Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti

Size: px
Start display at page:

Download "Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti"

Transcription

1 Sveinn Yngvi Egilsson Gönguskáldið Á vegum úti Í Vesturheimi og víðar um lönd stendur ferðin og tákn hennar lestin, rútan, bíllinn, vegurinn fyrir frelsi einstaklingsins og möguleikana sem eru á næsta leiti eða handan við hornið. Oft eru þessi farartæki og samgönguleiðir tákn fyrir eftirvæntingu eða jafnvel ferð án fyrirheits. Heimurinn er einatt nýr í augum þess sem er á ferð og flugi og sýn hans á umhverfið er önnur en heimamannsins, enda segir máltækið að glöggt sé gestsaugað. Að baki slíkum ferðamyndum býr iðulega hugmyndin um lífið sem ferðalag, um lífsleiðina eða lífshlaupið, curriculum vitae eins og Rómverjar kölluðu það og ýmsar þjóðir hafa tekið upp eftir þeim. Við tölum enn um félaga okkar sem samferðamenn og lífsförunauta og þar fram eftir götunum. Skáldskapurinn hefur ekki farið varhluta af þessum þankagangi, enda hefur hann í aldanna rás tengst för, siglingu, flugi og hvers kyns hreyfingu á landi, í lofti og á legi. Skáldfákur, dvergaskip og arnsúgur eru alkunn dæmi um þetta í fornum frásögnum af uppruna skáldskaparins. Ferðamyndir nútímans einkennast af hraða og eru eðlilega tengdar þeim farartækjum sem nútímamaðurinn hefur aðgang að. Ákveðin listform endurspegla þetta og nægir þar að nefna vegamyndir kvikmyndahúsanna. Menn fóru sér hægar fyrr á tímum og þá var gangan ein helsta birtingarmynd þessarar ferða- og ævintýraþrár. 1 Hinn hefðbundni ferðamáti mannsins setti svip sinn á menningu ákveðinna svæða og söguskeiða. 1 Margt hefur verið ritað um sögu göngunnar, en í því sem hér fer á eftir er einkum stuðst við rit Rebeccu Solnit: Wanderlust. A History of Walking. Lundúnum 2002 (frumútg. 2000) og bók Jeffreys C. Robinson: The Walk. Notes on a Romantic Image. Norman, Oklahoma og Lundúnum 1989.

2 Austurlandabúar fóru að stunda heimspekilegar og ljóðrænar göngur þegar í fornöld og vestrænir menn tóku síðar upp þennan sið, ekki síst á tímum rómantísku stefnunnar á 18. og 19. öld þegar til varð sérstök fagurfræði sem tengdist göngunni. Í austrænni ljóðagerð og evrópskri rómantík verður oft fyrir okkur einstaklingur sem er á gangi og lýsir hugrenningum sínum eða því sem fyrir augu ber. Þegar nútímamaðurinn les ljóð af þessu tagi þarf hann eiginlega að læra að ganga á ný að hægja á sínum hraðfleyga huga og setja sig í spor þess sem fetar áfram að hætti fyrri tíðar. 2 Þá getur verið fróðlegt að velta göngunni fyrir sér sem líkamlegu athæfi. Vissulega felur hún í sér flóknar og samhæfðar hreyfingar sem erfitt er að lýsa í smáatriðum. Þó má segja að gangan sé í eðli sínu fall sem við völdum með öðrum fætinum en afstýrum jafnóðum með hinum. Vanur göngumaður sem hefur fyrir löngu slitið barnsskónum gleymir því gjarna hve örðugt það var og er að standa uppréttur og halda jafnvægi, að ekki sé minnst á að gera þetta um leið og maður færir annan fótinn fram fyrir hinn og fylgist með umhverfinu á meðan, svo að maður fari sér ekki að voða og haldi réttri stefnu. 3 Gangan er glíman við það að vera maður og halda reisn sinni. 4 Enda lesum við í göngulag og gönguhraða annarra og eigum það til að álykta um geðslag og líðan manna eftir því hvort þeir ganga hratt eða hægt, skrykkjótt eða jafnt, beinir í baki eða álútir, sveifla örmum eða hafa hendur með síðum, horfa beint fram eða líta sífellt í kringum sig og svo framvegis. 5 Gangan getur einnig haft yfirlýstan tilgang og verið skilgreind sem píslarganga, gleðiganga, kröfuganga og heilsubótarganga, svo nokkur dæmi séu nefnd, og eins getur 2 Stefán Hörður Grímsson orðar þetta vel í ljóði sínu, Bifreiðin sem hemlar hjá rjóðrinu : Vina mín með spékoppana / og málmbjöllurnar / einu sinni var / enginn vegur / hér hafa tærðir menn og bleikar konur / reikað torfærar móagötur / í skini og skugga / dökkar sjalrýjur á herðum / hendur luktar um kvistótt prik. Stefán Hörður Grímsson: Ljóðasafn. Reykjavík 2000, bls. 42. (Birtist fyrst í bókinni Svartálfadans, Reykjavík 1951.) 3 Sjá 3. kafla, Rising and Falling: The Theorists of Bipedalism, í bók Rebeccu Solnit: Wanderlust, bls Sigfús Daðason orðar svipaða hugsun á fleygan hátt í upphafi fyrstu ljóðabókar sinnar: Mannshöfuð er nokkuð þungt / en samt skulum við standa uppréttir /... höldum nú áfram lítum ei framar við.... / Og jafnvel þó við féllum / þá leysti sólin okkur sundur í frumefni / og smámsaman yrðum við aftur ein heild. Sigfús Daðason: Ljóð Þorsteinn Þorsteinsson bjó bókina til útgáfu. Reykjavík 2008, bls. 19. (Birtist fyrst í bókinni Ljóð , Reykjavík 1951.) 5 Róbert H. Haraldsson fjallar á fróðlegan hátt um hugmyndir heimspekinga um merkingu göngulags í kaflanum Endurreisn mikillætis og stórmennskan í bókinni Frjálsir andar. Ótímabærar hugleiðingar um sannleika, siðferði og trú. Reykjavík 2004, bls

3 leiðin eða vegurinn verið helgaður ákveðinni tegund af göngu, hvort sem það er Jakobsvegur pílagríma suður á Spáni eða Kærleiksstígur elskenda í gömlu Reykjavík, eins og hluti Suðurgötunnar var gjarna kallaður. Gangan býr því yfir ýmsum eiginleikum sem varða grundvöll mannsins auk þess sem hún er ákveðin leið að heiminum sjálfum. Ljóðagöngur og garðatíska Fram eftir öldum voru garðar og afgirt svæði af ýmsu tagi t.d. húsa- og hallargarðar helsti vettvangurinn fyrir göngu þeirra sem meira máttu sín í vestrænu samfélagi og vildu njóta næðis. Saga göngunnar á Vesturlöndum er því nátengd sögu garða og skipulagsmála almennt. Garðatískan breyttist í aldanna rás og til urðu sífellt stærri og skipulegri svæði sem hægt var að ganga um og báru vott um getu mannsins til að leggja náttúruna undir sig eða móta hana eftir sínu höfði. Franski garðurinn komst í tísku á 17. og 18. öld, en þá kepptust evrópskir óðalseigendur og aðalsmenn við að líkja eftir konunglega garðinum í Versölum sem einkenndist af reglu og ögun, vandlega skipulögðum gangstígum og tilklipptum trjágróðri. Enski garðurinn fór svo að hasla sér völl þegar líða tók á 18. öldina, en hann byggðist á annarri og frjálslegri fagurfræði. Reynt var að líkja sem mest eftir náttúrunni, einkum eins og hún hafði verið skilgreind í málaralist sem landslag, þ.e. sem listrænt viðfangsefni í ljósi lita, fjarvíddar, uppbyggingar og innrömmunar. 6 Mikið var lagt upp úr sjónrænni fegurð og stígar lagðir þannig um garðana að þeir beindu göngunni frá einum sjónarhól yfir á annan, þar sem ánægjuleg fjölbreytni gróðurfars og náttúrufyrirbæra fékk að njóta sín. Konunglegi garðurinn á Friðriksbergi í Kaupmannahöfn er gott dæmi um þessa breyttu tísku, en hann var um 1700 skipulagður í franska stílnum en endurhannaður sem enskur garður um Borgararnir í Kaupmannahöfn gátu þar komist í tæri við náttúrulegt umhverfi eins og það 6 Slíkir garðar voru einnig kallaðir myndrænir eða picturesque. Sjá bók Johns Dixons Hunt: The Picturesque Garden in Europe. Lundúnum Klaus P. Mortensen: Himmelstormerne. En linje i dansk naturdigtning. Kaupmannahöfn 1993, bls

4 var skipulagt af landslagsarkítektum samtímans. Í slíkum garði gat borgarbúinn fundið þann samhljóm við náttúruna sem þótti eftirsóknarverður og þykir enn, enda leggja margir leið sína í slíka garða sem eru nú flestir í eigu almennings fremur en aðals eða konungs. Róttækari áhugamenn um umhverfið sættu sig þó ekki við neitt annað en náttúruna sjálfa sem hinn eiginlega vettvang göngunnar. Hugmyndin um hið háleita eða ægifagra (súblíma) setti sterkan svip á fagurfræði og heimspeki 18. og 19. aldar og beindi áhuga manna að hinu ósnortna, villta og yfirgengilega í heiminum. Víðáttur og vegaleysur, fjöll og firnindi heilluðu marga Evrópubúa sem þreyttir voru orðnir á þéttbýli og siðmenningu sem þótti hafa bælandi áhrif á borgarbúann. 8 Rithöfundinum Jean-Jacques Rousseau ( ) er yfirleitt eignaður heiðurinn af því að hafa gert gönguna að skáldlegum og heimspekilegum gjörningi á Vesturlöndum og greitt þannig götu rómantískra skálda á 18. og 19. öld. Hann var sífellt á faraldsfæti og gerði ferðina að grunnstefi í skrifum sínum, enda lagði hann mikið upp úr frelsi einstaklingsins og hugmyndinni um hinn náttúrulega mann. 9 Systkinin og göngugarparnir Dorothy og William Wordsworth eru einnig oft nefnd til sögunnar í þessu samhengi, en framlag þeirra fólst einkum í því að gera gönguna að meðvitaðri leið til að skynja náttúruna á nýjan hátt. Ganga þeirra systkina varð að takmarki í sjálfu sér, án þess að þau væru sífellt með hugann við áfangastaðinn, enda reyndu þau að hætti Rousseaus að komast í snertingu við hið náttúrulega í sjálfum sér, ekki aðeins í umhverfinu. 10 Mörg ljóð rómantískra skálda lýsa einmitt slíkri reynslu og byggjast á tvíþættu ferli sem fræðimaðurinn Terry Gifford hefur annars vegar skilgreint sem athvarf (e. retreat) og hins vegar sem afturhvarf (e. return). 11 Þetta ferli er þekkt í rómantískri ljóðagerð á Íslandi eins og Hannes Pétursson hefur fjallað um í tengslum við skáldskap Steingríms 8 Sjá grein mína um þetta efni: Og andinn mig hreif upp á háfjallatind. Nokkrar birtingarmyndir hins háleita á 19. öld. Skorrdæla gefin út í minningu um Svein Skorra Höskuldsson. Ritstj. Bergljót Soffía Kristjánsdóttir og Matthías Viðar Sæmundsson. Reykjavík 2003, bls Sjá 2. kafla, The Mind at Three Miles an Hour, í bók Rebeccu Solnit: Wanderlust, bls , og bók Jeffreys C. Robinson: The Walk, bls og víðar. 10 Sjá 6. og 7. kafla, The Path Out of the Garden og The Legs of William Wordsworth, í bók Rebeccu Solnit: Wanderlust, bls Sbr. kaflana The discourse of retreat og The cultural contexts of return í bók Terrys Gifford: Pastoral. The New Critical Idiom. Lundúnum og New York 1999, bls

5 Thorsteinssonar. 12 Skáldið eða einstaklingurinn finnur sér þá tímabundið athvarf í náttúrunni og hverfur síðan aftur í siðmenninguna eða borgarsamfélagið, endurnærður á sál og líkama ef gengið er til góðs (ekki er gefið að allar göngur séu svo gjöfular). Módernistar allt frá Charles Baudelaire ( ) til frönsku súrrealistanna á 3. áratug 20. aldar beindu svo hinni skapandi göngu inn í borgina á ný sem þeir litu á sem sitt eiginlega umhverfi, rétt eins og rómantíkerarnir þóttust finna sjálfa sig úti í náttúrunni. Þýski fræðimaðurinn Walter Benjamin hefur skilgreint borgargöngu nútímamannsins í ljósi hugmyndarinnar um flandrarann (fr. flâneur) sem reikar á fagurfræðilegan hátt um götur þéttbýlisins og verður fyrir skynhrifum sem ákvarða list augnabliksins. 13 Augnablikið eða núið er einnig lykilatriði í þeirri listrænu eða heimspekilegu gönguhefð sem þróast hafði í Kína og Japan á fyrri öldum. Kínverski spekingurinn Laó-Tse, sem uppi var á 6. öld fyrir Krist, samdi Taóte-king eða Bókina um veginn sem hefur verið þýdd á íslensku og haft áhrif hér á landi, m.a. á höfunda eins og Halldór Laxness. Í Japan þróaðist zenbúddísk gönguhefð sem er skáldleg að því leyti að hún birtist hvað skýrast í ljóðum eins og hækum eða tönkum sem fela í sér myndrænar augnabliks- og umhverfisstemmningar. 14 Japanska 17. aldar skáldið og förumunkurinn Bashô er einn þekktasti fulltrúi þessarar hefðar, en hann var undir áhrifum frá kínverska taóistanum Zhuang-zi (uppi á 3. öld fyrir Krist), eins og Óskar Árni Óskarsson bendir á í inngangi að íslenskum þýðingum sínum á hækum Bashôs. 15 Bashô yrkir oft um gönguna, veginn og fjallið helga í ljóðum 12 Svanasöngur á heiði er eitt snjallasta verk Steingríms. Þetta alkunna ljóð er að ytri gerð stutt saga: Skáldið er á ferð í óbyggðum; leiðin er löng og ströng. En þá ber allt í einu svanasöng að eyrum hans, og er sem hljómurinn fylli loftið, hann berst fjær og nær úr geimi. Vegfarinn heillast af söngnum, leiðin styttist, tíminn gleymist, og hann heldur för sinni áfram sem í vökudraumi. Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson líf hans og list. Reykjavík 1964, bls Hannes lýsir svipuðu ferli í öðrum kvæðum Steingríms: Andstæða náttúrunnar er heimurinn, tákn mannlegs ófullkomleika. Hvergi er hugsjónin fjarlægari en þar, og því verður að leita hennar annars staðar í náttúrunni. Þar öðlast maður vitundina um hið fullkomna líf og snýr aftur með yngdan hug. Sama rit, bls Sjá um þetta bók Edmunds White: The Flâneur. A Stroll through the Paradoxes of Paris. Lundúnum Margt hefur verið ritað um japönsku ljóðahefðina og meðal þekktustu verka um það efni er bók eftir Kenneth Yasuda: Japanese Haiku. Its Essential Nature and History. Boston, Rutland, Vermont og Tokyo 2001 (frumútg. 1957). 15 Óskar Árni Óskarsson: Inngangur. Matsuo Bashô: Fjögra mottu herbergið. 150 hækur. Reykjavík 1995, bls. 10.

6 sínum, eða einfaldlega um þau náttúrufyrirbæri sem vekja athygli hans á leiðinni. 16 Gangan felur í sér djúpa íhugun, enda telur hann ferðina vera grundvallarástand heimsins. 17 Myndræn og hnitmiðuð ljóð japönsku hækuskáldanna urðu víðfræg á Vesturlöndum á 20. öld, fyrst með kynningu ímagista á borð við Ezra Pound og síðar með útleggingum beatskálda eins og Jacks Kerouac og Garys Snyder. 18 Auk Óskars Árna hefur Helgi Hálfdanarson þýtt margar hækur á íslensku og er óhætt að segja að þessi sérstaka ljóðahefð og heimspeki hennar hafi hlotið hljómgrunn hér á landi eins og annars staðar. 19 Innra landslag Gangan er í senn líkamleg og andleg athöfn, enda getur enginn látið sjálfan sig að baki eða yfirgefið hugsanir sínar og tilfinningar. Fæturnir geta borið mann á framandi slóðir og jafnvel í erfiðar og ógnandi ytri kringumstæður, en um leið kann gangan að afhjúpa það sem býr innra með hverjum og einum. Um þetta vitna ótal göngulýsingar í skáldskap sem sýna hvernig innri öfl leysast úr læðingi eða endurspeglast í umhverfinu þegar maður er á ferð. Kanadíski fræðimaðurinn Marshall McLuhan telur að slíkar lýsingar einkenni nútímalist sérstaklega. Ljóðskáld 19. aldar hafi lagt megináherslu á að lýsa náttúrunni sem skynrænu og fagurfræðilegu viðfangsefni í anda myndlistarmanna undangenginna tíma. Rómantíkerar hafi þrátt fyrir alla sína huglægni verið mjög bundnir af þeirri kröfu að lýsa veruleikanum á hlutlægan hátt þar sem gengið var út frá ákveðnu sjónarhorni, hlutföllum, áferð, dýpt, lit, formi og öðrum slíkum þáttum sem myndlistarmenn höfðu skilgreint í verkum sínum. McLuhan telur að megnið af engilsaxneskum og 16 Um fjöll í ýmsum gönguhefðum, þ. á m. þeirri japönsku, sjá 9. kafla, Mount Obscurity and Mount Arrival, í bók Rebeccu Solnit: Wanderlust, bls Eða svo vitnað sé í orð Bashôs sjálfs í þýðingu Óskars Árna: Sól og máni eru vegfarendur eilífðarinnar. Jafnvel árin halda sína leið og hvort sem þig rekur á bátkænu gegnum lífið eða teymir hest upp brattann á gamals aldri, er sérhver dagur ferðalag, og ferðin sjálf heimili þitt. Fjögra mottu herbergið, bls Þýðingar Óskars Árna á hækum eftir beatskáldin er m.a. að finna í ljóðabók hans Norðurleið. Reykjavík Japönsk ljóð frá liðnum öldum. Helgi Hálfdanarson þýddi. Reykjavík 1976.

7 frönskum náttúruljóðum 19. aldar einkennist af áherslunni á hið myndræna og feli í sér tilraun til að draga upp ytri landslagsmyndir með orðum. Það sé síðan með táknsæisstefnunni á síðari hluta 19. aldar og módernismanum á fyrri hluta 20. aldar sem landslagið verði sálfræðilegra og því sé varpað inn á við. Táknsæisskáld og módernistar hafi tekið sér mun meira frelsi gagnvart náttúrunni og umhverfinu og ekki bundið sig af einu sjónarhorni eða þeim áherslum sem landslagsmálverk fyrri tíma byggðust á. Þess í stað hafi táknsæisskáldin og módernistarnir beitt samsettum sjónarhornum og ekki haldið áhorfandanum fyrir utan myndefnið heldur haft hann í miðju þess. Aðferð þeirra sé sambærileg við þá sem kúbistarnir beittu í myndlistinni snemma á 20. öld þar sem myndefnið var í senn sýnt frá ólíkum hliðum. Í nútímaljóðum megi því greina huglæga kortlagningu sem sé á mörkum veruleika og ímyndunar; sálrænar stærðir séu umritaðar í landslag eða hinu ytra varpað inn á við. McLuhan kallar þessa nútímalegu tækni og afstöðu innra landslag (e. interior landscape, fr. paysage intérieur). 20 Ef skilgreiningum McLuhans væri beitt á íslenska ljóðagerð 19. og 20. aldar mætti sjá margar hliðstæður við það sem hann greinir í engilsaxneskri og franskri bókmenntahefð sama tíma. Á 19. öld má finna einstök dæmi um innra landslag, 21 en á heildina litið eru náttúrulýsingar íslenskra skálda frekar í anda landslagsmálara. Raunar má halda því fram að íslensk ljóðskáld hafi beinlínis sinnt hlutverki landslagsmálara á tímum þegar slíkum myndlistarmönnum var ekki til að dreifa á Íslandi, enda var það ekki fyrr en um 1900 sem íslenska landslagsmálverkið verður til á striga listamanna eins og Þórarins B. Þorlákssonar og Ásgríms Jónssonar. 22 Fram 20 Marshall McLuhan: Tennyson and picturesque poetry. The Interior Landscape. The Literary Criticism of Marshall McLuhan Selected, compiled, and edited by Eugene McNamara. New York og Toronto 1969, bls Bjarni Thorarensen beitir hliðstæðri tækni í ljóðum sínum og hefur að þessu leyti nokkra sérstöðu meðal rómantískra skálda 19. aldar. Hann yrkir t.d. þannig í eftirmælum sínum um Odd Hjaltalín að ytri landslagsmyndir og innri myndir sálarlífsins eru í gagnvirku sambandi: Ámæli því enginn / Oddi Hjaltalín, / orð þó hermdi hann / er hneyksluðu suma! / Það voru frostrósir / feigðar kulda, / harmahlátrar / og helblómstur. Bjarni Thorarensen: Ljóðmæli I. Jón Helgason bjó til prentunar. Kaupmannahöfn 1935, bls Fleiri dæmi mætti nefna frá 19. öld. Í ljóðinu Endurminningin yrkir Grímur Thomsen um svipi hins liðna sem sækja á hugann og bregður upp innri borgarmynd: svipþyrping / sækir þing / í sinnis hljóðri borg. Grímur Thomsen: Ljóðmæli. Sigurður Nordal sá um útgáfuna. Reykjavík 1969, bls Hannes Pétursson hefur bent á að sum ljóð Steingríms Thorsteinssonar líkist landslagsmálverkum, t.d. minni Skógarsjónin, sem skáldið orti í Danmörku, á ýmis

8 að því skilgreindu ljóðskáldin landið og festu í sessi ákveðna staði og sýn á þá, ef svo má segja. Jónas Hallgrímsson notar a.m.k. framan af ferli sínum hliðstæða tækni og myndlistarmenn þegar hann skilgreinir ákveðið sjónarhorn þaðan sem umhverfið er sýnt og lýsir því í einstökum atriðum með áherslu á lögun, liti, hæð, áferð og uppröðun innan ramma landslagsins. Þetta má sjá í kvæðum eins og Til herra Páls Gaimard og Gunnarshólma, svo tvö dæmi séu nefnd. 23 Í íslenska táknsæinu (nýrómantíkinni) og módernismanum má aftur á móti greinilega sjá merki um þá miklu breytingu sem McLuhan ræðir um í ljóðagerðinni. Innra landslag kemur t.d. víða fyrir í ljóðum Jóhanns Sigurjónssonar. Í Sonnettu hans líkir ljóðmælandinn sér við jurt: Þó hef ég aldrei elskað daginn heitar eilífðar nafnið stafar barnsins tunga fátæka líf! að þínum knjám ég krýp, áþekkur skuggablómi, er ljóssins leitar, leggurinn veldur naumast eigin þunga fórnandi höndum þína geisla eg gríp. 24 Í ljóðinu Sorg eftir Jóhann rennur hið innra og hið ytra saman í náttúru- og borgarmyndum sem lýsa hughrifum með síbreytilegu sjónarhorni: Á hvítum hestum hleyptum við upp á bláan himinbogann og lékum að gylltum knöttum; við héngum í faxi myrkursins, þegar það steyptist í gegnum undirdjúpin; eins og tunglsgeislar sváfum við á bylgjum hafsins. 25 skógarmálverk samtímans. Hannes Pétursson: Steingrímur Thorsteinsson, bls Fyrra ljóðið hefst með orðunum: Þú stóðst á tindi Heklu hám / og horfðir yfir landið fríða, / þar sem um grænar grundir líða / skínandi ár að ægi blám o.s.frv. Jónas Hallgrímsson: Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I. Ljóð og lausamál. Ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson. Reykjavík 1989, bls Þannig er sjónarhóllinn gefinn og sýnt yfir sveitirnar með áherslu á myndræn einkenni. Allur fyrri hluti Gunnarshólma er síðan eins og eitt stórt landslagsmálverk sem málað er með litarorðum og nákvæmri staðsetningu einstakra náttúrufyrirbæra innan hinnar sjónrænu víðmyndar. Um myndræna tækni í skáldskap má t.d. lesa í kaflanum Comparing the Picturesque Arts. Literature as Painting í bók Johns Conron: American Picturesque. University Park, Pennsylvania 2000, bls Fjögur ljóðskáld. Sigurður Sigurðsson frá Arnarholti, Jóhann Sigurjónsson, Jóhann Gunnar Sigurðsson, Jónas Guðlaugsson. Hannes Pétursson valdi ljóðin og ritaði inngang. Reykjavík 2000 (frumútg. 1957), bls Fjögur ljóðskáld, bls. 126.

9 Í ljóðinu Fyrir utan glugga vinar míns yrkir Jóhann: Hugur minn man þinn háa pálmaskugga, hafi ég komið líkur þreyttum gesti utan frá lífsins eyðihvítu söndum. 26 Ljóðmælendur eða fulltrúar hins mennska hjá Jóhanni t.a.m. haustskógurinn í ljóðinu Jónas Hallgrímsson og þangið í ljóðinu Heimþrá eru ennfremur til marks um innra landslag eða sálfræðilegar umhverfismyndir. Hið mannlega hverfist í ytri myndir og öfugt; umhverfinu er varpað inn á við. Ljóð Jóhanns sýna hvernig táknsæisskáldin og módernistarnir taka sér það frelsi sem 19. aldar skáldin leyfðu sér fæst að mati McLuhans. Þeir fyrrnefndu binda sig ekki af því að lýsa hlutveruleikanum eða náttúrunni sem slíkri, heldur fer hugur þeirra á flug og yfirstígur hefðbundin mörk. Þessi aðferð slær svo endanlega í gegn hjá atómskáldunum sem nota samsett sjónarhorn og aðra slíka tækni sem á sér samsvörun í óhlutbundinni myndlist 20. aldar (sbr. kúbisma og abstraktmálverk yfirleitt). Fyrirrennari þeirra, Steinn Steinarr, sýnir vel í Tímanum og vatninu hvernig hægt er að útmá mörk hins ytra og innra og láta umhverfis- og sálarlífslýsingar renna saman: Og tíminn er eins og mynd, sem er máluð af vatninu og mér til hálfs. Og tíminn og vatnið renna veglaust til þurrðar inn í vitund mín sjálfs. 27 Göngur og ferðir hjá Gyrði Elíassyni Íslensk ljóðskáld okkar daga hafa lagt út af þessari hefð með ýmsum hætti, en ef benda ætti á eitt skáld sem gert hefur gönguna og margræðar umhverfislýsingar að grundvallarþætti í skáldskap sínum væri það Gyrðir 26 Fjögur ljóðskáld, bls Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar. Reykjavík 1964, bls (Tíminn og vatnið kom fyrst út undir því heiti í Reykjavík 1948.)

10 Elíasson. Hann er gönguskáld í þeim rómantíska skilningi að ljóðmælendur hans eru oft á ferð og opnir fyrir umhverfinu, en sjónarhornið er einnig samsett og ólíkum heimum lýstur iðulega saman, hinum ytra og hinum innra, eins og hjá ýmsum táknsæisskáldum og módernistum. Hér verður vikið að nokkrum birtingarmyndum hins gangandi sjálfs í ljóðum Gyrðis og hvernig það tengist umhverfinu. Um sagnagerð hans mætti rita langt mál um sama efni, enda gegnir gangan þar einnig mikilvægu hlutverki, allt frá sögunum Gangandi íkorna (1987) til Sandárbókarinnar (2007), en sú gerð göngunnar sem hér hefur verið skilgreind er fyrst og fremst ljóðræn hefð og því verða dæmin tekin úr ljóðabókum Gyrðis. Til að gefa hugmynd um mikilvægi göngunnar í ljóðheimi Gyrðis má einfaldlega byrja á því að nefna heiti nokkurra ljóða sem birtust í bókinni Mold í Skuggadal (1992) og fela í sér tilvísanir til göngu og ferðar: Rökkurferðir (bls. 10), Stúlka á göngu (bls. 14), Ganga (bls. 25), Útivera (bls. 39), Ferðalangar (bls. 51), Hugarganga (bls. 53), Á fáförnum slóðum (bls. 56), Á ferli (bls. 58), Vegur (bls. 67), September á Skipaskaga (bls. 71) og Nótt á Skaga (Fundin Ameríka) (bls. 80). Eða svo gripið sé niður í annarri bók skáldsins, Upplituðu myrkri (2005): Sálræn meðferð í skóglendi (bls. 5), Einstæð móðir í fjöruferð (bls. 7), Öskjuhlíð (bls. 17), Á Rauðasandi (bls. 19), Vetrarganga (bls. 20), Dagur í Heiðmörk (bls. 21), Vetrarferðin (bls. 32), Á hæðinni í skóginum (bls. 35), Fossvogsdalur í nóvember 1997 (bls. 51), Utanlandsferð í Haukadalsskógi (bls. 55), Í sofandagarði (bls. 56), Aldeyjarfoss í Bárðardal (bls. 61), Í gististað (bls. 63) og Skrifað á trjábörk með barnalegri rithönd (bls. 64). Eins og upptalningin ber með sér getur gangan og ferðin myndað eins konar grunnstef í einstökum ljóðabókum Gyrðis. Sumar eru raunar kenndar við ferðir og fundvísi þeirra sem hafa leitandi huga. Þannig heitir ein ljóðabók Gyrðis Vetraráform um sumarferðalag (1991) og önnur Tvífundnaland (2003). Oftar er gangan eða ferðin þó ekki nefnd á nafn sérstaklega, enda er hún svo algengt ástand eða ferli í ljóðheimi skáldsins að hún er nánast sjálfgefin og athyglin beinist þá frekar að umhverfinu og þönkum þess sem er á gangi eða á ferð.

11 Vegir og stígar koma mikið við sögu í ljóðum Gyrðis og tengjast möguleikum í lífinu og sálarástandi. Ljóðið Sálræn meðferð í skóglendi (Upplitað myrkur, bls. 5) er á þessa leið: Stígarnir kvíslast í þrjár áttir. Þarna flýgur upp fugl, hann þarf enga stíga... Einn dagur fyrir hvern stíg. Til vinstri þegar mér líður vel til hægri þegar mér líður illa beint áfram þegar mér líður engan veginn Stundum vísar skáldið beint í japönsku göngu- og heimspekihefðina sem hér var vikið að. Svo er um ljóðið Í sofandagarði (Upplitað myrkur, bls. 56): Maður á göngustígnum þennan vordag, í frakka með gleraugu og staf, austurlenskur... Þá lítur hann upp undan gleraugunum og segir hægt á japönsku (sem ég skil ekki nema í þessum stutta draumi): Hún er mikilvægust, gleðin að vera lifandi hér í garðinum Göngugleði kemur víða fyrir í ljóðum Gyrðis og ánægjan af því að kynnast nýjum hliðum á heiminum. Í bókinni Hugarfjallið (1999, bls. 75) er ort um þetta í örstuttu ljóði sem heitir Morgunganga og minnir á hæku í myndrænni hnitmiðun sinni: Munnharpan á fjallastígnum og grasið syngur!

12 Ljóðmælendur Gyrðis ganga einnig í spor þekktra rómantískra skálda og göngumanna. Bandaríska skáldið Henry David Thoreau ( ) settist að í skógarkofa við Walden-vatn og ritaði um það fræga bók (Walden, 1854). Gyrðir yrkir um þetta í ljóðinu Walden í nóvember 2005 sem birtist í bókinni Nokkur almenn orð um kulnun sólar (2009, bls. 15): Tveir menn á báti á tjörninni. Gamla baðhúsið í bugtinni er annarlega gulleitt í haustsólinni. Kofi þess sem bjó hér er horfinn og stígurinn sem liggur að rústunum alþakinn föllnu laufi af hlyntrjám og álmi. Að ganga hann er einsog að spinna sig aftur í tímann Smám saman rís kofinn aftur 28 En gagnvirkni hins ytra og innra kemur einnig skýrt í ljós í göngumyndunum í ljóðum Gyrðis. Gangan fer oft fram í þekktu umhverfi vísað er í örnefni, staðhætti, lýst efnislegum og sjónrænum einkennum þess sem ljóðmælandi kemst í kynni við á göngu sinni en um leið er þetta hugarganga og tengist sálrænu ferli. Gyrðir gefur snemma vísbendingar um þetta tvíþætta hlutverk göngunnar eins og ráða má af áðurnefndu ljóði, Hugargöngu, sem birtist í bókinni Mold í Skuggadal Ljóðabókin Hugarfjallið frá 1999 dregur nafn sitt af þessu. Þar er ljóð sem ber hið lýsandi heiti Og allt mitt geð (Hugarfjallið, bls. 9): Stígurinn sem liggur upp á fjallið er stígurinn til himins Þó er þetta ekki hátt fjall, og gróið 28 Gyrðir vísar einnig í Thoreau og rómantísku gönguhefðina í fyrri verkum sínum, sbr. ritdóm minn um Mold í Skuggadal í Tímariti Máls og menningar, 54. árg. 1993, bls Um Thoreau og Walden-heimspeki hans má lesa í kaflanum Úr viðjum samfélagsins og aftur til náttúrunnar í bók Róberts H. Haraldssonar: Frjálsir andar, bls

13 upp á brúnir En í hlíðunum eru klettabelti, og fáir sem skila sér alla leið upp á venjulegan hátt... Ljóðið kallast á við austræna gönguhefð og yrkingar um helgi fjalla. Gönguog klifurmyndir í ljóðum Gyrðis eru margar og geta tengst sálrænum erfiðleikum. Þær eru ýmist myndbirtingar slíkra erfiðleika eða fela í sér tilraun til að sigrast á þeim. Gangan í vestrænni og austrænni hefð felur líka í sér glímuna við sjálfið eins áður er rakið með tilvísun í skrif Rousseaus, rómantísku skáldanna og zen-búddíska skáldaskólans. Innra landslag í ljóðum Gyrðis er því oft eins konar umritun fyrir sálarástand. Í Hugarfjallinu (bls. 8) er ljóð sem heitir Undir fjalli og því lýkur á þessum orðum: Hugarlaufin visna, það er haust í Inndölum Árstíðanna gætir innra með ljóðmælanda og stundum haustar snemma í Inndölum. Í ljóði sem heitir Þegar sumarið verður haust (Hugarfjallið, bls. 28) eru þessar línur: En innra er hann lotinn af stormum Laufin slitin af Lífstrénu á miðju sumri Í sömu bók er að finna ljóðið Til þín (Hugarfjallið, bls. 54) þar sem segir: Ég gekk um hugarskóginn án þess að líta upp

14 Innri skógargöngur birtast líka í ljóði sem heitir Ævintýri á gönguför (Hugarfjallið, bls ) og lýkur svo: En barnið heldur áfram inn í rökkurskóginn, og hefur tekið grein upp af stígnum og veifar henni inn í myrkrið Það heldur áfram inn í skóginn til fullorðinsára Hann verður sífellt þéttari og stígarnir hverfa 29 Ljóðið Innland (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 6) er svohljóðandi: Að fara um moldarstíg með daufa lukt milli trjánna Myrkrið fyrir utan myrkrið fyrir innan Það er almyrkrið Myrkrið grúfir yfir heiminum jafnt sem innlandi ljóðmælanda, en jafnvel í almyrkrinu er ljóstýra sem gerir honum kleift að feta sig áfram eftir moldarstígnum. Hver er þessi daufa lukt og af hverju umlykur myrkrið ljóðmælandann? Nærtækt er að skilja það sem tilvísun í þunglyndi, en það varð Gyrði snemma að yrkisefni og má vissulega leggja út með ýmsum hætti. 30 Bókarheitin Mold í Skuggadal, Upplitað myrkur og Nokkur almenn orð um kulnun sólar eru öll tilbrigði við þetta myrka stef. Hægt er að líta á hina 29 Ljóðið minnir á Kvæðið um veginn eftir Stein Steinarr sem lýsir ævinni sem göngu eftir vegi og endar á þessum orðum: Það var auðn og myrkur / á allar hliðar, / og enginn vegur. Steinn Steinarr: Kvæðasafn og greinar, bls. 69. (Birtist fyrst í bókinni Ljóð, Reykjavík 1937.) 30 Ástráður Eysteinsson fjallar um þunglyndi í fyrstu ljóðabókum Gyrðis og bendir á að það megi skilja sem virka en ekki óvirka lífsafstöðu og vitnar þar í kenningar Walters Benjamin. Ástráður Eysteinsson: Brotgjörn augu. Skyggnst um í ljóðvistarverum Gyrðis Elíassonar. Umbrot. Bókmenntir og nútími. Reykjavík 1999, bls

15 kulnandi sól sem svarta sól þunglyndisins sem franski sálgreinandinn Julia Kristeva hefur skrifað um í ritinu Soleil noir. Dépression et mélancolie (1987) eða Svartri sól. Geðdeyfð og þunglyndi eins og það heitir í íslenskri þýðingu. Kristeva fjallar einkum um það þunglyndi sem birtist í bókmenntum og hún skilgreinir sem sorg án eiginlegs viðfangs. Í bókinni tekur hún til athugunar ýmis skáldverk, málverk og kvikmyndir sem hún telur að tjái þetta sálarástand. Þar á meðal eru ljóð eftir franska skáldið Gérard de Nerval ( ) sem tekst öðrum betur að lýsa slíku þunglyndi að mati Kristevu: Nerval notar um þetta glæsilega myndhverfingu þar sem hann gefur til kynna ágengni án nærveru, birtu án birtingarmyndar: Hluturinn er sól draumsins, björt og svört í senn. 31 Auk hinnar kulnandi sólar sem bregður annarlegri birtu yfir ýmis ljóð áðurnefndrar bókar (sjá m.a. bls. 25 og 65) má benda á aðra þætti sem setja þunglyndislegan blæ á það innra landslag eða innland sem Gyrðir lýsir. Í áhrifamiklu ljóði sem nefnist Melankólía (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 10) yrkir hann um það sem sprettur innra með manni: Dökk jurtin blómstrar djúpt í huganum. Blöðin slapa græn og vot Hún er sígræn; melankolia perpetualis Melankólían eða þunglyndið hefur náð að skjóta rótum í huga ljóðmælandans og minnir á blóm hins illa (Les Fleurs du mal, 1857) sem meistari innra landslagsins, Baudelaire, orti um á sínum tíma Julia Kristeva: Svört sól. Geðdeyfð og þunglyndi. Ólöf Pétursdóttir þýddi. Ritstj. Dagný Kristjánsdóttir. Reykjavík 2008, bls. 61. Kristeva skilgreinir Hlutinn á eftirfarandi hátt (sama rit, sama stað): Sá sem er haldinn narsískri geðdeyfð syrgir ekki Viðfang heldur Hlutinn. Notum það heiti yfir það sem rís í raun gegn merkingunni, skautið sem aðdráttarafl og viðbjóður hverfist um, heimkynni kynverundarinnar sem mun ákvarða viðfang þrárinnar. 32 Marshall McLuhan kemst svo að orði um franska skáldið: By means of the interior landscape, however, Baudelaire could not only range across the entire spectrum of the inner life, he could transform the sordidness and evil of an industrial metropolis into a flower. McLuhan: The Interior Landscape, bls. 154.

16 Une saison en Enfer (1873) heitir frægt verk eftir landa Baudelaires, Arthur Rimbaud ( ), sem Gyrðir vísar til í ljóðinu Árstíð í einskonar víti (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 59): Dreymir núna, mitt í vetrinum, oft um nætur gróskumikla dali, þakta djúpgrænu grasi og jafnvel skógi, geng um þessa dali og gaumgæfi náttúrufar þeirra, en vakna svo inn í skammdegið og þennan gráma sem virðist ætla að verða endalaus. Þegar draumarnir vitja mín næst eru dalirnir sölnaðir, trén feyskin Þannig er ytri heimurinn og sá innri í sífelldu samspili. Oft er rætt um útþrá í tengslum við skáldskap sem tjáir löngun til að komast burt. Kannski mætti kalla það innþrá þegar ljóðræn löngun beinist inn á við og mælandi vill hverfa inn í eigin hugarheim. Hjá Gyrði eru innlöndin þó ekki laus við gráglettna sýn eins og í ljóðinu Spenntur hugur (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 53): Eitthvað rauðleitt birtist í sálarþykkninu, innan um greinaflækjurnar: er það ekki rauðbrystingur? nei, það er blóðþrýstingur! Innra landslag Gyrðis býr þó oftar yfir drungalegri og hljóðlátri fegurð eins og í gönguljóðinu Kvöldganga í c-moll (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 74): Lauflaus trén í myrkrinu minna á greinaflækjur hugans í djúpri lægð, þegar eina skíman er gulleitur bjarmi frá götulukt í fáfarnasta öngstrætinu Í ljóðinu Hugleiðsla bregður Gyrðir svo á ljúfan leik með gönguhefðina og lýsir þeim sem er fengsæll í anda (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 92):

17 Að ganga niður með ánni að horfa á tunglið speglast í lygnunni að finna himininn yfir sér að veiða fisk í huganum (að sleppa honum aftur) Lokaorð Saga göngu og ferða í bókmenntum er löng og flókin og hér hefur aðeins verið vikið að nokkrum þáttum hennar. Vonandi hefur þó tekist að sýna fram á að mikilvægt sé að hafa þá í huga ef öðlast á betri skilning á ljóðagerð og umhverfislýsingum frá tímum rómantíkur til okkar daga. Heimspekileg og skáldleg gönguhefð teygir sig vissulega langt aftur í aldir, en það er merkilegt að sjá hvað hún lifir enn góðu lífi í ljóðagerð samtímaskálda eins og Gyrðis Elíassonar. Gangan er leiðarminni í mörgum ljóðum hans og eins konar samnefnari fyrir afstöðu til lífs og ljóðs: að ganga er að yrkja, að yrkja er að ganga. Á göngunni uppgötvar maður nýtt umhverfi og afhjúpar sjálfan sig um leið. Göngunni er einnig heitið inn á við eins og sjá má á innra landslagi í ljóðum Gyrðis. Hugarástandið tekur þá á sig ýmsar myndir landslags og náttúrufyrirbæra. Rómantísk skáld spegluðu sig í hinu ytra, en samkvæmt kenningu Marshalls McLuhan gerðu þau þó greinarmun á sjálfum sér og náttúrunni og leituðust við að lýsa henni sem myndrænni samsetningu. Hið innra landslag nútímabókmennta felur í sér að áhorfandinn er sjálfur í miðjunni en stendur ekki álengdar og horfir á náttúruna. Sjónarhornið verður margfalt eins og í óhlutbundinni myndlist og hið ytra og hið innra renna saman. Hinn innri heimur í ljóðum Gyrðis Elíassonar getur verið myrkur og melankólískur en hann býr líka yfir undarlegri birtu og fegurð. Ytri heimurinn er auk þess oft sýndur á forsendum hins innri, eins og í ljóðinu

18 Sýn að hausti II sem látið verður standa sem lokaorð þessarar greinar (Nokkur almenn orð um kulnun sólar, bls. 51): Háar hrúgur af visnuðum trjágreinum á moldarflæminu ofan við verksmiðjuna. Þær eru dauðalegar, og þegar rökkrið sígur yfir og maður gengur framhjá er þetta einsog fallinn skógur kulnaðra drauma

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

2 T e x t a r o g t ú l k u n

2 T e x t a r o g t ú l k u n TEXTAR OG TÚLKUN 1 2 T e x t a r o g t ú l k u n 3 Sveinn Yngvi Egilsson TEXTAR OG TÚLKUN Greinar um íslensk fræði Háskólaútgáfan Reykjavík 2011 4 T e x t a r o g t ú l k u n Eftirfarandi greinar hafa

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Snemma hafði jeg yndi af óð

Snemma hafði jeg yndi af óð Hugvísindasvið Snemma hafði jeg yndi af óð Herdís og Ólína Andrésdætur Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Ingveldur Thorarensen Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Háskóli Íslands Hugvísindasvið Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga Íslenska Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Guðrún Brjánsdóttir Kt.: 271195-2499

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

Tveggja heima sýn. Hugvísindasvið. Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar. Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum

Tveggja heima sýn. Hugvísindasvið. Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar. Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum Hugvísindasvið Tveggja heima sýn Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum Leiðbeinandi: Sveinn Yngvi Egilsson prófessor Þorsteinn G. Þorsteinsson

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj! Borg ohoj! Hlið við hlið Tapað-fundið í framandi borgum Eftirfarandi línur eiga rætur í margbreytilegri borgarreynslu. Þær tengjast efnislegu þéttbýli sumar eru sóttar til hugleiðinga um Kaupmannahöfn

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið

Í draumi sérhvers manns er fall hans falið Hugvísindasvið Í draumi sérhvers manns er fall hans falið Órar og aldarhvörf í Eyes Wide Shut Ritgerð til BA-prófs í Kvikmyndafræði Sigurður Kjartan Kristinsson Maí 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Atli Harðarson Heimspekirit Kristjáns Kristjánssonar

Atli Harðarson Heimspekirit Kristjáns Kristjánssonar Atli Harðarson Heimspekirit Kristjáns Kristjánssonar Árið 1996 gaf háskólaforlagið í Cambridge út bók eftir Kristján Kristjánsson sem heitir Social Freedom: The Responsibility View. Alla tíð síðan hefur

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Auglýsingar og íslenskt landslag

Auglýsingar og íslenskt landslag Hugvísindasvið Auglýsingar og íslenskt landslag Áhrif birtingamynda landslags í auglýsingum Iceland Review Ritgerð til B.A.-prófs Stella Björk Hilmarsdóttir Janúar 2012 Háskóli Íslands Íslenksku- og menningardeild

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu 1796 1820 Ritgerð til BA-prófs í

More information

Einn af þessum mönnum var jeg

Einn af þessum mönnum var jeg Hugvísindasvið Einn af þessum mönnum var jeg Áhrif hugmynda Henris Bergson á myndmál Kjarvals Ritgerð til B.A.-prófs Aldís Arnardóttir Janúar 2012 Háskóli Íslands Íslensku- og menningardeild Listfræði

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

Helga Kress. Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson

Helga Kress. Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson Helga Kress Söngvarinn ljúfi Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa, er sonnetta, sú fyrsta á íslensku. Orðið er komið úr ítölsku, sonetto, sbr.

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Ferðalag áhorfandans

Ferðalag áhorfandans Sviðslistadeild Sviðshöfundabraut Ferðalag áhorfandans Rannsókn á tengslum og birtingarmyndum ritúals og innlimunarleikhúss í Djöfulgangi eftir Kviss Búmm Bang Ritgerð til BA prófs á Sviðshöfundabraut

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

Póstmódernismi. eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans. Fredric Jameson

Póstmódernismi. eða menningarleg rökvísi síðkapítalismans. Fredric Jameson Af marxisma Fredric Jameson. Póstmódernismi e"a menningarleg rökvísi sí"kapítalismans. Í Af marxisma, ritstj. Magnús!ór Snæbjörnsson og Vi"ar!orsteinsson, #$". Magnús!ór Snæbjörnsson, bls. 236-301. Reykjavík:

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif Hugvísindasvið Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa 1911-1915. Erlend áhrif Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Nanna Þorbjörg Lárusdóttir September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hugmyndafræði

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018

Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu. September 2018 Viðhorfskönnun meðal erlendra söluaðila um íslenska ferðaþjónustu September 2018 Samantekt Íslandsstofa framkvæmdi viðhorfskönnun í júlí og ágúst 2018 meðal erlendra söluaðila sem selja ferðir til Íslands.

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Eldhúsreyfarar og stofustáss

Eldhúsreyfarar og stofustáss Hugvísindasvið Eldhúsreyfarar og stofustáss Könnunarferð um fjölkerfi íslenskra þýðinga Ritgerð til MA-prófs í Þýðingafræði Magnea J. Matthíasdóttir Janúar 2013 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Þýðingafræði

More information

Orðræða um arkitektúr

Orðræða um arkitektúr Orðræða um arkitektúr Umfjöllun um arkitektúr í íslenskum fjölmiðlum árin 2005 og 2010 Sigríður Lára Gunnarsdóttir Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Orðræða um

More information

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40

Lokaorð Heimildaskrá Viðauki I Myndaskrá Viðauki II... 40 Ágrip Íslenskar barnateikningar á upplýsingaöld hafa ekki fengið verðskuldaða athygli. Þær eru dýrmætir upplýsingagjafar um þroskastig, hugarheim, áhugamál, upplifanir og reynslu einstaklinga, innsýn í

More information

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson.

Viftur. Það borgar sig að nota það besta! Bíla- og vélavörur...sem þola álagið! Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson. Höfundar efnis í þessu blaði: Bogi Baldursson Þá er þetta annað tölublað Mótor & Sport orðið að veruleika og viljum við þakka fyrir allar þær hringingar og tölvupósta sem okkur hafa borist. Miðað við viðtökurnar

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Nú ber hörmung til handa

Nú ber hörmung til handa Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima og áform um mosku í Reykjavík Kolbrá Höskuldsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Hagnýtri þjóðfræði Félagsvísindasvið Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig.

Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig. Hugvísindasvið Við áhrif frá hinni gömlu, þjóðlegu list fann ég sjálfan mig. Endursköpun hefðarinnar í útskurði Ríkarðs Jónssonar Ritgerð til B.A.-prófs Ingunn Sigurðardóttir Maí 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017

gigtin Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf GIGTARFÉLAG ÍSLANDS 2. tölublað 2017 gigtin 2. tölublað 2017 GIGTARFÉLAG ÍSLANDS Það er ástæða til bjartsýni Ráð fyrir aðstandendur Gigt og kynlíf Viðurkenndar stuðningshlífar Virkur stuðningur Vandaður vefnaður Góð öndun Einstök hönnun Fjölbreytt

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir

Fjölmenning á Íslandi Maí Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Fjölmenning á Íslandi Maí 2018 Greinagerð Esja Jeanne Jónsdóttir Multicultural Iceland May 2018 In Icelandic the word menning (culture) does not exist in the plural form yet at the same time Icelandic

More information

Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar

Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar Háskóli Íslands Guðfræði- og trbr.fr.deild Haustmisseri 2009 GFR903G Kjörsviðsritgerð í gamlatestamentisfræðum Leiðbeinandi: dr. Gunnlaugur A. Jónsson, próf. Hann þjálfar hendur mínar til hernaðar Athugun

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Titill: Áhrif fyrirhugaðrar háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar Blöndulínu 3 á ferðaþjónustu og útivist

Titill: Áhrif fyrirhugaðrar háspennulínu frá Blönduvirkjun til Akureyrar Blöndulínu 3 á ferðaþjónustu og útivist Rannsóknamiðstöð ferðamála 2009 Útgefandi: Rannsóknamiðstöð ferðamála, Borgum v/ Norðurslóð, IS-600 Akureyri Sími: (+354) 460-8930 Fax: (+354) 460-8919 Rafpóstur: edward@unak.is Veffang: www.rmf.is Titill:

More information

Saga fyrstu geimferða

Saga fyrstu geimferða Lokaverkefni 2015 Réttarholtsskóli Saga fyrstu geimferða Arnar Freyr Jónsson og Oddur Kjartansson 10.FG Hópur 26 Geimöldin Árið 1957 hófst hin svokallaða geimöld sem síðar átti eftir að verða frumkvöðullinn

More information

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa

Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa Skólanámskrá Waldorfskólans Sólstafa Inngangur. Segja má að allt starf Waldorfskólans Sólstafa undirstriki mikilvægi þess að ná jafnvægi á milli þeirra þriggja mismunandi leiða sem manneskjan tengist heiminum;

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík

MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK. Vörumerkið Reykjavík MARKAÐSSETNING HÖFUÐBORGARSVÆÐISINS Á ERLENDUM MÖRKUÐUM UNDIR VÖRUMERKINU REYKJAVÍK Hjörtur Smárason, janúar 2014 Borgir og mikilvægi þeirra í framtíðinni Borgir eru í auknum mæli að taka yfir hlutverk

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

Stjórnarbylting á skólasviðinu

Stjórnarbylting á skólasviðinu Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Eggert Lárusson og Meyvant Þórólfsson Stjórnarbylting á skólasviðinu Um kennslufræði Ögmundar Sigurðssonar Um 1890 skrifaði Ögmundur Sigurðsson,

More information

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum

... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum ... og með því gefið laginu íslenskan blæ, nokkuð harðan og fölan... Íslensk þjóðlög og þjóðlagasöfnun Bjarna Þorsteinssonar og Benedikts á Auðnum Pétur Húni Björnsson Lokaverkefni 6l BA- gráðu í þjóðfræði

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 20. TBL 3. ÁRG. FIMMTUDAGUR 17. MAÍ 2012 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ LANGAR ÞIG AÐ KOMAST FRÍTT Á STÆRSTA

More information

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016

Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Erlendir ferðamenn í Reykjavík 2016 Stillt upp fyrir tískumyndatöku í Hörpu. Samantekt unnin fyrir Höfuðborgarstofu mars 2017 Höfundur: Rögnvaldur Guðmundsson Rannsóknir

More information

Ég vil vera ég. Upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis. Selma Kristjánsdóttir

Ég vil vera ég. Upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis. Selma Kristjánsdóttir Ég vil vera ég Upplifun fullorðinna innflytjenda í íslenskunámi sínu hérlendis Selma Kristjánsdóttir Lokaverkefni til M.Ed.-gráðu Háskóli Íslands Menntavísindasvið Ég vil vera ég Upplifun fullorðinna innflytjenda

More information

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun

Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun. Tvíhyggja kynjanna. Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun Hönnunar- og arkitektúrdeild Fatahönnun Tvíhyggja kynjanna Áhrif hennar á kyngervi, klæðaburð og hönnun Ritgerð til BA-prófs í fatahönnun Kristín Sunna Sveinsdóttir Haustönn 2014 1 Hönnunar- og arkitektúrdeild

More information

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA

OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í BÚLGARÍU OG ÁSTINA 13. APRÍL 2012 BÝR SIG UNDIR ÓLYMPÍULEIKANA UPPLIFIR DRAUMAVERKEFNIÐ STJÖRNUR Á SKÍÐUM OKKUR KOM EKKI SAMAN UM FRAMTÍÐINA FYRIRSÆTAN ÁSDÍS RÁN GUNNARSDÓTTIR UM SKILNAÐ- INN, FYRIRSÆTUFERILINN, LÍFIÐ Í

More information