Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn

Size: px
Start display at page:

Download "Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn"

Transcription

1 Gildi fitusýra í matvælum fyrir landbúnaðinn Ólafur Reykdal, Matvælarannsóknum Keldnaholti, og Guðjón Þorkelsson, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins Á seinni árum hefur athyglin beinst að því að omega-3 fitusýrur er að finna í ýmsum matvælum frá landbúnaði. Í fæði Íslendinga koma þessar fitusýrur aðallega úr fiskmeti en tilvist omega-3 fitusýra í landbúnaðarafurðum má meðal annars rekja til sjávarfangs í fóðri. Gagnvart landbúnaðinum hafa þessar fitusýrur tvær hliðar: Annars vegar er hollustugildi þeirra en það er ótvírætt. Hins vegar eru atriði sem lúta að bragðgæðum og geymsluþoli afurða. Bæði þessi atriði skipta máli fyrir sölu- og kynningarstarf. Fita og fitusýrur í afurðum eru því mikilvægir gæðaþættir sem nauðsynlegt er að huga að til að tryggja samkeppnisstöðu afurðanna. Hvað eru omega-3 fitusýrur? Omega-3 fitusýrur eru ákveðin gerð fjölómettaðara fitusýra. Omega-3 fitusýrum má skipta í fitusýrur sem eru upprunnar í plöntum (C18:3 n-3) og þær sem nefndar hafa verið sjávarfangsfitusýrur eða langar omega-3 fitusýrur (C20:5 n-3, C22:5 n-3 og C22:6 n-3). Þegar talað er um omega-3 fitusýrur í þessari grein er átt við summu framangreindra fjögurra fitusýra. Omega-3 fitusýrur úr sjávarfangi draga úr líkum á hjarta- og æðasjúkdómum. Talið er að ákveðið jafnvægi hafi verið milli omega-3 og omega-6 fitusýra í fæði mannsins frá öndverðu en á síðustu áratugum hafi hlutur omega-3 fitusýra minnkað. Fitusýrur og heilsa Þegar fjallað er um omega-3 fitusýrur þarf einnig að gera grein fyrir öðrum gerðum fitusýra og magni fitunnar sjálfrar. Einkum þarf að hafa í huga að mettaðar fitusýrur auka líkur á hjarta- og æðasjúkdómum. Manneldisráð Íslands mælir með því að Íslendingar dragi úr neyslu á fitu og þá sérstaklega mettuðum fitusýrum. Mettaða fitu er að finna í mörgum fæðutegundum, þar á meðal kjöti og mjólkurvörum. Í breskri rannsókn kom í ljós að omega-3 fitusýrur úr kjöti skipta máli í neyslunni þegar fiskneysla er takmörkuð (1). Á Íslandi er fiskneysla með því mesta sem þekkist í heiminum og því mætti ætla að fiskur legði til stóran hluta af omega-3 fitusýrum í fæði Íslendinga. Samkvæmt útreikningum Manneldisráðs Íslands koma að meðaltali um 8% af omega-3 fitusýrum í fæðunni úr kjöti og um 1% úr eggjum. Lambakjöt leggur til 4% af omega-3 fitusýrum. Að meðaltali koma um 17% af mettaðri fitu úr kjöti og 1% úr eggjum. Útreikningarnir eru byggðir á könnun á mataræði Íslendinga 1990 og viðbótarupplýsingum frá Fitusýrur í kjöti Erlendis hafa fjölmargar tilraunir miðað að því að auka hlut omega-3 fitusýra í kjötvörum og eggjum. Hér á landi hefur hagnýting á fiskimjöli skapað hefð fyrir afurðum með omega-3 fitusýrum úr sjávarfangi. Neytendur hafa notið góðs af þegar litið er á hollustuhliðina en þeir hafa líka kvartað undan bragðgöllum og vel má vera að það hafi komið niður á sölu. Líklega er smekkur íslenskra neytenda aðlagaður

2 hefðbundnum íslenskum vörum. Hins vegar þarf að hafa í huga að erlendir neytendur gætu gert allt aðrar kröfur en þetta skiptir miklu máli við útflutning og þjónustu við ferðamenn. Gera þarf greinarmun á kjöttegundum þegar fjallað er um omega-3 fitusýrur. Omega-3 fitusýrur, eins og önnur ómettuð fita, skilar sér beint í afurðir einmaga dýra, og geta verið þar í talsverðu magni og haft áhrif á eiginleika afurðanna. Hins vegar sleppur aðeins hluti ómettaðar fitu óbreyttur í gegnum meltingarveg jórturdýra og því þarf ekki að óttast miklar breytingar á eiginleikum afurðanna. Lambakjöt Athyglinni hefur nokkuð verið beint að omega-3 fitusýrum í lambakjöti á seinustu árum. Áður fyrr voru þessar fitusýrur tæpast inni í myndinni þegar rætt var um samsetningu á lambakjöti. Með betri mælitækni og fleiri rannsóknum hefur orðið ljóst að omega-3 fitusýrur eru til staðar í lambakjöti. Ýmsar hugmyndir hafa verið uppi þessu tengdar, svo sem að omega-3 fitusýrur séu í meira mæli í íslensku lambakjöti en erlendu, fóðrun með fiskimjöli á meðgöngu skili sér til fóstursins og að kalt loftslag gæti aukið myndun ómettaðara fitusýra. Þá er líklegt að fita í grösum sé meira ómettuð í köldu loftslagi en hlýju. Í nokkrum rannsóknaverkefnum hefur verið leitast við að varpa ljósi á omega- 3 fitusýrur í íslensku lambakjöti. Verkefnin hafa verið unnin hjá RALA (2) og Lífeðlisfræðistofnun Háskóla Íslands (3). Þá má nefna Evrópuverkefnið TRANSFAIR sem Manneldisráð og RALA áttu aðild að (4) og loks stórt Evrópuverkefni um lambakjöt sem nú stendur yfir en íslenski hlutinn er á vegum RALA. Í Evrópuverkefninu um lambakjöt eru framkvæmdar viðamiklar fitusýrugreiningar. Fyrstu niðurstöður benda til þess að omega-3 fitusýrur greininst í lambakjöti frá öllum sex þátttökuþjóðunum. Magnið er hins vegar mismunandi og er íslenska kjötið meðal þeirra sýna sem mest mælist í af omega-3 fitusýrum. Svo virðist sem fóður frekar en kyn ráði úrslitum varðandi þessar fitusýrur. Verkefnið á eftir að skila mikilvægum upplýsingum um fitusýrur í lambakjöti í Evrópu en niðurstöður munu birtast síðar. Í 1. töflu eru niðurstöður fyrir fitu og omega-3 fitusýrur úr eldri rannsóknum. Þegar sýni eru borin saman kemur í ljós að magn omega-3 fitusýra vex hvergi nærri eins mikið og fituinnihaldið. Rétt er að benda á mikla aukningu á mettuðum fitusýrum með auknu fituinnihaldi. Omega-3 fitusýrurnar koma fyrst og fremst fram í fosfólipíðum í vöðva en mjög takmarkað í fituvef. Niðurstöður úr rannsókn RALA fyrir magn omega-3 fitusýra voru svipaðar erlendum niðurstöðum. Hins vegar var hlutfall (%) þessara fitusýra nokkru hærra fyrir íslenska lambakjötið og var það rakið til þess hve lítil fita var inni í vöðva. Hlutfall fjölómettaðra fitusýra í vöðva lækkaði eftir því sem meiri fita var í vöðvanum. 1. tafla. Fita og fitusýrur í lambakjöti. Fjöldi sýna er 10 í hverju tilfelli. Fita Omega-3 fitusýrur Mettaðar fitusýrur Rannsókn g/100g Hryggvöðvi 1, RALA (2) Hryggvöðvi 2, RALA (2) Læri 7, TRANSFAIR (4) Kótilettur TRANSFAIR (4)

3 Í rannsókn Lífeðlisfræðistofnunar (3) kom fram að omega-3 fitusýra upprunnin í plöntum mælist í lambakjöti. Langar omega-3 fitusýrur sem venjulega einkenna fiskifitu greindust einnig og höfðu þær að einhverju leyti myndast úr plöntufitusýrunni, enda minnkuðu þær ekki meðan lömbin voru á sumarbeit. Sú ályktun var dregin að efnahvatar sem sjá um þessa breytingu séu virkari í íslensku sauðfé en erlendum fjárstofnum. Samanburður við niðurstöður frá Nýja-Sjálandi og Bretlandi benti til að meira væri af omega-3 fitusýrum, sem svara til sjávarfangsfitusýra, í íslenska lambakjötinu. Í framhaldstilraun var sýnt fram á að nýfædd lömb hafa fengið omega-3 fitusýrur frá móður. Af framansögðu er ljóst að hluti af omega-3 fitusýrum (og öðrum ómettuðum fitusýrum) sleppur framhjá lífherslu í vömb og skilar sér í kjötið. Magn þessara fitusýra er hins vegar fremur lítið þegar litið er á fæðið í heild. Omega-3 fitusýrur er einkum að finna í fiski en einnig í ýmsum matvælum frá landbúnaði eins og vikið verður að hér á eftir. Omega-3 fitusýrur finnast víða Hér á landi hefur fiskimjöl verið notað í meira magni í fóður en víða annars staðar. Fitusýrur í fiskimjölinu skila sér í afurðir svína og alifugla eins og sjá má á gildum fyrir omega-3 fitusýrur í 2. töflu. Hjá RALA hafa verið gerðar umfangsmiklar mælingar á fitusýrum í svínakjöti og svínafitu. Þessar mælingar hafa sýnt að oft er talsvert af ómettaðri fitu eins og omega-3 fitusýrum í svínaafurðum og meira en tíðkast erlendis í sambærilegum afurðum. Gildi fyrir svínakjöt eru breytileg og endurspegla mismunandi fóðrun (5). Omega-3 fitusýrur eru einnig í ýmsum unnum kjötvörum enda er svínakjöt og svínafita mikilvægt hráefni í kjötiðnaði. Í 2. töflu eru vínarpylsur sýndar sem dæmi um þetta. Á RALA hafa verið gerðar tilraunir með áhrif mismunandi fóðrunar á gæði svínakjöts og hafa ýmsar niðurstöður meðal annars verið birtar í fjölritum RALA nr. 188, 195 og 196. Mikið er af omega-3 fitusýrum í hrossa- og folaldakjöti en fyrst og fremst er um að ræða fitusýru sem upprunnin er í grasi. Mikið af ómettuðum fitusýrum í hrossakjöti skýrir hve illa það geymist og er fljótt að þrána. Fitusýrur í eldisfiski fara eftir því á hverju fiskurinn lifir. Niðurstöður fyrir eldislax í 2. töflu sýna að hann er sambærilegur við viltan lax varðandi omega-3 fitusýrur enda er lýsi notað í fóðrið. Erlendis hefur þekkst að nota jurtaolíur í fóður eldisfiska. Þá verða til nokkurs konar jurtaolíufiskar með fitusýrum sem eru ekki eiginlegar fyrir fiska. 2. tafla. Fita og fitusýrur í nokkrum matvælum. Fita Omega-3 fitusýrur Mettaðar fitusýrur Rannsókn g/100g Svínakótilettur Transfair (4) Kjúklingar Transfair (4) Folaldakjöt Transfair (4) Vínarpylsur Transfair (4) Eldislax Transfair (4) Íslensk egg hafa greinilega sérstöðu eins og fram kemur í 3. töflu en þar eru fjögur lönd borin saman. Mælingarnar eru allar gerðar á sömu rannsóknarstofu þannig að samanburðurinn er mjög áreiðanlegur. Omega-3 fitusýrur í íslenskum eggjum eru aðallega sjávarfangsfitusýrur, hins vegar voru þær fitusýrur ekki mælanlegar í grísku

4 eggjunum. Erlendis hefur verið hugað að sérstakri framleiðslu á eggjum með auknu innhaldi omega-3 fitusýra og líkjast þau íslensku eggjunum. 3. tafla. Omega-3 fitusýrur í eggjum frá fjórum löndum (4). Framleiðsluland Omega-3 fitusýrur Ísland 240 Finnland 100 Svíþjóð 70 Grikkland 30 Fitusýrur í afurðum skipta máli Fita og fitusýrur í afurðum hafa mikil áhrif á gæði afurðanna. Ókostirnir við það að auka hlut ómettarar fitu, eins og omega-3 fitusýra, í eggjum og kjöti af einmaga dýrum er hætta á aukabragði og skertu geymsluþoli. Víðtæk notkun á fiskimjöli getur leitt til vandamála allt frá fiskibragði af afurðum til þránunar á unnum kjötvörum í geymslu. Mikil vinna á RALA fór í að fást við þessi vandamál. Því er ljóst að nákvæm stýring á fiskimjöli í fóðri samkvæmt bestu upplýsingum skipir miklu máli fyrir landbúnaðinn og ímynd afurðanna. Til þess að tryggja gæði svínakjöts þarf að halda notkun á fiskimjöli, lýsi, hertu lýsi og jurtaolíum innan hæfilegra marka. Omega-3 fitusýrur eru ekki í lambakjöti í þeim mæli að óttast þurfi bragðgalla. Auk þess eru þessar fitusýrur nánast ekki til staðar í yfirborðsfitu lamba. Svínafita getur aftur á móti orðið talsvert ómettuð enda er henni hætt til að þrána. Omega-3 fitusýrur í fæði Íslendinga koma fyrst og fremst úr fiskmeti. Afurðir frá landbúnaði geta engu að síður skipt nokkru máli. Lambakjöt er þar á meðal þótt ekki sé mikið af omega-3 fitusýrum í því borið saman við ýmis önnur matvæli. Margt er enn á huldu um efnaskipti fitusýra í jórturdýrum og er þörf á rannsóknum til að greiða úr því. Lokaorð Mikilvægt er að framleiðendur hugi að gæðaþáttum svo sem bragðgæðum, geymsluþoli og vinnslueiginleikum en það ræður úrslitum um það hvort neytendum og matvælaframleiðendum líkar afurðirnar. Mikilvægt er að réttar upplýsingar liggi fyrir um fitusýrur í afurðum enda byggja neyslukannanir á þessum gögnum. Viðhorf almennings til afurða geta mótast talsvert af upplýsingum um efnasamsetningu og hollustu. Á þessu sviði er mögulegt að styrkja stöðu matvæla frá íslenskum landbúnaði. Ástæða er til að þakka Framleiðsluráði landbúnaðarins, búgreinafélögum og Framleiðnisjóði fyrir framsýni og stuðning við verkefni af þessu tagi. Loks má minna á að alþjóðleg verkefni geta skilað miklum árangri, meðal annars með beinum samanburði við önnur lönd. Heimildir 1. Enser, M., K. Hallet, B. Hewitt, G.A.J. Fursey & J.D. Wood, Fatty acid content and composition of English beef, lamb and pork at retail. Meat Science. 42: Guðjón Þorkelsson, Ylva Bergqvist, Kerstin Lundström og Rósa Jónsdóttir, fatty acid composition of M. longissimus dorsi of different fat grades of Icelandic lamb. Meat for the consumer 42 nd ICoMST: Guðrún V. Skúladóttir og Stefán Sch. Thorsteinsson, Omega-3 fitusýrur í íslensku sauðfé. Freyr 6 96: , Aro, A., J.M. Antoine, L. Pizzoferrato, Ó. Reykdal & G. van Poppel, Trans fatty acids in dairy and meat products from 14 European countries: The TRANSFAIR study. Journal of food Composition and Analysis 11:

5 5. Rósa Jónsdóttir, Áhrif fóðurfitu á svínakjöt, skoðuð með fitusýrugreiningum, skynmati og fjölbreytutölfræði. Fjölrit RALA 188.

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Handbók um hollustu lambakjöts Efnisyfirlit

Handbók um hollustu lambakjöts Efnisyfirlit Efnisyfirlit FORMÁLI...3 SAMANTEKT...4 1. INNGANGUR...6 2. PRÓTEIN...9 3. FITA OG FITUSÝRUR...11 4. VÍTAMÍN...16 B vítamín...16 D vítamín...16 A vítamín...16 E vítamín...17 5. STEINEFNI...17 Járn...17

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Efnisyfirlit. Formáli 5

Efnisyfirlit. Formáli 5 2 Efnisyfirlit Formáli 5 I. Selen, joð, flúor, járn, kopar, sink, mangan, kadmín, kvikasilfur og blý í landbúnaðarafurðum 7 Ólafur Reykdal, Arngrímur Thorlacius, Guðjón Atli Auðunsson og Laufey Steingrímsdóttir

More information

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir

Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki. Gyða Ósk Bergsdóttir Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk Bergsdóttir Raunvísindadeild Háskóli Íslands 2011 Fljótlegar mæliaðferðir með NIR (Nær innrauð litrófsgreining) tæki Gyða Ósk

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum

Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum Selen og fleiri ólífræn efni í landbúnaðarafurðum Ólafur Reykdal 1, Sasan Rabieh 1, Laufey Steingrímsdóttir 2 og Helga Gunnlaugsdóttir 1 1 Matís ohf., 2 Landbúnaðarháskóla Íslands Útdráttur Gerðar voru

More information

Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda

Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda BS ritgerð Maí 2015 Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda Kristrún Sif Kristinsdóttir Auðlindadeild BS ritgerð Maí 2015 Íslenskar landbúnaðarafurðir til fóðurframleiðslu fyrir hunda

More information

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum

Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (DMFT/DMFS) og tannátu í lykiltönnum Samsvörun milli heildarmagns tannátu meðal 12 og 15 ára barna (MFT/MFS) og tannátu í lykiltönnum SVANHVÍT. SÆMUNSÓTTIR*, THR ASPEUN**, SIGURÐUR RÚNAR SÆMUNSSN***, INGA. ÁRNAÓTTIR* HEIRIGÐISVÍSINASVIÐ HÁSKÓA

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ

Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Reykingar, holdafar og menntun kvenna í borg og bæ Ágrip Laufey Steingrímsdóttir 1,2 næringarfræðingur Elínborg J. Ólafsdóttir 3 verkfræðingur Lilja Sigrún Jónsdóttir 4 læknir Rafn Sigurðsson 3, tölfræðingur

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA

SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Læknadeild Háskóla Íslands 4. árs rannsóknarverkefni Vorið 1997 SVEPPASÝKINGAR MEÐAL SUNDGESTA Gunnhildur Guðnadóttir, Bárður Sigurgeirsson, Ingibjörg Hilmarsdóttir Ágrip Inngangur: Sveppasýkingar í tánöglum

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008.

Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. GR 10:03 Fjöldi myndgreiningarannsókna á Íslandi árið 2008. Guðlaugur Einarsson, geislafræðingur Ágúst 2010 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Safety Authority Rauðarárstíg 10 150 Reykjavík s. 5528200

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju

Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju 245 Fræðaþing landbúnaðarins 4, 2007 Sumarbeit sauðfjár á ræktuðu landi og fóðurrepju Þórey Bjarnadóttir 1, Jóhannes Sveinbjörnsson 2 og Emma Eyþórsdóttir 2 Búnaðarsambandi Suðurlands 1 og Landbúnaðarháskóla

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016

Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 UTANRÍKISRÁÐUNEYTIÐ Sala á sjávarafurðum.l Bandaríkjanna 2016 Hlynur Guðjónsson Aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi Markaðurinn ECONOMICS The U.S. economy underperformed vs forecasts the 1 st quarter of

More information

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum

Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum 2013 Kortlagning á útflutningsfyrirtækjum sem nota útdrætti úr jurtum, dýrum, örverum og steinefnum í framleiðslu sína Höfundur: Guðjón Svansson Unnið fyrir Íslandsstofu Efnisyfirlit Formáli... 3 Inngangur...

More information

OKTÓBER 2006 SKÝRSLA 24-06 ITI 0612/EUT08 8HK3481 V IÐLOÐUN ÖRVERA VIÐ YFIRBORÐ Í VATNI - VARMAFRÆÐILEG NÁLGUN - Guðmundur Gunnarsson, Iðntæknistofnun Birna Guðbjörnsdóttir, Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins

More information

Geislavarnir ríkisins

Geislavarnir ríkisins GR 96:05 Geislavarnir ríkisins Icelandic Radiation Protection Institute Geislaálag vegna notkunar sérhæfðra tannröntgentækja Guðlaugur Einarsson, yfirröntgentæknir Tord Walderhaug, eðlisfræðingur ReykjavRk,

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands

Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands 2. nóvember 2015 Reykjavík-Rotterdam, rannsókn á vöruútflutningi til Niðurlands (Hollands) Reykjavík-Rotterdam, a study of exports of goods to the Netherlands Samantekt Markmið þessarar rannsóknar er að

More information

NMÍ ÞV Hollustuefni í Íslensku sjávarfangi

NMÍ ÞV Hollustuefni í Íslensku sjávarfangi NMÍ 14-05 6ÞV07075 Hollustuefni í Íslensku sjávarfangi Samantekt Guðjón Atli Auðunsson Ágúst 2014 Skýrsla nr.: NMI 14-05 Dags.: 2014-08-15 Dreifing: Opin Lokuð Heiti skýrslu: Hollustuefni í íslensku sjávarfangi/

More information

Þurrkað lambakjöt. Guðjón Þorkelsson 1,2, Óli Þór Hilmarsson 1 og Þóra Valsdóttir 1

Þurrkað lambakjöt. Guðjón Þorkelsson 1,2, Óli Þór Hilmarsson 1 og Þóra Valsdóttir 1 Þurrkað lambakjöt Guðjón Þorkelsson 1,2, Óli Þór Hilmarsson 1 og Þóra Valsdóttir 1 1 Matís ohf., 2 Háskóli Íslands Inngangur Loftþurrkuð skinka á Spáni og Ítalíu er ein best heppnaða hefðbunda og staðbundna

More information

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar

LV Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar LV-2014-021 Breytingar á grunnvatns- og jarðvatnsborði á áhrifasvæði Kárahnjúkavirkjunar Mælingar með samanburði á gervitunglamyndum frá 2002, 2010 og 2012 Lykilsíða Skýrsla LV nr: LV 2014 021 Dags: 19.02.2014

More information

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum

Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Geymsluþol reyktra síldarflaka í lofttæmdum umbúðum Franklín Georgsson Margeir Gissurarson Mælingar og miðlun Skýrsla Matís 23-10 Júní 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Geymsluþol reyktra

More information

Loftþurrkað lambakjöt Lokaskýrsla

Loftþurrkað lambakjöt Lokaskýrsla Loftþurrkað lambakjöt Lokaskýrsla Þóra Valsdóttir Óli Þór Hilmarsson Guðjón Þorkelsson Nýsköpun og neytendur Skýrsla Matís 19-10 Maí 2010 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Loftþurrkað lambakjöt.

More information

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini

Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Fæðuvenjur á unglingsárum og miðjum aldri og tengsl við áhættu á brjóstakrabbameini Verkefni til doktorsprófs í lýðheilsuvísindum við Háskóla Íslands Nemandi: Álfheiður Haraldsdóttir Leiðbeinendur: Laufey

More information

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10

Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/ /10 Börn á höfuðborgarsvæðinu léttari nú en áður Niðurstöður úr Ískrá á þyngdarmælingum barna frá 2003/04-2009/10 Stefán Hrafn Jónsson Háskóli Íslands, Landlæknisembættið Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins

More information

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma

Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma Breytileiki í fituinnihaldi og eiginleikum þorsks eftir árstíma Kristín Anna Þórarinsdóttir Helga Gunnlaugsdóttir, Jónas R. Viðarsson Sigurjón Arason Vinnsla, virðisaukning og eldi Skýrsla Matís 12-12

More information

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010

Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 2012:11 18. desember 2012 Evrópskur samanburður á launum 2010 Structure of Earnings Survey 2010 Samantekt Árið 2010 voru meðallaun á Íslandi rétt undir meðaltali Evrópusambandsríkjanna. Þegar horft er

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Bragð og beitarhagar

Bragð og beitarhagar Bragð og beitarhagar Rósa Jónsdóttir 1, Aðalheiður Ólafsdóttir 1, Óli Þór Hilmarsson 1, Guðjón Þorkelsson 1,2 1 Matís ohf., 2 Háskóli Íslands Inngangur Sérmarkaðir og sérvörur eru framtíðin í sölu á lambakjöti

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu

Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Verkun byggheilsæðis í blöndu með repju eða ertu Þóroddur Sveinsson og Svanhildur Ketilsdóttir Landbúnaðarháskóli Íslands, Tilraunastöðin Möðruvöllum Inngangur Besta gróffóðrið sem að kúabændur rækta hér

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið

Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Ólafur Reykdal Matvælaöryggi Skýrsla Matís 41-08 Desember 2008 ISSN 1670-7192 Titill / Title Höfundar / Authors Sveppaeitur og MYCONET- verkefnið Mycotoxins and the MYCONET-project

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G.

er mannsins megin Nordica hóteli í Reykjavík. Meðal fyrirlesara eru Arne Astrup, prófessor við Landbúnaðarháskólann í Kaupmannahöfn og Hörður G. Október 2004-1. tbl. 16. árg. er mannsins megin Atkins og kolvetnasnauðu kúrarnir Sjá bls. 11 Nám í matvæla- og næringarfræði Sjá bls. 12-14 og 16 Matvæladagur MNÍ 2004 Hvaða matur hækkar blóðsykur minnst?

More information

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason

Nr. 10 desember RF pistlar. Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI. Jónas Bjarnason Nr. 10 desember 1998 RF pistlar Rannsóknastofnun fiskiðnaðarins LOS OG SPRUNGUR Í FISKI Jónas Bjarnason Los og sprungur í fiski INNGANGUR Íslenskir fiskimenn og fólk í fiskiðnaði hefur lengi þekkt að fersk

More information

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl

Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Elítur á Íslandi einsleitni og innbyrðis tengsl Magnús Þór Torfason, lektor við Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Þorgerður Einarsdóttir, próf. við Stjórnmálafræðideild Háskóla

More information

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku

Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition. Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD Samantekt. Summary in Icelandic. Útdráttur á íslensku Health at a Glance: OECD Indicators 2005 Edition Summary in Icelandic Heilbrigðismál í hnotskurn: Rit OECD 2005 Útdráttur á íslensku Samantekt Heilbrigðiskerfi í OECD ríkjum verða sífellt umfangsmeiri

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR

Efni yfirlitsins að þessu sinni er: HAGTÖLUR VR September 216 Efnahagsyfirlit VR er gefið út í tengslum við mánaðarlega stjórnarfundi félagsins. Yfirlitið er samantekt á hagtölum og öðru efni sem tengist vinnumarkaðs- og kjaramálum og er tilgangurinn

More information

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20.

Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 20. USR - 29 Helstu niðurstöður loftgæðamælinga við leikskólann Steinahlíð og tilraunir með rykbindingar, - tímabilið 16. febrúar - 2. apríl 29 - Anna Rósa Böðvarsdóttir Heilbrigðisfulltrúi Heilbrigðiseftirlit

More information

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu

Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Líkamsþyngd barna á höfuðborgargsvæðinu Er hlutfall barna yfir kjörþyngd hætt að aukast? Stefán Hrafn Jónsson Lýðheilsustöð Margrét Héðinsdóttir Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins Mars 2010 Líkamsþyngd barna

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima

Segamyndun í djúpum bláæðum ganglima FRÆÐIGREINAR / HJARTA- OG ÆÐASJÚKDÓMAR Geir Karlsson 1 Pedro Riba 2 Ingvar Þóroddsson 3 Björn Guðbjörnsson 1 Frá 1 lyflækninga- og 2 röntgendeild Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri, 3 Heilsugæslustöð Akureyrar.

More information

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000

Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Þungmálmar í mosa í nágrenni fyrirhugaðs álvers í Reyðarfirði árið 2000 Sigurður H. Magnússon Unnið fyrir Reyðarál hf. NÍ-02011 Reykjavík, júní 2002 NÁTTÚRUFRÆÐISTOFNUN ÍSLANDS ISSN 1670-0120 ENGLISH SUMMARY

More information

Gæði grænmetis á íslenskum markaði

Gæði grænmetis á íslenskum markaði Gæði grænmetis á íslenskum markaði 1998-1999 Valur Norðri Gunnlaugsson og Ólafur Reykdal Matvælarannsóknir Keldnaholti Keldnaholti 112 Reykjavík 1 2 EFNISYFIRLIT FORMÁLI 5 SAMANTEKT 7 1. INNGANGUR 9 2.

More information

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru

Öryggi barna skiptir miklu máli, börnin eru Sálfræðiritið Tímarit Sálfræðingafélags Íslands 16. árg. 2011, bls. 73 79 Öryggi barna í innkaupakerrum: Áhrifarík leið til að forðast slys Háskóli Íslands Öryggi barna ætti að skipta foreldra miklu máli.

More information

Fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann

Fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann BS ritgerð Maí 2015 Fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann Sigríður Birna Björnsdóttir Auðlindadeild BS ritgerð Maí 2015 Fóðrun hesta á húsi yfir vetrartímann Sigríður Birna Björnsdóttir Leiðbeinandi: Jóhannes

More information

Klakaströnglar á þorra

Klakaströnglar á þorra Næsta blað kemur út 8. febrúar Auglýsingasíminn er 563 0300 Netfang augl@bondi.is Gláma mjólkaði mest 19 Fræðaþing 2005 13 og 21 Farmallinn sextugur á Íslandi Sjá á bls. 8 Blað nr. 210 Upplag Bændablaðsins

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins

Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins Skýrsla um starfsemi Rannsóknastofnunar landbúnaðarins 2000 2001 Efnisyfirlit Formáli 3 Starfsemi tilraunastöðvarinnar á Hesti 5 Binding kolefnis og kolefnisbúskapur landsins 11 Belgjurtir bjarga sér sjálfar

More information

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði

Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði Vímuefnaneysla íslenskra unglinga í alþjóðlegum samanburði 1995 2007 Þóroddur Bjarnason Háskólanum á Akureyri Rannsóknasetur forvarna við Háskólann á Akureyri 1 ISBN 978-9979-834-72-4 Útgefið á Akureyri

More information

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020

Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð. Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Lokaskýrsla Fyrir Orkusjóð Tvöföldun metanframleiðslu með rafpúlsum Verkefni: 8UI13020 Magnús Guðmundsson Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Bjarni Hjarðar og Nicolas Proietti SORPA apríl 2015 Innhald 1 Inngangur...

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Hagreikningar landbúnaðarins Economic accounts of agriculture

Hagreikningar landbúnaðarins Economic accounts of agriculture 2013:1 28. febrúar 2013 Hagreikningar landbúnaðarins 2007 2011 Economic accounts of agriculture 2007 2011 Samkvæmt niðurstöðum úr hagreikningum landbúnaðarins jókst framleiðsluverðmæti greinarinnar um

More information

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum

Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Growing Unequal? : Income Distribution and Poverty in OECD Countries Summary in Icelandic Vaxandi ójöfnuður? Tekjudreifing og fátækt í OECD ríkjum Útdráttur á íslensku Hefur tekjuójöfnuður aukist í tímans

More information

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna

Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna Tilraunir með áburð á kartöflur 2004 og yfirlit yfir niðurstöður tilrauna 1950-2004 Fertilizer experiments with potatoes 2004 and compilation of results 1950-2004 Rit LbhÍ nr. 17 2008 Rit LbhÍ nr. 17

More information

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey?

Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? BÚVÍSINDI ICEL. AGR. SCI. 1, 1996: 273 289 Eiga gerlar þátt í ummyndun basaltgjóskunnar í Surtsey? SVEINN P. JAKOBSSON Náttúrufræðistofnun Íslands, Hlemmi 3, 15 Reykjavík YFIRLIT Upphaf Surtseyjarelda

More information

Desember 2017 NMÍ 17-06

Desember 2017 NMÍ 17-06 Blöndun slitsterkrar brúarsteypu í steypubíl Desember 2017 NMÍ 17-06 Nýsköpunarmiðstöð Íslands Rannsóknastofa byggingariðnaðarins Desember 2017 Prof. Ólafur H. Wallevik Björn Hjartarson Dr. Jón E. Wallevik

More information

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta

Lagfæring vegamóta á hringveginum. Skoðun á hagvæmni úrbóta Lagfæring vegamóta á hringveginum Skoðun á hagvæmni úrbóta Janúar 2005 Samantekt Flest vegamót á þjóðvegum á Íslandi eru óstefnugreind. Umferðaróhöpp eru þar nokkuð tíð og öryggi þarf að auka. Í þessari

More information