Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands

Size: px
Start display at page:

Download "Skráningarlýsing. Hlutafjáraukning skráð á. Aðallista Kauphallar Íslands"

Transcription

1 Skráningarlýsing Hlutafjáraukning skráð á Aðallista Kauphallar Íslands Mars 2006

2 EFNISYFIRLIT 1 YFIRLÝSINGAR Yfirlýsing útgefanda Yfirlýsing umsjónaraðila Yfirlýsing endurskoðanda TILKYNNING TIL FJÁRFESTA ALMENNAR UPPLÝSINGAR Útgefandi Starfsemi útgefanda Umsjónaraðili skráningar Heildarhlutafé Skráningarupplýsingar Birtingardagatal Heimild til aukningar hlutafjár Ráðstöfun hlutafjáraukningar Kostnaður og fjárstreymi Upplýsingar og gögn HLUTAFÉ OG EIGNARHALD Þróun hlutafjár Heimildir til frekari hlutafjárhækkunar Eigin hlutir Verðþróun Viðskiptavakt Stærstu hluthafar í Atorku Group hf Um helstu hluthafa Atorku Group hf Arðgreiðslur og arðgreiðslustefna Réttindi og skyldur hluthafa Eignarréttur og framsal Skattskylda og stimpilskylda Málaferli STARFSEMI Ágrip af sögu Skipulag og stjórnun Fjárfestingar Atorku Group hf Stjórn Stjórnarhættir Starfsmenn Stjórnendur Heildarlaun og þóknun stjórnenda og stjórnar Kaup- og söluréttarkerfi Starfslok framkvæmdastjóra Endurskoðandi félagsins EIGNASAFN Fjárfestingarstefna Eignasafn Fyrirtækjaverkefni Plastiðnaður Félög á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði Fasteignafélag Áhrifafjárfestingar Jarðboranir hf Low & Bonar NWF Group Romag Holdings Interbulk Investment Hampiðjan Fjárfestingarhreyfingar Fyrirhugaðar fjárfestingar ÓVISSA OG ÁHÆTTA Áhætta af hlutabréfaeign Fjárhagslegir áhættuþættir

3 8 AFKOMA OG EFNAHAGUR Grundvöllur reikningsskila Rekstrarafkoma Efnahagur Yfirlit yfir sjóðstreymi Breytingar frá síðustu reikningsskilum ÞRÓUN OG FRAMTÍÐARHORFUR Þróun Framtíðarhorfur VIÐAUKI...32 Samþykktir Ársreikningur

4 1 YFIRLÝSINGAR 1.1 Yfirlýsing útgefanda Stjórn og forstjóri Atorku Group hf., kt , Laugavegi 182, 105 Reykjavík, lýsa því yfir að upplýsingar í skráningarlýsingu þessari séu eftir bestu vitund þeirra í samræmi við staðreyndir og að engu mikilvægu atriði sé sleppt sem áhrif geti haft á mat á útgefanda og verðbréfum hans. Reykjavík 8. mars 2006 Þorsteinn Vilhelmsson Magnús Jónsson Stjórnarformaður Atorku Group hf. forstjóri Atorku Group hf. Kt Kt Yfirlýsing umsjónaraðila MP Fjárfestingarbanki hf., kt , Skipholti 50d, 105 Reykjavík, lýsir því yfir að við gerð skráningarlýsingarinnar var aflað þeirra gagna sem að mati MP Fjárfestingarbanka hf. voru nauðsynleg til þess að gefa rétta mynd af Atorku Group hf. og verðbréfum þess og að mati MP Fjárfestingarbanka hf. var engu atriði sleppt sem áhrif gæti haft á mat á útgefanda og verðbréfum hans sem óskað er skráningar á. Reykjavík 8. mars 2006 Ómar Sigtryggsson forstöðumaður fyrirtækjasviðs MP Fjárfestingarbanka hf. Kt Yfirlýsing endurskoðanda Við undirritaðir fyrir hönd, PricewaterhouseCoopers hf., kt , Skógarhlíð 12, 105 Reykjavík, höfum endurskoðað og áritað án fyrirvara ársreikninga Atorku Group hf. undanfarin þrjú reikningsár, þ.e. árin 2003, 2004 og Við staðfestum að ofangreindir ársreikningar eru í samræmi við lög og góða reikningsskilavenju og gefa glögga mynd af rekstri og efnahag félagsins. Við staðfestum einnig að aðrar upplýsingar í skráningarlýsingu þessari sem varða reikningsskil Atorku Group hf. eru í samræmi við tilvitnuð reikningsskil. Reykjavík 8. mars 2006 f.h. PricewaterhouseCoopers hf. Gunnar Þór Ásgeirsson Kristinn Freyr Kristinsson löggiltur endurskoðandi löggiltur endurskoðandi Kt Kt

5 4

6 2 TILKYNNING TIL FJÁRFESTA Skráningarlýsing þessi er gefin út vegna hækkunar á hlutafé Atorku Group hf. um kr. að nafnverði. Hækkunin var skráð í Kauphöll Íslands hf. þann 20. janúar Um er að ræða skráningu á nýjum hlutum sem var ráðstafað til greiðslu fyrir hluti í Jarðborunum hf. í samræmi við yfirtökutilboð Atorku Group hf. í hluti í Jarðborunum hf., sbr. Tilboðsyfirlit dags. 9. desember Heildarhlutafé Atorku Group hf. eftir hækkunina er kr. að nafnverði, sem skiptist í jafna hluti. Þar sem hlutafé Atorku Group hf. hefur verið hækkað um meira en sem nemur 10% af heildarhlutafé ber félaginu að gefa út skráningarlýsingu samkvæmt a-lið 3.tl. 1.gr. viðauka IV við reglugerð nr. 434/1999. Skráning nýrra hluta í Atorku Group hf. fer fram samkvæmt lögum um starfsemi kauphalla og skipulegra tilboðsmarkaða nr. 34/1998, reglugerð nr. 434/1999 um opinbera skráningu verðbréfa í kauphöll og reglum fyrir útgefendur verðbréfa í Kauphöll Íslands hf. Ný lagaákvæði um útboðs- og skráningarlýsingar verðbréfa tóku gildi 1. janúar 2006, með gildistöku 5. gr. og c-liðar 23. gr. laga nr. 31/2005, um breytingar á lögum um verðbréfaviðskipti, nr. 33/2003, með síðari breytingum. Framkvæmd laganna verður útfærð nánar í reglugerð sem ekki hefur verið birt. Fram kemur á heimasíðu Iðnaðar- og viðskiptaráðuneytisins ( að þegar hin nýja reglugerð verður birt og tekur gildi verður gert ráð fyrir bráðabirgðaákvæði í henni þar sem kveðið verður á um að heimild verði í þrjá mánuði frá gildistöku hennar að útbúa og birta útboðslýsingu og/eða skráningarlýsingu og fara í almennt útboð og skrá verðbréf í kauphöll í samræmi við ákvæði hinna eldri reglugerða. MP Fjárfestingarbanki hf. hefur sem umsjónaraðili unnið að gerð skráningarlýsingarinnar í samstarfi við stjórn, stjórnendur og endurskoðendur Atorku Group hf. Þeirra gagna hefur verið aflað sem að mati MP Fjárfestingarbanka hf. og Atorku Group hf. voru nauðsynleg til að fram komi sem skýrust mynd af starfsemi Atorku Group hf. og hlutum í félaginu. Upplýsingar um stefnu, horfur og framtíðarafkomu Atorku Group hf. byggja á forsendum sem geta breyst. Fjárfestum er bent á yfirlýsingar útgefanda, umsjónaraðila og endurskoðenda varðandi skráningarlýsinguna. Skráningarlýsingu þessa skal á engan hátt skoða og/eða túlka sem loforð um árangur í rekstri eða um ávöxtun fjármuna af hálfu Atorku Group hf. eða MP Fjárfestingarbanka hf. Ákvörðun um viðskipti með hluti í Atorku Group hf. er á ábyrgð hvers fjárfestis fyrir sig. Hver og einn fjárfestir verður að byggja ákvarðanir sínar á eigin athugun á félaginu og því umhverfi sem það starfar í. Vert er að benda sérstaklega á kaflann í lýsingunni um óvissu og áhættu. Kaup á hlutum í hlutabréfum eru í eðli sínu áhættufjárfesting sem byggist á væntingum um framtíðarhagnað. Fjárfestar skulu hafa í huga að mögulegt er að leita sér ráðgjafar sérfræðinga við mat á hlutabréfum Atorku Group hf. sem fjárfestingarkosti. Fjárfestum er bent á að kynna sér lagalega stöðu sína, þar á meðal skattaleg atriði sem geta átt við um viðskipti þeirra með hluti í Atorku Group hf. Hlutabréf Atorku Group hf. eru skráð á Aðallista Kauphallar Íslands hf. Félagið sinnir viðvarandi skyldum um upplýsingagjöf með birtingu tilkynninga í fréttakerfi Kauphallar Íslands hf. Fjárfestar eru hvattir til að kynna sér þær tilkynningar, sér í lagi frá og með útgáfudegi skráningarlýsingar þessarar. Þær upplýsingar sem eru birtar í skráningarlýsingu þessari eru miðaðar við útgáfudag hennar. Fjárfestum er ráðlagt að kynna sér efni hennar af kostgæfni sem og fylgiskjöl með henni. Aðrar upplýsingar en er að finna í skráningarlýsingunni eða eru birtar opinberlega geta ekki talist samþykktar af Atorku Group hf. eða umsjónaraðila skráningarlýsingarinnar, MP Fjárfestingarbanka hf. MP Fjárfestingarbanki hf. er hluthafi í Atorku Group hf. og átti þann 8. mars kr. að nafnverði eða 1,12% af heildarhlutafé í félaginu. Engin tengsl eru á milli Atorku Group hf. og MP Fjárfestingarbanka hf. í gegnum stjórnir félaga. Í skráningarlýsingunni ná orðin Atorka, Atorka Group, félagið, ATOR og fjárfestingarfélagið yfir Atorku Group hf. nema annað megi ráða af orðalagi eða samhengi. 5

7 3 ALMENNAR UPPLÝSINGAR 3.1 Útgefandi Atorka Group hf., kt , Heimilisfang: Laugavegi 182, 105 Reykjavík Símanúmer: Vefsvæði: Starfsemi útgefanda Félagið starfar skv. lögum nr. 2/1995 um hlutafélög með síðari breytingum. Samkvæmt 2. gr. samþykkta Atorku Group hf. er tilgangur félagsins að fjárfesta í verðbréfum fyrirtækja, einkum hlutabréfum arðbærra og vel rekinna fyrirtækja sem og þátttaka í rekstri þeirra fyrirtækja sem félagið fjárfestir í. Skulu fjárfestingar vera skv. fjárfestingarstefnu sjóðsins, sem lýst er í 3. gr. samþykkta. Fjárfestingarstefna félagsins, sbr. 3. gr. samþykkta félagsins, miðar að því að ávaxta sjóði þess á besta mögulegan hátt að mati stjórnar. Einkum skal fjárfest í hlutabréfum fyrirtækja sem eiga góða möguleika á innri vexti, aukinni hagkvæmni með sameiningum við önnur fyrirtæki eða uppskiptum. 3.3 Umsjónaraðili skráningar Fyrirtækjasvið MP Fjárfestingarbanka hf., kt Heimilisfang: Skipholti 50d, 105 Reykjavík Símanúmer: Vefsíða: Heildarhlutafé Heildarfjöldi hluta í Atorku Group hf. eru hlutir. Hlutaféð skiptist í einnar krónu hluti eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. Allir hlutir í félaginu eru að fullu greiddir. Eigin hlutir Atorku Group hf. eru og virkt hlutafé er því hlutir. 3.5 Skráningarupplýsingar Allir útgefnir hlutir í Atorku Group hf. eru skráðir á Aðallista Kauphallar Íslands hf. undir auðkenninu ATOR. Viðskiptalota, þ.e. minnsti fjöldi hluta sem þarf til myndunar verðs, er hlutir. Ekki er fyrirhuguð að svo stöddu að sækja um skráningu á hlutafé Atorku Group hf. í annarri kauphöll. Hlutir í Atorku Group hf. eru gefnir út rafrænt hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. og er ISIN númer þeirra IS Birtingardagatal Atorka Group hf. hefur áætlað að birta uppgjör fyrir árið 2006 á eftirfarandi tímum: 1. ársfjórðungsuppgjör í viku ársfjórðungsuppgjör í viku ársfjórðungsuppgjör í viku ársfjórðungsuppgjör og ársuppgjör ársins 2006 í viku 8 á árinu Heimild til aukningar hlutafjár Á hluthafafundi Atorku Group hf. þann 6. október 2005 var stjórn félagsins veitt heimild til að hækka hlutafé með áskrift nýrra hluta allt að kr. að nafnverði. Heimild þessi stendur til næsta aðalfundar félagsins eða en þó aldrei lengur en til 1. maí Hlutir við slíka hækkun skulu skiptast í jafn marga einnar krónu hluti og vera í sama flokki og aðrir hlutir í félaginu. Hluthafar falla frá forgangsrétti að hækkunarhlutum. Hlutirnir veita réttindi í félaginu frá skrásetningu hækkunarinnar hjá hlutafélagaskrá. Engar hömlur eru á viðskiptum með hækkunarhlutina og nýir hluthafar sæta ekki innlausn nema slíkt leiði af lögum. Stjórn er heimilt að ákveða að hækkunarhluti megi greiða með öðru en reiðufé. Stjórn félagsins er heimilað að gera þær breytingar á samþykktum sem leiðir af hlutafjárhækkun samkvæmt þessari heimild sem og að ákveða nánari útfærslu. Á grundvelli þessarar heimildar tók stjórn Atorku Group hf. ákvörðun á fundi sínum þann 6. janúar 2006 um að hækka hlutafé félagsins um kr. að nafnverði og er heimildin því að fullu nýtt. Hækkun hlutafjár var skráð í Kauphöll Íslands hf. þann 20. janúar

8 3.8 Ráðstöfun hlutafjáraukningar Hlutafjárhækkuninni var ráðstafað til kaupa á hlutabréfum í Jarðborunum hf., kt en þann 16. nóvember 2005 stofnaðist skylda Atorku Group hf. til að gera öðrum hluthöfum Jarðborana hf. yfirtökutilboð, sbr. VI. kafla laga um verðbréfaviðskipti nr. 33/ Við ákvörðun um skiptigengi hlutabréfa í Atorku Group hf. og Jarðborunum hf. var tekið mið af gengi hlutabréfa félaganna í viðskiptum þann 16. nóvember 2005, sem jafnframt er hæsta verð sem Atorka Group hf. hefur greitt fyrir hluti í Jarðborunum hf. sex mánuðum áður en yfirtökutilboðið tók gildi. Fyrir hverja krónu nafnverðs í Jarðborunum hf. voru greiddar 25,0 kr. og var greitt fyrir með hlutum í Atorku Group hf. miðað við gengið 6,0. Skiptihlutfall gagnvart Atorku Group hf. er því 4,167. Hlutabréfaskiptin voru framkvæmd í kerfi Verðbréfaskráningar Íslands hf. á tímabilinu janúar Eignarhlutur Atorku Group hf. í Jarðborunum hf. nemur að yfirtökutímanum liðnum kr. að nafnverði eða 96,72% af heildarhlutafé Jarðborana hf. Jarðboranir hf. eiga eigin bréf að nafnverði kr. og er eignarhlutur Atorku Group hf. því 98,16% af virku hlutafé. Þann 22. febrúar 2006 tilkynnti Atorka Group hf. að félagið og stjórn Jarðborana hf. hafa ákveðið að aðrir hluthafar Jarðborana hf. skuli sæta innlausn á hlutum sínum, sbr. heimild í 47. gr. laga nr. 33/2003 um verðbréfaviðskipti. Atorka Group hf. mun leysa til sín umrædda hluti á sömu kjörum og í yfirtökutilboðinu. Hluthafar eru hvattir til að framselja hluti sína í Jarðborunum hf. til Atorku Group hf. fyrir 22. mars 2006 og fer uppgjör fram á tímabilinu mars Kostnaður og fjárstreymi Heildarkostnaður við útgáfu og skráningu þessa hlutafjár á Aðallista Kauphallar Íslands er áætlaður um 8,6 milljónir króna. Af þeirri upphæð eru 3 milljónir króna vegna greiðslu á stimpilgjaldi sem nemur 0,5% af nafnverði nýs hlutafjár. Ekkert fjárstreymi er af hlutafjárhækkuninni því greitt var fyrir hlutabréfin í Atorku Group hf. með hlutabréfum í Jarðborunum hf Upplýsingar og gögn Skráningarlýsingu og öll gögn sem vitnað er í er unnt að nálgast á skrifstofu og heimasíðu umsjónaraðila skráningar. MP Fjárfestingarbanka hf. Skipholti 50d 105 Reykjavík sími Heimasíða: 7

9 4 HLUTAFÉ OG EIGNARHALD 4.1 Þróun hlutafjár Atorka Group á rætur sínar að rekja til 13. mars Upphaflega var félagið stofnað sem hlutabréfasjóður en stofnhlutafé félagsins var kr. að nafnverði. Heildarfjöldi hluta í félaginu við útgáfudag skráningarlýsingar þessarar eru hlutir. Hlutaféð skiptist í einnar krónu hluti eða margfeldi þeirrar fjárhæðar. Allir hlutir eru jafnréttháir og fylgir eitt atkvæði hverjum einnar krónu hlut. Allir hlutir í Atorku Group hf. eru að fullu greiddir. Í töflunni hér fyrir neðan má sjá þróun á hlutafé félagsins undangengin þrjú ár, þ.e. frá 27. desember 2002 til útgáfudags skráningarlýsingar þessarar. Dagsetning Rástöfun aukningar Gengi Aukning hlutafjár % aukning Uppsafnað nafnverð Hlutafé Nýtt hlutafé Selt í lokuðu útboði til fagfjárfesta 1, ,00% Nýtt hlutafé Selt í lokuðu útboði til fagfjárfesta 1, ,56% Nýtt hlutafé Selt í lokuðu útboði til fagfjárfesta 1, ,51% Nýtt hlutafé Yfirtökutilboð Afl fjárfestingarfélag 4, ,99% Nýtt hlutafé Yfirtökutilboð Jarðborana 6, ,63% Heildarhlutafé Heimildir til frekari hlutafjárhækkunar Á hluthafafundi Atorku Group hf. þann 6. desember 2002 var samþykkt að veita stjórn heimild til að hækka hlutafé um allt að kr. að nafnverði til að mæta kaupréttarsamningum starfsmanna og stjórnar. Heimild þessi er óskert og gildir hún í fimm ár frá samþykki hlutahafafundar, eða til 6. desember Ekki eru frekari heimildir í samþykktum Atorku Group hf. til hlutafjárhækkunar. 4.3 Eigin hlutir Samkvæmt VII kafla 30. gr. samþykkta Atorku Group hf. er félaginu heimilt að eiga eigin hlutabréf, allt að lögmætu hámarki, en atkvæðisréttur fylgir ekki bréfum þessum. Félaginu er óheimilt að veita lán út á hlutabréf sín. Í öðrum tilvikum en þeim sem hlutafélagalög heimila sérstaklega, getur félagið aðeins eignast eigin hluti samkvæmt heimild hluthafafundar til handa félagsstjórn og má slík heimild ekki vera til lengri tíma en 18 mánaða hverju sinni. Á aðalfundi Atorku Group hf. þann 15. febrúar 2005 var samþykkt að endurnýja heimild til handa stjórn félagsins til kaupa á eigin hlutum sem veitt var á aðalfundi þann 2. mars Á næstu 18 mánuðum er stjórn heimilt að kaupa hlutabréf í Atorku Group hf. að allt að 10% af nafnvirði hlutafjár eins og það er á hverjum tíma. Má kaupverð hlutanna vera allt að 15% yfir síðasta sölugengi. Ekki eru sett lágmörk á heimild þessa, hvorki hvað varðar kaupverð né stærð hlutar sem keyptur er hverju sinni. Við útgáfu skráningarlýsingar þessarar á Atorka Group hf. eigin hluti að nafnverði kr. eða 4,54% af heildarhlutafé félagsins. Fyrirtæki í eigu Atorku Group hf. eiga ekki hluti í Atorku Group hf. 4.4 Verðþróun Hlutafé Atorku Group hf. var skráð á Aðallista Kauphallar Íslands á árinu Þann 7. mars 2006 var markaðsvirði félagsins 19,6 milljarðar króna þar sem að síðasta dagslokaverð þennan dag var 6,10. Hlutabréf Atorku Group hf. eru hluti af Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands. Meðalverðbil í lok dags undanfarna 12 mánuði hefur verið 1,02%. Daglegur fjöldi viðskipta hefur á sama tíma verið um 10,2 og veltuhraði um 55,9% Verðþróun Atorku Group Á meðfylgjandi mynd má sjá verðþróun með hlutabréf félagsins síðustu þrjú ár. Verðþróunin er óleiðrétt eftir arðgreiðslur, þ.e. ekki er tekið tillit til arðgreiðslna á tímabilinu

10 4.5 Viðskiptavakt Atorka Group hf. hefur gert samning um að verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands hf. gegni hlutverki viðskiptavaka með hlutabréf Atorku Group hf. Í viðskiptavaktinni felst að verðbréfamiðlun Landsbanka Íslands hf. leggur á hverjum degi fram kaup- og sölutilboð í hlutabréf Atorku Group hf. í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands hf. Tilboðin skulu lögð fram við opnun markaðarins og að lágmarki nema 500 þúsund krónur að nafnverði. Viðskiptavaki skal leitast við að hafa fjölda tilboða í a.m.k. 3-5 í hvorri hlið. Verði tilboði tekið skal það endurnýjað innan 15 mínútna. Landsbanka Íslands hf. er ekki skylt að leggja fram frekari tilboð ef heildarviðskipti á einum viðskiptadegi hafa náð 15 milljónum króna að markaðsvirði. Leitast verður við að kaup- og sölutilboð myndi verðbilið á markaðinum, þó þannig að verðmunur fari ekki undir 1% og ekki yfir 3%. 4.6 Stærstu hluthafar í Atorku Group hf. Hluthafar í Atorku Group hf. voru hinn 7. mars Á eftirfarandi yfirliti má sjá tuttugu stærstu hluthafa félagsins skv. hlutaskrá félagsins miðað við sömu dagsetningu. Samtals áttu tíu stærstu hluthafar félagsins hluti eða 53,46% af heildarhlutafé. Tuttugu stærstu hluthafar félagsins áttu 66,83% eða sem samsvarar hlutum í félaginu. Félagið átti á sama tíma eigin bréf að nafnverði kr. eða 4,54%. Atorku Group hf. er ekki kunnugt um að samningar, sem falið gætu í sér blokkamyndun á eignarhaldi, séu fyrir hendi. Fjárfestum er hins vegar bent á að kynna sér tengsl stærstu hluthafa sem varða hlutafjáreign þeirra eða stjórnarsetu. Stjórnendur Atorku og tengdir aðilar eiga samtals 14,15% í félaginu. Hluthafi Nafn Fjöldi hluta Eignarhlutur 1 Skessa ehf ,10% 2 Harðbakur ehf ,33% 3 Ránarborg hf ,73% 4 Orkuveita Reykjavíkur ,26% 5 Atorka Group hf ,54% 6 Landsbanki Luxembourg S.A ,23% 7 Landsbanki Íslands hf., aðalstöðv ,08% 8 Lífeyrissjóðir Bankastræti ,01% 9 Mávur ehf ,81% 10 Lífeyrissjóður verslunarmanna ,37% Samtals 10 stærstu hluthafar ,46% 11 Byggingafélag Gylfa og Gunnars ehf ,96% 12 Eagle Investment Holdings S.A ,56% 13 Aðalsteinn Karlsson ,43% 14 Lífeyrissjóður lækna ,37% 15 Milestone Import Export Ltd ,34% 16 Magn-Capital ehf ,33% 17 Íslandsbanki hf ,18% 18 MP Fjárfestingarbanki hf ,12% 19 Eignarhaldsfélagið Hnota ehf ,04% 20 Reimar Pétursson ehf ,04% Samtals 20 stærstu hluthafar ,83% Samtals aðrir hluthafar ,17% Samtals útgefið hlutafé % 4.7 Um helstu hluthafa Atorku Group hf. Hluthafi í Atorku Skessa ehf. Harðbakur ehf. Ránarborg hf. Mávur ehf. Eigendur eignarhaldsfélags sem eru hluthafar í Atorku 50% Harðbakur ehf. 50% Mylsna ehf. (Magnús Jónsson) Fruminnherjar Atorku Þorsteinn Vilhelmsson Magnús Jónsson 100% Ránarborg hf. Þorsteinn Vilhelmsson 100% Þorsteinn Vilhelmsson og fjölskylda Þorsteinn Vilhelmsson Staða fruminnherja innan eignarhaldsfélags Eigandi og stjórnarmaður Eigandi Eigandi og stjórnarmaður Eigandi og stjórnarmaður Framkvæmdastjóri og stjórnarmaður Tengsl fruminnherja við Atorku Stjórnarformaður Forstjóri Stjórnarformaður Forstjóri Stjórnarformaður 100% Harðbakur ehf. Karl Axelsson Stjórnarmaður Eagle Investment Holdings S.A 100% Örn Andrésson Örn Andrésson Eigandi Stjórnarmaður Magn-Capital ehf. 100% Magnús Jónsson Magnús Jónsson Eigandi Forstjóri Eignarhaldsfélagið Hnota ehf. 100% Benedikt Olgeirsson Benedikt Olgeirsson Eigandi Framkvæmdastjóri Reimar Pétursson ehf. 100% Reimar Pétursson Reimar Pétursson Eigandi Framkvæmdastjóri Landsbanki Luxembourg S.A er formlega skráður sem einn af stærstu hluthöfum Atorku Group hf. Landsbanki Luxembourg S.A er dótturfélag Landsbanka Íslands og að fullu í eigu bankans. Hlutir skráðir á Landsbanka 9

11 Luxembourg S.A eru ekki eign bankans heldur er um að ræða hluti í eigu viðskiptavina Landsbankans Luxembourg S.A. Atkvæðisréttur fylgir þessum hlutum. Landsbanki Luxembourg S.A tekur engar sjálfstæðar stöður í hlutabréfum. 4.8 Arðgreiðslur og arðgreiðslustefna Aðalfundur, sem skal haldinn eigi síðar en fyrir lok júlí mánaðar ár hvert, tekur ákvörðun um greiðslu arðs að fenginni tillögu frá stjórn félagsins. Aðalfundur ákveður jafnframt gjalddaga arðs til hluthafa og verður hann að vera innan sex mánaða frá fundinum. Atorka Group hf. mun, fyrir milligöngu Verðbréfaskráningar Íslands hf., greiða arðinn á gjalddaga til þeirra reikningsstofnana þar sem skráðir eigendur hlutanna hafa VS reikning. Viðkomandi reikningsstofnanir annast endanlegar greiðslur inn á bankareikninga hluthafa. Hver hluthafi getur vitjað arðs á skrifstofu félagsins allt að tíu árum eftir gjalddaga. Að öðrum kosti fellur arðurinn til félagsins. Arðgreiðslustefna félagsins er að greiða út að jafnaði yfir þriggja ára tímabil um 50% til 80% hagnaðar af starfsemi félagsins og a.m.k. 50% af innleystum hagnaði hvers árs til hluthafa þess. Stjórn Atorku Group hf. hyggst leggja fyrir aðalfund félagsins þann 24. mars 2006 tillögu um að greiða 30% arð af nafnverði hlutafjár, eða 0,30 kr. per hlut fyrir reikningsárið Reikningsár Arður kr. per hlut Greiddur arður hvers árs Hlutfall af innleystum hagnaði Hlutfall af hagnaði , % 29% , % 56% , % Réttindi og skyldur hluthafa Hlutir í Atorku Group hf. eru allir í einum flokki og jafn réttháir. Á hluthafafundi fylgir eitt atkvæði hverjum einnar krónu hlut en eigin hlutir félagsins njóta ekki atkvæðisréttar. Engar hömlur eru lagðar á ráðstöfun hluthafa á hlutum í félaginu og engin sérréttindi fylgja hlutum í því. Samkvæmt 7. gr. samþykkta félagsins er hver hluthafi skyldur til þess, án sérstakrar skuldbindingar, að lúta samþykktum félagsins, eins og þær eru nú eða þeim kann síðar að vera breytt á löglegan hátt. Þó verða hluthafar ekki, hvorki með félagssamþykktum né breytingum á þeim, skyldaðir til að auka hlutafjáreign sína í félaginu og eigi heldur að sæta innlausn á hlutum sínum. Hluthafar bera ekki ábyrgð á skuldbindingum félagsins fram yfir hlut sinn í félaginu. Þessu ákvæði samþykktanna verður ekki breytt eða það fellt niður með neinni samþykkt í félaginu. Samkvæmt ákvæði 31. gr. í samþykktum félagsins má aðeins breyta samþykktum félagsins á löglega boðuðum hluthafafundi enda sé fyrirhugaðra breytinga getið í fundarboði. Samþykktum verður því aðeins breytt að tillaga þess efnis hljóti að minnsta kosti 2/3 hluta atkvæða á fundinum svo og samþykki hluthafa er ráða minnst 2/3 hlutum þess hlutafjár sem farið er með atkvæði fyrir á hluthafafundinum. Samþykki allra hluthafa þarf til þess að eftirgreindar breytingar verði gerðar á samþykktum þessum, sbr. 32. gr. í samþykktum: 1. Að breyta tilgangi félagsins í verulegum atriðum. 2. Að takmarka heimild hluthafa til meðferðar á hlutabréfum sínum. 3. Að skylda hluthafa til að þola innlausn á hlutabréfum sínum nema um félagsslit sé að ræða. 4. Að skerða rétt hluthafa eða auka skuldbindingar þeirra svo sem segir í 16. gr., 1. og 2. tölulið. Hluthafafundur einn getur samþykkt aukningu hlutafjár í félaginu, hvort heldur er með áskrift nýrra hluta eða útgáfu jöfnunarhluta. Hluthafar skulu hafa forgangsrétt að aukningu á hlutum í hlutfalli við skráða hlutaeign sína. Heimilt er að víkja frá þessu sbr. 3. mgr. 34. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Samþykki hluthafafundur slit, samruna við önnur félög eða skiptingu þess á lögmætan hátt, ákveður hann einnig ráðstöfun eigna og greiðslu skulda í samræmi við 13. kafla laga nr. 2/1995 um hlutafélög. Um önnur réttindi vísast í samþykktir félagsins sem eru birtar í skráningarlýsingu þessari og laga nr. 2/1995 um hlutafélög Eignarréttur og framsal Eignarskráning rafbréfa hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. veitir að undangenginni lokafærslu Verðbréfaskráningar skráðum eiganda hennar lögformlega heimild til þeirra réttinda sem hann er skráður eigandi að. Gagnvart Atorku Group hf. skal hlutaskráin hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. skoðast sem fullgild sönnun fyrir eignarrétti að hlutum í félaginu. 10

12 Arðgreiðslur og allar tilkynningar eru sendar til þess aðila sem er á hverjum tíma skráður eigandi viðkomandi hlutabréfa í hlutaskrá félagsins eins og hún er skráð hjá Verðbréfaskráningu Íslands hf. Félagið ber enga ábyrgð á því ef greiðslur eða tilkynningar misfarast vegna þess að vanrækt hefur verið að tilkynna félaginu um búsetu- eða eigendaskipti. Hluti í Atorku Group hf. má selja og veðsetja nema annað leiði af lögum. Um framsal og veðsetningu hluta gilda reglur viðskiptabréfa, sbr. 29. gr. laga nr. 2/1995, um hlutafélög. Reikningsstofnunum, eins og þær eru skilgreindar samkvæmt lögum nr. 131/1997 um rafræna eignaskráningu verðbréfa, er einum heimilt að annast milligöngu um framsal á hlutabréfum Atorku Group hf. Engar aðrar hömlur eru á framsali með hlutabréf í félaginu Skattskylda og stimpilskylda Skattaleg meðferð hlutabréfa Atorku Group hf. fer eftir gildandi skattalögum á hverjum tíma. Atorku Group hf. er skylt að halda eftir staðgreiðsluskatti vegna arðgreiðslna sbr. 2. mgr. 3. gr. laga nr. 94/1996, um staðgreiðslu skatts á fjármagnstekjur. Hlutir í Atorku Group hf. uppfylla skilyrði 5. mgr. B-liðar 30 gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt og eignarskatt, um frádráttarbærni kaupverðs vegna hluta sem upphaflega voru keyptir fyrir 1. desember Fjárfestum er bent á að leita ráðgjafar um skattaleg atriði áður en fjárfest er í hlutum í Atorku Group hf. Nýir hlutir í hlutafjáraukningu Atorku Group hf. eru stimpilskyldir og hefur félagið greitt stimpilgjöld vegna þeirra Málaferli Atorka Group hf. á ekki í málaferlum eða ágreiningi sem kunna að hafa afgerandi áhrif á fjárhagsstöðu félagsins. Rétt er að taka fram að Atorka Group hf. hefur stefnt Eignarhaldsfélaginu Vogun hf. í tengslum við hlutafjáreign Atorku Group hf. að nafnverði kr. (21,85%) í Hampiðjunni hf. Í málinu krefst Atorka Group hf. þess að Eignarhaldsfélagið Vogun hf. kaupi hlut Atorku Group hf. á genginu 8,6 auk dráttarvaxta í samræmi við ákvörðun Seðlabanka Íslands á hverjum tíma. Málið byggir á því að Eignarhaldsfélagið Vogun hf. hafi orðið yfirtökuskylt í Hampiðjunni hf. vegna viðskipta sem áttu sér stað í nóvember Lögfræðingar Atorku Group hf. gera ráð fyrir að endanleg niðurstaða í þessu máli liggi fyrir eftir u.þ.b mánuði. 11

13 5 STARFSEMI 5.1 Ágrip af sögu Atorka Group á rætur sínar að rekja til ársins 1990 og var upphaflega stofnað sem hlutabréfasjóður. Félagið fjárfestir á innlendum og erlendum mörkuðum og hefur hámarksarðsemi að leiðarljósi Íslenski hlutabréfasjóðurinn sem síðar varð Atorka Group, var stofnaður þann 13. mars Stofnendur voru Landsbréf hf., dótturfélag Landsbanka Íslands hf. og einstaklingar tengdir Landsbréfum hf. Upphaflega einbeitti félagið sér að fjárfestingum í íslenskum fyrirtækjum, ekki síst til að gefa almenningi kost á að ávaxta fé sitt og styðja við íslensk fyrirtæki og njóta í leiðinni skattasparnaðar Þann 3. apríl varð Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. eitt fyrsta félagið til að fá skráningu á Aðallista Verðbréfaþings Íslands sem síðar fékk nafnið Kauphöll Íslands Hluthafar samþykktu að breyta áherslum í rekstri félagsins. Í því fólst meðal annars að Íslenski hlutabréfasjóðurinn hf. hóf virkari afskipti og markvissari stuðning við þau félög sem fjárfest hafði verið í samhliða aðkomu nýrra hluthafa. Í kjölfarið var hlutafé félagsins aukið um tæplega 134 milljónir króna að nafnverði eða 10% af útgefnu hlutafé. Nýir hluthafar bættust við hluthafahópinn og tóku sæti í stjórn Atorku en þessir hluthafar voru m.a. félögin Heildun ehf., kt og Harðbakur ehf. kt sem eru tengd Margeiri Péturssyni, Þorsteini Vilhelmssyni, Jóni Pálmasyni og Sigurði Gísla Pálmasyni Nafni félagsins var breytt úr Íslenska hlutabréfasjóðnum hf. í Fjárfestingarfélagið Atorku hf. og 3. febrúar var auðkenni félagsins í Kauphöll Íslands hf. breytt úr ISHL í ATOR Atorka yfirtók þrjú félög á árinu, Líf hf., Afl fjárfestingarfélag hf. og Sæplast hf. og flutti jafnframt starfsemi sína að Laugavegi 182 í Reykjavík. Atorka jók áherslu sína á fjárfestingar erlendis og lauk 5 milljarða skuldabréfaútboði þar sem fjármunirnir voru nýttir til frekari fjárfestinga erlendis. Atorka keypti eignarhlut í breska dreifingarfyrirtækinu NWF Group plc og í breska iðnfyrirtækinu Low & Bonar plc sem framleiðir ýmis þróuð þráðefni eins og gervigras, undirlög í landgerð og steypustyrktartrefjar. Low & Bonar er skráð á aðallista Kauphallarinnar í London og NWF Group er skráð á AIM hlutabréfamarkaðnum í London Nafni félagsins var breytt úr Fjárfestingarfélaginu Atorku hf. í Atorka Group hf. Stofnað var fasteignafélagið Summit til að taka yfir fasteignir í eigu fyrirtækja Atorku og eiga önnur viðskipti með fasteignir. Atorka yfirtók Austurbakka hf. og hóf umbreytingar á félaginu með það að markmiði að ná fram hagræðingu og aukinni skerpu í rekstrinum. Í kjölfarið var víndeild Austurbakka seld frá félaginu og hafist handa við sameiningu Austurbakka við Icepharma og IsMed með það fyrir augum að stofna nýtt og öflugt þjónustufyrirtæki í heilbrigðisgeiranum. Promens hf. var stofnað sem dótturfélag Atorku Group hf., í þeim tilgangi að skerpa áherslur í rekstri Sæplast samstæðunnar. Promens hf. gekk frá samningi um kaup á Bonar Plastics plc sem var ein af þremur einingum Low & Bonar. Við kaupin stækkaði félagið verulega og er nú stærsta fyrirtækjasamstæða heims í hverfissteyptum plastvörum og leiðandi í vöruþróun á heimsmarkaði. Atorka jók hlut sinn í Low & Bonar og hlut sinn í NWF Group. Atorka keypti jafnframt eignarhlut í Romag Holding plc sem er fyrirtæki sem framleiðir ýmis konar öryggisgler, plastefni fyrir bygginga-, bíla- og flutningageirann og sérhæft gler sem nýtir birtu til rafmagnsframleiðslu (e.photovoltaic). Félagið er skráð á AIM markaðnum í London. Í lok ársins gerði Atorka yfirtökutilboð í Jarðboranir hf. að undangengnum töluverðum kaupum á hlutum í félaginu. Jarðboranir, sem starfa í 3 löndum við framkvæmdir sem felast í nýtingu auðlinda í jörðu, vinnslu jarðefna auk land- og mannvirkjagerðar, var skráð í Kauphöll Íslands. Markmiðið er að efla félagið enn frekar og nýta þá sérþekkingu sem býr í félaginu til enn frekari sóknar hér heima og erlendis. 12

14 2006 Á fyrsta degi ársins tók sameining Austurbakka, Icepharma og Ismed gildi undir nafninu Icepharma hf. Sameiningin skilar sér í öflugu félagi til að veita enn betri þjónustu og sækja fram á íslenskum lyfja- og heilbrigðismarkaði. Atorka lauk yfirtöku á Jarðborunum í janúar og var félagið afskráð úr Kauphöll Íslands í kjölfarið. Ásamt því jók Atorka eign sína í Romag Holding. Í febrúar var nafni Sæplast hf. breytt í Eignarhaldsfélagið Bolar hf. Vörumerkið Sæplast er í eigu Promens og verður áfram nýtt í sölu og markaðsstarfi fyrirtækja í eigu Promens. Þá var Sæplast Canada selt frá Eignarhaldsfélaginu Bolum yfir í Promens þannig að einu eignirnar sem eftir eru í Bolum eru Sæplast Alesund AS og Sæplast Norge AS. Atorka keypti eignarhlut í Interbulk Investment plc. en félagið er þriðja stærsta flutningafyrirtæki í heiminum með sérhæfðar gámaeiningar fyrir efnaiðnað. Á vormánuðum 2006 er áætlað að Atorka Group flytji í nýjar höfuðstöðvar að Hlíðasmára 1, Kópavogi. Jarðboranir og Promens munu einnig flytja í sama húsnæði. 5.2 Skipulag og stjórnun Með stjórn Atorku Group hf. fara hluthafafundir, stjórn félagsins og forstjóri. Æðsta vald í öllum málefnum félagsins, innan þeirra takmarka sem samþykktir þess og landslög setja, er í höndum lögmætra hluthafafunda. Félagið lýtur fimm manna stjórn og tveimur til vara sem kjörin er árlega á aðalfundi félagsins. Stjórnin kýs sér formann og skiptir með sér verkum. Félagsstjórn fer með málefni félagsins og skal annast um að skipulag félags og starfsemi sé jafnan í réttu og góðu horfi. Félagsstjórn og forstjóri fara með stjórn félagsins. Stjórn félagsins ræður forstjóra og ákveður starfskjör hans. Forstjóri annast daglegan rekstur félagsins og skal í þeim efnum fara eftir þeirri stefnu og fyrirmælum sem félagsstjórn hefur gefið. Forstjóri skal sjá um að bókhald félagsins sé fært í samræmi við lög og venjur og meðferð eigna félagsins sé með tryggilegum hætti. Hér má sjá núgildandi skipurit félagsins sem er samþykkt af stjórn Atorku Group hf. Stjórn Forstjóri Framkvæmdastjóri Umbreytingarverkefna Framkvæmdastjóri Viðskiptaþróunar Fjármálastjóri Kynningastjóri Greiningarsvið Umbreytingaverkefni Atorku eru þær fjárfestingar félagsins þar sem fjárfest er í nægilega stórum eignarhlut til að félagið geti haft veruleg áhrif á veigameiri rekstrarákvarðanir, stefnumótun og framþróun viðkomandi fyrirtækja. Framkvæmdastjóri umbreytingaverkefna ber ábyrgð á þróun og rekstri fyrirtækja í umbreytingaferli. Hann situr í stjórnum fyrirtækja í eigu Atorku og tekur virkan þátt í stefnumörkun og vexti fyrirtækjanna. Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar leitar uppi áhugaverð fyrirtæki sem samræmast fjárfestingastefnu Atorku. Hann ber jafnframt ábyrgð á ferli við kaup á nýjum fyrirtækjum og sölu á núverandi fyrirtækjum í eigu Atorku Group hf. 13

15 5.3 Fjárfestingar Atorku Group hf. Atorka Group hf. er framsækið alþjóðlegt fjárfestingarfélag. Atorka Group hf. leggur áherslu á áhrifafjárfestingar í traustum fyrirtækjum með áhugaverða vaxtarmöguleika eða tækifæri til hagræðingar. Á meðfylgjandi mynd má sjá yfirlit yfir fjárfestingar Atorku Group hf. við útgáfu skráningarlýsingarinnar. Umfjöllun um fyrirtæki í eigu Atorku Group hf. er í kafla 6 um eignasafn Atorku. Þar er fjallað um fyrirtæki sem vega meira en 10% af eigin fé Atorku og/eða leggja til 10% eða meira af rekstrarafkomu Atorku miðað við ársuppgjör Stjórn Stjórn Atorku skal skipuð fimm mönnum, kjörnum á hluthafafundi til eins árs í senn. Jafnframt skal á sama hluthafafundi kjósa tvo varamenn í stjórn félagsins til eins árs í senn. Á töflunni hér fyrir neðan má sjá þá stjórnarmenn og varastjórnarmenn sem voru kosnir á hluthafafundi félagsins 6. október Nafn Kennitala Heimilisfang Staða Þorsteinn Vilhelmsson, stjórnarformaður Ísalind 2, Kópavogur Fjárfestir Örn Andrésson Fannafold 51, Reykjavík Fjárfestir Hrafn Magnússon Akraseli 4, Reykjavík Framkvæmdastjóri Landssamtaka lsj. Karl Axelsson, hrl Boðagranda 12, Reykjavík Lögmaður Magnús Jónsson, hefur vikið úr stjórn Tjaldanesi 15, Garðabær Forstjóri Atorku Group hf. Stefán Bjarnason, varamaður Hesthömrum 1, Reykjavík Rekstrarhagfræðingur Ólafur Njáll Sigurðsson, varamaður Funafold 95, Reykjavík Fjármálastjóri Latabæjar Þann 16. nóvember 2005 var tilkynnt í fréttakerfi Kauphallar Íslands um skipulagsbreytingar hjá Atorku Group. Magnús Jónsson var ráðinn forstjóri Atorku Group og lét hann samhliða af störfum sem starfandi stjórnarformaður félagsins og vék tímabundið úr stjórn. Í kjölfarið var Þorsteinn Vilhelmsson kjörinn stjórnarformaður félagsins og Ólafur Njáll Sigurðsson sem verið hefur varamaður í stjórn tók sæti í stjórn Atorku Group hf. 5.5 Stjórnarhættir Stjórn Atorku Group leggur áherslu á að viðhalda góðum stjórnarháttum innan félagsins og hefur í því samhengi horft til leiðbeininga um stjórnarhætti fyrirtækja sem gefnar voru út af Kauphöll Íslands hf., Samtökum atvinnulífsins og Verslunarráði íslands í lok árs Stjórnin hefur sett sér starfsreglur þar sem valdsvið stjórnar er skilgreint og verksvið hennar gagnvart forstjóra. Í þessum reglum er meðal annars að finna reglur um fundarsköp, reglur um hæfi stjórnarmanna til þátttöku í afgreiðslu mála, reglur um þagnarskyldu, upplýsingagjöf forstjóra gagnvart stjórn og fleira. Stjórn Atorku Group kemur saman við öll veigameiri málefni en félagið fylgir leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja gefnum út af Viðskiptaráði Íslands, Kauphöll Íslands hf. og Samtökum atvinnulífsins. 14

16 5.6 Starfsmenn Frá stofnun Atorku og fram á mitt ár 2004 hafði félagið enga starfsmenn á sínum vegum. Félagið var með rekstrarsamning við Landsvaka hf., dótturfélag Landsbanka Íslands hf., um að fyrirtækið annaðist daglegan rekstur þess og var framkvæmdastjóri Atorku starfsmaður Landsvaka hf. Þann 1. apríl 2005 var samstarfi við Landsvaka hf. endanlega slitið og í dag eru starfsmenn Atorku sjö. 5.7 Stjórnendur Nafn Kennitala Heimilisfang Staða Magnús Jónsson Tjaldanesi 15, Garðabær Forstjóri Atorku Group hf. Benedikt Olgeirsson Hnotubergi 13, Hafnarfjörður Framkvæmdastjóri umbreytingarverkefna Reimar Pétursson Strandvegi 14, Garðabær Framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar Magnús Jónsson var ráðinn forstjóri Atorku Group hf. þann 16. nóvember Magnús hefur víðtæka reynslu af fjárfestingarstarfsemi. Á árunum starfaði hann sem sjóðsstjóri hjá Kaupþingi og næsta ár á eftir sem framkvæmdastjóri Uppsprettu, áhættufjárfestingarfélags (e. Venture Fund). Frá starfaði Magnús sem framkvæmdastjóri Ránarborgar hf. og tengdra fjárfestingarfélaga og sat jafnframt í fjölda stjórna s.s. Jarðboranna hf., Afls fjárfestingarfélags hf., MP Verðbréfa hf. (núverandi nafn er MP Fjárfestingarbanki hf.), Sæplasts hf. o.fl. Einnig gegndi hann m.a. stjórnarformennsku í Parlogis hf., A.Karlsson hf., Promens hf. og Atorku. Magnús var frá því í febrúar 2004 stjórnarformaður Atorku en þann 7. apríl 2005 varð Magnús starfandi stjórnarformaður allt þar til hann var ráðinn forstjóri félagsins í nóvember Benedikt Olgeirsson var ráðinn framkvæmdastjóri umbreytingarverkefna hjá Atorku Group þann 13. september Benedikt er verkfræðingur frá Háskóla Ísland og lauk meistaraprófi í verkefnastjórnun frá University of Washington í Seattle árið Á árunum starfaði hann við verkefnastjórnun í verktakageiranum þar til hann réðst til starfa hjá Eimskip. Frá 1993 til 1997 stýrði hann rekstri Eimskips í Sundahöfn og næstu tvö árin þar á eftir var hann forstöðumaður innanlandsflutninga félagsins. Frá 1999 til 2003 var hann framkvæmdastjóri Eimskips í Hamborg. Benedikt starfaði árið sem framkvæmdastjóri Parlogis hf., sem er eitt af fyrirtækjum í eigu Atorku Group hf. Parlogis hét áður Lyfjadreifing ehf. Reimar Pétursson var ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Atorku Group þann 13. september Reimar útskrifaðist sem lögfræðingur frá Háskóla Íslands árið Á árunum stundaði hann nám í fjármála- og viðskiptatengdri lögfræði við Columbia University í New York og útskrifaðist þaðan með meistarapróf í lögfræði árið Hann starfaði sem lögmaður á árunum , fyrst sem fulltrúi Jóns Steinars Gunnlaugssonar og Karls Axelssonar, síðar sem meðeigandi Nestor lögmanna og loks sem sjálfstætt starfandi lögmaður. Hann hlaut réttindi til málflutnings fyrir Hæstarétti í janúar 2004 og málflutningsréttindi í New York fylki í desember Áður en Reimar var ráðinn framkvæmdastjóri viðskiptaþróunar hjá Atorku var hann lögfræðingur félagsins um sex mánaða skeið. Fjármálastjóri Atorku Group er tímabundið ráðgjafi hjá félaginu og þiggur laun frá PricewaterhouseCoopers hf. Búið er að ganga frá ráðningu á nýjum fjármálastjóra sem kemur til starfa hjá félaginu í apríl Heildarlaun og þóknun stjórnenda og stjórnar Launagreiðslur til forstjóra og stjórnar Atorku Group á árinu 2005 vegna starfa fyrir félagið, kaupréttarsamningar og eignarhlutir í félaginu við útgáfu skráningarlýsingarinnar greinast á eftirfarandi hátt (í þús. króna): Nafn Staða innan Atorku Laun og hlunnindi Kaupréttir Söluréttir* Gengi Eignarhlutur í árslok Magnús Jónsson Forstjóri ,05+fjárm.k Benedikt Olgeirsson Framkvæmdastjóri ,05+fjárm.k Reimar Pétursson Framkvæmdastjóri ,05+fjárm.k Þorsteinn Vilhelmsson Stjórnarformaður Hrafn Magnússon Stjórnarmaður Karl Axelsson, hrl. Stjórnarmaður Örn Andrésson Stjórnarmaður * Hér er um að ræða samning sem ver starfsmann gegn mögulegu tapi sem kann að myndast á milli markaðsverðs og samningsverðs. Á árinu 2005 voru forstjóri og framkvæmdastjórarnir tveir í starfi hjá Atorku Group hf. einungis hluta af árinu. Með eignarhlutum að ofan eru taldir eignarhlutir fjárhagslega tengdra aðila þ.e. eign maka og ófjárráða barna ásamt eignarhlutum í eigu félaga sem stjórnendur ráða. Atorka hefur hvorki veitt stjórnarmönnum, forstjóra, framkvæmdastjórum né öðrum starfsmönnum félagsins lán né gengist í ábyrgðir fyrir þá. Félagið hefur ekki átt í óvenjulegum viðskiptum við ofangreinda aðila né gert við þá óvenjulega samninga. 15

17 5.9 Kaup- og söluréttarkerfi Engir kaupréttasamningar eru í gildi hjá félaginu við útgáfu skráningarlýsingarinnar. Þann 20. september 2005 keyptu Reimar Pétursson og Benedikt Olgeirsson, framkvæmdastjórar Atorka Group hf, hluti hvor í félaginu á genginu 6,05. Kaupin eru gerð í nafni eignarhaldsfélaga í eigu þeirra, Reimar Pétursson ehf. og Eignarhaldsfélagið Hnota ehf. Heildareign þeirra í gegnum umrædd eignarhaldsfélög eftir viðskiptin er hlutir hvor. Framkvæmdastjórunum er skylt að eiga hlutina í 1 til 3 ár. Samhliða þessum viðskiptum veitti félagið framkvæmdastjórunum sölurétt á hlutum hvorum sem ver þá fyrir mögulegu tapi af þessum viðskiptum. Síðar var þessum sölurétti breytt í samning sem ver framkvæmdastjóra fyrir mögulegu tapi sem kann að myndast á milli markaðsverðs og samningsverðs. Framkvæmdastjórar hafa ekki rétt á að selja hlutina til baka í lok samningstímans og því er ekki um eiginlegan sölurétt að ræða. Samningur þessi er nýtanlegur í jöfnum þriðjungshlutum árlega á næstu þremur árum og miðast við samningsverðið 6,05 fyrir hvern hlut auk fjármagnskostnaðar. Samkvæmt samningum þurfa framkvæmdastjórarnir ekki að selja hluti sína í Atorku Group til að fá hugsanlegt tap greitt. Þann 28. desember 2005 keypti Magnús Jónsson, forstjóri Atorku Group, hluti í félaginu á genginu 6,05. Kaupin voru gerði í nafni eignarhaldsfélags í eigu hans, Magn-Capital ehf. Heildareign hans í gegnum umrætt eignarhaldsfélag er hlutir en fjöldi hluta í eigu fjarhagslegra tengdra aðila hans er hlutir eftir viðskiptin. Samhliða viðskiptunum var gerður samningur við Atorka Group hf. um sölurétt sem ver kaupandann fyrir mögulegu tapi af viðskiptunum. Síðar var þessum sölurétti breytt í samning sem ver forstjóra fyrir mögulegu tapi sem kann að myndast á milli markaðsverðs og samningsverðs. Forstjórinn hefur ekki rétt á að selja hlutina til baka í lok samningstímans og því er ekki um eiginlegan sölurétt að ræða. Samkvæmt samningnum er kaupandanum skylt að eiga hlutina í 1 til 3 ár en samningurinn er nýtanlegur í jöfnum þriðjungshlutum árlega á næstu þremur árum. Samningur þessi miðast við samningsverðið 6,05 fyrir hvern hlut auk fjármagnskostnaðar. Samkvæmt samningum þarf forstjórinn ekki að selja hluti sína í Atorku Group til að fá hugsanlegt tap greitt Starfslok framkvæmdastjóra Styrmir Þór Bragason lét af störfum sem framkvæmdastjóri Atorku Group þann 1. september Laun Styrmis á árinu 2005 voru 200 milljónir króna. Af þessari fjárhæð var við starfslok Styrmis gerður upp 160 milljón króna kaupréttarsamningur hans við félagið Endurskoðandi félagsins Á aðalfundi félagsins er endurskoðandi kosinn til eins árs í senn. Núverandi endurskoðunarfyrirtæki er PricewaterhouseCoopers hf. og sinna Gunnar Þór Ásgeirsson og Kristinn Freyr Kristinsson endurskoðun félagsins. Heildargreiðsla til endurskoðenda Atorku voru um 15 milljónir kr. fyrir árið Þar af voru tæplega 3 milljónir kr. fyrir endurskoðun, um 5 milljónir kr. fyrir könnun árshlutareikninga og um 7 milljónir kr. fyrir aðra þjónustu. 16

18 6 EIGNASAFN 6.1 Fjárfestingarstefna Atorka Group hf. er framsækið fjárfestingarfélag sem fjárfestir í hlutafé á innlendum og erlendum mörkuðum. Atorka leggur megináherslu á áhrifafjárfestingar. Framtíðarhorfur Atorku byggjast að miklu leyti á því hvernig til tekst með rekstur þeirra félaga sem fjárfest er í. Atorka horfir til þess að hvert og eitt fjárfestingarverkefni taki þrjú til fimm ár þar til hagnaður af fjárfestingunni er innleystur. Atorka mun að jafnaði vera þátttakandi í fimm til tíu fyrirtækjaverkefnum á hverjum tíma. Á síðustu misserum hefur Atorka aukið fjárfestingar sínar erlendis. 6.2 Eignasafn Verðbréfaeign Atorku Group hf. er flokkuð í tvennt í reikningsskilum félagsins. Annars vegar er um að ræða verðbréfaeign færð sem fjáreignir á gangvirði í gegnum rekstrarreikning, áhrifafjárfestingar og hins vegar verðbréfaeign færð sem fyrirtækjaverkefni (e. Private equity projects). Stjórnendur ákvarða flokkun fjárfestinga sinna þegar þær eru færðar í upphafi og endurmeta þessa skilgreiningu við sérhver reikningsskil. Flokkunin fer eftir því í hvaða tilgangi fjárfestinganna var aflað. Eignarhald í fyrirtækjaverkefnum er ætlað til 3-5 ára, en getur bæði verið fyrr eða síðar eftir markaðsaðstæðum. Fyrirætlun stjórnenda Atorku er að selja þau eða minnka eignarhlut sinn í náinni framtíð og eru þau þar af leiðandi ekki færð sem dótturfélög. Atorka fjárfestir einnig í skráðum félögum með það að markmiði að hagnast á skammtímaverðbreytingum. NWF Group, UK 6% Low and Bonar plc., UK 18% Önnur bréf, UK and Iceland 15% Fyrirtækjaverkefni 28% Hér til hliðar má sjá mynd af eignarsafni Atorku Group m.v. bókfært verð 31. desember Heildarbókfært verð fjárfestinga félagsins er tæpir 17 milljarðar kr. og jókst um 43% frá fyrra ári. Jarðboranir hf. 33% Fyrirtækjaverkefni Fyrirtækjaverkefni miðað við 31. desember 2005 eru eftirfarandi (í þús. kr.): Fyrirtækjaverkefni Eignir Skuldir Bókfært verð Hlutfall bókfært verð af eigin fé Atorku Hlutfall bókfært verð af heildareignum Atorku Plastiðnaður ,9% 13,6% Félög á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði ,3% 10,4% Fasteignafélag ,02% 0,01% Samtals ,2% 24,0% Plastiðnaður Félög sem Atorka á eignarhluti í og tengjast plastiðnaði eru tvö. Annarsvegar Promens hf., kt og hins vegar Eignarhaldsfélagið Bolar hf., kt , sem hét áður Sæplast hf. Heildarfjöldi starfsmanna hjá félögum Atorku í plastiðnaði er um Heildarvelta fyrirtækja í plastiðnaði sem eru í eigu Atorku var milljónir króna á árinu 2005 og er áætlað að velta á árinu 2006 verði um 11 milljarðar króna miðað við gengi gjaldmiðla um síðastliðin áramót. Hækkun á veltu má aðallega rekja til þess að Bonar Plastics var keypt til Promens hf. í september árið Félög í eigu Atorku í plastiðnaði skulduðu Atorku samtals krónur þann Á árinu 2005 voru engar arðgreiðslur til Atorku frá félögum í plastiðnaði. Þróaðar hverfissteyptar plastvörur eru í mikilli sókn enda er mikill vöxtur í þessari framleiðslugrein. Hverfissteyptar plastvörur eru í vaxandi mæli notaðar í stað eininga sem hingað til hafa verið framleiddar úr stáli eða steypu. Stjórnendur Atorku eru bjartsýnir á rekstur félaga í plastiðnaði á árinu

19 Promens hf. Promens var stofnað árið 2005, og er í 89,2% eigu Atorku og 10,8% í eigu Eignarhaldsfélagsins Bola ehf. sem er 100% í eigu Atorku. Hlutabréf Atorku í Promens eru að fullu greidd. Bókfært verð hlutabréfa Promens hjá Atorku Group er milljónir kr. í ársuppgjöri Promens skuldaði Atorku um 191 milljón króna þann Promens hf. Heimilisfang Suðurlandsbraut 24, Reykjavík Kennitala Heimasíða Hlutafé Eignarhlutur 100% Greiddur arður á árinu 2005 Enginn arður greiddur Promens varð til út úr rekstri Sæplasts, sem var skráð á Aðallista Kauphallar Íslands. Atorka Group tók Sæplast yfir árið 2004 og í nóvember sama ár var Sæplast afskráð úr Kauphöll Íslands. Skipulagi í rekstri Sæplasts var breytt í kjölfarið í samræmi við stefnu Atorku Group að skerpa á áherslum í rekstrinum og skapa enn öflugri rekstrargrundvöll. Samhliða afskráningu Sæplasts úr Kauphöll Íslands var Promens stofnað sem móðurfélag sex plastframleiðslufyrirtækja sem öll höfðu áður verið í eigu Sæplasts; Plasti-Ned, Sæplast Dalvík, Sæplast Iberia, Sæplast India, Sæplast Asía, Sæplast UK Ltd., Sæplast Holland BV. og Tempra. Haustið 2005 keypti Promens plastframleiðsluhluta Low & Bonar, Bonar Plastics, en með því móti fimmfaldaðist velta félagsins. Í byrjun árs 2006 bættist Sæplast Canada inn í Promens samstæðuna. Promens er framleiðslufyrirtæki sem sérhæfir sig í hverfissteyptum (rotational moulding) vörum úr plasti. Hverfissteypa hentar sérstaklega vel til framleiðslu á stórum og flóknum vörum úr plasti. Veruleg tækifæri liggja í framleiðslu hverfasteyptra eininga, og eru iðnhönnuðir og framleiðendur að átta sig sífellt betur á kostum og möguleikum sem felast í framleiðslu úr hverfasteyptu plasti í samanburði við önnur efni s.s. stál og steypa. Vörur Promens eru annars vegar vörur á borð við ker og tanka fyrir matvæla-, líftækni- og efnaiðnað og hins vegar margs konar íhlutir fyrir aðra framleiðendur (custom moulding), s.s. bílaframleiðendur, vélaframleiðendur, iðnhönnuði, efnaiðnað o.s.fr. Með kaupum Promens á Bonar Plastics stækkaði félagið verulega og jók framleiðslu sína á vörum fyrir aðra framleiðendur (custom moulding), og er sá hluti af framleiðslunni nú 55% af heildarveltu Promens. Markaðsstaða Promens er mjög sterk og byggir meðal annars á því að fyrirtækið stendur mjög vel að vígi hvað varðar tæknilega hlið framleiðslunnar. Promens er stærst sinnar tegundar í heiminum, með 18 verksmiðjur í 10 löndum, í Evrópu, N-Ameríku og Asíu, en engir aðrir framleiðendur á hverfissteyptum vörum úr plasti eru með starfsemi bæði í Evrópu og N- Ameríku. Auk þess á félagið 3 söluskrifstofur í Asíu. Félagið er eitt stærsta iðnfyrirtæki í eigu Íslendinga. Fasteignir í eigu Promens eru um m 2 og starfsmenn eru um talsins. Ragnhildur Geirsdóttir, kt hóf störf sem forstjóri Promens hf. þann 1. janúar Ragnhildur er með M.S. gráðu í iðnaðarverkfræði og viðskiptafræði frá University of Wisconsin-Madison og C.S. gráðu í vélaverkfræði frá Háskóla Íslands. Ragnhildur starfaði hjá FL Group frá árinu 1999, sem framkvæmdastjóri rekstrarstýringar frá 2003 og sem forstjóri félagsins á árinu Frá árinu starfaði Ragnhildur hjá FBA sem verkefnastjóri í markaðsviðskiptum. Ragnhildur situr í stjórn Árvakurs hf., útgáfufélag Morgunblaðsins og er í stjórn Kauphallar Íslands. Ragnhildur situr einnig í stjórn Samtaka Atvinnulífsins. Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. Í febrúar 2006 var nafni Sæplasts hf. breytt í Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. Vörumerkið Sæplast er í eigu Promens og verður áfram nýtt í sölu og markaðsstarfi fyrirtækja í eigu Promens. Eignarhaldsfélagið Bolar ehf. Heimilisfang Pósthólf 50, Akureyri Kennitala Félög í eigu Eignarhaldsfélagsins Bola sérhæfa sig í framleiðslu á vörum úr plasti og eru starfsmenn um 100 talsins. Þegar Promens var stofnað árið 2005, urðu eftir í Sæplasti félög sem eru í umbreytingarferli. Þessi félög voru Sæplast Canada, Sæplast Alesund og Sæplast Norge. Í byrjun árs 2006 var Sæplast Canada selt til Promens og því eru í dag einungis tvö félög í eigu Eignarhaldsfélagsins Bola: Sæplast Alesund AS og Sæplast Norge AS Félög á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði Atorka á eignarhlut í nokkrum fyrirtækjum sem starfa á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði. Eignarhlutur Atorku er í gegnum nokkur eignarhaldsfélög sem öll eru í fullri eigu Atorku. Þessi eignarhaldsfélög eru Eignarhaldsfélagið Icepharma ehf., Eignarhaldsfélagið Parlogis ehf., FH8 ehf., Eignarhaldsfélagið Ilsanta ehf. og Líf hf. Þessi eignarhaldsfélög eiga fyrirtæki Atorku á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði að fullu en þetta eru fyrirtækin Icepharma ehf., kt , Parlogis hf., kt , A.Karlsson ehf., kt , Besta ehf., kt og UAB Ilsanta í Litháen. (sjá mynd í kafla 5.3 til frekari glöggvunar). Heildarfjöldi starfsmanna hjá félögum Atorku á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði er um 240. Endanleg uppgjör fyrir árið 2005 liggur ekki fyrir hjá öllum félögum en áætlað er að heildarvelta þeirra á árinu 2005 sé um 13,5 milljarðar króna. Gert er ráð fyrir að velta þessara félaga verði samanlagt um 14 milljarðar króna á árinu Félög í eigu Atorku í heilbrigðisiðnaði skulduðu Atorku samtals krónur þann Atorka fékk um milljónir króna í arðgreiðslur frá fyrirtækjum á heilbrigðis- og fyrirtækjamarkaði á árinu Á móti arðgreiðslunni var bókuð virðisrýrnun að fjárhæð 800 milljónir króna. 18

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Lýsing September 2006

Lýsing September 2006 Lýsing September 2006 Stofnun Marel hf. Fyrsta sjóvogin seld Marel stofnar sölu- og þjónustufyrirtæki í Kanada Marel gert að almenningshlutafélagi Marel hf. skráð í Kauphöll Íslands Félagið færir sig inn

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra BS ritgerð Í reikningsskilum Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra Maríus Þór Haraldsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Júní 2009

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf.

Lýsing þessi er dagsett 11. júní Umsjónaraðili almenns útboðs og töku hlutabréfanna til viðskipta: Landsbankinn hf. Lýsing þessi er gefin út í tengslum við almennt útboð á 75% útgefinna hluta í Reginn hf. sem til sölu eru á verðbilinu 8,1-11,9 kr. á hlut og beiðni stjórnar Regins hf. um að öll hlutabréf í félaginu verði

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar. Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl

Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar. Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl Efni fyrirlestursins 1. Skilgreining á stjórnarháttum fyrirtækja 2. Hverjir eru haghafar 3. Takmörkuð

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Íslenskur hlutafjármarkaður

Íslenskur hlutafjármarkaður ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR 1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Ed Frumvarp tillaga [143. mál]

Ed Frumvarp tillaga [143. mál] Ed. 148. Frumvarp tillaga [143. mál] um lagagildi viðaukasamnings milli ríkisstjórnar Íslands og Swiss Aluminium Ltd. um álbræðslu við Straumsvík. (Lagt fyrir Alþingi á 107. löggjafarþingi, 1984.) 1. gr.

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008 Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2008 Ársreikningur samstæðu 2008 Efnisyfirlit: Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 1 Áritun óháðs endurskoðanda... 2 Rekstrarreikningur... 3 Efnahagsreikningur...

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Laugavegi 77 / Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda....

More information

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl Gildi lífeyrissjóður Ársfundur 2016 14. apríl Gildi Ársfundur 2016 Dagskrá Dagskrá aðalfundar 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings, fjárfestingarstefna og tryggingafræðileg úttekt 3. Erindi tryggingafræðings

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Aragötu 14 Sími: 525 4500/525 4553 Fax: 525 4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Skýrsla nr. C03:03 Einkavæðing á Íslandi

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf.

Ársskýrsla TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. Ársskýrsla 2005 TRYGGINGAMIÐSTÖÐIN hf. Ársskýrsla TM 2005 Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns 5 Skýrsla forstjóra 6 Fjárhagsleg niðurstaða 8 Breytt skipulag 11 Sölu- og markaðsmál 13 Fjárfestingar 17

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Verðbréfasjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Fjárfestingarsjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Ársreikningur 2016 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík

More information

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011

Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011 Hampiðjan hf. Ársreikningur samstæðu 2011 Ársreikningur samstæðu 2011 Efnisyfirlit: Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun óháðs endurskoðanda... 3 Rekstrarreikningur... 4 Yfirlit um

More information

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Vegmúla 2 108 Reykjavík Kt. 491098-2529 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Efnisyfirlit Áritun endurskoðenda 2 Skýrsla

More information

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland

Savings Banks Credit Undertakings. and investment funds. FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ The Financial Supervisory Authority Iceland Lánastofnanir Commercial Banks Savings Banks Credit Undertakings Verðbréfafyrirtæki og verðbréfamiðlanir Rekstrarfélög verðbréfasjóða Verðbréfasjóðir

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Ársreikningur 2017 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík Kt. 530608-0690 Efnisyfirlit Bls. Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 3 Ársreikningur

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

MARKAÐURINN. Flugfélögin. á krossgötum EINSTÖK BARNAGLERAUGU FRÁ LINDBERG. »2 WOW skoðar útgáfu breytanlegra skuldabréfa

MARKAÐURINN. Flugfélögin. á krossgötum EINSTÖK BARNAGLERAUGU FRÁ LINDBERG. »2 WOW skoðar útgáfu breytanlegra skuldabréfa MARKAÐURINN Miðvikudagur 29. ágúst 2018 31. tölublað 12. árgangur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Flugfélögin á krossgötum Icelandair mun að óbreyttu brjóta lánaskilmála eftir að afkomuspá

More information

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin

3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr.

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt

Össur hf. Ársreikningur. Össur hf. Grjóthálsi Reykjavík kt Össur hf. Ársreikningur 2017 Össur hf. Grjóthálsi 5 110 Reykjavík kt. 560271-0189 Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra Það er mat stjórnar og framkvæmdastjórnar Össurar hf. (samstæðunnar) að samstæðureikningur

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda.... 2

More information

Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002

Marel hf. Ársreikningur samstæðu 2002 Marel hf Ársreikningur samstæðu 2002 Efnisyfirlit bls. Áritun stjórnar og forstjóra... 2 Áritun endurskoðenda... 3 Fimm ára yfirlit... 4 Rekstrarreikningur... 5 Efnahagsreikningur... 6-7 Sjóðstreymi...

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna

HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna HS Orka hf. Samstæðuársreikningur 2016 í þúsundum króna Samstæðuársreikningur þessi er þýðing frá upphaflegum samstæðuársreikningi sem er á ensku. Verði um misræmi að ræða milli ensku og íslensku útgáfunnar

More information

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér ÁRSSKÝRSLA 2017 Kaflatexti kemur hér 1 2 Kaflatexti kemur hér Efnisyfirlit Helstu tölur úr ársreikningi... 4 Um Íslenska fjárfestingu ehf.... 7 Helstu verkefni Íslenskrar fjárfestingar ehf. 2017... 8 Yfirlit

More information

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017

TRS II tekur við af TRS. Kynningarfundur, 30. maí 2017 TRS II tekur við af TRS Kynningarfundur, 30. maí 2017 Dagskrá Almennt um TRS og breytingar í tengslum við innleiðingu MiFID II og MiFIR Yfirlit yfir TRS kerfið Helstu breytingar á kerfinu Mikilvægi þess

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 39 ISSN árgangur ESB-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 39

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2017 Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík Sími: Netfang: Heimasíða:

Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2017 Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík Sími: Netfang: Heimasíða: Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2012 2017 Efnisyfirlit Ársskýrsla Ávarp stjórnarformanns... 3 Afkoma... 4 Lífeyrir... 5 Iðgjöld... 6 Tryggingafræðileg staða... 8 Innlend hlutabréf... 12 Innlend skuldabréf...

More information

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér

ÁRSSKÝRSLA Kaflatexti kemur hér ÁRSSKÝRSLA 2016 Kaflatexti kemur hér 1 2 Kaflatexti kemur hér Efnisyfirlit Helstu tölur úr ársreikningi... 4 Um Íslenska fjárfestingu ehf.... 7 Helstu verkefni Íslenskrar fjárfestingar ehf. 2016... 8 Yfirlit

More information

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt.

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt. Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir Ársreikningur 29 Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi 2 155 Reykjavík Kt. 69694-2719 Efnisyfirlit A-hluti Ársreikningur Íslandssjóða hf. Skýrsla og áritun

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 23. febrúar 218 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Spáð er 2,9 aukningu landsframleiðslu í ár. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 216 en áætlað er að hagkerfið hafi

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Fjárfestingar. Gagnamódel útgáfa 3.7

Fjárfestingar. Gagnamódel útgáfa 3.7 Fjárfestingar Gagnamódel útgáfa 3.7 4. september 2017 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Gögn... 3 2.1 Fjárfesting... 3 2.1.1 Útgefandi Kennitala... 3 2.1.2 Útgefandi Heiti... 3 2.1.3 MótaðiliKennitala...

More information

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 Ársskýrsla 2008 1 EFNISYFIRLIT SKÝRSLA STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA 3 ÁRSREIKNINGUR 23 SKÝRSLA STJÓRNAR 24 ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA 25 ÁRITUN TRYGGINGASTÆRÐFRÆÐINGS

More information

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR

EES-viðbætir. ÍSLENSK útgáfa. við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins. Nr. 50 ISSN árgangur I EES-STOFNANIR ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2. Eftirlitsstofnun EFTA ISSN 1022-9337 Nr. 50

More information

Efnisyfi rlit Ársreikningur Annual Report 2007

Efnisyfi rlit Ársreikningur Annual Report 2007 Ársskýrsla 2007 Ársskýrsla 2007 Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns.................... 4 Ávöxtun................................ 5 Lífeyrir................................. 6 Þróun lífeyrisgreiðslna

More information

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn

Stofnun og eignarhald. Stjórn. Starfsmenn Ársskýrsla 2010 2 Efnisyfirlit Stofnun og eignarhald...4 Stjórn...4 Starfsmenn...4 Stjórnarhættir...5 Stýring og eftirlit með áhættu...5 Lykiltölur úr rekstri...5 Sjóðir...6 Fagfjárfestasjóðir...7 Dómsmál

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

MARKAÐURINN. Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar

MARKAÐURINN. Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar MARKAÐURINN Miðvikudagur 11. október 2017 37. tölublað 11. árgangur FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL Smærri fyrirtækjum settur stóllinn fyrir dyrnar Ströng túlkun Fjármálaeftirlitsins á

More information

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010

Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010 Nýherji hf. Ársreikningur samstæðunnar 2010 Nýherji hf. Borgartúni 37 105 Reykjavík Kt. 530292-2079 Efnisyfirlit Skýrsla og yfirlýsing stjórnar og forstjóra... Áritun óháðs endurskoðanda... Rekstrarreikningur

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Fimm með yfir fimm prósent í SPRON

Fimm með yfir fimm prósent í SPRON Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 14. desember 2005 37. tölublað 1. árgangur Veffang: visir.is Sími: 550 5000 Umsvif Björgólfs Thors Vildi í tóbakið Sveiflur á ávöxtun aukast Lífeyrissjóðir

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1

Tilkynning um fyrirhugaða samfylkingu fyrirtækja (mál M M Company/ Scott Safety)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins ISSN 1022-9337 Nr. 56 24. árgangur 7.9.2017 I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna 2.

More information

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1

Afturköllun tilkynningar um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8858 Boeing/ Safran/JV (Auxiliary Power Units))... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 43 25. árgangur 5.7.2018 2.

More information

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1

Tilkynning um fyrirhugaðan samruna fyrirtækja (mál M.8744 Daimler/BMW/Car Sharing JV)... 1 ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins I EES-STOFNANIR 1. Sameiginlega EES-nefndin II EFTA-STOFNANIR 1. Fastanefnd EFTA-ríkjanna ISSN 1022-9337 Nr. 63 25. árgangur 27.9.2018

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT

ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT HLUTVERK NÝHERJA: Að skapa viðskiptavinum virðisauka með þekkingu starfsmanna á upplýsingatækni, rekstri fyrirtækja og þörfum viðskiptavina. ÁRSSKÝRSLA 2005 ANNUAL REPORT Stjórn Nýherja: Benedikt Jóhannesson,

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Vátryggingafélag Íslands hf.

Vátryggingafélag Íslands hf. Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2016 Vátryggingafélag Íslands hf. Ármúla 3 108 Reykjavík Kt. 690689-2009 Vátryggingafélag Íslands hf. Ársreikningur samstæðu 2016 Efnisyfirlit Skýrsla

More information

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu

Samfélagsskýrsla Íslandsbanki í samfélaginu Samfélagsskýrsla 2016 Íslandsbanki í samfélaginu Efnisyfirlit Skilaboð frá bankastjóra 4 Um gerð skýrslunnar 5 Þetta er Íslandsbanki 7 Útibúanet Íslandsbanka 8 Íslandsbanki í tölum 9 Á árinu 2015 12 Stefna

More information

Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt?

Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt? www.ibr.hi.is Einkavæðing Landsbankans og Búnaðarbankans: Var verðið rétt? Kristín Erla Jónsdóttir Sveinn Agnarsson Ritstjórar: Lára Jóhannsdóttir Snjólfur Ólafsson Sveinn Agnarsson Vorráðstefna Viðskiptafræðistofnunar

More information