Nýliðafræðsla og íslenskukennsla

Size: px
Start display at page:

Download "Nýliðafræðsla og íslenskukennsla"

Transcription

1 f r é t t a b r é f u m Vinnueftirlitið / 1. tbl. 25. árg Efnisyfirlit * Nýútgefið efni bls. 4 * Fjölbreytt starfsemi hjá Rannsóknastofu í vinnuvernd bls. 5 * Heimsóknir í höfuðstöðvar byggingarfyrirtækja bls. 6 * Viðbrögð Vinnueftirlitsins við einelti bls. 6 * Sótthreinsiklór bls. 7 * Bætt vinnuumhverfi, betra líf bls. 8 * Námskeið og fyrirlestrar fræðsludeildar bls. 10 * Vellíðan Vinna Velferð bls. 11 * Þjónustuaðilar og þjónusta þeirra bls. 11 * Vinnuvistfræði er lífsstíll bls. 12 * Er öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður á þínum vinnustað? bls. 15 * Heilsuefling á vinnustöðum baksíða Kassarnir merktir. Nýliðafræðsla og íslenskukennsla Ritstjóri Fréttabréfs um vinnuvernd slóst í för með Daníel Eyþórssyni, umdæmisstjóra Vinnueftirlitsins á Suðurnesjum, til að heimsækja fiskvinnslufyrirtækið Þorbjörn hf. og fræðast um vinnuverndarstarfið í fyrirtækinu. Við settumst á kaffistofuna uppi á lofti í fiskvinnsluhúsinu í Vogum og neyttum morgunmatar á meðan við biðum eftir Einari Lárussyni, sem annast stjórn á þróun matvælavinnslunnar í fyrirtækinu og sér um öryggis- og vinnuverndarmál. Á boðstólum var brauð, ostur, grænmeti, kex, safi, ýmsar tegundir af kaffi, kakó, fiskibollur og núðluréttur. Ávextir voru í boði á öllum borðum. Þótt við Daníel hefðum bæði verið búin að borða morgunmat rak forvitnin okkur til að bragða á fiskibollunum og núðluréttinum. Nammi, namm, þetta bragðaðist afar vel, svolítið austrænt. Og það stóð heima! Tælensk kona, Nom Phonlap að nafni, stóð fyrir matargerðinni og henni brást ekki bogalistin. Fyrirtækið Á vegum Þorbjörns eru þrjár fiskvinnslustöðvar, ein i Vogum, þar sem ferskfiskverkun fer fram, og hinar tvær í Grindavík þar sem bæði fer fram ferskfiskverkun og saltfiskverkun. Í Vogum Afskurður flokkkaður. er unnið úr löngu, keilu og smávegis úr ýsu en í Grindavík aðallega ýsu og þorski. Hjá fyrirtækinu vinna í heild 350 manns. Þar af eru staðgenglar á sjó; þeir leysa sjómennina af sem eru í fríum eða veikindaleyfi. Á línuveiðiskipunum og frystiskipunum eru um 150 manns og um 150 manns vinna í landi. Í Vogunum vinna um 30 manns í fiskvinnslunni. Margir útlendingar vinna hjá fyrirtækinu. Á línuveiðiskipunum fjórum eru 3 4 útlendingar í hverri 14 manna áhöfn en fáir erlendir starfsmenn eru á frystiskipunum. Hins vegar eru tveir þriðju hlutar starfsmanna fiskvinnslunnar í Vogum útlendingar, þ.e. einkum Pólverjar, Tælendingar, Filippseyingar og Framhald á bls. 2.

2 Lettar. Allir verkstjórarnir eru íslenskir. Í löndunardeild starfa manns en þeir vinna eins og nafnið bendir til við að landa úr skipunum. Þess á milli vinna þeir við að smíða vörubretti o.fl. Sum skiltin eru þýdd á erlent tungumál, hér á pólsku. Skriflegar leiðbeiningar til starfsmanna og önnur fræðsla Nýliðafræðsla er fastur liður hjá fyrirtækinu. Þá fá allir nýliðar í hendur handbók þar sem m.a. eru uppdrættir af vinnuhúsnæðinu með upplýsingum um staðsetningu slökkvitækja, hvar Tækni Eintala Tölva Fartölva Myndavél myndbandsupptökuvél Fleirtala Tölvur Fartölvur Myndavélar myndbandsupptökuvélar Tækni Eintala Farsími Sími Þvottavél Þurrkari Fleirtala Farsímar Símar Þvottavélar Þurrkarar Tækni Eintala Eldavél Örbylgjuofn Ískápur Uppþvottavél Fleirtala Eldavélar Örbylgjuofnar Ískápar Uppþvottavélar Tækni Eintala Hrærivél Ryksuga Straujárn Hakkavél Fleirtala Hrælivéar Ryksugur Straujárn Hakkavélar Myndbandsspóla DVD Diskur DVD tæki myndbandsspólur DVD Diskuar DVD tæki Tækni Eintala Sjóvarp Frystikista Kaffikanna Hitakanna Fleirtala Sjónvörp Frystikistur Kaffikönnur Hitakönnur Mynd af blaðsíðu úr orðabókinni. flóttaleiðir eru og þess háttar, fjallað er um fyrirtækið, öryggismál (m.a. varðandi vélar og tæki og umgengni við þau og þrif), varúðarorð varðandi skartgripi sem geta valdið alvarlegum slysum í tengslum við vélar), hættuleg efni (t.d. ammoníak), vinnuverndarmál (m.a. líkamsbeitingu og notkun persónuhlífa), vinnubrögð, hreinlæti, öryggisfulltrúakerfið (þ.e. um öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði), klæðaburð, skyndihjálp, fordóma, starfsmannafélagið, réttindi starfsmanna (t.d. veikindadaga), hópbónus, sem greiddur er í fyrirtækinu, svo eitthvað sé nefnt. Einar fer í gegnum handbókina með 2 3 starfsmönnum í einu þannig að segja má að allir fái hálfgerða einstaklingsfræðslu. Sérstakur tími er tekinn frá vinnunni í þessum tilgangi. Hver einasti starfsmaður á því slíka handbók sem auk þess hangir uppi á vinnustaðnum. Að sjálfsögðu er handbókin í stöðugri endurskoðun. Handbókin hefur verið þýdd á pólsku, tælensku og ensku og er að sjálfsögðu einnig til á íslensku (sjá mynd). Þannig hefur fyrirtækið reynt að mæta þeim tungumálavanda sem fylgir hinum mikla fjölda erlendra starfsmanna. Vinna við handbók fyrir sjómennina á línuveiðiskipunum er lokið en um þessar mundir er unnið að því að gera handbók fyrir sjómennina á togurunum. Undirrituð tók eftir að við vinnuna er ekki leyfilegt að hafa farsíma (nema verkstjórarnir) þar sem það truflar vinnuna og getur haft hættur í för með sér, að sögn Einars. Reykingar eru einnig bannaðar. Til að auðvelda starfsmönnum að koma umkvörtunarefnum á framfæri er þeim boðið upp á að skrifa netpóst til Einars eða bréf nafnlaus ef vill um vandamálið og setja þau í þar til gerðan póstkassa. Þannig getur Einar fengið vitneskju um ýmislegt sem betur má fara sem hann ef til vill hefði ekki fengið ella. Íslenskukennsla fyrir erlenda starfsmenn Einar sótti 2ja daga námskeið á vegum Endurmenntunar Háskóla Íslands þar sem fjallað var um erlenda starfsmenn og stuðst við reynslu annarra þjóða, þ. á m. þjóða á Norðurlöndum og Kanada. Á námskeiðinu voru teknir fyrir þættir eins og tungumálaerfiðleikar, mannleg samskipti, mismunandi siðir ólíkra þjóða, kennsluaðferðir og hvernig nota Nom Phonlap sér um matinn. má leikræna tjáningu til að fá erlent fólk til að tjá sig og hafa frumkvæði. Reynt er að ýta undir íslenskunám hinna erlendu starfsmanna. Margir útlendinganna sækja námskeið í íslensku á vegum Símenntunar á Einar Lárusson sér um vinnuverndarmál hjá Þorbirni hf. Daníel er umdæmisstjóri hjá Vinnueftirlitinu á Reykjanesi. Suðurnesjum og er það haldið tvisvar á ári. Menn stunda námið að hálfu leyti í eigin frítíma og að hálfu leyti á starfstíma. Kostnaður skiptist einnig að jöfnu milli fyrirtækisins og starfsmanna. Einar var spurður hvort það drægi ekki Framhald á bls. 4 Fréttabréf um vinnuvernd / 1. tbl. 25 árg. maí 2008 Útgefandi: Vinnueftirlitið / Aðalskrifstofa: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík / Sími: / Fax: / Netfang: vinnueftirlit@ver.is / Veffang: / Ritstjóri: Hanna Kristín Stefánsdóttir / Umbrot og prentun: Gutenberg / Ljósmyndir: Starfsmenn Vinnueftirlitsins sé annars ekki getið.

3 Viltu að fyrirtæki þitt marki sér heilsustefnu til framtíðar? Þjónusta HRIFA felur í sér alhliða heilsueflingu inni í fyrirtækinu sérfræðiþekkingu mismunandi fagstétta ítarlegar heilsufarsmælingar og einstaklingsmiðaða fyrirlestra og námskeið úttekt á vinnustaðnum persónulega og faglega þjónustu fræðslu Ávinningurinn er aukin framleiðni fyrirtækisins færri veikindadagar betri heilsa og meiri ánægja starfsmanna heilbrigðari lífshættir starfsmanna Kynntu þér þjónustuna og sendu okkur fyrirspurn Góð heilsa Ánægður starfsmaður aukin afkastageta aukin framleiðni s

4 4 Framhald af bls. 2 úr þátttöku í námskeiðunum að starfsmenn þyrftu að greiða helminginn sjálfir. Sagði hann reynsluna sýna að menn mættu verr í námskeiðstímana ef námskeiðið væri alveg ókeypis fyrir starfsmenn! Lesendur verða að geta sér til um ástæðuna fyrir þessu undirrituð getur það ekki. Margir notfæra sér fjarnám í íslensku sem er í boði á Netinu. Um er að ræða 30, 40 og 50 stunda námskeið á vegum Ríkið greiðir námskeiðið niður en fyrirtækið og starfsmenn skipta jafnt með sér kostnaðinum að öðru leyti. Einar lætur ekki þar við sitja. Hann hefur útbúið handa hinum erlendu starfsmönnum myndaorðabók í smækkaðri mynd með allmörgum algengum orðum á íslensku í eintölu og fleirtölu til að auðvelda þessum starfsmönnum hversdagslífið. Baccalao er vinsæll réttur á Spáni. Áhættumat Á síðasta ári hófst vinna við áhættumat í fyrirtækinu í nánu samstarfi við Daníel umdæmisstjóra um útfærslu þess. Þeirri vinnu er nýlega lokið. Stuðst var við svokallaðan vinnuumhverfisvísi Vinnueftirlitsins sem grunn (sjá vinnuumhverfisvísa fyrir hinar ýmsu atvinnugreinar á heimasíðu Vinnueftirlitsins, en að sjálfsöðu var vísirinn aðlagaður að fyrirtækinu og staðfærður eftir því sem vinnunni fleygði fram. Áhættumatið er unnið í samvinnu við verkstjóra en áhugasamir starfsmenn tóku einnig þátt í vinnunni og einstakir starfsmenn hafðir með í ráðum þegar þörf krafði. Mikil áhersla er lögð á að gera áhættumatið aðgengilegt fyrir alla starfsmenn. Áætlað er að kynna matið á næstunni fyrir öllum starfsmönnum. Er þess vænst að þeir komi athugasemdum á framfæri ef þeim þykir ástæða til. Eins og vera ber eru víða skilti með leiðbeiningum til starfsmanna. Nokkur slík skilti eru á fleiri tungumálum en íslensku en myndræn skilti skýra sig sjálf án þýðingar. Stefna í eineltismálum Um þessar mundir er unnið að því að móta stefnu um viðbrögð við einelti sem upp kann að koma. Aðspurður kvað Einar slíkt mál hafa komið upp en samkvæmt reynslu hans var erfitt við málið að eiga. Þeir sem málið tengdist töldu að hér væri um einkamál að ræða sem það er alls ekki. Batt Einar miklar vonir við að eins konar verklagsreglur um viðbrögð við slíkum málum myndu koma að gagni. Fram kom hjá Einari að óljóst var í hans huga hvar leita mætti ráða vegna eineltismála. Í rammagrein á bls. 6 má lesa um viðbrögð Vinnueftirlitsins við slíkum málum. ---ooooooo--- Við Daníel þökkuðum fyrir okkur. Heimsóknin í Þorbjörn var fróðleg og gaman að sjá að ötullega er unnið að vinnuvernd í fyrirtækinu. En eins og margoft hefur komið fram í þessu blaði vinnuverndarstarfinu lýkur aldrei. HKS Nýútgefið efni Það sem af er þessu ári hafa eftirfarandi Í febrúar kom út endurskoðuð útgáfa fræðslu- og leiðbeiningarit verið gefin út af bæklingnum Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Forvarnir hjá Vinnueftirlitinu. Gættu þinna handa er bæklingur og viðbrögð sem kom fyrst út árið sem er leiðbeinandi um val og notkun 2004 í kjölfarið á nýrri reglugerð um á öryggishönskum þegar unnið er með aðgerðir gegn einelti á vinnustöðum hættuleg efni. Um er að ræða þýðingu (nr. 1000/2004). á sænskum bæklingi sem heitir Akta Í mars síðastliðinum kom út bæklingurinn Ráðleggingar um heilsueflingu Händerna sem gefinn var út af sænska vinnueftirlitinu árið Bæklinginn, á vinnustöðum sem Vinnueftirlitið og sem er einungis til í netútgáfu, Lýðheilsustöð standa að í tengslum við má finna á pdf-formi á heimasíðu verkefnið Heil og sæl í vinnunni (sjá Vinnueftirlitsins undir hlekknum útgáfa, baksíðu). Bæklingurinn hefst á almennum ráðleggingum áður en fjallað er fræðslu- og leiðbeiningarrit. nánar um eftirfarandi þætti: streitu og andlega líðan, hreyfingu, næringu, tóbaksvarnir og að lokum áfengisvarnir. Hver og einn þáttur er unninn af sérfræðingum á hverju sviði innan stofnananna tveggja. Þennan bækling má finna á heimasíðunni, is. Nú á vordögum kom út fjórblöðungurinn Vinnuverndarstarf á vinnustöðum. Í honum er leitast við að útskýra á einfaldan hátt hvernig fyrirtækjum ber að skipuleggja vinnuverndarstarf sitt svo að það sé í samræmi við gildandi lög og reglur. Fjallað er m.a. um hvernig á að haga kosningu öryggistrúnaðarmanna og skipun öryggisvarða, um starf öryggisnefnda og réttindi og skyldur aðila á vinnumarkaði. Réttindi og skyldur aðila Fræðsla Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum Forvarnir og viðbrögð GÆTTU ÞINN A HANDA Veljið réttu hlífðarhanskana þegar unnið er með hættuleg efni hönnun agunn/anna gunnlaugs ber ábyrgð á að koma á skipulegu vinnuverndarstarfi sem tekur til fyrirtækisins í heild og allra vinnuaðstæðna sem geta haft áhrif á öryggi og heilsu starfsmanna. Þó að atvinnurekandi fái til liðs við sig viðurkenndan þjónustuaðila við gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði ber hann engu að síður ábyrgð á að hún sé unnin og henni fylgt eftir enda er atvinnurekanda skylt að taka þátt í samstarfi um vinnuverndarmál. Atvinnurekandi ber kostnað vegna vinnuverndarstarfs og ráðstafana sem gerðar eru til þess að bæta aðbúnað, hollustuhætti og öryggi í fyrirtækinu. Óheimilt er að leggja slíkan kostnað á starfsmenn. Þar sem fleiri en einn atvinnurekandi á aðild að starfsemi á sama vinnustað skulu þeir og aðrir, sem þar starfa, sameiginlega stuðla að því að tryggja góðan aðbúnað og heilsusamlegar og öruggar vinnuaðstæður á vinnustaðnum. eiga að taka þátt í samstarfi um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustaðnum. Þeim er einnig skylt að nota verkfæri og annan búnað á réttan hátt, þ.m.t. persónuhlífar og allan annan öryggisbúnað. Starfsmenn eiga að upplýsa atvinnurekanda um allar aðstæður við vinnu þar sem ljóst má telja að öryggi og heilbrigði sé hætta búin. Atvinnurekandi skal tryggja að hver starfsmaður fái nægilega þjálfun að því er varðar aðbúnað, öryggi og hollustuhætti á vinnustað, meðal annars með upplýsingum og tilsögn sem sniðin er að vinnuaðstæðum hans og starfi. Huga ber sérstaklega að nýliðaþjálfun og að fræðsla og þjálfun nái til allra starfsmanna, jafnt íslenskra sem erlendra. Atvinnurekandi skal jafnframt sjá um að öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir fái viðeigandi fræðslu og þjálfun með því að sækja námskeið um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Þar fá þeir grunnfræðslu um vinnuvernd auk þess að kynnast vinnuverndarlögunum og reglugerðum sem á þeim byggja. Umdæmisskrifstofur Vinnueftirlitsins eru á eftirtöldum stöðum: Bíldshöfða 16, 110 Reykjavík, sími: Stillholti 18, 300 Akranesi, sími: Árnagötu 2-4, 400 Ísafirði, sími: Faxatorgi 1, 550 Sauðárkróki, sími: Skipagötu 14, 600 Akureyri, sími: Útgarði 1, 640 Húsavík, sími: Kaupvangi 6, 700 Egilsstöðum, sími: Sunnumörk 2, 810 Hveragerði, sími: Heiðarvegi 15, 900 Vestmannaeyjum, sími: Grófinni 17a, 230 Reykjanesbæ, sími: Virkt vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum er hornsteinn forvarna gegn vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum. Það stuðlar einnig að vellíðan í vinnu og bættum hag fyrirtækja og stofnana. Vinnuverndarstarfið byggir á lögum nr. 46/1980 oftast kölluð Nokkur þróun hefur orðið á hlutverki og starfi og en helsta breytingin var gerð með reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Þar er kveðið á um skipulag vinnuverndarstarfs og helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum

5 Hólmfríður Guðbjörg Linda Rannsóknastofu í vinnuvernd var komið á fót árið 2004 sem samstarfsverkefni Vinnueftirlitsins og Háskóla Íslands. Stofan er þverfræðilegur vettvangur rannsókna og fræðslu um vinnuvernd og atvinnulíf. Fjölmargir fyrirlestrar voru haldnir á vegum stofunnar á síðasta ári og voru þeir jafnan mjög vel sóttir, sjá hér fyrir neðan. Unnið hefur verið að ýmsum rannsóknaverkefnum sem ýmist er lokið, eru í vinnslu eða í undirbúningi. Fyrirlestrarnir hafa að jafnaði verið fluttir í hádeginu og ætíð í húsakynnum Háskóla Íslands. Meðal efnis, sem þar hefur verið tekið til umræðu, má nefna: Heilsufar og vinnuaðstæður þriggja starfshópa kvenna, flugfreyja, hjúkrunarfræðinga og kennara; Staða ungmenna af erlendum uppruna á íslenskum vinnumarkaði og hlutverk atvinnurekenda; Enginn kemur að sækja mig. Vinnan, fjölskyldan og samviskubitið; Fjölskylduvæn starfsmannastefna að skapa fyrirmyndarvinnustað; Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu; Hólmfríður K. Gunnarsdóttir og Guðbjörg Linda Rafnsdóttir Fjölbreytt starfsemi hjá Rannsóknastofu í vinnuvernd Einelti á íslenskum vinnustöðum svo eitthvað sé nefnt. Reglulegir fyrirlestrar hafa verið haldnir á tveggja vikna fresti að jafnaði yfir veturinn en þar á ofan hafa verið haldnir fyrirlestrar á vegum stofunnar auk reglubundinna fyrirlestra. Rannsóknir hafa verið af ýmsum toga; má t.d. nefna: Kannanir á viðhorfi og líðan starfsfólks á veitinga- og skemmtistöðum fyrir og eftir reykingabannið; Reynsla vaktavinnustarfsfólks og viðhorf til vaktavinnu; Vinna barna og unglinga; Hvers vegna er örorka algengari meðal kvenna en karla með sérstakri áherslu á að kanna aðstæður kvenna sem hafa greinst með vefjagigt; Rannsókn á krabbameinum ólíkra starfshópa á Norðurlöndum o.fl. Nokkrar greinar og bókarkaflar birtust á síðasta ári um rannsóknir á vegum stofunnar auk bókarinnar Arbejde, helse og velfærd i Vestnorden (Vinna, heilsa og velferð í Vestnorrænum löndum) sem Guðbjörg Linda ritstýrði. Af þessum upptalningum má sjá að viðfangsefnin eru mörg og margvísleg. Markmiðið með samstarfssamningnum er fyrst og fremst að efla rannsóknir og fræðslu á sviði vinnuvistfræði í víðum skilningi þess orðs en svo virðist sem skilningur fólks á nánum tengslum vinnu og heilsu sé oft á tíðum af skornum skammti. Hitt er þó sönnu nær að fátt tengist nánar heilsu fólks og líðan en sú vinna sem það stundar og áhrif vinnunnar ná lengra en til starfsaldursins. Löngu eftir að starfsævi lýkur getur áhrifa vinnunnar gætt. Áhugi á tengslum vinnu og heilsu beindist áður fyrr fyrst og fremst að atriðum eins og slysahættu, mengun af ýmsu tagi, líkamlegu álagi og ýmiss konar efnislegum vinnuaðstæðum en með breyttum aðstæðum á vinnustöðum vex sífellt skilningur á mikilvægi andlegra þátta, s.s. streitu og eineltis. Margs konar upplýsingar er að finna á heimasíðu Rannsóknastofu í vinnuvernd, og þar er hægt að sjá hvaða fyrirlestrar eru í boði á hverjum tíma. Hólmfríður K. Gunn arsdóttir er sérfræðingur í rannsókna- og heilbrigðisdeild Vinnueftirlitsins. Guðbjörg Linda Rafns dóttir er forstöðumaður Rannsóknastofu í vinnuvernd. 5 Eftirfarandi listi sýnir fyrirlestra í vor og síðastliðið haust: VORÖNN janúar apríl 2008 Stefán Ólafsson, prófessor í félagsfræði, HÍ. Vinnan í lífi Íslendinga. Fyrirlesturinn er haldinn í samvinnu við Rannsóknarstöð þjóðmála Ólafur Hjálmarsson, verkfræðingur. Samspil hljóðhönnunar og menningar á vinnustað Hulda Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Mímis, símenntunar. Missum ekki erlent starfsfólk úr landi gefum þeim tækifæri til menntunar og starfsþróunar Sigurður Thorlacius, dósent í læknadeild. Tengsl atvinnuleysis og heilsu Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir, félagsfræðingur, Rannsóknastofu í vinnuvernd. Samræming vinnu og einkalífs Þuríður Helga Kristjánsdóttir, MA í mannauðsstjórnun. Hversu ánægðir eru stjórnendur með starfsfólk sitt? Er munur milli opinbera geirans og einkageirans? HAUSTÖNN 2007 september nóvember 2007 Gylfi Dalmann Aðalsteinsson, lektor og umsjónarmaður MS-náms í mannauðsstjórnun hjá HÍ. Fjölskylduvæn starfsmannastefna að skapa fyrirmyndarvinnustað. Gyða Margrét Pétursdóttir, félags- og kynjafræðingur. Skreppur og Pollýanna: Um ólíka möguleika og sýn kynjanna á samræmingu fjölskyldulífs og atvinnu. Brynja Bragadóttir, doktor í vinnu- og heilsusálfræði og mannauðsráðgjafi hjá ParX viðskiptaráðgjöf IBM. Einelti á íslenskum vinnustöðum? Hvað er til ráða? Haukur Ingi Jónasson, lektor og sálgreinir, HÍ. Stjórnunarparið: Tengsl undir- og yfirmanns. Ágústa Guðmarsdóttir, Msc. í heilbrigðisvísindum. Vinnuumhverfi á leikskólum: Orsakir álags á starfsmenn. Lárus Blöndal, vinnumarkaðsfræðingur. Erlent vinnuafl á Íslandi þróun undanfarinna ára.

6 Gylfi Már Guðjónsson,umdæmisstjóri í höfuðborgarumdæmi Vinnueftirlitsins Heimsóknir í höfuð stöðvar byggingarfyrirtækja 6 Fram til þessa hefur eftirlit með byggingarvinnustöðum einkum verið bundið við vinnustaðina sjálfa en lítið samband verið haft við yfirstjórn fyrirtækjanna. Nú verður breyting á. Vinnueftirlitið mun á næstunni taka upp þá nýbreytni að heimsækja höfuðstöðvar byggingarfyrirtækja til viðbótar við hefðbundið vinnustaðaeftirlit og mun það verða fastur liður í eftirlitsstarfinu framvegis. Markmiðið er að hitta stjórnendur, öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og fara yfir skipulag vinnuverndarmála innan fyrirtækjanna. Farið verður yfir gátlista þar að lútandi og efnt til umræðna um málin. Vinna að skipulögðum forvörnum er sívaxandi þáttur í starfi Vinnueftirlitsins í samræmi við skýr ákvæði í Vinnuverndarlögunum og reglugerðum sem settar hafa verið á grundvelli þeirra. Þar er kveðið á um ríka ábyrgð atvinnurekenda sem gert er skylt að gera áhættumat fyrir vinnuumhverfið á þeirra vinnustöðum og öll störf sem þar eru unnin. Á byggingarvinnustöðum, þar sem fleiri en einn verktaki eða tiltekinn Af byggingarvinnustað. fjöldi starfsmanna er að störfum, skal gera öryggis- og heilbrigðisáætlun og skipa samræmingaraðila. Þetta var kynnt fyrir fjölda stærri byggingarfyrirtækja og opinberra aðila í fundaherferð Vinnueftirlitsins fyrir nokkrum Fríða María Ólafsdóttir, eftirlitsmaður hjá Vinnueftirlitinu Viðbrögð Vinnueftirlitsins við einelti Oft hefur komið fram í viðtölum við fólk á vinnustöðum að óljóst er hver viðbrögð Vinnueftirlitsins eru ef einelti kemur upp á vinnustað. Hér á eftir er greint frá hvernig þessu er háttað. Vinnueftirlitið sinnir ekki einstaklingunum, sem eru aðilar að eineltismálum, heldur vinnustaðnum í heild, kannar t.d. félagslegan aðbúnað hjá fyrirtækinu og gengur úr skugga um hvort gert hefur verið áhættumat í þeim efnum og forvarnaáætlun gegn einelti. Sé svo ekki gefur eftirlitsmaðurinn fyrirmæli um að svo skuli gert. Ef fyrirtækið þarf á utanaðkomandi aðstoð vegna eineltismála að halda þarf það að leita til viðurkenndra þjónustuaðila og er skrá yfir slíka á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Fyrirtækjaeftirlitið í Reykjavík er með símsvörun alla daga þar sem fólk getur komið með fyrirspurnir um hvaðeina varðandi vinnuvernd, þ. á m. um einelti. Hjá Vinnueftirlitinu er hægt að fá bæklinginn Einelti og kynferðisleg áreitni á vinnustöðum. Í honum er m.a. fjallað um hvað sé einelti og kynferðisleg áreitni, ástæður þessa fyrirbæris og afleiðingar og loks um forvarnir og úrræði. Til er sértækur vinnuumhverfisvísir um einelti og er hann einnig fáanlegur á heimasíðunni, hvort tveggja, bæklingurinn og vinnuumhverfisvísirinn, undir árum og bar góðan árangur. Síðan hafa eftirlitsmenn gengið eftir því að þessari kröfu sé fullnægt. Öryggis- og heilbrigðisáætlunum hefur fjölgað en allnokkuð vantar á að þær séu notaðar eins til er ætlast. Það er mjög þýðingarmikið að slíkar áætlanir séu aðgengilegar á vinnustöðunum og þær uppfærðar eftir því sem verkinu vindur fram. Mikilvægt er að starfsmenn séu alltaf upplýstir um þær breytingar, sem gerðar eru, og fái viðeigandi fræðslu og þjálfun. Eftirlit á byggingarvinnustöðum er mjög mikilvægur þáttur í starfi Vinnueftirlitsins enda eru þar oft unnin hættuleg störf þar sem sýna þarf sérstaka aðgát. Slys eru þar fleiri og mörg alvarlegri en almennt gerist í öðrum atvinnugreinum og því augljóst að sporna þarf við þeim með öllum tiltækum ráðum. Það hefur komið glöggt fram í vinnustaðaeftirlitinu að afstaða eigenda og helstu stjórnenda skiptir höfuðmáli. Eftir höfðinu dansa limirnir, segir máltækið og það á sannarlega við í þessu tilfelli. Það hefur sýnt sig, svo ekki verði um villst, að bylting hefur orðið á vinnustöðum fyrirtækja, sem áður hafa lítt sinnt vinnuverndarmálum, þegar þau marka sér vinnuverndarstefnu og fylgja henni eftir, sjálfum sér og starfsmönnum sínum til augljósra hagsbóta. Sum fyrirtæki hafa tekið upp þann sið að hafa vinnuverndarmál sem fyrsta lið á stjórnar- og verkfundum. Það er mjög til fyrirmyndar og styrkir alla viðkomandi í viðleitni þeirra til að skapa sem best vinnuumhverfi. Markmiðið með ofannefndum heimsóknum til höfuðstöðva byggingarfyrirtækja er að upplýsa menn um skyldur þeirra og kynna þeim áherslur Vinnueftirlitsins. Líta má á þetta sem leið til að stytta boðleiðir milli eftirlitsins og stjórnenda fyrirtækjanna og ætti að vera vel til þess fallið að auka og bæta samstarf þeirra að málum sem varðar þá báða miklu. Byggingareftirlitsmenn hafa mikinn áhuga á að koma þessu starfi á og vænta þess að stjórnendur fyrirtækjanna séu sama sinnis og sjái þann ávinning sem af þessu getur leitt.

7 Friðrik Daníelsson, efnaverkfræðingur hjá Vinnueftirlitinu Sótthreinsiklór Nokkur slys hafa orðið undanfarin misseri af völdum sótthreinsiklórs í sundlaugum og hafa sundlaugargestir og starfsmenn orðið fyrir skaða. Einnig hefur það komist út í á í nægilegu magni til þess að valda talsverðum dauða vatnalífvera. Í tilefni af þessu þykir rétt að gefa hér upplýsingar um eðli og áhrif klórs. Afbragðs sótthreinsiefni Klór hefur lengi verið notað sem sótthreinsiefni og gefist vel; það drepur gerla fljótt og vel. Klór í sínu eðlilega ástandi er gul eða gulbrún lofttegund. Sundlaugar og matvælavinnslur landsins notuðu um skeið talsvert af klóri sem var látið leysast upp í sundlaugavatni eða vatni til sótthreinsunar. Það er mjög fljótt að éta sár á slímhúðina í nefi, munni, koki og lungum sé því andað inn í einhverju magni. Menn finna fljótt bæði lykt og stingandi óþægindatilfinningu í koki og fá ósjálfráðan hósta verði þeir fyrir klórgasinu og forða sér sem fyrst í burtu; það eru rétt viðbrögð. Erfiðara getur verið að verjast klórinu þegar minna er af því í loftinu en þá getur það samt valdið skaða við lengri tíma innöndun. Mengunarmörk klórs, þ.e.a.s. sá styrkur sem má vera af klóri í loftinu á vinnustaðnum, er lágur, aðeins 0,5 milljónustu af rúmmáli loftsins (ppm). Ef illa fer getur klórið náð að brenna sár á öndunarfæraslímhúðina og geta þau verið lengi að gróa og jafnvel geta komið viðvarandi ör og skemmdir sem veikja öndunarfærin til frambúðar. Klórlausn Núorðið er klór lítið notað í hreinni mynd hérlendis en í staðinn er notuð upplausn sem inniheldur klór, oft kölluð klór þótt ekki sé um hreint klór að ræða; frumefnið klór er þá bundið í lausninni, í svokölluðu natríumhýpóklóríti. Það er mjög afkastamikið við að drepa gerla sem og margar tegundir af lífverum í vatni, oft nefnd sótthreinsiklór. Ekki þarf mikið magn til þess að sótthreinsa stórt rúmmál af vatni, jafnvel heilu árnar, komist sótthreinsiklórið í þær. Getur það þá líka, auk smærri lífveranna, drepið lax og silung niður eftir ánni. Sótthreinsiklórið (natríumhýpóklórítlausnin), oft kallað 15% klór þar eð frumefnið klór er 15 hundruðustu af þyngd lausnarinnar, er geymt og flutt í plastumbúðum. Sótthreinsiklórið, sem kemur í ílátum, merktum 15% klór eða eitthvað í þeim dúr, er ætandi á slímhúð og húð. Þurfa menn því að nota hlífðargleraugu, hanska og hlífðarföt þegar unnið er með lausnina og hafa tiltækt vatn, sturtur og augnskolflöskur. Sérstaklega er mikilvægt að skola augu strax og húð sem fyrst slettist lausnin í augu eða á líkamann. Hætta á öndunarfæraskaða En helsta heilsuhættan stafar af því að klór getur rokið upp úr sótthreinsiklórinu (lausninni) og dreifst á svæði þar sem starfsmenn eða gestir eru. Þetta getur gerst ef lausnin blandast súrum efnum, t.d. sýrum af ýmsum gerðum, en einnig í minna mæli af sjálfu sér með því að klórið nær að rjúka úr lausninni gegnum op á umbúðum og í meira mæli ef umbúðirnar og klórlausnin hitna. Sama getur gerst ef klórlausnin lekur út og dreifist á gólf. Inni í húsum getur þetta valdið uppsöfnun klórs og klórmengun í inniloftinu. Lausnin getur þornað á gólfinu og haldið þar áfram að gefa frá sér klór og jafnvel ryk af ætandi efnum sem geta skaðað öndunarfæri, slímhúð og húð. Ræsta út Auk þess að gæta hreinlætis á láréttum flötum nálægt klórgeymslustaðnum (tanknum eða brúsunum með natríumhypóklórít-lausninni) er því nauðsynlegt að hafa loftsog í klórherberginu sem dælir óloftinu þaðan og kemur því út úr húsinu; eða þá að geyma klórlausnina utanhúss en þó innilokaða í afmörkuðum rýmum þar sem eru nægileg rimlabil eða loftunarop til þess að klór nái ekki að safnast fyrir heldur viðrist burt. Lokuð og varin geymsla Geymslur utanhúss þurfa að vera læstar til þess að óviðkomandi geti ekki skapað hættu með skemmdum eða fikti við klórlausnarumbúðirnar. Þær verða líka að vera varðar vel með veggjum eða rimlum og þaki fyrir sólarljósi og úrkomu. Hiti og sólarljós geta brotið klórlausnina niður og myndast þá gas sem getur valdið þrýstingi í ílátinu og rörum frá því. Það skapar hættu á slettum og um leið skaða á augum og húð þar eð lausnin er lútkennd og ætandi. Sótthreinsiklórið er virkt og hvarfgjarnt Sótthreinsiklórið er virkt hvarfefni svo að ýmis óhreinindi geta klofið það í sundur og myndað gastegundir. Þá getur myndast yfirþrýstingur í búnaði og getur það haft slysahættu í för með sér. Því er afar mikilvægt að umgangast klórlausnina af varkárni, kynna sér öryggisblöðin sem birgjarnir senda með vörunni, varast að lausnin geti slest á fólk, lekið út eða blandast öðrum efnum eða hitnað. Frekari upplýsingar má fá á eftirtöldum slóðum: 7

8 8 Evrópska vinnuverndarvikan 2008 Árlega er haldin svokölluð Evrópsk vinnuverndarvika. Frá árinu 2000 hefur Evrópska vinnuverndarstofnunin í Bilbao á Spáni ákvarðað efni vinnuverndarvikunnar. Í raun er það þema, sem valið er, viðfangsefni allt árið með hápunkti á ráðstefnu í október hvert ár. Fyrir hönd Íslands hefur Vinnueftirlitið skipulagt vinnuverndarvikuna og þá oft í samstarfi við aðra lykilaðila. Í fyrsta skipti nær efni vinnuverndarvikunnar yfir tvö ár, þ.e , og er efnið í þetta sinn áhættumat á vinnustöðum. Fyrirhugað er samstarf við aðila vinnumarkaðarins um vikuna. Með tilkomu reglugerðar nr. 920 frá 2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum er EVRÓPSKA VINNUVERNDARVIKAN 2008 Áhættumat: Hreyfi- og stoðkerfi Efni og efnanotkun BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA LÍF Leifur Gústafsson, fagstjóri áhættumats BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA LÍF Áhættumat og forvarnir eru leiðin ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN EVRÓPSKA VINNUVERNDARVIKAN Myndin sýnir helstu áhættuþætti vinnunnar. öllum atvinnurekendum nú skylt að gera eða láta gera skriflegt áhættumat. Engin vinnustaður er undanskilinn. Í grófum dráttum gengur áhættumatið út á að greina hættur í vinnuumhverfinu, skrá þær niður og meta áhættuna sem þeim fylgir. Síðan skal gera áætlun þar sem úrbætur eru ákveðnar og tímasettar. Úrbótum er forgangsraðað eftir áhættustigi. Skriflegt áhættumat á störfum starfsmanna í fyrirtækjum hefur tíðkast í um 15 ár í löndum Evrópusambandsins Umhverfisþættir og er reynslan af því Félagslegir og andlegir þættir góð. Val Vinnuverndarstofnunarinnar í Vélar og tæki Bilbao á áherslu þessa árs og næsta undirstrikar mikilvægi þess að fyrirtæki geri skriflegt áhættumat. Hugmyndafræðin er sú að styrkja vinnuverndarstarfið innan fyrirtækjanna með skýrri ábyrgð og virkni atvinnurekenda/ stjórnenda og kerfisbundinni þátttöku starfsmannanna sjálfra með hjálp öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Veggspjald 2008 Í tilefni vinnuverndarvikunnar gefur stofnunin í Bilbao út ýmislegt efni. Vinnueftirlitið hefur gefið út veggspjald með íslensku slagorði vinnuverndarvikunnar sem er að þessu sinni: BÆTT VINNUUMHVERFI BETRA LÍF ÁHÆTTUMAT OG FORVARNIR ERU LEIÐIN (sjá mynd). Á heimasíðu Vinnueftirlitsins, www. vinnueftirlit.is, er sérstakur hlekkur sem fjallar um vinnuverndarvikuna og efni henni tengt. Einnig er ýmislegt efni tengt átakinu að finna á heimasíðu Evrópsku vinnuverndarstofnunarinnar, osha.europa.eu. Áhættumat Á heimasíðu Vinnueftirlitsins er fjölbreytilegt efni sem hægt er að nýta sér við gerð áhættumats, m.a. bæklingar og eyðublöð. Til eru svokallaðir vinnuumhverfisvísar eða gátlistar fyrir 23 starfsgreinar. Sýnt er dæmi um útfylltan vinnuumhverfisvísi fyrir skrifstofuumhverfi sem hægt er að nýta sér til að hefja vinnuna. Við áhættumat þarf einnig að huga að starfsöryggi annarra sem koma inn á svæði fyrirtækja, t.d. gesta, ræstitækna, viðgerðarstarfsfólks og verktaka almennt. Vert er að benda á að áhættumat er ekki einungis gert til að fyrirbyggja slys og óhöpp heldur einnig til að koma í veg fyrir óheppilegt andlegt og líkamlegt álag, vanlíðan og heilsutjón. Púslmyndin, sem fylgir hér með, minnir okkur á að við gerð áhættumats er mikilvægt að taka með alla þætti sem tengjast vinnuumhverfinu og framkvæmd vinnunnar. Áhættumatsnámskeið Námskeið á vegum Vinnueftirlitsins í gerð áhættumats eru haldin reglulega. Hægt er að finna dagsetningar fyrir námskeiðin í Reykjavík allt árið 2008 á heimasíðu Vinnueftirlitsins. Námskeið á landsbyggðinni eru auglýst í staðarfjölmiðlum.

9 Frá áhættumatsnámskeiði fyrir afþreyingarfyrirtæki í ferðaþjónustu. Vinnuverndarráðstefnan 2008 Í ár fer vinnuverndarráðstefnan fram 21. október á Grand Hóteli í Reykjavík og hefst kl. 13:00. Þar verður fjölbreytt dagskrá sem Vinnueftirlitið skipuleggur. Fjallað verður um áhættumat frá mörgum sjónarhornum, fengnir gestafyrirlesarar og fyrirmyndarfyrirtæki verðlaunuð. Eru lesendur beðnir um að koma með tilnefningar til Vinnueftirlitsins um fyrirtæki sem eru til þess fallin að hljóta viðurkenningu og eru góðar fyrirmyndir. Kynningaraðilum á sviði vinnuverndar verður boðið að kynna vörur sínar og þjónustu í tengslum við ráðstefnuna. Í vinnuverndarvikunni munu eftirlits- menn Vinnueftirlitsins heimsækja fyrirtæki og beina sjónum að gerð áhættumats og forvarnarstarfi í fyrirtækjunum. Dreift verður veggspjaldi, gátlista og ýmsu fræðsluefni. Vinnueftirlitið hvetur atvinnurekendur og starfsfólk til að taka virkan þátt í vinnuverndarvikunni. 9 Öryggistrúnaðarmenn og -verðir Námskeið í sex hlutum, 2-3 klst. í senn, þar sem fjallað er um öryggi og heilbrigði á vinnustað, áhættumat og öryggismenningu á áhugaverðan og fróðlegan hátt. Námskeiðið samsvarar tveggja daga námskeiði á vegum Vinnueftirlitsins. Ný nálgun og sveigjanleg tímasetning. Alls 14 tímar. Áhættumat Heilsufarsskoðanir Öryggi og heilbrigði á vinnustað Námskeið í gerð áhættumats. Á námskeiðinu er farið yfir tilgang og framkvæmd áhættumats sem og úrbótaáætlanir. Ræddar eru mismunandi leiðir til að meta áhættu í vinnuumhverfinu og hvernig draga má úr henni, með það að markmiði að efla líðan starfsmanna og valda ekki skaða á fólki, umhverfinu eða eigum. Heilsuverndarstöðin framkvæmir heilsufarsskoðanir í fyrirtækjum á ýmsum heilsufarsþáttum með sérstöku tilliti til lífsstílstengdra áhættuþátta og vinnuumhverfis. Gerðar eru mælingar og í viðtali er komið inn á almenna líðan og heilsufar, atvinnu- og ættartengda áhættuþætti, hreyfingu, mataræði, hvíld og reykingar. Heilsuverndarstöðin veitir þjónustu á sviði forvarna, öryggis og heilbrigðis á vinnustöðum. Við aðstoðum við framkvæmd skipulegs vinnuverndarstarfs, gerum úttektir og áhættumat. Fagleg og áreiðanleg þjónusta. Nánari upplýsingar um fyrirkomulag og fleiri námskeið fást hjá Þóru Birnu Ásgeirsdóttur, fræðslustjóra, Heilsuverndarstöðvarinnar, thora@heilsuverndarstodin.is, s og á heimasíðu okkar: www. heilsuverndarstodin.is

10 Guðmundur Kjerúlf, verkefnisstjóri hjá Vinnueftirlitinu Námskeið og fyrirlestrar fræðsludeildar Vinnueftirlitsins 10 Á vegum fræðsludeildar Vinnueftir litsins eru haldin ýmis námskeið og fyrirlestrar. Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði og námskeið um gerð áhættumats eru haldin reglulega yfir vetrartímann. Námskeiðið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði er á kostnað atvinnurekenda, sbr. 8. og 9. gr. laga nr. 46/1980 um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum. Á námskeiðinu er fjallað um alla helstu málaflokka í vinnuumhverfi starfsmanna, s.s. hávaða, lýsingu, inniloft og loftræstingu innanhúss, líkamlega áhættuþætti, félagslega og andlega áhættuþætti, heilsuvernd á vinnustað, áhættumat, vinnuslys, slysavarnir og notkun persónuhlífa. Að auki eru vinnuverndarlögin (46/1980) og reglugerðir, sem settar eru í samræmi við þau, kynnt. Einnig gefst þátttakendum kostur á að kynna sér fræðsluefni er Vinnueftirlitið hefur gefið út en það nýtist vel í störfum öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða. Námskeið fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði árið 2008 eru haldin í húsnæði Ökuskólans í Mjódd, Þarabakka 3, klukkan 9 16, alltaf 2 daga í röð, sjá dagsetningar á heimasíðu, Þegar þetta er skrifað (í apríllok) er áætlað að halda í vor námskeið utan Reykjavíkur, ef næg þátttaka verður, á eftirfarandi stöðum: Ísafirði 29. og 30. apríl, Patreksfirði 14. og 15. maí, Hólmavík 28. og 29. maí. Stefnt er að því að halda námskeið á Hornafirði, Grundarfirði, Akureyri, Húsavík og í Reykjanesbæ í september, október eða nóvember 2008, sjá nánari dagsetningar á heimasíðunni í haust. Námskeið um gerð áhættumats Vinnueftirlitið heldur reglulega námskeið í gerð áhættumats en það er hluti áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað. Námskeiðið er fyrir alla sem hafa áhuga á að kynna sér gerð áhættumats á vinnustöðum eða vilja bæta við sig þekkingu á því sviði. Kennd er aðferðin Sex skref við gerð áhættumats. Aðferðin byggist á notkun vinnuumhverfisvísa Vinnueftirlitsins. Hvert námskeið er tvisvar sinnum þrjár klukkustundir eða samtals sex klukkustundir, haldið á tveimur dögum með viku millibili. Fyrri daginn er áhættumat kynnt með fyrirlestri og stuttum verkefnum. Nemendur gera svo heimaverkefni og kynna það seinni kennsludaginn. Sjá dagsetningar á heimasíðu, Námskeið/fyrirlestur um einelti á vinnustað Fyrirtæki geta pantað námskeið eða fyrirlestur um einelti á vinnustað. Þá eru kynnt vinnuverndarlögin nr. 46/1980 og reglugerð nr. 1000/2004 um aðgerðir gegn einelti á vinnustað. Fjallað er um hvað einelti og kynferðisleg áreitni er. Einnig er ýmsum spurningum svarað, t.d.: Hvað er andlegt og félagslegt vinnuumhverfi? Hvað geta vinnustaðir gert til að fyrirbyggja einelti og kynferðislega áreitni? Ennfremur er fjallað um hvernig hægt er að taka markvisst á slíkum málum komi þau upp og hvernig koma má í veg fyrir að þau endurtaki sig. Loks er kynnt dæmi um stefnu og viðbragðsáætlun vegna eineltis á vinnustað. Ýmis námskeið og fyrirlestrar Starfsmenn fræðsludeildar setja upp ýmis námskeið og fyrirlestra um vinnuverndarmál eftir óskum og í samráði við fyrirtæki og stofnanir. Efni, lengd námskeiðs/fyrirlesturs, kennslustaður og stund eru samkomulag hverju sinni. Sem dæmi um efni á slíkum fyrirlestrum má nefna: Almenn fræðsla um vinnuverndarstarf, um hávaða, húsnæði vinnustaða, að handleika byrðar og um ungt fólk á vinnumarkaði. Vinnueftirlitið heldur reglulega námskeið um vinnuvernd.

11 Ása Ásgeirsdóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu Vellíðan Vinna Velferð,,Healthy Together er fjarkennsluverkefni sem Vinnueftirlitið leiðir og er það styrkt af starfsmenntunaráætlun Leonardo da Vinci sjóðsins.,,healthy Together er tilraunaverkefni til tveggja ára ( ). Auk Vinnueftirlitsins eru eftirtaldar bakhjarlar verkefnisins í þátttökulöndunum þremur, Íslandi, Ítalíu og Írlandi: Háskólinn í Reykjavík og Lýðheilsustöð University of Perugia á Ítalíu Health Services Executive og National University of Ireland í Galway, Írlandi. Nánari upplýsingar um Healthy Together-verkefnið er að finna á heimasíðunni: net. Fjarkennslunámskeiðið Vellíðan Vinna Velferð Markmið þessa verkefnis er að útbúa námsefni og halda fjarkennslunámskeið um stjórnun heilsueflingar á vinnustöðum. Á námskeiðinu var stefnt að því að nemendur öðluðust þekkingu á stjórnun og framkvæmd verkefna á litlum og meðalstórum vinnustöðum jafnt í þéttbýli sem í dreifbýli og stuðla þannig að bættri heilsu, öryggi og vellíðan vinnandi fólks. Sérstök áhersla var lögð á að kynna hvernig hægt er að nýta úrræði og þjónustu sem sveitarfélög hafa yfir að ráða. Námið fór fram á tímabilinu 7. apríl til 23. maí. Kennsla á námskeiðinu fór fram samtímis í þátttökulöndunum þremur. Hér á landi hefur námskeiðið fengið yfirskriftina Vellíðan Vinna Velferð. Stefnt er að því að endurtaka námskeiðið í nánustu framtíð. Á Íslandi voru 16 aðilar skráðir til þátttöku, 12 á Írlandi og 12 á Ítalíu. Námstilhögun Þátttakendur námskeiðsins komu saman í löndunum þremur í byrjun og lok þess. Í byrjun var námskeiðið og námstilhögun.kynnt og nemendur fengu tækifæri til að kynnast innbyrðis. Eins og áður hefur komið fram var um að ræða fjarkennslunámskeið á innra neti Háskólans í Reykjavík en þar er kennslukerfið,,myschool notað. Þar sem námskeiðið var tilraunaverkefni voru engar formlegar umsóknir notaðar en tekið var tillit til þarfa og fjölbreytileika þegar þátttakendur voru valdir á námskeiðið. Námið fór þannig fram að nemendur fengu námsyfirlit í hverri viku. Nemendur hlustuðu á fyrirlestra, gerðu æfingar og leystu afmörkuð verkefni. Nemendur tóku einnig átt í umræðum, sumir þræðir voru bundnir við eitthvert landanna þriggja aðrir þræðir fólu í sér samskipti milli landanna. Samkvæmt 66. gr. laga nr. 46/1980 skal félagsmálaráðherra setja reglugerð, að fenginni umsögn stjórnar Vinnueftirlits ríkisins, um þau skilyrði sem þjónustuaðilar skulu fullnægja áður en þeir hefja starfsemi sína og um þá hæfni sem starfsmenn atvinnurekanda, er sinna öryggi og heilbrigði á vinnustað, skulu fullnægja. Þessi ákvæði komu inn í lögin árið 2003 en enn hefur reglugerðin ekki séð dagsins ljós. Meðan beðið er eftir reglugerðinni fá þjónustuaðilar aðeins viðurkenningu til eins árs í senn og hefur svo verið að undanförnu. Tekið er fram í lögunum að þegar gerð áætlunar um öryggi og heilbrigði á vinnustað, þar á meðal mat á áhættu og áætlun um heilsuvernd, krefst færni sem atvinnurekandi eða starfsmenn hans hafa ekki yfir að ráða, skuli atvinnurekandi leita aðstoðar til Efnisþættir námskeiðsins voru Tengsl vinnu, heilsu og heilsueflingar Meginþættir öryggis, forvarna og heilsueflingar á vinnustöðum Þarfagreining, áhættumat og ráðgjöf Skipulagning og framkvæmd heilsueflingar Samstarf hagsmunaaðila, sveitarfélaga og þjónustustofnana Siðfræðileg og sértæk málefni Hverjir tóku þátt? Námskeiðið sátu fulltrúar ólíkra hópa, t.d. stjórnendur á vinnustöðum, öryggistrúnaðarmenn, öryggisverðir og félagslegir trúnaðarmenn vinnustaða og fagfólk á sviði heilbrigðis- og félagsvísinda. Einnig tóku þátt í námskeiðinu læknanemar í framhaldsnámi við háskólann í Perugia á Ítalíu. Hólmfríður K. Gunnarsdóttir Þjónustuaðilar og þjónusta þeirra þess hæfra þjónustuaðila sem hlotið hafa viðurkenningu Vinnueftirlitsins til þeirra starfa. Lögin leggja atvinnurekendum þar með þá skyldu á herðar að leita aðeins liðsinnis viðurkenndra þjónustuaðila og eru þeim því ekki gefnar frjálsar hendur um það hvert þeir leita. Vegna þess að ekki hefur verið um að ræða aðgengilegt sérnám á sviði vinnuverndar hérlendis hefur hingað til ekki verið unnt að krefjast nauðsynlegrar viðbótarmenntunar hjá þeim sem sótt hafa um viðurkenningu hér á landi. Án einhverrar viðbótarmenntunar við grunnnám verður þó ekki séð að þjónustuaðilar geti haft fullnægjandi þekkingu á viðkomandi sérsviði. Vonir standa til að reglugerðin verði sett sem fyrst þannig að fyrir liggi hvaða skilyrði eru sett fyrir viðurkenningu þjónustuaðila, hlutverk þeirra og skyldur atvinnurekenda. 11

12 Hildur Friðriksdóttir, félagsfræðingur Vinnuvistfræði er lífsstíll 1 Námskeið Sumum kann að finnast að með fullyrðingunni sem felst í fyrirsögninni sé fulldjúpt í árina tekið en aðrir kinka bjartsýnir kolli og taka undir. Stjórnarmenn Vinnuvistfræðifélags Íslands (VINNÍS) voru að minnsta kosti sammála um að þetta yrði yfirskrift 40. ráðstefnu Norrænu vinnuvistfræðisamtakanna, NES (Nordic Ergonomic Society), sem haldin verður hér á landi ágúst Ráðstefnan er alþjóðleg, fer fram á ensku og ber heitið Ergonomics is a lifestyle. Þeir sem mæta á ráðstefnuna geta væntanlega, að henni lokinni, dregið ályktanir um hvort þessi staðhæfing er rétt eða röng. Er vellíðan starfsmanna almennt í fyrirrúmi á vinnustöðum eða einungis þegar vel árar? Eru hönnuðir almennt að hanna hús, búnað, tæki, bíla, áhöld og fleira þannig að það auki á vellíðan starfsfólks eða er það einkum útlitið sem allt snýst um? Eykur nýjasta tækni á vellíðan og bætir aðbúnað starfsfólks eða veldur hún meiri hugarangri og jafnvel atvinnuleysi en við áttum von á? Áhugi á ráðstefnunni er mikill. Nú þegar hafa tæplega 140 útdrættir verið sendir inn til vísindanefndar NES og fólk af fjölda þjóðerna hefur boðað komu sína. Aðalfyrirlesarar eru þekktir fræðimenn hver á sínu sviði og ráðstefnur NES hafa áunnið sér virðingu og viðurkenningu fræðimanna og annarra sem starfa við vinnuvistfræði. Sex áhugaverðir aðalfyrirlesarar Aðalfyrirlesarar verða sex, þar af tveir íslenskir; Svafa Grönfeld, rektor Háskólans í Reykjavík, og Haukur Ingi Jónasson, lektor við verkfræðideild Háskóla Íslands. Frá Ástralíu kemur prófessor David C. Caple, forseti Alþjóðlegu vinnuvistfræðisamtakanna, IEA (International Ergonomics Association), og frá Bandaríkjunum Karen Jacobs, iðjuþjálfi og prófessor við Boston-háskóla. Frá Finnlandi kemur Mikael Sallinen, sálfræðingur við Brain and Work Research Center. Auk þess sem Asía á sinn fulltrúa sem er Halimahtun M. Khalid, sérfræðingur í samspili manns og tækni (e. human factor engeneering) og framkvæmdastjóri og eigandi ráðgjafarfyrirtækisins Damai Sciences í Malasíu og Singapore. Umfjöllunarefnin eru fjölmörg Vinnuvernd er orðið þekkt hugtak en vinnuvistfræði á ef til vill erindi til fleiri en menn gera sér grein fyrir. Eftirfarandi þemu eða umfjöllunarefni verða á dagskrá og aðeins eru nefnd örfá dæmi af þeim fjölda sem um ræðir. Eftirfarandi námskeið eru haldin reglulega á vegum Vinnueftirlitsins: Um vinnuvernd fyrir öryggistrúnaðarmenn og öryggisverði Um áhættumat fyrir atvinnurekendur, viðurkennda ráðgjafa, öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði og aðra sem áhuga hafa Um flutning á hættulegum farmi, svokölluð ADR- námskeið, fyrir ökumenn sem flytja slíkan farm Um stjórn og meðferð vinnuvéla, svokölluð frumnámskeið, fyrir stjórnendur vinnuvéla, t.d. lyftara, minni jarðvinnuvéla, körfukrana/körfulyftna o.fl. Sjá nánar á heimasíðu Vinnueftirlitsins, Líkamleg áreynsla og heilsufar, t.d. erindi um versnandi heilsu sænskra kúabænda og annað um það hvernig notendur og ráðgjafar í vinnuvernd yfirfæra skriflegan texta yfir í hagnýtar aðferðir. Líkamlegt álag í einhæfum hreyfingum, t.d. erindi um líkamlegt álag og skráð veikindi tannlækna. Vellíðan á vinnustað, t.d. erindi um samþættingu fjölskyldulífs og atvinnu, einnig um hvort akademískt sjálfstæði sé frelsi eða ánauð. Vinnuvernd og öryggismál, t.d. er fjallað um krabbamein sem tengist starfsgreinum og aðferð til að meta álag við flutning sjúklinga. Áhættumat á vinnustað, t.d. erindi um greiningu á störfum flugvallarstarfsmanna með myndbandsupptökutækjum. Vinnuvistfræði og örorka, t.d. erindi um konur á örorkubótum á Íslandi. Samspil manns og áhættuþátta á vinnustað, t.d. um þróun hagnýtra aðferða til að meta áhættu við líkamlega vinnu (the HAT-tool). Hönnun og gagnsemi hennar, t.d. um endurhönnun tæknilegs umhverfis í þjónustuveri símafyrirtækis og um vinnuvistfræði og reglur er lúta að húsgagnahönnun. Heilbrigðisþjónusta, t.d. erindi um kulnun meðal hjúkrunarfræðinga og hugmyndir þeirra um bætt sálfélagslegt umhverfi. Mannauðsstjórnun og vellíðan, t.d. erindi um vinnuaðstöðu og starfsánægju meðal starfsfólks í verslunum og um vinnuhæfni fólks eldra en 50 ára í byggingarfyrirtæki. Hugræn vinnuvistfræði, t.d. um streitu meðal starfsmanna í flutningafyrirtækjum. Samspil manns og tækni, t.d. um hindranir við að koma á tímastjórnunaraðferðum (Real Time Field). Nálgast má drög að dagskrá á heimasíðu ráðstefnunnar, Þar er einnig að finna upplýsingar um aðalfyrirlesarana, ráðstefnugjald o.fl. Höfundur er félagsfræðingur og situr í stjórn Vinnís.

13 Fjölbreytt þjónusta hjá Vinnuvernd ehf Vinnuvernd ehf. er ört vaxandi þjónustufyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði vinnu- og heilsuverndar fyrir fyrirtæki og stofnanir. Hjá Vinnuvernd starfar hópur sérfræðinga á sviði vinnuverndarmála, s.s. læknar, hjúkrunarfræðingar, sjúkraþjálfarar, lýðheilsufræðingar og vinnuvistfræðingur. Áhættumat fyrir allar starfsgreinar fyrir skrifstofur, skóla, leikskóla, framleiðslufyrirtæki, heilbrigðisstofnanir, þjónustufyrirtæki, fjármálafyrirtæki, byggingariðnað, flutningsfyrirtæki o.fl. Önnumst áhættumatið í heild eða veitum ráðgjöf við gerð þess. Námskeið í gerð áhættumats fyrir stjórnendur, öryggisnefndir, öryggistrúnaðarmenn, öryggisverði, starfsmannastjóra og/eða þá sem vilja kynna sér efnið. Vinnustaðaúttekt sem er kerfisbundin athugun á vinnuumhverfi þar sem blandað er saman greiningu á aðstæðum, fræðslu til starfsfólks og ráðgjöf til stjórnenda. Heilsufarsmælingar þar sem starfsmaður fær upplýsingar um líkamlegt ástand sitt og ráðgjöf í framhaldinu. Þjónusta trúnaðarlæknis með öllum þeim fjölbreytileika sem slíkir samningar bjóða upp á ásamt heilbrigðisþjónustuveri. Bólusetningar inflúensubólusetningar og ferðamannabólusetningar. Sálfræðiráðgjöf t.d. álags- og streitugreining, einelti og áfallahjálp. Fræðslufundir, námskeið og ótal fyrirlestrar. Lítið á heimasíðuna hafið samband Vinnuvernd ehf Brautarholti Reykjavík Sími

14 HEILSUEFLING Á VINNUSTÖÐUM frh. af baksíðu 14 Hægt er að velja úr miklu úrvali grænmetis og ávaxta í mötuneyti Marels. opinnar umræðu og fá starfsmenn til að stuðla að góðri heilsu og líðan á vinnustaðnum. Í vinnuhópnum ættu að sitja fulltrúar starfsmanna og stjórnenda en einnig er hægt að kalla til utanaðkomandi sérfræðinga til aðstoðar. Heil og sæl í vinnunni Nú er í gangi heilsueflingarverkefnið Heil og sæl í vinnunni (www. heilsuefling.is) en Vinnueftirlitið og Lýðheilsustöð hafa umsjón með framkvæmd þess. Þátttaka í verkefninu hefur gengið vonum framar og nú eru rúmlega 70 vinnustaðir skráðir í verkefnið. Markmiðið með verkefninu er að auka vitund innan vinnustaða um mikilvægi þess að efla heilsu og forvarnir. Verkefninu er ætlað að hvetja til aðgerða þegar kemur að heilsueflingu á vinnustöðum og auka um leið heilbrigði starfsmanna. Lögð verður sérstök áhersla á hreyfingu, næringu, tóbaksvarnir, áfengis- og vímuvarnir sem og streitu og andlega líðan. Mikil áhersla verður lögð á það að vinnustaðir móti sér stefnu varðandi heilsueflingu en tilgangur verkefnisins er að varanlegar breytingar eigi sér stað á menningu vinnustaða. Verkefnið er tilvalið tækifæri fyrir vinnustaði sem vilja hefja heilsueflingu eða þá sem vilja efla það starf, sem fyrir er, enn frekar. Starfsmenn á Heilsuleikskólanum Króki í Grindavík liðka þreytta vöðva. Framkvæmd verkefnisins Framkvæmd verkefnisins fer í stuttu máli þannig fram að rafrænn spurningalisti er aðgengilegur á heimasíðu verkefnisins. Með því að svara spurningalistanum gefst vinnustöðum kostur á að meta stöðu heilsueflingar og forvarna á vinnustaðnum út frá almennri stefnu og áðurnefndum áhrifaþáttum. Eftir að hafa svarað listanum fær vinnustaðurinn senda endurgjöf í tölvu-

15 pósti. Þessi endurgjöf inniheldur hagnýt ráð og mögulegar hugmyndir um hvernig auka megi heilsueflingu á vinnustaðnum. Eftir að ráðleggingar hafa verið gefnar þá gefst vinnustöðum tækifæri til að laga þá þætti sem krefjast nánari athugunar. Fræðslufyrirlestrar verða haldnir í tengslum við verkefnið og var sá fyrsti haldinn þann 11. mars sl. þar sem Ása G. Ásgeirsdóttir, fagstjóri hjá Vinnueftirlitinu, hélt fyrirlestur um stjórnun heilsueflingar og var hann vel sóttur. Þann 16. apríl sl. var haldinn hádegisfundur þar sem nýútgefinn bæklingur um ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum var kynntur en Vinnueftirlitið og Lýðheilsustöð standa að útgáfu hans. Þar ávörpuðu heilbrigðisráðherra og forstjórar beggja stofnananna fundargesti. Þegar þeir höfðu lokið máli sínu kynntu sérfræðingar stofnananna bæklinginn og fjölluðu sérstaklega um andlega heilsueflingu, hreyfingu og næringu. Húsfyllir var á fundinum. Í bæklingnum er fjallað ítarlega um heilsueflingu almennt ásamt því að tekið er sérstaklega á þeim þáttum sem lögð er áhersla á í verkefninu og hafa verið kynntir hér að ofan. Hægt er að nálgast hann hjá Vinnueftirlitinu eða Ráðleggingar um heilsueflingu á vinnustöðum Bæklingur Vinnueftirlitsins og Lýðheilsustöðvar um heilsueflingu á vinnustöðum. Lýðheilsustöð. Einnig má geta þess að þann 18. september nk. verður haldin glæsileg ráðstefna um heilsueflingu á vinnustöðum þar sem von er á erlendum og innlendum sérfræðingum. Mun ráðstefnan verða auglýst þegar nær dregur. Mat á verkefninu Tímabilið frá 25. janúar 2008 til 25. janúar 2009 mun liggja til grundvallar mati á árangri af verkefninu. Í því felst meðal annars að hver vinnustaður þarf að skila inn lýsingu á því sem gert hefur verið í heilsueflingarmálum á vinnustaðnum á þessu tímabili. Þeir vinnustaðir, sem standa sig hvað best í að efla heilsu og forvarnir, eiga möguleika á því að vera valdir fulltrúar Íslands á ráðstefnu um heilsueflingu á vinnustöðum sem fram fer á Ítalíu vorið Vinnustaðir geta einnig fengið stig fyrir að taka þátt eða standa fyrir atburðum í tengslum við heilsueflingu og forvarnir og því er mikilvægt að þeim upplýsingum sé haldið til haga fyrir hvern vinnustað. Athygli er þó vakin á því að ekki er nóg að taka einungis þátt í atburðum. Þátttaka í atburðum er þó aðeins af hinu góða og getur verið góð leið til þess að hvetja og styðja starfsmenn til heilsueflingar. Nánari upplýsingar má finna á heimasíðu verkefnisins, en einnig er hægt að senda fyrirspurnir á tölvupóstfangið Af þessu má sjá að heilsuefling á vinnustöðum er mikilvægt ferli til að auka velferð og vellíðan vinnandi fólks. Mikilvægt er að stjórnendur átti sig á þeim kostum sem það hefur að efla heilsu og forvarnir á vinnustöðum. Einnig skiptir miklu máli að starfsmenn séu meðvitaðir um þau jákvæðu áhrif sem slíkt starf getur haft fyrir þá. 15 Virkt vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum er góð forvörn gegn vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum. Að auki stuðlar það að vellíðan í vinnu og bættum hag fyrirtækja og stofnana. Öllum vinnustöðum, bæði litlum og stórum, ber að koma á skipulögðu vinnuverndarstarfi og eru öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir, auk atvinnurekanda, lykilmennirnir í því að koma á og viðhalda vinnuverndarstarfinu. Alltof algengt er þó að engir aðilar sinni vinnuverndarmálum á íslenskum vinnustöðum þó að lög og reglur kveði á um að svo eigi að vera. Því fylgir hér stutt yfirlit yfir viðmið fyrir fjölda öryggistrúnaðarmanna og varða eftir fjölda starfsmanna. Ingibjörg Hauksdóttir, deildarstjóri fræðsludeildar Vinnueftirlitsins Er öryggistrúnaðarmaður og öryggisvörður á þínum vinnustað? Öryggistrúnaðarmenn og öryggisverðir eiga að vera í öllum fyrirtækjum þar sem vinna 10 manns eða fleiri en fjöldi þeirra fer eftir starfsmannafjölda fyrirtækis sem hér segir: 1-9 starfsmenn. Í litlum fyrirtækjum þarf ekki að kjósa sérstakan aðila til að sinna vinnuverndarmálum heldur skulu atvinnurekandi og verkstjóri hans stuðla að góðum aðbúnaði, hollustuháttum og öryggi á vinnustað í nánu samstarfi við starfsmenn fyrirtækisins og félagslegan trúnaðarmann þeirra starfsmenn. Þegar starfsmenn eru þurfa sérstakir aðilar að sinna vinnuverndarmálunum. Atvinnurekanda er skylt, ef hann er ekki öryggisvörður sjálfur, að tilnefna úr hópi stjórnenda fulltrúa sinn sem öryggisvörð. Þá skulu starfsmenn kjósa öryggistrúnaðarmann úr sínum hópi. 50 starfsmenn og fleiri. Í stórum fyrirtækjum skal atvinnurekandi tilnefna tvo örygg is verði og starfsmenn kjósa út sínum röðum tvö öryggistrúnaðarmenn. Þá kallast hópurinn öryggisnefnd. Nánari upplýsingar má finna í nýútkomnum bæklingi um vinnuverndarstarf á vinnustöðum en hann má nálgast á heimasíðu Vinnueftirlitsins og á öllum umdæmisskrifstofum. Virkt vinnuverndarstarf í fyrirtækjum og stofnunum er hornsteinn forvarna gegn vinnuslysum og atvinnutengdum sjúkdómum. Það stuðlar einnig að vellíðan í vinnu og bættum hag fyrirtækja og stofnana. Vinnuverndarstarfið byggir á lögum nr. 46/1980 oftast kölluð Nokkur þróun hefur orðið á hlutverki og starfi og en helsta breytingin var gerð með reglugerð nr. 920/2006 um skipulag og framkvæmd vinnuverndarstarfs á vinnustöðum. Þar er kveðið á um skipulag vinnuverndarstarfs og helstu verkefni öryggistrúnaðarmanna og öryggisvarða.

16 16 Þóra Björt Sveinsdóttir, verkefnisstjóri Líkamsrækt í Laugardalnum í Reykjavík. Heilsuefling á vinnustöðum Breytingar á vinnumarkaði undanfarin mannaveltu. Ávinningur starfsmanna er sem vinnur að öllum þáttum er varða ár hafa leitt til þess að atvinnurekendur þurfa í enn ríkari mæli en áður að geta reitt sig á vel þjálfað, hæfileikaríkt og metnaðarfullt starfsfólk. Meiri áhersla einnig umtalsverður og sýnir sig í færri slysum og sjúkdómum ásamt því að heilsa, vellíðan og starfsánægja eykst. Starfsgeta hvers og eins verður meiri og heilsueflingu starfsmanna en á stærri vinnustöðum mætti hafa einn hóp fyrir hvern þátt. Hlutverk vinnuhópsins er að virkja sem flesta til þátttöku, hvetja til er nú lögð á möguleika starfsmanna til hann getur jafnvel átt lengri starfsævi. að þróast í starfi. Þetta hefur leitt til Atvinnurekendur sem hlúa að heilsu Framhald á bls. 14 víðtækari skilnings á mikilvægi heilbrigðis, lífsgæða og frekara náms. Heilsuefling á vinnustöðum er sameiginlegt verkefni atvinnurekenda, starfsmanna og samfélagsins í heild. Meginmarkmiðið er að bæta heilsu og auka vellíðan vinnandi fólks. Í því augnamiði er unnið að því að bæta vinnuskipulag og vinnuumhverfi um leið og hvatt er til virkrar þátttöku í starfsmanna sinna hafa ekki eingöngu jákvæð áhrif á starfsmennina sjálfa heldur geta þeir einnig haft áhrif á fjölskyldur þeirra og samfélagið í heild. Í ljósi þessa hafa allir hag af heilsueflingu á vinnustöðum. Mikilvægt er að á sem flestum vinnustöðum sé heilsuefling sjálfsagður þáttur í stefnu vinnustaðarins og unnið sé markvisst að henni. Höfuðstöðvar: Bíldshöfði Reykjavík vinnuverndarstarfi. Á þennan hátt ýtir Sími: heilsuefling undir þroska einstaklinga Heildarstefna og langtímaáætlun Fax: sem og starfsþróun. Það má því segja að heilsuefling sé í raun og veru nútímaleg stjórnunaraðferð sem miðar að því að efla mannauð fyrirtækja. Heilsuefling á vinnustöðum er góð fjárfesting í mannauði og skilar ávinningi fyrir vinnustaði jafnt sem starfsmenn. Ávinningur vinnustaðanna er meðal annars fólginn í lægri kostnaði vegna veikinda, fjarvista og slysa ásamt því að framleiðni og nýsköpun eykst. Einnig hefur verið sýnt fram á að heilsuefling skilar sér í minni starfs- Þegar unnið er að heilsueflingu á vinnustöðum er mikilvægt að móta heildarstefnu og langtímaáætlun sem fellur að almennri stefnu og stjórnunarháttum vinnustaðarins. Mikilvægt er að í slíkri áætlun séu einnig skammtímamarkmið. Tilgreina skal nauðsynleg úrræði, fjármagn, tímaáætlun og ábyrgðarmann fyrir hverri aðgerð. Gott er að setja saman vinnuhóp sem í eiga sæti fulltrúar mismunandi starfshópa á vinnustaðnum. Á minni vinnustöðum er hægt að hafa einn hóp Netfang: Heimasíða: Umdæmisskrifstofur Vinnueftirlitsins eru á eftirtöldum stöðum: Reykjavík, Akranesi, Ísafirði, Sauðárkróki, Akureyri, Húsavík, Egilsstöðum, Hveragerði, Vestmannaeyjum og Reykjanesbæ. Heimilisföng og símanúmer umdæmisskrifstofa eru á heimasíðu Vinnueftirlitsins.

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson

Ritstuldarvarnir. Sigurður Jónsson Ritstuldarvarnir Sigurður Jónsson sigjons@hi.is Aðgangur að Turnitin 1. Beint í Turnitin á www.turnitin.com 2. Gegnum Moodle-námskeið Kennarar og nemendur halda sig í Moodleumhverfinu Fá frumleikaskýrslu

More information

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule

Part 66. Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66 Requirements for exercising privileges Highlights of New Part 66 rule Part 66.A.20(b) privileges The holder og an aircraft maintenance licence may not exercise its privileges unless: 1. In compliance

More information

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu

Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Tilraunahúsið Úrræði fyrir raungreinakennslu Ari Ólafsson dósent í tilraunaeðlisfræði Eðlisfræðiskor HÍ og Raunvísindastofnun Háskólans Tilraunahúsið p.1/18 Sýnishorn af markmiðum ríkisvalds í menntamálum

More information

Ný tilskipun um persónuverndarlög

Ný tilskipun um persónuverndarlög UT Messa SKÝ, 9. febrúar 2012 Hörður Helgi Helgason Um fyrirlesara 1999 2000-03 2003-06 2006- Héraðsdómslögmaður Persónuvernd Ráðgjafi, evrópsk persónuv.lög LM lögmenn -> Landslög munið #utmessan Boligen

More information

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND

OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET. East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND OPEN DAYS 2011 LOCAL EVENTS COUNTRY LEAFLET East Iceland / Austurlands ICELAND / ÍSLAND INDEX I. Regional Partnerships Official Partners of the OPEN DAYS 2011 East Iceland... 3 Austurlands... 5 2 I. Regional

More information

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015

Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Akureyrarbær Starfsmannakönnun 2015 Q1. Ert þú karl eða kona? Karl 229 19.83% Kona 926 80.17% Fjöldi 1155 Q2. Á hvaða aldursbili ert þú? 30 ára eða yngri 190 16.42% 31-40 ára 257 22.21% 41-50 ára 312 26.97%

More information

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011

Samanburður vindmæla. Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Samanburður vindmæla Samanburðarmælingar í mastri LV v/búrfell 15. ágúst 30.sept 2011 Haustþing Veðurfræðifélagsins 2011 Tegundir vindmæla Til eru margar mismunandi gerðir vindmæla sem byggja á mismunandi

More information

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins

Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Morgunverðarfundur Ferðamálastofu Grand hótel, Reykjavík 14. apríl 2011 Mikilvægi samræmdrar svæðisbundinar kortlagningar Hvað fangar hug og hjarta ferðamannsins Dr. Edward H. Huijbens Forstöðumaður /

More information

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR

SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR SNERTIFLETIR ÍSLANDSSTOFU VIÐ FLUGREKENDUR Ingvar Örn Ingvarsson Verkefnisstjóri, ferðaþjónusta og skapandi greinar Samgöngufundur á Norðurlandi, 19. nóvember 2015 Meginstoðir stefnu og lykilárangursþættir

More information

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi

Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Möguleg útbreiðsla trjátegunda með hækkandi hitastigi á Íslandi Björn Traustason og Þorbergur Hjalti Jónsson, Mógilsá Fagráðstefna 25.mars 2010 Inngangur Landfræðileg greining til að meta útbreiðslu nokkurra

More information

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila.

Viðhorf erlendra söluaðila. Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila Spurningakönnun framkvæmd í desember 2016 á meðal erlendra söluaðila á póstlista Íslandsstofu sem telur 4500 aðila. Viðhorf erlendra söluaðila desember 2016 VIÐMIÐ TEGUND FYRIRTÆKIS

More information

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins

Hvað er núll - slysastefna. Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Hvað er núll - slysastefna Kristinn Tómasson, yfirlæknir Vinnueftirlitsins Markmið stjórenda núll slysasýn New trends in accident prevention due to the changing world of work European Agency for Safety

More information

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa

Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum. Raddir fjölbreyttra kennarahópa Rannsóknarstofa í fjölmenningarfræðum Raddir fjölbreyttra kennarahópa Sólveig Karvelsdóttir, lektor, HÍ Hafdís Guðjónsdóttir, dósent, HÍ Rannsóknin er hluti af tveimur rannsóknum Fjölbreyttir kennarahópar

More information

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs?

Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Hvað felst í menntun til sjálfbærrar þróunar og hvernig getur hún verið þungamiðja skólastarfs? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson Hvernig getur málefni sem ekki er skilgreint sem námsgrein í grunnskóla eða námssvið

More information

Horizon 2020 á Íslandi:

Horizon 2020 á Íslandi: Horizon 2020 á Íslandi: - Árangur Íslands í Horizon2020 - Hvernig getur Rannís veitt ykkur aðstoð? Kristmundur Þór Ólafsson Alþjóðasvið Rannís Landstengiliður (NCP) fyrir H2020 Hvað er H2020? Rammaáætlun

More information

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME.

Rannsóknarskýrsla í sálfræði 103 á vorönn 2008 um. viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. í sálfræði 103 á vorönn 2008 um viðhorf nemenda til nokkurra þátta í skólastarfi ME. Rannsóknin á að gera grein fyrir afstöðu nemenda við Menntaskólanum á Egilsstöðum til nýgerða breytinga á stoðtímakerfi

More information

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be

Stefnumótun. tun Rf. Hlutverk (Mission) Why we exist. Gildi (Core values) What we believe in. Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefnumótun tun Rf Hlutverk (Mission) Why we exist Gildi (Core values) What we believe in Framtíðarsýn (Vision) What we want to be Stefna (Strategy) Our Game plan Stefnumiðað árangursmat Balanced Scorecard

More information

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013

Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Námsferð til Ulricehamn Svíþjóð, mars 2013 Svíþjóð - stjórnsýslan Þrjú formleg stjórnsýslustig Sveitarfélög, 290 talsins (Local level) Lén, 20 talsins (Regional level) Landsstjórn, 349 þingmenn (National

More information

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar

Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Áhrif brennisteins díoxíðs (SO 2 ) á heilsufar Þórólfur Guðnason yfirlæknir Sóttvarnalæknir, Embætti landlæknis Nóvember 2014 Gastegundir frá eldgosum >95% H 2 O, CO 2 SO 2

More information

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur?

Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Hvers urðum við vísari og hvað gætum við tileinkað okkur? Málþing um byggðamál og svæðasamvinnu 14. mars 2014 Stefanía Traustadóttir Heimsókn til Norðurbotns (Oulu) apríl 2012 Þátttakendur: Ragnheiður

More information

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson

Samstarf HR og IGI. Ólafur Andri Ragnarsson Samstarf HR og IGI Ólafur Andri Ragnarsson Leikjaiðnaðurinn 2021 Leikjaiðnaðurinn 2021 5.000 störf 70 milljarðar í heildarútflutningstekjur ef... Photo Ian Parker http://parkerlab.bio.uci.edu/nonscientific_adventures/iceland_man.ht

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 8. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB

EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB ÍSLENSK útgáfa EES-viðbætir við Stjórnartíðindi EB I EES-STOFNANIR 1. EES-ráðið 2. Sameiginlega EES-nefndin 3. Sameiginlega EES-þingmannanefndin 4. Ráðgjafarnefnd EES ISSN 1022-9337 Nr. 54 8. árgangur

More information

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar

í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar Rannsóknir í lýðheilsu - þáttur Lýðheilsustöðvar ðvar Laufey Steingrímsdóttir Sviðsstjóri rannsókna Lýðheilsustöð Rannsóknir í lýðheilsu Hvers vegna þurfum við rannsóknir? Er Lýðheilsustöð rannsóknarstofnun?

More information

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn -

LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM. Schengen ráðstefna 6. október Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - LÖGREGLAN Á SUÐURNESJUM Schengen ráðstefna 6. október 2011 - Jón Pétur Jónsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn - Áherslur - Lögreglan á Suðurnesjum - Framkvæmd landamæraeftirlits - Umhverfið - Álag á Ísland

More information

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017

Stóra myndin. Uppbygging þekkingarsamfélags. Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Stóra myndin Uppbygging þekkingarsamfélags Kristrún Frostadóttir, hagfræðingur Viðskiptaráðs Aðalfundur SFS 19. maí 2017 Bakgrunnur Viðskiptaráð Íslands 1 Yfirlit 1. Hvað eru þekkingarkjarnar? 2. Hvað

More information

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar

Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar 1 Inngangur og yfirlit yfir rafmagnsvélar Introduction to rotating machines 2 Grunnhugtök og meginþættir Klassískar gerðir véla Riðstraumsvélar Samfasavél (synchronous machine) Spanvél (induction machine

More information

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2

Power Engineering - Egill Benedikt Hreinsson. Lecture 25. Examples 2. Sýnidæmi 2 1 Examples 2 Sýnidæmi 2 2 Example 25-1 Gefið er 3 fasa, 3 teina raforkukerfi samkvæmt meðfylgjandi einlínumynd. Allar stærðir á myndinni eru í einingakerfinu ( per unit ). Seríuviðnám háspennulínanna er

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vor 2017 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

More information

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012

FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012. frá 8. júní 2012 Nr. 28/32 EES-viðbætir við Stjórnartíðindi Evrópusambandsins FRAMKVÆMDARREGLUGERÐ FRAMKVÆMDASTJÓRNARINNAR (ESB) nr. 489/2012 2013/EES/28/07 frá 8. júní 2012 um framkvæmdarreglur vegna beitingar 16. gr.

More information

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ

VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI ANNAÐ Kennsluáætlun vorönn 2018 Enska 9. bekkur Kennsluáætlun þessi tekur mið af hæfniviðmiðum sem fram koma í Aðalnámskrá Grunnskóla og skólanámskrá Grunnskóla Grindavíkur VIKA VIÐFANGSEFNI EFNISTÖK NÁMSEFNI

More information

Ég vil læra íslensku

Ég vil læra íslensku Ég vil læra íslensku 16 Föt Föt Évlí - 16 föt 1 hlusta Generated by Foxit PDF Creator Foxit Software benda lita teikna klippa líma strákur stelpa ekki stelpa/ekki strákur hugsa Évlí - 16 föt 2 hlusta íslenskur

More information

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum

Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Fyrirmyndarfyrirtæki í stjórnarháttum Eyþór Ívar Jónsson Forstöðumaður fyrir Rannsóknarmiðstöð um stjórnarhætti RANNSÓKNARMIÐSTÖÐ Í STJÓRNARHÁTTUM Rannsóknarmiðstöð í stjórnarháttum Rannsóknarmiðstöð um

More information

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október.

Aðalheiður L. Guðmundsdóttir Myndlistardeild, lektor Vegna þátttöku í listfræðiráðstefnunni [no title] í Kaupmannahöfn í október. STARFSÞRÓUNARSJÓÐUR AKADEMÍSKRA STARFSMANNA - úthlutun haustönn 2018 Auglýst var eftir umsóknum um styrkveitingar með umsóknarfrest til 3. september 2018. Alls bárust sjóðnum 12 umsóknir: 7 frá hönnunar-

More information

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir

Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Ný persónuverndarlöggjöf 259 dagar til stefnu Alma Tryggvadóttir Sérfræðingur í persónurétti Yfirlit Stóra myndin Skyldur GDPR Aðlögunarferli Áskoranir og praktísk ráð 2 3 Yfirlit: Hvað er GDPR?» GDPR

More information

Leiðbeinandi á vinnustað

Leiðbeinandi á vinnustað Work Mentor Leiðbeinandi á vinnustað Leonardo da Vinci, Transfer of Innovation verkefni sem VMA sótti um að stýra. Kynning maí 2011. Jóhannes Árnason 1 Work Mentor Leonardo da Vinci Transfer of Innovation

More information

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile

HUGPRÓ Betw Be ar tw e ar QA & Agile HUGPRÓ Betware QA & Agile 26.02.2010 Head Quarters Betware Reykjavík Betware DK Copenhagen Denmark Betware Solutions CA Kamloops, BC Betware Madrid Spain Certus Odense Denmark Betware Sp. z o.o. Warsaw

More information

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík

Notkun merkis Veðurstofu Íslands. Veðurstofa Íslands Bústaðavegur Reykjavík Notkun merkis Veðurstofu Íslands Veðurstofa Íslands Bústaðavegur 9 150 Reykjavík +354 522 60 00 +354 522 60 01 vedur@vedur.is Maí 2009 2 Efnisyfirlit Merki 3 Litanotkun 5 Merki í fleti 6 Stærð merkisins

More information

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands

Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands ÞÓRA BJÖRK HJARTARDÓTTIR Íslenskukennsla útlendinga við Háskóla Íslands 1. Fjöldi erlendra stúdenta Á liðnum áratug hefur erlendum stúdentum fjölgað gríðarlega við Háskóla Íslands. Haustið 2000 voru skráðir

More information

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur

Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Lýðheilsa Heilsa í allar stefnur Hvar standa Íslendingar í samanburði þjóða? Dagskrá: 14:30 Ávarp forsætisráðherra: Sigmundur Davíð Gunnlaugsson 14:45 Heilsa í allar stefnur: Health in All Policies reynsla

More information

Nr mars 2006 AUGLÝSING

Nr mars 2006 AUGLÝSING AUGLÝSING um gerð sem felur í sér breytingu á samningi sem ráð Evrópusambandsins og Ísland og Noregur gerðu með sér um þátttöku hinna síðarnefndu í framkvæmd, beitingu og þróun Schengen-gerðanna. Hinn

More information

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst

Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst ágúst Snælandsskóli Haustönn 2017 Námsgrein Enska Bekkur 10. bekkur Kennari: Hafdís Ágúst 15. 18. ágúst 21. 25. ágúst 28. ág 1. sept. 15. skipulagsdagur 16. skipulagsdagur 17. Skipulagsdagur 18. skipulagsdagur

More information

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar

Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Fjölbreyttir kennarahópar og fjölbreyttir nemendahópar Hanna Ragnarsdóttir dósent Menntavísindasviði HÍ Menntakvika 22. okt. 2010 1 Skipulag erindis Alþjóðlega rannsóknaverkefnið Diverse Teachers for Diverse

More information

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum

Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa. Efnisyfirlit. Þátttaka í félögum og þjóðmálum. Þróun félagsauðs í grannríkjunum Félagsauður á Íslandi Þróun og skýringar á mun milli landa Efnisyfirlit Þróun félagsauðs í grannríkjunum Bandaríkin Skandinavía Meginland Evrópu Þróunin á Íslandi Félagsþátttaka Frumtengsl Félagsrof Félagsauður,

More information

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi -

Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Samspil menntunar og þróunar strandbúnaðar - dæmi - Rannveig Björnsdóttir Strandbúnaður 2017, Grand Hótel Reykjavík, 13.-14.mars YFIRLIT erindis Dæmi: doktorsverkefni RBj 2005-2010 BAKGRUNNUR VANDAMÁLIÐ

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2016 FLUGTÖLUR 216 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 216 Flugvöllur 215 216 Br. 16/15 Hlutdeild Reykjavík 348.24 377.672 8,5% 5,4% Akureyri 17.897 183.31 7,3% 24,5% Egilsstaðir 89.79 93.474 4,9%

More information

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós

Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós Leiðbeiningar um notkun XML-þjónustu Veðurstofu Íslands fyrir norðurljós XML-þjónustan veitir aðgang að nýjum norðurljósagögnum Veðurstofunnar sem birt eru á www.vedur.is. Slóð XML-þjónustunnar er http://xmlweather.vedur.is/aurora?op=xml&type=index

More information

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands

Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll. Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Upplýsingaleit á Internetinu Heilsa og lífsstíll Dr. Ágústa Pálsdóttir dósent, bókasafns- og upplýsingafræði Háskóli Íslands Yfirlit erindis Meginmarkmið og bakgrunnur Nokkrar skilgreiningar Rannsóknaraðferðir

More information

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003

Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Stakerfðavísar hjá sauðfé - ráðstefna í Frakklandi í desember 2003 Jón Viðar Jónmundsson 1 og Emma Eyþórsdóttir 2 1 Bændasamtökum Íslands 2 Rannsóknarstofnun landbúnaðarins/lbh á Hvanneyri Inngangur Fyrsta

More information

UNGT FÓLK BEKKUR

UNGT FÓLK BEKKUR UNGT FÓLK 16 8.. BEKKUR Menntun, menning, tómstundir, íþróttaiðkun, heilsuhegðun, heilsuvísar, líðan og framtíðarsýn ungmenna í framhaldsskólum á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 16 Grunnskólar

More information

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur

CHEMISTRY. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Kafli 3. Kafli 3. Hlutfallareikningur: AðA. reikna út fnum. Efnajöfnur. Efnajöfnur. Efnajöfnur CHEMISTRY The Central 9th Edition Hlutfallareikningur: AðA reikna út frá formúlum og efnajöfnum fnum Lavoisier: Massi varðveitist í efnahvörfum. : lýsa efnahvörfum. Efnajafna : Hvarfefni og myndefni: 2H

More information

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga

Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga n Fræðigreinar STJÓRNMÁL Einelti og líðan starfsfólks sveitarfélaga á tímum efnahagsþrenginga Hjördís Sigursteinsdóttir, aðjúnkt, Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri og doktorsnemi í félagsfræði

More information

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014

INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 FLUGTÖLUR 2014 INNANLANDSFARÞEGAR UM ÍSLENSKA ÁÆTLUNARFLUGVELLI 2014 Flugvöllur 2013 2014 Br. 14/13 Hlutdeild Reykjavík 338.278 328.205-3,0% 48,6% Akureyri 178.231 172.106-3,4% 25,5% Egilsstaðir 91.561

More information

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI

STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI STÝRING OG GJALDTAKA Á FERÐAMANNASTÖÐUM HÁMARKA UPPLIFUN, VERNDA NÁTTÚRU OG TRYGGJA ÖRYGGI ER ÍSLAND SPRUNGIÐ MEÐ 2,2 M FERÐAMANNA? TOP 10 ÞJÓÐGARÐAR Í BANDARÍKJUNUM 1. Great Smoky Mountains National Park

More information

ÆGIR til 2017

ÆGIR til 2017 ÆGIR3 2016 til 2017 Þríþraut Mikil þróun, sífellt betri árangur, fleiri og betri keppnir Íslandsmetið í Ironman féll tvisvar í sumar Norðurlandameistari kvenna í flokki 23 ára og yngri Þríþrautarsamband

More information

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi

Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Lokaverkefni til B.Ed. prófs Samstarf heimila og skóla frá sjónarhorni kennara á Íslandi og í Englandi Eru ánægðir foreldrar bestu bandamenn kennara? Halldóra Gísladóttir 300955-5419 Kennaraháskóli Íslands

More information

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012

Vaasa Ostrobothnia nóv. 2012 Vaasa Ostrobothnia 19-21.nóv. 2012 Hópurinn og ferðin Halla Steinólfsdóttir Dalabyggð Ingibjörg Valdimarsdóttir Akranesi Ólafur Sveinsson SSV The Ministry of Foreign Affairs of Finland (19.nóv.) The Regional

More information

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið

Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM. Skýrsla fyrir skólaárið Skóli Ísaks Jónssonar INNRAMAT Í SKÓLANUM Skýrsla fyrir skólaárið 2016-2017 Efnisyfirlit Efnisyfirlit... 2 1. Inngangur... 3 2. Markmið og tilgangur matsins... 3 3. Aðferðir og framkvæmd matsins... 3 4.

More information

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ

Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær» Keilir» Fjörður» Reykjavík/HÍ / 1004720-1004720-3-ABC 2.1.2018 09::16 Mánudaga - föstudaga KEF - Airport» Reykjanesbær»»» Reykjavík/HÍ 06:42 06:44 06:45 06:47 06:51 06:52 06: 07:17 07:18 07:22 07:28 07:29 07:31 07:32 07:34 07:36 07:38

More information

Fóðurrannsóknir og hagnýting

Fóðurrannsóknir og hagnýting Fóðurrannsóknir og hagnýting Uppskeruhátíð rannsókna Gunnar Örn Kristjánsson Strandbúnaður 2018, Grand Hótel Reykjavík, 19.-20. mars. Grundvöllur fóðurgerðar Þarfir hjá eldisfisk Efnaþarfir til vaxtar

More information

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur

Sjónarhorn View. Outline view - Yfirlitshamur. Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Power Point leiðbeiningar Sjónarhorn View Normal view (2000)/Notes Page View (Office97) - minnispunktahamur Outline view - Yfirlitshamur Hér er hægt að rita minnispunkta við hverja glæru fyrir þann sem

More information

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014

GRUNNSKÓLAR UNGT FÓLK 2014 UNGT FÓLK 14 GRUNNSKÓLAR Menntun, menning, félags, - íþrótta- og tómstundastarf, heilsa, líðan og vímuefnaneysla unglinga í 8., 9. og. bekk á Íslandi. ÆSKULÝÐSRANNSÓKNIR FRÁ 1992 Ungt fólk 14 Grunnskólar

More information

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU

STOÐKERFISVERKIR HJÁ HJÚKRUNARDEILDARSTJÓRUM OG TENGSL VERKJA VIÐ STREITU Þórey Agnarsdóttir, Heilbrigðiseftirliti Norðurlands eystra á Akureyri Hafdís Skúladóttir, Háskólanum á Akureyri Hjördís Sigursteinsdóttir, Háskólanum á Akureyri Sigríður Halldórsdóttir, Háskólanum á Akureyri

More information

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011

Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 Name of the University: Copenhagen University Names of the student: Helga Sæmundsdóttir Exchange semester: Vor 2011 I GENERAL INFORMATION ABOUT THE SCHOOL 1. Describe the school and its surroundings very

More information

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum

Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Kristján Erlendsson læknir dósent kennslustjóri læknadeildar HÍ, yfirlæknir á vísinda- og þróunarsviði Landspítala krerlend@landspitali.is Þróun kennslu læknanema á síðustu áratugum Á síðustu þremur áratugum

More information

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild

Háskólabrú fjarnám. Bókalisti vorönn önn. Félagsvísinda- og lagadeild Háskólabrú fjarnám Bókalisti vorönn 2019 2. önn Félagsvísinda- og lagadeild Upplýsingatækni og tölfræði: Kennslubók í Excel 2016. Höfundar: Hallur Örn Jónsson og Óli Njáll Ingólfsson Stærðfræði 3: Stærðfræði

More information

Ársskýrsla. Embættis landlæknis

Ársskýrsla. Embættis landlæknis Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 Ársskýrsla Embættis landlæknis 2014 ISSN 1670-746X Útgefandi: Embætti landlæknis Barónsstíg 47 101 Reykjavík 2015 Ábyrgðarmaður:

More information

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson

JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson JANÚAR 2016 Karl Sigurðsson Staða og horfur á vinnumarkaði Staðan á vinnumarkaði er að mörgu leyti góð ef litið er til þróunar atvinnuleysis, en skráð atvinnuleysi hefur lækkað úr um 8% árin 2009 og 2010

More information

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2.

Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. Reykjavík, 15. maí 2017 R17050061 110 Borgarráð Fyrirhuguð heimsókn borgarstjórans í Philadelphia, Pennsylvaníuríki, Bandaríkjunum, til Reykjavíkur dagana 31. maí til 2. júní 2017 Fyrirhuguð er opinber

More information

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ

Einelti og líðan. Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014. Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Einelti og líðan Unnið upp úr könnuninni: Heilsa og lífskjör skólanema, HBSC 2013/2014 Tinna Rut Torfadóttir HUG- OG FÉLAGSVÍSINDASVIÐ Lokaverkefni til B.A. gráðu í sálfræði Hug- og félagsvísindadeild

More information

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services

Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services 2011:1 27. maí 2011 Félagsþjónusta sveitarfélaga Municipal social services Samantekt Frá árinu 1987 hefur Hagstofa Íslands leitað upplýsinga frá sveitarfélögum árlega um fjárhagsaðstoð, félagslega heimaþjónustu

More information

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing!

INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! INNFORM rannsóknin: Árangur, stefna og alþjóðavæðing! Erindi á morgunverðarfundi ParX og Viðskipta- og hagfræðideildar Háskóla Íslands 29. maí 2008. INNFORM á Íslandi: 1. Aðdragandinn... 2. Fyrirmyndin:

More information

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning)

LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) LEIÐARVÍSIR UM ÞÁTTTÖKUNÁM (Service Learning) Frásagnir úr námsferð fræðslustjóra með skólastjórum í Reykjavík, starfsmönnum Fræðslumiðstöðvar og fulltrúum úr fræðsluráði á ráðstefnu og í skólaheimsóknir

More information

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU

ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU 2017 ÁR SR IT UM FR AMHALDSFRÆÐS LU Í stjórn Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins sitja: Formaður: Kristín Þóra Harðardóttir Varaformaður: Eyrún Björk Valsdóttir Meðstjórnendur: Falur Harðarson Fjóla Jónsdóttir

More information

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017

Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Skýrsla nr. 2017-024 24. nóvember 2017 Skýrsla um framfylgd eigendastefnu OR á árinu 2017 Guðrún Erla Jónsdóttir Skrifstofa forstjóra Útgefandi: Orkuveita Reykjavíkur Umsjón og ábyrgð: Guðrún Erla Jónsdóttir

More information

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila.

Nr desember 2014 REGLUGERÐ. um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. REGLUGERÐ um skjölun og milliverðlagningu í viðskiptum tengdra lögaðila. 1. gr. Gildissvið. Reglugerð þessi gildir um tengda lögaðila sem eiga í viðskiptum skv. 3.-5. mgr. 57. gr. laga nr. 90/2003, um

More information

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ.

Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. 1.1 Rekstraraðili Starfsleyfistillaga fyrir Carbon Recycling International ehf., Svartsengi, Grindavíkurbæ. Kt. 530306-0540 Gefið út af Umhverfisstofnun í samræmi við ákvæði laga nr. 7/1998, um hollustuhætti

More information

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss

Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja. Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Nýjar leiðbeiningar um notkun AED tækja Gísli E. Haraldsson, læknir Slysa- og bráðasvið Landpítala Háskólasjúkrahúss Markmið Kynna ástæður fyrir breytingum Útskýra mikilvægi grunnendurlífgunar Kynna nýjar

More information

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates

Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur. Multicultural Council of Reykjavik Candidates Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar Frambjóðendur Multicultural Council of Reykjavik Candidates Aleksandra Chlipala Hversu lengi búið á Íslandi: Have been a resident of Iceland: Pólsk Polish aleksandrachlipala@gmail.com

More information

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011

Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 2011:2 6. september 2011 Tölvu- og netnotkun einstaklinga 2011 Computer and Internet usage by individuals 2011 Samantekt Nettenging er til staðar á 93% íslenskra heimila. Árleg fjölgun nettengdra heimila

More information

Reykjavík, 30. apríl 2015

Reykjavík, 30. apríl 2015 Fagráð um símenntun og starfsþróun kennara Sigurjón Mýrdal formaður Sólrún Harðardóttir starfsmaður Námsmatsstofnun Borgartúni 7a 105 Reykjavík Reykjavík, 30. apríl 2015 Efni: Svör Kennarasambands Íslands

More information

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005

Laun á almennum vinnumarkaði 2005 Earnings in the private sector 2005 26:1 14. júlí 26 Laun á almennum vinnumarkaði 25 Earnings in the private sector 25 Samantekt Árið 25 voru regluleg mánaðarlaun á almennum vinnumarkaði að meðaltali 244 þúsund krónur, heildarmánaðarlaun

More information

Framhaldsskólapúlsinn

Framhaldsskólapúlsinn Framhaldsskólapúlsinn Mat á líðan og skólabrag í framhaldsskólum Málþing um geðrækt í framhaldsskólum 20. september 2013 Almar M. Halldórsson Skólapúlsinn Skólapúlsinn er veflægt sjálfsmatskerfi fyrir

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-2314-2 Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur Steinsson

More information

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir

Vaxtarsaga Marel. Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Vaxtarsaga Marel Snjólfur Ólafsson og Auður Hermannsdóttir Alþjóðlegur vöxtur íslenskra fyrirtækja og erlendar fjárfestingar síðustu ára hafa vakið mikla athygli hér á landi og víðar. Grein þessi varpar

More information

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla

Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Öruggar snyrtivörur Samantekt á atriðum sem framleiðendur snyrtivara þurfa að uppfylla Snyrtivara sem er boðin fram á markaði á evrópska efnahagssvæðinu skal vera örugg fyrir heilbrigði manna og uppfylla

More information

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma)

MALAYSIA AIRLINES - MH 1 Monday, 17 th of MAY: LONDON - KUALA LUMPUR (lent í Kuala Lumpur kl 17:30 þriðjudaginn 18. maí að staðartíma) 12. maí, 2004 bls. 1 Dagskrá námsferðar Rafmagns- og tölvuverkfræðinema vorið 2004 til Kuala Lumpur og Singapore (Program for a technical study tour of students in Electrical and Computer Engineering,

More information

TAG verkefnið á Íslandi: Námskeiðið Sterkari staða 50+

TAG verkefnið á Íslandi: Námskeiðið Sterkari staða 50+ TAG verkefnið á Íslandi: Námskeiðið Sterkari staða 50+ Sveinn Aðalsteinsson Starfsafl starfsmennt Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins 15. Nóv. 2007 Sveinn Aðalsteinsson 1 Hvað er Starfsafl? Aðdragandi

More information

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2012

Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2012 Ársskýrsla Jafnréttisstofu 2012 Jafnréttisstofa Borgum v/ Norðurslóð - 600 Akureyri Sími: 460 6200 Bréfsími: 460 6201 Netfang: jafnretti@jafnretti.is www.jafnretti.is EFNISYFIRLIT INNGANGUR... 4 HLUTVERK

More information

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu

2. Stefnur og hugmyndafræði sem hafa haft áhrif á listkennslu Ágrip Í þessari ritgerð, sem er lokaverkefnið mitt til B.Ed gráðu, mun ég fjalla um samvinnu á milli myndlistarskóla og grunnskóla. Í því samhengi mun ég skoða Billedskolen i Tvillingehallen og Myndlistarskólann

More information

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018

Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra. Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Samningur Landskrifstofu og verkefnisstjóra Margrét Jóhannsdóttir 27.ágúst 2018 Úthlutunarferlið Samræmd aðferðafræði með þjálfun matsmanna (norrænt og evrópskt samstarf) Allar umsóknir eru metnar af tveimur

More information

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla

GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM. Viðmið og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla GÆÐASTARF Í GRUNNSKÓLUM og framkvæmd ytra mats grunnskóla ISBN 978-9979-0-??????? Ritstjóri: Þóra Björk Jónsdóttir Málfarsyfirlestur: Ingólfur

More information

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna

Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Fyrirkomulag forsjár barna af erlendum uppruna Samanburðarrannsókn nóvember 2012 Ari Klængur Jónsson www.mcc.is Árnagötu 2-4 400 Ísafjörður Sími: 450-3090 Fax: 456-0215 mcc@mcc.is 1 Velferðarráðuneytið

More information

GENERAL BOND SECURITY AGREEMENT (IS. TRYGGINGARBRÉF - VEÐSAMNINGUR) (is. bundið vísitölu neysluverðs til verðtryggingar) Grunnfjárhæð ISK 100.000.000.000 Dags. 21 nóvember 2014 á milli REITIR FASTEIGNAFÉLAG

More information

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA)

Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Skráningarreglur framtíðarinnar (RDA) Fræðslufundur 26. nóvember 2010 Hildur Gunnlaugsdóttir Málþing um RDA í ágúst 2010 RDA in Europe: making it happen! Málþing um nýju skráningarreglurnar (RDA = Resource

More information

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu?

Kæling uppsjávarfisks fyrir vinnslu? Upphaf mælinga í uppsjávarskipum Sigurjón Arason Yfirverkfræðingur Matís ohf. og Prófessor, Háskóli Íslands Dr. Magnea G. Karlsdóttir; Fagstjóri, Matís ohf. Ásbjörn Jónsson; Verkefnastjóri, Matís ohf Magnús

More information

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006

Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Umfang og umhverfi frumkvöðlastarfsemi á Íslandi 2006 Rannsóknarmiðstöð HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum Rögnvaldur J. Sæmundsson Silja Björk Baldursdóttir Mars 2007 GEM - frumkvöðlastarfsemi 2006

More information

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis

ANNUAL SAFETY REVIEW. Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis ANNUAL SAFETY REVIEW 2012 Þróunar og greiningarstofa Division of Development and Analysis Flugmálastjórn Íslands: Annual Safety Review 2012 Útgefandi: Flugmálastjórn Íslands Skógarhlíð 12 105 Reykjavík

More information

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa

Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Einelti íslenskra skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar á heilsutengdum afleiðingum eineltis Helena Rún Pálsdóttir Ritgerð til BS prófs 12 einingar Einelti skólabarna og heilsa Niðurstöður landskönnunnar

More information

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum

Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Eftirspennt Brúargólf Klóríðinnihald í nokkrum steyptum brúargólfum Útg. Dags. Höf. Rýnir Samþykkur Lýsing 3 11/01 2006 GG EH Lokaskýrsla II 2 21/12 2005 GG SvSv Lokaskýrsla I 1 15/12 2005 GG Uppkast 1

More information