Helga Kress. Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson

Size: px
Start display at page:

Download "Helga Kress. Söngvarinn ljúfi. Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson"

Transcription

1 Helga Kress Söngvarinn ljúfi Um myndir og orð í kvæði eftir Jónas Hallgrímsson Kvæði Jónasar Hallgrímssonar, Ég bið að heilsa, er sonnetta, sú fyrsta á íslensku. Orðið er komið úr ítölsku, sonetto, sbr. suono, hljómur, ómur, lat. sonus, enska sound og íslenska orðið sónn, 1 og merkir með smækkunarendingunni etto, lítill söngur, lágvær hljómur. 2 Hátturinn, sem einnig hefur verið kallaður sónháttur á íslensku, er upprunninn á Ítalíu á fjórtándu öld og breiddist þaðan út í ýmsum tilbrigðum, m.a. til rómantísku skáldanna í Evrópu á 19. öld. Einkenni háttarins eru fjórtán ellefu atkvæða ljóðlínur sem í ítölsku sonnettunni skiptast fyrst í tvær ferhendur og síðan tvær þríhendur. Rímskipan er oftast abba, abba og cdc, dcd, en ýmis afbrigði koma fyrir, einkum í þríhendunum. 3 Orðið söngvari líkar okkur ekki Kvæðið orti Jónas í Sórey snemma vors 1844 og sendi það félögum sínum í Höfn til birtingar í Fjölni. 4 Það hljóðar svo í eiginhandarriti sem varðveist Orðið er svo skilgreint í Íslenskri orðsifjabók: Sonnetta kv. 19. öld sérstakur (suðrænn) bragarháttur, sónháttur. T[öku]o[rð], líklega úr d. sonet, ættað úr ít. sonetto, af ít. suono, lat. sonus hljómur. Sjá sónata og sónn. Ásgeir Blöndal Magnússon, Íslensk orðsifjabók, Reykjavík: Orðabók Háskólans, 1989, bls Hér má einnig benda á nafnið Són á öðru kerjanna sem varðveitir skáldamjöðinn í Snorra-Eddu og sýnir að forn merking orðsins tengist skáldskap. Edda Snorra Sturlusonar, ritstj. Finnur Jónsson, Reykjavík: Sigurður Kristjánsson, 1907, bls Sbr. A Dictionary of Modern Critical Terms, ritstj. Roger Fowler, London: Routledge, 1987, undir uppsláttarorðinu Sonnet, bls. 228; einnig Paul Oppenheimer, The Origin of the Sonnet, Comparative Literature 4/1982, bls , hér bls Um einkenni og útbreiðslu háttarins, sjá m.a. Hugtök og heiti í bókmenntafræði, ritstj. Jakob Benediktsson, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, Mál og menning, 1983, undir uppsláttarorðinu Sonnetta, bls. 257; einnig Óskar Ó. Halldórsson, Bragur og ljóðstíll, Reykjavík: Hið íslenzka bókmenntafélag, 1972, bls Kvæðið hefur Jónas sennilega sent Brynjólfi Péturssyni með bréfi, dagsettu á Saurum á páskadag 1844, fremur en með orðsendingu frá 2. apríl, þótt hann nefni það ekki, Ritið 2/2011, bls

2 HELGA KRESS hefur í fórum Konráðs Gíslasonar, KG 31 b IV, í Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum (stafsetning er hér færð til nútímahorfs): Ég bið að heilsa Nú andar suðrið sæla vindum þíðum, á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast út að fögru landi Ísa-, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó, heilsið öllum heima í orðum blíðum um haf og land í drottins ást og friði, leiði þið, bárur! bát að fiskimiði, blási þið vindar hlýtt á kinnum fríðum. Söngvarinn ljúfi, fuglinn trúr sem fer með fjaðrabliki háa vegarleysu í lágan dal, að kveða kvæðin þín, heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engill með húfu og grænan skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. 5 Fyrir ofan og í þriðju línu fyrsta erindis er skrifað þau, í fyrstu línu annars erindis er skrifað rómi fyrir ofan í orðum, og í þriðju línu þriðja erindis er strikað yfir grænan og lágan sett í staðinn. Eru þessar breytingar, að því er talið er, með hendi Jónasar. Þessi gerð kvæðisins er töluvert frábrugðin þeirri opinberu og viðurkenndu sem birtist fyrst í Fjölni 1844 og allar síðari útgáfur hafa hingað til stuðst meir eða minna við. Í bréfi til Jónasar, dagsettu í Kaupmannahöfn því að í svarbréfi, dagsettu í Kaupmannahöfn 10. apríl 1844, þakkar Brynjólfur honum fyrir tilskrifin bæði og vísuna. Sbr. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls , og Bréf Brynjólfs Péturssonar, Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar, Reykjavík: Hið íslenzka fræðafélag í Kaupmannahöfn, 1964, bls. 48. Stafsetning á bréfum Brynjólfs er færð til nútímahorfs. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, Einar Ól. Sveinsson og Ólafur Halldórsson sáu um útgáfuna, Reykjavík: Handritastofnun Íslands, 1965, bls Sbr. einnig KG 31 b IV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Sjá mynd af eiginhandarritinu á blaðsíðunni hér á móti (bls. 87). 86

3 SÖNGVARINN LJÚFI Kvæðið Ég bið að heilsa í eiginhandarriti Jónasar Hallgrímssonar. KG 31 b IV, Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. 87

4 HELGA KRESS apríl 1844, þakkar Brynjólfur Pétursson honum fyrir kvæðið og er strax farinn að velta fyrir sér breytingum. Hann segir: Mesta gull er hún kveðjan þín, góði minn! En mætti ekki hafa og fyrir þau í þau flykkjast heim að fögru landi Ísa. Konráði þykir engillinn vera of kímilegur, en orðið söngvari líkar okkur ekki, en kvæðið er som sagt mesta gull. 6 Ekki er víst að uppskriftin sem Brynjólfur vitnar til sé nákvæmlega sú sama og varðveist hefur í eiginhandarritinu nema hann hafi lifað sig svo inn í kvæðið, sjálfur á leið til Íslands, 7 að hann hafi óvart skrifað heim í stað út. Athyglisvert er að hann ber fyrir sig Konráð, málfarsráðunaut þeirra Fjölnismanna, sem þeir tóku fortakslaust mark á. 8 Í fleiri bréfum skilar Brynjólfur svipaðri athugasemd frá Konráði. Um orðfæri í Sláttuvísu sem Jónas hafði sent þeim Brynjólfi til birtingar um svipað leyti og Ég bið að heilsa segir hann í bréfi, dagsettu í Kaupmannahöfn 11. mars 1844: Konráð hefir beðið mig að segja þér að honum líkaði ekki það orðatiltæki í sláttuvísunni gimbill gúla þembir. 9 Ekki hafa varðveist heimildir um frekari bréfaskipti milli þeirra Jónasar og Fjölnismanna um Ég bið að heilsa, en á sjö manna fundi í félagi þeirra laugardaginn 13. apríl 1844 las Brynjólfur upp kvæði eftir Jónas Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 49. Daginn áður en Brynjólfur skrifar bréfið hafði hann verið settur sýslumaður í Skaftafellssýslum og var farinn að tygja sig til og búa til heimferðar þegar honum nokkrum dögum síðar var boðið fulltrúastarf í danska rentukammerinu. Frá þessu segir hann í bréfi til Þórðar Jónassen, dagsettu í Kaupmannahöfn 12. maí 1844, sbr. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls ; sjá einnig bréf Brynjólfs til Jónasar, dagsett í Kaupmannahöfn 21. apríl 1844, þar sem hann segist vonast eftir betra embætti heima með tímanum. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 50. Brynjólfur fór þó aldrei heim en ílentist í Kaupmannahöfn og lést þar, farinn á sál og líkama, árið 1851, aðeins 41 árs að aldri. Sjá Aðalgeir Kristjánsson, Lokaorð, Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls , hér bls Um það vitna m.a. ummæli Tómasar Sæmundssonar í bréfi til Konráðs, dagsettu á Breiðabólsstað 11. september 1840, um þátt sem hann hefur sent Fjölni til birtingar: Ég treysti þér til að lagfæra málið allt [... ]. Málið hefi ég ekki komist til að lagfæra og ætla þér það, og svo þarf handritið orðið mikillar aðgætni, að engum trúi ég nema þér til að hafa hönd yfir prentun hans. Bréf Tómasar Sæmundssonar, gefin út á hundrað ára afmæli hans 7. júní 1907, Jón Helgason bjó til prentunar, Reykjavík: Sigurður Kristjánsson, 1907, bls Leturbreytingin er Tómasar sem leggur áherslu á að hann biðji um lagfæringu á málfari, ekki öðru. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls

5 SÖNGVARINN LJÚFI sem hann kallar Ég bið að heilsa og var það tekið með öllum atkvæðum. 10 Á sama fundi var Brynjólfur valinn forseti fyrst um sinn og falið að sjá um það sem eftir væri af prentun Fjölnis. 11 Ekki er þess getið í fundargerðinni að valin hafi verið nefnd til að lesa kvæði Jónasar og gera við það athugasemdir sem þó var vant. Þegar Jónas kemur til Kaupmannahafnar frá Sórey að kvöldi 6. maí 1844 er prentun 7. árgangs Fjölnis á lokastigi eða jafnvel lokið, 12 en þar birtist kvæði hans undir ritstjórn þeirra Konráðs og Brynjólfs, svo breytt frá eiginhandarritinu (orðabreytingar eru hér feitletraðar): ÉG BIÐ AÐ HEILSA! Nú andar suðrið sæla vindum þíðum, á sjónum allar bárur smáar rísa og flykkjast heim að fögru landi Ísa, að fósturjarðar minnar strönd og hlíðum. Ó! heilsið öllum heima rómi blíðum um hæð og sund í drottins ást og friði; kyssi þið, bárur! bát á fiskimiði, blási þið, vindar! hlýtt á kinnum fríðum. Vorboðinn ljúfi! fuglinn trúr, sem fer með fjaðra bliki háa vegaleysu í sumardal að kveða kvæðin þín! Sbr. Fundabók Fjölnisfélags, JS 516, 4to, á Landsbókasafni. Fundargerðir félagsins birtust stafréttar í nokkrum heftum Eimreiðarinnar undir ritstjórn Matthíasar Þórðarsonar; hér Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 1/1927, bls. 89. Þar sem stafsetning fundabókanna er mjög óregluleg er hún hér færð til nútímahorfs. Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 1/1927, bls. 90. Þann 13. apríl var Brynjólfur enn á leið heim, enda kallaður sýslumaðurinn í fundargerð, og var því aðeins valinn til bráðabirgða. Á næsta ársfundi, 27. apríl, var hann valinn forseti fyrir næsta ár með fjórum atkvæðum, en sex voru á fundi. Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 2/1927, bls Um komutíma Jónasar til Kaupmannahafnar, sjá bréf hans til Konráðs Gíslasonar, dagsett á Saurum 2. maí 1844, þar sem hann segist koma til Hafnar á mánudagskvöldið kemur, sem mun hafa verið 6. maí. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), bls Sjá einnig Matthías Þórðarson, Ævi og störf Jónasar Hallgrímssonar, Rit eftir Jónas Hallgrímsson V, Matthías Þórðarson bjó til prentunar, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1937, bls. CLXII. Fimm dögum síðar, eða sunnudaginn 12. maí, segir Brynjólfur frá því í bréfinu til Þórðar Jónassen sem áður er vitnað til, sbr. nmgr. 7, að Fjölnir sé nú búinn til ferðar (bls. 56). 89

6 HELGA KRESS Heilsaðu einkum, ef að fyrir ber engil, með húfu og r a u ð a n skúf, í peysu; þröstur minn góður! það er stúlkan mín. 13 Við ritstýringuna hafa útgefendur ekki látið við það sitja að samræma greinarmerki og laga málfar, eins og nefnifallið á englinum, heldur gengið lengra og skipt út orðum sem breyta myndmáli þannig að merking kvæðisins brenglast. Vorboði í sumardal Breytingarnar sem gerðar hafa verið á kvæðinu eru mismunandi veigamiklar. Það fyrsta sem vekur athygli er upphrópunarmerkið við heiti þess sem gera lágværa kveðjuna, sönginn litla, að ópi. Af eiginhandarritum Jónasar má sjá að hann notar svo til aldrei upphrópunarmerki í ljóðum sínum nema í beinum upphrópunum eins og Ó í upphafi ljóðlína og í ávörpum, sbr. þröstur minn góður! Þá er uppsetning hér allt önnur en hjá Jónasi, og hefur þriðja erindinu í eiginhandarritinu, þar sem hefðbundnar þríhendur sonnettunnar fléttast saman í eitt erindi með endaríminu abcabc, verið skipt í tvö sem við þetta verða þá hvort um sig rímlaus. Til áréttingar tvískiptingunni er svo komið upphrópunarmerki þar sem áður var komma og seinni þríhendan ekki aðeins látin hefjast á nýrri málsgrein, heldur verður hún þannig sjálfstæð efnisgrein. Með þessu er samhengið í sex lína erindinu rofið og flæði textans, vængjaflug fuglsins, stöðvað. Það áréttar svo enn bilið milli erinda að fyrsta ljóðlína hvers erindis er lengri en þær inndregnu sem á eftir koma, og því lítur kvæðið út eins og samsett af fjórum vísum. Í fyrsta erindi, þriðju línu, hefur orðinu út til Íslands, áttatáknun sem einnig minnir á fleyg orð Snorra Sturlusonar: Út vil ek, 14 verið breytt í heim, sbr. einnig orðalag (misritun?) Brynjólfs í bréfinu til Jónasar, og þar með er komin nástaða við orðið heima í upphafi næsta erindis. Í sama erindi hefur bandstrikinu á eftir Ísa- sem tengir saman ís og land í sérnafnið Ísaland, verið sleppt. Í öðru erindi, fyrstu línu, hefur í orðum blíðum verið skipt út fyrir rómi blíðum. Orðið rómur er að vísu gefið upp sem möguleiki í eiginhandarritinu, skrifað með smáu letri fyrir ofan línu, en án þess að upp Fjölnir, 7. ár, 1844, bls Sturlunga saga I, ritstj. Jón Jóhannesson, Magnús Finnbogason og Kristján Eldjárn, Reykjavík: Sturlunguútgáfan, 1946, bls

7 SÖNGVARINN LJÚFI haflega orðalagið hafi verið strikað út. Það er eftirsjá að orðunum blíðu. Þau má nefnilega túlka sem orð skáldskaparins, skáldskaparmálið sjálft, sem samkvæmt táknfræðinni verður til við samruna hrynjandinnar, raddarinnar, rómsins, tónlistarinnar og hins opinbera tungumáls samfélagsins með röklegum setningum og einræðri merkingu orðanna. 15 Söngfuglinn á ekki bara að kvaka blíðum rómi, heldur flytja kvæði, þar sem tónar og orð fara saman. Hann er ljóðasöngvari. Í næstu línu sama erindis hefur víðáttumiklu landslaginu, um haf og land, verið skipt út fyrir þrengra sjónarsvið, um hæð og sund. Með því er ekki aðeins flug farfuglsins lækkað heldur hefur hafmyndinni verið eytt úr kvæðinu. Fuglinn fer ekki lengur sína löngu ferð yfir hafið en flýgur yfir hæðir innanlands og sund þar sem sér milli stranda, og er ekki endilega farfugl. Í þriðju línu þessa erindis eiga bárurnar að leiða bátinn, stefna honum að fiskimiði, ákveðnum og eftirsóttum stað. Myndin tilheyrir leiðarlýsingum kvæðisins í samræmi við vindana og fuglinn sem stefna í ákveðna átt. Eftir breytinguna er þarna hins vegar komið mikið kossaflens, ef til vill undir áhrifum frá Kossavísu Jónasar, þýddu kvæði, sem birtist einmitt í sama árgangi Fjölnis, 16 og kvengerðar bárurnar eru látnar vera að kyssa (karlgerðan) bátinn, margar konur um einn karl. Veigamestu breytingarnar eru í síðasta hlutanum, þríhendunum, þar sem skiptir um svið og sjónarhornið þrengist að fuglinum. Í frumgerðinni er hann strax í upphafi fyrstu línu ávarpaður söngvarinn ljúfi, og í samræmi við það kveður hann, syngur hann kvæði. En þeim Brynjólfi og Konráði líkaði ekki orðið söngvari og breyttu því sýnilegri jafnt sem heyranlegri mynd söngfuglsins í hugtakið vorboði sem framkallar enga mynd. Það er athyglisvert að hér er það orðið sem ræður, þeim líkaði ekki orðið, hvert sem ljóðmálið var. Þannig verður orðið sem slíkt yfirskipað myndinni sem það um leið eyðir. Með því að fella burt söngvarann er dregið úr tónlistinni í kvæðinu, fuglinum sem tónlistarlíkama. 17 Í mjög svo skáldlegum inn Um skáldlegt mál og kenningar táknfræðinnar, einkum Juliu Kristevu, sjá t.a.m. grein mína, Dæmd til að hrekjast. Um ástina, karlveldið og kvenlega sjálfsmynd í Tímaþjófnum eftir Steinunni Sigurðardóttur, Tímarit Máls og menningar 1/1988, bls , hér bls ; endurpr. í Helga Kress, Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu, Reykjavík: Háskóli Íslands, Rannsóknastofa í kvennafræðum, Sbr. nmgr. 13. Hugtakið tónlistarlíkami ( le corps de la musique ) er komið frá Roland Barthes. Sjá rit hans, L obvie et l obtus. Essais critiques III, Paris: Éditions du Seuil, 1982, einkum kaflann La musique, la voix, la langue, bls , um samband raddar, tónlistar og tungumáls, þar sem röddin eins og hún kemur af skepnunni er talin bera uppi hina 91

8 HELGA KRESS gangsorðum að Kvæðum Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti rekur Einar Ólafur Sveinsson vorboðann til málhreinsunarstefnu Konráðs sem hafi þótt söngvarinn of danskur. Um athugasemdirnar í bréfi Brynjólfs til Jónasar frá 10. apríl 1844 segir Einar Ólafur, reyndar án þess að geta heimildar: Frá Konráði fær hann tvær athugasemdir, og hann tekur báðar upp. Önnur er um orðið söngvarinn ; þykir Konráði það of slitið í dönskum kvæðum samtímans? Nokkuð er, hann vill ekki hafa það, hann stingur upp á orðinu vorboðinn. Jónas þarf ekki að hugsa sig um, orðið er rétt, fullkomið í kvæðinu. 18 Samkvæmt þessu þarf Jónas ekki einu sinni að hugsa sig um en hlýðir Konráði sem eins og yrkir í gegnum hann og hefur fundið hið rétta, fullkomna orð. Í eiginhandarritinu flýgur farfuglinn hátt um vegarleysu, þ.e. um veg sem ekki er til (vegurinn er í eintölu, einn vegur, ein leið, en í vegaleysu prentuðu gerðarinnar eru þeir komnir í fleirtölu og því um marga að velja) og kemur niður í lágan dal. Þessar andstæður hátt: lágt koma oft fyrir í kvæðum Jónasar, ekki síst í landslagi sem liggur lágt milli hárra fjalla og er á einhvern hátt eftirsóknarvert, ef ekki heilagt. En lágum hlífir hulinn verndarkraftur / hólmanum, þar sem Gunnar sneri aftur, segir í Gunnarshólma þar sem hólminn er jafnframt táknmynd fyrir Ísland allt. 19 Svipaðrar sönnu merkingu. Í grein sinni The Music of Poetry fjallar T.S. Eliot um það sem hann kallar a musical poem og felur í sér tvo óaðskiljanlega þætti í kvæðinu, annars vegar hrynjandinnar/hljómsins og hins vegar myndmálsins/merkingaraukans. Hann segir: [...] a musical poem is a poem which has a musical pattern of sound and a musical pattern of the secondary meanings of the words which compose it, and that these two patterns are indissoluble and one. Sbr. T.S. Eliot, The Music of Poetry (1942), On Poetry and Poets, London: Faber and Faber, 6. útgáfa, 1971, bls , hér bls. 33. Einar Ól. Sveinsson, Inngangsorð, Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls. viij xiv, hér bls. xiij. Engin heimild er til fyrir því að það hafi verið Konráð sem stakk upp á orðinu vorboðinn þótt svo megi vel vera. Þá gleymir Einar Ólafur að nefna hina athugasemdina sem hann segir að Jónas hafi fengið frá Konráði og farið eftir. Gunnarshólmi, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóð og lausamál), ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls. 79. Um átök þess lóðrétta og lárétta í verkum Jónasar, sjá grein mína, Sáuð þið hana systur mína? Grasaferð Jónasar Hallgrímssonar og upphaf íslenskrar sagnagerðar, Skírnir 2/1989, bls , einkum bls , og nmgr. 48, bls. 291; endurpr. í Helga Kress, Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu og Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson, ritstj. Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Hið íslenska bókmenntafélag,

9 SÖNGVARINN LJÚFI merkingar er einnig græni liturinn á landslaginu, eins og t.a.m. á Tómasarhaga í kvæðaflokknum Annes og eyjar sem undir Tungnajökli er algrænn á eyðisöndum. 20 Í eiginhandarriti Ég bið að heilsa kemur farfuglinn fyrst í grænan dal sem Jónas hefur strikað yfir og skrifað lágan í staðinn. Þetta er eina yfirstrikunin í handritinu og því marktækari sem niðurstaða skáldsins en rómurinn í stað orðanna blíðu í fyrstu línu annars erindis sem ekki eru yfirstrikuð. Í prentuðu gerðinni er dalurinn þó hvorki grænn né lágur, heldur er þar kominn sumardalur. Með þessum orðum, vorboðanum og sumardalnum, sem hvorugt er í frumgerðinni, er fuglinn látinn boða vor á miðju sumri. Bent hefur verið á að orðið sumardalur kunni að vera komið úr Landkostunum, íslenskri þýðingu Jóns Þorlákssonar á Bægisá á kvæði eftir norska skáldið Claus Frimann, og breytingin gagnrýnislaust eignuð Jónasi án þess að athuga hvernig hún fellur að kvæðinu í heild. 21 Það má vel vera að kveikjan að orðinu sumardalur sé komin úr þýðingu Jóns á Bægisá, en þá frekar frá Konráði Gíslasyni sem hefur staldrað við orðið þegar hann, ásamt Gísla Thorarensen, tók saman yfirlit yfir íslenskar bækur ársins 1842 fyrir Sbr. Tindrar úr Tungnajökli, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóð og lausamál), bls Kvæðið er nafnlaust í eiginhandarriti, sbr. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls Í útgáfu Matthíasar Þórðarsonar hefur því verið gefið nafnið Tómasarhagi. Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), Matthías Þórðarson bjó til prentunar, Reykjavík: Ísafoldarprentsmiðja, 1929, bls Sbr. Steingrímur J. Þorsteinsson, Hvernig urðu ljóð Jónasar til? Nýtt Helgafell 3/1957, bls , en þar segir á bls að Jónas hafi oft breytt kvæðum sínum sem ljóst sé af handritum hans og bregst varla, að hann hafi þá vikið þeim til betri vegar. T.a.m. breyti hann söngvarinn í vorboðinn og grænan dal í lágan dal, unz hann finnur loks hið rétta orð sumardal. Það orð hafi hann vafalítið lært af séra Jóni Þorlákssyni á Bægisá, er þýddi m.a. kvæði eitt eftir norska skáldið Claus Frimann [...], Minn sumardalur, þökk sé þér. Um kvæðið Landkostina, sjá Íslensk ljóðabók Jóns Þorlákssonar prests að Bægisá, fyrri deild, ritstj. Jón Sigurðsson, Kaupmannahöfn: Þorsteinn stúdent Jónsson, 1842, bls Á sömu skoðun um orðið sumardalur er Einar Ólafur Sveinsson sem telur það fullkomna kvæðið til viðbótar vorboðanum sem Konráð fann, sbr. áðurnefnd Inngangsorð, bls. xiij. Um sumardalinn sem breytingu til bóta, má enn nefna Dick Ringler og Áslaugu Sverrisdóttur sem telja nýja lesháttinn mun hljómmeiri og skáldlegri, sbr. Með rauðan skúf, Skírnir 2/1998, bls , hér bls. 296; endurpr. í Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson. Á sömu blaðsíðu ræða þau fleiri breytingar sem að þeirra mati bæta allar kvæðið. Að haf og land verður hæð og sund gerir ljóðið hlutkenndara, fleirtalan í vegaleysa er kraftmeira en eintalan, og að bárurnar kyssi í stað þess að leiða er eindregnari lesháttur og tjáir meiri ástúð. Þá halda þau með þeim Brynjólfi og Konráði varðandi söngvarann sem þeir kunni að hafa verið andvígir [...] einfaldlega vegna þess að orðið er fremur tilþrifalaust (bls. 293). 93

10 HELGA KRESS Fjölni 1843, en þar eru nýútkomin ljóðmæli Jóns á Bægisá meðal bóka. 22 Í fyrirlestrinum Yfirlit yfir fuglana á Íslandi sem Jónas flutti fyrir landa sína á fundi Íslendinga í Kaupmannahöfn 7. febrúar 1835 leggur hann áherslu á hve þrösturinn, sem hann flokkar undir söngfugla, komi snemma vors til landsins úr langferð sinni að sunnan, og setur fram eins og örsögu eða órímað ljóð: Hann kemur snemma á vorin og ætlar þá að deyja úr kulda; þá er hann heima við hús og bæi, og þið munið víst eftir hópunum sem stundum sátu á Bessastaðatúni. Engan okkar grunaði þá að þeir væru nýkomnir úr langferð lengst sunnan úr löndum. 23 Þótt þrösturinn komi snemma vors til landsins er það ekki hann sem boðar vorið í huga Jónasar, fremur en annarra Íslendinga, heldur lóan. Það er hún sem kemur fyrst. Hún er einnig fyrsti fuglinn sem Jónas nefnir í fyrirlestrinum um fuglana á Íslandi og setur fram í spurningu sem innifelur samsömun og samþykkjandi svar: Er það nokkur ykkar sem ekki hefur lifnað við þegar þið heyrðuð til lóunnar og hrossagauksins fyrst á vorin? 24 Þótt lóan sé söngfugl hentar hún ekki í Ég bið að heilsa þar sem orðræðan krefst fugls sem er karlkyns eins og ljóðmælandi og getur því verið staðgengill hans. Ástæða þess að Jónas strikar yfir grænan dal í eiginhandarritinu og setur lágan í staðinn kynni að vera sú að enn var dalurinn ekki orðinn grænn en einnig að honum hafi ekki þótt fara vel á því að láta græna litinn koma fyrir tvisvar með stuttu millibili, þ.e. á dalnum og skúfnum á húfu stúlkunnar. En svo virðist sem útgefendum hafi ekki líkað græni liturinn á skúfnum, sem var þó sá algengasti á skúfum, því að í prentuðu gerðinni hefur honum verið breytt í rauðan og orðið þar að auki gleiðletrað: r a u ð a n. Þessi áréttun með gleiðletri er alveg út úr stíl við annað í kvæðinu (nema ef vera skyldi við upphrópunarmerkið á eftir heiti þess í prentuðu gerðinni) og ómögulegt að túlka öðruvísi en sem skilaboð til prentara eða prófarkalesara um breytingu frá handriti, áréttingu þess að liturinn eigi að vera rauður jafnvel þótt það sé Bókafregn, Fjölnir, 6. ár, 1843, bls , hér bls. 73. Um höfunda bókafregnar, sjá fundargerð félagsfundar 29. mars 1843, Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 4/1926, bls Jónas Hallgrímsson, Yfirlit yfir fuglana á Íslandi, Ritverk Jónasar Hallgrímssonar III (Náttúran og landið), ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls , hér bls Sama rit, bls

11 SÖNGVARINN LJÚFI skrítinn litur á skúfum og stingi í stúf við klæðnað íslenskra kvenna. 25 Í greininni Með rauðan skúf ræða þau Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttur þessa breytingu og telja hana til mikilla bóta þar sem kvæðið hafi áður ekki verið annað en einfalt og blátt áfram kvæði um vorkomuna. 26 Í túlkun þeirra vísar rauði skúfurinn til rauðu húfunnar, bonnet rouge, sem borin var sem frelsistákn í frönsku byltingunni 1789 og endurvakin sem slík um Það segja þau að megi m.a. sjá hjá Heine, í eftirmálanum að Reisebilder, sem þeir Jónas og Konráð þýddu hluta úr og birtu í fyrsta árgangi Fjölnis Með vísuninni í bonnet rouge, eða die rote Mütze, sem þeir Konráð og Jónas þýða með skotthúfunni rauðu 27 verður stúlkan í kvæðinu að táknrænni kvenímynd sem stendur fyrir frelsi eða frjálsræði. 28 Til samræmis við það telja þau að söngvaranum hafi verið breytt í vorboðann sem með vindunum sunnan frá Frakklandi komi með skilaboð um pólitískt vor á Íslandi með fyrirheiti um nýja pólitíska skipan. Það sem þau Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir athuga ekki, í annars vandaðri grein, er að bonnet rouge var í frönsku byltingunni eingöngu borin af karlmönnum 29 og hjá þeim Heine, Jónasi og Konráði tilheyrir hún auk þess hirðfífli og er hreint grín. Allt um það kann vel að vera að Konráð hafi munað eftir þessari rauðu skotthúfu úr þýðingu þeirra Jónasar á Heine, hafi líkað við orðið á sama hátt og sumardalinn í þýðingu Jóns á Bægisá, og lagt til þessa breytingu með gleiðletri á síðustu stundu. Í skýringum við Ég bið að heilsa í útgáfunni á kvæðum Jónasar í eiginhandarriti bendir Ólafur Halldórsson á nafnlaust kvæði sem er ort tveimur árum eftir lát Jónasar og sýnir að höfundur hefur þekkt kvæði hans eins og það er í eiginhandarritinu. 30 Þetta kvæði er til í tveimur uppskriftum og hefur Í fræðilegri úttekt á litum skúfa í viðauka með grein þeirra Dicks Ringler og Áslaugar Sverrisdóttur kemur fram að á fjórða og fimmta áratug 19. aldar voru grænir silkiskúfar nánast allsráðandi á skotthúfum íslenskra kvenna. Sbr. Með rauðan skúf, bls Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, Með rauðan skúf, bls Frá Hæni, Fjölnir, 1. ár, 1835, bls , hér bls Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, Með rauðan skúf, bls Með greininni birta þau að vísu mynd af frægu málverki eftir franska málarann Delacroix af frelsisgyðju með rauða húfu, blaktandi fána og skotvopn að hvetja hóp fallandi karla. Þetta málverk telja þau að Jónas kunni að hafa þekkt af lýsingu Heines í bók hans um franska málara. Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir, Með rauðan skúf, bls Ólafur Halldórsson, Athugasemdir og skýringar, Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls , hér bls Í bréfi til Páls Melsteð, dagsettu í Kaupmannahöfn 5. júlí 1844, skrifar Jónas: Ég hafði fyrirvarann í vor og sendi kveðju 95

12 HELGA KRESS því gengið manna á milli. 31 Það er ort í orðastað konu sem í því er látin svara Jónasi í eins konar mótmynd: Líka var ég píka í peysu, / pilturinn minn varst ekki þú. / Ástin sumra fær eiturkveisu, / erlendis gleyma mey og trú. / Ég á mér sögu, stirðan stúf. / Starðu ekki á mig með grænan skúf. 32 Í þessu kvæði er skúfurinn grænn eins og í eiginhandarritinu og í því koma enn fremur fyrir orð sem kallast á við það en eru horfin í prentuðu gerðinni, eins og blíðmælin, þ.e. orðin blíðu, sem konan saknar, auk þess sem orðin söngur og syngja um skáldskap koma fyrir sem leiðarminni í svo til hverju erindi og kankast á við söngvarann ljúfa. Harður kostur Fjölnismenn voru mjög uppteknir af því hvernig fara skyldi með verk sem Fjölni bárust til birtingar og í lögum þeirra er sérstök grein þar að lútandi sem svo hljóðar: 16. gr. Sérhver grein, sem ætluð er í rit vort, er fyrst lesin á lögmætum fundi, og ef henni er veitt viðtaka, þá er hún tekin annaðhvort skildagalaust, eða með því skilyrði, að nokkru sé breytt. Síðan er kosin þriggja manna nefnd að grandskoða greinina, að höfundi viðstöddum, ef hann vill og getur, og segir nefndin honum, hvar sér þyki umbóta þörf, og hverra, ef mína með gamla Fjölni, því ég vissi ég mundi ekki heldur en vant er skrifa mörgum. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), bls Í bréfi til Brynjólfs Péturssonar, dagsettu á Saurum á páskadag 1844, biður Jónas hann að segja sér frá skipaferðum: En hvað líður nú skipaferðum, heillakarl! Mér ríður á að vita það sem greinilegast. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar II (Bréf og dagbækur), bls Eins og áður er nefnt, sbr. nmgr. 4, kynni hann að hafa sent Ég bið að heilsa með þessu bréfi því í svarbréfinu frá 10. apríl 1844 þakkar Brynjólfur honum fyrir vísuna um leið og hann gefur upplýsingar um skipaferðir. Hann skrifar: Ég þakka þér fyrir tilskrifin bæði og fyrir vísuna, því sjá það var allt gott. Þú vilt vita sem greinilegast hvað skipaferðum líður [ ]. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 48. Brynjólfur gefur Jónasi síðan nákvæmar upplýsingar um ferðir skipa til Íslands. Með einhverju þeirra hefur Jónas sent annað eintak af eiginhandarriti kvæðisins til óþekkts viðtakanda á Íslandi. Ólafur Halldórsson telur að uppskriftirnar tvær, JS 268, 4to (á Landsbókasafni) og Þjms (á Þjóðminjasafni) séu báðar eiginhandarrit höfundar, en það getur varla verið því að skriftin á þeim er mjög ólík. Athugasemdir og skýringar, Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls Sbr. uppskriftina í JS 268, 4to. Þótt kvæðið sé ort í orðastað konu er ekki þar með sagt að það sé eftir konu eins og Ólafur Halldórsson telur að verið geti, sbr. Athugasemdir og skýringar, bls. 312, og þau Dick Ringler og Áslaug Sverrisdóttir staðhæfa. Þá ályktun draga þau m.a. af varðveislu þess í kvæðasafni Kristrúnar Jónsdóttur, Lbs 4732, 4o, og þar með að hún sé höfundurinn. Sbr. Með rauðan skúf, bls

13 SÖNGVARINN LJÚFI henni hugsast það. Jafnan þegar einhverri grein hefur verið breytt, er hún lesin á fundi í annað sinn, og skýrt frá, hverju breytt sé, og af hverjum rökum, þar sem þess þykir þurfa. Nú er grein með skildaga tekin, og lætur höfundur sér það líka, en kemur sér ekki saman við nefndina, þá sker félagið úr, hvort það vill hafa greinina með þeim breytingum, sem gerðar eru. Í kvæðum eða ritgerðum fjarlægra manna verður engu breytt, nema þeirra sé leyfi til. 33 Samkvæmt lögunum þarf verk sem Fjölni berst að fara í gegnum mikið og formlegt ferli. Það er fyrst lesið upp á fundi sem annaðhvort hafnar því eða samþykkir skildagalaust eða með skildaga, þ.e. að því megi breyta. Ef verki var veitt viðtaka var kosin þriggja manna nefnd til að grandskoða verkið og breyta því til bóta ef þörf var á. Skyldi það gert í samráði við höfund. Að því loknu var það lesið upp á fundi í annað sinn og breytingar útskýrðar. Ef höfundur samþykkir ekki breytingarnar á verki sem tekið hefur verið með skildaga ræður fundur hvort verkið verður birt með breytingum nefndarinnar eða það verður ekki birt. Þótt tekið sé fram að engu megi breyta í fjarveru höfunda virðast þeir réttlausir. Verk þeirra sem tekið var með skildaga mátti birta með breytingum nefndarinnar hvort sem höfundur hafði samþykkt þær eða ekki. Munurinn á skildaga og skildagalaust reyndist í raun mjög óljós eins og fram kemur í umræðum. Þessi lagagrein var lengi í mótun og um hana spunnust miklar umræður þar sem Jónas hélt fram rétti sínum til að taka verk sitt til baka ef honum sýndist. Á fundi 4. febrúar 1843 lagði hann fram nokkur útlögð kvæði eftir Schiller og áskildi sér eftir lögunum að vera við þegar þriggja manna nefndin dæmdi um kvæðin. Honum hefur þótt ástæða til að taka það fram. Brynjólfur var ekki ánægður með að fá útlögð kvæði, vildi að Jónas hefði fyrst komið með frumkveðin kvæði, því þau myndu menn heldur kjósa, en Jónas kvaðst ráða hvað hann biði fyrst, og tækju menn það annaðhvort eða ekki. Síðan las hann upp útlagt kvæði eftir Schiller sem hann bað menn að taka [ ] eða fella. 34 Eftir nokkrar umræður ákvað fundurinn að taka útlögðu kvæðin þrjú eftir Schiller og var kosin nefnd til að skoða þau. Að Sbr. Lög Fjölnismanna hinna yngri, Eimreiðin 3/1927, bls , hér bls Lögin eru ekki dagsett og ekki er vitað hvenær, eða jafnvel hvort, þau voru formlega samþykkt í heild, en það myndi hafa verið síðla vors Umræður á fundum voru svo til eingöngu um 16. grein. Sjá einnig grein Björns M. Ólsen, Konráð Gíslason, Tímarit Hins íslenzka bókmenntafjelags 1891, bls. 1 96, hér bls Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 3/1926, bls

14 HELGA KRESS venju fékk Konráð flest atkvæði, tíu. Næstir komu þeir Brynjólfur Pétursson og Gísli Thorarensen með átta atkvæði hvor, en tólf voru á fundi. Ekki kemur fram hvort kvæðin voru tekin með skildaga eða skildagalaust. Á næsta fundi, 11. febrúar 1843, gerði Konráð formlega grein fyrir störfum nefndarinnar sem hefði haldið tvo fundi um útlögð kvæði Jónasar og hefði Jónas verið á þeim seinni. Á fyrri fundinum hefðu nefndarmenn skrifað athugasemdir sem þeir hefðu afhent höfundi. Ekki kemur fram hverjar athugasemdirnar voru en Jónas hafnar þeim og segir litlu muni verða breytt í kvæðunum. 35 Konráð sagðist þá efast um að nefndin hefði gert rétt í að fá höfundi athugasemdirnar í stað þess að fá þær fundinum beint. Um þetta urðu miklar deilur og einnig um það hvort höfundur mætti taka verk sitt til baka: Konráð Gíslason sagði höfundurinn mætti ekki taka ritgjörðina aftur, því hún var tekin áður á fundi og þá væri kynlegt að fella það aftur með breytingunum sem áður var tekið, þar sem nefndin átti að gera ritið betra hún átti ekki að gera það tækilegt, því það var tekið áður. 36 Við þessu brást Jónas og sagði að þótt félagið hefði tekið ritgjörð og kosið nefnd, og hefur hún fundið að, en höfundur getur ekki tekið þær breytingar, og finnur þó að ritgjörðinni er ábótavant þá á hann frjálst að taka aftur ritgjörð sína. Þetta samþykkir Konráð að geti verið skilningur lagagreinarinnar en vill þó bæta við því undarlega skilyrði að höfundur megi taka ritgjörð sína aftur nema því aðeins, að félagið vilji ekki missa hana. 37 Þetta er ómögulegt að skilja öðruvísi en félagið ráði. Athyglisvert er að Jónas viðurkennir að verkinu kunni að vera ábótavant og mun þar eiga við orðfærið sem var mjög til umræðu á fundum í Fjölnisfélaginu og nefndinni var einkum ætlað að breyta. Af umræðum um kvæði hans í fundargerðum má sjá að hann er tregur til að breyta og hræddur um að missa vald á eigin texta. Þetta kemur m.a. fram á fundi 25. febrúar 1843 þar sem enn er rætt um breytingar og rétt höfunda gagnvart nefnd og félagi. Jóhann Halldórsson spyr Konráð, sem hafði framsögu, hvort félagið megi láta prenta ritgerð sem sé breytt svo mikið að höfundur þekkir hana ekki aftur og vill ekki eiga hana, má þá félagið láta prenta hana að honum nauðugum? Þessu svarar Konráð ekki og Jóhann endurtekur spurninguna Sama rit, bls Sama rit, bls Sama rit, bls

15 SÖNGVARINN LJÚFI Undir hana tekur Jónas Hallgrímsson og vill fá að vita hvað felist í orðatiltækjunum skildagi og skildagalaust, sem séu ekki nógu ljós, og spyr hvort skildagi hafi verið hafður við kvæði sín. Þessu svara þeir Konráð og Brynjólfur einum rómi: Nei! Jónas segist þá ekki vita muninn á skildaga og skildagalaust og sé hann hræddur um að höfundar taki ritgerðir sínar aftur þegar þeir heyra skildagann, því það er harður kostur fyrir höfund að leyfa öðrum að breyta riti sínu eftir vild sinni. Þessu svarar Konráð með því að nefndin geri ekki breytingarnar, heldur höfundur eftir bendingum nefndarinnar. 38 Jónas vildi þá láta árétta það í lögunum að höfundar réðu breytingunum, en Konráð var á móti og tillaga Jónasar var felld. Kannski fyrir alla aðra en mig Samkvæmt lögunum mátti engu breyta í fjarveru höfundar nema með hans leyfi. Fyrir breytingum í leyfisleysi var þó löng hefð hjá ritstjórum Fjölnis. Þetta kemur vel fram í bréfaskiptum þeirra Tómasar Sæmundssonar, sem kominn var til Íslands, og félaga hans í Kaupmannahöfn sem sáu um útgáfu Fjölnis. Í bréfum sínum kvartar Tómas mjög undan breytingum sem þeir gera á handritum hans, og það þótt hann hafi í upphafi gefið þeim þrímenningum, redaktörum [...] fullkomið leyfi til að umbreyta eftir ykkar velþóknan, eins og hann segir í bréfi til þeirra, dagsettu í Laugarnesi 20. september 1834, um innganginn að fyrsta árgangi Fjölnis. 39 Þegar hann ári síðar fær Fjölni sendan með breytingunum sem þeir hafa gert á innganginum er honum misboðið. Í bréfi til Jónasar, dagsettu á Breiðabólstað 6. september 1835, viðurkennir hann að málið hafi fegrast, en svo fannst mér þó afhandlingin verða daufari og fjörminni en ég hafði ætlast til [...], sjóndeildarhringurinn verða miklu þrengri og þessi Weltansicht, sem ég hélt hún lýsti, verða að engu. Þá sýnist honum þeir fordæma allt, sem tekið er af historíunni til að gefa ræðunni stöðugleik, líf og fegurð og sem hið óratoriska element aldrei getur án verið. Um leið dregur hann í og úr með orðum eins og en og þó. Hann telur sjálfsagt, að allar smekkleysur, flovheder og svulst, sem hætt er við að þá skjótist inn með, verði hreint að útrýmast, en samt sé það ekki annað en náttúrlegt að jafnvel bestu umbreytingar komi hverjum höfundi undarlega fyrir fyrst, af því hann sér sinn þankagang afskorinn hvað eftir annað. Að öllu samanlögðu, segir hann svo, er þó víst inngangurinn góður, og kannske fyrir alla aðra en mig [...] Sama rit, bls Bréf Tómasar Sæmundssonar, bls Sama rit, bls Leturbreytingin er Tómasar. 99

16 HELGA KRESS Í öðru bréfi til Jónasar, dagsettu á Breiðabólsstað 1. febrúar 1839, ræðir Tómas enn breytingar þeirra félaga á handritum hans. Hann játar sem fyrr að málið hjá honum hafi þeir alltaf bætt. Hins vegar hafi þeir með tilliti til meiningarinnar breytt því þegar þeir hugðu sig sjá réttara til að fá hugarburð ykkar eður Yndlingsthema. Fyrir þær breytingar, segir hann, kann ég ykkur litlar þakkir, því þið sköðuðuð þá oft hugsanir mínar, er þið skilduð þær ekki, svo fyrir það vantar sumstaðar í, sumstaðar er fyrir það orðið meira á huldu, og vil ég þar oftast heldur eiga eins og áður var. 41 Tómas var fjarri þegar afhandlingum hans var ritstýrt, og það var líka Jónas þegar kvæði hans Ég bið að heilsa var lesið upp á fundi í Fjölnisfélaginu 13. apríl 1844 og sent í prentun, með veigamiklum breytingum með tilliti til meiningarinnar. Ómögulegt er að vita að hve miklu leyti Jónas samþykkti breytingarnar á kvæðinu. Frá því hann kom til Kaupmannahafnar að kvöldi 6. maí og þar til Fjölnir var búinn til ferðar, sbr. bréf frá Brynjólfi sem áður er vitnað til, voru aðeins fimm dagar. Jónas var á fundi í félaginu 9. maí þar sem endanlega var gengið frá prentuninni, en ekkert í fundargerð bendir til að kvæði hans hafi verið á dagskrá. Aftur á móti var hann ásamt Konráði kosinn í nefnd til að lesa ritgerð eftir Brynjólf um alþingi sem tekin hafði verið með öllum atkvæðum þeirra sex sem á fundi voru. 42 Ritgerðin birtist aftast í Fjölni þetta ár svo að eitthvert svigrúm hefur verið til umræðu um kvæði Jónasar. Til þess bendir einnig að Ég bið að heilsa er aftarlega í ritinu og stendur þar sér, en önnur kvæði eftir Jónas, einnig send frá Sórey, eru þar framarlega og standa saman. 43 Það er því ósennilegt að kvæðið hafi verið birt með breytingunum án hans vitundar, hvort sem honum hefur líkað það betur eða verr Sama rit, bls Í þessu sambandi er vert að benda á ritstýringu Finns Magnússonar á eiginhandarriti Bjarna Thorarensen að kvæðinu, Íslands minni (Eldgamla Ísafold), við fyrstu prentun þess 1819, þar sem hann breytir ljóðlínu Bjarna: og guma girnist mær í málleysuna og gumar girnast mær. Með þessu breytir hann konunni (meyjunni) úr geranda í viðfang, hefur ekki skilið að hún er fjallkonan, landið persónugert. Með misskilningi Finns hefur kvæðið svo verið prentað, lært og sungið allar götur síðan. Um frekari umræðu, sjá grein mína Guma girnist mær, Véfréttir sagðar Vésteini Ólasyni fimmtugum, Reykjavík: [s.n.], 1989, bls ; endurpr. í Helga Kress, Speglanir. Konur í íslenskri bókmenntahefð og bókmenntasögu. Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 2/1927, bls Það vekur athygli að á eftir Yfirliti efnisins og leiðréttingu á prentvillum í sama árgangi Fjölnis kemur svofelld Leiðrétting við Ég bið að heilsa sem hafði birst þar ómerkt : Á bls. 106 vantar J.H. undir kvæðið. Þar sem athugasemdin á aðeins við um Ég bið að heilsa, en ekki önnur kvæði Jónasar í heftinu sem einnig birtust þar ómerkt, er engu líkara en einhver vafi hafi leikið á höfundarrétti þess, eða jafnvel að Jónas hafi ekki viljað við það kannast í fyrstu. Í fyrri árgöngum Fjölnis eru kvæði Jónasar ekki sérstaklega merkt honum, en í næsta árgangi eru þau öll merkt stöfunum J.H. 100

17 SÖNGVARINN LJÚFI Það er fullgerð sonnetta Tveimur árum eftir lát Jónasar árið 1845 komu ljóðmæli hans fyrst út á bók, Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, Um prentunina sáu þeir Brynjólfur og Konráð, og enn eru þeir að breyta. Oft eru þetta augljósar lagfæringar á misfellum sem þeir kalla svo. Til að mynda sleppa þeir upphrópunarmerkinu á eftir heitinu Ég bið að heilsa, einnig inndregnu línunum í uppsetningunni og gleiðletruninni á rauða skúfnum. 44 En þeir breyta fleiru en misfellum. Það útskýra þeir í formála þar sem þeir segjast hafa breytt einstaka orðatiltæki í kvæðum sem áður hafi birst á prenti þar sem þeir hafi vitað til að höfundurinn var búinn að breyta þeim sjálfur. Og víst er um það, segja þeir, ef hann hefði lifað og komið sjálfur á prent ljóðmælum sínum, þá mundi hann hafa lagað flestar þær misfellur, sem þar kunna að finnast. 45 Þannig hafa þeir Jónas sjálfan fyrir breytingunum og hafa hans leyfi. Sem dæmi um orðatiltæki sem þeir hafa breytt benda þeir á ljóðlínu úr kvæðinu til Gaimard þar sem hjarðir kátar í áður prentuðu ljóði Jónasar verða hjarðir á beit. 46 Hér skipta þeir ekki aðeins út orði eins og þeir sjálfir telja heldur breyta ljóðmynd. Kindur á beit eru algengar í íslensku landslagi Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, B. Pjetursson og K. Gíslason hafa sjeð um prentunina, Kaupmannahöfn 1847, bls Eftir þessum lagfæringum á misfellum (sbr. formála ritstjóra, bls. IV) hafa síðan flestar útgáfur farið. Upphrópunarmerkið og gleiðletrunin (í formi skáleturs) eru þó komin inn aftur í heildarútgáfunni frá 1989, sbr. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóð og lausamál), bls Í skýringum er tekið fram að fylgt sé frumprentuninni í Fjölni. Það stemmir þó ekki alveg því að uppsetning er ekki með inndregnum línum án þess að það frávik frá ritstjórnarreglum sé rætt. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV (Skýringar og skrár), ritstj. Haukur Hannesson, Páll Valsson og Sveinn Yngvi Egilsson, Reykjavík: Svart á hvítu, 1989, bls Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, 1847, bls. IV. Kvæðið Til herra Páls Gaimard var áður prentað fyrir veislu til heiðurs Gaimard og sungið þar, sbr. sérprent í NKS 3282, 4to. Í eiginhandarritinu sem prentað var eftir eru hjarðirnar fyrst feitar en yfir það orð strikað og ritað kátar fyrir ofan línu. Til áréttingar réttum texta hefur Páll Melsteð kvittað á eiginhandarritið: Jónas Hallgrímsson sjálfur skrifaði 11ta Jan þetta blað. P.M. Sbr. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls Enginn útgefandi hefur samt farið eftir þessum vottaða leshætti, og jafnvel ekki þótt hann sé sannanlega í frumprentuninni, en valið að fylgja þeim Brynjólfi og Konráði á kostnað skáldsins sjálfs. Í skýringum við kvæðið í heildarútgáfunni frá 1989 segjast ritstjórar hafa vikið frá frumprentuninni og valið hjarðir á beit þar sem þetta sé eina línan sem útgefendur Ljóðmæla 1847 geri grein fyrir að skáldið hafi breytt í lifanda lífi og er því tekið tillit til hennar. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV (Skýringar og skrár), bls Þeir athuga ekki að þeir Brynjólfur og Konráð nefna þetta sem aðeins eitt dæmi um breytingar sem Jónas hafi þegar gert eða viljað gera og eigi við fleiri. 101

18 HELGA KRESS og ekkert sérstakt við það en kátar kindur hefur þeim Konráði fundist of kímilegar, svo að vitnað sé til athugasemda þeirra í bréfinu til Jónasar frá 10. apríl Af svipuðum ástæðum breyta þeir myndmáli í Gunnarshólma, þar sem blikar í laufi birkiþrastasveimur, sbr. Fjölni 1838, bls. 33, verður blikar í lofti birkiþrastasveimur og skógarmyndin með laufinu sem hluta fyrir heild (pars pro toto) strikuð út. Með þessari breytingu úr laufi í loft var svo kvæðið prentað í næstu útgáfum á ljóðum Jónasar. 47 Í skýringum aftanmáls við prentun kvæðisins í heildarútgáfunni, 1. bindi frá 1929, gerir Matthías Þórðarson grein fyrir breytingunni þar sem hann telur líklegt að orðinu hafi verið breytt af Jónasi sjálfum eftir að kvæðið var prentað í Fjölni, og að þeim Brynjólfi og Konráði hafi verið kunnugt um það, er þeir gáfu kvæðið út í 1. útg. 48 Frá þessu víkur Sigurður Nordal við prentun kvæðisins í Íslenskri lestrarbók frá 1942 þar sem hann velur lesháttinn blikar í laufi eftir fyrstu prentun kvæðisins í Fjölni fyrir blikar í lofti sem hafi staðið í öllum síðari útgáfum og hann segist vera hræddur um að sé leiðrétting Konráðs Gíslasonar. 49 Það kemur víða fram að þeir Brynjólfur og Konráð áttu erfitt með að skilja skáldskaparmál og furðuðu sig því oft á skáldskap Jónasar sem þeim Sbr. Rit Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóðmæli), Jón Ólafsson og Jón Sigurðsson hafa séð um útgáfuna, Reykjavík: Jóh. Jóhannesson, 1913, bls. 70, og Ljóðmæli og önnur rit eftir Jónas Hallgrímsson, ritnefnd Björn Jensson, Hannes Hafsteinn (svo!), Jón Sveinsson, Konráð Gíslason og Sigurður Jónasson, Kaupmannahöfn: Hið íslenzka bókmenntafjelag, 1883, bls. 53. Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), bls. 335, sbr. einnig kvæðið sjálft á bls. 51. Það kemur á óvart að Matthías, sem var að öðru leyti gagnrýninn á þá Brynjólf og Konráð, skuli trúa þeim hér. Það gerir hann ekki hvað varðar Ég bið að heilsa sem hann í trássi við þá setur upp eins og í eiginhandarritinu, með síðasta erindinu óskiptu. Rit eftir Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), bls. 133, sbr. einnig fræðilegar skýringar hans og sannfærandi rök á bls Eftir þessari uppsetningu kvæðisins fer Sigurður Nordal í Íslenskri lestrarbók frá 1942 nema hann bætir enn um betur og hefur punkt á eftir í peysu, þannig að síðasta línan, niðurstaða kvæðisins fær meira vægi sem sjálfstæð málsgrein. Íslenzk lestrarbók , Reykjavík: Bókaverzlun Sigfúsar Eymundssonar, 1942, bls. 70. Sigurður Nordal, Formáli, Íslenzk lestrarbók , bls. 5 8, hér bls. 7. Myndmálið útskýrir hann með því að Jónas hafi hugsað sér skógana svo hávaxna, að þrestirnir væru á sveimi meðal laufkróna trjánna. Í grein um Gunnarshólma tekur Hannes Pétursson undir þessa skýringu og telur eldri gerðina fegurri og í fullu samræmi merkingarlega við það sem næst kemur. Hannes Pétursson, Atriði viðvíkjandi Gunnarshólma, Kvæðafylgsni. Um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson, Reykjavík: Iðunn, 1979, bls , hér bls

19 SÖNGVARINN LJÚFI fannst ýmist of kímilegur, kátlegur, eiendommelig eða skrítinn, 50 ef þeir þá skildu hann yfirleitt. Þetta má m.a. lesa út úr bréfi frá Brynjólfi til Jónasar, dagsettu í Kaupmannahöfn 11. mars 1844, þar sem hann hafnar kvæðinu Alsnjóa sem Jónas hafði sent honum frá Sórey af því hann skilur það ekki og treystir sér ekki til að breyta. Hann ber það því ekki undir fund í Fjölnisfélaginu eins og önnur kvæði eftir Jónas sem samþykkt voru og sett í nefnd til skoðunar og breytinga. Brynjólfur ritar: Vísuna Alsnjóa, hefi ég ekki viljað lesa upp, og ber það til þess, að þó hún sé mikið skáldleg í rauninni, og ef til vill skáldlegust af þeim öllum, þá er miðerindið so kátlegt, að ég naumast skil það, að minnsta kosti ekki seinni partinn, og stendur sig á blæju breiðri, býr þar nú undir jörð í heiðri. 51 Vandamálið er skáldskapurinn, sem Brynjólfur ræður engan veginn við. Það er eins og hann átti sig ekki á að blæjan breiða er jökulbreiðan sem hylur jörðina og titill ljóðsins einnig vísar til. Kvæðið er of skáldlegt, og ekki nóg með það heldur skáldlegast af öllum og því hvort tveggja í senn óskiljanlegt og kátlegt, þ.e.a.s. það víkur um of frá orðunum, einræðri merkingu hins viðurkennda og opinbera tungumáls. 52 Í rannsóknasögunni hefur verið litið á þetta kvæði sem ófullgert, þ.e. uppkast, orð sem gjarnan hefur verið haft um Ég bið að heilsa í eiginhandarritinu. 53 Þessu mótmælir Sigurður Nordal í grein um Alsnjóa og segir: Sbr. t.a.m. bréf Brynjólfs til Jónasar, dagsett í Kaupmannahöfn 12. febrúar 1844, þar sem hann segir frá viðbrögðum við Dalvísu sem hann hafi lesið upp á fundi og félagsmönnum fundist falleg og skrítin, en honum sjálfum eiendommelig og original. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 44. Kvæðið las Brynjólfur upp á fundi 20. janúar 1844, sbr. fundargerð, en þar kemur ekkert fram um viðbrögð og heldur ekki hvort kosin hafi verið nefnd til að skoða kvæðið. Fundabók Fjölnisfélags, Eimreiðin 1/1927, bls. 84. Bréf Brynjólfs Péturssonar, bls. 46. Þannig urðu bókmenntirnar á vissan hátt keppinautur textafræðinnar, eins og Eiríkur Guðmundsson orðar það, teymdu tungumálið frá nöktu veldi ræðunnar að ótaminni tilveru orðanna, óumræðilegum orðum, sbr. orðalag Konráðs í bréfi til Jónasar (ekki Brynjólfs eins og misritast hefur hjá Eiríki), sbr. Eiríkur Guðmundsson, Gefðu mér veröldina aftur. Um sjálfsævisöguleg skrif Íslendinga á átjándu og nítjándu öld með hliðsjón af hugmyndum Michels Foucault, Studia Islandica 55, Reykjavík: Bókmenntafræðistofnun Háskóla Íslands, 1998, bls. 96. Bréf Konráðs er dagsett í Kreischa 25. júní 1844, skömmu eftir útkomu Fjölnis og gæti vísað til skoðanaskipta þeirra Jónasar um orð í skáldskap. Bréf Konráðs Gíslasonar, Aðalgeir Kristjánsson bjó til prentunar, Reykjavík: Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi, 1984, bls. 94. Orðið kemur fyrst fyrir í útgáfu þeirra Jóns Ólafssonar og Jóns Sigurðssonar frá Kaldaðarnesi, í skýringum við kvæðið þar sem þeir taka fram, einnig fyrstir útgefenda, 103

20 HELGA KRESS Hér er ekki um það að ræða, að þetta kvæði sé ófullgert eða Jónas hafi verið illa fyrir kallaður og þurft að flýta sér. Í Sórey leið Jónasi svo vel að hann hafði ekki áður átt jafngóðu að fagna oft um dagana [...]. Hann orti þá líka eða lauk a.m.k. við sum af ljúfustu kvæðum sínum, svo sem Dalvísu og Ég bið að heilsa. Og þótt hann hefði hug á að liðsinna Fjölni, var ekkert, sem rak á eftir honum að láta neitt frá sér hálfgert, enda nóg tóm og næði til þess að vanda sig Ekki er frekar ástæða til að ætla að Jónas hafi sent frá sér kvæðið Ég bið að heilsa ófullgert, og það ekki aðeins til útgefenda Fjölnis heldur einnig til Íslands. Engar heimildir eru fyrir því að hann hafi nokkru sinni sent frá sér kvæði sem hann var ekki búinn með. Þvert á móti var honum mjög sárt um kvæði sín og afskipti annarra af þeim, eins og m.a. má sjá af heitum umræðum um rétt höfunda og breytingar á verkum þeirra í fundargerðum Fjölnisfélags. Ég bið að heilsa er sonnetta, sú fyrsta á íslensku, ort á vormánuðum Tæpu ári síðar, undir lok ævi sinnar, sennilega á nýársdag 1845, orti Jónas aðra sonnettu. Hún ber ekki heiti í eiginhandarritinu sem varðveist hefur, en hefst á orðunum: Svo rís um aldir árið hvert um sig. 55 Má því segja að hann hafi ekki alveg lokið henni, enda sendi hann hana ekki frá sér og hún birtist fyrst að honum látnum sem ófullgert kvæði í útgáfu þeirra Brynjólfs og Konráðs á ljóðum Jónasar 1847, undir heitinu Brot. 56 Eins og Matthías Þórðarson bendir á fyrstur manna í heildarútgáfu sinni, 1. bindi 1929, skildu útgefendur ekki að kvæðið var sonnetta. Hann segir: Þetta merkilega kvæði er bersýnilega heilt; það er fullgerð sonetta, sbr. kvæðið Ég bið að heilsa [...]. Hefir þó verið kallað brot í útg. 57 Þeir Brynjólfur og Konráð áttað handrit Jónasar að þessu kvæði sé til, uppkast með útstrikunum. Rit Jónasar Hallgrímssonar I (Ljóðmæli), 1913, bls Í heildarútgáfunni frá 1989 er kvæðið birt í skýringum eins og það leit út í uppkasti skáldsins, sbr. Ritverk Jónasar Hallgrímssonar IV (Skýringar og skrár), bls. 186; sbr. einnig Páll Valsson, Jónas Hallgrímsson. Ævisaga, Reykjavík: Mál og menning, 1999, bls. 413, þar sem hann fjallar um uppkast skáldsins (orðið kemur fyrir þrisvar á blaðsíðunni) sem skáldið breytir. Sigurður Nordal, Alsnjóa. Fáeinar athugasemdir um lítið kvæði eftir Jónas Hallgrímsson, Nýtt Helgafell 4/1957, bls , hér bls. 159; endurpr. í Undir Hraundranga. Úrval ritgerða um Jónas Hallgrímsson. Kvæði Jónasar Hallgrímssonar í eiginhandarriti, bls Ljóðmæli eftir Jónas Hallgrímsson, 1847, bls Rit eftir Jónas Hallgrímsson I (Ljóðmæli, smásögur og fleira), bls Kvæðinu gefur Matthías heitið Á nýjársdag. 104

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

2 T e x t a r o g t ú l k u n

2 T e x t a r o g t ú l k u n TEXTAR OG TÚLKUN 1 2 T e x t a r o g t ú l k u n 3 Sveinn Yngvi Egilsson TEXTAR OG TÚLKUN Greinar um íslensk fræði Háskólaútgáfan Reykjavík 2011 4 T e x t a r o g t ú l k u n Eftirfarandi greinar hafa

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11

1.3 Jean Luc Nancy um skynjun og tilveru Almennt um innsetningar Judith Rugg um innra og ytra rými... 11 Samantekt Í þessari ritgerð er fjallað um rými og innsetningar og sérstaklega verk Elínar Hansdóttur Path og Parallax. Elín er ungur, íslenskur listamaður sem hefur vakið mikla athygli á síðustu árum með

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

Snemma hafði jeg yndi af óð

Snemma hafði jeg yndi af óð Hugvísindasvið Snemma hafði jeg yndi af óð Herdís og Ólína Andrésdætur Ritgerð til BA-prófs í almennri bókmenntafræði Ingveldur Thorarensen Maí 2014 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði

More information

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg.

VESTANPÓSTUR. Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi. Meðal efnis: Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. STO FNA Ð 1945 VESTANPÓSTUR Janúar 2006 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 18. árg. Meðal efnis: Heimsókn til ísfirskra víkinga í Noregi VESTANPÓSTUR 2006 Ábyrgðarmaður: Guðfinnur Kjartansson

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi?

Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? Ritrýnd grein Tímarit Hins íslenska náttúrufræðifélags Hörður Kristinsson Fjallkrækill Fyrsta fórnarlamb hlýnandi loftslags á Íslandi? S íðustu áratugina hafa menn mikið velt fyrir sér áhrifum hlýnandi

More information

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]!

[fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Hugvísindasvið [fjou:lɪð] mitt er svo [fuŋkt]! Um skiptihljóðið /f/ í máli stúlku á fimmta ári Ritgerð til B.A.-prófs Rannveig Garðarsdóttir Maí 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Íslenska [fjou:lɪð]

More information

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi

Sveiflur og breyttar göngur deilistofna. norðaustanverðu Atlantshafi í norðaustanverðu Atlantshafi Jóhann Sigurjónsson Hafrannsóknastofnun Grand Hótel, Reykjavík, 21.-22. nóvember 2013 Efni erindis Deilistofnar Ástand og horfur Uppsjávar þríeykið Norsk-íslensk síld-kolmunni-makríll

More information

Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti

Gönguskáldið. Sveinn Yngvi Egilsson. Á vegum úti Sveinn Yngvi Egilsson Gönguskáldið Á vegum úti Í Vesturheimi og víðar um lönd stendur ferðin og tákn hennar lestin, rútan, bíllinn, vegurinn fyrir frelsi einstaklingsins og möguleikana sem eru á næsta

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns

Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Háskóli Íslands Hugvísindasvið Einhvers staðar á milli Schuberts og Sigvalda Kaldalóns Um sögu og eðli íslenskra einsöngslaga Íslenska Ritgerð til B.A.-prófs í íslensku Guðrún Brjánsdóttir Kt.: 271195-2499

More information

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú- staðnám. Bókalisti - Vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú- staðnám Bókalisti - Vorönn 2018-2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig

Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Hugvísindasvið Enginn maður hér á landi, annar en ég, hefur rétt til að lesa Der Tod in Venedig Þórður Sigtryggsson, Mennt er máttur og íslenzk menning á tuttugustu öld Ritgerð til M.A.-prófs Svavar Steinarr

More information

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin

Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Klettafjöllin og Grand Canyon 1 Klettafjöllin, Grand Canyon og Laramide byltingin Kristbjörg María Guðmundsdóttir Eitt af fallegustu handverkum náttúruaflanna er án efa að finna í vesturhluta Norður-Ameríku.

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Könnunarverkefnið PÓSTUR

Könnunarverkefnið PÓSTUR Könnunarverkefnið PÓSTUR Þáttakenndur í verkefninu UM PÓST Rauði hópur Vor 2010 Börn fædd 2005 Hópstjóri: Tatjana Lind Jónsson Unnið var með Könnunaraðferðinni (The Project Approach). Stuðst var við bókina

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri

Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Hugvísindasvið Skítsama um allt, frá hægri eða vinstri Pólitíkin og pönkið Ritgerð til B.A.-prófs Valur Gunnarsson Janúar 2010 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Almenn bókmenntafræði Skítsama um allt, frá

More information

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness

MEÐAL ANNARRA ORÐA. Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness MEÐAL ANNARRA ORÐA Um aðferðafræði og vinnubrögð við ritun ævisögu Halldórs Laxness Hannes Hólmsteinn Gissurarson, Halldór 1902-1932. Ævisaga Halldórs Kiljans Laxness. Almenna bókafélagið. Reykjavík 2003.

More information

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd

10. tbl nr Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar. Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd 10. tbl. 2009 nr. 439 Viktor Arnar Ingólfsson skrifar: Starfsmaður í nærmynd Eymundur Runólfsson forstöðumaður áætlanaog umhverfisdeildar um starfið og verkefnin Það fer að styttast í að Eymundur Runólfsson

More information

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir

Hugvísindasvið. Lesið í landið. Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag. Ritgerð til B.A.-prófs. Ásta Hermannsdóttir Hugvísindasvið Lesið í landið Fyrirbærafræði, fornleifaskráning og menningarlandslag Ritgerð til B.A.-prófs Ásta Hermannsdóttir Janúar 2011 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Fornleifafræði Lesið í landið

More information

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 50. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 15. DESEMBER 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Þegar ritstjóri

More information

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017

Innihaldsyvirlit. til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor. seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit til vegleiðing umsiting av kundum í FSL-debitor seinast dagført 15. aug. 2017 Innihaldsyvirlit...1 Upprættan av kundum við INDIVID...2 Allar fyritøkur og persónar, ið hava føroyskt A-,

More information

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma

Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gengið og verðlagsmælingar til mjög langs tíma Gylfi Magnússon Viðskiptafræðideild Ritstjóri Ingjaldur Hannibalsson Rannsóknir í félagsvísindum XIII. Erindi flutt á ráðstefnu í október 2012 Reykjavík:

More information

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write

Til að forritið vinni með Word þarf að hlaða niður á tölvuna forritsstubbnum Cite While You Write Veflæga heimildaskráningarforritið EndNote Web er notað til að halda utan um tilvísanir og búa til heimildaskrár. Hægt er að flytja tilvísanir úr bókasafnsskrám og gagnasöfnum inn í forritið. EndNote Web

More information

SÖKUM ÞESS ÉG ER KONA

SÖKUM ÞESS ÉG ER KONA Víg Kjartans Ólafssonar og upphaf leikritunar íslenskra kvenna I Íslensk leikritun á sér rætur í svokallaðri herranótt, leikjum skólapilta í Skálholti sem rekja má til fyrri hluta 18. aldar. Þetta voru

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði

Hin grátandi kona. Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso. Ritgerð til BA- prófs í listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg aðferðafræði og verk Doru Maar og Picasso Ritgerð til BA- prófs í listfræði Maríanna Jónsdóttir Janúar 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Hin grátandi kona Kynjafræðileg

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj!

Hlið við hlið. Ástráður Eysteinsson. Tapað-fundið í framandi borgum. Borg ohoj! Borg ohoj! Hlið við hlið Tapað-fundið í framandi borgum Eftirfarandi línur eiga rætur í margbreytilegri borgarreynslu. Þær tengjast efnislegu þéttbýli sumar eru sóttar til hugleiðinga um Kaupmannahöfn

More information

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications

Wind to Hot water MILL Detailed Specifications MILL 2700 Detailed Specifications Generator Type 3 phase generator with high-quality permanent magnets. Cast aluminium body. Generator Weight 25 kg Blade/Rotor Construction 3 Blades, Advanced injection

More information

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar

Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Hugvísindasvið Dystópíur uppgangskynslóðarinnar Dystópíur François Truffaut og Jean-Luc Godard og áhrif maí 1968 Ritgerð til BA-prófs í kvikmyndafræði Sigurður Helgi Magnússon Maí 2013 Háskóli Íslands

More information

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article.

Hvað er bók? Linköping University Post Print. Steingrímur Jónsson. N.B.: When citing this work, cite the original article. Hvað er bók? Steingrímur Jónsson Linköping University Post Print N.B.: When citing this work, cite the original article. Original Publication: Steingrímur Jónsson, Hvað er bók?, 1998, Bókasafnið, (22),

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 18. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ ÍSLENSKA SIA.IS ICE 54848 05/11 GÓÐIR

More information

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum

Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Menntavísindasvið Háskóla Íslands Grein birt 31. desember 2010 Freyja Birgisdóttir Einstaklingsmunur og þróun læsis hjá fjögra til sjö ára börnum Kynntar verða niðurstöður langtímarannsóknar á þroska,

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á Íslandi um og upp úr The Icelandic climate project of Jónas Hallgrímsson

Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á Íslandi um og upp úr The Icelandic climate project of Jónas Hallgrímsson Jónas Hallgrímsson og veðurathuganir á Íslandi um og upp úr 1840 The Icelandic climate project of Jónas Hallgrímsson and the Icelandic Society of Letters in the 1840s Trausti Jónsson Hilmar Gunnþór Garðarsson

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir

CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE-verkefniðog landgerðabreytingar á Íslandi milli 2000 og 2006. Kolbeinn Árnason Ingvar Matthíasson Ásta Kr. Óladóttir CORINE: Coordination of information on the environment eða: Samræming umhverfisupplýsinga

More information

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 11. HEFTI ÓÐFRÆÐIFÉLAGIÐ BOÐN ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON REYKJAVÍK RITSTJÓRAR

SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 11. HEFTI ÓÐFRÆÐIFÉLAGIÐ BOÐN ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON REYKJAVÍK RITSTJÓRAR SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 11. HEFTI RITSTJÓRAR ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON ÓÐFRÆÐIFÉLAGIÐ BOÐN REYKJAVÍK 2013 Són er helguð óðfræði og ljóðlist Útgefandi Óðfræðifélagið Boðn Ritstjórar

More information

Að störfum í Alþjóðabankanum

Að störfum í Alþjóðabankanum Tímarit um viðskipti og efnahagsmál, útgáfa 2007-2008 Að störfum í Alþjóðabankanum Jónas H. Haralz JEL flokkun: G21, G28, N16, N26, N46 Lykil hugtök: Alþjóðabankinn, Suður-Ameríka, efnahagsmál, hagsaga,

More information

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg.

VESTANPÓSTUR. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13. Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. VESTANPÓSTUR Janúar 2008 Útgefandi: Ísfirðingafélagið í Reykjavík 1. tbl. 20. árg. Munið Sólarkaffið, 25. janúar á Broadway! sjá nánar á bls. 13 Staðfesting Gegn framsali Eingöngu er hægt Ávísunin gildir

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 19. TBL 2. ÁRG. FIMMTUDAGUR 12. MAÍ 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ Saman látum við hjólin snúast GRUNNNÁM

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir

Maðurinn í málverki. eftir Ragnar Þórisson. Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 1 Maðurinn í málverki eftir Ragnar Þórisson Listaháskóli Íslands Myndlistardeild B.A.-ritgerð (janúar 2010) Leiðbeinandi: Ragna Sigurðardóttir 2 Efnisyfirlit INNGANGUR 3 ABSTRAKTMYNDIR 3 Þrír málarar abstrakt

More information

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR

KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR KV 2018-3 KVER HAFRANNSÓKNASTOFNUNAR Greining á mögulegum eldisuppruna 12 laxa sem veiddust í tveimur ám á Vestfjörðum árið 2017 Analysis of 12 salmon caught in two rivers in the Icelandic Westfjords 2017

More information

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu

Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Áhrif upplýsingarinnar sem koma fram í völdum ritum um veraldleg efni eftir aðra Íslendinga en Magnús Stephensen frá tímabilinu 1796 1820 Ritgerð til BA-prófs í

More information

Leitin að hinu sanna leikhúsi

Leitin að hinu sanna leikhúsi Hugvísindasvið Leitin að hinu sanna leikhúsi Grimmdarleikhús Antonin Artaud og skrif Jean Genet fyrir leiksviðið Ritgerð til BA-prófs í Almennri bókmenntafræði Haukur Hallsson Janúar 2013 Háskóli Íslands

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Nú ber hörmung til handa

Nú ber hörmung til handa Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima og áform um mosku í Reykjavík Kolbrá Höskuldsdóttir Lokaverkefni til MA gráðu í Hagnýtri þjóðfræði Félagsvísindasvið Nú ber hörmung til handa Viðhorf til múslima

More information

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software.

Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Heimildaskrá Ritaðar heimildir Ari Teitsson. (2005, 8. nóvember). Til upprifjunar. Bændablaðið, bls. 6. Berry, T., (1996). Business Plan Pro. Oregon: Palo Alto Software. Bændasamtök Íslands (2005). Hagtölur

More information

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu

Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Reykjavík, 20. mars 2018 R17050148 1312 Borgarráð Listi yfir ferðir kjörinna fulltrúa og embættismanna árið 2017 á skrifstofum miðlægrar stjórnsýslu Á fundi borgarráðs þann 18. júní 2015 var samþykkt að

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Áhrif lofthita á raforkunotkun

Áhrif lofthita á raforkunotkun Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Júlí 2017 Áhrif lofthita á raforkunotkun Orkuspárnefnd Orkustofnun Júlí 2017 Útgefandi: Orkustofnun, Grensásvegi 9, 108 Reykjavík Sími: 569 6000, Fax, 568

More information

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919

Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Gögn um Kötlugosið 1918: Ljósmyndir Kjartans Guðmundssonar úr ferðum á Mýrdalsjökul í júní og september 1919 Magnús T. Guðmundsson Þórdís Högnadóttir Raunvísindastofnun Háskólans maí 2001 RH-08-2001 1

More information

Tveggja heima sýn. Hugvísindasvið. Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar. Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum

Tveggja heima sýn. Hugvísindasvið. Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar. Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum Hugvísindasvið Tveggja heima sýn Ljóðagerð fjögurra skálda frá sjálfstæðisbaráttu til alþingishátíðar Ritgerð til MA.-prófs í bókmenntum Leiðbeinandi: Sveinn Yngvi Egilsson prófessor Þorsteinn G. Þorsteinsson

More information

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM

10/25/16 APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA APA-STAÐALL ÚTGÁFUREGLUR APA MAT Á HEIMILDUM APA-STAÐALL APA-KERFIÐ MEÐFERÐ OG NOTKUN HEIMILDA Tinna Jóhanna Magnusson 24. október 2016 American Psychological Association, 6. útgáfa Kerfi yfir skráningu heimilda og vísun í þær Íslensk útgáfa: skrif.hi.is/ritver

More information

4. Newton s Laws of Motion

4. Newton s Laws of Motion 4. Newton s Laws of Motion dynamics hreyfifræði 107 Newton s law of motion hreyfilögmál Newtons 107 classical (Newtonian) mechanics klassísk (Newtonsk) aflfræði 107 force kraftur 108 contact force snertikraftur

More information

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is

Gleðilega hátíð. JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA. Landsbankinn landsbankinn.is REYKJAVIK PRIDE 2. 7. ÁGÚST FREE COPY HINSEGINDAGAR.IS Gleðilega hátíð JÓNSSON & LE MACKS jl.is SÍA Landsbankinn landsbankinn.is 410 4000 VELKOMIN Á HINSEGIN DAGA 2016 WELCOME TO REYKJAVIK PRIDE 2016 Sagan

More information

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi?

Umhyggja. Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns. Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Umhyggja Afstaða nemenda með sérþarfir til skólans síns Brýtur þjónustukerfið mannréttindi? Sömu námskröfur gerðar til langveikra sem og annarra í MH en aðstoð og aðlögun stundum nauðsynleg 2. tbl. 13.

More information

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr

Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Notkun á dýrum í listsköpun: Dýr sem list og list sem dýr Listamaðurinn Heimir Björgúlfsson Svana Björg Ólafsdóttir Ritgerð til BA-prófs í listfræði Maí 2016 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Háskóli Íslands

More information

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist

Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Grafísk hönnun og hip-hop Þróun umslagahönnunar í hip-hop tónlist Daði Oddberg Einarsson Lokaritgerð til BA-prófs Listaháskóli Íslands Hönnunar- og arkitektúrdeild Desember 2016 Grafísk hönnun og hip-hop

More information

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006

Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Samanburður á meintri dulrænni reynslu Íslendinga árin 1974 og 2006 Erlendur Haraldsson Árin 1974-1975 framkvæmdi höfundur, þá nýráðinn lektor í sálfræði við Háskóla Íslands, umfangsmikla könnun um dulræna

More information

KENNSLULEIÐBEININGAR

KENNSLULEIÐBEININGAR Þorsteinn Helgason Miðaldafólk á ferð KENNSLULEIÐBEININGAR Efnisyfirlit Til kennara.... 3 Fólk á ferð á miðöldum... 4 Guðríður Þorbjarnardóttir... 6 Pílagrímar og krossfarar.... 8 Silkileiðin og Markó

More information

Eftirprentanir Ragnars í Smára

Eftirprentanir Ragnars í Smára Hugvísindasvið Eftirprentanir Ragnars í Smára Aðdragandi, tilurð, tilgangur Ritgerð til BA-prófs í listfræði Karólína Ósk Þórsdóttir Maí 2015 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Listfræði Eftirprentanir Ragnars

More information

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur

Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Útvarpssendistaður á Úlfarsfelli Tæknilegar forsendur Kynning í Dalskóla 6. desember 2018 Gautur Þorsteinsson, verkfræðingur Um útvarpsþjónustu Fyrsta útsending útvarpsdagskrár 1920 Útsendingar útvarps

More information

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag

Forseti Íslands á. 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 8 Félagsleg skylda að vinna að hagsmunum bænda 12 Forseti Íslands á afmæli í dag: Landbúnaður er náðargjöf 16-18 Fósturdauði í gemlingum og ám 9. tölublað 2009 Fimmtudagur 14. maí Blað nr. 304 Upplag 20.200

More information

Sérprent úr SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI

Sérprent úr SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI Sérprent úr SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 11 2013 SÓN TÍMARIT UM ÓÐFRÆÐI 11. HEFTI RITSTJÓRAR ANNA ÞORBJÖRG INGÓLFSDÓTTIR RAGNAR INGI AÐALSTEINSSON ÓÐFRÆÐIFÉLAGIÐ BOÐN REYKJAVÍK 2013 Són er helguð óðfræði og

More information

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ

TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ MONITORBLAÐIÐ 16. TBL 2. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 2011 MORGUNBLAÐIÐ mbl.is FRÍTT EINTAK TÓNLIST, KVIKMYNDIR, SJÓNVARP, LEIKHÚS, LISTIR, ÍÞRÓTTIR, MATUR OG ALLT ANNAÐ fyrst&fremst Betri er lítill fiskur

More information

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir

Beethoven og tæknikröfur. píanósónötu nr. 26 Les Adieux. Elín Arnardóttir Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir Listaháskóli Íslands Tónlistardeild Píanó Beethoven og tæknikröfur píanósónötu nr. 26 Les Adieux Elín Arnardóttir 2013 Útdráttur

More information

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif

Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa Erlend áhrif Hugvísindasvið Hugmyndafræði Jónasar frá Hriflu í Skinfaxa 1911-1915. Erlend áhrif Ritgerð til BA-prófs í sagnfræði Nanna Þorbjörg Lárusdóttir September 2012 Háskóli Íslands Hugvísindasvið Sagnfræði Hugmyndafræði

More information

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga

BSc. ritgerð. Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga BSc. ritgerð Markaðsfræði og alþjóðaviðskipti Peningaeyðsla, netverslun og netnotkun unglinga Eva Úlla Hilmarsdóttir Viðskiptafræðideild Háskóla Íslands Leiðbeinandi: Þórhallur Örn Guðlaugsson Febrúar

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi

Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Svavar Sigmundsson Málfræðistörf Stefáns Einarssonar og örnefnasöfnun hans á Austurlandi Erindi flutt á Breiðdalssetri á Stefánsdegi 11. júní 2011 Stefán Einarsson byrjaði snemma að fást við hljóðfræði.

More information