Gæði grænmetis á íslenskum markaði

Size: px
Start display at page:

Download "Gæði grænmetis á íslenskum markaði"

Transcription

1 Gæði grænmetis á íslenskum markaði Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal Matvælarannsóknir Keldnaholti Keldnaholti 112 Reykjavík 1

2 2

3 EFNISYFIRLIT FORMÁLI 5 SAMANTEKT 7 1. INNGANGUR 9 2. FRAMKVÆMD AÐFERÐIR NIÐURSTÖÐUR GÆÐAMATS 19 Blómkál 19 Gulrófur 20 Gulrætur 21 Gúrkur 24 Hvítkál 26 Jarðarber 27 Jöklasalat 28 Kartöflur 29 Kínakál 30 Paprika 32 Salat 33 Spergilkál 38 Tómatar 39 Aðrar tegundir NIÐURSTÖÐUR SKYNMATSHÓPS NÍTRAT SYKRUR VÍTAMÍN OG HOLLUSTUEFNI HEIMILDIR 51 VIÐAUKI I. Meðferð sýna 53 VIÐAUKI II. Niðurstöður fyrir einstök sýni 55 3

4 4

5 FORMÁLI Rannsóknir á innlendri grænmetisframleiðslu hafa einkum snúist um sjálfa ræktunina en minna beinst að afurðunum og vinnslu þeirra. Þó var unnið verkefni um næringargildi grænmetis hjá RALA árið 1987 (Ólafur Reykdal o.fl., 1987). Þá var aðeins litið á íslenskt grænmeti sem var á boðstólum í september og október. Að auki hafa verið gerðar fáeinar greiningar á snefilefnum og trefjaefnum í íslensku grænmeti fyrir önnur verkefni. Hjá Hollustuvernd ríkisins er reglulega fylgst með varnarefnum í innlendu og innfluttu grænmeti. Sumarið 1997 var unnið á RALA forverkefni um gæði grænmetis og fékkst styrkur úr Nýsköpunarsjóði námsmanna fyrir hluta kostnaðar. Könnun var gerð á gæðum gulróta, tómata, hvítkáls, rófna, blaðsalats og kartaflna. Við gæðamatið var beitt skynmati og mælingum á nítrati og þurrefni (Valur N. Gunnlaugson, 1998). Verkefnið var góður undirbúingur fyrir stærra verkefni en það tókst að fjármagna á árinu Í þessu hefti eru kynnatar niðurstöður verkefnis um gæði grænmetis á íslenskum markaði. Vinna við verkefnið hófst 1998 og stóð í tvö ár. Verkefnið fór af stað fyrir frumkvæði frá RALA. Við sameiningu matvæladeilda RALA og Iðntæknistofnunar síðla árs 1998 var verkefnið flutt til nýju einingarinnar, Matvælarannsókna Keldnaholti (Matra). Verkefnið hefur verið unnið í samstarfi við Samband garðyrkjubænda, Manneldisráð Íslands, Garðyrkjuskóla ríkisins, Sölufélag garðyrkjumanna, Ágæti og Geislavarnir ríkisins. Verkefnisstjóri var Ólafur Reykdal hjá Matra. Valur Norðri Gunnlaugsson hjá Matra hafði verkefnið að aðalviðfangsefni bæði árin. Hann sá um útfærslu gæðamatsaðferða, sýnatöku, gæðamat, uppgjör og skýrslugerð. Unnsteinn Eggertsson, framkvæmdastjóri Sambands garðyrkjubænda, var tengiliður við framleiðendur og gaf ráðgjöf við verkefnisvinnuna. Sölufélag garðyrkjumanna og Ágæi hf. lögðu til sýni af grænmeti og veittu einnig styrk til verkefnisins. Kolbeinn Ágústsson, innkaupa- og gæðastjóri Sölufélags garðyrkjumanna, Matthías Guðmundsson, framkvæmdastjóri Ágætis, og Haukur Harðarson, gæðastjóri Ágætis, tóku þátt í verkefnisvinnunni. Ólöf Ágústsdóttir og Magnea T. Magnúsdóttir frá Sölufélaginu tóku þátt í skynmati. Sveinn Aðalsteinsson hjá Garðyrkjuskóla ríkisins tók þátt í skipulagningu, kynningu og veitti ráðgjöf varðandi nítrat. Útreikningar á framlagi grænmetis til neyslu Íslendinga á næringarefnum voru unnir hjá Manneldisráði Íslands og hafði Hólmfríður Þorgeirsdóttir umsjón með því verki. Laufey Steingrímsdóttir, forstöðumaður Manneldisráðs, tók þátt í skipulagningu og kynningu verkefnisins. Elísabet D. Ólafsdóttir, Kjartan Guðnason og Sigurður Emil Pálsson hjá Geislavörnum ríkisins tóku þátt í verkefninu. Hlutverk Geislavarna var að leggja til sérfræðiþekkingu og mælingar á geislavirku sesíni í grænmeti. Baldur J. Vigfússon hjá Efnagreiningum Keldnaholti hafði umsjón með nítratmælingum. 5

6 Styrkir frá Tæknisjóði Rannsóknarráðs Íslands, Framleiðnisjóði landbúnaðarins og Áformi-átaksverkefni gerðu þessa vinnu mögulega. Ágæti hf. og Sölufélagið veittu einnig styrki til verkefnisins. Samstarfsaðilarnir hafa staðið undir hluta kostnaðar við verkefnið og er hluti RALA stærstur. Þessum aðilum eru færðar bestu þakkir fyrir stuðninginn. Kolbeini Ágústssyni og Halldóri Steinssyni hjá Sölufélaginu og Hauki Harðarsyni hjá Ágæti eru færðar þakkir fyrir aðstoð við sýnatöku. Halldór Sverrisson og Sigurgeir Ólafsson hjá RALA fá þakkir fyrir að skoða með okkur sýni. Í skýrslunni eru niðurstöður gæðamats á grænmeti en einnig niðurstöður mælinga á nítrati, vítamínum og sykrum. Allar niðurstöður eru gefnar upp miðað við ferskvigt. Niðurstöður sesínmælinga eru í skýrslu Geislavarna ríkisins (Elísabet D. Ólafsdóttir o.fl., 1999) og niðurstöður útreikinga á neyslu í gögnum Manneldisráðs. Mjög mikilvægt er að við þekkjum þá sérstöðu sem íslenska framleiðslan hefur en í henni geta verið fólgin sóknarfæri. Mikil gæði grænmetis geta bætt samkeppnisstöðu framleiðenda og ráðið miklu um það hvort atvinnugreinin verði arðbær. Nauðsynlegt er að efla allt gæðastarf við ræktun og dreifingu þannig að framleiðendur séu sem best í stakk búnir til að mæta auknum innflutningi. Það er mjög mikilvægt að garðyrkjan verði arðbær til lengri tíma litið og standist samkeppni þegar dregur úr verndarmúrum. Þá er mikilvægt að fyrir liggi upplýsingar um gæði og sérstöðu íslensks grænmetis þegar nýir möguleikar opnast fyrir hráefni í tilbúna rétti en búast má við talsverðri aukningu á framleiðslu þessara rétta á komandi árum. 6

7 SAMANTEKT Fylgst var með gæðum grænmetis á íslenskum markaði í heilt ár, þ.e. frá mars 1998 til mars Gæðin voru metin út frá sjónarhóli neytenda, en með gæðum er átt við bragðgæði, útlit, efnainnihald og hollustu. Upplýsingar um uppruna, yrki og ræktunaraðferð voru skráðar þannig að niðurstöðurnar nýtast framleiðendum jafnt sem neytendum og verða hvati að auknum gæðum framleiðslunnar. Skynmat var notað til að meta bragðgæði og útlit grænmetisins en efnagreiningar til að mæla einstaka efnisþætti (m.a. þurrefni, nítat og nokkur vítamín). Er munur á gæðum íslensks og innflutts grænmetis? Bragðgæði íslensks og innflutts grænmetis voru borin saman. Íslensku tómatarnir höfðu að jafnaði meira tómatbragð en þeir erlendu og í þeim erlendu kom oftar fram aukabragð. Meira gulrótarbragð var af íslenskum gulrótum þegar borið var saman við þær erlendu og íslensku gulræturnar voru einnig safaríkari. Aukabragð fannst oftar í innfluttu gulrótunum og sveppasýking í þeim var einnig tíðari. Meira var um biturt bragð í innfluttri papriku en íslenskri. Íslenskt grænmeti var oft safaríkara en það innflutta og má í þessu sambandi nefna hvítkál og spergilkál. Útlit íslenska grænmetisins var almennt betra en þess innflutta. Íslenskt blómkál, gulrófur, gúrkur, hvítkál, jarðarber, kínakál, spergilkál og tómatar litu betur út en samsvarandi innflutt sýni. Er munur á gæðum grænmetis eftir árstíðum? Gæði íslensku framleiðslunnar voru almennt mjög jöfn og góð. Fyrir salat var lítill munur á skynrænum þáttum milli veturs og sumars. Gæði Lambhagasalats voru sérstaklega stöðug. Gæði gulróta og gulrófna rýrnuðu aftur á móti mjög mikið yfir vetrartímann. Nokkuð var um uppþornaða papriku að vetri til og var hún innflutt í öllum tilfellum. Sumir þættir voru meira breytilegir eftir framleiðendum en árstíma og er líklegt að í flestum tilfellum megi rekja þennan mun til mismunandi yrkja. Í þessu sambandi má nefna biturt bragð, aukabragð og sætt bragð í kínakáli og þurrefni og biturt bragð í salati. Hefur raflýsing áhrif á gæði grænmetis? Íslenskt grænmeti sem framleitt er við raflýsingu í skammdeginu kom ávallt vel út úr gæðamatinu og vítamíninnihald var síst minna en á öðrum árstímum. Íslenskir tómatar sem framleiddir voru við raflýsingu í skammdeginu fengu háar einkunnir fyrir útlit og bragðgæði. Salat sem ræktað var við raflýsingu var mjög svipað að gæðum og annað salat. 7

8 Lífrænt ræktað grænmeti Yfirleitt kom lífrænt ræktað grænmeti vel út í verkefninu og fékk það oft hæstu mögulega einkunn fyrir útlit og bragðgæði. Lífrænt ræktað grænmeti var yfirleitt léttara en það hefðbundna en lífrænt ræktaðar gúrkur voru þó talsvert þyngri en þær hefðbundnu. í lífrænt ræktuðu grænmeti var yfirleitt ekki áberandi frábrugðið því sem mældist fyrir hefðbundið grænmeti. Þó var greinilega minna nítrat í lífrænt ræktuðum gúkum en þeim hefðbundnu. Athyglisvert er að íslenskar lífrænt ræktaðar gulrætur fengu alltaf háa einkunn fyrir gæði, hvort sem sýni voru tekin að sumri eða vetri til. Þau sýni af lífrænt ræktuðum kartöflum sem metin voru fengu öll hæstu einkunn fyrir útlit. Lífrænt ræktaðar gulrófur reyndust vera nokkuð smáar en útlit og bragðgæði voru í góðu lagi og afskurður var lítill. Lífrænt ræktaðir tómatar voru smáir en safaríkir og fengu hæstu mögulegu einkunn fyrir útlit (fallegir og gallalausir). Lífrænt ræktuð paprika kom vel út úr gæðamati. Vítamín og hollustuefni Að meðaltali var meira af hollustuefnunum beta-karótíni og lýkópeni í íslenskum tómötum en innfluttum. Aftur á móti var heldur minna af beta-karótíni í íslenskum gulrótum en þeim innfluttu en íslenskar gulrætur veita samt sem áður mjög mikið af þessu efni borið saman við önnur matvæli. Íslenskt grænmeti stendur því innflutta fyllilega jafnfætis varðandi þau vítamín sem mæld voru (fólasín, E-vítamín og beta-karótín, en það síðastnefnda er forveri A- vítamíns). Engin ein grænmetistegund er rík af öllum vítamínunum og því er æskilegt að borða fjölbreytt úrval grænmetis. í grænmeti Þegar niðurstöður nítratmælinga eru skoðaðar sést að nokkuð almenn lækkun hefur orðið á nítratinnihaldi grænmetis miðað við rannskóknir sem gerðar voru 1988 og fyrir einstakar grænmetistegundir er ennþá mjög breytilegt eftir framleiðendum. Það er því ljóst að ná má enn betri árangri með nákvæmari stjónun á áburðargjöf. Í sumum tilfellum (tómatar, spergilkál og jarðarber) er að meðaltali meira nítrat í innfluttu grænmeti en íslensku enda er hátt nítrat í grænmeti ekki séríslenskt vandamál. Mest nítrat mælist í salati enda hefur blaðgrænmeti mesta tilhneigingu til að safna nítrati. Þegar niðurstöður nítratmælinga á salati eru bornar saman við hámarksgildi í reglugerð kemur í ljós að 24 salatsýna fóru yfir þessi mörk. Athyglisvert er að nítrat í salati frá sumum framleiðendum fór aldrei yfir hámarksgildið. Talsverð árstíðasveifa kemur fram fyrir nítrat í sumum salattegundum. Í heildina eru niðurstöður fyrir nítrat í salati svipaðar nýlegum norskum niðurstöðum. Nauðsynlegt er að beita markvissum aðgerðum til að lækka nítat í salati. Í sumum tegundum grænmetis mældist alltaf fremur lítið nítrat. Af slíkum tegundum má nefna tómata, kartöflur og græna papriku. Rauð paprika innihélt nær ekkert nítrat. 8

9 1. INNGANGUR Íslenskar aðstæður og erlend þekking Aðstæður til ræktunar grænmetis á Íslandi eru sérstakar. Kalt loftslag, lítil notkun varnarefna, stuttur vaxtartími, sérstök birtuskilyrði og ræktun í gróðurhúsum eru þættir sem skipta miklu máli. Ef innlend grænmetisframleiðsla á að halda velli í vaxandi samkeppni við innflutning þurfa framleiðendur að hagnýta sér alla mögulega sérstöðu. Hreinleiki afurða vegna lítillar notkunar varnarefna og bragðgæði vegna langs vaxtartíma eru þar á meðal. Grænmetisframleiðendur hafa verið að þróa framleiðslu sína með ýmsum hætti og má í því sambandi nefna aukna raflýsingu í gróðurhúsum. Fullyrt hefur verið að íslenskt grænmeti sé bragðbetra og líti betur út en annað grænmeti. Einnig hefur verið fullyrt að minna sé af aðskotaefnum í íslensku grænmeti en innfluttu. Því hefur verið haldið fram að karótenóíð í gróðurhúsaafurðum séu frábrugðin því sem annars gerist en litlar upplýsingar hafa verið til um þessi atriði. Erlendar rannsóknir á efnainnihaldi grænmetis hafa yfirleitt verið framkvæmdar við allt aðrar aðstæður en eru á Íslandi og því verða niðurstöðurnar ekki yfirfærðar á íslenskar aðstæður án sjálfstæðra athugana. Fremur litlar upplýsingar er að fá um samanburð á grænmeti sem framleitt er með lífrænni og hefðbundinni ræktun. Erlendar niðurstöður um áhrif grænmetis á heilsu fólks getum við hins vegar yfirfært á okkar aðstæður að mestu leyti. Í Finnlandi og Svíþjóð hefur verið litið svo á að grænmeti frá norðlægum héruðum líti betur út og sé bragðbetra en það sem kemur frá suðurhéruðunum. Rannsóknir á ýmsum tegundum grænmetis hafa leitt í ljós hærri styrk C vítamíns og sykra í grænmeti frá norðurhéruðum borið saman við sýni frá suðlægari svæðum (Hårdh, 1975; Statens livsmedelsverk, 1988; Livingstone o.fl., 1977). Hins vegar hefur komið í ljós að styrkur beta-karótíns í grænmeti verður hærri í heitu loftslagi en köldu (Hårdh, 1975). Ekki eru til margar rannsóknir á bragðgæðum grænmetis en talið er að hægur vöxtur skili miklum bragðgæðum. Sykrur og lífrænar sýrur hafa afgerandi áhrif á bragð og þar sem styrkur þessara efna breytist við geymslu eru þau einnig viðmiðun um gæði. Styrkur þungmálmanna kadmíns og blýs í grænmeti frá iðnaðarhéruðum hefur mælst hærri en í grænmeti frá strjálbýlum landbúnaðarhéruðum. Þessi efni eru því nothæfur mælikvarði á hreinleika grænmetis (Tahvonen og Kumpulainen, 1995). Faraldsfræðilegar rannsóknir hafa leitt í ljós að rífleg neysla á grænmeti minnkar áhættu á hjartasjúkdómum og ýmsum algengum krabbameinum (Steinmertz og Potter, 1996; Ness og Powles, 1997). Athyglin hefur þó öðru fremur beinst að andoxunarefnum í grænmeti, sem sum hver eru einnig vítamín, eins og beta-karóten, C-vítamín og E-vítamín. Áhugi vísindamanna fyrir fólasíni hefur aukist mjög, þar sem komið hefur í ljós að rífleg neysla þessa B-vítamíns minnkar bæði líkur á alvarlegum fósturgalla, klofnum hrygg, svo og áhættu á hjartasjúkdómum (Wald og Bower, 1995). 9

10 Fólasín lækkar hómósysteín í blóði, sem er þekktur áhættuþáttur hjartasjúkdóma (Verhoef o.fl., 1996). Grænmeti er almennt mikilvægur fólasíngjafi en margar mæliniðurstöður fyrir fólasín eru gamlar og orðnar úreltar. Trefjaefni eru nauðsynleg fyrir heilbrigði meltingarvegar og hægja auk þess á upptöku næringarefna frá meltingarvegi. Ýmsar rannsóknir benda til að trefjaefni minnki líkur á krabbameini í ristli. Í hverju felast gæðin? Gæði er orð sem er mikið notað og virðist svo sem margar vörur séu komnar með gæðastimpil þó oft fylgi ekki sögunni á hverju hann er byggður. Fyrirtæki keppast við að vinna eftir gæðakerfum til að gera þjónustu sína og vörur sem best úr garði og allt er þetta í þágu neytandans. En hvað eru gæði í augum neytenda? Því er ekki auðvelt að svara enda er þarna oftast á ferðinni samspil fjölmargra þátta. En það er alltaf í höndum neytenda á endanum að segja hvað gæði eru. Hvað grænmeti varðar þá er ekki hægt að benda á einhvern einn þátt og tilkynna að gæði vörunnar byggist á honum. Gæðaþættirnir hafa mismikið vægi eftir því um hvaða grænmetistegund er að ræða. Undir skynræna þætti fellur útlit, lykt, áferð og bragð. Útlit er mikilvægasti þátturinn þegar neytandinn kaupir vöruna, en þá skoðaðar hann lit, stærð og þyngd, og hvort hann sjái einhverja galla á vörunni. Bragð er einnig mjög mikilvægur gæðaþáttur en lykt hefur einnig mikil samverkandi áhrif á bragðið. Þægindi vöru og hagkvæmni eru þættir sem hafa fengið aukið vægi á undanförnum árum. Neytendur gera kröfu um gott aðgengi að vörunni og að hún sé auðveld í notkun. Aðrir þættir sem hér skipta máli eru verð, umbúðir og vörumerki. Stöðugleiki vöru er mikilvægur fyrir neytendur, en þar er átt við hvernig og hversu lengi gæðin haldast áður en þau fara að rýrna. Hollusta grænmetis hefur hlotið aukna umfjöllun á undanförnum árum. Undir hollustu getum við sett hreinleika, öryggi og næringargildi. Almennt er talað um að hreinleiki íslensks grænmetis sé mikill vegna lítillar notkunar varnarefna. Neytendur gera kröfu um að varan sé örugg þannig að það sé óhætt sé að neyta hennar. Næringargildi fellur einnig undir hollustu en neytendur gera kröfu um að grænmeti sé auðugt af vítamínum og steinefnum og að þau séu á nýtanlegu formi. Orkugildi grænmetis er almennt lágt og hentar það kyrrsetufólki mjög vel. Umhverfismál framleiðslunnar eru gæðaþáttur sem æ fleiri neytendur láta sér annt um. Spurningar vakna hvort ræktunin gangi á forðabúr náttúrurnar eða hvort við séum að menga umhverfi okkar með notkun tilbúins áburðar eða með notkun varnarefna. Út frá þessum spurningum hefur svo sprottið aukinn áhugi á lífrænni og vistvænni ræktun. Þetta er síður en svo tæmandi upptalning á þeim gæðaþáttum sem snúa að grænmeti en það að þó ljóst að gæði byggjast á fjölmörgum þáttum. 10

11 2. FRAMKVÆMD Sýnataka Í verkefninu var fylgst með gæðum grænmetis á íslenskum markaði í heilt ár, þ.e. frá mars 1998 til apríl Þetta var gert með mjög víðtækri sýnatöku þar sem 419 grænmetissýni voru tekin hjá dreifingarfyrirtækjum og í grænmetisborðum verslana. Langflest sýnin voru tekin í lagergeymslum Sölufélags garðyrkjumanna og Ágætis hf. og var þá alltaf miðað við að grænmetið væri tilbúið til sendingar í verslanir. Fjöldi sýna af einstökum tegundum kemur fram í 1. töflu. Reynt var að ná þversniði af þeim grænmetistegundum sem voru á markaðinum hverju sinni en einnig var tekið tillit til hlutdeildar hverrar tegundar í neyslu landsmanna þannig að fleiri sýni voru tekin af þeim tegundum sem meira er neytt af. Lögð var áhersla á sýnatöku af salati þar sem von var á nýrri reglugerð um nítrat í salati og var því mikilvægt að skoða salatið með tilliti til hámarksgilda í reglugerðinni. Fyrir flestar tegundir grænmetis voru nokkur stykki af grænmeti í hverju sýni. Leitast var við að taka stykkin handahófskennt, þannig að það gæfi góða mynd af ástandi grænmetis eins og það kemur fyrir augu neytandans hverju sinni. Þetta á einnig við grænmeti sem var pakkað. 1. tafla. Fjöldi sýna af grænmeti. Tegund Fjöldi íslenskra sýna Fjöldi innfluttra sýna Fjöldi sýna alls Blaðlaukur Blómkál Bygg Graslaukur Grænkál Gulrófur Gulrætur Gúrkur Hvítkál Jarðarber Jöklasalat Kartöflur Kínakál Paprika Rauðkál Salat Spergilkál Steinselja Sveppir Tómatar Alls Sýnataka hjá dreifingaraðilum hafði þann kost að svo til alltaf var hægt að rekja uppruna sýnanna. Þegar grænmeti er sent í verslanir ópakkað frá dreifingarfyrirtækjum tapast oft upplýsingar um uppruna. Til að niðurstöðurnar nýttust framleiðendum sem best voru skráðar eftirfarandi upplýsingar fyrir hvert sýni þar sem því var viðkomið: 11

12 1) Dagsetning sýnatöku. 2) Sýnatökustaður. 3) Framleiðandi. 4) Framleiðsluland. 5) Yrki (þegar upplýsingar lágu fyrir). Einnig voru skráðar ýmsar upplýsingar sem viðkomu ræktunaraðferðinni, eins og hvort sýnið væri ræktað undir merkjum lífrænnar ræktunar eða notast væri við raflýsingu við ræktuna. Hverju sýni var við sýnatöku gefið G-númer sem fylgdi því við allar mælingar og uppgjör. Magn sýna kemur fram í 2. töflu. Miðað var við í að hafa sýnin minnst 1-2 kg en þó voru gerðar undantekningar með mjög eðlislétt grænmeti eins og salat, graslauk og steinselju. Í þessum tilfellum var hvert sýni a.m.k. 2-3 stykki eða búnt. 2. tafla. Magn sýna. Tegund Meðalþyngd g Minnsta þyngd g Mesta þyngd g Blaðlaukur Blómkál Grænkál Gulrófur Gulrætur Gúrkur Hvítkál Jarðarber Jöklasalat Kartöflur Kínakál Paprika Rauðkál Salat Spergilkál Steinselja Sveppir Tómatar Meira magn sýna þurfti til sesínmælinga en annarra efnamælinga og sá hluti sýnanna er ekki talinn með í 2. töflu. Hluti sýnisins var tekinn frá fyrir sesínmælingu strax við sýnatöku og var þessi hluti því gerður einsleitur og þurrkaður fyrir mælingu hjá Geislavörnum ríkisins. Í nokkrum tilfellum voru tekin stór safnsýni fyrir vítamínmælingar og er gerð grein fyrir þeim í 8. kafla. Meðferð sýna Sýni voru flutt í kæligeymslu á RALA og yfirleitt unnin samdægurs eða næsta dag. Reynt var að láta ekki líða meira en sólarhring áður en sýnin voru metin og undirbúin fyrir mælingar. Þetta á þó ekki við um rótargrænmeti með langt geymsluþol og grænmeti sem átti eftir að ná fullum þroska eins og t.d. tómatar. Tómatar sem voru að einhverju leyti grænir voru látnir bíða þar til þeir höfðu tekið rauðan lit. Við mat á sýnunum var byrjað á því að vigta og ljósmynda þau. Síðan voru þau snyrt samkvæmt verklýsingu (Viðauki I) sem tók mið af venjulegum undirbúningi fyrir 12

13 matreiðslu. Allur afskurður var vigtaður. Starfsmaður verkefnisins vann síðan gæðamat á sýnunum (Sjá hér að neðan). Sýnin voru svo gerð einsleit (hökkuð) fyrir efnamælingar og var til þess notaður blandari með stálhnífum (Tecator 1094 Homogenizer). Mælingar á þurrefni voru gerðar samdægurs. Loks var hluti af einsleitu sýninu frystur í nokkrum dósum fyrir hinar ýmsu efnamælingar. Gæðamat og skynmat skynmatshóps Tvær aðferðir voru notaðar við mat á sýnum: 1) Gæðamat starfsmanns verkefnisins á öllum sýnum. 2) Skynmat skynmatshóps þjálfaðara dómara á völdum sýnum. Með gæðamati er átt við mat á skynrænum þáttum (skynmat), en einnig eru mæliniðurstöður fyrir þurrefni og nítrat teknar með. Gæðamatið var staðlað og unnið af einum starfsmanni líkt og gert er í matvælaiðnaði. Vegna kostnaðar var ekki hægt að nota skynmatshóp til að meta öll sýni en taka þurfti yfir 400 sýni til að fá það yfirlit um gæði grænmetis sem að var stefnt. Hópurinn nýttist engu að síður vel til að bera saman íslensk og innflutt sýni, þjálfa starfsmann verkefnisins og veita starfsmönnum frá Ágæti hf. og Sölufélagi garðyrkjumanna innsýn í gæðamat. Því sem næst öll sýni sem tekin voru í verkefninu fóru í gegnum gæðamat hjá starfsmanni verkefnisins. Hann vann skynmat á sýnum, þ.e. útlit, bragð og lykt voru metin og skráð á sérstök eyðublöð. Ef eitthvað óeðlilegt kom í ljós var leitað álits hjá plöntusjúkdómafræðingum RALA. Efnamælingar Vegna kostnaðar var ekki mögulegt að gera efnamælingar á öllum sýnunum. Þurrefni (vatn) var þó mælt í öllum sýnum jafnóðum og þau bárust enda er þurrefni mikilvægt fyrir samanburð á sýnum og gefur möguleika á finna styrk næringarefna í þurrefni. Rétt er að minna á að allar niðurstöður í skýrslunni eru gefnar upp miðað við ferskvigt. var mælt í flestum sýnum. Fyrir allar aðrar efnamælingar voru valdar þær tegundir grænmetis sem mikilvægastar eru út frá neyslu viðkomandi efnis en vegna kostnaðar var sýnum fækkað umtalsvert, einkum til vítamínmælinga. Mælingar á karótenóíðum, E-vítamíni og fólasíni voru gerðar í Hollandi. Sesín-137 var mælt hjá Geislavörnum ríkisins og sykrur hjá RALA á Akureyri. Aðrar mælingar voru gerðar hjá efnagreiningadeild RALA. 3. tafla. Fjöldi sýna til efnamælinga. Mæliaðferð Fjöldi sýna Þurrefni Sykrur 56 Karótenóíðar 32 E-vítamín 11 Fólasín 20 C-vítamín 6 Sesín

14 3. AÐFERÐIR Gæðamat Í byrjun verkefnisins var starfsmaður þjálfaður við gæðamat á grænmeti. Við þjálfunina hafði hann stuðning skymatshóps þjálfaðara dómara og byggði einnig á erlendum fyrirmyndum. Á fyrstu stigum verkefnisins voru þróuð sérstök eyðublöð fyrir gæðamatið fyrir hverja grænmetistegund og má sjá sýnishorn með skýringum á næstu blaðsíðu. Við gerð þessara eyðublaða var notast við ýmsar skýrslur og greinar en einna helst var stuðst við aðferðir Haglund (1998) og Mjærum (1995). Eyðublöðin eru eins uppbyggð fyrir allar grænmetistegundir, þó eru að sjálfsögðu mismunandi þættir metnir eftir tegundum. Gæðamatið var unnið á viðeigandi eyðublað og var lagt til grundvallar að upplýsingar um sýnin, svo sem ræktunaraðferðir og uppruni, hefðu ekki áhrif á matið. Sami einstaklingur mat öll sýnin. Við gæðamatið var notuð einkunnagjöf á skala frá 0 til 4. Eins og sést á eyðublaðinu á næstu síðu og var merkt í reiti og voru valmöguleikarnir 0, 1, 2, 3, og 4. Mikilvægt er að átta sig á að 4 standa fyrir mest bragð eða gott útlit og 0 stendur fyrir minnst bragð og lakast útlit Við gæðamatið var ávallt byrjað á því að vigta sýnið og skrá fjölda stykkja. Því næst var sýnið ljósmyndað ásamt fasta G-númerinu sem sýnið fékk við sýnatöku. Undirbúingi sýna fyrir gæðamat er nánar lýst í Viðauka I. Sýnin voru því næst unnin þannig að aðeins ætur hluti var notaður. Það sem var skorið frá við að gera sýnið neysluhæft var skráð sem afskurður. Gæðamatinu var skipt upp í: (A) Ytra útlit. (B) Innri þættir. (C) Bragð og safi. Á blaðsíðu 16 eru skýringar í stuttu máli á einstökum matsþáttum. Fyrst var ytra útlit metið, þ.e. hvernig sýnið kemur fyrir sjónir væntanlegs kaupanda. Þá voru skráðar niður athugasemdir um galla og skemmdir. Þessar upplýsingar voru síðan nýttar til að gefa einkunnir fyrir ytra útlit og var niðurstaðan kölluð ytra mat. Sýni með óaðfinnanlegt útlit fengu einkunnina 4 en lakast útlit höfðu sýni með einkunnina 0. Innri þættir voru aðeins metnir fyrir sumar grænmetistegundir. Með innri þáttum er átt við útlit skurðsársins eftir að sýnið hafði verið skorið í tvennt. Meðal annars var leitað að skemmdum og göllum í skurðsárinu. Fyrir nokkrar grænmetistegundir var áferð flokkuð með innri þáttum og var þá sérstaklega athugað hversu stökkt sýnið var. Bragðgæði og safi sýnisins voru síðan metin á kerfisbundin hátt. Bragðþættirnir voru: Einkennandi bragð (t.d. tómatbragð), biturt bragð, sætt bragð, súrt bragð, aukabragð og eftirbragð. Einkunnin 4 var gefin fyrir mikið bragð en einkunninn 0 fyrir ekkert bragð. Eftir að búið var að meta grunnþættina var sýninu gefin einkunn fyrir munnhrif en með þeirri einkunnagjöf var verið að meta heildaráhrif skynrænna þátta. Gæðastuðull var skilgreindur sem meðaltal einkunnar fyrir ytra mat og munnhrif. Besta mögulega niðurstaða fyrir gæðastuðul er 4. 14

15 15

16 Skýringar á einkunnagjöf í stuttu máli Einkunnir voru gefnar á skalanum 0 til 4. Einkunnin 4 stendur fyrir mesta bragðið og gott útlit en 0 fyrir ekkert bragð eða lélegt útlit. A. Ytra útlit Litur Lögun Gallar og skemmdir Þroski (aðeins tómatar) Ytra mat B. Innri þættir Holrúm (aðeins tómatar) Stökkni C. Bragð og safi Einkennandi bragð Safi Biturt bragð Sætt bragð Súrt bragð Aukabragð Eftirbragð Munnhrif Gæðastuðull Litur sýnis tilgreindur. Er litur sýnis eðlilegur eða óeðlilegur? Er lögun þeirra stykkja sem mynda sýni eðlileg eða óeðlileg? Allar athugasemdir eru skráðar og leiða þá til lakari einkunnar fyrir ytra mat. Notað til að bera saman sýni af svipuðu þroskastigi. Hér er sýninu gefin einkunn fyrir útlit. Sýni sem er fallegt og algjörlega gallalaus fær 4 í ytra mati. Séu sýni með einhverja smágalla geta þau best fengið 3. Sýni er dregið kerfisbundið niður eftir því sem það lítur verr út. Sýni fær 0 í einkunn ef það lítur mjög illa út og er algjörlega ónothæft til manneldis. Hér er athugað hvort fræhlaupið fylli útí fræhólfið. Þetta er kannað með því að skera tómatinn í tvent. Hversu stökkt er sýnið? Sýni sem eru lítið sem ekkert stökk eru lin og gefa auðveldlega eftir. Sýni sem eru mjög stökk eru hörð undir tönn en láta skyndilega undan og brotna með smelli. Hér er átt við það bragð sem einkennir hverja grænmetistegund fyrir sig. Vissulega eiga bragðþættirnir hér að neðan hlut að máli við að mynda þetta bragð en þrátt fyrir það á að vera hægt að einangra einkennandi bragð og gefa því einkunn eftir styrk þess. Safi er mælikvarði á það hversu safaríkt sýnið er, þ.e. hvort það dregur safa úr munni eða gefur frá sér safa og þá hversu mikinn. Hversu mikið biturt bragð er af sýninu? Biturt bragð er eitt af grunnbragðefnunum og eðlilegur þáttur í mörgum grænmetistegundum og öðrum fæðutegundum, t.d. svörtu tei og bjór. Hversu sætt er sýnið? Hversu súrt er sýnið? Finnst framandi bragð sem er ekki eðlilegt fyrir viðkomandi grænmetistegund? Ef aukabragð finnst af sýni skal lækka einkunn fyrir munnhrif. Hversu mikið bragð skilur sýnið eftir í munninum eftir að búið er að kyngja? Hér skal gefin einkunn fyrir heildaráhrif skynrænna þátta, þ.e. bragð og lykt. Hér fær dómarinn tækifæri til að gefa sýninu einkunn fyrir bragðgæði. Að vísu er hér um nokkuð huglægan þátt að ræða og dómarinn verður að taka tillit til annarra sýna sömu grænmetistegundar og hafa þau í huga við mat á sýninu. Gæðastuðull er fundinn þannig að tekið er meðaltal einkunna fyrir ytra mat og munnhrif. 16

17 Skynmat skynmatshóps Tvær grænmetistegundir voru teknar til skoðunar með þjálfuðum hópi skynmatsdómara. Tilgangur þessa skynmats var meðal annars að þjálfa starfsmenn frá dreifingarfyrirtækjum í gæðamati. Áður en hafist var handa við skynmatið voru dómarar þjálfaðir við skynmat á þeim grænmetistegundum sem meta átti. Haldnar voru fimm æfingar þar sem hópurinn var stilltur saman. Dómararnir sem komu frá Rala hafa langflestir áralanga reynslu í skynmati. Þeir sem komu frá fyrirtækjunum voru einnig sendir í grunnbragðefnapróf þar sem hæfni skynfæra þeirra var könnuð. Í skynmatshópnum voru 15 dómarar, 11 komu frá RALA og 4 frá fyrirtækjunum Ágæti og Sölufélagi garðyrkjumanna. Notast var við sömu eyðublöð og í almenna gæðamatinu. Tómatar Skynmat með hópi dómara fór þannig fram þegar tómatar voru metnir: Hver dómari fékk heilan tómat þannig að hægt væri að meta ytra útlit, bragð og safa. Skynmatið var framkvæmt þegar bæði íslenskir og erlendir tómatar voru á markaðinum. Í sumum erlendum rannsóknum hafa tómatar verið skornir í báta sem dómarar fá til að meta. Með þessari aðferð meta allir dómarar sama tómatinn. Ákveðið var að fara ekki þessa leið vegna þess að 1/15 hluti úr einum tómat er allt of lítið sýni til að hægt sé að meta það. Sú aðferð að láta hvern dómara meta heilan tómat kom vel út og var ágætt samræmi á milli dómara. Gulrætur Annar háttur var hafður á skynmati á gulrótum en tómötum. Í staðinn fyrir að fá heilt stykki til að meta fengu dómararnir grófhakkaða gulrótarblöndu til að meta bragð og safa. Jafnframt fengu þeir lítinn gulrótarbita til að meta hversu stökkt sýnið var. Þetta var gert til að tryggja það að allir dómararnir væru að meta einsleitt sýni en talsverður munur getur verið á milli gulróta frá sama framleiðenda og jafnvel úr sama poka. Byggt var á aðferð Haglund (1998). Þessi aðferð reyndist ágætlega en leiðir þó líklega til þess að að munur milli sýna minnkar. Þurrefni Mæliaðferð nr. 23/1974 frá Norrænu aðferðanefndinni fyrir matvælagreiningar (NMKL) var notuð. Aðferðin var útfærð á RALA eins og fram kemur hér að neðan. Sýni voru gerð einsleit með blandara (Tecator 1094 Homogenizer) með stálhnífum og öllum safa bætt í blönduna. Þurrefnismælingin fór síðan fram eins og hér er lýst: 1) Glerstaf er komið fyrir í glerkrukkum (kavíarglös) og þær hitaðar í hitaskáp við 105 C í a.m.k. 1 klst. 2) Krukkurnar eru teknar úr ofninum, lok skrúfuð á og þær látnar kólna í 10 mín. Lokin eru tekin af og krukkurnar vegnar nákvæmlega. (V1). 3) U.þ.b. 5 g af sýni eru vegin (V2) í krukkuna og sýninu er dreift jafnt með glerstafnum. Þurrkað við 105 C yfir nótt. 4) Krukkurnar eru teknar úr ofninum, lok skrúfuð á og þær látnar kólna í 10 mín. Lokin eru tekin af og krukkurnar vegnar nákvæmlega (V3). 5) Magn þurrefnis er ákvarðað út frá þyngdartapi. Þurrefni = ((V1+ V2 - V3) / V2) *100. var mælt með ljósmælingu hjá Efnagreiningum Keldnaholti. Aðferðinni er lýst hér að neðan. 17

18 Jöfnuð grænmetissýni (5-25 g eftir áætluðum nítratstyrk) voru vigtuð í 250 ml glös, um 100 ml af vatni var bætt í glösin og síðan var soðið í hitunarblokk í eina klst. Fyllt var að 250 ml merki, hrist rækilega og síað gegnum síupappír. Sterkjurík sýni voru skilvinduð í stað þess að sía. Fyrir mælingu voru sýnalausnirnar síaðar aftur gegnum fína sprautusíu. mælingin var byggð á flæðiinnspýtingu (flow injection) og ljósmælingu. Aðferðin var fengin frá Tecator (Tecator application note ASN 62-21/87). Búnaðurinn samanstóð af dælu (Cole-Parmer ), sýnaskammtara (Tecator 5017) og mælieiningu (Tecator 5400). Í búnaðinum var sýnum dælt yfir díalýsuhimnu. var afoxað í nítrít á kadmínsúlu. Eftir blöndum við hvarflausnir (súlfanílamíð og etýlendíamín) var asólitarefni mælt með ljósmælingu. Nítrít var svo mælt sérstaklega án kadmínsúlunnar og nítrat ákvarðað sem mismunur. Aðferðalýsingu var fylgt að öðru leyti en því að koparsúlfat var ekki notað. Heimtutilraunir voru gerðar fyrir tómata, papriku, kartöflur og gulrætur. Heimtur reyndust 95 (88-107, n=4). Nítatstaðli var bætt í glös með sýni og vatni fyrir suðu. Prófað var að mæla nítrat í grænmeti með nítratelektróðu en árangurinn var ekki fullnægjandi. Aðferðinni hefur áður verið lýst (Valur N. Gunnlaugsson, 1998). Gerður var samanburður á elektróðuaðferðinni og ljósmælingu hjá Efnagreiningum Keldnaholti. Sýnin voru gulrætur og tómatar og var undirbúningur sýna allt að mælingu hinn sami. Notast var við útdrátt með hitun í eina klukkustund og var sýnið svo hrist kröftuglega og síað. Þegar nítrat er mælt með elektróðu getur verið nauðsynlegt að bæta efnum í mælilausnina til að bæla áhrif truflandi anjóna. Við mælingar með elektróðu var slíkum efnum ( Nitrate Interference Suppressor, Orion nr ) blandað í staðla og sýni. Mælingar með elektróðunni gengu erfiðlega vegna þess hve svörunin var óstöðug. Mælingar á stöðlum gengu þó vel og gefur það til kynna að truflandi anjónir í sýnunum trufli mælinguna með elektróðunni og ekki hafi tekist að bæla þær að neinu ráði. Munur á niðurstöðum með aðferðunum tveimur var umtalsverður og því var ákveðið að nota ekki elektróðuaðferðina. Sykrur Sykrumæling fór fram hjá RALA á Akureyri. Frosin jöfnuð sýni (100 g) voru soðin í eimuðu vatni (50 ml) í 1 klst og síðan síuð. Vökvaskilja (HPLC, Hewlett Packard 1050) með ljósbrotsnema (HP 1047 Bio-Rad) og jónasúlu (Aminex HPX-87H Ion Exclusion Column 300 x 7,8 mm) var notuð við mælingarnar. Ferðafasi var eimað vatn, flæði 0,350 ml/min, þrýstingur 50 bör, hiti 50 C og 20 µl af síuvökva var sprautað inn á súluna. Mikilvægt var að jafna sýni vel þannig að ekki væru bitar í jafnaða sýninu. Karótenóíð Karótenóíð (alfa- og beta-karótín, lýkópen, lúteín) voru mæld með vökvaskilju (HPLC) hjá TNO Nutrition and Food Research Institute í Hollandi. E-vítamíni E-vítamín (alfa-, beta-, gamma- og delta-tókóferól) var mælt með vökvaskilju (HPLC) hjá TNO Nutrition and Food Research Institute í Hollandi. Fólasín Fólasín var mælt með örverufræðilegri aðferð hjá TNO Nutrition and Food Research Institute í Hollandi. 18

19 4. NIÐURSTÖÐUR GÆÐAMATS Í þessum kafla er fjallað um niðurstöður fyrir einstakar grænmetistegundir og er þeim raðað upp í stafrófsröð. Gerð er grein fyrir mati á útliti, bragðgæðum, safa og innri þáttum. Einnig eru teknar með niðurstöður mælinga á afskurði, þurrefni og nítrati. Fjallað er um niðurstöður annarra mælinga í sérstökum köflum. Í töflunum hér á eftir er heildareinkunn fyrir útlit sem kölluð er ytra mat og byggir á einstökum útlitsþáttum sem metnir voru. Einnig er að finna heildareinkunn fyrir bragðgæði og safa og köllum við þá einkunn munnhrif. Með gæðastuðli er verið að meta heildargæði og er hann meðaltal ytra mats og munnhrifa. Í viðaukatöflum er hægt að sjá niðurstöður einstakra þátta fyrir öll sýni. Blómkál Alls voru tekin 20 sýni af blómkáli og fóru 19 þeirra í gegnum hefðbundið gæðamat en eitt var safnsýni fyrir vítamínmælingar. Af þessum sýnum voru 13 sýni innflutt en 6 voru íslensk framleiðsla. Erlendu sýnin komu frá Hollandi, Spáni og Bandaríkjunum. 4. tafla. Blómkál. Meðaltöl fyrir mælingar og gæðamat. Fjöldi sýna Meðalþyngd g Afskurður Þurrefni mg/kg Ytra mat *) Munnhrif *) Gæðastuðull *) Uppruni Íslenskt , ,5 3,3 3,4 Innflutt , ,2 3,2 3,2 Öll sýni , ,3 3,3 3,3 Tímabil Ágúst nóv , ,4 3,4 3,4 Des. mars , ,8 3,2 3,0 Apríl júlí , ,5 3,2 3,3 *) Ytra mat er mælikvarði á útlit og er byggt á einkunnum fyrir lit, lögun, galla og skemmdir. Munnhrif eru mælikvarði á bragðgæði og eru byggð á einkunnum fyrir aukabragð, sætt bragð, einkennandi bragð o.fl. svo og safa. Gæðastuðull er meðaltal einkunna fyrir ytra mat og munnhrif. Við gæðamatið var notuð einkunnagjöf á skala frá 0 til 4. Fjórir stendur fyrir mesta bragðið og gott útlit en 0 fyrir ekkert bragð eða lélegt útlit. Nokkuð mikill munur kom fram á þurrefnisinnihaldi sýna en ekki var hægt að tengja þennan mun við aðrar mæliniðurstöður. Afskurður var mismikill en sýnin frá Bandaríkjum skáru sig nokkuð úr og voru með langmesta afskurðinn. Helsta ástæðan fyrir þessu var sú að talsverður hluti af stilk var látinn fylgja með blómkáli frá 19

20 Bandaríkunum. Meðaltölin fyrir afskurð voru þau sömu bæði fyrir íslensk og innflutt sýni í heildina. Íslensku og innfluttu sýnin koma í heildina mjög svipað út og er í raun sama hvort við skoðum niðurstöðurnar fyrir efnamælingar eða gæðamatið. Oftast var frádráttur í ytra mati vegna brúnna bletta á haus og var þetta algengara fyrir innflutt blómkál þar sem plast hafði legið alveg að hausnum. Einnig kom það fyrir að sýni voru dregin niður í ytra mati vegna þess að skurðsár voru á haus eftir óvandaðan skurð á blöðum sem liggja meðfram hausnum. Lítill breytileiki kom fram fyrir skynræna þætti og fengu öll sýnin hæstu eða næsthæstu einkunn (3 eða 4) fyrir munnhrif. Ef við skoðum niðurstöðurnar eftir tímabilum sjáum við að mestur afskurður er á tímabilinu desember til mars og lakasta meðaltalið fyrir ytra mat er einnig á þessu tímabili. Þessi sýni komu samt ekkert verr út úr sjálfu skynmatinu en fengu lélegri heildareinkunn vegna útlits. Blómkál safnar ekki miklu nítrati og er það venjulega flokkað í nítratminnsta flokkinn þegar grænmeti er flokkað eftir nítratinnihaldi (Dragland o.fl., 1999). Í þessu verkefni var meðaltal fyrir nítrat í blómkáli 182 mg/kg og mældust sýnin á bilinu mg/kg. Eins og þarna sést er verulegur munur á hæstu og lægstu gildum. Þessar niðurstöður eru svipaðar eldri íslenskum niðurstöðum nítratmælinga (Ólafur Reykdal o.fl., 1988). Í erlendum heimildum er talað um að blómkál mælist oftast á bilinu mg/kg og er það í samræmi við niðurstöður þessa verkefnis. Sáralítill munur kom fram á meðaltölum fyrir íslensk og erlend sýni. Gulrófur Alls voru tekin 15 sýni af gulrófum og þar af fóru 14 þeirra í gegnum hefðbundið gæðamat. Þrjú sýni voru af innfluttum gulrófum og komu þau öll frá Kanada. Tvö sýni voru keypt í verslunum og var ekki mögulegt að rekja uppruna þeirra. Nokkuð er um það að rófupokarnir séu ekki merktir þegar þeir fara frá framleiðanda og þarf að bæta úr því. Einnig má athuga hvort ekki sé ástæða til að merkja yrki, en það er ekki gert í dag. Við samanburð á innfluttum og íslenskum sýnum þarf að hafa í huga að innfluttu sýnin voru aðeins þrjú. Meðalþyngd erlendu sýnanna var nokkru meiri en þeirra íslensku en hluta af því má rekja til þess að tekin voru tvö íslensk lífrænt ræktuð sýni og voru þau með lága meðalþyngd. Afskurður var nokkuð breytilegur eftir sýnum eða allt frá 11 og upp í 26. Svipað meðaltal fyrir afskurð fékkst fyrir íslensk og erlend sýni. Nokkra athygli vekur sá munur sem kemur fram á þurrefnisinnihaldi íslensku og erlendu sýnanna. Munar þar rúmu prósenti og er það töluvert þegar litið er á heildina. Erfitt er að átta sig á þessum mun en ef til vill hafa ræktunarskilyrði þarna áhrif. Þrátt fyrir að erlendu rófurnar hafi hærra þurrefni voru þær mjög safaríkar. 20

21 5. tafla. Gulrófur. Meðaltöl fyrir mælingar og gæðamat. Fjöldi sýna Meðalþyngd g Afskurður Þurrefni mg/kg Ytra mat Munnhrif Gæðastuðull Uppruni Íslenskt , ,1 3,0 3,0 Innflutt , ,0 3,0 3,0 Öll sýni , ,1 3,0 3,0 Í heildina kom lítill munur fram á íslensku og erlendu rófunum að öðru leyti en hér var nefnt að ofan. Sá munur sem kom fram á sýnunum endurspeglaðist frekar í árstíðamun, þar sem þau sýni sem tekin voru snemma á árinu koma oftast verr út úr gæðamatinu og má oftast rekja það til lakari einkunna fyrir skynræna þætti. Eitt sýni fékk langlakasta einkunn og var það tekið í lok mars. Stuttu síðar var hafinn innflutningur á erlendum rófum. Lífrænt ræktuðu rófurnar reyndust nokkuð smærri en hefðbundnar rófur en afskurður var með minnsta móti. Athygli verkur að bæði sýnin voru há í þurrefni og munar rúmu prósenti á þeim og meðaltali fyrir aðra íslenska ræktun. Bæði sýnin voru dálítið fyrir ofan meðaltal annara íslenskra sýna í nítrati. Í gæðamatinu komu sýnin ágætlega út, annað fékk hæstu einkunn fyrir bæði ytra mat og munnhrif en hitt fékk næsthæstu einkunn fyrir báða þessa þætti. Samkvæmt erlendum heimildum eru gulrófur vanalega flokkaðar í miðjuflokkinn þegar grænmeti er skipt í flokka eftir magni nítrats (Dragland o.fl., 1999). Samkvæmt erlendum heimildum er nítrat í rófum á bilinu mg/kg. Niðurstöður þessa verkefnis sýna mun lægra meðaltal en í íslensku rannsóknunum 1987 og 1979 (Ólafur Reykdal o.fl., 1988). Nú var meðaltal fyrir nítrat í gulrófum 192 mg/kg en sambærilegt meðaltal í rannsókninni 1987 var 668 mg/kg. Ef við skoðum meðaltalið fyrir íslensku sýnin eingöngu sést að það er 214 mg/kg og er það mun lægra en eldri niðurstöður. Ekki verður annað séð en að framleiðendur séu að ná verulegum árangri við að minnka nítratinnihald í gulrófum. Gulrætur Tekin voru alls 50 sýni af gulrótum fyrir gæðamat. Af þessum 50 sýnum voru 22 sýni erlend. Gulrætur voru oftar keyptar í verslunum en aðrar grænmetistegundir. Það má rekja til þess að gulrætur eru að mestu seldar pakkaðar og má í flestum tilfellum sjá hver framleiðandinn er. Af 32 íslenskum sýnum voru þrjú sýni af gulrótum sem ætlaðar voru í vinnslu en ekki smásölu á almennum markaði. Niðurstöður fyrir þessi þrjú sýni eru ekki notaðar við samanburðarútreikninga en notaðar hinsvegar í heildarmeðaltal. 21

22 Algengast er að gulrætur séu seldar pakkaðar í um 500 gramma pokum. Færst hefur í vöxt hjá íslenskum framleiðendum að þeir merki sér pokana og er það jákvætt frá sjónarhóli neytenda en einnig er þetta mikilvægt atriði fyrir rekjanleika matvæla. Flokkun á gulrótum eftir gæðum og stærð virðist nokkuð algeng erlendis og sáust merkingar á innfluttum gulrótum eins og Classe 1 og g og er spurning hvort ekki sé ástæða til að gera eitthvað svipað hér á landi. Erlendar gulrætur sem voru hér á markaði yfir vetrartíman og fram eftir vori komu víðsvegar úr heiminum. Þó virtist vera mest flutt inn frá Bandaríkjunum og Hollandi en einnig voru tekin sýni frá Ítalíu. Það sem vekur einna mesta athygli við þennan innflutning er hve framleiðendur voru margir. Þegar niðurstöðurnar eru skoðaðar sést að meðalgulrótin var um 75 grömm að þyngd en meðalþyngd gulróta í einstökum sýnum var allt frá 17 grömmum uppí 178 grömm. Þarna er að jálfsögðu gríðarlegur munur og er líklegt að mismunandi yrki skýri hann að hluta. Einnig var oft töluverður munur á lögun gulróta eftir sýnum. Heldur algengara var að íslenskar gulrætur væru skráðar sem óreglulegar en þær innfluttu. Við mat á ytra útliti gulróta var meðal annars merkt við hvort hægt væri að neyta þeirra beint úr pokanum eða hvort þær væru það óhreinar að nauðsynlegt væri að hreinsa þær fyrir neyslu. Reyndist hreinsun nauðsynleg í um þriðjungi tilfella. Nýting Afskurður var allt frá því að vera 0 fyrir þvegnar pakkaðar gulrætur upp í að vera um 30 fyrir gulrætur sem þurfti að skera töluvert mikið af til að gera þær neysluhæfar. Magn afskurðar hækkaði þegar leið á veturinn. Þetta stafar eflaust af gæðarýrnun við langa geymslu og er spurning hvort gulræturnar séu geymdar við bestu mögulegu 6. tafla. Gulrætur. Meðaltöl fyrir mælingar og gæðamat. Fjöldi sýna Meðalþyngd g Afskurður Þurrefni mg/kg Ytra mat Munnhrif Gæðastuðull Uppruni Íslenskt , ,6 3,4 3,0 Innflutt , ,8 2,7 2,7 Öll sýni , ,6 3,1 2,9 Tímabil Ágúst nóv , ,8 3,3 3,0 Des. mars , ,4 3,2 2,9 Apríl júlí , ,7 2,8 2,8 22

23 aðstæður. Gulrætur geta geymst í 7-9 mánuði við 0-1 C og mjög hátt rakastig, og er talað um í því sambandi Einnig er mjög mikilvægt að gulræturnar séu kældar strax eftir uppskeru niður fyrir fimm gráður eigi þær að geymast í svona langan tíma (Salunkhe o.fl., 1999). Leitað var að göllum og skemmdum í sýnunum og voru allar slíkar upplýsingar skráðar. Algengasti gallinn var sá að gulræturnar voru brotnar en einnig var álíka algengt að þær væru sprungnar eftir endilöngu. Einnig bar nokkuð á göllum af völdum sveppa eða örvera en það var ekki eins tíður galli og hinir tveir. Einnig voru dæmi um frádrátt í ytra mati vegna þess að gulræturnar höfðu orðið fyrir hnaski, þær voru farnar að spíra eða búið var að skera annan eða báða endana af. Segja má að útlit gulróta á markaðnum hafi verið mjög breytilegt. Einnkunnir fyrir ytra mat voru allt frá því að vera 4 sem er mjög gott og niður í 0 sem er hámarks frádráttur fyrir ytra mat. Er munur á gæðum eftir uppruna? Ef við skoðum skráða galla og skemmdir eftir sömu skiptingu og hér að ofan þá sést að algengasti gallinn í íslenslu gulrótunum er að þær eru brotnar en algengasti gallin í erlendu gulrótunum er sprungur eftir endilangri gulrótinni. Einnig var hærra hlutfall af erlendum gulrótum með sveppasýkingu. Samkvæmt erlendum heimildum er þurrefni í gulrótum á bilinu Mælingar okkar leiddu yfirleitt í ljós heldur minna þurrefni en það var á bilinu Líklegt er að stuttur vaxtartími skipti hér máli, eins getur verið að vatnstap ráðist af geymsluskilyrðum og geymslutíma. Samkvæmt mælingum voru innfluttu gulræturnar ívið þurrefnisríkari og gæti það stafað af lengri geymslu. Þær hafa verið fluttar langa leið með skipi og er líklegt að einhver uppgufun sé þar á ferðinni. Ytra mat kemur mjög svipað út, hvort sem um innfluttar eða íslenskar gulrætur er að ræða. Það sama er ekki hægt að segja um munnhrif en þar eru niðurstöður mats á bragðgæðum sýnisins teknar saman. Þarna kemur fram töluverður munur á innlendum og innfluttum gulrótum. Þeir bragðþættir sem voru einna mest frábrugðnir á milli þessara sýnaflokka voru sætt bragð og safi. Þessi munur skilaði sér svo í betri einkunn fyrir munnhrif, íslensku framleiðslunni í hag. Aukabragð fannst einnig oftar í innfluttu sýnunum sem skilaði sér einnig í lakari einkunn fyrir munnhrif. Einkunnirnar fyrir ytra mat og munnhrif voru svo teknar saman í gæðastuðul og kemur íslenska framleiðslan betur út en það má rekja til betri einkunna fyrir munnhrif. Er munur á gæðum eftir árstíma? Ef litið er á einstök tímabil má ætla að frá ágúst til nóvember séu gæði gulróta einna mest þar sem skammur tími er liðinn frá uppskeru. Því mætti búast við að gæðin séu einna lökust á tímabilinu frá apríl til júlí. Það er þó eflaust margt sem skekkir þessa mynd eins og innflutningur og ræktun í gróðurhúsum svo eitthvað sé nefnt. Niðurstöðurnar fyrir þessi tímabil eru ekki eins afgerandi og búist var við. Að vísu er minnstur afskurður á fyrsta tímabilinu enda er meðaltalið fyrir ytra mat aðeins betra en fyrir hin tímabilin. Á þriðja tímabilinu eru einkunnir fyrir munnhrif lakastar en það sama gildir ekki um ytra mat eins og búast mætti við. 23

24 Þegar þessar niðurstöður eru teknar saman í gæðastuðul sést að ekki er mikill munur eftir tímabilum. Gæðastuðullinn fer að vísu eilítið lækkandi sem þýðir heldur lakari gæði á þriðja tímabilinu en því fyrsta. Þurrefni er að meðaltali mjög svipað öll tímabilin. Ef við skoðum niðurstöðurnar fyrir einstaka mánuði sést að gæðin eru mest seinni hluta ársins. Þetta er þó ekki algilt þar sem breytileiki er umtalsverður. Lífrænt ræktaðar gulrætur Sýni af lífrænt ræktuðum gulrótum voru tekin frá fjórum framleiðendum, þar af einum erlendum. Fimm sýni komu frá innlendum framleiðanda sem er með stóra markaðshlutdeild. Þessi sýni voru alltaf eins, sama hvaða þáttur var skoðaður. Voru þær alltaf af sömu stærð og var alltaf mjög lítill afskurður. Þurrefni og nítrat var alltaf í meðallagi, hvorki mikið eða lítið. Þesssi sýni fengu alltaf hæstu einkunn fyrir ytra mat og munnhrif, þannig að gæðastuðullinn var alltaf eins góður og mögulegt er. Þetta er sérstaklega athyglisvert þar sem sama einkunn fæst hvort sem sýnin voru tekin í september eða febrúar. Hin íslensku lífrænu sýnin komu einnig nokkuð vel út. Að vísu voru gulræturnar í einu sýninu mjög smáar eða aðeins um 25 grömm stykkið. Þrátt fyrir það kom sýnið ágætlega út í öðrum þáttum. Það fékk næstbestu einkunn bæði fyrir ytra mat og munnhrif. Lífrænt ræktuðu gulræturnar voru almennt smærri og munar 20 grömmum á hverju stykki miðað við meðaltalsgulrótina sem er ræktuð eftir hefðbundnum aðferðum. Gulrætur sem voru seldar undir merkjum lífrænnar ræktunar komu ávallt vel út í ytra mati og var afskurður lítill. Lífrænt ræktuðu gulræturnar komu í heildina mjög vel út í gæðamatinu. Gulrætur eru ávallt settar í miðjuhóp þegar grænmeti er skipt í flokka eftir nítratinnihaldi (Dragland o.fl., 1999). Niðurstöðurnar fyrir nítrat lenda á nokkuð breiðu bili og má sjá niðurstöður frá 31 mg/kg til 571 mg/kg. mælingarnar í þessu verkefni sýna meðaltal uppá 184 mg/kg ef við skoðum niðurstöðurnar fyrir bæði íslensk og innflutt sýni. Þetta er nokkru lægra en sést hefur í innlendum rannsóknum. Í rannsókn sem gerð var á RALA árið 1996 var meðaltal fyrir gulrætur 345 mg/kg. Í annarri rannsókn sem framkvæmd var árið 1987 var meðaltal fyrir gulrætur 539 mg/kg (Ólafur Reykdal o.fl., 1988). Þannig að á þessu má sjá að nítrat hefur farið lækkandi á undanförnum árum og má líklega rekja það til minni áburðarnotkunar. Í erlendum heimildum er talað um að nítratinnihald í gulrótum geti sveiflast frá 10 mg/kg til 900 mg/kg. Gúrkur Alls voru tekin 28 sýni af gúrkum og voru fimm þeirra af innfluttum gúrkum sem allar komu frá Spáni. Í langflestum tilfella voru gúrkurnar merktar framleiðenda á umbúðum og var þeim ýmist pakkað í poka með götum eða í herpifilmu. Gúrkur eru sú grænmetistegund sem gaf einna einsleitustu niðurstöðurnar en þetta á einkum við gæðamatið sjálft. 24

25 7. tafla. Gúrkur. Meðaltöl fyrir mælingar og gæðamat. Fjöldi sýna Meðalþyngd g Afskurður Þurrefni mg/kg Ytra mat Munnhrif Gæðastuðull Uppruni Íslenskt , ,9 3,6 3,7 Innflutt , ,4 3,6 3,5 Öll sýni , ,8 3,6 3,7 Ræktun Hefðb. ísl , ,9 3,7 3,8 Raflýsing , ,0 3,4 3,7 Lífrænt ,9 75 3,5 3,5 3,5 Uppruni og árstími Töluverður munur kom fram á íslenskum og erlendum sýnum. Íslenska meðalgúrkan var öllu þyngri en sú erlenda og munaði þar um 100 grömmum sem verður að teljast töluvert. Aðeins var skráður afskurður fyrir tvö sýni og var annað þeirra erlent. Talsverður munur kemur fram á þurrefnisinnihaldi innfluttu og íslensku sýnanna og skilar sá munur sér í mun meiri safa íslensku sýnanna. Íslenskar gúrkur komu betur út í ytra mati og voru rispur helsti frádráttarþátturinn fyrir erlendu gúrkurnar. Þrátt fyrir að íslensku gúrkurnar hefðu mun meiri safa þá fengu þær svipaða niðurstöðu í heildarmati á bragðgæðum þar sem innfluttu gúrkurnar voru töluvert sætari. Þegar ytramat og bragðgæði eru tekin saman í stuðul kemur í ljós að lítill munur er á gæðum íslenskra og innfluttra gúrka. Ef niðurstöðurnar eru skoðaðar eftir tímabilum kemur í ljós mjög lítill munur á gæðum á milli tímabila, sama hvort maður skoðar niðurstöðurnar eftir sumri og vetri eða skiptir árinu í fleiri tímabil. Raflýsing Ef við berum saman gúrkurnar sem voru framleiddar við raflýsingu á móti þeim sem voru ræktaðar með hefðbundnum aðferðum sést að raflýstu gúrkurnar eru lítið frábrugðnar. Þær eru ívið léttari en gúrkur úr hefðbundinni ræktun en það munar litlu. Öll raflýstu sýnin safna frekar litlu þurrefni og kom það heim og saman við skynmatið þar sem raflýstu sýnin fengu hæstu mögulegu einkunina fyrir safa. Raflýstu sýnin fengu ekki eins háa einkunn fyrir sætt bragð eins og hefðbundin ræktun en ræktunaraðferðirnar komu svipað út í heildina í gæðamatinu. Lífræn ræktun Tvö sýni voru tekin sem ræktuð voru undir merkjum lífrænnar ræktunar og voru þau frá sama framleiðenda. Athygli vekur að meðalþyngd þessara sýna var töluvert hærri en meðaltalið fyrir gúrkur úr hefðbundinni ræktun. Að öðru leyti voru niðurstöður fyrir 25

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU?

HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? 85 HVERNIG Á AÐ META ÁHÆTTU? Það er hægt að mæla áhættu og minnka hana. Árið 1988 var ávöxtun á hlutabréfum Flugleiða 47,2% en þremur árum síðar, árið 1991, var hún neikvæð um 11,9%. Ávöxtun spariskírteina

More information

Eftirlit með varnarefnum í matvælum 2002 UST /12

Eftirlit með varnarefnum í matvælum 2002 UST /12 Eftirlit með varnarefnum í matvælum 2002 UST - 2003/12 Efnisyfirlit Inngangur 3 Varnarefni 3 Hvað eru varnarefni? 3 Varnarefni sem skimað var fyrir hér á landi 4 Sýnataka og greiningaraðferðir 5 Viðbrögð

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum

Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum Ólafur Reykdal 1, Sasan Rabieh 1, Laufey Steingrímsdóttir 2 og Helga Gunnlaugsdóttir 1 1 Matís ohf., 2 Landbúnaðarháskóla Íslands Útdráttur Gerðar voru

More information

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009

Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 UHR - 2009 Mælingar á loftmengandi efnum í Reykjavík 2009 Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur / Umhverfis- og samgöngusvið Reykjavíkur Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin

Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin Notkun tíðahvarfahormóna hjá íslenskum konum árin 1996-1 Brynja Ármannsdóttir 1 læknanemi Laufey Tryggvadóttir 2 faraldsfræðingur Jón Gunnlaugur Jónasson 1,2,4 sérfræðingur í meinafræði Elínborg J. Ólafsdóttir

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna

LV Bjarnarflagsvirkjun. Prófun vatns fyrir kæliturna LV-2012-106 Bjarnarflagsvirkjun Prófun vatns fyrir kæliturna EFNISYFIRLIT 1 Inngangur... 3 2 Kalkútfellingar úr kælivatni... 4 3 Framkvæmd tilrauna... 6 3.1 Tilraunabúnaður... 6 3.2 Framkvæmd tilrauna...

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Mat á gildi spurningalista Manneldisráðs Íslands til könnunar á mataræði fullorðinna

Mat á gildi spurningalista Manneldisráðs Íslands til könnunar á mataræði fullorðinna Mat á gildi spurningalista Manneldisráðs Íslands til könnunar á mataræði fullorðinna Inga Þórsdóttir 1 Ingibjörg Gunnarsdóttir 1 Laufey Steingrímsdóttir 2 SÉRFRÆÐINGAR Í NÆRINGARFRÆÐI 1 Rannsóknarstofu

More information

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla

Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin Umfang, aðferðir og úrvinnsla HAFRANNSÓKNASTOFNUNIN. FJÖLRIT NR. 107 Frumframleiðnimælingar á Hafrannsóknastofnuninni árin 1958 1999 Umfang, aðferðir og úrvinnsla Kristinn Guðmundsson og Kristín J. Valsdóttir Hafrannsóknastofnunin

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, júní 2014 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2004-2013 Reykjavík, júní 2014 2014, hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna EFLU hf. ISSN ISBN

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

Upphitun íþróttavalla árið 2015

Upphitun íþróttavalla árið 2015 Rit LbhÍ nr. 99 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson og Svavar Tryggvi Óskarsson 2018 Rit LbhÍ nr. 99 ISSN 1670-5785 ISBN 978-9979-881-70-4 Upphitun íþróttavalla árið 2015 Guðni Þorvaldsson

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði

Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði Gæðakönnun á frystum fiski á íslenskum markaði Ólafur Reykdal Páll Gunnar Pálsson Gyða Ósk Bergsdóttir Heiða Pálmadóttir Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 37-11 Nóvember 2011 ISSN 1670-7192

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012

EFLA Verkfræðistofa. STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin Reykjavík, apríl 2012 EFLA Verkfræðistofa STUÐLAR UM AFHENDINGU RAFORKU Árin 2002-2011 Reykjavík, apríl 2012 2012, EFLA verkfræðistofa hf - Vinnslu efnis og frágang texta annaðist Kolbrún Reinholdsdóttir fyrir Verkfræðistofuna

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum

Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknir á eiginleikum setbergs í Norðfjarðargöngum og Óshlíðargöngum Rannsóknarskýrsla, unnin fyrir Vegagerðina Júlí 2010 Mannvit Verkfræðistofa Grensásvegur 1 108 Reykjavík Sími: 422 3000 Fax: 422

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki

Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki NÍ-11001 Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun Blöndulón Vöktun á strandrofi og áfoki Áfangaskýrsla 2010 Borgþór Magnússon Unnið fyrir Landsvirkjun

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér

More information

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil

Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Rit LbhÍ nr. 54 Áhrif niðurbrots plöntuleifa á laust nítur í jarðvegi The influence of turnover of plant residues on mineral N in soil Friðrik Pálmason og Jón Guðmundsson 2014 Rit LbhÍ nr. 54 ISSN 1670-5785

More information

Skýrsla nr. C10:05 Staða og horfur garðyrkjunnar: Ísland og Evrópusambandið

Skýrsla nr. C10:05 Staða og horfur garðyrkjunnar: Ísland og Evrópusambandið Skýrsla nr. C10:05 Staða og horfur garðyrkjunnar: Ísland og Evrópusambandið Ágúst 2010 i HAGFRÆÐISTOFNUN HÁSKÓLA ÍSLANDS Hagfræðistofnun Háskóla Íslands Odda v/sturlugötu Sími: 525-4535 Fax nr. 552-6806

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Ólafur Reykdal, Matvælarannsóknum Keldnaholti, og Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Á seinni árum hefur athyglin beinst að því að omega-3 fitusýrur

More information

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013

Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 2013 Sumargötur Vettvangsrannsókn á Laugavegi og Skólavörðustíg sumarið 213 Páll Jakob Líndal janúar 214 Sumargötur 213. Samantekt vettvangsrannsóknar Inngangur Í vettvangskönnun þeirri sem hér er kynnt voru

More information

Bragð og beitarhagar

Bragð og beitarhagar Bragð og beitarhagar Rósa Jónsdóttir 1, Aðalheiður Ólafsdóttir 1, Óli Þór Hilmarsson 1, Guðjón Þorkelsson 1,2 1 Matís ohf., 2 Háskóli Íslands Inngangur Sérmarkaðir og sérvörur eru framtíðin í sölu á lambakjöti

More information

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013

Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 NÍ-14001 Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við iðnaðarsvæðið í Hellnahrauni í Hafnarfirði haustið 2013 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Hafnarfjarðarbæ Þungmálmar og brennisteinn í tildurmosa við

More information

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar

Greinargerð Trausti Jónsson. Langtímasveiflur V. Hitabylgjur og hlýir dagar Greinargerð 03030 Trausti Jónsson Langtímasveiflur V Hitabylgjur og hlýir dagar VÍ-ÚR21 Reykjavík September 2003 Hitabylgjur og hlýir dagar Inngangur Íslenskar hitabylgjur verða að teljast fremur vesælar

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins?

Veruleg umhverfisáhrif, eru þau eins? Verkefni styrkt af Rannsóknasjóði Vegagerðarinnar Apríl 2016 www.vso.is Borgartún 20 585 9000 105 Reykjavík vso@vso.is 15168 S:\2015\15168\v\03_Greinargerð\15168_160329_skýrsla_drög.docx Apríl 2016 Nr.

More information

Summary in English: IQF, cod, quality, tempering, rigor mortis. Copyright Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins / Icelandic Fisheries Laboratories

Summary in English: IQF, cod, quality, tempering, rigor mortis. Copyright Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins / Icelandic Fisheries Laboratories Titill / Title Sjóunnin flök sem hráefni fyrir landvinnslu: Temprun og gæðamat flaka Höfundar / Authors Helga R. Eyjólfsdóttir, Soffía V. Tryggvadóttir, Kári P. Ólafsson og Rúnar Birgisson Skýrsla Rf /IFL

More information

Fullnýting hrognkelsa

Fullnýting hrognkelsa SERO ehf Fullnýting hrognkelsa Lokaskýrsla til AVS Tilvísunarnúmer: R-044-08 Höfundar: Halldór G. Ólafsson (verkefnisstjóri), BioPol ehf Hjörleifur Einarsson, Háskólinn á Akureyri Anna María Jónsdóttir,

More information

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin

LV ORK Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009-2013 LV-2016-067 ORK-16010 Heildarframburður Hólmsár við Þaula árin 2009 2013 Höfundar: Esther Hlíðar Jensen Jórunn Harðardóttir Svava

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Brennisteinsvetni í Hveragerði

Brennisteinsvetni í Hveragerði Þróun 2014-022 Reykjavík, september 2014 Brennisteinsvetni í Hveragerði September 2012 mars 2014 Snjólaug Ólafsdóttir EBS-411-01 Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Útgáfudagur: September 2014 Umsjón og ábyrgð:

More information

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku:

Skýrsla Rf /IFL report Útgáfudagur / Date: 26. maí 2000 Verknr. / project no Styrktaraðilar / funding: Ágrip á íslensku: Titill / Title Athugun á kælihraða koldíoxíðsnjós (þurríss) á kjúklinga eftir slátrun A study on the chilling rate of carbon dioxide snow on chickens after slaughter Þyrí Valdimarsdóttir Höfundar / Authors

More information

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang

Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang Viðauki 2e Tæknikröfur um búnað við fullan aðgang September 2010 Efnisyfirlit 1. Tílvísanir... 3 2. Skýringar á kröfum til búnaðar... 3 3. Yfirlit yfir tækjabúnað sem tengja má koparlínu við fullan aðgang...

More information

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis

ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA. Staða rannsóknarverkefnis ÓHAPPATÍÐNI Í BEYGJUM OG LANGHALLA Staða rannsóknarverkefnis Beygjur á vegakerfinu = hætta? Umferðar- og skipulagssvið Línuhönnunar Haraldur Sigþórsson Þjónustudeild tækniþróun Vegagerðin Einar Pálsson

More information

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016

Leiðbeiningar. Aukefni. Reglur og eftirlit - Desember 2016 Leiðbeiningar Aukefni Reglur og eftirlit - Desember 2016 0 Efnisyfirlit Inngangur... 2 1. Reglugerð um aukefni... 2 2. Aðrar reglugerðir sem varða aukefni... 2 3. Hvað eru aukefni og hvað ekki?... 3 3.1.

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða Guðrún Björg Gunnarsdóttir Jarðvísindadeild Háskóli Íslands 2014 Nýting járns á Íslandi Framtíðarhorfur fyrir takmarkaðan auðlindaforða

More information

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Ólafur Reykdal Matvælaöryggi Skýrsla Matís 41-08 Desember 2008 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Mycotoxins and the MYCONET-project

More information

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A.

Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Nýting loðnu við Ísland í hálfa öld Föstudagur 5. september 2014 Háskólinn á Akureyri Tækniþróun í fiskmjölsiðnaði Sigurjón Arason Yfirverkfr., Matís ohf. Prófessor, H. Í. Stundakennari, H.A. Innihald

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Nýting og efnainnihald grásleppu

Nýting og efnainnihald grásleppu Nýting og efnainnihald grásleppu Ólafur Reykdal Þuríður Ragnarsdóttir Gunnar Þórðarson Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 05-12 Febrúar 2012 ISSN 1670-7192 Titill / Title Nýting og efnainnihald

More information