Frásögn af sendiför íslenskra jarðhitamanna til Kína í ágúst og september 2001

Size: px
Start display at page:

Download "Frásögn af sendiför íslenskra jarðhitamanna til Kína í ágúst og september 2001"

Transcription

1

2

3 Verknr.: Ritstjóri: Þorkell Helgason Frásögn af sendiför íslenskra jarðhitamanna til Kína í ágúst og september 2001 OS2002/074 Desember 2002 ISBN X ORKUSTOFNUN National Energy Authority of Iceland Grensásvegi 9, 108 Reykjavík. Sími: Fax: Netfang: Veffang:

4 Lykilsíða Skýrsla nr.: Dags.: Dreifing: OS-2002/074 Desember 2002 Opin Lokuð til Heiti skýrslu / Aðal- og undirtitill: Frásögn af sendiför íslenskra jarðhitamanna til Kína í ágúst og september Höfundar: Ritstjóri: Þorkell Helgason Upplag: 35 Fjöldi síðna: 28 Verkefnisstjóri: Þorkell Hegason Gerð skýrslu / Verkstig: Verknúmer: Greinargerð sendinefndar Unnið fyrir: Samvinnuaðilar: Útdráttur: Gerð er grein fyrir heimsókn 5 manna íslenskrar sendinefndar á sviði jarðhita til Alþýðulýðveldisins Kína í lok ágúst/byrjun september árið Ferðin var farin í boði ráðuneytis landgæða og auðlinda þar í landi og var orkumálastjóri formaður sendinefndarinnar. Aðallega voru heimsóttir 3 staðir, Beijing og nágrenni, Xian, höfuðborg Shaanxifylkis og nágrenni og Tíbet, aðallega höfuðborgin Lhasa. Lýst er heimsóknum á einstaka staði og greint frá niðurstöðum funda með kínverskum ráðamönnum og sérfræðingum. English summary fylgir skýrslunni. Lykilorð: Kína, sendinefnd, ferðalýsing, jarðhiti, jarðhitarannsóknir, hitaveitur, jarðvísindi ISBN-númer: X Undirskrift verkefnisstjóra: Yfirfarið af: PI

5 Samantekt Íslensk sendinefnd á sviði jarðhita sótti Alþýðulýðveldið Kína heim í lok ágúst 2001 í boði ráðuneytis landgæða og auðlinda í Kína. Í sendinefndinni voru: Þorkell Helgason, orkumálastjóri, formaður sendinefndarinnar, Ásgeir Margeirsson, aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur, Guðni Axelsson, deildarstjóri forðafræðideildar Rannsóknasviðs Orkustofnunar, Ólafur G. Flóvenz, framkvæmdastjóri Rannsóknasviðs Orkustofnunar, Þorkell Erlingsson, verkfræðingur, Enex hf., sér þar um Asíumál. Lagt var af stað í förina 20. ágúst 2001 og komið aftur til landsins 2. sept (hluti hópsins kom 5. sept.). Í viðauka III er að finna dagskrá ferðarinnar. Í ferðinni voru aðallega heimsóttir þrír staðir: Beijing og nágrenni. Þar var dvalið bæði í upphafi og lok ferðarinnar. Xian, höfuðborg Shaanxi-fylkis, og nágrenni. Tíbet, sjálfsstjórnarsvæði, aðallega höfuðborgin Lhasa. Niðurstöður af þessum heimsóknum eru þessar helstar: Það er mat okkar að talsverð viðskiptatækifæri geti verið á jarðhitasviðinu í Kína. Það sem Kínverja vanhagar um er ekki aðeins hagnýtar rannsóknir heldur líka þekking á rekstri hitaveitna (tæknilegs- og viðskiptalegs eðlis). Almennt þarf að bæta stjórnun jarðhitavinnslunnar (resource management), sem víða er í ólestri. Jarðhitinn er sumstaðar ofnýttur vegna þess að margir óháðir aðilar dæla úr sama jarðhitakerfi, án sameiginlegrar stjórnunar. Niðurdæling er lítið stunduð, en innstreymi er oft tregt í jarðhitakerfin þar í landi. Hér gætum við líklega komið að liði. Álitlegustu viðskiptatækifærin eru falin í verkefnum sem þegar er hafist handa við í Beijing, sérstaklega áform um hitaveitu í borgarhverfinu Lishuiqiao, en einnig í Yanqing rétt norðan Kínamúrsins. Í Shaanxi-fylki er mikill áhugi á samstarfi, bæði í höfuðborginni Xian en einkum í borginni Xianyang. Jarðhiti er þarna víða og hiti góður. Xianyang: Þarna er mikill áhugi. Því þarf að fylgja eftir t.d. með því að bjóða yfirmanni útibús Auðlindaráðuneytisins í fylkinu, Zhang Dexing, ásamt föruneyti til Íslands. Hér er áhugi á samfjárfestingu ( joint venture ). Í Tíbet er vissulega mikill jarðhiti, a.m.k. háhiti en ekki varð ráðið af þessari heimsókn hvort þar séu raunhæf tækifæri. Íslendingar gætu þó aðstoðað þá í smærri stíl, t.d. við ýmsar jarðhitarannsóknir og hagkvæmniathuganir, fjármagnaðar af Sameinuðu þjóðunum, Alþjóðabankanum, yfirvöldum í Beijing eða stjórnvöldum á Íslandi. Jarðhitaskóli Háskóla Sameinuðu þjóðanna (JHS), sem rekinn er af Orkustofnun, skiptir sköpum í samskiptum Íslendinga og Kínverja á þessum sviðum (sambönd, orðstýr, o.s.frv.). Rætt var við þrettán hugsanlega nemendur í ferðinni. 3

6 Auðvitað getum við líka lært af Kínverjum: Kínverjar hafa alda- ef ekki árþúsundalanga reynslu af fiskeldi, m.a. með hjálp jarðhita. Sama gildir um baðmenningu, sbr. t.d. böð í Huaqingchi þar sem forn böð hafa verið gerð að miðpunkti ferðamennsku. Jarðvísindi eru bersýnilega á háu stigi og tækjakostur að hluta hinn besti. Við getum sótt þjónustu til þeirra. Þá má nefna að Kínverjar eru mjög framarlega í rannsóknum á fyrirboðum jarðskjálfta. 4

7 Efnisyfirlit Samantekt... 3 Aðdragandi... 7 Beijing í upphafi ferðar... 8 Shaanxi-fylki... 9 Tíbet Beijing undir lok ferðar Badeling og Yanqing Framhald og lok ferðar Hebei-fylki, 2. september Beijing, 3. og 4. september Niðurlag English summary Viðauki I: Sérstakar fundargerðir ÞE Viðauki II: Samkomulag við fulltrúa Shaanxi-fylkis Viðauki III: Sundurliðuð dagskrá ferðar

8 6

9 Aðdragandi Sendinefnd á sviði jarðhita sótti Alþýðulýðveldið Kína heim í lok ágúst 2001 í boði ráðuneytis landgæða og auðlinda í Kína. 1 Aðdragandi ferðarinnar var sá að sendiherra Kína í Reykjavík, Wang Ronghua, hóf máls á slíkri sendiför við orkumálastjóra skömmu eftir komu sína til landsins og ítrekaði hugmyndina í nokkur skipti m.a. með heimsóknum á Orkustofnun í tvígang. Boðið var síðan staðfest með tölvuskeytum sumarið Auðlindaráðuneytið eða aðrir gestagjafar í Kína greiddu allan dvalar- og ferðakostnað sendinefndarinnar utan flug frá Íslandi til Beijing. Í sendinefndinni voru: Þorkell Helgason (ÞH), orkumálastjóri, formaður sendinefndarinnar Ásgeir Margeirsson (ÁM), aðstoðarforstjóri Orkuveitu Reykjavíkur Guðni Axelsson (GAx), deildarstjóri forðafræðideildar Rannsóknasviðs Orkustofnunar Ólafur G. Flóvenz (ÓGF), framkvæmdastjóri Rannsóknasviðs Orkustofnunar Þorkell Erlingsson (ÞE), verkfræðingur, Enex hf., sér þar um Asíumál. Lagt var stað í förina 20. ágúst 2001 og komu flestir heim 2. sept. en aðrir 5. sept. Í viðauka III er að finna dagskrá ferðarinnar. Í megindráttum skiptist ferðin á þrjá staði: Beijing og nágrenni. Þar var dvalið bæði í upphafi og lok ferðarinnar. Xian, höfuðborg Shaanxi-fylkis, og nágrenni. Tíbet, sjálfsstjórnarsvæði, aðallega höfuðborgin Lhasa. Móttökur voru með afbrigðum vinsamlegar og rausnarlegar. Sendinefndinni var gert mjög hátt undir höfði og voru hvarvetna háttsettir ráðamenn sem tóku á móti okkur. Í samráði við sendiráð Íslands og Kína hafði verið komist að þeirri niðurstöðu að staða ÞH svaraði til "aðstoðarráðherra", en síðan var hann titlaður "vararáðherra" (og jafnvel "ráðherra" í Xian). Gerð var athugasemd við þetta titlatog en því svarað að við skyldum ekki hafa af því áhyggjur! Allt um það þá var tekið á móti okkur af vararáðherra auðlindaráðuneytisins, varafylkisstjóra Shaanxi, varaborgarstjóra Xianyang, varaformanni landsstjórnar Tíbets, varasýslumanni Yanqing o.s.frv. Veislur voru miklar og veglegar og okkur sýnt margt fróðlegt, en fundarhöld hefðu mátt vera meiri og voru þau reyndar aukin nokkuð að okkar ósk, á kostnað kynnisferða. Aðalleiðsögumenn voru tveir; frú Chen Youfang og Zheng Chuncai sem þó var ekki með í Tíbet. Þar var aftur á móti fyrrv. nemandi Jarðhitaskólans okkur innan handar; Pingstoe Wangyal. Upphaflega stóð til að frú Zou Xing yrði aðalleiðsögumaður, en hún hafði haft veg og vanda af undirbúningi og hitti raunar orkumálastjóra á Íslandi ári fyrir heimsóknina. Vegna annarra verkefna gat hún þó aðeins verið með okkur 31. ágúst í Beijing. Skal nú farið nokkrum orðum um það helsta sem gerðist efnislega í þessari ferð. 1 Ráðuneyti þetta nefnist á ensku Ministry of Land and Resources. Hér á eftir verður heiti stofnana að jafnaði getið á ensku, þótt illt sé. Er það gert til að forðast misskilnings vegna samanburðar við önnur gögn, sem að jafnaði eru á ensku. 7

10 Beijing í upphafi ferðar Í upphafi heimsóknarinnar tók á móti okkur á Beijing-flugvelli, Li Zhijian frá þeirri deild sem fer með erlend samskipti ráðuneytisins. Í spjalli hans við ÞH kom m.a. fram eftirfarandi: Gas er í sókn sem orkugjafi í Kína, sama gildir um olíu, en reynt er að draga úr kolanotkun samhliða því sem þar er stefnt að hreinni brennslu. Innlend framleiðsla olíu er um 120 millj. tonna á ári og (nettó)innflutningur um 40 millj. tonna. Kjarnorka á sér sess, hugsanlega vaxandi. Vatnsorka heyrir ekki undir Auðlindaráðuneytið, heldur undir e.k. Landsvirkjun, sem hefur stöðu ráðuneytis. Dvalist var í Beijing bæði í upphafi og lok ferðarinnar. Annars vegar voru heimsóttar rannsóknastofnanir og hins vegar fyrirtæki og aðrir aðilar vegna hugsanlegra verkefna. Að kvöldi fyrsta dags hélt sendiherra Íslands, Ólafur Egilsson, sendinefndinni og ýmsum seinni viðmælendum hennar og fleirum veglegt kvöldboð. Annan dag heimsóknarinnar var fyrst farið til Beijing Institute of Geological Engineering. Meðal þeirra sem við hittum þar voru tveir fyrrum nemendur Jarðhitaskólans Pan Xiaoping (1998) og Liu Juirong (1999). En varaforstjóri stofnunarinnar (Vice-President), Wei Lian Wei, tók á móti. Þar var rætt um hugsanlegt hitaveituverkefni í Yanqing, norðan Kínamúrsins, sem Enex og Orkuveita Reykjavíkur hafa komið að. Auk þess komu eftirfarandi atriði fram í samtölum: Stofnunin heyrir undir Bejing Bureau of Land and Resources. Um 150 manns sinna jarðhitamálum hjá stofnuninni. Hún sinnir verkefnum ekki aðeins í Beijing, heldur líka t.d. í 7 erlendum ríkjum. Í Beijing eru um 200 jarðhitaborholur og hefur stofnunin staðið fyrir borun um 90% þeirra. Síðustu árin hafa verið boraðar um 20 nýjar holur á ári. Stofnunin á um 20 jarðbora, þar af geta 5 borað dýpra en 2000 m. Allt kínverskir borar. 10 milljónir rúmmetrar af heitu jarðvatni eru nýttir árlega í borginni; svarar það til um 300 l/s að jafnaði. Til fróðleiks notar Hitaveita Akureyrar um 2-3 milljónir rúmmetra á ári. 2 Ráðamenn leggja áherslu á að nýta jarðvarma í tengslum við Ólympíuleikana. Töluverðar rannsóknir skortir, auk þess sem stjórnun nýtingarinnar er verulega ábótavant. Þá vilja þeir fara að hefja niðurdælingu. Sama dag var heimsótt Beijing City Geological Survey Technincal Institute. Liu Changlin, forseti stofnunarinnar var helst í forsvari en einnig Wei Jianfeng, varaforseti. Þetta eru þeir aðilar sem Enex og Orkuveita Reykjavíkur hafa verið í viðræðum við vegna hitaveituframkvæmda í Beijing, nánar tiltekið í Lishuiqiao: Stofnunin heyrir undir Beijing Bureau of Land and Resources. Beijing stefnir að upphitun 10 milljóna fermetra af húsnæði með jarðhita fyrir árið Kínverjar tala gjarnan um millj. rúmmetra á ári þegar okkur er tamara að vísa til l/s. Samhengið er þetta: 1 Mm 3 /a = 32 l/s. 8

11 Fram kom að myndað hefur verið félag sem tekur við samstarfinu við Enex og Orkuveitu Reykjavíkur; Tian Yin heitir það sem mun útleggjast Silfurhiminn. Auk umræddrar stofnunar eru Beijing City Energy Investment Company, Beijing Urban Construction og XingHua Land Co. Ltd. aðilar að félaginu. Nefndu þeir að æskilegt væri að Íslendingar ættu um 30% hlut í nýja félaginu. Tilgangur félagsins er leit að jarðhita og lagning og rekstur hitaveitna. Vill það hita 400 þús. fermetra strax og 2 milljónir eftir nokkur ár. Hafa borað 1 holu og 10 eru ráðgerðar. 10 manna sendinefnd þessara aðila kemur til Íslands í október Félagið vill vekja athygli á þeim möguleika að hita væntanlegt Ólympíuþorp upp með jarðhita. Þarna vakna líka áhyggjur af skorti á sameiginlegri stjórnun (resource management) og verulegri hættu á ofnýtingu (rányrkju). Vararáðherra í Auðlindaráðuneytinu, Jiang Chengsong hélt okkur rausnarlegan kvöldverð á öðrum degi heimsóknarinnar. M.a. var íslenski sendiherrann, Ólafur Egilsson, viðstaddur. Einnig próf. Zhang Hongtao, varaforstjóri China Geological Survey og dr. Jia Jia-Lin frá umhverfis- og jarðfræðiskrifstofu ráðuneytisins. Skipst var á gjöfum og fékk ráðherrann úrval Íslendingasagna á kínversku. Ráðherrann sagði m.a.: Huga þarf að því hvort eða í hvaða mæli jarðhitinn er endurnýjanleg auðlind. Nýtingin þarf að taka mið af því. Vill helst samstarf við Íslendinga um nýtingu lághita. Shaanxi-fylki Shaanxi er fylki (próvinsa) um þúsund km vestan við Beijing. Þar búa um 35 millj. manna. Höfuðborg fylkisins heitir Xian og var höfuðborg Kínaríkis í um 1100 ár. Þangað fór sendinefndin 23. ágúst. Hér var nefndinni gert einna hæst undir höfði, m.a. strax með fyrirmannlegri móttöku á flugvelli. Þaðan var haldið rakleiðis á fund varafylkisstjórans Pan Lian Sheng, sem lýsti yfir miklum áhuga á samstarfi. ÞH svaraði með því að vísa m.a. til Jarðhitaskólans, en það hefur lengi verið áhugamál að fá nemendur frá þessu fylki, en ekki lukkast enn. Pan bauð til mikils kvöldverðar. Næsti dagur, 24. ágúst, hófst með fundi undir forsæti frú Li Dongyou, sem er varaforstjóri útibús Auðlindaráðuneytisins í fylkinu. Í fylkinu eru 175 jarðhitaholur, flestar við Xian. Vandamál eru af ýmsu tagi: Skortur á rannsóknum, einkum forðafræðilegum. Holur eru um of í hnapp, reknar af mismunandi fyrirtækjum og stofnunum, og hirða vatn hver frá annarri. Skortur er á vatni, ekki hita, stefna því að niðurdælingu. Vatnið er illa nýtt, frárennslishiti einatt 35 C og hærri; allt upp í 60 C. Óvissa er um umhverfisáhrifin. Sem sagt vöntun á sameiginlegri stjórnun á nýtingu jarðhitans (resource management). Árleg vinnsla alls er um 4-5 milljónir rúmmetra, sem svarar til um l/s sem er auðvitað næsta lítið. Að þessu loknu hófust kynnisferðir: Shaanxi Natatorium: Þetta er stór keppnissundlaug hituð af einni borholu í næsta nágrenni, sem því miður fer þverrandi. Allur 9

12 tæknibúnaður í kjallara laugarinnar þótti okkur mikilfenglegur. Sáum ekki tilganginn með öllum þeim pípum og tönkum! Shaanxi Hotel: Þetta er e.k. móttökusetur fylkisstjórnarinnar. Þar er nýboruð hola en notkun jarðhitans ekki hafin. Það tók þrjá mánuði að bora holuna, sem er um m djúp. Unnið var á 4 vöktum; 10 manns á hverri. Holan kostaði 5 millj. yuan (ca. 60 m.kr.). Lintong: Þetta er staður með fornri laug keisaraynju frá Yangtímabilinu. Laugin var þekkt en nýlega grafin upp að fullu og gerð að miklum ferðamannastað, afar smekklegum. Var það að einhverju leyti í framhaldi af uppgötvun leirsoldátanna frægu þarna í grenndinni. Laugarnar heita Huaqing(chi). Þá um kvöldið var svo rætt við tvo hugsanlega nemendur fyrir Jarðhitaskólann (var ekki á dagskrá, en gert að okkar tillögu). Þeir heita Yin Lihe (Charles) og Tao Husheng. Síðan var haldið til borgarinnar Xianyang. Við borgarmörkin beið okkar varaborgarstjórinn Zhang Li Young og var ekið í lögreglufylgd! Þá strax og síðar kom í ljós að borgin er í örum vexti, ekki hvað síst uppbygging þekkingarþorps með um 200 þús. fermetra húsnæði. Mörg alþjóðleg fyrirtæki verða þar með aðsetur. Borgaryfirvöld vilja hita og kæla þorpið með jarðhita. Eftirfarandi var skoðað: 505 háskólinn: Þetta er e.k. einkaháskóli í uppbyggingu enda í næsta nágrenni við þekkingarþorpið ráðgerða. Skólinn er í eigu mikils lyfjafyrirtækis. Borhola er á skólalóðinni og er þegar nýtt. 795 verksmiðja: Þetta er rafeindaverksmiðja. Ekki gátum við þó staðreynt það. Forstjórinn, frú Deng Mei, tók á móti okkur með fríðu föruneyti. Verksmiðjan er stór, 3000 manna starfslið. Verksmiðjan og starfsmannahíbýli eru hituð með jarðhita en við skoðuðum stóra borholu, sem gaf í upphafi 80 l/s af 98 C heitu sjálfrennandi vatni. Þarna voru 4 varmaskiptar (3 kínverskir en 1 frá Alfa Laval). Qinbao Hotel: Ráðstefnu- og heilsuhótel, á svæði þekkingarþorpsins. Hótelstjórinn er kornungur. Hitað með jarðhita, en borholan var í viðgerð. Skriflegar upplýsingar voru lagðar fram um jarðhita í fylkinu almennt, og þessum stöðum sérstaklega. Að loknum hádegisverði í boði fyrrgreinds varaborgarstjóra var ekið til baka til Xian og efnt til fundar með frú Li, en auk hennar má nefna fróða konu um jarðhita, frú Hong, en hvorug þeirra var mælandi á ensku. Aðalumræðuefnið voru drög að Letter of Intend sem þau höfðu lagt fram áður. Við gerðum nokkrar athugasemdir sem voru teknar til greina. Plaggið breyttist í Memorandum of Understanding og fylgir það sem viðauki II sem skýrir sig sjálft. Á fundunum í Shaanxi komu annars fram fróðlegar upplýsingar um jarðhitamál í fylkinu: Jarðhita er víða að finna í héraðinu og í sumum tilvikum töluvert öflugur. Þetta er sambland af setlagajarðhita og sprungujarðhita í misgengjum en vatnsleiðararnir eru allir í setlögunum. Þarf 2-3 km holur til að ná viðunandi hita. Yfirvöld gefa tilteknum aðila leyfi til borunar á ákveðnu landsvæði, sem er nokkrir ferkílómetrar að stærð. Jafnframt fær viðkomandi rétt til 10

13 að vinna ákveðið magn úr hverri holu. Okkur er sagt að haft sé mánaðarlegt eftirlit með því að svo sé. Við sáum hins vegar ekki víða búnað til að mæla rennslið úr holunum, en á sumum stöðum var þó op meðfram dæluröri til vatnborðsmælinga. Fyrirkomulag á orkusölu til húshitunar er nokkuð sérstætt í Kína. Algengt er að vinnuveitandinn eigi íbúðarhúsnæði starfsmanna og honum ber að útvega starfsmönnum upphitun á verði sem stjórnvöld ákveða og er um yuan/m 2 /ári. (Breytilegt eftir svæðum, eða kaupmætti á hverju svæði). Húseigandinn verður síðan að kaupa orkuna af einhverjum orkuframleiðanda og það verð er einatt mun hærra en söluverðið, t.d. um 48 yuan/m 2 /ári, enda ræðst það af samningum milli orkusala og orkukaupa. Vinnuveitandinn ber því mismuninn á kaup- og söluverði orkunnar. Áform eru uppi um víðtæka hitaveituvæðingu í nýjum hverfum í Xianyang en óljóst hvernig að því verður staðið og hvernig lagaumhverfi heitavatnsvinnslunnar og dreifingar verður. Þeir virðast þó stefna að hlutafélagi (sumir sögðu það þegar gert og heiti Xianyang North China Geothermal Company) sem fái einkaleyfi til vinnslu á tilteknu svæði og selji síðan þeim sem byggja eða munu eiga húsin. Á fundi með okkur var maður að nafni Song Jia Qi, forstjóri hjá Xianyang Municipal Mineral Administration, sem sagðist mundu geta komið okkur í samband við þetta fyrirtæki. (Faxnúmer hans er (0910) ). Um kvöldið var boðið til kvöldverðar ásamt með tónlistar- og danssýningu frá Tangtímabilinu. Tíbet Sunnudaginn 26. ágúst fylgdi frú Li og föruneyti okkur út á flugvöll, en þaðan var haldið til Lhasa í Tíbet með millilendingu í Chengdu, hvar etinn var einn besti málsverður ferðarinnar, enda borgin höfuðborg Sichuan-héraðs, þar sem matur er sagður einna bestur í Kína. Á Lhasa-flugvelli var tekið vel á móti okkur með tilheyrandi serimóníum. Frá flugvellinum er langur akstur inn í borgina. Lhasa er í 3700 m hæð og því tekur tíma að aðlagast aðstæðum. Daginn eftir, 27. ágúst, var fundur með heimamönnum. Annar fundur var degi síðar og verður frásögn af þeim báðum felld saman. Skemmst er frá því að segja að öll tjáskipti voru erfið. Bæði voru túlkar ekki vandanum vaxnir en líka örðugt að draga fram svör við spurningum okkar. Ekki bætti úr skák að nafnspjöld voru ekki tiltæk hjá heimamönnum, þ.a. að nöfn og staða viðmælanda var sjaldnast ljós. Eina spjaldið var frá Dor Ji, sem var titlaður jarðfræðingur (senior geologist) við Tibet Geothermal Geological Team, Tibet Environmental Institute. Annar að nafni Wang Bao Sheng, var aðalgestgjafi okkar og var hann yfirmaður (president) útibús Auðlindaráðuneytisins þarna í Tíbet. Næstur honum (vice president) var Kan Zhan en skrifstofustjóri þessa ráðuneytis var Cheng Jachu og fylgdi hann okkur oftast. Aðaltúlkur okkar og hjálparhella í Tíbet var Pingtsoe Wangyal frá ráðuneytinu, og var hann hér á Íslandi árið 1992 í JHS prógrammi. Stofnun sú í Tíbet sem stóð fyrir komu okkar var: Bureau of Land & Resources Tibet 11

14 Beijing Ave. no. 21 Lhasa, Tibet; Sími; (0) Fax; (0) Sakir samskiptaörðugleika kann sumt af því sem hér verður sagt að vera málum blandið: 700 jarðhitastaðir hafa verið rannsakaðir í Tíbet. Helsta háhitasvæðið er Yang Bajing, um 100 km norður af Lhasa og í um m hæð. Þar er síðan MW virkjun sem rekin er með um hálfum afköstum. Aðeins efra kerfi svæðisins ( m dýpi) er nýtt. Gríðarlegar útfellingar valda vandræðum, einnig lækkandi þrýstingur og einhver kólnun. Japanir veita e.k. þróunaraðstoð til að rannsaka og bora í dýpri hluta kerfisins, með það að markmiði að hressa upp á virkjunina. Þarna er talinn möguleiki á 100 MW vinnslu með því að bora í dýpra kerfinu. Tvær holur hafa verið boraðar í neðra kerfið, um m, en þær eru ekki enn tengdar virkjuninni. Tvær smáar jarðhitavirkjanir eru að auki (1 og 2 MW) í Tíbet, en starfræksla þeirra er stopul sökum rekstrarvandamála. UNDP gaf efnagreiningartæki (gaschromotograph) sem liggur ónotað þar sem þekkingu skortir á gassýnatöku og notkun tækisins. Hús eru almennt ekki upphituð í Lhasa, enda þótt þörf væri á. Vangaveltur eru um að leiða afgangsvarmann frá Yang Bajing til Lhasa. Við spurðum hvort ekki mætti finna jarðhita nær borginni. Svarið virtist neikvætt. Ekki fengust skýr svör um raforkuþörf Tíbets, hvað þá um framtíðaráform. Þó voru tölur um að raforkuvinnsla í fyrra hafi numið um 733 GWh (vatnsafl 620, jarðhiti 110, olía og sólaorka 3). Auk jarðhitavirkjana eru þrjú allstór vatnsorkuver, samtals með um 150 MW uppsett afl, en skila þó engan veginn þeirri orku. Einnig virðast vera mörg minni vatnsorkuver í landinu. 60 MW af vatnsaflsvirkjunum eru í smíðum. Í heild er uppsett afl í Tíbet 350 MW; vatnsafl 294, jarðhiti 28 og olía 36 (rímar illa við fyrrnefndar tölur). Stefnt er að 500 MW. Ráðgert hafði verið að sjá háhitasvæðið í Yang Bajing, 28. ágúst, en vegurinn reyndist lokaður. Var þá dagskrá breytt. Tveir okkar (GAx og ÓGF) voru þann dag kyrrir í Lhasa og áttu viðtöl við 4 hugsanlega nema fyrir Jarðhitaskólann og einnig við Dor Ji og undirmenn hans um jarðhitarannsóknir í Tíbet. Við hinir (ÁM, ÞE og ÞH) fórum í alllangt ferðalag til að skoða vatnsaflsvirkjun (Yamdrok Tso) sem er að mörgu leyti undarleg framkvæmd (og mjög umdeild, fundum við út síðar): Virkjunin sækir vatn í stöðuvatn sem er í um 4500 m hæð, mjög stórt að flatarmáli (648 km²) en án innrennslis og afrennslis. Það er heilagt í augum búddatrúar íbúa Tíbet. Virkjað er 850 m fall og uppsett afl um 100 MW. Virkjunin komst í gagnið fyrir nokkrum árum en nýtt afl hefur ekki verið nema um 15 MW að meðaltali. Þannig var orkuvinnslan s.l. ár aðeins 140 GWh. Svo virðist sem runnið hafi á menn tvær grímur með að draga niður í vatninu. M.a. þess vegna er nýtingin svo lítil. En síðan eru 90 MW dælur sambyggðar við vélarnar og var okkur sagt að vatni yrði dælt aftur upp í vatnið þegar orkubúskapurinn í Tíbet 12

15 leyfði það, vonandi innan áratugar eða svo. Það er þó mjög umdeilt hvort dæla á menguðu árvatni upp í tært stöðuvatnið. Vélbúnaður er allur hinn glæsilegasti, frá Voith og ELIN í Austurríki, og hefur efalaust kostað sitt, t.d. dælurnar sem munu liggja ónotaðar um langa hríð. Heildarkostnaður er uppgefinn 200 MUS$ að viðbættum 36 MUS$ vegna fóðringa ganga sem gert var við eftir hrun. Einn af yfirmönnum rafmagnsveitunnar, Yu Heping, hittum við í mýflugumynd rétt áður en við fórum. Hann var á Íslandi um 1986 í JHS og stýrir nú raforkuframleiðslu í Tíbet (Bureau of Electicity of Tibet, Fax; ). Varaformaður Tíbetsku sjálfsstjórnarinnar (nafn óþekkt) tók á móti sendinefndinni í stjórnarhöll mikilli og hélt sendinefndinni síðan kvöldverð síðasta kvöldið í Lhasa. Beijing undir lok ferðar Aftur var komið til Beijing í lok ferðarinnar. Fyrst voru þá heimsótt Kínverska jarðvísindaakademían og China Geological Survey. Báðar þessar stofnanir heyra undir Auðlindaráðuneytið. Var upplýst að til stæði að slá þessum og fleiri jarðvísindastofnunum saman í eina. Var þetta raunar beinlínis í deiglunni meðan við stöldruðum við. (Forstjóri þeirra síðarnefndu kom fagnandi af fundi og sagði að stofnunin yrði ekki skorin við trog, heldur fremur hampað við sameininguna). Víkjum þá fyrst að Kínversku jarðvísindaakademíunni. Aðeins GAx, ÓGF og ÞH gátu sinnt þeirri heimsókn, en þeir ÁM og ÞE heimsóttu sína tengla í Lishuiqiao. Fyrst gaf próf. Dong Shuwen, varaforseti akademíunnar, fróðlegt yfirlit. Með honum voru m.a. jarðhitasérfræðingarnir Keyan Zheng og Kang Wenhua. Litið var við á efnagreiningarstofu, sem er afar vel búin alþjóðlegum tækjum, fjölda massagreina o.fl. Þeir gætu tekið að sér verkefni fyrir okkur! Yfirmaður þarna var próf. Ding Tiping. Meðal fróðleiks um akademíuna má nefna: Þar starfa um manns, þar af um sérfræðingar. Eru að bora 5 km djúpa holu, með stuðningi ICDDP. Kostnaður áætlaður um 1,5 milljarðar kr. Hádegisverður var snæddur í boði akademíunnar og var aðalforstjórinn (president), próf. Zhang Yanying, gestgjafi. Eftir hádegi var heimsótt China Geological Survey og var þá íslenski hópurinn aftur sameinaður: Heimsótt var fjarkönnunarstofa stofnunarinnar. Tók þar varaforstjórinn Guo Dahai á móti og gaf yfirlit. Stofan er engin smásmíði og rekur m.a. 6 flugvélar og hefur um 600 vísindamenn á sínum snærum. Eru þeir vel búnir tækjum og hugbúnaði. Stofan hefur bent á flest þau olíusvæði sem fundist hafa í Kína, auk þess um 150 námur. Um 40% af Kína hefur verið loftmyndað. Stofan stundar ýmiss konar eftirlitsstarf með framkvæmd fyrirmæla stjórnvalda. Þá var tölvu- og upplýsingadeildin heimsótt. Hún gefur út jarðfræðikort, sinnir GPS og margt fleira mætti telja. Virðist vel búin tækjum, m.a. forláta amerískum kortaprentara. Búið er að gera jarðfræðikort af Kína í skala 1: , 1: og 1: en aðeins um 5% landsins í skala 1:

16 Síðan var jarðhitadeildin skoðuð. Í forsvari var próf. Wen Dongguang. Starfsemi hófst á deildinni á sjötta áratug síðustu aldar; lá greinilega í láginni á dögum menningarbyltingarinnar en tók við sér eftir Hefur gert hverakort af Kína. Þar eru um 2200 hverir. Hitastigull í Kína er almennt C á hvern km. Að lokum var fundur með varaforstjóranum, próf. Zhang Hongtao. Stofnunin á sögu að rekja til 1916, endurskipulögð 1949, en í núverandi mynd er hún aðeins ársgömul og breytist nú aftur eins og fyrr segir. Sameinuð jarðvísindastofnun verður ekki mjög á markaði. Til stendur að stofna sérdeild eða fyrirtæki í því skyni. Fram kom að um 1 milljón manna starfa á sviði jarðvísinda í Kína. 3 Stjórnvöld hafa sett á laggirnar átaksverkefni í jarðfræði og auðlindanýtingu, lagður er fram 1 milljarður yuan árlega í 12 ár. 4 Stofnunin hefur 6 svæðisskrifstofur, 4 skip og 3 flugvélar (auk fjarkönnunarvélanna?). Þeir bjóða út verkefni á vettvangi. Almenn gögn eru afhent ókeypis. Kvöldverður var í boði China Geological Survey og gestgjafi próf. Zhang Hongtao. Badaling og Yanqing Yanqing er hérað norðan við Beijing-borg, rétt norðan við Kínamúrinn mikla við Badaling, sem heyrir reyndar undir Beijing. Þar var gist aðfararnótt 2. sept. á ferðamannastað fyrir (ný)ríka Kínverja. Sá byggir á jarðhita. Þar er ein hola, undir 60 C, járnrík og er járnið fjarlægt með súrefni. Holan er notuð til að hita hótelið og leggur því til kranavatn auk vatns í mikla sundhöll þar við. Liu Xing, framkvæmdastjóri Beijing Badaling Great Wall Geothermal Development Co., var gestgjafi í hádegisverði. Eftir hádegi var fundur um verkefni Enex og Orkuveitu Reykjavíkur í Yanqing. Þeir sem helst voru í forsvari voru Wei Lian Wei og Liu Xing. Auk þess kom við sögu glöggur eldri maður, jarðhitasérfræðingur, Keyan Zheng og Jarðhitaskólaneminn Liu Jiurong var okkur einnig innan handar. Raunar hafði verið farið yfir mál að hluta í fyrri fundi í Beijing og er eftirfarandi frásögn sótt í báða fundina: Í Yanqing er laug með 42 C hita sem hefur verið þekkt í 1500 ár. Þorkell Erlingsson skýrði frá drögum að forathugun á lagningu hitaveitu fyrir hluta Yanqing, eða um m 2. Helsti vankanturinn er lágt hitastig. Því þarf að snerpa á vatninu sem ÞE taldi hagkvæmast að gera með kolum. Heimamenn þvertóku þó fyrir það þar sem kol væru illa séð; skipti það engu þótt jarðhitinn minnkaði kolanotkun um 85%! Vildu þeir heldur varmadælur og sögðu hægt að fá rafmagn á nóttunni á hálfvirði. Varmaskipta fyrir kranavatn töldu þeir óþarfa; vildu heldur hreinsa járn úr vatninu með súrefni. Þetta töldu okkar menn ótækt og bjóða heim tæringarvanda. Guðni Axelsson fór yfir getu jarðhitasvæðisins. 3 Í fyrstu hljómar þetta sem risavaxin tala, en m.v. fólksfjölda eru þetta færri starfsmenn en á Íslandi! 4 Yfirfært á okkar mælikvarða (m.v. fólksfjölda og kaupmáttarstig) svarar þetta til millj. ísl. kr. árlega. 14

17 Fram kom í viðræðum að hitunarkostnaður yrði of hár með jarðhita m.v. núverandi hitun sem er með kolum. Sama gilti um heitt neysluvatn, sem ekki má kosta meira en 6 yuan/m 3. ÞE reiknar með 12% innri vöxtum af eigin fé, nokkuð sem kínverskum fjárfestunum þykir líka of lágt! Í Yanqing-héraðið búa álíka margir og á Íslandi. Varahéraðshöfðinginn Gao bauð til kvöldverðar 1. sept. Hann segir heimamenn vilja auka ferðamannabúskap og nýta til þess jarðhita. Framhald og lok ferðarinnar Meirihluti sendinefndarinnar, þeir ÁM, ÓGF og ÞH, héldu heim hinn 2. sept. en hinir tveir, GAx og ÞE, dvöldu þremur sólahringum lengur til að fylgja eftir þeim verkefnum sem eru á döfinni. Hebei fylki, 2. september 2001 Sunnudaginn 2. september sótti frú Li Hongying (var á Íslandi árið 2000 hjá Jarðhitaskólanum) ÞE og GAx til viðræðna um þróun jarðhita í Heibei-fylki. Farið var til tveggja staða í Heibei, Anxin-sýslu og Xiong-sýslu. Þessi heimsókn hefur staðið til í heilt ár eða síðan frú Li var á Íslandi og ræddi um að Virkir (nú Enex) kæmi að jarðhitaþróun í þessum hluta Kína. Frú Li vinnur hjá Bureau of Land & Resources í Baoding, höfuðborg Hebei (Baoding er vinaborg Hafnarfjarðar og nokkur samgangur þar í milli). Sú stofnun úthlutar leyfum til nýtingar á jarðhita í fylkinu. Anxin-sýsla er rúmlega 200 km beint suður af Beijing. Nýleg hraðbraut liggur þangað og var því mjög greiðfært að komast á staðinn. Jafn greiðfært er til Tianjin. Svæðið er því kjörið að sögn til matvælaframleiðslu þar sem stærstu markaðir Kína eru í innan við 3 tíma fjarlægð. Á fundi með Guohui Li borgarstjóra, Yuan Da Bing framkvæmdastjóra og aðaleiganda Anxin Power Installation Engineering Company og fleirum kom fram að mikill jarðhiti er í Anxin-sýslu og áhugi á að nýta hann m.a. til fiskeldis. Eftir skoðunarferðir um héraðið, út á gríðarstórt vatn sem þar er og í garða Yuan Da Bing, var skrifað undir samkomulag um að Enex aðstoðaði Yuan Da Bing við að þróa jarðhitanotkun við fiskeldi. Eftir er að útfæra þennan samning frekar. Seinni hluta dags var Xiong-sýsla heimsótt. Þar tóku á móti okkur Dong He Qun borgarstjóri, Gao Shu Di framkvæmdastjóri hitaveitunnar og Jiang Yan Hai framkvæmdastjóri inn- og útflutnings í héraðinu. Mikill jarðhiti virðist í borginni en því miður er mikil fáfræði í notkun sem og mikil fátækt. Við fengum í hendur nokkrar skýrslur um uppbyggingu hitaveitu í borginni og þeir óskuðu eftir aðstoð okkar við frekari uppbyggingu og þróun. Enn er óljóst hvernig unnt er að verða við ósk þeirra. Beijing, 3. og 4. september 2001 Að frumkvæði Sendiráðs Íslands í Beijing heimsótti ÞE (ásamt Peter Yang Li í sendiráðinu) verktakafyrirtækið Forest Hill um morguninn 3. sept. Fyrirtæki þetta á um m² lóð rétt austur af 4 hring í Beijing og hyggst byggja m² villur sem hita á upp með jarðvarma fengnum á staðnum úr tveimur m djúpum jarðhitaholum. Óskað var eftir tillögu Enex að þessu verki með hönnunarsamning í huga. Aðilar munu skiptast á gögnum með samning í huga. 15

18 Á sama tíma flutti GAx fyrirlestur í Beijing Geoscience University um Geothermal Reource Management. Um eftirmiðdag 3. september var fundur um jarðhitaverkið í Lishuiqiao í Beijing. Á fundinum var farið yfir stöðu verkefnisins (sjá viðauka I). Þann 4. september var fundur allan daginn í Beijing vegna verkefnisins í Yanqingsýslu (sjá viðauka I). Niðurlag Í rabbi við aðalleiðsögumenn okkar síðasta kvöldið í Kína kom þetta fram í hnotskurn af þeirra hálfu: Yanqing: Koma þarf því á hreint hver verður eigandi hitaveitunnar. Sérfræðingur þeirra fari til Íslands og kynni sér rekstur hitaveitna. Óljóst er með leyfisveitingar. Lishuiqiao: Er álitlegra en Yanqing-verkefnið enda lengra komið. Xian og Xianyang: Þarna er mikill áhugi sem vert væri að fylgja eftir, t.d. með því að bjóða yfirmanni útibús Auðlindaráðuneytisins í fylkinu, Zhang Dexing, ásamt föruneyti til Íslands. Áhugi er á samfjárfestingu ( joint venture ). Tíbet: Viðfangsefni þar eru óljós. Íslendingar verða að sníða sér stakk eftir vexti. Tíbet verður þá að mæta afgangi. Almennt: Mikilvægt að einn aðili komi fram f.h. Íslendinga, þ.e.a.s Enex. Nefnt að helst væri að bjóða vararáðherra auðlindamála til Íslands. Þessi niðurstaða rímar næsta vel við tilfinningu okkar. Íslendingar gætu þó aðstoðað Tíbet í smærri stíl, t.d. við ýmsar jarðhitarannsóknir og hagkvæmniathuganir, ef utanaðkomandi fjármagn fengist í slíkt. Við urðum vitni að mikilli uppbyggingu í Kína. Auðvitað er hún mest áberandi í Beijing en líka í Xian; mun síður í Tíbet. Það er mat okkar að talsverð viðskiptatækifæri geti verið á jarðhitasviðinu í Kína. Það sem Kínverja vanhagar um er ekki aðeins hagnýtar rannsóknir heldur líka þekking á rekstri jarðhitasvæða og hitaveitna. Að lokum má spyrja hvort við getum ekki lært líka af Kínverjum. Auðvitað er það svo. M.a. má nefna eftirfarandi sem bar fyrir augu eða eyru: Kínverjar hafa alda- ef ekki árþúsunda- langa reynslu af fiskeldi, m.a. með hjálp jarðhita. Sama gildir um baðmenningu, sbr. t.d. böðin í Huaqingchi þar sem forn böð hafa verið gerð að miðpunkti ferðamennsku. Jarðvísindi eru bersýnilega á háu stigi og tækjakostur að hluta hinn besti. Við getum sótt þjónustu til þeirra. Þá má nefna að Kínverjar eru mjög framarlega í rannsóknum á fyrirboðum jarðskjálfta. 16

19 English summary An Icelandic delegation on geothermal issues visited the People s Republic of China in late August 2001 at the invitation of the Chinese Ministry of Land Resources. The delegates were the following: Thorkell Helgason, Director General of the National Energy Authority; Ásgeir Margeirsson, Deputy Director General of Reykjavik Energy; Gudni Axelsson, Head of Physics Department, GeoScience Division of the National Energy Authority; Ólafur G. Flóvenz, Managing Director, GeoScience Division of the National Energy Authority; Thorkell Erlingsson, engineer, in charge of Asian affairs at Enex. The delegation started its journey on 20 August 2001 and returned on 2 September (part of the group returned on 5 September). The program of the journey is attached in Annex III. Three principal places were visited. Beijing and neighboring area. The delegation stopped in Beijing both at the beginning and end of the visit. Xian, capital of Shaanxi Province, and the neighboring area. Tibet, an autonomous region, primarily the capital, Lhasa. The principal conclusions of these visits are the following: It is our opinion that there could be considerable business opportunities in the geothermal sector in China. What the Chinese need is not just applied research, but also knowledge about the operation of district heating utilities (technical and business knowledge). The resource management requires general improvement, as it is in many cases disorganised. Their geothermal energy is overexploited in some places, as many unrelated parties are pumping from the same geothermal system without joint management. The technique of reinjection (pumping the waste water back into geothermal areas) is not much used, although the water recharge into the geothermal systems in China is often limited. We could probably be of help in this area. The most attractive business opportunities are in projects, which have already started in Beijing, particularly the plans for a district heating utility in the suburb of Lishuiqiao, but also in Yanqing just north of the Great Wall of China. In the Shaanxi Province there is much interest in co-operation, both in the capital, Xian, and particularly in the city of Xianyang. Geothermal resources, with good temperatures, are widespread in the region. Xianyang: There is great interest here. This needs to be followed up, e.g. by inviting the director of the regional branch of the Ministry of Land Resources, Mr. Zhang Dexing, to Iceland along with a delegation. There is interest here in a joint venture. In Tibet, there is also extensive geothermal energy, at least high temperature areas, but it was not possible to ascertain on this trip whether there are any realistic opportunities. However, Iceland could assist on a small scale, e.g. in various geothermal research projects and feasibility studies financed by the United Nations, the World Bank, the government authorities in Beijing or the Icelandic government. 17

20 The UNU Geothermal Training Programme, which is operated by the National Energy Authority in Iceland, is vital to the relations between Iceland and China in this respect (contacts, reputation etc.). Discussions were held with thirteen potential students on the trip. Of course, we can also learn from the Chinese: The Chinese people have hundreds, if not thousands, of years of experience of fish farming using geothermal power. The same is true of the culture of bathing, as in the case of the baths of Huaqingchi, where ancient baths have become a major tourist attraction. Geological sciences are clearly highly advanced and technical equipment to some extent the best. We could obtain services from them. For example, the Chinese are advanced in research into the prediction of earthquakes. 18

21 Viðauki I: Sérstakar fundargerðir ÞE vegna funda 3. og 4. sept LISHUIQIAO, Beijuan project (3. sept. 2001). Fundur haldinn hjá Beijing City Geological Survey Technical Institute í Beijing. Eftirtaldir aðilar sátu fundinn: Mr. Ji Xiaping, Manager of new joint company. Mr. Wei Jianfeng, tengiliðurinn. Mr. Xu Youchi. Mr. Xin Hong Ju. Ms. Hong Yanxian. Mr. Lu Hong Bo. Mr. Peter Yang Li, frá íslenska sendiráðinu, okkar túlkur. Þorkell Erlingsson frá ENEX Guðni Axelsson frá OS. Á fyrri fundi okkar 22. ágúst fengu þeir afhenta nokkra kafla úr skýrslu okkar, inngang, úrdrátt úr jarðhitageyminum, myndir af tengingum og kaflann um hagkvæmnina. Þetta höfðu þeir þýtt á Kínversku og lesið. Helstu niðurstöður fundar voru eftirfarandi: Stefnt er að upphitun m² húsnæðis nú þegar og um m² möguleiki er til staðar nokkru síðar. Ekki má nota kol til upphitunar nýrra húsa og er því ekki hægt að nota kol í toppafl nýrrar hitaveitu. Hægt er að nota gas eða rafmagn til að knýja varmadælur eða katla, eða nota 70 C beint í gólfhita og þilofna án toppafls. Mikill áhugi er á sumarkælingu með jarðhita og varmadælum. GJALDTAKA: Í áætlun skal miða við að fyrstu árin (um 2 ár) verði gjaldtaka eins og í dag, hitunarkostnaður á m² húsnæðis á ári. Miða má við 28 yuan/m²/ári eins og notað er í gashitun (gashitun kostar um 40 yuan/m²/ári en er niðurgreidd. Nú á að hætta niðurgreiðslu og vilja þeir því fá jarðhita í staðin). Til viðbótar má rukka fyrir kranavatn, 8 yuan/m³. Einnig skal gera ráð fyrir inntaksgjaldi, 100 yuan/m² vegna hitunar og yuan/íbúð vegna kranavatns (hver íbúð um 75 m²). Allar byggingar eru með stóra þilofna (ekki skilgreind stærð). Okkur skildist að einnig væru sum hús með gólfhitun. TÍMAÁÆTLUN: Nú er unnið að borun holu nr. 5 syðst í íbúðahverfi Beiyuan Garden hverfisins og var búið að bora niður á 1200 m eftir mánaðar vinnu. Stefnt er að borlokum í október lok 2001, þá á m dýpi. Kostnaður áætlaður 6-7 M RMB. Tengja á holu nr. 5 við húsin sem standa næst fyrir austan holuna strax nú í haust. Búið er að forhanna dælukerfi sem nota á til bráðabirgða (ég fékk teikningu af því kerfi á diskettu til að fara yfir og koma með athugasemdir). Þessi notkun á að gefa góða mynd af því sem grunnkerfið þolir. Nú er unnið að borun holu nr. 2 (rétt við Institutið) og á að bora niður á m dýpi. Því verki á að ljúka í nóv Þeir telja sig bora þar 19

22 niður í annað grunnkerfi en hola nr. 1 tekur vökva úr og þess vegna er staðsetning svona nærri holu nr. 1. Þegar borun holu 2 og 5 lýkur á að halda áfram borun á svæðinu þar til alls hafa verið boraðar 4 vinnsluholur og 2 niðurdælingaholur (6 holur alls). Ekki er ákveðið hvaða holur verða vinnsluholur og hvaða holur niðurdælingaholur. Þeir voru jafnvel með þær hugmyndir að geta haft hvaða holu sem er vinnsluholu eða niðurdælingaholu eftir því hvernig þeim finnist eðlilegast að reka kerfið hverju sinni (slæm hugmynd). Stefnt er að borlokum um mitt næsta ár. Stefnt er að byggingu endanlegrar dælustöðvar næsta sumar þannig að allt kerfið verði komið í notkun haustið Ekki er búið að staðsetja dælustöð enn þá. Næsti áfangi er síðan að bora aðrar 5 holur til að þjóna næstu m² og verður það unnið í framhaldinu. Verður þá alls búið að hita upp m² húsnæði í hverfinu með jarðhita. Kaupandi orkunnar verður einn aðili, eigandi húsanna í hverfinu. Hann stefnir að lokun núverandi gasstöðvar. Þótt við reyndum að útskýra fyrir þeim að þeir væru farnir fram úr sjálfum sér og sennilega farnir að offjárfesta í vinnsluholum þá verður ekki aftur snúið með ofangreint plan. Okkur skilst að húsbyggjandi fjármagni þetta að mestu. (Sennileg skýring er að íbúðir seljist, eða leigist, á hærra verði ef jarðhiti er til staðar). Þeir leggja mikla áherslu á að kranavatn (baðvatn) sé beint úr borholu og gekk ekkert að sannfæra þá um okkar sjónarmið. ÝMISLEGT: Fram kom að búið er að bora 2 holur rétt utan við þau mörk sem þeim hefur verið úthlutað. Við eigum að geta fengið upplýsingar um þær holur. Báðar þessar holur eru að sögn ætlaðar fyrir kranavatn, notað beint inn á kranakerfin og engin niðurdæling. Fram komu áhyggjur með að vatnið væri tærandi og nota þyrfti varmaskipta fyrir ofnakerfin. Ekki tókst að sannfæra þá um okkar útfærslu. Auðlindagjald er 1,2 yuan/m³ og fæst sennilega 50% endurgreitt vegna niðurdælingar. NÆSTU SKREF: Ljúka þarf hagkvæmniathugun okkar sem allra fyrst og fá þá til að fara yfir hana. Hefja þarf undirbúning endanlegs Joint venture samnings þar sem slíkt tekur mjög langan tíma. Kínverjar vilja að báðir aðilar undirbúi þennan samning samtímis og beri síðan saman bækur sínar. Af hálfu Kínverja verður hið nýja fyrirtæki samningsaðili Kínamegin. (Hlutafé er sennilega 70 M RMB). Eignaraðild er eftirfarandi: 30%, Beijing City Geological Survey Technical Institute 30%, Beijing Urban construction XingHua Land Co. Ltd. 40%, Beijing Energy Investment Corp. Ltd. LISHUIQIAO og OLYMPIC GREEN Fyrirtækin 3 (Beijing City Geological Survey Technical Institute, Beijing Energy Investment Corp. og Beijing Urban Construction XingHua Land Co. Ltd.) hyggjast sækja um að fá að byggja og hita upp fyrirhugað Ólympíuþorp. Að sögn er það um m². 20

23 Á uppdrætti af Ólympíu-svæðinu er Ólympíu-þorpið merkt með 2, íverustaður fjölmiðlafólks með 20 en íþróttamannvirki með tölustöfunum Í yfirlýsingu Kínverja vegna umsóknar um Ólympíuleikana stendur að Ólympíusvæðið verði upphitað og kælt með vistvænni orku. Ekki er enn ákveðið hvort það verður jarðhiti, gas, sólarorka eða eitthvað annað. Þeir óska eftir okkar aðstoð til þess að fá að nýta jarðhita á svæðinu (þeir hafa reyndar rétt til að nýta jarðhita á svæðinu að hluta til) til þess að hita upp Ólympíuþorpið. Þeir vonast einnig eftir því að fá að byggja það að hluta eða öllu leyti en þar komum við ekki að málum. Stillt var upp samningi, um pre-feasibility studíu vegna Ólympíuþorpsins. Þeir óska eftir því að við vinnum þetta hratt og skilum þessu um næstu áramót. Þetta er ekki eins skýrsla og við erum að vinna nú fyrir Lishuiqiao eða Yanqing County þar sem þetta er meira söluplagg en hagkvæmnisathugun. Stefnt er að undirritun þessa samkomulags í október 2001, þegar þeir koma til Íslands. Þeir eru mjög áhugasamir um að skoða upphitun stórra íþróttahúsa hér á landi. Hins vegar verður að hafa í huga að kæling er ekki minna vandamál á þeim tíma sem Ólympíuleikarnir fara fram. Það þarf að horfa á hitun og kælingu í heild sinni. Við fengum afhentar 3 skýrslur á kínversku um þessi mál sem verða þýddar á íslensku. YANQING COUNTY (fundur 4. sept. 2001). Fundur haldinn hjá Beijing Institute of Geological Engineering í Beijing. Eftirtaldir aðilar sátu fundinn: Mr. Wei Lianwei, President Mr Liu Xing, Director, rekstraraðili hitaveitunnar í Yanqing Mr. Pan Xiaoping, verkfræðingur (fyrrverandi JHS nemi) Mr. Liu Jiurong, verkfræðingur (fyrrverandi JHS nemi) Þorkell Erlingsson frá ENEX og Guðni Axelsson frá OS. Á fyrri fundi okkar 22. ágúst, fengu þeir afhenta nokkra kafla úr skýrslu okkar, inngang, úrdrátt úr jarðhitageyminum, myndir af tengingum og kaflann um hagkvæmnina. Þetta höfðu þeir þýtt á Kínversku og lesið. Helstu niðurstöður fundarins voru eftirfarandi: Ekki skal nota kol í áætlun um uppbyggingu jarðhita. Annað hvort verður að nota jarðhitann beint, nota varmadælur knúnar rafmagni eða rafmagnstúpur. Þeir gáfu upp eftirfarandi rafmagnsverð sem nota má (gildir fyrir allt Beijing svæðið); Venjulegt verð: frá 7-8 og 11-18; 0,603 yuan/kwh Toppálagsverð; frá 8-11 og 18-23; 0,953 yuan/kwh Næturrafmagn; frá 23-7; 0,275 yuan/kwh Í fyrsta áfanga (um m² svæði) skal gera ráð fyrir upphitun m² nýrra húsa og um m² gamalla húsa. Að þeirra mati þarf ekki að skipta um ofna í núverandi húsum, þeir eru nægilega stórir. Í dag er kynding sett á í nokkra tíma á dag og ekkert þess í milli. Ef jarðhitaveita er rekin allan daginn dugir það. Þeir munu útvega teikningar af ofnakerfi venjulegs húss svo við getum fullvissað okkur um þetta. Ef skipta þarf um ofna verður það að vera á kostnað 21

24 hitaveitunnar og hækkar stofnkostnað hennar og gerir hana enn óhagkvæmari. Sala á heitu vatni verður í gömlum húsum fyrstu 5 árin skv. núverandi kerfi, þ.e. 18,0 yuan/m²/ári og 6,0 yuan/m³ fyrir kranavatn. Gera skal ráð fyrir 5% hækkun á þessari gjaldskrá á ári til að ná hagkvæmni í þetta (en hámark 35 yuan/m²/ári). Í nýrri húsum má rukka skv. mæli en sýna þarf fram á með útreikningum að rúmmetragjaldið sé svipað og núverandi kostnaður. Til að gera 1. áfanga hagkvæmari þá er lagt til að ekki verði tengt fyrir kranavatni í eldri húsum og allar tengingar verði sem einfaldastar enda eigi ekki að hita upp nema 4 mánuði til að byrja með. Það er mat heimamanna að notkun kranavatns í eldri húsum verði lítil fyrst í stað. Ríkistjórnin styrkir þau hús sem skipta úr kolakyndingu yfir í vistvæna kyndingu með eingreiðslu, 15 yuan/m² húsnæðis. Við getum notað þessa upphæð til að gera hitaveituna hagkvæmari. Svona greiðsla fæst ekki fyrir ný hús. Við þurfum að athuga hvort unnt sé að fá styrk frá Sameinuðu þjóðunum vegna vistvænnar orku. Kínverjar telja sig geta fengið lán til hitaveitunnar með 4 til 5% vöxtum á RMB. Við getum notað í okkar útreikningum 4,5% vexti á RMB hluta lánanna. Auðlindaskattur er á jarðhitavökva, 1,0 yuan/m³. Reikna skal með að þessi skattur lækki um 50% ef vökvanum er dælt niður aftur eins og í okkar tilviki. Þeir óska eftir sundurliðuðum kostnaðaráætlunum og útreikningum á arðsemi svo þeir geti farið yfir þessa reikninga, (enn höfum við ekki afhent þeim slíkt). Jiu Rong mun afla frekari upplýsinga um verð á einangruðum hitaveitupípum framleiddum í Tianjin. Lögð var rík áhersla á að fylgst yrði náið með núverandi vinnsluholu og upplýsingar sendar Guðna einu sinni í mánuði. Sú skoðun okkar að bora þurfi aðra holu áður en ákvörðun um hitaveitu verður endanlega tekin var margsinnis komið á framfæri (fyrirhuguð staðsetning næstu holu er eins og við höfum sýnt næst fyrir suðvestan núverandi holu). Einnig lýstum við þeirri skoðun að Kínverjar yrðu að kosta þá borun og taka þá áhættu einir. Þeir hafa enn ekki áform um borun næstu holu en eru að reyna að fá einhvern hótelhaldara til þess sem síðan gengi inn í heildar dæmið. Ný borhola kostar um 6 M RMB (3.000 m djúp) og enginn fjárfestir er tilbúinn í það í augnablikinu. Að mati Wei verður fjárfesting í hitaveitu að borga sig á 8 árum. Á fundinn kom Mr. Du Jianguo frá jarðskjálftastofnun Beijing og veitti okkur upplýsingar um vatnsborðsmælingar í jarðskjálftaholu á Yanqing svæðinu. Ekkert hefur lækkað í þeirri holu við vinnslu úr holunni við hótelið og eru það góðar fréttir. Einhver niðurdráttur (0,3 m) varð í jarðskjálftaholunni þegar dæluprófunin fór fram í vor en sjálfrennsli er enn úr holunni. Reykjavík, 8. september Þorkell Erlingsson 22

25 Viðauki II: Samkomulag við fulltrúa Shaanxi-fylkis 23

26 24

27 Viðauki III: Sundurliðuð dagskrá ferðarinnar 20. ágúst Kl. 13:00 Lagt af stað síðdegis frá Keflavík í gegnum Kaupmannahöfn. 21. ágúst Kl. 10:35 Lent í Beijing. Móttaka á flugvelli af hálfu Auðlindaráðuneytisins. Gist á hóteli Beijing Xingdadu. Kl. 14:00 Forboðna borgin skoðuð í fylgd ráðuneytismanna. Kl. 19:00 Móttaka heima hjá íslenska sendiherranum, Ólafi G. Egilssyni. 22. ágúst Kl. 9:00 Heimsókn á Beijing Hydrogeological Exploration and Engineering Institute. Kl. 13:00 Hádegisverður í boði þeirra sömu. Kl. 13:30 Heimsókn á Beijing Geological Exploration Institute. Kl. ca. 16:30 Formleg móttaka hjá vararáðherra í Auðlindaráðuneytinu, Jiang Chengsong. Kvöldverður í hans boði. 23. ágúst Kl. 8:30 Farið á Torg hins himneska friðar með fylgdarstúlkum. Kl. 14:10 Flogið frá Beijing til Xian. Formleg móttaka á flugvellinum. Gist á Hyatt hóteli. Kl. ca. 16:30 Formleg móttaka hjá varafylkisstjóranum Pan Lian Sheng. Kvöldverður í hans boði. 24. ágúst Kl Fundur með frú Li Dongyu og félögum á hótelinu. Kl. 10:30 Skoðunarferð til Shaanxi Natatorium og Shaanxi Hotel. Hádegisverður í því síðarnefnda. Kl. 13:30 Ekið til lauganna í Lintong. Skoðaðar grafirnar með leirhermönnunum. Einfaldur kvöldverður. 25

28 25. ágúst Kl. 8:30 Skoðunarferð til 505 háskólans, 795 verksmiðjunnar og Qinbao Hotel í Xianyang. Stuttur fundur með varaborgarstjóra Xianyang. Kl. 12:00 Hádegisverður í boði varaborgarstjórans. Skoðað e.k. sögu- og þjóðmenningarsafn í Xian. Fundur með frú Li Dongyu og félögum á hótelinu. Kl. ca Kvöldverður, dans- og söngskemmtun; gestgjafi frú Li Dongyu. 26. ágúst Kl Flogið frá Xian til Chengdu og þaðan síðdegis til Lhasa. Skoðunarferð í Chengdu. Um kl. 16:00 Móttaka á flugvelli í Lhasa. Gist á Shanshui-hóteli. 27. ágúst Potala-höllin í Lhasa skoðuð. Hádegisverður og útimarkaður við Jokhang-klaustrið. Skoðað safn um sögu Tíbet. Fundur í útibúi Auðlindaráðuneytissins. Tíbetskur kvöldverður í boði Wang Bao Sheng, útibússtjóra Auðlindaráðuneytisins. 28. ágúst Liði skipt: ÓGF og GAx áttu viðtöl við hugsanlega nema í jarðhitaskólanum og ræddu við Dor Ji. ÁM, ÞE og ÞH fóru í ferð til vatnsorkuversins Yamdrok Tso. Kvöldið: Stuttur fundur í útibúi Auðlindaráðuneytissins. Móttaka hjá varaformanni Tíbetsku sjálfsstjórnarinnar í móttökuhúsi hennar. Kvöldverður í hans boði. 29. ágúst 30. ágúst Ekið nær allan daginn til Shikatse meðfram á sem verður að Bramaputra-ánni. Þar skoðað Zhabulun-klaustrið. Gist í borginni. Ekið langan veg til baka og á Lhasa-flugvöll. Flug til Beijing. Gist á sama hóteli og fyrr. 31. ágúst. Árdegis: Kínverska jarðvísindaakademían. 26

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Rýni 2018 Singapúr - Bali. 22. september 07. október 2018 Dagskrá

Rýni 2018 Singapúr - Bali. 22. september 07. október 2018 Dagskrá 25. júní 2018 Rýni 2018 Singapúr - Bali 22. september 07. október 2018 Dagskrá Kæru Rýnisfarar. Undirbúningur 19 Rýnisferðarinnar er vel á veg kominn. Við erum 183 sem förum til Singapúr þar af fara siðan

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR

VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR VANDAMÁL MARKAÐSSETNINGAR ERLENDIS ÚRDRÁTTUR Svavar Jónatansson, Á tímabilinu 1988-1996 var á vegum Virkis Orkint, nú Virkis h.f., unnið að nokkrum áhugaverðum verkefnum og má þar nefna: Hagkvæmniathugun

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

International Seminar on Trade in Services. List of Participants

International Seminar on Trade in Services. List of Participants International Seminar on Trade in Services 26-27 June 2006, Beijing, China List of Participants No. Name Department Title 1 Matthias Reister United Nations Statistics Division 2 Barbara d' Andrea World

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur

RAFRÆNN REIKNINGUR. Eiginleikar, ávinningur og kröfur RAFRÆNN REIKNINGUR Eiginleikar, ávinningur og kröfur EIGINLEIKAR REIKNINGUR (HEFÐBUNDINN) Inniheldur/flytur gögn. Viðskiptaaðilar, Hvað er selt, Greiðsluupplýsingar Skattaupplýsingar ofl. Birtir gögn Prentað

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns

LV Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns LV-2014-094 Úttekt og mælingar á áfoki við strönd Hálslóns Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV-2014-094 Dags: október 2014 Fjöldi síðna: 26 Upplag: Rafræn Dreifing: Birt á vef LV Opin Takmörkuð til Titill: Úttekt

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu?

Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Jarðfræðikortlagning á Gráuhnúkasvæði. Sigdældin milli Reykjafells og Litla Meitils. Tengist hún Jarðhitakerfinu? Björn S. Harðarson, Sigurður G. Kristinsson, Ragna Karlsdóttir, Gunnlaugur M. Einarsson

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR FORNLEIFADEILDAR 1998 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1998 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 12 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 1999 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 1999 Guðrún Sveinbjarnardóttir og Guðmundur H. Jónsson 6 ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta

Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Erlendir vetrarferðamenn vegir og þjónusta 2017-2018 Vetrarferðamenn utan þjónustusvæðis Vegagerðarinnar. Greinargerð unnin með stuðningi rannsóknasjóðs

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley

JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley JARÐHITI, GOSSTÖÐVAR OG SKILYRÐI TIL VATNSSÖFNUNAR Í GRÍMSVÖTNUM 2001-2002 Magnús Tumi Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Kirsty Langley Raunvísindastofnun Háskólans Febrúar 2003 RH-01-2003 1 ÁGRIP Í kjölfar

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar

WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar WordPress viðbót fyrir Greiðslusíðu Borgunar Útgáfa 1.1 Efnisyfirlit WordPress viðbót fyrir greiðslusíðu borgunar... 1 Efnisyfirlit... 2 Inngangur... 3 WordPress... 3 WooCommerce... 4 Greiðsluviðbót borgunar

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

Reykholt í Borgarfirði

Reykholt í Borgarfirði RANNSÓKNASKÝRSLUR 2000 4 Reykholt í Borgarfirði Framvinduskýrsla 2000 Guðrún Sveinbjarnardóttir ÞJÓÐMINJASAFN ÍSLANDS ÚTIMINJASVIÐ NATIONAL MUSEUM OF ICELAND DIVISION OF MONUMENTS AND SITES Ljósmynd á

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Íslenski orkumarkaðurinn

Íslenski orkumarkaðurinn Íslenski orkumarkaðurinn September 2012 Formáli Íslandsbanki og forverar hans hafa á undanförnum árum haslað sér völl á sviði endurnýjanlegrar orku og umhverfisvænna orkugjafa. Á þessu sviði byggir bankinn

More information

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina

Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Dreift frítt í öll hús í Breiðholtinu JÚLÍ 2006 7. tbl. 13. árg. Mjódd Opið virka daga 9-18:30 og laugardaga 10-14 Álfabakki 16 í Mjóddinni. Um 220 manna vinnustaður í Mjóddina Lyfjaval.is Sími 577 1166

More information

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru:

Hópurinn átti tvo gagnlega fundardaga í Helsinki (15. og 16. apríl) og hitti þar helstu gerendur í mótun byggðastefnu í Finnlandi, en þeir eru: Dagana 14.-20. apríl 2013 fór stýrinet Stjórnarráðsins um sóknaráætlanir landshluta í námsferð til Finnlands og Slóveníu. Þessi tvö lönd urðu fyrir valinu vegna þess að þau búa við tvö stjórnsýslustig

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík

Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík Verknr. 3-720111 Almenna verkfræðistofan hf. Yfirlit rannsókna á jarðhitasvæðinu í Krýsuvík Unnið fyrir Orkustofnun OS-2001/041 Júní 2000 ISBN 9979-68-077-6 Orkustofnun Rannsóknasvið Reykjavík: Grensásvegi

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information