Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri.

Size: px
Start display at page:

Download "Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri."

Transcription

1 Fjarðarkaup Yfirmáta næringaríkir sælgætismolar 4 Átta bestu ráðin gegn kvefi og flensu 6 Við mælum með: Anna Rósa grasalæknir og íslenskar lækningajurtir Í þessari yfirgripsmiklu og vönduðu bók sem var að koma út er gerð grein fyrir lækningamætti íslenskra jurta, sögu þeirra og notkun. Hér birtist í fyrsta sinn á prenti samantekt á þeim vísindalegu rannsóknum sem gerðar hafa verið á íslenskum lækningajurtum. Fjallað er um sögu þeirra, notkun og tínslu, greint frá aðferðum við vinnslu og gefnar uppskriftir. Heiðurinn af ljósmyndunum á Erling Ólafsson, skordýrafræðingur á Náttúrufræðistofnun Íslands. Auður heilsukokkur er vinsæl á Facebook Frumbyggjapönnukökur Chia fræ henta stríðsmönnum samtímans Frábær ekki jógúrt sem er alveg eins og jógúrt Redwood-jógúrtin er ný og vægast sagt spennandi afurð á markaðnum. Þótt hér sé ekki um jógúrt úr mjólk að ræða nær engin jógúrt að líkjast þeirri upprunalegu meira en Redwood-jógúrtin. Uppistaðan er gerjað prótein úr gulum baunum sem er bráðhollt og fer afskaplega vel í maga. Sætan kemur úr eplasafa. Tegundirnar sem fást í Fræinu eru fjórar, eða hrein jógúrt, hindberjajógúrt, kirsuberjajógúrt og jógúrt með ferskjum og apríkósum. Sannkölluð sælkeravara án mjólkur og soja. Bendum líka á heimasíðu Redwood sem er sneisafull af spennandi uppskriftum: Trönuberjasafi er forvörn gegn þvagfærasýkingu Trönuberjasafi er eitt af elstu náttúrulækningameðulum gegn blöðrubólgu og þvagfærasýkingu. Ástæðan er sú að í safanum er efnið proanthocyaníð, sem kemur í veg fyrir að bakteríur festist við blöðruvegginn. Með því að drekka trönuberjasafa skiljast bakteríurnar frá líkamanum með þvagi og valda þ.a.l. ekki sýkingu og segja má að safinn sótthreinsi þvagrásina. Gerð var rannsókn á 153 konum sem leiddi í ljós að þær sem drukku trönuberjasafa mældust með 58% minna af bakteríum en þær sem ekki drukku safann. Einnig er talið að trönuberjasafi eyði þvaglykt, geti komið í veg fyrir endurmyndun nýrnasteina og dragi úr einkennum nýrnasýkingar, sé hans er neytt daglega (u.þ.b. 300 ml). Umdeilt er hversu mikið magn af safanum skal neyta til að fyrirbyggja sýkingu, en sumir tala um u.þ.b. 90 ml og allt að 400 ml á dag, sé þegar orðið vart við sýkingu. Í öllu andstreymi býr frækorn tækifæra og ávinnings ýmist jafngott eða betra. Napoleon Hill Andoxunarefni sem stuðla að langlífi Í afar gagnrýninni umfjöllun um gagnsemi andoxunarefna eru sterkar vísbendingar um að A og E vítamín ásamt Q-10, flavónóíðum og resveratroli lengi líf mannsins. Nýleg umfjöllun vísindamanna í Critical Reviews in Food Science and Nutrition byggir á fjölda rannsókna á andoxunarefnum og áhrifum þeirra á öldrun. Niðurstaðan er sú að þessi efni stuðla að öllum líkindum að langlífi. Þó spyrja margir enn: Hvað er þá svona sérstakt við andoxunarefni? Andoxunarefni eru efni sem draga úr oxun, eða því niðurbroti sem eyðandi sindurefni valda. Sindurefni eru sameindir sem myndast þegar líkaminn brýtur niður fæðu, er undir álagi eða verður fyrir áhrifum af ytri umhverfisþáttum svo sem mengun, skaðlegum geislum og tóbaksreyk. Vitað er að eyðandi sindurefni eru ábyrg fyrir öldrun, vefjaskemmdum, hjartasjúkdómum og krabbameini. Í vísindagreininni var sérstaklega horft til eftirtalinna andoxunarefna vegna fyrirheita þeirra um áhrif á lífslengd og ástæður þess eru augljósar: A-vítamín, einnig þekkt sem retinól, hefur verið kallað andsýkingarefnið, vegna þess hversu mjög það eflir við ónæmiskerfið. Þetta vítamín er nauðsynlegt fyrir sjónhimnuna og augasteininn, svo hann skaðist ekki vegna ljóss og efnaskipta. Karótenóíð, sem er upprunalegt form A-vítamíns og finnst í jurtaríkinu, hefur talsverð áhrif á langlífi og getur verið vörn gegn krabbameini. Rannsóknir á músum hafa sýnt að A-vítamín hefur afgerandi áhrif á lífslengd þeirra, sé þeim gefið það í ríkulegu magni á unga aldri. Besta uppspretta A-vítamíns eru gulrætur, spínat, sætar kartöflur, kál, rófur, grænkál og belgpipar. E-vítamín er meðal þeirra andoxunarefna sem hvað mest hafa verið rannsökuð. Líkt og A-vítmínið hefur E-vítamín afgerandi áhrif á langlífi músa, sé þess neytt í ríkulegu magni snemma. Þá er einnig talið víst að E-vítamín veitir eldra fólki öfluga vörn gegn æðaþrengslum og kölkun og er jafnvel talið geta læknað æðakölkun, auk þess sem vitað er að það dregur úr líkum á myndun krabbameins. Helstu uppsprettur E-vítamíns eru sólblómafræ, möndlur, ólífur, spínat, papaya og sinnepskál. Kóensím Q-10 er afar merkilegt andoxunarefni sem hefur víðtæk áhrif á starfsemi líkamans - og raunar mun víðtækari en vísindamenn töldu upphaflega. framhald á bls. 7 Vertu skarpari í vetur Efalex eflir einbeitingu og sjón og stuðlar þannig að betri námsárangri. Efalex er einstök samsetning úr hreinni kvöldvorrósarolíu og fiskiolíu sem innihalda þrjár mikilvægar fitusýrur, DHA, AA og GLA ásamt tveimur öflugum andoxunarefnum, E-vítamíni og tímían olíu sem vinna saman að viðhaldi lífsnauðsynlegra fitusýra í líkamanum. Nægt magn þessarra olía í líkamanum stuðla að skarpari hugsun og betri einbeitingu sem eykur færni okkar til þess að læra. Einstakt gegn lesblindu og ofvirkni. Hentar fólki á öllum aldri. Fæst fljótandi formi og hylkjum í lyfja- og heilsuverslunum. til 27. okt. Eflir og styrkir: Hugsun Einbeitingu Sjón Hormónajafnvægi

2 Fyrsta bók Auðar heilsukokks kemur út á næstu dögum: Allt frá morgunsmúðingum að eftirréttum í glasi Auður heilsukokkur er vinsæl á Facebook - þegar þetta er skrifað getur hún státað af vinum og það er mikið um að vera á veggnum hennar. Geri aðrir betur. Innan fárra daga kemur út hennar fyrsta bók sem nefnist Heilsudrykkir. Bókin geymir gnótt girnilegra heilsudrykkja af öllum gerðum. En hver er Auður heilsukokkur? Hún heitir fullu nafni Auður Ingibjörg Konráðsdóttir og er borinn og barnfæddur Sunnlendingur. Á unglingsárunum dreif hún sig í bæinn til að læra kokkinn: Það var svo sem eðlilegt framhald af því að hafa staðið í eldhúsinu frá blautu barnsbeini og gert tilraunir með ýmsa rétti í eldhúsinu upp úr bókum og tímaritum, segir hún Auður lét ekki þar við sitja. Eftir námið skellti hún sér til Ameríku og lærði bakstur og skreytingar í hinum virta, bandaríska Johnson & Wales háskóla í Providence, Rhode Island. En um það leyti sem hún kláraði námið breyttist allt: Já, ég fékk svo heiftarlegt fæðuofnæmi að ég neyddist til að taka mataræðið og lífsstílinn í gegn, upplýsir hún. Auður segist hafa byrjað á því smátt og smátt og fundið strax hvað henni leið miklu betur. Eftir það var ekki aftur snúið. Í kjölfarið fór hún að gera enn frekari matreiðslutilraunir á sjálfri sér og sínu fólki og hóf að þróa ýmsa heilsurétti og uppskriftir. Fyrir um Segja má að Chia-fræin séu að verða á allra vörum hér á landi enda sannkölluð ofurfæða í öllum skilningi. Þau eru einstaklega næringar- og orkurík án þess að vera fitandi og ennfremur ríkulegasta uppspretta omega-3 fitusýra sem vitað er um. Þau hafa þegar fengið viðurnefnið ofurfæða til að standa undir því öldina á enda. Chia Bia -fræin sem nú fást í Fræinu - bæði möluð og heil í 100 gr. pakkningum - eru 100% hrein náttúruafurð og hafa fengið sérstaka blessun Dr. Wayne Cotates sem er rannsóknarprófessor við Háskólann í Arizona og einn helsti það bil fimm árum fór ég að miðla þessum fróðleik og standa fyrir námskeiðum, sem hefur verið afar vel tekið og eru í stöðugri þróun. Ég er sjálf stöðugt að búa til nýjar uppskriftir og afla mér frekari upplýsinga. Ég fór meðal annars í hómópatanám og hef sótt námskeið hjá alls kyns fræðingum um allan heim. Ég er svo fróðleiksþyrst að ég þarf að skoða allar hliðar hvers máls áður en ég kemst að einhverri niðurstöðu. Auður segist einstaklega lánsöm Fyrir um það bil fimm árum fór ég að miðla þessum fróðleik og standa fyrir námskeiðum, sem hefur verið afar vel tekið og eru í stöðugri þróun. Ég er sjálf stöðugt að búa til... varðandi viðtökurnar við Facebook-síðunni. Ég held að það sé vegna þess að ég nýti mér fagþekkinguna og er ófeimin við að miðla henni, en um leið fer ég ekki í felur með það að ég tengi við flest af því sem aðrir eru að glíma við því ég hef reynt ýmislegt á eigin skinni, s.s. veikindi, aukakíló, appelsínuhúð, tímaskort og allt þetta sem við könnumst flest við. Og fyrsta bókin hennar, Heilsudrykkir, lítur dagsins ljós byrjun nóvember, en hún hefur að geyma allt frá morgunsmúðingum að eftirréttum í glasi. Bókin geymir 40 uppskriftir að heilsudrykkjum og eina að smákökum. Flestar uppskriftirnar urðu til þegar ég var vikulegur gestur hjá Sirrý á Rás 2 og lagaði drykki í beinni útsendingu. Þegar ég samdi þær uppskriftir tók ég mið af því sem var að gerast í þjóðfélaginu hverju sinni. Eyjafjallajökull gaus og þá varð til einn af mínum uppáhaldsdrykkjum sem heitir Eldgos. Flestum eldgosum fylgir hraun þannig að ég gerði líka súkkulaðismákökur sem fara einstaklega vel með þessum drykk. Þær heita Hraunmolar og fengu að sjálfsögðu að vera með í bókinni. Auður hefur ekki, fremur en aðrir, farið varhluta af heilsuvakningu í þjóðfélaginu: Áhuginn á bara eftir að aukast, því sífellt fleiri velja heilsusamlegan lífstíl eftir að hafa Chia bia fræin eru kærkomin nýjung í Fræinu: Andoxunarríkari en bláber og innihalda 600% meira omega 3 en villtur Atlandshafslax núlifandi sérfræðingur samtímans um næringu. Hann segir Chia úr góðum uppsprettum, eins og Chia Bia-fræin eru, draga úr þunglyndi, ADHD, hjartasjúkdómum og ofvirkni sem að mörgu leyti megi rekja til skorts á omega-3 fitusýrum. Auk þess eru Chiafræin afar próteinrík, rík af andoxunarefnum og uppfull af trefjum. Til að útskýra enn betur hvað þessi merkilega ofurfæða hefur upp á að bjóða, sem er býsna margt, má nefna að þau innihalda 200% meira járn en spínat, 500% meira prótein en nýrnabaunir, 1400% meira magnesíum en spergilkál, 500% meira kalk en mjólk, 300% meira seleníum en hörfræ, 100% meira kalíum en bananar, eru andoxunarríkari en bláber, 100% trefjaríkari en All Bran og bjóða síðast ekki síst upp á 600% meira magn af omega-3 fitusýrum en villtur Atlandshafslax. Eins og flestar ofurfæðutegundir eiga Chia-fræin sér langa sögu en þau voru m.a. hluti af hefðbundinni fæðu Azteka og vaxa villt í Mexíkó, Argentínu, Bólivíu, Ekvador og Gvatemala. Þessi orkuríka ofurfæða var ekki aðeins notuð til næringar heldur líka til að græða sár og lækna kvef, særindi í hálsi og ólgu í maga, bæta líkamslykt og ráða bót á hægðartregðu. Chiafræin eru öflugur orkugjafi og eru stundum kölluð stríðsfæðan því þau geta dregið í sig allt sannprófað hvað lífið er miklu betra þegar við komum vel fram við okkur sjálf. Því fylgir að vanda valið á því sem við setjum ofan í okkur, því við erum svo sannarlega það sem við borðum. Auður heilsukokkur býður einnig upp á ýmis konar heilsunámskeið, en nánari upplýsingar um þau eru að finna á vefsíðunni www. heilsukokkur.is og Facebooksíðu hennar heilsukokkur. Þess má einnig geta að Auður er um þessar mundir að markaðssetja sína eigin vörulínu, sem samanstendur af ýmis konar hollum mat, en það segir hún einstaklega spennandi verkefni. Um það fáum við meira að heyra síðar. vökva. Þau eru því lengi að fara í gegnum meltingarveginn og duga vel daginn á enda, ekki síður eru að fást við daglegt nútímalíf. Chia-bia-fræin falla fullkomlega undir hráfæðishattinn. Neyta má möluðu Chia-fræjanna beint eða baka úr þeim, en best er að bleyta upp í þeim heilum kvöldið áður og nota þau svo út á grautinn, eða hreinlega sem sjálfan grautinn (ósoðinn með bláberjum og kanil) morguninn eftir. Sjá nánar um Chia bia-fræin og nokkrar uppskriftir á Nýtt frá Clipper eru m.a. grænt te með manuka-hunangi og sólberjate með açai-berjum valdar tegundir á afslætti til 27. október Fræið hefur aukið úrval sitt á frábæru teblöndunum frá Clipper. Tein eru framleidd undir ströngum lífrænum gæðastöðlum og bragðast einstaklega vel. Það sem er einnig skemmtilegt við Clipper er að verðið kemur sérstaklega á óvart. Nýjustu bragðtegundirnar í Fræinu eru meðal annars: grænt jasmínte, grænt te með manuka-hunangi, hvítt te með hindberjabragði og síðast en ekki síst andoxunarsprengjan sólberjate með açai-berjum (blackcurrant açai). Útgefandi: Fjarðarkaup - Sími: Vefsíða: - Ábyrgðarmaður: Sveinn Sigurbergsson - Ritstjóri: Guðrún Kristjánsdóttir Umbrot: Auglýsingastofan Dagsverk - Pentun: Ísafoldarprentsmiðja - Dreifing: Póstdreifing Búðu þig undir veturinn Til eru margar leiðir til að auka virkni ónæmiskerfisins fyrir veturinn. Lífræna eplaedikið frá Beutelsbacher hefur margsannað virkni sína og þegar flensan byrjar að láta á sér kræla geta þeir kjörkuðu fengið sér blöndu af eplaedikinu með blöndu af lífrænu hunangi. Eplaedikið er bæði bakteríudrepandi og talið stórminnka slímmyndun í líkamanum. Trönuberjasafinn frá Treschelinger er einn af mest seldu vörunum í Fræinu og það er ekki af ástæðulausu; trönuberjasafinn er öflug forvörn gegn þvagfærasýkingum og blöðrubólgum sem aukast í kuldanum. Holle - lífrænt fyrir barnið Speltkexið frá Holle er unnið úr besta fáanlega lífræna gæðahveitinu sem völ er á. Speltmjölið er Demetergæðavottað, sem tryggir gæði vörunnar. Holle notast við hrísgrjónasýróp í stað sykurs og framkallar þannig milda bragðið sem er svo hentugt fyrir börnin. Speltkexið frá Holle er fullkomið snarl eða millibiti. Góðar fitusýrur fyrir börnin frá Holle Holle býður einnig upp á lífrænt vottaða olíu sem er framleidd með þarfir barnsins sérstaklega í börnum frá 4 mánaða aldri og inniheldur ríkulegt magn af omega-3,6 og 9 fitusýrum. Lífsnauðsýnlegar fitusýrur eru einstaklega mikilvægar fyrir börn. Þær gegna mikilvægu hlutverki í heilbrigðri frumumyndun og styrkir frumur til þess að ýta eiturefnum út og halda næringarefnunum inni og gera líkamanum þannig kleift að starfa á heilbrigðan hátt. Lífsnauðsynlegu fitusýrurnar omega-3 og 6 gegna einnig veigamiklu hlutverki við uppbyggingu hjarta-, æða- og taugakerfis líkamans og þegar börn eru annars vegar er því einstaklega mikilvægt að tryggja inntöku þeirra á þessum fitusýrum og stuðla um leið heilbrigðum líkama. Fitusýrurnar eru sérstaklega mikilvægar fyrir vöxt og þroska heilans.

3

4 Sá guli frá Heilsu fær glæsilegan liðsauka -fjögur ný, framúrskarandi bætiefni á markað Heilsa hefur í áratugi þróað og framleitt vítamín undir merkjum Heilsu (gula miðans). Vítamínin frá Heilsu hafa átt mikilli velgengni að fagna á Íslandi, enda þróuð og valin sérstaklega með þarfir Íslendinga í huga og samkvæmt íslenskum reglum um magn innihaldsefna og ráðlagða dagskammta. Þeim er pakkað í vandaðar umbúðir úr dökku gleri til að varðveita gæði innihaldsefnanna Multidophilus Forte sem inniheldur milljarða vinveittra meltingargerla, Kólesteról jafnvægi sem, eins og nafnið gefur til kynna stuðlar að jafnvægi kólesteróls, og síðast en ekki síst Q-10 ubiquinol, sem fæst nú í fyrsta sinn í sögunni í formi andoxunarefnis. D3 vítamín aðeins 1 hylki á dag! Heilsa hefur líka sett á markað nýtt D-vítamín sem kallast D3. D3 er unnið úr cholecalciferóli, en í því formi nýtist efnið líkamanum best. Nýja vítamínið inniheldur 2000 AE (alþjóðaeiningar), sem samsvarar 50 míkrógrömmum, og dagskammturinn er því aðeins eitt hylki á dag. Eins og flestir vita er D- vítamín líklega vanmetnasta vítamín veraldar. Hvorki er hægt að reiða sig á sólarljós né mataræði til að fá nægilegt magn þess. Án D-vítamíns nær líkaminn ekki að frásoga kalk í meltingarveginum. Þrálátan D-vítamínskort er ekki hægt að lækna á einni nóttu, það tekur mánuði að fylla á tóma tanka og endurbyggja beinin, vefina og taugakerfið. Í ljósi þessa minnum við á að D- vítamín ráðstefna verður haldin 21. október n.k. á Reykjavík Natura og er ætluð jafnt heilbrigðisstarfsfólki og almenningi. Nánari upplýsingar er að finna á fésbókarsíðu ráðstefnunnar (D-vítamín ráðstefna). Multidophilus Forte inniheldur 10 milljarða vinveittra meltingargerla Multidophilus Forte er breiðvirk próbíótísk blanda sem inniheldur 10 milljarða virkra gerla. Próbíótískt er hugtak sem notað er yfir góða eða vinveitta gerlagróðurinn sem heldur til í allri þarmaflórunni. Vinveitti gerlagróðurinn hjálpar líkamanum að viðhalda góðri heilsu og berjast gegn veikindum og sjúkdómum. Slæmu gerlarnir geta á hinn bóginn leitt til ójafnvægis í þarmaflórunni og valdið veikindum og sjúkdómum. Þegar hlutfalli góðu og slæmu bakteríanna er raskað veldur það vandamálum á borð við andstyggilega loftþembu, niðurgang, eitrun í þörmum, hægðartregðu og lélegt frásog næringarefna. Ef ekkert er að gert geta einkennin orðið þrálát og veikt ónæmiskerfið, sem á endanum getur leitt til alvarlegra sjúkdóma. Vinveittu gerlarnir styrkja ónæmiskerfið, framleiða andoxunarefni, efla niðurbrot næringarefna og frásog vítamína, steinefna og amínósýra og mynda B-vítamín. Þau draga úr hægðatregðu og niðurgangi ásamt því að leggja grunninn að minnkun kólesteróls í blóðinu. Þá stuðla vinveittu gerlarnir að blóðsykursjafnvægi, heilbrigðri húð og viðhaldi sterkra beina. Athugið að ekki þarf að geyma Multidophilus forte í kæli, það geymist eins og venjulegt vítamín í hillu við eðlilegt hitastig og birtu. Notkun: 1 hylki á dag með mat alla ævi. Hvert glas inniheldur 60 grænmetishylki. Hið stórmerkilega Q-10 ubiquinol væntanlegt um mánaðarmótin október/nóvember Það þótti tíðindum sæta þegar Dr. Tatsumasa Mae, sem vinnur á rannsóknarstofunni þar sem Heilsuvítamínin er framleidd, afrekaði að breyta tveimur bókstöfum í Q-10 formúlunni, þ.e. ubiquinone í fyrsta sinn að halda Q-10 stöðugu í sinni upprunalegu mynd. Þetta þýðir að í fyrsta sinn í sögunni má fá Q-10 í formi andoxunarefnis. Uppgötvun Dr Mae er fólgin í sérstakri gerjunaraðferð. Þannig kemst þetta mikilvæga bætiefni alla leið inn í frumur líkamans og helst þess að oxast (ubiquinone) þegar það kemst í tæri við súrefni, eins og það hefur gert hingað til. Þetta sparar líkamanum ómælda orku við að reyna að breyta efninu sér í hag. Þessi tímamót í vinnslu Q-10 má kalla vísindalegt afrek sem vel gæti haft mikil áhrif á velferð fólks um alla framtíð. Sannleikurinn er sá að Q-10 er að finna í hverri einustu frumu líkamans, þar sem efnið gegnir því hlutverki að breyta næringu í orku. Q-10 er fituleysanlegt og safnast sérstaklega fyrir í vöðunum, þar með talið hjartavöðvanum, en einnig í lifrinni, nýrunum og briskirtlinum. Um það bil 50% Q-10 í líkamanum er geymt í hvatberum frumanna. Hver tafla af nýja Q-10 inniheldur 50 mg, sem þýðir að ein tafla á dag er nægilegur dagskammtur. 60 hylki eru í hverju glasi. Kólesteról jafnvægi væntanlegt um mánaðarmótin október/nóvember Heilsu inniheldur nokkur virk efni sem eru talin geta stuðlað að lækkun á kólesteróli. Bætiefnið inniheldur plöntusteróla í því magni sem mælt er með hjá Matvælastofnun Evrópu til að hafa þessi áhrif. Neysla miðast við 0,8 gr á dag. Einnig inniheldur Kólesteról jafnvægi guggul-extrakt, hvítlauk og policosanól, sem öll eru talin stuðla að lækkun kólesteróls, sem og ráðlagðan dagskammt af fólínsýru (400míkrógrömm), ásamt magnesíum sterat, sem er eins og flestir vita gott fyrir vöðva líkamans, þar með talið hjartavöðvann. Ráðlögð notkun á Kólesteról jafnvægi er 3 hylki á dag. Hvert glas inniheldur 60 hylki. Sjá nánar um Heilsuvítamínin á www. heilsa.is Úrvals jómfrúarkókosolía frá Filippseyjum: Redwoodkókosolían hentar vel í alla eldamennsku, t.d. við steikingu á pönnu eða sem viðbit á samlokuna. Þessi olía er svo hrein að það má hæglega nota hana sem rakakrem hæfilega mjúk við stofuhita en getur breyst í vökva við aukinn hita. Þá er gott að setja hana í ísskáp í smá stund til að koma henni í eðlilegt og notendavænt form. Hráefnið í Redwoodkókosolíunni er kaldpressuð, jómfrúarolía (fyrsta pressa) sem kemur frá Filippseyjum en olían sjálf er fullunnin undir ströngu gæðaeftirliti í Bretlandi. Framleiðsla Redwood er vottuð lífræn af The Soil Association í Bretlandi. Hvaða sælkera dreymir ekki um að gæða sér á ljúfum mola og um leið færa líkamanum fullt af hollri næringu og vítamínum? Hér eru hugmyndir að nokkrum sælgætismolum sem Rósa Guðbjartsdóttir, bæjarfulltrúi í Hafnarfirði og matreiðslubókahöfundur með meiru, gerir úr hráefni sem Allt hráefnið fæst að sjálfsögðu í Fræinu í Fjarðarkaupum. Hrásúkkulaðimúffur 3 1/2 dl möndlur smá salt U.þ.b. 10 döðlur 1 dl kakó 1/2 tsk vanilludropar smá vatn Maukið möndlur og salt saman í matvinnsluvél. Bætið síðan döðlunum saman við þar til fer að blandast vel saman. Síðan kakóinu og vanilludropunum þar til hefur blandast hæfilega. Vætið þá aðeins í með vatni þar til áferðin er hæfilega mjúk. Setjið síðan í lítil múffuform og gerið ráð fyrir smá kremi ofan á. Allra best er að setja pappírsmúffuformin í álmúffubakkaform, en það er þó ekki nauðsynlegt. Kremið: 1 1/2 dl agavesíróp 1 1/2 dl kakó 2 msk kókosolía (látið heitt vatn renna á krukkuna þar til olían hefur bráðnað) örlítið salt Öllu hrært vel saman og múffurnar skreyttar með kreminu. Einnig má bæta við rifsberjum eða niðurskornum jarðarberjum til lystauka.. Geymið múffurnar í kæli þar til á að bera þær fram. Pekanhnetukúlur 2 dl kókosmjöl 2 dl kasjúhnetur 2 dl pekanhnetur (fyrst nota helminginn og bæta hinum helmingnum við síðar) 1 dl agave síróp eða hunang 1 tsk sítrónusafi smá salt 1 dl kókosolía (brædd) Maukið fyrst möndlurnar vel í matvinnsluvél, bætið síðan við öllu nema 1 dl af pekanhnetunum og setjið kókosolíuna saman við í skömmtum í lokin. Setjið afganginn af pekanhnetunum saman við í lokin, því það er gott að finna aðeins fyrir hnetubitunum í kúlunum. Ef þið viljið væta frekar í blöndunni skuluð þið bætadálitlu af kókosolíu eða sírópi/hunangi saman við eftir þörfum. Búið svo til litlar kúlur, veltið þeim upp úr kókosmjöli og kælið. Döðlukúlur 1 dl döðlur 1 dl rúsínur 1 1/2 dl haframjöl 1/2 dl kókosmjöl (og dálítið í viðbót til að velta kúlunum upp úr) 1/2 tsk. kanilduft 2-3 msk vatn Maukið döðlurnar og rúsínurnar í matvinnsluvél. Bætið haframjöli, kókosmjöli og kanildufti saman við og vatni eftir þörfum. Maukið saman þar til blandan er orðin þétt og hæfilega mjúk til að hægt sé að búa til úr henni kúlur og velta þeim að síðustu upp úr kókosmjöli. Thorncroftþykknið út í vatnið, sódavatnið eða sódastream vatnið: Nýja holla Thorncroftsafaþykknið er frábær og hollur valkostur til að nota beint út í vatnið, sódavatnið eða heimagerða sódastrímið. Tegundirnar af Thorncroft þykkninu eru fjórar; Pink Ginger, Kombucha, Elderflower og Detox, hver annarri bragðbetri og hollari. Allt hráefnið er í hæsta gæðaflokki og því algerlega laust við öll aukaefni, þar með talin litar- og rotvarnarefni. Heimilisvinirnir Herbamare og Maldon í nýjar og þægilegri umbúðir: Herbamare, hafsaltið með kryddjurtunum, umbúðir en innihaldið er alltaf það sama góða, þ.e hafsalt, kalíumklóríð, ferskt grænmeti og jurtir úr vottaðri lífrænni ræktun ásamt steinefnaríkum og joðauðugum sjávarþara. Má nota í stað salts í hvað sem er og gefur tilverunni sannarlega kryddaðra yfirbragð. Maldonsaltið (og reyndar piparinn líka) hafa slegið í gegn hjá hverjum þeim sem er annaðhvort að hugsa um heilsuna eða er einfaldlega sælkeri, nema hvort tveggja sé. Maldon saltið hefur nú fengið ferskara andlit og lítur svona út í dag.

5 FRÁBÆR TILBOÐ 3 TOPP EFNI SEM GETA HJÁLPAÐ TIL VIÐ AÐ GRENNAST OG NÁ TAUMHALDI Á MATARLYSTINNI! 50% AFSLÁTTUR 25% AFSLÁTTUR Stilltu svengdarpúkann með Turbo Liquid næringarskoti frá Gillian McKeith 1 glerpípa (ca. ½ tsk) út í eitt vatnsglas 10 mínútum fyrir máltíð. Veitir mettunartilfinningu, bætir efnaskipti og meltingu. Skotið inniheldur blágræna þörunga sem eru stútfullir af næringarefnum og próteinum sem gefa góða orku og vellíðan. Einnig gott að taka inn rétt fyrir æfingu og þá e.t.v. út í boost/smoothie verð áður kr verð nú kr % náttúrulegt METASYS hefur hjálpað þúsundum Íslendinga við að grennast og er nú á tilboði sem ekki hefur sést áður Metasys er unnið úr kjarna telaufsins, vatnsmeðhöndlað og mjög öflugt af heilnæmum katekólum sem hjápa til við að auka brennslugetu líkamans. 20% AFSLÁTTURR Metasys virkar best sem langtíma áætlun. Þeir sem hafa náð góðum árangri með Metasys hafa sett sér markmið með meiri hreyfingu og hollara mataræði. Ávalt skal drekka mikið af vatni yfir daginn til að árangurinn verði sem bestur. P R E N T U N. I S Pro-Gastro8 meltingargerlarnir eru ekki bara góðir fyrir meltinguna! Vísindalegar rannsóknir hafa sýnt að próbíótískir gerlar geti hjálpað að stemma stigu við offitu og hjálpað til við að bæta efnaskiptin. *Í nýlegri japanskri rannsókn kom fram að við 12 vikna inntöku á próbíótískum gerlum minnkaði kviðfita um 4,6%. Pro-Gastro 8 er kröftug blanda af próbíótískum gerlum og ein vinsælasta heilsuvaran í Fjarðarkaup *Y Kadooka, M Sato, K Imaizumi, A Ogawa, K Ikuyama, Y Akai, M Okano, M Kagoshima and T Tsuchida, "Regulation of abdominal adiposity by probiotics verð áður kr verð nú kr Nýttu þér afsláttinn og settu þér markmið, þú getur það! Þyngdarstjórnun orka úthald árangur verð áður kr verð nú kr Innflutningsaðili:

6 Candéa Loksins fann ég það sem virkaði gegn sveppa- sýkingu! 25% afsláttur til 27. október Þú finnur Bio-Kult Candéa á Facebook Bio-Kult Candéa inniheldur vinveitta gerla, hvítlauk og grape seed extract. 2 hylki á dag eru talin geta fyrirbyggt Candida sveppasýkingu í meltingavegi Mig langar að segja ykkur frá því hvernig ég náði bata á mjög hvimleiðu vandamáli sem ég hef verið að berjast við undanfarin ár. Fyrir 14 árum fékk ég sveppasýkingu eftir sýklalyfjakúr og í kjölfarið fékk ég síendurteknar sýkingar. Ég hef prófað allt til að losna við sveppasýkinguna allt frá grasalækningum til lyfseðilsskyldra lyfja til að drepa niður þennan ófögnuð en ekkert hefur virkað. Ég minnkaði líka mjög neyslu á einföldum kolvetnum en það hafði ekkert að segja. Tímabilið í kringum blæðingar var algjör hryllingur, stanslaus sviði og vanlíðan, löngun til kynlífs var alveg horfin og ég var orðin mjög þunglynd. En eftir að ég hóf að takainn Bio Cult Candéa hylkin hefur líf mitt tekið stórkostlegum breytingum. Unnur Gunnlaugsdóttir Undanfarin ár hef ég verið að kljást við Candida sveppasýkingu og verið með ýmis óþægindi svo sem hausverk, óróleika, svima, stöðuga hungurtilfinningu og almenna vanlíðan í skrokknum. Undanfarna 2 mánuði hef ég tekið Bio-Kult Candéa og það er alveg ótrúlegt en ég hef ekkert fundið til í maganum síðan ég byrjaði á Bio-Kult Candéa og ég næ að halda sveppasýkingunni frá! Núna er ég í hálfs mánaðar lyfjameðferð þ.e. á sýklalyfjum og sterum og hef tekið 2 hylki af Bio-Kult Candéa með lyfjunum og mér hefur ekki liðið svona vel í langan tíma. Það svínvirkar fyrir mig. Edda Hringsdóttir Mig langar að deila þessari sögu með ykkur og ég mun einnig nota tækifærið næst þegar ég fer í læknisheimsókn og segja frá minni reynslu. Ég hef þjáðst af sveppasýkingu á kynfærasvæði í mörg ár, svo svæsinni sýkingu og með miklum kláða að ég hef oftast klórað mig til blóðs. Ég hef farið til kvensjúkdómalæknis og fengið ýmsar tegundir af kremum sem virka eitt augnablik og svo er allt komið í sama farið, jafnvel versnar kláðinn ef eitthvað er. Ég hef fengið sterkan kúr af lyfjum til að vinna á sveppasýkingunni, verið í meðferð sem tók 4 mánuði tvisvar en ekkert dugði til. Eftir að ég prófaði einn mánaðarskammt af Bio-Kult Candéa, þá hef ég fundið mjög góða breytingu! Ég hef aðeins tekið tvö hylki á dag og er árangurinn fyrir mig alveg ótrúlegur miðað við mína sjúkdómssögu. Kærar þakkir og kveðja, Guðrún, 47 ára Við mælum með! Ómótstæðilega gómsætri Hnetufreistingu sem inniheldur meðal annars góð og náttúruleg prótein, góð og flókin kolvetni, hollar olíur, einómettaðar fitusýrur, trefjar, kalk, magnesíum, andoxunarefni, blönduð karóteníð, A-vítamín, beta karótín, C-vítamín, E-vítamín, B-vítamín: B-1 (þíamím), B-2 (ríbóflavín), B-3 (níasín), B-5, B-6, B-9 (fólin sýra), B-12, járn, klórellu, spírulínu, fosfór, kalíum, mangan, kopar, seleníum, joð og sink. Hnetufreistingin inniheldur EKKI hveiti, sykur, ger, mjólkurvörur eða aukaefni. Systur hennar Eplafreistingin og Krakkafreistingin fást einnig í Fræinu. Kíkið eftir á Organic.is á Facebook! Frumbyggja pönnukökur, án glútens, sykurs og gers! 1 bolli lífrænt möndlumjöl frá Horizon 2 stappaðir bananar 2 brúnegg Hnífsoddur af kanil til að bragðbæta. Blandið hráefnunum saman svo úr verði deig. hitið pönnuna og setjið á han skvettu af steikingarolíu frá Naturata. Steikið pönnukökurnar og gætið þess vel að láta þá hlið sem fer fyrst á heita pönnu steikjast vel svo hún klessist ekki. Átta bestu ráðin gegn kvefi og flensu Hvort sem okkur líkar það betur eða verr munu kvefið og flensan herja á og sums staðar eru þessir leiðindakvillar þegar farnir á stjá. Margt er hægt að gera til þess að styrkja líkamann, fyrirbyggja kvilla og halda jafnvægi. Gott mataræði er alltaf góð undirstaða, en ýmsar lækningajurtir og öflug bætiefni gera gott mataræði enn betra og styrkja ónæmiskerfið hressilega. Hér koma átta bestu ráðin að okkar mati: 1. Sólhattur Helsti kostur Echinaceajurtarinnar (sólhattsins) er sá að hún vinnur á sýklum án þess að skaða gerlagróður meltingarfæranna. Þótt sólhattur sé réttnefndur jurtapensillín hefur hann enga af ókostum fúkkalyfja. Í sólhatti eru líka efni sem draga úr vexti sýkla og vinna beint gegn vírusum og af þeim sökum er sólhatturinn styrkjandi fyrir ónæmiskerfið. 2. Hvítlaukur Hvítlaukur hefur vírusdrepandi eiginleika og er því tilvalinn gegn kvefi og inflúensu. Það er ekki af ástæðulausu að Hippókrates, kallaður faðir læknisfræðinnar, flokkaði hvítlaukinn sem lyf. Síðari tíma rannsóknir sýna að hvítlaukur er góður fyrir hjartað og ristilinn og liðtækur gegn gigt. Líklega hangir þetta allt saman. 3. C-vítamín Flestar rannsóknir á áhrifum C-vítamíns sýna fram á tvennt: það er fyrirbyggjandi við kvefi og fólk er fljótara að ná sér eftir sýkingar, taki það C-vítamín. C-vítamín fæst auðvitað í formi bætiefnis en við minnum líka á að margar tegundir ávaxta og grænmetis eru afar C-vítamínríkar. Má þar nefna sítrusávexti, allskyns ber, papriku, kartöflur, hvítkál, tómata, blóm- og spergilkál og laufmikið, grænt grænmeti. 4. Ólífulauf Talið er að allt að 40% kvefpesta stafi af ákveðinni RV-veiru sem þolir bæði mikinn hita og kulda, Nýju Yogi te súkkulaðitegundirnar eru lagaðar úr fágaðri blöndu og besta hugsanlega súkkulaði sem völ er á. Blandan byggir á uppskriftum úr fjársjóðskistu hinna vinsælu Yogi teblanda sem tekist hefur að búa til silkimjúka svissneska súkkulaðiblöndu með heillandi bragði sem leysir hugarorkuna úr læðingi. Þróaðar hafa verið fimm tegundir af þessu nýja og áhugaverða súkkulaði og þær innihalda 71% lífrænt vottað súkkulaði, gæða hrásykur og ýmis konar jurtir sem eru hver annarri áhugaverðari. Sé horft til gæða hráefnisins, - 71 % súkkulaði og úrval þekktra lækningajurta - má fullyrða að hér sé um hreina, lífræna hollustu að ræða. en auk þess hafa sýklalyf ekki áhrif veirur yfirleitt. Ólífulaufin virðast hins vegar vinna mjög vel á kvefi. Ólífulaufaþykkni fæst í Fræinu í formi bætiefnis frá mörgum heilsuvörufyrirtækjum. 5. Engifer Engifer er engin venjuleg lækningajurt. Allra nýjustu rannsóknir segja hreint út: Ef þú ert með verki í vöðum líkamans, taktu þá engifer! Engiferið er umfram allt bólgueyðandi og þekkt er að það slær á ógleði, sem getur verið ein af hliðarverkunum flensu. Þá er engiferið mjög vermandi og slær á hósta. Engiferte, úr 2 msk af raspaðri engiferrót út í sjóðheitt vatn með sítrónu og hunangi, er magnaður drykkur og síðast en ekki síst er einstaklega gott að narta í sykraðan engifer (með hollum sykri). 6. GSE - greipaldinkjarnaþykkni er unnið úr greipaldinkjörnum og hefur fengið viðurnefnið náttúrulegt sýkla- og veirulyf vegna þess hve viðamikla og breiða virkni það hefur. Það verndar ónæmiskerfið bæði gegn innvortis og útvortis sýkingum, hjálpar líkamanum að hreinsa sig og sýrujafnar hann. Virkni GSE nær yfir ótal svið en auk þess að vera gott gegn kvefi og flensu er það frábært við candidasveppasýkingu. Spennandi nýjung: Silkimjúkt og fágað - súkkulaði með Yogi tei Klassískt með kanilbragði Yogi Classic inniheldur kakóvökva, hrásykur, kakósmjör og blöndu af kanil, kardimommum, engifer, negul, svörtum pipar og vanillu. Himalaya með engifer Yogi Himalaya inniheldur kakósafa, hrásykur, kakósmjör og blöndu af engifer, fennel, kanil, anís, kóríander, lakkrísjurt og vanillu. Sætt chili í mexíkóskum anda Yogi Sweet Chili inniheldur kakósafa, hrásykur, kakósmjör og blöndu af lakkrísjurt, hrokkinmyntu, fennel, anís, engifer, piparmyntu, netlu, kanil, chilli, kardimommum, negul, svörtum pipar og vanillu. 7. Mögnuð te gegn kvefi og flensum Hvíta Clipper með engifer og sítrónu, inniheldur mikinn engifer og hefur mjög hreinsandi áhrif. Gott að drekka daglega á þessum tíma árs til að fyrirbyggja eða draga úr kvefi. Yogi te býður upp á þrjár tegundir sem virka vel hver með sínum hætti gegn kvefi og flensum. Þetta eru Yogi Tea Ginger með sérstaklega miklu engiferbragði, sem flestum líkar afar vel, Yogi Tea Ginger Orange með vanillu, sem er frábær fyrir þá sem vilja smá sætu með og svo er það Yogi Tea Throat Comfort, sem inniheldur góðar lækningajurtir sem sefa hálsinn. 8. Sefandi hollur hálsbrjóstsykur Oft er gott að hafa vandaðan hálsbrjóstsykur á sér til að verjast kvefi og flensu en líka til að mýkja og róa hálsinn hafi óværan náð sér á strik. Við mælum sérstaklega með sólhattsbrjóstsykrinum frá A. Vogel og Voxis hálstöflunum frá Saga Medica eru alltaf vinsælar enda eru þær, líkt og Angelican, unnar úr íslenskri ætihvönn, sem er þekkt lækningajurt víða um heim. Frískandi engifer sítróna Yogi Ginger Lemon inniheldur kakósafa, hrásykur, kakósmjör, blöndu af engifer, lakkrísjurt, sítrónugrasi svörtum pipar, sítrónusafa, sítrónuberki, piparmyntu, læknakólfi og vanillu. Sweet Chai súkkulaði Yogi Sweet Chai inniheldur kakósafa, hrásykur, kakósmjör og blöndu af anís, fennel, lakkrísjurt, kardimommum, svörtum pipar, kanil, engifer, negul og vanillu.

7 Ullarpeysuunnendur unna Sonett Sonett tilboð í Fjarðarkaupum frá október Nú líður að því að fólk fari að tína út ullarpeysurnar eftir sumartímann. Eftir dágóðan tíma í geymslu er mikilvægt að huga að því að þvo peysuna með mildum og umhverfisvænum hreinsiefnum. Sonett framleiðir umhverfisvæn hreinsiefni fyrir fatnað og heimili. Ullarsápan frá Sonett hefur slegið í gegn hjá ullarpeysueigendum, meðal annars vegna þess að við notkun endurnýjar Sonett ullarfitan fitulagið sem viðheldur mýkt ullarinnar. Sonett vörurnar eru allar Eco-vottaðar og henta því þeim sem vilja takmarka þau skaðlegu og óæskilegu eiturefni sem oft finnast í hreingerningavörum heimilisins. Sonett vörurnar eru 100% Þú færð allar Sonett vörurnar í hillum Fræsins, sem og í hreingerningahillunum í Fjarðarkaupum. Framhald af forsíðu: Andoxunarefni sem stuðla að langlífi En ólíkt A og E-vítamíni er það að finna í líkama mannsins, en með aldrinum dregur mjög úr magni þess. Það er því mikilvægara að huga að A- og E- vítamíni hjá þeim sem yngri eru en Q-10 hjá þeim eldri. Eitt af því sem þegar er sannað er að Q-10 dregur úr hjarta- og æðasjúkdómum, bólgum og hrukkumyndun. Q-10 er grundvallarefni í langlífum spendýrum, þar með talið manninum. Bestu uppsprettur Q-10 í náttúrunni eru fiskur og hveitikím. Flavónóíðar eru algengasta form jurtanæringarefna í fæðu mannsins. Sannað er að grænt te og bætiefni unnin úr grænum telaufum, sem geyma mikið magn flavónóíða, vernda heilann fyrir oxun og geta jafnframt aukið magn adnoxunarefna í heilanum. Þá hefur líka komið fram í tilraunum að eitt jurtanæringarefnanna, katekín, verndar heila og lifur í músum og rottum fyrir öldrun og etanóli. Einnig hefur verið sannað að jurtanæringarefnið antochyanín verndar æðakerfið. Besta uppspretta flavónóíða eru ber, grænt te og í raun allt litríkt grænmeti og ávextir, ásamt jurtum og kryddum. Resveratról er polýphenólískt efnasamband sem finna má í hýði vínberja, rauðvíni, rauðum vínberjasafa, nokkrum öðrum tegundum berja og jarðhnetum. Rannsóknir kenndar við frönsku þversögnina og samanburðarrannsóknir benda allar til að resveratról lengi heilbrigt líf. Þetta efni er líka tengt beinþéttni, heilbrigði hjarta og æða og almennri skerpu. Aðrar rannsóknir segja resveratról vinna gegn Alzheimer sjúkdómnum og að það auki almennt lífsgæði og hægi á öldrun. Öflugustu uppsprettur resveratróls eru vínber, rauðvín, jarðhnetur og gerjað soja. PS: Þótt hér sé vitnað talsvert í tilraunir á dýrum skal taka það fram að Fræið styður alls ekki slíkar rannsóknir. Heimildir: in the aging process. Critical Reviews í Food and Nutrition, 50, Ný tímamótarannsókn: A og E-vítamín draga úr heyrnartapi Í rannsóknarniðurstöðum sem vísindamenn hjá Háskólanum í Sydney í Ástraílu stóðu fyrir kemur fram að að allt bendir til að nægt magn af A og E-vítamíni í líkamanum dragi úr heyrnarskerðingu. Þessi tíðindi voru birt í Journal of Nutrition, Health & Aging. Þar er skýrt frá því að öflug inntaka á A og E vítamíni dragi verulega úr hættunni á að fólk tapi heyrn en þetta var gert í samanburðarrannsókn sem náði hættu á heyrnartapi og E-vítamín 14%. Í niðurlagi rannsóknarinnar sögðu vísindamennirnir líklegt að minni oxun, eða skemmdir af völdum oxunnar, ættu sér stað ef A og E-vítamín væri neytt í ríkulegum mæli.

8

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös

Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös Næringarvörur Verið velkomin í verslun okkar að Síðumúla 16. Opið mán - fös 8.30-17.00 Síðumúli 16 108 Reykjavík Sími 580 3900 www.fastus.is Grunndrykkir RESOURCE Senior Active RESOURCE Senior Active Fyrir

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1

Blends. úrræði. Fyrir alla aldurshópa. heilbrigðrar meltingar, öflugs ónæmiskerfis og. udo.qxd:probiotics bro E /1/05 12:12 AM Page 1 udo.qxd:probiotics bro E 0806 1/1/05 12:12 AM Page 1 Probiotic úrræði Fyrir alla aldurshópa Probiotic Blends Sex öflugar Probiotic-blöndur, sérstaklega hannaðar með tilliti til aldurs, viðhalds og endurnýjunar

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa

Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Fræið 10 ára á 40 ára afmæli Fjarðarkaupa Fjarðarkaup 4. árgangur 5. tölublað Apríl 2013 Ísland fékk allar heimsins bestu náttúruauðlindir í vöggugjöf! - eldheitt hollustuviðtal við Kristínu Einarsdóttur

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb

Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt. 10 vinsælustu matvörur Fræsins. Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb Fjarðarkaup 1. árgangur 1. tölublað Apríl 2010 Björgvin Halldórsson lífsnautnamaður eldar ítalskt 10 vinsælustu matvörur Fræsins Sóley Elíasdóttir nuddar og hægeldar fjallalamb Verslaði í Fræinu og flutti

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4

Lífið FURÐUVERUR OG BÓNORÐ Í SMS-I. Signý Kolbeinsdóttir. Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Lífið Nanna Árnadóttir íþróttafræðingur STUNDUM LÍK- AMSRÆKT ÚTI VIÐ Í SÓLINNI 4 Eva Laufey Kjaran þáttagerðarkona LJÚFFENGUR LAXABORGARI OG LAXASTEIK 8 Tíska og trend í förðun SÉRFRÆÐINGUR KENNIR GLAMÚR-

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr.

TE! ALLT UM HAUST ORKA FYRIR KONUR UPPSKERAN SÓLGÆTI. Vinsælustu ARCTIC ALLT FYRIR MOOD VERÐ HEILSUFRÉTTIR. uppskriftir! bls kr. HEILSUFRÉTTIR September 2015 3. tbl 16. árgangur GEYMDU BLAÐIÐ ALLT UM TE! bls. FRÓÐLEIKUR UM TE bls. 8 HAUST UPPSKERAN uppskriftir! bls. 7 ORKA FYRIR KONUR Siberian Ginseng frá Lifeplan er sniðið að kvenlíkamanum

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin

Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling. Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn. ciclosporin Fylgiseðill: Upplýsingar fyrir sjúkling Sandimmun 50 mg/ml innrennslisþykkni, lausn ciclosporin Lesið allan fylgiseðilinn vandlega áður en byrjað er að nota lyfið. Í honum eru mikilvægar upplýsingar. -

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2

Lífið KENNDI SJÁLFRI SÉR Á GÍTAR. Ólöf Arnalds. Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Lífið FÖSTUDAGUR 26. SEPTEMBER 2014 Þóra Kristín og Margrét Ragnars HVAÐ ER HEITAST Í SNYRTIBUDD- UNNI Í HAUST? 2 Heilsuvísir TÍU HEIMILDAR- MYNDIR UM HEILSU OG MATARÆÐI 6 Þura Stína opnar fataskápinn

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4

Lífið UPPHAFLEGI HRINGURINN BÚINN TIL ÚR AFGÖNGUM. Steinunn Vala Sigfúsdóttir ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI 4 Lífið FÖSTUDAGUR 21. FEBRÚAR 2014 Steinunn Vala Sigfúsdóttir Ásgrímur Már Friðriksson fatahönnuður ALBÍNÓAR VORU INNBLÁSTUR LÍNUNNAR 2 Helga Kristjáns förðunarfræðingur MEÐ TUTTUGU VARALITI Í TÖSK- UNNI

More information

Handbók um hollustu lambakjöts Efnisyfirlit

Handbók um hollustu lambakjöts Efnisyfirlit Efnisyfirlit FORMÁLI...3 SAMANTEKT...4 1. INNGANGUR...6 2. PRÓTEIN...9 3. FITA OG FITUSÝRUR...11 4. VÍTAMÍN...16 B vítamín...16 D vítamín...16 A vítamín...16 E vítamín...17 5. STEINEFNI...17 Járn...17

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ

Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring. Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ Hvað er fæðubót? Grjót eða góð aukanæring 1 Kolbrún Björnsdóttir grasalæknir - Jurtaapótek 2016 fyrir NLFÍ 2 Hvað er fæðubót Efni/matur sem við bætum ofan á matinn okkar. Efni/matur sem er í hylkjum/dufti/olíu/vökva/töflur/brjóstsykur.

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir

12 Arndís Hilmarsdóttir. Arndís Hilmarsdóttir Verkefni 6 Búðu til rapplag sem segir frá undrunum sjö Tvö rauð stig (tónsnjall) Eitt gult stig (sjálfssnjall) Eitt blátt stig (orðsnjall) 12 Arndís Hilmarsdóttir Arndís Hilmarsdóttir Nú ætlar þú að fræðast

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið

MARAÞON REYKJAVÍKURMARAÞONS POWERADE ER SAMSTARFSAÐILI. Tók áskorun mömmu. Ég keppti seinast í fitness árið MARAÞON ÞRIÐJUDAGUR 30. JÚLÍ 2013 Kynningarblað Mataræði, æfingar, met, þátttakendafjöldi og þrjátíu ára afmæli. Tók áskorun mömmu Stefán Þór Arnarsson hleypur sitt fyrsta maraþon í ár, en það verður einnig

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir

Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir BSc í íþróttafræði Samanburður á neyslu D-vítamíns í fæðubótarformi milli íþróttafólks og þeirra sem stunda ekki íþróttir Nafn nemanda: Guðmundur Örn Árnason Kennitala: 300891-3229 Leiðbeinandi: Ólafur

More information

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

FÖSTUDAGUR. Það lærir enginn að vera hugmyndaríkur. Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt: FÖSTUDAGUR 1. FEBRÚAR 2008 FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS ELLÝ ÁRMANNS aftur á skjáinn NANNA KRISTÍN MAGNÚSDÓTTIR opnar barnavöruverslun ÞORBJÖRG HELGA VIGFÚSDÓTTIR topp 10 Hanna Stína er eftirsóttur innanhússarkitekt:

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2

Lífið Á HRAÐRI UPPLEIÐ Í LEIKLISTINNI. Hera Hilmarsdóttir. Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Lífið FÖSTUDAGUR 6. SEPTEMBER 2013 Kristín Stefánsdóttir förðunarmeistari GEFUR ÚT FYRSTU ÍSLENSKU BÓKINA UM FÖRÐUN 2 Soffía Dögg Garðarsdóttir HUGMYNDIR Á SKREYTUMHÚS.IS FYRIR HEIMILIÐ 4 Hildur Halldórsdóttir

More information

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica

Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir Kvaran Rafmagns- og tölvuverkfræðideild Háskóli Íslands 2017 Vöruþróun á fjórum nýjum vörum fyrir geosilica Hildur Rún Sigurðardóttir

More information

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen

ALLTAF Í VEÐMÁLUM. Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen Björn Sveinbjörnsson og Svava Johansen ALLTAF Í VEÐMÁLUM 30. NÓVEMBER 2007 Jón Ásgeir á lúxusráðstefnu í Moskvu Bjarni töframaður og kokkanámið Ellý Ármanns og fötin hennar BLS. 2 sirkus 30. NÓVEMBER 2007

More information

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN

HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM EIGA HUG HENNAR ALLAN 30. MARS 2012 FITNESS-DROTTNING MEÐ STÓRA FJÖLSKYLDU FRAMAKONUR Á FLUGI SIRRÝ BEINT Á TOPPINN HEFÐI EKKI ÞURFT AÐ STRÖGGLA SVONA MIKIÐ VALA MATT UM ÁSTRÍÐUNA FYRIR FJÖLMIÐLUM, FERILINN OG NÝ VERKEFNI SEM

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

KYNNINGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ Helgin

KYNNINGARBLAÐ LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ Helgin KYNNINGARBLAÐ Helgin LAUGARDAGUR 16. JÚNÍ 2018 Jón Stefánsson stofnaði Graduale Nobili árið 2000 en kórinn kemur fram á Þingvöllum á morgun, 17. júní, kl. 15. Jara Hilmarsdóttir er ein söngkvenna í kórnum.

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Magnús Guðmundsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bjarni Hjarðar og Nicolas Proietti SORPA apríl 2015 Innhald 1 Inngangur...

More information

Óþolandi jákvæður stuðbolti

Óþolandi jákvæður stuðbolti Kynningarblað Helgin laugardagur 13. janúar 2018 Óþolandi jákvæður stuðbolti Ég og þú og allir vinir mínir. Ég og þú og allir vinir þínir. Gera lífið svo miklum mun skemmtilegra, segir stuðboltinn Sverrir

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G.

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G. Október 2004-1. tbl. 16. árg. er mannsins megin Atkins og kolvetnasnauðu kúrarnir Sjá bls. 11 Nám í matvæla- og næringarfræði Sjá bls. 12-14 og 16 Matvæladagur MNÍ 2004 Hvaða matur hækkar blóðsykur minnst?

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Lífið. Hef lært að láta leiðinleg verkefni eiga sig FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7

Lífið. Hef lært að láta leiðinleg verkefni eiga sig FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7 Lífið SKREYTTU MEÐ UPPÁHALDS BLÖÐUNUM OG BÓKUNUM ÞÍNUM. 4 FRAMHALDS- SAGAN VERU-LEIKI, HVAÐ ER VERA AÐ HUGSA? 7 HUGSUM VEL UM HOLLUSTU BARNANNA, FÁÐU HUGMYNDIR AÐ HOLLU SNARLI.10 FÖSTUDAGUR 8. MARS 2013

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Hollt & bragðgott. munnbita. Ást í hverjum

Hollt & bragðgott. munnbita. Ást í hverjum Hollt & bragðgott KYNNINGARBLAÐ F I M MT U DAG U R 3 1. ÁG Ú S T 2 0 1 7 Eplaberjakaka Þorbjargar Hafsteinsdóttur, næringarþerapista, heilsubókahöfundar og annars eigenda veitingahússins Yogafood, er sannkallað

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Vinnur bug á ýmsum kvillum. Kunni varla skriðsund Guðbjörg Halldórsdóttir fékk hjóladellu fimm ára og hefur verið hjólandi síðan.

Vinnur bug á ýmsum kvillum. Kunni varla skriðsund Guðbjörg Halldórsdóttir fékk hjóladellu fimm ára og hefur verið hjólandi síðan. HEILSA Fékk ólæknandi hjóladellu Vinnur bug á ýmsum kvillum Kunni varla skriðsund Guðbjörg Halldórsdóttir fékk hjóladellu fimm ára og hefur verið hjólandi síðan. SÍÐA 2 Lasermeðferð vinnur bug á ýmsum

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

GRANDLAND. Nýr Opel. Reynsluaktu Opel og þú gætir unnið Opel Karl til afnota í heilt ár

GRANDLAND. Nýr Opel. Reynsluaktu Opel og þú gætir unnið Opel Karl til afnota í heilt ár Nýr Opel GRANDLAND Opel Grandland X rúmgóður sportjepplingur á frábæru verði þar sem þægindi, hátækni og lúxus er staðalbúnaður. Þýsk gæði, þýsk hönnun, þýsk hagkvæmni. Reynsluaktu Opel og þú gætir unnið

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Mannslíf meira virði en hár

Mannslíf meira virði en hár KYNNINGARBLAÐ Mannslíf meira virði en hár Lífsstíll MÁN UDAG U R 29. JANÚAR 2018 Sólborg Guðbrandsdóttir vakti athygli fyrir snoðklipptan koll við gullfallegt andlit sitt í tengslum við undankeppni Eurovision

More information