um það hvort þær eru inni eða úti en þær eru um talsins. Hænurnar verpa alls eggjum á dag í þar til gerða varpkassa, þegar þeim hentar, og síðan er eggjunum safnað einu sinni á degi hverjum. Eggjafjöldinn getur til dæmis farið eftir skapferli fuglanna, en það getur verið misjafnt milli daga. Ef þær verða fyrir utanaðkomandi áreiti eða truflun geta liðið þrír dagar án þess að þær verpi einu einasta eggi. Þannig segir Sigurður Ingi að framleiðslan taki mið af því að blessaðar hænurnar séu ekki vélar heldur dýr. Þær fá fjölbreytta fæðu, matarafganga af heimilinu, brauð og varpköggla, auk þess sem þær tína upp í sig úr náttúrunni, og þær hreyfa sig mikið, sem Sigurður telur einna helstu skýringarnar á því að mörgum þykja egg úr frjálsum landnámshænum betri en önnur. Landnámshænan hefur aldrei verið talinn góður varpfugl en þessi búskapur hentar okkur vel hér á heimilinu, eggin þykja góð og okkur langar að fjölga hænunum talsvert. Það er hins vegar dýrt og deginum ljósara að það er ekki fræðilegur möguleiki að græða eina einustu krónu á þessum búskap, segir Sigurður sem hyggur þó á frekari fjölgun, enda segir hann að eftirspurnin sé næg og ánægjan af starfinu fylli það tómarúm sem krónurnar skilja eftir.

7

8 Adaptogenic jurtir virkja okkar eigið orkuflæði JURTIRNAR sem JÓGARNIR elska! Margir vilja meina að jóga feli í sér allt það sem lífið snýst raunverulega um. Það liggur allavega fyrir að æ fleiri velja að stunda jóga af ýmsu tagi, bæði kröftugt og mjúkt og allt þar á milli, sem vörn gegn álagi nútímans. Því meiri reynslu sem fólk fær af jógaiðkun, þeim mun meiri jógahugsun tileinkar það sér. Þetta eru engin geimvísindi heldur eðlilegt og þekkt ferli sem á sér stað allt í kringum okkur. Fyrir þá sem ekki vita merkir jóga samtenging, þar er átt við samtengingu líkama, hugar og anda/sálar. Margir kjósa að orða þetta einfaldlega þannig að í jóga tengist einstaklingsvitundin alheimsvitundinni. Meiri jógahugsun leiðir því til mun heildrænni nálgunar á lífið. Hluti af því er að sjálfsögðu hollt mataræði, að ógleymdum margskonar jurtum, umhverfisvitund og náungakærleik. Mataræði jógans snýst meðal annars um að bæta næringu, styrk og sveigjanleika og ýta burtu streitu og óáran og á, sem fyrr segir, að vera frábær vörn gegn álagi nútímans. Hér eru jurtirnar sem jógarnir elska og nota óspart. Þetta er allt byggt á langri og góðri reynslu sem við nefnum stundum reynsluvísindi. Adaptogenic-jurtir auka hæfni okkar undir álagi Til þessara jurta eru gerðar strangar kröfur sem aðeins örfáar jurtir uppfylla. Þetta er jurtir sem geta aukið allt í senn andlega hæfni, orku, þol og þrótt og eru með öllu skaðlausar. Og þar sem jógafræðin byggja á langri reynslu hefur þeim tekist vinsa úr allt það besta. Til þess að geta talist adaptogenic þarf jurtin að standast þrjár kröfur: 1) Hún verður að vera óeitruð og valda litlum sem engum aukaverkunum. 2) Hún þarf að ýta undir almenna hæfni líkamans til að standast álag af hvaða tegund sem er. 3) Hún verður að hafa leiðréttandi áhrif á líkamann. Fyrsti liðurinn skýrir sig sjálfur. Annar liðurinn merkir að adaptogenic-jurtin eykur þol um leið og hún vinnur á móti vírusum eða bakteríum. Annars getur hún ekki talist adaptogenic. Sá þriðji merkir að adaptogenic-jurtin þarf t.d. að auka orku ef viðkomandi er líkamlega þreyttur en einnig minnka orku og róa niður ef viðkomandi er líkamlega yfirspenntur þ.e hún finnur hinn gullna meðalveg. Nú á dögum er þó fremur notast við einfaldari skilgreiningu: jurtir sem auka hæfni okkar til að standast álag. Þetta eru ekki litlar kröfur, en þrátt fyrir það eru til nokkrar jurtir sem standast þær og fyrir vikið eru flokkaðar sem adaptogenic-jurtir. Vinsælustu adaptogenic-jurtirnar í jógaheiminum með þessa eiginleika eru tvær: burnirótin og schisandra-berin, báðar afbragðsgóðar jógajurtir. Burnirótin fæst bæði í fljótandi formi frá Önnu Rósu grasalækni og er líka þekkt í töfluformi undir heitinu Arctic Root. Schisandra berin er að finna sem uppistöðuefnið í Énaxini, sem fæst bæði í töfluformi og fljótandi í Fræinu en Énaxin er einmitt blanda af schisandra og burnirot. En þess má geta að innan tíðar mun hrein Schisandra fást Fræinu. Aðrar góðar adaptogenic-jurtir eru Síberu-ginseng og lakkrísrót en burnirótin og schisandra skara þó fram úr. Að kreista orku úr tómum tanki! Ein algengesta leiðin sem við notum í dag til að hressa okkur við þegar við finnum að orkan dettur niður og okkur líður eins og batteríið sé tómt er að leita á náðir örvandi efna. Þá grípa flestir í kaffi, sykur og einföld kolvetni eins og brauð og kex. Einnig má benda á að sumir verða háðir hreyfingu til að örva sig og koma orkunni upp. Þá er verið að örva nýrnahetturnar til að auka framleiðslu sína og seytun á stresshormónum, sem færir okkur aukna orku. Með tímanum brennum við út nýrnahettunum og hæfni þeirra til bregðast við bæði andlegu og líkamlegu álagi dvínar. Þetta ástand hefur verið kallað nýrnahettuþreyta og mikið hefur verið skrifað um það. Þetta er það sem jógarnir vita og vilja forðast. Þó svo að adaptogenic-jurtir virki örvandi á okkur gera þær það ekki með því að kreista meiri orku úr tómum tanki heldur með því að virkja okkar eigið orkuflæði. Helstu kostir burnirótar og schisandra er að þær virka fyrir líkamann í heild. Þær auka orku, styrkja líkamsvefi, sérstaklega schisandran (frábært fyrir jógaiðkendur), bæta svefn, koma jafnvægi á blóðsykurinn, eru lifrarhreinsandi, bæta minnið, einkum burnirótin og er góðar fyrir taugakerfið og gegn kvíða. Það er ekki lítið. Triphala er þekktasta ayurvedíska jurtablandan Triphala er einstök og afar virk blanda sem hefur verið notuð öldum saman á Indlandi til að endurbyggja og styrkja ristilinn og smáþarmana, með frábærum árangri. Það sem Triphala hefur umfram aðrar sambærilegar blöndur er að hún veldur ekki óþægindum á sama hátt og önnur hægðalosandi efni. Til að þetta úthugsaða náttúrumeðal vinni sem best er það jafnframt blóðhreinsandi, auk þess sem það styrkir lifur og bris og ekki síst sogæðakerfið. Triphala er sett saman úr þremur tegundum ávaxta, þ.e. amalaki, karitaki og bibhitaki, en hver þessara ávaxta vísar til sinnar dosu (þekkt sem Vata, Pitta og Kapha) og virkar jafnt á þær allar. Vata (vindur/loft) vinnur með hugann og taugakerfið, Pitta (eldur) vinnur með meltingarkerfið og efnaskipti og Kapha (vatn/jörð) vöðva og bein. Dosurnar mynda hið gullna jafnvægi í líkama mannsins. Ef ein dosan fer úr skorðum veikist líkaminn, kenna Ayurveda-fræðin okkur. Því er mikilvægt að unnið sé með alla þessa þætti mannslíkamans. Er þetta einmitt ástæðan fyrir því að aukaverkanir Triphala eru engar. Í raun má segja að allt sem snýr að ayurvedískum lækningum sé hugsað til langframa og vinni djúpt inn í líkamann Efamol/kvöldvorrósarolía fyrir liðleikann Segjum sem svo að þú hafir ákveðið að byrja að iðka jóga vegna eymsla í liðum eða liðagigtar. Jóga er svo sannarlega gott meðal við því. Það ýtir við blóðrásinni og liðvökvanum, smyr liðina og hjálpar til við að brjóta niður kalkúrfellingar sem valda bólgum og verkjum. En auðvitað kemur fyrir að þeir sem stunda jóga fari örlítið yfir strikið. Þá er gott að reiða sig á Efamol/kvöldvorrósarolíu sem inniheldur GLA, en sú fitusýra, þ.e. gamma-línólek sýra, dregur sérstaklega úr bólgum í líkamanum. Cayenne-pipar er verkjastillandi Cayenne-pipar hefur öflug verkjastillandi áhrif, er bólgueyðandi og kemur í veg fyrir verki. Þessa jurt er frábært að nota í krem til að bera á líkamann en má að sjálfsögðu líka borða í réttu samhengi (klassískt að setja sítrónu í volgt vatn með cayenne á hnífsoddi og örlitlu af hunangi). Farið samt varlega því þessi pipar er mjög sterkur. Ef þið kjósið að bæta honum við jurtakremið er rétt að nota kremið í hófi, en prófið endilega eftir strangar æfingar og sjáið hvað gerist! Engifer gegn vöðvaverkjum og slitgigt Engifer er bæði verkjastillandi og bólgueyðandi. Þetta hefur komið fram í hverri rannsókninni af annarri að undanförnu. Engifer slær m.a. á vöðvaverki eftir kappsfullar æfingar og í einni rannsókninni kom fram að með því að neyta 30 til 500 mg af engiferi daglega í 4 til 36 vikur má draga verulega úr hnéverkjum hjá þeim sem þjást af slitgigt. Þeir sem eru sykursjúkir og/eða með hjartavandamál ættu þó að fara varlega í sakirnar. Heimildir:

9 Túnfífill ýtir undir hreinsun líkamans Hvað um smá hreinsun? Jóga er öðrum þræði frábært tæki til að hreinsa líkamann. Stundir þú jóga gætir þú hafa tekið eftir því að eftir ákafa jógaástundum upplifir þú það sem kallað er á fagmáli healing crisis. Þetta getur komið fram í þreytu, geðvonsku og almennri vanlíðan. Þú gætir fengið löngum í salt eða sykur, feitan mat og kolvetni. Þetta er ósköp eðlilegt og merki um að lifrin er að losa sig við eiturefni út í blóðið. Eina úrræðið er að bíða eftir að þetta líði hjá. Eða hvað? Nei, stundaðu meira jóga (sem ýtir við sogaæðakerfinu og flýtir fyrir bata) og fáðu þér túnfífil, sem er frábært bætiefni sem flýtir fyrir hreinsun. Því hreinni sem lifrin er, þeim mun betur líður þér. Lifrin sér jú um að hreinsa eiturefnin úr líkamanum. Túrmerik eyðir sindurefnum og hreinsar Túrmerik er önnur dásamlegt jurt sem hreinsar lifrina sem jógar sækjast mikið í enda þýðir hrein lifur minni pirringur. Þetta er sú jurt sem gefur karrýi gula litinn og einstaka bragðið. Túrmerík hjálpar ekki bara við lifrarhreinsun heldur meðhöndlar/hindrar gallsteina og vinnur gegn eyðandi sindurefnum sem geta verið krabbameinsvaldandi. Ráðlegging okkar er því: borðið meira túrmerik eða takið það inn sem bætiefni. Sumir finna fyrir ónotum í meltingarveginum þegar þeir neyta túrmeriks, en einnig má benda á að margar konur hafa sannreynt að túrmerik dragi úr hitakófum á breytingaskeiðinu. Kardimommur eru ríkuleg uppspretta rokgjarnra olía Margir álíta kardimommur bera höfuð og herðar yfir aðrar kryddtegundir. Þessi sígræna jurt er upprunalega indversk. Hún er einstaklega sterk og ilmrík og fátt er indverskara en einmitt bragð af kardimommum. Kardimommur hafa verið skilgreindar sem Ela í ayurvedísku fræðunum, sem merkir hreinsandi, bólgueyðandi og verkjastillandi. Rannsóknir hafa sýnt að kardimommur eru ríkuleg uppspretta rokgjarnra olía sem ekki er auðvelt að nálgast. Þær nefnast m.a. borneol, sem er mikið notuð við lungnakvillum í nútíma læknavísindum, kamfóra, sem er jafnan notuð gegn sýkingum og limonene sem vísindin hafa staðfest með tilraunum að drepi krabbameinsfrumur. Fyrir þá sem ekki vita er rokgjörn olía sú tegund olíu sem eyðileggst fljótt þegar hún kemst í snertingu við súrefni. Því eru þessar olíur, sem geymast vel í kardimommufræjum, fágætar og einstakur fengur fyrir heilsuna. Texti: Guðrún Kristjánsdóttir. Fæða sem hentar nútíma jógum afar vel Hér eru okkur dæmi um þá fæðu sem nútíma jóginn leggur sér gjarnan til munns til að hámarka árangurinn af jógaiðkun sinni: Rauðrófur og grænt laufgrænmeti, fyrir gallblöðruna og hin hreinsunarlíffærin Sætar kartöflur fyrir líkamsorkuna Lárpera til að fá fosfór Chia-fræ til að draga úr bólgum. Lífrænt mysuprótein, hampprótein eða hrísgrjónaprótein fyrir vöðva líkamans Gufusoðið grænt grænmeti til að passa upp á steinefnin og mýmörg vítamín. Nokkrar grundvallareglur jógans! Maturinn þarf að vera léttur og auðmeltanlegur Fæðan ætti fremur að vera gufusoðin en hrá, en þó hrá í bland. Olíurnar sem eru notaðar ættu að innihalda góðar fitusýrur eins og t.d kókoshnetuolía Hnetur ættu alltaf að hafa legið í bleyti Krydd eða lækningajurtir eru notaðar til að koma jafnvægi á dosunar (Vata, Pitta, Kapha) enda jógavísindin nátengd Ayurveda-lífsvísindunum. Tartex kæfur frábærar í sumar Orkugefandi lífræn hollusta: Fullt af próteini Lágur sykurstuðull Engin transfita Glútenlaust Bragðgott og hollt Tartex kæfur góðar í í fjallgönguna, taka lítið pláss í bakpokanum. Kjarnaolíur sem ættu að vera til á hverju heimili! Hér eru fimm kjarnaolíur sem ættu að mati nútíma jóga að vera til á hverju einasta heimili. Þetta eru lofnarblómaolía, piparmyntuolía, júkalyptusolía, sítrónuolía og síðast en ekki síst Tea Tree-olía. Þegar þið lesið textann munuð skilja fullkomlega hvers vegna. Allar þessar kjarnaolíur fást í Fræinu Fjarðarkaupum. Lofnarblómaolía (lavender) hefur unaðslegan ilm. Ferska sæta angan af blómum. Lofnarblóm hefur almennt róandi áhrif og góð áhrif á þá sem þjást af ótta. Læknisfræðilega hefur hún verið notuð sem sótthreinsir og verkjastillandi á minniháttar brunasár og liðverki. Það er frábært að nota lofnarblómaolíu í slökun eftir jóga. Það kallar fram alsælu. Piparmyntuolían er örvandi. Hún skerpir hugann og slær á hausverk og mígreni, örvar meltinguna og er góð á stífa og auma vöðva. Frábært að nudda á gagnaugun til að draga úr spennu og höfuðverk. Einnig er gott að blanda henni saman við möndluolíu eða aðra grunnolíu og nudda á aum svæði líkamans. Júkalyptusolía hefur ferska og hreina angan sem opnar fyrir öndunina. Stundum er sagt að júkalyptus virki vel gegn öllu sem er að sjálfsögðu hið besta mál. Hún er frábær á slímhúðarvandamál, gegn sveppasýkingu, örverum og vírusum og er bólgueyðandi. Júkalyptus hefur reynst frábærlega gegn kvefi, hósta, astma, stíflum, á sár og vöðvaverki og við þreytu, hún er tannhreinsandi og líka góð til hreinsunar á húð. Það er bæði hressandi og hreinsandi að setja nokkra dropa út í baðið. Sítróna er alltaf fersk og upplífgandi og eflir sköpunarkraftinn. Sítrónuilmkjarnaolía eykur snerpu en er líka sótthreinsandi og sveppadrepandi og frábær á rispur, minniháttar skurði og önnur opin sár. Gott ráð er að nudda sítrónuolíu á axlir, bringu og háls. Það örvar innra flæði og stuðlar að því að þú komir áformum þínum í framkvæmd. Tea Tree-olían er fyrir löngu orðin þekkt í óhefðbundnum lækningum enda framúrskarandi góð. Hún hefur herpandi eiginleika og er frábær á feita húð eða feitan hársvörð, um leið sefar hún viðkvæma húð og er góð á minniháttar sár og veldur ekki ertingu. Margir setja fáeina dropa af Tea Tree út í sjampóið sitt með góðum árangri. PS: Þegar þið fjárfestið í kjarnaolíum skuluð þið gæta þess að þær séu 100% hreinar og vandaðar. Það líka gott að eiga góðar grunnolíur til þess að setja fáeina dropa af kjarnaolíum út í. Kjarnaolíur eru í raun alveg magnaðar, kunni maður að nota þær rétt.

10 20 vinsælustu Fræið í Fjarðarkaupum býður sem fyrr upp á eitt mesta úrval landsins af hreinni og vandaðri fæðu, sem flest hefur fengið lífræna vottun. Þar höfum við verið í fararbroddi í áratug. Reynslan sem við höfum öðlast á þeim tíma hefur veitt okkur fullvissu um að ef fæðan sem þú neytir er lífrænt vottuð og ef þú veist hvaðan hún kemur, máttu vera örugg/ur um að þú sért að fá það allra besta sem Móðir Jörð gefur af sér. Gaman er að sjá að í ár er ýmislegt nýstárlegt komið inn á listann yfir vinsælustu matvörurnar í Fræinu og að sama skapi styrkir annað, sem má segja að sé orðið sígilt, stöðu sína. Í hópi nýrra vinsælla matvara á listanum má nefna grænmetis- og ávaxtasafa, barnamat, tómat- og pastasósur, eplaedik og gæðasúkkulaði, sem er kannski löngu tímabært. Allt leiðir þetta af því að fólk orðið vel meðvitað um það sem er að gerast út í hinum stóra heilsuheimi. Ofurfæða af öllu tagi vekur nú athygli almennings og kannski ástæða til að ítreka að það er ekkert dularfullt eða skrýtið við hreina ofurfæðu, hún býr einfaldlega yfir því allra besta sem í boði er. Hér má sjá hvað er vinsælast í Fræinu um þessar mundir og það er forvitnilegt: 1. sæti. Engiferölið (Ginger Ale) frá Naturfrisk hefur smám saman fikrað sig upp listann en er nú annað árið í röð efst á þessum lista og því langvinsælasti fjölskyldudrykkur Fræsins. Bragðið er líka sérlega gott og gæðin náttúruleg og því er um sannan hollustudrykk að ræða. Sívaxandi vinsældir Naturfrisk engiferölsins stafa ekki síst af því að nú liggja fyrir órækar sannanir þess að engifer er frábær lækningajurt, m.a. fyrir fyrir magann, er hitagefandi og frábær fyrir vöðva, og liði og margt annað. 2. sæti Brauðmenning landmanna skipti alveg um gír eftir að Brauðhúsið fór að bjóða upp á fjölbreytt úrval einstaklega næringarríka og lífrænna handverksbrauða. Vöruúrvalið eykst jafnt og þétt, en þó er speltbrauð þeirra bræðra Guðmundar og Sigfúsar Guðfinnsona það langvinsælasta og skipar nú annað sætið yfir mest seldu matvörur Fræsins. Að öðrum ólöstuðum voru bræðurnir fremstir meðal jafningja í því að umbylta brauðmenningu Íslendinga og ná vart að anna eftirspurn. 3. sæti Grænmetis- og ávaxtasafar, bæði næringarríkir, lífrænir, hreinir og bragðgóðir, eru að verða í hópi vinsælustu drykkja, ekki bara í Fræinu heldur í Fjarðarkaupum í heild. Það er góðs viti og til marks um að neysla óhollra drykkja sé á undanhaldi. Við fögnum auknu úrvali vandaðra drykkja þar sem hver og einn á að geta fundið drykk að sínum smekk. Fólk er nú orðið meðvitaðra um að það þarf ekki sífellt að vera að narta. Góður grænmetis- og/eða ávaxtasafi getur vel komið í stað millibita og slegið á sætuþörfina. 4. sæti Það velkist enginn lengur í vafa um það að dökkt lífrænt gæðasúkkulaði er bráðhollt og nú er það ljósa orðið mun hollara en áður, a.m.k. í Fræinu. Um það vitnar líka stóraukin sala á gæðasúkkulaði en þetta er í fyrsta sinn sem súkkulaði kemst inn á toppsölulista Fræsins. Í hinu virta þýska tímariti Der Spiegel kom nýlega fram að pólýfenól í súkkulaði verndar frumur líkamans og dregur úr streitu, beinþynningu og áhrifum slæma kólesterólsins. Þá vita vísindamenn að kakóbaunin inniheldur gnótt steinefna, sérstaklega magnesíums, og mikla breidd lífvirkra efna sem vernda hjartað og eru jafnvel talin krabbameinshamlandi. Og margir vissu auðvitað fyrir, einkum konur, að súkkulaði er líka fyrirtaks fóður fyrir sálina. 5. sæti Það er ánægjulegt að sjá hvað tedrykkja landsmanna er orðin stöðug og mikil. Sem fyrr má vart á milli sjá hvort er vinsælla, Clipper eða Yogi tein, enda hvort um sig frábærar teblöndur, þótt ólíkar séu. Þeir sem kjósa hreint jurtate vilja gjarnan Clipper, sem er sífellt að bæta við sig góðum tetegundum, en þeim sem vilja kryddaðar teblöndur líkar best við Yogiteið sem einnig er í stöðugri þróun. Þessi te, ásamt engiferölinu í efsta sæti, og aukinni sölu í grænmetis -og ávaxtasöfum, sýna fram á gjörbreytta drykkjusiði á skömmum tíma. 6. sæti Hrískökurnar og maískökur, stundum kallaðar poppkökur, hafa sjaldan verið vinsælli en nú. Það er ekki aðeins vegna þess að börn eru sólgin í þær heldur líka sökum þess að þær eru án glútens og þessa dagana vilja margir forðast glúten eins og heitan eldinn. Hrísog maískökur eru góður og næringarríkur millibiti í dagsins önn og henta með nánast hvaða áleggi sem er. 7. sæti Grófar og fínar hafraflögur eru sígildar, enda ekkert nema gott um þær að segja. Þær innihalda góða fitu, prótein og kolvetni og eru auðugar af lífsnauðsynlegum steinefnum, og því ekki sýrumyndandi fyrir líkamann. Hafrar eru líka B1-vítamínríkir og geyma E og K-vítamín. Þá myndar hið svokallaða hafraslím verndandi himnu á meltingarveginn sem seinkar upptöku sykurs og kolvetna. Hafrar eru og verða alltaf frábær byrjun á hverjum degi og ef marka má vinsældir þeirra hjá okkur eru þeir daglega á morgunverðarborði mjög margra, eða að minnsta kosti þeirra sem er annt um heilsu sína. 8. sæti Þurrkaðir ávextir og ber af öllu tagi eru mjög vinsæl í Fræinu. Má þar nefna döðlur, rúsínur, apríkósur, gráfíkjur, sveskjur, trönuber, bláber og banana. Margir grípa í þetta til að narta í yfir daginn, en það er líka vinsælt að setja þurrkaða ávexti út á morgungrautinn, í möndlumjólkina eða í heilsukökur og nota gjarnan sem hluta af kvöldmatnum. Hollusta þurrkaðra ávaxta og berja er óumdeild, þ.e. ef þú ert með hreina og lífrænt vottaða vöru í höndunum. 9. sæti Fræ, þ.e. hörfræ, sólblómafræ, graskersfræ, sesamfræ og chia-fræ, eru að öllum líkindum komin með fastan sess á þessum lista, enda ótrúlega holl. Margir hafa fundið upp á ýmsum aðferðum til að bæta fræjum inn í daglegu fæðu og ef maður spírar fræ verða þau margfalt næringarríkari, basískari og stútfull af meltingarensímum. Öll fræ, þá sérstaklega chia-fræ, eru einstök uppspretta næringarefna. 10. sæti Holle barnamaturinn er vandaður og verður vinsælli með hverju árinu í Fræinu, enda unnin samkvæmt ströngustu kröfum Demetervottunarinnar. Grautarnir er t.d. unnir úr heilu korni sem er malað á mildan hátt í steinkvörn til að varðveita öll mikilvægu næringarefnin. Það kemur í veg fyrir að það þurfi að járn- og vítamínbæta grautanna. Ávaxta- og grænmetismaukið er einnig unnið á eins mildan hátt og mögulegt er til að varðveita næringarefnin. Þá má geta þess að þurrmjólkin frá Holle kemur úr kúm (og geitum) sem ganga lausar og nærast eingöngu á grasi og jurtum. 11. sæti Hnetur og möndlur standa alltaf fyrir sínu, enda innihalda þær úrvals prótein Þeir sem eru veganar, eða kjósa að borða ekkert úr dýraríkinu, sem verður æ algengara, þurfa t.d. að bæta sér upp próteinin og grípa gjarnan í þessa fæðutegund. Þær innihalda líka mikið af E-vítamíni, fólínsýru, magnesíumi, kopar, trefjum og andoxunarefnum. Vegna trefjanna og fitunnar í hnetum og möndlum fær fólk líka oft góða tilfinningu fyrir magafylli af neyslu þeirra.

11 matvörurnar í Fræinu 12. sæti Baunir og linsur eru ódýrar í samanburði við kjöt og fisk, en engu að síður próteinríkar og saðsamar og góð undirstaða almennrar næringar. Baunir og linsur frá Biona og Rapunzel eru nánast jafnar að vinsældum. Áður var eingöngu hægt að fá þær þurrkaðar en neytendur samtímans hafa tekið tilbúnum niðursoðnum gæðalinsum og baunum fagnandi, sem á sér mjög eðlilega skýringar í hröðu nútímasamfélagi. Þær þurrkuðu eru þó enn vinsælar, sérstaklega til spírunar, sem margfaldar næringargildi þeirra. 13. sæti Hrísgrjónamjólk og möndlumjólk úr lífrænu hráefni selst afar vel um þessar mundir. Þessar mjólkurtegundir fást í margskonar formi í Fræinu en líkalega má þakka þessari auknu eftirspurn vaxandi vinsældum boostsins sem æ fleiri kjósa að fá sér að morgni dags. Gaman er að segja frá því að við höfum aldrei boðið fleiri, betri og vandaðri gerðir af hrísgrjónaog möndlumjólk en núna. 14. sæti Voxis hálstöflurnar frá Saga Medica eru alltaf vinsælar enda eru þær, líkt og Angelican, unnar úr íslenskri ætihvönn, sem er þekkt lækningajurt víða um heim. Hálstöflurnar eru frískandi og draga úr særindum í munni og hálsi en auk þess þykja þær mátulega stórar og að sjálfsögðu afar bragðgóðar. Þær njóta vinsælda ár eftir ár. 15. sæti Ávaxta- og hnetuhráfæðisstykkin frá Nakd eru svo vinsælir að kannski má segja að þeir séu Prins Póló þeirra sem kjósa hollustu viðbit í dagsins önn. Fræið býður sjö bragðtegundir frá Nakd, hverja annarri bragðbetri. Þetta eru súkkulaði, engifer, ber, kasjúhnetur, appelsínur/súkkulaði, pecan pie og kakó/myntu. Undirstaðan eru hráir lífrænir ávextir og hnetur sem blandað er saman af kúnst og útkoman er mjúk, skemmtileg og bragðgóð fylling. Nakd-stykkin úr 100% hreinu hráefni og án viðbætts sykurs, hveitis, glútens og mjólkur. 16. sæti Hnetu- og möndlumaukið frá Whole Earth, Rapunzel, Biona og Monka er mjög vinsælt viðbit sem margir velja í stað smjörs, en nota líka í kökur og annað góðgæti. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að hnetusmjör er alls ekki það sama og hnetusmjör og möndlur eru misgóðar. Gæði lífrænt vottaðs hnetu- og möndlumauks eru miklu meiri. Og kannski er mikilvægast að nefna að í hnetu- og möndlumauki er óhert fita. Það eru til margar tegundir af hnetumauki og nokkrar af möndlumauki, sem allar eiga það þó sameiginlegt að innihalda mikið af gæðapróteini. 17. sæti Kalibio-kreistitúpurnar innihalda 100% lífrænt ræktaða ávexti og hafa slegið í gegn hjá öllum aldurshópum. Túpurnar voru upphaflega ætlaðar börnum sem eru nýfarin að borða fasta fæðu og vilja handleika matinn sjálf. Það hefur hins vegar sýnt sig að fullorðnum einstaklingum finnst þær líka afar orkugefandi og bragðgott viðbit. Einnig eru Kalibiotúpurnar orðnar ansi vinsælt hálendisnesti göngufólks. Þær fást í nokkrum spennandi bragðtegundum. 18. sæti Allskyns múslí gæðablöndur úr góðu hráefni njóta jafnan vinsælda í Fræinu. Margir hafa auðvitað notað múslí út á morgunmatinn frá því á hippaárunum en nú er það algengara en nokkru sinni. Auk þess hafa margir komist að því að múslí er góður grunnur í allskyns bakstur, þ.e. kökur og brauð. 19. sæti Segja má að eplaedik hafi aftur náð athygli fólks á síðasta ári. Má það sjálfsagt þakka vinsældum Alpha Daily, nýja heilsudrykknum sem byggir á forngrískri og góðri hefð. Í drykknum er að grunni til notað svokallað móðureplaedik (grugg) og lífrænt villt hráhunang sem hvort tveggja er þekkt fyrir að hafa heilsubætandi áhrif á líkamann. Eplaedik, sérstaklega hið hið holla móðuredik, náði vinsældum í Fræinu á síðasta ári, enda vitna margir um að gott eplaedik sé allra meina bót; það bæti meltinguna og dragi úr bjúg. Fyrir utan öll þau hreinu og góðu eplaedik, td. frá Yggdrasil, sem fást hjá okkur verður gaman fylgjast með gengi nýju Galdranna frá Villimey, sem innihalda blöndu af lífrænu eplaediki og íslenskum lækningajurtum. 20. sæti Tómat- og pastasósur úr hreinu náttúrulegu hráefni eru nú í fyrsta sinn á topp 20 lista Fræsins og það er vel, enda ekkert heimili án tómatsósu. Hér erum við að tala um ekta tómat- og pastasósur sem innihalda mikið magn lífrænna tómata, lítinn eða engan sykur, ekkert ger og ekkert hveiti eða annan óþarfa. Þeir sem hafa komast á bragðið með hollar tómatsósur og spennandi hágæða pastasósur úr lífrænu hráefni vilja yfirleitt ekki sjá neitt annað. Vert er að geta Tiger tómatsósunnar sérstaklega, sem er ein örfárra sem er algerlega laus við sykur.

12 Vinsælustu bætiefni Fræsins! Bætiefnin sem prýða topp tíu listann yfir mest seldu bætiefnin í Fræinu eru bæði lífsnauðsynleg og vönduð. D-vítamínið, sú löngu tímabæra uppbót, hefur greinilega fest sig í sessi og er vonandi komið til að vera, enda þurfum við Íslendingar að muna að við þurfum alltaf að bæta okkur upp sólarleysið. Og eins og áður vilja Íslendingar bæta líkamsorkuna, ná liðleika, styrkja hjarta-,tauga- og ónæmiskerfið, fá góðan svefn, efla meltinguna og grennast að auki, allt markmið sem við erum hæstánægð með. Við í Fræinu höfum þó ævinlega þá sýn að í matnum verði að finna næga næringu í framtíðinni, en þar sem ennþá er mjög langt í land með það er frábært að geta gripið til vandaðra og virkra bætiefna sem gera okkur oftar en ekki lífsnauðsynlegt gagn. Hér má sjá hver er vinsælustu bætiefnin í Fræinu um þessar mundir: 1. sæti D3-vítamínið frá Now skaust fram úr öðrum tegundum D-vítamína á þarsíðasta ári og hefur haldið sínum sess síðan. Við erum afar ánægð með að landsmenn skuli nú vilja bæta sér upp langvarandi skort og segjum betra seint en aldrei. D3 (nefnt cholecalciferol) er virkast. D3- vítamínið frá Now er unnið úr lanólíni og hver skammtur inniheldur 2000 IU, alþjóðlegar einingar. Þessi tegund frásogast mjög vel og nýtist því líkamanum að fullu. D3 er sú gerð D-vítamíns sem myndast í húðinni þegar sólin skín og því auðvitað sú gerð sem flestir þurfa að bæta sér upp. Þetta D-vítamín gegnir lykilhlutverki í ónæmiskerfi líkamans og vinnur gegn beinþynningu og vitað er það getur líka verndað okkur gegn krabbameini. Skortur á D-vítamíni getur valdið tannlosi, tannrótarbólgu, lystarleysi, þróttleysi, vöðvaslappleika, vöðvarýrnun og önuglyndi, svo fátt eitt sé talið. 2. sæti Nutrilenk, sem er líka uppáhald Norðmanna, er unnið úr sérvöldum fiskibeinategundum, aðallega hákarlabeinum, sem samkvæmt rannsóknum eru rík af virku, nýtanlegu og uppbyggilegu kondrótíni, kollagenum og kalki fyrir menn. Hjá þeim sem þjást af minnkuðum brjóskvef getur Nutrilenk virkað verkjastillandi á liðverki, en liðverkir orsakast oftast af rýrnun brjóskvefs í liðamótum. Einkenni minni brjóskvefs eru m.a. brak í liðamótum þegar risið er upp, en stirðleiki eða sársauki þegar gengið er niður í móti. Nutrilenk er gott efni sem virkar vel og því sívinsælt. 3. sætið Hörfræjaolíur frá Rapunzel og Naturfood, eru vinsælustu olíutegundirnar í Fræinu. Um hörfræjaolíuna er gjarnan sagt að hún fyrirbyggi ótímabæra öldrun, dragi úr hrukkumyndun, sé bólgueyðandi, gefi líkamanum aukinn andoxunarkraft, komi jafnvægi á hormónabúskapinn og sé hægðalosandi. Hörfræjaolía inniheldur ríkulegt magn af lífsnauðsynlegum omega 3-fitusýrum, sem við þurfum hvað mest á að halda daglega því talið er að við fáum þegar of mikið af omega 6 úr fæðunni. Það er líka margsannað að omega 3 styrkir hjarta-, tauga- og ónæmiskerfið. 4. sæti Magnesíum sítrat frá Now (magnesíum-bundið sítrat) er líka að festa sig í sessi og er í sama sæti og fyrra. Magnesíum er steinefni sem nauðsynlegt er hverri einustu frumu líkamans og æ fleiri hafa nú áttað sig á því að magnesíum er nauðsynlegra en öll vítamín og kemur strax á eftir súrefni og vatni. Tveir frumþættir ráða því að heilinn starfi eðlilega: að orkubirgðir séu nægar og að hæfilegt magn lífefna, sem taka þátt í að senda taugaboð um líkamann, sé fyrir hendi. Magnesíum er lífsnauðsynlegt, bæði til að framleiða orku og taugaboðefni. 5. sæti Hafkalk er komið aftur inn á listann og við fögnum því. Það er gaman að sjá hér íslenskt fæðubótarefni sem á skömmum tíma hefur orðið ein vinsælasta fæðubót fjölmargra, enda árangurinn af inntöku þess afar góður. Þessi góða blanda, sem unnin er úr kalkþörungum við botn Dýrafjarðar, inniheldur drjúgt magn af kalsíumi, magnesíumi, járni, sinki, seleni, kalíumi, mangani, joði og kóbalti. 6. sæti SagaPro frá SagaMedica er vinsælasta íslenska bætiefni Fræsins og heldur sínum sess. Helstu skýringarnar á vinsældum SagaPro eru líka ævinlega þær sömu: efnið virkar fljótt og vel og dregur úr tíðum næturþvaglátum þeirra sem eiga við blöðruhálskirtilsvandamál/ og eða ofvirka blöðru að stríða. Þvagblöðruvandamál geta auðvitað líka hrjáð konur. SagaPro er unnið úr íslenskri ætihvönn og margir þakka SagaPro það að hafa loks endurheimt nætursvefninn. 7. sæti Magnesíum/kalsíum/sink og D3 frá Now er góð og vinsæl blanda af kalki, magnesíumi og sinki og D3 í töfluformi og er góð fyrir þá sem vilja ekki taka margar töflur í einu. Blandan er sett saman í samræmi við okkar náttúrulegu þarfir og frásogast mjög vel. Flestir vita að kalk er gott fyrir beinin, sink er mikilvægt fyrir mikið af efnaskiptum, magnesíum er nauðsynlegt orkubúskap okkar og taugaboðefnum og D-vítamínið ónæmiskerfi og beinum. 8. sæti Bio-Kult Candéa mjólkursýruhylkin komu ný á markað fyrir tveimur árum og eru sérstaklega ætluð þeim sem þjást af síendurtekinni candida sveppasýkingu, sem er mjög algengt. Töfrar þessa góðgerla er að þeir byggja upp raka og auka teygjanleika í slímhúð. Galdurinn við formúluna er bæði úrvals hyaluronic-sýra og góð mjólkursýra, ásamt hvítlauk og greipaldinkjarnaþykkni, sem augljóslega virka mjög vel saman. 9. sæti Slökun hefur selst eins og heitar lummur í Fræinu mörg undanfarin ár. Slökun er hreint magnesíum í duftformi. Skýringin á vinsældum Slökunar, fyrir utan að það er nauðsynlegt hverri einustu frumu líkamann, er án efa sú að þessi blanda virka hratt og vel og fólk nær oftast djúpri vöðvaslökun á undraskömmum tíma, t.d. fyrir svefninn, sem er mörgum mikils virði. 10. sæti Konjak er í fyrsta sinn á topp tíu lista Fræsins, enda sló þessi blanda rækilega í gegn. Konjak er grenningarvara fyrir fullorðna í ofþyngd og hefur reynst vel og vísindamenn hafa viðurkennt Konjak sem fæðubótarefni sem raunverulega flýtir þyngdartapi. Í þessu bætiefni eru trefjar sem heita glucomannan, unnar úr konjak-plöntunni. Glucomannan eru vatnsuppleysanlegar trefjar sem eru þeim eiginleikum búnar að þær geta dregið til sín falda þyngd sína af vatni. Konjak inniheldur líka króm sem hjálpar til við að slá á sætuþörfina. Sóríasis og exem Græðikremið og tinktúran Rauðsmári og gulmaðra hafa gefist afar vel við sóríasis, exemi og þurrki í húð Græðikremið frá Önnu Rósu hefur virkað mjög vel á sóríasis hjá mér. Ég hef líka tekið inn tinktúruna rauðsmára og gulmöðru í fjóra mánuði og er orðinn mjög góður í húðinni þrátt fyrir töluverða streitu og vinnuálag. Kristleifur Daðason Er á Facebook Fæst í apótekum, heilsubúðum, Hagkaupsverslunum (Smáralind og Spönginni) og Fjarðarkaupum.

13 Ísland fékk allar heimsins bestu náttúruauðlindir í vöggugjöf! Kristín Einarsdóttir kemur manni fyrir sjónir eins og hún sé örlítið ofvirk. Auk þess að vera önnum kafin við að ljúka meistaragráðu í lýðheilsuvísindum starfar hún dagsdaglega sem yfiriðjuþálfi á bráðasviði Landspítalans og rekur kvikmyndaframleiðslufyrirtæki með eiginmanni sínum Richard Scobie. Þá er ekki allt upptalið, því bæði verja þau talsverðum tíma í að sinna góðgerðarmálum. Kristín stofnaði m.a. samtökin Mannúð í verki árið 2007 og hefur í samvinnu við MND-félagið sent hjálpartæki, sem ekki nýtast hérlendis, til bágstaddra landa. Jafnframt eru þau með heimili fyrir munaðarlaus fötluð börn í Lettlandi á sinni könnu, en það er verkefni sem þau hyggjast einbeita sér betur að í framtíðinni. Já, Kristín Einarsdóttir er ástríðufull í öllu því sem hún tekur sér fyrir hendur. Það á vitanlega líka við um heilsumálin og þar fer hún alla leið. Framhald á næstu opnu

14 Kristín Einarsdóttir deilir visku sinni og uppskriftum. Framhald af bls 13. Gulrótar-/kókossúpa 3 stórar gulrætur 3 hvítlauksrif 1 rauður chili 2 cm engiferrót 1 sellerístöngull 2-3 kartöflur 1 bolli grænar linsur 1/2 rukka lífræn tómatsósa 1 dós kókosmjólk 4 msk grænmetiskraftur (meira eftir þörfum) 2 l vatn 2 msk sesamolía 1 msk cumin 1 tsk svartur pipar Raspið gulræturnar, skerið selleríið, hvítlaukinn, engiferið og chiliið smátt. Skerið afhýddar kartöflurnar í litla bita. Léttsteikið grænmetið í potti upp úr sesamolíu, kryddið með cumin og svörtum pipar. Setjið 1 lítra af vatni með grænmetiskrafti í pottinn, ásamt linsunum. Látið sjóða í u.þ.b. 20 mínútur, eða þar til súpan fer að þykkna. Bætið restinni af vatninu, tómatsósunni og því næst kókosmjólkinni út í og sjóðið áfram í mínútur. Gott er að saxa kóríander yfir í lokin. Kristín, sem fluttist ung í Hafnarfjörð, bjó fyrst um sinn á ættaróðali föðurfjölskyldu sinnar að Bergstaðastræti 12. Móðir hennar heitin hét Halldóra Jóhannsdóttir og var Hafnfirðingur en faðirinn Einar Gíslason (Einar sundkennari). Fyrir utan nokkur ár í námi erlendis hefur Kristín meira og minna búið í Hafnarfirði, eða þar til fyrir þremur árum þegar hún flutti á Álftanesið: Það hafði lengi verið draumur minn að búa þar, segir Kristín. Við erum líka með tvo stóra hunda sem njóta sín betur í sveitasælunni á Nesinu en í miðri byggð. Kristín segist halda tryggð við Fjarðarkaup, og þá sérstaklega eftir að Fræið opnaði, en segist muna vel eftir Fjarðarkaupum í Trönuhrauni. Það er svo margt sem ég elska við Fjarðarkaup. Þar fæ ég allar þær lífrænu vörur sem ég kýs að nota á mjög góðu verði, grænmetið er ávallt fyrsta flokks og þar sem Fjarðarkaup hefur verið rekið af sömu fjölskyldunni frá byrjun kynnist maður fólkinu smám saman sem viðskiptavinur og á möguleika á að hafa áhrif á það vöruúrval sem boðið er upp á í versluninni. Við Richard höfum til dæmis verið virk í samtökum um velferð búfjár og barist fyrir bættum aðbúnaði dýra sem ræktuð eru til manneldis. Richard fór svo á fund Sveins í Fjarðarkaupum Kasjúostur Ég nota kasjúhnetur gríðarlega mikið og þakka mínum sæla fyrir að enginn skuli vera með hnetuofnæmi á heimilinu. Kasjúhnetur eru stútfullar af næringu og hollri fitu. Ég reyni alltaf að eiga nokkur viðbit í ísskápnum mínum til að setja ofan á brauð, svo sem hummus, tapenade og svo þennan kasjúhnetuost: 2 bollar af kasjúhnetum (helst lífrænum), lagðar í bleyti yfir nótt 1/2 bolli vatn 2 msk sítrónusafi *1 msk Nutritional Yeast (ég kaupi frá fyrirtæki sem heitir NOW) 1 msk hvítlauksduft (frá einhverju góðu merki án aukaefna) Nú er þetta allt sett í góðan blandara og maukað vel saman, þá eruð þið komin með kremkenndan til að kanna hvort að möguleiki væri á því að þeir tækju inn kjöt sem væri lífrænt ræktað og ekki verksmiðjuframleitt. Skemmst er frá því að segja að nú ári síðar hefur verið unnið vel í málum og Fjarðarkaup er fyrst allra verslana á Íslandi til að selja lífrænt ræktaðan kjúkling. Það er svo gott að finnast maður vera að versla hjá kaupmanninum á horninu, jafnvel þótt Fjarðarkaup sé í raun stórverslun. Hefur sótt í bauna- og fræhillurnar síðan 1988 Hvenær og hvers vegna kviknaði áhugi þinn á heilsumálum? Ég hef alla tíð haft mikinn áhuga á heilsumálum í heild sinni. Ég grunn. Setjið maukið í stóra skál (leyfum okkur að nota stórar skálar í stað þess að vera alltaf að pukrast með litlar, það gefur okkur svo miklu meira loft til að athafna okkur). Nú getið þið ráðið eftirleiknum - hvaða bragð viljið þið hafa af ostinum ykkar? Mitt uppáhald er rauðlaukur eða perlulaukur og steinselja. Ég kýs að flækja þetta ekkert mikið meir - en það má nota allt milli himins og jarðar. Hvítlaukur er mjög góður, sólþurrkaðir tómatar og óteljandi aðrir möguleikar... stofnaði ung fjölskyldu, eða um tvítugt, og þegar elsta barnið mitt fæddist fyrir 25 árum varð ég heltekin af því að næra hana og litlu fjölskylduna mína eingöngu á hollum og góðum mat. Þetta var árið 1988 og ekki mikið um lífræna ræktun á Íslandi en ég var eins og grár köttur í bauna- og fræhillum Fjarðarkaupa, ásamt nokkrum öðrum furðufuglum. Ég las gríðarlega mikið um næringu. Þá var til ein matreiðslubók á Íslandi sem innihélt grænmetisfæði, það var Grænt og gómsætt og sú bók stendur raunar enn fyllilega fyrir sínu. Ég útbjó allan barnamat fyrir börnin, frysti og mjólkursýrði grænmeti eins og vindurinn meðan vinkonurnar tóku slátur og keyptu skrokka eins og maður gerði í þá daga (og kannski enn?). Þar sem þekkingin var mun minni og ekkert internet, þurfti ég töluvert að fikra mig áfram og hef þróast mikið í mataræðinu. Hvítt hveiti, hvítur sykur, hvítt pasta og unnar matvörur hafa aldrei verið til á mínu heimili. Ég er að vísu farin að nota próteinríkt lífrænt hveiti upp á síðkastið í brauðbakstur sem ég veit að er ekki klórþvegið. Kristín segist hafa þó borðað kjöt og fisk í mörg ár en sneitt nánast alveg hjá unnum kjötvörum. Ég reyndi að vera mjög meðvituð um að kaupa ekki verksmiðjuframleitt kjöt það er að segja svína- og kjúklingakjöt, þó svo að einstaka kjúklingur hafi slæðst inn í matseðilinn hjá mér. Svín borða ég aldrei enda er talið að þau hafi greind á við þriggja ára barn. En fyrir einhverjum árum datt kjötið út hjá mér og svo hélt þetta áfram að þróast yfir í hreint grænmetisfæði.... það er svo gott að finnast maður vera að versla hjá kaupmanninum á horninu, jafnvel þótt Fjarðarkaup sé í raun stórverslun. Horfir dags daglega upp á það hvernig lífstíll og fæðuval leikur fólk grátt! Hversu langt gengur þú í matarpælingum? Örugglega allt of langt og allt of djúpt, segir Kristín, þótt blaðamaður vilji síst taka undir það. Ég er svo mikið nörd að ég sekk mér alltaf á kaf í þau verkefni sem ég tek mér fyrir hendur. Í dag er ég komin á þann stað að ég er nánast alveg það sem kallast vegan, sem þýðir að ég borða ekki neinar afurðir úr dýraríkinu. Aðeins fæðu úr jurtaríkinu. Ég reyni að hafa meirihlutann af því sem ég borða hráfæði. Þannig tek ég oft fyrri hluta dagsins að mestu á hráfæði og borða svo eldaðan kvöldmat. Það má segja sem svo að auk þess að vera mikill dýravinur láti ég vísindin ekki síður stjórna fæðuvali mínu. Ég kem úr heimi lýðheilsuvísinda og starfa á bráðasjúkrahúsi þar sem ég sé daglega hvernig lífstíll og fæðuval leikur heilsu einstaklinga. Ég óttast þann lífsstíl sem margir íslendingar eru farnir að temja sér, segir Kristín og bendir á að í dag séu óteljandi gögn sem bendi til þess að jurtafæði hafi góð áhrif á heilsu einstaklinga. Hún bendir á að offita landsmanna, sykursýki og aðrir lífsstílssjúkdómar séu beinlínis fjárhagsleg ógn við lýðheilsu: Svo miklar áhyggjur hef ég af þessu að ég velti því stundum fyrir mér hvort æska þessa lands verði skammlífari en foreldrarnir. Kristín segist sjálf ganga það langt í matarpælingum sínum að hún skoði einnig áhrif neysluhegðunar okkar á þær stórfelldu loftslagbreytingar og ofnotkun auðlinda sem hafa haft umfangsmikil áhrif á allt lífríki hér á jörð. Já, svona djúpt fer ég í matarpælingum mínum. Það getur stundum verið sársaukafullt og til vandræða, segir hún og brosir og bætir við: En svona er ég. Bein tengsl mjólkurneyslu við margvíslega sjúkdóma Kristín segir hreinlega ekki hægt að sleppa því að skoða málin vel, hafi maður á annað borð mikinn áhuga: Matvælaiðnaðurinn er stór og mikill iðnaður og miklir fjármunir í húfi. Ekki síst í mjólkuriðnaði. Ég þekki enga aðra dýrategund en manninn sem drekkur mjólk úr öðru spendýri, hvað þá eftir 18 mánaða aldur. Mjólkurafurðir hafa verið mikið rannsakaðar á undanförnum árum og bein tengsl mjólkurneyslu við margvíslega sjúkdóma hafa í auknum mæli verið að koma fram, m.a. varðandi krabbamein í blöðruhálskirtli

15 karla. Lýðheilsudeild Harvardháskóla í Bandaríkjunum telur svo margar rannsóknir sýna fram á þetta að deildin hefur tekið mjólkurafurðir alfarið úr sínum fæðuráðleggingum. Þá er gott að geta farið í FK og verslað sojamjólk eða lífrænar möndlur og búið til sína eigin möndlumjólk. En finnst þér þú þurfa að bæta þér eitthvað upp? Já, ég tek inn bætiefni. Ég tek klórelluþörunga, Spirulina, B12, Omega fitusýrur og D vítamín. Ég er alltaf á leiðinni að prófa íslenska hafkalkið, því ég vil neyta sem mestrar fæðu úr nærumhverfi mínu og klórellan kemur t.d. frá Hawaí. En ég ætla að klára skammtinn minn og fer svo yfir í hið íslenska. Annað tel ég mig fá úr þeirri fæðu sem ég neyti. Nú ertu með stóra fjölskyldu, eruð þið samhent um heilsumálin eða þarf stundum að fara milliveg? Við erum mjög samtaka um að borða hollan mat. Við erum öll á sömu blaðsíðunni er kemur að velferð dýra og mikilvægi þess að neyta meira grænmetis, bæði fyrir heilsufar okkar og jörðina í heild sinni. Hins vegar borða strákarnir mínir og maðurinn minn lambakjöt og fisk. Við mæðgur erum þá með baunabuffin okkar og sojakjötið. Það er helst að það sé erfitt að fá yngsta barnið til að borða þann mat sem ég elda, við mæðginin erum oft með eitthvað samkomulag í gangi. Ég hins vegar veit að hann á eftir að þroska bragðlaukana sína og vilja smakka fjölbreyttari fæðu. Samræmist ekki lífsskoðunum mínum að hafa hræ um hálsinn Skoðar þú heilsumálin frá öllum hliðum? Það stendur ekki á svari: Já áhugi minn nær allan hringinn. Ég leitast við að nota lífrænar hreingerningavörur, lífræn sjampó, snyrtivörur og húðvörur. Sumt bý ég til sjálf, eins og líkamsskrúbb og andlitsmaska. Ég fer meira að segja á lífræna hárgreiðslustofu sem notar eingöngu lífræn litarefni í hárið mitt, því þrátt fyrir allt þetta lífræna dót er ég óendanlega pjöttuð og vil sannarlega ekki að mér verði ruglað saman við Fríðu Fennel þar sem ég geysist um bæinn. Ég hugsa líka mikið um umhverfisog eituráhrif þegar ég kaupi mér föt. Mætti samt alveg taka mig betur á í þeirri deildinni. Ég á enn nokkra leðurjakka og töskur en hef losað mig við öll loðskinn sem ég átti frá veru minni í Mongólíu, enda samræmist það engan veginn mínum lífsstíl og skoðunum að ganga um með hræ um hálsinn. Hver er framtíðarsýn þín varðandi heilsumál? Mig dreymir um að sjá Ísland verða sjálfbærara og grænna í allri matvælaframleiðslu og er mikill gagnrýnandi erfðabreyttra matvæla. Við höfum allar aðstæður til að stunda meiri og mun fjölbreyttari ylrækt. En það er eitthvað bogið við orkumálin hér á þessu landi og stuðning við slíka ræktun. Garðyrkjubóndi borgar t.d. 28 kr. á kílóvatt en álver í kringum 2 kr. Á meðan erum við að fljúga með grænmeti í stórum stíl með tilheyrandi orkunotkun yfir hálfan hnöttinn og þegar það svo loksins er komið í ísskápinn þinn er það nánast orðið að dýrafóðri af elli. Ég vil auðvelda aðgengi allra Já, svona djúpt fer ég í matarpælingum mínum. Það getur stundum verið sársaukafullt og til vandræða, segir hún og brosir og bætir við: En svona er ég. að hollari mat og grænmeti. Laufey Steingrímsdóttir næringarfræðingur kynnti á dögunum niðurstöður rannsóknar sem sýnir að hinir efnaminni þegnar þjóðfélagsins neyta óhollari fæðu, s.s. sykurs, og minni trefja. Það er ekki gott og því þarf að breyta með betra aðgengi að hollum mat og betri fræðslu. Ég fordæmi iðnaðarrisa sem reyna að ná heimsyfirráðum yfir matvælaframleiðslu og sem lýðheilsufræðingur er ég alfarið á móti einkavæðingu vatns, segir hún og klykkir út með þessu: Ísland hefur óendanlega möguleika til að verða eitt af þeim löndum sem vekur heiminn til vistvænnar vitundar, enda það land sem fékk allar heimsins bestu náttúruauðlindir í vöggugjöf. Benda má á að Kristín Einarsdóttir deilir af sinni vegan-visku á síðunni: Chili með baunum Þessi uppskrift fellur alltaf vel í kramið, ekki síst ef von er á óvæntum gestum. Áreynslulausari matargerð fyrirfinnst varla og dásamlegt er að bera þennan rétt fram með hýðishrísgrjónum eða brúnum hrísgrjónum. Mjög gott er að hafa mexíkóskar kornflögur á kantinum og gott grænt salat. 1 msk cumin fræ 2 msk ólífuolía 2 hvítir laukar skornir niður 3 hvítlauksgeirar (marðir) 2 jalapeno-pipar (fínt saxaður og fræhreinsaður) (eða grænn chili) 2 msk chiliduft 1 1/2 bolli sojahakk 1 kúrbítur skorinn í bita 2 kartöflur (gott að nota sætar) 2 bollar nýrnabaunir (forsoðnar eða úr dós) 2 bollar aduki-baunir (forsoðnar eða úr dós) 1 dós maukaðir tómatar 2 bollar vatn 2 msk hlynsýróp 1 tsk sjávar salt 1/2 knippi af fersku kóríander 1 bolli saxað grænkál 1 lárpera, skorin í bita (má sleppa) Súkkulaðimús (hráfæði) fyrir tvo Ég hreinlega elska súkkulaðimús en í venjulegri súkkulaðimús eru egg. Einhvern tíma átti ég afgang af kasjúhnetum þegar ég hafði verið að búa til kasjúostinn minn og ákvað að prófa mig áfram með að setja súkkulaði út í. Þetta tókst svona glimrandi vel og nú er þetta uppáhalds á mínu heimili. Ég bæti svo bara mismunandi bragðtegundum í eftir skapi og gangi mánans ;-) 1 bolli af kasjúhnetur, lagðar í bleyti yfir nótt 1/4 bolli + 1 msk af vatni 3 msk af agavesírópi 3 msk af hrákakódufti salt Ristið cuminfræin í þurrum súpupotti við miðlungshita í u.þ.b. 2 mínútur, eða þar til þið finnið sterkan kryddilminn leggja að vitum ykkar (þessi aðferð leysir úr læðingi allt það besta sem kryddið hefur upp á að bjóða). Bætið við ólífuolíunni, lauknum, hvítlauknum og jalapeno-piparnum. Hrærið stöðug í þar til laukurinn er orðinn gullinn og nokkuð glær. Bætið því næst chilidufti í pottinn ásamt sojahakki, kúrbít og kartöflum. Hrærið vel. Látið malla í 3 4 mínútur og hrærið öðru hvoru í, svo grænmetið festist ekki við pottinn. Bætið í aduki-baunum, nýrnabaunum, tómötum og vatni, ásamt hlynsírópi, sjávarsalti og kóríander. Setjið lok á pottinn, lækkið hitann og látið malla í mínútur, eða þar til kartöflurnar eru orðnar mjúkar. Takið af hellunni og bætið grænkálinu í. Berið fram vel heitt. Skreytið með lárperu og fersku kóríander. Setjið kasjúhnetur og vatn í kraftmikinn blandara og látið ganga þar til að það verður að mjúku kremi. Bætið við agavesírópi, kakódufti, salti og þeim bragðtegundum sem þið óskið eftir að hafa í músinni ykkar (hugmyndir hér aðeins neðar). Blandið vel saman. Setjið með skeið í tvö falleg staup og látið stífna í ísskáp í minnst 1 klst. Tillögur að bragði: Súkkulaði/ piparmynta: ½ tsk af piparmyntudropum(lífrænum) Tyrkneskt kaffi: 1-2 tsk af sterku kaffi + 1/8 tsk kardimommur Möndlugleði: 1/2 tsk möndludropum + 2 tsk af kókosflögum Súkkulaði /appelsína: 1 tsk ferskur appelsínusafi eða 1 tsk appelsínudropar Mexíkóskt hot súkkulaði: 1/2 tsk kanill + klípa af cayenne-pipar Funky Monkey: 1/2 vel þroskaður banani (ef vill 1 msk agavesíróp) + 1 msk lífrænt hnetusmjör. New York-brauð bakað í stálpotti/keramíkpotti með loki Þetta brauð bregst ekki ekta ítalskt matbrauð ættað frá Little Italy í New York. Ég baka þetta brauð nánast daglega. Tekur enga stund að hnoða í það og svo bakast það á 30 mínútum. Tíminn er lykilatriðið 12 klukkustundir er lágmarkshefunartími fyrir þetta brauð.. Ég hef látið líða allt að 19 klukkustundir frá því að ég hnoða í brauðið þar til það bakast. Verður bara betra fyrir vikið. Mjög gott með súpunni. Þetta brauð á að hnoða sem minnst, rétt aðeins að hrista það saman og svo bara toga það út og forma í kúlulaga brauðhleif. Annars verður það alltof þétt í sér. *Með því að bæta olíu í brauðið má nota deigið til að búa til ciabatta-brauð gott að setja rósmarín og sjávarsalt ofan á. 2 bollar fínt spelt 1 bolli gróft spelt (eða 3 bollar próteinríkt hveiti) 1 tsk þurrger 1 tsk salt 1 ½ - 2 bollar ylvolgt vatn. 1 msk hveitiklíð til að strá yfir brauðið í lokin Öllum þurrefnum blandað saman í skál og hrært létt saman Vatninu bætt í og hrært lauslega saman þannig að deigið sé nokkuð blautt Plastfilma sett yfir og deigið látið hefast í 12 tíma við stofuhita (mjög gott að skella í brauðið að kvöldi og baka að morgni) Eftir minnst 12 klukkustundir: Ofninn hitaður í 250 gráður og stálpotturinn (lítinn steikarpott) með lokinu settur inn í ofninn og látinn funhitna. Þá er deiginu á létt hveitistráð borðið og togað út á alla fjóra kanta. Brjótið það inn á við þannig að það mótist í kúlu. Veltið lauslega upp úr hveitiklíði. Takið pottinn út úr ofninum og takið lokið af. Stráið hveiti í botninn og skutlið brauðinu ofan í. Bætið hveitiklíði á toppinn ef ykkur sýnist ekki nóg. Setjið lokið á og aftur inn í ofn. Lækkið hitann í 200 C og bakið með lokinu í 20 mínútur. Fjarlægið lokið og bakið áfram í 10 mínútur, eða þar til brauðið er orðið vel gullið. Látið kólna örlítið áður en þið skerið brauðið. Viðtal: Guðrún Kristjánsdóttir

16 Fruit and Greens bragðgóða grænfóðrið sem er frábært í þeytinginn! Ávaxta- og grænmetisnæringarblanda Ofurfæðublanda úr ávöxtum og grænmeti Inniheldur 37 einstaklega næringarrík hráefni Basísk fæða Gott berjabragð Glútenfrí Hentar grænmetisætum Fruit and Greens frá NOW er samansafn af því besta sem náttúran hefur upp á að bjóða. Þessi græna blanda er glútenlaust 100% jurtafæði og er sett saman með það í huga að þú getir fengið allt það næringarríkasta sem náttúran hefur upp á bjóða á auðveldan hátt. Berin og ávextirnir, grænmetið og græna fæðan eru sneisafull af andoxunarefnum, vítamínum, steinefnum og trefjum. Þessi blanda hjálpar þér að viðhalda heilsusamlegu sýrustigi á náttúrulegan hátt. Með Fruit and Greens er einstaklega létt að breyta hvaða drykk sem er í næringarbombu. Settu skeið út í próteindrykkinn þinn eða hræringinn þinn til að fá meira út úr honum. Sköpunargleði Sólheima eru engin takmörk sett: Lífræn ræktun í meira en 80 ár! Urtasmiðjan SÓLA: Lífræn húðvernd Fyrirtækið Urtasmiðjan á Svalbarðsströnd við Eyjafjörð hefur í 20 ár framleitt húðvörur og snyrtivörur með íslenskum heilsujurtum völdum eftir húðbætandi virkni og hollustu áhrifum við ýmsum húðvandamálum. Jurtirnar eru tíndar í norðlenskri náttúru, m.a. blágresi, blóðberg, fjallagrös, gulmaðra, morgunfrú, rauðsmári og vallhumall. Arniku, hafþyrni, kamillu, lofnarblóm og önnur nauðsynleg hráefni flytur Urtasmiðjan inn frá vottuðum erlendum söluaðilum. Urtasmiðjan þróar og framleiðir allar sínar vörutegundir frá grunni en notar ekki aðflutta tilbúna kremgrunna. Þannig útilokar fyrirtækið öll efni sem ekki eiga heima í lífrænt vottuðum vörum en notar þess í stað efni sem eingöngu eru upprunnin úr náttúrunni, þ.á.m. lífræna rotvörn og þráavörn. Hágæða lífrænt vottað hráefni tryggir hreinleika og gæði vörunnar. Þar má m.a. nefna granatepli og hafþyrni, sem kölluð eru ofurávextir vegna vítamínauðgi og andoxunarvirkni og eru meðal eftirsóttustu hráefna í lífrænum snyrtivörum í dag, enda endurnærandi og uppbyggjandi á húðina. Það er ekki á allra vitorði, en upphaf lífrænnar ræktunar á Norðurlöndum má rekja til Sólheima, þar sem slík ræktun hófs fyrir rúmum 80 árum og hefur haldið áfram óslitið síðan. Á þessu hreina og ómengaða landsvæði rækta íbúar í Sólheimum allar sínar mat- og kryddjurtir, lækningajurtir og blóm. Á Jurtastofunni í Sólheimum ríkir mikil sköpunargleði í anda Sesselju Sigmundsdóttur, stofnanda Sólheima. Þar fer fram, auk annars, hágæða framleiðsla á húðsnyrtivörum undir merkjum Sólheima. Uppistaðan í húðsnyrtivörunum eru lífrænt ræktaðar lækningajurtir úr görðum Sólheima. Þegar þetta þrennt fer saman: sköpunargleði, lífleg handleiðsla sérfróðra og nálægð við ósnortna náttúruna er útkoman kraftmikil, gefandi og einstaklega nærandi húðsnyrtivörulína sem stenst samanburð við það allra besta sem í boði er. Hér ætlum við að vekja sérstaka athygli á fljótandi jurtahandsápum, sem eru fjórar talsins. Þess má geta að lækningajurtirnar úr blóma- og jurtagörðum Sólheima eru tíndar þegar virkni þeirra er í hámarki. Fljótandi jurtahandsápur Sólheima Fljótandi jurtahandsápur Sólheima eru eingöngu úr lífrænt vottuðu hráefni. Uppistaðan í þeim eru lífrænar jurtir og blóm úr jurtagarði Sólheima en undirstaðan hrein kaldpressuð ólívuolíusápa frá Kastilíuhéraði á Spáni. Tegundirnar eru fjórar, Ilmviður & haugarfi, Lyktarlaus með baldursbrá, Sítrónugras & morgunfrú og Lofnarblóm (lavender) & birki. Hver flaska inniheldur 250 ml af sápu. Athugið þó að sápan gæti skilið sig og því þarf að hrista flöskuna af og til fyrir notkun ILMVIÐUR & HAUGARFI fyrir viðkvæma Frískandi handsápa sem angar af ilmviði og haugarfa, en báðar þessar jurtir eru handtíndar á Sólheimum. Haugarfi hefur afar mildandi áhrif á húðina, kælir hana og mýkir. Hann er því gjarnan notaður í vörur fyrir þá sem eru með viðkvæma húð. LYKTARLAUS MEÐ BALDURSBRÁ ætluð börnum Lyktarlaus handsápa úr handtíndri baldursbrá frá Sólheimum. Þar sem þessi sápa er bæði afar mild fyrir húðina og lyktarlaus hentar hún börnum sérlega vel, sem og þeim sem eru viðkvæmir. SÍTRÓNUGRAS & MORGUNFRÚ frískandi græðir Frískandi sítrónuhandsápa sem innheldur græðandi morgunfrú frá Sólheimum og ilm af sítrónugrasi. LOFNARBLÓM & BIRKI Róandi lofnarblómahandsápa (lavender) inniheldur einnig kröftugt birki, en bæði lofnarblómið og birkið þrífast einstaklega vel á Sólheimum. Arganolía/marokkógull, rósabelgjaog kvöldvorrósarolía eru löngu þekkt og eftirsótt hráefni í snyrtivörur vegna þess hvað þessar olíur hafa nærandi og yngjandi áhrif á húðina, Þær eru kaldpressaðar og vítamínauðugar og gefa húðinni dýrmæta næringu. Urtasmiðjan starfar samkvæmt alþjóðareglum um lífræna framleiðslu og hafa allar 20 vörutegundir þeirra fengið lífræna vottun, sem er mikilsvirtur og eftirsóttur gæðastimpill. Meðal vinsælustu vörutegunda Urtasmiðjunnar fyrir virkni sína má t.d. nefna djúpnærandi Silki -andlitsolíu, Morgunfrúarkrem, 24 klst. silkikrem og Rósakrem fyrir 40 ára og eldri. Græðismyrslið hefur í 20 ár sannað sig sem alhliða græðiáburður og borið undraverðan árangur við meðhöndlun á sárum, örum, ýmsum útbrotum, gyllinæð og legusárum og sem brunaáburður og er víða notað á dvalarheimilum og heilbrigðisstofnunum. Fótasalvinn mýkir og græðir harða og sprungna hæla og róar þreytuverk í fótum. Vöðvagigtarolían hefur hjálpað mörgum með vöðvabólgu, auma og stirða liði og sinadrátt. Hún er notuð á nuddstofum víða um land. Fersk uppskera af vestfirsku sjávarsalti... Vörurnar eru allar handunnar og framleiddar af alúð og umhyggju og eru kærkominn valkostur fyrir þau ykkur sem kjósa hreinar og lífrænar húðvörur/ snyrtivörur án hættulegra aukaefna. Vörurnar fást í Fræinu í Fjarðarkaupum, en frekari upplýsingar er að finna á ATH: Sólheimar eru einstakt samfélag sem hefur sjálfbærni að leiðarljósi. Hugmyndafræðin er byggð á mannspeki Rudolf Steiner um ræktun manns og náttúru. Rík áhersla á fjölbreytt atvinnutækifæri á Sólheimum birtist m.a. í því að allir fái að nýta náðargáfur sínar.

17 10 söluhæstu andlitskrem í Fræinu Íslensku andlitskremin sækja í sig veðrið Annað árið í röð vermir íslensk framleiðsla efsta sætið á listanum yfir söluhæstu andlitskremin í Fræinu. Það er hið vandaða og vel hugsaða 24 stunda krem Önnu Rósu grasalæknis. Fast á hæla þess fylgja ýmsar tegundir andlitskrema frá Dr. Hausckha, sem eru enn og verða áfram mjög vinsæl hjá heilsuþenkjandi Íslendingum. Það er full ástæða til að ítreka þá skoðun okkar að Dr. Hausckha á Íslandi verður seint þakkað það frumkvöðlastarf að kynna fyrir íslenskum konum hreinar, góðar og mjög virkar snyrtivörur úr lífrænt vottuðum hráefnum, án allra óæskilegra aukaefna. En það er líka gaman að sjá íslensku húðkremin festa sig í sessi, enda sýnir reynslan að íslensku jurtirnar sem eru notaðar í flest ef ekki öll íslensku andlitskremin eiga afar vel við íslenskar húðgerðir. Hér kemur listinn yfir söluhæstu andlitskrem Fræsins: 1. sæti Íslenska 24 stunda kremið frá Önnu Rósu grasalækni er enn sem fyrr í 1. sæti og er vel að því sæti komið. Anna Rósa tínir allar jurtirnar sjálf og handgerir kremið. 24 stunda kremið er sérlega rakagefandi. Það inniheldur lífrænt vottaðar lækningajurtir sem henta mjög vel þurri eða þroskaðri húð og er gott bæði kvölds og morgna. Það fer einnig vel undir farða og er á góðu verði. Kremið inniheldur m.a. E-vítamín, apríkósukjarnaolíu og rósaolíu. 2. sæti Rose Day Cream, eða rósakremið frá Dr. Hausckha vermir annað sætið eins og síðast. Það hefur lengi verið vinsælt meðal heilsuþenkjandi íslenskra kvenna. Það veitir góða vörn fyrir venjulega, þurra og viðkvæma húð íslenskra kvenna og jafnvel enn betri en léttari útgáfan, sem er í þriðja sæti (en margir kjósa að eiga þessi tvö til skiptanna). Efni unnin úr rósum veita húðinni gott jafnvægi og styrkja viðkvæma húð, sem og húð með tilhneigingu til æðaslits. Gott fyrir fólk á öllum aldri og jafnvel fyrir viðkvæma ungabarnahúð. 3. sæti Rose Day Cream Light, eða létta rósakremið, frá Dr. Hausckha skipar 3. sætið. Það hentar mjög vel fyrir þurra og viðkvæma húð íslenskra kvenna og veitir góða vörn. Ástæðan fyrir miklum vinsældum þess er að það hentar líka unga fólkinu og börn þola það mjög vel. Þá aðhyllast auk þess karlmenn í auknum mæli þetta létta rósakrem. 4. sæti eygló andlitskremið frá hafnfirska fyrirtækinu Sóley Organics nýtur ört vaxandi vinsælda og færist eina ferðina enn upp um eitt sæti. Það hefur lífræna vottun frá Túni og er hreinræktað andlitskrem úr handtíndum, villtum íslenskum lækningajurtum. eygló hentar einkum þurri, þreyttri og líflausri húð. Í kreminu er kvöldvorrósarolía sem inniheldur GLA, sem sannað er að geymir efni sem endurnýjar húðfrumur og eykur teygjanleika húðarinnar. 5 sæti Dagkremið frá Önnu Rósu er annað af tveimur andlitskremum hennar sem eykur vinsældir sínar. Þetta er létt og nærandi útgáfa sem inniheldur lífrænt vottaðar lækningajurtir, svo sem morgunfrú og kamillu, og smýgur auðveldlega inn í húðina. Það hentar sérstaklega vel venjulegri og viðkvæmri húð en galdur þess er m.a. fólginn í því hversu tilvalið það er undir andlitsfarða. 6. sæti Quince Day Cream kveðukremið frá Dr. Hausckha hefur algera sérstöðu. Það mýkir og verndar, m.a. gegn mengun. Vinsældir þess stafa m.a. af því hversu gott það þykir í daglegu borgaramstri. Það gerir kveðuávöxturinn, sem er afar rakabindandi. Stundum er þetta krem einfaldlega kallað stórborgarkremið og þetta er krem sem allir ættu að hafa með sér á ferðalögum. Hentar öllum húðgerðum. 7. sæti Toned Day Cream eða litað dagkrem frá Dr. Hauscka heldur sínum sessi. Þetta þunna og áferðafallega andlitskrem gefur fallegan lit og hentar hvort sem er þurri og viðkvæmri húð eða venjulegri. Það smýgur líka djúpt inn og er kælandi fyrir rauða húð og húð með rósroða. Töfrar þessa litaða dagkrems eru m.a. fólgnir í því að hægt er að nota það eitt og sér eða blanda því saman við önnur krem. Það er t.d. góð hugmynd að þynna aðeins þykkari farða með þessu kremi. Það gefur húðinni sannarlega silkimjúkt yfirbragð. 8. sæti Dr. Hausckha Moisturizing Day Cream hefur skemmtilega fjölþætta virkni, því það er í senn andlitsmjólk og fljótandi dagkrem. Kremið fæst bæði í 30 og 100 ml umbúðum. Kremið, sem kemur jafnvægi á rakastig húðarinnar, er þunnt og hentar fyrir allar húðgerðir, nema þá helst rauða og sprungna húð. Þetta öfluga krem lífgar upp á og frískar föla, þreytta og þurra húð og smýgur auðveldlega inn í húðina án þess að skilja eftir fitu. 9. sæti Regenerating Day frá Dr. Hauscka er nýtt á þessum lista, enda nýkomið á markað. Þetta er í raun lína sem er hönnuð sérstaklega fyrir þroskaða húð og nýtur vaxandi vinsælda. Regenerating kremið er flaggskipið í línunni, eins og góð andlitskrem verða jafnan. Það dregur úr fínum línum, jafnar húðlit og eykur teygjanleika húðarinnar, er sefandi og rakagefandi. Undirstaðan er olía úr hindberjafræjum og rauðsmári og það virkar, segja þeir sem hafa prófað. Það er mikilvægast. 10. sæti Morgunfrúarkremið frá Urtasmiðjunni inniheldur, eins og má geta sér til um, mikið magn morgunfrúar, sem er mjög græðandi, og er sannkallað 24 stunda silkikrem. Annað sem prýðir þetta ágæta krem er jurtaþykkni úr maríustakki og hafþyrnisolía (stundum nefnd omega 7). Eitt af því mest spennandi við Morgunfrúarkremið er að það inniheldur milda sólarvörn og hentar öllum húðgerðum. 20% afsláttur frá 17. apríl til 4. maí Lífrænar og glútenlausar Maískökur Fjölkornahrískökur Hrískökur með Quinoa korni

18 Dr. Hauschka - allt til alls Náttúrleg umhirða og heilbrigt útlit - Mikilvægt er að hreinsa húðina vel og gefa henni góðan raka til að viðhalda fallegu útliti. Dr. Hauschkasnyrtivörurnar eru hágæða snyrtivörur úr náttúrulegum og lífrænum jurtum og olíum, meðal annars úr jurtagarði dr. Hauschka sjálfs. Þær innihalda engin kemísk, erfðabreytt eða óæskileg efni, svo sem og paraben. Hreinsimjólk: Mild hreinsun Þessi milda hreinsun styrkir og eflir náttúrlegan teygjanleika húðarinnar og gefur fallega áferð. Gullkokkur, jójóbaolía, möndluolía og apríkósukjarnaolía næra húðina og styrkja. Djúphreinsandi hreinsikrem: Endurlífgandi hreinsun Mild en góð djúphreinsun fyrir allar húðgerðir sem viðheldur réttu sýrustigi húðarinnar. Gullkollur, kamilla og morgunfrú veita húðinni næringu. Möndlur, möndluolía og hveitikímolía vinna saman að því að gera yfirborð húðarinnar áferðarfallegt, silkimjúkt og geislandi. Andlitsvatn: Styrkjandi og frískandi grunnur Eykur innra jafnvægi og örvar starfsemi húðarinnar. Einstaklega frískandi, styrkjandi og endurnærandi. Notað eftir hreinsun húðarinnar til að fríska hana og vernda gegn ytri áhrifum. Augnkrem: Létt og frískandi Sérlega rakagefandi og nærandi augnkrem fyrir viðkvæma húð í kringum augun. Minnkar línumyndun, er kælandi og frískandi og veitir góða næringu. Litað fljótandi dagkrem Gefur góða næringu og mildan og fallegan lit fyrir venjulega, þurra og viðkvæma húð. Kemur jafnvægi á húðina og er kælandi og róandi fyrir viðkvæma húð og húð með rósroða. Litað bronskrem Gefur húðinni jafnan og fallegan gljáa og heilbrigt útlit. Kemur jafnvægi á raka og fitu í húðinni, dregur úr misfellum og gerir rauðar háræðar og ör minna áberandi. Aðeins þarf að nota 2-3 dropa og jafnvel blanda kreminu saman við dagkrem til að blanda sér sinn persónulega lit. Handáburður og naglaolía Dr. Hauschka handáburður: Smýgur vel inn í húðina og mýkir hana án þess að skilja eftir sig fitu á húðinni. Inniheldur lífrænar og náttúrlegar jurtir sem veita húðinni góðan raka og hjálpa til við endurnýjun hennar. Hefur reynst vel fyrir fólk sem þjáist af exemi og sóríasis. Dr. Hauschka naglaolía: Sérstök olía fyrir neglur og naglabönd. Inniheldur neemolíu sem er einstaklega góð fyrir neglur og naglabönd. Regluleg notkun stuðlar að sterkum og heilbrigðum nöglum. Má einnig nota á fætur og virkar hemjandi á tásveppi og inngrónar táneglur. Dr. Hauschka naglaolíupenni: Naglaolían fæst einnig sem naglaolíupenni sem hentugt er að hafa með sér í veski eða á ferðalagi. UMHVERFISVÆNAR HREINLÆTISVÖRUR 100% niðurbrjótanleg í náttúrunni 100% náttúruleg með lífrænum olíum Öflug virkni og afar notadrjúg Mild fyrir húð og öndunarfæri Hentar fólki með ofnæmi Öll vörulínan ber tvær strangar umhverfisvottanir Drjúgur uppþvottalögur með pumpu Unaðslegar handsápur með ilmkjarnaolíum Handhægir fjölnota úðar Fljótandi þvottalögur og öflug blettasápa

19 Saltverks saltið vekur athygli bestu matreiðslumanna heims! Óhætt er að segja að Saltverk sé eitt áhugaverðasta og framsæknasta smáfyrirtæki landsins um þessar mundir. Saltverk framleiðir íslenskt flögusalt úr Ísafjarðardjúpi, nánar tiltekið á Reykjanesi, sem þegar hefur vakið áhuga langt út fyrir landsteinanna. Segja má að hér sér því á ferð hið íslenska Maldon. Jafnvel betra en það fræga, breska sælkerasalt, segja sumir og þeirra á meðal matreiðslumeistarar á nokkrum af bestu veitingastöðum í heimi, sem eru byrjaðir að nota vestfirska sjávarsaltið. Hráefnið kemur úr íslenskum sjó, vitaskuld beint úr Norður-Atlandshafinu, sem enginn velkist lengur í vafa um að sé það hreinasta á jarðríki. Það sem vekur ekki síður athygli er að Saltverk er eini saltframleiðandi heims sem framleiðir sjávarsalt með nýtingu jarðvarma, en það þýðir að hér er á ferð eini umhverfisvæni framleiðandi flögusalts á byggðu bóli. Að sögn Björns Steinars Jónssonar, eins eigenda Saltverks, þarf um það bil 25 lítra af hreinum sjó af þessum nyrsta odda landsins til að eima salt í 250 gramma neytendapakka. Ég hef borið það saman við þá sem eru að vinna salt í Evrópu og Bandaríkjunum nálægt iðnaðar- og stórborgum, hvort Það sem vekur ekki síður athygli er að Saltverk er eini saltframleiðandi heims sem framleiðir sjávarsalt með nýtingu jarðvarma, en það þýðir að hér er á ferð eini umhverfisvæni framleiðandi flögusalts á byggðu bóli. viltu fá sjávarsalt unnið þaðan eða salt úr hreinasta og tærasta sjó í heimi, unnið á einum afskekktasta kima Evrópu? Og munurinn er áþreifanlegur því Saltverk salt inniheldur mun meira af lífsnauðsynlegum steinefnum en flestar aðrar tegundir sjávarsalts, segir Björn og upplýsir jafnframt að margir af samkeppnisaðilunum séu með gríðarlega CO2útlosun þar sem saltvinnslan hjá þeim sé mun orkufrekari en hjá Saltverki. Gaman er að geta þess að Saltverk byggir á gamalli saltframleiðsluhefð sem rekja má til ársins Þá hófust, fyrir tilstilli Danakonungs, kannanir á möguleikum á saltframleiðslu á Íslandi með nýtingu jarðvarma, en þær sem leiddu til þess að Reykjanes var valið til vinnslunnar, bæði vegna hreinleika sjávar í Ísafjarðardjúpi, seltu sjávarins og aðgengi að heitu vatni til eimingar, segir Björn. En nú er Saltverk að auka enn framleiðsluna ekki satt? Hvaða vöruþróun mun eiga sér stað á næstunni? Við fórum af stað í þetta ferðalag - að búa til salt - vegna ástríðu okkar á mat og matargerð og höfum undanfarna mánuði unnið hörðum höndum í samstarfi við kokka og aðra litla matvælaframleiðendur að nýjum útgáfum af saltinu. Af nýju tegundum má nefna lakkrís-salt, sem er afar skemmtilegt að nota með sætindum, og svo birkireykt salt, sem er afar gott með íslensku sjávarfangi. Grænmetisbuff frá Móður Jörð Móðir Jörð er mörgum vel kunnug fyrir ræktun á úrvals grænmeti og korni. Fyrirtækið framleiðir auk þess þrjár gerðir af tilbúnum grænmetisbuffum, þ.e. Byggbuff, Rauðrófubuff og Baunabuff, en hráefnin í buffin eru ræktuð í Vallanesi á Fljótsdalshéraði. Buffin, sem eru seld frosin, eru fullelduð og því þarf einungis að hita þau upp. Í hverjum pakka eru fjögur tilbúin grænmetisbuff sem gott er að nota sem uppistöðu í grænmetismáltíð eða hafa sem meðlæti með öðrum mat. Gott er að setja þau beint úr frystinum á heita, þurra pönnu eða á grill. Á pakkanum eru tillögur að uppskriftum að meðlæti s.s. salötum og salatsósum. Það er tilvalið að eiga grænmetisbuff frá Móður Jörð í frystinum því þá má útbúa heilsusamlega máltíð með nær engum fyrirvara. Allt hráefnið er 100% lífrænt ræktað. Galdrakonan að vestan töfrar fram þrjá nýja Galdra: Unnir úr lífrænt vottuðu eplaediki og jurtum Vörumerkið Villimey þekkja margir, en í átta ár hafa margs konar náttúruleg smyrsl undir því merki notið vinsælda. Nú er komin ný vara frá Villimey, en það er eplaedik með mismunandi virkni. Aðalbjörg Þorsteinsdóttir stendur að baki framleiðslunni. Í eplaedikinu eru lifandi gerlar (acidophilus) sem eru taldir koma jafnvægi á þarmaflóruna og leiða til betri nýtingar á næringarefnum úr fæðunni. Það er einnig talið styrkjandi fyrir virkni líffæra eins og þvagblöðru, lifrar og nýrna, ásamt því að vera gott við brjóstsviða og bólgum. Eplaedik er talið hreinsandi og stuðla að betri meltingu ásamt því að innhalda vítamín, steinefni og annað sem gerir líkamanum gott, segir Aðalbjörg. Þessar nýju vörur heita Berja Galdur, Hvannar Galdur og Birki Galdur og hafa hver sína virkni. Berja Galdurinn er með aðalbláberjum, sem eru stútfull af andoxunarefnum sem eru talin hægja á hrörnun líkamans, koma í veg fyrir hrukkumyndun og styrkja sjón. Birkið hefur verið notað sem lækningajurt í gegnum aldirnar, en það er meðal annars talið hreinsandi, vatnslosandi og bólgueyðandi. Hvönnin er svo talin styrkja ónæmiskerfið og meltingarfærin og losa slím úr öndunarfærum og hefur verið notuð öldum saman sem vörn gegn ýmsum veirum. Varan hefur verið í þróun hjá Aðalbjörgu og samstarfsfólki hennar frá árinu 2008 og er lífrænt vottuð af Vottunarstöðinni Túni. Ég vil prófa vörurnar mínar vel og vandlega áður en ég set þær á markað og gef mér góðan tíma í ferlið, segir Aðalbjörg. Hún segir eplaediksblöndurnar hafa gert sér og öðrum afar gott. Ég var greind með magabólgur þegar ég var nítján ára gömul og hef prófað ýmislegt. Ef ég er undir miklu álagi á ég erfitt með að borða brasaðan mat og jafnvel soðinn fisk en eftir að ég fór að taka eplaedikið fyrir mat hurfu bólgurnar eins og dögg fyrir sólu. Aðalbjörg mælir með því að blanda 1-2 matskeiðum af edikinu út í glas af vatni og drekka mínútum fyrir mat til að virkja meltingarensím og auka upptöku næringarefna. Hún segir sams konar vörur oft innihalda vínanda og því veigri sumir sér við þeim, sérstaklega óvirkir alkóhólistar. Eplaedikið dregur fram hollustuefnin í jurtunum með sama hætti og varan er alfarið laus við alkóhól. Þá verður blandan basísk í líkamanum, sem margir telja eftirsóknarvert. Villimeyjarsmyrslin hennar Aðalbjargar eru af ýmsum toga og meðal annars ætluð á sár, bólgur, verki, sveppasýkingar, húðútbrot og bleyjubruna. Þau hafa að hennar sögn reynst afar vel. Í upphafi hugsaði ég þau aðeins fyrir mig og fjölskylduna en þegar virknin fór að spyrjast út var mér eiginlega ýtt út í að setja þau á markað. Þau eru, líkt og edikblöndurnar, unnin úr jurtum og án allra ilm-, litar- og rotvarnarefna, en við framleiðsluna alla hef ég það að markmiði að bæta heilsu og vellíðan fólks. En hvaðan kemur þessi grasaáhugi? Þetta er í báðum ættum hjá mér og mér hefur verið sagt að ég hafi líka verið í þessu í fyrra lífi, segir Aðalbjörg og hlær. Ég hef grúskað mikið í þessu og sótt fjölda námskeiða. Ég er ættuð frá Tálknafirði, þar sem ég bý í dag, og er mikið náttúrubarn. Ég þrífst best í hreinni náttúru Vestjarða, segir Aðalbjörg, sem áður stundaði m.a. smábátaútgerð á Tálknafirði og í Hafnarfirði, vann við bókhald og var útibússtjóri Sparisjóðsins á Tálknafirði.

20 Argan-olía frá NOW 100% lífræn og 100% hrein - eitt af leyndarmálum Hollywood-stjarnanna! Argan-olía er sannarlega fjölhæf olía, enda ekki að ástæðulausu að hún hefur verið kölluð gullið frá Marokkó. Hún hentar öllum húðgerðum því hún er bæði 100% hrein og lífræn og í raun dálítið vatnskennd og léttari en aðrar olíur. Hún er afar notadrjúg og aðeins þarf að nota hálfan til einn dropa í rakt hár eða á húð til að ná fram heilbrigðum glans og raka. Argan-olían er eitt af leyndarmálum Hollywood-stjarnanna, en margar þeirra luma á slíkri olíu í snyrtibuddu sinni. Notkun á Argan-olíu: Það þarf aðeins /2 dropa í þykkt og mikið hár til að ná fram náttúrulegum gljáa. Best er að bera olíuna í rakt hár og reglan Less is more á vel við um Argan-olíuna frá NOW, enda er hún 100% hrein og því einstaklega virk og góð. Nýju Latabæjarbætiefnin vekja lukku! Nú fást fjórar vandaðar tegundir í Fjarðarkaupum Öll viljum við börnum okkar það sem þeim er fyrir bestu, en það sem við viljum og það sem þau vilja fer ekki alltaf saman. Flest erum við fyrirmyndirnar svo uppteknar í annríki dagsins að við gleymum oft að huga að vel samsettu fæði sem inniheldur öll nauðsynleg vítamín fyrir okkur og börnin okkar. Með hliðsjón af þessu algenga vandamáli fann starfsfólk Heilsu þörfina á að koma með einfaldar bragðgóðar lausnir sem henta öllum börnum. Í samvinnu við Latabæ hefur Heilsa því þróað þrjár tegundir af bætiefnum sem öll börn geta tekið, hvort sem þau fá fjölbreytt fæði eða ekki. Ómótstæðileg BLÓÐAPPELSÍNU BRÚNKA með chili Hér er bráðholl og alveg einstaklega góð hráfæðis brúnka sem er gaman að dunda sér við að baka þegar þú hefur nægan tíma. Það má líka baka hana í venjulegum ofni. Þessi er til að lifa fyrir. Botninn: 2 bollar möndlumjöl 1 bolli spírað haframjöl (eða meira möndlumjöl) 2 bollar kókoshnetuflögur 1/4 tsk sjávarsalt 3/4 bolli hrákakóduft 1 tsk hrein vanilla duft eða extract 12 mjúkar steinlausar döðlur 3 msk raw kókoshnetusykur 2 lítil lífræn epli, maukuð 1 habanero eða venjulegt chili án fræja börkur og safi af tveimur blóðappelsínum, eða venjulegum appelsínum Kremið á kökuna: 2 avacadó 1/4 bollir hrákakóduft 4 msk kókoshnetusykur, agave eða hunang 1/8 tsk salt 1 tsk hreint vanilluduft 2 msk appelsínubörkur Blóðappelsínusneiðar til skreytinga Hvernig á að gera brúnkurnar? 1) Blandið saman möndlumjöli, haframjöli, kókoshnetum, salti og kakói í öflugum blandara. 2) Blandið sér saman, einnig í blandara, vanillu, döðlum, kókoshnetusykri, eplum chili og appelsínuberki og safa þar til blanda er orðin silkimjúk. 3) Setjið mjölið út í og látið blandast vel. Setjið í teflex form og bakið í þurrkofni, eða venjulegum við 115 gráður í 12 klukkustundir. 4) Snúið kökunni og þurrkið í fáeinar klukkustundir í viðbók uns hún verður þurr en samt mjúk í miðjunni (ef þið viljið þá megið þið líka baka við hærri hita í skemmri tíma, en þá er hún ekki lengur hráfæðis). Kremið á kökuna: Setjið allt innnihaldið í blandara og vinnið þar til kremið verður silkimjúkt. Dreifið blóðappelsínusneið yfir. Njótið. ATHUGIÐ. Ef þú átt ekki þurrkofn má vel þurrka eða baka kökuna í ofni, við lægsta hita. En þá tekur hún mun skemmri tíma. * Heimild: Latabæjar acidophilus er nauðsynlegur til að viðhalda heilbrigðri þarmaflóru. Mataræðið sem gjarnan er í boði í dag veldur mörgum börnum óútskýrðum einkennum frá meltingarveginum sem oft má bæta með töku acidophilus. Acidophilus er erfitt að fá í venjulegum mat, helst er honum bætt í matvæli eins og AB mjólk og LGG plús. Það hafa ekki öll börn smekk fyrir þeim vörum og því er nauðsynlegt að fá acidophilus í formi bætiefna. Latabæjar acidophilus inniheldur 1 milljarð gerla í eplalaga tuggutöflum sem börnum finnst spennandi að borða og ekki skemmir fyrir að þær eru mjög bragðgóðar. Latabæjar D-3 vítamín með kalki, magnesíum og sinki er mjög fín blanda í réttum hlutföllum til að viðhalda almennu heilbrigði barna. Nýjustu rannsóknir hafa sýnt að börnin fá ekki nægilegt magn af D-vítamíni úr fæðunni. Latabæjar D-3 vítamín inniheldur viðbætt magnesíum, kalk og sink og öll þessi bætiefni hjálpast að við að nýta betur eiginleika hvers annars og auka upptöku og nýtingu líkamans á D-vítamíni. Latabæjar D-3 vítamínblandan er í bragðgóðum eplalaga tuggutöflum. Latabæjar Múltí-vít er sérvalin blanda af vítamínum og steinefnum í réttum hlutföllum fyrir börn. Foreldrar og forráðamenn barna vilja auðvitað huga vel að heilsu barna sinna og gefa þeim fjölbreytta og næringarríka fæðu. Oft eru forráðamenn þó óvissir um það hvort börnin þeirra fái þau vítamín og steinefni sem líkaminn þarfnast og til að vera alveg viss er gott að gefa þeim auka skammt af vítamínum, sérstaklega yfir vetrartímann þegar umgangspestir herja á skólana og leikskólana. Latabæjar Múltí-vít er tilvalin viðbót við daglegar venjur og viðheldur orku og styrk allan daginn. Latabæjar Múltí-vít er í bragðgóðum eplalaga tuggutöflum. Latabæjar Omega 3 er eitt af góðu vítamínunum sem líkaminn þarfnast. Það styrkir stoðkerfi heilans og eflir eðlilega þroska. Omega 3 viðheldur heilbrigðu miðtaugakerfi. Fita er heilafóður því rétt eins og bein þurfa kalk þarf heilinn fitu. Skortur á DHA getur valdið skertri heilastarfsemi og DHA er aldrei jafn mikilvægt og á barnsaldri. Omega 3 DHA er unnið úr smokkfiski, sem er auðugur af þessum fitusýrum. Perlurnar eru smáar bragðgóðar, henta vel til að sjúga og er auðvelt að kyngja. Öll þessi þrjú Latarbæjarbætiefni eru bragðbætt með xýlitoli, sem er náttúrulegt sætuefni unnið úr birkitrjám. Latabæjarbætiefnin innihalda ekki sykur, ger, sterkju, hveiti, glútein, maís, soja, mjólk, egg eða gerviefni og eru því mjög hentug fyrir börn sem eru með mataróþol af einhverju tagi. En höfum samt alltaf í huga að bætiefni koma ekki stað hollrar fæðu. Takmarka skal neyslu við ráðlagðan dagskammt. Þú hefur fengið Latabæ í lið með þér - saman hvetjum við þá sem okkur þykir vænt um til að velja betri kostinn Gott hjá þér. Kókoshnetuolía í hylkjum frá NOW frábær fyrir þá sem vilja bæta hollri og góðri fitu við mataræðið á einfaldan hátt. NOW lífræna kókoshnetuolían er óunnin, kaldpressuð olía í belgjum sem auðveldar þér að nálgast holla og góða fitu á hverjum degi. Þessi kókoshnetuolía inniheldur engar transfitusýrur og er rík uppspretta af miðlungslöngum fitusýrum, eins og lárín- (C-12) og kaprýlfitusýrunum. Miðlungslangar fitusýrur geymast almennt ekki í fitubirgðum líkamans og er talið að þær auki efnabrennslu, sem aftur eykur fitubrennslu. Kókoshnetuolía er u.þ.b. 50% lárínfitusýra sem umbreytist í mónólárínfitusýru í líkamanum. Mónólárínfitusýra er vel þekkt fyrir örverudrepandi virkni sína, sem þýðir að hún drepur vírusa, bakteríur og sníkjudýr.mónólárín drepur einnig ger og sveppi í meltingarveginum. Notkun á kókosolíu: Sem fæðubótarefni:2-3 belgir 2-3 sinnum á dag með máltíð.

21 Organic Burst: Ein áhugaverðasta ofurfæðan á markaðnum í dag! Organic Burst er kröftug ofurfæðulína sem hefur þegar hlotið mikið lof og fengið margar viðurkenningar og verðlaun. Á síðasta ári var hún kjörin Besta nýja ofurfæðulínan á vegum NaturalLifstyle. Línan inniheldur MACA, HVEITIGRAS, SPIRULINA, ACAI og BAOBAB, en það er mjög næringarríkur ávöxtur sem vex á trénu sem gjarnan er kallað Lífsins tré. Organic Burst línan er lífrænt vottuð, og þar sem það er hægt er innihaldið unnið samkvæmt ítrustu stöðlum um hráfæði og er fullkomlega vegan Organic Burst ofurfæðið er frábært í morgunhristinginn eða út í vatn eða safa hvenær sem er dags til að næra sig og endurnýja orkuna. Fyrirtækið sem framleiðir Organic Burst vinnur samkvæmt öllum viðurkenndum siðferðisstöðlum. Markmið þess er að framleiða eingöngu hágæðavörur úr kröftugu hráefni og virða lífræna vottunarstaðla. Fyrirtækið hefur sérstaka ástríðu fyrir vandaðri ofurfæðu og kynnir sér allar vísindakenningar á því sviði, auk þess að hlusta vel á viðskiptavini sína.. Vinnsluaðferð Organic Burst er þannig að vörur þeirra halda ekki aðeins upprunalegum vítamínum og steinefnum heldur varðveita einnig trefjar, andoxunarefni, lífsnauðsynlegar amínósýrur og öll þau náttúrulegu jurtaefni sem hver þessara fæðutegunda býr yfir beint frá náttúrunnar hendi. Allt innihaldið er með öðrum orðum algerlega náttúrulegt og án tilbúinna aukaefna. Organic Burst hefur vottun frá Soil Association og allt hráefnið er unnið í góðri samvinnu við heimamenn á hverju svæði. M.a. er baobab-duftið unnið í samvinnu við PhytpTrade Africa, sem eru samtök sem stuðla að betri viðskiptaháttum víða í Afríku og eru ekki rekin í hagnaðarskyni, sjá nánar á : Oragnic Burst-línan sem fæst í Fræinu inniheldur: Baobab ávöxtur hins helga apabrauðstrés Baobab (apabrauðstré) er ávöxtur Lífsins trés sem vex í Afríku. Hvað þýðir lífræn vottun Organic Burst? Kemísk efni, íblöndunarefni og fylliefni eru stranglega bönnuð. Varan inniheldur engin erfðabreytt efni (GMO) Engar tilraunir á dýrum hafa átt sér stað við öflun eða vinnslu þessarra hráefna. Ekkert skordýraeitur hefur komið nálægt hráefninu. Ávöxturinn hefur lengi verið í hávegum hafður um alla álfuna vegna einstaks næringarinnihalds, enda er hann bæði mjög ríkur af C-vítamíni, góðum meltingargerlum og fosfóri. C-vítamínið í baobab,-ávextinum, sem er auðvitað andoxunarefni, þykir mjög orkugefandi og styrkjandi fyrir taugakerfið og eykur upptöku járns. Góða meltingargerla þarf varla að fjölyrða um og enn betra er að geta fengið þá líka með fæðunni. Maca kemur jafnvægi á hormónabúskapinn Organic Burst macarótin vex í meira en 4100 metra hæð yfir sjávarmáli í Andesfjöllunum, þar sem engar aðrar jurtir þrífast. Það segir sína sögu um kraftinn sem í henni býr. Töfrar macarótarinnar búa í því að hún kemur jafnvægi á hormónabúskap líkamans, sem flestir sérfræðingar, m.a. David Wolfe, eru sammála um að sé lykillinn að góðri heilsu. Macarót inniheldur öll lífsnauðsynleg steinefni sem auka þol og þrótt, sem og kalk, fosfór, mangan og járn, Hreinsandi hveitigras Hveitigras, oft kallað græna undrið, er mjög hreinsandi. Það inniheldur blaðgrænu, lífsnauðsynlegar fitusýrur, ensím og steinefni og mikið af A-vítamíni, sem er m.a. mjög gott fyrir húðina og þá einkum ystu húðþekjuna. Þetta hveitigras er lífrænt ræktað, alveg hreint, hrátt og mjög áhrifaríkt. Það hefur lengi verið vitað að blaðgrænan í hveitigrasinu er það hreinsandi að hún fjarlægir eiturefni og þungamálma úr líkamanum. Auk þess er hveitigrasið mjög sýrujafnandi og inniheldur mangan, fosfór og mikið af góðum ensímum, sem gefa góða orku. Spirulina - ofurfæða Aztekanna Spirulina frá Organic Burst inniheldur nær öll lífsnauðsynleg næringaefni fyrir líkamann. Það er lífrænt ræktað í hreinum ferskvatnstjörnum og því algerlega hreint, meltist auðveldlega og er mjög kröftugt. Vitað er að aztekar til forna notuðu spirulina til að ná sér orku og góð prótein, svo það er fjarri lagi að hér sé ný ofurfæða á ferð. Það sem aztekar vissu kannski ekki upp á hár er að spirulina inniheldur allar 18 Hvorki má nota tilbúinn kemískan áburð né lyf, vaxtarhormóna eða sýklalyf. Þannig er Organic Burst ekki eingöngu fyrir þá sem kjósa hreint grænmetisfæði heldur líka fyrir vegana / jurtaætur, eða fólk sem kýs eingöngu fæði úr jurtaríkinu. lífsnauðsynlegu amínósýrunar, mikið af blaðgrænu og betakarótíni, B6 -vítamíni og járni, en allt þetta styrkir ónæmiskerfið og skerpir minnið; einnig B1- og B2 -vítamín sem styrkir taugakerfið og hjarta- og æðakerfið. Açai hægir á öldrun að innan sem utan Açaiber eru uppspretta eins öflugasta andoxunarefnisins sem fyrirfinnst í náttúrunni samkvæmt vísindalegum rannsóknum. Magn andoxunarefnisins ORAC í açaiberjum er 167, samanborið við 32 í bláberjum. Það merki að açaiber hægir á öldrun alls líkamans, að utan sem innan. Þetta açai er tandurhreint, beint úr Amazonfrumskóginum. Açaiber eru mjög E-vítamínrík, og innihalda omega 3 og 9 ásamt miklu magni af jurtanæringarefnum, en það sem andoxunarefnin gera umfram allt er að vernda frumur líkamans, og raunar sjálfar stofnfrumurnar, fyrir skaðlegum sindurefnum. Þessi açaiber eru frostþurrkuð í hylkjum og 100% hrein og náttúruleg, án nokkurra fylliefna. 10% afsláttur Jákvæðar breytingar á líkama og sál Loksins er komin á markaðinn náttúruleg lausn fyrir konur á breytingaaldri. Femarelle er gert úr jurtaefnum og rannsóknir sýna að það slær á einkenni tíðahvarfa. Guðfinna Guðný hefur á síðustu mánuðum tekið inn Femarelle og hefur fundið mikinn mun á sér. Ég hef notað Femarelle og hef sannarlega merkt góðan árangur. FRUM - Þar sem ég hafði sjálf fundið fyrir vanlíðan vegna breytingaraldurs þá fannst mér ég engu hafa að tapa. Ég las bæklinginn og kannaðist strax við einkenni svo sem hitakóf, stirðleika í liðum og vöðvum, skapsveiflur og annað sem fylgir tíðahvörfum. Eftir að ég fór að taka inn Femarelle fann ég fljótlega fyrir jákvæðum breytingum á líkama og sál. Lundin varð léttari, hitakófum fækkaði og það sem mest um munar fyrir mig minnkaði stirðleiki í liðum og vöðvum til muna. Núna get ég gengið um án þess að finna fyrir stirðleika og öll mín líðan er mun betri. Ég mæli hiklaust með Femarelle fyrir allar konur. Guðfinna Guðný Sigurgeirsdóttir Sigríður Jónsdóttir Ég mæli með Bio Kult Candéa fyrir skjólstæðinga mína Síðustu ár hef ég lagt mikla áherslu á að vera í jafnvægi, með góða orku og einbeitningu í lífi og starfi. Eitt af því sem ég tel skipta miklu máli í því samhengi er jafnvægi í líkamanum og góð flóra. Í gegnum tíðina hef ég því lagt áherslu á að taka inn góða gerla til að viðhalda jafnvæginu og orkunni og hef prufað þá allra bestu hér á markaðinum hverju sinni. Mér finnst Bio Kult Candéa vera skjótvirkasta varan sem ég hef prufað hingað til og mæli með Bio Kult fyrir skjólstæðinga mína sem gjarnan eru að glíma við ójafnvægi í lífi sínu og hefur varan reynst þeim vel og með góðum árangri. Sigríður Jónsdóttir, ADHD markþjálfi og Áfengis og vímuefnaráðgjafi (ICADC) Femarelle Er öruggur kostur fyrir konur. Slær á óþægindi ss. o Höfuðverk, svefntruflanir, nætursvita, skapsveiflur, óþægindi í liðum og vöðvum. o Þéttir beinin. o Hefur ekki áhrif á móðurlíf eða brjóstavef. Náttúruleg lausn, inniheldur Tofu þykkni og Flaxceed duft. Inniheldur engin hormón eða Ísóflavóníða. Staðfest með rannsóknum síðustu 13 ár.

22 Steikt fíflablóm að hætti grasalæknisins Finnur þú fyrir ertingu, kláða eða óþægindum við blæðingar? Spennandi uppskriftir úr bókinni Ljúfmeti úr lækningajurtum eftir Önnu Rósu Róbertsdóttur og Albert Eiríksson: Önnu Rósu Róbertsdóttur grasalækni er fátt heilagt. Í fyrsta sinn þegar hún steikti fíflablóm varð hún alveg steinhissa, því jafnvel Anna Rósa hafði gert ráð fyrir að þau væru álíka beisk á bragðið og fíflablöð. Það kom því þægilega á óvart að steikt fíflablóm reyndust vera töluvert lík sveppum á bragðið og ákaflega ljúffeng, segir Anna Rósa, sem mælir hiklaust með að fólk prófi að leggja sér þau til munns. Nú er vorið í vændum og því verður nóg framboð af fíflablómum áður en langt um líður. Anna Rósa skorar á okkur hin að prófa þessa einföldu uppskrift, en fíflablóm eru tilvalin sem meðlæti með öðrum mat: 3 lúkur af fíflablómum með grænum bikarblöðum smjör sjávarsalt og svartur pipar Steikið fíflablómin í smjöri á vel heitri pönnu í nokkrar mínútur og kryddið eftir smekk. Í þennan rétt mætti setja með ung hjartaarfablöð á móti fíflablöðunum, því þau eru líka ljómandi góð steikt. Einnig er tilvalið að bæta við ferskum basilíkublöðum í lok steikingar. Steikt fíflablöð eru kjörið meðlæti með flestum réttum, ef ekki öllum. Þau eru ljúffeng og koma á óvart, því getum við lofað. Fíflablöðin eru best nýsprottin snemma á vorin, en það má þó alveg nota þau til matar allt sumarið. Þau verða aðeins beiskari þegar á líður en góð engu að síður. Fíflablöðin eru full af vítamínum og næringarefnum og því um að gera að borða sem mest af þeim meðan tækifæri gefst. - Organyc gæti verið lausnin... Bindin og tapparnir frá Organyc eru úr 100% lífrænni bómull með náttúrulegri rakadrægni. Líkur á roða, útbrotum og ofnæmi eru hverfandi og nýleg rannsókn á kvensjúkdómum sýndi fram á að hjá 90% kvenna sem notuðu bindi og tappa úr 100% bómull leystust húðertingarvandamál á þremur mánuðum og að 60% kvenna fundu mun á fyrsta mánuði. 2 bolli túnfíflablöð 2/3 dl jómfrúarólífuolía 1/2 ferskur rauður chili, fræhreinsaður 3 hvítlauksrif 2 cm fersk engiferrót Grófsaxið fíflablöðin. Saxið smátt chili, hvítlauk og engifer. Hitið olíuna á pönnu, setjið allt hráefnið á pönnuna og steikið stutta stund. Tilvalið sem meðlæti með eggjaköku og fisk- og kjötréttum. Fróðleikur um túnfífil Taraxacum officinale Organyc-bindin og -tapparnir eru 100% lífniðurbrjótanleg. Þau eru því bæði góð fyrir þig og umhverfið. Organyc bómullarskífur: Dásamlega mjúkar, lífrænar bómullarskífur úr 100% bómull sem veita sérlega blíðlega og djúpa hreinsun. Umbúðirnar eru úr endurnýjanlegum hráefnum og brotna fullkomlega niður í náttúrunni. Organyc eyrnapinnar: Stikur eyrnapinnanna eru úr endurvinnanlegum pappa og með yndislega mjúkum 100% lífrænum bómull. Umbúðir eru úr endurnýjanlegum hráefnum og brotna fullkomlega niður í náttúrunni. Túnfífillinn hefur verið vinsæl lækningajurt frá örófi alda en hefur einnig verið nýttur töluvert til matar. Hefð er t.d. fyrir því víða í Evrópu að gera vín og síróp úr blómunum, ennfremur að djúpsteikja blómin en nota blöðin í salöt og sósur. Rótin var áður fyrr notuð bæði í bjórgerð og sem kaffibætir og á Íslandi voru fíflarætur steiktar og borðaðar með smjöri. Túnfíflablöðin þykja mjög vatnslosandi en rótin örvar meltingu og er talin góð við lifrarbólgu, vindgangi, uppþembu og harðlífi. Hún er einnig talin styrkja lifrina eftir langvarandi lyfjatöku og er mjög gagnleg innvortis við exemi, sóríasis og gigtarsjúkdómum. Fíflamjólkin, sem er í stilkunum, er gjarnan notuð útvortis til að eyða vörtum. Heilsubætandi áhrif spíra Hippókrates, sem var uppi um 400 árum fyrir okkar tímatal og kallaður hefur verið faðir læknisfræðinnar, sagði: Látið fæðið verða lyfið ykkar. Í dag, um árum síðar, benda faraldsfræðilegar rannsóknir í Bandaríkjunum, Evrópu og Asíu til þess að neysla á káli, einkum brokkólíi, radísum, blómkáli, hvítkáli, rósakáli og kínakáli, leiði til lægri tíðni krabbameins, m.a. í blöðruhálskirtli, lungum, brjóstum og ristli, auk fjölmargra annarra heilsuverndandi áhrifa. Þessi verndandi áhrif eru talin stafa af glúkórafaníninu (brennisteinsglýkósíð) sem plönturnar innihalda. Brokkólí inniheldur sérlega mikið af glúkórafaníni í samanburði við aðrar káltegundir. Við meltingu og niðurbrot efnisins í meltingarveginum umbreytist glúkórafanínið í lífvirka efnið súlfórafan, sem rannsóknir hafa sýnt að geti m.a.: hindrað æxlismyndun örvað afeitrun og hreinsun krabbameinsfruma úr líkamanum hindrað útbreiðslu krabbameinsfruma til annarra líffæra hægt á vexti krabbameins á lokastigi Það er þó háð því hvernig meltingarvegurinn vinnur úr efninu glúkórafanín og síðan hvernig upptaka líkamans á súlfórafani er og þar með áhrif þess á frumurnar. Plöntuensímið mýrósínasi er mikilvægt við niðurbrot glúkórafaníns, en það er að finna í sérlega ríkum mæli í radísuspírum. Þá hefur bakteríuflóra meltingarvegarins einnig áhrif, en öflug meltingarflóra hefur jákvæð áhrif á niðurbrot efnisins. Til að ensímið mýrósínasi sé nýtanlegt við niðurbrot glúkórafaníns má ekki hita grænmetið við hærra hitastig en 47 C. Því er best að borða brokkólíið létt gufusoðið eða rífa það niður á rifjárni og borða það hrátt. Brokkólíspírur innihalda 10 til 100 sinnum meira af glúkórafaníni en fullvaxta brokkólíplanta og eru taldar bestar til átu 8-15 daga gamlar. Þar sem þeirra er neytt ferskra nýtist ensímið mýrósínasi við niðurbrot glúkórafaníns í súlfórafani í meltingarveginum. Best er að neyta þeirra með radísuspírum þar sem þær eru mjög ríkar af mýrósínasa og innihalda einnig glúkórafanín. Samkvæmt nýlegri rannsókn er æskileg neysla á ferskum brokkólíspírum á dag um gr. Brokkólíspírur og radísuspírur eru jafnframt ríkar af andoxunarefnum sem hjálpa líkamanum að eyða sindurefnum, svokölluðum stakeindum, sem talin eru orsök ýmissa hrörnunarsjúkdóma og hrörnunar líkamans almennt. Þrátt fyrir að þær rannsóknir sem grein þessi byggir á gefi vísbendingu um góð áhrif þessarar fæðu á frumur er þörf á nánari rannsóknum sem taka til stærri úrtaka, áhrifa mismunandi fæðuinntöku á upptöku súlfórafans, sem og erfðafræðilegum þáttum. Þar til við fáum niðurstöður slíkra rannsókna ættum við að engu að síður að fylgja orðum Hippókratesar og vanda fæðið sem við neytum. Heimildir: Juge N., Mithen R.F., og Traka M. Molecular basis for chemoprevention by sulforaphane: a comprehensive review, Cell. Mol. Life Sci. 64(2007) M. Akhlagi og B. Bandy. Dietary Brocccoli Sprouts Protect Against Myocardial Oxidative Damage and Cell Death Durning Ishemia Reperfusion Plant Foods Hum Nutr, 65: , J. Fahey, Y Zhang, P. Talalay Broccoli sprouts: An exceptionally rich source of inducers of enzymes that protect against chemical carcinogens. PNAS, vol. 94 no. 19., Li Y, Zang T, Korkaya H. o.fl., Sulforanphane,a Dietary Component of Broccoli/Broccoli Sprouts, Inhibits Breast Cancer Stem Cells, Clinical Cancer Research. 1; 16(9) , 2010.Paul R. Hanlon and David M. Barnes.Phytochemical Composition and Biological Activity of 8 Varieties of Radish (Raphanus sativus L.) Sprouts and Mature Taproots. Journal of Food Science,Vol. 76, Nr. 1, 2011.

23 ECOSPIRA nýtt heilsuvöru framleiðsufyrirtæki hér á landi Nýtt fyrirtæki hér á landi, ECOSPÍRA, hefur hafið framleiðslu á ýmsum tegundum spíra, sem hafa samkvæmt rannsóknum góða heilsufarslega eiginleika. Þar má t.d. nefna brokkólíspírur, radísuspírur og smáraspírur, kryddspírur eins og laukspírur og blaðlauksspírur og ýmsar fleiri spírutegundir. Engin kemísk efni, aukaefni eða rotvarnarefni eru notuð við framleiðsluna. Fyrirtækið hefur hlotið lífræna vottun frá Vottunarstofunni Túni. Starfsstöð fyrirtækisins er í Hafnarfirði Kókoshveiti í baksturinn sunnudagsvöfflurnar Þessi ótrúlega einfalda uppskrift er upplögð þegar þig langar í seðjandi og bragðgóðan lágkolvetna rétt hvenær dagsins sem er. Lágkolvetna sunnudagsvöfflur 5 dl möndlumjöl og/eða kókoshveiti frá Dr. Goerg (má nota til helminga) 3 dl rjómi 6 egg 25 gr hreint smjör 1 dropi af Better Stevia frá NOW Aðferð: 1. Bræddu smjörið í litlum potti eða settu í örbylgjuofn í 25 sek. 2. Hrærðu eggin og rjómann saman í skál 3. Hrærðu möndlumjölinu og/eða kókoshveitinu saman við eggjablönduna þar til blandan er slétt. 4. Hrærðu smjörinu og dropanum af stevíunni saman við blönduna 5. Steiktu vöfflurnar í vöfflujárni og borðaðu heitar með smjöri.

24 Tilboð í Fræinu 20% afsláttur til 4. maí Svona sáir þú Kvöldrósar fræjum: 1. Hálf fyllið fræbakka af gróðurmold 2. Stráið fræjunum yfir moldina, dreifið smá af gróður mold yfir 3. Látið standa í C og haldið moldinni rakri. 4. Passið að græðlingarnir séu þar sem birta er en ekki í beinu sólskini. 5. Þegar þeir eru nógu stóri til flutnings, færið þá í pott og hafið ca 5 cm á milli þeirra. 6. Njótið þess að sjá þær blómgast, einnig er hægt að nota plöntuna í salat. Í 30 ár hefur Efamol ræktað og unnið olíu úr kvöldvorrósar fræjum, sem gefa okkur þessa virku olíu. Efamol olían hjálpar til að koma hormónajafnvægi á líkamann hjá ungum sem öldnum. Olían gerir húðina þéttari og sléttari, hún hefur hjálpað mörgun sem eiga við exem að stríða.. Í tilefni 30 ára afmælisins þá fylgir með hverju keyptu glasi einn poki af Kvöldvorrósar fræjum, þá getur þú ræktað þínar eigin kvöldvorrósir. Hjálpar við einbeitinguna. Gott í prófatíð. 25% afsláttur til 4. maí Bragðgóð bætiefni fyrir litla ærslabelgi. 20% afsláttur til 4. maí 20% afsláttur til 4. maí 20% afsláttur til 4. maí 20% afsláttur til 4. maí Vatnslosand og ríkt af steinefnum. Eykur liðleika og hjálpar húðinn í sólinni. Gott til að örva minnið og létta á streitu.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri.

Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Fjarðarkaup Yfirmáta næringaríkir sælgætismolar 4 Átta bestu ráðin gegn kvefi og flensu 6 Við mælum með: Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir Í þessari yfirgripsmiklu og vönduðu bók sem var

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb

Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb Fjarðarkaup 1. árgangur 1. tölublað Apríl 2010 Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt 10 vinsælustu matvörur Fræsins Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb Verslaði í Fræinu og flutti

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið MARAÞON ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli. Tók áskorun mömmu Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt fyrsta maraþon í ár, en það verður einnig

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring 1 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ 2 Hvað er fæðubót Efni/matur sem við bætum ofan á matinn okkar. Efni/matur sem er í hylkjum/dufti/olíu/vökva/töflur/brjóstsykur.

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1 udo.qxd:probiotics bro E 0806 1/1/05 12:12 AM Page 1 Probiotic úrræði Fyrir alla aldurshópa Probiotic Blends Sex öflugar Probiotic-blöndur, sérstaklega hannaðar með tilliti til aldurs, viðhalds og endurnýjunar

More information

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóli Íslands 2017 Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr.

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr. HEILSUFRÉTTIR September 2015 3. tbl 16. árgangur GEYMDU BLAÐIÐ ALLT UM TE! bls. FRÓÐLEIKUR UM TE bls. 8 HAUST UPPSKERAN uppskriftir! bls. 7 ORKA FYRIR KONUR Siberian Ginseng frá Lifeplan er sniðið að kvenlíkamanum

More information

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011

Sundráð ÍRB Fréttabréf Ágúst 2011 Eldri hópur er hópur sem Ant kom á og frábær nýung fyrir þá sem vilja æfa sund en hafa ekki tíma né áhuga til að vera í afrekssundi. Þetta er frábær vettvangur fyrir þá sem vilja æfa undir topp leiðsögn

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

EKKERT NEMA NET. Lokaverkefni í íþróttafræði BSc. Höfundur/ Sigrún S. Skarphéðinsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Pétur Sigurðsson

EKKERT NEMA NET. Lokaverkefni í íþróttafræði BSc. Höfundur/ Sigrún S. Skarphéðinsdóttir Kennitala: Leiðbeinandi: Pétur Sigurðsson EKKERT NEMA NET UNDIRSTÖÐUATRIÐI Í KÖRFUKNATTLEIK Sigrún S. Skarphéðinsdóttir Lokaverkefni í íþróttafræði BSc 2013 Höfundur/ Sigrún S. Skarphéðinsdóttir Kennitala: 080570-4499 Leiðbeinandi: Pétur Sigurðsson

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Ólafur Reykdal, Matvælarannsóknum Keldnaholti, og Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Á seinni árum hefur athyglin beinst að því að omega-3 fitusýrur

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur

Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Börn sem ekki borða Hvað er til bragðs að taka? Brynja Jónsdóttir, talmeinafræðingur Steinunn Hafsteinsdóttir, atferlisfræðingur Hvað er fæðuinntökuvandi? 70-89% barna með þroskaraskanir eiga í einhverjum

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr.

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392. FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 20.4.2017 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins Nr. 24/392 FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 1358/2014 2017/EES/24/35 frá 18. desember 2014 um breytingu á reglugerð (EB)

More information

Sámur. Shetland sheepdog TEGUNDARKYNNING: BLAÐ HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS. 2. tbl 35. árg. september 2013 verð 999 kr.

Sámur. Shetland sheepdog TEGUNDARKYNNING: BLAÐ HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS. 2. tbl 35. árg. september 2013 verð 999 kr. Sámur BLAÐ HUNDARÆKTARFÉLAGS ÍSLANDS 2. tbl 35. árg. september 2013 verð 999 kr. Stefstells Skrúður dregur úr einhverfu- bls. 6 Sveppasýkingar í hundum - bls. 8 Reykjavík Winner 2013 - bls. 16 Ræktandinn-

More information

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst

JÓHANNES BJÖRN. Falið vald. Kúnst JÓHANNES BJÖRN Falið vald Kúnst 1979, 2009 Jóhannes Björn Lúðvíksson ISBN 978-9979-70-580-2 IV. Þangað sem auðurinn streymir Þegar talað er um eigendur alþjóðlegra banka og margar undirtyllur þeirra, verður

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information