Efnisyfi rlit Ársreikningur Annual Report 2007

Size: px
Start display at page:

Download "Efnisyfi rlit Ársreikningur Annual Report 2007"

Transcription

1 Ársskýrsla 2007

2

3 Ársskýrsla 2007

4

5 Efnisyfirlit Ávarp stjórnarformanns Ávöxtun Lífeyrir Þróun lífeyrisgreiðslna og fjölgun lífeyrisþega... 7 Breyting við útsendingu lífeyrisseðla Iðgjöld Staða lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði... 9 Tryggingafræðileg staða Þróun ævilengdar Séreignardeild Fjárfestingar Verðbréfaeign Innlend hlutabréf Erlend verðbréf Fjárfestingastefna Hluthafastefna Lán til sjóðfélaga Stjórn Starfsmenn Ársfundur Ársreikningur Áritun endurskoðenda Skýrsla um starfsemi sjóðsins Áritun stjórnar og forstjóra Yfirlit um breytingar á hreinni eign Efnahagsreikningur Sjóðstreymi Skýringar Kennitölur Deildaskipt yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris Deildaskiptur efnahagsreikningur Deildaskipt yfirlit um sjóðstreymi Annual Report Auditor s Report Report of the Board of Directors Statement of Changes in Net Assets for Pension Payments Balance Sheet Statement of Cash Flows Financial Indicators Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

6 Ávarp stjórnarformanns Heildareignir sjóðsins námu 269,1 milljarði í árslok 2007 og hækkuðu um 28,8 milljarða á árinu eða um 12,0%. Ávöxtun á árinu 2007 var 7,0% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Ávöxtun sjóðsins hefur verið sérstaklega góð á fjórum af undanförnum fimm árum og hefur 5 ára meðalraunávöxtun sjóðsins aldrei verið hærri eða 10,6%. Þá er meðalraunávöxtun síðustu 10 ára 6,9%. Afkoma sjóðsins á fyrri árshelmingi 2007 var góð en á síðari helmingi ársins tóku verðbréfamarkaðir að lækka samfara erfiðleikum á fasteignalánamarkaði í Bandaríkjunum og lausafjárþurrð sem fylgdi í kjölfarið. Innlent hlutabréfasafn sjóðsins sýndi góðan árangur á árinu eða ávöxtun upp á tæp 7% á sama tíma og innlendar hlutabréfavísitölur lækkuðu. Gengisvarnir drógu úr neikvæðum áhrifum styrkingar íslensku krónunnar. En það eru vissulega vonbrigði að geta ekki hækkað lífeyrisréttindi sjóðfélaga í ársbyrjun 2008 eins og útlit var fyrir þegar árið 2007 var hálfnað. Á liðnu ári hækkaði lágmarksiðgjald til lífeyrissjóða skv. lögum úr 10% í 12% og var lagabreytingin gerð í tengslum við kjarasamninga sem aðilar á almennum vinnumarkaði gerðu um að iðgjaldið hækki í áföngum í 12% frá Ástæður fyrir hækkun iðgjaldsins eru aukið langlífi og aukin örorkubyrði lífeyrissjóðanna. Oft hefur borið á misskilningi varðandi starfsemi lífeyrissjóðanna og m.a. litið til þess að eignir sjóðanna séu það miklar að þeir geti greitt núverandi lífeyrisþegum hærri lífeyri. Eða ráðstafað fjármunum til annarra verkefna en lífeyrisgreiðslna til sjóðfélaga. Ætíð þarf að hafa hugfast að lífeyrissjóðir á almennum vinnumarkaði byggja alfarið á sjóðsöfnun og lúta ströngu eftirliti. Sjóðsöfnunin felur í sér að þeir verða á hverjum tíma að sýna fram á að þeir geti staðið við þau lífeyrisloforð sem þeir hafa lofað sínum sjóðfélögum vegna þeirra iðgjalda sem þeir hafa greitt til lífeyrissjóðanna. Líta má á hverja kynslóð, jafnvel hvern aldursárgang, sem sérstaka deild sem verður að standa undir sínum lífeyri þegar þar að kemur. Þannig verða þeir sem í dag eru ungir að geta treyst því að iðgjöldum þeirra sé ekki varið til þess að auka sérstaklega lífeyri þeirra sem nú eru á lífeyrisaldri. Á undanförnum 20 árum hefur lífeyrisþegum sjóðsins fjölgað mikið samhliða því sem heildarlífeyrisgreiðslurnar hafa farið vaxandi. Fjöldi lífeyrisþega hefur tæplega 7 faldast og nemur fjölgunin að meðaltali 10% á ári á þessum tíma. Þá hafa lífeyrisgreiðslur sjóðsins á föstu verðlagi 10 faldast frá árinu 1987 til 2007 eða úr 415 milljónum í milljónir. Unnið er að því að efla samstarf sjúkrasjóðs VR og lífeyrissjóðsins með það að markmiði að auka endurhæfingu þeirra sem njóta greiðslna úr sjúkrasjóðnum þannig að sem flestir einstaklingar sem lenda í slysi eða veikindum nái að komast aftur út á vinnumarkaðinn áður en til úrskurðar örorkulífeyris kemur. Samkvæmt tryggingafræðilegri athugun á stöðu sjóðsins í árslok 2007 námu eignir umfram heildarskuldbindingar 22,5 milljörðum eða 4,7%. Eignir sjóðsins umfram áfallnar skuldbindingar námu á sama tíma 48,6 milljörðum eða 21,8%. Tryggingafræðileg staða sjóðsins er því traust og hefur sjóðurinn gott borð fyrir báru ef þróun á verðbréfamörkuðum verður óhagstæð á árinu 2008 en þegar þetta er ritað hafa hlutabréfamarkaðir lækkað nokkuð það sem af er ári bæði hérlendis og erlendis. Fyrir hönd stjórnar lífeyrissjóðsins flyt ég starfsmönnum hans og sjóðfélögum þakkir fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á liðnu starfsári. Gunnar P. Pálsson stjórnarformaður Hrein eign til greiðslu lífeyris í milljónum króna Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

7 Ávöxtun Ávöxtun á árinu 2007 var 7,0% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Hrein ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum var 7,0% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára er 10,6% og síðustu 10 ára 6,9%. Í neðangreindri töflu má sjá að ávöxtun sjóðsins hefur verið sérstaklega góð á fjórum af undanförnum fimm árum og hefur fimm ára meðalraunávöxtun sjóðsins aldrei verið hærri. Ávöxtun Hrein raunávöxtun 1,1% 12,7% 16,1% 12,0% 12,0% 5 ára meðalávöxtun 10,6% 9,8% 7,0% 4,1% 4,1% 10 ára meðalávöxtun 6,9% 7,8% 7,3% 6,4% 5,9% Ávöxtun eftir verðbréfaflokkum Innlend skuldabréf Raunávöxtun var 5,1% á árinu 2007 samanborið við 4,3% árið Innlend hlutabréf Innlendu hlutabréfin sýndu góða ávöxtun í samanburði við Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar á liðnu ári og var nafnávöxtun þeirra 6,9% og raunávöxtun 1,0%. Til saman burðar lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,4% á árinu Uppsöfnuð umframávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar síðustu 11 árin samanborið við Úrvalsvísitölu Kauphallarinnar er 102,0%. Árleg raunávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar síðustu 28 árin er 19,5%. Erlend verðbréf Ávöxtun erlendu verðbréfaeignarinnar í USD var 12,1% á árinu 2007 en á móti styrktist íslenska krónan gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 7,1% og gagnvart USD um 13,7%. Gengisvarnir vegna erlendra verðbréfa drógu úr áhrifum af styrkingu krónunnar. Hrein raunávöxtun Hrein raunávöxtun 5 ára meðaltal 18% 16% 14% 12% 12,0% 12,0% 16,1% 12,7% 12% 10% 8% 7,0% 9,8% 10,6% 10% 8% 6% 6% 4% 4,1% 4,1% 4% 2% 1,1% 2% 0% % Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

8 Lífeyrir Lífeyrisgreiðslur námu milljónum og hækkuðu um 20,7% milli ára. Þar af voru greiðslur til lífeyrisþega hækkaðar um 7% frá 1. janúar 2007 í ljósi góðrar ávöxtunar og tryggrar stöðu sjóðsins. Fjöldi lífeyrisþega í árslok var og fjölgaði þeim um 5,5%. Lífeyrisgreiðslurnar eru verðtryggðar og taka breytingum vísitölu neysluverðs. Á liðnu ári hóf 431 sjóðfélagi töku ellilífeyris og þar af voru 232 eða 54% sem hófu töku við 67 ára aldur. Lífeyrir í hlutfalli af iðgjöldum nam 26,2% á árinu 2007 samanborið við 28,1% árið áður. Hækkun lífeyrisréttinda Áunninn lífeyrisréttindi og greiðslur til lífeyrisþega voru hækkaðar um 4% frá 1. janúar 2006 og um 7% frá 1. janúar Á síðustu 10 árum hefur tekist að bæta lífeyrisréttindin og lífeyrisgreiðslur um 21,1% umfram almennar verðlagsbreytingar samkvæmt vísitölu neysluverðs en réttindaávinnslan var fyrst hækkuð um 11,8% árið Þróun fjölda lífeyrisþega og lífeyrisgreiðslna Lífeyrisþegum hefur að meðaltali fjölgað um 8,1% á ári undanfarin 10 ár. Á sama tíma hafa lífeyrisgreiðslurnar á verðlagi í dag hækkað að meðaltali um 10,2% á ári. Á liðnum 10 árum hefur hlutfall ellilífeyris aukist úr 58% í 64% af heildarlífeyrisgreiðslum, hlutfall örorkulífeyris lækkað úr 26% í 24% og hlutfall makalífeyris lækkað úr 13% í 10%. Fjöldi lífeyrisþega Breyting % Ellilífeyrir ,7 Örorkulífeyrir ,5 Makalífeyrir ,5 Barnalífeyrir ,0 Samtals ,5 Lífeyrisgreiðslur í milljónum kr Breyting % Ellilífeyrir ,2 Örorkulífeyrir ,5 Makalífeyrir ,5 Barnalífeyrir ,2 Samtals ,7 Skipting lífeyrisgreiðslna Ellilífeyrir 64,0% 60,5% Örorkulífeyrir 24,0% 27,4% Makalífeyrir 9,7% 9,7% Barnalífeyrir 2,3% 2,4% Fjöldi lífeyrisþega Lífeyrisgreiðslur í milljónum króna Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

9 Þróun lífeyrisgreiðslna og fjölgun lífeyrisþega Meðfylgjandi tafla sýnir þróun lífeyrisgreiðslna sjóðsins á verðlagi í dag og fjölgun lífeyrisþega á síðustu 20 árum. Fjöldi lífeyrisþega hefur tæplega 7 faldast á 20 árum og er fjölgunin því að meðaltali 10% á ári á þessu tímabili. Á sama tíma hafa lífeyrisgreiðslur sjóðsins 10 faldast frá árinu 1987 til Lífeyrir í milljónum Fjöldi lífeyrisþega Breyting við útsendingu lífeyrisseðla Á liðnu ári var ákveðið í hagræðingarskyni að hætta að senda lífeyrisþegum mánaðarlega lífeyrisseðla nema lífeyrisþegi óski eftir því. Nýja fyrirkomulagið kom til framkvæmda vegna lífeyrisgreiðslna í janúar s.l. Þegar nýir lífeyrisþegar hefja töku lífeyris er þeim sendur lífeyrisseðill í það skiptið en þeim bent á að þeir geti nálgast upplýsingar um lífeyrisgreiðslur sínar á sjóðfélagavef sjóðsins. Í stað mánaðarlegra lífeyrisseðla mun sjóðurinn senda öllum lífeyrisþegum í lok hvers árs sundurliðað ársyfirlit yfir lífeyrir og afdregna staðgreiðslu hvers mánaðar. Jafnframt er á ársyfirlitinu greint frá því að í hagræðingarskyni fyrir lífeyrisþega sjóðsins verða lífeyrisgreiðslur ársins forskráðar af skattyfirvöldum á tekjusíðu skattframtals lífeyrisþegans. 7 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

10 Iðgjöld Iðgjaldagreiðslur til sameignardeildar sjóðsins námu mkr. samanborið við mkr. árið 2006 sem er aukning um 24,6%. Greidd voru iðgjöld vegna sjóðfélaga og fjölgaði þeim um eða um 3,0% milli ára. Fjöldi sjóðfélaga sem greiddi að meðaltali í hverjum mánuði var og fjölgaði um 4,1% milli ára. Alls greiddu launagreiðendur iðgjöld vegna starfsmanna sinna og fjölgaði þeim um 3,5% milli ára. Iðgjöld og fjöldi greiðenda Breyting % Iðgjöld í milljónum ,6 Heildarfjöldi sjóðfélaga ,0 Meðalfjöldi sjóðfélaga ,1 Fjöldi launagreiðenda ,5 Lágmarksiðgjald samkvæmt lögum 12% Gerðar voru breytingar á lögum um starfsemi lífeyrissjóða þannig að lágmarksiðgjald til lífeyrissjóðs hækkaði í 12% frá 1. janúar Ástæður fyrir hækkun iðgjaldsins eru aukið langlífi og aukin örorkubyrði. Iðgjald launagreiðanda er 8% af iðgjaldsstofni en iðgjald launþega 4% eins og verið hefur. Sjóðfélagar Launþegar sem eru félagar í VR eiga aðild að sjóðnum. Aðild eiga jafnframt félagar í öðrum samtökum verslunarmanna og þeir sem byggja starfskjör sín á kjarasamningi VR eða starfa á starfssviði sjóðsins. Öllum launþegum og þeim sem stunda atvinnurekstur er skylt samkvæmt lögum að eiga aðild að lífeyrissjóði frá og með 16 ára til 70 ára aldurs. Á grundvelli þess eiga ýmsir launþegar og sjálfstæðir atvinnurekendur aðild að sjóðnum. Eftir því sem iðgjald til lífeyrissjóðsins er hærra verða lífeyrisgreiðslurnar hærri. Þegar sjóðfélagi nær 70 ára aldri hættir hann að greiða iðgjald, enda aflar hann sér ekki frekari lífeyrisréttinda eftir þann tíma. Aldursskipting sjóðfélaga Á meðfylgjandi töflum má sjá aldursskiptingu greiðandi sjóðfélaga en um 45% þeirra er undir 30 ára aldri og er meðalaldur einungis rúm 34 ár. Aldursskipting sjóðfélaga Aldur Hlutfall % , , , , , ,4 Fjöldi greiðandi sjóðfélaga Iðgjöld í milljónum króna Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

11 Staða lífeyrissjóða á almennum vinnumarkaði Viðtal við Bjarna Þórðarson tryggingastærðfræðing* Nú er ljóst að raunávöxtun almennu lífeyrissjóðanna á árinu 2007 er lægri en hún var árið Hvaða áhrif kann það að hafa? Eftir fjögur frábær ár hvað ávöxtun hjá lífeyrissjóðum varðar hefur þetta snúist við. Hins vegar má ekki líta til einstakra ára heldur verðum við að líta til lengri tímabila. Meðalávöxtun síðustu 5 ára er oft notuð sem mælikvarði og mér sýnist að meðalávöxtun áranna sé ívið hærri en áranna þegar hún var um 8,6%. Þegar litið er til enn lengri tíma má segja að árangur íslenska lífeyriskerfisins hafi verið einstakur. Eftir margra ára neikvæða raunávöxtun sem gekk mjög nærri fjárhag almennu sjóðanna varð mikill viðsnúningur á 9. áratug síðustu aldar sem gerbreytti þessari stöðu og undanfarin ár hafa ýmsir sjóðir náð því að auka réttindi sinna sjóðfélaga umtalsvert. Hvernig stendur íslenska lífeyrissjóðakerfið í samanburði við kerfi annarra vestrænna þjóða? Að mínu mati er staða þess mjög sterk og fáar þjóðir, ef þá nokkur, geta státað af jafn sterku kerfi. En nú sýnist ýmsum sem eignir þeirra séu svo langt umfram lífeyrisgreiðslur þeirra að þeir gætu hæglega bætt lífeyri sinna lífeyrisþega verulega eða jafnvel tekið að sér önnur verkefni? Almennu sjóðirnir byggja alfarið á sjóðsöfnun og verða því að lúta mjög ströngu eftirliti. Sjóðsöfnunin felur í sér að þeir verða á hverjum tíma að sýna fram á að þeir geti staðið við þau lífeyrisloforð sem þeir hafa lofað sínum sjóðfélögum vegna þeirra iðgjalda sem þeir hafa greitt til þeirra. Það má segja að líta verður á hverja kynslóð, jafnvel hvern aldursárgang sem sérstaka deild sem verður að standa undir sínum lífeyri þegar þar að kemur. Þeir sem í dag eru t.d. á þrítugsaldri verða að hafa tryggingu fyrir því að þeirra fjármunum sé ekki varið til þess að auka lífeyri þeirra sem nú eru á áttræðisaldri. En hvað með lengingu meðalævinnar? Hefur hún ekki áhrif á fjárhag sjóðanna? Það er merkilegt í þessu sambandi að hagsmunir sjóðfélaganna annars vegar og sjóðanna hins vegar eru öndverðir og hið sama gildir raunar um vaxtastigið. Sjóðfélagarnir fagna því að eiga í vændum lengri ævidaga en fyrri kynslóðir en hins vegar leiðir það til þess að lækka verður lífeyrisgreiðslurnar þar sem þær dreifast á lengra skeið. Sú lenging meðalævinnar sem átt hefur sér stað á síðasta 15 ára tímabili hefur leitt til þess að réttindin hefðu getað verið þeim mun hærri ef þessi lenging hefði ekki komið til. Hin háa ávöxtun hefur hins vegar leitt til þess að sjóðirnir gátu aukið réttindin um leið og skuldbindingar þeirra jukust vegna lengingar meðalævinnar. Má ekki búast við að ávöxtunin verði svo góð í framtíðinni að það megi hækka þessi lífeyrisloforð umtalsvert? Þrátt fyrir einstakan ávöxtunarárangur síðustu tveggja áratuga er alls ekki vitað hvernig mál munu þróast næstu áratugi. Þegar skuldbindingar sjóðanna eru metnar sem og þegar réttindatöflur þeirra eru reiknaðar ber þeim að miða við að raunávöxtun verði 3,5% til framtíðar. Reynist hins vegar ávöxtunin meiri en þessu nemur er umframávöxtuninni deilt út til sjóðfélaganna í formi hækkunnar lífeyrisréttinda svo fremur sem aðrar forsendur standist. Á sama hátt getur sú staða komið upp að sjóðir verði að skerða þegar áunnin réttindi vegna slakrar ávöxtunar og/eða óhagstæðrar þróunar annarra grunnforsendna. Fyrir nokkrum árum sömdu aðilar vinnumarkaðarins um hækkun iðgjalds til lífeyrissjóðanna í ljósi þeirrar lengingar meðalævinnar sem orðin var svo og aukinnar örorkutíðni. Þetta er ein leið til að bregðast við slíkum breytingum en einnig er hægt að hugsa sér hækkun lífeyrisaldurs og draga þannig úr lengingu greiðslutíma ellilífeyris. Hins vegar hafa væntingar ýmissa staðið til þess að hefja töku lífeyris fyrr. Til þess að það sé mögulegt verða viðkomandi einfaldlega að spara meira t.d. í séreignarsjóðum. * Útdráttur úr viðtali við Bjarna Þórðarson tekið af heimasíðu Landssamtaka lífeyrissjóða. 9 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

12 Tryggingafræðileg staða Tryggingafræðileg úttekt á stöðu sjóðsins felst í að reikna annars vegar áfallnar skuldbindingar miðað við áunninn rétt sjóðfélaga og hins vegar heildarskuldbindingar miðað við að virkir sjóðfélagar greiði áfram til sjóðsins þar til þeir hefja töku lífeyris. Tryggingafræðileg úttekt miðað við árslok 2007 sýnir að eignir og verðmæti framtíðariðgjalda námu 22,5 milljörðum eða 4,7% umfram heildarskuldbindingar. Eignir námu 21,8% umfram áfallnar skuldbindingar. Tryggingafræðileg staða í milljónum kr. Heildarstaða Eignir Skuldbindingar Samtals % af skuldbindingum 4,7% 7,9% Áfallin staða Eignir Skuldbindingar Samtals % af skuldbindingum 21,8% 31,8% Nánari sundurliðun tryggingafræðilegrar úttektar miðað við árslok 2007 má sjá í ársskýrslunni á bls. 37. Þróun ævilengdar Meðalævi Íslendinga hefur verið að lengjast umtalsvert á undanförnum áratugum og þar af leiðandi hafa lífeyris sjóðirnir greitt sjóðfélögum sínum ellilífeyri í lengri tíma. Í meðfylgjandi töflu má sjá að á undanförnum þremur áratugum hefur ólifuð meðalævi karla við fæðingu lengst um 7,8 ár eða úr 71,6 ári í 79,4 ár. Ólifuð meðalævi kvenna við fæðingu hefur á sama tíma lengst um 5,5 ár eða úr 77,5 árum í 83 ár. Á árunum gat 67 ára kona vænst þess að lifa að meðaltali í 16,3 ár en árið 2006 í 19 ár eða 17% lengur. Það samsvarar ævilengingu um tæplega 1 ár á hverjum áratug frá 1971 til Karlar hafa verið að draga á konur og geta nú vænst að lifa í 16,7 ár eða 21% lengur en 67 ára karlar að meðaltali á árunum Karlar Við fæðingu 67 ára 80 ára ,6 13,8 6, ,3 14,9 7, ,4 16,7 7,8 Konur Við fæðingu 67 ára 80 ára ,5 16,3 7, ,8 17,6 8, ,0 19,0 9,4 Heimild: Hagstofa Íslands. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

13 Séreignardeild Markmið séreignardeildarinnar er að auka fjölbreytni í samsetningu lífeyrisréttinda og gefa sjóðfélögum kost á að nýta stærðarhagkvæmni lífeyrissjóðsins til þess að ávaxta viðbótarlífeyrissparnað á hagkvæman hátt. Þannig er rekstrarkostnaður séreignardeildarinnar með því lægsta sem þekkist meðal lífeyrissjóðanna eða einungis 0,05% af eignum. Ávöxtun Hrein nafnávöxtun inneigna á séreignarreikningum var 7,0% sem svarar til 1,1% raunávöxtunar. Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára er 10,6%. Ávöxtun séreignardeildarinnar hefur verið sérstaklega góð í fjögur af undan förnum fimm árum og hefur meðalraunávöxtun síðustu 5 ára aldrei verið hærri. Séreignardeildin er ávöxtuð samhliða öðrum eignum sjóðsins sem nú nema um 269 milljörðum. Ávöxtun Hrein nafnávöxtun 7,0% 20,5% Hrein raunávöxtun 1,1% 12,7% 5 ára meðalraunávöxtun 10,6% 9,8% Kostnaður í % af eignum 0,054% 0,058% Inneignir og fjöldi sjóðfélaga Iðgjöld til séreignardeildar námu 597 milljónum á árinu 2007 samanborið við 629 milljónir árið áður og lífeyrisgreiðslur séreignardeildar námu 124 milljónum samanborið við 81 milljón árið áður. Inneignir námu milljónum í árslok 2007 og hækkuðu um 16% milli ára. Alls áttu einstaklingar inneignir í árslok 2007 samanborið við í árslok Séreignardeildin í milljónum kr Breyting % Iðgjöld Lífeyrisgreiðslur Inneignir í árslok Fjöldi með inneignir Inneignir í séreignardeild í milljónum króna Fjöldi með inneignir Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

14 Fjárfestingar Á liðnu ári ráðstafaði sjóðurinn milljónum til lánveitinga og verðbréfakaupa samanborið við milljónir árið Fjárfesting í íbúðabréfum þrefaldaðist milli ára. Lánveitingar til fyrirtækja og kaup á innlendum hlutabréfum drógust saman frá fyrra ári. Fjárfestingar í milljónum kr % 2006 % Sjóðfélagar , ,5 Stofnlánasjóðir 101 0,2 30 0,1 Íbúðabréf , ,6 Bankar og sparisjóðir , ,1 Fjárfestingalánasjóðir ,7 Fyrirtæki , ,9 Önnur veðskuldabréf ,1 Innlend hlutabréf , ,8 Erlend verðbréf , ,2 Samtals Fjárfestingarnar taka mið af fjárfestingastefnu sjóðsins, en hún er birt í heild sinni á bls. 16 og 17 í ársskýrslunni. Sjóðurinn er í þeirri stöðu að geta beitt langtímamarkmiðum við ákvörðun um fjárfestingastefnu sína. Sjónarmiðið að hámarka eignir og réttindi sjóðfélaganna er lagt til grundvallar við fjárfestingar og eignastýringu á verðbréfasafninu. Þróun fjárfestinga Í meðfylgjandi töflu yfir þróun fjárfestinga á liðnum árum, má sjá að sjóðurinn hefur fjárfest með markvissum hætti í innlendum hlutabréfum og í erlendum verðbréfum í því skini að auka vægi þeirra í safninu. Á síðustu 5 árum nema fjárfestingar í skuldabréfum að meðaltali 46% af fjárfestingum, innlend hlutabréf 29% og erlend verðbréf 25%. Skipting fjárfestinga Skuldabréf 43% 35% 44% 56% 52% Innlend hlutabréf 37% 47% 27% 19% 17% Erlend verðbréf 20% 18% 29% 25% 31% Skipting fjárfestinga 100% Skuldabréf Innlend hlutabréf Erlend verðbréf Skipting fjárfestinga % Innlend hlutabréf 37% Sjóðfélagar og önnur fasteignatryggð 9% Íbúðabréf 27% 80% 70% 60% 50% 40% 30% Erlend verðbréf 20% Bankar 4% Fyrirtæki 3% 20% 10% 0% Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

15 Verðbréfaeign Verðbréfaeignin nam milljónum í árslok 2007 samanborið við milljónir í árslok 2006 sem er aukning um 10,5%. Skuldabréf voru 46% af verðbréfaeigninni og innlend hlutabréf og erlend verðbréf samtals 54%. Skuldabréf voru hins vegar 41% og innlend hlutabréf og erlend verðbréf samtals 59% af verðbréfaeigninni í árslok Verðbréfaeign í milljónum kr % 2006 % Veðskuldabréf sjóðfélaga , ,1 Íbúðabréf , ,7 Húsbréf , ,3 Húsnæðisbréf , ,5 Íbúðalánasjóður , ,6 Önnur skbr. með ríkisáb , ,8 Bankar og sparisjóðir , ,7 Fjárfestingalánasjóðir , ,4 Fyrirtæki , ,9 Sveitarfélög 988 0, ,4 Eignarleigur 18 0,0 40 0,0 Önnur veðskuldabréf , ,9 Innlend hlutabréf , ,9 Erlend verðbréf , ,8 Samtals Þróun verðbréfaeignar Í meðfylgjandi töflu yfir þróun verðbréfaeignar á liðnum árum má sjá minnkandi vægi skuldabréfa í eignasafninu þrátt fyrir aukningu á liðnu ári. Vægi innlendra hlutabréfa dróst saman á liðnu ári samfara verðlækkun þeirra og aukinni áherslu á fjárfestingar í skuldabréfum. Skipting verðbréfaeignar Skuldabréf 46% 41% 48% 57% 63% Innlend hlutabréf 22% 24% 22% 17% 13% Erlend verðbréf 32% 35% 30% 26% 24% Skipting verðbréfaeignar 100% 90% Skuldabréf Innlend hlutabréf Erlend verðbréf Skipting verðbréfaeignar % 70% 60% 50% Erlend verðbréf 32% Sjóðfélagar 12% Íbúðabréf 14% 40% 30% Önnur ríkistryggð skuldabréf 4% 20% 10% 0% Innlend hlutabréf 22% Markaðsbréf 14% Fjárfestingalánasjóðir ofl. 2% 13 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

16 Innlend hlutabréf Þróun hlutabréfaverðs 2007 Á liðnu ári lækkaði Úrvalsvísitala Kauphallarinnar um 1,4% frá upphafi til loka ársins og lauk þar með samfelldu 6 ára hækkunarferli innlenda hlutabréfamarkaðarins. Töluverðar sveiflur einkenndu þróun Úrvalsvísitölunnar á árinu. Þannig hækkaði hún stöðugt fram eftir árinu og náði sínu hæsta gildi um miðjan júlí og hafði þá hækkað um liðlega 40%. Á næstu vikum birtust fréttir af vandræðum vegna áhættusamra húsnæðislána í Bandaríkjunum og í kjölfarið snérust áhyggjur af greiðslufalli þessara lána yfir í vaxandi lausafjárkreppu á fjármálamörkuðum eftir því sem leið á árið. Framangreint ástand myndaði söluþrýsting á eignamörkuðum og hlutabréf, einkum í fjármálafyrirtækjum, tóku að lækka á mörkuðum í Evrópu og Bandaríkjunum. Innlendi hlutabréfamarkaðurinn er orðinn mjög tengdur þróun erlendra hlutabréfamarkaða og fór hann því ekki varhluta af framangreindum óróleika á erlendum mörkuðum. Lækkaði innlendi hlutabréfamarkaðurinn nánast samfellt það sem eftir var ársins og stóð nánast í stað þegar árið var gert upp. Hlutabréfaviðskipti og ávöxtun Hlutabréfaviðskipti á árinu 2007 námu milljónum. Þar af voru keypt hlutabréf fyrir milljónir og seld hlutabréf fyrir milljónir. Innlend hlutabréfakaup á síðasta ári námu 37% af fjárfestingum. Í árslok 2007 nam hlutabréfaeignin 56,9 milljörðum eða 21,8% af verðbréfaeign samanborið við 56,4 milljarða eða 23,9% af verðbréfaeign í árslok Raunávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar var 1,0% og nafnávöxtun 6,9%, þar af nema arðgreiðslur 2,0%, en til samanburðar lækkaði Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar um 1,4% á árinu 2007 og Heildarvísitala aðallista um 0,9%. Innlenda hlutabréfaeignin hefur ávaxtast vel á liðnum árum og sýnir 19,5% árlega raunávöxtun yfir 28 ára tímabil, þ.e. frá 1980 til ársloka Sjóðurinn hefur að markmiði að sem stærstur hluti hlutabréfaeignarinnar hafi þekkt markaðsverð og sé skráð á markaði og beitir virkri eignastýringu á skráðu hlutabréfin til að leitast við að ná sem bestri ávöxtun til lengri tíma litið, að teknu tilliti til áhættu. Innlend hlutabréfaeign í árslok nam milljónum. Skráð hlutabréf sjóðsins í Kauphöllinni námu milljónum en óskráð hlutabréf námu milljónum, þar af eru milljónir í Símanum en stefnt er að skráningu félagsins á markaði á þessu ári. Nánari sundurliðun á eign sjóðsins í einstökum hlutafélögum má sjá í ársskýrslunni á bls. 34. Í eftirfarandi töflu má sjá ávöxtun lífeyrissjóðsins á innlendum hlutabréfamarkaði frá Uppsöfnuð umframávöxtun sjóðsins samanborið við Úrvalsvísitölu Kauphallar Íslands yfir 11 ára tímabil er 102,0%. Uppsöfnuð umframávöxtun sjóðsins Ár Nafnáv. LV Hækkun Úrvalsvísit. Umfram ávöxtun Uppsöfnuð umframáv ,1% 14,2% 17,9% 17,9% ,8% 10,5% 9,3% 28,8% ,9% 46,4% 5,5% 35,9% ,8% -18,7% 9,9% 49,4% ,4% -11,2% 3,8% 55,1% ,0% 16,7% 3,3% 60,2% ,1% 56,4% -5,3% 51,7% ,3% 58,9% 18,4% 79,6% ,7% 64,7% 6,0% 90,4% ,6% 15,8% -0,2% 90,0% ,9% -1,4% 6,3% 102,0% Nafnávöxtun innlenda hlutabréfasafnsins 80% 77,3% 70,7% Innlend hlutabréfaeign í árslok Eign í milljónum kr Hlutfall af verðbréfaeign 21,8% 23,9% Raunávöxtun á ári frá ,5% 20,7% Fjöldi félaga % 51,1% 40% 20% 20,0% 15,6% 4,9% 0% Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

17 Erlend verðbréf Erlendir hlutabréfamarkaðir Á liðnu ári hækkaði heimsvísitala Morgan Stanley um 7,5%, en hún er helsti mælikvarði á breytingu hlutabréfaverðs í heiminum. Evrópskir hlutabréfamarkaðir í heild stóðu hins vegar nánast í stað og lækkuðu um 0,1% og japanski hlutabréfamarkaðurinn lækkaði um 11,1%. Helstu hlutabréfavísitölur í Bandaríkjunum hækkuðu á liðnu ári. S&P hlutabréfavísitalan sem saman stendur af 500 stórum fyrirtækjum í Bandaríkjunum, hækkaði um 4,2%. Á sama tíma hækkaði Nasdaq vísitalan í Bandaríkjunum um 10,7%, en hún samanstendur að stærstum hluta af tæknifyrirtækjum. Erlend verðbréfakaup og ávöxtun Það er langtímastefna sjóðsins að byggja upp erlendu verðbréfaeignina með það að markmiði að auka ávöxtun til lengri tíma samhliða því að ná aukinni áhættudreifingu verðbréfasafnsins. Erlend verðbréfakaup á liðnu ári námu 11,3 milljörðum eða um 20% af fjárfestingum. Erlenda verðbréfaeignin í árslok 2007 nam 84,4 milljörðum eða 32,4% af verðbréfaeigninni samanborið við 82,1 milljarð eða 34,8% af verðbréfaeigninni í árslok Ávöxtun erlendu verðbréfaeignarinnar í dollurum var 12,1% á árinu 2007 en á móti styrktist íslenska krónan gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 7,1% og gagnvart dollar um 13,7%. Framvirkir gjaldmiðlasamningar drógu úr áhrifum af styrkingu krónunnar. Erlend verðbréfaeign í árslok Eign í milljónum kr Hlutfall af verðbréfaeign 32,4% 34,8% Nánari sundurliðun á erlendu verðbréfaeigninni í árslok má sjá í ársskýrslunni á bls. 35. Góð langtímaávöxtun erlendis Ávöxtun í erlendum hlutabréfum hefur sýnt sig að vera sveiflukennd milli ára. Ríflega aldarlöng reynsla af alþjóðlega dreifðum fjárfestingum hefur sýnt að til lengdar litið skila erlend hlutabréf góðri ávöxtun. Þessa staðreynd er mikilvægt að hafa í huga og jafnframt að þeir fjármunir sem sjóðurinn er að ávaxta á erlendum fjármagnsmörkuðum þarf ekki að færa aftur til Íslands til lífeyrisgreiðslna fyrr en að allmörgum áratugum liðnum. Þannig hefur sjóðurinn alla möguleika til þess að selja erlendu fjárfestinguna einhvern tíma í framtíðinni þegar best hentar sjóðfélögunum, bæði með tilliti til stöðu á erlendum fjármagnsmörkuðum og jafnframt með tilliti til stöðu íslensku krónunnar gagnvart erlendum gjaldmiðlum. Erlend verðbréfaeign í milljónum króna Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

18 Fjárfestingastefna Stjórn sjóðsins hefur samþykkt eftirfarandi fjárfestingastefnu: Fjárfestingastefna Fjárfestingastefnan er grundvölluð á samþykktum sjóðsins og á samningi VR og samtaka atvinnurekenda frá 30. desember 1996 um lífeyrismál. Sjóðurinn er fagfjárfestir sem hefur að höfuðmarkmiði að hámarka eignir og réttindi sjóðfélaganna og skal það sjónarmið lagt til grundvallar við fjárfestingar og eignastýringu á verðbréfasafni sjóðsins. Fjármagn sjóðsins skal ávaxtað með hliðsjón af þeim kjörum, sem best eru boðin á hverjum tíma, að teknu tilliti til varúðar sjónarmiða, áhættu og verðtryggðra langtímaskuldbindinga sjóðsins. Lífeyrisbyrði sjóðsins hefur farið lækkandi frá árinu 1996 er hún var 30,8% en á árinu 2006 var hún 28,1%. Lækkunin skýrist að stórum hluta af hækkun iðgjaldsgreiðsluhlutfalls til sjóðsins en einnig af stöðugri fjölgun sjóðfélaga. Spá um þróun lífeyrisbyrði á næstu 10 árum bendir til þess að hún vaxi hægfara og verði á bilinu 35% til 37% á árinu Þessi fyrirsjáanlega þróun með tilliti til réttindaávinnslu hjá lífeyrissjóðnum mun leiða til þess að áætlað framtíðargreiðsluflæði vegna lífeyrisskuldbindinga muni nema liðlega 20% af ráð stöfunarfé til nýfjárfestinga á árinu Ofangreind þróun lífeyrisbyrðinnar og greiðsluflæðis lífeyris gerir sjóðnum kleift að beita langtímamarkmiðum við ákvörðun um fjárfestingastefnu lífeyrissjóðsins. Gert er ráð fyrir að hlutfall skuldabréfa í eignasafni sjóðsins verði u.þ.b. 40% til 45%. Innlend hlutabréf verði 15% til 25% og erlend hlutabréf verði 30% til 45%. Þar sem eignir séreignardeildar lífeyrissjóðsins eru ávaxtaðar samhliða öðrum eignum hans gilda sömu forsendur um fjárfestingastefnu séreignardeildarinnar og samtryggingardeildarinnar. Lífeyrisgreiðslur séreignardeildar eru óverulegar og munu lítið breytast á þessum áratug. Viðmið um eignaskiptingu Við ráðstöfun fjármagns og eignastýringu á verðbréfasafni sjóðsins skulu eftirfarandi viðmið notuð um skiptingu eigna þannig að eignarhluti í einstökum verðbréfaflokkum geti að hámarki numið: Skuldabréf ríkissjóðs 35% Í skuldabréfum útgefnum af ríkissjóði eða með ábyrgð ríkissjóðs, s.s. spariskírteini ríkissjóðs, ríkisbréf og íbúðabréf. Skuldabréf bæjar- og sveitarfélaga 5% Í skuldabréfum útgefnum af sveitarfélögum með trausta rekstrar- og fjárhagsstöðu eða með ábyrgð þeirra. Verðbréf þessi skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði. Skuldabréf banka og annarra fjármálastofnana 20% Í skuldabréfum útgefnum af bönkum og sparisjóðum, eignarleigufyrirtækjum, fjárfestingarbönkum og stofnlánasjóðum atvinnuveganna, enda hafi þessar stofnanir trausta eiginfjárstöðu og starfi samkvæmt sérstökum lögum eða séu undir eftirliti Fjámálaeftirlitsins. Verðbréf samkvæmt þessum flokki skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði. Skuldabréf fyrirtækja 10% Í skuldabréfum fyrirtækja með trausta eiginfjárstöðu og góða rekstrarafkomu enda séu viðkomandi skuldabréf og hlutabréf félagsins skráð í Kauphöll Íslands. Fasteignaveðtryggð skuldabréf 25% Í skuldabréfum tryggðum með veði í fasteignum, þ.m.t. sjóðfélagalán. Áhvílandi uppreiknaðar veðskuldir að viðbættu nýju láni frá sjóðnum, mega ekki fara umfram 75% af metnu markaðsverði viðkomandi eignar sem löggiltur fasteignasali eða annar sérfróður aðili tilnefndur af sjóðnum framkvæmir. Þegar um sérhæft atvinnuhúsnæði er að ræða þá skal hámarkið vera 35% af metnu markaðsvirði. Innlán og skammtímaverðbréf 5% Innlán banka og sparisjóða, ríkisvíxlar og skammtíma ríkisbréf, bankavíxlar og skammtímabréf banka og sparisjóða, aðrir markaðsvíxlar (fjárfestingalánasjóðir, sveitarfélög, traust fyrirtæki) og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða. Innlend hlutabréf 25% Í hlutabréfum fyrirtækja, enda séu bréfin skráð á skipulegum verðbréfamarkaði. A.m.k. 90% þeirra fjármuna sem bundnir eru í hlutabréfum skulu vera í félögum sem skráð eru í Kauphöll Íslands. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

19 Erlend verðbréf 45% Í erlendum verðbréfum (hlutabréfum, skuldabréfum og hlutdeildarskírteinum) enda séu þau skráð á skipulegum verðbréfamarkaði. Erlend verðbréf námu 31% af heildareignum Þar af voru 42% í verðbréfum í USD, 19% í verðbréfum EUR og 39% í verðbréfum bundnum öðrum myntum. Hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða sem sjóðurinn fjárfestir í skulu hafa skráð kaup- og sölugengi á skipulegum markaði. Ekki er sjóðnum heimilt að eiga meira en 25% af hlutdeildarskírteinum útgefnum af sama verðbréfasjóði. Hlutdeildarskírteini eða hlutir annarra sjóða um sameiginlega fjárfestingu. Ekki er sjóðnum heimilt að eiga meira en 15% af útgefnum hlutdeildarskírteinum eða hlutum hvers sjóðs um sameiginlega fjárfestingu. Afleiðusamningar eru gerðir til að draga úr misvægi á gjaldmiðlasamsetningu erlendrar verðbréfaeignar sjóðsins gagnvart gengisvog íslensku krónunnar og til þess að minnka gjaldeyrisáhættu sjóðsins. Aðrar helstu viðmiðanir við ráðstöfun fjármagns og eignastýringu 1. Við það skal miðað að sem stærstur hluti af verðbréfum sjóðsins hafi þekkt markaðsverð og sé skráður í kauphöll og dreift eftir atvinnugreinum. 2. Beita skal virkri eignastýringu á kauphallarskráða verðbréfaflokka, sem nú nema 82% af heildareignum, með það að markmiði að tryggja sem besta ávöxtun til lengri tíma litið, að teknu tilliti til áhættu. 3. Viðmiðunarvísitala fyrir erlend hlutabréf er heimsvísitala Morgan Stanley. Viðmiðunarvísitala fyrir innlend hlutabréf er Úrvalsvísitala Kauphallar Íslands. 4. Viðmið um ávöxtun á skuldabréfasafni sjóðsins byggir á áhættuálagi á vaxtaferil ríkistryggðra skuldabréfa. Þannig eru breytilegir vextir á lánum til sjóðfélaga ákveðnir með 0,75% álagi á meðalávöxtun íbúðabréfa til 30 ára í viðskiptakerfi Kauphallar Íslands. Með tilliti til verðtryggðra langtíma skuldbindinga sjóðsins er leitast við að halda meðallíftíma skuldabréfasafnsins löngum, en hann er nú 9,7 ár. 5. Lánveitingar til sjóðfélaga miðast við að annað sé eftirspurn eftir slíkum lánum samkvæmt lánareglum eins og þær eru á hverjum tíma. 6. Fjárfestingar sjóðsins skulu miðast við að kröfur útgefnar af sama aðila eða aðilum sem tilheyra sömu samstæðunni fari ekki umfram 5% af hreinni eign sjóðsins til greiðslu lífeyris. Er þá miðað við samtölu verðbréfa, jafnt hlutabréfa sem skuldabréfa viðkomandi aðila. Þetta hlutfall má þó vera allt að 10% í heildarkröfum gagnvart einstökum bönkum. Þetta á þó ekki við um skuldbindingar með ríkisábyrgð. Við fjárfestingar í hlutabréfum hefur stjórn sjóðsins markað eftirfarandi fjárfestingastefnu til þess að vinna eftir á hlutabréfamarkaði: 1. Fjárfest er í félögum sem eru skráð í kauphöll. 2. Fjárfest er í öðrum hlutafélögum með a.m.k. 5 ára starfsreynslu og hafa samþykktir sem tryggja hömlulaus viðskipti með hlutafé. Þá skulu þau hafa sýnt góða rekstrarafkomu síðustu 2 til 3 ár sem stendur undir arðsemiskröfum sjóðsins. 3. Þátttaka í nýsköpunarverkefnum og áhættufjármögnun fer fram í gegnum félög og sjóði sem hafa slíkar fjárfestingar á stefnuskrá sinni og lífeyrissjóðurinn hefur gerst hluthafi í. 4. Ekki er fjárfest í félögum ef einn aðili á meirihluta hlutafjár. Þessi regla á þó ekki við um einkavæðingu opinberra fyrirtækja, ríkis eða sveitarfélaga þegar fyrir liggja stefnuyfirlýsingar um sölu á meirihluta hlutafjár í þeim félögum, þó slík sala fari ekki fram í einu lagi. 5. Eignarhlutur í einstökum félögum skal ekki vera hærri en 15% af hlutafé viðkomandi félags. 17 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

20 Hluthafastefna Lífeyrissjóður verzlunarmanna er langtímafjárfestir sem hefur ásamt góðri arðsemi af hlutabréfaeign sinni það að markmiði að stuðla að vexti og viðgangi þeirra fyrirtækja sem sjóðurinn fjárfestir í. Leiðbeinandi reglur SÞ um ábyrgar fjárfestingar Lífeyrissjóðurinn varð fyrstur íslenskra stofnanafjárfesta aðili að reglum Sameinuðu þjóðanna (SÞ) um ábyrgar fjárfestingar. Gefnar voru út í apríl 2006 sex leiðbeinandi reglur sem voru unnar af fulltrúum 20 stofnanafjárfesta frá 12 löndum og þar á meðal stærstu lífeyrissjóða vestan hafs og í Evrópu. Í reglunum er fjallað um hvernig áhersla á Umhverfisleg og Félagsleg málefni auk góðra Stjórnarhátta fyrirtækja (UFS) getur stuðlað að bættum fjárfestingarárangri verðbréfasafna um leið og hagsmunir fjárfesta og markmið þjóðfélagsins í víðara samhengi geta farið saman. Með aðild að reglunum mun sjóðurinn á komandi misserum leitast við í samstarfi við aðra þátttakendur að; taka tillit til UFS málefna við mat á fjárfestingarkostum, vera virkur eigandi hlutabréfa, óska eftir að fyrirtæki geri grein fyrir stefnu sinni í málefnum UFS, stuðla að framgangi reglna SÞ hjá fjárvörsluaðilum, eiga samstarf um málefnin við aðra stofnanafjárfesta sem aðild eiga að reglunum, upplýsa ásamt öðrum þátttakendum um árangur okkar við að hrinda reglunum í framkvæmd. Umhverfismál Sjóðurinn mun í vaxandi mæli hafa til hliðsjónar við fjárfestingar hvernig fyrirtækin horfa til umhverfisþátta við rekstur sinn þ.e.; að fyrirtækin fari að lögum og reglum um umhverfismál, að þau leitist við að draga úr umhverfisáhrifum við rekstur, og þau geri hluthöfum reglulega grein fyrir stefnu sinni á sviði umhverfismála. Stjórnarhættir fyrirtækja Sjóðurinn mun horfa til þess við fjárfestingar hvort fyrirtækin fylgi góðum stjórnarháttum við rekstur (t.d. reglum OECD um stjórnarhætti) og gefi upplýsingar þar um í ársskýrslum. Horft verður til þess hvort innlend fyrirtæki fylgi leiðbeiningum Viðskiptaráðs Íslands, Kauphallar Íslands og Samtaka atvinnulífsins um stjórnarhætti fyrirtækja en frá 1. janúar 2005 ber útgefendum hlutabréfa í Kauphöll Íslands að fylgja leiðbeiningunum eða upplýsa um frávik frá leiðbeiningum um stjórnarhætti fyrirtækja. Hluthafafundir Sjóðurinn gegnir eigendaskyldum sínum með virkum hætti og kemur ábendingum um rekstur og stefnu fyrirtækja auk bættra stjórnarhátta sem sjóðurinn er hluthafi í á framfæri á hluthafafundum og/eða með beinum samskiptum við stjórnendur viðkomandi fyrirtækja. Sjóðurinn tekur afstöðu til mála á hluthafafundum með atkvæðum sínum og á hlutabréfamarkaði með aðgerðum sínum. Hann tekur þátt í stjórnum fyrirtækja þegar aðstæður og stærð eignarhlutar sjóðsins kallar á slíkt. Reglur stjórnsýslulaga Reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi gilda, eftir því sem við getur átt, um meðferð mála og ákvarðanatökur í stjórn sjóðsins í einstökum málum. Reglur stjórnsýslulaga um sérstakt hæfi gilda með sama hætti um þá sem sjóðurinn styður til stjórnarstarfa í einstökum fyrirtækjum. Af ofangreindu leiðir að stjórnarmenn eða forstjóri taka ekki þátt í umræðum eða ákvörðunum á stjórnarfundum sjóðsins um málefni fyrirtækja þar sem þeir hafa hagsmuna að gæta sem starfsmenn, eigendur eða stjórnarmenn. Félagsleg ábyrgð Mannréttindi Eftir því sem við verður komið verður horft til þess hvort fyrirtækin virði mannréttindi og eigi ekki aðild að barnaþrælkun. Þau verði við rekstur sinn hvött til að taka tillit til alþjóðlegra sáttmála, t.d. alþjóðasáttmála SÞ sem samanstendur af tíu grundvallaratriðum sem taka á mannréttindum, vinnumarkaðssamskiptum, félagslegu umhverfi og spillingu. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

21 Lán til sjóðfélaga Eftirspurn sjóðfélaga eftir lánum hjá lífeyrissjóðnum var minni á liðnu ári en árið þar á undan. Sjóðfélögum voru lánaðar alls milljónir samanborið við milljónir á árinu 2006 sem er 10% lækkun milli ára. Fjöldi afgreiddra sjóðfélagalána var 924 lán samanborið við 954 lán árið áður. Samhliða því sem lánað var til sjóðfélaga voru keypt íbúðabréf fyrir milljónir. Samtals voru því lánveitingar vegna húsnæðiskaupa einstaklinga milljónir eða 36% af fjárfestingum liðins árs. Afgreidd sjóðfélagalán í milljónum kr Breyting Lánað % Fjöldi lána % Meðalfjárhæð 5,5 5,9-7% Hlutfall af fjárfestingum 9,1% 9,4% Tegund sjóðfélagalána Annuitet lán Jafnar afborganir Breytil. vextir Fjárhæð í mkr Fjöldi lána Meðalfjárhæð í mkr. 9,4 5,8 3,7 Fjöldi afgreiddra lána eftir aldri Aldur Samtals Útistandandi lán Útistandandi lán til sjóðfélaga námu milljónum í árslok eða um 12,0% af heildareignum samanborið við milljónir eða um 11,9% af eignum í árslok Staða sjóðfélagalána í árslok í milljónum kr Breyting Útistandandi lán í mkr % Fjöldi lána % Meðalfjárhæð í mkr. 3,2 2,7 23% Hlutfall af heildareignum 12,0% 11,9% Vanskil sjóðfélagalána (meira en 3ja mánaða vanskil) Afgreidd sjóðfélagalán í milljónum króna Verðlag hvers árs Verðlag í árslok Vanskil í milljónum 17,6 14,5 Hlutfall af heildarfjárhæð sjóðf.lána 0,05% 0,05% Fjöldi lána Hlutfall af heildarfjölda sjóðf.lána 1,7% 1,7% Á meðfylgjandi töflu má sjá að vanskil sjóðfélagalána í árslok 2007 eru lág eða einungis 0,05% af heildar fjárhæð útistandandi sjóðfélagalána. Fjöldi lána í vanskilum var óbreyttur milli ára en í árslok voru 1,7% lána í vanskilum. Sjóðurinn hefur góðar tryggingar fyrir lánveitingunum því sjóðfélagalánin eru fasteignaveðtryggð Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

22 Stjórn Stjórn sjóðsins er skipuð átta mönnum. Fjórir eru tilnefndir af stjórn VR og fjórir tilnefndir af þeim samtökum atvinnurekenda sem að sjóðnum standa en þau eru: Kaupmannasamtök Íslands, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Félag íslenskra stórkaupmanna og Viðskiptaráð Íslands. Eftirtaldir voru tilnefndir í stjórn sjóðsins frá 1. mars 2007 til 28. febrúar 2010: Gunnar P. Pálsson formaður Helgi Magnússon varaformaður Benedikt Kristjánsson Benedikt Vilhjálmsson Hrund Rudolfsdóttir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Margrét Kristmannsdóttir Stjórnin ber ábyrgð á starfsemi sjóðsins samkvæmt ákvæðum samþykkta hans undirritaðri af þeim samtökum sem að sjóðnum standa og staðfestri af fjármálaráðuneytinu. Meðal þess sem stjórnin fjallar um á fundum sínum eru breytingar á samþykktum, mótun fjárfestinga- og hluthafastefnu, lánareglur, fjárhagsáætlanir og kynningarmál. Á liðnu ári kom stjórnin 13 sinnum saman til fundar og frá stofnun sjóðsins hafa verið haldnir 998 stjórnarfundir. Stjórn ásamt forstjóra Standandi frá vinstri Sitjandi frá vinstri Þorgeir Eyjólfsson forstjóri, Gunnar P. Pálsson formaður, Benedikt Kristjánsson, Benedikt Vilhjálmsson og Helgi Magnússon varaformaður. Jóhanna E. Vilhelmsdóttir, Ingibjörg R. Guðmundsdóttir, Hrund Rudolfsdóttir og Margrét Kristmannsdóttir. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

23 Starfsmenn Hjá sjóðnum starfa 28 starfsmenn, þar af einn í hlutastarfi. Stöðugildi á árinu 2007 voru 27,5 samanborið við 27,1 á árinu Meðal starfsaldur hjá sjóðnum er liðlega 10 ár. Rekstrarkostnaður nam 203 milljónum á liðnu ári. Rekstrarkostnaður að frádregnum öðrum tekjum nam 133 milljónum eða 0,89% í hlutfalli af iðgjöldum og 0,054% af eignum í samanburði við 0,058% af eignum árið Aftari röð frá vinstri Starfssvið Ráðningarár Anna Kristín Fenger innheimta iðgjalda 2006 Ari B. Sigurðsson tölvumál 2007 Ólafur Hrafn Nielsen tölvumál 2005 Hólmfríður Ólafsdóttir gjaldkeri 1990 Valgarður Sverrisson skrifstofustjóri 1986 Ásta Björk Long iðgjaldamál, netskil 2000 Þór Egilsson deildarstjóri innheimta/séreign 1998 Halldís Hallsdóttir þjónustuver 2006 Guðmundur Þór Þórhallsson forstöðumaður eignastýringar 1997 Eyrún Björnsdóttir þjónustuver 2006 Gunnlaugur Briem eignastýring 2002 Ragnheiður Valtýsdóttir deildarstjóri þjónustuvers 1969 Harpa Ingólfsdóttir eignastýring (hlutastarf) 2007 Haraldur Arason deildarstjóri tölvudeildar 1986 Alda Sif Jóhannsdóttir bókhald 1988 Bjarnfríður Elín Karlsdóttir netskil, iðgjaldamál 1999 Þorgeir Eyjólfsson forstjóri 1978 Fremri röð frá vinstri Regína Jónsdóttir lánbeiðnir sjóðfélaga 2000 Sólveig Arnþrúður Skúladóttir innheimta iðgjalda 1998 Guðrún Rakel Viðarsdóttir iðgjaldamál, netskil 2002 Margrét Kristinsdóttir deildarstjóri lífeyrisdeildar 1995 Þuríður Kristín Heiðarsdóttir lífeyrismál, ritari forstjóra 1990 Guðlaug S. Ólafsdóttir skjalavarsla, kaffistofa 2002 Ragnhildur Heiðberg innheimta lána 1991 Helga Árnadóttir innheimta iðgjalda 2001 Á myndina vantar Brynju Hauksdóttur deildarstjóra lánadeildar 1998 Kolbrúnu Sigurlaugu Harðardóttur þjónustuver 2006 Kristínu Gísladóttur lánbeiðnir sjóðfélaga (í fæðingarorlofi) Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

24 Ársfundur Ársfundurinn var haldinn 16. apríl 2007 á Grand Hótel. Helstu mál á ársfundinum voru: Skýrsla stjórnar Gunnar P. Pálsson formaður flutti skýrslu stjórnar. Sagði hann m.a. að árið 2006 hefði verið mjög hagfellt í rekstri sjóðsins. Nafnávöxtun var 20,6% sem samsvarar 12,7% raunávöxtun og er það annað besta rekstrarár í sögu sjóðsins. Góð ávöxtun hefði styrkt mjög tryggingafræðilega stöðu sjóðsins og sagði formaður að með tilliti til tryggrar stöðu sjóðsins hefði verið ákveðið að hækka áunnin lífeyrisréttindi sjóðfélaga og greiðslur til lífeyrisþega um 7% frá 1. janúar Á síðustu 10 árum hefur tekist að bæta lífeyrisréttindin og lífeyrisgreiðslur um 21,1% umfram almennar verðlagsbreytingar en réttindaávinnslan var fyrst hækkuð um 11,8% árið Formaður sagði að í upphafi ársins 2006 hefði réttindakerfinu verið breytt og tekin upp aldurstengd réttindaávinnsla. Til að tryggja hagsmuni núverandi sjóðfélaga við breytinguna yfir í aldurstengt kerfi geta þeir sjóðfélagar sem uppfylla tiltekin skilyrði haldið áfram að mynda réttindi í jafnri ávinnslu upp að tilteknu hámarki. Þeir sem eru ungir hafa aftur á móti hag af því að ávinna sér réttindi miðað við aldurstengda ávinnslu. Þýðingarmikið atriði breytinganna til að milda áhrif á þá sjóðfélaga sem ef til vill færast á milli lífeyrissjóða er að sjóðurinn hefur gert samkomulag við aðra lífeyris sjóði um gagnkvæma viðurkenningu á heimild einstaklinga til þess að halda áfram iðgjaldsgreiðslum til jafnrar ávinnslu. Ekki eru allir lífeyrissjóðir aðilar að samkomulaginu og því getur verið óhagstætt fyrir sjóðfélaga að skipta um lífeyrissjóð ef ekki er fyrir hendi samkomulag milli sjóðanna um gagnkvæma viðurkenningu á iðgjaldsgreiðslum. Formaður greindi síðan frá því að hluthafastefna sjóðsins hefði verið endurskoðuð á liðnu ári í framhaldi þess að sjóðurinn varð fyrstur íslenskra stofnanafjárfesta aðili að sex leiðbeinandi reglum Sameinuðu þjóðanna um ábyrgar fjárfestingar. Reglurnar voru unnar af fulltrúum 20 stofnanafjárfesta frá 12 löndum og þar á meðal stærstu lífeyrissjóða vestan hafs og í Evrópu. Í reglunum er fjallað um hvernig áhersla á umhverfisleg og félagsleg málefni auk góðra stjórnarhátta fyrirtækja getur stuðlað að bættum fjárfestingarárangri verðbréfasafna um leið og hagsmunir fjárfesta og markmið þjóðfélagsins í víðara samhengi geta farið saman. Taldi formaður að umræða um ábyrgar fjárfestingar myndi fara vaxandi á næstu árum. Ársreikningur Þorgeir Eyjólfsson forstjóri gerði grein fyrir ársreikningi liðins starfsárs. Í máli hans kom m.a. fram að heildareignir námu 240 milljörðum í árslok sem er hækkun um 49 milljarða eða 25,9% frá fyrra ári. Lífeyrisgreiðslur námu 3,5 milljörðum á árinu 2006 og voru lífeyrisþegar og fjölgaði þeim um 4% á árinu. Rekstrarkostnaður að frádregnum öðrum tekjum nam 1,00% af iðgjöldum eða 0,058% af eignum sem er það lægsta sem þekkist meðal lífeyrissjóðanna. Ávöxtun á árinu 2006 var 20,6% sem samsvarar 12,7% raunávöxtun. Á síðasta ári náði Lífeyrissjóður verzlunarmanna þeim ánægjulega árangri að vera með hæstu ávöxtun stærri lífeyrissjóða. Ýmislegt hjálpaði þar til eins og eignaskipting og aðgerðir við gjaldeyrisvarnir samfara miklum sveiflum á íslenska gjaldmiðlinum. Hrein ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjármunatekjum var 20,5% sem samsvarar 12,7% raunávöxtun. Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára er 9,8% og síðustu 10 ára 7,8%. Tryggingafræðileg úttekt Forstjóri greindi frá tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins miðað við árslok 2006, en eignir og verðmæti framtíðariðgjalda námu 32,1 milljarði eða 7,9% umfram heildarskuldbindingar samanborið við 6,1% stöðu í árslok 2005 og batnaði heildarstaðan um 1,8% milli ára. Eignir umfram áfallnar skuldbindingar námu 57,8 milljörðum eða 31,8% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Þýðingarmikill þáttur í betri stöðu sjóðsins um áramót fólst í góðum ávöxtunarárangri sjóðsins á liðnu ári. Fjárfestingastefna Forstjóri fór yfir breytingar sem gerðar voru á fjárfestingastefnu sjóðsins í tengslum við lagabreytingar á árinu 2006 á nokkrum hlutfallstölum sem fram koma í 36. gr. laga um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða er varða fjárfestingarheimildir lífeyrissjóða í einstökum tegundum fjárfestinga. Breytingarnar fela í sér að almennt veðsetningarhlutfall fasteigna er hækkað úr 65% í 75% af metnu markaðsvirði fasteignar og eign lífeyrissjóðs í hlutabréfum fyrirtækja eða hlutabréfum og hlutdeildarskírteinum má vera allt að 60% af hreinni eign sjóðs í stað 50% áður. Í ljósi þessa voru gerðar þær breytingar á viðmiði um eignaskiptingu í fjárfestingastefnu sjóðsins að veðmörkum varðandi fasteignaveðtryggð skuldabréf var breytt þannig að áhvílandi uppreiknaðar veðskuldir að viðbættu nýju láni frá sjóðnum, mega ekki fara umfram 75% af metnu markaðsverði viðkomandi eignar. Jafnframt var viðmið um fjárfestingu í innlendum hlutabréfum hækkað úr 20% í 25% af eignum og hlutfall erlendra verðbréfa úr 35% í 45%. Næsti ársfundur verður haldinn mánudaginn 14. apríl kl. 17 í Hvammi á Grand Hótel. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

25 Ársreikningur 2007

26

27 Áritun endurskoðenda Til stjórnar og sjóðfélaga Lífeyrissjóðs verzlunarmanna Við höfum endurskoðað meðfylgjandi ársreikning Lífeyrissjóðs verzlunarmanna fyrir árið Ársreikningurinn hefur að geyma skýrslu stjórnar, yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris, efnahagsreikning, yfirlit um sjóðstreymi, skýringar nr. 1 17, kennitölur og deildaskipt yfirlit. Ábyrgð stjórnenda á ársreikningnum Stjórnendur eru ábyrgir fyrir gerð og framsetningu ársreikningsins í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um ársreikninga lífeyrissjóða. Samkvæmt því ber þeim að skipuleggja, innleiða og viðhalda innra eftirliti sem varðar gerð og framsetningu ársreiknings, þannig að hann sé í meginatriðum án annmarka, hvort sem er vegna sviksemi eða mistaka. Ábyrgð stjórnenda nær einnig til þess að beitt sé viðeigandi reikningsskilaaðferðum og reikningshaldslegu mati miðað við aðstæður. Ábyrgð endurskoðenda Ábyrgð okkar felst í því áliti sem við látum í ljós á ársreikningnum á grundvelli endurskoðunarinnar. Endurskoðað var í samræmi við alþjóðlega endurskoðunarstaðla. Samkvæmt þeim ber okkur að fara eftir settum siðareglum, skipuleggja og haga endurskoðuninni þannig að nægjanleg vissa fáist um að ársreikningurinn sé án annmarka. Endurskoðunin felur í sér aðgerðir til staðfestingar á fjárhæðum og skýringum í ársreikningnum. Val endurskoðunaraðgerða byggir á faglegu mati endurskoðandans, meðal annars á þeirri hættu að verulegir annmarkar séu á ársreikningnum, hvort sem er af völdum sviksemi eða mistaka. Við áhættumatið er tekið tillit til þess innra eftirlits sem varðar gerð og framsetningu ársreikningsins, til þess að skipuleggja viðeigandi endurskoðunaraðgerðir, en ekki til þess að gefa álit á virkni innra eftirlits sjóðsins. Endurskoðunin felur einnig í sér mat á þeim reikningsskilaaðferðum og matsaðferðum sem stjórnendur nota við gerð ársreikningsins sem og mat á framsetningu hans í heild. Við teljum að við endurskoðunina höfum við aflað nægilegra og viðeigandi gagna til að byggja álit okkar á. Álit Það er álit okkar, að ársreikningurinn gefi glögga mynd af afkomu sjóðsins á árinu 2007, efnahag hans 31. desember 2007 og breytingu á handbæru fé á árinu 2007, í samræmi við lög og settar reikningsskilareglur. Reykjavík 25. janúar PricewaterhouseCoopers hf. Vignir Rafn Gíslason löggiltur endurskoðandi Reynir Vignir löggiltur endurskoðandi 25 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

28 Skýrsla um starfsemi Lífeyrissjóðs verzlunarmanna árið 2007 Fjöldi sjóðfélaga, fyrirtækja og fjárhæð móttekinna iðgjalda Á árinu 2007 greiddi einstaklingar iðgjald til sjóðsins og fjölgaði þeim um eða 3,0% frá fyrra ári. Þá greiddu fyrirtæki til sjóðsins vegna starfsmanna sinna. Iðgjaldagreiðslur til sjóðsins námu mkr. sem er hækkun um 22,1% frá fyrra ári. Lánveitingar og verðbréfaviðskipti Á liðnu ári ráðstafaði sjóðurinn til lánveitinga og verðbréfakaupa mkr. Sjóðfélögum voru lánaðar mkr. og keypt voru skuldabréf Íbúðalánasjóðs fyrir mkr. Lánveitingar til stofnlánasjóða og önnur fasteignaveðtryggð skuldabréf námu 107 mkr. Kaup á markaðsverðbréfum banka og sparisjóða námu mkr. og fyrirtækja mkr. Seld voru skuldabréf að fjárhæð mkr. Keypt voru innlend hlutabréf á síðasta ári að fjárhæð mkr. og seld voru innlend hlutabréf að fjárhæð mkr. Á liðnu ári fjárfesti sjóðurinn í erlendum verðbréfum fyrir mkr. Lífeyrisgreiðslur, ráðstöfunarfé og hrein eign til greiðslu lífeyris Á árinu 2007 nutu lífeyrisþegar lífeyrisgreiðslna að fjárhæð mkr. Lífeyrisþegum fjölgaði um 5,5% á árinu og lífeyrisgreiðslurnar hækkuðu um 20,7%. Ráðstöfunarfé sjóðsins á árinu 2007 var mkr. og nemur aukningin 4,4% frá fyrra ári. Sjóðurinn skiptist í tvær deildir, sameignardeild og séreignardeild. Hrein eign sameignardeildar til greiðslu lífeyris nam mkr. samanborið við mkr. árið áður sem er hækkun um 11,9%. Árið 2007 var níunda heila starfsár séreignardeildarinnar og námu inneignir í séreignardeild mkr. samanborið við mkr. árið áður sem er hækkun um 15,8%. Samanlagðar eignir sameignar- og séreignardeildar námu mkr. samanborið við mkr. árið áður sem er hækkun um 11,9%. Rekstrarkostnaður Á árinu 2007 nam rekstrarkostnaður sjóðsins 203 mkr. Rekstrarkostnaður að frádregnum öðrum tekjum nam 133 mkr. sem er 0,89% í hlutfalli af iðgjöldum samanborið við 1,00% árið áður. Rekstrarkostnaður í hlutfalli af eignum var 0,054% samanborið við 0,058% árið áður. Ávöxtun Ávöxtun sjóðsins á árinu 2007 var 7,0% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun samanborið við 12,7% raunávöxtun á árinu Hrein ávöxtun, þ.e. ávöxtun þegar rekstrarkostnaður hefur verið dreginn frá hreinum fjárfestingartekjum var 7,0% sem samsvarar 1,1% raunávöxtun. Meðalraunávöxtun síðustu 5 ára er 10,6% og síðustu 10 ára 6,9%. Raunávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar á árinu 2007 var 1,0% og nafnávöxtun 6,9%, þar af nema arðgreiðslur 2,0%, en á sama tíma lækkaði Úrvalsvísitala aðallista Kauphallarinnar um 1,4%. Árleg raunávöxtun innlendu hlutabréfaeignarinnar yfir tímabilið 1980 til ársloka 2007 er 19,5% en var 20,7% í árslok Ávöxtun erlendu verðbréfaeignarinnar í USD var 12,1% á árinu 2007 en á móti styrktist íslenska krónan á árinu gagnvart erlendum gjaldmiðlum um 7,1% og gagnvart USD um 13,7%. Framvirkir gjaldmiðlasamningar drógu úr áhrifum af styrkingu krónunnar. Tryggingafræðileg úttekt Í janúar 2008 var framkvæmd tryggingafræðileg athugun sem miðaðist við árslok Helstu niðurstöður úttektarinnar, miðað við að 3,5% ávöxtun náist á eignir sjóðsins umfram hækkun vísitölu neysluverðs næstu áratugina voru, að eignir nema 4,7% umfram skuldbindingar. Eignir lífeyrissjóðsins umfram áfallnar skuldbindingar nema 21,8% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

29 Upplýsingastarf Sjóðurinn sendir sjóðfélögum hálfsárslega, í mars og september, yfirlit yfir móttekin iðgjöld ásamt útreikningi á áunnum lífeyrisréttindum. Sjóðurinn birtir í ársbyrjun hvers árs auglýsingu í dagblöðum þar sem gerð er grein fyrir starfsemi og reikningum fyrir liðið ár ásamt upplýsingum um lífeyrisrétt. Á ársfundi sjóðsins á liðnu ári var m.a. gerð grein fyrir skýrslu stjórnar, ársreikningi, fjárfestingastefnu og tryggingafræðilegri stöðu sjóðsins. Á vefsíðu sjóðsins má nálgast almennar upplýsingar um sjóðinn, starfsemi, iðgjald, lífeyrisrétt, lánareglur og sjóðfélagabréf. Reykjavík 25. janúar Stjórn Gunnar P. Pálsson stjórnarformaður Helgi Magnússon varaformaður Hrund Rudolfsdóttir Margrét Kristmannsdóttir Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Benedikt Vilhjálmsson Benedikt Kristjánsson Forstjóri Þorgeir Eyjólfsson 27 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

30 Yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris á árinu 2007 Skýr Iðgjöld Sjóðfélagar Launagreiðendur Iðgjöld Lífeyrir Lífeyrir Framlag ríkisins v/jöfnunar örorkubyrði ( ) 0 Umsjónarnefnd eftirlauna (1.673) (1.829) Kostnaður vegna örorkumats Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingartekjur af hlutabréfum Tekjur af húseignum og lóðum Vaxtatekjur, verðbætur og gengismunur Gjaldfærð niðurfærsla skuldabréfa (18.401) (7.000) Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Rekstrarkostnaður Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Aðrar tekjur Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

31 Efnahagsreikningur 31. desember 2007 Eignir Skýr Fjárfestingar Húseignir og lóðir Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Fjárfestingar Kröfur Kröfur á launagreiðendur Aðrar kröfur Kröfur Aðrar eignir Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir Sjóður og bankainnstæður Aðrar eignir Eignir samtals Skuldir Viðskiptaskuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris Skipting á hreinni eign til greiðslu lífeyris Hrein eign sameignardeildar Hrein eign séreignardeildar , Samtals hrein eign til greiðslu lífeyris Aðrar upplýsingar ,15,16 Mat á áunnum lífeyrisskuldbindingum Fjárhæðir í þúsundum króna. 29 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

32 Sjóðstreymi árið Inngreiðslur Iðgjöld Iðgjöld í séreignardeild Fjárfestingartekjur Afborganir verðbréfa Seld verðbréf með breytilegum tekjum Seld verðbréf með föstum tekjum Framlag ríkisins v/jöfnunar örorkubyrði Aðrar inngreiðslur Útgreiðslur Lífeyrir Lífeyrir úr séreignardeild Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður án afskrifta Aðrar útgreiðslur Ráðstöfunarfé til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting Kaup á verðbréfum með breytilegum tekjum Kaup á verðbréfum með föstum tekjum Ný veðlán og útlán Fjárfestingar í rekstrarfjármunum Hækkun (lækkun) á handbæru fé ( ) Handbært fé í ársbyrjun Handbært fé í árslok Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

33 Skýringar Reikningsskilaaðferðir 1. Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga og reglur um ársreikninga lífeyrissjóða. Fasteignir og rekstrarfjármunir 2. Fasteignir og aðrir rekstrarfjármunir eru færðir á kostnaðarverði að frádregnum afskriftum. Afskriftir eru reiknaðar sem fastur árlegur hundraðshluti af stofnverði. Fasteignir eru afskrifaðar um 2-4% og aðrar eignir um 5-20% á ári. Verðbréfaeign 3. Verðbréfum í eigu sjóðsins er skipt í verðbréf með breytilegum tekjum, verðbréf með föstum tekjum og veðlán. Til verðbréfa með breytilegum tekjum teljast hlutabréf og hlutdeildarskírteini verðbréfasjóða. Til verðbréfa með föstum tekjum teljast skuldabréf og önnur verðbréf með föstum vöxtum eða með tiltekna vaxtaviðmiðun. Til veðlána teljast skuldabréfalán með veði í fasteignum. Verðbréf með breytilegum tekjum skiptast í innlend og erlend hlutabréf og hlutdeildarskírteini. Erlend verðbréf sjóðsins sem skráð eru á skipulegum verðbréfamörkuðum eru eignfærð á markaðsverði miðað við síðasta skráða gengi þeirra í árslok. Verðbréfin eru umreiknuð í íslenskar krónur á skráðu kaupgengi í árslok. Innlend hlutabréf sjóðsins sem skráð eru í Kauphöll Íslands eru eignfærð á markaðsverði í árslok, en óskráð hlutabréf á kostnaðarverði eða áætluðu gangvirði ef það er lægra. Eignir í áhættufjármagnssjóðum eru færðar á gangverði. Verðbréf með föstum tekjum eru færð til eignar með áföllnum verðbótum og vöxtum m.v. vaxtakjör verðbréfanna að teknu tilliti til ávöxtunarkröfu þeirra á kaupdegi. Afföllin eða gengisaukinn sem myndast við kaup verðbréfanna eru færð í ársreikninginn á afborgunartíma þeirra miðað við virka vexti. Höfuðstólstryggð skuldabréf sem taka mið af hækkun erlendra hlutabréfavísitalna og eru með vörn ef vísitalan lækkar niður fyrir áður tryggt vísitölugildi, eru færð á hæsta tryggða vísitölugildi. Verðbréf með föstum tekjum eru færð niður í efnahagsreikningi vegna óvissu um innheimtu. Hér er ekki um endanlega afskrift að ræða heldur er myndaður afskriftareikningur til að mæta þeim kröfum sem kunna að tapast. Við niðurfærsluna hafa sérstakar áhættur verið metnar jafnframt því sem reiknuð er almenn niðurfærsla. Séreignardeild 4. Séreignardeild lífeyrissjóðsins er ávöxtuð samhliða sameignardeild sjóðsins. Deildaskipt yfirlit sameignar- og séreignardeildar er sett fram sérstaklega í ársreikningnum og byggist skipting fjárfestinga og kostnaðar á hlutfallslegri skiptingu. Áætluð óinnheimt iðgjöld 5. Áætluð óinnheimt iðgjöld í árslok nema kr milljónum og eru þau færð í efnahagsreikningi undir liðnum kröfur á launagreiðendur. Mat þeirra byggist á reynslu liðinna ára og stuðst er við gögn sem fyrir liggja um skil eftir lok reikningsárs. Lífeyrir 6. Sundurliðun lífeyrisgreiðslna: Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Makalífeyrir Barnalífeyrir Samtals Lífeyrisgreiðslur úr séreignardeild Samtals Fjárhæðir í þúsundum króna. 31 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

34 Skýringar Fjárfestingartekjur 7. Fjárfestingartekjur af hlutabréfum: Innlend hlutabréf Erlend hlutabréf ( ) Samtals Vaxtatekjur, verðbætur og gengismunur: Sjóðfélagalán Verðtryggð innlend skuldabréf Bankainnstæður, framvirkir samningar ofl Dráttarvextir Lántökugjöld Samtals Aðrar tekjur 9. Aðrar tekjur: Innheimtuþóknanir vegna þjónustu við samtök ofl Séreignardeild 10. Séreignardeildin er ávöxtuð samhliða öðrum eignum sjóðsins. Nánari sundurliðun séreignardeildar má sjá í deildaskiptu yfirliti og byggist skipting fjárfestinga og kostnaðar séreignardeildar á hlutfallslegri skiptingu. Breyting á hreinni eign séreignardeildar Séreignariðgjald launþega Framlag launagreiðenda Iðgjöld samtals Lífeyrisgreiðslur ( ) (80.889) Fjárfestingartekjur Rekstrarkostnaður (3.484) (3.097) Hækkun séreignardeildar Hrein eign til greiðslu lífeyris Inneignir Hækkun inneigna á árinu Inneignir Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga Sjóðfélagar með inneignir í árslok Hrein ávöxtun séreignardeildarinnar á árinu 2007 nam 7,0% sem svarar til 1,1% raunávöxtunar. Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

35 Skýringar Verðbréf með föstum tekjum og veðlán 11. Innlend skuldabréf með áföllnum vöxtum og verðbótum í árslok: Veðskuldabréf sjóðfélaga Íbúðalánasjóður Húsnæðisbréf Húsbréf Íbúðabréf Önnur skuldabréf með ríkisábyrgð Bankar og sparisjóðir Fjárfestingalánasjóðir atvinnuveganna Fyrirtæki Sveitarfélög Eignarleigur Önnur veðskuldabréf Samtals Sundurliðun veðlána Sjóðfélagar Veðlán vegna stofnlánasjóða Önnur veðskuldabréf Niðurfærsla skuldabréfa (69.000) (62.000) Samtals Niðurfærsla skuldabréfa Niðurfærsla Afskrifuð töpuð lán á árinu (11.401) 0 Gjaldfærð niðurfærsla Niðurfærsla Sundurliðun skuldabréfa eftir verðtryggingarviðmiðun Verðtryggt, vísitala neysluverðs Verðtryggt, byggingarvísitala Tengt erlendum hlutabréfavísitölum Óverðtryggt Samtals Af þingskráðum skuldabréfum, þar sem kaupverð lá fyrir í Kauphöll Íslands þann 31. desember 2007, nam markaðsvirðið mkr. Fjárhæðir í þúsundum króna. 33 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

36 Skýringar Verðbréf með breytilegum tekjum 12. Sjóðurinn á hlutabréf í eftirtöldum innlendum félögum: Eignar- Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands hluti % Bókfært verð Alfesca h.f , Bakkavör Group h.f , Century Aluminium Company , Exista h.f , FL Group h.f , Flaga Group h.f , Glitnir banki h.f , HF. Eimskipafélag Íslands , Icelandair Group h.f , Kaupþing banki h.f , Landsbanki Íslands h.f , Marel h.f , Straumur-Burðarás Fjárfestingabanki h.f , Teymi h.f , Össur h.f , Samtals Önnur hlutabréf Eignarh.fél. líf.sj. um Verðbréfaþing ehf , Skipti h.f. (Síminn) , VBS fjárfestingarbanki h.f , Samtals Hlutabréf alls Hlutabréf skráð í Kauphöll Íslands eru metin á markaðsverði í árslok Önnur hlutabréf eru færð á kostnaðarverði eða áætluðu gangvirði ef það er lægra. Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

37 Skýringar Verðbréf með breytilegum tekjum (frh.) Skipting erlendra verðbréfa eftir fjárvörsluaðilum: Hlutdeildarskírteini í hlutabréfasjóðum AllianceBernstein Capital Management JP Morgan Flemming Vanguard Group Asian Portfolio Franklin Templeton State Street Schroder Investment Management Black Rock ML SVG Fidelity Investments Aðrir hlutabréfasjóðir Samtals Hlutdeildarskírteini í skuldabréfasjóðum PIMCO Aðrir skuldabréfasjóðir Samtals Erlend hlutabréf í aðgreindu verðbréfasafni Schroder Investment Management Erlent hlutabréfasafn Samtals Erlend verðbréfaeign alls Sjóðurinn hefur skuldbundið sig til að leggja mkr. í erlenda áhættufjármagnssjóði á nokkrum næstu árum. Verðbréf með breytilegum tekjum alls Fjárhæðir í þúsundum króna. 35 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

38 Skýringar Húseignir, rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir 13. Húseignir, rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir greinast þannig: Eignarhluti í Húsi verslunarinnar 21,25% Aðrar eignir Samtals Heildarverð Breyting á árinu Heildarverð Afskrifað áður Afskrifað á árinu Afskrifað samtals Bókfært verð Fasteignamat Brunabótamat Bókfært verð Mat á eignarhluta í Húsi verslunarinnar Afskriftarhlutföll % 5-20% Framvirkir gjaldeyrissamningar 14. Gerðir hafa verið framvirkir gjaldeyrissamningar til að draga úr misvægi á gjaldmiðlasamsetningu erlendrar verðbréfaeignar sjóðsins gagnvart gengisvog íslensku krónunnar og til að draga úr gjaldeyrisáhættu sjóðsins. Afkoma samninga er færð í ársreikninginn á meðal vaxtatekna, verðbóta og gengismunar. Starfsmannamál 15. Fjöldi stöðugilda á árinu 2007 var 27,5. Heildarfjárhæð launa nam 211,9 mkr. og launatengd gjöld 56,9 mkr. Laun til stjórnar, forstjóra og þóknanir til endurskoðenda 16. Launagreiðslur til stjórnenda vegna starfa í þágu lífeyrissjóðsins greinast þannig: Gunnar P. Pálsson, formaður Helgi Magnússon, varaformaður Benedikt Kristjánsson Benedikt Vilhjálmsson Hrund Rudolfsdóttir Ingibjörg R. Guðmundsdóttir Jóhanna E. Vilhelmsdóttir Margrét Kristmannsdóttir Varamenn og fráfarandi stjórnarmenn Þorgeir Eyjólfsson, forstjóri Samtals Þóknun til endurskoðenda nam 9,9 mkr. og skiptist á eftirfarandi hátt: Endurskoðun 7,1 mkr. og innri endurskoðun 2,8 mkr. Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

39 Skýringar Tryggingafræðileg úttekt 17. Mat á lífeyrisskuldbindingum: Í janúar 2008 var framkvæmd tryggingafræðileg athugun sem miðaðist við árslok Helstu niðurstöður úttektarinnar, miðað við að 3,5% ávöxtun náist á eignir sjóðsins umfram hækkun vísitölu neysluverðs næstu áratugina voru, að eignir nema 4,7% umfram skuldbindingar. Eignir lífeyrissjóðsins umfram áfallnar skuldbindingar nema 21,8% af hreinni eign til greiðslu lífeyris. Sundurliðun tryggingafræðilegrar athugunar í milljónum króna: Áfallin Framtíðar- Heildar- Eignir skuldbinding skuldbinding skuldbinding Hrein eign til greiðslu lífeyris Núvirði verðbréfa Lækkun v/núvirði fjárfestingakostnaðar (5.049) (5.049) Núvirði framtíðariðgjalda Eignir samtals Skuldbindingar Ellilífeyrir Örorkulífeyrir Makalífeyrir Barnalífeyrir Rekstrarkostnaður Skuldbindingar samtals Eignir umfram skuldbindingar (26.100) Í hlutfalli af skuldbindingum ,8% (10,1%) 4,7% 37 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

40 Kennitölur Raunávöxtun * ,1% 12,7% 16,1% 12,1% 12,1% Hrein raunávöxtun * ,1% 12,7% 16,1% 12,0% 12,0% Hrein raunávöxtun (5 ára meðaltal) ,6% 9,8% 7,0% 4,1% 4,1% Hrein raunávöxtun (10 ára meðaltal) ,9% 7,8% 7,3% 6,4% 5,9% Rekstrarkostnaður að frádr. öðrum tekjum Kostnaður í % af iðgjöldum ,89% 1,00% 1,02% 1,25% 1,16% Kostnaður í % af eignum ,05% 0,06% 0,06% 0,08% 0,08% Fjöldi sjóðfélaga Fjöldi lífeyrisþega Lífeyrir í % af iðgjöldum ** ,2% 28,1% 28,1% 31,7% 30,8% Stöðugildi á árinu ,5 27,1 27,5 26,6 26,5 Fjárhagsstaða skv. tryggingafræðilegri úttekt Hrein eign umfram heildarskuldbindingar ,7% 7,9% 6,1% -5,9% -6,8% Hrein eign umfram áfallnar skuldbindingar ,8% 31,8% 27,4% 16,9% 15,2% Skipting verðbréfaeignar Skráð hlutabréf ,5% 53,2% 47,3% 40,9% 36,7% Skráð skuldabréf ,7% 28,3% 35,4% 36,1% 35,8% Óskráð hlutabréf ,7% 2,0% 1,6% 0,0% 0,0% Óskráð skuldabréf ,6% 3,2% 1,2% 6,7% 8,8% Veðlán ,5% 13,3% 14,5% 16,3% 18,7% Skipting verðbréfaeignar eftir gjaldmiðlum Eignir í íslenskum krónum ,6% 65,2% 70,0% 74,5% 76,5% Eignir í erlendum gjaldmiðlum ,4% 34,8% 30,0% 25,5% 23,5% Skipting lífeyris** Ellilífeyrir ,0% 60,5% 59,7% 59,6% 60,2% Örorkulífeyrir ,0% 27,4% 27,6% 27,2% 26,2% Makalífeyrir ,7% 9,7% 10,1% 10,5% 11,0% Barnalífeyrir ,3% 2,4% 2,6% 2,7% 2,6% Séreignardeild Meðalfjöldi greiðandi sjóðfélaga Sjóðfélagar með inneignir í árslok Hrein raunávöxtun * ,1% 12,7% 16,1% 12,0% 12,0% * Ávöxtun er reiknuð skv. reglum FME (ekki daglegt gengi eigna) ** Framlag ríkisins frá og með 2007 v/jöfnunar örorkubyrði tekið með í útreikningi Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

41 Deildaskiptur ársreikningur 2007

42 Deildaskipt yfirlit um breytingar á hreinni eign til greiðslu lífeyris á árinu 2007 Samtryggingar- Séreignardeild deild Samtals Iðgjöld Sjóðfélagar Launagreiðendur Iðgjöld Lífeyrir Lífeyrir Framlag ríkisins v/örorkubyrði ( ) 0 ( ) Umsjónarnefnd eftirlauna (1.673) 0 (1.673) Kostnaður vegna örorkumats Lífeyrir Fjárfestingartekjur Fjárfestingartekjur af hlutabréfum Tekjur af húseignum og lóðum Vaxtatekjur, verðbætur og gengismunur Gjaldfærð niðurfærsla skuldabréfa (17.968) (432) (18.401) Fjárfestingartekjur Fjárfestingargjöld Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Rekstrarkostnaður Skrifstofu- og stjórnunarkostnaður Aðrar tekjur Hækkun á hreinni eign á árinu Hrein eign frá fyrra ári Hrein eign í árslok til greiðslu lífeyris Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

43 Deildaskiptur efnahagsreikningur 31. desember 2007 Eignir Samtryggingar- Séreignardeild deild Samtals Fjárfestingar Húseignir og lóðir Verðbréf með breytilegum tekjum Verðbréf með föstum tekjum Veðlán Fjárfestingar Kröfur Kröfur á launagreiðendur Aðrar kröfur Kröfur Aðrar eignir Rekstrarfjármunir og aðrar efnislegar eignir Sjóður og bankainnstæður Aðrar eignir Eignir samtals Skuldir Viðskiptaskuldir Hrein eign til greiðslu lífeyris Fjárhæðir í þúsundum króna. 41 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2007

44 Deildaskipt yfirlit um sjóðstreymi árið 2007 Samtryggingar- Séreignardeild deild Samtals Inngreiðslur Iðgjöld Fjárfestingartekjur Afborganir verðbréfa Seld verðbréf með breytilegum tekjum Seld verðbréf með föstum tekjum Framlag ríkisins v/örorkubyrði Aðrar inngreiðslur Útgreiðslur Lífeyrir Fjárfestingargjöld Rekstrarkostnaður án afskrifta Aðrar útgreiðslur Ráðstöfunarfé til kaupa á verðbréfum og annarri fjárfestingu Kaup á verðbréfum og önnur fjárfesting Kaup á verðbréfum með breytilegum tekjum Kaup á verðbréfum með föstum tekjum Ný veðlán og útlán Fjárfestingar í rekstrarfjármunum Hækkun á handbæru fé Handbært fé í ársbyrjun Handbært fé í árslok Fjárhæðir í þúsundum króna. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna

45 Annual Report 2007

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga

Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Vegmúla 2 108 Reykjavík Kt. 491098-2529 Lífeyrissjóður starfsmanna sveitarfélaga Ársreikningur 2005 Efnisyfirlit Áritun endurskoðenda 2 Skýrsla

More information

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2012

Efnisyfirlit. Ársskýrsla Lífeyrissjóðs verzlunarmanna 2012 Ársskýrsla 2012 Ársskýrsla 2012 Efnisyfirlit 2 Ávarp stjórnarformanns......................... 3 Afkoma...................................... 4 Lífeyrir....................................... 5 Iðgjöld.......................................

More information

Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2017 Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík Sími: Netfang: Heimasíða:

Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2017 Húsi verslunarinnar Kringlunni 7, 103 Reykjavík Sími: Netfang: Heimasíða: Ársskýrsla 2017 Ársskýrsla 2012 2017 Efnisyfirlit Ársskýrsla Ávarp stjórnarformanns... 3 Afkoma... 4 Lífeyrir... 5 Iðgjöld... 6 Tryggingafræðileg staða... 8 Innlend hlutabréf... 12 Innlend skuldabréf...

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Laugavegi 77 / Háaleitisbraut 68 103 Reykjavík kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2002 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda....

More information

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja ÁRSSKÝRSLA 2016 Ársskýrsla 2016 Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Efnisyfirlit ÁVARP STJÓRNARFORMANNS.... 4 STJÓRN OG STARFSFÓLK..............................................................

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Eftirlaunasjóður F.Í.A.

Eftirlaunasjóður F.Í.A. Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Suðurlandsbraut 24, 108 Reykjavík. kt. 650376-0809 Eftirlaunasjóður F.Í.A. Ársreikningur 2001 Efnisyfirlit. Áritun endurskoðenda.... 2

More information

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl

Gildi lífeyrissjóður Ársfundur apríl Gildi lífeyrissjóður Ársfundur 2016 14. apríl Gildi Ársfundur 2016 Dagskrá Dagskrá aðalfundar 1. Skýrsla stjórnar 2. Kynning ársreiknings, fjárfestingarstefna og tryggingafræðileg úttekt 3. Erindi tryggingafræðings

More information

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottað fyrirtæki

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottað fyrirtæki Á R S S K Ý R S L A 2 0 1 7 Ársskýrsla 2017 Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottað fyrirtæki Efnisyfirlit ÁVARP STJÓRNARFORMANNS.... 4 STJÓRN OG STARFSFÓLK..............................................................

More information

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2001

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2001 ÁRSSKÝRSLA 2001 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs sjómanna 2001 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs sjómanna 2001 Efnisyfirlit: Bls. Ávarp stjórnarformanns......................................................................

More information

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Ársskýrsla fyrir árið 2002

Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda. Ársskýrsla fyrir árið 2002 Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda Ársskýrsla fyrir árið 2002 Efnisyfirlit Bls. Stjórn og starfsmenn... 3 Iðgjöld... 4 Lífeyrir... 5 Sjóðfélagalán... 7 Heimasíða sjóðsins... 8 Ávöxtun eigna 2002... 8 Fjárfestingar

More information

Forsíðumynd er af Svínafellsjökli. Umsjón og hönnun: Lífeyrissjóður bænda. Forsíðumynd: Halldóra Ólafs, ljósmyndari,

Forsíðumynd er af Svínafellsjökli. Umsjón og hönnun: Lífeyrissjóður bænda. Forsíðumynd: Halldóra Ólafs, ljósmyndari, . Forsíðumynd er af Svínafellsjökli. Umsjón og hönnun: Lífeyrissjóður bænda. Forsíðumynd: Halldóra Ólafs, ljósmyndari, www.halldoraolafs.com. Myndvinnsla forsíðu: Halldóra Ólafs. Prentun: Litróf ehf. Letur:

More information

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja

Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Ársskýrsla 2014 Ársskýrsla 2014 Prentvinnsla: Oddi, umhverfisvottuð prentsmiðja Efnisyfirlit ÁVARP STJÓRNARFORMANNS.... 4 STJÓRN OG STARFSFÓLK..............................................................

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ritstjórn og umsjón með útgáfu: Hönnun og umbrot: Ljósmyndir: Prentun: Forsíðumynd:

Ritstjórn og umsjón með útgáfu: Hönnun og umbrot: Ljósmyndir: Prentun: Forsíðumynd: Ritstjórn og umsjón með útgáfu: Guðmundur V. Friðjónsson, Jón G. Kristjánsson og Athygli / Atli Rúnar Halldórsson. Hönnun og umbrot: Þórhallur Kristjánsson, effekt.is Ljósmyndir: Jóhannes Long Prentun:

More information

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2004

Ársskýrsla. Lífeyrissjóðs sjómanna 2004 Ársskýrsla Lífeyrissjóðs sjómanna 2004 Efnisyfirlit: Ávarp stjórnarformanns....................................................................... 3 Stjórn......................................................................................

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Gildi Ársskýrsla Ljósmyndir Anton Brink Jóhannes Long Árni Guðmundsson. Hönnun og umbrot Brandenburg / SÍA.

Gildi Ársskýrsla Ljósmyndir Anton Brink Jóhannes Long Árni Guðmundsson. Hönnun og umbrot Brandenburg / SÍA. Ársskýrsla Gildis lífeyrissjóðs 217 Ársskýrsla Gildis lífeyrissjóðs 217 Gildi Ársskýrsla 217 2 Ljósmyndir Anton Brink Jóhannes Long Árni Guðmundsson Hönnun og umbrot Brandenburg / SÍA Prentun Prentmet

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008

STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 STAPI LÍFEYRISSJÓÐUR ÁRSSKÝRSLA 2008 Ársskýrsla 2008 1 EFNISYFIRLIT SKÝRSLA STJÓRNAR OG FRAMKVÆMDASTJÓRA 3 ÁRSREIKNINGUR 23 SKÝRSLA STJÓRNAR 24 ÁRITUN ÓHÁÐS ENDURSKOÐANDA 25 ÁRITUN TRYGGINGASTÆRÐFRÆÐINGS

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tryggingafræðileg úttekt

Tryggingafræðileg úttekt Ársreikningur 2017 Skýrsla stjórnar Ársreikningurinn er gerður í samræmi við lög um ársreikninga, lög um skyldutryggingu lífeyrisréttinda og starfsemi lífeyrissjóða og reglur Fjármálaeftirlitsins um ársreikninga

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Ábyrgðarmaður: Umsjón útgáfu: Hönnun og umbrot: Ljósmyndir: Prentun:

Ábyrgðarmaður: Umsjón útgáfu: Hönnun og umbrot: Ljósmyndir: Prentun: 2015 Ábyrgðarmaður: Ólafur Sigurðsson Umsjón útgáfu: Athygli/Atli Rúnar Halldórsson Hönnun og umbrot: Effekt/Þórhallur Kristjánsson Ljósmyndir: Eitt stopp/hreinn Magnússon Prentun: Stafræna prentsmiðjan

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ársreikningur Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Engjateigi Reykjavík

Ársreikningur Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga. Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Engjateigi Reykjavík Ársreikningur 2016 Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Lífeyrissjóður hjúkrunarfræðinga Engjateigi 11 105 Reykjavík 430269-4889 Efnisyfirlit Skýrsla stjórnar og framkvæmdastjóra... Áritun óháðs endurskoðanda...

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Íslenskur hlutafjármarkaður

Íslenskur hlutafjármarkaður ELÍN GUÐJÓNSDÓTTIR 1 Íslenskur hlutafjármarkaður Hlutafjármarkaður er mikilvægur hluti þróaðs fjármagnsmarkaðar. Hérlendis hefur á tiltölulega skömmum tíma náð að myndast allvel þroskaður fjármálamarkaður

More information

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt.

Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir. Ársreikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt. Íslandssjóðir hf. Verðbréfasjóðir Fjárfestingarsjóðir Ársreikningur 29 Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi 2 155 Reykjavík Kt. 69694-2719 Efnisyfirlit A-hluti Ársreikningur Íslandssjóða hf. Skýrsla og áritun

More information

Fjárfestingar. Gagnamódel útgáfa 3.7

Fjárfestingar. Gagnamódel útgáfa 3.7 Fjárfestingar Gagnamódel útgáfa 3.7 4. september 2017 Efnisyfirlit 1. Inngangur... 2 2. Gögn... 3 2.1 Fjárfesting... 3 2.1.1 Útgefandi Kennitala... 3 2.1.2 Útgefandi Heiti... 3 2.1.3 MótaðiliKennitala...

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Lífeyrissjóður. Tannlæknafélags íslands. Ársreikningur Séreignardeild. Sameignardeild

Lífeyrissjóður. Tannlæknafélags íslands. Ársreikningur Séreignardeild. Sameignardeild Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands Ársreikningur 28 Séreignardeild Sameignardeild Lífeyrissjóður Tannlæknafélags íslands Séreignardeild Ársreikningur 28 Efn'rsylirlit bts. Slúrsla stiómar... Áritun

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2013 Municipal social services 2013 2014:3 9. október 2014 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 8.042 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 306

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011

Félagsþjónusta sveitarfélaga 2011 Municipal social services 2011 2012:1 4. október 2012 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Árið fengu 7.715 heimili fjárhagsaðstoð sveitarfélaga og hafði heimilum sem þáðu slíkar greiðslur fjölgað um 805

More information

Deild/svið. Eftirmannsregludeild, deildarstjóri Róbert Aron Róbertsson Eignastýring

Deild/svið. Eftirmannsregludeild, deildarstjóri Róbert Aron Róbertsson Eignastýring L S R o g L H 2 Starfsemi LSR og LH Lífeyrissjó ur starfsmanna ríkisins starfar í fimm deildum, A-deild, B-deild, alflingismannadeild, rá herradeild og séreignardeild. Deildirnar lúta sömu stjórn en eru

More information

Íslandssjóðir hf. Árshlutareikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt

Íslandssjóðir hf. Árshlutareikningur Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi Reykjavík Kt Íslandssjóðir hf. Árshlutareikningur 2009 Íslandssjóðir hf. Kirkjusandi 2 155 Reykjavík Kt. 690694-2719 Skýrsla og áritun stjórnar og framkvæmdastjóra Íslandssjóðir hf. var upprunalega stofnað árið 1994

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2010:1 12. maí 2010 Félagsþjónusta sveitarfélaga 2007 2009 Municipal social services 2007 2009 Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga árlega um félagslega heimaþjónustu og fjárhagsaðstoð

More information

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR

Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Brú II Venture Capital Fund S.C.A., SICAR Niðurstöður sérstakrar skoðunar á einstökum þáttum í starfseminni 4. febrúar 2014 KPMG ehf. Borgartún 27 105 Reykjavík Tel 545 6000 Fax 545 6001 4. febrúar 2014

More information

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur

HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS. Hagstærðir Verzlunarmannafélags Reykjavíkur HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4500/525-4553 Fax: 525-4096 Heimasíða: www.ioes.hi.is Tölvufang: ioes@hag.hi.is Hagstærðir Verzlunarmannafélags

More information

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila

Greinargerð: Áhættuskuldbindingar Björgólfs Thors Björgólfssonar og tengdra aðila Yfirlýsing frá Björgólfi Thor Björgólfssyni Lánin verða gerð upp að fullu Í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis er á nokkrum stöðum fjallað um lán mín og tengdra aðila. Eins og fram kom í grein sem ég skrifaði

More information

ÁRSSKÝRSLA FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS 2013 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND

ÁRSSKÝRSLA FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS 2013 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND ÁRSSKÝRSLA FJÁRMÁLAEFTIRLITSINS 2013 FJÁRMÁLAEFTIRLITIÐ THE FINANCIAL SUPERVISORY AUTHORITY, ICELAND Ársskýrsla Fjármálaeftirlitsins 2013 Útgefandi: Fjármálaeftirlitið Katrínartúni 2 105 Reykjavík Sími:

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 17. febrúar 217 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Mikil umsvif eru í íslenskum þjóðarbúskap um þessar mundir en neysla, fjárfesting og utanríkisverslun hafa

More information

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015

Rekstur og efnahagur fyrirtækja 2015 Financial statements of Icelandic companies 2015 18. nóvember 216 Rekstur og efnahagur fyrirtækja 215 Financial statements of Icelandic companies 215 Samantekt Velta í viðskiptahagkerfinu, að undanskilinni lyfjaframleiðslu, fjármála- og vátryggingastarfsemi,

More information

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra

BS ritgerð. Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra BS ritgerð Í reikningsskilum Fjárfestingar í hlutdeildarfélögum og reikningsskilareglur þeirra Maríus Þór Haraldsson Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Bjarni Frímann Karlsson Júní 2009

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision

Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision 23. febrúar 218 Þjóðhagsspá að vetri endurskoðun Economic forecast, winter revision Samantekt Spáð er 2,9 aukningu landsframleiðslu í ár. Hægt hefur á hagvexti frá árinu 216 en áætlað er að hagkerfið hafi

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði

Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Skammtímaáhrif af samrunum og yfirtökum á íslenskum markaði Ingi K. Pálsson, Katrín Ólafsdóttir og Kári Sigurðsson. 1 Ágrip Grein þessi fjallar um

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017

Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 9. mars 2018 Landsframleiðslan 2017 Gross Domestic Product 2017 Samantekt Landsframleiðsla jókst að raungildi um 3,6% á árinu 2017 og er nú 15,3% meiri en hún var árið 2008. Einkaneysla og fjárfesting

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

SKULDABRÉF Febrúar 2017

SKULDABRÉF Febrúar 2017 SKULDABRÉF Febrúar 217 Efnisyfirlit Yfirlit spár Framboð Eftirspurn Áhrifaþættir Lagalegur fyrirvari 1 3 7 1 17 Umsjón Ásta Björk Sigurðardóttir asta.bjork sigurdardottir@islandsbanki.is Jón Bjarki Bentsson

More information

Fimm með yfir fimm prósent í SPRON

Fimm með yfir fimm prósent í SPRON Sögurnar... tölurnar... fólkið... Miðvikudagur 14. desember 2005 37. tölublað 1. árgangur Veffang: visir.is Sími: 550 5000 Umsvif Björgólfs Thors Vildi í tóbakið Sveiflur á ávöxtun aukast Lífeyrissjóðir

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 3. október 217 Mannfjöldaspá 217 266 Population projections 217 266 Samantekt Samkvæmt miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands verða íbúar landsins 452 þúsund árið 266, bæði vegna fólksflutninga og af náttúrlegum

More information

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN

HOTEL. Júní Íslensk sveitarfélög VELKOMIN VERSLUN HOTEL Júní 2017 VELKOMIN Íslensk sveitarfélög VERSLUN Umsjón: Greining Íslandsbanka, greining@islandsbanki.is Elvar Orri Hreinsson, sérfræðingur hjá Greiningu, 440 4747 Rósa Júlía Steinþórsdóttir, viðskiptastjóri

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Verðbréfasjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Fjárfestingarsjóðir GAM M A Capital M anagement hf. Ársreikningur 2016 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík

More information

Þjóðhagsspá á vetri 2017 Economic forecast, winter 2017

Þjóðhagsspá á vetri 2017 Economic forecast, winter 2017 3. nóvember 217 Þjóðhagsspá á vetri 217 Economic forecast, winter 217 Samantekt Útlit er fyrir kröftugan hagvöxt í ár en að það hægi á gangi hagkerfisins þegar líður á spátímann. Gert er ráð fyrir að á

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Þjóðhagsspá á vetri 2016 Economic forecast, winter 2016

Þjóðhagsspá á vetri 2016 Economic forecast, winter 2016 4. nóvember 216 Þjóðhagsspá á vetri 216 Economic forecast, winter 216 Samantekt Gert er ráð fyrir að hagvöxtur árið 216 nemi 4,8%, einkaneysla aukist um 7,1%, fjárfesting um 21,7% og samneysla um 1,8%.

More information

GAMMA Capital Management hf.

GAMMA Capital Management hf. GAMMA Capital Management hf. Ársreikningur 2017 GAMMA Capital Management hf. Garðastræti 37 101 Reykjavík Kt. 530608-0690 Efnisyfirlit Bls. Bls. Skýrsla og áritun stjórnar og forstjóra... 3 Ársreikningur

More information

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 12:00 Grand Hótel Reykjavík

Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 12:00 Grand Hótel Reykjavík Siðferðileg viðmið í fjárfestingum íslenskra lífeyrissjóða Fimmtudaginn 26. apríl kl. 9:30 12:00 Grand Hótel Reykjavík Fundarstjórn Þórey S. Þórðardóttir, framkvæmdastjóri Landssamtaka lífeyrissjóða Siðferðileg

More information

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt

UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Minnisblað UM samábyrgð/keðjuábyrgð verktaka í ljósi fyrirhugaðrar innleiðingar á tilskipun 2014/67/EU í íslenskan rétt Málsnúmer: 201510-0006 Frá: Halldór Oddsson / Halldór Grönvold Dags: 11. apríl 2016

More information

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands

Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands 14. nóvember 2009 Minnisblað Viðtakandi: Fjárlaganefnd og Efnahags- og skattanefnd Alþingis Sendandi: Hagfræðisvið og Alþjóða- og markaðssvið Seðlabanka Íslands Efni: Icesave skuldbindingar og erlend skuldastaða

More information

HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01. Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki

HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01. Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki HNOTSKURN RITRÖÐ SFF HNOTSKURN 01 Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki Yngvi Örn Kristinsson Mars 2017 Efnisyfirlit Í hnotskurn: Sérstakir skattar á íslensk fjármálafyrirtæki.... 3 1. Upphafleg

More information

Mannfjöldaspá Population projections

Mannfjöldaspá Population projections 29. júní 216 Mannfjöldaspá 216 265 Population projections 216 265 Samantekt Í miðspá mannfjöldaspár Hagstofu Íslands er gert ráð fyrir að íbúar gætu orðið 442 þúsund árið 265. Þeim hefði þá fjölgað úr

More information

Ávöxtun og horfur Samlokufundur 18. febrúar 2015

Ávöxtun og horfur Samlokufundur 18. febrúar 2015 Ávöxtun og horfur Samlokufundur 18. febrúar 2015 Almenni lífeyrissjóðurinn Heildareignir í árslok 156,3 ma.kr. Ævisafn I 9% Ævisafn II 26% 47% Samtryggingarsjóður Séreignarsjóður 53% Ævisafn III Ríkissafn

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi

Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, 8. árgangur, 1. tölublað, 2011 Rekstur einkavæddra fyrirtækja á Íslandi Þröstur Olaf Sigurjónsson og Auður Arna Arnardóttir 1 Ágrip Reglulega kemur upp umræða um það

More information

Þjóðhagsspá að sumri 2018 Economic forecast, summer 2018

Þjóðhagsspá að sumri 2018 Economic forecast, summer 2018 1. júní 218 Þjóðhagsspá að sumri 218 Economic forecast, summer 218 Samantekt Horfur eru á hægari hagvexti á næstu árum en á síðasta ári. Gert er ráð fyrir 2,9% hagvexti í ár og að einkaneysla aukist um

More information

Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar. Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl

Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar. Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl Einstigið milli ráðgjafar og skuggastjórnunar Morgunverðarfundur 19. maí 2011 Pétur Steinn Guðmundsson hdl Efni fyrirlestursins 1. Skilgreining á stjórnarháttum fyrirtækja 2. Hverjir eru haghafar 3. Takmörkuð

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information