ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT

Size: px
Start display at page:

Download "ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT"

Transcription

1

2 HLUTVERK NÝHERJA: Að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina. ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Árni Vilhjálmsson, varaformaður Guðmundur Jóhann Jónsson, meðstjórnandi Endurskoðendur: KPMG Endurskoðun hf. Sæmundur Valdimarsson Ólafur Már Ólafsson Umsjón og ábyrgð: Markaðsdeild Nýherja Hönnun og umbrot: Markaðsdeild Nýherja Ljósmyndir: Grímur Bjarnason Prentvinnsla: Prentmet Efnisyfirlit Af rekstri Sölusvið Kjarnalausnir Notendalausnir Stoðdeildir ParX ehf. Viðskiptaráðgjöf IBM AppliCon Klak ehf SimDex ehf Fimm ára yfirlit Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra Áritun endurskoðenda Rekstrarreikningur ársins Efnahagsreikningur 31. desember Sjóðstreymisyfirlit ársins Skýringar Five year overview Report and Signatures Auditors Report Statement of Earnings for the Year Balance Sheet December 31, Statement of Cash Flows for the Year

3 Ársskýrsla Nýherja 2005 Af rekstri 2005 Ár breytinga og sóknar erlendis Árið 2005 var ár margháttaðra breytinga og nýjunga í starfsemi Nýherja. Í fyrsta ársfjórðungi voru gerðar umfangsmiklar skipulagsbreytingar. Starfsemi félagsins var skipt upp í þrjú afkomusvið, Kjarnalausnir, Notendalausnir og Hugbúnaðarlausnir, en ábyrgð á viðskiptatengslum og samræmdri sölustarfsemi var sett undir nýtt svið, Sölusvið, og hafa þessar breytingar skilað ágætum árangri á árinu. Á liðnum árum hefur vöxtur Nýherja verið mikill á sviði ráðgjafar- og hugbúnaðarþjónustu. Sérstök áhersla hefur verið lögð á að þróa ráðgjöf á sviði SAP viðskiptahugbúnaðar og var á árinu leitað tækifæra erlendis til útvíkkunar á þeirri starfsemi. Í október undirritaði Nýherji samning um kaup á danska SAP ráðgjafarfyrirtækinu AppliCon A/S sem hefur aðalskrifstofu í Kaupmannahöfn. Samhliða því var stofnað fyrirtækið AppliCon ehf. á Íslandi og starfsemi Hugbúnaðarlausna á sviði SAP og Microsoft þjónustu flutt í það fyrirtæki. Um eignarhald þessara fyrirtækja var stofnað félagið AppliCon Holding ehf., en með því var jafnframt skapaður rammi um frekari sókn AppliCon inn á nýja markaði. Áframhaldandi vöxtur var á sviði Notendalausna Nýherja en starfsmenn þess annast innflutning, þjónustu og markaðssetningu á fjölþættum notendabúnaði, svo sem fartölvum, prenturum, ljósritunarvélum, prentvélum og ýmsum tengdum rekstrarvörum. Einnig starfar þar sérhæfð deild sem veitir þjónustu á sviði hljóð- og myndlausna. Kjarnalausnir hafa styrkt stöðu sína í sölu á netþjónum og geymslulausnum frá IBM ásamt því að veita þjónustu við umræddan búnað. Kjarnalausnir eru einnig í forystu í sölu og þjónustu á IP símatækni, bæði frá Avaya og Cisco. Veruleg aukning var í rekstrar- og hýsingarþjónustu undir merkjum Umsjár og í sölu sérhæfðs IBM hugbúnaðar. Talsverðar breytingar voru gerðar hjá ParX ehf., dótturfélagi Nýherja, á árinu. ParX flutti starfsemi sína í höfuðstöðvar Nýherja, Borgartúni 37, og fór í gegnum ítarlega stefnumótunarvinnu sem fól í sér nýjar áherslur. Starfsemi ParX, auk dótturfélaganna Klaks ehf. og SimDex ehf., svo og hlutdeildarfélagsins AGR ehf., hefur þróast með jákvæðum hætti á árinu og eru horfur vænlegar um margt í starfsemi þeirra. Þórður Sverrisson, forstjóri Nýherja. 3

4 Af rekstri 2005 Rekstur Nýherja var á flestum sviðum mjög jákvæður og framlegð yfir áætlun. Allnokkuð tap varð hins vegar af afmörkuðum starfsþáttum auk þess sem gerð er varúðarfærsla vegna ágreinings um samningsákvæði í umfangsmiklu þjónustu- og ráðgjafarverkefni sem félagið hefur unnið að. Sú upphæð sem ágreiningur er um er ekki tekjufærð í uppgjörinu sem veldur því að heildarafkoma félagsins er undir væntingum. Markaður fyrir vörur og þjónustu félagsins er góður og með þeim breytingum sem gerðar hafa verið á innra skipulagi, stofnun dótturfélaga og sókn á erlenda markaði er staða félagsins sterk og horfur ágætar fyrir komandi ár. Afkoma og efnahagur Tekjur Nýherja á árinu 2005 voru milljónir miðað við milljónir á árinu 2004 og var því vöxtur tekna á milli áranna um 15%. Nýherji skilaði 76,5 milljónum í hagnað eftir skatta á árinu 2005 samanborið við 49,8 milljónir árið áður. Hagnaður samstæðunnar fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir EBITDA var 232,7 milljónir var árið áður 268,7 milljónir. Hlutfall EBITDA af veltu var 3,7% á árinu 2005 en var 4,9% árið áður. Meðalfjöldi stöðugilda hjá samstæðunni var 292 yfir árið í heild samanborið við 264 árið áður. Heildarstarfsmannafjöldi í árslok var 337. Tekjur af seldum vörum og tengdri þjónustu voru milljónir á meðan tekjur af hugbúnaði, tengdri þjónustu og ráðgjöf voru milljónir sem nemur um fjórðungi af veltu félagsins og verður það hlutfall umtalsvert hærra á árinu 2006 með rekstri AppliCon fyrirtækjanna allt árið. Aðalfundur Aðalfundur Nýherja fyrir starfsárið 2004 var haldinn í ráðstefnusal félagsins þann 28. janúar Þar gerði formaður grein fyrir starfsemi félagsins á árinu 2004 og forstjóri skýrði ársreikning félagsins sem samþykktur var samhljóða. Þá voru samþykktar tillögur um breytingar á samþykktum félagsins, auk heimildar stjórnar til kaupa á eigin hlutafé. Í stjórn Nýherja voru á fundinum kjörnir Benedikt Jóhannesson, formaður, Árni Vilhjálmsson, varaformaður, og Hannes Guðmundsson, meðstjórnandi. Í varastjórn Guðmundur Jóhann Jónsson og Örn D. Jónsson. febrúarmánuði sagði Hannes Guðmundsson sig frá stjórnarsetu og tók Guðmundur Jóhann Jónsson sæti meðstjórnanda. Í 4

5 Ársskýrsla Nýherja 2005 Sölusvið Traustari tengsl við viðskiptavini Stofnað var Sölusvið Nýherja í kjölfar skipulagsbreytinga í febrúar og er það ábyrgt fyrir viðskiptatengslum og sölu til viðskiptavina. Markmið með stofnun Sölusviðs er að veita viðskiptavinum félagsins einn megin aðgang að vörum og þjónustu Nýherja. Söluráðgjöf hefur þannig orðið markvissari, samhliða því að tengsl við viðskiptavini og þekking á þörfum þeirra hefur styrkst enn frekar. Sviðið er skipað viðskiptastjórum og söluráðgjöfum með breiða þekkingu á vörum og þjónustu Nýherja, auk þess sem þjónustuver fyrirtækisins sinnir símsvörun, þjónustubeiðnum o.fl. Þessum breytingum hefur verið vel tekið af viðskiptavinum eins og fram kom í þjónustukönnun sem gerð var á meðal þeirra. Sterk liðsheild Viðskiptastjórar Nýherja eru ábyrgir fyrir þjónustu við stærstu viðskiptavini félagsins. Með viðskiptastýringunni geta viðskiptavinir gengið að því vísu að einn aðili hjá Nýherja hafi yfirsýn yfir öll þeirra viðskipti og geti leyst úr þeim viðfangsefnum sem kunna að koma upp í samskiptum félaganna. Viðskiptastjórarnir eiga því að tryggja að viðskiptavinir Nýherja fái framúrskarandi þjónustu og heildaryfirsýn yfir lausnir fyrirtækisins. Söluráðgjafar Nýherja eru ábyrgir fyrir sölu til meðalstórra og minni viðskiptavina, jafnframt því að annast sölu til stærri viðskiptavina. Sérstök áhersla hefur verið lögð á fræðslu söluráðgjafa með það að marki að þeir geti metið sem best þarfir viðskiptavina og boðið hagkvæmustu vörur og lausnir frá Nýherja. Þjónustuver Nýherja tekur á móti verkbeiðnum viðskiptavina, annast reikningagerð, verkstæðismóttöku og sér um símsvörun fyrir félagið. Við móttöku þjónustubeiðna er fylgt stöðluðum verkferlum, sem tryggja að allar nauðsynlegar upplýsingar séu skráðar og að öllum verkbeiðnum sé sinnt á tilsettum tíma. Mælingar sýna að þjónustuverið svarar um 98,7% af þeim tæplega 2500 símtölum sem berast til félagsins vikulega sem er með því allra besta sem gerist í slíkri þjónustu. Betri árangur með markvissari áherslu á markhópa Mikill vöxtur var í íslensku efnahagslífi árið 2005 og gekk sala til íslenskra fyrirtækja og stofnana vel á árinu. Algengara er að viðskiptavinir líti á upplýsingatæknilausnir sem lykilstoðir í framkvæmd stefnu þeirra sem hefur kallað á aukna fjárfestingu í umfangsmeiri lausnum. Vöxtur var í sölu til fjármála- og tryggingafyrirtækja á árinu, meðal annars í miðlægum búnaði og hugbúnaðarlausnum. Mikið var af uppsetningum á Intel netþjónum hjá þessum markhópum en IBM hefur talsvert tæknilegt forskot á því sviði, svo sem með Bricks og BladeCenter netþjónum. Góður árangur náðist hjá Landsbanka Íslands sem setti upp IBM Bricks netþjóna og VMware hugbúnað og hefur bankinn á nokkrum mánuðum náð að fækka um á annað hundrað netþjóna í sinni starfsemi. Bylgja Bára Bragadóttir, Sebastian Alexandersson og Ágúst Þór Gylfason eru söluráðgjafar hjá Nýherja. Öflugt íþróttafólk sem hefur myndað góð tengsl við viðskiptavini. 5

6 Kjarnalausnir Innkaup opinberra aðila, Kjarnalausnir s.s. stjórnsýslu- og heilbrigðisstofnana, voru umtalsverð en sérstök áhersla hefur verið lögð á að þjóna opinberum aðilum. Með sókn íslenskra fyrirtækja erlendis hafa þarfir þeirra breyst töluvert m.t.t. upplýsingatækni. Vöxtur fyrirtækjanna kallar á nýja hugsun og aðferðir við uppbyggingu miðlægs tölvuumhverfis þeirra og með dreifðari starfsemi þurfa fyrirtækin nýjar lausnir til að þjónusta fjarlægar starfsstöðvar og starfsmenn sem eru á ferðinni. Nýherji hefur mætt þessari þróun með aukinni áherslu á viðskiptastjórn og aðlagað þjónustu félagsins að breyttum aðstæðum. Tækniþekking sem stuðlar að betri lausnum fyrir viðskiptavini Kjarnalausnir Nýherja annast þjónustu og vörustjórn fyrir netþjóna, samskiptabúnað, gagnageymslulausnir, varaaflgjafa og hugbúnað ásamt því að bjóða hýsingu í gegnum Umsjá Nýherja. Hlutverk Kjarnalausna er að gera tæknilega innviði fyrirtækja hagkvæma og örugga í rekstri. Með nýrri tækni á sér stað stöðug breyting í rekstri innan fyrirtækja og stofnana. Aukin áhersla er lögð á einföldun miðlægs umhverfis sem skilar sér í lægri rekstrarkostnaði, auknu öryggi, bættri skilvirkni og meiri framleiðni starfsfólks. Innan Kjarnalausna starfa sérfræðingar sem búa yfir mikilli tækni- og sérfræðiþekkingu á vélbúnaði frá IBM, samskiptabúnaði frá Avaya og Cisco, Microsoft hugbúnaði, IBM hugbúnaði, APC varaaflgjöfum og á rekstri tölvukerfa. Þannig er Nýherji vel í stakk búinn að bjóða hagkvæmar lausnir og þjónustu sem aðlagaðar eru að þörfum viðskiptavina. Sterkari staða í Intel netþjónum Fjöldi viðskiptavina hefur á undanförnum misserum gjörbreytt tilhögun á miðlægum kerfum sínum fyrir tilstilli IBM BladeCenter og Brick sem eru netþjónar byggðir á Intel örgjörvum. Styrkur Nýherja á Intel netþjónamarkaðinum hefur aukist mjög síðastliðin ár, sér í lagi með tilkomu Blade og Bricks. Til marks um jákvæða reynslu viðskiptavina Nýherja fjallaði IBM um fyrirtækið CCP, framleiðanda tölvuleiksins EVE Online, í notkunardæmi sem er mikil viðurkenning, en CCP hefur náð góðum árangri í að byggja upp tölvukerfi fyrir leikinn. Vöxtur í UNIX netþjónum Á árinu var mikill vöxtur í UNIX netþjónum IBM, p5, en þeir eru búnir öflugustu 64-bita örgjörvunum. p5 netþjónar búa yfir miklum sveigjanleika og afköstum auk þess sem rekstraröryggi er með því besta sem þekkist. Fjöldi fyrirtækja og stofnana hér á landi eru með IBM i5 netþjóna í notkun en kostir þeirra eru meðal annars þeir að notendur geta látið mörg tölvukerfi vinna samtímis á einum netþjóni í rökdeildum LPAR. Ný högun í IBM gagnageymslulausnum IBM TotalStorage býður mismunandi gagnageymslulausnir sem henta fyrir tölvukerfi fyrirtækja af öllum stærðum og gerðum. Mörg af stærstu fyrirtækjum landsins hafa valið IBM gagnageymslulausnir til að tryggja fullkomna netvædda lausn, afburða gagnaöryggi og lækkun eignarhaldskostnaðar og því var verulegur vöxtur í sölu geymslulausna á árinu. 6

7 Ársskýrsla Nýherja 2005 Öryggi aukið með APC Til að efla öryggi upplýsingakerfa sinna hafa sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir valið APC InfraStruXure sem er skalanleg lausn fyrir tölvusali og -herbergi. Á árinu önnuðust sérfræðingar Nýherja uppsetningar, ráðgjöf og hönnun á vélarsölum nokkurra stærri fyrirtækja, í samstarfi við viðskiptavini og verkfræðistofur. Sífellt meiri áhersla á IP lausnir Áframhaldandi vöxtur var í IP lausnum en þær nýta tölvukerfi fyrirtækja fyrir öll símasamskipti og er því ekki lengur þörf á sérstökum leigulínum á milli starfsstöðva. Þannig er fyrirtækjum og stofnunum gert kleift að lækka kostnað, auka skilvirkni og bæta þjónustu gagnvart viðskiptavinum. Samstarfsaðilar Nýherja á þessu sviði eru Avaya og Cisco og getur fyrirtækið því betur mætt ólíkum þörfum viðskiptavina. Í upphafi árs unnu sérfræðingar Nýherja að uppsetningu þjónustuvers með samhæfðri símsvörun fyrir allar stofnanir Reykjavíkurborgar. Auk þess er unnið að innleiðingu Avaya IP samskiptalausnar fyrir skóla og borgarstofnanir. Jafnframt var undirritaður samningur við Össur um innleiðingu Avaya IP samskiptalausnar fyrir skrifstofur fyrirtækisins á Íslandi, Bandaríkjunum, Hollandi, Svíþjóð og Kanada og munu sérfræðingar Nýherja sjá um uppsetningu á öllum þessum stöðum. Forskot með samvinnulausnum Vöxtur á sviði IP kerfa hefur ýtt af stað áhuga á meðal fyrirtækja að innleiða svokallaðar samvinnulausnir business collaboration solutions. Samvinnulausnir hjálpa viðskiptavinum að gera kerfin sem þeir reiða sig á aðgengileg á þann hátt sem hentar hverjum og einum notanda. Þannig er fyrirtækjum og stofnunum gert kleift að ná fram hagræðingu með skilvirkum innri og ytri verkferlum til að skapa ný tækifæri hjá viðskiptavinum, birgjum, samstarfsaðilum og starfsmönnum. Hagkvæmt er að tengja ýmsan ólíkan búnað við IP símkerfi, s.s. fjarfundarbúnað, hugbúnaðarsíma - softphone og þjónustuver, og skapa þannig samvinnulausnir. Samþáttun Microsoft við önnur kerfi Nýherji er sölu- og þjónustuaðili Microsoft hugbúnaðar og hefur á að skipa á annan tug sérfræðinga á því sviði. Helstu verkefni á árinu fólust í samþáttun Microsoft hugbúnaðar við önnur kerfi en á því sviði stendur Nýherji afar vel, meðal annars vegna samstarfs við AppliCon, dótturfélag fyrirtækisins, sem hefur einnig á að skipa sterkum Microsoft ráðgjöfum. Áhugi fyrirtækja á Microsoft leigusamningum hefur aukist ár frá ári en þar er um að ræða hagkvæma samninga sem ná til allra tölva hjá viðkomandi aðila. Góður árangur í rekstrarþjónustu Umsjá Nýherja er sú deild sem annast hýsingar- og rekstrarþjónustu fyrir fyrirtæki. Starfsemi Umsjár fór verulega fram úr áætlun. Nýjar áherslur í þjónustu þar sem Umsjá sér um alla þætti tölvumála hjá fyrirtækjum skiluðu sér í fjölda nýrra viðskiptavina. Má nefna Listasafn Íslands og Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi sem létu rekstur upplýsingakerfa sinna alfarið í hendur Nýherja, bæði útstöðvar og miðlægan rekstur. Í báðum tilfellum var einnig um að ræða endurnýjun á útstöðvum. Áhersla á sértækar þjónustulausnir, s.s. fjarafritun, gekk enn fremur vel á árinu. Veltufé og handbært fé frá rekstri Working capital and net cash provided by (used in) operating activitie s í milljónum króna Veltufé frá rekstri Handbært fé frá (til) rekstrar 7

8 Notendalausnir Notendalausnir Tæknibúnaður fyrir kröfuharða notendur Notendalausnir Nýherja annast markaðssetningu, vörustýringu og þjónustu fyrir PC tölvur, prentara, rekstrarvörur, stafrænar myndavélar, hljóð- og myndlausnir, prentsmiðjulausnir o.fl. Fjölbreyttari og sterkari vörulína í PC búnaði PC tölvusala hjá Nýherja var mjög góð á árinu og varð veruleg aukning í einingafjölda á milli ára. ThinkPad fartölvur hafa ávallt verið með söluhæstu fartölvumerkjum á íslenska markaðinum og var þetta ár engin undantekning. ThinkCentre borðtölvur hafa einnig verið í sókn og aldrei selst jafn vel. Kaup kínverska tölvufyrirtækisins Lenovo á tölvuframleiðslu IBM í byrjun árs hafa breikkað vörulínuna sem skapa mun ný sóknarfæri í framtíðinni. Til marks um styrk ThinkPad fartölva hafa þær hlotið fjölda verðlauna, meðal annars fyrir áreiðanleika, þjónustu og ánægju notenda. Aukið samstarf við Canon Nýherji hefur verið samstarfsaðili Canon frá árinu Í lok ársins var gert samkomulag við fyrirtækið um að Nýherji taki að sér umboð og dreifingu á öllum vörum Canon hér á landi. Því mun Nýherji frá fyrri hluta ársins 2006 einnig annast innflutning, sölu og dreifingu á myndbandsupptökuvélum, myndavélum og linsum til fagaðila. Markaðshlutdeild Canon stafrænna myndavéla, bleksprautuprentara og fjölnota tækja hér á landi hefur vaxið stórlega undanfarin misseri, sem rekja má til þeirrar framþróunar sem Canon býr yfir í þróun búnaðar á sviði mynd- og prentlausna og markvissrar markaðssetningar Canon og Nýherja. Hlutdeild Canon teikningaprentara á íslenska markaðinum styrktist einnig á árinu. Nýherji státar af einu besta tölvuverkstæði landsins og er lögð mikil áhersla á að innan þess starfi ávallt fremstu sérfræðingar landsins á þessu sviði. Á þriðja tug sérfræðinga annast viðgerðir á þeim notendabúnaði sem fyrirtækið býður en þeir hafa hlotið fjölda vottana frá helstu samstarfsaðilum, s.s. IBM, Lenovo, Microsoft, Canon og Lexmark. Góð sala í prentsmiðjulausnum Sala á prentvélum og tengdum búnaði frá Heidelberg, Polar og fleiri samstarfsaðilum hefur þróast með mjög jákvæðum hætti á liðnum misserum. Umtalsverður innflutningur var á stærri tækjum á árinu og hefur sala á rekstrarvörum til prentiðnaðarins aukist ár frá ári og er að verða ríkur þáttur í starfsemi deildarinnar sem og ýmis tækniþjónusta. Sérhæfð þekking í hljóð- og myndlausnum Kröfur viðskiptavina um einfaldleika í hljóð- og myndlausnum hafa vaxið mikið undanfarin misseri. Nýherji er afar vel í stakk búinn til að mæta þessum kröfum í krafti þekkingar og reynslu starfsmanna fyrirtækisins og með samstarfi við marga af fremstu framleiðendum heims á sviði hljóð- og myndlausna, s.s. Sony, Crestron, Bose o.fl. Unnið hefur verið markvisst að því að styrkja deildina í að bjóða heildarlausnir í hljóð- og myndlausnum fyrir ráðstefnu- og fundarsali, fundarherbergi og skólastofur, þar sem Crestron stjórnbúnaður gegnir lykil hlutverki í samþáttun búnaðar frá ýmsum framleiðendum. Að auki var sala og þjónusta á búnaði fyrir kvikmynda- og ljósvakafyrirtæki efld enn frekar á árinu. Þorvaldur Einarsson, verkfræðingur, Sævar Haukdal, vörustjóri, og Jón Sigurðsson, sölustjóri, eru hluti af sterku sérfræðiteymi á sviði hljóð- og myndlausna. Þeir hafa m.a. komið að margmiðlunarverkefnum hjá Landsbankanum í London, verslunum Símans og fréttastöðinni NFS. 8

9 Ársskýrsla Nýherja 2005 Stoðdeildir Starfsmenn deildarinnar unnu að fjölbreyttum verkefnum á árinu, meðal annars hönnun og uppsetningu á hljóðog myndlausnum í fundarsali og móttökurými tveggja fjármálastofnana í London. Sala á kvikmynda- og ljósvakabúnaði jókst einnig umtalsvert en miklar breytingar og gróska einkenndu þann geira, svo sem með stofnun fréttastöðvarinnar NFS og vexti SkjásEins. Samhliða aukinni sölu á glæsilegum flatskjáum og hljómkerfum til heimila hér á landi hefur áhugi á Crestron stjórnbúnaði á þeim markaði aukist en þannig geta einstaklingar með einni fjarstýringu stjórnað hljóð- og myndlausnum heimilisins, auk ljósastýringum, öryggiskerfum, hita o.s.frv. Töluverð aukning varð á umsvifum Tækjaleigu Nýherja og var þar fengist við margvísleg verkefni, allt frá leigu á búnaði fyrir litla fundi og samkvæmi, upp í leigu og tækniþjónustu fyrir stærstu viðburði og árshátíðir fyrirtækja og stofnana. Sigurður H. Ólafsson og Helgi Magnússon búa yfir mikilli sérfræðiþekkingu á gagnageymslulausnum og netþjónum frá IBM. Þeir, ásamt Sigrúnu Hörpu Hafsteinsdóttur, viðskiptastjóra, mynda saman kröftugt ráðgjafarteymi á sviði miðlægra lausna fyrir meðalstóra og stærri viðskiptavini. Alls eru þrjár stoðdeildir innan Nýherja, fjármáladeild, markaðsdeild og starfsmannaþjónusta, sem gegna mikilvægu hlutverki í að styðja við kjarnastarfsemi fyrirtækisins. Nýherji fremstur í fjárfestatengslum Nýherji leggur áherslu á skjóta, samræmda og vandaða upplýsingagjöf til fjárfesta í ársfjórðungslegum uppgjörum en á árinu 2005 voru þau kynnt 21. janúar, 22. apríl, 30. júní og 21. október. Einnig veitir félagið tíðar upplýsingar um almenna starfsemi og stærri samninga með fréttatilkynningum til fjölmiðla og fjármálafyrirtækja. Félagið vill þannig vera í fremstu röð varðandi upplýsingagjöf til fjárfesta og hefur í nokkur ár hlotið tilnefningu IR Magazine til verðlauna fyrir góð fjárfestatengsl og var veitt sú viðurkenning árið Kröftugri starfsmannastefna Á árinu var unnið með kröftugum hætti að því að efla starfsmannamál innan Nýherja. Í hlutverki fyrirtækisins skipar þekking starfsfólks höfuðsess og eru starfsmenn Nýherja og velferð þeirra því þungamiðja þess að fyrirtækið dafni og þroskist. Starfsmenn Nýherja sækja á hverju ári á annað hundrað námskeið, ráðstefnur, fundi og aðra menntun, bæði hérlendis sem erlendis, til eflingar á þekkingu sinni. Til að koma betur til móts við óskir starfsmanna um almenna menntun og þjálfun var gefin út fræðsludagskrá, unnin upp úr þarfagreiningu sem gerð var um vorið. 9

10 Stoðdeildir Meðalfjöldi stöðugilda hjá Nýherja og dótturfélögum var 292 árið 2005 sem er 28 fleiri en árið á undan. Í árslok voru stöðugildi 323 og heildarstarfsmannafjöldi 337. Starfsmannafjöldi hjá Nýherja, móðurfélaginu, í árslok var 201. Andinn efldur Á árinu var svokallað Hrafnaþing sett á laggirnar, en þá buðu deildir innan Nýherja öðrum starfsmönnum í heimsókn þar sem markmiðið var að auka nálægð, samvinnu og skilning starfsmanna á starfi og umhverfi hvers annars. Jafnframt var efnt til ýmissa annarra viðburða til að efla starfsandann. Árshátíð Nýherja var haldin í febrúar á Hótel Sögu og í september fór hið árlega Stefnumót fram í Listasafni Reykjavíkur Hafnarhúsinu. Starfsmannafélagið stóð jafnframt fyrir ýmsum viðburðum á árinu, meðal annars vorferð í Skorradal, bíóferð og jólaskemmtun fyrir fjölskyldur starfsmanna. Þekkingarfyrirtækið Nýherji Nýherji efldi enn frekar markaðs- og kynningarstarf fyrirtækisins á árinu þar sem lögð var áhersla á samræmdar aðgerðir sem skerptu ímynd félagsins sem þekkingarfyrirtæki. Þjónustukönnun Nýherja var framkvæmd í maí sem sýndi að viðskiptavinir Nýherja eru ánægðir með þjónustu félagsins. Samkvæmt könnuninni hefur ímynd félagsins einnig styrkst, einkum í samanburði við önnur upplýsingatæknifyrirtæki. Nýherji stendur á hverju ári fyrir fjölda ráðstefna og kynninga, bæði stórum og smáum, auk þess að taka þátt í sameiginlegum viðburðum. Í mars stóð fyrirtækið fyrir ráðstefnunni,,í takt við framtíðina með IP samskiptum sem haldin var á Nordica hóteli og var þar fjallað um hvernig breytingar á samskiptamarkaðinum koma til með að hafa áhrif á rekstur fyrirtækja og stofnana. Á árinu tók Nýherji fyrstu markvissu skrefin í að markaðssetja og selja sérfræðiþekkingu sína á sviði SAP viðskiptahugbúnaðar til fyrirtækja á Norðurlöndum og víðar í Evrópu er fyrirtækið tók þátt í SAPPHIRE 05 ráðstefnunni, sem haldin var í Kaupmannahöfn dagana apríl. Þátttaka Nýherja tókst með miklum ágætum en um sjö þúsund manns sóttu ráðstefnuna. Haustráðstefna Nýherja var haldin í Smárabíói 23. september. Þar fluttu háttsettir fulltrúar erlendra samstarfsaðila og viðskiptavina fyrirlestra, þar á meðal Enzo Greco, framkvæmdastjóri á sviði hugbúnaðar hjá IBM, Per Andersen, framkvæmdastjóri IDC á Norðurlöndunum, og Roger Jones, framkvæmdastjóri tæknisölu hjá Avaya í Evrópu. Í september tók Nýherji í fyrsta sinn þátt í Sjávarútvegssýningunni þar sem megin áhersla var lögð á SAP viðskiptahugbúnað og hljóð- og myndlausnir fyrir sjávarútveginn. Þá stóð AppliCon ehf. fyrir ráðstefnunni,,frá áskorun til ávinnings en þar fjölluðu fulltrúar frá SAP viðskiptavinum, Samskipum, Kaupþing banka og Samherja, um þær áskoranir sem fyrirtæki standa frammi fyrir við innleiðingu hugbúnaðarkerfa, samhliða fjölgun starfsstöðva um víða veröld og samþættingu nýrra eininga við kjarna fyrirtækisins. Eigið fé Equity 1500 í milljónum króna

11 Ársskýrsla Nýherja 2005 Dótturfélög ParX ehf. Viðskiptaráðgjöf IBM ParX er leiðandi ráðgjafar- og rannsóknafyrirtæki sem vinnur með viðskiptavinum sínum að því að hámarka árangur þeirra og verðmætasköpun. Viðskiptavinir ParX eru fyrirtæki, stofnanir, ráðuneyti, sveitarfélög og félagasamtök. Starfsemi ParX er skipulögð eftir þekkingarsviðum, þ.e. stefnumótun og stjórnun, fjármál, mannauðsmál, stjórnsýsla, markaðsmál og stjórnun viðskiptatengsla. Það er styrkur ParX að geta boðið viðskiptavinum sínum lausnir sem samtvinna þekkingu ólíkra fagsviða. Áherslubreytingar hjá ParX Starfsemi ParX tók talsverðum breytingum á árinu þar sem farið var í gegnum ítarlega stefnumótunarvinnu og nýjar áherslur skilgreindar fyrir starfsemina. Í kjölfar stefnumótunar voru gerðar breytingar á stjórnun fyrirtækisins sem fela meðal annars í sér að starf framkvæmdastjóra er skilgreint sem verkefni til ákveðins tíma sem falið er einhverjum af reyndustu ráðgjöfum fyrirtækisins. Víðtæk þekking starfsfólks Hjá ParX starfa um 20 sérfræðingar sem hafa ólíkan bakgrunn, hvort sem litið er til náms eða starfsreynslu. Þeir búa yfir víðtækri þekkingu og reynslu sem kemur viðskiptavinum ParX til góða þegar leitað er að því hvernig best má takast að leysa viðfangsefnin. Lögð er rík áhersla á að þróa nýjar lausnir fyrir viðskiptavini og að skapa góð tengsl við samstarfsaðila til þekkingaröflunar og þróunar þekkingar. Öflugir erlendir samstarfsaðilar ParX er IBM Business Partner og vinnur náið með IBM Business Consulting Services. ParX hefur byggt upp öflugt net erlendra samstarfsaðila eins og CCL - Center for Creative Leadership - á sviði mannauðsstjórnunar. Á meðal annarra samstarfsaðila ParX eru Economist Intelligence Unit, Gfk, Valcon og Standard & Poors. Fjölbreytt og vönduð ráðgjöf Ráðgjafar ParX unnu að fjölbreyttum verkefnum á árinu. Má nefna mat á viðskiptaáætlunum bjóðenda í Tónlistarhús, stöðumat, framtíðarsýn og fjárhagsáætlun vegna rafrænnar sjúkraskrár fyrir heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti, verkefni með Marel á sviði liðsheildar og umbóta í framleiðslu, vinnustaðagreining með dótturfélögum FL Group, heildarúttekt á vörumerki Icelandair, stefnumótun Jarðborana og undirbúning að stofnun sölufyrirtækis Landsvirkjunar, Orkubús Vestfjarða og RARIK. Ráðgjafar ParX búa yfir fjölbreyttri menntun og reynslu úr atvinnulífinu. Á meðal þeirra eru Heiður Agnes Björnsdóttir sem leiðir markaðsráðgjöf og rannsóknir, Magnús Guðmundsson, fjármálaráðgjafi, Þorsteinn Þorsteinsson, framkvæmdastjóri, og Jón Emil Sigurgeirsson, mannauðsráðgjafi. 11

12 Dótturfélög AppliCon Nýtt dótturfélag Nýherja með starfsemi á Íslandi og í Danmörku Nýherji gerði á árinu samning um kaup á öllu hlutafé danska fyrirtækisins AppliCon A/S sem er sérhæft í ráðgjöf og innleiðingum á SAP hugbúnaði. Samhliða kaupum Nýherja á AppliCon A/S var stofnað sérstakt félag um starfsemi Hugbúnaðarlausna Nýherja undir nafninu AppliCon ehf. Starfsmenn þess fyrirtækis eru um 60 talsins. Jafnframt var stofnað sérstakt eignarhaldsfélag, AppliCon Holding ehf., sem starfsemin í Danmörku og á Íslandi fellur undir. Sameiginlega hefur AppliCon á að skipa um 110 ráðgjöfum með breiða þekkingu á SAP og Microsoft hugbúnaðarlausnum og er fyrirtækið í hópi stærri SAP ráðgjafarhúsa á Norðurlöndum. Með þessu skapast tækifæri til að samnýta og víkka út þekkingu fyrir viðskiptavini félaganna, ásamt því að selja lausnir sem fyrirtækin hafa þróað og geta nú selt á stærri markaði. Víðtæk þekking starfsfólks Styrkur AppliCon felst í miklum mannauði þar sem öflugir ráðgjafar fyrirtækisins hafa víðtæka menntun, fjölbreytta reynslu úr atvinnulífinu og mikla þekkingu af því að nýta upplýsingatækni til að leysa þarfir kröfuharðra viðskiptavina á flestum sviðum atvinnulífsins. Ráðgjafar AppliCon hafa sótt fjölmörg námskeið á vegum SAP og Microsoft erlendis og aflað sér góðrar menntunar til að geta nýtt kosti SAP og Microsoft viðskiptalausna til fulls. AppliCon ehf. Við stofnun AppliCon ehf. tók nýtt skipurit gildi er byggir á fjórum sviðum sem eru ábyrg fyrir mismunandi viðskiptalausnahópum frá SAP, en þau eru bankalausnir, fjármálalausnir, mannauðslausnir og vörustjórnunarlausnir. Fimm einingar styðja þessi svið, þ.e. SAP tæknihópur, Microsoft tæknihópur, þróunarstjórn og viðskiptastjórn ásamt þjónustu og skrifstofuhaldi. Áherslur í Microsoft hugbúnaði snúa helst að stjórnun viðskiptatengsla, viðskiptagreind, upplýsingagáttum, samþættingu upplýsingakerfa og þróun sérlausna. Traustur grunnur AppliCon ehf. byggir rekstur sinn á traustum grunni forvera síns, en reksturinn var áður undir merkjum Hugbúnaðarlausna Nýherja. Á liðnum árum hafa þar verið þróaðar fjölmargar lausnir í hinu öfluga SAP umhverfi með það að markmiði að einfalda innleiðingar og skila viðskiptavinum ávinningi af nýjum upplýsingatæknilausnum eins hratt og kostur er. Fjárfest í upplýsingatækni Innleiðing á SAP fjárhagskerfi fyrir Samskip hófst í ágústmánuði og fyrsti áfangi innleiðingar, uppsetning á fjárhagslausn og tengdum kerfum fyrir íslensk fyrirtæki Fremstu fyrirtæki landsins hafa treyst á sérfræðiþekkingu AppliCon á sviði viðskiptahugbúnaðar til að uppfylla sínar flóknustu þarfir. Ingimar G. Bjarnason, hópstjóri SAP bankalausna, og Arna S. Guðmundsdóttir, hópstjóri SAP mannauðslausna, eru hluti af sterkri liðsheild sem starfar náið með viðskiptavinum við innleiðingu og þjónustu SAP lausna. 12

13 Ársskýrsla Nýherja 2005 samsteypunnar, var gangsettur í lok árs. Á meðal annarra verkefna sem ráðgjafar AppliCon unnu að á árinu má nefna innleiðingu bankalausnar hjá Kaupþing banka í Svíþjóð, Finnlandi og á Íslandi, lánalausnar fyrir Komplett A/S í Noregi, flutningalausnar hjá Eimskip og sjávarútvegslausnar hjá Skinney-Þinganesi. Á árinu 2006 verður áfram unnið að fjölmörgum verkefnum sem tengjast fyrri innleiðingum á vegum AppliCon með það að markmiði að nýta enn betur fjárfestingar viðskiptavina í upplýsingatækni. AppliCon A/S Í september undirritaði Nýherji samninga um kaup á öllu hlutafé danska SAP ráðgjafarfyrirtækisins AppliCon A/S og tók yfir starfsemi þess 1. október. AppliCon A/S var stofnað árið 1998 og hefur á að skipa sterkum stjórnendum og um 60 mjög reyndum SAP ráðgjöfum, sem eru í fremstu röð á danska markaðinum. Rekstur AppliCon A/S gekk vel á árinu. Aðalskrifstofa AppliCon A/S er á Fredriksberg í Kaupmannahöfn en fyrirtækið er einnig með skrifstofu á Jótlandi. Viðburðarríkt ár í SAP mannauðs- og launalausnum Árið 2005 var viðburðarríkt á sviði innleiðinga SAP mannauðs- og launalausna. Alls fær um 15% af vinnuafli þjóðarinnar greidd laun í gegnum SAP Laun og mun sú tala hækka á komandi misserum þar sem fjöldi fyrirtækja og stofnana gerðu samning við AppliCon á árinu um innleiðingu á SAP HR og Laun. Öflugir Microsoft hugbúnaðarsérfræðingar Á síðustu árum hefur verið unnið markvisst að uppbyggingu þekkingar á sviði Microsoft hugbúnaðar og stendur AppliCon vel að vígi á því sviði. Mikil áhersla hefur verið lögð á stjórnun viðskiptatengsla með Microsoft CRM og í upphafi ársins hófst innleiðing á þeim hugbúnaði hjá sölusviði Orkuveitu Reykjavíkur. Þá unnu sérfræðingar AppliCon að umfangsmikilli innleiðingu Microsoft lausna hjá MS sem mun halda áfram á árinu Árið 2004 útnefndi danska tímaritið Computerworld AppliCon A/S hæfasta fyrirtækið á sviði innleiðinga upplýsingakerfa. AppliCon A/S hefur verið í örum vexti og skilað hagnaði frá upphafi. Fyrirtækið vinnur nú að uppsetningu SAP hugbúnaðar hjá ýmsum stórum dönskum fyrirtækjum, meðal annars Post Danmark og Arla Foods. Í lok ársins var lokið við innleiðingu á fjárhagskerfi hjá Scandinavian Tobacco Company sem gekk afar vel en samningar voru undirritaðir í mars AppliCon A/S hefur lagt ríka áherslu á að vera fremst í flokki þjónustuaðila í Danmörku á sviði SAP með því að takast á við umfangsmikil verkefni með nýrri tækni. Á árinu var lögð áhersla á að styrkja samkeppnisstöðu fyrirtækisins á sviði SAP vefgátta, fjármála, vörustjórnunar og verkefnastjórnunar. Einnig voru nýjar lausnir þróaðar og markaðssettar í Danmörku, s.s. SAP Service Provider lausn og Portal Workflow Screens fyrir WMD lausnir. Guðmann S. Magnússon er tæknimaður á sviði fartölva. Tölvugrúskari fram í fingurgóma sem annast m.a. notendaþjónustu fyrir stærri viðskiptavini Nýherja. 13

14 Dótturfélög Klak ehf. Rekstur Klaks nýsköpunarmiðstöðvar gekk ágætlega á árinu. Að jafnaði voru átta fyrirtæki með aðstöðu hjá félaginu, en tvö fyrirtæki fluttu út af setrinu og tvö ný komu inn í staðinn. Klak seldi eignarhlut sinn í iplús á árinu sem sameinað var Birtu. Á næsta ári mun Klak nýsköpunarmiðstöð halda áfram að vinna að uppbyggingu Sprotaþings Íslands og tengdrar starfsemi auk þess sem aukin áhersla verður lögð á nýsköpunarverkefni í starfandi fyrirtækjum. Áfram var unnið að rannsóknarverkefnum í samvinnu við evrópska aðila og innlenda háskóla. Þó einkenndist árið af uppbyggingu á Sprotaþingi Íslands - Seed Forum Iceland en árið 2005 var fyrsta heila starfsár félagsins. Sprotaþing Íslands var stofnað af Klaki nýsköpunarmiðstöð og Samtökum sprotafyrirtækja en Klak er rekstraraðili félagsins á Íslandi. Sprotaþing Íslands stóð fyrir tveimur viðburðum og vel heppnuðum fjárfestaþingum í Reykjavík þar sem samtals 18 sprotafyrirtæki, innlend og erlend, tóku þátt og kynntu viðskiptahugmyndir sínar fyrir fjárfestum. Á árinu gerði Sprotaþing Íslands samstarfssamninga við Kauphöll Íslands og Viðskiptaráð. Kauphöll Íslands kynnti nýjan hlutabréfamarkað, isec, fyrir lítil og meðalstór hlutafélög og munu sprotafyrirtæki sem taka þátt í Seed Forum skipa þar sérstakan sess. Víðtækur stuðningur var við starfsemi Sprotaþings Íslands en auk fyrrgreindra aðila var félagið stutt af ýmsum aðilum er koma að nýsköpunarumhverfi á Íslandi, s.s. Rannís, Iðntæknistofnun, iðnaðar- og viðskiptaráðuneytinu, Útflutningsráði, Háskólanum í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landsbanka Íslands, Íslandsbanka, Brú, FSP, Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins, ParX, Reykjavíkurborg, UK Trade & Investment og Icelandair. Í framhaldi af þingum í Reykjavík voru sambærileg Seed Forum fjárfestaþing haldin í London, New York, Osló, Stokkhólmi og Moskvu. Gert er ráð fyrir að umfang og rekstur Sprotaþings Íslands aukist á næsta ári. SimDex ehf. Farsímafyrirtæki í heiminum eru að breyta fyrirkomulagi varðandi sölu og dreifingu á forgreiddri GSM þjónustu og er stefna SimDex að geta boðið upp á slíka rafræna þjónustu, sem skapar mikið hagræði fyrir viðskiptavini. SimDex lagði megináherslu á markaðssetningu erlendis á árinu, en markmiðið er að vera leiðandi fyrirtæki á Norðurlöndum í að bjóða rafræna þjónustu í tengslum við sölu og dreifingu á forgreiddri GSM þjónustu. Starfsemi SimDex jókst talsvert á árinu, en í lok árs voru um 900 verslanir í Danmörku að nýta sér þjónustu SimDex miðað við 300 í upphafi ársins. Á árinu var lagður grunnur að því að styrkja innviði félagsins með því að endurhanna og treysta tækni- og viðskiptaferla til að geta mætt frekari stækkun á komandi árum. Rekstrarafkoma SimDex var neikvæð á árinu sem má að mestu rekja til þróunar-, sölu- og markaðsskostnaðar. Meðalfjöldi stöðugilda Average number of FTE

15 Ársskýrsla Nýherja 2005 Markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki í sókn Í ársbyrjun var kynnt nýtt hlutverk Nýherja sem er að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina." Starfsmenn Nýherja eru meginstoð fyrir velgengni félagsins og leggja Nýherji og dótturfélög tugi milljóna árlega í þátttöku starfsmanna í námskeiðum og ráðstefnum til að auka þekkingu þeirra. Þannig stefnir Nýherji að því að verða markaðsdrifið þekkingarfyrirtæki sem veitir viðskiptavinum meiri viðskiptalegan ávinning með betri lausnum. Útivistarmaðurinn Jón Kristinn Jensson, viðskiptastjóri, hefur verið í upplýsingatæknigeiranum í yfir 25 ár og sérhæfir sig í UT lausnum fyrir opinbera aðila og stærri fyrirtæki. 15

16 ÁRSREIKNINGUR Glímukóngurinn Pétur Eyþórsson er handhafi Grettisbeltisins og er á meðal fremstu sérfræðinga á sviði IBM Tivoli Storage lausna. Hann hefur m.a. skrifað handbók fyrir IBM um gagnageymslulausnir og haldið fyrirlestur í Oxford University fyrir 200 helstu sérfræðinga heims á sviði Tivoli Storage.

17 Ársskýrsla Nýherja 2005 Fimm ára yfirlit Samstæða Rekstur í milljónum króna Seldar vörur og þjónusta Vörunotkun og kostnaður við selda þjónustu Vergur hagnaður Aðrar tekjur Laun og launatengd gjöld Annar rekstrarkostnaður Afskriftir Virðisrýrnun viðskiptavildar Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og (fjármagnsgjöld) Áhrif dótturfélaga & hlutdeildarfélaga Hagnaður (tap) fyrir skatta Skattar Hagnaður (tap) ársins Veltufé (til) frá rekstri Efnahagur í milljónum króna Fastafjármunir Veltufjármunir Tekjuskattsskuldbinding Langtímaskuldir Skammtímaskuldir Eigið fé Heildareignir Lykiltölur Arðsemi eigin fjár ,2% 4,1% 5,5% 8,8% -9,9% Hagnaður sem hlutfall af rekstrartekjum ,2% 0,9% 1,5% 2,4% -1,3% Laun sem hlutfall af rekstrartekjum ,0% 25,8% 26,5% 25,0% 26,1% Annar rekstrarkostnaður sem hlutfall af rekstrartekjum ,3% 8,2% 7,3% 7,5% 8,0% Veltufjárhlutfall ,22 1,77 2,00 2,25 1,47 Eiginfjárhlutfall ,35 0,44 0,46 0,52 0,49 Meðalfjöldi stöðugilda Gengi hlutabréfa í árslok ,8 10,2 8,8 8,3 5 Arður ,0% 15,0% 10,0% 13,0% 10,0% 17

18 Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla. Ársreikningar félagsins á undanförnum árum hafa verið gerðir í samræmi við lög um ársreikninga og íslenskar reikningsskilavenjur. Heildaráhrif breyttra reglna á eigin fé félagsins eru þau að bókfært eigið fé í ársbyrjun 2005 lækkar um 46 millj. kr. eða úr millj. kr. í millj. kr. Áhrif breyttra reglna á hagnað ársins 2004, sem nam 91 millj. kr. samkvæmt íslenskum reikningsskilareglum, eru þau að hagnaðurinn lækkar í 50 millj. kr., einkum vegna gjaldfærslu virðisrýrnunar viðskiptavildar. Í skýringum reikningsins er gerð nánari grein fyrir þeim áhrifum sem upptaka staðlanna hefur á reikningsskil félagsins. Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning Nýherja hf. og dótturfélaga, sem voru fjögur í árslok Þrjú dótturfélög eru í eigu dótturfélaga félagsins, þannig að í samstæðunni eru átta félög. Félagið gerði þann 3. október síðastliðinn samning um kaup á öllu hlutafé danska ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins AppliCon A/S. Kaupverðið var að hluta greitt með handbæru fé og að hluta með útgáfu nýrra hluta í Nýherja hf. Endanlegt kaupverð félagsins ræðst af rekstrarárangri AppliCon A/S á árinu Félagið varð hluti af Nýherja-samstæðunni frá 1. október Samkvæmt rekstrarreikningi nam hagnaður af rekstri félagsins 76 millj. kr. Tekjur samstæðunnar af seldum vörum og þjónustu námu millj. kr. á árinu. Í ársreikninginn eru ekki færðar 185 millj. kr. tekjur vegna ágreinings um samningsákvæði í umfangsmiklu verkefni við innleiðingu hugbúnaðar, sem félagið hefur unnið að. Eigið fé samstæðunnar í árslok 2005 var millj. kr. samkvæmt efnahagsreikningi. Hlutafé félagsins nam í árslok 248 millj. kr., en félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 2 millj. kr. Hlutafé í árslok skiptist á 347 hluthafa, en þeir voru 462 í ársbyrjun og fækkaði því um 115 á árinu. Í árslok 2005 áttu þrír hluthafar yfir 10% af virkum eignarhlut í félaginu, en þeir eru: Vogun hf ,1% Sund ehf ,1% Áning-fjárfestingar ehf ,6% Stjórn félagsins leggur til að greiddur verði 15% arður til hluthafa á árinu 2006 vegna rekstrarársins 2005 eða 37 millj. kr. Vísað er til ársreikningsins um ráðstöfun hagnaðar og aðrar breytingar á eiginfjárreikningum Stjórn Nýherja hf. leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnunarháttum. Stjórnin hefur sett sér ítarlegar starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið hennar gagnvart forstjóra. Í þessum reglum er meðal annars að finna reglur um fundarsköp, ítarlegar reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála, reglur um þagnarskyldu, upplýsingagjöf forstjóra gagnvart stjórn og fleira. Stjórn félagsins ákveður starfskjör forstjóra, hittir endurskoðendur félagsins reglulega og hefur ráðið innri endurskoðanda. Allir þrír stjórnarmenn eru óháðir félaginu samkvæmt skilgreiningu í grein 2.6 í Leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Stjórn og forstjóri Nýherja hf. staðfesta hér með ársreikning félagsins fyrir árið 2005 með undirritun sinni. Reykjavík, 20. janúar Í stjórn félagsins: Benedikt Jóhannesson Árni Vilhjálmsson Guðmundur J. Jónsson Forstjóri: Þórður Sverrisson 18

19 Rekstrarreikningur ársins 2005 Áritun endurskoðenda Stjórn og hluthafar í Nýherja hf. Við höfum endurskoðað ársreikning Nýherja hf. fyrir árið Ársreikningurinn hefur að geyma samstæðureikning móðurfélagsins og dótturfélaga þess og greinist í rekstrarreikning, efnahagsreikning, sjóðstreymisyfirlit og skýringar. Ársreikningurinn er lagður fram af stjórnendum félagsins og á ábyrgð þeirra í samræmi við lög og reglur. Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé í meginatriðum án annmarka. Endurskoðunin felur meðal annars í sér greiningaraðgerðir, úrtakskannanir og athuganir á gögnum til að sannreyna fjárhæðir og aðrar upplýsingar sem fram koma í ársreikningnum. Endurskoðunin felur einnig í sér athugun á þeim reikningsskilaaðferðum og matsreglum sem notaðar eru við gerð ársreikningsins og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að endurskoðunin sé nægjanlega traustur grunnur til að byggja álit okkar á. Það er álit okkar að ársreikningur samstæðunnar gefi glögga mynd af afkomu félagsins á árinu 2005, efnahag þess 31. desember 2005 og breytingu á handbæru fé á árinu 2005, í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla, eins og þeir hafa verið staðfestir af Evrópusambandinu. Reykjavík, 20. janúar Sæmundur Valdimarsson Ólafur Már Ólafsson KPMG Endurskoðun hf. 19

20 Ársskýrsla Nýherja 2005 Rekstrarreikningur ársins 2005 Skýr Seldar vörur og þjónusta Vörunotkun og kostnaður við selda þjónustu ( ) ( ) Vergur hagnaður Aðrar tekjur Laun og launatengd gjöld ( ) ( ) Annar rekstrarkostnaður ( ) ( ) Afskriftir ( ) ( ) Virðisrýrnun viðskiptavildar ( ) Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ( ) ( ) Áhrif hlutdeildarfélaga ( 1.799) 854 Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur ( ) ( ) Hagnaður ársins Hagnaður á hlut: Grunnhagnaður á hverja krónu hlutafjár ,32 0,21 20 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

21 Ársskýrsla Nýherja 2005 Efnahagsreikningur 31. desember 2005 Skýr Eignir: Varanlegir rekstrarfjármunir Óefnislegar eignir Eignarhlutir í öðrum félögum , Skuldabréfaeign og samningar Fastafjármunir Birgðir Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Handbært fé Veltufjármunir Eignir samtals Eigið fé: Hlutafé Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár Annað bundið eigið fé ( ) ( ) Óráðstafað eigið fé Eigið fé 23, Skuldir: Tekjuskattsskuldbinding , Vaxtaberandi skuldir Langtímaskuldir Vaxtaberandi skuldir , Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir samtals Eigið fé og skuldir samtals Fjárhæðir eru í þúsundum króna

22 Sjóðstreymisyfirlit ársins 2005 Sjóðstreymisyfirlit ársins 2005 Skýr Rekstrarhreyfingar: Hagnaður ársins Rekstrarliðir sem hafa ekki áhrif á fjárstreymi: Afskriftir Virðisrýrnun Hagnaður af sölu eigna og matsbreyting eignarhluta ( 9.957) ( ) Verðbætur og gengismunur Tekjuskattur Veltufé frá rekstri Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum: Vörubirgðir, (hækkun) lækkun ( 6.410) Skammtímakröfur, hækkun ( ) ( ) Skammtímaskuldir, hækkun Breytingar á rekstrartengdum eignum og skuldum ( 2.359) Greiddir vextir ( ) ( ) Greiddir skattar ( 1.354) ( 1.830) Handbært fé frá rekstri Fjárfestingarhreyfingar: Fjárfesting í varanlegum rekstrarfjármunum ( ) ( ) Fjárfesting í öðrum félögum að frádregnu yfirteknu handbæru fé ( ) ( 7.220) Söluverð eignarhluta í öðrum félögum Áhættufjármunir og langtímakröfur, breyting ( ) Fjárfestingarhreyfingar ( ) ( 1.866) Fjármögnunarhreyfingar: Keypt og seld eigin hlutabréf ( ) ( ) Greiddur arður ( ) ( ) Tekin ný langtímalán Afborganir langtímalána ( ) ( ) Skammtímaskuldir, (lækkun) hækkun ( ) Fjármögnunarhreyfingar ( ) Hækkun á handbæru fé Gengisbreyting af handbæru fé erlendra dótturfélaga Handbært fé í ársbyrjun Handbært fé í lok árs Fjárhæðir eru í þúsundum króna 22

23 Ársskýrsla Nýherja 2005 Mikilvægar reikningsskilaaðferðir Nýherji hf. er með lögheimili að Borgartúni 37 í Reykjavík. Ársreikningur samstæðunnar fyrir árið 2005 hefur að geyma ársreikning félagsins og dótturfélaga þess, sem vísað er til í heild sem samstæðunnar og hlutdeild samstæðunnar í hlutdeildarfélögum. Stjórn félagsins heimilaði birtingu ársreikningsins 20. janúar a. Yfirlýsing um að alþjóðlegum reikningsskilastöðlum sé fylgt Ársreikningur samstæðunnar er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS), sem settir hafa verið af Alþjóðlega reikningsskilaráðinu (IASB) og staðfestir af Evrópusambandinu. Þetta er fyrsti ársreikningur samstæðunnar samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. Yfirfærslan er í samræmi við IFRS-staðal 1, Innleiðing alþjóðlegra reikningsskilastaðla. Upplýsingar um áhrif innleiðingar alþjóðlegu reikningsskilastaðlanna á fjárhagsstöðu samstæðunnar, afkomu og sjóðstreymi er að finna í skýringu 33. Í skýringunni eru sýndar breytingar á samanburðarfjárhæðum eigin fjár og afkomu samstæðunnar eins og þær voru birtar samkvæmt íslenskum reikningsskilaaðferðum fyrir árið 2004 og eins og þær birtast samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum. b. Grundvöllur reikningsskilanna Ársreikningurinn er gerður í íslenskum krónum og eru fjárhæðir birtar í þúsundum. Hann byggir á upphaflegu kostnaðarverði, að því undanskildu að skráð skuldabréf og afleiðusamningar eru færðir á gangvirði. Gerð ársreiknings í samræmi við IAS 1, Framsetning reikningsskila, krefst þess að stjórnendur taki ákvarðanir, meti og dragi ályktanir sem hafa áhrif á beitingu aðferða og birtar fjárhæðir eigna og skulda, tekna og gjalda. Þetta mat og ályktanir tengdar því er byggt á reynslu og ýmsum öðrum þáttum sem taldir eru viðeigandi og mynda grundvöll þeirra ákvarðana sem teknar eru um bókfært verð eigna og skulda sem ekki liggur fyrir með öðrum hætti. Raunverulegar niðurstöður kunna að víkja frá þessu mati. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla sem staðfestir eru af Evrópusambandinu við gerð fyrsta ársreiknings samstæðunnar. Gerð ársreiknings samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli IAS 1 leiddi til breytinga á reikningsskilaaðferðum sem notaðar voru við gerð samstæðureiknings félagsins fyrir árið 2004, en hann var gerður eftir íslenskum reikningsskilareglum. Þeim reikningsskilaaðferðum sem lýst er hér á eftir hefur verið beitt á samræmdan hátt fyrir það tímabil sem þessi ársreikningur nær til og ennfremur við gerð opnunarefnahagsreiknings samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum þann 1. janúar 2004 að því er varðar yfirfærslu í alþjóðlega reikningsskilastaðla. c. Grundvöllur samstæðu i Dótturfélög Dótturfélög eru þau félög þar sem félagið fer með yfirráð. Yfirráð eru til staðar þegar félagið hefur veruleg áhrif, bein eða óbein, til að stjórna fjárhags- og rekstrarstefnu dótturfélagsins í þeim tilgangi að hagnast á starfsemi þess. Við mat á yfirráðum er tekið tillit til hugsanlegs atkvæðisréttar sem er nýtanlegur eða breytanlegur. Reikningsskil dótturfélaga eru innifalin í reikningsskilum félagsins frá því að yfirráð nást og þar til þeim lýkur. ii Hlutdeildarfélög Hlutdeildarfélög eru þau félög þar sem félagið hefur veruleg áhrif á fjárhags- og rekstrarstefnu, en ekki yfirráð. Ársreikningurinn inniheldur hlutdeild samstæðunnar í hagnaði eða tapi hlutdeildarfélaga, í samræmi við hlutdeildaraðferð, frá upphafi áhrifa til loka þeirra. Verði hlutdeild samstæðunnar í tapi meiri en bókfært verð hlutdeildarfélags er bókfærða verðið fært í núll og færslu frekara taps er hætt nema samstæðan hafi gengist í ábyrgðir fyrir hlutdeildarfélagið eða fjármagnað það. iii Viðskipti felld út úr samstæðureikningnum Stöður milli samstæðufélaga, óinnleystur hagnaður, tekjur eða gjöld sem myndast hafa af viðskiptum milli félaganna eru felld út við gerð samstæðureikningsins. Óinnleystur hagnaður sem myndast í viðskiptum við hlutdeildarfélög er felldur út í samræmi við eignarhlut samstæðunnar í félögunum. Óinnleystur hagnaður sem myndast hefur í viðskiptum við hlutdeildarfélög er færður til lækkunar á bókfærðu verði þeirra Óinnleyst töp eru felld út með sama hætti og óinnleystur hagnaður, en aðeins að því marki að ekkert bendi til virðisrýrnunar eignarinnar. 23 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

24 Skýringar d. Erlendir gjaldmiðlar i Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum Viðskipti í erlendum gjaldmiðlum eru færð á gengi viðskiptadags. Peningalegar eignir og skuldir í erlendum gjaldmiðlum eru færðar miðað við gengi í lok ársins. Gengismunur sem myndast er færður í rekstrarreikning. ii Ársreikningur erlendra dótturfélaga Eignir og skuldir erlendrar starfsemi eru umreiknaðar í íslenskar krónur miðað við gengi á uppgjörsdegi. Tekjur og gjöld erlendu starfseminnar eru umreiknuð í íslenskar krónur á meðalgengi tímabilsins. Gengismunur sem myndast við yfirfærslu í íslenskar krónur er færður á sérstakan lið meðal eigin fjár. e. Afleiðusamningar Félagið notar afleiðusamninga til að takmarka gengisáhættu vegna rekstrarstarfsemi. Afleiðusamningar eru upphaflega færðir á kostnaðarverði. Eftir upphafsfærslu eru afleiðusamningar færðir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning meðal fjármagnsliða. Gangvirði framvirkra samninga á uppgjörsdegi er núvirði framvirka verðsins. f. Áhættuvarnir i Áhættuvarnir vegna peningalegra eigna og skulda Þegar afleiðusamningur er notaður til að verjast gengisáhættu peningalegra eigna eða skulda er ekki beitt áhættuvarnarreikningsskilum heldur er hagnaður eða tap af áhættuvörninni fært í rekstrarreikning. g. Varanlegir rekstrarfjármunir i Eignir í eigu fyrirtækisins Varanlegir rekstrarfjármunir eru færðir til eignar á kostnaðarverði, sem er ákvarðað kostnaðarverð, að frádregnum uppsöfnuðum afskriftum (sjá hér á eftir) og virðisrýrnun (sjá reikningsskilaaðferð m). Þegar varanlegir rekstrarfjármunir eru samsettir úr einingum sem hafa mismunandi nýtingartíma eru einingarnar aðgreindar og færðar miðað við mismunandi nýtingartíma. ii Kostnaður sem fellur til síðar Kostnaður sem fellur til vegna endurnýjunar á hluta varanlegra rekstrarfjármuna er eignfærður sem varanlegur rekstrarfjármunur þegar sá kostnaður fellur til, ef líklegt er að framtíðarhagnaður sem felst í eigninni muni renna til félagsins og hægt er að meta kostnað á áreiðanlegan hátt. Allur annar kostnaður er gjaldfærður í rekstrarreikningi þegar til hans er stofnað. iii Afskriftir Afskriftir eru reiknaðar línulega miðað við áætlaðan nýtingartíma einstakra varanlegra rekstrarfjármuna. Áætlaður nýtingartími greinist þannig: Fasteignir ár Áhöld og tæki ár Innréttingar ár Niðurlagsverð er endurmetið árlega, ef það er ekki óverulegt. h. Óefnislegar eignir i Viðskiptavild Allar sameiningar eru færðar í samræmi við kaupaðferðina. Viðskiptavild er fjárhæð sem myndast við kaup á dótturfélögum og hlutdeildarfélögum. Að því er varðar yfirtökur sem hafa átt sér stað eftir 1. janúar 2004 er viðskiptavild mismunurinn á kostnaði við yfirtökuna og gangvirði hinna yfirteknu eigna. Flokkun og reikningsskilaaðferðum á sameiningum fyrirtækja sem áttu sér stað fyrir 1. janúar 2004 hefur ekki verið breytt við Fjárhæðir eru í þúsundum króna 24

25 Skýringar h. Frh.: gerð opnunarefnahagsreiknings samstæðunnar samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum 1. janúar 2004 (sjá skýringu 33). Að því er varðar yfirtökur sem áttu sér stað fyrir þann tíma er viðskiptavild innifalin á grundvelli áætlaðs kostnaðar sem er fjárhæðin sem færð var samkvæmt íslenskum reikningsskilaaðferðum. Viðskiptavild er færð á kostnaðarverði að frádreginni uppsafnaðri virðisrýrnun. Viðskiptavild er tengd sjóðskapandi einingu og er ekki lengur afskrifuð línulega, en árlega er gert virðisrýrnunarpróf (sjá reikningsskilaaðferð m). Neikvæð viðskiptavild sem myndast við yfirtöku er færð strax til tekna í rekstrarreikning. i. Fjárfestingar i Fjárfestingar í skuldabréfum og hlutabréfum Fjárfestingar í skráðum hlutabréfum eru flokkaðar sem fjáreignir tilgreindar á gangvirði gegnum rekstrarreikning. Þær eru færðar á gangvirði og hagnaður eða tap af þeim er fært í rekstrarreikninginn. Aðrir fjármálagerningar í eigu félagsins eru flokkaðir sem fjáreignir til sölu og eru gangvirðisbreytingar færðar á eigið fé að frádreginni virðisrýrnun. Þegar þeir eru afskráðir er uppsafnaður hagnaður eða tap, sem áður var fært beint á eigið fé, fært sem hagnaður eða tap í rekstrarreikning. Þegar þessar fjárfestingar bera vexti eru þeir reiknaðir miðað við virka vexti og færðir í rekstrarreikning. Gangvirði skráðra hlutabréfa og fjáreigna til sölu er miðað við síðustu skráðu viðskipti á uppgjörsdegi. Fjáreignir til sölu eru skráðar hjá samstæðunni á þeim degi sem hún skuldbindur sig til að kaupa þær og afskráðar þegar samstæðan skuldbindur sig til að selja. j. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Viðskiptakröfur og aðrar kröfur eru færðar meðal krafna á kostnaðarverði að frádreginni virðisrýrnun (sjá reikningsskilareglu m). Næsta árs afborganir af skuldabréfaeign og samningum eru færðar með kröfum meðal veltufjármuna í efnahagsreikningi. k. Birgðir Birgðir eru færðar á kostnaðarverði eða hreinu söluvirði, hvoru sem lægra reynist. Hreint söluvirði er áætlað söluverð í venjulegri starfsemi að frádregnum áætluðum kostnaði við að selja vöru. Kostnaður við birgðir er byggður á fyrst inn - fyrst út reglunni við birgðamat og tekur til kostnaðar sem stofnað hefur verið til við kaup birgðanna og við að koma þeim á núverandi stað og í núverandi ásigkomulag. l. Handbært fé Til handbærs fjár teljast sjóður og óbundnar bankainnistæður. m. Virðisrýrnun Bókfært verð eigna samstæðunnar, annarra en birgða (sjá reikningsskilaaðferð k) er yfirfarið á hverjum uppgjörsdegi til að meta hvort vísbending sé um virðisrýrnun. Ef eitthvað bendir til þess er endurheimtanleg fjárhæð eignarinnar áætluð. Virðisrýrnunarprófanir eru gerðar að minnsta kosti árlega á óefnislegum eignum sem taldar eru hafa tiltekinn nýtingartíma. Virðisrýrnun er færð hvenær sem bókfært verð eignar eða sjóðskapandi hluta hennar er umfram endurheimtanlega fjárhæð hennar. Virðisrýrnun er færð til gjalda í rekstrarreikning. Virðisrýrnunarprófanir voru gerðar á viðskiptavild 1. janúar 2005 og í árslok 2005 vegna kaupa á AppliCon A/S. Virðisrýrnunarprófanir voru ekki gerðar 1. janúar 2004, þann dag sem alþjóðlegir reikningsskilastaðlar voru innleiddir, þar sem dótturfélög sem viðskiptavildin tilheyrir voru keypt árið i Útreikningur á endurheimtanlegri fjárhæð Endurheimtanleg fjárhæð fjárfestinga félagsins í viðskiptakröfum er reiknuð sem núvirði áætlaðs framtíðarsjóðstreymis afvaxtað Fjárhæðir með upphaflegum eru í þúsundum króna virkum vöxtum. Skammtímakröfur eru ekki afvaxtaðar. Fjárhæðir eru í þúsundum króna 25

26 Ársskýrsla Nýherja 2005 m. Frh.: Endurheimtanleg fjárhæð annarra eigna er söluverð þeirra eða nýtingarvirði, hvort sem hærra reynist. Nýtingarvirði er áætlað framtíðarsjóðstreymi núvirt miðað við markaðsvexti eignarinnar fyrir skatta, sem sýna núverandi markaðsmat á tímavirði fjármuna og áhættuna sem tengist eigninni. Fyrir eignir sem ekki mynda innstreymi fjár sem er verulega óháð öðrum eignum er endurheimtanleg fjárhæð ákveðin fyrir þá fjárskapandi einingu sem eignin tilheyrir. ii Bakfærsla virðisrýrnunar Virðisrýrnun af viðskiptakröfum sem félagið á er bakfærð ef hægt er að tengja hækkun á endurheimtanlegri fjárhæð á hlutlægan hátt atburði sem átti sér stað eftir að virðisrýrnunin var færð. Virðisrýrnun vegna fjárfestingar í hlutabréfum sem flokkuð eru sem fjáreignir til sölu er ekki bakfærð með færslu í rekstrarreikning. Ef gangvirði verðbréfs sem flokkað er sem ætlað til sölu hækkar og hækkunina er unnt að tengja atburði sem átti sér stað eftir að virðisrýrnun var færð í rekstrarreikning skal bakfæra virðisrýrnunina með færslu í rekstrarreikning. Virðisrýrnun viðskiptavildar er ekki bakfærð. Virðisrýrnun annarra eigna er bakfærð ef breyting hefur átt sér stað á mati sem notað var við útreikning á endurheimtanlegri fjárhæð. Virðisrýrnun er einungis bakfærð að því marki sem nemur áður færðri virðisrýrnun, að frádregnum afskriftum sem hefðu verið færðar, ef engin virðisrýrnun hefði orðið. n. Hlutafé i Kaup á eigin hlutum Þegar hlutir sem flokkaðir eru sem eigið fé eru keyptir er fjárhæð kaupverðsins, að meðtöldum beinum kostnaði, færð sem breyting á eigin fé. Kaup á eigin bréfum eru færð sem eigin hlutir og þeir færðir til lækkunar á heildareiginfé. ii Sala á eigin hlutum með sölurétti Þegar félagið selur eigin hluti til starfsmanna sinna og veitir þeim á sama tíma sölurétt, það er rétt til að selja hlutina aftur á tilteknum tíma á sama verði og þeir keyptu bréfin, er eigið fé félagsins ekki hækkað. Eigið fé verður hækkað sem nemur söluverðinu ef sölurétturinn verður ekki nýttur. Í ársreikningnum er nafnverð hlutafjár hækkað sem nemur sölunni, sem og yfirverð hlutanna, en annað eigið fé lækkað samsvarandi. Jafnframt er færð meðal skulda skuldbinding vegna söluréttarins, sem er jafnhá söluverðinu. o. Vaxtaberandi lántökur Vaxtaberandi lántökur eru upphaflega færðar á gangvirði að frádregnum tilheyrandi kostnaði vegna þeirra. Eftir upphaflega færslu eru vaxtaberandi lán færð miðað við virka vexti. p. Hlunnindi starfsmanna i Hlutabréfatengdar greiðslur Kaupréttaráætlun, sem gerð var á árinu 2000 og rann út árið 2004, heimilaði starfsmönnum samstæðunnar að kaupa hluti í félaginu. Engar færslur hafa verið gerðar í ársreikninginn, þar sem áætlunin var gerð áður en alþjóðlegur reikningsskilastaðall IFRS 2, Eignahlutatengd greiðsla, var gefinn út og starfsmenn nýttu ekki heimildir sínar. q. Skuldbindingar Skuldbinding er færð í efnahagsreikninginn þegar samstæðunni ber lagaleg eða ætluð skylda vegna fyrri atburðar og líklegt er að kostnaður lendi á henni við að gera upp skuldbindinguna. Ef áhrifin eru veruleg eru skuldbindingarnar ákveðnar með því að afvaxta áætlað framtíðarsjóðstreymi með vöxtum fyrir skatta sem sýna núverandi markaðsmat tímavirðis peninga og, ef við á, áhættuna sem tengist skuldbindingunni. i Ábyrgðir Skuldbinding vegna ábyrgða er færð í efnahagsreikninginn þegar vara eða þjónusta er seld. Skuldbindingin er byggð á fyrri reynslu vegna ábyrgða með því að vega saman mögulegar útkomur og líkur þeim tengdar. 26 Fjárhæðir eru í þúsundum króna Fjárhæðir eru í þúsundum króna

27 Skýringar ii q. Frh.: Íþyngjandi samningar Skuldbinding vegna íþyngjandi samnings er færð þegar áætlaður hagur samstæðunnar vegna samnings er lægri en óhjákvæmilegur kostnaður hennar við að uppfylla skuldbindingar samkvæmt samningnum. r. Tekjur i Seldar vörur og veitt þjónusta Tekjur af sölu á vörum eru færðar í rekstrarreikning þegar verulegur hluti áhættu og eignarhalds flyst til kaupanda. Tekjur af veittri þjónustu eru færðar í rekstrarreikning í hlutfalli við stöðu verks á uppgjörsdegi. Staða verks er metin með hliðsjón af vinnu sem lokið er. Tekjur eru ekki færðar ef veruleg óvissa er um innheimtu þeirra, tengdan kostnað eða að vöru verði skilað. ii Rekstrarleigutekjur Leigutekjur eru færðar línulega í rekstrarreikning á leigutímanum. Leigutekjur eru færðar undir liðnum aðrar tekjur í rekstrarreikningi. s. Útgjöld i Rekstrarleigugreiðslur Greiðslur sem eiga sér stað á grundvelli rekstrarleigusamninga eru færðar línulega í rekstrarreikning á leigutímabilinu. ii Fjármögnunarleigugreiðslur Leigugreiðslur eru færðar á vaxtagjöld og til lækkunar á vaxtaberandi skuldum. Vaxtagjöldunum er dreift á leigusamningsins tímabilið miðað við virka vexti. iii Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samanstanda af vaxtagjöldum af lánum sem reiknuð eru miðað við virka vexti, vaxtatekjum af fjárfestingum, arðstekjum, gengismun af erlendum gjaldmiðlum og hagnaði eða tapi af áhættuvarnargerningum sem eru færð í rekstrarreikning (sjá reikningsskilaaðferð f). Vaxtatekjur eru færðar í rekstrarreikning eftir því sem þær falla til og er miðað við virka vexti af eigninni. Arðstekjur eru færðar í rekstrarreikning á þeim degi sem arðsúthlutun er samþykkt. Vaxtagjöld vegna fjármögnunarleigu eru færð í rekstrarreikning miðað við virka vexti. t. Tekjuskattur Tekjuskattur á afkomu ársins samanstendur af tekjuskatti til greiðslu vegna ársins og frestuðum tekjuskatti. Tekjuskattur er færður í rekstrarreikning nema þegar hann varðar liði sem eru færðir beint á eigið fé, en í þeim tilvikum er tekjuskatturinn færður á eigið fé. Tekjuskattur til greiðslu er áætlaður tekjuskattur sem greiða skal vegna skattskyldra tekna ársins, miðað við gildandi skatthlutfall á uppgjörsdegi og allar leiðréttingar á tekjuskatti til greiðslu vegna fyrri ára. Frestaður tekjuskattur er færður með notkun efnahagsskuldbindingaraðferðarinnar vegna tímabundinna mismuna á bókfærðu verði eigna og skulda í ársreikningnum annars vegar og samkvæmt skattverði þeirra hins vegar. Tekjuskattur er ekki reiknaður fyrir viðskiptavild, sem ekki er frádráttarbær samkvæmt skattalögum, og mismun sem tengist fjárfestingum í dótturfélögum að því marki sem talið er að móðurfélagið geti stjórnað því hvenær tímabundni mismunurinn snúist við og talið er líklegt að tímabundni mismunurinn muni ekki snúast við í fyrirsjáanlegri framtíð. Fjárhæð frestaðs tekjuskatts er byggð á áætlaðri innlausn eða uppgjöri bókfærðs verðs eigna og skulda með því að beita gildandi skatthlutfalli á uppgjörsdegi. Tekjuskattseign er einungis færð að því marki sem líklegt er að hægt sé að nýta framtíðarhagnað á móti eigninni. Fjárhæðir eru í þúsundum króna 27

28 Ársskýrsla Nýherja 2005 Starfsþáttayfirlit 1. Starfsþáttaupplýsingar eru birtar eftir sviðum annars vegar og eftir landsvæðum hins vegar. Ítarlegt starfsþáttayfirlit er birt eftir eðli rekstrar og byggir það á skipulagi og innri upplýsingagjöf samstæðunnar. Verðlag milli starfsþátta er ákveðið eins og um óskylda aðila sé að ræða. Rekstrarafkoma starfsþáttar, eignir og skuldir, taka til liða sem heyra beint undir ákveðna starfsþætti og til þeirra liða sem hægt er að skipta á milli starfsþátta á rökrænan hátt. Liðir sem ekki eru flokkaðir með einstökum starfsþáttum samanstanda mestmegnis af tekjuskapandi eignum, vaxtaberandi lánum, lántöku og útgjöldum, og af sameiginlegum eignum og gjöldum. Starfsþættir eftir sviðum Vörur og tengd þjónusta innifela vörusölu til almennings og fyrirtækja og tengda þjónustu. Hugbúnaður, tengd þjónusta og ráðgjöf innfela gerð hugbúnaðar og ýmsa þjónustu tengda því. Landsvæðisskipting Við framsetningu upplýsinga á grundvelli landsvæðisstarfsþátta eru starfsþáttatekjur og starfsþáttaeignir byggðar á landfræðilegri staðsetningu samstæðufélaganna. Starfsþættir eftir sviðum Tekjur frá þriðja aðila: Vörur og tengd þjónusta Hugbúnaður, tengd þjónusta og ráðgjöf Jöfnunarfærslur Samtals Seldur vörur og þjónusta Aðrar tekjur Tekjur frá þriðja aðila samtals Tekjur innan samstæðunnar ( ) 0 Tekjur samtals ( ) Rekstrargjöld starfsþátta ( ) ( ) ( ) Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) ( ) Afskriftir ( ) ( 8.104) ( ) Rekstrarhagnaður (EBIT) Fjármagnskostnaður ( ) Áhrif hlutdeildarfélaga ( 1.799) ( 1.799) Tekjuskattur ( ) Hagnaður ársins Eignir starfsþátta Hlutdeildarfélög Óskiptar eignir Eignir samtals Skuldir starfsþátta Óskiptar skuldir Skuldir samtals Vegna breytinga á rekstrarskipulagi samstæðunnar á árinu 2005 er ekki hægt að birta samanburðarfjárhæðir fyrir árið Landsvæðisskipting 2005: Ísland Danmörk Samtals Tekjur Eignir starfsþátta Á árinu 2004 var nær öll starfsemi samstæðunnar á Íslandi og því eru ekki birtar samanburðarfjárhæðir fyrir landssvæðin. 28 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

29 Skýringar Ársfjórðungayfirlit 2. Rekstur samstæðunnar greinist þannig á ársfjórðunga: 1. ársfjórðungur 2. ársfjórðungur 3. ársfjórðungur 4. ársfjórðungur Samtals Árið 2005 Seldar vörur og þjónusta Vörunotkun og kostnaður við selda þjónustu ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Vergur hagnaður Aðrar tekjur Laun og launatengd gjöld ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Annar rekstrarkostnaður ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Afskriftir ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Rekstrarhagnaður Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ( ) ( 664) ( ) ( ) Áhrif hlutdeildarfélaga ( 3.189) ( 1.799) Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur ( 5.809) 221 ( 302) ( ) ( ) Hagnaður tímabilsins EBITDA Árið 2004 Seldar vörur og þjónusta Vörunotkun og kostnaður við selda þjónustu ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Vergur hagnaður Aðrar tekjur Laun og launatengd gjöld ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Annar rekstrarkostnaður ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Afskriftir ( ) ( ) ( ) ( ) ( ) Virðisrýrnun viðskiptavildar ( ) ( ) Rekstrarhagnaður (-tap) ( ) Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld..... ( 6.106) ( ) ( 7.136) ( 6.661) ( ) Áhrif hlutdeildarfélaga ( 310) ( 296) 854 Hagnaður (-tap) fyrir skatta ( ) Tekjuskattur ( 3.020) ( 4.735) ( ) ( ) Hagnaður (tap) tímabilsins ( ) EBITDA Fjárhæðir eru í þúsundum króna 29

30 Ársskýrsla Nýherja 2005 Kaup á AppliCon A/S 3. Félagið gerði þann 3. október síðastliðinn samning um kaup á öllu hlutafé danska ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins AppliCon A/S. Kaupverðið var að hluta greitt með handbæru fé og að hluta með útgáfu nýrra hluta í Nýherja hf. Endanlegt kaupverð félagsins ræðst af rekstrarárangri AppliCon A/S á árunum 2005 og Félagið varð hluti af Nýherja-samstæðunni frá 1. október Yfirtaka á AppliCon A/S hafði eftirfarandi áhrif á eignir og skuldir samstæðunnar: Varanlegir rekstrarfjármunir Langtímakröfur Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Handbært fé Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir ( ) Hrein eign Viðskiptavild við kaupin Kaupverð Kaupverðið skiptist þannig: Greitt með handbæru fé Greitt með hlutafé í Nýherja hf Til greiðslu 2006 og 2007, að hluta árangurstengt Kaupverð samtals Handbært fé yfirtekið ( ) Greitt með öðru en handbæru fé ( ) Heildar útstreymi handbærs fjár samkvæmt sjóðstreymi Laun og launatengd gjöld 4. Laun og launatengd gjöld greinast þannig: Laun Lífeyrisiðgjöld Önnur launatengd gjöld Verktakagreiðslur Stöðugildi að meðaltali Stöðugildi í árslok umreiknuð í heilsársstörf Fjárhæðir eru í þúsundum króna

31 Skýringar 5. Laun og hlunnindi til stjórnenda félagsins vegna starfa fyrir félög í samstæðunni, söluréttarsamningar þeirra og eignarhlutir í félaginu greinast þannig: Laun Söluréttir Eignarhlutur Þórður Sverrisson, forstjóri Benedikt Jóhannesson, stjórnarformaður Árni Vilhjálmsson, varaformaður Guðmundur J. Jónsson, meðstjórnandi Örn D. Jónsson, varamaður Hilmar B. Baldursson, fyrrverandi stjórnarmaður Með eignarhlutum að ofan eru taldir eignarhlutir maka og ófjárráða barna ásamt eignarhlutum í eigu félaga sem stjórnendurnir ráða. 6. Þóknanir til endurskoðenda greinist þannig: Endurskoðun ársreiknings Könnun árshlutareikninga Önnur þjónusta Þar af er þóknun til annarra en KPMG á Íslandi Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld 7. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld greinast þannig: Vaxtatekjur Söluhagnaður og matsbreytingar eignarhluta Vaxtagjöld ( ) ( ) Gengismunur Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld samtals ( ) ( ) Tekjuskattur 8. Tekjuskattur færður í rekstrarreikningi greinist þannig: Skattar til greiðslu Skattar ársins Frestaðir skattar Uppruni og bakfærsla tímabundinna mismuna ( 592) 503 Tekjufærsla vegna skattalegs taps ( 2.396) ( 592) ( 1.893) Tekjuskattur færður í rekstrarreikning Fjárhæðir eru í þúsundum króna 31

32 Ársskýrsla Nýherja Frh.: Virkur tekjuskattur greinist þannig: Hagnaður fyrir skatta Tekjuskattur fyrirtækja skv. gildandi skatthlutfalli ,0% ,0% Áhrif skatthlutfalla á erlendu skattsvæði ,3% Ófrádráttarbær gjöld ,4% ,3% Óskattskyldar tekjur (0,2%) ( 154) Áhrif nýttra skattalegra tapa (3,4%) ( 2.396) Virkur tekjuskattur ,7% ,7% Hagnaður á hlut 9. Grunnhagnaður á hlut er miðaður við hagnað, sem ráðstafað er til hluthafa í móðurfélaginu og vegins meðaltals hlutafjár á árinu og sýnir hver hagnaðurinn er á hverja krónu hlutafjár. Þynntur hagnaður á hlut er hinn sami og grunnhagnaður á hlut, þar sem ekki hafa verið gefnir út kaupréttir til starfsmanna eða annarra og félagið hefur ekki tekið lán sem eru breytanleg í hlutafé Hagnaður ársins til hluthafa í móðurfélaginu Hlutafé í ársbyrjun Áhrif keyptra og seldra eigin bréfa ( 1.575) ( ) Áhrif hlutafjárhækkunar í október Vegið meðaltal útistandandi hluta síðustu 12 mánaða Hagnaður á útistandandi hlut ,32 0,21 Varanlegir rekstrarfjármunir 10. Varanlegir rekstrarfjármunir og afskriftir greinast þannig: Fasteign Tölvubúnaður Áhöld, tæki og innréttingar Samtals Kostnaðarverð Heildarverð Viðbætur á árinu Selt og niðurlagt ( 4.600) 0 ( 4.600) Heildarverð Viðbætur á árinu Selt og niðurlagt ( ) ( 6.034) ( ) Heildarverð Fjárhæðir eru í þúsundum króna

33 Skýringar 10. Frh.: Afskriftir og virðisrýrnun Fasteign Tölvubúnaður Áhöld, tæki og innréttingar Samtals Staða Afskriftir ársins Selt og niðurlagt ( 2.066) 0 ( 2.066) Afskrifað alls Afskriftir ársins Selt og niðurlagt ( 1.539) ( 1.086) ( 2.625) Afskrifað alls Bókfært verð Afskriftahlutföll % 25% 15-20% Rekstrarleigusamningar 11. Félagið hefur gert rekstrarleigusamninga um áhöld og tæki. Skuldbindingar vegna þessara samninga, sem ekki eru færðar í efnahagsreikning, nema allt að 10 millj. kr. á næstu sjö árum. Vátryggingar og mat eigna 12. Vátryggingaverð, fasteignamat og bókfært verð fasteigna og lóða í lok árs nam eftirfarandi fjárhæðum: Vátryggingarverð fasteigna Fasteignamat fasteigna og lóða Bókfært verð fasteigna og lóða Skuldbindingar utan efnahags 13. Á eignum samstæðunnar hvíla þinglýst veð og skuldbindingar til tryggingar skuldum, sem voru að eftirstöðvum 170 millj. kr. í lok ársins. Óefnislegar eignir 14. Óefnislegar eignir, afskriftir og virðisrýrnun greinist þannig: Kostnaðarverð Viðskiptavild Heildarverð Viðbætur ársins Heildarverð Kaup á dótturfélagi Heildarverð Fjárhæðir eru í þúsundum króna 33

34 Ársskýrsla Nýherja Frh.: Afskriftir og virðisrýrnun Viðskiptavild Afskrifað alls Virðisrýrnun Afskrifað alls Virðisrýrnun Afskrifað alls Bókfært verð Í lok reikningsársins var framkvæmt virðisrýrnunarpróf á viðskiptavild félagsins. Við mat á virðisrýrnun er notað vænt fjárstreymi sem fært hefur verið til núvirðis. Við núvirðisútreikning er notuð vaxtaprósenta sem samsvarar vegnu meðaltali fjármagnskostnaðar, þ.e. kostnaður skulda og eigin fjár að teknu tilliti til skatta. Ef gangverð viðskiptavildar (núvirt vænt fjárstreymi) reynist lægra en bókfært verð er mismunurinn færður til gjalda. Samkvæmt niðurstöðu prófsins í árslok 2005 hefur viðskiptavildin ekki orðið fyrir virðisrýrnun. Á árinu 2004 var gjaldfærð virðisrýrnun á viðskiptavild sem myndaðist við kaup á dótturfélögunum Camson ehf. og ParX ehf. 16. Bókfærð viðskiptavild í árslok 2005 er vegna kaupa á danska ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækinu AppliCon A/S en það félag er dótturfélag Nýherja A/S. AppliCon A/S er hluti hugbúnaðar- og ráðgjafarsviðs og er staðsett í Danmörku. Dótturfélög 17. Í árslok voru dótturfélög móðurfélagsins fjögur. Að auki eiga dótturfélögin þrjú félög innan samstæðunnar þannig að samstæðan inniheldur átta félög. Dótturfélög Nýherja hf. eru eftirtalin: Eignarhlutur AppliCon Holding ehf % Klak ehf % ParX ehf % Simdex ehf % Á árinu voru stofnuð dótturfélögin AppliCon Holding ehf., sem er eignarhaldsfélag, og AppliCon ehf. sem er í þjónustu- og ráðgjafarstarfsemi. Þá var allt hlutafé danska ráðgjafar- og hugbúnaðarfyrirtækisins AppliCon A/S keypt í október Dótturfélög AppliCon Holding ehf. eru AppliCon ehf., Nýherji A/S og AppliCon A/S. 34 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

35 Skýringar Eignarhlutir í öðrum félögum 18. Breyting á eignarhlutum í hlutdeildarfélögum greinast þannig: Hlutdeildarfélög Keypt á árinu Hlutdeild í hagnaði hlutdeildarfélaga Hlutdeildarfélög Matsbreytingar eignarhluta skv. alþjóðlegum reikningsskilastöðlum ( 5.184) Bókfært verð hlutdeildarfélaga Hlutdeild í tapi hlutdeildarfélaga ( 1.799) Hlutdeildarfélög Önnur félög Eignarhlutir í öðrum félögum samtals Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum greinast þannig: Eignarhlutur Bókfært verð AGR -Aðgerðagreining ehf % Hópvinnukerfi ehf % Bókfært verð hlutdeildarfélaga Skuldabréfaeign 20. Skuldabréfaeign greinist þannig: Staða Lánveitingar ársins Afborganir ( ) ( ) Afborganir næsta árs ( ) ( ) Skuldabréfaeign Vörubirgðir 21. Vörubirgðir í árslok greinast þannig: Vörubirgðir í verslunum og á vörulager Verk í vinnslu Varahlutabirgðir Vörubirgðir samtals Fjárhæðir eru í þúsundum króna 35

36 Ársskýrsla Nýherja 2005 Viðskiptakröfur og aðrar kröfur 22. Viðskiptakröfur og aðrar kröfur greinast þannig: Nafnverð viðskiptakrafna Niðurfærsla vegna krafna sem kunna að tapast ( ) ( ) Niðurfærsla vegna ágreinings um innleiðingarverkefni ( ) 0 Næsta árs afborganir skuldabréfaeignar Ýmsar skammtímakröfur Niðurfærsla hefur verið reiknuð vegna krafna sem kunna að tapast. Niðurfærslan er byggð á mati stjórnenda og reynslu fyrri ára. Krafa vegna innleiðingar hugbúnaðar er færð niður vegna ágreinings um samningsákvæði í umfangsmiklu verkefni, sem félagið hefur unnið að. Vegna ágreinings eru ekki færðar til tekna í rekstrarreikningi 185 millj. kr. Eigið fé 23. Heildarhlutafé félagsins samkvæmt samþykktum þess er 248 millj. kr. Félagið á eigin hlutabréf að nafnverði 2 millj. kr. sem færð eru til lækkunar á eigin fé. Útgefnir hlutir í lok ársins eru alls 246 og eru allir greiddir. Eitt atkvæði fylgir hverjum einnar krónu hlut í móðurfélaginu. Á aðalfundi félagsins í janúar 2004 var samþykkt heimild til stjórnar félagsins til að hækka hlutafé þess um allt að 36 millj. kr. að nafnverði með sölu nýrra hluta. Jafnframt féllu hluthafar frá forkaupsrétti sínum, en stjórn félagsins mun ákveða útboðsgengi bréfanna og sölureglur hverju sinni. Heimildin gildir í þrjú ár. Á árinu var hlutafé félagsins hækkað um 10 millj. kr. á grundvelli heimildarinnar og hlutaféð, ásamt hluta eigin bréfa, nýtt til greiðslu á hluta af kaupverði AppliCon A/S. 36 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

37 Skýringar 24. Yfirlit um eiginfjárreikninga 2004 og 2005: Hlutafé Yfirverðsreikningur Annað bundið eigið fé Óráðstafað eigið fé Samtals Eigið fé Áhrif nýrra staðla Eigið fé , leiðrétt (IFRS) Hagnaður ársins Keypt eigin hlutabréf ( ) ( ) ( ) Seld eigin hlutabréf Greiddur arður ( ) ( ) Eigin hlutabréf færð til skuldar vegna söluréttar ( ) ( ) Eigið fé (IFRS) ( ) Eigið fé Áhrif nýrra staðla ( ) ( ) ( ) Eigið fé , leiðrétt (IFRS) ( ) Hagnaður ársins Þýðingarmunur dótturfélaga ( ) ( ) Heildarhagnaður ársins ( ) Hækkun vegna ónýttra sölurétta Seld eigin hlutabréf Keypt eigin hlutabréf ( 1.880) ( ) ( ) Greiddur arður ( ) ( ) Eigið fé ( ) Annað bundið eigið fé greinist þannig í árslok 2005: Keypt eigin hlutabréf vegna söluréttar ( ) Þýðingarmunur í dótturfélögum, árið ( ) Samtals annað bundið eigið fé ( ) Tekjuskattsskuldbinding 26. Tekjuskattsskuldbinding greinist þannig: Tekjuskattsskuldbinding 1. janúar Leiðrétt vegna IFRS ( ) Yfirtekið í samstæðu Reiknaður tekjuskattur ársins Tekjuskattur til greiðslu ( ) ( ) Gengismunur og aðrar breytingar ( 5.090) 0 Tekjuskattsskuldbinding 31. desember Fjárhæðir eru í þúsundum króna 37

38 Ársskýrsla Nýherja Tekjuskattsskuldbindingin greinist þannig í árslok: Varanlegir rekstrarfjármunir Eignarhlutir í öðrum félögum ( ) ( 3.851) Vörubirgðir Viðskiptakröfur Tekjuskattsskuldbinding 31. desember Vaxtaberandi langtímaskuldir 28. Langtímaskuldir í lok ársins greinast þannig eftir gjaldmiðlum: Meðalvextir Eftirstöðvar Meðalvextir Eftirstöðvar Skuldir í DKK ,9% Skuldir í EUR ,7% ,2% Skuldir í USD ,6% ,2% Skuldir í GBP ,2% ,6% Skuldir í JPY ,6% ,1% Skuldir í CHF ,7% Skuldir í ISK ,1% ,2% Næsta árs afborganir ( ) ( ) Afborganir af langtímalánum greinast þannig á næstu ár: Afborganir Afborganir Afborganir Afborganir Afborganir Afborganir Afborganir síðar Vaxtaberandi skuldir meðal skammtímaskulda greinast þannig: Næsta árs afborganir langtímaskulda Skammtíma lán Yfirdráttarlán Fjárhæðir eru í þúsundum króna

39 Skýringar Breytingar á reikningsskilaaðferðum til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla 31. Eins og fram kom í skýringu um mikilvægar reikningsskilaaðferðir er þetta fyrsta árið sem samstæðan gerir reikningsskil sín í samræmi við alþjóðlega reikningsskilastaðla (IFRS). Upplýsingar í þessari skýringu eru þær sömu og voru í árshlutareikningi 31. mars, 30. júní og 30. september síðastliðinn, að öðru leyti en því að breytingar á rekstrarreikningum á blaðsíðu 27 eru nú miðaðar við allt árið, en í september var miðað við fyrstu þrjá fjórðunga ársins, í júní var miðað við fyrri helming ársins og í mars við fyrsta fjórðung ársins. Reikningsskil vegna rekstrarársins 2005 eru gerð samkvæmt þeim reikningsskilaaðferðum sem nánar er greint frá í skýringum um mikilvægar reikningsskilaaðferðir. Það á einnig við um samanburðarfjárhæðir vegna ársins 2004 og opnunarefnahagsreikning 1. janúar 2004, en breytingarnar taka gildi miðað við þann dag, sem nefndur er yfirfærsludagur. Fjárhæðum í opnunarefnahagsreikningi 1. janúar 2004 hefur verið breytt til samræmis við alþjóðlega reikningsskilastaðla, en þær voru áður settar fram samkvæmt lögum um ársreikninga og íslenskum reikningsskilaaðferðum. Í eftirfarandi töflum og skýringum má sjá hvaða áhrif breytingin frá íslenskum reikningsskilaaðferðum til alþjóðlegra reikningsskilastaðla hefur haft á fjárhagsstöðu samstæðunnar og fjárhagslega afkomu hennar. Engar verulegar breytingar eru á sjóðstreymisyfirliti samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum frá því sem áður var samkvæmt íslenskum reikningsskilaaðferðum. Eigið fé 1. janúar 2005: Eigið fé samkvæmt fyrri reikningsskilareglum 31. desember Eigið fé samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum 1. janúar Breyting frá fyrri reikningsskilareglum ( ) Breytingar á mati: Samtals Virðisrýrnun viðskiptavildar IAS 36 0 ( ) ( ) Matsbreyting skráðra eignarhluta í öðru félagi IAS Matsbreyting eignarhluta í hlutdeildarfélögum IAS 28 ( 4.910) 700 ( 4.210) Matsbreyting birgða IAS 38 ( ) ( ) Matsbreyting tekjuskattsskuldbindingar vegna eignarhluta í dótturfélagi IAS Söluréttarsamningar færðir til skuldar IFRS 2 0 ( ) ( ) Breytingar vegna alþjóðlegra reikningsskilastaðla samtals ( ) ( ) Breytingar á eigin fé eru sýndar eftir frádrátt tekjuskatts. Línulegar afskriftir viðskiptavildar á árinu 2004 eru bakfærðar. Viðskiptavild varð í meginatriðum til við kaup á dótturfélagi í árslok Ekki var gert virðisrýrnunarpróf á viðskiptavildinni á kaupdegi. Virðisrýrnunarpróf sem gert var miðað við árslok 2004 leiddi í ljós að endurheimtanlegt virði viðskiptavildarinnar var lægra en bókfært verð og nemur lækkun eigin fjár vegna þessara breytinga 45 millj. kr. Eignarhlutur í skráðu félagi var áður færður á kostnaðarverði. Við innleiðingu alþjóðlegra reikningsskilastaðla var ákveðið að færa eignina á gangverði, þar sem gangvirðisbreytingar verða færðar í rekstrarreikning. Vegna þessa hækkar eigið fé í ársbyrjun 2005 um 15 millj. kr. Eignarhlutir í hlutdeildarfélögum verða færðir samkvæmt hlutdeildaraðferð í samstæðureikningsskilunum. Þessi breyting lækkar bókfært eigið fé um 4 millj. kr. miðað við fyrri reikningsskilaaðferðir. Fjárhæðir eru í þúsundum króna 39

40 Ársskýrsla Nýherja Frh.: Meðal birgða hefur verið eignfærður kostnaður við þróun nýrrar vöru. Eignfærslan stenst ekki þau skilyrði sem gerð eru fyrir eignfærslu þróunarkostnaðar í alþjóðlegum reikningsskilareglum og lækkar eigið fé samstæðunnar um 36 millj. kr. í ársbyrjun Undanfarin ár hefur verið færð tekjuskattsskuldbinding vegna eignarhluta Nýherja í dótturfélagi. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastaðli um tekjuskatta eru skattskyldir tímabundnir mismunir vegna fjárfestinga í dótturfélögum færðir nema móðurfélagið geti stjórnað því hvenær tímabundni mismunurinn snýst við og líklegt er að hann snúist ekki við í fyrirsjáanlegri framtíð. Þessi skilyrði eru að mati stjórnenda Nýherja uppfyllt, auk þess sem dótturfélagið hefur nú verið sameinað móðurfélaginu. Vegna þessa hækkar eigið fé samstæðunnar um 52 millj. kr. Félagið seldi nokkrum starfsmönnum eigin hluti á árinu 2004 og veitti þeim á sama tíma sölurétt, það er rétt til að selja hlutina aftur á tilteknum tíma á sama verði og þeir keyptu bréfin. Samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er ekki heimilt að telja þessa sölu hlutafjár með eigin fé fyrr en söluréttur fellur niður. Vegna þessa lækkar eigið fé í ársbyrjun 2005 um 28 millj. kr. Efnahagsreikningur 1. janúar 2005: Eignir Reikningsskilareglur Breytingar Alþjóðlegar reikningsskilareglur Varanlegir rekstrarfjármunir Viðskiptavild ( ) 0 Eignarhlutir í öðrum félögum Skuldabréfaeign og samningar Fastafjármunir ( ) Vörubirgðir ( ) Viðskiptakröfur og aðrar kröfur Handbært fé Veltufjármunir ( ) Eignir samtals ( ) Eigið fé og skuldir Eigið fé: Hlutafé Yfirverðsreikningur innborgaðs hlutafjár Annað bundið eigið fé ( ) ( ) Óráðstafað eigið fé ( ) Eigið fé ( ) Skuldir: Tekjuskattsskuldbinding ( ) Vaxtaberandi skuldir Langtímaskuldir ( ) Vaxtaberandi skuldir Viðskiptaskuldir og aðrar skammtímaskuldir Skammtímaskuldir Skuldir samtals ( ) Eigið fé og skuldir samtals ( ) Fjárhæðir eru í þúsundum króna

41 Skýringar 31. Frh.: Breytingarnar á efnahagsreikningnum eru sýndar án áhrifa tekjuskatts, en breytingar á eigin fé voru sýndar að frádregnum tekjuskatti. Efnahagsreikningur Nýherja hf. verður sýndur á einni síðu og er mun samþjappaðri en áður. Það er mat stjórnenda félagsins að reikningurinn verði mjög læsilegur og skýr með þessari framsetningu. Í fyrsta ársreikningi Nýherja hf. samkvæmt alþjóðlegum reikningsskilastöðlum er lögð áhersla á að greina frá beitingu helstu reikningsskilaaðferða, jafnframt því sem greint er frá áhrifum af innleiðingu nýrra reglna á fjárhagsstöðu samstæðunnar. Rekstrarreikningur ársins 2004 Íslenskar reikningsskilareglur Breytingar Alþjóðlegar reikningsskilareglur Seldar vörur og þjónusta Vörunotkun og kostnaður við selda þjónustu ( ) ( ) Vergur hagnaður Aðrar tekjur ( 8.713) Laun og launatengd gjöld ( ) 1 ( ) Annar rekstrarkostnaður ( ) ( ) ( ) Afskriftir ( ) ( ) Virðisrýrnun viðskiptavildar ( ) ( ) Rekstrarhagnaður ( ) Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld ( ) ( 1.216) ( ) Áhrif hlutdeildarfélaga Hagnaður fyrir skatta ( ) Tekjuskattur ( ) 583 ( ) Eignarskattur ( 4.862) Hagnaður ársins ( ) Lækkun á vörunotkun um 9 millj. kr. stafar af breyttri flokkun rekstrargjalda. Annar rekstrarkostnaður hækkar um sömu fjárhæð. Afskriftir lækka um 26 millj. kr., þar sem viðskiptavild er ekki lengur gjaldfærð með línulegum afskriftum. Gert var virðisrýrnunarpróf miðað við árslok 2004, sem leiddi til þess að öll viðskiptavild samstæðunnar var gjaldfærð. Fjármunatekjur og fjármagnsgjöld hækka um 1 millj. kr. vegna hækkunar á skráðum eignarhlut í öðru félagi sem færður er á gangvirði, en var áður færður á kostnaðarverði. Breytingar á tekjuskatti ársins stafa af þeim breytingum sem greint er frá hér að framan. Fjárhæðir eru í þúsundum króna 41

42 Ársskýrsla Nýherja 2005 Kennitölur 32. Helstu kennitölur samstæðunnar: Rekstur: Veltuhraði vörubirgða í lok tímabils - vörunotkun/sölubirgðir í lok tímabils ,5 7,9 Söludagar í viðskiptakröfum - viðskiptakröfur í lok tímabils/seldar vörur og þjónusta Laun og launatengd gjöld/seldar vörur og þjónusta ,0% 25,8% Annar rekstrarkostnaður/seldar vörur og þjónusta ,3% 8,2% Hagnaður eftir skatta/seldar vörur og þjónusta ,2% 0,9% Efnahagur: Veltufjárhlutfall - veltufjármunir/skammtímaskuldir ,22 1,77 Eiginfjárhlutfall - eigið fé/heildarfjármagn ,2% 44,1% Arðsemi eigin fjár ,2% 4,1% Markaðsvirði virks hlutafjár Breyting á gengi hlutafjár frá ársbyrjun ,3% 15,9% Gengi hlutafjár ,80 10,20 42 Fjárhæðir eru í þúsundum króna

43 ANNUAL REPORT Per Falck Jensen, Sales Director of AppliCon A/S in Denmark, a subsidiary of Nyherji.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002

Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002 Marel hf Ársreikningur samstæðu 2002 Efnisyfirlit bls. Áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Fimm ára yfirlit... 4 Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6-7 Sjóðstreymi...

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011 Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011 Ársreikningur samstæðu 2011 Efnisyfirlit: Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun óháðs endurskoðanda... 3 Rekstrarreikningur... 4 Yfirlit um

More information

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008 Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008 Ársreikningur samstæðu 2008 Efnisyfirlit: Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 1 Áritun óháðs endurskoðanda... 2 Rekstrarreikningur... 3 Efnahagsreikningur...

More information

Marel hf. Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003

Marel hf. Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003 Marel hf Árshlutareikningur samstæðu 30. júní 2003 Efnisyfirlit bls. Áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Kennitölur... 4 Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6-7 Sjóðstreymi...

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010 Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010 Nýherji hf. Borgartúni 37 105 Reykjavík Kt. 530292-2079 Efnisyfirlit Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra... Áritun óháðs endurskoðanda... Rekstrarreikningur

More information

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2017

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2017 Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2017 Ársreikningur samstæðu 2017 Efnisyfirlit: Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 2-3 Áritun óháðs endurskoðanda... 4-5 Rekstrarreikningur samstæðu...

More information

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna Samstæðuársreikningur þessi er þýðing frá upphaflegum samstæðuársreikningi sem er á ensku. Verði um misræmi að ræða milli ensku og íslensku útgáfunnar

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Verðbréfasjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Fjárfestingarsjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Ársreikningur 2016 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Ársreikningur 2017 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík Kt. 530608-0690 Efnisyfirlit Bls. Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 3 Ársreikningur

More information

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt Össur hf. Ársreikningur 2017 Össur hf. Grjóthálsi 5 110 Reykjavík kt. 560271-0189 Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Það er mat stjórnar og framkvæmdastjórnar Össurar hf. (samstæðunnar) að samstæðureikningur

More information

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra BS ritgerð Í reikningsskilum Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra Maríus Þór Haraldsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Júní 2009

More information

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland Lánastofnanir Commercial Banks Savings Banks Credit Undertakings Verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir Rekstrarfélög verðbréfasjóða Verðbréfasjóðir

More information

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf.

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. Ársskýrsla 2005 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. Ársskýrsla TM 2005 Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns 5 Skýrsla forstjóra 6 Fjárhagsleg niðurstaða 8 Breytt skipulag 11 Sölu- og markaðsmál 13 Fjárfestingar 17

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vátryggingafélag Íslands hf. Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2016 Vátryggingafélag Íslands hf. Ármúla 3 108 Reykjavík Kt. 690689-2009 Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2016 Efnisyfirlit Skýrsla

More information

Samstæða Samandreginn árshlutareikningur 1. janúar til 30. júní 2007

Samstæða Samandreginn árshlutareikningur 1. janúar til 30. júní 2007 Samstæða Samandreginn árshlutareikningur 1. janúar til 30. júní 2007 Landsvirkjun Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík Kt. 420269-1299 Efnisyfirlit Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 3 Eiginfjáryfirlit...

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vátryggingafélag Íslands hf. Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2017 Vátryggingafélag Íslands hf. Ármúla 3 108 Reykjavík Kt. 690689-2009 Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2017 Efnisyfirlit Skýrsla

More information

Íslandsbanki Ársreikningur samstæðu 2017

Íslandsbanki Ársreikningur samstæðu 2017 Íslandsbanki Ársreikningur samstæðu 2017 islandsbanki.is @islandsbanki 440 4000 Efnisyfirlit Helstu atriði... Skýrsla stjórnar... Áritun óháðs endurskoðanda... Rekstrarreikningur samstæðunnar... Yfirlit

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Tryggingamiðstöðin hf.

Tryggingamiðstöðin hf. Tryggingamiðstöðin hf. Ársreikningur samstæðunnar 2015 Tryggingamiðstöðin hf. Síðumúla 24 108 Reykjavík Kt. 660269-2079 2 Efnisyfirlit bls. Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra... 3 Áritun óháðs

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Ársreikningur samstæðu. - fyrir árið 2015

Ársreikningur samstæðu. - fyrir árið 2015 Ársreikningur samstæðu - fyrir árið 2015 EFNISYFIRLIT bls. Skýrsla og áritun stjórnar og bankastjóra... Áritun óháðs endurskoðanda... Yfirlit um heildarafkomu samstæðunnar... Efnahagsreikningur samstæðunnar...

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér ÁRSSKÝRSLA 2016 Kaflatexti kemur hér 1 2 Kaflatexti kemur hér Efnisyfirlit Helstu tölur úr ársreikningi... 4 Um Íslenska fjárfestingu ehf.... 7 Helstu verkefni Íslenskrar fjárfestingar ehf. 2016... 8 Yfirlit

More information

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Vegmúla 2 108 Reykjavík Kt. 491098-2529 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Efnisyfirlit Áritun endurskoðenda 2 Skýrsla

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Ársreikningur samstæðu 2014

Ársreikningur samstæðu 2014 Ársreikningur samstæðu 2014 Landsbankinn hf. Kt. 471008-0280 410 4000 landsbankinn.is Þessi síða er vísvitandi höfð auð. Efnisyfirlit Blaðsíða Skýrsla og áritun bankaráðs og bankastjóra 1-3 Áritun óháðs

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda.... 2

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Laugavegi 77 / Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda....

More information

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf 19. febrúar. 2009

Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar. Ólafur Garðarsson ÍKON ehf  19. febrúar. 2009 Örnámskeið Ský Hagnýting Opins Hugbúnaðar Ólafur Garðarsson ÍKON ehf www.ikon.is 19. febrúar. 2009 Vefhýsing með opnum og frjálsum hugbúnaði LAMP (Linux Apache MySql PHP) vefþjónar hafa yfir 50% markaðshlutdeild.

More information

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn Ársskýrsla 2010 2 Efnisyfirlit Stofnun og eignarhald...4 Stjórn...4 Starfsmenn...4 Stjórnarhættir...5 Stýring og eftirlit með áhættu...5 Lykiltölur úr rekstri...5 Sjóðir...6 Fagfjárfestasjóðir...7 Dómsmál

More information

Ávarp stjórnarformanns 4 Ávarp forstjóra 6 Stjórn Bláa Lónsins Stjórnskipulag Bláa Lónsins 10 Fyrirtæki sem byggir á mannauði 12 Bláa Lónið 16

Ávarp stjórnarformanns 4 Ávarp forstjóra 6 Stjórn Bláa Lónsins Stjórnskipulag Bláa Lónsins 10 Fyrirtæki sem byggir á mannauði 12 Bláa Lónið 16 Ávarp stjórnarformanns 4 Ávarp forstjóra 6 Stjórn Bláa Lónsins 2013 8 Stjórnskipulag Bláa Lónsins 10 Fyrirtæki sem byggir á mannauði 12 Bláa Lónið 16 Veitingar 20 Fasteignasvið 24 Rannsóknir og þróun 28

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar

Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar Samandreginn árshlutareikningur samstæðunnar 1. janúar til 30. júní 2018 Landsbankinn hf. Kt. 471008-0280 +354 410 4000 www.landsbankinn.is Efnisyfirlit Blaðsíða Helstu niðurstöður 1 Skýrsla bankaráðs

More information

Íslenskur hlutafjármarkaður

Íslenskur hlutafjármarkaður ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR 1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015

Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Samfélagsskýrsla Landsbankans 2015 Efnisyfirlit Ávarp bankastjóra... 4 Um skýrsluna... 5 Gæðatrygging upplýsinga...5 Um Landsbankann... 6 Samstarf...7 Stjórnarhættir...8 Hagsmunaaðilar og samráð...8 Stefna,

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

ÁRSSKÝRSLA 2002 Orkuveita Reykjavíkur

ÁRSSKÝRSLA 2002 Orkuveita Reykjavíkur Orkuveita Reykjavíkur ANNUAL REPORT 2002 / REYKJAVIK ENERGY EFNISYFIRLIT CONTENTS Ávarp stjórnarformanns og forstjóra....................................................... 4 Address by the Chairman of

More information

Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands

Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands Skráningarlýsing Hlutafjáraukning skráð á Aðallista Kauphallar Íslands Mars 2006 EFNISYFIRLIT 1 YFIRLÝSINGAR...3 1.1 Yfirlýsing útgefanda... 3 1.2 Yfirlýsing umsjónaraðila... 3 1.3 Yfirlýsing endurskoðanda...

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2015 12 Stefna

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt.

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt. Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir Ársreikningur 29 Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi 2 155 Reykjavík Kt. 69694-2719 Efnisyfirlit A-hluti Ársreikningur Íslandssjóða hf. Skýrsla og áritun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

CRM - Á leið heim úr vinnu

CRM - Á leið heim úr vinnu CRM - Á leið heim úr vinnu Leiðbeinendur: Elín Gränz - Bjarmi Guðlaugsson - Dagsskrá 1. Hvað er CRM? a) Hugmyndafræði CRM Huglægur búnaður b) Örstutt um þróun CRM mistök og sigrar c) Tækifæri í breyttu

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér ÁRSSKÝRSLA 2017 Kaflatexti kemur hér 1 2 Kaflatexti kemur hér Efnisyfirlit Helstu tölur úr ársreikningi... 4 Um Íslenska fjárfestingu ehf.... 7 Helstu verkefni Íslenskrar fjárfestingar ehf. 2017... 8 Yfirlit

More information

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018

Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018 Uppgjör 2. ársfjórðungs 2018 Fjárfestakynning 2. ágúst 2018 2F 2018 Helstu atburðir 2F Arion banki skráður hjá Nasdaq Iceland og Nasdaq Stokkhólmi þann 15. júní. Fyrsti bankinn sem skráður er á aðallista

More information

EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA Bls STJÓRN RARIK 4 FORMÁLI 5 STJÓRNSKIPURIT 8

EFNISYFIRLIT ÁRSSKÝRSLA Bls STJÓRN RARIK 4 FORMÁLI 5 STJÓRNSKIPURIT 8 EFNISYFIRLIT Bls STJÓRN RARIK 4 FORMÁLI 5 STJÓRNSKIPURIT 8 ÁRSSKÝRSLA 2006 STARFSEMIN 2006 9-19 Ársfundur 2006 9 Hlutafélag 9 Fjármál 10 Dótturfélög 10 Sameiningarmál 11 Markaðsvæðing raforkusölu 11 Orkusala

More information

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8. árgangur, 1. tölublað, 2011 Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir 1 Ágrip Reglulega kemur upp umræða um það

More information

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf. Lýsing þessi er gefin út í tengslum við almennt útboð á 75% útgefinna hluta í Reginn hf. sem til sölu eru á verðbilinu 8,1-11,9 kr. á hlut og beiðni stjórnar Regins hf. um að öll hlutabréf í félaginu verði

More information

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016

Skýrsla Fjármálaskrifstofu. Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016 Skýrsla Fjármálaskrifstofu Við framlagningu ársreiknings Reykjavíkurborgar 2016 L a g t f r a m í b o r g a r r á ð i 27. apríl 2017 0 R16120061 Borgarráð Árseikningur Reykjavíkurborgar 2016 samanstendur

More information

Tryggingafræðileg úttekt

Tryggingafræðileg úttekt Ársreikningur 2017 Skýrsla stjórnar Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga, lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglur Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin?

Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Þekking fyrir þjóðarbúið Vorráðstefna Matís 2009 Sjávarafurðir og aukin verðmæti: Hvar liggja stóru tækifærin? Kristján Hjaltason, ráðgjafi Apríl 2009 Yfirlit Þróun framboðs af sjávarafurðum Fyrir hvað

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2016 12 Stefna

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

Landmælingar Íslands Ársskýrsla National Land Survey of Iceland Annual Report 2011

Landmælingar Íslands Ársskýrsla National Land Survey of Iceland Annual Report 2011 Landmælingar Íslands Ársskýrsla 2011 National Land Survey of Iceland Annual Report 2011 Stjórnsýsla og miðlun... 3 Ávarp forstjóra... 4 Starfsmenn... 8 Mannauður... 9 Miðlun og þjónusta... 10 Verkefni...

More information

Lýsing September 2006

Lýsing September 2006 Lýsing September 2006 Stofnun Marel hf. Fyrsta sjóvogin seld Marel stofnar sölu- og þjónustufyrirtæki í Kanada Marel gert að almenningshlutafélagi Marel hf. skráð í Kauphöll Íslands Félagið færir sig inn

More information

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA

7. júní Landslag og ásýnd. Aðferðir grunngögn og gildismat. Ólafur Árnason. Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag og ásýnd Aðferðir grunngögn og gildismat 7. júní 2018 Ólafur Árnason Fagstjóri skipulagsmála, EFLA Landslag Efnistök Gögn um grunnástand Aðferðir við mat á áhrifum á landslag og ásýnd Gildismat,

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Um Sjóvá 6. Frá stjórnarformanni 10. Frá forstjóra 12. Helstu viðburðir ársins 16. Af rekstri ársins tryggingaumhverfið 22. Skipulag og rekstur 28

Um Sjóvá 6. Frá stjórnarformanni 10. Frá forstjóra 12. Helstu viðburðir ársins 16. Af rekstri ársins tryggingaumhverfið 22. Skipulag og rekstur 28 EFNISYFIRLIT Um Sjóvá 6 Frá stjórnarformanni 10 Frá forstjóra 12 Helstu viðburðir ársins 16 Af rekstri ársins tryggingaumhverfið 22 Skipulag og rekstur 28 Stjórnarháttayfirlýsing 32 Lykiltölur úr rekstri

More information

Tekjustýring og lykiltölur veitingastaða. Hvernig nýtir maður þessa þætti til betri árangurs?

Tekjustýring og lykiltölur veitingastaða. Hvernig nýtir maður þessa þætti til betri árangurs? Tekjustýring og lykiltölur veitingastaða Hvernig nýtir maður þessa þætti til betri árangurs? Efnistök Fyrirtæki í ferðaþjónustu Upplýsingar frá Hagstofunni Tekjustýring Kostnaðarstýring Samanburður Lykiltölur,

More information

Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís. Nýsköpunarvogin Nýsköpunarvirkni íslenskra fyrirtækja

Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís. Nýsköpunarvogin Nýsköpunarvirkni íslenskra fyrirtækja Rannsóknamiðstöð Íslands - Rannís Nýsköpunarvogin 2008-2010 Nýsköpunarvirkni íslenskra fyrirtækja Efnisyfirlit INNGANGUR...................................................... 3 Efnistök.......................................................

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 Ársskýrsla 2008 1 EFNISYFIRLIT SKÝRSLA STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA 3 ÁRSREIKNINGUR 23 SKÝRSLA STJÓRNAR 24 ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA 25 ÁRITUN TRYGGINGASTÆRÐFRÆÐINGS

More information