BS ritgerð í hagfræði. Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum

Size: px
Start display at page:

Download "BS ritgerð í hagfræði. Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum"

Transcription

1 BS ritgerð í hagfræði Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum Eru það náttúrulegar, tæknilegar eða markaðslegar forsendur sem skýra frávik milli landanna? Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Leiðbeinandi: Dr. Þórólfur Geir Matthíasson Hagfræðideild Febrúar 2017

2 Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum Eru það náttúrulegar, tæknilegar eða markaðslegar forsendur sem skýra frávik milli landanna? Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Lokaverkefni til BS-gráðu í hagfræði Leiðbeinandi: Þórólfur Geir Matthíasson Hagfræðideild Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Febrúar 2017

3 Vöxtur fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum. Ritgerð þessi er 12 eininga lokaverkefni til BS prófs við Hagfræðideild, Félagsvísindasvið Háskóla Íslands Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir Ritgerðina má ekki afrita nema með leyfi höfundar. Prentun: Háskólaprent Reykjavík, 2017

4 Formáli Ritgerð þessi er 12 ECTS eininga lokaverkefni til BS prófs við Hagfræðideild Háskóla Íslands. Leiðbeinandi ritgerðarinnar var Þórólfur Geir Matthíasson, prófessor við hagfræðideild Háskóla Íslands. Ég vil þakka honum fyrir góða handleiðslu og gagnlegar athugasemdir við vinnu verkefnisins. Fjölskyldan mín fær bestu þakkir fyrir stuðning, hvatningu og yfirlestur við ritgerðarskrif mín. Einnig vil ég þakka Hildi Ýri Ísberg íslensku- og bókmenntafræðingi fyrir að gefa sér tíma til prófarkalestrar. 4

5 Útdráttur Þróun fiskeldisframleiðslu í nágrannalöndum Íslands hefur aukist hratt frá 1980 til dagsins í dag. Framleiðslan á Íslandi hefur hins vegar farið heldur hægt af stað, til dæmis var framleiðsla Færeyinga árið 2014 sexfalt hærri en á Íslandi. Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að gera grein fyrir þróun og vexti fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum frá 1980 til dagsins í dag. Gerður verður samanburður á löndunum en helsti samanburðurinn felst í því hvort það eru náttúrulegar, tæknilegar eða markaðslegar forsendur sem skilja að þróunina og stöðuna í löndunum. Niðurstöður verkefnisins gefa til kynna að sjávarhiti við Ísland sé lægri en í samanburðarlöndunum. Minna er því um sjúkdóma og lýs við strendur Íslands. Fiskurinn vex aftur á móti hægar við kalt hitastig, þar á meðal laxinn og því hefur þróunin orðið sú að þorskurinn þrífst betur við umhverfisaðstæður á Íslandi en laxinn. Gæðamál landanna, þá sérstaklega í Noregi og Skotlandi standa mun framar en á Íslandi. Skotland hefur unnið til veglegra verðlauna sem hafa tryggt skoska laxinum ákveðna yfirburði. Framsýni Norðmanna með því að kynna laxeldisvöru sína sem heimsins besta lax skilaði þeim arði en í dag er norskur lax þekktur sem gæðavara. Í ritgerðinni kemur fram að Noregur stendur framarlega í tækniþróun og rannsóknum. Færeyingar, sem eru lítil þjóð hafa ekki verið langt á eftir Norðmönnum í þróun á fiskeldi í seinni tíð þar sem færeyskir fiskeldisframleiðendur nýttu sér þekkingu Noregs varðandi lyf og rannsóknir og innleiddu þekkinguna til Færeyja. Íslenskir fiskeldisframleiðendur geta nýtt sér hermitækni Færeyinga og tekið upp þá tækniþróun sem reynst hefur vel í fiskeldisframleiðslu samanburðarlandanna og lagað hana að íslensku umhverfi og náttúru. 5

6 Efnisyfirlit Formáli... 4 Útdráttur... 5 Efnisyfirlit... 6 Myndaskrá... 8 Inngangur Fiskeldi Eldisaðferðir á Íslandi Kvíaeldi: Sjókvíaeldi Strandeldi Kvíaeldi: Landeldi Hafbeit Ísland Náttúrulegar forsendur Hitastig sjávar Sjávarstraumar Markaðsmál Sjúkdómar Þróun fiskeldis á Íslandi Langtímaspá Noregur Markaðsmál Náttúrulegar forsendur Þróun fiskeldis í Noregi Sjúkdómar Tækniþróun Skotland

7 4.1 Markaðsmál Náttúrulegar forsendur Þróun fiskeldis í Skotlandi Sjúkdómar Færeyjar Náttúrulegar forsendur Þróun fiskeldis í Færeyjum Sjúkdómar Rannsóknarvinna og tækniframfarir Samanburður Niðurstöður Heimildaskrá

8 Myndaskrá Mynd 1. Frávik frá meðalhita hvers mánaðar í C. Eyðurnar tákna að mælingar séu ekki til (Steingrímur Jónsson, 2004) Mynd 2. Framleiðsla fiskeldi á Íslandi í tonnum (MAST matvælastofnun, e.d., Landssamband fiskeldisstöðva, e.d.) Mynd 3. Skagerrak, Norðursjór (e. North sea), Noregshaf (e. Norwegian sea) og Barentshaf (e. Barentssea) (Skandinavíuskagi, e.d.) Mynd 4. Framleiðsla fiskeldis í Noregi frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d., Statistik Sentralbyrå, 2016) Mynd 5. Sjófarmur (n.havfarm) (Nordlaks.no, e.d.a) Mynd 6. Eggið (Haugeaqua.com, e.d.) Mynd 7. Framleiðsla fiskeldis í Skotlandi frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d.) Mynd 8. Framleiðsla fiskeldi í Færeyjum frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d.) Mynd 9. Mánaðarmeðaltöl sjávarhita við yfirborð á stöðum í samanburðarlöndum og við Ísland. Ísland (Í), Færeyjar (F), Noregur (N) (Steingrímur Jónsson, 2004) og Skotland (S) (Hughes, 2007) Töfluskrá Tafla 1. Sjúkdómar sem hafa komið upp í Noregi (Jensen o.fl., 2015) Tafla 2. Tillaga Valdimars að flokkun á umhverfisaðstæðum til sjókvíeldis á þorski við Ísland, Noreg, Færeyjar og Skotland. Einnkunnargjöf rautt 5, gult 5-7 og grænt 8-10 (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2007b) Tafla 3. Niðurstöðu tafla

9 Inngangur Fiskeldi á Íslandi hefur byggst hratt upp á síðustu árum, en þó ekki eins hratt og í nágrannalöndum okkar. Bjartsýni fiskeldismanna og stjórnmálamanna varðandi möguleika fiskeldis á Íslandi er sögð hafa kviknað í kringum Það ár hlaut fiskeldi þann virðingarsess að vera nefnt sérstaklega sem ný atvinnugrein í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar Gunnars Thoroddsens. Í stjórnarsáttmálum næstu ríkisstjórnar þar á eftir var fiskeldið ávallt nefnt sem einn af vonarpeningum Íslendinga til betra og auðugra lífs á Íslandi (Halldór Halldórsson, 1992). Ljóst er að spár og vonir um uppgang fiskeldis hafa ekki gengið eftir hérlendis. Árin hafa oft verið kennd við fiskeldisævintýrið en þá var uppgangurinn mikill og atvinnugreinin óx hratt. Á síðustu árum hefur áhugi fyrir fiskeldi aukist eftir nokkurn dvala fiskeldisævintýrisins mikla. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin leiða þróunina nú. Árið 2016 fór framleiðsla í tonn sem er met í íslensku fiskeldi frá því framleiðsla hófst hér á landi (Höskuldur Steinarsson, 2016). Í nágrannalöndum okkar hefur fiskeldisframleiðsla aukist frá því að fiskeldi í löndunum hófst, þó með einhverjum hikstum. Fiskeldisframleiðsla árið 2014 í Noregi var tonn, framleiðsla Skotlands var tonn og í Færeyjum tonn (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d.). Áhugavert er að skoða hvers vegna framleiðsla í Noregi, Skotlandi og Færeyjum hefur vaxið mun hraðar en á Íslandi. Viðfangsefni þessa lokaverkefnis er að greina þróun og vöxt fiskeldisframleiðslu á Íslandi, Noregi, Skotlandi og Færeyjum frá 1980 til dagsins í dag. Megináherslan verður þó á þorska- og laxeldi. Gerður er samanburður á löndunum en helsti samanburðurinn felst í því hvort það eru náttúrulegar, tæknilegar eða markaðslegar forsendur sem skilja að þróunina og stöðuna í löndunum. Í fyrri hluta ritgerðarinnar verður farið yfir sögu íslenska fiskeldisins. Í köflum 2-5 er fjallað um hvert land fyrir sig, Ísland, Noreg, Skotland og Færeyjar. Helsta viðfangsefni kafla 2-5 er að gera grein fyrir náttúrulegum, tæknilegum og markaðslegum forsendum í hverju landi fyrir sig. Fjallað verður um hvernig staða þessara þátta hefur þróast og breyst frá því fiskeldi hófst í hverju landi. Að auki verður farið vel í framleiðsluþróun fiskeldis og rýnt í nokkrar höfuðástæður fyrir velgengni og samdrætti í framleiðslu. Leitast verður við að svara 9

10 hvaða orsakir voru fyrir uppgangi eða falli í framleiðslu á fyrri árum í löndunum fjórum. Í síðasta hluta ritgerðarinnar er farið yfir rannsókn á umhverfisaðstæðum til sjókvíaeldis á þorski hér á landi og í samkeppnislöndunum sem Valdimar Ingi Gunnarsson gerði árið Einnig verður gerður samanburður á mánaðarmeðaltölum sjávarhita við yfirborð á stöðum í samanburðarlöndunum og á Íslandi. Í lokin eru helstu niðurstöður ritgerðarinnar dregnar saman og fjallað um það hvort það eru náttúrulegar, tæknilegar og markaðslegar forsendur sema skýra frávik milli landanna. 10

11 1 Fiskeldi Fiskeldi er skilgreint sem ræktun vatnalífvera svo sem fisks, skeldýra, krabbadýra og þörunga með það að markmiði að auka framleiðslu og uppskeru umfram það sem náttúrulegar aðstæður skapa. Fiskeldi er í grundvallaratriðum aðferð til að breyta náttúrulegu fæðumyndandi vistkerfi yfir í eitthvað sem er skilvirkara, með því að stjórna vistkerfinu eða ákveðnum þáttum þess. Í báðum kerfum, því náttúrulega og því stýrða, flæðir orka og efni, en fiskeldi felst í því að gera framleiðslukerfið afkastameira og skilvirkara (Ackefors og Enell, 1990). Um 1970 var fiskeldisframleiðsla lítilfjörleg, en þá var heimsframleiðsla um 2,5 milljónir tonna eða um 4% af heildarsjávaraflanum. Árið 2008 hafði framleiðslan aukist í 52 milljónir tonna og var þá 37% af heildarframboði sjávarafurða. Samkvæmt spám mun mikilvægi eldisframleiðslu fara vaxandi, ekki aðeins sem matfisksafurðar heldur einnig sem matar yfir höfuð (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). 1.1 Eldisaðferðir á Íslandi Í fiskeldi er verið að auka framleiðslu með bættum lífsskilyrðum fyrir lifandi dýr. Hægt er að einangra mikinn fjölda dýra á litlu svæði og fóðra þau. Heiti yfir slíka einangrun er stríðeldi (e.intensive culture) en laxeldi telst til dæmis stríðeldi á fiski. Stríðeldi skiptist í seiðaeldi og matfiskeldi. Kvíaeldi, strandeldi og landeldi eru þær aðferðir sem flokkast undir matfiskeldi á Íslandi. Strjáleldi (e.extensive culture) nefnist það þegar lífverur nýta sér næringu sem finnst í náttúrunni en ákveðið hlutfall eldisfiska á heimsvísu og framleiðsla á sjávargróðri fellur undir hugtakið strjáleldi (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2004). Hafbeit er önnur aðferð sem þekktist og var notuð í kringum 1986 en hafbeit kemur mjög við sögu við framleiðslu á laxi upp í matarstærð (Rannsóknarráð ríkisins, 1986) Kvíaeldi: Sjókvíaeldi Sjóeldi er aðferð við matfiskeldi á laxi. Unnið er með fisk sem nær gr áður en honum er sleppt í flotkvíar í sjó. Fiskurinn er þá alinn upp í matarstærð á tímabilinu maí til desember en þá er sjávarhiti og sjávarlag viðunandi fyrir rekstraröryggi (Rannsóknaráð ríkisins, 1986). 11

12 1.1.2 Strandeldi Strandeldi er eldi í kerjum uppi á landi. Með strandeldi er fræðilega hægt að ala fisk sem næst við kjörskilyrði allan eldistíma þar sem auðvelt er að stjórna eldishita, seltu og súrefni. Með stjórnun eldisferils býðst möguleiki á því að ala fleiri en eina kynslóð í einu, betrumbæta nýtingu eldisrýmis og ábyrgjast jafnari slátrun. Hægt væri því að hafa stjórn á framboði á eldisfiski allt árið. Kostur strandeldis er sá að meðhöndlun sjúkdóma ætti að vera auðveldari í sjóbúrum sem býður þar með upp á öflugra heilbrigðiseftirlit. Ókostir strandeldis eru hár rekstrarkostnaður og mikill stofnkostnaður miðað við aðrar eldisaðferðir en hinsvegar getur framleiðslukostnaður á hverja einingu lækkað þar sem möguleiki er á jafnari og meiri framleiðslu (Rannsóknaráð ríkisins, 1986) Kvíaeldi: Landeldi Landeldisaðferðin er hliðstæð strandeldi nema í landeldi er ekki gert ráð fyrir aðgangi að söltu vatni og eldið yrði því í fersku vatni með hitun þar sem hiti væri tiltækur. Það þykir því líklegra að landeldi henti betur til eldis á öðrum fiskum en laxi vegna þess að vatnsþörfin í laxeldi er mikil. Fýsilegra er því að nota ferskvatn til seiðaeldis eða til eldis á fiskum sem þola að vera þétt settir í eldiskerjum t.d. bleikja eða regnbogasilungur (Rannsóknaráð ríkisins, 1986) Hafbeit Hafbeit byggist á eldi seiða upp í göngustærð, 30-35gr. Seiðunum er sleppt til sjávar á stöðum þar sem fullþroska lax skilar sér til baka að sjávardvöl lokinni. Laxinn á að geta skilað sér til baka á sleppistað án áhættu á hafi úti þar sem bannað er að veiða lax í sjó hér við land (Rannsóknaráð ríkisins, 1986). 12

13 2 Ísland Saga fiskeldis á Íslandi á sér ekki langa forsögu en það byrjaði allt þegar áhugi manna jókst á að auka veiðar í ám og vötnum. Leiðir voru fundnar til að auka afrakstur veiðanna með klakstöðvum. Á árunum voru starfræktar klakstöðvar á Reynivöllum í Kjós, á Þingvöllum og í Hjarðarholti í Dölum voru starfandi 38 klakhús, flest á Vestur- og Suðurlandi. Fiskirækt hófst þá fyrir alvöru þar sem kviðpokaseiðum var sleppt í ár og vötn (Rannsóknaráð ríkisins, 1986). Skúli Pálsson reisti fyrstu eldisstöðina fyrir regnbogasilung að Laxalóni við Grafarholt árið 1951 og 1954 var önnur fiskeldisstöð byggð að Þórsbergi við Hafnarfjörð. Rafmagnsveita Reykjavíkur hóf í millitíðinni eldi og fóðrun á laxaseiðum yfir sumartímann árið 1953 í Eldisstöð. Eldisstöðin var reist við Elliðaár og var þetta í fyrsta sinn sem seiði voru í fóðrun yfir sumartíma. Árið 1961 byrjaði eldi silungsseiða og laxaseiða allt upp í göngustærð í Laxeldisstöð í eigu ríkisins í Kollafirði. Fiskeldisstöðin Laxalón við Grafarholt var í broddi fylkinga þessarar nýju atvinnugreinar en eldi á regnbogasilungi hófst þar kerfisbundið að fyrirmynd frá dönum (Halldór Halldórsson, 1992). Fiskeldisævintýrið byrjaði um 1984 en þá voru seiðeldisstöðvarnar 35 talsins. Framleidd voru um áttahundruð þúsund seiði. Seiðastöðvarnar voru flestar árið 1987 eða 65 talsins. Þegar fiskeldisævintýrið frá stóð sem hæst árin 1988 og 1989 voru framleidd rúmlega tíu milljónir seiða (Halldór Halldórsson, 1992). Árið 1986 var gert ráð fyrir að eldi laxfiska yrði aðal framleiðsluafurð í eldisframleiðslunni. Ástæðan var vegna nýfenginnar reynslu við eldi laxfiska og að hagkvæmt yrði að nýta jarðhita við eldi seiða. Markaðurinn fór vaxandi og vel bar til útflutnings seiða og verðlag var hagstætt til Ameríku og Evrópu (Rannsóknaráð ríkisins, 1986). Árið 1987 var framleiðslugeta á gönguseiðaeldi 20 milljónir seiða en framleiðslan það árið var ekki nema 4.5 milljón seiði. Framleiðslugeta í Strandeldi var um 1250 tonn en framleiðsla það árið var ekki nema 266,5 tonn (Hermann Ottósson, 1988). Árið 1988 lá fyrir að erlendir seiðamarkaðir myndu lokast. Þó að lokun bæri að var framleiðslan jafn há 1988 og 1989 eða um 10 milljónir seiða. Ástæðan virðist hafa verið sú að hið opinbera kæmi til móts við fiskeldisfyrirtækin til að veita þeim frekari stofnlán með það í hyggju að byggja enn stærri stöðvar. Það var gert í því skyni að rækta fiskinn upp 13

14 í svokallaða matfiskstærð, það er yfir 2 kíló hver fiskur (Halldór Halldórsson, 1992). Um ellefu milljörðum af opinberu fé var varið í fjárfestingar í fiskeldis-ævintýrinu Óarðbærar fjárfestingar felldu mörg fyrirtæki í lok ævintýrisins og talið er að fjármunir hafi glatast á skemmri tíma en áður hafði sést á Íslandi. Það voru ekki aðeins einstaklingar sem misstu eignir sínar heldur voru það áhættusjóðir ríkisins og bankar í fararbroddi, sem töpuðu um tíu milljörðum króna (Halldór Halldórsson, 1992). Ferli leyfisveitinga til fiskeldis á Íslandi er flókið þar sem fjórar stofnanir og þrjú ráðuneyti koma við sögu. Ráðuneytin eru sjávarútvegs-, landbúnaðar- og umhverfisráðuneytið. Aðrar stofnanir sem starfa undir þessum ráðuneytum koma að leyfisveitingum. Umhverfisstofnun, Skipulagsstofnun og heilbrigðiseftirlit sveitarfélaganna falla undir umhverfisráðuneytið. Veiðimálastjóri fellur undir landbúnaðarráðuneytið og fiskistofa undir sjávarútvegsráðuneytið. Til betri útskýringar þyrfti framkvæmdaraðili sem ætlar að hefja framleiðslu á þorski, laxi og kræklingi að sækja um starfsleyfi til heilbrigðiseftirlits svæðisins sem á að nýta til framleiðslu fyrir lax og kræklingarækt. Síðan þyrfti að sækja um rekstrarleyfi til veiðimálastjóra vegna laxeldis og Fiskistofu vegna kræklingaræktar. Þorskeldi þyrfti síðan að fara í mat hjá Skipulagsstofnun. Endanlegt starfsleyfi fær aðilinn svo hjá Umhverfisstofnun og Fiskistofa gefur rekstrarleyfi (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2004). Á síðustu árum hefur áhugi fyrir fiskeldi aukist eftir nokkurn dvala fiskeldisævintýrsins mikla. Stóru sjávarútvegsfyrirtækin leiða þá þróun sem hefur átt sér stað og árið 2016 fór framleiðsla í tonn sem er met í íslensku fiskeldi frá því framleiðsla hófst hér á landi (Höskuldur Steinarsson, 2016). 2.1 Náttúrulegar forsendur Hitastig sjávar Hitastig er einn af mörgum þáttum sem hefur áhrif á fiskeldi og jafnvel það sem skiptir hvað mestu máli (Björn Björnsson, 1997). Vöxtur misheitra lífvera svo sem hryggleysingja og fiska er verulega háð hitastigi ef fæðuframboð er nægjanlegt (Björn Björnsson, 1997). Fyrir gramma lax er kjörhitastig tiltölulega hátt eða í kringum 14 C (Austreng, Storebakken og Åsgård, 1987). Hjá gramma þorski er kjörhitastig fyrir vöxt lægri eða um 9-11 C (Björnsson, Steinarsson og Árnason, 2007). 14

15 Þegar kemur að fiskeldi er það ekki aðeins meðalhitinn sem skiptir máli heldur einnig breytileiki hitans, til dæmis hvort búast megi við löngum tímabilum þegar frost er í lofti sem geta hreinlega drepið eldisfiskinn eins og gerst hefur hér við land en það kom til dæmis fyrir lax í Hvalfirði (Eldisfréttir, 1988). Aftur á móti getur of hátt hitastig leitt til aukinnar hættu á útbreiðslu sjúkdóma í eldisfiski (Björn Björnsson, 1997). Hafrannsóknarstofnun hefur verið með nokkuð reglulegar mælingar á hitastigi sjávar á sjö stöðum við Ísland frá árinu 1987, en það ár jókst eftirspurn eftir slíkum upplýsingum. Staðirnir eru Reykjavík, Æðey, Flatey, Hjalteyri, Grímsey, Stöðvarfjörður og Mjóifjörður. Mælarnir sem eru notaðir eru festir á bryggjustólpa um 1,5 metra neðan við stórstraumsfjöru og stilltir þannig að hitastigið er skráð á tveggja klukkustunda fresti. Eyður í mælingunum af völdum gallaðra rafhlaðna og skemmda á mælingastað skapa erfiðleika við úrvinnslu þessara tölfræðilegu gagna (Steingrímur Jónsson, 2004). Frá því mælingar hófust við Vestmannaeyjar sker eyjan sig úr hvað varðar litla árstíðarsveiflu og háan vetrarhita. Ástæðan er sú að eyjarnar eru umkringdar einsleitum Atlantssjó árið um kring og lagskipting verður aldrei stórvægileg (Steingrímur Jónsson, 2004). Stöðvarfjörður virðist vera frábrugðinn öðrum stöðum á landinu. Sumarupphitun sjávar er mun hægari en annars staðar og hámarkshitinn í Stöðvarfirði mælist ekki fyrr en í september. Vetrarhitinn er svipaður og annars staðar en yfir sumartímann er hitastig mjög lágt. Árstíðarsveiflan er því mjög lítil og meðalhitastig er í kringum 3,84 C miðað við mælingar frá árunum Ástæðan fyrir því að árstíðarsveiflan er lítil er sú að blöndun af völdum sjávarfallastrauma, sem eru öflugir við Austurland, er mjög mikil og kemur í veg fyrir að þunnt yfirborðslag myndist í firðinum. Yfir sumartímann dreifist því upphitunin yfir meira dýpi en annars staðar og kemur í veg fyrir að hitastigið nái að hækka jafnmikið (Steingrímur Jónsson, 2004). Það er vel þekkt að veðrátta í sjónum við Ísland geti verið mjög breytileg milli ára. Mismunandi áhrif Atlantssjávarsins á sérstaklega við hafsvæðið norðan og austan við landið. Frávik frá meðalhita hvers mánaðar eru sýnd á mynd 1. Þar sést að heldur hlýtt var vorið árið 1987 en eftir það tekur við fremur kalt tímabil fram til haustsins Kafli með hlýindum hófst eftir 1990 sem entist til vorsins 1992 en hlýindin voru mest 15

16 við norður- og austurströndina. Seinni hluta ársins 1992 og fram til 1996 var fremur kalt og vorið 1995 var mikill kuldi við Hjalteyri og sérstaklega í Grímsey. Ástæðan er sú að veturinn 1996 og vorið árið eftir, var mjög lítið streymi Atlants-sjávar inn á Norðurmið. Kælingin hafði þó ekki einungis áhrif fyrir norðan heldur á öllum stöðum. Það tók að hlýna árið 1996 en síðustu tveir mánuðir ársins voru hins vegar undir meðaltali. Árin skiptust á hlý og köld tímabil. Af þessu 14 ára tímabili var hlýjast síðustu tvö árin, Hlýjast var þó fyrir austan og norðan en á þessu tímabili varð vart við aukið streymi Atlantssjávar inn á norðurmið (Steingrímur Jónsson, 2004). 16

17 Mynd 1. Frávik frá meðalhita hvers mánaðar í C. Eyðurnar tákna að mælingar séu ekki til (Steingrímur Jónsson, 2004) Sjávarstraumar Aðrir þættir en hitastig geta haft áhrif á fiskeldi. Sem dæmi má nefna hvernig umhverfið ræður við þá mengun og aukið álag sem fylgir eldinu og hvernig umhverfið getur fært fiskunum það súrefni sem til þarf. Frá því sjónarhorni er nauðsynlegt að 17

18 kanna endurnýjun og strauma sjávar. Á Íslandi eru firðirnir heldur breiðir og opnir fyrir úthafinu. Í Færeyjum og Noregi eru margir firðir sem hafa þröskuld nálægt mynninu sem þýðir að endurnýjun sjávar í djúplögum fyrir innan þröskuldinn er hæg, en það leiðir oft til súrefnisskorts þar. Úrgangur frá fiskeldi getur haft veruleg áhrif til hins verra á súrefnisinnihald í slíkum djúplögum. Við Ísland eru einungis örfáir firðir sem hafa slíkan þröskuld og þeir liggja frekar djúpt. Á öðrum stöðum en Íslandi þar sem fiskeldi er stundað er endurnýjun sjávar oft minni en í íslenskum fjörðum (Steingrímur Jónsson, 2004). Rannsóknir á straumum í fjörðum á Íslandi eru ekki margar né umfangsmiklar en þær hafa aðallega verið gerðar að sumarlagi. Rannsóknir hafa til dæmis verið gerðar í Eyjafirði, Reyðarfirði og reyndar víða. Oftast nær hafa þessar mælingar verið gerðar í tengslum við einhverjar framkvæmdir, svo sem fiskeldi, stóriðju eða frárennsli. Endurnýjun sjávar var metin fyrir Reyðarfjörð í heild og niðurstaðan voru 4-5 vikur en 8-9 dagar ef einungis var tekinn innri hluti fjarðarins (Hafsteinn Guðfinnsson o.fl, 2001). Endurnýjunartími fyrir Eyjafjörð var áætlaður 8-9 dagar en vindur úti fyrir fjarðarmynninu virðist hafa áhrif á straumana (Steingrímur Jónsson, 2004). Of mikill straumhraði veldur miklu álagi á kvíar með hugsanlegum skemmdum á þeim en of lítill straumhraði getur valdið lækkandi súrefnismagni í kvíum. Jöfnun straumhraðans er því mikilvæg sérstaklega til að átta sig á hvenær megi búast við miklum straumi og hversu oft má gera ráð fyrir straumleysi (Steingrímur Jónsson, 2004). 2.2 Markaðsmál Lítil gæði laxins sem framleiddur var á Íslandi á tíma fiskeldisævintýrisins átti stóran þátt í því að íslenskir framleiðendur urðu að sætta sig við lágt verð fyrir vöru sína. Sumir segja að á þeim tíma hafi Íslendingar í raun aldrei hlotið almennilega þjálfun í gæðamálum matfisks og aðeins örfá fyrirtæki hafi haft kunnáttu til verka. Á þessum tíma var opinbert eftirlit með úflutningi á ferskum eldisfiski lítið. Eftirlitsleysið olli því að þeir sem stóðu fyrir utan Landssamband Fiskeldisstöðva (LFH) og fluttu út eldisfisk gátu selt lax út í hvaða ástandi sem var. Það eina sem framleiðendur eldisfisks þurftu var útflutningsleyfi hjá utanríkisráðuneytinu en ráðuneytið stundaði ekki gæðaeftirlit (Halldór Halldórsson, 1992). Norskir framleiðendur höfðu hins vegar náð góðu forskoti á matfisk-markaðnum. Þeir komu sér saman um sameiginlegt merki fyrir 18

19 framleiðsluna og kynntu vöru sína sem heimsins besta lax. Þessi framsýni norðmanna skilaði arði þar sem norskur lax var orðinn þekktur sem gæðavara (Hermann Ottósson, 1988). 2.3 Sjúkdómar Þær bakteríusýkingar sem hafa greinst á Íslandi eru meðal annars Nýrnaveiki, kýlaveikibróðir, vetrarsár, rauðmunnaveiki, hitraveiki, kýlaveiki og vibríuveiki. Nýrnaveiki greindist í seiðastöð við Elliðaárnar 1968 og er elsta sýkingin á Íslandi. Veikin smitast fyrst og fremst í laxeldi en hefur komið upp í eldi bleikju og regnbogasilungi (Gísli Jónsson, 2016). Sögu nýrnaveiki á Íslandi má greina í þrjú meginskeið. Fyrsta tímabilið var en þá varð nýrnaveiki aukið vandamál í kjölfar mikillar aukningar á laxeldi. Næsta tímabil spannar árin en þá hafði vald náðst á veikinni og sjúkdómstilfelli voru fá. Síðasta tímabilið er frá 2003 en þá greindist nýrnaveiki á ný í mörgum eldisstöðvum. Árin var milljónum eldisseiða fargað vegna nýrnaveikismits og tjónið nam um hundruðum milljóna króna. Talið er að smit hafi borist inn í eldisstöð með áhöldum úr smituðum villi-klakfiskum. Smitið magnaðist og dreifðist með flutningi einkennalausra en smitaðra seiða til fleiri eldisstöðva. Þegar upp var staðist hafði nýrnaveiki borist í 18 af 40 eldisstöðvum laxfiska sem þá voru starfandi á Íslandi (Árni Kristmundsson, e.d.). Bakteríusýkingin sem er útbreiddust af sýkingum á Íslandi er kýlaveikibróðir. Hér áður fyrr var ekki óalgengt að eldisstöðvar væru að missa 15-25% heildar lífmassa áður en til slátrunar kom. Góður árangur náðist með bólusetningu árið 1992 en þó er smit til staðar í öllum stærstu strandeldisstöðvum í dag og einnig í umhverfi sjókvía. Vetrarsár varð skyndilegt vandamál í strandeldisstöðvum hér á landi veturinn , þá var hitastig undir 8 C. Bakterían leggst fyrst og fremst á regnbogasilung og lax en greindist í bleikju árið Það hefur gengið vel að halda sjúkdómnum niðri síðustu ár sem má þakka bættum sjúkdómavörnum og tilkomu góðra bóluefna. Vegna norðlægrar legu Íslands og þeirra svæða sem heimilt er að ala lax í sjókvíum á laxalús erfitt með festa rætur sínar hér við land og getur á engan hátt orðið sambærilegt vandamál og hjá nágrannaþjóðum okkar. Meðhöndlun gegn lús hefur því aldrei þurft á Íslandi (Gísli Jónsson, 2016). 19

20 2.4 Þróun fiskeldis á Íslandi Frá því að sjókvíaeldi hófst á Íslandi árið 1972 hafa sprottið upp efasemdir hjá mörgum um möguleika íslendinga í framleiðslu á eldisfiski í sjókvíum á samkeppnis-hæfu verði. Mikill fjöldi þeirra fyrirtækja sem hafa hafið rekstur á sjókvíeldi hafa hætt eftir stuttan rekstrartíma vegna mikilla erfiðleika í greininni. Það er áhugavert að sjá hvort að sjókvaíeldi við strendur landsins geti í raun og veru orðið samkeppnishæft við sjókvíeldi annarra landa í Norður-Atlantshafi. Nokkrar mikilvægar forsendur hafa breyst eftir árin en þá varð mesta tjónið í íslensku sjókvíaeldi. Eldi á þorski hófst árið 1994 en þorskurinn hefur aðlagað sig betur að umhverfisaðstæðum á Íslandi en laxinn, sem var ríkjandi tegund í sjókvíaeldi. Með vaxandi rekstri sjókvíeldisstöðva allt í kringum landið síðastliðinn áratug hefur þekking á umhverfisaðstæðum aukist mikið (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2007a). Á mynd 2 má sjá framleiðslu fiskeldis á Íslandi frá 1987 til Í gegnum árin hefur framleiðslan verið sveiflukennd var tímabil fiskeldisævintýrisins eins og fram hefur komið, tímabil bjartsýni og uppgangs í fiskeldi. Samdráttur var árið 1992 en þá lauk fiskeldisævintýrinu mikla. Langflest fiskeldisfyrirtæki urðu gjaldþrota að undanskildum Miklalaxi, Silfurstjörnu, Silfurlaxi og Sveinseyrarlaxi sem voru í hópi stærstu fiskeldisfyrirtækjanna (Halldór Halldórsson, 1992). Á tímabilinu varð aukning á framleiðslu en áhugi manna á fiskeldi jókst á þessum árum og stóru sjávarútvegsfyrirtækin leiddu þá þróun sem átti sér stað (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2004). Laxeldi færðist í aukana og jókst um tonn frá árinu 2002 til 2006 (MAST matvælastofnun, e.d.) en heildarframleiðslan tæplega þrefaldaðist á þessu tímabili. Eftir nokkuð langt skeið með uppgangi í framleiðslu féll framleiðslan árið 2007 úr tonnum í tonn. Á meðal orsaka fyrir fallinu var óhagstætt gengi gjaldmiðla fjórða rekstrarárið í röð (Gísli Jónsson, 2007). Mögulega getur nýrnaveiki eins og sagt er frá í kafla 2.4 haft áhrif á framleiðslusamdráttinn sem varð árið Framleiðslan er talsvert jöfn árin þangað til ársins 2012 en þá kom nokkur uppgangur. Það tók framleiðsluna nokkur ár að komast í sömu framleiðslu-tölu eins og árið 2002 en árið 2016 komst framleiðslan í tonn. Samkvæmt Landssambandi fiskeldisstöðva á framleiðslan að ná næsta toppi árið 2017 og áætlað er að framleiðslan verði þá tonn (Landssamband fiskeldisstöðva, e.d.). 20

21 20000 Framleiðsla á Íslandi Mynd 2. Framleiðsla fiskeldi á Íslandi í tonnum (MAST matvælastofnun, e.d., Landssamband fiskeldisstöðva, e.d.). Mynd 2 sýnir að framleiðslan einkennist af hægum vexti uns stutt hraðvaxtartímabil tekur við. Hraðvaxtartímabilinu líkur með samdrætti bæði árin 1992 og Samdrátturinn 1992 orsakaðist af endalokum fiskeldisævintýrsins og gjaldþroti margra fyrirtækja í greininni. Samdrátturinn árið 2007 var vegna óhagstæðs gengis gjaldmiðla og fjármálakreppunnar. 2.5 Langtímaspá Nokkrar forsendur hafa breyst frá því fiskeldisævintýrið mikla stóð yfir Eldi á þorski er hafið en þorskur þrífst betur í íslenskum umhverfisaðstæðum en lax og spáð er hlýnun í veðri á næstu árum. Betri þekking er á umhverfisaðstæðum í dag og þróun hefur átt sér stað í búnaði frá fyrstu árum sjókvíaeldis (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2007b). Í skýrslu sem Valdimar Ingi Gunnarsson skrifaði árið 2004 um stöðu og framtíðaráform í íslensku fiskeldi gerði hann ráð fyrir töluverðri aukningu í fiskeldi á komandi árum. Valdimar (2004) tók saman niðurstöður um áætlaða framleiðslu og spá fyrir árin 2006 og Árið 2003 voru framleidd rúm tonn en áætlað var að framleiðslan árið 2006 yrði um tonn. Þá spáði Valdimar (2004) því að árið

22 yrði framleiðslan líklegast um tonn en miðað við bjartsýnisforsendur gæti framleiðslan nálgast tonn (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2004). Langtímaspáin hans Valdimars hefur ekki ræst en framleiðslan árið 2009 var ekki nema tonn (MAST matvælastofnun, e.d.). Landssamband fiskeldisstöðva telur að mikill vöxtur sé í fiskeldi og að framleitt magn á Íslandi verði um 40 þúsund tonn eftir fjögur ár, árið Ef sú spá gengur eftir verður fiskeldið umfangsmeiri atvinnugrein en landbúnaður innan tveggja til þriggja ára (Landssamband fiskeldisstöðva, 2016). 22

23 3 Noregur Laxeldi í Noregi hófst í lok sjötta áratugs tuttugustu aldar en þá hafði veiði á villtum laxi dregist mikið saman. Laxeldið var því hugsað sem stuðningur við veiðina á villtum laxi. Á nokkrum áratugum hefur laxeldisframleiðslan hins vegar stækkað verulega að því marki sem framleiðslan hefur náð yfir veiði á villtum laxi. Mikill árangur hefur náðst í gegnum árin en í byrjun voru eldisstöðvar lítil fjölskyldubú og afurðirnar aðeins seldar á innanlandsmarkaði. Seinna voru fjölskyldubúin sameinuð í stærri rekstrareiningar og urðu að stærri fyrirtækjum. Fyrirtækin í dag þjóna heimsmarkaði sem gerir miklar kröfur um örugga afgreiðslu og fyrsta flokks gæðavöru alla daga ársins (Liu, Olaussen og Skonhoft, 2011). Laxeldisfyrirtæki í Noregi dreifa sér meðfram strandlengju Noregs, inn á milli fjarða og eyja þar sem meðalhiti vatns og sjávar er hæfilegur eða um 4-15 C. Í Noregi er hagstætt umhverfi fyrir góða uppbyggingu á laxeldisframleiðslu og hafa aðstæður gert Noreg að einu af fremstu löndum heims í framleiðslu á eldislaxi (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). 3.1 Markaðsmál Norskur lax er vara sem passar vel inn í nútíma dreifingu og matvöruverslanir. Norski laxinn er með háan gæðastuðul, jafnvægi í framboði og gott orðspor meðal neytenda. Annar mikilvægur þáttur er að verslunareigendur fá góðan hagnað af því að selja ferskan lax. Þetta er hægt vegna þess að varan er á sanngjörnu verði við innkaup og er svo seld í verslunum á háu verði vegna gæðastimpilsins. Þetta leiðir til þess að ferskur lax verður aðlaðandi kynningarvara fyrir verslanirnar og það hefur skilað sér í aukinni eftirspurn eftir norskum laxi, sérstaklega í Asíu síðustu árin (Aandahl og Kristiansen, 2006). Fyrir 1978 voru sölu- og markaðsmál fyrir eldislax í Noregi að öllu leyti í lausu lofti. Fjöldi fiskeldisframleiðenda var kominn í 200 á þeim tíma og dýrmætur tími hvers framleiðenda fór í að selja framleiðsluna. Hver og einn framleiðandi sá um sína framleiðslu og alla jafna án nokkurar faglegrar þekkingar á markaðsmálum. Samkeppnin fólst því að mestu leyti í því að framleiðendur innan Noregs undirbuðu hver annan. Verðsamkeppnin milli framleiðendanna leiddi til þess að margir þeirra 23

24 lentu í slæmum fjárhagserfiðleikum. Framleiðendur sáu sér þann kost vænstan að skipuleggja og samræma markaðsaðgerðir vegna þeirra vandræða sem fylgdi verðsamkeppninni í landinu. Sölusamtök norska eldisfiskframleiðenda (FSO) voru því stofnuð árið 1978 til að ná jafnvægi í sölu- og markaðsmálum (Hermann Ottósson, 1988). Eins og kom fram í kafla 2.2 kynntu Norðmenn vöru sína sem heimsins besta lax. Þessi framsýni þeirra skilaði sér, þar sem norskur lax var orðinn þekktur sem gæðavara (Hermann Ottósson, 1988). Hins vegar er það áhugaverð staðreynd að Norðmenn hafi selt fiskinn á sama verði á öllum mörkuðum. Þeir buðu gott verð á fiski en reyndu eftir bestu vitund að halda í hágæðaímyndina sem þeir settu sér. Hermann (1988) hefur bent á að slík markaðsáætlun, það er, að selja öllum markhópum sama fiskinn á sama verði, er ekki endilega sú arðsamasta. Norðmenn hefðu getað nýtt sér verðaðgreiningu en hægt er að skipta henni í þrjú stig, persónulega verðlagningu, úrval vöru og flokka viðskiptavini eftir verðum. Í persónulegri verðlagningu bjóða framleiðendur viðskiptavinum mismunandi verð með því að þekkja viðskiptavininn. Hægt er að láta hann skrá inn upplýsingar um sjálfan sig og rekja þannig neyslumunstur hans. Úrval vöru þýðir að framleiðandi býður úrval vöruflokka og viðskiptavinurinn sér um að finna þann vöruflokk sem hentar honum best. Þriðja stigið er að flokka viðskiptavini í mismunandi flokka eftir kaupgetu, til dæmis stúdentar og ellilífeyrisþegar (Ársæll Valfells, munnleg heimild, 10. febrúar 2016). Til ársins 1992 gat fyrirtæki aðeins átt eitt leyfi og framleiðsla fyrir hvert leyfi og hvert fyrirtæki var sú sama. Þessi regla hélst að mestu allt til 1990, jafnvel þó að fyrirtæki væru byrjuð að sameinast. Í lok 1990 voru fyrirtækin sem áttu fleiri en eitt leyfi vegna uppkaupa eða yfirtöku byrjuð að sameina leyfin. Hagkvæmustu og skilvirkustu fyrirtækin starfa nú með 3-4 leyfi og framleiða tonn hvert ár (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). Með sameiningu fyrirtækja batnaði fjárhagsleg afkoma og framleiðslukostnaðurinn minnkaði (Michelsen, 2006) 3.2 Náttúrulegar forsendur Á mynd 3 má sjá norsku strandlengjuna sem telst ná yfir fjögur afmörkuð svæði frá suðri til norðurs, Skagerrak, Norðursjó, Noregshaf og Barentshaf. Hvert svæði einkennist af ólíkum náttúrulegum aðstæðum. Landslag er fjölbreytt, munur er á sjávarföllum, hitastigi sjávar, magni seltu og birtustigi. Landfræðilegt umfang í 24

25 Skagerrak er tiltölulega lítið en firðirnir fyrir sunnan Oslófjörðinn eru litlir. Lítið er um fiskeldi á Skagerrak svæðinu. Landsvæði við Norðursjó nær frá Lista til Stad og og þar eru nokkrir stærstu og dýpstu firðir Noregs. Hitastig sjávar sveiflast minna í gegnum árið en gerist í Skagerrak og sjávarstraumar og sjávarfallastraumar verða sterkari því norðar sem komið er í landið. Fiskeldisiðnaðurinn í Norðursjó er orðinn umfangsmikill og hefur þrifist vel. Á svæðinu við Noregshaf er mikið um fiskeldi en sjávarhitinn yfir árið sveiflast lítið miðað við suðurlandið og birtuskilyrðin eru verri eftir því sem norðar dregur. Landssvæðið við Barentshaf nær frá Loppa að landamærum Rússlands. Þar eru bæði sumrin og veturnir kaldir en sjávarhitinn verður ekki jafn lágur eins og getur gerst í Skagerrak að vetri til. Í Barentshafinu er lítið um fiskeldi en það fer þó vaxandi (Dahl, 2009). Aðstæður í Norður-Noregi eru svipaðar og á Íslandi. Eftir því sem sunnar dregur í Noregi fer hitastig hækkandi og yfir sumarið getur hitinn farið vel yfir kjörhita stærri þorsks. Á heitum sumrum getur sjávarhitinn í Vestur-Noregi hækkað það mikið að það getur leitt til verulegra affalla á stórum þorski. Eins og hefur komið fram getur hár sjávarhiti orðið vandamál en þó er ekki hægt að útiloka að hægt verði að finna lausn á málinu. í því samhengi má nefna að sjórinn við Noreg er lagskiptur og yfir heitustu sumarmánuðina gæti því verið kostur að koma fisknum úr heitum yfirborðs-sjó í dýpri og kaldari sjó (Steingrímur Jónsson, 2004). 25

26 Mynd 3. Skagerrak, Norðursjór (e. North sea), Noregshaf (e. Norwegian sea) og Barentshaf (e. Barentssea) (Skandinavíuskagi, e.d.). Árstíðasveiflur eru meiri inni í fjörðum þar sem sjókvíaeldi er yfirleitt að finna. Ef sjórinn heldur áfram að hitna á næstu áratugum, eins og spár gera ráð fyrir, getur það hugsanlega gert út um eldi á sumum svæðum í Noregi. Þá munu kjöraðstæður fyrir sjókvíaeldi færast norðar og jaðarsvæði, eins og Finnmark nyrst í Noregi, munu henta betur til fiskeldis (Stenvik og Sundby, 2007). 3.3 Þróun fiskeldis í Noregi Á mynd 4 er yfirlit yfir þróun framleiðslu fiskeldis í Noregi árin Á myndinni má sjá að fiskeldisframleiðsla í Noregi hefur gefið góðan vöxt á þessu tímabili. Sölusamtök norska eldisfiskframleiðenda (FSO) voru stofnuð 1978 en eftir stofnun samtakanna jókst framleiðslan jafnt og þétt til ársins Skortur á klakstöðvum var þekkt vandamál í Noregi fyrir 1985 en frá 1978 til 1981 voru ekki gefin út sérleyfi til fiskeldisstöðva vegna skorts á seiðum. Framleiðsluaukning á laxi var árið 1981 og 26

27 helsta ástæðan fyrir því var vegna nýrra leyfa sem gefin voru út, árið 1981, 1983 og það þriðja árið Þegar sérleyfi voru ekki gefin út, árið 1981, var hámarksstærð fiskeldiskerja breytt úr 5000 m 3 í 3000 m 3 fyrir ný leyfi. En árið 1983 var þessu aftur breytt í 5000 m 3 og í 8000 m 3 árið Þeir aðilar sem voru þegar með eldisstöð gátu sótt um leyfi fyrir stækkun eldisins (Michelsen, 2006). Árið 1985 tók framleiðslan mikið stökk og á 10 árum jókst hún um tonn. Að meðaltali var árleg aukning um 30% fram til 1991 þegar fyrsta áfallið skall á. Framleiðsla á laxi og silungi dróst saman í kringum 0,5% og hélt áfram árið 1992 en þá lækkaði framleiðslan um 7,6%. Þetta tímabil einkenndist af offramboði á markaði sem leiddi til lægra verðs og margar fiskeldisstöðvar urðu gjaldþrota. Árið 1993 tók framleiðslan við sér aftur og fram til 1999 var árleg framleiðsluaukning um 20% (Michelsen, 2006). Önnur vandamál sem komu upp árin 1985 til 2000 voru sleppingar úr sjókvíeldum, fiskur drapst vegna offóðrunar og einnig hafði léleg staðsetning fiskeldisstöðva áhrif (Michelsen, 2006). Þó að framleiðslan líti vel út á grafi og sýni framgang á hverju ári þá hefur fiskeldisiðnaðurinn í Noregi ekki alltaf verið arðsamur. Árið 2002 gaf norska Fiskistofan (n. Fiskeridirektoratets) út efnahagslega samantekt sem sýndi ekki góða niðurstöðu. Sama ár var minni framleiðni í iðnaðinum og aukinn framleiðslu-kostnaður hvers kílógrams fisks sem leiddi til þess að samanlagður hagnaður fyrir skatt var mínus 1,4 milljarður norskra króna (Fiskeridirektoratets lønnsomhets-undersøkelse, 2002). Samantekt ári síðar, 2003, gaf ekki til kynna betri efnahagslega niðurstöðu fyrir fiskvinnslumarkaðinn í Noregi. Efnahagslegt yfirlit norsku Fiskistofu sýndi að það var aukning á hagnaði fyrir skatt en heildarhagnaður fiskiðnaðarins fyrir skatt var mínus 1,3 milljónir norskra króna. Meðaltal markaðssöluverðs fyrir hvert kíló af laxi lækkaði um 3,9% en verðið hafði aldrei lækkað jafn mikið. Markaðsaðstæður voru því ekki betri árið Árið 2004 jókst framleiðni og framleiðslukostnaður lækkaði. Hagnaður fyrir skatt það árið var jákvæður, eða um 616 milljónir norskra króna (Fiskeridirektoratets lønnsomhetsundersøkelse, 2004). 27

28 Framleiðsla í Noregi Mynd 4. Framleiðsla fiskeldis í Noregi frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d., Statistik Sentralbyrå, 2016). 3.4 Sjúkdómar Fiskur sem alinn er upp í fiskeldisstöðvum verður fyrir meira áreiti og er viðkvæmari fyrir sjúkdómum og sníkjudýrum en fiskur sem lifir í náttúrunni. Ástæðan fyrir því kann að vera slæmt umhverfi, til dæmis úrgangur sem safnast upp og heilsuástand í fiskeldiskerjunum. Ef smit kemur upp í eldi getur það valdið því að fiskurinn deyi eða þá að slátra þarf öllu eldinu. Mikil áhersla er lögð á forvarnir gegn sjúkdómum í fiskeldi en sjúkdómar geta valdið miklu fjárhagslegu tapi í fiskeldi (Skjelstad o.fl., 2007). Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir þá sjúkdóma sem hafa komið upp í Noregi (Jensen o.fl., 2015). ILA sjúkdómurinn er einn af þeim sjúkdómum sem hefur valdið hvað mestum vandamálum í laxeldi frá Litið hefur verið á sjúkdóminn alvarlegum augum enda hefur hann verið við lýði í langan tíma og ráðstafanir gegn honum hafa ekki náð að eyða honum. Pankreas-sjúkdómurinn (PD) er einn af alvarlegustu sjúkdómum í laxeldi í dag og hefur hann valdið gríðarlegu tapi í iðnaðnum. Þekking á sjúkdómnum er ekki eins mikil og á ILA-sjúkdómnum og bóluefni gegn Pankreas-sjúkdómnum hafa ekki gefið fullnægjandi niðurstöður (Mortensen, Asplin, Jansen, Korsnes og Nylund, 2009). 28

29 HSMB (n. Hjerte- og skjelettmuskelbetennelse) er í dag einn af algengustu smitsjúkdómum í norskum eldislaxi. Árið 2015 var HSMB greint hjá 135 fiskeldisstöðvum í Noregi. Veiran kemur fram í staðbundnum vefjaskemmdum sem birtast í flakinu sem dökkir flekkir. Dökku flekkirnir eru stórt og vaxandi gæðavandamál í laxeldi og fyrir árið 2010 var áætlaður kostnaður af dökkum flekkjum upp á 500 milljónir norskra króna (Jensen o.fl., 2015). Kostnaðurinn liggur í því að flekkina þarf að skera burt úr fisknum og oft er heilu flökunum hent því flekkirnir eru svo stórir. Með því að skera flekkina burt er framleiðsluaðilinn með minna til sölu, sem leiðir til taps (Kyst.no, 2013). CMS (n. Kardiomyopatisyndrom) er alvarlegur hjartasjúkdómur sem hefur áhrif á eldislax í sjó. Árið 2015 var CMS greint í 105 eldisstöðvum. Þessi tala er líklega lægri en greiningin segir til um, vegna þess að sjúkdómur er ekki tilkynningarskyldur og CMS sjúkdómsgreiningar frá rannsóknarstofum eru ekki innifaldar í tölunum (Jensen o.fl., 2015). 29

30 Tafla 1. Sjúkdómar sem hafa komið upp í Noregi (Jensen o.fl., 2015) ILA PD HSMB IPN CMS

31 Í töflu 1 má sjá yfirlit yfir sjúkdóma og hvernig þeir hafa þróast yfir tímabilið Ef gerður er samanburður á milli áranna hafa sjúkdómstilfellin verið mjög misjöfn en þó má benda á að árið 2015 hafi verið gott ár miðað við fyrri ár. Árið 2009 voru tilfellin 509 talsins og var það lakasta árið eins og kemur fram í töflu 1. Laxalús er einn af alvarlegustu heilsuvandamálunum sem norskt fiskeldi stendur frammi fyrir. Lúsin ræðst á fiskinn bæði óbeint og beint. Beinu áhrifin á eldisfiskinn felur í sér að lúsin skaðar fiskinn með því að borða húðina og vefi þannig að fiskurinn missir blóð sem skapar vandamál með jafnvægi salts. Lúsin skemmir fiskinn óbeint með því að borða húðina og opnar fyrir möguleika á sýkingu vegna baktería (Havforskningsinstituttet, 2016). Í Noregi er skylda fyrir allar fiskeldisstöðvar að senda frá sér vikulega talningu yfir meðalfjölda lúsa á hvern fisk ef sjóhiti er yfir 10 C. Þessari reglu var komið á árið 2012 til að fylgjast með þróun lúsa. Ef sjóhiti er á milli 4-10 C fer talning lúsa í stöðvum fram á tveggja vikna fresti. Lúsatalningin fer þannig fram að reiknaður er meðalfjöldi lúsa á hverjum fiski. Jafnframt er tekið saman hversu margar stöðvar hafa reynt að að koma í veg fyrir lúsina (Lusedata.no, e.d.a). Þær aðferðir sem eru notaðar til þess að losna við lúsina eru til dæmis lyfjagjöf og að spúla fiskinn með vatni þannig að lúsin losni frá fisknum án þess þó að skaða fiskinn. Einnig er ákveðin þvottaaðferð (n. Badebehandling) notuð þar sem lyfjum er bætt í vatnið sem fiskurinn þrífst í. Tvær aðferðir eru notaðar til þess að framkvæma lyfjameðferðina, annað hvort er þéttur dúkur lagður í kringum sjókvíeldið eða fisknum er dælt í bát sem flytur fiskinn í stór ker þar sem hann er aflúsaður með lyfjum (Lusedata.no, e.d.b). 3.5 Tækniþróun Á Sjávarútvegsráðstefnunni á Íslandi árið 2016 hélt Jostein Albert Refsnes, stjórnarformaður Nordlaks, erindi sem bar titilinn When will fishfarming be operated with an iphone?. Þar talaði hann um að fiskeldisiðnaðurinn í dag væri háþróaður tækniiðnaður. Hann tók sterklega fram að sjávarlýs væru helsta ógnun fiskeldisframleiðslunnar á heimsvísu. Á fyrirlestrinum sýndi Jostein nokkrar tækniþróaðar lausnir til að leysa vandamál sem komið hafa upp í fiskeldi og hvernig hægt sé að bæta framleiðni, til dæmis lausn í baráttunni við sjávarlýs og að koma í veg fyrir 31

32 sleppingar úr sjókvíaeldum. Á meðal lausna var færsla sjókvíaeldis úr fjörðum út á opinn sjó og hvernig best væri að nýta dýpt hafsins til að losna við sjávarlýs. Jostein kynnti einnig verkefni sem nefnist Sjófarmur (n. Havfarm) og er í umsjón Nordlaks (Jostein Albert Refsnes, 2016). Nordlaks er norskt fiskeldisfyrirtæki og helsta starfsemi þess er framleiðsla, vinnsla og sala á laxi og regnbogasilungi (Nordlaks.no, e.d.a). Svokallaður Sjófarmur (mynd 5) er bátur, 430 m á lengd, með tonna framleiðslugetu. Báturinn er staðsettur út á hafi og á að geta tekið á sig allt að 10 m háar öldur. Með því að færa fiskeldið út á sjó uppfyllir fiskeldisiðnaðurinn umhverfiskröfur framtíðarinnar. Farmurinn bætir umhverfislosun, velferð fisksins, álag og meðferð lúsa, minnkar áhættu á því að fiskur sleppi úr kvíum og betrum bætir öryggi og hagkvæmni. Nordlaks hefur trú á því að sjófarmurinn sé byltingarkennd þróun fyrir komandi tíma í norsku fiskeldi (Nordlaks, e.d.b). Mynd 5. Sjófarmur (n.havfarm) (Nordlaks.no, e.d.a). Jostein Refsnes minntist einnig á Eggið (mynd 6) í fyrirlestri sínum. Hauge Aqua er norskt fyrirtæki sem þróaði eggið með það að leiðarljósi að auka sjálfbæran vöxt í fiskeldi sem getur fætt milljónir manna í framtíðinni. Markmið eggsins er að leysa núverandi og dýrar áskoranir sem eru í eldi í dag. Til dæmis er erfitt fyrir laxalúsina að 32

33 komast inn í eggið og skaða fiskinn. Hönnun eggsins, vatnsflæði og stöðugt umhverfi á að betrumbæta árangur og velferð fisksins (Haugeaqua.com, e.d.). Mynd 6. Eggið (Haugeaqua.com, e.d.). 33

34 4 Skotland Fiskeldi í Skotlandi hófst um 1970 en laxeldisframleiðsla Skota flokkast sem hluti af framleiðslu Bretlands. Fiskeldi hefur orðið ein af veigamestu atvinnugreinunum í strandhéruðum Skotlands. Atvinnugreinin hefur farið ört vaxandi og bætt atvinnumöguleika í sumum af afskekktustu landshlutum Skotlands og eins þeim landshlutum sem verst eru staddir efnahagslega. Samanlagður fjöldi þeirra sem starfa í fiskeldi og við fiskveiðar er áætlaður um 5000 manns. Árið 2008 voru 26 laxeldisfyrirtæki skráð samanborið við 95 fyrirtæki árið Níu fyrirtæki voru skráð virk en framleiddu ekki fisk árið 2008 (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). 4.1 Markaðsmál Skotar hafa lagt meiri áherslu á að skoska laxeldisvaran sé gæðavara en að framleiða mikið magn á lægra verði. Það hefur því reynst Skotum erfitt að keppa við Noreg vegna þess að Norðmenn bjóða lægra verð. Það lítur út fyrir að engin breyting verði á verðsamkeppninni milli Skotlands og Noregs á meðan Skotar takmarka framleiðslu sína. Árið 2000 urðu breytingar hjá skipulagsdeild skoska laxiðnaðarins. The Scottish Growers Association, the Scottish Salmon Board og Scottish Quality Salmon sameinuðust undir Scottish Quality Salmon (SQS) en Scottish Salmon Producers Organisation (SSPO) hélt sínu starfi í skipulagningu framleiðslunnar. Megináherslumarkmið SQS er að fylgja gæðaviðmiðum Tartan Quality Mark, en það hefur stutt að einhverju leyti við vöru- og verðaðgreiningu á markaðnum. Athyglisverður vitnisburður varðandi þetta eru verðlaunin Label Rouge í Frakklandi, en þau eru veitt fyrir ákveðið úrtak af vörum sem bera mikil gæði. Skoski laxinn var fyrsta fiskafurðin til að hreppa verðlaunin og þar að auki fyrsta afurðin sem ekki er frönsk. Verðlaunin hafa tryggt skoska laxinum yfirburði á franska markaðnum og mörkuðum í öðrum löndum (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). 4.2 Náttúrulegar forsendur Í Skotlandi er Atlantshafslax aðal framleiðslutegund í fiskeldi en árið 2013 var laxinn 92% af heildarframleiðslu fiskeldis í Skotlandi. Þar á eftir koma bláskel 4% og regnbogasilungur 3%. Fiskeldisframleiðsla í Skotlandi fer að mestu leyti fram í sjókvíeldi. Engin stórtæk fiskeldisframleiðsla í gróðrarskyni (e. Commercial aquaculture) 34

35 fer fram á landi þar sem hún er ekki talin arðbær að svo stöddu. Fiskeldisstöðvar eru staðsettar á vestur- og norðurströndum meginlands Skotlands og á eyjunum Western Isles, Orkney og Shetland. Eins og stendur eru engar fiskeldisstöðvar í sjó á norður- og austur ströndum Skotlands. Árið 1999 kynntu skosku yfirvöldin aðgerðir gegn frekari sjóeldi á þessum svæðum. Var það gert til að verja náttúrulega fiskinn í sjónum. Austur- og norðurstrendur Skotlands þekja stærsta hlutan af strandlengju Skotlands og á því svæði eru afkastamestu laxveiðiár í Skotlandi. Vegna varúðar-sjónarmiða munu aðgerðir þessar halda gildi sínu þar til hefur verið gengið frekar úr skugga um áhrif fiskeldis á náttúrulega fiskinn á þessum slóðum (Manning o.fl., 2015). Sjávarhitastig við Skotland sem er umlukið Atlantssjó árið um kring er tiltölulega hátt. Sjávarhitatölur frá Millport sem er staðsett á vesturströnd Skotlands sýna töluverðar sveiflur í sjávarhita á milli ára. Langtímamælingar á sjávarhita hafa verið framkvæmdar á nokkrum svæðum við Skotland. Í þeim mælingum kemur fram að mánaðarlegt meðaltal sjávarhita í Millport er hæstur í ágúst um 14 C, mynd 9 í kafla 6. Of hátt sjávarhitastig, ef miðað er við Millport, gæti yfir sumartímann orðið til vandræða sérstaklega fyrir stærri þorsk. Hins vegar er sjávarhitastig á öðrum mælistöðum hagstæðara þar á meðal á ystu svæðunum við Skotland. Flesta mánuði ársins er hagstætt hitastig til þorskeldis og aðstæður ágætar á svæðum þar sem lægstar sveiflur eru í sjávarhita. Hugsanlega gæti orðið breyting á hagstæðu hitastigi á ákveðnum svæðum þar sem sjávarhiti við Skotland hefur frá 1980 farið hækkandi eða um 0,5 C á áratug (Hughes, 2007). 4.3 Þróun fiskeldis í Skotlandi Mynd 7 sýnir framleiðsluþróun í Skotlandi en á myndinni sést að framleiðslan í Skotlandi hefur aukist jafnt og þétt frá því hún hófst Framleiðslan á laxeldi jókst jafnt og þétt árin en árið 2003 var framleiðslan komin í tonn. Nokkrar ástæður eru fyrir erfiðleikum í framleiðslu síðasta áratuginn en helst má nefna sjúkdóma í eldi og arðsemi fiskeldisiðnaðarins. Arðsemin var til dæmis lág árin sem gerði framleiðendum erfitt fyrir að fá aðgang að fjármagni (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). Árið 2004 til 2005 kom fyrsti alvarlegi samdrátturinn í framleiðslunni eins og sést á mynd 7 en meginástæðan fyrir samdrættinum er að 2004 dróst framleiðsla laxfiskaseiða saman um 9,2% (FRS Marine 35

36 Labaratory, 2005). Samdráttur í framleiðslu laxfiskaseiða leiddi til þess að fiskeldisframleiðslan lækkaði um tonn árið Frá hélst framleiðslan stöðug, um tonn, en árið 2009 hækkaði framleiðsla fiskseiða um 1,1% sem leiddi til aukningar í fiskeldisframleiðslu (Walker, 2009). Fiskeldisframleiðslan það árið náði þá upp í tonn. Eftir 2009 hefur framleiðslan náð sér aftur á strik eftir fallið árið 2005 og árið 2014 mældist fiskeldisframleiðslan tonn Framleiðsla í Skotlandi Mynd 7. Framleiðsla fiskeldis í Skotlandi frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d.). 4.4 Sjúkdómar Sjúkdómstilfelli í fiskeldisiðnaðinum við Skotland eru yfirleitt lág. Tíðni PD (e. Pancrease disease) veirunnar er lág, dánartíðni vegna veira og framleiðslutaps er lítið. Aðrir sjúkdómar svo sem HSMB (n. Hjerta- og skjelettmuskeltbetennelse) og CMS (n. Kardiomyopatisyndrom) eru til staðar en í mun minna umfangi en tíðkast í Noregi. Áskoranir í tengslum við þörungablóm (n. Algeoppblomstring) og marglyttur hafa leitt til taps nokkur ár í Skotlandi (Iversen, Hermansen, Brandvik, Mathinussen og Nystøy, 2016). 36

37 Árið 1998 kom upp veirusjúkdómur (e.infectious salmon anaemia) í laxeldi, en veirusjúkdómur hafði ekki komið upp áður í skosku fiskeldi. Nýjar ráðstafanir voru gerðar eftir áfallið 1998 til að herða eftirlit. Bretland lagði fram tillögu til Evrópusambandsins árið 1999 um hert eftirlit með fiskeldi til að sporna við sýkingu og var tillagan samþykkt með ESB ákvörðun 2001/186/EC í febrúar 2001 (Royal Society of Edinburgh, 2002). Lúsaástandið hefur orðið vaxandi vandamál á hverju ári. Regluverk skortir vegna lúsameðhöndlunar í Skotlandi en forvarnir vegna lúsa og lúsameðferðir eru byggðar á frjálsum stefnum. Erfitt hefur verið að koma á ráðstöfunum á svæðisrekstri og brottflutningi. Meðferðir sem hafa verið notaðar til að losna við lúsina eru til dæmis lyfjameðferðir, Rensefisk hefur verið notaður og Luseskjørt. Við Luseskjørt aðferðina er rafmagnsstraumur notaður til að losa fiskinn við lýs (Iversen o.fl., 2016). 37

38 5 Færeyjar Í Færeyjum stendur fiskur fyrir um 95% af heildarútflutningi. Eldisfiskur er um 25% af þessum 95%. Árið 2003 var útflutningur Færeyja um tonn af eldisfiski að verðmæti 964 milljóna danskra króna (Reinert, 2004). Færeyjar hafa mjög góð skilyrði til fiskeldisræktunar með stöðugan sjávarhita. Á árunum voru gerðar tilraunir til þess að koma að arðbæru fiskeldi en tilraunastarfsemin mis-heppnaðist. Rannsóknin stóð fram yfir 1970 (Michelsen, 2006). Lög voru sett 24. maí 1974 varðandi uppbyggingu, stækkun klakastöðva og til ýmissa betrumbætinga fiskeldisstöðva. Lögin fólu í sér að hver bóndi þurfti að fá leyfi frá Færeysku ríkisstjórninni (n. Færøyske Landsstyret) fyrir byggingu eða stækkun á klak- eða fiskeldisstöðvum. Í maí 1981 skipaði Færeyska ríkisstjórnin fjögurra manna stjórn sem fékk það hlutverk að rannsaka möguleika á fiskeldisbúskap í Færeyjum og taka þátt í þróun á greininni. Sett var lagaákvæði sem kvað á um að einstaklingur mætti ekki eiga hlut í fleiri en tveim eldisstöðvum. Fiskeldisráð Færeyja var stofnað árið 1985 og samanstóð af átta meðlimum. Meðal verkefna sem ráðið stóð fyrir var að sækjast eftir fjörðum og sundum sem voru hentug til fiskeldisræktunar og halda þeim fyrir fiskeldisgreinina. Þar að auki átti ráðið að sjá um allar leyfisveitingar og framlengingu á núverandi leyfisveitingum. Starfsemi Færeyja í fiskeldi varð ekki arðbær fyrr en um 1980 en í dag eru Færeyjar fimmti stærsti framleiðandinn af eldislaxi (Michelsen, 2006). 5.1 Náttúrulegar forsendur Þegar Færeyingar, árið 1968, reyndu ræktun á dönskum regnbogasilungi í sjó var það eftir fyrirmynd í norsku fiskeldi. Grundvöllur fyrir því að fiskeldi þróaðist í Færeyjum kom frá Norðmönnum. Næstum öll framleiðsla á laxi í Færeyjum fer fram í sjókvíaeldi (Michelsen, 2006). Við Færeyjar er hitastig mjög svipað því sem er við suðurströnd Íslands og við Vestmannaeyjar en bæði Færeyjar og Vestmannaeyjar eru umkringdar Atlantssjó árið um kring. Kólnun er þó mun minni að vetrarlagi við Færeysku firðina og haldast þeir sennilega nær kjörhita þorsks en þeir íslensku (Steingrímur Jónsson, 2004). Fiskeldi er á stórum opnum svæðum og straumar miklir. Mikið af fiski hefur því sloppið í óveðrum en árið 2002 slapp um ein milljón eldislaxa (Solbakken o.fl., 2005). 38

39 5.2 Þróun fiskeldis í Færeyjum Á mynd 8 má sjá framleiðsluþróun fiskeldis í Færeyjum frá árinu 1982 til ársins 2014 í tonnum. Frá 1982 fram til ársins 1992 óx fiskeldisframleiðsla jafnt og þétt. Fyrstu árin voru þó einhverjar sveiflur í framleiðslunni. Framleiðsluaukning varð um 200% árið 1998 og á árunum 1988 og 1992 var aukningin ekki nema um 3%. Frá 1985 til 1987 var tiltölulega stöðugt vaxtartímabil en vöxturinn var um 113% á ári. Slátrun og útflutningur á laxi gefur ekki alltaf upp réttu myndina af framleiðslunni sjálfri. Fiskeldisstöð getur valið að flýta eða fresta slátrun, allt eftir því hvernig markaðurinn lítur út. Ef markaðsverðið telst gott/hátt þá er meiri slátrun og sala á minni fiskum. Ef markaðsverðið er lágt er fisknum haldið í kerunum eða eldi í von um að verðið muni hækka (Michelsen, 2006). Árið 1993 var fyrsta árið í þriggja ára langri niðursveiflu. Framleiðsla dróst saman um 3% 1993, 15% 1994 og 42% árið Þessi þrjú ár einkenndust af sjúkdómum og lágu verði á markaði fyrir afurðina. Markaðsverðið lækkaði úr 38,04 kr árið 1994 niður í 32,76 kr árið 1995 sem leiddi til þess að fiskeldisbændur héldu fullþroskuðum fiskum í kerjunum sem voru þó tilbúnir til slátrunar (Michelsen, 2006). Það gerðist aftur árið 1998 að minna var slátrað af laxi vegna lágs markaðsverðs, en slátrun á fiski lækkaði það árið um 9% (Michelsen, 2006). Árið 1994 var lélegur vöxtur eldisfisks bæði í ferskvatni og í sjó, væntanlega af völdum kýlaveiki (e. furunculosis), nýrnaveiki (e. Bacterial Kidney Disease) og lúsa (Michelsen, 2006). Framleiðslan fór batnandi og árið 1996, var hún komin nálægt því eins og hún hafði verið árin þangað til að hún féll aftur 1997 en þá minnkaði magn slátrunar um 10%. Færeyjar juku framleiðslu sína á laxi verulega árið 2003 en þá voru framleidd tonn. Hins vegar hafa sjúkdómar (einkum infectious salmon anaemia) og fjárhags-legir örðugleikar sett strik í reikninginn á nokkrum stöðum og árið 2006 var framleiðsla á laxi einungis tonn. Framleiðslan náði sér aftur á strik þegar búið var að taka á sjúkdómum, nýjar reglugerðir voru innleiddar og framleiðslan komst í tonn árið 2008 (Frank Asche og Trond Björndal, 2011). Eftir 2008 hefur framleiðslan haldið jöfnu skriði og árið 2014 náði framleiðslan hámarki og var tonn. Mannfjöldi í Færeyjum er um (Færeyjar, 2016) og því telst það athyglisvert að, miðað við framleiðslu árið 2014, var hver Færeyingur að framleiða 1,7 tonn af fiskeldi. 39

40 Framleiðsla í Færeyjum Mynd 8. Framleiðsla fiskeldi í Færeyjum frá í tonnum (Food and Agriculture Organization of the United Nations, e.d.). 5.3 Sjúkdómar Útbreiðsla sjúkdóma er hraðari frá einum stað til annars í litlu plássi. Þetta þekkist í Færeyjum þar sem það er lítið pláss á milli fjarða, í samanburði við strandlengjurnar í Noregi þar sem tiltölulega langt er á milli fjarða. Það ætti því að hafa meiri áhrif á framleiðsluþróunina í Færeyjum ef smit kemur upp í einu eldi heldur en í Noregi (Michelsen, 2006). Síðustu laxahrognin sem voru flutt inn til Færeyja 1984 vou frá Sunndalsøra í Noregi. IPN veiran greindist í Sunndalsøra árið 1985 en þá ákvað Fiskaaling, fiskeldisstofnun Færeyja, að stoppa innflutning seiða til Færeyja til að forðast sýkingar. IPN veiran fannst þó árið eftir, 1986, í Færeyjum svo líklegt er að veiran hafi verið í fisknum í Sunndalsøra í einhvern tíma áður en hún kom upp (Reinert, 2001b). Sjúkdómurinn ILA var fyrst greindur í Færeyjum í eldi í apríl árið 2000 en sjúkdómurinn er megin ástæða fyrir hröðu framleiðslufalli árið 2003 eins og sést greinilega á mynd 8 í kafla 5.2. Sjúkdómurinn breiddist hratt út og árið 2001 greindist hann í fjórum eldum til viðbótar, 2002 í sex eldum og 2003 í átta eldum. Fram til ársins 2005 voru samtals 30 ILA greiningar sem fundust í fjörðunum í Færeyjum og hafði 40

41 sjúkdómurinn því breiðst út yfir allt landið. Það er erfitt að segja hversu miklu tapi sjúkdómurinn olli í Færeyjum þar sem ILA spilar inn í á mismunandi vegu. Þar á meðal er erfitt að greina tap vegna sjúkdómsins frá öðrum framleiðslukostnaði. Í fyrsta lagi deyr mikið af fiski vegna ILA og í öðru lagi er smitaður fiskur af ILA minna aðlaðandi fyrir kaupandann heldur en annar fiskur. Því verður smitaður fiskur færður niður um gæðastig. ILA veldur því að fiski verður slátrað sama hvaða stærð hann hefur náð og þar að leiðandi verður hvert kílógramm fisksins dýrara í framleiðslu en ef hann myndi ná hámarksstærð (Michelsen, 2006). Innflutningsstöðnunin árið 1984 gerði það að verkum að fiskisjúkdómar komu mun seinna til Færeyja en til Noregs. IPN kom til Færeyja 11 árum eftir að veiran fannst fyrst í Noregi. Þegar sjúkdómurinn fannst í Færeyjum þá voru Norðmenn búnir að þróa og finna bóluefni, lyfin og rétta meðhöndlun við sjúkdómnum. Það hefur því gert það auðveldara fyrir Færeyinga að takast á við þá sjúkdóma sem þar hafa komið upp (Michelsen, 2006). Lús hefur verið vaxandi vandamál í Færeyjum frá Meðhöndlun lúsa er lykilatriði í tengslum við mat stjórnvalda til að leyfa aukna afkastagetu elda. Ráðstafanir gegn lúsafaraldrinum eru til að mynda lúsatalning þar sem lúsin er talin og skráð niður aðra hverja viku og aflúsa þau eldi ef lúsafjöldi fer að aukast. Erfitt er að nýta neðansjávarbúr í Færeyjum vegna sterkra sjávarstrauma og grunnra fjarða (Iversen o.fl., 2016). Rannsóknarvinna og tækniframfarir Noregur er langt á undan Færeyjum í rannsóknum en litlar rannsóknir hafa verið gerðar á eldislaxi og silungi í Færeyjum. Færeyingar hafa því tekið upp nýjungar frá Norðmönnum sem gætu mögulega nýst þeim. Þetta hefur leitt til þess að Færeyingar hafa ekki verið langt á eftir Norðmönnum í þróun á fiskeldi. Andrias Reinert var árið 1965 sendur til Noregs af Færeysku fiski rannsóknarstofnuninni (n. Færöyske Fiskeri laboratorie) til að fá aukna innsýn og þekkingu á nýsköpunarþróun Norðmanna. Júst í Tuni byrjaði með sjókvíaeldi í Færeyjum árið 1968 með hjálp frá Andrias Reinert og Færeysku fiski rannsóknarstofnuninni (Michelsen, 2006). Hildur Dahl Michelsen (2006) skrifaði meistaraverkefni sitt um þróun fiskeldis á laxi og silungi, í Færeyjum og bar saman við þróunina í Noregi. Í verkefninu komst hún að því 41

42 að fiskeldisþróunin í Færeyjum hefur ekki gerst óháð Noregi. Samstarf hefur verið á milli landanna hvað varðar ræktunarmynstur, eldi og rannsóknir sem hafa hjálpað til með þróun á fiskeldi, lax og silungi í Færeyjum. Hún tekur þó fram að á tímabilinu hafði Noregur stórt forskot á þróun og rannsóknarvinnu miðað við Færeyjar. Eftir 1985 hefur vöxtur og stefna verið svipuð í báðum löndum. Þróunin á eldi lax og silungs í Færeyjum hefur verið háð Noregi í tengslum við lyf gegn fiskisjúkdómum og úrbótum við fiskeldisiðnaðinn sérstaklega eftir Það hefur því verið stór ávinningur fyrir Færeyska fiskeldissbændur að fá þróuð lyf frá Noregi til að vinna á móti sjúkdómum sem höfðu áður komið upp í Noregi (Michelsen, 2006). 42

43 6 Samanburður Eins og áður hefur fram komið er kjörhitastig fyrir gramma lax tiltölulega hátt eða í kringum 14 C (Austreng o.fl., 1987) en hjá gramma þorski er kjörhitastig fyrir vöxt lægri eða um 9-11 C (Björnsson o.fl., 2007). Á mynd 9 hér að neðan má sjá mánaðarmeðaltöl sjávarhita við yfirborð í samanburðarlöndunum og á Íslandi. Mánuðirnir eru sýndir frá einum upp í tólf á x-ásnum þar sem 1 er janúar og 12 desember. Eins og sést á grafinu þá er meðalhiti í Skotlandi, við Millport og Peterhead, tiltölulega hár miðað við hin löndin. Í Noregi er greinilegt að hitastig getur verið fjölbreytt eins og áður hefur komið fram. Mælingar frá Stad og Vardö ná toppi í ágúst en töluverður munur er þó á sjávarhitanum á stöðunum tveim. Í Stad mælist hiti allt upp í 14 C en í Vardö mælist hiti hæst um 9 C. Mánaðarmeðaltöl sjávarhita við yfirborð Millport (S) Peterhead (S) Hjalteyri (Í) Stöðvarfjörður (Í) Stad (N) Vardö (N) Mykines (F) Mynd 9. Mánaðarmeðaltöl sjávarhita við yfirborð á stöðum í samanburðarlöndum og við Ísland. Ísland (Í), Færeyjar (F), Noregur (N) (Steingrímur Jónsson, 2004) og Skotland (S) (Hughes, 2007). 43

44 Eins og áður hefur komið fram er sjávarhitastig í Færeyjum heldur stöðugt og á mynd 9 af Mykines má sjá að sú fullyrðing á við rök að styðjast. Grafið sýnir að sjávarhiti við Ísland er heldur lægri heldur en í hinum löndunum en sjávarhiti í Stöðvarfirði fer til dæmis aldrei yfir 7 C. Áhugavert er að sjá, að samkvæmt mælingum sem grafið sýnir, eru Skotland og Noregur einu löndin sem uppfylla kjörhitastig fyrir gramma lax sem er í kringum 14 C. Árið 2007 gerði Valdimar Ingi Gunnarsson samanburð á umhverfisaðstæðum til sjókvíaeldis á þorski hér á landi og í samkeppnislöndunum, niðurstöður rannsóknarinnar má sjá í töflu 2. Tafla 2. Tillaga Valdimars að flokkun á umhverfisaðstæðum til sjókvíeldis á þorski við Ísland, Noreg, Færeyjar og Skotland. Einnkunnargjöf rautt 5, gult 5-7 og grænt 8-10 (Valdimar Ingi Gunnarsson, 2007b). Valdimar (2007) skipti matinu í átta hluta og hver hluti vegur mismikið. Mesta vægi er gefið fyrir meðalsjávarhita, 40%, þar sem sjávarhiti hefur mest áhrif á vaxtarhraða fisks og 20% fyrir sveiflur í sjávarhita sem geta valdið miklum afföllum á eldisfiski. Veðurfar er sá umhverfisþáttur sem veldur einna mestum tjónum í sjókvíaeldi og því fær vægi öldu og strauma 15%. Valdimar tekur fram að matið byggist ekki alltaf á sterkum forsendum, skortur er á upplýsingum frá viðkomandi landi og að einhverju leyti sé um 44

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi

Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1. Þorskeldi á Íslandi Björn Björnsson & Valdimar I. Gunnarsson (ritstj.): Þorskeldi á Íslandi 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 111 Þorskeldi á Íslandi Ritstjórar: Björn Björnsson og Valdimar Ingi Gunnarsson Reykjavík 2004

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum. Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014

Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum. Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014 Greining á Sóknarfæri: Fiskeldi á Vestfjörðum Neil Shiran Þórisson Framkvæmdastjóri Atvinnuþróunarfélags Vestfjarða 27. mars 2014 Staðan á Vestfjörðum Gert er ráð fyrir að sú uppbygging sem nú þegar er

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Árskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma

Árskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma 3. ÁRGANGUR 2. TÖLUBLAÐ APRÍL 2014 Ársskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma Ráðstefnur Bleik framtíð - Ráðstefna LF 29 apríl Sjávarútvegsráðstefnan, 20.-21. nóvember Árskýrsla dýralæknis fisksjúkdóma er besta

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Sjávarútvegurinn Vefrit um sjávarútvegsmál

Sjávarútvegurinn Vefrit um sjávarútvegsmál Sjávarútvegurinn Vefrit um sjávarútvegsmál Útgefandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. Ábyrðarmaður: 2. tölubl. 1. árg. desember 2001 1 Þorskeldi í Noregi 1.0 Inngangur Eldi á þorski í Noregi á sér langa sögu.

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017

Veiðimálastofnun. Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði. Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson VMST/13017 VMST/13017 Straumfjarðará 2012 Seiðabúskapur og laxveiði Friðþjófur Árnason Ragnhildur Þ. Magnúsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf Forsíðumynd:

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Matfiskeldi á þorski

Matfiskeldi á þorski Matfiskeldi á þorski 87 Matfiskeldi á þorski Valdimar Ingi Gunnarsson (valdimar@hafro.is) 1 Björn Björnsson (bjornb@hafro.is) 2 Jón Þórðarson 3 1 Fiskeldishópur AVS, Skúlagötu 4, 101 Reykjavík 2 Hafrannsóknastofnunin,

More information

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017

Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Viðkskipti við Bandaríkin árið 2017 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Main Economic Figures for the U.S. Markaðurinn Despite policy uncertainty, financial conditions

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson

SAMHERJI HF. Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson SAMHERJI HF Tækifæri í íslenskum sjávarútvegi Þorsteinn Már Baldvinsson 1 Efni Fiskveiðar Fiskvinnslan á Dalvík Samkeppni við Noreg Tækifærin Veiðar og Eldi Heimsframleiðsla á fiski Tonn 60.000.000 Veiðar

More information

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna

Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Loftmengun vegna jarðvarmavirkjanna Kynning fyrir verkefnisstjórn 3. áfanga rammaáætlunar. 9.desember 2014 Þorsteinn Jóhannsson thorsteinnj@ust.is Nýting lághitasvæða og háhitasvæða Mun minni umhverfisáhrif

More information

Styrktaraðilar Fiskeldisfrétta

Styrktaraðilar Fiskeldisfrétta Febrúar 2016 1. tölublað 5. árgangur Styrktaraðilar Fiskeldisfrétta Útgefandi: Sjávarútvegsþjónustan ehf. ISSN 2251 5283 Ritstjórn: Sjávarútvegsþjónustan ehf. Húsi sjávarklasans Grandagarður 16 101 Reykjavík

More information

Ársskýrsla. Ljósmynd: Gísli Jónsson

Ársskýrsla. Ljósmynd: Gísli Jónsson Ársskýrsla Ársskýrsla DÝRALÆKNIS FISKSJÚKDÓMA Ljósmynd: Gísli Jónsson Selfoss í mars 2016 EFNISYFIRLIT Inngangur... 2 Tafla yfir ársframleiðslu sláturfisks 2005 -... 3 Innflutningur eldisdýra... 3 Eldi

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Kafli 5. Matfiskeldi á þorski

Kafli 5. Matfiskeldi á þorski Kafli 5. Matfiskeldi á þorski Valdimar Ingi Gunnarsson, Fiskeldishópur AVS, Björn Björnsson, Hafrannsóknastofnunin og Jón Árnason, Matís ohf. Efnisyfirlit 5.1 Inngangur...77 5.1.1 Afmörkun verkefnis og

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 217-2 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Vöktun á stofnum lax og bleikju í Langadalsá við Ísafjarðardjúp árið 216 / Monitoring of salmon and charr fish

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Lúðueldi í Eyjafirði

Lúðueldi í Eyjafirði Auðlindadeild 2004 Lúðueldi í Eyjafirði Leiðbeinandi: Valdimar Ingi Gunnarsson Fyrirtæki: Fiskey Upplag: 10 Blaðsíðufjöldi: 39 Fjöldi viðauka: 1 Tómas Árnason Lokaverkefni til 90 eininga BS-prófs í Auðlindadeild

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-027 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Áhættumat vegna mögulegrar erfðablöndunar milli eldislaxa og náttúrulegra laxastofna á Íslandi Ragnar Jóhannsson,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142

Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Brottkast og GPS merkingar 1 Hafrannsóknastofnunin. Fjölrit nr. 142 Mælingar á brottkasti botnfiska 2007 Ólafur K. Pálsson 1, Höskuldur Björnsson 1, Ari Arason 2, Eyþór Björnsson 2, Guðmundur Jóhannesson

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055.

Veiðimálastofnun. Gljúfurá 2014 Samantekt um fiskirannsóknir. Ásta Kristín Guðmundsdóttir. Sigurður Már Einarsson VMST/14055. VMST/1455 Gljúf Gljúfurá 214 Samantekt um fiskirannsóknir Ásta Kristín Guðmundsdóttir Sigurður Már Einarsson Veiðimálastofnun Veiðinýting Lífríki í ám og vötnum Rannsóknir Ráðgjöf VMST/1455 Gljúfurá 214

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Hafrannsóknir nr. 150

Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti 1 Hafrannsóknir nr. 150 Þorskeldiskvóti: Yfirlit yfir föngun og áframeldi þorsks á árinu 2008 Valdimar Ingi Gunnarsson, Hafrannsóknastofnunin Björn Björnsson, Hafrannsóknastofnunin Elís

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur

Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur Slysasleppingar á eldislaxi á árinu 2003 Kynþroskahlutfall og endurheimtur EV-2004-002 Valdimar Ingi Gunnarsson og Eiríkur Beck Mars 2004 Formáli Í eftirfarandi skýrslu er gerð grein fyrir þeirri reynslu,

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

Tillaga að matsáætlun fyrir tonna framleiðslu í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Efnisyfirlit

Tillaga að matsáætlun fyrir tonna framleiðslu í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi. Efnisyfirlit Tillaga að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvarar hf. Framkvæmdaaðili er: Hraðfrystihúsið

More information

Drög að matsáætlun fyrir tonna framleiðslu í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi

Drög að matsáætlun fyrir tonna framleiðslu í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi Drög að matsáætlun fyrir 6.800 tonna framleiðslu á regnbogasilungi og 200 tonna framleiðslu á þorski í sjókvíum í Ísafjarðardjúpi á vegum Hraðfrystihússins - Gunnvar h.f. Framkvæmdaaðili er: Hraðfrystihúsið

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Verðbólga við markmið í lok árs

Verðbólga við markmið í lok árs Þróun og horfur í efnahags- og peningamálum 1 Verðbólga við markmið í lok árs Gengi krónunnar hefur haldist tiltölulega stöðugt frá útgáfu síðustu Peningamála, þrátt fyrir að Seðlabankinn hafi lækkað vexti

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur

6 Súrnun sjávar. Samantekt. 6.1 Inngangur 6 Súrnun sjávar Samantekt 1. Súrnun hafsins er staðreynd, staðfest með beinum mælingum og fræðilegum reikningum. 2. Til að komast hjá stórfelldum breytingum á lífríki og vistkerfum í höfunum þarf að minnka

More information

Hreindýr og raflínur

Hreindýr og raflínur Náttúrustofa Austurlands Hreindýr og raflínur Áhrif tveggja 4 kv háspennulína frá stöðvarhúsi Fljótsdalsvirkjunar að fyrirhuguðu álveri í Reyðarfirði á hreindýr Skarphéðinn G. Þórisson Desember 1999 Efnisyfirlit

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S

SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S 1 SKELRÆKT Þekkingaryfirfærsla og viðskiptasambönd AVS verkefni S - 005-09 Ferðaskýrsla frá Kanada 2009 Jón Örn Pálsson, atvinnuþróunarfélag Vestfjarða, tók saman Júní 2009 Ferðalangar og þátttakendur:

More information

Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi

Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi Háskólinn á Akureyri Viðskipta og raunvísindadeild LOK 1226 Hreinsun affallsvatns frá fiskeldi á landi Akureyri, vor 2014 Íris Gunnarsdóttir Háskólinn á Akureyri Viðskipta og raunvísindasvið Námskeið Heiti

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR

HAF- OG VATNARANNSÓKNIR HV 2017-029 ISSN 2298-9137 HAF- OG VATNARANNSÓKNIR MARINE AND FRESHWATER RESEARCH IN ICELAND Lax-og silungsveiðin 2016 Guðmunda Þórðardóttir og Guðni Guðbergsson REYKJAVÍK ÁGÚST 2017 Lax-og silungsveiðin

More information

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins

Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins Loðna Veiðar, lífsferill, útbreiðsla,, stofnstærð og ástand stofnsins 1978-2014 Sveinn Sveinbjörnsson Loðnuráðstefna: Háskólanum á Akureyri 5.sept 2014 50 ára saga loðnuveiða catch ('000 tonn) Loðnuveiðar

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information